Merkimiði - Jafnræðisreglan


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (728)
Dómasafn Hæstaréttar (391)
Umboðsmaður Alþingis (327)
Stjórnartíðindi - Bls (7)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (21)
Dómasafn Félagsdóms (14)
Alþingistíðindi (895)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (279)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (32)
Lagasafn (10)
Lögbirtingablað (10)
Alþingi (2015)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1972:243 nr. 135/1971 (Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins)[PDF]

Hrd. 1972:945 nr. 57/1972 (Verðjöfnunargjald til fiskiðnaðarins - Rækjudómur)[PDF]

Hrd. 1982:593 nr. 156/1979[PDF]

Hrd. 1983:1655 nr. 205/1981[PDF]

Hrd. 1984:560 nr. 39/1982 (Ónýtt bundið slitlag)[PDF]

Hrd. 1986:462 nr. 204/1985 (Þungaskattur í formi kílómetragjalds)[PDF]
Vörubifreiðastjóri fór í mál til að endurheimta skatt sem hann greiddi.
Síðar voru sett lög sem heimiluðu endurgreiðslu ofgreiddra skatta.
Hrd. 1987:462 nr. 60/1986[PDF]

Hrd. 1987:972 nr. 12/1986 (Kjarnaborvél)[PDF]

Hrd. 1987:1008 nr. 271/1985 (Samsköttun)[PDF]

Hrd. 1987:1018 nr. 175/1986 (Gengismunur)[PDF]

Hrd. 1988:1540 nr. 132/1987[PDF]

Hrd. 1990:452 nr. 283/1988[PDF]

Hrd. 1991:615 nr. 98/1990 (Gatnagerðargjald)[PDF]

Hrd. 1992:117 nr. 306/1989 (Þb. Ingólfs Óskarssonar II)[PDF]

Hrd. 1992:1618 nr. 502/1991[PDF]

Hrd. 1992:1962 nr. 129/1991 (BHMR-dómur)[PDF]

Hrd. 1993:35 nr. 188/1990[PDF]

Hrd. 1993:108 nr. 355/1989 (Eystri Hóll)[PDF]

Hrd. 1993:844 nr. 23/1991 (Þrotabú Fórnarlambsins hf. - Sölugjald)[PDF]

Hrd. 1993:1217 nr. 124/1993 (Leigubílstjóraaldur)[PDF]

Hrd. 1993:2061 nr. 291/1993 (Hrönn hf.)[PDF]

Hrd. 1993:2181 nr. 444/1993[PDF]

Hrd. 1994:576 nr. 136/1992 (Söluskattur - Þýsk-íslenska hf. - Starfsstöð innsigluð)[PDF]
Fyrirtæki var í vanskilum á söluskatti og gripu yfirvöld til þess að innsigla starfsstöð þeirra. Það greiddi skuldina fljótt eftir innsiglunina. Hæstiréttur taldi að yfirvöld hefðu átt að bjóða þeim að greiða skuldina áður en gripið yrði til lokunar.
Hrd. 1994:758 nr. 10/1994 (Skattfrjáls jöfnunarhlutabréf)[PDF]

Hrd. 1994:872 nr. 168/1994[PDF]

Hrd. 1994:1642 nr. 315/1994[PDF]

Hrd. 1994:1656 nr. 325/1994[PDF]

Hrd. 1994:2592 nr. 470/1994[PDF]

Hrd. 1995:2300 nr. 478/1993 (Þungaskattur)[PDF]

Hrd. 1995:2328 nr. 290/1993[PDF]

Hrd. 1995:2847 nr. 382/1993[PDF]

Hrd. 1996:582 nr. 282/1994 (Búseti)[PDF]

Hrd. 1996:790 nr. 264/1994[PDF]

Hrd. 1996:1868 nr. 95/1996[PDF]

Hrd. 1996:1955 nr. 310/1995[PDF]

Hrd. 1996:2776 nr. 230/1995 (Veiðileyfissvipting)[PDF]

Hrd. 1996:2956 nr. 110/1995 (Útflutningsleyfi - Samherji)[PDF]
Ekki mátti framselja vald til ráðherra um að hvort takmarka mætti innflutning á vöru og hvernig.
Hrd. 1996:3002 nr. 221/1995 (Fullvirðisréttur og greiðslumark í landbúnaði - Greiðslumark I - Fosshólar)[PDF]

Hrd. 1996:3114 nr. 429/1995 (Álagning bifreiðagjalds eftir þyngd bifreiða)[PDF]

Hrd. 1996:3417 nr. 90/1996[PDF]

Hrd. 1996:3563 nr. 418/1995 (Smiður búsettur á Selfossi)[PDF]

Hrd. 1996:3962 nr. 286/1996 (Lyfjalög - Lyfsöluleyfi)[PDF]

Hrd. 1996:4031 nr. 437/1996 (Sambúðarfólk - Gjaldheimtan í Reykjavík)[PDF]

Hrd. 1996:4112 nr. 290/1996 (Flugmaður)[PDF]

Hrd. 1996:4248 nr. 432/1995 (Verkfræðistofa)[PDF]

Hrd. 1996:4260 nr. 427/1995 (Jöfnunargjald á franskar kartöflur)[PDF]
Almenn lagaheimild var til staðar til að hækka jöfnunargjaldið á franskar kartöflur. Gjaldið var svo hækkað úr 40% í 190%. Ekki voru talin vera fyrir hendi réttlætanleg sjónarmið um að hækka gjaldið eins mikið og gert var. Íslenska ríkið gat ekki sýnt fram á að vandi við niðurgreiðslur og erlendir markaðir hafi verið sjónarmið sem íslenska ríkið hafi byggt á við beitingu þeirrar heimildar.
Hrd. 1997:34 nr. 9/1997 (Opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum vinnumarkaði - Meiðyrðamál)[PDF]

Hrd. 1997:350 nr. 290/1995[PDF]

Hrd. 1997:385 nr. 3/1997 (Vífilfell)[PDF]

Hrd. 1997:789 nr. 344/1996[PDF]

Hrd. 1997:1499 nr. 447/1996[PDF]

Hrd. 1997:1509 nr. 448/1996[PDF]

Hrd. 1997:2155 nr. 300/1997[PDF]

Hrd. 1997:2397 nr. 364/1997[PDF]

Hrd. 1997:2563 nr. 42/1997 (Reykhóll)[PDF]

Hrd. 1997:2578 nr. 43/1997[PDF]

Hrd. 1997:2763 nr. 154/1997 (Sæluhús við Álftavatn)[PDF]
Eigandi sumarhúss rétt hjá Álftavatni taldi að sumarhúsið teldist til sæluhúsa í skilningi undanþáguákvæðis í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Að mati Hæstaréttar var skilgreining orðabókar á orðinu ‚sæluhús‘ talsvert rýmri en mætti álykta út frá lögunum sjálfum, og því var hún ekki lögð til grundvallar við úrlausn málsins.
Hrd. 1998:137 nr. 286/1997 (Siglfirðingur ehf.)[PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi)[PDF]

Hrd. 1998:516 nr. 206/1997 (Dreifing kláms)[PDF]

Hrd. 1998:601 nr. 476/1997 (Möðrufell í Eyjafjarðarsveit - Dalabyggð - Röksemdir ráðuneytis)[PDF]

Hrd. 1998:737 nr. 265/1997[PDF]

Hrd. 1998:859 nr. 299/1997[PDF]

Hrd. 1998:881 nr. 310/1997[PDF]

Hrd. 1998:985 nr. 216/1997 (Arnarnesland - Eignarnám á Arnarneshálsi)[PDF]
Garðabær sagðist hafa reynt í einhvern tíma en án árangurs að kaupa tilteknar landspildur á Arnarnesi, en eignarnámsþolarnir töldu það ekki vera rétt.

Garðabær hafi slitið samningaviðræðunum áður en mörg erfið álitaefni höfðu verið rædd til þrautar, og höfðu verðhugmyndir aðila ekki verið reyndar til fulls. Samþykkt tillagna um deiliskipulag höfðu ekki verið leiddar til lykta án þess að Garðabær hafi skýrt með fullnægjandi hætti ástæður þeirrar frestunar. Í ljósi þessa og að virtu samhengi viðræðnanna í heild, féllst Hæstiréttur á kröfu eignarnámsþolanna um ógildingu ákvörðunarinnar um eignarnám.
Hrd. 1998:1094 nr. 150/1997 (Skattlagning söluhagnaðar af fasteign)[PDF]

Hrd. 1998:1300 nr. 500/1997[PDF]

Hrd. 1998:1376 nr. 280/1997 (Húsnæðisstofnun)[PDF]

Hrd. 1998:1426 nr. 298/1997 (Héraðsdómari)[PDF]

Hrd. 1998:1662 nr. 347/1997 (Lyfjaverðlagsnefnd)[PDF]

Hrd. 1998:1800 nr. 173/1998[PDF]

Hrd. 1998:1976 nr. 311/1997 (Breytt mat á örorku - Reikniregla)[PDF]
Sett var ný reikniregla um umreikning. Haldið var því fram að reiknireglan væri gölluð því hún bætti ekki alla starfsorkuskerðingu. Hæstiréttur var ósammála þar sem veita ætti löggjafanum svigrúm til að stilla þetta af.
Hrd. 1998:2033 nr. 273/1997[PDF]

Hrd. 1998:2140 nr. 368/1997 (Lífeyrissjóður sjómanna - Sjómaður)[PDF]

Hrd. 1998:2233 nr. 317/1997 (Lágmarksmiskastig - Grundvöllur bótaútreiknings)[PDF]

Hrd. 1998:2528 nr. 418/1997 (Sjálfstæði dómarafulltrúa og 6. gr. MSE)[PDF]
Mál hafði verið dæmt af dómarafulltrúa í héraði sem var svo talin vera andstæð stjórnarskrá. Málsaðilinn höfðaði skaðabótamál vegna aukins málskostnaðar og var fallist á bótaskyldu vegna þessa, þrátt fyrir að slíkt fyrirkomulag hafi tíðkast lengi vel.
Hrd. 1998:2640 nr. 295/1998[PDF]

Hrd. 1998:2930 nr. 36/1998[PDF]

Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög)[PDF]

Hrd. 1998:3194 nr. 453/1997[PDF]

Hrd. 1998:3259 nr. 242/1997 (Notaðir vélsleðar)[PDF]

Hrd. 1998:3398 nr. 101/1998 (Kvensjúkdómalæknir lokar skurðstofu)[PDF]

Hrd. 1998:3460 nr. 50/1998 (Lyfjaeftirlitsgjald I)[PDF]
Lyfsala var gert að greiða Lyfjaeftirliti ríkisins eftirlitsgjald sem skilgreint var í reglugerð sem tiltekið hlutfall „veltu og/eða umfangi eftirlitsskyldrar starfsemi“. Hæstiréttur taldi að skýra hefði lagaákvæðið á þann hátt að um væri að ræða heimild til þess að leggja á þjónustugjald og ekki voru færð viðhlítandi rök af hálfu stjórnvalda fyrir því að veltan ein og sér endurspeglaði þörfina á eftirliti með einstökum lyfjabúðum. Eftirlitsgjaldið sem lagt var á með reglugerðinni var ekki talið standast kröfur 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1998:3478 nr. 62/1998 (Andmælaréttur fyrir endurkröfunefnd)[PDF]

Hrd. 1998:3538 nr. 202/1998[PDF]

Hrd. 1998:3551 nr. 203/1998 (Lyfjaverslun ríkisins)[PDF]

Hrd. 1998:3563 nr. 204/1998[PDF]

Hrd. 1998:3575 nr. 205/1998[PDF]

Hrd. 1998:3587 nr. 206/1998[PDF]

Hrd. 1998:3651 nr. 119/1998[PDF]

Hrd. 1998:3844 nr. 102/1998[PDF]

Hrd. 1998:3857 nr. 151/1998[PDF]

Hrd. 1998:3957 nr. 150/1998[PDF]

Hrd. 1998:4076 nr. 145/1998 (Desemberdómur um stjórn fiskveiða - Valdimarsdómur)[PDF]
Sjávarútvegsráðuneytið synjaði beiðni umsækjanda um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. Vísaði ráðherra á 5. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða sem batt leyfin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Forsenda veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni, og var því þeim hluta umsóknarinnar um sérstakt leyfi jafnframt hafnað.

Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.
Hrd. 1998:4180 nr. 146/1998 (Jöfnunargjald)[PDF]

Hrd. 1998:4374 nr. 122/1998[PDF]

Hrd. 1999:219 nr. 209/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:379 nr. 253/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML][PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:654 nr. 278/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:686 nr. 279/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:877 nr. 71/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:957 nr. 275/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:973 nr. 343/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1080 nr. 254/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1096 nr. 255/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1112 nr. 256/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1280 nr. 441/1998 (Visa Ísland)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1404 nr. 81/1999 (Flutningur sýslumanns)[HTML][PDF]
Sýslumaður var fluttur á milli embætta en kaus að fara á eftirlaun. Litið var svo á að um væri að ræða fleiri kröfur um sama efnið þar sem ein krafan var innifalin í hinni.
Hrd. 1999:1542 nr. 391/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1606 nr. 386/1998 (Síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML][PDF]
Síldarverksmiðjur ríkisins voru einkavæddar, stöður lagðar niður og fengu sumir starfsmenn boð um að flytjast yfir í hið nýja félag. Ágreiningur var um hvort bæta bæri innheimtukostnað starfsmanns við að leita til lögmanns um að innheimta fyrir sig ógreidd biðlaun sem starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á, en engin krafa var gerð um þann innheimtukostnað í kröfugerðinni. Hæstiréttur taldi að framsetning sakarefnisins hefði verið í það miklu ósamræmi að vísa bæri frá því máli frá héraðsdómi.
Hrd. 1999:1617 nr. 387/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML][PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1999:2015 nr. 151/1999 (Táknmálstúlkun)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2076 nr. 266/1998 (Háskólabíó)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2446 nr. 178/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2767 nr. 36/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2794 nr. 450/1998 (Kolbeinsstaðarhreppur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2809 nr. 451/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3009 nr. 304/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3386 nr. 65/1999 (Good Morning America)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3504 nr. 53/1999 (Biðlaunaréttur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3514 nr. 85/1999 (Biðlaunaréttur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3574 nr. 138/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3780 nr. 64/1999 (Bára Siguróladóttir - Búnaðarmálasjóðsgjald II)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3931 nr. 103/1999 (Stjórn Viðlagatryggingar Íslands)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4007 nr. 91/1999 (Landbúnaðargjöld)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4247 nr. 132/1999 (Forstjóri Landmælinga ríkisins - Brottvikning)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML][PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 1999:4906 nr. 332/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:383 nr. 277/1999 (Uppsögn lektors í spænsku við HÍ)[HTML][PDF]
Samkvæmt reglum er giltu á þeim tíma þurfti staðfestingu ráðherra til að ráða starfsfólk. Óheimilt var að segja upp lektornum án staðfestingar ráðherra þar sem ráðherra kom að staðfestingu ráðningar hans.
Hrd. 2000:683 nr. 380/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:897 nr. 310/1999 (Lækur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1056 nr. 378/1999 (Landsbanki Íslands)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1072 nr. 377/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1183 nr. 359/1999 (Jöfnunargjald - Sama sakarefni)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1211 nr. 329/1999 (Jöfnunargjald)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1322 nr. 407/1999 (Brúnir og Tjarnir - Jarðasala I)[HTML][PDF]
Íslenska ríkið seldi tilteknar jarðir til S án auglýsingar. Þ var ekki sáttur við það og sóttist eftir ógildingu sölunnar og útgáfu afsalsins til S. Hæstiréttur nefndi að ákvarðanir stjórnvalda um ráðstafanir á eignum ríkisins gilti meðal annars jafnræðisregla stjórnsýsluréttarins er myndi leiða til þess að auglýsa skyldi fyrirætlaðar sölur á eignum ríkisins til að veita öllum borgurum sama tækifæri til að gera kauptilboð. Hins vegar taldi rétturinn málsástæður í þessu máli ekki nægar ástæður til þess að ógilda gerningana.
Hrd. 2000:1344 nr. 95/2000 (Dýri BA 98)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1353 nr. 435/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1379 nr. 324/1999 (Smyrlaberg - Ákvörðun um innlausn jarðarhluta)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1500 nr. 361/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur)[HTML][PDF]
Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.

Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.

Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Hrd. 2000:1621 nr. 15/2000 (Stjörnugrís I)[HTML][PDF]
Of víðtækt framsal til ráðherra um hvort framkvæmdir þyrftu að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Hrd. 2000:1658 nr. 291/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1811 nr. 152/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1855 nr. 492/1999 (Hundahald)[HTML][PDF]
Samningur var gerður um að greiða fyrir ákveðinn fjölda hunda en sá samningur var ekki gildur þar sem engin lagaheimild var fyrir því að afmarka tiltekinn fjölda hunda.
Hrd. 2000:1874 nr. 473/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2131 nr. 486/1999 (Dómnefnd um lektorsstarf)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML][PDF]
Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.

Hæstiréttur féllst ekki á að í því fælist óheimil mismunun í skilningi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem löggjafanum hafi ekki verið skylt að láta sömu lagareglur gilda um allar greinar landbúnaðar. Þá hafi þeir breytingar sem áttu sér stað verið gerðar í lögmætum tilgangi, til þess fallnar að ná fram ákveðnum markmiðum í sauðfjárrækt og náðu til allra er stunduðu hana.
Hrd. 2000:2301 nr. 70/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2346 nr. 231/2000 (Sveinspróf)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2713 nr. 150/2000 (Lóðir í Hafnarfirði - Kjóahraun)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2922 nr. 124/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2946 nr. 91/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3118 nr. 92/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3239 nr. 178/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3252 nr. 157/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3268 nr. 158/2000 (Sýslumaður)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3428 nr. 99/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3467 nr. 143/2000 (Brunabótafélagið)[HTML][PDF]
Fyrirkomulag var um að félagsmenn í tryggingafélagi myndu eingöngu fá tilbaka það sem þeir lögðu í félagið ef því yrði slitið.
Félagsmaður lést og erfingjar hans kröfðust þess að fá hans hlut í félaginu, en var synjað um það.
Hæstiréttur taldi að eignarhluturinn hefði ekki erfst og hefði fallið til félagsins sjálfs við andlátið.
Hrd. 2000:3521 nr. 236/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3543 nr. 218/2000 (Ísfélagsdómur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3587 nr. 97/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3799 nr. 207/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4016 nr. 295/2000 (L.A. Café)[HTML][PDF]
Veitingastaður sótti um rýmkun á afgreiðslutíma áfengis þar sem slík rýmkun hafi verið almennt leyfð á öðru svæði innan Reykjavíkurborgar. Meiri hluti Hæstaréttar taldi að afmörkun svæðisins sem almenna rýmkunin gilti um væri málefnaleg.
Hrd. 2000:4074 nr. 155/2000 (SR-Mjöl)[HTML][PDF]
Gengið hafði verið frá kaupum SR-Mjöls á skipi og 50% kaupverðsins greitt, en svo voru samþykkt lög á Alþingi er gerðu skipið svo gott sem verðlaust. SR-Mjöl keypti veiðileyfi skips en ekki aflahlutdeildina. Veiðileyfið varð verðlaust. Krafist var ógildingar kaupsamningsins.

Látið þar við sitja að frekari efndir samkvæmt samningnum voru felldar niður, sýknað af endurgreiðslukröfu og aðilarnir látnir bera hallann af lagabreytingunum.
Hrd. 2000:4141 nr. 331/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4261 nr. 430/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4394 nr. 419/2000 (Viðurkenning á faðerni - Sóknaraðild í faðernismáli)[HTML][PDF]
Áður en málið féll höfðu einungis barnið sjálft og móðir þess lagalega heimild til að höfða faðernismál.

Stefnandi var maður sem taldi sig vera föður barns og höfðaði mál til þess að fá það viðurkennt. Hæstiréttur taldi að útilokun hins meinta föður hefði verið brot á stjórnarskrá, og honum því heimilað að sækja málið þrátt fyrir að vera ekki á lista yfir aðila sem gætu sótt slíkt mál samkvæmt almennum landslögum.
Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML][PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:178 nr. 202/2000[HTML]

Hrd. 2001:208 nr. 249/2000 (Lífeyrissjóður bankamanna)[HTML]

Hrd. 2001:229 nr. 250/2000 (Lífeyrissjóður bankamanna)[HTML]

Hrd. 2001:362 nr. 9/2001[HTML]

Hrd. 2001:447 nr. 298/2000 (Hitaveita Stykkishólms - Útboð)[HTML]
Stykkishólmsbær bauð út lagningu hitaveitu og auglýsti hana sem almennt útboð. Níu tilboð komu fram og lagði ráðgjafi fram að lægsta boðinu yrði tekið. Á bæjarstjórnarfundi var hins vegar ákveðið að ganga til samninga við aðila er bauð 27% hærri upphæð í verkið sem þar að auki var með aðsetur í bænum. Réttlætingin fyrir frávikinu var sögð mikilvægi þess að svo stórt verk væri unnið af heimamönnum.

Lægstbjóðandi fór í bótamál við sveitarfélagið og nefndi meðal annars að útboðið hefði ekki verið í samræmi við EES-reglur um útboð. Grundvöllur aðal bótakröfunnar voru efndabætur en varakrafan hljóðaði upp á vangildisbætur. Hæstiréttur féllst á vangildisbætur en nefndi að þótt sjónarmið um staðsetningu þátttakenda í útboði gætu verið málefnaleg þyrfti að líta til þess að það hafi samt sem áður verið auglýst sem almennt útboð og ekkert í henni sem gaf til kynna að sjónarmið sem þessi vægju svo þungt.
Hrd. 2001:1188 nr. 354/2000 (Tolleftirlit með bókasendingum)[HTML]
Hæstiréttur taldi að sú framkvæmd að opna allar fyrirvaralaust og án samþykkis viðtakenda póstsendinga til þess að finna reikninga í pökkum, væri óheimil. Tollyfirvöld sýndu ekki fram á að það hefði verið nauðsynlegt.
Hrd. 2001:1245 nr. 257/2000[HTML]

Hrd. 2001:1368 nr. 377/2000 (Saurbær)[HTML]

Hrd. 2001:1398 nr. 390/2000 (Jarðasala II)[HTML]

Hrd. 2001:1558 nr. 442/2000 (Þórsgata)[HTML]

Hrd. 2001:1647 nr. 132/2001 (Toppfiskur ehf.)[HTML]

Hrd. 2001:1736 nr. 454/2000[HTML]

Hrd. 2001:1744 nr. 124/2001[HTML]

Hrd. 2001:1756 nr. 146/2001 (Haffærnisskírteini)[HTML]

Hrd. 2001:1885 nr. 25/2001 (Sýslumannsflutningur - Tilflutningur í starfi)[HTML]

Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra)[HTML]
Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.

Hæstiréttur taldi að umhverfisráðherra hefði verið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi þar sem álitið sem heilbrigðisnefndin aflaði frá ráðuneytinu hafi verið skrifað í umboði ráðherra og þar af leiðandi falið í sér afstöðu ráðherra sjálfs, óháð því hvort ráðherrann sjálfur hafi kveðið upp úrskurðinn eða starfsmenn þeir sem undirrituðu bréfið.
Hrd. 2001:2245 nr. 67/2001[HTML]

Hrd. 2001:2292 nr. 451/2000[HTML]

Hrd. 2001:2716 nr. 233/2001[HTML]

Hrd. 2001:2789 nr. 267/2001[HTML]

Hrd. 2001:2894 nr. 75/2001[HTML]

Hrd. 2001:2901 nr. 117/2001 (Kaupskylda sveitarstjórnar)[HTML]

Hrd. 2001:3025 nr. 3/2001 (Eystrasalt)[HTML]

Hrd. 2001:3215 nr. 118/2001[HTML]

Hrd. 2001:3434 nr. 277/2001 (Alþýðusamband Íslands)[HTML]
Reynt var á hvort uppbygging Alþýðusambandsins væri slík að hún heimilaði málsókn þess vegna hagsmuna félagsmanna undirfélaga sinna.
Hrd. 2001:3484 nr. 144/2001 (Staðgengilslaun - Skagstrendingur)[HTML]

Hrd. 2001:3514 nr. 267/2001[HTML]

Hrd. 2001:3723 nr. 120/2001 (Landsímamál)[HTML]

Hrd. 2001:3841 nr. 97/2001[HTML]

Hrd. 2001:3950 nr. 418/2001[HTML]

Hrd. 2001:4126 nr. 423/2001 (Mismunun vegna sjómannaafsláttar - Frávísun)[HTML]

Hrd. 2001:4390 nr. 178/2001[HTML]
Íslenska ríkið var krafið um skaðabætur þar sem sakborningur í nauðgunarmáli var ekki í gæsluvarðhald né farbanni eftir rannsókn málsins og þar til tekin var ákvörðun um ákæru. Urðu afleiðingarnar þær að hann fór til Grænlands áður en ákæra og fyrirkall hafði verið birt honum. Tilraun ríkissaksóknara um að fá hann framseldan tókst ekki þannig að hann taldi sig ekki geta aðhafst frekar.

Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms á þeim grundvelli að ákvörðun ríkissaksóknara um að krefjast ekki gæsluvarðhalds eða farbanns sæti ekki endurskoðun dómstóla.
Hrd. 2001:4559 nr. 204/2001 (Lífeyrissjóður sjómanna V)[HTML]

Hrd. 2001:4629 nr. 442/2001[HTML]

Hrd. 2002:274 nr. 314/2001 (Aðstoðarskólastjóri)[HTML]

Hrd. 2002:678 nr. 355/2001 (Tollurinn út fyrir valdmörk sín - Sake)[HTML]
Mjöður hafði verið tollaður sem sósa í mörg ár en hann var áfengur. Lagt var hald á eina sendinguna og óvissa var um hvort álitaefnið ætti heima hjá tollyfirvöldum eða lögreglunni.
Hrd. 2002:697 nr. 304/2001[HTML]

Hrd. 2002:1024 nr. 397/2001 (Minnisblaðsdómur)[HTML]

Hrd. 2002:1418 nr. 156/2002 (Yfirskattanefnd - Virðisaukaskattur - Málshöfðunarfrestur)[HTML]

Hrd. 2002:1485 nr. 461/2001 (Hvíta Ísland)[HTML]

Hrd. 2002:1981 nr. 448/2001 (Íbúðalánasjóður - Langholtsvegur)[HTML]
Íbúðalaunasjóður krafðist nauðungarsölu á íbúð með áhvílandi láni frá þeim. Hann kaupir svo íbúðina á sömu nauðungarsölu á lægra verði. Fólkið sem bjó í íbúðinni vildi kaupa íbúðina á því verði sem hann keypti hana á.
Hrd. 2002:1994 nr. 26/2002[HTML]

Hrd. 2002:2183 nr. 251/2001[HTML]
83ja ára kona seldi spildu úr jörð sinni til G. Börn konunnar riftu samningnum þar sem þau töldu hana ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hún hefði verið að gera. Í málinu var meint vanheilsa hennar ekki sönnuð og því var hún talin hafa verið hæf til að stofna til löggerningsins.
Hrd. 2002:2208 nr. 107/2002[HTML]

Hrd. 2002:2315 nr. 19/2002[HTML]

Hrd. 2002:2855 nr. 310/2002[HTML]

Hrd. 2002:3066 nr. 121/2002 (Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Hrd. 2002:3210 nr. 294/2002[HTML]

Hrd. 2002:3310 nr. 101/2002 (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Hrd. 2002:3373 nr. 157/2002 (Sorpförgun fyrir Varnarliðið)[HTML]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2003:38 nr. 565/2002 (Örorkunefnd)[HTML]

Hrd. 2003:271 nr. 16/2003[HTML]

Hrd. 2003:535 nr. 375/2002[HTML]

Hrd. 2003:567 nr. 384/2002[HTML]

Hrd. 2003:718 nr. 421/2002 (Knattspyrnumót)[HTML]

Hrd. 2003:784 nr. 542/2002 (Einkadans)[HTML]

Hrd. 2003:934 nr. 381/2002 (Snjóflóðahætta - Hnífsdalur)[HTML]
A byggði hús í Hnífsdal í lóð sem hann fékk úthlutaðri árið 1982 og flutti lögheimili sitt þangað árið 1985. Síðar sama ár voru sett lög er kváðu á um gerð snjóflóðahættumats. Slíkt var var gert og mat á þessu svæði staðfest árið 1992, og samkvæmt því var hús A á hættusvæði. Árið 1995 var sett inn heimild í lögin fyrir sveitarstjórnir til að gera tillögu um að kaupa eða flytja eignir á hættusvæðum teldist það hagkvæmara en aðrar varnaraðgerðir ofanflóðasjóðs. Í lögunum var nánar kveðið á um þau viðmið sem ákvarðanir úr greiðslum úr sjóðnum ættu að fara eftir.

Sveitarfélagið gerði kaupsamning við A um kaup á eign hans árið 1996 eftir að tveir lögmenn höfðu metið eignina að beiðni sveitarfélagsins. A og sambýliskona hans settu fyrirvara í kaupsamninginn um endurskoðun kaupverðsins þar sem þau teldu það ekki samræmast ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttarins né jafnræðisreglu hennar. Árið 1998 var gefið út fyrirvaralaust afsal fyrir eigninni og flutti A brott úr sveitarfélaginu.

A taldi að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar fæli í sér að hann hefði átt að fá því sem jafngilti brunabótamati fyrir fasteignina enda hefði hann fengið þá upphæð ef hús hans hefði farist í snjóflóði eða meinað að búa í eigninni sökum snjóflóðahættu. Sveitarfélagið taldi að brunabótamat væri undantekning sem ætti ekki við í þessu máli og að þar sem A flutti brott reyndi ekki á verð á eins eða sambærilegri eign innan sveitarfélagsins, og þar að auki hefði engin sambærileg eign verið til staðar fyrir hann í sveitarfélaginu.

Hæstiréttur nefndi að þótt svo vandað hús hefði ekki verið fáanlegt á þessum tíma voru samt sem áður til sölu sem virtust vera af álíka stærð og gerð. Þá taldi hann að markaðsverð ætti að teljast fullt verð nema sérstaklega stæði á, og nefndi að slíkt hefði komið til greina af A hefði ekki átt kost á að kaupa sambærilega eign innan sveitarfélagsins né byggja nýtt hús fyrir sig og fjölskyldu sína, og því neyðst til að flytja á brott. A þurfti að bera hallan af því að hafa ekki sýnt fram á að slíkar sérstakar aðstæður ættu við í málinu. Staðfesti Hæstiréttur því hinn áfrýjaða sýknudóm.
Hrd. 2003:1024 nr. 72/2003[HTML]

Hrd. 2003:1032 nr. 444/2002 (Smiðjuvegur)[HTML]

Hrd. 2003:1143 nr. 89/2003[HTML]

Hrd. 2003:1176 nr. 473/2002 (Aðgangur - Fagrimúli)[HTML]

Hrd. 2003:1303 nr. 367/2002 (Skeljatangi með bílskúr - Nefndarmenn í úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála)[HTML]

Hrd. 2003:1566 nr. 570/2002[HTML]

Hrd. 2003:2357 nr. 84/2003[HTML]

Hrd. 2003:2970 nr. 520/2002[HTML]

Hrd. 2003:3698 nr. 37/2003 (Grænmetismál)[HTML]

Hrd. 2003:3977 nr. 422/2003[HTML]

Hrd. 2003:4317 nr. 285/2003[HTML]

Hrd. 2003:4366 nr. 145/2003[HTML]

Hrd. 2003:4547 nr. 447/2003[HTML]

Hrd. 2003:4714 nr. 172/2003 (Svipting forsjár barna)[HTML]

Hrd. 2004:104 nr. 469/2003 (Tollstjóri)[HTML]

Hrd. 2004:171 nr. 280/2003 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]

Hrd. 2004:540 nr. 234/2003 (Starfsmaður á Sólheimum)[HTML]
Vistmaður á sambýli réðst á starfsmann en starfsmaðurinn vildi sækja bætur vegna árásarinnar. Gerð var lagaleg krafa um framlagningu kæru en starfsmaðurinn vildi það ekki. Honum var því synjað af bætur af hálfu bótanefndar og sótt hann því dómsmál til að fá ákvörðuninni hnekkt. Eftir höfðun málsins var fjarlægð áðurnefnd lagaleg krafa um kæru og í framhaldinu var dómkrafa starfsmannsins um ógildingu ákvörðunarinnar samþykkt.
Hrd. 2004:584 nr. 490/2003[HTML]

Hrd. 2004:731 nr. 323/2003 (Skífan hf.)[HTML]

Hrd. 2004:850 nr. 334/2003 (Fiskiskip - Stimpilgjald við sölu fiskiskips)[HTML]

Hrd. 2004:879 nr. 347/2003[HTML]

Hrd. 2004:1017 nr. 86/2004[HTML]

Hrd. 2004:1047 nr. 363/2003 (Verðtrygging)[HTML]

Hrd. 2004:1159 nr. 342/2003 (Skagstrendingur hf.)[HTML]
Útgerðarfélag sagði starfsmanni upp og starfsmaðurinn stefndi því þar sem hann taldi að uppsögnin ætti að vera í samræmi við ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hæstiréttur synjaði ósk hans um lögjöfnun á þeim grundvelli að ríkisstarfsmenn njóti slíkra réttinda í skiptum fyrir lægri laun en gengur og gerist á almennum markaði.
Hrd. 2004:1178 nr. 365/2003[HTML]

Hrd. 2004:1718 nr. 341/2003[HTML]

Hrd. 2004:1732 nr. 407/2003[HTML]

Hrd. 2004:2439 nr. 21/2004[HTML]

Hrd. 2004:2578 nr. 27/2004 (Mismunandi flokkar bótaþega samkvæmt almannatryggingalögum)[HTML]

Hrd. 2004:2772 nr. 62/2004 (Þakvirki ehf.)[HTML]

Hrd. 2004:3294 nr. 112/2004[HTML]

Hrd. 2004:3691 nr. 174/2004 (Atlantsskip)[HTML]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML]

Hrd. 2004:4134 nr. 194/2004[HTML]

Hrd. 2004:4339 nr. 220/2004[HTML]

Hrd. 2004:4355 nr. 221/2004 (Loðnuvinnslan)[HTML]

Hrd. 2004:4410 nr. 196/2004 (Ásar í Svínavatnshreppi)[HTML]

Hrd. 2004:4709 nr. 154/2004[HTML]

Hrd. 2004:4816 nr. 465/2004 (Erfðafjárskattur I)[HTML]
Þann 31. mars 2004 voru birt ný lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, er felldu brott eldri lög um erfðafjárskatt, nr. 83/1984. Nýju lögin giltu einvörðungu um skipti á dánarbúum eftir þá er létust 1. apríl 2004 eða síðar. Engan fyrirvara mátti finna um að eldri lögin giltu áfram um skipti einstaklinga er létust fyrir þann dag. Samkvæmt lögunum var erfðafjárskattur lagður á þegar erfðafjárskýrslan væri afhent sýslumanni. Bráðabirgðalög, nr. 15/2004, voru birt þann 20. apríl 2004 þar sem settur var slíkur fyrirvari en þá hafði sýslumaður ekki tekið afstöðu til skýrslunnar.

Í umræddu máli lést arfleifandinn 29. desember 2003, erfingjarnir fengu leyfi til einkaskipta þann 16. febrúar 2004, og var erfðafjárskýrslunni skilað til sýslumanns þann 13. apríl 2004. Meirihluti Hæstaréttar mat það sem svo að engri lagaheimild var til að dreifa til að leggja á erfðafjárskatt þegar umræddri skýrslu var skilað og því þurftu erfingjarnir ekki að greiða neinn erfðafjárskatt af arfinum. Ekki væri hægt að beita ákvæðum bráðabirgðalaganna í málinu þar sem þau höfðu þá ekki tekið gildi.

Í sératkvæði var ekki tekið undir niðurstöðu meirihlutans með vísan til ætlunar löggjafans og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Taldi dómarinn að afnám skattskyldu þyrfti að vera ótvíræð en því væri ekki að dreifa í tilfelli þeirra sem ekki höfðu lokið skiptum við gildistökuna, og með það í huga hefðu eldri lög um erfðafjárskatt eingöngu fallið niður hvað varði búskipti eftir þá sem látist eftir 1. apríl 2004.
Hrd. 2005:268 nr. 514/2004[HTML]

Hrd. 2005:1615 nr. 169/2005[HTML]

Hrd. 2005:2245 nr. 501/2004[HTML]

Hrd. 2005:2503 nr. 20/2005 (Starfsleyfi álvers í Reyðarfirði)[HTML]

Hrd. 2005:2700 nr. 46/2005 (Byggingarleyfi kært eftir að kærufrestur rann út)[HTML]

Hrd. 2005:2925 nr. 312/2005[HTML]

Hrd. 2005:2974 nr. 352/2005[HTML]

Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:3106 nr. 344/2005[HTML]

Hrd. 2005:3380 nr. 51/2005 (Kostnaður vegna skólagöngu fatlaðs barns)[HTML]

Hrd. 2005:3601 nr. 101/2005 (Vatnsendablettur I)[HTML]

Hrd. 2005:4024 nr. 119/2005 (Útreikningur skaðabóta)[HTML]

Hrd. 2005:4599 nr. 459/2005 (Álit um bótaskyldu - Opinber innkaup)[HTML]

Hrd. 2005:4701 nr. 478/2005 (Erfðafjárskattur II)[HTML]

Hrd. 2005:5217 nr. 315/2005 (Iðnaðarmálagjald)[HTML]

Hrd. 2006:1080 nr. 415/2005[HTML]

Hrd. 2006:1257 nr. 440/2005 (Ásar)[HTML]

Hrd. 2006:1850 nr. 471/2005[HTML]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:2705 nr. 36/2006 (Lífeyrir)[HTML]

Hrd. 2006:2894 nr. 8/2006 (Breyting á starfi yfirlæknis)[HTML]

Hrd. 2006:3130 nr. 1/2006[HTML]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML]

Hrd. 2006:3939 nr. 85/2006[HTML]

Hrd. 2006:3963 nr. 133/2006 (Hrunaheiðar)[HTML]

Hrd. 2006:4308 nr. 77/2006[HTML]

Hrd. 2006:4425 nr. 122/2006 (Synjun Mosfellsbæjar á umsókn um byggingarleyfi)[HTML]

Hrd. 2006:4655 nr. 559/2006[HTML]

Hrd. 2006:4891 nr. 195/2006 (Sendiráðsprestur í London)[HTML]

Hrd. 2006:5284 nr. 260/2006 (Skemmtistaður í Þingholtsstræti)[HTML]
Sjónarmið um að ölvað fólk sem er farið út úr veitingastaðnum sé á eigin ábyrgð en Hæstiréttur tók ekki undir það, heldur bæri ábyrgð innan skynsamlegra marka.
Hrd. 2006:5403 nr. 160/2006[HTML]

Hrd. 2006:5662 nr. 339/2006 (Saurbær)[HTML]

Hrd. nr. 661/2006 dags. 23. janúar 2007 (Skattahluti Baugsmálsins - Ríkislögreglustjóri)[HTML]

Hrd. nr. 304/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 445/2006 dags. 8. mars 2007 (Þjóðhildarstígur)[HTML]

Hrd. nr. 373/2006 dags. 15. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 92/2007 dags. 16. mars 2007 (Olíusamráðsdómur - Forstjórar olíufélaga)[HTML]
Forstjórar olíufélaga voru ákærðir. Álitið var að skilin á milli rannsóknar samkeppnisyfirvalda og sakamálarannsóknar lögreglu. Ákærunni var vísað frá dómi þar sem fyrrnefnda rannsóknin var framkvæmd á þeim grundvelli að ákærðu voru neyddir að lögum til að fella á sig sök, sem notað var svo gegn þeim í síðarnefndu rannsókninni. Hæstiréttur taldi þetta leiða til þess að rannsóknin var ónýt að öllu leyti.
Hrd. nr. 498/2006 dags. 29. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 555/2006 dags. 2. apríl 2007[HTML]

Hrd. nr. 647/2006 dags. 10. maí 2007 (Salmann Tamimi gegn Landspítala-háskólasjúkrahúsi - Uppsögn ríkisstarfsmanns)[HTML]
Ríkisstarfsmanni var sagt upp vegna útskiptingar á tölvukerfum og fór hann í mál. Hæstiréttur nefndi að það skipti máli í hvaða starf viðkomandi var ráðinn og ef starfi er skipt út fyrir annað þurfi að kanna hvort finna megi önnur störf innan stjórnvaldsins sem starfsmaðurinn er hæfur til að gegna. Talið var að uppsögnin hafi verið ólögmæt.
Hrd. nr. 419/2006 dags. 7. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 655/2006 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 648/2006 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 5/2007 dags. 14. júní 2007 (Lögreglumaður - Túlkun kjarasamnings)[HTML]
Árið 2004 hafði fallið dómur er staðfesti skilning stéttarfélagsins á túlkun samningsins. Íslenska ríkið leiðrétti í samræmi við þann dóm en greiddi enga dráttarvexti. Lögreglumaður setti fram viðurkenningarkröfu um að íslenska ríkið myndi greiða dráttarvexti af vangoldnum launum hans. Hæstiréttur mat svo að dráttarvextir hefðu átt að greiðast frá gjalddaga hver mánaðarmót af þeirri upphæð sem vangreidd var. Þó lögfræðilegur vafi hafi verið á túlkun viðkomandi kjarasamningsákvæðis var niðurstaðan samt sem áður sú að skilningur íslenska ríkisins laut lægra haldi og gat ekki skýlt sér bak við vanþekkingu sína.
Hrd. nr. 323/2007 dags. 15. ágúst 2007[HTML]

Hrd. nr. 523/2006 dags. 20. september 2007 (Starfsmannaleigur - Impregilo SpA)[HTML]
Spurt var um hver ætti að skila skattinum. Fyrirætlað í lögskýringargögnum en kom ekki fram í lagatextanum, og því ekki hægt að byggja á lagaákvæðinu.
Hrd. nr. 479/2007 dags. 25. september 2007[HTML]

Hrd. nr. 182/2007 dags. 27. september 2007 (Leyfi til námuvinnslu á hafsbotni - Björgun)[HTML]
Árið 1990 fékk félagið Björgun opinbert leyfi til að vinna efni á hafsbotni til 30 ára. Árið 2000 öðluðust svo gildi lög um eignarrétt íslenska ríkisins á hafsbotninum er fólu í sér breytingar á skilyrðum til að fá útgefin eins leyfi og Björgun hafði undir höndum. Með lögunum var almennt orðað bráðabirgðaákvæði um að þáverandi handhafar slíkra leyfa skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku laganna.

Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.

Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML]

Hrd. nr. 79/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. nr. 554/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 548/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 594/2006 dags. 1. nóvember 2007 (Brekkuás)[HTML]

Hrd. nr. 44/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 606/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 157/2007 dags. 29. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 634/2007 dags. 10. desember 2007 (Framsal sakamanns)[HTML]

Hrd. nr. 9/2008 dags. 23. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 181/2007 dags. 24. janúar 2008 (Álftarós)[HTML]

Hrd. nr. 262/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 225/2007 dags. 31. janúar 2008 (Sjúkdómatrygging)[HTML]

Hrd. nr. 21/2008 dags. 8. febrúar 2008 (Ríkislögreglustjóri - Skattrannsóknarstjóri - Skattur)[HTML]
Klofinn dómur.
Rannsókn á stóru og umfangsmiklu máli leiddi til uppgötvana um vantalinn skatt. Lögreglan hafði sent skattayfirvöldum til útreiknings á ætluðum skattaundanskotum. Niðurstaða skattayfirvalda hljóðaði eingöngu upp á tvo einstaklinga en ekki hinn þriðja, en sá þriðji hafði ítrekað synjað um afhendingu gagna. Lögreglan taldi að hinn þriðji ætti að hljóta sömu meðferð og krafðist húsleitarheimildar hjá dómstólum.

Í þessu máli vissi aðgerðarþoli og skattrannsóknarstjóri af beiðninni og kærði hinn síðarnefndi úrskurðinn.
Hrd. nr. 107/2008 dags. 29. febrúar 2008 (Viðurkenning á fyrningu)[HTML]

Hrd. nr. 324/2007 dags. 6. mars 2008 (Afvöxtun)[HTML]

Hrd. nr. 228/2008 dags. 29. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 379/2007 dags. 8. maí 2008 (Sala á Íslenskum aðalverktökum hf.)[HTML]

Hrd. nr. 269/2008 dags. 26. maí 2008[HTML]

Hrd. nr. 397/2007 dags. 19. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 417/2008 dags. 2. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 358/2008 dags. 5. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 430/2007 dags. 18. september 2008 (Hjúkrunarfræðingur á geðsviði)[HTML]
X starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítala Íslands ásamt hjúkrunarfræðingnum Y. Y sakaði X um kynferðislega áreitni utan vinnustaðar og lýsti því yfir að hann væri tilbúinn til þess að færa sig milli deilda.

Yfirmenn X ákváðu að færa X milli deilda gegn vilja hennar vegna ágreiningsins sem ríkti meðal þeirra tveggja og að ágreiningurinn truflaði starfsemina. Landspítalinn hélt því fram að um væri að ræða ákvörðun á grundvelli stjórnunarréttar vinnuveitenda og því ættu reglur stjórnsýsluréttarins ekki við.

Hæstiréttur taldi að ákvörðunin hefði slík áhrif á æru X, réttindi hennar og réttarstöðu hennar að öðru leyti, að hún teldist vera stjórnvaldsákvörðun. Fallist var á kröfu X um ógildingu þeirrar ákvörðunar Landspítalans um að flytja hana úr starfi milli deilda og greiðslu miskabóta.
Hrd. nr. 550/2006 dags. 18. september 2008 (Faxaflóahafnir)[HTML]
Aðili taldi að Faxaflóahöfnum hafi verið óheimilt að setja áfenga og óáfenga drykki í mismunandi gjaldflokka vörugjalds hafnarinnar og höfðaði mál á grundvelli meints brots á jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 65. gr. stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur leit svo á að áfengar og óáfengar drykkjarvörur væru eðlisólíkar og því ekki um sambærilegar vörur að ræða, og hafnaði því þeirri málsástæðu.
Hrd. nr. 484/2007 dags. 25. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 640/2007 dags. 2. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 550/2007 dags. 2. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 106/2008 dags. 16. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 491/2007 dags. 23. október 2008 (Áfengisauglýsingabann II)[HTML]

Hrd. nr. 236/2008 dags. 30. október 2008 (Þvagsýnataka í fangaklefa - Þvagleggur)[HTML]
Lögreglan var álitin hafa ráðist í lítilsvirðandi rannsóknaraðgerð án þess að hún hefði haft úrslitaþýðingu í málinu. Var því um að ræða brot á meðalhófsreglu 3. mgr. 53. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og 13. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996.
Hrd. nr. 143/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Áfengisauglýsing II)[HTML]

Hrd. nr. 32/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Viðbygging ofan á hús - Suðurhús - Brottflutningur I)[HTML]

Hrd. nr. 187/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 181/2008 dags. 4. desember 2008 (Lóðarúthlutun í Kópavogi)[HTML]

Hrd. nr. 152/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 234/2008 dags. 18. desember 2008 (Virðisaukaskattskuld)[HTML]

Hrd. nr. 427/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 2/2009 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 62/2009 dags. 23. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 84/2009 dags. 4. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 460/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 352/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 218/2008 dags. 19. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 444/2008 dags. 7. apríl 2009 (Sumarhús af sameiginlegri lóð - Miðengi - Sunnuhvoll II)[HTML]

Hrd. nr. 536/2008 dags. 7. apríl 2009[HTML]

Hrd. nr. 649/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Hrd. nr. 346/2008 dags. 14. maí 2009 (Veghelgunarsvæði - Vegalagning um Norðurárdal í Skagafirði)[HTML]

Hrd. nr. 102/2009 dags. 24. september 2009 (Brú á Jökuldal)[HTML]

Hrd. nr. 596/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Hrd. nr. 35/2009 dags. 8. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML]

Hrd. nr. 291/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 228/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 69/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 600/2009 dags. 25. nóvember 2009 (Skjöl á erlendu tungumáli)[HTML]
Héraðsdómur vísaði frá máli 27 erlendra banka gegn Seðlabanka Íslands, og var ein af mörgum frávísunarástæðum sú að stefnendur málsins hafi lagt fram átján skjöl á erlendum tungumálum án þýðinga á íslensku. Hæstiréttur staðfesti hinn kærða úrskurð héraðsdóms af þessari og fleirum ástæðum, og staðhæfði þar að auki að framlagning skjala á íslensku væri meginreglan en að þýða þurfi þá hluta sem byggt væri á eða sérstaklega vísað til í málinu nema dómarinn telji sér fært að þýða það.
Hrd. nr. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML]

Hrd. nr. 663/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 665/2008 dags. 17. desember 2009 (Gildi lífeyrissjóður)[HTML]
Á þeim tíma þurfti ráðherra að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða væru réttar (þ.e. færu að lögum og reglur, jafnræði, eignarrétt, og þvíumlíkt). Í stjórn sjóðsins sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og kom ráðuneytisstjórinn ekki að málinu innan ráðuneytisins og vék því ekki af fundi þegar ráðherra undirritaði breytinguna. Hæstiréttur taldi að ráðuneytisstjórinn hefði ekki verið vanhæfur.
Hrd. nr. 166/2009 dags. 14. janúar 2010 (Starfsmannaleiga)[HTML]
Fyrirtækið S var ráðið til að setja upp loftræstikerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2000. S fékk portúgalska fyrirtækið M sem undirverktaka sem myndi útvega þjónustu starfsmanna. Fyrirtækið M sæi síðan um launagreiðslur til starfsmannanna sem það útvegaði. Skattstjórinn taldi að umræddir starfsmenn fyrirtækisins M bæru skattskyldu hér á landi og því bæri S að halda eftir staðgreiðslu af launum þeirra.

Hæstiréttur taldi að fyrirtækið M væri launagreiðandinn en ekki S. Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Portúgals hafði verið undirritaður var 2. ágúst 1999 og var gildistaka hans auglýst af utanríkisráðuneytinu 31. maí 2002, en hann var ekki auglýstur í C-deild Stjórnartíðinda fyrr en 18. desember 2003. Mat Hæstiréttur því sem svo að hin takmarkaða skattskylda M hefði fallið niður frá ársbyrjun 2003 þó birtingu hans hafi skort á þeim tíma. Úrskurður skattstjóra var því ógiltur.
Hrd. nr. 350/2009 dags. 14. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 230/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 143/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 277/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 370/2009 dags. 11. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 378/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 409/2009 dags. 25. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. nr. 184/2010 dags. 2. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 198/2009 dags. 3. júní 2010 (Ölfus- og Selvogsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 184/2009 dags. 3. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 14/2010 dags. 3. júní 2010 (Hvíldartími ökumanna II)[HTML]

Hrd. nr. 266/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 436/2010 dags. 19. júlí 2010 (Aðalskipulag Flóahrepps - Urriðafossvirkjun - Flýtimeðferð)[HTML]

Hrd. nr. 384/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 473/2009 dags. 16. september 2010 (Krepputunga)[HTML]

Hrd. nr. 722/2009 dags. 7. október 2010 (Hvammur)[HTML]

Hrd. nr. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML]

Hrd. nr. 723/2009 dags. 7. október 2010 (Laxárdalur)[HTML]

Hrd. nr. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi)[HTML]

Hrd. nr. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML]

Hrd. nr. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 750/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. nr. 151/2010 dags. 11. nóvember 2010 (Lóðaskil í Reykjavíkurborg - Hádegismóar)[HTML]
Hugar ehf. hafði fengið úthlutað lóð til atvinnustarfsemi frá Reykjavíkurborg og átti þess í stað að greiða gatnagerðargjald og kaupverð byggingarréttarins. Fyrirtækið krafðist í kjölfar efnahagshrunsins 2008 að skila lóðinni gegn endurgreiðslu en þá hafði Reykjavíkurborg breytt stjórnsýsluframkvæmd sinni og byrjað að neita að taka aftur við lóðum í ljósi skipulagsmarkmiða og að ólíklegt væri að sóst yrði um úthlutun á þeim lóðum sem yrði skilað.

Dómurinn er til marks um þá meginreglu að óheimilt væri að breyta langvarandi og kunnri stjórnsýsluframkvæmd með íþyngjandi hætti gagnvart almenningi einvörðungu á þeim grundvelli að málefnalegar ástæður liggi þar fyrir, heldur verði að taka formlega ákvörðun þar að lútandi þannig að aðilar sem eigi hagsmuna að niðurstöðunni geti gætt hagsmuna sinna.

Þrátt fyrir þetta synjaði Hæstiréttur málsástæðu fyrirtækisins um að venja hefði myndast um endurgreiðslu gjaldanna af hálfu Reykjavíkurborgar vegna skila á atvinnuhúsalóðum þar sem ekki hefði verið nóg að benda á fáein tilvik því til stuðnings.
Hrd. nr. 768/2009 dags. 11. nóvember 2010 (Almenningsskógar Álftaneshrepps)[HTML]

Hrd. nr. 188/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 274/2010 dags. 25. nóvember 2010 (Greiðsluaðlögun - Kröfuábyrgð - Sparisjóður Vestmannaeyja)[HTML]
Þann 1. apríl 2009 tóku í gildi breytingarlög, nr. 24/2009, er breyttu gildandi lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991 til að innleiða úrræði um greiðsluaðlögun. Alþingi samþykkti jafnframt annað frumvarp til laga um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009, er höfðu þau áhrif að nauðasamningar og aðrar eftirgjafir, þ.m.t. nauðasamningar til greiðsluaðlögunar er kváðu á um lækkun krafna á hendur lántaka hafa sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmönnum. Það frumvarp var samþykkt á sama degi og frumvarp til breytingarlaganna en tók gildi 4. apríl það ár.

D fékk staðfestan nauðasamning til greiðsluaðlögunar með úrskurði héraðsdóms þann 15. september 2009. Í þeim nauðasamningi voru samningskröfur gefnar eftir að fullu. S, einn lánadrottna D, stefndi B og C til innheimtu á sjálfskuldarábyrgð þeirra fyrir skuld D gagnvart S. Málatilbúnaður B og C í málinu var á þá leið að þrátt fyrir að ákvæði laga um ábyrgðarmenn stönguðust á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar yrði afleiðingin ekki sú að S gæti gengið á ábyrgðina, heldur yrði íslenska ríkið bótaskylt gagnvart S vegna tjóns sem S yrði fyrir sökum skerðingarinnar.

Að mati Hæstaréttar var um að ræða afturvirka og íþyngjandi skerðingu á kröfuréttindum sem yrði ekki skert án bóta. Forsendurnar fyrir niðurfellingunni í löggjöfinni voru þar af leiðandi brostnar og því ekki hægt að beita henni. Af þeirri ástæðu staðfesti Hæstiréttur kröfu S um að B og C greiddu sér umkrafða fjárhæð.
Hrd. nr. 656/2010 dags. 7. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 80/2010 dags. 9. desember 2010 (Kiðjaberg - Brottflutningur mannvirkis)[HTML]

Hrd. nr. 76/2010 dags. 9. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 212/2010 dags. 20. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 688/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 579/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Flóahreppur - Urriðafossvirkjun)[HTML]

Hrd. nr. 114/2011 dags. 21. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 187/2011 dags. 11. apríl 2011 (HOB-vín)[HTML]

Hrd. nr. 199/2011 dags. 11. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 412/2010 dags. 14. apríl 2011 (Bótaábyrgð ráðherra vegna dómaraskipunar)[HTML]
Sérstök dómnefnd hafði farið yfir umsóknir um skipun í embætti héraðsdómara og flokkaði þrjá efstu umsækjendurna sem hæfustu. Aðili sem raðaðist í 5. sæti í röð dómnefndarinnar hafði verið aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er fór með skipunarvaldið. Ad hoc ráðherra var svo settur yfir málið og vék frá niðurstöðu dómnefndarinnar með því að skipa þann aðila.

Einn af þeim sem dómnefndin hafði sett í flokk hæfustu fór svo í bótamál gegn ríkinu og ad hoc ráðherrann sjálfan. Hæstiréttur sýknaði aðila af kröfunni um fjárhagstjón þar sem umsækjandinn hafði ekki sannað að hann hefði hlotið stöðuna þótt ákvörðun ad hoc ráðherrans hefði verið í samræmi við niðurstöðu dómnefndarinnar. Hins vegar taldi Hæstiréttur að bæði ad hoc ráðherrann og íslenska ríkið bæru sameiginlega miskabótaábyrgð með því að fara framhjá honum á listanum og velja umsækjanda sem var neðar á lista dómnefndarinnar.
Hrd. nr. 177/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 473/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML]

Hrd. nr. 474/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML]

Hrd. nr. 475/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML]

Hrd. nr. 488/2011 dags. 23. ágúst 2011[HTML]

Hrd. nr. 293/2010 dags. 22. september 2011 (Þorvaldsstaðir og Hamar)[HTML]

Hrd. nr. 294/2010 dags. 22. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll)[HTML]

Hrd. nr. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll)[HTML]

Hrd. nr. 75/2011 dags. 29. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 241/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 706/2010 dags. 20. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 277/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 13/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 247/2011 dags. 1. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 116/2011 dags. 1. desember 2011 (Vélar og verkfæri ehf.)[HTML]
Vélar og verkfæri kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar, sem taldi svo að endurskilgreina þyrfti svo markaðinn. Hæstiréttur taldi að ákvörðun lægra setta stjórnvaldsins raknaði með ógildingu hins æðra.
Hrd. nr. 242/2011 dags. 8. desember 2011 (Ákvörðun árslauna til hjúkrunarfræðings í endurupptökumáli)[HTML]

Hrd. nr. 629/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 205/2011 dags. 9. febrúar 2012 (Icelandair – Lækkun sektar vegna samkeppnislagabrota)[HTML]

Hrd. nr. 525/2011 dags. 23. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 482/2011 dags. 1. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 389/2011 dags. 8. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 541/2011 dags. 15. mars 2012 (Lögboðinn hvíldartími III)[HTML]

Hrd. nr. 623/2011 dags. 22. mars 2012 (Líkamshiti)[HTML]

Hrd. nr. 263/2011 dags. 26. apríl 2012 (Skattlagning aflamarks)[HTML]

Hrd. nr. 211/2012 dags. 27. apríl 2012 (Systir ekki aðili)[HTML]
Til marks um það að systkini geta ekki höfðað mál til þess að ógilda faðernisviðurkenningar vegna faðernis systkina sinna.
Hrd. nr. 231/2012 dags. 27. apríl 2012[HTML]

Hrd. nr. 272/2012 dags. 7. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 593/2011 dags. 16. maí 2012 (Fjármálaeftirlitið)[HTML]
Fjármálaeftirlitið taldi að aðildar féllu undir a-lið reglugerðarákvæðis. Fyrir dómi taldi það að aðilinn félli undir b-lið þess.
Hrd. nr. 404/2011 dags. 31. maí 2012 (Ráðstöfun byggingarréttar)[HTML]

Hrd. nr. 369/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 391/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 535/2011 dags. 7. júní 2012 (Skil á lóð til Reykjavíkurborgar)[HTML]
Dómurinn er dæmi um réttarframkvæmd þar sem krafist er þess að hver sem vill bera fyrir sig venju þurfi að leiða tilvist og efni hennar í ljós. Í málinu tókst ekki að sýna fram á að það hafi verið venjuhelguð framkvæmd að hægt væri að skila lóðum til Reykjavíkurborgar með einhliða gjörningi lóðarhafa og fengið endurgreiðslu á lóðargjöldum.
Hrd. nr. 394/2012 dags. 14. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 551/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 506/2012 dags. 6. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML]

Hrd. nr. 350/2011 dags. 27. september 2012 (Hofsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 624/2012 dags. 26. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 277/2012 dags. 8. nóvember 2012 (Stjörnugríssamruni)[HTML]

Hrd. nr. 547/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 137/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús - Brottflutningur II)[HTML]

Hrd. nr. 138/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús II - Brottflutningur II)[HTML]

Hrd. nr. 177/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Krókabátur og kvótaálag - Vinnslustöðin)[HTML]

Hrd. nr. 249/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 218/2012 dags. 6. desember 2012 (Samruni fyrirtækja)[HTML]
Átt að sekta Símann fyrir að brjóta gegn tveimur skilyrðum sem samkeppnisyfirvöld settu vegna samruna. Talið var að um væri að ræða skýrt brot gegn öðru skilyrðinu en hitt var svo óskýrt að það væri ónothæft sem sektargrundvöllur.
Hrd. nr. 153/2012 dags. 6. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 352/2012 dags. 31. janúar 2013 (LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Hrd. nr. 416/2012 dags. 31. janúar 2013 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML]

Hrd. nr. 437/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 439/2012 dags. 7. febrúar 2013 (Skipulagsvald sveitarfélags - Borgarholtsbraut)[HTML]
Maður vildi breyta aðkomu að eign sinni og var synjað af Kópavogsbæ. Hæstiréttur taldi sig ekki geta ógilt þá synjun.
Hrd. nr. 74/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 65/2013 dags. 11. febrúar 2013 (Fæðubótarefni - Beis ehf. gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 433/2011 dags. 21. febrúar 2013 (Steinvarartunga)[HTML]

Hrd. nr. 118/2013 dags. 25. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 432/2011 dags. 28. febrúar 2013 (Þorbrandsstaðatungur)[HTML]

Hrd. nr. 555/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 355/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML]

Hrd. nr. 182/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 614/2012 dags. 18. apríl 2013 (Lóðir í Reykjavík)[HTML]

Hrd. nr. 615/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 616/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 678/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 281/2013 dags. 14. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 283/2013 dags. 14. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 282/2013 dags. 14. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 276/2013 dags. 14. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 275/2013 dags. 14. maí 2013 (Stefnubirting á Spáni)[HTML]

Hrd. nr. 277/2013 dags. 14. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 26/2013 dags. 23. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML]

Hrd. nr. 488/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 497/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 472/2013 dags. 16. september 2013 (Sérstakar húsaleigubætur)[HTML]

Hrd. nr. 411/2012 dags. 26. september 2013 (Þingeyjarsveit)[HTML]

Hrd. nr. 142/2013 dags. 3. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML]

Hrd. nr. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML]

Hrd. nr. 366/2013 dags. 17. október 2013 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML]

Hrd. nr. 286/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 546/2012 dags. 28. nóvember 2013 (Eyvindarstaðaheiði)[HTML]

Hrd. nr. 333/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 752/2013 dags. 6. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 394/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 191/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 529/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 323/2013 dags. 23. janúar 2014 (Skattalagabrot)[HTML]

Hrd. nr. 805/2013 dags. 10. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 3/2014 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 603/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Krafa fyrri bréferfingja)[HTML]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.

Erfingjarnir eiga ekki að endurgreiða það sem var umfram, þrátt fyrir að talsverður munur hafi verið milli fjárhæðanna.
Hrd. nr. 576/2013 dags. 20. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 642/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Skjaldberg)[HTML]

Hrd. nr. 643/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 651/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 161/2014 dags. 13. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML]

Hrd. nr. 802/2013 dags. 10. apríl 2014 (Landspildur á Vatnsendabletti)[HTML]

Hrd. nr. 593/2013 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 774/2013 dags. 12. júní 2014 (Lóð í Þormóðsdal)[HTML]

Hrd. nr. 460/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 591/2014 dags. 17. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur)[HTML]

Hrd. nr. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. nr. 149/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 111/2014 dags. 9. október 2014 (Vífilfell)[HTML]
Deilt var um hvort kolsýrðir drykkir teldust til vatnsdrykkja og taldi Vífillfell það ekki nógu vel rannsakað. Fyrir Hæstarétti byrjaði Samkeppniseftirlitið að koma með nýjar málsástæður og málsgögn. Hæstiréttur taldi að ekki væri horft á gögn sem voru ekki til fyrir.
Hrd. nr. 115/2014 dags. 16. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 141/2014 dags. 23. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 694/2014 dags. 4. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 236/2014 dags. 4. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 389/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 370/2014 dags. 15. janúar 2015 (Hringiðan ehf.)[HTML]

Hrd. nr. 12/2015 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 46/2015 dags. 2. febrúar 2015 (Gjald vegna skipunar tveggja sérfræðinga til að hafa sértækt eftirlit með rekstri hans)[HTML]

Hrd. nr. 77/2015 dags. 4. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 381/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 149/2015 dags. 10. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 592/2014 dags. 19. mars 2015 (Veitingaleyfi)[HTML]

Hrd. nr. 588/2014 dags. 7. maí 2015 (Einelti af hálfu slökkviliðsstjóra)[HTML]

Hrd. nr. 585/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 742/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 822/2014 dags. 18. júní 2015 (Isavia ohf.)[HTML]
Á höfðaði skaðabótamál gegn Isavia ohf. vegna brottreksturs hans úr starfsþjálfun til flugumferðarstjóra, sem Isavia sá um. Með lögum nr. 102/2006 var ríkisstjórninni heimilt að stofna það hlutafélag sem stefnt er í þessu máli og öðlaðist það félag ýmsar lagaheimildir til að annast tilteknar skyldur Flugmálastjórnar Íslands, þar á meðal umrædda starfsþjálfun. Leit Hæstiréttur svo á að ákvæði stjórnsýslulaga giltu um þær ákvarðanir innan þess verksviðs enda hefðu starfsmenn stjórnsýslunnar þurft að fylgja þeim hefði ákvörðunin verið tekin þar. Sökum skilmálana er giltu um námið var ekki talið að hann ætti rétt á bótum vegna fjártjóns en hins vegar voru dæmdar miskabætur.
Hrd. nr. 467/2015 dags. 13. ágúst 2015 (Verkfallsmál)[HTML]

Hrd. nr. 520/2015 dags. 20. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 516/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 51/2015 dags. 10. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 28/2015 dags. 10. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 26/2015 dags. 24. september 2015 (Tollafgreiðsla flugvélar)[HTML]

Hrd. nr. 49/2015 dags. 24. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 22/2015 dags. 8. október 2015 (Þjóðskrá - Skráning og mat vatnsréttinda - Jökulsá á Dal)[HTML]
Sveitarfélagið tók upp á því að vatnsréttindi yrðu skráð sérstaklega en það vildi Landsvirkjun ekki. Fallist var á sjónarmið sveitarfélagsins á stjórnsýslustigi. Landsvirkjun hélt því fram að það hefði ekki verið gert með þessum hætti. Ekki var talið að komin hefði verið á stjórnsýsluframkvæmd hvað þetta varðaði.
Hrd. nr. 707/2015 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 229/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Erfingjar sjálfskuldarábyrgðarmanns - Námslán)[HTML]
SH gekkst í sjálfskuldarábyrgð fyrir námslánum annars aðila en hann lést síðan. Um mánuði eftir andlátið hætti lánþeginn að greiða af láninu. Síðar sama ár var veitt leyfi til einkaskipta á búinu. Um tveimur árum eftir andlát SH tilkynnti lánveitandinn lánþeganum að öll skuldin hefði verið gjaldfelld vegna verulegra vanskila. Erfingjar SH bæru sem erfingjar dánarbús hans óskipta ábyrgð á umræddri skuld.

Í málinu var deilt um það hvort erfingjarnir hafi gengist undir skuldina. Erfingjarnir báru fyrir sig að hún hefði fallið niður við andlát sjálfskuldarábyrgðarmannsins, lögjafnað frá ákvæði er kvæði um niðurfellingu hennar við andlát lánþegans. Hæstiréttur synjaði þeirri málsástæðu á þeim forsendum að með sjálfskuldarábyrgðinni á námslánunum hefðu stofnast tryggingarréttindi í formi persónulegra skuldbindinga sem nytu verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, er kæmi bæði í veg fyrir að ákvæðið væri túlkað rýmra en leiddi af því í bókstaflegum skilningi orðanna og að beitt yrði lögjöfnun með þessum hætti.

Þá var jafnframt hafnað málsástæðu um ógildingu á grundvelli 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936.
Hrd. nr. 217/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 352/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 351/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. nr. 461/2015 dags. 28. janúar 2016 (Halldór fiskvinnsla)[HTML]

Hrd. nr. 12/2016 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 320/2015 dags. 4. febrúar 2016 (Óhefðbundin sambúð - Gjöf við slit - Skattlögð gjöf)[HTML]
Skattamál. Ríkið var í máli við K.
Eiginmaður K, M, var breskur ríkisborgari.
Þau eignuðust barn en ekki löngu eftir það slíta þau sambúðinni.
M keypti fasteign sem K bjó í ásamt barni þeirra.
Gerðu samning um að K myndi halda íbúðinni og fengi 40 milljónir að auki, en M héldi eftir öllum öðrum eignum. M var sterkefnaður.
Skatturinn krefst síðan tekjuskatts af öllum gjöfunum.
Niðurstaðan var sú að K þurfti að greiða tekjuskatt af öllu saman.

Málið er sérstakt hvað varðar svona aðstæður sambúðarslita. Skatturinn lítur venjulega framhjá þessu.
Hrd. nr. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 277/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 157/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 397/2015 dags. 18. febrúar 2016 (Lóðaskil í Hafnarfirði)[HTML]
Engin stjórnsýsluframkvæmd var fyrir hendi um að lóðum hafi verið skilað.
Hrd. nr. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 375/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 477/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Harpa-tónlistarhús)[HTML]
Harpa kvartaði undan háum fasteignagjöldum. Snerist um það hvort að aðferðin sem beitt væri við fasteignamatið væri rétt. Harpa taldi aðferðina ranga og fór með sigur á hólmi í málinu.
Hrd. nr. 506/2015 dags. 22. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 225/2016 dags. 29. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.
Hrd. nr. 512/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.

Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.

Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna.

Hrd. nr. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 597/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 595/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 661/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 728/2015 dags. 16. júní 2016 (Húsaleigubætur vegna leigu íbúðar af Brynju, hússjóði ÖBÍ)[HTML]

Hrd. nr. 816/2015 dags. 15. september 2016 (Loforð fjármálaráðherra um endurgreiðslu skatts)[HTML]

Hrd. nr. 528/2016 dags. 16. september 2016 (365 miðlar ehf.)[HTML]

Hrd. nr. 850/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 828/2015 dags. 13. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 20/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 845/2015 dags. 27. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML]

Hrd. nr. 323/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Skíðadalsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 80/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 212/2016 dags. 15. desember 2016 (Íslandsstofa)[HTML]
Íslandsstofa stofnaði til útboðs um rammasamning. Hæstiréttur taldi hana bundna af meginreglum stjórnsýsluréttar þar sem hún var (þá) ótvírætt stjórnvald í skilningi íslenskra laga.
Hrd. nr. 826/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 808/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 331/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 250/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Bjargráðasjóður - Stjörnugrís III)[HTML]
Einstaklingur sem þurfti að borga búnaðargjald (vegna landbúnaðarstarfsemi) vildi fá það endurgreitt. Það gjald hafði runnið til Svínaræktarfélags Íslands, Bændasamtakanna og Bjargráðasjóðs. Vildi einstaklingurinn meina að með skyldu til greiðslu gjaldanna til þessara einkaaðila sé verið að greiða félagsgjald. Hæstiréttur nefndi að í tilviki Bjargráðasjóðs að sökum hlutverks sjóðsins og að stjórn sjóðsins væri skipuð af ráðherra yrði að líta til þess að sjóðurinn væri stjórnvald, og því væri um skatt að ræða.
Hrd. nr. 273/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 242/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Innnes ehf. I)[HTML]

Hrd. nr. 241/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Dalsnes)[HTML]
Krafan um viðbótargreiðslu samsvaraði 15% af tekjum eins árs hjá lántaka og 10% af eigin fé hans. Fallist var á hana.
Hrd. nr. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 15/2017 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 417/2016 dags. 9. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 147/2017 dags. 21. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 213/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 318/2016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML]

Hrd. nr. 563/2016 dags. 18. maí 2017 (Kjötbökumálið)[HTML]
Matvælastofnun hafði keypt eina pakkningu af kjötbökum til rannsóknar og fann ekkert nautakjöt í bökunni. Fyrirtækið var beitt viðurlögum og birti Matvælastofnun tilkynningu um það á vefsíðu sinni.

Fyrirtækið fór í mál. Hæstiréttur vísaði til þess að með reglugerð var búið að ákveða að heilbrigðiseftirlitið hefði þurft að birta slíkar upplýsingar og brast því Matvælastofnun heimild til þess.
Hrd. nr. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML]

Hrd. nr. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML]

Hrd. nr. 485/2016 dags. 1. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 624/2016 dags. 8. júní 2017 (101 Skuggahverfi)[HTML]

Hrd. nr. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML]

Hrd. nr. 619/2016 dags. 21. september 2017[HTML]

Hrd. nr. 93/2017 dags. 28. september 2017 (Djúpidalur)[HTML]

Hrd. nr. 94/2017 dags. 28. september 2017 (Hvassafell)[HTML]

Hrd. nr. 555/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 634/2016 dags. 12. október 2017 (Hálönd við Akureyri)[HTML]

Hrd. nr. 684/2016 dags. 19. október 2017 (Kostnaður vegna málsmeðferðar í umhverfisráðuneytinu)[HTML]

Hrd. nr. 372/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 643/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 644/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 645/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 718/2016 dags. 7. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 415/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML]

Hrd. nr. 577/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML]

Hrd. nr. 591/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML]

Hrd. nr. 592/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML]

Hrd. nr. 666/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 667/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 804/2016 dags. 25. janúar 2018 (Lóð við Reykjaneshöfn)[HTML]

Hrd. nr. 77/2017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 120/2017 dags. 15. febrúar 2018 (Mamma veit best)[HTML]
Ágreiningur var um rétta tollflokkun tiltekinnar vöru. Dómari í héraði sýknaði af kröfu byggt á niðurstöðu eigin Google-leitar er leiddi á upplýsingar um vöruna á vef framleiðanda vörunnar og nefndi að þessar upplýsingar voru öllum aðgengilegar. Hæstiréttur ómerkti niðurstöðuna þar sem hann taldi það ekki heimilt.
Hrd. nr. 158/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 218/2017 dags. 15. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 287/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 418/2017 dags. 3. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 472/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 578/2017 dags. 7. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 755/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 11/2018 dags. 20. september 2018[HTML]

Hrd. nr. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML]

Hrd. nr. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML]

Hrd. nr. 656/2017 dags. 4. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 816/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 614/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 25/2017 dags. 18. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 735/2017 dags. 1. nóvember 2018 (Fögrusalir)[HTML]

Hrd. nr. 385/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML]

Hrd. nr. 842/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 576/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 857/2017 dags. 6. desember 2018 (Zoe)[HTML]
Foreldrar barns kröfðust þess að úrskurður mannanafnanefndar um að synja barninu um að heita Zoe yrði ógiltur, og einnig viðurkenningu um að barnið mætti heita það. Úrskurðurinn byggði á því að ekki mætti rita nöfn með zetu. Hæstiréttur vísaði til reglugerðar þar sem heimilt var að rita mannanöfn með zetu. Hæstiréttur ógilti úrskurð mannanafnanefndar en vísaði frá viðurkenningarkröfunni.

Eftir málslokin komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að hún mætti heita Zoe.
Hrd. nr. 12/2019 dags. 19. mars 2019 (Tekjutengdar greiðslur)[HTML]

Hrá. nr. 2019-130 dags. 6. maí 2019[HTML]

Hrd. nr. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML]
Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.

Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Meiri hlutinn taldi að hér væri um að ræða of víðtækt framsal valds og féllst því á kröfu sveitarfélagsins. Ágreiningurinn milli meiri og minni hluta virðist felast í því hversu strangar kröfur þarf að gera til slíks framsals.
Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML]

Hrá. nr. 2019-228 dags. 12. ágúst 2019[HTML]

Hrd. nr. 21/2019 dags. 30. október 2019[HTML]
F skilaði inn umsókn um leyfi til að taka barn í fóstur. Barnaverndarstofa synjaði umsókninni án þess að bjóða henni að taka námskeið þar sem hæfi hennar yrði metið, á þeim grundvelli að það væri tilhæfulaust sökum ástands hennar. Hæstiréttur taldi að synjun umsóknar F á þessu stigi hefði verið brot á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins.
Hrá. nr. 2019-300 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Hrd. nr. 40/2019 dags. 16. desember 2019[HTML]

Hrd. nr. 41/2019 dags. 22. janúar 2020 (Niðurrif á friðuðu húsi)[HTML]
Fólk höfðaði mál gegn Hafnarfjarðarbæ um að fá tiltekið deiliskipulag fellt niður þar sem þau vildu rífa niður hús og byggja annað í staðinn. Minjastofnun féllst á það með skilyrði um að nýja húsið félli að götumyndinni. Hæstiréttur taldi skilyrðið ólögmætt þar sem Minjastofnun var ekki lagalega heimilt að setja skilyrði um nýja húsið.
Hrá. nr. 2020-98 dags. 27. apríl 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-97 dags. 27. apríl 2020[HTML]

Hrd. nr. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML]

Hrd. nr. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 17/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 18/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 27/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 17/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Hrd. nr. 41/2020 dags. 13. október 2021[HTML]

Hrd. nr. 22/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrá. nr. 2022-11 dags. 4. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-10 dags. 4. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-9 dags. 4. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-20 dags. 21. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-28 dags. 31. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-46 dags. 3. maí 2022[HTML]

Hrd. nr. 3/2022 dags. 1. júní 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-103 dags. 5. september 2022[HTML]

Hrd. nr. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-134 dags. 21. desember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2023-20 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-17 dags. 13. mars 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-21 dags. 24. mars 2023[HTML]

Hrd. nr. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrd. nr. 50/2022 dags. 31. maí 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-74 dags. 26. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrd. nr. 19/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrá. nr. 2024-1 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-3 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Hrd. nr. 30/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 23/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 22/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 21/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 20/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-69 dags. 2. júlí 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-103 dags. 9. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 39/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 12/2024 dags. 23. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 19/2024 dags. 4. desember 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-142 dags. 10. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 25/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML]

Hrd. nr. 34/2024 dags. 26. mars 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-49 dags. 13. maí 2025[HTML]

Hrd. nr. 56/2024 dags. 21. maí 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-78 dags. 24. júní 2025[HTML]

Hrd. nr. 56/2025 dags. 27. október 2025[HTML]

Hrd. nr. 9/2025 dags. 18. nóvember 2025[HTML]

Hrd. nr. 10/2025 dags. 24. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. nóvember 2012 (Hafnarnes Ver hf., kærir ákvörðun Fiskistofu dags. um að synja félaginu um leyfi til endurvigtunar á afla skv. reglugerð nr. 224/2006 um vigtun og skráningu sjávarafla, með áorðnum breytingum.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. febrúar 2013 (Umsókn um innflutning á hundi frá Lettlandi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2013 (Eignarhald á 35 lambskrokkum af 42)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2013 (Eignarhald á 7 lambskrokkum af 42)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 29. október 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 1/2013 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember 2013 (Veiðifélag Mývatns kærir ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 26. apríl 2013, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun styrks úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2013.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 8. október 2014[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. janúar 2015 (Hafey SK-10, (7143), kærir ákvörðun Fiskistofu dags. 4. september 2014 um að svipta bátinn Hafeyju SK -10 (7143) leyfi til grásleppuveiða í eina viku frá útgáfudegi næsta veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. júlí 2015 (Úrskurður í máli Önundar ehf. vegna úthlutunar byggðakvóta í Norðurþingi fiskveiðiárið 2013/2014)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. október 2015 (Úrskurður vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir Kópasker 2013/2014)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. júní 2016 (Útgerðarfélagið Burst ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 6. janúar 2016, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun af byggðakvóta Bíldudals í Vesturbyggð fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 til bátsins Þrastar BA-48)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Landssamband sjóstangaveiðifélaga kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna skráningu á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangveiðifélag Norðurfjarðar kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Snæfellsness kærir ákvörðun Fiskistofu, um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Akureyrar, kærir ákvörðun Fiskistofu, um að hafna umsókn um vilyri fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Ákvörðun Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. desember 2017[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 (útgerðarfélag I).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 4/2013 dags. 3. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. september 2018 (Umsókn um heimild til að framleiða lýsi til manneldis úr slógi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 8. október 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um að svipta norsk skip leyfi til veiða í íslenskri landhelgi kærð)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. nóvember 2019 (Sekt vegna óskráðrar gististarfsemi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 9. desember 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. febrúar 2020 (Ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 30. janúar 2019, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun styrks úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2019.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 29. apríl 2020 (Umsókn um svæðisbundinn stuðning í sauðfjárrækt)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. apríl 2020 (Kærð ákvörðun Fiskistofu um veiðileyfissviptingu)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. júní 2020 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2020 (Frávísun vegna skorts á sérstakri kæruheimild #1)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2020 (Frávísun vegna skorts á sérstakri kæruheimild #2)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2020 (Frávísun vegna skorts á sérstakri kæruheimild #3)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 10. september 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. október 2020 (Kærð ákvörðun Matvælastofnunar, dags. 21. Janúar 2020, um stöðvun rekstrr skv. 1. Mgr. 21. Gr. C laga nr. 71/2008)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. október 2020 (Afturköllun á ákvörðunar Fiskistofu um úthlutun á byggðakvóta í Sandgerði)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 18. janúar 2019, sem varðar synjun á umsókn um heimavigtunarleyfi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um synjun á beiðni um jöfn skipti við flutning á makríl og botnfisks milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. desember 2020 (Staðfesting á ákvörðun Fiskistofu um synjun á jöfnum skiptum á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipi yfir á krókaaflamarksbát í makríl í A-flokki)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 24. mars 2021 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. júlí 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. nóvember 2021 (Ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. nóvember 2021 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 (Staðfesting á ákvörðunum Fiskistofu um synjun á flutningi í jöfnum skiptum á makríl og botnfiski milli skipa, á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipum yfir á krókaaflamarksbát í A-flokki)[HTML]

