Við stofnun hjúskapar og á meðan hjúskap varir geta hjón (og hjónaefni, en til einföldunar er eingöngu vísað til hjóna héðan af) gert með sér samning um tiltekið eignafyrirkomulag, og kallast sá samningur kaupmáli. Kaupmáli telst ekki gildur nema hann sé skráður með lögákveðnum hætti og samþykktur af hálfu beggja hjóna. Breytingar eða afturkallanir á kaupmálum eru bundnar sömu skilyrðum og gilda um kaupmála almennt. Kaupmáli er ekki fortakslaus forsenda þess að stofna megi til hjúskapar né slíta honum.
Ýmis lagaákvæði bera með sér sérstakar skyldur til að gera kaupmála. Um er að ræða:
* Gjafir milli hjóna sem eru ekki venjulegar nema þær séu ekki taldar vera úr hófi miðað við efnahag gefanda, fólgnar í líftryggingu, lífrentu, lífeyri eða þess konar framfærslutryggingum af hendi annars hjóna til hagsbóta hinu. (2. mgr. 72. gr. hjúskaparlaga)
Einnig eru til staðar ýmis lagaákvæði sem leiða til þess að óheimilt sé að kveða á um eða breyta einhverju tilteknu með kaupmála. Um er að ræða:
* Bann við því að ákveða að það sem annað hjóna kann að eignast í framtíðinni sé endurgjaldslaus eign hins, nema um sé að ræða venjulegt innbú á sameiginlegu heimili hjónanna. (3. mgr. 72. gr. hjúskaparlaga)
* Bann við því að aflétta séreignarkvöð á gjöf eða arfi, að því undanskyldu að gefandinn eða arfleifandinn hafi heimilað slíkt sérstaklega, eða það leiði ótvírætt af þeim gerningi. (2. mgr. 77. gr. hjúskaparlaga)
* Bann við því að tilgreina að hlutur erfingja í óskiptu búi, á meðan sá erfingi er á lífi, verði eitthvað annað en séreign hans. (1. mgr. 18. gr. erfðalaga)
* Bann við því að aflétta séreignarkvöð á höfundarétti höfundar á meðan hann er á lífi. (1. mgr. 30. gr. höfundalaga)
* Bann við því að aflétta lögákveðinni séreignarkvöð á eignarrétti eða afnotarétti á fasteignum hér á landi þegar maka er óheimilt að lögum að eignast slíkan rétt sjálfur. (6. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna)
Í lögum er sérstaklega tilgreint að heimilt sé að kveða á um eftirfarandi í kaupmála:
* Að verðmæti, þ.m.t. arður af þeim, sem koma í stað séreignar verði ekki séreign þess sem á það. (75. gr. hjúskaparlaga)
* Að tiltekin eign, eignarhlutur eða réttindi teljist séreign annars hvors þeirra. (1. mgr. 74. gr. hjúskaparlaga)
* Að eign sem telst séreign verði að hjúskapareign þegar þau bæði eru látin eða þegar annað þeirra er látið, hvort sem það er einskorðað við annað þeirra eða ótilgreint. (3. mgr. 74. gr. hjúskaparlaga)
* Að aflétta eða breyta kvöð, sem fyrri kaupmála kveður á um, um séreignir. (76. gr. hjúskaparlaga)
* Að bætur fyrir líkamstjón teljist séreign bótaþega. (3. mgr. 18. gr. skaðabótalaga)
* Að tekjur höfundar af höfundarétti eða endurgjald fyrir framsal hans sé séreign hans. (1. mgr. 30. gr. höfundalaga)
* Að kveða á um að tiltekinn eignarréttur teljist vera hjúskapareign við fjárslit milli hjóna. (6. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna)
* Að áunninn búseturéttur hjá húsnæðissamvinnufélagi færist yfir til maka, sé slíkt heimilað af viðkomandi húsnæðissamvinnufélagi. (3. mgr. 19. gr. laga um húsnæðissamvinnufélög)
Vanræksla á að gera kaupmála geta orðið til þess að sá gerningur er kallaði fram á skylduna teljist ógildur, sé riftanlegur eða ekki hægt að bera hann fyrir sig, eftir eðli ákvæðisins. Sé óhlýðnast banni við að taka eitthvað tiltekið fram í kaupmála hafa þau ákvæði ekki réttaráhrif.
