Merkimiði - Kaupmáli

Við stofnun hjúskapar og á meðan hjúskap varir geta hjón (og hjónaefni, en til einföldunar er eingöngu vísað til hjóna héðan af) gert með sér samning um tiltekið eignafyrirkomulag, og kallast sá samningur kaupmáli. Kaupmáli telst ekki gildur nema hann sé skráður með lögákveðnum hætti og samþykktur af hálfu beggja hjóna. Breytingar eða afturkallanir á kaupmálum eru bundnar sömu skilyrðum og gilda um kaupmála almennt. Kaupmáli er ekki fortakslaus forsenda þess að stofna megi til hjúskapar né slíta honum.

Ýmis lagaákvæði bera með sér sérstakar skyldur til að gera kaupmála. Um er að ræða:
* Gjafir milli hjóna sem eru ekki venjulegar nema þær séu ekki taldar vera úr hófi miðað við efnahag gefanda, fólgnar í líftryggingu, lífrentu, lífeyri eða þess konar framfærslutryggingum af hendi annars hjóna til hagsbóta hinu. (2. mgr. 72. gr. hjúskaparlaga)

Einnig eru til staðar ýmis lagaákvæði sem leiða til þess að óheimilt sé að kveða á um eða breyta einhverju tilteknu með kaupmála. Um er að ræða:
* Bann við því að ákveða að það sem annað hjóna kann að eignast í framtíðinni sé endurgjaldslaus eign hins, nema um sé að ræða venjulegt innbú á sameiginlegu heimili hjónanna. (3. mgr. 72. gr. hjúskaparlaga)
* Bann við því að aflétta séreignarkvöð á gjöf eða arfi, að því undanskyldu að gefandinn eða arfleifandinn hafi heimilað slíkt sérstaklega, eða það leiði ótvírætt af þeim gerningi. (2. mgr. 77. gr. hjúskaparlaga)
* Bann við því að tilgreina að hlutur erfingja í óskiptu búi, á meðan sá erfingi er á lífi, verði eitthvað annað en séreign hans. (1. mgr. 18. gr. erfðalaga)
* Bann við því að aflétta séreignarkvöð á höfundarétti höfundar á meðan hann er á lífi. (1. mgr. 30. gr. höfundalaga)
* Bann við því að aflétta lögákveðinni séreignarkvöð á eignarrétti eða afnotarétti á fasteignum hér á landi þegar maka er óheimilt að lögum að eignast slíkan rétt sjálfur. (6. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna)

Í lögum er sérstaklega tilgreint að heimilt sé að kveða á um eftirfarandi í kaupmála:
* Að verðmæti, þ.m.t. arður af þeim, sem koma í stað séreignar verði ekki séreign þess sem á það. (75. gr. hjúskaparlaga)
* Að tiltekin eign, eignarhlutur eða réttindi teljist séreign annars hvors þeirra. (1. mgr. 74. gr. hjúskaparlaga)
* Að eign sem telst séreign verði að hjúskapareign þegar þau bæði eru látin eða þegar annað þeirra er látið, hvort sem það er einskorðað við annað þeirra eða ótilgreint. (3. mgr. 74. gr. hjúskaparlaga)
* Að aflétta eða breyta kvöð, sem fyrri kaupmála kveður á um, um séreignir. (76. gr. hjúskaparlaga)
* Að bætur fyrir líkamstjón teljist séreign bótaþega. (3. mgr. 18. gr. skaðabótalaga)
* Að tekjur höfundar af höfundarétti eða endurgjald fyrir framsal hans sé séreign hans. (1. mgr. 30. gr. höfundalaga)
* Að kveða á um að tiltekinn eignarréttur teljist vera hjúskapareign við fjárslit milli hjóna. (6. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna)
* Að áunninn búseturéttur hjá húsnæðissamvinnufélagi færist yfir til maka, sé slíkt heimilað af viðkomandi húsnæðissamvinnufélagi. (3. mgr. 19. gr. laga um húsnæðissamvinnufélög)

Vanræksla á að gera kaupmála geta orðið til þess að sá gerningur er kallaði fram á skylduna teljist ógildur, sé riftanlegur eða ekki hægt að bera hann fyrir sig, eftir eðli ákvæðisins. Sé óhlýðnast banni við að taka eitthvað tiltekið fram í kaupmála hafa þau ákvæði ekki réttaráhrif.

Gildi kaupmála sem gerðir voru fyrir gildistöku hjúskaparlaga, nr. 31/1993, fara eftir V. kafla hjúskaparlaga, nr. 20/1923, en réttaráhrifin samkvæmt nýrri hjúskaparlögunum.

Dómar (ógildingar):
Hrd. 1983:2134 nr. 225/1981 (Skilningur á kaupmála)
Hrd. 1984:165 nr. 93/1982 (Andlegt ástand)
Hrd. 2005:1150 nr. 73/2005 (Tengsl við erfðaskrá)
Hrd. 2006:3002 nr. 314/2006 (Ógilding kaupmála - 104. gr. - Gjöf 3ja manns - Yfirlýsing eftir á)


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (230)
Dómasafn Hæstaréttar (511)
Umboðsmaður Alþingis (4)
Stjórnartíðindi - Bls (133)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (103)
Dómasafn Landsyfirréttar (4)
Alþingistíðindi (398)
Lovsamling for Island (1)
Lagasafn handa alþýðu (7)
Lagasafn (170)
Lögbirtingablað (810)
Samningar Íslands við erlend ríki (2)
Alþingi (189)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1927:559 nr. 37/1926[PDF]

Hrd. 1929:977 nr. 28/1928[PDF]

Hrd. 1930:277 nr. 10/1930[PDF]

Hrd. 1933:122 nr. 49/1932 (Vinargjöf)[PDF]
Ákveðin tegund gjafar.
Deilt um hvort K hefði yfirleitt átt það sem hún gaf eða ekki.
K hafði fest kaup á eign sem hún átti ekki alveg fyrir. Hún hafði fengið pening frá vini þeirra. Vinurinn tjáði að hann hefði gefið K peninginn án kvaða. Hann gaf yfirlýsingu um að hún ætti féð án þess að lánadrottnar M gætu farið í það.
Hæstiréttur túlkaði yfirlýsinguna þannig að vilji vinarins væri sá að K nyti fésins ein, og því teldist eignin séreign.
Hrd. 1933:126 nr. 176/1932[PDF]

Hrd. 1934:560 nr. 60/1932[PDF]

Hrd. 1935:79 nr. 21/1934[PDF]

Hrd. 1936:306 nr. 117/1934[PDF]

Hrú. 1938:54 nr. 62/1937[PDF]

Hrd. 1938:363 nr. 62/1937[PDF]

Hrd. 1945:388 nr. 1/1945 (Grundarstígur - Verðlaunagripir)[PDF]
Gripir voru merktir nafni M. M hélt því fram að þeir ættu að standa utan skipta. Dómstólar féllust ekki á það.
Hrd. 1947:181 nr. 78/1946[PDF]

Hrd. 1950:94 kærumálið nr. 2/1950[PDF]

Hrd. 1951:282 nr. 112/1950 (Dánargjöf eða ekki - Kaupmáli/lífsgjöf)[PDF]
Maður kvað á um í kaupmála að við andlát hans yrðu allar eignir hans yrðu að séreign konunnar. Hann átti jafnframt dóttur.

Í dómnum skipti máli hvað hann vissi um væntanlegt andlát sitt. Hann hafði greinst með krabbamein og var dauðvona.

Á þessum tíma var forsjárhyggju heilbrigðisstarfsmanna meiri og því var talið að manninum hefði verið illkunnugt um veikindi sín og hvenær yrði talið að hann myndi deyja af þeim.

Meirihluti Hæstaréttar taldi að um hefði verið um lífsgjöf að ræða. Minnihluti Hæstaréttar taldi þetta vera dánargjöf.
Hrd. 1951:445 nr. 161/1949[PDF]

Hrd. 1952:41 nr. 119/1951 (Flókagata)[PDF]
Deilt var um hvort séreign í formi peninga hafi verið nýtt til kaupa á tiltekinni fasteign.
Hrd. 1953:154 nr. 130/1952[PDF]

Hrd. 1953:159 nr. 104/1952[PDF]

Hrd. 1953:165 nr. 126/1952[PDF]

Hrd. 1953:253 nr. 44/1952[PDF]

Hrd. 1953:281 nr. 31/1951 (Hraunteigur)[PDF]

Hrd. 1954:17 nr. 57/1952 (Framfærslueyrir)[PDF]

Hrd. 1954:114 nr. 7/1953 (Bergstaðastræti)[PDF]
Spurningin var um viðbót við hús.
K átti húsnæði en síðar hafði verið byggt við það.
Átti K þá allt húsnæðið eða eingöngu hluta þess?

Dómurinn er einnig til marks um að þó fasteign teljist séreign gerir það ekki innbú hennar sjálfkrafa að séreign. Haldið var því fram að séreign hafi verið notuð til að kaupa innbúið en það taldist ekki nægjanlega sannað.
Hrd. 1955:512 nr. 151/1953[PDF]

Hrd. 1958:413 nr. 56/1958[PDF]

Hrd. 1958:486 nr. 167/1957 (Hús o.fl. á Akureyri - Bókasafn ekki „innanhúsgögn“)[PDF]
Verðmætt og sérstakt bókasafn var á heimili M og K. Það var ekki talið vera venjulegt innbú.
Hrd. 1959:73 nr. 159/1956 (Melgerði)[PDF]
Skuldheimtumenn M vildu taka ákveðna fasteign í eigu K. Hæstiréttur taldi að skuldheimtumennirnir hefðu ekki fært neinar sönnur á að eignin sé sameign þeirra beggja, hvað þá hjúskapareign M. Kröfunni var því hafnað.
Hrd. 1960:550 nr. 213/1959[PDF]

Hrd. 1961:839 nr. 52/1961 (Skuld vegna bifreiðar)[PDF]
Lán var veitt til M vegna bifreiðakaupa. Lánið féll síðan á hann.
Skuldheimtumenn reyndu að ganga að þeim báðum til innheimtu kröfunnar.
Í héraði var rakið að M hefði verið að kaupa bílinn til atvinnureksturs og því ætlað að afla tekna fyrir félagsbúið. Skuldin væri því sameiginleg.
Hæstiréttur var ósammála og taldi bílinn vera hjúskapareign M og að skuldheimtumönnum hefði ekki tekist að sanna að K hefði tekið að sér ábyrgð á skuldinni.
Hrd. 1962:376 nr. 187/1961[PDF]

Hrd. 1962:381 nr. 186/1961[PDF]

Hrd. 1962:387 nr. 188/1961[PDF]

Hrd. 1962:424 nr. 59/1961[PDF]

Hrd. 1963:613 nr. 158/1962[PDF]

Hrd. 1963:659 nr. 72/1963[PDF]

Hrd. 1964:462 nr. 105/1963 (Erfðaskrá hjóna þrátt fyrir niðja)[PDF]
Hjónin gerðu sameiginlega erfðaskrá um að arfleifa hvort annað að öllum sínum eignum. Þau áttu engin sameiginleg börn.

Þau deyja svo með tiltölulega stuttu millibili.

Svo kom í ljós að M mátti ekki ráðstafa 1/3 hluta en K mátti það.

