Merkimiði - Landsvæði


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (433)
Dómasafn Hæstaréttar (327)
Umboðsmaður Alþingis (34)
Stjórnartíðindi - Bls (1002)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (906)
Dómasafn Félagsdóms (3)
Dómasafn Landsyfirréttar (10)
Alþingistíðindi (3465)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (11)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (1171)
Lagasafn (287)
Lögbirtingablað (176)
Samningar Íslands við erlend ríki (70)
Alþingi (4556)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1923:497 nr. 53/1922[PDF]

Hrd. 1933:478 nr. 79/1933[PDF]

Hrd. 1935:483 nr. 127/1934[PDF]

Hrd. 1937:78 nr. 77/1936[PDF]

Hrd. 1937:492 nr. 135/1936 (Fossagata)[PDF]

Hrd. 1939:28 nr. 80/1938 (Einarsnes)[PDF]
Reynt var á hvort hefð hefði unnist á landamerkjum innan beggja jarða. Fallist var á hefðun í þeim tilvikum enda hefði hefðandinn haft full umráð á svæðinu.
Hrd. 1939:222 nr. 33/1937[PDF]

Hrd. 1943:116 nr. 40/1942[PDF]

Hrd. 1944:365 nr. 75/1944[PDF]

Hrd. 1946:429 nr. 143/1944[PDF]

Hrd. 1947:223 nr. 107/1946[PDF]

Hrd. 1949:493 nr. 92/1946[PDF]

Hrd. 1951:105 kærumálið nr. 1/1951[PDF]

Hrd. 1953:698 nr. 186/1952[PDF]

Hrd. 1954:38 nr. 165/1952[PDF]

Hrd. 1955:108 nr. 103/1953 (Landmannaafréttur I)[PDF]

Hrd. 1956:591 nr. 197/1954[PDF]

Hrd. 1958:389 nr. 37/1958[PDF]

Hrd. 1958:683 nr. 168/1957[PDF]

Hrd. 1960:786 nr. 169/1959 (Skeljabrekkudómur II)[PDF]

Hrd. 1961:86 nr. 57/1960[PDF]

Hrd. 1962:31 nr. 12/1960[PDF]

Hrd. 1963:173 nr. 163/1961[PDF]

Hrd. 1964:417 nr. 7/1963[PDF]

Hrd. 1964:716 nr. 185/1962[PDF]

Hrd. 1965:169 nr. 221/1960 (Varmahlíð)[PDF]
Skagafjörður vildi stofnsetja héraðsskóla árið 1936. Var framkvæmdin sú að íslenska ríkið tók jörðina Varmahlíð eignarnámi af V og leigði félagi sem sveitarfélagið stofnaði undir þann rekstur.

Þingmaður Varmahlíðar tjáði við V að hann ætlaði sér að leggja fram frumvarp um eignarnám eða leigunám á landi Varmahlíðar þar sem enginn vilji væri fyrir sölu jarðarinnar. V vildi ekki láta af hendi alla jörðina en lýsti sig reiðubúinn til að selja hluta jarðarinnar en því var ekki tekið. Frumvarpið varð síðar samþykkt sem lög nr. 29/1939 er veitti ríkisstjórninni heimild til eignarnámsins í þeim tilgangi. Samningar tókust ekki þannig að V sá til tilneyddan til að gefa út afsal fyrir jörðinni til ríkisins áður en eignarnámið fór fram, en í því var enginn áskilnaður um héraðsskóla.

Ríkisstjórnin afsalaði svo félaginu jörðinni með því skilyrði að reistur yrði héraðsskóli. Ekki var byrjað að reisa héraðsskólann fyrr en árið 1945 en stuttu eftir það urðu grundvallarbreytingar á skólakerfinu þar sem héraðsskólar urðu hluti af almenna skólakerfinu. Í kjölfarið hættu framkvæmdir við byggingu skólans. Árið 1956 var samþykkt ályktun um að reisa þar í staðinn heimavistarbarnaskóla ásamt útleigu húsakynna undir ýmsan atvinnurekstur.

Þá krafði V ráðherra um að afhenda sér aftur jörðina sökum þess að grundvöllur eignarnámsheimildarinnar væri brostinn. Er ráðherra féllst ekki á það krafðist V fyrir dómi að samningur sinn um afhendingu jarðarinnar til ríkisstjórnarinnar yrði ógiltur, ásamt ýmsum öðrum ráðstöfunum sem af því leiddi. Meðal málatilbúnaðar V var að umfang eignarnámsins hefði verið talsvert meira en nauðsyn krafði, að hann hefði verið neyddur til að selja jörðina sökum hættu á að hann hefði fengið enn minna fyrir hana en ella. Þó afsalið hefði ekki minnst á héraðsskóla hefði það samt sem áður verið forsendan fyrir útgáfu þess.

Hæstiréttur staðfesti hinn áfrýjaða dóm með vísan til forsendna en í þeim dómi kom fram að ekki yrði hnekkt mati löggjafans um almenningsþörf með setningu þessara sérlaga um eignarnám á jörð í hans eigu. Augljóst þótti að forsendur þess að V hafi látið af hendi nauðugur af hendi væru þessi sérlög, þó að kaupverðinu undanskildu, og yrði því ekki firrtur þeim rétti að geta endurheimt jörðina sökum skorts á fyrirvara í afsalinu ef notkun hennar væri svo andstæð þeim tilgangi sem lá að baki eignarnámsheimildinni að hann ætti af þeim sökum lögvarinn endurheimturétt.

Ekki var fallist á ógildingu afsals ríkisins til félagsins þar sem það var í samræmi við þann tilgang sem eignarnámsheimildin byggðist á, og félagið væri enn viljugt til að vinna að því markmiði, og því enn í samræmi við tilgang eignarnámsins. Þá skipti máli að V gerði engar virkar og raunhæfar ráðstafanir í langan tíma frá því að honum varð ljóst að forsendurnar hefðu brostið, til endurheimt jarðarinnar. Kröfum V um ógildingu eignarnámsins var því synjað.
Hrd. 1965:268 nr. 7/1964 (Reykir)[PDF]

Hrd. 1966:561 nr. 127/1964[PDF]

Hrd. 1966:614 nr. 60/1965[PDF]

Hrd. 1966:971 nr. 41/1966[PDF]

Hrd. 1967:935 nr. 237/1966[PDF]

Hrd. 1968:382 nr. 217/1966[PDF]

Hrd. 1968:681 nr. 169/1967[PDF]

Hrd. 1968:762 nr. 196/1966[PDF]

Hrd. 1969:510 nr. 128/1967 (Nýjabæjarafréttarmál)[PDF]

Hrd. 1969:829 nr. 55/1969[PDF]

Hrd. 1972:389 nr. 82/1969[PDF]

Hrd. 1972:657 nr. 116/1971[PDF]

Hrd. 1972:688 nr. 147/1971[PDF]

Hrd. 1974:96 nr. 20/1973[PDF]

Hrd. 1974:280 nr. 96/1971[PDF]

Hrd. 1974:368 nr. 36/1972 (Holtsós)[PDF]

Hrd. 1975:30 nr. 111/1974 (Þjórsártungur)[PDF]

Hrd. 1975:55 nr. 65/1971 (Arnarvatnsheiði)[PDF]
SÓ seldi hluta Arnarvatnsheiðar árið 1880 en áskildi að hann og erfingjar hans, sem kunni að búa á tilteknu nánar afmörkuðu svæði, að hefðu rétt til eggjatöku og silungsveiði í því landi fyrir sig og sína erfingja. Kaupendurnir skiptu síðan landinu upp í tvo hluta og seldu síðan hlutana árið 1884 til tveggja nafngreindra hreppa. Löngu síðar fóru aðrir að veiða silunga á svæðinu og var þá deilt um hvort túlka mætti það afsal er fylgdi jörðinni árið 1880 á þann veg að erfingjarnir hefðu einkarétt á þessum veiðum eða deildu þeim réttindum með eigendum jarðarinnar hverju sinni.

Hæstiréttur vísaði til þess að það væri „forn og ný réttarregla, að landeigandi eigi fiskveiði í vötnum á landi sínu, [...] þá var rík ástæða til þess, að [SÓ] kvæði afdráttarlaust að orði, ef ætlun hans var sú, að enginn réttur til silungsveiði í vötnum á hinu selda landi fylgdi með við sölu þess“. Ákvæðin um þennan áskilnað voru talin óskýr að þessu leyti og litið til mótmæla hreppsbænda á tilteknum manntalsþingum sem merki þess að bændurnir hafi ekki litið þannig á ákvæðin að allur silungsrétturinn hafi verið undanskilinn sölunni. Þar að auki höfðu fylgt dómsmálinu ýmis vottorð manna er bjuggu í nágrenninu að þeir hefðu stundað silungsveiði á landinu án sérstaks leyfis niðja [SÓ]s.
Hrd. 1975:132 nr. 70/1973[PDF]

Hrd. 1975:804 nr. 134/1973[PDF]

Hrd. 1975:823 nr. 99/1974[PDF]

Hrd. 1976:896 nr. 42/1975[PDF]

Hrd. 1976:933 nr. 89/1975[PDF]

Hrd. 1977:32 nr. 103/1976[PDF]

Hrd. 1977:74 nr. 220/1974[PDF]

Hrú. 1977:1007 nr. 92/1974[PDF]

Hrd. 1979:21 nr. 206/1976[PDF]

Hrd. 1979:392 nr. 80/1975[PDF]

Hrd. 1979:829 nr. 92/1974[PDF]

Hrd. 1979:846 nr. 164/1976[PDF]

Hrd. 1979:1070 nr. 158/1979[PDF]

Hrd. 1980:1920 nr. 137/1978[PDF]

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn)[PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:785 nr. 185/1978[PDF]

Hrd. 1981:910 nr. 131/1979[PDF]

Hrd. 1981:1370 nr. 209/1981 (Njarðvík)[PDF]

Hrd. 1981:1584 nr. 199/1978 (Landmannaafréttardómur síðari)[PDF]
Íslenska ríkið hóf mál fyrir aukadómþingi Rangárvallasýslu árið 1975 með eignardómsstefnu þar sem krafist var viðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Tilefnið var ágreiningur um réttarstöðu afréttanna vegna virkjanaframkvæmda hins opinbera við Tungnaá og Þórisvatn. Ríkið taldi sig ávallt hafa átt svæðið án þess að formleg staðfesting hafi verið á þeim rétti, en tók þó fram að það viðurkenndi þegar áunninn upprekstrarréttindi og önnur afréttarnot annarra aðila reist á lögum og venjum.

Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.

Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna, hrd. Landmannaafréttur I. Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.

Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.

Sératkvæði tveggja manna minni hluta Hæstaréttar voru um hið andstæða á þeim forsendum að í meginatriðum um þegar hefði verið leyst úr þeim hluta málsins fyrir Hæstarétti er varðaði veiðirétt og vatnsföll á sama svæði af hálfu sömu aðila, án þess að málatilbúnaðurinn hafi verið til þess fallinn að aðgreina það fordæmi né lögð fram ný gögn er gæfu tilefni til annarrar niðurstöðu.

Hrd. 1982:664 nr. 198/1979[PDF]

Hrd. 1982:1676 nr. 66/1979[PDF]

Hrd. 1983:180 nr. 202/1980[PDF]

Hrd. 1983:770 nr. 64/1981[PDF]

Hrd. 1983:1055 nr. 49/1981[PDF]

Hrd. 1983:1063 nr. 52/1981[PDF]

Hrd. 1983:1447 nr. 223/1981[PDF]

Hrd. 1984:775 nr. 88/1982 (Starfsmannavegabréf)[PDF]
P krafði ríkissjóð um bætur fyrir ólögmæta handtöku þar sem hún hafði einungis framvísað starfsmannavegabréfi í stað gestavegabréfs. Handtakan var réttlætt með vísun í reglugerð settra með heimild í eldri lögum er giltu þá. Þau lög voru síðar afnumin með tilkomu laga um notkun nafnskírteina og talið að þá hafi grundvöllur reglugerðarinnar brostið. Krafa P um skaðabætur var því samþykkt.
Hrd. 1984:906 nr. 220/1982 (Ásgarður)[PDF]
Hjón höfðu með erfðaskrá arfleitt nokkra aðila að jörðinni Ásgarði. Hjónin létust og ákvað sveitarfélagið að nýta lögboðinn forkaupsrétt sinn. Lög kváðu á að verðágreiningi yrði skotið til matsnefndar eignarnámsbóta.

Dánarbú hjónanna var ekki sátt við verðmat nefndarinnar og skaut málinu til aukadómþings, þar sem það teldi jörðina margfalt verðmætari sökum nálægra sumarhúsalóða og veiðiréttarins sem jörðinni fylgdi, er myndi fyrirsjáanlega auka eftirspurn. Rök sveitarfélagsins voru á þá leið að jörðin væri ekki skipulögð undir sumarhús auk þess að samkvæmt lögum væri bannað að nota jarðir undir sumarhús sem ekki væri búið að leysa úr landbúnaðarnotum, og því ætti ekki að taka tillit til slíkra mögulegrar framtíðarnýtingar í þá veru.

Dómkvaddir matsmenn mátu jörðina og töldu virði hennar talsvert nær því sem dánarbúið hélt fram, og vísuðu til nálægðar við þéttbýlisbyggð og náttúrufegurðar. Dómþingið tók undir verðmat þeirra matsmanna og nefndi að hægt væri að leysa jörðina úr landbúnaðarnotum án þess að því yrði mótmælt og því jafnframt mögulegt að skipuleggja sumarhúsabyggð á jörðina í framtíðinni. Aukadómþingið taldi því að sveitarfélagið skyldi greiða dánarbúinu upphæð samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna.

Hæstiréttur staðfesti dóm aukadómþingsins en hækkaði upphæðina vegna veiðiréttindanna sem fylgdu jörðinni.
Hrd. 1984:955 nr. 141/1980[PDF]

Hrd. 1984:983 nr. 87/1981[PDF]

Hrd. 1984:1290 nr. 69/1983[PDF]

Hrd. 1985:225 nr. 151/1983 (Malarnáma - Efnistaka vegna Austurlandsvegar)[PDF]

Hrd. 1985:587 nr. 172/1982[PDF]

Hrd. 1986:66 nr. 223/1983[PDF]

Hrd. 1986:1231 nr. 191/1986[PDF]

Hrd. 1986:1626 nr. 180/1985 (Ásgarður)[PDF]
Hjón áttu jörðina Ásgarð og ráðstöfuðu til tveggja félagasamtaka með kvöðum.

Sveitarfélagið kemur við andlát þeirra og neytir forkaupsréttar sbr. lagaheimild.

Átti að deila út andvirðinu til félagasamtakanna eða ekki? Sökum brostinna forsenda fengu þau hvorki jörðina né fjármunina.
Hrd. 1987:497 nr. 165/1986 (Sólberg - Setberg)[PDF]

Hrd. 1987:1273 nr. 258/1986[PDF]

Hrd. 1987:1656 nr. 83/1986 (Flateyjardalsheiði)[PDF]
Höfðað var mál til viðurkenningar á því að með jörðum nokkurra jarðeigenda á Flateyjardalsheiði hefði áunnist upprekstrarréttur með hefðun. Hæstiréttur synjaði kröfunni á þeim forsendum að eigendunum hefði mátt vera ljós betri réttur annarra aðila, meðal annars sökum mannvirkja á því svæði og leigusamnings einnar af þeim jörðum, og hefðu því haft vitneskju um betri rétt annarra.
Hrd. 1988:388 nr. 196/1986 (Ísafjörður)[PDF]

Hrd. 1988:1130 nr. 4/1987[PDF]

Hrd. 1989:1022 nr. 29/1987[PDF]

Hrd. 1991:1368 nr. 44/1989 (Brúarhóll)[PDF]

Hrd. 1991:1444 nr. 282/1988 (Skógar og Brúsholt)[PDF]

Hrd. 1991:1481 nr. 382/1988[PDF]

Hrd. 1991:1817 nr. 432/1991[PDF]

Hrd. 1992:1511 nr. 286/1989 (Óttarsstaðir)[PDF]

Hrd. 1992:1858 nr. 156/1987 (Sæból)[PDF]

Hrd. 1993:108 nr. 355/1989 (Eystri Hóll)[PDF]

Hrd. 1993:1426 nr. 63/1991[PDF]

Hrd. 1993:2205 nr. 325/1990 (Brekka)[PDF]

Hrd. 1994:117 nr. 514/1993 (Fjallaskáli á Fimmvörðuhálsi - Þórsmörk)[PDF]

Hrd. 1994:2227 nr. 247/1994 (Geitland)[PDF]

Hrd. 1994:2768 nr. 202/1993[PDF]

Hrd. 1995:1075 nr. 269/1992 (Klausturhólar)[PDF]

Hrd. 1995:1333 nr. 383/1993[PDF]

Hrd. 1995:1499 nr. 446/1992[PDF]

Hrd. 1995:2091 nr. 296/1994[PDF]

Hrd. 1996:240 nr. 402/1994 (Borgarheiði 11)[PDF]

Hrd. 1996:696 nr. 92/1995 (Blikdalur)[PDF]
Hæstiréttur taldi tiltekin ítaksréttindi hafi verið talin glötuð til eilífðarnóns.
Hrd. 1996:1089 nr. 339/1994[PDF]

Hrd. 1996:2245 nr. 26/1995[PDF]

Hrd. 1996:2848 nr. 256/1995 (Sveitarfélagamörk á Hellisheiði)[PDF]

Hrd. 1996:3948 nr. 336/1995[PDF]

Hrd. 1997:52 nr. 18/1995 (Línulög eignarnema - Sjónmengun - Ytri-Löngumýri)[PDF]

Hrd. 1997:1162 nr. 66/1996 (Auðkúluheiði)[PDF]

Hrd. 1997:1183 nr. 67/1996 (Eyvindarstaðaheiði)[PDF]

Hrd. 1997:1985 nr. 327/1995[PDF]

Hrd. 1997:2420 nr. 183/1997 (Neðri Hundadalur)[PDF]

Hrd. 1997:2488 nr. 456/1996 (Hofstaðir - Laxá - Ákvörðun Náttúruverndarráðs)[PDF]

Hrd. 1998:4 nr. 513/1997[PDF]

Hrd. 1998:374 nr. 7/1998[PDF]

Hrd. 1998:455 nr. 37/1998[PDF]

Hrd. 1998:985 nr. 216/1997 (Arnarnesland - Eignarnám á Arnarneshálsi)[PDF]
Garðabær sagðist hafa reynt í einhvern tíma en án árangurs að kaupa tilteknar landspildur á Arnarnesi, en eignarnámsþolarnir töldu það ekki vera rétt.

Garðabær hafi slitið samningaviðræðunum áður en mörg erfið álitaefni höfðu verið rædd til þrautar, og höfðu verðhugmyndir aðila ekki verið reyndar til fulls. Samþykkt tillagna um deiliskipulag höfðu ekki verið leiddar til lykta án þess að Garðabær hafi skýrt með fullnægjandi hætti ástæður þeirrar frestunar. Í ljósi þessa og að virtu samhengi viðræðnanna í heild, féllst Hæstiréttur á kröfu eignarnámsþolanna um ógildingu ákvörðunarinnar um eignarnám.
Hrd. 1998:1346 nr. 88/1998[PDF]

Hrd. 1998:1602 nr. 309/1997[PDF]

Hrd. 1998:2573 nr. 239/1998[PDF]

Hrd. 1999:111 nr. 171/1998 (Gilsá)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2006 nr. 41/1999 (Rjúpnaveiðar - Sandfellshagi)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2777 nr. 40/1999 (Krýsuvík og Stóri Nýibær)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2857 nr. 219/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3018 nr. 315/1999 (Mýrarhús, Krókur og Neðri-Lág - Landskipti)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3335 nr. 431/1998 (Háfur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:752 nr. 368/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:897 nr. 310/1999 (Lækur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1597 nr. 128/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2610 nr. 292/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2713 nr. 150/2000 (Lóðir í Hafnarfirði - Kjóahraun)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2788 nr. 324/2000 (Hornafjörður - Umráð yfir grjóti - Siglingastofnun ríkisins)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3042 nr. 372/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2001:426 nr. 323/2000[HTML]

Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML]
ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 2001:1606 nr. 413/2000[HTML]

Hrd. 2001:4074 nr. 170/2001 (Krossgerði)[HTML]

Hrd. 2001:4589 nr. 224/2001 (Selásblettur I)[HTML]

Hrd. 2001:4604 nr. 225/2001 (Selásblettur II)[HTML]

Hrd. 2002:2183 nr. 251/2001[HTML]
83ja ára kona seldi spildu úr jörð sinni til G. Börn konunnar riftu samningnum þar sem þau töldu hana ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hún hefði verið að gera. Í málinu var meint vanheilsa hennar ekki sönnuð og því var hún talin hafa verið hæf til að stofna til löggerningsins.
Hrd. 2002:2507 nr. 356/2002 (Bandaríki Norður-Ameríku)[HTML]

Hrd. 2002:3755 nr. 502/2002[HTML]

Hrd. 2003:673 nr. 568/2002 (Kárahnjúkamál II)[HTML]

Hrd. 2003:1363 nr. 449/2002 (Arnarvarp í Miðhúsaeyjum)[HTML]
Ekki var nægilega ljóst samkvæmt lögunum og lögskýringargögnunum hvort notkun hugtaksins „lífsvæði dýra“ í náttúruverndarlögum gerði kröfu á að um væri að ræða staði þar sem örn kynni að verpa á eða raunverulega verpti á. Refsiheimildin uppfyllti því ekki kröfur um skýrleika.
Hrd. 2003:1612 nr. 115/2003[HTML]

Hrd. 2003:2791 nr. 268/2003[HTML]
Í máli þessu var tekin til úrlausnar krafa ákæruvaldsins um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir hermanni.

Hermaður bandaríkjahers er vann við herstöðina á Keflavíkurflugvelli var sakaður um tilraun til manndráps í Reykjavík. Hann var handtekinn af lögreglu og svo úrskurðaður í gæsluvarðhald. Varnarliðið óskaði þess við utanríkisráðuneytið að því yrði fengin lögsaga yfir meðferð málsins yfir hermanninum sem ráðuneytið vildi fallast á, sem sendi svo beiðni um flutning þess frá ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari synjaði hins vegar beiðninni og taldi embætti sitt hafa lögsöguna. Hæstiréttur staðfesti þann skilning.
Hrd. 2003:2836 nr. 246/2003[HTML]

Hrd. 2003:3094 nr. 62/2003 (Selásblettur - Vatnsendavegur)[HTML]

Hrd. 2003:3121 nr. 21/2003 (Grjótvarða)[HTML]

Hrd. 2003:4668 nr. 271/2003[HTML]

Hrd. 2004:4 nr. 479/2003[HTML]

Hrd. 2004:731 nr. 323/2003 (Skífan hf.)[HTML]

Hrd. 2004:1958 nr. 119/2004[HTML]

Hrd. 2004:2509 nr. 171/2004 (Skipulag Strandahverfis - Sjáland - Skrúðás)[HTML]

Hrd. 2004:2955 nr. 238/2004[HTML]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML]

Hrd. 2004:3973 nr. 80/2004 (Þveráraurar)[HTML]

Hrd. 2004:4044 nr. 409/2004[HTML]

Hrd. 2004:5078 nr. 294/2004[HTML]

Hrd. 2005:504 nr. 22/2005 (Akrar I)[HTML]

Hrd. 2005:893 nr. 244/2004[HTML]

Hrd. 2005:1237 nr. 349/2004 (Þjórsártún)[HTML]
Vegagerðin sóttist eftir eignarnámi á spildu úr landi Þjórsártúns vegna lagningu vegar yfir Þjórsá. Eignarnámið sjálft studdi við ákvæði þágildandi vegalaga er kvað á um skyldu landareigenda til að láta af hendi land vegna vegalagningar. Síðar sendi hún inn beiðni um að matsnefnd eignarnámsbóta mæti hæfilega eignarnámsbætur og beiðni um snemmbær umráð hins eignarnumda sem nefndin heimilaði. Hún mat síðan eignarnámið með þremur matsliðum.

Þegar K leitaði eftir greiðslum eignarnámsbótanna kvað Vegagerðin að hún ætlaði eingöngu að hlíta úrskurðinum hvað varðaði einn matsliðinn og tilkynnti að hún ætlaði að fara fram á dómkvaðningu matsmanna. K andmælti þar sem hún taldi Vegagerðina bundna af úrskurði matsnefndarinnar og að matsgerð þeirrar nefndar sé réttari en matsgerð dómkvaddra matsmanna. Vegagerðin hélt því fram að lögin kvæðu á um heimild dómstóla um úrlausn ágreinings um fjárhæðir og því heimilt að kveða dómkvadda matsmenn.

Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annari niðurstöðu en matsnefnd eignarnámsbóta og lækkuðu stórlega virði spildunnar. Héraðsdómur féllst á kröfu K um að farið yrði eftir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta þar sem mati matsnefndarinnar hefði ekki verið hnekkt.

Hæstiréttur tók undir með héraðsdómi að heimilt hefði verið að leggja ágreininginn undir dómstóla en hins vegar væru úrskurðir matsnefndarinnar ekki sjálfkrafa réttari en matsgerðir dómkvaddra matsmanna heldur yrði að meta það í hverju tilviki. Í þessu tilviki hefði úrskurður matsnefndarinnar verið lítið rökstuddur á meðan matsgerð hinna dómkvöddu manna væri ítarlegri, og því ætti að byggja á hinu síðarnefnda. Þá gekk hann lengra og dæmdi K lægri fjárhæð en matsgerð dómkvöddu mannana hljóðaði upp á þar sem hvorki matsnefndin né dómkvöddu mennirnir hafi rökstutt almenna verðrýrnun sem á að hafa orðið á landinu meðfram veginum með fullnægjandi hætti, né hafi K sýnt fram á hana með öðrum hætti í málinu.
Hrd. 2005:1534 nr. 474/2004 (Frístundabyggð - Sumarhús - Bláskógabyggð)[HTML]
Krafist var viðurkenningar á því að hjón ásamt börnum þeirra ættu lögheimili að tilteknu húsi á svæði sem sveitarfélagið hafði skipulagt sem frístundabyggð. Hagstofan hafði synjað þeim um þá skráningu.

Hæstiréttur taldi að sóknaraðilar ættu rétt á að ráða búsetu sinni sbr. 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar og lægju ekki fyrir haldbærar lagaheimildir til að takmarka rétt sóknaraðilanna til að skrá lögheimili þeirra á húsið í frístundabyggðinni. Þar sem sóknaraðilarnir höfðu fasta búsetu í húsinu í samræmi við 2. mgr. 1. gr. laga um lögheimili og 1. mgr. ákvæðisins yrði skýrt á þann veg að lögheimili væri sá staður sem maður hefði fasta búsetu, var krafa sóknaraðila tekin til greina.

Niðurstaðan er talin óvenjuleg að því leyti að í stað þess að eingöngu ómerkja synjunina sjálfa var jafnframt tekin ný ákvörðun í hennar stað.
Hrd. 2005:1861 nr. 496/2004[HTML]

Hrd. 2005:2004 nr. 188/2005[HTML]

Hrd. 2005:2503 nr. 20/2005 (Starfsleyfi álvers í Reyðarfirði)[HTML]

Hrd. 2005:2734 nr. 234/2005[HTML]

Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:3168 nr. 47/2005[HTML]

Hrd. 2005:3714 nr. 429/2005[HTML]

Hrd. 2005:4897 nr. 499/2005[HTML]

Hrd. 2006:607 nr. 328/2005 (Vorsabær)[HTML]

Hrd. 2006:1643 nr. 170/2006[HTML]

Hrd. 2006:1899 nr. 168/2006[HTML]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML]

Hrd. 2006:2252 nr. 454/2005 (Ærfjall, fyrir landi Kvískerja í Öræfum - Þjóðlendumál)[HTML]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:2650 nr. 210/2006[HTML]

Hrd. 2006:2661 nr. 232/2006[HTML]

Hrd. 2006:3542 nr. 467/2006[HTML]

Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML]

Hrd. 2006:3810 nr. 498/2005 (Stafafell - Lón í Hornafirði)[HTML]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML]

Hrd. 2006:3939 nr. 85/2006[HTML]

Hrd. 2006:3963 nr. 133/2006 (Hrunaheiðar)[HTML]

Hrd. 2006:4087 nr. 93/2006[HTML]

Hrd. 2006:4807 nr. 386/2006 (Hlíðarendi í Fljótshlíð)[HTML]

Hrd. 2006:5467 nr. 603/2006[HTML]

Hrd. nr. 650/2006 dags. 16. janúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 458/2006 dags. 18. janúar 2007 (Náttúruvernd - Jarðýtudómur)[HTML]

Hrd. nr. 2/2007 dags. 31. janúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 330/2006 dags. 15. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 551/2006 dags. 26. apríl 2007 (Þrándarstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 326/2006 dags. 3. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 536/2006 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 448/2006 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 571/2006 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 24/2007 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 23/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk)[HTML]

Hrd. nr. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland)[HTML]

Hrd. nr. 26/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 28/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 25/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 414/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML]

Hrd. nr. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML]

Hrd. nr. 99/2007 dags. 11. október 2007 (Skaftártunguafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 79/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 47/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 12/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 554/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 560/2007 dags. 6. nóvember 2007 (Vatnsendi 4)[HTML]
Krafist var ógildingar á erfðaskrá MEH þar sem veigamikil brot höfðu verið á framkvæmd ákvæða hennar og brostnar forsendur um gildi hennar. Þeim málatilbúnaði var hafnað þar sem hún hefði verið lögð til grundvallar skipta á þremur dánarbúum og andmælum við skipti á dánarbúi MEH hefði verið hafnað á sínum tíma, og leiðir til að krefjast ógildingar höfðu ekki verið fullnýttar þá. Málinu var því vísað frá.
Hrd. nr. 163/2007 dags. 8. nóvember 2007 (Pétursbúð)[HTML]

Hrd. nr. 612/2007 dags. 5. desember 2007[HTML]

Hrd. nr. 634/2007 dags. 10. desember 2007 (Framsal sakamanns)[HTML]

Hrd. nr. 152/2007 dags. 13. desember 2007 (Landspilda úr Teigstorfu, á Þveráraurum)[HTML]
Aðilar kröfðust viðurkenningar á því að hefð hefði unnist á landspildu innan girðingar lands þeirra. Girðingin hafi átt að hafa verið reist fyrir 1960. Lögð hafði verið fram landskiptabeiðni áður en hefðun væri fullnuð, með vitneskju aðilanna sem kröfðust viðurkenningarinnar, og því hefðu þeir ekki getað hafa talið hafa eignast landspilduna á grundvelli hefðunar.
Hrd. nr. 651/2007 dags. 16. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 89/2007 dags. 17. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 31/2008 dags. 23. janúar 2008 (Galtalækjarskógur)[HTML]
Ekki var tekið fram hver spildan var sem var leigð.
Hrd. nr. 226/2007 dags. 31. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 645/2006 dags. 21. febrúar 2008 (Jarðefni - Gangadómar - Reyðarfjarðargöng)[HTML]
Snerist um borun jarðganga um Almannaskarð, og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Eignarnám var gert í fjöllunum. Vegagerðin nýtti jarðefnið til að leggja vegi og deilt var um hvort eignarnámið hafi náð yfir jarðefnanýtingu. Hæstiréttur taldi að jarðefnið væri hluti fjallsins en efnatakan var svo dýr að hún hefði ekki verið arðbær, og því hefði jarðefnið ekki verðgildi gagnvart jarðeigandanum.
Hrd. nr. 644/2006 dags. 21. febrúar 2008 (Jarðefni - Gangadómar - Almannaskarðsgöng I)[HTML]
Snerist um borun jarðganga um Almannaskarð, og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Eignarnám var gert í fjöllunum. Vegagerðin nýtti jarðefnið til að leggja vegi og deilt var um hvort eignarnámið hafi náð yfir jarðefnanýtingu. Hæstiréttur taldi að jarðefnið væri hluti fjallsins en efnatakan var svo dýr að hún hefði ekki verið arðbær, og því hefði jarðefnið ekki verðgildi gagnvart jarðeigandanum.
Hrd. nr. 278/2007 dags. 21. febrúar 2008 (Tjarnarkot)[HTML]

Hrd. nr. 301/2007 dags. 18. mars 2008 (Elliðahvammur)[HTML]

Hrd. nr. 466/2007 dags. 17. apríl 2008 (Búrfell)[HTML]
Ágreiningur var um hluta jarðar, en hann var 19,4% minni en uppgefin stærð.
Hrd. nr. 446/2008 dags. 2. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 468/2008 dags. 18. september 2008 (Hof)[HTML]

Hrd. nr. 487/2007 dags. 18. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 550/2007 dags. 2. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004)[HTML]
K fékk miskabætur vegna brottvísunar hans er var felld úr gildi með Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings).
Hrd. nr. 509/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 591/2008 dags. 7. nóvember 2008 (Lambhagi - Jafnaskarð)[HTML]

Hrd. nr. 578/2008 dags. 10. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 623/2008 dags. 2. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 673/2008 dags. 14. janúar 2009 (Vatnsendablettur - Vallakór)[HTML]

Hrd. nr. 246/2008 dags. 22. janúar 2009 (Vatnsendablettur II - Eignarnám)[HTML]

Hrd. nr. 2/2009 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 75/2009 dags. 2. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 425/2008 dags. 19. mars 2009 (Vegagerðin og eignarnám - Brekka í Núpasveit)[HTML]
Vegagerðin vildi leggja þjóðveg og valdi leið er myndi krefjast eignarnáms jarðarinnar Brekku í Núpasveit. Í þeim tilgangi fékk Vegagerðin framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu og krafðist umrædds eignarnáms, er eigendur jarðarinnar voru ekki sáttir með. Yfirlýstur tilgangur þeirrar tilteknu leiðar væri að stytta akstursvegalengdir milli þéttbýliskjarna og þar af leiðandi stuðla að myndun eins þjónustusvæðis. Nokkrir möguleikar voru fyrir hendi og voru valkostirnir sendir til úrskurðar hjá Skipulagsstofnun og við málsmeðferð hennar leitaði hún umsagnar sveitarfélagsins. Hún taldi þrjár leiðir koma helst til greina (nr. 140, 141, og 150) en taldi þá leið sem málið snýst um (nr. 141) vera þá álitlegustu. Fornleifavernd ríkisins ritaði til Skipulagsstofnunar í tilefni úrskurðsins og taldi hina völdu leið þrengja mjög að fornminjum á svæðinu og leið nr. 150 vera ákjósanlegri.

Eigendurnir kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar til ráðherra og færðu í kæru sinni rök fyrir leið nr. 150 og tefldu því einnig fram að hægt væri að nýta jarðir sem íslenska ríkið ætti þá þegar. Ábúendurnir kærðu þá einnig úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem andmælt væri vali á leið nr. 150. Ráðherra taldi ekki ástæðu til annars en að staðfesta hinn kærða úrskurð en þó með skilyrðum eftir því hvaða leið yrði valin.

Fyrir héraðsdómi kröfðust eigendurnir ógildingar á eignarnáminu og framkvæmdaleyfinu. Í héraði voru málsúrslit þau að bæði Vegagerðin og sveitarfélagið voru sýknuð af téðum kröfum eigendanna.

Hæstiréttur sýknaði sveitarfélagið af kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfisins þar sem ekki fundust annmarkar í stjórnsýslumeðferð málsins er réttlætti það, en hann ógilti hins vegar eignarnámið á þeim forsendum að Vegagerðin gat ekki sýnt fram á að leið nr. 141 hafi verið betri en hinar, þar á meðal á grundvelli óstuddra yfirlýsinga um kostnaðarauka ef leið nr. 150 yrði valin í staðinn. Þær jarðir sem leið 150 hefði legið um voru allar í eign ríkisins og því leitt til vægari aðgerða gagnvart almenningi en hinar leiðirnar.
Hrd. nr. 419/2008 dags. 19. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 467/2008 dags. 26. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 346/2008 dags. 14. maí 2009 (Veghelgunarsvæði - Vegalagning um Norðurárdal í Skagafirði)[HTML]

Hrd. nr. 150/2008 dags. 4. júní 2009 (Bergþórshvoll)[HTML]

Hrd. nr. 532/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Hrd. nr. 102/2009 dags. 24. september 2009 (Brú á Jökuldal)[HTML]

Hrd. nr. 345/2008 dags. 8. október 2009 (Jarðgöng 3 - Almannaskarðsgöng II)[HTML]

Hrd. nr. 671/2008 dags. 22. október 2009 (Teigsskógur)[HTML]

Hrd. nr. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML]

Hrd. nr. 590/2009 dags. 16. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 149/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Verkstæðisskúr á Akureyrarflugvelli)[HTML]

Hrd. nr. 69/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 72/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 704/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 769/2009 dags. 20. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 258/2009 dags. 18. febrúar 2010 (Laufskálar)[HTML]

Hrd. nr. 334/2009 dags. 25. febrúar 2010 (Landspilda nr. 381 á Vatnsenda)[HTML]

Hrd. nr. 404/2009 dags. 25. mars 2010 (Mýrar á Fljótsdalshéraði - Fljótsdalslína 3 og 4)[HTML]

Hrd. nr. 409/2009 dags. 25. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 560/2009 dags. 29. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 236/2010 dags. 30. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 245/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Hrd. nr. 467/2009 dags. 20. maí 2010[HTML]

Hrd. nr. 338/2009 dags. 20. maí 2010[HTML]

Hrd. nr. 198/2009 dags. 3. júní 2010 (Ölfus- og Selvogsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 184/2009 dags. 3. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 436/2010 dags. 19. júlí 2010 (Aðalskipulag Flóahrepps - Urriðafossvirkjun - Flýtimeðferð)[HTML]

Hrd. nr. 473/2009 dags. 16. september 2010 (Krepputunga)[HTML]

Hrd. nr. 554/2009 dags. 30. september 2010 (Hof í Skagafirði)[HTML]

Hrd. nr. 722/2009 dags. 7. október 2010 (Hvammur)[HTML]

Hrd. nr. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML]

Hrd. nr. 723/2009 dags. 7. október 2010 (Laxárdalur)[HTML]

Hrd. nr. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi)[HTML]

Hrd. nr. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML]

Hrd. nr. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 750/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 569/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. nr. 768/2009 dags. 11. nóvember 2010 (Almenningsskógar Álftaneshrepps)[HTML]

Hrd. nr. 488/2009 dags. 2. desember 2010 (Ásbjarnarnes)[HTML]
Snýr að reglu 20. kapítúla Kaupabálkar Jónsbókar um rétt til að slíta sameign.
Hrd. nr. 80/2010 dags. 9. desember 2010 (Kiðjaberg - Brottflutningur mannvirkis)[HTML]

Hrd. nr. 647/2010 dags. 16. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 679/2010 dags. 24. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 145/2010 dags. 27. janúar 2011 (Leiruland)[HTML]

Hrd. nr. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 579/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Flóahreppur - Urriðafossvirkjun)[HTML]

Hrd. nr. 199/2011 dags. 11. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 700/2009 dags. 26. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 367/2010 dags. 26. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 542/2010 dags. 21. júní 2011 (Álftaneslaug)[HTML]
Deilt var um uppgjör verksamnings um sundlaug á Álftanesi. Verktakinn vildi að samningnum yrði breytt því hann vildi hærri greiðslu vegna ófyrirsjáanlegra verðlagshækkana sem urðu á tímabilinu og jafnframt á 36. gr. samningalaga.

Byggingavísitalan hækkaði ekki um 4% eins og áætlað hafði verið, heldur yfir 20%.
Hæstiréttur synjaði kröfu verktakans um breytingu vegna brostinna forsendna, en hins vegar fallist á að breyta honum á grundvelli 36. gr. samningalaganna.
Hrd. nr. 293/2010 dags. 22. september 2011 (Þorvaldsstaðir og Hamar)[HTML]

Hrd. nr. 294/2010 dags. 22. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 368/2010 dags. 22. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll)[HTML]

Hrd. nr. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll)[HTML]

Hrd. nr. 75/2011 dags. 29. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 561/2011 dags. 2. nóvember 2011 (Stórólfur)[HTML]

Hrd. nr. 723/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 247/2011 dags. 1. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 76/2011 dags. 1. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 84/2011 dags. 26. janúar 2012 (Skuldbindingargildi tveggja skjala er vörðuðu eignarrétt að landspildu)[HTML]
Verðmæti spildu jókst eftir undirritun samnings.
Hæstiréttur féllst ekki á svik.
Tíminn sem leið milli undirritunar skjalanna tveggja var einn þáttur þess að ekki hefði verið hægt að byggja á óheiðarleika við ógildingu þar sem þær gátu aflað sér upplýsinga í millitíðinni.
Hrd. nr. 205/2011 dags. 9. febrúar 2012 (Icelandair – Lækkun sektar vegna samkeppnislagabrota)[HTML]

Hrd. nr. 430/2011 dags. 23. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 516/2011 dags. 22. mars 2012 (Innlausn flugskýlis á Ólafsfirði)[HTML]

Hrd. nr. 523/2011 dags. 26. apríl 2012 (Stjörnugrís III - Svínabú í Hvalfjarðarsveit)[HTML]

Hrd. nr. 369/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 391/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 535/2011 dags. 7. júní 2012 (Skil á lóð til Reykjavíkurborgar)[HTML]
Dómurinn er dæmi um réttarframkvæmd þar sem krafist er þess að hver sem vill bera fyrir sig venju þurfi að leiða tilvist og efni hennar í ljós. Í málinu tókst ekki að sýna fram á að það hafi verið venjuhelguð framkvæmd að hægt væri að skila lóðum til Reykjavíkurborgar með einhliða gjörningi lóðarhafa og fengið endurgreiðslu á lóðargjöldum.
Hrd. nr. 554/2011 dags. 14. júní 2012 (Tjörvastaðir)[HTML]

Hrd. nr. 563/2011 dags. 14. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 414/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 459/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML]

Hrd. nr. 350/2011 dags. 27. september 2012 (Hofsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 457/2011 dags. 11. október 2012 (Krýsuvík)[HTML]
Deilur um landamerki um Stóru Vatnsleysu og Krýsuvíkur. Sem sagt hvaða landamerki ættu að gilda og landamerki Krýsuvíkar var talið gilda, en um hundrað árum síðar komu aðrir aðilar sem sögðu að eigendur Krýsuvíkur á þeim tíma hefðu ekki verið raunverulegir eigendur. Hæstiréttur vísaði til gildi þinglýstra skjala þar til annað kæmi í ljós.
Hrd. nr. 151/2012 dags. 25. október 2012 (Olíusamráð)[HTML]

Hrd. nr. 181/2012 dags. 1. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 277/2012 dags. 8. nóvember 2012 (Stjörnugríssamruni)[HTML]

Hrd. nr. 438/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 445/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 524/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Uppsalir)[HTML]

Hrd. nr. 433/2011 dags. 21. febrúar 2013 (Steinvarartunga)[HTML]

Hrd. nr. 432/2011 dags. 28. febrúar 2013 (Þorbrandsstaðatungur)[HTML]

Hrd. nr. 538/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 66/2013 dags. 4. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 115/2013 dags. 8. mars 2013 (Skotæfingasvæði)[HTML]
Þar sagði Hæstiréttur í fyrsta skipti að óþarfi hafi verið að stefna sveitarfélaginu, en áður hafði ekki verið gerð athugasemd við það að sleppa þeim.
Hrd. nr. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML]

Hrd. nr. 173/2013 dags. 16. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 564/2012 dags. 2. maí 2013 (Ytri-Skógar og Eystri-Skógar)[HTML]

Hrd. nr. 656/2012 dags. 19. september 2013 (Möðruvallaafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 547/2012 dags. 26. september 2013 (Landamerki Reykjahlíðar)[HTML]

Hrd. nr. 411/2012 dags. 26. september 2013 (Þingeyjarsveit)[HTML]

Hrd. nr. 413/2012 dags. 26. september 2013 (Bleikmýrardalur)[HTML]

Hrd. nr. 541/2013 dags. 2. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML]

Hrd. nr. 546/2012 dags. 28. nóvember 2013 (Eyvindarstaðaheiði)[HTML]

Hrd. nr. 33/2014 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 612/2013 dags. 13. febrúar 2014 (Tungufell)[HTML]

Hrd. nr. 651/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 676/2013 dags. 13. mars 2014 (Fossatún)[HTML]
Heimild veiðifélags Grímsár í Borgarfirði til að nota hús til leigu fyrir ferðamenn á veturna. Í 2 km fjarlægð frá veiðihúsinu var fólk að reka gististöðuna Fossatún og hafði það fólk aðild að veiðifélaginu og voru ósátt við þessa ráðstöfun. Hæstiréttur fjallaði um heimildir félagsins til þessa og nefndi að þar sem lögum um lax- og silungsveiði sleppti ætti að beita ólögfestu reglunum og einnig lögum um fjöleignarhús.
Hrd. nr. 802/2013 dags. 10. apríl 2014 (Landspildur á Vatnsendabletti)[HTML]

Hrd. nr. 265/2014 dags. 13. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 363/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 774/2013 dags. 12. júní 2014 (Lóð í Þormóðsdal)[HTML]

Hrd. nr. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur)[HTML]

Hrd. nr. 360/2013 dags. 18. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 334/2014 dags. 30. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 174/2015 dags. 16. mars 2015 (Landamerki)[HTML]
Ágreiningur var um landamerki milli tveggja jarða. Héraðsdómari taldi gögnin of óskýr til að leggja mat á mörkin vegna skorts á hnitum. Hæstiréttur taldi að dómaranum í héraði hefði verið rétt að kalla eftir hnitsettum kröfum.
Hrd. nr. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML]

Hrd. nr. 579/2014 dags. 21. maí 2015 (Straumur og Berjanes)[HTML]

Hrd. nr. 752/2014 dags. 28. maí 2015 (Jökulsárlón - Spilda úr landi Fells - Riftun)[HTML]

Hrd. nr. 470/2015 dags. 27. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 83/2015 dags. 8. október 2015 (Geysir)[HTML]
Íslenska ríkið átti Geysi og einkaaðilar áttu umliggjandi svæði í sérstakri sameign. Einkaaðilarnir ákváðu að stofna einkahlutafélagið Landeigendafélagið Geysi í kringum rekstur svæðisins án samþykkis íslenska ríkisins og þrátt fyrir mótmæli þess. Félagið ákvað svo að setja gjaldskrá þar sem innheimt væri gjald af ferðamönnum á svæðinu og sóttist þá íslenska ríkið eftir lögbanni á gjaldheimtuna, sem var til meðferðar í dómsmáli þessu.

