Hrd. 1981:345 nr. 46/1979 (Bátur sökk í togi frá Tálknafirði til Njarðvíkur - t/b Sleipnir)[PDF] Bátur bilaði í Tálknafirði og ákvað eigandinn að fara með hann í slipp. Hann ákvað hins vegar ekki að gera það í nálægu sveitarfélagi, heldur í Njarðvík. Á leiðinni þangað sekkur báturinn. Borið var við að það hafi orðið áhættuaukning með því að toga hann svo langa leið og ætti félagið að losna undan ábyrgð. Ekki var það talið óforsvaranlegt fyrir eigandann að láta toga bátinn alla leið og félaginu því gert að greiða bæturnar. Eigandinn hafði ekki fengið kynningu á skilmálunum.Hrd. 1998:3721 nr. 111/1998[PDF] Hrd. 2002:4098 nr. 530/2002 (Betri Pizzur ehf. gegn Papa John ́s International Inc.)[HTML][PDF] Ekki var fallist á að ákvæði í sérleyfissamningi um að tiltekinn breskur gerðardómur færi með lögsögu ágreinings um tiltekin atriði samningsins fæli í sér skerðingu á aðgengi að dómstólum. Var því haldið fram að hinn mikli kostnaður er fælist í meðferð mála við þann dómstól jafnaði til afsals á aðgengi að óhlutdrægum og óvilhöllum dómstóli til lausnar ágreiningsins.
Hæstiréttur kvað á um að „[m]eð almennum lögum [væri] ekki unnt með svo íþyngjandi hætti sem á reyndi í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt“. Braut þetta því í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar.
Leyst var úr álitaefni hvort tiltekinn samningur teldist vera leigusamningur er félli undir gildissvið þjónustukaupalaga eða væri leigusamningur. Þurfti að fá úrlausn um þetta þar sem lög um þjónustukaup kváðu á um að seljandi þjónustu bæri ábyrgð á hlut sem væri í sinni vörslu, en ella hefðu eigendur verðmætanna sem í geymslunum voru borið þá áhættu.