SA fór svo í skaðabótamál gegn verkalýðsfélögunum tveimur og þeim félagsmönnum sem áttu þátt í að hindra téðar landanir. Sumir félagsmenn tóku þátt í öllum aðgerðunum en sumir eingöngu í hluta þeirra. Í stefnunni var tilgreind heildarfjárhæð í einni dómkröfu en svo var ítarleg sundurliðun í henni hvaða hlutfalls af þeirri upphæð væri krafist af hverjum og einum. Hæstiréttur taldi orðalagið villandi en kröfugerðin hefði þó verið nægilega ljós að ekki ætti að beita frávísun.