Merkimiði - Stjórnskipulegt gildi


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (119)
Dómasafn Hæstaréttar (65)
Umboðsmaður Alþingis (15)
Stjórnartíðindi - Bls (3)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (3)
Dómasafn Félagsdóms (2)
Alþingistíðindi (39)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (9)
Lagasafn (5)
Alþingi (173)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1963:366 nr. 119/1962[PDF]

Hrd. 1965:169 nr. 221/1960 (Varmahlíð)[PDF]
Skagafjörður vildi stofnsetja héraðsskóla árið 1936. Var framkvæmdin sú að íslenska ríkið tók jörðina Varmahlíð eignarnámi af V og leigði félagi sem sveitarfélagið stofnaði undir þann rekstur.

Þingmaður Varmahlíðar tjáði við V að hann ætlaði sér að leggja fram frumvarp um eignarnám eða leigunám á landi Varmahlíðar þar sem enginn vilji væri fyrir sölu jarðarinnar. V vildi ekki láta af hendi alla jörðina en lýsti sig reiðubúinn til að selja hluta jarðarinnar en því var ekki tekið. Frumvarpið varð síðar samþykkt sem lög nr. 29/1939 er veitti ríkisstjórninni heimild til eignarnámsins í þeim tilgangi. Samningar tókust ekki þannig að V sá til tilneyddan til að gefa út afsal fyrir jörðinni til ríkisins áður en eignarnámið fór fram, en í því var enginn áskilnaður um héraðsskóla.

Ríkisstjórnin afsalaði svo félaginu jörðinni með því skilyrði að reistur yrði héraðsskóli. Ekki var byrjað að reisa héraðsskólann fyrr en árið 1945 en stuttu eftir það urðu grundvallarbreytingar á skólakerfinu þar sem héraðsskólar urðu hluti af almenna skólakerfinu. Í kjölfarið hættu framkvæmdir við byggingu skólans. Árið 1956 var samþykkt ályktun um að reisa þar í staðinn heimavistarbarnaskóla ásamt útleigu húsakynna undir ýmsan atvinnurekstur.

Þá krafði V ráðherra um að afhenda sér aftur jörðina sökum þess að grundvöllur eignarnámsheimildarinnar væri brostinn. Er ráðherra féllst ekki á það krafðist V fyrir dómi að samningur sinn um afhendingu jarðarinnar til ríkisstjórnarinnar yrði ógiltur, ásamt ýmsum öðrum ráðstöfunum sem af því leiddi. Meðal málatilbúnaðar V var að umfang eignarnámsins hefði verið talsvert meira en nauðsyn krafði, að hann hefði verið neyddur til að selja jörðina sökum hættu á að hann hefði fengið enn minna fyrir hana en ella. Þó afsalið hefði ekki minnst á héraðsskóla hefði það samt sem áður verið forsendan fyrir útgáfu þess.

Hæstiréttur staðfesti hinn áfrýjaða dóm með vísan til forsendna en í þeim dómi kom fram að ekki yrði hnekkt mati löggjafans um almenningsþörf með setningu þessara sérlaga um eignarnám á jörð í hans eigu. Augljóst þótti að forsendur þess að V hafi látið af hendi nauðugur af hendi væru þessi sérlög, þó að kaupverðinu undanskildu, og yrði því ekki firrtur þeim rétti að geta endurheimt jörðina sökum skorts á fyrirvara í afsalinu ef notkun hennar væri svo andstæð þeim tilgangi sem lá að baki eignarnámsheimildinni að hann ætti af þeim sökum lögvarinn endurheimturétt.

Ekki var fallist á ógildingu afsals ríkisins til félagsins þar sem það var í samræmi við þann tilgang sem eignarnámsheimildin byggðist á, og félagið væri enn viljugt til að vinna að því markmiði, og því enn í samræmi við tilgang eignarnámsins. Þá skipti máli að V gerði engar virkar og raunhæfar ráðstafanir í langan tíma frá því að honum varð ljóst að forsendurnar hefðu brostið, til endurheimt jarðarinnar. Kröfum V um ógildingu eignarnámsins var því synjað.
Hrd. 1965:424 nr. 125/1964 (Stofnlánadeild - Stóreignaskattur)[PDF]

Hrd. 1968:110 nr. 256/1966[PDF]

Hrd. 1973:418 nr. 53/1973[PDF]

Hrd. 1973:601 nr. 89/1973[PDF]

Hrd. 1974:13 nr. 159/1973[PDF]