Erfingjarnir sóttust eftir því að ógilda erfðaskrána á grundvelli brostinna forsenda. Erfingjarnir þurftu að bera hallan af því.
Hrd. 1966:339 nr. 211/1965[PDF]

Hrd. 1966:375 nr. 117/1965 (Árekstur, M meðábyrgur)[PDF]

Hrd. 1966:436 nr. 135/1965[PDF]

Hrd. 1967:846 nr. 87/1967[PDF]

Hrd. 1967:1103 nr. 2/1967 (Drápuhlíð 48)[PDF]

Hrd. 1968:428 nr. 33/1967 (Hjónavígsla)[PDF]

Hrd. 1968:848 nr. 127/1968[PDF]

Hrd. 1969:449 nr. 4/1969 (Keyrt á brúarstöpul, M ábyrgur)[PDF]
Hjón voru ekki samsömuð hvoru öðru.
Hrd. 1969:1278 nr. 62/1969[PDF]

Hrd. 1969:1281 nr. 63/1969[PDF]

Hrd. 1969:1481 nr. 238/1969[PDF]

Hrd. 1970:64 nr. 4/1970[PDF]

Hrd. 1970:278 nr. 138/1969 (Samningur um framfærslueyri, ráðuneytið gat ekki breytt)[PDF]

Hrd. 1970:670 nr. 223/1969 (Ábendingar Hæstaréttar um öflun skýrslna vegna túlkunar kaupmála)[PDF]

Hrd. 1970:762 nr. 179/1970[PDF]

Hrd. 1970:897 nr. 247/1969[PDF]

Hrd. 1971:419 nr. 225/1970[PDF]

Hrd. 1972:544 nr. 110/1971 (Jöfnunarhlutabréf)[PDF]

Hrd. 1972:1040 nr. 109/1972[PDF]

Hrd. 1973:1026 nr. 129/1972 (Reynisvatn)[PDF]

Hrd. 1975:959 nr. 162/1974[PDF]

Hrd. 1976:730 nr. 145/1974[PDF]

Hrd. 1976:896 nr. 42/1975[PDF]

Hrd. 1977:752 nr. 69/1976 (USA, 2 hjónabönd)[PDF]

Hrd. 1978:653 nr. 12/1976[PDF]

Hrd. 1979:310 nr. 59/1977 (Arður til framfærslu)[PDF]

Hrd. 1979:531 nr. 79/1977[PDF]

Hrd. 1980:827 nr. 41/1980 (Búskipti)[PDF]

Hrd. 1980:943 nr. 50/1980[PDF]

Hrd. 1980:1034 nr. 171/1977[PDF]

Hrd. 1980:1527 nr. 125/1978 (Hólagata - Lyklum skilað)[PDF]

Hrd. 1982:1412 nr. 132/1979[PDF]

Hrd. 1983:89 nr. 50/1981[PDF]

Hrd. 1983:233 nr. 123/1982 (Kaplaskjólsvegur)[PDF]

Hrd. 1983:2134 nr. 225/1981 (Skilningur á kaupmála)[PDF]
K og M deildu um gildi kaupmála sem þau gerðu sín á milli.

M hélt því fram að K hefði allt frumkvæðið og séð um fjármálin. Hún hefði heimtað að kaupmálinn yrði gerður og eignirnar væru hennar séreignir. Hún hefði ákveðið að skilja við M skömmu eftir skráningu kaupmálans. M taldi að K hefði ætlað sér að skilja við hann um leið og hann samþykkti kaupmálann.
K var með 75% örorkumat og lága greindarvísitölu og því ekki í stöðu til að þvinga kaupmálanum í gegn. M taldi sig einnig að kaupmálinn kæmi einvörðungu til framkvæmda í tilfelli andláts annars þeirra en ekki vegna skilnaðar.

Ólíkt héraðsdómi taldi Hæstiréttur að ekki ætti að ógilda kaupmálann.
Hrd. 1984:133 nr. 119/1982 (Lögskiln. jan. 1978 – Samn. maí 1980 – Málshöfðun í maí 1981)[PDF]

Hrd. 1984:165 nr. 93/1982 (Andlegt ástand)[PDF]
M sagðist hafa verið miður sín og að K hefði beitt sig þvingunum. Það var ekki talið sannað.
Hrd. 1984:256 nr. 217/1982[PDF]

Hrd. 1984:361 nr. 95/1982[PDF]

Hrd. 1985:573 nr. 195/1983[PDF]

Hrd. 1985:1085 nr. 194/1985[PDF]

Hrd. 1987:473 nr. 95/1986 (Valdsmaður - Fjárhæð meðlags)[PDF]

Hrd. 1987:1563 nr. 25/1987[PDF]

Hrd. 1988:474 nr. 34/1987 (Hallaði á K á marga vísu)[PDF]

Hrd. 1988:608 nr. 103/1988[PDF]

Hrd. 1988:618 nr. 125/1988[PDF]

Hrd. 1988:1432 nr. 305/1988 (Helmingaskipti - Skammvinnur hjúskapur)[PDF]

Hrd. 1990:409 nr. 219/1988[PDF]

Hrd. 1990:1581 nr. 22/1989 (36 ár, sameignir)[PDF]
M og K höfðu verið í sambúð í 36 ár.
Þau deildu aðallega um skiptingu á tveimur fasteignum, andvirði bifreiðar, bankainnstæðum og verðbréfum. Dómstólar mátu svo að framangreindar eignir skyldu skiptast að jöfnu en tóku þó ekki afstöðu til útlagningar né hvor aðilinn ætti tilkall til þess að leysa einstakar eignir til sín.
Sumar aðrar eignir mat hann svo að annar aðilinn ætti að eiga þær að fullu.
Hrd. 1991:518 nr. 333/1990[PDF]

Hrd. 1991:570 nr. 73/1989 (Misneyting - Ömmudómur I)[PDF]
Fyrrverandi stjúpdóttir fer að gefa sig eldri manni. Hann gerir erfðaskrá og gefur henni peninga, og þar að auki gerir hann kaupsamning. Hún er síðan saksótt í einkamáli.

Héraðsdómur ógilti erfðaskrána á grundvelli 34. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, en Hæstiréttur ógilti hana á grundvelli 37. gr. erfðalaganna um misneytingu og því ekki á grundvelli þess að arfleifandinn hafi verið óhæfur til að gera erfðaskrána. Aðrir gerningar voru ógiltir á grundvelli 31. gr. samningalaga, nr. 7/1936.

Arfleifandi var enn á lífi þegar málið var til úrlausnar hjá dómstólum.
Hrd. 1991:879 nr. 180/1991 (K krafðist aflýsingar skuldabréfs)[PDF]

Hrd. 1991:1592 nr. 453/1989[PDF]

Hrd. 1992:167 nr. 520/1991[PDF]

Hrd. 1992:1858 nr. 156/1987 (Sæból)[PDF]

Hrd. 1992:2325 nr. 471/1989 (Látraströnd, skuldheimtumenn)[PDF]
Gerður hafði verið kaupmáli þar sem eign hafði verið gerð að séreign K.
Kaupmálanum hafði ekki verið breytt þrátt fyrir að eignin hafði tekið ýmsum breytingum.
K hélt því fram að hún ætti hluta af eigninni við Látraströnd þrátt fyrir skráningu á nafni M.

Hæstiréttur taldi sannfærandi að hún hefði látið hluta séreignarinnar í eignina við Látraströndina. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem sú eign var þinglýst eign M.
Dómurinn sérstakur þar sem þetta var sá eini þar sem byggt var á þinglýsingu einni saman.
Hrd. 1993:1131 nr. 418/1990 (Snjósleði)[PDF]

Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík)[PDF]
Foreldrar M skiptu jörðinni Hagavík milli M og systkina hans með ósk um að hún yrði skilgreind sem séreign í hjúskap. M og systkini hans skiptu síðar jörðinni upp í þrjá hluta sem endaði á því að M fékk stærri hlut. Þessa viðbót greiddi M til systkina sinna með hjúskapareign, en þó er látið liggja milli hluta hvort um hefði verið að ræða hjúskapareign M eða K, eða jafnvel beggja.

Deilt var um í málinu hvort viðbótin teldist séreign M eða ekki. Hæstiréttur taldi að viðbótin teldist séreign M þar sem ekki væri hægt að skipta henni frekar upp en K ætti kröfu á endurgjald þar sem greitt var fyrir viðbótina með hjúskapareign.

K bar sönnunarbyrðina á því að sýna fram á að M ætti ekki viðbótina að séreign. Henni tókst það ekki.
Hrd. 1994:606 nr. 189/1993 (Reykjavíkurvegur - Riftun - Ábyrgð fyrir barn)[PDF]

Hrd. 1994:2384 nr. 334/1991[PDF]

Hrd. 1994:2876 nr. 487/1994 (Tælenska konan I)[PDF]
Stefndi var eiginkona stefnanda og bæði með skráð sama lögheimili, en hún flutti til Tælands að hennar eigin sögn en neitaði að gefa upp aðsetur sitt til stefnanda. Stefnandi birti stefnu um höfðun skilnaðarmáls í Lögbirtingablaðinu þar sem hann taldi sig ekki getað aflað nauðsynlegra upplýsinga til að birta henni stefnuna. Hæstiréttur taldi það ekki nægja og vísaði málinu frá héraðsdómi.

Í framhaldinu fór fram málshöfðun sem leiddu til Hrd. 1995:966 nr. 112/1995 (Tælenska konan II) og svo Hrd. 1995:2031 nr. 308/1995 (Tælenska konan III).
Hrd. 1995:119 nr. 280/1991[PDF]

Hrd. 1995:127 nr. 279/1991[PDF]

Hrd. 1995:341 nr. 146/1993 (Bakkahlíð)[PDF]

Hrd. 1995:966 nr. 112/1995 (Tælenska konan II)[PDF]
Málshöfðun í framhaldi af málavöxtum í Hrd. 1994:2876 nr. 487/1994 (Tælenska konan I).
Stefnandi birti stefnuna fyrir tilgreindri manneskju staðsettri „í sömu íbúð“ og stefndi átti heima í á Íslandi. Hún var talin uppfylla hæfisreglur einkamálalaga um móttöku á stefnu. Hins vegar hafi hún afhent stefnanda stefnuna aftur til baka í þeim tilgangi að hinn síðarnefndi hefði tekið að sér að póstleggja stefnuna til stefndu. Hæstiréttur taldi það óheimilt og taldi hana ekki rétt birta.

Í framhaldinu fór fram málshöfðun er leiddi til Hrd. 1995:2031 nr. 308/1995 (Tælenska konan III)
Hrd. 1995:1212 nr. 266/1992[PDF]

Hrd. 1995:1287 nr. 139/1995[PDF]

Hrd. 1995:1631 nr. 124/1995[PDF]

Hrd. 1995:1945 nr. 241/1995[PDF]

Hrd. 1995:2003 nr. 271/1995[PDF]

Hrd. 1995:2031 nr. 308/1995 (Tælenska konan III)[PDF]
Málshöfðun í framhaldi af málavöxtum í Hrd. 1994:2876 nr. 487/1994 (Tælenska konan I) og svo Hrd. 1995:966 nr. 112/1995 (Tælenska konan II).
Stefna máls var birt fyrir tilgreindum móttakanda sem bjó á jarðhæð til hægri að lögheimili stefnanda og stefndu, án þess að tengsl móttakandans við aðila málsins hafi verið getið. Hæstiréttur taldi það ekki hafa komið að sök og leit svo á að stefnubirtingin hefði verið lögmæt.
Hrd. 1995:2433 nr. 233/1994[PDF]

Hrd. 1995:3132 nr. 79/1994[PDF]

Hrd. 1995:3187 nr. 407/1995[PDF]

Hrd. 1996:462 nr. 58/1996[PDF]

Hrd. 1996:2063 nr. 131/1995 (Grensásvegur)[PDF]

Hrd. 1997:4 nr. 463/1996[PDF]

Hrd. 1997:1130 nr. 306/1996 (Ofbeldi - Kaupmáli til að komast hjá bótum)[PDF]
Kona kærir M fyrir tilraun til ofbeldis og nauðgunar. Hann neitar sökum.
M gerði síðar kaupmála við eiginkonu sína (K) um að gefa henni eigur sínar til að komast hjá því að greiða konunni bætur.
Konan var með skaðabótakröfu og M sagðist vera eignalaus. Hún krafðist svo gjaldþrotaskipta og kemst þá að því að M var búinn að gera þennan kaupmála við K.
Sönnunarbyrðin var á K um að það væri um venjulega gjöf að ræða og að M væri gjaldfær, og tókst henni ekki að sanna það. Kaupmálanum var því rift.
Hrd. 1997:1323 nr. 210/1996[PDF]

Hrd. 1997:1754 nr. 389/1996 (Byggingarsamvinnufélag - Vantaði kaupmála um gjöf)[PDF]
Undirstöðudómur um að gjöf án kaupmála sé ógild.
Skuldheimtumenn fóru í mál til riftunar á gjafagerningi.
K átti íbúð og hafði átt hana í talsverðan tíma og bjó þar með M.
Íbúðin er svo seld og gerðu þau samning við byggingasamvinnufélag um að byggja nýja íbúð.
Fyrst var gerður samningur við bæði en síðar eingöngu á nafni M.
K varð síðar gjaldþrota og þá verður þessi saga dularfull.
Héraðsdómur taldi að K hefði eingöngu gefið M helminginn en Hæstiréttur taldi hana eiga íbúðina að fullu þrátt fyrir að íbúðin hefði öll verið á nafni M.
Ekki hafði tekist að sanna að M hefði átt hluta í íbúðinni. M varð því að skila því sem hann fékk.
Hrd. 1997:2252 nr. 321/1997 (Fljótasel - Húsaleiga - Tímamark - Skipti á milli hjóna)[PDF]
M og K höfðu slitið samvistum og K flutti út.
K vildi meina að M hefði verið skuldbundinn til að greiða húsaleigu vegna leigu á húsnæðinu sem K flutti í. Þeirri kröfu var hafnað á þeim grundvelli að maki gæti einvörðungu skuldbundið hinn á meðan samvistum stendur.

