Merkimiði - Lög um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Alþingi: Þingmál: A104 á löggjafarþingi Samþykkt þann 12. mars 1991 Málsheiti: skipti á dánarbúum o.fl. Slóð á þingmál Stjórnartíðindi: Dagsetning undirritunar: 23. mars 1991. Birting: A-deild 1991, bls. 82-130 Birting fór fram í tölublaðinu A6 ársins 1991 - Útgefið þann 17. apríl 1991.
Bankinn vildi ekki lána M án veðs að allri fasteigninni sem M og K áttu saman.
K samþykkir veðsetninguna með undirskrift í reit er tilgreindi samþykki maka. Deilt var um hvort hún væri að samþykkja að M mætti veðsetja eignina eða hvort hún hefði (einnig) verið að taka ábyrgð á skuldinni.
M og K skildu og fóru að raða eignum og skuldum. Þau komust síðan að því að það skipti talsverðu máli hvort lánið væri á þeim báðum eða eingöngu hjá M.
Deilt var um verðmat á nautgripabúi. Opinber skipti höfðu farið fram en M hafði umráð búsins. K hafði flutt annað.
Nautgripirnir höfðu verið listaðir upp. Ekki fyrr en tveimur árum síðar kemur í ljós að innan við helmingurinn af þeim væri til staðar. M nefndi að um væri að ræða eðlilegan rekstur og sum þeirra höfðu drepist.
Skiptastjórinn benti á að M væri óheimilt að ráðstafa nautgripunum án síns samþykkis og að umráðafólki eigna sem falla undir opinber skipti er skylt að fara vel með þær. M var þá gert að rekja örlög hvers nauts og höfðu þá sum þeirra drepist. Kom þá í ljós að M hafði selt naut úr búinu en á óeðlilega lágu verði.Hrd. 1999:2294 nr. 504/1998 (Samningur um helmingaskipti - 23 ár)[HTML][PDF] Hrd. 1999:2985 nr. 257/1999[HTML][PDF] Hrd. 1999:3062 nr. 258/1999 (Stóðhesturinn Safír og fleiri hestar)[HTML][PDF] K og M deildu um það hvort þeirra fengi hvaða hest.
M hafði selt Safír áður en þau skildu, á um 2,3 milljónir. Viðmiðunardagur skipta var eftir söluna. K taldi að það hefði verið eitthvað undarlegt við söluna og krafðist verðmats á hestinum, sem var um 7,3 milljónir. Dómurinn taldi að M hefði misbeitt ráðum yfir hjúskapareign með því að gera málamyndasamning um svo lágt söluverð. Verðmæti Safírs samkvæmt verðmatinu var því lagt til grundvallar í skiptunum.
Gunnlaugur var upphaflega giftur Estheri og átti barn með henni og sat í óskiptu búi.
Með móðurarfi sem Gunnlaugur greiddi barninu fylgdi sérstök yfirlýsing. Minnst er á samkomulag um að innbúinu yrði skipt síðar. Óljóst hvort skiptunum var lokið eða ekki.
Gunnlaugur giftist aftur og gerir erfðaskrá með Guðlaugu. Gunnlaugur deyr og situr Guðlaug þá í óskiptu búi. Átta árum síðar krefst barn Gunnlaugs um skipti á því óskipta búi.
Guðlaug hafði flutt út úr íbúð þeirra Gunnlaugs og var dóttir Guðlaugar komin inn í íbúðina.
Erfitt var að leysa úr öllum álitamálum um framreikning fyrirfram greidds arfs, sérstaklega vegna þess að túlka þurfti hvaða ákvæði erfðaskrárinnar trompuðu hin.
K vildi meina að hún hefði mætt til að óska skilnaðs en sýslumaður bókaði að hún hafði eingöngu sóst eftir ráðleggingu. K yrði að sæta því að þetta hefði verið bókað svo.
Framhald þessarar atburðarásar: Hrd. 395/2007 dags. 22. ágúst 2007 (Eignir, skuldir, útlagning)ⓘHrd. 2004:3156 nr. 283/2004 (Erfðaskrá - orðalag - til erfingja beggja)[HTML][PDF] Erfðaskrá frá 1965.
Makinn var gerður að einkaerfingi en síðan stóð að arfur langlífari makans færi eftir ákvæðum erfðalaga.Hrd. 2004:4507 nr. 434/2004[HTML][PDF] Hrd. 2004:4816 nr. 465/2004 (Erfðafjárskattur I)[HTML][PDF] Þann 31. mars 2004 voru birt ný lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, er felldu brott eldri lög um erfðafjárskatt, nr. 83/1984. Nýju lögin giltu einvörðungu um skipti á dánarbúum eftir þá er létust 1. apríl 2004 eða síðar. Engan fyrirvara mátti finna um að eldri lögin giltu áfram um skipti einstaklinga er létust fyrir þann dag. Samkvæmt lögunum var erfðafjárskattur lagður á þegar erfðafjárskýrslan væri afhent sýslumanni. Bráðabirgðalög, nr. 15/2004, voru birt þann 20. apríl 2004 þar sem settur var slíkur fyrirvari en þá hafði sýslumaður ekki tekið afstöðu til skýrslunnar.