Gildi kaupmála sem gerðir voru fyrir gildistöku hjúskaparlaga, nr. 31/1993, fara eftir V. kafla hjúskaparlaga, nr. 20/1923, en réttaráhrifin samkvæmt nýrri hjúskaparlögunum.
Í dómnum skipti máli hvað hann vissi um væntanlegt andlát sitt. Hann hafði greinst með krabbamein og var dauðvona.
Á þessum tíma var forsjárhyggju heilbrigðisstarfsmanna meiri og því var talið að manninum hefði verið illkunnugt um veikindi sín og hvenær yrði talið að hann myndi deyja af þeim.
M hélt því fram að K hefði allt frumkvæðið og séð um fjármálin. Hún hefði heimtað að kaupmálinn yrði gerður og eignirnar væru hennar séreignir. Hún hefði ákveðið að skilja við M skömmu eftir skráningu kaupmálans. M taldi að K hefði ætlað sér að skilja við hann um leið og hann samþykkti kaupmálann.
K var með 75% örorkumat og lága greindarvísitölu og því ekki í stöðu til að þvinga kaupmálanum í gegn. M taldi sig einnig að kaupmálinn kæmi einvörðungu til framkvæmda í tilfelli andláts annars þeirra en ekki vegna skilnaðar.
Héraðsdómur ógilti erfðaskrána á grundvelli 34. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, en Hæstiréttur ógilti hana á grundvelli 37. gr. erfðalaganna um misneytingu og því ekki á grundvelli þess að arfleifandinn hafi verið óhæfur til að gera erfðaskrána. Aðrir gerningar voru ógiltir á grundvelli 31. gr. samningalaga, nr. 7/1936.
Hæstiréttur taldi sannfærandi að hún hefði látið hluta séreignarinnar í eignina við Látraströndina. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem sú eign var þinglýst eign M.
Dómurinn sérstakur þar sem þetta var sá eini þar sem byggt var á þinglýsingu einni saman.Hrd. 1993:1131 nr. 418/1990 (Snjósleði)[PDF] Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík)[PDF] Foreldrar M skiptu jörðinni Hagavík milli M og systkina hans með ósk um að hún yrði skilgreind sem séreign í hjúskap. M og systkini hans skiptu síðar jörðinni upp í þrjá hluta sem endaði á því að M fékk stærri hlut. Þessa viðbót greiddi M til systkina sinna með hjúskapareign, en þó er látið liggja milli hluta hvort um hefði verið að ræða hjúskapareign M eða K, eða jafnvel beggja.
Deilt var um í málinu hvort viðbótin teldist séreign M eða ekki. Hæstiréttur taldi að viðbótin teldist séreign M þar sem ekki væri hægt að skipta henni frekar upp en K ætti kröfu á endurgjald þar sem greitt var fyrir viðbótina með hjúskapareign.
K bar sönnunarbyrðina á því að sýna fram á að M ætti ekki viðbótina að séreign. Henni tókst það ekki.Hrd. 1994:606 nr. 189/1993 (Reykjavíkurvegur - Riftun - Ábyrgð fyrir barn)[PDF] Hrd. 1994:2384 nr. 334/1991[PDF] Hrd. 1994:2876 nr. 487/1994 (Tælenska konan I)[PDF] Stefndi var eiginkona stefnanda og bæði með skráð sama lögheimili, en hún flutti til Tælands að hennar eigin sögn en neitaði að gefa upp aðsetur sitt til stefnanda. Stefnandi birti stefnu um höfðun skilnaðarmáls í Lögbirtingablaðinu þar sem hann taldi sig ekki getað aflað nauðsynlegra upplýsinga til að birta henni stefnuna. Hæstiréttur taldi það ekki nægja og vísaði málinu frá héraðsdómi.
