Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.
Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.Hrd. 1999:1709 nr. 403/1998 (Ósoneyðandi efni)[HTML][PDF] Hrd. 2000:992 nr. 504/1999[HTML][PDF] Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur)[HTML][PDF] Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.
Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.
Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.Hrd. 2000:1855 nr. 492/1999 (Hundahald)[HTML][PDF] Samningur var gerður um að greiða fyrir ákveðinn fjölda hunda en sá samningur var ekki gildur þar sem engin lagaheimild var fyrir því að afmarka tiltekinn fjölda hunda.Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML][PDF] Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.
Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.
Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.Hrd. nr. 220/2007 dags. 28. febrúar 2008 (Áfengisvandi)[HTML] Hrd. nr. 194/2008 dags. 8. maí 2008 (Istorrent I)[HTML] Hrd. nr. 397/2007 dags. 19. júní 2008[HTML] Hrd. nr. 430/2007 dags. 18. september 2008 (Hjúkrunarfræðingur á geðsviði)[HTML] X starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítala Íslands ásamt hjúkrunarfræðingnum Y. Y sakaði X um kynferðislega áreitni utan vinnustaðar og lýsti því yfir að hann væri tilbúinn til þess að færa sig milli deilda.
Yfirmenn X ákváðu að færa X milli deilda gegn vilja hennar vegna ágreiningsins sem ríkti meðal þeirra tveggja og að ágreiningurinn truflaði starfsemina. Landspítalinn hélt því fram að um væri að ræða ákvörðun á grundvelli stjórnunarréttar vinnuveitenda og því ættu reglur stjórnsýsluréttarins ekki við.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML][PDF]
Þingmál A433 (sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML][PDF]
Þingmál A471 (útseld vinna sérfræðinga Stjórnarráðsins og opinberra háskóla)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1557 (svar) útbýtt þann 2023-04-17 14:36:00 [HTML][PDF]
Þingmál A577 (skipun nefndar til að greina sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveirunnar í ljósi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 808 (þáltill.) útbýtt þann 2022-12-14 12:22:00 [HTML][PDF]
Þingmál A588 (fjármögnunarviðskipti með verðbréf)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 863 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML][PDF]
Þingmál A415 (skipun nefndar til að greina sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveirunnar í ljósi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 435 (þáltill.) útbýtt þann 2023-10-25 14:43:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-05 14:43:00 [HTML][PDF]
Þingmál A914 (innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 155
Þingmál A116 (skipun nefndar til að greina sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveirunnar í ljósi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 116 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-16 14:35:00 [HTML][PDF]