Úrlausnir.is


Merkimiði - Mannréttindasáttmáli Evrópu


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1188)
Dómasafn Hæstaréttar (318)
Umboðsmaður Alþingis (148)
Stjórnartíðindi - Bls (14)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (37)
Dómasafn Félagsdóms (42)
Alþingistíðindi (85)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (160)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (35)
Alþingi (2365)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1989:28 nr. 5/1989 (Ríkisendurskoðun) [PDF]
Ríkisendurskoðun hafði krafist aðgangs að sjúkraskýrslum ákveðins tímabils í því skyni að sannreyna hvort gjaldskrárreikningar sem nafngreindur heimilislæknir hafði gert og fengið greitt fyrir ættu stoð í skýrslunum. Eingöngu trúnaðarlæknir stofnunarinnar fengi að kynna sér efni skýrslnanna en ekki aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í málinu var vísað til almenns ákvæðis í lögum þar sem stofnunin hefði fengið víðtækar heimildir til þess að kanna gögn er lægju til grundvallar reikningsgerð á hendur ríkinu. Læknirinn mótmælti og krafðist þess að aðgangi stofnunarinnar og trúnaðarlæknisins yrði synjað á grundvelli einkalífsvernd sjúklinganna og leyndarskyldu lækna.

Hæstiréttur taldi í ljósi eðli málsins að aðrir starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar hljóti að hafa vitneskju um gögnin og þar að auki bera reikningarnir með sér að tilteknar aðgerðir hafi verið gerðar. Því væri ekki um að ræða meginbreytingar varðandi leynd gagnanna þó trúnaðarlæknir, sem bundinn væri þagnarskyldu, myndi kynna sér gögnin á vegum Ríkisendurskoðunar að því marki sem krafist var í málinu. Var því lækninum skylt, að mati réttarins, að verða við kröfu Ríkisendurskoðunar um aðgang að gögnunum.

Í ræðu framsögumanns þingnefndar í neðri deild Alþingis, við afgreiðslu frumvarpsins, sagði að viðhorf þingnefndarinnar að til að viðhalda trúnaði við sjúklinga myndi sérstakur trúnaðarlæknir á vegum Ríkisendurskoðunar annast athuganir stofnunarinnar á sjúkragögnum er lægju til grundvallar greiðslum til lækna. Talið er að ræðan hafi haft verulega þýðingu fyrir úrslit málsins í Hæstarétti.
Hrd. 1990:2 nr. 120/1989 (Aðskilnaðardómur III) [PDF]
G var sakaður um skjalafals auk þess að hafa ranglega látið skrifa vörur á fyrirtæki án heimildar. Málið var rekið á dómþingi sakadóms Árnessýslu og dæmdi dómarafulltrúi í málinu en hann starfaði á ábyrgð sýslumanns. Samkvæmt skjölunum var málið rannsakað af lögreglunni í Árnessýslu og ekki séð að dómarafulltrúinn hafi haft önnur afskipti af málinu en þau að senda málið til fyrirsagnar ríkissaksóknara.

Hæstiréttur rakti forsögu þess að fyrirkomulagið hafi áður verið talist standast stjórnarskrá með vísan til 2. gr. hennar þar sem 61. gr. hennar gerði ráð fyrir því að dómendur geti haft umboðsstörf á hendi. Þessi dómsúrlausn er þekkt fyrir það að Hæstiréttur hvarf frá þessari löngu dómaframkvæmd án þess að viðeigandi lagabreytingar höfðu átt sér stað. Ný lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði höfðu verið sett en áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. júlí 1992, meira en tveimur árum eftir að þessi dómur væri kveðinn upp.

Þau atriði sem Hæstiréttur sagði að líta ætti á í málinu (bein tilvitnun úr dómnum):
* Í stjórnarskrá lýðveldisins er byggt á þeirri meginreglu, að ríkisvaldið sé þríþætt og að sérstakir dómarar fari með dómsvaldið.
* Þær sérstöku sögulegu og landfræðilegu aðstæður, sem bjuggu því að baki, að sömu menn fara utan Reykjavíkur oftsinnis bæði með stjórnsýslu og dómstörf, hafa nú minni þýðingu en fyrr, meðal annars vegna greiðari samgangna en áður var.
* Alþingi hefur sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem taka eigi gildi 1. júlí 1992.
* Ísland hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála Evrópu.
* Mannréttindanefnd Evrópu hefur einróma ályktað, að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar, sem fyrr er lýst, hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans.
* Ríkisstjórn Íslands hefur, eftir að fyrrgreindu máli var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, gert sátt við Jón Kristinsson, svo og annan mann sem kært hefur svipað málefni með þeim hætti sem lýst hefur verið.
* Í 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti, ef hætta er á því, „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“. Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála.
* Í máli þessu er ekkert komið fram, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn.

Með hliðsjón af þessu leit Hæstiréttur svo á að skýra beri ætti tilvitnuð ákvæði einkamálalaga og sakamálalaga á þann hátt að sýslumanninum og dómarafulltrúanum hefði borið að víkja sæti í málinu. Hinn áfrýjaði dómur var felldur úr gildi og öll málsmeðferðin fyrir sakadómi, og lagt fyrir sakadóminn að taka málið aftur til löglegrar meðferðar og dómsálagningar.
Hrd. 1990:14 nr. 240/1989 (Bæjarfógeti og lögreglustjóri - Aðskilnaðardómur IV) [PDF]

Hrd. 1990:35 nr. 300/1989 [PDF]

Hrd. 1990:92 nr. 31/1990 (Hæfi héraðsdómara - Gæsluvarðhaldsúrskurður I - Aðskilnaðardómur V) [PDF]

Hrd. 1990:103 nr. 66/1989 [PDF]

Hrd. 1990:107 nr. 428/1989 [PDF]

Hrd. 1990:125 nr. 437/1989 [PDF]

Hrd. 1990:153 nr. 177/1989 [PDF]

Hrd. 1990:232 nr. 262/1989 [PDF]

Hrd. 1990:266 nr. 460/1989 [PDF]

Hrd. 1990:338 nr. 448/1989 [PDF]

Hrd. 1990:807 nr. 451/1989 [PDF]

Hrd. 1990:807 nr. 452/1989 [PDF]

Hrd. 1990:1055 nr. 192/1990 [PDF]

Hrd. 1990:1070 nr. 330/1990 [PDF]

Hrd. 1990:1151 nr. 357/1990 [PDF]

Hrd. 1990:1219 nr. 218/1990 [PDF]

Hrd. 1991:216 nr. 19/1991 (Áfrýjun ríkissaksóknara) [PDF]
Synjað var kröfu áfrýjenda um frávísun málsins frá Hæstarétti á grundvelli þess að lagaákvæði um áfrýjunarfrest kvað skýrlega á um þriggja mánaða frest ríkissaksóknara til að taka ákvörðun um áfrýjun myndi hefjast við móttöku dómsgerða af hans hálfu en ekki frá dómsuppsögu eins og áfrýjendur kröfðust. Var þetta túlkað á þennan hátt þrátt fyrir því að hin almenna sakhraðaregla íslensks réttarfars og þjóðréttarskuldbindingar um hröðun málsmeðferðar mæltu gegn því.
Hrd. 1991:256 nr. 191/1990 [PDF]

Hrd. 1991:1431 nr. 366/1991 [PDF]

Hrd. 1991:1605 nr. 200/1991 [PDF]

Hrd. 1991:1690 nr. 93/1989 (Jökull hf. - Sjávarafli) [PDF]

Hrd. 1992:174 nr. 494/1991 (Dómtúlksdómur) [PDF]

Hrd. 1992:247 nr. 63/1992 [PDF]

Hrd. 1992:401 nr. 274/1991 (Staðahaldarinn í Viðey) [PDF]

Hrd. 1992:1377 nr. 224/1990 (Viðbótarsölugjald) [PDF]

Hrd. 1992:1962 nr. 129/1991 (BHMR-dómur) [PDF]

Hrd. 1993:69 nr. 23/1993 [PDF]

Hrd. 1993:147 nr. 211/1992 (Vítur) [PDF]

Hrd. 1993:226 nr. 360/1992 (Svipting umgengnisréttar) [PDF]

Hrd. 1993:355 nr. 284/1992 [PDF]

Hrd. 1993:433 nr. 93/1993 [PDF]

Hrd. 1993:751 nr. 426/1992 [PDF]

Hrd. 1993:751 nr. 197/1992 [PDF]

Hrd. 1993:951 nr. 171/1993 [PDF]

Hrd. 1994:748 nr. 300/1991 (Einangrunarvistin - Agaviðurlög í fangelsi) [PDF]
Lög kváðu á um að beiting agaviðurlaga með setningu fanga í einangrun teldist ekki til afplánunartímans, og lengdi því refsinguna. Hæstiréttur taldi það andstætt 2. gr. stjórnarskrárinnar að gera slíkt án dóms. Fallist var því á skaðabótakröfu fangans.
Hrd. 1994:872 nr. 168/1994 [PDF]

Hrd. 1994:2467 nr. 467/1994 [PDF]

Hrd. 1994:2497 nr. 285/1991 (Haldlagning myndbandsspóla) [PDF]

Hrd. 1994:2592 nr. 470/1994 [PDF]

Hrú. 1994:2603 nr. 378/1994 [PDF]

Hrd. 1994:2632 nr. 68/1992 (Hrafnabjörg - Nauðungarvistun á sjúkrahúsi) [PDF]

Hrd. 1995:167 nr. 312/1992 (Aðgangur að eldri sjúkraskrám) [PDF]

Hrd. 1995:408 nr. 122/1992 (Gallerí Borg) [PDF]

Hrd. 1995:486 nr. 462/1994 [PDF]

Hrd. 1995:752 nr. 498/1993 (Kraftlyftingar - Vaxtarræktarummæli) [PDF]

Hrd. 1995:774 nr. 145/1994 [PDF]

Hrd. 1995:1444 nr. 103/1994 (Dómarafulltrúi - Aðskilnaðardómur VI) [PDF]

Hrd. 1995:1570 nr. 62/1995 [PDF]

Hrd. 1995:2172 nr. 328/1995 [PDF]

Hrd. 1995:2300 nr. 478/1993 (Þungaskattur) [PDF]

Hrd. 1995:2760 nr. 366/1995 [PDF]

Hrd. 1995:2871 nr. 375/1995 [PDF]

Hrd. 1995:3149 nr. 342/1995 (Vansvefta skipstjóri - Bjartsmál) [PDF]

Hrd. 1996:8 nr. 424/1995 (Vanhæfi) [PDF]

Hrd. 1996:40 nr. 419/1995 [PDF]

Hrd. 1996:731 nr. 396/1995 [PDF]

Hrd. 1996:790 nr. 264/1994 [PDF]

Hrd. 1996:973 nr. 104/1996 (Iðnlánasjóðsgjald og iðnaðarmálagjald) [PDF]

Hrd. 1996:1633 nr. 174/1996 [PDF]

Hrd. 1996:1788 nr. 188/1996 [PDF]

Hrd. 1996:1868 nr. 95/1996 [PDF]

Hrd. 1996:1998 nr. 151/1996 (Gæsluvarðhaldsúrskurður II) [PDF]

Hrd. 1996:2553 nr. 356/1996 (Sími) [PDF]
Aðili krafðist bóta frá ríkinu á þeim forsendum að eingöngu var aflað dómsúrskurðar vegna símanúmers viðmælanda hans en ekki einnig hans síma. Hæstiréttur vísaði til eðlis símtækja sem tækja til að hringja og taka á móti símtölum til og frá öðrum símum. Bótakröfunni var því hafnað.
Hrd. 1996:2584 nr. 187/1995 (Skylduaðild að lífeyrissjóðum) [PDF]

Hrd. 1996:2610 nr. 53/1996 (Fjárdráttur I) [PDF]

Hrd. 1996:2806 nr. 220/1995 (Hilda Hafsteinsdóttir) [PDF]

Hrd. 1996:2972 nr. 295/1996 [PDF]

Hrd. 1996:3581 nr. 422/1996 (Vanhæfi héraðsdómara) [PDF]

Hrd. 1996:4211 nr. 178/1996 [PDF]

Hrd. 1996:4284 nr. 186/1996 [PDF]

Hrd. 1997:11 nr. 468/1996 [PDF]

Hrd. 1997:34 nr. 9/1997 (Opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum vinnumarkaði - Meiðyrðamál) [PDF]

Hrd. 1997:195 nr. 187/1996 (Hundahald I) [PDF]

Hrd. 1997:474 nr. 133/1996 (Eftirlit / hlutverk) [PDF]

Hrd. 1997:773 nr. 197/1996 (Smiðjuvegur) [PDF]

Hrd. 1997:887 nr. 262/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1160 nr. 147/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1373 nr. 263/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1603 nr. 204/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1760 nr. 120/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1948 nr. 196/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2072 nr. 125/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2145 nr. 279/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2155 nr. 300/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2164 nr. 329/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2275 nr. 336/1997 (Meðlagsskuld) [PDF]

Hrd. 1997:2295 nr. 358/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2336 nr. 350/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2397 nr. 364/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2446 nr. 136/1997 (Virðisaukaskattur) [PDF]

Hrd. 1997:2459 nr. 391/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2729 nr. 402/1997 (Blóðrannsókn - Meintur faðir höfðar I) [PDF]

Hrd. 1997:2742 nr. 32/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2828 nr. 302/1997 (Framsal sakamanna til Bandaríkjanna) [PDF]
Bandarísk hjón voru framseld til Bandaríkjanna. Bandarísku stjórnvöldin handtóku hjónin með því að setja þau í járn. Talið var að íslensk stjórnvöld hefðu átt að skilyrða framsalið til að koma í veg fyrir vanvirðandi meðferð.
Hrd. 1997:2908 nr. 236/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2981 nr. 297/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3215 nr. 452/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3231 nr. 449/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3357 nr. 276/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3419 nr. 326/1997 (Tollalagabrot) [PDF]

Hrd. 1997:3618 nr. 274/1997 (Fangelsismálastjóri) [PDF]

Hrd. 1997:3700 nr. 495/1997 (Gæsluvarðhaldsúrskurður dómarafulltrúa) [PDF]

Hrd. 1998:137 nr. 286/1997 (Siglfirðingur ehf.) [PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi) [PDF]

Hrd. 1998:516 nr. 206/1997 (Dreifing kláms) [PDF]

Hrd. 1998:693 nr. 260/1997 (Hundamál) [PDF]

Hrd. 1998:734 nr. 77/1998 [PDF]

Hrd. 1998:829 nr. 78/1998 (Yfirskattanefnd - Frávísun) [PDF]

Hrd. 1998:922 nr. 477/1997 [PDF]

Hrd. 1998:985 nr. 216/1997 (Arnarnesland - Eignarnám á Arnarneshálsi) [PDF]
Garðabær sagðist hafa reynt í einhvern tíma en án árangurs að kaupa tilteknar landspildur á Arnarnesi, en eignarnámsþolarnir töldu það ekki vera rétt.

Garðabær hafi slitið samningaviðræðunum áður en mörg erfið álitaefni höfðu verið rædd til þrautar, og höfðu verðhugmyndir aðila ekki verið reyndar til fulls. Samþykkt tillagna um deiliskipulag höfðu ekki verið leiddar til lykta án þess að Garðabær hafi skýrt með fullnægjandi hætti ástæður þeirrar frestunar. Í ljósi þessa og að virtu samhengi viðræðnanna í heild, féllst Hæstiréttur á kröfu eignarnámsþolanna um ógildingu ákvörðunarinnar um eignarnám.
Hrd. 1998:1055 nr. 327/1997 [PDF]

Hrd. 1998:1300 nr. 500/1997 [PDF]

Hrd. 1998:1376 nr. 280/1997 (Húsnæðisstofnun) [PDF]

Hrd. 1998:1426 nr. 298/1997 (Héraðsdómari) [PDF]

Hrd. 1998:2033 nr. 273/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2140 nr. 368/1997 (Lífeyrissjóður sjómanna - Sjómaður) [PDF]

Hrd. 1998:2233 nr. 317/1997 (Lágmarksmiskastig - Grundvöllur bótaútreiknings) [PDF]

Hrd. 1998:2286 nr. 213/1998 (Málsmeðferð á rannsóknarstigi) [PDF]

Hrd. 1998:2528 nr. 418/1997 (Sjálfstæði dómarafulltrúa og 6. gr. MSE) [PDF]
Mál hafði verið dæmt af dómarafulltrúa í héraði sem var svo talin vera andstæð stjórnarskrá. Málsaðilinn höfðaði skaðabótamál vegna aukins málskostnaðar og var fallist á bótaskyldu vegna þessa, þrátt fyrir að slíkt fyrirkomulag hafi tíðkast lengi vel.
Hrd. 1998:3096 nr. 497/1997 (Iðnlánasjóður - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins) [PDF]

Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög) [PDF]

Hrd. 1998:3499 nr. 26/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3538 nr. 202/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3551 nr. 203/1998 (Lyfjaverslun ríkisins) [PDF]

Hrd. 1998:3563 nr. 204/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3575 nr. 205/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3587 nr. 206/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3781 nr. 93/1998 (Viðbótarálagning) [PDF]

Hrd. 1998:4076 nr. 145/1998 (Desemberdómur um stjórn fiskveiða - Valdimarsdómur) [PDF]
Sjávarútvegsráðuneytið synjaði beiðni umsækjanda um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. Vísaði ráðherra á 5. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða sem batt leyfin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Forsenda veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni, og var því þeim hluta umsóknarinnar um sérstakt leyfi jafnframt hafnað.

Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.
Hrd. 1998:4167 nr. 223/1998 (Faðernismál) [PDF]

Hrd. 1998:4406 nr. 166/1998 (Iðnaðarmálagjald) [PDF]

Hrd. 1998:4497 nr. 472/1998 (Sekt og vararefsing) [PDF]

Hrd. 1998:4512 nr. 488/1998 (Vanhæfi meðdómsmanns) [PDF]

Hrd. 1998:4578 nr. 473/1998 [PDF]

Hrd. 1999:280 nr. 338/1998 (Áfrýjunarstefna - Rangur framburður)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML] [PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:781 nr. 415/1998 (Áfengisauglýsingar - Egils Sterkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:857 nr. 252/1998 (Ævisaga geðlæknis - Sálumessa syndara)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1080 nr. 254/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1096 nr. 255/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1511 nr. 511/1998 (Umgengnisréttur forsjársviptrar móður við barn sitt)[HTML] [PDF]
Umgengni hafði verið ákveðin þannig að aðili hafði umgengnisrétt upp á 1,5 klukkustund á ári. Hæstiréttur taldi að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að takmarka umgengnina svo mikið.
Hrd. 1999:1606 nr. 386/1998 (Síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML] [PDF]
Síldarverksmiðjur ríkisins voru einkavæddar, stöður lagðar niður og fengu sumir starfsmenn boð um að flytjast yfir í hið nýja félag. Ágreiningur var um hvort bæta bæri innheimtukostnað starfsmanns við að leita til lögmanns um að innheimta fyrir sig ógreidd biðlaun sem starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á, en engin krafa var gerð um þann innheimtukostnað í kröfugerðinni. Hæstiréttur taldi að framsetning sakarefnisins hefði verið í það miklu ósamræmi að vísa bæri frá því máli frá héraðsdómi.
Hrd. 1999:1617 nr. 387/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML] [PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1999:2015 nr. 151/1999 (Táknmálstúlkun)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2147 nr. 512/1998 (Opinbert mál)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2353 nr. 205/1999 (Stórfellt fíkniefnabrot - Gæsluvarðhaldsdeila)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2988 nr. 270/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3079 nr. 254/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3280 nr. 373/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3386 nr. 65/1999 (Good Morning America)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3400 nr. 66/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3475 nr. 188/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3704 nr. 265/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3780 nr. 64/1999 (Bára Siguróladóttir - Búnaðarmálasjóðsgjald II)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3870 nr. 286/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3950 nr. 438/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4007 nr. 91/1999 (Landbúnaðargjöld)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4035 nr. 161/1999 (Málverk)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4146 nr. 234/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4177 nr. 427/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4181 nr. 428/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4208 nr. 271/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML] [PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 1999:4820 nr. 267/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4990 nr. 330/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:5051 nr. 423/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:63 nr. 499/1999 (Skýrslutaka barns)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi að lagaheimild að víkja sakborningi úr dómsal á meðan skýrslutaka færi fram yfir brotaþola stæðist stjórnarskrá á meðan sakborningurinn geti fylgst með réttarhöldunum jafnóðum annars staðar frá og komið spurningum á framfæri við dómara.
Hrd. 2000:280 nr. 442/1999 (Hlutlæg refsiábyrgð skipstjóra - Smyglvarningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:383 nr. 277/1999 (Uppsögn lektors í spænsku við HÍ)[HTML] [PDF]
Samkvæmt reglum er giltu á þeim tíma þurfti staðfestingu ráðherra til að ráða starfsfólk. Óheimilt var að segja upp lektornum án staðfestingar ráðherra þar sem ráðherra kom að staðfestingu ráðningar hans.
Hrd. 2000:838 nr. 333/1999 (Skjalafals)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1056 nr. 378/1999 (Landsbanki Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1072 nr. 377/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1621 nr. 15/2000 (Stjörnugrís I)[HTML] [PDF]
Of víðtækt framsal til ráðherra um hvort framkvæmdir þyrftu að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Hrd. 2000:2622 nr. 313/2000 (Óstaðfest samkomulag)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3042 nr. 372/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3135 nr. 175/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3239 nr. 178/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3387 nr. 149/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3412 nr. 248/2000 (Fingurbrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3440 nr. 147/2000 (Taka barns af heimili)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3697 nr. 407/2000 (Aðgangur fjölmiðla að réttarhöldum máls)[HTML] [PDF]
Í málinu voru teknar fyrir tvær ákærur, ein þeirra fjallaði um nauðgun og fyrir morð. Réttarhöld vegna morðmála voru venjulega opin en þeim var lokað í heild sökum ákærunnar um nauðgun. Fréttamaður kærði lokunarúrskurðinn til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn meðal annars vegna náinna tengsla ákæruefnanna.
Hrd. 2000:3915 nr. 277/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4050 nr. 399/2000 (Umgengnisréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4141 nr. 331/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4191 nr. 208/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4205 nr. 209/2000 (Varanlegt fóstur)[HTML] [PDF]
Lagaákvæðið sjálft var túlkað á þá leið að með varanlegu fóstri sé átt við að það haldist þar til forsjárskyldur féllu niður samkvæmt lögum en ekki að fósturbarn hverfi aftur til foreldra sinna að nýju að því ástandi loknu.
Hrd. 2000:4224 nr. 438/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4261 nr. 430/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4394 nr. 419/2000 (Viðurkenning á faðerni - Sóknaraðild í faðernismáli)[HTML] [PDF]
Áður en málið féll höfðu einungis barnið sjálft og móðir þess lagalega heimild til að höfða faðernismál.

Stefnandi var maður sem taldi sig vera föður barns og höfðaði mál til þess að fá það viðurkennt. Hæstiréttur taldi að útilokun hins meinta föður hefði verið brot á stjórnarskrá, og honum því heimilað að sækja málið þrátt fyrir að vera ekki á lista yfir aðila sem gætu sótt slíkt mál samkvæmt almennum landslögum.
Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML] [PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2000:4506 nr. 272/2000 (Bankaráðsformaður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:78 nr. 462/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:311 nr. 271/2000 (Agaviðurlög)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:402 nr. 432/2000 (Svipting skotvopnaleyfis - Hreindýraveiðar)[HTML] [PDF]
Veiðimaður var ákærður fyrir að hafa skotið þrjú hreindýr án þess að vera í fylgd veiðieftirlitsmanns og án þess að hafa verið með leyfi til að skjóta eitt þeirra. Í sértækri reglugerðarheimild var ráðherra falið að setja nánari reglur um ýmis atriði, þar á meðal um framkvæmd veiðanna og um veiðieftirlitsmenn.

Ein af málsvörnum hins ákærða var að ekki hefði verið næg stoð til þess að skylda fylgd veiðieftirlitsmanna samkvæmt þessu. Hæstiréttur tók ekki undir þá málsástæðu þar sem reglugerðin hafi í eðlilegu samhengi tekið upp þráðinn þar sem lögin enduðu og þetta væri ekki komið harðar niður á veiðimönnum en málefnalegar ástæður stóðu til. Var veiðimaðurinn því sakfelldur.
Hrd. 2001:458 nr. 402/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:742 nr. 312/2000 (MDMA-töflur)[HTML] [PDF]
Maður fékk reynslulausn og álitamál skapaðist um hvort hann hafi öðlast réttarstöðu sakbornings á meðan henni stóð. Hæstiréttur leit svo á að úrskurður um hlerun hefði leitt til þess að hann hefði talist vera sakborningur. Reynslulausnin varð svo dæmd upp.
Hrd. 2001:1023 nr. 269/2000 (2 klst. gæsla)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1154 nr. 84/2001 (Varmárbakkar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1188 nr. 354/2000 (Tolleftirlit með bókasendingum)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi að sú framkvæmd að opna allar fyrirvaralaust og án samþykkis viðtakenda póstsendinga til þess að finna reikninga í pökkum, væri óheimil. Tollyfirvöld sýndu ekki fram á að það hefði verið nauðsynlegt.
Hrd. 2001:1744 nr. 124/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1837 nr. 155/2001 (Faðernisviðurkenning - Málshöfðunarfrestur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1977 nr. 4/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra)[HTML] [PDF]
Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.

Hæstiréttur taldi að umhverfisráðherra hefði verið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi þar sem álitið sem heilbrigðisnefndin aflaði frá ráðuneytinu hafi verið skrifað í umboði ráðherra og þar af leiðandi falið í sér afstöðu ráðherra sjálfs, óháð því hvort ráðherrann sjálfur hafi kveðið upp úrskurðinn eða starfsmenn þeir sem undirrituðu bréfið.
Hrd. 2001:2245 nr. 67/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2292 nr. 451/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2347 nr. 193/2001 (Margmiðlun-Internet ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2352 nr. 7/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2828 nr. 296/2001 (Umgengnisréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2917 nr. 114/2001 (Byggingarleyfi fellt úr gildi - Heiðargerði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3358 nr. 39/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3434 nr. 277/2001 (Alþýðusamband Íslands)[HTML] [PDF]
Reynt var á hvort uppbygging Alþýðusambandsins væri slík að hún heimilaði málsókn þess vegna hagsmuna félagsmanna undirfélaga sinna.
Hrd. 2001:3534 nr. 410/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3537 nr. 411/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3962 nr. 417/2001 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var hvort dóttir látins manns hefði lögvarða hagsmuni af kröfu um að tilteknar upplýsingar um föður sinn færu ekki í gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar. Hæstiréttur taldi að með því að hægt væri að ráða heilsufarsupplýsingar um hana út frá gögnum um föður sinn, þá hefði hún lögvarða hagsmuni af þeirri úrlausn.
Hrd. 2001:4188 nr. 229/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4201 nr. 69/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4237 nr. 393/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4465 nr. 308/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3 nr. 451/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:143 nr. 331/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:643 nr. 255/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:697 nr. 304/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:746 nr. 85/2002 (Framsal til Lettlands)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1024 nr. 397/2001 (Minnisblaðsdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1105 nr. 123/2002 (Heimsóknar- og fjölmiðlabann)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1212 nr. 306/2001 (Lögmaður og vitni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1277 nr. 153/2002 (Amfetamín ekki refsivert)[HTML] [PDF]
Verjandi taldi að tiltekin amfetamíntegund sem sakborningur var sakaður um að hafa haft undir höndum væri ekki refsiverð þar sem hún var ekki tilgreind í reglugerð, og þar af leiðandi væri ekki tilefni fyrir því að sakborningur væri í gæsluvarðhald. Kröfu sakbornings var vísað frá héraðsdómi en Hæstiréttur leit svo á að beiting lögreglu á ákvæði laga um meðferð sakamála um hvort rétt væri að leysa sakborning úr haldi væri málefni sem héraðsdómi bæri að leysa úr á þessu stigi máls ef eftir því væri leitað.
Hrd. 2002:1406 nr. 179/2002 (Synjun um lokun þinghalds)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1418 nr. 156/2002 (Yfirskattanefnd - Virðisaukaskattur - Málshöfðunarfrestur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1485 nr. 461/2001 (Hvíta Ísland)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1544 nr. 193/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1639 nr. 177/2002 (Húsleit hjá olíufélögum - Samkeppnisstofnun - Tölvupóstur)[HTML] [PDF]
Deilt um í málinu hvort rétt hefði að afrita öll þau gögn sem haldlögð voru í stað þess að afrita eingöngu þau sem talin höfðu hafa sönnunargildi.
Hrd. 2002:1652 nr. 178/2002 (Húsleit hjá olíufélögum)[HTML] [PDF]
Deilt um í málinu hvort rétt hefði að afrita öll þau gögn sem haldlögð voru í stað þess að afrita eingöngu þau sem talin höfðu hafa sönnunargildi.
Hrd. 2002:1941 nr. 218/2002 (Í skóm drekans)[HTML] [PDF]
Þátttaka keppenda í fegurðarsamkeppni var tekin upp án vitneskju þeirra. Myndbönd voru lögð fram í héraði en skoðun þeirra takmörkuð við dómendur í málinu. Hæstiréttur taldi þetta brjóta gegn þeirri grundvallarreglu einkamálaréttarfars um að jafnræðis skuli gæta um rétt málsaðila til að kynna sér og tjá sig um sönnunargögn gagnaðila síns.
Hrd. 2002:1981 nr. 448/2001 (Íbúðalánasjóður - Langholtsvegur)[HTML] [PDF]
Íbúðalaunasjóður krafðist nauðungarsölu á íbúð með áhvílandi láni frá þeim. Hann kaupir svo íbúðina á sömu nauðungarsölu á lægra verði. Fólkið sem bjó í íbúðinni vildi kaupa íbúðina á því verði sem hann keypti hana á.
Hrd. 2002:2124 nr. 24/2002 (Skiptaverðmæti)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2152 nr. 25/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2241 nr. 231/2002 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]
Aðilar sem nutu rýmkaðrar aðilar á stjórnsýslustigi gátu ekki notið hennar fyrir dómstólum þar sem löggjöf sem aðilarnir nýttu til að eiga aðild að stjórnsýslumálinu sjálfu var afmörkuð við stjórnsýslumálsmeðferð en náði ekki til meðferðar dómsmála vegna þeirra. Fyrir dómi varð því að meta lögvörðu hagsmunina á grundvelli almennra reglna, en stefnendur málsins í héraði voru ekki taldir njóta lögvarinna hagsmuna til að fá leyst úr þeim tilteknu dómkröfum sem þeir lögðu fram.
Hrd. 2002:2507 nr. 356/2002 (Bandaríki Norður-Ameríku)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2823 nr. 425/2002 (Húsleit)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3066 nr. 121/2002 (Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3534 nr. 194/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML] [PDF]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2002:3907 nr. 519/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3948 nr. 500/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:4166 nr. 328/2002 (Bandaríska sendiráðið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:38 nr. 565/2002 (Örorkunefnd)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:303 nr. 301/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:631 nr. 423/2002 (Hurðar - Fíkniefni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1024 nr. 72/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1500 nr. 338/2002 (Tollvörður - Bótaskylda vegna rangrar frávikningar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1888 nr. 150/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2737 nr. 45/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2884 nr. 284/2003 (Spilda úr landi Ness (I) - Verksamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3136 nr. 36/2003 (Meiðyrðamál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3355 nr. 46/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3377 nr. 112/2003 (Úrbætur vegna tafa í sakamáli)[HTML] [PDF]
Málið reyndist vera tiltölulega einfalt úrlausnar að mati Hæstaréttar.
Tæp tvö ár liðu frá lok rannsóknar skattrannsóknarstjóra og þar til hann vísaði málinu til opinberrar rannsóknar ríkislögreglustjóra.
Óhæfilegur dráttur varð svo hjá ríkislögreglustjóra við að hefja rannsókn þess fyrir sitt leyti.
Liðu meira en sex ár frá upphafi rannsóknar skattrannsóknarstjóra og þar til ákært var í málinu.
Sektargreiðsla sem ákærða var dæmd var ákveðin á þann veg að helmingur hennar skyldi greiðast þremur árum frá dómsuppsögu og hinn helmingur hennar myndi falla niður ef hinn ákærði héldi skilorð á því tímabili.
Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML] [PDF]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3633 nr. 388/2003 (British Tobacco)[HTML] [PDF]
Sett voru lög sem höfðu meðal annars þau áhrif að ekki hefði mátt hafa tóbak sýnilegt gagnvart almenningi. Tóbaksframleiðandi fór í mál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lögin andstæð hagsmunum sínum vegna minni sölu. Héraðsdómur taldi framleiðandann skorta lögvarða hagsmuni þar sem ÁTVR væri seljandi tóbaks en ekki framleiðandinn. Hæstiréttur var ekki sammála því mati héraðsdóms og taldi tóbaksframleiðandann hafa lögvarða hagsmuni um úrlausn dómkröfunnar.
Hrd. 2003:3996 nr. 238/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4153 nr. 151/2003 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML] [PDF]
Á grundvelli skyldna í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar var ekki talið fullnægjandi framkvæmd yfirlýsts markmiðs laga er heimiluðu söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að kveða á um ýmiss konar eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunns opinberra stofnana og nefnda án þess að þær hafi ákveðin og lögmælt viðmið að styðjast í störfum sínum. Þá nægði heldur ekki að fela ráðherra að kveða á um skilmála í rekstrarleyfi né fela öðrum handhöfum opinbers valds að setja eða samþykkja verklagsreglur þess efnis.
Hrd. 2003:4290 nr. 455/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4714 nr. 172/2003 (Svipting forsjár barna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:79 nr. 2/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:397 nr. 481/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:427 nr. 26/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:540 nr. 234/2003 (Starfsmaður á Sólheimum)[HTML] [PDF]
Vistmaður á sambýli réðst á starfsmann en starfsmaðurinn vildi sækja bætur vegna árásarinnar. Gerð var lagaleg krafa um framlagningu kæru en starfsmaðurinn vildi það ekki. Honum var því synjað af bætur af hálfu bótanefndar og sótt hann því dómsmál til að fá ákvörðuninni hnekkt. Eftir höfðun málsins var fjarlægð áðurnefnd lagaleg krafa um kæru og í framhaldinu var dómkrafa starfsmannsins um ógildingu ákvörðunarinnar samþykkt.
Hrd. 2004:584 nr. 490/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:640 nr. 265/2003 (Sleipnir - Forgangsréttarákvæði í kjarasamningi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:656 nr. 266/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:757 nr. 324/2003 (Sprengjuviðvörun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1047 nr. 363/2003 (Verðtrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1159 nr. 342/2003 (Skagstrendingur hf.)[HTML] [PDF]
Útgerðarfélag sagði starfsmanni upp og starfsmaðurinn stefndi því þar sem hann taldi að uppsögnin ætti að vera í samræmi við ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hæstiréttur synjaði ósk hans um lögjöfnun á þeim grundvelli að ríkisstarfsmenn njóti slíkra réttinda í skiptum fyrir lægri laun en gengur og gerist á almennum markaði.
Hrd. 2004:1553 nr. 382/2003 (Dómnefndarálit)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1612 nr. 83/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2147 nr. 325/2003 (Stóra málverkafölsunarmálið)[HTML] [PDF]
Í raun voru málin tvö.
Í fyrra málinu hafði ákærði merkt málverk undir öðrum listamanni.
Í seinna málinu höfðu falsanirnar voru mismunandi og þurfti að fá tugi sérfræðinga til að meta þær. Myndirnar voru rúmlega 100 og átti Listasafn Íslands eina þeirra. Hæstiréttur leit svo á að ótækt væri að vísa til mats sérfræðinganna sem lögreglan leitaði til og höfðu unnið hjá Listasafni Íslands.
Hrd. 2004:2336 nr. 15/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2701 nr. 448/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2720 nr. 195/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings)[HTML] [PDF]
K kom til Íslands frá Litháen og var með dvalarleyfi. Dvalarleyfið var síðan afturkallað þar sem útlendingaeftirlitið hefði komist á snoðir um ákæru fyrir glæp í heimalandi sínu en síðan dæmdur sekur en verið ósakhæfur, og að útlendingaeftirlitið efaðist um réttmæti útskriftar hans. Hann var síðan útskrifaður sem heilbrigður og fer síðar til Íslands. Greint var á um það hvort heimilt hefði verið að afturkalla það, meðal annars á þeim forsendum að málið hefði ekki verið rannsakað nægilega.

Hæstiréttur felldi úr gildi afturköllunina á dvalarleyfi K og þar af leiðandi grundvöll brottvísunarinnar. Í síðara máli Hrd. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004) fékk K miskabætur vegna brottvísunarinnar.
Hrd. 2004:2772 nr. 62/2004 (Þakvirki ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2861 nr. 75/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2964 nr. 266/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3608 nr. 88/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3660 nr. 105/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3670 nr. 106/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4030 nr. 94/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4134 nr. 194/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4285 nr. 422/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4410 nr. 196/2004 (Ásar í Svínavatnshreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4684 nr. 460/2004 (Öryggi vitna)[HTML] [PDF]
Úrskurðað var að hinn ákærði viki úr þinghaldi á meðan þremur tilteknum vitnaskýrslum stæði þar sem talið var að vitnin væru of hrædd við hann. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að þeim stæði raunveruleg ógn á öryggi sínu, og féllst því ekki á beitingu undantekningarheimildar þess efnis.
Hrd. 2005:58 nr. 5/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:170 nr. 257/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:530 nr. 354/2004 (Bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:613 nr. 370/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:823 nr. 65/2005 (Framsal sakamanns)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1168 nr. 95/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1208 nr. 311/2004 (Háttsemi sakbornings)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2171 nr. 520/2004[HTML] [PDF]
Mikilvæg vitni komu ekki fyrir dóm en þau höfðu áður borið vitni um atburði hjá lögreglu. Sýknað var af hinum ákærðu brotum þar sem ekki höfðu næg sönnunargögn verið lögð fram í tengslum við hið meinta athæfi.
Hrd. 2005:2700 nr. 46/2005 (Byggingarleyfi kært eftir að kærufrestur rann út)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2925 nr. 312/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2999 nr. 294/2005 (Sönn íslensk sakamál - Miskabætur)[HTML] [PDF]
Nokkrir aðilar settu fram eina dómkröfu um miskabætur vegna umfjöllunar þáttarins „Sönn sakamál“ sem bæði RÚV og þrotabú framleiðanda þáttarins ættu að greiða, án þess að tiltekið væri að um væri óskipta ábyrgð þeirra að ræða.

