Merkimiði - Valdheimildir


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (224)
Dómasafn Hæstaréttar (31)
Umboðsmaður Alþingis (217)
Stjórnartíðindi - Bls (21)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (289)
Alþingistíðindi (587)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (139)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (1063)
Lagasafn (8)
Alþingi (2338)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn)[PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:1584 nr. 199/1978 (Landmannaafréttardómur síðari)[PDF]
Íslenska ríkið hóf mál fyrir aukadómþingi Rangárvallasýslu árið 1975 með eignardómsstefnu þar sem krafist var viðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Tilefnið var ágreiningur um réttarstöðu afréttanna vegna virkjanaframkvæmda hins opinbera við Tungnaá og Þórisvatn. Ríkið taldi sig ávallt hafa átt svæðið án þess að formleg staðfesting hafi verið á þeim rétti, en tók þó fram að það viðurkenndi þegar áunninn upprekstrarréttindi og önnur afréttarnot annarra aðila reist á lögum og venjum.

Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.

Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna, hrd. Landmannaafréttur I. Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.

Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.

Sératkvæði tveggja manna minni hluta Hæstaréttar voru um hið andstæða á þeim forsendum að í meginatriðum um þegar hefði verið leyst úr þeim hluta málsins fyrir Hæstarétti er varðaði veiðirétt og vatnsföll á sama svæði af hálfu sömu aðila, án þess að málatilbúnaðurinn hafi verið til þess fallinn að aðgreina það fordæmi né lögð fram ný gögn er gæfu tilefni til annarrar niðurstöðu.

Hrd. 1984:1444 nr. 25/1983[PDF]

Hrd. 1987:1273 nr. 258/1986[PDF]

Hrd. 1988:820 nr. 124/1986 (Skilyrði löggildingar tæknifræðings)[PDF]

Hrd. 1993:108 nr. 355/1989 (Eystri Hóll)[PDF]

Hrd. 1993:2230 nr. 339/1990 (Helga Kress - Veiting lektorsstöðu)[PDF]
Kvenkyns umsækjandi var hæfari en karl sem var ráðinn. Synjað var miskabótakröfu hennar þar sem hún var orðinn prófessor þegar málið var dæmt.
Hrd. 1994:2275 nr. 302/1994[PDF]

Hrd. 1996:3002 nr. 221/1995 (Fullvirðisréttur og greiðslumark í landbúnaði - Greiðslumark I - Fosshólar)[PDF]

Hrd. 1997:2025 nr. 346/1996 (Syðribrú - Forkaupsréttur sveitarfélags)[PDF]

Hrd. 1997:2828 nr. 302/1997 (Framsal sakamanna til Bandaríkjanna)[PDF]
Bandarísk hjón voru framseld til Bandaríkjanna. Bandarísku stjórnvöldin handtóku hjónin með því að setja þau í járn. Talið var að íslensk stjórnvöld hefðu átt að skilyrða framsalið til að koma í veg fyrir vanvirðandi meðferð.
Hrd. 1998:601 nr. 476/1997 (Möðrufell í Eyjafjarðarsveit - Dalabyggð - Röksemdir ráðuneytis)[PDF]

Hrd. 1998:4076 nr. 145/1998 (Desemberdómur um stjórn fiskveiða - Valdimarsdómur)[PDF]
Sjávarútvegsráðuneytið synjaði beiðni umsækjanda um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. Vísaði ráðherra á 5. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða sem batt leyfin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Forsenda veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni, og var því þeim hluta umsóknarinnar um sérstakt leyfi jafnframt hafnað.

Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.
Hrd. 1998:4342 nr. 187/1998 (Sómastaðir - Niðurrif)[PDF]

Hrd. 1999:3589 nr. 168/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4662 nr. 472/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:897 nr. 310/1999 (Lækur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur)[HTML][PDF]
Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.

Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.

Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Hrd. 2000:3118 nr. 92/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3440 nr. 147/2000 (Taka barns af heimili)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3543 nr. 218/2000 (Ísfélagsdómur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML][PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:78 nr. 462/2000[HTML]

Hrd. 2001:1058 nr. 52/2001[HTML]

Hrd. 2001:1382 nr. 368/2000 (Lögreglumaður)[HTML]

Hrd. 2001:1606 nr. 413/2000[HTML]

Hrd. 2001:3723 nr. 120/2001 (Landsímamál)[HTML]

Hrd. 2002:44 nr. 152/2001[HTML]

Hrd. 2002:1372 nr. 394/2001[HTML]

Hrd. 2002:2855 nr. 310/2002[HTML]

Hrd. 2002:3066 nr. 121/2002 (Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Hrd. 2002:3373 nr. 157/2002 (Sorpförgun fyrir Varnarliðið)[HTML]

Hrd. 2003:115 nr. 343/2002 (Starfslokasamningur)[HTML]

Hrd. 2003:673 nr. 568/2002 (Kárahnjúkamál II)[HTML]

Hrd. 2003:784 nr. 542/2002 (Einkadans)[HTML]

Hrd. 2003:1500 nr. 338/2002 (Tollvörður - Bótaskylda vegna rangrar frávikningar)[HTML]

Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:4597 nr. 247/2003[HTML]

Hrd. 2004:879 nr. 347/2003[HTML]

Hrd. 2004:1178 nr. 365/2003[HTML]

Hrd. 2004:1293 nr. 275/2003 (Niðurlagning stöðu - Prófessor við læknadeild)[HTML]

Hrd. 2004:1553 nr. 382/2003 (Dómnefndarálit)[HTML]

Hrd. 2004:2354 nr. 477/2003 (Handtaka án tilefnis)[HTML]
Lögreglumaður á vakt hugðist fara í sjoppu til að kaupa snarl. Kúnni fór að abbast upp á hann með því að taka mynd af lögreglumanninum að borða og handtók lögreglumaðurinn kúnnann. Honum var vikið úr starfi og hann svo sakfelldur.
Hrd. 2004:3691 nr. 174/2004 (Atlantsskip)[HTML]

Hrd. 2005:1534 nr. 474/2004 (Frístundabyggð - Sumarhús - Bláskógabyggð)[HTML]
Krafist var viðurkenningar á því að hjón ásamt börnum þeirra ættu lögheimili að tilteknu húsi á svæði sem sveitarfélagið hafði skipulagt sem frístundabyggð. Hagstofan hafði synjað þeim um þá skráningu.

Hæstiréttur taldi að sóknaraðilar ættu rétt á að ráða búsetu sinni sbr. 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar og lægju ekki fyrir haldbærar lagaheimildir til að takmarka rétt sóknaraðilanna til að skrá lögheimili þeirra á húsið í frístundabyggðinni. Þar sem sóknaraðilarnir höfðu fasta búsetu í húsinu í samræmi við 2. mgr. 1. gr. laga um lögheimili og 1. mgr. ákvæðisins yrði skýrt á þann veg að lögheimili væri sá staður sem maður hefði fasta búsetu, var krafa sóknaraðila tekin til greina.

Niðurstaðan er talin óvenjuleg að því leyti að í stað þess að eingöngu ómerkja synjunina sjálfa var jafnframt tekin ný ákvörðun í hennar stað.
Hrd. 2005:2245 nr. 501/2004[HTML]

Hrd. 2005:2469 nr. 36/2005[HTML]

Hrd. 2005:2596 nr. 97/2005[HTML]

Hrd. 2005:4840 nr. 492/2005 (Baugsmál I)[HTML]

Hrd. 2006:22 nr. 537/2005[HTML]

Hrd. 2006:519 nr. 321/2005 (Sundagarðar)[HTML]

Hrd. 2006:866 nr. 371/2005 (Síldeyjardómur)[HTML]

Hrd. 2006:1464 nr. 138/2006[HTML]

Hrd. 2006:1589 nr. 403/2005[HTML]

Hrd. 2006:1899 nr. 168/2006[HTML]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML]

Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML]

Hrd. nr. 661/2006 dags. 23. janúar 2007 (Skattahluti Baugsmálsins - Ríkislögreglustjóri)[HTML]

Hrd. nr. 56/2007 dags. 13. febrúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 498/2006 dags. 29. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 392/2006 dags. 31. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 201/2007 dags. 6. desember 2007[HTML]

Hrd. nr. 634/2007 dags. 10. desember 2007 (Framsal sakamanns)[HTML]

Hrd. nr. 60/2008 dags. 25. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 366/2007 dags. 23. apríl 2008 (Portus - Tónlistarhúsið Harpan)[HTML]
Tveir aðilar sem höfðu ekki verið valdir til að fá sérleyfi til byggingar, eign og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna, kröfðust afrits af samkomulags sem Austurhöfn-TR ehf., fyrirtæki stofnað af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg, gerði við Portus ehf. Þeirri beiðni var synjað af hálfu Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar og var henni skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem féllst svo á beiðnina.

Hæstiréttur hafnaði málsástæðu um að samningurinn félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði þar á meðal að í þeim lögum hefði ekki verið neinn áskilnaður um ákvörðun er varðaði rétt eða skyldu manna. Þá var einnig getið þess í dómnum að Ríkiskaup sáu um þau innkaup sem voru aðdragandi samningins auk þess að hann var undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ljóst var að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg höfðu haft samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu.
Hrd. nr. 411/2007 dags. 30. apríl 2008 (Sálfræðingafélagið)[HTML]

Hrd. nr. 207/2008 dags. 8. maí 2008 (Ákvörðun ríkissaksóknara um niðurfellingu rannsóknar)[HTML]
Barn hafði dáið með voveiflegum hætti og málið var svo fellt niður. Sú niðurfelling var kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Foreldrarnir fóru í dómsmál og kröfðust ógildingar niðurfellingarinnar. Hæstiréttur klofnaði og taldi meiri hlutinn sig ekki geta endurskoðað ákvarðanir ríkissaksóknara og vísaði málinu því frá. Minni hlutinn taldi það leiða af 70. gr. stjórnarskrárinnar að hægt væri að fá endurskoðun dómstóla á slíkum ákvörðunum.
Hrd. nr. 269/2008 dags. 26. maí 2008[HTML]

Hrd. nr. 264/2008 dags. 18. júní 2008 (Vestfjarðarvegur - Fuglaverndarfélag Íslands)[HTML]

Hrd. nr. 397/2007 dags. 19. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 514/2008 dags. 3. október 2008 (Valitor)[HTML]
Skattyfirvöld vildu upplýsingar um alla sem áttu erlend greiðslukort með tiltekinni heimild. Meiri hluti Hæstaréttar taldi lagaákvæðið vera nógu skýrt.
Hrd. nr. 236/2008 dags. 30. október 2008 (Þvagsýnataka í fangaklefa - Þvagleggur)[HTML]
Lögreglan var álitin hafa ráðist í lítilsvirðandi rannsóknaraðgerð án þess að hún hefði haft úrslitaþýðingu í málinu. Var því um að ræða brot á meðalhófsreglu 3. mgr. 53. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og 13. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996.
Hrd. nr. 54/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 121/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 19/2008 dags. 22. janúar 2009 (Fasteignir Vesturbyggðar ehf.)[HTML]
Stjórnin vildi reka framkvæmdastjórann og taldi hann að ekki hefði verið rétt staðið að uppsögninni þar sem stjórnin hefði ekki gætt stjórnsýslulaganna við það ferli. Hæstiréttur taldi að um einkaréttarlegt félag væri að ræða en ekki stjórnvald. Þó félaginu væri falin verkefni stjórnvalda að einhverju leyti er stjórnsýslulög giltu um, þá giltu þau ekki um starfsmannahald félagsins. Hins vegar þurfti að líta til þess að í ráðningarsamningnum við framkvæmdastjórann hafði stjórn félagsins samið um víðtækari rétt framkvæmdastjórans er kæmi að uppsögn hans þannig að hann átti rétt á bótum vegna uppsagnarinnar.
Hrd. nr. 84/2009 dags. 4. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 24/2009 dags. 24. september 2009[HTML]

Hrd. nr. 122/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðapartur)[HTML]

Hrd. nr. 120/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 95/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML]

Hrd. nr. 266/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 440/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 501/2010 dags. 30. september 2010[HTML]

Hrd. nr. 274/2010 dags. 25. nóvember 2010 (Greiðsluaðlögun - Kröfuábyrgð - Sparisjóður Vestmannaeyja)[HTML]
Þann 1. apríl 2009 tóku í gildi breytingarlög, nr. 24/2009, er breyttu gildandi lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991 til að innleiða úrræði um greiðsluaðlögun. Alþingi samþykkti jafnframt annað frumvarp til laga um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009, er höfðu þau áhrif að nauðasamningar og aðrar eftirgjafir, þ.m.t. nauðasamningar til greiðsluaðlögunar er kváðu á um lækkun krafna á hendur lántaka hafa sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmönnum. Það frumvarp var samþykkt á sama degi og frumvarp til breytingarlaganna en tók gildi 4. apríl það ár.

D fékk staðfestan nauðasamning til greiðsluaðlögunar með úrskurði héraðsdóms þann 15. september 2009. Í þeim nauðasamningi voru samningskröfur gefnar eftir að fullu. S, einn lánadrottna D, stefndi B og C til innheimtu á sjálfskuldarábyrgð þeirra fyrir skuld D gagnvart S. Málatilbúnaður B og C í málinu var á þá leið að þrátt fyrir að ákvæði laga um ábyrgðarmenn stönguðust á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar yrði afleiðingin ekki sú að S gæti gengið á ábyrgðina, heldur yrði íslenska ríkið bótaskylt gagnvart S vegna tjóns sem S yrði fyrir sökum skerðingarinnar.

Að mati Hæstaréttar var um að ræða afturvirka og íþyngjandi skerðingu á kröfuréttindum sem yrði ekki skert án bóta. Forsendurnar fyrir niðurfellingunni í löggjöfinni voru þar af leiðandi brostnar og því ekki hægt að beita henni. Af þeirri ástæðu staðfesti Hæstiréttur kröfu S um að B og C greiddu sér umkrafða fjárhæð.
Hrd. nr. 675/2010 dags. 28. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 678/2010 dags. 28. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 677/2010 dags. 28. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 676/2010 dags. 28. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 709/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 579/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Flóahreppur - Urriðafossvirkjun)[HTML]

Hrd. nr. 325/2010 dags. 24. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 71/2010 dags. 3. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 78/2010 dags. 3. mars 2011 (Skattalagabrot)[HTML]

Hrd. nr. 42/2011 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 140/2011 dags. 14. mars 2011[HTML]
Ágreiningur var um hvort lögreglustjóra hefði verið heimilt að gefa út ákæru í því máli þar sem ákærða þótti málið ekki nógu undirbúið af hálfu ákæruvaldsins. Hæstiréttur leit svo á að það væri ekki dómstóla að endurmeta ákvörðun handhafa ákæruvaldsins um það hvort gefa skuli út ákæru eða ekki.
Hrd. nr. 177/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 241/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 578/2011 dags. 26. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 700/2011 dags. 12. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 443/2011 dags. 19. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 175/2011 dags. 26. janúar 2012 (HH o.fl. gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 205/2011 dags. 9. febrúar 2012 (Icelandair – Lækkun sektar vegna samkeppnislagabrota)[HTML]

Hrd. nr. 112/2012 dags. 22. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 359/2011 dags. 10. maí 2012 (Endurvigtanir félagi til hagsbóta)[HTML]

Hrd. nr. 593/2011 dags. 16. maí 2012 (Fjármálaeftirlitið)[HTML]
Fjármálaeftirlitið taldi að aðildar féllu undir a-lið reglugerðarákvæðis. Fyrir dómi taldi það að aðilinn félli undir b-lið þess.
Hrd. nr. 703/2011 dags. 11. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 60/2012 dags. 15. nóvember 2012 (Húsfélag við Hverfisgötu - Hverfisgata 68a)[HTML]
Húsfélag fór í mál við H, sem var einn íbúa hússins, með kröfu um að hún myndi selja íbúð sína eða flytja úr henni sökum þess að hún geymdi mikið magn af rusli í íbúðinni og sameigninni. H bar fram þá málsástæðu að brottrekstur hennar bryti í bága við stjórnarskrárvarins réttar hennar um friðhelgi eignarréttarins.

Hæstiréttur féllst á kröfu húsfélagsins þar sem aðgerðirnar uppfylltu þau skilyrði sem stjórnarskráin gerir, þá einkum skilyrðið um almannaþörf og meðalhóf, og að sérstakt mat hafi farið fram á þessu. Lagastoð væri svo uppfyllt með 55. gr. laga um fjöleignarhús. Þá þyrfti jafnframt að virða friðhelgi eignarréttar hinna íbúðareigenda innan fjöleignarhússins en á því hefði verið brotið vegna verðrýrnunar er athæfi H hefði falið í sér. Óvissan um að hægt yrði að fá endurgjald vegna viðgerða hinna á kostnað H, þrátt fyrir lögveð, var of mikil að sú leið teldist raunhæf.

Með þeirri leið að H geti annaðhvort sjálf séð um sölu eignarinnar eða knúið væri á um uppboð samkvæmt lögum um nauðungarsölu, taldi Hæstiréttur að með því væri nægilega tryggt að H fengi fullt verð fyrir íbúðina í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.
Hrd. nr. 177/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Krókabátur og kvótaálag - Vinnslustöðin)[HTML]

Hrd. nr. 303/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 437/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 439/2012 dags. 7. febrúar 2013 (Skipulagsvald sveitarfélags - Borgarholtsbraut)[HTML]
Maður vildi breyta aðkomu að eign sinni og var synjað af Kópavogsbæ. Hæstiréttur taldi sig ekki geta ógilt þá synjun.
Hrd. nr. 74/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 532/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 115/2013 dags. 8. mars 2013 (Skotæfingasvæði)[HTML]
Þar sagði Hæstiréttur í fyrsta skipti að óþarfi hafi verið að stefna sveitarfélaginu, en áður hafði ekki verið gerð athugasemd við það að sleppa þeim.
Hrd. nr. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML]

Hrd. nr. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 85/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 131/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 410/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML]

Hrd. nr. 552/2013 dags. 28. október 2013 (Commerzbank II)[HTML]

Hrd. nr. 368/2013 dags. 7. nóvember 2013 (Stoðir)[HTML]

Hrd. nr. 333/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 359/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 356/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 323/2013 dags. 23. janúar 2014 (Skattalagabrot)[HTML]

Hrd. nr. 643/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 651/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 161/2014 dags. 13. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 465/2013 dags. 15. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 353/2014 dags. 16. júní 2014 (Wow air)[HTML]

Hrd. nr. 527/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 469/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. nr. 46/2014 dags. 9. október 2014 (Skólastjóri afhendir dagbók)[HTML]
Sveitarfélag var sýknað af kröfu um bótaábyrgð. Skólastjóri afhenti ríkissaksóknara dagbók sem stúlka hafði skrifað þar sem innihald bókarinnar voru meðal annars hugrenningar um ætluð kynferðisbrot. Skólastjórinn var síðan dæmdur á grundvelli sakarábyrgðar.
Hrd. nr. 127/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 701/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 702/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 275/2014 dags. 18. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 95/2015 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 378/2014 dags. 26. febrúar 2015 (Skiptasamningur)[HTML]

Hrd. nr. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML]

Hrd. nr. 588/2014 dags. 7. maí 2015 (Einelti af hálfu slökkviliðsstjóra)[HTML]

Hrd. nr. 587/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 550/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 703/2015 dags. 4. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 198/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 168/2015 dags. 17. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. nr. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 305/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Gjaldtaka í Reykjahlíð)[HTML]
Eigendur nokkurra lögbýla að Hverum við Námafjall og Leirhnúk stofnuðu einkahlutafélag L um tilteknar ráðstafanir á Reykjahlíð, sem var í sérstakri sameign þeirra allra. Eigendur nokkurra af þeim jörðum, er áttu samtals næstum 30% hluta af sameigninni, kröfðust staðfestingar á lögbanni gegn innheimtu L á aðgangsgjaldi að Hverum við Námafjall og Leirhnúk.

Hæstiréttur leit svo á að gjaldtakan hefði verið meiriháttar breyting á nýtingu landsins og því þurft að byggjast á ótvíræðu samþykki allra sameigenda. Ekki hafði mátt sjá að ótvírætt samþykki allra sameigenda hefði legið fyrir enda mátti ekki sjá á samþykktum L að eigendur sérstöku sameignarinnar hefðu afsalað þeim rétti til þess með ótvíræðum hætti, né tekið undir málatilbúnað L um að téðir eigendur hefðu samþykkt gjaldtökuna á vettvangi félagsins. Skorti því L heimild til gjaldtökunnar og lögbannið því staðfest.
Hrd. nr. 253/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 619/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 618/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 620/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 621/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 604/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 508/2015 dags. 15. september 2016 (Fjöldamörg brot m.a. gagnvart fyrrverandi sambýliskonu)[HTML]

Hrd. nr. 641/2015 dags. 22. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 845/2015 dags. 27. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 360/2015 dags. 1. desember 2016 (Júlíus Þór Sigurþórsson o.fl. - Verðsamráð - Einbeittur brotavilji)[HTML]
Margir voru ákærðir vegna ólögmæts samráðs á markaði. Meðákærðir voru viðstaddir þegar aðrir ákærðir gáfu skýrslu. Talið var að ákærðu hefðu ekki átt að hlýða á framburð meðákærðu áður en þeir sjálfir væru búnir að gefa sína skýrslu.
Hrd. nr. 829/2015 dags. 15. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 776/2016 dags. 16. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 278/2016 dags. 26. janúar 2017 (Umboðsmaður skuldara)[HTML]
Starfsmaður umboðsmanns skuldara skipti sér af þremur málum fyrrverandi eiginmanns síns. Hæstiréttur taldi að veita hefði átt starfsmanninum áminningu þar sem afskiptin voru ekki það alvarleg að þau réttlættu fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi.
Hrd. nr. 273/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 387/2016 dags. 2. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 121/2017 dags. 15. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 213/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 770/2015 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 189/2017 dags. 25. apríl 2017 (Hamarshjáleiga)[HTML]

Hrd. nr. 197/2017 dags. 25. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 563/2016 dags. 18. maí 2017 (Kjötbökumálið)[HTML]
Matvælastofnun hafði keypt eina pakkningu af kjötbökum til rannsóknar og fann ekkert nautakjöt í bökunni. Fyrirtækið var beitt viðurlögum og birti Matvælastofnun tilkynningu um það á vefsíðu sinni.

Fyrirtækið fór í mál. Hæstiréttur vísaði til þess að með reglugerð var búið að ákveða að heilbrigðiseftirlitið hefði þurft að birta slíkar upplýsingar og brast því Matvælastofnun heimild til þess.
Hrd. nr. 432/2017 dags. 2. ágúst 2017 (Aðild Landverndar - Kröflulína 4)[HTML]

Hrd. nr. 468/2017 dags. 28. ágúst 2017 (Grjóthleðsla)[HTML]

Hrd. nr. 467/2017 dags. 28. ágúst 2017 (Grjóthleðsla)[HTML]

Hrd. nr. 516/2016 dags. 21. september 2017[HTML]
Lögreglustjóri gaf út ákæru vegna ætlaðs brots á 217. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brotaþoli tjáði, þegar rannsókn þess var lokið, að viðkomandi vildi ekki að málið héldi áfram sem sakamál. Ákæruvaldið gaf út ákæru samt sem áður, þrátt fyrir ákvæði um að ekki skuli aðhafst án þess að sá sem misgert var við óski þess séu ekki almannahagsmunir að baki. Við rekstur dómsmálsins var krafist frávísunar á málinu þar sem ekki fylgdi nægur rökstuðningur fyrir almannahagsmununum sem réttlættu þetta frávik frá óskum brotaþola. Hæstiréttur leit svo á að mat ákæruvaldsins á almannahagsmunum sætti ekki endurskoðun dómstóla.
Hrd. nr. 779/2016 dags. 21. september 2017[HTML]

Hrd. nr. 623/2016 dags. 12. október 2017 (Vaxtaendurskoðun)[HTML]
Vísað var til að sökum þess að engin fyrirmæli voru í nýju lögunum um lagaskil þeirra og eldri laganna bæri að leysa úr ágreiningi um skyldur er stofnaðar voru í tíð eldri laga á grundvelli eldri laganna en ekki þeirra nýrri. Skipti þá engu þótt skyldurnar hafi að einhverju leyti verið ítarlegri skilgreindar í nýju lögunum en þeim eldri.

