Deilt var um hvort undanþága í skilmálum slysatryggingar hefði leitt til þess að vátryggingafélag þyrfti ekki að greiða út bætur vegna tiltekins tjóns sökum atviks sem félagið taldi falla undir handalögmál. Hæstiréttur taldi að um handalögmál hefði verið um að ræða og féll það því undir undantekninguna. Taldi hann jafnframt að aðilum hafði verið heimilt að undanskilja handalögmál í skilmálunum á grundvelli þess að samningsfrelsi aðilanna heimilaði þeim að þrengja gildissvið vátrygginga með þeim hætti sem var gert í þessu tilviki.Hrd. 2001:1916 nr. 450/2000[HTML] Hrd. 2001:3484 nr. 144/2001 (Staðgengilslaun - Skagstrendingur)[HTML] Hrd. 2001:4025 nr. 215/2001 (Persónutrygging - Örorka)[HTML] Fyrir gildistöku skaðabótalaga, nr. 50/1993, var ekki gerður sérstakur greinarmunur á varanlegri örorku og varanlegum miska.
Tjónþoli í áburðarverksmiðju missti annan fótinn og var metinn með einhvern varanlegan miska og varanlega örorku. Kjarasamningsbundin trygging vinnuveitandans kvað eingöngu á um greiðslu vegna læknisfræðilegrar örorku, og eingöngu þær greiddar. Hæstiréttur taldi að svo ætti ekki að fara og dæmdi aukalegar bætur til tjónþola af hendi vinnuveitanda mannsins.Hrd. 2001:4311 nr. 143/2001[HTML] Hrd. 2002:4265 nr. 272/2002 (Vélarrúm yfirgefið með vél í gangi)[HTML][PDF] Tveir menn voru að gera við vél í vélarrúm í báti. Þeir brugðu sér frá í um 15 mínútur og skyldu vélina eftir í gangi. Á þeim tíma bræddi vélin úr sér. Vátryggingafélagið neitaði að greiða bætur úr húftryggingu þar sem um væri að ræða stórfellt gáleysi. Upplýst var um að til staðar væri viðvörunartæki ef upp kæmi bilun, en mennirnir heyrðu ekki merkin. Vélin var ekki með sjálfvirkum slökkvibúnaði. Báturinn var þar að auki ekki flokkaður sem bátur með mannlausu vélarrúmi. Fallist var á synjun félagsins um að greiða bætur.Hrd. 2003:1107 nr. 443/2002 (Uppgjör skaðabóta - Fullnaðaruppgjör - Rangar forsendur)[HTML] Deilt var um hvort örorkulífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins veittu vegna umferðarslyss féllu undir tiltekið lagaákvæði um að draga mætti frá skaðabótum vegna tímabundins atvinnutjóns bætur frá opinberum tryggingum svo og aðrar greiðslur sem tjónþoli fær annars staðar frá vegna þess að hann væri ekki fullvinnufær. Hæstiréttur taldi þær falla þar undir meðal annars vegna þeirrar meginreglu skaðabótaréttar að tjónþoli ætti ekki rétt á hærri bótum en sem svari raunverulegu fjártjóni hans.Hrd. 2003:2127 nr. 514/2002[HTML] Hrd. 2003:2727 nr. 51/2003[HTML] Hrd. 2003:3515 nr. 157/2003 (Húftryggingarbætur vegna Bjarma VE)[HTML] Í húftryggingu var tekið sérstaklega fram að tryggingin félli niður við eigandaskipti. Skömmu eftir eigendaskipti sökk báturinn og fórust tveir með. Fallist var á synjun um greiðslu bóta.
Í málinu var haldið því fram að undanþáguákvæðið væri ósanngjarnt á grundvelli 36. gr. samningalaga en Hæstiréttur hafnaði því.Hrd. 2004:1392 nr. 355/2003 (Samvistarslitin)[HTML] Hrd. 2005:332 nr. 321/2004 (Bátur sök við landfestar í Kópavogi)[HTML] Bátur sem aðilar keyptu. Átti að gera við eða endurbæta hann. Báturinn var svo tryggður og þar var varúðarregla um að tryggja ætti tryggilega festu við höfn og um eftirlitsskylda. Aðili var fenginn til þess að sinna eftirlitsskyldunni en hann komst aldrei að til að skoða. Síðan gerist það að báturinn sekkur og var orsökin óljóst en líklegt að sjór hafi komist um borð en dælur ekki haft undan. Þessi skortur á eftirliti var talið hafa verið óviðunandi skv. varúðarreglunni. Vátryggingarfélagið var svo sýknað af bótakröfu.
Eldri lög um vátryggingarsamninga voru í gildi þegar tjónsatburður var.Hrd. 2005:643 nr. 364/2004[HTML] Hrd. 2005:2891 nr. 282/2005 (Bjarni VE-66)[HTML] Fiskiskip og aflaheimildir þess voru settar að veði og síðan fórst skipið og í kjölfarið var útgerðin tekin til gjaldþrotaskipta. Tryggingarfélag bátsins var svo sýknað af kröfu um greiðslu vátryggingabóta fyrir Hæstarétti. Skiptastjórinn seldi svo aflaheimildirnar og rann andvirði þeirra í þrotabúið.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 594 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-11 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 807 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-03-10 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 957 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-03-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 199 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2001-10-18 15:11:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 282 (svar) útbýtt þann 2001-11-05 14:49:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1846 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-28 16:17:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1879 (lög í heild) útbýtt þann 2004-05-28 20:31:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 132
Þingmál A644 (skattlagning styrkja úr sjúkra- og styrktarsjóðum)[HTML]