Hrd. 1975:601 nr. 23/1974 (Hundamál)[PDF]
Borgarstjórinn í Reykjavík hafði synjað áfrýjanda um leyfi til að halda hund af íslensku fjárhundakyni á heimili sínu. Eldri lög veittu bæjarstjórnum og hreppsnefndum heimild til að takmarka eða banna hundahald í kaupstöðum og kauptúnum í formi reglugerðar staðfestum af stjórnarráðinu, og nýtti Reykjavík þá heimild á þann veg að banna hundahald á kaupstaðarlóð Reykjavíkur en hægt var að sækja um leyfi fyrir þarfahundum. Ný lög voru sett er tóku við af þeim eldri er höfðu sömu heimildir til banns á hundahaldi en kröfðust samþykktar staðfestri af heilbrigðismálaráðuneytinu.

Hæstiréttur taldi að þessar breyttu kröfur um setningarhátt yrðu ekki til þess að raska gildi reglugerðar sem sett hafði verið með stoð í eldri lögin. Synjaði hann einnig málsástæðu um að tiltekin lagaákvæði hafi verið talin hafa fallið úr gildi þar sem banni við hundahaldi í Reykjavík sbr. reglugerð, hafi ekki verið framfylgt.
Hrd. 1976:232 nr. 126/1974[PDF]

Hrd. 1978:1283 nr. 55/1977[PDF]

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn)[PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1984:824 nr. 79/1984 (Lög sett með stjórnskipulega réttum hætti - Ólöglegt hundahald)[PDF]
ÖK var ákærð fyrir að óhlýðnast dómsátt með því að hafa haldið hundinn áfram án tilskilins leyfis. Hélt hún því fram að tiltekin breytingarlög hefðu ekki verið sett með stjórnskipulega réttum hætti þar sem dómsmálaráðherra hefði verið staðgengill forsætisráðherra sem einn af handhöfum forsetavalds, þegar umrædd lög voru undirrituð. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir þetta teldust lögin hafa verið sett með stjórnskipulegum hætti.
Hrd. 1984:828 nr. 71/1984[PDF]

Hrd. 1984:875 nr. 124/1982[PDF]

Hrd. 1984:1063 nr. 132/1984[PDF]

Hrd. 1985:479 nr. 124/1984[PDF]

Hrd. 1985:1423 nr. 167/1984[PDF]

Hrd. 1985:1428 nr. 169/1984[PDF]

Hrd. 1985:1432 nr. 172/1984[PDF]

Hrd. 1987:788 nr. 199/1985[PDF]

Hrd. 1987:830 nr. 200/1985[PDF]

Hrd. 1987:863 nr. 201/1985[PDF]

Hrd. 1987:1008 nr. 271/1985 (Samsköttun)[PDF]

Hrd. 1988:449 nr. 216/1987[PDF]

Hrd. 1991:1807 nr. 283/1990 (Lífeyrissjóður leigubílstjóra)[PDF]

Hrd. 1993:1217 nr. 124/1993 (Leigubílstjóraaldur)[PDF]

Hrd. 1996:582 nr. 282/1994 (Búseti)[PDF]

Hrd. 1996:3002 nr. 221/1995 (Fullvirðisréttur og greiðslumark í landbúnaði - Greiðslumark I - Fosshólar)[PDF]

Hrd. 1996:4260 nr. 427/1995 (Jöfnunargjald á franskar kartöflur)[PDF]
Almenn lagaheimild var til staðar til að hækka jöfnunargjaldið á franskar kartöflur. Gjaldið var svo hækkað úr 40% í 190%. Ekki voru talin vera fyrir hendi réttlætanleg sjónarmið um að hækka gjaldið eins mikið og gert var. Íslenska ríkið gat ekki sýnt fram á að vandi við niðurgreiðslur og erlendir markaðir hafi verið sjónarmið sem íslenska ríkið hafi byggt á við beitingu þeirrar heimildar.
Hrd. 1997:86 nr. 317/1995 (Brúttólestir)[PDF]

Hrd. 1997:106 nr. 318/1995 (Brúttólestir)[PDF]

Hrd. 1997:116 nr. 319/1995 (Brúttólestir)[PDF]

Hrd. 1997:1269 nr. 222/1996 (Félagsbúið Stekkum)[PDF]

Hrd. 1997:3337 nr. 457/1997 (Valdimar Jóhannesson - Veiðileyfamálið)[PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi)[PDF]

Hrd. 1998:3259 nr. 242/1997 (Notaðir vélsleðar)[PDF]

Hrd. 1999:2794 nr. 450/1998 (Kolbeinsstaðarhreppur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2809 nr. 451/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML][PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 2000:1353 nr. 435/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur)[HTML][PDF]
Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.

Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.

Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Hrd. 2000:4016 nr. 295/2000 (L.A. Café)[HTML][PDF]
Veitingastaður sótti um rýmkun á afgreiðslutíma áfengis þar sem slík rýmkun hafi verið almennt leyfð á öðru svæði innan Reykjavíkurborgar. Meiri hluti Hæstaréttar taldi að afmörkun svæðisins sem almenna rýmkunin gilti um væri málefnaleg.
Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML][PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:1169 nr. 395/2000 (Hámark viðmiðunartekna við bætur - Svæfingalæknir)[HTML]
Svæfingalæknir slasast. Hann var með það miklar tekjur að þær fóru yfir hámarksárslaunaviðmiðið og taldi hann það ekki standast 72. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi hámarkið standast.
Hrd. 2001:4126 nr. 423/2001 (Mismunun vegna sjómannaafsláttar - Frávísun)[HTML]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2003:1176 nr. 473/2002 (Aðgangur - Fagrimúli)[HTML]

Hrd. 2003:2045 nr. 477/2002 (Bókadómur)[HTML]

Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3633 nr. 388/2003 (British Tobacco)[HTML]
Sett voru lög sem höfðu meðal annars þau áhrif að ekki hefði mátt hafa tóbak sýnilegt gagnvart almenningi. Tóbaksframleiðandi fór í mál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lögin andstæð hagsmunum sínum vegna minni sölu. Héraðsdómur taldi framleiðandann skorta lögvarða hagsmuni þar sem ÁTVR væri seljandi tóbaks en ekki framleiðandinn. Hæstiréttur var ekki sammála því mati héraðsdóms og taldi tóbaksframleiðandann hafa lögvarða hagsmuni um úrlausn dómkröfunnar.
Hrd. 2004:540 nr. 234/2003 (Starfsmaður á Sólheimum)[HTML]
Vistmaður á sambýli réðst á starfsmann en starfsmaðurinn vildi sækja bætur vegna árásarinnar. Gerð var lagaleg krafa um framlagningu kæru en starfsmaðurinn vildi það ekki. Honum var því synjað af bætur af hálfu bótanefndar og sótt hann því dómsmál til að fá ákvörðuninni hnekkt. Eftir höfðun málsins var fjarlægð áðurnefnd lagaleg krafa um kæru og í framhaldinu var dómkrafa starfsmannsins um ógildingu ákvörðunarinnar samþykkt.
Hrd. 2004:3294 nr. 112/2004[HTML]

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML]

Hrd. 2005:2567 nr. 217/2005 (Hólar)[HTML]

Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML]

Hrd. 2006:2252 nr. 454/2005 (Ærfjall, fyrir landi Kvískerja í Öræfum - Þjóðlendumál)[HTML]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. nr. 182/2007 dags. 27. september 2007 (Leyfi til námuvinnslu á hafsbotni - Björgun)[HTML]
Árið 1990 fékk félagið Björgun opinbert leyfi til að vinna efni á hafsbotni til 30 ára. Árið 2000 öðluðust svo gildi lög um eignarrétt íslenska ríkisins á hafsbotninum er fólu í sér breytingar á skilyrðum til að fá útgefin eins leyfi og Björgun hafði undir höndum. Með lögunum var almennt orðað bráðabirgðaákvæði um að þáverandi handhafar slíkra leyfa skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku laganna.

Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.

Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 606/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 324/2007 dags. 6. mars 2008 (Afvöxtun)[HTML]

Hrd. nr. 231/2008 dags. 16. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 566/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Skálmholtshraun í Flóahreppi)[HTML]

Hrd. nr. 562/2008 dags. 14. maí 2009 (Vatnsréttindi Þjórsár - Landsvirkjun - Skálmholtshraun)[HTML]

Hrd. nr. 122/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðapartur)[HTML]

Hrd. nr. 120/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML]

Hrd. nr. 664/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 663/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 462/2010 dags. 16. september 2010[HTML]

Hrd. nr. 390/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 142/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 277/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 113/2012 dags. 12. mars 2012 (Norðurklöpp)[HTML]

Hrd. nr. 112/2012 dags. 22. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 175/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 484/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Ferjubakki)[HTML]

Hrd. nr. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML]