Hæstiréttur vísaði til óskráðrar meginreglu að meiri háttar ráðstafanir eigenda sérstakrar sameignar þyrftu samþykki þeirra allra. Að auki hafði ráðstöfunin áhrif á landsvæði sem var að fullu í eign íslenska ríkisins. Þar sem samþykki íslenska ríkisins skorti vegna þessara ráðstafana hefði setning umræddrar gjaldskrár verið óheimil. Staðfesti Hæstiréttur því lögbannið í ljósi þess að innheimta gjaldsins hefði brotið gegn eignarréttindum íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 127/2015 dags. 15. október 2015 (Dyrhólaey)[HTML]

Hrd. nr. 743/2014 dags. 22. október 2015 (Nýjabæjarafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 166/2015 dags. 22. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 706/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 759/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 305/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Gjaldtaka í Reykjahlíð)[HTML]
Eigendur nokkurra lögbýla að Hverum við Námafjall og Leirhnúk stofnuðu einkahlutafélag L um tilteknar ráðstafanir á Reykjahlíð, sem var í sérstakri sameign þeirra allra. Eigendur nokkurra af þeim jörðum, er áttu samtals næstum 30% hluta af sameigninni, kröfðust staðfestingar á lögbanni gegn innheimtu L á aðgangsgjaldi að Hverum við Námafjall og Leirhnúk.

Hæstiréttur leit svo á að gjaldtakan hefði verið meiriháttar breyting á nýtingu landsins og því þurft að byggjast á ótvíræðu samþykki allra sameigenda. Ekki hafði mátt sjá að ótvírætt samþykki allra sameigenda hefði legið fyrir enda mátti ekki sjá á samþykktum L að eigendur sérstöku sameignarinnar hefðu afsalað þeim rétti til þess með ótvíræðum hætti, né tekið undir málatilbúnað L um að téðir eigendur hefðu samþykkt gjaldtökuna á vettvangi félagsins. Skorti því L heimild til gjaldtökunnar og lögbannið því staðfest.
Hrd. nr. 411/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Markarfljót - Varnargarður við Þórólfsfell)[HTML]
Krafist var ógildingar á framkvæmdarleyfi vegna varnargarðs sem hafði eyðilagst og endurreistur með öðrum hætti en hann var.

Landeigendur komu með ýmsar ábendingar um legu varnargarðsins sem átti að endurbyggja, annmarka á plönum, ásamt öðrum atriðum, er leiddi til þess að sönnunarbyrðin um að rannsóknarskyldu í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám fluttist yfir til stjórnvaldsins.
Hrd. nr. 392/2015 dags. 10. mars 2016 (Sturlureykir)[HTML]

Hrd. nr. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. nr. 509/2015 dags. 14. apríl 2016 (Tunguás)[HTML]
Maður gefur 15 börnum sínum land sem kallað er Tunguás með gjafabréfi. Á því var kvöð um sameign, að hana mætti ekki selja eða ráðstafa henni og hvert og eitt ætti forkaupsrétt innbyrðis. Sum systkinin vildu skipta sameigninni en hin andmæltu því. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið skýrt í gjafabréfinu að bannað væri að skipta henni og taldi það því heimilt. Þau yrðu samt sem áður bundin af kvöðunum áfram hver á sínum eignarhluta.
Hrd. nr. 604/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.
Hrd. nr. 512/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.

Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.

Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna.

Hrd. nr. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 310/2016 dags. 19. maí 2016 (Stakkahlíð í Loðmundarfirði)[HTML]
Ekki var um augljós mistök að ræða og þinglýsingarstjórinn fór því út fyrir heimild sína þar sem honum hefði ekki verið heimilt að leiðrétta mistökin.
Hrd. nr. 597/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 420/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 268/2016 dags. 9. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 850/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 796/2015 dags. 13. október 2016 (Suðurnesjalína 2 - Leyfi Orkustofnunar)[HTML]

Hrd. nr. 20/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 59/2016 dags. 20. október 2016 (Torfufell)[HTML]

Hrd. nr. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML]

Hrd. nr. 323/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Skíðadalsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 44/2016 dags. 17. nóvember 2016 (Ice Lagoon)[HTML]

Hrd. nr. 760/2016 dags. 29. nóvember 2016 (Landspilda í Vopnafirði)[HTML]

Hrd. nr. 729/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 784/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 837/2016 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 7/2017 dags. 18. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 250/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Bjargráðasjóður - Stjörnugrís III)[HTML]
Einstaklingur sem þurfti að borga búnaðargjald (vegna landbúnaðarstarfsemi) vildi fá það endurgreitt. Það gjald hafði runnið til Svínaræktarfélags Íslands, Bændasamtakanna og Bjargráðasjóðs. Vildi einstaklingurinn meina að með skyldu til greiðslu gjaldanna til þessara einkaaðila sé verið að greiða félagsgjald. Hæstiréttur nefndi að í tilviki Bjargráðasjóðs að sökum hlutverks sjóðsins og að stjórn sjóðsins væri skipuð af ráðherra yrði að líta til þess að sjóðurinn væri stjórnvald, og því væri um skatt að ræða.
Hrd. nr. 273/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 264/2017 dags. 16. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML]

Hrd. nr. 432/2017 dags. 2. ágúst 2017 (Aðild Landverndar - Kröflulína 4)[HTML]

Hrd. nr. 395/2017 dags. 28. ágúst 2017 (Ytri-Hólmur)[HTML]
Skjal var móttekið til þinglýsingar árið 1958 en ekki fært í þinglýsingarbókina. Það var síðar leiðrétt. Ekki var talið að vafinn væri nægur til að útiloka að mistökin hefðu verið augljós.
Hrd. nr. 93/2017 dags. 28. september 2017 (Djúpidalur)[HTML]

Hrd. nr. 94/2017 dags. 28. september 2017 (Hvassafell)[HTML]

Hrd. nr. 634/2016 dags. 12. október 2017 (Hálönd við Akureyri)[HTML]

Hrd. nr. 684/2016 dags. 19. október 2017 (Kostnaður vegna málsmeðferðar í umhverfisráðuneytinu)[HTML]

Hrd. nr. 670/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 136/2017 dags. 9. nóvember 2017 (Á og Skarð á Skarðströnd)[HTML]

Hrd. nr. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML]

Hrd. nr. 220/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 219/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 791/2016 dags. 14. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 711/2017 dags. 14. desember 2017 (Eignarnámsbætur)[HTML]

Hrd. nr. 804/2016 dags. 25. janúar 2018 (Lóð við Reykjaneshöfn)[HTML]

Hrd. nr. 683/2016 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 243/2017 dags. 26. apríl 2018 (Litli-Saurbær)[HTML]

Hrd. nr. 647/2017 dags. 21. júní 2018 (Kálfaströnd)[HTML]

Hrd. nr. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML]

Hrá. nr. 2019-23 dags. 29. janúar 2019[HTML]

Hrd. nr. 8/2019 dags. 12. júní 2019 (Kleifar)[HTML]

Hrá. nr. 2019-213 dags. 9. júlí 2019[HTML]

Hrd. nr. 22/2019 dags. 20. nóvember 2019[HTML]

Hrd. nr. 39/2019 dags. 4. júní 2020 (Norðurturninn)[HTML]
Um er að ræða áfrýjun á Lrd. 647/2018 dags. 7. júní 2019 (Norðurturninn) þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hinn áfrýjaði dómur skyldi verða óraskaður.
Hrá. nr. 2020-248 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-250 dags. 15. desember 2020[HTML]

Hrd. nr. 24/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-254 dags. 22. desember 2020[HTML]

Hrd. nr. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 41/2020 dags. 13. október 2021[HTML]

Hrd. nr. 43/2021 dags. 30. mars 2022[HTML]

Hrd. nr. 39/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-98 dags. 10. október 2022[HTML]

Hrd. nr. 33/2022 dags. 21. desember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-152 dags. 31. janúar 2023[HTML]

Hrá. nr. 2022-151 dags. 31. janúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 45/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-70 dags. 23. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 36/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 48/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Hrd. nr. 24/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-99 dags. 24. október 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-98 dags. 24. október 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-97 dags. 24. október 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-96 dags. 24. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 48/2024 dags. 24. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. mars 2013 (Dudda ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 2. október 2012, að svipta bátinn Nonna í vík SH-89, skipaskrárnúmer 2587 leyfi til strandveiða í eina viku.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 10. apríl 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 26/2004 dags. 21. febrúar 2006[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2019 (Kæra Báru Hólmgeirsdóttur á ákvörðun Neytendastofunr. 51/2019frá 27. nóvember2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2015 (Kæra Eðalvara ehf. á ákvörðun Neytendastofu 5. október 2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2014 (Kæra Isavia ohf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 37/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2013 (Kæra Jökulsárlóns ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2009 (Kæra Vatnaveraldar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2009 frá 5. júní 2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2018 (Kæra Hringiðunnar ehf. og Vortex Inc. á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2018 frá 15. október 2018.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2007 dags. 22. júní 2007[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2008 dags. 13. mars 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2008 dags. 2. júlí 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/2008 dags. 8. júlí 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2010 dags. 28. maí 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2010 dags. 11. júní 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2012 dags. 24. ágúst 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2014 dags. 30. september 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2015 dags. 5. maí 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2016 dags. 21. nóvember 2016[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2018 dags. 8. júlí 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2020 dags. 11. mars 2021[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 14. júní 2001 í máli nr. E-7/00[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 22. september 2016 í máli nr. E-29/15[PDF]

Fara á yfirlit

Einkaleyfastofan

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 9/2018 dags. 29. október 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 15/2018 dags. 17. desember 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 10/2019 dags. 2. maí 2019[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2021 dags. 13. júlí 2021[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1995:402 í máli nr. 17/1995[PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 8/1999 dags. 14. janúar 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-2/2023 dags. 24. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2023 dags. 4. október 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2003 (Reykjavíkurborg - Gjald fyrir sölu byggingarréttar, einkaréttarlegur samningur, frávísun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. júlí 2006 (Hveragerðisbær - Samningur um sölu byggingarlands og samstarf um uppbyggingu, málsmeðferð)[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2021 dags. 19. október 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 8/2022 dags. 22. september 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 14/2022 dags. 30. desember 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 13/2024 dags. 4. nóvember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Forsætisráðuneytið

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 1/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-25/2006 dags. 11. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-245/2005 dags. 15. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2005 dags. 9. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-349/2007 dags. 10. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-351/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-350/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-344/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-321/2008 dags. 25. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-135/2008 dags. 2. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-43/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-347/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-345/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-70/2010 dags. 29. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-32/2011 dags. 21. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-25/2011 dags. 7. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-87/2011 dags. 19. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-77/2011 dags. 26. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-119/2011 dags. 11. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2013 dags. 16. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-41/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2013 dags. 29. maí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. T-1/2015 dags. 8. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-12/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-45/2015 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-66/2016 dags. 25. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-89/2016 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2016 dags. 14. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-4/2017 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2017 dags. 14. desember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-124/2020 dags. 18. september 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-36/2017 dags. 2. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. R-57/2021 dags. 1. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-31/2020 dags. 1. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. T-191/2023 dags. 8. janúar 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-614/2006 dags. 5. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-137/2007 dags. 8. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-471/2006 dags. 7. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-206/2008 dags. 15. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-269/2008 dags. 9. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-135/2008 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-138/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-136/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-134/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-133/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-107/2008 dags. 18. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-108/2008 dags. 26. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-106/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-404/2009 dags. 5. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-67/2009 dags. 13. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-20/2010 dags. 15. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-110/2010 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-19/2010 dags. 24. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-72/2010 dags. 17. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-71/2010 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-195/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-32/2010 dags. 21. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-41/2014 dags. 13. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-73/2010 dags. 8. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-34/2010 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-197/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-76/2014 dags. 7. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-175/2012 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-80/2015 dags. 13. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-70/2010 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-35/2010 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-36/2010 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-221/2012 dags. 13. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-234/2016 dags. 12. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-66/2015 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-54/2018 dags. 10. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-202/2021 dags. 31. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-65/2024 dags. 22. október 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-126/2008 dags. 6. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-26/2010 dags. 12. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012 dags. 5. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-41/2017 dags. 21. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-29/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-28/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-3/2019 dags. 11. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2025 dags. 31. október 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1997/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-545/2006 dags. 8. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1997/2005 dags. 23. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-562/2007 dags. 9. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-562/2007 dags. 5. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1102/2007 dags. 25. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-2/2008 dags. 26. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2501/2008 dags. 21. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-256/2009 dags. 24. júní 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-249/2009 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2946/2008 dags. 11. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4029/2009 dags. 17. ágúst 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-5112/2009 dags. 30. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-411/2010 dags. 31. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1893/2009 dags. 18. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2635/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-712/2010 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-515/2010 dags. 19. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1450/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-216/2012 dags. 21. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-14/2012 dags. 26. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-108/2013 dags. 17. september 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-971/2011 dags. 17. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-104/2012 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-529/2014 dags. 30. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-823/2014 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-423/2015 dags. 21. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1266/2014 dags. 14. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-2/2014 dags. 31. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1291/2015 dags. 19. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-220/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-569/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-179/2017 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-86/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3096/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1463/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-518/2018 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1864/2022 dags. 3. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1106/2024 dags. 28. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3060/2023 dags. 30. júní 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7077/2005 dags. 4. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-15/2006 dags. 12. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2306/2005 dags. 21. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2480/2005 dags. 5. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4665/2005 dags. 6. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7825/2006 dags. 16. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2296/2007 dags. 23. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2340/2005 dags. 2. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-519/2007 dags. 10. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4259/2007 dags. 18. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-790/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-83/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3009/2007 dags. 30. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5375/2007 dags. 5. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3326/2007 dags. 5. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6639/2007 dags. 29. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8628/2007 dags. 5. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4211/2007 dags. 24. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-266/2008 dags. 2. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11202/2008 dags. 22. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5370/2008 dags. 29. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-521/2007 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12017/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1172/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6161/2009 dags. 3. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-379/2009 dags. 26. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1175/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 17. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-455/2010 dags. 8. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 25. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4803/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4802/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4801/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4299/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5998/2010 dags. 12. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1176/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5553/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5243/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2396/2005 dags. 9. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-974/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4808/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2895/2011 dags. 13. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2511/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2057/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2817/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-58/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3628/2013 dags. 7. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-2/2013 dags. 26. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5181/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4092/2013 dags. 20. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3605/2012 dags. 10. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2789/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4496/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2073/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2011/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5097/2014 dags. 6. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-299/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2487/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1354/2015 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5075/2014 dags. 5. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-9/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-7/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3714/2015 dags. 22. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-776/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-556/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-608/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1558/2017 dags. 23. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-335/2017 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3628/2016 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3331/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2019 dags. 25. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1506/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1507/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3366/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-462/2019 dags. 22. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2377/2020 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6573/2020 dags. 15. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3205/2020 dags. 16. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-585/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2867/2020 dags. 18. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4318/2020 dags. 5. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4189/2021 dags. 2. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4662/2021 dags. 5. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3922/2021 dags. 4. maí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1257/2023 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4871/2022 dags. 13. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1208/2023 dags. 6. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3455/2023 dags. 27. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4196/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2457/2024 dags. 15. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4346/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4347/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4348/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-504/2025 dags. 10. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7768/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7769/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7770/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7771/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7772/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7773/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7774/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-27/2025 dags. 19. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2258/2025 dags. 27. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-498/2005 dags. 18. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-600/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-499/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-463/2005 dags. 3. ágúst 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-493/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-492/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-495/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-494/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-491/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-490/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-486/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-534/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-532/2005 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-487/2005 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-496/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-13/2006 dags. 15. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-4/2007 dags. 21. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-5/2007 dags. 22. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-527/2007 dags. 21. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2007 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-13/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-12/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-334/2007 dags. 2. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-385/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-157/2009 dags. 27. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-526/2009 dags. 12. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-199/2010 dags. 3. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-602/2010 dags. 6. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-199/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-54/2011 dags. 28. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-100/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-5/2012 dags. 29. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-184/2013 dags. 26. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. K-1/2014 dags. 14. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-89/2014 dags. 31. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-192/2013 dags. 18. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-184/2013 dags. 24. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-41/2016 dags. 2. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-16/2016 dags. 21. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2016 dags. 18. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-3/2016 dags. 16. júní 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-111/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-251/2016 dags. 26. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. K-1/2018 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-96/2018 dags. 6. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-114/2018 dags. 1. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-177/2018 dags. 17. febrúar 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-540/2019 dags. 10. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-269/2019 dags. 16. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-208/2019 dags. 25. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-750/2019 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-28/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. K-376/2023 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-50/2024 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-53/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-49/2024 dags. 4. september 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-24/2006 dags. 29. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-40/2012 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-40/2012 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-17/2018 dags. 16. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-30/2024 dags. 22. apríl 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-204/2006 dags. 1. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-127/2006 dags. 8. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-349/2008 dags. 20. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-426/2008 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-451/2008 dags. 29. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2011 dags. 24. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-30/2012 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-104/2013 dags. 3. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-27/2014 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. T-2/2017 dags. 6. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-81/2017 dags. 8. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-66/2017 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-65/2017 dags. 22. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-70/2017 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-64/2017 dags. 6. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-78/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-76/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-294/2020 dags. 14. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-293/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-275/2021 dags. 8. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-123/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-122/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-126/2020 dags. 11. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-206/2021 dags. 29. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-86/2018 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-85/2018 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-14/2019 dags. 24. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-140/2022 dags. 15. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-87/2018 dags. 29. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-167/2023 dags. 22. mars 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Hugverkastofan

