Merkimiði - Löggjafarvald


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (186)
Dómasafn Hæstaréttar (106)
Umboðsmaður Alþingis (54)
Stjórnartíðindi - Bls (66)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (50)
Dómasafn Félagsdóms (15)
Dómasafn Landsyfirréttar (5)
Alþingistíðindi (6072)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (35)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (20)
Lovsamling for Island (4)
Lagasafn handa alþýðu (2)
Lagasafn (33)
Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands (6)
Samningar Íslands við erlend ríki (6)
Alþingi (6705)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1923:516 nr. 31/1923[PDF]

Hrd. 1924:595 nr. 37/1923[PDF]

Hrd. 1924:636 nr. 5/1924[PDF]

Hrd. 1931:344 nr. 29/1931 (Framkvæmdastjóri Íslandsbanka)[PDF]

Hrd. 1934:790 nr. 36/1934 (Smjörlíki)[PDF]

Hrd. 1937:273 nr. 128/1936[PDF]

Hrd. 1943:154 nr. 59/1942 (Iðnfyrirtæki)[PDF]
Hæstiréttur taldi að lögbundin skattaundanþága fyrirtækis gæti ekki verið afnumin á þegar byrjuðu tímabili.
Hrd. 1943:430 kærumálið nr. 15/1943[PDF]

Hrd. 1952:434 nr. 80/1952 (Stóreignaskattur)[PDF]

Hrd. 1952:572 nr. 133/1951[PDF]

Hrd. 1954:584 nr. 108/1953[PDF]

Hrd. 1955:108 nr. 103/1953 (Landmannaafréttur I)[PDF]

Hrd. 1957:602 nr. 117/1956[PDF]

Hrd. 1958:753 nr. 116/1958 (Stóreignaskattur - Skattmat á eign hluthafa í hlutafélagi)[PDF]

Hrd. 1959:217 nr. 38/1959[PDF]

Hrd. 1959:454 nr. 68/1959[PDF]

Hrd. 1959:598 nr. 28/1959 (Fjármál hjóna - Tilboð í „þrotabú“)[PDF]

Hrd. 1960:332 nr. 165/1959[PDF]

Hrd. 1964:59 nr. 118/1963 (Rakarastofa)[PDF]

Hrd. 1964:79 nr. 31/1963[PDF]

Hrd. 1966:837 nr. 203/1966[PDF]

Hrd. 1970:613 nr. 101/1970[PDF]

Hrd. 1970:1122 nr. 153/1970[PDF]

Hrd. 1972:110 nr. 107/1971 (Ákvæði opins bréfs)[PDF]

Hrd. 1973:584 nr. 118/1972 (Vegagerðin)[PDF]

Hrd. 1974:620 nr. 195/1971[PDF]

Hrd. 1976:232 nr. 126/1974[PDF]

Hrd. 1977:58 nr. 20/1974[PDF]

Hrd. 1978:1283 nr. 55/1977[PDF]

Hrd. 1979:1157 nr. 173/1978 (Umgengnisréttur eftir óvígða sambúð)[PDF]

Hrd. 1980:1732 nr. 141/1979 (Skyldusparnaður - Afturvirkni skattalaga)[PDF]

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn)[PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:1150 nr. 67/1979 (Greiðslur í lífeyrissjóð)[PDF]

Hrd. 1983:1559 nr. 247/1980[PDF]

Hrd. 1983:1655 nr. 205/1981[PDF]

Hrd. 1985:479 nr. 124/1984[PDF]

Hrd. 1985:1544 nr. 81/1983 (Kjarnfóðurgjald)[PDF]
Bráðabirgðalög, nr. 63/1980, voru sett þann 23. júní 1980. Með þeim var kominn á 200% skattur á innkaupsverði kjarnfóðurs, kjarnfóðurgjald, og mögulegt væri að fá endurgreiðslu að hluta eftir reglum sem Framleiðsluráð landbúnaðarins ákvæði. Hæstiréttur taldi að með þessu væri skattlagningarvaldið í reynd hjá framleiðsluráði og væri því brot á 40. gr. stjórnarskrárinnar. Engu breytti þótt umræddar reglur væru háðar ráðherrastaðfestingu.

Með síðari breytingarlögum, nr. 45/1981, var ráðherra falið að ákveða endurgreiðslu gjaldsins að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, í stað þess að framleiðsluráðið ákvæði reglurnar. Í þessu tilfelli taldi Hæstiréttur hins vegar að um væri að ræða langa og athugasemdalausa venju að fela ráðherra að ákveða innan vissra marka hvort innheimta skuli tiltekna skatta. Umrædd venja hafi því hnikað til merkingu 40. gr. stjórnarskrárinnar.

Athuga skal þó að árið 1995 kom inn nýmæli í stjórnarskrána sem tók fyrir hendur þessa heimild löggjafans til að framselja stjórnvöldum ákvörðunarvald til skattlagningar. Því er talið að sú venja hafi verið lögð af með þeirri stjórnarskrárbreytingu.
Hrd. 1986:1361 nr. 114/1985 (Búnaðarmálasjóðsgjald I)[PDF]

Hrd. 1987:473 nr. 95/1986 (Valdsmaður - Fjárhæð meðlags)[PDF]

Hrd. 1987:757 nr. 262/1986[PDF]

Hrd. 1987:788 nr. 199/1985[PDF]

Hrd. 1987:830 nr. 200/1985[PDF]

Hrd. 1987:1008 nr. 271/1985 (Samsköttun)[PDF]

Hrd. 1988:449 nr. 216/1987[PDF]

Hrd. 1988:1532 nr. 239/1987 (Framadómur)[PDF]
Í reglugerð var kveðið á um það skilyrði fyrir atvinnuleyfi að bifreiðastjóri yrði að vera í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Bifreiðarstjórinn fékk atvinnuleyfi árið 1984 og skuldbatt sig til að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar í einu og öllu. Árið eftir hætti hann að greiða félagsgjöldin og taldi sig vera óskylt að vera í félaginu. Umsjónarnefnd leigubifreiða innkallaði atvinnuleyfið að ósk félagsins og staðfesti ráðherra þá ákvörðun. Bifreiðarstjórinn höfðaði mál til ógildingar á þeirri ákvörðun.

Í lögunum, sem reglugerðin byggði á, var ekki mælt fyrir um skyldu atvinnuleyfishafa til að vera í stéttarfélagi eða einungis megi veita atvinnuleyfi til þeirra sem væru í stéttarfélagi bifreiðastjóra. Hæstiréttur taldi að ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi kvæði á um að lagaboð þyrfti til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna og vísaði þá í sett lög frá Alþingi, og þar af leiðandi dygðu reglugerðarákvæðin ekki ein og sér. Taldi dómurinn því að óheimilt hafi verið að svipta bifreiðarstjórann atvinnuleyfinu á þeim forsendum.
Hrd. 1989:1603 nr. 466/1989[PDF]

Hrd. 1989:1627 nr. 252/1989 (Áfengiskaup hæstaréttardómara)[PDF]
Forseti Hæstaréttar var sakaður um að hafa misnotað hlunnindi sem handhafi forsetavalds með því að kaupa mikið magn áfengis á kostnaðarverði, þ.e. án áfengisgjalds, með lagaheimild sem þá var til staðar. Forseti Íslands veitti forseta Hæstaréttar lausn um stundarsakir og svo höfðað dómsmál um lausn til frambúðar. Settur Hæstiréttur í málinu taldi að skortur á hámarki í lagaheimildinni skipti ekki máli og með þessu athæfi hefði hæstaréttardómarinn rýrt það almenna traust sem hann átti að njóta og staðfesti þar af leiðandi varanlega lausn hans úr embættinu.
Hrd. 1991:1690 nr. 93/1989 (Jökull hf. - Sjávarafli)[PDF]

Hrd. 1992:1962 nr. 129/1991 (BHMR-dómur)[PDF]

Hrd. 1994:748 nr. 300/1991 (Einangrunarvistin - Agaviðurlög í fangelsi)[PDF]
Lög kváðu á um að beiting agaviðurlaga með setningu fanga í einangrun teldist ekki til afplánunartímans, og lengdi því refsinguna. Hæstiréttur taldi það andstætt 2. gr. stjórnarskrárinnar að gera slíkt án dóms. Fallist var því á skaðabótakröfu fangans.
Hrd. 1994:1536 nr. 284/1994[PDF]

Hrd. 1995:167 nr. 312/1992 (Aðgangur að eldri sjúkraskrám)[PDF]

Hrd. 1995:1444 nr. 103/1994 (Dómarafulltrúi - Aðskilnaðardómur VI)[PDF]

Hrd. 1995:2091 nr. 296/1994[PDF]

Hrd. 1996:126 nr. 401/1994[PDF]

Hrd. 1996:1089 nr. 339/1994[PDF]

Hrd. 1996:2584 nr. 187/1995 (Skylduaðild að lífeyrissjóðum)[PDF]

Hrd. 1996:4260 nr. 427/1995 (Jöfnunargjald á franskar kartöflur)[PDF]
Almenn lagaheimild var til staðar til að hækka jöfnunargjaldið á franskar kartöflur. Gjaldið var svo hækkað úr 40% í 190%. Ekki voru talin vera fyrir hendi réttlætanleg sjónarmið um að hækka gjaldið eins mikið og gert var. Íslenska ríkið gat ekki sýnt fram á að vandi við niðurgreiðslur og erlendir markaðir hafi verið sjónarmið sem íslenska ríkið hafi byggt á við beitingu þeirrar heimildar.
Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi)[PDF]

Hrd. 1998:1115 nr. 335/1997[PDF]

Hrd. 1998:2528 nr. 418/1997 (Sjálfstæði dómarafulltrúa og 6. gr. MSE)[PDF]
Mál hafði verið dæmt af dómarafulltrúa í héraði sem var svo talin vera andstæð stjórnarskrá. Málsaðilinn höfðaði skaðabótamál vegna aukins málskostnaðar og var fallist á bótaskyldu vegna þessa, þrátt fyrir að slíkt fyrirkomulag hafi tíðkast lengi vel.
Hrd. 1998:3460 nr. 50/1998 (Lyfjaeftirlitsgjald I)[PDF]
Lyfsala var gert að greiða Lyfjaeftirliti ríkisins eftirlitsgjald sem skilgreint var í reglugerð sem tiltekið hlutfall „veltu og/eða umfangi eftirlitsskyldrar starfsemi“. Hæstiréttur taldi að skýra hefði lagaákvæðið á þann hátt að um væri að ræða heimild til þess að leggja á þjónustugjald og ekki voru færð viðhlítandi rök af hálfu stjórnvalda fyrir því að veltan ein og sér endurspeglaði þörfina á eftirliti með einstökum lyfjabúðum. Eftirlitsgjaldið sem lagt var á með reglugerðinni var ekki talið standast kröfur 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1998:4076 nr. 145/1998 (Desemberdómur um stjórn fiskveiða - Valdimarsdómur)[PDF]
Sjávarútvegsráðuneytið synjaði beiðni umsækjanda um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. Vísaði ráðherra á 5. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða sem batt leyfin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Forsenda veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni, og var því þeim hluta umsóknarinnar um sérstakt leyfi jafnframt hafnað.

Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.
Hrd. 1998:4552 nr. 312/1998 (Flutningur Landmælinga Íslands)[PDF]
Ráðherra gaf út fyrirmæli um að færa ætti Landmælingar Íslands frá Reykjavík til Akraness. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir að engin bein fyrirmæli væru um það í lögum að ríkisstofnunin skuli staðsett í Reykjavík væri það ekki til þess að ráðherra hefði frjálst val um staðsetningu hennar. Ákvarðanir um heimili stofnunar og varnarþing væru meðal grundvallaratriða í skipulagi hennar og því yrðu breytingar sem þessar að hafa skýra heimild í almennum lögum.
Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML][PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1999:2645 nr. 140/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2794 nr. 450/1998 (Kolbeinsstaðarhreppur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2809 nr. 451/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3780 nr. 64/1999 (Bára Siguróladóttir - Búnaðarmálasjóðsgjald II)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4007 nr. 91/1999 (Landbúnaðargjöld)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML][PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 1999:4916 nr. 236/1999 (Erla María Sveinbjörnsdóttir)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1228 nr. 82/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3467 nr. 143/2000 (Brunabótafélagið)[HTML][PDF]
Fyrirkomulag var um að félagsmenn í tryggingafélagi myndu eingöngu fá tilbaka það sem þeir lögðu í félagið ef því yrði slitið.
Félagsmaður lést og erfingjar hans kröfðust þess að fá hans hlut í félaginu, en var synjað um það.
Hæstiréttur taldi að eignarhluturinn hefði ekki erfst og hefði fallið til félagsins sjálfs við andlátið.
Hrd. 2000:3543 nr. 218/2000 (Ísfélagsdómur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML][PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML]
ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 2001:2505 nr. 17/2001 (Lánasýslan)[HTML]

Hrd. 2001:3434 nr. 277/2001 (Alþýðusamband Íslands)[HTML]
Reynt var á hvort uppbygging Alþýðusambandsins væri slík að hún heimilaði málsókn þess vegna hagsmuna félagsmanna undirfélaga sinna.
Hrd. 2001:3451 nr. 129/2001 (Slys í Vestfjarðagöngum - Áhættutaka III - Farþegi í bifreið)[HTML]
Tímamótadómur þar sem breytt var frá fyrri fordæmum um að farþegar missi bótarétt þegar þeir fá sér far með ölvuðum ökumönnum þar sem um hefði verið að ræða áhættutöku, og talið að farþegar undir slíkum kringumstæðum beri í staðinn meðábyrgð á tjóninu.
Hrd. 2002:232 nr. 34/2002 (Krafa á K vegna skatta M)[HTML]
Þau höfðu slitið fjárfélagi og var gengið á K vegna skatta M. K taldi sig ekki bera ábyrgð á þeim.
Hrd. 2002:2124 nr. 24/2002 (Skiptaverðmæti)[HTML]

Hrd. 2002:2152 nr. 25/2002[HTML]

Hrd. 2002:3555 nr. 240/2002 (Óþarfar málalengingar)[HTML]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2003:784 nr. 542/2002 (Einkadans)[HTML]

Hrd. 2003:2045 nr. 477/2002 (Bókadómur)[HTML]

Hrd. 2003:2329 nr. 499/2002 (Hlutabréfakaup)[HTML]
J keypti hlutabréf árið 1996 og nýtti sér frádráttarheimild þágildandi laga til að draga frá allt að 80% fjárfestingarinnar frá tekjum sínum og var heimilt að flytja frádrátt til annarra skattára og nýta á næstu fimm árum. Í ársbyrjun 1997 tóku í gildi ný lög þar sem frádráttarheimildin var lækkuð í áföngum á næstu þremur árum en farið yrði með eldri ónýttan frádrátt með sama hætti og ef til hans hefði verið stofnað eftir gildistöku laganna.

Í málinu byggði J á því að með því að lækka frádráttarheimild hans með þessum hætti ætti sér stað afturvirk skerðing á rétti sem hann hefði löglega til unnið og féllst meirihluti Hæstaréttar á það.
Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3633 nr. 388/2003 (British Tobacco)[HTML]
Sett voru lög sem höfðu meðal annars þau áhrif að ekki hefði mátt hafa tóbak sýnilegt gagnvart almenningi. Tóbaksframleiðandi fór í mál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lögin andstæð hagsmunum sínum vegna minni sölu. Héraðsdómur taldi framleiðandann skorta lögvarða hagsmuni þar sem ÁTVR væri seljandi tóbaks en ekki framleiðandinn. Hæstiréttur var ekki sammála því mati héraðsdóms og taldi tóbaksframleiðandann hafa lögvarða hagsmuni um úrlausn dómkröfunnar.
Hrd. 2003:3977 nr. 422/2003[HTML]

Hrd. 2003:3996 nr. 238/2003[HTML]

Hrd. 2003:4538 nr. 461/2003[HTML]

Hrd. 2004:850 nr. 334/2003 (Fiskiskip - Stimpilgjald við sölu fiskiskips)[HTML]

Hrd. 2004:3691 nr. 174/2004 (Atlantsskip)[HTML]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:4014 nr. 251/2004 (EES-reglugerð - Hvíldartími ökumanna)[HTML]

Hrd. 2004:4355 nr. 221/2004 (Loðnuvinnslan)[HTML]

Hrd. 2005:1973 nr. 170/2005 (Læknafélag Íslands)[HTML]

Hrd. 2005:2414 nr. 231/2005[HTML]

Hrd. 2005:2925 nr. 312/2005[HTML]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML]

Hrd. 2006:2931 nr. 28/2006[HTML]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML]

Hrd. nr. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML]

Hrd. nr. 455/2006 dags. 15. mars 2007 (Skattfrelsi Orkuveitu Reykjavíkur)[HTML]

Hrd. nr. 590/2006 dags. 24. maí 2007 (Öryrkjabandalag Íslands - Loforð ráðherra um hækkun örorkulífeyris)[HTML]

Hrd. nr. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. nr. 554/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 187/2007 dags. 7. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 38/2008 dags. 8. febrúar 2008 (Eftirfararbúnaður á bifreið)[HTML]
Sakborningur fann eftirfararbúnað í bifreið sinni og krafði hann dómara um að þeirri aðgerð yrði hætt. Dómari féllst á kröfuna.
Hrd. nr. 398/2007 dags. 17. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 366/2007 dags. 23. apríl 2008 (Portus - Tónlistarhúsið Harpan)[HTML]
Tveir aðilar sem höfðu ekki verið valdir til að fá sérleyfi til byggingar, eign og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna, kröfðust afrits af samkomulags sem Austurhöfn-TR ehf., fyrirtæki stofnað af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg, gerði við Portus ehf. Þeirri beiðni var synjað af hálfu Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar og var henni skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem féllst svo á beiðnina.

Hæstiréttur hafnaði málsástæðu um að samningurinn félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði þar á meðal að í þeim lögum hefði ekki verið neinn áskilnaður um ákvörðun er varðaði rétt eða skyldu manna. Þá var einnig getið þess í dómnum að Ríkiskaup sáu um þau innkaup sem voru aðdragandi samningins auk þess að hann var undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ljóst var að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg höfðu haft samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu.
Hrd. nr. 195/2008 dags. 29. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 187/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 670/2008 dags. 15. janúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 15/2009 dags. 10. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 575/2008 dags. 28. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 604/2008 dags. 18. júní 2009 (Vanhæfur dómari)[HTML]
P krafðist frekari bóta í kjölfar niðurstöðunnar í Dómur MDE Pétur Thór Sigurðsson gegn Íslandi dags. 10. apríl 2003 (39731/98).

Hæstiréttur féllst á að íslenska ríkið bæri bótaábyrgð en P sýndi ekki fram á að niðurstaða málsins hefði verið önnur ef annar dómari hefði komið í stað þess dómara sem álitinn var vanhæfur. Taldi hann því að P hefði ekki sýnt fram á að hann ætti rétt á frekari bótum en MDE hafði dæmt P til handa.
Hrd. nr. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML]

Hrd. nr. 255/2009 dags. 12. nóvember 2009 (Leó - Stimpilgjald af fjárnámsendurritum)[HTML]
Á grundvelli kröfu L var gert fjárnám í þremur fasteignum og afhenti L sýslumanni endurrit úr gerðabók vegna þessa fjárnáms til þinglýsingar. Var honum þá gert að greiða þinglýsingargjald og stimpilgjald. L höfðaði svo þetta mál þar sem hann krafðist endurgreiðslu stimpilgjaldsins. Að mati Hæstaréttar skorti lagastoð fyrir töku stimpilgjaldsins þar sem lagaákvæði skorti fyrir innheimtu þess vegna endurrits fjárnámsgerðar enda yrði hún hvorki lögð að jöfnu við skuldabréf né teldist hún til tryggingarbréfa. Ákvæði 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar stóð því í vegi fyrir beitingu lögjöfnunar í þessu skyni.
Hrd. nr. 312/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 184/2009 dags. 3. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 79/2010 dags. 9. desember 2010 (Biðskýlið Njarðvík - Skaðsemisábyrgð og EES tilskipun - Sælgætisúði)[HTML]
Framleiðendur og dreifingaraðilar voru álitnir bótaskyldir gagnvart stúlku sem lenti í tjóni vegna sælgætisúða.
Hrd. nr. 42/2011 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll)[HTML]

Hrd. nr. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll)[HTML]

Hrd. nr. 75/2011 dags. 29. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 175/2011 dags. 26. janúar 2012 (HH o.fl. gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 405/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 77/2012 dags. 16. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 532/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 137/2013 dags. 14. mars 2013 (Útgáfa afsals)[HTML]

Hrd. nr. 749/2012 dags. 30. maí 2013 (Lagaheimild skilyrða fyrir eftirgjöf á vörugjaldi)[HTML]

Hrd. nr. 328/2013 dags. 31. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 327/2013 dags. 31. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 70/2013 dags. 10. október 2013 (Kaup á hlutabréfum í Glitni)[HTML]

Hrd. nr. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML]

Hrd. nr. 333/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 515/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 516/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 413/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 220/2015 dags. 27. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 475/2014 dags. 4. júní 2015 (Forkaupsréttur að fiskiskipi - Síldarvinnslan)[HTML]
Sveitarfélag taldi sig geta gengið inn í hlutabréfakaup á grundvelli forkaupsréttar. Téður forkaupsréttur byggðist á lagaákvæði um að sveitarfélög hefðu forkaupsrétt á fiskiskipum er hefðu leyfi til veiða í atvinnuskyni til útgerðar sem hefði heimilisfesti í öðru sveitarfélagi, og ætti þá sveitarstjórnin í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt á skipinu.

Héraðsdómur hafði samþykkt kröfu sveitarfélagsins á þeim grundvelli að með sölu á hlutabréfum fyrirtækis væri verið að fara fram hjá markmiði lagaákvæðisins. Hæstiréttur var á öðru máli og taldi að ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttur mæltu gegn því að lögjafna á þessum forsendum, og synjaði því kröfu sveitarfélagsins.
Hrd. nr. 742/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 467/2015 dags. 13. ágúst 2015 (Verkfallsmál)[HTML]

Hrd. nr. 193/2015 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 416/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 597/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 643/2015 dags. 2. júní 2016 (Laugar í Súgandafirði)[HTML]
Sveitarfélag keypti jarðhita af bónda og ætlaði að nota jarðhitann fyrir hitaveitu. Hæstiréttur leyfði þessu að ágangast þar sem þetta væri í hag almennings og ekki í andstöðu við tilgang laganna.
Hrd. nr. 53/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Sjúkratryggingar Íslands I)[HTML]

Hrd. nr. 826/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 838/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 839/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML]

Hrd. nr. 730/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 643/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 644/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 731/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 645/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 610/2017 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 354/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 415/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML]

Hrd. nr. 577/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML]

Hrd. nr. 666/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 667/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 305/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 598/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 154/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML]
Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.

Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Meiri hlutinn taldi að hér væri um að ræða of víðtækt framsal valds og féllst því á kröfu sveitarfélagsins. Ágreiningurinn milli meiri og minni hluta virðist felast í því hversu strangar kröfur þarf að gera til slíks framsals.
Hrd. nr. 33/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Hrd. nr. 1/2020 dags. 31. mars 2020 (Náttúruvernd 2 málsóknarfélag)[HTML]

Hrd. nr. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML]

Hrd. nr. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 38/2021 dags. 9. febrúar 2022[HTML]

Hrd. nr. 20/2022 dags. 26. október 2022[HTML]

Hrd. nr. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrd. nr. 39/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 24/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Hrd. nr. 36/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 15/2024 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 56/2024 dags. 21. maí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 1/2014 dags. 9. september 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2021 (Kæra Sante ehf. og ST ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. maí 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 23/2011 (Kæra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á ákvörðun sem lýst er yfir í bréfi Neytendastofu, dags. 16. nóvember 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2014 (Kæra Kosts lágvöruverðsverslunar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 2. apríl 2014 nr. 16/2014.)[PDF]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 10. desember 2010 í máli nr. E-2/10[PDF]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1962:38 í máli nr. 4/1961[PDF]

Dómur Félagsdóms 1975:248 í máli nr. 5/1975[PDF]

Dómur Félagsdóms 1976:11 í máli nr. 8/1975[PDF]

Dómur Félagsdóms 1976:21 í máli nr. 2/1976[PDF]

Dómur Félagsdóms 1981:243 í máli nr. 5/1981[PDF]

Dómur Félagsdóms 1981:250 í máli nr. 6/1981[PDF]

Dómur Félagsdóms 1981:257 í máli nr. 7/1981[PDF]

Dómur Félagsdóms 1981:264 í máli nr. 8/1981[PDF]

Dómur Félagsdóms 1982:290 í máli nr. 3/1982[PDF]

Dómur Félagsdóms 1993:133 í máli nr. 13/1993[PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2001 dags. 20. maí 2001[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2005 dags. 15. apríl 2005[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2008 dags. 30. apríl 2008[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2017 dags. 28. febrúar 2017[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2023 dags. 13. júní 2023[PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-69/2012 dags. 6. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-91/2013 dags. 23. apríl 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-107/2008 dags. 18. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-108/2008 dags. 26. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-106/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1165/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6833/2004 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7356/2005 dags. 27. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3650/2006 dags. 5. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1920/2007 dags. 27. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7219/2006 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7946/2007 dags. 9. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7167/2007 dags. 28. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8081/2007 dags. 9. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2867/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3322/2008 dags. 25. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2788/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1777/2008 dags. 16. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-590/2009 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4598/2006 dags. 18. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10800/2009 dags. 27. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11595/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 5. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 9. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-189/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4193/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3608/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2837/2012 dags. 12. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-644/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2014 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1783/2012 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4496/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2015 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2534/2015 dags. 18. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2015 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5201/2013 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-928/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-964/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1277/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1704/2017 dags. 28. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-136/2017 dags. 9. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1504/2017 dags. 28. maí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3870/2017 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1512/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1511/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1510/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1509/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1508/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3248/2018 dags. 18. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2018 dags. 18. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2434/2019 dags. 9. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7360/2019 dags. 23. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-582/2021 dags. 10. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6948/2023 dags. 4. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2457/2024 dags. 15. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3846/2022 dags. 24. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5274/2024 dags. 8. maí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-19/2008 dags. 12. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-94/2014 dags. 29. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-31/2014 dags. 9. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11040243 dags. 17. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13120230 dags. 5. júní 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010598 dags. 23. júní 2022[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22011025 dags. 25. apríl 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2009 dags. 22. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/2018 dags. 8. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/2020 dags. 26. ágúst 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2017 í máli nr. KNU17040050 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2017 í máli nr. KNU17040048 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2017 í máli nr. KNU17040049 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2018 í máli nr. KNU17100075 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2020 í málum nr. KNU20020043 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2020 í máli nr. KNU20020028 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2020 í máli nr. KNU20020040 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2020 í máli nr. KNU20030036 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2020 í máli nr. KNU20020058 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2020 í máli nr. KNU20020004 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2020 í máli nr. KNU20030031 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2020 í máli nr. KNU19100079 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2020 í máli nr. KNU20050005 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2020 í máli nr. KNU20070027 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2021 í máli nr. KNU21100028 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2024 í málum nr. KNU23050078 o.fl. dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 592/2018 dags. 27. september 2018[HTML][PDF]

Lrd. 364/2018 dags. 19. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 400/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 399/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 398/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 397/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 396/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 280/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 700/2018 dags. 14. júní 2019[HTML][PDF]

Lrú. 386/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 381/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 380/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 379/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 378/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 680/2019 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 678/2019 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 588/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 436/2020 dags. 5. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 801/2021 dags. 30. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 671/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 456/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 457/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 455/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 453/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 454/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 485/2025 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 772/2024 dags. 30. október 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Landsyfirréttur

Lyrd. 1883:233 í máli nr. 12/1883[PDF]

Lyrd. 1889:505 í máli nr. 10/1889[PDF]

Lyrd. 1900:176 í máli nr. 6/1900[PDF]

Lyrd. 1909:271 í máli nr. 35/1909[PDF]

Lyrd. 1916:809 í máli nr. 22/1916 (Bannlögin)[PDF]

Lyrd. 1917:20 í máli nr. 53/1916[PDF]

Fara á yfirlit

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090236 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðursveit)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Flekkudalur og Svínadalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Haukadalshreppur og Miðdalahreppur austan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur vestan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Snæfellsjökull og landsvæði sunnan og austan hans)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Landsvæði milli Hraunhafnardals, Mælifells og Bjarnarfossdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Eyrarbotn)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Fjalllendið milli Elliða og Lágafells auk Baulárvalla)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2011/18 dags. 18. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/999 dags. 2. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/590 dags. 25. ágúst 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 599/1984[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 643/1984[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 575/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 609/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 278/1980[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 898/1978[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 293/1974[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 1132/1973[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 1129/1973[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 1193/1973[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 33/1991[HTML]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040711 dags. 20. júní 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040710 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17050104 dags. 13. október 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17060056 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090035 dags. 14. maí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090091 dags. 29. júní 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17100072 dags. 2. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17100039 dags. 3. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17110065 dags. 18. júlí 2018[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 42/2007 dags. 4. janúar 2008 (Flugmálastjórn Íslands - veiting undanþágu frá flug- og vinnutímamörkum og hvíldartíma flugáhafna, á tilteknum flugleiðum: Mál nr. 42/2007)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2009 dags. 7. desember 2007[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2015 dags. 22. október 2015[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 22/1994 dags. 24. júní 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 32/1994 dags. 20. september 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 47/1997 dags. 11. desember 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 19/1998 dags. 12. júní 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/1999 dags. 21. janúar 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 4/2000 dags. 9. maí 2000[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00070028 dags. 4. september 2000[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 17/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 78/2021 dags. 21. október 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2006 dags. 24. ágúst 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2019 dags. 14. nóvember 2019[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 22/2003 dags. 22. desember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 60/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2005 í máli nr. 2/2005 dags. 17. mars 2005[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 142/2021 í máli nr. 105/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 123/2024 í máli nr. 81/2024 dags. 28. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-380/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-390/2011 dags. 25. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 950/2020 dags. 23. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1093/2022 dags. 29. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1268/2025 dags. 9. apríl 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 8/2023 dags. 12. ágúst 2024 (Endurupptaka)[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 9/2023 dags. 12. ágúst 2024 (Endurupptaka)[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 181/2016 dags. 7. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 126/2017 dags. 30. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 275/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 442/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 451/2021 dags. 12. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 74/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 567/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 53/2024 dags. 30. apríl 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 286/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 77/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 202/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 189/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 190/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 292/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 300/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 355/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 78/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 252/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 49/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 92/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 205/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 313/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 714/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 52/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 53/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 54/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 385/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 131/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 33/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 399/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 252/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 800/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 554/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 651/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 736/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 773/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 379/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 178/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 754/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 135/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 144/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 220/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 2/2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 22/1988 (Hámarksaldur leigubifreiðastjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 26/1988 dags. 29. desember 1988[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 73/1989 dags. 31. ágúst 1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 153/1989 dags. 30. nóvember 1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 402/1991 dags. 8. ágúst 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 500/1991 dags. 7. febrúar 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 877/1993 dags. 20. september 1994 (Úrskurður skattstjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1076/1994 dags. 14. febrúar 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 967/1993 dags. 29. mars 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1313/1994 dags. 17. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1448/1995 dags. 21. júní 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1538/1995 dags. 1. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1838/1996 dags. 17. febrúar 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1724/1996 dags. 24. júní 1997 (Réttur til atvinnuleysisbóta við atvinnuleit í EES-ríki)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1517/1995 dags. 30. júní 1997 (Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 (Birting EES-gerða)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2735/1999 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2723/1999 dags. 13. september 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2440/1998 dags. 24. janúar 2001 (Landsvirkjun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3204/2001 dags. 12. apríl 2002 (Greiðslumiðlunarreikningur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3508/2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3848/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2625/1998 dags. 3. júlí 2003 (Reglur um fjárhagsaðstoð)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3881/2003 dags. 1. október 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3796/2003 dags. 10. október 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4225/2004 dags. 13. júlí 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4956/2007 (Innheimta meðlags)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4936/2007 dags. 9. júlí 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4887/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5141/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5328/2008 (Hæfi til að stunda leigubifreiðaakstur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4904/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5769/2009 dags. 28. september 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5836/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5919/2010 dags. 24. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5826/2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5927/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6222/2010 dags. 26. ágúst 2011 (Afnotamissir af bifreið)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6488/2011 dags. 13. september 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6704/2011 dags. 6. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6193/2010 dags. 30. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6819/2012 dags. 31. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6892/2012 dags. 16. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6867/2012 dags. 9. júlí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6691/2011 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7230/2012 dags. 14. desember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7275/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 7064/2012 dags. 12. mars 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8181/2014 dags. 22. apríl 2015 (Flutningur Fiskistofu)[HTML]
Ef stjórnvaldsathöfn varðar grundvallaratriði í skipulagi stofnunar eða þjónustu, og þar með hversu íþyngjandi hún er fyrir borgarana, þ.m.t. starfsmenn stofnunarinnar, þá þarfnast hún sterkari lagastoðar en ella.