Í umræddu máli lést arfleifandinn 29. desember 2003, erfingjarnir fengu leyfi til einkaskipta þann 16. febrúar 2004, og var erfðafjárskýrslunni skilað til sýslumanns þann 13. apríl 2004. Meirihluti Hæstaréttar mat það sem svo að engri lagaheimild var til að dreifa til að leggja á erfðafjárskatt þegar umræddri skýrslu var skilað og því þurftu erfingjarnir ekki að greiða neinn erfðafjárskatt af arfinum. Ekki væri hægt að beita ákvæðum bráðabirgðalaganna í málinu þar sem þau höfðu þá ekki tekið gildi.
Við rekstur dómsmálsins komust erfingjarnir að því að kaupmáli lá fyrir og ýmsar séreignir. Hæstiréttur taldi það ekki slíka rýrnun þar sem peningalega innstæðan var ekki rosalega frábrugðin þeirri sem var þegar leyfið fékkst til setu í óskiptu búi, jafnvel þótt ýmsar breytingar hafa orðið á eignasamsetningunni.Hrd. 2006:4260 nr. 52/2006[HTML][PDF] Hrd. 2006:4828 nr. 547/2006 (Vilji hjóna - engin krafa)[HTML][PDF] Málið var rekið af börnum M úr fyrra hjónabandi gagnvart börnum K úr fyrra hjónabandi. Sameiginleg börn M og K stóðu ekki að málinu.
K var í hjúskap við fyrrum eiginmann á meðan hluta af sambúð hennar og M stóð.
M og K höfðu gert kaupmála.
M og K dóu með stuttu millibili og í málinu reyndi hvort regla erfðaréttar um að hvorugt hjónanna myndi erfa hitt, ætti við eða ekki, þar sem M hafði ekki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi þegar hann lést.
Eign hafði verið gerð að séreign K en hún hafði tekið breytingum.
Spurningin var hvort eignin hefði öll verið séreign K eða eingöngu að hluta.
Rekja þurfti sögu séreignarinnar.
Talið var að séreign K hefði verið að lágmarki 60%. Skera þurfti síðan út um stöðu hinna 40%. Niðurstaða Hæstaréttar var að þau hefðu verið að öllu leyti séreign K og fór því í dánarbú hennar.
Engin endurgjaldskrafa var höfð uppi í málinu.Hrd. 2006:5186 nr. 579/2006 (Verðmat á jörð)[HTML][PDF] Hjón deildu um verðmat á jörð og K fer fram á verðmat en vill að miðað sé við tvö tímamörk. Biður fyrst um verðmat miðað við framlagningu umsóknar en síðan einnig um verðmat frá 2005 þegar óskað var opinberra skipta. Matið fer fram árið 2006.
Dómstóllinn segir að verðmatið eigi að miða við gangverð á þeim tíma sem verðmatið fór fram. Synjað var því dómkröfu K um verðmat á þeim dögum sem hún vildi miða við.Hrd. 2006:5645 nr. 621/2006 (2 börn, opinber skipti)[HTML][PDF] Hæstiréttur taldi að tilvist barna einna og sér skapaði rétt til opinberra skipta.Hrd. 665/2006 dags. 10. janúar 2007 (Arfur til arfleifanda)[HTML][PDF] Maður gerði erfðaskrá og hafði ekki skylduerfingja. Hann ráðstafaði til vinar síns tilteknum eignum, sem voru mest af því sem hann átti. Meðal eignanna voru innstæður hans á tiltekinni bankabók. Hann hafði ekki tilgreint að erfðaskráin myndi einnig eiga við um eignir sem hann kynni að eignast í framtíðinni.
Systir hans deyr rétt áður en hann lést og var hann einkaerfingi hennar. Hann fékk leyfi til einkaskipta. Hann dó áður en sá arfur var greiddur. Mesti hluti þess arfs var lagður inn á bankabókina eftir að maðurinn dó.
Hæstiréttur taldi að hún gæti ekki átt lögvarða hagsmuni enda var dánarbúið enn í skiptum og hún því ekki fengið neina kröfu.Hrd. 622/2008 dags. 4. desember 2008 (Séreign barna)[HTML][PDF] Gerð var erfðaskrá þar sem tilgreint var að hvert barn fengi tiltekinn arfshluta og nefnt að hvert þeirra bæri að gera hana að séreign. Orðalagið var talið vera yfirlýsing en ekki kvöð.