Ákvörðun Hugverkastofunnar nr. 3/2021 dags. 24. júní 2021[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 7/2024 dags. 29. ágúst 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 77/2009 dags. 2. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110186 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15080102 dags. 29. júlí 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22011025 dags. 25. apríl 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22050047 dags. 23. júní 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 27/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 13/2016 dags. 15. nóvember 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 114/2020 dags. 21. desember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2003 dags. 21. nóvember 2003[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2003 dags. 21. nóvember 2003[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2005 dags. 9. desember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2006 dags. 8. júní 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2010 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2010 dags. 18. mars 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2011 dags. 22. desember 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2015 dags. 23. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2015 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 53/2020 dags. 1. mars 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2023 dags. 18. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2023 dags. 22. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2023 dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2023 dags. 12. október 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2015 í máli nr. KNU15010098 dags. 19. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2015 í máli nr. KNU15010020 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2015 í máli nr. KNU15010085 dags. 13. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2015 í máli nr. KNU15010086 dags. 13. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2015 í máli nr. KNU15010087 dags. 29. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2015 í máli nr. KNU15030016 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2015 í máli nr. KNU15030001 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2015 í máli nr. KNU15020020 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2015 í máli nr. KNU15050006 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2015 í máli nr. KNU15020018 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2015 í máli nr. KNU15020008 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2015 í máli nr. KNU15010035 dags. 29. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2015 í máli nr. KNU15020003 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2015 í máli nr. KNU15040005 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2015 í máli nr. KNU15010039 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2015 í máli nr. KNU15040004 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2015 í máli nr. KNU15030017 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2015 í máli nr. KNU15010082 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2015 í máli nr. KNU15080011 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2015 í máli nr. KNU15070002 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2015 í máli nr. KNU15010053 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2015 í máli nr. KNU15030002 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2015 í máli nr. KNU15090029 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2015 í máli nr. KNU15090002 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2015 í máli nr. KNU15090032 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2015 í máli nr. KNU15090028 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2015 í máli nr. KNU15040007 dags. 2. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2015 í máli nr. KNU15100011 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2015 í máli nr. KNU15090027 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2015 í máli nr. KNU15090027 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2015 í máli nr. KNU15090027 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2016 í máli nr. KNU15100027 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2016 í máli nr. KNU15100015 dags. 16. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2016 í máli nr. KNU15100007 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2016 í máli nr. KNU15100010 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2016 í máli nr. KNU15100012 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2016 í máli nr. KNU15100013 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2017 í máli nr. KNU16070043 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2016 í máli nr. KNU15100028 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2016 í máli nr. KNU15100009 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2016 í máli nr. KNU15110013 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2016 í máli nr. KNU15110014 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2016 í máli nr. KNU15070009 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2016 í máli nr. KNU15080005 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2016 í máli nr. KNU15080010 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2016 í máli nr. KNU15060002 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2016 í máli nr. KNU15100018 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2016 í máli nr. KNU15100019 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2016 í máli nr. KNU15030020 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2016 í máli nr. KNU15030024 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2016 í máli nr. KNU16010025 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2016 í máli nr. KNU16010007 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2016 í máli nr. KNU16010006 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2016 í máli nr. KNU15030026 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2016 í máli nr. KNU15030027 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2016 í máli nr. KNU16010009 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2016 í máli nr. KNU16010011 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2016 í máli nr. KNU16010010 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2016 í máli nr. KNU15020021 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2016 í máli nr. KNU15020019 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2016 í máli nr. KNU16010042 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2016 í máli nr. KNU15090013 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2016 í máli nr. KNU16010032 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2016 í máli nr. KNU16010031 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2016 í máli nr. KNU16030029 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2016 í máli nr. KNU16020002 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2016 í máli nr. KNU15080002 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2016 í máli nr. KNU15110024 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 136/2016 í máli nr. KNU15110022 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2016 í máli nr. KNU16030027 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2016 í máli nr. KNU16030028 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2016 í máli nr. KNU16030026 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2016 í máli nr. KNU16010014 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2016 í máli nr. KNU16010015 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2016 í máli nr. KNU16020045 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2016 í máli nr. KNU15070014 dags. 10. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2016 í máli nr. KNU15100031 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2016 í máli nr. KNU16040014 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2016 í máli nr. KNU16040003 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2016 í máli nr. KNU16040013 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2016 í máli nr. KNU16040004 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2016 í máli nr. KNU15100029 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2016 í máli nr. KNU16030046 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2016 í máli nr. KNU16040036 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2016 í máli nr. KNU16040037 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2016 í máli nr. KNU16040018 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2016 í máli nr. KNU16040019 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2016 í máli nr. KNU16040033 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2016 í máli nr. KNU16050020 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2016 í máli nr. KNU16050019 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2016 í máli nr. KNU16050014 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2016 í máli nr. KNU16060027 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2016 í máli nr. KNU16060038 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2016 í máli nr. KNU16060037 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2016 í máli nr. KNU16060006 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2016 í máli nr. KNU16060029 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2016 í máli nr. KNU16060041 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2016 í máli nr. KNU16060040 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2016 í máli nr. KNU16050051 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2016 í máli nr. KNU16050048 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2016 í máli nr. KNU16050046 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 353/2016 í máli nr. KNU16050031 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2016 í máli nr. KNU16060035 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2016 í máli nr. KNU16060036 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2016 í máli nr. KNU16050047 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2016 í máli nr. KNU16050030 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2016 í máli nr. KNU16070014 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2016 í máli nr. KNU16060005 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2016 í máli nr. KNU16100025 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2016 í máli nr. KNU16090067 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2016 í máli nr. KNU16090066 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2016 í máli nr. KNU16090024 dags. 24. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2016 í máli nr. KNU16060004 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2016 í máli nr. KNU16060003 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2016 í máli nr. KNU16090027 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2016 í máli nr. KNU16090005 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2016 í máli nr. KNU16080032 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2016 í máli nr. KNU16080001 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2016 í máli nr. KNU16070012 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2016 í máli nr. KNU16070013 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2016 í máli nr. KNU16090041 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2016 í máli nr. KNU16090039 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2016 í máli nr. KNU16090010 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2016 í máli nr. KNU16080002 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2016 í máli nr. KNU16070015 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2016 í máli nr. KNU16080033 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2016 í máli nr. KNU16090026 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2016 í máli nr. KNU16090064 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2016 í máli nr. KNU16090063 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2016 í máli nr. KNU16050045 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2016 í máli nr. KNU1609002 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2016 í máli nr. KNU1609003 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2016 í máli nr. KNU16030057 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2016 í máli nr. 16110021 dags. 22. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2016 í máli nr. KNU16070045 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2016 í máli nr. KNU16070044 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2016 í máli nr. KNU16070019 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2016 í máli nr. KNU16070020 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2016 í máli nr. KNU16090056 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2016 í máli nr. KNU16060034 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2016 í máli nr. KNU16080009 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2016 í máli nr. KNU16100027 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2016 í máli nr. KNU16100026 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2016 í máli nr. KNU16110059 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2016 í máli nr. KNU16110008 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2016 í máli nr. KNU16110009 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2016 í máli nr. KNU16060050 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2016 í máli nr. KNU16060049 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2016 í máli nr. KNU16090049 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2016 í máli nr. KNU16090050 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2016 í máli nr. KNU16090037 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2016 í máli nr. KNU16090036 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2016 í máli nr. KNU16090007 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2016 í máli nr. KNU16090006 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2017 í máli nr. KNU16120040 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2017 í máli nr. KNU16120016 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2017 í máli nr. KNU16090070 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2017 í máli nr. KNU16090069 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2017 í máli nr. KNU16120017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2017 í máli nr. KNU16110047 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2017 í máli nr. KNU16090034 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2017 í máli nr. KNU16090033 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2017 í máli nr. KNU16060023 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2017 í máli nr. KNU16120075 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2017 í máli nr. KNU16120074 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2017 í máli nr. KNU16120037 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2017 í máli nr. KNU16120038 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2017 í máli nr. KNU16120053 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2017 í máli nr. KNU16120054 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2017 í máli nr. KNU16120085 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2017 í máli nr. KNU16120084 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2017 í máli nr. KNU16070030 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 í máli nr. KNU16090010 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 í máli nr. KNU16120080 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 í máli nr. KNU16120081 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2017 í máli nr. KNU16090055 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2017 í máli nr. KNU16080016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2017 í máli nr. KNU16100040 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2017 í máli nr. KNU16110051 dags. 16. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2017 í máli nr. KNU16090015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2017 í máli nr. KNU16100029 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2017 í máli nr. KNU17010008 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2017 í máli nr. KNU17010009 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2017 í máli nr. KNU16070006 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2017 í máli nr. KNU16120079 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2017 í máli nr. KNU16120078 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2017 í máli nr. KNU16120083 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2017 í máli nr. KNU16120082 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2017 í máli nr. KNU17010004 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2017 í máli nr. KNU17010005 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2017 í máli nr. KNU16090071 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2017 í máli nr. KNU16100010 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2017 í máli nr. KNU16080027 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2017 í máli nr. KNU16110057 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2017 í máli nr. KNU16110058 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2017 í máli nr. KNU16090048 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2017 í máli nr. KNU16090053 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2017 í máli nr. KNU17020038 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2017 í máli nr. KNU17010017 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2017 í máli nr. KNU17010016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2017 í máli nr. KNU17020037 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2017 í máli nr. KNU17020003 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2017 í máli nr. KNU17010018 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2017 í máli nr. KNU16080028 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2017 í máli nr. KNU16110067 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2017 í máli nr. KNU16100003 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2017 í máli nr. KNU17020039 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2017 í máli nr. KNU17020057 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2017 í máli nr. KNU17020056 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2017 í máli nr. KNU17020042 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2017 í máli nr. KNU17020045 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2017 í máli nr. KNU17020043 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2017 í máli nr. KNU17020041 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2017 í máli nr. KNU17020040 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2017 í máli nr. KNU17020059 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2017 í máli nr. KNU16100023 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2017 í máli nr. KNU17030021 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2017 í máli nr. KNU17020052 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2017 í máli nr. KNU17030022 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2017 í máli nr. KNU17020058 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2017 í máli nr. KNU17030026 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2017 í máli nr. KNU17030027 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2017 í máli nr. KNU16100045 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2017 í máli nr. KNU16100044 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2017 í máli nr. KNU17030033 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2017 í máli nr. KNU17030034 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2017 í máli nr. KNU17030035 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2017 í máli nr. KNU17030036 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2017 í máli nr. KNU17030037 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2017 í máli nr. KNU17030005 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2017 í máli nr. KNU17020007 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2017 í máli nr. KNU17040030 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2017 í máli nr. KNU17030031 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2017 í máli nr. KNU17040033 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2017 í máli nr. KNU17050026 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2017 í máli nr. KNU17050028 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2017 í máli nr. KNU17030053 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2017 í máli nr. KNU17040050 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2017 í máli nr. KNU17040048 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2017 í máli nr. KNU17040049 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2017 í máli nr. KNU17050023 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2017 í máli nr. KNU17030052 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2017 í máli nr. KNU17030051 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2017 í máli nr. KNU17060031 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2017 í máli nr. KNU17060032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2017 í máli nr. KNU17050044 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2017 í máli nr. KNU17050045 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2017 í máli nr. KNU17050032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2017 í máli nr. KNU17050043 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2017 í máli nr. KNU17060058 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2017 í máli nr. KNU17060059 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2017 í máli nr. KNU17050006 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2017 í máli nr. KNU17060008 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2017 í máli nr. KNU17060047 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2017 í máli nr. KNU17050039 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2017 í máli nr. KNU17050040 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2017 í máli nr. KNU17050048 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2017 í máli nr. KNU17050049 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2017 í máli nr. KNU17070028 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2017 í máli nr. KNU17060073 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2017 í máli nr. KNU17060074 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2017 í máli nr. KNU17050060 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2017 í máli nr. KNU17070003 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2017 í máli nr. KNU17070060 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2017 í máli nr. KNU17070061 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2017 í máli nr. KNU17060065 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2017 í máli nr. KNU17060057 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2017 í máli nr. KNU17060056 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2017 í máli nr. KNU17080031 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2017 í máli nr. KNU17080030 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2017 í máli nr. KNU17090006 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2017 í máli nr. KNU17090007 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2017 í máli nr. KNU17080020 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2017 í máli nr. KNU17090017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2017 í máli nr. KNU17090016 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2017 í máli nr. KNU17070035 dags. 26. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 596/2017 í máli nr. KNU17090052 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 621/2017 í máli nr. KNU17090047 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2017 í máli nr. KNU17100041 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2017 í máli nr. KNU17100044 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2017 í máli nr. KNU17090048 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2017 í máli nr. KNU17100042 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2017 í máli nr. KNU17070044 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2017 í máli nr. KNU17100051 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2017 í máli nr. KNU17110001 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 597/2017 í máli nr. KNU17100007 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 662/2017 í máli nr. KNU17100031 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 667/2017 í máli nr. KNU17110021 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2017 í máli nr. KNU17110022 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2017 í máli nr. KNU17100045 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 683/2017 í máli nr. KNU17070054 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2018 í máli nr. KNU17110007 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2018 í máli nr. KNU17110008 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2018 í máli nr. KNU17120004 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2018 í máli nr. KNU17110052 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2018 í máli nr. KNU17120011 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2018 í máli nr. KNU17120010 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2018 í máli nr. KNU17110040 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2018 í máli nr. KNU17120050 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2018 í máli nr. KNU17120039 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2018 í máli nr. KNU17120025 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2018 í máli nr. KNU17120022 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2018 í máli nr. KNU17120021 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2018 í máli nr. KNU17100072 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2018 í máli nr. KNU17120038 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2018 í máli nr. KNU17110043 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2018 í máli nr. KNU17120009 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2018 í máli nr. KNU18010001 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2018 í máli nr. KNU17120059 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2018 í máli nr. KNU17120031 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2018 í máli nr. KNU17100075 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2018 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2018 í máli nr. KNU18010002 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2017 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2018 í máli nr. KNU17110055 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2018 í máli nr. KNU18010003 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2018 í máli nr. KNU17110054 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2018 í máli nr. KNU17110056 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2018 í máli nr. KNU17100062 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2018 í máli nr. KNU17120042 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2018 í máli nr. KNU17120055 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2018 í máli nr. KNU18020001 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2018 í máli nr. KNU17120047 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2018 í máli nr. KNU18020002 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2018 í máli nr. KNU17120043 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2018 í máli nr. KNU17120024 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2018 í máli nr. KNU17120048 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2018 í máli nr. KNU17120046 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2018 í máli nr. KNU17120054 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2018 í máli nr. KNU17120007 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2018 í máli nr. KNU18020003 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2018 í máli nr. KNU17120008 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2018 í máli nr. KNU18010016 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2018 í máli nr. KNU18020033 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2018 í máli nr. KNU18020016 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2018 í máli nr. KNU18010022 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2018 í máli nr. KNU18010023 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2018 í máli nr. KNU17120045 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2018 í máli nr. KNU17110031 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2018 í máli nr. KNU18020004 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2018 í máli nr. KNU18020028 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2018 í máli nr. KNU18020005 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2018 í máli nr. KNU18020038 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2018 í máli nr. KNU18020014 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2018 í máli nr. KNU17120023 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2018 í máli nr. KNU18020036 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2018 í máli nr. KNU18020040 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2018 í máli nr. KNU18020060 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2018 í málum nr. KNU18020034 o.fl. dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2018 í máli nr. KNU18020045 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2018 í málum nr. KNU18020067 o.fl. dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2018 í máli nr. KNU18020065 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2018 í máli nr. KNU18030003 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2018 í málum nr. KNU18020049 o.fl. dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2018 í máli nr. KNU18020041 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2018 í máli nr. KNU18030006 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2018 í máli nr. KNU18020078 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2018 í máli nr. KNU18020066 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2018 í máli nr. KNU18050001 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2018 í máli nr. KNU18040011 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2018 í máli nr. KNU18040035 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2018 í máli nr. KNU18050024 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2018 í máli nr. KNU18030020 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2018 í máli nr. KNU18040021 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2018 í máli nr. KNU18020073 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2018 í máli nr. KNU18040022 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2018 í máli nr. KNU18060001 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2018 í málum nr. KNU18050048 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2018 í máli nr. KNU18050028 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2018 í máli nr. KNU18050045 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2018 í málum nr. KNU18050011 o.fl. dags. 31. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2018 í máli nr. KNU18060012 dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2018 í máli nr. KNU18060013 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2018 í máli nr. KNU18060032 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2018 í máli nr. KNU18030028 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2018 í máli nr. KNU18050019 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2018 í máli nr. KNU18040049 dags. 17. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2018 í máli nr. KNU18050057 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2018 í máli nr. KNU18050036 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2018 í máli nr. KNU18070018 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2018 í máli nr. KNU18050063 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2018 í málum nr. KNU18070010 o.fl. dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2018 í máli nr. KNU18070031 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2018 í máli nr. KNU18070012 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2018 í máli nr. KNU18070015 dags. 10. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2018 í máli nr. KNU18070034 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2018 í máli nr. KNU18050047 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2018 í málum nr. KNU18070028 o.fl. dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2018 í máli nr. KNU18080005 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2018 í máli nr. KNU18070017 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2018 í máli nr. KNU18070030 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2018 í máli nr. KNU18090024 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2018 í máli nr. KNU18090035 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2018 í máli nr. KNU18090025 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2018 í máli nr. KNU18070039 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2018 í máli nr. KNU18080012 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2018 í máli nr. KNU18080003 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2018 í máli nr. KNU18070040 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2018 í máli nr. KNU18060049 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2018 í máli nr. KNU18080004 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2018 í máli nr. KNU18080022 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2018 í máli nr. KNU18080033 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2018 í málum nr. KNU18060043 o.fl. dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2018 í máli nr. KNU18090018 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 459/2018 í máli nr. KNU18070019 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2018 í máli nr. KNU18100019 dags. 5. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2018 í máli nr. KNU18090040 dags. 25. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2018 í málum nr. KNU18080023 o.fl. dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2018 í málum nr. KNU18100065 o.fl. dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2018 í máli nr. KNU18100063 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2018 í máli nr. KNU18080011 dags. 19. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2018 í máli nr. KNU18070026 dags. 20. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2018 í máli nr. KNU18070025 dags. 20. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2018 í máli nr. KNU18080013 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2018 í málum nr. KNU18100007 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 497/2018 í máli nr. KNU18080026 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2018 í máli nr. KNU18090006 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2018 í máli nr. KNU18060048 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2018 í málum nr. KNU18100021 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2018 í máli nr. KNU18110023 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2018 í máli nr. KNU18110009 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2018 í máli nr. KNU18110010 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2018 í máli nr. KNU18110002 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2018 í máli nr. KNU18100052 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2018 í málum nr. KNU18100031 o.fl. dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2018 í máli nr. KNU18050064 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2018 í máli nr. KNU18090029 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2018 í máli nr. KNU18090044 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2018 í máli nr. KNU18110025 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2018 í málum nr. KNU18110003 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 556/2018 í máli nr. KNU18110016 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2018 í máli nr. KNU18110021 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2018 í máli nr. KNU18120041 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2018 í máli nr. KNU18120013 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2019 í máli nr. KNU18100054 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2019 í máli nr. KNU18110042 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2019 í máli nr. KNU18110040 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2019 í máli nr. KNU18100046 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2019 í málum nr. KNU18110035 o.fl. dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2019 í máli nr. KNU19010035 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2019 í máli nr. KNU19010002 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2019 í máli nr. KNU19010003 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2019 í máli nr. KNU19020019 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2019 í máli nr. KNU18120062 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2019 í máli nr. KNU18120026 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2019 í máli nr. KNU18120040 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2019 í málum nr. KNU18120027 o.fl. dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2019 í máli nr. KNU18120064 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2019 í máli nr. KNU19010013 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2019 í málum nr. KNU19010007 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2019 í máli nr. KNU18120011 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2019 í máli nr. KNU19010027 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2019 í máli nr. KNU18120025 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2019 í máli nr. KNU18120058 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2019 í máli nr. KNU19020033 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2019 í máli nr. KNU19020003 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2019 í máli nr. KNU18120063 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2019 í máli nr. KNU19020036 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2019 í málum nr. KNU19020038 o.fl. dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2019 í máli nr. KNU19020023 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2019 í máli nr. KNU19020058 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2019 í máli nr. KNU19020073 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2019 í málum nr. KNU19020051 o.fl. dags. 8. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2019 í málum nr. KNU19030034 o.fl. dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2019 í máli nr. KNU19030015 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2019 í máli nr. KNU19030022 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2019 í máli nr. KNU19020042 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2019 í máli nr. KNU19020075 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2019 í málum nr. KNU19030064 o.fl. dags. 30. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2019 í málum nr. KNU19030017 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2019 í málum nr. KNU19020076 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2019 í máli nr. KNU19030062 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2019 í máli nr. KNU19030047 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2019 í máli nr. KNU19040003 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2019 í máli nr. KNU19040011 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2019 í máli nr. KNU19030048 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2019 í máli nr. KNU19040107 dags. 27. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2019 í máli nr. KNU19040067 dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2019 í málum nr. KNU19050027 o.fl. dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2019 í málum nr. KNU19030059 o.fl. dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2019 í málum nr. KNU19040076 o.fl. dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2019 í máli nr. KNU19040069 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2019 í máli nr. KNU19050026 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2019 í máli nr. KNU19040093 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2019 í máli nr. KNU19060012 dags. 7. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2019 í máli nr. KNU19050001 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2019 í máli nr. KNU19050034 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2019 í máli nr. KNU19040111 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2019 í máli nr. KNU19050007 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2019 í máli nr. KNU19050057 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2019 í máli nr. KNU19060001 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2019 í máli nr. KNU19060002 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2019 í máli nr. KNU19050004 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2019 í máli nr. KNU19060017 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2019 í máli nr. KNU19060015 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2019 í máli nr. KNU19060026 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2019 í máli nr. KNU19050046 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2019 í máli nr. KNU19060006 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2019 í máli nr. KNU19070012 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2019 í máli nr. KNU19060027 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2019 í málum nr. KNU19070044 o.fl. dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2019 í máli nr. KNU19060032 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2019 í máli nr. KNU19070041 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2019 í málum nr. KNU19060033 o.fl. dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2019 í máli nr. KNU19060021 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2019 í málum nr. KNU19070053 o.fl. dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2019 í málum nr. KNU19070055 o.fl. dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 499/2019 í máli nr. KNU19070057 dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2019 í málum nr. KNU19100013 o.fl. dags. 25. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2019 í málum nr. KNU19100007 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2019 í málum nr. KNU19100018 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2019 í máli nr. KNU19070048 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2019 í máli nr. KNU19070028 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2019 í máli nr. KNU19090023 dags. 14. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2019 í málum nr. KNU19090060 o.fl. dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2019 í máli nr. KNU19080007 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2019 í málum nr. KNU19090030 o.fl. dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 577/2019 í málum nr. KNU19110001 o.fl. dags. 30. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2019 í málum nr. KNU19090032 o.fl. dags. 12. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2019 í málum nr. KNU19090021 o.fl. dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2019 í málum nr. KNU19110038 o.fl. dags. 28. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2020 í málum nr. KNU19100077 o.fl. dags. 5. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2020 í máli nr. KNU19090052 dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2020 í málum nr. KNU19100030 o.fl. dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2020 í máli nr. KNU19100061 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2020 í málum nr. KNU19090036 o.fl. dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2020 í máli nr. KNU19090024 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2020 í máli nr. KNU19100062 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2020 í máli nr. KNU19090053 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2020 í máli nr. KNU19100041 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2020 í máli nr. KNU19090054 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2020 í máli nr. KNU19100086 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2020 í máli nr. KNU19100025 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2020 í máli nr. KNU19110009 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2020 í málum nr. KNU19110005 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2020 í málum nr. KNU20010024 o.fl. dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2020 í máli nr. KNU20010017 dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2020 í máli nr. KNU19100042 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2020 í máli nr. KNU19110008 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2020 í málum nr. KNU19110052 o.fl. dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2020 í máli nr. KNU19100068 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2020 í máli nr. KNU19100003 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2020 í máli nr. KNU19110018 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2020 í máli nr. KNU19110041 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2020 í málum nr. KNU20030037 o.fl. dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2020 í máli nr. KNU19120033 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2020 í málum nr. KNU20030015 o.fl. dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2020 í máli nr. KNU20010027 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2020 í máli nr. KNU20010044 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2020 í máli nr. KNU20030014 dags. 14. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2020 í máli nr. KNU20020015 dags. 15. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2020 í máli nr. KNU20030036 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2020 í máli nr. KNU20020058 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2020 í máli nr. KNU20020004 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2020 í máli nr. KNU20030031 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2020 í máli nr. KNU20040005 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2020 í máli nr. KNU20020054 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2020 í máli nr. KNU19100079 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2020 í máli nr. KNU20050005 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2020 í máli nr. KNU20020059 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2020 í máli nr. KNU20030046 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2020 í máli nr. KNU20030047 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2020 í máli nr. KNU19110019 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2020 í máli nr. KNU19100081 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2020 í máli nr. KNU19110027 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2020 í máli nr. KNU20010045 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2020 í máli nr. KNU19120026 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 234/2020 í máli nr. KNU20050016 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2020 í máli nr. KNU19120051 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2020 í máli nr. KNU19120052 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2020 í máli nr. KNU20040031 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2020 í máli nr. KNU20040028 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2020 í málum nr. KNU20050014 o.fl. dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2020 í máli nr. KNU20050033 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2020 í máli nr. KNU20020053 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2020 í máli nr. KNU20050022 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2020 í máli nr. KNU20050032 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2020 í máli nr. KNU20030022 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2020 í máli nr. KNU20030023 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2020 í máli nr. KNU20030042 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2020 í máli nr. KNU20040021 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2020 í máli nr. KNU20030027 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2020 í málum nr. KNU20050026 o.fl. dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2020 í málum nr. KNU20060022 o.fl. dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2020 í máli nr. KNU20050040 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2020 í máli nr. KNU20050025 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2020 í máli nr. KNU20070034 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2020 í máli nr. KNU20060004 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2020 í máli nr. KNU20050030 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2020 í máli nr. KNU20070005 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2020 í máli nr. KNU20050031 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2020 í máli nr. KNU20050039 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2020 í máli nr. KNU20020045 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2020 í máli nr. KNU20040007 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2020 í máli nr. KNU20090003 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2020 í máli nr. KNU20070040 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2020 í máli nr. KNU20050038 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2020 í máli nr. KNU20070022 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2020 í máli nr. KNU20070007 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2020 í máli nr. KNU20030045 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2020 í máli nr. KNU20070015 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2020 í máli nr. KNU20070025 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2020 í máli nr. KNU20090019 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2020 í máli nr. KNU20070021 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2020 í máli nr. KNU20080018 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2020 í máli nr. KNU20090033 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2020 í máli nr. KNU20070024 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 372/2020 í máli nr. KNU20090015 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2020 í máli nr. KNU20090024 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2020 í máli nr. KNU20070042 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2020 í máli nr. KNU20060024 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2020 í máli nr. KNU20100025 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2020 í máli nr. KNU20100030 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2020 í máli nr. KNU20080015 dags. 3. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2020 í máli nr. KNU20090038 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2020 í máli nr. KNU20110017 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2020 í málum nr. KNU20090016 o.fl. dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2020 í máli nr. KNU20100023 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2020 í máli nr. KNU20110043 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2020 í máli nr. KNU20070023 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2021 í máli nr. KNU20110031 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2021 í máli nr. KNU20120006 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2021 í máli nr. KNU20110032 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2021 í máli nr. KNU20110055 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2021 í máli nr. KNU20070035 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2021 í máli nr. KNU21010002 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2021 í máli nr. KNU20110025 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2021 í máli nr. KNU20110049 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2021 í máli nr. KNU20110034 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2021 í máli nr. KNU20110053 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2021 í máli nr. KNU20110054 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2021 í máli nr. KNU20110050 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2021 í máli nr. KNU20120001 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2021 í málum nr. KNU20090025 o.fl. dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2021 í máli nr. KNU20120009 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2021 í máli nr. KNU21010008 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2021 í máli nr. KNU20120003 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2021 í máli nr. KNU20120004 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2021 í máli nr. KNU20120005 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2021 í máli nr. KNU20120020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2021 í máli nr. KNU20120018 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2021 í máli nr. KNU21010007 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2021 í máli nr. KNU21010003 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2021 í máli nr. KNU20120050 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2021 í máli nr. KNU20120031 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2021 í máli nr. KNU20120002 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2021 í máli nr. KNU20120046 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2021 í máli nr. KNU20120017 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2021 í máli nr. KNU21010005 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2021 í máli nr. KNU20120064 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2021 í máli nr. KNU20120038 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2021 í máli nr. KNU20120036 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2021 í máli nr. KNU20120053 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2021 í máli nr. KNU20120065 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2021 í máli nr. KNU21010015 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2021 í máli nr. KNU21020007 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2021 í máli nr. KNU21010006 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2021 í máli nr. KNU21010028 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2021 í máli nr. KNU21010016 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2021 í máli nr. KNU21020040 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2021 í máli nr. KNU20120037 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2021 í máli nr. KNU21020024 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2021 í máli nr. KNU21020033 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2021 í máli nr. KNU21020023 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2021 í máli nr. KNU21020022 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2021 í máli nr. KNU21020021 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2021 í máli nr. KNU21020020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2021 í máli nr. KNU21020035 dags. 31. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2021 í máli nr. KNU21020031 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2021 í máli nr. KNU21020017 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2021 í máli nr. KNU21020018 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2021 í máli nr. KNU21020032 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2021 í máli nr. KNU21020042 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2021 í máli nr. KNU21020034 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2021 í máli nr. KNU20120059 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2021 í máli nr. KNU21010014 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2021 í máli nr. KNU21020029 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2021 í máli nr. KNU21020006 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2021 í máli nr. KNU21020028 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2021 í máli nr. KNU21020003 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2021 í máli nr. KNU21020044 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2021 í máli nr. KNU21020052 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2021 í máli nr. KNU21020010 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2021 í máli nr. KNU21030023 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2021 í máli nr. KNU21020053 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2021 í máli nr. KNU21030022 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2021 í máli nr. KNU21020002 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2021 í máli nr. KNU21020019 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2021 í máli nr. KNU21020054 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2021 í máli nr. KNU21020058 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2021 í máli nr. KNU20120060 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2021 í máli nr. KNU21030059 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2021 í máli nr. KNU21030068 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2021 í máli nr. KNU21030027 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2021 í máli nr. KNU21030032 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2021 í máli nr. KNU21030009 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2021 í máli nr. KNU21030012 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2021 í máli nr. KNU21030005 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2021 í máli nr. KNU21020057 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2021 í máli nr. KNU21030014 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2021 í máli nr. KNU21030007 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2021 í máli nr. KNU21030013 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2021 í málum nr. KNU21030074 o.fl. dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2021 í máli nr. KNU21040013 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2021 í máli nr. KNU21030039 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2021 í máli nr. KNU21030055 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2021 í málum nr. KNU21030079 o.fl. dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2021 í máli nr. KNU21030010 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2021 í máli nr. KNU21030006 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2021 í máli nr. KNU21030026 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2021 í máli nr. KNU21030033 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2021 í máli nr. KNU21030008 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2021 í máli nr. KNU21020060 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2021 í máli nr. KNU21040003 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2021 í máli nr. KNU21030063 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2021 í máli nr. KNU21030015 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2021 í máli nr. KNU21030066 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2021 í máli nr. KNU21030070 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2021 í máli nr. KNU21030021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2021 í máli nr. KNU21030064 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2021 í máli nr. KNU21040001 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2021 í máli nr. KNU21030067 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2021 í máli nr. KNU21030036 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2021 í máli nr. KNU21030069 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2021 í máli nr. KNU21030041 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2021 í málum nr. KNU21030053 o.fl. dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2021 í máli nr. KNU21040008 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2021 í máli nr. KNU21030073 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2021 í máli nr. KNU21040022 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2021 í máli nr. KNU21030065 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2021 í máli nr. KNU20120049 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2021 í máli nr. KNU21040023 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2021 í máli nr. KNU21040032 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2021 í máli nr. KNU21040033 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2021 í máli nr. KNU21040015 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2021 í málum nr. KNU21030077 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2021 í máli nr. KNU21040012 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2021 í máli nr. KNU21030034 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2021 í máli nr. KNU21040024 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2021 í málum nr. KNU21040028 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2021 í máli nr. KNU21040018 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2021 í málum nr. KNU21040006 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2021 í máli nr. KNU21060069 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2021 í málum nr. KNU21040030 o.fl. dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2021 í málum nr. KNU21040035 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2021 í málum nr. KNU21040055 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2021 í máli nr. KNU21040064 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2021 í máli nr. KNU21050025 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2021 í máli nr. KNU21050024 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2021 í máli nr. KNU21040050 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2021 í máli nr. KNU21060066 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2021 í máli nr. KNU21050029 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í máli nr. KNU21070068 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2021 í málum nr. KNU21050020 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2021 í máli nr. KNU21050023 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2021 í máli nr. KNU21040060 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2021 í málum nr. KNU21040037 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2021 í málum nr. KNU21050030 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í málum nr. KNU21040058 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2021 í máli nr. KNU21060055 dags. 30. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2021 í máli nr. KNU21030028 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2021 í málum nr. KNU21040010 o.fl. dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2021 í máli nr. KNU21030044 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2021 í máli nr. KNU21040009 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2021 í máli nr. KNU21050043 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2021 í máli nr. KNU21060027 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2021 í máli nr. KNU21060071 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2021 í máli nr. KNU21060068 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2021 í máli nr. KNU21060072 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2021 í máli nr. KNU21060005 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2021 í máli nr. KNU21070032 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2021 í máli nr. KNU21070039 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2021 í máli nr. KNU21070031 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2021 í máli nr. KNU21060035 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2021 í máli nr. KNU21060023 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2021 í máli nr. KNU21050005 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2021 í máli nr. KNU21050052 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2021 í máli nr. KNU21060003 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2021 í málum nr. KNU21050018 o.fl. dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2021 í málum nr. KNU21080018 o.fl. dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2021 í máli nr. KNU21060036 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2021 í máli nr. KNU21060067 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2021 í máli nr. KNU21070071 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2021 í málum nr. KNU21070069 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2021 í máli nr. KNU21070038 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2021 í máli nr. KNU21070074 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2021 í máli nr. KNU21070060 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2021 í málum nr. KNU21070036 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2021 í máli nr. KNU21070061 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2021 í máli nr. KNU21070056 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2021 í máli nr. KNU21070073 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2021 í máli nr. KNU21080006 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2021 í máli nr. KNU21070055 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2021 í máli nr. KNU21090048 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2021 í máli nr. KNU21060021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2021 í máli nr. KNU21060022 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2021 í máli nr. KNU21070040 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2021 í máli nr. KNU21080028 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2021 í málum nr. KNU21080033 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2021 í máli nr. KNU21070075 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2021 í málum nr. KNU21080020 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 556/2021 í málum nr. KNU21090031 o.fl. dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2021 í málum nr. KNU21090035 o.fl. dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2021 í máli nr. KNU21030079 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2021 í máli nr. KNU21090042 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2021 í máli nr. KNU21030080 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2021 í málum nr. KNU21080009 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2021 í máli nr. KNU21100014 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2021 í máli nr. KNU21080005 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 590/2021 í málum nr. KNU21090090 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2021 í málum nr. KNU21100029 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2021 í máli nr. KNU21090089 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2021 í máli nr. KNU21100020 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2021 í máli nr. KNU21100028 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2021 í máli nr. KNU21100031 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2021 í málum nr. KNU21090087 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 620/2021 í málum nr. KNU21100051 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 626/2021 í máli nr. KNU21100036 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2021 í málum nr. KNU21100032 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2021 í máli nr. KNU21100034 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 625/2021 í máli nr. KNU21090033 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 623/2021 í máli nr. KNU21110022 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2021 í máli nr. KNU21090073 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2021 í máli nr. KNU21090046 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 624/2021 í máli nr. KNU21090030 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 612/2021 í málum nr. KNU21100039 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2021 í máli nr. KNU21090047 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2021 í máli nr. KNU21110017 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2021 í máli nr. KNU21110019 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 601/2021 í máli nr. KNU21070023 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2021 í máli nr. KNU21090094 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 647/2021 í máli nr. KNU21100071 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 649/2021 í máli nr. KNU21100012 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 651/2021 í máli nr. KNU21100015 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 650/2021 í máli nr. KNU21110025 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2021 í máli nr. KNU21110021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 652/2021 í máli nr. KNU21100070 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 648/2021 í máli nr. KNU21100013 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2021 í máli nr. KNU21110033 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2021 í máli nr. KNU21100059 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2021 í máli nr. KNU21100058 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 631/2021 í máli nr. KNU21100057 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 658/2021 í máli nr. KNU21100041 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2022 í máli nr. KNU21110036 dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2022 í máli nr. KNU21110018 dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2022 í máli nr. KNU21120001 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2022 í máli nr. KNU21120064 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2022 í máli nr. KNU21120036 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2022 í máli nr. KNU21110004 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2022 í máli nr. KNU21120049 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2022 í máli nr. KNU21120062 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2022 í máli nr. KNU21110032 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2022 í máli nr. KNU21110034 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2022 í máli nr. KNU21120065 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2022 í máli nr. KNU22020012 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2023 í máli nr. KNU22120068 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2022 í máli nr. KNU22020006 dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2022 í máli nr. KNU21070035 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2022 í máli nr. KNU22020029 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2022 í máli nr. KNU22020031 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2022 í máli nr. KNU22020030 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2022 í máli nr. KNU22030005 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2022 í málum nr. KNU22030001 o.fl. dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2022 í málum nr. KNU22030024 o.fl. dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2022 í máli nr. KNU22030023 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2022 í máli nr. KNU22030032 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2022 í máli nr. KNU22030033 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2022 í máli nr. KNU22040001 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2022 í máli nr. KNU22040015 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2022 í máli nr. KNU22040029 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2022 í máli nr. KNU22040007 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2022 í máli nr. KNU22040016 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2022 í máli nr. KNU22040023 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2022 í máli nr. KNU22040025 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2022 í máli nr. KNU22020019 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2022 í máli nr. KNU22030055 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2022 í máli nr. KNU22020018 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2022 í máli nr. KNU22040048 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2022 í máli nr. KNU22040022 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2022 í málum nr. KNU22040038 o.fl. dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2022 í máli nr. KNU22040035 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2022 í máli nr. KNU22040037 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2022 í máli nr. KNU22050013 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2022 í máli nr. KNU22050014 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2022 í máli nr. KNU22030054 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2022 í máli nr. KNU22040021 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2022 í máli nr. KNU22050007 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2022 í máli nr. KNU22040020 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2022 í málum nr. KNU22050042 o.fl. dags. 30. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2022 í máli nr. KNU22050018 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2022 í máli nr. KNU22050034 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2022 í máli nr. KNU22050022 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2022 í málum nr. KNU22050010 o.fl. dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2022 í máli nr. KNU22050031 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2022 í máli nr. KNU22050028 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2022 í máli nr. KNU22050046 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2022 í máli nr. KNU22050048 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2022 í máli nr. KNU22040009 dags. 18. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2022 í máli nr. KNU22050020 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2022 í máli nr. KNU22050021 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2022 í máli nr. KNU22060001 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2022 í máli nr. KNU22060050 dags. 11. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2022 í máli nr. KNU22050036 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2022 í máli nr. KNU22060048 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2022 í máli nr. KNU22060049 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2022 í máli nr. KNU22050037 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2022 í máli nr. KNU22060011 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2022 í málum nr. KNU22060004 o.fl. dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2022 í máli nr. KNU22060035 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2022 í máli nr. KNU22070018 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2022 í máli nr. KNU22040047 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2022 í máli nr. KNU22060042 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2022 í málum nr. KNU22060028 o.fl. dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2022 í máli nr. KNU22060036 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2022 í máli nr. KNU22060027 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2022 í máli nr. KNU22060025 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2022 í máli nr. KNU22060026 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2022 í máli nr. KNU22060044 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2022 í máli nr. KNU22060030 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2022 í máli nr. KNU22060045 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2022 í máli nr. KNU22070027 dags. 26. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2022 í máli nr. KNU22060038 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2022 í máli nr. KNU22070034 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2022 í máli nr. KNU22070035 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2022 í máli nr. KNU22070046 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2022 í máli nr. KNU22060053 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2022 í máli nr. KNU22070022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2022 í máli nr. KNU22060051 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2022 í máli nr. KNU22070026 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2022 í máli nr. KNU22060055 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2022 í máli nr. KNU22070065 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2022 í máli nr. KNU22070060 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2022 í máli nr. KNU22080006 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2022 í máli nr. KNU22070052 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2022 í máli nr. KNU22080016 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2022 í máli nr. KNU22070061 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2022 í málum nr. KNU22080012 o.fl. dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2022 í máli nr. KNU22090014 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2022 í máli nr. KNU22060008 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2022 í máli nr. KNU22070064 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2022 í máli nr. KNU22080031 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2022 í máli nr. KNU22080028 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2022 í máli nr. KNU22090005 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2022 í máli nr. KNU22090018 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2022 í máli nr. KNU22090011 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2022 í málum nr. KNU22090019 o.fl. dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2022 í máli nr. KNU22070068 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2022 í máli nr. KNU22090015 dags. 13. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2022 í máli nr. KNU22090062 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2022 í máli nr. KNU22090017 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2022 í máli nr. KNU22090069 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2022 í máli nr. KNU22090070 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2022 í máli nr. KNU22090035 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2022 í máli nr. KNU22090023 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2022 í málum nr. KNU22090058 o.fl. dags. 31. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2022 í máli nr. KNU22090056 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2022 í máli nr. KNU22090066 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2022 í máli nr. KNU22090065 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2022 í máli nr. KNU22090064 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2022 í máli nr. KNU22090057 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2022 í máli nr. KNU22100001 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2022 í máli nr. KNU22090063 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2022 í máli nr. KNU22090054 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2022 í máli nr. KNU22100022 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2022 í máli nr. KNU22100028 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2022 í málum nr. KNU22100015 o.fl. dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2022 í máli nr. KNU22100017 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2022 í máli nr. KNU22100027 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2022 í máli nr. KNU22100002 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2022 í máli nr. KNU22100038 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2022 í máli nr. KNU22090046 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2022 í máli nr. KNU22100010 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2022 í máli nr. KNU22100006 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2022 í máli nr. KNU22100071 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2022 í máli nr. KNU22100083 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2022 í máli nr. KNU22100070 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2022 í málum nr. KNU22100072 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2022 í máli nr. KNU22100079 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2023 í máli nr. KNU22110080 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2023 í máli nr. KNU22100078 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2023 í málum nr. KNU22110040 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2023 í máli nr. KNU22110030 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2023 í máli nr. KNU22110031 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2023 í máli nr. KNU22100080 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 17/2023 í máli nr. KNU22100029 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2023 í máli nr. KNU22110025 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 11/2023 í máli nr. KNU22100077 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2023 í máli nr. KNU22110026 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2023 í málum nr. KNU22110042 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2023 í máli nr. KNU22110049 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2023 í máli nr. KNU22110032 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2023 í máli nr. KNU22110060 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2023 í málum nr. KNU22100075 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2023 í máli nr. KNU22110005 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2023 í máli nr. KNU22100023 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2023 í máli nr. KNU22110075 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2023 í málum nr. KNU22110071 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2023 í máli nr. KNU22110076 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2023 í máli nr. KNU22110050 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2023 í máli nr. KNU22120006 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2023 í máli nr. KNU22110070 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2023 í máli nr. KNU22110052 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2023 í máli nr. KNU22110057 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2023 í málum nr. KNU22110065 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2023 í máli nr. KNU22110036 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2023 í máli nr. KNU22120017 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2023 í máli nr. KNU22110081 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2023 í máli nr. KNU22120035 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2023 í máli nr. KNU22110077 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2023 í máli nr. KNU22120018 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2023 í máli nr. KNU22120020 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2023 í máli nr. KNU22120007 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2023 í máli nr. KNU22120022 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2023 í máli nr. KNU22120024 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2023 í máli nr. KNU22120012 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2023 í máli nr. KNU22110063 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2023 í máli nr. KNU22110089 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2023 í máli nr. KNU22120033 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2023 í máli nr. KNU22120034 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2023 í máli nr. KNU22120030 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2023 í máli nr. KNU22120031 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2023 í máli nr. KNU22120029 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2023 í máli nr. KNU22120032 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2023 í máli nr. KNU22120016 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2023 í málum nr. KNU22120026 o.fl. dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2023 í máli nr. KNU22120002 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2023 í málum nr. KNU22120047 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2023 í máli nr. KNU22120092 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2023 í máli nr. KNU22120089 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2023 í máli nr. KNU22120086 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2023 í máli nr. KNU22120003 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2023 í máli nr. KNU22120087 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2023 í máli nr. KNU22120049 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2023 í máli nr. KNU22120064 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2023 í málum nr. KNU22120058 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2023 í máli nr. KNU22120060 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2023 í máli nr. KNU23010063 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2023 í máli nr. KNU22120043 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2023 í máli nr. KNU22120010 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2023 í máli nr. KNU22120069 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2023 í málum nr. KNU23010001 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2023 í málum nr. KNU23010037 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2023 í máli nr. KNU23010010 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2023 í máli nr. KNU23010009 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2023 í máli nr. KNU23010006 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2023 í máli nr. KNU23010014 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2023 í máli nr. KNU23010004 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2023 í máli nr. KNU23010016 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2023 í máli nr. KNU23010003 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2023 í máli nr. KNU23020007 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2023 í máli nr. KNU22120054 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2023 í máli nr. KNU22120077 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2023 í máli nr. KNU23020018 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2023 í máli nr. KNU23020027 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2023 í máli nr. KNU23010057 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2023 í máli nr. KNU23020024 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2023 í máli nr. KNU23020019 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2023 í máli nr. KNU23010060 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2023 í máli nr. KNU23020033 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2023 í máli nr. KNU23020023 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2023 í máli nr. KNU23010065 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2023 í máli nr. KNU22110048 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2023 í málum nr. KNU22120078 o.fl. dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2023 í máli nr. KNU23020076 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2023 í máli nr. KNU23020068 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2023 í máli nr. KNU23020038 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2023 í máli nr. KNU23020034 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2023 í máli nr. KNU23020051 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2023 í máli nr. KNU23020030 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2023 í máli nr. KNU23020031 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2023 í málum nr. KNU23020044 o.fl. dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2023 í máli nr. KNU23020041 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2023 í máli nr. KNU22120056 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2023 í máli nr. KNU22120008 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2023 í máli nr. KNU23030016 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2023 í máli nr. KNU23030017 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2023 í máli nr. KNU23020069 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2023 í máli nr. KNU23020072 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2023 í máli nr. KNU23030001 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2023 í máli nr. KNU23020042 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2023 í máli nr. KNU23030007 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2023 í máli nr. KNU23020070 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2023 í máli nr. KNU23030002 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2023 í málum nr. KNU23030032 o.fl. dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2023 í máli nr. KNU23030034 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2023 í máli nr. KNU23030006 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2023 í máli nr. KNU23030005 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2023 í máli nr. KNU23030018 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2023 í máli nr. KNU23030019 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2023 í máli nr. KNU23040013 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2023 í málum nr. KNU23010025 o.fl. dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2023 í máli nr. KNU23030039 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2023 í máli nr. KNU23030045 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2023 í máli nr. KNU23030046 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2023 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2023 í máli nr. KNU23030029 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2023 í máli nr. KNU23030043 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2023 í máli nr. KNU23030020 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2023 í máli nr. KNU23040007 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2023 í máli nr. KNU23020043 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2023 í máli nr. KNU23030082 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2023 í máli nr. KNU23030074 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2023 í máli nr. KNU23040006 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2023 í máli nr. KNU23030099 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2023 í máli nr. KNU23030077 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2023 í máli nr. KNU23030088 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2023 í máli nr. KNU23040011 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2023 í máli nr. KNU23030092 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2023 í máli nr. KNU23020065 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2023 í málum nr. KNU23040040 o.fl. dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2023 í máli nr. KNU23040052 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2023 í máli nr. KNU23040049 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2023 í máli nr. KNU23040015 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2023 í málum nr. KNU23040031 o.fl. dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2023 í máli nr. KNU23040048 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2023 í máli nr. KNU23040045 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2023 í máli nr. KNU23040059 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2023 í málum nr. KNU23040068 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2023 í máli nr. KNU23040071 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2023 í máli nr. KNU23040072 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2023 í málum nr. KNU23040066 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2023 í máli nr. KNU23040070 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2023 í málum nr. KNU23030023 o.fl. dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2023 í máli nr. KNU23020064 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2023 í máli nr. KNU23020061 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2023 í málum nr. KNU23050123 o.fl. dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2023 í málum nr. KNU23040119 o.fl. dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2023 í máli nr. KNU23040082 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2023 í máli nr. KNU23040090 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2023 í máli nr. KNU23040108 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2023 í máli nr. KNU23040118 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2023 í máli nr. KNU23040054 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2023 í máli nr. KNU23040094 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2023 í máli nr. KNU23040062 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2023 í máli nr. KNU23050025 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2023 í máli nr. KNU23040073 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2023 í máli nr. KNU23050007 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2023 í máli nr. KNU23050008 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2023 í máli nr. KNU23050009 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2023 í máli nr. KNU23040117 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2023 í máli nr. KNU23040087 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2023 í máli nr. KNU23030041 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2023 í máli nr. KNU23050028 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2023 í máli nr. KNU23050033 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2023 í máli nr. KNU23050017 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2023 í málum nr. KNU23030051 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2023 í málum nr. KNU23050091 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2023 í máli nr. KNU23050144 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2023 í málum nr. KNU23050148 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2023 í máli nr. KNU23050088 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2023 í máli nr. KNU23050128 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2023 í máli nr. KNU23040065 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2023 í málum nr. KNU23040046 o.fl. dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2023 í máli nr. KNU23050147 dags. 22. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 480/2023 í máli nr. KNU23050075 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2023 í máli nr. KNU23050168 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2023 í málum nr. KNU23050169 o.fl. dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2023 í máli nr. KNU23050157 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2023 í máli nr. KNU23050176 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2023 í máli nr. KNU23050175 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2023 í máli nr. KNU23050178 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2023 í máli nr. KNU23060158 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2023 í máli nr. KNU23060159 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2023 í máli nr. KNU23060155 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2023 í máli nr. KNU23060156 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2023 í máli nr. KNU23060157 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2023 í máli nr. KNU23050182 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 576/2023 í máli nr. KNU23060011 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2023 í máli nr. KNU23060022 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2023 í máli nr. KNU23060168 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 587/2023 í máli nr. KNU23040021 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2023 í máli nr. KNU23070096 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 635/2023 í máli nr. KNU23100015 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2023 í máli nr. KNU23070110 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 634/2023 í máli nr. KNU23080016 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 631/2023 í máli nr. KNU23060098 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2023 í máli nr. KNU23050087 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 599/2023 í máli nr. KNU23070034 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 607/2023 í máli nr. KNU23060194 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2023 í máli nr. KNU23060199 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2023 í máli nr. KNU23060200 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2023 í máli nr. KNU23080011 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 623/2023 í máli nr. KNU23040089 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 656/2023 í máli nr. KNU23070069 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 658/2023 í máli nr. KNU23070035 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 685/2023 í máli nr. KNU23040110 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 704/2023 í málum nr. KNU23080025 o.fl. dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 701/2023 í máli nr. KNU23080060 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 671/2023 í máli nr. KNU23070072 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 703/2023 í máli nr. KNU23090057 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 709/2023 í máli nr. KNU2309010124 dags. 30. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 708/2023 í máli nr. KNU23090105 dags. 30. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 725/2023 í máli nr. KNU23090070 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 724/2023 í málum nr. KNU23100127 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 721/2023 í málum nr. KNU23100070 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 734/2023 í málum nr. KNU23060101 o.fl. dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 733/2023 í máli nr. KNU23050076 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 732/2023 í máli nr. KNU23040121 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 760/2023 í málum nr. KNU23120001 o.fl. dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 746/2023 í máli nr. KNU23050048 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2024 í máli nr. KNU23100141 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2024 í máli nr. KNU23080103 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2024 í máli nr. KNU23080089 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2024 í máli nr. KNU23090100 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2024 í máli nr. KNU23100178 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2024 í máli nr. KNU23060073 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2024 í máli nr. KNU23050030 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2024 í máli nr. KNU23060051 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2024 í máli nr. KNU23080104 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2024 í málum nr. KNU23090008 o.fl. dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2024 í máli nr. KNU23080069 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2024 í málum nr. KNU23060126 o.fl. dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2024 í máli nr. KNU23090037 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2024 í máli nr. KNU23090056 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2024 í máli nr. KNU23090055 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2024 í máli nr. KNU23120073 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2024 í málum nr. KNU23060053 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2024 í máli nr. KNU23060160 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2024 í máli nr. KNU23060003 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2024 í málum nr. KNU23060041 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2024 í máli nr. KNU23050153 dags. 22. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2024 í máli nr. KNU23060059 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2024 í málum nr. KNU23060107 o.fl. dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2024 í máli nr. KNU23060063 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2024 í máli nr. KNU23060008 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2024 í máli nr. KNU23050117 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2024 í málum nr. KNU23050078 o.fl. dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2024 í máli nr. KNU23060016 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2024 í máli nr. KNU23100107 dags. 7. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2024 í málum nr. KNU23090143 o.fl. dags. 7. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2024 í málum nr. KNU23110021 o.fl. dags. 8. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2024 í málum nr. KNU23100109 o.fl. dags. 21. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2024 í málum nr. KNU23060115 o.fl. dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2024 í máli nr. KNU23060092 dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2024 í máli nr. KNU23100166 dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2024 í málum nr. KNU23050131 o.fl. dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2024 í máli nr. KNU24030107 dags. 4. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2024 í máli nr. KNU23050090 dags. 5. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2024 í málum nr. KNU24010098 o.fl. dags. 18. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2024 í máli nr. KNU23110051 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2024 í máli nr. KNU23110005 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2024 í máli nr. KNU23070043 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2024 í máli nr. KNU24010113 dags. 10. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2024 í máli nr. KNU24010085 dags. 10. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2024 í máli nr. KNU24020101 dags. 5. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 652/2024 í máli nr. KNU23060214 dags. 14. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2024 í máli nr. KNU24010090 dags. 19. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 663/2024 í máli nr. KNU23110085 dags. 19. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 621/2024 í máli nr. KNU24010111 dags. 19. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 664/2024 í máli nr. KNU23110085 dags. 20. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2024 í máli nr. KNU23060109 dags. 21. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 696/2024 í málum nr. KNU23080014 o.fl. dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 713/2024 í máli nr. KNU24020030 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 864/2024 í máli nr. KNU24030067 dags. 28. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 989/2024 í máli nr. KNU23120070 dags. 10. október 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1071/2024 í máli nr. KNU24030154 dags. 31. október 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 946/2024 dags. 1. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1117/2024 í málum nr. KNU24070043 o.fl. dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1061/2024 í máli nr. KNU24070001 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1165/2024 í máli nr. KNU24100094 dags. 21. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1205/2024 í máli nr. KNU24070182 dags. 29. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1185/2024 í máli nr. KNU24080118 dags. 29. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1227/2024 í máli nr. KNU24080182 dags. 12. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1233/2024 í málum nr. KNU24090111 o.fl. dags. 12. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2025 í málum nr. KNU24070241 o.fl. dags. 23. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2025 í máli nr. KNU24080170 dags. 30. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2025 í máli nr. KNU24090050 dags. 30. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2025 í máli nr. KNU24090177 dags. 6. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2025 í máli nr. KNU24090110 dags. 10. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2025 í máli nr. KNU24090170 dags. 13. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2025 í máli nr. KNU24110132 dags. 20. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2025 í máli nr. KNU24110162 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2025 í máli nr. KNU25010005 dags. 6. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2025 í máli nr. KNU25010006 dags. 6. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2025 í máli nr. KNU25010007 dags. 6. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2025 í máli nr. KNU25020005 dags. 3. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2025 í málum nr. KNU25020121 o.fl. dags. 3. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2025 í máli nr. KNU24110101 dags. 28. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2025 í máli nr. KNU24090141 dags. 30. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2025 í máli nr. KNU25030078 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2025 í máli nr. KNU25030021 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2025 í máli nr. KNU25020106 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2025 í máli nr. KNU25020092 dags. 22. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2025 í máli nr. KNU25020091 dags. 1. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2025 dags. 4. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2025 í máli nr. KNU25050032 dags. 8. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 576/2025 í máli nr. KNU25030002 dags. 14. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 628/2025 í máli nr. KNU24110073 dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 629/2025 í málum nr. KNU24020120 o.fl. dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2025 í máli nr. KNU25060065 dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2025 í máli nr. KNU23070027 dags. 22. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2025 í máli nr. KNU25030052 dags. 28. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2025 í máli nr. KNU24090100 dags. 5. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 679/2025 í málum nr. KNU25070148 o.fl. dags. 10. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 734/2025 í máli nr. KNU24030059 dags. 23. september 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Landbúnaðarráðuneytið

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 1/1999 dags. 13. janúar 1999[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 2/2000 dags. 2. maí 2000[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrd. 123/2018 dags. 5. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 121/2018 dags. 5. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 210/2018 dags. 12. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 349/2018 dags. 14. desember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 193/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrd. 659/2018 dags. 24. maí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 424/2019 dags. 21. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 244/2019 dags. 13. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 846/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 15/2020 dags. 5. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 495/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 334/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 28/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 261/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 54/2020 dags. 26. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 382/2020 dags. 1. september 2020[HTML][PDF]

Lrú. 377/2020 dags. 10. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 190/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 184/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 63/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 322/2019 dags. 16. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 698/2019 dags. 23. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 697/2019 dags. 23. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 588/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 883/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 880/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 781/2019 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 312/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 176/2021 dags. 23. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 215/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrd. 152/2020 dags. 7. maí 2021[HTML][PDF]

Lrú. 275/2021 dags. 20. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 149/2020 dags. 21. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 104/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 799/2019 dags. 11. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 185/2020 dags. 17. september 2021[HTML][PDF]

Lrú. 664/2021 dags. 16. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 20/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 678/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 391/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 6/2022 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 579/2020 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 36/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 490/2020 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 725/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 335/2022 dags. 21. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 347/2021 dags. 7. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 515/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 514/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 18/2023 dags. 10. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 83/2023 dags. 8. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 97/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 118/2022 dags. 31. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 151/2022 dags. 28. apríl 2023[HTML][PDF]

Lrd. 74/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 18/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 25/2022 dags. 16. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 79/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 248/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 234/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 373/2022 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 256/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 406/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 549/2022 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 638/2022 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrd. 165/2023 dags. 3. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 734/2022 dags. 10. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 77/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 267/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 432/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 433/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 431/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 430/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 836/2022 dags. 21. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 488/2022 dags. 27. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 516/2022 dags. 3. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 263/2023 dags. 3. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 41/2023 dags. 10. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 40/2023 dags. 10. október 2024[HTML][PDF]

Lrú. 267/2024 dags. 15. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 200/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 558/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 638/2022 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 489/2023 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 768/2024 dags. 5. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 1016/2024 dags. 27. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 549/2023 dags. 6. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 169/2024 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 489/2023 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 464/2024 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 909/2023 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 485/2025 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 524/2024 dags. 16. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 172/2024 dags. 16. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 237/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 238/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 239/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 864/2024 dags. 4. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Landsyfirréttur

Lyrd. 1886:40 í máli nr. 45/1885[PDF]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 9. mars 1977[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 22. apríl 1977[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 10. maí 1977[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 15. júlí 1977 (Höskuldarkot, Þórukot og Njarðvík I)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 15. júlí 1977 (Stækkun athafnasvæðis barnaskólans í Djúpárhreppi)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 28. október 1977[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 23. júní 1978 (Kelduhvammur 23)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 23. júní 1978 (Land við Lindarhvamm)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 23. júní 1978 (Land fyrir tveggja hæða íbúðarhús)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 23. júní 1978 (Land fyrir veitingahús)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 23. júlí 1978[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 8. september 1978 (Land nr. 1 á framlögðum uppdrætti)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 8. september 1978 (Land nr. 2 á framlögðum uppdrætti)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 8. september 1978 (Land nr. 34 á framlögðum uppdrætti)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 8. september 1978 (Land nr. 45 á framlögðum uppdrætti)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 8. september 1978 (Land nr. 39 á framlögðum uppdrætti)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 20. september 1978[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 25. september 1978[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 14. júlí 1979[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 11. október 1979[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 2. nóvember 1979[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 7. nóvember 1979[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 25. mars 1980[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 14. apríl 1980[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 9. júlí 1980[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 19. september 1980[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 22. september 1980[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 14. nóvember 1980[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 4. maí 1981[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 29. júní 1981[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 10. maí 1982[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 1. júní 1982[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 30. nóvember 1982[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 30. mars 1983[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 20. júní 1983[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 3. nóvember 1983[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 25. nóvember 1983[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 10. maí 1985[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 5. júní 1985[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 12. nóvember 1985[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 17. desember 1985[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 20. janúar 1986[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 20. maí 1986[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 16. júní 1986[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 8. desember 1986[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 12. janúar 1987[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 4. febrúar 1988[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/1990 dags. 23. janúar 1991[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 28. maí 1991[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/1991 dags. 4. febrúar 1993[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/1992 dags. 26. júlí 1994[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 14/1991 dags. 23. september 1994[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/1994 dags. 17. október 1994[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/1994 dags. 6. mars 1995[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/1997 dags. 22. nóvember 1997[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 21/1997 dags. 22. desember 1997[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 18/1997 dags. 22. desember 1997[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 10/1997 dags. 29. desember 1997[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 16/1997 dags. 1. júlí 1999[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 11/1998 dags. 1. júlí 1999[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2000 dags. 15. febrúar 2000[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/1999 dags. 9. maí 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2002 dags. 17. október 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2003 dags. 5. ágúst 2003[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2004 dags. 8. júní 2004[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2004 dags. 1. nóvember 2004[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2004 dags. 22. apríl 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 16/2005 dags. 21. desember 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 11/2005 dags. 27. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 13/2003 dags. 14. mars 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 11/2006 dags. 28. mars 2007[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2006 dags. 12. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 14/2006 dags. 28. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2008 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2008 dags. 5. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2009 dags. 29. júní 2009[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2008 dags. 10. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2008 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 12/2009 dags. 9. ágúst 2010[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 11/2009 dags. 9. ágúst 2010[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2014 dags. 4. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2004 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2017 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2019 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2019 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2019 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2019 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 12/2019 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 11/2019 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2019 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 13/2019 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2019 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2019 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2020 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2020 dags. 26. október 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2020 dags. 29. júní 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2021 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2021 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2020 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 21. desember 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2021 dags. 28. júní 2022[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2024 dags. 28. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2024 dags. 25. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2024 dags. 25. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2024 dags. 25. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2025 dags. 20. maí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði

Yfirmatsgerð Matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði dags. 30. maí 1997[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 10. maí 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að synja beiðni um svæðisbundna friðun fyrir allri veiði á jörð.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 23. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 21. desember 2022 (Úrskurður nr. 2 - Ákvörðun Fiskistofu um að fella úr gildi strandveiðileyfi)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 21. desember 2022 (Úrskurður nr. 1. - Ákvörðun Fiskistofu um að fella úr gildi strandveiðileyfi)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 14. ágúst 2023 (Úrskurður nr. 6 um ákvörðun Fiskistofu um synjun kröfu um svæðisbundna friðun fyrir allri veiði á jörð og veiðisvæði)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. júní 2024 (Úrskurður nr. 4/2024 um ákvörðun Fiskistofu um að veita skriflega áminningu skv. 3. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. júní 2024 (Úrskurður nr. 5/2024 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu strandveiðileyfis í eina viku skv. 1. og 2. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.)[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðursveit)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Holta- og Landsveit ásamt Landmannaafrétti í Rangárþingi ytra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fyrrum Rangárvallahreppur, nú í Rangárþingi ytra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fyrrum Fljótshlíðar-, Hvol- og Vestur- og Austur-Landeyjahreppar, nú í Rangárþingi eystra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Eyjafjallasvæði og Þórsmörk í Rangárþingi eystra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Mýrdalshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Álftaver og Skaftártunga, sveitarfélaginu Skaftárhreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Síða, Landbrot og Brunasandur ásamt fyrrum Leiðvallarhreppi, nú í Skaftárhreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 9/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fljótshverfi í Skaftárhreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2003 dags. 6. september 2005 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Eyjafjallasvæði og Þórsmörk í Rangárþingi eystra (Endurupptaka 6. september 2005))[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grindavík og Vatnsleysa)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Stór-Reykjavík)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í málum nr. 3/2004 o.fl. dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Kjalarnes og Kjós)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grafningur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Ölfus)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal ásamt Jökulsárhlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Vopnafjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Öxarfjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Tjörnes og Þeistareykir)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Þingeyjarsveit sunnan Ljósavatnsskarðs og vestan Skjálfandafljóts)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Kinnar- og Víknafjöll ásamt Flateyjardalsheiði austan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Grýtubakkahreppur ásamt Flateyjardalsheiði vestan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 dags. 12. febrúar 2009 (Svæði 5 - Norðausturland - Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal (Endurupptaka 12. febrúar 2009))[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Hörgárbyggð austan Öxnadalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Húnavatnshreppur austan Blöndu og Skagafjörður vestan Vestari-Jökulsár ásamt Hofsjökli)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Skagafjörður ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011 dags. 20. júní 2014[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Skagi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Vatnsnes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 9. janúar 2017 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull (Bókun um breytt úrskurðarorð))[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 3. maí 2018 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár (Endurupptaka))[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Flekkudalur og Svínadalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 3. maí 2018 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps (Endurupptaka))[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Haukadalshreppur og Miðdalahreppur austan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur vestan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 21. júní 2019 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár (Endurupptaka))[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Snæfellsjökull og landsvæði sunnan og austan hans)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Landsvæði milli Hraunhafnardals, Mælifells og Bjarnarfossdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Eyrarbotn)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Fjalllendið milli Elliða og Lágafells auk Baulárvalla)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar (Endurupptaka))[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020010116 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010671 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022040797 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021091678 dags. 28. mars 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2007 dags. 22. mars 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2008 dags. 9. maí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2008 dags. 9. júlí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2009 dags. 20. mars 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2009 dags. 26. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2009 dags. 26. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2012 dags. 7. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2012 dags. 31. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2013 dags. 13. júní 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2014 dags. 23. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 40/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2015 dags. 27. apríl 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2016 dags. 16. desember 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2017 dags. 3. júlí 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2020 dags. 25. september 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2021 dags. 28. apríl 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2012 dags. 11. mars 2013[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 33/2009 dags. 25. júní 2010 (Sveitarstjórn Mýrdalshrepps: Ágreiningur um hæfi í sveitarstjórn og nefnd. Mál nr. 33/2009)[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20070003 dags. 8. júní 2021[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN21040023 dags. 29. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 73/2008 dags. 3. apríl 2009 (Vegagerðin - lögmæti ákvörðunar um eigarnám lands: Mál nr. 73/2008)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2006 dags. 4. apríl 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2006 dags. 28. júní 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2009 dags. 7. desember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 dags. 19. desember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 51/2008 dags. 7. október 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 50/2008 dags. 7. október 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 64/2008 dags. 19. desember 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2009 dags. 26. janúar 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2009 dags. 2. júlí 2009[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009 dags. 16. desember 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2010 dags. 25. mars 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 15/2010 dags. 30. apríl 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2010 dags. 4. júní 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 21/2010 dags. 23. júní 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2010 dags. 5. júlí 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2010 dags. 1. október 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2010 dags. 20. október 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2010 dags. 14. desember 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2011 dags. 16. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2011 dags. 16. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2011 dags. 30. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2011 dags. 8. apríl 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 18/2011 dags. 11. maí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2011 dags. 11. maí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2011 dags. 13. júlí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 30/2011 dags. 20. september 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2011 dags. 17. október 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2011 dags. 7. nóvember 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 41/2011 dags. 22. desember 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2012 dags. 8. október 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2012 dags. 21. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2013 dags. 21. febrúar 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2013 dags. 19. júní 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2014 dags. 19. maí 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2014 dags. 22. september 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 39/2014 dags. 10. febrúar 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2015 dags. 15. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2015 dags. 22. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2016 dags. 7. júlí 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2016 dags. 13. september 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 27/2016 dags. 7. október 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 dags. 17. febrúar 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2017 dags. 18. maí 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2017 dags. 18. júlí 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2017 dags. 17. október 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 42/2017 dags. 8. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 43/2017 dags. 15. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 47/2017 dags. 21. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2018 dags. 24. maí 2018[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2018 dags. 18. október 2018[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2018 dags. 13. desember 2018[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2019 dags. 5. febrúar 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2019 dags. 23. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2019 dags. 16. maí 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2020 dags. 14. janúar 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2020 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2020 dags. 4. mars 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 21/2020 dags. 7. maí 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2020 dags. 26. ágúst 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 39/2020 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2021 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2021 dags. 27. maí 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 27/2021 dags. 28. júní 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2022 dags. 21. mars 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2022 dags. 23. maí 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2022 dags. 18. júlí 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 18/2022 dags. 2. ágúst 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2022 dags. 20. desember 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2023 dags. 26. janúar 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2023 dags. 22. maí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023 dags. 8. september 2023[HTML]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2024 dags. 3. júní 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2024 dags. 3. júlí 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2024 dags. 9. september 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 32/2024 dags. 23. desember 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 16/1994 dags. 8. júní 1994[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 12/1998 dags. 26. október 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 3/1999 dags. 26. febrúar 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/1999 dags. 9. júní 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 45/1999 dags. 17. desember 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 36/2000 dags. 15. desember 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 13/2001 dags. 30. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2004 dags. 28. október 2004[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. 11110108 dags. 25. apríl 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00060041 dags. 26. september 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00030105 dags. 26. september 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00060206 dags. 22. desember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01080004 dags. 1. janúar 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00110215 dags. 2. apríl 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01050032 dags. 27. nóvember 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01100210 dags. 5. júlí 2002[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02090048 dags. 13. maí 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03080089 dags. 27. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03090121 dags. 29. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05010120 dags. 28. júní 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04110110 dags. 8. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05010082 dags. 8. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05100011 dags. 13. mars 2006[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05090051 dags. 9. maí 2006[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06030148 dags. 7. desember 2006[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06030015 dags. 5. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06110026 dags. 6. júní 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07050182 dags. 5. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08020112 dags. 31. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060035 dags. 23. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060022 dags. 3. júní 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09030202 dags. 27. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09090009 dags. 14. desember 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11040116 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11100049 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 79/2002 dags. 19. júní 2002[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 215/2010 dags. 9. ágúst 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 70/2012 dags. 11. september 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2003 dags. 21. október 2003[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2015 dags. 26. janúar 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2016 dags. 1. mars 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2022 dags. 20. desember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2021 dags. 29. desember 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 10/2008 í máli nr. 10/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/2000 í máli nr. 5/2000 dags. 3. ágúst 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 54/2003 í máli nr. 58/2003 dags. 20. nóvember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 51/2004 í máli nr. 22/2004 dags. 9. september 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 10/2005 í máli nr. 30/2004 dags. 16. mars 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2006 í máli nr. 53/2003 dags. 13. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 40/2006 í máli nr. 9/2005 dags. 13. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2007 í máli nr. 16/2007 dags. 26. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 46/2007 í máli nr. 47/2007 dags. 3. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 54/2007 í máli nr. 47/2007 dags. 26. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/2008 í máli nr. 58/2007 dags. 10. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 57/2008 í máli nr. 167/2007 dags. 24. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 58/2008 í máli nr. 31/2008 dags. 24. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 15/2010 í máli nr. 5/2009 dags. 16. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2011 í máli nr. 169/2007 dags. 5. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 65/2011 í máli nr. 1/2008 dags. 8. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/2012 í máli nr. 55/2011 dags. 16. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 41/2012 í máli nr. 91/2008 dags. 15. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 9/2014 í máli nr. 6/2011 dags. 14. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 18/2014 í máli nr. 26/2010 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 65/2012 í máli nr. 37/2012 dags. 18. október 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2013 í máli nr. 112/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2013 í máli nr. 95/2012 dags. 14. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 39/2014 í máli nr. 129/2012 dags. 7. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2014 í máli nr. 88/2013 dags. 5. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 10/2015 í máli nr. 121/2014 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 43/2015 í máli nr. 72/2012 dags. 31. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 95/2015 í máli nr. 18/2011 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2015 í máli nr. 32/2013 dags. 15. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 164/2015 í máli nr. 15/2013 dags. 23. desember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 2/2016 í máli nr. 79/2013 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2016 í máli nr. 109/2014 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 13/2016 í máli nr. 100/2013 dags. 25. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2016 í máli nr. 53/2014 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 30/2016 í máli nr. 13/2014 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 67/2016 í máli nr. 54/2016 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2016 í máli nr. 95/2016 dags. 19. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2016 í máli nr. 96/2016 dags. 19. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2016 í máli nr. 46/2016 dags. 10. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 105/2016 í máli nr. 54/2016 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2016 í máli nr. 95/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2016 í máli nr. 96/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 141/2016 í máli nr. 35/2015 dags. 29. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2016 í máli nr. 128/2014 dags. 30. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2017 í máli nr. 157/2016 dags. 2. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 48/2017 í máli nr. 11/2017 dags. 1. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2017 í máli nr. 161/2016 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2017 í máli nr. 54/2017 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2017 í máli nr. 93/2015 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2017 í máli nr. 102/2015 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 103/2017 í máli nr. 173/2016 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 107/2017 í máli nr. 26/2016 dags. 22. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2018 í máli nr. 22/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2018 í máli nr. 108/2016 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2018 í máli nr. 42/2018 dags. 17. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 56/2018 í máli nr. 63/2016 dags. 15. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2018 í máli nr. 111/2016 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 102/2018 í máli nr. 171/2016 dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 122/2018 í máli nr. 68/2017 dags. 6. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 163/2018 í máli nr. 42/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 162/2018 í málum nr. 95/2017 o.fl. dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 164/2018 í máli nr. 105/2016 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2019 í máli nr. 16/2018 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2019 í máli nr. 26/2018 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 106/2019 í máli nr. 45/2018 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 113/2019 í máli nr. 9/2019 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 118/2019 í máli nr. 49/2019 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2019 í málum nr. 5/2019 o.fl. dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 129/2019 í máli nr. 125/2018 dags. 12. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2019 í máli nr. 26/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2019 í máli nr. 28/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2019 í máli nr. 29/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2019 í máli nr. 30/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2020 í málum nr. 124/2019 o.fl. dags. 13. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2020 í máli nr. 62/2019 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 39/2020 í máli nr. 115/2019 dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2020 í máli nr. 79/2019 dags. 6. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 50/2020 í máli nr. 51/2019 dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2020 í máli nr. 133/2019 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2020 í málum nr. 23/2019 o.fl. dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2020 í máli nr. 22/2020 dags. 5. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2020 í máli nr. 125/2019 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 86/2020 í máli nr. 14/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2020 í máli nr. 57/2019 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2020 í málum nr. 22/2020 o.fl. dags. 1. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 116/2020 í málum nr. 71/2020 o.fl. dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2021 í máli nr. 94/2020 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2021 í máli nr. 86/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 10/2021 í máli nr. 96/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2021 í máli nr. 66/2020 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2021 í máli nr. 117/2020 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2021 í máli nr. 3/2021 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2021 í máli nr. 63/2021 dags. 8. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 65/2021 í máli nr. 135/2020 dags. 14. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 66/2021 í málum nr. 63/2021 o.fl. dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 70/2021 í máli nr. 59/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2021 í málum nr. 15/2021 o.fl. dags. 25. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 78/2021 í máli nr. 24/2021 dags. 30. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2021 í máli nr. 58/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 92/2021 í máli nr. 58/2021 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2021 í máli nr. 77/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2021 í máli nr. 70/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 171/2021 í máli nr. 166/2021 dags. 27. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2022 í máli nr. 118/2021 dags. 11. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2022 í máli nr. 163/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2022 í máli nr. 180/2021 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 96/2022 í málum nr. 59/2022 o.fl. dags. 14. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 102/2022 í máli nr. 110/2022 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 111/2022 í máli nr. 173/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 113/2022 í máli nr. 65/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 5/2023 í máli nr. 58/2022 dags. 11. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2023 í máli nr. 59/2023 dags. 18. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2023 í máli nr. 138/2022 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2023 í máli nr. 71/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 161/2023 í máli nr. 85/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2024 í máli nr. 116/2023 dags. 25. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 11/2024 í máli nr. 114/2023 dags. 31. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2024 í máli nr. 124/2023 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 29/2024 í máli nr. 144/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 76/2024 í máli nr. 47/2024 dags. 16. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 113/2024 í máli nr. 89/2024 dags. 31. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 126/2024 í máli nr. 123/2024 dags. 10. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2025 í máli nr. 154/2024 dags. 29. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 11/2025 í máli nr. 114/2024 dags. 4. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 13/2025 í máli nr. 98/2024 dags. 5. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 32/2025 í máli nr. 103/2024 dags. 4. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2025 í máli nr. 157/2024 dags. 13. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 37/2025 í máli nr. 164/2024 dags. 13. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2025 í máli nr. 11/2025 dags. 18. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2025 í máli nr. 177/2024 dags. 18. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2025 í máli nr. 73/2025 dags. 29. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 125/2025 í máli nr. 85/2025 dags. 29. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 129/2025 í máli nr. 81/2025 dags. 4. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 188/2025 í máli nr. 150/2025 dags. 22. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-506/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 930/2020 dags. 25. september 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 39/2010 dags. 8. apríl 2011[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 63/2018 dags. 11. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 22/2023 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 23/2023 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 150/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 454/2023 dags. 11. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 606/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 19/2012 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2013 dags. 17. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 16/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 781/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 264/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 191/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 24/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 52/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 61/2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 160/1989 dags. 10. janúar 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 497/1991 dags. 9. júní 1992 (Frestun á réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 472/1991 dags. 8. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1926/1996 (Samgönguráðherra framselur vald ferðamálaráðs)[HTML]
Umboðsmaður taldi ráðherra ekki geta skipað undirnefnd ferðamálaráðs er fékk síðan tiltekið vald, heldur yrði ráðið að gera það sjálft.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2421/1998 dags. 3. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2379/1998 dags. 20. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2215/1997 dags. 22. mars 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2807/1999 (Skrifstofustörf - Innlausn á eignarhluta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2957/2000 (Vegalagning á Vatnaheiði á Snæfellsnesi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3541/2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3756/2003 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3708/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 29. desember 2003 (Falun Gong)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4298/2004 (Hafnargjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4639/2006 (Veiðar á afréttum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5073/2007 (Óbyggðanefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4735/2006 (Viðhaldsskylda á götu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5404/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5199/2008 dags. 13. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6553/2011 dags. 31. ágúst 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7394/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8678/2015 dags. 23. desember 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9722/2018 dags. 9. desember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10260/2019 dags. 27. maí 2020[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10744/2020 dags. 23. apríl 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11116/2021 dags. 26. maí 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11616/2022 dags. 21. september 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11167/2021 dags. 11. október 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12186/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12216/2023 dags. 12. október 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11782/2022 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12609/2024 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12948/2025 dags. 5. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12657/2024 dags. 4. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1857-186227, 37-38, 56, 77
1863-186766
1871-187431, 36
1871-1874338
1886-188942
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1920-1924498
1933-1934479
1935493
193779, 492
193935, 225
1943121-122
1944367
1946432
1947226
1949494
1951 - Registur62, 83, 106
1951106, 108
1953700-702
195441
1955 - Registur69
1955109
1956598
1958392, 685
1959 - Registur54, 82, 110
1960 - Registur77
1960791
1961 - Registur51
196190
196236, 39
1963175
1964422, 718, 723
1966 - Registur63, 73-74
1966561-563, 565-567, 615-617, 619, 972-973, 975, 977
1967 - Registur63, 85, 178
1967672, 939
1968 - Registur65
1968388, 704, 709, 779
1969 - Registur73, 107
1969511, 513, 515, 519, 525, 529, 537, 544, 549-550, 831
1970 - Registur87, 92
1972393, 671, 691
1974107, 284, 286, 373
197532-39, 41-42, 56, 60, 67-72, 139, 812, 830, 833
1975 - Registur41, 69-70, 84, 92, 112, 117
1976899, 936
1978 - Registur48
197924, 394, 398, 831, 854, 858-859, 1070
1979 - Registur64, 88, 116, 120, 180
1981 - Registur86-87
1981198, 213, 808, 924, 1372, 1586, 1591-1593, 1595, 1597-1598, 1601-1602, 1613, 1615, 1621, 1623-1625, 1629-1635
1982679, 1679-1680, 1690
19831060, 1068, 1449, 1451
1984780, 913, 980, 998, 1298
1985228, 593
1986 - Registur100
198668-69, 1232, 1234, 1635
1987 - Registur89, 129, 181-182
1987500, 1277, 1326, 1662, 1665, 1669-1670
1988388, 390
1989 - Registur100
19891026, 1033, 1035, 1042, 1046
19911378, 1445, 1458, 1482-1484, 1818
1992 - Registur177, 222, 255
19921513, 1867
1993109, 1434, 1445, 1448, 2221, 2228
1994122, 2228, 2774
1995 - Registur193, 349-350
1996252, 698, 707, 1095-1096, 1099-1100, 2247, 2253, 2866, 2873, 3953, 3956
1997 - Registur100, 211
199757, 59, 1173, 1175, 1179, 1193, 1995, 2420, 2423, 2492, 2503-2504
1998 - Registur178, 215, 346, 358
19984, 376-380, 382-383, 462, 986, 989, 993, 1002-1006, 1011, 1352, 1614, 2581
1999111, 115, 2006-2007, 2010, 2013, 2777-2778, 2780, 2782, 2784, 2787-2793, 2863-2864, 2866, 2869, 2871, 2874-2875, 3025, 3027, 3335-3342, 3344, 3347-3350
2000754, 921, 1600, 2612, 2717, 2800, 3047-3048
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1993-1996407
1997-2000508, 519
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1921A433, 460, 513, 529, 535, 549, 553
1925A189, 207, 284, 337, 339, 341-342, 344, 348, 376
1928B293, 341
1929A339, 412, 502, 506, 513-514, 543, 557
1933A80, 343-344
1936A26
1937A90
1938A57
1940A70, 270
1941A18
1942B67, 206
1943A166
1944B191
1946A66, 139, 195, 234
1947A150, 152-153, 160-161, 165, 167, 193, 338
1947B189
1948A184, 201-205, 251, 293
1949A14
1950A184-185, 188, 194
1950B88
1951A7-9, 12, 15, 163, 166
1952A26, 106-107, 109, 134, 140-141, 174
1953A171-173, 176
1954A24, 26, 28, 46-47
1954B213
1955A50, 160, 162
1956A172-175, 179-180, 189, 191-194, 196-197, 201
1957A149
1958A13-15, 17-18, 22-23, 28-29, 39
1958B245, 254, 436
1960A121-122
1961A68, 146, 151, 160, 182, 225-226, 420
1962C18
1963A273, 473
1963C11-14, 18, 20, 24, 40-43, 47
1965A40
1965C18-19
1966A30, 76
1966C58, 77
1967A60
1967C117
1969B124, 525
1969C32
1970B1, 4, 164
1970C92, 94, 96, 120, 231
1971A118, 120
1971B105-106, 118
1972B114, 563
1973A106, 128-129
1973B104, 406, 410
1973C48-49, 52, 74-75, 109-113, 118, 123, 125, 140, 161-162, 164, 170-172, 210-211
1974B445, 461, 824
1974C73, 85, 89-90, 104, 119, 150, 165
1975A109
1975C80-81, 243, 280-281
1976A108
1976C21, 24, 28
1977B58, 60
1978A8, 24
1978B210, 829
1978C25, 40, 200
1979A37-38, 41, 45, 53-54, 57, 66, 68, 74-75, 78-79, 82, 196-197
1979B680, 987
1979C98, 102, 128, 130, 132, 142, 146, 204, 206, 208, 210, 212, 230, 232, 240, 242, 244
1980A342
1980B9, 334, 435-436, 481, 1016, 1098-1099
1980C34-35, 39, 42, 50-51, 54, 61, 63, 69-70, 73-74, 77, 93, 96
1981A145, 191, 193, 196, 200
1981B472, 1082
1981C54-55, 59, 63, 114
1982B102, 112, 413, 473, 476
1982C26
1983B83, 392
1983C162
1984A134
1984B592
1985B278, 559, 568, 576, 578, 582-583, 689, 785, 930, 941, 965
1985C32, 36, 80, 104, 234, 374, 379, 411-415, 422-423, 425-427, 429
1986A13
1986B261, 509, 731
1986C192
1987A33, 90
1987B112, 387, 766-767
1987C25, 37-38, 60, 84, 106, 167, 172-175, 178, 181-182, 186-188, 190, 192, 194, 203-209, 211-212, 255-256, 269
1988B684, 1148
1989B139, 283, 423, 761, 873, 980, 1140
1989C51-55, 101
1990A81, 95, 243
1990B702, 742, 918, 1056, 1069
1990C26, 51, 64
1991B309, 760, 865, 1218
1991C8, 12, 16, 24, 29, 61, 74, 83, 92, 102, 145-148, 150-152, 156, 162
1992A247
1992B382, 579, 692, 786, 821
1992C46, 52, 116, 120, 145, 218-219
1993A106
1993B918, 1342, 1345-1346, 1348
1993C11, 15, 43, 274, 277, 280, 311, 527, 615, 654, 656, 658, 660-662, 664, 667, 669-671, 677, 682, 684-685, 1623
1994A28, 188, 203-205, 208-211, 223, 269
1994B77, 185, 1185-1186, 1392, 1433, 2553
1994C21-22
1995A66, 129, 200
1995B126, 562, 569, 1381, 1607
1995C3, 30, 58, 71, 115, 232, 258, 267, 298-299, 312, 320-322, 330-331, 345, 358, 360, 366, 373-374, 376-381, 385, 389, 391, 393, 396, 398, 403-404, 441, 443-444, 448, 546, 566, 697, 777, 878
1996A149, 230, 232, 236, 308, 311-312, 458
1996B342-343, 486, 695, 1122, 1676
1996C28, 30-31, 37, 53, 68-72, 75
1997A75, 207, 210, 467
1997B676, 683, 847, 1048, 1084, 1346
1997C10, 32-33, 38, 44, 94-99, 101, 112, 129-130, 132-134, 136-137, 140-142, 153, 156, 177, 179, 200, 215, 277-278, 282-284, 287, 291, 296, 299-300, 316, 323, 328, 337, 356-357
1998A60, 107-109, 111-115, 196, 219, 223, 226-229
1998B740, 861, 1018, 1037, 1045, 1080, 1082, 1233, 1241-1242
1998C109, 111, 165, 168, 190
1999A116-117, 127-128, 130, 145, 214, 224
1999B21, 30, 628, 716, 1139, 1539, 1545-1546, 2114, 2136, 2152, 2185, 2214, 2232, 2254, 2821
1999C11, 24-28, 30, 32, 55, 58, 62, 66, 95, 165
2000A167-168, 225, 260, 291
2000B164, 250, 745, 838, 1470, 1501, 1505, 1986
2000C8, 105, 113, 115-117, 127, 132, 138-141, 291-292, 302, 304-306, 326-333, 336-337, 340, 342, 349-351, 384, 389, 446, 496, 502, 640, 677, 679
2001A12, 27, 227
2001B301, 634-635, 1344-1345, 1656, 2020-2021, 2069
2001C4-7, 11-12, 14, 17-19, 35, 42, 44, 54, 77, 103, 136, 183, 190, 243, 287-288, 329, 338, 340, 348, 350-351, 353
2002A33, 44, 409, 798
2002B309, 606, 610-611, 615, 645-646, 678, 918, 1076, 1469, 1742
2002C1-2, 5-6, 9, 32, 56, 76, 80, 221-223, 228, 256, 336, 339, 874, 931, 933, 967, 982-983, 985-986, 988
2003A164, 171, 208, 267, 487, 495
2003B515, 522, 599, 603, 878, 1401, 1550, 1602, 1660-1661, 1693, 1724, 1887, 2048, 2149, 2213, 2222, 2292, 2372
2003C3, 29, 50, 100-106, 110, 121-122, 124-130, 134, 137-143, 145, 209-210, 234, 308-313, 315, 423-424, 435-437, 562
2004A123, 178, 183, 254-256, 266, 301, 335-337
2004B181, 830, 1834, 1877, 2166, 2677
2004C7, 12, 53-54, 56, 65, 68, 164-165, 172, 176, 178, 180-182, 220, 314, 333-335, 346, 350-351, 353, 357, 363, 390, 394, 410-411, 490, 507, 537, 544, 561
2005A179, 405
2005B68, 407, 420, 425, 429, 433, 568, 669, 699, 705, 730, 795, 1099-1100, 1273, 1278, 1383, 1388, 1434, 1466, 1510, 1705, 1724, 1872, 1987, 2218, 2223, 2228, 2290, 2298, 2314, 2390, 2460, 2535, 2570, 2692, 2701
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1921AAugl nr. 80/1921 - Póstsamningar við erlend ríki. Samþyktir á póstþinginu í Madrid 30. nóvember 1920[PDF prentútgáfa]
1928BAugl nr. 73/1928 - Vatnsveitusamþykkt fyrir Vatnsveitufjelag Skildinganesskauptúns[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 82/1928 - Reglugjörð fyrir Byggingar- og landnámssjóð[PDF prentútgáfa]
1933AAugl nr. 112/1933 - Auglýsing um starfsreglugerð til framkvæmda á póstbögglasamningnum milli Póststjórnar Íslands og Póststjórnar hins sameinaða konungsríkis Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, dagsettur 17. okt. og 3. nóv. 1933[PDF prentútgáfa]
1936AAugl nr. 11/1936 - Lög um eignarnámsheimild á nokkrum löndum og á afnotarétti landsvæða í Hafnarfirði, Garðahreppi og Grindavíkurhreppi og um stækkun lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarkaupstaðar[PDF prentútgáfa]
1940AAugl nr. 25/1940 - Íþróttalög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 100/1940 - Lög um skógrækt[PDF prentútgáfa]
1941AAugl nr. 18/1941 - Lög um sandgræðslu og heftingu sandfoks[PDF prentútgáfa]
1942BAugl nr. 134/1942 - Auglýsing frá ríkisstjórninni, birt í 44. tbl. Lögbirtingablaðsins 1942, um umferðatálmanir á landi og í íslenzkri landhelgi að boði hernaðaryfirvaldanna[PDF prentútgáfa]
1943AAugl nr. 85/1943 - Lög um ítölu[PDF prentútgáfa]
1946AAugl nr. 35/1946 - Lög um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 52/1946 - Lög um sameining Selfossbyggðar í eitt hreppsfélag[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 91/1946 - Auglýsing um að Ísland hafi gengið að sáttmála hinna sameinuðu þjóða[PDF prentútgáfa]
1947AAugl nr. 45/1947 - Auglýsing um staðfestingu flugsamninga[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 58/1947 - Lög um Egilsstaðakauptún í Suður-Múlasýslu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 110/1947 - Auglýsing um inngöngu Íslands í Bernarsambandið[PDF prentútgáfa]
1948AAugl nr. 57/1948 - Auglýsing um staðfestingu endurskoðaðrar stofnskrár Alþjóðavinnumálastofnunarinnar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 63/1948 - Auglýsing um nótuskipti milli Íslands og Bandaríkja Ameríku varðandi beztukjara-ákvæði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 80/1948 - Auglýsing varðandi samning um samræmda aðferð við skipamælingar[PDF prentútgáfa]
1950AAugl nr. 84/1950 - Auglýsing um loftferðasamning milli Íslands og Danmerkur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 86/1950 - Auglýsing um fullgildingu á alþjóðasamþykkt um félagafrelsi og verndun þess[PDF prentútgáfa]
1950BAugl nr. 25/1950 - Reglugerð um framkvæmd laga um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum[PDF prentútgáfa]
1951AAugl nr. 7/1951 - Auglýsing um loftflutningasamning milli Íslands og Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 81/1951 - Auglýsing um loftferðasamning milli Íslands og Noregs[PDF prentútgáfa]
1952AAugl nr. 20/1952 - Lög um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 50/1952 - Auglýsing um loftferðasamning milli Íslands og Svíþjóðar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 63/1952 - Auglýsing um aðild Íslands að samþykkt alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 91, um orlof með launum fyrir farmenn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 64/1952 - Auglýsing um aðild Íslands að samþykkt alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 98, um beitingu grundvallarreglna um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 85/1952 - Auglýsing um gildistöku alþjóðasamnings um öryggi mannslífa á hafinu[PDF prentútgáfa]
1953AAugl nr. 67/1953 - Auglýsing um loftferðasamning milli Íslands og stórhertogadæmisins Luxemburg[PDF prentútgáfa]
1954AAugl nr. 11/1954 - Auglýsing um fullgildingu Evrópuráðssamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 18/1954 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í alþjóðasamningi frá 5. apríl 1946, um möskvastærð fiskinetja og lágmarksstærðir fisktegunda, ásamt ákvæðum viðbætis við samninginn frá 2. apríl 1953[PDF prentútgáfa]
1954BAugl nr. 101/1954 - Fjallskilareglugerð fyrir Kjósarsýslu[PDF prentútgáfa]
1955AAugl nr. 74/1955 - Auglýsing um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna[PDF prentútgáfa]
1956AAugl nr. 46/1956 - Lög um breyting á lögum nr. 41 25. maí 1949, um gildistöku alþjóðasamnings um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 48/1956 - Lög um náttúruvernd[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 49/1956 - Íþróttalög[PDF prentútgáfa]
1957AAugl nr. 42/1957 - Lög um húsnæðismálastofnun, byggingarsjóð ríkisins, sparnað til íbúðabygginga, breyting á I. kafla laga nr. 36/1952 o. fl.[PDF prentútgáfa]
1958AAugl nr. 11/1958 - Auglýsing um fullgildingu á alþjóðasamþykkt um nauðungarvinnu eða skylduvinnu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 12/1958 - Auglýsing um fullgildingu á alþjóðasamþykkt um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 20/1958 - Auglýsing um fullgildingu á alþjóðasamþykkt varðandi atvinnuleysi[PDF prentútgáfa]
1958BAugl nr. 111/1958 - Fjallskilareglugerð fyrir Vestur-Ísafjarðarsýslu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 114/1958 - Reglugerð um Húsnæðismálastofnun ríkisins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 226/1958 - Póstbögglasamningur gerður milli póststjórna Íslands og Kanada 1958[PDF prentútgáfa]
1960AAugl nr. 14/1960 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæði alþjóðasamnings, er gerður var 24. janúar 1959, um fiskveiðar á norðausturhluta Atlantshafs, ásamt viðbæti[PDF prentútgáfa]
1961AAugl nr. 23/1961 - Auglýsing um loftferðasamning milli Íslands og Svíþjóðar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 59/1961 - Lög um þátttöku Íslands í Hinni alþjóðlegu framfarastofnun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 68/1961 - Auglýsing um loftferðsamning milli Íslands og Finnlands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 75/1961 - Auglýsing um fullgildingu alþjóðasamþykktar um lágmark félagslegs öryggis[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 102/1961 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd Parísarsamþykktina um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar[PDF prentútgáfa]
1962CAugl nr. 7/1962 - Auglýsing um gildistöku samstarfssamnings milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar[PDF prentútgáfa]
1963AAugl nr. 41/1963 - Lög um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa[PDF prentútgáfa]
1963CAugl nr. 6/1963 - Auglýsing um fullgildingu á samkomulagi Evrópuríkja um viðurkenningu á háskólaprófum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 7/1963 - Auglýsing um fullgildingu á samkomulagi Evrópuríkja um jafngildi námsdvalar í háskólum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 8/1963 - Auglýsing um gildistöku alþjóðasamnings um fiskveiðar á norðausturhluta Atlantshafs[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 9/1963 - Auglýsing um gildistöku viðbótarsamnings frá 28. september 1955 við Varsjársamninginn um loftflutninga frá 12. október 1929[PDF prentútgáfa]
1965AAugl nr. 19/1965 - Lög um Húsnæðismálastofnun ríkisins[PDF prentútgáfa]
1965CAugl nr. 8/1965 - Auglýsing um gildistöku alþjóðasamningsins um öryggi mannslífa á hafinu frá 1960[PDF prentútgáfa]
1966AAugl nr. 21/1966 - Lög um skrásetningu réttinda í loftförum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 51/1966 - Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Keflavíkurkaupstaðar[PDF prentútgáfa]
1966CAugl nr. 7/1966 - Auglýsing um fullgildingu samnings milli Íslands og Noregs um tvísköttun[PDF prentútgáfa]
1967AAugl nr. 48/1967 - Hafnalög[PDF prentútgáfa]
1967CAugl nr. 17/1967 - Auglýsing um fullgildingu fjögurra viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu[PDF prentútgáfa]
1969BAugl nr. 76/1969 - Lögreglusamþykkt fyrir Austur-Skaftafellssýslu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 301/1969 - Reglugerð um fasteignamat og fasteignaskráningu[PDF prentútgáfa]
1969CAugl nr. 6/1969 - Auglýsing um fullgildingu samnings um reglur um fiskveiðar í Norður-Atlantshafi[PDF prentútgáfa]
1970BAugl nr. 1/1970 - Auglýsing um EFTA-tollmeðferð[PDF prentútgáfa]
1970CAugl nr. 7/1970 - Auglýsing um aðild Íslands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA)[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 13/1970 - Auglýsing um samning milli Íslands og Danmerkur til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir[PDF prentútgáfa]
1971AAugl nr. 47/1971 - Lög um náttúruvernd[PDF prentútgáfa]
1971BAugl nr. 51/1971 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 52/1971 - Hafnarreglugerð fyrir Landshöfn í Keflavík og Njarðvíkum[PDF prentútgáfa]
1972BAugl nr. 45/1972 - Heilbrigðisreglugerð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 261/1972 - Lögreglusamþykkt fyrir V.-Skaftafellssýslu[PDF prentútgáfa]
1973AAugl nr. 45/1973 - Hafnalög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 53/1973 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd alþjóðasamning, er gerður var 29. desember 1972, um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það[PDF prentútgáfa]
1973BAugl nr. 48/1973 - Hafnarreglugerð fyrir Akureyrarkaupstað[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 205/1973 - Reglugerð Um náttúruvernd[PDF prentútgáfa]
1973CAugl nr. 2/1973 - Auglýsing um samning milli Íslands og Efnahagsbandalags Evrópu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 12/1973 - Auglýsing um aðild Íslands að samningi um að koma í veg fyrir ólöglega töku loftfara[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 13/1973 - Auglýsing um aðild Íslands að samningi um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi flugsamgangna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 17/1973 - Auglýsing um staðfestingu alþjóðasamnings, er gerður var 29. desember 1972, um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það[PDF prentútgáfa]
1974BAugl nr. 207/1974 - Fjallskilareglugerð fyrir Suður-Þingeyjarsýslu og Húsavík[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 209/1974 - Reglugerð um fjallskil í Kelduneshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 367/1974 - Reglugerð um sameiginlegan rekstur rannsóknastofnana að Keldnaholti[PDF prentútgáfa]
1974CAugl nr. 22/1974 - Auglýsing um aðild Íslands að alþjóðasamningi frá 30 mars 1961 um ávana- og fíkniefni, ásamt bókun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 23/1974 - Auglýsing um aðild Íslands að alþjóðasamningi frá 21. febrúar 1971 um ávana- og fíkniefni[PDF prentútgáfa]
1975AAugl nr. 54/1975 - Lög um breyting á lögum nr. 17/1965, um landgræðslu[PDF prentútgáfa]
1975CAugl nr. 3/1975 - Auglýsing um fullgildingu samnings um alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 20/1975 - Auglýsing um aðild að Evrópusamningi um flutning líka[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 22/1975 - Auglýsing um tvísköttunarsamning milli Íslands og Bandaríkja Ameríku[PDF prentútgáfa]
1976AAugl nr. 43/1976 - Lög um breyting á lögum nr. 42/1969, um afréttarmálefni, fjallskil o. fl.[PDF prentútgáfa]
1976CAugl nr. 3/1976 - Auglýsing um aðild að Félagsmálasáttmála Evrópu[PDF prentútgáfa]
1978AAugl nr. 4/1978 - Lög um aðild Íslands að alþjóðasamningi um ræðissamband[PDF prentútgáfa]
1978BAugl nr. 136/1978 - Reglugerð um framkvæmd laga nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 406/1978 - Reglugerð um fasteignaskráningu og fasteignamat[PDF prentútgáfa]
1978CAugl nr. 8/1978 - Auglýsing um aðild Íslands að Vínarsamningnum um ræðissamband[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 18/1978 - Auglýsing um breytingar á stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins[PDF prentútgáfa]
1979AAugl nr. 14/1979 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 57/1979 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi hluta jarðarinnar Deildartungu í Reykholtsdalshreppi ásamt jarðhitaréttindum[PDF prentútgáfa]
1979BAugl nr. 509/1979 - Reglugerð um búfjárhald í Borgarnesi[PDF prentútgáfa]
1979CAugl nr. 13/1979 - Auglýsing um aðild að samningi milli EFTA-landanna og Spánar og samningi um gildi samningsins milli EFTA-landanna og Spánar gagnvart furstadæminu Liechtenstein[PDF prentútgáfa]
1980AAugl nr. 94/1980 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma aðstoð í tollamálum[PDF prentútgáfa]
1980BAugl nr. 8/1980 - Reglugerð um búfjárhald í Ísafjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 214/1980 - Hafnarreglugerð fyrir Grundartangahöfn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 267/1980 - Auglýsing um sérstaka tollmeðferð vegna viðskiptasamnings EFTA-landanna og Spánar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 290/1980 - Reglugerð um varnir gegn hundaæði (rabies)[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 680/1980 - Auglýsing um sérstaka tollmeðferð vegna aðildar Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og samnings Íslands við Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) og viðbótarbókun við þann samning vegna aðildar Grikklands að Efnahagsbandalagi Evrópu[PDF prentútgáfa]
1980CAugl nr. 10/1980 - Auglýsing um aðild að þremur alþjóðasamningum um varnir gegn mengun sjávar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 14/1980 - Auglýsing um aðild að Evrópusamningi um varnir gegn hryðjuverkum[PDF prentútgáfa]
1981AAugl nr. 64/1981 - Lög um atvinnuleysistryggingar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 67/1981 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum[PDF prentútgáfa]
1981CAugl nr. 13/1981 - Auglýsing um fullgildingu Parísarsamnings um mengun sjávar frá landstöðvum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 19/1981 - Auglýsing um fullgildingu Norðurlandasamnings um gagnkvæma aðstoð í tollamálum[PDF prentútgáfa]
1982BAugl nr. 58/1982 - Auglýsing um náttúruminjaskrá[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 216/1982 - Reglugerð um heimasmíði loftfara[PDF prentútgáfa]
1982CAugl nr. 5/1982 - Auglýsing um fullgildingu samnings um verndun lax í Norður-Atlantshafi[PDF prentútgáfa]
1983BAugl nr. 37/1983 - Reglugerð um búfjárhald í Reyðarfjarðarkauptúni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 257/1983 - Auglýsing um staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 1981—1998[PDF prentútgáfa]
1983CAugl nr. 13/1983 - Auglýsing um breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda[PDF prentútgáfa]
1984AAugl nr. 69/1984 - Hafnalög[PDF prentútgáfa]
1984BAugl nr. 366/1984 - Staðfesting forsetans á skipulagsskrá fyrir Skógræktarsjóð Húnavatnssýslu, útgefin á venjulegan hátt, ad mandatum, af dómsmálaráðuherra, 10. ágúst 1984[PDF prentútgáfa]
1985BAugl nr. 148/1985 - Reglugerð um búfjárhald á Siglufirði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 318/1985 - Skipulagsreglugerð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 375/1985 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 405/1985 - Reglugerð um búfjárhald í Eskifjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 480/1985 - Hafnarreglugerð fyrir Ólafsfjarðarhöfn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 489/1985 - Hafnarreglugerð fyrir Bolungarvík[PDF prentútgáfa]
1985CAugl nr. 7/1985 - Auglýsing um hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 10/1985 - Auglýsing um breytingu á samningi við Efnahagsbandalag Evrópu[PDF prentútgáfa]
1986AAugl nr. 6/1986 - Lög um afréttamálefni, fjallskil o.fl.[PDF prentútgáfa]
1986BAugl nr. 131/1986 - Hafnarreglugerð fyrir Patrekshöfn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 262/1986 - Hafnarreglugerð fyrir Breiðdalsvíkurhöfn[PDF prentútgáfa]
1986CAugl nr. 11/1986 - Auglýsing um samning um stofnun Alþjóðahugverkastofnunarinnar[PDF prentútgáfa]
1987AAugl nr. 19/1987 - Lög um uppboðsmarkað fyrir sjávarafla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 48/1987 - Lög um Vísindaráð og Vísindasjóð, Rannsóknaráð ríkisins og Rannsóknasjóð[PDF prentútgáfa]
1987BAugl nr. 66/1987 - Reglugerð um kartöfluútsæði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 207/1987 - Hafnarreglugerð fyrir Stöðvarfjarðarhöfn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 404/1987 - Auglýsing um sérstaka tollmeðferð vegna aðildar Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og samnings Íslands við Efnahagsbandalag Evrópu (EBE)[PDF prentútgáfa]
1987CAugl nr. 7/1987 - Auglýsing um stofnsamning Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl (EUTELSAT)[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 8/1987 - Auglýsing um Norðurlandasamning til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 11/1987 - Auglýsing um gildistöku alþjóðasamnings um mælingar skipa[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 12/1987 - Auglýsing um breytingar á stofnskrá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 23/1987 - Auglýsing um samning um einföldun formsatriða í viðskiptum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 24/1987 - Auglýsing um samning um sameiginlegar umflutningsreglur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 25/1987 - Auglýsing um alþjóðlegan samning um samræmda vörulýsingar- og vörunúmeraskrá[PDF prentútgáfa]
1988BAugl nr. 304/1988 - Fjallskilasamþykkt fyrir Kjósarsýslu, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð[PDF prentútgáfa]
1989BAugl nr. 56/1989 - Hafnarreglugerð fyrir Ísafjarðarhöfn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 146/1989 - Hafnarreglugerð fyrir Tálknafjarðarhöfn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 217/1989 - Reglugerð um búfjárhald í Neshreppi utan Ennis[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 386/1989 - Mengunarvarnareglugerð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 423/1989 - Hafnarreglugerð fyrir Ólafsvík[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 485/1989 - Hafnarreglugerð fyrir Garðabæ[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 579/1989 - Reglugerð um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár[PDF prentútgáfa]
1989CAugl nr. 10/1989 - Auglýsing um samning við Kanada um félagslegt öryggi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 19/1989 - Auglýsing um Norðurlandasamning til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir[PDF prentútgáfa]
1990AAugl nr. 46/1990 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 54/1990 - Lög um innflutning dýra[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 96/1990 - Lög um atvinnuleysistryggingar[PDF prentútgáfa]
1990BAugl nr. 246/1990 - Hafnarreglugerð fyrir Grindavík[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 261/1990 - Reglugerð um almannaflug[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 343/1990 - Reglugerð um búfjárhald í Ólafsvíkurkaupstað[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 389/1990 - Mengunarvarnareglugerð[PDF prentútgáfa]
1990CAugl nr. 9/1990 - Auglýsing um breytingu á samningi um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi flugsamgangna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 19/1990 - Auglýsing um Evrópusamning um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu[PDF prentútgáfa]
1991BAugl nr. 142/1991 - Reglugerð um almannaflug[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 417/1991 - Reglugerð um jarðrækt[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 463/1991 - Hafnarreglugerð fyrir Búðardalshöfn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 641/1991 - Reglugerð um flutningaflug[PDF prentútgáfa]
1991CAugl nr. 2/1991 - Auglýsing um samning um stofnun Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 6/1991 - Auglýsing um Evrópusamning gegn misnotkun lyfja í íþróttum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 7/1991 - Auglýsing um Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 8/1991 - Auglýsing um samning um Alþjóðastofnun um notkun gervitungla í siglingum (INMARSAT)[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 11/1991 - Auglýsing um bókun við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 27/1991 - Auglýsing um samning við Lúxemborg um félagslegt öryggi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 28/1991 - Auglýsing um samning við Efnahagsbandalag Evrópu til að koma á samstarfi á sviði menntunar og þjálfunar innan ramma ERASMUS-áætlunarinnar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 29/1991 - Auglýsing um samstarfssamning við Efnahagsbandalag Evrópu um starfsáætlun til að örva alþjóðasamstarf og nauðsynleg samskipti evrópskra vísindamanna í rannsóknum (SCIENCE)[PDF prentútgáfa]
1992AAugl nr. 103/1992 - Lög um umboðssöluviðskipti[PDF prentútgáfa]