Fara á yfirlit

Atvinnuvegaráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 7. nóvember 2025 (Kæra á málsmeðferð Fiskistofu í máli nr. 2023-01-13-0028.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 7. nóvember 2025 (Ákvörðun Fiskistofu um niðurfellingu aflahlutdeilda.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2005 dags. 24. maí 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 5/2005 dags. 24. maí 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 1/2006 dags. 15. október 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 14/2005 dags. 28. febrúar 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 1/2007 dags. 28. mars 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 2/2007 dags. 28. mars 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 5/2008 dags. 25. júní 2009[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2010 dags. 10. mars 2010[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 1/2011 dags. 25. janúar 2012[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 2/2011 dags. 25. janúar 2012[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 1/2020 dags. 22. júlí 2022[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 16/2019 dags. 22. júlí 2022[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 2/2021 dags. 14. september 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2021 dags. 25. september 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 11/2021 dags. 18. desember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 2/2000 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 4/2020 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Álit Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 1/2023 dags. 19. mars 2024[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2024 dags. 15. apríl 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2010 (Kæra Byko ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2014 (Kæra Nordic Store ehf. á ákvörðun Neytendastofu 16. desember 2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2015 (Kæra JR hússins ehf. á ákvörðun Neytendastofu 19. desember 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2016 (Kæra Magna verslana ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2016)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2023 (Kæra Sýnar hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 15. maí 2023 í máli nr. 17/2023)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2011 (Kæra Salon VEH Rekstrarfélags ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 19/2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2009 (Kæra Heimsferða hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2011 (Kæra Amadeus hársnyrtistofu á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2013 (Kærur Cafe Kringlan ehf. og Blátt ehf. á ákvörðunum Neytendastofu 3. desember 2013 nr. 28/2013 og 31/2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2012 (Kæra IP fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 23/2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2021 (Kæra Gulla Arnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 3. september 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2010 (Kæra Og fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 38/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2011 (Kæra V.M ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 44/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2012 (Kæra Múrbúðarinnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 23. júlí 2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2021 (Kæra Ís-blóm Orkidea ehf. á ákvörðun Neytendastofu 6. október 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2011 (Kæra Skóarans í Kringlunni ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 35/2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2015 (Kæra Neytendalána ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 50/2015)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2010 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 50/2010 og ákvörðun frá 28. október 2010.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2011 (Kæra Cosmo ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 39/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2012 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 24. september 2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2012 (Kæra Hagkaups á ákvörðun Neytendastofu nr. 10/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2019 (Kæra Guide to Iceland ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 19/2019)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2022 (Kæra Símans hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 24. janúar 2022.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 21/2011 (Kæra Skakkaturns ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 66/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 23/2011 (Kæra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á ákvörðun sem lýst er yfir í bréfi Neytendastofu, dags. 16. nóvember 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2008 (Kæra Sparibíls ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. mars 2008)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2011 (Kæra Skeljungs hf. á ákvörðun Neytendastofu 24. janúar 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2012 (Kæra Pennans á Íslandi ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 11/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2014 (Kæra Fisk Gallerýs ehf. á ákvörðun Neytendastofu 31. janúar 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2019 (Kæra Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir hönd Guðjóns Styrkárssonar á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2019 frá 12. júní 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2011 (Kæra Nýherja hf. á ákvörðun Neytendastofu 2. maí 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2014 (Kæra Húsasmiðjunnar hf. á ákvörðun Neytendastofu 24. mars 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2014 (Kæra E. Ingasonar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 2. apríl 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2017 (Kæra Norðursiglingar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2014 (Kæra Kosts lágvöruverðsverslunar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 2. apríl 2014 nr. 16/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2016 (Kæra Hópkaupa ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 62/2016.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2018 (Kæra Tölvulistans ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2021 (Kæra Flekaskila ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. maí 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2019 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 42/2019 frá 2. október 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2022 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu 31. mars 2022 í máli nr. 9/2022.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2023 (Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt á Hagkaup fyrir villandi auglýsingar með ákvörðun nr. 39/2023.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2024 (Kæra Gryfjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 19. júní 2024 í máli nr. 16/2024.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2024 (Kæra Stjörnugríss hf. á ákvörðun Neytendastofu 13. febrúar 2024 í máli nr. 5/2024.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/1997 dags. 14. mars 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/1998 dags. 24. mars 1998[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2000 dags. 6. apríl 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 9/2001 dags. 3. apríl 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/2001 dags. 15. júní 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2002 dags. 14. febrúar 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2002 dags. 18. mars 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 9/2002 dags. 10. maí 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2002 dags. 10. maí 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 16/2002 dags. 28. október 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2006 dags. 7. júlí 2006[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2006 dags. 29. ágúst 2006[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2008 dags. 13. mars 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2008 dags. 9. október 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2009 dags. 4. apríl 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/2009 dags. 14. október 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 17/2009 dags. 8. desember 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 18/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2010 dags. 28. maí 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2010 dags. 11. júní 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2011 dags. 29. september 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2012 dags. 24. ágúst 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2012 dags. 8. október 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2013 dags. 21. mars 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2013 dags. 8. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2013 dags. 24. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2014 dags. 25. mars 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2015 dags. 1. október 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2017 dags. 16. ágúst 2017[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2017 dags. 16. ágúst 2017[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2017 dags. 16. ágúst 2017[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2023 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2024 dags. 9. júlí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2023 dags. 19. mars 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Dómsmálaráðuneytið

Úrskurður Dómsmálaráðuneytisins í máli nr. DMR18060111 dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 14. júní 2001 í máli nr. E-7/00[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. mars 2012 í máli nr. E-7/11[PDF]

Fara á yfirlit

Eftirlitsnefnd fasteignasala

Ákvörðun Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. F-019-11 dags. 14. febrúar 2012[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 24/2021 dags. 8. desember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 23/2021 dags. 8. desember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2022 dags. 14. september 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2022 dags. 16. maí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 11/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 14/2013 dags. 31. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 2/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1985:102 í máli nr. 6/1985[PDF]

Úrskurður Félagsdóms 1994:228 í máli nr. 11/1994[PDF]

Dómur Félagsdóms 1996:586 í máli nr. 1/1996[PDF]

Dómur Félagsdóms 1996:652 í máli nr. 11/1996[PDF]

Dómur Félagsdóms 1997:32 í máli nr. 1/1997[PDF]

Dómur Félagsdóms 1997:104 í máli nr. 6/1997[PDF]

Dómur Félagsdóms 1997:195 í máli nr. 11/1997[PDF]

Úrskurður Félagsdóms 1998:325 í máli nr. 9/1998[PDF]

Dómur Félagsdóms 1998:350 í máli nr. 18/1998[PDF]

Dómur Félagsdóms 1999:484 í máli nr. 9/1999[PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 16. nóvember 2000[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 26. mars 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2001 dags. 20. maí 2001[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 10/2001 dags. 9. júlí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 18/2001 dags. 15. febrúar 2002[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 3/2002 dags. 8. júlí 2002[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 3/2003 dags. 30. júní 2003[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 17. maí 2004[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 12. júlí 2004[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2008[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 7/2009 dags. 28. júlí 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2012 dags. 1. mars 2012[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2012 dags. 29. mars 2012[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2013 dags. 30. maí 2013[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2014 dags. 20. febrúar 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-19/2015 dags. 29. júní 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2015 dags. 14. október 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2015 dags. 28. október 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2018 dags. 26. febrúar 2019[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2021 dags. 26. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2024 dags. 18. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2025 dags. 9. febrúar 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. maí 1996 (Akureyrarkaupstaður - Kærufrestur, málshraði og jafnræðisreglan)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. maí 1996 (Akraneskaupstaður - Sala hlutabréfa sveitarfélagsins í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. maí 1996 (Akraneskaupstaður - Málsmeðferð bæjarráðs og bæjarstjórnar við sölu hlutabréfa í Skipasmíðastöð Þorg)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. febrúar 1997 (Reykdælahreppur - Almennt um álagningarstofn fasteignaskatts)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. apríl 1997 (Búðahreppur - Heimild til niðurfellingar gjalda og jafnræðisreglan)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 11. ágúst 1997 (Reykjavík - Rannsóknarreglan)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 7. nóvember 1997 (Skaftárhreppur - Kostnaður við heimanakstur barna í skóla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. nóvember 1997 (Bessastaðahreppur - Álagning gatnagerðargjalds á lóð. Skil milli nýrra og eldri laga um gatnagerðargjöld)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 16. apríl 1998 (Öxarfjarðarhreppur - Flokkun fiskeldisfyrirtækis til álagningar fasteignaskatts)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 16. apríl 1998 (Öxarfjarðarhreppur - Álagning fasteignaskatts á fiskeldisfyrirtæki)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. júlí 1998 (Vesturbyggð - Úrskurður um sveitarstjórnarkosningar 23. maí 1998.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2000 (Hveragerðisbær - Álagning b-gatnagerðargjalda á Reykjamörk 1a vegna framkvæmda við Iðjumörk og Reykjamörk. Kostnaður sem heimilt er að reikna með við álagningu gjaldsins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2000 (Hveragerðisbær - Álagning b-gatnagerðargjalda á Fagrahvamm vegna framkvæmda við Iðjumörk og Reykjamörk. Kostnaður sem heimilt er að reikna með við álagningu gjaldsins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2000 (Hveragerðisbær - Álagning b-gatnagerðargjalda á Reykjamörk 17 vegna framkvæmda við Iðjumörk og Reykjamörk. Kostnaður sem heimilt er að reikna með við álagningu gjaldsins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2000 (Hveragerðisbær - Álagning b-gatnagerðargjalda á Reykjamörk 2 vegna framkvæmda við Iðjumörk og Reykjamörk. Kostnaður sem heimilt er að reikna með við álagningu gjaldsins)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 5. maí 2000 (Hafralækjaskóli - Vinnubrögð rekstrarstjórnar varðandi útboð á skólaakstri o. fl.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 11. maí 2000 (Ísafjarðarbær - Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar á tilboði Önfirðingafélagsins í Reykjavík í Sólbakka 6 á Flateyri)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 30. júní 2000 (Mosfellsbær - Innheimta gatnagerðargjalda af útihúsi á lögbýli)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 10. október 2000 (Breiðdalshreppur - Synjun um niðurfellingu fasteignaskatts af gömlu fiskverkunarhúsi, jafnræðisregla stjórnsýsluréttar, beiting undanþáguheimildar 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. nóvember 2000 (Reykjavíkurborg - Styrkveitingar til einkarekinna leikskóla, jafnræðisregla stjórnsýsluréttar)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 27. nóvember 2000 (Austur-Hérað - Sala fasteigna sveitarfélags, útboð, sérstakt hæfi, hvenær komin er á fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. febrúar 2001 (Raufarhafnarhreppur - Heimildir sveitarfélaga til almennra lánveitinga, óskað upplýsinga um hlutafjárkaup hreppsins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. apríl 2001 (Mosfellsbær - Málsmeðferð við lóðaúthlutun (1))[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. apríl 2001 (Mosfellsbær - Málsmeðferð við lóðaúthlutun (2))[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. maí 2001 (Mosfellsbær - Málsmeðferð við lóðaúthlutun, lögaðilar, meðalhófsregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 18. júlí 2001 (Áshreppur - Ákvörðun um fjölda ljósastaura á heimreiðir að lögbýlum í fastri ábúð, jafnræðisregla stjórnsýsluréttar)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Réttur íbúa sveitarfélags til ferðaþjónustu fatlaðra skv. 2. mgr. 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Skylda sveitarfélags til að veita liðveislu skv. 24. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 7. september 2001 (Borgarfjarðarsveit - Álagning b-gatnagerðargjalds, gjalddagi og útreikningur gjaldsins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. október 2001 (Hafnarfjarðarkaupstaður - Lóðaúthlutun, rannsóknarskylda stjórnvalds, jafnræðisregla, skylda til að tilkynna aðilum niðurstöðu, skortur á rökstuðningi, málshraði)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 25. október 2001 (Mosfellsbær - Innheimta)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. janúar 2002 (Garðabær - Úthlutun byggingarlóða, rannsóknarskylda stjórnvalds, jafnræðisregla, efni rökstuðnings)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. júní 2002 (Kirkjubólshreppur - Styrkveiting úr sveitarsjóði til stofnunar hitaveitu, sameining yfirvofandi við annað sveitarfélag)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 7. ágúst 2002 (Húsavíkurbær - Heimildir sveitarfélaga til að innheimta sérstakt gjald vegna gíró-/greiðsluseðla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2002 (Reykjavíkurborg - Réttur einkarekinna tónlistarskóla til styrkveitinga, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2002 (Reykjavíkurborg - Réttur einkarekinna tónlistarskóla til styrkveitingar, frávísun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 10. desember 2002 (Mosfellsbær - Breytingar á skipulagi heimanaksturs grunnskólanemenda úr dreifbýli, jafnræðisregla)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. apríl 2003 (Akureyrarkaupstaður - Álagning gatnagerðargjalds án þess að sveitarfélag komi að gerð götu, eignarhald og viðhald götu)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. maí 2003 (Kópavogsbær - Málsmeðferð við úthlutun byggingarlóða, jafnræði, rannsóknar- og leiðbeiningarskylda, meðalhóf)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 11. júní 2003 (Mýrdalshreppur - Breytingar á skipulagi heimanaksturs grunnskólanemenda úr dreifbýli, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. júlí 2003 (Grýtubakkahreppur - Beiting heimildar skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995, öryrkja synjað um afslátt á fasteignaskatti)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 6. október 2003 (Reykjavíkurborg - Niðurgreiðsla málsverða í grunnskólum, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 18. maí 2005 (Akureyrarkaupstaður - Sala á námuréttindum í eigu sveitarfélags, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 8. júlí 2005 (Hafnarfjarðarkaupstaður - Ákvörðun sveitarstjórnar um að úthluta lóðum í stað þess að selja þær hæstbjóðendum, frávísun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. júlí 2005 (Reykjavíkurborg - Úthlutun styrkja til tónlistarskóla, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 23. ágúst 2005 (Akraneskaupstaður - Álagning B-gatnagerðargjalds vegna endurnýjunar gangstéttar, skortur á lagastoð)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 1. september 2005 (Sveitarfélagið X - Innheimta fasteignaskatts, heimild til niðurfellingar vaxta, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 6. október 2005 (Broddaneshreppur - Ákvörðun um skólaakstur, vanhæfi)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 11. janúar 2006 (Hafnarfjarðarkaupstaður - Höfnun á neysluvatnstengingu í sumarhús, jafnræðisregla)[HTML][PDF]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. apríl 2006 (Vestmannaeyjabær - Uppsögn leigusamninga við frístundabændur, jafnræðisregla)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 12. maí 2006 (Reykjavíkurborg - Tónlistarfræðsla, aldursmörk fyrir nemendur sett af sveitarstjórn)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 19. maí 2006 (Kópavogsbær - Tónlistarfræðsla, skyldur sveitarfélags til að greiða fyrir tónlistarnám utan sveitarfélags)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. maí 2006 (Kópavogsbær - Úthlutun byggingarréttar, jafnræðisregla, rökstuðningur, birting ákvörðunar)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 29. maí 2006 (Ólafsfjarðarbær - Snjómokstur innan þéttbýlis, jafnræðisregla)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. júlí 2006 (Hafnarfjarðarkaupstaður - Frestun ákvörðunar, andmælaréttur, skortur á tilkynningu um málsmeðferð)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2006 (Akraneskaupstaður - Úthlutun byggingarlóðar til atvinnustarfsemi, jafnræðisregla, andmælaréttur, deiliskipulag)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. júlí 2006 (Hveragerðisbær - Samningur um sölu byggingarlands og samstarf um uppbyggingu, málsmeðferð)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. ágúst 2006 (Kópavogsbær - Lóðaúthlutun, jafnræðisregla, rökstuðningur, rekjanleiki stjórnsýsluákvarðana)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. ágúst 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 12. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. september 2006 (Kópavogsbær - Úthlutun byggingarlóða, jafnræðisregla, góðir stjórnsýsluhættir)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. október 2006 (Grundarfjarðarbær - Álagning gatnagerðargjalds á viðbyggingu við íbúðarhús)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. mars 2007 (Grundarfjarðarbær - Synjun á endurgreiðslu gatnagerðargjalds)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 29. maí 2007 (Dalvíkurbyggð - Reglur um úthlutun lóða, veiting byggingar- og graftrarleyfis (frávísun að hluta))[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 2/2020 dags. 10. júní 2020[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 17/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 7/2024 dags. 11. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2021 dags. 23. desember 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12010113 dags. 3. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12010060 dags. 11. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12020129 dags. 25. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12060017 dags. 29. október 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12120112 dags. 12. apríl 2013[HTML]

Álit Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050028 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050035 dags. 12. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14060106 dags. 4. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15010066 dags. 20. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14040083 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15030086 dags. 24. mars 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020067 dags. 26. maí 2015 (Synjun á niðurfellingu dráttarvaxta #1)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020067 dags. 26. maí 2015 (Synjun á niðurfellingu dráttarvaxta #2)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020067 dags. 26. maí 2015 (Synjun á niðurfellingu dráttarvaxta #3)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15030083 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15010005 dags. 16. október 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020059 dags. 21. október 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15060063 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15100060 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16050026 dags. 10. júní 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16070035 dags. 20. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16070018 dags. 23. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16070033 dags. 21. september 2016 (Synjun um að falla frá kröfu um fjártryggingu vegna greiðslufrests vegna greiðslufrests)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16050062 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17050032 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17040013 dags. 4. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17070045 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17080015 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17100077 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17070053 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR18020033 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR1901161 dags. 23. maí 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Forsætisráðuneytið

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 1/2013 dags. 11. september 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 1. mars 2006 (Lyfjastofnun - vefsíða - auglýsing og kynning lyfja)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 22. júní 2006 (Lyf - merkingar og útbúnaður lyfja)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 15. september 2006 (Lyfsala - aðildarskortur)[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 18. apríl 2008 (Ákvörðun um að efni falli undir skilgreiningu lyfs skv. lyfjalögum)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 4. júlí 2008 (Synjun um tímabundin afnot af rými í heilsugæslustöðvum til gleraugnasölu)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 3. júní 2009 (Málsmeðferð landlæknis í kvörtunarmáli vegna læknismeðferðar)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 15. júní 2009 (Synjun landlæknis um útgáfu sérfræðileyfis)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 23. júní 2009 (Synjun landlæknis um útgáfu starfsleyfis sem stoðtækjafræðingur)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 13. júlí 2009 (Synjun landlæknis um sérfræðileyfi í lýtalækningum)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 21. október 2009 (Synjun landlæknis um starfsleyfi sem sjúkraþjálfari)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 1. september 2010 (Synjun landlæknis um veitingu starfsleyfis sem lyfjatæknir)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2021 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 5/2021 dags. 18. júní 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 11/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 12/2021 dags. 12. október 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 14/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 15/2021 dags. 16. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 11/2022 dags. 24. maí 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 14/2022 dags. 10. júní 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 16/2022 dags. 13. júní 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 18/2022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 22/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 5/2023 dags. 10. mars 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 6/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 15/2023 dags. 3. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 19/2023 dags. 25. september 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 22/2023 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 23/2023 dags. 1. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 12/2024 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Ákvörðun Heilbrigðisráðuneytisins nr. 8/2024 dags. 7. júní 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 18/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 10/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-349/2007 dags. 10. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-351/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-350/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-344/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-321/2008 dags. 25. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-43/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-345/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-69/2012 dags. 6. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-50/2014 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-29/2016 dags. 27. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-45/2015 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-17/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-66/2017 dags. 11. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-51/2018 dags. 25. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-27/2020 dags. 7. júlí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-145/2021 dags. 29. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-28/2020 dags. 28. febrúar 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-135/2008 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-138/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-136/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-134/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-133/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-107/2008 dags. 18. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-108/2008 dags. 26. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-106/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-67/2009 dags. 13. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-1/2012 dags. 16. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-72/2010 dags. 17. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-258/2010 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-130/2012 dags. 21. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-71/2010 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-195/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-230/2012 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-160/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-73/2010 dags. 8. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-197/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-115/2015 dags. 31. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-51/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-70/2010 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-35/2010 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-36/2010 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-198/2018 dags. 1. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-54/2018 dags. 10. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-459/2021 dags. 23. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-55/2023 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-348/2022 dags. 9. desember 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Y-1/2006 dags. 22. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-118/2010 dags. 18. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-26/2010 dags. 12. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012 dags. 5. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-103/2023 dags. 25. júní 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1440/2005 dags. 10. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-632/2005 dags. 25. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-2/2006 dags. 13. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1196/2005 dags. 31. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-593/2006 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. M-38/2007 dags. 31. ágúst 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-1/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1351/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2097/2007 dags. 6. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1059/2008 dags. 19. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-411/2010 dags. 31. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1130/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1482/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-596/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-674/2012 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-108/2013 dags. 17. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-104/2012 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-3/2014 dags. 22. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-311/2014 dags. 29. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-625/2014 dags. 6. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-624/2014 dags. 6. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-94/2015 dags. 2. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-36/2016 dags. 6. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1291/2015 dags. 19. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-446/2016 dags. 9. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-599/2016 dags. 4. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-276/2017 dags. 24. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-526/2015 dags. 2. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-86/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1094/2016 dags. 20. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1091/2017 dags. 24. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1168/2018 dags. 28. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1265/2017 dags. 12. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1665/2020 dags. 28. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3321/2020 dags. 12. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1521/2021 dags. 25. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-960/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-936/2022 dags. 29. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-60/2024 dags. 9. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2223/2022 dags. 22. júlí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4698/2005 dags. 15. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4904/2005 dags. 26. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7356/2005 dags. 10. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7757/2005 dags. 16. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6735/2005 dags. 17. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2398/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7713/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7184/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3678/2005 dags. 6. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7078/2005 dags. 10. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5186/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1789/2006 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7846/2005 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1771/2005 dags. 26. október 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7211/2005 dags. 9. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6740/2005 dags. 9. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2348/2006 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6591/2006 dags. 14. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2188/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2006 dags. 13. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5998/2005 dags. 15. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3690/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2004 dags. 23. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7839/2006 dags. 27. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7398/2005 dags. 30. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7408/2006 dags. 25. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5280/2006 dags. 22. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6224/2006 dags. 29. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6088/2006 dags. 18. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7816/2006 dags. 24. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2125/2007 dags. 1. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7825/2006 dags. 16. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-342/2007 dags. 28. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5356/2006 dags. 10. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4142/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7219/2006 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-762/2007 dags. 8. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5377/2007 dags. 8. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-911/2006 dags. 3. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-83/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5377/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5892/2007 dags. 22. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1343/2007 dags. 22. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-59/2008 dags. 28. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-936/2007 dags. 6. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-62/2008 dags. 10. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-464/2008 dags. 11. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-463/2008 dags. 11. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6117/2007 dags. 20. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7709/2007 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6780/2007 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3987/2006 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-245/2008 dags. 16. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7937/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5905/2007 dags. 10. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-266/2008 dags. 2. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8589/2007 dags. 11. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 17. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-16/2008 dags. 22. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-936/2007 dags. 15. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4033/2008 dags. 23. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8652/2007 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2007 dags. 27. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8673/2008 dags. 12. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8979/2008 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12083/2008 dags. 15. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9557/2008 dags. 2. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-50/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-49/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1172/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-341/2009 dags. 11. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6971/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-983/2009 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7649/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 1. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8656/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8766/2009 dags. 8. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3614/2009 dags. 23. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10837/2009 dags. 30. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8019/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8018/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8017/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-895/2010 dags. 27. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10800/2009 dags. 27. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12453/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1175/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10220/2009 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 17. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1767/2010 dags. 23. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11339/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12038/2009 dags. 23. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8540/2009 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9044/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-202/2010 dags. 2. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2960/2010 dags. 10. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4840/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-95/2010 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 25. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-114/2010 dags. 1. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5466/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4803/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4802/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4801/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4299/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12038/2009 dags. 25. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2693/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2042/2010 dags. 30. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-40/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1176/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13800/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5553/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2010 dags. 28. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2235/2011 dags. 8. september 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1177/2011 dags. 30. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2011 dags. 24. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2826/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8/2011 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4759/2010 dags. 20. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7596/2010 dags. 23. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1420/2011 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6395/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2170/2011 dags. 24. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7338/2010 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4450/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 22. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2011 dags. 30. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4808/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2893/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1999/2011 dags. 16. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4614/2011 dags. 13. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2870/2011 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4284/2011 dags. 25. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-248/2011 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1282/2011 dags. 6. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-455/2011 dags. 13. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4867/2011 dags. 14. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3218/2011 dags. 20. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4857/2011 dags. 12. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4859/2011 dags. 26. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6728/2010 dags. 13. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-416/2011 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4640/2011 dags. 20. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4455/2011 dags. 21. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2438/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-990/2012 dags. 25. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-268/2012 dags. 28. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-631/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4649/2011 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4646/2011 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1621/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-79/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1747/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2710/2012 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1889/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1882/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1881/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1877/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1867/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2562/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1032/2013 dags. 8. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2511/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-358/2013 dags. 21. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1165/2012 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2817/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-663/2013 dags. 4. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1547/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4397/2012 dags. 13. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1410/2012 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-898/2013 dags. 3. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1910/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1623/2013 dags. 6. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1917/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-58/2013 dags. 15. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2487/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-56/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2011 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-277/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2733/2013 dags. 5. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2266/2013 dags. 11. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-85/2014 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2723/2013 dags. 27. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2925/2013 dags. 15. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7328/2010 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-25/2014 dags. 10. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4443/2012 dags. 10. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-8/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1065/2012 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-902/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1875/2012 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3598/2013 dags. 16. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3291/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4994/2013 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4219/2013 dags. 10. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4570/2013 dags. 27. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2570/2014 dags. 10. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2568/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4547/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4438/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3526/2014 dags. 18. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-78/2015 dags. 5. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4496/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2073/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2011/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2014 dags. 2. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1235/2014 dags. 3. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2015 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-916/2014 dags. 17. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2534/2015 dags. 18. september 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-589/2015 dags. 29. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1549/2014 dags. 29. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4460/2014 dags. 1. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1826/2012 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-407/2015 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2015 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4444/2014 dags. 18. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2014 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1747/2012 dags. 4. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-530/2014 dags. 18. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4192/2012 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2517/2015 dags. 4. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2154/2014 dags. 5. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2153/2014 dags. 5. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5097/2014 dags. 6. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2248/2014 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-256/2015 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5105/2014 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-28/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-790/2015 dags. 19. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-386/2015 dags. 7. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-986/2015 dags. 9. mars 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-18/2014 dags. 15. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2597/2015 dags. 4. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4091/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1899/2015 dags. 30. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1225/2015 dags. 7. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1934/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1935/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3441/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-732/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2012 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2015 dags. 4. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2226/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2225/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-3/2016 dags. 8. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1354/2015 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3625/2015 dags. 27. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-928/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2015 dags. 3. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3784/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-9/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-8/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-7/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-6/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-959/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2075/2016 dags. 10. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-982/2015 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2074/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-776/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-556/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2231/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1476/2016 dags. 6. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3058/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2112/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-391/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3646/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2233/2016 dags. 17. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2782/2016 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-311/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2998/2016 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1277/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-324/2017 dags. 9. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-136/2017 dags. 9. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2017 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1558/2017 dags. 23. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2285/2017 dags. 8. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3066/2017 dags. 14. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-599/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2017 dags. 6. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2996/2017 dags. 15. júní 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3870/2017 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2174/2017 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-723/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-415/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-805/2018 dags. 30. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-143/2018 dags. 12. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-804/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2682/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3811/2017 dags. 21. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2435/2017 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-205/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-3/2018 dags. 15. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1583/2018 dags. 20. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 25. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3246/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4070/2017 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1287/2018 dags. 17. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-343/2013 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3815/2018 dags. 5. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-764/2017 dags. 12. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2731/2018 dags. 24. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2018 dags. 7. ágúst 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4052/2018 dags. 23. september 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1669/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1142/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-956/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2433/2019 dags. 10. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2785/2019 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4338/2018 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4337/2018 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-474/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3158/2018 dags. 10. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2019 dags. 19. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-462/2019 dags. 22. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4242/2019 dags. 10. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3890/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5634/2019 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7441/2019 dags. 8. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5324/2019 dags. 21. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4241/2019 dags. 10. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1421/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2571/2019 dags. 3. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1813/2018 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1775/2020 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5177/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3065/2019 dags. 8. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5179/2019 dags. 29. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3619/2020 dags. 27. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-538/2019 dags. 12. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-355/2021 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7231/2020 dags. 30. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2209/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8252/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6511/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6510/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7632/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7631/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7630/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7617/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5633/2020 dags. 13. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4299/2020 dags. 15. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6378/2020 dags. 18. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-232/2021 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 8. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3250/2018 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3205/2020 dags. 16. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7988/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3844/2021 dags. 6. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6950/2019 dags. 20. desember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2307/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3158/2018 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6219/2019 dags. 4. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8229/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-491/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-967/2019 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3542/2021 dags. 14. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3540/2021 dags. 23. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2482/2021 dags. 31. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2229/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4594/2021 dags. 20. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3341/2021 dags. 5. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3505/2021 dags. 1. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4852/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3022/2020 dags. 23. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3021/2020 dags. 23. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3343/2021 dags. 30. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2384/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4881/2021 dags. 3. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2021 dags. 11. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5095/2021 dags. 12. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2731/2021 dags. 17. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2021 dags. 16. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1405/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-73/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2307/2021 dags. 22. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3523/2021 dags. 5. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4756/2021 dags. 13. janúar 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2359/2021 dags. 13. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4270/2022 dags. 16. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3740/2022 dags. 1. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2022 dags. 2. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3326/2021 dags. 8. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5413/2021 dags. 9. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1863/2022 dags. 16. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1539/2022 dags. 16. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6256/2020 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3148/2022 dags. 29. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2344/2022 dags. 30. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4023/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1786/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4837/2022 dags. 23. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5951/2022 dags. 5. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5787/2022 dags. 12. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3735/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3278/2023 dags. 29. september 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-102/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5866/2022 dags. 6. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2021 dags. 23. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1612/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3278/2023 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3438/2021 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5897/2022 dags. 13. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5794/2023 dags. 21. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3149/2022 dags. 2. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-395/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4882/2022 dags. 19. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2174/2023 dags. 20. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3068/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4047/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4169/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4168/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4167/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4166/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3264/2023 dags. 8. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4110/2023 dags. 10. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1162/2023 dags. 18. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1404/2023 dags. 4. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6948/2023 dags. 4. júlí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2023 dags. 12. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3898/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1651/2023 dags. 29. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4960/2023 dags. 5. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2159/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2160/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2161/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2163/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2164/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2165/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1429/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1432/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2120/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2158/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7458/2023 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-260/2024 dags. 22. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6857/2023 dags. 9. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2744/2024 dags. 11. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-598/2024 dags. 16. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2024 dags. 16. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6978/2023 dags. 17. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3345/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4082/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4085/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4086/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4099/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4098/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4041/2023 dags. 20. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-151/2025 dags. 31. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7034/2023 dags. 12. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7037/2023 dags. 12. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2574/2024 dags. 17. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2154/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3841/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3842/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3843/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-985/2024 dags. 11. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7115/2023 dags. 12. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1153/2024 dags. 18. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1263/2024 dags. 25. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3845/2024 dags. 27. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3846/2024 dags. 27. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3833/2024 dags. 11. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3834/2024 dags. 11. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3838/2024 dags. 11. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3492/2024 dags. 16. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-7747/2024 dags. 16. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2341/2024 dags. 22. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4879/2024 dags. 6. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5882/2022 dags. 22. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2471/2024 dags. 23. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4509/2024 dags. 28. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2571/2024 dags. 10. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5485/2024 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2471/2024 dags. 16. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3268/2025 dags. 25. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7841/2024 dags. 14. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-835/2025 dags. 15. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-627/2025 dags. 15. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6120/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6398/2024 dags. 11. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2041/2025 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5754/2024 dags. 19. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5581/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5511/2024 dags. 26. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-434/2024 dags. 10. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-534/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-4/2006 dags. 25. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-839/2006 dags. 16. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-13/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-59/2009 dags. 30. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-385/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1052/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1051/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-4/2011 dags. 21. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-483/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-98/2011 dags. 19. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-359/2013 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-266/2014 dags. 12. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-73/2015 dags. 14. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 dags. 21. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-65/2018 dags. 8. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-61/2017 dags. 18. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 dags. 18. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-770/2020 dags. 3. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-690/2024 dags. 30. maí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-9/2021 dags. 25. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-105/2023 dags. 23. apríl 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-356/2005 dags. 10. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-75/2005 dags. 6. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-155/2008 dags. 9. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-128/2008 dags. 9. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-5/2008 dags. 16. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-4/2008 dags. 16. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-154/2012 dags. 22. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-88/2015 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-13/2017 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-70/2017 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-64/2017 dags. 6. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-108/2019 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-34/2019 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-132/2021 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-123/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-122/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-251/2025 dags. 23. desember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-252/2025 dags. 23. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Hugverkastofan

