Bankinn vildi ekki lána M án veðs að allri fasteigninni sem M og K áttu saman.
K samþykkir veðsetninguna með undirskrift í reit er tilgreindi samþykki maka. Deilt var um hvort hún væri að samþykkja að M mætti veðsetja eignina eða hvort hún hefði (einnig) verið að taka ábyrgð á skuldinni.
M og K skildu og fóru að raða eignum og skuldum. Þau komust síðan að því að það skipti talsverðu máli hvort lánið væri á þeim báðum eða eingöngu hjá M.
Hæstiréttur leit svo á að undirskrift K væri eingöngu um samþykki um að M veðsetti eignina en ekki að hún hefði ábyrgst lán M. Lánið var því álitið að öllu leyti hjá M.Hrd. 1997:2252 nr. 321/1997 (Fljótasel - Húsaleiga - Tímamark - Skipti á milli hjóna)[PDF] M og K höfðu slitið samvistum og K flutti út.
K vildi meina að M hefði verið skuldbundinn til að greiða húsaleigu vegna leigu á húsnæðinu sem K flutti í. Þeirri kröfu var hafnað á þeim grundvelli að maki gæti einvörðungu skuldbundið hinn á meðan samvistum stendur.
M var eini þinglýsti eigandi fasteignar. K hélt því fram að hún ætti hluta í henni.
Framlögin til fasteignarinnar voru rakin.
Þinglýsing eignarinnar réð ekki úrslitum, þó hún hafi verið talin gefa sterkar vísbendingar.
Strangt í þessum dómi að eingöngu sé farið í peningana og eignarhlutföll í þessari fasteign og fyrri fasteignum sem þau höfðu átt, en ekki einnig farið í önnur framlög K.
K var talin hafa 25% eignarhlutdeild.Hrd. 2001:2477 nr. 111/2001 (Fannafold - Sameign - Öll eignin veðsett)[HTML] M og K áttu hvorn sinn helminginn.
Talið var að K hefði eingöngu skrifað undir samþykki maka en ekki sem veðsali. Hins vegar stóð í feitu letri í tryggingarbréfinu að öll eignin væri veðsett og var því litið svo á að K væri einnig að veðsetja sinn hluta.Hrd. 2003:2939 nr. 311/2003 (Veðskuldabréf til málamynda)[HTML] Hrd. nr. 449/2006 dags. 22. febrúar 2007[HTML] Hrd. nr. 409/2008 dags. 4. desember 2008[HTML] Hrd. nr. 223/2013 dags. 13. maí 2013 (Þinglýsing og aflýsing - Langholt)[HTML] M var skuldari á veðskuldabréfi sem var svo þinglýst á eignina án þess að fyrir lá samþykki K sem maka M. Þessi þinglýsingarmistök voru samt sem áður ekki leiðrétt sökum þess að K undirritaði síðar skilmálabreytingu er lengdi gildistíma veðskuldabréfsins. Með þessari undiritun var K talin hafa veitt eftir-á-samþykki.
Undirritun K á veðskuldabréfin báru ekki skýrt með sér að hann hafi samþykkt veðsetningu síns eignarhluta í fasteigninni og önnur gögn málsins veittu ekki vísbendingu um aðra ætlun K. Í hf. vísaði til venju við undirritun þinglýstra eigenda á veðskjöl en studdi þetta ekki með gögnum og yrði slíkri málsástæðu ekki beitt gegn mótmælum K.