M var eini þinglýsti eigandi fasteignar. K hélt því fram að hún ætti hluta í henni.
Framlögin til fasteignarinnar voru rakin.
Þinglýsing eignarinnar réð ekki úrslitum, þó hún hafi verið talin gefa sterkar vísbendingar.
Strangt í þessum dómi að eingöngu sé farið í peningana og eignarhlutföll í þessari fasteign og fyrri fasteignum sem þau höfðu átt, en ekki einnig farið í önnur framlög K.
K var talin hafa 25% eignarhlutdeild.
Hrd. 1998:1694 nr. 153/1998[PDF]

Hrd. 1998:2187 nr. 247/1997 (Lækjarás 34c - Riftun - Skuldir)[PDF]

Hrd. 1999:1231 nr. 419/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1808 nr. 383/1998[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3296 nr. 140/2000 (Hótel Bræðraborg)[HTML][PDF]

Hrd. 2001:1849 nr. 149/2001 (Blái turninn)[HTML]

Hrd. 2001:3873 nr. 161/2001[HTML]

Hrd. 2002:1729 nr. 200/2002[HTML]

Hrd. 2002:2583 nr. 324/2002[HTML]

Hrd. 2003:83 nr. 334/2002 (Elliðavatn)[HTML]

Hrd. 2003:964 nr. 354/2002 (Bólstaðarhlíð - Gjöf)[HTML]
Par keypti sér íbúð á meðan þau voru í sambúð. Síðar ganga þau í hjónaband og gera kaupmála. Íbúðin var gerð að séreign K. Ári síðar varð M gjaldþrota.
Sérstakt mál þar sem enginn vafi var að þau ættu íbúðina saman.
Vafi var hvort K hefði gefið M helming íbúðarinnar eða ekki.
Sönnunarbyrðin var á K að sýna fram á að um hefði verið að ræða gjöf. Ekki var tekið fram í kaupmálanum að K hefði verið að gefa M hlut í fasteigninni.
Hrd. 2003:1847 nr. 160/2003[HTML]

Hrd. 2003:2120 nr. 170/2003 (Hamraborg - 3 ár)[HTML]
K hafði keypt fasteign á meðan hjúskap varði en eftir samvistarslit.
K og M höfðu slitið samvistum þegar K kaupir íbúð. K vildi halda íbúðinni utan skipta þrátt fyrir að hún hafði keypt íbúðina fyrir viðmiðunardag skipta. Litið var á samstöðu hjónanna og séð að ekki hafi verið mikil fjárhagsleg samstaða meðal þeirra. Talið var sanngjarnt að K mætti halda henni utan skipta.
Hrd. 2003:2912 nr. 288/2003 (Sanngirni - Eignarhlutar - Staða hjóna)[HTML]
Ekki yfirskilyrði að hjúskapurinn vari stutt, en er eitt almennt skilyrði.
K og M höfðu verið gift í 30 ár.
Sérstakt að þau voru bæði búin að missa annað foreldrið sitt. Um tíma höfðu þau átt arf inni í óskiptu búi. Í tilviki K hafði faðir hennar óskað skipta á sínu búi og arfur greiddur K fyrir viðmiðunardag skipta en K vildi samt halda honum utan skipta á grundvelli þess að annað væri ósanngjarnt. Ekki var fallist á þá kröfu K.
Búið var að samþykkja kauptilboð í hluta eignarinnar.
Hrd. 2003:3296 nr. 384/2003[HTML]

Hrd. 2004:784 nr. 23/2004[HTML]

Hrd. 2004:1981 nr. 443/2003 (Óvígð sambúð - Endurgreiðsla)[HTML]
Stutt sambúð.
Keypt fasteign og K millifærði fjárhæðir yfir á M. Svo slitnar sambúðin og K vill eitthvað til baka.
Krefst endurgreiðslu á fjármunum á grundvelli forsendubrestar.
Fékk endurgreiðsluna ásamt dráttarvöxtum.

K og M voru í óvígðri sambúð frá 1. september 1998 með hléum þar til endanlega slitnaði upp úr sambandi þeirra vorið 2002. Fyrir upphafi sambúðarinnar átti K barn sem hún sá um. Þau höfðu ráðgert að ganga í hjónaband 1. janúar 2000 en ekkert varð úr þeim áformum vegna deilna þeirra um kaupmála sem M vildi gera fyrir vígsluna. Ekki náðist samkomulag eftir að slitnaði upp úr sambúðinni og gerði þá K kröfu um opinber skipti með vísan í 100. gr. l. nr. 20/1991. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði héraðsdóms þann 18. október 2002 á þeim forsendum að sambúðin hefði ekki staðið samfellt í tvö ár.

K krafðist staðfestingar á kyrrsetningargerð að um 6,7 milljónum króna í tiltekinni fasteign. Þá krafðist K greiðslu af hendi M til hennar að um 5,6 milljónum króna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, eða lægri upphæð að mati dómsins. Þá krafðist K endurgreiðslu á greiðslum hennar til M á tilteknu tímabili uppreiknuðum miðað við lánskjaravísitölu.

Til vara áðurgreindri kröfu krafðist K staðfestingu á áðurgreindri kyrrsetningargerð, greiðslu tiltekinnar (lægri) upphæðar af hendi M til hennar ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, eða lægri upphæð að mati dómsins.

Fyrir héraðsdómi var aðalkröfu K, er varðaði uppreiknaða upphæð miðað við lánskjaravísitölu, hafnað þar sem ekki lægi fyrir samningur milli aðila um verðtryggt lán eins og heimilt sé að gera skv. 14. gr. l. nr. 38/2001 og ekki lágu fyrir nein haldbær rök fyrir heimild til að uppreikna greiðslurnar um þeim hætti. Varakröfu K var einnig hafnað vegna sönnunarskorts. Kyrrsetningin var felld úr gildi.

Hæstiréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms er varðaði höfnun á varakröfu K og staðfesti kyrrsetninguna. Hann felldi niður málskostnað í héraði og dæmdi M til að greiða K málskostnað fyrir Hæstarétti.
Hrd. 2004:3125 nr. 323/2004 (Fyrirtaka hjá sýslumanni)[HTML]
Ekki var sátt um viðmiðunardag skipta. K keypti fasteign stuttu eftir og vildi að fasteignin yrði utan skipta.

K vildi meina að hún hefði mætt til að óska skilnaðs en sýslumaður bókaði að hún hafði eingöngu sóst eftir ráðleggingu. K yrði að sæta því að þetta hefði verið bókað svo.

Framhald þessarar atburðarásar: Hrd. nr. 395/2007 dags. 22. ágúst 2007 (Eignir - Skuldir - Útlagning)
Hrd. 2004:3624 nr. 131/2004 (Ísnet)[HTML]

Hrd. 2004:4083 nr. 416/2004 (Elliðahvammur)[HTML]

Hrd. 2005:425 nr. 30/2005[HTML]

Hrd. 2005:504 nr. 22/2005 (Akrar I)[HTML]

Hrd. 2005:514 nr. 41/2005 (3 ár + fjárhagsleg samstaða - Eignir við upphaf óvígðrar sambúðar)[HTML]
Sést mjög vel hvenær sambúðin hófst, hjúskapur stofnast, og sagan að öðru leyti.
Samvistarslit verða og flytur annað þeirra út úr eigninni. Það sem flutti út krefur hitt um húsaleigu þar sem hún er arður.
Hrd. 2005:1150 nr. 73/2005 (Tengsl við erfðaskrá)[HTML]
M hafði verið giftur áður og átt börn með fyrri eiginkonu sinni. M og K gerðu síðan kaupmála um að eignir hans yrðu séreign M og ákvæði til að tryggja stöðu K við andlát. Kaupmálinn og erfðaskrárnar áttu síðan að verka saman. Erfðaskrá M var síðan úrskurðuð ógild.
K hélt því fram að um væri að ræða brostnar forsendur og því ætti kaupmálinn ekki að gilda, en þeirri kröfu var hafnað. Dómstólar ýjuðu að því að það hefði verið að halda því fram ef sú forsenda hefði verið rituð í kaupmálann.
Hrd. 2006:2125 nr. 202/2006 (Skuld v. ölvunaraksturs, 2. mgr. 106. gr.)[HTML]
M hafði verið sektaður vegna ölvunaraksturs og vildi að sú upphæð teldist vera skuld hans við skipti hans við K.
Dómstólar tóku ekki afstöðu til þess hvort K bæri ábyrgð á greiðslu þeirrar skuldar en sú skuld var ekki talin með í skiptunum.
Hrd. 2006:2818 nr. 273/2006[HTML]

Hrd. 2006:3002 nr. 314/2006 (Ógilding kaupmála - 104. gr. - Gjöf 3ja manns - Yfirlýsing eftir á)[HTML]
Dómurinn er til marks um það að séreignarkvöð á fyrirfram greiddum arfi verði að byggjast á yfirlýsingu þess efnis í erfðaskrá.
Hrd. 2006:3023 nr. 306/2006 (Dánarbússkipti II)[HTML]

Hrd. 2006:3499 nr. 412/2006 (Kaupmála ekki getið)[HTML]
K fékk setu í óskiptu búi. Hún hafði gert kaupmála en sagði ekki frá honum. K fór síðan að ráðstafa eignum búsins með ýmsum hætti. Samerfingjarnir voru ekki sáttir við þær ráðstafanir.

Við rekstur dómsmálsins komust erfingjarnir að því að kaupmáli lá fyrir og ýmsar séreignir. Hæstiréttur taldi það ekki slíka rýrnun þar sem peningalega innstæðan var ekki rosalega frábrugðin þeirri sem var þegar leyfið fékkst til setu í óskiptu búi, jafnvel þótt ýmsar breytingar hafa orðið á eignasamsetningunni.
Hrd. 2006:4599 nr. 205/2006[HTML]

Hrd. 2006:4828 nr. 547/2006 (Vilji hjóna - Engin krafa)[HTML]
Málið var rekið af börnum M úr fyrra hjónabandi gagnvart börnum K úr fyrra hjónabandi. Sameiginleg börn M og K stóðu ekki að málinu.

K var í hjúskap við fyrrum eiginmann á meðan hluta af sambúð hennar og M stóð.
M og K höfðu gert kaupmála.
M og K dóu með stuttu millibili og í málinu reyndi hvort regla erfðaréttar um að hvorugt hjónanna myndi erfa hitt, ætti við eða ekki, þar sem M hafði ekki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi þegar hann lést.

Eign hafði verið gerð að séreign K en hún hafði tekið breytingum.
Spurningin var hvort eignin hefði öll verið séreign K eða eingöngu að hluta.
Rekja þurfti sögu séreignarinnar.
Talið var að séreign K hefði verið að lágmarki 60%. Skera þurfti síðan út um stöðu hinna 40%. Niðurstaða Hæstaréttar var að þau hefðu verið að öllu leyti séreign K og fór því í dánarbú hennar.

Engin endurgjaldskrafa var höfð uppi í málinu.
Hrd. nr. 130/2007 dags. 13. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 304/2007 dags. 12. júní 2007 (3 ár ekki skammur tími - Hafnað)[HTML]

Hrd. nr. 395/2007 dags. 22. ágúst 2007 (Eignir - Skuldir - Útlagning)[HTML]
Framhald atburðarásarinnar í Hrd. 2004:3125 nr. 323/2004 (Fyrirtaka hjá sýslumanni).

