Fjárnám var gert í íbúð vegna ábyrgðar sem hann veitti fyrirtæki sem hann starfaði hjá sem almennur starfsmaður. Sú skuld var síðan færð (skuldskeytt) á eigendur fyrirtækisins persónulega þegar fyrirtækið var að fara í gjaldþrot og starfsmaðurinn var áfram skráður ábyrgðarmaður. Hæstiréttur synjaði um ógildingu þar sem staða ábyrgðarmannsins hefði ekki verið lakari vegna þess.