Í þessu máli var ágreiningur um skyldu lánveitenda um upplýsingagjöf um vexti við gerð lánssamnings að því leyti að bankinn tilgreindi ekki við hvaða aðstæður óbreytilegir vextir myndu breytast. Staðfesti Hæstiréttur því niðurstöðu Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála um að bankinn hefði brotið eldri lögin að þessu leyti.
Hrd. nr. 633/2017 dags. 24. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 665/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML]

Hrd. nr. 669/2017 dags. 5. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 830/2016 dags. 14. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 328/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 501/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 827/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 816/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 508/2017 dags. 6. desember 2018 (Huginn - Úthlutun aflaheimilda í makríl)[HTML]
Í lögum um veiðar fyrir utan lögsögu íslenska ríkisins er kveðið á um að ef samfelld veiðireynsla liggur fyrir mætti úthluta með tilteknum hætti.
Hrd. nr. 509/2017 dags. 6. desember 2018[HTML]

Hrd. nr. 30/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Hrá. nr. 2019-72 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML]

Hrd. nr. 29/2019 dags. 27. júní 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-216 dags. 9. júlí 2019[HTML]

Hrd. nr. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota)[HTML]
Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrá. nr. 2019-296 dags. 13. nóvember 2019[HTML]

Hrd. nr. 41/2019 dags. 22. janúar 2020 (Niðurrif á friðuðu húsi)[HTML]
Fólk höfðaði mál gegn Hafnarfjarðarbæ um að fá tiltekið deiliskipulag fellt niður þar sem þau vildu rífa niður hús og byggja annað í staðinn. Minjastofnun féllst á það með skilyrði um að nýja húsið félli að götumyndinni. Hæstiréttur taldi skilyrðið ólögmætt þar sem Minjastofnun var ekki lagalega heimilt að setja skilyrði um nýja húsið.
Hrd. nr. 50/2019 dags. 4. maí 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-239 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Hrd. nr. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 36/2020 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 34/2019 dags. 12. mars 2021[HTML]

Hrd. nr. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML]

Hrd. nr. 40/2020 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Hrd. nr. 54/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-103 dags. 5. september 2022[HTML]

Hrd. nr. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrd. nr. 10/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 15/2024 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-130 dags. 26. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 19/2024 dags. 4. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 18/2024 dags. 9. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 22/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 56/2024 dags. 21. maí 2025[HTML]

Hrd. nr. 4/2025 dags. 2. júlí 2025[HTML]

Hrd. nr. 6/2025 dags. 5. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. október 2014 (Þorbjörn hf. kærir ákvörðun Fiskistofu frá 22. október 2013 um að hafna kröfu félagsins um að aflahlutdeild í gulllaxi fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 verði úthlutað á grundvelli veiðireynslu fiskveiðiáranna 2006/2007, 2007/2008 og 2008/2009.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. september 2015[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. mars 2018 (Ákvörðun Byggðastofnunar um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 10. maí 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að setja bann við netaveiði göngusilungs í sjó við Faxaflóa)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 5/2013 dags. 3. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. desember 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 10. maí 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um bann við netaveiði göngusilungs í sjó.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. maí 2020 (Staðfest ákvörðun Fiskistofu um að afturkalla leyfi til vigtunar sjávarafla)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. ágúst 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna brota á reglum um vigtun og skráningu afla)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um synjun á beiðni um jöfn skipti við flutning á makríl og botnfisks milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. september 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um að úthluta ekki aflahlutdeild í makríl í samræmi við kröfur kæranda.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 11/2021 dags. 18. desember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2016 (Kæra Magna verslana ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2016)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2019 (Kæra Enox Production Services GmbH á ákvörðun Neytendastofu nr. 42/2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2012 (Kæra Eddu Bjarnadóttur á ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2012 (Kæra Hjalta Árnasonar og Félags íslenskra aflraunamanna á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2010 (Kæra Eðalvara ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 36/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2014 (Kæra Hagsmunasamtaka heimilanna á ákvörðun Neytendastofu 16. maí 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2010 (Kæra Og fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 38/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2012 (Kæra Lyfjagreiðslunefndar á ákvörðun Neytendastofu 6. september 2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2010 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 50/2010 og ákvörðun frá 28. október 2010.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2011 (Kæra Upplýsingastýringar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2012 (Kæra Orkusölunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 28. september 2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2018 (Kæra Hilmars F. Thorarensen á ákvörðun Neytendastofu frá 24. apríl 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2012 og 22/2012 (Kæra Eðalvara ehf. á ákvörðun Neytendastofu 31. október 2012 og kæra sama félags á grundvelli 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vegna ætlaðra tafa á afgreiðslu málsins.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 44/2014 frá 23. september 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 23/2012 (Kæra Skeljungs hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 45/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2011 (Kæra Skeljungs hf. á ákvörðun Neytendastofu 24. janúar 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2013 (Kæra Egilsson ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2014 (Kæra Húsasmiðjunnar hf. á ákvörðun Neytendastofu 24. mars 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2018 (Kæra Gyðu Atladóttur á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2018 frá 25. júlí 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2012 (Kæra Einars Matthíassonar á ákvörðun Neytendastofu nr. 14/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2013 (Kæra Friðjóns Björgvins Gunnarssonar á ákvörðun Neytendastofu 18. október 2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2015 (Kæra DV ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2024 (Kæra Arnarlax hf. á ákvörðun Neytendastofu 12. desember 2023 í máli nr. 41/2023.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/1996 dags. 27. nóvember 1996[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 17/1997 dags. 12. desember 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/1998 dags. 16. september 1998[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/1999 dags. 26. mars 1999[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2002 dags. 7. mars 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2006 dags. 28. september 2006[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2011 dags. 22. júní 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2011 dags. 4. október 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 9/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/2011 dags. 13. mars 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2013 dags. 21. mars 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2013 dags. 3. mars 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2013 dags. 3. mars 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2014 dags. 25. mars 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2016 dags. 21. nóvember 2016[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2018 dags. 26. júní 2018[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2018 dags. 5. febrúar 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2023 dags. 9. ágúst 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2023 dags. 19. mars 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Dómsmálaráðuneytið

Úrskurður Dómsmálaráðuneytisins í máli nr. DMR18060111 dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Dómsmálaráðuneytisins í máli nr. DMR19040174 dags. 31. maí 2019[HTML]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 1. febrúar 2008 í máli nr. E-4/07[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 22. júlí 2013 í máli nr. E-15/12[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 10. desember 2014 í máli nr. E-18/14[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 22. september 2016 í máli nr. E-29/15[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 10. nóvember 2021 í máli nr. E-17/20[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 20. nóvember 2024 í máli nr. E-3/24[PDF]

Fara á yfirlit

Einkaleyfastofan

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 3/2017 dags. 17. janúar 2017[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 16/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 1/2019 dags. 1. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 3/2018 dags. 1. júlí 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1990:333 í máli nr. 1/1990[PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2001 dags. 4. júlí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 6/2002 dags. 11. júlí 2002[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2021 dags. 28. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 19. apríl 2000 (X - Afgreiðsla á málefnum fyrrverandi oddvita, útgjöld án heimildar, skráning fundargerða, kjörtímabil oddvita og varaoddvita)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 19. október 2000 (Mörk sveitarfélaga til hafsins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2002 (Reykjavíkurborg - Réttur einkarekinna tónlistarskóla til styrkveitinga, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2003 (Reykjavíkurborg - Gjald fyrir sölu byggingarréttar, einkaréttarlegur samningur, frávísun)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 5. apríl 2004 (Seltjarnarneskaupstaður - Lögmæti skipunar starfshóps til að vinna að deiliskipulagi, fundargerðir)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 7. apríl 2004 (Sveitarfélagið Árborg - Úthlutun byggingarlóða, tilkynning ákvörðunar sem háð er staðfestingu nefndar)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 18. júní 2004 (Seltjarnarneskaupstaður - Skipan starfshóps um skólamál, málsmeðferð við sameiningu grunnskóla, boðun aukafundar í skólanefnd og hlutverk skólanefndar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. ágúst 2005 (Sveitarfélagið Árborg - Framkvæmd útdráttar, reglur sveitarfélags um úthlutun byggingarlóða)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. maí 2006 (Kópavogsbær - Úthlutun byggingarréttar, jafnræðisregla, rökstuðningur, birting ákvörðunar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. júlí 2006 (Djúpavogshreppur - Kosningar til sveitarstjórna 2006)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. júlí 2006 (Hveragerðisbær - Samningur um sölu byggingarlands og samstarf um uppbyggingu, málsmeðferð)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. ágúst 2006 (Snæfellsbær - Samþykkt bæjarráðs á útgjöldum, breytingar frá fjárhagsáætlun)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 10. ágúst 2006 (Snæfellsbær - Heimildir bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 8. júní 2007 (Vesturbyggð - Dagskrá sveitarstjórnarfunda, úrskurðarvald og fundarstjórn oddvita)[HTML]

Fara á yfirlit

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 19/2024 dags. 29. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2021 dags. 8. júlí 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 2/2021 dags. 24. ágúst 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 3/2021 dags. 14. september 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 9/2021 dags. 2. desember 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2022 dags. 18. janúar 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 2/2022 dags. 21. janúar 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 4/2024 dags. 7. maí 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 7/2024 dags. 14. júní 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 9/2024 dags. 13. ágúst 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 12/2024 dags. 31. október 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 15/2024 dags. 19. desember 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 3/2025 dags. 4. apríl 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14060014 dags. 20. júní 2014[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16030019 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16110040 dags. 22. desember 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 18. apríl 2008 (Ákvörðun um að efni falli undir skilgreiningu lyfs skv. lyfjalögum)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 13. júní 2008 (Ákvörðun um að bragðprufur falli undir bannákvæði VI. kafla lyfjalaga 93/1994 verði felld úr gildi)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 20. október 2008 (Ákvörðun Lyfjastofnunar um lágmarksaldur starfsmanna lyfjafyrirtækja)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 22. júní 2009 (Bann Lyfjastofnunar á auglýsingu lyfjatyggigúmmís)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 4/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 29/2024 dags. 22. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 11/2025 dags. 24. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-308/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-307/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-306/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-305/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-304/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-303/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-176/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-175/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-69/2012 dags. 6. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-2/2015 dags. 11. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-30/2021 dags. 2. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-160/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-189/2013 dags. 19. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-5/2020 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-16/2013 dags. 26. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-178/2020 dags. 17. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-103/2023 dags. 25. júní 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2348/2010 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-933/2010 dags. 30. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-730/2011 dags. 10. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1482/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-779/2012 dags. 23. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-596/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-917/2013 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-84/2014 dags. 7. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-218/2014 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-823/2014 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-649/2014 dags. 12. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-103/2016 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-395/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1091/2017 dags. 24. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-483/2019 dags. 23. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1265/2017 dags. 12. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-619/2023 dags. 17. apríl 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-2915/2024 dags. 27. febrúar 2025[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-398/2025 dags. 30. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-543/2025 dags. 16. október 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-871/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4740/2005 dags. 28. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2183/2006 dags. 21. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3690/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7407/2006 dags. 27. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4825/2006 dags. 9. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2237/2006 dags. 19. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7608/2006 dags. 26. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6527/2006 dags. 14. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5982/2006 dags. 12. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2007 dags. 25. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6975/2007 dags. 16. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5905/2007 dags. 10. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8589/2007 dags. 11. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2813/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2007 dags. 9. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1195/2006 dags. 28. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-656/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1215/2009 dags. 12. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8588/2009 dags. 15. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8656/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10800/2009 dags. 27. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-60/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 17. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-75/2010 dags. 29. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11595/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-149/2010 dags. 16. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 25. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-114/2010 dags. 1. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4801/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-484/2010 dags. 25. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1791/2011 dags. 30. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-845/2010 dags. 29. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2011 dags. 24. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2198/2011 dags. 13. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-168/2010 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4450/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2355/2011 dags. 8. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 22. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 9. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4067/2011 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1974/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-382/2011 dags. 11. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2380/2011 dags. 6. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4608/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4607/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4643/2011 dags. 1. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2226/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4435/2012 dags. 11. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2511/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1165/2012 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4416/2012 dags. 23. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3428/2012 dags. 22. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2013 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-56/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-333/2013 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-906/2012 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1132/2014 dags. 7. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1131/2014 dags. 7. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3976/2012 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1001/2014 dags. 16. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2789/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3424/2012 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1235/2014 dags. 3. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4964/2014 dags. 15. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4963/2014 dags. 15. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4966/2014 dags. 15. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2014 dags. 15. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-407/2015 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2249/2014 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2014 dags. 15. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2248/2014 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-953/2014 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2015 dags. 8. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3260/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5046/2014 dags. 1. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5075/2014 dags. 5. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3922/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-61/2016 dags. 8. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-906/2012 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-10/2016 dags. 3. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1449/2016 dags. 27. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2140/2015 dags. 27. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2503/2016 dags. 10. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2888/2016 dags. 12. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2655/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3017/2016 dags. 29. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3646/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3730/2016 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2614/2016 dags. 13. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-324/2017 dags. 9. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1676/2017 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1017/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-3/2017 dags. 2. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-767/2017 dags. 5. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2175/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1704/2017 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-643/2018 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-599/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2958/2017 dags. 28. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2962/2017 dags. 3. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-143/2018 dags. 12. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2682/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1522/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-514/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2014 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-12/2018 dags. 30. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-343/2013 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2088/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-206/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-474/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3158/2018 dags. 10. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6454/2019 dags. 26. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2176/2019 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7441/2019 dags. 8. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3411/2015 dags. 27. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1776/2020 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2035/2020 dags. 11. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2035/2020 dags. 16. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6578/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7171/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7866/2020 dags. 25. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1853/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3158/2018 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3505/2021 dags. 1. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5658/2021 dags. 5. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1001/2022 dags. 18. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5220/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-686/2022 dags. 6. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3740/2022 dags. 1. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2022 dags. 2. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3326/2021 dags. 8. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5413/2021 dags. 9. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1863/2022 dags. 16. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-111/2017 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2378/2022 dags. 30. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5069/2022 dags. 9. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4327/2022 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1767/2023 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3088/2022 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3384/2023 dags. 21. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2497/2023 dags. 19. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-374/2024 dags. 2. apríl 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3264/2023 dags. 8. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5807/2023 dags. 11. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-569/2023 dags. 20. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7764/2023 dags. 19. september 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7114/2023 dags. 24. september 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1846/2021 dags. 28. október 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1561/2024 dags. 30. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6857/2023 dags. 9. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1350/2024 dags. 15. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2681/2024 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2024 dags. 19. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2283/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5582/2022 dags. 14. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2341/2024 dags. 22. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4496/2024 dags. 30. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5586/2022 dags. 15. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2471/2024 dags. 23. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6483/2024 dags. 4. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2571/2024 dags. 10. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2596/2024 dags. 7. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-169/2025 dags. 20. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5581/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-275/2007 dags. 26. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-540/2013 dags. 28. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-73/2017 dags. 19. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-161/2018 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-520/2021 dags. 25. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-690/2024 dags. 30. maí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-59/2007 dags. 12. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-118/2009 dags. 19. maí 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 76/2009 dags. 15. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 24/2010 dags. 17. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 29/2010 dags. 26. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 40/2010 dags. 2. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR10121657 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11010506 dags. 30. júní 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110186 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12040032 dags. 13. maí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12110447 dags. 29. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14080078 dags. 2. júní 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14110098 dags. 26. júní 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15090111 dags. 8. desember 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15120032 dags. 12. janúar 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010976 dags. 19. júlí 2022[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22050047 dags. 23. júní 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 11/2007 dags. 25. maí 2007[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 47/2020 dags. 3. júlí 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 87/2020 dags. 15. febrúar 2021[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 66/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 134/2022 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 135/2022 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/1999 dags. 7. janúar 2000[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 11/2019 dags. 17. desember 2019[PDF]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2005 dags. 5. ágúst 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2006 dags. 8. júní 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2021 dags. 11. júní 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2021 dags. 20. desember 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2022 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 43/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2024 dags. 11. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í málum nr. 34/2023 o.fl. dags. 31. maí 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2024 dags. 12. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2024 dags. 23. september 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2024 dags. 2. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2024 dags. 31. janúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2017 í máli nr. KNU16090070 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2017 í máli nr. KNU16090069 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2017 í máli nr. KNU16120075 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2017 í máli nr. KNU16120074 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 í máli nr. KNU16120080 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 í máli nr. KNU16120081 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2017 í máli nr. KNU17060058 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2017 í máli nr. KNU17060059 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2017 í máli nr. KNU17060073 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2017 í máli nr. KNU17060074 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 699/2017 í máli nr. KNU17110051 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 689/2017 í máli nr. KNU17110033 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 697/2017 í máli nr. KNU17120001 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 693/2017 í máli nr. KNU17110057 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 687/2017 í máli nr. KNU17110048 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 691/2017 í máli nr. KNU17110064 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 698/2017 í máli nr. KNU17120003 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 673/2017 í máli nr. KNU17110004 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 700/2017 í máli nr. KNU17110044 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 692/2017 í máli nr. KNU17110009 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 701/2017 í máli nr. KNU17120012 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 694/2017 í máli nr. KNU17110058 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 696/2017 í máli nr. KNU17110065 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 695/2017 í máli nr. KNU17110060 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 702/2017 í máli nr. KNU17110034 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 690/2017 í máli nr. KNU17110032 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 716/2017 í máli nr. KNU17120016 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2018 í máli nr. KNU17120049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2018 í máli nr. KNU17120033 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2018 í máli nr. KNU17120035 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2018 í máli nr. KNU17120034 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2018 í máli nr. KNU17120036 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2018 í máli nr. KNU17120046 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2019 í málum nr. KNU19010007 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2019 í málum nr. KNU19110038 o.fl. dags. 28. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2020 í máli nr. KNU19100042 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2020 í málum nr. KNU20030037 o.fl. dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2021 í máli nr. KNU21050043 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2021 í máli nr. KNU21060027 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2021 í máli nr. KNU21060071 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2021 í máli nr. KNU21060072 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2021 í málum nr. KNU21080033 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2022 í máli nr. KNU22040009 dags. 18. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2022 í máli nr. KNU22050020 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2022 í máli nr. KNU22050021 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2022 í máli nr. KNU22060001 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2022 í máli nr. KNU22090015 dags. 13. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2023 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2023 í máli nr. KNU23050128 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2023 í máli nr. KNU23040065 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2023 í málum nr. KNU23040046 o.fl. dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 685/2023 í máli nr. KNU23040110 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 688/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 686/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 690/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 687/2023 í máli nr. KNU23040112 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 734/2023 í málum nr. KNU23060101 o.fl. dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 733/2023 í máli nr. KNU23050076 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 732/2023 í máli nr. KNU23040121 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 736/2023 í máli nr. KNU23060045 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 746/2023 í máli nr. KNU23050048 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 768/2023 í máli nr. KNU23050063 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 769/2023 í máli nr. KNU23050064 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2024 í máli nr. KNU23050167 dags. 9. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2024 í málum nr. KNU23060122 o.fl. dags. 9. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 17/2024 í málum nr. KNU23050002 o.fl. dags. 9. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2024 í máli nr. KNU23050022 dags. 9. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2024 í máli nr. KNU23100178 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2024 í máli nr. KNU23060051 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2024 í máli nr. KNU23060075 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2024 í máli nr. KNU23090108 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2024 í málum nr. KNU23070022 o.fl. dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2024 í máli nr. KNU23060044 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2024 í máli nr. KNU23050072 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2024 í málum nr. KNU23060126 o.fl. dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2024 í máli nr. KNU23050038 dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2024 í máli nr. KNU23060070 dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2024 í málum nr. KNU23050158 o.fl. dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2024 í málum nr. KNU23060040 o.fl. dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2024 í málum nr. KNU23060053 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2024 í máli nr. KNU23060160 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2024 í máli nr. KNU23060003 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2024 í málum nr. KNU23060041 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2024 í máli nr. KNU23050145 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2024 í málum nr. KNU23060015 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2024 í máli nr. KNU23050153 dags. 22. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2024 í máli nr. KNU23060059 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2024 í málum nr. KNU23060107 o.fl. dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2024 í máli nr. KNU23060063 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2024 í máli nr. KNU23060008 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2024 í máli nr. KNU23050117 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2024 í máli nr. KNU23060016 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2024 í málum nr. KNU23110021 o.fl. dags. 8. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2024 í málum nr. KNU23060095 o.fl. dags. 8. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2024 í máli nr. KNU23070048 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2024 í málum nr. KNU23060005 o.fl. dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2024 í máli nr. KNU23060191 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2024 í málum nr. KNU23060115 o.fl. dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2024 í máli nr. KNU23060092 dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2024 í málum nr. KNU23060175 o.fl. dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2024 í máli nr. KNU23100166 dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2024 í málum nr. KNU23050131 o.fl. dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2024 í málum nr. KNU23100067 o.fl. dags. 4. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2024 í máli nr. KNU23050090 dags. 5. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2024 í málum nr. KNU23110008 o.fl. dags. 5. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2024 í máli nr. KNU23110010 dags. 5. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2024 í máli nr. KNU24020050 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2024 í máli nr. KNU23070043 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2024 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 554/2024 dags. 30. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 604/2024 í máli nr. KNU23070051 dags. 6. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 631/2024 í máli nr. KNU23060217 dags. 11. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 629/2024 í máli nr. KNU23060197 dags. 12. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 652/2024 í máli nr. KNU23060214 dags. 14. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2024 í málum nr. KNU24010104 o.fl. dags. 19. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 667/2024 í máli nr. KNU24020024 dags. 20. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 657/2024 dags. 20. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 642/2024 í málum nr. KNU23110119 o.fl. dags. 20. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2024 í máli nr. KNU23060109 dags. 21. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 669/2024 í máli nr. KNU23100138 dags. 21. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2024 dags. 24. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 696/2024 í málum nr. KNU23080014 o.fl. dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 693/2024 í máli nr. KNU23080074 dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 714/2024 dags. 4. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 749/2024 í máli nr. KNU23100048 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 946/2024 dags. 1. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1117/2024 í málum nr. KNU24070043 o.fl. dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2025 í máli nr. KNU24110132 dags. 20. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 628/2025 í máli nr. KNU24110073 dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 629/2025 í málum nr. KNU24020120 o.fl. dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 734/2025 í máli nr. KNU24030059 dags. 23. september 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 80/2022 dags. 5. maí 2023[PDF]

Fara á yfirlit

Landbúnaðarráðuneytið

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 2/1999 dags. 24. febrúar 1999[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 5/1999 dags. 1. júní 1999[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 3/2000 dags. 23. október 2000[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 2/2001 dags. 31. janúar 2001[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 301/2018 dags. 11. apríl 2018[HTML][PDF]

Lrú. 418/2018 dags. 15. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 277/2018 dags. 20. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 546/2018 dags. 4. júlí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 456/2018 dags. 4. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 218/2018 dags. 12. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 364/2018 dags. 19. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 32/2018 dags. 24. október 2018[HTML][PDF]

Lrú. 712/2018 dags. 1. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 275/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 221/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 476/2018 dags. 8. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 608/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 540/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 466/2018 dags. 31. maí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 329/2019 dags. 6. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 490/2018 dags. 14. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 763/2018 dags. 21. júní 2019[HTML][PDF]

Lrú. 549/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML][PDF]

Lrd. 52/2019 dags. 20. september 2019[HTML][PDF]

Lrú. 652/2019 dags. 3. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 802/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrú. 756/2019 dags. 22. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 40/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 768/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 441/2019 dags. 13. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 75/2020 dags. 13. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 151/2020 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 224/2019 dags. 18. júní 2020[HTML][PDF]

Lrd. 284/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrú. 410/2020 dags. 7. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 385/2019 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 629/2020 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 528/2019 dags. 26. febrúar 2021 (Snapchat)[HTML][PDF]

Lrd. 312/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 464/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 229/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 230/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 231/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 232/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 138/2020 dags. 7. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 144/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 189/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 190/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 466/2020 dags. 19. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 650/2021 dags. 16. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 766/2021 dags. 19. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 671/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 659/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 658/2020 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 666/2020 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 243/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 627/2021 dags. 6. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 284/2022 dags. 24. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 731/2020 dags. 27. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 273/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 454/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 456/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 44/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 198/2023 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 74/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 41/2022 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Lrú. 522/2023 dags. 13. júlí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 191/2023 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 420/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 396/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 823/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 865/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 497/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 837/2022 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 64/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrú. 180/2024 dags. 9. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrú. 425/2024 dags. 24. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 216/2023 dags. 14. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 255/2023 dags. 26. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 237/2023 dags. 26. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 44/2024 dags. 31. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 274/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 11/2024 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 1020/2024 dags. 7. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 759/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 402/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 50/2024 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 139/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 178/2025 dags. 5. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 302/2025 dags. 19. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 231/2024 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 432/2025 dags. 2. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 553/2024 dags. 16. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 810/2024 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 826/2024 dags. 27. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Sannikov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (176/22)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2006 dags. 6. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 11/2008 dags. 14. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 21. júní 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 27. janúar 2023 (Úrskurður nr. 3 - Ákvörðun Fiskistofu um að synja umsókn um veiðileyfi og aflaheimildir.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 8 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 9 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2010 dags. 27. október 2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-26/2016 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2019 dags. 17. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-15/2019 dags. 19. febrúar 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 11. júní 2014[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 21. júní 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd um dómarastörf

Álit Nefndar um dómarastörf í máli nr. 1/2011 dags. 12. maí 2011[HTML]

Ákvörðun Nefndar um dómarastörf í máli nr. 5/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Ákvörðun Nefndar um dómarastörf í máli nr. 1/2024 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Ákvörðun Nefndar um dómarastörf í máli nr. 4/2024 dags. 18. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd um eftirlit með lögreglu

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 5/2022 dags. 7. janúar 2022

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 1/2023 dags. 12. janúar 2023

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 14/2023 dags. 28. mars 2023[PDF]

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 40/2024 dags. 27. júní 2024[PDF]

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 45/2024 dags. 27. júní 2024[PDF]

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 65/2024 dags. 13. desember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Nefnd vegna lausnar um stundarsakir

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 4/2003 dags. 6. október 2003[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Holta- og Landsveit ásamt Landmannaafrétti í Rangárþingi ytra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011 dags. 20. júní 2014[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Fyrirmæli Persónuverndar í máli nr. 2020010401[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2001/40 dags. 26. júlí 2001[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2004/529 dags. 29. október 2004[HTML]

Álit Persónuverndar dags. 26. apríl 2007[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2007/497 dags. 26. nóvember 2007[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2010/488 dags. 18. janúar 2011[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar í máli nr. 2011/1339 dags. 16. mars 2012[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/756 dags. 22. október 2014[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2014/898 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/1474 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/1541 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/920 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/1275 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/1783 dags. 16. júní 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/546 dags. 28. ágúst 2018[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2017/1001 dags. 18. september 2018[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2017/1068 dags. 18. september 2018[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/839 dags. 15. október 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/538 dags. 15. október 2018[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/1507 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/831 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/1261 dags. 1. mars 2019[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/1530 dags. 27. mars 2019[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/1529 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/1741 dags. 22. maí 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/1605 dags. 20. júní 2019[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2019/1018 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1302 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2019/533 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1453 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1456 dags. 16. desember 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010630 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020092334 dags. 2. október 2020[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020082249 dags. 5. október 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010376 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010657 dags. 1. mars 2021[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020092272 dags. 10. mars 2021[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020082122 dags. 10. mars 2021[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020010609 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020061856 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020041406 dags. 9. júní 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010006 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í málum nr. 2020010654 o.fl. dags. 15. júní 2021[HTML]

Bréf Persónuverndar dags. 2. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021010071 dags. 1. september 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021040797 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020123070 dags. 11. nóvember 2021[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020112772 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010563 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2021091863 dags. 25. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020051598 dags. 28. febrúar 2022[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2021040897 dags. 8. mars 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020072023 dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í málum nr. 2021112244 o.fl. dags. 20. júní 2022[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2021051020 dags. 15. september 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020051712 dags. 3. október 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021071455 dags. 18. október 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021071456 dags. 18. október 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021122346 dags. 8. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022061017 dags. 22. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021081554 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021020413 dags. 29. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021091678 dags. 28. mars 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2021071468 dags. 14. júní 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2022101809 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021081664 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022030675 dags. 21. júní 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2022111927 dags. 27. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020061901 dags. 27. júní 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2023050850 dags. 27. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022030523 dags. 27. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021051199 dags. 10. júlí 2023[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2023111768 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022101682 dags. 11. desember 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022101805 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2023101631 dags. 4. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2003 dags. 23. apríl 2003[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2007 dags. 18. október 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2008 dags. 11. janúar 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2008 dags. 14. ágúst 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2009 dags. 27. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2010 dags. 12. febrúar 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2010 dags. 17. nóvember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 40/2010 dags. 29. desember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2011 dags. 7. júní 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2011 dags. 9. júní 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 24/2011 dags. 4. júlí 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2012 dags. 4. júlí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2012 dags. 31. ágúst 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2012 dags. 20. september 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2012 dags. 24. október 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 34/2012 dags. 7. nóvember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 40/2012 dags. 27. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2013 dags. 19. júní 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2013 dags. 26. júní 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2013 dags. 20. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2014 dags. 2. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 33/2014 dags. 1. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 32/2014 dags. 1. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2015 dags. 2. júní 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2015 dags. 6. nóvember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 30/2015 dags. 18. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2016 dags. 11. apríl 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2016 dags. 13. apríl 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2016 dags. 9. ágúst 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2017 dags. 15. febrúar 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2017 dags. 31. október 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2017 dags. 17. nóvember 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2017 dags. 17. nóvember 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2018 dags. 16. febrúar 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2018 dags. 10. september 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2018 dags. 24. október 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2018 dags. 8. nóvember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2018 dags. 3. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2019 dags. 13. febrúar 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2019 dags. 22. febrúar 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2019 dags. 11. mars 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2019 dags. 20. mars 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2019 dags. 29. apríl 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2019 dags. 29. maí 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2019 dags. 20. júní 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2019 dags. 7. október 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2019 dags. 14. október 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2019 dags. 29. nóvember 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2020 dags. 29. maí 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2020 dags. 22. júní 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2021 dags. 19. febrúar 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 3/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 3/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2012 dags. 11. mars 2013[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 32/2009 dags. 20. október 2009 (Siglingastofnun: Endurnýjun atvinnuréttinda til skipstjórnar. Mál nr. 32/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 20/2009 dags. 8. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um synjun um skil á byggingarétti. Mál nr. 20/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 27/2009 dags. 9. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja Brimborg ehf. um skil á lóð. Mál nr. 27/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 22/2009 dags. 10. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 22/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 3/2009 dags. 11. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóðum. Mál nr. 3/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 43/2009 dags. 15. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 43/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 23/2009 dags. 17. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 23/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 40/2009 dags. 21. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 40/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 41/2009 dags. 22. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 41/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 59/2009 dags. 13. ágúst 2010 (Sveitarfélagið Borgarbyggð - Ágreiningur um smölun ágangsbúfjár af landi Kapals hf. að Skarðshömrum í Borgarbyggð. Mál nr. 59/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 68/2009 dags. 20. september 2010 (Rekstrarstjórn Hafralækjarskóla: Ágreiningur um ráðningu deildarstjóra. Mál nr. 68/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090029 dags. 17. maí 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070077 dags. 9. september 2019[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17120082 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20020089 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 8/2008 dags. 2. júní 2008 (Ísafjörður - frávísunarkrafa, ákvörðun varðandi efni og aðgang á fréttasíðu: Mál nr. 8/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 27/2008 dags. 3. desember 2008 (Reykjavík - heimild grunnskóla til gjaldtöku vegna vettvangsferðar og skipulagsbókar: Mál nr. 27/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 36/2008 dags. 15. desember 2008 (Rangárþing eystra - málsmeðferð við gerð starfslokasamnings: Mál nr. 36/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 79/2008 dags. 25. júní 2009 (Hrunamannahreppur - lögmæti ákvörðunar um töku lands eignarnámi, breyting ákvörðunar og skylda til að kaupa fasteignir: Mál nr. 79/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 35/2009 dags. 8. október 2009 (Norðurþing: Samtök velunnara Kópaskersskóla gegn Sveitarstjórn Norðurþings: Mál nr. 35/2009)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2005 dags. 27. október 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 39/2006 dags. 14. október 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 dags. 19. desember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 37/2008 dags. 25. júní 2008[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2009 dags. 10. desember 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2011 dags. 17. október 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2012 dags. 21. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2013 dags. 1. nóvember 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2015 dags. 15. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2015 dags. 4. september 2015[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2015 dags. 22. október 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 47/2017 dags. 21. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2020 dags. 26. ágúst 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2021 dags. 13. apríl 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2023 dags. 22. maí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 37/2023 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2024 dags. 30. maí 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 30/1996 dags. 10. júní 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 30/1997 dags. 1. september 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 12/1998 dags. 28. apríl 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 8/2000 dags. 15. desember 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/2002 dags. 31. janúar 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2004 dags. 28. október 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 22/2005 dags. 22. júní 2005[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Sjávarútvegsráðuneytið

