Merkimiði - Stjórnarskrárákvæði


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (596)
Dómasafn Hæstaréttar (236)
Umboðsmaður Alþingis (146)
Stjórnartíðindi - Bls (22)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (24)
Dómasafn Félagsdóms (14)
Alþingistíðindi (1554)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (91)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (16)
Lagasafn handa alþýðu (1)
Lagasafn (39)
Samningar Íslands við erlend ríki (7)
Alþingi (3540)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1940:91 nr. 72/1939[PDF]

Hrd. 1940:239 nr. 15/1940 (Kirkjujarðarsjóður)[PDF]

Hrd. 1943:237 nr. 118/1942 (Hrafnkatla)[PDF]

Hrd. 1943:430 kærumálið nr. 15/1943[PDF]

Hrd. 1946:345 nr. 77/1945 (Landauki - Hafnargerð á Dalvík)[PDF]

Hrd. 1948:336 nr. 60/1947[PDF]

Hrd. 1949:74 kærumálið nr. 8/1949[PDF]

Hrd. 1952:434 nr. 80/1952 (Stóreignaskattur)[PDF]

Hrd. 1953:142 nr. 190/1952 (Skattlagning félaga)[PDF]

Hrd. 1954:73 nr. 5/1953 (Stóreignaskattur og fjárhagskerfið)[PDF]

Hrd. 1956:255 nr. 110/1954[PDF]

Hrd. 1958:609 nr. 30/1958 (Kostnaður af yfirmatsgerð - Lausn ítaka af jörðum - Þorp)[PDF]

Hrd. 1958:753 nr. 116/1958 (Stóreignaskattur - Skattmat á eign hluthafa í hlutafélagi)[PDF]

Hrd. 1963:319 nr. 5/1963[PDF]

Hrd. 1968:110 nr. 256/1966[PDF]

Hrd. 1968:292 nr. 109/1967[PDF]

Hrd. 1970:296 nr. 20/1969 (Varnarþing I)[PDF]

Hrd. 1971:654 nr. 78/1971[PDF]

Hrd. 1972:688 nr. 147/1971[PDF]

Hrd. 1972:945 nr. 57/1972 (Verðjöfnunargjald til fiskiðnaðarins - Rækjudómur)[PDF]

Hrd. 1973:811 nr. 19/1972[PDF]

Hrd. 1976:138 nr. 204/1974[PDF]

Hrd. 1976:232 nr. 126/1974[PDF]

Hrd. 1976:524 nr. 124/1976[PDF]

Hrd. 1976:944 nr. 218/1976[PDF]

Hrd. 1978:1283 nr. 55/1977[PDF]

Hrd. 1979:588 nr. 77/1977 (Skáldsaga)[PDF]

Hrd. 1980:1732 nr. 141/1979 (Skyldusparnaður - Afturvirkni skattalaga)[PDF]

Hrd. 1981:965 nr. 191/1978[PDF]

Hrd. 1983:1063 nr. 52/1981[PDF]

Hrd. 1983:1538 nr. 89/1980 (Haldlagning - Neðri-Dalur)[PDF]
Efnið var talið hafa lítið markaðslegt gildi. Jarðeigandinn var ekki talinn geta sýnt fram á að geta selt öðrum það. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir það ætti jarðeigandinn rétt á bótum.
Hrd. 1984:1043 nr. 246/1982 (Hátún 6 h/f)[PDF]

Hrd. 1985:1423 nr. 167/1984[PDF]

Hrd. 1985:1428 nr. 169/1984[PDF]

Hrd. 1985:1432 nr. 172/1984[PDF]

Hrd. 1985:1544 nr. 81/1983 (Kjarnfóðurgjald)[PDF]
Bráðabirgðalög, nr. 63/1980, voru sett þann 23. júní 1980. Með þeim var kominn á 200% skattur á innkaupsverði kjarnfóðurs, kjarnfóðurgjald, og mögulegt væri að fá endurgreiðslu að hluta eftir reglum sem Framleiðsluráð landbúnaðarins ákvæði. Hæstiréttur taldi að með þessu væri skattlagningarvaldið í reynd hjá framleiðsluráði og væri því brot á 40. gr. stjórnarskrárinnar. Engu breytti þótt umræddar reglur væru háðar ráðherrastaðfestingu.

Með síðari breytingarlögum, nr. 45/1981, var ráðherra falið að ákveða endurgreiðslu gjaldsins að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, í stað þess að framleiðsluráðið ákvæði reglurnar. Í þessu tilfelli taldi Hæstiréttur hins vegar að um væri að ræða langa og athugasemdalausa venju að fela ráðherra að ákveða innan vissra marka hvort innheimta skuli tiltekna skatta. Umrædd venja hafi því hnikað til merkingu 40. gr. stjórnarskrárinnar.

Athuga skal þó að árið 1995 kom inn nýmæli í stjórnarskrána sem tók fyrir hendur þessa heimild löggjafans til að framselja stjórnvöldum ákvörðunarvald til skattlagningar. Því er talið að sú venja hafi verið lögð af með þeirri stjórnarskrárbreytingu.
Hrd. 1986:619 nr. 34/1984 (Vextir af skyldusparnaði)[PDF]

Hrd. 1986:706 nr. 133/1984 (Hlunnindaskattur Haffjarðarár - Utansveitarmenn)[PDF]

Hrd. 1986:714 nr. 134/1984[PDF]

Hrd. 1986:1361 nr. 114/1985 (Búnaðarmálasjóðsgjald I)[PDF]

Hrd. 1987:473 nr. 95/1986 (Valdsmaður - Fjárhæð meðlags)[PDF]

Hrd. 1987:748 nr. 259/1986[PDF]

Hrd. 1987:788 nr. 199/1985[PDF]

Hrd. 1987:830 nr. 200/1985[PDF]

Hrd. 1987:863 nr. 201/1985[PDF]

Hrd. 1987:1008 nr. 271/1985 (Samsköttun)[PDF]

Hrd. 1987:1018 nr. 175/1986 (Gengismunur)[PDF]

Hrd. 1987:1280 nr. 272/1986 (Þorgeir Þorgeirs)[PDF]

Hrd. 1988:449 nr. 216/1987[PDF]

Hrd. 1988:1532 nr. 239/1987 (Framadómur)[PDF]
Í reglugerð var kveðið á um það skilyrði fyrir atvinnuleyfi að bifreiðastjóri yrði að vera í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Bifreiðarstjórinn fékk atvinnuleyfi árið 1984 og skuldbatt sig til að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar í einu og öllu. Árið eftir hætti hann að greiða félagsgjöldin og taldi sig vera óskylt að vera í félaginu. Umsjónarnefnd leigubifreiða innkallaði atvinnuleyfið að ósk félagsins og staðfesti ráðherra þá ákvörðun. Bifreiðarstjórinn höfðaði mál til ógildingar á þeirri ákvörðun.

Í lögunum, sem reglugerðin byggði á, var ekki mælt fyrir um skyldu atvinnuleyfishafa til að vera í stéttarfélagi eða einungis megi veita atvinnuleyfi til þeirra sem væru í stéttarfélagi bifreiðastjóra. Hæstiréttur taldi að ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi kvæði á um að lagaboð þyrfti til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna og vísaði þá í sett lög frá Alþingi, og þar af leiðandi dygðu reglugerðarákvæðin ekki ein og sér. Taldi dómurinn því að óheimilt hafi verið að svipta bifreiðarstjórann atvinnuleyfinu á þeim forsendum.
Hrd. 1989:1268 nr. 259/1988[PDF]

Hrd. 1989:1627 nr. 252/1989 (Áfengiskaup hæstaréttardómara)[PDF]
Forseti Hæstaréttar var sakaður um að hafa misnotað hlunnindi sem handhafi forsetavalds með því að kaupa mikið magn áfengis á kostnaðarverði, þ.e. án áfengisgjalds, með lagaheimild sem þá var til staðar. Forseti Íslands veitti forseta Hæstaréttar lausn um stundarsakir og svo höfðað dómsmál um lausn til frambúðar. Settur Hæstiréttur í málinu taldi að skortur á hámarki í lagaheimildinni skipti ekki máli og með þessu athæfi hefði hæstaréttardómarinn rýrt það almenna traust sem hann átti að njóta og staðfesti þar af leiðandi varanlega lausn hans úr embættinu.
Hrd. 1991:25 nr. 464/1990[PDF]

Hrd. 1991:30 nr. 464/1990[PDF]

Hrd. 1991:615 nr. 98/1990 (Gatnagerðargjald)[PDF]

Hrd. 1991:1186 nr. 97/1989 (Þungaskattur)[PDF]

Hrd. 1992:17 nr. 504/1991 (Sæbraut I)[PDF]

Hrd. 1992:401 nr. 274/1991 (Staðahaldarinn í Viðey)[PDF]

Hrd. 1992:837 nr. 154/1992 (Sæbraut II)[PDF]

Hrd. 1992:1314 nr. 77/1991[PDF]

Hrd. 1992:1828 nr. 195/1992 (Skylduaðild að stéttarfélagi)[PDF]
Aðili keyrði á tiltekið svæði með vörur án þess að vera í tilteknu stéttarfélagi. Lagaheimild skorti til að takmarka aðgengi að svæðinu á þeim grundvelli.
Hrd. 1992:1834 nr. 274/1992[PDF]

Hrd. 1992:1962 nr. 129/1991 (BHMR-dómur)[PDF]

Hrd. 1993:1984 nr. 187/1990[PDF]

Hrd. 1994:748 nr. 300/1991 (Einangrunarvistin - Agaviðurlög í fangelsi)[PDF]
Lög kváðu á um að beiting agaviðurlaga með setningu fanga í einangrun teldist ekki til afplánunartímans, og lengdi því refsinguna. Hæstiréttur taldi það andstætt 2. gr. stjórnarskrárinnar að gera slíkt án dóms. Fallist var því á skaðabótakröfu fangans.
Hrd. 1994:813 nr. 387/1993 (Herbergi sonar - Árás á lögreglumann)[PDF]
Húsleit fór fram í herbergi manns er bjó í foreldrahúsum. Hann átti að mæta í yfirheyrslu og hann mætti ekki. Lögreglan fór heim til hans til að sækja hann og pabbi mannsins hleypir lögreglunni inn og fór þá lögreglan inn í herbergi sonarins til að hafa uppi á honum og handtók hann. Hæstiréttur taldi að þótt faðir mannsins væri umráðamaður hússins hefði hann ekki verið bær til að samþykkja leit í herbergi sonarins.
Hrd. 1994:1476 nr. 281/1991 (Launaskattur - Atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands)[PDF]
Með lögum var lagður á launaskattur ásamt heimild til að ákveða álagningu launaskatts á atvinnutekjur hjá fyrirtækjum sem flokkuðust undir fiskverkun og iðnað samkvæmt atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Þá var sett reglugerð þar sem heimildin var nýtt og með henni var fylgiskjal með hluta af atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Síðar var gefin út önnur reglugerð er tók við af hinni fyrri en án birtingar úr atvinnuvegaflokkuninni, og var það heldur ekki gert síðar. Enn síðar voru birt lög þar sem vinnulaun og þóknanir fyrir störf hjá fyrirtækjum sem flokkast undir fiskverkun og iðnað skv. atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands væru undanþegin skattinum.

Blikksmiðameistari kærði áætlun skattstjóra um álögð gjöld sem endaði á stjórnsýslustigi með álagningu 3,5% launaskatts á vinnu við uppsetningu loftræstikerfa á byggingarstað. Taldi meistarinn að verkið væri undanþegið launaskattsskyldu og að fáránlegt væri að álagning þessa skattar færi eftir því hvar hann ynni verkið . Lögtak varð síðan gert í fasteign hans til tryggingar á skuld hans vegna greiðslu þessa skatts.

Meirihluti Hæstaréttar mat það svo að eingöngu hefði verið hægt að byggja á þeim hlutum atvinnuvegaflokkunarinnar sem hafði þá þegar verið birtur, og því var hafnað að líta á hluta hennar sem óbirtur voru við meðferð málsins og ríkið vísaði í til stuðnings máli sínu. Vísaði hann einnig til þess að löggjafinn hefði ætlað að undanþágan næði einvörðungu til þess hluta sem unninn væri á verkstæðum en ekki samsetningar hluta utan þeirra, hefði þurft að taka það skýrt fram við setningu laganna. Með hliðsjón af þessu var ekki gerður greinarmunur á þessum þáttum starfseminnar.
Hrd. 1995:752 nr. 498/1993 (Kraftlyftingar - Vaxtarræktarummæli)[PDF]

Hrd. 1995:1444 nr. 103/1994 (Dómarafulltrúi - Aðskilnaðardómur VI)[PDF]

Hrd. 1995:2300 nr. 478/1993 (Þungaskattur)[PDF]

Hrd. 1995:2417 nr. 359/1994 (Prestadómur)[PDF]
Forseti Íslands gaf út bráðabirgðalög er skylduðu Kjaradóm til að taka nýja ákvörðun í stað fyrri ákvörðunar er hækkuðu laun tiltekinna embættis- og starfsmanna ríkisins, og dró þessi nýja ákvörðun úr fyrri hækkun. Prestur stefndi ráðherra fyrir dóm og krafðist mismun þeirra fjárhæða.

Meirihluti Hæstaréttar taldi ekki ástæðu til þess að efast um það mat bráðabirgðalöggjafans á brýnni nauðsyn í skilningi 28. gr. stjórnarskrárinnar, sem hann framkvæmdi við setningu bráðabirgðalaganna, né að hann hafi misbeitt því valdi.

Í þessum dómi reyndi í fyrsta skipti á hin hertu skilyrði 28. gr. stjórnarskrárinnar um setningu bráðabirgðalaga eins og henni hafði verið breytt árið 1991.
Hrd. 1995:3059 nr. 52/1995 (Tannsmiðir)[PDF]

Hrd. 1995:3149 nr. 342/1995 (Vansvefta skipstjóri - Bjartsmál)[PDF]

Hrd. 1996:40 nr. 419/1995[PDF]

Hrd. 1996:85 nr. 225/1994 (Laufásvegur)[PDF]

Hrd. 1996:582 nr. 282/1994 (Búseti)[PDF]

Hrd. 1996:790 nr. 264/1994[PDF]

Hrd. 1996:2584 nr. 187/1995 (Skylduaðild að lífeyrissjóðum)[PDF]

Hrd. 1996:2956 nr. 110/1995 (Útflutningsleyfi - Samherji)[PDF]
Ekki mátti framselja vald til ráðherra um að hvort takmarka mætti innflutning á vöru og hvernig.
Hrd. 1996:3417 nr. 90/1996[PDF]

Hrd. 1996:3466 nr. 25/1996 (Kirkjuferja - Kaup á loðdýrahúsum)[PDF]
Meirihluti Hæstaréttar skýrði orðið ‚lán‘ í skilningi 40. gr. stjórnarskrárinnar rúmt þannig að það næði jafnframt yfir tilvik þar sem veitt væri viðtaka eldri lána í gegnum fasteignakaup. Gagnstæð skýring hefði annars leitt til víðtækari heimildir framkvæmdarvaldsins til lántöku en stjórnarskrárgjafinn ætlaðist til og skert þannig fjárstjórnarvald Alþingis.

Það athugast að oft er vísað til þessa blaðsíðutals í tengslum við dóminn ‚Kirkjuferjuhjáleiga‘, en sá dómur er í raun hrd. 1996:3482. Þessi mál eru samt sams konar.
Hrd. 1996:3482 nr. 26/1996 (Kirkjuferjuhjáleiga)[PDF]

Hrd. 1996:4089 nr. 121/1996 (Einarsreitur)[PDF]
Fyrirtæki sóttist eftir ógildingu á eignarnámi Hafnarfjarðarbæjar á svokölluðum Einarsreit sökum deilna um upphæð eignarnámsbóta sem matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði um. Eignarhald fyrirtækisins byggðist á tveimur erfðafestusamningum milli þess og Hafnarfjarðarbæjar og á eigninni voru ýmis mannvirki. Hafnarfjarðarbær greiddi eignarnámsbætur en fyrirtækið tók við þeim með fyrirvara um að leita til dómstóla ef ósættir væru um upphæðina.

Fyrirtækið leitaði svo til dómstóla um að kallaðir yrðu til dómkvaddir matsmenn til að meta virði Einarsreits og töldu þeir hann vera meira virði en úrskurður matsnefndarinnar hljóðaði upp á. Óskað var eftir yfirmatsgerð sem leiddi til enn meiri hækkunar. Hafnarfjarðarbær var ósáttur við yfirmatið og höfðaði dómsmál vegna þess. Meðal ágreiningsefna var að fiskreitur hafði verið metinn hafa fjárhagslegt gildi en Hafnarfjarðarbæ taldi að hann væri verðlaus.

Héraðsdómur tók ekki undir þann málatilbúnað þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að matsgerðirnar hefðu verið rangar og ekki hefði verið sýnt fram á að fiskverkunarhúsin væru verðlaus þrátt fyrir að fiskverkunaraðferðin sjálf væri útdauð. Hins vegar kvað hann á um lækkun sökum þess að fiskreiturinn hefði líklega þröngan kaupendahóp og að staðurinn yrði líklega ekki notaður undir fiskverkun í framtíðinni.

Meiri hluti Hæstaréttar lækkaði verðið enn frekar sökum óvissu um að markaður væri fyrir húsin. Hins vegar taldi hann að andlagið hefði fjárhagslegt gildi sökum hins almenna minjagildis.

Hrd. 1997:350 nr. 290/1995[PDF]

Hrd. 1997:1499 nr. 447/1996[PDF]

Hrd. 1997:1509 nr. 448/1996[PDF]

Hrd. 1997:2155 nr. 300/1997[PDF]

Hrd. 1997:2275 nr. 336/1997 (Meðlagsskuld)[PDF]

Hrd. 1997:2488 nr. 456/1996 (Hofstaðir - Laxá - Ákvörðun Náttúruverndarráðs)[PDF]

Hrd. 1997:2563 nr. 42/1997 (Reykhóll)[PDF]

Hrd. 1997:2578 nr. 43/1997[PDF]

Hrd. 1997:3337 nr. 457/1997 (Valdimar Jóhannesson - Veiðileyfamálið)[PDF]

Hrd. 1997:3419 nr. 326/1997 (Tollalagabrot)[PDF]

Hrd. 1997:3700 nr. 495/1997 (Gæsluvarðhaldsúrskurður dómarafulltrúa)[PDF]

Hrd. 1998:137 nr. 286/1997 (Siglfirðingur ehf.)[PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi)[PDF]

Hrd. 1998:516 nr. 206/1997 (Dreifing kláms)[PDF]

Hrd. 1998:693 nr. 260/1997 (Hundamál)[PDF]

Hrd. 1998:829 nr. 78/1998 (Yfirskattanefnd - Frávísun)[PDF]

Hrd. 1998:1376 nr. 280/1997 (Húsnæðisstofnun)[PDF]

Hrd. 1998:1426 nr. 298/1997 (Héraðsdómari)[PDF]

Hrd. 1998:1976 nr. 311/1997 (Breytt mat á örorku - Reikniregla)[PDF]
Sett var ný reikniregla um umreikning. Haldið var því fram að reiknireglan væri gölluð því hún bætti ekki alla starfsorkuskerðingu. Hæstiréttur var ósammála þar sem veita ætti löggjafanum svigrúm til að stilla þetta af.
Hrd. 1998:2002 nr. 312/1997[PDF]

Hrd. 1998:2140 nr. 368/1997 (Lífeyrissjóður sjómanna - Sjómaður)[PDF]

Hrd. 1998:2233 nr. 317/1997 (Lágmarksmiskastig - Grundvöllur bótaútreiknings)[PDF]

Hrd. 1998:2270 nr. 218/1998[PDF]

Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög)[PDF]

Hrd. 1998:3460 nr. 50/1998 (Lyfjaeftirlitsgjald I)[PDF]
Lyfsala var gert að greiða Lyfjaeftirliti ríkisins eftirlitsgjald sem skilgreint var í reglugerð sem tiltekið hlutfall „veltu og/eða umfangi eftirlitsskyldrar starfsemi“. Hæstiréttur taldi að skýra hefði lagaákvæðið á þann hátt að um væri að ræða heimild til þess að leggja á þjónustugjald og ekki voru færð viðhlítandi rök af hálfu stjórnvalda fyrir því að veltan ein og sér endurspeglaði þörfina á eftirliti með einstökum lyfjabúðum. Eftirlitsgjaldið sem lagt var á með reglugerðinni var ekki talið standast kröfur 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1998:3599 nr. 46/1998 (Héraðsdýralæknir)[PDF]

Hrd. 1998:3745 nr. 99/1998[PDF]

Hrd. 1998:4076 nr. 145/1998 (Desemberdómur um stjórn fiskveiða - Valdimarsdómur)[PDF]
Sjávarútvegsráðuneytið synjaði beiðni umsækjanda um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. Vísaði ráðherra á 5. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða sem batt leyfin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Forsenda veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni, og var því þeim hluta umsóknarinnar um sérstakt leyfi jafnframt hafnað.

Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.
Hrd. 1998:4406 nr. 166/1998 (Iðnaðarmálagjald)[PDF]

Hrd. 1999:654 nr. 278/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:781 nr. 415/1998 (Áfengisauglýsingar - Egils Sterkur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:857 nr. 252/1998 (Ævisaga geðlæknis - Sálumessa syndara)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1298 nr. 388/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1404 nr. 81/1999 (Flutningur sýslumanns)[HTML][PDF]
Sýslumaður var fluttur á milli embætta en kaus að fara á eftirlaun. Litið var svo á að um væri að ræða fleiri kröfur um sama efnið þar sem ein krafan var innifalin í hinni.
Hrd. 1999:1709 nr. 403/1998 (Ósoneyðandi efni)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML][PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1999:2015 nr. 151/1999 (Táknmálstúlkun)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2666 nr. 461/1998 (Sorpstöð Suðurlands)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2988 nr. 270/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3386 nr. 65/1999 (Good Morning America)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3475 nr. 188/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3504 nr. 53/1999 (Biðlaunaréttur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3780 nr. 64/1999 (Bára Siguróladóttir - Búnaðarmálasjóðsgjald II)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4007 nr. 91/1999 (Landbúnaðargjöld)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4208 nr. 271/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML][PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 2000:38 nr. 502/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:132 nr. 311/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:545 nr. 393/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:571 nr. 356/1999 (Matsreglur ríkisskattstjóra)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:869 nr. 374/1999 (Flugafgreiðslan - Hlaðmaður)[HTML][PDF]
Hlaðmanni á Keflavíkurflugvelli var sagt upp fyrirvaralaust vegna ásakana um að hann hefði stolið varningi úr farmi, auk þess sem hann var kærður til lögreglu. Á meðan sakamálinu stóð höfðaði hann einkamál til að krefjast launa er samsvöruðu launagreiðslum í uppsagnarfresti og lauk því með fullnaðarsamkomulagi. Sakamálið var svo fellt niður. Hann kærði svo stjórn vinnuveitanda síns fyrir rangar sakargiftir. Hæstiréttur taldi að þar sem uppsögnin var reist á sögusögnum hefði hún verið óréttmæt. Starfsmaðurinn var ekki álitinn hafa afsalað sér öðrum rétti með útgáfu einfaldrar fullnaðarkvittunar þar sem hún ætti eingöngu við um þá kröfu.
Hrd. 2000:1056 nr. 378/1999 (Landsbanki Íslands)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1072 nr. 377/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1252 nr. 340/1999 (Óvirk lífeyrisréttindi - Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1344 nr. 95/2000 (Dýri BA 98)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1353 nr. 435/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur)[HTML][PDF]
Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.

Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.

Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Hrd. 2000:1658 nr. 291/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1855 nr. 492/1999 (Hundahald)[HTML][PDF]
Samningur var gerður um að greiða fyrir ákveðinn fjölda hunda en sá samningur var ekki gildur þar sem engin lagaheimild var fyrir því að afmarka tiltekinn fjölda hunda.
Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML][PDF]
Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.

Hæstiréttur féllst ekki á að í því fælist óheimil mismunun í skilningi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem löggjafanum hafi ekki verið skylt að láta sömu lagareglur gilda um allar greinar landbúnaðar. Þá hafi þeir breytingar sem áttu sér stað verið gerðar í lögmætum tilgangi, til þess fallnar að ná fram ákveðnum markmiðum í sauðfjárrækt og náðu til allra er stunduðu hana.
Hrd. 2000:2788 nr. 324/2000 (Hornafjörður - Umráð yfir grjóti - Siglingastofnun ríkisins)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2922 nr. 124/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3118 nr. 92/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3135 nr. 175/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3239 nr. 178/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3268 nr. 158/2000 (Sýslumaður)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3467 nr. 143/2000 (Brunabótafélagið)[HTML][PDF]
Fyrirkomulag var um að félagsmenn í tryggingafélagi myndu eingöngu fá tilbaka það sem þeir lögðu í félagið ef því yrði slitið.
Félagsmaður lést og erfingjar hans kröfðust þess að fá hans hlut í félaginu, en var synjað um það.
Hæstiréttur taldi að eignarhluturinn hefði ekki erfst og hefði fallið til félagsins sjálfs við andlátið.
Hrd. 2000:3543 nr. 218/2000 (Ísfélagsdómur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3915 nr. 277/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3969 nr. 83/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4016 nr. 295/2000 (L.A. Café)[HTML][PDF]
Veitingastaður sótti um rýmkun á afgreiðslutíma áfengis þar sem slík rýmkun hafi verið almennt leyfð á öðru svæði innan Reykjavíkurborgar. Meiri hluti Hæstaréttar taldi að afmörkun svæðisins sem almenna rýmkunin gilti um væri málefnaleg.
Hrd. 2000:4141 nr. 331/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4261 nr. 430/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4394 nr. 419/2000 (Viðurkenning á faðerni - Sóknaraðild í faðernismáli)[HTML][PDF]
Áður en málið féll höfðu einungis barnið sjálft og móðir þess lagalega heimild til að höfða faðernismál.

Stefnandi var maður sem taldi sig vera föður barns og höfðaði mál til þess að fá það viðurkennt. Hæstiréttur taldi að útilokun hins meinta föður hefði verið brot á stjórnarskrá, og honum því heimilað að sækja málið þrátt fyrir að vera ekki á lista yfir aðila sem gætu sótt slíkt mál samkvæmt almennum landslögum.
Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML][PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:1073 nr. 279/2000 (Geitaskarð)[HTML]

Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML]
ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 2001:1188 nr. 354/2000 (Tolleftirlit með bókasendingum)[HTML]
Hæstiréttur taldi að sú framkvæmd að opna allar fyrirvaralaust og án samþykkis viðtakenda póstsendinga til þess að finna reikninga í pökkum, væri óheimil. Tollyfirvöld sýndu ekki fram á að það hefði verið nauðsynlegt.
Hrd. 2001:1744 nr. 124/2001[HTML]

Hrd. 2001:1756 nr. 146/2001 (Haffærnisskírteini)[HTML]

Hrd. 2001:1885 nr. 25/2001 (Sýslumannsflutningur - Tilflutningur í starfi)[HTML]

Hrd. 2001:2245 nr. 67/2001[HTML]

Hrd. 2001:2505 nr. 17/2001 (Lánasýslan)[HTML]

Hrd. 2001:3434 nr. 277/2001 (Alþýðusamband Íslands)[HTML]
Reynt var á hvort uppbygging Alþýðusambandsins væri slík að hún heimilaði málsókn þess vegna hagsmuna félagsmanna undirfélaga sinna.
Hrd. 2001:3962 nr. 417/2001 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]
Ágreiningur var hvort dóttir látins manns hefði lögvarða hagsmuni af kröfu um að tilteknar upplýsingar um föður sinn færu ekki í gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar. Hæstiréttur taldi að með því að hægt væri að ráða heilsufarsupplýsingar um hana út frá gögnum um föður sinn, þá hefði hún lögvarða hagsmuni af þeirri úrlausn.
Hrd. 2001:4126 nr. 423/2001 (Mismunun vegna sjómannaafsláttar - Frávísun)[HTML]

Hrd. 2001:4188 nr. 229/2001[HTML]

Hrd. 2001:4390 nr. 178/2001[HTML]
Íslenska ríkið var krafið um skaðabætur þar sem sakborningur í nauðgunarmáli var ekki í gæsluvarðhald né farbanni eftir rannsókn málsins og þar til tekin var ákvörðun um ákæru. Urðu afleiðingarnar þær að hann fór til Grænlands áður en ákæra og fyrirkall hafði verið birt honum. Tilraun ríkissaksóknara um að fá hann framseldan tókst ekki þannig að hann taldi sig ekki geta aðhafst frekar.

Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms á þeim grundvelli að ákvörðun ríkissaksóknara um að krefjast ekki gæsluvarðhalds eða farbanns sæti ekki endurskoðun dómstóla.
Hrd. 2001:4532 nr. 319/2001[HTML]

Hrd. 2002:1024 nr. 397/2001 (Minnisblaðsdómur)[HTML]

Hrd. 2002:1418 nr. 156/2002 (Yfirskattanefnd - Virðisaukaskattur - Málshöfðunarfrestur)[HTML]

Hrd. 2002:1639 nr. 177/2002 (Húsleit hjá olíufélögum - Samkeppnisstofnun - Tölvupóstur)[HTML]
Deilt um í málinu hvort rétt hefði að afrita öll þau gögn sem haldlögð voru í stað þess að afrita eingöngu þau sem talin höfðu hafa sönnunargildi.
Hrd. 2002:1652 nr. 178/2002 (Húsleit hjá olíufélögum)[HTML]
Deilt um í málinu hvort rétt hefði að afrita öll þau gögn sem haldlögð voru í stað þess að afrita eingöngu þau sem talin höfðu hafa sönnunargildi.
Hrd. 2002:1941 nr. 218/2002 (Í skóm drekans)[HTML]
Þátttaka keppenda í fegurðarsamkeppni var tekin upp án vitneskju þeirra. Myndbönd voru lögð fram í héraði en skoðun þeirra takmörkuð við dómendur í málinu. Hæstiréttur taldi þetta brjóta gegn þeirri grundvallarreglu einkamálaréttarfars um að jafnræðis skuli gæta um rétt málsaðila til að kynna sér og tjá sig um sönnunargögn gagnaðila síns.
Hrd. 2002:1981 nr. 448/2001 (Íbúðalánasjóður - Langholtsvegur)[HTML]
Íbúðalaunasjóður krafðist nauðungarsölu á íbúð með áhvílandi láni frá þeim. Hann kaupir svo íbúðina á sömu nauðungarsölu á lægra verði. Fólkið sem bjó í íbúðinni vildi kaupa íbúðina á því verði sem hann keypti hana á.
Hrd. 2002:2124 nr. 24/2002 (Skiptaverðmæti)[HTML]

Hrd. 2002:2152 nr. 25/2002[HTML]

Hrd. 2002:2315 nr. 19/2002[HTML]

Hrd. 2002:2679 nr. 124/2002[HTML]

Hrd. 2002:3259 nr. 478/2002[HTML]

Hrd. 2002:3310 nr. 101/2002 (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2003:115 nr. 343/2002 (Starfslokasamningur)[HTML]

Hrd. 2003:596 nr. 70/2002 (Forkaupsréttur - Dalabyggð - Sælingsdalstunga)[HTML]
Sveitarfélag nýtti sér forkaupsrétt á grundvelli þess að ætlunin var að efla ferðaþjónustu. Kaupandinn taldi að ræða hefði átt við hann um að rækja þetta markmið. Hæstiréttur féllst ekki á mál kaupandans.
Hrd. 2003:784 nr. 542/2002 (Einkadans)[HTML]

Hrd. 2003:934 nr. 381/2002 (Snjóflóðahætta - Hnífsdalur)[HTML]
A byggði hús í Hnífsdal í lóð sem hann fékk úthlutaðri árið 1982 og flutti lögheimili sitt þangað árið 1985. Síðar sama ár voru sett lög er kváðu á um gerð snjóflóðahættumats. Slíkt var var gert og mat á þessu svæði staðfest árið 1992, og samkvæmt því var hús A á hættusvæði. Árið 1995 var sett inn heimild í lögin fyrir sveitarstjórnir til að gera tillögu um að kaupa eða flytja eignir á hættusvæðum teldist það hagkvæmara en aðrar varnaraðgerðir ofanflóðasjóðs. Í lögunum var nánar kveðið á um þau viðmið sem ákvarðanir úr greiðslum úr sjóðnum ættu að fara eftir.

Sveitarfélagið gerði kaupsamning við A um kaup á eign hans árið 1996 eftir að tveir lögmenn höfðu metið eignina að beiðni sveitarfélagsins. A og sambýliskona hans settu fyrirvara í kaupsamninginn um endurskoðun kaupverðsins þar sem þau teldu það ekki samræmast ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttarins né jafnræðisreglu hennar. Árið 1998 var gefið út fyrirvaralaust afsal fyrir eigninni og flutti A brott úr sveitarfélaginu.

A taldi að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar fæli í sér að hann hefði átt að fá því sem jafngilti brunabótamati fyrir fasteignina enda hefði hann fengið þá upphæð ef hús hans hefði farist í snjóflóði eða meinað að búa í eigninni sökum snjóflóðahættu. Sveitarfélagið taldi að brunabótamat væri undantekning sem ætti ekki við í þessu máli og að þar sem A flutti brott reyndi ekki á verð á eins eða sambærilegri eign innan sveitarfélagsins, og þar að auki hefði engin sambærileg eign verið til staðar fyrir hann í sveitarfélaginu.

Hæstiréttur nefndi að þótt svo vandað hús hefði ekki verið fáanlegt á þessum tíma voru samt sem áður til sölu sem virtust vera af álíka stærð og gerð. Þá taldi hann að markaðsverð ætti að teljast fullt verð nema sérstaklega stæði á, og nefndi að slíkt hefði komið til greina af A hefði ekki átt kost á að kaupa sambærilega eign innan sveitarfélagsins né byggja nýtt hús fyrir sig og fjölskyldu sína, og því neyðst til að flytja á brott. A þurfti að bera hallan af því að hafa ekki sýnt fram á að slíkar sérstakar aðstæður ættu við í málinu. Staðfesti Hæstiréttur því hinn áfrýjaða sýknudóm.
Hrd. 2003:1032 nr. 444/2002 (Smiðjuvegur)[HTML]

Hrd. 2003:2329 nr. 499/2002 (Hlutabréfakaup)[HTML]
J keypti hlutabréf árið 1996 og nýtti sér frádráttarheimild þágildandi laga til að draga frá allt að 80% fjárfestingarinnar frá tekjum sínum og var heimilt að flytja frádrátt til annarra skattára og nýta á næstu fimm árum. Í ársbyrjun 1997 tóku í gildi ný lög þar sem frádráttarheimildin var lækkuð í áföngum á næstu þremur árum en farið yrði með eldri ónýttan frádrátt með sama hætti og ef til hans hefði verið stofnað eftir gildistöku laganna.

Í málinu byggði J á því að með því að lækka frádráttarheimild hans með þessum hætti ætti sér stað afturvirk skerðing á rétti sem hann hefði löglega til unnið og féllst meirihluti Hæstaréttar á það.
Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3633 nr. 388/2003 (British Tobacco)[HTML]
Sett voru lög sem höfðu meðal annars þau áhrif að ekki hefði mátt hafa tóbak sýnilegt gagnvart almenningi. Tóbaksframleiðandi fór í mál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lögin andstæð hagsmunum sínum vegna minni sölu. Héraðsdómur taldi framleiðandann skorta lögvarða hagsmuni þar sem ÁTVR væri seljandi tóbaks en ekki framleiðandinn. Hæstiréttur var ekki sammála því mati héraðsdóms og taldi tóbaksframleiðandann hafa lögvarða hagsmuni um úrlausn dómkröfunnar.
Hrd. 2003:3977 nr. 422/2003[HTML]

Hrd. 2003:4153 nr. 151/2003 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]
Á grundvelli skyldna í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar var ekki talið fullnægjandi framkvæmd yfirlýsts markmiðs laga er heimiluðu söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að kveða á um ýmiss konar eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunns opinberra stofnana og nefnda án þess að þær hafi ákveðin og lögmælt viðmið að styðjast í störfum sínum. Þá nægði heldur ekki að fela ráðherra að kveða á um skilmála í rekstrarleyfi né fela öðrum handhöfum opinbers valds að setja eða samþykkja verklagsreglur þess efnis.
Hrd. 2003:4351 nr. 171/2003 (Reiknireglur varðandi varanlega örorku barna)[HTML]

Hrd. 2003:4476 nr. 177/2003 (Greiðslumark III)[HTML]

Hrd. 2004:96 nr. 487/2003[HTML]

Hrd. 2004:171 nr. 280/2003 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]

Hrd. 2004:397 nr. 481/2003[HTML]

Hrd. 2004:540 nr. 234/2003 (Starfsmaður á Sólheimum)[HTML]
Vistmaður á sambýli réðst á starfsmann en starfsmaðurinn vildi sækja bætur vegna árásarinnar. Gerð var lagaleg krafa um framlagningu kæru en starfsmaðurinn vildi það ekki. Honum var því synjað af bætur af hálfu bótanefndar og sótt hann því dómsmál til að fá ákvörðuninni hnekkt. Eftir höfðun málsins var fjarlægð áðurnefnd lagaleg krafa um kæru og í framhaldinu var dómkrafa starfsmannsins um ógildingu ákvörðunarinnar samþykkt.
Hrd. 2004:584 nr. 490/2003[HTML]

Hrd. 2004:640 nr. 265/2003 (Sleipnir - Forgangsréttarákvæði í kjarasamningi)[HTML]

Hrd. 2004:656 nr. 266/2003[HTML]

Hrd. 2004:791 nr. 301/2003[HTML]

Hrd. 2004:1533 nr. 354/2003[HTML]

Hrd. 2004:3691 nr. 174/2004 (Atlantsskip)[HTML]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:4355 nr. 221/2004 (Loðnuvinnslan)[HTML]

Hrd. 2004:4734 nr. 265/2004[HTML]

Hrd. 2004:4806 nr. 444/2004[HTML]

Hrd. 2005:170 nr. 257/2004[HTML]

Hrd. 2005:1208 nr. 311/2004 (Háttsemi sakbornings)[HTML]

Hrd. 2005:1237 nr. 349/2004 (Þjórsártún)[HTML]
Vegagerðin sóttist eftir eignarnámi á spildu úr landi Þjórsártúns vegna lagningu vegar yfir Þjórsá. Eignarnámið sjálft studdi við ákvæði þágildandi vegalaga er kvað á um skyldu landareigenda til að láta af hendi land vegna vegalagningar. Síðar sendi hún inn beiðni um að matsnefnd eignarnámsbóta mæti hæfilega eignarnámsbætur og beiðni um snemmbær umráð hins eignarnumda sem nefndin heimilaði. Hún mat síðan eignarnámið með þremur matsliðum.

Þegar K leitaði eftir greiðslum eignarnámsbótanna kvað Vegagerðin að hún ætlaði eingöngu að hlíta úrskurðinum hvað varðaði einn matsliðinn og tilkynnti að hún ætlaði að fara fram á dómkvaðningu matsmanna. K andmælti þar sem hún taldi Vegagerðina bundna af úrskurði matsnefndarinnar og að matsgerð þeirrar nefndar sé réttari en matsgerð dómkvaddra matsmanna. Vegagerðin hélt því fram að lögin kvæðu á um heimild dómstóla um úrlausn ágreinings um fjárhæðir og því heimilt að kveða dómkvadda matsmenn.

Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annari niðurstöðu en matsnefnd eignarnámsbóta og lækkuðu stórlega virði spildunnar. Héraðsdómur féllst á kröfu K um að farið yrði eftir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta þar sem mati matsnefndarinnar hefði ekki verið hnekkt.