Umboðsmaður taldi ámælisvert að enginn lögfræðinga ráðuneytisins hefði vakið athygli á fordæminu í Hrd. 1998:4552 nr. 312/1998 (Flutningur Landmælinga Íslands).
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9629/2018 dags. 28. september 2020[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12751/2024 dags. 14. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1886-1889507
1908-1912273
1913-1916811
1917-191926, 602
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1920-1924598, 637
1931-1932353
1933-1934 - Registur42
1933-1934792
1937279
1943 - Registur26, 43, 48, 57, 81, 125
1943156, 430
1952442, 446, 574
1954585
1955117
1957 - Registur92, 118, 165, 180
1957603, 606
1958765
1959218, 455, 602
1960335
1962323
196470, 84
1966841
1970618, 1133
1972117
1973 - Registur103
1973585
1974624
1976240, 245
19781294
19791169, 1173
1980 - Registur141
1981199, 1155
19831566, 1661
1985502
19861367
1987479, 764, 817, 856
1988 - Registur212
1988470
19891606, 1637
19911697
19921989-1990
1994752, 1537
1995179
1996134, 1097, 2588, 4271
1997 - Registur116
1998514, 1127, 2535-2536, 2538-2539, 3467, 3476, 4079, 4563
19991919, 2646, 2805, 2820, 3792-3793, 4022-4023, 4778, 4921, 4923, 4936-4937, 4939, 4945, 4949
20001231, 3480, 3543, 3557-3558, 3561, 4488, 4502-4503
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1961-196542
1971-1975252
1976-198318-19, 22-23
1976-1983248, 255, 262, 269, 292, 294
1993-1996138, 144, 148
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1876B84, 115
1880B59, 122, 127
1882B2
1884B5
1885B43, 145
1887B76
1888B55
1891B75-76
1892B65, 117, 172
1894B61
1895B58, 60, 127
1896B235
1901B63
1904B177
1908B279, 281
1909A178, 264
1910B107
1912A20
1913A118
1915A13, 194-195
1916A3, 8
1917A14, 138
1918A74
1919A169
1920A11
1924A65
1926B182
1931A30
1936A39
1944A42
1947A332-334
1948A8
1955A161
1957A156
1961A163
1970C114
1976C112
1979C49
1982A62
1993C996
1995C451
1996C52
1998A403
1998C95
2001C448
2002C5, 160, 172
2003A368
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1882BAugl nr. 3/1882 - Brjef landshöfðingja til biskups um breytingu á skipun prestakalla[PDF prentútgáfa]
1885BAugl nr. 32/1885 - Brjef landshöfðingja til alþingismanns, prófasts sjera Þórarins Böðvarssonar um þorskanetalagnir í Faxaflóa[PDF prentútgáfa]
1891BAugl nr. 69/1891 - Brjef ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja um synjun konungsstaðfestingar á lagafrumvarpi um eignarrjett á sömdu máli[PDF prentútgáfa]
1892BAugl nr. 79/1892 - Brjef ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja um synjun konungsstaðfestingar á lagafrumvarpi[PDF prentútgáfa]
1908BAugl nr. 72/1908 - Auglýsing um frumvarp til laga um ríkisrjettarsamband Danmerkur og Íslands[PDF prentútgáfa]
1909AAugl nr. 35/1909 - Lög um stofnun háskóla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 51/1909 - Lög um meðferð skóga og kjarrs, og friðun á lyngi o. fl.[PDF prentútgáfa]
1910BAugl nr. 73/1910 - Bréf stjórnarráðsins til sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu um tollheimtu[PDF prentútgáfa]
1912AAugl nr. 8/1912 - Auglýsing um reglugjörð fyrir Háskóla Íslands[PDF prentútgáfa]
1915AAugl nr. 8/1915 - Lög um framlenging á gildi laga 3. ágúst 1914 um ráðstafanir á gullforða Íslands banka, innstæðufje í bönkum og sparisjóðum og á póstávísunum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 68/1915 - Lög um breytingu á lögum nr. 55, 10. nóv. 1913, um stofnun Landhelgissjóðs Íslands[PDF prentútgáfa]
1916AAugl nr. 1/1916 - Bráðabirgðalög um heimild fyrir ráðherra Íslands til að leyfa Íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. nóvember 1905 og lögum 9. september 1915[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 6/1916 - Bráðabirgðalög um þyngd bakarabrauða[PDF prentútgáfa]
1917AAugl nr. 10/1917 - Lög um heimild fyrir landsstjórnina til að leyfa Íslands banka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905 og lögum 9. sept. 1915[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 81/1917 - Lög um heimild fyrir landsstjórnina til að leyfa Íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905[PDF prentútgáfa]
1918AAugl nr. 38/1918 - Bráðabirgðalög um heimild fyrir landsstjórnina til að leyfa Íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. nóvember 1905[PDF prentútgáfa]
1919AAugl nr. 57/1919 - Lög um heimild fyrir landsstjórnina til að leyfa Íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905[PDF prentútgáfa]
1920AAugl nr. 9/1920 - Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands[PDF prentútgáfa]
1924AAugl nr. 34/1924 - Lög um breyting á lögum nr. 68, 3. nóv. 1915. [Landhelgissjóður Íslands][PDF prentútgáfa]
1926BAugl nr. 86/1926 - Reglugjörð fyrir alþýðuskólann á Eiðum[PDF prentútgáfa]
1931AAugl nr. 21/1931 - Lög um kirkjuráð[PDF prentútgáfa]
1936AAugl nr. 21/1936 - Lög um Háskóla Íslands[PDF prentútgáfa]
1944AAugl nr. 33/1944 - Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands[PDF prentútgáfa]
1947AAugl nr. 110/1947 - Auglýsing um inngöngu Íslands í Bernarsambandið[PDF prentútgáfa]
1948AAugl nr. 13/1948 - Lög um heimild til að staðfesta fyrir Íslands hönd alþjóðasamning um réttindi Sameinuðu þjóðanna[PDF prentútgáfa]
1955AAugl nr. 74/1955 - Auglýsing um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna[PDF prentútgáfa]
1957AAugl nr. 43/1957 - Lög um kirkjuþing og kirkjuráð íslenzku þjóðkirkjunnar[PDF prentútgáfa]
1961AAugl nr. 59/1961 - Lög um þátttöku Íslands í Hinni alþjóðlegu framfarastofnun[PDF prentútgáfa]
1970CAugl nr. 7/1970 - Auglýsing um aðild Íslands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA)[PDF prentútgáfa]
1976CAugl nr. 14/1976 - Auglýsing um aðild að samningi um stofnun aðstoðarsjóðs Efnahags- og framfarastofnunarinnar[PDF prentútgáfa]
1979CAugl nr. 10/1979 - Auglýsing um aðild að alþjóðasamningum um mannréttindi[PDF prentútgáfa]
1982AAugl nr. 48/1982 - Lög um kirkjuþing og kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar[PDF prentútgáfa]
1993CAugl nr. 31/1993 - Auglýsing um samning um Evrópska efnahagssvæðið og bókun um breytingu á samningnum[PDF prentútgáfa]
1995CAugl nr. 42/1995 - Auglýsing um samning um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heims[PDF prentútgáfa]
1996CAugl nr. 16/1996 - Auglýsing um samning um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
1998AAugl nr. 95/1998 - Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
1998CAugl nr. 20/1998 - Auglýsing um samning um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001CAugl nr. 36/2001 - Auglýsing um samning milli Íslands og Evrópsku lögregluskrifstofunnar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002CAugl nr. 1/2002 - Auglýsing um samning um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardómsúrskurða[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 22/2002 - Auglýsing um alþjóðasamning um að koma í veg fyrir hryðjuverkasprengingar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003AAugl nr. 90/2003 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]Fyrirsögn augl. síðar breytt í: Lög um tekjuskatt
2006CAugl nr. 7/2006 - Auglýsing um alþjóðasamning gegn misnotkun lyfja í íþróttum[PDF vefútgáfa]
2010AAugl nr. 90/2010 - Lög um stjórnlagaþing[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 456/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sýrland[PDF vefútgáfa]
2015AAugl nr. 123/2015 - Lög um opinber fjármál[PDF vefútgáfa]
2015BAugl nr. 835/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbanon[PDF vefútgáfa]
2021CAugl nr. 3/2021 - Auglýsing um samning um réttarstöðu ríkisfangslausra einstaklinga frá 1954[PDF vefútgáfa]
2022CAugl nr. 11/2022 - Auglýsing um Árósasamning um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 28/2022 - Auglýsing um samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2022 - Auglýsing um samning um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Þjóðfundurinn 1851Þingskjöl11-12, 29, 48-49, 81, 87-90, 99, 102-103, 107, 113
Þjóðfundurinn 1851Umræður24, 84, 103, 149-150, 175, 181, 185, 189, 308-310, 389, 400
Ráðgjafarþing3Umræður700
Ráðgjafarþing4Umræður3, 114-115, 393, 653-654, 657, 725, 976, 1028, 1049-1050
Ráðgjafarþing5Umræður187, 302, 447, 492, 711, 849
Ráðgjafarþing6Þingskjöl30
Ráðgjafarþing6Umræður21, 207, 248-249, 252-253, 256, 293, 297, 301, 385, 405, 508, 528, 531-532, 944
Ráðgjafarþing7Umræður456, 876, 1279, 1284, 1288, 1461, 1612, 1819-1820, 1889
Ráðgjafarþing8Umræður27, 34, 36, 196, 389, 543, 879, 972, 1146, 1369, 1442, 1449, 1458-1459, 1586, 1732, 1734, 1736, 1827
Ráðgjafarþing9Þingskjöl52, 73, 294
Ráðgjafarþing9Umræður947, 960, 991, 1160
Ráðgjafarþing10Þingskjöl28-32, 39, 42, 47-48, 50, 79, 359, 417, 454, 524
Ráðgjafarþing10Umræður140-141, 157, 303, 326, 333, 354, 810, 839-840, 869, 893-894, 900-901, 1004
Ráðgjafarþing11Þingskjöl11-12, 28, 30, 38, 44, 46-48, 126, 142, 213, 215, 458, 482, 562, 564-565, 620, 639
Ráðgjafarþing11Umræður419, 453, 482-483, 617, 623, 655, 671, 684, 688-689, 699, 701, 709, 734, 739, 751, 801, 815, 865, 902, 924, 931, 941, 968, 988-989, 994, 1004
Ráðgjafarþing12Þingskjöl10, 15, 19, 21, 34, 41, 76, 78-80, 84-85, 258, 267-270, 298, 344, 352-353, 363-364, 387
Ráðgjafarþing12Umræður87, 196, 236, 287, 478, 511, 516-517, 523-524, 526-528, 532-533, 538, 550-551, 554-555, 557-559, 562, 567, 574, 580, 597, 633, 657, 672, 679, 681, 718, 721-724, 728, 731, 737-740, 758, 760, 821, 828
Ráðgjafarþing13Þingskjöl8, 119, 192-193, 197, 202-203, 287-288, 315, 380, 382, 435, 443, 456-457, 537-539, 553, 623, 658-659
Ráðgjafarþing13Umræður4, 116, 118-119, 196, 213, 218, 278, 306, 314, 383, 391, 394, 398, 409-410, 474-475, 479, 488-490, 713-714, 718, 736, 742-743, 752-753, 757, 763, 772, 789-790, 792-793, 806-807, 814-815, 821-823, 826, 882, 893, 912-913, 918
Ráðgjafarþing14Þingskjöl5, 64, 72, 117, 120, 123-126, 128, 131, 134, 141-143, 153, 186, 190-191, 201, 221, 232-233, 236, 244, 248, 252, 256, 259, 262, 266, 277
Ráðgjafarþing14Umræður8-9, 12, 66, 83, 90, 120, 122-123, 146, 149, 162, 173, 176, 185, 204, 213, 265-267, 275, 278, 282, 312, 338, 344-345, 349, 362, 369, 372, 376
Löggjafarþing1Fyrri partur101, 479, 481
Löggjafarþing1Seinni partur75, 86, 88, 229, 278, 289, 349-350, 363-364, 367, 385
Löggjafarþing2Fyrri partur271, 474, 523, 565, 568, 655-656, 682
Löggjafarþing2Seinni partur10, 96, 119, 140, 153, 164, 193, 223, 227, 231, 246-247, 253, 291, 294, 374, 390, 438, 456, 593, 621-622
Löggjafarþing3Þingskjöl407, 522, 528
Löggjafarþing3Umræður23, 151, 243, 245-246, 263, 290, 400, 427, 438, 440, 450, 512, 517, 537, 577, 631, 789, 807, 813, 827, 831, 868, 890, 925, 947, 996, 998-999
Löggjafarþing4Þingskjöl77, 354, 455, 610
Löggjafarþing4Umræður19, 31, 141, 201, 242, 304, 325, 344, 350, 368-370, 377, 389, 426, 430, 433, 489, 495, 605, 640, 648, 656, 674, 715, 738, 748, 830, 936, 975, 1011-1012, 1060, 1065, 1068, 1071, 1075, 1086, 1134, 1176
Löggjafarþing5Þingskjöl138, 237, 299, 302-303, 367, 391
Löggjafarþing5Umræður (Ed. og sþ.)47/48-49/50, 109/110, 121/122, 129/130-133/134, 139/140, 249/250, 293/294, 395/396-397/398, 411/412-413/414
Löggjafarþing5Umræður (Nd.) #117/18, 65/66, 83/84, 93/94, 233/234, 261/262, 269/270, 371/372, 487/488, 555/556, 603/604, 619/620, 637/638-641/642, 679/680, 847/848
Löggjafarþing5Umræður (Nd.) #25/6-7/8, 13/14
Löggjafarþing6Þingskjöl72, 113, 139, 161, 181-182, 268-269, 295, 309, 316-317, 380, 398, 421, 424, 437-438
Löggjafarþing6Umræður (Ed. og sþ.)33/34, 149/150, 297/298, 475/476, 567/568, 571/572, 603/604
Löggjafarþing6Umræður (Nd.)49/50, 103/104, 121/122, 147/148, 179/180, 273/274, 297/298, 305/306, 339/340, 347/348-349/350, 353/354, 361/362, 369/370, 373/374, 377/378, 439/440, 515/516, 553/554, 561/562-563/564, 567/568-569/570, 575/576, 601/602-603/604, 631/632, 635/636-637/638, 679/680, 693/694, 805/806, 815/816-819/820, 827/828, 835/836-839/840, 1139/1140-1141/1142, 1145/1146-1151/1152, 1157/1158, 1205/1206, 1253/1254-1255/1256, 1263/1264-1265/1266, 1285/1286, 1327/1328, 1337/1338-1339/1340, 1403/1404, 1471/1472
Löggjafarþing7Þingskjöl19-20, 34, 43, 47, 57
Löggjafarþing7Umræður (Ed. og sþ.)65/66, 107/108, 121/122, 249/250, 285/286, 297/298, 307/308, 319/320
Löggjafarþing7Umræður (Nd.)29/30, 51/52, 79/80, 109/110, 115/116, 121/122-125/126, 129/130, 133/134, 171/172, 175/176, 181/182, 189/190, 193/194-195/196, 201/202-205/206, 209/210, 217/218-219/220, 225/226-231/232, 255/256, 283/284, 303/304, 311/312, 325/326, 333/334-335/336, 359/360, 373/374
Löggjafarþing8Þingskjöl103, 117, 123, 129, 204, 246, 252, 269, 292, 299, 354-355, 468-470
Löggjafarþing8Umræður (Ed. og sþ.)95/96, 99/100, 241/242-243/244, 331/332-333/334, 359/360-361/362, 385/386, 429/430, 435/436, 445/446, 453/454, 491/492, 537/538, 555/556-557/558, 803/804
Löggjafarþing8Umræður (Nd.)23/24, 67/68, 71/72, 77/78-83/84, 127/128, 137/138-143/144, 175/176-179/180, 183/184-189/190, 215/216-217/218, 229/230, 237/238, 241/242, 245/246-249/250, 253/254, 259/260, 263/264, 325/326, 403/404, 433/434, 447/448, 491/492, 497/498, 503/504-505/506, 513/514, 603/604, 607/608, 625/626, 717/718, 725/726, 793/794, 803/804, 807/808, 813/814, 817/818-819/820, 865/866, 869/870, 1043/1044-1047/1048, 1085/1086, 1155/1156
Löggjafarþing9Þingskjöl180, 186-187, 234, 309, 316, 347-348, 354, 403, 491-492, 519, 525, 559, 566
Löggjafarþing9Umræður (Ed. og sþ.)67/68, 97/98-99/100, 117/118, 145/146, 251/252, 257/258, 263/264-265/266, 275/276, 493/494, 535/536-537/538, 589/590, 609/610, 613/614, 621/622, 637/638, 651/652, 657/658, 753/754-755/756
Löggjafarþing9Umræður (Nd.)39/40, 125/126-127/128, 141/142-143/144, 221/222, 233/234, 419/420, 423/424, 443/444, 449/450, 535/536, 551/552, 637/638, 647/648-649/650, 823/824-825/826, 907/908, 921/922, 1033/1034, 1057/1058, 1061/1062-1063/1064, 1067/1068, 1077/1078, 1103/1104, 1129/1130, 1139/1140, 1177/1178
Löggjafarþing10Þingskjöl74, 125, 128, 135, 151, 185, 207, 273, 279, 292, 414, 438
Löggjafarþing10Umræður (Ed. og sþ.)19/20, 99/100, 125/126, 295/296-299/300, 303/304, 307/308, 315/316, 321/322, 379/380, 435/436-437/438, 503/504, 589/590, 631/632
Löggjafarþing10Umræður (Nd.)57/58-59/60, 69/70, 113/114, 117/118-121/122, 125/126-129/130, 133/134, 153/154, 167/168, 183/184-185/186, 203/204, 207/208, 211/212, 377/378, 415/416, 461/462, 475/476-479/480, 497/498, 519/520, 533/534, 537/538, 543/544, 587/588, 613/614-615/616, 619/620, 645/646, 649/650, 657/658, 703/704, 763/764, 773/774, 845/846, 1619/1620, 1669/1670
Löggjafarþing11Þingskjöl159, 165, 243, 245, 251, 297, 365, 371, 384, 407-408
Löggjafarþing11Umræður (Ed. og sþ.)137/138, 161/162, 227/228, 339/340, 343/344-345/346, 429/430, 449/450-455/456, 483/484, 567/568, 609/610-611/612, 631/632-633/634, 665/666, 669/670, 729/730, 771/772, 781/782, 789/790
Löggjafarþing11Umræður (Nd.)95/96, 167/168, 213/214, 243/244, 285/286, 331/332, 473/474-475/476, 479/480, 639/640, 709/710, 785/786, 857/858, 881/882, 905/906, 929/930, 1463/1464, 1503/1504, 1569/1570, 1681/1682, 1719/1720, 1795/1796, 1801/1802, 1933/1934, 1943/1944, 1955/1956
Löggjafarþing12Þingskjöl7, 13, 44, 73-74, 77, 83, 124
Löggjafarþing12Umræður (Ed. og sþ.)169/170
Löggjafarþing12Umræður (Nd.)33/34, 37/38, 75/76-77/78, 187/188, 195/196, 199/200-201/202, 255/256, 293/294-295/296, 303/304-305/306, 339/340, 631/632-633/634, 639/640-643/644, 697/698, 731/732, 757/758, 761/762, 791/792, 809/810, 841/842
Löggjafarþing13Þingskjöl82, 124, 138, 144, 233, 329, 335, 337
Löggjafarþing13Umræður (Ed. og sþ.)53/54-55/56, 61/62, 93/94, 109/110, 141/142, 147/148, 165/166, 173/174, 281/282, 325/326, 409/410, 433/434
Löggjafarþing13Umræður (Nd.)75/76-77/78, 81/82, 273/274, 427/428, 487/488, 571/572, 601/602-603/604, 667/668, 673/674-675/676, 769/770-771/772, 779/780, 811/812, 815/816, 819/820, 873/874, 925/926, 1015/1016, 1181/1182, 1317/1318-1319/1320, 1323/1324, 1357/1358-1359/1360, 1379/1380, 1391/1392-1393/1394, 1397/1398, 1419/1420, 1425/1426, 1491/1492, 1537/1538, 1625/1626, 1687/1688, 1765/1766
Löggjafarþing14Þingskjöl135, 207, 229, 261, 268, 321, 335, 359, 371, 432, 496-497, 546
Löggjafarþing14Umræður (Ed. og sþ.)31/32-33/34, 87/88, 123/124, 165/166-167/168, 193/194, 209/210, 319/320, 741/742
Löggjafarþing14Umræður (Nd.)15/16, 59/60, 221/222, 435/436, 443/444, 695/696, 699/700, 717/718, 759/760-763/764, 779/780, 1303/1304, 1309/1310, 1363/1364, 1373/1374-1375/1376, 1509/1510, 1565/1566, 1793/1794, 1871/1872, 1909/1910
Löggjafarþing15Þingskjöl399
Löggjafarþing15Umræður (Ed. og sþ.)13/14, 203/204, 287/288, 293/294, 445/446, 581/582, 593/594, 665/666, 671/672-673/674
Löggjafarþing15Umræður (Nd.)31/32, 41/42, 101/102, 111/112-113/114, 211/212, 657/658, 663/664, 703/704, 801/802, 807/808, 811/812, 943/944, 957/958, 1113/1114, 1119/1120, 1273/1274, 1381/1382, 1433/1434, 1471/1472, 1489/1490, 1581/1582, 1655/1656
Löggjafarþing16Þingskjöl147, 162, 186, 401, 692
Löggjafarþing16Umræður (Ed. og sþ.)37/38, 45/46, 161/162, 241/242, 261/262, 309/310, 319/320-321/322, 393/394, 413/414-415/416, 443/444, 463/464, 641/642, 647/648
Löggjafarþing16Umræður (Nd.)43/44, 61/62, 91/92, 383/384-385/386, 499/500, 659/660, 693/694, 809/810, 897/898, 995/996-997/998, 1143/1144, 1397/1398
Löggjafarþing17Þingskjöl184
Löggjafarþing17Umræður (Ed. og sþ.)121/122, 157/158
Löggjafarþing17Umræður (Nd.)47/48, 87/88-91/92, 149/150, 259/260, 339/340, 505/506-507/508, 527/528, 573/574, 649/650-651/652, 675/676
Löggjafarþing18Þingskjöl182, 194-195, 204, 464, 481, 680, 726, 753
Löggjafarþing18Umræður (Ed. og sþ.)45/46, 243/244, 251/252, 581/582, 627/628, 709/710
Löggjafarþing18Umræður (Nd.)13/14, 99/100, 301/302, 341/342, 739/740, 785/786, 799/800, 807/808-811/812, 847/848, 857/858-859/860, 947/948, 965/966, 969/970, 1007/1008
Löggjafarþing19Þingskjöl208, 292-293, 499-500, 815, 933
Löggjafarþing19Umræður957/958, 1059/1060, 1159/1160, 1205/1206, 1219/1220, 1281/1282, 1301/1302, 1311/1312, 1319/1320, 1383/1384, 1395/1396, 1653/1654, 1673/1674, 1761/1762, 1767/1768, 1813/1814, 1825/1826, 2017/2018, 2023/2024, 2039/2040, 2107/2108, 2421/2422, 2543/2544, 2561/2562, 2641/2642, 2719/2720
Löggjafarþing20Þingskjöl175, 229, 303, 346, 392, 412, 487, 516, 996, 1005
Löggjafarþing20Umræður7/8, 51/52, 117/118, 283/284, 299/300, 495/496, 597/598, 859/860, 871/872, 1037/1038, 1127/1128, 1285/1286, 1525/1526, 1543/1544, 1563/1564, 1671/1672, 1677/1678, 1869/1870, 1885/1886, 1909/1910-1911/1912, 2059/2060, 2293/2294, 2297/2298, 2307/2308, 2311/2312-2313/2314, 2383/2384, 2403/2404, 2409/2410, 2427/2428, 2441/2442-2443/2444, 2577/2578, 2651/2652, 2751/2752, 2761/2762, 2771/2772, 2847/2848, 2857/2858, 2925/2926
Löggjafarþing21Þingskjöl145-146, 152, 192, 192, 228, 245, 422, 424, 464, 467, 498, 695, 727, 747, 779-781, 787, 789-792, 795-796, 799, 886, 896, 908, 950, 1019, 1050, 1084, 1100, 1113, 1115, 1156, 1175
Löggjafarþing21Umræður (Ed. og sþ.)25/26, 219/220, 277/278, 285/286, 375/376, 393/394, 439/440, 471/472, 501/502, 533/534, 565/566, 571/572-573/574, 659/660, 671/672, 681/682, 691/692, 701/702, 719/720-721/722, 777/778, 887/888-889/890, 893/894, 927/928, 1013/1014, 1033/1034
Löggjafarþing21Umræður (Nd.)265/266, 353/354, 633/634, 695/696, 709/710, 743/744, 749/750, 759/760, 791/792, 799/800, 895/896-897/898, 969/970, 1035/1036, 1045/1046, 1097/1098, 1183/1184, 1211/1212, 1301/1302, 1377/1378, 1435/1436, 1485/1486, 1509/1510, 1531/1532, 1593/1594, 1663/1664, 1683/1684, 1695/1696, 1715/1716, 1719/1720, 1827/1828, 1843/1844, 1909/1910, 1947/1948, 1965/1966
Löggjafarþing22Þingskjöl178, 189, 215, 398, 403, 477, 530, 595, 623, 680, 756, 829, 845, 887, 946, 1127, 1129, 1361
Löggjafarþing22Umræður (Ed. og sþ.)17/18, 283/284, 509/510, 643/644, 691/692, 793/794, 805/806, 825/826, 875/876, 945/946
Löggjafarþing22Umræður (Nd.)177/178, 379/380, 637/638, 667/668, 853/854, 859/860, 875/876, 887/888, 929/930, 933/934, 971/972, 983/984-987/988, 1199/1200, 1235/1236, 1245/1246, 1275/1276, 1299/1300, 1539/1540, 1551/1552, 1651/1652, 1873/1874, 1895/1896, 1965/1966
Löggjafarþing23Þingskjöl66, 228, 237, 281, 310, 334, 343, 393-395, 430, 446, 461
Löggjafarþing23Umræður (Nd.)163/164, 257/258, 269/270, 317/318, 481/482, 485/486-487/488, 491/492, 505/506, 535/536, 569/570, 617/618-619/620, 623/624, 627/628, 683/684, 705/706, 727/728, 733/734, 843/844-845/846, 895/896, 1039/1040, 1049/1050
Löggjafarþing23Umræður (Ed.)137/138, 175/176, 223/224, 277/278, 315/316, 349/350, 393/394, 429/430
Löggjafarþing23Umræður - Sameinað þing5/6, 69/70-73/74
Löggjafarþing24Þingskjöl325, 638-639, 771, 788, 819, 860, 905, 966, 973
Löggjafarþing24Umræður (Nd.)93/94, 101/102, 151/152, 155/156, 167/168, 201/202, 205/206, 225/226, 271/272, 355/356, 415/416, 437/438, 441/442, 501/502, 661/662, 677/678, 693/694, 767/768, 779/780, 801/802, 827/828, 877/878, 895/896, 953/954, 1091/1092, 1153/1154-1155/1156, 1173/1174, 1181/1182, 1197/1198, 1369/1370, 1411/1412, 1415/1416, 1585/1586, 1599/1600, 1779/1780, 1867/1868, 1901/1902, 1969/1970, 1981/1982, 2221/2222, 2261/2262, 2295/2296, 2309/2310, 2399/2400, 2479/2480
Löggjafarþing24Umræður (Ed.)19/20, 39/40, 121/122, 203/204, 471/472, 549/550, 609/610, 651/652, 663/664, 667/668, 673/674, 731/732, 825/826, 921/922, 977/978, 1051/1052, 1083/1084, 1131/1132
Löggjafarþing24Umræður - Sameinað þing13/14, 19/20, 51/52
Löggjafarþing25Þingskjöl79, 147, 194, 205, 222, 374, 397-399, 433, 545, 672-673, 675, 684, 704, 752, 761
Löggjafarþing25Umræður (Nd.)11/12, 15/16, 19/20, 53/54, 227/228, 267/268, 281/282, 463/464-465/466, 491/492, 625/626, 669/670, 757/758, 767/768, 803/804, 837/838, 1215/1216, 1233/1234, 1245/1246, 1281/1282
Löggjafarþing25Umræður (Ed.)247/248, 257/258, 367/368, 415/416
Löggjafarþing25Umræður - Sameinað þing5/6, 25/26, 87/88
Löggjafarþing26Þingskjöl192, 208, 257, 266, 286-287, 318, 453, 475, 484, 496, 542, 564, 569, 643, 685, 794, 810, 848, 959, 997, 1070-1071, 1111, 1510, 1583
Löggjafarþing26Umræður (Nd.)525/526, 747/748, 793/794, 893/894-895/896, 923/924, 951/952, 1039/1040, 1045/1046, 1059/1060, 1063/1064, 1223/1224, 1361/1362, 1473/1474, 1519/1520, 1545/1546, 1635/1636-1637/1638, 1737/1738, 1775/1776, 1945/1946, 1965/1966, 1977/1978-1979/1980, 1987/1988-1989/1990, 2011/2012, 2053/2054, 2081/2082, 2085/2086, 2105/2106, 2165/2166
Löggjafarþing26Umræður (Ed.)83/84, 375/376, 453/454, 457/458, 473/474, 593/594-595/596, 711/712, 829/830, 841/842-843/844, 865/866
Löggjafarþing27Þingskjöl1, 4, 15, 81, 116, 145, 160, 162, 165
Löggjafarþing28Þingskjöl169, 281, 291, 350, 386, 513-514, 555, 769, 795, 1028, 1254
Löggjafarþing28Umræður (samþ. mál)525/526, 601/602, 785/786, 915/916, 943/944, 1009/1010, 1377/1378-1381/1382, 1419/1420, 1435/1436, 1591/1592, 1797/1798, 1839/1840, 1853/1854, 1857/1858, 2037/2038, 2105/2106
Löggjafarþing28Umræður - Fallin mál37/38, 219/220, 267/268, 363/364, 565/566, 569/570-571/572, 643/644-645/646, 679/680, 705/706, 765/766, 881/882, 927/928, 987/988, 1155/1156, 1243/1244
Löggjafarþing29Þingskjöl418
Löggjafarþing29Umræður (samþ. mál)445/446, 509/510, 687/688, 703/704, 845/846-847/848
Löggjafarþing29Umræður - Fallin mál79/80, 193/194, 667/668, 679/680, 867/868
Löggjafarþing30Þingskjöl39, 41
Löggjafarþing30Umræður (samþ. mál) og afgreidd237/238
Löggjafarþing31Þingskjöl94, 104, 108, 185, 202-203, 292, 321, 425, 644, 746, 898, 900, 911, 1231, 1236, 1284, 1290, 1397, 1517, 1586, 1589, 1671, 1854
Löggjafarþing31Umræður (samþ. mál)479/480, 647/648, 659/660, 805/806, 811/812, 897/898, 1133/1134, 1239/1240, 1329/1330, 1359/1360, 1603/1604, 1929/1930, 2161/2162, 2217/2218, 2355/2356, 2391/2392, 2405/2406, 2475/2476, 2481/2482
Löggjafarþing31Umræður - Fallin mál73/74, 107/108, 169/170-171/172, 175/176, 181/182, 193/194, 207/208, 223/224, 239/240, 315/316, 319/320, 431/432, 687/688, 747/748, 777/778, 851/852, 1165/1166, 1219/1220, 1319/1320-1321/1322, 1327/1328
Löggjafarþing32Þingskjöl114, 157, 211, 277
Löggjafarþing32Umræður (samþ. mál)301/302, 401/402
Löggjafarþing32Umræður - Fallin mál11/12
Löggjafarþing33Þingskjöl17, 176, 214, 465, 974, 977
Löggjafarþing33Umræður (samþ. mál)71/72, 331/332, 459/460, 507/508, 545/546, 941/942, 945/946, 1241/1242, 1597/1598, 1615/1616, 1795/1796, 1811/1812, 1887/1888, 1921/1922, 1933/1934-1935/1936, 2397/2398
Löggjafarþing33Umræður - Fallin mál163/164-165/166, 185/186, 193/194, 213/214, 289/290, 533/534, 675/676, 687/688, 699/700, 711/712
Löggjafarþing33Umræður (þáltill. og fsp.)19/20, 351/352, 613/614
Löggjafarþing34Þingskjöl177, 228, 469
Löggjafarþing34Umræður (samþ. mál)671/672, 845/846, 897/898
Löggjafarþing34Umræður - Fallin mál89/90, 273/274, 291/292, 391/392-393/394, 423/424, 445/446, 481/482, 617/618
Löggjafarþing34Umræður (þáltill. og fsp.)385/386-387/388
Löggjafarþing35Þingskjöl302, 327
Löggjafarþing35Umræður (samþ. mál)289/290, 1989/1990
Löggjafarþing35Umræður - Fallin mál395/396, 995/996, 1065/1066, 1099/1100
Löggjafarþing35Umræður (þáltill. og fsp.)95/96
Löggjafarþing36Þingskjöl212, 555, 607, 616, 707, 774, 947
Löggjafarþing36Umræður (samþ. mál)321/322, 385/386, 395/396-397/398, 445/446, 549/550-551/552, 593/594, 659/660, 681/682, 685/686, 1117/1118-1121/1122, 1721/1722, 1763/1764, 1837/1838, 1887/1888, 1891/1892, 2115/2116, 2119/2120, 2161/2162, 2181/2182, 2299/2300-2301/2302
Löggjafarþing36Umræður - Fallin mál127/128, 135/136, 149/150, 157/158, 161/162, 351/352, 363/364, 463/464, 533/534, 639/640, 1181/1182
Löggjafarþing36Umræður (þáltill. og fsp.)319/320
Löggjafarþing37Þingskjöl67, 84, 145, 243, 652, 811, 845
Löggjafarþing37Umræður (samþ. mál)127/128, 159/160, 199/200, 209/210, 241/242-243/244, 993/994, 1299/1300, 1381/1382, 1449/1450, 1479/1480-1481/1482, 1677/1678, 1807/1808, 1827/1828, 1835/1836-1837/1838, 1889/1890, 2121/2122, 2209/2210, 2267/2268, 2481/2482, 2625/2626, 2683/2684, 2693/2694-2695/2696, 2825/2826, 2905/2906, 2945/2946, 3315/3316, 3329/3330, 3339/3340
Löggjafarþing37Umræður - Fallin mál261/262, 265/266, 289/290, 293/294, 717/718, 863/864, 927/928, 1163/1164
Löggjafarþing38Þingskjöl179, 213, 349, 391, 460, 787, 918
Löggjafarþing38Umræður (samþ. mál)745/746, 1263/1264, 1283/1284, 1369/1370, 1439/1440, 1461/1462, 1651/1652, 1763/1764, 1953/1954, 2225/2226
Löggjafarþing38Umræður - Fallin mál31/32, 145/146, 177/178, 187/188, 423/424, 649/650, 723/724, 741/742, 761/762, 895/896, 1163/1164, 1331/1332
Löggjafarþing38Umræður (þáltill. og fsp.)73/74, 595/596-597/598, 669/670, 681/682
Löggjafarþing39Þingskjöl200, 330, 588, 837
Löggjafarþing39Umræður (samþ. mál)45/46, 129/130, 661/662, 713/714, 759/760, 1379/1380, 1929/1930, 2079/2080, 2091/2092, 2227/2228, 2293/2294-2295/2296, 2345/2346, 2935/2936-2937/2938, 2943/2944, 3025/3026, 3107/3108, 3115/3116, 3483/3484, 3521/3522
Löggjafarþing39Umræður - Fallin mál75/76-77/78, 91/92-93/94, 105/106, 215/216, 223/224, 229/230, 289/290, 305/306, 1241/1242, 1335/1336, 1381/1382, 1401/1402
Löggjafarþing39Umræður (þáltill. og fsp.)53/54, 87/88, 93/94, 161/162, 345/346, 419/420, 423/424, 599/600, 631/632
Löggjafarþing40Þingskjöl251, 350, 598, 718
Löggjafarþing40Umræður (samþ. mál)61/62, 639/640, 1559/1560, 1935/1936, 2063/2064, 2465/2466, 2791/2792, 3271/3272, 3311/3312, 3391/3392, 3555/3556, 3693/3694, 3943/3944, 4083/4084, 4261/4262, 4365/4366-4367/4368, 4417/4418, 4427/4428, 4693/4694, 4711/4712, 4729/4730
Löggjafarþing40Umræður - Fallin mál79/80, 283/284, 295/296
Löggjafarþing40Umræður (þáltill. og fsp.)299/300
Löggjafarþing41Þingskjöl26, 175, 186, 301, 356, 569, 619, 662, 664, 707, 843
Löggjafarþing41Umræður (samþ. mál)139/140, 203/204, 221/222, 233/234, 245/246, 277/278, 581/582, 1063/1064, 2093/2094, 2159/2160, 2243/2244, 2305/2306, 2475/2476, 2627/2628, 2687/2688, 2807/2808, 2833/2834, 2841/2842-2843/2844, 3267/3268, 3299/3300, 3449/3450
Löggjafarþing41Umræður - Fallin mál47/48, 731/732, 833/834, 873/874, 895/896, 959/960, 969/970, 979/980, 991/992, 1109/1110, 1167/1168, 1231/1232, 1633/1634, 1637/1638, 1661/1662, 1679/1680, 1867/1868
Löggjafarþing41Umræður (þáltill. og fsp.)289/290, 309/310, 323/324
Löggjafarþing42Þingskjöl673-675, 678-679, 683, 689, 1001, 1004, 1010, 1180, 1189, 1307
Löggjafarþing42Umræður (samþ. mál)657/658, 707/708, 869/870, 1787/1788, 1951/1952, 2163/2164, 2171/2172, 2191/2192, 2291/2292, 2473/2474-2475/2476
Löggjafarþing42Umræður - Fallin mál101/102, 167/168, 231/232-233/234, 237/238, 293/294, 377/378, 427/428, 449/450, 453/454, 549/550, 591/592, 735/736, 901/902, 951/952, 1007/1008
Löggjafarþing42Umræður (þáltill. og fsp.)279/280
Löggjafarþing43Þingskjöl229, 287, 305, 424, 454, 608, 610, 614, 655, 873, 911, 936
Löggjafarþing43Umræður (samþ. mál)133/134
Löggjafarþing43Umræður - Fallin mál35/36, 87/88, 107/108-109/110, 159/160, 163/164, 187/188, 623/624, 737/738, 775/776-777/778, 805/806, 1199/1200-1201/1202, 1205/1206
Löggjafarþing44Þingskjöl237, 317, 322
Löggjafarþing44Umræður (samþ. mál)99/100, 253/254, 441/442, 445/446, 601/602, 817/818, 1139/1140, 1235/1236, 1241/1242
Löggjafarþing44Umræður - Fallin mál229/230, 281/282, 339/340, 351/352, 363/364, 377/378
Löggjafarþing45Þingskjöl235-236, 239-244, 266, 324, 404, 552, 821, 1034
Löggjafarþing45Umræður (samþ. mál)103/104, 353/354, 791/792, 881/882, 963/964, 997/998, 1097/1098, 1159/1160, 1165/1166-1167/1168, 1173/1174-1175/1176, 1183/1184, 1373/1374, 1767/1768-1769/1770, 1791/1792, 1801/1802, 1811/1812, 1857/1858-1859/1860, 1925/1926, 2029/2030, 2061/2062, 2139/2140, 2143/2144, 2165/2166
Löggjafarþing45Umræður - Fallin mál7/8, 43/44, 125/126, 145/146, 213/214, 305/306-307/308, 379/380, 433/434, 457/458, 545/546, 549/550, 661/662, 677/678, 683/684, 695/696-699/700, 725/726, 839/840, 843/844, 875/876, 885/886, 925/926, 1019/1020, 1051/1052, 1139/1140, 1161/1162, 1249/1250, 1341/1342, 1441/1442, 1507/1508, 1515/1516
Löggjafarþing45Umræður (þáltill. og fsp.)9/10, 79/80
Löggjafarþing46Þingskjöl86, 165, 327, 358, 439, 1087
Löggjafarþing46Umræður (samþ. mál)73/74, 279/280, 319/320, 363/364, 617/618, 765/766, 911/912, 921/922, 963/964, 1747/1748, 2131/2132, 2137/2138, 2171/2172, 2241/2242, 2603/2604-2607/2608, 2669/2670
Löggjafarþing46Umræður - Fallin mál111/112, 157/158, 163/164, 181/182, 427/428, 651/652, 727/728, 731/732, 777/778, 797/798
Löggjafarþing46Umræður (þáltill. og fsp.)63/64, 67/68, 97/98, 239/240
Löggjafarþing47Þingskjöl115, 202
Löggjafarþing47Umræður (samþ. mál)165/166, 173/174, 521/522, 535/536
Löggjafarþing47Umræður - Fallin mál81/82, 147/148
Löggjafarþing47Umræður (þáltill. og fsp.)9/10, 43/44, 71/72, 235/236, 533/534, 557/558
Löggjafarþing48Þingskjöl200, 236, 487, 617, 1141
Löggjafarþing48Umræður (samþ. mál)445/446, 587/588, 769/770, 885/886-889/890, 903/904, 1013/1014-1015/1016, 1111/1112, 1117/1118, 1287/1288, 1331/1332, 1423/1424, 1473/1474, 1631/1632, 1753/1754, 1765/1766, 2043/2044, 2109/2110, 2145/2146, 2257/2258, 2399/2400, 2453/2454, 2583/2584, 2651/2652, 2735/2736
Löggjafarþing48Umræður - Fallin mál201/202, 391/392-393/394, 403/404, 461/462
Löggjafarþing49Þingskjöl119, 314, 336, 367, 376
Löggjafarþing49Umræður (samþ. mál)259/260, 293/294, 383/384, 541/542, 617/618, 635/636, 721/722, 727/728, 751/752-753/754, 885/886, 903/904, 949/950, 963/964, 967/968, 985/986, 1007/1008, 1019/1020, 1027/1028, 1059/1060, 1125/1126, 1195/1196, 1323/1324, 1361/1362-1363/1364, 1419/1420, 1519/1520-1521/1522, 1727/1728, 1755/1756, 1799/1800, 2047/2048, 2059/2060, 2079/2080, 2301/2302
Löggjafarþing49Umræður - Fallin mál195/196, 273/274, 511/512, 523/524, 527/528, 533/534, 773/774, 861/862
Löggjafarþing50Þingskjöl447, 620, 963, 1275
Löggjafarþing50Umræður (samþ. mál)35/36, 211/212, 229/230, 313/314, 509/510, 721/722, 1093/1094, 1125/1126-1127/1128, 1135/1136, 1149/1150, 1181/1182
Löggjafarþing50Umræður - Fallin mál5/6, 65/66, 237/238, 487/488
Löggjafarþing50Umræður (þáltill. og fsp.)107/108, 127/128-129/130
Löggjafarþing51Þingskjöl234, 537, 624
Löggjafarþing51Umræður (samþ. mál)283/284, 351/352, 457/458
Löggjafarþing51Umræður - Fallin mál137/138-139/140, 173/174, 307/308, 333/334, 399/400, 423/424-425/426, 429/430, 459/460, 703/704-705/706, 855/856-857/858, 863/864, 867/868
Löggjafarþing52Þingskjöl142, 144, 166, 270, 501
Löggjafarþing52Umræður (samþ. mál)561/562, 851/852-853/854, 865/866, 1173/1174-1175/1176
Löggjafarþing52Umræður - Fallin mál109/110, 303/304
Löggjafarþing53Þingskjöl155
Löggjafarþing53Umræður (samþ. mál)387/388, 437/438, 541/542, 571/572, 633/634-635/636, 691/692, 701/702, 713/714, 745/746, 827/828, 835/836, 913/914, 925/926, 937/938, 957/958, 983/984, 997/998, 1005/1006, 1147/1148-1149/1150, 1203/1204, 1223/1224
Löggjafarþing53Umræður - Fallin mál83/84, 179/180-181/182
Löggjafarþing53Umræður (þáltill. og fsp.)97/98
Löggjafarþing54Þingskjöl210, 301, 305, 587, 798
Löggjafarþing54Umræður (samþ. mál)41/42, 65/66, 309/310, 601/602, 755/756, 781/782, 1153/1154, 1229/1230, 1267/1268
Löggjafarþing54Umræður - Fallin mál129/130, 149/150, 195/196, 205/206, 245/246
Löggjafarþing55Þingskjöl514
Löggjafarþing55Umræður (samþ. mál)99/100, 309/310, 757/758
Löggjafarþing55Umræður - Fallin mál165/166
Löggjafarþing55Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir49/50, 67/68
Löggjafarþing56Þingskjöl318, 495
Löggjafarþing56Umræður (samþ. mál)303/304, 597/598-601/602, 619/620, 643/644, 803/804, 1185/1186
Löggjafarþing56Umræður - Fallin mál165/166, 177/178, 207/208
Löggjafarþing56Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir89/90, 109/110
Löggjafarþing58Umræður (samþ. mál)25/26, 63/64
Löggjafarþing58Umræður - Fallin mál177/178
Löggjafarþing59Þingskjöl322, 348
Löggjafarþing59Umræður (samþ. mál)107/108, 123/124, 147/148, 151/152, 159/160, 163/164, 505/506, 599/600-601/602, 713/714
Löggjafarþing59Umræður - Fallin mál51/52, 57/58, 175/176
Löggjafarþing59Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir191/192, 311/312-313/314
Löggjafarþing60Umræður - Fallin mál51/52
Löggjafarþing60Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir141/142
Löggjafarþing61Þingskjöl90, 300, 788
Löggjafarþing61Umræður (samþ. mál)639/640, 675/676, 707/708, 757/758, 797/798, 1039/1040, 1093/1094, 1281/1282, 1391/1392
Löggjafarþing61Umræður - Fallin mál245/246
Löggjafarþing61Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir37/38
Löggjafarþing62Þingskjöl364, 773
Löggjafarþing62Umræður (samþ. mál)151/152, 179/180, 229/230, 243/244, 527/528, 783/784
Löggjafarþing62Umræður - Fallin mál19/20, 65/66, 199/200, 203/204, 317/318, 471/472, 523/524
Löggjafarþing63Þingskjöl1, 13, 169, 192, 204, 249, 319, 329, 399, 716, 967, 1374, 1434, 1462
Löggjafarþing63Umræður (samþ. mál)55/56, 93/94, 99/100, 103/104, 107/108-109/110, 113/114-127/128, 137/138, 167/168, 269/270, 295/296, 299/300, 745/746, 761/762, 837/838, 877/878, 889/890, 1361/1362, 1373/1374, 1379/1380, 1455/1456, 1693/1694, 1779/1780
Löggjafarþing63Umræður - Fallin mál235/236
Löggjafarþing63Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir13/14, 35/36, 149/150, 153/154, 781/782, 881/882, 957/958
Löggjafarþing64Þingskjöl167, 283, 289, 435, 1097
Löggjafarþing64Umræður (samþ. mál)7/8, 543/544, 795/796, 1233/1234, 1581/1582, 1617/1618, 1703/1704, 1711/1712, 1807/1808, 1989/1990, 2061/2062
Löggjafarþing64Umræður - Fallin mál9/10, 163/164-165/166, 183/184
Löggjafarþing64Umræður (þáltill. og fsp.)495/496
Löggjafarþing65Þingskjöl114
Löggjafarþing65Umræður7/8, 47/48, 59/60
Löggjafarþing66Þingskjöl216, 479, 990-992, 1280, 1429
Löggjafarþing66Umræður (samþ. mál)7/8, 41/42, 565/566, 705/706, 709/710, 731/732, 831/832, 845/846, 1057/1058, 1553/1554, 1589/1590
Löggjafarþing66Umræður - Fallin mál3/4, 19/20, 223/224, 439/440
Löggjafarþing67Þingskjöl453, 484
Löggjafarþing67Umræður (samþ. mál)5/6, 105/106-107/108, 261/262, 281/282-283/284, 311/312, 385/386, 533/534, 769/770, 831/832, 1103/1104
Löggjafarþing67Umræður - Fallin mál123/124, 189/190-191/192, 247/248, 365/366, 549/550, 619/620, 629/630, 653/654, 691/692
Löggjafarþing67Umræður (þáltill. og fsp.)239/240, 283/284-285/286, 371/372
Löggjafarþing68Þingskjöl95, 301, 437, 557, 709, 891, 1164
Löggjafarþing68Umræður (samþ. mál)7/8, 111/112, 843/844
Löggjafarþing68Umræður - Fallin mál35/36, 117/118, 227/228, 429/430, 437/438, 509/510, 553/554
Löggjafarþing68Umræður (þáltill. og fsp.)691/692
Löggjafarþing69Þingskjöl360, 367, 586, 671, 787, 819
Löggjafarþing69Umræður (samþ. mál)7/8, 53/54, 271/272, 281/282, 313/314, 529/530, 547/548, 833/834, 1337/1338, 1373/1374, 1403/1404-1405/1406
Löggjafarþing69Umræður - Fallin mál115/116, 121/122, 197/198, 231/232, 299/300, 303/304
Löggjafarþing69Umræður (þáltill. og fsp.)237/238
Löggjafarþing70Þingskjöl116, 214, 217, 1007, 1084, 1127
Löggjafarþing70Umræður (samþ. mál)303/304, 343/344, 877/878, 1109/1110, 1191/1192, 1197/1198, 1215/1216, 1359/1360
Löggjafarþing70Umræður - Fallin mál139/140, 437/438
Löggjafarþing70Umræður (þáltill. og fsp.)349/350, 363/364
Löggjafarþing71Þingskjöl258, 325, 435
Löggjafarþing71Umræður (samþ. mál)7/8, 49/50, 61/62, 201/202, 225/226, 823/824, 843/844, 897/898, 975/976
Löggjafarþing71Umræður - Fallin mál165/166, 197/198, 227/228
Löggjafarþing71Umræður (þáltill. og fsp.)143/144
Löggjafarþing72Þingskjöl199, 239, 546, 694
Löggjafarþing72Umræður (samþ. mál)7/8, 521/522, 817/818, 997/998, 1307/1308
Löggjafarþing72Umræður - Fallin mál285/286, 513/514, 525/526, 627/628
Löggjafarþing72Umræður (þáltill. og fsp.)99/100, 209/210, 263/264, 291/292
Löggjafarþing73Þingskjöl357, 615
Löggjafarþing73Umræður (samþ. mál)7/8, 51/52, 65/66, 717/718, 723/724, 923/924-925/926, 1175/1176, 1255/1256
Löggjafarþing73Umræður - Fallin mál21/22, 175/176, 269/270-271/272, 305/306, 509/510, 607/608
Löggjafarþing74Þingskjöl151, 248, 914
Löggjafarþing74Umræður (samþ. mál)641/642, 1195/1196
Löggjafarþing74Umræður - Fallin mál17/18, 35/36, 59/60, 269/270, 357/358
Löggjafarþing74Umræður (þáltill. og fsp.)349/350-351/352, 651/652, 681/682
Löggjafarþing75Þingskjöl304, 1356, 1472, 1489
Löggjafarþing75Umræður (samþ. mál)741/742, 757/758, 1021/1022
Löggjafarþing75Umræður - Fallin mál13/14, 131/132, 203/204, 255/256, 525/526
Löggjafarþing75Umræður (þáltill. og fsp.)89/90, 437/438
Löggjafarþing76Þingskjöl600, 880, 892, 1213
Löggjafarþing76Umræður (samþ. mál)287/288, 539/540, 777/778, 1137/1138, 1241/1242, 1591/1592, 1785/1786, 1793/1794, 1803/1804, 1843/1844-1845/1846, 1873/1874, 1981/1982, 1991/1992-1993/1994, 2015/2016
Löggjafarþing76Umræður - Fallin mál11/12, 63/64, 161/162, 195/196
Löggjafarþing76Umræður (þáltill. og fsp.)105/106
Löggjafarþing77Þingskjöl428, 595, 783, 902
Löggjafarþing77Umræður (samþ. mál)7/8, 183/184, 187/188, 607/608, 791/792, 795/796, 845/846, 913/914, 919/920, 933/934-935/936, 1189/1190, 1237/1238, 1593/1594
Löggjafarþing77Umræður - Fallin mál165/166, 175/176-179/180
Löggjafarþing77Umræður (þáltill. og fsp.)117/118-119/120, 263/264, 271/272
Löggjafarþing78Þingskjöl214, 447, 470
Löggjafarþing78Umræður (samþ. mál)265/266, 493/494, 1395/1396-1399/1400, 1427/1428, 1471/1472, 1513/1514, 1595/1596, 1601/1602, 1643/1644, 1657/1658, 1663/1664, 1727/1728, 1835/1836
Löggjafarþing78Umræður (þáltill. og fsp.)5/6, 57/58, 263/264, 267/268
Löggjafarþing80Þingskjöl450, 490
Löggjafarþing80Umræður (samþ. mál)7/8, 161/162, 185/186, 993/994, 1807/1808, 2011/2012, 2017/2018-2019/2020, 2059/2060, 2455/2456, 2605/2606, 2743/2744, 2813/2814, 2883/2884, 2951/2952, 3465/3466, 3539/3540
Löggjafarþing80Umræður - Fallin mál255/256-259/260
Löggjafarþing80Umræður (þáltill. og fsp.)37/38-39/40
Löggjafarþing81Þingskjöl324, 578, 924, 1026
Löggjafarþing81Umræður (samþ. mál)351/352, 657/658, 1003/1004, 1225/1226, 1427/1428, 1453/1454, 1457/1458, 1471/1472, 1511/1512, 1519/1520, 1531/1532
Löggjafarþing81Umræður - Fallin mál537/538
Löggjafarþing81Umræður (þáltill. og fsp.)17/18-19/20, 365/366, 699/700
Löggjafarþing82Þingskjöl300, 436, 465, 474, 1442, 1493
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)219/220, 321/322, 433/434, 511/512-513/514, 565/566, 921/922, 929/930, 969/970, 1053/1054, 1083/1084, 1169/1170, 1173/1174, 1209/1210, 1599/1600, 1633/1634, 1755/1756, 1931/1932, 2153/2154, 2385/2386-2387/2388, 2429/2430, 2457/2458, 2467/2468, 2547/2548, 2565/2566
Löggjafarþing82Umræður - Fallin mál33/34-35/36, 145/146, 279/280, 497/498-499/500, 505/506
Löggjafarþing82Umræður (þáltill. og fsp.)61/62, 67/68, 695/696
Löggjafarþing83Þingskjöl588, 1047, 1680
Löggjafarþing83Umræður (samþ. mál)637/638, 791/792, 1223/1224, 1737/1738, 1811/1812, 1879/1880
Löggjafarþing83Umræður - Fallin mál53/54, 137/138, 179/180, 649/650, 707/708
Löggjafarþing83Umræður (þáltill. og fsp.)257/258, 371/372
Löggjafarþing84Þingskjöl870, 900-901, 1000, 1027
Löggjafarþing84Umræður (samþ. mál)907/908, 1759/1760, 2093/2094
Löggjafarþing84Umræður (þáltill. og fsp.)331/332, 335/336, 371/372, 489/490, 691/692, 793/794
Löggjafarþing84Umræður - Óútrædd mál67/68, 859/860-861/862, 963/964-965/966
Löggjafarþing85Þingskjöl286, 1161, 1550
Löggjafarþing85Umræður (samþ. mál)131/132-133/134, 201/202, 405/406, 601/602, 679/680, 913/914, 1283/1284, 1295/1296, 1347/1348, 1729/1730, 2029/2030
Löggjafarþing85Umræður - Óútrædd mál465/466, 487/488
Löggjafarþing86Þingskjöl209, 812, 847
Löggjafarþing86Umræður (samþ. mál)657/658, 1053/1054, 1149/1150, 1279/1280, 1307/1308-1309/1310, 1491/1492, 1535/1536, 1593/1594, 1773/1774-1775/1776, 1839/1840, 2065/2066, 2069/2070, 2621/2622, 2767/2768
Löggjafarþing86Umræður (þáltill. og fsp.)87/88-89/90, 329/330
Löggjafarþing86Umræður - Óútrædd mál171/172, 287/288
Löggjafarþing87Þingskjöl435, 545, 950, 954, 1389
Löggjafarþing87Umræður (samþ. mál)749/750, 1103/1104
Löggjafarþing87Umræður (þáltill. og fsp.)419/420
Löggjafarþing87Umræður - Óútrædd mál75/76, 335/336
Löggjafarþing88Þingskjöl218, 717, 1139, 1389, 1392
Löggjafarþing88Umræður (samþ. mál)101/102, 199/200, 435/436, 1227/1228, 1309/1310-1311/1312, 1343/1344, 2167/2168
Löggjafarþing88Umræður (þáltill. og fsp.)439/440-441/442
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál461/462, 659/660
Löggjafarþing89Þingskjöl311, 609, 1327
Löggjafarþing89Umræður (samþ. mál)7/8, 577/578, 959/960, 1649/1650
Löggjafarþing89Umræður (þáltill. og fsp.)93/94-99/100
Löggjafarþing89Umræður - Óútrædd mál207/208, 259/260, 527/528
Löggjafarþing90Þingskjöl339, 343, 476, 668, 709, 1240, 1589, 1907, 1995
Löggjafarþing90Umræður (samþ. mál)629/630
Löggjafarþing90Umræður (þáltill. og fsp.)311/312, 525/526-527/528, 531/532, 809/810
Löggjafarþing90Umræður - Óútrædd mál109/110, 207/208
Löggjafarþing91Þingskjöl418, 422, 431, 567
Löggjafarþing91Umræður (samþ. mál)109/110, 153/154, 171/172, 233/234, 293/294, 307/308, 691/692, 1015/1016, 1505/1506, 1797/1798
Löggjafarþing91Umræður (þáltill. og fsp.)341/342
Löggjafarþing91Umræður - Óútrædd mál121/122
Löggjafarþing92Þingskjöl394, 415, 1285, 1370
Löggjafarþing92Umræður (samþ. mál)7/8, 93/94, 97/98, 107/108, 119/120, 153/154, 267/268, 341/342, 985/986, 1041/1042, 1179/1180, 1373/1374, 1589/1590, 2057/2058
Löggjafarþing92Umræður (þáltill. og fsp.)625/626, 959/960
Löggjafarþing92Umræður - Óútrædd mál189/190, 241/242, 287/288
Löggjafarþing93Þingskjöl434, 1186-1188, 1316, 1324
Löggjafarþing93Umræður323/324, 483/484, 845/846, 851/852, 981/982, 1405/1406, 1769/1770, 2433/2434, 2691/2692, 2699/2700, 2715/2716-2717/2718, 2723/2724, 2867/2868, 2871/2872, 3567/3568
Löggjafarþing94Þingskjöl368-370, 481, 527, 539, 683, 1464, 1544, 1696, 2068, 2073, 2083
Löggjafarþing94Umræður31/32, 81/82, 801/802, 1913/1914, 2205/2206, 2437/2438-2439/2440, 2631/2632, 2849/2850, 2933/2934, 3565/3566, 3833/3834, 4175/4176, 4343/4344
Löggjafarþing95Þingskjöl16-17
Löggjafarþing95Umræður27/28, 167/168
Löggjafarþing96Þingskjöl313, 318, 321, 438-439, 442, 570, 1115, 1740
Löggjafarþing96Umræður253/254, 1545/1546, 2685/2686, 3439/3440, 3605/3606, 3729/3730-3731/3732
Löggjafarþing97Þingskjöl241, 246, 256-257, 304-305, 315, 320, 461, 1844
Löggjafarþing97Umræður211/212, 443/444, 527/528, 1589/1590, 2599/2600, 3043/3044, 3051/3052, 3585/3586, 3753/3754, 4159/4160
Löggjafarþing98Þingskjöl213, 505, 510, 542-544, 724
Löggjafarþing98Umræður177/178, 401/402, 949/950, 953/954, 1651/1652, 1735/1736, 1897/1898, 3013/3014-3015/3016, 3817/3818, 3931/3932, 4183/4184
Löggjafarþing99Þingskjöl287, 517, 627, 629, 636, 1281, 1457, 1468, 1521, 1699, 3086, 3147, 3149, 3229
Löggjafarþing99Umræður221/222, 253/254, 617/618-619/620, 723/724, 1579/1580, 1711/1712, 1943/1944, 2095/2096, 2129/2130, 2135/2136, 2143/2144, 2377/2378, 3223/3224, 3451/3452, 3787/3788, 4339/4340
Löggjafarþing100Þingskjöl7, 15, 374, 439, 606, 1099, 1705, 1756, 1860, 2281, 2713
Löggjafarþing100Umræður3/4, 37/38, 71/72, 199/200, 343/344, 525/526, 643/644, 651/652-653/654, 733/734, 737/738, 743/744, 773/774, 1235/1236, 2409/2410, 2589/2590, 2635/2636, 3429/3430, 3887/3888, 4019/4020, 4681/4682, 4809/4810, 4875/4876, 4881/4882-4883/4884, 4931/4932, 4979/4980, 5003/5004, 5021/5022
Löggjafarþing101Þingskjöl534
Löggjafarþing102Þingskjöl710, 1673
Löggjafarþing102Umræður265/266, 509/510, 911/912, 1667/1668, 1893/1894, 1941/1942, 2385/2386, 2819/2820, 2939/2940, 3245/3246
Löggjafarþing103Þingskjöl297, 345, 519, 709, 917-918, 1229, 1634-1635, 1641, 1745, 2214, 2291, 2351, 2607
Löggjafarþing103Umræður9/10-13/14, 187/188-189/190, 757/758, 1011/1012, 1327/1328, 1421/1422, 1457/1458, 1473/1474, 1643/1644, 1649/1650, 1753/1754, 1757/1758, 1761/1762-1767/1768, 1859/1860, 1959/1960, 2059/2060, 2121/2122, 2125/2126-2127/2128, 2191/2192-2193/2194, 2419/2420, 2621/2622, 3201/3202, 3419/3420, 3753/3754, 3867/3868, 3887/3888, 3955/3956, 4045/4046, 4063/4064, 4101/4102, 4139/4140, 4497/4498, 4837/4838, 4859/4860, 4905/4906, 4919/4920
Löggjafarþing104Þingskjöl358, 641, 864, 1337, 1628-1630, 1637, 1738, 1929, 2071, 2136, 2156
Löggjafarþing104Umræður791/792-793/794, 809/810-811/812, 857/858-859/860, 863/864, 905/906, 911/912, 987/988, 1125/1126, 1259/1260, 1295/1296, 1299/1300, 1305/1306, 1517/1518, 1639/1640, 1857/1858, 1895/1896, 1913/1914, 2009/2010, 2429/2430, 2551/2552, 2557/2558, 3297/3298, 3699/3700, 3723/3724, 3975/3976, 3979/3980, 3997/3998, 4465/4466, 4695/4696, 4913/4914
Löggjafarþing105Þingskjöl259, 269, 289, 373-374, 802-803, 807, 812-813, 815, 822-823, 992, 1430, 1914, 2261-2262, 2264, 2266, 2296, 2358, 2445, 2518, 2687, 2693, 2721, 2735, 2746-2747, 2927
Löggjafarþing105Umræður33/34-35/36, 53/54, 167/168, 503/504, 601/602, 665/666, 743/744, 751/752, 801/802, 833/834-841/842, 849/850-851/852, 883/884, 981/982, 997/998, 1205/1206, 1321/1322-1323/1324, 1385/1386-1387/1388, 1423/1424, 1829/1830, 2233/2234-2253/2254, 2309/2310-2311/2312, 2317/2318, 2325/2326, 2347/2348, 2549/2550, 2619/2620, 2623/2624, 2629/2630, 2635/2636, 2641/2642, 2645/2646, 2659/2660, 2673/2674, 2705/2706-2711/2712, 2725/2726-2731/2732, 2737/2738-2739/2740, 2751/2752-2753/2754, 2779/2780, 2875/2876, 2971/2972, 2991/2992, 3085/3086, 3187/3188
Löggjafarþing106Þingskjöl257, 271, 301, 315, 376, 504-506, 513, 679, 899, 1824, 2258, 2409, 2487, 2767, 2997, 3268, 3272, 3364
Löggjafarþing106Umræður21/22-23/24, 27/28, 33/34-37/38, 47/48, 175/176, 187/188, 313/314, 429/430, 437/438, 461/462, 617/618, 623/624, 701/702, 727/728, 1005/1006, 1287/1288-1291/1292, 1919/1920, 1933/1934, 1989/1990, 2011/2012, 2015/2016, 2879/2880-2881/2882, 3189/3190, 3335/3336, 3381/3382-3383/3384, 3471/3472, 3725/3726, 4179/4180, 4187/4188, 4717/4718, 4907/4908-4909/4910, 5527/5528, 5687/5688, 5983/5984, 6319/6320, 6531/6532, 6539/6540, 6573/6574
Löggjafarþing107Þingskjöl332, 378, 388, 468, 668, 696-698, 705, 1150, 1189, 1486, 2388-2390, 2627, 3038, 3305, 3526, 3531, 3537-3538, 4059, 4129
Löggjafarþing107Umræður55/56, 81/82, 157/158-159/160, 189/190, 237/238, 553/554, 659/660, 683/684, 697/698, 703/704, 707/708, 715/716, 833/834-835/836, 843/844, 1859/1860, 1927/1928, 2595/2596, 2793/2794-2797/2798, 3165/3166, 3459/3460, 3555/3556, 3569/3570, 3727/3728, 3851/3852, 4073/4074-4075/4076, 4101/4102, 4157/4158, 4427/4428, 4437/4438, 4441/4442, 4573/4574, 4649/4650, 5177/5178, 5289/5290, 5335/5336, 5343/5344, 6137/6138, 6305/6306, 6565/6566-6567/6568, 6771/6772, 6783/6784, 6801/6802, 6811/6812, 7013/7014, 7039/7040, 7099/7100
Löggjafarþing108Þingskjöl409, 418, 427, 701-703, 710, 899, 993, 1032, 1045-1046, 1526, 1717, 2009, 2205-2207, 2220, 2225, 2231-2232, 2498, 2510, 2512, 2898, 2922, 3222
Löggjafarþing108Umræður93/94, 159/160, 237/238, 265/266, 293/294, 303/304-307/308, 343/344, 417/418, 449/450, 499/500, 1087/1088, 1139/1140, 1393/1394, 1529/1530, 1612/1613-1616/1617, 1620/1621-1622/1623, 1793/1794, 1843/1844, 1975/1976, 1993/1994, 2293/2294, 2395/2396, 2645/2646, 2649/2650, 2663/2664, 3115/3116, 3185/3186, 3305/3306, 3331/3332, 3379/3380, 3573/3574, 3583/3584, 3595/3596, 3667/3668, 3737/3738, 3793/3794, 4499/4500, 4609/4610
Löggjafarþing109Þingskjöl547, 595, 633, 671, 1188, 1191, 1203, 1205, 1700, 2115, 2479-2481, 2488
Löggjafarþing109Umræður197/198, 285/286, 591/592, 811/812, 923/924-925/926, 997/998, 2039/2040, 2381/2382, 2495/2496, 3127/3128
Löggjafarþing110Þingskjöl538, 605, 1185, 2374, 2485, 2579, 2618, 2818-2819, 2854, 2882, 2887, 2893-2894, 2902, 3360, 3545, 3567, 3921
Löggjafarþing110Umræður43/44, 269/270, 469/470, 531/532, 651/652, 703/704, 965/966, 1215/1216, 1473/1474, 1705/1706, 1719/1720, 1727/1728, 2027/2028, 2169/2170, 2301/2302, 2417/2418, 2657/2658, 3245/3246, 3269/3270, 3273/3274, 3303/3304-3305/3306, 3581/3582-3583/3584, 3627/3628-3629/3630, 3653/3654, 3669/3670, 3719/3720, 3743/3744, 3751/3752, 3771/3772, 3791/3792, 4693/4694, 4995/4996, 5779/5780, 5783/5784, 5873/5874, 6019/6020, 6159/6160, 6285/6286, 6289/6290, 6293/6294, 6385/6386, 6633/6634, 7019/7020, 7147/7148, 7229/7230, 7683/7684, 7687/7688-7689/7690, 7911/7912, 7975/7976
Löggjafarþing111Þingskjöl100, 1114, 1136, 1168, 1232, 2513, 2543, 3062
Löggjafarþing111Umræður49/50, 55/56-57/58, 147/148, 617/618, 1025/1026, 1771/1772, 1907/1908, 2089/2090, 2133/2134, 3265/3266, 3349/3350-3351/3352, 3377/3378, 3603/3604, 4517/4518, 4597/4598, 4757/4758-4759/4760, 4897/4898, 4957/4958, 5101/5102, 5109/5110, 5401/5402-5403/5404, 5429/5430, 5893/5894, 6029/6030, 6033/6034, 6039/6040-6043/6044, 6053/6054, 6061/6062, 6589/6590, 6643/6644, 6699/6700, 6841/6842, 6873/6874, 6953/6954, 6981/6982, 7059/7060, 7271/7272, 7289/7290, 7401/7402, 7463/7464, 7619/7620
Löggjafarþing112Þingskjöl727-728, 819, 2946, 3895, 3947, 3997, 4875, 4882, 5182, 5199
Löggjafarþing112Umræður11/12, 35/36, 63/64, 71/72, 371/372, 903/904, 933/934, 971/972, 975/976, 1041/1042, 1069/1070, 1111/1112, 1127/1128, 1447/1448, 2159/2160-2161/2162, 2473/2474-2475/2476, 2481/2482, 2499/2500, 2739/2740, 2959/2960-2961/2962, 2997/2998, 3203/3204, 3635/3636, 4269/4270-4273/4274, 4279/4280-4281/4282, 4285/4286, 4289/4290-4291/4292, 4295/4296-4297/4298, 4373/4374, 4423/4424, 4543/4544, 4569/4570, 4573/4574, 4613/4614, 4651/4652-4653/4654, 4865/4866-4869/4870, 4881/4882, 4967/4968-4969/4970, 5005/5006, 5057/5058, 5397/5398, 5685/5686, 5925/5926, 5963/5964, 6145/6146, 6493/6494, 6629/6630, 6987/6988, 7103/7104, 7161/7162, 7205/7206, 7311/7312, 7503/7504, 7587/7588
Löggjafarþing113Þingskjöl2174, 2197, 2199, 2251, 2270, 2287-2288, 3860, 3968, 4542
Löggjafarþing113Umræður139/140, 145/146, 197/198, 299/300, 335/336, 371/372, 397/398, 417/418, 441/442, 543/544, 719/720, 1437/1438-1439/1440, 1471/1472, 1481/1482-1483/1484, 1583/1584, 1641/1642, 1669/1670, 1743/1744, 1779/1780, 1803/1804-1807/1808, 1911/1912, 2063/2064, 2437/2438, 2511/2512, 2645/2646, 3087/3088-3089/3090, 3099/3100, 3111/3112, 3225/3226, 3285/3286, 3407/3408, 3887/3888, 4109/4110, 4241/4242, 4337/4338, 4343/4344, 4487/4488, 4575/4576-4577/4578, 4657/4658, 5157/5158
Löggjafarþing114Umræður23/24, 45/46, 157/158, 193/194, 197/198, 225/226, 239/240, 243/244, 263/264, 297/298, 427/428, 449/450, 679/680
Löggjafarþing115Þingskjöl449, 659, 1702, 1705, 3165, 3303, 3444, 3454-3455, 3588, 3927, 3965, 4940, 4995, 5749, 5757, 5764, 5888-5889, 5896, 5922, 5961
Löggjafarþing115Umræður7/8, 93/94, 99/100, 243/244, 255/256, 323/324, 337/338, 605/606, 627/628, 631/632, 769/770, 797/798, 985/986, 1003/1004, 1013/1014, 1023/1024, 1531/1532, 2695/2696, 2761/2762, 3111/3112, 3165/3166, 3221/3222, 3225/3226, 3245/3246-3247/3248, 3329/3330, 3369/3370-3371/3372, 3505/3506, 3515/3516, 3523/3524, 3739/3740, 3979/3980, 4713/4714, 4961/4962, 5443/5444, 5623/5624, 6239/6240, 6769/6770, 6789/6790, 7269/7270, 7669/7670, 7719/7720, 7725/7726, 7741/7742, 7827/7828, 7861/7862, 7869/7870, 8089/8090, 8137/8138, 8141/8142, 8345/8346, 8383/8384, 8397/8398, 8563/8564, 8633/8634, 8677/8678, 8817/8818, 8837/8838, 8987/8988, 9635/9636, 9679/9680
Löggjafarþing116Þingskjöl51, 59, 66, 190-191, 198, 224, 263, 680, 683-684, 689-690, 693-694, 711, 718, 721-722, 735, 737, 739-741, 744, 754-755, 757-758, 932, 1015, 1041, 1739, 1824, 2677, 2744-2745, 2753, 3064, 3066, 3070-3071, 3075, 3079-3080, 3250, 3694, 4077, 5612, 5892
Löggjafarþing116Umræður57/58, 95/96, 107/108, 111/112, 129/130-131/132, 139/140, 147/148, 199/200, 225/226, 253/254, 265/266-269/270, 289/290, 297/298, 307/308, 343/344, 451/452, 479/480, 487/488, 541/542, 565/566, 673/674-677/678, 699/700, 727/728, 781/782-783/784, 855/856, 875/876, 885/886, 973/974, 1003/1004, 1247/1248, 1253/1254-1257/1258, 1263/1264, 1289/1290, 1309/1310-1311/1312, 1593/1594, 1623/1624-1625/1626, 1631/1632, 1675/1676, 1685/1686, 1713/1714, 1741/1742, 2157/2158, 2307/2308, 2503/2504, 2521/2522, 2525/2526, 2551/2552, 2643/2644, 2779/2780, 2805/2806, 3339/3340, 3353/3354, 3375/3376-3377/3378, 3387/3388, 3401/3402, 3407/3408, 3411/3412, 3423/3424, 3455/3456-3457/3458, 3499/3500, 4139/4140-4141/4142, 4275/4276, 4311/4312, 4315/4316-4317/4318, 4321/4322, 4365/4366-4367/4368, 4431/4432, 4513/4514, 4539/4540, 4563/4564, 4607/4608, 4987/4988, 5171/5172-5173/5174, 5233/5234, 5325/5326, 5357/5358, 5377/5378, 5413/5414, 5503/5504, 5559/5560, 5591/5592, 5595/5596, 5657/5658, 5827/5828, 5837/5838-5839/5840, 5843/5844, 5971/5972, 6005/6006, 6489/6490, 6797/6798, 6873/6874, 6903/6904, 6909/6910, 6915/6916, 7009/7010, 7019/7020, 7027/7028, 7073/7074, 7623/7624, 7887/7888, 7937/7938, 7951/7952, 8437/8438, 8965/8966, 9465/9466, 9567/9568, 9773/9774, 9889/9890, 9893/9894
Löggjafarþing117Þingskjöl553, 803, 1109, 2029, 2143, 2229, 2998, 3599, 4592, 5058
Löggjafarþing117Umræður85/86, 269/270, 429/430, 537/538, 541/542, 545/546, 711/712, 845/846, 1121/1122, 1255/1256, 1315/1316-1319/1320, 1515/1516-1517/1518, 1539/1540, 1553/1554, 1759/1760, 1771/1772, 1877/1878, 1959/1960, 2071/2072, 2077/2078, 2243/2244, 2307/2308, 3043/3044, 3107/3108, 3179/3180, 3183/3184, 3191/3192, 3195/3196-3199/3200, 3229/3230, 3499/3500, 3551/3552, 3627/3628, 3661/3662, 3667/3668, 3943/3944, 3953/3954, 4089/4090, 4117/4118, 4137/4138, 4143/4144, 4147/4148, 4151/4152, 4553/4554, 4805/4806, 4813/4814, 4925/4926, 4959/4960, 5161/5162, 5213/5214, 5265/5266, 5429/5430, 5817/5818, 6119/6120, 6241/6242, 6319/6320, 6365/6366, 6409/6410, 6509/6510, 6561/6562, 6567/6568, 6667/6668, 6991/6992, 7065/7066, 7075/7076, 7081/7082, 7097/7098, 7209/7210, 7247/7248, 7255/7256, 7377/7378, 7525/7526, 7641/7642, 7813/7814, 7849/7850, 7939/7940, 7959/7960, 8069/8070-8071/8072, 8119/8120, 8149/8150, 8175/8176, 8203/8204, 8225/8226, 8239/8240, 8381/8382, 8391/8392, 8639/8640, 8779/8780, 8865/8866
Löggjafarþing118Þingskjöl1606-1607, 2112, 3589, 3952, 4121, 4227
Löggjafarþing118Umræður169/170, 327/328, 1211/1212, 1417/1418, 2515/2516-2521/2522, 3119/3120, 3237/3238-3239/3240, 3325/3326, 3809/3810, 4025/4026, 4073/4074, 4537/4538, 4695/4696, 5177/5178, 5203/5204, 5235/5236, 5363/5364, 5515/5516, 5553/5554, 5781/5782, 5801/5802
Löggjafarþing119Þingskjöl108, 589, 702
Löggjafarþing119Umræður11/12, 33/34, 113/114, 189/190, 307/308, 313/314, 317/318, 435/436, 579/580, 845/846, 891/892, 1043/1044, 1053/1054, 1099/1100, 1197/1198
Löggjafarþing120Þingskjöl813, 1312, 1364, 1419, 2515, 2566, 2666, 3152, 4454, 4562, 4717
Löggjafarþing120Umræður69/70, 275/276, 303/304, 1065/1066, 1081/1082, 1147/1148-1155/1156, 1363/1364, 1377/1378, 1443/1444, 1555/1556, 1601/1602, 1699/1700, 1911/1912, 1923/1924-1925/1926, 1935/1936, 2017/2018, 2063/2064, 2425/2426, 2429/2430, 2451/2452, 2515/2516, 2875/2876, 2977/2978-2979/2980, 2983/2984, 3115/3116, 3243/3244, 3261/3262-3265/3266, 3269/3270, 3273/3274, 3321/3322, 3431/3432, 3741/3742, 3871/3872, 3879/3880, 4011/4012-4015/4016, 4099/4100, 4109/4110, 4423/4424, 4577/4578-4579/4580, 4583/4584, 5023/5024, 5269/5270, 5287/5288, 5421/5422, 5425/5426, 5497/5498, 5535/5536, 5843/5844, 5865/5866, 5973/5974, 6029/6030, 6033/6034-6037/6038, 6107/6108, 6233/6234, 6259/6260, 6387/6388, 6483/6484, 6677/6678, 6803/6804, 6909/6910, 7175/7176, 7373/7374, 7451/7452, 7547/7548, 7663/7664, 7813/7814
Löggjafarþing121Þingskjöl523, 685, 854, 1504, 1966, 2301, 2328, 2333, 2335, 2337-2338, 2987, 3023, 4359, 4361, 4448, 4969-4970, 4974, 5157, 5211
Löggjafarþing121Umræður21/22, 37/38, 57/58, 137/138, 165/166, 227/228, 289/290, 343/344, 359/360, 413/414-419/420, 427/428-429/430, 439/440, 443/444, 469/470, 501/502, 573/574, 577/578, 619/620, 913/914, 983/984, 1129/1130, 1175/1176-1177/1178, 1189/1190-1195/1196, 1199/1200, 1301/1302-1303/1304, 1311/1312, 1325/1326, 1383/1384-1385/1386, 1437/1438, 1537/1538, 1573/1574, 1583/1584, 1677/1678, 1687/1688, 1691/1692, 1805/1806-1807/1808, 1817/1818, 1937/1938, 2039/2040, 2047/2048, 2121/2122, 2181/2182, 2207/2208, 2355/2356, 2697/2698, 2985/2986, 3023/3024, 3171/3172, 3185/3186, 3231/3232, 3247/3248, 3459/3460, 3563/3564-3567/3568, 3687/3688, 3789/3790, 3825/3826, 3929/3930, 3961/3962-3965/3966, 4157/4158, 4163/4164, 4315/4316, 4403/4404, 4443/4444-4445/4446, 4519/4520, 4753/4754, 4757/4758, 5529/5530, 5535/5536, 5701/5702, 5745/5746, 5791/5792, 5921/5922, 6035/6036, 6411/6412-6413/6414, 6417/6418, 6421/6422-6423/6424, 6445/6446, 6817/6818, 6877/6878
Löggjafarþing122Þingskjöl524, 793, 854, 1135-1136, 1171, 2153, 2637, 3069, 3849, 4478, 4719-4720, 4897-4898, 6098
Löggjafarþing122Umræður197/198, 411/412, 537/538, 541/542, 551/552, 603/604, 793/794, 1021/1022, 1063/1064-1065/1066, 1319/1320-1321/1322, 1601/1602, 1759/1760, 1921/1922, 2019/2020-2021/2022, 2041/2042, 2427/2428, 2557/2558, 2925/2926, 2943/2944, 3093/3094, 3107/3108-3109/3110, 3169/3170, 3445/3446, 3587/3588-3589/3590, 3629/3630, 3677/3678-3679/3680, 3689/3690, 3695/3696, 3705/3706, 3797/3798, 3987/3988, 3991/3992, 4069/4070, 4159/4160, 4241/4242, 4309/4310, 4371/4372-4373/4374, 4799/4800, 4855/4856, 4955/4956-4957/4958, 5167/5168, 5201/5202, 5269/5270, 5715/5716, 5929/5930, 6041/6042, 6045/6046, 6067/6068, 6233/6234-6235/6236, 6509/6510, 6579/6580, 6669/6670, 6687/6688-6691/6692, 6899/6900, 6965/6966, 7111/7112, 7125/7126, 7233/7234, 7329/7330, 7497/7498-7499/7500, 7671/7672, 7951/7952, 8037/8038, 8133/8134
Löggjafarþing123Þingskjöl561-562, 670, 778-779, 823, 829, 1043, 1280, 2611, 3216, 3633, 4159, 4361, 4799
Löggjafarþing123Umræður323/324, 613/614, 713/714-717/718, 805/806, 811/812, 1103/1104-1105/1106, 1177/1178, 1345/1346, 1479/1480, 1555/1556, 1561/1562, 1755/1756, 1771/1772, 1797/1798, 2589/2590, 2889/2890, 2909/2910, 2975/2976, 2991/2992, 3055/3056, 3061/3062, 3065/3066, 3097/3098, 3105/3106, 3561/3562-3563/3564, 3573/3574-3575/3576, 3743/3744-3745/3746, 3897/3898, 4073/4074, 4103/4104, 4813/4814
Löggjafarþing124Umræður81/82, 93/94, 237/238
Löggjafarþing125Þingskjöl717, 1290, 1953, 1967, 1973, 1976, 1982, 1986, 1989, 1993-1994, 2028, 2551, 2624, 2829, 3457, 3459, 4242, 4404, 4842, 4848, 4874, 4894, 4898, 5629
Löggjafarþing125Umræður153/154, 173/174, 451/452, 805/806, 1101/1102, 1105/1106-1107/1108, 1111/1112, 1115/1116-1117/1118, 1129/1130-1131/1132, 1317/1318, 1355/1356, 1611/1612, 1819/1820, 1917/1918, 1991/1992, 2041/2042, 2095/2096, 2107/2108-2109/2110, 2153/2154, 2165/2166, 2193/2194, 2231/2232, 2247/2248-2249/2250, 2253/2254-2257/2258, 2405/2406, 2501/2502, 2549/2550, 2665/2666, 2865/2866, 2947/2948, 3185/3186, 3405/3406, 3541/3542, 3681/3682, 3949/3950, 3955/3956, 3967/3968-3969/3970, 4171/4172, 4257/4258, 4423/4424, 4673/4674, 4707/4708, 5255/5256, 5407/5408, 5755/5756, 6001/6002, 6079/6080, 6113/6114-6115/6116, 6125/6126, 6295/6296-6297/6298, 6417/6418, 6491/6492, 6593/6594, 6603/6604, 6699/6700, 6709/6710, 6817/6818, 6851/6852, 6855/6856, 6865/6866
Löggjafarþing126Þingskjöl605, 607, 1062, 2077, 2463, 2490, 2554, 2790, 2891, 2893-2895, 4335, 4464, 4466, 4579, 4653, 5559-5561
Löggjafarþing126Umræður439/440, 481/482, 505/506, 661/662, 705/706, 1183/1184, 1207/1208, 1609/1610, 1671/1672, 1709/1710, 1805/1806, 1813/1814, 1827/1828, 1939/1940, 2959/2960, 2973/2974, 3013/3014, 3189/3190, 3205/3206, 3251/3252-3253/3254, 3277/3278-3279/3280, 3283/3284, 3329/3330, 3343/3344, 3351/3352, 3397/3398, 3403/3404, 3411/3412, 3421/3422, 3477/3478, 3533/3534-3535/3536, 3543/3544-3545/3546, 3559/3560, 3647/3648, 3655/3656, 3659/3660, 3675/3676-3677/3678, 4077/4078, 4081/4082, 4091/4092, 4105/4106-4107/4108, 4121/4122-4123/4124, 4129/4130, 4145/4146, 4235/4236, 4255/4256, 4287/4288, 4427/4428, 5093/5094, 5223/5224, 5307/5308, 5313/5314, 5467/5468, 5843/5844-5845/5846, 5923/5924-5925/5926, 6117/6118, 6223/6224, 6615/6616, 6663/6664, 6759/6760, 7125/7126
Löggjafarþing127Þingskjöl640, 655, 670, 718, 720, 830, 956-957, 975, 1198, 1408, 1495, 1916, 2216, 2988-2989, 2991-2992, 3049-3050, 3052-3053, 3517-3518, 3721-3724, 4416-4417, 5522-5523
Löggjafarþing127Umræður103/104, 399/400-401/402, 487/488, 541/542, 637/638-639/640, 655/656, 1235/1236-1237/1238, 1493/1494, 1659/1660, 1731/1732, 1965/1966, 1993/1994, 2067/2068, 2353/2354-2355/2356, 2447/2448, 2553/2554, 2873/2874, 3113/3114, 3185/3186, 4135/4136-4139/4140, 5793/5794, 6275/6276, 6563/6564, 6567/6568, 6663/6664, 6719/6720, 7199/7200, 7207/7208, 7353/7354, 7359/7360, 7371/7372-7373/7374, 7477/7478
Löggjafarþing128Þingskjöl588, 592, 624, 628, 1004-1005, 1008-1009, 1162, 1164, 1166, 1168, 1343-1344, 1347-1348, 2078-2079, 3526, 3559, 4119, 4452, 4639, 4655, 5340
Löggjafarþing128Umræður107/108, 431/432, 659/660, 755/756, 775/776, 837/838, 1263/1264, 1813/1814, 1985/1986, 3501/3502, 3507/3508, 3593/3594, 3663/3664
Löggjafarþing130Þingskjöl511, 575, 596, 748-749, 770-771, 1086, 1224, 1501-1502, 1728, 2181, 2188, 2579, 2607-2608, 2963, 3237, 3293, 3560, 3612, 3980, 4658, 5466, 5526, 7347, 7363, 7371, 7375, 7381, 7388, 7390, 7395-7405, 7407-7408, 7412
Löggjafarþing130Umræður189/190, 193/194, 237/238, 413/414, 417/418, 591/592, 645/646, 939/940, 1001/1002, 1089/1090, 1233/1234, 1517/1518-1519/1520, 1785/1786, 1789/1790, 1871/1872, 1895/1896, 1981/1982, 2037/2038, 2051/2052-2053/2054, 2121/2122, 2131/2132, 2333/2334, 2609/2610-2611/2612, 2733/2734, 2895/2896, 2915/2916, 3327/3328, 3699/3700-3701/3702, 3975/3976, 3997/3998, 4135/4136-4137/4138, 4141/4142, 4147/4148, 4225/4226, 4439/4440, 4449/4450, 4647/4648-4649/4650, 5041/5042, 5403/5404, 5455/5456, 5471/5472, 5561/5562, 5693/5694, 5887/5888, 5967/5968, 6151/6152, 6375/6376, 6451/6452, 6829/6830, 6835/6836, 6905/6906, 7051/7052, 7057/7058, 7073/7074, 7077/7078, 7115/7116, 7119/7120, 7431/7432, 7549/7550, 7585/7586, 7629/7630, 7639/7640, 7697/7698, 7777/7778, 7877/7878, 7899/7900, 8085/8086, 8161/8162, 8165/8166, 8203/8204, 8477/8478-8479/8480, 8487/8488, 8529/8530, 8551/8552, 8557/8558, 8589/8590-8591/8592, 8595/8596-8599/8600, 8603/8604-8605/8606, 8621/8622
Löggjafarþing131Þingskjöl520, 522, 528, 551-553, 566, 612, 614-615, 618, 624, 793-794, 856-859, 1135, 1173, 1716, 1782, 2068, 2931, 3843, 4177-4178, 4263, 4509, 4511-4512, 4516, 4518-4520, 4524-4525, 4527, 4533-4534, 5566, 5814
Löggjafarþing131Umræður13/14, 41/42-43/44, 57/58, 87/88, 143/144, 577/578, 631/632, 771/772, 875/876, 883/884, 1115/1116-1117/1118, 1487/1488, 1495/1496-1497/1498, 1501/1502, 1577/1578, 2071/2072, 2217/2218, 2635/2636, 2715/2716, 2787/2788, 2957/2958, 3531/3532, 3565/3566, 3573/3574, 3633/3634, 4083/4084, 4327/4328-4329/4330, 4337/4338, 4819/4820, 4843/4844, 4853/4854, 5173/5174, 5689/5690, 5827/5828-5841/5842, 5941/5942, 6245/6246, 6391/6392, 7829/7830, 7835/7836, 7841/7842, 7879/7880, 8103/8104, 8113/8114
Löggjafarþing132Þingskjöl528-529, 531-533, 577, 613, 687, 1182, 2364, 3085, 4426-4427, 4527
Löggjafarþing132Umræður291/292, 703/704-705/706, 709/710-715/716, 737/738, 743/744, 849/850, 855/856, 859/860, 873/874, 961/962, 1237/1238, 1383/1384, 1929/1930, 2041/2042-2043/2044, 2105/2106, 2181/2182, 2621/2622-2623/2624, 2695/2696, 2833/2834, 2837/2838, 2863/2864, 2891/2892, 3009/3010, 3015/3016-3019/3020, 3271/3272, 3343/3344, 3347/3348, 3919/3920, 4141/4142, 4677/4678, 4713/4714, 4763/4764, 5505/5506, 5821/5822-5825/5826, 5837/5838, 6069/6070, 6109/6110, 6169/6170, 6265/6266, 6337/6338, 6347/6348, 6365/6366, 7679/7680, 7765/7766, 8131/8132
Löggjafarþing133Þingskjöl494-496, 613, 731, 889-892, 915, 1739, 2234, 3773, 6706, 6714-6715, 6717, 6721, 6813, 6815, 6948, 6953, 6975, 7002-7003, 7006, 7012, 7029-7030, 7034, 7053-7054, 7075-7078
Löggjafarþing133Umræður213/214, 449/450, 571/572-575/576, 897/898, 949/950, 1005/1006, 1277/1278, 1891/1892-1895/1896, 2315/2316, 2697/2698, 2879/2880, 3177/3178, 3233/3234, 3273/3274, 3545/3546, 3557/3558, 3719/3720, 3821/3822, 3835/3836, 4085/4086, 4711/4712, 5715/5716, 5763/5764, 5877/5878, 5925/5926, 5963/5964, 5967/5968, 6327/6328, 6361/6362, 6517/6518, 6569/6570, 6633/6634, 6883/6884, 6887/6888
Löggjafarþing134Þingskjöl182
Löggjafarþing134Umræður73/74, 77/78-79/80, 83/84-85/86, 97/98, 155/156, 485/486, 489/490
Löggjafarþing135Þingskjöl542, 547, 603, 606, 630, 633, 977-979, 1048, 2395, 2857, 2859, 2862-2863, 2865, 3067, 3465, 3970, 4003, 4114, 4683, 5053, 5081, 5102, 5204, 5715, 6121, 6136
Löggjafarþing135Umræður129/130, 725/726, 911/912, 929/930, 991/992-993/994, 1003/1004, 1009/1010, 1019/1020, 1073/1074, 1127/1128-1131/1132, 1509/1510-1515/1516, 1569/1570, 1577/1578-1585/1586, 1597/1598, 1605/1606, 1739/1740-1741/1742, 1781/1782, 1821/1822, 2061/2062, 2227/2228, 2455/2456-2457/2458, 2587/2588, 2969/2970, 2983/2984, 3027/3028, 3129/3130-3131/3132, 3365/3366-3367/3368, 3373/3374-3377/3378, 3383/3384, 3397/3398, 3413/3414, 3425/3426, 3449/3450-3453/3454, 3473/3474-3475/3476, 3497/3498, 3573/3574, 3641/3642, 3859/3860, 3877/3878, 4007/4008, 4125/4126-4127/4128, 4131/4132, 4139/4140-4143/4144, 4205/4206, 4289/4290-4291/4292, 4295/4296-4299/4300, 4337/4338, 4545/4546-4551/4552, 4561/4562, 4739/4740, 4875/4876, 5079/5080, 5087/5088, 5239/5240, 5745/5746, 6379/6380, 6391/6392, 6637/6638, 6687/6688, 6697/6698, 6713/6714-6717/6718, 6883/6884, 6915/6916, 6939/6940, 6999/7000, 7039/7040, 7209/7210, 7293/7294, 7307/7308, 7901/7902, 7943/7944, 7973/7974, 7985/7986, 8281/8282, 8321/8322, 8327/8328, 8365/8366, 8423/8424-8425/8426, 8429/8430, 8591/8592, 8753/8754-8755/8756, 8767/8768, 8771/8772, 8795/8796
Löggjafarþing136Þingskjöl661, 665-667, 686, 723, 797, 808, 1296, 1914, 2144, 2517, 2946, 2949, 3065-3067, 3196, 3367-3369, 3381, 3390, 3392, 3399, 3987, 4393
Löggjafarþing136Umræður203/204, 415/416, 507/508, 759/760, 767/768, 805/806, 933/934, 1307/1308, 1409/1410, 1421/1422, 1517/1518, 1531/1532, 1551/1552, 1627/1628, 1865/1866-1869/1870, 1905/1906, 2087/2088-2089/2090, 2313/2314, 2353/2354, 2617/2618, 2797/2798, 2815/2816, 2879/2880, 3009/3010-3013/3014, 3017/3018, 3079/3080, 3107/3108, 3145/3146, 3193/3194, 3401/3402, 3639/3640-3645/3646, 3655/3656-3657/3658, 3663/3664-3669/3670, 3679/3680-3681/3682, 3687/3688-3693/3694, 3707/3708-3709/3710, 3939/3940-3941/3942, 4063/4064-4065/4066, 4075/4076-4077/4078, 4107/4108-4109/4110, 4139/4140-4145/4146, 4151/4152-4153/4154, 4197/4198, 4309/4310, 4331/4332, 4367/4368, 4531/4532, 4545/4546, 4697/4698, 4701/4702, 4709/4710, 4753/4754, 4763/4764-4765/4766, 4773/4774-4779/4780, 4811/4812-4813/4814, 4831/4832, 5005/5006, 5069/5070, 5429/5430, 5439/5440, 5447/5448, 5757/5758, 5989/5990, 5993/5994, 6001/6002-6003/6004, 6023/6024, 6055/6056, 6059/6060, 6091/6092, 6115/6116, 6121/6122-6123/6124, 6133/6134-6135/6136, 6143/6144-6145/6146, 6169/6170-6171/6172, 6185/6186, 6191/6192-6195/6196, 6205/6206, 6215/6216, 6279/6280, 6339/6340, 6363/6364, 6379/6380, 6391/6392, 6411/6412, 6475/6476, 6515/6516, 6571/6572, 6579/6580, 6587/6588, 6613/6614-6615/6616, 6673/6674, 6725/6726, 7113/7114
Löggjafarþing137Þingskjöl397, 476, 818, 833, 1030, 1034, 1038, 1045, 1049, 1057, 1147, 1208, 1221, 1273
Löggjafarþing137Umræður47/48, 71/72, 199/200, 209/210, 223/224, 365/366, 441/442, 505/506, 767/768, 837/838-839/840, 929/930, 977/978, 1185/1186, 1193/1194-1195/1196, 1221/1222, 1457/1458, 1465/1466, 1471/1472-1473/1474, 1499/1500, 1609/1610, 1637/1638, 1725/1726-1729/1730, 1815/1816, 1937/1938, 2165/2166, 2225/2226, 2245/2246-2247/2248, 2339/2340, 2363/2364, 2555/2556, 2649/2650, 2837/2838, 2939/2940, 2957/2958, 3137/3138, 3285/3286-3287/3288, 3457/3458, 3593/3594-3595/3596, 3601/3602, 3627/3628, 3667/3668, 3737/3738
Löggjafarþing138Þingskjöl483, 768-769, 803, 965, 1097, 1179, 1184, 1189, 1195-1196, 1200, 1208, 1602-1603, 2953, 2978, 3096, 3098, 3219, 3223, 3599, 4246, 4251-4252, 5054, 5934, 5960, 5976, 6079, 6385, 6489-6490, 6505, 6914, 6920, 6936, 6945, 7253, 7310, 7455, 7467, 7644, 7756-7757, 7760
Löggjafarþing139Þingskjöl520, 664, 684, 687-688, 1185, 2089, 2302, 2653, 3244, 3691, 3904, 3961, 3996, 4291, 4560, 4685, 4995, 5261, 5267, 5273, 5884, 5967, 5979, 6048, 6077, 6144-6145, 6242, 6315, 6377, 6650, 6691, 6709, 6717, 6775, 6930, 7717, 7784, 7788, 8116, 8371, 8476, 8558, 8809, 9039, 9077, 9118, 9178, 9502, 9640, 9679-9680, 9684, 9714
Fara á yfirlit