Úrskurður Sjávarútvegsráðuneytisins dags. 28. nóvember 2001 (Tálkni ehf. Kærir kvörðun Fiskistofu, dags. 27. nóvember 2001, er kveður á um að Bjarmi BA-326(1321) verði sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni í 8 vikur, frá og með 1. desember 2001 til og með 25. janúar 2002.)[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. 12120081 dags. 21. maí 2013[HTML]

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. UMH14060099 dags. 13. febrúar 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00070028 dags. 4. september 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00090058 dags. 20. október 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04090102 dags. 10. desember 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06050132 dags. 10. maí 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07010085 dags. 18. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06120127 dags. 10. desember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07040025 dags. 18. desember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07100053 dags. 3. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08020112 dags. 31. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08030064 dags. 22. desember 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09070115 dags. 2. mars 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 128/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 103/2010 dags. 18. mars 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 150/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 190/2010 dags. 27. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 190/2012 dags. 3. september 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 21/2013 dags. 15. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 3/2014 dags. 7. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 44/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2006 dags. 3. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2006 dags. 24. ágúst 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2007 dags. 4. apríl 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2008 dags. 30. maí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2013 dags. 14. september 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2013 dags. 31. október 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2014 dags. 29. júní 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2015 dags. 16. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2015 dags. 26. janúar 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2016 dags. 21. nóvember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 10/2015 dags. 30. desember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2016 dags. 1. mars 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2015 dags. 1. mars 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2017 dags. 30. ágúst 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2018 dags. 12. apríl 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 13/2017 dags. 9. maí 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2017 dags. 5. nóvember 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2018 dags. 12. desember 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2022 dags. 1. desember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2022 dags. 20. desember 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2005 í máli nr. 2/2005 dags. 17. mars 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 7/2005 í máli nr. 7/2005 dags. 11. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 8/2005 í máli nr. 8/2005 dags. 18. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 1/2008 í máli nr. 1/2008 dags. 18. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2010 í máli nr. 5/2010 dags. 13. september 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 10/2002 í máli nr. 15/2001 dags. 8. maí 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/2006 í máli nr. 65/2005 dags. 26. janúar 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 43/2006 í máli nr. 18/2004 dags. 22. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 59/2006 í máli nr. 69/2003 dags. 30. ágúst 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 83/2006 í máli nr. 45/2006 dags. 22. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/2007 í máli nr. 13/2007 dags. 8. mars 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 25/2008 í máli nr. 56/2007 dags. 11. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2008 í máli nr. 65/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/2008 í máli nr. 94/2007 dags. 28. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2010 í máli nr. 58/2009 dags. 8. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 59/2010 í máli nr. 50/2010 dags. 30. september 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2012 í máli nr. 10/2012 dags. 24. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2012 í máli nr. 10/2012 dags. 13. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2013 í máli nr. 43/2012 dags. 10. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2013 í máli nr. 31/2012 dags. 26. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2013 í máli nr. 53/2012 dags. 12. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 39/2014 í máli nr. 129/2012 dags. 7. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2014 í máli nr. 44/2014 dags. 22. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 52/2014 í máli nr. 87/2013 dags. 5. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2014 í máli nr. 65/2013 dags. 20. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2015 í máli nr. 76/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2015 í máli nr. 58/2013 dags. 31. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 43/2015 í máli nr. 72/2012 dags. 31. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2015 í máli nr. 39/2011 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 48/2015 í máli nr. 71/2011 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 63/2015 í máli nr. 45/2010 dags. 21. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 85/2015 í máli nr. 75/2010 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 94/2015 í máli nr. 22/2014 dags. 14. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 111/2015 í máli nr. 26/2014 dags. 15. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 151/2015 í máli nr. 54/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 153/2015 í máli nr. 46/2013 dags. 3. desember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 166/2015 í máli nr. 103/2013 dags. 30. desember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2016 í máli nr. 20/2013 dags. 29. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 10/2016 í máli nr. 70/2015 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2016 í máli nr. 103/2014 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2016 í máli nr. 62/2015 dags. 21. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 48/2016 í máli nr. 86/2014 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2016 í máli nr. 84/2014 dags. 11. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2016 í máli nr. 3/2015 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2016 í máli nr. 34/2015 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2016 í máli nr. 26/2015 dags. 23. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 2/2017 í máli nr. 56/2015 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2017 í máli nr. 31/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2017 í máli nr. 107/2014 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2017 í máli nr. 72/2015 dags. 16. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2017 í máli nr. 157/2016 dags. 2. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 42/2017 í máli nr. 78/2015 dags. 2. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2017 í máli nr. 161/2016 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2017 í máli nr. 65/2016 dags. 3. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2017 í máli nr. 102/2015 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 100/2017 í máli nr. 118/2015 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 103/2017 í máli nr. 173/2016 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2018 í máli nr. 22/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2018 í máli nr. 22/2016 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 43/2018 í máli nr. 77/2016 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 57/2018 í máli nr. 149/2016 dags. 15. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 95/2018 í máli nr. 18/2017 dags. 20. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2018 í máli nr. 151/2016 dags. 10. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 122/2018 í máli nr. 68/2017 dags. 6. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2018 í máli nr. 4/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2018 í máli nr. 6/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 141/2018 í málum nr. 12/2018 o.fl. dags. 5. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 144/2018 í máli nr. 120/2017 dags. 26. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 149/2018 í máli nr. 98/2017 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 153/2018 í máli nr. 118/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 160/2018 í máli nr. 112/2017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 165/2018 í máli nr. 29/2017 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 174/2018 í máli nr. 118/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 180/2018 í máli nr. 108/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 179/2018 í máli nr. 158/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2019 í máli nr. 131/2017 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2019 í máli nr. 52/2018 dags. 17. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 10/2019 í máli nr. 80/2017 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2019 í máli nr. 28/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2019 í málum nr. 149/2018 o.fl. dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2019 í máli nr. 37/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 39/2019 í máli nr. 17/2018 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 43/2019 í máli nr. 32/2018 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 49/2019 í máli nr. 49/2018 dags. 7. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2019 í máli nr. 137/2018 dags. 12. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 116/2019 í máli nr. 34/2019 dags. 12. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2019 í máli nr. 26/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2019 í máli nr. 28/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2020 í máli nr. 10/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2020 í máli nr. 97/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2020 í máli nr. 121/2018 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2020 í máli nr. 98/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2020 í máli nr. 44/2019 dags. 30. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 45/2020 í máli nr. 81/2019 dags. 30. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2020 í máli nr. 113/2019 dags. 5. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 87/2020 í máli nr. 3/2020 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 93/2020 í máli nr. 13/2020 dags. 14. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2020 í máli nr. 33/2020 dags. 14. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 104/2020 í máli nr. 20/2020 dags. 28. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2020 í málum nr. 22/2020 o.fl. dags. 1. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 119/2020 í máli nr. 38/2020 dags. 16. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2020 í máli nr. 47/2020 dags. 4. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2020 í máli nr. 78/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 5/2021 í máli nr. 120/2020 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2021 í máli nr. 130/2020 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2021 í máli nr. 66/2020 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2021 í máli nr. 127/2020 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 49/2021 í máli nr. 4/2021 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 54/2021 í máli nr. 40/2021 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 68/2021 í máli nr. 34/2021 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2021 í máli nr. 138/2020 dags. 25. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2021 í málum nr. 15/2021 o.fl. dags. 25. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 77/2021 í máli nr. 65/2021 dags. 30. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 84/2021 í máli nr. 95/2021 dags. 19. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 106/2021 í máli nr. 39/2021 dags. 14. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 140/2021 í máli nr. 94/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 142/2021 í máli nr. 105/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 141/2021 í máli nr. 90/2018 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 161/2021 í máli nr. 119/2020 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2022 í máli nr. 153/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2022 í málum nr. 125/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 29/2022 í máli nr. 164/2021 dags. 25. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 38/2022 í máli nr. 158/2021 dags. 29. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2022 í máli nr. 163/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2022 í máli nr. 23/2022 dags. 26. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2022 í máli nr. 36/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2022 í máli nr. 80/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2023 í máli nr. 97/2022 dags. 11. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2023 í máli nr. 2/2023 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2023 í máli nr. 129/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 78/2023 í máli nr. 50/2023 dags. 2. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 93/2023 í máli nr. 20/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 94/2023 í máli nr. 58/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 107/2023 í máli nr. 37/2023 dags. 18. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2023 í máli nr. 90/2023 dags. 16. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2023 í máli nr. 95/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 149/2023 í máli nr. 102/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 153/2023 í máli nr. 60/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 162/2023 í máli nr. 132/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 3/2024 í máli nr. 141/2023 dags. 15. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2024 í máli nr. 133/2022 dags. 30. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2024 í máli nr. 99/2023 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2024 í máli nr. 125/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 74/2024 í máli nr. 17/2024 dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2024 í máli nr. 68/2024 dags. 3. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 86/2024 í máli nr. 64/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 107/2024 í máli nr. 33/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2024 í máli nr. 88/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2024 í máli nr. 155/2024 dags. 23. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2025 í máli nr. 154/2024 dags. 29. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 10/2025 í máli nr. 178/2024 dags. 29. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 13/2025 í máli nr. 98/2024 dags. 5. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2025 í máli nr. 35/2025 dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2025 í máli nr. 43/2025 dags. 2. maí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 92/2025 í máli nr. 58/2025 dags. 26. júní 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2025 í máli nr. 80/2025 dags. 7. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 119/2025 í máli nr. 66/2025 dags. 22. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2025 í máli nr. 29/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 155/2025 í máli nr. 36/2025 dags. 20. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 158/2025 í máli nr. 123/2025 dags. 27. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 183/2025 í máli nr. 136/2025 dags. 10. desember 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 189/2025 í máli nr. 129/2025 dags. 22. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-77/1999 dags. 2. júlí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-92/2000 dags. 31. janúar 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-136/2001 dags. 30. nóvember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-314/2009 dags. 30. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-371/2011 dags. 31. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-380/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-411/2012 dags. 22. mars 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-467/2012 dags. 28. desember 2012[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-523/2014 (Sérstakur saksóknari)
Úrskurðarnefndin óskaði gagna frá embætti sérstaks saksóknara sem neitaði að afhenda nefndinni umbeðin gögn. Nefndin taldi sig ekki geta tekið efnislega afstöðu í málinu án gagnanna og þurfti þar af leiðandi að vísa því frá.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-523/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 604/2015 dags. 30. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 677/2017 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 759/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 825/2019 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1064/2022 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1092/2022 dags. 29. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1110/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1113/2022 dags. 20. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1129/2023 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1258/2025 dags. 18. mars 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 24/2003 dags. 14. janúar 2004[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 29/2009 dags. 6. nóvember 2009[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 15/2014 dags. 19. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 1/2017 dags. 8. september 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 16/2017 dags. 8. september 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 22/2017 dags. 12. janúar 2018[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 323/2017 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2017 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 326/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2019 dags. 24. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 403/2018 dags. 25. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 344/2019 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 141/2020 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 290/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 642/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 149/2021 dags. 25. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 628/2021 dags. 2. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 152/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 471/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 534/2022 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 599/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 318/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 314/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 313/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 294/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 364/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 58/2024 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Velferðarráðuneytið

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 3. júní 2011 (Úrskurður velferðarráðuneytis)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 014/2015 dags. 22. september 2015 (Stjórnsýslukæra vegna áminningar Embættis landlæknis)[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 8/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2024 dags. 3. september 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 53/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 355/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 337/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 91/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 426/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 81/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 386/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 12/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 248/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 441/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 56/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 108/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 357/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 201/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 76/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 246/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 368/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 373/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 264/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 60/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 318/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 391/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 92/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 386/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 379/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 428/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 185/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 186/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 259/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 197/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 133/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 167/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 87/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 163/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 54/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 216/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 217/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 154/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 57/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 19/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 21/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 123/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 25/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 86/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 304/2008[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 765/1993 dags. 6. október 1994 (Forsjá barns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 702/1992 (Stigskipting stjórnsýslunnar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 993/1994 dags. 4. janúar 1996 (Ráðstöfun ríkisjarða I)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1132/1994 dags. 8. janúar 1996 (Tollgæslustjóri - Birting ákvörðunar um valdframsal)[HTML]
Tollgæslustjóri kvartaði yfir því að ríkistollstjóri hefði gengið inn á lögbundið svið hans vegna deiluefnis hvort embættin tvö væru hliðsett stjórnvöld eða hvort tollgæslustjóri væri lægra sett stjórnvald gagnvart ríkistollstjóra. Starfssvið ríkistollstjóra þótti ekki nógu skýrt afmarkað í lögum og tók þá ráðuneytið ýmsar ákvarðanir um skipulagsbreytingar um framkvæmd tollamála, meðal annars með því að skipa tollgæslustjóra undir stjórn ríkistollstjóra með valdframsali og tilkynnt um þær breytingar með bréfi.

Umboðsmaður taldi tollgæslustjórann hafa verið bundinn af þeirri ákvörðun frá þeirri birtingu. Hins vegar taldi umboðsmaður að slíkar skipulagsbreytingar hefðu ekki einungis þýðingu fyrir stjórnvaldið sem fengið valdið framselt, heldur einnig önnur stjórnvöld og almenning. Hefði það verið til marks um vandaða stjórnsýsluhætti að birta þessi fyrirmæli ráðherra um valdframsal, og beindi umboðsmaður því til ráðherra að sambærileg fyrirmæli yrðu framvegis birt í samræmi við lög.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1725/1996 dags. 20. mars 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2087/1997 dags. 17. mars 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1968/1996 dags. 10. ágúst 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1756/1996 dags. 4. september 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2271/1997 (Launakjör skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu)[HTML]
Kvartað var yfir að kjaranefnd hafi brotið gegn lagaskyldu um að nefndin ætti að ákvarða launin eftir aðstæðum hverju sinni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2292/1997 dags. 12. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2256/1997 dags. 3. júní 1999 (Leigubílstjóri)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2458/1998 dags. 21. júlí 1999 (Kærunefnd jafnréttismála)[HTML]
Blaðsíðutal riðlaðist þegar ákvörðunin var send með faxi. Þegar þetta uppgötvaðist var sent nýtt fax.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2422/1998 dags. 3. ágúst 1999 (Ráðherraröðun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2546/1998 dags. 2. september 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2214/1997 dags. 4. september 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2324/1997 dags. 29. október 1999 (Staðfesting á gjaldskrá)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2487/1998 dags. 17. desember 1999 (Viðmiðunarreglur Viðlagatryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2379/1998 dags. 20. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2830/1999 dags. 29. febrúar 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2606/1998 (Launakjör forstöðumanns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2569/1998 dags. 27. júní 2000 (Upplýsingar um meinta ólöglega lyfjanotkun - Sumarafleysingarstarf hjá lögreglu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2639/1999 dags. 24. október 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2675/1999 dags. 27. október 2000 (Brottvikning nemanda á sjúkraliðabraut)[HTML]
Ekkert í lögum kvað á um að neikvæð umsögn í starfsþjálfun ætti að vera viðkomandi í óhag.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2610/1998 dags. 29. desember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2440/1998 dags. 24. janúar 2001 (Landsvirkjun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2760/1999 dags. 6. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2824/1999 dags. 23. mars 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2813/1999 (Ritari kærunefndar fjöleignarhúsamála)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2906/2000 (Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2996/2000 dags. 1. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2940/2000 dags. 29. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3077/2000 (Hjúkrunarforstjóri Landspítalans)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3064/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2938/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3299/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3028/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3047/2000 dags. 6. febrúar 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2960/2000 dags. 22. febrúar 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3133/2000 dags. 7. mars 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2957/2000 (Vegalagning á Vatnaheiði á Snæfellsnesi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3309/2001 dags. 31. júlí 2002 (Aðgangur að gögnum hjá Fjármálaeftirlitinu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3427/2002 dags. 17. október 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3344/2001 (Úrskurðir yfirskattanefndar)[HTML]
Skattstjóri endurákvarðaði skatta fyrir nokkur tiltekin gjaldár og var sú ákvörðun kærð til yfirskattanefndar. Í kjölfarið endurákvarðaði skattstjóri aftur skatta fyrir sum af þeim gjaldárum.

Viðkomandi taldi að skattstjórinn hefði ekki getað tekið aðra slíka ákvörðun þar sem yfirskattanefnd hefði þegar tekið afstöðu um þau atriði, en yfirskattanefnd féllst ekki á það sjónarmið þar sem hún hefði ekki tekið efnislega afstöðu til álitaefnanna.

Umboðsmaður taldi að yfirskattanefnd hefði átt að taka fram í fyrri úrskurði sínum hver réttaráhrif hennar úrskurðar voru.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3163/2001 dags. 15. nóvember 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3503/2002 dags. 27. nóvember 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3553/2002 (Landlæknir)[HTML]
Landlæknir skrifaði áminningarbréf til læknis vegna brota síðarnefnda á persónuverndarlögum. Umboðsmaður taldi það hafa verið á verksviði persónuverndar að kveða á um brot á þeim lögum og því var landlækni óheimilt að úrskurða um það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3466/2002 (Launakjör presta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3426/2002 dags. 27. janúar 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3574/2002 (Umsókn um ríkisborgararétt)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3409/2002 dags. 21. febrúar 2003 (Flugumferðarstjórar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3616/2002 (Rás 2)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3848/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3777/2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3852/2003 (Staða tollstjóra fyrir ríkistollanefnd)[HTML]
Ákvörðun tollstjóra var vísað til ríkistollanefndar með stjórnsýslukæru, og komst hún að niðurstöðu. Aðili máls óskaði eftir því að nefndin endurupptæki málið. Meira en þrír mánuðir voru liðnir og spurði nefndin þá ríkistollstjóra hvort hann legðist gegn endurupptökunni, sem hann gerði. Nefndin taldi því skorta nauðsynlegt samþykki fyrir endurupptöku. UA taldi það ekki heimilt þar sem tollstjórinn gæti ekki talist vera aðili málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 29. desember 2003 (Falun Gong)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3717/2003 (Innfjarðarrækja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3786/2003 dags. 30. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3712/2003 dags. 31. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3835/2003 dags. 20. febrúar 2004 (Jurtextrakt)[HTML]
Heilsuvara var seld í alkóhól-lausn til að verja gæði vörunnar.
Meðferðin var sú að Lyfjastofnun afgreiddi vöruna svo mætti selja hana í apótekum.
Lyfjastofnun var óheimilt að banna innflutning og dreifingu vörunnar á grundvelli áfengislaga þar sem slíkt væri ekki á hennar verksviði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3853/2003 dags. 5. mars 2004 (Vinnuframlagi hafnað)[HTML]
Starfsmaður hjá stjórnvaldi fékk lánaði peninga, og var hann í vanskilum við sjóðinn. Hann var svo sendur í leyfi og taldi starfsmaðurinn það ómálefnalegt. Sjóðurinn taldi að þá fengi starfsmaðurinn tækifæri til að koma skikki á fjármál sín. UA taldi það ekki til þess fallið að bæta úr vanskilum að svipta starfsmanninn tekjum sínum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4040/2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4058/2004 (Undanþága frá greiðslu skrásetningargjalds HÍ)[HTML]
Háskóli Íslands ákvað að engir frestir yrðu veittir til að greiða skrásetningargjöldin tiltekið tímabil þar sem skólinn var í fjárhagsvandræðum. Áður höfðu slíkir frestir verið veittir svo oft að fólk fór að taka þeim sem gefnum. Umboðsmaður taldi ástæðuna fyrir breytingunni ekki málefnalega og ekki hefði verið beitt réttum aðferðum til að innleiða hana.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3902/2003 dags. 19. október 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4203/2004 (Ólæsileg sjúkraskrá - Landlæknir - Afgreiðsla á kvörtun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4192/2004 dags. 29. mars 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4183/2004 (Leyfi til rekstrar frísvæðis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4249/2004 (Ráðning lögreglumanns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4291/2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4018/2004 dags. 6. júní 2005 (Lausn opinbers starfsmanns frá störfum vegna sparnaðar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4216/2004 dags. 28. júní 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4241/2004 dags. 1. júlí 2005 (Aðgangur brotaþola að gögnum máls)[HTML]
Brotaþoli óskaði eftir afriti af gögnum tiltekins máls frá ríkissaksóknara en var synjað á þeim forsendum að lagaákvæðið yrði túlkað þannig að hann gæti einvörðungu komið og kynnt sér gögnin, en ekki afritað þau.

Umboðsmaður skýrði lagaákvæðið með hliðsjón af skýringu á sama orðasambandi í annarri málsgrein sömu greinar þar sem henni var beitt með þeim hætti að viðkomandi ætti rétt á afriti.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4275/2004 (Endurnýjun dvalarleyfis - Úkraínumaðurinn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4095/2004 dags. 8. júlí 2005 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML]
Kærunefnd útboðsmála skoðaði við meðferð kærumáls ekki nógu vel reglur stjórnsýslulaga né almennar reglur stjórnsýsluréttar. Umboðsmaður taldi hana hafa átt að gera það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4495/2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4315/2005 (Breyting á ráðningarkjörum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 5. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4312/2005 dags. 30. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4430/2005 (Skipan umboðsmanns barna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4413/2005 (Skipan umboðsmanns barna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4113/2004 (Varnargarður í Hvítá I)[HTML]
Landeigendur vildu reisa varnargarð og sóttu um leyfi til að reisa 30 metra varnargarð. Leyfið var veitt af ráðuneyti en fyrir 12 metra varnargarð ásamt því að það setti skilyrði, m.a. um líffræðilega úttekt ásamt framkvæmdar- og kostnaðaráætlunum.
Óljóst var hvort leyfisins var þörf í upphafi og einnig í hvað þeim fælist.
Hæstiréttur taldi síðar að ráðuneytinu sjálfu hafi verið óheimilt að setja þau skilyrði sem það gerði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4163/2004 dags. 24. apríl 2006 (Úthafskarfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4639/2006 (Veiðar á afréttum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 (Byggðakvóti - búseta sjómanna)[HTML]
Ráðherra setti skilyrðið eingöngu gagnvart einu sveitarfélagi en ekki öllum. Umboðsmaður taldi ekki málefnalegt að byggja á því sökum þess.
Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 dags. 30. júní 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4355/2005 dags. 11. júlí 2006 (Flugmálastjórn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4530/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4654/2006 (Skil á starfsleyfi til miðlunar vátrygginga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4316/2005 (Úthlutun úr Fornleifasjóði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4580/2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4343/2005 dags. 29. desember 2006 (Yfirfasteignamatsnefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4456/2005 (Yfirlæknar á Landsp.)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4687/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4764/2006[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 4764/2006 dags. 2. apríl 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4650/2006 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4892/2007 dags. 15. júní 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4771/2006 (Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði um peningagreiðslu í kvótasjóð)[HTML]
Sveitarfélögum var veitt heimild til að gera samning um byggðakvóta og vildi einn aðilinn fá úthlutaðan slíkan kvóta. Sett var skilyrði um þátttöku í tilteknu samstarfsverkefni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4964/2007 dags. 21. desember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4735/2006 (Viðhaldsskylda á götu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4917/2007 dags. 7. apríl 2008 (Niðurskurður á sauðfé)[HTML]
Óheimilt var að semja sig undan stjórnvaldsákvörðun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 (Áætlunarheimild LÍN)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4552/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4822/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4934/2007 (Aðgangur að gögnum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5718/2009 dags. 7. júlí 2009 (Einelti)[HTML]
Ráðherra gæti borið skyldu til þess að bregðast við í tilefni kvörtunar starfsmanns undirstofnunar um einelti gagnvart honum. Reglurnar kváðu um að starfsmaðurinn ætti að beina kvörtunum um einelti til forstöðumanns en starfsmaðurinn hafði beint henni til ráðuneytisins þar sem kvörtunin sneri að meintu einelti forstöðumannsins sjálfs. Ráðuneytið sagðist ekkert geta gert þegar starfsmaðurinn leitaði til þess. UA taldi að reglurnar myndu vart þjóna tilgangi sínum ef þær yrðu túlkaðar með þeim hætti sem gert var.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4920/2007 (Leyfi til þess að fella á í sinn forna farveg - Varnargarður í Hvítá II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5146/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5188/2007 dags. 22. janúar 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5197/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]
Orðalagi var breytt þannig að í stað þess að úthlutað væri til byggðarlags var úthlutað til aðila innan þeirra.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5815/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 6077/2010 (Leiðbeinandi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5768/2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5199/2008 dags. 13. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5669/2009 (Umsókn um skráningu lögheimilis barns synjað)[HTML]
Aðilar fóru til Bandaríkjanna og ákvað Þjóðskrá að fara inn í tölvukerfið að eigin frumkvæði og breyta lögheimili þeirra. Umboðsmaður taldi að Þjóðskrá hefði borið að birta aðilunum þá ákvörðun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5347/2008 dags. 17. nóvember 2010 (Innflutningur á eggjum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5826/2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5927/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6109/2010 dags. 7. júní 2011 (Úthlutunarreglur LÍN)[HTML]
Umboðsmaður gerði athugasemdir við stuttan tímafrest sem væntanlegir nemendur fengu frá því breytingar voru gerðar og þar til lánstímabilið hófst.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6182/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6070/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5958/2010 dags. 16. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6259/2010 (Stöðvun á starfsemi söluturns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6784/2011 dags. 29. júní 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6484/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6925/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6123/2010 (Geysir Green Energy)[HTML]
Geysir Green Energy gaf út yfirlýsingu um að selja ýmis auðlindaréttindi til erlends aðila og fór það yfir nefnd. Hún mat lögmæti ákvörðunarinnar. Umboðsmaður taldi að yfirlýsingu bryti í bága við skýrleikaregluna þar sem hún olli mikilli réttaróvissu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7094/2012 dags. 31. október 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6490/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7311/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6560/2011 (Veiting starfa lögreglumanna hjá sérstökum saksóknara)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7070/2012 (Birting upplýsinga)[HTML]
Samskipti Innheimtustofnunar sveitarfélaga við tiltekin samtök voru birt á vefsíðu stjórnvaldsins. Ekki var tekið út það sem ekki skipti máli og bætti stofnunin við leiðréttingum. Umboðsmaður taldi þennan háttinn vera til þess fallinn að gera lítið úr samtökunum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7024/2012 (Lagastoð samþykktar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6436/2011 (Leiðbeinandi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6395/2011 dags. 27. september 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7256/2012 dags. 14. febrúar 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7021/2012 dags. 30. júní 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7623/2013 dags. 30. júní 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5520/2010 dags. 8. júlí 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5700/2009 dags. 9. desember 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8122/2014 dags. 22. janúar 2015 (Lekamál í innanríkisráðuneytinu)[HTML]
Álitamálið var, litið út frá hæfisreglum, hvort þær hafi verið brotnar með samskiptum ráðherra við lögreglustjórann um rannsókn hins síðarnefnda á lekamálinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7934/2014 dags. 4. mars 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8181/2014 dags. 22. apríl 2015 (Flutningur Fiskistofu)[HTML]
Ef stjórnvaldsathöfn varðar grundvallaratriði í skipulagi stofnunar eða þjónustu, og þar með hversu íþyngjandi hún er fyrir borgarana, þ.m.t. starfsmenn stofnunarinnar, þá þarfnast hún sterkari lagastoðar en ella.