Framhald af öðru máli en í því hafði verið aflað matsgerðar, og töldu matsmennirnir vafa ríkja um gildi hennar, en töldu hana samt sem áður gilda. Hæstiréttur taldi að héraðsdómarinn hefði átt að hafa sérfróða meðdómsmenn og að héraðsdómarinn hefði ekki getað farið gegn matsgerðinni án þess að hafa með sér sérfróða meðdómsmenn. Málið fór síðan aftur fyrir héraðsdóm.
Lífeyrissjóðurinn neitaði að láta það af hendi þrátt fyrir kröfu K.
Niðurstaðan verður sú að séreignarlífeyrissparnaður greiðist framhjá dánarbúinu og beint til maka og barna.Hrd. 478/2010 dags. 26. ágúst 2010[HTML][PDF] Hrd. 468/2010 dags. 31. ágúst 2010 (Barnaspítali Hringsins)[HTML][PDF] Í erfðaskrá var Barnaspítali Hringsins arfleiddur að eignum en enginn slíkur aðili var lögformlega til. Hins vegar var til kvenfélag sem hét Hringurinn og það rak barnaspítalasjóð. Kvenfélagið Hringurinn og Landspítalinn gerðu bæði tilkall til arfisins. Reynt var að finna út hver vilji arfleifanda var. Landspítalinn fékk arfinn.
Þegar hann var kominn á elliheimili missti hann systur sína og vildi svo gera nýja erfðaskrá. Samband M við K hafði dofnað. Talið var að M hefði átt frumkvæði að framkvæmd breytinga á fyrri erfðaskránni, sem varð svo hin seinni.
Lögmaður gerir erfðaskrána og vottorðið. Auk þess vottar fulltrúi sýslumanns. Hann deyr svo stuttu síðar. Gallar voru á vottorði seinni erfðaskrárinnar að því leyti að orðalagið um vottun um andlegt hæfi var klúðurslegt.
Í seinni erfðaskránni var kirkja arfleidd að eignum og hún auðkennd með kennitölu. Engar kirkjur hafa kennitölur, heldur kirkjusóknir. Kirkjusóknin fór í málið við eldri bréferfingja. Í erfðaskránni stóð kirkja en ekki kirkjusókn.
Hjón höfðu gert sameiginlega erfðaskrá og tilgreindu að henni yrði ekki breytt eða hún afturkölluð án samþykkis hins.
Langlífari makinn, K, gerði nýja erfðaskrá á meðan setu hennar stóð í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var ógild sökum erfðasamnings um að hinu væri óheimilt að breyta erfðaskrá sinni án samþykkis hins.
Börnin sendu bréf til K um að þeim þætti vera komið tilefni til að skipta búinu. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún arfleiddi börn hennar að meiru. K skipti búinu fyrir andlát sitt.
K hafði veitt syni sínum allsherjarumboð til að sjá um sín mál. Einhverjar áhyggjur voru með þær ráðstafanir og kröfðust stjúpdætur hennar þess að hún yrði svipt fjárræði sökum elliglapa. Fallist var á þá beiðni þrátt fyrir að hún hafi ekki verið spurð.
K var ósátt við þessi málalok og gerði hún, með hjálp sonar síns, erfðaskrá til að minnka hlut dætra henna í arfinum og til hagsbóta fyrir son sinn. Hún biður hann um að hjálpa sér og lætur undirbúa drög. Hann biður sýslumann um að koma til að votta. Sýslumaður synjaði um vottun erfðaskrár þar sem hann taldi hana ekki hæfa sökum skorts á lögræði, án leyfis lögráðamanns hennar. Lögráðamaðurinn synjaði um þá beiðni án þess að hitta K.
K og M hófu sambúð apríl-maí 2002 og slitu henni mánaðarmótin janúar-febrúar 2010. Viðmiðunardagur skipta er 1. febrúar 2010, og var ekki gerður ágreiningur um það. Við upphaf sambúðarinnar kveðst M hafa átt verulegar eignir, þar á meðal fengið um 9 milljónir í slysabætur 27. maí 2001. Fyrir sambúðartímann hafi hann fest kaup á íbúð sem síðar seldist fyrir 18,6 milljónir, og hafi fengið 10 milljónir í sinn hlut. Fjárhæðin hafi runnið í raðhús sem keypt var á 20,5 milljónir, og höfðu 11,5 milljónir verið teknar að láni að auki til að fjármagna kaupin. Þá hafi M lagt fram fé til að fullgera húsið og unnið að standsetningu þess ásamt iðnarmönnum. M hafi því átt húsið að öllu leyti áður en sambúð hófst. M er eini þinglýsti eigandi hússins.