Hæstiréttur tók undir með héraðsdómi að heimilt hefði verið að leggja ágreininginn undir dómstóla en hins vegar væru úrskurðir matsnefndarinnar ekki sjálfkrafa réttari en matsgerðir dómkvaddra matsmanna heldur yrði að meta það í hverju tilviki. Í þessu tilviki hefði úrskurður matsnefndarinnar verið lítið rökstuddur á meðan matsgerð hinna dómkvöddu manna væri ítarlegri, og því ætti að byggja á hinu síðarnefnda. Þá gekk hann lengra og dæmdi K lægri fjárhæð en matsgerð dómkvöddu mannana hljóðaði upp á þar sem hvorki matsnefndin né dómkvöddu mennirnir hafi rökstutt almenna verðrýrnun sem á að hafa orðið á landinu meðfram veginum með fullnægjandi hætti, né hafi K sýnt fram á hana með öðrum hætti í málinu.
Hrd. 2005:1840 nr. 505/2004 (Hereford steikhús - Framkvæmdir í verslunarhúsnæði)[HTML]
Gerður var samningur um að reka mætti verslun á 2. hæð. Deilt var um hvort mætti breyta versluninni sem sett var upp þar í veitingahús.
Hrd. 2005:2567 nr. 217/2005 (Hólar)[HTML]

Hrd. 2005:2999 nr. 294/2005 (Sönn íslensk sakamál - Miskabætur)[HTML]
Nokkrir aðilar settu fram eina dómkröfu um miskabætur vegna umfjöllunar þáttarins „Sönn sakamál“ sem bæði RÚV og þrotabú framleiðanda þáttarins ættu að greiða, án þess að tiltekið væri að um væri óskipta ábyrgð þeirra að ræða.

Í dómi Hæstaréttar kom fram að skilyrði samlagsaðildar töldust uppfyllt, enda hefðu stefndu í héraði ekki gert kröfu um frávísun á grundvelli heimildarbrestar til aðilasamlags, né af öðrum ástæðum. Þar sem krafa stefnenda fól í sér að bæturnar yrðu dæmdar til þeirra óskiptar, án þess að sá annmarki væri leiðréttur, tók Hæstiréttur undir með héraðsdómi að dómkrafan væri ódómtæk. Var því úrskurður héraðsdóms um ex officio frávísun staðfestur.
Hrd. 2005:3106 nr. 344/2005[HTML]

Hrd. 2005:3380 nr. 51/2005 (Kostnaður vegna skólagöngu fatlaðs barns)[HTML]

Hrd. 2005:3413 nr. 59/2005[HTML]

Hrd. 2005:4407 nr. 463/2005[HTML]

Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I)[HTML]
Vegagerðin bauð út verk á Evrópska efnahagssvæðinu um gerð Héðinsfjarðarganga. Lægsta boðið var sameiginlegt tilboð íslensks aðila og dansks aðila sem var 3,2% yfir kostnaðaráætlun. Fyrir tilkynningu úrslita útboðsins samþykkti ríkisstjórn Íslands að fresta verkinu um þrjú ár og nýtt útboð færi fram miðað við það. Í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin öllum bjóðendum að öllum tilboðum hefði verið hafnað á grundvelli þensluástands í þjóðfélaginu og að stofnunin fengi ekki nægt fjármagn fyrir þessar framkvæmdir.

Aðilarnir er áttu lægsta boðið kærðu ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála og taldi nefndin að ákvörðunin hefði verið ólögmæt og að hún væri skaðabótaskyld, þó án afstöðu til efndabóta. Þeir höfðuðu svo viðurkenningarmál fyrir dómstólum um skaðabætur. Hæstiréttur taldi að þó lagaheimild væri sannarlega til staðar um að hafna öllum tilboðum væri þó ekki hægt að beita þeirri heimild án þess að fyrir lægju bæði málefnalegar og rökstuddar ástæður. Hann taldi engar málefnalegar ástæður liggja fyrir þeirri ákvörðun. Nefndi hann þar að auki að á Vegagerðinni hefði legið sönnunarbyrðin um að ekki hefði verið samið við lægstbjóðendur en hún axlaði ekki þá sönnunarbyrði. Þar sem lægstbjóðendur hefðu boðið sem næmi hærri fjárhæð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á var talið að þeir hefðu sýnt fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni. Var því viðurkennd bótaskylda íslenska ríkisins gagnvart lægstbjóðendum.
Hrd. 2005:4701 nr. 478/2005 (Erfðafjárskattur II)[HTML]

Hrd. 2005:5217 nr. 315/2005 (Iðnaðarmálagjald)[HTML]

Hrd. 2006:823 nr. 98/2006[HTML]

Hrd. 2006:866 nr. 371/2005 (Síldeyjardómur)[HTML]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML]

Hrd. 2006:1850 nr. 471/2005[HTML]

Hrd. 2006:2252 nr. 454/2005 (Ærfjall, fyrir landi Kvískerja í Öræfum - Þjóðlendumál)[HTML]

Hrd. 2006:2646 nr. 274/2006[HTML]

Hrd. 2006:2851 nr. 248/2006 (Skattrannsókn)[HTML]

Hrd. 2006:2948 nr. 547/2005[HTML]

Hrd. 2006:3013 nr. 307/2006[HTML]

Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML]

Hrd. 2006:3810 nr. 498/2005 (Stafafell - Lón í Hornafirði)[HTML]

Hrd. 2006:4425 nr. 122/2006 (Synjun Mosfellsbæjar á umsókn um byggingarleyfi)[HTML]

Hrd. 2006:4655 nr. 559/2006[HTML]

Hrd. 2006:5547 nr. 310/2006[HTML]

Hrd. 2006:5653 nr. 637/2006[HTML]

Hrd. nr. 278/2006 dags. 1. mars 2007 (Bubbi fallinn)[HTML]
Bubbi krafðist bóta frá bæði útgefanda og ritstjóra fjölmiðils þar sem hann taldi að umfjöllun fjölmiðilsins hafa vegið að friðhelgi einkalífs hans. Ábyrgðarkerfið sem lögin um prentrétt setti upp kvað á um að hægt væri að krefjast bóta frá útgefandanum eða ritstjóranum. Hæstiréttur túlkaði ákvæðið á þann veg að eingöngu væri hægt að krefjast bótanna frá öðrum þeirra en ekki báðum.
Hrd. nr. 498/2006 dags. 29. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 24/2007 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 590/2006 dags. 24. maí 2007 (Öryrkjabandalag Íslands - Loforð ráðherra um hækkun örorkulífeyris)[HTML]

Hrd. nr. 574/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML]

Hrd. nr. 573/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML]

Hrd. nr. 575/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML]

Hrd. nr. 23/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk)[HTML]

Hrd. nr. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland)[HTML]

Hrd. nr. 648/2006 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 26/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 25/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML]

Hrd. nr. 37/2007 dags. 4. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. nr. 554/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 548/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 262/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 187/2007 dags. 7. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 104/2008 dags. 4. mars 2008[HTML]

Hrd. nr. 324/2007 dags. 6. mars 2008 (Afvöxtun)[HTML]

Hrd. nr. 221/2007 dags. 13. mars 2008 (Höfundaréttur)[HTML]
Í útgáfu ævisögu Halldórs Laxness voru fjölmargar tilvitnanir sem taldar voru brjóta gegn höfundarétti. Hæstiréttur taldi að málshöfðunarfrestur til að hafa uppi refsikröfu í einkamáli hefði verið liðinn og var þeim kröfulið vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Hrd. nr. 366/2007 dags. 23. apríl 2008 (Portus - Tónlistarhúsið Harpan)[HTML]
Tveir aðilar sem höfðu ekki verið valdir til að fá sérleyfi til byggingar, eign og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna, kröfðust afrits af samkomulags sem Austurhöfn-TR ehf., fyrirtæki stofnað af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg, gerði við Portus ehf. Þeirri beiðni var synjað af hálfu Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar og var henni skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem féllst svo á beiðnina.

Hæstiréttur hafnaði málsástæðu um að samningurinn félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði þar á meðal að í þeim lögum hefði ekki verið neinn áskilnaður um ákvörðun er varðaði rétt eða skyldu manna. Þá var einnig getið þess í dómnum að Ríkiskaup sáu um þau innkaup sem voru aðdragandi samningins auk þess að hann var undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ljóst var að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg höfðu haft samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu.
Hrd. nr. 474/2007 dags. 5. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 555/2007 dags. 12. júní 2008 (Ummæli á Internetinu)[HTML]

Hrd. nr. 397/2007 dags. 19. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 417/2008 dags. 2. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 512/2008 dags. 29. september 2008[HTML]
Sakborningur í skattamáli óskaði eftir skipun annars tiltekins verjanda við hlið þáverandi verjanda. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið heimilt að skipa þann tiltekna verjanda þar sem það gat komið til greina að taka skýrslu af honum við meðferð málsins.
Hrd. nr. 78/2008 dags. 16. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 491/2007 dags. 23. október 2008 (Áfengisauglýsingabann II)[HTML]

Hrd. nr. 566/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Skálmholtshraun í Flóahreppi)[HTML]

Hrd. nr. 602/2008 dags. 17. nóvember 2008[HTML]
Aðfinnslur voru gerðar við greinargerð ákæruvaldsins sem var það ítarleg að hún var talin jafna við skriflega málsmeðferð.
Hrd. nr. 152/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 34/2008 dags. 11. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 670/2008 dags. 15. janúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 80/2009 dags. 9. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 414/2008 dags. 12. mars 2009 (Egilsson - A4)[HTML]

Hrd. nr. 218/2008 dags. 19. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 136/2009 dags. 6. apríl 2009[HTML]

Hrd. nr. 475/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Hrd. nr. 445/2008 dags. 6. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 562/2008 dags. 14. maí 2009 (Vatnsréttindi Þjórsár - Landsvirkjun - Skálmholtshraun)[HTML]

Hrd. nr. 575/2008 dags. 28. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 150/2008 dags. 4. júní 2009 (Bergþórshvoll)[HTML]

Hrd. nr. 604/2008 dags. 18. júní 2009 (Vanhæfur dómari)[HTML]
P krafðist frekari bóta í kjölfar niðurstöðunnar í Dómur MDE Pétur Thór Sigurðsson gegn Íslandi dags. 10. apríl 2003 (39731/98).

Hæstiréttur féllst á að íslenska ríkið bæri bótaábyrgð en P sýndi ekki fram á að niðurstaða málsins hefði verið önnur ef annar dómari hefði komið í stað þess dómara sem álitinn var vanhæfur. Taldi hann því að P hefði ekki sýnt fram á að hann ætti rétt á frekari bótum en MDE hafði dæmt P til handa.
Hrd. nr. 363/2009 dags. 3. júlí 2009[HTML]

Hrd. nr. 255/2009 dags. 12. nóvember 2009 (Leó - Stimpilgjald af fjárnámsendurritum)[HTML]
Á grundvelli kröfu L var gert fjárnám í þremur fasteignum og afhenti L sýslumanni endurrit úr gerðabók vegna þessa fjárnáms til þinglýsingar. Var honum þá gert að greiða þinglýsingargjald og stimpilgjald. L höfðaði svo þetta mál þar sem hann krafðist endurgreiðslu stimpilgjaldsins. Að mati Hæstaréttar skorti lagastoð fyrir töku stimpilgjaldsins þar sem lagaákvæði skorti fyrir innheimtu þess vegna endurrits fjárnámsgerðar enda yrði hún hvorki lögð að jöfnu við skuldabréf né teldist hún til tryggingarbréfa. Ákvæði 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar stóð því í vegi fyrir beitingu lögjöfnunar í þessu skyni.
Hrd. nr. 122/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðapartur)[HTML]

Hrd. nr. 120/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 69/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 633/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML]

Hrd. nr. 664/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 663/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 698/2009 dags. 17. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 104/2009 dags. 18. febrúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 290/2009 dags. 4. mars 2010 (Úrskurður ráðuneytis)[HTML]

Hrd. nr. 378/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 437/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 215/2010 dags. 29. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 236/2010 dags. 30. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. nr. 266/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 457/2009 dags. 16. júní 2010 (Gæsluvarðhald)[HTML]

Hrd. nr. 372/2010 dags. 21. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 462/2010 dags. 16. september 2010[HTML]

Hrd. nr. 779/2009 dags. 14. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 504/2008 dags. 18. október 2010 (Víkurver)[HTML]

Hrd. 262/2010 dags. 8. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 113/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 80/2010 dags. 9. desember 2010 (Kiðjaberg - Brottflutningur mannvirkis)[HTML]

Hrd. nr. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 425/2010 dags. 24. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 71/2010 dags. 3. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 78/2010 dags. 3. mars 2011 (Skattalagabrot)[HTML]

Hrd. nr. 42/2011 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 626/2010 dags. 31. mars 2011 (Ummæli yfirmanns eftirlitssviðs RSK)[HTML]

Hrd. nr. 390/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 199/2011 dags. 11. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 142/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 200/2011 dags. 15. apríl 2011 (Útflutningsálag)[HTML]

Hrd. nr. 388/2010 dags. 26. maí 2011 (Heimreið í óskiptri sameign)[HTML]
Í eldri húsum var það þannig að stundum var kjöllurum breytt í nokkrar íbúðir og eingöngu 1-2 bílskúrar. Greint var á hvort að eignaskiptayfirlýsingin leiddi til þess að svæðið fyrir framan bílskúrinn teldist sameign þótt bílskúrinn sjálfur væri séreign.
Hrd. nr. 488/2011 dags. 23. ágúst 2011[HTML]

Hrd. nr. 293/2010 dags. 22. september 2011 (Þorvaldsstaðir og Hamar)[HTML]

Hrd. nr. 294/2010 dags. 22. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 241/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 693/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 670/2011 dags. 17. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 443/2011 dags. 19. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 685/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls IV)[HTML]

Hrd. nr. 684/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls III)[HTML]

Hrd. nr. 682/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls I)[HTML]

Hrd. nr. 683/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls II)[HTML]

Hrd. nr. 175/2011 dags. 26. janúar 2012 (HH o.fl. gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 482/2011 dags. 1. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 492/2011 dags. 8. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 272/2012 dags. 7. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 293/2012 dags. 8. maí 2012 (Haldlagning á bankainnstæðu)[HTML]

Hrd. nr. 469/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 33/2012 dags. 24. maí 2012 (Ekið á slökkvistöð)[HTML]

Hrd. nr. 316/2012 dags. 25. maí 2012 (Úrskurðarnefnd raforkumála)[HTML]

Hrd. nr. 404/2011 dags. 31. maí 2012 (Ráðstöfun byggingarréttar)[HTML]

Hrd. nr. 447/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 535/2012 dags. 9. ágúst 2012[HTML]
Í héraði var fallist á beiðni um að vitni skyldu njóta nafnleyndar gagnvart hinum ákærðu við skýrslugjöf. Hæstiréttur tók undir úrskurð héraðsdómara svo framarlega sem hinir ákærðu gætu lagt fyrir vitnin spurningar með milligöngu dómara og ekki yrðu spjöll á vörn ákærðu að öðru leyti. Málatilbúnaður ákærðu um að þeir gætu hvort sem er komist að nöfnum vitnanna var ekki talinn duga í þeim efnum.
Hrd. nr. 350/2011 dags. 27. september 2012 (Hofsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. nr. 673/2011 dags. 18. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 547/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 60/2012 dags. 15. nóvember 2012 (Húsfélag við Hverfisgötu - Hverfisgata 68a)[HTML]
Húsfélag fór í mál við H, sem var einn íbúa hússins, með kröfu um að hún myndi selja íbúð sína eða flytja úr henni sökum þess að hún geymdi mikið magn af rusli í íbúðinni og sameigninni. H bar fram þá málsástæðu að brottrekstur hennar bryti í bága við stjórnarskrárvarins réttar hennar um friðhelgi eignarréttarins.

Hæstiréttur féllst á kröfu húsfélagsins þar sem aðgerðirnar uppfylltu þau skilyrði sem stjórnarskráin gerir, þá einkum skilyrðið um almannaþörf og meðalhóf, og að sérstakt mat hafi farið fram á þessu. Lagastoð væri svo uppfyllt með 55. gr. laga um fjöleignarhús. Þá þyrfti jafnframt að virða friðhelgi eignarréttar hinna íbúðareigenda innan fjöleignarhússins en á því hefði verið brotið vegna verðrýrnunar er athæfi H hefði falið í sér. Óvissan um að hægt yrði að fá endurgjald vegna viðgerða hinna á kostnað H, þrátt fyrir lögveð, var of mikil að sú leið teldist raunhæf.

Með þeirri leið að H geti annaðhvort sjálf séð um sölu eignarinnar eða knúið væri á um uppboð samkvæmt lögum um nauðungarsölu, taldi Hæstiréttur að með því væri nægilega tryggt að H fengi fullt verð fyrir íbúðina í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.
Hrd. nr. 137/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús - Brottflutningur II)[HTML]

Hrd. nr. 138/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús II - Brottflutningur II)[HTML]

Hrd. nr. 153/2012 dags. 6. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 308/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 383/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 484/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Ferjubakki)[HTML]

Hrd. nr. 137/2013 dags. 14. mars 2013 (Útgáfa afsals)[HTML]

Hrd. nr. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML]

Hrd. nr. 743/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 695/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 283/2013 dags. 14. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 282/2013 dags. 14. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 275/2013 dags. 14. maí 2013 (Stefnubirting á Spáni)[HTML]

Hrd. nr. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 49/2013 dags. 23. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 749/2012 dags. 30. maí 2013 (Lagaheimild skilyrða fyrir eftirgjöf á vörugjaldi)[HTML]

Hrd. nr. 52/2013 dags. 30. maí 2013 (Stjórnvaldssekt)[HTML]

Hrd. nr. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML]

Hrd. nr. 383/2013 dags. 19. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 400/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 201/2013 dags. 31. október 2013 (Nauðungarvistun I)[HTML]
Bótaréttur vegna frelsissviptingar af ósekju getur verið viðurkenndur þrátt fyrir að lagaheimild sé fyrir frelsissviptingunni og hún framkvæmd í góðri trú.
Hrd. nr. 546/2012 dags. 28. nóvember 2013 (Eyvindarstaðaheiði)[HTML]

Hrd. nr. 333/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 446/2013 dags. 5. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 752/2013 dags. 6. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 463/2013 dags. 12. desember 2013 (Hagar)[HTML]
Hagar var nokkuð stórt fyrirtæki og var lántaki stórs gengisláns. Lánveitandi krafðist mikillar viðbótargreiðslu.

Hæstiréttur leit svo á að um væri að ræða lán til fjárfestinga sem var sérstaklega sniðið að því. Auk þess myndi viðbótargreiðslan ekki leiða til mikils óhagræðis fyrir lántaka. Fallist var því á viðbótargreiðsluna.
Hrd. nr. 814/2013 dags. 22. janúar 2014 (Norræn handtökuskipun)[HTML]

Hrd. nr. 531/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 800/2013 dags. 28. janúar 2014 (Réttur til að þekkja uppruna)[HTML]

Hrd. nr. 807/2013 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 607/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 606/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 642/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Skjaldberg)[HTML]

Hrd. nr. 144/2014 dags. 6. mars 2014 (Félag fasteignasala)[HTML]

Hrd. nr. 676/2013 dags. 13. mars 2014 (Fossatún)[HTML]
Heimild veiðifélags Grímsár í Borgarfirði til að nota hús til leigu fyrir ferðamenn á veturna. Í 2 km fjarlægð frá veiðihúsinu var fólk að reka gististöðuna Fossatún og hafði það fólk aðild að veiðifélaginu og voru ósátt við þessa ráðstöfun. Hæstiréttur fjallaði um heimildir félagsins til þessa og nefndi að þar sem lögum um lax- og silungsveiði sleppti ætti að beita ólögfestu reglunum og einnig lögum um fjöleignarhús.
Hrd. nr. 161/2014 dags. 13. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML]

Hrd. nr. 237/2014 dags. 2. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 286/2014 dags. 22. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 818/2013 dags. 28. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 354/2014 dags. 3. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 403/2014 dags. 16. júní 2014 (Lekamálið)[HTML]

Hrd. nr. 443/2014 dags. 18. ágúst 2014 (Landesbank - Vanlýsing og stjórnarskrá)[HTML]

Hrd. nr. 311/2014 dags. 9. október 2014 (Nauðungarvistun II)[HTML]

Hrd. nr. 279/2014 dags. 16. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 659/2014 dags. 23. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 202/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 749/2014 dags. 25. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 215/2014 dags. 18. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 317/2014 dags. 18. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 46/2015 dags. 2. febrúar 2015 (Gjald vegna skipunar tveggja sérfræðinga til að hafa sértækt eftirlit með rekstri hans)[HTML]

Hrd. nr. 75/2015 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 77/2015 dags. 4. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 96/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 129/2015 dags. 2. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 381/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 205/2015 dags. 17. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 592/2014 dags. 19. mars 2015 (Veitingaleyfi)[HTML]

Hrd. nr. 533/2014 dags. 19. mars 2015 (Yfirdráttarheimild)[HTML]

Hrd. nr. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML]

Hrd. nr. 218/2015 dags. 27. mars 2015 (Kröfuhafar Glitnis hf.)[HTML]

Hrd. nr. 487/2014 dags. 31. mars 2015 (Verjandi mætti ekki í þinghöld)[HTML]

Hrd. nr. 585/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 580/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]
Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.

Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.
Hrd. nr. 284/2015 dags. 27. maí 2015 (Ógilding á launaákvörðun Kjararáðs)[HTML]

Hrd. nr. 802/2014 dags. 28. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 742/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 385/2015 dags. 22. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 394/2015 dags. 12. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 467/2015 dags. 13. ágúst 2015 (Verkfallsmál)[HTML]

Hrd. nr. 647/2015 dags. 1. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 132/2015 dags. 1. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 83/2015 dags. 8. október 2015 (Geysir)[HTML]
Íslenska ríkið átti Geysi og einkaaðilar áttu umliggjandi svæði í sérstakri sameign. Einkaaðilarnir ákváðu að stofna einkahlutafélagið Landeigendafélagið Geysi í kringum rekstur svæðisins án samþykkis íslenska ríkisins og þrátt fyrir mótmæli þess. Félagið ákvað svo að setja gjaldskrá þar sem innheimt væri gjald af ferðamönnum á svæðinu og sóttist þá íslenska ríkið eftir lögbanni á gjaldheimtuna, sem var til meðferðar í dómsmáli þessu.

Hæstiréttur vísaði til óskráðrar meginreglu að meiri háttar ráðstafanir eigenda sérstakrar sameignar þyrftu samþykki þeirra allra. Að auki hafði ráðstöfunin áhrif á landsvæði sem var að fullu í eign íslenska ríkisins. Þar sem samþykki íslenska ríkisins skorti vegna þessara ráðstafana hefði setning umræddrar gjaldskrár verið óheimil. Staðfesti Hæstiréttur því lögbannið í ljósi þess að innheimta gjaldsins hefði brotið gegn eignarréttindum íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 306/2015 dags. 15. október 2015 (Baklóð - Laugavegur 87)[HTML]

Hrd. nr. 101/2015 dags. 22. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 370/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 146/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 147/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. nr. 461/2015 dags. 28. janúar 2016 (Halldór fiskvinnsla)[HTML]

Hrd. nr. 278/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 277/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 142/2016 dags. 9. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. nr. 585/2015 dags. 4. maí 2016 (Kostnaður vegna málsmeðferðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins)[HTML]

Hrd. nr. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.
Hrd. nr. 512/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.

Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.

Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna.

Hrd. nr. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 535/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 627/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 595/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 427/2016 dags. 10. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 816/2015 dags. 15. september 2016 (Loforð fjármálaráðherra um endurgreiðslu skatts)[HTML]

Hrd. nr. 789/2015 dags. 15. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 498/2015 dags. 6. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 845/2015 dags. 27. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 556/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 80/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 106/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 104/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 102/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 107/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 101/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 103/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 108/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 105/2016 dags. 8. desember 2016 (Gálgahraun II)[HTML]

Hrd. nr. 100/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 812/2016 dags. 4. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 826/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 260/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 250/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Bjargráðasjóður - Stjörnugrís III)[HTML]
Einstaklingur sem þurfti að borga búnaðargjald (vegna landbúnaðarstarfsemi) vildi fá það endurgreitt. Það gjald hafði runnið til Svínaræktarfélags Íslands, Bændasamtakanna og Bjargráðasjóðs. Vildi einstaklingurinn meina að með skyldu til greiðslu gjaldanna til þessara einkaaðila sé verið að greiða félagsgjald. Hæstiréttur nefndi að í tilviki Bjargráðasjóðs að sökum hlutverks sjóðsins og að stjórn sjóðsins væri skipuð af ráðherra yrði að líta til þess að sjóðurinn væri stjórnvald, og því væri um skatt að ræða.
Hrd. nr. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 15/2017 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 102/2017 dags. 16. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 127/2017 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 85/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 213/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 367/2016 dags. 30. mars 2017 (Staðgöngumæðrun)[HTML]
Lesbíur fóru til Bandaríkjanna sem höfðu samið við staðgöngumóður um að ganga með barn. Dómstóll í Bandaríkjunum gaf út úrskurð um að lesbíurnar væru foreldrar barnsins.

Þær komu aftur til Íslands og krefjast skráningar barnsins í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands spyr um uppruna barnsins og þær gefa upp fyrirkomulagið um staðgöngumæðrun. Þjóðskrá Íslands synjar um skráninguna og þær kærðu ákvörðunina til ráðuneytisins. Þar fór ákvörðunin til dómstóla sem endaði með synjun Hæstaréttar.

Barnið var sett í forsjá barnaverndaryfirvalda sem settu það í fóstur, þar var því ráðstafað í fóstur hjá lesbíunum sökum tengsla við barnið.
Hrd. nr. 199/2017 dags. 3. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML]

Hrd. nr. 196/2017 dags. 16. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 246/2017 dags. 17. maí 2017 (Aðför vegna Kröflulínu 4 og 5)[HTML]

Hrd. nr. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML]

Hrd. nr. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML]

Hrd. nr. 335/2017 dags. 6. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 313/2017 dags. 12. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML]

Hrd. nr. 407/2017 dags. 27. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 689/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML]

Hrd. nr. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 718/2016 dags. 7. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 415/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML]

Hrd. nr. 577/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML]

Hrd. nr. 867/2016 dags. 19. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 666/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 667/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 120/2017 dags. 15. febrúar 2018 (Mamma veit best)[HTML]
Ágreiningur var um rétta tollflokkun tiltekinnar vöru. Dómari í héraði sýknaði af kröfu byggt á niðurstöðu eigin Google-leitar er leiddi á upplýsingar um vöruna á vef framleiðanda vörunnar og nefndi að þessar upplýsingar voru öllum aðgengilegar. Hæstiréttur ómerkti niðurstöðuna þar sem hann taldi það ekki heimilt.
Hrd. nr. 177/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 814/2016 dags. 15. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 42/2017 dags. 27. mars 2018 (Heiðarvegur 10 - Græðisbraut)[HTML]
Óþinglýstur réttur til bílastæða á landi sem tilheyrir þriðja aðila. Reyndi á grandleysi þegar landið var selt. Hæstiréttur vísaði til augljósra ummerkja á landinu og hefði kaupandinn þá átt að kynna sér nánar forsögu þeirra.
Hrd. nr. 10/2018 dags. 24. maí 2018 (Umferðarlagabrot)[HTML]

Hrd. nr. 501/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 729/2017 dags. 26. júní 2018 (Ærumeiðing)[HTML]

Hrd. nr. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML]

Hrd. nr. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML]

Hrd. nr. 614/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 25/2017 dags. 18. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 106/2017 dags. 25. október 2018 (Aðgengi fatlaðs einstaklings að fasteignum á vegum sveitarfélags)[HTML]

Hrd. nr. 855/2017 dags. 15. nóvember 2018 (Gerðakot)[HTML]

Hrd. nr. 828/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 546/2017 dags. 22. nóvember 2018 (Innnes II)[HTML]

Hrd. nr. 545/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 857/2017 dags. 6. desember 2018 (Zoe)[HTML]
Foreldrar barns kröfðust þess að úrskurður mannanafnanefndar um að synja barninu um að heita Zoe yrði ógiltur, og einnig viðurkenningu um að barnið mætti heita það. Úrskurðurinn byggði á því að ekki mætti rita nöfn með zetu. Hæstiréttur vísaði til reglugerðar þar sem heimilt var að rita mannanöfn með zetu. Hæstiréttur ógilti úrskurð mannanafnanefndar en vísaði frá viðurkenningarkröfunni.

Eftir málslokin komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að hún mætti heita Zoe.
Hrd. nr. 30/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Hrá. nr. 2018-257 dags. 21. desember 2018[HTML]

Hrd. nr. 18/2018 dags. 16. janúar 2019 (Álag á skattstofna og ábyrgð maka - Ekki ábyrgð á álagi)[HTML]
K var rukkuð um vangoldna skatta M og lætur reyna á allt í málinu. Meðal annars að verið sé að rukka K um bæði skattinn og álagið. Álagið er refsing og því ætti hún ekki að bera ábyrgð á því.

Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.
Hrd. nr. 12/2019 dags. 19. mars 2019 (Tekjutengdar greiðslur)[HTML]

Hrd. nr. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Hrd. nr. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML]
Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.

Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Meiri hlutinn taldi að hér væri um að ræða of víðtækt framsal valds og féllst því á kröfu sveitarfélagsins. Ágreiningurinn milli meiri og minni hluta virðist felast í því hversu strangar kröfur þarf að gera til slíks framsals.
Hrá. nr. 2019-183 dags. 12. júní 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-185 dags. 12. júní 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-186 dags. 12. júní 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-184 dags. 12. júní 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-187 dags. 12. júní 2019[HTML]

Hrd. nr. 33/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Hrd. nr. 26/2019 dags. 18. september 2019[HTML]

Hrd. nr. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota)[HTML]
Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrd. nr. 47/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Hrd. nr. 58/2019 dags. 10. mars 2020[HTML]

Hrd. nr. 1/2020 dags. 31. mars 2020 (Náttúruvernd 2 málsóknarfélag)[HTML]

Hrd. nr. 30/2019 dags. 28. apríl 2020 (LMFÍ lagði fram kvörtun á hendur félagsmanni)[HTML]

Hrd. nr. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML]

Hrd. nr. 25/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Hrd. nr. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 17/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 18/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrá. nr. 2021-101 dags. 14. maí 2021[HTML]

Hrd. nr. 22/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrd. nr. 31/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Hrd. nr. 38/2021 dags. 9. febrúar 2022[HTML]

Hrd. nr. 52/2021 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-65 dags. 2. júní 2022[HTML]

Hrd. nr. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-83 dags. 29. júní 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-103 dags. 5. september 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-111 dags. 27. september 2022[HTML]

Hrd. nr. 20/2022 dags. 26. október 2022[HTML]

Hrd. nr. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 28/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-134 dags. 21. desember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2023-2 dags. 24. janúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 48/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Hrd. nr. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-30 dags. 4. maí 2023[HTML]

Hrd. nr. 4/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 3/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 2/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 32/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Hrd. nr. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-110 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Hrd. nr. 39/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 19/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 43/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-14 dags. 20. mars 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-81 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Hrd. nr. 12/2024 dags. 23. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 11/2024 dags. 27. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 33/2024 dags. 29. janúar 2025[HTML]

Hrd. nr. 28/2024 dags. 19. febrúar 2025[HTML]

Hrd. nr. 36/2024 dags. 12. mars 2025[HTML]

Hrd. nr. 34/2024 dags. 26. mars 2025[HTML]

Hrd. nr. 56/2024 dags. 21. maí 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-59 dags. 22. maí 2025[HTML]

Hrd. nr. 9/2025 dags. 18. nóvember 2025[HTML]

Hrd. nr. 16/2025 dags. 17. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 1. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. júlí 2014 (Stöðvun á markaðssetningu mjólkur og sláturgripa)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 1/2014 dags. 9. september 2014[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. september 2016 (Guðmundur Runólfsson kærir ákvörðun Fiskistofu um álagningu veiðigjalds)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 17. maí 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. janúar 2020 (Kærð er ákvörðun [S], dags. 15. nóvember 2017, um að stöðva seiðaeldi kæranda sem rekið er án rekstrarleyfis.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um synjun á beiðni um jöfn skipti við flutning á makríl og botnfisks milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. desember 2020 (Staðfesting á ákvörðun Fiskistofu um synjun á jöfnum skiptum á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipi yfir á krókaaflamarksbát í makríl í A-flokki)[HTML]

Fara á yfirlit

Atvinnuvegaráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 7. nóvember 2025 (Ákvörðun Fiskistofu um niðurfellingu aflahlutdeilda.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2022 dags. 20. febrúar 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2009 (Kæra Himnesks ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2009 (Kæra Hagkaupa á ákvörðunum Neytendastofu 29. júní 2009 og 17. nóvember 2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2023 (Kæra Svens ehf. á ákvörðun Neytendastofu 19. júlí 2023 í máli nr. 25/2023)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2011 (Kæra Erlings Alfreðs Jónssonar á ákvörðun Neytendastofu 25. maí 2011.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/1997 dags. 20. júní 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2000 dags. 10. nóvember 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2013 dags. 8. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2015 dags. 1. október 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2023 dags. 19. mars 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 2/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2022 dags. 14. september 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 5/2024 dags. 14. mars 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 12/2020 dags. 23. desember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1984:29 í máli nr. 5/1984[PDF]

Dómur Félagsdóms 1986:115 í máli nr. 10/1985[PDF]

Dómur Félagsdóms 1995:411 í máli nr. 16/1995[PDF]

Dómur Félagsdóms 1997:32 í máli nr. 1/1997[PDF]

Dómur Félagsdóms 1999:484 í máli nr. 9/1999[PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 5/2000 dags. 8. júní 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 16. nóvember 2000[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 26. mars 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2001 dags. 20. maí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 13/2001 dags. 29. maí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2001 dags. 30. maí 2001[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 10/2001 dags. 9. júlí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2002 dags. 28. maí 2002[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 10/2005 dags. 21. október 2005[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2008 dags. 30. apríl 2008[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2013 dags. 30. maí 2013[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2013 dags. 20. janúar 2014[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2015 dags. 15. maí 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-18/2015 dags. 29. júní 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2015 dags. 17. júlí 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2015 dags. 14. október 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-27/2015 dags. 29. janúar 2016[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2017 dags. 28. febrúar 2017[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2018 dags. 12. mars 2018[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-20/2021 dags. 16. desember 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2023 dags. 6. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2025 dags. 9. febrúar 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. febrúar 1997 (Reykdælahreppur - Almennt um álagningarstofn fasteignaskatts)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 31. janúar 2000 (Norður-Hérað - Ákvarðanir um gerð nýrra saminga við skólabílstjóra)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 31. janúar 2000 (Norður Hérað - Ákvarðanir um gerð nýrra saminga við skólabílstjóra)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. apríl 2001 (Mosfellsbær - Málsmeðferð við lóðaúthlutun (1))[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. apríl 2001 (Mosfellsbær - Málsmeðferð við lóðaúthlutun (2))[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Réttur íbúa sveitarfélags til ferðaþjónustu fatlaðra skv. 1. mgr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. ágúst 2002 (Reykjavíkurborg - Úrskurður um sveitarstjórnarkosningar 25. maí 2002, lög um persónuvernd og verndun persónuupplýsinga, frávísun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. ágúst 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 12. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Fara á yfirlit

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 15/2024 dags. 4. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 8/2024 dags. 9. júlí 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13030075 dags. 31. maí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14060096 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14080028 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14090026 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16050011 dags. 3. júní 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Forsætisráðuneytið