Í dómi Hæstaréttar kom fram að skilyrði samlagsaðildar töldust uppfyllt, enda hefðu stefndu í héraði ekki gert kröfu um frávísun á grundvelli heimildarbrestar til aðilasamlags, né af öðrum ástæðum. Þar sem krafa stefnenda fól í sér að bæturnar yrðu dæmdar til þeirra óskiptar, án þess að sá annmarki væri leiðréttur, tók Hæstiréttur undir með héraðsdómi að dómkrafan væri ódómtæk. Var því úrskurður héraðsdóms um ex officio frávísun staðfestur.
Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:3205 nr. 308/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3214 nr. 248/2005 (Innheimta sakarkostnaðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3380 nr. 51/2005 (Kostnaður vegna skólagöngu fatlaðs barns)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3413 nr. 59/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3431 nr. 33/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3465 nr. 49/2005 (Brot á kynfrelsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3802 nr. 221/2005 (Spilda úr landi Ness II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3830 nr. 108/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3920 nr. 149/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4024 nr. 119/2005 (Útreikningur skaðabóta)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4042 nr. 148/2005 (Kynferðisbrot III)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4256 nr. 164/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4604 nr. 480/2005 (Ný lögreglurannsókn)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:5105 nr. 181/2005 (Skattasniðganga)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:5217 nr. 315/2005 (Iðnaðarmálagjald)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:701 nr. 59/2006 (Lögmenn Laugardal - Upplýsingar um bankareikninga)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:823 nr. 98/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1031 nr. 413/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1257 nr. 440/2005 (Ásar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1444 nr. 134/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1575 nr. 490/2005 (Kæra lögreglumanna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1589 nr. 403/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1850 nr. 471/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2252 nr. 454/2005 (Ærfjall, fyrir landi Kvískerja í Öræfum - Þjóðlendumál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:2469 nr. 511/2005 (Fjarskiptamastur - Gullver)[HTML] [PDF]
Ætlunin var að segja upp fjarskiptamastur á tiltekinn stað. Talið var að eignarnámsþolinn bæri sönnunarbyrðina um að rannsókn í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám hefði verið ófullnægjandi.
Hrd. 2006:2759 nr. 541/2005 (Birting tölvupósta í Fréttablaðinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2851 nr. 248/2006 (Skattrannsókn)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2948 nr. 547/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3028 nr. 318/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3102 nr. 19/2006 (Hámarkslaunaviðmið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3288 nr. 353/2006 (Frávísun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3810 nr. 498/2005 (Stafafell - Lón í Hornafirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3963 nr. 133/2006 (Hrunaheiðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4425 nr. 122/2006 (Synjun Mosfellsbæjar á umsókn um byggingarleyfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4988 nr. 567/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5179 nr. 596/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5356 nr. 267/2006 (Impregilo SpA)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5547 nr. 310/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 650/2006 dags. 16. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 661/2006 dags. 23. janúar 2007 (Skattahluti Baugsmálsins - Ríkislögreglustjóri)[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 165/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2007 dags. 16. mars 2007 (Olíusamráðsdómur - Forstjórar olíufélaga)[HTML] [PDF]
Forstjórar olíufélaga voru ákærðir. Álitið var að skilin á milli rannsóknar samkeppnisyfirvalda og sakamálarannsóknar lögreglu. Ákærunni var vísað frá dómi þar sem fyrrnefnda rannsóknin var framkvæmd á þeim grundvelli að ákærðu voru neyddir að lögum til að fella á sig sök, sem notað var svo gegn þeim í síðarnefndu rannsókninni. Hæstiréttur taldi þetta leiða til þess að rannsóknin var ónýt að öllu leyti.
Hrd. 401/2006 dags. 22. mars 2007 (Lóð úr landi Efsta-Dals - Efsti-Dalur)[HTML] [PDF]
Um 30 árum eftir að A girti sér landspildu og reisti sér hús gerði eigandi þeirrar jarðar (B) sem landspildan var úr athugasemdir en A sagði að honum hefði verið fengið landið til eignar á sínum tíma á meðan B taldi að um leigu hefði verið að ræða. Hæstiréttur taldi ósannað að landið hefði verið fært A á grundvelli afnotasamnings en einnig var ósannað að hann hefði fengið það til eignar. A var talinn hafa hefðað sér landið til eignar.
Hrd. 498/2006 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 510/2006 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 178/2007 dags. 30. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 519/2006 dags. 26. apríl 2007 (Umgengnisréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 647/2006 dags. 10. maí 2007 (Salmann Tamimi gegn Landspítala-háskólasjúkrahúsi - Uppsögn ríkisstarfsmanns)[HTML] [PDF]
Ríkisstarfsmanni var sagt upp vegna útskiptingar á tölvukerfum og fór hann í mál. Hæstiréttur nefndi að það skipti máli í hvaða starf viðkomandi var ráðinn og ef starfi er skipt út fyrir annað þurfi að kanna hvort finna megi önnur störf innan stjórnvaldsins sem starfsmaðurinn er hæfur til að gegna. Talið var að uppsögnin hafi verið ólögmæt.
Hrd. 545/2006 dags. 10. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 255/2007 dags. 11. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 536/2006 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 448/2006 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 574/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML] [PDF]

Hrd. 573/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML] [PDF]

Hrd. 642/2006 dags. 24. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2006 dags. 24. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML] [PDF]

Hrd. 247/2007 dags. 25. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 275/2007 dags. 30. maí 2007[HTML] [PDF]
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdómara um að hann víki ekki sæti, en í héraði var sú krafa reist á því að fyrri dómar héraðsdómarans í sambærilegum málum hefðu mótað skoðanir dómarans með þeim hætti að óhlutdrægnin hefði með réttu verið dregin í efa.
Hrd. 254/2007 dags. 1. júní 2007 (Baugsmál I)[HTML] [PDF]

Hrd. 279/2007 dags. 4. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk)[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland)[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 580/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 648/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2007 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 28/2007 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 359/2007 dags. 10. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2007 dags. 23. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2007 dags. 4. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 99/2007 dags. 11. október 2007 (Skaftártunguafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2006 dags. 11. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2007 dags. 15. október 2007 (Ólögmæt handtaka, fjártjón/miski)[HTML] [PDF]
Aðili bar upp viðurkenningarkröfu vegna meintrar ólögmætrar handtöku og einnig bótakröfu. Hæstiréttur taldi að um væri að ræða tvær aðskildar kröfur.
Hrd. 79/2007 dags. 18. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 47/2007 dags. 18. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. 67/2007 dags. 25. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 554/2007 dags. 31. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 548/2007 dags. 31. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 148/2007 dags. 1. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 663/2006 dags. 8. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 206/2007 dags. 8. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 235/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 581/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 152/2007 dags. 13. desember 2007 (Landspilda úr Teigstorfu, á Þveráraurum)[HTML] [PDF]
Aðilar kröfðust viðurkenningar á því að hefð hefði unnist á landspildu innan girðingar lands þeirra. Girðingin hafi átt að hafa verið reist fyrir 1960. Lögð hafði verið fram landskiptabeiðni áður en hefðun væri fullnuð, með vitneskju aðilanna sem kröfðust viðurkenningarinnar, og því hefðu þeir ekki getað hafa talið hafa eignast landspilduna á grundvelli hefðunar.
Hrd. 244/2007 dags. 13. desember 2007[HTML] [PDF]
Fundið var að því að ekki öll framlögð skjöl höfðu verið þýdd yfir á tungumál sakbornings.
Hrd. 169/2007 dags. 13. desember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2007 dags. 20. desember 2007 (Berufjarðará)[HTML] [PDF]
Spildu var skipt úr jörð en ekki var vikið að vatni eða veiðiréttar. Eigendurnir töldu sig hafa óskiptan veiðirétt í sameign við hinn hluta jarðarinnar. Hæstiréttur féllst ekki á það.
Hrd. 211/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 225/2007 dags. 31. janúar 2008 (Sjúkdómatrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 72/2008 dags. 13. febrúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2008 dags. 22. febrúar 2008[HTML] [PDF]
Maður fann eftirfararbúnað í bifreið sinni og krafðist þess að þeirri rannsóknaraðgerð yrði hætt. Lögmaður mannsins bað um gögn málsins eftir að málinu lauk fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur taldi að lögmaðurinn hefði ekki verið við slíkur eftir dómsuppsögu fyrir Hæstarétti. Við það hafi lokið skipun lögmannsins sem verjanda sakbornings og hafði hann ekki réttarstöðu sem slíkur.
Hrd. 104/2008 dags. 4. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2008 dags. 5. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 289/2007 dags. 6. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 288/2007 dags. 6. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 518/2007 dags. 13. mars 2008 (Svæfingalæknir)[HTML] [PDF]

Hrd. 114/2008 dags. 14. mars 2008 (Hringvegur um Hornafjörð)[HTML] [PDF]
Landeigendur sem voru ekki aðilar máls á ákveðnu stjórnsýslustigi voru samt sem áður taldir geta orðið aðilar að dómsmáli á grundvelli lögvarinna hagsmuna um úrlausnarefnið.
Hrd. 558/2007 dags. 10. apríl 2008 (Ummæli yfirmanns Samkeppnisstofnunar)[HTML] [PDF]
Forstjórinn mætti á fund kúabónda og hraunaði yfir fundarmenn.
Hæstiréttur taldi það ekki hafa leitt til vanhæfis í því tilviki.
Hrd. 196/2008 dags. 18. apríl 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 198/2008 dags. 22. apríl 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 366/2007 dags. 23. apríl 2008 (Portus - Tónlistarhúsið Harpan)[HTML] [PDF]
Tveir aðilar sem höfðu ekki verið valdir til að fá sérleyfi til byggingar, eign og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna, kröfðust afrits af samkomulags sem Austurhöfn-TR ehf., fyrirtæki stofnað af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg, gerði við Portus ehf. Þeirri beiðni var synjað af hálfu Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar og var henni skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem féllst svo á beiðnina.

Hæstiréttur hafnaði málsástæðu um að samningurinn félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði þar á meðal að í þeim lögum hefði ekki verið neinn áskilnaður um ákvörðun er varðaði rétt eða skyldu manna. Þá var einnig getið þess í dómnum að Ríkiskaup sáu um þau innkaup sem voru aðdragandi samningins auk þess að hann var undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ljóst var að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg höfðu haft samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu.
Hrd. 179/2008 dags. 28. apríl 2008 (Punktar í ökuferilsskrá)[HTML] [PDF]
Málið var höfðað til ógildingar á ákvörðun sýslumanns um að afturkalla ökuréttindi A. Þann 27. apríl 2007 tók í gildi nýtt ákvæði í umferðarlögum er heimilaði beitingu akstursbanns gegn handhafa bráðabirgðaökuskírteinis. Við gildistöku ákvæðisins var viðmið um fjölda punkta lækkað úr sjö niður í fjóra áður en heimilt væri að setja viðkomandi í akstursbann. Á þeim tíma hafði A þegar hlotið þrjá punkta. Þann 29. ágúst 2007 hlaut A fjórða punktinn á ökuskírteinið og var þá settur í akstursbann.

A krafðist ógildingar akstursbannsins á grundvelli þess að um væri að ræða afturvirk réttaráhrif. Hæstiréttur tók ekki undir þann málflutning þar sem hann taldi að um væri að ræða viðurlagaákvörðun er byggðist á lögmæltri ítrekunarheimild en ekki refsinga í skilningi V. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
Hrd. 644/2007 dags. 8. maí 2008 (Garðagrund)[HTML] [PDF]

Hrd. 82/2008 dags. 8. maí 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 539/2007 dags. 15. maí 2008 (Svipting lögmannsréttinda)[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2008 dags. 19. maí 2008 (Hundahaldsmál)[HTML] [PDF]

Hrd. 185/2008 dags. 29. maí 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 385/2007 dags. 5. júní 2008 (Baugsmál II)[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2007 dags. 5. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 549/2007 dags. 19. júní 2008 (Iceland Express)[HTML] [PDF]

Hrd. 397/2007 dags. 19. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 260/2008 dags. 19. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 254/2008 dags. 19. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 96/2008 dags. 25. september 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 512/2008 dags. 29. september 2008[HTML] [PDF]
Sakborningur í skattamáli óskaði eftir skipun annars tiltekins verjanda við hlið þáverandi verjanda. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið heimilt að skipa þann tiltekna verjanda þar sem það gat komið til greina að taka skýrslu af honum við meðferð málsins.
Hrd. 610/2007 dags. 2. október 2008 (Sólheimatorfa)[HTML] [PDF]

Hrd. 653/2007 dags. 2. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 550/2007 dags. 2. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004)[HTML] [PDF]
K fékk miskabætur vegna brottvísunar hans er var felld úr gildi með Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings).
Hrd. 78/2008 dags. 16. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2007 dags. 23. október 2008 (Áfengisauglýsingabann II)[HTML] [PDF]

Hrd. 609/2007 dags. 23. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 585/2007 dags. 23. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 584/2007 dags. 23. október 2008 (Kompás)[HTML] [PDF]
Þáttastjórnendur þóttust vera ungar stúlkur settu upp fundi með ákærðu og höfðu svo samband við lögregluna. Hæstiréttur taldi að gögnin hefðu ekki slíkt sönnunargildi að þau dygðu til að sakfella þá, m.a. var ekki útilokað að ákærðu hefðu verið að mæta á öðrum forsendum.
Hrd. 602/2008 dags. 17. nóvember 2008[HTML] [PDF]
Aðfinnslur voru gerðar við greinargerð ákæruvaldsins sem var það ítarleg að hún var talin jafna við skriflega málsmeðferð.
Hrd. 606/2008 dags. 25. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2008 dags. 4. desember 2008 (Hótel Saga)[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2008 dags. 11. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 209/2008 dags. 11. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2008 dags. 18. desember 2008 (Teigsskógur)[HTML] [PDF]

Hrd. 691/2008 dags. 19. janúar 2009 (11 mánaða dráttur ekki talinn nægja)[HTML] [PDF]

Hrd. 321/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 31/2009 dags. 30. janúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2009 dags. 30. janúar 2009 (Skattahluti Baugsmálsins)[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2009 dags. 6. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 74/2009 dags. 17. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 82/2009 dags. 24. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2009 dags. 2. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 328/2008 dags. 5. mars 2009 (Ábyrgð blaðamanna)[HTML] [PDF]

Hrd. 80/2009 dags. 9. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2008 dags. 12. mars 2009 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Máritaníu)[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2008 dags. 12. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2008 dags. 19. mars 2009 (Vegagerðin og eignarnám - Brekka í Núpasveit)[HTML] [PDF]
Vegagerðin vildi leggja þjóðveg og valdi leið er myndi krefjast eignarnáms jarðarinnar Brekku í Núpasveit. Í þeim tilgangi fékk Vegagerðin framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu og krafðist umrædds eignarnáms, er eigendur jarðarinnar voru ekki sáttir með. Yfirlýstur tilgangur þeirrar tilteknu leiðar væri að stytta akstursvegalengdir milli þéttbýliskjarna og þar af leiðandi stuðla að myndun eins þjónustusvæðis. Nokkrir möguleikar voru fyrir hendi og voru valkostirnir sendir til úrskurðar hjá Skipulagsstofnun og við málsmeðferð hennar leitaði hún umsagnar sveitarfélagsins. Hún taldi þrjár leiðir koma helst til greina (nr. 140, 141, og 150) en taldi þá leið sem málið snýst um (nr. 141) vera þá álitlegustu. Fornleifavernd ríkisins ritaði til Skipulagsstofnunar í tilefni úrskurðsins og taldi hina völdu leið þrengja mjög að fornminjum á svæðinu og leið nr. 150 vera ákjósanlegri.

Eigendurnir kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar til ráðherra og færðu í kæru sinni rök fyrir leið nr. 150 og tefldu því einnig fram að hægt væri að nýta jarðir sem íslenska ríkið ætti þá þegar. Ábúendurnir kærðu þá einnig úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem andmælt væri vali á leið nr. 150. Ráðherra taldi ekki ástæðu til annars en að staðfesta hinn kærða úrskurð en þó með skilyrðum eftir því hvaða leið yrði valin.

Fyrir héraðsdómi kröfðust eigendurnir ógildingar á eignarnáminu og framkvæmdaleyfinu. Í héraði voru málsúrslit þau að bæði Vegagerðin og sveitarfélagið voru sýknuð af téðum kröfum eigendanna.

Hæstiréttur sýknaði sveitarfélagið af kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfisins þar sem ekki fundust annmarkar í stjórnsýslumeðferð málsins er réttlætti það, en hann ógilti hins vegar eignarnámið á þeim forsendum að Vegagerðin gat ekki sýnt fram á að leið nr. 141 hafi verið betri en hinar, þar á meðal á grundvelli óstuddra yfirlýsinga um kostnaðarauka ef leið nr. 150 yrði valin í staðinn. Þær jarðir sem leið 150 hefði legið um voru allar í eign ríkisins og því leitt til vægari aðgerða gagnvart almenningi en hinar leiðirnar.
Hrd. 116/2009 dags. 3. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 136/2009 dags. 6. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 536/2008 dags. 7. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 475/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 649/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2008 dags. 6. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 683/2008 dags. 14. maí 2009 (Óbeinar reykingar)[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2008 dags. 28. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 520/2008 dags. 28. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 150/2008 dags. 4. júní 2009 (Bergþórshvoll)[HTML] [PDF]

Hrd. 604/2008 dags. 18. júní 2009 (Vanhæfur dómari)[HTML] [PDF]
P krafðist frekari bóta í kjölfar niðurstöðunnar í Dómur MDE Pétur Thór Sigurðsson gegn Íslandi dags. 10. apríl 2003 (39731/98).

