Úrlausnir.is


Merkimiði - Úrskurðir um innsetningargerðir

Síað eftir merkimiðanum „Úrskurðir um innsetningargerðir“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1974:678 nr. 110/1974 (Afhending barns) [PDF]
Fógetaréttur hafði úrskurðað að barn yrði tekið af föður þess og fengið móður með beinni fógetagerð. Úrskurðinum var bæði áfrýjað og gagnáfrýjað til Hæstaréttar. Móðirin krafðist afhendingar á barninu samkvæmt innsetningargerðinni og úrskurðaði fógetarétturinn nokkrum dögum eftir fyrri úrskurð sinn, þrátt fyrir áfrýjunina, að barnið yrði afhent móðurinni. Sá úrskurður var kærður samdægurs til Hæstaréttar.

Hæstiréttur taldi að varhugavert væri að fullnusta áfrýjuðum úrskurði um afhendingu barnsins áður en dómur Hæstaréttar lægi fyrir. Væri slíkt í brýnni andstöðu við meginreglur barnalöggjafar og barnaverndarlaga. Ákvæði þáverandi aðfararlaga kváðu á um að áfrýjun úrskurðar um að aðför fari fram fresti ekki framkvæmd hennar. Hæstiréttur taldi að það ákvæði ætti að víkja fyrir meginreglum barnalaga og barnaverndarlaga.