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 2/2016 dags. 12. desember 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 10/2019 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 11/2022 dags. 24. maí 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 22/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 5/2023 dags. 10. mars 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 25/2023 dags. 4. desember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-308/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-307/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-306/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-305/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-304/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-303/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-176/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-175/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-17/2009 dags. 8. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-69/2012 dags. 6. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2017 dags. 14. desember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. R-57/2021 dags. 1. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-225/2011 dags. 7. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-72/2010 dags. 17. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-73/2010 dags. 8. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-150/2015 dags. 18. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-175/2012 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-70/2010 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-44/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-220/2016 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-45/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-30/2023 dags. 11. janúar 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-107/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-106/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-105/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-99/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-118/2010 dags. 18. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-26/2010 dags. 12. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012 dags. 5. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2901/2007 dags. 5. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-415/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4818/2009 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1572/2011 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1844/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-662/2013 dags. 28. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-649/2014 dags. 12. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1204/2015 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-126/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-934/2016 dags. 3. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-934/2016 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-386/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1351/2020 dags. 6. janúar 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1381/2020 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1140/2021 dags. 28. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-496/2022 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2332/2021 dags. 21. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-900/2023 dags. 30. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-726/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-725/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-724/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-723/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-721/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-720/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-719/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-718/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-717/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-716/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1390/2024 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2058/2023 dags. 9. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3114/2024 dags. 14. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-376/2025 dags. 26. september 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6907/2005 dags. 28. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2308/2005 dags. 31. mars 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1771/2005 dags. 17. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7569/2005 dags. 16. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7184/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1771/2005 dags. 26. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7356/2005 dags. 27. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10030/2004 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7206/2005 dags. 17. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1316/2006 dags. 8. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3650/2006 dags. 5. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5998/2005 dags. 15. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3690/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2004 dags. 23. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4276/2006 dags. 27. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3099/2006 dags. 20. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7407/2006 dags. 27. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 6. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-167/2007 dags. 23. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-934/2007 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4230/2007 dags. 5. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4259/2007 dags. 18. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4142/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4080/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-762/2007 dags. 8. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2007 dags. 30. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2312/2007 dags. 30. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1343/2007 dags. 22. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3443/2007 dags. 23. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-871/2007 dags. 30. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5903/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 5. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7946/2007 dags. 9. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7167/2007 dags. 28. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4393/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8081/2007 dags. 9. október 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 3. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3322/2008 dags. 25. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-266/2008 dags. 2. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1442/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7303/2006 dags. 16. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 17. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2866/2008 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4007/2008 dags. 26. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2007 dags. 27. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3669/2007 dags. 4. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5470/2008 dags. 24. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6010/2008 dags. 3. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8979/2008 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-590/2009 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-614/2008 dags. 27. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1611/2008 dags. 4. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3313/2008 dags. 25. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3170/2009 dags. 2. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-618/2009 dags. 11. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8042/2008 dags. 14. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12027/2008 dags. 16. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10758/2008 dags. 1. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1172/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4004/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5450/2009 dags. 22. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4528/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11360/2008 dags. 24. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6474/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7937/2009 dags. 3. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5270/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8656/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-379/2009 dags. 26. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11725/2009 dags. 7. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10889/2009 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10800/2009 dags. 27. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-197/2010 dags. 2. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10220/2009 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5780/2009 dags. 15. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10813/2009 dags. 21. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2010 dags. 1. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9044/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-846/2010 dags. 14. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11595/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2758/2010 dags. 27. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4908/2010 dags. 11. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4784/2010 dags. 16. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4785/2010 dags. 21. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2373/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1833/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13800/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5239/2010 dags. 20. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1791/2011 dags. 30. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2010 dags. 28. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6711/2010 dags. 19. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7449/2010 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1032/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6157/2010 dags. 30. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1657/2011 dags. 5. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1412/2011 dags. 19. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1605/2011 dags. 21. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1451/2011 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7596/2010 dags. 23. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2011 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-134/2011 dags. 14. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3832/2011 dags. 6. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2595/2011 dags. 16. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-836/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2893/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3219/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4112/2011 dags. 26. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3287/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2870/2011 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5612/2010 dags. 2. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1282/2011 dags. 6. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-189/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1974/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4137/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2150/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-721/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4649/2011 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4646/2011 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1881/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1867/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2011 dags. 26. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8545/2009 dags. 27. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2058/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1904/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1903/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-69/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-193/2010 dags. 21. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3787/2012 dags. 28. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3371/2012 dags. 24. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3327/2012 dags. 24. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4433/2012 dags. 27. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3644/2012 dags. 21. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4395/2012 dags. 1. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1547/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3344/2012 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1917/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1322/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2118/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1324/2012 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-56/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2835/2012 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1759/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2013 dags. 11. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1013/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2936/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3934/2013 dags. 2. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3287/2013 dags. 6. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2439/2012 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2723/2013 dags. 27. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2925/2013 dags. 15. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2924/2013 dags. 25. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4178/2013 dags. 9. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-9/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-8/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1441/2013 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2384/2013 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2383/2013 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2527/2012 dags. 18. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2768/2014 dags. 12. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3291/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2764/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2753/2014 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2014 dags. 16. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1560/2012 dags. 20. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-944/2014 dags. 30. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2568/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4547/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4438/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3528/2014 dags. 8. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-53/2011 dags. 8. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-206/2013 dags. 26. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2073/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2011/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-950/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1235/2014 dags. 3. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2015 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-916/2014 dags. 17. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2534/2015 dags. 18. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4460/2014 dags. 1. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2352/2014 dags. 15. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-407/2015 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2834/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2833/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2831/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2830/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2829/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2828/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2827/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2826/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-192/2014 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2517/2015 dags. 4. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5097/2014 dags. 6. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5201/2013 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2248/2014 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2483/2015 dags. 9. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-790/2015 dags. 19. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2488/2015 dags. 2. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-953/2014 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2518/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3787/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-388/2015 dags. 18. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-117/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1225/2015 dags. 7. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1934/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1935/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2226/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2225/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2514/2012 dags. 13. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5075/2014 dags. 5. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-928/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-322/2016 dags. 28. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2015 dags. 5. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3784/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-959/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4240/2015 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1224/2015 dags. 19. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3714/2015 dags. 22. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2156/2016 dags. 1. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-776/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-556/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2016 dags. 28. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2888/2016 dags. 12. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2781/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2780/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2779/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3259/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2112/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-391/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2782/2016 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-77/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-192/2014 dags. 21. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1277/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-608/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-767/2017 dags. 5. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-136/2017 dags. 9. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1299/2017 dags. 3. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1504/2017 dags. 28. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-599/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-769/2017 dags. 12. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-372/2017 dags. 20. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2540/2016 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2174/2017 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2922/2016 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4056/2017 dags. 19. október 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 30. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-804/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3811/2017 dags. 21. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-770/2018 dags. 8. janúar 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2351/2018 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1270/2017 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2895/2017 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4055/2017 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3029/2018 dags. 30. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1512/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1511/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1510/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1509/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1508/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2018 dags. 2. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2018 dags. 7. ágúst 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2019 dags. 9. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-824/2019 dags. 9. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3812/2018 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2018 dags. 18. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-406/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2785/2019 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2374/2018 dags. 19. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1404/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3435/2018 dags. 24. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2018 dags. 24. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2019 dags. 19. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7432/2019 dags. 10. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3890/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5634/2019 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7441/2019 dags. 8. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3033/2019 dags. 23. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1081/2020 dags. 20. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-154/2020 dags. 1. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1813/2018 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2020 dags. 15. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3181/2018 dags. 29. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3381/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1527/2020 dags. 9. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-988/2020 dags. 9. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2581/2020 dags. 10. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-578/2020 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5060/2020 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2191/2020 dags. 6. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6573/2020 dags. 15. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2712/2020 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5645/2020 dags. 8. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1370/2021 dags. 20. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4332/2020 dags. 4. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4299/2020 dags. 15. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3250/2018 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3513/2021 dags. 28. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3542/2021 dags. 14. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3273/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3540/2021 dags. 23. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2021 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7833/2020 dags. 29. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 11. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2021 dags. 16. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3343/2021 dags. 30. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5843/2021 dags. 27. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4881/2021 dags. 3. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-264/2022 dags. 12. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5220/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-652/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2577/2022 dags. 9. febrúar 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2359/2021 dags. 13. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3326/2021 dags. 8. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1116/2022 dags. 9. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5978/2022 dags. 25. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-111/2017 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1403/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3963/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1722/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3962/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-395/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-743/2023 dags. 22. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-742/2023 dags. 22. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3068/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4067/2023 dags. 12. apríl 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7745/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6026/2023 dags. 23. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3589/2023 dags. 19. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6857/2023 dags. 9. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6978/2023 dags. 17. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4041/2023 dags. 20. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-151/2025 dags. 31. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2288/2024 dags. 31. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7034/2023 dags. 12. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7037/2023 dags. 12. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2574/2024 dags. 17. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1263/2024 dags. 25. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1623/2024 dags. 31. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3742/2022 dags. 2. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2283/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1264/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1259/2024 dags. 7. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5276/2024 dags. 14. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6101/2024 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3812/2022 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-32/2025 dags. 10. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3268/2025 dags. 25. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4708/2024 dags. 4. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7116/2023 dags. 17. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4845/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7026/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5754/2024 dags. 19. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-27/2025 dags. 19. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5164/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-3/2006 dags. 15. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-463/2005 dags. 3. ágúst 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-493/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-495/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-494/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-491/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-490/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-487/2005 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-385/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-350/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-497/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-74/2010 dags. 2. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-4/2011 dags. 21. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-89/2014 dags. 31. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-161/2015 dags. 21. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-20/2016 dags. 4. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-251/2016 dags. 26. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-553/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-552/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-19/2008 dags. 12. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-37/2014 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-212/2020 dags. 11. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-9/2021 dags. 25. október 2021[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-157/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-30/2012 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-19/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-122/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-86/2018 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-85/2018 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12100058 dags. 4. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14120274 dags. 25. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24010042 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 35/2001 dags. 4. október 2001[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/2004 dags. 8. mars 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 22/2011 dags. 6. september 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 1/2015 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 87/2013 dags. 19. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 58/2015 dags. 5. október 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 10/2020 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 115/2020 dags. 15. febrúar 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2007 dags. 15. júní 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 17/2021 dags. 1. mars 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 43/2016 dags. 26. október 2016[PDF]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2015 í máli nr. KNU15020005 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2015 í máli nr. KNU15030006 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2016 í máli nr. KNU15080010 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2016 í máli nr. KNU16050048 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 628/2017 í máli nr. KNU17090002 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2018 í máli nr. KNU17120059 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2018 í máli nr. KNU18020009 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2018 í máli nr. KNU18030020 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2018 í máli nr. KNU18060047 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2018 í máli nr. KNU18080005 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2018 í máli nr. KNU18070039 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2018 í máli nr. KNU18080012 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 485/2018 í máli nr. KNU18100006 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 562/2018 í málum nr. KNU18120003 o.fl. dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2019 í málum nr. KNU18110035 o.fl. dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2019 í máli nr. KNU19010003 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2019 í málum nr. KNU19020051 o.fl. dags. 8. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2019 í málum nr. KNU19030017 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2019 í máli nr. KNU19050001 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2019 í máli nr. KNU19050053 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2019 í málum nr. KNU19100007 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2019 í málum nr. KNU19080008 o.fl. dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2019 í máli nr. KNU19100010 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2019 í máli nr. KNU19100023 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2020 í máli nr. KNU20020039 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2020 í máli nr. KNU20020004 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2020 í máli nr. KNU20050004 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2020 í máli nr. KNU20050022 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2020 í máli nr. KNU20030023 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2020 í máli nr. KNU20020045 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2020 í máli nr. KNU20110007 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2021 í máli nr. KNU20110053 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2021 í máli nr. KNU21020018 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2021 í málum nr. KNU21040028 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2021 í málum nr. KNU21040035 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2021 í máli nr. KNU21060013 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2022 í máli nr. KNU21110083 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2022 í máli nr. KNU21110028 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2022 í máli nr. KNU21110020 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2022 í máli nr. KNU21110004 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2022 í máli nr. KNU22020006 dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2022 í máli nr. KNU22030005 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2023 í máli nr. KNU23020065 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2023 í máli nr. KNU23080054 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 719/2023 í máli nr. KNU23080055 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2024 í málum nr. KNU23050078 o.fl. dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1141/2024 í máli nr. KNU24060008 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2025 í máli nr. KNU24090139 dags. 30. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2025 í máli nr. KNU25050033 dags. 19. júní 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 189/2018 dags. 16. mars 2018[HTML][PDF]

Lrd. 8/2018 dags. 15. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 438/2018 dags. 20. júní 2018 (Hafnað að fella niður sviptingu á leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi)[HTML][PDF]

Lrd. 62/2018 dags. 22. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 424/2018 dags. 22. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 63/2018 dags. 21. september 2018[HTML][PDF]

Lrd. 188/2018 dags. 5. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 210/2018 dags. 12. október 2018[HTML][PDF]

Lrú. 712/2018 dags. 1. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 114/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 400/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 399/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 398/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 397/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 396/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 275/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 66/2018 dags. 16. nóvember 2018 (Peningaþvætti)[HTML][PDF]

Lrd. 55/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 846/2018 dags. 18. desember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 830/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 673/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 280/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 672/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 109/2019 dags. 20. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 608/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 540/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 204/2019 dags. 22. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 565/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrú. 277/2019 dags. 16. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 700/2018 dags. 14. júní 2019[HTML][PDF]

Lrú. 549/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML][PDF]

Lrd. 838/2018 dags. 27. september 2019[HTML][PDF]

Lrd. 337/2019 dags. 4. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 403/2019 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 847/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 227/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 238/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 665/2019 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 260/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 10/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 768/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 28/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 433/2019 dags. 20. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 565/2019 dags. 3. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrd. 291/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 386/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 381/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 380/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 379/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 378/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 654/2018 dags. 10. júní 2020[HTML][PDF]

Lrd. 140/2018 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 400/2020 dags. 5. október 2020[HTML][PDF]

Lrú. 559/2020 dags. 12. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 366/2020 dags. 16. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 591/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 404/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 336/2019 dags. 27. nóvember 2020 (Öryggi í flugi)[HTML][PDF]

Lrú. 648/2020 dags. 27. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 385/2019 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 629/2020 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 7/2020 dags. 11. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 835/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 669/2020 dags. 19. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 710/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 34/2020 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 72/2020 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 74/2020 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 73/2020 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 680/2019 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 678/2019 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 739/2019 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 689/2019 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 148/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 229/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 230/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 231/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 232/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 166/2021 dags. 14. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrd. 677/2020 dags. 30. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 177/2021 dags. 7. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 200/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 35/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 234/2020 dags. 23. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 416/2021 dags. 25. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 536/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 588/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 226/2021 dags. 8. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 383/2021 dags. 11. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 426/2020 dags. 15. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 199/2020 dags. 15. október 2021[HTML]

Lrd. 427/2020 dags. 5. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 452/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 100/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 592/2021 dags. 11. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 468/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 383/2021 dags. 16. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 250/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 638/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 633/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 538/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 169/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 677/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 787/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 628/2020 dags. 28. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 566/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 110/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 659/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 456/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 457/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 455/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 453/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 454/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 753/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 391/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 726/2020 dags. 4. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 658/2020 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 744/2020 dags. 25. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 136/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 188/2021 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 189/2021 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 247/2021 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 199/2020 dags. 16. september 2022[HTML][PDF]

Lrú. 563/2022 dags. 28. september 2022[HTML][PDF]

Lrd. 301/2021 dags. 14. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 357/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 412/2021 dags. 25. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 638/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 604/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 606/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 463/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 803/2022 dags. 22. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 804/2022 dags. 22. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 688/2021 dags. 27. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 95/2023 dags. 13. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 601/2021 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 760/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 207/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 753/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 196/2023 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 150/2023 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 156/2022 dags. 31. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 290/2023 dags. 2. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 308/2022 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 150/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 293/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 388/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 570/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 838/2023 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 812/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 823/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 460/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 674/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 124/2024 dags. 20. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 190/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 618/2022 dags. 15. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 636/2022 dags. 3. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 240/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 383/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 432/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 431/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 430/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 383/2024 dags. 18. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 516/2024 dags. 26. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 573/2024 dags. 12. júlí 2024[HTML][PDF]

Lrú. 673/2024 dags. 22. ágúst 2024[HTML][PDF]

Lrú. 703/2024 dags. 12. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 331/2023 dags. 3. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 41/2023 dags. 10. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 559/2023 dags. 17. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 766/2023 dags. 5. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 470/2023 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 847/2023 dags. 30. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 689/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 535/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 6/2025 dags. 3. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 878/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 901/2023 dags. 20. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 392/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 313/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 86/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 414/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 415/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 835/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 198/2025 dags. 9. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 197/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 292/2025 dags. 15. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 302/2025 dags. 19. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 643/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 644/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 646/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 645/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 649/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 647/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 651/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 648/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 650/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 652/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 668/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 377/2024 dags. 26. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 685/2025 dags. 28. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi dags. 12. október 2004 (60669/00)[HTML]

Ákvörðun MDE Ioffe gegn Georgíu dags. 4. febrúar 2025 (21487/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Tarjoianu gegn Rúmeníu dags. 4. febrúar 2025 (36150/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Kerékgyártó og Póka gegn Ungverjalandi dags. 4. febrúar 2025 (42444/17 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Tulokas og Taipale gegn Finnlandi dags. 4. febrúar 2025 (5854/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Pavušek Rakarić gegn Króatíu dags. 4. febrúar 2025 (21371/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Aydin o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. febrúar 2025 (27603/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Farrugia gegn Möltu dags. 4. febrúar 2025 (5870/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Buja gegn Litháen dags. 4. febrúar 2025 (17124/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Orthodox Christian Church o.fl. gegn Búlgaríu dags. 4. febrúar 2025 (31387/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Ujhazi gegn Króatíu dags. 4. febrúar 2025 (49817/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Ercan o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. febrúar 2025 (50763/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE X og Y gegn Serbíu dags. 4. febrúar 2025 (25384/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Ashraf o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (1653/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Smarandache o.fl. gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (11688/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Aliyev gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (12514/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Frank o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (15178/19 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Hasar Ltd gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (17964/14)[HTML]

Ákvörðun MDE Zaitouni o.fl. gegn Frakklandi dags. 6. febrúar 2025 (33041/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Farkas o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (38857/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Babayev og Malikov gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (39469/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ivanidis o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (52080/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Abdullazade o.fl. gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (57679/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Božičnik gegn Slóveníu dags. 6. febrúar 2025 (1703/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Otiak Cjsc gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (2512/15 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ferreira Leal Correia gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (16110/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Peshkopia og Talipi gegn Albaníu dags. 6. febrúar 2025 (16351/15)[HTML]

Ákvörðun MDE Kiss gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (19385/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Potoma o.fl. gegn Slóvakíu dags. 6. febrúar 2025 (20476/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Bajrović o.fl. gegn Montenegró dags. 6. febrúar 2025 (28019/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Thill o.fl. gegn Belgíu dags. 6. febrúar 2025 (31559/12 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Mitran gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (39139/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Zorba gegn Albaníu dags. 6. febrúar 2025 (40224/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Demir gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (60741/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Dimitrijević o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (3653/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Keskin gegn Norður-Makedóníu dags. 6. febrúar 2025 (6865/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Zsargó o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (11635/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Fürst o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (14995/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Fitouri o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (18838/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Boteanu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (19780/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Panagiari o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (26524/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Liguori gegn Ítalíu dags. 6. febrúar 2025 (26637/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Kovačević o.fl. gegn Montenegró dags. 6. febrúar 2025 (30824/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Pala gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (43545/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Uçankan gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (44616/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Artashesyan gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (69464/14)[HTML]

Ákvörðun MDE Martins Miranda Póvoa o.fl. gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (5088/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Zubachyk og Bakanov gegn Úkraínu dags. 6. febrúar 2025 (10242/15 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Tenke o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (14268/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Watad gegn Þýskalandi dags. 6. febrúar 2025 (16013/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Bağci gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (18350/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Li̇ste gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (21747/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Uzun o.fl. gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (25922/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Busch og Habi gegn Frakklandi dags. 6. febrúar 2025 (28702/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ristić o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (34608/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Gomes Da Costa o.fl. gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (42782/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Półtorak-Libura o.fl. gegn Póllandi dags. 6. febrúar 2025 (43211/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Kremmydas gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (54725/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Călin Georgescu gegn Rúmeníu dags. 11. febrúar 2025 (37327/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Kotnik og Jukič gegn Slóveníu dags. 11. febrúar 2025 (56605/19 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Duarte gegn Rúmeníu dags. 11. febrúar 2025 (53521/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Poteryayev gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (2172/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Fadeyev gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (12705/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Krivenko o.fl. gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (40332/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Naboko gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (15160/21)[HTML]

Ákvörðun MDE A.B. gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (37702/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Baksheyeva gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (48407/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Polverini gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (56876/21)[HTML]

Dómur MDE Ganhão gegn Portúgal dags. 4. mars 2025 (23143/19)[HTML]

Dómur MDE Stojević gegn Króatíu dags. 4. mars 2025 (39852/20)[HTML]

Dómur MDE Davidović gegn Serbíu dags. 4. mars 2025 (46198/18)[HTML]

Dómur MDE Milashina o.fl. gegn Rússlandi dags. 4. mars 2025 (75000/17)[HTML]

Dómur MDE Girginova gegn Búlgaríu dags. 4. mars 2025 (4326/18)[HTML]

Dómur MDE Pápics o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 4. mars 2025 (13727/20 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Radanović gegn Serbíu dags. 4. mars 2025 (27794/16)[HTML]

Dómur MDE Buzatu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 4. mars 2025 (9759/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Sciortino og Vella gegn Möltu dags. 4. mars 2025 (25915/23)[HTML]

Dómur MDE Rigó gegn Ungverjalandi dags. 4. mars 2025 (54953/21)[HTML]

Dómur MDE K.M. gegn Norður-Makedóníu dags. 4. mars 2025 (59144/16)[HTML]

Dómur MDE Eli̇bol o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. mars 2025 (59648/16 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Petruk o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (636/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Shalina gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (17908/20)[HTML]

Dómur MDE Voytenko o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (34181/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Banca Sistema S.P.A. gegn Ítalíu dags. 6. mars 2025 (41796/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Kondratyev o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (42508/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gorše gegn Slóveníu dags. 6. mars 2025 (47186/21)[HTML]

Dómur MDE F.B. gegn Belgíu dags. 6. mars 2025 (47836/21)[HTML]

Dómur MDE Korostelev o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (82352/17 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Garand o.fl. gegn Frakklandi dags. 6. mars 2025 (2474/21)[HTML]

Dómur MDE Zakharov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (3292/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Bunyakin o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (7691/15 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Mkrtchyan o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (34801/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Lubin og Isakov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (39476/21)[HTML]

Dómur MDE Yalakov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (2945/18 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Loginov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (10618/19)[HTML]

Dómur MDE T.A. gegn Sviss dags. 6. mars 2025 (13437/22)[HTML]

Dómur MDE Dubinin gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (16334/20)[HTML]

Dómur MDE Chemurziyeva o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (16678/17 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Ibrahim gegn Aserbaísjan dags. 6. mars 2025 (17359/16)[HTML]

Dómur MDE Zatynayko o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (21514/18 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Yegorov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (22584/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Hasani gegn Svíþjóð dags. 6. mars 2025 (35950/20)[HTML]

Dómur MDE Lakatos o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. mars 2025 (36138/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Tokar gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (38268/15)[HTML]

Dómur MDE Kolyasnikov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (39776/15 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Chatinyan o.fl. gegn Armeníu dags. 6. mars 2025 (70173/14)[HTML]

Dómur MDE Fljyan gegn Armeníu dags. 6. mars 2025 (4414/15)[HTML]

Dómur MDE Monteiro og Trinta Santos gegn Portúgal dags. 6. mars 2025 (40620/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gordiyenok og Turpulkhanov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (47120/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Navalnyy og Ooo Zp gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (62670/12 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gnezdov gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (68596/11)[HTML]

Dómur MDE Monseur gegn Belgíu dags. 6. mars 2025 (77976/14)[HTML]

Dómur MDE Aytaj Ahmadova gegn Aserbaísjan dags. 11. mars 2025 (30551/18)[HTML]

Dómur MDE Amirov gegn Aserbaísjan dags. 11. mars 2025 (55642/16)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 30. ágúst 1978[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 11. október 1979[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/1993 dags. 15. maí 1995[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2002 dags. 17. október 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2004 dags. 1. nóvember 2004[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2004 dags. 20. maí 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2005 dags. 1. júní 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2005 dags. 1. júní 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 15/2005 dags. 21. desember 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2005 dags. 29. mars 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2006 dags. 12. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2008 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2023 dags. 16. ágúst 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði

Yfirmatsgerð Matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði dags. 31. maí 2002[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 14. ágúst 2023 (Úrskurður nr. 6 um ákvörðun Fiskistofu um synjun kröfu um svæðisbundna friðun fyrir allri veiði á jörð og veiðisvæði)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 27. nóvember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-15/2016 dags. 15. mars 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-6/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090319 dags. 15. ágúst 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 16. desember 2015[HTML]

Álit Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17020045 dags. 18. október 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17050270 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011 dags. 20. júní 2014[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur vestan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2007/497 dags. 26. nóvember 2007[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2011/18 dags. 18. janúar 2011[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2013/315 dags. 9. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/1068 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2014/1357 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2014/776 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/1783 dags. 16. júní 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/1392 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/1354 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1799 dags. 31. maí 2018[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/1507 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/1741 dags. 22. maí 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010584 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020010552 dags. 21. október 2021[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2021091863 dags. 25. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021020274 dags. 17. febrúar 2022[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020010706 dags. 25. febrúar 2022[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020051558 dags. 20. apríl 2022[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2021071468 dags. 14. júní 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2006 dags. 6. febrúar 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2007 dags. 24. ágúst 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2012 dags. 15. febrúar 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2013 dags. 13. júní 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2016 dags. 11. apríl 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2019 dags. 29. apríl 2019[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 219/1986[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 320/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 611/1981[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 970/1979[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 1221/1979[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 545/1992[HTML]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 14/2004[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2012 dags. 11. mars 2013[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 26/2009 dags. 20. nóvember 2009 (Garðabær: Lögmæti ákvarðana sveitarfélags vegna lóðarskila. Mál nr. 26/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 45/2009 dags. 7. október 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um niðurfellingu fasteignagjalda. Mál nr. 45/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20010081 dags. 29. júlí 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 65/2008 dags. 5. maí 2009 (Reykjavík - frávísunarkrafa, lögmæti ráðninga í stöður aðstoðarskólastjóra: Mál nr. 65/2008)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 dags. 19. desember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2011 dags. 7. febrúar 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023 dags. 8. september 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 29/1997 dags. 1. september 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Sjávarútvegsráðuneytið

Úrskurður Sjávarútvegsráðuneytisins dags. 28. nóvember 2001 (Tálkni ehf. Kærir kvörðun Fiskistofu, dags. 27. nóvember 2001, er kveður á um að Bjarmi BA-326(1321) verði sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni í 8 vikur, frá og með 1. desember 2001 til og með 25. janúar 2002.)[HTML]

Fara á yfirlit

Tollstjóri

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 6/2013 dags. 12. janúar 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03080123 dags. 20. nóvember 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 03050098 dags. 16. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04020102 dags. 26. maí 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04090102 dags. 10. desember 2004[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 276/2001 dags. 9. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 135/2009 dags. 30. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 4/2011 dags. 19. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 262/2010 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 46/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 17/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 78/2021 dags. 21. október 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 113/2012 dags. 28. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 4/2013 dags. 1. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 15/2013 dags. 22. október 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 1/2010 dags. 11. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 7/2010 dags. 11. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 4/2010 dags. 14. desember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 9b/2010 dags. 14. desember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2010 dags. 13. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 18/2010 dags. 13. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 8/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 20/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 21/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 3/2011 dags. 23. mars 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 6/2011 dags. 23. mars 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 5/2011 dags. 28. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 8/2011 dags. 28. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 1/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 11/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 14/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 20/2011 dags. 25. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 23/2011 dags. 25. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 45/2011 dags. 10. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 34/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 40/2011 dags. 19. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 116/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 130/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 134/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 70/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 176/2011 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 198/2011 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 192/2011 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 1/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 5/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 44/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 55/2012 dags. 30. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 67/2012 dags. 13. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 22/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 71/2012 dags. 13. mars 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 92/2012 dags. 13. mars 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 52/2012 dags. 10. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 5/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 1/2013 dags. 23. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2013 dags. 23. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 12/2013 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 8/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 6/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 10/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 16/2013 dags. 15. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 25/2013 dags. 29. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 27/2013 dags. 29. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 29/2013 dags. 29. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 31/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 33/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 39/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 42/2013 dags. 26. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 47/2013 dags. 26. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 38/2013 dags. 12. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 43/2013 dags. 12. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 48/2013 dags. 12. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 51/2013 dags. 12. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 53/2013 dags. 27. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 56/2013 dags. 27. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 62/2013 dags. 27. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 52/2013 dags. 9. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 69/2013 dags. 9. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 70/2013 dags. 9. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 3/2014 dags. 7. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 9/2014 dags. 21. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 10/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 1/2014 dags. 18. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 4/2014 dags. 16. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2014 dags. 16. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 25/2014 dags. 16. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 5/2014 dags. 3. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 23/2014 dags. 3. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 26/2014 dags. 3. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 30/2014 dags. 16. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 38/2014 dags. 8. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 43/2014 dags. 8. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 48/2014 dags. 22. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 53/2014 dags. 5. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 52/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 58/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 59/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 62/2014 dags. 10. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 55/2014 dags. 14. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 56/2014 dags. 28. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 63/2014 dags. 28. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 65/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 75/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 1/2015 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 3/2015 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 73/2014 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 8/2015 dags. 6. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 9/2015 dags. 6. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 12/2015 dags. 6. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 14/2015 dags. 6. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 77/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 76/2014 dags. 27. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 11/2015 dags. 27. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 18/2015 dags. 27. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 13/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 17/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 19/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 25/2015 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 28/2015 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 33/2015 dags. 12. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 42/2015 dags. 26. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 37/2015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 38/2015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 39/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 43/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 44/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 53/2015 dags. 4. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 58/2015 dags. 4. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 47/2015 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 59/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2006 dags. 10. apríl 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2006 dags. 10. apríl 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2013 dags. 14. september 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2015 dags. 9. júní 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 10/2015 dags. 30. desember 2016[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 37/2010 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2003 í máli nr. 4/2003 dags. 22. október 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2005 í máli nr. 2/2005 dags. 17. mars 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2010 í máli nr. 5/2010 dags. 13. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 14/2011 í máli nr. 14/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 4/2000 í máli nr. 7/2000 dags. 25. febrúar 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/2001 í máli nr. 41/2000 dags. 27. júní 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 60/2003 í máli nr. 5/2003 dags. 2. desember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 55/2006 í máli nr. 27/2003 dags. 30. ágúst 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 65/2006 í máli nr. 22/2005 dags. 28. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 66/2006 í máli nr. 57/2005 dags. 28. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 64/2008 í máli nr. 88/2006 dags. 2. september 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 68/2008 í máli nr. 53/2008 dags. 4. september 2008[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 87/2014 í máli nr. 47/2013 dags. 12. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 147/2015 í máli nr. 11/2013 dags. 24. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 141/2018 í málum nr. 12/2018 o.fl. dags. 5. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 74/2019 í máli nr. 50/2018 dags. 19. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2021 í máli nr. 53/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 142/2021 í máli nr. 105/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 70/2023 í máli nr. 53/2023 dags. 26. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 151/2023 í máli nr. 127/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 167/2015 dags. 13. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 555/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-317/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-481/2013 dags. 3. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 991/2021 dags. 30. mars 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 52/2015 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 62/2015 dags. 14. apríl 2016 (2)[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 68/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 69/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 72/2015 dags. 28. apríl 2016 (2)[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 135/2016 dags. 11. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 214/2016 dags. 9. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 29/2016 dags. 5. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 234/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 283/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 314/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 92/2016 dags. 19. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 278/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 326/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 360/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 277/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 144/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 344/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 356/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 366/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 219/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 426/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 431/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 421/2016 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 388/2016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 506/2016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 492/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 498/2016 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 63/2017 dags. 11. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 43/2017 dags. 7. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 64/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 174/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 114/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 237/2017 dags. 8. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 194/2017 dags. 13. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 390/2017 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 461/2017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 372/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 389/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 487/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 326/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 18/2018 dags. 13. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 103/2018 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 118/2018 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 117/2018 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2018 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 179/2018 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 175/2018 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 259/2018 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 314/2018 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2018 dags. 10. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 365/2018 dags. 10. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 324/2018 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 412/2018 dags. 24. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 397/2018 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 256/2017 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 27/2019 dags. 8. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2019 dags. 10. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 120/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 185/2019 dags. 18. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2019 dags. 24. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 441/2019 dags. 14. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 415/2019 dags. 20. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 472/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 507/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 457/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 413/2019 dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 22/2020 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 540/2019 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 397/2018 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 50/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 562/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 58/2020 dags. 14. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 62/2020 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 71/2020 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 134/2020 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 517/2019 dags. 24. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 549/2019 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 204/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 227/2020 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 247/2020 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 260/2020 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 141/2020 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 311/2020 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 381/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 506/2020 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 279/2020 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 430/2020 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 519/2020 dags. 19. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 596/2020 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 551/2020 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 613/2020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 614/2020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 619/2020 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 664/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 660/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 42/2021 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 30/2021 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 689/2020 dags. 26. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 127/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 77/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 89/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 212/2021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 194/2021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 222/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 253/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 250/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 277/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 264/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 265/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 198/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 269/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 319/2021 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 301/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 294/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 280/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 245/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 329/2021 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 259/2021 dags. 15. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 287/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 500/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 544/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 335/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 480/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 589/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 634/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 663/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 647/2021 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 63/2022 dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 588/2021 dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 10/2022 dags. 24. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 694/2021 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 587/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 142/2022 dags. 5. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 118/2022 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 161/2022 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 191/2022 dags. 30. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 276/2022 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 221/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 380/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 285/2022 dags. 29. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 421/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 392/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 363/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 465/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 294/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 524/2022 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 484/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 453/2022 dags. 19. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 42/2023 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 18/2023 dags. 17. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 49/2023 dags. 17. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 570/2022 dags. 17. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 1/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 51/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 174/2023 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 186/2023 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 244/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 243/2023 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 136/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 150/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 298/2023 dags. 29. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 190/2023 dags. 25. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 402/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 337/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 367/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 416/2023 dags. 1. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 518/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2023 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 533/2023 dags. 22. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 581/2023 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 612/2023 dags. 22. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 606/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2024 dags. 11. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 570/2023 dags. 4. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 75/2024 dags. 2. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 89/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 142/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Velferðarráðuneytið