Ritið Lovsamling for Island

BindiBls. nr.
212, 625, 734, 766
Fara á yfirlit

Ritið Lagasafn handa alþýðu

BindiBls. nr.
2250
346
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1931395/396
1945635/636, 707/708
1954 - 1. bindi7/8, 139/140, 239/240, 751/752, 825/826
1954 - 2. bindi2395/2396, 2399/2400
1965 - 1. bindi1/2, 131/132, 261/262
1965 - 2. bindi2463/2464
1973 - 1. bindi1/2, 97/98
1983 - 1. bindi1/2, 691/692
1990 - 1. bindi1/2, 97/98, 707/708
199526, 404, 502
199926, 328, 444
200335, 371, 498
200741, 418, 552
Fara á yfirlit

Ritið Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands

BindiBls. nr.
3123, 296, 298, 611, 699, 729
Fara á yfirlit

Ritið Samningar Íslands við erlend ríki

BindiBls. nr.
1153-155, 372, 606, 854
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
198830, 33
198939, 122
1991148
1992105
1995434, 437, 441
1996552
1997117, 299
199868, 71
199937
2000154
2001213
2002150, 153, 192
200368, 71, 179, 191
2004124
200766, 72-73
2008208
2009174, 237-239
201028
201520
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
200615397, 605
20066222
20079255
2007573
200822795-796
200876263
201064781
20134168, 364
20137140
201436552
20158871
201546673
2016147
2016271058
201652583
20177117
20237397
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 20

Þingmál A81 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 451 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1907-08-28 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 21

Þingmál A1 (fjárlög 1910 og 1911)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-04-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Þorleifur Jónsson - Ræða hófst: 1909-03-24 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Sigurður Gunnarsson - Ræða hófst: 1909-03-24 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1909-04-01 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1909-04-19 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Steingrímur Jónsson - Ræða hófst: 1909-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (fjáraukalög 1908 og 1909)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (landsreikningurinn 1906-1907)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-03-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A5 (samband Danmerkur og Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1909-02-19 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 533 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-02-19 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 596 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1909-04-22 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 683 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1909-04-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 693 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1909-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 725 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 1909-05-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Þorkelsson - Ræða hófst: 1909-02-19 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Þorkelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1909-04-28 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1909-04-28 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Þorkelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1909-04-28 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Þorkelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1909-04-28 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1909-04-28 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Ólafsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1909-04-28 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1909-04-28 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1909-04-28 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1909-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (aðflutningsgjald)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1909-03-06 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1909-03-08 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Steingrímur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-03-08 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Ágúst Flygenring - Ræða hófst: 1909-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (háskóli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1909-03-17 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 314 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1909-03-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Jens Pálsson - Ræða hófst: 1909-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (vátryggingarfélag fyrir fiskiskip)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-02-18 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1909-03-15 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (laun sóknarpresta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1909-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A14 (meðferð skóga, kjarrs o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1909-02-18 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 64 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1909-02-25 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 83 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1909-03-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 480 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1909-04-15 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 504 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1909-04-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Jósef J. Björnsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (aðflutningsbann)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (breytingartillaga) útbýtt þann 1909-03-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1909-02-27 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Björn Þorláksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1909-03-30 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1909-03-30 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1909-03-30 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1909-04-15 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Björn Jónsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-04-15 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Sigurður H. Kvaran - Ræða hófst: 1909-04-20 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1909-04-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1909-04-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Steingrímur Jónsson - Ræða hófst: 1909-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (vígslubiskupar)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Eggert Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (hagfræðisskýrslur)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1909-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (sala á Kjarna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-03-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-03-03 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-03-03 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-03-03 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Sigurður H. Kvaran (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-03-31 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Sigurður H. Kvaran (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-03-31 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1909-03-31 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Júlíus Havsteen - Ræða hófst: 1909-04-02 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1909-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (skipun læknishéraða)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Kristinn Daníelsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-04-17 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Kristinn Daníelsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (skipun læknishéraða)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1909-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (eignarnámsheimild)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1909-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (kirknafé)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-04-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1909-04-28 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1909-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (stofnun landsbanka)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Magnús Th. S. Blöndahl (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (sóknargjöld)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Ólafur Briem (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (dánarskýrslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1909-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A56 (byggingarsjóður)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1909-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (skoðun á síld)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Ari Arnalds - Ræða hófst: 1909-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (bókasafn vesturlands)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1909-03-13 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1909-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (Húsavík eða Þorvaldsstaðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-04-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A67 (úrskurðarvald sáttanefnda)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Magnús Th. S. Blöndahl (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-03-08 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1909-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (hlutabréf Íslandsbanka)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Magnús Th. S. Blöndahl (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-04-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1909-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (gagnfræðaskóli á Ísafirði)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1909-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (skólabækur)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Stefán Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1909-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (verslunarlöggjöf)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1909-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (vantraust á ráðherra)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 1909-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (þjóðmenjasafn Íslands)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Þorkelsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1909-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (heiti á alsherjarstofnunum)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1909-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (Lambhagi og Hólmur)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1909-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (sala þjóðjarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-04-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A102 (vegamál)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Sigurðsson - Ræða hófst: 1909-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (hvalveiðar)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (Landssjóðshluttaka í Thorefélaginu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-04-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Björn Kristjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-04-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1909-04-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1909-04-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Magnús Th. S. Blöndahl - Ræða hófst: 1909-04-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1909-04-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Björn Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1909-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-05-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1909-03-06 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Sigurður Gunnarsson - Ræða hófst: 1909-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (skilnaður ríkis og kirkju)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-05-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A120 (húsmæðraskóli)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Pétur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (sjómenska á þilskipum)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1909-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (bréfhirðing á Dynjanda)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Björn Jónsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1909-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (fiskiveiðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 745 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-05-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A135 (landbúnaðarmál)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1909-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B2 (umræður um kjörbréfin)

Þingræður:
-1. þingfundur - Steingrímur Jónsson - Ræða hófst: 1909-02-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 22

Þingmál A1 (stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 1911-02-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Þorkelsson - Ræða hófst: 1911-02-20 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1911-02-20 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1911-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (styrkveiting úr landssjóði til búnaðarfélaga)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1911-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (almennar auglýsingar)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (heyforðabúr)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (sóknargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (nefndarálit) útbýtt þann 1911-03-31 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Eggert Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-04-10 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Eggert Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (skoðun á síld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (nefndarálit) útbýtt þann 1911-03-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A22 (æðsta umboðsstjórn Íslands)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1911-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (sala kirkjujarða)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Sigurðsson - Ræða hófst: 1911-03-29 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1911-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (stækkun verslunarlóðarinnar í Gerðum)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1911-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (lögskráning mannanafna)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Sigurðsson - Ræða hófst: 1911-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (breyting á fátækralögum)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1911-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (stofnun lagaskóla á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1911-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (lækningaleyfi)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1911-03-07 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1911-04-26 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1911-04-28 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1911-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (stýrimannaskólinn)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Ágúst Flygenring - Ræða hófst: 1911-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (gerðardómur í brunabótamálum)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1911-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (utanþjóðkirkjumenn)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Steingrímur Jónsson - Ræða hófst: 1911-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (stjórnarskrármálið)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (horfellir á skepnum)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1911-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (kosningaréttur og kjörgengi)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður H. Kvaran - Ræða hófst: 1911-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (sjúkrasamlög)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1911-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (fjáraukalög 1910 og 1911)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1911-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (bygging jarða og ábúð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 680 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1911-04-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1911-03-22 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Gunnar Ólafsson - Ræða hófst: 1911-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (íslenskur fáni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1911-04-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Skúli Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1911-03-23 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 287 (breytingartillaga) útbýtt þann 1911-03-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-03-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1911-03-29 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1911-03-29 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1911-03-29 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1911-03-29 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1911-03-29 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1911-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (útflutningsgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 352 (nefndarálit) útbýtt þann 1911-03-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A111 (fjárlög 1912-1913)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1911-04-08 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1911-04-08 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Sigurðsson - Ræða hófst: 1911-05-04 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1911-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (tollur af póstsendingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 650 (nefndarálit) útbýtt þann 1911-04-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A120 (farmgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 650 (nefndarálit) útbýtt þann 1911-04-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A122 (frestun aðflutningsbanns)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1911-04-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Jósef J. Björnsson - Ræða hófst: 1911-04-18 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Gunnar Ólafsson - Ræða hófst: 1911-04-18 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1911-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (fræðsla æskulýðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (nefndarálit) útbýtt þann 1911-03-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A134 (barnafræðsla)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1911-04-13 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1911-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (útrýming fjárkláðans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1911-02-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Jósef J. Björnsson - Ræða hófst: 1911-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (tillögur yfirskoðunarmanna landsreikninganna 1908 og 1909)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (þál. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1911-04-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Ólafur Briem (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (prentsmiðjur)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1911-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (eftirlaunaafnám)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1911-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1911-05-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A169 (öryggi skipa og báta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1911-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A171 (lögaldursleyfi)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Björn Jónsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1911-02-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 23

Þingmál A1 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1912-07-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A15 (útrýming fjárkláðans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (nefndarálit) útbýtt þann 1912-07-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A18 (æðsta umboðsstjórn landsins)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1912-07-20 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Valtýr Guðmundsson - Ræða hófst: 1912-08-08 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1912-08-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1912-08-12 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Guðlaugur Guðmundsson - Ræða hófst: 1912-08-12 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Guðlaugur Guðmundsson - Ræða hófst: 1912-08-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (vatnsveita á Sauðárkróki)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Steingrímur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1912-07-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (stjórnarskrármálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (nefndarálit) útbýtt þann 1912-08-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - flutningsræða - Ræða hófst: 1912-07-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (vörutollur)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jens Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1912-08-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (aðflutningsbann á áfengi)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Guðjón Guðlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1912-07-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (árgjald af verslun)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jens Pálsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1912-07-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (íslenskt peningalotterí)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (frumvarp) útbýtt þann 1912-07-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 144 (nefndarálit) útbýtt þann 1912-08-03 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 168 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1912-08-07 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 193 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1912-08-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1912-07-29 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1912-07-29 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1912-08-07 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1912-08-07 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1912-08-07 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1912-08-09 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Jens Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1912-08-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1912-08-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (vatnsveita í verslunarstöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1912-08-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Steingrímur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1912-08-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1912-08-16 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1912-08-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (skipting læknishéraðs)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1912-08-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (forkaupsréttur landssjóðs)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1912-08-05 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1912-08-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (prestssetrið Presthólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (nefndarálit) útbýtt þann 1912-08-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1912-08-14 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Steingrímur Jónsson - Ræða hófst: 1912-08-19 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Jens Pálsson - Ræða hófst: 1912-08-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (kolatollur)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sigurður Eggerz - flutningsræða - Ræða hófst: 1912-08-10 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1912-08-14 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1912-08-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (fyrirspurn um innflutning áfengis)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1912-08-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (ríkisréttindi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 264 (þáltill.) útbýtt þann 1912-08-20 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 345 (rökstudd dagskrá) útbýtt þann 1912-08-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
-1. þingfundur - Skúli Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1912-08-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (einkasöluheimild á steinolíu)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1912-08-22 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1912-08-22 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1912-08-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1912-08-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (sambandsmálið)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1912-08-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (tilboð frá norsku stjórninni)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Guðlaugur Guðmundsson - Ræða hófst: 1912-07-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 ()[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Þorleifur Jónsson - Ræða hófst: 1912-08-09 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Matthías Ólafsson - Ræða hófst: 1912-08-09 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Guðlaugur Guðmundsson - Ræða hófst: 1912-08-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B1 (fyrsti fundur í sþ.)

Þingræður:
1. þingfundur - Kristján Jónsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1912-07-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 24

Þingmál A1 (fjárlög 1914 og 1915)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (nefndarálit) útbýtt þann 1913-08-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-08-18 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-08-18 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1913-08-18 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Valtýr Guðmundsson - Ræða hófst: 1913-08-23 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Steingrímur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-09-05 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1913-09-08 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-09-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (fjáraukalög 1910 og 1911)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1913-08-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (fjáraukalög 1912 og 1913)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-08-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (fasteignaskattur)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1913-08-04 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Kristinn Daníelsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1913-08-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (eftirlaun handa Steingrími Thorsteinssyni)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Björn Þorláksson (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-07-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (íslenskur sérfáni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 274 (nefndarálit) útbýtt þann 1913-08-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-07-09 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1913-07-09 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1913-07-09 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Lárus H. Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-08-14 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Jóhannes Jóhannesson - Ræða hófst: 1913-08-14 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Jóhannes Jóhannesson - Ræða hófst: 1913-08-14 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Lárus H. Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1913-08-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (eftirlit með fiskveiðum í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Steingrímur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-08-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (sparisjóðir)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Jónatansson - Ræða hófst: 1913-08-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (ábyrgðarfélög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1913-07-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (ný nöfn manna og ættarnöfn)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1913-07-19 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Jósef J. Björnsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-07-19 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Jón Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1913-08-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1913-07-08 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Valtýr Guðmundsson - Ræða hófst: 1913-07-08 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1913-07-08 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-08-21 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1913-08-21 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1913-09-01 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Valtýr Guðmundsson - Ræða hófst: 1913-09-01 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1913-09-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (stofnun landhelgissjóðs Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (breytingartillaga) útbýtt þann 1913-08-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 362 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1913-08-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 405 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1913-08-15 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 434 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 1913-08-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 468 (lög í heild) útbýtt þann 1913-08-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1913-07-08 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1913-07-22 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Klemens Jónsson - Ræða hófst: 1913-07-25 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1913-07-28 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 1913-07-28 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1913-07-28 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-08-07 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1913-08-07 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-08-07 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Halldór Steinsson - Ræða hófst: 1913-08-07 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1913-08-12 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Jósef J. Björnsson - Ræða hófst: 1913-08-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (samþykktir um hringnótaveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1913-08-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Stefán Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1913-07-10 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1913-07-10 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1913-07-10 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Júlíus Havsteen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1913-08-22 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Steingrímur Jónsson - Ræða hófst: 1913-08-22 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-09-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (veiði á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (nefndarálit) útbýtt þann 1913-07-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1913-07-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (ræktun landsins)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1913-07-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (girðingar)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Sigurður Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1913-07-17 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1913-08-06 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Þorleifur Jónsson - Ræða hófst: 1913-08-11 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jón Jónatansson (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-08-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (hvalveiðamenn)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1913-08-05 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Eiríkur Briem - Ræða hófst: 1913-09-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (friðun æðarfugla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (nefndarálit) útbýtt þann 1913-07-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Einar Jónsson - Ræða hófst: 1913-07-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (bygging, ábúð og úttekt jarða)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ólafur Briem (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1913-08-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (skipun sjávarútvegsnefndar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Guðmundur Eggerz - flutningsræða - Ræða hófst: 1913-07-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (löggilding verslunarstaðar í Karlseyjarvík)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jón Jónatansson (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-09-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1913-07-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (gjafasjóður Jóns Sigurðssonar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-08-01 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Guðmundur Eggerz (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1913-08-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Valtýr Guðmundsson - Ræða hófst: 1913-08-13 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1913-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (aðflutningsbann á áfengi)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1913-09-06 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1913-09-06 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Guðmundur Eggerz - flutningsræða - Ræða hófst: 1913-09-09 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-09-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (kornforðabúr til skepnufóðurs)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Steingrímur Jónsson - Ræða hófst: 1913-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (nefndarálit) útbýtt þann 1913-08-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Tryggvi Bjarnason - Ræða hófst: 1913-09-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (hallærisvarnir)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Halldór Steinsson - Ræða hófst: 1913-09-08 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1913-09-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (heimild fyrir veðdeild Landsbankans)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1913-08-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (sölubann á tóbaki til barna og unglinga)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1913-08-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1913-09-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (forðagæsla)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1913-08-21 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1913-09-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (íslensk lög verði eftirleiðis aðeins gefin út á íslensku)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-09-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (mælingar á túnum og matjurtagörðum)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sigurður Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1913-09-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 ()[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1913-09-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B4 (þingsetning í sameinuðu þingi)

Þingræður:
2. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-07-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 25

Þingmál A2 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1914-07-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (undanþága vegna siglingalaganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (nefndarálit) útbýtt þann 1914-07-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1914-07-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (grasbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 270 (þáltill. n.) útbýtt þann 1914-07-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A10 (afnám fátækratíundar)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jóhann Eyjólfsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1914-07-06 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Jón Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1914-07-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (Bjargráðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1914-07-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (beitutekja)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Matthías Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1914-07-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (bann gegn útflutningi á lifandi refum)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Sigurður Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1914-07-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (reikningsskil og fjárheimtur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (nefndarálit) útbýtt þann 1914-08-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A20 (skipun læknishéraða o. fl.)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Stefán Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1914-08-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (vegir)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1914-07-15 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1914-07-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1914-07-10 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1914-08-04 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Karl Einarsson - Ræða hófst: 1914-08-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (bann gegn botnvörpuveiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1914-07-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A31 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Júlíus Havsteen - Ræða hófst: 1914-08-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (varnarþing í einkamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1914-07-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A61 (eignarnámsheimild fyrir Ytri -Búðir o. fl. jarðir)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1914-07-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (stofnun kennarastóls í klassískum fræðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp) útbýtt þann 1914-07-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A72 (hlutafélagsbanki)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1914-08-08 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Júlíus Havsteen - Ræða hófst: 1914-08-11 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1914-08-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (nefndarálit) útbýtt þann 1914-07-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1914-07-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (hafnargerð í Þorlákshöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (nefndarálit) útbýtt þann 1914-08-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A95 (grasbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 270 (þáltill. n.) útbýtt þann 1914-07-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A96 (bann gegn botnvörpuveiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1914-07-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A98 (sambandsmálið o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (þáltill.) útbýtt þann 1914-07-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A101 (Norðurálfuófriðurinn)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1914-07-31 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1914-07-31 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1914-07-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (handbært fé landssjóðs komið í gull)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1914-07-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1914-07-03 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Sveinn Björnsson - Ræða hófst: 1914-08-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (kostnaður við starf fánanefndar)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1914-08-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (nefndarálit) útbýtt þann 1914-08-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1914-07-03 00:00:00 - [HTML]
2. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1914-07-03 00:00:00 - [HTML]
2. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1914-07-03 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1914-08-11 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurður Eggerz (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1914-08-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (uppburður sérmála Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (þáltill. n.) útbýtt þann 1914-08-08 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 489 (þál. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1914-08-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 500 (þál. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1914-08-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1914-08-11 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1914-08-11 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Sigurður Eggerz (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1914-08-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 (þinglausnir)

Þingræður:
9. þingfundur - Kristinn Daníelsson (forseti) - Ræða hófst: 1914-08-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 26

Þingmál A6 (skipun landbúnaðarnefndar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1915-07-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-07-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (landhelgissjóður Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (frumvarp) útbýtt þann 1915-07-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 104 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-07-28 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 135 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-07-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 379 (lög í heild) útbýtt þann 1915-08-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A13 (harðindatrygging búfjár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 1915-07-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A14 (stjórnarskráin)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Sigurður Eggerz - flutningsræða - Ræða hófst: 1915-07-19 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 1915-07-19 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1915-07-19 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Sveinn Björnsson - Ræða hófst: 1915-07-19 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1915-07-21 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1915-07-20 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1915-07-20 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1915-07-20 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Sveinn Björnsson - Ræða hófst: 1915-07-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (forðagæsla)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Eggert Pálsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1915-07-17 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1915-07-17 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Björn Hallsson - Ræða hófst: 1915-07-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (þegnskyldumálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (þáltill. n.) útbýtt þann 1915-08-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A20 (stjórnarskrármálið)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1915-07-22 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-07-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (sérstakar dómþinghár)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Stefán Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1915-07-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (sala þjóðjarða og kirkjujarða)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Guðmundur Hannesson - Ræða hófst: 1915-08-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (gullforði Íslandsbanka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1915-07-22 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 101 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-07-27 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 134 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-07-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 307 (lög í heild) útbýtt þann 1915-08-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1915-07-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (ráðstafanir út af Norðurálfu-ófriðnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1915-07-26 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 210 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-08-04 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 246 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-08-07 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 326 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-08-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 330 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-08-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 353 (lög í heild) útbýtt þann 1915-08-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Jóhann Eyjólfsson - Ræða hófst: 1915-07-30 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Sigurður Sigurðsson - Ræða hófst: 1915-08-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1915-08-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Magnús Pétursson - Ræða hófst: 1915-08-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (tún og matjurtagarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 729 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1915-09-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Þórarinn Benediktsson - Ræða hófst: 1915-08-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (Dalavegur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A64 (aðflutningsbann á áfengi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1915-08-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Magnús Pétursson - Ræða hófst: 1915-08-12 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Björn Þorláksson - Ræða hófst: 1915-08-12 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Guðmundur Björnsson - Ræða hófst: 1915-08-12 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Sveinn Björnsson - Ræða hófst: 1915-09-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (dýraverndun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 492 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1915-08-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A69 (hagnýt sálarfræði)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðmundur Eggerz - Ræða hófst: 1915-08-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Stefán Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1915-08-24 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1915-08-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (hvalveiðamenn)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Guðmundur Eggerz - Ræða hófst: 1915-08-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Magnús Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1915-08-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (hagnýting járnsands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (breytingartillaga) útbýtt þann 1915-08-27 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 674 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-09-01 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 968 (lög í heild) útbýtt þann 1915-09-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-08-26 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1915-08-26 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-08-31 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1915-09-09 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1915-09-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (stofnun Landsbanka)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-08-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (slysfaramál)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Björn Hallsson - Ræða hófst: 1915-08-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (seðlaauki Íslandsbanka)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Sveinn Björnsson - Ræða hófst: 1915-08-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (útflutningsgjald)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1915-08-16 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1915-08-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (fjárlög 1916 og 1917)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 756 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-09-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-07-10 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1915-08-23 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Sveinn Björnsson - Ræða hófst: 1915-08-28 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1915-08-28 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-09-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (skipun dýralækna)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Guðmundur Björnsson - Ræða hófst: 1915-09-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (fjáraukalög 1912 og 1913)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1915-08-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A121 (þegnskylduvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (þáltill. n.) útbýtt þann 1915-08-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A129 (útflutningsgjald)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Sveinn Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1915-08-31 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Jóhann Eyjólfsson - Ræða hófst: 1915-08-31 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Sveinn Björnsson - Ræða hófst: 1915-08-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (verkfall opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-09-03 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-09-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (heimild til dýrtíðarráðstafana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-09-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (bráðabirgðaverðhækkunartollur)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhann Eyjólfsson - Ræða hófst: 1915-09-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 27

Þingmál A1 (nefnd til að ákveða verð á vörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (frumvarp) útbýtt þann 1916-12-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A4 (Íslandsbanka leyft að auka seðlaupphæð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1917-01-08 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 108 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1917-01-09 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 156 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1917-01-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 171 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1917-01-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 175 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1917-01-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 180 (lög í heild) útbýtt þann 1917-01-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A5 (tímareikningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 1916-12-15 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 28

Þingmál A1 (fjárlög 1918 og 1919)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1917-09-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (fjáraukalög 1914 og 1915)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-08-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (fyrirhleðsla fyrir Þverá og Markarfljót)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1917-07-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1917-08-17 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Sigurður Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1917-08-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (húsaleiga í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1917-07-27 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-08-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (sala þjóðgarða, sala kirkjujarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (nefndarálit) útbýtt þann 1917-07-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1917-07-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1917-07-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A24 (sameining Ísafjarðar og Eyrarhrepps)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (nefndarálit) útbýtt þann 1917-07-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Guðjón Guðlaugsson - Ræða hófst: 1917-07-26 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1917-07-26 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Magnús Torfason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1917-07-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (skipting bæjarfógetaembættisins í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (nefndarálit) útbýtt þann 1917-07-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A39 (fasteignamat)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1917-08-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (einkasala á mjólk)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1917-07-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (forðagæsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (skýrsla n.) útbýtt þann 1917-08-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Einar Árnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1917-08-22 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Þórarinn Jónsson - Ræða hófst: 1917-09-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (forðagæsla)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Þórarinn Jónsson - Ræða hófst: 1917-07-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (húsmæðraskóli á Norðurlandi)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-09-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (ritsíma- og talsímakerfi)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Matthías Ólafsson - Ræða hófst: 1917-08-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (bæjarstjórn á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1917-07-18 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Magnús Torfason (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-08-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (útibú frá Landsbanka Íslands í Árnessýslu)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Kristinn Daníelsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-08-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (einkaréttur til þess að veiða lax úr sjó)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (frumvarp) útbýtt þann 1917-07-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A84 (forkaupsréttur leiguliða o. fl.)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Jón Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-08-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (innheimta og meðferð á kirknafé)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1917-07-27 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1917-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (veiting læknishéraða)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Þorleifur Jónsson - Ræða hófst: 1917-08-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (stofnun alþýðuskóla á Eiðum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1917-08-06 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-08-06 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1917-08-06 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-08-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (hámarksverð á smjöri)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-07-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (forkaupsréttur landssjóðs á jörðum)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1917-08-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (hjónavígsla)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1917-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (heyforðabúr og lýsisforðabúr)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 733 (nefndarálit) útbýtt þann 1917-08-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-09-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (breyting á tilskipun og fátækralögum)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1917-08-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (herpinótaveiði á fjörum inn úr Húnaflóa)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Kristinn Daníelsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (löggæsla)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1917-08-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (seðlaupphæð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1917-08-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 495 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1917-08-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 658 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1917-08-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A137 (siglingafáni fyrir Ísland)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-08-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (útmælingar lóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (nefndarálit) útbýtt þann 1917-08-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-08-24 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-09-01 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (vitagjald)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1917-09-01 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1917-09-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (samábyrgðin)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1917-08-16 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1917-08-16 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Björn R. Stefánsson - Ræða hófst: 1917-08-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (forkaupsréttur á jörðum)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Jón Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-08-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (bráðabirgðahækkun á burðargjaldi)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1917-08-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-08-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (skólahald næsta vetur)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A188 (kjötþurkun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1917-09-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1917-09-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A189 (frestun á skólahaldi)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Guðjón Guðlaugsson - Ræða hófst: 1917-09-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 29

Þingmál A12 (tekjuskattur og lóðargjöld í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1918-06-03 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1918-06-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (mótak)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1918-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (einkaréttur til verslunar með smjör og tólg)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1918-04-26 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1918-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (fé úr landssjóði til viðhalds Ölfusárbrúnni)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1918-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (skemmtanaskattur)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1918-07-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (skipun læknishéraða o.fl.)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1918-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (dýrtíðar- og gróðaskattur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1918-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (heimild til tryggingar á aðflutningum til landsins)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1918-06-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (afhending á landi til kirkjugarðs í Stokkseyrarsókn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (frumvarp) útbýtt þann 1918-06-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A104 (skipun læknishéraða)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Magnús Pétursson - Ræða hófst: 1918-06-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (bráðabirgðalaunaviðbót til embættismanna o. fl.)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1918-07-01 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1918-07-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (verðlagsnefndir)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Sigurður Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1918-07-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (kaup landsstjórnarinnar á síld)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jóhannes Jóhannesson - Ræða hófst: 1918-07-04 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1918-07-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 30

Þingmál A1 (dansk-íslensk sambandslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (breytingartillaga) útbýtt þann 1918-09-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
2. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1918-09-02 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Magnús Torfason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1918-09-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 31

Þingmál A1 (fjárlög 1920 og 1921)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1919-09-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (stjórnarskrá konungsríkisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 603 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1919-09-01 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 642 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1919-09-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 844 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1919-09-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 902 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1919-09-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 965 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1919-09-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1919-08-29 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1919-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (mat á saltkjöti til útflutnings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A9 (seðlaútgáfuréttur Landsbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Einar Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1919-08-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (Íslandsbanka leyft að auka seðlaupphæð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 593 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1919-08-30 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 635 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1919-09-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 698 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1919-09-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A14 (stofnun Landsbanka)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Guðmundur Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-08-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (landsbókasafn og landsskjalasafn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-08-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-08-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (laun embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1919-08-26 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1919-08-26 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1919-08-30 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1919-09-08 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Kristinn Daníelsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-13 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1919-09-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (hæstiréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1919-07-07 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-08-08 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-08-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (sala á hrossum til útlanda)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1919-07-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1919-08-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (útflutningsgjald af fiski, lýsi o.fl.)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Þórarinn Jónsson - Ræða hófst: 1919-07-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-09-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1919-07-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (vatnastjórn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-09-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A45 (raforkuvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-09-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A49 (sérstakt læknishérað í Hólshreppi)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Sigurður Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1919-07-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (bygging, ábúð og úttekt jarða)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1919-07-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (skipun læknishéraða o. fl. (Bakkahérað))[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1919-07-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (læknishérað í Ólafsfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 1919-07-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Stefán Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1919-07-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (skipun læknishéraða o.fl. (Árnessýsla))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-08-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A59 (bann gegn refaeldi)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jón Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-08-13 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1919-08-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (skipun læknishéraða o. fl. (Kjalarneshérað))[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Halldór Steinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-09-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A71 (bæjarstjórn á Siglufirði)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1919-09-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (bifreiðar)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1919-08-08 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1919-08-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (bifreiðaskattur)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Magnús Torfason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1919-09-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (vatnsorkusérleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-09-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A79 (lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-09-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1919-07-25 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1919-09-17 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Þorleifur Jónsson - Ræða hófst: 1919-09-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (sérleyfi til hagnýtingar á orkuvötnum og raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-09-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A82 (skilnaður ríkis og kirkju)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1919-09-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (hvíldartími háseta)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1919-07-24 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1919-07-24 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Björn R. Stefánsson - Ræða hófst: 1919-08-22 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1919-08-22 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1919-08-23 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1919-08-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (lánsstofnun fyrir landbúnaðinn)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Sigurður Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1919-07-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (ullarmat)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Hákon Kristófersson - Ræða hófst: 1919-08-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (sala á prestssetrinu Hvanneyri og kirkjujörðinni Leyningi í Siglufirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (frumvarp) útbýtt þann 1919-07-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A116 (póstferðir á Vesturlandi)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1919-08-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (eftirlits- og fóðurbirgðarfélag)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-08-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A130 (hafnalög fyrir Vestmannaeyjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 388 (frumvarp) útbýtt þann 1919-08-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A131 (bæjargjöld í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1919-08-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (húsagerð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-09-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Sigurður Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (fulltrúar bæjarfógeta)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (fræðslumál)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (bannmálið)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sigurður Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1919-09-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (vatnsorkusérleyfi)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Gísli Sveinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1919-09-15 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Gísli Sveinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1919-09-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1919-09-16 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-16 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1919-09-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (ríkið nemi vatnsorku í Sogni)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-16 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (aðflutningsbann á áfengi)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1919-09-20 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1919-09-20 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1919-09-20 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1919-09-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 32

Þingmál A1 (stjórnarskrá konungsríkisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1920-02-10 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 53 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1920-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A14 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1920-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (biskupskosning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 1920-02-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A29 (bann innflutnings á óþörfum varningi)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1920-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (bankafyrirtæki á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (frumvarp) útbýtt þann 1920-02-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A48 (laun embættismanna)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Magnús Pétursson (Nefnd) - Ræða hófst: 1920-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (dýrtíðaruppbót og fleira)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Sveinn Björnsson - Ræða hófst: 1920-02-27 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Sveinn Björnsson - Ræða hófst: 1920-02-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 33

Þingmál A1 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1921-02-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Gunnar Sigurðsson - Ræða hófst: 1921-05-11 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1921-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (einkasala á tóbaki)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jakob Möller (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1921-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (útflutningsgjald af síld o. fl.)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1921-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (bann innflutnings á óþörfum varningi)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1921-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1921-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A21 (afstaða foreldra til óskilgetinna barna)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1921-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (íslensk lög verði aðeins gefin út á íslensku)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1921-02-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (einkasala á kornvörum)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1921-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (fjáraukalög 1920 og 1921)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1921-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (varnir gegn berklaveiki)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Björn Hallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1921-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (fjárlög 1922)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1921-04-30 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Gunnar Sigurðsson - Ræða hófst: 1921-04-30 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Hallsson - Ræða hófst: 1921-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (seðlaútgáfuréttur o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-04-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A55 (skoðun á síld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (frumvarp) útbýtt þann 1921-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A61 (skipting Ísafjarðarprestakalls)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Guðmundur Guðfinnsson - Ræða hófst: 1921-03-30 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Guðmundur Ólafsson - Ræða hófst: 1921-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (framkvæmdir í landhelgisgæslumálinu)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1921-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (kosningaréttur og kjörgengi til bæjarstjórnar og sveitarstjórnar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1921-03-04 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1921-04-05 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Gunnar Sigurðsson - Ræða hófst: 1921-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (einkaleyfi til útgáfu almanaks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (frumvarp) útbýtt þann 1921-03-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A87 (vantraust á núverandi stjórn)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - flutningsræða - Ræða hófst: 1921-03-16 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1921-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Pétur Ottesen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1921-03-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Þorleifur Guðmundsson - Ræða hófst: 1921-03-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Pétur Ottesen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1921-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (mat á aðfluttum kornvörum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Hákon Kristófersson - Ræða hófst: 1921-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (seðlaútgáfa Íslandsbanka hlutafjárauka o. fl.)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1921-05-17 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1921-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (seðlaútgáfa Íslandsbanka og ráðstafanir á gullforða bankans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (þáltill.) útbýtt þann 1921-04-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Jakob Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 1921-04-25 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1921-04-27 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1921-04-29 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1921-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (launalög)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1921-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (seðlaútgáfuréttur o. fl.)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1921-05-13 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1921-05-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 34

Þingmál A1 (fjárlög 1923)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1922-02-15 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 222 (nefndarálit) útbýtt þann 1922-04-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1922-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (prestsmata á Grund í Eyjafirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 1922-02-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A27 (skipting Húnavatnssýslna í tvö kjördæmi)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Stefán Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1922-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (sameining Dalasýslu og Strandasýslu)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Jón Þorláksson (Nefnd) - Ræða hófst: 1922-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (hæstiréttur)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1922-03-03 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Gunnar Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1922-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (leggja jarðirnar Árbæ og Ártún í Mosfellshreppi og Breiðholt, Bústaði og Eiði í Seltjarnarneshreppi)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Einar Þorgilsson - Ræða hófst: 1922-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (afnám kennarastóls í klassískum fræðum)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1922-03-21 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1922-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (frestun á framkvæmd laga um fræðslu barna og laga um skipun barnakennara og laun þeirra)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Nefnd) - Ræða hófst: 1922-03-09 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1922-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (jörðin Bakki með Tröllakoti lögð undir Húsavíkurhrepp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 1922-03-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A65 (sameining Árnessýslu og Rangárvallasýslu)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1922-03-24 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Stefán Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1922-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (innflutningsbann og gjaldeyrisráðstöfun)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Magnús Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1922-04-08 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Ingólfur Bjarnarson - Ræða hófst: 1922-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (útflutningsgjald af síld o. fl.)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Sigurður H. Kvaran - flutningsræða - Ræða hófst: 1922-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (aðflutningsbann á áfengi)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1922-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (landsverslunin)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1922-04-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 35

Þingmál A3 (hjúalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1923-02-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A9 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 1923-04-05 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1923-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (aðflutningsbann á áfengi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (breytingartillaga) útbýtt þann 1923-03-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A15 (afnám biskupsembættisins)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1923-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (fjáraukalög 1922)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (nefndarálit) útbýtt þann 1923-04-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A30 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1923-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (vörutollur)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1923-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (meðferð á því fé sem landssjóði áskotnaðist fyrir áfengi)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - flutningsræða - Ræða hófst: 1923-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1923-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (ófriðun sels í Ölfusá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (nefndarálit) útbýtt þann 1923-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A70 (einkasala á útfluttri síld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (frumvarp) útbýtt þann 1923-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Jón Baldvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1923-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (hlunnindi)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1923-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (áfengissjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 175 (frumvarp) útbýtt þann 1923-03-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A136 (endurskoðun löggjafarinnar um málefni kaupstaðanna)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1923-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (skoðun á síld)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1923-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B25 (þinglausnir)

Þingræður:
8. þingfundur - Magnús Kristjánsson (forseti) - Ræða hófst: 1923-05-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 36

Þingmál A1 (fjárlög 1925)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (nefndarálit) útbýtt þann 1924-04-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1924-03-26 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Þórarinn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1924-03-26 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1924-03-26 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1924-03-26 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1924-04-01 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-04-01 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1924-04-02 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1924-04-02 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-04-02 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1924-04-02 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1924-04-02 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1924-04-23 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1924-04-30 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Benedikt Sveinsson (forseti) - Ræða hófst: 1924-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1924-05-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (friðun á laxi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (nefndarálit) útbýtt þann 1924-02-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1924-03-05 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1924-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1924-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar við alþingiskosningar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Þórarinn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1924-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (stofnun háskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (nefndarálit) útbýtt þann 1924-05-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1924-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (friðun rjúpna)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1924-03-13 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Guðmundur Ólafsson - Ræða hófst: 1924-03-13 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1924-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (bæjargjöld í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1924-04-10 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (búnaðarlánadeild við Landsbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1924-04-05 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-04-05 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1924-04-16 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Árni Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1924-04-16 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-04-16 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1924-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (einkasala á saltfiski)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Baldvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1924-03-17 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Ágúst Flygenring - Ræða hófst: 1924-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (einkasala á útfluttri síld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 1924-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A76 (bann gegn áfengisauglýsingum)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ingólfur Bjarnarson - Ræða hófst: 1924-03-20 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1924-03-20 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Björn Líndal - Ræða hófst: 1924-03-20 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1924-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (aukaútsvör ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-03-18 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-04-07 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (bæjarstjórn í Hafnarfirði)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jón Baldvinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1924-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (skipun barnakennara og laun þeirra)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Sigurður Eggerz (Nefnd) - Ræða hófst: 1924-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (botnvörpukaup í Hafnarfirði)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1924-03-27 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1924-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (bann gegn botnvörpuveiðum)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Björn Líndal - Ræða hófst: 1924-04-22 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (Landhelgissjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1924-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (sparisjóður Árnessýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (þáltill. n.) útbýtt þann 1924-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A127 (sala sjávarafurða)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ingvar Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1924-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (almenn sjúkratrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (frumvarp) útbýtt þann 1924-04-23 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 37

Þingmál A1 (fjárlög 1926)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1925-02-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-03-23 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-03-24 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1925-03-24 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1925-03-24 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1925-03-24 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-03-26 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1925-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1925-02-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A8 (verslunaratvinna)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1925-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (vatnsorkusérleyfi)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1925-04-27 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1925-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1925-04-16 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1925-04-16 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (smjörlíki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1925-02-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A16 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1925-04-16 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-21 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Sigurður Eggerz (Nefnd) - Ræða hófst: 1925-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (fjöldi kenslustunda fastra kennara við ríkisskólana)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1925-04-02 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (styrkveiting til handa íslenskum stúdentum við erlenda háskóla)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1925-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1925-02-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-02-17 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (Ræktunarsjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-04 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-04 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Árni Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1925-04-04 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-04 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1925-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (skráning skipa)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (varalögregla)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1925-03-03 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Jón Kjartansson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1925-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1925-05-13 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1925-05-13 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1925-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (löggiltir endurskoðendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 349 (nefndarálit) útbýtt þann 1925-04-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A41 (vegalög Borgrnes og Eyjafjarðarbrautir)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1925-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (bann gegn botnvörpuveiðum)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Jakob Möller (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1925-03-12 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1925-03-12 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1925-03-16 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1925-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Björn Líndal (Nefnd) - Ræða hófst: 1925-02-20 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1925-02-24 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Jakob Möller (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1925-04-20 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (sundnám)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1925-03-25 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1925-03-25 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1925-03-25 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1925-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (einkasala á útfluttri síld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (frumvarp) útbýtt þann 1925-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A81 (sáttatilraunir í vinnudeilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (nefndarálit) útbýtt þann 1925-04-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1925-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (byggingar og landnámssjóður)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - flutningsræða - Ræða hófst: 1925-03-19 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (innheimta gjalda af erlendum fiskiskipum)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-05-04 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-05-04 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1925-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (sveitarstjórnar, bæjarstjórnar- og fátækralöggjöf)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1925-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (ríkishappdrætti)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1925-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (herpinótaveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 354 (frumvarp) útbýtt þann 1925-04-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Þórarinn Jónsson - Ræða hófst: 1925-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (seðlaútgáfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1925-05-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A131 (steinolíuverslunin)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1925-05-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 38

Þingmál A1 (fjárlög 1927)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1926-04-10 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-04-10 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1926-05-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (fræðsla barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (nefndarálit) útbýtt þann 1926-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1926-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (útsvör)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Hákon Kristófersson - Ræða hófst: 1926-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (milliþinganefnd um síldveiðilöggjöf)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1926-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (lokunartími sölubúða)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jón Kjartansson - Ræða hófst: 1926-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (skipting Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 1926-02-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Jón Baldvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1926-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (fátækralög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1926-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (bæjarstjórn á Norðfirði)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ingvar Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1926-02-19 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1926-03-24 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1926-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Hákon Kristófersson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1926-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (húsaleiga í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (einkasala á útfluttri síld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 1926-02-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A39 (stöðvun á verðgildi íslenskra peninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (nefndarálit) útbýtt þann 1926-04-27 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 499 (nefndarálit) útbýtt þann 1926-05-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1926-02-26 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-02-26 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-05-06 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-05-06 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1926-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (yfirsetukvennalög)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Gunnar Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1926-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (tilfærsla á veðrétti ríkissjóðs í togurum)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (framlag til kæliskápakaupa o. fl.)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Þorleifur Jónsson - Ræða hófst: 1926-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (einkasala á tilbúnum áburði)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-04-27 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Gunnar Ólafsson - Ræða hófst: 1926-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (menntaskóli Norður-og Austurlands)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bernharð Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1926-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (skemmtanaskattur og þjóðleikhús)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1926-04-29 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1926-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (milliþinganefnd til þess að íhuga landbúnaðarlöggjöf landsins)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1926-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (ríkisbankar Íslands)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1926-03-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-03-23 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1926-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (hlunnindi handa nýjum banka)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-03-24 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-04-23 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (þjóðaratkvæði um þinghald á Þingvöllum)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1926-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1926-03-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A94 (skipun sóknarnefnda og hérðasnefnda)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Eggert Pálsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1926-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (lánveitingar úr Fiskveiðasjóði Íslands)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1926-05-05 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1926-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (kvennaskólinn í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (nefndarálit) útbýtt þann 1926-05-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A99 (vörutollur)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Björn Líndal (Nefnd) - Ræða hófst: 1926-04-28 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1926-04-28 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1926-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (sala á síld o. fl.)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Björn Líndal (Nefnd) - Ræða hófst: 1926-04-29 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1926-04-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 39

Þingmál A1 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1927-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Þorláksson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-28 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (gjald af innlendum tollvörutegundum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-05-13 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1927-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (iðnaðarnám)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1927-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (fátækralög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1927-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (laun skipherra og skipverja á varðeimskipum ríkisins)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Baldvinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (varðskip ríkisins)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1927-04-01 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (nefndarálit) útbýtt þann 1927-04-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-22 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-23 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-27 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-27 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (fjárlög 1928)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1927-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (bæjarstjórn á Norðfirði)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ingvar Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1927-02-19 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1927-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (vaxtalækkun)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Þorláksson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1927-02-22 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1927-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (einkasala á saltfisk)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1927-02-23 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1927-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (bann gegn næturvinnu)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1927-02-24 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1927-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (síldarverksmiðja á Norðurlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (þáltill.) útbýtt þann 1927-02-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1927-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (milliþinganefndir fyrir tolla- og skattalöggjöf)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (bygging, ábúð og úttekt jarða)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1927-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (bankaábyrgð fyrir Landsbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-07 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-17 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-18 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1927-03-21 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (mat á heyi)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1927-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (skipting Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (nefndarálit) útbýtt þann 1927-03-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A75 (ölvun embættismanna, skipstjóra o.fl)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1927-03-10 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Jón Þorláksson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (útflutningsgjald)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (stöðvun á verðgildi íslenskra peninga)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-14 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (einkasala á tilbúnum áburði)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Halldór Stefánsson - Ræða hófst: 1927-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 520 (nefndarálit) útbýtt þann 1927-05-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-05-12 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Héðinn Valdimarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (landsstjórn)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jón Þorláksson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-29 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (skipun opinberra nefnda)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1927-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (bankavaxtabréf)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1927-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (áfengisauglýsingar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jón Baldvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1927-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (landsspítali)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jón Þorláksson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1927-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (sparnaðarnefndir)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (seðlainndráttur Íslandsbanka)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Magnús Kristjánsson - Ræða hófst: 1927-05-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 40

Þingmál A1 (fjárlög 1929)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1928-03-02 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1928-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (menntamálaráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1928-02-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (búfjártryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (nefndarálit) útbýtt þann 1928-02-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A24 (hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1928-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (kynbætur nautgripa)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Einar Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1928-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1928-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (ungmennafræðsla í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1928-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (varðskip landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (nefndarálit) útbýtt þann 1928-03-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1928-03-08 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Hákon Kristófersson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1928-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (bæjarstjórn í Neskaupstað í Norðfirði)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (hvíldartími háseta á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1928-01-26 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1928-03-09 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1928-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (útsvör)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (bæjarstjórn Ísafjarðar)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1928-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jón Þorláksson (Nefnd) - Ræða hófst: 1928-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (dómsmálastarf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-09 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (bréfaskifti milli stjórna Spánar og Íslands)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ingvar Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1928-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (einkasala á síld)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-24 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1928-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (bændaskóli)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1928-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (uppsögn sambandslagasamningsins)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1928-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1928-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (Strandarkirkja og sandgræðsla í Strandarlandi)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jón Baldvinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-04-02 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Jón Baldvinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (bann á næturvinnu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1928-02-16 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1928-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (síldarbræðslustöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (frumvarp) útbýtt þann 1928-02-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1928-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1928-03-20 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1928-03-23 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1928-03-23 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1928-04-14 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1928-04-14 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1928-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (rannsókn leigumála húsnæðis í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Halldór Stefánsson - Ræða hófst: 1928-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B33 (kjörbréf Jóns Auðuns Jónssonar)

Þingræður:
2. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1928-01-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 41

Þingmál A1 (lánsfélög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Halldór Stefánsson - Ræða hófst: 1929-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (kosningar í málefnum sveita og kaupstaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1929-03-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1929-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (rekstur verksmiðju til bræðslu síldar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1929-05-08 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1929-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (rannsóknir í þarfir atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1929-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (hveraorka)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1929-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (hafnargerð á Skagaströnd)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1929-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1929-04-05 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1929-04-09 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1929-04-27 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1929-04-27 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1929-05-01 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1929-05-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (laganefnd)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1929-04-30 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1929-05-04 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1929-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (fjárlög 1930)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1929-04-13 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Hákon Kristófersson - Ræða hófst: 1929-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (nöfn bæja og kaupstaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1929-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A24 (héraðsskólar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1929-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (kvikmyndir og kvikmyndahús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (nefndarálit) útbýtt þann 1929-04-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1929-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (fátækralög)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Hákon Kristófersson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1929-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (dómur í vinnudeilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (frumvarp) útbýtt þann 1929-02-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Jón Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1929-03-05 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1929-03-05 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1929-03-05 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1929-03-07 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1929-03-07 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1929-03-07 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Héðinn Valdimarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1929-05-10 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1929-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (rannsókn á rekstri togaraútgerðarinnar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1929-03-08 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1929-03-09 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1929-03-09 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1929-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (verkamannabústaðir)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Hákon Kristófersson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1929-05-10 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1929-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (einkasala á síld)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1929-05-13 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1929-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (Fiskiveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1929-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1929-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (þáltill.) útbýtt þann 1929-03-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A62 (stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1929-03-18 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1929-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (einkasala á saltfiski)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Baldvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1929-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (bann gegn líkamlegum refsingum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1929-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (tilbúinn áburður)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jón Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1929-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (berklavarnir)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1929-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (menntaskóli og gagnfræðaskóli í Reykjavík og Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (frumvarp) útbýtt þann 1929-03-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A108 (jarðræktarfræmkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 219 (frumvarp) útbýtt þann 1929-04-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A113 (ábúðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (frumvarp) útbýtt þann 1929-04-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Hákon Kristófersson - Ræða hófst: 1929-04-08 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Halldór Stefánsson - Ræða hófst: 1929-04-08 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1929-04-08 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1929-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (Menningarsjóður)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1929-05-16 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1929-05-16 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1929-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (ráðstafanir vegna alþingishátíðarinnar 1930)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 331 (nefndarálit) útbýtt þann 1929-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A140 (lánsheimild fyrir ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1929-05-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 42

