M hafði selt hrossin úr búinu án samþykkis K í andstöðu við ákvæði 61. gr. hjúskaparlaga og því talið að hrossin tilheyrðu því sameiginlega búi aðila.
Aðilar voru sammála um að stóðhesturinn A væri hálfur í eigu tveggja dætra þeirra og því kæmi ekki til álita að allar tekjur af hestinum skyldu renna til búsins. Ekki var talið skipta máli þó dæturnar hafi ekki staðið undir helmingi rekstrarkostnaðar hestsins.
Vísað var í 1. mgr. 104 gr. skiptalaga um skiptingu af arði af eignum og réttindum og féllst dómurinn á niðurstöðu skiptastjóra um að tekjur af stóðhestinum tilheyrðu búinu.Hrd. 597/2016 dags. 21. september 2017 (Úttekt af bankareikningum - Fasteign afsalað til sonar sambýliskonu)[HTML][PDF] Dánarbú eldri manns (A) er tekið til skipta. Búið er tekið til opinberra skipta. Fyrir andlátið hafði A selt syni sambýliskonu sinnar (B) fasteign. Dánarbúið fór svo í mál gegn B þar sem kaupverðið var greitt en ekki í peningum.
Hæstiréttur taldi í ljósi þess að seljandinn hafi verið með Alzheimer og samkvæmt læknismati hafi hann verið heilabilaður við samningsgerðina, og að B hafi átt að vera fullkunnugt um það ástand.