K og M voru í óvígðri sambúð frá 1. september 1998 með hléum þar til endanlega slitnaði upp úr sambandi þeirra vorið 2002. Fyrir upphafi sambúðarinnar átti K barn sem hún sá um. Þau höfðu ráðgert að ganga í hjónaband 1. janúar 2000 en ekkert varð úr þeim áformum vegna deilna þeirra um kaupmála sem M vildi gera fyrir vígsluna. Ekki náðist samkomulag eftir að slitnaði upp úr sambúðinni og gerði þá K kröfu um opinber skipti með vísan í 100. gr. l. nr. 20/1991. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði héraðsdóms þann 18. október 2002 á þeim forsendum að sambúðin hefði ekki staðið samfellt í tvö ár.
K krafðist staðfestingar á kyrrsetningargerð að um 6,7 milljónum króna í tiltekinni fasteign. Þá krafðist K greiðslu af hendi M til hennar að um 5,6 milljónum króna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, eða lægri upphæð að mati dómsins. Þá krafðist K endurgreiðslu á greiðslum hennar til M á tilteknu tímabili uppreiknuðum miðað við lánskjaravísitölu.
Til vara áðurgreindri kröfu krafðist K staðfestingu á áðurgreindri kyrrsetningargerð, greiðslu tiltekinnar (lægri) upphæðar af hendi M til hennar ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, eða lægri upphæð að mati dómsins.
Fyrir héraðsdómi var aðalkröfu K, er varðaði uppreiknaða upphæð miðað við lánskjaravísitölu, hafnað þar sem ekki lægi fyrir samningur milli aðila um verðtryggt lán eins og heimilt sé að gera skv. 14. gr. l. nr. 38/2001 og ekki lágu fyrir nein haldbær rök fyrir heimild til að uppreikna greiðslurnar um þeim hætti. Varakröfu K var einnig hafnað vegna sönnunarskorts. Kyrrsetningin var felld úr gildi.
Hæstiréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms er varðaði höfnun á varakröfu K og staðfesti kyrrsetninguna. Hann felldi niður málskostnað í héraði og dæmdi M til að greiða K málskostnað fyrir Hæstarétti.Hrd. 2004:3125 nr. 323/2004 (Fyrirtaka hjá sýslumanni)[HTML] Ekki var sátt um viðmiðunardag skipta. K keypti fasteign stuttu eftir og vildi að fasteignin yrði utan skipta.
K vildi meina að hún hefði mætt til að óska skilnaðs en sýslumaður bókaði að hún hafði eingöngu sóst eftir ráðleggingu. K yrði að sæta því að þetta hefði verið bókað svo.
Við rekstur dómsmálsins komust erfingjarnir að því að kaupmáli lá fyrir og ýmsar séreignir. Hæstiréttur taldi það ekki slíka rýrnun þar sem peningalega innstæðan var ekki rosalega frábrugðin þeirri sem var þegar leyfið fékkst til setu í óskiptu búi, jafnvel þótt ýmsar breytingar hafa orðið á eignasamsetningunni.Hrd. 2006:4599 nr. 205/2006[HTML] Hrd. 2006:4828 nr. 547/2006 (Vilji hjóna - Engin krafa)[HTML] Málið var rekið af börnum M úr fyrra hjónabandi gagnvart börnum K úr fyrra hjónabandi. Sameiginleg börn M og K stóðu ekki að málinu.
K var í hjúskap við fyrrum eiginmann á meðan hluta af sambúð hennar og M stóð.
M og K höfðu gert kaupmála.
M og K dóu með stuttu millibili og í málinu reyndi hvort regla erfðaréttar um að hvorugt hjónanna myndi erfa hitt, ætti við eða ekki, þar sem M hafði ekki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi þegar hann lést.
Eign hafði verið gerð að séreign K en hún hafði tekið breytingum.
Spurningin var hvort eignin hefði öll verið séreign K eða eingöngu að hluta.
Rekja þurfti sögu séreignarinnar.