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 7. júlí 2014 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 008/2014)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 3. desember 2014 (Úrskurður velferðarráðuneytisins 017/2014)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 26. júní 2015 (Synjun Embætti landlæknis um veitingu starfsleyfis sem hjúkrunarfræðingur)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 3. júlí 2015 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 009/2015)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 007/2015 dags. 7. júlí 2015 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu starfsleyfis sem hjúkrunarfræðingur)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 15. mars 2018 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 013/2018)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 21. desember 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2015 dags. 31. mars 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 14/2016 dags. 9. september 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 16/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2020 dags. 14. maí 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 787/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 213/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 28/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 147/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 366/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 181/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 586/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 448/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 469/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 520/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 372/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 75/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 150/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 320/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 665/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 43/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 246/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 225/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 234/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 243/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 51/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 59/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 154/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 141/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 146/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 260/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 305/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 376/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 361/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 399/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 579/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 351/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 81/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 24/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 183/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 161/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 173/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 5/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 315/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 128/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 97/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 183/2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 76/1989 dags. 31. janúar 1990[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 683/1992 dags. 19. ágúst 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 795/1993 dags. 6. janúar 1994 (Álagningarstofn vatnsgjalds)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1041/1994 dags. 13. mars 1995 (Gjald fyrir leyfi til hundahalds í Reykjavík)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1046/1994 dags. 25. apríl 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1063/1994 (Þjónustugjöld í framhaldsskóla)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1313/1994 dags. 17. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1278/1994 dags. 16. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 903/1993 (Úrskurðarnefnd félagsþjónustu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1249/1994 (Umsýslugjald Fasteignamats ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1262/1994 dags. 4. júní 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1448/1995 dags. 21. júní 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1659/1996 (Þjónustugjöld Fiskistofu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1517/1995 dags. 30. júní 1997 (Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1969/1996 dags. 16. október 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1897/1996 dags. 16. október 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 (Birting EES-gerða)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2140/1997 dags. 14. maí 1998 (Krókabátar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2098/1997 (Eftirlitsgjald með vínveitingahúsum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2219/1997 dags. 7. júlí 1999 (Gjald vegna sérstakrar tollmeðferðar vöru)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2572/1998 dags. 15. júlí 1999 (Veiting gjafsóknar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2497/1998 dags. 30. september 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2584/1998 dags. 30. desember 1999 (Holræsagjöld Ísafjarðarbæjar I)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2585/1998 dags. 30. desember 1999 (Holræsagjöld Ísafjarðarbæjar II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2608/1998 dags. 27. janúar 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2299/1997 dags. 22. mars 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2215/1997 dags. 22. mars 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2807/1999 (Skrifstofustörf - Innlausn á eignarhluta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2440/1998 dags. 24. janúar 2001 (Landsvirkjun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3137/2000 dags. 16. maí 2001 (Friðhelgi fjölskyldu - Dvalarleyfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2906/2000 (Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3055/2000 dags. 29. maí 2001 (Kæruheimild til ráðherra - Uppsögn félagsmálastjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2607/1998 (Leyfi til vísindarannsókna í sjó)[HTML]
Sett var skilyrði að leyfið væri veitt að því leyti að ekki væri aflað gagna sem hægt væri að fá hjá Hafrannsóknarstofnun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3064/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2907/1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3299/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3212/2001 dags. 31. desember 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3133/2000 dags. 7. mars 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3221/2001 dags. 27. mars 2002 (Hreinsun fráveituvatns - Gjald fyrir dælu- og hreinsistöðva fyrir fráveituvatn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3204/2001 dags. 12. apríl 2002 (Greiðslumiðlunarreikningur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3307/2001 dags. 10. maí 2002 (Ótímabundið dvalarleyfi)[HTML]
Í þágildandi lögum voru engin skilyrði um hvenær viðkomandi uppfyllti skilyrði til að öðlast tímabundið né ótímabundið dvalarleyfi. Stjórnvöldum var því fengið mikið svigrúm. Stjórnvald setti reglu er mælti fyrir að dvöl í þrjú ár leiddi til ótímabundins dvalarleyfis. Einstaklingur fékk dvalarleyfi og ári síðar var tímabilið lengt í fimm ár og látið gilda afturvirkt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3580/2002 dags. 31. október 2002 (Lánatryggingasjóður kvenna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3574/2002 (Umsókn um ríkisborgararétt)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3409/2002 dags. 21. febrúar 2003 (Flugumferðarstjórar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3432/2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3814/2003 dags. 13. júní 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3777/2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3786/2003 dags. 30. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4117/2004 (Frestun á töku úrvinnslugjalds)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4187/2004 (Tollstjóri)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4275/2004 (Endurnýjun dvalarleyfis - Úkraínumaðurinn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4388/2005 dags. 2. desember 2005 (Löggilding rafverktaka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 5. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4371/2005 dags. 30. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4113/2004 (Varnargarður í Hvítá I)[HTML]
Landeigendur vildu reisa varnargarð og sóttu um leyfi til að reisa 30 metra varnargarð. Leyfið var veitt af ráðuneyti en fyrir 12 metra varnargarð ásamt því að það setti skilyrði, m.a. um líffræðilega úttekt ásamt framkvæmdar- og kostnaðaráætlunum.
Óljóst var hvort leyfisins var þörf í upphafi og einnig í hvað þeim fælist.
Hæstiréttur taldi síðar að ráðuneytinu sjálfu hafi verið óheimilt að setja þau skilyrði sem það gerði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4163/2004 dags. 24. apríl 2006 (Úthafskarfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4417/2005 dags. 11. júlí 2006 (Líkhúsgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4225/2004 dags. 13. júlí 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4597/2005 dags. 29. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4843/2006 (Innheimta gjalds fyrir endurnýjun einkanúmers)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4650/2006 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4771/2006 (Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði um peningagreiðslu í kvótasjóð)[HTML]
Sveitarfélögum var veitt heimild til að gera samning um byggðakvóta og vildi einn aðilinn fá úthlutaðan slíkan kvóta. Sett var skilyrði um þátttöku í tilteknu samstarfsverkefni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4390/2005 dags. 30. nóvember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4735/2006 (Viðhaldsskylda á götu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4552/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4712/2006 (Stimpilgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5141/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5132/2007 (Bifreiðakaupastyrkur)[HTML]
Sett var skilyrði um að ekki mætti veita slíkan styrk nema með a.m.k. sex ára millibili. Umboðsmaður taldi að um væri ólögmæta þrengingu á lagaheimild.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5161/2007 dags. 29. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5544/2008 dags. 31. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5142/2007 dags. 9. febrúar 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5106/2007 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélags)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4919/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5475/2008 (Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Breyting á stjórnsýsluframkvæmd)[HTML]
Kæru stéttarfélags var vísað frá úrskurðarnefnd þar sem félagið ætti ekki aðild að málinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5718/2009 dags. 7. júlí 2009 (Einelti)[HTML]
Ráðherra gæti borið skyldu til þess að bregðast við í tilefni kvörtunar starfsmanns undirstofnunar um einelti gagnvart honum. Reglurnar kváðu um að starfsmaðurinn ætti að beina kvörtunum um einelti til forstöðumanns en starfsmaðurinn hafði beint henni til ráðuneytisins þar sem kvörtunin sneri að meintu einelti forstöðumannsins sjálfs. Ráðuneytið sagðist ekkert geta gert þegar starfsmaðurinn leitaði til þess. UA taldi að reglurnar myndu vart þjóna tilgangi sínum ef þær yrðu túlkaðar með þeim hætti sem gert var.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5335/2008 dags. 17. september 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5112/2007 (Útgáfa lagasafns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5836/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5530/2008 (Gjaldskrá Lyfjastofnunar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5188/2007 dags. 22. janúar 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5222/2008 dags. 5. mars 2010 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5746/2009 (Gjafsóknarbeiðni)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5199/2008 dags. 13. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5919/2010 dags. 24. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5740/2009 dags. 31. desember 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5796/2009 (Gjöld vegna þjónustu Fasteignaskrár Íslands)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6452/2011 dags. 16. júní 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6070/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6422/2011 dags. 22. júlí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6116/2010 (Vöruvalsreglur ÁTVR)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5918/2010 (Tækniskólamál)[HTML]
Lögreglan kom með fíkniefnahund í framhaldsskóla og lokaði öllum inngöngum nema einum þannig að nemendur gætu ekki komist inn eða út án þess að hundurinn myndi sniffa af þeim. Settur UA taldi að Tækniskólinn væri ekki slíkur að leit væri heimil án dómsúrskurðar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6433/2011 (Atvinnuleysistryggingar námsmanna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6690/2011 dags. 26. október 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6639/2011 dags. 22. maí 2013 (Gjald til Fjármálaeftirlits)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7070/2012 (Birting upplýsinga)[HTML]
Samskipti Innheimtustofnunar sveitarfélaga við tiltekin samtök voru birt á vefsíðu stjórnvaldsins. Ekki var tekið út það sem ekki skipti máli og bætti stofnunin við leiðréttingum. Umboðsmaður taldi þennan háttinn vera til þess fallinn að gera lítið úr samtökunum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6649/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7484/2013 dags. 31. desember 2014 (Ofgreiddar atvinnuleysisbætur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7934/2014 dags. 4. mars 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8478/2015 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8404/2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8729/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9057/2016[HTML]
Ábending barst fjármála- og efnahagsráðuneytinu um ágalla á samþykkt lífeyrissjóðs. Umboðsmaður taldi að aðilinn sem kom með ábendinguna hafi ekki átt að teljast aðili málsins en ráðuneytinu hefði hins vegar samt sem áður átt að svara erindinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8749/2015 (Brottvísun úr framhaldsskóla)[HTML]
16 ára dreng var vísað ótímabundið úr framhaldsskóla vegna alvarlegs brots. Talið var að um væri brot á meðalhófsreglunni þar sem ekki var rannsakað hvort vægari úrræði væru til staðar svo drengurinn gæti haldið áfram náminu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016 dags. 20. júní 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9164/2016 (Húsnæðisvandi utangarðsfólks)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9205/2017 dags. 31. október 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9656/2018 (Neyðarhnappur)[HTML]
Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið veitt heimild til ráðherra til að byggja á atriðum eins og búsetu og öðrum persónulegum atriðum. Þá hafði einnig ekki verið metin atriði eins og hvort sambærileg þjónusta og sú sem var skert var fyrir hendi á staðnum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9517/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9916/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9818/2018 dags. 24. september 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9790/2018 dags. 18. desember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10502/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10225/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1775/1996 dags. 29. desember 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7505/2013 dags. 30. desember 2020[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10916/2021 dags. 29. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10408/2020 dags. 24. febrúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9683/2018 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10950/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10405/2020 dags. 19. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11006/2021 dags. 29. mars 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10110/2019 dags. 25. maí 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11287/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11383/2021 dags. 8. desember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11559/2022 dags. 21. febrúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11682/2022 dags. 10. maí 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F105/2021 dags. 15. júní 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11652/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12052/2023 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11617/2022 dags. 18. apríl 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12291/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11782/2022 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12601/2024 dags. 20. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12485/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12230/2023 dags. 5. júní 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11924/2022 dags. 20. desember 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F83/2018 dags. 14. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13/2025 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 66/2025 dags. 31. mars 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12657/2024 dags. 4. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
194096, 244
1943240, 244, 433
1946347
1948338
194976
1952442-446
1953 - Registur60, 148, 161
1953148
195476-77
1956258
1958 - Registur120
1958759, 764-765
1963321, 323
1968118, 307
1970299
1972 - Registur65, 142, 154
1972692, 945, 969
1973819, 823
1976244-245, 526, 947
19781299
1980 - Registur140, 147
1981981, 991
19831069, 1545
19841017, 1046
1985 - Registur177
19851424, 1429, 1433, 1555-1556
1986620, 639, 711, 719, 1364
1987 - Registur111, 156
1987487, 754-755, 793, 824, 836, 853, 1010, 1015-1016, 1018-1019, 1021-1022, 1290
1988 - Registur72, 208
1988452
19891637, 1648-1649
1991 - Registur113, 135, 163
19911194, 1196
1992 - Registur134
199220, 414, 842, 1315, 1831, 1837, 1967, 1972, 1987
19931992
1994 - Registur249
1994749, 814, 1482
19953068
1996 - Registur256
199642, 93-94, 587, 589, 596, 797, 2586, 2588, 2957, 3421, 3475, 3491, 4100
1997360, 1501, 1515, 2160, 2289, 2577, 2592, 3338-3339, 3419
1998 - Registur254
1998153, 509, 514-515, 517, 523, 695, 835, 1403, 1427, 1432, 1979-1980, 2019, 2141, 2146, 2236, 2243-2244, 2250-2251, 2276, 3130, 3476, 3611, 3755, 4083, 4413, 4417-4418
1999671, 685, 784, 857, 860, 1308, 1716, 1917, 2017, 2024, 2678, 2995, 3388, 3390, 3481, 3784, 4007, 4009, 4024, 4026-4027, 4029, 4212, 4772, 4776, 4778, 4789
200044, 154, 579, 879, 1066, 1082, 1257, 1262, 1351, 1364, 1375, 1550, 1559, 1562, 1567, 1643, 1675, 1867, 2174, 2186, 2807, 2941, 3131, 3151, 3249, 3275, 3477, 3557-3558, 3561, 3915, 3980, 4025, 4030, 4141, 4151, 4266-4269, 4400-4401, 4481, 4490-4491, 4497, 4503, 4505
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1984-199229
1984-1992120, 445
1993-1996426
1997-200038, 497-498, 503, 585, 625-629
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1897B120
1902B273
1903A80
1934A71
1956A269-270, 276
1958A11, 38
1960A127
1961A299
1963C30
1965B535
1970C150, 178
1976C31-32
1977C75
1982C3
1992C26
1997B1059
2000A35
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1897BAugl nr. 85/1897 - Brjef ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja um þingsályktanir viðvíkjandi breyting á stjórnarskránni[PDF prentútgáfa]
1903AAugl nr. 18/1903 - Lög um kosningar til alþingis[PDF prentútgáfa]
1934AAugl nr. 22/1934 - Stjórnarskipunarlög um breyting á stjórnarskrá konungsríkisins Íslands 18. maí 1920[PDF prentútgáfa]
1956AAugl nr. 73/1956 - Auglýsing um fullgildingu á alþjóðasamþykkt um lágmarksaldur kyndara og kolamokara[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 75/1956 - Auglýsing um fullgildingu á alþjóðasamþykkt um félagafrelsi landbúnaðarverkafólks[PDF prentútgáfa]
1958AAugl nr. 11/1958 - Auglýsing um fullgildingu á alþjóðasamþykkt um nauðungarvinnu eða skylduvinnu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 20/1958 - Auglýsing um fullgildingu á alþjóðasamþykkt varðandi atvinnuleysi[PDF prentútgáfa]
1960AAugl nr. 14/1960 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæði alþjóðasamnings, er gerður var 24. janúar 1959, um fiskveiðar á norðausturhluta Atlantshafs, ásamt viðbæti[PDF prentútgáfa]
1961AAugl nr. 92/1961 - Auglýsing um aðild Íslands að samningi um Efnahags- og framfarastofnunina (O.E.C.D.)[PDF prentútgáfa]
1963CAugl nr. 8/1963 - Auglýsing um gildistöku alþjóðasamnings um fiskveiðar á norðausturhluta Atlantshafs[PDF prentútgáfa]
1965BAugl nr. 254/1965 - Reglugerð um veitingu lögreglustarfs, lögregluskóla o. fl.[PDF prentútgáfa]
1970CAugl nr. 7/1970 - Auglýsing um aðild Íslands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA)[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 11/1970 - Auglýsing um aðild Íslands að alþjóðasamningi varðandi lögbrot og aðra verknaði í loftförum[PDF prentútgáfa]
1976CAugl nr. 6/1976 - Auglýsing um samkomulag við Noreg um heimild til veiða innan fiskveiðilögsögu Íslands[PDF prentútgáfa]
1977CAugl nr. 13/1977 - Auglýsing um breytingu á samningum um fiskveiðar á norðausturhluta Atlantshafs[PDF prentútgáfa]
1992CAugl nr. 8/1992 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Frakkland[PDF prentútgáfa]
1997BAugl nr. 490/1997 - Reglugerð um Lögregluskóla ríkisins[PDF prentútgáfa]
2000AAugl nr. 24/2000 - Lög um kosningar til Alþingis[PDF prentútgáfa]
2007AAugl nr. 68/2007 - Lög um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, sbr. lög nr. 74/1992 og 102/1993[PDF vefútgáfa]
2019CAugl nr. 2/2019 - Auglýsing um samning milli Evrópusambandsins og lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs um málsmeðferð við afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs[PDF vefútgáfa]
2021AAugl nr. 112/2021 - Kosningalög[PDF vefútgáfa]
2022CAugl nr. 28/2022 - Auglýsing um samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 45/2022 - Auglýsing um samning við Spán um þátttöku í sveitarstjórnarkosningum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 85/2022 - Auglýsing um Evrópuráðssamning um samþætta nálgun varðandi öryggi og vernd og þjónustu á knattspyrnuleikjum og öðrum íþróttaviðburðum[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing4Umræður497
Löggjafarþing5Umræður (Nd.) #179/80
Löggjafarþing6Umræður (Ed. og sþ.)457/458
Löggjafarþing6Umræður (Nd.)1253/1254
Löggjafarþing7Umræður (Ed. og sþ.)105/106
Löggjafarþing8Umræður (Ed. og sþ.)491/492, 803/804
Löggjafarþing8Umræður (Nd.)511/512, 1145/1146
Löggjafarþing9Umræður (Ed. og sþ.)725/726
Löggjafarþing10Umræður (Nd.)169/170
Löggjafarþing11Þingskjöl703
Löggjafarþing13Umræður (Nd.)33/34
Löggjafarþing14Þingskjöl266, 434
Löggjafarþing14Umræður (Nd.)679/680, 683/684, 1821/1822
Löggjafarþing16Þingskjöl475, 610, 737, 783
Löggjafarþing16Umræður (Ed. og sþ.)67/68, 507/508
Löggjafarþing16Umræður (Nd.)1043/1044
Löggjafarþing17Þingskjöl37, 164, 195, 271, 298
Löggjafarþing18Þingskjöl129, 214, 262, 293
Löggjafarþing18Umræður (Ed. og sþ.)123/124
Löggjafarþing18Umræður (Nd.)199/200
Löggjafarþing19Umræður935/936, 1039/1040, 1063/1064, 2195/2196, 2231/2232, 2693/2694-2695/2696
Löggjafarþing20Umræður2787/2788
Löggjafarþing21Þingskjöl192
Löggjafarþing21Umræður (Nd.)1499/1500, 1595/1596
Löggjafarþing22Umræður (Ed. og sþ.)11/12, 893/894
Löggjafarþing22Umræður (Nd.)899/900, 1013/1014
Löggjafarþing23Þingskjöl334
Löggjafarþing23Umræður (Nd.)329/330, 1025/1026
Löggjafarþing24Umræður (Ed.)1085/1086
Löggjafarþing25Þingskjöl671
Löggjafarþing25Umræður (Nd.)1061/1062, 1215/1216
Löggjafarþing25Umræður (Ed.)447/448
Löggjafarþing26Umræður (Nd.)1121/1122, 2109/2110
Löggjafarþing26Umræður (Ed.)639/640
Löggjafarþing27Umræður (Ed.)55/56
Löggjafarþing28Umræður (samþ. mál)1461/1462
Löggjafarþing29Þingskjöl10
Löggjafarþing29Umræður (samþ. mál)23/24, 33/34
Löggjafarþing31Þingskjöl1083, 1106
Löggjafarþing31Umræður (samþ. mál)2453/2454
Löggjafarþing31Umræður - Fallin mál569/570
Löggjafarþing32Umræður (samþ. mál)475/476
Löggjafarþing34Þingskjöl217-218
Löggjafarþing34Umræður (samþ. mál)419/420
Löggjafarþing34Umræður - Fallin mál295/296, 323/324
Löggjafarþing35Þingskjöl582
Löggjafarþing35Umræður - Fallin mál433/434-435/436
Löggjafarþing36Umræður (þáltill. og fsp.)377/378
Löggjafarþing38Umræður (þáltill. og fsp.)391/392
Löggjafarþing39Þingskjöl55, 168
Löggjafarþing39Umræður (samþ. mál)1285/1286, 1703/1704, 1707/1708, 1715/1716, 1725/1726, 1835/1836, 1885/1886, 2903/2904, 2965/2966, 3047/3048, 3105/3106, 3111/3112, 3185/3186, 3321/3322, 3335/3336, 3359/3360, 3397/3398, 3447/3448, 3463/3464, 3521/3522, 3537/3538
Löggjafarþing40Þingskjöl1127
Löggjafarþing40Umræður (samþ. mál)1033/1034, 4283/4284, 4519/4520
Löggjafarþing42Þingskjöl995, 1011, 1135
Löggjafarþing42Umræður (samþ. mál)1561/1562
Löggjafarþing42Umræður - Fallin mál449/450
Löggjafarþing43Þingskjöl160, 909
Löggjafarþing43Umræður - Fallin mál557/558
Löggjafarþing44Þingskjöl183
Löggjafarþing44Umræður (samþ. mál)1041/1042
Löggjafarþing44Umræður (þáltill. og fsp.)117/118
Löggjafarþing45Þingskjöl199, 215, 217, 236-239, 242, 244, 850, 1136
Löggjafarþing45Umræður (samþ. mál)935/936
Löggjafarþing45Umræður - Fallin mál1421/1422, 1455/1456
Löggjafarþing46Þingskjöl208, 238, 1233, 1350, 1491
Löggjafarþing46Umræður (samþ. mál)1087/1088, 1259/1260, 2753/2754
Löggjafarþing47Þingskjöl2, 233
Löggjafarþing47Umræður (samþ. mál)63/64, 93/94, 101/102, 363/364
Löggjafarþing48Umræður (samþ. mál)883/884, 1429/1430, 2121/2122
Löggjafarþing48Umræður (þáltill. og fsp.)75/76
Löggjafarþing49Umræður (samþ. mál)949/950, 1959/1960, 2027/2028
Löggjafarþing49Umræður - Fallin mál447/448
Löggjafarþing50Umræður (samþ. mál)453/454
Löggjafarþing51Þingskjöl622
Löggjafarþing52Þingskjöl292
Löggjafarþing52Umræður (samþ. mál)163/164
Löggjafarþing54Þingskjöl217, 792
Löggjafarþing55Þingskjöl68, 367
Löggjafarþing55Umræður - Fallin mál225/226
Löggjafarþing55Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir39/40
Löggjafarþing56Þingskjöl159
Löggjafarþing56Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir29/30-33/34, 43/44
Löggjafarþing58Umræður - Fallin mál83/84
Löggjafarþing59Þingskjöl247, 445, 468, 543
Löggjafarþing59Umræður (samþ. mál)113/114, 811/812
Löggjafarþing59Umræður - Fallin mál43/44, 51/52
Löggjafarþing59Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir135/136, 173/174
Löggjafarþing60Þingskjöl216
Löggjafarþing60Umræður (samþ. mál)341/342
Löggjafarþing61Þingskjöl302, 379
Löggjafarþing62Þingskjöl55
Löggjafarþing62Umræður - Fallin mál29/30, 125/126
Löggjafarþing62Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir181/182, 205/206
Löggjafarþing63Þingskjöl313, 393, 547
Löggjafarþing63Umræður (samþ. mál)21/22, 1121/1122, 1723/1724
Löggjafarþing63Umræður - Fallin mál353/354, 559/560
Löggjafarþing63Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir83/84
Löggjafarþing64Þingskjöl939
Löggjafarþing64Umræður (samþ. mál)497/498
Löggjafarþing65Umræður55/56
Löggjafarþing67Þingskjöl210
Löggjafarþing67Umræður (samþ. mál)541/542
Löggjafarþing68Þingskjöl73, 80, 1177
Löggjafarþing68Umræður (samþ. mál)603/604
Löggjafarþing68Umræður (þáltill. og fsp.)125/126
Löggjafarþing69Þingskjöl733-734
Löggjafarþing69Umræður (samþ. mál)719/720, 737/738, 759/760
Löggjafarþing69Umræður - Fallin mál197/198
Löggjafarþing71Umræður (samþ. mál)143/144-145/146, 765/766, 769/770, 897/898
Löggjafarþing72Umræður (samþ. mál)133/134, 231/232, 235/236, 627/628
Löggjafarþing72Umræður - Fallin mál661/662
Löggjafarþing73Þingskjöl422
Löggjafarþing73Umræður (samþ. mál)1417/1418, 1675/1676
Löggjafarþing73Umræður - Fallin mál33/34, 391/392, 403/404, 411/412, 415/416, 421/422, 431/432
Löggjafarþing74Umræður (samþ. mál)263/264, 1507/1508, 1621/1622, 1727/1728
Löggjafarþing75Þingskjöl136, 592, 1306, 1308-1310
Löggjafarþing75Umræður - Fallin mál237/238
Löggjafarþing75Umræður (þáltill. og fsp.)159/160
Löggjafarþing76Þingskjöl364, 880, 892, 896, 907-909, 1027
Löggjafarþing76Umræður (samþ. mál)25/26-27/28, 37/38, 43/44, 85/86, 95/96, 101/102, 105/106, 119/120, 693/694, 1189/1190-1193/1194, 1197/1198, 1563/1564, 2357/2358, 2369/2370-2371/2372, 2375/2376, 2381/2382-2393/2394
Löggjafarþing76Umræður - Fallin mál145/146
Löggjafarþing76Umræður (þáltill. og fsp.)9/10, 17/18-19/20, 23/24-27/28, 39/40, 165/166
Löggjafarþing77Umræður (samþ. mál)225/226
Löggjafarþing77Umræður - Fallin mál35/36
Löggjafarþing78Þingskjöl643, 680, 1054
Löggjafarþing78Umræður (samþ. mál)1011/1012, 1577/1578, 1585/1586, 1595/1596-1597/1598
Löggjafarþing79Þingskjöl32, 89
Löggjafarþing79Umræður (samþ. mál)23/24, 51/52, 113/114, 121/122, 289/290, 303/304, 495/496, 515/516
Löggjafarþing80Þingskjöl490, 731
Löggjafarþing80Umræður (samþ. mál)87/88, 93/94, 161/162, 353/354, 1113/1114, 1117/1118-1119/1120, 1305/1306, 1741/1742, 3433/3434, 3445/3446, 3473/3474, 3525/3526-3529/3530
Löggjafarþing80Umræður - Fallin mál167/168
Löggjafarþing80Umræður (þáltill. og fsp.)11/12-13/14
Löggjafarþing81Umræður (samþ. mál)879/880, 1341/1342, 1365/1366
Löggjafarþing81Umræður - Fallin mál729/730
Löggjafarþing82Þingskjöl878, 1223, 1493, 1499
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)873/874, 887/888, 903/904, 921/922, 969/970, 987/988-989/990, 1031/1032, 1039/1040, 1055/1056, 1151/1152, 1267/1268, 1319/1320
Löggjafarþing82Umræður - Fallin mál5/6, 35/36, 77/78
Löggjafarþing83Þingskjöl151-154, 161, 355, 510, 1399
Löggjafarþing83Umræður (samþ. mál)51/52, 543/544, 551/552, 555/556-557/558, 561/562, 897/898, 1221/1222
Löggjafarþing83Umræður - Fallin mál639/640
Löggjafarþing83Umræður (þáltill. og fsp.)257/258, 261/262
Löggjafarþing84Þingskjöl256, 849
Löggjafarþing84Umræður (samþ. mál)1725/1726, 2151/2152
Löggjafarþing84Umræður (þáltill. og fsp.)521/522
Löggjafarþing85Umræður (samþ. mál)2281/2282
Löggjafarþing85Umræður - Óútrædd mál341/342
Löggjafarþing86Þingskjöl277, 317
Löggjafarþing86Umræður (samþ. mál)1285/1286, 1649/1650, 1825/1826
Löggjafarþing86Umræður - Óútrædd mál173/174, 297/298, 467/468
Löggjafarþing87Þingskjöl202, 544, 1152
Löggjafarþing87Umræður - Óútrædd mál67/68, 81/82, 253/254
Löggjafarþing88Þingskjöl317, 1213
Löggjafarþing88Umræður (samþ. mál)23/24, 301/302, 1291/1292, 1345/1346
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál669/670-673/674, 677/678
Löggjafarþing89Þingskjöl354
Löggjafarþing89Umræður (samþ. mál)1303/1304
Löggjafarþing89Umræður (þáltill. og fsp.)271/272, 285/286
Löggjafarþing90Þingskjöl340, 344, 372, 436, 1862
Löggjafarþing90Umræður (þáltill. og fsp.)245/246, 527/528-529/530
Löggjafarþing91Þingskjöl419, 423, 465-466, 1280
Löggjafarþing91Umræður (samþ. mál)1003/1004-1005/1006
Löggjafarþing91Umræður (þáltill. og fsp.)471/472
Löggjafarþing91Umræður - Óútrædd mál383/384, 529/530
Löggjafarþing92Þingskjöl382, 1367-1368, 1371, 1602-1603
Löggjafarþing92Umræður (samþ. mál)1239/1240, 1249/1250, 1897/1898, 2065/2066
Löggjafarþing92Umræður (þáltill. og fsp.)471/472, 653/654, 657/658, 951/952-953/954, 959/960
Löggjafarþing92Umræður - Óútrædd mál405/406
Löggjafarþing93Þingskjöl306, 1188
Löggjafarþing93Umræður119/120, 403/404, 755/756, 825/826, 831/832, 835/836, 851/852, 861/862, 1085/1086, 2541/2542, 2929/2930, 3027/3028
Löggjafarþing94Þingskjöl370, 534, 1900-1902, 1904
Löggjafarþing94Umræður743/744, 1507/1508, 1725/1726, 1977/1978, 2665/2666, 3045/3046
Löggjafarþing95Þingskjöl17
Löggjafarþing95Umræður167/168
Löggjafarþing96Þingskjöl237-238, 240, 278, 442
Löggjafarþing96Umræður393/394, 539/540, 693/694, 733/734, 3731/3732
Löggjafarþing97Þingskjöl257, 304, 1625
Löggjafarþing97Umræður451/452, 459/460, 469/470, 981/982, 993/994, 3993/3994
Löggjafarþing98Þingskjöl230, 544, 676, 681-682
Löggjafarþing98Umræður69/70, 223/224, 405/406, 471/472, 517/518, 593/594, 759/760, 1713/1714, 1743/1744, 3347/3348
Löggjafarþing99Þingskjöl363-364, 629, 1999-2000, 2082
Löggjafarþing99Umræður361/362, 581/582, 617/618-619/620, 881/882, 2025/2026, 3333/3334, 4457/4458
Löggjafarþing100Þingskjöl639-640
Löggjafarþing100Umræður31/32, 41/42, 161/162, 653/654-655/656, 729/730, 1359/1360, 1373/1374, 1447/1448, 1471/1472, 1557/1558, 2245/2246, 3237/3238, 4043/4044, 5139/5140
Löggjafarþing102Umræður2933/2934
Löggjafarþing103Þingskjöl708, 1634, 1636-1637, 1641, 1651, 2289, 2291, 2351
Löggjafarþing103Umræður671/672, 787/788, 1573/1574, 1961/1962, 2121/2122, 2189/2190, 2527/2528, 2935/2936, 3123/3124, 3127/3128, 3167/3168, 3299/3300, 3747/3748, 3843/3844, 3851/3852, 3887/3888, 3957/3958, 4043/4044-4045/4046, 4725/4726
Löggjafarþing104Þingskjöl1319, 1630, 1674, 1737-1738, 1867, 2037
Löggjafarþing104Umræður895/896, 955/956, 1025/1026, 2819/2820, 2875/2876, 3131/3132, 3997/3998, 4611/4612, 4615/4616
Löggjafarþing105Þingskjöl813, 1345, 2264, 2266, 2340, 2358, 2371, 2733-2734, 2736, 2748-2749, 2926-2927
Löggjafarþing105Umræður849/850, 1339/1340, 2243/2244, 2303/2304, 2599/2600-2601/2602, 2625/2626, 2651/2652, 2673/2674, 2727/2728, 2779/2780-2781/2782, 2911/2912-2915/2916, 2929/2930, 2935/2936, 3091/3092, 3199/3200
Löggjafarþing106Þingskjöl506, 898-899, 1301, 1722-1723, 1728
Löggjafarþing106Umræður23/24, 33/34, 121/122, 189/190, 439/440, 783/784, 1307/1308-1309/1310, 4251/4252, 4427/4428-4429/4430, 4433/4434, 4545/4546, 4573/4574, 5437/5438, 6201/6202, 6263/6264
Löggjafarþing107Þingskjöl330, 332, 368-369, 698, 2693, 2918, 3218, 3523-3524, 3526, 4106, 4129
Löggjafarþing107Umræður109/110, 455/456, 741/742, 835/836, 2071/2072, 3173/3174, 4157/4158, 5035/5036, 6609/6610, 6871/6872
Löggjafarþing108Þingskjöl408-409, 413, 435, 596-597, 703, 916-917, 2217-2218, 2220, 2428, 3416
Löggjafarþing108Umræður93/94, 529/530, 579/580, 635/636, 681/682, 965/966, 1025/1026, 1453/1454, 1636/1637, 3079/3080, 3491/3492, 3503/3504, 3585/3586, 4081/4082, 4227/4228
Löggjafarþing109Þingskjöl824, 1186, 1188, 2466, 2476, 2481, 3318
Löggjafarþing109Umræður249/250, 355/356, 1079/1080, 1217/1218, 3235/3236
Löggjafarþing110Þingskjöl538-539, 2485, 2879-2880, 2882, 3427
Löggjafarþing110Umræður531/532, 1091/1092, 1197/1198, 3059/3060, 4591/4592, 4597/4598-4599/4600, 5873/5874, 6097/6098
Löggjafarþing111Þingskjöl2543-2544, 3061, 3063, 3066-3067
Löggjafarþing111Umræður29/30, 55/56, 139/140, 771/772, 1267/1268, 1771/1772, 2503/2504, 4789/4790, 5259/5260, 5385/5386, 5425/5426, 5755/5756, 6035/6036-6037/6038, 6041/6042, 6053/6054, 7477/7478, 7485/7486
Löggjafarþing112Þingskjöl727-728, 972, 1193, 1811, 3005, 3456, 3604-3605, 3729-3730, 3895-3897, 3899-3900, 4839, 4841, 4967
Löggjafarþing112Umræður65/66, 1069/1070, 3965/3966, 4235/4236, 4283/4284, 4293/4294, 4865/4866, 4871/4872, 5155/5156, 5481/5482, 5751/5752, 6703/6704, 6895/6896
Löggjafarþing113Þingskjöl2175, 2199-2200, 3004, 3051, 3113, 3770
Löggjafarþing113Umræður135/136, 145/146, 609/610-611/612, 633/634, 1373/1374, 1755/1756, 1891/1892, 2097/2098, 2515/2516, 2825/2826, 2831/2832, 2973/2974, 3091/3092, 3107/3108, 3575/3576
Löggjafarþing114Þingskjöl24
Löggjafarþing114Umræður47/48
Löggjafarþing115Þingskjöl659-660, 3165, 3457-3458, 3464, 3697, 3714, 3785, 3938, 3946, 3957, 4586, 5523
Löggjafarþing115Umræður1737/1738, 3221/3222-3223/3224, 3247/3248, 3371/3372, 4983/4984, 7719/7720, 7811/7812, 7825/7826, 8137/8138, 8141/8142, 8731/8732
Löggjafarþing116Þingskjöl291, 684, 693, 721, 933, 1032, 1035, 1739, 2559, 2745, 3071, 3074, 3592, 4298, 4305, 4382
Löggjafarþing116Umræður59/60, 149/150, 197/198, 265/266, 291/292, 673/674, 705/706, 1253/1254, 1309/1310, 1329/1330, 1365/1366, 1379/1380, 1417/1418, 3333/3334, 3365/3366, 3387/3388, 3917/3918, 4141/4142, 4315/4316, 4473/4474, 4519/4520, 4603/4604, 4991/4992, 5757/5758, 6691/6692, 7853/7854, 8957/8958, 9401/9402, 9851/9852
Löggjafarþing117Þingskjöl802, 2721, 3124, 3722
Löggjafarþing117Umræður177/178, 309/310, 1251/1252, 1447/1448, 2963/2964, 2977/2978, 3433/3434, 3663/3664, 4859/4860, 5213/5214, 5327/5328, 7023/7024, 7757/7758, 8905/8906
Löggjafarþing118Þingskjöl1606-1607, 2074-2075, 2079, 2082, 2090, 2098, 2103, 2106, 2495, 3269, 3589, 3874, 3881-3882, 3952
Löggjafarþing118Umræður551/552, 1735/1736, 2517/2518, 3119/3120, 3123/3124-3125/3126, 3141/3142, 4073/4074, 5243/5244, 5285/5286, 5299/5300, 5337/5338, 5345/5346, 5349/5350-5351/5352, 5369/5370
Löggjafarþing119Umræður135/136-139/140, 151/152, 319/320, 589/590, 669/670, 1139/1140
Löggjafarþing120Þingskjöl695, 1689, 2678, 4103, 4457, 4659
Löggjafarþing120Umræður345/346, 957/958, 985/986, 1065/1066, 1523/1524, 1555/1556, 1905/1906-1907/1908, 1939/1940, 1971/1972, 3263/3264-3265/3266, 5855/5856, 5977/5978, 6185/6186, 6855/6856
Löggjafarþing121Þingskjöl523, 728-729, 1856, 2567, 2987, 3035, 4704, 5025, 5110, 5112
Löggjafarþing121Umræður337/338, 343/344, 621/622, 2041/2042, 2067/2068, 3021/3022, 3025/3026, 3179/3180, 3289/3290, 3449/3450, 3541/3542, 5399/5400, 5585/5586-5587/5588, 6195/6196, 6413/6414, 6417/6418
Löggjafarþing122Þingskjöl761, 794, 1191, 1619-1620, 2561, 2784, 3082, 4719, 4944, 5942
Löggjafarþing122Umræður1793/1794, 3317/3318, 3393/3394, 3409/3410
Löggjafarþing123Þingskjöl779, 943-944, 967, 974, 980, 1043, 1111, 1279-1280, 1792, 1799, 2143, 2232, 2538, 2767-2768, 3029-3030, 3456, 3604, 3623, 3626, 3633, 3636
Löggjafarþing123Umræður1861/1862, 2039/2040, 2549/2550, 3009/3010, 3055/3056, 3099/3100
Löggjafarþing125Þingskjöl673-674, 676, 679, 681, 717-718, 1187, 1198, 1228, 1251, 1953, 1967-1969, 1976, 1979, 1986, 1988, 2294, 2297, 2552, 2559, 2590, 2639, 2668, 2687, 2720, 3001, 3423, 3425, 4255, 4295, 4322, 4478
Löggjafarþing125Umræður1759/1760, 2685/2686, 3501/3502-3503/3504, 3937/3938, 3943/3944, 3955/3956-3957/3958, 3963/3964, 4511/4512, 5471/5472, 5545/5546, 5773/5774
Löggjafarþing126Þingskjöl2521, 2524
Löggjafarþing126Umræður33/34, 477/478, 3149/3150, 3193/3194, 3247/3248, 3313/3314, 3319/3320, 3369/3370, 3473/3474, 3529/3530-3531/3532, 3541/3542, 3625/3626, 3689/3690, 4043/4044, 4081/4082, 4257/4258, 4509/4510, 4657/4658, 4903/4904, 6175/6176, 6479/6480, 6637/6638
Löggjafarþing127Þingskjöl616
Löggjafarþing127Umræður999/1000, 1367/1368, 1977/1978, 3957/3958, 4599/4600, 5455/5456, 5697/5698, 6451/6452, 7523/7524, 7827/7828
Löggjafarþing128Umræður755/756, 4455/4456
Löggjafarþing130Þingskjöl528, 537, 749, 2601, 6046, 6195, 6510, 6912, 7348, 7351, 7355, 7390-7391
Löggjafarþing130Umræður1205/1206, 5149/5150, 6165/6166, 6517/6518, 6589/6590, 6821/6822, 6889/6890, 6909/6910, 6913/6914, 7095/7096, 7119/7120, 7133/7134, 7137/7138, 8525/8526, 8607/8608
Löggjafarþing131Þingskjöl522, 588, 4523
Löggjafarþing131Umræður13/14, 871/872, 885/886, 2787/2788, 4061/4062, 4329/4330-4331/4332, 4493/4494-4497/4498, 4509/4510, 4513/4514-4515/4516, 4783/4784, 5277/5278, 5283/5284
Löggjafarþing132Þingskjöl624
Löggjafarþing132Umræður649/650, 2991/2992, 3177/3178, 3217/3218, 3835/3836, 4057/4058
Löggjafarþing133Þingskjöl925, 3189, 3995, 4096, 5935, 6969-6971, 6973, 6978-6983, 7067
Löggjafarþing133Umræður913/914, 949/950, 6329/6330, 6383/6384, 6387/6388, 6649/6650
Löggjafarþing135Þingskjöl504-506, 563-564, 605, 607, 609, 630, 633, 1051, 1109, 1114, 1409, 1821, 2830, 3213, 3215, 3382, 3852, 4993, 5000, 5248, 5458, 5687-5688, 5690, 5729, 5873, 6517
Löggjafarþing135Umræður105/106, 287/288, 305/306, 565/566, 747/748, 751/752, 851/852, 895/896-897/898, 907/908-911/912, 991/992, 999/1000-1003/1004, 1007/1008, 1121/1122, 1127/1128, 1215/1216, 1219/1220, 1741/1742, 2751/2752, 2891/2892, 3073/3074, 3581/3582, 3747/3748, 3813/3814, 3971/3972, 4135/4136-4139/4140, 4169/4170, 4191/4192, 4287/4288-4289/4290, 4293/4294-4295/4296, 4339/4340, 4419/4420, 4583/4584-4585/4586, 4809/4810, 4875/4876, 5085/5086, 5159/5160, 5177/5178, 5181/5182, 5185/5186-5189/5190, 5223/5224, 5253/5254, 5267/5268, 6161/6162, 6175/6176, 6683/6684, 6727/6728, 7153/7154, 7391/7392, 7421/7422, 7587/7588-7589/7590, 7593/7594, 7605/7606, 7689/7690, 7905/7906, 7919/7920, 8043/8044, 8095/8096, 8103/8104, 8111/8112, 8387/8388, 8429/8430, 8439/8440, 8765/8766, 8819/8820
Löggjafarþing136Þingskjöl467-468, 570, 575, 963-964, 1222, 1329, 1363, 1496, 1508, 2135, 2208, 2839, 2953, 3094, 3370, 3373-3374, 3377, 3380-3382, 3386, 3391-3394, 4145, 4227, 4342, 4362, 4367, 4369, 4390, 4443, 4448
Löggjafarþing136Umræður53/54, 155/156, 335/336, 417/418, 761/762, 941/942, 1011/1012, 1557/1558, 1591/1592, 2183/2184, 2381/2382, 2461/2462, 2593/2594, 2821/2822, 3009/3010-3013/3014, 3145/3146, 3647/3648-3649/3650, 3655/3656-3657/3658, 3663/3664-3665/3666, 3671/3672-3673/3674, 3779/3780-3781/3782, 3871/3872-3873/3874, 3987/3988-3989/3990, 4309/4310, 4331/4332-4339/4340, 4435/4436, 4461/4462, 4527/4528-4529/4530, 4533/4534, 4717/4718, 4731/4732, 4735/4736-4737/4738, 4743/4744, 4775/4776, 4779/4780, 4783/4784, 4811/4812, 4837/4838, 4853/4854, 5913/5914, 5921/5922, 5931/5932, 5939/5940, 6011/6012-6013/6014, 6053/6054, 6087/6088, 6111/6112, 6143/6144, 6155/6156, 6167/6168, 6215/6216, 6219/6220, 6269/6270, 6273/6274, 6285/6286, 6299/6300, 6499/6500, 6591/6592, 6595/6596, 6601/6602
Löggjafarþing137Þingskjöl399, 401, 404, 408, 475, 477, 480, 482-483, 485, 487, 490, 843-845, 863, 993, 998, 1039, 1042, 1047, 1049, 1195
Löggjafarþing137Umræður3/4, 389/390, 1417/1418, 1467/1468, 1709/1710-1713/1714, 1809/1810, 2239/2240, 2369/2370, 2647/2648, 2849/2850
Löggjafarþing138Þingskjöl485, 487, 490, 659, 683, 688, 913, 1095-1096, 1098, 1101, 1103-1104, 1106, 1108, 1112, 1189, 1192, 1198, 1200, 1603-1604, 1610, 2066, 2787, 2953-2954, 2980, 2982, 2988, 2990, 4183, 4250, 4794, 4798, 5067, 5544, 5548-5549, 5958, 6489, 6491, 6516, 6700-6701, 6720, 6804, 6813, 6977, 7243, 7309, 7655, 7777, 7780, 7789, 7792-7793
Löggjafarþing139Þingskjöl494, 503, 665, 686, 943, 1187, 1189, 1192, 3095-3096, 4270, 4376, 5022, 5036-5038, 5262, 5264, 5884, 6048, 6534, 6640, 6648, 6650-6651, 6655, 6673, 6679, 6708, 6715, 6778, 7659, 7829, 7860, 7924, 7952, 7954, 8562, 8617, 8732, 8997, 9038, 9056, 9112-9113, 9115, 9121-9122, 9544-9547, 9763
Fara á yfirlit

Ritið Lagasafn handa alþýðu

BindiBls. nr.
569
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1954 - Registur139/140, 143/144-145/146, 151/152-153/154, 157/158-159/160, 163/164, 167/168
1965 - Registur133/134, 137/138-143/144, 147/148-149/150, 153/154-155/156, 159/160-163/164
1973 - Registur - 1. bindi137/138-147/148, 151/152-153/154, 159/160, 165/166, 169/170-171/172
1983 - Registur199/200
1983 - 2. bindi2669/2670
1990 - 2. bindi2719/2720
200367
200779, 92
Fara á yfirlit

Ritið Samningar Íslands við erlend ríki

BindiBls. nr.
1127, 130-131, 133, 188, 796, 866
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
1993133-134
1994236
1995253, 255, 400, 417, 517, 522
1996143, 361, 364-365, 483-484
1997201, 298, 307, 355
199869, 75, 174, 178, 180
199945-46, 238
200181, 183, 201, 227
2002155, 161
200386, 181
2004107
2005171, 176
200622, 25, 84, 86-87, 155, 162, 179
200714-15, 21-22, 112, 122-124, 126-127, 167, 197, 204
200821, 51, 104, 183, 207-208, 210-211
2009116-118, 238, 240, 245
201154, 64, 88, 115
201336, 130
201437
201520, 27, 32, 64
201732
2018132, 157
202039, 61, 65
202117
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
19963285-86
200151355
20065840
2007951
200716137
201259440, 442, 821
20139434
20133218, 27
201563498
20181481, 89
20251045
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 20

Þingmál A81 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 451 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1907-08-28 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 21

Þingmál A6 (aðflutningsgjald)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (byggingarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1909-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A68 (æðsta umboðsstjórn Íslands)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-02-27 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 1909-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1909-02-19 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 726 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-05-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (hvalveiðar)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-03-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 22

Þingmál A22 (æðsta umboðsstjórn Íslands)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1911-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (breyting á fátækralögum)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Kristinn Daníelsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (stjórnarskrármálið)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-04-26 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Steingrímur Jónsson - Ræða hófst: 1911-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Ólafur Briem - Ræða hófst: 1911-03-29 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1911-03-29 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Björn Sigfússon - Ræða hófst: 1911-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B2 (tilkynning um framlengda þingsetu konungkjörinna þingmanna)

Þingræður:
2. þingfundur - Kristján Jónsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1911-04-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 23

Þingmál A23 (stjórnarskrármálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (nefndarálit) útbýtt þann 1912-08-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1912-08-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Guðlaugur Guðmundsson - Ræða hófst: 1912-08-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 24

Þingmál A38 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-09-09 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Sigurður Eggerz (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-09-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (stofnun landhelgissjóðs Íslands)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1913-07-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (hallærisvarnir)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1913-09-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 25

Þingmál A61 (eignarnámsheimild fyrir Ytri -Búðir o. fl. jarðir)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1914-07-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Magnús Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1914-08-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (nefndarálit) útbýtt þann 1914-08-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A121 (uppburður sérmála Íslands)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1914-08-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 26

Þingmál A3 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Karl Finnbogason - Ræða hófst: 1915-08-02 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1915-09-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (stjórnarskráin)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-07-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 27

Þingmál A19 (æðsta umboðsstjórn landsins)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1916-12-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (skipun bankastjórnar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1917-01-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 28

Þingmál A93 (eignarnám eða leiga á brauðgerðarhús o.fl.)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-07-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (seðlaupphæð)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1917-08-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (útmælingar lóða)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1917-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (laun íslenskra embættismanna)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Pétur Ottesen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1917-09-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 29

Þingmál A65 (Alþingiskvaðning)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1918-05-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B4 (rannsókn kjörbréfs)

Þingræður:
1. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1918-04-10 00:00:00 - [HTML]
1. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1918-04-10 00:00:00 - [HTML]
1. þingfundur - Sigurður Eggerz (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1918-04-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 30

Þingmál A1 (dansk-íslensk sambandslög)[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1918-09-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 31

Þingmál A5 (stjórnarskrá konungsríkisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 514 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-08-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Benedikt Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-08-29 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1919-08-29 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Guðjón Guðlaugsson - Ræða hófst: 1919-09-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sigurður Eggerz (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1919-09-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (skilnaður ríkis og kirkju)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-08-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Gísli Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1919-07-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 32

Þingmál A58 (endurskoðun kosningalaganna og kjördæmaskipun)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1920-02-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 33

Þingmál A1 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1921-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A139 (vaxtakjör landbúnaðarlána)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Magnús Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1921-05-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 34

Þingmál A1 (fjárlög 1923)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1922-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (umræðupartur Alþingistíðinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (nefndarálit) útbýtt þann 1922-03-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A25 (tala ráðherra)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jón Þorláksson - flutningsræða - Ræða hófst: 1922-02-25 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Benedikt Sveinsson (forseti) - Ræða hófst: 1922-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (hæstiréttur)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Sigurður Eggerz (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1922-04-15 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Benedikt Sveinsson (forseti) - Ræða hófst: 1922-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (endurskoðun fátækralaga)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1922-04-11 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1922-04-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 35