Hæstiréttur féllst á að íslenska ríkið bæri bótaábyrgð en P sýndi ekki fram á að niðurstaða málsins hefði verið önnur ef annar dómari hefði komið í stað þess dómara sem álitinn var vanhæfur. Taldi hann því að P hefði ekki sýnt fram á að hann ætti rétt á frekari bótum en MDE hafði dæmt P til handa.
Hrd. 396/2009 dags. 21. ágúst 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2009 dags. 24. september 2009 (Brú á Jökuldal)[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2009 dags. 28. september 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 44/2009 dags. 15. október 2009 (Svipting ökuréttar)[HTML] [PDF]
Tjónþoli var að ósekju sviptur ökurétti en Hæstiréttur féllst ekki á bætur vegna þess.
Hrd. 589/2009 dags. 22. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML] [PDF]

Hrd. 641/2009 dags. 16. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 304/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 662/2009 dags. 1. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML] [PDF]

Hrd. 664/2009 dags. 10. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 663/2009 dags. 10. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 665/2008 dags. 17. desember 2009 (Gildi lífeyrissjóður)[HTML] [PDF]
Á þeim tíma þurfti ráðherra að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða væru réttar (þ.e. færu að lögum og reglur, jafnræði, eignarrétt, og þvíumlíkt). Í stjórn sjóðsins sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og kom ráðuneytisstjórinn ekki að málinu innan ráðuneytisins og vék því ekki af fundi þegar ráðherra undirritaði breytinguna. Hæstiréttur taldi að ráðuneytisstjórinn hefði ekki verið vanhæfur.
Hrd. 24/2010 dags. 15. janúar 2010[HTML] [PDF]
Sakborningar voru grunaðir um mansal og hafði brotaþoli verið neydd til að stunda vændi af sakborning. Taldi Hæstiréttur að heimilt hefði verið að víkja sakborningi úr dómsal.
Hrd. 759/2009 dags. 20. janúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 15/2010 dags. 3. febrúar 2010 (Fjármálaeftirlitið / Baldur Guðlaugsson - Innherjaupplýsingar)[HTML] [PDF]
Maður var til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir innherjasvik. Málið var svo fellt niður að gefnum skýringum mannsins, en sú niðurfelling af bundin einhverjum skilyrðum. Málið var svo tekið aftur upp og vildi maðurinn meina að skilyrðið hafi verið ógilt. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað mannsins að þessu leyti þar sem ákvörðunin hafi verið til þess fallin að ná markmiði rannsóknarinnar.
Hrd. 104/2009 dags. 18. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 257/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 95/2010 dags. 2. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 290/2009 dags. 4. mars 2010 (Úrskurður ráðuneytis)[HTML] [PDF]

Hrd. 124/2010 dags. 10. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 125/2010 dags. 10. mars 2010 (Einsleg vitnaleiðsla)[HTML] [PDF]

Hrd. 123/2010 dags. 10. mars 2010 (Vitni í einrúmi)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um hvort leiða mætti vitni sem yrði nafnlaust gagnvart gagnaðila. Hæstiréttur taldi að í því fælist mismunun þar sem þá yrði gagnaðilanum ekki gert kleift að gagnspyrja vitnið.
Hrd. 454/2009 dags. 11. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 378/2009 dags. 18. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 409/2009 dags. 25. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 201/2010 dags. 13. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 232/2010 dags. 28. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 215/2010 dags. 29. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML] [PDF]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. 184/2010 dags. 2. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 198/2009 dags. 3. júní 2010 (Ölfus- og Selvogsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 576/2009 dags. 10. júní 2010 (Bíllyklum stolið úr íbúðarhúsi á Þórshöfn)[HTML] [PDF]

Hrd. 266/2010 dags. 14. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2010 dags. 16. júní 2010 (Uppgröftur líks)[HTML] [PDF]

Hrd. 457/2009 dags. 16. júní 2010 (Gæsluvarðhald)[HTML] [PDF]

Hrd. 454/2010 dags. 29. júlí 2010 (Tálmun/aðför)[HTML] [PDF]

Hrd. 473/2009 dags. 16. september 2010 (Krepputunga)[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2010 dags. 16. september 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 371/2010 dags. 22. september 2010 (Skattálag - Ne bis in idem I)[HTML] [PDF]
A, B, C, og D voru ákærð fyrir skattalagabrot. Fyrir héraðsdómi var málinu vísað frá að hluta en ákæruvaldið kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Þau ákærðu héldu því fram að þau myndu annars þurfa að þola tvöfalda refsingu þar sem skattayfirvöld höfðu þá þegar beitt refsingu í formi skattaálags.

Hæstiréttur vísaði til 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu um að dómar MDE væru ekki bindandi að landsrétti. Þrátt fyrir að innlendir dómstólar litu til dóma MDE við úrlausn mála hjá þeim væri það samt sem áður hlutverk löggjafans að gera nauðsynlegar breytingar á landsrétti til að efna þær þjóðréttarlegu skuldbindingar. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að dómaframkvæmd MDE hvað úrlausnarefnið varðaði væri misvísandi. MDE hafi í sinni dómaframkvæmd hafnað því að 4. gr. 7. viðaukans yrði metin á þann hátt að mögulegt væri að fjalla um endurákvörðun skatta og beitingu álags í sitt hvoru málinu. Sökum þessarar óvissu vildi Hæstiréttur ekki slá því á föstu að um brot væri að ræða á MSE fyrr en það væri skýrt að íslensk lög færu í bága við hann að þessu leyti.

Úrskurðurinn var felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 722/2009 dags. 7. október 2010 (Hvammur)[HTML] [PDF]

Hrd. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML] [PDF]

Hrd. 723/2009 dags. 7. október 2010 (Laxárdalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML] [PDF]

Hrd. 546/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 750/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 70/2010 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 583/2010 dags. 12. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 706/2009 dags. 14. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 615/2009 dags. 14. október 2010 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Íran)[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2009 dags. 14. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 659/2009 dags. 14. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 28/2010 dags. 14. október 2010 (Fjölskyldunefnd)[HTML] [PDF]
Forsjá barns var komin til fjölskyldunefndar og ekki var búið að skipa því lögráðamann. Talið var því að skort hafi heimild til að áfrýja fyrir hönd þess.
Hrd. 504/2008 dags. 18. október 2010 (Víkurver)[HTML] [PDF]

Hrd. 559/2009 dags. 21. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2010 dags. 21. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML] [PDF]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. 262/2010 dags. 8. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 768/2009 dags. 11. nóvember 2010 (Almenningsskógar Álftaneshrepps)[HTML] [PDF]

Hrd. 274/2010 dags. 25. nóvember 2010 (Greiðsluaðlögun - Kröfuábyrgð - Sparisjóður Vestmannaeyja)[HTML] [PDF]
Þann 1. apríl 2009 tóku í gildi breytingarlög, nr. 24/2009, er breyttu gildandi lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991 til að innleiða úrræði um greiðsluaðlögun. Alþingi samþykkti jafnframt annað frumvarp til laga um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009, er höfðu þau áhrif að nauðasamningar og aðrar eftirgjafir, þ.m.t. nauðasamningar til greiðsluaðlögunar er kváðu á um lækkun krafna á hendur lántaka hafa sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmönnum. Það frumvarp var samþykkt á sama degi og frumvarp til breytingarlaganna en tók gildi 4. apríl það ár.

D fékk staðfestan nauðasamning til greiðsluaðlögunar með úrskurði héraðsdóms þann 15. september 2009. Í þeim nauðasamningi voru samningskröfur gefnar eftir að fullu. S, einn lánadrottna D, stefndi B og C til innheimtu á sjálfskuldarábyrgð þeirra fyrir skuld D gagnvart S. Málatilbúnaður B og C í málinu var á þá leið að þrátt fyrir að ákvæði laga um ábyrgðarmenn stönguðust á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar yrði afleiðingin ekki sú að S gæti gengið á ábyrgðina, heldur yrði íslenska ríkið bótaskylt gagnvart S vegna tjóns sem S yrði fyrir sökum skerðingarinnar.

Að mati Hæstaréttar var um að ræða afturvirka og íþyngjandi skerðingu á kröfuréttindum sem yrði ekki skert án bóta. Forsendurnar fyrir niðurfellingunni í löggjöfinni voru þar af leiðandi brostnar og því ekki hægt að beita henni. Af þeirri ástæðu staðfesti Hæstiréttur kröfu S um að B og C greiddu sér umkrafða fjárhæð.
Hrd. 113/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 488/2009 dags. 2. desember 2010 (Ásbjarnarnes)[HTML] [PDF]
Snýr að reglu 20. kapítúla Kaupabálkar Jónsbókar um rétt til að slíta sameign.
Hrd. 494/2010 dags. 9. desember 2010 (Skráning einkahlutafélags)[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2010 dags. 9. desember 2010 (Hættubrot - Lögregluskilríki)[HTML] [PDF]

Hrd. 572/2010 dags. 16. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2011 dags. 7. febrúar 2011 (Hagsmunir barna)[HTML] [PDF]

Hrd. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 77/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2010 dags. 24. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 325/2010 dags. 24. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 71/2010 dags. 3. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 78/2010 dags. 3. mars 2011 (Skattalagabrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 109/2011 dags. 7. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 330/2010 dags. 10. mars 2011 (Áfrýjunarstefna)[HTML] [PDF]

Hrd. 329/2010 dags. 10. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 139/2011 dags. 23. mars 2011 (Eftirfararbúnaður á bíl fyrrverandi maka)[HTML] [PDF]

Hrd. 626/2010 dags. 31. mars 2011 (Ummæli yfirmanns eftirlitssviðs RSK)[HTML] [PDF]

Hrd. 390/2010 dags. 31. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 187/2011 dags. 11. apríl 2011 (HOB-vín)[HTML] [PDF]

Hrd. 199/2011 dags. 11. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 142/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 389/2010 dags. 19. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 302/2011 dags. 27. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 724/2009 dags. 1. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 338/2011 dags. 9. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 365/2011 dags. 21. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 374/2011 dags. 22. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2011 dags. 27. júlí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2011 dags. 19. ágúst 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 436/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 293/2010 dags. 22. september 2011 (Þorvaldsstaðir og Hamar)[HTML] [PDF]

Hrd. 294/2010 dags. 22. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2011 dags. 29. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 706/2010 dags. 20. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML] [PDF]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 569/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 453/2009 dags. 3. nóvember 2011 (Veiðifélag Miðfirðinga - Veiðiréttur í Ytri Rangá - Kotvöllur)[HTML] [PDF]
Skógræktarfélag Rangæinga krafðist viðurkenningar á veiðirétti sínum í Eystri-Rangá og Fiská á grundvelli jarðarinnar Kotvöllur sem lá þó ekki að þeim, byggt á að...:
  1. Félaginu hafði verið ákvörðuð hlutdeild í arðskrá Veiðifélags Eystri-Rangár árið 1999.
  2. Umráðamenn Kotvallar hafi um áratugabil átt aðild að því veiðifélagi og forvera þess.
  3. Kotvöllur hafi átt land að Eystri-Rangá fram til landskipta er fóru fram árið 1963, auk hlutdeildar landsins í sameiginlegu landi Vallartorfu ásamt meðfylgjandi hlunnindum þeirra, sem aldrei hafi verið skipt.
  4. Veiðirétturinn hafi unnist fyrir hefð.

Hæstiréttur taldi ósannað í málinu að Kotvellir hafi fram til landskiptanna tilheyrt óskiptu landi er lægi að þessum ám, og bæri skógræktarfélagið þá sönnunarbyrði sem það axlaði svo ekki. Væri því ekki hægt að líta svo á að réttlætt væri undantekning frá meginreglunni um að veiðiréttur væri eingöngu á hendi þeirra sem ættu land að vatni.

Hrd. 693/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 65/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 608/2011 dags. 23. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 100/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Eiður Smári - Fjármál knattspyrnumanns)[HTML] [PDF]
Eiður Smári (E) höfðaði mál á hendur ritstjórum DV ásamt höfundi greinar þar sem hann teldi að þær umfjallanir væru til þess gerðar að vega að rétti hans til friðhelgis einkalífs.

E taldi að lögjafna bæri ákvæði laga um prentrétt á þann hátt að ákvæðin um ábyrgð á efni ættu einnig við um efni sem birt væru á vefútgáfu blaðsins. Ekki var fallist á slíka lögjöfnun.

Ekki var fallist á að umfjöllunin um fjármál E ættu ekki erindi til almennings þar sem hún væri í samræmi við stöðu þjóðfélagsmála á þeim tíma. Þá var einnig litið til þess að E væri þjóðþekktur knattspyrnumaður sem viki sér ekki undan fjölmiðlaumfjöllun sem slíkur. Hvað umfjallanir um spilafíkn E var að ræða var ekki fallist á að sú umfjöllun bryti í bága við friðhelgi einkalífs E þar sem um væri að ræða endursögn áður birtrar umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum og að E hefði sjálfur gert spilafíkn sína að umtalsefni í viðtölum.
Hrd. 179/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Meðferð bankaláns)[HTML] [PDF]

Hrd. 630/2011 dags. 29. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 247/2011 dags. 1. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 614/2011 dags. 7. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 633/2011 dags. 7. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 158/2011 dags. 15. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 419/2011 dags. 15. desember 2011 (Verjandi og gögn)[HTML] [PDF]
Ekki lá fyrir með nógu skýrum hætti að hinn ákærði hafi afsalað sér tilteknum réttindum í tengslum við meðferð dómsmáls. Dómur héraðsdóms var því ómerktur og málinu vísað aftur til héraðs.

Hrd. 387/2011 dags. 15. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 229/2011 dags. 20. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2011 dags. 17. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 685/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls IV)[HTML] [PDF]

Hrd. 684/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls III)[HTML] [PDF]

Hrd. 682/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls I)[HTML] [PDF]

Hrd. 683/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls II)[HTML] [PDF]

Hrd. 279/2011 dags. 17. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2011 dags. 8. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 492/2011 dags. 8. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2012 dags. 12. mars 2012 (Norðurklöpp)[HTML] [PDF]

Hrd. 140/2012 dags. 12. mars 2012 (Sturla Jónsson gegn Hjördísi Sigurðardóttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 144/2012 dags. 13. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 145/2012 dags. 13. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 541/2011 dags. 15. mars 2012 (Lögboðinn hvíldartími III)[HTML] [PDF]

Hrd. 526/2011 dags. 15. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 150/2012 dags. 30. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 211/2012 dags. 27. apríl 2012 (Systir ekki aðili)[HTML] [PDF]
Til marks um það að systkini geta ekki höfðað mál til þess að ógilda faðernisviðurkenningar vegna faðernis systkina sinna.
Hrd. 272/2012 dags. 7. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 293/2012 dags. 8. maí 2012 (Haldlagning á bankainnstæðu)[HTML] [PDF]

Hrd. 582/2011 dags. 10. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 359/2011 dags. 10. maí 2012 (Endurvigtanir félagi til hagsbóta)[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2011 dags. 10. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 593/2011 dags. 16. maí 2012 (Fjármálaeftirlitið)[HTML] [PDF]
Fjármálaeftirlitið taldi að aðildar féllu undir a-lið reglugerðarákvæðis. Fyrir dómi taldi það að aðilinn félli undir b-lið þess.
Hrd. 326/2012 dags. 24. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2012 dags. 24. maí 2012 (Ekið á slökkvistöð)[HTML] [PDF]

Hrd. 316/2012 dags. 25. maí 2012 (Úrskurðarnefnd raforkumála)[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2011 dags. 31. maí 2012 (Ærumeiðingar í DV)[HTML] [PDF]
Ný lög um fjölmiðla tóku við af eldri lögum um prentrétt, er færðu refsi- og fébótaábyrgð á efni rita frá höfundi þess, hafi hann verið nafngreindur, yfir á nafngreinda viðmælendur séu ummælin höfð rétt eftir þeim og með samþykki þeirra. Í máli þessu höfðu verið birt ummæli eftir nafngreindan einstakling eftir gildistöku laganna, en viðtalið hafði verið tekið fyrir gildistökuna. 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga kveður á um að við tilvik eins og þessi falli einnig niður aðrar afleiðingar sem refsinæmi hans samkvæmt eldri lögum leiddi af sér.

Hæstiréttur skýrði ákvæðið á þá leið að þar væri verið að vísa til önnur viðurlög en refsingu, en hins vegar raskaði það ekki bótarétti sem hafði þegar stofnast. Þrátt fyrir að ómerking ummæla á grundvelli almennra hegningarlaga teldist til refsikenndra viðurlaga væri hún í eðli sínu staðfesting á því að óviðurkvæmileg ummæli skyldu verða að engu hafandi. Af þessari ástæðu voru þau ekki jöfnuð við íþyngjandi viðurlaga í þessu samhengi. Ummælin voru því dæmd ómerk en miskabæturnar lækkaðar.
Hrd. 404/2011 dags. 31. maí 2012 (Ráðstöfun byggingarréttar)[HTML] [PDF]

Hrd. 369/2011 dags. 31. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2011 dags. 31. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 392/2012 dags. 8. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 563/2011 dags. 14. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 31/2012 dags. 14. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2012 dags. 19. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 447/2012 dags. 27. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 535/2012 dags. 9. ágúst 2012[HTML] [PDF]
Í héraði var fallist á beiðni um að vitni skyldu njóta nafnleyndar gagnvart hinum ákærðu við skýrslugjöf. Hæstiréttur tók undir úrskurð héraðsdómara svo framarlega sem hinir ákærðu gætu lagt fyrir vitnin spurningar með milligöngu dómara og ekki yrðu spjöll á vörn ákærðu að öðru leyti. Málatilbúnaður ákærðu um að þeir gætu hvort sem er komist að nöfnum vitnanna var ekki talinn duga í þeim efnum.
Hrd. 584/2012 dags. 6. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML] [PDF]

Hrd. 350/2011 dags. 27. september 2012 (Hofsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 628/2012 dags. 12. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 673/2011 dags. 18. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 178/2012 dags. 1. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 513/2012 dags. 8. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2012 dags. 9. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 69/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 431/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 692/2012 dags. 21. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús - Brottflutningur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 138/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús II - Brottflutningur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 687/2012 dags. 26. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 249/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 429/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 669/2012 dags. 30. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 218/2012 dags. 6. desember 2012 (Samruni fyrirtækja)[HTML] [PDF]
Átt að sekta Símann fyrir að brjóta gegn tveimur skilyrðum sem samkeppnisyfirvöld settu vegna samruna. Talið var að um væri að ræða skýrt brot gegn öðru skilyrðinu en hitt var svo óskýrt að það væri ónothæft sem sektargrundvöllur.
Hrd. 314/2012 dags. 6. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2012 dags. 6. desember 2012 (Uppheimar ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 703/2012 dags. 10. desember 2012 (Al-Thani)[HTML] [PDF]

Hrd. 362/2012 dags. 13. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 400/2012 dags. 17. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 334/2012 dags. 17. janúar 2013 (Brot gegn valdstjórninni)[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2013 dags. 22. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 574/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2013 dags. 30. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2013 dags. 6. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 74/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 484/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Ferjubakki)[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2012 dags. 21. febrúar 2013 (Pressan)[HTML] [PDF]

Hrd. 433/2011 dags. 21. febrúar 2013 (Steinvarartunga)[HTML] [PDF]

Hrd. 118/2013 dags. 25. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 432/2011 dags. 28. febrúar 2013 (Þorbrandsstaðatungur)[HTML] [PDF]

Hrd. 534/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 653/2012 dags. 7. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2012 dags. 26. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 220/2013 dags. 4. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 202/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 203/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 185/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 182/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 206/2013 dags. 22. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 297/2013 dags. 6. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 309/2013 dags. 10. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 281/2013 dags. 14. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 282/2013 dags. 14. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 275/2013 dags. 14. maí 2013 (Stefnubirting á Spáni)[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2013 dags. 14. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 259/2013 dags. 15. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2013 dags. 23. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2013 dags. 23. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 335/2013 dags. 27. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2013 dags. 29. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 476/2012 dags. 30. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 370/2013 dags. 4. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 164/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML] [PDF]

Hrd. 172/2013 dags. 13. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2013 dags. 19. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 428/2013 dags. 26. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 565/2013 dags. 27. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2013 dags. 10. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2013 dags. 17. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 656/2012 dags. 19. september 2013 (Möðruvallaafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2013 dags. 24. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 411/2012 dags. 26. september 2013 (Þingeyjarsveit)[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2013 dags. 26. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 408/2013 dags. 8. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 620/2013 dags. 8. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 70/2013 dags. 10. október 2013 (Kaup á hlutabréfum í Glitni)[HTML] [PDF]

Hrd. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 372/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 201/2013 dags. 31. október 2013 (Nauðungarvistun I)[HTML] [PDF]
Bótaréttur vegna frelsissviptingar af ósekju getur verið viðurkenndur þrátt fyrir að lagaheimild sé fyrir frelsissviptingunni og hún framkvæmd í góðri trú.
Hrd. 200/2013 dags. 7. nóvember 2013 (Viðskiptablaðið)[HTML] [PDF]

Hrd. 704/2013 dags. 8. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 710/2013 dags. 18. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2013 dags. 21. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 546/2012 dags. 28. nóvember 2013 (Eyvindarstaðaheiði)[HTML] [PDF]

Hrd. 747/2013 dags. 4. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 193/2013 dags. 12. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 772/2013 dags. 13. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 801/2013 dags. 20. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 814/2013 dags. 22. janúar 2014 (Norræn handtökuskipun)[HTML] [PDF]

Hrd. 529/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 323/2013 dags. 23. janúar 2014 (Skattalagabrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 388/2013 dags. 23. janúar 2014 (Verkaskipting stjórnarformanns og framkvæmdastjóra)[HTML] [PDF]

Hrd. 43/2014 dags. 24. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 810/2013 dags. 27. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 800/2013 dags. 28. janúar 2014 (Réttur til að þekkja uppruna)[HTML] [PDF]

Hrd. 808/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 688/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 807/2013 dags. 4. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2013 dags. 13. febrúar 2014 (Umboðssvik - Vafningur - Milestone)[HTML] [PDF]

Hrd. 100/2014 dags. 13. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 96/2014 dags. 14. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 642/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Skjaldberg)[HTML] [PDF]

Hrd. 73/2014 dags. 27. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 144/2014 dags. 6. mars 2014 (Félag fasteignasala)[HTML] [PDF]

Hrd. 676/2013 dags. 13. mars 2014 (Fossatún)[HTML] [PDF]
Heimild veiðifélags Grímsár í Borgarfirði til að nota hús til leigu fyrir ferðamenn á veturna. Í 2 km fjarlægð frá veiðihúsinu var fólk að reka gististöðuna Fossatún og hafði það fólk aðild að veiðifélaginu og voru ósátt við þessa ráðstöfun. Hæstiréttur fjallaði um heimildir félagsins til þessa og nefndi að þar sem lögum um lax- og silungsveiði sleppti ætti að beita ólögfestu reglunum og einnig lögum um fjöleignarhús.
Hrd. 206/2014 dags. 4. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML] [PDF]

Hrd. 802/2013 dags. 10. apríl 2014 (Landspildur á Vatnsendabletti)[HTML] [PDF]

Hrd. 261/2014 dags. 28. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 267/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 242/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 241/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 255/2014 dags. 2. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 263/2014 dags. 2. maí 2014[HTML] [PDF]
Héraðsdómari hafði úrskurðað að vitniskýrslur nokkurra tiltekinna vitna væru þarflausar. Hæstiréttur var ósammála og féllst á að málsaðilanum væri heimilt að leiða vitnin fyrir dóm.
Hrd. 254/2014 dags. 8. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 465/2013 dags. 15. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 333/2014 dags. 19. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 416/2013 dags. 22. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 286/2014 dags. 22. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 818/2013 dags. 28. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2014 dags. 28. maí 2014 (Réttarfarssekt - Al Thani-málið)[HTML] [PDF]
Verjendur voru í ágreiningi við dómara. Dómari þurfti að fara frá málinu vegna heilsu og kom nýr dómari. Verjendurnir sögðu sig frá máli stuttu fyrir aðalmeðferð og lagði dómari á þá sekt án þess að þeir fengju tækifæri til að tjá sig um það. Hæstiréttur taldi það ekki leiða til réttarspjalla og ekki brjóta í bága við meginregluna um réttláta málsmeðferð enda gátu þeir andmælt þessum réttarfarssektum fyrir Hæstarétti.