Talið var að séreign K hefði verið að lágmarki 60%. Skera þurfti síðan út um stöðu hinna 40%. Niðurstaða Hæstaréttar var að þau hefðu verið að öllu leyti séreign K og fór því í dánarbú hennar.
Hjón höfðu gert sameiginlega erfðaskrá og tilgreindu að henni yrði ekki breytt eða hún afturkölluð án samþykkis hins.
Langlífari makinn, K, gerði nýja erfðaskrá á meðan setu hennar stóð í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var ógild sökum erfðasamnings um að hinu væri óheimilt að breyta erfðaskrá sinni án samþykkis hins.
Börnin sendu bréf til K um að þeim þætti vera komið tilefni til að skipta búinu. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún arfleiddi börn hennar að meiru. K skipti búinu fyrir andlát sitt.
M krafðist skáskipta en K krafðist helmingaskipta auk þess að K krafðist þess að tilteknum myndverkum yrði haldið utan skipta. K hélt því fram að málverkin væru eign foreldra hennar sem hefðu lánað henni þau, en dómstólar töldu þá yfirlýsingu ótrúverðuga. M gerði ekki kröfu um málverkin.
Í úrskurði héraðsdóms er vísað til þess að krafa K um að öll lífeyrisréttindi M komi til skipta sé ekki í formi fjárkröfu og engin tilraun gerð til þess að afmarka þau, og var henni því vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar var sérstaklega vísað til sambærilegra sjónarmiða og í úrskurði héraðsdóms og bætt um betur að því leyti að nefna sérstaklega að ekki væri byggt á því að í þessu tilliti gætu séreignarlífeyrissparnaður M lotið sérstökum reglum og ekki afmarkaður sérstaklega í málatilbúnaði K. Var hún því látin bera hallan af því.Hrd. nr. 611/2013 dags. 30. janúar 2014 (Samþykki ógilt)[HTML] K hafði undirritað tryggingarbréf vegna lántöku M með 3. veðrétti í fasteign K. K byggði kröfu sína á 36. gr. samningalaga um að ekki væri hægt að bera ábyrgðaryfirlýsingu hennar samkvæmt tryggingarbréfinu fyrir sig þar sem ekki hefði verið fylgt skilyrðum og skyldum samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001, sem var þá í gildi. Fyrirsvarsmenn varnaraðila hefðu vitað að lánið til M væri vegna áhættufjárfestinga. Greiðslugeta M hafði ekki verið könnuð sérstaklega áður en lánið var veitt og báru gögn málsins ekki með sér að hann gæti staðið undir greiðslubyrði þess. Varnaraðilinn hefði ekki haft samband við K vegna ábyrgðar hennar, en augljós aðstöðumunur hefði verið með aðilum.Hrd. nr. 132/2014 dags. 5. mars 2014 (Einn vottur)[HTML] Farið til lögmanns og lögmaðurinn sjálfur skrifar einn undir og bað skjólstæðing sinn um að fara með hana til sýslumanns til skráningar.
Skera þurfti úr um skiptingu eigna sambúðarinnar. Börnin kröfðust þess að M ætti allt og því ætti það að renna í dánarbú hans.
M hafði gert plagg sem hann kallaði erfðaskrá. Hann hafði hitt bróður sinn sem varð til þess að hann lýsti vilja sínum um að sambúðarkona hans mætti sitja í óskiptu búi ef hann félli á undan. Hins vegar var sú ráðstöfun ógild þar sem hann hafði ekki slíka heimild, enda um sambúð að ræða. Þar að auki voru engin börn fyrir K til að sitja í óskiptu búi með.
K gat sýnt fram á einhverja eignamyndun, og fékk hún helminginn.Hrd. nr. 527/2016 dags. 15. júní 2017 (Umtalsverðar eignir - Riftun - Kaupmáli)[HTML] K og M hófu sambúð árið 2002 en gengu hjónaband 31. janúar 2009. Þau gerðu kaupmála 28. janúar 2009 og var hann móttekinn til skráningar í kaupmálabók sýslumanns 30. s.m. Þann dag afsalaði M þremur bifreiðum í sinni eigu til K.