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 2/2024 dags. 14. febrúar 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 76/2009 dags. 15. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 12/2010 dags. 16. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 26/2010 dags. 17. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 77/2009 dags. 2. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 24/2010 dags. 17. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 56/2010 dags. 17. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 29/2010 dags. 26. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR10121657 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11030371 dags. 30. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11060208 dags. 15. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 69/2010 dags. 18. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11120156 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11070225 dags. 28. mars 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11100274 dags. 25. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11060303 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110151 dags. 3. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11020176 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12020252 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11100276 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110186 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12040032 dags. 13. maí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14030253 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13120230 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13100066 dags. 23. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13080121 dags. 27. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13100174 dags. 3. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14040226 dags. 1. október 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14030179 dags. 9. mars 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14070145 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14120082 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14070057 dags. 12. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15120305 dags. 6. júní 2016[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15080102 dags. 29. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15090216 dags. 30. janúar 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010633 dags. 9. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010598 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010308 dags. 24. júní 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010976 dags. 19. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010975 dags. 26. september 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22040105 dags. 26. september 2022[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010877 dags. 27. júní 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24110039 dags. 25. febrúar 2025[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24060126 dags. 26. maí 2025[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN25060099 dags. 11. ágúst 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 7/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 29/2015 dags. 30. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 3/2010 dags. 2. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 33/2011 dags. 11. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 15/2013 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 70/2011 dags. 17. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 11/2012 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 7/2012 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 27/2012 dags. 9. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 169/2013 dags. 24. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 222/2012 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 32/2013 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 142/2013 dags. 10. september 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 3/2011 dags. 10. júní 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 41/2011 dags. 12. mars 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 11/2012 dags. 3. apríl 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 65/2024 dags. 23. janúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/1997 dags. 19. júní 1998[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/1998 dags. 5. júlí 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2009 dags. 22. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2016 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2016 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2017 dags. 1. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2018 dags. 24. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2019 dags. 14. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2020 dags. 17. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/2020 dags. 1. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/2021 dags. 12. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2021 dags. 8. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 13/2021 dags. 6. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 21/2023 dags. 27. mars 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 85/2015 dags. 29. mars 2016[PDF]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2001 dags. 4. júlí 2001[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2001 dags. 17. desember 2001[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2002 dags. 28. febrúar 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2002 dags. 29. maí 2002[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2002 dags. 18. október 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2002 dags. 28. október 2002[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2002 dags. 29. nóvember 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2002 dags. 5. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2002 dags. 13. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2003 dags. 11. ágúst 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2003 dags. 11. nóvember 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2003 dags. 19. nóvember 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2003 dags. 9. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2003 dags. 14. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2003 dags. 14. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2003 dags. 25. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2003 dags. 3. mars 2004[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2004 dags. 21. mars 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2004 dags. 15. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2004 dags. 26. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2004 dags. 15. júlí 2004[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2004 dags. 23. ágúst 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2004 dags. 26. október 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2004 dags. 4. desember 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2004 dags. 21. desember 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2004 dags. 10. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2004 dags. 17. febrúar 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2004 dags. 29. mars 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2004 dags. 19. apríl 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2005 dags. 8. júlí 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2005 dags. 18. júlí 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2005 dags. 19. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2005 dags. 19. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2005 dags. 12. október 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2005 dags. 12. október 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2005 dags. 26. október 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2005 dags. 26. október 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2005 dags. 28. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2005 dags. 6. desember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2005 dags. 9. desember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2005 dags. 22. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2005 dags. 22. febrúar 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2006 dags. 15. maí 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2006 dags. 5. júlí 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2005 dags. 29. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2006 dags. 12. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2007 dags. 4. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2006 dags. 8. júní 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2007 dags. 23. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2008 dags. 9. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2008 dags. 4. mars 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2009 dags. 28. apríl 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2009 dags. 17. júní 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2009 dags. 16. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2009 dags. 27. júlí 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2009 dags. 29. júlí 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2009 dags. 29. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2009 dags. 29. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2009 dags. 18. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2009 dags. 18. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2009 dags. 20. nóvember 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2010 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2010 dags. 18. mars 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2010 dags. 10. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2010 dags. 22. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2010 dags. 5. júlí 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2010 dags. 9. ágúst 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2010 dags. 6. september 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2010 dags. 5. október 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2010 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2010 dags. 25. febrúar 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2011 dags. 8. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2010 dags. 8. apríl 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2011 dags. 29. júní 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2011 dags. 27. júlí 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2011 dags. 29. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2011 dags. 5. október 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2011 dags. 17. október 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2011 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2012 dags. 23. mars 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2012 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2012 dags. 16. maí 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2012 dags. 24. maí 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2012 dags. 27. júlí 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2012 dags. 27. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2012 dags. 1. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2012 dags. 13. september 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2012 dags. 24. október 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2012 dags. 10. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2012 dags. 26. mars 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2012 dags. 15. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2012 dags. 3. maí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2010B dags. 23. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2013 dags. 25. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2013 dags. 24. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2014 dags. 18. mars 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2014 dags. 12. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2014 dags. 26. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2015 dags. 13. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2015 dags. 23. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2015 dags. 23. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2015 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2015 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2016 dags. 8. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2016 dags. 15. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2016 dags. 23. desember 2016[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2017 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2017 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2017 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2019 dags. 17. september 2019[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 50/2020 dags. 24. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 50/2020 dags. 2. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2021 dags. 11. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2021 dags. 21. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2022 dags. 26. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2022 dags. 7. nóvember 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2022 dags. 29. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2022 dags. 31. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2022 dags. 30. mars 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2022 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2023 dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2023 dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2023 dags. 12. október 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2023 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2023 dags. 18. mars 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2024 dags. 18. mars 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2024 dags. 4. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2024 dags. 4. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2024 dags. 15. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2024 dags. 15. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2023 dags. 1. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2024 dags. 30. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2024 dags. 7. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 48/2024 dags. 16. júní 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2025 dags. 18. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2025 dags. 6. október 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2025 dags. 17. nóvember 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 49/2025 dags. 28. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2015 í máli nr. KNU15010020 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2015 í máli nr. KNU15030003 dags. 6. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2016 í máli nr. KNU16010032 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2016 í máli nr. KNU16010031 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2016 í máli nr. KNU15100031 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2016 í máli nr. KNU16050014 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2016 í máli nr. KNU16100062 dags. 22. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2017 í máli nr. KNU16120040 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2017 í máli nr. KNU16120016 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2017 í máli nr. KNU16120017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2017 í máli nr. KNU16120037 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2017 í máli nr. KNU16120038 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2017 í máli nr. KNU16120053 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2017 í máli nr. KNU16120054 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2017 í máli nr. KNU16120085 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2017 í máli nr. KNU16120084 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 í máli nr. KNU16120080 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 í máli nr. KNU16120081 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2017 í máli nr. KNU17010008 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2017 í máli nr. KNU17010009 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2017 í máli nr. KNU16120079 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2017 í máli nr. KNU16120078 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2017 í máli nr. KNU16120083 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2017 í máli nr. KNU16120082 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2017 í máli nr. KNU17010004 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2017 í máli nr. KNU17010005 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2017 í máli nr. KNU16100010 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2017 í máli nr. KNU17020038 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2017 í máli nr. KNU17020037 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2017 í máli nr. KNU17020039 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2017 í máli nr. KNU17020057 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2017 í máli nr. KNU17020056 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2017 í máli nr. KNU17020042 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2017 í máli nr. KNU17020045 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2017 í máli nr. KNU17020043 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2017 í máli nr. KNU17020041 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2017 í máli nr. KNU17020040 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2017 í máli nr. KNU17020059 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2017 í máli nr. KNU17030021 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2017 í máli nr. KNU17020052 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2017 í máli nr. KNU17030022 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2017 í máli nr. KNU17020058 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2017 í máli nr. KNU17030026 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2017 í máli nr. KNU17030027 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2017 í máli nr. KNU17030013 dags. 11. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2017 í máli nr. KNU17030033 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2017 í máli nr. KNU17030034 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2017 í máli nr. KNU17030035 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2017 í máli nr. KNU17030036 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2017 í máli nr. KNU17030037 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2017 í máli nr. KNU17020074 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2017 í máli nr. KNU17050021 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2017 í máli nr. KNU17060055 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2017 í máli nr. KNU17060049 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2017 í máli nr. KNU17070037 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2017 í máli nr. KNU17090023 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 552/2017 í máli nr. KNU17070049 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 553/2017 í máli nr. KNU17090051 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2017 í máli nr. KNU17080037 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2017 í máli nr. KNU17080007 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2017 í máli nr. KNU17080006 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2017 í máli nr. KNU17070041 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 581/2017 í máli nr. KNU17070050 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2017 í máli nr. KNU17090019 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 604/2017 í máli nr. KNU17080004 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 605/2017 í máli nr. KNU17090034 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2017 í máli nr. KNU17060061 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 628/2017 í máli nr. KNU17090002 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2017 í máli nr. KNU17100056 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 650/2017 í máli nr. KNU17100028 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 610/2017 í máli nr. KNU17090045 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2017 í máli nr. KNU17090044 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2017 í máli nr. KNU17090038 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2017 í máli nr. KNU17090026 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2017 í máli nr. KNU17090039 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 638/2017 í máli nr. KNU17100064 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 637/2017 í máli nr. KNU17100063 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 657/2017 í máli nr. KNU17100040 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 670/2017 í máli nr. KNU17090035 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 668/2017 í máli nr. KNU17090033 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 660/2017 í máli nr. KNU17100047 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 674/2017 í máli nr. KNU17100029 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 666/2017 í máli nr. KNU17100016 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 672/2017 í máli nr. KNU17070053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 699/2017 í máli nr. KNU17110051 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 689/2017 í máli nr. KNU17110033 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 697/2017 í máli nr. KNU17120001 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 693/2017 í máli nr. KNU17110057 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 687/2017 í máli nr. KNU17110048 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 676/2017 í máli nr. KNU17090053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 691/2017 í máli nr. KNU17110064 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 698/2017 í máli nr. KNU17120003 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 686/2017 í máli nr. KNU17090046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 679/2017 í máli nr. KNU17100023 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 673/2017 í máli nr. KNU17110004 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 700/2017 í máli nr. KNU17110044 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 682/2017 í máli nr. KNU17100046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 688/2017 í máli nr. KNU17090027 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 692/2017 í máli nr. KNU17110009 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 701/2017 í máli nr. KNU17120012 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 694/2017 í máli nr. KNU17110058 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 696/2017 í máli nr. KNU17110065 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 695/2017 í máli nr. KNU17110060 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 702/2017 í máli nr. KNU17110034 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 690/2017 í máli nr. KNU17110032 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2017 í máli nr. KNU17100052 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 716/2017 í máli nr. KNU17120016 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2018 í máli nr. KNU17120049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2018 í máli nr. KNU17100049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2018 í máli nr. KNU17120033 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2018 í máli nr. KNU17120035 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2018 í máli nr. KNU17100048 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2018 í máli nr. KNU17120034 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2018 í máli nr. KNU17120036 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2018 í máli nr. KNU17100017 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2018 í máli nr. KNU17110042 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2018 í máli nr. KNU17100059 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2018 í máli nr. KNU17100066 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 í máli nr. KNU17100060 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2018 í máli nr. KNU17100014 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2018 í máli nr. KNU17100004 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2018 í máli nr. KNU18010020 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2018 í máli nr. KNU17100005 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2018 í máli nr. KNU18010030 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2018 í máli nr. KNU18010035 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2018 í máli nr. KNU18010024 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2018 í máli nr. KNU18020006 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2018 í máli nr. KNU18010031 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2018 í máli nr. KNU18020012 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2018 í máli nr. KNU18020013 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2018 í máli nr. KNU18010029 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2018 í máli nr. KNU18030007 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2018 í máli nr. KNU18030005 dags. 24. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2018 í máli nr. KNU18030004 dags. 24. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2018 í máli nr. KNU18040048 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2018 í máli nr. KNU18040022 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2018 í máli nr. KNU1800026 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2018 í máli nr. KNU18070002 dags. 23. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2018 í málum nr. KNU18050048 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2018 í máli nr. KNU18050013 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2018 í máli nr. KNU18030028 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2018 í máli nr. KNU18080029 dags. 26. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2018 í máli nr. KNU18080019 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2018 í máli nr. KNU18070022 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2018 í máli nr. KNU18070005 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2018 í máli nr. KNU18080004 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2018 í máli nr. KNU18100003 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2018 í máli nr. KNU18090045 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2018 í máli nr. KNU18110021 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2018 í máli nr. KNU18080016 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2018 í máli nr. KNU18110018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2019 í máli nr. KNU18110042 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2019 í máli nr. KNU18120014 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2019 í máli nr. KNU18120031 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2019 í máli nr. KNU18120026 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2019 í máli nr. KNU18120040 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2019 í máli nr. KNU19020015 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2019 í máli nr. KNU19030003 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2019 í málum nr. KNU19030019 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2019 í máli nr. KNU19040022 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2019 í máli nr. KNU19040036 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2019 í máli nr. KNU19040046 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2019 í máli nr. KNU19040032 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2019 í máli nr. KNU19040025 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2019 í máli nr. KNU19040016 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2019 í máli nr. KNU19040031 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2019 í máli nr. KNU19040030 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2019 í máli nr. KNU19040051 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2019 í máli nr. KNU19040043 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2019 í máli nr. KNU19040040 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2019 í máli nr. KNU19040052 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2019 í máli nr. KNU19040061 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2019 í máli nr. KNU19040014 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2019 í máli nr. KNU19040024 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 222/2019 í máli nr. KNU19040033 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2019 í máli nr. KNU19040020 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2019 í máli nr. KNU19040015 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 234/2019 í máli nr. KNU19040059 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2019 í máli nr. KNU19040045 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2019 í máli nr. KNU19040026 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2019 í máli nr. KNU19040060 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2019 í máli nr. KNU19040037 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2019 í máli nr. KNU19040017 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2019 í máli nr. KNU19040044 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2019 í máli nr. KNU19040027 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2019 í máli nr. KNU19040019 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2019 í máli nr. KNU19040048 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2019 í máli nr. KNU19040053 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2019 í máli nr. KNU19040021 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2019 í máli nr. KNU19040054 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 227/2019 í máli nr. KNU19040028 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2019 í máli nr. KNU19040018 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2019 í máli nr. KNU19040039 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 233/2019 í máli nr. KNU19040058 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2019 í máli nr. KNU19040050 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2019 í máli nr. KNU19040041 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2019 í máli nr. KNU19040055 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2019 í máli nr. KNU19040023 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2019 í máli nr. KNU19040038 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2019 í máli nr. KNU19040029 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2019 í máli nr. KNU19040035 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2019 í máli nr. KNU19040042 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2019 í máli nr. KNU19040056 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2019 í máli nr. KNU19040047 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2019 í máli nr. KNU19040057 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2019 í máli nr. KNU19030031 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2019 í máli nr. KNU19050019 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2019 í máli nr. KNU19030027 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2019 í máli nr. KNU19070046 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2019 í máli nr. KNU19070014 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2019 í máli nr. KNU19080035 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2019 í máli nr. KNU19080006 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 582/2019 í máli nr. KNU19100040 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2019 í máli nr. KNU19110031 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2020 í máli nr. KNU19100032 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2020 í máli nr. KNU19120014 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2020 í máli nr. KNU19110024 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2020 í máli nr. KNU19110025 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2020 í máli nr. KNU20010046 dags. 13. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2020 í málum nr. KNU20020043 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2020 í málum nr. KNU19090042 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2020 í máli nr. KNU19120023 dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2020 í málum nr. KNU19110050 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2020 í máli nr. KNU19110026 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2020 í málum nr. KNU20020009 o.fl. dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2020 í máli nr. KNU20060013 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2020 í máli nr. KNU20050018 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2020 í máli nr. KNU20060009 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2020 í máli nr. KNU20060042 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2020 í máli nr. KNU20030045 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2020 í máli nr. KNU20110005 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2020 í máli nr. KNU20110009 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2021 í máli nr. KNU20110024 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2021 í máli nr. KNU20120027 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2021 í máli nr. KNU20110055 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2021 í máli nr. KNU20110052 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2021 í máli nr. KNU20110049 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2021 í máli nr. KNU20110061 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2021 í máli nr. KNU20110034 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2021 í máli nr. KNU20110053 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2021 í máli nr. KNU20120032 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2021 í máli nr. KNU20110019 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2021 í máli nr. KNU20110054 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2021 í máli nr. KNU20110050 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2021 í máli nr. KNU20120048 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2021 í máli nr. KNU20120005 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2021 í máli nr. KNU20120031 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2021 í máli nr. KNU20120046 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2021 í máli nr. KNU20120036 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2021 í máli nr. KNU21010015 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2021 í máli nr. KNU21010028 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2021 í máli nr. KNU20120062 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2021 í máli nr. KNU21020017 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2021 í máli nr. KNU21010014 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2021 í máli nr. KNU21030059 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2021 í máli nr. KNU21030033 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2021 í máli nr. KNU21050009 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2021 í máli nr. KNU21030018 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2021 í máli nr. KNU21030036 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2021 í máli nr. KNU21060056 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2021 í málum nr. KNU21040035 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2021 í máli nr. KNU21080042 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 642/2021 í máli nr. KNU21110004 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2022 í málum nr. KNU21110045 o.fl. dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2022 í máli nr. KNU21110083 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2022 í máli nr. KNU21110028 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2022 í máli nr. KNU21110020 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2022 í máli nr. KNU21120011 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2022 í málum nr. KNU21120012 o.fl. dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2022 í máli nr. KNU21120051 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2022 í máli nr. KNU21110030 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2022 í máli nr. KNU21120063 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2022 í málum nr. KNU22020016 o.fl. dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2022 í máli nr. KNU22040029 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2022 í málum nr. KNU22050042 o.fl. dags. 30. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2022 í máli nr. KNU22050033 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2022 í máli nr. KNU22040009 dags. 18. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2022 í máli nr. KNU22050020 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2022 í máli nr. KNU22050021 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2022 í máli nr. KNU22060001 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2022 í máli nr. KNU22050036 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2022 í máli nr. KNU22050037 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2022 í máli nr. KNU22060035 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2022 í máli nr. KNU22060042 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2022 í máli nr. KNU22070034 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2022 í máli nr. KNU22060053 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2022 í máli nr. KNU22070060 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2022 í máli nr. KNU22080003 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2022 í máli nr. KNU22090028 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2022 í máli nr. KNU22090027 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2022 í máli nr. KNU22090029 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2022 í málum nr. KNU22080033 o.fl. dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2022 í máli nr. KNU22090018 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2022 í málum nr. KNU22090019 o.fl. dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2022 í máli nr. KNU22090022 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2022 í máli nr. KNU22090013 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2022 í máli nr. KNU22090015 dags. 13. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2022 í máli nr. KNU22090072 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2022 í máli nr. KNU22110037 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2022 í máli nr. KNU22100014 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2022 í máli nr. KNU22100024 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2022 í málum nr. KNU22110055 o.fl. dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2022 í máli nr. KNU22100081 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2023 í máli nr. KNU22110080 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2023 í máli nr. KNU22110075 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2023 í máli nr. KNU22110033 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2023 í máli nr. KNU22120088 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2023 í máli nr. KNU22110063 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2023 í málum nr. KNU22120047 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2023 í máli nr. KNU22120086 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2023 í máli nr. KNU22120028 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2023 í máli nr. KNU22120049 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2023 í máli nr. KNU23010046 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2023 í máli nr. KNU23010014 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2023 í máli nr. KNU23020018 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2023 í máli nr. KNU23020023 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2023 í máli nr. KNU23020076 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2023 í máli nr. KNU23020034 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2023 í máli nr. KNU22120056 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2023 í máli nr. KNU23030006 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2023 í máli nr. KNU23040058 dags. 8. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2023 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2023 í máli nr. KNU23040027 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2023 í máli nr. KNU23030083 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 337/2023 í máli nr. KNU23040036 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2023 í máli nr. KNU23060179 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2023 í máli nr. KNU23060088 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2023 í máli nr. KNU23020061 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2023 í máli nr. KNU23060087 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2023 í máli nr. KNU23060086 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2023 í máli nr. KNU23060085 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2023 í máli nr. KNU23060084 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2023 í máli nr. KNU23050004 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2023 í máli nr. KNU23040094 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2023 í máli nr. KNU23040117 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 479/2023 í máli nr. KNU23060177 dags. 6. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2023 í málum nr. KNU23050091 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2023 í máli nr. KNU23050144 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 482/2023 í máli nr. KNU23060068 dags. 15. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2023 í máli nr. KNU23050128 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2023 í máli nr. KNU23040065 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2023 í málum nr. KNU23040046 o.fl. dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2023 í máli nr. KNU23050168 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2023 í máli nr. KNU23050175 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2023 í máli nr. KNU23050178 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 576/2023 í máli nr. KNU23060011 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2023 í máli nr. KNU23060002 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2023 í máli nr. KNU23070064 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2023 í máli nr. KNU23070096 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 634/2023 í máli nr. KNU23080016 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2023 í máli nr. KNU23050087 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 659/2023 í máli nr. KNU23060213 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 685/2023 í máli nr. KNU23040110 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 597/2023 í málum nr. KNU23100009 o.fl. dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 671/2023 í máli nr. KNU23070072 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 724/2023 í málum nr. KNU23100127 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 734/2023 í málum nr. KNU23060101 o.fl. dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 733/2023 í máli nr. KNU23050076 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 746/2023 í máli nr. KNU23050048 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2024 í máli nr. KNU23060065 dags. 9. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2024 í máli nr. KNU23100141 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2024 í máli nr. KNU23080103 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2024 í máli nr. KNU23120095 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2024 í máli nr. KNU23120096 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2024 í máli nr. KNU23100178 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2024 í máli nr. KNU23060073 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2024 í máli nr. KNU23060051 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2024 í málum nr. KNU23060126 o.fl. dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2024 í máli nr. KNU23090037 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2024 í máli nr. KNU23110030 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2024 í málum nr. KNU23060053 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2024 í máli nr. KNU23060160 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2024 í máli nr. KNU23060003 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2024 í máli nr. KNU23050153 dags. 22. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2024 í máli nr. KNU23060059 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2024 í málum nr. KNU23110021 o.fl. dags. 8. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2024 í máli nr. KNU23120046 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2024 í málum nr. KNU23060115 o.fl. dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2024 í máli nr. KNU23060092 dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2024 í málum nr. KNU24020134 o.fl. dags. 25. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2024 í máli nr. KNU23100166 dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2024 í málum nr. KNU23050131 o.fl. dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2024 í máli nr. KNU23070043 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2024 í máli nr. KNU24020070 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 652/2024 í máli nr. KNU23060214 dags. 14. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2024 í máli nr. KNU24010090 dags. 19. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2024 í máli nr. KNU23060109 dags. 21. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 706/2024 í máli nr. KNU24050170 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 708/2024 í máli nr. KNU24020098 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 717/2024 í máli nr. KNU24020001 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 722/2024 í máli nr. KNU24020022 dags. 28. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 946/2024 dags. 1. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1185/2024 í máli nr. KNU24080118 dags. 29. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1233/2024 í málum nr. KNU24090111 o.fl. dags. 12. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1293/2024 í málum nr. KNU24110080 o.fl. dags. 20. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2025 í máli nr. KNU24090177 dags. 6. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2025 í máli nr. KNU24090014 dags. 6. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2025 í máli nr. KNU24090170 dags. 13. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2025 í máli nr. KNU24110162 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2025 í málum nr. KNU25020121 o.fl. dags. 3. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2025 í máli nr. KNU25030078 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2025 í máli nr. KNU25030021 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2025 í máli nr. KNU25020092 dags. 22. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2025 í máli nr. KNU25050032 dags. 8. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2025 í málum nr. KNU25060143 o.fl. dags. 15. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2025 í máli nr. KNU25060065 dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2025 í máli nr. KNU23070027 dags. 22. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 641/2025 í máli nr. KNU25040074 dags. 28. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 638/2025 í máli nr. KNU25050013 dags. 28. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 637/2025 í máli nr. KNU25030090 dags. 28. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 642/2025 í máli nr. KNU25050046 dags. 28. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2025 í máli nr. KNU25040111 dags. 28. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 679/2025 í málum nr. KNU25070148 o.fl. dags. 10. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 808/2025 í máli nr. KNU25090163 dags. 23. október 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 875/2025 í máli nr. KNU25070222 dags. 20. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 903/2025 í máli nr. KNU25100070 dags. 27. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Landbúnaðarráðuneytið

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 2/1999 dags. 24. febrúar 1999[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 5/1999 dags. 1. júní 1999[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 3/2000 dags. 23. október 2000[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 1/2002 dags. 9. ágúst 2002[HTML]

Fara á yfirlit

Landskjörstjórn

Úrskurður Landskjörstjórnar nr. 35/2024 dags. 3. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Landskjörstjórnar nr. 55/2024 dags. 3. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Landskjörstjórnar nr. 76/2024 dags. 3. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrd. 4/2018 dags. 4. maí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 277/2018 dags. 20. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 494/2018 dags. 20. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 63/2018 dags. 21. september 2018[HTML][PDF]

Lrú. 592/2018 dags. 27. september 2018[HTML][PDF]

Lrú. 456/2018 dags. 4. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 284/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 181/2018 dags. 9. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 400/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 399/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 398/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 397/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 396/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 205/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 64/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 221/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 830/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 280/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 672/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 497/2018 dags. 22. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 577/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 563/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 540/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 551/2018 dags. 22. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 320/2019 dags. 21. maí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 329/2019 dags. 6. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 490/2018 dags. 14. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 763/2018 dags. 21. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 416/2018 dags. 21. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 838/2018 dags. 27. september 2019[HTML][PDF]

Lrd. 821/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 919/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 748/2019 dags. 2. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 238/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 251/2019 dags. 13. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 260/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 187/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 852/2019 dags. 20. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 15/2020 dags. 5. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 687/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 686/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 685/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 684/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 287/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 286/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 27/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 26/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 857/2018 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 856/2018 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 816/2019 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 176/2020 dags. 29. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 227/2020 dags. 14. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 632/2019 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 63/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 591/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 274/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 385/2019 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 239/2019 dags. 4. desember 2020 (Kaupauki)[HTML][PDF]

Lrú. 629/2020 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 883/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 534/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 509/2020 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 293/2020 dags. 15. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 817/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 772/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 312/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 218/2021 dags. 23. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 138/2020 dags. 7. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 104/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 14/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 13/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 144/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 536/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 588/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 226/2021 dags. 8. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 417/2020 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 427/2020 dags. 5. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 449/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 564/2021 dags. 16. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 468/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 8/2022 dags. 7. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 701/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 462/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 753/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 124/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 391/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 149/2021 dags. 4. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 666/2020 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 69/2021 dags. 25. mars 2022[HTML]

Lrd. 452/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 9/2022 dags. 6. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 314/2021 dags. 6. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 10/2021 dags. 13. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 121/2021 dags. 27. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 490/2020 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 438/2020 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 452/2020 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 69/2021 dags. 7. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 301/2021 dags. 14. október 2022[HTML][PDF]

Lrú. 370/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 751/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 754/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 688/2021 dags. 27. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 656/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 657/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 658/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 659/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 467/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 223/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 663/2021 dags. 24. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 731/2021 dags. 3. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 207/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 97/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 753/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 686/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 150/2023 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 74/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 73/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 41/2022 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 127/2022 dags. 26. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 18/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 85/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 229/2022 dags. 16. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 418/2023 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 197/2022 dags. 15. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 211/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 293/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 40/2022 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 413/2023 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 191/2023 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrú. 676/2023 dags. 25. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 236/2022 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 461/2022 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 420/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 570/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 396/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 808/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 642/2022 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 854/2023 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 701/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 460/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 674/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 681/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 801/2022 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 618/2022 dags. 15. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 249/2023 dags. 19. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrd. 70/2023 dags. 26. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrd. 52/2023 dags. 10. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 357/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 383/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 432/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 433/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 431/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 430/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 210/2024 dags. 12. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 216/2023 dags. 14. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 255/2023 dags. 26. september 2024[HTML][PDF]

Lrú. 528/2024 dags. 30. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 99/2024 dags. 3. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 273/2023 dags. 17. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 44/2024 dags. 31. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 653/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 274/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 494/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 594/2023 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 828/2023 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 371/2023 dags. 17. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 986/2024 dags. 9. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 879/2023 dags. 16. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 535/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 848/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 6/2025 dags. 3. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 878/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 197/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 292/2025 dags. 15. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 453/2024 dags. 23. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 432/2025 dags. 2. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 575/2024 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 772/2024 dags. 30. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 535/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 866/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 867/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 826/2024 dags. 27. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Mannanafnanefnd

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 62/2002 dags. 3. október 2002[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 71/2009 dags. 14. janúar 2010 (Hávarr (kk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 27/2010 dags. 28. apríl 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi dags. 12. október 2004 (60669/00)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 17. desember 1985[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 4. febrúar 1988[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/1993 dags. 15. maí 1995[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/1997 dags. 31. júlí 1997[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2001 dags. 7. júní 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2009 dags. 28. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2004 dags. 11. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 4. mars 2022 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 15. júní 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 5. september 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 17. október 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 31. október 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta (2))[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 31. október 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta (3))[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 31. október 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta (1))[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 8 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 9 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 27. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. desember 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 11. mars 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 14. júní 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. júní 2024 (Úrskurður nr. 4/2024 um ákvörðun Fiskistofu um að veita skriflega áminningu skv. 3. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. júní 2024 (Úrskurður nr. 5/2024 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu strandveiðileyfis í eina viku skv. 1. og 2. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.)[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-45/2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-04/2000 dags. 10. maí 2000[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-23/2002 dags. 13. mars 2003[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2004 dags. 27. september 2004[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-10/2006 dags. 27. október 2006[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-19/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-12/2008 dags. 16. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-17/2009 dags. 2. desember 2009[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-31/2010 dags. 16. mars 2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2010 dags. 27. október 2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-32/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-46/2010 dags. 16. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-36/2010 dags. 2. mars 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-42/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-01/2011 dags. 5. maí 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-50/2010 dags. 15. júní 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2012 dags. 2. maí 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-28/2011 dags. 16. maí 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-27/2012 dags. 24. október 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-38/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-25/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-51/2012 dags. 13. mars 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-06/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-18/2013 dags. 29. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-26/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2014 dags. 18. júní 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-59/2013 dags. 16. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2014 dags. 3. september 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2016 dags. 24. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2016 dags. 21. september 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2016 dags. 21. september 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-18/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-6/2019 dags. 6. nóvember 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. L-02/2020 dags. 21. september 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. L-2/2020 dags. 21. september 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-3/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 14. mars 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 29. ágúst 2022 (Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir gististað)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 31. mars 2023 (Umsókn um tímabundna endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 25. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23100006 dags. 12. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090236 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110264 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110265 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 31. júlí 2024 (Synjun um útgáfu leyfis til reksturs gististaðar)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090319 dags. 15. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110238 dags. 11. desember 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF22020545 dags. 26. febrúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Menntamálaráðuneytið

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 18. mars 2009[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 20. mars 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og barnamálaráðuneytisins í máli nr. MRN22090037 dags. 1. október 2023[HTML]

Úrskurður Mennta- og barnamálaráðuneytisins í máli nr. MRN24020155 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 10. mars 2011[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 10. júní 2011[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 15. mars 2012[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 21. desember 2012[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 19. júní 2014[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR16090140 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17060151 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17110019 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17110024 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17050270 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR18030193 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR18100056 dags. 27. maí 2019[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR19080061 dags. 8. október 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd um eftirlit með lögreglu

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 39/2022 dags. 12. maí 2022

Fara á yfirlit

Nefnd vegna lausnar um stundarsakir

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 1/2002 dags. 23. september 2002[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 2/2002 dags. 23. september 2002[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 3/2003 dags. 6. október 2003[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 4/2003 dags. 6. október 2003[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Ölfus)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal ásamt Jökulsárhlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Vopnafjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Öxarfjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Tjörnes og Þeistareykir)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Þingeyjarsveit sunnan Ljósavatnsskarðs og vestan Skjálfandafljóts)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Kinnar- og Víknafjöll ásamt Flateyjardalsheiði austan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Grýtubakkahreppur ásamt Flateyjardalsheiði vestan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Skagafjörður ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Skagi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Vatnsnes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Flekkudalur og Svínadalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Haukadalshreppur og Miðdalahreppur austan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur vestan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Snæfellsjökull og landsvæði sunnan og austan hans)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Landsvæði milli Hraunhafnardals, Mælifells og Bjarnarfossdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Eyrarbotn)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Fjalllendið milli Elliða og Lágafells auk Baulárvalla)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2007/497 dags. 26. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2010/708 dags. 9. nóvember 2010[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2010/488 dags. 18. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/413 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2016/1529 dags. 8. mars 2017[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020092340 dags. 24. nóvember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/1999 dags. 26. maí 1999[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2005 dags. 12. apríl 2005[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2008 dags. 10. nóvember 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 33/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2009 dags. 19. febrúar 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2009 dags. 6. mars 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2009 dags. 27. ágúst 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2010 dags. 11. febrúar 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2010 dags. 12. febrúar 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2011 dags. 18. febrúar 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2011 dags. 27. maí 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2011 dags. 7. júní 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2011 dags. 9. júní 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2011 dags. 4. júlí 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2012 dags. 7. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2013 dags. 1. nóvember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2014 dags. 29. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2014 dags. 14. nóvember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 32/2014 dags. 1. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 40/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2015 dags. 17. mars 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2016 dags. 11. apríl 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2019 dags. 20. júní 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2019 dags. 23. ágúst 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2019 dags. 29. nóvember 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2020 dags. 30. desember 2020[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 1/1992[HTML]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2002[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 11/2002[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2003[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2003[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2004[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 14/2004[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2005[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 3/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2009[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 1/2011[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2012 dags. 25. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2012 dags. 11. mars 2013[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 55/2009 dags. 27. október 2009 (Sýslumaðurinn í Bolungarvík: Álagning og innheimta vanrækslugjalds. Mál nr. 55/1009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 42/2009 dags. 5. nóvember 2009 (Djúpvogshreppur: Ágreiningur um álagningu B-gatnagerðargjalds. Mál nr. 42/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 20/2009 dags. 8. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um synjun um skil á byggingarétti. Mál nr. 20/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 27/2009 dags. 9. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja Brimborg ehf. um skil á lóð. Mál nr. 27/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 22/2009 dags. 10. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 22/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 3/2009 dags. 11. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóðum. Mál nr. 3/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 43/2009 dags. 15. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 43/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 23/2009 dags. 17. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 23/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 40/2009 dags. 21. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 40/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 41/2009 dags. 22. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 41/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 68/2009 dags. 20. september 2010 (Rekstrarstjórn Hafralækjarskóla: Ágreiningur um ráðningu deildarstjóra. Mál nr. 68/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 48/2009 dags. 27. september 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um kaup á skipulagsbók fyrir grunnskólanema. Mál nr. 48/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 45/2009 dags. 7. október 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um niðurfellingu fasteignagjalda. Mál nr. 45/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 44/2009 dags. 6. desember 2010 (Hveragerðisbær: Ágreiningur um ráðningu deildarstjóra í grunnskóla. Mál nr. 44/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17070063 dags. 2. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18020062 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050076 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050075 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030077 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18040052 dags. 29. mars 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18060058 dags. 5. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18110035 dags. 11. júní 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17080031 dags. 26. júní 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050079 dags. 7. ágúst 2019[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18120080 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19030073 dags. 13. maí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040543 dags. 24. júlí 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070041 dags. 25. júní 2021[HTML]

Leiðbeiningar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20010102 dags. 25. júní 2021[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20030095 dags. 18. ágúst 2021[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN21040023 dags. 29. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 6/2004 dags. 14. júlí 2004 (Mál nr. 6/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 9/2004 dags. 2. desember 2004 (Mál nr. 9/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 21/2004 dags. 22. mars 2005 (Mál nr. 21/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 20/2004 dags. 7. apríl 2005 (Mál nr. 20/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 9/2007 dags. 4. júlí 2007 (Mál nr. 9/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 33/2007 dags. 21. september 2007 (Mál nr. 33/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 12/2008 dags. 4. apríl 2008 (Vegagerðin - niðurfelling atvinnuleyfis til leigubifreiðaaksturs: Mál nr. 12/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 8/2008 dags. 2. júní 2008 (Ísafjörður - frávísunarkrafa, ákvörðun varðandi efni og aðgang á fréttasíðu: Mál nr. 8/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 5/2008 dags. 12. júní 2008 (Bláskógarbyggð -lögmæti samnings um gatnagerð og lóðaúthlutun: Mál nr. 5/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 53/2007 dags. 15. júlí 2008 (Flugmálastjórn Íslands - stjórnvaldsfyrirmæli eða stjornvaldsákvörðun, lögmæti ákvörðunar um bann við flugtökum, lendingum og loftakstri þyrlna: Mál nr. 53/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 44/2008 dags. 20. ágúst 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, lögmæti útgáfu lóðarleigusamnings með skilyrði um greiðslu gjalds: Mál nr. 44/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 22/2008 dags. 5. nóvember 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, málsmeðferð við úthlutun byggingaréttar, kærufrestir og rökstuðningur: Mál nr. 22/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 49/2008 dags. 20. nóvember 2008 (Árborg - lögmæti málsmeðferðar við sölu lands og krafa um að gengið verði til samninga um kaup á landi: Mál nr. 49/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 27/2008 dags. 3. desember 2008 (Reykjavík - heimild grunnskóla til gjaldtöku vegna vettvangsferðar og skipulagsbókar: Mál nr. 27/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 59/2008 dags. 10. mars 2009 (Akranes - frávísunarkrafa, málsmeðferð varðandi kaup á tölvuþjónustu: Mál nr. 59/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 65/2008 dags. 5. maí 2009 (Reykjavík - frávísunarkrafa, lögmæti ráðninga í stöður aðstoðarskólastjóra: Mál nr. 65/2008)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2005 dags. 27. október 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2009 dags. 28. apríl 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2009 dags. 30. júní 2009[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009 dags. 16. desember 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2010 dags. 26. febrúar 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2011 dags. 7. febrúar 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2014 dags. 22. september 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2016 dags. 7. júlí 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 dags. 17. febrúar 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2018 dags. 18. október 2018[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2018 dags. 13. desember 2018[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2019 dags. 16. maí 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 dags. 28. maí 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2020 dags. 22. júlí 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023 dags. 8. september 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 29/1994 dags. 12. september 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/1995 dags. 16. febrúar 1995[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 26/1995 dags. 21. ágúst 1995[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 34/1995 dags. 20. desember 1995[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/1997 dags. 2. júlí 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/1998 dags. 12. janúar 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 19/1998 dags. 12. júní 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 3/1999 dags. 21. janúar 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 5/1999 dags. 29. mars 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 11/1999 dags. 2. desember 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 2/2000 dags. 21. febrúar 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 14/2000 dags. 3. apríl 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/2001 dags. 22. janúar 2001[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/2001 dags. 5. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 8/2001 dags. 5. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/2001 dags. 5. apríl 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/2001 dags. 27. september 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 29/2002 dags. 30. ágúst 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 7/2003 dags. 13. febrúar 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/2003 dags. 5. júní 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2004 dags. 28. október 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2005 dags. 22. júní 2005[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Tollstjóri

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2003 dags. 10. janúar 2003[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 3/2005 dags. 28. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 3/2010 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 20/2012 dags. 19. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 3/2014 dags. 20. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 3/2019 dags. 16. janúar 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. UMH14060099 dags. 13. febrúar 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 199900452 dags. 25. febrúar 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00070028 dags. 4. september 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00070054 dags. 1. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00060206 dags. 22. desember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00110215 dags. 2. apríl 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01040021 dags. 17. júlí 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02110059 dags. 31. mars 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 03010041 dags. 22. maí 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03080089 dags. 27. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03090121 dags. 29. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05010120 dags. 28. júní 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05050107 dags. 7. september 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06120127 dags. 10. desember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060035 dags. 23. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060022 dags. 3. júní 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09110008 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09120125 dags. 16. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11070080 dags. 5. mars 2012[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 10120222 dags. 17. júlí 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 232/2001 dags. 14. nóvember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 276/2001 dags. 9. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 166/2002 dags. 20. nóvember 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 207/2002 dags. 15. janúar 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 19/2004 dags. 18. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 22/2004 dags. 25. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 50/2005 dags. 21. ágúst 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 167 dags. 14. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 141 dags. 29. ágúst 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 14/2009 dags. 1. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 409/2008 dags. 25. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 62/2010 dags. 15. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 419/2009 dags. 1. desember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 128/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 175/2012 dags. 14. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 82/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 78/2021 dags. 21. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 108/2015 dags. 3. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 36/2008 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 73/2009 dags. 21. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 76/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 87/2010 dags. 22. desember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 83/2010 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 143/2010 dags. 17. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 10/2011 dags. 22. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 121/2012 dags. 21. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 157/2012 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 169/2012 dags. 11. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 134/2012 dags. 17. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 4/2013 dags. 1. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 18/2013 dags. 15. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 15/2013 dags. 22. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 17/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 114/2013 dags. 27. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 66/2014 dags. 30. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 31/2014 dags. 16. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 51/2014 dags. 26. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 93/2014 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 1/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 19/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 13/2011 dags. 8. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 59/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 86/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 113/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 112/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 138/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 152/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 161/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 143/2011 dags. 25. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 157/2011 dags. 25. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 70/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 198/2011 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 192/2011 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 199/2011 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 16/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 66/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 74/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 89/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 86/2011 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 8/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 59/2011 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 13/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 17/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 18/2013 dags. 11. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 48/2013 dags. 12. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2014 dags. 16. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 18/2014 dags. 20. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 13/2014 dags. 3. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 73/2014 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 19/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 26/2015 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 44/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2001 dags. 6. september 2001[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2004 dags. 23. nóvember 2003[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2004 dags. 7. september 2004[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2006 dags. 10. apríl 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2006 dags. 3. júlí 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2013 dags. 30. desember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 13/2017 dags. 9. maí 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2019-URSK dags. 6. nóvember 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2022 dags. 1. desember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. Ursk_1_2024 dags. 19. nóvember 2024[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. Ursk_7_2024 dags. 9. júlí 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 33/2002 dags. 1. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 42/2002 dags. 19. nóvember 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 53/2002 dags. 4. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 11/2003 dags. 7. október 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 12/2003 dags. 16. desember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 22/2003 dags. 22. desember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 46/2003 dags. 20. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 23/2006 dags. 26. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 8/2007 dags. 5. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 23/2007 dags. 27. september 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 32/2007 dags. 12. október 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 43/2007 dags. 28. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 60/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 14/2010 dags. 3. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 37/2010 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 44/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 13/2011 dags. 8. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 8/2012 dags. 25. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 18/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 47/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 69/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 72/2012 dags. 1. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 27/2013 dags. 17. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 31/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 42/2013 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 1/2014 dags. 18. febrúar 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 10/2002 í máli nr. 10/2002 dags. 2. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 3/2002 í máli nr. 3/2002 dags. 2. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2005 í máli nr. 2/2005 dags. 17. mars 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 7/2004 í máli nr. 7/2004 dags. 8. apríl 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2005 í máli nr. 4/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 10/2005 í máli nr. 10/2005 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2006 í máli nr. 2/2006 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2006 í máli nr. 4/2006 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2007 í máli nr. 4/2007 dags. 15. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 12/2011 í máli nr. 12/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 14/2011 í máli nr. 14/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 306/2015 dags. 20. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 347/2015 dags. 20. október 2015[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd kosningamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar kosningamála nr. 1/2024 dags. 2. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/1998 í máli nr. 10/1998 dags. 5. júní 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 32/1998 í máli nr. 30/1998 dags. 12. nóvember 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/1999 í máli nr. 9/1999 dags. 27. maí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 16/1999 í máli nr. 12/1999 dags. 16. júní 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/1999 í máli nr. 19/1999 dags. 20. júlí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/1999 í máli nr. 16/1999 dags. 7. ágúst 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 22/1999 í máli nr. 27/1999 dags. 16. september 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/1999 í máli nr. 25/1999 dags. 6. október 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 31/1999 í máli nr. 56/1999 dags. 19. nóvember 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/2000 í máli nr. 56/1999 dags. 3. mars 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2000 í máli nr. 41/1999 dags. 26. apríl 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 10/2000 í máli nr. 39/1999 dags. 29. maí 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2000 í máli nr. 17/2000 dags. 25. október 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 25/2000 í máli nr. 42/2000 dags. 10. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 18/2001 í máli nr. 20/2000 dags. 27. september 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2001 í máli nr. 34/2001 dags. 14. desember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 2/2002 í máli nr. 64/2000 dags. 11. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 6/2002 í máli nr. 33/2000 dags. 20. mars 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2002 í máli nr. 62/2000 dags. 12. apríl 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2002 í máli nr. 60/2000 dags. 10. júní 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/2002 í máli nr. 19/2002 dags. 4. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/2002 í máli nr. 52/2000 dags. 4. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2002 í máli nr. 5/2002 dags. 31. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 40/2002 í máli nr. 81/2000 dags. 31. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 6/2003 í máli nr. 30/2001 dags. 31. janúar 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 15/2003 í máli nr. 19/2001 dags. 27. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 16/2003 í máli nr. 16/2003 dags. 3. apríl 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2003 í máli nr. 30/2001 dags. 15. maí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 26/2003 í máli nr. 7/2002 dags. 13. júní 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 38/2003 í máli nr. 41/2003 dags. 18. september 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 41/2003 í máli nr. 1/2002 dags. 2. október 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 1/2004 í máli nr. 68/2002 dags. 8. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 18/2004 í máli nr. 32/2003 dags. 19. mars 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2004 í máli nr. 76/2003 dags. 2. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 45/2004 í máli nr. 45/2003 dags. 29. júlí 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 73/2004 í máli nr. 1/2004 dags. 30. desember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 4/2005 í máli nr. 57/2003 dags. 10. febrúar 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 10/2005 í máli nr. 30/2004 dags. 16. mars 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 22/2005 í máli nr. 66/2004 dags. 7. júlí 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2005 í máli nr. 59/2004 dags. 28. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 13/2006 í máli nr. 99/2005 dags. 22. mars 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/2006 í máli nr. 6/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 47/2006 í máli nr. 41/2005 dags. 28. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 80/2006 í máli nr. 37/2004 dags. 14. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/2007 í máli nr. 18/2006 dags. 30. mars 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 29/2007 í máli nr. 106/2005 dags. 10. maí 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 48/2007 í máli nr. 87/2006 dags. 4. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 49/2007 í máli nr. 89/2006 dags. 4. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 50/2007 í máli nr. 79/2005 dags. 12. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 55/2007 í máli nr. 84/2005 dags. 15. ágúst 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 64/2007 í máli nr. 74/2006 dags. 7. september 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 82/2007 í máli nr. 84/2006 dags. 25. október 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 86/2007 í máli nr. 53/2005 dags. 1. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 90/2007 í máli nr. 33/2005 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 1/2008 í máli nr. 122/2007 dags. 8. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 18/2008 í máli nr. 35/2007 dags. 21. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2008 í máli nr. 62/2007 dags. 21. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/2008 í máli nr. 164/2007 dags. 28. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/2008 í máli nr. 10/2008 dags. 4. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2008 í máli nr. 83/2007 dags. 6. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 29/2008 í máli nr. 34/2007 dags. 11. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2008 í máli nr. 97/2006 dags. 11. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/2008 í máli nr. 94/2007 dags. 28. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 43/2008 í máli nr. 73/2005 dags. 27. maí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 44/2008 í máli nr. 36/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 80/2008 í máli nr. 9/2008 dags. 23. október 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2009 í máli nr. 23/2008 dags. 10. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 8/2009 í máli nr. 143/2007 dags. 20. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2009 í máli nr. 84/2008 dags. 29. maí 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2009 í máli nr. 95/2008 dags. 28. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 44/2009 í máli nr. 88/2008 dags. 7. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 47/2009 í máli nr. 70/2007 dags. 9. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 53/2009 í máli nr. 109/2008 dags. 21. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 65/2009 í máli nr. 152/2007 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/2010 í máli nr. 86/2007 dags. 21. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/2010 í máli nr. 61/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/2010 í máli nr. 76/2007 dags. 15. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2010 í máli nr. 29/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 44/2010 í máli nr. 99/2008 dags. 6. júlí 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 49/2010 í máli nr. 23/2010 dags. 5. ágúst 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 55/2010 í máli nr. 101/2008 dags. 8. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 64/2010 í máli nr. 56/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2011 í máli nr. 68/2009 dags. 25. mars 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 19/2011 í máli nr. 67/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 33/2011 í máli nr. 30/2011 dags. 28. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2011 í máli nr. 60/2010 dags. 11. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 60/2011 í máli nr. 59/2009 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 69/2011 í máli nr. 17/2011 dags. 21. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 1/2012 í máli nr. 36/2010 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 4/2012 í máli nr. 9/2010 dags. 20. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 8/2012 í máli nr. 10/2010 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 9/2012 í máli nr. 12/2010 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/2012 í máli nr. 55/2011 dags. 16. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2012 í máli nr. 48/2008 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 67/2012 í máli nr. 80/2011 dags. 25. október 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 71/2012 í máli nr. 42/2010 dags. 22. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 58/2013 í máli nr. 46/2011 dags. 6. maí 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 69/2012 í máli nr. 15/2012 dags. 16. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2013 í máli nr. 43/2012 dags. 10. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 32/2013 í máli nr. 114/2012 dags. 27. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2013 í máli nr. 70/2012 dags. 12. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2013 í máli nr. 99/2013 dags. 18. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 52/2013 í máli nr. 37/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2014 í máli nr. 81/2012 dags. 31. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2014 í máli nr. 59/2012 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 38/2014 í máli nr. 41/2013 dags. 30. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 41/2014 í máli nr. 31/2014 dags. 7. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2014 í máli nr. 56/2014 dags. 20. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2014 í máli nr. 89/2013 dags. 5. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2014 í máli nr. 28/2014 dags. 19. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2014 í máli nr. 70/2013 dags. 23. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 87/2014 í máli nr. 47/2013 dags. 12. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 89/2014 í máli nr. 81/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2015 í máli nr. 48/2011 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 5/2015 í máli nr. 57/2011 dags. 22. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2015 í máli nr. 65/2014 dags. 19. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2015 í máli nr. 39/2011 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 69/2015 í máli nr. 78/2011 dags. 28. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2015 í máli nr. 8/2011 dags. 9. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 76/2015 í máli nr. 18/2015 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2015 í máli nr. 98/2013 dags. 23. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 93/2015 í máli nr. 1/2013 dags. 14. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 94/2015 í máli nr. 22/2014 dags. 14. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2015 í máli nr. 35/2014 dags. 19. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 118/2015 í máli nr. 96/2011 dags. 1. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 123/2015 í máli nr. 81/2011 dags. 9. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2015 í máli nr. 85/2009 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2015 í máli nr. 99/2011 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 146/2015 í máli nr. 66/2013 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 149/2015 í máli nr. 104/2013 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2015 í máli nr. 102/2013 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 162/2015 í máli nr. 56/2014 dags. 23. desember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 2/2016 í máli nr. 79/2013 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 5/2016 í máli nr. 16/2014 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2016 í máli nr. 64/2013 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 13/2016 í máli nr. 100/2013 dags. 25. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2016 í máli nr. 57/2014 dags. 3. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2016 í máli nr. 62/2015 dags. 21. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 35/2016 í máli nr. 101/2014 dags. 18. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2016 í máli nr. 14/2014 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 93/2016 í máli nr. 24/2016 dags. 9. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 101/2016 í máli nr. 36/2015 dags. 7. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 100/2016 í máli nr. 88/2014 dags. 7. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2016 í máli nr. 14/2015 dags. 9. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 126/2016 í máli nr. 2/2014 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 129/2016 í máli nr. 126/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2016 í máli nr. 114/2016 dags. 23. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2016 í máli nr. 128/2014 dags. 30. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2017 í máli nr. 79/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2017 í máli nr. 25/2015 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2017 í máli nr. 52/2015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2017 í máli nr. 65/2015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2017 í máli nr. 72/2015 dags. 16. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2017 í máli nr. 157/2016 dags. 2. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2017 í máli nr. 15/2017 dags. 15. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2017 í máli nr. 67/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 65/2017 í máli nr. 106/2016 dags. 18. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 73/2017 í máli nr. 55/2015 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2017 í máli nr. 93/2015 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2017 í málum nr. 162/2016 o.fl. dags. 3. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 94/2017 í máli nr. 33/2016 dags. 16. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 105/2017 í máli nr. 100/2017 dags. 22. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2018 í máli nr. 80/2015 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2018 í máli nr. 9/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2018 í máli nr. 117/2017 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 43/2018 í máli nr. 77/2016 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 56/2018 í máli nr. 63/2016 dags. 15. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 90/2018 í máli nr. 150/2016 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 96/2018 í málum nr. 69/2018 o.fl. dags. 20. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 129/2018 í máli nr. 105/2017 dags. 14. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2018 í máli nr. 63/2017 dags. 21. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 173/2018 í máli nr. 119/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 175/2018 í máli nr. 25/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2019 í máli nr. 131/2017 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 7/2019 í máli nr. 89/2018 dags. 29. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2019 í máli nr. 16/2018 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2019 í máli nr. 133/2017 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 15/2019 í máli nr. 136/2017 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2019 í málum nr. 134/2017 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2019 í máli nr. 151/2017 dags. 14. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 32/2019 í máli nr. 149/2017 dags. 22. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2019 í máli nr. 37/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 56/2019 í máli nr. 14/2018 dags. 20. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2019 í máli nr. 46/2018 dags. 11. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 89/2019 í máli nr. 127/2018 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 106/2019 í máli nr. 45/2018 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 125/2019 í máli nr. 107/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 132/2019 í máli nr. 111/2018 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2019 í máli nr. 68/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2020 í máli nr. 24/2019 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2020 í málum nr. 124/2019 o.fl. dags. 13. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 18/2020 í máli nr. 126/2019 dags. 13. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 16/2020 í máli nr. 7/2019 dags. 13. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2020 í máli nr. 36/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2020 í máli nr. 118/2018 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2020 í máli nr. 121/2018 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2020 í máli nr. 19/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 45/2020 í máli nr. 81/2019 dags. 30. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2020 í máli nr. 26/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2020 í máli nr. 132/2019 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2020 í máli nr. 33/2020 dags. 14. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 104/2020 í máli nr. 20/2020 dags. 28. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2020 í máli nr. 32/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2020 í málum nr. 40/2020 o.fl. dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 111/2020 í máli nr. 44/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2020 í máli nr. 68/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 118/2020 í máli nr. 59/2020 dags. 16. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 120/2020 í máli nr. 100/2020 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 121/2020 í máli nr. 23/2020 dags. 23. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 123/2020 í máli nr. 121/2019 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2020 í máli nr. 75/2020 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2020 í máli nr. 54/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2020 í máli nr. 61/2020 dags. 1. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2020 í máli nr. 85/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2020 í máli nr. 78/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2021 í máli nr. 86/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2021 í máli nr. 123/2020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 31/2021 í máli nr. 104/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2021 í máli nr. 127/2020 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 41/2021 í máli nr. 124/2020 dags. 31. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2021 í máli nr. 138/2020 dags. 25. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 92/2021 í máli nr. 58/2021 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 97/2021 í máli nr. 44/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2021 í máli nr. 121/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2021 í máli nr. 16/2021 dags. 20. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2021 í máli nr. 53/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 121/2021 í máli nr. 60/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 122/2021 í máli nr. 67/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 126/2021 í máli nr. 66/2021 dags. 15. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2021 í máli nr. 108/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2021 í máli nr. 43/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 142/2021 í máli nr. 105/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 162/2021 í máli nr. 89/2021 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 166/2021 í máli nr. 98/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2022 í málum nr. 122/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2022 í málum nr. 125/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 31/2022 í máli nr. 150/2021 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 41/2022 í máli nr. 161/2021 dags. 11. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 45/2022 í máli nr. 159/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2022 í máli nr. 168/2021 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2022 í máli nr. 5/2022 dags. 30. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 74/2022 í máli nr. 22/2022 dags. 26. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2022 í máli nr. 183/2021 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 87/2022 í máli nr. 25/2022 dags. 27. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 90/2022 í máli nr. 41/2022 dags. 29. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 91/2022 í máli nr. 43/2022 dags. 29. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 96/2022 í málum nr. 59/2022 o.fl. dags. 14. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2022 í máli nr. 56/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 127/2022 í máli nr. 82/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2023 í máli nr. 92/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2023 í máli nr. 88/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2023 í málum nr. 86/2022 o.fl. dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 38/2023 í málum nr. 127/2022 o.fl. dags. 17. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 64/2023 í máli nr. 145/2022 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 95/2023 í máli nr. 34/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2023 í máli nr. 69/2023 dags. 22. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 149/2023 í máli nr. 102/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 153/2023 í máli nr. 60/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 156/2023 í máli nr. 91/2023 dags. 28. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 158/2023 í máli nr. 117/2023 dags. 6. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 166/2023 í máli nr. 133/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 165/2023 í máli nr. 131/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 16/2024 í máli nr. 115/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2024 í máli nr. 99/2023 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2024 í máli nr. 125/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 30/2024 í máli nr. 9/2024 dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 39/2024 í máli nr. 26/2024 dags. 9. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 41/2024 í máli nr. 22/2024 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2024 í máli nr. 26/2024 dags. 3. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 57/2024 í máli nr. 28/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 69/2024 í máli nr. 42/2024 dags. 20. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 74/2024 í máli nr. 17/2024 dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2024 í máli nr. 34/2024 dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 85/2024 í máli nr. 45/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 93/2024 í máli nr. 80/2024 dags. 25. september 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 94/2024 í máli nr. 83/2024 dags. 25. september 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2024 í máli nr. 70/2024 dags. 8. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 104/2024 í máli nr. 69/2024 dags. 11. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2024 í máli nr. 74/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2024 í máli nr. 94/2024 dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 121/2024 í máli nr. 120/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 119/2024 í máli nr. 84/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 3/2025 í máli nr. 122/2024 dags. 21. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 11/2025 í máli nr. 114/2024 dags. 4. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 31/2025 í máli nr. 182/2024 dags. 27. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 33/2025 í máli nr. 174/2024 dags. 5. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 48/2025 í máli nr. 153/2024 dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 57/2025 í máli nr. 106/2024 dags. 15. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2025 í máli nr. 43/2025 dags. 2. maí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 94/2025 í máli nr. 67/2025 dags. 4. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 101/2025 í máli nr. 40/2025 dags. 15. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2025 í máli nr. 177/2024 dags. 18. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 129/2025 í máli nr. 81/2025 dags. 4. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2025 í máli nr. 60/2025 dags. 18. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2025 í máli nr. 29/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 144/2025 í máli nr. 30/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 145/2025 í máli nr. 84/2025 dags. 2. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 163/2025 í máli nr. 101/2025 dags. 31. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 164/2025 í máli nr. 125/2025 dags. 31. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 169/2025 í máli nr. 139/2025 dags. 14. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 180/2025 í máli nr. 160/2025 dags. 27. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 181/2025 í máli nr. 108/2025 dags. 9. desember 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 184/2025 í máli nr. 149/2025 dags. 10. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 40/2015 dags. 5. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 360/2015 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-77/1999 dags. 2. júlí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-88/1999 dags. 22. desember 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-101/2000 dags. 11. ágúst 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-217/2005 dags. 10. október 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-308/2009 dags. 14. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-356/2011 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-360/2011 (Upplýsingar birtar í ársskýrslu SÍ)
Úrskurðarnefndin taldi að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda þann hluta gagna sem hafði upplýsingar sem bankinn sjálfur hafði sjálfur birt í ársskýrslu sinni.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-360/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-361/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-374/2011 dags. 28. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-375/2011 dags. 28. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-376/2011 dags. 16. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-393/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-418/2012 dags. 20. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-442/2012 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-490/2013 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-507/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 585/2015 dags. 31. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 586/2015 dags. 31. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 655/2016 dags. 31. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 739/2018 dags. 6. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 774/2019 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 868/2020 dags. 26. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1127/2023 dags. 14. febrúar 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 22/2010 dags. 3. desember 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 20/2011 dags. 24. júní 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 12/2012 dags. 11. maí 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 172/2012 dags. 16. maí 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 190/2012 dags. 31. maí 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 97/2014 dags. 20. febrúar 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 36/2016 dags. 7. október 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 12/2019 dags. 22. nóvember 2019[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 68/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 6/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 250/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 24/2016 dags. 12. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 264/2015 dags. 25. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 20/2016 dags. 25. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 44/2016 dags. 29. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 192/2016 dags. 29. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 261/2015 dags. 7. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 29/2016 dags. 5. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 92/2016 dags. 19. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 58/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 277/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 144/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 211/2015 dags. 7. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 84/2016 dags. 21. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 356/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 60/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 271/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 219/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 455/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 304/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 485/2016 dags. 24. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 274/2016 dags. 8. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 21/2017 dags. 7. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 64/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 88/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 437/2016 dags. 14. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 116/2017 dags. 23. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 126/2017 dags. 30. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 145/2017 dags. 19. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 20/2016 dags. 17. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 114/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 134/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 125/2017 dags. 30. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2017 dags. 8. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 231/2017 dags. 13. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 240/2017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 105/2017 dags. 11. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 222/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 229/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 160/2017 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 277/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 350/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 279/2017 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 431/2017 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2017 dags. 24. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 191/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 292/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 464/2016 dags. 14. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 372/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 389/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 426/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 439/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 466/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 480/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 453/2017 dags. 21. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 63/2018 dags. 11. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 486/2017 dags. 17. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 120/2018 dags. 26. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 164/2018 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 115/2018 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2018 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 154/2018 dags. 29. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 341/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 342/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2018 dags. 10. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2018 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í málum nr. 65/2014 o.fl. dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 380/2018 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 445/2018 dags. 6. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 398/2018 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 429/2018 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 27/2019 dags. 8. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 382/2018 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 529/2010 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 16/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 111/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 177/2019 dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 120/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2019 dags. 4. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 185/2019 dags. 18. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 170/2019 dags. 24. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2019 dags. 24. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2019 dags. 5. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 419/2019 dags. 6. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 296/2019 dags. 19. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 341/2018 dags. 20. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 414/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 344/2019 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 513/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 442/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 507/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 475/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 413/2019 dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 540/2019 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2020 dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 561/2019 dags. 6. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 522/2019 dags. 19. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 517/2019 dags. 24. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 549/2019 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 204/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 152/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 227/2020 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 260/2020 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 275/2020 dags. 10. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 141/2020 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 303/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 317/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 290/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 251/2020 dags. 21. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 366/2020 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 408/2020 dags. 4. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 409/2020 dags. 4. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 350/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 397/2020 dags. 16. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 486/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 561/2020 dags. 29. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 577/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 613/2020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 619/2020 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 606/2020 dags. 10. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 624/2020 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 626/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 642/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 598/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 132/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 666/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 100/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 54/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 689/2020 dags. 26. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 6/2021 dags. 7. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 577/2020 dags. 1. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 319/2021 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 56/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 193/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 308/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 245/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 169/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2018 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 393/2021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 344/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 501/2021 dags. 17. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 403/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 439/2021 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 663/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 680/2021 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 694/2021 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 705/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 704/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 153/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 99/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 292/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 221/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 354/2022 dags. 5. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 363/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 465/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 365/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 479/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 350/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 476/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 294/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 484/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 543/2023 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 547/2022 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 551/2023 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 584/2022 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 534/2022 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 590/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 599/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 564/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 528/2022 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 595/2022 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 594/2022 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 604/2022 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 474/2022 dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 58/2023 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 8/2023 dags. 26. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 44/2023 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 66/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 598/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 318/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 314/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 1/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 51/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 313/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 93/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 556/2022 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 181/2023 dags. 7. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2023 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 221/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 229/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 222/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 244/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 150/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 282/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 309/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 190/2023 dags. 25. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 162/2023 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 402/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 364/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 361/2023 dags. 8. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 220/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 447/2023 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 501/2023 dags. 22. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 535/2023 dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 519/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 593/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 566/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 606/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 582/2023 dags. 20. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 55/2024 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 27/2024 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 440/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 49/2024 dags. 15. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 560/2023 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 609/2023 dags. 29. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 126/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 148/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Velferðarráðuneytið