Þingmál A1 (fjárlög 1931)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1930-03-20 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1930-03-27 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1930-03-27 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1930-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (refaveiðar og refarækt)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Hákon Kristófersson - Ræða hófst: 1930-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (bændaskóli)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1930-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (Skeiðaáveitan o.fl.)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jón Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (Menntaskólinn á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 271 (breytingartillaga) útbýtt þann 1930-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A22 (fimmtardómur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1930-03-28 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 381 (nefndarálit) útbýtt þann 1930-03-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1930-01-30 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-04-07 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Jóhannes Jóhannesson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-04-07 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-04-07 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Jóhannes Jóhannesson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (hafnargerð á Sauðárkróki)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Halldór Steinsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1930-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (rekstarlánafélög fyrir bátaútveg og smáiðju)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1930-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (sala Hólma í Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1930-03-19 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1930-03-19 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1930-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1930-02-11 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1930-02-11 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1930-02-11 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Héðinn Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (seðlaútgáfa Íslandsbanka, hlutafjárauki o. fl)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (Útvegsbanki Íslands h/f)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1930-02-12 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Einar Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1930-02-15 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Héðinn Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (gagnfræðaskóli)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1930-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (bæjarstjóri á Siglufirði)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (Fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1930-04-01 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1930-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1930-02-25 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1930-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (samkomustaður Alþingis)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1930-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A197 (sóknargjöld)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1930-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A276 (bygging fyrir Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1930-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A279 (kirkjuráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 279 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1930-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A338 (gelding hesta og nauta)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1930-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A343 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1930-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A384 (byggingar- og landnámssjóður)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1930-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A440 (styrkur samkvæmt jarðræktarlögunum)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1930-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A461 (kirkjugarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1930-04-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál B29 (þingsetning á Þingvöllum)

Þingræður:
11. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1930-06-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 43

Þingmál A4 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1931-03-16 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1931-03-16 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1931-03-24 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1931-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (vitagjald)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Einar Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1931-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (búfjárrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A23 (bygging fyrir Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1931-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (kirkjugarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A26 (embættiskostnaður sóknarpresta og aukaverk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A27 (kirkjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Magnús Torfason (Nefnd) - Ræða hófst: 1931-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (dýrtíðaruppbót)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1931-03-12 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1931-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum o. fl.)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Erlingur Friðjónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1931-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (verðfesting pappírsgjaldeyris)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Þorláksson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1931-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (kirkjuráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1931-02-28 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 186 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1931-03-24 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 316 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1931-03-31 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 352 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1931-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1931-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1931-03-07 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Hákon Kristófersson - Ræða hófst: 1931-04-13 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1931-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (sveitargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1931-03-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Halldór Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (erfðaleigulönd)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1931-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (myntlög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Einar Árnason (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-03-09 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Einar Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1931-03-09 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1931-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (dragnótaveiðar)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1931-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (mannafli á eimskipum og mótorskipum)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1931-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (einkasala á síld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (nefndarálit) útbýtt þann 1931-04-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (Útvegsbanki Íslands h/f)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (frumvarp) útbýtt þann 1931-03-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1931-03-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 44

Þingmál A1 (fjárlög 1932)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Bergur Jónsson - Ræða hófst: 1931-07-27 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Hannes Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1931-08-05 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1931-08-15 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1931-08-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1931-07-31 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1931-08-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1931-08-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (einkasala á síld)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-07-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jón Þorláksson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-07-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (tekju- og eignarskattur til atvinnubóta)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1931-08-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (virkjun Efra-Sogsins)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1931-07-23 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1931-07-23 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1931-07-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1931-07-29 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1931-07-29 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1931-07-29 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Halldór Steinsson - Ræða hófst: 1931-08-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (jarðeignaskýrslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (þáltill.) útbýtt þann 1931-07-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A76 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1931-07-24 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1931-07-24 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1931-07-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (húsnæði í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1931-07-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (hýsing prestssetra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1931-07-28 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 45

Þingmál A1 (fjárlög 1933)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1932-04-04 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1932-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (bifreiðaskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1932-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1932-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1932-04-07 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1932-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1932-03-22 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1932-03-22 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1932-03-22 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1932-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (vatnasvæði Þverár og Markarfljóts)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Sveinbjörn Högnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (fimmtardómur)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1932-02-19 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Bergur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-03-15 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Einar Arnórsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-03-15 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Bergur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-03-15 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1932-03-29 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1932-03-29 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Einar Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-04-30 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1932-05-12 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Einar Arnórsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-05-12 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Einar Arnórsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-05-12 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Bergur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (geðveikrahæli)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1932-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (milliþinganefndir um iðjumál og iðnað)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1932-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (almannafriður á helgidögum)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Guðrún Lárusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-02-25 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Guðrún Lárusdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (vigt á síld)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1932-03-08 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1932-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Bergur Jónsson - Ræða hófst: 1932-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (lækningaleyfi)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1932-04-19 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Vilmundur Jónsson - Ræða hófst: 1932-04-19 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1932-05-09 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1932-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 1932-02-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Jón Þorláksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-04-04 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Jón Þorláksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-04-04 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jón Þorláksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-04-13 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1932-04-13 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jón Þorláksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (skipulag kauptúna og sjávarþorpa)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1932-03-30 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (tannlækningar)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Bjarni Snæbjörnsson - Ræða hófst: 1932-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (leyfi til loftferða)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Bergur Jónsson - Ræða hófst: 1932-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (ríkisskattanefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1932-03-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A61 (gelding hesta og nauta)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Páll Hermannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (raforkuvirki)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1932-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-05-12 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (sauðfjármörk)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1932-04-29 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1932-04-29 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1932-05-14 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Páll Hermannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (innflutningur á kartöflum o. fl.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1932-03-07 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Pétur Ottesen (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-03-14 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1932-03-17 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1932-03-17 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1932-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (ungmennaskóli með skylduvinnu nemenda)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1932-05-02 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Sveinbjörn Högnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (kartöflukjallarar og markaðsskálar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1932-03-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A95 (læknishérað í Ólafsfirði)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Einar Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (húsnæði í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1932-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (skemmtunarskattur og þjóðleikhús)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1932-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (bann hjá opinberum starfsmönnum að taka umboðslaun)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Jón Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (barnavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (frumvarp) útbýtt þann 1932-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A157 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1932-05-04 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1932-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (sala þjóðjarða og kirkjugarða)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jónas Þorbergsson - Ræða hófst: 1932-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A225 (mjólk og mjókurafurðir)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-03-31 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1932-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A226 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1932-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A248 (lögskráning íslenskra manna á erlend fiskiskip)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Pétur Ottesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-04-20 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1932-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A252 (niðurfærsla á útgjöldum ríkisins)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A256 (gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1932-04-01 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1932-04-20 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1932-04-20 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1932-05-18 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1932-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A263 (dragnótaveiðar í landhelgi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (frumvarp) útbýtt þann 1932-03-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A364 (útflutningur á nýjum fiski)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A404 (fasteignalánafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 404 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1932-04-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Jón Þorláksson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A466 (síldarbræðsluverksmiðja á Austurlandi)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1932-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A498 (tala starfsmanna við starfrækslugreinir og stofnanir ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (þáltill. n.) útbýtt þann 1932-04-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Jón Þorláksson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-04-28 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1932-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A557 (sjúkrasamlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1932-04-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Pétur Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A581 (veitingasala, gistihúsahald o.fl.)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Bergur Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-05-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 46

Þingmál A1 (fjárlög 1934)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 586 (nefndarálit) útbýtt þann 1933-05-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1933-03-27 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jónas Þorbergsson - Ræða hófst: 1933-04-11 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1933-04-11 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (landsreikninga 1931)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jónas Þorbergsson - Ræða hófst: 1933-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1933-02-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Pétur Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-05-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (byggingarsamvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Pétur Halldórsson - Ræða hófst: 1933-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (breyt. á vegalögum)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Einar Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (ullarmat)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1933-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (leiðsöguskip)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1933-02-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A34 (fjárþröng hreppsfélaga)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Magnús Torfason (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-04-03 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (riftun kaupa á Reykjahlíð í Mosfellssveit)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (hámarkslaun)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1933-06-02 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1933-06-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (lögreglumenn)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1933-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (virkjun Sogsins)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1933-05-03 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (fátækralög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A90 (vitagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A102 (fimmtardóm)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-03-18 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (æðsta dóm)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Jón Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (happdrætti fyrir Ísland)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (fasteignamat)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Pétur Halldórsson - Ræða hófst: 1933-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1933-03-28 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1933-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A161 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Hannes Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (kreppulánasjóð)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1933-05-05 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1933-05-05 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1933-05-11 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (viðbótar- tekju- og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1933-04-28 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1933-04-28 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-05-31 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1933-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A171 (innflutningur á kjarnfóðri o.fl.)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-04-28 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (innflutningsbann á niðursoðinni mjólk)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (þjóðaratkvæði um aðflutningasbann á áfengum drykkjum)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1933-05-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (sala mjólkur og rjóma)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-05-31 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1933-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (byggðarleyfi)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1933-05-11 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1933-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (dragnótaveiði í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1933-05-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 47

Þingmál A2 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Thor Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-11-16 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1933-11-24 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Jón Þorláksson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (Kreppulánasjóður)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1933-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (takörkun eða bann á innflutningi á óþörfum varningi)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1933-11-13 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1933-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (rafveita Austur-Húnavatnssýslu)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (Tunnuverksmiðja Akureyrar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 1933-11-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A29 (verslunarskudir og vaxtataka af verslunarskuldum)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Gísli Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1933-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (undanþága frá áfengislöggjöfinni)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1933-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (útrýming fjárkláðans)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1933-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (samvinnufélagið)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1933-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (strandferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1933-11-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A70 (dráttarbraut í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Ólafur Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-11-25 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1933-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (sala innanlands á landbúnaðarafurðum)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1933-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (áfengismálið)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Vilmundur Jónsson - Ræða hófst: 1933-12-08 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Bergur Jónsson - Ræða hófst: 1933-12-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 48

Þingmál A12 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1934-10-09 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1934-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (varnir gegn því að verða barnshafandi og fóstureyðingar)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Guðrún Lárusdóttir - Ræða hófst: 1934-11-15 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1934-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (ríkisútgáfa skólabóka)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Pétur Halldórsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (vinnumiðlun)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-10-23 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Garðar Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-10-23 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-10-23 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Garðar Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-10-23 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Garðar Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (sláturfjárafurðir)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1934-10-08 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Pétur Halldórsson - Ræða hófst: 1934-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (sala mjólkur og rjóma)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1934-10-09 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Pétur Halldórsson - Ræða hófst: 1934-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (skipulagsnefnd atvinnumála)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1934-10-16 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1934-10-16 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1934-11-16 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1934-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (Kreppulánasjóður)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1934-10-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1934-10-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (kosningar í málefnum sveita og kaupstaða)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Garðar Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-10-20 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1934-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (ráðstafanir vegna fjárkreppunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 1934-10-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A59 (fiskiráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1934-11-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Sigurður Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (fólksflutningar með fólksbifreiðum)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Páll Hermannsson - Ræða hófst: 1934-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (útflutningsgjald af síld til hlutaruppbótar sjómönnum)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1934-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (strandferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (frumvarp) útbýtt þann 1934-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A77 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1934-11-13 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1934-11-22 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1934-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (eftirlit með opinberum rekstri)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1934-12-19 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1934-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (vélgæsla á mótorskipum)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1934-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (dragnótaveiðar í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1934-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (útflutningur á síldarmjöli)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1934-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (kaup á hlutabréfum í Útvegsbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1934-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (bygging og ábúð á jörðum, sem eru almannaeign)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1934-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (fasteignaskattur)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1934-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1934-11-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (fiskimálanefnd)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1934-12-07 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1934-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1934-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A161 (síldarútvegsnefnd)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1934-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (tilraunastarfsemi í þágu landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 791 (frumvarp) útbýtt þann 1934-12-14 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 49

Þingmál A1 (fjárlög 1936)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1935-12-10 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1935-12-19 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1935-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1935-11-07 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1935-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (ráðstafanir vegna fjárkreppunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 1935-02-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A35 (fasteignaveðslán landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1935-03-19 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1935-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (iðnaðarnám)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1935-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (eftirlit með sjóðum og sjálfseignarstofnunum)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Magnús Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-03-21 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-03-21 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1935-03-21 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1935-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (Söfnunarsjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Magnús Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-03-16 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Magnús Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (sala mjólkur og rjóma o.fl.)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1935-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (bæjargjöld á Ísafirði)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-03-21 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1935-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (einkasala á áfengi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 1935-03-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A73 (fangelsi)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Magnús Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1935-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (Skuldaskilasjóður vélbátaeigenda)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1935-03-22 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1935-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (hæstiréttur)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1935-03-11 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1935-03-18 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1935-03-19 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1935-03-22 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1935-03-30 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1935-03-30 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1935-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (flutningur á kartöflum)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1935-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (stofnun atvinnudeildar við Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A80 (nýbýli og samvinnubyggðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (frumvarp) útbýtt þann 1935-03-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1935-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A83 (bráðabirgðaverðtollur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A86 (sala og meðferð íslenskra afurða)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1935-03-25 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1935-03-25 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1935-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (Líftryggingastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1935-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (rekstrarlánafélög)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (eignarnám lands handa kaupfélagi Rangæinga)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Pétur Halldórsson - Ræða hófst: 1935-03-23 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1935-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (gelding húsdýra)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (sala og útflutningur á ýmsum íslenzkum afurðum)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1935-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (frumvarp) útbýtt þann 1935-03-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1935-12-06 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1935-12-11 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Magnús Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (framfærslulög)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Bergur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1935-12-16 00:00:00 - [HTML]
100. þingfundur - Bergur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1935-12-16 00:00:00 - [HTML]
100. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1935-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (sameining Blönduóskauptúns í eitt hreppsfélag)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1935-11-18 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Þorsteinn Briem (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (fjáraukalög 1933)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1935-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (skotvopn og skotfæri)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1935-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (útflutningsgjald)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1935-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (verslun með kartöflur og aðra garðávexti)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1935-12-18 00:00:00 - [HTML]
102. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (erfðaábúð og óðalsréttur)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Emil Jónsson - Ræða hófst: 1935-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A165 (vörugjald Sauðárkrókshrepps)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1935-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (Kreppulánasjóður)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Bernharð Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-11-09 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1935-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1935-12-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 50

Þingmál A1 (fjárlög 1937)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1936-02-19 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1936-04-16 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1936-04-16 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1936-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (ríkisútgáfa námsbóka)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1936-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1936-03-07 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1936-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (fóðurtryggingarsjóðir)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Pétur Halldórsson - Ræða hófst: 1936-03-03 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1936-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Magnús Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1936-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (dragnótaveiði í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Finnur Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1936-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (eyðing svartbaks)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson - Ræða hófst: 1936-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (tekjur bæjar- og sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1936-02-25 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1936-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (landssmiðja)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Gísli Sveinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1936-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (fiskimálanefnd o. fl.)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Finnur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1936-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (nefndarálit) útbýtt þann 1936-04-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A71 (afmáning veðskuldbindinga úr veðmálabókum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 1936-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A73 (fræðsla barna)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Sigurður Einarsson - Ræða hófst: 1936-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (vátryggingarfélög fyrir vélbáta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1936-04-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A114 (heimilisfang)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Magnús Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1936-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (frumvarp) útbýtt þann 1936-04-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1936-04-27 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1936-04-27 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1936-04-27 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1936-04-27 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1936-04-27 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1936-05-02 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1936-05-04 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1936-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (klaksjóður og klakstöðvar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1936-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (símaleynd)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1936-04-29 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1936-04-29 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1936-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B33 (þinglausnir)

Þingræður:
24. þingfundur - Jón Baldvinsson (forseti) - Ræða hófst: 1936-05-09 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 51

Þingmál A24 (dragnótaveiði í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1937-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1937-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (kaup á hlutabréfum í Útvegsbanka Íslands h/f)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (loðdýrarækt og loðdýralánadeild)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (frumvarp) útbýtt þann 1937-03-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A69 (tekjur bæjar- og sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (nefndarálit) útbýtt þann 1937-04-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Bernharð Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (breytingartillaga) útbýtt þann 1937-04-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A81 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1937-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (skiptameðferð á búi h/f Kveldúlfs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 1937-03-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1937-03-24 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1937-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (sala mjólkur og rjóma o. fl.)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-03-22 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1937-03-31 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1937-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (félagsdómur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1937-04-12 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1937-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (stuðningur við togaraútgerðina)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1937-04-08 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1937-04-08 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1937-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1937-04-12 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Sigurður Einarsson - Ræða hófst: 1937-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (húsmæðrakennaraskóli og húsmæðraskóli í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Pétur Halldórsson - Ræða hófst: 1937-04-10 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1937-04-10 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Sigurður Einarsson - Ræða hófst: 1937-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (jarðhiti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (frumvarp) útbýtt þann 1937-04-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A131 (þurrmjólk í brauð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (frumvarp) útbýtt þann 1937-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A159 (borgfirzka sauðfjárveikin)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1937-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 52

Þingmál A7 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Gísli Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Thor Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (jarðhiti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A24 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1937-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (niðursuðuverksmiðjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1937-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1937-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (landhelgissjóður Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A63 (gjaldeyrisverzlun o. fl.)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1937-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (fóðurmjölsbirgðir o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 1937-11-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A104 (mjólkursala og rjóma o. fl.)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1937-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1937-12-14 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Bergur Jónsson - Ræða hófst: 1937-12-14 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1937-12-14 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1937-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag á atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (þáltill.) útbýtt þann 1937-12-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A140 (mæðiveikin)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1937-12-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 53

Þingmál A16 (vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1938-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (bókhald)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1938-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (húsmæðrafræðsla í sveitum)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1938-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (fóðurmjölsbirgðir o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 1938-02-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A34 (atvinna við siglingar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1938-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (tekjur bæjar- og sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Sigurður E. Hlíðar - flutningsræða - Ræða hófst: 1938-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1938-04-04 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1938-04-04 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1938-04-06 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1938-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (gerðardómur í togarakaupdeilu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (frumvarp) útbýtt þann 1938-03-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1938-03-16 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1938-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (togaraútgerðarnefnd)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1938-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (lóðarnot í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1938-03-21 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1938-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (þilplötur o. fl. úr torfi)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1938-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1938-04-04 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1938-04-05 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1938-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1938-04-08 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1938-04-26 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Bergur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1938-04-30 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1938-04-30 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Vilmundur Jónsson - Ræða hófst: 1938-04-30 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1938-04-30 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1938-04-30 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1938-05-03 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1938-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (iðnaðarnám)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1938-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja botnvörpuskipa)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1938-05-09 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Magnús Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1938-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (gerðardómur í farmannakaupdeilu)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1938-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (mæðiveiki)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1938-05-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 54

Þingmál A1 (fjárlög 1940)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-12-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1940-01-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (námulög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Magnús Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 1939-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (fóðurmjölsbirgðir o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 1939-02-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A27 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 351 (nefndarálit) útbýtt þann 1939-11-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A28 (dýralæknar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Sigurður E. Hlíðar - flutningsræða - Ræða hófst: 1939-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (hlutarútgerðarfélög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Bergur Jónsson - Ræða hófst: 1939-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (jöfnunarsjóður aflahluta)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Bergur Jónsson - Ræða hófst: 1939-12-18 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1939-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (verkamannabústaðir)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1939-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (frumvarp) útbýtt þann 1939-11-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1939-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1939-11-10 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1940-01-02 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1940-01-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (skatt- og útsvarsgreiðsla af stríðsáhættuþóknun)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1939-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (framfærslulög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1939-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (verkstjórn í opinberri vinnu)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1939-11-24 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1939-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (iðnaðarnám)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (frumvarp) útbýtt þann 1939-11-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A164 (fiskimálanefnd)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-12-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 55

Þingmál A1 (fjárlög 1941)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1940-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1940-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (slysabætur á ellilaun og örorkubætur)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1940-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (verðlag)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Eysteinn Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1940-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (innflutningur á byggingarefni o. fl.)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1940-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (lýðræðið og öryggi ríkisins)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Bergur Jónsson - Ræða hófst: 1940-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1940-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (kennaradeild í húsi Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (frumvarp) útbýtt þann 1940-04-04 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 56

Þingmál A15 (hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1941-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (milliþinganefnd um skólamál)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1941-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jón Ívarsson - Ræða hófst: 1941-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (sjómannalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-04-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A100 (hafnbannsyfirlýsing Þjóðverja)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1941-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1941-04-16 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Magnús Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-04-18 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1941-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (hæstiréttur)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1941-04-18 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1941-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (síldarmjölsbirgðir til fóðurtryggingar)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson - Ræða hófst: 1941-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (tekjuskattur og eignarskattur af vaxtafé verðbréf og skuldabréfa)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1941-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (ófriðartryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-05-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A168 (ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Stefán Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1941-06-10 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1941-06-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 58

Þingmál A4 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1941-10-21 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Magnús Gíslason - Ræða hófst: 1941-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1941-11-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 59

Þingmál A2 (dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ólafur Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1942-03-11 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1942-03-11 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1942-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (frestun bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1942-02-24 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1942-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (eftirlit með ungmennum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1942-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (framkvæmdasjóður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1942-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Eysteinn Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1942-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1942-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (fjölgun hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (þáltill.) útbýtt þann 1942-04-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Jóhann G. Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 1942-05-05 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Jóhann G. Möller - Ræða hófst: 1942-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (frumvarp) útbýtt þann 1942-04-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A114 (eignarnám húseignarinnar Austurstræti 5 í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1942-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (stjórnarskrárnefnd)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1942-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1942-05-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 60

Þingmál A7 (dómnefnd í verðlagsmálum)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1942-08-10 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Magnús Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1942-08-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (kaup og kjör í opinberri vinnu)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1942-08-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (skipaafgreiðsla Eimskipafélags Íslands h/f)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1942-08-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 61

Þingmál A1 (fjárlög fyrir árið 1943)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1943-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (orlof)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1943-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigurður Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1943-01-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 1942-12-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Eysteinn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1942-12-03 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1942-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (lögsagnarumdæmi Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-01-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1943-01-25 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1943-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (brúargerð)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1943-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (innflutningur og gjaldeyrismeðferð)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1943-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (rithöfundarréttur og prentréttur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-01-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (kynnisferð sveitafólks)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1943-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 662 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-04-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1943-04-07 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Jóhann Sæmundsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1943-04-08 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1943-04-09 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1943-04-09 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-04-09 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1943-04-12 00:00:00 - [HTML]
98. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1943-04-13 00:00:00 - [HTML]
98. þingfundur - Pétur Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 1943-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B27 (100 ára minning tilskipunar um endurreisn Alþingis)

Þingræður:
29. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (forseti) - Ræða hófst: 1943-03-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 62

Þingmál A1 (fjárlög 1944)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (eignaraukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-12-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1943-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (samþykki til frestunar á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1943-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (fjárlög 1944)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1943-11-24 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1943-11-24 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-11-25 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (kynnisferðir sveitafólks)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1943-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (sala mjólkur og rjóma o.fl.)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1943-09-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (vinnuhæli berklasjúklinga)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (fjárhagsár ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1943-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A144 (sala mjólkur og rjóma o.fl.)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1943-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (olíugeymar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Vilhjálmur Þór (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1943-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (verðlækkunarskattur)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1943-11-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 63

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1944-01-12 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 71 (nefndarálit) útbýtt þann 1944-02-23 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 98 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1944-02-28 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 103 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1944-02-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 153 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1944-03-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1944-01-17 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Eysteinn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-02-25 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Björn Þórðarson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-02-26 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Björn Þórðarson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-02-28 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Eysteinn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-02-28 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-03-04 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Björn Þórðarson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-03-04 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1944-03-04 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1944-03-04 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-03-04 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1944-03-04 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Björn Þórðarson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-03-08 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Eysteinn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-03-08 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Eysteinn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Finnur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1944-02-01 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1944-02-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (atvinna við siglingar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-10-20 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (skipun læknishéraða)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1944-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (hafnargerð í Ólafsfirði)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Bernharð Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1944-02-29 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1944-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (fáninn)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1944-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (Hjúkrunarkvennaskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Björn Þórðarson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-09-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (þjóðfáni Íslendinga)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-06-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (erlendar innistæður)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1944-09-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (laun starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (frumvarp) útbýtt þann 1944-09-19 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 1137 (nefndarálit) útbýtt þann 1945-02-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1945-01-10 00:00:00 - [HTML]
133. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1945-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1945-01-16 00:00:00 - [HTML]
120. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1945-02-07 00:00:00 - [HTML]
121. þingfundur - Páll Hermannsson - Ræða hófst: 1945-02-08 00:00:00 - [HTML]
121. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1945-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (sala mjólkur og rjóma o.fl.)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1944-09-22 00:00:00 - [HTML]
127. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1945-02-12 00:00:00 - [HTML]
128. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1945-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (iðnaðarnám)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1944-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (verðlagsvísitalan)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1944-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (nýbyggingarráð)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1944-11-15 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (framleiðsla kindakjöts fyrir innlendan markað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (þáltill.) útbýtt þann 1944-11-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A198 (samkeppni um hugmyndir að mannvirkjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 1945-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A229 (fjöldi dómara í hæstarétti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (þáltill.) útbýtt þann 1944-12-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A236 (húsaleiguvísitala)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1945-01-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A278 (samkomudagur reglulegs Alþingis 1945)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1945-02-09 00:00:00 - [HTML]
124. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1945-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A283 (skattgreiðslur h/f Eimskipafélags Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (nefndarálit) útbýtt þann 1945-03-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
134. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1945-02-21 00:00:00 - [HTML]
139. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1945-03-01 00:00:00 - [HTML]
139. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1945-03-01 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 64

Þingmál A5 (verðlagning landbúnaðarafurða o.fl. (heildarlög))[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1945-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (áhrif kjötverðs á framfærsluvísitölu)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1946-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (fiskimálasjóður o.fl.)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Eysteinn Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1946-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (hafnargerðir og lendingarbætur)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1945-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (veiting héraðsdómaraembætta)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Gísli Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (mjólkurflutningar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1945-11-19 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Helgi Jónasson - Ræða hófst: 1945-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (tekjuskattsviðauki 1945)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Hallgrímur Benediktsson - Ræða hófst: 1945-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1946-04-15 00:00:00 - [HTML]
111. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1946-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1946-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (stofnlánadeild sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Pétur Magnússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1946-04-02 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1946-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (sameining Selfossbyggðar í eitt hreppsfélag)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1946-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (virkjun Sogsins)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1946-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (útflutningur á afurðum bátaútvegsins)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Hallgrímur Benediktsson - Ræða hófst: 1946-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B1 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
1. þingfundur - Sveinn Björnsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1945-10-01 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 65

Þingmál A2 (ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-10-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (rannsóknarstofnun í búfjármeinafræði)[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Pétur Magnússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1946-09-24 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Pétur Magnússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1946-09-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (niðurfelling herverndarsamningsins frá 1941 o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (nefndarálit) útbýtt þann 1946-10-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Finnur Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1946-09-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B1 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
1. þingfundur - Sveinn Björnsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1946-07-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 66

Þingmál A8 (fiskimálasjóður)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Sigurður Kristjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1947-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (fjárlög 1947)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1947-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1946-10-28 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Hermann Guðmundsson - Ræða hófst: 1946-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (skemmtanaskattur og þjóðleikhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 756 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1946-10-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A41 (skipulag og hýsing prestssetra)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1947-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1946-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (innlend endurtrygging, stríðsslysatrygging skipshafna o. fl.)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1947-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (dagheimili fyrir börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (frumvarp) útbýtt þann 1946-11-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Katrín Thoroddsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (kirkjubyggingar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Gísli Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (sóknargjöld)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1947-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-03-13 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1947-03-13 00:00:00 - [HTML]
122. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1947-05-06 00:00:00 - [HTML]
122. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1947-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A214 (framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl.)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Áki Jakobsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A215 (flugvellir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1947-05-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A216 (Bernarsambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1947-03-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A277 (störf stjórnarskrárnefnda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (þáltill.) útbýtt þann 1947-01-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál B1 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
1. þingfundur - Sveinn Björnsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1946-10-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 67

Þingmál A10 (dýrtíðarvarnir)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1947-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (viðbótarvirkjun í Soginu og Laxá)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1947-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (Keflavíkurflugvöllurinn)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (áfengisnautn)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1948-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (brunatryggingar á Akureyri og Siglufirði)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1947-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (fjárlög 1948)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (viðlega báta um vertíðir)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1947-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (ölgerð og sölumeðferð öls)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sigurður Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-11-06 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1947-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-11-06 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1948-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (sóknargjöld)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1948-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (útrýming villiminka)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1948-03-16 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1948-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (sölugjald af jörðum)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1948-02-06 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1948-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (nefndarálit) útbýtt þann 1947-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1947-12-15 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1947-12-20 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1947-12-19 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1947-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (réttindi Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-01-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A129 (fjárlög 1948)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1948-02-02 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1948-02-16 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1948-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1948-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (verndun fiskimiða landgrunnsins)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1948-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B1 (forseti Ísland setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Sveinn Björnsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1947-10-01 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 68

Þingmál A14 (kyrrsetning og lögbann)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A39 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1948-11-04 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1948-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1949-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1948-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (skipamælingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-12-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A98 (atvinna við siglingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1948-12-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A107 (dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1948-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (menntaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (nefndarálit) útbýtt þann 1949-05-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A138 (eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 358 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1949-02-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A140 (skemmtanaskattur og þjóðleikhús)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Sigurður Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1949-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Áki Jakobsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A174 (húsaleiga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1949-03-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A181 (landskiptalög)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1949-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (óeirðirnar 30. marz 1949)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1949-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (skemmtanaskattur og Þjóðleikhús)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1949-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A912 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1948-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B1 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Sveinn Björnsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1948-10-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 69

Þingmál A18 (hvíldartími háseta á togurum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1950-04-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1949-11-25 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1949-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (fjárlög 1950)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1949-12-20 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1950-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdómur)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1950-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (fiskimálasjóður)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-01-31 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1950-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1949-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (eignakönnun)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1950-02-28 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1950-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (tjón bænda vegna harðinda)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1949-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (byggingarlán og húsaleigulækkun)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Jóhann Hafstein (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1950-01-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (skipamælingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1950-01-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A86 (réttarstaða og atvinnuskilyrði kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (þáltill.) útbýtt þann 1950-01-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A97 (fjáraukalög 1946)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1950-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1950-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A110 (sala nokkurra jarða í opinberri eigu)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1950-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (veiting prestakalla)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1950-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (gengisskráning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1950-02-25 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 418 (nefndarálit) útbýtt þann 1950-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1950-02-27 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1950-02-27 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Ólafur Thors (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1950-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (hlutatryggingasjóður bátaútvegsins)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1950-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (frumvarp) útbýtt þann 1950-05-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál B1 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Sveinn Björnsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1949-11-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 70

Þingmál A1 (fjárlög 1951)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1950-12-13 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1950-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (hvíldartími háseta á togurum)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1951-01-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (hvíldartími háseta á togurum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 1950-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A30 (iðnaðarmálastjóri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 802 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1951-03-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A59 (vinnumiðlun)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1950-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1951-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (sala jarðeigna í opinberri eigu)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1950-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (bifreiðalög (viðurlög))[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1951-01-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (nefndarálit) útbýtt þann 1951-01-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A117 (jeppabifreiðar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1950-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (handritamálið)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Björn Ólafsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1951-01-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (náttúrufriðun, verndun sögustaða o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1951-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (gengisskráning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1951-02-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1951-02-03 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-02-02 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-02-02 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1951-02-03 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1951-02-03 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1951-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (lánsfé til íbúðabygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 729 (þáltill.) útbýtt þann 1951-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A905 (sama kaup karla og kvenna)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Soffía Ingvarsdóttir - Ræða hófst: 1950-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A911 (skýrsla Alþjóðavinnumálaþingsins 1948)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1950-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A912 (Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf 1949)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1951-01-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál B1 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Sveinn Björnsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1950-10-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 71

Þingmál A8 (verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdóm)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1951-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1951-10-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1951-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (rannsókn á slysum á togurum og öðrum veiðiskipum)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1951-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1951-11-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Einar Olgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (verkamannabústaðir)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1951-10-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (mótvirðissjóður)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1951-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-10-22 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1951-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (sala Múlasels og Hróastaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1951-11-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A83 (Iðnaðarbanki Íslands hf)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (eyðing svartbaks)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Ásgeir Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1952-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (fasteignaskattar til sveitarsjóða)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1952-01-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 72

Þingmál A1 (fjárlög 1953)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (nefndarálit) útbýtt þann 1952-11-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1952-11-27 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1952-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (gengisskráning o. fl.)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1952-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Emil Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1952-10-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A31 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (endurskoða orlofslögin)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1952-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (bátaútvegsgjaldeyrir)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1952-11-05 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1952-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-16 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Lárus Jóhannesson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1952-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (málflytjendur)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson - Ræða hófst: 1953-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A165 (sala ríkisins á olíu og bensíni)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1952-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (skattfrelsi sparifjár)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1953-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (framkvæmdabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1953-01-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (sala þjóð- og kirkjugarða)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1952-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (lækkun skatta)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1953-01-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1953-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A226 (alþjóðavinnumálaþingið 1961)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 226 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1952-11-13 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 73

Þingmál A1 (fjárlög 1954)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1953-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (gengisskráning)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1953-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (bæjarútgerð Siglufjarðar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Karl Kristjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1953-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1954-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Sigurður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-10-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-10-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (orlof)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-10-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (sömu laun kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (frumvarp) útbýtt þann 1953-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A72 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Björn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (sauðfjársjúkdómar)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1953-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (frumvarp) útbýtt þann 1953-11-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A91 (kristfjárjarðir)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1953-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1954-03-01 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1954-03-26 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1954-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (menntun kennara)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (ný raforkuver)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1953-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (frumvarp) útbýtt þann 1953-12-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A125 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-02-08 00:00:00 - [HTML]
95. þingfundur - Gísli Guðmundsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1954-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A165 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1954-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1954-03-31 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 74

Þingmál A18 (sömu laun kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1954-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A19 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Sigurður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-10-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ingólfur Flygenring (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (staða flóttamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1954-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A58 (vantraust á menntamálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (öryggisráðstafanir á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1954-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (sandgræðsla og hefting sandfoks)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1955-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (bæjarstjórn í Kópavogskaupstað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (frumvarp) útbýtt þann 1955-03-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A181 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 737 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1955-05-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Gunnar M. Magnúss (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1955-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A189 (íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1955-04-18 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1955-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A211 (jöfn laun karla og kvenna)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1954-12-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 75

Þingmál A4 (fræðsla barna)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1956-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (kjörskrá í Kópavogskaupstað)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1955-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (skiptimynt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 1955-10-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Gils Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (fræðsla í þjóðfélags- og þjóðhagsfræðum)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1955-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1956-01-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (þáltill.) útbýtt þann 1955-11-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A89 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1956-01-26 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1956-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (óskilgetin börn)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1956-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (sauðfjársjúkdómar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1955-12-06 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1956-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (framkvæmd launalaga)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1956-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (kirkjuþing og kirkjuráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1956-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A192 (hnefaleikar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (nefndarálit) útbýtt þann 1956-03-27 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 76

Þingmál A2 (afnot íbúðarhúsa í kaupstöðum)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (dýravernd)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1957-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (festing verðlags og kaupgjalds)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1956-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1956-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhann Hafstein (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (Söfnunarsjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1956-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1956-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (fasteignaskattur)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-01-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1956-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (kirkjuþing og kirkjuráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1956-12-22 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 274 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1957-02-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Sigurvin Einarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (jöfn laun karla og kvenna)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Björn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (menntun kennara)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (landnám, ræktun og byggingar í sveitum)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ásgeir Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-05-03 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Ásgeir Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (jarðhiti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-04-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A157 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-05-10 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1957-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (skemmtanaskattur og þjóðleikhús)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1957-05-20 00:00:00 - [HTML]
104. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1957-05-21 00:00:00 - [HTML]
104. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1957-05-21 00:00:00 - [HTML]
111. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-05-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1957-05-18 00:00:00 - [HTML]
100. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1957-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
62. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1957-05-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 77

Þingmál A7 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1957-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (veltuútsvör)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Björn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (afnám áfengisveitinga á kostnað ríkis)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1957-12-04 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1957-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (veitingasala, gististaðahald o. fl.)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1958-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (þáltill.) útbýtt þann 1957-11-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A68 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jóhann Hafstein - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (skemmtanaskattur og þjóðleikhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (nefndarálit) útbýtt þann 1957-12-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A73 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1957-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (kostnaður við rekstur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-02-20 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-02-20 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-03-03 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1958-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (réttur verkafólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1958-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A130 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1958-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-05-06 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (afnám tekjuskatts)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1958-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A165 (biskup í Skálholti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1958-05-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1958-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (aðstoð við vangefið fólk)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1958-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A175 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (frumvarp) útbýtt þann 1958-04-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A186 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Einar Olgeirsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1958-05-24 00:00:00 - [HTML]
110. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1958-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B1 (þingsetning í sameinuðu þingi)

Þingræður:
1. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1957-10-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 78

Þingmál A1 (fjárlög 1959)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1959-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (efling landhelgisgæslunnar)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Sigurður Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1958-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (biskupskosning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1958-11-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A17 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (sjúkrahúsalög nr. 93)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 1959-02-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A79 (lán til byggingarsjós af greiðsluafgangi ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1959-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (húsnæði fyrir félagsstarfssemi)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1959-01-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (niðurfærsla verðlags og launa o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (nefndarálit) útbýtt þann 1959-01-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - Ræða hófst: 1959-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (lán vegna hafnargerða)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Sigurður Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1959-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (þáltill.) útbýtt þann 1959-02-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Sigurður Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1959-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (skattar og gjöld til sveitarsjóða)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1959-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-05-06 00:00:00 - [HTML]
113. þingfundur - Karl Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-05-06 00:00:00 - [HTML]
114. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1959-05-08 00:00:00 - [HTML]
116. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-04-25 00:00:00 - [HTML]
116. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1959-04-25 00:00:00 - [HTML]
116. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-04-25 00:00:00 - [HTML]
117. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1959-04-27 00:00:00 - [HTML]
117. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
49. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1959-05-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 80

Þingmál A16 (bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði 1960)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1959-12-04 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1959-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (efnahagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-02-18 13:55:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Björn Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-02-18 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Helgi Bergs - Ræða hófst: 1960-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (eignarnámsheimild fyrir Húsavíkurkaupstað á Preststúni)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (einkasala ríkisins á tóbaki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 129 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-02-24 09:54:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Björn Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-02-25 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1960-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1960-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (útsvör)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Guðlaugur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-05-24 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-30 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-05-25 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-06-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-04-01 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1960-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag í atvinnurekstri Íslendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 284 (þáltill.) útbýtt þann 1960-04-05 12:49:00 [PDF]

Þingmál A131 (innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Björn Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (verkfall opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1960-05-16 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Sigurður Ingimundarson - Ræða hófst: 1960-05-16 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1960-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1960-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (verðlagsmál)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Björn Jónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1960-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-05-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B1 (forseti setur þingið)

Þingræður:
1. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1959-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 (fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.)

Þingræður:
5. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-11-28 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-02-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 81

Þingmál A42 (fræðslumyndasafn ríkisins)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (launajöfnuður karla og kvenna)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1960-10-25 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1961-03-24 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1961-03-24 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1961-03-24 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (Bjargráðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (fiskveiðar með netum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1961-02-08 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1961-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (sömu laun kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (frumvarp) útbýtt þann 1960-11-14 15:48:00 [PDF]

Þingmál A124 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Björn Jónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1961-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (alþjóðlega framfarastofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (nefndarálit) útbýtt þann 1961-02-13 10:32:00 [PDF]
Þingskjal nr. 381 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1961-02-20 10:32:00 [PDF]

Þingmál A130 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Björn Jónsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (efnahagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-12-16 10:32:00 [PDF]

Þingmál A152 (stofnlánadeild sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1961-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (verðflokkun á nýjum fiski)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Birgir Finnsson (forseti) - Ræða hófst: 1961-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (lausn fiskveiðideilunnar við Breta)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1961-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1961-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (fjáröflun til íþróttasjóðs)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1961-03-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A1 (fjárlög 1962)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-10-18 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1961-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (samningar milli læknafélaga og sjúkrasamlaga)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1961-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (nefndarálit) útbýtt þann 1961-10-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A13 (ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1961-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ingi R. Helgason - Ræða hófst: 1961-11-09 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-11-09 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1961-11-10 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-27 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Karl Kristjánsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-29 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Björn Jónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1962-03-29 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests og launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1961-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ingi R. Helgason - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (öryrkjamál)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-11-22 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1961-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (frumvarp) útbýtt þann 1961-11-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1961-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (afturköllun sjónvarpsleyfis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (þáltill.) útbýtt þann 1961-11-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A94 (átta stunda vinnudagur verkafólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (þáltill.) útbýtt þann 1961-11-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-12-06 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1961-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (verðlagsráð sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1961-12-08 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Björn Jónsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (ríkisreikningurinn 1960)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (lífeyrissjóður togarasjómanna og undirmanna á farskipum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-02-02 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-04-16 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1962-04-16 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1962-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (Ríkisábyrgðasjóður)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1962-03-13 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1962-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (aflatryggingasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (Stofnalánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1962-03-13 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1962-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-04-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1962-04-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 83

Þingmál A5 (lögreglumenn)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1963-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (þáltill.) útbýtt þann 1962-10-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A50 (afnám aðflutningsgjalda af vélum til landbúnaðar)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1962-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (launabætur af ágóða atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jón Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (vegagerð á Vestfjörðum og Austurlandi)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (laxveiðijarðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1963-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A83 (löggjöf um þjóðaratkvæði)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-12-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A132 (stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1963-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (heimild til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A216 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A227 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (efnahagsbandalagsmálið)

Þingræður:
13. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1962-11-14 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1962-12-05 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1963-04-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 84

Þingmál A36 (lausn kjaradeilu verkfræðinga)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1964-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (rannsóknarnefnd til rannsóknar á verðbréfa- og víxlakaupum)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1964-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (launamál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-11-01 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1963-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-11-06 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-11-07 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1963-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1964-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (byggingasjóður fyrir ríkið)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Gils Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (sjúkrahúsalög)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-01-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (nefndarálit) útbýtt þann 1964-02-24 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 409 (nefndarálit) útbýtt þann 1964-04-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1964-02-25 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1964-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (samvinnubúskapur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (frumvarp) útbýtt þann 1964-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A175 (orlof)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (embætti lögsögumanns)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Kristján Thorlacius - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (kísilgúrverksmiðja við Mývatn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A212 (stýrimannaskóli í Vestmannaeyjum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (verkföll)

Þingræður:
27. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-12-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 85

Þingmál A1 (fjárlög 1965)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1964-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (launaskattur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1965-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (orlof)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1964-11-16 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1964-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (samvinnubúskapur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 1964-10-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (verðlagsráð sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1964-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1964-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (lausn kjaradeilu verkfræðinga)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Helgi Bergs - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (nefndarálit) útbýtt þann 1965-04-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Björn Jónsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 733 (nefndarálit) útbýtt þann 1965-05-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A187 (lausn kjaradeilu atvinnuflugmanna)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1965-04-26 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Björn Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-26 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1965-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (Lánasjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Guðlaugur Gíslason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Björn Jónsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
51. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1965-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (aluminíumverksmiðja)

Þingræður:
49. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1965-05-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 86

Þingmál A6 (Húsnæðismálastofnun ríksisins)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Karl Kristjánsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A20 (verðtrygging fjárskuldbindinga)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-03-28 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1966-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (verðlagning landbúnaðarvara)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1965-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (bygging skólamannvirkja)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1965-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1965-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (rafvæðing Vestur-Skaftafellssýslu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Helgi Bergs - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (samvinnubúskapur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (frumvarp) útbýtt þann 1966-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A124 (listamannalaun og Listasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 247 (frumvarp) útbýtt þann 1966-02-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A136 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1966-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (takmörkun sjónvarps frá Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Gils Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (Fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1966-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1966-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1966-04-23 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (alþjóðasamningur um lausn fjárfestingardeilna)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1966-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
43. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1966-05-02 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 (framkvæmd vegáætlunar 1965)

Þingræður:
17. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1965-12-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 87

Þingmál A6 (almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1967-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (listamannalaun og Listasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 1966-11-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A72 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-11-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1967-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (uppsögn varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (þáltill.) útbýtt þann 1967-02-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Karl Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1967-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (æskulýðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-04-17 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 88

Þingmál A1 (fjárlög 1968)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (æskulýðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A6 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Eysteinn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (efnahagsaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1967-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1968-04-04 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1968-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (ráðstafanir vegna nýs gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (verðlagsuppbót á laun og vísitala framfærslukostnaðar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1967-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (breytt skipan lögreglumála í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (þáltill.) útbýtt þann 1967-12-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A112 (byggingarlög fyrir skipulagsskylda staði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-01-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A126 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1968-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1968-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (þáltill.) útbýtt þann 1968-03-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-03-27 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B22 (atvinnuleysi)

Þingræður:
27. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1968-01-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A20 (starfshættir Alþingis)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Eysteinn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (fjallskil o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A107 (skipan opinberra framkvæmda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-12-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A112 (bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1968-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (lausn kjaradeilu útvegsmanna og yfirmanna á bátaflotanum)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1969-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1969-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (æskulýðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (frumvarp) útbýtt þann 1969-03-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A195 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A232 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1969-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B1 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Kristján Eldjárn (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1968-10-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 90

Þingmál A7 (sameining sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1970-01-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 1969-10-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (læknalög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kristján Ingólfsson - Ræða hófst: 1969-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (Fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1970-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (heimild til handa Kvennaskólanum að brautskrá stúdenta)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Ólafur Björnsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (skipan opinberra framkvæmda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-11-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A89 (byggingarkostnaður íbúðarhúsnæðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1970-04-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A99 (vandamál atvinnurekstrar úti á landsbyggðinni vegna kostnaðar við vöruflutninga)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1969-12-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A133 (æðarrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (þáltill.) útbýtt þann 1969-12-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A161 (dýralæknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-01-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A215 (skemmtanaskattur)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1970-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-04-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A914 (stofnun kaupþings)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1970-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
48. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1970-04-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 91

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jónas Pétursson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (verkfall stýrimanna, vélstjóra o.fl.)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1970-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Steinþór Gestsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1970-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 1970-10-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (æðarrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (þáltill.) útbýtt þann 1970-10-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A69 (aðstoð Íslands við þróunarlöndin)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Pétur Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1971-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (atvinnuöryggi)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1970-11-10 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - Ræða hófst: 1970-11-10 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1970-11-16 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1970-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (eftirlit með dráttarvélum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (þáltill.) útbýtt þann 1970-11-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A145 (þurrkví í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1970-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (náttúruvernd á vatnasviði Mývatns og Laxár)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1971-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (Hagstofnun launþegasamtakanna)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Ólafur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A281 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1971-03-22 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Kristján Ingólfsson - Ræða hófst: 1971-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A343 (ferðamálaráð og Ferðaskrifstofa ríkisins)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1971-01-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 92

Þingmál A1 (fjárlög 1972)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1971-10-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (stöðugt verðlag)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1972-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (öryggismál Íslands)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1972-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (frumvarp) útbýtt þann 1971-11-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Karvel Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-10 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1971-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 1971-11-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (Framkvæmdastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1971-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (fjörutíu stunda vinnuvika)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1971-11-24 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1971-11-24 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-12-02 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1971-12-03 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1971-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (vinnutími fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-12-16 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Björn Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-07 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1972-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (iðnfræðsla)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1972-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (rannsóknardeild vegna sölu og neyslu fíkniefna)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1972-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Halldór S Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-02-23 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Halldór S Magnússon - Ræða hófst: 1972-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A238 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1972-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A244 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-04-28 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1972-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A246 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (þáltill.) útbýtt þann 1972-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A279 (dagvistunarheimili)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1972-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B1 (þingsetning)

Þingræður:
0. þingfundur - Kristján Eldjárn (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1971-10-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 93

Þingmál A23 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (tímabundnar efnahagsráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-10-30 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1973-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (leigunám hvalveiðiskipa)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1972-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (Iðnlánasjóður)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhann Hafstein - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (eignarráð á landinu)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1972-11-23 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1972-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (veggjald af hraðbrautum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (þáltill.) útbýtt þann 1972-11-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A133 (ráðstafanir vegna nýs gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1972-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-02-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-29 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1973-03-29 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1973-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (kaup og kjör yfirmanna á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1973-03-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-22 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1973-03-22 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Björn Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-03-22 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A207 (Laxárvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (frumvarp) útbýtt þann 1973-03-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B68 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
46. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1973-02-20 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1973-02-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 94

Þingmál A15 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 736 (nefndarálit) útbýtt þann 1974-04-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (kaupstaðarréttindi til handa Seltjarnarneshreppi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1974-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (Laxárvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp) útbýtt þann 1973-10-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A70 (starfskjör launþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-11-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A78 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (frumvarp) útbýtt þann 1973-11-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Bjarni Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (z í ritmáli)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Sverrir Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-01-31 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (þáltill.) útbýtt þann 1973-11-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A148 (byggingasvæði fyrir Alþingi, ríkisstjórn og stjórnarstofnanir)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Ásberg Sigurðsson - Ræða hófst: 1974-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 330 (frumvarp) útbýtt þann 1974-01-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A207 (verðtrygging fjárskuldbindinga)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1974-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (gatnagerðargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 392 (frumvarp) útbýtt þann 1974-02-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Alexander Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A259 (skattkerfisbreyting)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Bjarni Guðnason - Ræða hófst: 1974-03-08 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1974-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A266 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A319 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-04-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A337 (jafnvægi í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1974-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A343 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
4. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B93 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
124. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1974-05-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 95

Þingmál A1 (landgræðslu- og gróðurverndaráætlun)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1974-07-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-08-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A8 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1974-09-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 96

Þingmál A11 (launajöfnunarbætur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A58 (verðtrygging fjárskuldbindinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 1974-11-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A82 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 1974-12-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (breyting fjárlagaárs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (þáltill.) útbýtt þann 1974-12-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A154 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 283 (þáltill.) útbýtt þann 1975-02-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A204 (ráðstafanir í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1975-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A211 (hefting landbrots)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Steinþór Gestsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A251 (ráðstöfun gengismunar í þágu sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-05-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1975-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A260 (uppsögn fastráðins starfsfólks)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Soffía Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A346 (utanríkismál 1975)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1975-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B71 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
39. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-02-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 97

Þingmál A1 (fjárlög 1976)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (Framkvæmdastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1975-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A12 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 1975-10-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Gils Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-11-06 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (gatnagerðargjald á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (frumvarp) útbýtt þann 1975-12-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A115 (íslensk stafsetning)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1976-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (hönnun bygginga á vegum ríkisins)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1976-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (verkefni sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1975-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Gunnlaugur Finnsson - Ræða hófst: 1976-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (tölvutækni við söfnun upplýsinga um skoðanir manna)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1976-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (veiting prestakalla)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Friðjón Þórðarson - Ræða hófst: 1976-04-06 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Friðjón Þórðarson - Ræða hófst: 1976-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A212 (upptaka ólöglegs sjávarafla)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1976-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A276 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A318 (utanríkismál)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-05-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 98

Þingmál A1 (fjárlög 1977)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 12:00:00 [PDF]

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (frumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 12:00:00 [PDF]

Þingmál A6 (þingnefnd til að kanna framkvæmd dómsmála)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1976-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (rannsóknarlögregla ríkisins)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ellert B. Schram (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-12-06 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1976-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (kaup og kjör sjómanna)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1977-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-18 15:00:00 [PDF]

Þingmál A50 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 1976-10-28 15:00:00 [PDF]

Þingmál A80 (hámarkslaun)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A120 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (tékkar)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1977-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A165 (póst- og símamál)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 1977-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (veiting prestakalla)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Friðjón Þórðarson - Ræða hófst: 1977-03-29 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1977-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
8. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1976-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B60 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
39. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1977-01-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B81 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
82. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B83 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
85. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1977-05-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 99

Þingmál A4 (kosningalög)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1977-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (starfshættir Alþingis)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1977-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1977-10-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Benedikt Gröndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1977-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1977-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A79 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1977-11-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A132 (ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1978)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1977-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (frumvarp) útbýtt þann 1978-01-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A166 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 330 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-02-06 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 333 (frumvarp) útbýtt þann 1978-02-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1978-02-09 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1978-02-09 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1978-02-09 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Gunnlaugur Finnsson - Ræða hófst: 1978-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (Þjóðleikhús)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1978-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (ráðstafanir í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1978-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A187 (lögréttulög)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1978-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (hagstofnun launþega og vinnuveitenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 392 (þáltill.) útbýtt þann 1978-02-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Jóhannes Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A212 (Ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A253 (Samábyrgð Íslands á fiskiskipum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A304 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A305 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 786 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A308 (viðskiptabankar í hlutafélagsformi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 840 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-05-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A343 (meðferð dómsmála)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1978-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
4. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-10-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 100

Þingmál A6 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1978-10-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Finnur Torfi Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 1978-10-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-11-15 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1978-11-20 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1978-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (rannsóknarnefnd til að kanna rekstur Flugleiða og Eimskipafélags Íslands)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - Ræða hófst: 1979-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (gjald á veiðileyfi útlendinga sem veiða í íslenskum ám)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1978-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1978-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (kjaramál)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1978-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-11-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A85 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 93 (þáltill.) útbýtt þann 1978-11-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A113 (umbætur í málefnum barna)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1979-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (alþjóðasamningar um mannréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1978-12-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A137 (verðjöfnunargjald af raforku)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jón G. Sólnes - Ræða hófst: 1979-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1979-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (stjórn efnahagsmála o.fl.)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1979-04-04 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1979-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A238 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-03-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A248 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (þáltill.) útbýtt þann 1979-04-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A254 (stefnumörkun í landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 518 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1979-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A263 (eftirlaun aldraðra)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1979-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A275 (skipan gjaldeyris- og viðskiptamála)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1979-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A277 (verslun ríkisins með áfengi)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1979-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A291 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1979-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A298 (ríkisreikningurinn 1977)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1979-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A301 (tekjustofnar sveitarfélaga og vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 651 (frumvarp) útbýtt þann 1979-05-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Albert Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A315 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A329 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1978-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B2 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
1. þingfundur - Kristján Eldjárn (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1978-10-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
5. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B45 (kosning forseta deildarinnar í stað Braga Sigurjónssonar)

Þingræður:
23. þingfundur - Stefán Jónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1978-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B95 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
51. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1979-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B127 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
96. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1979-05-17 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1979-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B128 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
97. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1979-05-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 101

Þingmál A35 (viðskiptabankar í eigu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00 [PDF]

Löggjafarþing 102

Þingmál A17 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1980-01-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (Framkvæmdastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Vilmundur Gylfason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (áætlanagerð)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Friðrik Sophusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A108 (ávöxtun skyldusparnaðar)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1980-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (fjárlög 1980)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1980-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1980-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A180 (lánsfjárlög 1980)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Karvel Pálmason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A231 (utanríkismál 1980)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1980-05-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A234 (fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1980)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1980-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B64 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
27. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1980-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B112 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
81. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1980-05-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 103

Þingmál A3 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A5 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A33 (málefni Flugleiða hf.)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Vilmundur Gylfason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1980-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - Ræða hófst: 1981-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (frumvarp) útbýtt þann 1980-10-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A47 (niðurfelling á opinberum gjöldum barna 1980)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1980-12-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-17 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1980-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 719 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-05-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-05-06 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-06 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-07 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 1980-11-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-09 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (orlof)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1980-12-15 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Karvel Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (undirbúningur almennra stjórnsýslulaga til að auka réttaröryggi)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (frumvarp) útbýtt þann 1980-12-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-01-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (biskupskosning)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1980-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (lántaka 1980 og 1981 og ábyrgðarheimildir)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1980-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1980-12-19 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1980-12-19 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Geir Hallgrímsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1980-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (viðnám gegn verðbólgu)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1981-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A197 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (frumvarp) útbýtt þann 1981-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A242 (rannsóknir á háhitasvæðum landsins)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1981-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A257 (húsakostur Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (þáltill.) útbýtt þann 1981-03-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A268 (rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1981-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A290 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-05-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-04-07 00:00:00 - [HTML]
95. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1981-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A301 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1981-05-22 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A306 (verðlagsaðhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1981-04-30 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1981-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A341 (lífeyrisréttindakerfi fyrir alla landsmenn)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1981-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A372 (málefni Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A387 (fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1981)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1981-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A394 (Evrópuráðsþingið 1980)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 672 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1981-04-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál B10 (kosning í fastanefndir skv. 15. gr. þingskapa)

Þingræður:
2. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1980-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B11 (kosning í fastanefndir skv. 15. gr. þingskapa)

Þingræður:
2. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1980-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B21 (stefnuræða forseta og umræða um hana)

Þingræður:
8. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1980-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B45 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
33. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1980-12-12 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1980-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B76 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
46. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1981-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B112 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
76. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1981-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B129 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
104. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1981-05-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 104

Þingmál A1 (fjárlög 1982)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1981-12-14 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1981-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 1981-10-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (verðlag)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-16 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1981-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A42 (ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-12-16 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (umfjöllun þingnefnda varðandi reglugerðir)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1981-11-17 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1981-11-17 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-11-17 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1981-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (landnýtingaráætlun)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 1981-11-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1981-11-16 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1981-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1982-03-29 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1982-04-30 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Vilmundur Gylfason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1982-01-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (sjónvarp einkaaðila)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-12-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A153 (ríkisbókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (frumvarp) útbýtt þann 1981-12-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A165 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1981-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (dýralæknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 262 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-12-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A175 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (frumvarp) útbýtt þann 1982-02-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-02-22 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1982-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A237 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (frumvarp) útbýtt þann 1982-03-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A242 (orlof)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A249 (aukaþing til að afgreiða nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A279 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A292 (kirkjuþing og kirkjuráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A296 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (frumvarp) útbýtt þann 1982-04-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A321 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1981-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A340 (harðindi norðanlands)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A364 (utanríkismál 1982)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1982-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A368 (móðurmálskennsla í fjölmiðlum)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1982-04-20 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A373 (Evrópuráðsþingið 1982)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 560 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1982-03-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál B41 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1981-12-08 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-12-08 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1981-12-08 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B108 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
86. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 105

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-12 09:49:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-14 09:49:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1982-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-14 15:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-11-22 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Baldur Óskarsson - Ræða hófst: 1982-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-13 15:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-11-24 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1982-11-24 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1982-11-24 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-11-24 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1982-11-24 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-21 14:20:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (Kvikmyndasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (vélhjólaslys)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Alexander Stefánsson - Ræða hófst: 1982-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-12-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A57 (orlof)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1982-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (efnahagsaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1983-02-09 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (gerð frumvarps til stjórnarskipunarlaga um aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdavalds)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (þáltill.) útbýtt þann 1982-11-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A130 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-12-02 13:42:00 [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1982-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (bann við ofbeldiskvikmyndum)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (Olíusjóður fiskiskipa)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1983-01-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-16 10:00:00 [PDF]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Þingmál A206 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-25 15:53:00 [PDF]
Þingskjal nr. 499 (breytingartillaga) útbýtt þann 1983-03-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1983-02-28 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-02-28 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1983-02-28 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1983-03-07 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1983-03-07 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1983-03-07 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Vilmundur Gylfason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1983-03-09 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1983-03-09 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Vilmundur Gylfason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1983-03-09 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Árni Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1983-03-09 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A240 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (frumvarp) útbýtt þann 1983-03-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A243 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (frumvarp) útbýtt þann 1983-03-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A248 (samkomudagur Alþingis)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A256 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A262 (löggjöf um samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A269 (verðmyndunarkerfi landbúnaðarins og endurskoðun útflutningsbótakerfisins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A278 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 398 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-02-28 15:53:00 [PDF]

Þingmál A281 (Evrópuráðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-03-03 15:53:00 [PDF]

Þingmál B17 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
6. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B22 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
12. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B38 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
19. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B49 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
31. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B64 (um þingsköp)

Þingræður:
26. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1983-01-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B79 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
52. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B93 (um þingsköp)

Þingræður:
54. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B100 (um þingsköp)

Þingræður:
63. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B103 (um þingsköp)

Þingræður:
64. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B119 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
66. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 106

Þingmál A3 (sala ríkisbanka)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1983-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (réttur heimavinnandi til lífeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 1983-10-11 23:59:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1983-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (launamál)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Þorsteinn Pálsson - Ræða hófst: 1983-10-26 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-12 23:59:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-12 23:59:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Guðmundur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-11-30 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-11-30 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1983-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-13 23:59:00 [PDF]