Dómurinn var kærður til MDE sem gerði engar athugasemdir, bæði í neðri deild og efri deild.
Hrd. 372/2014 dags. 5. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 308/2014 dags. 6. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 669/2013 dags. 12. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 609/2013 dags. 12. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 403/2014 dags. 16. júní 2014 (Lekamálið)[HTML] [PDF]

Hrd. 408/2014 dags. 24. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 443/2014 dags. 18. ágúst 2014 (Landesbank - Vanlýsing og stjórnarskrá)[HTML] [PDF]

Hrd. 460/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 469/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 233/2014 dags. 11. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 103/2014 dags. 25. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2014 dags. 2. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 632/2014 dags. 6. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 311/2014 dags. 9. október 2014 (Nauðungarvistun II)[HTML] [PDF]

Hrd. 111/2014 dags. 9. október 2014 (Vífilfell)[HTML] [PDF]
Deilt var um hvort kolsýrðir drykkir teldust til vatnsdrykkja og taldi Vífillfell það ekki nógu vel rannsakað. Fyrir Hæstarétti byrjaði Samkeppniseftirlitið að koma með nýjar málsástæður og málsgögn. Hæstiréttur taldi að ekki væri horft á gögn sem voru ekki til fyrir.
Hrd. 650/2014 dags. 17. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 681/2014 dags. 27. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 679/2014 dags. 29. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 295/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 694/2014 dags. 4. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 176/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 202/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 735/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 734/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 214/2014 dags. 20. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 194/2014 dags. 20. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 446/2014 dags. 20. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 430/2014 dags. 4. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 785/2014 dags. 10. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 215/2014 dags. 18. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 317/2014 dags. 18. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 826/2014 dags. 18. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2015 dags. 19. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 808/2014 dags. 20. janúar 2015 (Leyfi til að reisa og reka raforkuflutningsvirki - Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 38/2015 dags. 21. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 46/2015 dags. 2. febrúar 2015 (Gjald vegna skipunar tveggja sérfræðinga til að hafa sértækt eftirlit með rekstri hans)[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2015 dags. 3. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 96/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 145/2014 dags. 12. febrúar 2015 (Al-Thani)[HTML] [PDF]

Hrd. 105/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 431/2014 dags. 12. mars 2015 (Skaðabótamál vegna símahlerunar)[HTML] [PDF]

Hrd. 185/2015 dags. 13. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 176/2015 dags. 16. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2015 dags. 17. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML] [PDF]

Hrd. 218/2015 dags. 27. mars 2015 (Kröfuhafar Glitnis hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 563/2014 dags. 31. mars 2015 (Köfun í Silfru)[HTML] [PDF]
Í niðurstöðu málsins var reifað að krafan um lögbundnar refsiheimildir girði ekki fyrir að löggjafinn framselji til stjórnvalda heimild til að mæla fyrir í almennum stjórnvaldsfyrirmælum hvaða háttsemi teljist refsiverð. Hins vegar er þó nefnd sú krafa að í lögunum þurfi að lýsa refsiverðu háttseminni í meginatriðum í löggjöfinni sjálfri.
Hrd. 487/2014 dags. 31. mars 2015 (Verjandi mætti ekki í þinghöld)[HTML] [PDF]

Hrd. 244/2015 dags. 14. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 256/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 257/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 258/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 255/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 259/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 514/2014 dags. 22. apríl 2015 (Refsing eins dómþola skilorðsbundin vegna tafa á meðferð málsins)[HTML] [PDF]

Hrd. 675/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 356/2014 dags. 30. apríl 2015 (Hafnarboltakylfa)[HTML] [PDF]

Hrd. 748/2014 dags. 7. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 316/2015 dags. 7. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 786/2014 dags. 13. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.

Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.
Hrd. 355/2015 dags. 26. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 354/2015 dags. 26. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 284/2015 dags. 27. maí 2015 (Ógilding á launaákvörðun Kjararáðs)[HTML] [PDF]

Hrd. 819/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 818/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 820/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 813/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 802/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 817/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 814/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 815/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 816/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 373/2015 dags. 8. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 550/2014 dags. 11. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 742/2014 dags. 11. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2015 dags. 11. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 568/2014 dags. 18. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 385/2015 dags. 22. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 400/2015 dags. 24. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 467/2015 dags. 13. ágúst 2015 (Verkfallsmál)[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 483/2015 dags. 25. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2015 dags. 27. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2015 dags. 17. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2015 dags. 24. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 647/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 114/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 132/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2014 dags. 8. október 2015 (Imon ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 164/2015 dags. 8. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 672/2015 dags. 14. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 688/2015 dags. 14. október 2015 (Synjað um að leysa verjanda frá störfum)[HTML] [PDF]
Fjórir sakborningar voru í einangrun og í fjölmiðlaviðtali nefndi verjandi eins þeirra að hann kannaðist ekki við ásakanir sem á honum voru bornar. Krafist var að verjanda yrði vikið úr störfum þar sem verjandinn var talinn vera með viðtalinu að flytja skilaboð frá sakborningnum til umheimsins. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu og nefndi að áhrifin þurfi ýmist að hafa haft óeðlileg áhrif á rannsóknina eða málsmeðferðina.
Hrd. 306/2015 dags. 15. október 2015 (Baklóð - Laugavegur 87)[HTML] [PDF]

Hrd. 712/2015 dags. 21. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 743/2014 dags. 22. október 2015 (Nýjabæjarafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2015 dags. 22. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 101/2015 dags. 22. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 724/2015 dags. 28. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 707/2015 dags. 3. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 458/2014 dags. 12. nóvember 2015 (Refsing skilorðsbundin að fullu vegna óhóflegs dráttar á málsmeðferð)[HTML] [PDF]

Hrd. 730/2015 dags. 16. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 660/2014 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 147/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 783/2015 dags. 20. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 786/2015 dags. 24. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 351/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 804/2015 dags. 2. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 261/2015 dags. 10. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 785/2015 dags. 14. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 287/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2016 dags. 18. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2016 dags. 22. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 461/2015 dags. 28. janúar 2016 (Halldór fiskvinnsla)[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2016 dags. 3. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 278/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 842/2014 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]
Verið var að rannsaka meinta markaðsmisnotkun banka í rannsókn á efnahagshruninu 2008. Hæstiréttur mat svo á að hlustun á síma sakbornings í kjölfar skýrslutöku, þar sem hann neitaði að tjá sig um sakargiftir, hefði verið umfram meðalhóf. Líta ætti því framhjá þeim upptökum.
Hrd. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2016 dags. 9. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Snorri í Betel)[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 628/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Endurupptökunefnd)[HTML] [PDF]
Nefnd á vegum framkvæmdavaldsins fékk það vald að fella úr gildi dóma dómstóla. Hæstiréttur taldi það andstætt stjórnarskrá þar sem það fór gegn verkaskiptingu þriggja handhafa ríkisvalds.
Hrd. 530/2015 dags. 3. mars 2016 (Lambhagi - Langanesmelar)[HTML] [PDF]
Stóð skýrt í samningnum að verið væri að selja jörð með áskilnaði um að laxveiðiréttindin yrðu eftir.
Hrd. 451/2015 dags. 3. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 417/2015 dags. 10. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 610/2015 dags. 17. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 453/2015 dags. 17. mars 2016[HTML] [PDF]
Aðila sem talaði ekki íslensku var skipaður verjandi á þeim grundvelli þrátt fyrir að bókað væri að hann óskaði ekki eftir verjanda. Hæstiréttur taldi þetta vera slíkan annmarka að hann ógilti málsmeðferðina fyrir héraðsdómi.
Hrd. 163/2016 dags. 18. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 523/2015 dags. 22. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 711/2015 dags. 22. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 204/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 202/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 203/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 549/2015 dags. 14. apríl 2016 (Deiliskipulag - Gróðurhús)[HTML] [PDF]
Kostnaður vegna vinnu við gagnaöflun innan fyrirtækis fékkst ekki viðurkenndur sem tjón.
Hrd. 509/2015 dags. 14. apríl 2016 (Tunguás)[HTML] [PDF]
Maður gefur 15 börnum sínum land sem kallað er Tunguás með gjafabréfi. Á því var kvöð um sameign, að hana mætti ekki selja eða ráðstafa henni og hvert og eitt ætti forkaupsrétt innbyrðis. Sum systkinin vildu skipta sameigninni en hin andmæltu því. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið skýrt í gjafabréfinu að bannað væri að skipta henni og taldi það því heimilt. Þau yrðu samt sem áður bundin af kvöðunum áfram hver á sínum eignarhluta.
Hrd. 291/2016 dags. 20. apríl 2016 (Haldlagning farsíma)[HTML] [PDF]

Hrd. 297/2016 dags. 20. apríl 2016 (Haldlagning farsíma)[HTML] [PDF]

Hrd. 279/2016 dags. 20. apríl 2016[HTML] [PDF]
Skýrslutaka af sambúðarkonu ákærða hjá lögreglu var haldin slíkum annmarka að sakamálinu var vísað frá.
Hrd. 251/2016 dags. 25. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 224/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 243/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 419/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 271/2016 dags. 2. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]
Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.
Hrd. 512/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]
Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.

Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.

Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna.

Hrd. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 584/2015 dags. 26. maí 2016 (Smygl á Litla Hrauni)[HTML] [PDF]
Löggjafinn má kveða á með almennum hætti á um hvaða háttsemi telst refsiverð og láta stjórnvaldi eftir að útfæra regluna nánar í stjórnvaldsfyrirmælum, en hins vegar var löggjafanum óheimilt að veita stjórnvaldi svo víðtækt vald að setja efnisreglu frá grunni. Framsalið braut því í bága við meginreglu 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar um skýrleika refsiheimilda.
Hrd. 627/2015 dags. 26. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 637/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 705/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 426/2016 dags. 8. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 661/2015 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 436/2016 dags. 14. júní 2016[HTML] [PDF]
Sakborningur var sakaður um að hafa bakkað bíl á ungt barn þannig að það lést. Eitt vitni var að þessu og hafði verjandi sakborningsins samband við vitnið. Var verjandinn sakaður um að reyna að hafa áhrif á framburð vitnisins en verjandinn sagðist hafa verið í upplýsingaöflun. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu.
Hrd. 609/2015 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2015 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2016 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 488/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 470/2016 dags. 13. júlí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 523/2016 dags. 26. júlí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 521/2016 dags. 29. júlí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 455/2016 dags. 7. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2016 dags. 14. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 789/2015 dags. 15. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2016 dags. 15. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 429/2016 dags. 16. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 428/2016 dags. 16. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 850/2015 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2016 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 498/2015 dags. 6. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 796/2015 dags. 13. október 2016 (Suðurnesjalína 2 - Leyfi Orkustofnunar)[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2016 dags. 13. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2016 dags. 20. október 2016 (Torfufell)[HTML] [PDF]

Hrd. 321/2015 dags. 27. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 845/2015 dags. 27. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 269/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 707/2016 dags. 9. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML] [PDF]

Hrd. 323/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Skíðadalsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 556/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2015 dags. 1. desember 2016 (Júlíus Þór Sigurþórsson o.fl. - Verðsamráð - Einbeittur brotavilji)[HTML] [PDF]
Margir voru ákærðir vegna ólögmæts samráðs á markaði. Meðákærðir voru viðstaddir þegar aðrir ákærðir gáfu skýrslu. Talið var að ákærðu hefðu ekki átt að hlýða á framburð meðákærðu áður en þeir sjálfir væru búnir að gefa sína skýrslu.
Hrd. 106/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 104/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 107/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 101/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 103/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 108/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 105/2016 dags. 8. desember 2016 (Gálgahraun II)[HTML] [PDF]

Hrd. 100/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2016 dags. 4. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 817/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 3/2017 dags. 13. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 838/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 839/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 850/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 36/2017 dags. 18. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2017 dags. 1. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Bjargráðasjóður - Stjörnugrís III)[HTML] [PDF]
Einstaklingur sem þurfti að borga búnaðargjald (vegna landbúnaðarstarfsemi) vildi fá það endurgreitt. Það gjald hafði runnið til Svínaræktarfélags Íslands, Bændasamtakanna og Bjargráðasjóðs. Vildi einstaklingurinn meina að með skyldu til greiðslu gjaldanna til þessara einkaaðila sé verið að greiða félagsgjald. Hæstiréttur nefndi að í tilviki Bjargráðasjóðs að sökum hlutverks sjóðsins og að stjórn sjóðsins væri skipuð af ráðherra yrði að líta til þess að sjóðurinn væri stjórnvald, og því væri um skatt að ræða.
Hrd. 15/2017 dags. 15. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2016 dags. 16. febrúar 2017 (Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2017 dags. 16. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2017 dags. 21. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 809/2015 dags. 23. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2016 dags. 23. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 127/2017 dags. 23. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 83/2017 dags. 28. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 82/2017 dags. 28. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2017 dags. 28. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 64/2017 dags. 13. mars 2017 (Þjóðskjalasafn)[HTML] [PDF]

Hrd. 856/2015 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 390/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 345/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2017 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 367/2016 dags. 30. mars 2017 (Staðgöngumæðrun)[HTML] [PDF]
Lesbíur fóru til Bandaríkjanna sem höfðu samið við staðgöngumóður um að ganga með barn. Dómstóll í Bandaríkjunum gaf út úrskurð um að lesbíurnar væru foreldrar barnsins.

Þær komu aftur til Íslands og krefjast skráningar barnsins í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands spyr um uppruna barnsins og þær gefa upp fyrirkomulagið um staðgöngumæðrun. Þjóðskrá Íslands synjar um skráninguna og þær kærðu ákvörðunina til ráðuneytisins. Þar fór ákvörðunin til dómstóla sem endaði með synjun Hæstaréttar.

Barnið var sett í forsjá barnaverndaryfirvalda sem settu það í fóstur, þar var því ráðstafað í fóstur hjá lesbíunum sökum tengsla við barnið.
Hrd. 199/2017 dags. 3. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 228/2017 dags. 10. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 544/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 235/2017 dags. 21. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 224/2017 dags. 27. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 309/2016 dags. 11. maí 2017 (Nikótínfilterar í rafsígarettur - CE merkingar)[HTML] [PDF]

Hrd. 621/2016 dags. 11. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 196/2017 dags. 16. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 246/2017 dags. 17. maí 2017 (Aðför vegna Kröflulínu 4 og 5)[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 285/2017 dags. 30. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML] [PDF]

Hrd. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML] [PDF]

Hrd. 535/2016 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 541/2016 dags. 1. júní 2017 (Hæfi dómara)[HTML] [PDF]
Aðili taldi að dómari málsins í héraði hefði spurt einkennilega og ekki gætt sín nægilega vel. Hæstiréttur taldi að það hafi gengið svo langt að vísa ætti málinu á ný til málsmeðferðar í héraði.
Hrd. 129/2017 dags. 1. júní 2017 (17 ára, ungur aldur)[HTML] [PDF]

Hrd. 298/2017 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 335/2017 dags. 6. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML] [PDF]

Hrd. 334/2017 dags. 21. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 407/2017 dags. 27. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2017 dags. 14. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 504/2017 dags. 14. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 458/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 457/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 459/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 479/2017 dags. 30. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 539/2017 dags. 31. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 569/2017 dags. 13. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 570/2017 dags. 13. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 283/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 93/2017 dags. 28. september 2017 (Djúpidalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 94/2017 dags. 28. september 2017 (Hvassafell)[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2017 dags. 28. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 173/2017 dags. 5. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2016 dags. 12. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 625/2017 dags. 17. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 628/2017 dags. 17. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 156/2016 dags. 19. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 633/2017 dags. 24. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 681/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 678/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 439/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 665/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2017 dags. 9. nóvember 2017 (Byggingarsamvinnufélag II)[HTML] [PDF]
Hér er um að ræða sama fjöleignarhús og í Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I) nema verklaginu hafði verið breytt þannig að kaupendur gengust undir sérstaka skuldbindingu um hámarkssöluverð með umsókn um félagsaðild, ásamt því að kvaðirnar voru tíundaðar í kauptilboði í íbúðina og í kaupsamningi. Hæstiréttur taldi það hafa verið fullnægjandi þannig að erfingjar dánarbús eiganda íbúðarinnar voru bundnir af þeim.
Hrd. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 693/2017 dags. 13. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 718/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 514/2016 dags. 23. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 354/2017 dags. 14. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 415/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML] [PDF]

Hrd. 577/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2017 dags. 19. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 846/2017 dags. 16. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 823/2017 dags. 17. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 666/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 667/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2017 dags. 25. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 514/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 5/2018 dags. 8. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2017 dags. 8. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 738/2017 dags. 26. apríl 2018 (Byggingarfulltrúi starfsmaður og undirmaður aðalhönnuðar og hönnunarstjóra mannvirkisins)[HTML] [PDF]

Hrd. 739/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 404/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2017 dags. 9. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 789/2017 dags. 17. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 325/2017 dags. 17. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2018 dags. 24. maí 2018 (Umferðarlagabrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2018 dags. 30. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 344/2017 dags. 31. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 16/2018 dags. 20. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 617/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 729/2017 dags. 26. júní 2018 (Ærumeiðing)[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2018 dags. 20. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML] [PDF]

Hrd. 590/2017 dags. 4. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 589/2017 dags. 4. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 614/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2017 dags. 18. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2017 dags. 25. október 2018 (aðgengi fatlaðs einstaklings að fasteignum á vegum sveitarfélags)[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2017 dags. 25. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 851/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 492/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML] [PDF]

Hrd. 463/2017 dags. 8. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 828/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 632/2017 dags. 22. nóvember 2018 (Grenlækur)[HTML] [PDF]

Hrd. 857/2017 dags. 6. desember 2018 (Zoe)[HTML] [PDF]
Foreldrar barns kröfðust þess að úrskurður mannanafnanefndar um að synja barninu um að heita Zoe yrði ógiltur, og einnig viðurkenningu um að barnið mætti heita það. Úrskurðurinn byggði á því að ekki mætti rita nöfn með zetu. Hæstiréttur vísaði til reglugerðar þar sem heimilt var að rita mannanöfn með zetu. Hæstiréttur ógilti úrskurð mannanafnanefndar en vísaði frá viðurkenningarkröfunni.