Þingmál A15 (afnám biskupsembættisins)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1923-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1923-03-02 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Magnús Pétursson - Ræða hófst: 1923-04-04 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Magnús Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1923-04-23 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1923-04-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 36

Þingmál A1 (fjárlög 1925)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 1924-02-19 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 148 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1924-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A29 (hæstiréttur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Sigurður Eggerz (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1924-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (útflutningur hrossa)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1924-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (stofnun háskóla)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1924-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (fækkun ráðherra)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1924-05-02 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1924-05-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 38

Þingmál A100 (málshöfðun gegn Sigurði Þórðarsyni)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1926-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (sýslumenn og bæjarfógetar megi ekki eiga sæti á þingi)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1926-05-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 39

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1927-05-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1927-02-15 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-02-15 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jóhannes Jóhannesson - Ræða hófst: 1927-03-25 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1927-03-25 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jón Þorláksson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-25 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1927-03-25 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Pétur Ottesen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-04-28 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1927-04-28 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Líndal - Ræða hófst: 1927-04-28 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Þorláksson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-28 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Björn Líndal - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1927-05-04 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1927-05-04 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1927-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (fátækralög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1927-02-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1927-03-02 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1927-03-02 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Jón Kjartansson (Nefnd) - Ræða hófst: 1927-03-02 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Magnús Guðmundsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-04 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1927-03-16 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Magnús Guðmundsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jón Baldvinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1927-04-20 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-23 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jón Baldvinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1927-04-23 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-27 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Jón Baldvinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1927-04-27 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Magnús Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1927-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (fjárlög 1928)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 1927-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A42 (milliþinganefndir fyrir tolla- og skattalöggjöf)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á jörð í nágrannahreppi)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1927-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (bankavaxtabréf)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1927-04-01 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 40

Þingmál A1 (fjárlög 1929)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1928-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (lokunartími sölubúða)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-27 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-27 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1928-03-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 41

Þingmál A6 (hveraorka)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1929-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1929-03-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 42

Þingmál A22 (fimmtardómur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1930-03-28 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 381 (nefndarálit) útbýtt þann 1930-03-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-04-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 43

Þingmál A12 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 335 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1931-04-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1931-04-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 44

Þingmál A18 (einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1931-08-07 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1931-08-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 1931-07-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A180 (athugasemdir yfirskoðunarmanna landsreikningsins 1929)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1931-08-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 45

Þingmál A7 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 1932-02-27 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 429 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1932-04-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 649 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1932-05-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Jón Þorláksson - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-03-02 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Jón Baldvinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (niðurfærsla á útgjöldum ríkisins)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar Árnason (forseti) - Ræða hófst: 1932-03-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 46

Þingmál A6 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (sjórnarskrárbreytingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (frumvarp) útbýtt þann 1933-02-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A59 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1933-02-25 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 705 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1933-05-15 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 793 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1933-05-24 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 960 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1933-06-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Magnús Jónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1933-05-16 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1933-06-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (lögreglumenn)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1933-05-31 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 47

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1933-11-03 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 122 (lög í heild) útbýtt þann 1933-11-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A2 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Thor Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-11-16 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Eysteinn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-11-21 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1933-11-21 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1933-11-21 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (forseti) - Ræða hófst: 1933-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (kosningar í málefnum sveita og kaupstaða)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1933-11-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 48

Þingmál A26 (vinnumiðlun)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1934-10-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (skipulagsnefnd atvinnumála)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1934-12-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 49

Þingmál A5 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1935-03-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A39 (ríkisgjaldanefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1935-03-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A66 (starfsmenn ríkisins og laun þeirra)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1935-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (hæstiréttur)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1935-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (frestun funda) útbýtt þann 1935-04-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A133 (framfærslulög)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jónas Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A192 (bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (forseti) - Ræða hófst: 1935-12-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 50

Þingmál A7 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1936-03-12 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1936-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (síldar- og ufsaveiði)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1936-03-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 51

Þingmál A77 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (breytingartillaga) útbýtt þann 1937-04-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A157 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (frumvarp) útbýtt þann 1937-04-15 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 52

Þingmál A1 (fjárlög 1938)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (frumvarp) útbýtt þann 1937-11-02 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 54

Þingmál A24 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A105 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1939-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (samkomudagur reglulegs Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (frumvarp) útbýtt þann 1939-11-27 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 55

Þingmál A7 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1940-02-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A82 (skipulagssjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1940-03-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1940-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (lýðræðið og öryggi ríkisins)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1940-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B29 (þinglausnir)

Þingræður:
25. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (forseti) - Ræða hófst: 1940-04-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 56

Þingmál A11 (utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúar þess erlendis)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Bergur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (frestun alþingiskosninga)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (forseti) - Ræða hófst: 1941-05-15 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1941-05-15 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1941-05-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 58

Þingmál A7 (ráðstafanir gegn dýrtíðinni)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1941-10-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 59

Þingmál A4 (frestun bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jakob Möller (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1942-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (eftirlit með ungmennum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1942-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-05-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1942-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (þjóðfáni Íslendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (frumvarp) útbýtt þann 1942-04-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A134 (stjórnarskrárnefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (þáltill.) útbýtt þann 1942-05-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A139 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1942-05-19 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1942-05-19 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1942-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (ríkisprentsmiðjan Gutenberg)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (þáltill.) útbýtt þann 1942-05-22 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 60

Þingmál A80 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-09-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1942-09-07 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1942-09-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 61

Þingmál A37 (lögsagnarumdæmi Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (forseti) - Ræða hófst: 1943-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (hæstaréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (frumvarp) útbýtt þann 1943-01-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A132 (samkomudagur reglulegs Alþingis 1943)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 323 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1943-02-02 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 62

Þingmál A1 (fjárlög 1944)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1943-04-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A3 (eignaraukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-12-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A8 (kaup á hlutabréfum Útvegsbanka Íslands h/f)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1943-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Páll Hermannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1943-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (kvikmyndasýningar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1943-09-27 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1943-09-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (skipun mjólkurmála)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1943-10-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 63

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Björn Þórðarson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-01-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1944-01-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (endurskoðun stjórnskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (þáltill.) útbýtt þann 1944-06-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1945-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (laun starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1945-01-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1944-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1945-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1945-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (nýbyggingarsjóður útvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A200 (kirkjubyggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (frumvarp) útbýtt þann 1944-11-29 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 64

Þingmál A5 (verðlagning landbúnaðarafurða o.fl. (heildarlög))[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1945-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (fræðsla barna)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (gagnfræðanám)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1946-02-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 65

Þingmál A2 (ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-10-09 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 67

Þingmál A5 (Parísarráðstefnan og dollaralán)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-10-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (Alþjóðavinnumálastofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1947-10-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A129 (fjárlög 1948)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1948-02-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 68

Þingmál A12 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A110 (ræktunarlönd og byggingarlóðir í kaupstöðum)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1949-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1949-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (hlutatryggingarsjóður bátaútvegsins)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1949-05-05 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Gísli Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1949-05-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 69

Þingmál A19 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1949-11-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A38 (fjárlög 1950)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Helgi Jónasson - Ræða hófst: 1949-12-20 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Gísli Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-05-03 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1950-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (byggingarlán og húsaleigulækkun)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Jóhann Hafstein (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (samkomudagur reglulegs Alþingis 1950)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1950-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A913 (Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf 1947)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 486 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1950-03-27 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 70

Þingmál A1 (fjárlög 1951)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1950-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (skólastjóralaun og kennara við barnaskóla)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1950-10-20 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Gísli Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-02-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 71

Þingmál A17 (varnarsamningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 238 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1951-11-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1951-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-01-18 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1952-01-18 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-01-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1951-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1952-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (samkomulag reglulegs Alþingis 1952)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1952-01-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 72

Þingmál A1 (fjárlög 1953)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Gísli Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1953-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-12-04 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1952-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1952-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (samskipti varnarliðsmanna og íslendinga)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1952-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (laun forseta Íslands)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1952-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A212 (kirkjubyggingasjóður)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sigurður Ó. Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-02-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 73

Þingmál A84 (kirkjubyggingasjóður)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sigurður Ó. Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-11-03 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Sigurður Ó. Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1953-11-03 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Sigurður Ó. Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1953-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1953-11-13 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1953-11-13 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1953-11-13 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1953-11-13 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1953-11-13 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1953-11-16 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forseti) - Ræða hófst: 1953-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (sveitarstjórnarkosningar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1953-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-11-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A111 (menntun kennara)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1954-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (fjárhagur ríkissjóðs 1953)

Þingræður:
47. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-04-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 74

Þingmál A1 (fjárlög 1955)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1954-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (atkvæðagreiðsla að hálfu Íslands)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1954-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (bæjarstjórn í Kópavogskaupstað)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1955-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1955-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1955-05-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 75

Þingmál A2 (prentréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-10-08 17:00:00 [PDF]

Þingmál A16 (kjörskrá í Kópavogskaupstað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1955-12-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A79 (milliliðagróði)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1955-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1955-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A175 (félagafrelsi landbúnaðarverkafólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 444 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1956-03-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A176 (lágmarksaldur kyndara og kolamokara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 445 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1956-03-06 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 76

Þingmál A3 (húsnæðismálastjórn)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1956-10-23 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1956-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (gjald af innlendum tollvörutegundum)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1957-05-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ólafur Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (nauðungarvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1957-01-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A108 (kjörbréf varaþingmanns)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1957-02-11 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1957-02-11 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1957-02-11 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1957-02-11 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1957-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (nefndarálit) útbýtt þann 1957-04-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 423 (nefndarálit) útbýtt þann 1957-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1957-02-21 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1957-02-21 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1957-02-21 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (jarðhiti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-04-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A149 (fjáraukalög 1954)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Karl Kristjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (skattur á stóreignir)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1957-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B3 (rannsókn kjörbréfa)

Þingræður:
1. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1956-10-11 00:00:00 - [HTML]
1. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1956-10-11 00:00:00 - [HTML]
1. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1956-10-11 00:00:00 - [HTML]
1. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1956-10-12 00:00:00 - [HTML]
1. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1956-10-15 00:00:00 - [HTML]
1. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-10-15 00:00:00 - [HTML]
1. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-10-16 00:00:00 - [HTML]
1. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1956-10-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B26 (varamenn taka þingsæti)

Þingræður:
26. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1957-02-07 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Áki Jakobsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-02-15 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-02-15 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1957-02-15 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-02-15 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1957-02-15 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Áki Jakobsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-02-15 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-02-15 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1957-02-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 77

Þingmál A49 (veitingasala, gististaðahald o. fl.)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1958-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1957-12-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 78

Þingmál A73 (bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1958-12-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (frumvarp) útbýtt þann 1959-04-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 474 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1959-05-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1959-05-04 00:00:00 - [HTML]
113. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-04-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1959-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
49. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-05-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 79

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1959-08-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-07-23 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - Ræða hófst: 1959-07-23 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1959-07-29 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1959-07-29 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Karl Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-08-10 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1959-08-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-07-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1959-07-24 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1959-08-11 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1959-08-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (stjórnarskrárnefnd)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1959-07-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (stjórnarskrárendurskoðun)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1959-08-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 80

Þingmál A7 (gjaldaviðauki 1960)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1959-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði 1960)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1959-12-02 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1959-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1959-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - Ræða hófst: 1959-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (einkasala ríkisins á tóbaki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 129 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-02-24 09:54:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1960-02-25 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Magnús Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-02-25 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1960-02-25 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1960-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (alþjóðasamningur um fiskveiðar á norðausturhluta Atlantshafs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-03-22 12:49:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Birgir Finnsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 (fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.)

Þingræður:
4. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-11-27 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1959-11-28 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1959-11-28 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1959-11-28 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1959-11-28 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-12-02 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-12-03 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-12-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 81

Þingmál A10 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-13 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1960-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (stofnlánadeild sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1961-01-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (sóknargjöld)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1961-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (afhending Þingeyjar í Skjálfandafljóti)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1961-03-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A13 (ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-03-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1961-11-03 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-11-06 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Ingi R. Helgason - Ræða hófst: 1961-11-09 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1961-11-10 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1961-11-10 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Ingi R. Helgason - Ræða hófst: 1961-11-10 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Skúli Guðmundsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1962-03-23 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1962-03-23 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1962-03-23 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1962-03-27 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-03-29 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-03-29 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Björn Jónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1962-03-29 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1961-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-02-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Gísli Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-02-20 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-02-26 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-03-02 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-03-02 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1962-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (vegagerð á Vestfjörðum og Austurlandi)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sigurvin Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A171 (almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A192 (skólakostnaður)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1962-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-04-11 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 83

Þingmál A3 (landsdómur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-10-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-10-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 173 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1962-12-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-12-17 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (löggjöf um þjóðaratkvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (þáltill.) útbýtt þann 1962-11-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (framkvæmdalán)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (samkomudagur reglulegs Alþingis 1963)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1963-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (aðstoð við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1963-03-04 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1963-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (stækkun Mosfellshrepps í Kjósarsýslu)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1963-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (frumvarp) útbýtt þann 1963-03-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A227 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 84

Þingmál A22 (framkvæmdir Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-12-04 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1963-12-04 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1963-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A36 (lausn kjaradeilu verkfræðinga)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1964-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1964-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (frumvarp) útbýtt þann 1964-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A218 (stóreignaskattur)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1964-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 (olíugeymar í Hvalfirði)

Þingræður:
3. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1963-10-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 85

Þingmál A83 (veiting prestakalla)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Gunnar Gíslason - Ræða hófst: 1964-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 (olíugeymar í Hvalfirði)

Þingræður:
24. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1964-12-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 86

Þingmál A3 (lántaka vegna vega- og flugvallargerða)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Helgi Bergs - Ræða hófst: 1965-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A32 (löggjöf um þjóðaratkvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (þáltill.) útbýtt þann 1965-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A33 (verðjöfnunar- og flutningasjóður síldveiða)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Helgi Bergs - Ræða hófst: 1965-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Ingi R. Helgason - Ræða hófst: 1965-11-23 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1965-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A175 (héraðsdómsskipan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 423 (þáltill.) útbýtt þann 1966-04-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A177 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1966-04-23 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Ingvar Gíslason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1966-04-29 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (alþjóðasamningur um lausn fjárfestingardeilna)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 87

Þingmál A10 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-10-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A15 (héraðsdómaskipan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (þáltill.) útbýtt þann 1966-10-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (lausn deilu framreiðslumanna og veitingamanna)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1966-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-11-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (Stéttarsamband og Kjararannsóknarstofa bænda)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1967-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-03-20 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 88

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Pétur Benediktsson - Ræða hófst: 1968-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (sala Setbergs o.fl.)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-24 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 480 (nefndarálit) útbýtt þann 1968-04-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Matthías Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-04-04 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1968-04-04 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (ráðstafanir á gengishagnaði af útfluttum sjávarafurðum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1967-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 264 (frumvarp) útbýtt þann 1968-02-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-02-12 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1968-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A26 (löggjöf um þjóðaratkvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (þáltill.) útbýtt þann 1968-10-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A29 (rannsóknarnefnd vegna kaupa á Sjálfstæðishúsinu)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-11-05 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1968-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Auður Auðuns (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-05-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 90

Þingmál A22 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 1969-10-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (löggjöf um þjóðaratkvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (þáltill.) útbýtt þann 1969-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A50 (Siglingamálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-10-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A134 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1969-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A207 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (frumvarp) útbýtt þann 1970-04-08 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 91

Þingmál A41 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 1970-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A72 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 1970-10-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (rannsókn á aðdraganda verðstöðvunar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (þjóðgarður á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1971-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (endurskoðun laga varðandi úrskurðarvald félagsmálaráðuneytisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (þáltill.) útbýtt þann 1971-02-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A267 (laun forseta Íslands)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1971-03-22 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Jóhann Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-31 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 92

Þingmál A11 (stöðugt verðlag)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (hálendi landsins og óbyggðum verði lýst sem alþjóðaeign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 669 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1972-05-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A32 (námskostnaður og styrkir til að jafna námsaðstöðu æskufólks í strjálbýli)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Ræða hófst: 1971-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (öryggismál Íslands)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1972-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 1971-11-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (Framkvæmdastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1971-11-22 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1971-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (skipan dómsvalds í héraði)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-01-26 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A244 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (þáltill.) útbýtt þann 1972-04-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-04-28 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1972-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A246 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (þáltill.) útbýtt þann 1972-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A255 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1972-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (frumvarp) útbýtt þann 1972-05-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-05-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 93

Þingmál A23 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-19 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-12-11 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1973-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (tímabundnar efnahagsráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-30 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1972-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (úrskurðarvald félagsmálaráðuneytisins um ályktanir sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (þáltill.) útbýtt þann 1972-10-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (eignarráð á landinu)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - Ræða hófst: 1972-11-23 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1972-11-23 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1972-11-23 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - Ræða hófst: 1972-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1973-04-04 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-02-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A216 (veiting prestakalla)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1973-04-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 94

Þingmál A15 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1974-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Steinþór Gestsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1974-03-11 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1974-03-15 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1974-03-21 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1974-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (eignarráð á landinu)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1974-01-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-11-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A86 (rannsóknarnefnd vegna landhelgisgæslu)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1973-11-22 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1973-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (vínveitingar á vegum ríkisins)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Ræða hófst: 1974-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A297 (trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál S90 ()

Þingræður:
21. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1973-11-20 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-11-20 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1973-11-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 95

Þingmál A4 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-08-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A8 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1974-09-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 96

Þingmál A21 (trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A48 (lántökur ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A82 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 1974-12-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A84 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1974-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A241 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1975-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B33 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1974-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B102 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
82. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1975-05-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 97

Þingmál A12 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 1975-10-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-11-06 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1975-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (vörugjald)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (lántökuheimild til eflingar Landhelgisgæslunni)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (frumvarp) útbýtt þann 1975-12-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A248 (samkomulag um takmarkaðar veiðar norskra skipa innan fiskveiðilögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1976-04-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A250 (stjórnmálaflokkar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (frumvarp) útbýtt þann 1976-04-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A257 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Steinþór Gestsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1976-05-11 00:00:00 - [HTML]
117. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1976-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B40 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
20. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-12-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 98

Þingmál A1 (fjárlög 1977)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 12:00:00 [PDF]

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1976-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (umboðsnefnd Alþingis)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1976-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (þingnefnd til að kanna framkvæmd dómsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 1976-10-12 12:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (kaup og kjör sjómanna)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1977-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (samkomulag um veiðar breskra togara)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1976-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 1976-10-28 15:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1976-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (eignarráð yfir landinu)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1976-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (kosningaréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (þáltill.) útbýtt þann 1976-11-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A91 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (frumvarp) útbýtt þann 1976-11-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A94 (rannsóknarnefnd til að rannsaka innkaupsverð á vörum)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1977-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (lögrétttulög)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (siglingalög)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1977-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
13. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1976-11-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 99

Þingmál A21 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-11-09 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1977-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 1977-10-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (símaafnot aldraðs fólks og öryrkja)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1977-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (þjóðaratkvæði um prestkosningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (þáltill.) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1978-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (eignarráð yfir landinu)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1977-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1977-11-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A126 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A250 (endurnýjum á stöðum forstöðumanna ríkisstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (frumvarp) útbýtt þann 1978-04-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A257 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (frumvarp) útbýtt þann 1978-04-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A295 (skipan nefndar til að gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
2. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1977-10-12 00:00:00 - [HTML]
2. þingfundur - Ingólfur Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1977-10-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 100

Þingmál A4 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1978-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Finnur Torfi Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1978-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (rannsóknarnefnd til að kanna rekstur Flugleiða og Eimskipafélags Íslands)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-12-07 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1978-12-12 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Ræða hófst: 1978-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (tímabundið vörugjald)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (félagsmálaskóli alþýðu)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jón G. Sólnes - Ræða hófst: 1978-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (frumvarp) útbýtt þann 1978-12-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A165 (fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Benedikt Gröndal (forseti) - Ræða hófst: 1979-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1979-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (stjórn efnahagsmála o.fl.)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1979-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A306 (eignarnám hluta jarðarinnar Deildartungu ásamt jarðhitaréttindum)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1979-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B49 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
32. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1978-12-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 102

Þingmál A1 (fjárlög 1980)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B112 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
81. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 103

Þingmál A38 (kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 719 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-05-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1980-11-19 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-11-19 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Steinþór Gestsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-05-06 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 1980-11-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1981-01-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (viðnám gegn verðbólgu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 452 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-02-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Lárus Jónsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-24 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A197 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (frumvarp) útbýtt þann 1981-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A242 (rannsóknir á háhitasvæðum landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (þáltill.) útbýtt þann 1981-03-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-03-26 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1981-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A261 (jafnrétti kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A268 (rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-05-05 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A306 (verðlagsaðhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 694 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 695 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1981-04-28 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-04-30 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-04-30 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1981-04-30 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1981-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B48 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
35. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1980-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B102 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
62. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1981-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B112 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
76. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1981-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B126 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
102. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-05-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 104

Þingmál A38 (fangelsismál)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Skúli Alexandersson - Ræða hófst: 1981-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-11-23 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Jón Helgason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-03-08 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1982-03-29 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1982-05-04 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1982-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1981-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-12-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A168 (dýralæknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1982-04-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Árni Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A205 (tekjuöflun vegna ráðstafana í efnahagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A206 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (frumvarp) útbýtt þann 1982-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A208 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1982-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A237 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (frumvarp) útbýtt þann 1982-03-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A249 (aukaþing til að afgreiða nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (þáltill.) útbýtt þann 1982-03-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A256 (samningar við Færeyjar og Noreg um veiðar á kolmunna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1982-03-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A271 (útvarpsrekstur)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Friðrik Sophusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A292 (kirkjuþing og kirkjuráð)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1982-05-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 105

Þingmál A16 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1982-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (efnahagsaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-12-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1983-01-24 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Lárus Jónsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-01-18 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1983-02-11 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1983-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (gerð frumvarps til stjórnarskipunarlaga um aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdavalds)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (þáltill.) útbýtt þann 1982-11-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Þingmál A206 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-25 15:53:00 [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-03-07 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1983-03-07 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Ingólfur Guðnason - Ræða hófst: 1983-03-07 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A243 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (frumvarp) útbýtt þann 1983-03-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A248 (samkomudagur Alþingis)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A249 (samkomudagur Alþingis)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (forsætisráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A256 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál B49 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
31. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B101 (um þingsköp)

Þingræður:
67. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B119 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
66. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 106

Þingmál A11 (launamál)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-12-05 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Eiður Guðnason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1983-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A127 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (frumvarp) útbýtt þann 1983-12-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A153 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-02 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1984-04-04 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (frumvarp) útbýtt þann 1983-12-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Kristín S. Kvaran - Ræða hófst: 1984-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A190 (orka fallvatna og nýting hennar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-03-28 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1984-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A277 (sala kristfjárjarðarinnar Ytra-Vallholts)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-04-09 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A403 (lögrétta og endurbætur í dómsmálum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1983-10-13 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B23 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
9. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-10-31 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-10-31 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A4 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00 [PDF]

Þingmál A5 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Halldór Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00 [PDF]

Þingmál A7 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1984-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (nefndarálit) útbýtt þann 1985-04-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Guðrún Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (rannsóknarnefnd til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólöglegra útvarpsstöðv)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-10-24 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1984-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A133 (sala Landssmiðjunnar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A290 (ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1413 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1985-06-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A355 (starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1985-03-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A416 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A483 (fylkisstjórnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (þáltill.) útbýtt þann 1985-05-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A491 (framleiðsla og sala á búvörum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1264 (rökstudd dagskrá) útbýtt þann 1985-06-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 1354 (rökstudd dagskrá) útbýtt þann 1985-06-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-06-14 00:00:00 - [HTML]
104. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A516 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (frumvarp) útbýtt þann 1985-05-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál B14 (skýrsla ríkisstjórnarinnar um kjaradeilurnar)

Þingræður:
4. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1984-10-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 108

Þingmál A1 (fjárlög 1986)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1985-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-16 15:53:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (jafnrétti og frelsi í Suður Afríku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-15 15:53:00 [PDF]

Þingmál A17 (fylkisstjórnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-15 15:53:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1985-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A117 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 129 (frumvarp) útbýtt þann 1985-11-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-11-27 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Guðmundur Einarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1985-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (rannsóknarnefnd til að kanna viðskipti Hafskips hf.)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1985-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (rannsóknarnefnd til að kanna viðskipti Hafskips hf.)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (frumvarp) útbýtt þann 1986-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A320 (fasteigna- og skipasala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-03-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A338 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-07 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1986-04-07 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A396 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 916 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-04-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Kolbrún Jónsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1986-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A401 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1986-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B33 (Hafskip og Útvegsbankinn)

Þingræður:
16. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1985-11-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A20 (samningur milli Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1986-10-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A172 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (frumvarp) útbýtt þann 1986-11-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A277 (afnám skyldusparnaðar ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (þáltill.) útbýtt þann 1987-01-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A280 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (frumvarp) útbýtt þann 1987-01-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A281 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (frumvarp) útbýtt þann 1987-01-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A389 (erlend fjárfesting og íslenskt atvinnulíf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-02-26 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A33 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A60 (iðnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1988-02-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A341 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A440 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 112

Þingmál A352 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 1990-05-01 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 113

Þingmál A320 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Löggjafarþing 114

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1991-05-15 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B11 (staða viðræðna um evrópskt efnahagssvæði)

Þingræður:
3. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 115

Þingmál A44 (skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1991-11-26 13:52:00 - [HTML]
34. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-11-26 20:59:00 - [HTML]
47. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1991-12-10 13:42:00 - [HTML]

Þingmál A167 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1991-12-19 02:48:00 - [HTML]

Þingmál A202 (Síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-12 19:44:18 - [HTML]

Þingmál A217 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1992-02-28 10:51:00 - [HTML]

Þingmál A222 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1992-05-19 16:30:38 - [HTML]

Þingmál A275 (EES-samningur og íslensk stjórnskipun)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-14 16:00:00 - [HTML]

Þingmál A356 (rekstrarvandi sjávarútvegsfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-05-12 21:41:50 - [HTML]

Þingmál A399 (utanríkismál)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-03-31 13:52:00 - [HTML]

Þingmál A403 (myndbirtingar af börnum í dagblöðum)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-04-09 11:00:00 - [HTML]

Þingmál A479 (greiðslur úr ríkissjóði)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-05 15:05:00 - [HTML]
133. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-05-05 15:21:15 - [HTML]

Þingmál A543 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 1992-07-21 - Sendandi: BHMR - [PDF]

Þingmál B69 (úrskurður Evrópudómstólsins um EES-samninginn)

Þingræður:
54. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-17 16:06:00 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-12-17 16:26:00 - [HTML]
54. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1991-12-17 16:57:00 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-12-17 17:54:00 - [HTML]

Þingmál B130 (samningur um Evrópskt efnahagssvæði og þingleg meðferð hans)

Þingræður:
128. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-04-28 14:13:00 - [HTML]
128. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1992-04-28 15:12:41 - [HTML]
128. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-04-28 16:35:46 - [HTML]

Þingmál B217 (afkoma landbúnaðarins)

Þingræður:
146. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1992-05-15 16:19:00 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 411 (nefndarálit) útbýtt þann 1992-12-07 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-08-20 12:50:29 - [HTML]
6. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-08-24 13:40:29 - [HTML]
7. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-08-25 13:34:05 - [HTML]
7. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1992-08-25 14:06:23 - [HTML]
7. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1992-08-25 15:31:12 - [HTML]
7. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-08-25 16:50:48 - [HTML]
16. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-09-09 22:28:04 - [HTML]
16. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-09 23:19:31 - [HTML]
82. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-14 21:17:35 - [HTML]
83. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-15 14:06:23 - [HTML]
83. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1992-12-16 00:56:12 - [HTML]
84. þingfundur - Páll Pétursson - andsvar - Ræða hófst: 1992-12-16 16:28:37 - [HTML]
84. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1992-12-17 03:49:44 - [HTML]
92. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1993-01-04 14:33:46 - [HTML]
93. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1993-01-05 17:20:35 - [HTML]
94. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1993-01-06 11:31:48 - [HTML]
94. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1993-01-06 13:13:20 - [HTML]
94. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-01-06 17:39:38 - [HTML]
98. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1993-01-09 11:26:39 - [HTML]
98. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-01-09 13:42:52 - [HTML]
100. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-01-12 15:29:06 - [HTML]
100. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-01-12 15:55:04 - [HTML]

Þingmál A9 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1993-02-23 17:49:01 - [HTML]

Þingmál A19 (kjaradómur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-09-02 15:23:16 - [HTML]
15. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-09-08 13:36:44 - [HTML]
15. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-08 16:02:49 - [HTML]
23. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-17 16:11:17 - [HTML]
23. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-09-17 17:02:40 - [HTML]
23. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-17 18:01:14 - [HTML]
23. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-17 18:24:17 - [HTML]

Þingmál A28 (lagaákvæði er varða samgöngumál)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-09-16 14:49:31 - [HTML]

Þingmál A29 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-08-26 13:36:01 - [HTML]
8. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1992-08-26 14:07:23 - [HTML]
8. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1992-08-26 14:33:37 - [HTML]
9. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-08-27 12:01:18 - [HTML]
9. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-08-27 13:42:31 - [HTML]
9. þingfundur - Guðrún Helgadóttir (forseti) - Ræða hófst: 1992-08-27 15:11:42 - [HTML]
9. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-08-27 15:11:46 - [HTML]
9. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-08-27 16:10:53 - [HTML]
16. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-10 02:26:37 - [HTML]
64. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-26 15:42:57 - [HTML]
64. þingfundur - Páll Pétursson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-26 16:07:52 - [HTML]
66. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-11-26 17:07:41 - [HTML]
66. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1992-11-26 18:07:04 - [HTML]
66. þingfundur - Ragnar Arnalds - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-26 18:36:34 - [HTML]
66. þingfundur - Ragnar Arnalds - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-26 18:40:06 - [HTML]
66. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-26 18:41:24 - [HTML]
66. þingfundur - Ragnar Arnalds - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-26 18:43:21 - [HTML]
66. þingfundur - Ragnar Arnalds - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-26 18:46:12 - [HTML]
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-11-26 20:31:39 - [HTML]
66. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1992-11-26 21:22:00 - [HTML]
66. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1992-11-26 22:53:30 - [HTML]

Þingmál A30 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-17 10:33:16 - [HTML]
23. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1992-09-17 12:06:37 - [HTML]
67. þingfundur - Ragnar Arnalds (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-30 13:50:05 - [HTML]
67. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1992-11-30 15:44:15 - [HTML]

Þingmál A31 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1992-09-17 13:31:28 - [HTML]
48. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-05 17:26:11 - [HTML]

Þingmál A46 (kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-08 19:09:40 - [HTML]

Þingmál A157 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (frumvarp) útbýtt þann 1992-10-26 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (aðild Alþingis að 50 ára afmæli lýðveldisins)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-12 14:52:33 - [HTML]

Þingmál A243 (ríkisreikningur 1990)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-02 15:07:49 - [HTML]

Þingmál A276 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
169. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1993-05-04 22:42:24 - [HTML]

Þingmál A284 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-12-22 01:48:04 - [HTML]

Þingmál A285 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1992-12-09 23:09:17 - [HTML]
79. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-12-11 13:58:28 - [HTML]
79. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1992-12-11 17:31:12 - [HTML]

Þingmál A286 (skattamál)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-18 11:17:41 - [HTML]

Þingmál A295 (fjármálaráðstafanir á sviði dóms- og kirkjumálaráðuneytis)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-12-21 12:02:50 - [HTML]

Þingmál A312 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1993-03-23 18:34:43 - [HTML]

Þingmál A321 (greiðslur úr ríkissjóði o.fl.)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-04 16:08:28 - [HTML]
121. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1993-03-04 16:20:35 - [HTML]

Þingmál A440 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Guðmundur Stefánsson - Ræða hófst: 1993-03-25 17:05:57 - [HTML]
170. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-05-05 15:57:10 - [HTML]

Þingmál A441 (Lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingræður:
163. þingfundur - Páll Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-27 23:49:51 - [HTML]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 117

Þingmál A9 (efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-11 11:06:25 - [HTML]

Þingmál A17 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A21 (embætti ríkislögmanns)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1993-10-11 16:33:22 - [HTML]

Þingmál A37 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-11-17 14:14:43 - [HTML]

Þingmál A69 (dýravernd)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Kristín Einarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-01 13:34:21 - [HTML]

Þingmál A83 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1993-12-16 17:55:21 - [HTML]

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A119 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-04-19 15:54:55 - [HTML]

Þingmál A196 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1993-11-11 12:38:14 - [HTML]

Þingmál A200 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-09 11:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A201 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-16 18:11:51 - [HTML]
152. þingfundur - Ingi Björn Albertsson - Ræða hófst: 1994-05-06 02:30:37 - [HTML]

Þingmál A244 (prestssetur)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-12-16 20:28:48 - [HTML]

Þingmál A282 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1994-05-10 21:00:12 - [HTML]

Þingmál A283 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1994-05-03 12:25:28 - [HTML]

Þingmál A295 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-04-06 18:53:27 - [HTML]
125. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir (forseti) - Ræða hófst: 1994-04-08 13:52:08 - [HTML]

Þingmál A298 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Eggert Haukdal - Ræða hófst: 1993-12-20 15:29:04 - [HTML]

Þingmál A302 (stöðvun verkfalls fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1994-01-25 18:53:29 - [HTML]
95. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-02-22 17:23:11 - [HTML]
100. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-01 18:17:06 - [HTML]
100. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1994-03-01 18:54:38 - [HTML]

Þingmál A303 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-18 15:50:50 - [HTML]

Þingmál A338 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 530 (þáltill.) útbýtt þann 1994-02-02 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Páll Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-08 18:25:59 - [HTML]

Þingmál A341 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Gísli S. Einarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-10 14:37:29 - [HTML]

Þingmál A354 (samfélagsþjónusta)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-04-13 14:49:50 - [HTML]

Þingmál A379 (barnaklám)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1994-02-28 16:55:52 - [HTML]

Þingmál A431 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Búlgaríu)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-04-06 18:25:08 - [HTML]

Þingmál A452 (fjáraukalög 1993)[HTML]

Þingræður:
155. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-05-07 14:28:50 - [HTML]

Þingmál A550 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Svavar Gestsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1994-05-06 17:12:08 - [HTML]

Þingmál A551 (viðurkenning á menntun og prófskírteinum)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-06 11:08:24 - [HTML]

Þingmál A628 (endurskoðun VII. kafla stjórnarskrár lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Matthías Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-06-16 10:10:07 - [HTML]
160. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1994-06-16 10:23:33 - [HTML]
160. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1994-06-16 10:50:59 - [HTML]

Þingmál B54 (eftirlaun hæstaréttardómara)

Þingræður:
12. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1993-10-13 14:03:01 - [HTML]
12. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1993-10-13 14:07:53 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A6 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-10-05 14:37:33 - [HTML]
3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-10-05 14:47:42 - [HTML]

Þingmál A7 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A34 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-10-18 18:06:12 - [HTML]

Þingmál A106 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-19 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1994-11-03 15:14:04 - [HTML]

Þingmál A183 (leiðtogafundur á Þingvöllum árið 2000)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-08 17:19:14 - [HTML]
52. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1994-12-08 17:41:31 - [HTML]

Þingmál A206 (vernd Breiðafjarðar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-11-17 14:52:17 - [HTML]

Þingmál A295 (tjáningarfrelsi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-02 12:21:26 - [HTML]
83. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1995-02-02 12:45:06 - [HTML]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-19 15:26:24 - [HTML]
63. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1994-12-19 16:47:48 - [HTML]
63. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-12-19 17:00:49 - [HTML]
104. þingfundur - Geir H. Haarde (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-23 11:35:36 - [HTML]
104. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1995-02-23 14:12:20 - [HTML]
104. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-02-23 14:37:09 - [HTML]
104. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1995-02-23 14:59:35 - [HTML]
104. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1995-02-23 15:51:43 - [HTML]
104. þingfundur - Geir H. Haarde (Nefnd) - Ræða hófst: 1995-02-23 17:38:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 903 - Komudagur: 1995-01-23 - Sendandi: Siðmennt - [PDF]
Dagbókarnúmer 918 - Komudagur: 1995-01-24 - Sendandi: BHMR - [PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 992 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1042 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Elín Blöndal - [PDF]
Dagbókarnúmer 1050 - Komudagur: 1995-02-06 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1069 - Komudagur: 1995-02-07 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1090 - Komudagur: 1995-02-09 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1163 - Komudagur: 1995-02-16 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A321 (lagaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 486 (þáltill.) útbýtt þann 1994-12-21 18:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Páll Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-01-30 16:53:30 - [HTML]

Þingmál A451 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-23 10:39:18 - [HTML]

Þingmál B23 (málefni Ríkisútvarpsins)

Þingræður:
14. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1994-10-18 15:58:50 - [HTML]

Þingmál B171 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumr.))

