K byggði mál sitt á að nauðungarsalan hafi verið ólögmæt þar sem undirritanir K á veðskuldabréfi því sem var grundvöllur nauðungarsölunnar, hafi verið falsaðar samkvæmt skjalarannsókn sem lögreglan hafi látið framkvæma á árunum 2009 og 2010. K hélt því einnig fram að andvirði veðskuldabréfsins hafi runnið inn á reikning fyrrverandi eiginmanns hennar og hún ekki vitað af þessu.
K hafði ekki leitað úrlausnar héraðsdómara um ógildingu á veðskuldabréfinu samkvæmt fyrirmælum XIII. kafla laga um nauðungarsölu og ekki heldur samkvæmt XIV. kafla sömu laga. Í skýrslunni um meinta fölsun gerði höfundur skýrslunnar þann fyrirvara um verulegt skriftarlegt misræmi þar sem hann hefði ekki frumgögn undir höndum, og þá lá fyrir að lögreglan hætti rannsókn málsins.
Hæstiréttur, ólíkt héraðsdómi, mat svo að undirritun K bæri ekki með sér að hún hafi samþykkt veðsetningu síns eignarhluta og veittu önnur gögn málsins ekki vísbendingu um slíka ætlan. Því væri einungis hægt að túlka undirritanir K á þá vegu að K hafi samþykkt sem maki, og annar þinglýstra eigenda, að M hafi mátt veðsetja sinn hluta eignarinnar, en ekki veðsetningu síns eigin hluta.
Hæstiréttur taldi að uppboðsbeiðni Íbúðalánasjóðs hefði gengið lengra en veðréttur hans hefði veitt honum, og því hafi nauðungarsala á eignarhluta M verið án heimildar í lögum. Hins vegar hafi K ekki neytt úrræða XII. og XIV. kafla laga um nauðungarsölu innan þeirra tímafresta sem þar væru. K væri því bundin af nauðungarsölunni og myndi framangreindur annmarki ekki standa í vegi þeim rétti sem Íbúðalánasjóður öðlaðist á grundvelli kvaðalausa uppboðsafsalsins. Hæstiréttur útilokaði ekki að sækja mætti skaðabætur eða aðra peningagreiðslu á grundvelli 1.-3. mgr. 80. gr. laga um nauðungarsölu.Hrd. nr. 521/2015 dags. 20. ágúst 2015 (Meint gjöf og arður)[HTML] K fékk leyfi til setu í óskiptu búi og seldi einu þeirra fasteign undir markaðsverði. Tvö önnur börn hennar fóru í mál vegna þess. Ekki var kallaður til dómkvaddur matsmaður.
Skera þurfti úr um skiptingu eigna sambúðarinnar. Börnin kröfðust þess að M ætti allt og því ætti það að renna í dánarbú hans.
M hafði gert plagg sem hann kallaði erfðaskrá. Hann hafði hitt bróður sinn sem varð til þess að hann lýsti vilja sínum um að sambúðarkona hans mætti sitja í óskiptu búi ef hann félli á undan. Hins vegar var sú ráðstöfun ógild þar sem hann hafði ekki slíka heimild, enda um sambúð að ræða. Þar að auki voru engin börn fyrir K til að sitja í óskiptu búi með.
Undirritun K á veðskuldabréfin báru ekki skýrt með sér að hann hafi samþykkt veðsetningu síns eignarhluta í fasteigninni og önnur gögn málsins veittu ekki vísbendingu um aðra ætlun K. Í hf. vísaði til venju við undirritun þinglýstra eigenda á veðskjöl en studdi þetta ekki með gögnum og yrði slíkri málsástæðu ekki beitt gegn mótmælum K.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 32 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-06 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 352 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1952-12-03 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 647 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1953-01-29 00:00:00 [PDF]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 708 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Löggjafarþing 151
Þingmál A21 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 509 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-07 14:40:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 603 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-12-16 09:47:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 639 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-12-16 15:42:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 153
Þingmál A747 (jafnræði í skráningu foreldratengsla)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1360 (svar) útbýtt þann 2023-03-21 15:02:00 [HTML][PDF]