Hrd. nr. 169/2012 dags. 1. nóvember 2012 (Veðsetning til tryggingar á skuld tengdasonar)[HTML] Maður vann hjá Landsbankanum og gangast tengdaforeldrar hans við ábyrgð á láni. Talin var hafa verið skylda á Landsbankanum á að kynna tengdaforeldrunum slæma fjárhagsstöðu mannsins. Landsbankinn var talinn hafa verið grandsamur um að ákvörðun tengdaforeldranna hafi verið reist á röngum upplýsingum. Greiðslumatið nefndi eingöngu eitt lánið sem þau gengust í ábyrgð fyrir. Auk þess var það aðfinnsluvert að bankinn hafi falið tengdasyninum sjálfum um að bera samninginn undir tengdaforeldra sína.
Engar skráðar reglur lágu fyrir um framkvæmd áreiðanleikakannana en litið var til fyrirheita sem fjármálafyrirtækið gaf út. Ekki var talið hafa verið til staðar gáleysi af hálfu fjármálafyrirtækisins fyrir að hafa ekki skoðað fleiri atriði en það hefði sjálft talið upp.Hrd. nr. 53/2021 dags. 1. júní 2022[HTML]