Þingmál A42 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1983-10-31 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1983-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A61 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1984-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (lagahreinsun og samræming gildandi laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 1983-11-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A111 (áfengt öl)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1984-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (frumvarp) útbýtt þann 1983-12-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A140 (lántaka vegna flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Skúli Alexandersson - Ræða hófst: 1983-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-16 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-12-16 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-12-16 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1983-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (eftirlitsnefnd með framkvæmd fjárlaga)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-03-06 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A183 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (orka fallvatna og nýting hennar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A203 (úttekt á rekstrar- og afurðalánakerfi atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A247 (staða skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1984-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A268 (framburðarkennsla í íslensku)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A269 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-03-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A275 (eldi og veiði vatnafiska)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A295 (útvarp frá Alþingi)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1984-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A301 (atvinnuréttindi skipstjórnarmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 883 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1984-05-15 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 1087 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1984-05-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A302 (atvinnuréttindi vélfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1984-05-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A335 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1984-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A371 (þjóðhagsáætlun 1984)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-10-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A372 (bráðabirgðasamningur milli Íslands og SwissAluminium)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1983-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A379 (þing Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1984-05-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A429 (samanburðarkannanir á launakjörum kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
3. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1983-10-13 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-10-13 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-10-13 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1983-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1983-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B23 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
9. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1983-10-31 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-10-31 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1983-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B149 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
84. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B161 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
97. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B189 (skýrsla forsætisráðherra um Framkvæmdastofnun ríkisins)

Þingræður:
94. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-05-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A1 (fjárlög 1985)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1984-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00 [PDF]

Þingmál A5 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1985-03-11 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Guðmundur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00 [PDF]

Þingmál A7 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1984-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00 [PDF]

Þingmál A22 (Fiskifélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (Búnaðarfélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1985-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Kristófer Már Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-10-31 00:00:00 - [HTML]
103. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-12 15:53:00 [PDF]

Þingmál A61 (átak í dagvistunarmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1985-02-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A86 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-05-09 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1985-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A99 (kirkjusóknir)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Haraldur Ólafsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (þingnefnd vegna rekstrarvanda í sjávarútvegi)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-01 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-11-01 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-01 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (tannlækningar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1984-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (stighækkandi eignarskattsauki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (þáltill.) útbýtt þann 1984-11-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A167 (Verðlagsráð sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A217 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 260 (frumvarp) útbýtt þann 1984-12-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Stefán Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A235 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1985-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A267 (stjórn efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1985-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A289 (Landmælingar Íslands)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A290 (ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 470 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-02-07 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 1413 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1985-06-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A293 (sala Gullaugans og Áburðarverksmiðjunnar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1985-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A320 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A376 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1985-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A416 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A423 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1313 (nefndarálit) útbýtt þann 1985-06-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-22 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-04-22 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1985-04-22 00:00:00 - [HTML]
101. þingfundur - Guðmundur Einarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-18 00:00:00 - [HTML]
101. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-06-18 00:00:00 - [HTML]
103. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1985-06-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A430 (bankaráð ríkisbankanna)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-15 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A455 (nýsköpun í atvinnulífi)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Þorsteinn Pálsson - Ræða hófst: 1985-04-30 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1985-06-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A456 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Guðmundur Einarsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A491 (framleiðsla og sala á búvörum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-05-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A516 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (frumvarp) útbýtt þann 1985-05-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A532 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Haraldur Ólafsson - Ræða hófst: 1985-06-14 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1985-06-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A545 (skýrsla fulltrúa Íslands á 36.þingi Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1985-04-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál B14 (skýrsla ríkisstjórnarinnar um kjaradeilurnar)

Þingræður:
3. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-10-11 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1984-10-11 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-10-12 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1984-10-12 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1984-10-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-10-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B131 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
95. þingfundur - Kristín S. Kvaran - Ræða hófst: 1985-06-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B154 (þinglausnir)

Þingræður:
101. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (forseti) - Ræða hófst: 1985-06-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 108

Þingmál A2 (lánsfjárlög 1986)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1985-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-16 15:53:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Kristín S. Kvaran - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-30 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-10-30 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (nefnd til að kanna rekstur Innkaupastofnunar ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-15 15:53:00 [PDF]

Þingmál A15 (lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-15 15:53:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (aukafjárveitingar)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (skattafrádráttur fyrir fiskvinnslufólk)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-06 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Kristín S. Kvaran - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (erfðalög)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1985-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-28 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-19 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Stefán Benediktsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Stefán Benediktsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A70 (kjaradómur í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Flugleiða hf.)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1985-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 1985-11-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A125 (afnám misréttis gagnvart samkynhneigðu fólki)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Kristín S. Kvaran - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1986-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1985-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (ákvarðanir um hollenskt herlið á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1985-12-03 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1985-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (réttaráhrif tæknifrjóvgunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (þáltill.) útbýtt þann 1985-11-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (sóknargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-11-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A158 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (frumvarp) útbýtt þann 1985-11-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðmundur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (rannsóknarnefnd til að kanna viðskipti Hafskips hf.)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1985-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf.)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1985-12-14 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1985-12-14 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1985-12-14 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-18 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1985-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 277 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-12-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-03 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (bifreiðamál ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 392 (þáltill.) útbýtt þann 1985-12-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (frumvarp) útbýtt þann 1986-02-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A238 (Siglingamálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1986-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A272 (ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-02-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-19 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (frumvarp) útbýtt þann 1986-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A319 (dómshús fyrir Hæstarétt Íslands)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Jón Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A336 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1986-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A338 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (frumvarp) útbýtt þann 1986-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A370 (varnir gegn hagsmunaárekstrum)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Guðmundur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A372 (vinnudeila Mjólkurfræðingafélags Íslands)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1986-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A384 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 704 (frumvarp) útbýtt þann 1986-04-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A385 (Rannsóknastofnun landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (þáltill.) útbýtt þann 1986-04-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A437 (þing Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál B53 (viðskipti Hafskips og Útvegsbankans)

Þingræður:
28. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B123 (framkvæmd framfærslulaga)

Þingræður:
65. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1986-03-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A24 (lánsfjárlög 1987)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-12-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A28 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A39 (byggðastefna og valddreifing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A49 (lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A53 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A72 (Rannsóknastofnun landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A172 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (frumvarp) útbýtt þann 1986-11-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A174 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (frumvarp) útbýtt þann 1986-11-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A257 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (frumvarp) útbýtt þann 1986-12-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A281 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (frumvarp) útbýtt þann 1987-01-20 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A33 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A43 (leyfi til slátrunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (nefndarálit) útbýtt þann 1987-10-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A54 (útflutningsleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 480 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 1988-01-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A60 (iðnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1988-02-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A194 (verkaskipting ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-12-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A282 (Síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (frumvarp) útbýtt þann 1988-02-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A294 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-02-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A323 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A331 (störf og starfshættir umboðsmanns Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A341 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A347 (lífeyrissjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (svar) útbýtt þann 1988-05-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A355 (haf- og fiskirannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A432 (Ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 782 (frumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A461 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 112

Þingmál A352 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 1990-03-23 - Sendandi: Hreggviður Jónsson, alþingismaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 1990-05-01 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 113

Þingmál A57 (fjáraukalög 1990)[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Matthías Bjarnason - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1990-11-29 00:00:00 - [HTML]
0. þingfundur - Kristinn Pétursson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1990-11-29 00:00:00 - [HTML]
0. þingfundur - Árni Gunnarsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1990-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A320 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna - [PDF]

Löggjafarþing 114

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-05-15 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1991-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1991-05-15 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Geir H. Haarde (Nefnd) - Ræða hófst: 1991-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B11 (staða viðræðna um evrópskt efnahagssvæði)

Þingræður:
3. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B12 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-21 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1991-05-22 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 115

Þingmál A1 (fjárlög 1992)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1991-12-12 16:50:00 - [HTML]
58. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1991-12-21 17:28:00 - [HTML]

Þingmál A2 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Stefán Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-10-15 14:33:00 - [HTML]
7. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1991-10-15 15:24:00 - [HTML]

Þingmál A9 (fjáraukalög 1991)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1991-11-18 14:23:00 - [HTML]

Þingmál A44 (skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1991-12-11 21:47:00 - [HTML]

Þingmál A45 (bókhald)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1991-10-25 12:15:00 - [HTML]

Þingmál A58 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-05-07 18:08:48 - [HTML]
141. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1992-05-12 15:58:40 - [HTML]

Þingmál A63 (Verðlagsráð sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1991-12-20 11:38:00 - [HTML]

Þingmál A72 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1992-04-13 22:26:00 - [HTML]

Þingmál A111 (útflutningur á raforku um sæstreng)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1992-02-06 14:53:00 - [HTML]

Þingmál A124 (Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-01-08 15:06:00 - [HTML]

Þingmál A127 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 617 - Komudagur: 1992-03-06 - Sendandi: Arnljótur B. - Bjarni Þ.- Freyr Jóh. - [PDF]

Þingmál A164 (Framkvæmdasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-01-22 15:03:00 - [HTML]

Þingmál A167 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-18 23:50:00 - [HTML]
55. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1991-12-19 02:48:00 - [HTML]

Þingmál A173 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1991-12-20 12:44:00 - [HTML]
57. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1991-12-20 13:27:00 - [HTML]

Þingmál A189 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-09 14:48:00 - [HTML]

Þingmál A205 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1991-12-16 21:05:00 - [HTML]
53. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1991-12-17 01:32:00 - [HTML]

Þingmál A214 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-13 14:52:30 - [HTML]
145. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-05-14 21:22:30 - [HTML]

Þingmál A216 (vegáætlun 1991--1994)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-05-20 00:46:34 - [HTML]

Þingmál A217 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1992-02-28 10:43:00 - [HTML]

Þingmál A222 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-19 13:54:00 - [HTML]

Þingmál A255 (jöfnun á flutningskostnaði olíuvara)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-03-17 13:54:00 - [HTML]

Þingmál A261 (Evrópuráðsþingið)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1992-02-27 12:01:00 - [HTML]

Þingmál A275 (EES-samningur og íslensk stjórnskipun)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-14 16:00:00 - [HTML]
126. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-04-14 16:31:00 - [HTML]
126. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-04-14 17:33:00 - [HTML]

Þingmál A399 (utanríkismál)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-03-31 13:52:00 - [HTML]

Þingmál A422 (vernd barna og ungmenna)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1992-04-07 17:07:00 - [HTML]

Þingmál A450 (Evrópskt efnahagssvæði og staða kvenna)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1992-05-07 17:10:52 - [HTML]

Þingmál A459 (Skipaútgerð ríkisins)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-05-07 14:27:34 - [HTML]

Þingmál A479 (greiðslur úr ríkissjóði)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-05 15:05:00 - [HTML]
133. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-05-05 15:21:15 - [HTML]
138. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-05-09 14:50:00 - [HTML]

Þingmál A543 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 1992-07-21 - Sendandi: BHMR - [PDF]

Þingmál B21 (skýrsla utanrrh. um niðurstöður samninga um Evrópskt efnahagssvæði)

Þingræður:
13. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-10-23 13:40:00 - [HTML]
13. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1991-10-23 18:03:00 - [HTML]
13. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-10-23 18:22:00 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-10-25 14:23:00 - [HTML]
19. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-11-05 18:04:00 - [HTML]
19. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-11-05 20:32:00 - [HTML]
19. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1991-11-05 22:23:00 - [HTML]
19. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-11-05 22:38:00 - [HTML]

Þingmál B69 (úrskurður Evrópudómstólsins um EES-samninginn)

Þingræður:
54. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-17 16:06:00 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-12-17 16:26:00 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-12-17 17:54:00 - [HTML]

Þingmál B130 (samningur um Evrópskt efnahagssvæði og þingleg meðferð hans)

Þingræður:
128. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-04-28 15:29:40 - [HTML]
128. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - andsvar - Ræða hófst: 1992-04-28 18:06:46 - [HTML]
128. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-04-28 18:43:00 - [HTML]

Þingmál B138 (málefni menntamálaráðs)

Þingræður:
132. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-05-04 15:42:49 - [HTML]

Þingmál B140 (evrópska efnahagssvæðið (EES))

Þingræður:
8. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1991-10-16 18:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-10-16 18:43:00 - [HTML]

Þingmál B178 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
140. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1992-05-11 21:55:33 - [HTML]

Þingmál B330 (þingfrestun)

Þingræður:
155. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir (forseti) - Ræða hófst: 1992-05-20 03:47:04 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 411 (nefndarálit) útbýtt þann 1992-12-07 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-08-20 12:50:29 - [HTML]
6. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-08-24 13:40:29 - [HTML]
6. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-08-24 15:00:59 - [HTML]
7. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-08-25 13:34:05 - [HTML]
7. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1992-08-25 14:06:23 - [HTML]
7. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-08-25 16:50:48 - [HTML]
11. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-09-01 14:07:30 - [HTML]
11. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1992-09-01 21:59:58 - [HTML]
13. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1992-09-03 13:15:55 - [HTML]
13. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1992-09-03 14:28:44 - [HTML]
13. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-09-03 15:32:08 - [HTML]
16. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-09-09 13:39:00 - [HTML]
16. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-09-09 15:32:52 - [HTML]
16. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-10 00:36:58 - [HTML]
82. þingfundur - Björn Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-14 14:59:45 - [HTML]
82. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-14 21:17:35 - [HTML]
83. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-15 14:06:23 - [HTML]
83. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-15 15:47:23 - [HTML]
83. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-12-15 22:08:10 - [HTML]
84. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1992-12-16 14:11:22 - [HTML]
84. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-12-16 20:31:40 - [HTML]
84. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1992-12-16 22:28:31 - [HTML]
84. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1992-12-17 03:49:44 - [HTML]
93. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1993-01-05 10:54:06 - [HTML]
93. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1993-01-05 14:15:11 - [HTML]
93. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1993-01-05 15:33:09 - [HTML]
93. þingfundur - Sigurður Þórólfsson - Ræða hófst: 1993-01-05 18:13:45 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1993-01-07 20:55:15 - [HTML]
96. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1993-01-07 22:54:25 - [HTML]
96. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1993-01-07 23:16:05 - [HTML]
97. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1993-01-08 15:32:23 - [HTML]
98. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1993-01-09 18:52:58 - [HTML]
98. þingfundur - Ingi Björn Albertsson - Ræða hófst: 1993-01-09 19:39:37 - [HTML]
98. þingfundur - Björn Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1993-01-09 20:07:02 - [HTML]
98. þingfundur - Ingi Björn Albertsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-01-09 20:09:20 - [HTML]
98. þingfundur - Björn Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1993-01-09 20:11:26 - [HTML]
100. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-01-12 15:55:04 - [HTML]

Þingmál A9 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-10-06 15:50:38 - [HTML]
68. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1992-12-02 22:34:38 - [HTML]
114. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-02-23 17:21:40 - [HTML]

Þingmál A11 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-09-10 15:52:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 1992-10-07 - Sendandi: Samtök íslenskra verðbréfafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 1992-11-23 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Vinnuskjal - athugasemdir v/frv. - [PDF]

Þingmál A19 (kjaradómur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-02 13:56:01 - [HTML]
12. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-02 14:57:37 - [HTML]
12. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-09-02 15:23:16 - [HTML]
15. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-09-08 13:36:44 - [HTML]
15. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1992-09-08 15:29:36 - [HTML]

Þingmál A25 (lagaákvæði á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna EES)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-09-11 11:14:05 - [HTML]

Þingmál A28 (lagaákvæði er varða samgöngumál)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-16 14:20:03 - [HTML]
22. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-09-16 14:49:31 - [HTML]

Þingmál A29 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-08-26 13:36:01 - [HTML]
8. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1992-08-26 14:33:37 - [HTML]
9. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-08-27 10:35:15 - [HTML]
9. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-08-27 12:01:18 - [HTML]
9. þingfundur - Guðrún Helgadóttir (forseti) - Ræða hófst: 1992-08-27 15:11:42 - [HTML]
9. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-08-27 15:11:46 - [HTML]
9. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-08-27 16:10:53 - [HTML]
10. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-08-31 14:58:46 - [HTML]
16. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-10 02:26:37 - [HTML]
16. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1992-09-10 03:01:54 - [HTML]
16. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-10 03:26:23 - [HTML]
64. þingfundur - Páll Pétursson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-26 16:07:52 - [HTML]
66. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-11-26 17:07:41 - [HTML]
66. þingfundur - Ragnar Arnalds - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-26 18:43:21 - [HTML]
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-11-26 20:31:39 - [HTML]
66. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1992-11-26 21:22:00 - [HTML]
66. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-11-26 22:36:29 - [HTML]
66. þingfundur - Páll Pétursson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1992-11-26 23:08:20 - [HTML]

Þingmál A30 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-17 10:33:16 - [HTML]
23. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1992-09-17 12:06:37 - [HTML]
67. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-30 13:37:49 - [HTML]
67. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-11-30 14:37:56 - [HTML]
67. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-11-30 15:18:24 - [HTML]

Þingmál A31 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-05 13:11:05 - [HTML]
48. þingfundur - Ingi Björn Albertsson - Ræða hófst: 1992-11-05 15:12:38 - [HTML]
48. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-11-05 15:22:03 - [HTML]
48. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1992-11-05 15:56:33 - [HTML]

Þingmál A41 (friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-10-07 14:42:03 - [HTML]
26. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-10-07 15:13:57 - [HTML]

Þingmál A46 (kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1992-09-08 17:39:48 - [HTML]
15. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-09-08 18:42:24 - [HTML]

Þingmál A69 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson (starfsaldursforseti) - Ræða hófst: 1992-10-08 14:47:20 - [HTML]
28. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-10-08 14:51:39 - [HTML]

Þingmál A77 (viðurkenning á menntun og prófskírteinum)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-12-02 14:33:03 - [HTML]
68. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1992-12-02 14:46:11 - [HTML]

Þingmál A110 (kaup á björgunarþyrlu)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-25 13:36:10 - [HTML]

Þingmál A123 (afstaða Landsvirkjunar til lækkunar orkuverðs)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-10-29 11:35:12 - [HTML]

Þingmál A140 (fjáraukalög 1992)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-10-27 16:24:34 - [HTML]

Þingmál A145 (lánsfjárlög 1993 o.fl.)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-01-12 18:39:49 - [HTML]

Þingmál A157 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (frumvarp) útbýtt þann 1992-10-26 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A161 (endurmat á norrænni samvinnu)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 1992-10-29 15:39:24 - [HTML]

Þingmál A190 (vegáætlun 1992)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-10 15:10:29 - [HTML]

Þingmál A211 (Sementsverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-04-05 15:13:31 - [HTML]
152. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-04-05 15:16:13 - [HTML]

Þingmál A238 (Áburðarverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-05 12:09:43 - [HTML]

Þingmál A239 (innflutningur á gröfupramma)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1993-03-18 12:54:19 - [HTML]

Þingmál A256 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
164. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1993-04-28 18:37:49 - [HTML]

Þingmál A276 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
170. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-05-05 14:26:55 - [HTML]

Þingmál A285 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-12-11 13:31:21 - [HTML]
89. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-12-22 12:27:02 - [HTML]

Þingmál A286 (skattamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 495 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1992-12-18 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A295 (fjármálaráðstafanir á sviði dóms- og kirkjumálaráðuneytis)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-12-21 12:02:50 - [HTML]

Þingmál A303 (tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1993-03-25 12:49:10 - [HTML]

Þingmál A312 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-26 10:40:07 - [HTML]

Þingmál A316 (flutningar á járnbrautum)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-03-03 14:25:25 - [HTML]

Þingmál A321 (greiðslur úr ríkissjóði o.fl.)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-04 16:08:28 - [HTML]
121. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1993-03-04 16:50:22 - [HTML]

Þingmál A326 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1422 - Komudagur: 1993-04-19 - Sendandi: Arnljótur Björnsson - [PDF]

Þingmál A329 (smábátaveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (þáltill.) útbýtt þann 1993-01-14 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A388 (ólympískir hnefaleikar)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-25 11:48:11 - [HTML]

Þingmál A440 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1993-03-24 15:01:31 - [HTML]
166. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-29 16:43:38 - [HTML]
170. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1993-05-05 14:44:56 - [HTML]

Þingmál A453 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingræður:
155. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1993-04-14 14:09:03 - [HTML]

Þingmál A572 (rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins)[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-04-19 19:01:13 - [HTML]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B44 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumr.))

Þingræður:
29. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-10-12 20:31:07 - [HTML]
29. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-10-12 22:08:34 - [HTML]

Þingmál B46 (bókaútgáfa Menningarsjóðs)

Þingræður:
28. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-10-08 15:30:38 - [HTML]

Þingmál B94 (starfsskýrslur Ríkisendurskoðunar 1990 og 1991)

Þingræður:
53. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-11-12 14:08:18 - [HTML]

Þingmál B95 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1991)

Þingræður:
53. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1992-11-12 15:57:16 - [HTML]

Þingmál B185 (fjarvera heilbrigðisráðherra)

Þingræður:
107. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - málsh. um fundarstjórn - Ræða hófst: 1993-02-11 14:10:41 - [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A1 (fjárlög 1994)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 1993-12-18 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1993-10-12 18:28:45 - [HTML]
70. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-18 18:16:04 - [HTML]

Þingmál A9 (efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1993-11-11 11:11:49 - [HTML]
33. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1993-11-11 11:31:21 - [HTML]

Þingmál A17 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A29 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1993-10-06 15:26:12 - [HTML]

Þingmál A37 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1993-11-24 14:25:08 - [HTML]
109. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-03-15 14:49:00 - [HTML]

Þingmál A38 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1993-10-20 14:41:18 - [HTML]
17. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1993-10-20 15:00:24 - [HTML]
17. þingfundur - Gunnlaugur Stefánsson - Ræða hófst: 1993-10-20 15:18:21 - [HTML]

Þingmál A42 (kostir þess að gera landið að einu kjördæmi)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Páll Pétursson - andsvar - Ræða hófst: 1993-10-28 15:22:48 - [HTML]
25. þingfundur - Gunnlaugur Stefánsson - Ræða hófst: 1993-10-28 15:41:34 - [HTML]

Þingmál A101 (álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1994-02-08 14:07:46 - [HTML]
85. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-02-08 16:14:46 - [HTML]
85. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-02-08 17:56:58 - [HTML]
85. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1994-02-08 18:50:04 - [HTML]

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A103 (réttarfar, atvinnuréttindi o.fl.)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-18 00:37:46 - [HTML]
66. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1993-12-18 01:02:31 - [HTML]
66. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1993-12-18 01:11:30 - [HTML]

Þingmál A105 (fjáraukalög 1993)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-10-26 15:45:52 - [HTML]
48. þingfundur - Sigbjörn Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-02 11:08:43 - [HTML]
48. þingfundur - Jón Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-02 11:31:13 - [HTML]

Þingmál A119 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 1993-11-03 14:28:38 - [HTML]
136. þingfundur - Pálmi Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-19 13:36:38 - [HTML]

Þingmál A196 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-11 16:27:39 - [HTML]
34. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1993-11-11 16:35:27 - [HTML]

Þingmál A200 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-08 14:23:22 - [HTML]

Þingmál A201 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1994-04-29 15:31:00 - [HTML]
152. þingfundur - Ingi Björn Albertsson - Ræða hófst: 1994-05-06 02:30:37 - [HTML]
152. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1994-05-06 04:43:05 - [HTML]
152. þingfundur - Ingi Björn Albertsson - Ræða hófst: 1994-05-06 04:50:09 - [HTML]
159. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1994-05-11 18:28:41 - [HTML]

Þingmál A233 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1993-12-18 01:17:54 - [HTML]

Þingmál A235 (slysavarnaráð)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Lára Margrét Ragnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-10 15:52:48 - [HTML]

Þingmál A239 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-12-07 18:20:37 - [HTML]

Þingmál A244 (prestssetur)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-12-17 23:47:28 - [HTML]
66. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1993-12-18 00:12:07 - [HTML]

Þingmál A251 (skattamál)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1993-11-30 14:18:00 - [HTML]
65. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-17 10:44:52 - [HTML]
65. þingfundur - Ingi Björn Albertsson (4. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-17 15:51:35 - [HTML]
67. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1993-12-18 10:08:08 - [HTML]
72. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-12-20 23:18:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 421 - Komudagur: 1993-12-15 - Sendandi: Búnaðarsamband Vestfjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 473 - Komudagur: 1993-12-28 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: Erindi í VINNAN eftir Benedikt Davíðsson - [PDF]

Þingmál A255 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-04-26 17:42:23 - [HTML]
141. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1994-04-26 23:32:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 1994-02-28 - Sendandi: Samkeppnisstofnun, - [PDF]
Dagbókarnúmer 816 - Komudagur: 1994-03-07 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir -samantekt - [PDF]

Þingmál A260 (Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-12-16 01:02:46 - [HTML]

Þingmál A283 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Petrína Baldursdóttir - Ræða hófst: 1994-05-03 18:06:53 - [HTML]
149. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-03 22:37:39 - [HTML]

Þingmál A288 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-09 16:04:27 - [HTML]

Þingmál A301 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1993-12-21 02:50:06 - [HTML]

Þingmál A302 (stöðvun verkfalls fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-01-25 15:48:26 - [HTML]
76. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1994-01-25 18:44:48 - [HTML]
76. þingfundur - Guðni Ágústsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1994-01-25 19:08:54 - [HTML]
100. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-01 19:09:06 - [HTML]

Þingmál A303 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-18 15:50:50 - [HTML]

Þingmál A322 (afnám tvísköttunar af lífeyrisgreiðslum)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 1994-03-08 18:19:43 - [HTML]

Þingmál A332 (sjónvarps- og útvarpssendingar frá Alþingi)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-03-29 18:10:57 - [HTML]

Þingmál A371 (vernd Breiðafjarðar)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1994-03-01 16:29:09 - [HTML]

Þingmál A377 (umboðsmaður barna)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Ingi Björn Albertsson - Ræða hófst: 1994-05-06 15:45:20 - [HTML]

Þingmál A378 (stefnumótandi byggðaáætlun 1994--1997)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1027 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-04-26 18:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A405 (Fríverslunarsamtök Evrópu 1993)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-02-24 16:28:05 - [HTML]
97. þingfundur - Páll Pétursson - andsvar - Ræða hófst: 1994-02-24 17:07:00 - [HTML]
97. þingfundur - Björn Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 1994-02-24 17:08:00 - [HTML]

Þingmál A429 (evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-04-08 18:23:45 - [HTML]

Þingmál A431 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Búlgaríu)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-04-06 18:25:08 - [HTML]

Þingmál A445 (happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-06 14:52:27 - [HTML]

Þingmál A452 (fjáraukalög 1993)[HTML]

Þingræður:
155. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-05-07 14:28:50 - [HTML]
155. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1994-05-07 15:10:48 - [HTML]

Þingmál A468 (sala ríkisins á SR-mjöli)[HTML]

Þingræður:
148. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson - Ræða hófst: 1994-05-02 21:02:25 - [HTML]
148. þingfundur - Jón Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-02 21:24:13 - [HTML]

Þingmál A469 (flugmálaáætlun 1994--1997)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-24 15:10:08 - [HTML]

Þingmál A532 (merkingar varðandi orkunotkun heimilistækja)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1994-04-08 18:42:38 - [HTML]

Þingmál A537 (fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-04-08 14:27:07 - [HTML]
138. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1994-04-20 14:52:22 - [HTML]
138. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-04-20 15:38:16 - [HTML]
138. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-04-20 15:45:24 - [HTML]
157. þingfundur - Páll Pétursson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-10 17:46:57 - [HTML]
158. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-05-11 12:25:30 - [HTML]

Þingmál A547 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-04-07 12:00:26 - [HTML]

Þingmál A550 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-05-06 10:10:51 - [HTML]

Þingmál A551 (viðurkenning á menntun og prófskírteinum)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-05-06 11:10:24 - [HTML]

Þingmál A554 (reynslusveitarfélög)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-05 18:28:03 - [HTML]

Þingmál A555 (hópuppsagnir)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-04-07 16:07:22 - [HTML]

Þingmál A557 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-05 23:45:06 - [HTML]

Þingmál A561 (vöruflutningar á landi)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-04-12 17:23:45 - [HTML]

Þingmál A614 (samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Jón Helgason - andsvar - Ræða hófst: 1994-04-28 17:37:49 - [HTML]

Þingmál B28 (skýrsla dómsmálaráðherra um málefni Happdrættis Háskóla Íslands og almannavarna)

Þingræður:
14. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-10-18 17:11:17 - [HTML]

Þingmál B59 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármálaleg samskipti Hrafns Gunnlaugssonar við ýmsa opinbera aðila)

Þingræður:
30. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1993-11-04 16:16:36 - [HTML]

Þingmál B68 (starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1992)

Þingræður:
82. þingfundur - Pálmi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-03 10:33:38 - [HTML]
82. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1994-02-03 11:37:06 - [HTML]

Þingmál B69 (skýrsla umboðsmanns Alþingis)

Þingræður:
39. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1993-11-18 11:03:16 - [HTML]
39. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 1993-11-18 13:32:05 - [HTML]
39. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-18 14:32:43 - [HTML]

Þingmál B79 (framlagning skattafrumvarpa ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
43. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1993-11-24 13:40:08 - [HTML]

Þingmál B90 (skattlagning aflaheimilda)

Þingræður:
44. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1993-11-25 16:41:22 - [HTML]

Þingmál B107 (svar við fyrirspurn um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna)

Þingræður:
51. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1993-12-07 13:44:56 - [HTML]

Þingmál B175 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1991 og 1992)

Þingræður:
92. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1994-02-17 13:04:35 - [HTML]
92. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-02-17 13:06:53 - [HTML]
92. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1994-02-17 13:07:44 - [HTML]

Þingmál B248 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumr.))

Þingræður:
151. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1994-05-04 21:02:36 - [HTML]
151. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1994-05-04 22:17:07 - [HTML]

Þingmál B273 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu SR-mjöls)

Þingræður:
139. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - málsh. um fundarstjórn - Ræða hófst: 1994-04-25 15:03:40 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A1 (fjárlög 1995)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-10-12 14:05:25 - [HTML]
66. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1994-12-21 18:07:14 - [HTML]

Þingmál A6 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-10-05 14:47:42 - [HTML]

Þingmál A7 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A9 (héraðsdómur í skatta- og bókhaldsmálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 1994-11-09 - Sendandi: Héraðsdómur Reykjaness - [PDF]

Þingmál A46 (fjárframlög til stjórnmálaflokka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (þáltill.) útbýtt þann 1994-10-10 11:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A66 (fjáraukalög 1994)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jón Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1994-12-21 10:37:27 - [HTML]
66. þingfundur - Jón Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1994-12-21 11:10:30 - [HTML]

Þingmál A70 (nefnd til að kanna útlánatöp innlánsstofnana)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-11-22 17:26:29 - [HTML]

Þingmál A77 (vantraust á ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-10-24 20:33:46 - [HTML]

Þingmál A106 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-03 14:05:50 - [HTML]

Þingmál A123 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-02-15 00:10:27 - [HTML]

Þingmál A126 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-24 11:56:45 - [HTML]
105. þingfundur - Svavar Gestsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 1995-02-24 15:20:01 - [HTML]

Þingmál A127 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-11-08 19:23:47 - [HTML]

Þingmál A183 (leiðtogafundur á Þingvöllum árið 2000)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-08 17:19:14 - [HTML]
52. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1994-12-08 17:41:31 - [HTML]

Þingmál A263 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-01-30 15:49:17 - [HTML]

Þingmál A289 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-02-01 15:15:38 - [HTML]

Þingmál A293 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1995-02-25 16:56:20 - [HTML]

Þingmál A295 (tjáningarfrelsi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 1995-02-02 12:36:28 - [HTML]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-19 15:26:24 - [HTML]
63. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1994-12-19 16:26:53 - [HTML]
104. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1995-02-23 17:06:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 1995-01-17 - Sendandi: Jónas Haraldsson hrl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 897 - Komudagur: 1995-01-23 - Sendandi: Samtökin 78 - [PDF]
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 1995-01-25 - Sendandi: Jafnréttisráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 992 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1050 - Komudagur: 1995-02-06 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]

Þingmál A342 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1995-02-22 13:08:13 - [HTML]

Þingmál A344 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1994-12-30 01:56:44 - [HTML]

Þingmál A430 (framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-02-22 00:57:12 - [HTML]

Þingmál A445 (vaxtalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 1995-02-24 - Sendandi: Samtök fjárfesta - [PDF]

Þingmál A451 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1995-02-25 16:03:33 - [HTML]

Þingmál B13 (staða ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
5. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1994-10-10 14:58:46 - [HTML]

Þingmál B39 (samstarfsörðugleikar innan lögreglunnar í Kópavogi)

Þingræður:
24. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 1994-11-02 15:48:01 - [HTML]

Þingmál B162 (hringamyndun og samþjöppun valds í íslenskri fjölmiðlun)

Þingræður:
91. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-13 16:00:32 - [HTML]

Þingmál B171 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumr.))

Þingræður:
103. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-02-22 20:35:28 - [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A3 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-05-19 13:25:33 - [HTML]
21. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-06-13 21:34:04 - [HTML]

Þingmál A11 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1995-06-07 14:15:59 - [HTML]

Þingmál A13 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1 - Komudagur: 1995-05-24 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: Dómur hæstaréttar - [PDF]

Þingmál A14 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-29 15:38:42 - [HTML]
7. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-05-29 15:44:34 - [HTML]
7. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-05-29 16:17:49 - [HTML]
7. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-05-29 16:30:00 - [HTML]
7. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-05-29 16:43:09 - [HTML]

Þingmál A22 (notkun myndlykla)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-31 14:56:37 - [HTML]

Þingmál A27 (Alþjóðaviðskiptastofnunin)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-12 17:04:35 - [HTML]
20. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1995-06-12 23:07:27 - [HTML]
22. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-14 16:10:16 - [HTML]

Þingmál A28 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1995-06-12 16:15:23 - [HTML]

Þingmál A36 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1995-06-15 11:07:29 - [HTML]

Þingmál A39 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-10 13:09:58 - [HTML]

Þingmál B3 (kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa)

Þingræður:
1. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (forseti) - Ræða hófst: 1995-05-17 14:32:42 - [HTML]

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumr.))

Þingræður:
2. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1995-05-18 21:21:20 - [HTML]

Þingmál B16 (forsetaúrskurður um hæfi þingmanns til umfjöllunar um þingmál)

Þingræður:
5. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (forseti) - Ræða hófst: 1995-05-23 14:00:52 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A1 (fjárlög 1996)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-14 15:38:37 - [HTML]
65. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1995-12-14 20:43:04 - [HTML]

Þingmál A11 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 1995-10-05 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 1995-10-05 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A16 (opinber fjölskyldustefna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1995-10-12 12:14:24 - [HTML]

Þingmál A21 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1995-10-05 11:10:36 - [HTML]

Þingmál A62 (ólöglegur innflutningur fíkniefna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Arnþrúður Karlsdóttir - Ræða hófst: 1995-10-12 15:04:09 - [HTML]

Þingmál A96 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1995-11-29 22:09:06 - [HTML]
46. þingfundur - Kristján Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-11-30 12:08:34 - [HTML]
46. þingfundur - Kristján Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-11-30 12:12:06 - [HTML]
51. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1995-12-04 15:46:48 - [HTML]

Þingmál A119 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-20 11:02:31 - [HTML]

Þingmál A140 (samningar ríkisvaldsins um stofnframkvæmdir og viðhald heilbrigðisstofnana)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-11-17 14:21:33 - [HTML]
34. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1995-11-17 15:34:04 - [HTML]

Þingmál A146 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-20 17:21:59 - [HTML]
37. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1995-11-20 17:34:50 - [HTML]
37. þingfundur - Viktor B. Kjartansson - Ræða hófst: 1995-11-20 17:42:48 - [HTML]
37. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1995-11-20 17:48:32 - [HTML]
37. þingfundur - Ólafur Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-11-20 17:57:54 - [HTML]

Þingmál A156 (stefnumótun í löggæslu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-21 16:47:06 - [HTML]

Þingmál A163 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-12-06 14:38:02 - [HTML]

Þingmál A167 (endurskoðun á meiðyrðalöggjöfinni)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 1995-11-28 17:42:24 - [HTML]

Þingmál A188 (jöfnun atkvæðisréttar)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Viktor B. Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-27 17:13:04 - [HTML]
41. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1995-11-27 18:23:19 - [HTML]

Þingmál A207 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1995-12-07 11:36:44 - [HTML]

Þingmál A224 (laun forseta Íslands)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1995-12-11 17:02:05 - [HTML]
59. þingfundur - Ólafur Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-12-11 17:10:31 - [HTML]

Þingmál A225 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1995-12-20 14:15:31 - [HTML]
73. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1995-12-20 23:06:49 - [HTML]

Þingmál A254 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-02-12 15:40:10 - [HTML]
91. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-02-15 17:54:08 - [HTML]
128. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-04-30 21:54:50 - [HTML]

Þingmál A261 (trúnaðarsamband fjölmiðlamanna og heimildarmanna)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-02-06 14:30:41 - [HTML]
84. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1996-02-06 14:39:28 - [HTML]
84. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1996-02-06 15:03:57 - [HTML]

Þingmál A274 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-02-01 12:28:29 - [HTML]

Þingmál A297 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-15 10:31:31 - [HTML]
91. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-02-15 11:48:34 - [HTML]
91. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1996-02-15 12:34:11 - [HTML]
91. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-02-15 13:33:25 - [HTML]
91. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1996-02-15 13:56:45 - [HTML]
138. þingfundur - Sturla Böðvarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1996-05-15 17:49:44 - [HTML]

Þingmál A320 (staðfest samvist)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1339 - Komudagur: 1996-04-10 - Sendandi: Samtökin '78, félag lesbía/homma - [PDF]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - andsvar - Ræða hófst: 1996-02-27 17:26:00 - [HTML]
158. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-06-03 10:04:22 - [HTML]
158. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-06-03 17:38:17 - [HTML]
160. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-06-04 10:25:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 1996-03-12 - Sendandi: Hafdís Ólafsdóttir nefndarritari - [PDF]

Þingmál A333 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-03-06 14:29:42 - [HTML]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 1996-05-24 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
132. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-07 15:15:13 - [HTML]
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-07 17:23:27 - [HTML]
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-07 21:18:23 - [HTML]
134. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1996-05-09 12:46:47 - [HTML]
134. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1996-05-09 21:01:55 - [HTML]
134. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-09 22:27:01 - [HTML]
135. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1996-05-10 15:12:30 - [HTML]
136. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-05-13 23:15:03 - [HTML]
137. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-05-14 15:08:37 - [HTML]
148. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-24 15:27:33 - [HTML]
148. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-24 15:31:07 - [HTML]
148. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-24 17:51:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1521 - Komudagur: 1996-04-17 - Sendandi: Félag hásk. menntaðra starfsm. stjórnarráðsins, Iðnaðarráðuneytinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 1996-04-17 - Sendandi: Félag starfsmanna Alþingis og Starfsmannafél. Ríkisendurskoðunar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1570 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Stéttarfélag lögfræðinga, b.t. Jóns V. G. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1581 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 1996-05-20 - Sendandi: Andri Árnason hrl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 1996-05-22 - Sendandi: A & P lögmenn - [PDF]

Þingmál A376 (réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-03-11 15:47:24 - [HTML]
104. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-03-11 16:21:49 - [HTML]

Þingmál A399 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-18 15:43:47 - [HTML]
109. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-18 16:31:18 - [HTML]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-03-22 17:57:59 - [HTML]
140. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-05-17 17:30:33 - [HTML]
140. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-17 18:36:48 - [HTML]
143. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-21 16:26:08 - [HTML]
146. þingfundur - Gísli S. Einarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-23 10:46:34 - [HTML]
154. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-30 13:30:18 - [HTML]

Þingmál A423 (þjónustusamningar og hagræðing í ríkisrekstri)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-04-11 14:32:44 - [HTML]
116. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-04-11 15:00:22 - [HTML]

Þingmál A428 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-04-17 20:34:01 - [HTML]

Þingmál A437 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 1996-04-12 16:49:35 - [HTML]

Þingmál A464 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-04-18 14:44:19 - [HTML]

Þingmál A471 (Evrópusamningur um forsjá barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 806 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1996-04-10 11:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A519 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-06-04 21:17:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2065 - Komudagur: 1996-05-23 - Sendandi: Félag úthafsútgerða - [PDF]

Þingmál B135 (fíkniefna- og ofbeldisvandinn)

Þingræður:
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1995-12-12 15:20:51 - [HTML]
60. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - Ræða hófst: 1995-12-12 16:09:47 - [HTML]

Þingmál B151 (þingstörf fram að jólahléi)

Þingræður:
73. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1995-12-20 10:20:10 - [HTML]

Þingmál B202 (póstur og sími)

Þingræður:
95. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1996-02-26 15:33:32 - [HTML]
95. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1996-02-26 15:34:22 - [HTML]

Þingmál B222 (aukastörf dómara)

Þingræður:
107. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-13 15:39:13 - [HTML]
107. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-03-13 15:50:50 - [HTML]
107. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-03-13 15:53:48 - [HTML]
107. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-03-13 15:56:53 - [HTML]

Þingmál B262 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
125. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-04-23 15:24:20 - [HTML]
125. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1996-04-23 20:30:54 - [HTML]
125. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-23 22:03:39 - [HTML]

Þingmál B276 (forræðismál Sophiu Hansen)

Þingræður:
128. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-04-30 13:58:08 - [HTML]

Þingmál B277 (afgreiðsla efh.- og viðskn. á frumvarpi um ríkisstarfsmenn)

Þingræður:
128. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson - Ræða hófst: 1996-04-30 14:16:11 - [HTML]

Þingmál B279 (úthlutun sjónvarpsrása)

Þingræður:
129. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-02 13:48:47 - [HTML]

Þingmál B350 (þingfrestun)

Þingræður:
163. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (forseti) - Ræða hófst: 1996-06-05 22:14:01 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A1 (fjárlög 1997)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1996-10-08 16:37:49 - [HTML]
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1996-10-08 19:24:30 - [HTML]
43. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-13 11:59:35 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-13 12:01:49 - [HTML]
43. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-12-13 18:04:29 - [HTML]
43. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-12-13 20:53:58 - [HTML]

Þingmál A4 (stytting vinnutíma án lækkunar launa)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-18 15:48:51 - [HTML]

Þingmál A14 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 1996-10-02 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-10-29 15:59:30 - [HTML]

Þingmál A15 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 1996-10-02 20:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-10-14 17:56:57 - [HTML]
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-10-14 18:04:18 - [HTML]

Þingmál A21 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-10-16 13:37:26 - [HTML]
9. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1996-10-16 14:01:07 - [HTML]
9. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-10-16 14:45:59 - [HTML]
9. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-10-16 15:40:05 - [HTML]
9. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-10-16 16:00:33 - [HTML]
11. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1996-10-28 17:24:13 - [HTML]
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-10-28 17:41:29 - [HTML]

Þingmál A28 (fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-10-09 14:18:32 - [HTML]

Þingmál A48 (fjáraukalög 1996)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1996-10-17 12:28:45 - [HTML]
10. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-10-17 15:38:12 - [HTML]
10. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-10-17 15:53:14 - [HTML]
38. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1996-12-10 15:21:28 - [HTML]

Þingmál A54 (fullgilding samnings um verndun víðförulla fiskstofna og stjórnun veiða úr þeim)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-10-15 14:06:15 - [HTML]

Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (nefndarálit) útbýtt þann 1996-12-12 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-10-10 13:45:07 - [HTML]
42. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-12 15:11:44 - [HTML]
42. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-12 15:55:12 - [HTML]

Þingmál A100 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-15 13:33:30 - [HTML]
25. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-11-15 13:56:23 - [HTML]
25. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1996-11-15 14:16:41 - [HTML]
25. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-11-15 14:42:27 - [HTML]
123. þingfundur - Sturla Böðvarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-13 20:42:57 - [HTML]
123. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1997-05-13 21:47:24 - [HTML]
123. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1997-05-13 22:01:33 - [HTML]
123. þingfundur - Sturla Böðvarsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-13 22:44:52 - [HTML]
123. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-13 22:52:19 - [HTML]
123. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-13 22:53:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 822 - Komudagur: 1997-01-24 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1009 - Komudagur: 1997-03-06 - Sendandi: Háskóli Íslands, lagadeild - Skýring: (lögfræðiálit) - [PDF]

Þingmál A119 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (nefndarálit) útbýtt þann 1996-12-16 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-11-07 17:13:00 - [HTML]
20. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-11-07 18:01:07 - [HTML]
47. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-12-17 14:29:21 - [HTML]

Þingmál A136 (samkeppnisstarfsemi á vegum Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 1996-11-13 13:43:09 - [HTML]

Þingmál A146 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-04 14:58:25 - [HTML]

Þingmál A171 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-11-19 15:31:44 - [HTML]
77. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1997-02-25 15:53:59 - [HTML]
77. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-25 16:09:35 - [HTML]
77. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-25 16:11:15 - [HTML]

Þingmál A175 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-21 15:43:47 - [HTML]
30. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 1996-11-21 18:49:56 - [HTML]
30. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-11-21 20:32:47 - [HTML]
61. þingfundur - Stefán Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-04 13:33:13 - [HTML]
61. þingfundur - Svavar Gestsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-04 14:12:17 - [HTML]
61. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-02-04 18:49:13 - [HTML]
61. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-04 20:04:45 - [HTML]
69. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-02-12 15:00:42 - [HTML]

Þingmál A180 (lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-03 14:54:43 - [HTML]
33. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-12-03 15:26:13 - [HTML]

Þingmál A189 (sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-05 11:10:09 - [HTML]
36. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-12-05 11:10:58 - [HTML]
36. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-05 11:58:37 - [HTML]

Þingmál A197 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-16 20:39:37 - [HTML]

Þingmál A202 (sala afla á fiskmörkuðum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1997-03-03 17:18:32 - [HTML]
82. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1997-03-03 17:46:18 - [HTML]

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 956 - Komudagur: 1997-02-26 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Ýmis gögn frá ritara - [PDF]
Dagbókarnúmer 983 - Komudagur: 1997-03-04 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (Upplýsingar frá ritara) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 1997-04-02 - Sendandi: Viðar Már Matthíasson prófessor - [PDF]

Þingmál A237 (Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 1997-05-05 16:59:03 - [HTML]

Þingmál A258 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2221 - Komudagur: 1997-05-28 - Sendandi: Lögreglustjóraembættið í Reykjavík - Skýring: (ýmis gögn og upplýsingar) - [PDF]

Þingmál A260 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-02-18 14:12:18 - [HTML]

Þingmál A284 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-03-04 14:44:43 - [HTML]

Þingmál A301 (staða þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1997-02-11 16:23:34 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1997-02-13 10:42:42 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-13 11:00:26 - [HTML]
70. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 1997-02-13 11:06:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 1997-03-17 - Sendandi: Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju, B/t Björgvins Brynjólfssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A308 (fræðsla til að búa nemendur í framhaldsskóla undir þátttöku í samfélaginu)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-20 13:47:01 - [HTML]

Þingmál A323 (rafknúin farartæki á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-24 19:43:53 - [HTML]

Þingmál A408 (Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Svavar Gestsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1997-03-13 21:03:40 - [HTML]
109. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-04-22 18:08:28 - [HTML]

Þingmál A409 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1997-03-11 14:52:05 - [HTML]
90. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-03-13 13:40:05 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-04-22 14:14:12 - [HTML]

Þingmál A495 (skjaldarmerki Íslands)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-23 16:46:24 - [HTML]

Þingmál A514 (upplýsingar ráðherra um málefni hlutafélags í ríkiseigu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 861 (þáltill.) útbýtt þann 1997-04-03 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A530 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1331 (nefndarálit) útbýtt þann 1997-05-16 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-18 15:50:10 - [HTML]
106. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 1997-04-18 16:41:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 1997-04-30 - Sendandi: Hagall, Árni Reynisson, Árni Reynisson - [PDF]

Þingmál A567 (gjaldtaka lögmanna og fjármálastofnana)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-16 15:14:54 - [HTML]

Þingmál A601 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-05-07 15:28:09 - [HTML]

Þingmál B1 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1996-10-02 20:33:51 - [HTML]
2. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 1996-10-02 22:04:55 - [HTML]

Þingmál B28 (Byggðastofnun)

Þingræður:
3. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1996-10-07 15:11:10 - [HTML]

Þingmál B65 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995)

Þingræður:
20. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-11-07 11:11:39 - [HTML]

Þingmál B66 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1995)

Þingræður:
24. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-11-14 12:28:12 - [HTML]
24. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-11-14 12:44:44 - [HTML]
24. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1996-11-14 12:46:57 - [HTML]

Þingmál B67 (starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1995)

Þingræður:
24. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-11-14 11:17:39 - [HTML]
24. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1996-11-14 11:26:19 - [HTML]

Þingmál B87 (fjárstyrkur til heilsárshótela á landsbyggðinni 1995)

Þingræður:
24. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-14 13:31:15 - [HTML]
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-11-14 13:44:58 - [HTML]

Þingmál B105 (skrifleg svör við fyrirspurnum)

Þingræður:
28. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-11-20 13:45:17 - [HTML]
28. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1996-11-20 13:51:22 - [HTML]

Þingmál B123 (skýrsla námsmanna um LÍN)

Þingræður:
33. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-12-03 14:42:24 - [HTML]

Þingmál B161 (breytingar umhverfisráðherra á reglugerð um mengunarvarnir)

Þingræður:
56. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1997-01-28 16:46:34 - [HTML]
56. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1997-01-28 16:57:53 - [HTML]

Þingmál B201 (starfskjör yfirmanna í ríkisbönkunum)

Þingræður:
74. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-02-19 16:08:40 - [HTML]

Þingmál B242 (umræða um strand farmskipsins Víkartinds)

Þingræður:
89. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-03-12 15:48:47 - [HTML]

Þingmál B262 (réttur alþingismanna til upplýsinga um fyrirtæki og stofnanir í ríkiseigu)

Þingræður:
95. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1997-03-20 13:33:52 - [HTML]
95. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-03-20 13:48:00 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A1 (fjárlög 1998)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-10-08 15:28:11 - [HTML]
41. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-12 11:39:35 - [HTML]
41. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-12 11:41:43 - [HTML]
41. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1997-12-12 22:06:09 - [HTML]
41. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-12 22:20:18 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-12-12 23:47:14 - [HTML]
42. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-12-13 14:53:03 - [HTML]

Þingmál A11 (eftirlit með starfsemi stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-13 17:11:11 - [HTML]

Þingmál A36 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1997-10-23 16:37:07 - [HTML]

Þingmál A50 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 1997-10-07 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A55 (fjáraukalög 1997)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1997-10-14 15:01:26 - [HTML]

Þingmál A56 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp) útbýtt þann 1997-10-07 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A57 (lögmenn)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-10-20 15:25:16 - [HTML]
136. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1998-05-28 14:37:19 - [HTML]

Þingmál A69 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-11-11 15:04:11 - [HTML]

Þingmál A92 (rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-02-02 15:52:14 - [HTML]
56. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-02-02 16:59:00 - [HTML]

Þingmál A96 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-25 14:49:32 - [HTML]
75. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-02-25 15:18:49 - [HTML]

Þingmál A101 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-11-11 17:34:56 - [HTML]

Þingmál A165 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1997-12-17 14:34:11 - [HTML]
46. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-12-17 15:09:30 - [HTML]

Þingmál A176 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1998-03-05 14:30:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 1997-11-20 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 1997-12-04 - Sendandi: Hæstiréttur Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 525 - Komudagur: 1997-12-12 - Sendandi: Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari - [PDF]
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 1998-01-28 - Sendandi: Jóhanna Sigurðardóttir alþm. og Guðrún Helgadóttir alþm. - [PDF]

Þingmál A186 (agi í skólum landsins)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-01-27 16:55:15 - [HTML]

Þingmál A187 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-13 16:06:09 - [HTML]

Þingmál A197 (framleiðsla íslenskra matvæla á forsendum sjálfbærrar þróunar)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Gísli S. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-03 17:12:50 - [HTML]

Þingmál A249 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1997-11-18 16:16:29 - [HTML]
27. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-11-18 16:22:47 - [HTML]
27. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-11-18 16:23:51 - [HTML]
27. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-11-18 16:25:08 - [HTML]

Þingmál A277 (vörugjald)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Kristján Pálsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-25 15:29:26 - [HTML]

Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-04-28 19:27:04 - [HTML]
115. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-04-30 13:51:45 - [HTML]
117. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-04 16:40:09 - [HTML]
118. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1998-05-05 22:06:33 - [HTML]
121. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-05-08 14:28:46 - [HTML]

Þingmál A290 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1997-12-04 16:36:48 - [HTML]

Þingmál A304 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-18 21:54:49 - [HTML]

Þingmál A328 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1997-12-08 17:01:59 - [HTML]

Þingmál A338 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-13 17:55:53 - [HTML]

Þingmál A348 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1998-01-27 18:22:07 - [HTML]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-02-19 12:19:54 - [HTML]
124. þingfundur - Gísli S. Einarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-11 15:42:59 - [HTML]
124. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-11 17:06:57 - [HTML]
133. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-26 16:57:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 1998-05-18 - Sendandi: Tryggvi Gunnarsson hrl. - [PDF]

Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 10:48:40 - [HTML]
125. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-05-12 13:33:36 - [HTML]

Þingmál A390 (flutningur ríkisstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 708 (þáltill.) útbýtt þann 1998-01-28 13:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A443 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1998-03-24 14:56:14 - [HTML]

Þingmál A480 (gjald af áfengi)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-03 17:01:59 - [HTML]

Þingmál A507 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-06 14:09:26 - [HTML]
81. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-06 14:15:23 - [HTML]
82. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-03-09 17:55:33 - [HTML]
126. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-13 13:51:44 - [HTML]
127. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-14 13:34:00 - [HTML]
128. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1998-05-15 15:24:13 - [HTML]
129. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-16 12:14:32 - [HTML]
129. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1998-05-16 16:13:50 - [HTML]
131. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-19 10:42:37 - [HTML]

Þingmál A508 (byggingar- og húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1998-03-10 17:01:04 - [HTML]

Þingmál A553 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1544 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-06-04 18:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A559 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-05-26 14:26:21 - [HTML]
133. þingfundur - Hjálmar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-26 14:31:31 - [HTML]
133. þingfundur - Hjálmar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-26 14:42:47 - [HTML]
144. þingfundur - Hjálmar Jónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-06-04 16:08:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2058 - Komudagur: 1998-04-27 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A603 (kjaramál fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1998-03-25 17:19:46 - [HTML]
94. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-03-25 21:08:47 - [HTML]

Þingmál A630 (fjáraukalög 1997)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-04-14 15:16:28 - [HTML]

Þingmál A684 (jöfnun flutningskostnaðar á sláturfé)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Hjálmar Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-04 14:03:50 - [HTML]
116. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1998-05-04 14:12:41 - [HTML]

Þingmál A723 (skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
146. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-06-05 10:07:39 - [HTML]

Þingmál B57 (starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1996)

Þingræður:
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-10-16 14:08:30 - [HTML]
11. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1997-10-16 14:25:12 - [HTML]
11. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1997-10-16 15:15:47 - [HTML]

Þingmál B58 (grunnskólinn og kjaramál kennara)

Þingræður:
13. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-10-21 13:52:44 - [HTML]

Þingmál B81 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
21. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1997-11-06 15:28:38 - [HTML]
100. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1998-03-31 18:02:00 - [HTML]

Þingmál B86 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996)

Þingræður:
25. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-11-13 10:56:30 - [HTML]

Þingmál B216 (túlkun þingskapa)

Þingræður:
66. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-02-12 10:39:31 - [HTML]

Þingmál B220 (uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi)

Þingræður:
68. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-16 16:54:14 - [HTML]

Þingmál B235 (samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda)

Þingræður:
69. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-02-17 15:10:20 - [HTML]
69. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1998-02-17 15:43:29 - [HTML]
69. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-17 15:55:19 - [HTML]
69. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1998-02-17 16:22:00 - [HTML]
69. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1998-02-17 17:13:11 - [HTML]

Þingmál B277 (staðan í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna)

Þingræður:
92. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1998-03-23 16:21:23 - [HTML]

Þingmál B295 (kostnaður Landsbankans við laxveiðar og rangar upplýsingar í svari ráðherra til Alþingis)

Þingræður:
101. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-06 14:17:20 - [HTML]

Þingmál B439 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
143. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1998-06-03 21:53:34 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A14 (mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1998-10-12 17:05:25 - [HTML]

Þingmál A51 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-02 16:11:19 - [HTML]
17. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1998-11-02 16:22:28 - [HTML]

Þingmál A91 (flutningur ríkisstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (þáltill.) útbýtt þann 1998-10-13 16:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A97 (dreifðir gagnagrunnar á heilbrigðissviði og persónuvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (þáltill.) útbýtt þann 1998-10-13 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A109 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1998-12-08 22:12:33 - [HTML]
35. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1998-12-08 23:37:27 - [HTML]

Þingmál A146 (leiklistarlög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-10-22 12:58:04 - [HTML]

Þingmál A172 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-03 18:27:47 - [HTML]
18. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1998-11-03 19:12:42 - [HTML]

Þingmál A181 (orka fallvatna og nýting hennar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (frumvarp) útbýtt þann 1998-11-03 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A183 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 1999-02-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A225 (Orkusjóður)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1998-11-16 17:31:13 - [HTML]
24. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-11-16 17:42:32 - [HTML]

Þingmál A254 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1998-11-19 16:38:47 - [HTML]
64. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1999-02-11 17:41:54 - [HTML]
64. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-02-11 17:44:07 - [HTML]
64. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1999-02-11 17:45:20 - [HTML]
64. þingfundur - Magnús Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-02-11 17:46:43 - [HTML]

Þingmál A282 (skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-12-03 12:20:06 - [HTML]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-12-18 14:53:07 - [HTML]
52. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1999-01-11 18:04:40 - [HTML]
52. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 1999-01-11 19:37:53 - [HTML]
53. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-01-12 12:23:06 - [HTML]
53. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1999-01-12 13:03:49 - [HTML]
53. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1999-01-12 13:43:34 - [HTML]
55. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-01-13 11:32:31 - [HTML]
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-01-13 13:02:04 - [HTML]

Þingmál A426 (skipun hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-02-17 15:01:04 - [HTML]
68. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1999-02-17 15:05:54 - [HTML]
68. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-02-17 15:09:02 - [HTML]

Þingmál A475 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1999-02-11 18:36:05 - [HTML]
64. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-02-11 18:45:37 - [HTML]

Þingmál A509 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1999-02-19 15:13:02 - [HTML]

Þingmál A540 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1999-02-26 13:31:00 - [HTML]

Þingmál B106 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997)

Þingræður:
25. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 1998-11-17 14:41:09 - [HTML]
25. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-11-17 16:25:22 - [HTML]

Þingmál B136 (breyttar áherslur í Evrópumálum)

Þingræður:
33. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1998-12-04 13:35:57 - [HTML]

Þingmál B138 (dómur Hæstaréttar um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
33. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1998-12-04 14:15:00 - [HTML]

Þingmál B196 (dagskrá fundarins)

Þingræður:
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-01-06 13:55:08 - [HTML]

Þingmál B291 (svör við fyrirspurnum)

Þingræður:
73. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1999-02-26 10:41:04 - [HTML]

Þingmál B356 (umræða um málefni sjávarútvegsins)

Þingræður:
85. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1999-03-11 10:34:34 - [HTML]

Löggjafarþing 124

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1999-06-10 12:40:50 - [HTML]
2. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1999-06-10 14:23:35 - [HTML]
5. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 1999-06-15 12:16:10 - [HTML]

Þingmál B55 (rekstrarvandi sjúkrahúsanna og sumarlokanir)

