Merkimiði - Lög um breyting á lögum nr. 7 frá 1. febrúar 1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 11/1986
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Hrd. 1998:4022 nr. 91/1998 (Kvótadómur)[PDF] Hjón skildu og gerðu á endanum þrjá samninga. Þau gerðu samning í apríl en svo var K ósátt og gerður var annar samningur sama mánuð. Síðar á árinu var svo gerður þriðji samningurinn.
Deilt var síðan um hvort miða skyldi verðmatið við fyrsta samninginn eða seinasta samninginn. Héraðsdómur vildi miða við tímasetningu fyrsta samningsins en Hæstiréttur við seinasta samninginn þar sem hann hefði verið hinn endanlegi samningur.Hrd. 1999:173 nr. 411/1997 (Olíuverslun Íslands hf. - Bensínstöð)[HTML][PDF] Aðili semur við OLÍS um að reka og sjá um eftirlit bensínstöðvar á Húsavík. Lánsviðskipti voru óheimil nema með samþykki OLÍS. Tap varð á rekstrinum og fór stöðin í skuld.
Starfsmenn OLÍS hefðu átt að gera sér grein fyrir rekstrinum og stöðunni. OLÍS gerði ekki allsherjarúttekt á rekstrinum þrátt fyrir að hafa vitað af slæmri stöðu hans.
Matsmenn höfðu talið að samningurinn bæri með sér fyrirkomulag sem væri dæmt til að mistakast.
Dómstólar nefndu að stefnanda málsins, Betri Pizzur ehf., hefði mátt gera sér grein fyrir kostnaðarlegum afleiðingum gerðardómsmeðferðar ef á reyndi og ósannað að hinn stefndi hefði átt að veita stefnanda sérstakar upplýsingar um þetta. Ástæðan fyrir því að stefnandinn hafi fallist á gerðardómsmeðferð var ekki talin hafa verið vegna lakari samningsstöðu hans. Þá var ekki fallist á málsástæður um svik, óheiðarleika né ósanngirni í tengslum við samningsgerðina né síðar. Var því málinu vísað frá dómi.Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I)[HTML][PDF] Fjölbýlishús var reist af Samtökum aldraðra, sem voru byggingarsamvinnufélag. Í samþykktum félagsins var í 17. gr. var kveðið á um forkaupsrétt félagsins á íbúðum ásamt kvöðum um hámarkssöluverð íbúðanna. VG átti íbúð í fjölbýlishúsinu en lést svo. VJ keypti íbúðina af dánarbúinu og féll byggingarsamvinnufélagið frá forkaupsréttinum. Á íbúðinni lá fyrir þinglýst sem kvöð á hana yfirlýsingu um að íbúðin skyldi aldrei seld né afhent til afnota öðrum en þeim sem væru orðnir 63 ára að aldri og félagar í Samtökum aldraðra, en ekkert minnst á hámarkssöluverð.
Hæstiréttur taldi að áskilnaður samþykktanna um hámarkssöluverðið yrði ekki beitt gagnvart aðila sem eigi var kunnugt um skuldbindinguna að þeim tíma liðnum sem lögin áskildu. Þá var VJ ekki meðlimur í Samtökum aldraðra og ekki sannað að henni hefði verið kunnugt um það skilyrði samþykktanna.Hrd. 2003:2507 nr. 548/2002[HTML][PDF] Hrd. 2003:2705 nr. 28/2003[HTML][PDF] Hrd. 2003:3036 nr. 3/2003 (Lífiðn)[HTML][PDF] Maður ritaði undir veðskuldabréf þar sem hann gekkst undir ábyrgð fyrir skuld annars aðila við banka. Engin lagaskylda var um greiðslumat þegar lánið var tekið og lét bankinn hjá líða að kanna greiðslugetu lántakans áður en lánið var veitt. Ábyrgðarmaðurinn var samkvæmt mati dómkvadds manns með þroskahömlun ásamt því að vera ólæs. Hann var því talinn hafa skort hæfi til að gera sér grein fyrir skuldbindingunni.
Undirritun ábyrgðarmannsins var því ógilt á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936.Hrd. 2003:3542 nr. 124/2003 (Plast, miðar og tæki)[HTML][PDF] Talið var að samningskveðið févíti sem lagt var á starfsmann sökum brota hans á ákvæði ráðningarsamnings um tímabundið samkeppnisbann hafi verið hóflegt.Hrd. 2003:3885 nr. 312/2003 (Frjáls fjölmiðlun)[HTML][PDF] Kaupandi neitaði að greiða eftirstöðvar í hlutabréfakaupum þar sem verðmæti félagsins væri lægra en það sem var uppgefið. Síðar fór félagið í gjaldþrot. Hæstiréttur leit svo á að um væri að ræða gölluð kaup og ákvarðaði að kaupandinn hefði átt að greiða það sem hann hafði þegar greitt og eftirstöðvarnar sem hann neitaði að greiða yrðu felldar niður.Hrd. 2003:4674 nr. 297/2003 (Tryggingamiðstöðin - Brjósklostrygging)[HTML][PDF] Í dómnum vísar Hæstiréttur til viðurkenndrar meginreglu um að aðilum vátryggingarsamnings sé frjálst að semja um efni hans. Hins vegar taldi Hæstiréttur að ekki væri ósanngjarnt að skýra undanþágu í samræmi við sambærilegar undanþágur í erlendum vátryggingarsamningum.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-02-23 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 909 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1988-04-28 00:00:00 [PDF]
Löggjafarþing 118
Þingmál A99 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:44:00 [HTML][PDF]