Haustið 2002 var krafist skilnaðar í kjölfar hins málsins. K krafðist þess að fasteignin sem hún eignaðist eftir viðmiðunardag skipta teldist séreign hennar, og féllst Hæstiréttur á það.
Einnig var deilt um fasteign sem M keypti en hætti við.
Þá var deilt um hjólhýsi sem M seldi og vildi K fá það í sinn hlut. Ekki var fallist á það þar sem hjólhýsið var selt fyrir viðmiðunardaginn.
Hrd. nr. 369/2007 dags. 27. ágúst 2007 (Ekki ósanngjarnt - Skipti í heild)[HTML]
Hreinræktað dæmi um dóm um hvort lífeyrisréttindin eigi að vera utan eða innan skipta.
Hrd. nr. 452/2007 dags. 6. september 2007[HTML]

Hrd. nr. 460/2007 dags. 19. september 2007 (Hluti fasteignar - Ísland og Þýskaland)[HTML]
M var Íslendingar og K Þjóðverji.
Gerðu hjúskaparsamning, eins og það var kallað, á Þýskalandi.
Í honum var ákvæði um aðskilinn fjárhag og yfirlýsing um að allt varðandi þeirra hjúskap skyldi lúta þýskum reglum.
Slitu samvistum og M kemur hingað til lands og kaupir íbúð.
Þau taka síðan aftur samvistum. Íbúðin seld og keypt önnur eign.
Þau gera kaupmála á Íslandi. Á honum er kveðið á um að fasteign væri séreign M og allt sem kæmi í hennar stað.
Þau skilja síðan og reka dómsmál á Íslandi um skiptingu fasteignanna.
Deildu um það hvort fasteignin væri öll eða að hluta séreign M.
Hvorugt kemur með mótbárur að þetta tiltekna mál sé rekið á Íslandi né krefjast þess að einhver hluti málsins sé rekið á öðru landi eða færi eftir reglum erlendra ríkja.
Niðurstaðan var sérkennileg en héraðsdómur kvað á um að M ætti 59% hluta.
M mistókst að reyna á það hvort eignin væri séreign hans eða ekki þar sem hann hafði ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti.
Dómstólar tóku ekki afstöðu til þeirra 41% sem eftir voru þar sem þeim hluta var vísað frá.
K reyndi hvorki að útskýra hjúskaparsaminginn né þýskar réttarreglur.
Hrd. nr. 151/2007 dags. 15. nóvember 2007 (Unnarsholtskot - Gjafir)[HTML]

Hrd. nr. 668/2007 dags. 14. janúar 2008 (Undirritun/vottun á niðurfellingu kaupmála)[HTML]
Vottarnir voru ekki tilkvaddir né báðir viðstaddir samtímis.
Hrd. nr. 84/2008 dags. 5. mars 2008 (Aflaheimildir, vörslur bankareiknings)[HTML]
M og K voru að skilja.
Miklar eignir í spilunum og hafði verið krafist opinberra skipta án sáttar.
K átti bankareikning og hafði M krafist af skiptastjóra að K yrði svipt umráðum yfir bankareikningi hennar þar sem hann treysti henni ekki til þess að fara vel með féð.
Hæstiréttur taldi að þar sem aðrar eignir búsins hefðu dugað til að jafna mögulegan skaða féllst hann ekki á kröfu M.
Hrd. nr. 165/2007 dags. 6. mars 2008 (Leiðbeint - Hafnað hótunum eða þrýstingi)[HTML]

Hrd. nr. 384/2007 dags. 13. mars 2008 (Ekki leiðbeint - Vankunnátta um helmingaskipti)[HTML]

Hrd. nr. 157/2008 dags. 7. apríl 2008 (Dánarbússkipti)[HTML]

Hrd. nr. 301/2008 dags. 16. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 338/2008 dags. 26. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 394/2008 dags. 10. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 487/2007 dags. 18. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 46/2008 dags. 16. október 2008 (Brottfall skabos - 3 og hálfur mánuður)[HTML]
Hjón tóku bókstaflega upp samband að nýju eftir útgáfu leyfis til skilnaðar að borði og sæng og bjuggu saman í rúman þrjá og hálfan mánuð.
Skilnaðurinn var talinn hafa fallið niður.
Hrd. nr. 622/2008 dags. 4. desember 2008 (Séreign barna)[HTML]
Gerð var erfðaskrá þar sem tilgreint var að hvert barn fengi tiltekinn arfshluta og nefnt að hvert þeirra bæri að gera hana að séreign. Orðalagið var talið vera yfirlýsing en ekki kvöð.

Í Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík) var eignin gerð að séreign í kaupmála en svo var ekki í þessu máli.
Lögmaðurinn sem ritaði erfðaskrána taldi að vilji arfleifanda hefði verið sá að eignin yrði séreign.
Hrd. nr. 426/2008 dags. 5. mars 2009 (Eiðismýri - Búseti)[HTML]

Hrd. nr. 157/2009 dags. 24. apríl 2009[HTML]

Hrd. nr. 604/2008 dags. 18. júní 2009 (Vanhæfur dómari)[HTML]
P krafðist frekari bóta í kjölfar niðurstöðunnar í Dómur MDE Pétur Thór Sigurðsson gegn Íslandi dags. 10. apríl 2003 (39731/98).

Hæstiréttur féllst á að íslenska ríkið bæri bótaábyrgð en P sýndi ekki fram á að niðurstaða málsins hefði verið önnur ef annar dómari hefði komið í stað þess dómara sem álitinn var vanhæfur. Taldi hann því að P hefði ekki sýnt fram á að hann ætti rétt á frekari bótum en MDE hafði dæmt P til handa.
Hrd. nr. 533/2009 dags. 7. október 2009 (Stóri-Klofi)[HTML]

Hrd. nr. 250/2009 dags. 14. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 16/2010 dags. 17. febrúar 2010 (Fjárvörslureikningur)[HTML]
Mál erfingja annars hjónanna gagnvart hinu.

Kaupmáli lá fyrir um að hlutabréfaeign M yrði séreign.
Passað hafði verið vel upp á andvirðið og lá það nokkuð óhreyft. Hægt var því að rekja það.
Hrd. nr. 234/2010 dags. 15. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 295/2010 dags. 14. maí 2010[HTML]

Hrd. nr. 563/2009 dags. 27. maí 2010 (Unnarholtskot II)[HTML]

Hrd. nr. 36/2010 dags. 21. október 2010 (Þingsókn)[HTML]

Hrd. nr. 53/2011 dags. 18. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 406/2010 dags. 24. mars 2011 (Leiga á landspildu - Akrar í Borgarbyggð - Brottflutningur mannvirkis)[HTML]

Hrd. nr. 251/2011 dags. 27. maí 2011 (Undirritun/vottun ófullnægjandi)[HTML]
Hrl. vottaði kaupmála en var ekki viðstaddur undirritun eða staðfestingu hans.
Hrd. nr. 254/2011 dags. 1. júní 2011 (Almenn hlutdeild í öllum eignum)[HTML]
M og K slitu langri sambúð.
Tekin var fyrir hver eign fyrir sig og metin samstaða. Hver séu framlögin til hverrar eignar fyrir sig. Rökstyðja þyrfti tilkall til hverrar eignar fyrir sig en dómkröfurnar endurspegluðu það ekki.
Aðaldeilan var um fyrirtækið, þ.e. virði þess.
M vildi halda fyrirtækinu en í staðinn mætti K halda tilteknum eignum.
M var talinn hafa átt fyrirtækið þrátt fyrir að K hefði unnið þar áður. K tókst ekki að sanna neinn eignarhlut í því.
Hrd. nr. 64/2012 dags. 3. febrúar 2012 (Dánarbússkipti - Erfðaskrá)[HTML]
Kaupmáli og erfðaskrár lágu fyrir, ásamt breytingum. Allt þetta var ógilt nema ein erfðaskráin.
Hrd. nr. 56/2012 dags. 24. febrúar 2012 (Hlutabréf - Peningar)[HTML]
Kaupmáli lá fyrir um að hlutabréfaeign M yrði séreign.
Andvirðið hafði verið lagt inn á reikning en hann notaður afar frjálslega. Tekið var út af honum í ýmsum tilgangi.
Talið var að orðið hafi verið slík samblöndun að séreignin hafi horfið.
Hrd. nr. 219/2012 dags. 27. apríl 2012 (Sameiginleg erfðaskrá - Erfðasamningur)[HTML]
Skuldbinding um að afturkalla ekki erfðaskrá.

Hjón höfðu gert sameiginlega erfðaskrá og tilgreindu að henni yrði ekki breytt eða hún afturkölluð án samþykkis hins.

Langlífari makinn, K, gerði nýja erfðaskrá á meðan setu hennar stóð í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var ógild sökum erfðasamnings um að hinu væri óheimilt að breyta erfðaskrá sinni án samþykkis hins.

Börnin sendu bréf til K um að þeim þætti vera komið tilefni til að skipta búinu. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún arfleiddi börn hennar að meiru. K skipti búinu fyrir andlát sitt.

Á gildi nýju erfðaskrárinnar reyndi svo löngu síðar.
Hrd. nr. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML]

Hrd. nr. 762/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 758/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 300/2013 dags. 31. maí 2013 (Skoðuð framlög beggja - K flutti fasteign í búið)[HTML]
K átti fasteign en hafði tekið mest að láni fyrir stofnun hjúskapar.
K og M höfðu verið gift í um þrjú ár.
Fjallaði ekki um hvort M hafði eignast einhvern hlut í eigninni.
M hafði borgað um helming af afborgunum lánsins og eitthvað aðeins meira.
Héraðsdómur hafði fallist á helmingaskipti en Hæstiréttur féllst ekki á það þar sem ekki var litið á að greiðslur M hefðu falið í sér framlag til eignamyndunar og ekki merki um fjárhagslega samstöðu.
Horft mikið á fjárhagslegu samstöðuna.
Hæstiréttur hefur fallist sjaldan á slíkar kröfur.
Hrd. nr. 380/2013 dags. 18. júní 2013 (Vottun fullnægjandi)[HTML]

Hrd. nr. 550/2013 dags. 20. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 546/2012 dags. 28. nóvember 2013 (Eyvindarstaðaheiði)[HTML]

Hrd. nr. 6/2014 dags. 28. janúar 2014 (M flutti eignir í búið - Málverk)[HTML]
M og K hófu sambúð áramótin 2004 og 2005 og gengu í hjónaband árið 2005. Þau slitu samvistum 2012 þar sem K vildi meina að M hefði beitt henni ofbeldi á síðari árum samvista þeirra og því hafi K flúið af sameiginlegu heimili þeirra.

M krafðist skáskipta en K krafðist helmingaskipta auk þess að K krafðist þess að tilteknum myndverkum yrði haldið utan skipta. K hélt því fram að málverkin væru eign foreldra hennar sem hefðu lánað henni þau, en dómstólar töldu þá yfirlýsingu ótrúverðuga. M gerði ekki kröfu um málverkin.

Í úrskurði héraðsdóms er vísað til þess að krafa K um að öll lífeyrisréttindi M komi til skipta sé ekki í formi fjárkröfu og engin tilraun gerð til þess að afmarka þau, og var henni því vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar var sérstaklega vísað til sambærilegra sjónarmiða og í úrskurði héraðsdóms og bætt um betur að því leyti að nefna sérstaklega að ekki væri byggt á því að í þessu tilliti gætu séreignarlífeyrissparnaður M lotið sérstökum reglum og ekki afmarkaður sérstaklega í málatilbúnaði K. Var hún því látin bera hallan af því.
Hrd. nr. 611/2013 dags. 30. janúar 2014 (Samþykki ógilt)[HTML]
K hafði undirritað tryggingarbréf vegna lántöku M með 3. veðrétti í fasteign K. K byggði kröfu sína á 36. gr. samningalaga um að ekki væri hægt að bera ábyrgðaryfirlýsingu hennar samkvæmt tryggingarbréfinu fyrir sig þar sem ekki hefði verið fylgt skilyrðum og skyldum samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001, sem var þá í gildi. Fyrirsvarsmenn varnaraðila hefðu vitað að lánið til M væri vegna áhættufjárfestinga. Greiðslugeta M hafði ekki verið könnuð sérstaklega áður en lánið var veitt og báru gögn málsins ekki með sér að hann gæti staðið undir greiðslubyrði þess. Varnaraðilinn hefði ekki haft samband við K vegna ábyrgðar hennar, en augljós aðstöðumunur hefði verið með aðilum.
Hrd. nr. 132/2014 dags. 5. mars 2014 (Einn vottur)[HTML]
Farið til lögmanns og lögmaðurinn sjálfur skrifar einn undir og bað skjólstæðing sinn um að fara með hana til sýslumanns til skráningar.

Framhald málsins: Hrd. nr. 47/2016 dags. 13. október 2016 (Afleiðingar ógildis erfðaskrár)
Hrd. nr. 328/2014 dags. 20. maí 2014 (Klausturhvammur 20)[HTML]

Hrd. nr. 520/2014 dags. 4. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 754/2014 dags. 2. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 89/2015 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 601/2014 dags. 19. mars 2015 (Verðmæti miðað við eignir búsins)[HTML]
Reynt á sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá.

K hafði gefið börnunum eignir upp á hundrað milljónir á meðan hún sat í óskiptu búi. Reynt var á hvort um væri að óhæfilega gjöf eða ekki.