1992BAugl nr. 174/1992 - Fjallskilasamþykkt fyrir Vestur-Skaftafellssýslu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 396/1992 - Mengunarvarnareglugerð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 410/1992 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 579/1989 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár[PDF prentútgáfa]
1992CAugl nr. 15/1992 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 22/1992 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 25/1992 - Auglýsing um breytingu á loftferðasamningi við Þýskaland[PDF prentútgáfa]
1993AAugl nr. 25/1993 - Lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim[PDF prentútgáfa]
1993BAugl nr. 459/1993 - Auglýsing um ráðstafanir til að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 841 (1993), 873 (1993) og 875 (1993) um refsiaðgerðir gegn Haítí[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 591/1993 - Reglugerð um opinber innkaup og opinberar framkvæmdir á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF prentútgáfa]
1993CAugl nr. 8/1993 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Póllands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 10/1993 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Ísraels[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 12/1993 - Auglýsing um samning um fríverslun milli Færeyja og Íslands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 17/1993 - Auglýsing um samning um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 21/1993 - Auglýsing um samning um flutning dæmdra manna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 22/1993 - Auglýsing um Evrópusamning um alþjóðlegt gildi refsidóma[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 35/1993 - Auglýsing um samninga við Efnahagsbandalag Evrópu um fiskveiðimál og lífríki hafsins[PDF prentútgáfa]
1994AAugl nr. 23/1994 - Hafnalög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 61/1994 - Lög um Rannsóknarráð Íslands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 62/1994 - Lög um mannréttindasáttmála Evrópu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 64/1994 - Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 85/1994 - Lög um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
1994BAugl nr. 48/1994 - Mengunarvarnareglugerð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 378/1994 - Reglugerð um breytingu á mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 432/1994 - Auglýsing um stofnun fólkvangs í Böggvisstaðafjalli[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 456/1994 - Reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 620/1994 - Auglýsing um Íslenska atvinnugreinaflokkun - ÍSAT 95[PDF prentútgáfa]
1994CAugl nr. 2/1994 - Auglýsing um alþjóðasamning um vernd listflytjenda, framleiðenda hljóðrita og útvarpsstofnana[PDF prentútgáfa]
1995AAugl nr. 14/1995 - Lög um breytingu á lögum nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 54/1995 - Lög um vernd Breiðafjarðar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 68/1995 - Lög um Lúganósamninginn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum[PDF prentútgáfa]
1995BAugl nr. 61/1995 - Reglugerð um kartöfluútsæði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 274/1995 - Reglugerð um fólksflutninga með hópferðabifreiðum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 276/1995 - Reglugerð um vöruflutninga á vegum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 549/1995 - Reglugerð um hættumat í iðnaðarstarfsemi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 631/1995 - Auglýsing um náttúruminjaskrá[PDF prentútgáfa]
1995CAugl nr. 4/1995 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Eistland[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 5/1995 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Lettland[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 6/1995 - Auglýsing um Parísarsamning um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 7/1995 - Auglýsing um samstarfssamning um einkaleyfi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 13/1995 - Auglýsing um Baselsamning um eftirlit með flutningi spilliefna milli landa og förgun þeirra[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 14/1995 - Auglýsing um loftferðasamning við Bandaríkin[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 18/1995 - Auglýsing um samning við Austurríki um almannatryggingar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 20/1995 - Auglýsing um viðbótarsamning nr. 11 við mannréttindasáttmála Evrópu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 21/1995 - Auglýsing um Evrópusamning um málefni þátttakenda í málflutningi fyrir mannréttindanefnd og mannréttindadómstóli Evrópu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 23/1995 - Auglýsing um tvær bókanir við almennan samning um forréttindi og friðhelgi Evrópuráðsins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 27/1995 - Auglýsing um Norðurlandasamning um samvinnu í baráttu gegn mengun sjávar af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 31/1995 - Auglýsing um samning um Svalbarða[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 33/1995 - Auglýsing um samning um opna lofthelgi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 42/1995 - Auglýsing um samning um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heims[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 62/1995 - Auglýsing um Marakess-samning um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
1996AAugl nr. 56/1996 - Lög um spilliefnagjald[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 74/1996 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 93/1996 - Lög um náttúruvernd[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 143/1996 - Lög um fjarskipti[PDF prentútgáfa]
1996BAugl nr. 169/1996 - Fjallskilasamþykkt fyrir Suður-Þingeyjarsýslu austan Vaðlaheiðar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 232/1996 - Reglugerð um hafnamál[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 321/1996 - Reglugerð um frjálsa þátttöku iðnfyrirtækja í umhverfismálakerfi ESB[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 422/1996 - Reglugerð um útflutning á kindakjöti[PDF prentútgáfa]
1996CAugl nr. 14/1996 - Auglýsing um Evrópusamning um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá barna og endurheimt forsjár barna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 16/1996 - Auglýsing um samning um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 19/1996 - Auglýsing um samning gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
1997AAugl nr. 28/1997 - Lög um sjóvarnir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 73/1997 - Skipulags- og byggingarlög[PDF prentútgáfa]
1997BAugl nr. 335/1997 - Hafnarreglugerð fyrir Dalabyggð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 336/1997 - Hafnarreglugerð fyrir Vesturbyggð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 407/1997 - Reglugerð um útflutning á kindakjöti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 488/1997 - Reglugerð um almannaflug[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 493/1997 - Reglugerð um sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 596/1997 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Columbia Ventures Corporation og Norðuráls hf.[PDF prentútgáfa]
1997CAugl nr. 6/1997 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Alþýðulýðveldið Kína[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 7/1997 - Auglýsing um bókun við Madrídarsamninginn um alþjóðlega skráningu merkja[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 10/1997 - Auglýsing um samning við Alþýðulýðveldið Kína um að hvetja til fjárfestinga og veita þeim gagnkvæma vernd[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 11/1997 - Auglýsing um Norðurlandasamning til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 12/1997 - Auglýsing um samning um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 14/1997 - Auglýsing um Evrópusamning um samframleiðslu kvikmyndaverka[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 15/1997 - Auglýsing um samning um verndun Norðaustur-Atlantshafsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 16/1997 - Auglýsing um samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun í löndum, sérstaklega í Afríku, sem eiga við alvarlegan vanda að etja af völdum þurrka og/eða eyðimerkurmyndunar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 18/1997 - Auglýsing um samning Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 19/1997 - Auglýsing um samning um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 24/1997 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Kanada[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
1998AAugl nr. 13/1998 - Lög um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 25/1998 - Lög um breyting á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62 19. maí 1994[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 45/1998 - Sveitarstjórnarlög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 57/1998 - Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 58/1998 - Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta[PDF prentútgáfa]
1998BAugl nr. 200/1998 - Reglugerð um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 263/1998 - Reglugerð um hættumat í iðnaðarstarfsemi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 329/1998 - Skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnunina Arnarvatnsheiði og Geitland[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 334/1998 - Reglugerð um þjóðminjavörslu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 337/1998 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnasamlag Suðurnesja[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 352/1998 - Skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnunina Ok[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 400/1998 - Skipulagsreglugerð[PDF prentútgáfa]
1998CAugl nr. 24/1998 - Auglýsing um Evrópusamning um málefni þátttakenda í málflutningi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 31/1998 - Auglýsing um bókun 6 við almennan samning um forréttindi og friðhelgi Evrópuráðsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 32/1998 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Holland[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
1999AAugl nr. 44/1999 - Lög um náttúruvernd[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 106/1999 - Lög um Byggðastofnun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 107/1999 - Lög um fjarskipti[PDF prentútgáfa]
1999BAugl nr. 7/1999 - Reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 234/1999 - Reglur um veitingu leyfa til rannsókna og nýtingar á örverum sem vinna má á jarðhitasvæðum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 252/1999 - Reglugerð um varnir við losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda (VOC), við geymslu á bensíni og dreifingu þess frá birgðastöðvum til bensínstöðva[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 401/1999 - Reglugerð um kartöfluútsæði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 785/1999 - Reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 786/1999 - Reglugerð um mengunarvarnaeftirlit[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 787/1999 - Reglugerð um loftgæði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 791/1999 - Reglugerð um mælingar á styrk ósons við yfirborð jarðar og viðvaranir til almennings[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 795/1999 - Reglugerð um úrgang frá títandíoxíðiðnaði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 796/1999 - Reglugerð um varnir gegn mengun vatns[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 797/1999 - Reglugerð um varnir gegn mengun grunnvatns[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 933/1999 - Reglugerð um hávaða[PDF prentútgáfa]
1999CAugl nr. 7/1999 - Auglýsing um loftferðasamning við Rússland[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 9/1999 - Auglýsing um samning við Lettland um gagnkvæma eflingu og vernd fjárfestinga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 11/1999 - Auglýsing um Bernarsáttmálann til verndar bókmenntum og listaverkum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 12/1999 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Litháen[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 13/1999 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Pólland[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 22/1999 - Auglýsing um samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 138 um lágmarksaldur við vinnu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2000AAugl nr. 65/2000 - Lög um breytingu á lögum nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 82/2000 - Lög um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 96/2000 - Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 106/2000 - Lög um mat á umhverfisáhrifum[PDF prentútgáfa]
2000BAugl nr. 30/2000 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 59/2000 - Reglugerð um vörslu búfjár[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 347/2000 - Reglugerð fyrir Byggðastofnun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 584/2000 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 585/2000 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 671/2000 - Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum[PDF prentútgáfa]
2000CAugl nr. 1/2000 - Auglýsing um samning um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu (CITES) ásamt breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 3/2000 - Auglýsing um Haag-samning um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu milli landa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 4/2000 - Auglýsing um breytingar á samningi um stofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu og nýjan viðauka I við samninginn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 8/2000 - Auglýsing um samning um gagnkvæma viðurkenningu á samræmismati, vottorðum og merkingum milli Nýja-Sjálands og Íslands, Liechtenstein og Noregs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 11/2000 - Auglýsing um viðbótarsamning við samning um flutning dæmdra manna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 23/2000 - Auglýsing um samning um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 24/2000 - Auglýsing um samning um gagnkvæma viðurkenningu á samræmismati, vottorðum og merkingum milli Ástralíu og Íslands, Liechtenstein og Noregs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 29/2000 - Auglýsing um breytingar á stofnsamningi Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl, EUTELSAT[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 31/2000 - Auglýsing um breytingar á bókunum við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 34/2000 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Tékkland[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001AAugl nr. 6/2001 - Lög um skráningu og mat fasteigna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 13/2001 - Lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 104/2001 - Lög um húsafriðun[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001BAugl nr. 157/2001 - Reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 536/2001 - Reglugerð um neysluvatn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 651/2001 - Reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 705/2001 - Reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 730/2001 - Reglugerð um fráveitu í Kópavogsbæ[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001CAugl nr. 1/2001 - Auglýsing um samning um gagnkvæma viðurkenningu samræmismats milli Kanada og Íslands, Liechtenstein og Noregs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 4/2001 - Auglýsing um valfrjálsa bókun við samning um afnám allrar mismununar gagnvart konum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 8/2001 - Auglýsing um samkomulag um viðauka við norræna vegabréfaskoðunarsamninginn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 9/2001 - Auglýsing um samkomulag milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um breytingar á Norðurlandasamningi um innheimtu meðlaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 12/2001 - Auglýsing um aðild Íslands að samningi milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um samvinnu milli landanna yfir landamærin til að koma í veg fyrir eða takmarka tjón á fólki, á eignum eða í umhverfinu af völdum slysa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 19/2001 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Lúxemborg[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 26/2001 - Auglýsing um breytingar á samningi um Alþjóðastofnun um notkun gervitungla í siglingum (INMARSAT)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 27/2001 - Auglýsing um Genfargerð Haag-samnings um alþjóðlega skráningu hönnunar á sviði iðnaðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002AAugl nr. 19/2002 - Lög um póstþjónustu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 21/2002 - Lög um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 103/2002 - Lög um búfjárhald o.fl.[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 171/2002 - Fjáraukalög fyrir árið 2002[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002BAugl nr. 119/2002 - Reglugerð um tollfríðindi við innflutning vara sem upprunnar eru í fátækustu þróunarríkjum heims[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 120/2002 - Auglýsing um staðfestingu á mörkum sameinaðs sveitarfélags í austanverðu umdæmi sýslumannsins á Hvolsvelli, inn til landsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 251/2002 - Reglugerð um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 256/2002 - Reglur um hópundanþágu fyrir flokka lóðréttra samninga og samstilltra aðgerða[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 263/2002 - Reglugerð um aðgang að flugafgreiðslu á íslenskum flugvöllum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 293/2002 - Reglugerð um umferð og dvöl manna á varnarsvæðum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 364/2002 - Auglýsing um búsvæðavernd blesgæsar á Hvanneyri, Borgarfirði[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 549/2002 - Auglýsing um friðlýsingu Hliðs í Bessastaðahreppi sem fólkvangs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 663/2002 - Auglýsing um friðlýsingu hluta Kasthúsatjarnar og aðliggjandi fjöru á Álftanesi[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002CAugl nr. 1/2002 - Auglýsing um samning um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardómsúrskurða[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 2/2002 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Portúgal[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 3/2002 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Spán[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 4/2002 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Grænland[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 5/2002 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Víetnam[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 26/2002 - Auglýsing um breytingu á samningi um afnám allrar mismununar gagnvart konum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 27/2002 - Auglýsing um viðbót við fyrirvara við e-lið 10. mgr. fylgiskjals með alþjóðasamningi um stjórnun hvalveiða[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 29/2002 - Auglýsing um samning um merkingu plastsprengiefna til að unnt sé að bera kennsl á þau[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 31/2002 - Auglýsing um alþjóðasamþykkt um viðmiðanir fyrir menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafna fiskiskipa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 32/2002 - Auglýsing um Stokkhólmssamning um þrávirk lífræn efni[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 34/2002 - Auglýsing um breytingar á stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 35/2002 - Auglýsing um breytingar á samningi um Alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl (INTELSAT)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003AAugl nr. 54/2003 - Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940 (brot í opinberu starfi)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 55/2003 - Lög um meðhöndlun úrgangs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 65/2003 - Raforkulög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 72/2003 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 103/2003 - Bráðabirgðalög um breytingu á lögum nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 116/2003 - Lög um breytingu á lögum nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði, lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003BAugl nr. 175/2003 - Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 217/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 279/2003 - Reglur um hávaðamengun í umhverfinu af völdum tækjabúnaðar til notkunar utanhúss[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 430/2003 - Samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa á Austur-Héraði[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 484/2003 - Reglugerð um skilyrði á sviði dýraheilbrigðis vegna inn- og útflutnings eldisdýra og afurða þeirra[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 511/2003 - Reglugerð um framkvæmd raforkulaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 526/2003 - Reglugerð um skilyrði á sviði dýraheilbrigðis sem áhrif hafa á markaðssetningu eldisdýra og afurða þeirra[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 529/2003 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Alcoa Inc. og Fjarðaáls sf. og Alcoa á Íslandi ehf. og Reyðaráls ehf[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 589/2003 - Reglugerð um hafnarríkiseftirlit með sjóflutningum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 654/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 705/2001 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 727/2003 - Samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 738/2003 - Reglugerð um urðun úrgangs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 745/2003 - Reglugerð um styrk ósons við yfirborð jarðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 767/2003 - Auglýsing um staðfestingu á breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar 1997-2017, Húsafell, Borgarfjarðarsveit[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003CAugl nr. 9/2003 - Auglýsing um Evrópusamning um ríkisfang[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 11/2003 - Auglýsing um samning við Kína um flutninga í almenningsflugi[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 13/2003 - Auglýsing um samning við Litháen um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 20/2003 - Auglýsing um bókun við samning um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 21/2003 - Auglýsing um bókun um þrávirk lífræn efni við samning frá 1979 um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 31/2003 - Auglýsing um samning um sérréttindi og friðhelgi Alþjóðlega sakamáladómstólsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 49/2003 - Auglýsing um menningarsamning við Ítalíu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004AAugl nr. 32/2004 - Lög um vatnsveitur sveitarfélaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 52/2004 - Lög um breytingu á lögum nr. 41/1949, um gildistöku alþjóðasamnings um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 81/2004 - Jarðalög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 88/2004 - Lög um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 97/2004 - Lög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004BAugl nr. 103/2004 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Austur-Héraði[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 326/2004 - Reglugerð um hafnamál[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 726/2004 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 748/2004 - Auglýsing vegna riðu í Árnessýslu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 835/2004 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um ríkisaðstoð (III)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1051/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 511/2003 um framkvæmd raforkulaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004CAugl nr. 1/2004 - Auglýsing um evrópska einkaleyfasamninginn, gerð um endurskoðun hans og samnings um beitingu 65. gr. samningsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 4/2004 - Auglýsing um samning á sviði refsiréttar um spillingu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 10/2004 - Auglýsing um gildistöku viðbótarsamnings við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Litháens[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 45/2004 - Auglýsing um rammasamning Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 49/2004 - Auglýsing um gerðir sem fela í sér breytingar á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 52/2004 - Auglýsing um samning um afnám áskilnaðar um staðfestingu erlendra opinberra skjala[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 62/2004 - Auglýsing um loftferðasamning við Hong Kong[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 65/2004 - Auglýsing um viðbótarsamning nr. 13 við mannréttindasáttmála Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 66/2004 - Auglýsing um samning við Lúxemborg um almannatryggingar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 70/2004 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Írland[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005AAugl nr. 56/2005 - Lög um breyting á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62 19. maí 1994, með síðari breytingum (14. samningsviðauki)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 85/2005 - Lög um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 59/2005 - Auglýsing um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 287/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnasamlag Norðurlands bs.[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 290/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Þorlákshöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 292/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Djúpavogshöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 293/2005 - Hafnarreglugerð fyrir hafnir Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 294/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Grindavíkurhöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 321/2005 - Auglýsing sveitarstjórnar Dalabyggðar um samþykki deiliskipulags[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 361/2005 - Reglugerð um flugvernd[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 401/2005 - Reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 421/2005 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 425/2005 - Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 442/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 446/2005 - Reglugerð um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu eldisdýra og afurða þeirra[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 511/2005 - Reglugerð um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu sjávareldisdýra og afurða þeirra[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 581/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, nr. 739/2004[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 582/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Siglufjarðarhöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 583/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Breiðdalsvíkurhöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 633/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 634/2005 - Hafnarreglugerð fyrir hafnir Austurbyggðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 652/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993, um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 654/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 671/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Vestmannaeyjahöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 788/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Súðavík[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 798/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Sandgerðishöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 881/2005 - Reglur um tilkynningu samruna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 970/2005 - Auglýsing (I) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 981/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Vopnafjarðarhöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 982/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Reykjaneshöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 983/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Kópavogshöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 989/2005 - Hafnarreglugerð fyrir hafnir Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 992/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Kópaskershöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1000/2005 - Reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1040/2005 - Reglugerð um framkvæmd raforkulaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1073/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Húsavíkurhöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1113/2005 - Samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa á Fljótsdalshéraði[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1123/2005 - Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1190/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnir Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1191/2005 - Hafnarreglugerð fyrir Þórshafnarhöfn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005CAugl nr. 10/2005 - Auglýsing um samninga um breytingar á bókun 4 við samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 12/2005 - Auglýsing um alþjóðasamning um plöntuvernd[PDF vefútgáfa]
2006AAugl nr. 20/2006 - Vatnalög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 61/2006 - Lög um lax- og silungsveiði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 92/2006 - Lög um evrópsk samvinnufélög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 102/2006 - Lög um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 105/2006 - Lög um umhverfismat áætlana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 108/2006 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samnings milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 123/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um Stjórnarráð Íslands, nr. 3 1. febrúar 2004[PDF vefútgáfa]
2006BAugl nr. 34/2006 - Hafnarreglugerð fyrir Skagastrandarhöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 111/2006 - Auglýsing (V) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2006 - Vinnureglur við úthlutun byggingarlóða hjá Vestmannaeyjabæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 193/2006 - Reglugerð um flutningaflug[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 214/2006 - Reglugerð um aðskilið bókhald hjá fyrirtækjum sem veitt eru sérstök réttindi eða einkaréttur, eða falið er að veita þjónustu er hefur almenna efnahagslega þýðingu, skv. 59. gr. laga nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið, og stunda einnig aðra starfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 243/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 275/2006 - Hafnarreglugerð fyrir Seyðisfjarðarhöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 283/2006 - Hafnarreglugerð fyrir Hvammstangahöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 360/2006 - Fjallskilasamþykkt fyrir Vestur-Skaftafellssýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 435/2006 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 892/2004 um lækningatæki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 455/2006 - Reglugerð um kartöfluútsæði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 467/2006 - Skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnunina „Hjarðhaga“[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 825/2006 - Reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 358/2003 frá 27. febrúar 2003 um beitingu 3. mgr. 81. gr. sáttmálans gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða á sviði vátrygginga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 944/2006 - Auglýsing um að varnarsvæðið í Hvalfirði skuli tekið í borgaraleg not[PDF vefútgáfa]
2006CAugl nr. 2/2006 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Ungverjaland[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 3/2006 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Möltu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 4/2006 - Auglýsing um samning um forréttindi og friðhelgi sérstofnana Sameinuðu þjóðanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 6/2006 - Auglýsing um samkomulag milli Íslands og undirbúningsnefndar Stofnunar samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 7/2006 - Auglýsing um alþjóðasamning gegn misnotkun lyfja í íþróttum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 8/2006 - Auglýsing um samning um aðstoð ef kjarnorkuslys ber að höndum eða neyðarástand skapast af völdum geislunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 11/2006 - Auglýsing um samning milli Bandaríkjanna og EFTA-ríkjanna innan EES um gagnkvæma viðurkenningu samræmisvottorða fyrir búnað um borð í skipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 14/2006 - Auglýsing um samning milli Íslands og Chile um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 15/2006 - Auglýsing um samning milli Íslands og Króatíu um flugþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 17/2006 - Auglýsing um samning milli Íslands og Mexíkó um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 19/2006 - Auglýsing um alþjóðasamning um vernd nýrra yrkja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 21/2006 - Auglýsing um viðbótarbókun við Genfarsamningana frá 12. ágúst 1949 sem fjallar um samþykkt viðbótareinkennismerkis (bókun III)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 27/2006 - Auglýsing um samning um gagnkvæma viðurkenningu milli Bandaríkjanna og EFTA-ríkjanna innan EES[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 28/2006 - Auglýsing um samning um örugga meðferð notaðs eldsneytis og geislavirks úrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 30/2006 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli Suður-Kóreu og Íslands, Liechtenstein og Sviss[PDF vefútgáfa]
2007AAugl nr. 60/2007 - Lög um Vatnajökulsþjóðgarð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 173/2007 - Fjáraukalög fyrir árið 2007[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 177/2007 - Reglugerð um Stjórnarráð Íslands[PDF vefútgáfa]
2007BAugl nr. 90/2007 - Reglugerð um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 414/2007 - Reglugerð um sóttvarnaráðstafanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 464/2007 - Reglugerð um flugvelli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 498/2007 - Hafnarreglugerð fyrir Blönduóshöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 500/2007 - Hafnarreglugerð fyrir Grundarfjarðarhöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 561/2007 - Hafnarreglugerð fyrir hafnir Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 755/2007 - Reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 882/2007 - Hafnarreglugerð fyrir Grundarfjarðarhöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 908/2007 - Hafnarreglugerð fyrir Litla-Sandshöfn, Hvalfjarðarsveit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 933/2007 - Reglugerð um bólusetningu sauðfjár og geitfjár til varnar garnaveiki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1045/2007 - Reglugerð um sveigjanlega notkun loftrýmis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1070/2007 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1131/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IV)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1133/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (VI)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1212/2007 - Reglugerð um för yfir landamæri[PDF vefútgáfa]
2007CAugl nr. 1/2007 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Indland[PDF vefútgáfa]
2008AAugl nr. 10/2008 - Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla[PDF vefútgáfa]
2008BAugl nr. 10/2008 - Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 244/2008 - Hafnarreglugerð fyrir Dalvíkurhafnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 265/2008 - Reglugerð um framkvæmd siglingaverndar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 430/2008 - Reglugerð um gildistöku tilskipunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um gagnsæi fjármálatengsla milli aðildarríkjanna og opinberra fyrirtækja, svo og gagnsæi í fjármálum tiltekinna fyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 440/2008 - Reglugerð um hvaða atriði skulu talin fram undir einstökum liðum á eyðublöðum fyrir bókhaldsyfirlit yfir útgjöld vegna samgöngumannvirkja í 1. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1108/70[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 475/2008 - Reglugerð um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 505/2008 - Reglugerð fyrir Bláskógaveitu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 550/2008 - Reglugerð um flutning líflamba milli landsvæða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 567/2008 - Reglur um áframhaldandi úthlutun andvirðis beingreiðslna af 7500 ærgildum á árunum 2008-2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 608/2008 - Reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 639/2008 - Auglýsing um deiliskipulag Vindáss 5 og Vindáss 7 í Kjósarhreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 684/2008 - Reglur um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 724/2008 - Reglugerð um hávaða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 736/2008 - Reglugerð um skipulags- og mannvirkjamál á öryggis- og varnarsvæðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1034/2008 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1061/2008 - Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1111/2008 - Hafnarreglugerð fyrir Miðsandshöfn, Hvalfjarðarsveit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1186/2008 - Reglugerð um aðgang að flugafgreiðslu á flugvöllum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1254/2008 - Reglugerð um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1263/2008 - Reglugerð um flutningaflug flugvéla[PDF vefútgáfa]
2008CAugl nr. 2/2008 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Rúmeníu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 3/2008 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Úkraínu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 4/2008 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Ítalíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 5/2008 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við lýðveldið Kóreu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 7/2008 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Mexíkó[PDF vefútgáfa]
2009AAugl nr. 66/2009 - Lög um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2009BAugl nr. 119/2009 - Reglugerð um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 364/2009 - Auglýsing um almenna undanþágu frá búsetuskilyrðum hlutafélagalöggjafarinnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 512/2009 - Hafnarreglugerð fyrir Fjallabyggðarhafnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 550/2009 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2008/2009[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 710/2009 - Auglýsing um deiliskipulag í landi Efstahvamms í Dýrafirði, Ísafjarðarbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 732/2009 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Century Aluminum Company og Norðuráls Helguvík ehf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 978/2009 - Hafnarreglugerð fyrir hafnir Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
2009CAugl nr. 1/2009 - Auglýsing um samning um einkamálaréttarfar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 2/2009 - Auglýsing um samning um birtingu erlendis á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 3/2009 - Auglýsing um samning um öflun sönnunargagna erlendis í einkamálum og verslunarmálum[PDF vefútgáfa]
2010AAugl nr. 12/2010 - Lög um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða (norræn handtökuskipun)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 32/2010 - Lög um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum (strandveiðar)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 115/2010 - Lög um breyting á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (hælismál)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 123/2010 - Skipulagslög[PDF vefútgáfa]
2010BAugl nr. 136/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2075/2005 um sértækar reglur um opinbert eftirlit með tríkínu í kjöti, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 201/2010 - Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð nr. 287/2005 fyrir Hafnasamlag Norðurlands bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 266/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1882/2006 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi nítrats í tilteknum matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 384/2010 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2009/2010[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 408/2010 - Hafnarreglugerð fyrir Fjallabyggðarhafnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 514/2010 - Reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 590/2010 - Hafnarreglugerð fyrir Landeyjahöfn, Rangárþingi eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 652/2010 - Reglugerð um fallhlífarstökk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 694/2010 - Reglugerð um almannaflug flugvéla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 695/2010 - Reglugerð um almannaflug þyrlna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 772/2010 - Reglugerð um upplýsingaþjónustu flugmála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 775/2010 - Hafnarreglugerð fyrir Tálknafjarðarhöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 855/2010 - Auglýsing um tæknilega tengiskilmála hitaveitna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 934/2010 - Reglugerð um lækningatæki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 985/2010 - Reglugerð um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi[PDF vefútgáfa]
2011AAugl nr. 36/2011 - Lög um stjórn vatnamála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 38/2011 - Lög um fjölmiðla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 48/2011 - Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 76/2011 - Lög um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 90/2011 - Lög um skeldýrarækt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 132/2011 - Lög um breytingu á vatnalögum, nr. 15/1923, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 138/2011 - Sveitarstjórnarlög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 141/2011 - Safnalög[PDF vefútgáfa]
2011BAugl nr. 177/2011 - Hafnarreglugerð fyrir hafnir Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 265/2011 - Auglýsing um fólkvang í Böggvisstaðafjalli, Dalvíkurbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 361/2011 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2010/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 535/2011 - Reglugerð um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 617/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 361, 4. apríl 2011, um strandveiðar fiskveiðiárið 2010/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 674/2011 - Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár framhaldsskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 703/2011 - Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, Hornbrekkubót á Ólafsfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 728/2011 - Reglugerð um sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 801/2011 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir gagnvart Íran[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 816/2011 - Reglugerð um hafnarríkiseftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 955/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 985/2011 - Reglugerð um flugvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1011/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2160/2003 um varnir gegn salmonellu og öðrum tilteknum smitvöldum mannsmitanlegra dýrasjúkdóma sem berast með matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1047/2011 - Reglugerð um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1058/2011 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1085/2011 - Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélagið Dalabyggð[PDF vefútgáfa]
2011CAugl nr. 1/2011 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Króatíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 2/2011 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning við Mónakó[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 4/2011 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning og tvísköttunarsamninga við Bresku Jómfrúaeyjar[PDF vefútgáfa]
2012AAugl nr. 55/2012 - Lög um umhverfisábyrgð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 77/2012 - Lög um breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (sparisjóðir)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2012 - Lög um menningarminjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 162/2012 - Fjárlög fyrir árið 2013[PDF vefútgáfa]
2012BAugl nr. 206/2012 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2011/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 310/2012 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 423/2012 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 817/2012 - Reglugerð um sóttvarnaráðstafanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 890/2012 - Auglýsing um tæknilega tengiskilmála hitaveitna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1030/2012 - Hafnarreglugerð fyrir Vestmannaeyjahöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1255/2012 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld í Vopnafjarðarhreppi[PDF vefútgáfa]
2012CAugl nr. 2/2012 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Barbados[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 15/2012 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning við Grenada[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 16/2012 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning við Dóminíku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 18/2012 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning við Sankti Lúsíu[PDF vefútgáfa]
2013AAugl nr. 38/2013 - Lög um búfjárhald[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 60/2013 - Lög um náttúruvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 61/2013 - Efnalög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 120/2013 - Lög um skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 149/2013 - Fjárlög fyrir árið 2014[PDF vefútgáfa]
2013BAugl nr. 90/2013 - Skipulagsreglugerð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2013 - Reglugerð um vottun og viðurkenningu vottunaraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 205/2013 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Íslenska kísilfélagsins ehf., Tomahawk Development á Íslandi ehf. svo og GSM Enterprises LLC[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 304/2013 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2012/2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 645/2013 - Auglýsing um deiliskipulagstillögur í Rangárþingi eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 661/2013 - Gjaldskrá embættis byggingar- og skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 750/2013 - Reglugerð um viðmiðanir í sjálfbærri lífeldsneytisframleiðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 828/2013 - Hafnarreglugerð fyrir Hvammstangahöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 848/2013 - Auglýsing um almenna undanþágu frá búsetuskilyrðum hlutafélagalöggjafarinnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1100/2013 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Afganistan[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1160/2013 - Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa]
2013CAugl nr. 4/2013 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning við Seychelles-eyjar[PDF vefútgáfa]
2014AAugl nr. 130/2014 - Lög um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 138/2014 - Lög um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, með síðari breytingum (viðaukar, tilkynningarskyldar framkvæmdir, flutningur stjórnsýslu)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 143/2014 - Fjárlög fyrir árið 2015[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 291/2014 - Gjaldskrá embættis byggingar- og skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 345/2014 - Reglugerð um starfsemi veiðifélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 360/2014 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2013/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 384/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 414/2014 - Reglugerð um stafrænar landupplýsingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 490/2014 - Reglur um áframhaldandi úthlutun andvirðis beingreiðslna af 7500 ærgildum á árunum 2014-2017[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 638/2014 - Hafnarreglugerð fyrir Sandgerðishöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 901/2014 - Auglýsing um deiliskipulag fyrir Sel-Hótel Mývatn, Skútustaðahreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 907/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 935/2014 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 993/2014 - Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1019/2014 - Gjaldskrá embættis byggingar- og skipulagsfulltrúa Tálknafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1255/2014 - Starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja[PDF vefútgáfa]
2014CAugl nr. 3/2014 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning við Marshall-eyjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 4/2014 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Bretland[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 5/2014 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Kýpur[PDF vefútgáfa]
2015AAugl nr. 29/2015 - Lög um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004, með síðari breytingum (lausn úr landbúnaðarnotum og sala ríkisjarða)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 57/2015 - Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (starfsleyfi, áhættustýring, stórar áhættuskuldbindingar, starfskjör, eignarhlutir, eiginfjáraukar o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 109/2015 - Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, með síðari breytingum (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 118/2015 - Lög um breytingu á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62/1994, með síðari breytingum (15. samningsviðauki)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 134/2015 - Fjárlög fyrir árið 2016[PDF vefútgáfa]
2015BAugl nr. 75/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 245/2015 - Samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 319/2015 - Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 349/2015 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 515/2015 - Starfsreglur verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 660/2015 - Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 668/2015 - Samþykkt um gatnagerðargjald, bygginarleyfisgjald og þjónustugöld byggingarfulltúa á Fljótsdalshéraði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 745/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 815/2015 - Auglýsing um staðfestingu safnaráðs í stofnskrá Byggðasafnsins í Görðum, Akranesi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 816/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 265/2008 um framkvæmd siglingaverndar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 835/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbanon[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 887/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbyu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 980/2015 - Reglugerð um meðferð varnarefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1060/2015 - Reglur um ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1180/2015 - Gjaldskrá embættis byggingar- og skipulagsfulltrúa Súðavíkurhrepps[PDF vefútgáfa]
2015CAugl nr. 3/2015 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Sviss[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 4/2015 - Auglýsing um samning við Bandaríkin um að bæta alþjóðlega reglufylgni á sviði skattamála og að framfylgja FATCA-lögunum[PDF vefútgáfa]
2016AAugl nr. 20/2016 - Lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 51/2016 - Lög um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2016 - Lög um útlendinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 100/2016 - Lög um vátryggingastarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 101/2016 - Lög um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007, með síðari breytingum (stjórnfyrirkomulag, verndaráætlun, leyfisveitingar o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 102/2016 - Lög um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra (búvörusamningar, búnaðarlagasamningur)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2016 - Fjárlög fyrir árið 2017[PDF vefútgáfa]
2016BAugl nr. 91/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran nr. 384/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 187/2016 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerða framkvæmdastjórnarinnar vegna aðflutnings matvæla til Evrópusambandsins sem eru ætluð á EXPO Milano 2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 337/2016 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2015/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 516/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbýu nr. 887/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 573/2016 - Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 596/2016 - Reglugerð um skráningu afurðarheita[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 750/2016 - Reglugerð um flugvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 845/2016 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld í Vopnafjarðarhreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 920/2016 - Reglugerð um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu, styrk ósons við yfirborð jarðar og um upplýsingar til almennings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1004/2016 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1086/2016 - Auglýsing um gildistöku meginreglna í hagskýrslugerð[PDF vefútgáfa]
2016CAugl nr. 3/2016 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Liechtenstein[PDF vefútgáfa]
2017AAugl nr. 100/2017 - Fjárlög fyrir árið 2018[PDF vefútgáfa]
2017BAugl nr. 198/2017 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 287/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 750/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 322/2017 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2016/2017[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 340/2017 - Reglugerð um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 528/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 674/2017 - Reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 866/2017 - Reglugerð um för yfir landamæri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 950/2017 - Reglugerð um sérleyfissamninga um verk eða þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 955/2017 - Lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 990/2017 - Reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1006/2017 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1107/2017 - Auglýsing um deiliskipulag í Bláskógabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1166/2017 - Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa]
2017CAugl nr. 5/2017 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Austurríki[PDF vefútgáfa]
2018AAugl nr. 19/2018 - Lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (strandveiðar)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2018 - Lög um breytingu á lögum um siglingavernd og lögum um loftferðir (laumufarþegar, bakgrunnsathuganir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 155/2018 - Lög um landgræðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 156/2018 - Fjárlög fyrir árið 2019[PDF vefútgáfa]
2018BAugl nr. 154/2018 - Auglýsing frá Matvælastofnun um vernd afurðarheitisins „Íslenskt lambakjöt“ með vísan til uppruna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 173/2018 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 226/2018 - Auglýsing um takmarkanir á umferð á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 318/2018 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 370/2018 - Reglugerð um aðgang að flugafgreiðslu á flugvöllum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 414/2018 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2017/2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 491/2018 - Auglýsing um deiliskipulag á Keflavíkurflugvelli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 511/2018 - Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 707/2018 - Auglýsing um staðfestingu á samkomulagi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Flóahrepps um breytingu á mörkum sveitarfélaganna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 811/2018 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/700 um breytingu á skrám yfir starfsstöðvar í þriðju löndum, þaðan sem heimilt er að flytja inn tilteknar afurðir úr dýraríkinu, að því er varðar tilteknar starfsstöðvar í Brasilíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 843/2018 - Auglýsing um deiliskipulag í Bláskógabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 980/2018 - Auglýsing um aðalskipulag landsvæðis fyrrum Breiðdalshrepps í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1040/2018 - Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1042/2018 - Auglýsing um tímabundna lokun fyrir vetrarakstri vélknúinna ökutækja á svæði á austanverðum Breiðamerkursandi í Vatnajökulsþjóðgarði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1045/2018 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1300/2018 - Hafnarreglugerð fyrir hafnir Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1380/2018 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld í Vopnafjarðarhreppi[PDF vefútgáfa]