Þingræður:
5. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 1999-06-15 13:52:08 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A1 (fjárlög 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 1999-12-15 11:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-10 11:56:29 - [HTML]
42. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-10 15:14:46 - [HTML]
42. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-10 15:16:41 - [HTML]
42. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1999-12-10 16:50:42 - [HTML]
42. þingfundur - Hjálmar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-10 17:16:02 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Bjarnason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-15 16:10:22 - [HTML]
46. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1999-12-15 21:31:23 - [HTML]

Þingmál A3 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1999-10-06 15:23:55 - [HTML]

Þingmál A4 (skattfrelsi norrænna verðlauna)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1999-10-07 11:01:42 - [HTML]

Þingmál A80 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (frumvarp) útbýtt þann 1999-10-12 13:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-12 12:47:22 - [HTML]
24. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1999-11-12 13:02:32 - [HTML]
24. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1999-11-12 13:06:00 - [HTML]

Þingmál A109 (reynslusveitarfélög)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-17 23:16:41 - [HTML]

Þingmál A117 (fjáraukalög 1999)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 1999-11-04 15:38:41 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 1999-12-07 16:30:17 - [HTML]
45. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 1999-12-14 17:17:02 - [HTML]
45. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 1999-12-14 21:36:25 - [HTML]

Þingmál A150 (lífeyrissjóður sjómanna)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2000-02-07 18:39:57 - [HTML]

Þingmál A160 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 1999-11-12 10:41:44 - [HTML]
24. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 1999-11-12 11:03:55 - [HTML]
24. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 1999-11-12 11:12:27 - [HTML]
24. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1999-11-12 11:30:25 - [HTML]
24. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-11-12 11:45:11 - [HTML]
24. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1999-11-12 11:54:19 - [HTML]

Þingmál A167 (kynferðisleg misnotkun á börnum)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-12-08 14:20:49 - [HTML]

Þingmál A172 (afnotaréttur nytjastofna á Íslandsmiðum)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-03 11:56:52 - [HTML]

Þingmál A185 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-12 10:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-22 20:51:08 - [HTML]

Þingmál A186 (framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 1999-11-16 21:53:59 - [HTML]
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-11-17 18:05:46 - [HTML]
49. þingfundur - Hjálmar Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-18 13:57:12 - [HTML]
49. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - Ræða hófst: 1999-12-18 17:28:11 - [HTML]
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-12-21 16:10:44 - [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-21 13:41:20 - [HTML]

Þingmál A207 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-18 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A223 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-10 18:13:44 - [HTML]

Þingmál A224 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-06 15:08:38 - [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-08 18:56:16 - [HTML]
47. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-16 17:31:55 - [HTML]
106. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-05-04 17:34:29 - [HTML]
106. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-05-04 23:05:15 - [HTML]
108. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-05-08 23:29:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2000-01-11 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2000-01-26 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Herdís Sveinsdóttir formaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2000-01-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj. - [PDF]

Þingmál A235 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 1999-12-09 14:37:02 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-12-09 15:05:45 - [HTML]
41. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1999-12-09 20:51:07 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-12-09 21:28:59 - [HTML]

Þingmál A237 (þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1221 - Komudagur: 2000-03-23 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]

Þingmál A243 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-14 15:10:57 - [HTML]

Þingmál A272 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2000-03-30 - Sendandi: Jafnréttisráðgjafinn í Reykjavík, Hildur Jónsdóttir - [PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-02-21 16:02:08 - [HTML]
67. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 2000-02-21 16:37:29 - [HTML]
67. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-02-21 17:01:43 - [HTML]
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2000-02-21 17:13:17 - [HTML]
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-02-21 17:56:11 - [HTML]
67. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2000-02-21 18:09:07 - [HTML]

Þingmál A321 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-26 12:53:31 - [HTML]

Þingmál A328 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Útlendingaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A367 (Alþjóðaþingmannasambandið 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-02-21 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Katrín Fjeldsted - Ræða hófst: 2000-02-24 16:07:02 - [HTML]

Þingmál A418 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-13 16:19:21 - [HTML]

Þingmál A460 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-20 16:49:15 - [HTML]

Þingmál A502 (stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-12 14:47:41 - [HTML]

Þingmál A514 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (þáltill.) útbýtt þann 2000-04-03 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A534 (lífsýnasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A553 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-09 21:13:33 - [HTML]

Þingmál A558 (staðfest samvist)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-06 22:03:17 - [HTML]

Þingmál A652 (skattfrelsi forseta Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-05-13 10:46:09 - [HTML]
118. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-13 11:04:05 - [HTML]
118. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-13 11:46:25 - [HTML]
118. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-13 12:30:05 - [HTML]

Þingmál B67 (starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1998)

Þingræður:
9. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1999-10-14 12:27:46 - [HTML]

Þingmál B108 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
17. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1999-11-02 15:04:00 - [HTML]
17. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1999-11-02 19:32:22 - [HTML]

Þingmál B239 (mennta- og rannsóknastofnanir í landbúnaði)

Þingræður:
49. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 1999-12-18 11:03:12 - [HTML]

Þingmál B361 (svar við fyrirspurn)

Þingræður:
73. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2000-03-07 13:46:54 - [HTML]

Þingmál B477 (afgreiðsla utanrmn. á þáltill. um endurskoðun viðskiptabanns á Írak)

Þingræður:
105. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2000-05-04 10:45:35 - [HTML]

Þingmál B511 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
115. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2000-05-10 20:02:37 - [HTML]
115. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2000-05-10 20:42:34 - [HTML]

Þingmál B534 (afbrigði)

Þingræður:
117. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2000-05-12 13:48:45 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A4 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-05 18:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A25 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-16 18:45:29 - [HTML]

Þingmál A51 (löggjöf og eftirlit með klámi, vændi o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A75 (landmælingar og kortagerð)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-17 14:22:28 - [HTML]
11. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-17 14:26:24 - [HTML]

Þingmál A76 (lagaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-10 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-20 13:35:08 - [HTML]
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-02-20 14:09:37 - [HTML]
73. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-02-20 14:59:02 - [HTML]
73. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-20 16:14:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-20 16:17:55 - [HTML]
73. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-02-20 17:30:31 - [HTML]
73. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2001-02-20 17:58:07 - [HTML]
73. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-20 18:11:41 - [HTML]
73. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2001-02-20 19:20:21 - [HTML]

Þingmál A105 (endurgreiðsla sjónglerja og linsa fyrir börn og unglinga)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-10-19 15:43:08 - [HTML]

Þingmál A133 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-02-27 16:15:05 - [HTML]

Þingmál A137 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2000-10-19 18:59:55 - [HTML]

Þingmál A138 (fyrirtæki í útgerð)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-11-22 14:33:43 - [HTML]

Þingmál A146 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-08 11:09:19 - [HTML]

Þingmál A155 (iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 598 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2000-12-16 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A160 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-11-21 17:40:49 - [HTML]

Þingmál A192 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (frumvarp) útbýtt þann 2000-11-01 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A199 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2000-11-09 16:04:34 - [HTML]
22. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-11-09 18:01:43 - [HTML]
23. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-11-13 16:13:51 - [HTML]
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-28 14:38:29 - [HTML]
33. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2000-11-28 16:06:20 - [HTML]
36. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-29 15:28:31 - [HTML]

Þingmál A233 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-16 11:38:36 - [HTML]

Þingmál A242 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-11-21 22:36:34 - [HTML]

Þingmál A270 (skattfrádráttur meðlagsgreiðenda)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-02 17:57:21 - [HTML]

Þingmál A313 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-04-27 14:39:35 - [HTML]
114. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-04-27 15:01:09 - [HTML]

Þingmál A329 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2001-03-05 18:13:50 - [HTML]

Þingmál A333 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-16 16:26:04 - [HTML]

Þingmál A345 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2001-02-19 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis - [PDF]

Þingmál A367 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-04-26 17:02:41 - [HTML]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-01-20 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2001-01-17 14:05:16 - [HTML]
60. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2001-01-17 15:13:33 - [HTML]
60. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-17 15:53:56 - [HTML]
60. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 21:02:41 - [HTML]
60. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-01-17 23:02:27 - [HTML]
60. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-17 23:23:00 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 23:29:56 - [HTML]
61. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2001-01-18 13:31:02 - [HTML]
61. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-01-18 14:51:20 - [HTML]
61. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2001-01-18 15:37:33 - [HTML]
61. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 19:12:26 - [HTML]
61. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 19:42:18 - [HTML]
63. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-22 10:32:08 - [HTML]
63. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-22 10:53:42 - [HTML]
63. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2001-01-22 16:25:10 - [HTML]
63. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 2001-01-22 22:06:11 - [HTML]
63. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2001-01-22 22:53:57 - [HTML]
64. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2001-01-23 10:32:26 - [HTML]
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-01-23 20:56:03 - [HTML]
64. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2001-01-23 21:51:50 - [HTML]
64. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-23 22:09:54 - [HTML]
64. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2001-01-23 23:05:34 - [HTML]
64. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-23 23:35:28 - [HTML]
64. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2001-01-23 23:48:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1129 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Ragnar Aðalsteinsson hrl. - Skýring: (lagt fram á fundi ht.) - [PDF]

Þingmál A391 (framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2001-02-27 14:39:17 - [HTML]

Þingmál A415 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (frumvarp) útbýtt þann 2001-02-08 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-03 16:03:21 - [HTML]
104. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-04-03 16:29:49 - [HTML]

Þingmál A416 (stofnun stjórnlagadómstóls eða stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (þáltill.) útbýtt þann 2001-02-08 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A428 (skipan stjórnarskrárnefndar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2001-02-28 14:31:26 - [HTML]

Þingmál A450 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-02 15:05:57 - [HTML]

Þingmál A521 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2001-05-10 14:06:07 - [HTML]

Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1815 - Komudagur: 2001-04-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A542 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1403 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-05-18 19:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A567 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2001-03-27 18:38:07 - [HTML]

Þingmál A624 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2001-04-05 17:44:39 - [HTML]

Þingmál A689 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-05-09 10:45:16 - [HTML]

Þingmál A737 (kjaramál fiskimanna og fleira)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-05-15 12:14:22 - [HTML]
123. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 2001-05-15 17:31:07 - [HTML]
125. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2001-05-16 17:42:04 - [HTML]

Þingmál B54 (sameining Landsbanka og Búnaðarbanka)

Þingræður:
10. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2000-10-16 15:22:22 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A1 (fjárlög 2002)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-10-04 11:47:31 - [HTML]
36. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2001-11-27 16:18:14 - [HTML]
36. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-11-27 22:24:18 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2001-12-07 20:01:24 - [HTML]
46. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-07 20:14:45 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-07 20:17:07 - [HTML]
47. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2001-12-08 15:45:49 - [HTML]

Þingmál A3 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2001-10-16 14:43:28 - [HTML]

Þingmál A19 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2001-12-18 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A22 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-12 18:07:45 - [HTML]

Þingmál A30 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-04 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-19 15:47:03 - [HTML]
80. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-02-19 16:00:41 - [HTML]
80. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-02-19 16:08:42 - [HTML]

Þingmál A35 (lagaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-04 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A41 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 548 - Komudagur: 2001-12-18 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A42 (brunatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2001-12-05 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A50 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-10 18:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A82 (stækkun Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-10-17 13:45:47 - [HTML]

Þingmál A119 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-07 14:19:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1645 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A128 (fjáraukalög 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 452 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2001-12-04 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Gísli S. Einarsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-04 14:43:15 - [HTML]
42. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-12-04 16:01:00 - [HTML]
42. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2001-12-04 21:07:25 - [HTML]

Þingmál A133 (eftirlit Alþingis með fyrirmælum framkvæmdarvaldshafa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-09 18:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-18 15:49:21 - [HTML]
15. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-10-18 15:59:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 260 - Komudagur: 2001-11-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A136 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - Ræða hófst: 2001-10-11 14:38:12 - [HTML]
9. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - Ræða hófst: 2001-10-11 14:50:53 - [HTML]
49. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2001-12-11 19:28:29 - [HTML]

Þingmál A144 (milliliðalaust lýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-11 13:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Kristján Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-18 17:01:11 - [HTML]

Þingmál A167 (leigubifreiðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2001-11-20 - Sendandi: Átak, bifreiðastjórafélag - [PDF]

Þingmál A203 (samningsbundnir gerðardómar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-30 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A247 (áhrif breyttra hlutfalla aldurshópa eftir árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 283 (þáltill.) útbýtt þann 2001-11-05 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A252 (loftferðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 566 - Komudagur: 2002-01-02 - Sendandi: Friðrik Þór Guðmundsson - [PDF]

Þingmál A254 (gagnagrunnar um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (þáltill.) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A315 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2002-04-18 12:38:34 - [HTML]
122. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-18 12:54:03 - [HTML]

Þingmál A316 (bindandi álit í skattamálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 709 - Komudagur: 2002-02-18 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda - [PDF]

Þingmál A326 (samningur um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardómsúrskurða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-11-27 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A384 (samgönguáætlun)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-01-24 15:22:33 - [HTML]

Þingmál A406 (alþjóðasamningar um að koma í veg fyrir hryðjuverkasprengingar og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-01-24 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A418 (sjómannalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2002-03-08 - Sendandi: Stýrimannaskólinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A425 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 2002-01-28 18:15:02 - [HTML]

Þingmál A427 (almenn hegningarlög og refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns (hryðjuverk))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-28 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 963 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Alþjóðahús ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 988 - Komudagur: 2002-03-04 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1076 - Komudagur: 2002-03-08 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál A493 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2002-02-18 16:35:35 - [HTML]

Þingmál A502 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (frumvarp) útbýtt þann 2002-02-14 11:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A544 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 849 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A555 (landgræðsluáætlun 2003 -- 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1742 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Skógræktarfélag Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2018 - Komudagur: 2002-04-19 - Sendandi: Ísafjarðarbær - Skýring: (sama ums. og frá Skjólskógum) - [PDF]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1758 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Skógræktarfélag Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1759 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Skjólskógar, Vestfjörðum - [PDF]

Þingmál A598 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-19 13:59:52 - [HTML]

Þingmál A601 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A647 (alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-03-22 11:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A663 (steinullarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-04-29 16:58:39 - [HTML]

Þingmál A709 (Þjóðhagsstofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-18 11:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-10 11:29:38 - [HTML]
122. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-04-18 16:05:18 - [HTML]
122. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-18 22:27:25 - [HTML]
131. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-04-27 13:00:33 - [HTML]
131. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-27 13:41:45 - [HTML]
131. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-04-27 14:51:30 - [HTML]

Þingmál B147 (synjun um utandagskrárumræðu)

Þingræður:
32. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-11-20 13:35:32 - [HTML]

Þingmál B178 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000)

Þingræður:
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-12-03 17:19:01 - [HTML]
41. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-12-03 17:43:45 - [HTML]

Þingmál B197 (aðgangur fjárlaganefndar að upplýsingum)

Þingræður:
42. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-04 13:45:49 - [HTML]

Þingmál B542 (Almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
129. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-04-24 20:38:09 - [HTML]
129. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2002-04-24 21:14:01 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A1 (fjárlög 2003)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-10-04 11:04:41 - [HTML]
47. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-12-05 17:57:36 - [HTML]

Þingmál A15 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 202 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Ólafsfjarðarbær - [PDF]

Þingmál A27 (grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-05 13:43:11 - [HTML]

Þingmál A29 (ójafnvægi í byggðamálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. - [PDF]

Þingmál A31 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 228 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A38 (endurreisn íslensks skipaiðnaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2002-12-05 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A39 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 16:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A44 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A125 (reglugerð um landlæknisembættið)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - Ræða hófst: 2002-10-30 14:40:45 - [HTML]

Þingmál A180 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 224 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A181 (tryggingagjald)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-10-14 17:51:39 - [HTML]

Þingmál A198 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 11:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-01 11:24:47 - [HTML]
20. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2002-11-01 13:31:27 - [HTML]
50. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2002-12-10 18:18:38 - [HTML]

Þingmál A218 (atvinnu- og dvalarleyfi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2002-11-13 18:58:54 - [HTML]

Þingmál A228 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-23 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A289 (eftirlit Alþingis með fyrirmælum framkvæmdarvaldshafa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-31 10:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A298 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 320 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-01 10:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A355 (Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-19 14:18:47 - [HTML]

Þingmál A397 (breytt hlutföll aldurshópa eftir árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 470 (þáltill.) útbýtt þann 2002-11-26 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A453 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-12-12 12:08:34 - [HTML]

Þingmál A509 (álverksmiðja í Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2003-01-28 21:46:10 - [HTML]
84. þingfundur - Hjálmar Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-26 11:33:55 - [HTML]
84. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2003-02-26 20:00:24 - [HTML]

Þingmál A510 (áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf ráðgjafarnefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-01-22 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A517 (reynslulausn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (þáltill.) útbýtt þann 2003-01-23 18:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-18 15:31:07 - [HTML]

Þingmál A550 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2003-02-25 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2003-02-27 - Sendandi: Ráðgjafarnefnd um opinbert eftirlit - [PDF]

Þingmál A577 (milliliðalaust lýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 931 (þáltill.) útbýtt þann 2003-02-06 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-18 16:05:48 - [HTML]

Þingmál A635 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2003-04-11 - Sendandi: Kísiliðjan hf - [PDF]

Þingmál A654 (eftirlit með matvælum og heilbrigði dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A703 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 130

Þingmál A1 (fjárlög 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-25 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-25 14:13:57 - [HTML]
33. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2003-11-25 21:19:54 - [HTML]
33. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2003-11-25 23:07:08 - [HTML]

Þingmál A3 (aldarafmæli heimastjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-06 17:54:46 - [HTML]

Þingmál A4 (gjaldfrjáls leikskóli)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-06 18:15:11 - [HTML]

Þingmál A20 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2003-10-16 15:22:55 - [HTML]

Þingmál A27 (grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-03 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-17 11:40:38 - [HTML]

Þingmál A38 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-06 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A40 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-07 15:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A41 (vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra o.fl.)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2003-10-30 16:58:18 - [HTML]

Þingmál A43 (þróunarsamvinna Íslands við önnur ríki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2003-12-11 - Sendandi: Þróunarsamvinnustofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A87 (fjáraukalög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-18 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2003-10-07 15:50:03 - [HTML]
29. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-18 14:25:13 - [HTML]
38. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2003-11-28 15:17:58 - [HTML]
38. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-28 16:16:16 - [HTML]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (álit Skúla Magnússonar dósent) - [PDF]

Þingmál A98 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-08 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2003-10-09 17:35:08 - [HTML]
8. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-09 18:00:13 - [HTML]
22. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2003-11-06 15:04:26 - [HTML]

Þingmál A114 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-09 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A125 (erlendar starfsmannaleigur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2127 - Komudagur: 2004-04-23 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A140 (Happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2003-10-16 10:40:44 - [HTML]
36. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2003-11-27 15:19:50 - [HTML]

Þingmál A147 (samkomudagur Alþingis og starfstími þess)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2004-03-01 17:40:52 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-03-01 17:49:32 - [HTML]

Þingmál A154 (aflétting veiðibanns á rjúpu)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2003-11-04 18:01:49 - [HTML]

Þingmál A162 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2004-03-11 15:17:07 - [HTML]

Þingmál A166 (búvöruframleiðslan og stuðningur við byggð í sveitum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-16 09:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A191 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2003-11-03 17:33:23 - [HTML]

Þingmál A204 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A208 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 219 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-28 16:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A212 (þátttaka sveitarstjórnarmanna í Evrópusamstarfi)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-05 14:46:42 - [HTML]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-11 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-18 15:45:48 - [HTML]
67. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-02-18 15:52:07 - [HTML]
77. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2004-03-04 11:20:14 - [HTML]
77. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-03-04 11:32:49 - [HTML]
77. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-03-04 11:56:00 - [HTML]
77. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2004-03-04 12:06:33 - [HTML]
77. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-03-04 12:26:16 - [HTML]

Þingmál A325 (verklag við fjárlagagerð)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-10 11:29:53 - [HTML]
46. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2003-12-10 11:37:50 - [HTML]

Þingmál A338 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2004-03-11 14:22:20 - [HTML]

Þingmál A340 (sjóntækjafræðingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 779 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 814 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A366 (starfsumgjörð fjölmiðla)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2003-12-02 18:07:20 - [HTML]

Þingmál A374 (íslenska táknmálið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 838 - Komudagur: 2004-01-23 - Sendandi: Félag heyrnarlausra - Skýring: (um 374. og 375. mál) - [PDF]

Þingmál A411 (starfsmenn í hlutastörfum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2004-03-01 16:08:07 - [HTML]

Þingmál A447 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (frumvarp) útbýtt þann 2003-12-10 20:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 696 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-12 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-11 14:13:39 - [HTML]
50. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-13 10:29:47 - [HTML]
50. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2003-12-13 11:50:59 - [HTML]

Þingmál A550 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-02-05 20:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-05 21:06:29 - [HTML]

Þingmál A551 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (þáltill.) útbýtt þann 2004-02-04 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-30 14:14:18 - [HTML]

Þingmál A564 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1446 - Komudagur: 2004-03-19 - Sendandi: Kísiliðjan hf - [PDF]

Þingmál A586 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-16 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A594 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-27 20:27:37 - [HTML]

Þingmál A600 (milliliðalaust lýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (þáltill.) útbýtt þann 2004-02-18 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-04-23 18:26:42 - [HTML]

Þingmál A652 (Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-03-08 16:29:47 - [HTML]

Þingmál A692 (staða og afkoma barnafjölskyldna)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-05 19:18:14 - [HTML]

Þingmál A693 (fjölskylduráð og opinber fjölskyldustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (svar) útbýtt þann 2004-04-06 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A694 (norðurskautsmál 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-03-03 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A780 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-04-01 11:08:28 - [HTML]

Þingmál A786 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-05-04 17:15:13 - [HTML]

Þingmál A815 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2271 - Komudagur: 2004-04-29 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]

Þingmál A841 (gagnsæi og ritstjórnarlegt sjálfstæði á íslenskum fjölmiðlamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (þáltill.) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A848 (lokafjárlög 2002)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2004-04-15 18:13:22 - [HTML]

Þingmál A855 (fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-26 12:12:45 - [HTML]

Þingmál A857 (endurskoðun skaðabótalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1314 (þáltill.) útbýtt þann 2004-04-01 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A878 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-15 12:13:05 - [HTML]

Þingmál A881 (Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2004-04-15 16:52:23 - [HTML]

Þingmál A909 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1377 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-04-05 21:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2004-05-13 13:31:33 - [HTML]
114. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-13 14:29:21 - [HTML]
114. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-13 21:15:23 - [HTML]
115. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-14 12:17:51 - [HTML]
116. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-05-15 11:38:22 - [HTML]
116. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-15 12:24:04 - [HTML]
116. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-05-15 14:04:36 - [HTML]
116. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-15 17:21:11 - [HTML]
116. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2004-05-15 17:30:41 - [HTML]
120. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2004-05-19 11:44:09 - [HTML]
121. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-21 12:09:16 - [HTML]
121. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2004-05-21 15:28:37 - [HTML]
121. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-21 20:01:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2004-05-14 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]

Þingmál A1005 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-27 16:14:17 - [HTML]
129. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-27 16:23:16 - [HTML]

Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1898 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-07-21 12:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
136. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-21 13:49:46 - [HTML]
136. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-07-21 15:30:25 - [HTML]
136. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-07-21 18:43:00 - [HTML]
136. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-07-21 18:44:54 - [HTML]
136. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2004-07-21 18:49:11 - [HTML]
136. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-07-21 19:08:10 - [HTML]
136. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2004-07-21 19:24:13 - [HTML]
136. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2004-07-21 19:50:23 - [HTML]
137. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-07-22 10:29:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2610 - Komudagur: 2004-07-12 - Sendandi: Jón Sigurgeirsson lögfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2617 - Komudagur: 2004-07-12 - Sendandi: Dögg Pálsdóttir hrl. - Skýring: (eftir fund með allshn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2618 - Komudagur: 2004-07-12 - Sendandi: Páll Hreinsson lagaprófessor - Skýring: (lagt fram á fundi allshn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2621 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Hróbjartur Jónatansson, hrl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2622 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2624 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 2630 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Sigurður H. Líndal - [PDF]
Dagbókarnúmer 2635 - Komudagur: 2004-07-14 - Sendandi: Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - Skýring: (um 1011. og 1012. mál) - [PDF]

Þingmál A1012 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1892 (frumvarp) útbýtt þann 2004-07-05 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2633 - Komudagur: 2004-07-14 - Sendandi: Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - Skýring: (um 1011. og 1012. mál) - [PDF]

Þingmál B154 (bréf forsætisráðuneytis til Alþingis)

Þingræður:
28. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-17 15:03:30 - [HTML]
28. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2003-11-17 15:15:54 - [HTML]
28. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2003-11-17 15:17:47 - [HTML]

Þingmál B156 (umræða um bréf forsætisráðuneytis til Alþingis)

Þingræður:
28. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2003-11-17 16:06:53 - [HTML]

Þingmál B186 (sjálfstæði Ríkisútvarpsins)

Þingræður:
36. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-27 10:34:49 - [HTML]

Þingmál B191 (grein í vefriti fjármálaráðuneytis um rammafjárlög og Ríkisendurskoðun)

Þingræður:
37. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2003-11-27 16:28:45 - [HTML]
37. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2003-11-27 16:40:38 - [HTML]

Þingmál B213 (afgreiðsla fjárlaga)

Þingræður:
42. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2003-12-04 13:48:20 - [HTML]

Þingmál B331 (skattgreiðslur erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun)

Þingræður:
64. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2004-02-16 15:49:51 - [HTML]

Þingmál B420 (starfsskilyrði héraðsdómstólanna)

Þingræður:
86. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-18 10:32:29 - [HTML]
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2004-03-18 10:45:34 - [HTML]

Þingmál B485 (fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga)

Þingræður:
100. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-04-16 14:51:04 - [HTML]

Þingmál B509 (eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra)

Þingræður:
105. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-04-28 16:10:47 - [HTML]

Þingmál B511 (aðgangur þingmanna að upplýsingum)

Þingræður:
106. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-04-29 10:37:14 - [HTML]

Þingmál B587 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
124. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-05-24 21:28:08 - [HTML]

Þingmál B594 (afgreiðsla sjávarútvegsnefndar á frumvarpi um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
127. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2004-05-26 10:16:26 - [HTML]

Þingmál B601 (synjunarvald forseta Íslands og staðfesting laga um fjölmiðla)

Þingræður:
128. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2004-05-27 10:10:08 - [HTML]

Þingmál B627 (fjölmiðlalög og þjóðaratkvæðagreiðsla)

Þingræður:
133. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-07-05 15:16:08 - [HTML]
133. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-07-05 15:20:57 - [HTML]

Þingmál B631 (úrskurður forseta um frumvarp um fjölmiðlalög)

Þingræður:
134. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-07-07 11:25:39 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A1 (fjárlög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-24 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 438 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-25 10:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 530 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2004-12-03 11:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 531 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2004-12-03 11:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-05 12:27:39 - [HTML]
3. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2004-10-05 16:51:47 - [HTML]
3. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2004-10-05 18:09:07 - [HTML]
39. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-25 11:11:06 - [HTML]
39. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-25 22:02:08 - [HTML]
48. þingfundur - Jón Bjarnason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-03 12:20:01 - [HTML]
48. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-03 18:42:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 93 - Komudagur: 2004-11-04 - Sendandi: 2. minni hluti sjávarútvegsnefndar - [PDF]

Þingmál A9 (breytingar á stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-11-02 14:21:33 - [HTML]
16. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-11-02 14:54:51 - [HTML]

Þingmál A12 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-08 14:38:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2005-03-07 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A21 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 21:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-15 16:20:57 - [HTML]
30. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-11-15 17:00:03 - [HTML]
30. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2004-11-15 17:08:17 - [HTML]
30. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-11-15 17:16:12 - [HTML]
30. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2004-11-15 17:24:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2004-12-13 - Sendandi: Mannréttindastofnun Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 610 - Komudagur: 2004-12-10 - Sendandi: Sigurður H. Líndal - [PDF]

Þingmál A26 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-05 14:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-25 16:42:33 - [HTML]
59. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-01-25 17:28:15 - [HTML]

Þingmál A30 (samkomudagur Alþingis og starfstími þess)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-16 16:50:46 - [HTML]

Þingmál A35 (staðgreiðsla opinberra gjalda og virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 278 - Komudagur: 2004-11-30 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]

Þingmál A50 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 16:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-14 17:52:18 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-02-14 18:13:10 - [HTML]
73. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-02-14 19:03:16 - [HTML]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A53 (nýting stofnfrumna úr fósturvísum til rannsókna og lækninga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 629 - Komudagur: 2004-12-17 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Þingmál A57 (fjárframlög til stjórnmálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2005-05-11 14:00:08 - [HTML]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2004)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-18 11:13:41 - [HTML]

Þingmál A135 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A160 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-19 14:38:50 - [HTML]

Þingmál A176 (eftirlit Alþingis með fyrirmælum framkvæmdarvaldshafa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-12 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A177 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-12 15:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-31 11:54:59 - [HTML]
100. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 12:17:15 - [HTML]
100. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 12:21:38 - [HTML]
100. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 12:23:35 - [HTML]
100. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-03-31 12:32:17 - [HTML]
100. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-03-31 12:43:22 - [HTML]
100. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2005-03-31 12:49:37 - [HTML]
100. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 12:56:38 - [HTML]

Þingmál A190 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - Ræða hófst: 2004-10-18 16:24:27 - [HTML]
59. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-25 14:05:55 - [HTML]

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-12-08 20:13:13 - [HTML]

Þingmál A215 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-10-21 19:34:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 178 - Komudagur: 2004-11-24 - Sendandi: Félag kvótabátaeigenda - [PDF]

Þingmál A240 (búvöruframleiðslan og stuðningur við byggð í sveitum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-02 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (breytt hlutföll aldurshópa eftir árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-03 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-14 18:15:56 - [HTML]

Þingmál A267 (þingleg meðferð EES-reglna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-04 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (endurskoðun skaðabótalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-08 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]

Þingmál A398 (afnám laga um Tækniháskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-24 14:17:30 - [HTML]
80. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-24 15:59:50 - [HTML]
80. þingfundur - Kjartan Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-24 16:01:38 - [HTML]
80. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-24 16:43:09 - [HTML]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2005-01-27 11:11:26 - [HTML]

Þingmál A431 (fjáraukalög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 623 (frumvarp) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A480 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 734 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1081 - Komudagur: 2005-03-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A520 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (þáltill.) útbýtt þann 2005-02-14 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A577 (Alþjóðavinnumálaþingin í Genf 2001--2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-24 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1289 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-03 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-08 17:48:44 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-08 17:49:20 - [HTML]
125. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-07 11:04:32 - [HTML]
128. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-09 14:37:33 - [HTML]
128. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-05-09 15:04:06 - [HTML]
128. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-05-09 15:13:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1216 - Komudagur: 2005-04-08 - Sendandi: Réttarfarsnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1266 - Komudagur: 2005-04-12 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1366 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-07 17:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:18:59 - [HTML]
128. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-09 18:20:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1585 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ut.) - [PDF]

Þingmál A639 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-03-21 17:04:45 - [HTML]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-11 17:57:04 - [HTML]

Þingmál A696 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-04-07 12:27:02 - [HTML]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1850 - Komudagur: 2005-05-09 - Sendandi: Netfrelsi, Hreinn Beck - [PDF]

Þingmál A816 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-05-11 13:03:25 - [HTML]

Þingmál B10 (ávarp forseta)

Þingræður:
0. þingfundur - Halldór Blöndal (forseti) - Ræða hófst: 2004-10-01 14:52:35 - [HTML]

Þingmál B40 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2004-10-04 21:09:33 - [HTML]
2. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-10-04 22:03:42 - [HTML]

Þingmál B319 (áfengisauglýsingar)

Þingræður:
14. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-10-21 13:58:40 - [HTML]

Þingmál B353 (verðsamráð olíufélaganna)

Þingræður:
21. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2004-11-08 15:06:03 - [HTML]

Þingmál B354 (húsnæðislán bankanna)

Þingræður:
21. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-11-08 15:16:52 - [HTML]

Þingmál B463 (mælendaskrá í athugasemdaumræðu)

Þingræður:
51. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-12-07 14:17:58 - [HTML]

Þingmál B692 (umræða um málefni Ríkisútvarpsins)

Þingræður:
101. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-04-01 14:07:55 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A1 (fjárlög 2006)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-24 12:29:40 - [HTML]
29. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-11-24 21:15:53 - [HTML]
29. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-24 21:30:23 - [HTML]
30. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2005-11-25 10:34:34 - [HTML]

Þingmál A3 (ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-10 20:52:04 - [HTML]

Þingmál A18 (staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 32 - Komudagur: 2005-11-14 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]

Þingmál A19 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-05 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-20 11:16:56 - [HTML]
12. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-20 11:24:31 - [HTML]
12. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-20 11:38:42 - [HTML]
12. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-10-20 11:40:11 - [HTML]
12. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-10-20 11:57:40 - [HTML]
12. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-20 12:04:20 - [HTML]

Þingmál A20 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-05 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-03 14:35:41 - [HTML]
14. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2005-11-03 15:07:17 - [HTML]
14. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-11-03 15:15:24 - [HTML]

Þingmál A24 (ferðasjóður íþróttafélaga)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-03 16:20:14 - [HTML]

Þingmál A27 (kostir og gallar færeyska fiskveiðistjórnarkerfisins)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-11-03 18:04:53 - [HTML]

Þingmál A35 (grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-06 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-08 18:40:38 - [HTML]

Þingmál A40 (öryggi og varnir Íslands)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-11-04 14:56:40 - [HTML]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-13 12:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2006-03-06 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A72 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-11 16:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (fjáraukalög 2005)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-11-15 15:31:18 - [HTML]

Þingmál A174 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-09 16:11:17 - [HTML]

Þingmál A190 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-11-16 19:24:22 - [HTML]

Þingmál A225 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-02 17:17:19 - [HTML]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-14 20:11:30 - [HTML]
82. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-03-10 13:45:27 - [HTML]
85. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2006-03-14 15:20:43 - [HTML]
85. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2006-03-14 20:02:10 - [HTML]
86. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-15 12:10:17 - [HTML]
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2006-03-15 20:36:25 - [HTML]

Þingmál A282 (réttarstaða sjómanna)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-12-07 16:53:53 - [HTML]
37. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-12-07 16:57:39 - [HTML]

Þingmál A285 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-11-08 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A288 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-07 23:39:58 - [HTML]

Þingmál A366 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-28 15:54:28 - [HTML]
40. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-12-09 12:06:08 - [HTML]
40. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-09 12:27:15 - [HTML]
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-12-09 14:10:19 - [HTML]

Þingmál A372 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp) útbýtt þann 2005-11-25 12:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2006-01-23 17:56:18 - [HTML]
49. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-01-23 23:51:58 - [HTML]
49. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-24 00:14:37 - [HTML]
99. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-04 13:49:41 - [HTML]
99. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-04 14:30:57 - [HTML]
99. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-04-04 17:49:27 - [HTML]
104. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-19 22:32:22 - [HTML]

Þingmál A404 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-07 15:00:26 - [HTML]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-16 10:32:13 - [HTML]
69. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-02-16 14:20:27 - [HTML]
69. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-02-16 15:35:33 - [HTML]

Þingmál A417 (Kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-01-17 17:24:28 - [HTML]
44. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2006-01-17 17:58:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 700 - Komudagur: 2006-01-18 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A433 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-02 11:22:12 - [HTML]

Þingmál A436 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2006-02-22 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A447 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-02-02 18:09:15 - [HTML]

Þingmál A507 (áfengisauglýsingar í útvarpi)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-02-15 13:52:59 - [HTML]

Þingmál A510 (framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-03-08 13:05:55 - [HTML]

Þingmál A573 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (frumvarp) útbýtt þann 2006-03-02 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-20 20:01:11 - [HTML]
89. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-20 20:53:20 - [HTML]

Þingmál A613 (fiskrækt)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-20 22:24:56 - [HTML]

Þingmál A616 (uppboðsmarkaðir sjávarafla)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-16 17:13:16 - [HTML]

Þingmál A651 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A707 (Flugmálastjórn Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2148 - Komudagur: 2006-05-18 - Sendandi: Félag íslenskra flugumferðarstjóra - Skýring: (um 707. og 708. mál) - [PDF]

Þingmál A708 (stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Félag íslenskra flugumferðarstjóra - [PDF]

Þingmál A710 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1046 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Félag forstöðumanna ríkisstofnana - [PDF]

Þingmál A729 (sumartími og skipan frídaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (þáltill.) útbýtt þann 2006-04-05 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A771 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-04-28 11:30:47 - [HTML]

Þingmál B117 (ritun sögu þingræðis á Íslandi)

Þingræður:
13. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-10-20 13:56:17 - [HTML]

Þingmál B120 (skipulag ákæruvalds í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar)

Þingræður:
13. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-10-20 14:23:51 - [HTML]

Þingmál B156 (skýrsla Ríkisendurskoðunar 2004)

Þingræður:
19. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2005-11-10 11:45:08 - [HTML]

Þingmál B428 (framhald umræðu um frumvarp til vatnalaga)

Þingræður:
83. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-11 11:31:20 - [HTML]

Þingmál B530 (starfsáætlun þingsins)

Þingræður:
104. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2006-04-19 13:18:23 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A1 (fjárlög 2007)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-10-05 19:02:56 - [HTML]
40. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-12-05 15:36:06 - [HTML]

Þingmál A12 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-03 21:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-03 14:45:08 - [HTML]
31. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2006-11-21 19:17:08 - [HTML]
31. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-11-21 19:26:25 - [HTML]
31. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-21 19:35:03 - [HTML]

Þingmál A13 (yfirlýsing gegn stuðningi við innrásina í Írak)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-01 18:01:45 - [HTML]

Þingmál A38 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A44 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2007-02-06 18:29:00 - [HTML]

Þingmál A47 (fjáraukalög 2006)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-11-30 14:05:59 - [HTML]

Þingmál A51 (trjáræktarsetur sjávarbyggða)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-03-13 18:45:00 - [HTML]

Þingmál A52 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 2007-01-15 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-10-16 21:07:20 - [HTML]
51. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-15 15:43:27 - [HTML]
52. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-16 15:31:06 - [HTML]
54. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2007-01-18 14:10:18 - [HTML]
54. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-01-18 23:24:15 - [HTML]

Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-11-02 15:06:15 - [HTML]

Þingmál A61 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A70 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-16 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (gatnagerðargjald)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2006-12-08 10:50:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 96 - Komudagur: 2006-11-08 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi fél. - álitsg. dr. Páls Hreinss - [PDF]

Þingmál A272 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 730 - Komudagur: 2007-01-18 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A307 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (frumvarp) útbýtt þann 2006-11-03 12:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (frumvarp) útbýtt þann 2006-11-06 17:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A363 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-11-15 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A387 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1537 - Komudagur: 2007-03-09 - Sendandi: Læknafélag Íslands - Skýring: (ums. III um brtt.) - [PDF]

Þingmál A416 (vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-12-09 16:20:53 - [HTML]

Þingmál A428 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-06 21:01:43 - [HTML]

Þingmál A448 (laun sjómanna og lífskjör á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-14 14:39:47 - [HTML]

Þingmál A465 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 983 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn, bt. Páls Winkel - [PDF]

Þingmál A499 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 754 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2007-01-19 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-01-24 13:46:52 - [HTML]
59. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2007-01-24 13:53:36 - [HTML]

Þingmál A511 (námsgögn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 772 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-23 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2007-02-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A558 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-27 15:06:22 - [HTML]
79. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-27 15:07:39 - [HTML]
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - Ræða hófst: 2007-02-27 18:25:28 - [HTML]

Þingmál A566 (meginreglur umhverfisréttar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1445 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Austurlands - [PDF]

Þingmál A630 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Sigurlín Margrét Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-27 16:46:30 - [HTML]

Þingmál A637 (varnir gegn landbroti)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-01 15:21:26 - [HTML]
83. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-01 18:14:20 - [HTML]
83. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-01 18:16:25 - [HTML]

Þingmál A641 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-16 00:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-16 22:02:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1574 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A654 (breytingar á ýmsum lögum er varða útgáfu leyfa o.fl.)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2007-03-01 11:19:19 - [HTML]

Þingmál A669 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2007-03-15 14:56:23 - [HTML]
89. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-15 15:16:11 - [HTML]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-12 17:47:00 - [HTML]
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-12 21:59:50 - [HTML]

Þingmál A705 (tengsl Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-15 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B152 (álit Samkeppniseftirlitsins um búvörulögin)

Þingræður:
12. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-16 15:03:32 - [HTML]

Þingmál B156 (rannsóknir á meintum hlerunum -- áhrif Kárahnjúkavirkjunar á efnahagslífið)

Þingræður:
13. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2006-10-17 13:40:42 - [HTML]
13. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-10-17 13:52:00 - [HTML]

Þingmál B168 (hvalveiðar)

Þingræður:
16. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-10-19 10:55:31 - [HTML]

Þingmál B191 (erlent vinnuafl og innflytjendur)

Þingræður:
21. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-11-06 15:25:55 - [HTML]

Þingmál B209 (starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 2005)

Þingræður:
24. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-11-09 13:52:07 - [HTML]
24. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - Ræða hófst: 2006-11-09 14:34:37 - [HTML]

Þingmál B326 (gögn um samskipti menntamálaráðuneytis og ESA)

Þingræður:
51. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-15 13:36:48 - [HTML]
51. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2007-01-15 14:00:09 - [HTML]

Þingmál B340 (ummæli forseta í hádegisfréttum)

Þingræður:
53. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2007-01-17 13:33:52 - [HTML]
53. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2007-01-17 14:20:48 - [HTML]

Þingmál B522 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
88. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-03-14 21:43:27 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A1 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-06-11 19:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-06-04 17:25:29 - [HTML]
8. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2007-06-12 18:00:31 - [HTML]
8. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-06-12 18:31:07 - [HTML]

Þingmál A6 (friðlandið í Þjórsárverum og verndun Þjórsár)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2007-06-07 18:19:48 - [HTML]

Þingmál A10 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-06-04 16:03:50 - [HTML]
3. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2007-06-04 16:33:36 - [HTML]

Þingmál B55 (umfjöllun um sjávarútvegsmál)

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-06-04 15:54:22 - [HTML]

Þingmál B65 (afgreiðsla mála í allsherjarnefnd)

Þingræður:
4. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2007-06-05 14:25:44 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-10-04 13:51:45 - [HTML]
33. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2007-11-29 23:28:03 - [HTML]
42. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-12 12:49:37 - [HTML]
42. þingfundur - Gunnar Svavarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-12 12:55:46 - [HTML]

Þingmál A6 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 228 - Komudagur: 2007-11-19 - Sendandi: Félag íslenskra heimilislækna - [PDF]

Þingmál A22 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-11 16:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-31 15:11:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2008-02-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2481 - Komudagur: 2008-05-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (um dómstóla o.fl.) - [PDF]

Þingmál A24 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-03 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-13 18:02:32 - [HTML]
23. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-13 18:25:33 - [HTML]
23. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2007-11-13 18:30:00 - [HTML]

Þingmál A45 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-19 18:36:24 - [HTML]

Þingmál A46 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A47 (takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1015 - Komudagur: 2008-01-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A58 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-17 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A65 (notkun raflagna og raffanga á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-01 15:59:55 - [HTML]
16. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-11-01 16:46:53 - [HTML]
16. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-01 17:21:05 - [HTML]
16. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-11-01 18:00:38 - [HTML]
18. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-05 16:18:55 - [HTML]
18. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-05 16:34:48 - [HTML]

Þingmál A103 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2007-11-20 15:45:10 - [HTML]
28. þingfundur - Þuríður Backman - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-20 19:04:21 - [HTML]

Þingmál A130 (tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-10-18 14:52:19 - [HTML]
41. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2007-12-11 17:31:43 - [HTML]
45. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-14 13:04:49 - [HTML]

Þingmál A134 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-18 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-30 13:57:38 - [HTML]
55. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-30 14:27:19 - [HTML]
55. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2008-01-30 15:03:33 - [HTML]
55. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-01-30 15:18:56 - [HTML]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-01 10:57:02 - [HTML]

Þingmál A146 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Erla Ósk Ásgeirsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-02 11:33:28 - [HTML]

Þingmál A155 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-31 15:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2482 - Komudagur: 2008-05-02 - Sendandi: Skrifstofa Alþingis - Skýring: (álitsgerð) - [PDF]

Þingmál A163 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 405 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A168 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2008-02-04 15:52:27 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-02-04 16:00:56 - [HTML]
58. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2008-02-04 16:15:07 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-04 16:24:09 - [HTML]
58. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-04 16:30:23 - [HTML]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1080 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A187 (störf stjórnarskrárnefndar)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-05 14:54:35 - [HTML]

Þingmál A195 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-11 11:34:37 - [HTML]
41. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-11 14:12:32 - [HTML]
45. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-14 11:02:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 627 - Komudagur: 2007-12-03 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A205 (ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-11-15 14:28:21 - [HTML]

Þingmál A215 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-15 11:01:51 - [HTML]
25. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-11-15 11:40:56 - [HTML]
25. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-11-15 11:56:17 - [HTML]
25. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2007-11-15 12:11:09 - [HTML]
25. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-15 13:35:05 - [HTML]

Þingmál A221 (prófessorsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-19 18:17:58 - [HTML]

Þingmál A287 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2008-05-22 16:24:22 - [HTML]
106. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-05-22 17:34:49 - [HTML]

Þingmál A292 (samgönguáætlun)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-04-01 16:46:48 - [HTML]

Þingmál A293 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-03 20:01:17 - [HTML]
35. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-12-03 23:07:09 - [HTML]
44. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-13 18:32:38 - [HTML]
44. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2007-12-13 20:01:56 - [HTML]
44. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-13 20:40:03 - [HTML]
44. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-13 20:41:07 - [HTML]
44. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2007-12-13 21:26:24 - [HTML]
44. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2007-12-13 23:31:36 - [HTML]
44. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-12-14 01:28:36 - [HTML]
44. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-14 02:03:39 - [HTML]

Þingmál A307 (einkaleyfi handa Háskóla Íslands til útgáfu almanaks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-12-04 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A325 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-08 14:47:56 - [HTML]
102. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2008-05-08 20:12:54 - [HTML]

Þingmál A327 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-01-24 12:01:27 - [HTML]

Þingmál A337 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1183 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-28 20:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-01-22 15:06:24 - [HTML]
51. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-22 16:27:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1527 - Komudagur: 2008-02-22 - Sendandi: Alþjóðahúsið ehf - [PDF]

Þingmál A338 (atvinnuréttindi útlendinga o.fl.)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-05-28 21:41:12 - [HTML]

Þingmál A339 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Karl V. Matthíasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 15:09:29 - [HTML]
96. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-04-29 15:42:18 - [HTML]
96. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-04-29 16:48:53 - [HTML]
96. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 17:07:58 - [HTML]
96. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 17:14:54 - [HTML]

Þingmál A341 (skuldbindingar íslenskra sveitarfélaga í EES-samningnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2008-01-23 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 875 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-04-09 11:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A350 (Ísland á innri markaði Evrópu)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-01-31 14:17:01 - [HTML]

Þingmál A362 (eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-02-11 16:06:15 - [HTML]
63. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-11 16:23:11 - [HTML]
63. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-11 16:39:17 - [HTML]
63. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-11 17:09:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1615 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (svar við fsp.) - [PDF]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1705 - Komudagur: 2008-03-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A403 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 713 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-02-27 14:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 714 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-02-27 14:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-02-21 17:03:58 - [HTML]
71. þingfundur - Atli Gíslason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-27 14:52:13 - [HTML]
71. þingfundur - Jón Magnússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-27 15:33:08 - [HTML]
73. þingfundur - Jón Magnússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2008-03-03 15:32:53 - [HTML]

Þingmál A420 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-21 15:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.) - [PDF]

Þingmál A451 (norrænt samstarf 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 719 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-28 09:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (ÖSE-þingið 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 727 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-28 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A516 (ráðstöfun andvirðis vatnsréttinda kristfjárjarðanna Merkis og Arnarhóls)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2008-05-21 18:54:16 - [HTML]

Þingmál A520 (Landeyjahöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-04-17 14:02:04 - [HTML]

Þingmál A523 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-04-17 14:49:54 - [HTML]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2386 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Margrét Guðnadóttir prófessor - [PDF]

Þingmál A531 (flutningur stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2252 - Komudagur: 2008-04-16 - Sendandi: Laxfiskar efh., Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]

Þingmál A534 (framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til 2010)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-28 22:29:34 - [HTML]

Þingmál A539 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-28 15:10:51 - [HTML]
111. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-28 15:12:09 - [HTML]

Þingmál A546 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2267 - Komudagur: 2008-04-17 - Sendandi: Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta - [PDF]

Þingmál A548 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - Ræða hófst: 2008-05-28 19:11:07 - [HTML]

Þingmál A549 (bætt hljóðvist í kennsluhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (þáltill.) útbýtt þann 2008-04-02 12:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A556 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Þuríður Backman - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2008-05-15 12:43:13 - [HTML]
119. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2008-09-09 20:16:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2855 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A614 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2008-05-08 12:52:24 - [HTML]

Þingmál A647 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga 2007 og ársáætlanir 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (álit) útbýtt þann 2008-05-28 22:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-09-04 11:15:28 - [HTML]
118. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-04 11:43:17 - [HTML]
122. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-09-11 15:26:55 - [HTML]
122. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-11 16:27:19 - [HTML]
122. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-09-11 16:35:59 - [HTML]

Þingmál B142 (breytingar á þingsköpum)

Þingræður:
33. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-29 10:47:49 - [HTML]

Þingmál B227 (embættisveitingar ráðherra)

Þingræður:
47. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-01-15 13:46:11 - [HTML]

Þingmál B241 (skipan dómara í embætti)

Þingræður:
48. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-01-16 13:53:14 - [HTML]

Þingmál B636 (afstaða ríkisstjórnarinnar til aðildarumsóknar að ESB)

Þingræður:
95. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-04-28 15:15:12 - [HTML]

Þingmál B694 (Urriðafossvirkjun)

Þingræður:
101. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-05-08 10:48:34 - [HTML]

Þingmál B825 (skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál)

Þingræður:
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-09-02 15:03:16 - [HTML]
116. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-02 17:48:03 - [HTML]
116. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-09-02 18:05:23 - [HTML]
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-02 21:13:55 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A1 (fjárlög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2008-12-22 09:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - Ræða hófst: 2008-12-15 23:33:19 - [HTML]
59. þingfundur - Magnús Stefánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2008-12-16 14:40:42 - [HTML]
66. þingfundur - Magnús Stefánsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-22 10:50:04 - [HTML]

Þingmál A14 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 322 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A26 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-08 13:32:25 - [HTML]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-10-16 11:21:22 - [HTML]

Þingmál A55 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 21:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-04 17:05:30 - [HTML]

Þingmál A58 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 21:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-01-20 15:23:24 - [HTML]
69. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-01-20 15:50:51 - [HTML]
69. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2009-01-20 16:00:37 - [HTML]

Þingmál A70 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-07 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A87 (bætt hljóðvist í kennsluhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A98 (innköllun íslenskra aflaheimilda)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2009-03-02 17:34:24 - [HTML]

Þingmál A119 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-11-11 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-11 14:09:43 - [HTML]

Þingmál A120 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-12-09 14:42:16 - [HTML]
46. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-09 14:53:45 - [HTML]
46. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-09 14:57:15 - [HTML]
46. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-09 15:01:53 - [HTML]
55. þingfundur - Atli Gíslason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-12 11:27:57 - [HTML]

Þingmál A125 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-25 00:40:55 - [HTML]
112. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2009-03-25 01:06:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1109 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A127 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-10 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A141 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-11-21 14:00:10 - [HTML]

Þingmál A152 (kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 380 - Komudagur: 2008-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A161 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 264 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 267 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Magnús Stefánsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 11:22:33 - [HTML]
44. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2008-12-05 15:46:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 308 - Komudagur: 2008-12-04 - Sendandi: Efnahags- og skattanefnd, 3. minni hl. - [PDF]

Þingmál A173 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2008-11-24 18:03:02 - [HTML]
34. þingfundur - Jón Magnússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-11-24 18:46:40 - [HTML]

Þingmál A175 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 263 - Komudagur: 2008-11-28 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-27 11:36:48 - [HTML]
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-11-27 12:38:02 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-11-27 14:39:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 352 - Komudagur: 2008-12-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1502 - Komudagur: 2009-03-30 - Sendandi: Ásmundur Helgason lögfræðingur - [PDF]

Þingmál A189 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-11-28 03:37:26 - [HTML]

Þingmál A210 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-12-09 17:19:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 458 - Komudagur: 2008-12-12 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A241 (vinnubrögð við gerð fjárlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (þáltill.) útbýtt þann 2008-12-15 21:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A246 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-18 23:38:09 - [HTML]
64. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-12-20 10:53:52 - [HTML]
64. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-20 12:21:13 - [HTML]

Þingmál A248 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (frumvarp) útbýtt þann 2008-12-16 17:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-01-22 14:40:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1012 - Komudagur: 2009-03-04 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1040 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1056 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Margrét Guðnadóttir prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 1218 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Félag kjúkl.bænda, Svínaræktarfélag Íslands og Landssb. sláturleyf - [PDF]

Þingmál A280 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-02-20 15:06:47 - [HTML]
89. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-02-26 12:13:23 - [HTML]
89. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-02-26 13:31:27 - [HTML]
89. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-26 16:03:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 834 - Komudagur: 2009-02-11 - Sendandi: Samtök fjárfesta (Vilhjálmur Bjarnason) - Skýring: (sérálit) - [PDF]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-05 12:51:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 880 - Komudagur: 2009-02-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A286 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 512 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-06 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-17 14:53:42 - [HTML]
82. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-17 15:32:37 - [HTML]
82. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-17 16:16:58 - [HTML]
82. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-17 16:39:47 - [HTML]
82. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-02-17 17:44:50 - [HTML]
82. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-17 18:00:04 - [HTML]
82. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 2009-02-17 18:11:41 - [HTML]
82. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-17 18:20:12 - [HTML]
82. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-02-17 18:28:46 - [HTML]
82. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-02-17 18:39:21 - [HTML]

Þingmál A295 (stjórnarskrárbreytingar og stjórnlagaþing)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-03-04 14:51:33 - [HTML]

Þingmál A313 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-17 20:01:25 - [HTML]
95. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-05 11:26:51 - [HTML]

Þingmál A315 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-26 18:35:33 - [HTML]
89. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-02-26 18:37:48 - [HTML]
89. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 2009-02-26 19:09:57 - [HTML]

Þingmál A318 (bráðabirgðalög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-03-11 12:37:31 - [HTML]
99. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-03-11 12:41:18 - [HTML]

Þingmál A336 (bein kosning framkvæmdarvaldsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 576 (þáltill.) útbýtt þann 2009-02-23 17:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A368 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 2009-03-04 18:04:25 - [HTML]

Þingmál A372 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-03 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 648 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-04 19:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 892 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2009-04-02 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-06 15:26:34 - [HTML]
98. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-10 14:49:20 - [HTML]
98. þingfundur - Geir H. Haarde - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-10 14:51:38 - [HTML]
98. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-10 15:37:30 - [HTML]
98. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-03-10 18:57:19 - [HTML]
98. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-10 20:22:48 - [HTML]
98. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-03-10 20:48:01 - [HTML]
98. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-03-10 21:12:59 - [HTML]
100. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 2009-03-11 14:11:18 - [HTML]
124. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-02 21:14:40 - [HTML]
124. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-02 21:41:22 - [HTML]
124. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-02 21:43:41 - [HTML]
124. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 2009-04-02 22:32:31 - [HTML]
124. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-04-03 01:15:03 - [HTML]
125. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-03 12:41:06 - [HTML]
125. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-04-03 14:27:20 - [HTML]
125. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-04-03 15:05:06 - [HTML]
125. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 2009-04-03 15:45:36 - [HTML]
125. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-03 16:26:08 - [HTML]
125. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-03 17:03:51 - [HTML]
125. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-03 17:06:04 - [HTML]
125. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-04-03 17:17:19 - [HTML]
125. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-04-03 18:05:30 - [HTML]
125. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-04-03 21:09:08 - [HTML]
125. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-04-03 22:03:03 - [HTML]
125. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-03 22:19:03 - [HTML]
125. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-03 22:59:46 - [HTML]
125. þingfundur - Herdís Þórðardóttir - Ræða hófst: 2009-04-04 00:09:32 - [HTML]
126. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-04 14:36:23 - [HTML]
127. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-04-06 16:01:13 - [HTML]
127. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 2009-04-06 17:09:11 - [HTML]
127. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2009-04-06 17:49:01 - [HTML]
127. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-06 18:37:18 - [HTML]
127. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - Ræða hófst: 2009-04-06 21:04:30 - [HTML]
127. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-04-07 01:52:49 - [HTML]
128. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-07 12:38:42 - [HTML]
130. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2009-04-08 10:09:38 - [HTML]
130. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-04-08 12:00:02 - [HTML]
130. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-08 12:12:19 - [HTML]
130. þingfundur - Herdís Þórðardóttir - Ræða hófst: 2009-04-08 17:59:24 - [HTML]
131. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-14 15:29:45 - [HTML]
134. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-17 13:44:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1394 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1396 - Komudagur: 2009-03-23 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1518 - Komudagur: 2009-03-31 - Sendandi: Ritari stjórnarskrárnefndar - Skýring: (blaðagrein e. Hafstein Þór Hauksson) - [PDF]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1433 - Komudagur: 2009-03-24 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A398 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-03-24 23:45:59 - [HTML]

Þingmál A409 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1446 - Komudagur: 2009-03-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A414 (breytingar á ýmsum lögum um óréttmæta viðskiptahætti)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-03-13 12:18:24 - [HTML]

Þingmál A440 (aðgerðaáætlun gegn mansali)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 754 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-20 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A447 (erlent eignarhald á íslenskum fyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-04-01 14:20:16 - [HTML]

Þingmál B101 (þakkir til Færeyinga -- stýrivaxtahækkun)

Þingræður:
16. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2008-10-29 13:47:15 - [HTML]

Þingmál B132 (umræða um ESB -- hlutverk þingsins í efnahagsaðgerðum -- fundir fastanefnda)

Þingræður:
20. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-11-05 13:45:54 - [HTML]

Þingmál B146 (afkoma heimilanna)

Þingræður:
21. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-11-06 11:48:24 - [HTML]

Þingmál B504 (slit stjórnarsamstarfs)

Þingræður:
72. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-01-26 15:17:19 - [HTML]

Þingmál B508 (stefna ríkisstjórnarinnar, skýrsla forsrh.)