Þingræður:
103. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1995-02-22 20:58:41 - [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-22 15:39:50 - [HTML]
4. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1995-05-22 16:38:46 - [HTML]
4. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1995-05-22 16:46:32 - [HTML]

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ragnar Arnalds (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-15 12:09:11 - [HTML]

Þingmál A12 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-07 14:43:59 - [HTML]

Þingmál A13 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-29 16:50:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1 - Komudagur: 1995-05-24 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: Dómur hæstaréttar - [PDF]

Þingmál A28 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1995-06-08 19:11:41 - [HTML]
23. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1995-06-14 21:11:30 - [HTML]

Þingmál B16 (forsetaúrskurður um hæfi þingmanns til umfjöllunar um þingmál)

Þingræður:
5. þingfundur - Svavar Gestsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1995-05-23 14:04:14 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A11 (orka fallvatna)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-11-27 16:13:23 - [HTML]

Þingmál A84 (þingfararkaup og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1995-10-16 16:27:53 - [HTML]
12. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-10-16 17:34:04 - [HTML]
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-10-16 17:36:22 - [HTML]

Þingmál A96 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Ágúst Einarsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-29 19:04:42 - [HTML]
45. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1995-11-29 22:09:06 - [HTML]
45. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-11-29 22:43:41 - [HTML]

Þingmál A129 (ríkisreikningur 1994)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-11-16 11:34:45 - [HTML]

Þingmál A140 (samningar ríkisvaldsins um stofnframkvæmdir og viðhald heilbrigðisstofnana)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-11-17 14:21:33 - [HTML]

Þingmál A147 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-16 13:58:14 - [HTML]

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-04-30 21:13:32 - [HTML]

Þingmál A217 (háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-13 15:55:14 - [HTML]

Þingmál A224 (laun forseta Íslands)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ólafur Hannibalsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-11 16:21:32 - [HTML]
59. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1995-12-11 16:42:34 - [HTML]
59. þingfundur - Ólafur Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-12-11 17:10:31 - [HTML]

Þingmál A225 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1995-12-08 14:22:52 - [HTML]
76. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-21 14:34:25 - [HTML]

Þingmál A234 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1995-12-12 16:36:15 - [HTML]

Þingmál A254 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-14 17:39:17 - [HTML]

Þingmál A297 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1996-02-15 11:21:37 - [HTML]
91. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1996-02-15 12:34:11 - [HTML]
91. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-02-15 12:55:07 - [HTML]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1996-05-23 16:02:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 1996-03-12 - Sendandi: Hafdís Ólafsdóttir nefndarritari - [PDF]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 1996-05-24 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-07 20:34:39 - [HTML]
134. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1996-05-09 12:46:47 - [HTML]
134. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-05-09 22:31:17 - [HTML]
135. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-10 15:59:02 - [HTML]
136. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-05-13 17:33:50 - [HTML]
136. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-05-13 20:32:45 - [HTML]
136. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-05-13 21:15:05 - [HTML]
148. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-24 11:10:21 - [HTML]
148. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-24 15:14:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1567 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Stéttarfélag sjúkraþjálfara - [PDF]
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1790 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 1996-05-20 - Sendandi: Andri Árnason hrl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 1996-05-21 - Sendandi: Lára V. Júlíusdóttir hdl. - Skýring: (álitsgerð fyrir efh.- og viðskn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 1996-05-22 - Sendandi: A & P lögmenn - [PDF]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-17 14:11:27 - [HTML]
140. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-17 14:59:51 - [HTML]
143. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-21 17:04:14 - [HTML]
143. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-21 22:17:11 - [HTML]
154. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-30 12:16:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1592 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Háskóli Íslands, lagastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 1996-05-06 - Sendandi: Ritari félagsmálanefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A501 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - Ræða hófst: 1996-05-28 23:24:11 - [HTML]
150. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-28 23:41:01 - [HTML]

Þingmál B280 (álitsgerð Lagastofnunar um stjórnarfrumvarp)

Þingræður:
129. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-02 13:24:23 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A14 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 1996-10-02 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-10-29 16:13:03 - [HTML]

Þingmál A15 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 1996-10-02 20:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-10-14 17:29:19 - [HTML]
7. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-10-14 17:43:04 - [HTML]

Þingmál A21 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-10-16 13:37:26 - [HTML]
9. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-10-16 14:21:01 - [HTML]
9. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-10-16 14:26:35 - [HTML]

Þingmál A29 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-10-09 15:35:53 - [HTML]

Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-12 15:11:44 - [HTML]
42. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-12-12 16:54:38 - [HTML]
42. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-12-12 17:49:39 - [HTML]
43. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-12-13 13:34:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 1996-12-09 - Sendandi: Félag úthafsútgerða - Skýring: lögfræðiálit - [PDF]

Þingmál A70 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-01-29 14:44:04 - [HTML]
58. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-29 15:20:18 - [HTML]

Þingmál A100 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Sturla Böðvarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-13 20:42:57 - [HTML]
123. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1997-05-13 22:01:33 - [HTML]
123. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1997-05-13 23:14:56 - [HTML]
127. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-05-15 10:15:52 - [HTML]

Þingmál A149 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-18 15:50:31 - [HTML]

Þingmál A175 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Svavar Gestsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-04 14:12:17 - [HTML]
69. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-02-12 14:51:50 - [HTML]

Þingmál A189 (sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-12-05 10:45:49 - [HTML]

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1997-01-30 15:12:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 983 - Komudagur: 1997-03-04 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (Upplýsingar frá ritara) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 1997-04-02 - Sendandi: Viðar Már Matthíasson prófessor - [PDF]

Þingmál A262 (Ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-13 14:05:06 - [HTML]
128. þingfundur - Sturla Böðvarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-16 20:44:33 - [HTML]

Þingmál A268 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-27 12:21:25 - [HTML]

Þingmál A301 (staða þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-02-11 14:54:19 - [HTML]
66. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-02-11 15:17:17 - [HTML]
69. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-02-12 15:20:31 - [HTML]
69. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-12 16:02:55 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1997-02-13 10:42:42 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-13 11:00:26 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-13 11:15:38 - [HTML]
119. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-07 18:02:10 - [HTML]
119. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1997-05-07 19:20:56 - [HTML]
120. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1997-05-09 17:49:25 - [HTML]
121. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-05-12 12:17:52 - [HTML]
121. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-12 12:38:00 - [HTML]
121. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1997-05-12 12:45:50 - [HTML]
122. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-05-12 16:42:20 - [HTML]
122. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-05-12 17:07:19 - [HTML]
122. þingfundur - Ögmundur Jónasson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-05-12 17:08:28 - [HTML]

Þingmál A304 (eignarhald á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-03 17:41:35 - [HTML]

Þingmál A313 (íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-03-04 15:43:50 - [HTML]
83. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-03-04 16:17:04 - [HTML]

Þingmál A540 (lækkun fasteignaskatta)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-18 20:42:30 - [HTML]

Þingmál A593 (samningur um bann við framleiðslu efnavopna)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-04-28 17:54:20 - [HTML]

Þingmál B7 (þingmennskuafsal Ólafs Ragnars Grímssonar)

Þingræður:
0. þingfundur - Ragnar Arnalds (starfsaldursforseti) - Ræða hófst: 1996-10-01 14:31:33 - [HTML]

Þingmál B123 (skýrsla námsmanna um LÍN)

Þingræður:
33. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-12-03 14:42:24 - [HTML]

Þingmál B175 (kynferðisleg misnotkun á börnum)

Þingræður:
63. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1997-02-05 16:21:15 - [HTML]

Þingmál B262 (réttur alþingismanna til upplýsinga um fyrirtæki og stofnanir í ríkiseigu)

Þingræður:
95. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1997-03-20 13:33:52 - [HTML]
95. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1997-03-20 13:39:06 - [HTML]

Þingmál B290 (setning reglugerðar um tekjutryggingu almannatrygginga)

Þingræður:
105. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-17 13:36:57 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A57 (lögmenn)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-20 15:06:23 - [HTML]

Þingmál A69 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-11-11 15:04:11 - [HTML]

Þingmál A92 (rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-02-02 15:52:14 - [HTML]

Þingmál A96 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-25 14:49:32 - [HTML]

Þingmál A176 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-03-05 14:10:15 - [HTML]

Þingmál A178 (lækkun fasteignaskatta)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-10 17:18:44 - [HTML]

Þingmál A187 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-13 16:06:09 - [HTML]

Þingmál A201 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-30 17:46:17 - [HTML]

Þingmál A238 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-05 17:02:48 - [HTML]

Þingmál A287 (sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-04 11:19:50 - [HTML]
35. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1997-12-04 11:24:37 - [HTML]
35. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-12-04 11:57:01 - [HTML]
35. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-04 12:07:24 - [HTML]
35. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-04 12:09:22 - [HTML]
35. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 1997-12-04 12:42:35 - [HTML]
35. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1997-12-04 14:43:39 - [HTML]

Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1998-04-28 22:37:52 - [HTML]
114. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-04-29 13:03:40 - [HTML]
117. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-04 16:40:09 - [HTML]
121. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1998-05-08 11:30:25 - [HTML]
132. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-25 16:01:26 - [HTML]
132. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1998-05-25 17:35:13 - [HTML]

Þingmál A311 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-05 10:32:45 - [HTML]

Þingmál A323 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-09 13:54:24 - [HTML]

Þingmál A338 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1997-12-13 18:13:32 - [HTML]
42. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-13 18:36:01 - [HTML]
42. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-13 18:38:14 - [HTML]
42. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-13 18:40:30 - [HTML]
44. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1997-12-16 15:28:49 - [HTML]
50. þingfundur - Ágúst Einarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-20 12:08:47 - [HTML]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-05 18:06:42 - [HTML]
72. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-02-19 10:33:13 - [HTML]
72. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-19 11:20:02 - [HTML]
72. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-02-19 12:19:54 - [HTML]
124. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-11 17:06:57 - [HTML]
124. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-05-11 20:40:54 - [HTML]
124. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-05-11 23:47:08 - [HTML]
125. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-12 11:11:32 - [HTML]
133. þingfundur - Svavar Gestsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-26 16:14:36 - [HTML]
133. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-26 16:57:02 - [HTML]

Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1998-02-05 11:31:52 - [HTML]

Þingmál A425 (eignarhald á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-19 14:41:55 - [HTML]

Þingmál A441 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-02-12 14:55:51 - [HTML]
66. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-12 14:58:48 - [HTML]

Þingmál A465 (skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1998-02-19 17:12:45 - [HTML]

Þingmál A480 (gjald af áfengi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1909 - Komudagur: 1998-04-18 - Sendandi: Lögmenn Klapparstíg - [PDF]

Þingmál A507 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-05-15 20:55:25 - [HTML]

Þingmál A723 (skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
146. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1998-06-05 11:19:57 - [HTML]
146. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - Ræða hófst: 1998-06-05 11:33:56 - [HTML]
146. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-06-05 12:22:51 - [HTML]

Þingmál B57 (starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1996)

Þingræður:
11. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-10-16 15:07:14 - [HTML]

Þingmál B212 (túlkun þingskapa)

Þingræður:
64. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1998-02-11 14:03:12 - [HTML]

Þingmál B288 (frétt DV um umræður á Alþingi um vistun ungra afbrotamanna)

Þingræður:
99. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-03-31 13:55:48 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A91 (flutningur ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-04 15:00:36 - [HTML]

Þingmál A97 (dreifðir gagnagrunnar á heilbrigðissviði og persónuvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (þáltill.) útbýtt þann 1998-10-13 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A109 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-09 15:41:31 - [HTML]
36. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1998-12-09 21:31:48 - [HTML]

Þingmál A119 (áfengisauglýsingar)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-12-02 13:47:21 - [HTML]

Þingmál A146 (leiklistarlög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-10-22 12:58:04 - [HTML]

Þingmál A174 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-16 16:00:09 - [HTML]

Þingmál A183 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 1998-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A198 (aðbúnaður og kjör öryrkja)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1999-03-11 15:32:09 - [HTML]

Þingmál A254 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-19 11:11:03 - [HTML]
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-11-19 13:41:30 - [HTML]
28. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1998-11-19 17:25:15 - [HTML]
64. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-11 10:32:49 - [HTML]
64. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1999-02-11 11:03:24 - [HTML]
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-02-11 11:25:36 - [HTML]
64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-02-11 13:49:55 - [HTML]
64. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 1999-02-11 16:00:53 - [HTML]

Þingmál A324 (Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-12-10 19:49:03 - [HTML]
37. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 1998-12-10 20:16:39 - [HTML]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-18 10:34:23 - [HTML]
45. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-12-18 11:04:40 - [HTML]
45. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-18 12:48:20 - [HTML]
45. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1998-12-18 16:59:17 - [HTML]
45. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-18 17:24:02 - [HTML]
45. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-18 18:13:18 - [HTML]
45. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-12-18 18:20:51 - [HTML]
45. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 1998-12-18 20:57:02 - [HTML]
52. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-01-11 14:41:24 - [HTML]
52. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1999-01-11 18:04:40 - [HTML]
52. þingfundur - Kristinn Pétursson - Ræða hófst: 1999-01-11 21:03:49 - [HTML]
53. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1999-01-12 11:35:05 - [HTML]
53. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-01-12 12:23:06 - [HTML]
53. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1999-01-12 14:20:07 - [HTML]
53. þingfundur - Kristinn Pétursson - Ræða hófst: 1999-01-12 14:51:28 - [HTML]
55. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-01-13 11:32:31 - [HTML]
55. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1999-01-13 14:41:57 - [HTML]

Þingmál A365 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-19 10:42:21 - [HTML]
46. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-12-19 16:10:26 - [HTML]
46. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-12-19 17:09:55 - [HTML]

Þingmál A416 (kennsla í íslensku)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1999-02-03 15:19:05 - [HTML]

Þingmál A426 (skipun hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-17 14:58:18 - [HTML]
68. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-02-17 15:09:02 - [HTML]

Þingmál A475 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-11 18:29:56 - [HTML]

Þingmál B138 (dómur Hæstaréttar um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
33. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-04 14:17:20 - [HTML]
33. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-12-04 14:28:57 - [HTML]
33. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1998-12-04 14:33:15 - [HTML]

Þingmál B291 (svör við fyrirspurnum)

Þingræður:
73. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-26 10:35:20 - [HTML]

Löggjafarþing 124

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-06-10 10:38:10 - [HTML]
2. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1999-06-10 12:38:15 - [HTML]
5. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1999-06-15 11:52:16 - [HTML]
5. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 1999-06-15 12:16:10 - [HTML]
5. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 1999-06-15 12:43:41 - [HTML]

Þingmál B9 (stefnuræða forsætisráðherra)

Þingræður:
0. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-06-08 15:27:49 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A1 (fjárlög 2000)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 1999-12-10 15:22:32 - [HTML]

Þingmál A59 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-01 15:47:05 - [HTML]

Þingmál A69 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 393 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-12 13:48:12 - [HTML]

Þingmál A80 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (frumvarp) útbýtt þann 1999-10-12 13:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-12 12:47:22 - [HTML]

Þingmál A122 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-01 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (afnám gjalds á menn utan trúfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-03 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-10 15:16:16 - [HTML]

Þingmál A144 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-03-14 17:26:07 - [HTML]

Þingmál A157 (endurskoðun skattalöggjafarinnar)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-02-09 15:36:08 - [HTML]

Þingmál A160 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-10 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 480 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-17 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-12 10:35:00 - [HTML]
24. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 1999-11-12 10:41:44 - [HTML]
24. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1999-11-12 11:16:50 - [HTML]

Þingmál A172 (afnotaréttur nytjastofna á Íslandsmiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (þáltill.) útbýtt þann 1999-11-11 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A186 (framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1999-11-16 14:54:17 - [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-07 22:14:22 - [HTML]

Þingmál A219 (bifreiðagjald)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-03 10:33:11 - [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-11 16:49:42 - [HTML]
106. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-05-04 23:05:15 - [HTML]

Þingmál A227 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-02 12:26:32 - [HTML]

Þingmál A230 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-03 15:56:36 - [HTML]

Þingmál A249 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-03 18:31:08 - [HTML]
56. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-02-03 18:58:10 - [HTML]

Þingmál A258 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-07 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-07 15:33:36 - [HTML]
57. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2000-02-07 15:38:25 - [HTML]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-21 15:39:54 - [HTML]
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-02-21 16:02:08 - [HTML]
67. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-02-21 16:46:05 - [HTML]
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2000-02-21 17:13:17 - [HTML]
67. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-02-21 17:37:28 - [HTML]
67. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-02-21 17:49:01 - [HTML]

Þingmál A280 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-02-15 16:27:50 - [HTML]

Þingmál A291 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1999-12-17 16:56:38 - [HTML]

Þingmál A328 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Útlendingaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A338 (grundvöllur nýrrar fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (þáltill.) útbýtt þann 2000-02-14 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-20 18:03:01 - [HTML]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 2000-05-12 15:09:05 - [HTML]

Þingmál A450 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (frumvarp) útbýtt þann 2000-03-13 18:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A519 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1355 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-10 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1364 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-10 21:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-04-11 18:49:27 - [HTML]
97. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-04-11 23:35:52 - [HTML]
113. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2000-05-10 11:47:50 - [HTML]

Þingmál A551 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 853 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 1998)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1382 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-11 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A652 (skattfrelsi forseta Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2000-05-13 11:25:49 - [HTML]

Þingmál B179 (fjárhagsstaða sveitarfélaga)

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1999-12-03 13:48:47 - [HTML]

Þingmál B463 (stjórn fiskveiða)

Þingræður:
102. þingfundur - Sverrir Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-26 13:47:04 - [HTML]
102. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2000-04-26 14:35:14 - [HTML]
102. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-04-26 15:16:08 - [HTML]
102. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 2000-04-26 15:26:57 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A23 (grundvöllur nýrrar fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-04 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A25 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-10-16 18:07:24 - [HTML]
10. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-10-16 18:25:54 - [HTML]
10. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-16 18:56:56 - [HTML]

Þingmál A26 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2000-10-12 16:32:54 - [HTML]

Þingmál A27 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-03 19:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A76 (lagaráð)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-02-20 14:09:37 - [HTML]
73. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-02-20 14:59:02 - [HTML]
73. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2001-02-20 15:52:49 - [HTML]
73. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-02-20 16:40:55 - [HTML]
73. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2001-02-20 17:00:26 - [HTML]
73. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-20 17:23:12 - [HTML]
73. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-20 18:07:01 - [HTML]

Þingmál A133 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-27 15:58:21 - [HTML]
77. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2001-02-27 16:25:26 - [HTML]

Þingmál A147 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-18 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-02-27 16:56:22 - [HTML]

Þingmál A175 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-03-01 12:38:43 - [HTML]

Þingmál A192 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (frumvarp) útbýtt þann 2000-11-01 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-11-03 16:33:38 - [HTML]
110. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-04-24 14:32:00 - [HTML]

Þingmál A199 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-11-09 11:46:35 - [HTML]

Þingmál A209 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-19 17:21:06 - [HTML]

Þingmál A264 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 592 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-16 09:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A297 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-22 15:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A324 (Útflutningsráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2000-12-05 14:37:57 - [HTML]

Þingmál A329 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp) útbýtt þann 2000-12-05 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-05 16:01:58 - [HTML]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 660 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2001-01-22 10:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Halldór Blöndal (forseti) - Ræða hófst: 2001-01-17 10:39:23 - [HTML]
60. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-17 10:55:33 - [HTML]
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-01-17 12:16:26 - [HTML]
60. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2001-01-17 14:31:13 - [HTML]
60. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-17 15:01:26 - [HTML]
60. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-17 15:06:54 - [HTML]
60. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2001-01-17 15:13:33 - [HTML]
60. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-17 20:50:25 - [HTML]
60. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-17 20:52:42 - [HTML]
60. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 21:02:41 - [HTML]
60. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-17 22:11:51 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 23:29:56 - [HTML]
61. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-01-18 11:04:31 - [HTML]
61. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 11:44:55 - [HTML]
61. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 11:58:44 - [HTML]
61. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-01-18 12:01:32 - [HTML]
61. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2001-01-18 16:32:31 - [HTML]
61. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 19:56:19 - [HTML]
61. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 20:02:11 - [HTML]
63. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 10:47:06 - [HTML]
63. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-22 10:53:42 - [HTML]
63. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 11:59:15 - [HTML]
63. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2001-01-22 14:01:04 - [HTML]
63. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 14:31:56 - [HTML]
63. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 15:38:20 - [HTML]
63. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2001-01-22 16:25:10 - [HTML]
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 17:20:42 - [HTML]
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-01-22 17:38:08 - [HTML]
63. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-01-22 18:15:05 - [HTML]
63. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 2001-01-22 20:13:25 - [HTML]
63. þingfundur - Kristján Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 21:55:20 - [HTML]
63. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 21:57:11 - [HTML]
63. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 22:43:46 - [HTML]
63. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 22:47:55 - [HTML]
63. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2001-01-22 23:36:02 - [HTML]
64. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-23 11:03:15 - [HTML]
64. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-23 11:05:52 - [HTML]
64. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-01-23 14:31:08 - [HTML]
64. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2001-01-23 15:36:34 - [HTML]
64. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-23 17:16:32 - [HTML]
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-01-23 20:56:03 - [HTML]
64. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-23 21:25:42 - [HTML]
64. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-01-23 21:44:31 - [HTML]
64. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 2001-01-23 23:18:58 - [HTML]
64. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2001-01-23 23:48:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Ritari heilbrigðis- og trygginganefndar - Skýring: (afrit af dómi - lagt fram á fundi ht.) - [PDF]

Þingmál A399 (innflutningur á nautakjöti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (svar) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A412 (samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-26 15:57:18 - [HTML]

Þingmál A427 (setning reglna um kosningar skv. 26. gr. stjórnarskrár)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-28 14:07:42 - [HTML]
79. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-02-28 14:10:55 - [HTML]
79. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-02-28 14:16:23 - [HTML]

Þingmál A428 (skipan stjórnarskrárnefndar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-28 14:21:12 - [HTML]
79. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-02-28 14:24:31 - [HTML]

Þingmál A480 (stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2001-05-09 15:19:19 - [HTML]

Þingmál A541 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-03-12 15:50:44 - [HTML]
91. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2001-03-15 14:36:08 - [HTML]

Þingmál A550 (Evrópuráðsþingið 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 856 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-03-12 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A687 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-11 12:23:30 - [HTML]

Þingmál A731 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-11 14:42:12 - [HTML]
120. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2001-05-11 16:50:17 - [HTML]
128. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2001-05-18 22:33:05 - [HTML]

Þingmál A737 (kjaramál fiskimanna og fleira)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2001-05-14 10:47:38 - [HTML]
123. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-05-15 15:12:45 - [HTML]

Þingmál B9 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumræður))

Þingræður:
2. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-10-03 21:09:15 - [HTML]

Þingmál B256 (úrskurður forseta um frumvarp um málefni öryrkja)

Þingræður:
60. þingfundur - Sverrir Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-17 10:35:21 - [HTML]

Þingmál B270 (meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga hjá lögreglunni)

Þingræður:
66. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2001-02-08 10:58:08 - [HTML]

Þingmál B271 (bréf forsætisnefndar til Hæstaréttar)

Þingræður:
66. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-08 10:33:43 - [HTML]

Þingmál B291 (skýrsla auðlindanefndar)

Þingræður:
68. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-02-13 14:31:52 - [HTML]
68. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2001-02-13 15:02:21 - [HTML]

Þingmál B347 (eftirlitsskylda þingmanna með framkvæmd laga)

Þingræður:
83. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2001-03-07 13:50:27 - [HTML]

Þingmál B360 (dreifing á erótísku sjónvarpsefni)

Þingræður:
86. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-03-12 15:19:50 - [HTML]

Þingmál B416 (minnisblað ríkisstjórnarinnar í öryrkjamálinu)

Þingræður:
97. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2001-03-26 15:13:30 - [HTML]

Þingmál B544 (afbrigði)

Þingræður:
122. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2001-05-14 10:23:35 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A3 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-15 12:07:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2001-12-18 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A74 (jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (svar) útbýtt þann 2001-10-30 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A119 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-07 14:19:34 - [HTML]
73. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2002-02-07 14:48:23 - [HTML]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 511 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-08 12:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-13 20:32:05 - [HTML]

Þingmál A193 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2001-11-05 17:23:06 - [HTML]
21. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2001-11-05 18:08:02 - [HTML]

Þingmál A194 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1781 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A228 (skylduskil til safna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 858 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-02-25 17:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (afnám gjalds á menn utan trúfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (frumvarp) útbýtt þann 2002-01-24 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-07 17:47:34 - [HTML]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1173 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-10 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
132. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-29 21:50:52 - [HTML]
132. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-04-29 22:33:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1076 - Komudagur: 2002-03-08 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál A494 (almenn hegningarlög og lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 784 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-11 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A502 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (frumvarp) útbýtt þann 2002-02-14 11:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-02-14 14:23:36 - [HTML]
102. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-03-21 15:21:08 - [HTML]
103. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-03-22 16:29:19 - [HTML]
106. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-04-03 10:58:20 - [HTML]

Þingmál A518 (aðgerðir í skattamálum til styrktar landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2002-04-17 12:17:48 - [HTML]

Þingmál A519 (ÖSE-þingið 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-19 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (frumvarp) útbýtt þann 2002-02-18 18:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (endurskoðun jarðalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2002-02-26 18:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-17 11:58:18 - [HTML]
119. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-04-17 12:01:41 - [HTML]

Þingmál A562 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 15:52:21 - [HTML]
86. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-03-04 18:11:30 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 22:52:23 - [HTML]

Þingmál A650 (eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A653 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-04-19 14:41:19 - [HTML]

Þingmál A670 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-27 10:11:26 - [HTML]

Þingmál A714 (ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2002-05-02 20:17:53 - [HTML]

Þingmál B178 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000)

Þingræður:
41. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-03 18:39:45 - [HTML]

Þingmál B343 (svar við fyrirspurn)

Þingræður:
80. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2002-02-19 13:40:05 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A18 (samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-06 14:21:09 - [HTML]

Þingmál A24 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A64 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-11 16:54:10 - [HTML]

Þingmál A198 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 11:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-01 10:54:03 - [HTML]
20. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-01 11:15:20 - [HTML]
20. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-01 11:17:39 - [HTML]
51. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2002-12-11 14:23:14 - [HTML]

Þingmál A242 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A298 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 320 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-01 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-10 18:43:36 - [HTML]
75. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2003-02-10 18:55:37 - [HTML]
79. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2003-02-13 16:29:05 - [HTML]

Þingmál A411 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 514 (frumvarp) útbýtt þann 2002-12-03 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A674 (höfundaréttur)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-12 11:59:08 - [HTML]

Löggjafarþing 129

Þingmál B1 (rannsókn kjörbréfa)

Þingræður:
0. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2003-05-26 20:29:40 - [HTML]
1. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2003-05-27 13:40:42 - [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A3 (aldarafmæli heimastjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-06 16:16:56 - [HTML]
4. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2003-10-06 16:51:23 - [HTML]
4. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2003-10-06 16:57:54 - [HTML]
4. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2003-10-06 17:14:35 - [HTML]
4. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2003-10-06 17:22:47 - [HTML]
4. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2003-10-06 18:02:44 - [HTML]

Þingmál A10 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A14 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2003-10-28 15:52:10 - [HTML]

Þingmál A20 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2003-10-16 15:22:55 - [HTML]

Þingmál A40 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-07 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-17 16:48:11 - [HTML]

Þingmál A67 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-05 13:33:06 - [HTML]
21. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-11-05 13:36:22 - [HTML]
21. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-11-05 13:45:11 - [HTML]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-11 15:44:51 - [HTML]
48. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-11 15:47:11 - [HTML]
48. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-11 15:53:10 - [HTML]
48. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-11 15:57:29 - [HTML]
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-11 16:01:48 - [HTML]

Þingmál A98 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-08 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-06 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2003-10-09 17:35:08 - [HTML]
22. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-06 11:02:09 - [HTML]
22. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-06 12:11:25 - [HTML]
22. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2003-11-06 15:24:00 - [HTML]
22. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2003-11-06 17:08:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2003-10-30 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir lektor - [PDF]

Þingmál A147 (samkomudagur Alþingis og starfstími þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-13 17:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-01 16:58:20 - [HTML]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-03-04 11:49:05 - [HTML]
77. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-03-04 11:51:06 - [HTML]
77. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-03-04 12:26:16 - [HTML]

Þingmál A307 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1672 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-15 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-18 21:06:53 - [HTML]
29. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-18 21:10:53 - [HTML]

Þingmál A387 (réttarstaða íslenskrar tungu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (þáltill.) útbýtt þann 2003-12-02 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A411 (starfsmenn í hlutastörfum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-03-01 16:18:37 - [HTML]

Þingmál A447 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 929 - Komudagur: 2004-02-02 - Sendandi: Efling, stéttarfélag - Skýring: (ályktanir, mótmæli o.fl. frá ýmsum félögum) - [PDF]

Þingmál A453 (uppsögn af hálfu atvinnurekanda)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-23 17:56:48 - [HTML]
88. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-03-23 18:23:55 - [HTML]

Þingmál A458 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (frumvarp) útbýtt þann 2003-12-11 23:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-04 13:53:14 - [HTML]

Þingmál A551 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (þáltill.) útbýtt þann 2004-02-04 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-30 14:14:18 - [HTML]
107. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-30 14:51:25 - [HTML]
107. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-04-30 15:02:12 - [HTML]

Þingmál A565 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-11 16:22:26 - [HTML]

Þingmál A621 (Evrópuráðsþingið 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 929 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-23 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A749 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-30 10:59:47 - [HTML]

Þingmál A841 (gagnsæi og ritstjórnarlegt sjálfstæði á íslenskum fjölmiðlamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (þáltill.) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A868 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-05 18:07:26 - [HTML]

Þingmál A928 (greiðsluskylda ríkissjóðs umfram heimildir fjárlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1601 (svar) útbýtt þann 2004-05-10 22:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1618 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1724 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2004-05-19 10:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-03 23:43:45 - [HTML]
109. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2004-05-04 10:33:19 - [HTML]
112. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-11 14:34:24 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-11 15:59:29 - [HTML]
112. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 16:40:29 - [HTML]
112. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 20:02:15 - [HTML]
112. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-05-11 21:15:58 - [HTML]
113. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-05-12 21:18:25 - [HTML]
114. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2004-05-13 10:54:01 - [HTML]
114. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-05-13 11:45:43 - [HTML]
114. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2004-05-13 12:46:17 - [HTML]
114. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-13 17:22:42 - [HTML]
114. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-13 20:00:16 - [HTML]
114. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-13 21:15:23 - [HTML]
114. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-13 22:10:02 - [HTML]
114. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-13 22:26:13 - [HTML]
115. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2004-05-14 12:23:52 - [HTML]
115. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2004-05-14 14:26:32 - [HTML]
116. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-15 11:08:19 - [HTML]
116. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-05-15 11:38:22 - [HTML]
116. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-15 12:24:04 - [HTML]
116. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-15 14:34:47 - [HTML]
116. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2004-05-15 15:43:50 - [HTML]
116. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-05-15 16:43:53 - [HTML]
116. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2004-05-15 17:30:41 - [HTML]
116. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2004-05-15 18:41:30 - [HTML]
116. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2004-05-15 18:53:44 - [HTML]
120. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-19 11:07:31 - [HTML]
120. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2004-05-19 11:44:09 - [HTML]
120. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-19 12:10:02 - [HTML]
120. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-19 12:11:16 - [HTML]
120. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2004-05-19 21:17:39 - [HTML]
121. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-21 11:24:30 - [HTML]
121. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-05-21 12:14:17 - [HTML]
121. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-05-21 14:19:17 - [HTML]
121. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2004-05-21 15:28:37 - [HTML]
121. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-05-21 15:53:36 - [HTML]
121. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-05-21 17:17:54 - [HTML]
121. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-05-21 17:58:45 - [HTML]
121. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-21 20:01:34 - [HTML]
122. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-05-22 11:01:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]

Þingmál A982 (upptaka gerða í EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1589 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2004-05-05 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1685 (svar) útbýtt þann 2004-05-19 09:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1005 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-27 15:33:00 - [HTML]
129. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-05-27 15:35:59 - [HTML]

Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1894 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-07-20 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1898 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-07-21 12:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
134. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-07 11:28:12 - [HTML]
134. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-07-07 11:42:23 - [HTML]
134. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-07-07 13:33:04 - [HTML]
134. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-07-07 14:29:41 - [HTML]
136. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-21 13:33:06 - [HTML]
136. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-21 13:49:46 - [HTML]
136. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2004-07-21 16:53:19 - [HTML]
136. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2004-07-21 17:23:01 - [HTML]
136. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2004-07-21 18:03:00 - [HTML]
136. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2004-07-21 19:50:23 - [HTML]
136. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2004-07-21 20:06:21 - [HTML]
136. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2004-07-21 20:09:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2627 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Ragnar Aðalsteinsson hrl. - Skýring: (lagt fram á fundi allshn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2630 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Sigurður H. Líndal - [PDF]

Þingmál A1012 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1892 (frumvarp) útbýtt þann 2004-07-05 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
134. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-07 14:35:09 - [HTML]

Þingmál B96 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu)

Þingræður:
14. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-17 12:52:28 - [HTML]
14. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2003-10-17 13:08:09 - [HTML]

Þingmál B110 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2002)

Þingræður:
18. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2003-10-30 11:33:51 - [HTML]

Þingmál B205 (lögfræðiálit frá Lagastofnun HÍ)

Þingræður:
42. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2003-12-04 10:47:05 - [HTML]

Þingmál B213 (afgreiðsla fjárlaga)

Þingræður:
42. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2003-12-04 13:38:59 - [HTML]

Þingmál B498 (frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum)

Þingræður:
102. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-04-26 15:08:58 - [HTML]

Þingmál B524 (skýrsla um fjárframlög til stjórnmálaflokka)

Þingræður:
108. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-05-03 15:14:29 - [HTML]

Þingmál B527 (afgreiðsla mála úr nefndum)

Þingræður:
108. þingfundur - Halldór Blöndal (forseti) - Ræða hófst: 2004-05-03 15:24:37 - [HTML]

Þingmál B541 (þinghaldið og afgreiðsla fjölmiðlafrumvarps úr nefnd)

Þingræður:
111. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-05-10 22:36:09 - [HTML]

Þingmál B555 (afgreiðsla fjölmiðlafrumvarps)

Þingræður:
114. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-13 10:04:01 - [HTML]
114. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-05-13 10:20:01 - [HTML]

Þingmál B558 (afgreiðsla fjölmiðlafrumvarps)

Þingræður:
114. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-05-13 10:29:04 - [HTML]

Þingmál B587 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
124. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-05-24 19:53:16 - [HTML]

Þingmál B627 (fjölmiðlalög og þjóðaratkvæðagreiðsla)

Þingræður:
133. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-07-05 15:16:08 - [HTML]

Þingmál B631 (úrskurður forseta um frumvarp um fjölmiðlalög)

Þingræður:
134. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-07 11:05:50 - [HTML]
134. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-07-07 11:15:32 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A9 (breytingar á stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-02 13:57:57 - [HTML]
16. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - Ræða hófst: 2004-11-02 15:03:05 - [HTML]
16. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2004-11-02 15:19:40 - [HTML]

Þingmál A12 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-02-08 14:52:21 - [HTML]

Þingmál A30 (samkomudagur Alþingis og starfstími þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A37 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A38 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A50 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 16:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-14 17:52:18 - [HTML]
73. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-14 18:57:00 - [HTML]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-17 11:37:16 - [HTML]
76. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-17 11:51:16 - [HTML]
76. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-17 11:55:31 - [HTML]
76. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2005-02-17 12:41:31 - [HTML]
76. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-17 13:06:49 - [HTML]
76. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-17 13:11:02 - [HTML]
76. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-17 13:12:34 - [HTML]

Þingmál A70 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 15:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:59:19 - [HTML]
87. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-03-10 12:29:41 - [HTML]
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-10 12:49:15 - [HTML]
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-03-10 14:07:42 - [HTML]
87. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-10 14:16:23 - [HTML]
87. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-10 14:20:24 - [HTML]
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-10 14:22:43 - [HTML]

Þingmál A135 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A175 (íslenskun á ræðum æðstu embættismanna)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-03-14 18:23:24 - [HTML]

Þingmál A177 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-03-31 12:43:22 - [HTML]

Þingmál A184 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-13 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-02-24 11:24:49 - [HTML]

Þingmál A208 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-08 17:16:46 - [HTML]

Þingmál A266 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-14 15:46:55 - [HTML]

Þingmál A348 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Mörður Árnason - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2004-12-10 14:54:11 - [HTML]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-25 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (Ríkisútvarpið sem almannaútvarp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (þáltill.) útbýtt þann 2004-12-03 19:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (lokafjárlög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1348 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-06 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-02-07 18:19:24 - [HTML]

Þingmál A577 (Alþjóðavinnumálaþingin í Genf 2001--2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-24 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1327 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-04 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-07 17:50:17 - [HTML]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:18:59 - [HTML]
128. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-09 18:20:14 - [HTML]

Þingmál A681 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-07 14:41:37 - [HTML]

Þingmál A723 (framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-04-05 16:33:19 - [HTML]

Þingmál A738 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 16:05:23 - [HTML]

Þingmál B10 (ávarp forseta)

Þingræður:
0. þingfundur - Halldór Blöndal (forseti) - Ræða hófst: 2004-10-01 14:52:35 - [HTML]

Þingmál B40 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-10-04 22:03:42 - [HTML]

Þingmál B463 (mælendaskrá í athugasemdaumræðu)

Þingræður:
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-12-07 14:21:06 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A48 (samkomudagur Alþingis og starfstími þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-13 12:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-10 16:42:41 - [HTML]

Þingmál A53 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 19:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1595 - Komudagur: 2006-04-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A180 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-06 16:27:11 - [HTML]
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-08 20:01:16 - [HTML]
85. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2006-03-14 20:37:03 - [HTML]
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-15 21:02:12 - [HTML]

Þingmál A285 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-11-08 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A311 (brottfall laga um búnaðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (frumvarp) útbýtt þann 2005-11-14 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-16 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A345 (verslunaratvinna)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - Ræða hófst: 2005-12-08 14:17:45 - [HTML]

Þingmál A365 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 973 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-03-22 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-29 17:11:51 - [HTML]
94. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-28 15:44:08 - [HTML]

Þingmál A388 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-05-04 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2006-01-31 20:43:51 - [HTML]
120. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 15:22:02 - [HTML]

Þingmál A417 (Kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 634 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-17 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 652 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-01-20 09:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-17 14:05:17 - [HTML]
44. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-01-17 15:43:00 - [HTML]
44. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-17 17:45:02 - [HTML]
47. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-20 11:40:11 - [HTML]
47. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-20 12:09:12 - [HTML]
47. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-20 12:11:28 - [HTML]
47. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-20 13:50:04 - [HTML]
47. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-20 13:52:15 - [HTML]
47. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-20 15:18:13 - [HTML]
47. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-01-20 15:26:49 - [HTML]

Þingmál A432 (almenn hegningarlög og skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 650 (frumvarp) útbýtt þann 2006-01-19 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A448 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-06 16:31:30 - [HTML]
59. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-02-06 18:24:38 - [HTML]
59. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-06 19:25:01 - [HTML]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-20 20:53:20 - [HTML]

Þingmál A695 (eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-11 20:42:50 - [HTML]

Þingmál B527 (tóbaksvarnalög -- eftirlaunafrumvarp -- starfsáætlun þingsins)

Þingræður:
104. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-19 12:04:18 - [HTML]
104. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2006-04-19 12:10:40 - [HTML]
104. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-04-19 12:26:02 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A12 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-03 14:45:08 - [HTML]

Þingmál A16 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-31 17:09:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2006-11-29 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A21 (almenn hegningarlög og skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-02 15:59:09 - [HTML]
19. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-02 16:41:22 - [HTML]

Þingmál A71 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A175 (búnaðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 175 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (gatnagerðargjald)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2006-12-08 10:50:02 - [HTML]

Þingmál A236 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-12-08 - Sendandi: Magnús Helgi Árnason hdl. - Skýring: (sent fh. nokkurra útgerðarfyrirtækja) - [PDF]

Þingmál A272 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 730 - Komudagur: 2007-01-18 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A415 (vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-29 18:19:26 - [HTML]

Þingmál A437 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-06 10:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1158 - Komudagur: 2007-02-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A464 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-08 18:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-03-13 17:18:15 - [HTML]

Þingmál A522 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A531 (samkomudagur Alþingis og starfstími þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (frumvarp) útbýtt þann 2007-01-29 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (varnir gegn landbroti)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2007-03-01 14:33:36 - [HTML]
83. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-03-01 14:45:17 - [HTML]
83. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-03-01 18:09:31 - [HTML]

Þingmál A644 (Verðlagsstofa skiptaverðs o.fl.)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2007-02-26 22:38:03 - [HTML]

Þingmál A652 (samningar um gagnkvæma réttaraðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 971 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-26 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-15 16:26:00 - [HTML]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (frumvarp) útbýtt þann 2007-03-08 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-12 15:43:14 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 16:04:40 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2007-03-12 16:13:21 - [HTML]
86. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 17:16:00 - [HTML]
86. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 17:38:36 - [HTML]
86. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 17:41:23 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-12 17:47:00 - [HTML]
86. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-03-12 18:14:19 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 19:12:21 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 19:15:28 - [HTML]
86. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-03-12 21:01:32 - [HTML]
86. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2007-03-12 21:19:08 - [HTML]
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-12 21:59:50 - [HTML]
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 22:18:44 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2007-03-12 22:27:27 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 22:49:44 - [HTML]
86. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 22:51:39 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 22:52:56 - [HTML]
86. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-12 22:55:20 - [HTML]
86. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 23:39:07 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 23:58:34 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 23:59:31 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-13 00:03:15 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-13 00:05:17 - [HTML]
86. þingfundur - Ingvi Hrafn Óskarsson - Ræða hófst: 2007-03-13 00:35:16 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-03-13 02:05:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2007-03-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - Skýring: (umsögn og ritgerð) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1605 - Komudagur: 2007-03-14 - Sendandi: Eiríkur Tómasson og Björg Thorarensen - [PDF]

Þingmál A693 (umhverfismengun af völdum einnota umbúða)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2007-03-13 11:09:21 - [HTML]

Þingmál A706 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (frumvarp) útbýtt þann 2007-03-15 18:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1385 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 20:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1404 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 23:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B155 (skerðing lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja)

Þingræður:
12. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2006-10-16 15:58:17 - [HTML]

Þingmál B522 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
88. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-14 20:05:18 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Gunnar Svavarsson - Ræða hófst: 2007-10-04 11:39:17 - [HTML]

Þingmál A11 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-03 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-30 15:34:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 351 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A22 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-31 15:11:47 - [HTML]

Þingmál A31 (brottfall laga um búnaðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-31 14:04:56 - [HTML]
15. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-31 14:53:03 - [HTML]
15. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2007-10-31 15:06:23 - [HTML]

Þingmál A45 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-19 18:36:24 - [HTML]

Þingmál A46 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-06 16:51:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 670 - Komudagur: 2007-12-03 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A53 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2008-03-27 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A58 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-17 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 12:35:09 - [HTML]

Þingmál A65 (notkun raflagna og raffanga á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-11-01 10:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-10-09 18:09:34 - [HTML]
16. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-01 15:59:55 - [HTML]
16. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-11-01 16:33:08 - [HTML]
16. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-11-01 16:46:53 - [HTML]
16. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-01 17:18:41 - [HTML]
18. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-11-05 15:45:17 - [HTML]
18. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-05 16:15:27 - [HTML]
18. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-05 16:16:31 - [HTML]