Umboðsmaður taldi ámælisvert að enginn lögfræðinga ráðuneytisins hefði vakið athygli á fordæminu í Hrd. 1998:4552 nr. 312/1998 (Flutningur Landmælinga Íslands).
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8295/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8464/2015 dags. 26. júní 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8302/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8322/2015 dags. 28. október 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8383/2015 dags. 3. desember 2015 (Skattrannsókn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8675/2015 (Úthlutun styrkja úr Orkusjóði - Heimildir stjórnvalda til að birta og leiðrétta upplýsingar opinberlega)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5544/2008 dags. 13. júní 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8687/2015 dags. 21. júní 2016 (Skólaakstur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8740/2015 dags. 29. júlí 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8729/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8678/2015 dags. 23. desember 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7896/2014 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8715/2015 dags. 26. júní 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8820/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9345/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9510/2017 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8870/2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9524/2017 dags. 7. maí 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9446/2017 dags. 26. júní 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9547/2017 dags. 26. júní 2018 (Prófnefnd bókara)[HTML]
Ráðherra tilgreindi í reglugerð að prófnefnd bókara væri sjálfstæð stjórnsýslunefnd og því væru úrlausnir hennar ekki bornar undir önnur stjórnvöld. Umboðsmaður Alþingis benti á að slík aðgreining, svo gild væri, yrði að vera hægt að ráða af lögunum sjálfum eða lögskýringargögnum, en svo var ekki í þessu tilviki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9561/2018 (Ráðning starfsmanna á Borgarsögusafni)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9656/2018 (Neyðarhnappur)[HTML]
Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið veitt heimild til ráðherra til að byggja á atriðum eins og búsetu og öðrum persónulegum atriðum. Þá hafði einnig ekki verið metin atriði eins og hvort sambærileg þjónusta og sú sem var skert var fyrir hendi á staðnum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9513/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9519/2017 dags. 31. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9927/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9780/2018 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9916/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9622/2018 dags. 23. september 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9944/2019 dags. 23. september 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9964/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9891/2018 dags. 26. nóvember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9823/2018 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9790/2018 dags. 18. desember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10008/2019 dags. 17. janúar 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10023/2019 dags. 26. mars 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10260/2019 dags. 27. maí 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10381/2020 dags. 18. desember 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10758/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9683/2018 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10593/2020 dags. 7. júlí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10993/2021 dags. 21. febrúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11812/2022 dags. 15. september 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11524/2022 dags. 3. október 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11167/2021 dags. 11. október 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11953/2022 dags. 17. janúar 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11954/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F133/2023 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12062/2023 dags. 18. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F74/2018 dags. 21. apríl 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F117/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12169/2023 dags. 26. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12167/2023 dags. 31. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12080/2023 dags. 11. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F139/2023 dags. 15. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12337/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11696/2022 dags. 13. nóvember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12058/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11882/2022 dags. 20. desember 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11975/2022 dags. 22. desember 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12291/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13037/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12385/2023 dags. 24. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12413/2024 dags. 24. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12512/2025 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 104/2025 dags. 8. apríl 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12532/2025 dags. 8. apríl 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 111/2025 dags. 9. apríl 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 142/2025 dags. 10. apríl 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 321/2025 dags. 31. júlí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1981 - Registur86-87
1981194, 1592
19841450
19871277
1993111, 113, 2239
1994 - Registur143
19963024
19972031-2032, 2834
1998615, 4079, 4083, 4350
19993594, 4668, 4675
2000916, 1546, 1556, 3134, 3440, 3444, 3546, 3549, 4494, 4498
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1998A467
1998C134
1999A143
2000C145, 175, 181-182, 185, 192, 198, 203, 207, 211
2001B2419
2001C104
2003A88
2003B1227
2004C191
2005B1432, 1454, 1470
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1998AAugl nr. 133/1998 - Lög um breytingu á siglingalögum, nr. 34 19. júní 1985, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
1998CAugl nr. 26/1998 - Auglýsing um bókun um breytingu á alþjóðasamningi um stofnun alþjóðasjóðs til að bæta tjón af völdum olíumengunar frá 1971[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2000CAugl nr. 12/2000 - Auglýsing um Rómarsamþykkt um Alþjóðlega sakamáladómstólinn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001BAugl nr. 780/2001 - Reglugerð um flutningaflug[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001CAugl nr. 4/2001 - Auglýsing um valfrjálsa bókun við samning um afnám allrar mismununar gagnvart konum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003AAugl nr. 33/2003 - Lög um verðbréfaviðskipti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003BAugl nr. 356/2003 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VI)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004CAugl nr. 16/2004 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 652/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993, um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 654/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2006BAugl nr. 193/2006 - Reglugerð um flutningaflug[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1018/2006 - Reglugerð um (23.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
2006CAugl nr. 26/2006 - Auglýsing um samning milli Evrópsku réttaraðstoðarinnar (Eurojust) og Íslands[PDF vefútgáfa]
2007AAugl nr. 110/2007 - Lög um kauphallir[PDF vefútgáfa]
2007BAugl nr. 1267/2007 - Starfsreglur samráðsnefnda heilbrigðisumdæma[PDF vefútgáfa]
2008AAugl nr. 34/2008 - Varnarmálalög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 82/2008 - Lög um almannavarnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 112/2008 - Lög um sjúkratryggingar[PDF vefútgáfa]
2008BAugl nr. 277/2008 - Reglugerð um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1046/2008 - Reglugerð um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan EES-svæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1263/2008 - Reglugerð um flutningaflug flugvéla[PDF vefútgáfa]
2008CAugl nr. 8/2008 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Bandaríkin[PDF vefútgáfa]
2009BAugl nr. 103/2009 - Reglugerð um þrávirk lífræn efni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 545/2009 - Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
2010BAugl nr. 105/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 106/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 108/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2010 - Reglugerð um gildistöku ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar nr. 2006/677 um viðmiðunarreglur þar sem mælt er fyrir um viðmiðanir við úttektir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt[PDF vefútgáfa]
2011AAugl nr. 138/2011 - Sveitarstjórnarlög[PDF vefútgáfa]
2012AAugl nr. 55/2012 - Lög um umhverfisábyrgð[PDF vefútgáfa]
2012BAugl nr. 442/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 581/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir sem varða Búrma/Mýanmar, Egyptaland, Gíneu, Íran, Líbýu og Sýrland nr. 870/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 976/2012 - Auglýsing um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
2013AAugl nr. 60/2013 - Lög um náttúruvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 119/2013 - Lög um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar[PDF vefútgáfa]
2013BAugl nr. 72/2013 - Reglugerð um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 98/2013 - Samþykkt um stjórn Fljótsdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 99/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 206/2013 - Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 218/2013 - Reglugerð um færanlegan þrýstibúnað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 221/2013 - Reglugerð um framkvæmd tilskipunar ráðsins 2006/88/EB að því er varðar eftirlits- og útrýmingaráætlanir og sjúkdómalausa stöðu ríkja, svæða og hólfa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 500/2013 - Samþykkt um stjórn Borgarfjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 513/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Húnavatnshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 514/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Grýtubakkahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 554/2013 - Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 561/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 564/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 566/2013 - Reglugerð um markaðseftirlit, faggildingu o.fl[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 580/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Hrunamannahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 591/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 592/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 611/2013 - Samþykkt um stjórn Snæfellsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 612/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 622/2013 - Samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 640/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 678/2013 - Samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 679/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 685/2013 - Samþykkt um stjórn Reykhólahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 690/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 693/2013 - Samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 696/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 715/2013 - Samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 729/2013 - Samþykkt um stjórn Breiðdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 730/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 731/2013 - Samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 757/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 758/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skeiða– og Gnúpverjahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 772/2013 - Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 773/2013 - Samþykkt um stjórn Garðabæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 774/2013 - Samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 780/2013 - Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 781/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 798/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Flóahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 813/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 831/2013 - Samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 861/2013 - Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 862/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 876/2013 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 884/2013 - Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 905/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 925/2013 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Voga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 926/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 961/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1280/2013 - Samþykkt um stjórn Tálknafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
2014AAugl nr. 64/2014 - Lög um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing, kærunefnd, hælismál)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 114/2014 - Lög um byggingarvörur[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 102/2014 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2014 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Garðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 238/2014 - Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 366/2014 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 371/2014 - Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 384/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 420/2014 - Samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 448/2014 - Reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 456/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sýrland[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 470/2014 - Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 492/2014 - Samþykkt um stjórn Bolungarvíkurkaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 521/2014 - Samþykkt um stjórn Kaldrananeshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 535/2014 - Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 566/2014 - Samþykkt um stjórn Súðavíkurhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 580/2014 - Samþykkt um stjórn Blönduósbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 825/2014 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1068/2014 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1275/2014 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra[PDF vefútgáfa]
2015BAugl nr. 132/2015 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skaftárhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 290/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Eritreu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 294/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 758/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 341/2015 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Eyja- og Miklaholtshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 581/2015 - Samþykkt um stjórn Breiðdalshrepps og fundarsköp sveitarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 792/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu[PDF vefútgáfa]
2016AAugl nr. 80/2016 - Lög um útlendinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 96/2016 - Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (eigið fé, könnunar- og matsferli, vogunarhlutfall, valdheimildir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 101/2016 - Lög um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007, með síðari breytingum (stjórnfyrirkomulag, verndaráætlun, leyfisveitingar o.fl.)[PDF vefútgáfa]
2016BAugl nr. 72/2016 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 91/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran nr. 384/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 149/2016 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Hrunamannahrepps nr. 580/2013 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 170/2016 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 194/2016 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Strandabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 710/2016 - Auglýsing um staðfestingu samnings sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 793/2016 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar nr. 693/2013 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 795/2016 - Samþykkt um stjórn Skagabyggðar[PDF vefútgáfa]
2016CAugl nr. 5/2016 - Auglýsing um samning um réttindi fatlaðs fólks[PDF vefútgáfa]
2017AAugl nr. 50/2017 - Lög um lánshæfismatsfyrirtæki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 55/2017 - Lög um skortsölu og skuldatryggingar[PDF vefútgáfa]
2017BAugl nr. 585/2017 - Reglugerð um vátryggingastarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 674/2017 - Reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 834/2017 - Reglugerð um vöktun, vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum[PDF vefútgáfa]
2018AAugl nr. 90/2018 - Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga[PDF vefútgáfa]
2018BAugl nr. 138/2018 - Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 391/2018 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 450/2018 - Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 747/2018 - Reglugerð um starfsemi slökkviliða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 749/2018 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 813/2018 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 952/2018 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Hrunamannahrepps nr. 580/2013 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 953/2018 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps nr. 690/2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1320/2018 - Samþykkt um stjórn Árneshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1329/2018 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar[PDF vefútgáfa]
2019AAugl nr. 74/2019 - Lög um Höfðaborgarsamninginn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 75/2019 - Lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 88/2019 - Lög um sameiginlega umsýslu höfundarréttar[PDF vefútgáfa]
2019BAugl nr. 10/2019 - Samþykkt um stjórn Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 554/2019 - Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 585/2019 - Samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 588/2019 - Samþykkt um stjórn Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 641/2019 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 761/2019 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2019 - Samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 935/2019 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1020/2019 - Samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1323/2019 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1368/2019 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skútstaðahrepps, nr. 690/2013[PDF vefútgáfa]
2020BAugl nr. 30/2020 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 190/2020 - Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 700/2020 - Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 991/2020 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1042/2020 - Samþykkt um stjórn Múlaþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1466/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1530/2020 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skaftárhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1544/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1553/2020 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Flóahrepps, nr. 798/2013, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2021AAugl nr. 2/2021 - Lög um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997 (opinberar sóttvarnaráðstafanir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 20/2021 - Lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 52/2021 - Lög um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006 (minnihlutavernd o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 116/2021 - Lög um verðbréfasjóði[PDF vefútgáfa]
2021BAugl nr. 116/2021 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 125/2021 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 240/2021 - Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 514/2021 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, nr. 758/2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 777/2021 - Reglugerð um gildistöku á reglugerð (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 896/2021 - Auglýsing um staðfestingu samnings milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 897/2021 - Auglýsing um staðfestingu samnings milli Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga um félagsþjónustu, barnavernd og þjónustu við fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1180/2021 - Auglýsing um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1246/2021 - Reglur um málsmeðferð Persónuverndar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1270/2021 - Samþykkt fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1275/2021 - Reglugerð um íslenskan hluta upplýsingakerfis (N-VIS) um vegabréfsáritanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1674/2021 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar[PDF vefútgáfa]
2021CAugl nr. 16/2021 - Auglýsing um samning um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 22/2021 - Auglýsing um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 29/2021 - Auglýsing um Norðurlandasamning um almannatryggingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 44/2021 - Auglýsing um reglugerð (ESB) 2021/168 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 388/2021 varðandi fjárhagslegar viðmiðanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 50/2021 - Auglýsing um samning við Rússland um stjórnsýsluaðstoð í tollamálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 53/2021 - Auglýsing um Evrópusamning um landslag[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 64/2021 - Auglýsing um breytingar á samningi EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 67/2021 - Auglýsing um stofnsamning um Innviðafjárfestingabanka Asíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 69/2021 - Auglýsing um orkusáttmála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 93/2021 - Auglýsing um breytingu á bókun 4 við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls[PDF vefútgáfa]
2022AAugl nr. 14/2022 - Lög um dýralyf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 31/2022 - Lög um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 38/2022 - Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og fleiri lögum (lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2022 - Lög um loftferðir[PDF vefútgáfa]
2022BAugl nr. 35/2022 - Auglýsing um staðfestingu samþykktar fyrir byggðasamlagið Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 251/2022 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Hrunamannahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 280/2022 - Samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 327/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 408/2022 - Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 415/2022 - Auglýsing um gerð kjörskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 420/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 470/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 530/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 557/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 558/2022 - Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 583/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 670/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 691/2022 - Samþykkt um stjórn Múlaþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 692/2022 - Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 764/2022 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 808/2022 - Reglugerð um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 810/2022 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 975/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 980/2022 - Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1088/2022 - Auglýsing um staðfestingu stofnsamnings fyrir Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1130/2022 - Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1181/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Húnabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1182/2022 - Samþykkt um stjórn Garðabæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1208/2022 - Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1213/2022 - Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1225/2022 - Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1251/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1589/2022 - Reglugerð um hámarksverð fyrir lúkningu símtala[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1627/2022 - Auglýsing um staðfestingu samnings um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1720/2022 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbanon[PDF vefútgáfa]
2022CAugl nr. 4/2022 - Auglýsing um birtingu á tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 7/2022 - Auglýsing um birtingu á tiltekinni ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar á sviði fjármálaþjónustu sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 30/2022 - Auglýsing um samkomulag um þátttöku í Evrópustofnunni um rekstur stórra upplýsingakerfa á svæði frelsis, öryggis og réttlætis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 42/2022 - Auglýsing um stofnsamþykkt Alþjóðastofnunar um endurnýjanlega orku (IRENA)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 55/2022 - Auglýsing samnings um kjarnorkuöryggi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2022 - Auglýsing um samning um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 86/2022 - Auglýsing um samning Evrópuráðsins um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum[PDF vefútgáfa]
2023AAugl nr. 41/2023 - Lög um fjármögnunarviðskipti með verðbréf[PDF vefútgáfa]
2023BAugl nr. 133/2023 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Múlaþings, nr. 691/2022[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 410/2023 - Auglýsing um staðfestingu á samningi sveitarstjórna Múlaþings, Vopnafjarðarhrepps og Fljótdalshrepps um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 522/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 179/2021, um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 575/2023 - Samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 650/2023 - Samþykkt um stjórn Kjósarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 656/2023 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 703/2023 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Ásahrepps, nr. 131/2022[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 783/2023 - Auglýsing um staðfestingu samnings um barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 923/2023 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 930/2023 - Auglýsing um staðfestingu samnings Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um barnaverndarþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 935/2023 - Auglýsing um staðfestingu samnings um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk í Kjósarhreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1150/2023 - Reglur um málsmeðferð Persónuverndar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1210/2023 - Auglýsing um staðfestingu samnings um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1216/2023 - Samþykkt um stjórn Múlaþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1313/2023 - Samþykkt um stjórn Tálknafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
2023CAugl nr. 23/2023 - Auglýsing um samning um vernd menningarverðmæta komi til vopnaðra átaka[PDF vefútgáfa]
2024AAugl nr. 40/2024 - Lög um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 110/2024 - Lög um Umhverfis- og orkustofnun[PDF vefútgáfa]
2024BAugl nr. 15/2024 - Samþykkt um stjórn Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 121/2024 - Auglýsing um staðfestingu samnings um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 208/2024 - Samþykkt um stjórn Kaldrananeshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 410/2024 - Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 434/2024 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 680/2024 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Flóahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 837/2024 - Auglýsing um staðfestingu samnings milli Borgarbyggðar og Skorradalshrepps vegna tiltekinna verkefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 866/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 885/2024 - Auglýsing um staðfestingu samnings um barnaverndarþjónustu Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 923/2024 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skaftárhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 990/2024 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1215/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1326/2024 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1543/2024 - Auglýsing um staðfestingu á samningi milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps um sérfræðiráðgjöf, vinnslu mála og stjórnun í almennri félagsþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1691/2024 - Samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
2024CAugl nr. 24/2024 - Auglýsing um samning við Bretland um réttindi á sviði almannatrygginga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 33/2024 - Auglýsing um samkomulag við Evrópusambandið um þátttöku í Evrópsku stuðningsskrifstofunni í hælismálefnum[PDF vefútgáfa]
2025AAugl nr. 80/2025 - Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks[PDF vefútgáfa]
2025BAugl nr. 45/2025 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 166/2025 - Auglýsing um staðfestingu samnings um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 216/2025 - Auglýsing um deiliskipulag í Sveitarfélaginu Árborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 250/2025 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skorradalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 278/2025 - Auglýsing um deiliskipulag í Sveitarfélaginu Árborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 320/2025 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 321/2025 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 401/2025 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 490/2025 - Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 570/2025 - Auglýsing um staðfestingu á samningi milli Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um almenna félagslega þjónustu og um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 786/2025 - Auglýsing um deiliskipulag í Sveitarfélaginu Árborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 886/2025 - Auglýsing um staðfestingu á samningi milli Húnabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um félagsþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 949/2025 - Auglýsing um deiliskipulag í Sveitarfélaginu Árborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1058/2025 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um íslenskan hluta upplýsingakerfis (N-VIS) um vegabréfsáritanir, nr. 1275/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1294/2025 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1305/2025 - Auglýsing um staðfestingu á samningi milli Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1306/2025 - Auglýsing um staðfestingu á samningi milli Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1350/2025 - Auglýsing um deiliskipulag í Sveitarfélaginu Árborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1357/2025 - Auglýsing um deiliskipulag í Sveitarfélaginu Árborg[PDF vefútgáfa]
2025CAugl nr. 8/2025 - Auglýsing um birtingu á tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerð á sviði fjármálaþjónustu sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 12/2025 - Auglýsing um birtingu á tiltekinni ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 27/2025 - Auglýsing um heildarsamning um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing104Umræður2009/2010
Löggjafarþing105Þingskjöl2269
Löggjafarþing106Þingskjöl516
Löggjafarþing106Umræður2871/2872
Löggjafarþing107Umræður945/946
Löggjafarþing108Þingskjöl691
Löggjafarþing110Þingskjöl2819
Löggjafarþing111Þingskjöl2216
Löggjafarþing113Þingskjöl3624
Löggjafarþing115Þingskjöl4296
Löggjafarþing115Umræður7523/7524
Löggjafarþing116Þingskjöl1715, 2295
Löggjafarþing116Umræður2207/2208
Löggjafarþing117Þingskjöl3123, 3127
Löggjafarþing120Þingskjöl4761
Löggjafarþing120Umræður4005/4006, 6897/6898, 7659/7660, 7667/7668
Löggjafarþing121Þingskjöl2567, 4772, 4797, 5113
Löggjafarþing121Umræður287/288-289/290, 295/296, 2075/2076, 3889/3890
Löggjafarþing122Þingskjöl761, 1137, 1411-1412, 2563, 2597, 2618, 2623, 4312, 5309-5311
Löggjafarþing122Umræður1707/1708, 3235/3236, 3319/3320, 5963/5964, 5971/5972, 6477/6478, 6771/6772
Löggjafarþing123Þingskjöl851, 2444, 3029, 3807-3808, 3867, 4131
Löggjafarþing123Umræður3065/3066, 4243/4244-4245/4246
Löggjafarþing125Þingskjöl746, 1227, 1261, 1807, 1973, 1977, 1987, 2213, 2552-2554, 2579, 2581-2582, 2584-2586, 2597, 2599, 2604, 2611, 2623, 2625, 2635, 2641, 2660, 3001, 3451, 3639, 4254-4255, 4329, 5023
Löggjafarþing125Umræður729/730, 733/734, 755/756, 1125/1126, 1529/1530, 3937/3938, 5763/5764, 5777/5778
Löggjafarþing126Þingskjöl1590, 1922, 2520, 2652, 2654-2656, 2671, 2704, 2707, 2713-2714, 2718, 2724, 2731, 2790, 2813, 4774
Löggjafarþing126Umræður1099/1100, 4287/4288, 4403/4404
Löggjafarþing127Þingskjöl568-569, 981, 1942, 2825-2826, 3334-3335, 3517-3518, 4200-4201, 5567-5568, 5839-5840
Löggjafarþing127Umræður351/352, 2841/2842, 3067/3068-3069/3070, 3073/3074, 3077/3078, 3521/3522, 3617/3618, 4733/4734, 4751/4752, 6525/6526, 7517/7518, 7569/7570, 7685/7686, 7871/7872
Löggjafarþing128Þingskjöl578, 582, 920, 924, 1350, 1354, 1530, 1534, 1575, 1579, 1631, 1633, 1635, 1637, 2677-2678, 2681-2682, 3666, 3689-3690, 3741, 4258-4259, 4636, 4643, 4646, 4880, 5142, 5934
Löggjafarþing128Umræður1197/1198, 2075/2076, 2863/2864, 3017/3018, 4169/4170
Löggjafarþing129Umræður15/16-17/18
Löggjafarþing130Þingskjöl602, 2607, 2790, 3237, 4288, 4656, 5634, 6078, 6116, 6211, 6603, 7367, 7403, 7405
Löggjafarþing130Umræður177/178, 879/880, 1115/1116-1117/1118, 1517/1518, 2609/2610, 2613/2614, 4465/4466, 4477/4478, 4721/4722, 4751/4752, 5129/5130, 5507/5508, 5633/5634, 6005/6006, 6009/6010, 6013/6014, 6129/6130, 6135/6136, 6151/6152, 6161/6162, 6201/6202, 6827/6828, 7635/7636, 7939/7940, 8107/8108, 8183/8184, 8525/8526, 8577/8578, 8597/8598, 8605/8606, 8631/8632
Löggjafarþing131Þingskjöl624, 1241, 2246, 2831, 3667, 3707, 3710, 4248, 4261-4263, 4377, 4395, 4410, 4432, 4453, 4495-4497, 4502, 4507, 4510, 4518, 4522, 4526, 4529-4534, 4671, 5332-5333, 5813, 5890
Löggjafarþing131Umræður439/440, 1337/1338, 5263/5264-5265/5266, 7757/7758, 7831/7832, 7841/7842-7845/7846, 7879/7880
Löggjafarþing132Þingskjöl613, 644, 1378, 1791, 2719-2720, 2915, 3518
Löggjafarþing132Umræður2819/2820, 4497/4498, 4593/4594, 5087/5088, 5545/5546-5549/5550, 5595/5596, 6657/6658, 6747/6748, 7965/7966
Löggjafarþing133Þingskjöl716, 1338, 1346, 1360, 1606, 2007, 2029, 2034-2035, 2037-2040, 2937, 3056, 3678, 3680, 3691, 3931, 4832, 5124, 5710, 5712, 5934, 5942, 6256, 6268, 6285, 6384-6385, 6787, 6805, 6947, 6952, 6960, 7039
Löggjafarþing133Umræður963/964-965/966, 3947/3948, 3953/3954, 4265/4266, 5871/5872, 6067/6068, 6297/6298, 6303/6304, 6385/6386, 6389/6390, 6489/6490, 6657/6658
Löggjafarþing134Þingskjöl132, 208
Löggjafarþing135Þingskjöl606, 630, 1138, 1152, 1444, 1802, 1813, 1818, 1833, 2944, 2960-2961, 3473, 4096, 4620, 4938, 4948, 5093, 5109, 5188, 5249, 5367, 5374, 5383, 5403, 5410, 5497, 5674, 6257, 6375, 6517, 6562
Löggjafarþing135Umræður1301/1302, 1379/1380, 1561/1562, 3571/3572-3573/3574, 3675/3676, 3691/3692-3693/3694, 3709/3710, 5683/5684, 6173/6174, 7023/7024, 7063/7064, 7101/7102, 7107/7108, 8019/8020, 8151/8152, 8453/8454, 8545/8546, 8569/8570, 8575/8576, 8611/8612, 8631/8632-8637/8638
Löggjafarþing136Þingskjöl492, 538, 830, 951, 1094, 1288, 2954, 2959, 3037, 3222-3225, 3233, 3883, 3897
Löggjafarþing136Umræður133/134, 137/138, 147/148, 163/164, 1305/1306, 1333/1334, 1353/1354, 1521/1522, 1627/1628, 1749/1750, 3351/3352, 3891/3892-3893/3894, 5333/5334-5335/5336, 6717/6718
Löggjafarþing137Þingskjöl387, 398, 484, 638, 658, 689-690, 844-845, 928-929, 932, 948
Löggjafarþing137Umræður779/780-781/782, 1243/1244, 1941/1942, 2237/2238, 2363/2364, 2889/2890, 2899/2900
Löggjafarþing138Þingskjöl484, 1105, 3032, 3495-3496, 3507, 3517-3518, 3597, 4362, 5150, 5222, 5229, 6079, 6174, 6184, 6211, 6213, 6219, 6227, 6604, 6767-6768, 7345, 7457-7460, 7486, 7488, 7518, 7520, 7523-7524, 7529, 7531, 7536, 7546, 7553-7555, 7586, 7627, 7681, 7776
Löggjafarþing139Þingskjöl1186, 1337, 1369, 1395, 2197, 2487, 2512, 3100, 3113, 3195-3196, 3668, 3682, 4376, 4523, 4855, 4924, 4931, 5037, 5039, 5119, 5135, 6049, 6074, 6240, 6242, 6304, 6649, 6651, 6654-6656, 6662, 6673, 6679, 6704-6705, 6708, 6711, 7717, 7722, 7747, 7763-7764, 7792, 7800, 7809, 7813, 7842, 7845, 7851, 7853, 7855, 7861, 8196, 8390, 8432, 8454, 8550, 8557, 8666, 8842-8843, 8873, 8909, 9058, 9114, 9117, 9150, 9178, 9483, 9529-9532, 9544-9545, 10116, 10133-10134
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1999732, 1199
2003839, 1039, 1407
200757, 917, 1605
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
199474, 81, 286
1996206, 211, 216-217, 611
1997245
199845
199912, 100, 105, 138, 168, 177, 200, 202, 323
200012, 99, 173, 175, 180, 192, 255
200135, 43, 91, 120, 129-130, 184, 227, 232, 272
200212, 25, 47, 93, 99, 113, 124, 147, 166, 168, 217
200387, 99, 105, 116, 230, 254
200412, 15, 67-68, 102, 133, 135, 200
200519, 40, 58, 62, 64-65, 89, 99, 101, 103, 107, 115, 131, 135-137, 139, 179, 202
200616, 30, 35, 61, 68, 111, 170, 206, 208-210, 236
200716, 19, 69, 114, 126, 163, 167, 195, 208-209, 254
200881-82, 116
2009162, 197
201025, 130
201128
20127, 22, 96, 106
201323, 34, 42, 72, 76, 108
201422, 100
201520, 56, 63, 84
201623
201716, 20
201854, 57, 77, 86, 117, 132
201986
202212
202351
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
19994511-12
200131323
200263210
200349235, 238
20046461
2005296
2006211, 6
2006471, 8-10
20065918
20066217, 21, 24, 28
20066344
2007963, 79
20072220
200726261
2007421
2007501, 4
2007571, 3, 5
20081018
2008113
2008125
200814271
200822307, 328, 332-333, 335-338
200835252
200868644
200873433
200878107
200925510
200937137, 167
20094750
200971202
201032139
201056317
2010712-3, 5, 13, 279-280
201110154, 165, 174-175
201159218, 237
2011666
2012789, 118, 291
201281
20121258, 285
201224268
20122612, 18
20123241, 51
20125472, 639, 642, 651, 666, 669
201259306, 809, 838, 840, 844
2012653
201267497-498
20134169, 182, 212, 593, 1000, 1005, 1216, 1252-1253, 1256, 1302
20139410
20131116
201314389, 392, 531, 533, 535, 543
201320539
201328340
20133219
2013345-6, 11
20133758, 121, 143
20135646, 519, 522, 531, 545, 553, 627, 1067
20135725
2013691, 48
20137084-85, 91
20141282, 91
201423692
20142710
20142890
201436539
2014504
201454490, 500, 537, 705, 907, 1209, 1244
20145861
20147318, 247-248, 909
20147646-47, 58, 74, 98, 128, 137, 159, 201, 209
2015843-44, 145, 147, 168, 183, 511, 599, 606, 941
201516634
20152396, 114, 638, 660-662, 666-669, 671-672, 674-675, 678, 814
2015464, 214
201563478-479, 481, 498, 661, 1162, 1179, 1766, 1768, 1783, 1882, 1970, 2346-2350
20156510, 13, 15-17
2015684
20157425, 33, 416, 565
20161410-11, 31
20161849, 353, 355-357
201619267, 422
2016271000, 1484
201657115, 127, 357, 374, 392, 405-406, 410-411, 415-416, 419-425, 535, 548, 557, 566, 575, 579, 590, 595, 598, 602-607, 610, 614, 616-618, 621, 625, 632, 636, 639-642, 644, 646-647, 650, 652-653, 655, 658, 661, 669, 674-678, 682, 686, 688-690, 693, 697, 704, 779, 813, 816, 821, 866-867, 877, 879, 927
201663285, 319
2016701
201710213
2017139, 20, 30, 37, 43, 54, 64
201717366, 434, 454-455, 465, 467
2017234
20172435, 666, 671, 673
201731251, 254, 444, 555, 560, 624, 649, 663, 690, 705-707, 765, 767
201740186, 213, 270-271
201748276
20176719, 21-26, 28-29, 316, 322, 326-327
2017823, 7-8, 38, 51-52, 54
20181465, 71, 86-87, 90, 93-94, 104, 127, 134, 144, 147-148, 159-161, 166-169, 261, 334, 342
2018212
2018255-6, 8, 10, 17, 19, 22, 24-25, 33, 35, 44, 48, 50-51, 60, 66, 75, 95-96, 98-99, 108-111, 113, 115, 124, 126, 135-136, 142, 146, 148, 156, 160, 363
20182973-74
20183121, 33, 53, 65
20184014
2018428, 241
20184623, 27-31, 33, 35, 59, 62-64, 66, 71-72, 74-75, 78, 81, 88, 90
201849371, 536
20185115, 169, 220
201854343
201864106, 109-110, 134-135
201872281-282, 290-291
2019669-70
20192549, 52, 262, 269, 283, 288, 296, 305-307
201931222, 229-231, 234, 249
20193810, 40-41, 168, 170, 177-179
2019441
2019496-10, 17, 21-22, 26, 40, 45, 108, 113, 115-116, 122-123
2019586, 217, 219, 222, 225-226, 248-249, 254, 256, 258, 264-267, 272, 283-284, 294
20198681, 85, 148
2019881, 3
2019921-2, 30, 36, 83, 87, 108, 119-120, 122-124
20199720
20199839
2019992-3
20191012-4, 12-13, 16, 20, 34-35, 38, 42-43, 45-47, 49-50, 58, 90-91, 129
202054, 7, 9, 485, 488
2020122, 4, 10, 338, 342, 344, 364-365, 367, 373, 377, 389, 392-393, 400-401, 419, 447
2020166, 79, 116-117, 122, 148, 181, 204, 215
20201723
2020207, 22, 55, 74, 81, 92-94, 148-149, 153, 163, 165, 177-179, 184, 186, 189-191, 194-195, 249, 326
2020267, 14, 25, 34, 209, 211, 679, 709-710, 905
20204240-41
202050235-236, 238, 356, 432
20205419-20, 23, 175, 182-183, 189, 201, 209, 228, 251
202062281
20206632-34
20206933, 244, 249, 680
2020733, 53, 57, 59-60, 64-65, 79-80, 83, 99, 109-110, 117
2020743
202087187, 197-198, 208, 214, 220, 222, 250, 252-255
2021557, 60, 69
20217437, 683, 685, 690-691
2021198, 23, 38
202122847-849, 853, 856-857
2021231, 12-14, 26, 33, 269, 664, 667
202126134, 330
202134115, 117
20213512
2021377, 22-23, 64-65, 70, 134, 137-138, 140, 163-166, 173
202149101
20216239
2021653-4
20216656, 96, 103, 111, 118
202171160, 237
20217255, 226, 263, 268
20217461-62
202178170
202180338, 469, 473
2022450
202288, 49-50
202210955, 1013, 1064, 1082, 1134
202218136, 139, 148, 157-158, 198, 201, 347, 473, 655-656, 748, 751
202220117
20222674, 349
202229238
202232144, 375
202234649
20223815, 29, 81
20224784
202253100
20226338, 175, 191-192, 207
2022708-9, 42, 51, 58, 70, 75, 99
202272374, 381, 402
20227622, 222, 225, 228, 235, 242, 245
202348, 14-15, 17
20238151, 306, 310
20231940-41
202320266
2023269, 18, 26, 30, 33, 348-350, 352, 357, 361-362, 397, 413
202330417, 520, 522
20233715-16, 31
20234018, 281, 292, 294, 296-299, 304-305
20236133
202362191-192, 194, 196, 210, 215, 217, 219, 223, 225, 227-228, 246-248, 253, 256, 262, 417, 575
20236819, 67
2023714
2023734, 10, 25, 132, 138
2023741
20238136, 71
20238349
2024415
20241015
20241130, 165, 168, 170, 174, 331-333, 342, 344-345, 348-349, 358, 375, 377, 380, 382, 393, 402, 416, 479, 529, 565
20241748
20242026
202423100
20242536, 40
2024327, 15, 17-18, 23, 25
202434108, 284, 299, 380, 405-407, 409-410, 755, 764
202441290
20245154
20245252-53
20246589, 345
202469184, 197, 360, 373-374, 376, 682, 694
20247247
2024752
202477328, 332, 334, 339
20248311, 89
202485350, 353, 364
20251019, 22, 24, 26, 29-30, 35, 38, 51, 55, 73, 91, 838, 910
20251518-19, 21-22, 47, 58-63, 68, 70, 74, 82
2025234, 13, 18, 20, 22, 101, 105, 107-108, 120-122, 126, 128-129, 135, 142-143, 176
2025282, 6, 165, 178, 187, 199, 220
20253069-70
202533114, 120, 122, 125-126, 138, 154, 166, 170-171
20253845
202542669, 674, 679, 685, 738, 752, 758, 767, 783, 791, 843
2025547, 10, 19, 447
20255910, 19, 206, 313
202563202
202571676, 1038
202575326
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 104