Hæstiréttur minnist á hlutfall hennar miðað við eignir búsins í heild. Eitt barnið var talið hafa fengið sínu meira en önnur. K hafði reynt að gera erfðaskrá og reynt að arfleifa hin börnin að 1/3 til að rétta þetta af, en sú erfðaskrá var talin ógild.
Hrd. nr. 535/2014 dags. 19. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 200/2015 dags. 20. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 327/2015 dags. 4. júní 2015 (Afturköllun kaupmála ógild - Staðfestingarhæfi)[HTML]
Reyndi á þýðingu orðsins „staðfestingarhæfi“.
Vottarnir voru börn hjónanna en það mátti ekki. Þau voru talin of nátengd til að geta komið með trúverðugan vitnisburð.
Hrd. nr. 409/2015 dags. 17. ágúst 2015 (Margar fasteignir)[HTML]
K sagðist hafa fengið föðurarf og hafði hún fjárfest honum í fasteign(um).
Kaupmáli hafði verið gerður um að sá arfur væri séreign.
K gat ekki rakið sögu séreignarinnar, heldur reiknaði út verðmæti hennar en Hæstiréttur taldi það ekki vera nóg.
Kröfugerð K var einnig ófullnægjandi.
Hrd. nr. 495/2015 dags. 27. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 654/2015 dags. 2. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 811/2015 dags. 25. janúar 2016 (24 ára sambúð - Helmingaskipti)[HTML]

Hrd. nr. 99/2016 dags. 26. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 320/2016 dags. 10. maí 2016 (Undirritun/vottun)[HTML]

Hrd. nr. 182/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 408/2016 dags. 16. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 472/2016 dags. 26. ágúst 2016 (Viðurkenndur réttur til helmings - Sambúðarmaki)[HTML]
Mál milli K og barna M.

Skera þurfti úr um skiptingu eigna sambúðarinnar. Börnin kröfðust þess að M ætti allt og því ætti það að renna í dánarbú hans.

M hafði gert plagg sem hann kallaði erfðaskrá. Hann hafði hitt bróður sinn sem varð til þess að hann lýsti vilja sínum um að sambúðarkona hans mætti sitja í óskiptu búi ef hann félli á undan. Hins vegar var sú ráðstöfun ógild þar sem hann hafði ekki slíka heimild, enda um sambúð að ræða. Þar að auki voru engin börn fyrir K til að sitja í óskiptu búi með.

K gat sýnt fram á einhverja eignamyndun, og fékk hún helminginn.
Hrd. nr. 527/2016 dags. 15. júní 2017 (Umtalsverðar eignir - Riftun - Kaupmáli)[HTML]
K og M hófu sambúð árið 2002 en gengu hjónaband 31. janúar 2009. Þau gerðu kaupmála 28. janúar 2009 og var hann móttekinn til skráningar í kaupmálabók sýslumanns 30. s.m. Þann dag afsalaði M þremur bifreiðum í sinni eigu til K.

Í hrd. 204/2014 var tekin til greina krafa Landsbankans hf. um að bú M yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Frestdagur við skiptin var 12. febrúar 2013 og lauk kröfulýsingarfresti 10. maí 2014. Lýstar kröfur í búið námu 2.336.688.534 kr.

Við skoðun skiptastjóra á eignum og skuldum búsins taldi hann að M hefði ráðstafað verulegum hluta eigna sinna án endurgjalds. Höfðað var mál til riftunar á ráðstöfunum samkvæmt kaupmálanum og afsals á bifreiðunum. Málið var þingfest en K mætti ekki á þing. Málið var dómtekið en vísað frá þar sem það hafði verið höfðað að liðnum málshöfðunarfresti skv. 148. gjaldþrotalaga. Hæstiréttur felldi úr gildi frávísunarúrskurðinn með dómi í máli nr. 495/2015 og lagði fyrir héraðsdóm að taka það til efnismeðferðar. Dómur gekk síðan í málinu þar sem ráðstöfununum var rift og K gert að afhenda þrotabúinu eignirnar. K óskaði endurupptöku á málinu og var fallist á þá beiðni og kvað upp þann dóm sem áfrýjað var í þessu máli.
Hrd. nr. 366/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 505/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 780/2016 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 716/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 780/2017 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 823/2017 dags. 17. janúar 2018[HTML]

Hrá. nr. 2018-182 dags. 4. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Hrá. nr. 2019-366 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-7 dags. 27. janúar 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-6 dags. 27. janúar 2020[HTML]

Hrd. nr. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML]

Hrd. nr. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.
Hrá. nr. 2021-97 dags. 15. júní 2021[HTML]

Hrá. nr. 2022-126 dags. 28. nóvember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-160 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 57/2022 dags. 6. september 2023[HTML]

Hrd. nr. 40/2023 dags. 13. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 25/2023 dags. 29. desember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2023 dags. 20. mars 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2024 dags. 4. september 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 2/2016 dags. 28. september 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-2/2010 dags. 8. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2011 dags. 26. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2018 dags. 27. júní 2019[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-2/2011 dags. 12. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-220/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-54/2014 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-21/2021 dags. 5. ágúst 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-2/2022 dags. 15. september 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-341/2006 dags. 27. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-2/2010 dags. 6. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2011 dags. 3. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-5/2013 dags. 23. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-85/2014 dags. 5. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-362/2014 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-10/2014 dags. 18. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-904/2013 dags. 5. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-14/2015 dags. 13. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-4/2017 dags. 12. desember 2017[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-7/2017 dags. 18. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1167/2017 dags. 21. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-315/2017 dags. 26. september 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-3/2018 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1236/2018 dags. 15. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-716/2019 dags. 27. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-901/2021 dags. 1. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2626/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1991/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2162/2023 dags. 8. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1066/2024 dags. 6. júní 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6583/2005 dags. 14. mars 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-7/2005 dags. 27. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-9/2005 dags. 11. maí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-10/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. D-18/2006 dags. 11. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2006 dags. 22. september 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5/2007 dags. 11. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2007 dags. 21. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5902/2007 dags. 18. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-6/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-13/2007 dags. 23. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-10/2007 dags. 22. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-19/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1010/2007 dags. 26. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2569/2009 dags. 22. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4784/2010 dags. 16. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4869/2011 dags. 17. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2728/2012 dags. 27. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2165/2013 dags. 19. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3171/2014 dags. 28. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3098/2014 dags. 28. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1012/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-12/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1579/2015 dags. 1. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1244/2016 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2018 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1763/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-3/2019 dags. 19. júní 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-18/2018 dags. 19. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7428/2019 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5605/2021 dags. 9. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3608/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4643/2024 dags. 14. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7748/2023 dags. 13. maí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-610/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-32/2006 dags. 8. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-1/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-1/2006 dags. 26. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-2/2007 dags. 13. ágúst 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-1/2005 dags. 28. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-354/2008 dags. 17. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-354/2008 dags. 6. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-343/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-120/2023 dags. 26. febrúar 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-24/2006 dags. 29. júní 2007[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-173/2005 dags. 9. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-248/2009 dags. 20. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-2/2015 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-57/2017 dags. 3. desember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-218/2019 dags. 28. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-86/2018 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 18/2013 dags. 22. mars 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/2010 dags. 26. maí 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 451/2018 dags. 8. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 470/2018 dags. 28. ágúst 2018 (Nýr „kaupmáli“ ógildur)[HTML][PDF]
Málskotsbeiðni til að kæra úrskurð Landsréttar var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2018-182 þann 4. október 2018.

Kaupmálinn var á viðunandi formi en hafði þó ekki verið skráður hjá sýslumanni.
Lrú. 644/2018 dags. 13. september 2018 (Yfirlýsing um að virða erfðaskrá)[HTML][PDF]

Lrú. 277/2019 dags. 16. maí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 299/2019 dags. 3. júlí 2019 (Fyrirframgreiddur arfur)[HTML][PDF]

Lrú. 509/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML][PDF]

Lrú. 429/2019 dags. 12. september 2019[HTML][PDF]

Lrú. 522/2019 dags. 2. október 2019[HTML][PDF]

Lrú. 702/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 750/2019 dags. 3. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 784/2019 dags. 19. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 783/2019 dags. 19. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 23/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 754/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 230/2020 dags. 3. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 299/2020 dags. 24. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 368/2020 dags. 15. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 584/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrú. 432/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 85/2021 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 120/2021 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 137/2021 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 209/2021 dags. 20. maí 2021[HTML][PDF]

Lrú. 476/2021 dags. 30. ágúst 2021[HTML][PDF]

Lrd. 162/2020 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 729/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 803/2021 dags. 20. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 86/2022 dags. 18. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 202/2021 dags. 25. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 371/2021 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 387/2022 dags. 9. september 2022[HTML][PDF]

Lrú. 465/2022 dags. 13. október 2022[HTML][PDF]

Lrú. 479/2022 dags. 17. október 2022[HTML][PDF]

Lrú. 375/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 627/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 799/2021 dags. 24. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 21/2023 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 147/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 667/2023 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 439/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 711/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 773/2023 dags. 7. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 806/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 885/2023 dags. 27. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 285/2024 dags. 10. maí 2024[HTML][PDF]

Lrú. 285/2024 dags. 28. maí 2024[HTML]

Lrú. 298/2024 dags. 21. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 548/2024 dags. 24. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 40/2023 dags. 10. október 2024[HTML][PDF]

Lrú. 743/2024 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 148/2025 dags. 14. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 120/2025 dags. 4. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 303/2025 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 227/2025 dags. 8. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 631/2025 dags. 25. september 2025[HTML][PDF]

Lrú. 658/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 681/2025 dags. 28. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 847/2024 dags. 18. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Landsyfirréttur

Lyrd. 1916:725 í máli nr. 88/1915[PDF]