Í hrd. 204/2014 var tekin til greina krafa Landsbankans hf. um að bú M yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Frestdagur við skiptin var 12. febrúar 2013 og lauk kröfulýsingarfresti 10. maí 2014. Lýstar kröfur í búið námu 2.336.688.534 kr.
Augl nr. 76/1900 - Brjef ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja um synjun konungsstaðfestingar á lagafrumvarpi um sölu á lóð af Arnarhólstúni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 29/1931 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi alþjóðleg einkamálaréttarákvæði í samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um hjúskap, ættleiðingu og lögráð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 29/2016 - Lög um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003, með síðari breytingum (réttarstaða búseturéttarhafa, rekstur húsnæðissamvinnufélaga)[PDF vefútgáfa]
2016
B
Augl nr. 270/2016 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2016-2017[PDF vefútgáfa]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 1917-07-13 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 231 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1917-08-01 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 290 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1917-08-04 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 55 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1918-05-04 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 153 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1918-05-16 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 183 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1918-05-21 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 304 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1918-06-03 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 345 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1918-06-12 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 351 (lög í heild) útbýtt þann 1918-06-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 510 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1921-02-17 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 674 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1921-05-20 00:00:00 [PDF]
Þingmál A58 (birting laga og stjórnvaldserinda)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 194 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1943-10-19 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 212 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1943-10-21 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-02 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 275 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1953-12-08 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00 [PDF]
Löggjafarþing 85
Þingmál A131 (eignaréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-02-24 00:00:00 [PDF]
Löggjafarþing 86
Þingmál A19 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-13 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 264 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1966-02-25 00:00:00 [PDF]
Löggjafarþing 88
Þingmál A104 (sala Þykkvabæjar I í Landbroti)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 550 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1968-04-09 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 623 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1968-04-17 00:00:00 [PDF] Þingræður: 97. þingfundur - Jónas Pétursson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-04-16 00:00:00 - [HTML]
Löggjafarþing 89
Þingmál A185 (sala Þykkvabæjar I í Landbroti)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 364 (frumvarp) útbýtt þann 1969-03-18 00:00:00 [PDF] Þingræður: 61. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-20 00:00:00 - [HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 158 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-12-05 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 765 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1984-05-07 00:00:00 [PDF]
Löggjafarþing 108
Þingmál A260 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 493 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-02-11 00:00:00 [PDF]
Löggjafarþing 109
Þingmál A342 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-11 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 806 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-03-10 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 222 (breytingartillaga) útbýtt þann 1987-12-09 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 256 (breytingartillaga) útbýtt þann 1987-12-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-02-23 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 894 (breytingartillaga) útbýtt þann 1988-04-26 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 909 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1988-04-28 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1404 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-14 22:15:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1425 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-15 17:36:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 130
Þingmál A960 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-23 16:47:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 131
Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-14 11:47:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 839 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-02-22 13:05:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 897 (lög í heild) útbýtt þann 2005-03-02 16:45:00 [HTML][PDF]
Þingmál A330 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-16 13:15:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 617 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-09 14:58:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 665 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-12-10 18:13:00 [HTML][PDF] Þingræður: 33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-18 19:08:58 - [HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2004-11-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-26 15:41:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 509 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (svör við spurn. ev.) - [PDF]
Löggjafarþing 132
Þingmál A279 (breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar)[HTML]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 744 - Komudagur: 2006-01-31 - Sendandi: Edda Hannesdóttir og Elsa Inga Konráðsdóttir - Skýring: (lagt fram á fundi allshn.) - [PDF]
Þingmál A186 (flutningur verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 474 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 609 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-12-08 14:05:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 616 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-12-08 15:39:00 [HTML][PDF] Þingræður: 16. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-19 14:11:26 - [HTML]
Löggjafarþing 135
Þingmál A577 (Norðurlandasamningur um hjúskap, ættleiðingu og lögráð)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 893 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-10 13:21:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1195 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-28 20:58:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:48:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1042 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-03-18 10:17:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1181 (lög í heild) útbýtt þann 2016-04-19 09:20:00 [HTML][PDF]