Þingmál A51 (landnýtingaráætlun)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-01-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 105

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Löggjafarþing 106

Þingmál A61 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-31 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A87 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 108

Þingmál A66 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A323 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A464 (lögbókandagerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 112

Þingmál A352 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 1990-05-01 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 115

Þingmál A449 (skipulag á Miðhálendi Íslands)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-04-10 12:31:00 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A146 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-10-28 14:43:05 - [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A200 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-09 11:12:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 118

Þingmál A106 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-19 14:05:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 120

Þingmál A342 (meðferð trúnaðarupplýsinga)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-06 13:49:44 - [HTML]

Þingmál A389 (sameining Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-13 15:20:06 - [HTML]

Þingmál A519 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-06-04 21:17:46 - [HTML]

Þingmál B318 (meðferð landbúnaðarráðuneytisins á malartökuleyfi Vatnsskarðs hf.)

Þingræður:
148. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1996-05-24 14:26:58 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-10-10 13:45:07 - [HTML]
6. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-10-10 14:27:50 - [HTML]
42. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-12 18:29:46 - [HTML]

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 956 - Komudagur: 1997-02-26 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Ýmis gögn frá ritara - [PDF]
Dagbókarnúmer 983 - Komudagur: 1997-03-04 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (Upplýsingar frá ritara) - [PDF]

Þingmál A346 (brunavarnir og brunamál)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-24 16:28:59 - [HTML]

Þingmál A531 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1782 - Komudagur: 1997-04-28 - Sendandi: Samstarfsnefnd námsmannahreyfinganna - [PDF]

Löggjafarþing 122

Þingmál A209 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 1997-11-27 - Sendandi: Sjávarútvegsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1997-12-05 16:44:10 - [HTML]
115. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1998-04-30 16:45:23 - [HTML]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-05 18:06:42 - [HTML]
125. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-12 11:11:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2241 - Komudagur: 1998-05-20 - Sendandi: Sigurður Líndal prófessor - Skýring: (sérprentun úr skýrslu aðalfundar SÍR 1983) - [PDF]

Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-05 10:34:16 - [HTML]
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1998-05-09 15:41:11 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A122 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-12-19 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1999-01-12 13:43:34 - [HTML]

Þingmál A564 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-03-11 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-03 13:55:23 - [HTML]
76. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1999-03-03 13:57:37 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A98 (eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (frumvarp) útbýtt þann 1999-10-14 15:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-21 15:58:09 - [HTML]

Þingmál A122 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 489 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 535 - Komudagur: 1999-12-15 - Sendandi: Landssími Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A151 (aukagreiðslur til ríkisendurskoðanda o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (svar) útbýtt þann 1999-11-11 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A160 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-10 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 387 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-14 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 480 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-17 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1999-11-12 12:28:01 - [HTML]
51. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-21 19:37:13 - [HTML]

Þingmál A199 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-16 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-18 18:49:21 - [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1221 - Komudagur: 2000-03-23 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]

Þingmál A240 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-30 17:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-21 15:39:54 - [HTML]

Þingmál A280 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Útlendingaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A360 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-16 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (lyfjalög og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-24 17:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1639 - Komudagur: 2000-04-18 - Sendandi: Samtök verslunarinnar -, - Félag ísl. stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A519 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A585 (fullgilding samnings um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 887 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-04-04 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (fullgilding Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-04-04 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B463 (stjórn fiskveiða)

Þingræður:
102. þingfundur - Sverrir Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-26 13:47:04 - [HTML]
102. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2000-04-26 15:00:25 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A76 (lagaráð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1708 - Komudagur: 2001-03-29 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A169 (Þingvallabærinn)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-11-08 13:37:51 - [HTML]

Þingmál A224 (safnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Félag íslenskra fornleifafræðinga - [PDF]

Þingmál A285 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-20 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp) útbýtt þann 2000-12-05 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-05 16:01:58 - [HTML]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 658 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-01-20 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-22 10:32:08 - [HTML]
63. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 2001-01-22 22:06:11 - [HTML]

Þingmál A391 (framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-17 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A412 (samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-01-23 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A428 (skipan stjórnarskrárnefndar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-02-28 14:24:31 - [HTML]

Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1772 - Komudagur: 2001-04-04 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A707 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2502 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - Skýring: (afrit af umsögn um 122. mál á 125. þingi) - [PDF]

Þingmál B118 (skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999)

Þingræður:
26. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2000-11-16 14:08:31 - [HTML]
26. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-11-16 14:44:34 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A3 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A107 (skemmtanahald á útihátíðum)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-10-10 15:46:45 - [HTML]

Þingmál A119 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1645 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A145 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-11 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-11-27 19:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-13 21:43:22 - [HTML]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2001-11-14 - Sendandi: Læknafélag Íslands - Skýring: (sameiginl. umsögn) - [PDF]

Þingmál A239 (aukinn réttur foreldra vegna veikinda barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1350 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-04-22 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-05-02 23:59:04 - [HTML]

Þingmál A252 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 568 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-13 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-01-24 11:14:53 - [HTML]
60. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2002-01-24 11:40:04 - [HTML]
60. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2002-01-24 12:07:49 - [HTML]
91. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-07 11:27:53 - [HTML]

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 654 - Komudagur: 2001-01-29 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - Skýring: (ums. Davíðs Þórs Björgvinssonar v. ums. Sifjalaga - [PDF]

Þingmál A338 (búfjárhald o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2002-03-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-02-05 15:42:38 - [HTML]
132. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-29 21:22:34 - [HTML]

Þingmál A489 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (almenn hegningarlög og lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2002-03-08 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Ísafirði - [PDF]

Þingmál A502 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (frumvarp) útbýtt þann 2002-02-14 11:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A562 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-04-30 16:49:04 - [HTML]

Þingmál A576 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-07 13:34:36 - [HTML]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A598 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 18:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A620 (vörur unnar úr eðalmálmum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-18 18:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (breyting á bókun 26 við EES-samninginn (störf Eftirlitsstofnunar EFTA))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 975 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-03-13 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A646 (Atvinnuleysistryggingasjóður)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-04-17 19:29:39 - [HTML]

Þingmál B318 (stjórnsýsla samgönguráðherra í máli læknis Flugmálastjórnar)

Þingræður:
72. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - ber af sér sakir - Ræða hófst: 2002-02-07 11:03:11 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A24 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A136 (leyniþjónusta)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2002-11-06 15:51:44 - [HTML]

Þingmál A147 (vatnsréttindi á Þjórsársvæðinu)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-12-11 15:04:34 - [HTML]

Þingmál A180 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-10 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2002-11-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A298 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 320 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-01 10:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A347 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1160 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1189 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1106 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-06 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-14 12:21:39 - [HTML]
93. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 12:26:40 - [HTML]

Þingmál A443 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 615 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A525 (breytt verkaskipting innan Stjórnarráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1379 (svar) útbýtt þann 2003-03-14 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A539 (Siglingastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-04 21:00:53 - [HTML]

Þingmál A544 (Orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-28 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-30 16:18:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1625 - Komudagur: 2003-03-08 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (um skipan lögbundinna verkefna Orkustofnunar) - [PDF]

Þingmál A550 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 14:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2003-02-27 - Sendandi: Ráðgjafarnefnd um opinbert eftirlit - [PDF]

Þingmál A613 (vatnsréttindi til virkjunar í Þjórsá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-17 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2003-04-11 - Sendandi: Kísiliðjan hf - [PDF]

Þingmál A654 (eftirlit með matvælum og heilbrigði dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 129

Þingmál B1 (rannsókn kjörbréfa)

Þingræður:
0. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2003-05-26 17:00:50 - [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A3 (aldarafmæli heimastjórnar)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2003-10-06 16:51:23 - [HTML]

Þingmál A40 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-07 15:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A67 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-11-05 13:36:22 - [HTML]
21. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-11-05 13:45:11 - [HTML]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (álit Skúla Magnússonar dósent) - [PDF]

Þingmál A325 (verklag við fjárlagagerð)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-10 11:29:53 - [HTML]
46. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2003-12-10 11:47:30 - [HTML]

Þingmál A341 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1536 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-29 11:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
127. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-26 15:33:47 - [HTML]

Þingmál A462 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A551 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (þáltill.) útbýtt þann 2004-02-04 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-30 14:14:18 - [HTML]
107. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-30 14:51:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2533 - Komudagur: 2004-05-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A564 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1446 - Komudagur: 2004-03-19 - Sendandi: Kísiliðjan hf - [PDF]

Þingmál A565 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-11 16:22:26 - [HTML]
82. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2004-03-11 17:37:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2050 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A669 (greiðslur úr ríkissjóði án heimildar í fjárlögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1600 (svar) útbýtt þann 2004-05-10 22:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A749 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2004-03-22 15:53:18 - [HTML]
106. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-29 14:06:05 - [HTML]
106. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-29 14:30:31 - [HTML]
107. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-30 11:53:44 - [HTML]
107. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2004-04-30 12:12:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1847 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál A754 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1129 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-16 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-18 17:11:36 - [HTML]

Þingmál A841 (gagnsæi og ritstjórnarlegt sjálfstæði á íslenskum fjölmiðlamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (þáltill.) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A868 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1655 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-13 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-05 16:31:57 - [HTML]
128. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-05-27 11:50:03 - [HTML]

Þingmál A871 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-27 17:34:23 - [HTML]

Þingmál A934 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 09:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-04-23 13:42:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2301 - Komudagur: 2004-05-04 - Sendandi: Helgi Þórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2328 - Komudagur: 2004-04-28 - Sendandi: Félag jarðeigenda við Þingvallavatn. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2537 - Komudagur: 2004-05-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2576 - Komudagur: 2004-06-04 - Sendandi: Félag jarðeigenda við Þingvallavatn - [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-03 16:52:13 - [HTML]
114. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2004-05-13 13:31:33 - [HTML]
121. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-21 20:01:34 - [HTML]

Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1894 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-07-20 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
136. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-21 13:33:06 - [HTML]
136. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2004-07-21 17:23:01 - [HTML]
136. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-07-21 19:08:10 - [HTML]
136. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2004-07-21 19:50:23 - [HTML]
137. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-22 11:22:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2610 - Komudagur: 2004-07-12 - Sendandi: Jón Sigurgeirsson lögfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2618 - Komudagur: 2004-07-12 - Sendandi: Páll Hreinsson lagaprófessor - Skýring: (lagt fram á fundi allshn.) - [PDF]

Þingmál B110 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2002)

Þingræður:
18. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2003-10-30 11:33:51 - [HTML]

Þingmál B154 (bréf forsætisráðuneytis til Alþingis)

Þingræður:
28. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-17 15:03:30 - [HTML]

Þingmál B477 (álit kærunefndar jafnréttismála um skipan hæstaréttardómara og viðbrögð dómsmálaráðherra)

Þingræður:
98. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-16 10:38:44 - [HTML]

Þingmál B516 (brot á samkeppnislögum)

Þingræður:
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-04-29 13:54:54 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A116 (kjör og vinnuskilyrði blaðburðarfólks)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-10-13 14:06:53 - [HTML]

Þingmál A235 (mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1391 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-10 11:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 456 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A239 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1733 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A295 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-09 16:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2004-11-29 - Sendandi: Helgi Þórsson tölfræðingur - [PDF]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2005-01-31 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 763 - Komudagur: 2005-02-01 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]

Þingmál A434 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A442 (umfang skattsvika á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 904 - Komudagur: 2005-02-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A474 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (frumvarp) útbýtt þann 2005-01-27 15:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-10 12:50:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1081 - Komudagur: 2005-03-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-05-07 16:34:17 - [HTML]
128. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2005-05-09 14:46:10 - [HTML]
128. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-05-09 15:13:30 - [HTML]
128. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-05-09 15:46:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1266 - Komudagur: 2005-04-12 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2005-04-12 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A614 (breyting á bókun 4 við samninginn milli EFTA-ríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 918 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1366 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-07 17:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:18:59 - [HTML]
128. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-09 18:20:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1585 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ut.) - [PDF]

Þingmál A649 (lyfjalög og heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-16 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A789 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-20 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B370 (utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
25. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2004-11-11 15:22:01 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A45 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2005-12-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-13 12:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A55 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-11 13:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A267 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2005-11-29 - Sendandi: Dagsbrún hf. (OgVodafone) - [PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-08 20:01:16 - [HTML]

Þingmál A279 (breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-01-16 - Sendandi: Félag ábyrgra feðra - [PDF]

Þingmál A328 (öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-16 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A366 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-09 11:07:16 - [HTML]

Þingmál A376 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 432 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-25 12:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 887 - Komudagur: 2006-02-17 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A433 (háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors - [PDF]

Þingmál A456 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-24 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-03-28 18:01:14 - [HTML]
96. þingfundur - Jóhann Ársælsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2006-03-29 17:00:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2006-03-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (frá ríkislögmanni til forsrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2006-04-05 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (svör við spurn. allshn.) - [PDF]

Þingmál A503 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-10 16:04:21 - [HTML]

Þingmál A520 (lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-14 15:20:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2006-03-14 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1486 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2006-04-10 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A552 (starfsemi og hæfi stjórnenda Kauphallarinnar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-08 15:36:20 - [HTML]
79. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-03-08 15:43:44 - [HTML]

Þingmál A556 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-21 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-23 14:57:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 2006-03-23 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1467 - Komudagur: 2006-03-24 - Sendandi: Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila - Skýring: (sameig.leg ums.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1500 - Komudagur: 2006-03-29 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2006-04-11 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1781 - Komudagur: 2006-04-24 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (styrking eftirlitsheimilda) - [PDF]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 2006-04-19 - Sendandi: Orri Vigfússon, Verndarsjóður villtra laxastofna - Skýring: (um mál 595,596,607,612,613) - [PDF]

Þingmál A634 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-24 23:08:19 - [HTML]

Þingmál A670 (dómstólar og meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-04-11 17:05:57 - [HTML]

Þingmál A708 (stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-24 18:30:30 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A9 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2007-01-29 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A48 (heildarstefnumótun í málefnum útlendinga og innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-05 18:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-12-08 - Sendandi: Magnús Helgi Árnason hdl. - Skýring: (sent fh. nokkurra útgerðarfyrirtækja) - [PDF]

Þingmál A266 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 339 - Komudagur: 2006-11-27 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A272 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1117 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-12 23:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-03 15:48:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2006-11-17 - Sendandi: Fjölbrautaskólinn við Ármúla - [PDF]
Dagbókarnúmer 340 - Komudagur: 2006-11-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 363 - Komudagur: 2006-11-28 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 730 - Komudagur: 2007-01-18 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2007-01-18 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 751 - Komudagur: 2007-01-29 - Sendandi: Prófessoraráð Landspítala Háskólasjúkrahúss - Skýring: (lagt fram á fundi ht.) - [PDF]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 16:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-11-13 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (málefni Landspítala -- háskólasjúkrahúss)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 870 (svar) útbýtt þann 2007-02-13 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-29 18:09:21 - [HTML]

Þingmál A430 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 518 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A432 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-08 20:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A459 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1016 - Komudagur: 2007-02-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A464 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1070 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-08 18:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-22 15:55:31 - [HTML]
87. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-13 16:50:32 - [HTML]

Þingmál A465 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A496 (dómstólar og meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-01-22 15:30:55 - [HTML]

Þingmál A515 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 778 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-29 21:25:31 - [HTML]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]

Þingmál A616 (neytendavernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A617 (breytingar á ýmsum lögum um neytendavernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1463 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A638 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-21 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A668 (skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-01 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1203 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-14 21:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2007-03-08 11:14:48 - [HTML]
89. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-15 18:27:21 - [HTML]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-12 15:43:14 - [HTML]
86. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 16:11:02 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-12 23:47:15 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-13 00:11:09 - [HTML]

Þingmál A692 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (tengsl Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-15 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B491 (orð þingmanns um meðferðarstofnanir)

Þingræður:
83. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2007-03-01 11:00:07 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A8 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 42 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-06-13 11:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 48 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 16:31:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2007-11-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (v. réttindagæslu fatlaðs fólks) - [PDF]

Þingmál A46 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-17 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 12:35:09 - [HTML]

Þingmál A130 (tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2007-11-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 329 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A190 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-08 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 997 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1261 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1285 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 01:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 19:59:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1243 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (vinnuskjal) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1967 - Komudagur: 2008-03-29 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið - Skýring: (minnisbl. og till. til breyt.) - [PDF]

Þingmál A215 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-15 10:37:29 - [HTML]

Þingmál A229 (tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 695 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1041 - Komudagur: 2008-01-15 - Sendandi: Bogi Nilsson fyrrv. ríkissaksóknari - Skýring: (athugasemdir og ábendingar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2008-01-17 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1298 - Komudagur: 2008-02-01 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2008-01-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A325 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2008-03-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-15 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 815 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-04-01 16:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 866 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2008-04-03 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 890 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-04-15 12:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 907 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-04-16 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-17 11:53:26 - [HTML]
49. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-17 13:48:42 - [HTML]

Þingmál A338 (atvinnuréttindi útlendinga o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1609 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2298 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2112 - Komudagur: 2008-04-10 - Sendandi: Bláskógabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 3088 - Komudagur: 2008-08-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A376 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3085 - Komudagur: 2008-08-08 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3113 - Komudagur: 2008-08-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa borgarstjóra - Skýring: (sbr. ums. SHS um nál. og brtt.) - [PDF]

Þingmál A384 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A429 (starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952--1979)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-25 14:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-03-31 17:53:31 - [HTML]

Þingmál A456 (Evrópuráðsþingið 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-28 15:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2306 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2580 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Lyfjastofnun - [PDF]

Þingmál A526 (endurskoðendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 10:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A536 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A554 (Fiskræktarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 14:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2903 - Komudagur: 2008-05-21 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A556 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A574 (framganga lögreglu gagnvart mótmælendum stóriðjuframkvæmda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-09-02 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 955 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-07 11:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1220 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1330 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-09-09 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1344 (lög í heild) útbýtt þann 2008-09-10 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-15 11:37:44 - [HTML]
103. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-05-15 14:41:45 - [HTML]
103. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-15 17:30:49 - [HTML]
103. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-15 17:59:29 - [HTML]
113. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-29 10:35:59 - [HTML]
119. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-09-09 16:33:55 - [HTML]
119. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2008-09-09 18:09:10 - [HTML]
119. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-09-09 18:42:39 - [HTML]
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-09-09 21:33:18 - [HTML]
119. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-09-09 23:06:04 - [HTML]
119. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-09 23:13:43 - [HTML]
119. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-09 23:21:28 - [HTML]
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-09 23:23:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2944 - Komudagur: 2008-05-23 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2976 - Komudagur: 2008-05-24 - Sendandi: Rúnar Vilhjálmsson prófessor - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3138 - Komudagur: 2008-09-04 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A651 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-04 14:08:06 - [HTML]

Þingmál B92 (utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
21. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2007-11-08 10:31:50 - [HTML]
21. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2007-11-08 16:52:56 - [HTML]

Þingmál B227 (embættisveitingar ráðherra)

Þingræður:
47. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-15 13:43:58 - [HTML]

Þingmál B250 (vernd lögreglumanna og refsingar við líkamsárásum)

Þingræður:
49. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-17 10:50:37 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A23 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A28 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-15 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-06 16:54:14 - [HTML]
5. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-06 17:09:41 - [HTML]
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-06 21:53:32 - [HTML]
6. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-10-06 23:09:02 - [HTML]

Þingmál A141 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-11 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-21 13:49:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 303 - Komudagur: 2008-12-04 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A152 (kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-13 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-21 15:36:01 - [HTML]

Þingmál A161 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 244 - Komudagur: 2008-11-26 - Sendandi: Ritari utanríkismálanefndar - Skýring: (frá fundi Ísl.deild Nató þingsins) - [PDF]

Þingmál A173 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2008-11-24 14:11:12 - [HTML]

Þingmál A177 (samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2008-12-05 16:11:22 - [HTML]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-11-27 11:48:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2008-12-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A186 (dýravernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-11-28 03:37:26 - [HTML]

Þingmál A194 (skylda lánastofnana í meirihlutaeigu ríkisins til að leita tilboða í innleyst fyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1429 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A196 (loftferðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2009-01-13 - Sendandi: Icelandair - [PDF]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 783 - Komudagur: 2009-01-05 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (lögfr.álit Peter Dyrberg) - [PDF]

Þingmál A280 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-02-19 18:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-20 10:51:00 - [HTML]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A286 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 512 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-06 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A359 (breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-14 18:53:31 - [HTML]