Hrd. nr. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 383/2013 dags. 19. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 488/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 62/2014 dags. 5. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML]

Hrd. nr. 381/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 816/2015 dags. 15. september 2016 (Loforð fjármálaráðherra um endurgreiðslu skatts)[HTML]

Hrd. nr. 85/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 213/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML]

Hrd. nr. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML]

Hrd. nr. 492/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 855/2017 dags. 15. nóvember 2018 (Gerðakot)[HTML]

Hrá. nr. 2022-11 dags. 4. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-10 dags. 4. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-9 dags. 4. mars 2022[HTML]

Hrd. nr. 20/2022 dags. 26. október 2022[HTML]

Hrd. nr. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 36/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrd. nr. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrá. nr. 2024-151 dags. 18. desember 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-154 dags. 19. desember 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-152 dags. 19. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 56/2024 dags. 4. apríl 2025[HTML]

Hrd. nr. 56/2024 dags. 21. maí 2025[HTML]

Hrd. nr. 10/2025 dags. 24. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2022 dags. 20. febrúar 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2013 dags. 3. mars 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2013 dags. 3. mars 2014[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 33/2021 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 24/2021 dags. 8. desember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 23/2021 dags. 8. desember 2021[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1982:290 í máli nr. 3/1982[PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-176/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-175/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-1/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-24/2011 dags. 1. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-934/2016 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2004 dags. 23. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7709/2007 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4393/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-337/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11360/2008 dags. 24. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-40/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-15/2010 dags. 29. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10416/2009 dags. 21. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-168/2010 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3219/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4137/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-149/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-69/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1785/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2013 dags. 6. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2957/2013 dags. 11. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-618/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-443/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-821/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-916/2014 dags. 17. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2248/2014 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1934/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1935/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3512/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3511/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3510/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3509/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2472/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3259/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-77/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2895/2017 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2577/2022 dags. 9. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2021 dags. 23. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4845/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7026/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 13/2012 dags. 3. apríl 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 682/2017 í máli nr. KNU17100046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2018 í máli nr. KNU17100049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2023 í máli nr. KNU23080054 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 719/2023 í máli nr. KNU23080055 dags. 7. desember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrd. 227/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 192/2020 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 218/2021 dags. 23. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 588/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 470/2023 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 535/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 878/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/1990 dags. 23. janúar 1991[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 14. ágúst 2023 (Úrskurður nr. 6 um ákvörðun Fiskistofu um synjun kröfu um svæðisbundna friðun fyrir allri veiði á jörð og veiðisvæði)[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðursveit)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Bréf Persónuverndar í máli nr. 2011/938[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2006 dags. 6. febrúar 2006[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 970/1979[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 1221/1979[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/1994 dags. 8. júní 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/1995 dags. 16. febrúar 1995[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 21/2012 dags. 5. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 141/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 66/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 89/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 14/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 56/2014 dags. 28. janúar 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2006 dags. 10. apríl 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2013 dags. 14. september 2013[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2003 í máli nr. 30/2001 dags. 15. maí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 37/2005 í máli nr. 62/2005 dags. 25. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2008 í máli nr. 83/2007 dags. 6. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 71/2009 í máli nr. 83/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2013 í máli nr. 131/2012 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 101/2016 í máli nr. 36/2015 dags. 7. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 161/2021 í máli nr. 119/2020 dags. 14. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 114/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 549/2019 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2015 dags. 4. ágúst 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 320/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 665/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 141/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 81/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 24/2020[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 629/1992 dags. 29. desember 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1014/1994 dags. 24. nóvember 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2638/1999 (Fjallskilgjald í Dalasýslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3204/2001 dags. 12. apríl 2002 (Greiðslumiðlunarreikningur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3848/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6584/2011 dags. 26. mars 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9916/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10945/2021 dags. 23. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10936/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10950/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10405/2020 dags. 19. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10992/2021 dags. 31. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12313/2023 dags. 11. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13054/2025 dags. 5. febrúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1963370
1967 - Registur164
1968116, 119
1973607
1975607-608
1976244, 246
19781296, 1298-1300
1979 - Registur126, 174
1981212
1984827, 831, 877, 1065
1985496, 502, 1424, 1429, 1433
1987798, 812, 817, 841, 851, 856, 858, 882, 1013
1988460, 468, 470
19911811
19931220, 1222, 1224, 1227
1996597, 3010, 4261, 4270, 4279
199791, 111, 121, 1278, 3339
1998511, 3279
19991473, 2805, 2820, 3696, 4777
20001367, 1547, 1550, 4016, 4020, 4495
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1976-1983293-294
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1992A236
2005A1087
2005B2642
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1992AAugl nr. 98/1992 - Lög um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana[PDF prentútgáfa]
2005AAugl nr. 140/2005 - Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 1160/2005 - Reglugerð um fasteignaskatt[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing45Þingskjöl237
Löggjafarþing65Umræður101/102
Löggjafarþing76Umræður (þáltill. og fsp.)399/400
Löggjafarþing87Umræður - Óútrædd mál293/294
Löggjafarþing88Umræður (samþ. mál)801/802
Löggjafarþing103Umræður3385/3386
Löggjafarþing105Þingskjöl2268
Löggjafarþing105Umræður2961/2962, 2979/2980
Löggjafarþing112Þingskjöl3463
Löggjafarþing113Umræður1321/1322
Löggjafarþing114Umræður503/504, 525/526
Löggjafarþing115Þingskjöl3453
Löggjafarþing116Þingskjöl719, 734, 2200, 2349-2350, 2366
Löggjafarþing116Umræður147/148, 4727/4728
Löggjafarþing122Þingskjöl4944
Löggjafarþing123Þingskjöl1964, 3640
Löggjafarþing125Þingskjöl2615, 2643, 3824, 4322
Löggjafarþing126Umræður4075/4076
Löggjafarþing130Umræður2757/2758
Löggjafarþing131Þingskjöl4501
Löggjafarþing135Þingskjöl2966
Löggjafarþing136Þingskjöl2954
Löggjafarþing136Umræður4781/4782
Löggjafarþing139Þingskjöl4708, 8451, 9114, 9121
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1995409
1999449
2003503
2007292, 557
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
1993120
1995230
2002163
201378
201872, 76-77, 130
201955
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 45