Á meðan sambúðartímanum stóð stóð K í umfangsmiklum bifreiðaviðskiptum að frumkvæði M en K hafi verið skráður eigandi þeirra, tryggingataki og annað sem til hafi þurft vegna þeirra viðskipta. M, sem var bifreiðasmiður, gerði þær upp og seldi aftur. Tekjur þeirra af þessu voru töluverðar og hafi K litið svo á að þær hafi verið sameiginlegar. Tekjurnar voru hins vegar ekki taldar fram til skatts. M andmælti staðhæfingu K um að hún hafi átt mikinn þátt í bifreiðaviðskiptum sínum og því að hún hafi í einhverjum tilvikum lagt fram fé til kaupa á bifreiðum í einhverjum tilvikum. M kveðst hafa stundað viðskiptin á eigin kennitölu og hafi í öllum tilvikum séð um að greiða seljendum bifreiða og taka við fé frá kaupendum þegar þær voru svo aftur seldar. Engin gögn lágu fyrir um framlög K til bifreiðakaupa, en á skattframtölum þeirra mátti sjá að K hafi alls keypt og selt 21 bifreið á árunum 2002 til 2009.
Þau eignuðust tvö börn á sambúðartímanum, árin 2003 og 2005, og kveðst K þá hafa verið meira heimavinnandi en M við umönnun þeirra, auk þess að hún hafi stundað nám hluta af tímanum. Þetta hafi valdið því að launatekjur K hafi verið lægri en hjá M og hún hafi þar að auki tekið námslán sem hafi að óskiptu runnið til framfærslu heimilis þeirra. M mótmælti því að námslánið hafi runnið til sameiginlegs heimilishalds. Bæði lögðu þau fram greiðslur vegna kostnaðar vegna heimilisreksturs, en M hafi þó greitt mun meira en K þar sem hann var tekjuhærri.
Fyrir héraði krafðist K þess:
1. Að tiltekin fasteign kæmi við opinber skipti á búi aðila þannig að 30% eignarhlutur kæmi í hlut K en 70% í hlut M.
2. Að aðrar eignir aðila sem til staðar voru við slit óvígðrar sambúðar, þ.e. sumarhús, ökutækjaeign og bankainnistæður á beggja nafni komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
3. Að skuld á nafni K við LÍN, eins og hún var við sambúðarslit, komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
4. Að skuld á nafni K við skattstjóra miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
5. Að M beri að greiða K helming húsaleigukostnaðar hennar tímabilið mars 2010 til mars 2012, alls 2 milljónir króna.
6. Að hafnað verði að aðrar eignir eða skuldir verði teknar með í skiptin á búi þeirra en fram koma í dómkröfum K.
7. Að M greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.
Fyrir héraði krafðist M þess:
1. Að hafnað verði dómkröfum K nr. 1-6 að undanskilinni dómkröfu 4.
2. Að K greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.
Fyrir héraðsdómi var dómkröfum K ýmist hafnað eða vísað frá dómi nema kröfu um að skattaskuld á nafni K miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta milli aðila að jöfnu, en M hafði samþykkt þá kröfu. Kröfum beggja varðandi skiptakostnað var sömuleiðis vísað frá dómi. Forsendur frávísana dómkrafna voru þær að skiptastjóri hafði ekki vísað þeim til héraðsdóms, sbr. 3. tl. 1. mgr. 122. gr. l. nr. 20/1991. Málskostnaður var felldur niður.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms nema að því leyti að K hafi átt 20% eignarhlutdeild í fasteigninni og 15% eignarhlutdeild í sumarhúsinu við fjárslitin. Leit Hæstiréttur svo á málavexti að meðal þeirra hafi verið rík fjármálaleg samstaða milli þeirra, meðal annars í sameiginlegum bifreiðaviðskiptum, hafi K öðlast hlutdeild í eignamyndun á sambúðartímanum. Kaupin á sumarhúsinu voru fjármögnuð með sölu á þremur skuldlausum bifreiðum, ein þeirra var þá í eigu K. Þá breytti Hæstiréttur ákvæðum úrskurðarins um niðurfellingu málskostnaðar, en M var dæmdur til að greiða 600 þúsund í málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði fyrir Hæstarétti.Hrd. 718/2012 dags. 18. desember 2012[HTML][PDF] Hrd. 762/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML][PDF] Hrd. 727/2012 dags. 14. janúar 2013 (Ekkja og sonur)[HTML][PDF] Dæmi um það sem má óttast þegar til staðar er sameiginlegt barn og stjúpbarn.
K sat í óskiptu búi í skjóli erfðaskrár með sameiginlegu barni. Stjúpbarnið fer að spyrja K um ráðstafanir hennar en hún svarar engu. Það fer til sýslumanns og biður um lista yfir skulda og eignir, og lærir að eignirnar hafa rýrnað eitthvað.