Eftir málslokin komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að hún mætti heita Zoe.
Hrd. 30/2018 dags. 20. desember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2018 dags. 16. janúar 2019 (Álag á skattstofna og ábyrgð maka - Ekki ábyrgð á álagi)[HTML] [PDF]
K var rukkuð um vangoldna skatta M og lætur reyna á allt í málinu. Meðal annars að verið sé að rukka K um bæði skattinn og álagið. Álagið er refsing og því ætti hún ekki að bera ábyrgð á því.

Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.
Hrd. 27/2018 dags. 6. mars 2019 (Hjúkrunarfræðingur)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi að ekki væri hægt að beita hlutlægri ábyrgð við mat á bótakröfu vegna rannsóknar á meintu manndrápi af gáleysi við vinnu sína, sem viðkomandi var sýknaður fyrir dómi.
Hrd. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2019 dags. 6. júní 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota)[HTML] [PDF]
Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrd. 21/2019 dags. 30. október 2019[HTML] [PDF]
F skilaði inn umsókn um leyfi til að taka barn í fóstur. Barnaverndarstofa synjaði umsókninni án þess að bjóða henni að taka námskeið þar sem hæfi hennar yrði metið, á þeim grundvelli að það væri tilhæfulaust sökum ástands hennar. Hæstiréttur taldi að synjun umsóknar F á þessu stigi hefði verið brot á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins.
Hrd. 47/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 38/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2019 dags. 9. desember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 58/2019 dags. 10. mars 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 1/2020 dags. 31. mars 2020 (Náttúruvernd 2 málsóknarfélag)[HTML] [PDF]

Hrd. 52/2019 dags. 25. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 54/2019 dags. 17. september 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 16/2020 dags. 15. október 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2020 dags. 19. nóvember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 31/2020 dags. 9. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2020 dags. 9. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2020 dags. 10. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2020 dags. 10. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 9/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 30/2020 dags. 18. febrúar 2021 (Heilari)[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2020 dags. 4. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2021 dags. 5. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2021 dags. 5. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2019 dags. 12. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2020 dags. 18. mars 2021 (Dómur Landsréttar ómerktur og vísað heim)[HTML] [PDF]
Ákæruvaldið vildi láta spila skýrslu yfir nafngreindum lögreglumanni en taldi í upphafi ekki þarft að spila skýrslu ákærða, og verjandi andmælti því ekki. Svo tók ákæruvaldið þá afstöðu að spila ætti einnig skýrslu ákærða.

Ákveðið var að kveða ákærða til skýrslutöku en ákærði beitti þagnarréttinum fyrir Landsrétti. Skýrsla ákærða fyrir héraðsdómi var ekki spiluð fyrir Landsrétti. Þrátt fyrir það endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegs framburðar hins ákærða í dómi sínum. Hæstiréttur ómerkti þann dóm og vísaði málinu aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju.
Hrd. 29/2020 dags. 25. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2021 dags. 18. maí 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2021 dags. 16. júní 2021 (Þynging vegna nauðgunarbrots)[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2021 dags. 16. júní 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2021 dags. 23. júní 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Hrd. 27/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 28/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 30/2021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Hrd. 31/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Hrd. 38/2021 dags. 9. febrúar 2022[HTML]

Hrd. 46/2021 dags. 2. mars 2022[HTML]

Hrd. 19/2022 dags. 25. mars 2022[HTML]

Hrd. 34/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. 35/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. 23/2022 dags. 4. maí 2022[HTML]

Hrd. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. 11/2022 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. 21/2022 dags. 14. september 2022[HTML]

Hrd. 7/2022 dags. 5. október 2022[HTML]

Hrd. 31/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Hrd. 20/2022 dags. 26. október 2022[HTML]

Hrd. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 22/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 8/2022 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 10/2022 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 32/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 28/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Hrd. 35/2022 dags. 14. desember 2022[HTML]

Hrd. 58/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Hrd. 42/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Hrd. 40/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrd. 38/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrd. 48/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Hrd. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrd. 6/2023 dags. 6. júní 2023[HTML]

Hrd. 8/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Hrd. 56/2022 dags. 4. október 2023[HTML]

Hrd. 14/2023 dags. 4. október 2023[HTML]

Hrd. 32/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Hrd. 7/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Hrd. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrd. 49/2023 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Hrd. 39/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. 43/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Hrd. 27/2023 dags. 13. mars 2024[HTML]

Hrd. 1/2024 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 16/2024 dags. 19. apríl 2024[HTML]

Hrd. 34/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Hrd. 4/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Hrd. 10/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. 12/2024 dags. 23. október 2024[HTML]

Hrd. 9/2024 dags. 6. nóvember 2024[HTML]

Hrd. 11/2024 dags. 27. nóvember 2024[HTML]

Hrd. 21/2024 dags. 4. desember 2024[HTML]

Hrd. 27/2024 dags. 18. desember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 10. maí 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að setja bann við netaveiði göngusilungs í sjó við Faxaflóa)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 5/2013 dags. 3. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 10. maí 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um bann við netaveiði göngusilungs í sjó.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. ágúst 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna brota á reglum um vigtun og skráningu afla)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 7/2021 dags. 22. apríl 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2012 (Kæra Múrbúðarinnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2015 (Kæra Eðalvara ehf. á ákvörðun Neytendastofu 5. október 2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2009 (Kæra Hagkaupa á ákvörðunum Neytendastofu 29. júní 2009 og 17. nóvember 2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2010 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 50/2010 og ákvörðun frá 28. október 2010.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2012 (Kæra Hagkaups á ákvörðun Neytendastofu 21. september 2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2014 (Kæra Atlantsolíu hf. á ákvörðun Neytendastofu 28. júlí 2014 nr. 34/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2012 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 24. september 2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 21/2011 (Kæra Skakkaturns ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 66/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2017 (Kæra Makklands ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 6. febrúar 2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2013 (Kæra Friðjóns Björgvins Gunnarssonar á ákvörðun Neytendastofu 18. október 2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2012 (Kæra Bónuss á ákvörðun Neytendastofu 11. apríl 2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2018 (Kæra Tölvulistans ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 17/1997 dags. 12. desember 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 dags. 29. janúar 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 9/2005 dags. 25. mars 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/2005 dags. 5. september 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/2007 dags. 11. janúar 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2008 dags. 13. mars 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2009 dags. 4. mars 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2011 dags. 16. janúar 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/2011 dags. 18. febrúar 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2012 dags. 24. ágúst 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2013 dags. 8. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2013 dags. 3. mars 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2014 dags. 25. mars 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2015 dags. 1. október 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 9/2015 dags. 4. janúar 2016[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2024 dags. 9. júlí 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Endurskoðendaráð

Ákvörðun Endurskoðendaráðs dags. 7. júní 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 16/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 33/2021 dags. 12. október 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 32/2021 dags. 1. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 30/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 29/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 26/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 21/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 20/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 2/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 11/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 10/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 13/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 34/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 3/2022 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 39/2021 dags. 5. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2022 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 38/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 6/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 5/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 10/2022 dags. 20. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 37/2021 dags. 22. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2022 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 12/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 13/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2022 dags. 31. október 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2022 dags. 17. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 17/2022 dags. 17. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 24/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 23/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 22/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 21/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 20/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 19/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 26/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 27/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 28/2022 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 32/2022 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 13/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 14/2023 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 12/2013 dags. 2. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 14/2013 dags. 31. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 21/2013 dags. 8. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 24/2013 dags. 15. október 2014[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 11/2015 dags. 31. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 8/2015 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 9/2015 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 10/2015 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 17/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 11/2017 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 19/2017 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 3/2018 dags. 1. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 20/2017 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Evrópudómstóllinn

Dómur Evrópudómstólsins dags. 27. mars 1990 í máli nr. T-62/89

Dómur Evrópudómstólsins dags. 4. júlí 2024 í máli nr. C-87/23

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Úrskurður Félagsdóms 1994:149 í máli nr. 1/1994

Dómur Félagsdóms 1994:153 í máli nr. 1/1994

Dómur Félagsdóms 1994:209 í máli nr. 7/1994

Úrskurður Félagsdóms 1994:228 í máli nr. 11/1994

Dómur Félagsdóms 1994:234 í máli nr. 11/1994

Úrskurður Félagsdóms 1994:256 í máli nr. 11/1994

Dómur Félagsdóms 1995:411 í máli nr. 16/1995

Dómur Félagsdóms 1996:482 í máli nr. 21/1995

Dómur Félagsdóms 1997:97 í máli nr. 9/1997

Dómur Félagsdóms 1997:166 í máli nr. 17/1997

Dómur Félagsdóms 1997:195 í máli nr. 11/1997

Dómur Félagsdóms 1998:224 í máli nr. 2/1998

Dómur Félagsdóms 1998:249 í máli nr. 10/1997

Dómur Félagsdóms 1998:315 í máli nr. 4/1998

Úrskurður Félagsdóms 1998:325 í máli nr. 9/1998

Dómur Félagsdóms 1998:350 í máli nr. 18/1998

Dómur Félagsdóms 1999:484 í máli nr. 9/1999

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 16. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 4/2001 dags. 19. mars 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 26. mars 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 5/2001 dags. 27. apríl 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2001 dags. 4. júlí 2001[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 10/2001 dags. 9. júlí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2002 dags. 28. maí 2002[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 17. maí 2004[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 12. júlí 2004[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 3/2005 dags. 15. apríl 2005[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2005 dags. 29. desember 2005[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2006 dags. 6. apríl 2006[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 7/2006 dags. 23. janúar 2007[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2007 dags. 16. maí 2007[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2008 dags. 30. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 1/2009 dags. 3. apríl 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2009 dags. 18. febrúar 2010[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2011 dags. 3. nóvember 2011

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2011 dags. 22. nóvember 2011

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2013 dags. 30. maí 2013

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2013 dags. 10. júlí 2013

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2013 dags. 20. janúar 2014

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2014 dags. 3. júní 2014

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2015 dags. 25. mars 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-14/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-13/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2015 dags. 15. maí 2015

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-19/2015 dags. 29. júní 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2015 dags. 17. júlí 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2015 dags. 14. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2015 dags. 28. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2016 dags. 23. febrúar 2016

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2016 dags. 18. maí 2016

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2018 dags. 12. mars 2018

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2018 dags. 26. febrúar 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2019 dags. 15. mars 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2019 dags. 13. febrúar 2020

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2021 dags. 28. júní 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2021 dags. 16. september 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2021 dags. 23. nóvember 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-26/2021 dags. 29. nóvember 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2023 dags. 6. febrúar 2023

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-2/2023 dags. 24. maí 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2023 dags. 4. október 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2023 dags. 30. nóvember 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2023 dags. 15. desember 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2023 dags. 4. júní 2024