Þingræður:
74. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-02-04 21:15:43 - [HTML]

Þingmál B560 (athugasemdir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum -- aðild að ESB)

Þingræður:
78. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-02-10 13:55:33 - [HTML]
78. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-02-10 13:57:50 - [HTML]

Þingmál B738 (mál á dagskrá -- tónlistar- og ráðstefnuhús)

Þingræður:
97. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-03-09 15:18:00 - [HTML]

Þingmál B805 (kostnaður við stjórnlagaþing)

Þingræður:
105. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-03-17 13:43:33 - [HTML]

Þingmál B995 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
129. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-04-07 21:10:37 - [HTML]
129. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-04-07 21:37:03 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A1 (endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-19 14:20:41 - [HTML]
36. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-09 20:06:32 - [HTML]

Þingmál A2 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 361 - Komudagur: 2009-06-23 - Sendandi: Ritari umhverfisnefndar - [PDF]

Þingmál A5 (hlutafélög með gegnsætt eignarhald og bann við lánveitingum og krosseignarhaldi)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-25 18:27:17 - [HTML]

Þingmál A13 (breytingar á ýmsum lögum um óréttmæta viðskiptahætti)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-05-25 17:38:59 - [HTML]
46. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-07-23 16:53:49 - [HTML]

Þingmál A33 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 172 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Skilanefnd Kaupþings banka hf. - Skýring: (afrit af tölvupósti) - [PDF]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-07-09 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-28 12:08:06 - [HTML]
8. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-05-28 17:36:06 - [HTML]
12. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-29 11:41:32 - [HTML]
38. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 13:40:36 - [HTML]
38. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 13:42:58 - [HTML]
38. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 20:03:51 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-10 21:20:09 - [HTML]
43. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-07-14 14:06:01 - [HTML]
43. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-07-14 21:24:42 - [HTML]
45. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-07-16 11:13:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2009-06-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 309 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Jón Valur Jensson - [PDF]

Þingmál A54 (undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Jón Valur Jensson - [PDF]

Þingmál A85 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-01 20:36:34 - [HTML]

Þingmál A88 (nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-06-11 14:15:35 - [HTML]

Þingmál A89 (breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-06-18 15:33:08 - [HTML]
22. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-18 16:10:05 - [HTML]
22. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-18 16:25:03 - [HTML]

Þingmál A112 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 603 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Hvalur hf. - [PDF]

Þingmál A114 (kjararáð o.fl.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-06-18 19:43:25 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-07-23 18:15:32 - [HTML]

Þingmál A117 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (frumvarp) útbýtt þann 2009-06-18 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-22 18:50:42 - [HTML]
24. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-06-22 19:34:36 - [HTML]
24. þingfundur - Valgeir Skagfjörð - Ræða hófst: 2009-06-22 20:00:48 - [HTML]
24. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-06-22 20:04:58 - [HTML]

Þingmál A118 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-06-26 16:02:49 - [HTML]

Þingmál A124 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-11 15:44:34 - [HTML]

Þingmál A125 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-22 17:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2009-06-30 19:51:40 - [HTML]
30. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-06-30 20:06:26 - [HTML]

Þingmál A133 (heimild ríkissjóðs Íslands til viðbótarlántöku á árinu 2009)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-06-29 17:33:22 - [HTML]

Þingmál A134 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-29 19:23:16 - [HTML]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-19 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 338 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 351 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-08-27 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-07-02 18:03:07 - [HTML]
55. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 09:06:01 - [HTML]
55. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2009-08-20 21:47:27 - [HTML]
56. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 18:28:09 - [HTML]
56. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 18:30:19 - [HTML]
56. þingfundur - Ögmundur Jónasson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2009-08-21 18:35:08 - [HTML]
56. þingfundur - Ögmundur Jónasson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 18:57:16 - [HTML]
56. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 21:30:53 - [HTML]
58. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-27 11:48:48 - [HTML]
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-08-27 17:45:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 605 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Elvira Mendez-Pinedo, niðurstöður lögfræðiálits - [PDF]
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A164 (stjórnlagaþing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-24 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B60 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-05-18 21:23:02 - [HTML]

Þingmál B169 (umræða um Icesave)

Þingræður:
15. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-06-05 16:16:01 - [HTML]

Þingmál B184 (einkavæðing bankanna -- upplýsingagjöf til nefnda -- Icesave o.fl.)

Þingræður:
17. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2009-06-09 13:57:03 - [HTML]
17. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-06-09 14:00:59 - [HTML]

Þingmál B203 (niðurfelling persónulegra ábyrgða starfsmanna Kaupþings)

Þingræður:
19. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-15 15:17:10 - [HTML]

Þingmál B356 (breytingartillaga og umræða um ESB)

Þingræður:
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-10 11:56:43 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-10-08 12:09:18 - [HTML]
58. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-12-21 21:46:25 - [HTML]

Þingmál A5 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-05 11:14:47 - [HTML]
20. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-11-05 11:54:02 - [HTML]

Þingmál A8 (yfirlýsing um fyrningu aflaheimilda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A10 (fjáraukalög 2009)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-13 15:05:47 - [HTML]

Þingmál A11 (afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-20 20:15:35 - [HTML]

Þingmál A13 (fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 927 - Komudagur: 2010-01-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A18 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-05 18:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 17:03:58 - [HTML]
82. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-25 17:21:54 - [HTML]
82. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-02-25 17:24:45 - [HTML]
82. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-02-25 17:34:36 - [HTML]
82. þingfundur - Erla Ósk Ásgeirsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-25 17:38:09 - [HTML]
82. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-02-25 17:47:15 - [HTML]

Þingmál A45 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-13 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-23 15:57:49 - [HTML]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2009-10-20 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A70 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-16 11:46:19 - [HTML]

Þingmál A71 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-02 14:21:02 - [HTML]
84. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-02 15:44:58 - [HTML]
84. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-02 15:58:23 - [HTML]
84. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2010-03-02 17:18:23 - [HTML]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 258 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-19 11:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 599 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-12-23 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 600 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-12-28 12:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-10-22 16:43:41 - [HTML]
14. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-23 09:54:19 - [HTML]
29. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-19 16:15:30 - [HTML]
29. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 21:48:34 - [HTML]
29. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-11-19 21:59:25 - [HTML]
29. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-11-19 23:19:42 - [HTML]
30. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-24 18:10:57 - [HTML]
30. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-11-24 21:57:35 - [HTML]
32. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 12:28:28 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 15:30:34 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 16:28:38 - [HTML]
32. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 20:30:51 - [HTML]
32. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 21:12:51 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 23:35:29 - [HTML]
33. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-11-27 17:47:24 - [HTML]
34. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-28 17:25:43 - [HTML]
34. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 17:47:52 - [HTML]
34. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 17:58:34 - [HTML]
34. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-11-28 20:50:05 - [HTML]
35. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-11-30 20:24:26 - [HTML]
36. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-03 04:28:20 - [HTML]
37. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 13:04:29 - [HTML]
37. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-03 15:55:27 - [HTML]
37. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-03 20:35:47 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-12-03 23:13:22 - [HTML]
38. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-04 13:50:44 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 14:54:06 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 15:00:42 - [HTML]
38. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 20:08:54 - [HTML]
39. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-05 19:15:35 - [HTML]
40. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-12-07 23:11:53 - [HTML]
40. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-08 02:45:00 - [HTML]
41. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-08 12:31:21 - [HTML]
41. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-12-08 14:38:49 - [HTML]
41. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-12-08 14:56:22 - [HTML]
63. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-28 14:00:01 - [HTML]
63. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-28 14:48:02 - [HTML]
64. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-12-29 12:01:48 - [HTML]
64. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-29 16:50:06 - [HTML]
64. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 18:08:46 - [HTML]
65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-30 19:17:25 - [HTML]
65. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-30 20:54:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 856 - Komudagur: 2009-12-01 - Sendandi: Lárus H. Blöndal, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson - Skýring: (stjórnarskráin og Icesave-samningarnir) - [PDF]
Dagbókarnúmer 858 - Komudagur: 2009-12-17 - Sendandi: Björg Thorarensen og Eiríkur Tómasson - [PDF]

Þingmál A88 (útvarp frá Alþingi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (þáltill.) útbýtt þann 2009-10-21 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A100 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2009-11-03 16:35:01 - [HTML]
18. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-03 16:47:32 - [HTML]
18. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-03 16:58:00 - [HTML]
18. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-03 17:08:09 - [HTML]
18. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-03 17:10:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2009-12-08 - Sendandi: Héraðsdómur Norðurlands eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 705 - Komudagur: 2009-12-11 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A112 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-12 12:10:52 - [HTML]
24. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2009-11-12 14:05:25 - [HTML]
24. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-12 15:46:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1042 - Komudagur: 2010-01-29 - Sendandi: Borgarahreyfingin - [PDF]

Þingmál A116 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 522 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - [PDF]

Þingmál A128 (lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-03 14:27:13 - [HTML]

Þingmál A152 (stjórnlagaþing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1208 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-04 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1326 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-24 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1397 (lög í heild) útbýtt þann 2010-06-16 11:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-12 17:07:11 - [HTML]
24. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-12 17:58:09 - [HTML]
133. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-06-08 14:03:10 - [HTML]
133. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-08 14:33:19 - [HTML]
133. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-08 14:37:27 - [HTML]
133. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-08 14:42:33 - [HTML]
133. þingfundur - Ólöf Nordal (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-06-08 14:46:14 - [HTML]
133. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-06-08 20:39:42 - [HTML]
133. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-08 21:38:51 - [HTML]
133. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-08 21:42:15 - [HTML]
133. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-08 21:57:01 - [HTML]
134. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-09 15:13:59 - [HTML]
134. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-06-09 18:35:28 - [HTML]
137. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-06-11 20:02:36 - [HTML]
137. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-11 20:27:22 - [HTML]
137. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-11 20:47:34 - [HTML]
138. þingfundur - Bjarni Benediktsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-06-12 11:18:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Aðalheiður Ámundadóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 464 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Hreyfingin - [PDF]
Dagbókarnúmer 523 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Borgarahreyfingin - [PDF]

Þingmál A174 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2010-02-04 15:32:51 - [HTML]
93. þingfundur - Atli Gíslason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-16 17:28:39 - [HTML]

Þingmál A175 (upplýsingar í ökuskírteini um vilja til líffæragjafar)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-01 17:06:23 - [HTML]

Þingmál A195 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-17 14:57:35 - [HTML]
27. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-17 15:54:32 - [HTML]
27. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-17 15:56:20 - [HTML]

Þingmál A226 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2009-12-11 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A239 (ráðstafanir í skattamálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 534 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A255 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3036 - Komudagur: 2010-08-17 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (frá Landslögum) - [PDF]

Þingmál A256 (tekjuöflun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-19 21:40:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A257 (umhverfis- og auðlindaskattur)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Þór Saari (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-18 14:18:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 554 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A273 (atvinnuleysistryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-12-07 16:08:46 - [HTML]

Þingmál A286 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-07 20:08:28 - [HTML]

Þingmál A289 (birting skjala og annarra upplýsinga um ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-02-18 16:25:02 - [HTML]

Þingmál A305 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A320 (heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-06 15:42:38 - [HTML]

Þingmál A348 (laun hjá hinu opinbera og lágmarksframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (svar) útbýtt þann 2010-01-29 11:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A352 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2010-01-08 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu) - [PDF]

Þingmál A354 (notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (þáltill.) útbýtt þann 2010-01-29 12:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A359 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A370 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1027 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2010-04-28 12:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-04-26 17:10:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A371 (veiðieftirlitsgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A375 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1331 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-12 18:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-05-10 17:44:24 - [HTML]
120. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2010-05-10 17:47:47 - [HTML]

Þingmál A386 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-25 16:09:50 - [HTML]

Þingmál A390 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-18 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2010-02-23 14:53:42 - [HTML]
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-02-23 15:17:11 - [HTML]
79. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - Ræða hófst: 2010-02-23 15:48:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1244 - Komudagur: 2010-03-12 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A391 (lokafjárlög 2008)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-07 12:26:41 - [HTML]

Þingmál A392 (frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-02-22 18:24:41 - [HTML]

Þingmál A402 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (álit) útbýtt þann 2010-03-01 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Erla Ósk Ásgeirsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-09 15:51:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1622 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Mosfellsbær, bæjarskrifstofur - [PDF]

Þingmál A426 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Mosfellsbær, bæjarskrifstofur - [PDF]

Þingmál A427 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (sbr. ums. slökkviliðsstjóra) - [PDF]

Þingmál A452 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-15 17:36:08 - [HTML]
112. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2010-04-27 15:14:10 - [HTML]

Þingmál A455 (Alþjóðaþingmannasambandið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-23 16:50:36 - [HTML]

Þingmál A458 (Norræna ráðherranefndin 2009)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-14 16:52:14 - [HTML]

Þingmál A469 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-22 19:39:31 - [HTML]

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2050 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: María Ágústsdóttir þjóðkirkjuprestur - [PDF]

Þingmál A516 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2362 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: ORF Líftækni ehf. - [PDF]

Þingmál A517 (heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-08 16:47:23 - [HTML]
133. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-08 17:02:22 - [HTML]

Þingmál A520 (efling græna hagkerfisins)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Skúli Helgason - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-07 15:17:54 - [HTML]

Þingmál A539 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 928 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-07 16:14:23 - [HTML]
119. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2010-05-07 16:20:51 - [HTML]
119. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-05-07 16:30:15 - [HTML]

Þingmál A552 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-05-11 15:35:16 - [HTML]
121. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-11 15:58:38 - [HTML]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Kristján L. Möller (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-06 13:32:00 - [HTML]

Þingmál A556 (réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-20 17:50:19 - [HTML]

Þingmál A558 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-04-20 17:25:58 - [HTML]

Þingmál A574 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-04-27 17:37:28 - [HTML]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2010-06-16 05:12:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2160 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Varnarmálastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A582 (samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-04-29 12:32:32 - [HTML]

Þingmál A590 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Hvalur hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2343 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Samtök fiskvinnslustöðva og LÍÚ - [PDF]

Þingmál A597 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (frumvarp) útbýtt þann 2010-04-27 17:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
150. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-09-03 14:10:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3099 - Komudagur: 2010-09-03 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-05-11 16:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A646 (skilmálabreytingar veðtryggðra lánssamninga og kaupleigusamninga einstaklinga vegna bifreiðakaupa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-01 17:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-01 21:00:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2725 - Komudagur: 2010-06-04 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A648 (starfsmenn dómstóla)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-06-14 14:13:17 - [HTML]

Þingmál A650 (stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2010-06-16 01:10:36 - [HTML]

Þingmál A652 (aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1210 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A658 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Þráinn Bertelsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-06 17:44:05 - [HTML]
151. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-06 17:46:15 - [HTML]
152. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-09-07 13:54:50 - [HTML]
152. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2010-09-07 15:40:38 - [HTML]
155. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-09 16:39:53 - [HTML]

Þingmál A661 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1444 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-09-02 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
153. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-09-08 11:26:17 - [HTML]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2874 - Komudagur: 2010-06-23 - Sendandi: Formaður sjútv.- og landbn. (Atli Gíslason) - Skýring: (afrit af bréfum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3023 - Komudagur: 2010-08-16 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A668 (uppbygging á Vestfjarðavegi, nr. 60)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1334 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-14 11:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A671 (tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-24 11:55:24 - [HTML]

Þingmál A686 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1433 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-24 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1510 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-09-17 10:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1513 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-09-20 09:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-13 15:14:22 - [HTML]
159. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-13 15:15:32 - [HTML]
159. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-13 15:27:37 - [HTML]
159. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-13 16:27:54 - [HTML]
160. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 11:09:51 - [HTML]
160. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 11:15:27 - [HTML]
160. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 11:16:54 - [HTML]
160. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 11:57:37 - [HTML]
160. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-09-14 14:01:24 - [HTML]
160. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 14:38:28 - [HTML]
160. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 14:42:45 - [HTML]
160. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-09-14 14:46:42 - [HTML]
160. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 15:06:43 - [HTML]
160. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-09-14 15:13:37 - [HTML]
160. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-09-14 15:51:20 - [HTML]
160. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 16:14:04 - [HTML]
160. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2010-09-14 16:18:06 - [HTML]
160. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 16:40:18 - [HTML]
160. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 18:10:16 - [HTML]
160. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-14 18:13:38 - [HTML]
160. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-09-14 18:28:21 - [HTML]
160. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-09-14 18:56:32 - [HTML]
160. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-09-14 19:08:55 - [HTML]
161. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2010-09-15 12:16:30 - [HTML]
161. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-15 12:35:13 - [HTML]
161. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-15 14:22:36 - [HTML]
161. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-15 14:49:59 - [HTML]
161. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-15 15:19:12 - [HTML]
161. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-09-15 16:03:19 - [HTML]
161. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-09-15 16:42:14 - [HTML]
167. þingfundur - Atli Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-27 10:35:46 - [HTML]
167. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-27 11:23:12 - [HTML]
167. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-27 12:53:54 - [HTML]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingræður:
164. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-21 15:18:34 - [HTML]

Þingmál B1 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2009-10-01 14:24:49 - [HTML]

Þingmál B17 (efnahagshrun og endurreisn, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
3. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-06 15:35:04 - [HTML]

Þingmál B82 (lausn Icesave-deilunnar)

Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-19 15:10:26 - [HTML]

Þingmál B162 (ummæli í utandagskrárumræðu -- loftslagsráðstefna -- þjóðgarðurinn Snæfellsjökull -- lán OR)

Þingræður:
21. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-06 10:51:03 - [HTML]

Þingmál B550 (fyrirkomulag umræðna um störf þingsins)

Þingræður:
73. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-02-03 14:06:59 - [HTML]

Þingmál B592 (gengistryggð lán)

Þingræður:
77. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-18 13:37:44 - [HTML]

Þingmál B611 (heilsutengd ferðaþjónusta -- umhverfisstefna ríkisstjórnarinnar -- skuldavandi heimilanna o.fl.)

Þingræður:
80. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-02-24 13:59:12 - [HTML]

Þingmál B668 (staðan að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
87. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-03-08 15:21:09 - [HTML]

Þingmál B772 (skil á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)

Þingræður:
103. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-04-12 15:18:17 - [HTML]

Þingmál B773 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008)

Þingræður:
104. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-04-13 16:00:09 - [HTML]
104. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-04-13 17:16:44 - [HTML]
104. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2010-04-13 17:53:07 - [HTML]
105. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2010-04-14 12:12:19 - [HTML]
105. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-04-14 13:09:48 - [HTML]
105. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-14 13:19:57 - [HTML]
105. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-14 13:22:05 - [HTML]
105. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-14 13:24:16 - [HTML]
105. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-14 15:20:05 - [HTML]
105. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-04-14 15:40:27 - [HTML]
106. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-15 12:07:43 - [HTML]
106. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-04-15 12:19:26 - [HTML]
106. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-04-15 12:24:54 - [HTML]
106. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2010-04-15 13:31:34 - [HTML]
106. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-04-15 14:46:40 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-04-15 15:07:40 - [HTML]

Þingmál B837 (Verne Holdings -- ummæli forseta Íslands -- aðgangur að upplýsingum o.fl.)

Þingræður:
110. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2010-04-21 12:26:46 - [HTML]
110. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-04-21 12:28:46 - [HTML]

Þingmál B881 (frumvarp um ein hjúskaparlög)

Þingræður:
116. þingfundur - Auður Lilja Erlingsdóttir - Ræða hófst: 2010-04-30 12:21:07 - [HTML]

Þingmál B927 (fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna)

Þingræður:
120. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2010-05-10 15:42:14 - [HTML]

Þingmál B929 (umræður á þingi -- skaðabætur vegna bankahruns -- hvalveiðar o.fl.)

Þingræður:
121. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-05-11 13:43:34 - [HTML]

Þingmál B937 (þingsályktunartillaga um ákæru á hendur mótmælendum)

Þingræður:
123. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-05-14 10:37:37 - [HTML]

Þingmál B977 (ráðningar án auglýsinga -- vinnulag á þingi -- sveitarstjórnarkosningar o.fl.)

Þingræður:
129. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2010-06-01 13:34:50 - [HTML]

Þingmál B1126 (áhrif dóms Hæstaréttar um gengistryggingu lána, munnleg skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra)

Þingræður:
147. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2010-06-24 13:47:26 - [HTML]
147. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2010-06-24 14:24:00 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A1 (fjárlög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-08 10:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-05 16:43:50 - [HTML]
44. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-08 15:16:02 - [HTML]
44. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2010-12-09 02:41:30 - [HTML]
45. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-12-09 14:35:21 - [HTML]
45. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-12-09 14:40:09 - [HTML]
49. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-15 14:04:36 - [HTML]
49. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-15 21:51:12 - [HTML]

Þingmál A6 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-10-07 12:07:34 - [HTML]

Þingmál A7 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-06 17:21:21 - [HTML]
5. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-10-06 17:39:51 - [HTML]
5. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-10-06 17:44:13 - [HTML]

Þingmál A43 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-07 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1408 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-12 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1422 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-16 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1539 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-26 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-20 18:15:30 - [HTML]
16. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-20 18:21:01 - [HTML]
16. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-20 18:27:48 - [HTML]
16. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-20 18:29:44 - [HTML]

Þingmál A48 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Jórunn Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-14 12:06:46 - [HTML]

Þingmál A49 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A71 (olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Kristján L. Möller (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-15 17:23:06 - [HTML]

Þingmál A72 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-11-05 13:53:46 - [HTML]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2010-11-30 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-06 20:01:08 - [HTML]
42. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-12-06 21:52:49 - [HTML]

Þingmál A79 (brunavarnir)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Mörður Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-12-07 17:55:59 - [HTML]
53. þingfundur - Mörður Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-12-18 02:30:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 46 - Komudagur: 2010-11-02 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Jón Viðar Matthíasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa borgarstjóra - [PDF]

Þingmál A82 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 17/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-03-16 14:48:19 - [HTML]

Þingmál A100 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1835 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-09-02 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
165. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-09-16 17:52:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A105 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-20 17:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-18 18:05:55 - [HTML]

Þingmál A108 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-14 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-14 17:08:24 - [HTML]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-02-22 17:46:05 - [HTML]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-14 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-15 22:07:46 - [HTML]

Þingmál A152 (greiðsluaðlögun einstaklinga o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-11-30 15:26:42 - [HTML]

Þingmál A155 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 87/2009 og nr. 126/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-25 17:38:21 - [HTML]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-31 12:21:50 - [HTML]

Þingmál A190 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-01 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-01 16:59:51 - [HTML]
83. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-01 17:44:40 - [HTML]
94. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-16 16:37:56 - [HTML]
102. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2011-03-29 17:01:09 - [HTML]

Þingmál A200 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-12-18 00:43:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2010-11-24 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð um umsögnum) - [PDF]

Þingmál A208 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 841 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A214 (heilbrigðisþjónusta og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (frumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 18:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-26 17:45:52 - [HTML]

Þingmál A237 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-03-31 16:37:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 763 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Icelandair Group hf. - [PDF]

Þingmál A247 (landsdómur)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-24 17:49:07 - [HTML]

Þingmál A256 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-15 22:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-02-16 16:58:26 - [HTML]

Þingmál A307 (mótun framleiðslustefnu í lífrænum landbúnaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3001 - Komudagur: 2011-07-22 - Sendandi: Vottunarstofan Tún hf. - [PDF]

Þingmál A311 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-26 18:33:45 - [HTML]

Þingmál A313 (skattar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 844 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A334 (áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2011-01-20 14:28:33 - [HTML]
130. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-05-19 11:17:43 - [HTML]

Þingmál A339 (atvinnuleysistryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 583 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 11:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2011-01-12 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A351 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 12:10:46 - [HTML]

Þingmál A354 (frjáls félagasamtök, skattgreiðslur og styrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1322 (svar) útbýtt þann 2011-04-15 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 20:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 770 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-02-01 16:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 835 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-15 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-02-02 15:30:02 - [HTML]
72. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-02-15 16:48:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2011-01-07 - Sendandi: Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta - [PDF]
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: InDefence - [PDF]
Dagbókarnúmer 1155 - Komudagur: 2011-01-06 - Sendandi: Peter Örebeck, Noregi - Skýring: (á ensku og íslensku) - [PDF]

Þingmál A405 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2011-01-17 17:08:57 - [HTML]
59. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-17 17:38:06 - [HTML]
59. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2011-01-17 17:46:51 - [HTML]

Þingmál A430 (stofnun þjóðhagsstofnunar)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-02-14 16:24:22 - [HTML]
71. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-02-14 16:33:54 - [HTML]

Þingmál A439 (uppbygging á Vestfjarðavegi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 718 (frumvarp) útbýtt þann 2011-01-25 11:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A471 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 17:40:50 - [HTML]

Þingmál A481 (samvinna milli ríkissjónvarpsstöðva vestnorrænu ríkjanna)[HTML]

Þingræður:
165. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-09-16 15:06:56 - [HTML]

Þingmál A486 (áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011--2014)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-02-17 12:48:13 - [HTML]

Þingmál A544 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-02 15:40:36 - [HTML]
134. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-27 11:47:57 - [HTML]

Þingmál A549 (skipun stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 930 (þáltill.) útbýtt þann 2011-02-28 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1028 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-14 19:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1039 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-15 15:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1120 (þál. í heild) útbýtt þann 2011-03-24 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-02 18:21:11 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 11:57:04 - [HTML]
85. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 12:48:38 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 14:45:17 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-03-03 15:39:52 - [HTML]
85. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 16:24:18 - [HTML]
85. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-03-03 16:52:39 - [HTML]
85. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-03-03 18:50:30 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 18:55:50 - [HTML]
93. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-15 18:43:24 - [HTML]
93. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-03-15 20:38:22 - [HTML]
93. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-15 21:25:09 - [HTML]
97. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2011-03-22 17:50:21 - [HTML]
97. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-03-22 18:06:33 - [HTML]
97. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-03-22 19:12:36 - [HTML]
97. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-22 20:29:38 - [HTML]
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-03-22 21:11:55 - [HTML]
97. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-03-22 22:38:55 - [HTML]
99. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-03-24 11:32:19 - [HTML]

Þingmál A575 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2011-04-06 - Sendandi: Læknaráð Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2046 - Komudagur: 2011-04-18 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A596 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1014 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-03-24 16:05:03 - [HTML]
99. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-03-24 16:25:16 - [HTML]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breyt. á XIII. viðauka við EES-samninginn, reglugerð nr. 216/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-22 13:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-09 17:36:45 - [HTML]

Þingmál A622 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-22 17:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2397 - Komudagur: 2011-05-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A650 (safnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1881 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
165. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-09-16 16:46:00 - [HTML]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1887 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1892 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 19:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-03 16:24:57 - [HTML]
116. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 16:54:28 - [HTML]
116. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 16:58:12 - [HTML]
116. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-05-03 16:59:32 - [HTML]
116. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-05-03 18:33:46 - [HTML]
116. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 19:16:23 - [HTML]
116. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 21:03:19 - [HTML]
116. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 21:39:23 - [HTML]
116. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 22:51:13 - [HTML]
116. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-03 23:32:35 - [HTML]
116. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 23:47:28 - [HTML]
117. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-05-04 14:36:45 - [HTML]
117. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-05-04 15:04:02 - [HTML]
117. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-04 15:28:39 - [HTML]
117. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2011-05-04 16:46:49 - [HTML]
117. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-04 17:07:32 - [HTML]
117. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-04 18:42:04 - [HTML]
117. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-04 18:44:20 - [HTML]
117. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-04 18:52:14 - [HTML]
117. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-04 19:03:56 - [HTML]
160. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 20:31:20 - [HTML]
160. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-08 20:32:42 - [HTML]
160. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 21:34:18 - [HTML]
160. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 21:38:01 - [HTML]
160. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 21:47:06 - [HTML]
160. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-08 21:49:48 - [HTML]
160. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 22:56:50 - [HTML]
160. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 23:26:09 - [HTML]
160. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 23:28:44 - [HTML]
160. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 23:41:42 - [HTML]
160. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 23:42:54 - [HTML]
161. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-09-12 11:36:16 - [HTML]
161. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-12 12:30:19 - [HTML]
161. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-12 16:38:44 - [HTML]
161. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-12 17:25:38 - [HTML]
161. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-09-12 17:31:58 - [HTML]
161. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-12 18:08:34 - [HTML]
161. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2011-09-12 18:15:39 - [HTML]
161. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-12 19:26:33 - [HTML]
161. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-09-12 21:38:39 - [HTML]
161. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-09-13 00:14:27 - [HTML]
161. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 01:01:52 - [HTML]
161. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 01:05:15 - [HTML]
161. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 01:10:46 - [HTML]
161. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 01:12:27 - [HTML]
162. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-13 14:01:03 - [HTML]
162. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-09-13 15:11:46 - [HTML]
162. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-13 18:49:01 - [HTML]
162. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 19:19:33 - [HTML]
162. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2011-09-13 20:02:23 - [HTML]
162. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-13 20:54:38 - [HTML]
162. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-09-13 21:45:08 - [HTML]
162. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 22:46:07 - [HTML]
162. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-13 23:03:23 - [HTML]
163. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-09-14 11:06:46 - [HTML]
163. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-14 18:36:32 - [HTML]
163. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-14 19:03:16 - [HTML]
163. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-14 19:11:28 - [HTML]
163. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-14 19:15:10 - [HTML]
163. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-09-14 22:20:20 - [HTML]
163. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-14 23:11:01 - [HTML]
163. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-14 23:15:06 - [HTML]
163. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-14 23:24:56 - [HTML]
163. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 00:24:22 - [HTML]
163. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 00:38:12 - [HTML]
163. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2011-09-15 00:43:11 - [HTML]
163. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 01:17:27 - [HTML]
163. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 01:20:54 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-09-15 12:30:25 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-09-15 14:00:26 - [HTML]
164. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 15:58:25 - [HTML]
164. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2011-09-15 16:28:13 - [HTML]
164. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 18:06:32 - [HTML]
164. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 18:27:02 - [HTML]
164. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-15 19:05:14 - [HTML]
164. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 20:34:28 - [HTML]
164. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-15 22:21:19 - [HTML]
164. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 22:43:55 - [HTML]
164. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 22:57:51 - [HTML]
165. þingfundur - Mörður Árnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-09-16 20:12:09 - [HTML]
167. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-17 16:15:45 - [HTML]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1887 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1892 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 19:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-05 18:06:48 - [HTML]
119. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-05-05 18:10:50 - [HTML]

Þingmál A678 (fullgilding Árósasamnings um aðgang að upplýsingum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A697 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2389 - Komudagur: 2011-05-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A703 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingræður:
148. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-06-10 11:40:13 - [HTML]

Þingmál A704 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
165. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-09-16 23:36:58 - [HTML]

Þingmál A751 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2011-04-13 17:19:29 - [HTML]

Þingmál A763 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2505 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Hilmar Sigurðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2536 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A768 (brottfall laga um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2011-05-19 18:38:51 - [HTML]
130. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-19 18:59:25 - [HTML]

Þingmál A769 (landsdómur)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 15:03:33 - [HTML]
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-05-03 16:05:06 - [HTML]
118. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-05 12:22:45 - [HTML]
118. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-05-05 14:31:01 - [HTML]

Þingmál A783 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-12 12:12:49 - [HTML]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1643 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
143. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-07 16:38:28 - [HTML]
159. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-07 16:30:19 - [HTML]
159. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 16:52:51 - [HTML]
159. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 20:47:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3082 - Komudagur: 2011-09-08 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A789 (stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir)[HTML]

Þingræður:
146. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 11:25:36 - [HTML]
146. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 11:36:34 - [HTML]

Þingmál A822 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1463 (álit) útbýtt þann 2011-05-19 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A824 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1661 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-05-19 13:31:16 - [HTML]
130. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-19 14:31:04 - [HTML]
130. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-19 15:11:11 - [HTML]
148. þingfundur - Pétur H. Blöndal (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-10 13:32:21 - [HTML]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1710 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-09 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 16:11:55 - [HTML]
135. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-05-30 18:48:31 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-31 18:46:03 - [HTML]
139. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 16:13:25 - [HTML]
139. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-06-01 18:32:07 - [HTML]
139. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 22:55:52 - [HTML]
139. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 23:34:46 - [HTML]
139. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 23:37:16 - [HTML]
139. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 23:38:20 - [HTML]
150. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-10 23:51:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2866 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Sjómannasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-03 17:34:48 - [HTML]
140. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-06-03 17:50:59 - [HTML]
140. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-03 18:08:36 - [HTML]
140. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-03 18:09:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2695 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Jón Steinsson lektor í hagfræði - [PDF]
Dagbókarnúmer 3015 - Komudagur: 2011-08-19 - Sendandi: Sjómannasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3050 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: LÍÚ, SF og SA - Skýring: (ums., álit LEX og mb. Deloitte) - [PDF]

Þingmál B14 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
3. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2010-10-04 19:53:00 - [HTML]
3. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-10-04 21:52:34 - [HTML]

Þingmál B248 (svör ráðherra við fyrirspurnum)

Þingræður:
31. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-11-18 11:15:14 - [HTML]

Þingmál B495 (sala Sjóvár)

Þingræður:
62. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-01-20 11:24:24 - [HTML]

Þingmál B520 (framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra)

Þingræður:
66. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-27 12:01:32 - [HTML]
66. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2011-01-27 12:12:08 - [HTML]
66. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2011-01-27 14:51:31 - [HTML]
66. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-01-27 15:08:07 - [HTML]

Þingmál B553 (sala fyrirtækja í almannaeigu -- Íbúðalánasjóður -- Læknavaktin o.fl.)

Þingræður:
69. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-02-02 14:07:15 - [HTML]

Þingmál B589 (afbrigði um dagskrármál)

Þingræður:
72. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-02-15 19:31:38 - [HTML]

Þingmál B592 (dómur Hæstaréttar um skipulag Flóahrepps)

Þingræður:
72. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2011-02-15 15:10:34 - [HTML]

Þingmál B593 (orð fjármálaráðherra)

Þingræður:
72. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-02-15 15:28:04 - [HTML]

Þingmál B595 (breytingartillögur og ræðutími í umræðum um Icesave)

Þingræður:
72. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-02-15 15:50:10 - [HTML]

Þingmál B701 (þingsályktunartillaga um skipun stjórnlagaráðs)

Þingræður:
84. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2011-03-02 15:53:01 - [HTML]

Þingmál B875 (aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum)

Þingræður:
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-03-31 14:28:46 - [HTML]

Þingmál B876 (aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum)

Þingræður:
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-03-31 12:14:11 - [HTML]

Þingmál B920 (fréttaflutningur af stjórnmálamönnum -- málstaður Íslands í ESB-umsóknarferli o.fl.)

Þingræður:
113. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2011-04-15 10:43:24 - [HTML]

Þingmál B982 (Landeyjahöfn og næstu skref í samgöngum milli lands og Eyja)

Þingræður:
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-05 11:33:32 - [HTML]

Þingmál B1001 (endurútreikningur gengistryggðra lána)

Þingræður:
120. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-10 14:26:38 - [HTML]

Þingmál B1009 (fundur Evrópuþingmanna og alþingismanna -- ummæli þingmanns í fjölmiðlum -- kjarasamningar o.fl.)

Þingræður:
121. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-05-11 14:13:56 - [HTML]

Þingmál B1139 (framkvæmd launastefnu hjá stjórnsýslunni)

Þingræður:
140. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2011-06-03 13:38:39 - [HTML]

Þingmál B1297 (breytingar á Stjórnarráðinu)

Þingræður:
160. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-09-08 11:19:05 - [HTML]

Þingmál B1321 (viðvera ráðherra við umræður)

Þingræður:
161. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2011-09-12 15:39:15 - [HTML]

Þingmál B1355 (lengd þingfundar)

Þingræður:
164. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-09-15 11:34:26 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 466 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-05 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 13:50:24 - [HTML]
3. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 13:54:58 - [HTML]
3. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 14:28:59 - [HTML]
28. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-11-29 20:57:55 - [HTML]
28. þingfundur - Björn Valur Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-30 07:19:40 - [HTML]
32. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-06 12:11:36 - [HTML]
32. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-12-06 16:48:44 - [HTML]
32. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-12-06 18:14:40 - [HTML]
32. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-12-06 23:11:42 - [HTML]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-11 14:46:20 - [HTML]
6. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-10-11 15:06:59 - [HTML]
6. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2011-10-11 15:45:19 - [HTML]
6. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-10-11 18:51:33 - [HTML]
6. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-11 19:12:34 - [HTML]
6. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-10-11 19:37:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2011-10-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - Skýring: (samanburður á stjórnlögum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: A-nefnd stjórnlagaráðs - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Hjalti Hugason prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 521 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Árni Þormóðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 531 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Friðrik Ólafsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 543 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Vilhjálmur Þorsteinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Jón Þór Ólafsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 578 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Baldur Ágústsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Valgarður Guðjónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Þórarinn Lárusson og Árni Björn Guðjónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2012-01-18 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 1516 - Komudagur: 2012-03-12 - Sendandi: Stjórnlagaráð - Skýring: (skilabréf v. fundar 8.-11. mars 2012) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2012-03-08 - Sendandi: Pétur Blöndal alþingismaður - [PDF]

Þingmál A4 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2012-01-17 17:16:44 - [HTML]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-21 15:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2012-02-21 18:45:39 - [HTML]
59. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-21 20:27:24 - [HTML]

Þingmál A23 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-04 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-15 17:02:09 - [HTML]

Þingmál A27 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-15 17:21:48 - [HTML]

Þingmál A28 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-10-20 16:56:40 - [HTML]

Þingmál A31 (viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-06 18:50:52 - [HTML]

Þingmál A42 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-05 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-12 16:23:19 - [HTML]

Þingmál A57 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-05 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-20 17:24:07 - [HTML]

Þingmál A84 (fornleifarannsóknir í Árnesi og við fossinn Búða, norðan Þjórsár)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 556 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Fornleifavernd ríkisins - [PDF]

Þingmál A98 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-15 15:42:13 - [HTML]

Þingmál A101 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 19:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1425 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-29 19:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-20 15:23:36 - [HTML]
14. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-20 15:32:38 - [HTML]
14. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2011-10-20 15:50:31 - [HTML]

Þingmál A147 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A156 (grunnskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 511 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-12-14 20:29:01 - [HTML]
36. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2011-12-15 00:09:57 - [HTML]
36. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-12-15 00:50:02 - [HTML]

Þingmál A225 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-03-20 18:28:14 - [HTML]
75. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-20 18:48:43 - [HTML]

Þingmál A248 (heimilissorp)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-02-13 17:43:01 - [HTML]

Þingmál A256 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-05-10 11:22:13 - [HTML]
110. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 13:31:49 - [HTML]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-02 16:03:59 - [HTML]

Þingmál A269 (vörumerki)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-18 17:25:26 - [HTML]

Þingmál A272 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-02-02 13:47:10 - [HTML]

Þingmál A273 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-02 14:17:50 - [HTML]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]

Þingmál A348 (siglingalög)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Atli Gíslason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-06-01 11:51:14 - [HTML]

Þingmál A349 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2012-03-29 - Sendandi: Íslandspóstur ohf. - [PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2012-01-25 17:34:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2012-03-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A370 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-16 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A372 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1379 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-18 19:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-11 16:46:30 - [HTML]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-01-24 17:02:26 - [HTML]
109. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2012-05-30 15:10:32 - [HTML]
109. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 15:37:14 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 15:44:22 - [HTML]

Þingmál A376 (frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2012-05-15 21:19:45 - [HTML]
99. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 21:42:27 - [HTML]
105. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2012-05-22 21:12:55 - [HTML]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (þáltill.) útbýtt þann 2011-12-16 00:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-20 14:51:42 - [HTML]
46. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 15:21:49 - [HTML]
46. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2012-01-20 15:25:49 - [HTML]
46. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-01-20 18:14:42 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-01-20 18:35:57 - [HTML]
46. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - Ræða hófst: 2012-01-20 20:32:07 - [HTML]
64. þingfundur - Magnús M. Norðdahl (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-29 16:16:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 920 - Komudagur: 2012-01-23 - Sendandi: Sigurður Hr. Sigurðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 949 - Komudagur: 2012-01-26 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (álitsgerð Páls Hr. frá mars 2004) - [PDF]

Þingmál A440 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1167 - Komudagur: 2012-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A451 (kynheilbrigði ungs fólks)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-03-12 16:55:28 - [HTML]

Þingmál A622 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-15 15:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-21 16:29:48 - [HTML]
76. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-03-21 17:50:54 - [HTML]
76. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2012-03-21 18:22:27 - [HTML]

Þingmál A634 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1016 (álit) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-27 22:34:19 - [HTML]
80. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - Ræða hófst: 2012-03-29 15:49:44 - [HTML]
100. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-05-16 17:02:30 - [HTML]
100. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-05-16 17:43:31 - [HTML]
101. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-05-18 11:34:20 - [HTML]
102. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-19 10:39:44 - [HTML]
102. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-19 10:44:12 - [HTML]
102. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-19 10:46:37 - [HTML]
102. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-19 12:12:11 - [HTML]
104. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-21 20:05:49 - [HTML]
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-21 20:42:57 - [HTML]
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 20:59:36 - [HTML]
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 21:04:03 - [HTML]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1885 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 2012-05-01 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagaströnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2475 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1436 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-01 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 17:02:29 - [HTML]
114. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - Ræða hófst: 2012-06-06 18:21:52 - [HTML]
115. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-07 15:14:36 - [HTML]
115. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-07 15:16:57 - [HTML]
115. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-07 15:41:53 - [HTML]
116. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-08 16:27:29 - [HTML]
117. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-09 14:10:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ9 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]

Þingmál A699 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-04-17 20:21:05 - [HTML]
93. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-02 21:41:03 - [HTML]
94. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-03 14:30:48 - [HTML]
94. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-03 18:06:46 - [HTML]
97. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2012-05-10 20:30:17 - [HTML]
98. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-05-11 11:05:47 - [HTML]

Þingmál A704 (neytendalán)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-04-30 18:47:26 - [HTML]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2233 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Helga Garðarsdóttir - [PDF]

Þingmál A735 (atvinnutengd starfsendurhæfing og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-04 15:12:00 - [HTML]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A778 (framtíðarskipan fjármálakerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2729 - Komudagur: 2012-05-30 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (umsagnir sem bárust efnh- og viðskrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2765 - Komudagur: 2012-08-29 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ums. frá efnh.- og viðskrn. - viðbót) - [PDF]

Þingmál B24 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2011-10-03 20:51:21 - [HTML]
2. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-10-03 21:32:03 - [HTML]

Þingmál B147 (umræður um störf þingsins 9. nóvember)

Þingræður:
19. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-11-09 15:33:24 - [HTML]

Þingmál B197 (umræður um störf þingsins 16. nóvember)

Þingræður:
24. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2011-11-16 15:18:51 - [HTML]

Þingmál B246 (fangelsismál)

Þingræður:
29. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-11-30 15:23:37 - [HTML]

Þingmál B346 (umræður um störf þingsins 16. desember)

Þingræður:
38. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-12-16 10:51:00 - [HTML]

Þingmál B459 (embætti forseta Alþingis)

Þingræður:
49. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-01-26 10:37:35 - [HTML]

Þingmál B475 (skýrsla Norðmanna um EES-samstarfið)

Þingræður:
50. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-30 15:36:30 - [HTML]

Þingmál B636 (skýrsla Barnaheilla um vannæringu barna í heiminum)

Þingræður:
65. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-03-01 12:58:17 - [HTML]

Þingmál B744 (umræður um störf þingsins 28. mars)

Þingræður:
79. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2012-03-28 15:03:14 - [HTML]
79. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-03-28 15:35:57 - [HTML]

Þingmál B808 (launajafnrétti)

Þingræður:
86. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-20 10:57:00 - [HTML]

Þingmál B912 (umgjörð ríkisfjármála)

Þingræður:
97. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2012-05-10 13:32:12 - [HTML]

Þingmál B1042 (umræður um störf þingsins 31. maí)

Þingræður:
110. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-31 10:42:52 - [HTML]

Þingmál B1060 (umræður um veiðigjöld og frumvarp um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
111. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2012-06-01 11:21:29 - [HTML]

Þingmál B1198 (afgreiðsla mála fyrir þinghlé)

Þingræður:
124. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-06-18 10:40:31 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-13 13:50:07 - [HTML]
42. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-11-29 14:50:24 - [HTML]
42. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-29 15:35:11 - [HTML]
47. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-05 16:09:30 - [HTML]
57. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-19 16:43:28 - [HTML]

Þingmál A12 (dómstólar o.fl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2012-10-13 - Sendandi: Björn Erlendsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 311 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Kristleifur Indriðason - [PDF]
Dagbókarnúmer 877 - Komudagur: 2012-12-05 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor - [PDF]

Þingmál A19 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-20 15:35:52 - [HTML]
7. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-20 15:52:45 - [HTML]

Þingmál A26 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 11:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A27 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 11:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A34 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 12:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A54 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 10:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A115 (nauðungarsala o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2012-12-20 - Sendandi: Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir - [PDF]

Þingmál A131 (rannsókn samgönguslysa)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 18:14:31 - [HTML]
84. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-20 18:25:27 - [HTML]

Þingmál A151 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2012-12-20 19:49:32 - [HTML]

Þingmál A175 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A183 (vopn, sprengiefni og skoteldar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 560 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Sigurður Sigurðsson - [PDF]

Þingmál A184 (dómarar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-11-05 16:52:43 - [HTML]

Þingmál A190 (menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-18 20:36:43 - [HTML]
55. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-18 20:42:49 - [HTML]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-10 17:28:49 - [HTML]
16. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-10 18:45:28 - [HTML]
85. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-02-21 11:35:48 - [HTML]
87. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-25 17:30:55 - [HTML]
99. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-03-12 19:44:29 - [HTML]

Þingmál A208 (dóms- og löggjafarvald og ESB)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-10-08 17:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 501 (svar) útbýtt þann 2012-11-15 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-20 17:29:35 - [HTML]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-21 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Eygló Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-02-26 17:29:49 - [HTML]
88. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-26 17:57:32 - [HTML]
104. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-15 15:11:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Útlán - Samtök fjárm.fyrirtækja án umsýslu fjárm. - [PDF]

Þingmál A236 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A247 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-16 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A266 (diplómanám á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-11-05 17:27:15 - [HTML]

Þingmál A273 (starf auðlindastefnunefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur - [PDF]

Þingmál A291 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2012-12-19 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (heildarendursk. á reglum Jöfnunarsj. sveitarfélag - [PDF]

Þingmál A298 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 331 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-25 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-16 14:54:41 - [HTML]

Þingmál A325 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A360 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Utanríkismálanefnd Alþingis - [PDF]

Þingmál A391 (bætt hljóðvist í kennsluhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1112 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2012-11-20 18:47:35 - [HTML]
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 19:04:19 - [HTML]
38. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 19:20:38 - [HTML]
38. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 20:18:29 - [HTML]
38. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 20:21:22 - [HTML]
38. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2012-11-20 20:40:37 - [HTML]
38. þingfundur - Lúðvík Geirsson - Ræða hófst: 2012-11-20 21:30:13 - [HTML]
38. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 22:31:41 - [HTML]
38. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-11-20 23:18:40 - [HTML]
39. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2012-11-21 17:06:13 - [HTML]
39. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-21 18:16:03 - [HTML]
39. þingfundur - Birna Lárusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-21 18:17:37 - [HTML]
39. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-11-21 19:51:31 - [HTML]
40. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-22 14:36:12 - [HTML]
40. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-11-22 14:40:42 - [HTML]
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-22 16:39:14 - [HTML]
76. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2013-01-31 11:47:12 - [HTML]
76. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-01-31 18:38:10 - [HTML]
80. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2013-02-13 20:29:03 - [HTML]
82. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-02-15 12:05:20 - [HTML]
89. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-06 11:08:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2012-08-20 - Sendandi: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor - Skýring: (um kosningar, forseta o.fl., til sérfr.hóps, skv. - [PDF]
Dagbókarnúmer 757 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: Stjórnarskrárfélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til atvn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 925 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Frosti Sigurjónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til umhv.- og samgn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 928 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Þórólfur Guðfinnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Sigurbjörn Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Guðmundur Alfreðsson - Skýring: (frá 16.8.1992) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1024 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Svavar Kjarrval - [PDF]
Dagbókarnúmer 1076 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Guðmundur Ágúst Sæmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1082 - Komudagur: 2012-12-08 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (um 111. gr., sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1084 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Sigurgeir Ómar Sigmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - Skýring: (send um 3. mál á 140. löggjþ. 17.1.2012) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1277 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Skrifstofa Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1299 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1303 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Þingskapanefnd Alþingis, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2013-01-27 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1330 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Forsætisnefnd Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1677 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Páll Þórhallsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti) - [PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2013-03-14 21:02:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Grímsnes- og Grafningshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A456 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 786 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-19 21:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1441 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]

Þingmál A458 (framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 11:49:06 - [HTML]

Þingmál A469 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1417 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A474 (vönduð lagasetning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-30 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-18 20:53:22 - [HTML]
60. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-21 14:52:50 - [HTML]

Þingmál A477 (happdrætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 615 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1102 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-01-15 16:06:00 - [HTML]
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-19 20:34:03 - [HTML]
108. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-03-21 10:41:08 - [HTML]

Þingmál A490 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1629 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A495 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A499 (tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1241 - Komudagur: 2013-01-14 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1812 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-11 17:22:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1744 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda - [PDF]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A618 (stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2013-02-26 21:04:54 - [HTML]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-14 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2013-03-06 19:06:45 - [HTML]
106. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-18 17:56:38 - [HTML]
106. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-18 20:14:17 - [HTML]
106. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 22:42:18 - [HTML]
106. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2013-03-18 23:16:56 - [HTML]
107. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-19 11:47:28 - [HTML]
107. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-03-19 15:15:36 - [HTML]
107. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2013-03-19 16:47:10 - [HTML]
108. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-21 12:27:00 - [HTML]
108. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-21 12:51:42 - [HTML]
108. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-03-21 18:15:34 - [HTML]
109. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-03-22 16:20:23 - [HTML]

Þingmál A649 (áætlun í mannréttindamálum til fjögurra ára, 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1150 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-03-06 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A650 (tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (frumvarp) útbýtt þann 2013-03-06 17:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A687 (grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1277 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-16 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-22 13:43:54 - [HTML]
109. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-22 14:06:57 - [HTML]
109. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-22 14:24:14 - [HTML]

Þingmál A692 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 18:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A706 (eftirlit með endurskoðun og úrbótum á löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-27 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B10 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2012-09-12 20:51:21 - [HTML]
2. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2012-09-12 21:07:20 - [HTML]

Þingmál B147 (framkvæmd þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis, munnleg skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra)

Þingræður:
17. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-11 12:03:20 - [HTML]

Þingmál B148 (tillögur stjórnlagaráðs)

Þingræður:
16. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-10-10 15:41:54 - [HTML]

Þingmál B179 (stjórnarskrármál)

Þingræður:
21. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-10-18 14:44:11 - [HTML]
21. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2012-10-18 15:23:02 - [HTML]
21. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-18 15:38:18 - [HTML]
21. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2012-10-18 15:53:57 - [HTML]

Þingmál B229 (umræður um störf þingsins 6. nóvember)

Þingræður:
30. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-11-06 13:38:32 - [HTML]

Þingmál B260 (gjaldeyrishöft)

Þingræður:
32. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-11-08 10:50:43 - [HTML]

Þingmál B419 (viðvera ráðherra og framsögumanns máls)

Þingræður:
51. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-12-12 15:44:41 - [HTML]

Þingmál B539 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-01-17 10:52:44 - [HTML]

Þingmál B710 (mál á dagskrá)

Þingræður:
86. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-02-25 15:52:24 - [HTML]

Þingmál B792 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
102. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2013-03-13 21:14:29 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A5 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-07-03 17:16:28 - [HTML]
21. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2013-07-03 18:42:10 - [HTML]
23. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-07-04 21:49:14 - [HTML]

Þingmál A11 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-06-13 18:17:56 - [HTML]
11. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-06-24 17:42:23 - [HTML]
11. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-06-24 19:17:40 - [HTML]
16. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-06-28 13:46:56 - [HTML]
20. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-07-03 16:45:58 - [HTML]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-12 14:39:13 - [HTML]
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-09-12 17:45:45 - [HTML]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2013-07-01 23:15:42 - [HTML]

Þingmál A30 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-07-04 11:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-07-04 19:40:50 - [HTML]
23. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-07-04 20:15:42 - [HTML]

Þingmál B20 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-06-10 20:28:24 - [HTML]

Þingmál B34 (umræður um störf þingsins 12. júní)

Þingræður:
4. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-06-12 15:01:57 - [HTML]

Þingmál B243 (Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-12 12:12:58 - [HTML]

Þingmál B269 (umræður um störf þingsins 17. september)

Þingræður:
29. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2013-09-17 13:45:01 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A1 (fjárlög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-13 11:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-10-04 11:52:30 - [HTML]
4. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2013-10-04 15:52:02 - [HTML]
36. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-13 14:32:25 - [HTML]
36. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-12-13 14:44:46 - [HTML]
37. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2013-12-14 16:05:30 - [HTML]

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-16 18:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-12-12 23:50:30 - [HTML]

Þingmál A8 (endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 190 - Komudagur: 2013-11-12 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]

Þingmál A20 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2014-01-15 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A67 (samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-04-01 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-31 11:12:07 - [HTML]
13. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-10-31 11:27:05 - [HTML]
118. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-16 17:48:57 - [HTML]

Þingmál A69 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-30 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-01 11:17:00 - [HTML]
14. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-11-01 11:24:38 - [HTML]
14. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-11-01 11:34:27 - [HTML]
14. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-11-01 11:36:38 - [HTML]
14. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-01 11:44:49 - [HTML]

Þingmál A76 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2013-10-15 15:30:50 - [HTML]
9. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-15 15:36:35 - [HTML]

Þingmál A97 (veiting rekstrarleyfa fyrir veitingastaði)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Björk Vilhelmsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-17 12:24:52 - [HTML]
11. þingfundur - Björk Vilhelmsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-17 12:48:28 - [HTML]

Þingmál A136 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A158 (aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-11-14 14:53:14 - [HTML]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-18 19:42:45 - [HTML]
81. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-03-26 15:42:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 567 - Komudagur: 2013-12-06 - Sendandi: Félag íslenskra landslagsarkitekta - [PDF]

Þingmál A177 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A199 (fjáraukalög 2013)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-11 21:46:30 - [HTML]

Þingmál A212 (umferðarljósamerkingar á matvæli)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-15 17:28:12 - [HTML]

Þingmál A215 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 2014-02-11 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A236 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2014-02-11 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-18 14:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-21 14:38:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1131 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2014-02-21 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2014-03-10 - Sendandi: Mennta- og menningarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 2014-03-25 - Sendandi: Félag héraðsskjalavarða - [PDF]

Þingmál A247 (starf samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 424 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-12-19 11:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-02 15:25:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík - [PDF]

Þingmál A271 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (frumvarp) útbýtt þann 2014-01-16 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-28 17:17:09 - [HTML]
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-28 17:49:40 - [HTML]

Þingmál A283 (rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-01-23 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A306 (markaðar tekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-02-13 17:44:21 - [HTML]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2014-02-20 15:07:07 - [HTML]
66. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 17:25:49 - [HTML]
69. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-26 20:57:35 - [HTML]
70. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2014-02-27 12:42:36 - [HTML]

Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-03-11 16:01:26 - [HTML]
74. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 12:02:15 - [HTML]
75. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2014-03-14 02:49:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1500 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1566 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Ólafur Hannesson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1568 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Erna Bjarnadóttir o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1574 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Samtök um rannsókn. á Evrópusamb. og tengslum þess við Ísland - [PDF]

Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1498 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A349 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 226/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2014-05-16 16:47:04 - [HTML]

Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A376 (losun og móttaka úrgangs frá skipum)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-24 16:48:53 - [HTML]

Þingmál A417 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-03-24 19:02:33 - [HTML]

Þingmál A418 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2014-03-20 13:34:04 - [HTML]
78. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 14:01:17 - [HTML]
78. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 14:05:55 - [HTML]
78. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-20 15:36:31 - [HTML]

Þingmál A508 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2014-06-02 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A536 (frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2014-04-01 23:56:09 - [HTML]

Þingmál B8 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-02 20:58:17 - [HTML]
2. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-10-02 21:43:35 - [HTML]

Þingmál B23 (umræður um störf þingsins 9. október)

Þingræður:
6. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-10-09 15:02:07 - [HTML]

Þingmál B73 (umræður um störf þingsins 30. október)

Þingræður:
12. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-30 15:20:55 - [HTML]

Þingmál B132 (umræður um störf þingsins 13. nóvember)

Þingræður:
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-11-13 15:02:35 - [HTML]
21. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-11-13 15:09:13 - [HTML]
21. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-11-13 15:21:05 - [HTML]
21. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2013-11-13 15:24:25 - [HTML]

Þingmál B444 (umræður um störf þingsins 28. janúar)

Þingræður:
58. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-01-28 13:37:18 - [HTML]

Þingmál B446 (staðgöngumæðrun, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra)

Þingræður:
59. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2014-01-29 17:29:57 - [HTML]

Þingmál B469 (umræður um störf þingsins 11. febrúar)

Þingræður:
61. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2014-02-11 13:53:34 - [HTML]

Þingmál B533 (umræður um störf þingsins 25. febrúar)

Þingræður:
68. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-02-25 14:34:56 - [HTML]

Þingmál B581 (fundur forseta með formönnum þingflokka o.fl.)