K hafði selt ýmsar fasteignir og tekið ýmis lán. Síðan tók hún um 20 milljónir út úr bankabók og lánaði sameiginlega barninu. Óljóst var á skuldaviðurkenningu um hvenær ætti að greiða af láninu og hvernig, og það þótti ekki vera í lagi.Hrd. 162/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML][PDF] Hrd. 701/2012 dags. 3. maí 2013 (Vatnsendi 6)[HTML][PDF] Greint var á um staðsetningu beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda, þ.e. hvort hann hefði í raun færst frá dánarbúi SKLH til MSH eða hvort hann væri enn í dánarbúinu. Hæstiréttur taldi að um hið síðarnefnda væri að ræða.Hrd. 758/2012 dags. 23. maí 2013[HTML][PDF] Hrd. 300/2013 dags. 31. maí 2013 (Skoðuð framlög beggja - K flutti fasteign í búið)[HTML][PDF] K átti fasteign en hafði tekið mest að láni fyrir stofnun hjúskapar.
K og M höfðu verið gift í um þrjú ár.
Fjallaði ekki um hvort M hafði eignast einhvern hlut í eigninni.
M hafði borgað um helming af afborgunum lánsins og eitthvað aðeins meira.
Héraðsdómur hafði fallist á helmingaskipti en Hæstiréttur féllst ekki á það þar sem ekki var litið á að greiðslur M hefðu falið í sér framlag til eignamyndunar og ekki merki um fjárhagslega samstöðu.
Horft mikið á fjárhagslegu samstöðuna.
Hæstiréttur hefur fallist sjaldan á slíkar kröfur.Hrd. 364/2013 dags. 7. júní 2013 (Tómlæti)[HTML][PDF] Ef maður bíður of lengi með að koma með kröfu um ógildingu, þá er hún of seint fram komin.
Erfingi vefengdi erfðaskrá þremur árum eftir fyrsta skiptafund. Á þeim skiptafundi mætti sá erfingi með lögmanni og tjáði sig ekki þegar sýslumaður spurði hvort einhver vefengdi hana.
M krafðist skáskipta en K krafðist helmingaskipta auk þess að K krafðist þess að tilteknum myndverkum yrði haldið utan skipta. K hélt því fram að málverkin væru eign foreldra hennar sem hefðu lánað henni þau, en dómstólar töldu þá yfirlýsingu ótrúverðuga. M gerði ekki kröfu um málverkin.
Í úrskurði héraðsdóms er vísað til þess að krafa K um að öll lífeyrisréttindi M komi til skipta sé ekki í formi fjárkröfu og engin tilraun gerð til þess að afmarka þau, og var henni því vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar var sérstaklega vísað til sambærilegra sjónarmiða og í úrskurði héraðsdóms og bætt um betur að því leyti að nefna sérstaklega að ekki væri byggt á því að í þessu tilliti gætu séreignarlífeyrissparnaður M lotið sérstökum reglum og ekki afmarkaður sérstaklega í málatilbúnaði K. Var hún því látin bera hallan af því.Hrd. 27/2014 dags. 6. febrúar 2014 (Tvær erfðaskrár, vottar)[HTML][PDF] M var giftur konu sem lést, og erfði eftir hana.
M eldist og eldist. Hann er á dvalarheimili og mætir síðan allt í einu með fullbúna erfðaskrá til sýslumanns um að hann myndi arfleiða bróðurdóttur hans, sem hafði hjálpað honum. Hann virtist ekki hafa rætt um slíkan vilja við aðra.
Hann hafði fengið mat um elliglöp en virtist vera tiltölulega stöðugur og sjálfstæður. Grunur var um að hann væri ekki hæfur. Læknisgögnin voru ekki talin geta skorið úr um það. Þá voru dregin til mörg vitni.
Í málinu kom fram að engar upplýsingar höfðu legið fyrir um hver hafi samið hana né hver hafi átt frumkvæði að gerð hennar. Grunsemdir voru um að bróðurdóttir hans hefði prentað út erfðaskrána sem hann fór með til sýslumanns. Ekki var minnst á fyrri erfðaskrána í þeirri seinni.
M var ekki talinn hafa verið hæfur til að gera seinni erfðaskrána.Hrd. 28/2014 dags. 17. febrúar 2014 (Annar bróðir fær arf)[HTML][PDF] Hjón eiga tvo syni og þau gera allt í einu erfðaskrá til hagsbóta öðrum þeirra. Eftir lát hjónanna deila bræðurnir um erfðaskrána og fannst bróðurnum sem fékk ekki arf að hjónin hafi ekki haft næga vitræna getu. Hann hafi alltaf hjálpað þeim.
Hinn bróðirinn sagði sögu um að hjónin hefðu gengist í ábyrgð fyrir þann bróður sem þau arfleiddu ekki, og þær ábyrgðir hefðu fallið fyrir lát þeirra. Þau hefðu síðan minnkað samband sitt við hann.
Hjónin fóru fjórum sinnum til lögmanns til að ræða gerð erfðaskrárinnar. Ekki voru merki um að bróðirinn sem fékk arf hafi komið að gerð erfðaskrárinnar né mætt með þeim á fundina með lögmanninum.
