Skylduarfur er sá lögákveðni arfur sem fellur til skylduerfingja. Arfur sem arfleifandi ráðstafar til skylduerfingja í formi bréfarfs telst ekki til skylduarfs.
Arfleifandi getur ekki sett neinar kvaðir á skylduarf, nema að hann skuli teljast til séreignar. Hins vegar hefur arfleifandi eitthvað svigrúm þegar kemur að því að ákveða hvaða eignir skuli úthlutaðar til hvaða skylduerfingja innan skylduarfsins.
Erfitt var að leysa úr öllum álitamálum um framreikning fyrirfram greidds arfs, sérstaklega vegna þess að túlka þurfti hvaða ákvæði erfðaskrárinnar trompuðu hin.
Í Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík)ⓘ var eignin gerð að séreign í kaupmála en svo var ekki í þessu máli.
Lögmaðurinn sem ritaði erfðaskrána taldi að vilji arfleifanda hefði verið sá að eignin yrði séreign.Hrd. nr. 300/2013 dags. 31. maí 2013 (Skoðuð framlög beggja - K flutti fasteign í búið)[HTML] K átti fasteign en hafði tekið mest að láni fyrir stofnun hjúskapar.
K og M höfðu verið gift í um þrjú ár.
Fjallaði ekki um hvort M hafði eignast einhvern hlut í eigninni.
M hafði borgað um helming af afborgunum lánsins og eitthvað aðeins meira.
Héraðsdómur hafði fallist á helmingaskipti en Hæstiréttur féllst ekki á það þar sem ekki var litið á að greiðslur M hefðu falið í sér framlag til eignamyndunar og ekki merki um fjárhagslega samstöðu.
Horft mikið á fjárhagslegu samstöðuna.
Hæstiréttur hefur fallist sjaldan á slíkar kröfur.Hrd. nr. 28/2014 dags. 17. febrúar 2014 (Annar bróðir fær arf)[HTML] Hjón eiga tvo syni og þau gera allt í einu erfðaskrá til hagsbóta öðrum þeirra. Eftir lát hjónanna deila bræðurnir um erfðaskrána og fannst bróðurnum sem fékk ekki arf að hjónin hafi ekki haft næga vitræna getu. Hann hafi alltaf hjálpað þeim.
Hinn bróðirinn sagði sögu um að hjónin hefðu gengist í ábyrgð fyrir þann bróður sem þau arfleiddu ekki, og þær ábyrgðir hefðu fallið fyrir lát þeirra. Þau hefðu síðan minnkað samband sitt við hann.
Hjónin fóru fjórum sinnum til lögmanns til að ræða gerð erfðaskrárinnar. Ekki voru merki um að bróðirinn sem fékk arf hafi komið að gerð erfðaskrárinnar né mætt með þeim á fundina með lögmanninum.
Ekki kom fram í vottorðinu að vottarnir væru tilkvaddir né um að þeir vissu að þetta væri erfðaskrá. Hæstiréttur taldi að þetta hafi legið fyrir í kringumstæðunum er umluktu téðar vottanir að um væri að ræða þessi atriði. Í vottorðunum var ekki tilgreint heimilisfang en ekki minnst á það í dómnum.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 48 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-25 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 492 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1974-03-14 00:00:00 [PDF]