2019AAugl nr. 22/2019 - Lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (strandveiðar)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 32/2019 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna heitis Einkaleyfastofunnar (nafnbreyting á stofnuninni)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 33/2019 - Lög um skóga og skógrækt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2019 - Lög um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, með síðari breytingum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 74/2019 - Lög um Höfðaborgarsamninginn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 98/2019 - Lög um póstþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 133/2019 - Fjárlög fyrir árið 2020[PDF vefútgáfa]
2019BAugl nr. 135/2019 - Lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 202/2019 - Starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 386/2019 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2018/2019[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 390/2019 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 408/2019 - Reglugerð um bann við álaveiðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 543/2019 - Auglýsing um deiliskipulag í Flóahreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 555/2019 - Lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 696/2019 - Reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 966/2019 - Auglýsing um framlengingu á tímabundinni lokun fyrir vetrarakstri vélknúinna ökutækja á svæði á austanverðum Breiðamerkursandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 978/2019 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1206/2019 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld í Vopnafjarðarhreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1390/2019 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld byggingarfulltrúa Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
2020AAugl nr. 34/2020 - Lög um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2020 - Lög um breytingu á lögum um vörumerki, nr. 45/1997, með síðari breytingum (EES-reglur)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 151/2020 - Lög um stjórnsýslu jafnréttismála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 158/2020 - Fjárlög fyrir árið 2021[PDF vefútgáfa]
2020BAugl nr. 108/2020 - Auglýsing um staðfestingu á samkomulagi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Flóahrepps um breytingu á mörkum sveitarfélaganna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 295/2020 - Skipulagsskrá fyrir Samfélagssjóð Fljótsdals[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 300/2020 - Reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 364/2020 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2019/2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 494/2020 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 562/2020 - Auglýsing um staðfestingu á áhættumati erfðablöndunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 606/2020 - Auglýsing um friðlýsingu Hliðs í Garðbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 774/2020 - Fjallskilasamþykkt fyrir Vestur-Skaftafellssýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 835/2020 - Hafnarreglugerð fyrir Fjarðabyggðarhafnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 840/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1158 um skilyrði fyrir innflutningi á matvælum og fóðri, sem eru upprunnin í þriðju löndum, í kjölfar slyssins í Tsjernóbýl-kjarnorkuverinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 918/2020 - Reglugerð um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um greiðslu styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1020/2020 - Auglýsing um framlengingu á tímabundinni lokun fyrir vetrarakstri vélknúinna ökutækja á svæði á austanverðum Breiðamerkursandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1084/2020 - Reglugerð um hlutdeildarlán[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1240/2020 - Reglur um ársreikninga rekstrarfélaga verðbréfasjóða, rekstraraðila sérhæfðra sjóða, verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1302/2020 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1304/2020 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1321/2020 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1323/2020 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1387/2020 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1390/2020 - Reglur um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1395/2020 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld í Vopnafjarðarhreppi[PDF vefútgáfa]
2021AAugl nr. 2/2021 - Lög um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997 (opinberar sóttvarnaráðstafanir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 54/2021 - Lög um íslensk landshöfuðlén[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 77/2021 - Lög um þjóðkirkjuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 100/2021 - Lög um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 130/2021 - Fjárlög fyrir árið 2022[PDF vefútgáfa]
2021BAugl nr. 244/2021 - Reglugerð fyrir hafnir Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 345/2021 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 420/2021 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 474/2021 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 488/2021 - Reglugerð um tæknilega tengiskilmála hitaveitna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 580/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 600/2021 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 636/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/775 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda að því er varðar reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað megininnihaldsefnis matvæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 677/2021 - Reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 716/2021 - Fjallskilasamþykkt Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1145/2021 - Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1152/2021 - Samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1155/2021 - Úthlutunarreglur um styrkveitingu mennta- og menningarmálaráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1183/2021 - Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1296/2021 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1297/2021 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1320/2021 - Lögreglusamþykkt fyrir Vestmannaeyjabæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1381/2021 - Reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1426/2021 - Auglýsing um óbyggt víðerni Dranga á Ströndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1450/2021 - Reglugerð um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns á grundvelli barnalaga nr. 76/2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1530/2021 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1620/2021 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld í Vopnafjarðarhreppi[PDF vefútgáfa]
2021CAugl nr. 3/2021 - Auglýsing um samning um réttarstöðu ríkisfangslausra einstaklinga frá 1954[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 4/2021 - Auglýsing um samning um að draga úr ríkisfangsleysi frá 1961[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 5/2021 - Auglýsing um samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 9/2021 - Auglýsing um viðbótarbókun við Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, um rétt til þátttöku í málefnum sveitarstjórna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 10/2021 - Auglýsing um bókun við samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 29 um nauðungarvinnu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 13/2021 - Auglýsing um samning við Evrópusambandið um vernd landfræðilegra merkinga landbúnaðarafurða og matvæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 18/2021 - Auglýsing um samning um eflingu alþjóðlegs vísindasamstarfs á norðurslóðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 21/2021 - Auglýsing um Minamatasamninginn um kvikasilfur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 22/2021 - Auglýsing um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 25/2021 - Auglýsing um samning við Þýskaland um gagnkvæma vernd trúnaðarflokkaðra upplýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 32/2021 - Auglýsing um vopnaviðskiptasamning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 53/2021 - Auglýsing um Evrópusamning um landslag[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 65/2021 - Auglýsing um breytingu á bókun 4 við samninginn milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 69/2021 - Auglýsing um orkusáttmála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2021 - Auglýsing um breytingu á Norðurlandasamningi um erfðir og skipti á dánarbúum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 75/2021 - Auglýsing um samning við Úkraínu um endurviðtöku fólks[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 81/2021 - Auglýsing um Suðurskautssamninginn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 85/2021 - Auglýsing um norræna handtökuskipun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 90/2021 - Auglýsing um samning um samstarf um leit og björgun á hafi og í lofti á norðurslóðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 93/2021 - Auglýsing um breytingu á bókun 4 við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 96/2021 - Auglýsing um almennan samning Norðurlandanna um öryggi varðandi gagnkvæma vernd og miðlun leynilegra upplýsinga[PDF vefútgáfa]
2022AAugl nr. 14/2022 - Lög um dýralyf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2022 - Lög um fjarskipti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2022 - Lög um loftferðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2022 - Fjárlög fyrir árið 2023[PDF vefútgáfa]
2022BAugl nr. 268/2022 - Auglýsing um staðfestingu á áhættumati erfðablöndunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 288/2022 - Lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 301/2022 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 460/2022 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2021/2022[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 540/2022 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 795/2022 - Reglugerð um vegabréfsáritanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1102/2022 - Auglýsing um friðlýsingu Blikastaðakróar – Leiruvogs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1150/2022 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1170/2022 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1178/2022 - Reglur um útgáfu dóma og úrskurða á vefsíðum dómstóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1589/2022 - Reglugerð um hámarksverð fyrir lúkningu símtala[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1632/2022 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
2022CAugl nr. 4/2022 - Auglýsing um birtingu á tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 10/2022 - Auglýsing um endurskoðaðan Evrópusamning um samframleiðslu kvikmyndaverka[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 11/2022 - Auglýsing um Árósasamning um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 12/2022 - Auglýsing um samning við Noreg um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 18/2022 - Auglýsing um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 46/2022 - Auglýsing um samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 81 um vinnueftirlit í iðnaði og verslun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 56/2022 - Auglýsing um samning um bann við eða takmarkanir á notkun tiltekinna hefðbundinna vopna sem unnt er að flokka sem mjög skaðleg eða sem hafi ófyrirsjáanleg áhrif, ásamt bókunum I-V[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2022 - Auglýsing um samning um forréttindi og friðhelgi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 73/2022 - Auglýsing um samning um tölvubrot[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 74/2022 - Auglýsing um samning milli aðila að Norður-Atlantshafssamningnum um réttarstöðu liðsafla þeirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 75/2022 - Auglýsing um samning milli aðildarríkja að Norður-Atlantshafssamningnum og annarra ríkja, sem eru aðilar að samstarfi í þágu friðar, um réttarstöðu liðsafla þeirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 77/2022 - Auglýsing um alþjóðasamning um erfðaauðlindir plantna í matvælaframleiðslu og landbúnaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 87/2022 - Auglýsing um fjölhliða samning um stofnun samevrópsks flugsvæðis[PDF vefútgáfa]
2023AAugl nr. 65/2023 - Lög um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 106/2023 - Fjárlög fyrir árið 2024[PDF vefútgáfa]
2023BAugl nr. 205/2023 - Reglugerð um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænt ræktaðra vara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 231/2023 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 um skilgreiningu, lýsingu, kynningu og merkingu brenndra drykkja, notkun heita brenndra drykkja í kynningu og merkingu annarra matvæla, vernd landfræðilegra merkinga fyrir brennda drykki, notkun etanóls og eimis úr landbúnaði í áfenga drykki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 232/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um skráningar á landfræðilegum merkingum fyrir brennda drykki skv. 2. mgr. 30. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 233/2023 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1793 um samþykki fyrir breytingum á tækniskjali fyrir landfræðilega merkingu fyrir brenndan drykk, sem er skráður í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 110/2008, sem leiðir til breytinga á nákvæmum skilgreiningum fyrir hann („Ron de Guatemala“ (GI))[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 234/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/198 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 251/2014 að því er varðar að koma á fót skrá yfir landfræðilegar merkingar sem njóta verndar í geiranum fyrir kryddblandaðar vínafurðir og innfærslu landfræðilegra sérmerkinga, sem fyrir eru, í þessa skrá[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 235/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/724 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 að því er varðar samskipti aðildarríkja við framkvæmdastjórnina með tilliti til aðila sem eru tilnefndir til að hafa eftirlit með þroskunarferli brenndra drykkja og lögbær yfirvöld sem bera ábyrgð á að farið sé að ákvæðum þeirrar reglugerðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 236/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1236 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 er varðar umsóknir um skráningu á landfræðilegum merkingum á brenndum drykkjum, andmælameðferð, breytingar á forskriftum fyrir afurðir, afturköllun skráningar, notkun tákns og eftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 237/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um vernd heita á víni skv. 99. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 238/2023 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/273 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar fyrirkomulag við veitingu leyfa til plöntunar á vínvið, skrána yfir vínekrur, fylgiskjöl og vottun, innfærslu- og útfærsluskrána, lögboðnar yfirlýsingar, tilkynningar og birtingu tilkynntra upplýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 239/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/274 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar fyrirkomulag við veitingu leyfa til plöntunar á vínvið, vottun, innfærslu- og útfærsluskrána, lögboðnar yfirlýsingar og tilkynningar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 240/2023 - Reglugerð gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/33 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar umsóknir um vernd fyrir upprunatáknanir, landfræðilegar merkingar og hefðbundin heiti í víngeiranum, andmælameðferð, takmarkanir á notkun, breytingar á forskriftum fyrir afurðir, afturköllun verndar og merkingu og kynningu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 241/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/34 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar umsóknir um vernd fyrir upprunatáknanir, landfræðilegar merkingar og hefðbundin heiti í víngeiranum, andmælameðferð, breytingar á forskriftum fyrir afurðir, skrána yfir vernduð heiti, afturköllun verndar og notkun tákna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 242/2023 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/934 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar vínræktarsvæði þar sem auka má alkóhólstyrkleikann, leyfilegar vínfræðilegar vinnsluaðferðir og takmarkanir sem eiga við um framleiðslu og varðveislu vínræktarafurða, lágmarkshlutfall alkóhóls í aukaafurðum og ráðstöfun þeirra og birtingu skráa Alþjóðavínstofnunarinnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 243/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/935 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar greiningaraðferðir til að ákvarða eðlisfræðilega og efnafræðilega eiginleika og skynmatseinkenni vínræktarafurða og tilkynningar um ákvarðanir aðildarríkja varðandi aukningu á styrk náttúrulegs alkóhóls[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 401/2023 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2022/2023[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 630/2023 - Reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 720/2023 - Reglur um almenna heimild til að reka fjarskiptanet eða fjarskiptaþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 795/2023 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 105/2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1073/2023 - Auglýsing um deiliskipulag í Ásahreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1175/2023 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1176/2023 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1203/2023 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 237/2023 um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um vernd heita á víni skv. 99. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1204/2023 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 327/2016 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (VI)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1253/2023 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 231/2023 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 um skilgreiningu, lýsingu, kynningu og merkingu brenndra drykkja, notkun heita brenndra drykkja í kynningu og merkingu annarra matvæla, vernd landfræðilegra merkinga fyrir brennda drykki, notkun etanóls og eimis úr landbúnaði í áfenga drykki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1254/2023 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 232/2023 um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um skráningar á landfræðilegum merkingum fyrir brennda drykki skv. 2. mgr. 30. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1508/2023 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 232/2023 um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um skráningar á landfræðilegum merkingum fyrir brennda drykki skv. 2. mgr. 30. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1509/2023 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 242/2023 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/934 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar vínræktarsvæði þar sem auka má alkóhólstyrkleikann, leyfilegar vínfræðilegar vinnsluaðferðir og takmarkanir sem eiga við um framleiðslu og varðveislu vínræktarafurða, lágmarkshlutfall alkóhóls í aukaafurðum og ráðstöfun þeirra og birtingu skráa Alþjóðavínstofnunarinnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1648/2023 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
2023CAugl nr. 5/2023 - Auglýsing um samning gegn misrétti í menntakerfinu frá 1960[PDF vefútgáfa]
2024AAugl nr. 87/2024 - Lög um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (starfslok óbyggðanefndar o.fl.)[PDF vefútgáfa]
2024BAugl nr. 50/2024 - Hafnarreglugerð fyrir Álfsneshöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 220/2024 - Auglýsing um ákvörðun dómsmálaráðherra um að framlengja beitingu 44. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 346/2024 - Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi fyrrum Fljótsdalshéraðs vegna rammahluta aðalskipulags fyrir Stuðlagil og breytingar á landnotkun, Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 505/2024 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 232/2023 um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um skráningar á landfræðilegum merkingum fyrir brennda drykki skv. 2. mgr. 30. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 506/2024 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 237/2023 um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um vernd heita á víni skv. 99. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 625/2024 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 237/2023 um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um vernd heita á víni skv. 99. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 670/2024 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 686/2024 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 232/2023 um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um skráningar á landfræðilegum merkingum fyrir brennda drykki skv. 2. mgr. 30. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1084/2024 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 232/2023 um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um skráningar á landfræðilegum merkingum fyrir brennda drykki skv. 2. mgr. 30. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1168/2024 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1169/2024 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1188/2024 - Auglýsing um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1207/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, nr. 10/2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1303/2024 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 232/2023 um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um skráningar á landfræðilegum merkingum fyrir brennda drykki skv. 2. mgr. 30. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1330/2024 - Auglýsing frá Matvælastofnun um vernd afurðarheitisins „Íslenskt gin / Icelandic gin“ með vísan til landsvæðis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1430/2024 - Hafnarreglugerð fyrir Reykjaneshöfn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1473/2024 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
2024CAugl nr. 26/2024 - Auglýsing um samning um verndun lax í Norður-Atlantshafi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 34/2024 - Auglýsing um viðbótarbókun við samninginn um tölvubrot[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 46/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Tollabandalags Suður-Afríkuríkja (SACU)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 48/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Kanada[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 50/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 53/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 64/2024 - Auglýsing um loftferðasamning við Ísrael[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 69/2024 - Auglýsing um endurskoðaðan félagsmálasáttmála Evrópu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Albaníu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 73/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Perús[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 75/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Serbíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 77/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 79/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Svartfjallalands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 83/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Bosníu og Hersegóvínu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 87/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 88/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Georgíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 89/2024 - Auglýsing um heildarsamning um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 97/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning við Kína[PDF vefútgáfa]
2025BAugl nr. 55/2025 - Auglýsing um ákvörðun dómsmálaráðherra um að framlengja beitingu 44. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 186/2025 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, nr. 1106/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 539/2025 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 231/2023 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 um skilgreiningu, lýsingu, kynningu og merkingu brenndra drykkja, notkun heita brenndra drykkja í kynningu og merkingu annarra matvæla, vernd landfræðilegra merkinga fyrir brennda drykki, notkun etanóls og eimis úr landbúnaði í áfenga drykki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 735/2025 - Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélagið Dalabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1248/2025 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1249/2025 - Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing16Þingskjöl131
Löggjafarþing20Þingskjöl107, 392
Löggjafarþing22Umræður (Ed. og sþ.)19/20, 239/240
Löggjafarþing24Umræður (Ed.)1129/1130
Löggjafarþing25Umræður (Nd.)1017/1018
Löggjafarþing33Umræður (samþ. mál)2217/2218
Löggjafarþing35Umræður (samþ. mál)803/804, 1171/1172, 1633/1634
Löggjafarþing35Umræður - Fallin mál1001/1002
Löggjafarþing40Umræður (samþ. mál)2309/2310, 2569/2570, 2915/2916
Löggjafarþing40Umræður - Fallin mál117/118, 469/470
Löggjafarþing41Þingskjöl184
Löggjafarþing41Umræður (samþ. mál)421/422, 1401/1402, 1623/1624, 3481/3482
Löggjafarþing42Þingskjöl136
Löggjafarþing42Umræður (samþ. mál)273/274
Löggjafarþing42Umræður - Fallin mál461/462
Löggjafarþing42Umræður (þáltill. og fsp.)125/126
Löggjafarþing44Umræður (samþ. mál)1265/1266, 1269/1270
Löggjafarþing44Umræður (þáltill. og fsp.)101/102
Löggjafarþing45Þingskjöl239
Löggjafarþing45Umræður (samþ. mál)523/524, 1547/1548
Löggjafarþing46Þingskjöl183-184, 308, 350, 384, 387, 608, 1079, 1399, 1415, 1435, 1480-1481, 1503
Löggjafarþing46Umræður (samþ. mál)753/754, 757/758, 1559/1560, 2229/2230
Löggjafarþing46Umræður - Fallin mál5/6, 567/568-569/570, 573/574-589/590, 593/594-607/608, 611/612-617/618, 671/672, 687/688, 771/772
Löggjafarþing47Þingskjöl307
Löggjafarþing48Þingskjöl285, 775, 777
Löggjafarþing48Umræður (þáltill. og fsp.)93/94
Löggjafarþing49Þingskjöl134, 395-396, 537, 1033, 1108, 1116-1117
Löggjafarþing49Umræður (samþ. mál)345/346, 825/826, 1289/1290, 1295/1296-1297/1298
Löggjafarþing49Umræður - Fallin mál107/108, 527/528-531/532, 537/538
Löggjafarþing49Umræður (þáltill. og fsp.)111/112
Löggjafarþing51Þingskjöl240-241
Löggjafarþing52Þingskjöl697
Löggjafarþing52Umræður (samþ. mál)87/88
Löggjafarþing52Umræður (þáltill. og fsp.)71/72-75/76, 83/84-85/86
Löggjafarþing53Umræður (samþ. mál)101/102
Löggjafarþing54Þingskjöl293, 297, 304, 813, 857, 987, 1146
Löggjafarþing54Umræður (samþ. mál)51/52, 483/484, 571/572, 801/802, 879/880
Löggjafarþing54Umræður - Fallin mál229/230-231/232
Löggjafarþing55Þingskjöl123, 404, 428, 477, 524
Löggjafarþing55Umræður (samþ. mál)591/592, 599/600, 611/612
Löggjafarþing55Umræður - Fallin mál131/132
Löggjafarþing56Þingskjöl113, 232, 427
Löggjafarþing56Umræður (samþ. mál)569/570
Löggjafarþing56Umræður - Fallin mál115/116-121/122
Löggjafarþing59Þingskjöl170, 232-233, 495
Löggjafarþing59Umræður (samþ. mál)753/754
Löggjafarþing60Þingskjöl114, 139
Löggjafarþing60Umræður (samþ. mál)99/100, 399/400
Löggjafarþing61Þingskjöl65, 108, 231, 296, 667, 805
Löggjafarþing61Umræður (samþ. mál)381/382, 1087/1088, 1269/1270
Löggjafarþing61Umræður - Fallin mál77/78-79/80
Löggjafarþing61Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir147/148
Löggjafarþing62Þingskjöl214, 217, 368, 389, 527-528, 584
Löggjafarþing62Umræður (samþ. mál)515/516, 571/572
Löggjafarþing62Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir323/324
Löggjafarþing63Þingskjöl141
Löggjafarþing63Umræður (samþ. mál)1079/1080, 1123/1124
Löggjafarþing63Umræður - Fallin mál83/84, 167/168, 175/176, 195/196
Löggjafarþing64Þingskjöl982-983, 1010, 1080, 1109, 1163, 1206, 1224, 1260, 1267, 1614
Löggjafarþing64Umræður (samþ. mál)733/734, 741/742-743/744, 1219/1220, 1741/1742, 2095/2096
Löggjafarþing65Þingskjöl25, 64
Löggjafarþing66Þingskjöl15-22, 24, 26, 30-31, 35, 37, 386, 717-718, 720, 726, 728, 731, 733, 942, 995, 1082
Löggjafarþing66Umræður (samþ. mál)1689/1690, 1865/1866, 2029/2030
Löggjafarþing66Umræður (þáltill. og fsp.)49/50-51/52
Löggjafarþing67Þingskjöl186, 202-205, 215, 228
Löggjafarþing67Umræður (þáltill. og fsp.)203/204
Löggjafarþing68Þingskjöl312, 316, 322, 643, 675, 741, 870, 915, 920, 1164, 1168
Löggjafarþing68Umræður (þáltill. og fsp.)283/284, 437/438, 505/506
Löggjafarþing69Þingskjöl135, 665, 744-745, 749-751, 754-757, 760, 768-769, 968, 1033
Löggjafarþing69Umræður (þáltill. og fsp.)169/170, 271/272
Löggjafarþing70Þingskjöl203, 206-208, 922, 946-947, 955, 958
Löggjafarþing71Þingskjöl250, 252, 452, 781-782, 785
Löggjafarþing72Þingskjöl147-148, 150, 374, 535, 1075-1077, 1311
Löggjafarþing72Umræður (þáltill. og fsp.)79/80
Löggjafarþing73Þingskjöl371, 486-487, 1226
Löggjafarþing73Umræður (þáltill. og fsp.)225/226
Löggjafarþing74Þingskjöl167, 169-172, 174-175, 177, 181, 183-186, 195, 197-198, 212, 247, 249, 357, 911
Löggjafarþing75Þingskjöl140, 840-844, 847, 850, 855, 857, 859, 868-871, 951, 1326-1328, 1332-1333, 1387, 1403, 1443, 1475-1476, 1485-1486, 1518
Löggjafarþing76Þingskjöl359, 365, 367, 369-370, 374-375, 853, 933, 965, 1038, 1236, 1373, 1384, 1387
Löggjafarþing76Umræður (samþ. mál)359/360, 1337/1338, 1369/1370
Löggjafarþing76Umræður - Fallin mál45/46, 297/298-299/300
Löggjafarþing77Þingskjöl314, 773-774, 846, 848
Löggjafarþing77Umræður - Fallin mál189/190, 201/202, 215/216
Löggjafarþing78Þingskjöl349, 384, 479
Löggjafarþing80Þingskjöl205, 411, 580, 726, 893, 948
Löggjafarþing81Þingskjöl346, 908, 912-913, 921, 1009, 1013-1014, 1023
Löggjafarþing81Umræður - Fallin mál561/562
Löggjafarþing82Þingskjöl204, 491, 1046-1047, 1246, 1411
Löggjafarþing82Umræður - Fallin mál207/208, 411/412
Löggjafarþing83Þingskjöl359, 459, 461, 472, 482, 538, 989, 1078-1079, 1246, 1300, 1384, 1702
Löggjafarþing84Þingskjöl215, 231, 317, 522, 639
Löggjafarþing85Þingskjöl245, 839, 969
Löggjafarþing86Þingskjöl332, 1084-1085
Löggjafarþing86Umræður (samþ. mál)639/640, 2557/2558, 2567/2568-2569/2570, 2627/2628, 2651/2652
Löggjafarþing87Þingskjöl447, 1046, 1255, 1364
Löggjafarþing87Umræður (samþ. mál)1365/1366, 1547/1548, 1557/1558, 1577/1578
Löggjafarþing88Þingskjöl395, 566
Löggjafarþing88Umræður (samþ. mál)1491/1492, 1503/1504, 1721/1722, 1737/1738, 1799/1800
Löggjafarþing88Umræður (þáltill. og fsp.)517/518, 569/570, 595/596
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál569/570
Löggjafarþing89Þingskjöl508-509, 564, 1395-1396, 1610
Löggjafarþing89Umræður (samþ. mál)697/698, 1667/1668
Löggjafarþing90Þingskjöl639, 720, 860, 1649, 1657, 1989, 1992, 1996, 2004-2005, 2098
Löggjafarþing90Umræður (samþ. mál)189/190
Löggjafarþing90Umræður (þáltill. og fsp.)205/206, 307/308, 491/492-493/494, 505/506-507/508
Löggjafarþing90Umræður - Óútrædd mál267/268-269/270
Löggjafarþing91Þingskjöl669, 1339, 1341, 1750, 1798, 1849, 1851
Löggjafarþing91Umræður (samþ. mál)1017/1018-1019/1020, 1027/1028, 1039/1040-1041/1042, 1053/1054, 1069/1070-1071/1072, 1081/1082, 1309/1310, 1807/1808, 1827/1828
Löggjafarþing91Umræður (þáltill. og fsp.)295/296
Löggjafarþing91Umræður - Óútrædd mál345/346, 353/354, 443/444, 473/474, 527/528, 531/532, 535/536-537/538, 541/542, 549/550
Löggjafarþing92Þingskjöl509, 1574
Löggjafarþing92Umræður (samþ. mál)2065/2066-2069/2070
Löggjafarþing92Umræður (þáltill. og fsp.)179/180
Löggjafarþing93Þingskjöl316, 401, 1298-1299, 1302-1303, 1359, 1528, 1542, 1547-1548, 1650
Löggjafarþing93Umræður2567/2568
Löggjafarþing94Þingskjöl464, 1512, 2159-2161, 2196, 2237
Löggjafarþing94Umræður621/622, 3793/3794
Löggjafarþing95Þingskjöl4
Löggjafarþing96Þingskjöl252, 541-542, 1250, 1257, 1602-1603, 1630
Löggjafarþing96Umræður1471/1472, 3509/3510, 3723/3724, 3989/3990
Löggjafarþing97Þingskjöl1038, 1636, 1702, 1952
Löggjafarþing97Umræður2787/2788
Löggjafarþing98Þingskjöl486, 488, 748, 2744
Löggjafarþing98Umræður533/534, 807/808, 4101/4102
Löggjafarþing99Þingskjöl323, 338, 2192, 2441, 2444, 2620, 2653, 2747
Löggjafarþing99Umræður3353/3354, 3457/3458, 3849/3850, 3853/3854
Löggjafarþing100Þingskjöl494-495, 498, 502, 510-511, 514, 523, 525, 531-532, 535-536, 539, 2510
Löggjafarþing100Umræður2487/2488
Löggjafarþing101Þingskjöl287-289
Löggjafarþing102Þingskjöl144, 146, 499, 501, 1550, 1552
Löggjafarþing102Umræður1181/1182
Löggjafarþing103Þingskjöl926, 1636, 1638-1639, 1796-1797, 1800, 1804, 1952, 2056, 2601, 2653
Löggjafarþing103Umræður1383/1384, 1879/1880, 1929/1930, 1935/1936, 2443/2444, 3141/3142, 3365/3366, 4191/4192, 4449/4450, 4461/4462, 4465/4466, 4507/4508, 4605/4606
Löggjafarþing104Þingskjöl1749, 2070, 2276-2277, 2300
Löggjafarþing104Umræður125/126, 131/132, 709/710, 743/744, 901/902, 3399/3400, 3445/3446, 3451/3452
Löggjafarþing105Þingskjöl490-491, 514, 909, 2032, 2294-2295, 2374, 2420, 2438, 2752
Löggjafarþing105Umræður569/570, 615/616, 969/970
Löggjafarþing106Þingskjöl428, 514-516, 518-519, 925, 1457, 1719, 2001, 2004, 2272, 2452, 2457, 2459, 2718, 2870, 2984
Löggjafarþing106Umræður799/800, 831/832, 1251/1252, 1699/1700, 1837/1838-1839/1840, 2589/2590, 2755/2756, 2871/2872-2879/2880, 3275/3276, 3423/3424-3425/3426, 3465/3466, 3469/3470, 3733/3734, 3977/3978, 4101/4102, 4251/4252-4253/4254, 4329/4330, 4737/4738-4739/4740, 6013/6014
Löggjafarþing107Þingskjöl365, 369, 684-686, 688-689, 777, 1085, 1112, 1128, 1378, 1403, 2306-2307, 2321, 2604, 2612, 2814, 2864, 2923
Löggjafarþing107Umræður943/944-949/950, 1337/1338, 1793/1794, 2023/2024, 2113/2114, 2525/2526, 2553/2554, 2559/2560, 2757/2758-2759/2760, 2897/2898, 2955/2956, 3453/3454, 3671/3672, 3675/3676, 3749/3750, 3765/3766, 3885/3886, 4025/4026, 4083/4084, 4681/4682, 4727/4728-4729/4730, 4907/4908, 4921/4922, 5211/5212, 5437/5438, 5489/5490, 5825/5826, 6481/6482, 6529/6530, 6657/6658, 6983/6984
Löggjafarþing108Þingskjöl593, 597, 602, 624, 689-691, 693-694, 838, 928, 2044-2048, 2053-2062, 2453, 2579-2580, 3001, 3230
Löggjafarþing108Umræður577/578, 677/678, 1053/1054, 1632/1633, 1899/1900, 2769/2770, 2781/2782-2783/2784, 2787/2788, 2801/2802, 2897/2898, 3213/3214, 3487/3488, 3737/3738, 3771/3772, 3885/3886, 3891/3892-3895/3896, 4037/4038, 4473/4474
Löggjafarþing109Þingskjöl630, 685, 771, 783-784, 1322, 1560, 1564, 1592, 1995, 2130, 2132, 2134, 2539, 2829, 3147, 3291, 3373, 3622, 3627-3628, 3633, 3636, 3640, 3760, 3773
Löggjafarþing109Umræður25/26, 515/516, 1169/1170, 1345/1346, 2143/2144, 2409/2410, 2415/2416, 2433/2434, 2517/2518, 2619/2620, 2623/2624-2625/2626, 2635/2636, 2639/2640, 2643/2644, 2653/2654, 3461/3462, 3671/3672, 3727/3728, 3945/3946-3949/3950, 3961/3962, 4081/4082
Löggjafarþing110Þingskjöl445, 483, 539, 683, 689-690, 695, 698, 702, 795, 937, 2519, 2624, 2714, 2746, 2839, 2924, 3553
Löggjafarþing110Umræður61/62, 335/336, 507/508, 817/818, 853/854, 981/982, 1143/1144, 1361/1362, 1367/1368, 1575/1576, 2787/2788, 2977/2978, 3297/3298, 3809/3810, 4215/4216, 4409/4410, 4517/4518, 4895/4896, 5233/5234, 5615/5616, 5703/5704, 5875/5876, 5881/5882, 6119/6120, 6259/6260, 7173/7174
Löggjafarþing111Þingskjöl36, 55, 160, 2186, 2384-2385, 2695, 2759, 3055, 3240, 3253
Löggjafarþing111Umræður287/288, 851/852-853/854, 867/868, 1831/1832, 2043/2044, 3193/3194, 3221/3222, 3459/3460, 3707/3708, 3967/3968, 4207/4208, 4327/4328, 4683/4684, 4707/4708, 5121/5122, 5127/5128, 5133/5134, 5137/5138-5139/5140, 5231/5232, 5245/5246, 5391/5392-5393/5394, 5399/5400-5403/5404, 5813/5814, 6099/6100, 6121/6122, 6729/6730, 6963/6964, 7313/7314, 7687/7688
Löggjafarþing112Þingskjöl549, 593, 727, 829, 1042-1043, 1046, 1229, 1711, 1713, 1951, 2108, 2536, 2546, 2694, 2702, 2788, 2833, 2949, 3081, 3276, 3279, 3284, 3394, 3398-3399, 3403, 3434-3436, 3707, 4026, 4606, 4858
Löggjafarþing112Umræður549/550, 1085/1086, 1177/1178, 1343/1344, 1411/1412, 1529/1530, 2969/2970, 3113/3114, 3469/3470, 3815/3816, 4145/4146, 4319/4320, 4413/4414, 4587/4588-4589/4590, 5401/5402, 5517/5518, 5553/5554, 5867/5868, 6011/6012-6015/6016, 6021/6022, 7081/7082, 7143/7144, 7149/7150
Löggjafarþing113Þingskjöl546, 1485-1486, 1692, 1696, 1700, 1708, 1713, 1737, 1762, 1788, 1808, 1817, 2154, 2228, 2237, 3155-3156, 3624, 3721, 3728, 3748, 3940, 4050, 4118-4120, 4447, 4453, 4455, 4468, 4472, 4480, 4539, 4777
Löggjafarþing113Umræður53/54, 699/700, 749/750-751/752, 1607/1608, 1657/1658, 1719/1720, 1877/1878, 2597/2598, 2797/2798, 3257/3258, 3261/3262, 3277/3278, 3333/3334, 3827/3828, 3845/3846, 4451/4452
Löggjafarþing114Umræður107/108, 543/544
Löggjafarþing115Þingskjöl450, 659, 843, 1099, 1437, 1551, 1584, 1590-1591, 1596, 1599, 1603, 2303, 3082, 3226, 3511, 3615, 3726, 3728, 3745, 3760, 3829, 3835-3836, 3871-3874, 3898, 4205, 4289, 4296-4297, 4305, 4436, 5103, 5107, 5120, 5125, 5767, 5774, 5814, 5846, 5905
Löggjafarþing115Umræður245/246, 653/654, 1425/1426, 1625/1626-1627/1628, 1885/1886, 2971/2972, 3015/3016, 3933/3934, 4181/4182, 4709/4710, 5531/5532, 5535/5536-5539/5540, 5565/5566, 5843/5844, 5951/5952, 6093/6094, 6241/6242, 6561/6562, 6565/6566, 6703/6704, 6709/6710, 7015/7016, 7069/7070, 7387/7388, 7417/7418, 7503/7504, 7519/7520, 7523/7524, 7529/7530, 7563/7564-7567/7568, 8319/8320, 8995/8996, 9457/9458
Löggjafarþing116Þingskjöl69, 76, 116, 148, 207, 932, 1602, 1649, 1734, 1736, 1740, 1760, 1806, 1830, 2212, 2216, 2229, 2233, 2289, 2292, 2617, 2809, 3082, 3359, 4220, 4368, 4458, 4860, 4951, 4953, 4955-4957, 4963, 4968, 4970-4971, 4977, 4979, 4981, 4983-4985, 5031, 5101, 5179, 5184, 5187, 5190-5191, 5202, 5211, 5216, 5372, 5455, 5458, 5460, 5465-5466, 5469, 5471, 5473-5474, 5622, 5670, 5714, 5859-5861, 5864-5867, 5905
Löggjafarþing116Umræður53/54, 271/272, 1851/1852, 1857/1858, 2281/2282, 2463/2464, 3355/3356, 3659/3660, 3997/3998, 4731/4732, 5403/5404, 5491/5492, 5879/5880, 6283/6284, 6391/6392, 6473/6474, 6479/6480, 6497/6498, 6567/6568, 6947/6948, 6959/6960, 7035/7036, 7111/7112, 7309/7310, 7927/7928, 8009/8010, 8487/8488, 8599/8600, 8871/8872, 10203/10204, 10361/10362-10363/10364, 10385/10386, 10433/10434
Löggjafarþing117Þingskjöl523, 769-771, 774-777, 1189, 1279, 1736-1738, 1745, 1845, 2035, 2299, 2305, 2433, 2462, 2551, 2583, 2588, 2594-2595, 2760, 2768, 2953, 2955, 2960, 2974, 2980, 2988, 2995, 3181, 3183, 3374, 3444-3446, 3449-3452, 3695, 3698, 3703, 3705, 3707, 3709-3710, 3762-3764, 3884-3885, 3958-3960, 4076, 4195-4198, 4200, 4208-4210, 4212, 4214, 4275, 4680, 4805, 4820, 5050, 5113, 5159
Löggjafarþing117Umræður555/556, 563/564, 675/676, 837/838-839/840, 843/844, 1191/1192, 1197/1198, 2389/2390, 2401/2402, 2757/2758, 2775/2776, 3641/3642, 4245/4246, 4527/4528, 4537/4538, 4557/4558, 4581/4582, 4683/4684, 4853/4854, 4915/4916, 4927/4928, 4939/4940, 5095/5096, 5129/5130, 5875/5876, 5899/5900, 5917/5918, 5923/5924, 6145/6146, 6151/6152, 6491/6492, 6541/6542, 6545/6546, 6553/6554, 6595/6596, 6657/6658, 6903/6904
Löggjafarþing118Þingskjöl504, 523, 594, 920, 922, 967, 991-992, 1019-1020, 1037-1038, 1041-1042, 1050, 1074-1076, 1078, 1111, 1117, 1122-1124, 1266, 1563, 1572, 1599, 1885, 2297, 2548, 2571, 2586, 2594, 2919, 3390, 3619, 4275, 4281, 4422
Löggjafarþing118Umræður1201/1202, 1311/1312, 1497/1498, 1543/1544, 1553/1554, 1643/1644, 1687/1688, 1717/1718-1719/1720, 1723/1724, 1727/1728, 1733/1734, 1797/1798, 2175/2176, 2249/2250, 2253/2254, 2729/2730, 2735/2736, 3167/3168, 3849/3850, 4091/4092, 4227/4228, 5351/5352
Löggjafarþing119Þingskjöl670
Löggjafarþing119Umræður549/550
Löggjafarþing120Þingskjöl486, 699-702, 704, 797-799, 803, 813-814, 818, 874, 949, 1260, 1630, 1864, 2031, 2048, 2053, 2085, 2466, 2663, 2675, 3089, 3092, 3104, 3109, 3161, 3945, 3973-3974, 3976-3977, 3980, 3982, 4066-4067, 4072-4073, 4079, 4592, 4785, 4787, 4791-4792, 5162, 5165
Löggjafarþing120Umræður543/544, 669/670, 855/856, 861/862, 889/890, 911/912, 1393/1394-1395/1396, 1605/1606, 1687/1688, 2271/2272, 2297/2298, 2435/2436, 2825/2826, 3613/3614, 3665/3666, 3817/3818, 3845/3846, 4003/4004, 4763/4764, 4803/4804, 5077/5078, 5081/5082, 5109/5110, 5125/5126, 5129/5130, 5361/5362, 5683/5684, 6629/6630, 6771/6772, 7701/7702, 7733/7734, 7755/7756, 7761/7762-7763/7764, 7789/7790, 7795/7796, 7799/7800
Löggjafarþing121Þingskjöl508, 550-551, 728, 777-778, 780, 815, 820, 1198, 1357, 1377, 1402, 1532, 1660, 1674-1675, 1677-1679, 1681, 1683-1684, 1687, 1689-1690, 1702, 1707, 1710, 1778, 1865, 2393, 2438, 2780, 2797, 3020, 3032, 3879, 3891, 4295, 4301, 4767, 4769-4778, 4780, 4787, 4789-4790, 4792-4804, 5012, 5062, 5094, 5103, 5107, 5113-5114, 5324, 5327, 5460, 5689, 5700, 5704
Löggjafarþing121Umræður37/38-39/40, 409/410, 613/614, 793/794, 803/804, 807/808, 1061/1062, 1065/1066, 1641/1642, 1995/1996, 2091/2092, 2493/2494, 2499/2500, 3021/3022, 3379/3380, 3761/3762, 3769/3770, 3909/3910, 4731/4732, 5037/5038, 5215/5216, 5223/5224, 5327/5328, 5365/5366, 5777/5778, 5797/5798, 6581/6582, 6663/6664, 6687/6688, 6699/6700, 6833/6834, 6869/6870, 6879/6880
Löggjafarþing122Þingskjöl623, 776, 805, 829, 849, 1145, 1196, 1335-1336, 1338, 1345, 1690, 2080, 2083-2084, 2087, 2137, 2513, 2553, 2557, 2563-2564, 2592, 2594-2603, 2610, 2612-2616, 2618-2619, 2621-2625, 3023-3026, 3066, 3078, 3081-3082, 3209-3211, 3213, 3215-3218, 3382, 4270-4271, 4275, 4278, 4325, 4502-4503, 4896-4897, 4958, 4962, 4990, 5190, 5198, 5301-5302, 5304-5311, 5382-5384, 5415-5416, 5427-5428, 5762, 5786, 5788-5789, 5803, 5948
Löggjafarþing122Umræður761/762, 791/792, 915/916, 1081/1082-1083/1084, 1137/1138, 1153/1154, 1175/1176, 1239/1240, 1271/1272, 1359/1360, 1407/1408, 1489/1490, 1577/1578, 1653/1654, 1665/1666, 1671/1672, 1683/1684, 1699/1700, 1715/1716, 1727/1728, 2153/2154, 2159/2160, 2163/2164, 2365/2366, 2915/2916, 2933/2934, 3143/3144, 3147/3148, 3201/3202, 3225/3226, 3235/3236-3239/3240, 3247/3248, 3251/3252, 3259/3260-3263/3264, 3273/3274-3275/3276, 3291/3292-3293/3294, 3297/3298, 3317/3318-3319/3320, 3323/3324, 3905/3906, 4121/4122, 4209/4210, 4389/4390-4391/4392, 4705/4706, 4717/4718, 4923/4924, 5037/5038, 5399/5400, 5555/5556, 5667/5668, 5673/5674-5675/5676, 5721/5722-5723/5724, 5783/5784-5787/5788, 5811/5812, 5859/5860, 5875/5876, 5929/5930, 5985/5986-5987/5988, 6035/6036, 6075/6076, 6081/6082-6085/6086, 6091/6092, 6119/6120-6121/6122, 6135/6136-6141/6142, 6165/6166, 6191/6192, 6219/6220-6221/6222, 6247/6248, 6341/6342, 6349/6350, 6377/6378, 6383/6384, 6389/6390-6391/6392, 6407/6408, 6497/6498, 6575/6576, 6593/6594, 6597/6598, 6601/6602-6603/6604, 6621/6622, 6633/6634-6635/6636, 6655/6656, 6715/6716-6717/6718, 6735/6736, 6767/6768-6769/6770, 6777/6778, 6791/6792, 6807/6808, 6837/6838, 6863/6864, 7325/7326, 7427/7428, 7437/7438, 7449/7450, 7455/7456, 7459/7460, 7613/7614, 8005/8006, 8127/8128
Löggjafarþing123Þingskjöl517-520, 575, 602, 774, 864, 998, 1008, 1276, 1281, 1720, 1766, 1778, 1908-1911, 1914, 1916-1917, 2062, 2071-2072, 2172, 2187, 2615, 2951, 3205, 3255, 3480, 3507-3508, 3519-3520, 3522, 3526, 3534-3535, 3537, 3539, 3549, 3563, 3717-3719, 3743, 3777, 3845, 3863-3864, 3877-3878, 4002, 4160, 4165, 4331, 4347, 4374, 4465, 4478-4479, 4489-4491, 4493, 4842-4843
Löggjafarþing123Umræður27/28, 567/568, 577/578, 681/682, 721/722, 903/904, 1107/1108, 1159/1160, 1241/1242, 1289/1290, 1355/1356, 1497/1498-1499/1500, 2067/2068, 2561/2562, 3193/3194, 3203/3204, 3275/3276, 3605/3606, 3689/3690-3691/3692, 4597/4598, 4669/4670, 4685/4686, 4709/4710, 4713/4714, 4777/4778
Löggjafarþing124Umræður129/130, 187/188, 225/226-227/228
Löggjafarþing125Þingskjöl546, 988, 995-999, 1157, 1307, 1416, 1418, 1430, 1446, 1516, 1542, 1550, 1596, 1849, 1853, 1855, 1957, 2032, 2129, 2136, 2298, 2425, 2530, 2540, 2872-2873, 2899, 2992, 3092, 3357-3359, 3361, 3403, 3488, 3556-3557, 3641, 3644, 3897, 3999, 4083, 4626, 4635, 4884, 4972, 5021, 5099, 5110, 5184, 5397-5398, 5443, 5638, 5675, 5678, 5680-5681, 5685, 5701-5703, 6007, 6465, 6470, 6484
Löggjafarþing125Umræður19/20, 489/490, 599/600, 617/618, 625/626, 643/644, 865/866, 1275/1276, 1673/1674, 1687/1688, 1715/1716-1719/1720, 1957/1958, 1973/1974, 2395/2396, 2833/2834, 2847/2848, 2861/2862, 2955/2956, 3001/3002, 3059/3060-3061/3062, 3207/3208-3209/3210, 3367/3368, 3547/3548, 3717/3718-3719/3720, 3973/3974-3975/3976, 4153/4154, 4655/4656, 4667/4668, 4841/4842, 5023/5024, 5157/5158, 5345/5346, 5361/5362, 5521/5522, 5559/5560, 5573/5574, 5741/5742-5749/5750, 5755/5756, 5909/5910, 5979/5980-5981/5982, 6249/6250, 6275/6276, 6467/6468, 6555/6556, 6707/6708, 6719/6720, 6735/6736
Löggjafarþing126Þingskjöl609, 764, 991, 996, 1010, 1068, 1154, 1380, 1580, 1583, 1710-1711, 2016, 2032, 2035, 2078, 2109, 2111-2112, 2342, 2479, 2658, 2834, 2838, 2936-2937, 3014, 3017, 3020, 3027, 3295, 3419, 3558, 3665, 3921, 3926, 4000, 4062, 4172, 4334, 4379, 4381, 4388, 4391-4392, 4394, 4459-4460, 4592, 4770, 4887, 4941, 5159, 5216, 5536, 5544-5545, 5740
Löggjafarþing126Umræður139/140, 199/200, 599/600-601/602, 635/636, 885/886, 1355/1356, 1489/1490, 1661/1662, 1685/1686, 1909/1910, 2311/2312, 2887/2888, 3109/3110, 3139/3140-3141/3142, 3145/3146, 4871/4872, 5267/5268, 5329/5330, 5419/5420, 5443/5444, 5487/5488, 5567/5568, 5787/5788, 6119/6120, 6143/6144, 6867/6868, 7277/7278, 7285/7286, 7335/7336
Löggjafarþing127Þingskjöl592, 594, 597, 599-600, 647, 688, 1048, 1196-1198, 1223, 1412, 1511, 1891, 1911-1913, 1915, 1917, 2163, 2179, 2185, 2932-2933, 2949-2950, 2989-2990, 3049-3050, 3074-3075, 3126-3127, 3153-3155, 3170-3171, 3173-3174, 3352-3355, 3357-3358, 3362-3363, 3380-3381, 3393-3394, 3425-3426, 3540-3541, 3550-3551, 3584-3585, 3610-3611, 3636-3638, 3814-3815, 3849-3850, 3981-3986, 3991-4000, 4011-4012, 4110-4111, 4272-4273, 4275-4276, 4283-4285, 4298-4299, 4396-4397, 4496-4497, 4502-4503, 4513-4514, 4572-4573, 4959-4960, 5019-5020, 5085-5086, 5088-5089, 5152-5153, 5159-5165, 5253-5254, 6017-6018, 6113-6114
Löggjafarþing127Umræður63/64, 211/212, 433/434, 493/494, 669/670-671/672, 677/678-681/682, 705/706, 911/912, 1029/1030, 1223/1224-1225/1226, 1229/1230-1231/1232, 1267/1268, 1427/1428, 1919/1920, 2061/2062, 2535/2536, 2675/2676, 2731/2732, 2953/2954, 3111/3112, 3123/3124, 3379/3380, 3385/3386, 3561/3562, 3761/3762, 3785/3786, 3797/3798, 3801/3802, 3845/3846, 3853/3854, 4269/4270, 4273/4274, 4611/4612, 4687/4688, 4783/4784, 4797/4798-4799/4800, 4807/4808, 4811/4812, 5033/5034, 5311/5312, 5341/5342-5343/5344, 5385/5386, 5449/5450, 5455/5456-5457/5458, 5461/5462, 5537/5538, 5675/5676, 5687/5688, 5763/5764, 5889/5890, 5901/5902, 5909/5910, 5959/5960, 5981/5982, 6007/6008, 6087/6088, 6833/6834-6835/6836, 7675/7676, 7769/7770, 7789/7790, 7879/7880, 7891/7892, 7899/7900, 7923/7924
Löggjafarþing128Þingskjöl591, 593, 595, 597, 599, 608, 612, 638-639, 642-643, 681, 685, 736, 740, 986, 990, 996, 1000, 1004, 1152, 1156, 1307-1308, 1311-1312, 1315, 1377, 1381, 1406, 1410, 1467, 1471, 1473, 1477, 1486, 1490, 1785, 1789, 1792, 1857-1859, 1933-1935, 2124-2125, 2155-2156, 2712-2713, 2718-2719, 2895-2896, 3026-3027, 3550-3551, 4018, 4065, 4183, 4252, 4261, 4314, 4464, 4470-4472, 4476-4477, 4479-4481, 4566, 4592-4593, 4614-4615, 4713, 4791, 4875, 4877, 4879, 5015, 5028, 5205, 5212, 5255, 5551, 5553, 5780, 5842, 5881, 5969, 6022
Löggjafarþing128Umræður81/82, 509/510, 531/532, 551/552-553/554, 847/848, 871/872, 879/880, 903/904, 1065/1066, 1151/1152, 1207/1208, 1309/1310, 1493/1494-1495/1496, 1661/1662, 1819/1820-1821/1822, 2223/2224, 2233/2234, 2247/2248, 2267/2268, 2291/2292, 2329/2330, 2343/2344, 2389/2390, 2687/2688-2689/2690, 2711/2712, 2733/2734, 2771/2772, 2955/2956, 3113/3114, 3321/3322-3323/3324, 3351/3352, 3369/3370, 3391/3392, 3459/3460, 3551/3552-3553/3554, 3607/3608, 3697/3698-3699/3700, 3721/3722, 3777/3778, 3945/3946, 3953/3954, 4017/4018-4019/4020, 4025/4026, 4067/4068, 4075/4076, 4103/4104, 4247/4248, 4273/4274, 4285/4286, 4517/4518, 4665/4666, 4827/4828, 4901/4902
Löggjafarþing129Umræður83/84
Löggjafarþing130Þingskjöl619, 760, 762, 791, 803, 823-824, 830, 944, 1393, 1439-1440, 1488, 1506, 1539-1540, 1547, 2674, 2681, 2685, 2989, 3274-3276, 3281, 3284-3287, 3426, 3445, 3447, 3468, 3981, 4094, 4425-4427, 4441, 4452, 4964, 5068, 5092-5093, 5196-5197, 5203, 5208-5209, 5220, 5224-5225, 5227-5228, 5241, 5245, 5287, 5290, 5299, 5488, 5496, 5551, 5629, 5632, 5672, 5690-5692, 5702, 5706-5707, 5709-5710, 5722, 5727, 5824, 6372, 6419, 6430, 6531, 7117, 7132, 7272-7273, 7284
Löggjafarþing130Umræður435/436, 585/586, 947/948, 1277/1278, 1299/1300, 1373/1374, 1481/1482, 1929/1930, 2617/2618, 2821/2822, 3041/3042, 3143/3144, 3189/3190-3191/3192, 3241/3242, 3331/3332, 3451/3452, 3485/3486, 3565/3566, 3711/3712, 3717/3718-3719/3720, 3725/3726, 3741/3742, 3803/3804, 3823/3824-3825/3826, 3833/3834, 3847/3848, 3887/3888, 3955/3956, 4107/4108, 4247/4248, 5121/5122, 5143/5144, 5147/5148, 5223/5224, 5339/5340, 5531/5532, 5623/5624, 5671/5672, 5789/5790-5793/5794, 5883/5884, 6245/6246, 6257/6258, 6325/6326, 6427/6428, 6455/6456, 6845/6846, 7213/7214, 7347/7348, 7353/7354, 7379/7380, 8021/8022, 8213/8214-8215/8216
Löggjafarþing131Þingskjöl451, 647, 880, 1024, 1236, 1239, 1477, 1761, 1809-1810, 1825, 1828, 2092-2093, 2114, 2117, 2205, 2254, 2714, 2835, 3908, 4054, 4129-4130, 4133-4134, 4140, 4390, 4434, 4456-4457, 4503-4505, 4659-4660, 4887, 4934, 4944-4945, 5326, 5329, 5336, 5396, 5544
Löggjafarþing131Umræður133/134, 341/342, 541/542, 653/654, 777/778, 781/782, 785/786-787/788, 797/798, 891/892, 939/940, 1019/1020, 1283/1284-1285/1286, 1613/1614, 1927/1928, 2027/2028, 2191/2192, 2557/2558, 2573/2574, 2871/2872, 3435/3436, 3545/3546, 3563/3564, 3567/3568, 3615/3616, 3715/3716, 3749/3750, 4049/4050, 4127/4128, 4223/4224, 4573/4574, 4609/4610, 4629/4630, 5037/5038, 5317/5318, 5561/5562, 5603/5604, 5609/5610, 5897/5898, 5993/5994, 6185/6186, 6221/6222, 6285/6286, 6567/6568-6569/6570, 6799/6800, 7017/7018, 7035/7036, 7219/7220, 7271/7272, 7399/7400
Löggjafarþing132Þingskjöl666, 990, 1095-1096, 1118, 1121, 1364-1365, 1438, 1615, 2132, 2234, 2318, 2437, 2688, 2712, 2715, 2723, 3441, 3486-3488, 3499, 3513, 3534, 3566, 3663, 3677, 3729, 3749-3751, 3756-3757, 3759, 3856-3857, 3980, 4031, 4057, 4064, 4096, 4236, 4297-4298, 4309-4313, 4318, 4320-4321, 4323, 4526, 4701, 4776, 5034, 5317, 5343, 5540-5542, 5554, 5618, 5662
Löggjafarþing132Umræður39/40, 457/458, 567/568, 677/678, 681/682, 1285/1286, 1297/1298, 1491/1492, 1807/1808, 1949/1950, 2555/2556, 3085/3086, 3445/3446, 3663/3664, 3743/3744, 3765/3766, 4089/4090, 4117/4118, 4303/4304, 4395/4396, 4417/4418, 4447/4448, 4465/4466, 4613/4614, 4631/4632, 4635/4636, 4639/4640, 4679/4680, 4781/4782, 4809/4810, 4957/4958, 5233/5234, 5417/5418, 5465/5466, 5577/5578-5579/5580, 5687/5688, 5977/5978-5979/5980, 6043/6044, 6345/6346, 6393/6394, 6451/6452, 6647/6648, 6819/6820, 6943/6944, 7289/7290, 7305/7306, 7421/7422, 7429/7430, 7919/7920, 8071/8072, 8333/8334, 8543/8544, 8585/8586, 8919/8920
Löggjafarþing133Þingskjöl997, 1121, 1236, 1626, 1827, 2073, 2078, 2245, 2627, 2631-2632, 2636, 2641, 2645, 2695-2696, 2930, 2933, 2941, 3196, 3228, 3702, 3932, 3934, 4138, 4142-4143, 4152, 4154-4155, 4168, 4171-4172, 4181, 4192, 4214-4215, 4251, 4753, 4755, 4759, 4792, 4794, 4939, 5095, 5130, 5135, 5363-5364, 5490, 5492-5497, 5500, 5502, 5504-5505, 5507-5508, 5510, 5513-5514, 5559, 5564, 5598, 5600, 5888, 6103, 6635, 6812, 6830, 6923, 7320, 7324
Löggjafarþing133Umræður23/24, 35/36, 67/68, 141/142, 327/328, 379/380, 1089/1090, 1141/1142, 1181/1182, 1449/1450, 1545/1546-1547/1548, 1637/1638, 1913/1914, 1927/1928, 2391/2392-2393/2394, 2623/2624, 2653/2654, 3193/3194-3195/3196, 4007/4008, 4013/4014, 4025/4026, 4029/4030, 4033/4034, 4101/4102, 4121/4122-4123/4124, 4257/4258, 4267/4268, 4483/4484, 4585/4586, 4593/4594, 4695/4696-4697/4698, 4807/4808, 4901/4902, 4961/4962, 5159/5160, 5241/5242, 5253/5254, 5355/5356, 5385/5386, 5479/5480, 5555/5556, 5621/5622, 5641/5642-5643/5644, 5649/5650, 5679/5680, 5699/5700-5701/5702, 5905/5906, 6049/6050, 6153/6154, 6207/6208, 6287/6288, 6479/6480, 6529/6530, 6569/6570, 6597/6598, 6721/6722, 6805/6806, 7123/7124, 7129/7130
Löggjafarþing134Umræður151/152, 199/200-201/202
Löggjafarþing135Þingskjöl620, 634, 704, 707, 974, 997, 1020, 1296, 1302, 1311, 1600, 2850, 2946, 2955-2958, 2962, 2984, 3240, 3245, 3278, 3280, 3410, 3874, 3926, 3930, 3975, 4183, 4190, 4375-4376, 4384, 4399, 5015, 5137, 5186, 5206, 5251, 5299, 5465-5466, 5656, 5875, 6031, 6591, 6625
Löggjafarþing135Umræður17/18, 73/74, 121/122, 227/228, 231/232, 277/278, 335/336, 393/394, 977/978, 1193/1194, 1207/1208-1209/1210, 1255/1256-1257/1258, 1329/1330, 1391/1392, 1447/1448, 1631/1632, 1977/1978, 1989/1990, 2015/2016, 2153/2154-2155/2156, 2229/2230, 2255/2256, 2481/2482, 2595/2596, 2601/2602, 2677/2678, 2869/2870, 3649/3650-3651/3652, 3693/3694, 3699/3700, 3725/3726, 3739/3740, 4019/4020, 4063/4064, 4145/4146, 4313/4314, 4423/4424, 4447/4448, 4629/4630, 4641/4642, 4753/4754, 4885/4886-4887/4888, 5251/5252, 5331/5332, 5335/5336, 5345/5346-5347/5348, 5623/5624, 5627/5628, 6003/6004-6005/6006, 6029/6030, 6177/6178, 6225/6226, 6447/6448, 6491/6492, 6645/6646, 6983/6984, 7035/7036, 7767/7768, 8313/8314, 8393/8394, 8533/8534, 8715/8716-8717/8718, 8731/8732, 8769/8770
Löggjafarþing136Þingskjöl448, 586, 739, 839, 926-927, 1110, 1130, 1142-1143, 1218, 1515, 2841, 2999, 3027, 3378, 3793, 3851, 3895, 3898, 3952, 4004, 4081, 4148, 4167, 4400
Löggjafarþing136Umræður409/410, 501/502, 1337/1338, 1833/1834, 1987/1988, 2333/2334, 2767/2768, 3489/3490, 3807/3808-3809/3810, 3995/3996-3997/3998, 4877/4878, 4897/4898, 4971/4972, 5087/5088, 5207/5208, 5539/5540, 5797/5798, 5831/5832, 5841/5842, 6295/6296-6297/6298, 6455/6456, 6801/6802, 6839/6840, 7179/7180, 7193/7194-7195/7196
Löggjafarþing137Þingskjöl76-77, 79, 81, 116, 128, 331, 338, 405, 455, 589, 1079, 1122, 1243
Löggjafarþing137Umræður245/246, 251/252, 259/260, 281/282, 723/724, 1027/1028, 1037/1038, 1107/1108, 1687/1688, 2125/2126, 2355/2356, 2549/2550, 2603/2604, 3177/3178, 3213/3214
Löggjafarþing138Þingskjöl661, 772, 795, 1003, 1252, 1256, 1267, 1284-1285, 1353, 1370, 1383, 1911, 1924-1925, 2272, 2695, 2699, 3120, 3122, 3133-3135, 3625, 3634, 3747, 3790, 4007, 4013, 4030, 4048, 4050, 4230, 4327, 4439, 4441, 4514, 4589, 4604, 4628, 4633, 4644, 4787-4788, 4836, 4903, 4959, 4965-4966, 4975, 5073, 5480, 5967-5968, 5999, 6105-6106, 6443-6444, 6466, 6469, 6700, 6703-6705, 6709, 6715, 6721-6725, 6727-6729, 6859, 7000, 7356, 7385, 7397, 7403, 7413-7414, 7440
Löggjafarþing139Þingskjöl536-537, 543, 593, 648, 654-655, 670, 926-928, 932, 939, 944-948, 950-951, 953, 1217, 1453, 1506, 1591, 1600, 1713, 1757, 1988, 2210, 2271, 2279-2280, 2442-2443, 2466, 2468, 3338, 4354, 4590, 4611, 4631, 4636, 4724, 4732, 4753, 5034, 5141, 5288-5289, 5316, 5319, 5348-5349, 5602-5603, 5739, 5835, 5848, 5859-5861, 5912, 6104, 6221, 6243, 6366, 6383, 6442-6443, 6445, 6448, 6451, 6461, 6467, 6491, 6887-6888, 6892-6893, 6901, 6903, 6910, 6920, 6930, 6960, 6975, 7000, 7073, 7126, 7151, 7569-7570, 7659, 7670, 7765, 7781, 7911-7912, 7921, 7964, 8010, 8019, 8084-8086, 8141, 8182, 8568, 8650-8651, 8764, 8894, 8904, 8933, 9074, 9099, 9172, 9174, 9204, 9224, 9295, 9466, 9730-9731, 10022, 10024, 10135
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1945767/768, 1205/1206, 1327/1328, 1331/1332, 1337/1338
1954 - 1. bindi109/110, 135/136, 153/154-155/156, 893/894
1954 - 2. bindi1329/1330, 1385/1386, 1417/1418, 1493/1494, 1527/1528-1529/1530, 1537/1538, 1639/1640-1641/1642, 2403/2404
1965 - 1. bindi101/102, 127/128, 147/148-149/150, 661/662, 851/852, 1117/1118-1119/1120, 1127/1128
1965 - 2. bindi1339/1340, 1347/1348-1349/1350, 1387/1388, 1397/1398-1399/1400, 1539/1540, 1645/1646, 1651/1652, 2021/2022, 2177/2178-2183/2184, 2187/2188, 2471/2472
1973 - 1. bindi795/796, 831/832-835/836, 1119/1120-1121/1122, 1129/1130, 1319/1320, 1327/1328, 1371/1372-1375/1376
1973 - 2. bindi1769/1770, 2085/2086, 2129/2130
1983 - 1. bindi555/556, 889/890, 923/924-925/926, 1201/1202-1205/1206, 1211/1212
1983 - 2. bindi1451/1452-1453/1454, 1491/1492, 1541/1542, 1929/1930
1990 - 1. bindi111/112-115/116, 555/556, 793/794, 901/902, 939/940-941/942, 1223/1224-1225/1226, 1231/1232
1990 - 2. bindi1457/1458, 1499/1500, 1545/1546, 1567/1568, 1913/1914
199517-20, 22, 24-25, 27, 33, 139, 591, 595, 789, 974, 989, 992, 1005, 1007, 1012-1013, 1032, 1196, 1199, 1269, 1379, 1403
199917-20, 22, 25-27, 33, 145, 240-241, 409, 432, 436, 613, 830, 989-990, 1023-1024, 1052, 1057, 1065, 1067, 1069, 1072-1073, 1081-1082, 1102, 1120-1121, 1263, 1340, 1462, 1485, 1489-1491
200313, 20-23, 25, 28, 33-36, 43, 59-62, 170, 270-271, 486, 490, 527, 704, 761, 764, 960, 1049, 1135, 1156, 1158, 1161, 1195-1196, 1229, 1231, 1240, 1242, 1245, 1247, 1250-1251, 1255, 1259, 1261, 1284, 1303, 1318, 1468, 1489, 1513, 1610, 1764, 1766, 1787, 1792-1793
200713, 20-24, 29-31, 33, 39-42, 48, 57, 71-73, 180, 265, 279, 290, 541, 545, 583, 770, 838, 841, 1075, 1195, 1300, 1305, 1330-1331, 1335, 1369, 1409, 1411-1412, 1420, 1424, 1426, 1429-1430, 1433, 1437, 1440-1441, 1443, 1445, 1454, 1459-1460, 1465, 1492-1493, 1505, 1508, 1669, 1679, 1684-1685, 1689, 1691, 1695, 1720, 1814, 1971, 2008, 2011, 2021, 2026-2027, 2034, 2039
Fara á yfirlit