Ekki kom fram í vottorðinu að vottarnir væru tilkvaddir né um að þeir vissu að þetta væri erfðaskrá. Hæstiréttur taldi að þetta hafi legið fyrir í kringumstæðunum er umluktu téðar vottanir að um væri að ræða þessi atriði. Í vottorðunum var ekki tilgreint heimilisfang en ekki minnst á það í dómnum.
Maðurinn missti völdin í fyrirtækinu og fékk eftirlaunasamning. Sá samningur var síðan ógiltur. Maðurinn var síðan lagður inn á sjúkrahús með heilabilun.
K og M gengu í hjúskap í júlí 2003 og slitu samvistum í júní 2012. Þau eiga jafnframt þrjú börn sem þau eignuðust á því tímabili. K sótti um skilnað að borði og sæng þann 11. febrúar 2013 og var hann veittur þann 3. október 2013.
Búið var tekið til opinberra skipta 24. júní 2013 og var viðmiðunardagur skipta 11. febrúar 2013. Samkomulag ríkti um að fasteignirnar og ein bifreið kæmi í hlut M með útlagningu. M tók yfir skuldir búsins. Í lok ársins 2012 nam séreignarlífeyrissparnaður M um 7,4 milljónum króna og réttindi hans í Lífeyrissjóði A nær tveimur milljónum króna. K hélt því fram að M ætti ennfremur lífeyrisréttindi í öðrum lífeyrissjóði en ekki lá fyrir upplýst virði þeirra réttinda, en þó lá fyrir að M hafði einungis greitt í hann lögbundið iðgjald í tæp tvö ár.
K krafðist þess að öll lífeyrisréttindi aðila verði talin hjúskapareign við fjárslit milli aðila.
Hann spreðaði kyrfilega. Hann millifærði milljónir til kvenna í Ghana. Hann hafði fengið bætur vegna jarðskjálftans á Suðurlandi með því skilyrði að hann lagaði húsið, en hann gerði það ekki. Þegar búinu var svo skipt var það svo eignalaust.
M varð síðar gjaldþrota. K höfðar í kjölfarið mál og krefst afhendingar á hlutabréfum sem voru föst inn í Kaupþing banka sem hafði farið á hausinn. Ekki var minnst á hlutabréfin í fjárskiptasamningnum. Þrotabú M taldi hlutabréfin vera eign M.
Þá kom í ljós að þau höfðu gert tvo samninga en eingöngu annar þeirra var staðfestur af sýslumanni. Í honum voru eignir þeirra sem voru staðsettar á Íslandi. Hinn samningurinn innihélt samkomulag um skiptingu eigna þeirra erlendis og ætluðu að halda honum leyndum nema nauðsyn krefði.
Í leynisamningnum stóð að K ætti hlutabréfin og viðurkenndi M það.
M vildi meina að LÍN-skuld yrði utan skipta en í mesta lagi helmingur hennar. M hélt því fram að upphæðin hefði verið órökrétt þar sem K myndi greiða af því í samræmi við tekjur. M hélt að hún gæti ekki greitt nema um fjórar milljónir á grundvelli tekna og lífslíkna og því væri eingöngu hægt að draga þá upphæð frá.
M hafði tekið bílalán sem fór í vanskil eftir afborganir í nokkur ár og einhver vafi var um hvort honum hafi verið skylt að greiða það. M greiddi tiltekna upphæð í kjölfar dómsáttar eftir tímamarkið og vildi K meina að við þá greiðslu hefði skuldin fyrst orðið til og ætti því að vera utan skipta. Þá taldi hún að M hefði getað varist kröfunni eða jafnvel samið um lækkun.
Dómstólar féllust ekki á neina af ofangreindum málsástæðum.Hrd. 521/2015 dags. 20. ágúst 2015 (Meint gjöf og arður)[HTML][PDF] K fékk leyfi til setu í óskiptu búi og seldi einu þeirra fasteign undir markaðsverði. Tvö önnur börn hennar fóru í mál vegna þess. Ekki var kallaður til dómkvaddur matsmaður.
Ósannað var talið að um væri að ræða gjöf. Minnst var á í dómnum að hún hefði fengið greiddar 9,3 milljónir í arð sem rök fyrir því að ekki væri að óttast rýrnun, en ekki höfðu verið gerðar athugasemdir um það í rekstri málsins.Hrd. 8/2015 dags. 17. september 2015[HTML][PDF] Hrd. 229/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Erfingjar sjálfskuldarábyrgðarmanns - Námslán)[HTML][PDF] SH gekkst í sjálfskuldarábyrgð fyrir námslánum annars aðila en hann lést síðan. Um mánuði eftir andlátið hætti lánþeginn að greiða af láninu. Síðar sama ár var veitt leyfi til einkaskipta á búinu. Um tveimur árum eftir andlát SH tilkynnti lánveitandinn lánþeganum að öll skuldin hefði verið gjaldfelld vegna verulegra vanskila. Erfingjar SH bæru sem erfingjar dánarbús hans óskipta ábyrgð á umræddri skuld.