Lyrd. 1917:1 í máli nr. 32/1916[PDF]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-45/2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-12/2019 dags. 26. maí 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Eyjafjallasvæði og Þórsmörk í Rangárþingi eystra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Mýrdalshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Ölfus)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal ásamt Jökulsárhlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Vopnafjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Kinnar- og Víknafjöll ásamt Flateyjardalsheiði austan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Grýtubakkahreppur ásamt Flateyjardalsheiði vestan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Haukadalshreppur og Miðdalahreppur austan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2009/680 dags. 18. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/407 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2015/905 dags. 14. desember 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1115 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 552/1992[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 529/1990[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 146/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 14/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 418/2012 dags. 6. nóvember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 236/2014 dags. 16. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 177/2024 dags. 3. september 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 181/2015 dags. 7. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 521/2015 dags. 14. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 5/2016 dags. 8. janúar 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 129/2012 dags. 8. febrúar 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 63/2013 dags. 15. nóvember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 30/2017 dags. 2. febrúar 2018[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 233/2018 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 412/2022 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 606/2022 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 429/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 477/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 550/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 112/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 59/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 233/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 268/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 159/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 186/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 104/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 151/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 191/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1757/1996 dags. 9. janúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3925/2003 dags. 22. nóvember 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4997/2007 (Námslán)[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 63/2025 dags. 31. mars 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1913-1916727-729
1917-19195
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1925-1929 - Registur20, 28, 42, 54, 61-62, 67
1925-1929560-561, 977-978
1930283
1933-1934 - Registur16, 28, 50, 55-56, 58, 64, 70, 78, 83, 136
1933-1934123, 131, 133-134, 139, 560-562, 565, 569, 571-575, 577-578, 583
1935 - Registur54, 65, 74, 77
193583-84
1936310-311
193855, 363-364
1945 - Registur32, 64, 105
1945388-391
1947183
195094
1951 - Registur31, 51, 69-70, 74, 81, 103
1951282-287, 448
1952 - Registur68, 72, 80, 137, 142
195242-44
1953157, 162, 167, 255, 282, 287
1954 - Registur33, 50, 72, 104, 118
195422, 114-120
1955 - Registur91-92, 156
1955514-516
1958 - Registur66, 100, 117
1958415, 488, 490-493
1959 - Registur50-51
195975-78
1960 - Registur63, 96, 132
1960553
1961843
1962380, 385, 390, 432
1963614, 662
1964 - Registur68
1964462-463, 465, 467-470, 472-473
1966348, 378, 438
1967 - Registur90
1967855, 1105
1968 - Registur84, 135
1968432, 435, 438, 860
1969453, 1278, 1281, 1283-1285, 1287, 1482-1485
197068, 285, 670-674, 764-765, 899, 901
1970 - Registur156
1972 - Registur9, 42, 78-79, 95-96, 137-139
1972544-546, 548-549, 551-555, 1041
1973 - Registur39, 90
19731033
1974 - Registur39, 96
1975 - Registur41, 77, 94-96, 101
1975960, 962-963, 969-970
1976 - Registur10, 41, 75-76, 80, 92, 131, 139
1976284, 730-734, 900-901
1978 - Registur10, 49, 107, 110-111, 176
1978653-658
1979 - Registur7, 48, 50-51, 72-73, 78-79, 101, 103, 110-111
1979310-320, 537, 541-542
1980 - Registur46, 79, 81, 94-95, 143
1981 - Registur56
1982 - Registur54, 119
19821421
1983 - Registur7, 19, 68, 109-110, 165, 182-183, 279-280, 294
19832134-2147
1984 - Registur6, 54, 70, 97-99, 119
19851088
1986 - Registur51, 98
1987482, 1567, 1574
1988 - Registur63, 90, 122
1988476, 479, 484, 488, 610, 618
1990 - Registur9, 70, 113, 142
1990409-419
1991 - Registur20, 88, 145, 149, 198, 218
1991519, 574, 879, 881, 1592-1594, 1596-1601
1992 - Registur36, 117, 197, 223, 243
1992167, 169-170, 1878, 2325, 2327, 2329-2331, 2333
19931135
1994 - Registur11, 33, 117, 179, 194, 203, 251, 258
1994526-528, 531-532, 534, 606-616, 2384-2389, 2877
1995 - Registur6, 8, 33, 39, 226, 237-239, 241, 260, 289, 302, 388
1995119-121, 123-125, 127, 341-346, 3132, 3189-3190
1996 - Registur124, 126, 188, 244
1996462-463, 465-468, 2066
1997 - Registur13, 75, 121, 126, 146
19974-5, 7-8, 1130, 1132, 1134-1136, 1332, 1754, 1757-1758, 2261
1998 - Registur16, 19, 143, 145, 173, 197-198, 255
19981694-1704, 2187-2188, 2190, 2194-2195, 2200-2201, 2211, 2214, 2217
19991232, 1235, 1808, 1810, 1813-1815
20003296, 3298-3304
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1893A78
1894B49
1895A74
1897A26
1899A126
1900A14, 16, 18, 20, 22, 26
1900B104
1901A120
1902B291
1903A132
1905A16
1913B255
1918A18
1921A301
1923A136-138, 145-147
1924B1-2
1929A52
1931A46
1936B408, 445
1943A135
1955B316, 354
1962A13, 15, 23
1963B524, 556
1966A22
1969A259
1971A54, 56, 258
1971B240, 429
1972A120, 243
1972B686, 756
1973A288
1973B329-330, 685
1974A412
1974B854
1975A176, 185
1975B1040, 1044, 1050
1976A309-310
1976B811, 819
1977A198
1977B759
1978A155, 195
1978B8
1979B196, 990
1980A329
1980B843, 1025
1981A244
1982B1366
1983B1412
1984A99
1984B771
1985B191, 886
1986B1053
1987A94
1987B345, 1189
1988A140-141, 143, 146, 148, 233-234, 236, 243, 248, 250, 292
1989A315
1989B189
1990A163-165
1991A91, 116, 223, 452, 542
1991B124, 133, 556
1992B529
1993A139, 142-145, 153, 252, 415, 424
1994B2529
1995A139
1996B720, 896
1998A520
2003A231, 373
2004A828
2005A12
2005B893, 1360, 1553
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1893AAugl nr. 25/1893 - Fjárlög fyrir árin 1894 og 1895[PDF prentútgáfa]
1895AAugl nr. 25/1895 - Fjárlög fyrir árin 1896 og 97[PDF prentútgáfa]
1897AAugl nr. 10/1897 - Fjárlög fyrir árin 1898 og 1899[PDF prentútgáfa]
1899AAugl nr. 25/1899 - Fjárlög fyrir árin 1900 og 1901[PDF prentútgáfa]
1900AAugl nr. 3/1900 - Lög um fjármál hjóna[PDF prentútgáfa]
1900BAugl nr. 76/1900 - Brjef ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja um synjun konungsstaðfestingar á lagafrumvarpi um sölu á lóð af Arnarhólstúni[PDF prentútgáfa]
1901AAugl nr. 36/1901 - Fjárlög fyrir árin 1902 og 1903[PDF prentútgáfa]
1903AAugl nr. 28/1903 - Fjárlög fyrir árin 1904 og 1905[PDF prentútgáfa]
1905AAugl nr. 7/1905 - Fjárlög fyrir árin 1906 og 1907[PDF prentútgáfa]
1913BAugl nr. 135/1913 - Firmnatilkynningar[PDF prentútgáfa]
1918AAugl nr. 12/1918 - Lög um stimpilgjald[PDF prentútgáfa]
1921AAugl nr. 75/1921 - Lög um stimpilgjald[PDF prentútgáfa]
1923AAugl nr. 20/1923 - Lög um rjettindi og skyldur hjóna[PDF prentútgáfa]
1929AAugl nr. 25/1929 - Lög um gjaldþrotaskifti[PDF prentútgáfa]
1931AAugl nr. 29/1931 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi alþjóðleg einkamálaréttarákvæði í samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um hjúskap, ættleiðingu og lögráð[PDF prentútgáfa]
1936BAugl nr. 133/1936 - Reglugerð um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1943AAugl nr. 64/1943 - Lög um birtingu laga og stjórnvaldaerinda[PDF prentútgáfa]
1955BAugl nr. 147/1955 - Reglugerð um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1962AAugl nr. 8/1962 - Erfðalög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 10/1962 - Lög um breyting á lögum um réttindi og skyldur hjóna, nr. 20 20. júní 1923[PDF prentútgáfa]
1963BAugl nr. 245/1963 - Reglugerð um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1966AAugl nr. 19/1966 - Lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna[PDF prentútgáfa]
1971AAugl nr. 24/1971 - Lög um breyting á lögum nr. 75 27. júní 1921, um stimpilgjald[PDF prentútgáfa]
1972AAugl nr. 73/1972 - Höfundalög[PDF prentútgáfa]
1973BAugl nr. 155/1973 - Reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða[PDF prentútgáfa]
1975AAugl nr. 79/1975 - Lög um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1975BAugl nr. 531/1975 - Reglugerð um dómsmálagjöld o. fl.[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 532/1975 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1978AAugl nr. 36/1978 - Lög um stimpilgjald[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 40/1978 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1978BAugl nr. 2/1978 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1979BAugl nr. 110/1979 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 510/1979 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1980AAugl nr. 82/1980 - Lög um breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald[PDF prentútgáfa]
1980BAugl nr. 527/1980 - Reglugerð um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðabyggingar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 635/1980 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1981AAugl nr. 75/1981 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1982BAugl nr. 773/1982 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1983BAugl nr. 796/1983 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1984AAugl nr. 60/1984 - Lög um Húsnæðisstofnun ríkisins[PDF prentútgáfa]
1984BAugl nr. 478/1984 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1985BAugl nr. 453/1985 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1986BAugl nr. 513/1986 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1987AAugl nr. 49/1987 - Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
1987BAugl nr. 180/1987 - Reglugerð um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 594/1987 - Reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
1988AAugl nr. 56/1988 - Lög um breyting á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 60/1984, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 86/1988 - Lög um Húsnæðisstofnun ríkisins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 109/1988 - Lög um breyting á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988[PDF prentútgáfa]
1989AAugl nr. 48/1989 - Lög um breytingar á erfðalögum, nr. 8 14. mars 1962, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
1989BAugl nr. 86/1989 - Reglugerð um kaupleiguíbúðir[PDF prentútgáfa]
1990AAugl nr. 70/1990 - Lög um breyting á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 109/1988 og 76/1989[PDF prentútgáfa]
1991AAugl nr. 20/1991 - Lög um skipti á dánarbúum o.fl.[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 24/1991 - Lög um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 88/1991 - Lög um aukatekjur ríkissjóðs[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 92/1991 - Lög um breyting á ýmsum lögum vegna aðskilnaðar dómsvalds og umboðsvalds í héraði[PDF prentútgáfa]
1991BAugl nr. 46/1991 - Reglugerð um félagslegar íbúðir og Byggingarsjóð verkamanna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 284/1991 - Auglýsing um fyrirmynd að samþykktum húsnæðissamvinnufélaga, sbr. lög nr. 24/1991[PDF prentútgáfa]
1992BAugl nr. 224/1992 - Auglýsing um gjald fyrir tilkynningar o.fl. sem birtist í Lögbirtingablaðinu[PDF prentútgáfa]
1993AAugl nr. 31/1993 - Hjúskaparlög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 50/1993 - Skaðabótalög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 97/1993 - Lög um Húsnæðisstofnun ríkisins[PDF prentútgáfa]
1994BAugl nr. 620/1994 - Auglýsing um Íslenska atvinnugreinaflokkun - ÍSAT 95[PDF prentútgáfa]
1995AAugl nr. 58/1995 - Lög um breyting á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993, sbr. lög nr. 12/1994[PDF prentútgáfa]
1996BAugl nr. 326/1996 - Reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 375/1996 - Reglugerð um félagslegar íbúðir og Byggingarsjóð verkamanna[PDF prentútgáfa]
1998AAugl nr. 161/1998 - Lög um húsnæðissamvinnufélög[PDF prentútgáfa]
2003AAugl nr. 66/2003 - Lög um húsnæðissamvinnufélög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 90/2003 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]Fyrirsögn augl. síðar breytt í: Lög um tekjuskatt
2004AAugl nr. 140/2004 - Lög um breytingu á lögum nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005AAugl nr. 15/2005 - Lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 483/2005 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2005-2006[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 624/2005 - Gjaldskrá fyrir Lögbirtingablað[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 690/2005 - Gjaldskrá fyrir Lögbirtingablað[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2006AAugl nr. 143/2006 - Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta[PDF vefútgáfa]
2006BAugl nr. 443/2006 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2006-2007[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1126/2006 - Reglugerð um vistun allsherjarskrár um kaupmála[PDF vefútgáfa]
2007BAugl nr. 467/2007 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2007-2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 583/2007 - Gjaldskrá fyrir Lögbirtingablað[PDF vefútgáfa]
2008AAugl nr. 52/2008 - Lög um breytingu á Norðurlandasamningi um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð[PDF vefútgáfa]
2008BAugl nr. 511/2008 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2008-2009[PDF vefútgáfa]
2009BAugl nr. 573/2009 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2009-2010[PDF vefútgáfa]
2010BAugl nr. 533/2010 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2010-2011[PDF vefútgáfa]
2011BAugl nr. 640/2011 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2011-2012[PDF vefútgáfa]
2012BAugl nr. 560/2012 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2012-2013[PDF vefútgáfa]
2013BAugl nr. 55/2013 - Reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 714/2013 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-2014[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 493/2014 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2014-2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1152/2014 - Reglugerð um breytingar á reglugerðum er varða sérstök verkefni sýslumanna[PDF vefútgáfa]
2015BAugl nr. 300/2015 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2015-2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1028/2015 - Gjaldskrá fyrir Lögbirtingablað[PDF vefútgáfa]
2016AAugl nr. 29/2016 - Lög um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003, með síðari breytingum (réttarstaða búseturéttarhafa, rekstur húsnæðissamvinnufélaga)[PDF vefútgáfa]
2016BAugl nr. 270/2016 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2016-2017[PDF vefútgáfa]
2017BAugl nr. 342/2017 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2017-2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1300/2017 - Gjaldskrá fyrir Lögbirtingablað[PDF vefútgáfa]
2018BAugl nr. 375/2018 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2018-2019[PDF vefútgáfa]
2019BAugl nr. 303/2019 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2019-2020[PDF vefútgáfa]
2020BAugl nr. 282/2020 - Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021[PDF vefútgáfa]
2022CAugl nr. 57/2022 - Auglýsing um breytingar á Norðurlandasamningi um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð[PDF vefútgáfa]
2023BAugl nr. 333/2023 - Auglýsing um setningu úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2023-2024[PDF vefútgáfa]
2024BAugl nr. 390/2024 - Auglýsing um setningu úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2024-2025[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 984/2024 - Auglýsing um uppfærslu úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2024-2025[PDF vefútgáfa]
2025BAugl nr. 311/2025 - Auglýsing um setningu úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2025-2026[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Ráðgjafarþing3Þingskjöl14
Ráðgjafarþing8Umræður181
Löggjafarþing5Umræður (Nd.) #1193/194
Löggjafarþing11Þingskjöl472, 621, 639, 655, 674, 689
Löggjafarþing11Umræður (Nd.)153/154-157/158, 1571/1572
Löggjafarþing13Þingskjöl1, 107, 346, 377, 464, 487, 516, 538
Löggjafarþing13Umræður (Nd.)273/274-279/280
Löggjafarþing14Þingskjöl1, 393, 447, 551, 598, 624, 651
Löggjafarþing15Þingskjöl1, 97, 104, 106-107, 129, 141-142, 257-260, 262, 297-302, 338-343, 400, 445, 475-480, 496-501, 564, 590, 634, 662
Löggjafarþing15Umræður (Ed. og sþ.)225/226, 493/494
Löggjafarþing15Umræður (Nd.)1055/1056
Löggjafarþing16Þingskjöl1, 522, 571, 711, 753, 797, 828
Löggjafarþing18Þingskjöl4, 484, 579, 697, 728, 781, 816, 856
Löggjafarþing19Þingskjöl1, 870, 944, 1241, 1328
Löggjafarþing20Þingskjöl33
Löggjafarþing23Þingskjöl67, 69, 71
Löggjafarþing24Þingskjöl421
Löggjafarþing26Þingskjöl1021
Löggjafarþing28Þingskjöl230, 454, 517
Löggjafarþing29Þingskjöl112, 216, 256, 354, 396, 404
Löggjafarþing33Þingskjöl111, 1236, 1540, 1620
Löggjafarþing34Þingskjöl56-58, 65-67, 73, 75-77, 82-83
Löggjafarþing35Þingskjöl1214-1216, 1223-1225
Löggjafarþing35Umræður (samþ. mál)1721/1722
Löggjafarþing38Þingskjöl134
Löggjafarþing40Þingskjöl366, 374
Löggjafarþing40Umræður (samþ. mál)3403/3404
Löggjafarþing41Þingskjöl193, 200, 599, 601, 728, 1075, 1166-1167
Löggjafarþing41Umræður (samþ. mál)2521/2522
Löggjafarþing41Umræður - Fallin mál129/130
Löggjafarþing43Þingskjöl711, 988, 993
Löggjafarþing44Þingskjöl249, 655
Löggjafarþing49Þingskjöl803
Löggjafarþing52Umræður (samþ. mál)281/282
Löggjafarþing62Þingskjöl224, 350, 365
Löggjafarþing72Þingskjöl460, 464
Löggjafarþing73Þingskjöl165, 170, 579
Löggjafarþing78Þingskjöl740-741, 755, 758, 765, 774, 790
Löggjafarþing81Þingskjöl349, 756, 802-803, 816, 819, 828-829
Löggjafarþing81Umræður (samþ. mál)1329/1330-1331/1332
Löggjafarþing81Umræður - Fallin mál273/274
Löggjafarþing82Þingskjöl480-481, 488-489
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)567/568
Löggjafarþing83Þingskjöl195, 1027, 1060
Löggjafarþing84Þingskjöl103
Löggjafarþing85Þingskjöl874
Löggjafarþing86Þingskjöl275, 877
Löggjafarþing88Þingskjöl1507, 1555
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál625/626
Löggjafarþing89Þingskjöl1364
Löggjafarþing89Umræður (samþ. mál)1691/1692
Löggjafarþing91Þingskjöl1323, 1493, 1495, 1497, 2043
Löggjafarþing91Umræður - Óútrædd mál251/252
Löggjafarþing92Þingskjöl239, 334, 1264, 1297
Löggjafarþing93Þingskjöl375
Löggjafarþing93Umræður721/722
Löggjafarþing94Þingskjöl438
Löggjafarþing94Umræður203/204, 1521/1522
Löggjafarþing96Þingskjöl249
Löggjafarþing96Umræður297/298
Löggjafarþing97Þingskjöl243, 276, 285, 318, 467
Löggjafarþing97Umræður429/430
Löggjafarþing98Þingskjöl578, 621, 666, 1108-1109
Löggjafarþing98Umræður751/752
Löggjafarþing99Þingskjöl833, 1399, 1414, 1825, 1830-1831, 1836, 2542
Löggjafarþing103Þingskjöl939, 1997
Löggjafarþing104Umræður2593/2594, 3037/3038
Löggjafarþing106Þingskjöl858, 2889
Löggjafarþing108Þingskjöl2170, 2172, 2175, 2180
Löggjafarþing109Þingskjöl2968, 3670
Löggjafarþing110Þingskjöl1164, 1617, 2672, 2674, 2677, 2679, 2692, 3794, 3828-3829, 3831, 3833, 3836
Löggjafarþing111Þingskjöl1023, 1025, 1636, 1643, 1649, 3442
Löggjafarþing111Umræður1667/1668, 2775/2776, 7031/7032
Löggjafarþing112Þingskjöl3038-3039, 4486-4487, 4943, 5362-5363, 5398-5400
Löggjafarþing112Umræður7437/7438
Löggjafarþing113Þingskjöl1366-1367, 2367, 5129
Löggjafarþing113Umræður5029/5030, 5145/5146
Löggjafarþing115Þingskjöl811, 1699, 1908, 2007, 2905, 2941, 4324, 4327-4330, 4339-4340, 4342, 4348-4349, 4376, 4379-4380, 4383, 4390-4396, 4398, 4409
Löggjafarþing115Umræður1227/1228, 4507/4508-4509/4510, 7157/7158-7161/7162
Löggjafarþing116Þingskjöl2452, 2455-2458, 2468-2469, 2471, 2477-2479, 2508, 2510-2512, 2515, 2522-2528, 2530, 2542, 3618, 3659, 4250
Löggjafarþing116Umræður3121/3122, 6357/6358, 7771/7772
Löggjafarþing118Þingskjöl946, 2797, 4413-4414
Löggjafarþing119Umræður49/50
Löggjafarþing122Þingskjöl3317, 3321-3322, 3327, 3335-3336, 3642-3643, 3652
Löggjafarþing122Umræður4091/4092
Löggjafarþing123Þingskjöl2109
Löggjafarþing125Umræður4077/4078
Löggjafarþing126Þingskjöl3953, 3970
Löggjafarþing127Þingskjöl3339-3340
Löggjafarþing128Þingskjöl1993-1994, 5962
Löggjafarþing130Þingskjöl5790
Löggjafarþing131Þingskjöl882, 1389, 1392, 1519, 1848, 2232, 4036
Löggjafarþing131Umræður1799/1800, 1981/1982, 1985/1986
Löggjafarþing133Þingskjöl1097, 1101-1102, 2943, 3613
Löggjafarþing133Umræður755/756
Löggjafarþing135Þingskjöl5262, 5265
Löggjafarþing136Þingskjöl293
Fara á yfirlit