Þingmál A77 (staða íslenskrar tungu)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-10-10 14:04:48 - [HTML]

Þingmál A107 (mannréttindabrot og fangabúðir í Guantanamo)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-17 16:39:14 - [HTML]

Þingmál A129 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-10-18 16:43:58 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 17:02:15 - [HTML]

Þingmál A134 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-30 14:43:58 - [HTML]
55. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-01-30 14:51:51 - [HTML]
55. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2008-01-30 15:03:33 - [HTML]

Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3013 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A168 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-04 15:37:27 - [HTML]
58. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2008-02-04 15:52:27 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-02-04 16:00:56 - [HTML]
58. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-04 16:10:03 - [HTML]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-05 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 988 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 09:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A203 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2007-12-03 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2007-12-11 21:16:02 - [HTML]

Þingmál A270 (listgreinakennsla í framhaldsskólum)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-23 15:08:31 - [HTML]

Þingmál A272 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-21 18:10:22 - [HTML]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Jón Bjarnason - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2008-05-23 00:50:18 - [HTML]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A290 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-13 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A307 (einkaleyfi handa Háskóla Íslands til útgáfu almanaks)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2007-12-07 18:50:47 - [HTML]

Þingmál A325 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2008-03-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A339 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-29 14:36:26 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-04-29 17:48:25 - [HTML]

Þingmál A350 (Ísland á innri markaði Evrópu)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-01-31 11:23:46 - [HTML]
57. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-01-31 12:40:28 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-02-11 18:40:56 - [HTML]
63. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - Ræða hófst: 2008-02-11 18:52:13 - [HTML]
113. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-05-29 16:39:44 - [HTML]
113. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-05-29 17:13:34 - [HTML]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2073 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2078 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2198 - Komudagur: 2008-04-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A376 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2082 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-05-15 21:10:28 - [HTML]

Þingmál A387 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-21 11:46:53 - [HTML]

Þingmál A403 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-02-21 17:03:58 - [HTML]
71. þingfundur - Jón Magnússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-27 15:33:08 - [HTML]
73. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 16:44:45 - [HTML]
73. þingfundur - Jón Magnússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2008-03-03 17:37:59 - [HTML]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1062 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1098 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-23 20:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-28 15:22:25 - [HTML]
72. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-02-28 16:25:59 - [HTML]
72. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-28 16:54:52 - [HTML]
72. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-02-28 17:00:56 - [HTML]
72. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-28 17:16:21 - [HTML]
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-28 19:49:24 - [HTML]
108. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-26 10:10:35 - [HTML]
108. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-26 11:25:12 - [HTML]
108. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-26 20:01:05 - [HTML]
113. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2008-05-29 12:20:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 2008-04-02 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2124 - Komudagur: 2008-04-10 - Sendandi: Akraneskaupstaður - Skýring: (sbr. ums. Orkuveitu Reykjavíkur) - [PDF]

Þingmál A500 (lokafjárlög 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 19:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Gunnar Svavarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-28 15:16:55 - [HTML]
111. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-28 16:33:12 - [HTML]

Þingmál A540 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 11:43:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2961 - Komudagur: 2008-05-16 - Sendandi: REMAX-fasteignasala - Skýring: (álitsgerð o.fl.) - [PDF]

Þingmál A574 (framganga lögreglu gagnvart mótmælendum stóriðjuframkvæmda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2008-04-08 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1308 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-09-02 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-09-04 11:47:57 - [HTML]
118. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-09-04 12:24:07 - [HTML]
122. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-09-11 16:07:10 - [HTML]

Þingmál A665 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-09-12 11:32:12 - [HTML]

Þingmál B50 (fjárheimildir til endurnýjunar Grímseyjarferju)

Þingræður:
10. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-10-16 14:39:12 - [HTML]

Þingmál B333 (eignarhald á auðlindum)

Þingræður:
59. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-02-05 13:55:36 - [HTML]

Þingmál B354 (hugmyndir um uppkaup á mjólkurkvóta)

Þingræður:
62. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-07 10:56:29 - [HTML]

Þingmál B812 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)

Þingræður:
113. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 16:11:37 - [HTML]

Þingmál B837 (stefna ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum)

Þingræður:
117. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-09-03 14:34:32 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A1 (fjárlög 2009)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-15 11:44:13 - [HTML]

Þingmál A6 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-14 15:17:13 - [HTML]

Þingmál A15 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-03 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-19 17:17:18 - [HTML]

Þingmál A28 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-12-17 14:19:28 - [HTML]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-14 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A55 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-04 17:05:30 - [HTML]

Þingmál A58 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-01-20 15:23:24 - [HTML]

Þingmál A80 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-10-06 22:36:05 - [HTML]

Þingmál A118 (hæfi við ákvarðanir er varða Kaupþing)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-11-12 14:38:08 - [HTML]

Þingmál A119 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-11-11 14:46:42 - [HTML]

Þingmál A125 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-24 14:46:56 - [HTML]

Þingmál A153 (kaup á verðbréfum úr peningamarkaðssjóðum Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-11-13 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 306 (svar) útbýtt þann 2008-12-10 15:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (fjármögnun á kaupum á verðbréfum úr peningamarkaðssjóðum Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-11-13 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 277 (svar) útbýtt þann 2008-12-08 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A177 (samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-27 17:43:56 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-05 17:55:30 - [HTML]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2008-11-27 15:09:43 - [HTML]

Þingmál A198 (íslensk málstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-05 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A213 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-09 13:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A228 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-11 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A243 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-16 16:10:06 - [HTML]

Þingmál A246 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-16 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-18 21:57:40 - [HTML]
64. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2008-12-20 14:10:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2008-12-19 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A253 (peningamarkaðs- og skammtímasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2008-12-18 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 925 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2009-04-07 18:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1013 - Komudagur: 2009-03-04 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A273 (kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 490 (frumvarp) útbýtt þann 2009-01-22 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A286 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 512 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-06 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-02-17 15:42:14 - [HTML]
82. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-17 16:10:54 - [HTML]
82. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-17 16:39:47 - [HTML]
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-02-17 17:07:50 - [HTML]

Þingmál A295 (stjórnarskrárbreytingar og stjórnlagaþing)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-03-04 14:49:09 - [HTML]

Þingmál A318 (bráðabirgðalög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-11 12:34:14 - [HTML]

Þingmál A346 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (álit) útbýtt þann 2009-02-26 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A368 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 2009-03-04 18:04:25 - [HTML]
94. þingfundur - Geir H. Haarde - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-04 18:28:03 - [HTML]
94. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-04 18:49:46 - [HTML]
95. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 2009-03-05 18:38:41 - [HTML]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 648 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-04 19:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 881 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-04-01 18:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 892 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2009-04-02 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-06 15:26:34 - [HTML]
96. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-06 15:50:55 - [HTML]
98. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 2009-03-10 16:02:46 - [HTML]
98. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-03-10 17:07:12 - [HTML]
98. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-03-10 17:32:30 - [HTML]
98. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 2009-03-10 18:06:41 - [HTML]
98. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-03-10 21:12:59 - [HTML]
98. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-03-10 21:38:41 - [HTML]
100. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-11 14:48:57 - [HTML]
100. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-11 15:37:29 - [HTML]
124. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-02 14:40:52 - [HTML]
124. þingfundur - Björn Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-02 15:09:58 - [HTML]
124. þingfundur - Björn Bjarnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-02 16:12:20 - [HTML]
124. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-02 16:52:49 - [HTML]
124. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-04-02 21:52:19 - [HTML]
124. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-04-03 01:15:03 - [HTML]
125. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-03 12:00:47 - [HTML]
125. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-04-03 14:27:20 - [HTML]
125. þingfundur - Björn Bjarnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-04-03 17:33:33 - [HTML]
125. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-04-03 18:05:30 - [HTML]
125. þingfundur - Herdís Þórðardóttir - Ræða hófst: 2009-04-04 00:09:32 - [HTML]
126. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-04 13:46:39 - [HTML]
126. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-04 15:03:47 - [HTML]
127. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-06 22:00:42 - [HTML]
127. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-06 23:08:39 - [HTML]
127. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-06 23:51:56 - [HTML]
127. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-04-07 00:35:31 - [HTML]
127. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-07 00:57:36 - [HTML]
128. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-07 11:38:30 - [HTML]
128. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-04-07 12:18:04 - [HTML]
128. þingfundur - Björn Bjarnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-04-07 14:27:25 - [HTML]
128. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-07 14:58:17 - [HTML]
130. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-04-08 10:29:56 - [HTML]
130. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-08 10:54:30 - [HTML]
130. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-08 11:12:59 - [HTML]
131. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-04-14 15:43:56 - [HTML]
131. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-15 01:42:34 - [HTML]
134. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-17 14:15:40 - [HTML]
134. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 2009-04-17 14:23:34 - [HTML]
134. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-17 14:30:25 - [HTML]
134. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-04-17 14:35:23 - [HTML]
134. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-04-17 14:51:19 - [HTML]
134. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-17 15:38:14 - [HTML]
134. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-17 15:39:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Norðurál hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Ragnar Árnason og Birgir Þór Runólfsson Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1390 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-04-01 21:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
134. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-17 16:42:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2009-03-19 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (skattaleg atriði) - [PDF]

Þingmál A408 (lokafjárlög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-31 17:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A452 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-25 20:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A453 (Evrópuráðsþingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 828 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-30 12:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B16 (efnahagsmál og umræða um fjárlög 2009)

Þingræður:
3. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2008-10-03 10:40:12 - [HTML]

Þingmál B508 (stefna ríkisstjórnarinnar, skýrsla forsrh.)

Þingræður:
74. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-02-04 21:15:43 - [HTML]

Þingmál B618 (setning neyðarlaganna)

Þingræður:
84. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-19 10:38:46 - [HTML]

Þingmál B805 (kostnaður við stjórnlagaþing)

Þingræður:
105. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-03-17 13:55:06 - [HTML]

Þingmál B862 (vinnuhópur um eftirlitshlutverk þingsins o.fl.)

Þingræður:
113. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 2009-03-25 13:57:55 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-07-09 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-28 14:25:27 - [HTML]
38. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-10 12:49:18 - [HTML]
38. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 21:59:21 - [HTML]
43. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 21:19:58 - [HTML]
45. þingfundur - Illugi Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-07-16 12:49:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 309 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Jón Valur Jensson - [PDF]
Dagbókarnúmer 487 - Komudagur: 2009-06-30 - Sendandi: Björg Thorarensen og Davíð Þór Björgvinsson - Skýring: (ferill ESB-máls) - [PDF]

Þingmál A54 (undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Jón Valur Jensson - [PDF]
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2009-06-30 - Sendandi: Björg Thorarensen og Davíð Þór Björgvinsson - Skýring: (ferill ESB-máls) - [PDF]

Þingmál A57 (lokafjárlög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-06-18 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-22 16:05:13 - [HTML]

Þingmál A85 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-07-01 20:13:08 - [HTML]

Þingmál A117 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (frumvarp) útbýtt þann 2009-06-18 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-06-22 19:36:39 - [HTML]

Þingmál A118 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A125 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-22 17:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-30 18:15:24 - [HTML]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A161 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-23 20:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A164 (stjórnlagaþing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-24 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B55 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2009-05-15 14:17:43 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A5 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-05 11:14:47 - [HTML]

Þingmál A12 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-13 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-05 18:18:12 - [HTML]

Þingmál A16 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-19 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 258 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-19 11:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 599 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-12-23 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 601 (frhnál. með frávt.) útbýtt þann 2009-12-28 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 602 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 2009-12-28 13:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-19 16:15:30 - [HTML]
33. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-11-27 12:38:25 - [HTML]
33. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-11-27 17:47:24 - [HTML]
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-27 19:01:25 - [HTML]
34. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 13:42:07 - [HTML]
35. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-11-30 19:11:06 - [HTML]
36. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-12-03 04:57:11 - [HTML]
37. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 16:24:15 - [HTML]
37. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-12-03 21:03:45 - [HTML]
38. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-12-04 16:09:00 - [HTML]
38. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-04 16:36:56 - [HTML]
39. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-05 11:26:07 - [HTML]
39. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-05 11:35:09 - [HTML]
40. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-07 21:01:29 - [HTML]
40. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-08 00:46:01 - [HTML]
63. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-28 14:00:01 - [HTML]
63. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-28 16:25:54 - [HTML]
63. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2009-12-28 17:15:48 - [HTML]

Þingmál A112 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-12 11:36:08 - [HTML]

Þingmál A152 (stjórnlagaþing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1208 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-04 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1354 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2010-06-14 22:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-12 17:07:11 - [HTML]
133. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-06-08 14:03:10 - [HTML]
133. þingfundur - Ólöf Nordal (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-06-08 14:46:14 - [HTML]
133. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-06-08 20:39:42 - [HTML]
133. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-08 22:55:54 - [HTML]
134. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2010-06-09 18:08:34 - [HTML]
137. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-11 20:47:34 - [HTML]
138. þingfundur - Birgir Ármannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-06-12 11:19:23 - [HTML]

Þingmál A168 (réttarbætur fyrir transfólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-06 15:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A256 (tekjuöflun ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A263 (fjárfestingarsamningar og atvinnugreinar)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-04-21 12:34:53 - [HTML]

Þingmál A273 (atvinnuleysistryggingar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 663 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A286 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-19 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A318 (breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-08 12:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A352 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-01-08 18:55:25 - [HTML]

Þingmál A382 (vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-23 16:44:13 - [HTML]
120. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2010-05-10 17:47:47 - [HTML]

Þingmál A383 (afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2730 - Komudagur: 2010-06-08 - Sendandi: Haukur Arnþórsson o.fl. - [PDF]

Þingmál A390 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-23 14:39:33 - [HTML]
119. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2010-05-07 14:44:20 - [HTML]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Skjárinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1676 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]

Þingmál A448 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-16 14:52:23 - [HTML]

Þingmál A457 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-23 16:50:36 - [HTML]

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-03-25 14:37:03 - [HTML]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A545 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan íslenskrar fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (þáltill.) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A547 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2577 - Komudagur: 2010-05-27 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A574 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1279 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-10 19:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-27 16:28:49 - [HTML]
113. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-04-27 17:12:13 - [HTML]
137. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-11 21:08:19 - [HTML]

Þingmál A578 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2782 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (réttur grunnskólabarna til náms í framh.sk.áföngu - [PDF]

Þingmál A597 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (frumvarp) útbýtt þann 2010-04-27 17:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A652 (aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1210 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A659 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-24 12:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-10 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A661 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1444 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-09-02 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Atli Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-24 14:59:11 - [HTML]

Þingmál A665 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
163. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-09-20 12:07:22 - [HTML]
167. þingfundur - Atli Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-09-27 13:58:34 - [HTML]
167. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2010-09-27 15:07:49 - [HTML]
167. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-09-27 15:19:24 - [HTML]
167. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-27 18:55:18 - [HTML]
168. þingfundur - Atli Gíslason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-28 12:58:15 - [HTML]

Þingmál A707 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
164. þingfundur - Magnús Orri Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-09-21 17:31:16 - [HTML]

Þingmál B266 (vísun Icesave aftur til nefndar)

Þingræður:
30. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-24 20:07:22 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A5 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A44 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-07 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-20 18:35:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 791 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A49 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A77 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (nýjar nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og hópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (svar) útbýtt þann 2010-11-25 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A105 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-20 17:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-22 13:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-22 15:24:37 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 16:24:49 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 17:14:34 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 17:19:00 - [HTML]
77. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-02-23 14:36:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-14 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A152 (greiðsluaðlögun einstaklinga o.fl.)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-29 17:25:38 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-30 15:24:16 - [HTML]
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-11-30 15:26:42 - [HTML]

Þingmál A188 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-11-18 12:27:06 - [HTML]
31. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-18 12:45:31 - [HTML]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-24 14:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 565 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Samband íslenskra auglýsingastofa, Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A200 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-16 21:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2011-02-01 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 20:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-17 15:40:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 416 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf - [PDF]

Þingmál A211 (skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1524 - Komudagur: 2011-02-28 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A214 (heilbrigðisþjónusta og málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1360 - Komudagur: 2011-02-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A246 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-01-17 16:11:35 - [HTML]

Þingmál A298 (stjórn vatnamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 2011-02-17 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (svör við spurn.) - [PDF]

Þingmál A301 (kjarasamningar opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-12-17 10:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-12-18 01:14:48 - [HTML]
55. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-12-18 14:11:24 - [HTML]
55. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-12-18 14:13:01 - [HTML]

Þingmál A348 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1497 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-05-26 16:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1902 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-13 15:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1558 - Komudagur: 2011-03-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-16 02:13:12 - [HTML]

Þingmál A533 (staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 870 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-17 15:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1467 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-18 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-24 11:15:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1855 - Komudagur: 2011-03-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A549 (skipun stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 930 (þáltill.) útbýtt þann 2011-02-28 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1028 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-14 19:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-02 16:05:54 - [HTML]
84. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-02 18:15:02 - [HTML]
85. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-03-03 15:11:48 - [HTML]
93. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-15 18:43:24 - [HTML]
97. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-03-22 21:31:44 - [HTML]
98. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-23 17:00:03 - [HTML]

Þingmál A581 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 50/2010 um breytingu á IX. og XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-17 16:05:28 - [HTML]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breyt. á XIII. viðauka við EES-samninginn, reglugerð nr. 216/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-09 17:36:45 - [HTML]

Þingmál A650 (safnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2418 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg, menningar- og ferðamálasvið - [PDF]

Þingmál A658 (endurskoðun á núverandi kirkjuskipan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (þáltill.) útbýtt þann 2011-03-30 13:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1857 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-06 10:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-03 16:15:17 - [HTML]
117. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-05-04 16:13:20 - [HTML]
160. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-09-08 19:35:14 - [HTML]
163. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-09-14 22:20:20 - [HTML]
165. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-09-16 20:04:20 - [HTML]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1857 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-06 10:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-05 16:42:19 - [HTML]

Þingmál A678 (fullgilding Árósasamnings um aðgang að upplýsingum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2380 - Komudagur: 2011-05-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (afrit af ums. til umhvn. um 708. og 709. mál) - [PDF]

Þingmál A706 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1628 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-06 12:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (fullgilding Árósasamningsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2352 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A714 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (þáltill.) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2470 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Internet á Íslandi hf.(Logos lögm.þjónusta) - [PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A727 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1649 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 17:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A734 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A741 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1272 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-10 16:31:52 - [HTML]
120. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-05-10 16:55:01 - [HTML]

Þingmál A769 (landsdómur)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 15:06:34 - [HTML]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1643 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-12 12:44:40 - [HTML]
143. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-07 16:38:28 - [HTML]
158. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-09-06 12:28:52 - [HTML]
159. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 12:45:22 - [HTML]

Þingmál A789 (stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1601 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-01 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A797 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-05-20 13:42:04 - [HTML]

Þingmál A822 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1463 (álit) útbýtt þann 2011-05-19 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 21:12:25 - [HTML]
138. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-31 14:58:51 - [HTML]
138. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-31 19:06:02 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-31 19:08:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2868 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2873 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (LÍÚ, SF og SA) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2881 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Kristinn H. Gunnarsson o.fl. - [PDF]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-03 12:12:01 - [HTML]
140. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-06-03 16:32:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3050 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: LÍÚ, SF og SA - Skýring: (ums., álit LEX og mb. Deloitte) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3053 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: Áhugamannahópur um sjávarútvegsmál - Betra kerfi - [PDF]
Dagbókarnúmer 3096 - Komudagur: 2011-09-29 - Sendandi: Lilja Rafney Magnúsdóttir form. sjávarútv.- og landbún.nefndar - Skýring: (afrit af bréfi til sjávarútv.- og landbún.ráðherr - [PDF]

Þingmál A839 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1510 (frumvarp) útbýtt þann 2011-05-20 13:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3049 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: Áhugamannahópur um sjávarútvegsmál - Betra kerfi - [PDF]

Þingmál B523 (útgáfa vegabréfs til íslensks ríkisborgara)

Þingræður:
66. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-01-27 10:34:22 - [HTML]

Þingmál B701 (þingsályktunartillaga um skipun stjórnlagaráðs)

Þingræður:
84. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-03-02 16:01:44 - [HTML]

Þingmál B948 (flutningur Landhelgisgæslunnar -- fundur nefndar þingmanna og Evrópuþingsins o.fl.)

Þingræður:
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-05-03 14:15:42 - [HTML]

Þingmál B1113 (formsatriði við framlagningu frumvarpa)

Þingræður:
135. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-30 15:01:06 - [HTML]
135. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-30 15:05:24 - [HTML]

Þingmál B1142 (frumvörp um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
140. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2011-06-03 13:57:16 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-12-06 23:11:42 - [HTML]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-11 14:46:20 - [HTML]
6. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-10-11 15:06:59 - [HTML]
6. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-11 15:39:38 - [HTML]
6. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2011-10-11 15:45:19 - [HTML]
6. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2011-10-11 16:17:27 - [HTML]
6. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-10-11 20:47:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2011-10-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - Skýring: (samanburður á stjórnlögum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Hjalti Hugason prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 411 - Komudagur: 2011-11-24 - Sendandi: Íslensk málnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Hrafn Gunnlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Landssamtök landeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - Skýring: (um 74. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 614 - Komudagur: 2011-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Jón Sigurðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Jóhann Ólafsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2012-01-18 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 1346 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: Lýðræðissetrið, Arnþór Helgason - [PDF]
Dagbókarnúmer 1516 - Komudagur: 2012-03-12 - Sendandi: Stjórnlagaráð - Skýring: (skilabréf v. fundar 8.-11. mars 2012) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2012-03-08 - Sendandi: Pétur Blöndal alþingismaður - [PDF]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-04 17:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-21 15:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-06 11:59:25 - [HTML]
5. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-06 12:21:04 - [HTML]
5. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-10-06 13:30:51 - [HTML]
59. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-21 15:35:54 - [HTML]
59. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-02-21 18:25:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 615 - Komudagur: 2011-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A9 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 21 - Komudagur: 2011-11-03 - Sendandi: Marinó G. Njálsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Hagar hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A43 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-10-20 15:04:38 - [HTML]

Þingmál A57 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-05 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 10:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A59 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-20 18:12:23 - [HTML]

Þingmál A68 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-01 14:12:05 - [HTML]
65. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-01 14:53:11 - [HTML]
65. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-01 14:55:17 - [HTML]
65. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-03-01 15:01:17 - [HTML]

Þingmál A136 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 298 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A137 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 15:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (fjársýsluskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 296 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A202 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-01 12:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A225 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 803 - Komudagur: 2011-12-14 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A349 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 908 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2012-02-28 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 910 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-29 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - Ræða hófst: 2012-01-20 20:32:07 - [HTML]
46. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 20:40:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A483 (auðlegðarskattur, eignarnám og skattlagning)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-30 16:17:43 - [HTML]
91. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-04-30 16:29:52 - [HTML]

Þingmál A508 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-22 15:59:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1551 - Komudagur: 2012-03-16 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A509 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1632 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: KFUM og KFUK - [PDF]
Dagbókarnúmer 1633 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Biskup Íslands - [PDF]

Þingmál A622 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1644 - Komudagur: 2012-03-27 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn - [PDF]

Þingmál A634 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1016 (álit) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1100 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-03-29 10:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1375 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-05-16 21:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1377 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-05-16 21:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2012-03-29 14:28:01 - [HTML]
80. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-29 16:52:37 - [HTML]
80. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-03-29 17:45:31 - [HTML]
80. þingfundur - Telma Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-29 18:24:40 - [HTML]
80. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-03-29 20:44:39 - [HTML]
80. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-03-29 22:28:55 - [HTML]
100. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-05-16 16:37:45 - [HTML]
100. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-16 16:45:44 - [HTML]
100. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-16 18:41:24 - [HTML]
101. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 16:56:16 - [HTML]
101. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 17:19:51 - [HTML]
101. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 17:52:57 - [HTML]
101. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 17:59:35 - [HTML]
101. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 18:01:55 - [HTML]
101. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-18 18:43:43 - [HTML]
101. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 20:49:07 - [HTML]
101. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-18 21:14:17 - [HTML]
101. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 21:24:00 - [HTML]
101. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 22:35:23 - [HTML]
101. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 22:39:49 - [HTML]
102. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-19 11:07:39 - [HTML]
102. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-05-19 14:16:35 - [HTML]
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 20:50:33 - [HTML]
104. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 22:10:19 - [HTML]
104. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-05-21 22:29:16 - [HTML]
105. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-22 14:12:12 - [HTML]
105. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 15:15:03 - [HTML]
106. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-05-24 12:49:41 - [HTML]
106. þingfundur - Bjarni Benediktsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-05-24 14:07:39 - [HTML]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1885 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1889 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2222 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (lagt fram á fundi - um 657. og 658. mál) - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1432 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-31 17:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1435 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-01 11:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 14:19:49 - [HTML]
111. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 15:40:49 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-02 00:01:20 - [HTML]
111. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-02 00:03:34 - [HTML]
111. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-02 00:07:06 - [HTML]
112. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-06-04 19:44:54 - [HTML]
113. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-05 14:33:41 - [HTML]
113. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-05 22:57:21 - [HTML]
114. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-06 12:13:01 - [HTML]
114. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-06 12:15:26 - [HTML]
114. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - Ræða hófst: 2012-06-06 18:21:52 - [HTML]
115. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-07 15:44:07 - [HTML]
115. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-07 17:41:52 - [HTML]
116. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-06-08 14:54:27 - [HTML]
116. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-08 18:16:47 - [HTML]
116. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-08 18:52:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ9 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1900 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf - [PDF]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1068 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1572 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-16 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-19 15:25:18 - [HTML]

Þingmál A692 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1419 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-25 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 17:43:40 - [HTML]

Þingmál A699 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-05-03 14:01:18 - [HTML]

Þingmál A701 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 13:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1659 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-19 22:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-16 13:15:28 - [HTML]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2012-05-04 - Sendandi: Atli Gíslason - [PDF]

Þingmál A749 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A779 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2667 - Komudagur: 2012-06-01 - Sendandi: Lýsing - [PDF]

Þingmál B24 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-10-03 21:32:03 - [HTML]

Þingmál B475 (skýrsla Norðmanna um EES-samstarfið)

Þingræður:
50. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-30 16:06:49 - [HTML]

Þingmál B553 (dómur Hæstaréttar um gjaldeyrislán, munnleg skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra)

Þingræður:
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-02-16 11:43:12 - [HTML]

Þingmál B693 (skuldbindingar ríkissjóðs sem ekki eru nefndar í fjárlögum eða fjáraukalögum)

Þingræður:
73. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-14 15:53:05 - [HTML]

Þingmál B819 (breytingar á Stjórnarráðinu)

Þingræður:
87. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-04-24 13:45:57 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A9 (þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 392 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A19 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Lúðvík Geirsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-20 15:50:20 - [HTML]

Þingmál A27 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 11:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-14 18:22:17 - [HTML]

Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 12:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A115 (nauðungarsala o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-18 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A132 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-19 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A153 (fjáraukalög 2012)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-11-08 14:48:19 - [HTML]

Þingmál A155 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 17:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A175 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-23 18:08:33 - [HTML]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1332 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-25 18:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 200 - Komudagur: 2012-10-23 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]
Dagbókarnúmer 266 - Komudagur: 2012-10-31 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (frá SA,SAF,SI og SVÞ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 800 - Komudagur: 2012-11-30 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A183 (vopn, sprengiefni og skoteldar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 518 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: Þórhallur Borgarsson - [PDF]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-02-25 20:31:53 - [HTML]

Þingmál A206 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A208 (dóms- og löggjafarvald og ESB)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 501 (svar) útbýtt þann 2012-11-15 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 675 - Komudagur: 2012-11-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-21 15:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Útlán - Samtök fjárm.fyrirtækja án umsýslu fjárm. - [PDF]
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 764 - Komudagur: 2012-11-27 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: (um umsagnir) - [PDF]

Þingmál A247 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-16 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-24 16:33:05 - [HTML]
25. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-24 16:50:21 - [HTML]
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-24 17:05:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 510 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1483 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A298 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 331 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-25 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-07 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-22 01:48:00 - [HTML]
61. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-22 02:14:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Utanríkismálanefnd Alþingis - [PDF]

Þingmál A390 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2012-12-02 - Sendandi: Gunnar Briem - [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-20 14:43:49 - [HTML]
38. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 23:04:15 - [HTML]
39. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-21 19:09:29 - [HTML]
39. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-11-21 20:26:19 - [HTML]
40. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-11-22 12:13:07 - [HTML]
40. þingfundur - Lúðvík Geirsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-22 14:58:48 - [HTML]
75. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-30 16:25:43 - [HTML]
75. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-30 17:33:13 - [HTML]
75. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-30 18:44:04 - [HTML]
75. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-30 20:44:40 - [HTML]
75. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-01-30 20:46:11 - [HTML]
76. þingfundur - Lúðvík Geirsson - Ræða hófst: 2013-01-31 13:31:44 - [HTML]
76. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2013-01-31 14:32:40 - [HTML]
76. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-01-31 20:01:00 - [HTML]
76. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-01-31 20:50:41 - [HTML]
80. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2013-02-13 17:37:47 - [HTML]
80. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-13 18:23:33 - [HTML]
80. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-13 18:24:36 - [HTML]
80. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-13 18:42:36 - [HTML]
80. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2013-02-13 19:31:02 - [HTML]
82. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-02-15 12:05:20 - [HTML]
82. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2013-02-15 13:30:38 - [HTML]
89. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-06 12:13:18 - [HTML]
89. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-06 12:26:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 721 - Komudagur: 2012-11-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - [PDF]
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2012-10-14 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 32. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 33. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2012-09-26 - Sendandi: Fanney Óskarsdóttir - Skýring: (um 4. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2012-08-20 - Sendandi: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor - Skýring: (um kosningar, forseta o.fl., til sérfr.hóps, skv. - [PDF]
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Kjartan Bjarni Björgvinsson - Skýring: (um 15. gr., til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 746 - Komudagur: 2012-11-11 - Sendandi: Sigurður Tómas Magnússon prófessor - Skýring: (um 28. og 30. gr., til sérfræðingahóps, skv. beið - [PDF]
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 2012-09-04 - Sendandi: Trausti Fannar Valsson lektor - Skýring: (um VII. kafla, til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 805 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (samantekt - sent til am. v. fundar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (ýmis gögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til atvn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til umhv.- og samgn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 936 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Dr. Níels Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]
Dagbókarnúmer 949 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Samorka - Skýring: (til stjsk- og eftirln. og atvn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Guðmundur Alfreðsson - Skýring: (frá 16.8.1992) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1016 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar - Skýring: (um 13. og 34. gr., sent til SE og EV) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1024 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Svavar Kjarrval - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Íslensk málnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1034 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (um 13., 25. og 34.gr. frv.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Jón Valur Jensson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1082 - Komudagur: 2012-12-08 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (um 111. gr., sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - Skýring: (send um 3. mál á 140. löggjþ. 17.1.2012) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Aagot V. Óskarsdóttir - Skýring: (sent skv. beiðni um 72. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2012-12-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (til SE og US) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1181 - Komudagur: 2013-01-07 - Sendandi: Eiríkur Svavarsson - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1221 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (um 25. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1246 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (um 113. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um mannréttindakafla) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1272 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Fjárlaganefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1277 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Skrifstofa Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1279 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Velferðarnefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, 2. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1281 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1283 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um 57.-71. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2013-01-27 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1330 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Forsætisnefnd Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1379 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Samorka - Skýring: (framhaldsumsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2013-01-30 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1677 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Páll Þórhallsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti) - [PDF]

Þingmál A417 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-19 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-16 16:21:57 - [HTML]

Þingmál A420 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1801 - Komudagur: 2013-02-27 - Sendandi: Róbert Spanó - [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1711 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: Helgi Tómasson og Ólafur Guðmundsson - [PDF]

Þingmál A456 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 786 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-19 21:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-23 16:51:01 - [HTML]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A469 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 943 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A488 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1656 - Komudagur: 2013-02-19 - Sendandi: Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, Jón Steinn Elíasson form. - Skýring: Sameiginl. umsögn með Félagi atvinnur. og Samt. ís - [PDF]

Þingmál A490 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1782 - Komudagur: 2013-02-26 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1837 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A491 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 632 (frumvarp) útbýtt þann 2012-12-03 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A499 (tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1241 - Komudagur: 2013-01-14 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-07 17:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2013-01-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1123 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-05 19:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1744 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá LÍÚ, SF og SA) - [PDF]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A634 (vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1970 - Komudagur: 2013-03-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A635 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2038 - Komudagur: 2013-04-26 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1269 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-15 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1377 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-27 23:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-06 17:50:16 - [HTML]
90. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-06 20:00:12 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-18 15:26:37 - [HTML]
106. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 18:32:08 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-18 20:21:18 - [HTML]
106. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-03-18 20:28:43 - [HTML]
106. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-18 22:40:21 - [HTML]
106. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 22:42:18 - [HTML]
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-19 16:07:10 - [HTML]
107. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2013-03-19 16:47:10 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-03-19 18:04:05 - [HTML]
108. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-21 12:29:20 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-21 13:01:47 - [HTML]
108. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-03-21 13:35:49 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-21 15:22:02 - [HTML]
108. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-03-21 18:15:34 - [HTML]
108. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-21 20:18:15 - [HTML]
109. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2013-03-22 11:34:06 - [HTML]
109. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-22 11:56:53 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-03-22 12:02:39 - [HTML]
109. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-22 16:59:20 - [HTML]
112. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2013-03-27 14:56:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1971 - Komudagur: 2013-03-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um 634. mál, tengist 641. máli) - [PDF]

Þingmál A651 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2013-03-11 11:03:34 - [HTML]

Þingmál A683 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-14 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 18:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A706 (eftirlit með endurskoðun og úrbótum á löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-27 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B179 (stjórnarskrármál)

Þingræður:
21. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-10-18 15:12:47 - [HTML]

Þingmál B837 (breytingartillögur við stjórnarskrármálið)

Þingræður:
106. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-03-18 11:55:37 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A5 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-07-03 18:24:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2013-06-27 - Sendandi: Samtök um nýja stjórnarskrá - [PDF]

Þingmál A6 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2013-06-27 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-09-10 21:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 109 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-09-11 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-18 17:14:01 - [HTML]
26. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-09-11 17:10:45 - [HTML]
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-12 14:39:13 - [HTML]
27. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-09-12 15:31:19 - [HTML]
27. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-09-12 17:07:58 - [HTML]
27. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-09-12 17:09:21 - [HTML]
27. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-09-12 17:47:00 - [HTML]
28. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-09-16 18:05:58 - [HTML]
28. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-09-16 18:08:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 94 - Komudagur: 2013-06-25 - Sendandi: Félag um stafrænt frelsi á Íslandi - [PDF]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-28 13:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2013-06-14 12:16:04 - [HTML]
16. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-06-28 14:26:33 - [HTML]
18. þingfundur - Edward H. Huijbens - Ræða hófst: 2013-07-01 16:07:35 - [HTML]
18. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-07-01 22:12:30 - [HTML]
19. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-07-02 17:08:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 85 - Komudagur: 2013-06-24 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: Sam.ub. með Samtökum fiskv. og SA - [PDF]

Þingmál A20 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2013-06-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A30 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (frumvarp) útbýtt þann 2013-07-03 15:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2013-07-04 19:34:15 - [HTML]
23. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2013-07-04 19:37:18 - [HTML]

Þingmál B180 (ályktun Evrópuráðsins og landsdómur)

Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-07-01 15:09:03 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-16 18:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-12-18 12:45:38 - [HTML]

Þingmál A8 (endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 149 - Komudagur: 2013-11-05 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A40 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A68 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 391 - Komudagur: 2013-11-26 - Sendandi: Sigurður Hr. Sigurðsson - [PDF]

Þingmál A109 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2013-10-30 16:35:06 - [HTML]

Þingmál A144 (almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-05 16:37:24 - [HTML]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Sólberg ehf. og Flóki ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (álitsgerð f. atvinnuveganefnd) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Sókn lögmannsstofa fh. Flóka ehf. og Sólbergs ehf. - Skýring: (v. lögfr.álits) - [PDF]

Þingmál A158 (aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A159 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-03-25 17:21:07 - [HTML]

Þingmál A217 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2014-03-14 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa borgarstjóra - [PDF]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1257 - Komudagur: 2014-03-13 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A236 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 10:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-14 16:48:29 - [HTML]

Þingmál A237 (jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 981 - Komudagur: 2014-02-07 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2014-02-14 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1178 - Komudagur: 2014-03-03 - Sendandi: Skrifstofa Alþingis - [PDF]

Þingmál A271 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (frumvarp) útbýtt þann 2014-01-16 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-28 17:17:09 - [HTML]

Þingmál A283 (rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-01-23 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A306 (markaðar tekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-13 17:04:18 - [HTML]

Þingmál A309 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-11 17:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1480 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]

Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]

Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1479 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]

Þingmál A418 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 18:18:28 - [HTML]

Þingmál A426 (fjármálastöðugleikaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 765 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-18 18:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-04-07 16:35:29 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-13 21:04:35 - [HTML]
116. þingfundur - Árni Páll Árnason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-15 15:30:25 - [HTML]

Þingmál A508 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-04-10 16:39:21 - [HTML]

Þingmál A536 (frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-01 17:27:44 - [HTML]
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2014-04-01 18:25:33 - [HTML]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-29 22:36:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1749 - Komudagur: 2014-05-04 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1758 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Landssamband línubáta - [PDF]

Þingmál A572 (eftirfylgni með tilmælum ÖSE um framkvæmd kosninga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1306 (svar) útbýtt þann 2014-06-30 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A600 (frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair ehf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-05-14 21:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-05-15 13:12:23 - [HTML]

Þingmál A616 (frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1288 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-06-18 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B75 (umræður um störf þingsins 1. nóvember)

Þingræður:
14. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2013-11-01 11:00:11 - [HTML]

Þingmál B117 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, sbr. ályktun Alþingis nr. 1/142, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
18. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-07 11:12:36 - [HTML]

Þingmál B145 (beiðni þingmanna um upplýsingar)

Þingræður:
19. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-11-11 15:07:03 - [HTML]

Þingmál B543 (viðbrögð forsætisnefndar við erindum þingmanna um stjórnartillögu)

Þingræður:
68. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2014-02-25 20:17:47 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-04 19:28:07 - [HTML]
41. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-04 19:30:32 - [HTML]

Þingmál A11 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 346 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2015-03-17 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A41 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 674 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Catch the Fire Reykjavík - [PDF]

Þingmál A102 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 93 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A183 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A184 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Þorvaldur Þórðarson - [PDF]

Þingmál A186 (fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1319 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-05-21 20:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2015-02-09 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1521 - Komudagur: 2015-03-09 - Sendandi: Sigurður Örn Hilmarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1553 - Komudagur: 2015-03-16 - Sendandi: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd - [PDF]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-10-16 13:32:17 - [HTML]
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-10-16 15:40:58 - [HTML]
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-10-16 15:50:17 - [HTML]

Þingmál A207 (úrskurðarnefnd velferðarmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 488 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A208 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1234 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-04-27 19:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
138. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-06-29 16:38:51 - [HTML]

Þingmál A243 (Rauði krossinn á Íslandi og merki Rauða krossins, hálfmánans og kristalsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 272 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-09 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2015-05-12 15:13:23 - [HTML]

Þingmál A260 (könnun á framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-16 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-24 23:16:22 - [HTML]
71. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-02-26 18:57:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 843 - Komudagur: 2014-12-03 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A342 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 432 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-11-03 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A361 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 478 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-06 14:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Samtök um betri byggð - [PDF]

Þingmál A403 (örnefni)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-21 18:39:31 - [HTML]

Þingmál A408 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2015-02-28 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A416 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1481 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-29 09:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: LOGOS lögmannsþjónusta - [PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-03 18:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1321 - Komudagur: 2015-02-25 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 699 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-09 13:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1169 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A463 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-11 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2015-04-30 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 2015-04-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1509 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-30 21:29:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2015-04-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-17 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (verndarsvæði í byggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2015-04-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1861 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A632 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 29/2015 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-27 12:47:10 - [HTML]