Í málinu var deilt um það hvort erfingjarnir hafi gengist undir skuldina. Erfingjarnir báru fyrir sig að hún hefði fallið niður við andlát sjálfskuldarábyrgðarmannsins, lögjafnað frá ákvæði er kvæði um niðurfellingu hennar við andlát lánþegans. Hæstiréttur synjaði þeirri málsástæðu á þeim forsendum að með sjálfskuldarábyrgðinni á námslánunum hefðu stofnast tryggingarréttindi í formi persónulegra skuldbindinga sem nytu verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, er kæmi bæði í veg fyrir að ákvæðið væri túlkað rýmra en leiddi af því í bókstaflegum skilningi orðanna og að beitt yrði lögjöfnun með þessum hætti.
K var að reka fyrirtæki þar sem hún var búin að ganga í ábyrgðir. Sá rekstur gekk illa og borgaði M skuldir þessa fyrirtækis.
M þurfti að verjast mörgum einkamálum ásamt sakamálum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og var að bíða eftir afplánun. Óvíst var um hverjir tekjumöguleikar hans yrðu í framtíðinni.
Hjónin voru sammála um að fá verðmat frá fasteignasala. K var ósátt við það verðmat og vildi fá annan fasteignasala og þau sammæltust um það. K var heldur ekki sátt við það og fá þau þá þriðja matið. K var einnig ósátt við þriðja matið og krafðist þess að fá dómkvadda matsmenn til að verðmeta fasteignina. Það mat var lægra en möt fasteignasalanna og miðaði K þá kröfu sína um annað mat fasteignasalanna.
Ekki var krafist yfirmats né krafist vaxta af verðmati til skipta.
M hafði safnað um 185 milljónum í séreignarlífeyrissparnað á um tveimur árum.
Hæstiréttur nefndi að í málinu reyndi ekki á 102. gr. hjskl. hvað séreignarlífeyrissparnað hans varðaði þar sem M gerði enga tilraun til þess að krefjast beitingar þess lagaákvæðis. Engin tilraun var gerð til þess að halda honum utan skipta. M reyndi í staðinn að krefjast skáskipta og var fallist á það.
Skera þurfti úr um skiptingu eigna sambúðarinnar. Börnin kröfðust þess að M ætti allt og því ætti það að renna í dánarbú hans.
M hafði gert plagg sem hann kallaði erfðaskrá. Hann hafði hitt bróður sinn sem varð til þess að hann lýsti vilja sínum um að sambúðarkona hans mætti sitja í óskiptu búi ef hann félli á undan. Hins vegar var sú ráðstöfun ógild þar sem hann hafði ekki slíka heimild, enda um sambúð að ræða. Þar að auki voru engin börn fyrir K til að sitja í óskiptu búi með.
Ekki var deilt um að félagið sem M stofnaði var hugarfóstur hans, hann hafi stýrt því og byggt upp án beinnar aðkomu K. Verðmætin sem M skapaði með rekstri félagsins hafi meðal annars orðið til vegna framlags K til annarra þátta er vörðuðu sambúð þeirra beggja og fjárhagslega afkomu. Ekki væru haldbær rök um að annað skiptafyrirkomulag ætti að gilda um félagið en aðrar eigur málsaðilanna.
Í búinu var hlutdeild í jarðeign sem K ráðstafaði með gjafagerningi sem var þinglýst.
Síðar fóru fram skipti og reynt á hvort hægt væri að ógilda þá gjöf. Langur tími hafði liðið. Frestur samkvæmt erfðalögum var liðinn og reyndu erfingjarnir að rifta henni skv. samningalögum. Þá hefði þurft að reyna að sýna fram á svik eða misneytingu.
Synjað var dómkröfu um ógildingu gjafarinnar.Hrd. 541/2016 dags. 1. júní 2017 (Hæfi dómara)[HTML][PDF] Aðili taldi að dómari málsins í héraði hefði spurt einkennilega og ekki gætt sín nægilega vel. Hæstiréttur taldi að það hafi gengið svo langt að vísa ætti málinu á ný til málsmeðferðar í héraði.Hrd. 473/2017 dags. 25. ágúst 2017 (Hestaræktun)[HTML][PDF] Ágreiningur í tengslum við opinber skipti til fjárslita milli K og M vegna hjónaskilnaðar.
Nánar tilgreind hross og stóðhestur eiga að koma til skipta skv. 104. gr. l. 20/1991. Folatollar vegna stóðhestsins komi til skipta að hálfu.
M hafði selt hrossin úr búinu án samþykkis K í andstöðu við ákvæði 61. gr. hjúskaparlaga og því talið að hrossin tilheyrðu því sameiginlega búi aðila.
Aðilar voru sammála um að stóðhesturinn A væri hálfur í eigu tveggja dætra þeirra og því kæmi ekki til álita að allar tekjur af hestinum skyldu renna til búsins. Ekki var talið skipta máli þó dæturnar hafi ekki staðið undir helmingi rekstrarkostnaðar hestsins.