Þingmál A373 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007, um breytingu á VII. viðauka og bókun 37 við EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-03-03 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1364 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A393 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-03-24 14:32:33 - [HTML]
112. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-03-24 15:48:50 - [HTML]
112. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-24 16:01:11 - [HTML]

Þingmál A409 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 2009-04-14 14:47:13 - [HTML]

Þingmál A416 (Ríkisendurskoðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1368 - Komudagur: 2009-03-19 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A423 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-13 13:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (NATO-þingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 721 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-16 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B553 (hvalveiðar)

Þingræður:
77. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-09 15:49:30 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A1 (endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-06-16 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-18 21:09:06 - [HTML]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-07-09 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 255 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-07-10 10:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 257 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-07-10 10:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-10 12:49:18 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-10 21:20:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 104 - Komudagur: 2009-06-07 - Sendandi: Ritari utanríkismálanefndar - Skýring: (hluti úr skýrslu Evrópunefndar bls.75-112) - [PDF]

Þingmál A112 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2009-07-06 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands, ReykavíkurAkademíunni - [PDF]
Dagbókarnúmer 575 - Komudagur: 2009-07-08 - Sendandi: Félag hrefnuveiðimanna, B/t Konráðs Eggertssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 580 - Komudagur: 2009-07-09 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A117 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (frumvarp) útbýtt þann 2009-06-18 18:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A118 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A124 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 552 - Komudagur: 2009-07-08 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A125 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-22 17:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-30 16:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-07-02 18:25:29 - [HTML]

Þingmál A138 (embætti sérstaks saksóknara og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-02 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 277 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-07-15 15:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-23 12:04:46 - [HTML]
46. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-07-23 12:54:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 553 - Komudagur: 2009-07-08 - Sendandi: Sigurður Tómas Magnússon - [PDF]

Þingmál A147 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 777 - Komudagur: 2009-09-16 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 792 - Komudagur: 2009-09-21 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 811 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A166 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2009-08-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál B176 (rannsókn sérstaks saksóknara á bankahruninu)

Þingræður:
16. þingfundur - Arndís Soffía Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2009-06-08 15:17:50 - [HTML]
16. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-08 15:19:28 - [HTML]
16. þingfundur - Arndís Soffía Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2009-06-08 15:21:43 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A5 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-05 11:14:47 - [HTML]

Þingmál A17 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 109 - Komudagur: 2009-11-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2009-11-24 18:15:59 - [HTML]
38. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 14:58:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2010-01-04 - Sendandi: Þýðing á áliti Mischon de Reya - [PDF]

Þingmál A112 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1292 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-11 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-02-03 14:39:42 - [HTML]

Þingmál A229 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-17 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-05-17 19:50:05 - [HTML]

Þingmál A259 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2407 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Ritari viðskiptanefndar - Skýring: (frá nóv. 2009 til evrn.) - [PDF]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-29 18:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1095 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-14 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1114 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-05-17 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1119 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-17 16:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-01-29 12:39:37 - [HTML]
70. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-01-29 13:37:45 - [HTML]
124. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-17 20:49:19 - [HTML]
124. þingfundur - Eygló Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-05-17 21:23:46 - [HTML]
124. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-05-17 21:54:44 - [HTML]
126. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2010-05-18 14:53:04 - [HTML]
126. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-05-18 15:45:28 - [HTML]
126. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-05-18 16:26:45 - [HTML]
126. þingfundur - Eygló Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-18 16:41:50 - [HTML]
126. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-05-18 18:41:09 - [HTML]
137. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-11 14:59:42 - [HTML]
137. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-11 17:29:25 - [HTML]
138. þingfundur - Magnús Orri Schram - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-06-12 10:38:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1064 - Komudagur: 2010-02-09 - Sendandi: Samtök fjárfesta - [PDF]
Dagbókarnúmer 1066 - Komudagur: 2010-02-09 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 2010-03-02 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2010-03-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1289 - Komudagur: 2010-03-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (afrit af bréfi til SFF um málskotsrétt) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1750 - Komudagur: 2010-04-15 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A386 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-03-25 16:16:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1259 - Komudagur: 2010-03-16 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A393 (meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A396 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2009 um breytingu á X. og XI. viðauka við EES-samning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (álit) útbýtt þann 2010-03-01 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1461 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-03 11:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2769 - Komudagur: 2010-04-21 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A427 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1697 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Félag slökkviliðsstjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (sbr. ums. slökkviliðsstjóra) - [PDF]

Þingmál A461 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 796 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A516 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-06-15 21:49:48 - [HTML]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2786 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A560 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A562 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1993 - Komudagur: 2010-05-06 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A567 (loftferðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Icelandair ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2151 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A572 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2434 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2684 - Komudagur: 2010-06-03 - Sendandi: Hagar hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 3084 - Komudagur: 2010-08-24 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð vegna umsagna) - [PDF]

Þingmál A578 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Eygló Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-09 20:52:57 - [HTML]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-08 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
142. þingfundur - Eygló Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-06-16 02:32:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2160 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Varnarmálastofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2162 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A590 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2272 - Komudagur: 2010-05-14 - Sendandi: Félag hrefnuveiðimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2346 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-05-11 16:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A693 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-09-07 11:42:05 - [HTML]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 11:40:58 - [HTML]
159. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 15:33:44 - [HTML]
159. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 18:10:16 - [HTML]
159. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 18:47:07 - [HTML]
161. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-09-15 16:03:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3169 - Komudagur: 2010-06-07 - Sendandi: Árni M.Mathiesen fyrrv. fjármálaráðherra - Skýring: (svar við bréfi þingmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3170 - Komudagur: 2010-06-07 - Sendandi: Björgvin G. Sigurðsson fyrrv. viðskiptaráðherra - Skýring: (svar við bréfi þingmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3193 - Komudagur: 2010-08-03 - Sendandi: Stjórn Samtaka stofnfjáreigenda í BYR sparisjóði - Skýring: (fall sparisjóðanna) - [PDF]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
164. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-09-21 10:33:21 - [HTML]
167. þingfundur - Atli Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-09-27 13:58:34 - [HTML]

Þingmál A707 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B531 (skipan skilanefnda bankanna)

Þingræður:
71. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-02-01 15:50:24 - [HTML]
71. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-02-01 15:54:46 - [HTML]

Þingmál B554 (fjárhagsvandi sveitarfélaga)

Þingræður:
74. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-04 10:53:00 - [HTML]

Þingmál B1072 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
141. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-06-14 21:03:00 - [HTML]

Þingmál B1190 (auglýsingaskilti utan þéttbýlis)

Þingræður:
154. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2010-09-09 10:51:48 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A79 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 46 - Komudagur: 2010-11-02 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Jón Viðar Matthíasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa borgarstjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 417 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]

Þingmál A105 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-20 17:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-07 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 874 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-22 13:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-07 20:27:13 - [HTML]
43. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-07 20:31:54 - [HTML]
43. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-12-07 20:44:30 - [HTML]
43. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-07 21:18:23 - [HTML]
43. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-07 21:28:20 - [HTML]
47. þingfundur - Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson - Ræða hófst: 2010-12-14 18:51:16 - [HTML]
59. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-01-17 18:04:31 - [HTML]
59. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-01-17 18:20:04 - [HTML]
59. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2011-01-17 18:40:18 - [HTML]
60. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-01-18 17:19:23 - [HTML]
61. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-01-19 14:36:31 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-22 15:24:37 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 15:56:57 - [HTML]
76. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-02-22 16:08:57 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 16:21:55 - [HTML]
76. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 16:23:54 - [HTML]
76. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2011-02-22 17:08:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 276 - Komudagur: 2010-11-17 - Sendandi: Icelandair Group hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 286 - Komudagur: 2010-11-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Hörður Felix Harðarson hrl. og Heimir Örn Herbertsson hrl. - [PDF]

Þingmál A134 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 114/2008 um breyt. á IX. og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 10:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-04 13:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Ögmundur Jónasson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-09 15:28:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1670 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A190 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-29 16:51:08 - [HTML]
102. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-29 16:53:23 - [HTML]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-24 11:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-04-07 13:30:25 - [HTML]
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-04-07 14:21:52 - [HTML]
113. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-04-15 11:35:26 - [HTML]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1597 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-01 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 20:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]
Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson - Skýring: (viðbótar umsögn og ýmis gögn) - [PDF]

Þingmál A210 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-11-23 18:31:27 - [HTML]

Þingmál A234 (Lúganósamningurinn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-29 18:29:56 - [HTML]
102. þingfundur - Eygló Harðardóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-29 20:17:19 - [HTML]

Þingmál A299 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1830 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 16:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2011-02-07 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis - [PDF]

Þingmál A348 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 894 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-02-23 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-12-07 18:10:30 - [HTML]
83. þingfundur - Atli Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-01 14:41:16 - [HTML]
83. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-03-01 15:06:24 - [HTML]
143. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-06-07 14:06:26 - [HTML]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]

Þingmál A422 (valdheimildir Evrópusambandsins á sviði orkuauðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 694 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-01-18 13:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 899 (svar) útbýtt þann 2011-03-01 17:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Ólafur Walter Stefánsson - [PDF]

Þingmál A548 (rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-15 15:24:36 - [HTML]

Þingmál A549 (skipun stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1028 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-14 19:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1037 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-15 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-15 18:43:24 - [HTML]
93. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-03-15 19:51:46 - [HTML]

Þingmál A563 (mat á skilaverði eignasafns Landsbanka Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-16 18:09:36 - [HTML]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breyt. á XIII. viðauka við EES-samninginn, reglugerð nr. 216/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-09 17:36:45 - [HTML]

Þingmál A622 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-22 17:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A643 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2843 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A645 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2203 - Komudagur: 2011-05-03 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1857 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-06 10:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 22:20:56 - [HTML]
117. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-05-04 16:13:20 - [HTML]
160. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-09-08 19:35:14 - [HTML]
160. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 21:39:17 - [HTML]
161. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-12 12:16:39 - [HTML]
161. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-09-12 15:51:30 - [HTML]
161. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2011-09-12 20:19:52 - [HTML]
161. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 00:54:47 - [HTML]
162. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 11:47:42 - [HTML]
162. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-09-13 16:05:12 - [HTML]
163. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-14 12:32:16 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-09-15 12:30:25 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-09-15 14:00:26 - [HTML]
164. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 14:20:59 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 14:22:21 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 14:27:13 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 14:29:24 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-15 15:00:53 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-15 15:04:32 - [HTML]
164. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-15 15:07:16 - [HTML]
164. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-09-15 16:04:05 - [HTML]
164. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2011-09-15 18:39:30 - [HTML]
164. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-15 18:46:21 - [HTML]
164. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-15 18:52:11 - [HTML]
164. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-15 19:06:38 - [HTML]
164. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-15 19:51:53 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-09-15 21:07:12 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 21:37:29 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 21:45:06 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-15 23:39:02 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-16 00:04:46 - [HTML]
164. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-16 00:08:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2689 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Félag forstöðumanna ríkisstofnana - [PDF]
Dagbókarnúmer 2721 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1857 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-06 10:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A704 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1586 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-06-01 12:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2554 - Komudagur: 2011-05-19 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2115 - Komudagur: 2011-04-27 - Sendandi: ISNIC, Internet á Íslandi hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2470 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Internet á Íslandi hf.(Logos lögm.þjónusta) - [PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-17 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1998 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2908 - Komudagur: 2011-06-16 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (um 1.-8. kafla) - [PDF]

Þingmál A727 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1649 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 17:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2545 - Komudagur: 2011-05-19 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A753 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2711 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A754 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2730 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari - [PDF]

Þingmál A778 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-05 18:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A791 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1416 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-05-12 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-05-16 22:16:15 - [HTML]

Þingmál A822 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1463 (álit) útbýtt þann 2011-05-19 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A824 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2769 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1692 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1710 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-09 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
139. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 22:37:35 - [HTML]
150. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-10 23:51:02 - [HTML]
151. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-11 10:28:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2868 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2876 - Komudagur: 2011-06-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
141. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-06 14:18:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3094 - Komudagur: 2011-09-26 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A860 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1571 (þáltill.) útbýtt þann 2011-05-30 11:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A901 (fjáraukalög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1847 (frumvarp) útbýtt þann 2011-09-02 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A902 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1848 (frumvarp) útbýtt þann 2011-09-02 18:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B848 (mengunarmál aflþynnuverksmiðjunnar Becromal við Eyjafjörð)

Þingræður:
101. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2011-03-28 16:17:59 - [HTML]

Þingmál B1079 (umhverfismengun frá fyrirtækjum -- umræða um stjórn fiskveiða -- koma hvítabjarna o.fl.)

Þingræður:
131. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-05-20 10:59:14 - [HTML]

Þingmál B1313 (frumvarp um Stjórnarráðið)

Þingræður:
161. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-09-12 10:54:08 - [HTML]
161. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-09-12 10:58:43 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 13:54:58 - [HTML]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Jón Þór Ólafsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2012-01-18 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - [PDF]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-21 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-10-06 14:09:29 - [HTML]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-04 13:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A26 (forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 247 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Eva Hauksdóttir - [PDF]

Þingmál A42 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-05 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-12 16:23:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Travis Didrik Kovaleinen - [PDF]

Þingmál A57 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-20 17:24:07 - [HTML]

Þingmál A97 (fjáraukalög 2011)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-11-14 16:18:18 - [HTML]

Þingmál A135 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-01 14:17:04 - [HTML]
15. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-01 14:18:58 - [HTML]
15. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-01 14:20:34 - [HTML]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: LOGOS fh. Internets á Íslandi hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Magnús Soffaníasson frkvstj. TSC ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1326 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: ISNIC - Internet á Íslandi - Skýring: (viðbótar umsögn) - [PDF]

Þingmál A269 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1061 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-03-27 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A290 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-17 10:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Fornleifastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A342 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A349 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-06-11 16:28:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 891 - Komudagur: 2012-01-12 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2012-01-12 - Sendandi: Fjarskipti ehf. (Vodafone) - [PDF]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1629 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2012-03-29 - Sendandi: Íslandspóstur ohf. - [PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2012-03-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1547 - Komudagur: 2012-03-16 - Sendandi: Borgarskjalasafn Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A372 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1379 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-18 19:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1506 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-19 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1531 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-12 19:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-11 16:46:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1041 - Komudagur: 2012-02-14 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Suðurlandssvæðis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis - [PDF]

Þingmál A376 (frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 18:03:02 - [HTML]
99. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-15 18:17:35 - [HTML]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-01-20 20:00:54 - [HTML]
64. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-02-29 18:42:39 - [HTML]

Þingmál A508 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1551 - Komudagur: 2012-03-16 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1950 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A522 (rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna frá 1997 til 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 802 (þáltill.) útbýtt þann 2012-02-15 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A536 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (frumvarp) útbýtt þann 2012-02-16 16:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 17/2011 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 889 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-27 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A573 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 890 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-27 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A583 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-28 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A599 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2390 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: 365 - miðlar ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2510 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A610 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-03-21 18:44:26 - [HTML]

Þingmál A634 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1016 (álit) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1100 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-03-29 10:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-05-16 17:02:30 - [HTML]
100. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-16 17:24:18 - [HTML]
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-21 23:16:28 - [HTML]

Þingmál A656 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-29 02:37:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1685 - Komudagur: 2012-04-11 - Sendandi: Íslandsbanki - Skýring: (sent skv. beiðni form. efnh- og viðskn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2095 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (álit Magnúsar Thoroddsen, sent skv. beiðni ritara - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1432 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-31 17:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 14:19:49 - [HTML]
115. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-06-07 15:46:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1686 - Komudagur: 2012-04-11 - Sendandi: Íslandsbanki - Skýring: (sent skv. beiðni form. efnh- og viðskn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2096 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (álit Magnúsar Thoroddsen, sent skv. beiðni ritara - [PDF]

Þingmál A683 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Félag löglærðra aðstoðarmanna dómara - [PDF]

Þingmál A685 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A704 (neytendalán)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-30 18:07:28 - [HTML]
92. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-30 18:12:24 - [HTML]
92. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-30 18:13:49 - [HTML]
92. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-04-30 18:47:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2228 - Komudagur: 2012-05-09 - Sendandi: Aðalsteinn Sigurðsson og Arnar Kristinsson - [PDF]

Þingmál A710 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A748 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1528 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-12 22:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Þuríður Backman (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-19 17:35:29 - [HTML]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A778 (framtíðarskipan fjármálakerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2729 - Komudagur: 2012-05-30 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (umsagnir sem bárust efnh- og viðskrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2765 - Komudagur: 2012-08-29 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ums. frá efnh.- og viðskrn. - viðbót) - [PDF]

Þingmál A811 (skipun rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1397 (þáltill. n.) útbýtt þann 2012-05-21 20:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B76 (dýravernd)

Þingræður:
8. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-10-13 15:48:02 - [HTML]

Þingmál B175 (ríkisábyrgðir á bankainnstæðum)

Þingræður:
21. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-11-14 15:22:20 - [HTML]
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-11-14 15:24:28 - [HTML]

Þingmál B181 (afgreiðsla fjáraukalaga)

Þingræður:
21. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-11-14 16:28:54 - [HTML]

Þingmál B189 (framtíð sparisjóðakerfisins)

Þingræður:
25. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-17 11:00:52 - [HTML]

Þingmál B201 (3. umr. um fjáraukalög og salan á Byr)

Þingræður:
24. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-11-16 15:12:11 - [HTML]

Þingmál B525 (staða lífeyrissjóðanna, munnleg skýrsla fjármálaráðherra)

Þingræður:
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-02-16 14:54:35 - [HTML]

Þingmál B912 (umgjörð ríkisfjármála)

Þingræður:
97. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-05-10 13:42:27 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A16 (skipun rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (þáltill. n.) útbýtt þann 2012-09-18 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 972 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-02-11 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-24 15:00:11 - [HTML]

Þingmál A26 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 11:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A31 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 11:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (efnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 123 - Komudagur: 2012-10-15 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-17 21:52:53 - [HTML]

Þingmál A103 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 69 - Komudagur: 2012-10-09 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 109 - Komudagur: 2012-10-11 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 972 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: (svör við fsp.) - [PDF]

Þingmál A116 (rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna 1997--2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-18 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - Skýring: (lagt fram á fundi am.) - [PDF]

Þingmál A150 (skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-11 15:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 271 - Komudagur: 2012-10-31 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A172 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-25 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A173 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 773 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A175 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1332 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-25 18:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson - [PDF]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 971 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Borgarskjalasafn Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-21 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1074 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-26 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-10-16 16:47:33 - [HTML]

Þingmál A230 (áhrif Evrópusambandsaðildar á virðisaukaskattskerfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (svar) útbýtt þann 2012-12-03 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A247 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-16 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-25 14:08:00 - [HTML]

Þingmál A272 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A273 (starf auðlindastefnunefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-25 17:49:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 602 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Borgarnesi - [PDF]
Dagbókarnúmer 670 - Komudagur: 2012-11-21 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1269 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-15 14:38:25 - [HTML]

Þingmál A298 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 331 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-25 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (frítökuréttur slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (svar) útbýtt þann 2012-11-07 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-07 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-22 01:16:05 - [HTML]
61. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-22 02:14:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 775 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Utanríkismálanefnd Alþingis - [PDF]

Þingmál A390 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 948 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1112 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-20 14:43:49 - [HTML]
75. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-30 16:25:43 - [HTML]
76. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-01-31 15:59:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 744 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Kristján Andri Stefánsson - Skýring: (um VIII. kafla,til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 814 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir - Skýring: (punktar v. fundar með am.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 920 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Arnór Snæbjörnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til atvn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til umhv.- og samgn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (um 13., 25. og 34.gr. frv.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1082 - Komudagur: 2012-12-08 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (um 111. gr., sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - Skýring: (send um 3. mál á 140. löggjþ. 17.1.2012) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-12-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1253 - Komudagur: 2013-01-08 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (um VIII. kafla) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2013-01-30 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti) - [PDF]

Þingmál A420 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1512 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2013-01-02 - Sendandi: LOGOS fh. Internets á Íslandi hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2013-01-11 - Sendandi: ISNIC - [PDF]
Dagbókarnúmer 1366 - Komudagur: 2013-02-06 - Sendandi: TSC ehf., net- og tölvuþjónusta - [PDF]
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: 1984 ehf., Mörður Ingólfsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1513 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1779 - Komudagur: 2013-02-26 - Sendandi: ISNIC - [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1378 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-27 21:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1395 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-28 01:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1418 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Einar Gunnarsson skógfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1425 - Komudagur: 2013-02-10 - Sendandi: Ólafur H. Jónsson form. Landeigenda Reykjahlíðar ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1427 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Bláskógabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1558 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Norðurþing - [PDF]

Þingmál A453 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A456 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-29 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A474 (vönduð lagasetning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-30 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A488 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1656 - Komudagur: 2013-02-19 - Sendandi: Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, Jón Steinn Elíasson form. - Skýring: Sameiginl. umsögn með Félagi atvinnur. og Samt. ís - [PDF]

Þingmál A490 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1837 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A499 (tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1327 - Komudagur: 2013-01-31 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-07 17:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1836 - Komudagur: 2013-03-01 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A543 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A565 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 217/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 955 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-01-29 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1123 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-05 19:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1744 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1747 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A579 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 987 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A600 (Norðurlandasamningur um almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1020 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-19 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A614 (undirbúningur lagafrumvarpa um bætta heildarumgjörð laga og reglna um íslenskt fjármálakerfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-21 13:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1066 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-25 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-14 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (réttindagæsla fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-12 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A706 (eftirlit með endurskoðun og úrbótum á löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-27 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B28 (umræður um störf þingsins 19. september)

Þingræður:
6. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2012-09-19 15:30:42 - [HTML]

Þingmál B260 (gjaldeyrishöft)

Þingræður:
32. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-11-08 10:50:43 - [HTML]

Þingmál B286 (skipulögð glæpastarfsemi og staða lögreglunnar)

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-15 11:09:57 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A4 (stjórn fiskveiða o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 37 - Komudagur: 2013-06-19 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]

Þingmál A11 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2013-06-25 16:13:14 - [HTML]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-12 14:39:13 - [HTML]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-06-14 13:30:49 - [HTML]
18. þingfundur - Edward H. Huijbens - Ræða hófst: 2013-07-01 16:07:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 93 - Komudagur: 2013-06-24 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna, Jón Gunnar Björgvinsson - [PDF]

Þingmál B207 (úthlutunarreglur LÍN og kjör stúdenta)

Þingræður:
22. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2013-07-04 11:27:57 - [HTML]

Þingmál B272 (sæstrengur)

Þingræður:
29. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-09-17 16:47:00 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A22 (lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 11:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 202 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-11-13 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A61 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-08 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A92 (skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A94 (Neytendastofa og talsmaður neytenda)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-16 16:15:39 - [HTML]
10. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-16 16:32:03 - [HTML]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-06 14:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (álitsgerð f. atvinnuveganefnd) - [PDF]

Þingmál A158 (aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A159 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 672 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-02-27 17:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A160 (lífsýnasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 672 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-02-27 17:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 509 - Komudagur: 2013-12-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A186 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-19 18:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A187 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-20 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 745 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A213 (færsla eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2014-03-17 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A227 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-09 18:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-18 14:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-21 14:38:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Þingeyinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1124 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Borgarskjalasafn Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Félag héraðsskjalavarða - [PDF]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 821 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-03-24 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1209 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1259 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 22:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-16 12:43:16 - [HTML]
118. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-16 10:53:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2014-02-24 - Sendandi: Mosfellsbær, fjölskyldusvið - [PDF]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-02 12:58:52 - [HTML]
102. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-05-02 15:34:01 - [HTML]

Þingmál A251 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-05-14 10:04:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1263 - Komudagur: 2014-03-13 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A254 (Fjármálaeftirlitið og starfsemi Dróma hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 465 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-12-20 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 547 (svar) útbýtt þann 2014-01-23 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A274 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-02-18 14:27:40 - [HTML]

Þingmál A275 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-01-20 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-01-23 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-01-28 15:51:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2014-02-24 - Sendandi: Snorri Örn Árnason - [PDF]

Þingmál A284 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1232 - Komudagur: 2014-03-11 - Sendandi: Guðmundur Viðar Gunnarsson - [PDF]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-19 17:20:35 - [HTML]
66. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 14:59:34 - [HTML]
66. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-20 17:59:14 - [HTML]
68. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-02-25 20:44:14 - [HTML]

Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-03-11 16:01:26 - [HTML]
72. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2014-03-11 16:58:29 - [HTML]
74. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-13 11:39:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1480 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]
Dagbókarnúmer 1500 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]

Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]

Þingmál A350 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-25 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1479 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]

Þingmál A370 (norrænt samstarf 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 679 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-10 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A392 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-05-16 16:11:50 - [HTML]

Þingmál A418 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2014-03-20 18:08:38 - [HTML]
78. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 18:16:08 - [HTML]

Þingmál A426 (fjármálastöðugleikaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 765 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-18 18:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A474 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (álit) útbýtt þann 2014-03-24 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Edward H. Huijbens - Ræða hófst: 2014-04-10 18:49:50 - [HTML]

Þingmál A522 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B23 (umræður um störf þingsins 9. október)

Þingræður:
6. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-10-09 15:02:07 - [HTML]

Þingmál B117 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, sbr. ályktun Alþingis nr. 1/142, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
18. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-07 11:12:36 - [HTML]

Þingmál B124 (nauðungarsölur)

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-11-07 10:55:21 - [HTML]
18. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-07 10:57:37 - [HTML]
18. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-11-07 10:59:56 - [HTML]

Þingmál B405 (Fiskistofa og vinnubrögð stofnunarinnar)

Þingræður:
53. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2014-01-21 14:35:35 - [HTML]

Þingmál B534 (málefni Seðlabankans)

Þingræður:
68. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-02-25 15:46:52 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A17 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2014-11-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A54 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 514 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-11-13 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A74 (jarðalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Nefnd um nýtingu og varðveislu ræktanlegs lands á Íslandi - [PDF]

Þingmál A98 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-15 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-25 15:49:44 - [HTML]

Þingmál A99 (merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-15 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A117 (mæling á gagnamagni í internetþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (svar) útbýtt þann 2014-10-22 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A157 (vegalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 417 - Komudagur: 2014-11-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: , Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A159 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-07 15:18:35 - [HTML]
15. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-07 15:23:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A260 (könnun á framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-16 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A274 (endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-04 17:44:51 - [HTML]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-02-26 18:57:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Hörður Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1630 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Sif Konráðsdóttir - [PDF]

Þingmál A321 (stefna stjórnvalda um lagningu raflína)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 676 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Hörður Einarsson - [PDF]

Þingmál A342 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1303 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-19 17:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A346 (kvótasetning á makríl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 619 (svar) útbýtt þann 2014-12-02 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A368 (endurupptaka vegna látinna dómþola í máli Hæstaréttar nr. 214/1978)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 775 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-16 11:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-12-16 22:10:15 - [HTML]

Þingmál A376 (Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-12 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 994 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-02-25 17:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-02-26 21:41:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1671 - Komudagur: 2015-03-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A412 (almannavarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2014-12-10 22:49:45 - [HTML]
45. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:05:30 - [HTML]
45. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:06:53 - [HTML]
45. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:08:06 - [HTML]
45. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:10:45 - [HTML]
45. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:13:23 - [HTML]
45. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:16:29 - [HTML]
45. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:17:51 - [HTML]
45. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:19:07 - [HTML]
45. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:21:30 - [HTML]

Þingmál A422 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:52:35 - [HTML]

Þingmál A425 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A426 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 634 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-03 18:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-12-16 21:54:34 - [HTML]
117. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 14:33:47 - [HTML]
117. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 22:56:25 - [HTML]
118. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 16:05:29 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-03 17:02:52 - [HTML]
119. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-04 16:03:44 - [HTML]
119. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-06-04 16:26:18 - [HTML]
141. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-07-01 14:22:40 - [HTML]
141. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-07-01 14:26:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2015-03-03 - Sendandi: Fiskistofa, starfsmenn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A449 (lögregla og drónar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-01-26 17:01:43 - [HTML]