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 3. febrúar 2011 (Höfnun Lyfjastofnunar á beiðni um tímabundið leyfi fyrir lyfjaútibúi)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 18. júní 2014 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 004/2014)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 014/2015 dags. 22. september 2015 (Stjórnsýslukæra vegna áminningar Embættis landlæknis)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 019/2015 dags. 18. nóvember 2015 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu starfsleyfis sem náttúrufræðingur)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 013/2016 dags. 30. nóvember 2016 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um almennt eða tímabundið lækningaleyfi)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 023/2018 dags. 17. september 2018 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 023/2018)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 024/2018 dags. 20. september 2018 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu sérfræðileyfis í íþróttasjúkraþjálfun)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 041/2018 dags. 14. desember 2018 (Synjun Embættis landlæknis um sérfræðiviðurkenningu í sjúkraþjálfun á greiningu og meðferð stoðkerfis (MT))[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 040/2018 dags. 14. desember 2018 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um sérfræðiviðurkenningu í sjúkraþjálfun á greiningu og meðferð stoðkerfis (MT))[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 21. desember 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 19/2010 dags. 22. desember 2010[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 23/2010 dags. 12. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 16/2012 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 21/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2014 dags. 26. september 2014[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2014 dags. 12. desember 2014[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2014 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2015 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2015 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2015 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2015 dags. 11. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2015 dags. 31. mars 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2015 dags. 20. maí 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 8/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 14/2016 dags. 9. september 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2016 dags. 14. október 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 15/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 16/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 21/2016 dags. 4. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 26/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2016 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 22/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2017 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2017 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2018 dags. 2. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 8/2018 dags. 4. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 10/2018 dags. 4. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2018 dags. 4. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2018 dags. 4. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2018 dags. 4. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 16/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2019 dags. 7. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2019 dags. 28. janúar 2020 (Gjáhella, Hafnarfirði)[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2019 dags. 18. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2020 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2020 dags. 5. júní 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2020 dags. 3. desember 2020 (Fasteignamat stöðvarhúss Blönduvirkjunar)[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2021 dags. 22. júní 2021[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2021 dags. 24. mars 2022[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2022 dags. 16. maí 2022[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2023 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2024 dags. 3. september 2024[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2024 dags. 27. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2025 dags. 1. september 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 451/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 411/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 413/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 770/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 892/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 945/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 970/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 33/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 90/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 163/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 40/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 57/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 439/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 221/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 105/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 42/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 147/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 190/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 171/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 299/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 355/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 366/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 389/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 335/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 150/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 210/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 128/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 89/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 293/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 335/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 43/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 343/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 53/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 93/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 56/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 138/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 365/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 205/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 49/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 548/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 200/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 470/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 45/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 18/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 372/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 75/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 108/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 333/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 171/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 319/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 313/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 235/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 300/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 328/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 309/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 430/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 673/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 345/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 43/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 340/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 385/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 165/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 133/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 225/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 202/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 264/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 419/1993[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 255/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 399/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 90/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 312/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 372/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 394/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 159/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 145/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 230/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 42/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 554/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 386/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 104/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1043/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 379/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 399/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 559/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 560/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 579/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 498/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 197/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 47/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 109/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 615/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 183/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 40/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 111/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 607/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 143/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 16/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 92/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 112/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 114/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 129/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 170/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 407/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 217/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 71/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 122/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 26/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 57/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 160/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 197/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 103/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 17/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 750/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 805/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 807/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1009/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1015/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 354/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 266/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 269/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 456/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 315/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 150/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 27/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 32/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 45/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 62/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 63/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 163/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 102/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 138/2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 87/1989 dags. 24. janúar 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 161/1989 (Starfsstöð innsigluð)[HTML]
Lagt til grundvallar að samskipti hefðu átt að eiga sér stað áður en starfsstöð væri lokað vegna vanrækslu á greiðslu söluskattsskuldar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 136/1989 (Þekktar bjórtegundir)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 435/1991 (Leyfi til málflutnings)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 481/1991 dags. 1. október 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 472/1991 dags. 8. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 701/1992 dags. 8. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 612/1992 dags. 9. febrúar 1993 (Tæknifræðingur)[HTML]
Umsagnaraðili breytti framkvæmd sinni er leiddi til þess að stjórnvaldið breytti einnig sinni framkvæmd.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 630/1992 (Heimild til samninga við Varnarliðið)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 742/1993 dags. 5. október 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 622/1992 dags. 5. október 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 896/1993 dags. 7. október 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 879/1993 dags. 5. nóvember 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 629/1992 dags. 29. desember 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 887/1993 dags. 29. mars 1994 (Umsögn tryggingaráðs)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1013/1994 dags. 19. apríl 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 882/1993 dags. 26. apríl 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 712/1992 dags. 28. apríl 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1071/1994 dags. 25. júlí 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 913/1993 dags. 28. júlí 1994 (Rjúpnavernd)[HTML]
Veiðitími rjúpu var styttur um mánuð og veiðifélag lagði fram þau rök að stytting veiðitímans væri ekki til þess fallið að vernda rjúpnastofninn. UA taldi að það væri til þess fallið að ná markmiðinu að einhverju leyti og taldi styttinguna því ekki brot á meðalhófsreglunni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 955/1993 dags. 23. ágúst 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 931/1993 dags. 20. september 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 909/1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 842/1993 dags. 24. október 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 598/1992 dags. 18. nóvember 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1076/1994 dags. 14. febrúar 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1041/1994 dags. 13. mars 1995 (Gjald fyrir leyfi til hundahalds í Reykjavík)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1328/1995 (Snyrtingar á vínveitingastöðum)[HTML]
Veitingastaður vildi samnýta snyrtingu með öðru fyrirtæki en nefndin sem afgreiddi umsóknina féllst ekki á það án skilyrða.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 911/1993 dags. 8. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1313/1994 dags. 17. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1292/1994 dags. 22. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1097/1994 dags. 13. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 974/1993 dags. 13. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1156/1994 dags. 13. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1547/1995 dags. 16. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1014/1994 dags. 24. nóvember 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 993/1994 dags. 4. janúar 1996 (Ráðstöfun ríkisjarða I)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1643/1996 dags. 2. febrúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1427/1995 dags. 2. febrúar 1996 (Lækkun eignarskattsstofns I)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 856/1993 dags. 12. febrúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1435/1995 dags. 15. febrúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1241/1994 dags. 23. febrúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 982/1994 (Lán fyrir skólagjöldum í mannfræðinám)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1319/1994 (Ábyrgðarmenn námslána)[HTML]
Lántaka var gert að finna annan ábyrgðarmann af námsláni þegar fyrri ábyrgðarmaður féll frá. Umboðsmaður taldi heimilt að skilyrða slíkt á þeim tímabilum þegar lög giltu er skylduðu ábyrgðarmann en ekki um þau sem tekin voru fyrir setningu lagalegu skyldunnar um ábyrgðarmann.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1539/1995 dags. 2. apríl 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1532/1995 dags. 3. apríl 1996 (Framhaldsskólar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1127/1994 dags. 20. nóvember 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1706/1996 (Umönnunargreiðslur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1838/1996 dags. 17. febrúar 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1771/1996 dags. 20. febrúar 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1805/1996 (LÍN - Ný regla um aldursskilyrði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1718/1996 dags. 29. apríl 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1899/1996 dags. 9. maí 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1896/1996 dags. 16. maí 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1517/1995 dags. 30. júní 1997 (Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2058/1997 dags. 30. júlí 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1830/1996 dags. 6. ágúst 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1897/1996 dags. 16. október 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2074/1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2025/1997 (Skráning bifreiðar)[HTML]
Maður ætlaði að flytja inn tiltekna dísilvél en hafði verið hafnað. Hann vísaði í fyrri afgreiðslu þar sem niðurstaðan var önnur. Umboðsmaður taldi að það skipti ekki máli enda væri ekki hægt að væntast til endurtekningar á ólögmætri framkvæmd með því að vísa í annað tilvik.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1754/1996 dags. 8. janúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2009/1997 dags. 8. janúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1820/1996 dags. 13. febrúar 1998 (Lýðveldissjóður)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1833/1996 (Lækkun eignarskattsstofns II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1931/1996 dags. 17. maí 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2259/1997 dags. 9. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2131/1997 dags. 16. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1970/1996 dags. 24. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2355/1998 dags. 20. júlí 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1756/1996 dags. 4. september 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2196/1997 dags. 13. október 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1885/1996 dags. 1. desember 1998 (Skilyrði um hámarksaldur fyrir starfsþjálfun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2147/1997 dags. 14. desember 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2241/1997 dags. 5. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2123/1997 dags. 5. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2292/1997 dags. 12. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2556/1998 dags. 21. maí 1999 (Umsögn sveitarfélags við meðferð stjórnsýslukæru)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2545/1998 dags. 12. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2408/1998 dags. 22. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2343/1997 (Lækkun á örorkumati)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2253/1997 dags. 6. ágúst 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2591/1998 (Flutningur málmiðnaðardeildar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1924/1996 dags. 2. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2487/1998 dags. 17. desember 1999 (Viðmiðunarreglur Viðlagatryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2679/1999 dags. 29. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2584/1998 dags. 30. desember 1999 (Holræsagjöld Ísafjarðarbæjar I)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2585/1998 dags. 30. desember 1999 (Holræsagjöld Ísafjarðarbæjar II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2608/1998 dags. 27. janúar 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2777/1999 (Aðfarargjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2512/1998 dags. 16. mars 2000 (Reynslulausn erlendra afplánunarfanga - Náðunarnefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2542/1998 dags. 7. apríl 2000 (Verklagsreglur ríkisskattstjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2370/1998 (Frádráttur lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2417/1998 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2630/1998 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2735/1999 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2606/1998 (Launakjör forstöðumanns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2807/1999 (Skrifstofustörf - Innlausn á eignarhluta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2812/1999 dags. 14. júní 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2435/1998 (Ættleiðingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2638/1999 (Fjallskilgjald í Dalasýslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2723/1999 dags. 13. september 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2793/1999 dags. 20. nóvember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2352/1998 dags. 20. desember 2000 (Útflutningsskylda sauðfjárafurða)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2879/1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2927/2000 dags. 30. janúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2862/1999 dags. 31. janúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2760/1999 dags. 6. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2970/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2996/2000 dags. 1. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2763/1999 (Sala ríkisjarða)[HTML]
Gerðar höfðu verið athugasemdir um handahófskennda framkvæmd starfsfólks þar sem óvíst var hvenær framkvæmdinni var breytt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3042/2000 dags. 18. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2607/1998 (Leyfi til vísindarannsókna í sjó)[HTML]
Sett var skilyrði að leyfið væri veitt að því leyti að ekki væri aflað gagna sem hægt væri að fá hjá Hafrannsóknarstofnun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2940/2000 dags. 29. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2917/2000 (LÍN)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3152/2001 dags. 12. september 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2903/1999 (Launaákvörðun kjaranefndar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2953/2000 dags. 20. september 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2973/2000 (Launakjör prófessora við HÍ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2974/2000 (Launakjör prófessora við HÍ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2907/1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3245/2001 (Stöðuveiting - Þróunarsamvinnustofnun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3014/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3569/2002 dags. 2. september 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3580/2002 dags. 31. október 2002 (Lánatryggingasjóður kvenna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3163/2001 dags. 15. nóvember 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3503/2002 dags. 27. nóvember 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3699/2003 dags. 17. janúar 2003 (Byggðakvóti)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3426/2002 dags. 27. janúar 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3689/2003 dags. 7. febrúar 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3698/2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3691/2003 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3717/2003 (Innfjarðarrækja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3835/2003 dags. 20. febrúar 2004 (Jurtextrakt)[HTML]
Heilsuvara var seld í alkóhól-lausn til að verja gæði vörunnar.
Meðferðin var sú að Lyfjastofnun afgreiddi vöruna svo mætti selja hana í apótekum.
Lyfjastofnun var óheimilt að banna innflutning og dreifingu vörunnar á grundvelli áfengislaga þar sem slíkt væri ekki á hennar verksviði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3929/2003 (Listamannalaun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4117/2004 (Frestun á töku úrvinnslugjalds)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4132/2004 dags. 19. október 2004 (Súðavíkurhreppur - Byggðakvóti)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4064/2004 dags. 3. nóvember 2004 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4108/2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4160/2004 dags. 30. desember 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4182/2004 dags. 18. maí 2005 (Túlkaþjónusta við heyrnarlausa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4249/2004 (Ráðning lögreglumanns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3977/2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4186/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]
Bótaþegi var svipt rétti sínum til atvinnuleysisbóta á þeim grundvelli að hún hefði tekið að sér störf í fyrirtæki eiginmanns síns, og var hún krafin um endurgreiðslu bótanna. Breytingarlögum var ætlað að fjarlægja almenn skilyrði tiltekins lagabálks um ásetningsbrot og skilja eftir gáleysisbrot. Hins vegar láðist að breyta lagatextanum með hliðsjón af því að þeirri röksemd að ekki sé viljandi hægt að gera eitthvað af gáleysi.

Að mati umboðsmanns var því ekki hægt að beita þeim gagnvart ásetningsbrotum og þar sem háttsemin var skilgreind þannig í lögunum að hún gæti eingöngu átt við um ásetning, og því rúmaðist yfirlýst ætlan löggjafans í lögskýringargögnum ekki innan merkingar lagatextans sjálfs.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4315/2005 (Breyting á ráðningarkjörum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4430/2005 (Skipan umboðsmanns barna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4427/2005 dags. 6. mars 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4469/2005 dags. 7. mars 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4298/2004 (Hafnargjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 (Byggðakvóti - búseta sjómanna)[HTML]
Ráðherra setti skilyrðið eingöngu gagnvart einu sveitarfélagi en ekki öllum. Umboðsmaður taldi ekki málefnalegt að byggja á því sökum þess.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4557/2005 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 dags. 30. júní 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4654/2006 (Skil á starfsleyfi til miðlunar vátrygginga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4440/2005 dags. 14. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4715/2006 dags. 21. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4316/2005 (Úthlutun úr Fornleifasjóði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4351/2005 (Skúffufé ráðherra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4478/2005 (Malarnáma - útleiga námuréttinda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4597/2005 dags. 29. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4650/2006 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4609/2005 dags. 4. apríl 2007 (Ábyrgðarsjóður launa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4617/2005 dags. 13. júlí 2007 (Frumkvæðisathugun - áætlun opinberra gjalda)[HTML]
Skylda til að gæta hófs við álag á áætlaðar tekjur. Umboðsmaður taldi að óréttmætt hefði verið að byggja ætíð á 20% álagi á tekjur fyrra árs, heldur ætti einnig að meta aðrar upplýsingar sem borist höfðu vegna tekna tekjuársins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4949/2007[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 5117/2007 dags. 9. október 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4390/2005 dags. 30. nóvember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4699/2006 (Neikvæð umsögn yfirmanna um umsækjendur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4633/2006 (Samfélagsþjónusta)[HTML]
Umboðsmaður taldi órannsakað hjá yfirvöldum um ástæður þess að viðkomandi aðili mætti ekki í samfélagsþjónustu, en að þeim hefði borið að gera það áður en farið væri að taka þá ákvörðun að telja hann ekki hafa uppfyllt þá vararefsingu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4997/2007 (Námslán)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 (Áætlunarheimild LÍN)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5141/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5404/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5161/2007 dags. 29. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5220/2008 dags. 30. desember 2008 (Skipun héraðsdómara)[HTML]
Sonur Davíðs Oddssonar, ÞD, sótti um dómaraembætti og fjallað um málið í nefnd. Nefndin raðaði ÞD ekki hátt. Settur dómsmálaráðherra í málinu fór yfir gögnin og tók ákvörðun. Ráðherra taldi að þekking á sviði þjóðaréttar væri umsækjanda ekki til tekna og skipaði því ÞD. UA taldi að það mat hefði ekki verið forsvaranlegt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4919/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4904/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5475/2008 (Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Breyting á stjórnsýsluframkvæmd)[HTML]
Kæru stéttarfélags var vísað frá úrskurðarnefnd þar sem félagið ætti ekki aðild að málinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5651/2009 dags. 28. september 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5466/2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5919/2010 dags. 24. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5525/2008 dags. 29. september 2010 (Áminning)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5740/2009 dags. 31. desember 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6093/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5949/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5890/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6073/2010 dags. 13. júlí 2011 (Greiðsluþátttaka lyfs)[HTML]
Lyfjagreiðslunefnd hefði átt að veita félaginu X tækifæri til að andmæla álitum Taugalæknafélagi Íslands og Geðlæknafélagsins þar sem þau álit voru talin hafa haft verulega þýðingu fyrir úrlausn málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6563/2011 dags. 8. ágúst 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6116/2010 (Vöruvalsreglur ÁTVR)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6034/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6383/2011 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6186/2010 dags. 30. nóvember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6712/2011 dags. 5. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5958/2010 dags. 16. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6045/2010 dags. 30. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6789/2012 dags. 18. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6819/2012 dags. 31. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6847/2012 dags. 5. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6870/2012 dags. 16. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6110/2010 (Ákvörðun um fjárhæð stjórnvaldssektar - Tilkynningarskylda vegna innherja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6940/2012 dags. 30. apríl 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6845/2012 dags. 31. maí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5864/2009 (Mat á menntun og starfsreynslu umsækjanda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6276/2011 dags. 18. júní 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6464/2011 dags. 21. júní 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6297/2011 dags. 29. júní 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7044/2012 dags. 10. júlí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7131/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6628/2011 dags. 28. september 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7135/2012 dags. 9. október 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7151/2012 dags. 16. október 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6340/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7217/2012 dags. 31. október 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6490/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7263/2012 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6956/2012 dags. 28. desember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7315/2012 dags. 31. desember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6614/2011 dags. 4. febrúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6560/2011 (Veiting starfa lögreglumanna hjá sérstökum saksóknara)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6578/2011 (Skil á ársskýrslu og árshlutareikningum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7066/2012 (Ráðning í starf tryggingafulltrúa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6585/2011 dags. 7. maí 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6649/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7496/2014 dags. 7. mars 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7938/2014 dags. 22. apríl 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7021/2012 dags. 30. júní 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8105/2014 dags. 1. október 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7609/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8076/2014 dags. 17. nóvember 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8254/2014 dags. 3. desember 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8354/2015 (Ráðning deildarstjóra í grunnskóla - Pólitískar skoðanir umsækjanda)[HTML]
Einstaklingur sótti um stöðu deildarstjóra en var ekki ráðinn. Hann var í framboði í sveitarstjórnarkosningum. Ráðningarfyrirtækið gaf út skýrslu er benti á að ástæðu ólgu innan skólans voru mismunandi pólitískar skoðanir og því var litið til þess þegar ráðið var í stöðuna. Umboðsmaður taldi að ekki mætti líta til slíkra sjónarmiða þótt þau kæmu fram í skýrslunni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8675/2015 (Úthlutun styrkja úr Orkusjóði - Heimildir stjórnvalda til að birta og leiðrétta upplýsingar opinberlega)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8763/2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8404/2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8729/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8741/2015 dags. 30. desember 2016 (Áminning heilsugæslulæknis)[HTML]
Heilsugæslulæknir mætti ekki á nokkra fundi við yfirlækna en hann hafði áður sagst ekki ætla að mæta á þá. Umboðsmaður taldi að skora hefði átt á lækninn að mæta á fundina og vara hann við afleiðingum þess að mæta ekki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8956/2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9081/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 9266/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8749/2015 (Brottvísun úr framhaldsskóla)[HTML]
16 ára dreng var vísað ótímabundið úr framhaldsskóla vegna alvarlegs brots. Talið var að um væri brot á meðalhófsreglunni þar sem ekki var rannsakað hvort vægari úrræði væru til staðar svo drengurinn gæti haldið áfram náminu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9205/2017 dags. 31. október 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9688/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]
Fyrirtæki í ferðaþjónustu kvartaði undan samþykkt ráðherra á gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs vegna tjaldsvæða og þjónustu í þjóðgarðinum. Kvartandi óskaði eftir áliti um það hvort gjaldtakan samræmdist ákvæðum laga og fjárhæðum. Hann hélt því fram að gjaldtakan bryti í bága við jafnræðisregluna þar sem það var eingöngu lagt á hópferðabíla en ekki á fólk í einkabílum.

Umboðsmaður athugaði hvort rétt væri að miða gjaldið við mögulegan farþegafjölda í rútu en ekki raunverulegan. Umboðsmaður taldi það hins vegar málefnalegt enda vandkvæði við að hafa eftirlit með því hversu margir farþegar væru í hverju ökutæki.