Þingmál A37 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 1932-02-27 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 76

Þingmál A96 (útfærsla fiskveiðitakmarka)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1957-01-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 87

Þingmál A116 (uppsögn varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-02-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 88

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-11-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 103

Þingmál A99 (eldsneytisgeymar varnarliðsins)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1981-04-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 105

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Þingmál A231 (viðræðunefnd við Alusuisse)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A248 (samkomudagur Alþingis)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 114

Þingmál B12 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
7. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1991-05-29 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Svavar Gestsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1991-05-29 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1991-05-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-08-24 13:40:29 - [HTML]
7. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1992-08-25 14:06:23 - [HTML]
85. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-12-17 22:27:27 - [HTML]
93. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1993-01-05 14:15:11 - [HTML]

Þingmál A29 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-08-27 12:01:18 - [HTML]
64. þingfundur - Páll Pétursson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-26 16:07:52 - [HTML]
66. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-11-26 17:07:41 - [HTML]

Þingmál A30 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-17 10:33:16 - [HTML]

Þingmál A41 (friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Björn Bjarnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-25 13:42:45 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A297 (samningur um Norræna fjárfestingarbankann)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-04 15:07:05 - [HTML]

Þingmál A606 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (þáltill.) útbýtt þann 1999-03-10 14:45:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 125

Þingmál A241 (bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-04-26 10:53:20 - [HTML]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (húsgöngu- og fjarsölusamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B463 (stjórn fiskveiða)

Þingræður:
102. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-26 14:07:48 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A76 (lagaráð)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-20 13:35:08 - [HTML]
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-02-20 14:09:37 - [HTML]

Þingmál A547 (jarðvarmi og vatnsafl)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-03-14 18:27:34 - [HTML]

Þingmál A598 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (þáltill.) útbýtt þann 2001-03-28 13:16:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 127

Þingmál B35 (hryðjuverkin í Bandaríkjunum og viðbrögð við þeim, skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-10-03 15:28:21 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A214 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A261 (verðmæti íbúðarhúsnæðis árin 1991 og 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (svar) útbýtt þann 2002-11-27 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A525 (breytt verkaskipting innan Stjórnarráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1379 (svar) útbýtt þann 2003-03-14 13:18:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 130

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-10 21:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-11 15:23:41 - [HTML]
48. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-11 15:59:41 - [HTML]
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-11 16:01:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor - Skýring: (skv. beiðni ev.) - [PDF]

Þingmál A269 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (þáltill.) útbýtt þann 2003-11-05 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1618 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-11 14:34:24 - [HTML]
121. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-05-21 12:14:17 - [HTML]
121. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-05-21 15:53:36 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A351 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 608 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-12-09 09:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-09 14:47:03 - [HTML]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1340 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-06 14:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-07 14:28:45 - [HTML]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 132