Ritið Lovsamling for Island

BindiBls. nr.
125
Fara á yfirlit

Ritið Lagasafn handa alþýðu

BindiBls. nr.
4316-318, 320-321, 323
553
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1931335/336, 1425/1426-1427/1428, 1435/1436-1443/1444, 1449/1450, 1873/1874
1945 - Registur155/156
1945527/528, 2067/2068-2069/2070, 2075/2076-2083/2084, 2089/2090, 2521/2522
1954 - Registur149/150-151/152, 165/166
1954 - 1. bindi571/572
1954 - 2. bindi2175/2176-2177/2178, 2183/2184-2191/2192, 2195/2196, 2667/2668
1965 - Registur143/144, 147/148, 161/162
1965 - 1. bindi87/88, 497/498
1965 - 2. bindi2243/2244-2245/2246, 2249/2250-2251/2252, 2255/2256-2257/2258, 2271/2272-2273/2274, 2741/2742
1973 - Registur - 1. bindi147/148, 151/152, 167/168
1973 - 1. bindi87/88, 421/422, 435/436, 1453/1454
1973 - 2. bindi2319/2320-2321/2322, 2325/2326, 2329/2330-2331/2332, 2345/2346-2347/2348, 2467/2468, 2509/2510, 2797/2798
1983 - Registur193/194, 199/200, 225/226, 241/242
1983 - 1. bindi83/84, 371/372, 485/486
1983 - 2. bindi2167/2168, 2171/2172, 2185/2186, 2199/2200, 2339/2340, 2383/2384
1990 - Registur159/160, 167/168
1990 - 1. bindi87/88, 355/356, 477/478, 673/674-675/676
1990 - 2. bindi2133/2134, 2137/2138, 2151/2152, 2165/2166, 2331/2332, 2389/2390
1995 - Registur51, 54
199569, 165, 178, 310, 330, 375, 1065-1066, 1071, 1250, 1252-1253, 1256, 1259, 1262, 1291, 1357, 1411
1999 - Registur54, 58
199969, 171, 183, 331, 349, 402, 1134, 1321, 1323-1324, 1327, 1330, 1333, 1364, 1435, 1495
2003 - Registur62, 66
200390, 197, 210, 374, 392, 450, 1327, 1341, 1589-1591, 1595, 1599, 1602, 1658, 1735, 1800
2007 - Registur65, 69
2007101, 206, 219, 420, 439-440, 466, 747, 1516, 1529-1530, 1793-1795, 1798, 1803, 1807, 1861, 1981, 2044
Fara á yfirlit

Ritið Samningar Íslands við erlend ríki

BindiBls. nr.
1211
21412
Fara á yfirlit

Lögbirtingablað

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
2001754-55
20011079
200113103
200126207
200130240
200131246-247
200133264
200143343
200150399
200154425
200156443
200159467
200160474-475
200163499
200169545
200172568
200175594
200182652
200192725-726
200196760
2001100788
2001104820
2001109860-861
2001115909
2001122968
2001123975
2001125991
20011281015
20011291023
20011311039
20011331055
20011351072
20011361079
20011401109
20011411118-1119
20011491183
200215
2002430-31
2002864
20021295
200213103-104
200218144
200219152
200221168
200223181
200224192
200227214
200228221
200230240
200231248
200232256
200235278
200238304
200239312
200241324
200246363
200250396
200257447
200258456
200264504
200266518
200272566-567
200278615
200279623-624
200294738
200295747
2002104820
2002107841
2002115906
2002126994-995
20021291018
20021351067
20021381090-1091
20021401104
20021451151
20021491184
20021531214
20021541219-1220
20021551231
20021581256
2003972
200313104
200315118
200317131
200323184
200326208
200337294
200341327
200345358
200356445
200359470
200367534
200370560
200378623-624
200382654
200383662
200387696
200389712
200391728
200396768
2003100798
2003103824
2003108864
2003113898-899
2003122974
2003124989
20031301039
20031341070
20031381097
20031411123
20031441147
20031471168
20031511199
20031521207
20031561238-1239
20031581256
20031621285
20031671327
2004215
2004754
2004862
20041079
200417129-131
200419150
200424192
200425200
200429229
200430237
200435276
200443343
200444351
200447376
200450398
200452415
200454431-432
200455439-440
200457455
200460480
200464511
200467535
200486686
200488702-703
200490715
200493740
200495756
200496763
2004100796
2004105833
2004106839
2004108858
2004110873
2004112889-890
2004115915
2004120956
2004123980
20041271012
20041281020
20041301029-1030
20041361084
20041381100
20041411124
20041431140
20041451156
20041521209-1210
20041571252
2005737-38
2005848
20051060
20051170
20051278
20051382
20051490
200519125
200521142
200522146
200523154
200525170
200527186
200528194
200529202
200533226
200536246
200537254
200539270
200540278
200558413-414
200559422
200561432
200564462
200565470
200567492
200568518
200569549-550
200570588, 590
200571615
200574730-731
200578858
2006126-27
2006260
20064128
200613413-415
200619594-596
200624747-748
200625774-776
200628888
2006331032-1033
2006351104-1106
2006361129
2006381211
2006401273-1274
2006732310-2311
2006983111
2006993145-3146
20061023242
20076181
20077211
20078243-244
200713416
200721650-652
200725781-782
200731981-982
2007421327-1328
2007491564
2007541705-1706
2007652060-2062
2007662092-2094
2007672142
2007732310-2312
2007832643
2007882787-2789
20084107-108
200814423-425
200823717-718
200824767-768
200829910-912
2008371162-1163
2008411298-1299
2008471477-1478
2008601894-1897
2008621964-1965
2008702220-2222
2008772447-2449
2008812592
2009112-14
20095142-144
200915454-456
200922690
200923719-721
200931974-975
2009371157-1158
2009441397-1399
2009551746-1747
2009601904-1905
2009632002-2004
2009742366-2368
2009802544-2546
2009882797-2798
2009912896
20104110
20105132-134
201019589-591
201025780-781
2010361129-1130
2010461456-1457
2010481528-1529
2010551746
2010631992-1994
2010692191-2192
2010792513-2514
2010872768-2769
2010902873-2874
20115145-147
201115465-466
2011331044-1046
2011471503-1504
2011541719-1720
2011561784-1785
2011702227-2228
2011822596-2597
2011892831-2832
20111073416-3418
20111133605
20111233925-3926
201214431-433
201220627-628
201229913-915
2012471479-1480
2012561780-1781
2012632001
2012762427
2012822608-2610
2012912900-2902
20121093470-3472
20121143625
2013380-81
20134118-119
201316497-498
201317529
201330947-948
2013421328-1330
2013501587-1588
2013561780-1781
2013762420-2421
2013812576-2579
2013872776-2777
2013882791
20131043318-3319
20149274-276
201412372-373
201425778-780
2014341069-1070
2014351101-1102
2014591877-1878
2014601903
2014611940
2014722288-2290
2014732320-2321
2014782479-2483
2014922941-2943
2014963070-3072
20141003190-3192
2015254-56
201511338
201528877
2015351103-1105
2015411299
2015421324
2015571806
2015581848-1849
2015762432
2015802536
2015932962-2964
2015942988
20151003191-3192
2016114-15
20164110-112, 126
20169271-272
201612368-369
201623717-718
201629911
2016381206-1207
2016401267-1268
2016621976-1977
2016631998
20167916-17
20168511-13
2017116-19
20171613
20172515-16
20172823-24
20173510-12
20175726-27
20177828-29
20177919-21
2017892836
2017922921-2922
201812383
201817538
201818559-562
201819593-595
201820633-634, 636
201823721-723
201827856-857
2018351107-1109
2018451423-1424
2018511611-1612
2018551743-1745
2018601903
2018632001
2018722283
2018782486-2489
2018792507-2508
2018902860-2861
2018912898
2018932952-2953
2018942992
20181003189-3190
20181013220-3221
20196177-178
20198242-243
201925792-795
201929915-916
201931976
2019371173-1175
2019521646-1647
2019531676
2019541719
2019621968-1969
2019642030-2031
2019692200-2202
2019812581-2582
2019832642-2644
202015472
202016492-496
202028994-996
2020321260-1261
2020391680-1681
2020441992-1993
2020462140-2141
2020542713-2715, 2736
2020562869-2872
20213185
20217514-518
202111789-790
2021161183-1184
2021191404-1405, 1457
2021201495
2021241819-1820, 1850
2021272117
2022172
20222108-109, 138
20223209-211
20228724-726
20229802
2022454253-4255
2022474446-4448
2022504741-4744
2022514832-4833
2022524943
2022605687-5691
2022615786-5787
2022635976-5978
2022646105-6106
2022676374
2022797507
2023160-61
20238722-723
2023201880-1881
2023333121-3123
2023343228
2023403766-3767
2023434068-4069
2023454277-4278
2023504765-4767
2023514849
20247627-629
2024121112-1115
2024141278-1280
2024181679-1680
2024232139-2140
2024282654-2656
2024373505-3507
2024403801-3802
2024504750-4751
2024595517-5519
2024646021-6023
2024676295-6297
2024696500-6502
2025156-57
20259844-845
2025151399-1400
2025201877
2025211969-1970
2025241396
2025251483
2025473612-3613
2025483684-3686
2025503888-3891
2025513984
2025524109
2025534181
2025554393-4397
2025584569-4571
2025594661
2025604741-4743
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 23