Þingmál A638 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1099 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-24 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A689 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2015-04-20 17:52:26 - [HTML]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-04-16 14:09:32 - [HTML]
90. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 14:54:34 - [HTML]
90. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 15:02:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2015-05-04 - Sendandi: Smærri útgerðir sem hafa stundað veiðar á makríl með línu- og handfærum - [PDF]

Þingmál A692 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1804 - Komudagur: 2015-05-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A696 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2009 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Félagsstofnun stúdenta - Skýring: og Félagsbústaðir - [PDF]

Þingmál A703 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A704 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A727 (tollar og matvæli)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-05-11 15:44:15 - [HTML]

Þingmál A735 (meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-04-30 18:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-01 22:16:49 - [HTML]

Þingmál A785 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2015-06-07 21:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
146. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-07-03 10:04:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2288 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1401 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2279 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn Spron - [PDF]
Dagbókarnúmer 2289 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]
Dagbókarnúmer 2314 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2254 - Komudagur: 2015-06-12 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]

Þingmál A820 (takmörkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna lyfja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1651 (svar) útbýtt þann 2015-09-02 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B21 (Stjórnarráð Íslands)

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-15 15:43:41 - [HTML]

Þingmál B516 (úrskurður forseta)

Þingræður:
55. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2015-01-22 14:36:05 - [HTML]
55. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-01-22 15:18:09 - [HTML]

Þingmál B873 (sjávarútvegsmál)

Þingræður:
99. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-30 10:33:08 - [HTML]
99. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-30 10:37:37 - [HTML]

Þingmál B1294 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
143. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2015-07-01 21:34:07 - [HTML]

Þingmál B1299 (þjóðaratkvæðagreiðslur)

Þingræður:
144. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-07-02 11:29:01 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-11 19:36:11 - [HTML]

Þingmál A6 (fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 398 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-10 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-11 19:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-24 16:44:40 - [HTML]

Þingmál A30 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-14 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-23 15:49:53 - [HTML]
79. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-02-23 16:19:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 758 - Komudagur: 2016-02-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A41 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-23 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A57 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-03-09 16:47:49 - [HTML]

Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-25 17:06:24 - [HTML]
40. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-25 17:08:44 - [HTML]

Þingmál A115 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-02-22 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-15 19:04:55 - [HTML]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir - [PDF]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-18 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-22 17:54:49 - [HTML]

Þingmál A172 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 175 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-24 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A182 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (frumvarp) útbýtt þann 2015-10-05 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A301 (lífeyrissjóðsiðgjöld og stéttarfélagsgjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 333 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-10-22 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 451 (svar) útbýtt þann 2015-11-17 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (rannsókn á einkavæðingu bankanna, hinni síðari)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2229 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Vigdís Hauksdóttir, form. fjárlaganefndar - [PDF]

Þingmál A340 (réttindi og skyldur eldri borgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-04-04 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A407 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A435 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-16 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A456 (ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2016-03-07 - Sendandi: Sigurjón Bjarnason í laganefnd Félags bókhaldsstofa - [PDF]

Þingmál A457 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 731 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A458 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-27 15:46:51 - [HTML]

Þingmál A531 (skipulags- og mannvirkjamál millilandaflugvalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (frumvarp) útbýtt þann 2016-02-16 18:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-09 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1521 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-16 22:52:44 - [HTML]

Þingmál A606 (menningarminjar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 986 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-14 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2016-03-18 16:23:37 - [HTML]

Þingmál A615 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1017 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-03-18 11:53:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1422 - Komudagur: 2016-05-03 - Sendandi: Björn Ó. Vernharðsson - [PDF]

Þingmál A617 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A659 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1762 - Komudagur: 2016-06-20 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A679 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Félagsbúið Miðhrauni 2 sf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2186 - Komudagur: 2016-09-29 - Sendandi: Þörungaverksmiðjan hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2245 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Félagsbúið Miðhrauni sf. - [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
142. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-30 20:34:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1651 - Komudagur: 2016-05-26 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2016-06-13 - Sendandi: Kú ehf., Ólafur M. Magnússon - [PDF]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
154. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 22:02:48 - [HTML]
154. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-09-20 22:23:30 - [HTML]
156. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-09-23 12:32:28 - [HTML]
156. þingfundur - Helgi Hjörvar - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-09-23 12:36:30 - [HTML]
156. þingfundur - Brynjar Níelsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-09-23 12:37:44 - [HTML]

Þingmál A688 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1579 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A742 (lögreglulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2016-05-18 - Sendandi: Háskólinn á Bifröst - [PDF]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-20 17:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A784 (þjóðaröryggisráð)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-16 22:20:56 - [HTML]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1860 - Komudagur: 2016-08-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A815 (kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1506 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-06-08 20:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-08 20:48:41 - [HTML]

Þingmál A817 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2052 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Örn Karlsson - [PDF]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
144. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-01 14:15:13 - [HTML]
144. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-01 14:38:46 - [HTML]
144. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2016-09-01 15:01:02 - [HTML]
144. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2016-09-01 17:03:29 - [HTML]
144. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2016-09-01 17:28:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2178 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A849 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-30 16:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A870 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 19:38:42 - [HTML]

Þingmál A871 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1668 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A873 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2215 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Þingmál A874 (stofnun millidómstigs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1694 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A876 (raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1696 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
156. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-23 14:49:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2151 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2169 - Komudagur: 2016-09-27 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir - [PDF]

Þingmál A884 (mannréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1713 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-09-27 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A888 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-29 18:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B140 (störf þingsins)

Þingræður:
20. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-10-14 15:16:10 - [HTML]

Þingmál B202 (störf þingsins)

Þingræður:
27. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-11-03 14:13:34 - [HTML]

Þingmál B256 (vinna stjórnarskrárnefndar)

Þingræður:
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-11-16 15:39:51 - [HTML]

Þingmál B348 (störf þingsins)

Þingræður:
47. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2015-12-04 10:59:37 - [HTML]

Þingmál B1211 (afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá)

Þingræður:
156. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-09-23 12:13:29 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 30 - Komudagur: 2016-12-14 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 79 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1580 - Komudagur: 2016-12-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A56 (skráning trúar- og lífsskoðana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (svar) útbýtt þann 2017-03-20 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A66 (fjármálastefna 2017--2022)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-29 17:16:35 - [HTML]

Þingmál A67 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1484 - Komudagur: 2017-05-26 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A111 (viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-07 15:08:47 - [HTML]
26. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-07 15:13:41 - [HTML]

Þingmál A113 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2017-02-07 16:09:27 - [HTML]

Þingmál A126 (fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (farþegaflutningar og farmflutningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 224 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-28 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Smári McCarthy - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-05-04 12:13:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 575 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A233 (komugjald á flugfarþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (svar) útbýtt þann 2017-05-15 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-07 17:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2017-03-23 - Sendandi: Bjarni Kristjánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 826 - Komudagur: 2017-04-20 - Sendandi: Þörungaverksmiðjan hf. - [PDF]

Þingmál A306 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2017-03-22 16:41:20 - [HTML]

Þingmál A408 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-09 18:28:00 - [HTML]

Þingmál A411 (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A413 (landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A431 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1229 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A437 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi - [PDF]

Þingmál A457 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (endurupptaka dómsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1151 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B3 (rannsókn kjörbréfa)

Þingræður:
1. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2016-12-06 16:00:46 - [HTML]

Þingmál B295 (skýrsla um könnun á vistun barna á Kópavogshæli)

Þingræður:
38. þingfundur - Nichole Leigh Mosty - Ræða hófst: 2017-03-02 14:19:28 - [HTML]

Þingmál B552 (störf þingsins)

Þingræður:
66. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 13:43:32 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A3 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 12:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (fjarskipti og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 18:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A135 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 20:02:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 96 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-22 12:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-12-22 15:44:15 - [HTML]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A43 (bygging 5.000 leiguíbúða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2018-01-19 - Sendandi: Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2018-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A49 (lokafjárlög 2016)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-05-31 20:28:33 - [HTML]

Þingmál A66 (fjáraukalög 2017)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-29 16:29:29 - [HTML]

Þingmál A83 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1065 - Komudagur: 2018-03-07 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]

Þingmál A110 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-24 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 632 - Komudagur: 2018-03-12 - Sendandi: Vantrú - [PDF]
Dagbókarnúmer 896 - Komudagur: 2018-03-22 - Sendandi: Islamic Foundation of Iceland - [PDF]
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 2018-03-28 - Sendandi: Steinþór Als - [PDF]

Þingmál A134 (helgidagafriður)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 17:52:44 - [HTML]

Þingmál A138 (brottfall laga um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-30 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A178 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 608 - Komudagur: 2018-03-12 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A185 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 656 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A202 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2018-03-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A221 (ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis og viðbrögð við þeim)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 760 (svar) útbýtt þann 2018-04-12 18:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A269 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2018-04-26 17:36:54 - [HTML]
57. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-26 18:10:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1677 - Komudagur: 2018-05-25 - Sendandi: Bjarni Randver Sigurvinsson og Pétur Pétursson - [PDF]

Þingmál A339 (Þjóðskrá Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1253 - Komudagur: 2018-04-06 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A345 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A387 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2018-03-22 16:35:30 - [HTML]
43. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-22 16:43:16 - [HTML]
43. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-22 16:44:49 - [HTML]

Þingmál A424 (brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1336 - Komudagur: 2018-04-24 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Landssamband fiskeldisstöðva - [PDF]

Þingmál A442 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-23 10:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-10 17:21:00 - [HTML]

Þingmál A443 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-04-26 16:06:13 - [HTML]
65. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-05-31 21:13:03 - [HTML]

Þingmál A454 (Póst- og fjarskiptastofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-05-31 18:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-06 21:53:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2018-04-25 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]

Þingmál A455 (breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A469 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A484 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 694 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A486 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 696 (frumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A492 (Íslandsstofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 702 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1626 - Komudagur: 2018-05-14 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A612 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-06-06 21:25:41 - [HTML]
69. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-06-06 21:40:24 - [HTML]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1281 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-12 20:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Lagaskrifstofa Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1812 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Borgarbyggð - [PDF]

Þingmál B111 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan)

Þingræður:
14. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-22 15:37:27 - [HTML]
14. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-01-22 18:23:19 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-15 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-11-15 13:46:05 - [HTML]

Þingmál A2 (ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-09-18 18:25:25 - [HTML]

Þingmál A9 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 57 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]

Þingmál A21 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 20:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A39 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-18 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A54 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 327 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]

Þingmál A55 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-19 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A64 (orkupakki ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samningurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (svar) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A70 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-20 13:56:16 - [HTML]

Þingmál A81 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 18:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-25 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-27 15:54:02 - [HTML]
12. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-27 15:56:17 - [HTML]
12. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-27 16:11:00 - [HTML]
12. þingfundur - Sigríður María Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-27 17:42:36 - [HTML]

Þingmál A147 (skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4353 - Komudagur: 2019-02-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A157 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-26 17:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A181 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-25 18:18:58 - [HTML]
25. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-25 18:55:19 - [HTML]

Þingmál A188 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A211 (breyting á ýmsum lagaákvæðum um álagningu skatta og gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-10 14:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A222 (breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2018-12-11 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A250 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-16 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-18 18:50:20 - [HTML]

Þingmál A300 (atvinnuleysistryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-02 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A302 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-02 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A303 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-02 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A393 (þungunarrof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-22 16:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2018-12-11 18:11:48 - [HTML]
98. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-02 22:03:53 - [HTML]

Þingmál A413 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 554 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A440 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-06 21:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2019-01-23 18:39:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4363 - Komudagur: 2019-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4560 - Komudagur: 2019-03-04 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A538 (Landssímahúsið við Austurvöll)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-07 16:52:45 - [HTML]
67. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-02-19 17:03:58 - [HTML]
67. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-19 17:19:15 - [HTML]

Þingmál A543 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4847 - Komudagur: 2019-03-26 - Sendandi: Hinsegin dagar í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A634 (rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-01 16:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A644 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5613 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Tómas Hrafn Sveinsson - [PDF]

Þingmál A649 (úrskurðaraðilar á sviði neytendamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 16:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A710 (taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-19 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A711 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1135 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-19 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A716 (eldri eiðstafur dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (svar) útbýtt þann 2019-04-30 13:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A767 (samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A772 (skráning einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5535 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Samtök iðnaðarins, Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins. - [PDF]

Þingmál A776 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-06-13 17:32:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5268 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Félag makrílveiðimanna - [PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1504 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-13 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1525 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-14 16:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-04-08 17:20:31 - [HTML]
91. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-04-09 14:43:59 - [HTML]
91. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 18:07:50 - [HTML]
91. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-04-09 19:02:46 - [HTML]
91. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-04-09 19:35:51 - [HTML]
104. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-14 16:26:35 - [HTML]
104. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-14 17:14:51 - [HTML]
104. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-14 21:34:55 - [HTML]
104. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 22:49:20 - [HTML]
105. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2019-05-15 18:51:20 - [HTML]
105. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-15 21:12:01 - [HTML]
105. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 00:24:36 - [HTML]
105. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-05-16 00:26:08 - [HTML]
106. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 20:30:24 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-21 15:15:33 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-21 19:59:15 - [HTML]
109. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-23 19:05:22 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 07:48:33 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 08:40:23 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 08:44:59 - [HTML]
110. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-24 16:45:36 - [HTML]
110. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 03:08:54 - [HTML]
110. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-25 07:17:29 - [HTML]
110. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 07:24:59 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-27 16:39:12 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-27 21:47:49 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-05-28 11:08:15 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 13:49:53 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-28 23:21:42 - [HTML]
117. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 15:42:38 - [HTML]
130. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2019-08-28 16:07:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5345 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-08-29 11:45:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5067 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Viðar Guðjohnsen - [PDF]
Dagbókarnúmer 5172 - Komudagur: 2019-04-28 - Sendandi: Bjarni Jónsson - [PDF]

Þingmál A783 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1727 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-06-06 16:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-12 10:46:30 - [HTML]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1585 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-21 20:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1584 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-21 20:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A794 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5237 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5629 - Komudagur: 2019-05-23 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A796 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2019-06-04 16:38:01 - [HTML]

Þingmál A805 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (frumvarp) útbýtt þann 2019-04-09 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A860 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A919 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1541 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B331 (ráðherraábyrgð og landsdómur)

Þingræður:
41. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-04 16:30:29 - [HTML]
41. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-04 16:36:12 - [HTML]

Þingmál B656 (viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
79. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-18 14:06:12 - [HTML]

Þingmál B740 (störf þingsins)

Þingræður:
92. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-04-10 15:10:06 - [HTML]
92. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-10 15:35:18 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 452 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-12 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-11-12 17:55:54 - [HTML]
32. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-11-14 14:50:21 - [HTML]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A3 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A7 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A47 (þjóðsöngur Íslendinga)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-22 17:11:55 - [HTML]

Þingmál A49 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-17 14:24:35 - [HTML]

Þingmál A50 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-22 17:33:25 - [HTML]
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-22 18:08:53 - [HTML]
51. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-22 18:43:28 - [HTML]

Þingmál A101 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-09-19 11:22:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 99 - Komudagur: 2019-10-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A113 (skuldbinding íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2146 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og ný heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 346 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Kirkjuráð og biskup Íslands - [PDF]

Þingmál A148 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-09-24 15:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 15:45:05 - [HTML]
53. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-01-28 15:46:29 - [HTML]
53. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 16:23:55 - [HTML]
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 17:45:49 - [HTML]
53. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-01-28 19:02:42 - [HTML]
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-01-28 19:36:49 - [HTML]

Þingmál A170 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-10-09 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-10-09 16:31:22 - [HTML]

Þingmál A223 (neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-14 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A235 (innheimta félagsgjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (svar) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A243 (þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-15 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A245 (tollalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-16 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A251 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1892 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-29 14:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 533 - Komudagur: 2019-11-19 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2522 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Ábúendur í Fossatúni - [PDF]

Þingmál A278 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-24 14:36:36 - [HTML]
25. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-24 15:30:09 - [HTML]
25. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-24 15:51:55 - [HTML]
25. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-24 16:13:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 587 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2352 - Komudagur: 2020-06-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-03-03 16:30:14 - [HTML]

Þingmál A320 (almennar íbúðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalags Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - [PDF]

Þingmál A328 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A331 (samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (búvörulög og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 717 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A383 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-14 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-28 14:17:28 - [HTML]

Þingmál A421 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A447 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 623 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-10 15:04:30 - [HTML]
42. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-12-10 15:10:56 - [HTML]
42. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-10 15:45:56 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-11 17:28:50 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 18:20:06 - [HTML]
43. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-12-11 19:33:01 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 20:08:35 - [HTML]
43. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 22:09:55 - [HTML]
46. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 14:54:31 - [HTML]
46. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 14:58:50 - [HTML]
46. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-16 15:24:05 - [HTML]

Þingmál A450 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A470 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-11 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-22 16:27:10 - [HTML]

Þingmál A505 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1051 (svar) útbýtt þann 2020-03-04 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-01-22 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-02 17:15:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1958 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2025 - Komudagur: 2020-05-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A612 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A640 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-13 10:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A664 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1128 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-13 21:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A665 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1129 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-13 21:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A667 (tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1131 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-13 21:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A697 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-23 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A700 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-25 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-30 14:41:46 - [HTML]
95. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-30 14:46:19 - [HTML]
95. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-04-30 14:50:12 - [HTML]
95. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-04-30 15:15:47 - [HTML]

Þingmál A709 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A710 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A712 (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1220 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2124 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2138 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Eleven Experience á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A721 (ársreikningar og endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-18 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A724 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1858 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A727 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1851 - Komudagur: 2020-04-24 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2049 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2088 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Atlantsolía - [PDF]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A812 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A813 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1427 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A814 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1428 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-06-15 17:15:34 - [HTML]

Þingmál A838 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-25 17:02:27 - [HTML]

Þingmál A840 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (frumvarp) útbýtt þann 2020-05-26 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A972 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2036 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-08-26 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A999 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2091 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-09-03 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B7 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-11 19:32:47 - [HTML]
2. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-09-11 20:28:21 - [HTML]

Þingmál B225 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)

Þingræður:
29. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-11-11 15:14:55 - [HTML]

Þingmál B412 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan)

Þingræður:
49. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-20 18:45:57 - [HTML]

Þingmál B560 (jafnt atkvæðavægi)

Þingræður:
69. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-04 15:39:25 - [HTML]

Þingmál B775 (störf þingsins)

Þingræður:
97. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-05-05 14:05:48 - [HTML]

Þingmál B865 (nýting vindorku)

Þingræður:
108. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-05-25 15:34:26 - [HTML]

Þingmál B874 (skattlagning eignarhalds á kvóta)

Þingræður:
109. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-05-28 10:38:44 - [HTML]

Þingmál B887 (eigin ummæli í óundirbúinni fyrirspurn)

Þingræður:
109. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-05-28 11:11:05 - [HTML]

Þingmál B888 (störf þingsins)

Þingræður:
110. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-05-29 10:50:56 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A9 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A10 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 330 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A13 (viðskiptaleyndarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A15 (stjórnsýsla jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A16 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-12 17:49:35 - [HTML]

Þingmál A21 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-21 19:22:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 456 - Komudagur: 2020-11-17 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2020-11-19 - Sendandi: Félag heyrnalausra - [PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A27 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-15 15:34:24 - [HTML]
9. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-10-15 15:38:30 - [HTML]
9. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-15 15:52:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 465 - Komudagur: 2020-11-08 - Sendandi: Þorkell Helgason - [PDF]

Þingmál A39 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 499 - Komudagur: 2020-11-23 - Sendandi: Ragnar Aðalsteinsson - [PDF]

Þingmál A56 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-03 13:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-07 17:17:17 - [HTML]
32. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-12-07 17:47:35 - [HTML]
32. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2020-12-07 18:22:29 - [HTML]
32. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-07 18:56:04 - [HTML]
49. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-01-27 15:37:39 - [HTML]
49. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-27 16:18:48 - [HTML]
49. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-01-27 16:46:44 - [HTML]
49. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-01-27 18:16:09 - [HTML]
49. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2021-01-27 19:18:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Stefán Már Stefánsson prófessor - [PDF]

Þingmál A99 (Kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-24 22:53:15 - [HTML]

Þingmál A132 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-07 15:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 298 - Komudagur: 2020-11-03 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A161 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A204 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A280 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-12 10:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 860 - Komudagur: 2020-12-06 - Sendandi: Rafhjólaklúbburinn Skjalbökurnar - [PDF]

Þingmál A300 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-13 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (skipagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 349 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-17 18:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-17 18:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-25 16:07:15 - [HTML]
25. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-11-25 18:14:57 - [HTML]
25. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-11-25 18:42:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 781 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Einar S. Hálfdánarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Jóhannes Loftsson o.fl. - [PDF]

Þingmál A337 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-11-26 17:12:09 - [HTML]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1776 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1817 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1264 - Komudagur: 2021-01-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1305 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Ólafur Þ. Harðarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1928 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Tómas Gunnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2541 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A342 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 14:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A343 (lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga og vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A344 (Neytendastofa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1174 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-27 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-27 15:35:09 - [HTML]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1400 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A362 (greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A364 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-01 15:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Einar Kr. Haraldsson - [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1427 - Komudagur: 2021-01-21 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra og Akrahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1458 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Norðurflug ehf. - [PDF]

Þingmál A374 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 466 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A378 (sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: LEX lögmannsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Fljótsdalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]

Þingmál A399 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-11 16:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-14 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1762 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A452 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-19 14:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A453 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-04 17:37:07 - [HTML]

Þingmál A456 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-20 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-03 14:57:22 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-03 17:02:15 - [HTML]
52. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-03 17:08:35 - [HTML]
52. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-03 18:03:37 - [HTML]
52. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-03 19:50:57 - [HTML]
52. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-03 20:21:24 - [HTML]
52. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-03 20:26:13 - [HTML]
52. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-03 20:40:56 - [HTML]
52. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-03 21:59:23 - [HTML]
54. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-11 17:48:38 - [HTML]
54. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-11 17:57:05 - [HTML]
54. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-11 18:18:10 - [HTML]
54. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-02-11 18:22:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1892 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1991 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Félag heyrnarlausra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2000 - Komudagur: 2021-03-06 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2002 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Þorkell Helgason - [PDF]
Dagbókarnúmer 3026 - Komudagur: 2021-05-20 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A478 (breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-27 16:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-04 12:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1969 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A505 (ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1956 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]

Þingmál A507 (prestar, trúfélög og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-12 16:32:26 - [HTML]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2956 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A550 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-23 12:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A563 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2295 - Komudagur: 2021-03-22 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]

Þingmál A587 (þjóðkirkjan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 17:15:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Vantrú - [PDF]

Þingmál A605 (brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1325 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-03 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1341 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-04 12:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1344 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-04 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-05 18:01:53 - [HTML]
90. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-05-05 18:54:47 - [HTML]
90. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-05-05 19:05:15 - [HTML]
90. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2021-05-05 19:23:57 - [HTML]
90. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-05-05 19:36:32 - [HTML]
96. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-17 14:34:49 - [HTML]

Þingmál A622 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-18 18:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A628 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A663 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A668 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 19:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A697 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A700 (breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1179 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3095 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2693 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. - [PDF]

Þingmál A709 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A714 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A717 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A747 (sóttvarnalög og útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-20 22:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-04-21 16:54:06 - [HTML]

Þingmál A775 (atvinnuleysistryggingar og greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1358 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-04 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A850 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1655 (frumvarp) útbýtt þann 2021-06-08 20:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-06-11 12:13:13 - [HTML]

Þingmál B13 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-10-01 21:35:06 - [HTML]

Þingmál B65 (valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana, munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
10. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-10-19 16:06:39 - [HTML]

Þingmál B365 (staða stjórnarskrármála)

Þingræður:
47. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-21 11:13:22 - [HTML]
47. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-01-21 11:53:04 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-20 22:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-22 16:19:03 - [HTML]

Þingmál A4 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A5 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-07 16:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A150 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-12-15 23:09:10 - [HTML]

Þingmál A168 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2022-06-09 23:26:29 - [HTML]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A181 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-14 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-16 00:04:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3537 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A247 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-02-03 18:04:36 - [HTML]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-28 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 831 - Komudagur: 2022-02-16 - Sendandi: Storm Orka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 958 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]

Þingmál A334 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-08 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (fiskveiðistjórn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-22 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A424 (kosningalög og starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-15 17:32:01 - [HTML]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1175 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-07 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1182 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-09 11:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-14 00:27:40 - [HTML]

Þingmál A470 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3390 - Komudagur: 2022-05-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A482 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-17 17:57:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3483 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A517 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-28 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (raunverulegir eigendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 828 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (starfskjaralög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A591 (greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A593 (sorgarleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A594 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3456 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A596 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 838 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2022-05-24 21:20:06 - [HTML]

Þingmál A599 (heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A600 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (frumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A619 (móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 982 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A626 (staða kvenna í nýsköpun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1294 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A679 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1012 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-16 17:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A690 (hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-23 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B9 (rannsókn kjörbréfa)

Þingræður:
0. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-11-25 14:54:18 - [HTML]

Þingmál B248 (opinn fundur með dómsmálaráðherra vegna gagna frá Útlendingastofnun)

Þingræður:
37. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-02-10 10:38:57 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-07 22:49:11 - [HTML]
44. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-08 17:07:22 - [HTML]
44. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-08 17:17:54 - [HTML]
44. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-08 17:22:33 - [HTML]
44. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-08 17:27:39 - [HTML]
46. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-10 13:07:57 - [HTML]
46. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-10 14:33:57 - [HTML]
46. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-10 14:36:25 - [HTML]
50. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-15 17:45:42 - [HTML]

Þingmál A14 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-20 21:08:45 - [HTML]
6. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-20 21:50:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 12 - Komudagur: 2022-10-05 - Sendandi: Ólafur Þ. Harðarson - [PDF]

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-10-18 15:30:11 - [HTML]
19. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-18 15:47:50 - [HTML]
19. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-18 15:52:33 - [HTML]
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-18 15:54:38 - [HTML]
19. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2022-10-18 17:01:14 - [HTML]
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-18 17:53:25 - [HTML]
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-18 17:58:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 284 - Komudagur: 2022-10-28 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 648 - Komudagur: 2022-12-05 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 697 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: VR - [PDF]

Þingmál A47 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-17 18:47:13 - [HTML]

Þingmál A66 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-11-23 18:05:12 - [HTML]

Þingmál A68 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-11-24 14:50:56 - [HTML]

Þingmál A136 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 128 - Komudagur: 2022-10-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A188 (Vísinda- og nýsköpunarráð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 602 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna - [PDF]

Þingmál A212 (landamæri)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-11-23 16:40:13 - [HTML]

Þingmál A219 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Halldóra Mogensen - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-22 17:56:16 - [HTML]

Þingmál A226 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2022-10-13 12:30:44 - [HTML]

Þingmál A273 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-18 18:33:23 - [HTML]
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-18 19:01:01 - [HTML]

Þingmál A277 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-10 16:49:33 - [HTML]

Þingmál A278 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-12-14 20:56:33 - [HTML]

Þingmál A357 (ÍL-sjóður)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-26 16:22:54 - [HTML]
23. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-26 17:35:00 - [HTML]
50. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-12-15 21:44:00 - [HTML]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 752 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-08 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 757 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-08 17:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 769 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-09 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 961 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-01-23 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-01-23 16:00:39 - [HTML]
53. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-23 16:42:39 - [HTML]
53. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-23 17:38:12 - [HTML]
53. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-23 18:45:39 - [HTML]
54. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2023-01-24 18:02:49 - [HTML]
56. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-01-26 13:49:14 - [HTML]
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-01-31 16:43:41 - [HTML]
57. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2023-01-31 17:05:13 - [HTML]
57. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-01-31 17:32:34 - [HTML]
57. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-01-31 18:53:45 - [HTML]
57. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2023-01-31 23:24:25 - [HTML]
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-01 16:24:05 - [HTML]
58. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-01 16:40:46 - [HTML]
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-01 17:25:50 - [HTML]
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-01 17:46:25 - [HTML]
58. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-01 17:57:36 - [HTML]
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-01 18:02:59 - [HTML]
58. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-01 18:30:16 - [HTML]
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-02 01:41:27 - [HTML]
59. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2023-02-02 14:12:12 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-02 22:14:39 - [HTML]
59. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2023-02-02 23:03:00 - [HTML]
59. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2023-02-02 23:04:15 - [HTML]
59. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2023-02-02 23:10:10 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 03:59:09 - [HTML]
60. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2023-02-03 17:43:37 - [HTML]
60. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-03 19:04:26 - [HTML]
60. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-03 19:20:52 - [HTML]
60. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-03 19:36:49 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-06 16:46:43 - [HTML]
61. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-06 19:53:33 - [HTML]
61. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-06 20:44:00 - [HTML]
61. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-06 21:10:36 - [HTML]
61. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-06 21:42:42 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 01:28:50 - [HTML]
62. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-07 16:13:50 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 17:28:42 - [HTML]
62. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-07 17:33:52 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 19:23:59 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 20:28:29 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 20:44:24 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 21:59:29 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 22:16:57 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 22:27:32 - [HTML]
63. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-08 16:31:17 - [HTML]
64. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-02-09 14:17:15 - [HTML]
80. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-03-14 17:01:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: Mannréttindastofnun Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2022-11-11 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 631 - Komudagur: 2022-12-02 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A432 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (ákvörðun nr. 396/2021 um breytingu á XX. viðauka við EES- samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-11-17 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A490 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-23 09:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-09 15:21:12 - [HTML]
64. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-09 15:45:49 - [HTML]

Þingmál A530 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 672 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A532 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-13 20:58:48 - [HTML]
48. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-13 21:01:23 - [HTML]

Þingmál A534 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A642 (breyting á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (svar) útbýtt þann 2023-02-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-01-31 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A712 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4255 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A741 (safnalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1130 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-02-20 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A782 (málefni innflytjenda og vinnumarkaðsaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-02-28 13:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1392 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 15:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4592 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Maria Elvira Mendez Pinedo - [PDF]
Dagbókarnúmer 4597 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4635 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Ögmundur Jónasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4665 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Friðrik Árni Friðriksson Hirst - [PDF]

Þingmál A893 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A899 (kvikmyndalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1411 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-27 15:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A925 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1455 (frumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A939 (tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1469 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1977 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-06 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2023-06-08 20:05:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4900 - Komudagur: 2023-05-31 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A940 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1470 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A945 (kosningalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1477 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A952 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A975 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A979 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A981 (endurskoðendur og endurskoðun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A983 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1993 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-07 12:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4762 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A987 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1535 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1052 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4821 - Komudagur: 2023-05-23 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A1071 (vinnubrögð úrskurðarnefndar velferðarmála í barnaverndarmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1766 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2233 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B248 (viðhald á kirkjum)

Þingræður:
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-11-10 10:44:33 - [HTML]

Þingmál B616 (Störf þingsins)

Þingræður:
66. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-21 13:34:45 - [HTML]

Þingmál B752 (Samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórn varðandi rafvarnarvopn)

Þingræður:
82. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-20 16:02:39 - [HTML]
82. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-20 16:28:37 - [HTML]
82. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-03-20 16:36:12 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A6 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 17:03:12 - [HTML]

Þingmál A13 (breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1451 - Komudagur: 2024-02-15 - Sendandi: Samband íslenskra námsmanna erlendis - [PDF]

Þingmál A27 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A29 (Orkustofnun og raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A47 (grunnskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 617 - Komudagur: 2023-11-09 - Sendandi: Kirkjublaðið.is - [PDF]

Þingmál A73 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-23 16:12:38 - [HTML]

Þingmál A91 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-07 18:47:42 - [HTML]

Þingmál A106 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-12 17:17:47 - [HTML]

Þingmál A113 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-19 15:53:33 - [HTML]

Þingmál A180 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A183 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 211 - Komudagur: 2023-10-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A226 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A239 (Mannréttindastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 341 - Komudagur: 2023-10-25 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]

Þingmál A301 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (frumvarp) útbýtt þann 2023-10-09 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-21 17:53:35 - [HTML]

Þingmál A313 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (frumvarp) útbýtt þann 2023-10-09 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2023-10-18 18:21:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 2023-11-06 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 561 - Komudagur: 2023-11-06 - Sendandi: VR - [PDF]

Þingmál A348 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 692 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Alcoa Fjarðarál sf. - [PDF]

Þingmál A400 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-23 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A449 (almennar sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-07 17:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 718 - Komudagur: 2023-11-16 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A486 (kvikmyndalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 535 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-13 12:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A507 (kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-17 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A508 (tímabundinn stuðningur til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-17 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-21 22:41:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1368 - Komudagur: 2024-02-05 - Sendandi: Áratog ehf. - [PDF]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Alcoa Fjarðarál sf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A543 (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1101 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök verslunar og þjónustu og Viðskiptaráð Íslands. - [PDF]

Þingmál A616 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 922 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-24 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A617 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 969 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-01-30 18:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-01-31 15:40:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1344 - Komudagur: 2024-01-29 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1347 - Komudagur: 2024-01-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1731 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-17 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-11 20:24:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1397 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-04-08 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-12 16:00:40 - [HTML]
70. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-12 16:06:33 - [HTML]
70. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-12 16:08:53 - [HTML]
70. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-02-12 16:15:45 - [HTML]
102. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-04-24 18:52:54 - [HTML]

Þingmál A691 (meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-09 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-12 16:35:24 - [HTML]

Þingmál A704 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1764 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-01 17:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-05-16 14:11:23 - [HTML]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A780 (lækkun kosningaaldurs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1309 (svar) útbýtt þann 2024-03-22 12:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A830 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A864 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1962 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-21 17:09:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2110 - Komudagur: 2024-04-26 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A881 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1318 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-22 13:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A900 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A905 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A908 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A910 (fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A912 (frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-04 22:07:45 - [HTML]
117. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-05 17:01:59 - [HTML]

Þingmál A917 (virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A918 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A920 (ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1960 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2024-06-20 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-21 21:46:22 - [HTML]

Þingmál A927 (aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2487 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2671 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2811 - Komudagur: 2024-06-10 - Sendandi: Kári Hólmar Ragnarsson og Víðir Smári Petersen - [PDF]

Þingmál A934 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1381 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A937 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-23 21:55:52 - [HTML]

Þingmál A938 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2593 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]

Þingmál A948 (húsleit á lögmannsstofum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1409 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-04-11 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2239 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1038 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-17 20:18:59 - [HTML]

Þingmál A1076 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1095 (framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1628 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-03 20:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1105 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-08 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1160 (breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-06-19 15:04:03 - [HTML]

Þingmál A1162 (vantraust á matvælaráðherra)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Bergþór Ólason - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-06-20 11:23:49 - [HTML]

Þingmál B862 (dómur Mannréttindadómstóls Evrópu)

Þingræður:
96. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2024-04-16 13:33:51 - [HTML]

Þingmál B908 (setning auðlindaákvæðis í stjórnarskrá)

Þingræður:
102. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-24 15:16:44 - [HTML]

Þingmál B1022 (kveðja til nýkjörins forseta Íslands)

Þingræður:
115. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2024-06-03 15:01:57 - [HTML]

Þingmál B1067 (sektarfjárhæðir í lagareldi)

Þingræður:
119. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-06-10 15:39:40 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 106 - Komudagur: 2024-10-07 - Sendandi: Hildur Þórðardóttir - [PDF]

Þingmál A70 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-10-10 11:58:32 - [HTML]

Þingmál A91 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A188 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A192 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A231 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-24 16:29:26 - [HTML]

Þingmál A260 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-04 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A274 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-09 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A301 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (frumvarp) útbýtt þann 2024-11-15 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A336 (skipun nefndar til skilgreiningar á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (þáltill.) útbýtt þann 2024-11-18 11:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B30 (Störf þingsins)

Þingræður:
6. þingfundur - Eva Dögg Davíðsdóttir - Ræða hófst: 2024-09-17 13:55:35 - [HTML]

Þingmál B167 (afbrigði)

Þingræður:
23. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2024-11-14 11:51:35 - [HTML]

Löggjafarþing 156

Þingmál A1 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Kristrún Frostadóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-02-11 16:55:45 - [HTML]

Þingmál A66 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 2025-02-13 11:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-08 19:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 342 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-04-02 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-02-11 15:32:30 - [HTML]
55. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 22:58:27 - [HTML]
56. þingfundur - Ingibjörg Davíðsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-07 10:32:04 - [HTML]
59. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-06-13 00:18:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 109 - Komudagur: 2025-02-19 - Sendandi: Margrét Einarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2025-02-23 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2025-02-21 - Sendandi: Tómas Ibsen Halldórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2025-03-14 - Sendandi: Ögmundur Jónasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A89 (raforkulög og stjórn vatnamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: NASF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2025-03-03 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 165 - Komudagur: 2025-03-03 - Sendandi: Mörður Árnason - [PDF]
Dagbókarnúmer 434 - Komudagur: 2025-03-30 - Sendandi: Mörður Árnason - [PDF]

Þingmál A98 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-12 17:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-03 17:17:45 - [HTML]

Þingmál A107 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-18 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-03-06 16:49:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 370 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði - [PDF]
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2025-03-27 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A108 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-11 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A118 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-01 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A123 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-01 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A142 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-06 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A159 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-11 17:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 491 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A224 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-03 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A257 (lyfjalög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2025-05-15 - Sendandi: Samtök Lyfjaheildsala - [PDF]
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2025-05-15 - Sendandi: Samtök lyfjaheildsala - [PDF]
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2025-05-15 - Sendandi: Samtök Lyfjaheildsala - [PDF]

Þingmál A259 (almannatryggingar og endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A260 (breyting á ýmsum lögum um skatta, tolla og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A264 (fjármálaáætlun fyrir árin 2026--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A270 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1165 - Komudagur: 2025-05-19 - Sendandi: Glóbrystingur ehf. - [PDF]

Þingmál A351 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-04-30 20:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 723 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-14 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-08 18:31:57 - [HTML]
64. þingfundur - Eiríkur Björn Björgvinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-06-18 15:02:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1440 - Komudagur: 2025-06-24 - Sendandi: Atvinnuvegaráðuneyti - fskj. 1 - [PDF]

Þingmál A425 (alþingiskosningar 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 580 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-06-03 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B222 (Störf þingsins)

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2025-04-01 13:31:06 - [HTML]

Þingmál B425 (Innlend vinnsluskylda á sjávarafla)

Þingræður:
48. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-05-22 11:11:01 - [HTML]

Þingmál B557 (þingleg meðferð frumvarps um veiðigjald)

Þingræður:
60. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2025-06-13 11:31:23 - [HTML]

Þingmál B690 (takmörkun umræðu)

Þingræður:
86. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (forseti) - Ræða hófst: 2025-07-11 10:00:17 - [HTML]

Löggjafarþing 157

Þingmál A1 (fjárlög 2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 449 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-12-02 13:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2025-10-14 - Sendandi: Eiríkur Áki Eggertsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2025-10-21 - Sendandi: Ögmundur Jónasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 474 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Heimssýn - [PDF]
Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2025-10-31 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 635 - Komudagur: 2025-11-03 - Sendandi: Jón Bjarnason - [PDF]
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2025-11-12 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A13 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: Efling stéttarfélag - [PDF]

Þingmál A22 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-15 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A59 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 10:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-15 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Alma D. Möller (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-17 16:04:11 - [HTML]

Þingmál A82 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-16 14:12:39 - [HTML]
20. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-10-16 14:43:00 - [HTML]

Þingmál A88 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Grímur Grímsson - Ræða hófst: 2025-10-09 14:30:45 - [HTML]

Þingmál A144 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-25 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A148 (skattar, tollar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-25 17:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A150 (aðför og nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 538 - Komudagur: 2025-10-28 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A230 (brottfararstöð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A257 (skattar, gjöld o.fl. (tollar, leigutekjur o.fl.))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-14 19:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 991 - Komudagur: 2025-11-26 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1191 - Komudagur: 2025-12-05 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Atvinnuvegaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1303 - Komudagur: 2025-12-12 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1312 - Komudagur: 2025-12-12 - Sendandi: PCC BakkiSilicon hf. - [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-18 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A287 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-21 14:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A297 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 412 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-25 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A298 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-25 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (laun forseta Íslands og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 445 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (sjúkratryggingar og ófrjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-02 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (skipalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-03 17:04:00 [HTML] [PDF]