Þingræður:
71. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-10 15:33:10 - [HTML]

Þingmál B882 (afbrigði)

Þingræður:
113. þingfundur - Helgi Hjörvar - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-05-14 22:34:11 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2014-09-11 12:17:18 - [HTML]
40. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2014-12-03 22:53:13 - [HTML]
41. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-04 19:15:51 - [HTML]
43. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-08 17:47:17 - [HTML]
50. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-16 17:32:11 - [HTML]

Þingmál A2 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-02 16:49:09 - [HTML]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Virk Starfsendurhæfingarsjóður - [PDF]

Þingmál A11 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 346 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A17 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-09 16:43:51 - [HTML]

Þingmál A56 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-18 15:20:19 - [HTML]

Þingmál A98 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2014-10-23 11:45:16 - [HTML]

Þingmál A183 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - Ræða hófst: 2015-05-15 14:11:36 - [HTML]
107. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-05-15 15:23:41 - [HTML]
109. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-21 01:07:48 - [HTML]
110. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-05-21 21:42:12 - [HTML]
111. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-22 16:49:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A257 (sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 605 - Komudagur: 2014-11-14 - Sendandi: Félag talmeinafræðinga á Ísland - [PDF]

Þingmál A260 (könnun á framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-16 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A274 (endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-04 17:44:51 - [HTML]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 2015-01-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A355 (undirbúningur að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (þáltill.) útbýtt þann 2014-11-04 16:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A361 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1908 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Njáll Trausti Friðbertsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2057 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2136 - Komudagur: 2015-05-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A391 (Haf- og vatnarannsóknir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1038 - Komudagur: 2015-01-19 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A396 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1374 - Komudagur: 2015-02-26 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A427 (uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2015-03-05 - Sendandi: Margrét Hermanns Auðardóttir - [PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1294 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-13 18:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-01-22 16:43:14 - [HTML]
55. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-22 17:52:35 - [HTML]
57. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-01-27 17:56:15 - [HTML]
116. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-02 00:19:24 - [HTML]
117. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 15:06:02 - [HTML]
117. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 15:08:14 - [HTML]
117. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 15:56:52 - [HTML]
117. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-06-02 17:50:00 - [HTML]
117. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 19:46:25 - [HTML]
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 20:27:04 - [HTML]
117. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 22:56:25 - [HTML]
117. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 23:10:53 - [HTML]
118. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-06-03 11:33:44 - [HTML]
118. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-03 15:03:24 - [HTML]
118. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 16:14:34 - [HTML]
118. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 17:35:44 - [HTML]
118. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-03 17:38:25 - [HTML]
119. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 12:48:54 - [HTML]
120. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-06-05 12:05:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1321 - Komudagur: 2015-02-25 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1429 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu - [PDF]

Þingmál A436 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1385 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1229 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Hólaskóli Háskólinn á Hólum - [PDF]

Þingmál A456 (Menntamálastofnun)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-21 17:20:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1700 - Komudagur: 2015-04-09 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneyti - [PDF]

Þingmál A462 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-17 19:29:41 - [HTML]

Þingmál A470 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1386 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A476 (Evrópuráðsþingið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-20 15:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1527 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-25 16:57:56 - [HTML]
70. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-25 18:16:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1637 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A573 (nauðungarsala)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-26 12:04:17 - [HTML]

Þingmál A605 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2144 - Komudagur: 2015-05-27 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A621 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1074 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-03-17 13:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A626 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2015-04-14 18:03:32 - [HTML]

Þingmál A629 (verndarsvæði í byggð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1861 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A643 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2015-04-29 17:51:57 - [HTML]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-04-16 14:09:32 - [HTML]
90. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2015-04-16 16:57:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1774 - Komudagur: 2015-04-30 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]

Þingmál A700 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-30 14:04:14 - [HTML]

Þingmál A735 (meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-04-30 18:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-06-12 14:57:47 - [HTML]
128. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-12 19:12:32 - [HTML]

Þingmál B21 (Stjórnarráð Íslands)

Þingræður:
5. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2014-09-15 15:54:01 - [HTML]

Þingmál B126 (þjóðarvá vegna lífsstílstengdra sjúkdóma barna og unglinga)

Þingræður:
16. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2014-10-08 16:12:49 - [HTML]

Þingmál B137 (ummæli ráðherra í Kastljósi)

Þingræður:
17. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2014-10-09 11:06:42 - [HTML]

Þingmál B162 (ummæli ráðherra í umræðum)

Þingræður:
18. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-10-14 14:47:35 - [HTML]

Þingmál B196 (viðvera heilbrigðisráðherra í umræðu um sölu áfengis)

Þingræður:
22. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-10-21 17:41:34 - [HTML]

Þingmál B284 (Túlkasjóður)

Þingræður:
32. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-11-13 11:05:36 - [HTML]

Þingmál B326 (ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins á spurningum um verðtryggingu, munnleg skýrsla fjármálaráðherra)

Þingræður:
37. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2014-11-27 16:10:56 - [HTML]

Þingmál B518 (vopnaburður og valdbeitingarheimildir lögreglunnar)

Þingræður:
56. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-01-26 15:53:48 - [HTML]

Þingmál B708 (staða Alþingis, yfirlýsing forseta og umræða um hana, skv. 61. gr. þingskapa)

Þingræður:
79. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2015-03-16 16:36:11 - [HTML]
79. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2015-03-16 18:01:14 - [HTML]

Þingmál B712 (Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
80. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-03-17 19:57:02 - [HTML]
80. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-17 22:11:21 - [HTML]

Þingmál B717 (umræður um störf þingsins 18. mars)

Þingræður:
81. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-03-18 15:41:17 - [HTML]

Þingmál B864 (umræður um störf þingsins 28. apríl)

Þingræður:
97. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2015-04-28 13:51:19 - [HTML]

Þingmál B955 (starfsáætlun og væntanleg stjórnarfrumvörp)

Þingræður:
108. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-05-19 14:08:30 - [HTML]

Þingmál B1081 (umræður um störf þingsins 3. júní)

Þingræður:
118. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-03 10:26:28 - [HTML]

Þingmál B1216 (ávarp forseta Íslands)

Þingræður:
133. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2015-06-19 11:45:44 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2015-09-11 16:32:03 - [HTML]
52. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2015-12-11 15:49:08 - [HTML]
52. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-11 22:22:09 - [HTML]
54. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-12-14 12:00:27 - [HTML]
55. þingfundur - Helgi Hjörvar - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-12-16 02:07:31 - [HTML]
59. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-19 13:23:49 - [HTML]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Hertz bílaleiga - Bílaleiga Flugleiða - [PDF]

Þingmál A4 (byggingarsjóður Landspítala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2015-10-05 - Sendandi: Landspítali - [PDF]

Þingmál A11 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 810 - Komudagur: 2016-02-10 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A13 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-20 16:57:24 - [HTML]
64. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2016-01-20 17:42:00 - [HTML]
67. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-01-26 16:57:29 - [HTML]

Þingmál A17 (lýðháskólar)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-14 18:35:10 - [HTML]

Þingmál A18 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-24 16:44:40 - [HTML]
13. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-24 17:06:01 - [HTML]

Þingmál A30 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-14 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-23 15:49:53 - [HTML]
79. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-02-23 16:19:51 - [HTML]
79. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-23 16:29:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2016-03-26 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A57 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 12:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 16:03:55 - [HTML]
85. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-09 16:16:20 - [HTML]
85. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-09 16:22:26 - [HTML]
85. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-03-09 16:30:26 - [HTML]
85. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-03-09 16:47:49 - [HTML]
85. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-09 17:01:45 - [HTML]

Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-11-19 17:55:05 - [HTML]
39. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-11-24 17:31:00 - [HTML]
40. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-25 17:13:09 - [HTML]
40. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-11-25 17:19:49 - [HTML]

Þingmál A100 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-01 17:45:26 - [HTML]

Þingmál A112 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-18 18:11:10 - [HTML]

Þingmál A114 (undirbúningur að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-21 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A115 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2015-11-04 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-09-23 16:50:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2015-10-14 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2015-10-19 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - Skýring: , um 18. gr. - [PDF]
Dagbókarnúmer 296 - Komudagur: 2015-10-26 - Sendandi: Kerfélagið ehf. - [PDF]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-18 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 525 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-12-03 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 675 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-12-19 12:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2015-10-09 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A157 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-11-30 16:59:41 - [HTML]

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-20 14:45:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2015-11-12 - Sendandi: Staðganga - stuðningsfélag - [PDF]
Dagbókarnúmer 396 - Komudagur: 2015-11-18 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A304 (fjáraukalög 2015)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-11-10 15:37:00 - [HTML]

Þingmál A331 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-02-17 17:34:44 - [HTML]

Þingmál A353 (stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland árið 2050)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (þáltill.) útbýtt þann 2015-11-19 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A425 (tölvutækt snið þingskjala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1020 - Komudagur: 2016-03-03 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]

Þingmál A458 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-04 16:22:56 - [HTML]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1586 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]

Þingmál A606 (menningarminjar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Björn Valur Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-18 18:37:35 - [HTML]
91. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-18 19:16:22 - [HTML]

Þingmál A615 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1017 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1315 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-23 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-18 11:20:46 - [HTML]
117. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-24 14:50:24 - [HTML]
117. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-24 15:54:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1518 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Kristleifur Indriðason - [PDF]

Þingmál A616 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-23 14:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2016-04-19 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A638 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-29 17:49:18 - [HTML]
160. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-29 18:01:09 - [HTML]

Þingmál A658 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-10 18:11:34 - [HTML]

Þingmál A672 (ný skógræktarstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1580 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A679 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Félagsbúið Miðhrauni 2 sf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2245 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Félagsbúið Miðhrauni sf. - [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1651 - Komudagur: 2016-05-26 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2025 - Komudagur: 2016-09-12 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2257 - Komudagur: 2016-09-06 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1674 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-19 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
154. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 22:45:46 - [HTML]
154. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-09-20 23:25:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2055 - Komudagur: 2016-09-15 - Sendandi: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd - [PDF]

Þingmál A692 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2016-04-08 14:12:32 - [HTML]

Þingmál A711 (rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Hjálmar Bogi Hafliðason - Ræða hófst: 2016-04-29 16:51:29 - [HTML]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1460 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1483 - Komudagur: 2016-05-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A740 (fjármálaáætlun 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-29 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1523 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1524 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-08-15 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A741 (fjármálastefna 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1523 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-05-03 18:54:06 - [HTML]

Þingmál A772 (símhleranir hjá alþingismönnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1517 (svar) útbýtt þann 2016-08-05 11:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-05-31 15:29:40 - [HTML]

Þingmál A797 (tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-31 23:23:04 - [HTML]

Þingmál A818 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2016-08-30 - Sendandi: Allianz Ísland hf. - [PDF]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A851 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-08-31 17:02:36 - [HTML]

Þingmál A870 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 19:30:12 - [HTML]
168. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-10-11 12:35:30 - [HTML]

Þingmál A871 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1668 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A873 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
155. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-09-22 15:19:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2215 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Þingmál A876 (raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1696 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 18:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2151 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A884 (mannréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1713 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-09-27 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B2 (ávarp forseta Alþingis)

Þingræður:
0. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2015-09-08 11:28:00 - [HTML]

Þingmál B12 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-09-08 21:24:45 - [HTML]

Þingmál B140 (störf þingsins)

Þingræður:
20. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-10-14 15:31:08 - [HTML]

Þingmál B188 (dagskrá næsta fundar)

Þingræður:
25. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-10-22 11:22:45 - [HTML]

Þingmál B205 (störf þingsins)

Þingræður:
28. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-11-04 15:24:11 - [HTML]

Þingmál B237 (framlög til Aflsins á Akureyri)

Þingræður:
32. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-11-12 10:33:44 - [HTML]

Þingmál B263 (störf þingsins)

Þingræður:
35. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-11-17 14:44:20 - [HTML]

Þingmál B273 (hugmyndir um einkavæðingu Landsbankans)

Þingræður:
37. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-19 13:33:32 - [HTML]

Þingmál B321 (störf þingsins)

Þingræður:
42. þingfundur - Heiða Kristín Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-11-27 10:57:25 - [HTML]

Þingmál B575 (TiSA-samningurinn)

Þingræður:
74. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-04 11:09:13 - [HTML]

Þingmál B673 (störf þingsins)

Þingræður:
88. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-03-15 13:50:09 - [HTML]

Þingmál B785 (störf þingsins)

Þingræður:
101. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-04-19 13:58:00 - [HTML]

Þingmál B1186 (rekstrarumhverfi fjölmiðla)

Þingræður:
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-09-20 15:01:27 - [HTML]

Þingmál B1275 (störf þingsins)

Þingræður:
164. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2016-10-05 11:29:57 - [HTML]

Þingmál B1289 (störf þingsins)

Þingræður:
166. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2016-10-07 10:59:32 - [HTML]

Þingmál B1312 (áhrif málshraða við lagasetningu)

Þingræður:
168. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2016-10-11 11:27:28 - [HTML]
168. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2016-10-11 11:46:02 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
2. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2016-12-07 17:07:08 - [HTML]
12. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-22 15:52:55 - [HTML]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2016-12-08 12:26:08 - [HTML]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 79 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Þingmál A7 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-20 14:30:17 - [HTML]
10. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2016-12-21 22:42:29 - [HTML]

Þingmál A66 (fjármálastefna 2017--2022)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-01-26 14:35:24 - [HTML]
49. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-28 22:38:19 - [HTML]
49. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-03-28 23:20:03 - [HTML]
50. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2017-03-29 17:21:47 - [HTML]
50. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-29 18:49:41 - [HTML]

Þingmál A70 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (frumvarp) útbýtt þann 2017-01-26 10:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-01-31 17:53:27 - [HTML]
22. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-01-31 18:03:25 - [HTML]
22. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-01-31 18:13:33 - [HTML]

Þingmál A78 (aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1512 - Komudagur: 2017-05-30 - Sendandi: Andri Ingason og Rebekka Bjarnadóttir - [PDF]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-02-23 15:07:00 - [HTML]

Þingmál A110 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-09 16:23:36 - [HTML]

Þingmál A114 (stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-06 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-01 19:34:09 - [HTML]

Þingmál A146 (orkuskipti)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-05-31 14:16:35 - [HTML]

Þingmál A156 (opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 963 - Komudagur: 2017-04-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A175 (rafræn birting málaskráa og gagna ráðuneyta)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-01 17:35:44 - [HTML]

Þingmál A195 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-23 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-21 16:06:36 - [HTML]
45. þingfundur - Einar Brynjólfsson - Ræða hófst: 2017-03-21 16:12:26 - [HTML]

Þingmál A205 (staða og stefna í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-02 11:20:54 - [HTML]

Þingmál A207 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2017-04-10 - Sendandi: Eiður Jónsson og Garðar Jónsson fh. Landeigenda við Skjálfandafljót - [PDF]

Þingmál A216 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-15 14:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-28 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-02 18:59:49 - [HTML]
61. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-02 20:08:06 - [HTML]

Þingmál A378 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2017-04-04 19:35:16 - [HTML]

Þingmál A392 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-16 18:17:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 942 - Komudagur: 2017-04-26 - Sendandi: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - [PDF]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-31 09:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 808 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-24 15:49:54 - [HTML]
71. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-24 16:58:15 - [HTML]
71. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-24 17:50:07 - [HTML]
71. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-24 21:43:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Fyrirtæki í gistiþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1256 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, 3. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1320 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, 3. minni hluti - [PDF]

Þingmál A408 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-09 17:52:36 - [HTML]

Þingmál A426 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 22:12:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1491 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Starfsmenn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings - [PDF]

Þingmál A432 (bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 892 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-23 20:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A437 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-29 21:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2017-05-31 00:19:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1376 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi - [PDF]

Þingmál A458 (norrænt samstarf 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A474 (norræna ráðherranefndin 2016)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-04 18:39:00 - [HTML]

Þingmál A524 (jarðgöng undir Vaðlaheiði)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-30 14:05:48 - [HTML]

Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2017-06-01 16:36:16 - [HTML]

Þingmál B159 (framlagning tveggja skýrslna)

Þingræður:
25. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-06 15:04:59 - [HTML]

Þingmál B198 (skýrsla um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána)

Þingræður:
29. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-21 14:08:41 - [HTML]

Þingmál B311 (samgöngumál)

Þingræður:
39. þingfundur - Einar Brynjólfsson - Ræða hófst: 2017-03-06 15:35:57 - [HTML]

Þingmál B361 (samgönguáætlun)

Þingræður:
47. þingfundur - Jón Gunnarsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-23 11:12:45 - [HTML]
47. þingfundur - Einar Brynjólfsson - Ræða hófst: 2017-03-23 11:31:34 - [HTML]

Þingmál B414 (störf þingsins)

Þingræður:
54. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-04 13:51:10 - [HTML]

Þingmál B535 (beiðni um að þingmenn dragi mál til baka)

Þingræður:
64. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2017-05-09 13:46:54 - [HTML]

Þingmál B536 (umræða um 13. dagskrármál)

Þingræður:
64. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-09 19:32:33 - [HTML]
64. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2017-05-09 19:38:42 - [HTML]
64. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-09 19:45:39 - [HTML]

Þingmál B551 (orð ráðherra í sérstakri umræðu)

Þingræður:
65. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-15 16:33:44 - [HTML]
65. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2017-05-15 16:35:03 - [HTML]

Þingmál B608 (viðvera ráðherra við umræður um fjármálaáætlun)

Þingræður:
72. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2017-05-26 11:13:42 - [HTML]

Þingmál B609 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
74. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-29 21:34:15 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-14 11:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A102 (framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar á Vestfjarðavegi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A117 (framlagning frumvarps að nýrri stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 18:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B14 (dagskrártillaga)

Þingræður:
6. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-09-26 14:12:40 - [HTML]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-29 22:51:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 24 - Komudagur: 2017-12-18 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 554 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-03-20 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-01-23 16:17:23 - [HTML]
41. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-03-20 21:14:38 - [HTML]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-28 18:00:47 - [HTML]

Þingmál A18 (notkun og ræktun lyfjahamps)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 418 - Komudagur: 2018-02-28 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-16 15:11:59 - [HTML]
4. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-16 15:23:33 - [HTML]

Þingmál A63 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 208 - Komudagur: 2018-01-23 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]

Þingmál A66 (fjáraukalög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-29 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-12-29 13:29:22 - [HTML]
12. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2017-12-29 16:03:50 - [HTML]
12. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-29 16:22:10 - [HTML]
12. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-29 17:11:21 - [HTML]
12. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-12-29 17:47:06 - [HTML]
12. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-29 18:12:35 - [HTML]

Þingmál A78 (ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-01-24 15:52:01 - [HTML]
32. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-03-01 12:10:14 - [HTML]
32. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-03-01 12:11:34 - [HTML]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 896 - Komudagur: 2018-03-22 - Sendandi: Islamic Foundation of Iceland - [PDF]

Þingmál A184 (lýðháskólar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-02-26 17:20:02 - [HTML]
29. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-02-26 17:22:33 - [HTML]

Þingmál A224 (stuðningur við Samtök umgengnisforeldra)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-03-05 18:15:53 - [HTML]

Þingmál A269 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-26 18:23:12 - [HTML]

Þingmál A338 (vinna við réttaröryggisáætlun)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-19 17:52:39 - [HTML]

Þingmál A344 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-06 16:33:25 - [HTML]
35. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-06 18:29:22 - [HTML]
35. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-03-06 18:46:45 - [HTML]
35. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-03-06 18:49:57 - [HTML]
35. þingfundur - Inga Sæland - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2018-03-06 19:05:27 - [HTML]

Þingmál A390 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2018-04-09 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A393 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-22 16:05:56 - [HTML]
43. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-22 16:12:56 - [HTML]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-16 16:33:27 - [HTML]

Þingmál A426 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1296 - Komudagur: 2018-04-23 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A437 (upplýsingaveita stjórnvalda við Alþingi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2018-03-22 20:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1639 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A443 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-26 15:43:06 - [HTML]

Þingmál A465 (kvikmyndalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-07 21:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A486 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 696 (frumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-04 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-07 13:09:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1646 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A510 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-04-10 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-13 13:00:39 - [HTML]

Þingmál A545 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 186/2017 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-06 21:18:20 - [HTML]

Þingmál A576 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1384 (svar) útbýtt þann 2018-08-15 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-12 19:16:03 - [HTML]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1281 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-12 20:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Lagaskrifstofa Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1818 - Komudagur: 2018-06-08 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Árnesinga og Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]

Þingmál A663 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1301 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B42 (ný vinnubrögð á Alþingi)

Þingræður:
5. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-19 14:15:14 - [HTML]
5. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-12-19 14:27:44 - [HTML]
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-12-19 14:36:49 - [HTML]
5. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-12-19 14:39:11 - [HTML]
5. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2017-12-19 14:46:13 - [HTML]

Þingmál B49 (aðgerðir í húsnæðismálum)

Þingræður:
6. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-21 11:15:22 - [HTML]

Þingmál B104 (svör forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum)

Þingræður:
12. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-12-29 11:03:54 - [HTML]

Þingmál B287 (framlagning stjórnarmála)

Þingræður:
32. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2018-03-01 11:52:22 - [HTML]

Þingmál B359 (frestun á framlagningu fjármálaáætlunar)

Þingræður:
40. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-19 16:11:50 - [HTML]
40. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-19 16:22:20 - [HTML]
40. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-03-19 16:28:32 - [HTML]

Þingmál B360 (framlagning fjármálaáætlunar)

Þingræður:
40. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-19 16:55:50 - [HTML]

Þingmál B412 (störf þingsins)

Þingræður:
46. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-04-10 13:41:33 - [HTML]

Þingmál B469 (stefnumótun í fjármálaáætlun og fjárlögum)

Þingræður:
53. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-04-23 15:41:21 - [HTML]

Þingmál B549 (afgreiðsla þingmannamála úr nefndum)

Þingræður:
61. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-05-09 15:49:42 - [HTML]

Þingmál B550 (ný persónuverndarlög)

Þingræður:
61. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-05-09 17:34:08 - [HTML]

Þingmál B567 (svar við fyrirspurn)

Þingræður:
62. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-05-28 15:10:10 - [HTML]

Þingmál B594 (frumvarp um veiðigjöld)

Þingræður:
65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-05-31 15:07:49 - [HTML]

Þingmál B694 (ávarp forseta Alþingis)

Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2018-07-18 14:01:37 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-13 11:15:53 - [HTML]
4. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-14 18:35:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 81 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A15 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-06 19:05:05 - [HTML]

Þingmál A21 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 20:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-17 16:38:42 - [HTML]
5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-09-17 17:29:04 - [HTML]
114. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-05-31 18:47:15 - [HTML]

Þingmál A30 (stofnun lýðháskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-07 17:53:57 - [HTML]

Þingmál A39 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-18 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A47 (endurmat á hvalveiðistefnu Íslands)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2018-11-22 18:25:53 - [HTML]

Þingmál A49 (notkun og ræktun lyfjahamps)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2543 - Komudagur: 2019-01-07 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A53 (endurskoðun lögræðislaga)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-07 16:34:27 - [HTML]

Þingmál A54 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 189 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A64 (orkupakki ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samningurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (svar) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A68 (þinglýsingalög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 344 - Komudagur: 2018-10-30 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A86 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4709 - Komudagur: 2019-03-18 - Sendandi: Fljótsdalshérað - [PDF]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-26 16:55:54 - [HTML]

Þingmál A147 (skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4350 - Komudagur: 2019-02-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A155 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 541 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-11-27 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-12-04 17:13:28 - [HTML]
41. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-12-04 17:25:32 - [HTML]
41. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2018-12-04 18:08:04 - [HTML]
41. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-04 18:26:49 - [HTML]
41. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-04 18:30:55 - [HTML]

Þingmál A172 (fimm ára samgönguáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-02-05 18:52:10 - [HTML]
64. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-02-07 12:55:33 - [HTML]

Þingmál A181 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-10-25 17:29:48 - [HTML]
25. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-25 17:36:01 - [HTML]

Þingmál A212 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-03-19 16:00:50 - [HTML]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 626 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Einar Gunnarsson - [PDF]

Þingmál A305 (nýjar aðferðir við orkuöflun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4553 - Komudagur: 2019-03-01 - Sendandi: Valorka ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 4578 - Komudagur: 2019-02-27 - Sendandi: Valorka ehf - [PDF]

Þingmál A393 (þungunarrof)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2018-12-11 17:30:23 - [HTML]

Þingmál A403 (fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3184 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf - [PDF]

Þingmál A404 (stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3185 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf - [PDF]

Þingmál A409 (áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-04 20:02:28 - [HTML]
118. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-06-06 18:45:59 - [HTML]

Þingmál A412 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A413 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 554 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-06-18 13:43:35 - [HTML]

Þingmál A437 (fjáraukalög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 711 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-13 11:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-12-13 15:37:42 - [HTML]

Þingmál A440 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Logi Einarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-12-14 10:48:06 - [HTML]

Þingmál A442 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4479 - Komudagur: 2019-02-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A486 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-27 16:01:23 - [HTML]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-23 17:18:13 - [HTML]

Þingmál A513 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-21 14:47:06 - [HTML]

Þingmál A538 (Landssímahúsið við Austurvöll)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-19 17:17:23 - [HTML]

Þingmál A543 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4809 - Komudagur: 2019-03-22 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 4832 - Komudagur: 2019-03-26 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]

Þingmál A644 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-21 11:25:50 - [HTML]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-06-12 15:57:05 - [HTML]
121. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-06-12 16:26:40 - [HTML]

Þingmál A724 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-10 17:01:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4864 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Hrollaugur - félag smábátaeigenda á Hornafirði - [PDF]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-23 12:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-03-26 18:44:30 - [HTML]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2041 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2019-08-28 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - Ræða hófst: 2019-04-08 19:05:03 - [HTML]
91. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-04-09 17:12:27 - [HTML]
105. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-16 02:38:05 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 04:28:12 - [HTML]
106. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-05-20 20:12:04 - [HTML]
106. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-05-20 20:44:21 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 03:47:37 - [HTML]
107. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 16:15:59 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-22 02:21:26 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-22 04:02:33 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-24 06:47:44 - [HTML]
110. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-25 03:44:38 - [HTML]
111. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 21:36:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5285 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5345 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-04-11 19:03:39 - [HTML]

Þingmál A780 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1641 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-28 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 14:22:49 - [HTML]
119. þingfundur - Jón Þór Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-07 10:45:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5198 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar - [PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-08-29 11:45:34 - [HTML]
131. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-08-29 12:07:10 - [HTML]
131. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 19:19:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5516 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1585 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-21 20:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5154 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Bjarni Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5514 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1584 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-21 20:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5163 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Bjarni Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5515 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]

Þingmál A796 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A802 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-06 18:00:24 - [HTML]
100. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-06 18:02:19 - [HTML]

Þingmál A805 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (frumvarp) útbýtt þann 2019-04-09 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A962 (framkvæmd upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1721 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-06-05 15:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B371 (störf þingsins)

Þingræður:
46. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2018-12-11 13:36:11 - [HTML]

Þingmál B441 (framhaldsfundir Alþingis)

Þingræður:
54. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2019-01-21 15:04:38 - [HTML]

Þingmál B442 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan, munnleg skýrsla forsætisráðherra. -- Ein umræða)

Þingræður:
54. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-01-21 17:29:12 - [HTML]

Þingmál B506 (Landeyjahöfn)

Þingræður:
61. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-02-04 15:39:25 - [HTML]

Þingmál B556 (störf þingsins)

Þingræður:
68. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2019-02-20 15:13:04 - [HTML]

Þingmál B616 (bráðavandi SÁÁ)

Þingræður:
74. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-03-04 15:08:50 - [HTML]

Þingmál B656 (viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
79. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-18 14:46:55 - [HTML]
79. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-18 15:13:03 - [HTML]
79. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-03-18 16:30:38 - [HTML]

Þingmál B755 (aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra. -- Ein umræða)

Þingræður:
94. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-04-11 11:40:16 - [HTML]

Þingmál B926 (almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður))

Þingræður:
113. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-05-29 21:00:31 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-10 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 542 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-25 17:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-09-13 14:44:29 - [HTML]
35. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-26 14:20:28 - [HTML]
35. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-11-26 14:40:19 - [HTML]
35. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-11-26 15:58:16 - [HTML]
36. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-11-27 16:19:43 - [HTML]

Þingmál A4 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-17 18:40:37 - [HTML]

Þingmál A7 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-19 17:17:58 - [HTML]

Þingmál A11 (varnarmálalög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-09-19 14:41:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1108 - Komudagur: 2020-01-15 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A23 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Halldóra Mogensen - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-09 18:19:32 - [HTML]

Þingmál A52 (stofnun þings kjörinna fulltrúa innan Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1825 - Komudagur: 2020-04-21 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A66 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-24 16:53:37 - [HTML]

Þingmál A88 (réttur barna til að vita um uppruna sinn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2019-10-16 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A102 (framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A148 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 17:50:22 - [HTML]
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 18:07:54 - [HTML]
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 18:11:46 - [HTML]

Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-18 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-08 18:30:31 - [HTML]
13. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-10-08 20:00:21 - [HTML]
37. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-11-28 12:20:22 - [HTML]
39. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-03 16:17:42 - [HTML]
39. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-03 19:18:50 - [HTML]

Þingmál A184 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 599 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]

Þingmál A222 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-15 14:06:38 - [HTML]

Þingmál A252 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 492 - Komudagur: 2019-11-15 - Sendandi: No Borders Iceland - [PDF]

Þingmál A268 (sameining sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (svar) útbýtt þann 2019-11-13 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A269 (breyting á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 514 - Komudagur: 2019-11-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-24 13:43:02 - [HTML]

Þingmál A315 (breyting á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-11-05 18:17:27 - [HTML]

Þingmál A334 (Alþingi sem fjölskylduvænn vinnustaður)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2020-01-30 14:28:17 - [HTML]

Þingmál A364 (fjáraukalög 2019)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 17:12:57 - [HTML]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 746 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-16 11:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 14:30:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 855 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A393 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-11-26 19:49:14 - [HTML]
48. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-17 17:25:26 - [HTML]

Þingmál A434 (fimm ára samgönguáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-12-04 17:49:39 - [HTML]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 11:43:05 - [HTML]
44. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 11:45:09 - [HTML]
44. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 11:47:28 - [HTML]
44. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - Ræða hófst: 2019-12-12 13:07:52 - [HTML]

Þingmál A458 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1056 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Benedikt Guðnason - [PDF]

Þingmál A536 (Alþjóðaþingmannasambandið 2019)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 15:28:05 - [HTML]

Þingmál A583 (Fasteignafélagið Heimavellir)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-05-20 20:39:04 - [HTML]

Þingmál A640 (vörumerki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1806 - Komudagur: 2020-04-17 - Sendandi: Sigurjónsson og Thor - [PDF]

Þingmál A659 (staðgreiðsla opinberra gjalda og tryggingagjald)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-13 14:31:18 - [HTML]

Þingmál A664 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-17 14:25:30 - [HTML]

Þingmál A667 (tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-03-17 16:27:08 - [HTML]

Þingmál A695 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-03-30 14:45:28 - [HTML]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2067 - Komudagur: 2020-05-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-11 19:46:48 - [HTML]

Þingmál A720 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1756 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-20 16:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1757 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-20 16:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 17:36:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2104 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A724 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: None - [PDF]
Dagbókarnúmer 2543 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A725 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1390 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-12 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-12 15:47:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1866 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A726 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-06 17:06:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1867 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A749 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2020-05-07 13:16:16 - [HTML]

Þingmál A923 (framkvæmd upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1629 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-06-05 19:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A926 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-12 20:37:45 - [HTML]

Þingmál A968 (breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022)[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-09-03 17:19:25 - [HTML]

Þingmál A969 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-08-28 17:02:51 - [HTML]
133. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-08-28 17:09:27 - [HTML]
133. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-08-28 17:24:08 - [HTML]
140. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-09-04 18:40:33 - [HTML]

Þingmál B39 (kynningarfundur í ráðuneyti á þingfundartíma)

Þingræður:
6. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-09-17 13:42:17 - [HTML]

Þingmál B73 (bótakröfur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli)

Þingræður:
11. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-26 10:39:54 - [HTML]

Þingmál B98 (mál til umræðu)

Þingræður:
13. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-10-08 18:00:50 - [HTML]

Þingmál B299 (störf þingsins)

Þingræður:
36. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-11-27 15:30:26 - [HTML]

Þingmál B1037 (kveðja til forseta Íslands)

Þingræður:
129. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-06-29 10:00:50 - [HTML]

Þingmál B1132 (afgreiðsla frumvarps um hlutdeildarlán)

Þingræður:
139. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2020-09-04 11:31:20 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-05 17:34:42 - [HTML]
35. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-10 13:43:06 - [HTML]
35. þingfundur - Inga Sæland (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-10 16:01:20 - [HTML]

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A6 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A8 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-04 16:54:05 - [HTML]

Þingmál A12 (merkingar og upplýsingaskylda varðandi vörur sem tengjast orkunotkun)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-12 15:53:53 - [HTML]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 173 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-21 17:53:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A36 (aðgerðir vegna rakaskemmda í fasteignum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 181 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Greta Ósk Óskarsdóttir - [PDF]

Þingmál A39 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-22 13:51:11 - [HTML]

Þingmál A56 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2020-12-07 18:22:29 - [HTML]
49. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-01-27 17:34:37 - [HTML]

Þingmál A93 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-19 15:23:08 - [HTML]

Þingmál A161 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-13 17:25:59 - [HTML]

Þingmál A163 (endurskoðun regluverks um starfsemi fjárhagsupplýsingastofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2107 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: Creditinfo Lánstraust hf - [PDF]

Þingmál A201 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2020-10-27 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A212 (tekjufallsstyrkir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 136 - Komudagur: 2020-10-27 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A239 (aðgengi einstaklinga sem ferðast til Íslands að þungunarrofi)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-12 12:43:00 - [HTML]

Þingmál A243 (verndun og varðveisla skipa og báta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2633 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: Ágúst Østerby - [PDF]

Þingmál A267 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A280 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-12 10:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A322 (opinber stuðningur við nýsköpun)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2021-03-18 19:08:06 - [HTML]

Þingmál A334 (viðspyrnustyrkir)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-11-26 14:49:06 - [HTML]

Þingmál A337 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-18 18:01:11 - [HTML]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1264 - Komudagur: 2021-01-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2021-01-27 - Sendandi: Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2021-02-25 16:07:31 - [HTML]

Þingmál A365 (lögreglulög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-05-03 17:47:31 - [HTML]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Þórhallur Borgarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1408 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Jóhann Björgvinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A373 (rannsókn og saksókn í skattalagabrotum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1842 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A378 (sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-26 18:48:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: LEX lögmannsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]

Þingmál A397 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-12-15 18:19:14 - [HTML]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A453 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-04 18:37:17 - [HTML]

Þingmál A460 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-20 17:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-04 18:58:28 - [HTML]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-03 18:03:37 - [HTML]
52. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-03 18:34:38 - [HTML]
52. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-03 19:11:40 - [HTML]
54. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-11 17:10:50 - [HTML]
54. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-11 18:41:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2000 - Komudagur: 2021-03-06 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2001 - Komudagur: 2021-03-07 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]
Dagbókarnúmer 2086 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Skjöldur Vatnar Björnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2308 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Forseti Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 2625 - Komudagur: 2021-04-19 - Sendandi: Forseti Alþingis - [PDF]

Þingmál A468 (þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1535 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-27 16:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-02 16:53:14 - [HTML]
51. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-02-02 17:17:40 - [HTML]
104. þingfundur - Jón Þór Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-01 20:08:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3178 - Komudagur: 2024-03-11 - Sendandi: Forseti Alþingis - [PDF]

Þingmál A469 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1791 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-12 20:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Jón Þór Ólafsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-12 22:21:44 - [HTML]

Þingmál A470 (Kristnisjóður o.fl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2315 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Biskupsstofa - [PDF]

Þingmál A487 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-02-03 13:54:56 - [HTML]

Þingmál A498 (norðurskautsmál 2020)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-04 18:07:28 - [HTML]

Þingmál A507 (prestar, trúfélög og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2342 - Komudagur: 2021-03-25 - Sendandi: Biskupsstofa - [PDF]

Þingmál A530 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-16 18:21:14 - [HTML]

Þingmál A550 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-06-02 15:45:18 - [HTML]

Þingmál A568 (Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2021-05-10 14:38:49 - [HTML]
92. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-10 14:47:09 - [HTML]
93. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-05-11 14:27:08 - [HTML]

Þingmál A587 (þjóðkirkjan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2021-05-17 14:20:58 - [HTML]

Þingmál A623 (innleiðing NPA-samninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (svar) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A628 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A694 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3113 - Komudagur: 2021-06-02 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A706 (ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-10 14:05:25 - [HTML]

Þingmál A721 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A776 (ferðagjöf)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-05-17 16:37:55 - [HTML]

Þingmál A818 (fjáraukalög 2021)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-31 16:03:04 - [HTML]
111. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-06-10 11:53:37 - [HTML]

Þingmál A863 (Frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-12 21:19:03 - [HTML]

Þingmál B80 (umræða um stjórnskipuleg álitaefni um viðbrögð við Covid)

Þingræður:
12. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-21 15:42:28 - [HTML]

Þingmál B383 (staða Íslands á lista yfir spillingu)

Þingræður:
50. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2021-01-28 10:32:04 - [HTML]

Þingmál B446 (störf þingsins)

Þingræður:
56. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-17 13:44:10 - [HTML]

Þingmál B893 (skýrsla um leghálsskimanir o.fl.)

Þingræður:
109. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2021-06-08 13:55:46 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2021-06-08 14:04:46 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-21 19:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2021-12-21 22:08:40 - [HTML]
16. þingfundur - Arnar Þór Jónsson - Ræða hófst: 2021-12-22 15:39:32 - [HTML]

Þingmál A6 (uppbygging félagslegs húsnæðis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A11 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-01-19 17:08:08 - [HTML]

Þingmál A34 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-02 18:44:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðra í Reykjavík og á Seltjarnarnesi - [PDF]

Þingmál A93 (endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 920 - Komudagur: 2022-02-23 - Sendandi: Múlaþing - [PDF]

Þingmál A122 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-03 11:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-13 16:48:31 - [HTML]
9. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-13 16:55:39 - [HTML]

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-15 20:00:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2022-01-07 - Sendandi: Menntamálastofnun - [PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-02-03 17:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-02-08 14:33:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 373 - Komudagur: 2021-12-20 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2022-01-20 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A170 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 2022-02-17 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A181 (almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-18 17:21:56 - [HTML]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3532 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 3537 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A247 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-03 17:50:11 - [HTML]
33. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-03 18:22:18 - [HTML]
33. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2022-02-03 18:38:34 - [HTML]

Þingmál A270 (sóttvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (frumvarp) útbýtt þann 2022-01-31 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-01 13:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-10 14:56:55 - [HTML]
37. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-10 15:35:14 - [HTML]

Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1328 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-15 18:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-15 19:11:43 - [HTML]

Þingmál A424 (kosningalög og starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-03-08 17:50:02 - [HTML]
49. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-03-09 19:10:03 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 17:14:30 - [HTML]

Þingmál A450 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-22 20:04:44 - [HTML]
54. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-22 20:07:07 - [HTML]
54. þingfundur - Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-22 20:18:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1290 - Komudagur: 2022-04-06 - Sendandi: Dufland - [PDF]
Dagbókarnúmer 1293 - Komudagur: 2022-04-06 - Sendandi: Sven ehf. - [PDF]

Þingmál A457 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-04-08 14:22:26 - [HTML]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-03-29 21:30:26 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-29 21:48:46 - [HTML]

Þingmál A462 (ákvörðun nr. 215/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-04 17:20:17 - [HTML]
61. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-04-04 17:46:26 - [HTML]

Þingmál A470 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3470 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A513 (fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-29 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A588 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (frumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A679 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3587 - Komudagur: 2022-06-07 - Sendandi: Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A727 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1461 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B9 (rannsókn kjörbréfa)

Þingræður:
0. þingfundur - María Rut Kristinsdóttir - Ræða hófst: 2021-11-25 17:24:54 - [HTML]

Þingmál B59 (sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.)

Þingræður:
8. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-12-09 14:12:33 - [HTML]

Þingmál B178 (gögn frá Útlendingastofnun)

Þingræður:
26. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-01-25 13:40:32 - [HTML]

Þingmál B202 (störf þingsins)

Þingræður:
31. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-01 13:56:52 - [HTML]
31. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-02-01 14:17:28 - [HTML]

Þingmál B218 (túlkun starfsmannalaga um flutning embættismanna)

Þingræður:
33. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-02-03 16:22:47 - [HTML]

Þingmál B238 (gögn frá Útlendingastofnun)

Þingræður:
36. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-02-09 15:41:45 - [HTML]

Þingmál B248 (opinn fundur með dómsmálaráðherra vegna gagna frá Útlendingastofnun)

Þingræður:
37. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-10 10:36:41 - [HTML]

Þingmál B271 (blóðmerahald)

Þingræður:
40. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-02-23 16:01:14 - [HTML]

Þingmál B296 (störf þingsins)

Þingræður:
44. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2022-03-01 13:50:59 - [HTML]

Þingmál B316 (gögn frá Útlendingastofnun)

Þingræður:
45. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-03-02 15:49:10 - [HTML]

Þingmál B325 (svör við fyrirspurnum)

Þingræður:
46. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-03 11:20:26 - [HTML]

Þingmál B341 (gögn vegna umsókna um ríkisborgararétt)

Þingræður:
48. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-08 13:32:21 - [HTML]

Þingmál B352 (viðbrögð við áliti lagaskrifstofu Alþingis)

Þingræður:
49. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-03-09 16:43:37 - [HTML]
49. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-09 16:50:34 - [HTML]

Þingmál B506 (skipan ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra)

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-04 20:00:51 - [HTML]

Þingmál B529 (rannsókn á söluferli Íslandsbanka)

Þingræður:
65. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-08 11:57:53 - [HTML]

Þingmál B675 (gögn frá Útlendingastofnun)

Þingræður:
85. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-06-07 14:45:16 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-07 22:56:50 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-08 02:41:09 - [HTML]
44. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2022-12-08 15:55:22 - [HTML]
44. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2022-12-08 16:27:38 - [HTML]
44. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-08 17:34:43 - [HTML]
46. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-10 16:16:01 - [HTML]
50. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-12-15 17:48:12 - [HTML]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 798 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-13 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Guðbrandur Einarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-14 17:11:25 - [HTML]

Þingmál A9 (endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 230 - Komudagur: 2022-10-25 - Sendandi: Múlaþing - [PDF]

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 697 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: VR - [PDF]

Þingmál A26 (gjaldtaka vegna nýtingar á vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4107 - Komudagur: 2023-03-15 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A62 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-22 17:38:34 - [HTML]

Þingmál A139 (rannsóknasetur öryggis- og varnarmála)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2022-11-08 15:47:02 - [HTML]

Þingmál A167 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-27 14:42:40 - [HTML]
9. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-27 14:51:24 - [HTML]

Þingmál A219 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-22 18:00:36 - [HTML]

Þingmál A273 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-18 19:01:01 - [HTML]

Þingmál A279 (farþegaflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-12-05 20:17:07 - [HTML]
41. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-05 20:34:08 - [HTML]

Þingmál A357 (ÍL-sjóður)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-26 19:17:53 - [HTML]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-01-23 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-24 15:17:13 - [HTML]
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-01 17:25:50 - [HTML]
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-01 18:57:24 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-02 14:56:34 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-02 15:28:40 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 00:18:49 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 02:25:35 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2023-02-06 17:48:20 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 20:44:24 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-08 02:01:04 - [HTML]
80. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-03-14 14:09:18 - [HTML]
81. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-03-15 18:03:20 - [HTML]
81. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-15 18:49:28 - [HTML]

Þingmál A390 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-26 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A435 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2022-11-17 14:18:30 - [HTML]

Þingmál A490 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2022-11-24 12:31:33 - [HTML]

Þingmál A528 (staðfesting rammasamnings um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-12-05 21:22:54 - [HTML]
41. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-05 21:35:43 - [HTML]
41. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-12-05 21:37:57 - [HTML]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3963 - Komudagur: 2023-03-01 - Sendandi: Kristján Fr. Kristjánsson - [PDF]

Þingmál A532 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-13 21:52:29 - [HTML]

Þingmál A533 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3760 - Komudagur: 2023-01-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A535 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3894 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 4019 - Komudagur: 2023-03-10 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A568 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-12-13 15:16:56 - [HTML]
48. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-12-13 16:47:20 - [HTML]

Þingmál A597 (íþrótta- og æskulýðsstarf)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-06-06 14:48:08 - [HTML]

Þingmál A735 (stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1664 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-02 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2023-05-02 17:10:32 - [HTML]

Þingmál A782 (málefni innflytjenda og vinnumarkaðsaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Jódís Skúladóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-29 16:21:11 - [HTML]

Þingmál A860 (aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2023-05-09 16:24:54 - [HTML]

Þingmál A861 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-23 15:19:14 - [HTML]

Þingmál A889 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4476 - Komudagur: 2023-04-21 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1392 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 15:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-19 16:16:18 - [HTML]
96. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-19 16:40:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4504 - Komudagur: 2023-04-27 - Sendandi: Margrét Einarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 4542 - Komudagur: 2023-05-03 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 4560 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Björn Bjarnason - [PDF]
Dagbókarnúmer 4597 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4605 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Jón Baldvin Hannibalsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4623 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Dóra Sif Tynes - [PDF]
Dagbókarnúmer 4635 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Ögmundur Jónasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4653 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Lilja Ólafsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 4707 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Hjörtur J. Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4725 - Komudagur: 2023-05-15 - Sendandi: Heimssýn - [PDF]
Dagbókarnúmer 4729 - Komudagur: 2023-05-15 - Sendandi: Heimssýn - [PDF]

Þingmál A894 (fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-29 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2023-04-18 20:43:38 - [HTML]

Þingmál A924 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-30 10:37:11 - [HTML]
91. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2023-03-30 10:46:46 - [HTML]
91. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2023-03-30 10:53:24 - [HTML]
91. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2023-03-30 11:09:03 - [HTML]
91. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-30 11:18:07 - [HTML]
91. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-03-30 11:23:58 - [HTML]
91. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-03-30 11:33:17 - [HTML]
91. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-03-30 11:47:14 - [HTML]
91. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2023-03-30 12:06:19 - [HTML]
91. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2023-03-30 12:09:32 - [HTML]
91. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-03-30 12:41:21 - [HTML]
91. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-30 12:59:39 - [HTML]
91. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-30 13:04:51 - [HTML]

Þingmál A943 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4763 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A1156 (breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-06-06 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-06-07 11:21:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4945 - Komudagur: 2023-06-07 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál B105 (efni spurninga í óundirbúnum fyrirspurnum)

Þingræður:
11. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-10-10 15:56:32 - [HTML]

Þingmál B160 (svör við fyrirspurnum)

Þingræður:
19. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-10-18 14:14:19 - [HTML]

Þingmál B272 (Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka)

Þingræður:
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-15 14:51:16 - [HTML]

Þingmál B298 (frestun á skriflegum svörum)

Þingræður:
33. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2022-11-17 11:22:19 - [HTML]

Þingmál B374 (Störf þingsins)

Þingræður:
42. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-06 13:55:01 - [HTML]

Þingmál B426 (Störf þingsins)

Þingræður:
48. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2022-12-13 14:41:46 - [HTML]

Þingmál B579 (fundarstjórn forseta)

Þingræður:
61. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2023-02-06 16:02:40 - [HTML]

Þingmál B732 (greinargerð um sölu Lindarhvols)

Þingræður:
79. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2023-03-13 15:24:37 - [HTML]

Þingmál B749 (birting greinargerðar um sölu Lindarhvols)

Þingræður:
82. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2023-03-20 15:42:49 - [HTML]

Þingmál B797 (afhending gagna varðandi ríkisborgararétt)

Þingræður:
89. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-03-28 14:07:52 - [HTML]

Þingmál B799 (Störf þingsins)

Þingræður:
90. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-29 15:15:37 - [HTML]

Þingmál B823 (svör við fyrirspurnum)

Þingræður:
93. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2023-03-31 11:21:44 - [HTML]

Þingmál B916 (Störf þingsins)

Þingræður:
104. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson - Ræða hófst: 2023-05-09 13:43:09 - [HTML]

Þingmál B1032 (bann við hvalveiðum)

Þingræður:
116. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2023-06-05 15:35:44 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-12 15:33:10 - [HTML]
49. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-12-13 16:32:33 - [HTML]

Þingmál A27 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-22 23:09:05 - [HTML]
78. þingfundur - Valgerður Árnadóttir - Ræða hófst: 2024-02-22 23:24:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2024-01-15 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A35 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1546 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-04-18 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-04-29 16:38:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1502 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Skrifstofa Alþingis - [PDF]

Þingmál A74 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 796 - Komudagur: 2023-11-22 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A106 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A126 (efling félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1801 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Strandveiðifélag Íslands - [PDF]

Þingmál A205 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2024-01-30 - Sendandi: Internet á Íslandi hf - ISNIC - [PDF]

Þingmál A224 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 158 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, - [PDF]
Dagbókarnúmer 175 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni - [PDF]

Þingmál A229 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-17 15:14:54 - [HTML]

Þingmál A239 (Mannréttindastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1828 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-10 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Eva Dögg Davíðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-06-18 21:21:08 - [HTML]

Þingmál A313 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 561 - Komudagur: 2023-11-06 - Sendandi: VR - [PDF]

Þingmál A315 (samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Húnabyggð - [PDF]

Þingmál A348 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 702 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A349 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 782 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Gunnlogi, félagasamtök - [PDF]

Þingmál A408 (innleiðing lýðheilsumats í íslenska löggjöf)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-22 19:21:49 - [HTML]
35. þingfundur - Ragna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-22 19:33:14 - [HTML]
35. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-22 19:43:46 - [HTML]

Þingmál A468 (skattar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 956 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A478 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1126 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Bláskógabyggð - [PDF]

Þingmál A505 (búvörulög)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2023-11-21 15:01:10 - [HTML]

Þingmál A509 (húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2023-12-12 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A521 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-06-22 00:17:50 - [HTML]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A547 (breytingar á alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1055 (svar) útbýtt þann 2024-02-15 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 14:07:42 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 15:01:09 - [HTML]
82. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-07 15:48:33 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 16:01:43 - [HTML]

Þingmál A619 (,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2024-03-12 16:04:07 - [HTML]
85. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-12 16:19:50 - [HTML]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-13 16:58:30 - [HTML]
72. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-13 17:19:50 - [HTML]
72. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2024-02-13 18:06:49 - [HTML]

Þingmál A654 (gervigreind)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-03-11 16:40:26 - [HTML]

Þingmál A662 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-13 20:42:14 - [HTML]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 19:08:36 - [HTML]

Þingmál A704 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-02-15 14:59:41 - [HTML]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf - [PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-06-22 17:04:57 - [HTML]
130. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-22 17:34:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1690 - Komudagur: 2024-03-08 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A717 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-02-22 17:58:33 - [HTML]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1777 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: Claudia & Partners Legal Services - [PDF]

Þingmál A754 (húsaleigulög)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-06-22 21:52:12 - [HTML]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2005 - Komudagur: 2024-04-12 - Sendandi: Guðmundur Karl Snæbjörnsson - [PDF]

Þingmál A912 (frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-05 16:03:33 - [HTML]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-04-23 19:32:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 2358 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Íslenski náttúruverndarsjóðurinn - The Icelandic Wildlife Fund - [PDF]
Dagbókarnúmer 2382 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Íslenski náttúruverndarsjóðurinn - The Icelandic Wildlife Fund - [PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2525 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Magna Lögmenn ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2537 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Magna Lögmenn ehf. - [PDF]

Þingmál A937 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-04-23 22:15:00 - [HTML]

Þingmál A938 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2593 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]

Þingmál A1035 (fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1870 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-12 19:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-21 18:39:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2480 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Félag yfirlögregluþjóna - [PDF]

Þingmál A1075 (húsnæðisbætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2435 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A1081 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1579 (frumvarp) útbýtt þann 2024-04-24 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1090 (skýrsla framtíðarnefndar fyrir árin 2022 og 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1598 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-05-03 20:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Halldóra Mogensen (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-14 16:04:28 - [HTML]

Þingmál A1099 (utanríkis- og alþjóðamál 2023)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-13 16:22:26 - [HTML]
110. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-13 16:26:38 - [HTML]
110. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-05-13 18:32:35 - [HTML]

Þingmál A1146 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-06-10 17:57:13 - [HTML]

Þingmál A1160 (breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1914 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-06-18 21:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2839 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2844 - Komudagur: 2024-06-20 - Sendandi: Dómstólasýslan - [PDF]
Dagbókarnúmer 2849 - Komudagur: 2024-06-21 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF]

Þingmál B13 (Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-13 19:43:13 - [HTML]

Þingmál B235 (Störf þingsins)

Þingræður:
20. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2023-10-25 15:33:24 - [HTML]

Þingmál B453 (Störf þingsins)

Þingræður:
48. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2023-12-12 13:40:21 - [HTML]
48. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2023-12-12 13:51:38 - [HTML]

Þingmál B515 (jólakveðjur)

Þingræður:
55. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2023-12-16 18:23:58 - [HTML]

Þingmál B532 (Staða mála varðandi Grindavík, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
56. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-01-22 15:29:38 - [HTML]

Þingmál B608 (hagsmunafulltrúi eldra fólks)

Þingræður:
64. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-05 15:28:49 - [HTML]

Þingmál B629 (Óundirbúinn fyrirspurnatími)

Þingræður:
68. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-02-08 10:39:31 - [HTML]

Þingmál B634 (stefna stjórnvalda í vímuefnamálum)

Þingræður:
68. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-02-08 11:05:38 - [HTML]

Þingmál B855 (Störf þingsins)

Þingræður:
96. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2024-04-16 13:59:46 - [HTML]

Þingmál B858 (breyting á búvörulögum)

Þingræður:
95. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-15 15:10:10 - [HTML]

Þingmál B1022 (kveðja til nýkjörins forseta Íslands)

Þingræður:
115. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2024-06-03 15:01:57 - [HTML]

Þingmál B1034 (viðvera fjármálaráðherra við umræðu mála)

Þingræður:
115. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-06-03 16:04:52 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2024-09-13 16:53:29 - [HTML]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 191 - Komudagur: 2024-10-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A9 (innleiðing lýðheilsumats í íslenska löggjöf)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-26 16:45:07 - [HTML]

Þingmál A116 (skipun nefndar til að greina sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveirunnar í ljósi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-09-18 16:46:36 - [HTML]

Þingmál A173 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-19 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A188 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A195 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-09-12 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A221 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 136 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A323 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-11-11 15:55:13 - [HTML]

Þingmál B30 (Störf þingsins)

Þingræður:
6. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2024-09-17 13:53:08 - [HTML]

Löggjafarþing 156

Þingmál A7 (siglingavernd)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2025-02-11 19:12:50 - [HTML]

Þingmál A10 (jarðakaup erlendra aðila)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2025-04-10 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A85 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-08 19:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 342 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-04-02 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 666 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-06-06 11:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - Ræða hófst: 2025-02-11 15:15:17 - [HTML]
3. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-02-11 16:06:41 - [HTML]
3. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2025-02-11 16:29:07 - [HTML]
55. þingfundur - Pawel Bartoszek (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-06-06 18:01:23 - [HTML]
55. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2025-06-06 18:29:47 - [HTML]
55. þingfundur - Ingibjörg Davíðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 20:28:18 - [HTML]
55. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-06 21:58:59 - [HTML]
55. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 23:03:08 - [HTML]
55. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 23:33:07 - [HTML]
56. þingfundur - Ingibjörg Davíðsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-07 10:32:04 - [HTML]
56. þingfundur - Ingibjörg Davíðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-07 11:02:34 - [HTML]
56. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Ræða hófst: 2025-06-07 11:15:34 - [HTML]
56. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-07 11:47:47 - [HTML]
56. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-07 12:25:06 - [HTML]
56. þingfundur - Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-07 12:38:57 - [HTML]
59. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-06-13 00:18:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 109 - Komudagur: 2025-02-19 - Sendandi: Margrét Einarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 112 - Komudagur: 2025-02-21 - Sendandi: Ingibergur Valgarðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2025-02-23 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2025-02-22 - Sendandi: Heimssýn - [PDF]
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2025-02-26 - Sendandi: Dóra Sif Tynes - [PDF]
Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 2025-02-28 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 213 - Komudagur: 2025-03-13 - Sendandi: Hjörtur J. Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2025-03-13 - Sendandi: Hjörtur J. Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2025-03-14 - Sendandi: Ögmundur Jónasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 408 - Komudagur: 2025-03-13 - Sendandi: Hjörtur J. Guðmundsson - [PDF]

Þingmál A87 (aðgerðaáætlun gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2025-02-12 18:04:12 - [HTML]

Þingmál A89 (raforkulög og stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 486 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-05-12 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Guðbrandur Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-06-02 18:11:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2025-02-26 - Sendandi: Jón Árni Vignisson - [PDF]
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2025-02-26 - Sendandi: Jon Arni Vignisson - [PDF]
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: NASF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2025-03-03 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 165 - Komudagur: 2025-03-03 - Sendandi: Mörður Árnason - [PDF]

Þingmál A101 (breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 302 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Jón Árni Vignisson - [PDF]

Þingmál A107 (búvörulög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Grímur Grímsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-06 15:16:28 - [HTML]
12. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-06 16:44:57 - [HTML]
12. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2025-03-06 17:04:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2025-03-28 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2025-04-02 - Sendandi: Deild Nautgripabænda innan Bændasamtaka íslands - [PDF]

Þingmál A186 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-06-06 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-20 14:59:06 - [HTML]
18. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-20 15:03:31 - [HTML]

Þingmál A213 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík o.fl.)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2025-06-16 20:33:15 - [HTML]

Þingmál A251 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-01 15:38:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 954 - Komudagur: 2025-04-28 - Sendandi: Raforkueftirlitið - [PDF]

Þingmál A254 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2025-04-02 16:17:59 - [HTML]

Þingmál A268 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2025-04-22 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A270 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-31 18:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2025-05-12 16:40:52 - [HTML]
40. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2025-05-12 16:42:19 - [HTML]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Strandveiðifélagið Krókur - félag smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu - [PDF]

Þingmál A431 (vegabréfsáritanir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1433 - Komudagur: 2025-06-23 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál B187 (Störf þingsins)

Þingræður:
20. þingfundur - Ágústa Ágústsdóttir - Ræða hófst: 2025-03-25 14:00:20 - [HTML]

Þingmál B207 (orkuöryggi garðyrkjubænda)

Þingræður:
21. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2025-03-27 11:46:57 - [HTML]

Þingmál B244 (Störf þingsins)

Þingræður:
26. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2025-04-04 10:41:25 - [HTML]
26. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2025-04-04 10:57:58 - [HTML]

Þingmál B377 (viðvera stjórnarliða á þingfundum)

Þingræður:
40. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2025-05-12 15:16:26 - [HTML]
40. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2025-05-12 15:25:37 - [HTML]
40. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2025-05-12 15:38:03 - [HTML]
40. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-05-12 15:41:56 - [HTML]

Þingmál B378 (svör fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum)

Þingræður:
40. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2025-05-12 16:14:01 - [HTML]
40. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2025-05-12 16:22:25 - [HTML]

Þingmál B382 (störf í nefndum þingsins)

Þingræður:
41. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2025-05-13 13:43:58 - [HTML]

Þingmál B528 (laun æðstu ráðamanna)

Þingræður:
57. þingfundur - Kristrún Frostadóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2025-06-10 13:35:02 - [HTML]

Þingmál B555 (vinnubrögð við þinglok)

Þingræður:
59. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2025-06-12 14:24:23 - [HTML]
59. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (forseti) - Ræða hófst: 2025-06-12 14:32:52 - [HTML]

Þingmál B557 (þingleg meðferð frumvarps um veiðigjald)

Þingræður:
60. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2025-06-13 11:26:04 - [HTML]

Löggjafarþing 157

Þingmál A1 (fjárlög 2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-12-02 13:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-12-02 15:44:13 - [HTML]
40. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2025-12-03 21:25:01 - [HTML]
41. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2025-12-04 15:01:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2025-11-17 - Sendandi: Forseti Alþingis - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1328 - Komudagur: 2025-12-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 449 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-12-02 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - Ræða hófst: 2025-09-18 15:17:45 - [HTML]
8. þingfundur - Snorri Másson - Ræða hófst: 2025-09-18 15:39:11 - [HTML]
8. þingfundur - Snorri Másson - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-18 16:00:50 - [HTML]
8. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Ræða hófst: 2025-09-18 16:03:03 - [HTML]
8. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2025-09-18 16:41:29 - [HTML]
8. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-18 16:57:08 - [HTML]
8. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-18 16:59:36 - [HTML]
8. þingfundur - Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2025-09-18 17:22:33 - [HTML]
8. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-09-18 17:37:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: Jón Steinar Gunnlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2025-10-14 - Sendandi: Eiríkur Áki Eggertsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 428 - Komudagur: 2025-10-20 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 442 - Komudagur: 2025-10-21 - Sendandi: Dóra Sif Tynes - [PDF]
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2025-10-21 - Sendandi: Ögmundur Jónasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Haukur Logi Karlsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Björn Bjarnason - [PDF]
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Hjörtur Jónas Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 474 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Heimssýn - [PDF]
Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2025-10-31 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 635 - Komudagur: 2025-11-03 - Sendandi: Jón Bjarnason - [PDF]
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2025-11-12 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1065 - Komudagur: 2025-11-28 - Sendandi: Júlíus Valsson - [PDF]

Þingmál A4 (barnalög og tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-10-09 15:36:53 - [HTML]

Þingmál A39 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1175 - Komudagur: 2025-12-04 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A49 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2025-10-16 11:27:06 - [HTML]

Þingmál A61 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2025-11-26 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A79 (vegabréfsáritanir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 886 - Komudagur: 2025-11-21 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A80 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Tryggvi Másson - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-17 16:30:57 - [HTML]
7. þingfundur - Sigurður Örn Hilmarsson - Ræða hófst: 2025-09-17 16:54:23 - [HTML]

Þingmál A82 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 690 - Komudagur: 2025-11-05 - Sendandi: Solaris - Hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi - [PDF]

Þingmál A85 (borgarstefna fyrir árin 2025--2040)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2025-09-25 16:30:59 - [HTML]

Þingmál A106 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sigurður Örn Hilmarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2025-11-05 17:44:27 - [HTML]

Þingmál A111 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-11-14 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Grímur Grímsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-11-18 15:05:20 - [HTML]

Þingmál A144 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2025-12-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A148 (skattar, tollar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Deloitte Legal ehf. - [PDF]

Þingmál A150 (aðför og nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 538 - Komudagur: 2025-10-28 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A154 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-04 12:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A175 (innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 932 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]

Þingmál A229 (verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A237 (breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Jón Árni Vignisson - [PDF]

Þingmál B50 (afstaða innviðaráðherra til bókunar 35)

Þingræður:
11. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2025-09-25 10:31:57 - [HTML]

Þingmál B319 (úrskurður forseta um breytingartillögu)

Þingræður:
50. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (forseti) - Ræða hófst: 2025-12-16 13:00:44 - [HTML]

Þingmál B337 (jólakveðjur)

Þingræður:
53. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (forseti) - Ræða hófst: 2025-12-18 18:30:28 - [HTML]