Þingmál A1 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1912-07-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A78 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (frumvarp) útbýtt þann 1912-08-14 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 24

Þingmál A84 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (frumvarp) útbýtt þann 1913-07-28 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 28

Þingmál A53 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 1917-07-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 231 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1917-08-01 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 290 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1917-08-04 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 29

Þingmál A36 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1918-05-04 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 153 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1918-05-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 183 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1918-05-21 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 304 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1918-06-03 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 345 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1918-06-12 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 351 (lög í heild) útbýtt þann 1918-06-13 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 33

Þingmál A11 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1921-02-17 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 674 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1921-05-20 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 34

Þingmál A2 (lögfylgjur hjónabands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1922-02-15 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 35

Þingmál A100 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 646 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1923-05-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Ingibjörg H. Bjarnason - Ræða hófst: 1923-04-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 38

Þingmál A15 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1926-02-08 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 40

Þingmál A44 (hvíldartími háseta á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1928-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (gjaldþrotaskifti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (frumvarp) útbýtt þann 1928-02-15 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 41

Þingmál A3 (kosningar í málefnum sveita og kaupstaða)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1929-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (fjárlög 1930)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1929-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (gjaldþrotaskifti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1929-02-18 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 213 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1929-03-26 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 247 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1929-04-03 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 462 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1929-04-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 534 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1929-05-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1929-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (tekju- og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Héðinn Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1929-03-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 43

Þingmál A240 (hjúskapur, ættleiðing og lögræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1931-03-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A388 (húsnæði í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 388 (frumvarp) útbýtt þann 1931-04-13 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 44

Þingmál A88 (hjúskapur, ættleiðing og lögráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1931-07-23 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 304 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1931-08-14 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 49

Þingmál A146 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-10-28 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 52

Þingmál A1 (fjárlög 1938)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1937-12-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 62

Þingmál A58 (birting laga og stjórnvaldserinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1943-10-19 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 212 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1943-10-21 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 72

Þingmál A107 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1952-10-28 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 73

Þingmál A10 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 275 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1953-12-08 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 78

Þingmál A153 (þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-04-20 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 81

Þingmál A115 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (frumvarp) útbýtt þann 1960-11-23 16:26:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Auður Auðuns - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-11-28 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A161 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1961-01-25 13:31:00 [PDF]

Þingmál A169 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-01-27 13:31:00 [PDF]

Þingmál A171 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-01-27 16:26:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-01-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A95 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-11-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A97 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-11-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-11-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 83

Þingmál A16 (þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A193 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 84

Þingmál A2 (þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 85

Þingmál A131 (eignaréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-02-24 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 86

Þingmál A19 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 264 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1966-02-25 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 88

Þingmál A104 (sala Þykkvabæjar I í Landbroti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1968-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 623 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1968-04-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Jónas Pétursson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-04-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A185 (sala Þykkvabæjar I í Landbroti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (frumvarp) útbýtt þann 1969-03-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 91

Þingmál A211 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A249 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A250 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 477 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A309 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Auður Auðuns (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 92

Þingmál A22 (gjaldaviðauki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A39 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A238 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 93

Þingmál A75 (gjaldaviðauki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-11-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-11-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 94

Þingmál A40 (gjaldaviðauki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-12-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 96

Þingmál A24 (innheimta gjalda með viðauka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A200 (lögfræðiþjónusta fyrir efnalítið fólk)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 97

Þingmál A19 (innheimta gjalda með viðauka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A45 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (frumvarp) útbýtt þann 1975-11-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-12-10 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 98

Þingmál A58 (innheimta gjalda með viðauka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-02 15:00:00 [PDF]

Þingmál A81 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (frumvarp) útbýtt þann 1976-11-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-12-13 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 99

Þingmál A127 (innheimta gjalda með viðauka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-12-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A152 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-01-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A226 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A282 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-17 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 103

Þingmál A161 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-12-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A290 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-04-02 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 104

Þingmál A355 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1982-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B81 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
63. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1982-03-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 106

Þingmál A123 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 158 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-12-05 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 765 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1984-05-07 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 108

Þingmál A260 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-02-11 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 109

Þingmál A342 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 806 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-03-10 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A47 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (breytingartillaga) útbýtt þann 1987-12-09 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 256 (breytingartillaga) útbýtt þann 1987-12-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A301 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-02-23 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 894 (breytingartillaga) útbýtt þann 1988-04-26 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 909 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1988-04-28 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 115

Þingmál A63 (Verðlagsráð sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-11-12 14:06:00 - [HTML]

Þingmál A189 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 1991-12-11 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: Gjöld sem greiða á í ríkissjóð - [PDF]

Þingmál A452 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-03 13:53:00 - [HTML]

Þingmál B85 (skýrsla samgönguráðherra um málefni Skipaútgerðar ríkisins)

Þingræður:
70. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-01-20 15:07:00 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A273 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-12 13:46:23 - [HTML]
136. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-22 13:40:22 - [HTML]

Þingmál B101 (tilkynning frá ríkisstjórninni)

Þingræður:
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-24 15:20:43 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A99 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:44:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 119

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumr.))

Þingræður:
2. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-05-18 22:21:32 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A481 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-03 18:39:45 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A183 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 1999-02-10 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (vinnuskjal frá nefndarritara) - [PDF]

Þingmál A333 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-12-19 23:43:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 125

Þingmál A245 (fjarvinnslustörf í Ólafsfirði)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-02-23 14:50:11 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A489 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 128

Þingmál A352 (birting laga og stjórnvaldaerinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 641 - Komudagur: 2002-12-12 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A396 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1404 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-14 22:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1425 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-15 17:36:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 130

Þingmál A960 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-23 16:47:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 131

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-14 11:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 839 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-02-22 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 897 (lög í heild) útbýtt þann 2005-03-02 16:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-16 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 617 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-09 14:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 665 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-12-10 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-18 19:08:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2004-11-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-11-23 21:04:10 - [HTML]
36. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-23 21:24:49 - [HTML]

Þingmál A375 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-26 15:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 509 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (svör við spurn. ev.) - [PDF]

Löggjafarþing 132

Þingmál A279 (breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 744 - Komudagur: 2006-01-31 - Sendandi: Edda Hannesdóttir og Elsa Inga Konráðsdóttir - Skýring: (lagt fram á fundi allshn.) - [PDF]

Þingmál A710 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1926 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Kjaranefnd - Skýring: (ársskýrsla) - [PDF]

Löggjafarþing 133

Þingmál A186 (flutningur verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 474 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 609 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-12-08 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 616 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-12-08 15:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-19 14:11:26 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A577 (Norðurlandasamningur um hjúskap, ættleiðingu og lögráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 893 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-10 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1195 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-28 20:58:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 136

Þingmál A1 (fjárlög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-01 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A26 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2008-11-13 - Sendandi: Fasteignamat ríkisins - [PDF]

Þingmál A213 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 614 - Komudagur: 2008-12-20 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (tekjur af stimpilgjaldi) - [PDF]

Löggjafarþing 138

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1863 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Arnar Hauksson dr.med. - [PDF]

Löggjafarþing 139

Þingmál A753 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2890 - Komudagur: 2011-06-07 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]

Löggjafarþing 140

Þingmál A738 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 141

Þingmál A161 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-24 14:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1286 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (ýmis gögn) - [PDF]

Löggjafarþing 143

Þingmál A4 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-08 18:46:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 79 - Komudagur: 2013-10-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2013-11-01 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1271 - Komudagur: 2014-03-18 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn - [PDF]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2014-02-07 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - Skýring: (um upplýsingatæknimál sýslumannsembætta) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1326 - Komudagur: 2014-03-25 - Sendandi: Stykkishólmsbær - Skýring: sameiginl. us. með sveitarf. á Snæfellsnesi - [PDF]

Þingmál A251 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2014-03-25 - Sendandi: Stykkishólmsbær - Skýring: sameiginl. us. sveitarfél. á Snæfellsnesi - [PDF]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-26 21:41:07 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]

Þingmál B943 (áframhald umræðu um rammaáætlun)

Þingræður:
107. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-05-15 11:10:06 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A370 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1042 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-03-18 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1181 (lög í heild) útbýtt þann 2016-04-19 09:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2054 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]

Löggjafarþing 146

Þingmál A385 (skattar, tollar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2017-05-09 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1609 - Komudagur: 2017-09-07 - Sendandi: LEX lögmannsstofa fh. Jóna Transport hf. og Samskipa hf. - [PDF]

Löggjafarþing 149

Þingmál A104 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4885 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A161 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-26 15:04:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 150

Þingmál A57 (stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2020-02-21 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - [PDF]

Þingmál A313 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1681 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Löggjafarþing 152

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2022-01-27 12:45:41 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A739 (framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1126 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-02-20 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A946 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4839 - Komudagur: 2023-05-25 - Sendandi: Sýslumannaráð - [PDF]

Þingmál A980 (rafrænar skuldaviðurkenningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 154

Þingmál A450 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 912 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A580 (framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 784 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-12-14 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A864 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2597 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2670 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]

Löggjafarþing 156

Þingmál A86 (framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-02-12 14:42:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 157

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A239 (svæðisbundin flutningsjöfnun á árinu 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-11-11 14:14:00 [HTML] [PDF]