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2024 dags. 2. júlí 2024

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2024 dags. 2. október 2024

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2024 dags. 23. október 2024

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Réttur íbúa sveitarfélags til ferðaþjónustu fatlaðra skv. 2. mgr. 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Réttur íbúa sveitarfélags til ferðaþjónustu fatlaðra skv. 1. mgr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Skylda sveitarfélags til að veita liðveislu skv. 24. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 13/2022 dags. 28. nóvember 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 8/2024 dags. 9. júlí 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 27. september 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 2. júlí 2009 (Áliti Lyfjastofnunar um bann við birtingu auglýsingaborða verði hnekkt)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 21/2022 dags. 4. október 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 6/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 18/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-349/2007 dags. 10. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-351/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-350/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-344/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-321/2008 dags. 25. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-43/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-347/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-345/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-18/2010 dags. 7. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-17/2011 dags. 15. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-2/2011 dags. 8. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-34/2012 dags. 12. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-86/2012 dags. 5. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-5/2013 dags. 1. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-41/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-39/2014 dags. 16. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-8/2016 dags. 5. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2017 dags. 14. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-66/2017 dags. 11. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. U-1/2019 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. U-2/2019 dags. 23. apríl 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-124/2020 dags. 18. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-188/2020 dags. 24. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-18/2021 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-2/2021 dags. 21. júlí 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-104/2021 dags. 22. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-46/2022 dags. 9. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-94/2022 dags. 13. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-117/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-69/2022 dags. 26. september 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-172/2023 dags. 22. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-6/2024 dags. 2. október 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-536/2005 dags. 4. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-531/2005 dags. 28. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-614/2006 dags. 5. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-15/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-135/2008 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-169/2009 dags. 9. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-138/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-136/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-134/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-133/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-107/2008 dags. 18. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-108/2008 dags. 26. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-106/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-201/2010 dags. 3. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-295/2010 dags. 11. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-93/2011 dags. 26. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-67/2009 dags. 13. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-164/2011 dags. 20. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-19/2010 dags. 24. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-72/2010 dags. 17. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-130/2012 dags. 21. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-71/2010 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-195/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. U-1/2014 dags. 9. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-32/2010 dags. 21. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-302/2013 dags. 9. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-15/2014 dags. 4. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-181/2014 dags. 10. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-73/2010 dags. 8. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-34/2010 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-226/2014 dags. 13. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-197/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-2/2015 dags. 10. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-175/2012 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-70/2010 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-35/2010 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-36/2010 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-2/2015 dags. 5. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-44/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-192/2016 dags. 4. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-220/2016 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-131/2017 dags. 20. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-185/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-67/2018 dags. 24. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-68/2018 dags. 20. september 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-385/2019 dags. 30. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-599/2020 dags. 14. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-564/2020 dags. 24. nóvember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. R-32/2022 dags. 28. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-45/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-245/2023 dags. 3. nóvember 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-107/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-106/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-105/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-118/2010 dags. 18. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-26/2010 dags. 12. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012 dags. 5. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-47/2015 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-29/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-240/2020 dags. 28. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-103/2023 dags. 25. júní 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-338/2006 dags. 4. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1734/2006 dags. 19. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. M-52/2007 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1257/2007 dags. 8. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-907/2008 dags. 11. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1451/2007 dags. 11. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-256/2009 dags. 24. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-317/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-850/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4388/2009 dags. 2. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-464/2010 dags. 9. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-411/2010 dags. 31. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-415/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-879/2010 dags. 7. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1088/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4818/2009 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1130/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2635/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2930/2010 dags. 11. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-60/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-24/2011 dags. 1. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1572/2011 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1413/2011 dags. 22. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. U-5/2012 dags. 20. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1844/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-407/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-23/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-743/2012 dags. 13. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-675/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-407/2012 dags. 11. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-108/2013 dags. 17. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-778/2013 dags. 16. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-657/2013 dags. 22. nóvember 2013[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-940/2013 dags. 13. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-662/2013 dags. 28. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-10/2014 dags. 16. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-111/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-9470/2013 dags. 24. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-181/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-9/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-8/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-7/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-6/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-5/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-4/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-143/2014 dags. 20. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-532/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-180/2013 dags. 18. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-94/2014 dags. 12. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1016/2014 dags. 15. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-649/2014 dags. 12. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-424/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-391/2015 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-69/2014 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-444/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-160/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-159/2016 dags. 3. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-150/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-130/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1121/2015 dags. 22. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-784/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-783/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-129/2016 dags. 5. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-265/2016 dags. 20. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-151/2016 dags. 21. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1204/2015 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-220/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-209/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-126/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3/2017 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-526/2015 dags. 2. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-505/2016 dags. 4. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-424/2016 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-86/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-156/2017 dags. 16. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-275/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-274/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-4/2017 dags. 12. desember 2017[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-477/2017 dags. 23. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-672/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-38/2018 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1146/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-55/2017 dags. 26. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-466/2018 dags. 12. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-386/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-70/2019 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-927/2019 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-326/2019 dags. 9. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-87/2019 dags. 13. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2398/2019 dags. 19. júní 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1791/2019 dags. 24. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2562/2019 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1032/2020 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1819/2020 dags. 17. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1425/2020 dags. 1. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3163/2020 dags. 23. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3088/2020 dags. 25. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-385/2019 dags. 30. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-37/2021 dags. 17. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1937/2021 dags. 28. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-601/2021 dags. 23. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-35/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1699/2021 dags. 18. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-943/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-757/2023 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-37/2021 dags. 23. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-518/2018 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1614/2023 dags. 11. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1364/2023 dags. 20. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1967/2023 dags. 29. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2903/2023 dags. 27. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-440/2024 dags. 27. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-726/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-725/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-724/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6553/2005 dags. 20. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2308/2005 dags. 31. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4906/2005 dags. 18. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-289/2006 dags. 5. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6833/2004 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5185/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5184/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5183/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6286/2005 dags. 7. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1229/2005 dags. 12. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7569/2005 dags. 16. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7593/2005 dags. 23. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4740/2005 dags. 28. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-514/2006 dags. 30. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7078/2005 dags. 10. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2339/2005 dags. 29. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-681/2006 dags. 11. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1771/2005 dags. 26. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7840/2005 dags. 6. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7380/2005 dags. 9. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7211/2005 dags. 9. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6740/2005 dags. 9. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7206/2005 dags. 17. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5191/2006 dags. 24. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5256/2005 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1316/2006 dags. 8. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6591/2006 dags. 14. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2188/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3690/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2212/2006 dags. 16. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7398/2005 dags. 30. mars 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-23/2007 dags. 13. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3000/2006 dags. 18. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3099/2006 dags. 20. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7407/2006 dags. 27. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 30. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-514/2006 dags. 3. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7818/2006 dags. 7. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-336/2007 dags. 12. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-514/2006 dags. 28. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6224/2006 dags. 29. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 6. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5078/2007 dags. 5. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1784/2007 dags. 12. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7825/2006 dags. 16. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5079/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7608/2006 dags. 26. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-336/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7401/2006 dags. 31. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2340/2005 dags. 2. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-754/2006 dags. 12. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-934/2007 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-696/2007 dags. 28. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4230/2007 dags. 5. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-519/2007 dags. 10. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4259/2007 dags. 18. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1014/2007 dags. 19. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4080/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6459/2007 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2007 dags. 30. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4705/2007 dags. 4. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1496/2007 dags. 11. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3619/2007 dags. 26. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-113/2008 dags. 7. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5901/2007 dags. 4. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2007 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-59/2008 dags. 28. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5375/2007 dags. 5. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-39/2008 dags. 23. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3443/2007 dags. 23. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-714/2006 dags. 3. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8412/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5903/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 5. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-62/2008 dags. 10. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-464/2008 dags. 11. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-463/2008 dags. 11. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8416/2007 dags. 16. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2007 dags. 26. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7709/2007 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6780/2007 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8319/2007 dags. 10. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8318/2007 dags. 10. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7167/2007 dags. 28. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7836/2007 dags. 17. október 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2502/2008 dags. 23. október 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 3. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3160/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1442/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7303/2006 dags. 16. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 17. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-337/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2813/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2008 dags. 14. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2866/2008 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4726/2008 dags. 18. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4007/2008 dags. 26. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3669/2007 dags. 4. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2502/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-656/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5194/2008 dags. 9. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6727/2008 dags. 13. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5470/2008 dags. 24. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5467/2008 dags. 27. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6010/2008 dags. 3. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8979/2008 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-614/2008 dags. 27. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1611/2008 dags. 4. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12083/2008 dags. 15. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11799/2008 dags. 18. júní 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8493/2008 dags. 23. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3313/2008 dags. 25. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9297/2008 dags. 26. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3768/2008 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2130/2008 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-521/2007 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5335/2007 dags. 1. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11493/2008 dags. 10. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1969/2009 dags. 16. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1572/2009 dags. 27. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12013/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12027/2008 dags. 16. október 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3614/2009 dags. 3. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1356/2009 dags. 20. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-8/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8210/2007 dags. 30. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10758/2008 dags. 1. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5286/2009 dags. 2. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4317/2009 dags. 2. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-9/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-2/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-380/2009 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1172/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5265/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4004/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5225/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4528/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9798/2009 dags. 15. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-867/2009 dags. 29. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9776/2009 dags. 9. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10160/2009 dags. 9. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9777/2009 dags. 9. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7649/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11360/2008 dags. 24. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6474/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 1. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7937/2009 dags. 3. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11725/2009 dags. 7. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10889/2009 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1282/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10800/2009 dags. 27. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1957/2008 dags. 1. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1175/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5780/2009 dags. 15. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1767/2010 dags. 23. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8837/2009 dags. 1. október 2010[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10813/2009 dags. 21. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2010 dags. 1. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8545/2009 dags. 12. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8543/2009 dags. 12. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9044/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-846/2010 dags. 14. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4205/2009 dags. 12. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2967/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2010 dags. 11. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2010 dags. 2. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2971/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3432/2010 dags. 8. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2611/2010 dags. 8. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5466/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4908/2010 dags. 11. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4784/2010 dags. 16. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4785/2010 dags. 21. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4803/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4802/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4801/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4299/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2693/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2373/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1833/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1176/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5474/2010 dags. 29. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5239/2010 dags. 20. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4446/2010 dags. 25. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6651/2010 dags. 3. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4832/2010 dags. 24. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-65/2011 dags. 8. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7299/2010 dags. 22. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6524/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6711/2010 dags. 19. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2011 dags. 24. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2010 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-867/2011 dags. 7. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-116/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8/2011 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1032/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6157/2010 dags. 30. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1657/2011 dags. 5. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2683/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1957/2008 dags. 9. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1412/2011 dags. 19. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-39/2009 dags. 21. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1451/2011 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7135/2010 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1452/2011 dags. 6. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2874/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6395/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2011 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-134/2011 dags. 14. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-144/2011 dags. 16. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2596/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1996/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3832/2011 dags. 6. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2595/2011 dags. 16. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 22. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1906/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-836/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2011 dags. 30. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2893/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3219/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3003/2011 dags. 15. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-70/2012 dags. 31. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-159/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3287/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3019/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2870/2011 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2890/2011 dags. 29. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1282/2011 dags. 6. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2821/2011 dags. 19. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-353/2012 dags. 21. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-548/2012 dags. 10. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-281/2012 dags. 10. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4775/2011 dags. 24. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4859/2011 dags. 26. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4674/2011 dags. 1. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-548/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4137/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4109/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4398/2011 dags. 19. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4193/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4198/2011 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2012 dags. 12. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1238/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-617/2012 dags. 8. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 14. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1816/2012 dags. 14. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1076/2012 dags. 28. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-721/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2304/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-79/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-37/2013 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1889/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1882/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1881/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1867/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2011 dags. 26. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8545/2009 dags. 27. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. V-27/2012 dags. 2. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2058/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3056/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1904/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1903/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3805/2012 dags. 13. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-69/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2173/2012 dags. 29. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1326/2012 dags. 30. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4432/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3782/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2013 dags. 26. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3644/2012 dags. 21. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4416/2012 dags. 23. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4395/2012 dags. 1. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4394/2012 dags. 1. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3594/2012 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1410/2012 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1785/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3344/2012 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1917/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1003/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1322/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2118/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1324/2012 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2685/2012 dags. 11. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2011 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1759/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-219/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-991/2012 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-274/2014 dags. 18. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1013/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3960/2013 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-910/2014 dags. 5. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3704/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-842/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-85/2014 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2382/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3309/2012 dags. 24. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-947/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1467/2013 dags. 10. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2925/2013 dags. 15. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2924/2013 dags. 25. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7328/2010 dags. 9. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-9/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-8/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1441/2013 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-537/2013 dags. 23. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1307/2013 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-902/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3590/2013 dags. 20. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-943/2014 dags. 12. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4566/2013 dags. 12. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2384/2013 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2383/2013 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2768/2014 dags. 12. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3291/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3621/2014 dags. 26. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2764/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2763/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2762/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2760/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2761/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2759/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2753/2014 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3097/2014 dags. 27. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3392/2014 dags. 6. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2014 dags. 16. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1572/2014 dags. 19. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-633/2014 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-944/2014 dags. 30. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2704/2013 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1152/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2568/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4547/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4438/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3487/2014 dags. 1. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2530/2014 dags. 23. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4559/2014 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-206/2013 dags. 26. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2073/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2011/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2014 dags. 2. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2015 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-589/2015 dags. 29. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-79/2015 dags. 7. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-591/2014 dags. 9. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-407/2015 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2015 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2835/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2834/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2833/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2831/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2830/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2829/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2828/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2827/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2826/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-335/2015 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2014 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-192/2014 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4192/2012 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5097/2014 dags. 6. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-436/2015 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1822/2015 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1986/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2015 dags. 17. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4605/2014 dags. 22. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2488/2015 dags. 2. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2014 dags. 4. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2008/2015 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-953/2014 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-516/2014 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-18/2014 dags. 15. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-665/2015 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4451/2014 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2549/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4161/2015 dags. 11. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-634/2014 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2521/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2519/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2518/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1057/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5148/2014 dags. 3. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3787/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3789/2015 dags. 17. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2760/2012 dags. 10. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3788/2015 dags. 24. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2815/2015 dags. 29. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2015 dags. 4. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1967/2016 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2748/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2747/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2746/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2745/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3942/2015 dags. 19. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-928/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1467/2015 dags. 28. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2016 dags. 6. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3784/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-123/2011 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2014 dags. 7. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-59/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-968/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1359/2016 dags. 7. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-193/2016 dags. 21. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-773/2016 dags. 22. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2122/2016 dags. 5. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3844/2015 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2156/2016 dags. 1. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2074/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-235/2015 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2653/2016 dags. 9. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2202/2016 dags. 10. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3533/2016 dags. 17. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3511/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3510/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2016 dags. 28. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3901/2016 dags. 4. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-839/2016 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4971/2014 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2766/2012 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-669/2016 dags. 12. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1617/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-840/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2995/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-834/2016 dags. 28. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-854/2016 dags. 28. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-55/2017 dags. 22. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2472/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3940/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3796/2016 dags. 21. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3232/2016 dags. 27. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2458/2016 dags. 30. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-591/2014 dags. 4. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3259/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2112/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-391/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-155/2017 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2782/2016 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-311/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-141/2017 dags. 6. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3146/2016 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-192/2014 dags. 21. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1277/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-608/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1676/2017 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-623/2014 dags. 23. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-767/2017 dags. 5. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1933/2017 dags. 9. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3009/2016 dags. 23. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2175/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2251/2017 dags. 9. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2425/2017 dags. 16. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1558/2017 dags. 23. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-643/2018 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3477/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3473/2016 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2451/2017 dags. 14. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-599/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2017 dags. 6. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2113/2017 dags. 19. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-372/2017 dags. 20. júní 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3870/2017 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2540/2016 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2922/2016 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-6/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-5/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2873/2017 dags. 12. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3869/2017 dags. 28. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2177/2017 dags. 2. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2017 dags. 2. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1275/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1111/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1110/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1028/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3793/2017 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3896/2017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-523/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-649/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-133/2018 dags. 21. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3811/2017 dags. 21. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-770/2018 dags. 8. janúar 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2000/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1522/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2351/2018 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3906/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3246/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1270/2017 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1106/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-89/2019 dags. 19. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2018 dags. 26. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2184/2018 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1513/2018 dags. 6. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-343/2013 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2558/2018 dags. 24. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3248/2018 dags. 18. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2018 dags. 18. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-303/2013 dags. 24. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2019 dags. 25. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2018 dags. 2. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-408/2014 dags. 4. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2018 dags. 7. ágúst 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2019 dags. 9. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-824/2019 dags. 9. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3812/2018 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-154/2019 dags. 22. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-628/2017 dags. 28. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4220/2018 dags. 15. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1274/2019 dags. 3. desember 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2433/2019 dags. 10. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2785/2019 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2374/2018 dags. 19. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2730/2018 dags. 14. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1404/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3366/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2019 dags. 17. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6454/2019 dags. 26. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1802/2019 dags. 10. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-132/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3102/2019 dags. 19. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3211/2019 dags. 26. mars 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5467/2019 dags. 31. mars 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2020 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3207/2019 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7432/2019 dags. 10. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3890/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6196/2019 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-251/2019 dags. 1. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2325/2020 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-388/2019 dags. 21. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6721/2019 dags. 17. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5324/2019 dags. 21. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2019 dags. 21. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3033/2019 dags. 23. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-260/2019 dags. 23. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-989/2020 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6095/2019 dags. 30. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1081/2020 dags. 20. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3066/2019 dags. 22. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1776/2020 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4241/2019 dags. 10. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1074/2020 dags. 19. nóvember 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2567/2020 dags. 30. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4547/2020 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1671/2020 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1775/2020 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6401/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2020 dags. 15. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3381/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3065/2019 dags. 8. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1133/2019 dags. 23. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3209/2019 dags. 24. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6440/2019 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-984/2020 dags. 1. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1007/2020 dags. 1. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2581/2020 dags. 10. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3197/2019 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-578/2020 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6372/2020 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2019 dags. 23. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-1900/2021 dags. 5. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6198/2019 dags. 12. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1364/2020 dags. 12. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6573/2020 dags. 15. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2712/2020 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5636/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3682/2020 dags. 21. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5645/2020 dags. 8. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8252/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3025/2020 dags. 16. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6078/2020 dags. 27. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-604/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4332/2020 dags. 4. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-232/2021 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-8272/2020 dags. 11. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3205/2020 dags. 16. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3844/2021 dags. 6. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2070/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4159/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2934/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3273/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2021 dags. 3. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2021 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4941/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3541/2021 dags. 26. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 11. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2021 dags. 16. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4921/2021 dags. 30. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2021 dags. 31. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5130/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4024/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4160/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1762/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4574/2021 dags. 12. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5409/2021 dags. 15. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5658/2021 dags. 5. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5283/2021 dags. 6. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5843/2021 dags. 27. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2021 dags. 11. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-264/2022 dags. 12. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2022 dags. 13. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3001/2022 dags. 7. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1568/2022 dags. 15. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3921/2021 dags. 15. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2021 dags. 16. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1405/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5962/2021 dags. 29. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2656/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3682/2020 dags. 20. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1296/2022 dags. 20. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2307/2021 dags. 22. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3523/2021 dags. 5. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1864/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-232/2022 dags. 26. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-388/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3326/2021 dags. 8. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5413/2021 dags. 9. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1116/2022 dags. 9. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4146/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1693/2022 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2022 dags. 31. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4023/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3645/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1786/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-998/2022 dags. 31. maí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4485/2022 dags. 29. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4754/2022 dags. 30. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2448/2022 dags. 30. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2378/2022 dags. 30. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3735/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2646/2022 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1161/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-3162/2023 dags. 20. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1403/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3963/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5415/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1722/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1297/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4327/2022 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4427/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5794/2023 dags. 21. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5894/2022 dags. 22. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3962/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2023 dags. 6. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2923/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-743/2023 dags. 22. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-742/2023 dags. 22. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5580/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2953/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2494/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4088/2023 dags. 9. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4067/2023 dags. 12. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4047/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6026/2023 dags. 23. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5807/2023 dags. 11. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6851/2023 dags. 14. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4930/2023 dags. 27. júní 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2023 dags. 12. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3589/2023 dags. 19. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6842/2023 dags. 8. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2023 dags. 9. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3417/2024 dags. 10. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7749/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3898/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6428/2023 dags. 17. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1651/2023 dags. 29. október 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-222/2006 dags. 20. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-285/2005 dags. 3. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-185/2005 dags. 28. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-122/2005 dags. 5. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-498/2005 dags. 18. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-600/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-499/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-493/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-495/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-494/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-491/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-490/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-486/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-534/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-532/2005 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-487/2005 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-13/2006 dags. 15. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-543/2006 dags. 14. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-542/2006 dags. 14. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-148/2006 dags. 31. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-723/2006 dags. 27. september 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-3/2007 dags. 22. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-5/2008 dags. 18. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-322/2008 dags. 8. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-261/2008 dags. 28. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-732/2008 dags. 11. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-550/2008 dags. 12. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-13/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-12/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-83/2008 dags. 6. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-913/2008 dags. 2. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-602/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1052/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1051/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-156/2009 dags. 9. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-121/2011 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-116/2011 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-112/2011 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-250/2011 dags. 9. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-383/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-72/2012 dags. 13. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-66/2012 dags. 10. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-84/2012 dags. 25. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-1/2012 dags. 21. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-203/2012 dags. 8. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-365/2012 dags. 3. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-279/2011 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-164/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-250/2013 dags. 4. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-113/2014 dags. 18. maí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. X-4/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-72/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-208/2019 dags. 25. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-750/2019 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-553/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-552/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-363/2022 dags. 11. júlí 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. T-1/2007 dags. 24. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-7/2008 dags. 2. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-9/2008 dags. 2. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-71/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-42/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-17/2009 dags. 23. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-17/2009 dags. 26. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-20/2010 dags. 30. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-36/2013 dags. 22. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-37/2014 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-48/2015 dags. 26. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-16/2017 dags. 10. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-10/2019 dags. 27. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-212/2020 dags. 11. maí 2021[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-437/2007 dags. 15. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-397/2007 dags. 21. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-97/2008 dags. 26. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-13/2008 dags. 26. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-12/2008 dags. 26. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-250/2008 dags. 19. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-445/2008 dags. 6. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-320/2009 dags. 24. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-319/2009 dags. 24. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-111/2010 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-107/2010 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-122/2010 dags. 4. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-116/2010 dags. 4. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-133/2010 dags. 20. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-117/2010 dags. 20. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-427/2010 dags. 14. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-30/2012 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-68/2014 dags. 27. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2013 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-142/2015 dags. 6. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-132/2015 dags. 28. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-66/2017 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-88/2018 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-64/2017 dags. 6. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-6/2019 dags. 14. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-19/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-76/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-289/2020 dags. 2. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-123/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-122/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-86/2018 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-85/2018 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-74/2022 dags. 9. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-120/2022 dags. 8. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-60/2022 dags. 6. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-111/2023 dags. 19. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-216/2022 dags. 31. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-87/2018 dags. 29. janúar 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11030371 dags. 30. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11100274 dags. 25. apríl 2012[HTML]