Umboðsmaður túlkaði lagaákvæðið með þeim hætti að heimilt væri að fella eitt gjald fyrir alla þjónustu garðsins í stað þess að skipta þeim niður á tiltekna kostnaðarliði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9656/2018 (Neyðarhnappur)[HTML]
Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið veitt heimild til ráðherra til að byggja á atriðum eins og búsetu og öðrum persónulegum atriðum. Þá hafði einnig ekki verið metin atriði eins og hvort sambærileg þjónusta og sú sem var skert var fyrir hendi á staðnum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9916/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9819/2018 dags. 31. maí 2019 (Tollkvóti)[HTML]
Aðili bauð í tollkvóta á kjöti. Hann gerir mistök og setti nokkur núll fyrir aftan upphæðina. Honum var svo haldið við það tilboð. Umboðsmaður taldi að meta hefði átt hvort rétt væri að afturkalla ákvörðunina þegar upplýsingar bárust um að viðkomandi gerði mistökin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10089/2019 dags. 21. janúar 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9991/2019 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10128/2019 dags. 6. apríl 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9873/2018 dags. 7. september 2020[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10815/2020 dags. 13. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10871/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10916/2021 dags. 29. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10879/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10859/2020 dags. 23. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10945/2021 dags. 23. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10948/2021 dags. 23. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10950/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10921/2021 dags. 15. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10997/2021 dags. 29. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11003/2021 dags. 30. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10992/2021 dags. 31. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10884/2020 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10246/2019 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11079/2021 dags. 7. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10301/2019 dags. 3. júní 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10816/2020 dags. 3. júní 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10940/2021 dags. 18. júní 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10968/2021 dags. 2. júlí 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11097/2021 dags. 2. júlí 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11080/2021 dags. 23. ágúst 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10922/2021 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11313/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10739/2020 dags. 28. september 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10904/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11134/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11209/2021 dags. 18. október 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11152/2021 dags. 22. október 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11353/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10626/2020 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10623/2020 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11361/2021 dags. 7. desember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11433/2021 dags. 23. desember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11067/2021 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11314/2021 dags. 8. júní 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11815/2022 dags. 15. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11484/2022 dags. 30. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11816/2022 dags. 14. nóvember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11836/2022 dags. 12. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11386/2022 dags. 12. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11780/2022 dags. 23. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11802/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11667/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11881/2022 dags. 10. mars 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12040/2023 dags. 11. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11857/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11617/2022 dags. 18. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12068/2023 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12074/2023 dags. 24. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12101/2023 dags. 19. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12102/2023 dags. 19. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12167/2023 dags. 31. maí 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11723/2022 dags. 25. júlí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12326/2023 dags. 29. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12142/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12377/2023 dags. 4. október 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11988/2022 dags. 25. október 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12058/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12443/2023 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12381/2023 dags. 4. mars 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12469/2023 dags. 30. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12802/2024 dags. 26. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12600/2024 dags. 16. júlí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12824/2024 dags. 31. júlí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12390/2023 dags. 20. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12328/2023 dags. 28. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12831/2024 dags. 5. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12944/2024 dags. 17. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13005/2024 dags. 9. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 2/2025 dags. 4. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13054/2025 dags. 5. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 83/2025 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 78/2025 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 198/2025 dags. 6. júní 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13003/2024 dags. 31. júlí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1972255, 964
1982 - Registur87, 103, 172
1982595-596
19831660
1987469, 984, 1011, 1013, 1016
1990460
1991 - Registur203
1991618, 620
1992 - Registur117, 119, 151, 166, 221-222, 224
19921620, 1968
1993 - Registur18, 83, 162, 222
199340, 111, 852, 1217-1219, 1221, 1223, 1225, 1227, 2070, 2182, 2185
1994 - Registur223, 271, 281
1994582, 764, 775, 875, 1644, 1650, 1658
19952856
1996 - Registur196
1996588, 1885, 1965, 2781, 2960, 2969, 3010-3011, 3020, 3028, 3118, 3421, 3425, 3569, 3970-3972, 3978, 3982, 3985, 3987, 3991, 4035, 4125-4126, 4253, 4265, 4276
1997 - Registur161, 180
199736-37, 39-40, 362, 365, 367, 372-373, 399, 409, 810, 1501, 1506-1507, 1511, 1515, 1517, 2160, 2399, 2565, 2571, 2574, 2580-2581, 2586, 2589, 2772
1998 - Registur31, 143, 159, 161, 254-255, 364, 386
1998141, 514, 517, 617-619, 746, 863, 884, 893, 895, 998, 1001, 1004, 1106, 1312-1313, 1379-1380, 1432, 1435, 1665, 1668, 1671, 1673, 1804, 1992, 2045, 2145, 2147, 2150, 2152, 2235, 2239, 2248-2249, 2251-2252, 2539-2540, 2641, 2942, 3122, 3125, 3131, 3195, 3200, 3202, 3275, 3280, 3411, 3471, 3473, 3484, 3544, 3556-3557, 3560, 3569, 3572, 3581, 3583, 3593, 3595, 3657, 3661-3662, 3848, 3851, 3861, 3958, 3962, 3966, 3968, 4076, 4078, 4080, 4083, 4087, 4186, 4381
1999230, 386-387, 389-390, 392, 403-404, 420-421, 423, 662, 671, 673, 675, 678, 699-700, 877-878, 963, 967, 972, 981, 1086-1087, 1089, 1103-1106, 1117, 1120, 1288, 1547, 1611-1612, 1621, 1623, 1932, 1935-1936, 2023-2024, 2078, 2085, 2090, 2772, 2774, 2796, 2802, 2805, 2807-2808, 2811, 2817-2818, 2820, 2822-2823, 3015-3016, 3396-3397, 3505, 3515, 3520, 3523, 3576, 3578, 3580, 3782, 3787, 3794, 3937, 3939, 3942, 4009, 4026, 4251, 4777, 4787, 4911-4913
2000388, 400, 419, 683-684, 911, 914, 917, 920, 1061, 1077-1078, 1198, 1206, 1222, 1322, 1325, 1334, 1336, 1348, 1369, 1375, 1394-1395, 1513-1514, 1517, 1519, 1534-1535, 1544, 1547, 1552, 1567-1568, 1633, 1640, 1644-1645, 1668, 1674, 1812, 1834, 1865, 1867, 1877, 2138, 2146, 2177, 2182, 2184-2185, 2187-2188, 2191, 2195, 2197, 2308, 2311, 2350-2351, 2723-2724, 2727, 2938-2939, 2944, 2946, 2950, 3131, 3246, 3251, 3262-3263, 3276, 3437, 3478, 3480, 3482, 3521, 3523-3524, 3546, 3555, 3558, 3588, 3805-3807, 3810, 3812-3813, 4024, 4029, 4033, 4035, 4081, 4150, 4267, 4394-4396, 4401, 4498
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1984-1992108
1993-1996588, 656
1997-200036, 38, 109, 116, 198, 327, 353, 356, 493-494, 626
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1989A325
1991B708
1993A181
1993C1553
1995C284
1997B1158
1998B290
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1989AAugl nr. 53/1989 - Lög um samningsbundna gerðardóma[PDF prentútgáfa]
1993AAugl nr. 37/1993 - Stjórnsýslulög[PDF prentútgáfa]
1993CAugl nr. 32/1993 - Auglýsing um samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls og bókun um breytingu á samningnum[PDF prentútgáfa]
1995CAugl nr. 14/1995 - Auglýsing um loftferðasamning við Bandaríkin[PDF prentútgáfa]
1997BAugl nr. 505/1997 - Reglugerð um grunnpóstþjónustu[PDF prentútgáfa]
1998BAugl nr. 147/1998 - Reglugerð um greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins[PDF prentútgáfa]
2007AAugl nr. 84/2007 - Lög um opinber innkaup[PDF vefútgáfa]
2011BAugl nr. 1040/2011 - Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum[PDF vefútgáfa]
2012BAugl nr. 699/2012 - Reglugerð um viðurkenningu grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum og skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan[PDF vefútgáfa]
2013BAugl nr. 503/2013 - Auglýsing um staðfestingu á verklagsreglum um útlánastarfsemi, fjármála- og eignaumsýslu Byggðastofnunar[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 845/2014 - Reglugerð um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála[PDF vefútgáfa]
2016AAugl nr. 120/2016 - Lög um opinber innkaup[PDF vefútgáfa]
2016BAugl nr. 221/2016 - Reglugerð um breytingu (1) á reglugerð nr. 845/2014, um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 326/2016 - Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum[PDF vefútgáfa]
2017BAugl nr. 476/2017 - Reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða[PDF vefútgáfa]
2018BAugl nr. 177/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 845/2014, um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1150/2018 - Reglugerð um sjálfstætt rekna grunnskóla[PDF vefútgáfa]
2019AAugl nr. 150/2019 - Lög um innheimtu opinberra skatta og gjalda[PDF vefútgáfa]
2020BAugl nr. 262/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 845/2014, um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála[PDF vefútgáfa]
2022BAugl nr. 359/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 845/2014, um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála[PDF vefútgáfa]
2024BAugl nr. 287/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 845/2014, um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing84Umræður (samþ. mál)1131/1132
Löggjafarþing88Þingskjöl1221
Löggjafarþing105Þingskjöl2266-2267, 2273
Löggjafarþing105Umræður659/660
Löggjafarþing109Þingskjöl1295
Löggjafarþing111Þingskjöl2466
Löggjafarþing111Umræður139/140, 157/158, 1291/1292, 3375/3376, 3631/3632, 4243/4244, 4631/4632, 7587/7588, 7597/7598, 7679/7680
Löggjafarþing112Þingskjöl1851
Löggjafarþing112Umræður1897/1898, 1923/1924, 1931/1932, 2529/2530, 3659/3660, 3871/3872, 3877/3878-3879/3880, 3889/3890
Löggjafarþing113Umræður859/860, 1639/1640, 1755/1756, 1809/1810, 3493/3494, 3535/3536, 3539/3540
Löggjafarþing115Þingskjöl5810, 5889
Löggjafarþing115Umræður1737/1738, 2183/2184, 3089/3090, 3163/3164, 3351/3352, 4285/4286, 4687/4688, 5045/5046, 9491/9492
Löggjafarþing116Þingskjöl112, 191, 2294, 3203-3204, 3294, 3299, 4671, 5499, 5910
Löggjafarþing116Umræður401/402, 551/552, 801/802, 1071/1072, 1785/1786, 1789/1790, 2909/2910, 4413/4414, 4457/4458, 4597/4598, 5105/5106, 5113/5114, 5117/5118, 5125/5126, 5131/5132-5135/5136, 5767/5768, 6893/6894, 7833/7834, 8207/8208, 8419/8420, 8435/8436, 8915/8916
Löggjafarþing117Þingskjöl3025, 3725, 5101
Löggjafarþing117Umræður389/390, 595/596, 1529/1530, 3015/3016, 3091/3092, 3635/3636, 5611/5612, 5885/5886, 6387/6388, 6393/6394, 6719/6720, 7621/7622, 7775/7776, 8115/8116, 8203/8204, 8241/8242, 8707/8708
Löggjafarþing118Þingskjöl1256, 1277, 2082-2083, 2085-2086, 2103, 2634-2635, 3409, 3567, 3882-3883
Löggjafarþing118Umræður383/384, 811/812, 867/868, 1229/1230-1233/1234, 1281/1282, 2139/2140, 2355/2356, 3121/3122, 3129/3130, 3575/3576, 4197/4198, 5179/5180, 5297/5298, 5331/5332, 5349/5350, 5355/5356
Löggjafarþing119Þingskjöl31
Löggjafarþing119Umræður29/30, 53/54, 133/134-135/136, 141/142-143/144, 149/150, 1005/1006, 1039/1040
Löggjafarþing120Þingskjöl326, 1670, 1798, 2017, 2379, 3244, 3434, 3624, 3991, 4724
Löggjafarþing120Umræður443/444, 1257/1258, 1377/1378, 1725/1726-1727/1728, 1777/1778, 1905/1906, 2343/2344, 2417/2418-2419/2420, 2483/2484, 3485/3486, 3909/3910, 3937/3938, 3953/3954, 4039/4040, 4117/4118, 4241/4242, 4273/4274-4275/4276, 4469/4470, 4547/4548, 4559/4560-4561/4562, 4597/4598-4599/4600, 4809/4810, 4935/4936, 5477/5478, 5485/5486, 5721/5722, 5751/5752, 5867/5868, 5879/5880, 6005/6006, 6183/6184, 6205/6206, 6285/6286, 6299/6300, 6623/6624, 6787/6788, 7045/7046, 7119/7120, 7353/7354
Löggjafarþing121Þingskjöl708, 806, 907, 1333, 2687, 2705, 4057
Löggjafarþing121Umræður1295/1296, 2689/2690, 3403/3404-3405/3406, 4761/4762, 4983/4984, 5325/5326, 5587/5588, 5617/5618, 5839/5840, 5913/5914, 6155/6156, 6173/6174, 6469/6470, 6569/6570
Löggjafarþing122Þingskjöl559, 1191, 1357, 1902, 1904, 1926, 2269, 2581, 3050, 3194, 3381, 3670, 4944
Löggjafarþing122Umræður265/266, 885/886, 1483/1484, 1593/1594, 1607/1608, 1743/1744, 2395/2396, 2443/2444, 2449/2450, 2471/2472, 2477/2478-2479/2480, 2507/2508, 2769/2770, 2801/2802, 3231/3232, 3393/3394, 3593/3594, 3645/3646, 3757/3758-3759/3760, 3903/3904, 3995/3996, 4007/4008, 4461/4462, 4953/4954, 7605/7606, 7989/7990
Löggjafarþing123Þingskjöl555, 1011-1013, 1105, 1296, 1456, 1762, 1988, 1997, 2143-2144, 2207, 2232, 2234, 2238, 2468-2469, 2598, 2752, 2768, 2964, 3729, 3973, 4042
Löggjafarþing123Umræður265/266-269/270, 571/572, 943/944-945/946, 979/980, 1329/1330, 1491/1492, 1559/1560-1567/1568, 1719/1720, 1887/1888, 1897/1898, 1901/1902, 1937/1938, 2241/2242, 2293/2294, 2347/2348, 2561/2562, 2575/2576-2577/2578, 2583/2584, 2591/2592, 2617/2618, 2621/2622-2625/2626, 2653/2654, 2657/2658, 2667/2668, 2769/2770, 2843/2844, 2921/2922, 2933/2934-2935/2936, 2939/2940, 2985/2986, 2997/2998, 3001/3002, 3033/3034, 3099/3100, 3103/3104, 3113/3114, 3685/3686, 3703/3704, 3747/3748, 3807/3808, 4125/4126-4127/4128, 4143/4144
Löggjafarþing125Þingskjöl1196, 1250, 1252, 1304, 1789, 2015, 2443, 2551, 2554, 2556, 2563, 2565-2568, 3428, 3890, 4252, 4255, 4693, 4922, 5207, 5468, 5627
Löggjafarþing125Umræður529/530-531/532, 535/536-537/538, 747/748, 1647/1648, 2535/2536, 2579/2580-2581/2582, 2835/2836, 3385/3386, 3389/3390, 3465/3466-3467/3468, 3485/3486, 3749/3750, 4095/4096, 4209/4210, 4309/4310, 4463/4464-4465/4466, 4749/4750, 5181/5182, 5389/5390, 5411/5412, 5441/5442, 5767/5768, 5783/5784-5785/5786, 6335/6336, 6387/6388, 6391/6392-6393/6394, 6769/6770-6771/6772, 6775/6776, 6839/6840, 6843/6844
Löggjafarþing126Þingskjöl1670, 1797, 1923, 2397, 2399, 3780-3781, 4523-4524, 5322, 5325
Löggjafarþing126Umræður1123/1124, 1359/1360, 1397/1398, 1799/1800, 2617/2618, 2667/2668, 2861/2862, 2947/2948, 3003/3004, 3009/3010, 3283/3284, 3291/3292, 3299/3300, 3371/3372, 3439/3440-3441/3442, 3461/3462, 3495/3496, 3981/3982, 4055/4056, 4403/4404, 4473/4474, 4521/4522, 4617/4618, 4751/4752, 4759/4760, 4835/4836, 5869/5870, 6757/6758, 7239/7240
Löggjafarþing127Þingskjöl569, 1365, 1812, 3281-3282, 3682-3683, 3995-3996, 4052-4053
Löggjafarþing127Umræður609/610, 925/926, 979/980, 989/990, 1305/1306, 1367/1368-1369/1370, 1379/1380, 1887/1888, 2955/2956, 3021/3022, 3215/3216, 3527/3528, 3537/3538, 4083/4084, 4155/4156-4157/4158, 4163/4164, 4283/4284, 4553/4554-4555/4556, 4567/4568, 4627/4628, 4741/4742, 4955/4956, 5485/5486, 5495/5496, 6379/6380, 6407/6408, 6807/6808, 6881/6882, 7013/7014, 7109/7110, 7141/7142, 7441/7442, 7725/7726
Löggjafarþing128Þingskjöl579, 583, 797, 801, 1601, 1605, 1761, 1765, 4281
Löggjafarþing128Umræður585/586, 1111/1112, 2093/2094, 2119/2120, 2313/2314, 3331/3332, 3615/3616, 3621/3622, 4093/4094, 4499/4500, 4877/4878
Löggjafarþing130Þingskjöl555, 558, 618, 2324, 2420, 2449, 2606, 2610-2611, 3145, 5885, 6108-6110, 6451, 6454, 6475, 6506, 6508, 6510, 6513-6515, 6526, 6906, 7026, 7350
Löggjafarþing130Umræður179/180, 551/552, 641/642, 659/660-665/666, 771/772, 777/778, 783/784, 791/792, 795/796, 1253/1254, 1549/1550, 1679/1680, 1687/1688, 1763/1764, 2187/2188, 2265/2266, 2453/2454, 2499/2500, 2517/2518, 2531/2532-2535/2536, 3977/3978-3979/3980, 4749/4750, 4823/4824, 4829/4830, 5529/5530, 5585/5586-5587/5588, 5987/5988-5989/5990, 6017/6018, 6023/6024, 6127/6128, 6137/6138-6139/6140, 6145/6146, 6271/6272, 6507/6508, 6513/6514, 6557/6558, 6633/6634-6635/6636, 6847/6848, 6875/6876, 6909/6910, 6913/6914, 6929/6930-6931/6932, 7067/7068, 7423/7424, 7615/7616, 7731/7732, 8169/8170, 8249/8250, 8347/8348, 8415/8416
Löggjafarþing131Þingskjöl566, 622, 1479, 1558-1559, 1563, 1679, 3870, 5527, 5886
Löggjafarþing131Umræður881/882, 945/946, 3231/3232-3233/3234, 3251/3252, 4009/4010, 4153/4154, 4397/4398, 5331/5332, 5373/5374, 5657/5658, 5817/5818-5819/5820, 6191/6192, 6669/6670, 6765/6766, 6945/6946, 8171/8172, 8211/8212
Löggjafarþing132Þingskjöl595, 612, 1719, 2375, 2756, 3799, 4587, 4731, 5010
Löggjafarþing132Umræður377/378, 1757/1758, 2281/2282, 2973/2974, 3213/3214, 3455/3456, 3505/3506, 4105/4106, 4221/4222-4225/4226, 4989/4990, 5179/5180, 5257/5258, 5275/5276-5277/5278, 5359/5360, 5387/5388, 6889/6890, 7087/7088-7089/7090, 7143/7144, 7159/7160, 7185/7186, 7719/7720, 7855/7856, 8023/8024, 8111/8112, 8347/8348-8349/8350, 8405/8406, 8431/8432, 8457/8458, 8495/8496
Löggjafarþing133Þingskjöl505, 716, 759, 999-1000, 1073, 1431-1432, 1592, 1818, 2686, 3273, 3781, 5200, 6307, 6996, 7016, 7143
Löggjafarþing133Umræður811/812, 1007/1008-1009/1010, 1715/1716, 1725/1726, 2187/2188, 2733/2734, 2801/2802, 2877/2878, 3135/3136, 3215/3216, 3297/3298, 3451/3452, 3483/3484, 3703/3704, 4465/4466-4467/4468, 4879/4880, 4999/5000, 5011/5012, 5193/5194, 6187/6188, 6299/6300, 6305/6306, 6319/6320-6321/6322, 6333/6334, 6393/6394, 6541/6542, 6831/6832
Löggjafarþing134Umræður53/54, 231/232, 245/246-247/248, 407/408, 411/412, 535/536
Löggjafarþing135Þingskjöl506, 545, 563, 604, 1060, 2669, 2743, 2752, 2902, 3853, 3969-3970, 5139
Löggjafarþing135Umræður747/748-751/752, 789/790-791/792, 799/800-803/804, 869/870, 895/896, 935/936, 953/954, 991/992, 1179/1180, 1219/1220, 1567/1568-1569/1570, 1573/1574, 1577/1578, 1581/1582, 1593/1594, 1607/1608, 1787/1788, 2019/2020-2021/2022, 2025/2026-2027/2028, 2305/2306, 2327/2328, 2459/2460, 2975/2976, 3159/3160, 3319/3320, 3323/3324, 3327/3328, 3575/3576, 3581/3582, 3783/3784, 3827/3828, 3845/3846, 3849/3850, 3933/3934-3935/3936, 4069/4070-4073/4074, 4077/4078-4079/4080, 4429/4430, 4585/4586, 4641/4642-4643/4644, 4689/4690, 4809/4810, 4879/4880-4881/4882, 4987/4988, 5047/5048, 5075/5076, 5083/5084, 5187/5188, 5239/5240, 5243/5244, 5247/5248-5251/5252, 5255/5256-5257/5258, 5261/5262-5271/5272, 5275/5276, 5497/5498, 6079/6080, 6467/6468, 6681/6682-6685/6686, 6707/6708, 6723/6724, 6731/6732, 6741/6742, 6795/6796, 7655/7656, 8097/8098-8099/8100, 8215/8216
Löggjafarþing136Þingskjöl480, 657, 810, 963-964, 1329, 1496, 2135, 2909, 2993, 3820, 4119, 4373
Löggjafarþing136Umræður157/158, 297/298, 333/334-337/338, 351/352-355/356, 935/936, 941/942-943/944, 947/948, 1077/1078, 1309/1310, 2405/2406, 2479/2480, 2705/2706, 2789/2790, 3779/3780-3781/3782, 3823/3824-3825/3826, 4019/4020-4021/4022, 4553/4554, 5021/5022, 5025/5026, 5429/5430, 6083/6084, 6507/6508, 6631/6632, 7139/7140
Löggjafarþing137Þingskjöl2
Löggjafarþing137Umræður609/610, 1221/1222
Löggjafarþing138Þingskjöl4538, 4871, 4998, 5917, 6062, 6332, 6734
Löggjafarþing139Þingskjöl2875, 3253, 3691, 3834, 4378, 5905, 6685, 6713, 7936, 8239, 8642, 8683, 9168, 9441-9442
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1995 - Registur70
1995213, 259
1999218, 275
2003246, 307
2007253, 318, 363
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
1992208-209, 211
199340, 51, 53, 122, 170, 194, 231, 252, 275-276
199441, 47, 140, 167, 172, 179, 188, 336, 339, 368-369, 375
199566, 76, 81, 109-112, 162-163, 165-167, 203, 206, 225, 317, 414, 434, 506, 510, 515-516
199644, 115, 206, 216, 283, 285-291, 297-299, 302-303, 306, 311, 315, 324, 485, 514, 516, 584
19975-8, 79, 100, 104, 143, 177, 201, 216, 228, 287, 297, 314-315, 436, 440, 457, 474-476, 481-482
19987-8, 43, 54-56, 127, 129, 148, 159
19995, 7-8, 14, 26-27, 33, 36, 38-39, 57, 85, 89, 137, 155, 167, 214, 232
20005-8, 46-47, 50, 55, 98-99, 108, 132, 145, 151, 154, 159, 162, 169-170, 197
20015-8, 43, 122, 139, 169-170, 180-181, 187, 241, 248-250, 253
20026, 78, 120, 138, 197-198
20037, 134, 145, 176
20047-8, 38, 92-93, 109, 113, 133, 149, 161, 172-173, 177
20057, 77-79, 138, 182
20066, 8, 12, 34, 55-56, 128, 142, 164, 171, 190-197, 199-200, 202, 204-206
2007124, 127, 142, 177, 217-218
20087, 70, 114, 121, 135, 137, 145, 149, 210, 223-224
20097, 103-104, 171, 230, 249
20106-7, 59, 66, 101-102
20116-7, 12, 62, 64, 66, 98
201284
20136-7, 18, 25, 75-77, 79, 118-119
201497, 109-110
20156, 14, 76
20166, 83
20176, 68
201852, 67, 109, 158
201965-66
202180-81
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
19945556
1995278
19961819
19964321
199848166, 168, 172, 236
199932158, 160
19993331, 33-34
2000753, 157
2000816
2000914
200046127, 129, 131-132
2001143
2001314
2011337
2011665
2012537
201563477
20178215
20207353
202340292
202411378
202477328
Fara á yfirlit

Lögbirtingablað

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
2012441393, 1396, 1405-1406
2012451413, 1415-1416, 1421, 1423, 1432
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 84

Þingmál A110 (sjúkrahúsalög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1964-05-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 88

Þingmál A127 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-02-08 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 91

Þingmál A248 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1971-03-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 105

Þingmál A4 (lokunartími sölubúða)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Löggjafarþing 109

Þingmál A196 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-25 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 112

Þingmál A352 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 1990-05-01 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 115

Þingmál A1 (fjárlög 1992)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-12-12 22:11:00 - [HTML]

Þingmál A44 (skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1991-11-26 13:52:00 - [HTML]
34. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-11-26 20:59:00 - [HTML]

Þingmál A158 (takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-05 11:18:00 - [HTML]

Þingmál A167 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-18 23:50:00 - [HTML]
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-01-16 13:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1992-01-22 12:19:00 - [HTML]

Þingmál A205 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1991-12-17 01:27:00 - [HTML]

Þingmál A214 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-02-11 16:43:00 - [HTML]

Þingmál A534 (Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-05-19 12:44:27 - [HTML]

Þingmál B68 (orkusáttmáli Evrópu)

Þingræður:
53. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-12-16 16:42:00 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-09-01 16:44:50 - [HTML]
13. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1992-09-03 14:28:44 - [HTML]
16. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-09-09 20:58:18 - [HTML]
83. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-12-15 17:58:07 - [HTML]
83. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-12-15 20:59:45 - [HTML]
83. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-12-16 00:31:33 - [HTML]
83. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-12-16 00:34:28 - [HTML]
84. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1992-12-17 03:02:40 - [HTML]
98. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-01-09 13:42:52 - [HTML]

Þingmál A25 (lagaákvæði á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna EES)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-11 16:34:22 - [HTML]

Þingmál A34 (skipan opinberra framkvæmda og opinber innkaup)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-10-13 14:54:09 - [HTML]
30. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-10-13 15:18:41 - [HTML]

Þingmál A208 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-17 16:02:12 - [HTML]

Þingmál A211 (Sementsverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1993-04-05 13:57:48 - [HTML]
152. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1993-04-05 15:01:54 - [HTML]
152. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1993-04-05 15:21:52 - [HTML]

Þingmál A284 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-22 00:36:13 - [HTML]
88. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1992-12-22 01:10:20 - [HTML]
88. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-12-22 01:48:04 - [HTML]
88. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-12-22 02:30:03 - [HTML]
88. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-12-22 03:03:31 - [HTML]
88. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-12-22 03:12:00 - [HTML]
88. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-12-22 03:19:55 - [HTML]

Þingmál A286 (skattamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 495 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1992-12-18 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-18 11:17:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 1992-12-14 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 641 - Komudagur: 1992-12-16 - Sendandi: Íslensk verslun, Húsi verslunarinnar - [PDF]

Þingmál A313 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-26 12:17:28 - [HTML]

Þingmál A451 (bann við verkfalli og verkbanni á ms. Herjólfi)[HTML]

Þingræður:
139. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-03-23 16:50:37 - [HTML]

Þingmál A489 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-19 13:50:46 - [HTML]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 117

Þingmál A31 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-10-14 14:36:01 - [HTML]

Þingmál A83 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-10-21 13:56:21 - [HTML]

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A200 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-09 11:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A244 (prestssetur)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1993-12-17 00:21:50 - [HTML]

Þingmál A251 (skattamál)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-17 13:28:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 1993-12-28 - Sendandi: Indriði H. Þorláksson - Skýring: Erindi um skatta, breytingar og horfur - [PDF]

Þingmál A283 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1994-05-03 14:00:01 - [HTML]

Þingmál A302 (stöðvun verkfalls fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-01-25 16:32:49 - [HTML]

Þingmál A354 (samfélagsþjónusta)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1994-04-13 15:17:42 - [HTML]

Þingmál A377 (umboðsmaður barna)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Ingi Björn Albertsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-06 15:59:34 - [HTML]

Þingmál A450 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1994-03-16 16:00:32 - [HTML]

Þingmál A468 (sala ríkisins á SR-mjöli)[HTML]

Þingræður:
148. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-02 18:33:16 - [HTML]

Þingmál A506 (stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-03-22 14:52:34 - [HTML]
157. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-10 23:39:14 - [HTML]

Þingmál A551 (viðurkenning á menntun og prófskírteinum)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-05-06 11:10:24 - [HTML]

Þingmál A554 (reynslusveitarfélög)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1994-04-07 14:21:12 - [HTML]
124. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-04-07 14:46:11 - [HTML]

Þingmál A557 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - Ræða hófst: 1994-05-05 23:39:09 - [HTML]

Þingmál B69 (skýrsla umboðsmanns Alþingis)

Þingræður:
39. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 1993-11-18 12:13:17 - [HTML]

Þingmál B90 (skattlagning aflaheimilda)

Þingræður:
44. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-11-25 18:25:00 - [HTML]

Þingmál B101 (fundur í Þingvallabænum 1. desember)

Þingræður:
47. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1993-11-30 13:39:53 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A1 (fjárlög 1995)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1994-10-12 21:43:21 - [HTML]

Þingmál A3 (lánsfjárlög 1995)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-10-25 22:55:29 - [HTML]

Þingmál A78 (skráning nafna í þjóðskrá)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1994-11-07 16:04:55 - [HTML]
27. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1994-11-07 16:10:20 - [HTML]

Þingmál A95 (framkvæmd búvörusamningsins)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Pálmi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-02-03 14:51:00 - [HTML]

Þingmál A106 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-19 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-11-03 15:33:44 - [HTML]

Þingmál A229 (samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-11-29 15:13:58 - [HTML]

Þingmál A240 (brunatryggingar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Páll Pétursson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1994-12-28 14:16:07 - [HTML]

Þingmál A242 (Lyfjaverslun Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1994-12-06 22:16:47 - [HTML]

Þingmál A256 (gjald af áfengi)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-22 01:22:13 - [HTML]

Þingmál A290 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 541 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-12-29 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-19 15:26:24 - [HTML]
63. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-12-19 15:48:52 - [HTML]
63. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1994-12-19 16:00:26 - [HTML]
104. þingfundur - Geir H. Haarde (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-23 11:35:36 - [HTML]
104. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1995-02-23 14:43:01 - [HTML]
104. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1995-02-23 15:51:43 - [HTML]
104. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-02-23 16:33:53 - [HTML]
104. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1995-02-23 17:53:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 896 - Komudagur: 1995-01-23 - Sendandi: Hörður H. Helgason - [PDF]
Dagbókarnúmer 902 - Komudagur: 1995-01-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 1995-01-25 - Sendandi: Jafnréttisráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 1995-01-26 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 978 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 992 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Hjálparstofnun kirkjunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1050 - Komudagur: 1995-02-06 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]

Þingmál A430 (framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1995-02-22 01:04:30 - [HTML]

Þingmál A431 (umgengni um auðlindir sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1995-02-21 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B35 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-10-27 10:36:26 - [HTML]

Þingmál B47 (skattlagning tekna blaðsölubarna o.fl.)

Þingræður:
31. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-11-09 16:01:39 - [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-22 15:39:50 - [HTML]
4. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-05-22 16:13:30 - [HTML]
4. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1995-05-22 16:38:46 - [HTML]

Þingmál A3 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-13 17:17:39 - [HTML]
21. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-13 17:19:01 - [HTML]
21. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-13 17:20:57 - [HTML]
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1995-06-13 20:33:34 - [HTML]

Þingmál A28 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-06-01 11:32:41 - [HTML]

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumr.))

Þingræður:
2. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1995-05-18 21:08:06 - [HTML]
2. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1995-05-18 22:32:29 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A1 (fjárlög 1996)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1995-10-17 21:15:21 - [HTML]

Þingmál A73 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-12 13:37:18 - [HTML]
105. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-03-12 14:51:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 281 - Komudagur: 1995-12-04 - Sendandi: Cecil Haraldsson (Fríkirkjan í Reykjavík) - [PDF]
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 1995-12-28 - Sendandi: Mannanafnanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 1996-02-23 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A94 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-03 16:56:09 - [HTML]

Þingmál A106 (gatnagerðargjald)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-12 17:10:42 - [HTML]

Þingmál A147 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-19 23:03:30 - [HTML]
72. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-19 23:17:34 - [HTML]

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-30 18:18:11 - [HTML]
128. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1996-04-30 20:32:19 - [HTML]
128. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-04-30 21:13:32 - [HTML]
137. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-14 20:34:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1123 - Komudagur: 1996-03-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A188 (jöfnun atkvæðisréttar)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1995-11-27 18:23:19 - [HTML]

Þingmál A198 (samstarfssamningur milli Norðurlanda)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-11 15:06:09 - [HTML]

Þingmál A206 (afnám laga nr. 96/1936)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1995-12-07 11:06:09 - [HTML]
56. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-07 11:18:29 - [HTML]
56. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-07 11:20:24 - [HTML]

Þingmál A221 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-07 17:01:07 - [HTML]
70. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-18 16:56:30 - [HTML]

Þingmál A224 (laun forseta Íslands)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ólafur Hannibalsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-11 16:21:32 - [HTML]

Þingmál A225 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-12-20 16:53:21 - [HTML]

Þingmál A249 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1995-12-14 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A295 (vegáætlun 1995--1998)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1996-05-20 22:53:51 - [HTML]

Þingmál A320 (staðfest samvist)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1423 - Komudagur: 1996-04-15 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A323 (réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-14 12:32:58 - [HTML]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-02-27 17:02:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 1996-03-12 - Sendandi: Hafdís Ólafsdóttir nefndarritari - [PDF]

Þingmál A344 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-20 15:19:21 - [HTML]
112. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-20 15:33:18 - [HTML]
116. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-04-11 10:52:10 - [HTML]
116. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-11 11:47:30 - [HTML]
116. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-11 11:51:27 - [HTML]
145. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-22 16:34:09 - [HTML]

Þingmál A356 (Innheimtustofnun sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-03-11 19:01:11 - [HTML]

Þingmál A361 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 1996-04-03 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 1996-05-24 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-19 22:35:17 - [HTML]
110. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-03-19 22:41:13 - [HTML]
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-07 17:23:27 - [HTML]
132. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-05-07 21:25:18 - [HTML]
134. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1996-05-09 17:07:51 - [HTML]
135. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-10 15:59:02 - [HTML]
136. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-05-13 17:33:50 - [HTML]
136. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-05-13 21:15:05 - [HTML]
137. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-14 17:17:51 - [HTML]
137. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-14 17:19:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 1996-04-22 - Sendandi: Ritari efnahags- og viðskiptanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1790 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 1996-05-20 - Sendandi: Andri Árnason hrl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 1996-05-22 - Sendandi: A & P lögmenn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2066 - Komudagur: 1996-05-24 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - Skýring: (eftir álitsgerðir lögmanna) - [PDF]

Þingmál A388 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1996-03-18 17:01:37 - [HTML]

Þingmál A407 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1996-04-15 19:49:27 - [HTML]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-03-22 23:33:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1472 - Komudagur: 1996-04-16 - Sendandi: Verslunarmannafélag Húsavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1592 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 1996-05-06 - Sendandi: Ritari félagsmálanefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A442 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-04-11 16:18:04 - [HTML]
116. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-04-11 16:26:17 - [HTML]

Þingmál A445 (vörugjald)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-31 21:23:27 - [HTML]

Þingmál A454 (innheimta opinberra gjalda)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-17 15:50:30 - [HTML]

Þingmál A501 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - Ræða hófst: 1996-05-28 23:24:11 - [HTML]
150. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-28 23:43:15 - [HTML]
151. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-29 17:11:04 - [HTML]

Þingmál B97 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1994)

Þingræður:
40. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 1995-11-23 11:59:41 - [HTML]

Þingmál B262 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
125. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-04-23 21:12:21 - [HTML]

Þingmál B285 (umhverfismat fyrir fiskmjölsverksmiðjuna í Örfirisey)

Þingræður:
131. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 1996-05-06 16:01:35 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A28 (fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 1997-02-28 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]
Dagbókarnúmer 2002 - Komudagur: 1997-05-05 - Sendandi: Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga - [PDF]

Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-12-13 13:41:07 - [HTML]
43. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-12-13 13:45:20 - [HTML]

Þingmál A97 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-12 19:08:05 - [HTML]

Þingmál A100 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 822 - Komudagur: 1997-01-24 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A118 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-11-14 23:09:15 - [HTML]

Þingmál A180 (lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-12-19 23:55:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 394 - Komudagur: 1996-12-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 566 - Komudagur: 1996-12-17 - Sendandi: Samband almennra lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A189 (sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Ögmundur Jónasson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-05-16 23:26:52 - [HTML]

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 983 - Komudagur: 1997-03-04 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (Upplýsingar frá ritara) - [PDF]

Þingmál A237 (Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-02 13:31:18 - [HTML]
115. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-02 14:13:59 - [HTML]
116. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-05-05 16:28:04 - [HTML]

Þingmál A256 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1997-05-12 15:41:29 - [HTML]
121. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-12 15:48:09 - [HTML]

Þingmál A258 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 1997-03-21 - Sendandi: Lögregluskóli ríkisins - [PDF]

Þingmál A260 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-10 17:33:19 - [HTML]

Þingmál A284 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (frumvarp) útbýtt þann 1997-02-03 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A301 (staða þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-12 12:38:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 1997-03-06 - Sendandi: Fríkirkjan í Reykjavík, B/t Cesils Garaldssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 1997-03-26 - Sendandi: Ásatrúarfélagið, Kormákur Hlini Hermannsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A471 (steinbítsveiðar)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-16 13:33:38 - [HTML]

Þingmál A483 (hafnaáætlun 1997--2000)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-04-21 15:37:15 - [HTML]

Þingmál A531 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1997-04-14 15:58:09 - [HTML]

Þingmál A540 (lækkun fasteignaskatta)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-18 20:42:30 - [HTML]

Þingmál A609 (tjón á bílum)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Guðni Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-14 16:45:48 - [HTML]
125. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-05-14 16:48:10 - [HTML]
125. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1997-05-14 16:53:37 - [HTML]

Þingmál B262 (réttur alþingismanna til upplýsinga um fyrirtæki og stofnanir í ríkiseigu)

Þingræður:
95. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1997-03-20 14:06:06 - [HTML]

Þingmál B269 (útgáfa starfsleyfis og upphaf framkvæmda við álbræðslu á Grundartanga)

Þingræður:
98. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1997-04-03 14:41:01 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A1 (fjárlög 1998)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-12-12 22:30:11 - [HTML]

Þingmál A36 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-22 15:33:57 - [HTML]

Þingmál A43 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1997-12-18 15:01:41 - [HTML]

Þingmál A176 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 1997-11-20 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A178 (lækkun fasteignaskatta)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-10 17:18:44 - [HTML]

Þingmál A194 (hollustuhættir)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-24 13:32:42 - [HTML]

Þingmál A202 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-13 16:26:43 - [HTML]

Þingmál A249 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1997-12-20 10:02:17 - [HTML]

Þingmál A265 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-02-04 15:42:10 - [HTML]

Þingmál A284 (réttarstaða íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-25 15:51:12 - [HTML]
75. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-25 16:52:12 - [HTML]

Þingmál A290 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-04 16:06:05 - [HTML]
35. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-12-04 16:56:51 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-17 16:33:08 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-17 16:58:18 - [HTML]

Þingmál A302 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-12-02 15:15:53 - [HTML]

Þingmál A304 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1997-12-08 15:43:44 - [HTML]
37. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-08 15:57:24 - [HTML]

Þingmál A337 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-17 11:28:06 - [HTML]

Þingmál A338 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ágúst Einarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-20 12:08:47 - [HTML]

Þingmál A343 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-12-18 11:21:21 - [HTML]
48. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1997-12-18 11:56:05 - [HTML]
48. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1997-12-18 12:07:35 - [HTML]

Þingmál A348 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-05-27 16:27:25 - [HTML]

Þingmál A421 (einkahlutafélög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-12 13:31:39 - [HTML]

Þingmál A437 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1478 - Komudagur: 1998-03-25 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]

Þingmál A461 (bifreiðakaupastyrkir fyrir hreyfihamlaða)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-18 15:16:59 - [HTML]
70. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-18 15:25:36 - [HTML]
70. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-02-18 15:26:12 - [HTML]

Þingmál A507 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1986 - Komudagur: 1998-04-24 - Sendandi: Viggó Jörgensson fasteignasali - [PDF]

Þingmál A524 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-06-04 11:40:07 - [HTML]

Þingmál A603 (kjaramál fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1998-03-25 17:02:35 - [HTML]

Þingmál B35 (málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna)

Þingræður:
6. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-09 10:31:50 - [HTML]
6. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-09 10:37:04 - [HTML]

Þingmál B74 (gjaldskrárbreytingar Pósts og síma hf.)

Þingræður:
18. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1997-11-04 14:27:55 - [HTML]

Þingmál B220 (uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi)

Þingræður:
68. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-16 18:00:51 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A1 (fjárlög 1999)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-12-14 14:06:11 - [HTML]

Þingmál A6 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-08 13:35:01 - [HTML]

Þingmál A19 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 1998-10-05 17:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A43 (þingfararkaup)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-19 16:46:37 - [HTML]

Þingmál A61 (húsnæðissparnaðarreikningar)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1998-11-11 14:45:29 - [HTML]

Þingmál A79 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (frumvarp) útbýtt þann 1998-10-12 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-16 17:39:05 - [HTML]

Þingmál A104 (þingfararkaup)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-12 16:02:34 - [HTML]

Þingmál A109 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-08 14:49:01 - [HTML]
35. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-12-08 17:39:34 - [HTML]
36. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-12-09 21:01:06 - [HTML]
36. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1998-12-09 21:31:48 - [HTML]
37. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-10 11:30:14 - [HTML]
41. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-15 15:30:37 - [HTML]
41. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-12-15 16:29:04 - [HTML]
42. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-12-15 21:50:58 - [HTML]

Þingmál A174 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-16 16:00:09 - [HTML]

Þingmál A228 (tryggingagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 410 - Komudagur: 1998-12-03 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A254 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-11-19 15:21:56 - [HTML]

Þingmál A261 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-26 15:24:36 - [HTML]

Þingmál A279 (bifreiðagjald, fjáröflun til vegagerðar og vörugjald af ökutækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 1998-12-10 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]

Þingmál A291 (hafnaáætlun 1999-2002)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-03 13:51:50 - [HTML]

Þingmál A302 (réttarstaða ríkisstarfsmanna)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-19 23:05:39 - [HTML]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-18 11:32:40 - [HTML]
45. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-12-18 12:18:56 - [HTML]
45. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-18 12:48:20 - [HTML]
45. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-18 13:22:21 - [HTML]
45. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-12-18 14:53:07 - [HTML]
45. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1998-12-18 16:59:17 - [HTML]
45. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1998-12-18 17:24:24 - [HTML]
45. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 1998-12-18 18:50:39 - [HTML]
45. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 1998-12-18 20:57:02 - [HTML]
45. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1998-12-18 21:17:39 - [HTML]
45. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1998-12-18 22:07:20 - [HTML]
52. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-01-11 13:58:34 - [HTML]
52. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-01-11 14:41:24 - [HTML]
52. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1999-01-11 18:51:04 - [HTML]
52. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1999-01-11 20:11:52 - [HTML]
52. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1999-01-11 20:28:15 - [HTML]
53. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 1999-01-12 10:32:18 - [HTML]
55. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-01-13 11:32:31 - [HTML]
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-01-13 13:02:04 - [HTML]

Þingmál A344 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-06 14:36:51 - [HTML]

Þingmál A365 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-12-19 17:09:55 - [HTML]

Þingmál A471 (raforkuver)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1999-02-18 12:01:28 - [HTML]

Þingmál A489 (réttindi heyrnarlausra)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-17 15:11:53 - [HTML]
68. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1999-02-17 15:18:39 - [HTML]

Þingmál A612 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1999-03-11 16:19:16 - [HTML]

Þingmál B95 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins)

Þingræður:
21. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-05 16:32:20 - [HTML]
21. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-11-05 16:48:09 - [HTML]

Þingmál B138 (dómur Hæstaréttar um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
33. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-04 14:00:09 - [HTML]
33. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-12-04 14:10:28 - [HTML]
33. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-04 14:17:20 - [HTML]
33. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1998-12-04 14:22:12 - [HTML]
33. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1998-12-04 14:26:44 - [HTML]
33. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-12-04 14:28:57 - [HTML]
33. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1998-12-04 14:31:16 - [HTML]
33. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1998-12-04 14:33:15 - [HTML]
33. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1998-12-04 14:40:58 - [HTML]

Þingmál B306 (aflaheimildir dagróðrabáta)

Þingræður:
74. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-03-01 15:41:58 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A1 (fjárlög 2000)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-15 20:42:25 - [HTML]

Þingmál A17 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-18 17:09:18 - [HTML]
11. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 1999-10-18 17:34:45 - [HTML]
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-18 17:44:04 - [HTML]
11. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-18 17:46:19 - [HTML]
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-18 17:48:27 - [HTML]

Þingmál A122 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 503 - Komudagur: 1999-12-13 - Sendandi: Samgönguráðuneytið - [PDF]

Þingmál A123 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-02 13:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (afnám gjalds á menn utan trúfélaga)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1999-11-10 15:39:14 - [HTML]

Þingmál A144 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-23 15:55:20 - [HTML]

Þingmál A172 (afnotaréttur nytjastofna á Íslandsmiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (þáltill.) útbýtt þann 1999-11-11 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-17 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-06 15:43:59 - [HTML]

Þingmál A207 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-18 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A223 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2000-04-10 18:28:46 - [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2000-01-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj. - [PDF]

Þingmál A230 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-03 15:56:36 - [HTML]

Þingmál A231 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-03 17:23:56 - [HTML]
56. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2000-02-03 17:31:21 - [HTML]

Þingmál A249 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-03 18:50:03 - [HTML]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (þáltill.) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A292 (lögleiðing ólympískra hnefaleika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1183 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Gunnar Birgisson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-15 14:40:15 - [HTML]
117. þingfundur - Gunnar Birgisson - Ræða hófst: 2000-05-12 20:00:01 - [HTML]
117. þingfundur - Katrín Fjeldsted - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-12 20:14:14 - [HTML]
117. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2000-05-12 20:22:40 - [HTML]

Þingmál A308 (framkvæmd skattskila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (svar) útbýtt þann 2000-03-14 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A331 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-16 14:59:06 - [HTML]

Þingmál A332 (skattlagning slysabóta)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-08 14:23:26 - [HTML]

Þingmál A338 (grundvöllur nýrrar fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (þáltill.) útbýtt þann 2000-02-14 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A345 (rekstur nýs hjúkrunarheimilis við Sóltún)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-23 16:00:04 - [HTML]

Þingmál A407 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 928 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-04-04 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-03-14 13:36:48 - [HTML]
97. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-04-11 14:40:47 - [HTML]

Þingmál A439 (greiðslur til öldrunarstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 709 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2000-03-09 11:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1028 (svar) útbýtt þann 2000-04-26 10:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A488 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2000-03-21 17:02:58 - [HTML]

Þingmál A519 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A535 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2000-04-10 16:48:08 - [HTML]

Þingmál A547 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 12:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-09 17:19:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1763 - Komudagur: 2000-04-27 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A553 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-06 15:58:40 - [HTML]

Þingmál A652 (skattfrelsi forseta Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-05-13 09:41:54 - [HTML]
118. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2000-05-13 09:59:59 - [HTML]

Þingmál B94 (byggðakvóti)

Þingræður:
16. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1999-11-01 15:10:51 - [HTML]

Þingmál B278 (Vatneyrardómurinn og viðbrögð stjórnvalda)

Þingræður:
56. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-03 10:30:40 - [HTML]
56. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2000-02-03 10:45:25 - [HTML]

Þingmál B404 (flugsamgöngur við landsbyggðina)

Þingræður:
85. þingfundur - Kristján L. Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-22 15:32:00 - [HTML]

Þingmál B463 (stjórn fiskveiða)

Þingræður:
102. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-26 14:07:48 - [HTML]
102. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-04-26 15:21:27 - [HTML]
102. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 2000-04-26 15:26:57 - [HTML]

Þingmál B501 (einkaframkvæmd við byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis í Sóltúni)

Þingræður:
109. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2000-05-09 13:44:45 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A1 (fjárlög 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-11-30 10:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-12-08 20:47:20 - [HTML]
45. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2000-12-11 12:22:22 - [HTML]

Þingmál A41 (fullorðinsfræðsla fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-15 13:41:59 - [HTML]

Þingmál A134 (launagreiðslur fanga)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2000-11-15 16:13:58 - [HTML]

Þingmál A154 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2000-12-14 14:46:27 - [HTML]

Þingmál A181 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-31 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-26 19:30:26 - [HTML]

Þingmál A199 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-02 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 355 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-11-27 15:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-09 10:33:03 - [HTML]
33. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-28 14:23:47 - [HTML]

Þingmál A207 (afkomutrygging aldraðra og öryrkja)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-03-08 15:48:24 - [HTML]

Þingmál A235 (lögleiðing ólympískra hnefaleika)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2001-02-15 15:30:06 - [HTML]

Þingmál A253 (sjálfbær atvinnustefna)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-19 18:21:39 - [HTML]

Þingmál A264 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-16 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-16 15:31:44 - [HTML]
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2000-12-16 15:59:32 - [HTML]

Þingmál A283 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2000-12-16 10:32:59 - [HTML]

Þingmál A327 (hafnaáætlun 2001--2004)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-05-19 18:19:16 - [HTML]

Þingmál A329 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp) útbýtt þann 2000-12-05 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-05 16:01:58 - [HTML]

Þingmál A347 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-12-13 11:04:10 - [HTML]

Þingmál A360 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-12-14 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 17:17:26 - [HTML]
60. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2001-01-17 22:28:31 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 23:29:56 - [HTML]
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-01-18 17:04:58 - [HTML]
63. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2001-01-22 12:14:40 - [HTML]
63. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-01-22 14:40:56 - [HTML]
63. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-01-22 18:15:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Formaður heilbrigðis- og trygginganefndar - Skýring: (afrit af dómi - lagt fram á fundi ht.) - [PDF]

Þingmál A473 (umönnunargreiðslur vegna hjartveikra barna)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-07 14:36:55 - [HTML]

Þingmál A480 (stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2001-03-06 15:47:42 - [HTML]

Þingmál A512 (framboð á leiguhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-15 14:44:29 - [HTML]

Þingmál A513 (viðhald sjúkrahúsbygginga)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-14 15:06:00 - [HTML]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A624 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2232 - Komudagur: 2001-05-02 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A737 (kjaramál fiskimanna og fleira)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2001-05-16 17:04:52 - [HTML]

Þingmál B118 (skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999)

Þingræður:
26. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2000-11-16 14:08:31 - [HTML]

Þingmál B260 (vaxtahækkun og staðan í húsnæðismálum láglaunafólks)

Þingræður:
61. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-01-18 10:49:10 - [HTML]

Þingmál B375 (skýrslutökur af börnum)