Ritið Samningar Íslands við erlend ríki

BindiBls. nr.
118, 128, 159, 177-180, 184-185, 190-192, 195-196, 199, 201, 239-240, 242, 248, 250, 254-255, 269, 311, 384-385, 405-406, 422-426, 449-450, 484, 501, 554, 576, 580, 583-584, 606, 608, 654-655, 790, 837, 842, 852
21053-1056, 1058, 1061, 1090-1091, 1094, 1113, 1186-1187, 1190-1191, 1208-1209, 1211, 1281-1282
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
199245
1993221
200089, 182
200255
2003229
2006208
2007223
201831, 174
201929
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
19942215
19943411
1994363
19944318, 42
19945932
19951426
1995253-4
19952910
19954410
1996153
1996198
19962389
19962585, 87
19963267
19965162-63, 78
1997420
1997316
19974311-12, 19, 25, 28
19974846, 114
19982723, 151, 155, 162
19982811
199842118, 190-191, 193-194, 196, 199, 201-202
1998455
199848231, 235-237, 264
1998504-5, 20
1999184
19992731-32
199946161
1999474
19995095
200012
2000748-49, 61
20001313-14
20001819, 22
200028245
200046125-126, 131
20004822
200050121, 129, 132, 135, 210
20005410, 28
200055297
200151-2
2001143-4, 199-200, 218
200120172, 183-184
2001317, 71, 301
200146455-456
20015135, 37, 39, 44
20021677
20022624, 43
200253121, 145
20026358, 352
20036180
2003131
20031513
20032343, 182, 366-367, 372
2003453, 5-6
2003521
200357294, 298
2004110
200429267
20044610
2004646
20059210
200516112
20052913, 15
2005336-7, 9, 14-15
200549106, 121, 146, 160, 163, 167, 171, 175, 179, 183, 187, 191, 196, 199, 203, 207, 211, 215, 219, 224, 227, 232, 235, 265
200558129-130, 223
2006218-9, 12-13, 69
200630259, 296, 304-305, 309, 418, 575
2006474, 8
20065838, 211, 1668
20065920, 33
20066345-46
2007918, 75, 371
2007204
20072220
200726263
20074310, 13
20074613, 17-18, 20-21, 28, 31-33, 37
200754528, 531, 534, 540, 657
20075715
20075928-29
2008113, 5-6, 20, 22-23, 29-32
20081211, 13
200822214, 781
20085418
200868615, 677-678, 744, 790
200876294
2009211-12
2009710
2009818
20095513
20095628
2009643-4
2010820
2010267
20103224
201039364, 468, 546, 616, 628, 631, 648, 657, 706
201054111-112, 172
2010685
201071138, 211, 219-220
2011416
2011106, 84, 104
20112051, 53, 61-62, 96
20112326
2011367
2011405, 34, 67, 78-80, 103
2011486
20115530, 33, 228, 230
20115922, 335
20116227
2011667-9, 11-12
2011676
201168426-427, 440, 442
2012211
201284, 6
2012147
2012339
20123818
2012428
2012541074, 1078, 1086-1090, 1095, 1101, 1191, 1215, 1228-1229, 1233-1234, 1283-1284
20125939
20126210
20126517, 22-25, 29
20126738, 41, 81, 87, 94, 116
201341539
2013963
201314323, 349
2013281-5, 7
20134634
201356176-177, 910, 918, 921, 1194
20136214
2013684, 12, 27
20136945
20137091
20144428-429
201412200
201423696
20142714-15, 17-18, 21
20143317
2014366, 143, 233, 303, 330, 532, 560, 564, 610
2014525, 7
201454525, 607, 1097, 1119, 1158-1159, 1176, 1178, 1190, 1198
20145887
20146447, 392
201467987
201473162, 557, 559-560, 563, 566, 649
20147415
201476213
20158612
2015168, 306, 392, 405, 449, 470, 522, 546-548, 579, 584
201523610, 614, 618, 647
201546215
20155518, 81
201563327, 331, 342, 346, 350, 354, 360, 368, 372, 376, 1202, 1236, 1240, 1249, 1253, 1261, 1267, 1270, 1283, 1289, 1295, 1314, 1325, 2153
201574191, 198, 200, 555
20165744-747, 749
20161021, 23, 27-28, 30, 32, 41, 45-48, 53
20161848, 53-55, 120
201619120, 122-123, 126, 131, 133, 160-162, 164, 176, 183, 189, 194
2016204-5
2016278, 576-577, 1017, 1045, 1067-1068, 1107, 1238, 1248, 1274, 1277, 1284-1285, 1295
2016384
20165779, 448
20166725, 33
2017203
20172458-59, 206
2017314, 345, 376, 576, 598, 632, 671
2017393-5
201740107, 113, 293
201748844, 847, 850, 853-854
2017501
2017655
201767673, 715, 718, 721
2017694
20178256
20178379, 84, 94, 144
2018723
20181478, 164
20184031
20184914-15, 335, 384-385, 527
20185176-82, 198, 231-232, 234, 236, 238, 240-248, 251-265, 268, 296, 434, 549, 686, 779
201864109, 170, 255, 300
20186620-22
201872127, 368, 405
201885117, 159
2019722-25
2019121
20192562, 140
20194144-47
201949109, 116-117, 151
20196730-31
201976112
20198422-24
20198636
20199727-29
2019101149-150, 152
202032
20205368, 377, 563, 589-590
2020914-15
202012109, 242, 341, 382, 442
20201514-15
20201622-23, 205, 324-325
20202213-14
202024429
202026206-207, 595, 691, 693, 953, 957
20203010-14
2020329-11
20203813-15
202042127-128, 131
2020432
2020464, 19-22
2020491-2, 13-14
202050225
20205616-22
20206023-26
2020611-2
20206224
2020631-2
2020642, 15-17
20206725-27
202069222
202073211, 225
20207517-18
20208324-27
20208599-100, 136-137, 540, 744-757, 1135-1146
20208620-22
2021101
2021112, 6
2021205
202123192, 195, 600-602, 604-613
2021276, 15, 32-36
20212812, 22, 25, 30, 58-59, 88, 92
2021295
20213113-15
20213825-29
2021422
20214416-27
20214712-20
20214984
2021503, 18-22
20215245-46
20215824-27
20216327-30
20216660, 62-65
20216814-15
20217192
2021743-4, 29-30, 139
20217524-25
2021788, 34-35, 40-41, 65-86
20218116-21
20221017, 164, 185, 195, 270, 378, 889, 901
20221611
202218365, 443, 445-449, 451, 524, 527, 551
202226188, 191, 201-202, 206-207, 209, 281
202229115
20223469, 189-190
20223724, 27, 38-39, 41
20224123, 28
2022462
2022479, 84, 102, 106, 109
20225354, 110, 118
20226875, 88
202272227, 230-232, 475, 479, 481-485, 487-491, 493, 497, 502-503, 518, 591-592, 594-595, 599
202349
202365
20238303, 307, 311
202320161, 166
202326402, 551
202337145, 322, 378, 380, 493, 635
20233936
202340169, 300
2023414
20236110, 31, 40
202362246-247, 291, 548, 556, 897, 957, 975, 984, 1013, 1018, 1022, 1027, 1144
202368102-103, 114, 201, 333, 389
20237321, 130
2023798-9, 32, 372, 379
202383185
202411129, 426
20241736
20242534, 654
20243484, 102
20244137-38, 271
202458176-177, 237
2024621
20246985, 149, 232, 324, 332
20247016
20247123
20247313
20247524
202477165, 185
20247825
20248025
20248117
20248212
20248318, 205, 282, 324-327
20248421
20249113
202493112-113, 159-162, 670, 704, 975-976, 995-1008, 1192, 1239, 1464-1465, 1487-1501
2025224
2025316
2025512
2025631
2025752, 72
2025821
2025101091-1092
20251124
20251414
20251552
20251614, 25
202517179, 264-265
20251816
20252023
20252110
20252213
20252411
20252710
20252915
20253115
20253219
20253423
2025377
20253917
2025407
20254140
202542538, 581, 583
20254914
2025516, 31
2025536
20255525
20255837
202559228, 258
20256010
20256214
20256341, 48
2025648
20256615
20256713
20256829
2025704, 20
202571166, 300, 358, 364, 398, 402, 472, 477, 514, 516, 531, 626, 631, 642, 694, 802, 806, 809, 871, 877
20257226
20257427
20257553
20257616
20257753, 68
20257917
20258015, 159, 214, 260, 318
Fara á yfirlit

Lögbirtingablað

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
200113
200167528
200239307
200254418
2002117917
200390713
20031551226-1227, 1230
20031671322
200426202
200428222
200433264
200435273
200493740
2004108860
2004112892
20041581253, 1255
2005842
200518113
200526171-173, 175-178
200540273
200572648-649
200621644
200629921-923
2006451409
2006662082
20061003171-3172
20061103489
20079278
200712353
2007531665-1669
2007541717
20084113
200822692
200825799
200827845
2008421340-1343
2008431375
200910304
200915460-461
200921668-669
2009401279-1280
2009531691-1696
2009551749
2009601908-1909
201022704
2010411305
2010792518
201114446
201120628
2011762432
20111093485-3488
2012531693
2012692207-2208
2013852720
2013902880
2014132
2014321013
2014331055
2014591887-1888
201515477-480
2015872756
201622703-704
2017127-30
20173627-28, 32
20174428-31
20174729-31
20175527-29
20188249
201823728-729
2018491538
2018722302-2304
20181093458
2019401276
2019441408
2019521634
2019672154
2019802560
2019892842
20204126-127
202013406
2020291068, 1088
2020431980, 1984
2020482299
2020502425-2426
2020542747
2021164
20218593
202113983
20226559-560
202210907
2022575434-5435
2022706673
2022726858-6859
20234353
202310925
2023363449
2023444219-4221
2023504788, 4790, 4796
2023514894
2024181726
2024454286
2024514855
2024535065
2024575436
2024595531, 5566-5567
2024686400
2025111027
2025151424
2025332282
2025493831
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 22

Þingmál A4 (styrkveiting úr landssjóði til búnaðarfélaga)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jósef J. Björnsson - Ræða hófst: 1911-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (fjárlög 1912-1913)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Gunnar Ólafsson - Ræða hófst: 1911-05-01 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 24

Þingmál A71 (löggilding verslunarstaðar í Karlseyjarvík)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Steingrímur Jónsson - Ræða hófst: 1913-09-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 25

Þingmál A86 (hafnargerð í Þorlákshöfn)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Matthías Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1914-08-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 26

Þingmál A108 (fjárlög 1916 og 1917)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-13 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 29

Þingmál A4 (almenn dýrtíðarhjálp)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1918-05-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 33

Þingmál A100 (Ríkisveðbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Björn Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1921-05-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 35

Þingmál A1 (fjárlög 1924)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1923-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (vörutollur)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Þorleifur Guðmundsson - Ræða hófst: 1923-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1923-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (sandgræðsla)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Pétur Þórðarson (Nefnd) - Ræða hófst: 1923-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Þórarinn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1923-04-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 39

Þingmál A21 (fjárlög 1928)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1927-04-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 40

Þingmál A17 (gin- og klaufaveiki)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Gunnar Sigurðsson - Ræða hófst: 1928-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (friðun Þingvalla)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1928-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (sala á landi Garðakirkju í Hafnarfirði)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1928-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (nýbýli)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jónas Kristjánsson - Ræða hófst: 1928-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (sala á spildu úr prestssetursjörðinni Kálfholti)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Gunnar Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1928-03-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 41

Þingmál A16 (fjárlög 1930)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Lárus Helgason - Ræða hófst: 1929-04-19 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1929-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (nöfn bæja og kaupstaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1929-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A37 (verkamannabústaðir)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Jón Baldvinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1929-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (sala á Laugalandi í Reykhólahreppi)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Hákon Kristófersson - flutningsræða - Ræða hófst: 1929-03-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 42

Þingmál A1 (fjárlög 1931)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Þorleifur Jónsson - Ræða hófst: 1930-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (Menntaskólinn á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1930-01-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A31 (sala Hólma í Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Halldór Steinsson - Ræða hófst: 1930-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A276 (bygging fyrir Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Jón Þorláksson (Nefnd) - Ræða hófst: 1930-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A327 (lóðir undir þjóðhýsi)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1930-04-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 44

Þingmál A51 (rekstrarlán fyrir samvinnufélög sjómanna og bátaútvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-07-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1931-08-17 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1931-08-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (gæsla hagsmuna Íslands út af Grænlandsmálum)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1931-07-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 45

Þingmál A1 (fjárlög 1933)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1932-05-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 1932-02-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A265 (sala á Reykjatanga)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Þorleifur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-04-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 46

Þingmál A8 (laun embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (nefndarálit) útbýtt þann 1933-03-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A26 (jarðrask við sjó í kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (breytingartillaga) útbýtt þann 1933-03-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-15 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1933-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (dragnótaveiði í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1933-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (eignarnámsheimild á afnotarétti landsvæðis úr Garðalandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (frumvarp) útbýtt þann 1933-02-22 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 866 (breytingartillaga) útbýtt þann 1933-05-30 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 871 (nefndarálit) útbýtt þann 1933-05-30 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 916 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1933-05-31 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 944 (breytingartillaga) útbýtt þann 1933-06-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Guðmundur Ólafsson (forseti) - útbýting þingskjala - Ræða hófst: 1933-02-22 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Bjarni Snæbjörnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Bjarni Snæbjörnsson - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Bjarni Snæbjörnsson - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Páll Hermannsson - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Bjarni Snæbjörnsson - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Páll Hermannsson - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Pétur Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-06-01 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Bjarni Snæbjörnsson - Ræða hófst: 1933-06-01 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Páll Hermannsson - Ræða hófst: 1933-06-01 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Bjarni Snæbjörnsson - Ræða hófst: 1933-06-01 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-06-01 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Pétur Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-06-01 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Bjarni Snæbjörnsson - Ræða hófst: 1933-06-01 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-06-01 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Bjarni Snæbjörnsson - Ræða hófst: 1933-06-01 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-06-01 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Páll Hermannsson - Ræða hófst: 1933-06-02 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Pétur Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-06-02 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Páll Hermannsson - Ræða hófst: 1933-06-02 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Guðmundur Ólafsson (forseti) - Ræða hófst: 1933-06-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (eignarnámsheimild á ábúðar- og erfðafesturétti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (virkjun Sogsins)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Þorláksson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (eignarnámsheimild á nokkrum löndum og afnotarétti landsvæða í Hafnarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Jón Baldvinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (eignarnámsheimild á landi við Skerjafjörð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-24 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 575 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1933-05-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A155 (nýbýli)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Jón Baldvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1933-04-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 47

Þingmál A81 (milliþinganefndir um nýbýlahverfi í sveitum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (þáltill.) útbýtt þann 1933-11-27 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 48

Þingmál A82 (bann geng því að reisa nýjan bæ við Vellankötlu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 1934-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A151 (friðun náttúruminja)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1934-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (nýbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (frumvarp) útbýtt þann 1934-11-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A184 (skipulagsuppdráttur Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - flutningsræða - Ræða hófst: 1934-12-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 49

Þingmál A1 (fjárlög 1936)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1935-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (nýbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (frumvarp) útbýtt þann 1935-02-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A55 (sala mjólkur og rjóma o.fl.)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Pétur Halldórsson - Ræða hófst: 1935-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (eignarnámsheimild landa í Hafnarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (frumvarp) útbýtt þann 1935-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 468 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1935-11-05 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 533 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1935-11-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 547 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1935-11-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Emil Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-03-16 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1935-11-14 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Jón Baldvinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1935-11-30 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1935-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (eignarnám lands handa kaupfélagi Rangæinga)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Pétur Halldórsson - Ræða hófst: 1935-03-23 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1935-03-23 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1935-04-04 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1935-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (heimild til að kaupa Ás í Kelduneshreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 271 (frumvarp) útbýtt þann 1935-03-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A120 (skaði af ofviðri)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1935-04-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 51

Þingmál A65 (héraðsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 1937-03-15 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 52

Þingmál A1 (fjárlög 1938)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson - Ræða hófst: 1937-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (eignarnámsheimild á óræktuðum landsvæðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (þáltill.) útbýtt þann 1937-12-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Jón Baldvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-12-21 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1937-12-21 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1937-12-21 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1937-12-22 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1937-12-22 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1937-12-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 53

Þingmál A1 (fjárlög 1939)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Bjarni Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1938-05-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 54

Þingmál A1 (fjárlög 1940)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Bjarni Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1939-12-28 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1939-12-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1939-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (sala Höfðahóla o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 1939-03-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A27 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 364 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1939-12-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 401 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1939-12-08 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 517 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1939-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1939-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (eignarnám lands í Ölfusi til nýbýla)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1939-03-14 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1939-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1939-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (betrunarhús og vinnuhæli)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Eiríkur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1940-01-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A171 (nýbýli og nýbýlahverfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 651 (þáltill.) útbýtt þann 1939-12-30 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 55

Þingmál A22 (skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 1940-02-23 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 220 (breytingartillaga) útbýtt þann 1940-03-27 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 262 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1940-03-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 385 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1940-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A34 (skipun læknishéraða)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1940-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (eignarnámsheimild á nokkrum löndum o. fl.)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1940-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (jarðir í Ölfusi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1940-04-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1940-04-04 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1940-04-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 56

Þingmál A37 (sala á spildu úr Neslandi í Selvogi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 1941-03-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1941-04-29 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Pálmi Hannesson - Ræða hófst: 1941-04-29 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1941-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (sandgræðsla og hefting sandfoks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-04-03 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 272 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1941-04-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Páll Zóphóníasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-04-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 59

Þingmál A21 (lendingarbætur á Stokkseyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-03-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A56 (sala Hólms í Seltjarnarneshreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 93 (frumvarp) útbýtt þann 1942-03-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1942-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (landkaup í Ölfusi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (þáltill.) útbýtt þann 1942-04-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A118 (eignarnám landa á hverasvæðinu í Ölfusi)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1942-05-21 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1942-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (hreppamörk Borgar- og Stafholtstungnahreppa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 423 (frumvarp) útbýtt þann 1942-05-16 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 60

Þingmál A24 (raforkusjóður)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1942-08-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (hafnarlög fyrir Grundarfjörð)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1942-08-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-08-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A57 (vatnasvæði Þverár og Markarfljóts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 1942-08-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A69 (efling landbúnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 1942-08-26 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 61

Þingmál A1 (fjárlög fyrir árið 1943)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1943-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (vatnasvæði Þverár og Markarfljóts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1942-11-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A16 (fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 511 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1943-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A29 (aðflutningstollar á efni til rafvirkjana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 1942-12-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A31 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 1942-12-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A36 (efling landbúnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (þáltill.) útbýtt þann 1942-12-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A37 (lögsagnarumdæmi Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-01-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1943-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (brúargerð)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1943-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (sala á spildu úr Neslandi í Selvogi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (frumvarp) útbýtt þann 1943-01-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 516 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-03-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Eiríkur Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1943-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (strandferðabátur fyrir Austurland)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1943-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (lönd til nýbýlastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (þáltill.) útbýtt þann 1943-04-09 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 62

Þingmál A12 (bannsvæði herstjórnar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson - Ræða hófst: 1943-04-21 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Vilhjálmur Þór (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1943-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (fjárlög 1944)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (breytingartillaga) útbýtt þann 1943-11-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A41 (nýbýlamyndun)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Þóroddur Guðmundsson - Ræða hófst: 1943-09-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (ítala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 1943-09-17 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 215 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1943-10-21 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 243 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1943-10-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A62 (eignarnámsheimild á Nesi í Norðfirði)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Þóroddur Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1943-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (skólasetur og tilraunastöð á Reykhólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 359 (frumvarp) útbýtt þann 1943-11-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A154 (olíugeymar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1943-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A160 (hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1943-11-15 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 63

Þingmál A39 (girðingar til varnar gegn útbreiðslu sauðfjársjúkdóma og fjárskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 1944-02-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A119 (áburðarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1945-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Pétur Magnússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1944-12-13 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Pétur Magnússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1944-12-13 00:00:00 - [HTML]
135. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1945-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1944-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (bændaskóli)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Eiríkur Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1944-11-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 64

Þingmál A21 (hafnargerðir og lendingarbætur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1945-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (gistihúsbygging í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-03-13 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (nýbyggingar í Höfðakaupstað)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Einar Olgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-04-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 65

Þingmál A1 (bandalag hinna sameinuðu þjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1946-07-22 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 66

Þingmál A11 (alþjóðaflug)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1946-10-22 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 456 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1947-02-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (landshöfn og fiskiðjuver á Rifi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (frumvarp) útbýtt þann 1946-12-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A172 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Steindór Steindórsson - Ræða hófst: 1947-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A209 (Egilsstaðakauptún í Suður - Múlasýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1947-03-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
131. þingfundur - Páll Zóphóníasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1947-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (Bernarsambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1947-03-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A302 (friðun landsvæðis milli Dettifoss og Ásbyrgis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (þáltill.) útbýtt þann 1947-04-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál B21 (fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir)

Þingræður:
109. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1947-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B55 (olíustöðin í Hvalfirði)

Þingræður:
116. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-04-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 67

Þingmál A25 (Keflavíkurflugvöllurinn)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1947-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (eignarnám lóða vegna Menntaskólans í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 1947-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A57 (Alþjóðavinnumálastofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1947-10-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A61 (sementsverksmiðja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1947-10-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A115 (þurrkví við Elliðaárvog)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1948-03-17 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 68

Þingmál A20 (skipulag kaupstaða og kauptúna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A48 (réttindi Íslendinga á Grænlandi)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Pétur Ottesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1948-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (Kaldaðarnes í Flóa)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1949-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (vöruhappdrætti fyrir Samband íslenzkra berklasjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1949-01-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A128 (bæjarstjórn í Keflavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 332 (frumvarp) útbýtt þann 1949-02-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 399 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1949-02-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A169 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1949-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (eignarnámsheimild á Efri-Skútu og Neðri-Skútu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 485 (frumvarp) útbýtt þann 1949-03-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A177 (þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1949-03-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A179 (Geysir í Haukadal)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 501 (þáltill.) útbýtt þann 1949-03-30 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 69

Þingmál A24 (læknisbústaður á Reykhólum)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1949-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (skipulag kaupstaða og kauptúna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1949-11-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A100 (lóðakaup í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1950-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (kristfjárjarðir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (þáltill.) útbýtt þann 1950-03-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A159 (félagafrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1950-05-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A913 (Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf 1947)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 486 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1950-03-27 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 70

Þingmál A911 (skýrsla Alþjóðavinnumálaþingsins 1948)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1950-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A912 (Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf 1949)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1951-01-30 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 71

Þingmál A17 (varnarsamningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 238 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1951-11-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A54 (mannréttindi og grundvallarfrjálsræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1951-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (félagafrelsi verkamanna og vinnuveitenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 408 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1951-12-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A151 (orlof farmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1951-12-12 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 72

Þingmál A14 (mannréttindi og mannfrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A73 (rannsókn á jarðhita)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (þáltill.) útbýtt þann 1952-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A143 (Flóa- og Skeiðaáveiturnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (þáltill.) útbýtt þann 1952-11-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1953-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (löggilding verslunarstaðar í Vogum)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1952-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (afréttarland Garða á Álftanesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (frumvarp) útbýtt þann 1953-01-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Jón Pálmason (forseti) - útbýting þingskjala - Ræða hófst: 1953-01-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 73

Þingmál A20 (endurskoðun varnarsamnings)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1953-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (brúarstæði á Hornafjarðarfljótum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (þáltill.) útbýtt þann 1953-10-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A115 (möskvastærð fiskineta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-12-02 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 74

Þingmál A26 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1954-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A29 (varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 1954-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A41 (staða flóttamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1954-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A87 (radarstöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (þáltill.) útbýtt þann 1954-11-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A118 (Norður-Atlantshafssamningurinn)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (bæjarstjórn í Kópavogskaupstað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (frumvarp) útbýtt þann 1955-03-25 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 75

Þingmál A3 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-10-08 17:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 518 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1956-03-22 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 570 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1956-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A129 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-01-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 277 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1956-01-24 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 610 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1956-03-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A180 (loftflutningar milli landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 463 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-03-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A191 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 496 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-03-20 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 76

Þingmál A11 (skipakaup)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1956-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (sandgræðsla og hefting sandfoks)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1957-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (jöfn laun karla og kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1957-01-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A101 (nauðungarvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1957-01-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A139 (eignarnámsheimild á löndum í Hafnarfirði, Gerðahreppi og Grindavíkurhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (frumvarp) útbýtt þann 1957-03-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Ólafur Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-03-25 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Emil Jónsson - Ræða hófst: 1957-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (eyðing refa og minka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-04-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A154 (atvinnuleysi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 411 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1957-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A160 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 436 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-04-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 565 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1957-05-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-05-18 00:00:00 - [HTML]
102. þingfundur - Kjartan J. Jóhannsson - Ræða hófst: 1957-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (Alþjóðakjarnorkumálastofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1957-05-29 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 77

Þingmál A68 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-12-09 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Jóhann Hafstein - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-12-09 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1957-12-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A173 (lágmark félagslegs öryggis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1958-04-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A184 (varnir gegn útbreiðslu kartöfluhnúðorma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1958-05-08 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 78

Þingmál A35 (dýralæknar)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Páll Zóphóníasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1959-01-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (bæjarstjórn í Hafnarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (frumvarp) útbýtt þann 1959-01-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Emil Jónsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1959-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (frumvarp) útbýtt þann 1959-01-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A102 (hefting sandfoks og græðsla lands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (frumvarp) útbýtt þann 1959-02-09 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 80

Þingmál A34 (hefting sandfoks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (frumvarp) útbýtt þann 1959-12-04 10:55:00 [PDF]

Þingmál A48 (efnahagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1960-02-12 13:55:00 [PDF]

Þingmál A91 (allsherjarafvopnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (þáltill.) útbýtt þann 1960-03-15 12:49:00 [PDF]

Þingmál A99 (alþjóðasamningur um fiskveiðar á norðausturhluta Atlantshafs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-03-22 12:49:00 [PDF]

Þingmál A117 (flugsamgöngur á Vestfjarðasvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 279 (þáltill.) útbýtt þann 1960-04-04 12:49:00 [PDF]

Löggjafarþing 81

Þingmál A114 (varnir gegn landspjöllum af völdum Dyrhólaóss)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (þáltill.) útbýtt þann 1960-11-22 09:06:00 [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - Ræða hófst: 1961-01-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (alþjóðlega framfarastofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (nefndarálit) útbýtt þann 1961-02-13 10:32:00 [PDF]
Þingskjal nr. 381 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1961-02-20 10:32:00 [PDF]

Þingmál A175 (hefting sandfoks og græðsla lands)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - Ræða hófst: 1961-02-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A11 (Parísarsamþykktin um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A27 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (hefting sandfoks)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (raforkumál á Snæfellsnesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (þáltill.) útbýtt þann 1961-11-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A171 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A200 (landþurrkun á Fljótsdalshéraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 468 (þáltill.) útbýtt þann 1962-03-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A221 (samstarfssamningur Norðurlanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 637 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1962-04-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 83

Þingmál A1 (fjárlög 1963)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-12-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A84 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (frumvarp) útbýtt þann 1962-11-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A106 (samningar Evrópuríkja um félagslegt öryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1962-11-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A177 (aðstoð við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 331 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-02-28 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 406 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1963-03-18 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 443 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1963-03-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Emil Jónsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (listflytjendur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 378 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A198 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A242 (fasteignamat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 564 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-04-06 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 84