Þingmál A364 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-28 16:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 598 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-12-09 19:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 619 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-12-09 19:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A464 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (þáltill.) útbýtt þann 2006-01-26 16:32:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 133

Þingmál A188 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-12 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B394 (leynisamningar með varnarsamningnum 1951)

Þingræður:
65. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-05 17:11:56 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A1 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-06-04 17:25:29 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-15 15:04:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 136

Þingmál A286 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 512 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-06 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-03-10 21:12:59 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Löggjafarþing 138

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-26 16:30:04 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A187 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 598 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-12-18 00:53:09 - [HTML]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 778 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-02-02 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breyt. á XIII. viðauka við EES-samninginn, reglugerð nr. 216/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A791 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1416 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-05-12 14:41:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 140

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2011-10-11 15:45:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2011-10-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - Skýring: (samanburður á stjórnlögum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: A-nefnd stjórnlagaráðs - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2012-01-18 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - [PDF]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-21 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 141

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Utanríkismálanefnd Alþingis - [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-20 14:43:49 - [HTML]
40. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2012-11-22 11:45:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 2012-09-04 - Sendandi: Trausti Fannar Valsson lektor - Skýring: (um VII. kafla, til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (samantekt - sent til am. v. fundar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 814 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir - Skýring: (punktar v. fundar með am.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - Skýring: (send um 3. mál á 140. löggjþ. 17.1.2012) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1283 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um 57.-71. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti) - [PDF]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A474 (vönduð lagasetning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-30 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-14 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B179 (stjórnarskrármál)

Þingræður:
21. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-18 15:58:12 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A9 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-06-13 17:43:31 - [HTML]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-09-11 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-09-12 16:47:39 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 78 - Komudagur: 2013-10-29 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A199 (fjáraukalög 2013)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-11 20:18:02 - [HTML]

Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 144

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 641 - Komudagur: 2014-11-18 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Löggjafarþing 145

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
154. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 23:06:15 - [HTML]

Þingmál A873 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2215 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Þingmál B1300 (samfélagsjöfnuður)

Þingræður:
167. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-10-10 11:03:38 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 79 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Löggjafarþing 149

Þingmál A222 (breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2018-12-11 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-23 17:18:13 - [HTML]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1525 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-14 16:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2041 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2019-08-28 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-04-09 17:12:27 - [HTML]
105. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-15 21:51:30 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-28 00:09:13 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-28 01:42:50 - [HTML]

Þingmál A805 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (frumvarp) útbýtt þann 2019-04-09 13:16:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 150

Þingmál A222 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-15 16:44:13 - [HTML]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A814 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2201 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Löggjafarþing 151

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A501 (þjóðsöngur Íslendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2371 - Komudagur: 2021-03-30 - Sendandi: Kári Hólmar Ragnarsson - [PDF]

Löggjafarþing 152

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3537 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið - [PDF]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-10 13:45:51 - [HTML]

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson - [PDF]

Þingmál A66 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-11-23 18:05:12 - [HTML]

Þingmál A219 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-22 18:00:36 - [HTML]

Þingmál A577 (skipun nefndar til að greina sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveirunnar í ljósi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 808 (þáltill.) útbýtt þann 2022-12-14 12:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B616 (Störf þingsins)

Þingræður:
66. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-21 13:34:45 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A106 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-12 17:17:47 - [HTML]

Þingmál A415 (skipun nefndar til að greina sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveirunnar í ljósi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (þáltill.) útbýtt þann 2023-10-25 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-13 20:04:20 - [HTML]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2247 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2462 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landsamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2671 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]

Þingmál B1127 (Störf þingsins)

Þingræður:
125. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-19 11:08:39 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A62 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-17 14:43:39 - [HTML]

Þingmál A116 (skipun nefndar til að greina sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveirunnar í ljósi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-16 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A188 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 156

Þingmál A85 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 127 - Komudagur: 2025-02-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A107 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-18 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-06 11:45:12 - [HTML]
12. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-03-06 16:49:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 370 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði - [PDF]
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2025-03-27 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2025-03-28 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2025-04-16 - Sendandi: Atvinnuvegaráðuneyti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2025-05-08 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði - [PDF]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Löggjafarþing 157

Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2025-10-14 - Sendandi: Eiríkur Áki Eggertsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Haukur Logi Karlsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A374 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-18 17:04:00 [HTML] [PDF]