Þingræður:
87. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-13 16:32:15 - [HTML]
87. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-03-13 16:58:59 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A3 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-15 12:07:05 - [HTML]
30. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-11-15 12:28:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2001-12-18 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A39 (áhugamannahnefaleikar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-14 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A41 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A45 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-11-15 13:54:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2002-04-26 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A110 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-04 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A145 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-11 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A156 (tekjuskattur og eignarskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-19 17:33:07 - [HTML]
80. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2002-02-19 17:41:35 - [HTML]
80. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-02-19 18:16:30 - [HTML]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 48 - Komudagur: 2001-11-07 - Sendandi: Grund, elli- og hjúkrunarheimili - Skýring: (sameig.leg frá Sunnuhlíð, Hrafnistu og Sjóm.dagsr - [PDF]
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2001-11-14 - Sendandi: Læknafélag Íslands - Skýring: (sameiginl. umsögn) - [PDF]

Þingmál A180 (girðingarlög)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-14 15:49:37 - [HTML]

Þingmál A193 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-11-02 14:30:21 - [HTML]
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-11-05 16:21:46 - [HTML]
21. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2001-11-05 17:23:06 - [HTML]

Þingmál A204 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2002-01-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A234 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (frumvarp) útbýtt þann 2001-11-01 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (lagning ljósleiðara)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-14 14:08:54 - [HTML]

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (eldi nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2002-02-05 17:07:45 - [HTML]

Þingmál A338 (búfjárhald o.fl.)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2002-01-22 17:43:36 - [HTML]

Þingmál A371 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2002-02-05 16:21:29 - [HTML]

Þingmál A378 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2002-02-25 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A418 (sjómannalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1507 - Komudagur: 2002-03-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1529 - Komudagur: 2002-03-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins. - [PDF]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A457 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 737 (frumvarp) útbýtt þann 2002-02-04 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A492 (verndun hafs og stranda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1509 - Komudagur: 2002-03-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A494 (almenn hegningarlög og lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-18 17:41:00 - [HTML]

Þingmál A518 (aðgerðir í skattamálum til styrktar landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2002-04-17 12:16:38 - [HTML]

Þingmál A538 (stefna í byggðamálum 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-19 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-26 15:36:31 - [HTML]

Þingmál A550 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-03-07 11:55:55 - [HTML]

Þingmál A562 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 18:07:32 - [HTML]
86. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-03-04 18:11:30 - [HTML]
86. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-03-04 20:00:25 - [HTML]
86. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 20:21:19 - [HTML]
87. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-03-05 15:15:13 - [HTML]
87. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-05 15:27:44 - [HTML]
125. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-04-22 21:36:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1660 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1710 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 913 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-05 19:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A601 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-08 15:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2002-03-11 20:16:05 - [HTML]

Þingmál A616 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2002-03-25 16:30:37 - [HTML]
104. þingfundur - Gunnar Birgisson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-25 17:29:22 - [HTML]

Þingmál A622 (breyting á bókun 26 við EES-samninginn (störf Eftirlitsstofnunar EFTA))[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-04-20 10:48:05 - [HTML]

Þingmál A670 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-20 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Jóhann Ársælsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-20 16:39:54 - [HTML]

Þingmál A709 (Þjóðhagsstofnun o.fl.)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2002-04-10 14:51:58 - [HTML]

Þingmál A714 (ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2002-04-10 23:26:47 - [HTML]
126. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2002-04-23 15:14:11 - [HTML]
126. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2002-04-23 18:12:14 - [HTML]
132. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2002-04-29 15:01:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1971 - Komudagur: 2002-04-16 - Sendandi: Pétur Blöndal alþingismaður - [PDF]

Þingmál B80 (löggæslan í Reykjavík)

Þingræður:
15. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-18 13:31:47 - [HTML]

Þingmál B176 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
40. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2001-11-29 16:06:14 - [HTML]

Þingmál B178 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000)

Þingræður:
41. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2001-12-03 16:36:07 - [HTML]

Þingmál B284 (sala á greiðslumarki ríkisjarða)

Þingræður:
62. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2002-01-29 15:26:10 - [HTML]

Þingmál B569 (upplýsingar um þingmál)

Þingræður:
135. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2002-05-02 10:37:54 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A18 (samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Kristján L. Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-10-17 15:23:33 - [HTML]

Þingmál A24 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A60 (sjómannalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1288 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: frá LÍÚ, SA og SÍK - [PDF]

Þingmál A64 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-11 16:54:10 - [HTML]

Þingmál A80 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 411 (svar) útbýtt þann 2002-11-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A130 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-08 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-06 17:11:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 669 - Komudagur: 2002-11-18 - Sendandi: Verkalýðsfélag Húsavíkur - [PDF]

Þingmál A155 (niðurfelling lendingargjalda fyrir millilandaflug á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1642 - Komudagur: 2003-03-11 - Sendandi: Flugfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A180 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2003-03-14 23:18:17 - [HTML]

Þingmál A191 (samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-12 15:01:34 - [HTML]

Þingmál A227 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A240 (verndun hafs og stranda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 2003-02-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sameig.leg umsögn) - [PDF]

Þingmál A273 (fjöldatakmarkanir í Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2002-11-13 14:24:44 - [HTML]

Þingmál A328 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-12-11 16:14:00 - [HTML]

Þingmál A348 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2002-12-13 11:02:41 - [HTML]

Þingmál A509 (álverksmiðja í Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 985 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-02-19 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1008 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2003-02-26 13:31:00 - [HTML]
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-26 14:22:39 - [HTML]
84. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-26 14:23:45 - [HTML]
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-26 14:24:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 978 - Komudagur: 2003-02-12 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A612 (lögmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1769 - Komudagur: 2003-04-28 - Sendandi: Skólafélag Viðskiptaháskólans á Bifröst - [PDF]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1703 - Komudagur: 2003-03-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (afrit - lagt fram á fundi sg.) - [PDF]

Þingmál A671 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2003-03-06 17:48:23 - [HTML]
99. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-13 11:05:33 - [HTML]
99. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-13 11:09:42 - [HTML]

Þingmál A674 (höfundaréttur)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-03-12 12:02:29 - [HTML]

Þingmál B129 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumræður))

Þingræður:
2. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2002-10-02 21:06:12 - [HTML]

Þingmál B316 (samræming réttinda opinberra starfsmanna og félaga innan ASÍ sem vinna hjá ríkinu)

Þingræður:
54. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2002-12-12 10:48:37 - [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A3 (aldarafmæli heimastjórnar)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2003-10-06 17:06:03 - [HTML]

Þingmál A14 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2003-10-28 15:52:10 - [HTML]
15. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-28 16:09:58 - [HTML]

Þingmál A18 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-28 14:16:20 - [HTML]
15. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-28 14:46:25 - [HTML]
15. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2003-10-28 15:06:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 459 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A20 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-03 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-16 15:04:11 - [HTML]

Þingmál A44 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-07 15:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1266 - Komudagur: 2004-03-09 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1340 - Komudagur: 2004-03-15 - Sendandi: Refsiréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A58 (félags- og tómstundamál)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-15 13:35:32 - [HTML]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (álit Skúla Magnússonar dósent) - [PDF]

Þingmál A91 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 476 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-06 17:01:21 - [HTML]

Þingmál A153 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-14 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-16 16:27:17 - [HTML]
13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2003-10-16 16:47:54 - [HTML]
13. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2003-10-16 16:58:49 - [HTML]

Þingmál A162 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2003-11-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sameig.leg umsögn) - [PDF]

Þingmál A270 (reiðhöllin á Blönduósi)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-11-19 19:47:15 - [HTML]

Þingmál A304 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2003-11-17 17:26:08 - [HTML]

Þingmál A305 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2003-11-17 18:33:29 - [HTML]
130. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-05-28 12:34:42 - [HTML]

Þingmál A307 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2003-11-18 19:38:28 - [HTML]
29. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2003-11-18 20:18:22 - [HTML]

Þingmál A333 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1592 - Komudagur: 2004-03-30 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A344 (eldi nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-05 15:24:07 - [HTML]

Þingmál A350 (nettenging lítilla byggðarlaga)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Kristján L. Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-03 18:45:01 - [HTML]

Þingmál A373 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 497 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-27 17:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A374 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2003-12-02 17:00:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - Skýring: (um 374. og 375. mál) - [PDF]

Þingmál A404 (skattfrelsi félagsgjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2003-12-03 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 745 (svar) útbýtt þann 2004-02-03 15:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A411 (starfsmenn í hlutastörfum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-03-01 16:18:37 - [HTML]

Þingmál A420 (greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-06 10:27:05 - [HTML]
44. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-06 10:29:16 - [HTML]
44. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2003-12-06 11:41:00 - [HTML]
44. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2003-12-06 11:52:58 - [HTML]

Þingmál A428 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2003-12-11 - Sendandi: Samtök fiskvinnslu án úgerðar - [PDF]

Þingmál A453 (uppsögn af hálfu atvinnurekanda)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-23 17:56:48 - [HTML]
88. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-03-23 18:23:55 - [HTML]
88. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-03-23 18:31:34 - [HTML]

Þingmál A462 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]

Þingmál A749 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1534 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-28 22:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-03-22 15:34:47 - [HTML]
87. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2004-03-22 15:53:18 - [HTML]
106. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-29 12:02:52 - [HTML]
106. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-29 14:39:49 - [HTML]
106. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-04-29 15:12:32 - [HTML]
107. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-30 11:42:42 - [HTML]
107. þingfundur - Brynja Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-30 12:39:50 - [HTML]
107. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-04-30 12:43:54 - [HTML]
107. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-30 13:42:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2004-04-10 - Sendandi: Fjölmenningarráð og Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1912 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1753 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-21 21:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-27 23:46:07 - [HTML]

Þingmál A849 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1888 - Komudagur: 2004-04-17 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]

Þingmál A871 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1682 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-17 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-27 16:43:02 - [HTML]

Þingmál A872 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-16 12:17:19 - [HTML]

Þingmál A875 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-16 16:46:49 - [HTML]
100. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-16 16:49:01 - [HTML]
131. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-05-28 16:26:05 - [HTML]

Þingmál A893 (réttarstaða íslenskra skipa á Svalbarðasvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1512 (svar) útbýtt þann 2004-04-27 18:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1629 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2004-05-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-03 23:01:01 - [HTML]
112. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-11 15:16:50 - [HTML]
112. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 20:02:15 - [HTML]
114. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-05-13 15:10:13 - [HTML]
114. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-13 17:22:42 - [HTML]
114. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-13 21:15:23 - [HTML]
114. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-13 22:12:12 - [HTML]
114. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-13 22:26:13 - [HTML]
116. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-15 13:30:37 - [HTML]
120. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-19 11:07:31 - [HTML]
121. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-05-21 17:58:45 - [HTML]
122. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-05-22 11:01:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2371 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]
Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2004-05-14 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]

Þingmál A1012 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1892 (frumvarp) útbýtt þann 2004-07-05 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B220 (veggjald í Hvalfjarðargöngum)

Þingræður:
43. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2003-12-05 10:52:30 - [HTML]

Þingmál B366 (brottkast á síld)

Þingræður:
73. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-03-01 15:38:31 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A9 (breytingar á stjórnarskrá)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-11-02 14:46:41 - [HTML]

Þingmál A26 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-05 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-17 11:37:16 - [HTML]

Þingmál A74 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 10:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-03-14 16:54:50 - [HTML]

Þingmál A141 (sláturhús í Búðardal)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2004-11-03 14:12:05 - [HTML]
17. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-03 14:18:22 - [HTML]

Þingmál A190 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-02-03 15:48:31 - [HTML]

Þingmál A195 (styrkur til loðdýraræktar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-03 14:23:34 - [HTML]

Þingmál A321 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2004-12-10 01:49:10 - [HTML]

Þingmál A336 (fullnusta refsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2005-01-25 - Sendandi: Afstaða (í stað Trúnaðarráðs fanga) - [PDF]
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2005-02-10 - Sendandi: Fangelsismálastjóri - [PDF]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-10 00:32:55 - [HTML]
54. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-10 00:37:36 - [HTML]

Þingmál A363 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (frumvarp) útbýtt þann 2004-11-23 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A398 (afnám laga um Tækniháskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-15 16:29:12 - [HTML]

Þingmál A468 (efling fjárhags Byggðastofnunar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Herdís Á. Sæmundardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-01 18:54:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 990 - Komudagur: 2005-03-07 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A481 (helgidagafriður)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Þuríður Backman - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 11:18:39 - [HTML]
100. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-03-31 11:25:46 - [HTML]

Þingmál A483 (brottvísun útlendinga úr landi)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-09 12:44:55 - [HTML]

Þingmál A533 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (frumvarp) útbýtt þann 2005-02-15 18:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A587 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-03-10 16:41:48 - [HTML]

Þingmál A611 (sláturhúsið á Kirkjubæjarklaustri)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-04-06 14:44:18 - [HTML]

Þingmál A628 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (frumvarp) útbýtt þann 2005-03-10 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A639 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-17 18:48:36 - [HTML]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1713 - Komudagur: 2005-04-28 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1853 - Komudagur: 2005-05-09 - Sendandi: Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins og Félag fréttamanna - Skýring: (lagt fram á fundi m.) - [PDF]

Þingmál A644 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1757 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Seltjarnarneskaupstaður - [PDF]

Þingmál A694 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (frumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A718 (lóðaúthlutunarreglur Reykjavíkurborgar)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Gunnar Birgisson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-13 15:42:43 - [HTML]

Þingmál A721 (samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1684 - Komudagur: 2005-04-27 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A723 (framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1390 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-10 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 20:43:01 - [HTML]

Þingmál A726 (eldi sláturdýra, slátrun og gæðamat sláturafurða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1773 - Komudagur: 2005-05-02 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A732 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1278 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2005-05-03 12:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-04-14 17:05:54 - [HTML]
133. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-11 18:01:42 - [HTML]

Þingmál A786 (Lánasjóður landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-19 21:27:56 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A11 (hollustuhættir og mengunarvarnir og mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A44 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-20 12:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A46 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-01-25 15:22:29 - [HTML]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-13 12:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A71 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-17 18:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A96 (starfsumhverfi dagmæðra)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-12 13:33:15 - [HTML]

Þingmál A172 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 172 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-13 10:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-02 15:06:05 - [HTML]

Þingmál A186 (styrkir til erlendra doktorsnema)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2005-10-11 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-25 12:04:00 - [HTML]
51. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-01-25 12:07:15 - [HTML]

Þingmál A235 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-20 17:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-03-07 13:55:44 - [HTML]

Þingmál A311 (brottfall laga um búnaðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (frumvarp) útbýtt þann 2005-11-14 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A326 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 358 - Komudagur: 2005-12-02 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A327 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-21 18:25:48 - [HTML]

Þingmál A363 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2005-11-29 17:19:40 - [HTML]

Þingmál A364 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-28 16:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A387 (Matvælarannsóknir hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2006-03-02 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A389 (greiðslur til foreldra langveikra barna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-03-03 12:16:03 - [HTML]
76. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-03 15:10:05 - [HTML]
76. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-03 15:14:34 - [HTML]
78. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2006-03-07 13:40:28 - [HTML]
97. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-03-30 15:55:47 - [HTML]
98. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2006-04-03 15:53:33 - [HTML]

Þingmál A392 (stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1088 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1232 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2006-05-02 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-04-04 20:58:42 - [HTML]
99. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-04 23:10:11 - [HTML]
104. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-04-19 18:01:54 - [HTML]
105. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2006-04-21 15:05:14 - [HTML]
117. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-30 14:46:19 - [HTML]
117. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-30 15:49:13 - [HTML]
117. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-05-30 19:00:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 900 - Komudagur: 2006-02-17 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - Skýring: (frá BSRB og BHM) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1866 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (Kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-17 14:34:55 - [HTML]
47. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-01-20 14:55:13 - [HTML]

Þingmál A448 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Sandra Franks - Ræða hófst: 2006-02-06 19:51:55 - [HTML]

Þingmál A475 (áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf ráðgjafarnefndar 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 703 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-01-30 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A511 (málsókn vegna meintra brota á Svalbarðasamningnum)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-05 12:23:50 - [HTML]

Þingmál A523 (dagpeningar til foreldra langveikra barna)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Sandra Franks - Ræða hófst: 2006-02-22 13:30:42 - [HTML]

Þingmál A620 (mælingar, mæligrunnar og vigtarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A676 (samkeppnisstaða íslenskrar fiskvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1127 (svar) útbýtt þann 2006-04-06 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2179 - Komudagur: 2006-05-31 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A739 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-05 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A740 (eldi og heilbrigði sláturdýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A758 (eignir Listdansskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2006-05-31 14:31:06 - [HTML]

Þingmál A795 (Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-05-04 15:34:20 - [HTML]
114. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2006-05-04 15:51:37 - [HTML]

Þingmál B335 (lög um fæðingarorlof -- undirbúningur að fjölmiðlafrumvarpi)

Þingræður:
61. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-02-08 12:05:07 - [HTML]
61. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2006-02-08 12:11:48 - [HTML]
61. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-02-08 12:18:01 - [HTML]

Þingmál B555 (frumvörp um Ríkisútvarpið og fjölmiðla)

Þingræður:
108. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-25 13:32:49 - [HTML]

Þingmál B567 (staða garðplöntuframleiðenda)

Þingræður:
110. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-26 15:31:34 - [HTML]
110. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2006-04-26 15:52:03 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A16 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-31 17:09:25 - [HTML]

Þingmál A22 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 455 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-11-23 21:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-24 12:06:32 - [HTML]

Þingmál A44 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (heildarstefnumótun í málefnum útlendinga og innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-05 18:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 558 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2006-12-07 10:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 707 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 2007-01-15 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-07 11:46:31 - [HTML]
44. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-12-07 17:26:28 - [HTML]
51. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-15 15:43:27 - [HTML]
52. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-01-16 17:22:41 - [HTML]
52. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-01-16 19:59:50 - [HTML]
54. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-01-18 13:48:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 682 - Komudagur: 2006-12-20 - Sendandi: 365-miðlar - Skýring: (auglýsingamarkaður) - [PDF]

Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 709 - Komudagur: 2007-01-05 - Sendandi: Og fjarskipti ehf (Vodafone) - [PDF]

Þingmál A76 (hollustuhættir og mengunarvarnir og mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A81 (greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A175 (búnaðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 175 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (gatnagerðargjald)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-12-08 10:42:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2006-11-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð - [PDF]

Þingmál A220 (lögheimili og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 647 - Komudagur: 2006-12-12 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - Skýring: (íbúðir í atvinnuhúsnæði) - [PDF]

Þingmál A272 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 503 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Lífsvog, Jórunn Anna Sigurðardóttir - [PDF]

Þingmál A273 (landlæknir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 518 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Lífsvog, Jórunn Anna Sigurðardóttir - [PDF]

Þingmál A276 (tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-09 13:04:27 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-09 18:37:58 - [HTML]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1325 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1368 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A314 (starf trúfélaga í grunnskólum og framhaldsskólum)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-14 12:56:20 - [HTML]

Þingmál A338 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 361 (frumvarp) útbýtt þann 2006-11-09 18:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-16 18:41:42 - [HTML]

Þingmál A416 (vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-12-04 18:19:30 - [HTML]

Þingmál A432 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-01 13:51:42 - [HTML]
64. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-01 14:07:16 - [HTML]
64. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-01 14:09:32 - [HTML]

Þingmál A443 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1370 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál A530 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1593 - Komudagur: 2007-03-14 - Sendandi: Vísindasiðanefnd - [PDF]

Þingmál A547 (skattlagning tekna af hugverkum)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-14 13:35:41 - [HTML]

Þingmál A554 (nauðasamningar samkvæmt lögum um tekjuskatt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 958 (svar) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A575 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-15 21:39:14 - [HTML]

Þingmál A644 (Verðlagsstofa skiptaverðs o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1100 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-12 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-16 18:37:38 - [HTML]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-12 15:43:14 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2007-03-12 16:13:21 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 17:13:53 - [HTML]
86. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 17:16:00 - [HTML]
86. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-12 17:19:44 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 18:12:30 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 18:13:41 - [HTML]
86. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2007-03-12 21:19:08 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-03-13 00:15:01 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-03-13 02:05:13 - [HTML]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B192 (lækkun virðisaukaskatts á geisladiskum)

Þingræður:
21. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-11-06 15:33:32 - [HTML]
21. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-06 15:34:39 - [HTML]
21. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-11-06 15:35:51 - [HTML]

Þingmál B232 (rannsókn sakamála)

Þingræður:
30. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-11-20 15:29:03 - [HTML]
30. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-20 15:30:58 - [HTML]

Þingmál B415 (samkeppnisstaða Vestmannaeyja og landsbyggðarinnar)

Þingræður:
70. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2007-02-13 13:59:21 - [HTML]

Þingmál B498 (frumvarp til stjórnarskipunarlaga)

Þingræður:
85. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-09 10:36:16 - [HTML]

Þingmál B522 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
88. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2007-03-14 19:53:24 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A11 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-06 15:00:30 - [HTML]
5. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-06 15:01:13 - [HTML]
5. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-06-06 18:00:26 - [HTML]
5. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-06 18:11:12 - [HTML]
8. þingfundur - Þuríður Backman (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2007-06-12 11:29:35 - [HTML]
8. þingfundur - Þuríður Backman (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-12 11:57:28 - [HTML]
9. þingfundur - Þuríður Backman - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-06-13 11:04:19 - [HTML]

Þingmál B49 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2007-05-31 21:36:36 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-30 14:40:43 - [HTML]
34. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-11-30 17:13:03 - [HTML]

Þingmál A11 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-03 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A15 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 19:53:27 - [HTML]
13. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 19:55:29 - [HTML]
13. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 19:59:31 - [HTML]
13. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-10-18 20:01:58 - [HTML]
13. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-10-18 20:33:28 - [HTML]
13. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-10-18 20:48:39 - [HTML]

Þingmál A16 (samkeppnisstaða fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2007-11-14 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A23 (lagaákvæði um almenningssamgöngur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-03 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-30 16:55:47 - [HTML]

Þingmál A31 (brottfall laga um búnaðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-31 14:04:56 - [HTML]

Þingmál A39 (tekjutap hafnarsjóða)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-06 14:07:56 - [HTML]

Þingmál A46 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-06 17:08:59 - [HTML]

Þingmál A53 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2008-03-27 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A63 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-16 13:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A65 (notkun raflagna og raffanga á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-01 15:59:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 16 - Komudagur: 2007-10-24 - Sendandi: Rafiðnaðarsamband Íslands - [PDF]

Þingmál A91 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2007-12-11 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 489 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2007-12-12 21:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 496 (breytingartillaga) útbýtt þann 2007-12-12 20:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-13 14:45:15 - [HTML]
43. þingfundur - Atli Gíslason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-13 14:50:25 - [HTML]
43. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2007-12-13 15:23:02 - [HTML]

Þingmál A103 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-20 16:10:20 - [HTML]

Þingmál A129 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-10-18 16:43:58 - [HTML]
12. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 16:55:46 - [HTML]
12. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 17:00:04 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 17:02:15 - [HTML]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 535 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-14 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-01 11:24:07 - [HTML]
16. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-01 12:37:00 - [HTML]
47. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-15 14:15:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 292 - Komudagur: 2007-11-21 - Sendandi: Samband ungra sjálfstæðismanna - [PDF]

Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-29 15:32:57 - [HTML]
54. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-29 16:08:38 - [HTML]
54. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-29 16:12:24 - [HTML]
69. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-02-26 18:30:07 - [HTML]

Þingmál A164 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (frumvarp) útbýtt þann 2007-11-01 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-22 20:29:44 - [HTML]

Þingmál A183 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 781 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Vísindasiðanefnd - [PDF]

Þingmál A195 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2007-12-11 12:04:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Landssamband eldri borgara - Skýring: (lagt fram á fundi h.) - [PDF]

Þingmál A205 (ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-11-15 14:28:21 - [HTML]

Þingmál A215 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-15 11:01:51 - [HTML]
25. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-15 11:25:12 - [HTML]
25. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-11-15 11:40:56 - [HTML]
25. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-11-15 11:56:17 - [HTML]
25. þingfundur - Auður Lilja Erlingsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-15 13:31:25 - [HTML]

Þingmál A243 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-06 14:57:26 - [HTML]

Þingmál A272 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-01-21 19:08:11 - [HTML]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Atli Gíslason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-05-26 17:02:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1202 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2850 - Komudagur: 2008-05-12 - Sendandi: Umboðsmaður barna - Skýring: (skólaganga barna í fóstri) - [PDF]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A293 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-12-03 23:07:09 - [HTML]

Þingmál A335 (staða samninga um svæði við Svalbarða og Hatton-Rockall)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-04-09 12:04:31 - [HTML]

Þingmál A339 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-29 14:36:26 - [HTML]
96. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2008-04-29 14:51:39 - [HTML]
96. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2008-04-29 16:20:47 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-04-29 17:34:00 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-04-29 18:50:40 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - Ræða hófst: 2008-02-11 18:52:13 - [HTML]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2008-02-12 17:07:33 - [HTML]
64. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-12 17:20:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1910 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Hveragerðisbær - Skýring: (um 374., 375. og 376. mál) - [PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1920 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Hveragerðisbær - Skýring: (um 375., 376. og 377. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2109 - Komudagur: 2008-04-10 - Sendandi: Björgvin Víglundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2114 - Komudagur: 2008-04-10 - Sendandi: Byggingafræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2153 - Komudagur: 2008-04-11 - Sendandi: Byggingafræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2827 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Iðnfræðingafélagið - Skýring: (varðar löggildingu) - [PDF]

Þingmál A376 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1921 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Hveragerðisbær - Skýring: (um 374., 375. og 376. mál) - [PDF]

Þingmál A387 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-21 11:46:53 - [HTML]

Þingmál A403 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-02-27 14:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-21 17:25:58 - [HTML]
67. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-02-21 17:38:40 - [HTML]
71. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-27 14:48:47 - [HTML]
71. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-27 14:50:09 - [HTML]
71. þingfundur - Atli Gíslason (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-27 15:26:24 - [HTML]
73. þingfundur - Jón Magnússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2008-03-03 15:32:53 - [HTML]
73. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-03-03 15:54:14 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 16:14:45 - [HTML]
73. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 16:15:50 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 16:17:59 - [HTML]
73. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 16:20:09 - [HTML]
73. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-03-03 16:22:37 - [HTML]
73. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 16:50:40 - [HTML]
73. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 16:56:49 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2008-03-03 17:06:17 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 17:25:13 - [HTML]
73. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 17:26:44 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 17:28:22 - [HTML]
73. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2008-03-03 17:29:53 - [HTML]
73. þingfundur - Jón Magnússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2008-03-03 17:37:59 - [HTML]
73. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 2008-03-03 18:01:04 - [HTML]
73. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 18:18:37 - [HTML]
76. þingfundur - Jón Magnússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-06 16:43:21 - [HTML]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-28 17:16:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2331 - Komudagur: 2008-04-22 - Sendandi: Formaður og varaformaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja - Skýring: (lagt fram á fundi iðn.) - [PDF]

Þingmál A464 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Lyfjafræðingafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A471 (stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2563 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A522 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2685 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Skipti hf. (Síminn hf. og Míla ehf.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2695 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A531 (flutningur stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2252 - Komudagur: 2008-04-16 - Sendandi: Laxfiskar efh., Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]

Þingmál A532 (staðfest samvist)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-05-30 00:05:36 - [HTML]

Þingmál A545 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-04-17 20:48:07 - [HTML]

Þingmál A556 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2832 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Félag íslenskra sjúkraþjálfara - [PDF]
Dagbókarnúmer 2936 - Komudagur: 2008-05-23 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2954 - Komudagur: 2008-05-23 - Sendandi: SÍBS og Hjartaheill - [PDF]

Þingmál B141 (samningur um framleiðslu dagskrárefnis fyrir RÚV)

Þingræður:
32. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-28 15:32:59 - [HTML]
32. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-28 15:37:54 - [HTML]
32. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-28 15:52:18 - [HTML]
32. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-28 16:01:11 - [HTML]

Þingmál B194 (staða þjóðkirkju, kristni og kristinfræðslu)

Þingræður:
42. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2007-12-12 15:47:10 - [HTML]

Þingmál B228 (álit mannréttindanefndar SÞ um kvótakerfið)

Þingræður:
47. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-01-15 13:52:38 - [HTML]

Þingmál B269 (framboð Íslands til öryggisráðsins)

Þingræður:
50. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2008-01-21 15:51:32 - [HTML]

Þingmál B274 (álit mannréttindanefndar SÞ um íslenska fiskveiðistjórnarkerfið)

Þingræður:
51. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-01-22 14:13:37 - [HTML]
51. þingfundur - Gunnar Svavarsson - Ræða hófst: 2008-01-22 14:27:14 - [HTML]

Þingmál B345 (háhraðatengingar og starfsemi Fjarskiptasjóðs)

Þingræður:
62. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-02-07 11:28:37 - [HTML]

Þingmál B380 (póstþjónusta í dreifbýli)

Þingræður:
65. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-02-19 14:50:24 - [HTML]

Þingmál B812 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)

Þingræður:
113. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-05-29 16:16:49 - [HTML]
113. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2008-05-29 16:19:09 - [HTML]
113. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2008-05-29 16:25:25 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A6 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-14 15:17:13 - [HTML]
12. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2008-10-14 15:42:55 - [HTML]
12. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - Ræða hófst: 2008-10-14 16:48:23 - [HTML]
12. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-14 16:56:48 - [HTML]
12. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-14 17:01:35 - [HTML]

Þingmál A21 (rannsóknarnefnd til að gera úttekt á fiskveiðiheimildum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-13 16:09:13 - [HTML]

Þingmál A47 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A53 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A54 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-10-06 22:36:05 - [HTML]

Þingmál A119 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-11-11 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-11 14:09:43 - [HTML]
23. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-11-11 14:46:42 - [HTML]
23. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-11-11 15:15:17 - [HTML]
26. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-13 18:14:41 - [HTML]

Þingmál A141 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-11-21 14:00:10 - [HTML]

Þingmál A153 (kaup á verðbréfum úr peningamarkaðssjóðum Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-11-13 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 306 (svar) útbýtt þann 2008-12-10 15:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (fjármögnun á kaupum á verðbréfum úr peningamarkaðssjóðum Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-11-13 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 277 (svar) útbýtt þann 2008-12-08 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 366 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Jóhannes Karl Sveinsson - [PDF]

Þingmál A188 (aðgerðir til stuðnings sparisjóðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (svar) útbýtt þann 2009-02-04 12:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A216 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2009-01-23 - Sendandi: Fjölmennt - [PDF]

Þingmál A243 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2008-12-16 17:52:25 - [HTML]
63. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2008-12-19 17:38:44 - [HTML]

Þingmál A246 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-16 17:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A247 (virðisaukaskattur, vörugjald o.fl.)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-12-17 15:48:50 - [HTML]
64. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-12-20 10:24:35 - [HTML]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1041 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - [PDF]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 710 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-13 09:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-03-13 13:22:26 - [HTML]
103. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-03-13 13:48:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 819 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA,SI,SFF,SVÞ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 851 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A289 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 877 - Komudagur: 2009-02-18 - Sendandi: Arkitektafélag Íslands og fl. - Skýring: (Fél. ráðgj.verkfr., tæknifr. og verkfr. - [PDF]

Þingmál A304 (gjaldfrjáls göng)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ragnheiður Ólafsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-25 14:31:47 - [HTML]

Þingmál A313 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-16 18:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A321 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-19 13:58:03 - [HTML]

Þingmál A322 (aðför o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 977 - Komudagur: 2009-03-02 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Keflavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 988 - Komudagur: 2009-03-02 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 2009-03-02 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 997 - Komudagur: 2009-03-03 - Sendandi: Intrum á Íslandi ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 2009-03-04 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]

Þingmál A345 (fjármálafyrirtæki, verðbréfasjóðir og fjárfestingarsjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1464 - Komudagur: 2009-03-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A359 (breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1068 - Komudagur: 2009-03-06 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-03-25 20:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-03 12:00:47 - [HTML]
128. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-07 12:15:18 - [HTML]
134. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - Ræða hófst: 2009-04-17 15:20:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-04-01 21:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1512 - Komudagur: 2009-03-31 - Sendandi: Minni hluti umhverfisnefndar - [PDF]

Þingmál A398 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-03-24 23:45:59 - [HTML]

Þingmál A461 (greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-08 13:47:10 - [HTML]

Þingmál B618 (setning neyðarlaganna)

Þingræður:
84. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-19 10:38:46 - [HTML]

Þingmál B730 (skerðing bóta almannatrygginga vegna lífeyrisgreiðslna)

Þingræður:
97. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-03-09 15:42:44 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A114 (kjararáð o.fl.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-06-18 19:43:25 - [HTML]

Þingmál A118 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A147 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2009-09-16 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - [PDF]

Þingmál A149 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2009-09-21 - Sendandi: Vinstrihreyfingin-grænt framboð - [PDF]
Dagbókarnúmer 800 - Komudagur: 2009-09-22 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál B149 (staða heimilanna)

Þingræður:
13. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-06-03 15:25:50 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-14 10:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A11 (afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-10-20 19:09:41 - [HTML]
11. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-20 19:22:34 - [HTML]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-23 12:03:20 - [HTML]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-24 15:44:04 - [HTML]
30. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-11-24 17:12:09 - [HTML]
30. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-11-24 20:15:05 - [HTML]
30. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-24 21:12:52 - [HTML]
30. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-11-24 21:57:35 - [HTML]
32. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 17:07:43 - [HTML]
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 17:08:58 - [HTML]
32. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 17:10:06 - [HTML]
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 17:11:23 - [HTML]
32. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-26 17:17:18 - [HTML]
32. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 18:16:04 - [HTML]
32. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-11-27 00:57:11 - [HTML]
33. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-27 15:39:01 - [HTML]
33. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-27 15:41:18 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-27 16:10:48 - [HTML]
34. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-28 11:11:45 - [HTML]
34. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 12:13:13 - [HTML]
34. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 17:06:22 - [HTML]
34. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-28 17:25:43 - [HTML]
35. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-30 12:01:00 - [HTML]
35. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-30 21:23:44 - [HTML]
36. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 15:47:41 - [HTML]
36. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 15:52:05 - [HTML]
36. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 15:54:20 - [HTML]
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 18:46:13 - [HTML]
63. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 20:29:56 - [HTML]

Þingmál A97 (staðfesting aðalskipulags Flóahrepps)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-04 18:03:05 - [HTML]

Þingmál A168 (réttarbætur fyrir transfólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-06 15:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A239 (ráðstafanir í skattamálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2009-12-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A255 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2009-12-14 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A256 (tekjuöflun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-19 20:37:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf - [PDF]

Þingmál A271 (aðgerðir til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2353 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A293 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (frumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 15:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A320 (heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-06 17:03:11 - [HTML]
119. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-05-07 12:55:22 - [HTML]
126. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-18 23:28:40 - [HTML]
132. þingfundur - Skúli Helgason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-06-07 15:28:15 - [HTML]

Þingmál A357 (jöfnun samkeppnisstöðu framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni með endurskoðun á reglum ÁTVR)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1857 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A370 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-16 17:36:38 - [HTML]
75. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-16 18:33:46 - [HTML]
115. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-29 18:11:51 - [HTML]

Þingmál A371 (veiðieftirlitsgjald)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-02-16 19:10:23 - [HTML]

Þingmál A382 (vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1330 - Komudagur: 2010-03-22 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A413 (lækkun fóðurkostnaðar í loðdýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (svar) útbýtt þann 2010-04-26 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2010-03-24 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A476 (kærur um lögmæti alþingiskosninganna 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (svar) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-06-10 13:21:42 - [HTML]

Þingmál A495 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2010-05-06 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2275 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A523 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 912 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2370 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn - [PDF]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2815 - Komudagur: 2010-06-11 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A560 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1817 - Komudagur: 2010-04-13 - Sendandi: Guðmundur Lárusson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga - [PDF]

Þingmál A574 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-04-27 16:48:00 - [HTML]
113. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-04-27 17:12:13 - [HTML]

Þingmál A575 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-05-31 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-01 16:07:51 - [HTML]

Þingmál A578 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2782 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (réttur grunnskólabarna til náms í framh.sk.áföngu - [PDF]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2161 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Ellisif Tinna Víðisdóttir forstjóri Varnarmálastofnunar - [PDF]

Þingmál A582 (samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2010-06-15 13:37:47 - [HTML]

Þingmál A586 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2049 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Félag yfirlögregluþjóna - [PDF]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-05-11 16:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A634 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-06-01 20:38:45 - [HTML]

Þingmál A646 (skilmálabreytingar veðtryggðra lánssamninga og kaupleigusamninga einstaklinga vegna bifreiðakaupa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2725 - Komudagur: 2010-06-04 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A661 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3016 - Komudagur: 2010-08-13 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Atli Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-24 14:59:11 - [HTML]

Þingmál B256 (vextir af Icesave)

Þingræður:
30. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-11-24 13:34:31 - [HTML]
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-24 13:36:06 - [HTML]

Þingmál B268 (Reykjavíkurflugvöllur -- verklagsreglur bankanna -- Suðvesturlína o.fl.)