Þingmál A451 (samningur hafnríkja til að uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-12-05 16:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-03 16:06:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: Steinar Frímannsson - [PDF]

Þingmál A456 (Menntamálastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2015-02-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A464 (eftirlit með framkvæmd laga um vexti og verðtryggingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 929 (svar) útbýtt þann 2015-02-16 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A515 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A534 (hafrannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (svar) útbýtt þann 2015-03-02 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 975 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 2015-04-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2015-04-22 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1743 - Komudagur: 2015-04-28 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2015-05-26 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-03 14:40:15 - [HTML]
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-03 15:13:25 - [HTML]
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-03 16:13:39 - [HTML]

Þingmál A621 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1074 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-03-17 13:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-17 17:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-04 18:01:43 - [HTML]
101. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-04 18:04:13 - [HTML]
101. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-05-04 18:06:32 - [HTML]
101. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-04 18:23:42 - [HTML]
101. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-04 19:04:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2060 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A636 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-23 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-29 15:59:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2082 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]

Þingmál A638 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1099 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-24 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-05-11 20:42:36 - [HTML]

Þingmál A643 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1106 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-24 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A688 (ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-06-08 15:43:17 - [HTML]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-21 20:03:08 - [HTML]

Þingmál A700 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-30 12:29:53 - [HTML]

Þingmál A703 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1385 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-03 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-29 15:36:27 - [HTML]
140. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-30 13:13:36 - [HTML]

Þingmál A735 (meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-04-30 18:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A752 (aðgangur að skjölum skv. 29. gr. laga um opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1437 (svar) útbýtt þann 2015-07-03 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-06-10 13:34:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2320 - Komudagur: 2015-06-25 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-13 15:54:55 - [HTML]

Þingmál A800 (uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-06-24 18:57:39 - [HTML]

Þingmál B194 (umræður um störf þingsins 22. október)

Þingræður:
23. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-10-22 15:27:22 - [HTML]

Þingmál B619 (þjóðaröryggisstefna)

Þingræður:
69. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-02-24 13:55:10 - [HTML]

Þingmál B712 (Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
80. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-17 20:55:15 - [HTML]

Þingmál B1081 (umræður um störf þingsins 3. júní)

Þingræður:
118. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-06-03 10:10:57 - [HTML]

Þingmál B1163 (breytingar á stjórnarskrá)

Þingræður:
127. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-11 10:36:26 - [HTML]

Þingmál B1242 (umræður um störf þingsins 24. júní)

Þingræður:
136. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2015-06-24 15:33:58 - [HTML]

Þingmál B1294 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
143. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2015-07-01 21:34:07 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A12 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-11 19:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-17 16:48:17 - [HTML]

Þingmál A13 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A14 (embætti umboðsmanns aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2016-02-19 - Sendandi: Samband ísl. berkla - og brjóstholssjúklinga - [PDF]

Þingmál A51 (spilahallir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2016-04-11 - Sendandi: Íslandsspil - [PDF]

Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-11-24 18:24:48 - [HTML]

Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2016-03-29 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]

Þingmál A182 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (frumvarp) útbýtt þann 2015-10-05 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A228 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-15 13:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 377 - Komudagur: 2015-11-16 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]

Þingmál A332 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 912 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-01 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-01 15:31:06 - [HTML]
83. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-03-01 16:09:25 - [HTML]
83. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2016-03-01 17:06:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 588 - Komudagur: 2015-12-18 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A383 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-26 16:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 634 - Komudagur: 2016-01-13 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A385 (sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 615 - Komudagur: 2016-01-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A396 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1551 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-17 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1564 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-08-24 09:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1613 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-01 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 922 - Komudagur: 2016-02-22 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1148 - Komudagur: 2016-03-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A436 (fullgilding stofnsamnings um Innviðafjárfestingabanka Asíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-12-16 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A456 (ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1328 - Komudagur: 2016-04-22 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A458 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-27 19:03:54 - [HTML]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-09 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1521 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1522 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-08-15 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1555 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1615 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-01 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-03-15 17:53:21 - [HTML]
133. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-16 22:52:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2016-04-08 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2016-04-11 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1312 - Komudagur: 2016-04-15 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1314 - Komudagur: 2016-04-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1320 - Komudagur: 2016-04-18 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1464 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1581 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1586 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1854 - Komudagur: 2016-08-16 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2250 - Komudagur: 2016-08-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1009 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-15 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A615 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1017 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2016-04-11 - Sendandi: Kristleifur Indriðason - [PDF]
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2016-05-12 - Sendandi: Áslaug Björgvinsdóttir - [PDF]

Þingmál A630 (eftirlit með rekstri Íslandspósts og póstþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1241 (svar) útbýtt þann 2016-05-10 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A653 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-04-04 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A658 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-06-02 12:50:57 - [HTML]

Þingmál A659 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1704 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-26 18:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Nefnd) - Ræða hófst: 2016-09-28 17:48:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1582 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Frumtök - samtök framleiðenda frumlyfja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1630 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1606 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-30 18:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1639 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-09-08 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1644 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-08 12:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-06 14:08:09 - [HTML]
147. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-06 16:52:46 - [HTML]
147. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2016-09-06 17:31:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2016-06-07 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður - [PDF]

Þingmál A674 (Umhverfisstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1961 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A675 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2016-06-13 - Sendandi: Kú ehf., Ólafur M. Magnússon - [PDF]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1674 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-19 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1675 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-19 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-19 18:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1699 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-23 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-28 13:33:55 - [HTML]
154. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-20 20:57:57 - [HTML]
154. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 21:15:28 - [HTML]
154. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-20 21:17:25 - [HTML]
154. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 21:31:34 - [HTML]
154. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 21:33:49 - [HTML]
154. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 22:02:48 - [HTML]
154. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2016-09-20 22:52:02 - [HTML]
156. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-09-23 12:31:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1830 - Komudagur: 2016-08-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (Sent til stjsk.- og eftirlitsnefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2027 - Komudagur: 2016-05-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2055 - Komudagur: 2016-09-15 - Sendandi: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd - [PDF]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1440 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-02 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1467 (lög í heild) útbýtt þann 2016-06-02 17:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1398 - Komudagur: 2016-05-02 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála - [PDF]

Þingmál A731 (kaup á upplýsingum um aflandsfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1588 (svar) útbýtt þann 2016-08-29 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A810 (gjaldeyrismál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Birgir Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2016-06-02 22:31:42 - [HTML]

Þingmál A826 (gjaldeyrismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1946 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1949 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Lagastoð, lögfræðiþjónusta - [PDF]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
144. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-09-01 14:28:19 - [HTML]
144. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-01 14:38:46 - [HTML]
144. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2016-09-01 15:55:46 - [HTML]

Þingmál A844 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2017--2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1580 (þáltill.) útbýtt þann 2016-08-25 11:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A849 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2093 - Komudagur: 2016-09-20 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A851 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1609 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 22:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A865 (fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1637 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-09-07 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A871 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1668 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2146 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Formenn yfirskattanefndar, úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, kærunefndar útlendingamála og úrskurðarnefndar velferðarmála. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2265 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A876 (raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2169 - Komudagur: 2016-09-27 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir - [PDF]

Þingmál A888 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-29 18:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B12 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-08 20:13:14 - [HTML]

Þingmál B262 (umræður um hryðjuverkin í París)

Þingræður:
35. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-11-17 13:34:03 - [HTML]

Þingmál B296 (störf þingsins)

Þingræður:
39. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-11-24 14:03:11 - [HTML]

Þingmál B297 (starfsumhverfi lögreglunnar)

Þingræður:
39. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-11-24 14:25:15 - [HTML]
39. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-24 14:31:57 - [HTML]

Þingmál B313 (vopnaburður lögreglunnar)

Þingræður:
41. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-11-26 10:41:00 - [HTML]
41. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-11-26 10:45:19 - [HTML]

Þingmál B925 (staða fjölmiðla á Íslandi)

Þingræður:
117. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-24 14:05:05 - [HTML]

Þingmál B1028 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)

Þingræður:
132. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-08-15 15:32:22 - [HTML]

Þingmál B1091 (bónusar til starfsmanna Kaupþings)

Þingræður:
141. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-08-29 15:15:10 - [HTML]

Þingmál B1184 (yfirlýsing forseta um skýrslu fjárlaganefndar)

Þingræður:
153. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2016-09-19 16:09:43 - [HTML]

Þingmál B1204 (afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá)

Þingræður:
155. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-22 11:11:03 - [HTML]
155. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2016-09-22 11:14:38 - [HTML]
155. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-22 11:23:49 - [HTML]

Þingmál B1211 (afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá)

Þingræður:
156. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2016-09-23 12:02:07 - [HTML]
156. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-23 12:17:34 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2016-12-09 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A4 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 283 - Komudagur: 2017-03-02 - Sendandi: Háskóli Íslands, hjúkrunarfræðideild - [PDF]

Þingmál A7 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2016-12-12 20:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2016-12-21 - Sendandi: Úrskurðarnefnd velferðarmála - [PDF]
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2016-12-21 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 500 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A111 (viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-07 15:08:47 - [HTML]

Þingmál A126 (fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-02 18:19:11 - [HTML]

Þingmál A128 (farþegaflutningar og farmflutningar)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-09 11:58:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2017-02-23 - Sendandi: EYÞING-samband sveitarfél. á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A204 (Umhverfisstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 702 - Komudagur: 2017-04-06 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A216 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 467 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 614 - Komudagur: 2017-03-30 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-28 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 593 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-04-06 18:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 634 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-04-24 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-02 17:20:20 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-02 18:39:18 - [HTML]
61. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-02 18:43:15 - [HTML]
61. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-02 18:59:49 - [HTML]
61. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-02 19:08:34 - [HTML]
61. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-05-02 19:46:49 - [HTML]
61. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-02 19:54:17 - [HTML]
61. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-02 20:08:06 - [HTML]
61. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-02 20:12:21 - [HTML]
61. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-02 20:14:31 - [HTML]
63. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-05-04 12:11:58 - [HTML]
63. þingfundur - Smári McCarthy - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-05-04 12:13:22 - [HTML]
64. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-05-09 15:58:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2017-03-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 575 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A248 (valdheimildir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins í ljósi fregna af fráveitumálum í Mývatnssveit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-03-09 12:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 613 (svar) útbýtt þann 2017-04-06 20:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (Matvælastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-28 17:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A376 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1066 - Komudagur: 2017-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A386 (skortsala og skuldatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1029 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 10:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1049 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 15:56:04 - [HTML]

Þingmál A400 (vátryggingasamstæður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 915 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-26 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-30 12:47:33 - [HTML]

Þingmál A401 (lánshæfismatsfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1026 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 10:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1045 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-22 18:42:01 - [HTML]
68. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-22 18:48:48 - [HTML]
68. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-22 18:55:30 - [HTML]
68. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-22 18:58:04 - [HTML]
77. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-05-31 19:58:11 - [HTML]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-31 09:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1086 - Komudagur: 2017-05-03 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A408 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A412 (umgengni um nytjastofna sjávar og Fiskistofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 816 - Komudagur: 2017-04-19 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A413 (landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 810 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-25 16:06:18 - [HTML]

Þingmál A435 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A436 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 16:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1401 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1402 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi - [PDF]

Þingmál A542 (neytendamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 791 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-16 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B199 (skil á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum)

Þingræður:
29. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-21 15:01:24 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A124 (kröfur um menntun opinberra starfsmanna sem fara með valdheimildir, stjórnsýsluaðgerðir og löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-09-26 16:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 171 (svar) útbýtt þann 2017-10-26 15:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A125 (kröfur um menntun starfsmanna barnaverndar sem fara með valdheimildir, stjórnsýsluaðgerðir og löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-09-26 16:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 162 (svar) útbýtt þann 2017-10-26 15:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A126 (kröfur um menntun starfsmanna ríkisstofnana sem fara með valdheimildir, stjórnsýsluaðgerðir og löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 126 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-09-26 16:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A127 (kröfur um menntun landvarða og heilbrigðisfulltrúa sem fara með valdheimildir, stjórnsýsluaðgerðir og löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-09-26 16:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 184 (svar) útbýtt þann 2017-10-26 15:06:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A7 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-12-21 20:22:30 - [HTML]

Þingmál A8 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 11:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-16 13:36:49 - [HTML]
7. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-12-21 20:34:46 - [HTML]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A46 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-18 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-12-29 14:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A93 (afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-06 14:29:23 - [HTML]
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-06 14:58:54 - [HTML]

Þingmál A115 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-06 15:19:34 - [HTML]

Þingmál A179 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Hörður Einarsson - [PDF]

Þingmál A247 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-22 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 640 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-03-23 14:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-27 14:08:03 - [HTML]
54. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-04-24 19:26:50 - [HTML]

Þingmál A330 (matvæli o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-01 17:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A331 (Matvælastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-01 17:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A336 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2017 um breytingu á II. viðauka og XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-03-01 18:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 578 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-03-21 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-07 18:45:43 - [HTML]

Þingmál A390 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A393 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1041 - Komudagur: 2018-03-28 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2018-04-16 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1246 - Komudagur: 2018-04-16 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]

Þingmál A418 (landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 592 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2018-03-22 12:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-05-03 17:55:37 - [HTML]

Þingmál A422 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-10 14:50:59 - [HTML]
46. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-10 15:12:30 - [HTML]
46. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-04-10 15:16:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1358 - Komudagur: 2018-04-25 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A465 (kvikmyndalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-07 21:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A469 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-04 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-08 15:05:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1471 - Komudagur: 2018-05-03 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A484 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 694 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (Ferðamálastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-04 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-12 20:24:10 - [HTML]
48. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-04-13 00:43:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A499 (vinna íslenskra stjórnvalda vegna innleiðingar þriðja orkupakka ESB)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-04-23 16:19:35 - [HTML]

Þingmál A510 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-04-10 15:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A612 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-05-24 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-05-31 17:30:32 - [HTML]
65. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-31 18:00:26 - [HTML]
65. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-31 18:05:10 - [HTML]
69. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-06-06 21:25:41 - [HTML]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1281 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-12 20:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1292 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-28 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1296 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-13 00:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-05-29 15:41:03 - [HTML]
63. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2018-05-29 16:37:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1773 - Komudagur: 2018-06-05 - Sendandi: SA, Samorka, SAF, SFF, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SI, SVÞ og Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1811 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1829 - Komudagur: 2018-06-08 - Sendandi: Borgarskjalasafn Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1832 - Komudagur: 2018-06-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál B247 (löggæslumál)

Þingræður:
27. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-21 15:55:17 - [HTML]

Þingmál B287 (framlagning stjórnarmála)

Þingræður:
32. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-01 11:13:12 - [HTML]

Þingmál B376 (tollgæslumál)

Þingræður:
43. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-03-22 12:06:14 - [HTML]

Þingmál B551 (vinnulag í nefndum og framhald þingfundar)

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2018-05-09 18:28:53 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 87 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A38 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 890 - Komudagur: 2018-12-10 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A64 (orkupakki ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samningurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (svar) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A110 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5713 - Komudagur: 2019-06-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-20 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Sigríður María Egilsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-27 16:10:08 - [HTML]
12. þingfundur - Sigríður María Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-27 17:42:36 - [HTML]
37. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-11-23 10:02:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Verðlagsstofa skiptaverðs - [PDF]

Þingmál A172 (fimm ára samgönguáætlun 2019--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 325 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A173 (samgönguáætlun 2019--2033)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A189 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 15:02:37 - [HTML]
14. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-10-09 17:44:35 - [HTML]

Þingmál A219 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A222 (breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 726 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-13 13:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-23 19:55:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2018-12-11 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-03-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-04-02 14:55:45 - [HTML]

Þingmál A232 (landgræðsla)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-12-14 15:03:06 - [HTML]

Þingmál A235 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 840 - Komudagur: 2018-11-26 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]

Þingmál A292 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A312 (endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-05 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1827 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-13 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-07 16:09:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2018-11-26 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5077 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5573 - Komudagur: 2019-05-15 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A343 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2018 um breytingu á XXII. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 412 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 652 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-10 21:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-12-11 22:29:40 - [HTML]

Þingmál A409 (áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2549 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Blátt áfram, forvarnarverkefni - [PDF]

Þingmál A413 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4748 - Komudagur: 2019-03-20 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A415 (Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1756 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1784 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-11 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-03 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1699 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-05 13:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5053 - Komudagur: 2019-04-12 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A434 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1576 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-21 13:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A493 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-29 14:36:47 - [HTML]

Þingmál A495 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4523 - Komudagur: 2019-02-27 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-29 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1620 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-24 18:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-31 11:46:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4693 - Komudagur: 2019-03-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1757 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1785 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-11 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A634 (rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-01 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-06-06 14:13:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4907 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 5324 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5613 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Tómas Hrafn Sveinsson - [PDF]

Þingmál A649 (úrskurðaraðilar á sviði neytendamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 16:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5433 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A656 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1069 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-06 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-23 12:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A765 (sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 21:10:48 - [HTML]
122. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-06-13 19:04:54 - [HTML]
122. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-06-13 20:29:24 - [HTML]
122. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-06-13 22:14:33 - [HTML]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5228 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Matís ohf. - [PDF]

Þingmál A767 (samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A773 (fullgilding samnings um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1230 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5157 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A776 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1236 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-02 21:31:38 - [HTML]
124. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-18 14:11:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5120 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. - [PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1504 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-13 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1525 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-14 16:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2041 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2019-08-28 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-08 16:41:32 - [HTML]
90. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 17:01:27 - [HTML]
90. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-04-08 17:20:31 - [HTML]
90. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 17:42:11 - [HTML]
90. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 18:55:35 - [HTML]
90. þingfundur - Una María Óskarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 18:56:40 - [HTML]
90. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 18:57:47 - [HTML]
91. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 15:06:59 - [HTML]
91. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2019-04-09 16:17:45 - [HTML]
91. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 16:34:54 - [HTML]
91. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 20:04:34 - [HTML]
91. þingfundur - Una María Óskarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 20:17:58 - [HTML]
91. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2019-04-09 20:39:08 - [HTML]
91. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - Ræða hófst: 2019-04-09 21:15:16 - [HTML]
104. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-14 16:26:35 - [HTML]
104. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-14 17:14:51 - [HTML]
104. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 17:46:25 - [HTML]
104. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 18:27:13 - [HTML]
104. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-05-14 18:43:28 - [HTML]
104. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 19:03:46 - [HTML]
104. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-14 19:51:11 - [HTML]
104. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-14 21:34:55 - [HTML]
104. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 22:49:20 - [HTML]
104. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 23:13:00 - [HTML]
104. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 23:15:56 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2019-05-15 15:49:04 - [HTML]
105. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 17:21:47 - [HTML]
105. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-05-15 18:11:20 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-15 20:30:10 - [HTML]
105. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 20:55:01 - [HTML]
105. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-15 21:12:01 - [HTML]
105. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-05-15 22:15:42 - [HTML]
105. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-05-16 00:26:08 - [HTML]
105. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-16 02:38:05 - [HTML]
106. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 18:19:24 - [HTML]
106. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 18:31:56 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 18:33:56 - [HTML]
106. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 18:36:09 - [HTML]
106. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 18:45:53 - [HTML]
106. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 20:39:08 - [HTML]
106. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-05-20 22:46:56 - [HTML]
107. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 22:04:04 - [HTML]
107. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-22 03:09:41 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 04:17:23 - [HTML]
107. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-05-22 07:25:07 - [HTML]
108. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 19:01:40 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 22:47:20 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 00:40:07 - [HTML]
108. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-23 03:25:22 - [HTML]
108. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 04:10:49 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-23 20:15:17 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 20:31:45 - [HTML]
109. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-24 05:04:24 - [HTML]
109. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 08:29:35 - [HTML]
110. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-05-24 17:02:28 - [HTML]
110. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-05-24 18:53:16 - [HTML]
110. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 19:21:32 - [HTML]
110. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 23:41:27 - [HTML]
110. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 09:54:27 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-05-27 17:51:09 - [HTML]
111. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 20:55:33 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-05-28 11:08:15 - [HTML]
112. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 18:38:59 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 04:34:52 - [HTML]
112. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 05:50:59 - [HTML]
112. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 10:06:38 - [HTML]
117. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 17:53:35 - [HTML]
130. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 11:03:02 - [HTML]
130. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-08-28 11:45:11 - [HTML]
130. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 14:03:11 - [HTML]
130. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 14:06:59 - [HTML]
130. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 14:08:12 - [HTML]
130. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-08-28 14:36:51 - [HTML]
130. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 15:20:56 - [HTML]
130. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2019-08-28 16:07:14 - [HTML]
130. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 18:31:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5095 - Komudagur: 2019-04-23 - Sendandi: Bjarni Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5173 - Komudagur: 2019-04-28 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5178 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 5232 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst - [PDF]
Dagbókarnúmer 5285 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5384 - Komudagur: 2019-05-05 - Sendandi: Hilmar Gunnlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5412 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 5428 - Komudagur: 2019-05-07 - Sendandi: Sterkara Ísland - [PDF]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 17:59:15 - [HTML]
94. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2019-04-11 18:34:34 - [HTML]
94. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-04-11 19:03:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5471 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 5477 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Snorri Ingimarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5650 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Minjastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A780 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5614 - Komudagur: 2019-05-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1586 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-21 20:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - Ræða hófst: 2019-04-09 23:07:08 - [HTML]
131. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-08-29 10:46:37 - [HTML]
131. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 11:06:33 - [HTML]
131. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2019-08-29 12:35:58 - [HTML]
131. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-29 16:15:11 - [HTML]
131. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 17:47:08 - [HTML]
131. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 18:03:33 - [HTML]
131. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 19:40:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5067 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Viðar Guðjohnsen - [PDF]
Dagbókarnúmer 5277 - Komudagur: 2019-04-28 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5385 - Komudagur: 2019-05-05 - Sendandi: Hilmar Gunnlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5516 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5530 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Samtökin Orkan okkar - [PDF]

Þingmál A790 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 19:31:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5068 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5154 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Bjarni Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5386 - Komudagur: 2019-05-05 - Sendandi: Hilmar Gunnlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5514 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5163 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Bjarni Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5387 - Komudagur: 2019-05-05 - Sendandi: Hilmar Gunnlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5515 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]

Þingmál A796 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A799 (sameiginleg umsýsla höfundarréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1815 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1840 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-14 11:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A803 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1651 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-31 09:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-10 23:12:56 - [HTML]
119. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-07 11:46:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5375 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 5632 - Komudagur: 2019-05-24 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A805 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (frumvarp) útbýtt þann 2019-04-09 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B137 (störf þingsins)

Þingræður:
20. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-10-16 13:52:09 - [HTML]

Þingmál B274 (störf þingsins)

Þingræður:
35. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2018-11-21 15:03:58 - [HTML]

Þingmál B442 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan, munnleg skýrsla forsætisráðherra. -- Ein umræða)

Þingræður:
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-01-21 15:18:49 - [HTML]

Þingmál B552 (heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar)

Þingræður:
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-19 14:09:16 - [HTML]
67. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2019-02-19 14:33:04 - [HTML]

Þingmál B669 (staða Íslands í neytendamálum)

Þingræður:
80. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-19 14:22:26 - [HTML]

Þingmál B699 (starfsmannaleigur og eftirlit með starfsemi þeirra)

Þingræður:
83. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-03-25 16:07:24 - [HTML]
83. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-25 16:31:51 - [HTML]

Þingmál B740 (störf þingsins)

Þingræður:
92. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2019-04-10 15:07:44 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A7 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 782 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-12-17 00:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2019-12-17 13:45:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 154 - Komudagur: 2019-10-17 - Sendandi: Nefnd um eftirlit með lögreglu - [PDF]

Þingmál A14 (starfsemi smálánafyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2019-12-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A113 (skuldbinding íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2146 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A124 (athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2148 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A187 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-04 11:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-22 14:57:27 - [HTML]

Þingmál A222 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-15 14:06:38 - [HTML]
18. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-10-15 14:32:47 - [HTML]

Þingmál A223 (neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1470 - Komudagur: 2019-11-20 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A243 (þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-15 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2352 - Komudagur: 2020-06-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A306 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (þáltill.) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-21 18:49:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1288 - Komudagur: 2020-02-13 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A324 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-28 19:21:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 439 - Komudagur: 2019-11-11 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2019-12-01 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta - [PDF]
Dagbókarnúmer 2250 - Komudagur: 2020-05-28 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A330 (breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1034 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1353 - Komudagur: 2020-01-07 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A331 (samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1354 - Komudagur: 2020-01-07 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A341 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-05 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A361 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1704 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-26 19:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1711 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-15 20:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A374 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-12 19:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-03-05 12:02:40 - [HTML]

Þingmál A429 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A436 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1696 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-15 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1099 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 2020-02-27 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A451 (lýsing verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (rafmagnsöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1495 (svar) útbýtt þann 2020-05-28 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A510 (107. og 108. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2018 og 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A531 (Evrópuráðsþingið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 17:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A607 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-02-28 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1958 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A617 (Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 288/2019 og nr. 301/2019 um breytingu á I. viðauka og II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1040 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-03-03 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-12 11:39:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1783 - Komudagur: 2020-04-08 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A648 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-12 17:23:41 - [HTML]
72. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-03-12 17:38:36 - [HTML]
72. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-03-12 18:45:43 - [HTML]
77. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-03-17 16:46:55 - [HTML]

Þingmál A697 (almannavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1626 - Komudagur: 2020-03-23 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A713 (breyting á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-30 15:44:40 - [HTML]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1763 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-23 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 12:32:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A716 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-06 21:41:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2252 - Komudagur: 2020-05-28 - Sendandi: Hagsmunaráð starfsfólks utanríkisþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A726 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1322 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-06 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-05-06 17:42:09 - [HTML]

Þingmál A727 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1256 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-21 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-27 13:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A735 (heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-09 22:29:26 - [HTML]

Þingmál A772 (söfnun og miðlun fjárhagsupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2119 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2323 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2331 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2366 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2513 - Komudagur: 2020-07-25 - Sendandi: ADVEL lögmenn - [PDF]

Þingmál B327 (störf þingsins)

Þingræður:
39. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-12-03 13:33:47 - [HTML]

Þingmál B438 (fiskveiðistjórnarkerfið)

Þingræður:
52. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-01-23 11:36:39 - [HTML]

Þingmál B489 (barnavernd)

Þingræður:
58. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-02-06 10:53:34 - [HTML]

Þingmál B918 (nýting vindorku)

Þingræður:
112. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2020-06-02 14:05:20 - [HTML]

Þingmál B1054 (staða mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
132. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-08-27 10:37:49 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 279 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Vottunarstofan ICert - [PDF]

Þingmál A15 (stjórnsýsla jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 392 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-20 15:50:09 - [HTML]
26. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-11-26 12:48:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A19 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 427 - Komudagur: 2020-11-11 - Sendandi: Hagsmunaráð starfsfólks utanríkisþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A23 (ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 442 - Komudagur: 2020-11-13 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-21 17:53:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A162 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1965 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A208 (skipalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 521 - Komudagur: 2020-11-24 - Sendandi: Landslög lögfræðiþjónusta ehf - [PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]

Þingmál A211 (bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A233 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 236 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-22 17:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-24 16:06:56 - [HTML]
59. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-24 16:29:13 - [HTML]

Þingmál A237 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2022--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-03 19:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-24 16:50:32 - [HTML]

Þingmál A311 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2020-12-08 - Sendandi: Fjallabyggð - [PDF]

Þingmál A322 (opinber stuðningur við nýsköpun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-19 12:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1018 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Nýsköpunarmiðstöð Íslands - [PDF]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 806 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-01-27 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 838 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-02-11 12:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 865 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-02-04 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-25 16:07:15 - [HTML]
25. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-25 16:34:00 - [HTML]
25. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2020-11-25 17:08:23 - [HTML]
25. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-11-25 18:02:01 - [HTML]
25. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-25 18:07:55 - [HTML]
50. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-01-28 14:29:51 - [HTML]
50. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2021-01-28 16:35:14 - [HTML]
50. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2021-01-28 17:16:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Jóhannes Loftsson o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2020-12-12 - Sendandi: Heilsufrelsi Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2020-12-13 - Sendandi: Þórarinn Einarsson - [PDF]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2541 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A341 (upplýsingaskylda útgefenda verðbréfa og flöggunarskylda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-03-11 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1047 (lög í heild) útbýtt þann 2021-03-16 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A342 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1838 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Sigurjón Högnason - [PDF]