Álit Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12080262 dags. 11. júní 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12110447 dags. 29. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110439 dags. 26. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12100058 dags. 4. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12020440 dags. 9. október 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24010042 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 28/2012 dags. 10. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 1/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 17/2015 dags. 19. ágúst 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 33/2011 dags. 11. janúar 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 4/2010 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 91/2013 dags. 2. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 70/2013 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 71/2013 dags. 10. apríl 2014 (1)[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 71/2013 dags. 10. apríl 2014 (2)[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 72/2013 dags. 5. maí 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 1/2015 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 57/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 13/2016 dags. 15. nóvember 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 35/2016 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 85/2020 dags. 3. desember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2010 dags. 15. júní 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2015 í máli nr. KNU15010072 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2015 í máli nr. KNU15010097 dags. 19. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2015 í máli nr. KNU15010098 dags. 19. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2015 í máli nr. KNU15010079 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2015 í máli nr. KNU15010020 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2015 í máli nr. KNU15010005 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2015 í máli nr. KNU15010092 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2015 í máli nr. KNU15010009 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2015 í máli nr. KNU15010010 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2015 í máli nr. KNU15010019 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2015 í máli nr. KNU15010085 dags. 13. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2015 í máli nr. KNU15010086 dags. 13. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2015 í máli nr. KNU15010055 dags. 29. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2015 í máli nr. KNU15010087 dags. 29. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2015 í máli nr. KNU15030016 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2015 í máli nr. KNU15030001 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2015 í máli nr. KNU15020020 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2015 í máli nr. KNU15050006 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2015 í máli nr. KNU15020018 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2015 í máli nr. KNU15020008 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2015 í máli nr. KNU15010035 dags. 29. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2015 í máli nr. KNU15030003 dags. 6. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2015 í máli nr. KNU15060012 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2015 í máli nr. KNU15020003 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2015 í máli nr. 15010071 dags. 19. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2015 í máli nr. KNU15030006 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2015 í máli nr. KNU15020015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2015 í máli nr. KNU15080004 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2015 í máli nr. KNU15040005 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2015 í máli nr. KNU15010039 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2015 í máli nr. KNU15040004 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2015 í máli nr. KNU15030017 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2015 í máli nr. KNU15010082 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2015 í máli nr. KNU15080011 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2015 í máli nr. KNU15070002 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2015 í máli nr. KNU15010053 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2015 í máli nr. KNU15030002 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2015 í máli nr. KNU15090029 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2015 í máli nr. KNU15060016 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2015 í máli nr. KNU15090005 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2015 í máli nr. KNU15090002 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2015 í máli nr. KNU15090032 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2015 í máli nr. KNU15030014 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2015 í máli nr. KNU15090028 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2015 í máli nr. KNU15090035 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2015 í máli nr. KNU15040007 dags. 2. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2015 í máli nr. KNU15010045 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2015 í máli nr. KNU15100011 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2015 í máli nr. KNU15010091 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2015 í máli nr. KNU15010091 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2015 í máli nr. KNU15060001 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2015 í máli nr. KNU15110003 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2015 í máli nr. KNU15110004 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2015 í máli nr. KNU15100004 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2015 í máli nr. KNU15090027 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2015 í máli nr. KNU15090027 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2015 í máli nr. KNU15090027 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2016 í máli nr. KNU15100027 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2016 í máli nr. KNU15100015 dags. 16. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2016 í máli nr. KNU15100007 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2016 í máli nr. KNU15100010 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2016 í máli nr. KNU15100012 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2016 í máli nr. KNU15100013 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2017 í máli nr. KNU16070043 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2016 í máli nr. KNU15070008 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2016 í máli nr. KNU15100028 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2016 í máli nr. KNU15100009 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2016 í máli nr. KNU15110013 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2016 í máli nr. KNU15110014 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2016 í máli nr. KNU15070009 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2016 í máli nr. KNU15110029 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2016 í máli nr. KNU15080005 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2016 í máli nr. KNU15080010 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2016 í máli nr. KNU15110031 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2016 í máli nr. KNU15110021 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2016 í máli nr. KNU15080007 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2016 í máli nr. KNU15080006 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2016 í máli nr. KNU15060002 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2016 í máli nr. KNU15100018 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2016 í máli nr. KNU15100019 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2016 í máli nr. KNU15030020 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2016 í máli nr. KNU15030024 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2016 í máli nr. KNU16010005 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2016 í máli nr. KNU16010017 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2016 í máli nr. KNU16010003 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2016 í máli nr. KNU16010004 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2016 í máli nr. KNU16010025 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2016 í máli nr. KNU15100026 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2016 í máli nr. KNU15100030 dags. 3. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2016 í máli nr. KNU16010013 dags. 8. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2016 í máli nr. KNU16010020 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2016 í máli nr. KNU16010030 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2016 í máli nr. KNU16010029 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2016 í máli nr. KNU16010007 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2016 í máli nr. KNU16010006 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2016 í máli nr. KNU16010041 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2016 í máli nr. KNU16010023 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2016 í máli nr. KNU15030026 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2016 í máli nr. KNU15030027 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2016 í máli nr. KNU16010009 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2016 í máli nr. KNU16010011 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2016 í máli nr. KNU16010010 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2016 í máli nr. KNU15020021 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2016 í máli nr. KNU15020019 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2016 í máli nr. KNU16010042 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2016 í máli nr. KNU16020006 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2016 í máli nr. KNU15090013 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2016 í máli nr. KNU15110018 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2016 í máli nr. KNU16010043 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2016 í máli nr. KNU16010021 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2016 í máli nr. KNU16010032 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2016 í máli nr. KNU16010031 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2016 í máli nr. KNU16030029 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2016 í máli nr. KNU16020002 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2016 í máli nr. KNU16030015 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2016 í máli nr. KNU16030016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2016 í máli nr. KNU16010044 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2016 í máli nr. KNU15080002 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2016 í máli nr. KNU15110024 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 136/2016 í máli nr. KNU15110022 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2016 í máli nr. KNU16030027 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2016 í máli nr. KNU16030028 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2016 í máli nr. KNU16030026 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2016 í máli nr. KNU16010014 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2016 í máli nr. KNU16010015 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2016 í máli nr. KNU16030002 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2016 í máli nr. KNU16030006 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2016 í máli nr. KNU16030018 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2016 í máli nr. KNU16020020 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2016 í máli nr. KNU16020011 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2016 í máli nr. KNU16020018 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2016 í máli nr. KNU16030007 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2016 í máli nr. KNU16020045 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2016 í máli nr. KNU16010038 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2016 í máli nr. KNU16020017 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2016 í máli nr. KNU16030008 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2016 í máli nr. KNU16020028 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2016 í máli nr. KNU15070014 dags. 10. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2016 í máli nr. KNU15090020 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2016 í máli nr. KNU15100031 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2016 í máli nr. KNU16020010 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2016 í máli nr. KNU16030019 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2016 í máli nr. KNU16030020 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2016 í máli nr. KNU16040014 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2016 í máli nr. KNU16040003 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2016 í máli nr. KNU16040013 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2016 í máli nr. KNU16020022 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2016 í máli nr. KNU16040004 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2016 í máli nr. KNU16030040 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2016 í máli nr. KNU15110011 dags. 14. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2016 í máli nr. KNU16010022 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2016 í máli nr. KNU15100029 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2016 í máli nr. KNU16030043 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2016 í máli nr. KNU16030047 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2016 í máli nr. KNU16030046 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2016 í máli nr. KNU16040036 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2016 í máli nr. KNU16040037 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2016 í máli nr. KNU16020027 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2016 í máli nr. KNU16030045 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2016 í máli nr. KNU16040005 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2016 í máli nr. KNU16040018 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2016 í máli nr. KNU16040019 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2016 í máli nr. KNU16040033 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2016 í máli nr. KNU16010012 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2016 í máli nr. KNU16020021 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2016 í máli nr. KNU16050020 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2016 í máli nr. KNU16050019 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2016 í máli nr. KNU16030044 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2016 í máli nr. KNU16020016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2016 í máli nr. KNU16020035 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2016 í máli nr. KNU16040006 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2016 í máli nr. KNU16040007 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2016 í máli nr. KNU16020009 dags. 17. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2016 í máli nr. KNU16060012 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2016 í máli nr. KNU16040026 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2016 í máli nr. KNU16040025 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2016 í máli nr. KNU16030049 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2016 í máli nr. KNU16030042 dags. 25. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2015 í máli nr. KNU15050001 dags. 26. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2016 í máli nr. KNU16030031 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2016 í máli nr. KNU16050024 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2016 í máli nr. KNU16060022 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2016 í máli nr. KNU16060021 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2016 í máli nr. KNU16050014 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2016 í máli nr. KNU16070009 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2016 í máli nr. KNU16030032 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2016 í máli nr. KNU16060051 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2016 í máli nr. KNU16070037 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2016 í máli nr. KNU16070024 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2016 í máli nr. KNU16050036 dags. 8. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2016 í máli nr. KNU16030048 dags. 8. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2016 í máli nr. KNU16030021 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2016 í máli nr. KNU16070005 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2016 í máli nr. KNU16040030 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2016 í máli nr. KNU16060043 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2016 í máli nr. KNU16040028 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2016 í máli nr. KNU16040027 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2016 í máli nr. KNU16050025 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2016 í máli nr. KNU16060018 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2016 í máli nr. KNU16040029 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2016 í máli nr. KNU16060027 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2016 í máli nr. KNU16060038 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2016 í máli nr. KNU16060037 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2016 í máli nr. KNU16060006 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2016 í máli nr. KNU16060029 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2016 í máli nr. KNU16060041 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2016 í máli nr. KNU16060040 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2016 í máli nr. KNU16080010 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 327/2016 í máli nr. KNU16060030 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2016 í máli nr. KNU16070008 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2016 í máli nr. KNU16060007 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2016 í máli nr. KNU16060052 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2016 í máli nr. KNU16050015 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2016 í máli nr. KNU16070017 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2016 í máli nr. KNU16080026 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2016 í máli nr. KNU16080015 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2016 í máli nr. KNU16050051 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2016 í máli nr. KNU16050048 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2016 í máli nr. KNU16080023 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2016 í máli nr. KNU16050046 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 353/2016 í máli nr. KNU16050031 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2016 í máli nr. KNU16060035 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2016 í máli nr. KNU16060036 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2016 í máli nr. KNU16090038 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2016 í máli nr. KNU16050047 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2016 í máli nr. KNU16050030 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2016 í máli nr. KNU16080020 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2016 í máli nr. KNU16050038 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2016 í máli nr. KNU16070014 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2016 í máli nr. KNU16060005 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2016 í máli nr. KNU16070025 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2016 í máli nr. KNU16070007 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2016 í máli nr. KNU16090031 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2016 í máli nr. KNU16070041 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2016 í máli nr. KNU16060016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2016 í máli nr. KNU16070010 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2016 í máli nr. KNU16070011 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2016 í máli nr. KNU16070022 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2016 í máli nr. KNU16100025 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2016 í máli nr. KNU16080021 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2016 í máli nr. KNU16080019 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2016 í máli nr. KNU16060031 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2016 í máli nr. KNU16070038 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2016 í máli nr. KNU16090067 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2016 í máli nr. KNU16090066 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2016 í máli nr. KNU16090024 dags. 24. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2016 í máli nr. KNU16060004 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2016 í máli nr. KNU16060003 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2016 í máli nr. KNU16090027 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2016 í máli nr. KNU16090005 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2016 í máli nr. KNU16080032 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2016 í máli nr. KNU16080001 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2016 í máli nr. KNU16080007 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2016 í máli nr. KNU16070012 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2016 í máli nr. KNU16070013 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2016 í máli nr. KNU16050003 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2016 í máli nr. KNU16050002 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2016 í máli nr. KNU16050003 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2016 í máli nr. KNU16050006 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2016 í máli nr. KNU16090051 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2016 í máli nr. KNU16080024 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2016 í máli nr. KNU16090041 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2016 í máli nr. KNU16090039 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2016 í máli nr. KNU16040010 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2016 í máli nr. KNU16050034 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2016 í máli nr. KNU16090010 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2016 í máli nr. KNU16080002 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2016 í máli nr. KNU16070015 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2016 í máli nr. KNU16030003 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2016 í máli nr. KNU16030004 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2016 í máli nr. KNU16050037 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2016 í máli nr. KNU16060033 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2016 í máli nr. KNU16060032 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2016 í máli nr. KNU16090001 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2016 í máli nr. KNU16080033 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2016 í máli nr. KNU16070031 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2016 í máli nr. KNU16070033 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2016 í máli nr. KNU16090026 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2016 í máli nr. KNU16060015 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2016 í máli nr. KNU16100018 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2016 í máli nr. KNU16080022 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2016 í máli nr. KNU16060013 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2016 í máli nr. KNU16070042 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2016 í máli nr. KNU16090030 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2016 í máli nr. KNU16070016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2016 í máli nr. KNU16060042 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2016 í máli nr. KNU16090064 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2016 í máli nr. KNU16090063 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2016 í máli nr. KNU16050045 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2016 í máli nr. KNU1609002 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2016 í máli nr. KNU1609003 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2016 í máli nr. KNU16030057 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2016 í máli nr. 16110021 dags. 22. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2016 í máli nr. KNU16080018 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2016 í máli nr. KNU16070045 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2016 í máli nr. KNU16070044 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2016 í máli nr. KNU16060045 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2016 í máli nr. KNU16060046 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2016 í máli nr. KNU16070019 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2016 í máli nr. KNU16070020 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2016 í máli nr. KNU16100009 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 491/2016 í máli nr. KNU16090074 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2016 í máli nr. KNU16090065 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2016 í máli nr. KNU16080006 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2016 í máli nr. KNU16100066 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2016 í máli nr. KNU16100016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2016 í máli nr. KNU16090056 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2016 í máli nr. KNU16060034 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2016 í máli nr. KNU16080009 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2016 í máli nr. KNU16120039 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2016 í máli nr. KNU16100021 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2016 í máli nr. KNU16110012 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2016 í máli nr. KNU16110028 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2016 í máli nr. KNU16100015 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2016 í máli nr. KNU16110044 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2016 í máli nr. KNU16110045 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2016 í máli nr. KNU16070040 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2016 í máli nr. KNU16100027 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2016 í máli nr. KNU16100026 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2016 í máli nr. KNU16110059 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2016 í máli nr. KNU16110008 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2016 í máli nr. KNU16110009 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2016 í máli nr. KNU16060050 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2016 í máli nr. KNU16060049 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2016 í máli nr. KNU16090049 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2016 í máli nr. KNU16090050 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2016 í máli nr. KNU16110032 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2016 í máli nr. KNU16090037 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2016 í máli nr. KNU16090036 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2016 í máli nr. KNU16090007 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2016 í máli nr. KNU16090006 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2016 í máli nr. KNU16100062 dags. 22. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2017 í máli nr. KNU16120040 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2017 í máli nr. KNU16120016 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2017 í máli nr. KNU16090070 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2017 í máli nr. KNU16090069 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2017 í máli nr. KNU16120017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2017 í máli nr. KNU16110064 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2017 í máli nr. KNU16120027 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2017 í máli nr. KNU16120026 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2017 í máli nr. KNU16120028 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2017 í máli nr. KNU16120048 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2017 í máli nr. KNU16120029 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2017 í máli nr. KNU16110023 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2017 í máli nr. KNU16110047 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2017 í máli nr. KNU16100014 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2017 í máli nr. KNU16090034 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2017 í máli nr. KNU16090033 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2017 í máli nr. KNU16060023 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2017 í máli nr. KNU16120075 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2017 í máli nr. KNU16120074 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2017 í máli nr. KNU16110063 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2017 í máli nr. KNU16120062 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2017 í máli nr. KNU16120042 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2017 í máli nr. KNU16120060 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2017 í máli nr. KNU16100049 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2017 í máli nr. KNU16120065 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2017 í máli nr. KNU16120037 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2017 í máli nr. KNU16120038 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2017 í máli nr. KNU16120053 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2017 í máli nr. KNU16120054 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2017 í máli nr. KNU16120085 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2017 í máli nr. KNU16120084 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2017 í máli nr. KNU16100041 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2017 í máli nr. KNU16070030 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 í máli nr. KNU16090010 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2017 í máli nr. KNU16110082 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2017 í máli nr. KNU16110081 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 í máli nr. KNU16120080 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 í máli nr. KNU16120081 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2017 í máli nr. KNU16100048 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2017 í máli nr. KNU16090055 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2017 í máli nr. KNU16080016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2017 í máli nr. KNU16100040 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2017 í máli nr. KNU16110080 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2017 í máli nr. KNU16120070 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2017 í máli nr. KNU16120071 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2017 í máli nr. KNU16110078 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 88/2017 í máli nr. KNU16120045 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2017 í máli nr. KNU16110062 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2017 í máli nr. KNU16110060 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2017 í máli nr. KNU16110077 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2017 í máli nr. KNU16110079 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2017 í máli nr. KNU16120046 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2017 í máli nr. KNU16120050 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2017 í máli nr. KNU16120041 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2017 í máli nr. KNU16120002 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2017 í máli nr. KNU16120069 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2017 í máli nr. KNU16110069 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2017 í máli nr. KNU16120044 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2017 í máli nr. KNU16120047 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2017 í máli nr. KNU16110051 dags. 16. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2017 í máli nr. KNU16090015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2017 í máli nr. KNU16100029 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2017 í máli nr. KNU17010008 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2017 í máli nr. KNU17010009 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2017 í máli nr. KNU16070006 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2017 í máli nr. KNU16120079 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2017 í máli nr. KNU16120078 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2017 í máli nr. KNU16120083 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2017 í máli nr. KNU16120082 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2017 í máli nr. KNU17010004 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2017 í máli nr. KNU17010005 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2017 í máli nr. KNU17020015 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2017 í máli nr. KNU17020014 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2017 í máli nr. KNU16120066 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2017 í máli nr. KNU16120059 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2017 í máli nr. KNU16120043 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2017 í máli nr. KNU17020016 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2017 í máli nr. KNU17020008 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2017 í máli nr. KNU16090071 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2017 í máli nr. KNU16100010 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2017 í máli nr. KNU16080027 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2017 í máli nr. KNU16110057 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2017 í máli nr. KNU16110058 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2017 í máli nr. KNU16090048 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2017 í máli nr. KNU16090053 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2017 í máli nr. KNU17030010 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2017 í máli nr. KNU17020017 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2017 í máli nr. KNU17020031 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2017 í máli nr. KNU17020054 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2017 í máli nr. KNU16120058 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2017 í máli nr. KNU17030019 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2017 í máli nr. KNU17020035 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2017 í máli nr. KNU17020038 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2017 í máli nr. KNU17010017 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2017 í máli nr. KNU17010016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2017 í máli nr. KNU17020037 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2017 í máli nr. KNU17020003 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2017 í máli nr. KNU17010018 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2017 í máli nr. KNU16080028 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2017 í máli nr. KNU16110067 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2017 í máli nr. KNU16100003 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2017 í máli nr. KNU17020039 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2017 í máli nr. KNU17020057 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2017 í máli nr. KNU17020056 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2017 í máli nr. KNU17020042 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2017 í máli nr. KNU17020045 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2017 í máli nr. KNU17020043 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2017 í máli nr. KNU17020041 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2017 í máli nr. KNU17020040 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2017 í máli nr. KNU16110043 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2017 í máli nr. KNU17030023 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2017 í máli nr. KNU17030016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2017 í máli nr. KNU17020032 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2017 í máli nr. KNU17020033 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2017 í máli nr. KNU16110025 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2017 í máli nr. KNU17030011 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2017 í máli nr. KNU17030060 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2017 í máli nr. KNU17030041 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2017 í máli nr. KNU17020049 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2017 í máli nr. KNU17020050 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2017 í máli nr. KNU17030001 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2017 í máli nr. KNU16110024 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2017 í máli nr. KNU16110026 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2017 í máli nr. KNU16110018 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2017 í máli nr. KNU17020001 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2017 í máli nr. KNU17030018 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2017 í máli nr. KNU17020059 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2017 í máli nr. KNU16100023 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2017 í máli nr. KNU17030021 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2017 í máli nr. KNU17020052 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2017 í máli nr. KNU17030022 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2017 í máli nr. KNU17020058 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2017 í máli nr. KNU17030026 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2017 í máli nr. KNU17030027 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2017 í máli nr. KNU16100045 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2017 í máli nr. KNU16100044 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2017 í máli nr. KNU17030055 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2017 í máli nr. KNU17030014 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2017 í máli nr. KNU17030043 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2017 í máli nr. KNU17030012 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2017 í máli nr. KNU17030033 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2017 í máli nr. KNU17030034 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2017 í máli nr. KNU17030035 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2017 í máli nr. KNU17030036 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2017 í máli nr. KNU17030037 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2017 í máli nr. KNU17030005 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2017 í máli nr. KNU17040021 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5287/2017 í máli nr. KNU17040044 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2017 í máli nr. KNU17040018 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2017 í máli nr. KNU17030063 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2017 í máli nr. KNU17040024 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2017 í máli nr. KNU17040008 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2017 í máli nr. KNU17040019 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2017 í máli nr. KNU17040020 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2017 í máli nr. KNU17040027 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2017 í máli nr. KNU17040028 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2017 í máli nr. KNU17030025 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2017 í máli nr. KNU17030056 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2017 í máli nr. KNU17020007 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2017 í máli nr. KNU17040030 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2017 í máli nr. KNU17030031 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2017 í máli nr. KNU17040035 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2017 í máli nr. KNU17040034 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2017 í máli nr. KNU17040046 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2017 í máli nr. KNU17040047 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2017 í máli nr. KNU17040038 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2017 í máli nr. KNU17040037 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2017 í máli nr. KNU17040010 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2017 í máli nr. KNU17040009 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2017 í máli nr. KNU17040033 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2017 í máli nr. KNU17050019 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2017 í máli nr. KNU17040043 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2017 í máli nr. KNU17050026 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2017 í máli nr. KNU17050028 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2017 í máli nr. KNU17040042 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2017 í máli nr. KNU17050011 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2017 í máli nr. KNU17050016 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2017 í máli nr. KNU17030053 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2017 í máli nr. KNU17040011 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2017 í máli nr. KNU17060003 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2017 í máli nr. KNU17060004 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2017 í máli nr. KNU17040016 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2017 í máli nr. KNU17040045 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2017 í máli nr. KNU17050008 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2017 í máli nr. KNU17050007 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2017 í máli nr. KNU17040017 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2017 í máli nr. KNU17050025 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2017 í máli nr. KNU17050047 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2017 í máli nr. KNU17020076 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2017 í máli nr. KNU17020075 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2017 í máli nr. KNU17040050 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2017 í máli nr. KNU17040048 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2017 í máli nr. KNU17040049 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2017 í máli nr. KNU17050023 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 337/2017 í máli nr. KNU17030042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2017 í máli nr. KNU17030052 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2017 í máli nr. KNU17030051 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2017 í máli nr. KNU17060031 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2017 í máli nr. KNU17060032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2017 í máli nr. KNU17050044 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2017 í máli nr. KNU17020048 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2017 í máli nr. KNU17050045 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2017 í máli nr. KNU17050032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2017 í máli nr. KNU17050043 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2017 í máli nr. KNU17060029 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2017 í máli nr. KNU17060050 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2017 í máli nr. KNU17050030 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2017 í máli nr. KNU17050017 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2017 í máli nr. KNU17020074 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2017 í máli nr. KNU17050021 dags. 11. júlí 2017[HTML]