Merkimiði - Lög um birtingu laga og stjórnvaldaerinda, nr. 64/1943
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Hrd. 1966:837 nr. 203/1966[PDF] Hrd. 1969:1288 nr. 151/1969 (Botnvörpuveiðar)[PDF] Bann við botnvörpuveiðum hafði verið birt í Lögbirtingablaðinu en þrátt fyrir það héldu nokkrir sjómenn á botnvörpuveiðar með þeim afleiðingum að þeir voru ákærðir. Eftir málsatvik gerðust var bannið jafnframt birt í Stjórnartíðindum, eins og lögin kváðu á um. Hæstiréttur taldi birtinguna í Lögbirtingablaðinu ekki nægja og sýknaði því mennina.Hrd. 1969:1292 nr. 152/1969 (Botnvörpuveiðar)[PDF] Hrd. 1969:1296 nr. 153/1969 (Botnvörpuveiðar)[PDF] Hrd. 1969:1423 nr. 221/1969[PDF] Hrd. 1970:512 nr. 10/1970 (Mjólkursala)[PDF] Framleiðsluráð landbúnaðarins tók ákvörðun 7. desember 1961 um að Ólafsfjörður væri talinn vera sérstakt mjólkursölusvæði að beiðni tiltekins kaupfélags, og hafði kaupfélagið því einkaleyfi til að selja mjólk á því svæði. Þessi ákvörðun var ekki birt þar sem það var venjulega ekki gert. Tveir menn voru síðan ákærðir fyrir að hafa flutt mjólk til Ólafsfjarðar frá Akureyri og selt hana úr kæligeymslu eða heimsendu til viðskiptavina á vegum tiltekinnar verslunar.
Meirihluti Hæstaréttar vísaði til ákvæðis þess efnis að samkvæmt lögum um birtingu laga og stjórnvaldaerinda skuli birta í Lögbirtingablaði auglýsingar um sérleyfi er stjórnvöld veittu, og taldi ákvörðun framleiðsluráðsins falla undir slíkt. Vísað var til þess að þar sem ákvörðunin „varðaði ótiltekinn fjölda manna og skyldi samkvæmt efni sínu gilda um langan ótiltekinn tíma, og brot gegn henni gat varðað refsingu“ var óheimilt að beita refsingu fyrir brot gegn þessari ákvörðun fyrr en lögmælt birting hefði farið fram.Hrd. 1975:814 nr. 62/1974 (Rafha - Gjaldskrá rafveitu)[PDF] Samkvæmt þágildandi orkulögum sömdu stjórnir veitna gjaldskrár fyrir raforku frá héraðsrafmagnsveitum, sem ráðherrar síðan staðfestu. Rafveita Hafnarfjarðar hækkaði gjaldskrá sína og tilkynnti gjaldskrárhækkunina til viðskiptavina sinna með útsendum greiðsluseðli.
Blikksmiðameistari kærði áætlun skattstjóra um álögð gjöld sem endaði á stjórnsýslustigi með álagningu 3,5% launaskatts á vinnu við uppsetningu loftræstikerfa á byggingarstað. Taldi meistarinn að verkið væri undanþegið launaskattsskyldu og að fáránlegt væri að álagning þessa skattar færi eftir því hvar hann ynni verkið . Lögtak varð síðan gert í fasteign hans til tryggingar á skuld hans vegna greiðslu þessa skatts.
K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.
Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.
Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.
Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.
K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.Hrd. 2000:571 nr. 356/1999 (Matsreglur ríkisskattstjóra)[HTML][PDF] Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra)[HTML][PDF] Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.
Augl nr. 17/1973 - Auglýsing um staðfestingu alþjóðasamnings, er gerður var 29. desember 1972, um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það
Augl nr. 16/1974 - Auglýsing um aðild Íslands að samkomulagi frá 8. apríl 1972 milli ríkisstjórna Tanzaníu og ríkisstjórna Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um aðstoð á sviði landbúnaðar
Þingmál A133 (birting laga og stjórnvaldaerinda)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 262 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-02-02 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 534 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1962-03-29 00:00:00 [PDF]