Par var að deila um hvort þeirra skuldaði hvað. Þau voru ekki hjón, heldur í óvígðri sambúð. Krafist hafði verið opinberra skipta.
Landsréttur taldi að við skiptin ætti að taka tillit til þess á hvern skuld er skráð.
M hafði einsamall gefið út almennt tryggingabréf fyrir skuldum sínum. Landsréttur taldi að M hefði ekki sýnt fram á hver skuldin var á viðmiðunardegi skipta né heldur að fjármunirnir sem teknir höfðu verið að láni hefðu farið í sameiginlegar þarfir aðilanna. Kröfunni var því hafnað.Lrú. 620/2018 dags. 11. október 2018 (Faðernismál eftir andlát)[HTML] Maður gerði erfðaskrá og tók fram að hann ætti engan skylduerfingja, og arfleiddi tiltekinn hóp að eignum.
Síðan kom barn mannsins og krafðist arfs.
Málið snerist aðallega að um það hvort þetta tvennt gæti samrýmst. Var erfðaskráin ógild í heild eða eingöngu að einum þriðja?
Héraðsdómur taldi hana ógilda en Hæstiréttur taldi hana víst gilda að 1/3 hluta.Lrú. 864/2018 dags. 17. desember 2018 (Tómlæti)[HTML] Málskotsbeiðni til Hæstaréttar var hafnað sbr. ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-2 þann 15. janúar 2019.
Augl nr. 73/1993 - Auglýsing um sérstaka tollmeðferð vegna fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisins og tvíhliða samnings Íslands og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisins um landbúnaðarafurðir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 60/2010 - Lög um breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., lögum um nauðungarsölu, lögum um lögmenn og innheimtulögum, með síðari breytingum (réttarstaða skuldara)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 65/2010 - Lög um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 162/2010 - Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar ráðuneyta, sbr. lög nr. 121/2010, um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 450/2013 - Auglýsing um leiðbeinandi reglur fyrir lögmenn um endurgjald sem þeim er hæfilegt að áskilja umbjóðendum sínum úr hendi skuldara vegna kostnaðar af löginnheimtu peningakröfu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 32/2020 - Lög um breytingu á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.[PDF vefútgáfa] Augl nr. 121/2020 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (framlenging bráðabirgðaheimilda)[PDF vefútgáfa]
2021
A
Augl nr. 136/2021 - Lög um breytingu á ýmsum lögum til að framlengja gildistíma bráðabirgðaákvæða um rafræna meðferð mála o.fl.[PDF vefútgáfa]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1358 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-16 14:37:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1494 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-26 16:34:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2001 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:09:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1379 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:45:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1445 (lög í heild) útbýtt þann 2006-06-02 22:04:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 564 - Komudagur: 2006-01-04 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1082 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-09 11:30:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1267 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-16 14:30:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1302 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-11 14:53:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1243 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-15 18:14:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1268 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-10 16:03:00 [HTML][PDF]
Þingmál A681 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-29 17:30:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 651 (lög í heild) útbýtt þann 2010-12-18 13:00:00 [HTML][PDF]
Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1936 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:25:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1997 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:55:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1694 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 18:21:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1798 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-10-13 13:35:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1818 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-10-13 11:11:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 2080 (svar) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 150
Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2019-10-23 - Sendandi: Páll Rúnar M. Kristjánsson - [PDF]
Þingmál A314 (innheimta opinberra skatta og gjalda)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML][PDF]
Þingmál A332 (breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML][PDF]
Þingmál A722 (breyting á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-18 14:41:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1275 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-04-28 13:20:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1282 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-04-30 09:27:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1284 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-04-28 18:16:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1824 - Komudagur: 2020-04-21 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Löggjafarþing 151
Þingmál A160 (breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 334 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-11-13 12:28:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 12:52:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 283 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-12-29 10:17:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 292 (lög í heild) útbýtt þann 2021-12-28 17:00:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 153
Þingmál A457 (skráð sambúð fleiri en tveggja aðila)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 536 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-17 15:32:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-16 14:44:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 753 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-12 20:12:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 754 (breytingartillaga) útbýtt þann 2023-12-12 20:12:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 989 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-02-01 16:39:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 990 (breytingartillaga) útbýtt þann 2024-02-01 16:41:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1019 (lög í heild) útbýtt þann 2024-02-07 15:40:00 [HTML][PDF] Þingræður: 66. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-02-06 14:08:19 - [HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Lögreglustjórinn á Vestfjörðum - [PDF] Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF] Dagbókarnúmer 1076 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Sýslumannaráð - [PDF]
Þingmál A544 (framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæða um rafræna meðferð mála)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 642 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-29 14:48:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 777 (lög í heild) útbýtt þann 2023-12-13 17:53:00 [HTML][PDF]