Þingmál A344 (Neytendastofa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1006 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2021-03-11 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-03-11 17:57:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1485 - Komudagur: 2021-02-04 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A345 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1168 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1249 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-04-21 12:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1458 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-18 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-20 16:19:49 - [HTML]
79. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-04-15 16:34:04 - [HTML]

Þingmál A349 (birting alþjóðasamninga í C-deild Stjórnartíðinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-26 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-04 16:37:40 - [HTML]

Þingmál A350 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2408 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1312 - Komudagur: 2021-01-26 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A356 (Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1129 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1204 - Komudagur: 2021-01-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A365 (lögreglulög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-21 12:08:54 - [HTML]
47. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-21 12:11:02 - [HTML]
88. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-05-03 17:41:10 - [HTML]
89. þingfundur - Olga Margrét Cilia - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-05-04 15:03:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1596 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Nefnd um eftirlit með lögreglu - [PDF]

Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1585 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Þórhallur Borgarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Einar Kr. Haraldsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1604 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1617 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Ómar Örn Jónsson - [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-08 15:21:06 - [HTML]
33. þingfundur - Sunna Rós Víðisdóttir - Ræða hófst: 2020-12-08 22:49:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2020-12-17 - Sendandi: Freyr Þórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1090 - Komudagur: 2020-12-30 - Sendandi: Landssamband íslenskra vélsleðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1290 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Ágústa Ágústsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1336 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Friðrik Stefán Halldórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1344 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Ársæll Hauksson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2021-01-29 - Sendandi: Rangárþing eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1362 - Komudagur: 2021-01-29 - Sendandi: Skálpi ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1371 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Kristinn Snær Sigurjónsson, Guðbergur Reynisson og Freyr Þórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1385 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Hjalti Steinn Gunnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1396 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Björn Jóhannsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1408 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Jóhann Björgvinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1423 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit - [PDF]
Dagbókarnúmer 1447 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: AOPA á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1451 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Þorvarður Hjalti Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 1474 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]

Þingmál A373 (rannsókn og saksókn í skattalagabrotum)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-14 16:11:13 - [HTML]
80. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-04-19 14:03:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1193 - Komudagur: 2021-01-15 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]

Þingmál A375 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1652 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Skógræktin - [PDF]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A444 (breyting á ýmsum lögum til einföldunar á regluverki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1719 - Komudagur: 2021-02-12 - Sendandi: Procura Home ehf. - [PDF]

Þingmál A450 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (svar) útbýtt þann 2021-03-16 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-03 14:57:22 - [HTML]
52. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-03 17:08:35 - [HTML]
52. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2021-02-03 17:16:41 - [HTML]
52. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-03 18:03:37 - [HTML]
52. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-03 20:38:07 - [HTML]
54. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-11 17:39:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1852 - Komudagur: 2021-02-24 - Sendandi: Stjórnarskrárfélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1919 - Komudagur: 2021-03-03 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2340 - Komudagur: 2021-03-25 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A468 (þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2021-01-21 17:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A559 (skýrsla um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 939 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-03-03 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-03-03 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A583 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A584 (aðgerðir gegn markaðssvikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-11 18:22:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2620 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-16 17:18:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2557 - Komudagur: 2021-04-15 - Sendandi: Eldsneytisafgreiðslan EAK ehf. (eldsneytisbirgðastöðin) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2560 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2742 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2021-05-17 14:39:34 - [HTML]

Þingmál A622 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-18 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-26 13:31:05 - [HTML]
75. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2021-03-26 13:35:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2466 - Komudagur: 2021-04-08 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 2476 - Komudagur: 2021-04-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-26 13:54:59 - [HTML]

Þingmál A641 (lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-24 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A643 (afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-24 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1393 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-10 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-11 15:19:01 - [HTML]

Þingmál A678 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1918 (svar) útbýtt þann 2021-09-22 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A689 (breyting á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1159 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1798 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1823 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 16:16:59 - [HTML]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2693 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2908 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A713 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A716 (grunnskólar og framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2772 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2900 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A717 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2762 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A747 (sóttvarnalög og útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-20 22:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2601 - Komudagur: 2021-04-21 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A752 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-21 16:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A791 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3002 - Komudagur: 2021-05-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A799 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1453 (frumvarp) útbýtt þann 2021-05-19 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B15 (sóttvarnaaðgerðir og efnahagsaðgerðir)

Þingræður:
3. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-05 10:39:07 - [HTML]

Þingmál B26 (störf þingsins)

Þingræður:
5. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-10-07 10:56:58 - [HTML]

Þingmál B45 (lögmæti og meðalhóf sóttvarnaaðgerða)

Þingræður:
7. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-10-12 15:32:16 - [HTML]

Þingmál B65 (valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana, munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
10. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-19 15:45:07 - [HTML]
10. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-10-19 15:55:48 - [HTML]
10. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-19 16:25:14 - [HTML]
10. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-19 17:02:49 - [HTML]
10. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-10-19 17:13:39 - [HTML]
10. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2020-10-19 17:19:05 - [HTML]
10. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-19 17:43:27 - [HTML]
10. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2020-10-19 17:51:56 - [HTML]
10. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-10-19 17:56:17 - [HTML]
10. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-10-19 18:01:31 - [HTML]
10. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-10-19 18:18:28 - [HTML]
10. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-10-19 18:29:48 - [HTML]

Þingmál B69 (störf þingsins)

Þingræður:
11. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-10-20 14:12:51 - [HTML]

Þingmál B74 (störf þingsins)

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-10-21 15:24:07 - [HTML]

Þingmál B80 (umræða um stjórnskipuleg álitaefni um viðbrögð við Covid)

Þingræður:
12. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2020-10-21 15:41:12 - [HTML]

Þingmál B104 (sóttvarnaráðstafanir, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
16. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-05 11:51:30 - [HTML]

Þingmál B167 (sóttvarnaaðgerðir með sérstakri áherslu á smitrakningu og einstakan árangur sem náðst hefur í henni hér á landi, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
23. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-19 12:06:47 - [HTML]

Þingmál B365 (staða stjórnarskrármála)

Þingræður:
47. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-21 11:13:22 - [HTML]

Þingmál B439 (spilakassar)

Þingræður:
55. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-16 13:33:02 - [HTML]

Þingmál B442 (Covid-19 og horfurnar fram undan, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. -- Ein umræða)

Þingræður:
55. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-02-16 14:53:56 - [HTML]

Þingmál B446 (störf þingsins)

Þingræður:
56. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-02-17 13:05:36 - [HTML]

Þingmál B539 (efnahagsmál)

Þingræður:
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-16 13:08:33 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A34 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðra í Reykjavík og á Seltjarnarnesi - [PDF]

Þingmál A50 (birting alþjóðasamninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A57 (fjöleignarhús)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1236 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A77 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1049 - Komudagur: 2022-03-09 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 435 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-02-02 19:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-02-03 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A153 (ákvörðun um breytingu á II. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A162 (starf Seðlabanka Íslands eftir gildistöku laga nr. 92/2019)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-27 13:32:30 - [HTML]
28. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-01-27 14:49:16 - [HTML]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-08 14:50:42 - [HTML]
35. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-08 14:53:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 308 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]

Þingmál A181 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-14 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 903 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-04-08 18:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1169 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-07 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1193 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-09 20:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Jón Gunnarsson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2022-01-18 16:32:43 - [HTML]
84. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2022-06-02 18:44:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 682 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 709 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Lögreglan á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 722 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Sólveig Þorvaldsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2022-02-14 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 830 - Komudagur: 2022-02-16 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 2022-02-22 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1235 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1288 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-15 17:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1367 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1371 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-18 17:34:22 - [HTML]
92. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-16 00:04:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 702 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: EAK ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2022-02-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2022-03-21 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3537 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A244 (evrópskir áhættufjármagnssjóðir og evrópskir félagslegir framtakssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-20 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1100 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-05-30 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1138 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-01 15:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-01 16:58:09 - [HTML]

Þingmál A318 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-21 17:59:28 - [HTML]

Þingmál A349 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-09 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (fiskveiðistjórn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-09 12:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A450 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-09 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-22 18:27:18 - [HTML]

Þingmál A453 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 652 (frumvarp) útbýtt þann 2022-03-10 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-04-08 14:52:35 - [HTML]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-24 19:25:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2022-04-08 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2022-04-13 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2022-04-25 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 3240 - Komudagur: 2022-05-11 - Sendandi: Ljósleiðarinn - [PDF]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-17 17:57:33 - [HTML]
76. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - Ræða hófst: 2022-05-17 18:37:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3354 - Komudagur: 2022-05-25 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A508 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-24 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A513 (fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-29 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A533 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1332 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-15 22:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1401 (lög (m.áo.br.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A536 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (peningamarkaðssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A574 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (starfskjaralög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A646 (sala á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (svar) útbýtt þann 2022-05-31 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B216 (afléttingaráætlun stjórnvalda, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
33. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-03 14:08:58 - [HTML]

Þingmál B247 (raforkumál)

Þingræður:
37. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2022-02-10 11:43:32 - [HTML]

Þingmál B532 (beiðni um rannsóknarnefnd)

Þingræður:
67. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-04-08 17:33:05 - [HTML]

Þingmál B563 (rannsókn Ríkisendurskoðunar á bankasölunni)

Þingræður:
70. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-27 16:18:27 - [HTML]
70. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-27 16:25:12 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-08 00:57:04 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-08 02:41:09 - [HTML]
43. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-08 02:51:37 - [HTML]
44. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-08 17:29:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 864 - Komudagur: 2022-10-20 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A3 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-20 17:32:15 - [HTML]

Þingmál A31 (tilfærsla dýraeftirlits frá Matvælastofnun til sjálfstæðs dýravelferðarsviðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-15 09:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-09 13:02:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4279 - Komudagur: 2023-04-03 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4292 - Komudagur: 2023-04-04 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A32 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 10:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-27 18:23:29 - [HTML]

Þingmál A41 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-10-12 18:12:22 - [HTML]

Þingmál A61 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-22 11:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A74 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4026 - Komudagur: 2023-03-10 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A89 (breytingar á raforkulögum til að tryggja raforkuöryggi almennings o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2022-11-18 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A109 (birting alþjóðasamninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-16 10:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A127 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4276 - Komudagur: 2023-03-31 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði - [PDF]

Þingmál A137 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A145 (dýrahald og velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-16 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A210 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga - [PDF]

Þingmál A212 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 13:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2022-10-25 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A219 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A297 (úthlutanir Tækniþróunarsjóðs)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - svar - Ræða hófst: 2023-03-20 19:01:07 - [HTML]

Þingmál A328 (peningamarkaðssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-14 16:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-02 01:46:39 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 17:24:07 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 19:21:00 - [HTML]
61. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-02-07 00:19:47 - [HTML]

Þingmál A429 (menningarminjar)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-12-14 20:35:21 - [HTML]

Þingmál A476 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-21 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1396 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-03-23 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2023-03-27 17:06:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 728 - Komudagur: 2022-12-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2022-12-08 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-09 15:21:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3895 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A530 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-12-15 20:00:47 - [HTML]

Þingmál A531 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3934 - Komudagur: 2023-02-28 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A535 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3919 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Nefnd um eftirlit með lögreglu - [PDF]

Þingmál A541 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1816 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-16 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2023-05-23 16:00:02 - [HTML]

Þingmál A544 (mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A562 (skipulag og stofnanir ráðuneytisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A577 (skipun nefndar til að greina sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveirunnar í ljósi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 808 (þáltill.) útbýtt þann 2022-12-14 12:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A588 (fjármögnunarviðskipti með verðbréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1770 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-12 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1843 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-05-23 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1859 (lög í heild) útbýtt þann 2023-05-24 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-05-15 16:36:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4008 - Komudagur: 2023-03-09 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4245 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A589 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A592 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1233 (svar) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-01-16 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A610 (vernd gegn netárásum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1125 (svar) útbýtt þann 2023-02-20 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A640 (nálgunarbann)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1645 (svar) útbýtt þann 2023-05-02 13:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A664 (kostnaður vegna afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1537 (svar) útbýtt þann 2023-04-17 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A772 (flóttafólk frá Venesúela)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1345 (svar) útbýtt þann 2023-03-20 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A784 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1208 (álit) útbýtt þann 2023-02-28 10:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A805 (ákvörðun nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A806 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-09 15:06:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4214 - Komudagur: 2023-03-27 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A857 (aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4804 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]

Þingmál A880 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 11:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4665 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Friðrik Árni Friðriksson Hirst - [PDF]

Þingmál A893 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4452 - Komudagur: 2023-04-19 - Sendandi: Dómstjórar og héraðsdómarar - [PDF]

Þingmál A894 (fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-29 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2023-04-18 19:19:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4436 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A924 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2023-03-30 10:46:46 - [HTML]
91. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2023-03-30 10:53:24 - [HTML]

Þingmál A938 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4569 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni - [PDF]

Þingmál A943 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4754 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Neytendasamtökin og Landvernd - [PDF]

Þingmál A944 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4671 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A945 (kosningalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1477 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1967 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-05 19:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2023-06-06 16:11:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4823 - Komudagur: 2023-05-24 - Sendandi: Sýslumannaráð - [PDF]

Þingmál A947 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1480 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 15:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A953 (afvopnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A975 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4711 - Komudagur: 2023-05-12 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands - [PDF]

Þingmál A979 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4674 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A983 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1993 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-07 12:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4747 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Elma orkuviðskipti ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 4762 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4792 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 4912 - Komudagur: 2023-06-01 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál B96 (eftirlit með störfum lögreglu)

Þingræður:
11. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-10-10 15:23:47 - [HTML]
11. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-10-10 15:27:44 - [HTML]

Þingmál B272 (Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka)

Þingræður:
31. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-11-15 17:34:52 - [HTML]

Þingmál B286 (Fjölþáttaógnir og netöryggismál)

Þingræður:
32. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-16 15:43:38 - [HTML]

Þingmál B287 (Niðurstöður nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
32. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-11-16 17:06:59 - [HTML]
32. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-16 18:38:05 - [HTML]

Þingmál B289 (Störf þingsins)

Þingræður:
33. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-11-17 10:38:35 - [HTML]

Þingmál B317 (Störf þingsins)

Þingræður:
36. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2022-11-23 15:36:20 - [HTML]

Þingmál B612 (Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi)

Þingræður:
65. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-20 16:30:47 - [HTML]

Þingmál B752 (Samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórn varðandi rafvarnarvopn)

Þingræður:
82. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-20 16:11:16 - [HTML]
82. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2023-03-20 16:45:08 - [HTML]

Þingmál B759 (Störf þingsins)

Þingræður:
84. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-03-21 13:45:03 - [HTML]

Þingmál B797 (afhending gagna varðandi ríkisborgararétt)

Þingræður:
89. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-03-28 14:32:26 - [HTML]

Þingmál B847 (Óundirbúinn fyrirspurnatími)

Þingræður:
97. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-04-24 15:17:57 - [HTML]
97. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-04-24 15:22:49 - [HTML]

Þingmál B986 (Störf þingsins)

Þingræður:
111. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-05-24 15:22:58 - [HTML]

Þingmál B1008 (Störf þingsins)

Þingræður:
114. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-05-31 15:13:48 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A1 (fjárlög 2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A27 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-21 15:53:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1321 - Komudagur: 2024-01-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A29 (Orkustofnun og raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A36 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 12:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A65 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2023-11-23 14:16:22 - [HTML]

Þingmál A106 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A116 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1566 - Komudagur: 2024-02-26 - Sendandi: SÍBS - [PDF]

Þingmál A128 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-15 11:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-21 18:15:13 - [HTML]

Þingmál A178 (birting alþjóðasamninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-20 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A180 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 80 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 88 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A181 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2023-10-20 - Sendandi: Póstdreifing ehf. - [PDF]

Þingmál A205 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 16:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1131 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A226 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-26 18:43:33 - [HTML]

Þingmál A253 (útvistun verkefna Samkeppniseftirlitsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 878 (svar) útbýtt þann 2024-01-22 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A316 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2892 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A323 (skipulögð brotastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2023-11-06 18:06:31 - [HTML]

Þingmál A348 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A400 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-23 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A483 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-10 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1173 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-06 17:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-14 17:25:55 - [HTML]
82. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-03-07 11:58:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2023-11-29 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1022 - Komudagur: 2023-12-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A485 (vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-11 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2023-11-13 12:58:32 - [HTML]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A564 (tilfærsla dýraeftirlits frá Matvælastofnun til sjálfstæðs dýravelferðarsviðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 703 (þáltill.) útbýtt þann 2023-12-08 14:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-12-14 16:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A585 (Umhverfis- og orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-15 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2114 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-22 21:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2134 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-22 23:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-23 15:19:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1479 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2024-02-22 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A627 (fyrirtækjaskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-30 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A628 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-05 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-07 17:42:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1563 - Komudagur: 2024-02-26 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1565 - Komudagur: 2024-02-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A673 (aukið eftirlit á landamærum)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-03-11 18:37:39 - [HTML]

Þingmál A687 (endurskoðun laga um almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-03-11 17:59:18 - [HTML]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2053 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-21 23:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2097 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2024-06-22 16:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2024-02-19 18:00:27 - [HTML]
74. þingfundur - Halldóra Mogensen - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 18:09:38 - [HTML]
74. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 19:17:56 - [HTML]
74. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 19:19:48 - [HTML]
74. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-19 19:22:17 - [HTML]
75. þingfundur - Brynhildur Björnsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-20 16:28:32 - [HTML]
75. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-20 16:36:23 - [HTML]
130. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-22 17:34:37 - [HTML]

Þingmál A718 (sjúklingatrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1710 - Komudagur: 2024-03-12 - Sendandi: Ríkislögmaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2024-04-02 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1712 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-15 20:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-05-16 14:11:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2074 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2075 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SVÞ og VÍ - [PDF]
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2142 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Arion banki hf. - [PDF]

Þingmál A728 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1803 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A737 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-22 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2022 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-21 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-05 15:36:19 - [HTML]
80. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 15:54:52 - [HTML]
80. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 15:59:27 - [HTML]
80. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-03-05 16:28:32 - [HTML]
80. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 16:47:01 - [HTML]
80. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 16:49:19 - [HTML]
80. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-05 16:51:36 - [HTML]

Þingmál A780 (lækkun kosningaaldurs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1309 (svar) útbýtt þann 2024-03-22 12:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A787 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-07 16:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A830 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1905 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-14 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-19 21:23:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2231 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A831 (Náttúruverndarstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2045 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Kristín Huld Sigurðardóttir - [PDF]

Þingmál A847 (Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2478 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-21 17:09:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A881 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1318 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-22 13:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A898 (breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Tómas A. Tómasson - Ræða hófst: 2024-06-10 23:19:44 - [HTML]

Þingmál A899 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A909 (breyting á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1984 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-21 11:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-11 14:24:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2180 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2321 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A912 (frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A914 (innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A915 (breyting á ýmsum lögum á fjármálamarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2183 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A927 (aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1834 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-10 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-06-18 17:16:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2461 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2656 - Komudagur: 2024-05-30 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A928 (fullnusta refsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2607 - Komudagur: 2024-05-24 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 2348 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2383 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2451 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2452 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Húnaþing vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2487 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2671 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1095 (framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1628 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-03 20:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1677 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-13 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1694 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-05-14 15:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1699 (lög í heild) útbýtt þann 2024-05-14 15:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-05-14 14:08:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2411 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2441 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A1143 (stefna í neytendamálum til ársins 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1808 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-06-06 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B120 (Störf þingsins)

Þingræður:
7. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-09-20 15:35:26 - [HTML]

Þingmál B137 (niðurstöður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um athugun Samkeppniseftirlitsins)

Þingræður:
9. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-26 13:50:06 - [HTML]

Þingmál B152 (Samkeppniseftirlit)

Þingræður:
10. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-28 13:37:49 - [HTML]
10. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-28 13:45:36 - [HTML]
10. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2023-09-28 14:01:37 - [HTML]

Þingmál B374 (Vopnaburður lögreglu)

Þingræður:
39. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2023-11-28 14:20:40 - [HTML]

Þingmál B525 (valdheimildir ríkissáttasemjara og kröfur aðila vinnumarkaðarins)

Þingræður:
56. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-01-22 17:07:27 - [HTML]
56. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2024-01-22 17:09:48 - [HTML]

Þingmál B611 (Almannavarnir og áfallaþol Íslands)

Þingræður:
64. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-05 16:23:27 - [HTML]

Þingmál B625 (Fáliðuð lögregla)

Þingræður:
67. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-07 16:03:24 - [HTML]

Þingmál B748 (Samkeppni og neytendavernd)

Þingræður:
82. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-07 11:27:21 - [HTML]

Þingmál B925 (Störf þingsins)

Þingræður:
104. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-04-30 13:46:46 - [HTML]

Þingmál B966 (orð ráðherra um valdheimildir ríkislögreglustjóra)

Þingræður:
109. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2024-05-08 15:37:11 - [HTML]

Þingmál B1033 (Störf þingsins)

Þingræður:
116. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2024-06-04 13:53:39 - [HTML]

Þingmál B1039 (Störf þingsins)

Þingræður:
117. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2024-06-05 15:10:37 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 83 - Komudagur: 2024-10-06 - Sendandi: Alþjóðastofnunin Friður 2000 - [PDF]
Dagbókarnúmer 106 - Komudagur: 2024-10-07 - Sendandi: Hildur Þórðardóttir - [PDF]

Þingmál A24 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-17 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-19 14:04:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2024-10-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 162 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Fagfélögin - [PDF]
Dagbókarnúmer 165 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Félag iðn- og tæknigreina - [PDF]
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 172 - Komudagur: 2024-10-10 - Sendandi: BHM - [PDF]

Þingmál A45 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-11 19:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A180 (birting alþjóðasamninga í c--deild Stjórnartíðinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-19 11:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A188 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A220 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 207 - Komudagur: 2024-10-14 - Sendandi: SÍBS - [PDF]

Þingmál A221 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-09-18 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A230 (landlæknir og lýðheilsa og sjúkraskrár)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2024-09-24 15:52:58 - [HTML]

Þingmál A231 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-24 16:29:26 - [HTML]
9. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2024-09-24 17:31:34 - [HTML]

Þingmál A234 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A273 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 279 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-10-09 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A281 (ákvarðanir nr. 317/2023 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-10-10 10:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A316 (vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-31 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A323 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (frumvarp) útbýtt þann 2024-11-08 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 373 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-11-14 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Birgir Ármannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-11-11 15:30:31 - [HTML]
24. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-11-15 15:50:52 - [HTML]

Þingmál A338 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-11-26 13:02:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 156

Þingmál A78 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (frumvarp) útbýtt þann 2025-02-18 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-13 18:13:27 - [HTML]
14. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-13 18:42:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A82 (Evrópuráðsþingið 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-02-10 19:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A107 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-18 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-06 11:45:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2025-04-16 - Sendandi: Atvinnuvegaráðuneyti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2025-05-08 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði - [PDF]

Þingmál A122 (verðbréfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-01 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A123 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 328 - Komudagur: 2025-03-21 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A124 (ákvarðanir nr. 317/2023 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-01 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A141 (skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A149 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-07 18:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2025-03-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A159 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-11 17:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A186 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-18 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-06-06 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2025-04-07 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 848 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Samtök sveitafélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - [PDF]

Þingmál A187 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-18 17:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A214 (náttúruvernd o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-22 13:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-24 18:19:28 - [HTML]

Þingmál A251 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 758 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-06-19 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Eydís Ásbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-07-05 16:30:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 954 - Komudagur: 2025-04-28 - Sendandi: Raforkueftirlitið - [PDF]

Þingmál A252 (starfstengdir eftirlaunasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 283 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 636 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A261 (stafrænn viðnámsþróttur fjármálamarkaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A262 (markaðir fyrir sýndareignir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A264 (fjármálaáætlun fyrir árin 2026--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 999 - Komudagur: 2025-05-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A272 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-26 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-04-09 20:26:27 - [HTML]

Þingmál A291 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (frumvarp) útbýtt þann 2025-04-01 15:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (fjáraukalög 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2025-05-28 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A388 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2025-06-05 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A431 (vegabréfsáritanir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1433 - Komudagur: 2025-06-23 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál B370 (útvistun sakamáls til einkaaðila)

Þingræður:
40. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Ræða hófst: 2025-05-12 15:59:44 - [HTML]

Þingmál B690 (takmörkun umræðu)

Þingræður:
86. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (forseti) - Ræða hófst: 2025-07-11 10:00:17 - [HTML]

Löggjafarþing 157

Þingmál A1 (fjárlög 2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 346 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2025-10-14 - Sendandi: Eiríkur Áki Eggertsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2025-10-31 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1065 - Komudagur: 2025-11-28 - Sendandi: Júlíus Valsson - [PDF]

Þingmál A13 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Ragnar Þór Ingólfsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-10-14 16:36:18 - [HTML]
16. þingfundur - Kristján Þórður Snæbjarnarson - Ræða hófst: 2025-10-14 16:45:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: Efling stéttarfélag - [PDF]
Dagbókarnúmer 696 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 697 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: Starfsgreinasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A34 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-12 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 125 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: Félag iðn-tæknigreina - [PDF]

Þingmál A80 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-15 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Alma D. Möller (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-17 16:04:11 - [HTML]

Þingmál A84 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-25 12:40:58 - [HTML]
11. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-09-25 12:48:59 - [HTML]

Þingmál A99 (stafrænn viðnámsþróttur fjármálamarkaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 16:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A100 (verðbréfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A101 (starfstengdir eftirlaunasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 16:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 343 - Komudagur: 2025-10-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A103 (meðferð sakamála o.fl.)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-11-03 16:12:04 - [HTML]
28. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2025-11-05 15:42:18 - [HTML]
28. þingfundur - Sigurður Örn Hilmarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2025-11-05 15:43:41 - [HTML]

Þingmál A106 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 280 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-11-05 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 296 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2025-11-06 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 334 (lög í heild) útbýtt þann 2025-11-12 16:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A107 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2025-11-05 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 282 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-11-05 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 341 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-11-14 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Sigurður Örn Hilmarsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-23 17:37:59 - [HTML]

Þingmál A115 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-09-18 17:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 515 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2025-10-30 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu - [PDF]

Þingmál A139 (lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2025-11-05 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A143 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-25 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A147 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-25 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A153 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (frumvarp) útbýtt þann 2025-10-06 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-09 14:38:16 - [HTML]

Þingmál A154 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-11-20 12:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Sigurður Örn Hilmarsson - Ræða hófst: 2025-10-07 17:18:08 - [HTML]

Þingmál A191 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-17 11:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2025-11-07 - Sendandi: Vonarskarð ehf. - [PDF]

Þingmál A210 (verndun og sjálfbær nýting líffræðilegrar fjölbreytni hafsins utan lögsögu ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-21 18:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 433 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-11-28 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2025-12-10 11:31:30 - [HTML]

Þingmál A218 (staðfesting ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-10-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A228 (markaðir fyrir sýndareignir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A230 (brottfararstöð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-11-11 18:27:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 962 - Komudagur: 2025-11-26 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1031 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Alma Mjöll Ólafsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Alma Mjöll Ólafsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A234 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A257 (skattar, gjöld o.fl. (tollar, leigutekjur o.fl.))[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1312 - Komudagur: 2025-12-12 - Sendandi: PCC BakkiSilicon hf. - [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2025-12-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1254 - Komudagur: 2025-12-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A287 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-21 14:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 2025-12-08 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1272 - Komudagur: 2025-12-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A300 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (skipalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-03 17:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B124 (samningsfrelsi og heimildir ríkissáttasemjara)

Þingræður:
21. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2025-10-20 15:05:38 - [HTML]

Þingmál B233 (Störf þingsins)

Þingræður:
38. þingfundur - Rósa Guðbjartsdóttir - Ræða hófst: 2025-11-25 14:00:20 - [HTML]