Þingræður:
31. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-25 13:45:54 - [HTML]

Þingmál B625 (málefni RÚV)

Þingræður:
81. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-02-25 11:23:42 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A1 (fjárlög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-08 10:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-08 15:16:02 - [HTML]

Þingmál A50 (sala sjávarafla o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1265 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2011-04-07 09:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-04-14 18:55:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1128 - Komudagur: 2011-01-12 - Sendandi: Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2011-03-16 - Sendandi: Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda - [PDF]

Þingmál A67 (reglur um verkferla og hæfnismat við opinberar embættisveitingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 97 - Komudagur: 2010-11-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A79 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 788 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Isavia - Skýring: (framhaldsumsögn) - [PDF]

Þingmál A108 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-14 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-14 17:08:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 2010-11-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 717 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Vodafone - [PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Skipti hf. (móðurfélag Mílu ehf. og Símans hf.) - [PDF]

Þingmál A169 (Lánasjóður íslenskra námsmanna og ófjárráða háskólanemar)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-11-22 16:52:21 - [HTML]

Þingmál A176 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2011-02-25 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]

Þingmál A196 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-18 18:32:34 - [HTML]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 20:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-11-17 16:35:01 - [HTML]
53. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-12-18 00:43:32 - [HTML]
53. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-18 01:07:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 416 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf - [PDF]

Þingmál A208 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1040 - Komudagur: 2010-12-20 - Sendandi: Listakonur í Kirsuberjatrénu - [PDF]

Þingmál A246 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-24 17:02:51 - [HTML]

Þingmál A300 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1178 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Hjartaheill, Landssamtök hjartasjúklinga - [PDF]

Þingmál A301 (kjarasamningar opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-12-18 01:14:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2010-12-14 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A313 (skattar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]

Þingmál A337 (stefna Íslands í málefnum norðurslóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 408 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1365 - Komudagur: 2011-02-16 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, skrifstofa rektors - [PDF]

Þingmál A359 (gistináttaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1434 - Komudagur: 2011-02-22 - Sendandi: Markaðsstofa Austurlands - [PDF]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1744 - Komudagur: 2011-03-17 - Sendandi: Sagnfræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1746 - Komudagur: 2011-03-17 - Sendandi: Félag forstöðumanna ríkisstofnana - [PDF]

Þingmál A382 (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 15:45:27 - [HTML]

Þingmál A385 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1619 - Komudagur: 2011-03-08 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 20:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-02 23:11:01 - [HTML]
70. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-03 12:08:02 - [HTML]

Þingmál A547 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-14 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-15 21:27:50 - [HTML]

Þingmál A549 (skipun stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-02 16:51:25 - [HTML]
85. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 15:02:45 - [HTML]
85. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 15:04:52 - [HTML]

Þingmál A555 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-06-09 20:23:23 - [HTML]

Þingmál A579 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2067 - Komudagur: 2011-04-20 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A643 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2828 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Motus kröfuþjónusta ehf - [PDF]

Þingmál A658 (endurskoðun á núverandi kirkjuskipan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (þáltill.) útbýtt þann 2011-03-30 13:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1707 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-09 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A720 (vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2279 - Komudagur: 2011-05-05 - Sendandi: Skútustaðahreppur - [PDF]

Þingmál A778 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-05 18:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-06-07 21:16:02 - [HTML]
158. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-09-06 12:28:52 - [HTML]
159. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-09-07 12:12:51 - [HTML]

Þingmál A796 (viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar í skýrslu um þjónustusamninga Barnaverndarstofu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1821 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2011-09-02 10:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A824 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2759 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1474 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 12:36:50 - [HTML]
135. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 12:39:31 - [HTML]
135. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 19:20:21 - [HTML]
135. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-05-30 20:46:46 - [HTML]
138. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2011-05-31 17:09:16 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-31 18:46:03 - [HTML]
139. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-06-01 15:53:36 - [HTML]
139. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-06-01 20:00:41 - [HTML]
139. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2011-06-02 01:16:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2868 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - [PDF]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
140. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-06-03 17:50:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3050 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: LÍÚ, SF og SA - Skýring: (ums., álit LEX og mb. Deloitte) - [PDF]

Þingmál A839 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-06-06 15:01:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3032 - Komudagur: 2011-08-22 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 3044 - Komudagur: 2011-08-22 - Sendandi: Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda - [PDF]

Þingmál B274 (skuldir heimilanna)

Þingræður:
35. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2010-11-25 10:42:32 - [HTML]

Þingmál B1142 (frumvörp um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
140. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2011-06-03 14:01:38 - [HTML]

Þingmál B1338 (afskriftir banka og fjármálastofnana á skuldum heimilanna)

Þingræður:
163. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-09-14 15:58:27 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-30 01:27:50 - [HTML]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2011-10-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - Skýring: (samanburður á stjórnlögum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: A-nefnd stjórnlagaráðs - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Hjalti Hugason prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Dr. Haukur Arnþórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 542 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Samtökin 78 - [PDF]
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2012-01-18 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - [PDF]

Þingmál A4 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-05 17:56:10 - [HTML]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-21 15:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 615 - Komudagur: 2011-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 786 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Rolf Johansen hf. - [PDF]

Þingmál A42 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-12 16:23:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Travis Didrik Kovaleinen - [PDF]

Þingmál A74 (prestur á Þingvöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 682 - Komudagur: 2011-12-07 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]

Þingmál A94 (samanburðarrannsókn á túlkun reglna EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-03 18:03:22 - [HTML]

Þingmál A109 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2012-02-21 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1531 - Komudagur: 2012-03-14 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A113 (greiðsluþátttaka ríkissjóðs vegna uppbyggingar Helguvíkurhafnar)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2012-03-15 16:03:02 - [HTML]

Þingmál A135 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-01 14:20:34 - [HTML]

Þingmál A136 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 13:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum - [PDF]

Þingmál A193 (fjársýsluskattur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-12-16 01:24:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 248 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Allianz Ísland hf. - [PDF]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-12-14 22:44:12 - [HTML]

Þingmál A290 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-17 10:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 12:37:42 - [HTML]

Þingmál A342 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-01 18:19:44 - [HTML]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2012-03-29 - Sendandi: Íslandspóstur ohf. - [PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 978 - Komudagur: 2012-02-09 - Sendandi: Félag forstöðumanna ríkisstofnana - [PDF]

Þingmál A367 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1051 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2012-05-30 15:10:32 - [HTML]

Þingmál A376 (frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-01-24 18:07:58 - [HTML]
99. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-15 18:17:35 - [HTML]

Þingmál A392 (fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-12 14:48:14 - [HTML]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 13:44:17 - [HTML]
46. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-20 20:21:57 - [HTML]
64. þingfundur - Magnús M. Norðdahl (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-29 16:16:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A467 (myndlistarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2102 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Skýring: (aths. um ums.) - [PDF]

Þingmál A551 (starfsmannastefna ráðuneytis varðandi atvinnuþátttöku fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (svar) útbýtt þann 2012-04-03 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A623 (skipan ferðamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1854 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]

Þingmál A633 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1421 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-29 19:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 14:21:49 - [HTML]
111. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-06-01 11:58:09 - [HTML]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 20:52:54 - [HTML]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2012-04-19 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður, bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1846 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1885 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2222 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (lagt fram á fundi - um 657. og 658. mál) - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-05 22:57:21 - [HTML]
124. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-06-18 18:52:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2012-04-13 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2012-04-19 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður, bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ9 - [PDF]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-18 21:41:10 - [HTML]

Þingmál A736 (réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1174 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2459 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Samtökin '78 - [PDF]

Þingmál A749 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B242 (þriðja skýrsla eftirlitsnefndar um sértæka skuldaaðlögun)

Þingræður:
29. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-11-30 18:56:04 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2012-12-18 16:24:30 - [HTML]

Þingmál A103 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 2012-10-11 - Sendandi: Motus kröfuþjónusta ehf - [PDF]

Þingmál A132 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-17 16:35:18 - [HTML]
75. þingfundur - Skúli Helgason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-30 15:46:19 - [HTML]

Þingmál A134 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A155 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 17:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-25 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A175 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 200 - Komudagur: 2012-10-23 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2012-10-26 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2012-10-29 - Sendandi: Félag forstöðumanna ríkisstofnana - [PDF]
Dagbókarnúmer 315 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Félag forstöðumanna ríkisstofnana - [PDF]

Þingmál A219 (strandveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-22 18:04:19 - [HTML]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Útlán - Samtök fjárm.fyrirtækja án umsýslu fjárm. - [PDF]

Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 416 - Komudagur: 2012-11-08 - Sendandi: Lúðvíg Lárusson - [PDF]
Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, Heimildarmyndin Fjallkonan hrópar á væ - [PDF]

Þingmál A327 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms og slysaforfalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (kjör eldri borgara á hjúkrunar- og dvalarheimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-11-07 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 657 (svar) útbýtt þann 2012-12-04 18:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 932 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A384 (málsmeðferð landlæknis við úrlausn stjórnsýslumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 535 (svar) útbýtt þann 2012-11-22 11:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-20 14:43:49 - [HTML]
38. þingfundur - Lúðvík Geirsson - Ræða hófst: 2012-11-20 21:30:13 - [HTML]
39. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-11-21 18:51:39 - [HTML]
75. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2013-01-30 21:32:26 - [HTML]
76. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-01-31 17:41:15 - [HTML]
80. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2013-02-13 20:29:03 - [HTML]
82. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-02-15 12:05:20 - [HTML]
89. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-06 11:32:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 721 - Komudagur: 2012-11-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - [PDF]
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (samantekt - sent til am. v. fundar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 814 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir - Skýring: (punktar v. fundar með am.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2012-12-04 - Sendandi: Rúnar Lárusson - [PDF]
Dagbókarnúmer 920 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Arnór Snæbjörnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til atvn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til umhv.- og samgn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 958 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Samtökin '78 - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 960 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir - Skýring: (punktar v. fundar með us.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir - Skýring: (punktar v. fundar með ut.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1015 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1024 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Svavar Kjarrval - [PDF]
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Gabríela Bryndís Ernudóttir - Skýring: (um 6. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (um 13., 25. og 34.gr. frv.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - Skýring: (send um 3. mál á 140. löggjþ. 17.1.2012) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-12-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Aagot V. Óskarsdóttir - Skýring: (sent skv. beiðni um 72. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2012-12-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (til SE og US) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A417 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1475 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ) - [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A447 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-16 17:19:00 - [HTML]
66. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2013-01-16 17:27:38 - [HTML]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1046 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A475 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-18 20:53:22 - [HTML]

Þingmál A477 (happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um tjáningar- og upplýsingafrelsi - [PDF]

Þingmál A499 (tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 2013-01-14 - Sendandi: Urriðafoss ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1871 - Komudagur: 2013-03-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]

Þingmál A529 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (álit) útbýtt þann 2012-12-21 20:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1732 - Komudagur: 2013-02-23 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A588 (sértæk þjálfun, hæfing og lífsgæði einstaklinga með fjölþættar skerðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2013-02-12 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2013-02-25 16:00:55 - [HTML]
86. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2013-02-25 16:03:30 - [HTML]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A619 (vörugjald og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1826 - Komudagur: 2013-03-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A630 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2010 - Komudagur: 2013-03-27 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]

Þingmál A632 (kísilver í landi Bakka)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-03-07 21:13:13 - [HTML]
111. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2013-03-27 02:04:53 - [HTML]

Þingmál A636 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 18:32:08 - [HTML]
107. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-03-19 14:19:50 - [HTML]

Þingmál B28 (umræður um störf þingsins 19. september)

Þingræður:
6. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-09-19 15:09:36 - [HTML]

Þingmál B289 (stefna ASÍ vegna skattlagningar lífeyrisréttinda)

Þingræður:
35. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-11-15 10:45:02 - [HTML]

Þingmál B331 (húsaleigubætur til námsmanna)

Þingræður:
40. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-11-22 10:59:56 - [HTML]

Þingmál B452 (umræður um störf þingsins 18. desember)

Þingræður:
55. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-12-18 10:45:20 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A7 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2013-06-10 19:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2013-07-03 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A9 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-27 11:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A13 (verðtryggð námslán)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-07-01 12:21:00 - [HTML]

Þingmál A20 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-20 11:41:02 - [HTML]

Þingmál A25 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 139 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál B14 (rannsókn kjörbréfa)

Þingræður:
1. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-06-06 16:03:08 - [HTML]

Þingmál B272 (sæstrengur)

Þingræður:
29. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-17 16:56:28 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-16 18:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Glitnis - [PDF]
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings - [PDF]
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn SPB, Sparisjóðabanka Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A5 (bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-10 12:10:20 - [HTML]

Þingmál A68 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 330 - Komudagur: 2013-11-22 - Sendandi: Vinstrihreyfingin - grænt framboð - [PDF]

Þingmál A70 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 405 - Komudagur: 2013-11-26 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A109 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-17 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A147 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-27 16:40:17 - [HTML]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Sólberg ehf. og Flóki ehf. - [PDF]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 934 - Komudagur: 2014-01-30 - Sendandi: Forum lögmenn (fh. HOB-víns ehf.) - Skýring: (afrit af bréfi til Eftirlitsstofn. EFTA) - [PDF]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 502 - Komudagur: 2013-12-03 - Sendandi: Einar Bergmundur - [PDF]
Dagbókarnúmer 505 - Komudagur: 2013-12-03 - Sendandi: Hjörleifur Hjartarson - [PDF]

Þingmál A178 (Orkuveita Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-18 22:55:53 - [HTML]
41. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-18 22:57:38 - [HTML]

Þingmál A199 (fjáraukalög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 388 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-17 11:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-12-18 21:06:29 - [HTML]
42. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-12-19 12:18:31 - [HTML]

Þingmál A236 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2014-03-10 - Sendandi: Mennta- og menningarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A306 (markaðar tekjur ríkissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1344 - Komudagur: 2014-03-31 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - Skýring: (afnám markaðra tekna) - [PDF]

Þingmál A335 (mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1682 - Komudagur: 2014-04-28 - Sendandi: Snarrótin, samtök - [PDF]

Þingmál A399 (stuðningur við listdansnám)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-31 17:25:43 - [HTML]

Þingmál A484 (séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-05-12 16:38:36 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-13 17:05:27 - [HTML]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1102 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-13 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1105 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-13 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 15:32:40 - [HTML]
92. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 15:34:58 - [HTML]
92. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 16:43:58 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-13 21:04:35 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-13 21:57:15 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-13 23:22:16 - [HTML]
116. þingfundur - Árni Páll Árnason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-15 15:30:25 - [HTML]
116. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2014-05-15 17:00:03 - [HTML]
118. þingfundur - Árni Páll Árnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-05-16 14:34:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1618 - Komudagur: 2014-04-15 - Sendandi: Höskuldur R. Guðjónsson Kröyer og Helga Hafliðadóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1637 - Komudagur: 2014-04-16 - Sendandi: Búseti hsf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1641 - Komudagur: 2014-04-22 - Sendandi: Búmenn, húsnæðisfélag - [PDF]
Dagbókarnúmer 1643 - Komudagur: 2014-04-22 - Sendandi: Kristján Valdimarsson - [PDF]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-30 16:02:01 - [HTML]

Þingmál B40 (réttur til húsaleigubóta)

Þingræður:
8. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-14 15:13:42 - [HTML]

Þingmál B422 (endurgreiðsluhlutfall lána hjá LÍN)

Þingræður:
55. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2014-01-23 10:54:38 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2014-10-07 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 273 - Komudagur: 2014-10-07 - Sendandi: Akraneskaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 2133 - Komudagur: 2015-05-26 - Sendandi: Reykjavíkurprófastsdæmi eystra - [PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-15 22:53:46 - [HTML]

Þingmál A211 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 992 - Komudagur: 2014-12-23 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta - [PDF]

Þingmál A214 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2014-10-21 - Sendandi: Flensborgarskóli - [PDF]

Þingmál A225 (lóðir fyrir trú- og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (svar) útbýtt þann 2014-11-05 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-03 21:36:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1091 - Komudagur: 2015-02-07 - Sendandi: Þorsteinn Bergsson - Skýring: og Soffía Ingvarsdóttir - [PDF]

Þingmál A257 (sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 2014-11-13 - Sendandi: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A321 (stefna stjórnvalda um lagningu raflína)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 893 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-22 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-27 16:33:24 - [HTML]

Þingmál A389 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1452 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2015-06-16 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: LOGOS lögmannsþjónusta - [PDF]

Þingmál A454 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2015-02-24 - Sendandi: Hugarafl - [PDF]

Þingmál A456 (Menntamálastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2015-02-13 - Sendandi: Aldís Yngvadóttir - Skýring: og Ellen Klara Eyjólfsdóttir, Námsgagnastofnun - [PDF]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Bifreiðastjórafélagið Fylkir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A509 (viðbrögð við aldurstengdri mismunun á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 978 (svar) útbýtt þann 2015-02-24 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1538 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Rúnar Lárusson - [PDF]

Þingmál A573 (nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-02-27 10:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A576 (sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 999 (frumvarp) útbýtt þann 2015-02-26 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A580 (bann við mismunun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (svar) útbýtt þann 2015-04-14 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2065 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A671 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (lækkun tryggingagjalds vegna 60 ára og eldri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (þáltill.) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A688 (ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-06-05 14:13:21 - [HTML]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-15 17:31:05 - [HTML]
90. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 14:29:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 2015-05-04 - Sendandi: Atli Hermannsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2015-05-04 - Sendandi: Smærri útgerðir sem hafa stundað veiðar á makríl með línu- og handfærum - [PDF]

Þingmál A785 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-06-07 22:37:26 - [HTML]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2274 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2280 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2284 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn SPB hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2275 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2281 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2314 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-06-13 16:45:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2254 - Komudagur: 2015-06-12 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]

Þingmál A816 (skuldauppgjör einstaklinga, félaga og fyrirtækja við fjármálastofnanir í meirihlutaeigu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1614 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-07-03 09:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B24 (rafræn auðkenni og skuldaleiðrétting)

Þingræður:
5. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-09-15 15:14:05 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 187 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Akraneskaupstaður - [PDF]

Þingmál A8 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-14 19:02:45 - [HTML]

Þingmál A30 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-02-23 16:19:51 - [HTML]

Þingmál A31 (sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 910 - Komudagur: 2016-02-19 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]

Þingmál A60 (sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-16 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A133 (uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 2015-10-01 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A144 (bann við mismunun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-22 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Páll Valur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 17:38:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1169 - Komudagur: 2016-03-22 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]

Þingmál A168 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-09-24 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2015-11-03 16:06:57 - [HTML]

Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1170 - Komudagur: 2016-03-22 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1201 - Komudagur: 2016-03-30 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2016-04-01 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A213 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (frumvarp) útbýtt þann 2015-10-08 10:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-13 14:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2015-11-12 - Sendandi: Staðganga - stuðningsfélag - [PDF]

Þingmál A255 (lækkun tryggingagjalds vegna 60 ára og eldri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 277 (þáltill.) útbýtt þann 2015-10-22 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A294 (skuldauppgjör einstaklinga, félaga og fyrirtækja við fjármálastofnanir í meirihlutaeigu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 323 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-10-22 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (fullnusta refsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 564 - Komudagur: 2015-12-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A384 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1863 - Komudagur: 2016-08-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A407 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1427 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-06-01 23:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-02 13:01:26 - [HTML]

Þingmál A435 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-16 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 843 - Komudagur: 2016-02-12 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1023 - Komudagur: 2016-03-03 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1778 (lög í heild) útbýtt þann 2016-10-11 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A667 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-13 16:16:38 - [HTML]

Þingmál A676 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2016-05-02 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A679 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Félagsbúið Miðhrauni 2 sf. - [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2016-06-13 - Sendandi: Kú ehf., Ólafur M. Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 1848 - Komudagur: 2016-08-12 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1469 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: No Borders Iceland - [PDF]
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2016-05-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A740 (fjármálaáætlun 2017--2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1492 - Komudagur: 2016-05-10 - Sendandi: Finnur Birgisson - [PDF]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-20 17:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1600 - Komudagur: 2016-05-21 - Sendandi: Quorum sf. - Pétur Örn Sverrisson og ReykjavíkEconomics ehf. - Magnús Árni Skúlason. - [PDF]

Þingmál A783 (samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2016-08-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1871 - Komudagur: 2016-08-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2028 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1989 - Komudagur: 2016-09-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A817 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1928 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2056 - Komudagur: 2016-09-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A818 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2016-08-30 - Sendandi: Allianz Ísland hf. - [PDF]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
144. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2016-09-01 17:03:29 - [HTML]

Þingmál A857 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2060 - Komudagur: 2016-09-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 2135 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A872 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1687 (álit) útbýtt þann 2016-09-20 18:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A873 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2215 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Löggjafarþing 146

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 79 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Þingmál A101 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-09 13:48:41 - [HTML]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-28 16:17:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1487 - Komudagur: 2017-05-26 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A140 (yfirferð kosningalaga)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-04-24 18:52:31 - [HTML]

Þingmál A207 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 594 - Komudagur: 2017-03-29 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A258 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1187 - Komudagur: 2017-05-08 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]

Þingmál A289 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1555 - Komudagur: 2017-06-12 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A308 (Evrópuráðsþingið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-22 15:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1190 - Komudagur: 2017-05-09 - Sendandi: No Borders Iceland - [PDF]

Þingmál A392 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 13:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 785 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-15 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 16:50:29 - [HTML]
66. þingfundur - Eygló Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-16 18:02:16 - [HTML]
66. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 18:26:47 - [HTML]
66. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-16 18:49:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 997 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra námsmanna erlendis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2017-04-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-24 11:44:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 880 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Finnur Birgisson - [PDF]

Þingmál A435 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1266 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A436 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1268 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A437 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 16:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi - [PDF]

Þingmál A597 (kynjamismunun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1146 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1024 (álit með rökstuddri dagskrá) útbýtt þann 2017-05-31 22:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-06-01 11:36:22 - [HTML]
79. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-06-01 14:26:43 - [HTML]
79. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-06-01 15:40:28 - [HTML]
79. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2017-06-01 16:53:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Álit umboðsmanns Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 412/2010 - [PDF]

Þingmál B465 (störf þingsins)

Þingræður:
59. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2017-04-25 13:52:48 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A67 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2017-12-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2018--2022)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-22 18:48:30 - [HTML]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 26 - Komudagur: 2017-12-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A27 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A39 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2018-03-14 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A43 (bygging 5.000 leiguíbúða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2018-01-19 - Sendandi: Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2018-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A83 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-07 17:51:29 - [HTML]

Þingmál A97 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (frumvarp) útbýtt þann 2018-01-23 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 17:38:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 647 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2018-03-01 14:07:41 - [HTML]
32. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-01 14:34:29 - [HTML]

Þingmál A201 (frelsi á leigubifreiðamarkaði)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-27 17:45:24 - [HTML]
30. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-27 17:47:55 - [HTML]

Þingmál A205 (framboð á félagslegu húsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-02-19 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 710 (svar) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A238 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-22 15:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-01 18:26:59 - [HTML]
75. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-11 11:37:55 - [HTML]

Þingmál A269 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-26 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-26 17:04:50 - [HTML]
57. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-26 17:41:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1671 - Komudagur: 2018-05-24 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1677 - Komudagur: 2018-05-25 - Sendandi: Bjarni Randver Sigurvinsson og Pétur Pétursson - [PDF]

Þingmál A344 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-03-06 16:53:11 - [HTML]

Þingmál A393 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-24 17:05:25 - [HTML]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1415 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Laxar fiskeldi ehf. - [PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-04 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (aðgerðir gegn skattundanskotum og skattsvikum)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2018-06-11 14:39:28 - [HTML]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2018-06-05 - Sendandi: Marinó G. Njálsson - [PDF]

Þingmál A631 (veiðigjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1733 - Komudagur: 2018-06-01 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A662 (veigamiklar ástæður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1337 (svar) útbýtt þann 2018-07-17 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B467 (króna á móti krónu skerðingar)

Þingræður:
53. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2018-04-23 15:31:21 - [HTML]

Þingmál B590 (afbrigði)

Þingræður:
65. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-05-31 16:51:10 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A11 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-19 18:36:16 - [HTML]
8. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2018-09-20 15:23:38 - [HTML]
8. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-20 15:38:52 - [HTML]
8. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-09-20 15:47:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 103 - Komudagur: 2018-10-15 - Sendandi: Félag sjúkraþjálfara - [PDF]

Þingmál A12 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-13 10:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-20 15:50:52 - [HTML]
45. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-12-10 23:49:04 - [HTML]

Þingmál A54 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2018-10-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A68 (þinglýsingalög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 333 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A82 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4718 - Komudagur: 2019-03-18 - Sendandi: Húnaþing vestra - [PDF]

Þingmál A84 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4851 - Komudagur: 2019-03-27 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A110 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5713 - Komudagur: 2019-06-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A136 (endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4440 - Komudagur: 2019-02-20 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-25 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2018-11-26 20:28:02 - [HTML]
38. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-26 21:05:35 - [HTML]
38. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-26 21:08:14 - [HTML]

Þingmál A189 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-09 16:42:44 - [HTML]

Þingmál A222 (breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-23 21:24:54 - [HTML]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 604 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda - [PDF]

Þingmál A417 (samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A428 (gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (svar) útbýtt þann 2019-01-24 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-07 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A486 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-27 15:46:04 - [HTML]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A535 (kynjamismunun við ráðningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 983 (svar) útbýtt þann 2019-02-26 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 896 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-06 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-21 11:33:10 - [HTML]

Þingmál A549 (helgidagafriður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4737 - Komudagur: 2019-03-19 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A686 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (frumvarp) útbýtt þann 2019-03-18 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A710 (taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4945 - Komudagur: 2019-04-02 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A711 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1135 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-19 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-23 12:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A757 (landlæknir og lýðheilsa og réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1199 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-26 20:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A772 (skráning einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5699 - Komudagur: 2019-06-04 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A776 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1236 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-02 21:31:38 - [HTML]
88. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2019-04-02 22:55:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5184 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Ísfélag Vestmannaeyja - [PDF]

Þingmál A784 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5133 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A785 (félög til almannaheilla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5476 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]

Þingmál A798 (lýðskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A838 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1334 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A860 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A893 (stuðningur við foreldra barna með klofinn góm)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1996 (svar) útbýtt þann 2019-06-28 15:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A919 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1541 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A954 (félagsleg aðstoð og almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5738 - Komudagur: 2019-06-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál B525 (staða iðnnáms)

Þingræður:
64. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-02-07 10:50:51 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A17 (300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 739 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-13 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 15:37:28 - [HTML]
46. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 15:45:38 - [HTML]
46. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 15:58:35 - [HTML]
46. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-12-16 16:12:29 - [HTML]
46. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-12-16 16:15:27 - [HTML]
46. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-16 20:57:20 - [HTML]

Þingmál A50 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-01-22 18:18:48 - [HTML]
51. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-22 18:54:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2020-02-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A123 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 239 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Þórey Guðmundsdóttir - [PDF]

Þingmál A251 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2019-11-07 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf. - [PDF]

Þingmál A278 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A312 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 353 (frumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (innheimta opinberra skatta og gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 763 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 805 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-12-17 15:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök verlsunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A315 (breyting á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 626 - Komudagur: 2019-11-27 - Sendandi: Margrét Þ. Jónsdóttir - [PDF]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-03-17 18:46:47 - [HTML]

Þingmál A328 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1479 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-25 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-25 19:47:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 625 - Komudagur: 2019-11-27 - Sendandi: Jóhannes Ingibjartsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1283 - Komudagur: 2020-02-13 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1811 - Komudagur: 2020-04-20 - Sendandi: Reynir Axelsson - [PDF]

Þingmál A382 (búvörulög og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 697 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-12-11 19:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-13 14:01:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 698 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 716 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-13 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 14:17:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 855 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A422 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Una Hildardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-30 15:18:48 - [HTML]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-12-11 16:53:30 - [HTML]
43. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 17:20:22 - [HTML]
43. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 17:23:48 - [HTML]

Þingmál A458 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1037 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Útvarp Saga - [PDF]

Þingmál A523 (varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A608 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1620 - Komudagur: 2020-03-19 - Sendandi: Hundaræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A664 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2213 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna - [PDF]

Þingmál A707 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista - [PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2124 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-06 23:23:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2257 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2264 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Fjölmenningarsetur - [PDF]

Þingmál A722 (breyting á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-04-20 16:21:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1815 - Komudagur: 2020-04-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A725 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-12 15:28:59 - [HTML]
102. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-12 15:31:20 - [HTML]
102. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-12 15:33:36 - [HTML]
102. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-12 15:35:48 - [HTML]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-27 13:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A926 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2020-06-12 20:40:13 - [HTML]
116. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-12 21:11:06 - [HTML]

Þingmál A972 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2492 - Komudagur: 2020-08-31 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál B321 (desemberuppbót lífeyrisþega)

Þingræður:
38. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-12-02 15:36:06 - [HTML]

Þingmál B807 (leigubílstjórar og hlutabætur)

Þingræður:
101. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-05-11 15:16:49 - [HTML]

Þingmál B935 (skimanir ferðamanna)

Þingræður:
114. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-06-08 16:07:06 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2020-10-23 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A5 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-12-02 20:40:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2020-11-01 - Sendandi: Ólafur K. Ólafs f.h. 11 lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2020-11-16 - Sendandi: Ólafur K. Ólafs - [PDF]

Þingmál A11 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A17 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Faggildingarráð - [PDF]

Þingmál A21 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A22 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 121 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A27 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2020-11-10 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A28 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-08 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-15 16:02:41 - [HTML]

Þingmál A56 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-07 17:43:01 - [HTML]
32. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-07 18:07:13 - [HTML]

Þingmál A104 (bætt stjórnsýsla í umgengnismálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 888 - Komudagur: 2020-12-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A161 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Jóhannes B. Sigtryggsson - [PDF]

Þingmál A188 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2172 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]

Þingmál A196 (lán Íbúðalánasjóðs sem bera uppgreiðslugjald)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-11-18 18:11:26 - [HTML]

Þingmál A204 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A211 (bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2316 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]

Þingmál A323 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-24 19:29:28 - [HTML]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-01-28 17:47:54 - [HTML]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A367 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-05-20 15:27:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1498 - Komudagur: 2021-02-05 - Sendandi: Útvarp Saga - [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2021-01-27 - Sendandi: Félag húsbílaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Ferða-og útivistarfélagið Slóðavinir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1385 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Hjalti Steinn Gunnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1434 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: FETAR - Landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A370 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1565 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Storm Orka ehf. - [PDF]

Þingmál A378 (sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2950 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Starfshópur minni sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3010 - Komudagur: 2021-05-18 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A386 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1974 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Bogveiðifélag Íslands - [PDF]

Þingmál A400 (breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1513 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Hrollaugur - félag smábátaeigenda á Hornafirði - [PDF]
Dagbókarnúmer 1762 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A424 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-17 18:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 752 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2021-02-12 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A453 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1746 - Komudagur: 2021-02-03 - Sendandi: Þorsteinn Sch Thorsteinsson - [PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1921 - Komudagur: 2021-03-03 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 1993 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Íslandsdeild Transparency International - [PDF]
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A470 (Kristnisjóður o.fl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-26 13:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-04 19:07:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2269 - Komudagur: 2021-03-22 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A475 (vistun barna á vegum stjórnvalda á einkaheimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2021-03-29 - Sendandi: Margrét Esther Erludóttir - [PDF]

Þingmál A478 (breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-27 16:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (breyting á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2365 - Komudagur: 2021-03-30 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A504 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-04 12:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1959 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2025 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A563 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2325 - Komudagur: 2021-03-24 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A587 (þjóðkirkjan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2666 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: Kristinn Jens Sigurþórsson - [PDF]

Þingmál A602 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2427 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A625 (stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2538 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]

Þingmál A701 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A716 (grunnskólar og framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A718 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2996 - Komudagur: 2021-05-17 - Sendandi: María Sjöfn Árnadóttir - [PDF]

Þingmál A747 (sóttvarnalög og útlendingar)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-04-21 16:54:06 - [HTML]

Þingmál B65 (valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana, munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
10. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-19 16:25:14 - [HTML]
10. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-10-19 17:26:28 - [HTML]
10. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-10-19 18:18:28 - [HTML]

Þingmál B167 (sóttvarnaaðgerðir með sérstakri áherslu á smitrakningu og einstakan árangur sem náðst hefur í henni hér á landi, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
23. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-19 11:48:11 - [HTML]
23. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-19 12:02:21 - [HTML]
23. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-11-19 12:28:11 - [HTML]

Þingmál B263 (uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs)

Þingræður:
35. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-12-10 10:52:33 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Arnar Þór Jónsson - Ræða hófst: 2021-12-22 15:39:32 - [HTML]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 271 - Komudagur: 2021-12-14 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 320 - Komudagur: 2021-12-19 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2021-12-28 - Sendandi: Ólafur K. Ólafsson - [PDF]

Þingmál A35 (Fiskistofa)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-08 17:05:18 - [HTML]

Þingmál A39 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1232 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A40 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2022-03-09 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]

Þingmál A42 (umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1002 - Komudagur: 2022-03-03 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A55 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-03-02 17:24:13 - [HTML]

Þingmál A71 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-24 12:17:34 - [HTML]

Þingmál A73 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-03 13:12:31 - [HTML]

Þingmál A129 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 498 - Komudagur: 2022-01-15 - Sendandi: Útvarp Saga - [PDF]

Þingmál A168 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 668 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Réttindagæslumenn fatlaðs fólks - [PDF]

Þingmál A185 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2022-03-03 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A251 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (frumvarp) útbýtt þann 2022-01-25 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-02 19:15:21 - [HTML]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 831 - Komudagur: 2022-02-16 - Sendandi: Storm Orka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - [PDF]

Þingmál A349 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-02-22 15:08:01 - [HTML]

Þingmál A378 (endurskoðun á tekjugrundvelli grunnskólakerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-22 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (fiskveiðistjórn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2022-03-16 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A419 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1222 - Komudagur: 2022-03-25 - Sendandi: Arnarlax hf. - [PDF]

Þingmál A423 (málarekstur ráðherra fyrir dómstólum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-28 17:12:02 - [HTML]

Þingmál A435 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2022-03-10 - Sendandi: Skotfélagið Markviss - [PDF]
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2022-03-11 - Sendandi: Bogveiðifélag Íslands - [PDF]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A513 (fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-29 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-04-07 12:19:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3268 - Komudagur: 2022-05-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A589 (starfskjaralög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 21:31:05 - [HTML]
64. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 21:37:23 - [HTML]

Þingmál A591 (greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A596 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 838 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1248 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-14 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1321 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2022-06-15 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-15 17:16:33 - [HTML]
91. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-15 17:25:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3469 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 3636 - Komudagur: 2022-06-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A625 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (frumvarp) útbýtt þann 2022-04-06 13:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A713 (útlendingalög nr. 80/2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (frumvarp) útbýtt þann 2022-05-30 18:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B155 (sóttvarnaaðgerðir, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
25. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-01-20 14:27:51 - [HTML]

Þingmál B603 (framlög vegna barna á flótta)

Þingræður:
77. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-05-18 15:11:40 - [HTML]

Þingmál B635 (skattlagning séreignarsparnaðar)

Þingræður:
81. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-05-30 15:39:17 - [HTML]
81. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2022-05-30 15:41:30 - [HTML]
81. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-05-30 15:42:51 - [HTML]

Þingmál B644 (störf þingsins)

Þingræður:
82. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2022-05-31 14:15:26 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A37 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 568 - Komudagur: 2022-11-28 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A41 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 292 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Pétur Þór Jónasson - [PDF]

Þingmál A44 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-20 13:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-11 18:05:23 - [HTML]

Þingmál A48 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-20 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-21 18:11:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A102 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4332 - Komudagur: 2023-04-12 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A122 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4271 - Komudagur: 2023-03-31 - Sendandi: Arnarlax hf. - [PDF]

Þingmál A165 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4153 - Komudagur: 2023-03-20 - Sendandi: Hrunamannahreppur - [PDF]

Þingmál A188 (Vísinda- og nýsköpunarráð)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-14 21:22:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 178 - Komudagur: 2022-10-19 - Sendandi: Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna - [PDF]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 858 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-15 21:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-11 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A317 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-13 11:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A325 (bætt staða og þjónusta við Íslendinga búsetta erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 336 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-13 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-05-03 17:49:41 - [HTML]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 752 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-08 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-27 12:52:30 - [HTML]
55. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-25 19:16:54 - [HTML]
56. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - andsvar - Ræða hófst: 2023-01-26 13:15:15 - [HTML]
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-01-31 16:43:41 - [HTML]
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-01 17:46:25 - [HTML]
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-01 18:18:57 - [HTML]
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-01 19:57:30 - [HTML]
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-02 01:46:39 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-02 14:27:23 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 00:59:30 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 01:15:30 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 01:31:44 - [HTML]
60. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-03 12:06:00 - [HTML]
60. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-03 19:04:26 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 17:24:07 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 19:21:00 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 19:48:06 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 20:11:02 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 21:48:05 - [HTML]
62. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-07 17:33:52 - [HTML]
62. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-07 20:23:10 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-08 01:25:49 - [HTML]
64. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-02-09 13:29:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A497 (kosningalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4850 - Komudagur: 2023-05-26 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (tónlist)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4121 - Komudagur: 2023-03-16 - Sendandi: Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A679 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4068 - Komudagur: 2023-03-14 - Sendandi: Læknafélag Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A689 (tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4122 - Komudagur: 2023-03-16 - Sendandi: Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A695 (undanþága frá notkun fiskiskipa á sjálfvirkum auðkenniskerfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1067 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-02 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1541 (svar) útbýtt þann 2023-04-17 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A728 (auðkenning umsækjenda af hálfu ISNIC)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1104 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-09 17:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1187 (svar) útbýtt þann 2023-02-27 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A784 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1208 (álit) útbýtt þann 2023-02-28 10:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-28 17:09:11 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-02-28 17:58:18 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-02-28 19:49:34 - [HTML]
70. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2023-02-28 20:00:36 - [HTML]

Þingmál A795 (aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4593 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Málfrelsis - Samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi - [PDF]

Þingmál A861 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2023-03-23 15:48:09 - [HTML]

Þingmál A863 (grásleppuveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1673 (svar) útbýtt þann 2023-05-05 12:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A894 (fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-29 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A896 (Innheimtustofnun sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-05-24 17:44:15 - [HTML]

Þingmál A941 (uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4636 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]

Þingmál A947 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4884 - Komudagur: 2023-05-30 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A976 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A986 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1534 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-25 16:31:27 - [HTML]

Þingmál A987 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1535 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4564 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Löggjafarþing 154

Þingmál A1 (fjárlög 2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 209 - Komudagur: 2023-10-16 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - [PDF]

Þingmál A81 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 12:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Tómas A. Tómasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-09 15:29:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A100 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-08 12:07:22 - [HTML]
69. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-08 12:37:36 - [HTML]

Þingmál A112 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-08 14:00:32 - [HTML]

Þingmál A145 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2048 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A146 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A187 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A205 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A225 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A239 (Mannréttindastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A316 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2894 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A349 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Þórhallur Borgarsson - [PDF]

Þingmál A449 (almennar sanngirnisbætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2023-11-10 - Sendandi: Árni H. Kristjánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Rósa Ólöf Ólafíudóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 851 - Komudagur: 2023-11-24 - Sendandi: Árni H. Kristjánsson og Viðar Eggertsson, - [PDF]

Þingmál A468 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-07 17:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 931 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Cruise Iceland - [PDF]
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A475 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (frumvarp) útbýtt þann 2023-11-09 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-09 15:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1268 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Suðurnesjabær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2024-01-02 - Sendandi: GB stjórnsýsluráðgjöf slf - [PDF]

Þingmál A509 (húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Alcoa Fjarðarál sf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A617 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 969 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-01-30 18:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-01-31 15:40:00 - [HTML]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 19:08:36 - [HTML]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1725 - Komudagur: 2024-03-15 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf - [PDF]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1795 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-04 17:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2024-03-04 17:47:14 - [HTML]
122. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-13 11:50:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2651 - Komudagur: 2024-05-29 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2672 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A737 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2024-03-05 16:03:45 - [HTML]

Þingmál A830 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A864 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A900 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2469 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2838 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2343 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Sjávarútvegsþjónustan ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2464 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2487 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2820 - Komudagur: 2024-06-12 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2822 - Komudagur: 2024-06-12 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar - [PDF]

Þingmál A935 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1847 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-11 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-16 21:08:16 - [HTML]
124. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-18 20:18:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2206 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Röskva - [PDF]
Dagbókarnúmer 2595 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A937 (listamannalaun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2598 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum - [PDF]

Þingmál A1035 (fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2573 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómstólasýslan - [PDF]

Þingmál A1095 (framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1628 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-03 20:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1130 (breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2715 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Axel S Blomsterberg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2756 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Sigríður Rós Jónatansdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2795 - Komudagur: 2024-06-07 - Sendandi: Húsverk ehf - [PDF]

Þingmál A1131 (Afurðasjóður Grindavíkurbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1775 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-06-01 17:20:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 428 - Komudagur: 2024-11-04 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - [PDF]

Þingmál A36 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 183 - Komudagur: 2024-10-10 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A63 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-12 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-09 17:37:09 - [HTML]

Þingmál A118 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A122 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A201 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 202 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A231 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A233 (sjávarútvegsstefna til ársins 2040)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2024-09-24 18:59:12 - [HTML]

Þingmál A248 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-26 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A298 (stuðningslán til rekstraraðila í Grindavíkurbæ vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 288 - Komudagur: 2024-10-24 - Sendandi: Atvinnuteymi Grindavíkurbæjar - [PDF]
Dagbókarnúmer 352 - Komudagur: 2024-10-30 - Sendandi: Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ - [PDF]

Þingmál A300 (skattar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 433 - Komudagur: 2024-11-05 - Sendandi: Cruise Iceland - [PDF]

Þingmál B62 (strandveiðar og atvinnufrelsi)

Þingræður:
9. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2024-09-24 14:03:58 - [HTML]

Löggjafarþing 156

Þingmál A17 (læknanemar við erlenda háskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 501 (svar) útbýtt þann 2025-05-15 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A98 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 207 - Komudagur: 2025-03-12 - Sendandi: Grindavíkurbær - [PDF]

Þingmál A104 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 191 - Komudagur: 2025-03-06 - Sendandi: Útvarp Saga - [PDF]

Þingmál A107 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 364 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A118 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2025-03-04 15:59:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1400 - Komudagur: 2025-06-13 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A123 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2025-03-13 - Sendandi: Bifhjólasamtök lýðveldisins sniglar - [PDF]

Þingmál A130 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 299 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 315 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A142 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-06 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-13 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-18 19:07:55 - [HTML]

Þingmál A212 (skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-22 13:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 2025-04-10 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A213 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2025-04-09 - Sendandi: Grindavíkurbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 672 - Komudagur: 2025-04-09 - Sendandi: Gunnar Már Gunnarsson - [PDF]

Þingmál A224 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1072 - Komudagur: 2025-05-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A255 (námsgögn)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-08 21:28:16 - [HTML]

Þingmál A259 (almannatryggingar og endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A264 (fjármálaáætlun fyrir árin 2026--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-04-01 17:51:23 - [HTML]
23. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2025-04-01 18:44:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A268 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 2025-04-21 - Sendandi: Íslensk Gagnavinnsla ehf - [PDF]

Þingmál A270 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2025-05-16 - Sendandi: Suðurnesjabær - [PDF]

Þingmál A277 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-31 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-07-01 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-31 18:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 786 - Komudagur: 2025-04-20 - Sendandi: Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A290 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (frumvarp) útbýtt þann 2025-04-01 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A298 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2025-04-01 19:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-05-13 14:51:55 - [HTML]

Þingmál A319 (fjáraukalög 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 984 - Komudagur: 2025-04-30 - Sendandi: Óttar Guðjónsson - [PDF]

Þingmál A351 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-04-30 20:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 723 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-14 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 738 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2025-06-18 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-05-06 16:22:08 - [HTML]
38. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-08 18:31:57 - [HTML]
38. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-08 19:06:18 - [HTML]
38. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-08 19:10:02 - [HTML]
38. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-08 19:26:29 - [HTML]
38. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-08 19:28:56 - [HTML]
38. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-08 19:30:53 - [HTML]
38. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-08 19:32:08 - [HTML]
64. þingfundur - Bergþór Ólason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2025-06-18 16:37:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1246 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: KPMG Law - [PDF]

Þingmál A388 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1327 - Komudagur: 2025-06-05 - Sendandi: Bifreiðastöðin Hreyfill Bæjarleiðir hf - [PDF]

Þingmál A427 (fjáraukalög II 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2025-06-04 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1425 - Komudagur: 2025-06-21 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál B496 (Störf þingsins)

Þingræður:
53. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2025-06-04 15:04:51 - [HTML]

Þingmál B551 (Störf þingsins)

Þingræður:
59. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-06-12 13:32:27 - [HTML]

Þingmál B647 (breyting á lögum um veiðigjald)

Þingræður:
76. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - Ræða hófst: 2025-07-01 14:02:54 - [HTML]

Löggjafarþing 157

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: Páll Guðbrandsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1203 - Komudagur: 2025-12-08 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1328 - Komudagur: 2025-12-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A45 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-11 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-08 18:04:03 - [HTML]

Þingmál A47 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 151 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A80 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-15 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2025-09-17 17:06:27 - [HTML]

Þingmál A82 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-22 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A84 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 293 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: Hreyfill.svf - [PDF]

Þingmál A88 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-22 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-09 13:59:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 461 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: SÁÁ - [PDF]
Dagbókarnúmer 597 - Komudagur: 2025-10-29 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A104 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 409 - Komudagur: 2025-10-17 - Sendandi: Axel Jón Ellenarson - [PDF]

Þingmál A106 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2025-11-06 12:01:46 - [HTML]

Þingmál A144 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 426 - Komudagur: 2025-10-19 - Sendandi: Landsamband vörubifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2025-12-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A153 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (frumvarp) útbýtt þann 2025-10-06 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-04 12:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A213 (bætur vegna varanlegs miska og örorku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-10-23 12:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 356 (svar) útbýtt þann 2025-11-19 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 821 - Komudagur: 2025-11-16 - Sendandi: Íslensk Gagnavinnsla ehf - [PDF]

Þingmál A230 (brottfararstöð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A232 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 773 - Komudagur: 2025-11-11 - Sendandi: Jón Frímann Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1046 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2025-12-09 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2025-12-09 - Sendandi: Landvernd, umhverfissamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A286 (fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2025-12-03 - Sendandi: Guðlaugur Kristján Jörundsson - [PDF]

Þingmál A300 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A318 (menningarframlag streymisveitna til að efla íslenska menningu og íslenska tungu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 444 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-02 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B321 (úrskurður forseta)

Þingræður:
50. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2025-12-16 13:41:22 - [HTML]