Starfsmenn OLÍS hefðu átt að gera sér grein fyrir rekstrinum og stöðunni. OLÍS gerði ekki allsherjarúttekt á rekstrinum þrátt fyrir að hafa vitað af slæmri stöðu hans.
Matsmenn höfðu talið að samningurinn bæri með sér fyrirkomulag sem væri dæmt til að mistakast.
Fyrirtækið IceCapital ehf. (þá Sund ehf.) hafði gert samning við banka um eignastýringu. Fjárfestingarstefnunni hafði verið breytt þannig að heimilt hafði verið að fjárfesta öllu fénu í hlutabréf. Bankinn nýtti sér það til að láta fyrirtækið kaupa hlut í sjálfum sér. Handveð voru lögð fram í hlutabréfunum sjálfum.
Hæstiréttur taldi ósannað að beitt hafi verið svikum, þrátt fyrir að Rannsóknarskýrsla Alþingis hafi verið lögð fram.Hrd. nr. 288/2011 dags. 15. desember 2011 (20 ára sambúð)[HTML] K og M gerðu fjárskiptasamning sín á milli eftir nær 20 ára sambúð. Eignir beggja voru alls 60 milljónir og skuldir beggja alls 30 milljónir. Eignamyndun þeirra fór öll fram á sambúðartíma þeirra. Í samningnum var kveðið á um að M héldi eftir meiri hluta eignanna en myndi í staðinn taka að sér allar skuldir þeirra beggja.