Þingmál A20 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A23 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 1963-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A62 (hefting sandfoks við Þorlákshöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (þáltill.) útbýtt þann 1963-11-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A103 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-12-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 175 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1963-12-19 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 85

Þingmál A27 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 1964-10-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A122 (skrásetning réttinda í loftförum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-02-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A147 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-03-08 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 86

Þingmál A37 (skrásetning réttinda í loftförum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1965-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A136 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (stækkun lögsagnarumdæmis Keflavíkurkaupstaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 388 (frumvarp) útbýtt þann 1966-03-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Ragnar Guðleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-03-31 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Pétur Pétursson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
43. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1966-05-02 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-05-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 87

Þingmál A50 (alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-11-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A138 (heimild að selja Kópavogskaupstað nýbýlalönd og hluta jarðarinnar Kópavogs)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Axel Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (sala Þormóðsdals og Bringna)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1967-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-04-08 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 523 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1967-04-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1967-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
33. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 88

Þingmál A8 (sala Setbergs o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1967-12-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-03-21 00:00:00 - [HTML]
101. þingfundur - Sigurvin Einarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-04-18 00:00:00 - [HTML]
101. þingfundur - Magnús Kjartansson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (verndun og efling landsbyggðar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (skólarannsóknir)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Ræða hófst: 1967-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-11-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A147 (heykögglavinnsla og fóðurbirgðastöðvar)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Magnús H. Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (breyting á mörkum Eskifjaðrarhrepps og Reyðarfjarðarhrepps og sala Hólma)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1968-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (byggingarsjóður aldraðs fólks)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Pétur Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-03-19 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1968-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (lánveitingar úr Byggingasjóði ríkisins)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1968-01-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A11 (Listasafn Íslands)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1969-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (samningur um fiskveiðar í Norður-Atlantshafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1968-11-27 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 379 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1969-03-19 00:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A100 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 126 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-12-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A112 (bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1968-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A232 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-04-23 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 90

Þingmál A8 (Seyðisfjarðarkaupstaður)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1970-01-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (Vesturlandsáætlun)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1969-10-22 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-10-29 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Benedikt Gröndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-10-29 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (fólkvangur á Álftanesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1970-04-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1969-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (Bjargráðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (endurskoðun laga um framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Auður Auðuns - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1969-12-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Magnús Kjartansson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (frumvarp) útbýtt þann 1969-12-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A172 (náttúruvernd á vatnasviði Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-03-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A228 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-04-22 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 91

Þingmál A16 (mengun frá álbræðslunni í Straumi)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Sigurður Ingimundarson - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jónas Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-04 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1970-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (náttúruvernd á vatnasviði Mývatns og Laxár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-11-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Benedikt Gröndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-01 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1971-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (þjóðgarður á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Matthías Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-10 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1971-02-10 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1971-02-18 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1971-02-18 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1971-02-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (sjúkrahús í sameign ríkis og bæjar á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Ingvar Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-02-18 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 652 (breytingartillaga) útbýtt þann 1971-03-25 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 677 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1971-03-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-02-24 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1971-02-24 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1971-02-25 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-26 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1971-03-23 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Ólafur Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-25 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Steinþór Gestsson - Ræða hófst: 1971-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A233 (girðingalög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Bjartmar Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A243 (sala hluta úr jörðinni Kollafirði)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Einar Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A288 (námulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 588 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A296 (virkjun Svartár í Skagafirði)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Sveinn Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-04-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 92

Þingmál A114 (námulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-12-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A172 (framkvæmdaáætlun fyrir Norðurlandskjördæmi vestra)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Pétur Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A271 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A273 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-05-04 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1972-05-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 93

Þingmál A46 (námulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A79 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-11-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 460 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1973-03-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 603 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1973-04-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A157 (milliþinganefnd í byggðamálum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-03-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A244 (alþjóðasamningur um varnir gegn mengun hafsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-04-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A254 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-04-12 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 94

Þingmál A46 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A101 (þörungavinnsla við Breiðafjörð)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1973-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (verndun Mývatns og Laxár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A208 (Framkvæmdastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (frumvarp) útbýtt þann 1974-02-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 818 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1974-05-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A284 (innflutningur og eldi sauðnauta)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A296 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A327 (Félagsmálasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 758 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1974-04-23 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 95

Þingmál A1 (landgræðslu- og gróðurverndaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (þáltill.) útbýtt þann 1974-07-25 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 96

Þingmál A27 (kaup ríkissjóðs á húsakosti í Flatey á Skjálfanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (þáltill.) útbýtt þann 1974-11-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A82 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti (INTELSAT))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1974-12-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A210 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-04-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A212 (afréttamálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-04-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A250 (innanlandsflugvöllur á Reykjavíkursvæðinu)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A268 (Félagsmálasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1975-04-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A276 (virkjun Hvítár í Borgarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (frumvarp) útbýtt þann 1975-05-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A306 (auðæfi á eða í íslenskum hafsbotni)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A346 (utanríkismál 1975)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 97

Þingmál A84 (jarðhitaleit á Snæfellsnesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-05-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A145 (afréttamálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-03 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 538 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1976-04-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A206 (ráðstafanir til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og búseturöskun í Norður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1976-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A257 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-29 00:00:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 98

Þingmál A15 (veiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1977-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (alþjóðasamningur um varnarráðstafanir vegna glæpa gegn einstaklingum er njóta alþjóðlegrar verndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1976-10-14 15:00:00 [PDF]

Þingmál A41 (dvalarheimili aldraðra)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (eignarráð yfir landinu)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1976-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (virkjun Hvítár í Borgarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (frumvarp) útbýtt þann 1976-11-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A271 (áætlunarflugvellir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1977-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál S56 ()

Þingræður:
16. þingfundur - Gils Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-11-09 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 99

Þingmál A35 (alþjóðasamningur um ræðissamband)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A177 (Suðurnesjaáætlun)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Gils Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A200 (sala eyðijarðanna Kroppsstaða og Efstabóls í Mosvallahreppi)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1978-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A271 (flugöryggismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1978-04-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A281 (tannsmiðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 580 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A284 (lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og Seltjarnarneskaupstaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 603 (frumvarp) útbýtt þann 1978-04-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A291 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A328 (Kröfluvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1978-04-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál B69 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
75. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1978-04-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 100

Þingmál A36 (fisklöndun til fiskvinnslustöðva)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Alexander Stefánsson - Ræða hófst: 1979-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (alþjóðasamningar um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-11-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A303 (iðnaðarstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1979-05-15 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 101

Þingmál A7 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00 [PDF]

Löggjafarþing 102

Þingmál A2 (viðskiptasamningur EFTA-landanna og Spánar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1979-12-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A53 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-01-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A86 (hefting landbrots)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (þáltill.) útbýtt þann 1980-01-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Steinþór Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (Evrópusamningur um varnir gegn hryðjuverkum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1980-04-17 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 103

Þingmál A1 (fjárlög 1981)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (landhelgisgæsla)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1981-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (rafknúin járnbraut)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Þórarinn Sigurjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-01-27 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Jóhann Einvarðsson - Ræða hófst: 1981-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (samningur um gagnkvæma aðstoð í tollamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-12-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A187 (vegáætlun 1981--1984)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1981-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (frumvarp) útbýtt þann 1981-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A252 (innlent fóður)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1981-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A263 (varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A275 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 816 (breytingartillaga) útbýtt þann 1981-05-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 870 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1981-05-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðrún Helgadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A296 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (frumvarp) útbýtt þann 1981-04-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A320 (raforkuver)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 784 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-05-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A388 (utanríkismál 1981)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1981-03-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1981-05-11 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-05-15 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B70 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
40. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1981-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B87 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
55. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1981-02-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 104

Þingmál A13 (orlofsbúðir fyrir almenning)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-10-20 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1981-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (virkjunarframkvæmdir og orkunýting)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1982-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A243 (steinullarverksmiðja í Þorlákshöfn)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-03-31 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Magnús H. Magnússon - Ræða hófst: 1982-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A279 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A307 (neyðarbirgðir olíu o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A364 (utanríkismál 1982)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1982-03-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál B36 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
18. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 105

Þingmál A32 (hafsbotnsréttindi Íslands í suðri)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (neyðarbirgðir olíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-10-19 14:20:00 [PDF]

Þingmál A44 (endurreisn Reykholtsstaðar)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Alexander Stefánsson - Ræða hófst: 1982-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-11-29 13:42:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (varnir gegn mengun frá skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1982-11-29 13:42:00 [PDF]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Þingmál A206 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-25 15:53:00 [PDF]

Þingmál A217 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-02-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A243 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (frumvarp) útbýtt þann 1983-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A278 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 398 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-02-28 15:53:00 [PDF]

Löggjafarþing 106

Þingmál A6 (afvopnun og takmörkun vígbúnaðar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1983-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A61 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-31 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-15 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1984-02-15 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1984-02-15 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1984-02-15 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1984-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-12-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 763 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1984-05-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A140 (lántaka vegna flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1984-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1983-12-12 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1983-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (umhverfismál)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Stefán Benediktsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (frumvarp) útbýtt þann 1983-12-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A172 (hagnýting Íslandsmiða utan efnahagslögsögunnar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A189 (fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1984-03-06 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1984-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (orka fallvatna og nýting hennar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-03-28 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1984-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (vísitala framfærslukostnaðar)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1984-03-14 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A212 (skógrækt)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1984-02-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (þáltill.) útbýtt þann 1984-03-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A252 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1984-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A271 (Hitaveita Suðurnesja)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1984-05-16 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1984-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (ónæmisaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A291 (varnir vegna Skeiðarárhlaupa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (þáltill.) útbýtt þann 1984-04-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A334 (skóg- og trjárækt á Suðurnesjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (þáltill.) útbýtt þann 1984-05-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A356 (skipulag almenningsamgangna á höfuðborgarsvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (þáltill.) útbýtt þann 1984-05-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál B103 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
43. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-02-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A1 (fjárlög 1985)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1984-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1985-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00 [PDF]

Þingmál A60 (þjónusta vegna tannréttinga)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1985-06-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-12 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1984-11-12 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1984-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (þáltill.) útbýtt þann 1984-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1984-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (þáltill.) útbýtt þann 1984-11-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (stighækkandi eignarskattsauki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (þáltill.) útbýtt þann 1984-11-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A202 (skóg- og trjárækt á Suðurnesjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (þáltill.) útbýtt þann 1984-12-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 698 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1985-04-11 00:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Geir Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-07 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1985-03-19 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1985-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (geymsla kjarnorkuvopna á íslensku yfirráðasvæði)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (nýjar hernaðarratsjárstöðvar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (þáltill.) útbýtt þann 1984-12-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1985-03-21 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1985-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (selveiðar við Ísland)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A233 (verðjöfnunargjald af raforkusölu)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A275 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-02-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1985-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A331 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A365 (vegáætlun 1985--1988)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Magnús Reynir Guðmundsson - Ræða hófst: 1985-03-26 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1985-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A394 (atvinnumál á Norðurlandi eystra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (þáltill.) útbýtt þann 1985-03-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-07 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Björn Dagbjartsson - Ræða hófst: 1985-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A408 (mörk Garðabæjar og Kópavogs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (frumvarp) útbýtt þann 1985-04-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A442 (námaleyfi Kísiliðjunnar)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1985-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A456 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1985-06-03 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1985-06-10 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-13 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1985-06-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A472 (hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A491 (framleiðsla og sala á búvörum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1985-06-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A501 (stjórn efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1985-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A544 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1985-04-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál B70 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
42. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1985-01-31 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1985-01-31 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1985-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B106 (skýrsla um utanríkismál)

Þingræður:
78. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1985-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B107 (varamaður tekur þingsæti)

Þingræður:
80. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1985-05-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 108

Þingmál A5 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1985-10-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1986-02-26 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1986-02-26 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-27 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1986-02-28 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Stefán Benediktsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Stefán Benediktsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A63 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A66 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (bann gegn geimvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 96 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A117 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-18 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Eiður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (sala Kröfluvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-11-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1985-12-14 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1985-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A244 (alþjóðavinnumálaþingið í Genf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-02-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A277 (rannsókna- og tilaraunastöð fiskeldis)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1986-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A322 (Alþjóðahugverkastofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1986-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A338 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A344 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A407 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A437 (þing Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál B141 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
77. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1986-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A42 (varnarsvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 1986-10-15 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 378 (svar) útbýtt þann 1986-12-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A63 (bann við geimvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A90 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A196 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A230 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A244 (mannréttindamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (þáltill.) útbýtt þann 1986-12-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A273 (uppboðsmarkaður fyrir sjávarafla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 479 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A289 (landgræðslu- og landverndaráætlun 1987-1991)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1987-01-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A320 (Vísindaráð og Rannsóknaráð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 563 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A354 (grunnskóli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (frumvarp) útbýtt þann 1987-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A376 (áætlanir á sviði samgögnumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (þáltill.) útbýtt þann 1987-02-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A393 (fríiðnaðarsvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-03-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A413 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (frumvarp) útbýtt þann 1987-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A415 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A421 (stofnsamningur Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1987-03-11 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A3 (bann við geimvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 1987-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A10 (umhverfisfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 1987-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A33 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A65 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 1987-11-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A103 (samgöngur á Austurlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (þáltill.) útbýtt þann 1987-11-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A133 (samræming áætlana á sviði samgöngumála og mannvirkjagerðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (þáltill.) útbýtt þann 1987-11-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A260 (brottfall ýmissa laga á sviði viðskiptamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-02-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A294 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-02-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A300 (sala veiðileyfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 651 (svar) útbýtt þann 1988-03-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A311 (Alþjóðavinnumálaþingin í Genf 1987)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-02-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A358 (hálendisvegir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A461 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 112

Þingmál A43 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 760 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1990-03-19 00:00:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 114

Þingmál A3 (ríkisfjármál 1991)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1991-05-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B11 (staða viðræðna um evrópskt efnahagssvæði)

Þingræður:
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 115

Þingmál A2 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Stefán Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-10-15 14:33:00 - [HTML]

Þingmál A16 (stefna ríkisstjórnarinnar varðandi ríkisjarðir)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1991-10-24 10:55:00 - [HTML]
14. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-10-24 11:08:00 - [HTML]

Þingmál A127 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1991-11-20 14:29:00 - [HTML]
30. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1991-11-20 14:37:00 - [HTML]

Þingmál A132 (hringvegurinn)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-03-06 12:44:00 - [HTML]

Þingmál A147 (samningur um hefðbundinn herafla í Evrópu)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-11-27 16:26:00 - [HTML]
52. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1991-12-14 12:32:00 - [HTML]
52. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-12-14 16:21:00 - [HTML]

Þingmál A166 (friðun Landnáms Ingólfs fyrir lausagöngu búfjár)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-03-27 12:34:00 - [HTML]
112. þingfundur - Auður Sveinsdóttir - Ræða hófst: 1992-03-27 12:48:00 - [HTML]

Þingmál A168 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1992-03-24 17:07:00 - [HTML]
108. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-03-24 18:04:00 - [HTML]

Þingmál A208 (flugmálaáætlun 1992--1995)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-03-04 14:27:00 - [HTML]
150. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-05-19 02:56:07 - [HTML]

Þingmál A218 (Háskólinn á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-05-14 21:55:00 - [HTML]

Þingmál A255 (jöfnun á flutningskostnaði olíuvara)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-03-17 14:14:00 - [HTML]

Þingmál A269 (Norræna ráðherranefndin 1991--1992)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-04-02 15:30:00 - [HTML]

Þingmál A270 (flutningur stofnana á vegum ríkisins út á landsbyggðina)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-03-26 10:34:00 - [HTML]

Þingmál A279 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1992-03-11 15:03:00 - [HTML]

Þingmál A368 (mengun frá bandaríska hernum)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-09 12:18:00 - [HTML]

Þingmál A377 (öryggi í óbyggðaferðum)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-04-02 11:19:00 - [HTML]

Þingmál A399 (utanríkismál)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-03-31 13:52:00 - [HTML]

Þingmál A449 (skipulag á Miðhálendi Íslands)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-10 10:38:00 - [HTML]
124. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-04-10 11:57:00 - [HTML]
124. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1992-04-10 12:13:00 - [HTML]
124. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-04-10 12:31:00 - [HTML]
124. þingfundur - Pálmi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-04-10 12:33:00 - [HTML]
124. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1992-04-10 15:20:00 - [HTML]
124. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1992-04-10 15:33:00 - [HTML]

Þingmál A480 (rannsókn á jarðvegi við varnarsvæðin á Suðurnesjum)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-04-09 00:46:00 - [HTML]

Þingmál B34 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun)

Þingræður:
27. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1991-11-14 14:37:00 - [HTML]

Þingmál B75 (staða íslensks landbúnaðar með tilliti til þróunar viðræðna um nýjan GATT-samning o.fl.)

Þingræður:
61. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-01-07 19:26:00 - [HTML]

Þingmál B82 (afstaða ríkisstjórnarinnar til samninga um sölu á saltsíld til Rússlands)

Þingræður:
66. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-01-14 16:17:00 - [HTML]

Þingmál B88 (afstaða ríkisstjórnarinnar til aðildar Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði)

Þingræður:
72. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1992-01-22 14:45:00 - [HTML]

Þingmál B104 (heimsókn forsætisráðherra til Ísraels)

Þingræður:
88. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1992-02-25 16:36:00 - [HTML]
88. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-02-25 17:07:00 - [HTML]
88. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1992-02-25 18:56:00 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-08-20 12:50:29 - [HTML]
85. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-12-17 22:27:27 - [HTML]
93. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1993-01-05 17:20:35 - [HTML]
94. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1993-01-06 11:31:48 - [HTML]

Þingmál A29 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-08-27 12:01:18 - [HTML]
64. þingfundur - Páll Pétursson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-26 16:07:52 - [HTML]
66. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-11-26 17:07:41 - [HTML]

Þingmál A40 (jöfnun verðlags)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1992-10-15 11:45:01 - [HTML]

Þingmál A73 (þjónusta Ríkisútvarpsins á Suðurlandi)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-10-15 12:24:36 - [HTML]

Þingmál A96 (fjárlög 1993)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Karl Steinar Guðnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-10 13:08:29 - [HTML]
78. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1992-12-10 15:49:14 - [HTML]

Þingmál A157 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (frumvarp) útbýtt þann 1992-10-26 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A184 (flutningur ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Gunnlaugur Stefánsson - Ræða hófst: 1993-02-11 14:55:49 - [HTML]

Þingmál A190 (vegáætlun 1992)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-12-04 10:14:31 - [HTML]

Þingmál A228 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 285 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1992-11-16 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (samningar við EB um fiskveiðimál)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1993-01-11 12:38:22 - [HTML]

Þingmál A278 (stuðningur við réttindabaráttu Eystrasaltsríkjanna á alþjóðavettvangi)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Björn Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-04 18:08:00 - [HTML]
122. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1993-03-05 15:34:11 - [HTML]

Þingmál A301 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-03-04 11:26:15 - [HTML]
121. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1993-03-04 12:13:53 - [HTML]

Þingmál A354 (fullgilding samnings um fríverslun milli Íslands og Færeyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-02-16 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (dýravernd)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-03-10 15:56:59 - [HTML]

Þingmál A436 (starfsskilyrði ferðaþjónustunnar)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 1993-03-25 11:16:22 - [HTML]

Þingmál A440 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Guðmundur Stefánsson - Ræða hófst: 1993-03-25 17:05:57 - [HTML]

Þingmál A450 (alþjóðleg samvinna um fullnustu refsidóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-03-23 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A455 (skipulagslög)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-05 19:12:30 - [HTML]

Þingmál A515 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
176. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-05-08 13:24:34 - [HTML]

Þingmál A566 (fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ísraels)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-04-02 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A567 (fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Póllands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-04-02 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (utanríkismál)[HTML]

Þingræður:
158. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-04-16 17:21:02 - [HTML]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B76 (atvinnuleysi á Suðurnesjum)

Þingræður:
43. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-10-29 14:03:19 - [HTML]

Þingmál B147 (brottvísun 400 Palestínumanna frá Ísrael)

Þingræður:
94. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1993-01-06 15:36:49 - [HTML]

Þingmál B191 (skyndilokanir á afréttum)

Þingræður:
109. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1993-02-16 13:52:13 - [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A17 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A39 (umhverfisgjald)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-10-21 10:37:13 - [HTML]
18. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 1993-10-21 11:14:17 - [HTML]

Þingmál A42 (kostir þess að gera landið að einu kjördæmi)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1993-10-28 14:46:50 - [HTML]
25. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-10-28 14:59:25 - [HTML]
25. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-10-28 15:04:35 - [HTML]
25. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1993-10-28 15:14:49 - [HTML]

Þingmál A83 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Finnur Ingólfsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-15 14:03:23 - [HTML]

Þingmál A94 (rannsóknir á umhverfisáhrifum vatnaflutninga)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1993-10-25 18:37:11 - [HTML]

Þingmál A97 (vegasamband allt árið milli Austurlands og Norðurlands)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-11-09 17:07:32 - [HTML]
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-11-09 17:51:47 - [HTML]

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A200 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-09 11:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A207 (græn símanúmer)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-10 14:47:17 - [HTML]

Þingmál A260 (Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1994-04-14 23:13:42 - [HTML]

Þingmál A263 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-12-08 15:42:54 - [HTML]

Þingmál A275 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - andsvar - Ræða hófst: 1993-12-14 16:46:04 - [HTML]

Þingmál A282 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-02-22 16:52:40 - [HTML]

Þingmál A302 (stöðvun verkfalls fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1994-01-25 17:07:30 - [HTML]

Þingmál A320 (rannsóknir háhitasvæða í Öxarfjarðarhéraði)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1994-03-28 15:59:27 - [HTML]

Þingmál A321 (rannsóknir á atvinnulífi og náttúruauðlindum í Öxarfjarðarhéraði)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1994-03-28 16:16:59 - [HTML]

Þingmál A363 (frísvæði á Suðurnesjum)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1994-02-28 16:28:28 - [HTML]

Þingmál A371 (vernd Breiðafjarðar)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Auður Sveinsdóttir - Ræða hófst: 1994-03-01 15:49:50 - [HTML]
100. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - Ræða hófst: 1994-03-01 16:48:11 - [HTML]
100. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1994-03-01 17:37:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1011 - Komudagur: 1994-03-23 - Sendandi: Bæjarstjórn Stykkishólms, - [PDF]

Þingmál A378 (stefnumótandi byggðaáætlun 1994--1997)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1994-02-17 15:32:51 - [HTML]

Þingmál A409 (Norræna ráðherranefndin 1993--1994)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-24 13:30:20 - [HTML]

Þingmál A411 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-03 14:34:01 - [HTML]
102. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-03-03 17:29:58 - [HTML]

Þingmál A431 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Búlgaríu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-02-28 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A432 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ungverjalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-02-28 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A433 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Rúmeníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-02-28 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A506 (stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1233 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-05-06 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-22 14:29:21 - [HTML]
115. þingfundur - Pétur Bjarnason - Ræða hófst: 1994-03-22 16:08:21 - [HTML]
115. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1994-03-22 17:09:13 - [HTML]
115. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-03-22 17:53:51 - [HTML]

Þingmál A536 (forkönnun á gerð fríverslunarsamnings við aðila að NAFTA)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1994-03-28 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A537 (fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-03-28 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A539 (ágangur sjávar og hefting sandfoks við Vík í Mýrdal)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1994-04-11 16:16:21 - [HTML]

Þingmál A541 (samningur um opna lofthelgi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 849 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-03-29 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-08 12:56:59 - [HTML]

Þingmál A542 (samningur um Svalbarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-03-29 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-04-08 16:55:19 - [HTML]
125. þingfundur - Guðrún J. Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1994-04-08 17:15:16 - [HTML]
125. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-04-08 17:17:40 - [HTML]
125. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 1994-04-08 17:51:48 - [HTML]

Þingmál A579 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-12 16:42:17 - [HTML]

Þingmál B127 (umræða um skýrslu Byggðastofnunar)

Þingræður:
53. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1993-12-09 10:47:26 - [HTML]

Þingmál B175 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1991 og 1992)

Þingræður:
92. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-17 10:41:27 - [HTML]
92. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-02-17 11:37:19 - [HTML]
92. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1994-02-17 13:45:28 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A6 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A7 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A53 (markaðssetning rekaviðar)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Björk Jóhannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-16 13:34:47 - [HTML]

Þingmál A61 (sjóvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-11 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Sturla Böðvarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-15 16:20:07 - [HTML]

Þingmál A66 (fjáraukalög 1994)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sigbjörn Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-20 15:08:09 - [HTML]

Þingmál A99 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-03 12:50:24 - [HTML]

Þingmál A103 (vöruverð lífsnauðsynja og verðmunur á milli þéttbýlis og dreifbýlis)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1994-11-30 12:47:40 - [HTML]

Þingmál A106 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-19 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A121 (framkvæmdir í samgöngumálum í kjölfar sameiningar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 1994-11-07 17:57:16 - [HTML]

Þingmál A123 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (nefndarálit) útbýtt þann 1995-02-13 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-10 10:43:27 - [HTML]
35. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1994-11-17 10:45:52 - [HTML]

Þingmál A126 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Svavar Gestsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-16 18:26:15 - [HTML]

Þingmál A140 (tengsl ferðaþjónustu við íslenska sögu)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 1994-12-05 15:10:37 - [HTML]

Þingmál A194 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Elínbjörg Magnúsdóttir - Ræða hófst: 1994-11-18 12:48:51 - [HTML]

Þingmál A206 (vernd Breiðafjarðar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Pétur Bjarnason - Ræða hófst: 1994-11-17 13:32:34 - [HTML]
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-11-17 13:50:57 - [HTML]
35. þingfundur - Pétur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 1994-11-17 13:52:42 - [HTML]
35. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1994-11-17 13:55:54 - [HTML]
35. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-11-17 14:32:34 - [HTML]
35. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-11-17 14:52:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 418 - Komudagur: 1994-12-08 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir umsagnaraðila -samantekt - [PDF]
Dagbókarnúmer 419 - Komudagur: 1994-12-08 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir sem komu fram við 1. umræðu. - [PDF]

Þingmál A211 (landgræðsla)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1995-02-03 17:06:36 - [HTML]

Þingmál A229 (samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-11-23 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A248 (bygging kjötmjölsverksmiðju)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-05 15:31:24 - [HTML]

Þingmál A278 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1994-12-12 23:47:53 - [HTML]
56. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-12-13 00:18:36 - [HTML]

Þingmál A289 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Pétur Bjarnason - Ræða hófst: 1995-01-26 12:52:44 - [HTML]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1995-02-23 15:51:43 - [HTML]

Þingmál A301 (dreifing sjónvarps og útvarps)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - Ræða hófst: 1995-02-02 14:34:43 - [HTML]

Þingmál A335 (neyðarsímsvörun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 1995-04-18 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: Áfangaskýrsla nefndar dómsmálaráðhera - [PDF]

Þingmál B46 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1993)

Þingræður:
32. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1994-11-10 14:30:36 - [HTML]
32. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1994-11-10 15:25:41 - [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A28 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-01 17:50:39 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A11 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 1995-10-05 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 1995-10-05 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A66 (græn ferðamennska)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1995-11-09 10:53:47 - [HTML]

Þingmál A93 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (frumvarp) útbýtt þann 1995-10-17 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1995-11-07 17:32:58 - [HTML]

Þingmál A94 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1996-05-03 13:32:49 - [HTML]

Þingmál A95 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 1995-10-18 11:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-07 18:25:24 - [HTML]

Þingmál A96 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1995-10-19 14:57:40 - [HTML]
46. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-11-30 12:21:18 - [HTML]

Þingmál A114 (flutningur höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 1995-11-01 14:44:31 - [HTML]

Þingmál A117 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-07 14:28:17 - [HTML]

Þingmál A171 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-12-16 13:04:39 - [HTML]
68. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-16 17:36:07 - [HTML]

Þingmál A179 (verndun jarðhitasvæðisins við Geysi í Haukadal)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1066 - Komudagur: 1996-03-13 - Sendandi: Inga Kristjánsdóttir - [PDF]

Þingmál A183 (nýting og útflutningur á jarðefnum)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1995-12-06 13:50:55 - [HTML]

Þingmál A184 (nýting innlends trjáviðar)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-01 15:25:34 - [HTML]

Þingmál A192 (fríverslunarsamningur Íslands og Litáens)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1995-11-27 13:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A241 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-20 11:21:14 - [HTML]

Þingmál A252 (spilliefnagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1066 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-05-23 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-01-30 16:55:25 - [HTML]

Þingmál A271 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1996-04-24 15:43:02 - [HTML]

Þingmál A286 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Slóveníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1996-02-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A295 (vegáætlun 1995--1998)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-20 23:12:37 - [HTML]

Þingmál A335 (Norður-Atlantshafsþingið 1995)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1996-02-29 16:10:52 - [HTML]

Þingmál A365 (flugmálaáætlun 1996--1999)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1996-03-05 14:57:11 - [HTML]

Þingmál A366 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-06-05 21:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-07 16:38:11 - [HTML]
161. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-06-05 14:26:31 - [HTML]
161. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-06-05 15:45:45 - [HTML]
161. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1996-06-05 20:22:09 - [HTML]
161. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-06-05 20:58:10 - [HTML]

Þingmál A369 (munur á launum og lífskjörum á Íslandi og í Danmörku)[HTML]

Þingræður:
161. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1996-06-05 11:18:30 - [HTML]

Þingmál A373 (friðlýsing Hvítár/Ölfusár og Jökulsár á Fjöllum)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-19 12:45:17 - [HTML]
123. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-04-19 13:04:58 - [HTML]

Þingmál A375 (framtíðarsamvinna Íslands og Vestur-Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1996-03-13 15:04:48 - [HTML]

Þingmál A407 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-04-15 19:18:50 - [HTML]

Þingmál A410 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (frumvarp) útbýtt þann 1996-03-20 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-04-19 15:41:12 - [HTML]

Þingmál A471 (Evrópusamningur um forsjá barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 806 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1996-04-10 11:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (fullgilding samnings gegn pyndingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1996-04-10 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A477 (Schengen-samstarfið)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-04-15 16:13:35 - [HTML]

Þingmál A492 (samningur um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-05-22 15:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A520 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-22 15:23:21 - [HTML]

Þingmál B73 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1994)

Þingræður:
32. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1995-11-09 14:13:58 - [HTML]

Þingmál B104 (Schengen-samkomulagið, munnleg skýrsla dómsmálaráðherra)

Þingræður:
42. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-11-28 13:39:23 - [HTML]

Þingmál B260 (ástandið í Mið-Austurlöndum)

Þingræður:
124. þingfundur - Ágúst Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-22 15:20:01 - [HTML]
124. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-04-22 15:31:07 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A14 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 1996-10-02 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A15 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 1996-10-02 20:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A17 (flutningur ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-12 15:19:36 - [HTML]
21. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1996-11-12 15:35:54 - [HTML]

Þingmál A25 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-11-04 19:21:41 - [HTML]
16. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1996-11-04 19:43:15 - [HTML]

Þingmál A27 (varðveisla ósnortinna víðerna)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-10-15 17:54:11 - [HTML]

Þingmál A70 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-01-29 14:44:04 - [HTML]

Þingmál A98 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1996-10-28 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1323 (lög í heild) útbýtt þann 1997-05-15 18:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1996-11-04 18:33:26 - [HTML]

Þingmál A114 (stefnumörkun í heilbrigðismálum)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-12-02 17:53:09 - [HTML]

Þingmál A115 (sjóvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 1996-11-04 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1024 (lög í heild) útbýtt þann 1997-04-23 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A130 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 1996-11-12 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A149 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-12-18 21:16:33 - [HTML]

Þingmál A150 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-12-19 21:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A162 (staðsetning nýrra ríkisfyrirtækja á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-10 23:22:45 - [HTML]

Þingmál A171 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1997-02-25 18:05:29 - [HTML]

Þingmál A228 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-12 19:52:27 - [HTML]

Þingmál A266 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gunnlaugur M. Sigmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-24 17:35:47 - [HTML]

Þingmál A267 (bann við framleiðslu á jarðsprengjum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Gunnlaugur M. Sigmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-06 17:40:31 - [HTML]

Þingmál A276 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (frumvarp) útbýtt þann 1997-01-30 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (lýsing á Suðurlandsvegi um Hellisheiði)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1997-02-19 13:42:16 - [HTML]

Þingmál A304 (eignarhald á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1997-04-03 18:46:44 - [HTML]

Þingmál A309 (vegáætlun 1997 og 1998)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-05-15 17:29:34 - [HTML]
127. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1997-05-15 18:30:23 - [HTML]

Þingmál A316 (vatnsorka utan miðhálendisins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-02-19 14:16:26 - [HTML]

Þingmál A407 (Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 1997-04-23 17:21:00 - [HTML]

Þingmál A445 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-03-20 10:59:22 - [HTML]
95. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - Ræða hófst: 1997-03-20 15:26:28 - [HTML]
128. þingfundur - Svavar Gestsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1997-05-16 17:14:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2148 - Komudagur: 1997-05-22 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ýmis gögn frá iðnrn.) - [PDF]

Þingmál A471 (steinbítsveiðar)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1997-04-16 13:40:43 - [HTML]

Þingmál A480 (viðbætur við I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1997-04-02 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A490 (stöðvun hraðfara jarðvegsrofs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (þáltill.) útbýtt þann 1997-04-03 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (Suðurlandsskógar)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1997-04-15 15:03:12 - [HTML]
102. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-04-15 15:34:33 - [HTML]
127. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-15 15:58:08 - [HTML]
128. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-05-16 21:40:20 - [HTML]

Þingmál A555 (samningur um verndun Norðaustur-Atlantshafsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 913 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1997-04-07 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A556 (samningur um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 914 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1997-04-07 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A588 (fjárveiting til verkefna á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1997-05-07 15:00:03 - [HTML]

Þingmál A593 (samningur um bann við framleiðslu efnavopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1036 (þáltill. n.) útbýtt þann 1997-04-28 17:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A608 (samningur Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og samningur um þvætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1997-05-13 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B1 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 1996-10-02 22:04:55 - [HTML]

Þingmál B60 (eigendaskýrsla um Landsvirkjun)

Þingræður:
12. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1996-10-29 15:36:34 - [HTML]

Þingmál B288 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
105. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-17 10:33:45 - [HTML]

Þingmál B300 (breytingartillaga við 407. mál)

Þingræður:
111. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1997-04-23 15:58:19 - [HTML]

Þingmál B331 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
126. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-14 21:51:13 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A8 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 1997-10-06 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A36 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1997-10-23 16:26:45 - [HTML]

Þingmál A50 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 1997-10-07 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A56 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp) útbýtt þann 1997-10-07 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A73 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (frumvarp) útbýtt þann 1997-10-08 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A83 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (frumvarp) útbýtt þann 1997-10-09 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (tilraunaveiðar á ref og mink)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-11-11 16:35:01 - [HTML]

Þingmál A104 (förgun mómoldar og húsdýraáburðar)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - Ræða hófst: 1997-11-19 13:42:15 - [HTML]
28. þingfundur - Guðmundur Lárusson - Ræða hófst: 1997-11-19 13:43:35 - [HTML]

Þingmál A110 (nýbygging fyrir Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-01-27 15:57:40 - [HTML]

Þingmál A176 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 1997-11-20 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 1997-12-02 - Sendandi: Héraðsdómur Suðurlands - [PDF]

Þingmál A179 (samræmd samgönguáætlun)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Magnús Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-11-04 16:50:58 - [HTML]

Þingmál A180 (loftslagsbreytingar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1997-11-17 16:22:56 - [HTML]
26. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-11-17 19:01:06 - [HTML]

Þingmál A194 (hollustuhættir)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 1997-10-23 11:55:43 - [HTML]
74. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-24 13:32:42 - [HTML]

Þingmál A197 (framleiðsla íslenskra matvæla á forsendum sjálfbærrar þróunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (þáltill.) útbýtt þann 1997-10-23 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A225 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1997-11-03 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A248 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-11-20 11:12:05 - [HTML]

Þingmál A260 (miðstöð háskóla- og endurmenntunar á Austurlandi)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-01-27 17:32:40 - [HTML]

Þingmál A266 (efling sauðfjárbúskapar í jaðarbyggðum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 1998-02-04 15:21:25 - [HTML]
144. þingfundur - Guðni Ágústsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-06-04 13:02:10 - [HTML]

Þingmál A287 (sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-12-04 14:37:04 - [HTML]
35. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1997-12-04 14:43:39 - [HTML]

Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1437 (lög í heild) útbýtt þann 1998-05-28 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1997-12-05 11:47:19 - [HTML]
36. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1997-12-05 12:46:34 - [HTML]
36. þingfundur - Jón Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-05 13:48:51 - [HTML]
36. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-05 13:54:36 - [HTML]
36. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-05 14:53:21 - [HTML]
36. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-05 16:21:56 - [HTML]
36. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1997-12-05 17:41:47 - [HTML]
36. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-05 18:36:47 - [HTML]
113. þingfundur - Magnús Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-28 15:29:08 - [HTML]
113. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-28 15:46:40 - [HTML]
113. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-04-28 20:30:36 - [HTML]
114. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1998-04-29 12:26:19 - [HTML]
114. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-04-29 13:46:10 - [HTML]
114. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1998-04-29 15:14:18 - [HTML]
114. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-04-29 23:24:18 - [HTML]
115. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-04-30 13:51:45 - [HTML]
115. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-04-30 17:58:19 - [HTML]
117. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-04 16:40:09 - [HTML]
118. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-05 10:31:51 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-05-05 13:31:52 - [HTML]
118. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1998-05-05 15:22:09 - [HTML]
118. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-05 16:30:33 - [HTML]
118. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-05 20:32:17 - [HTML]
118. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1998-05-05 22:06:33 - [HTML]
120. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-05-07 10:53:04 - [HTML]
120. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-05-07 13:31:45 - [HTML]
120. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-05-07 14:27:44 - [HTML]
120. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-07 17:39:41 - [HTML]
120. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-07 19:14:04 - [HTML]
121. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-08 12:12:31 - [HTML]
132. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-25 15:52:58 - [HTML]
132. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-25 15:57:22 - [HTML]
132. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-05-25 16:27:37 - [HTML]
132. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-05-25 17:57:30 - [HTML]
132. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-05-25 18:17:07 - [HTML]
132. þingfundur - Kristján Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-25 18:40:13 - [HTML]
132. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-05-25 18:44:42 - [HTML]

Þingmál A296 (minnismerki um breska sjómenn á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 1998-02-04 13:35:16 - [HTML]

Þingmál A302 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1997-12-02 15:52:13 - [HTML]

Þingmál A332 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 597 (lög í heild) útbýtt þann 1997-12-17 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1997-12-15 16:12:22 - [HTML]
43. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - Ræða hófst: 1997-12-15 16:45:36 - [HTML]
43. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-15 17:01:11 - [HTML]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1438 (lög í heild) útbýtt þann 1998-05-28 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-05 18:06:42 - [HTML]
124. þingfundur - Gísli S. Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-11 11:16:02 - [HTML]
124. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-05-11 20:40:54 - [HTML]
124. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1998-05-11 22:43:03 - [HTML]
125. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-12 11:11:32 - [HTML]
125. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-05-12 12:00:47 - [HTML]
125. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-05-12 13:53:07 - [HTML]
125. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-05-12 15:10:48 - [HTML]
125. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-05-12 17:52:35 - [HTML]
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-05-13 12:03:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 1998-03-13 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 1998-03-24 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1562 - Komudagur: 1998-03-24 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1794 - Komudagur: 1998-04-14 - Sendandi: Verkfræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 1998-05-18 - Sendandi: Tryggvi Gunnarsson hrl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2241 - Komudagur: 1998-05-20 - Sendandi: Sigurður Líndal prófessor - Skýring: (sérprentun úr skýrslu aðalfundar SÍR 1983) - [PDF]

Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1435 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-05-28 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-05 10:34:16 - [HTML]
60. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-02-05 10:48:53 - [HTML]
60. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1998-02-05 11:31:52 - [HTML]
60. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-05 11:56:44 - [HTML]
60. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-02-05 12:27:44 - [HTML]
60. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-05 12:50:45 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-02-05 13:41:21 - [HTML]
60. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-05 14:19:14 - [HTML]
60. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1998-02-05 15:34:28 - [HTML]
60. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-05 15:54:37 - [HTML]
60. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1998-02-05 15:55:55 - [HTML]
60. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-02-05 16:23:13 - [HTML]
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-09 10:32:40 - [HTML]
123. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-09 11:58:57 - [HTML]
123. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 12:02:27 - [HTML]
123. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 12:38:41 - [HTML]
123. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 14:50:24 - [HTML]
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1998-05-09 15:41:11 - [HTML]
130. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-05-18 15:59:47 - [HTML]
130. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-05-18 16:25:14 - [HTML]
135. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-05-28 09:35:39 - [HTML]

Þingmál A368 (búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1998-02-03 15:00:16 - [HTML]
57. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1998-02-03 15:23:09 - [HTML]

Þingmál A394 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-04 15:11:30 - [HTML]

Þingmál A406 (þjóðgarðar á miðhálendinu)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-05 18:38:09 - [HTML]

Þingmál A464 (dánarvottorð o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 1998-04-17 - Sendandi: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A466 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 938 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-03-11 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (ráðning fíkniefnalögreglumanna)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-11 13:33:41 - [HTML]
84. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-03-11 13:36:51 - [HTML]
84. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1998-03-11 13:41:53 - [HTML]

Þingmál A568 (staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-03-19 13:41:00 - [HTML]
91. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-03-19 14:31:18 - [HTML]

Þingmál A579 (aðgerðir vegna hitasóttar í hrossum)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 1998-04-16 11:44:10 - [HTML]

Þingmál A603 (kjaramál fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-25 14:18:15 - [HTML]
96. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1998-03-27 19:28:36 - [HTML]

Þingmál A605 (Verðlagsstofa skiptaverðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-03-27 21:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (iðnaðaruppbygging á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-05-04 13:26:31 - [HTML]
116. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1998-05-04 13:31:59 - [HTML]
116. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-05-04 13:34:43 - [HTML]

Þingmál B86 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996)

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1997-11-13 11:16:15 - [HTML]
25. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 1997-11-13 12:45:53 - [HTML]
25. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - Ræða hófst: 1997-11-13 15:00:03 - [HTML]

Þingmál B249 (kúgun kvenna í Afganistan)

Þingræður:
81. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-03-06 11:20:55 - [HTML]

Þingmál B315 (fjárhagsvandi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri)

Þingræður:
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-22 13:02:04 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A1 (fjárlög 1999)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-11 11:15:14 - [HTML]

Þingmál A16 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-22 18:49:04 - [HTML]

Þingmál A45 (vegtollar)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-19 16:22:37 - [HTML]

Þingmál A73 (vegagerð í afskekktum landshlutum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-02 16:43:59 - [HTML]

Þingmál A76 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 1998-10-12 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A84 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (frumvarp) útbýtt þann 1998-10-13 16:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A100 (framleiðsla íslenskra matvæla á forsendum sjálfbærrar þróunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (þáltill.) útbýtt þann 1998-10-15 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (frumvarp) útbýtt þann 1998-10-15 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A138 (hreinsun jarðvegs á Nickel-svæðinu)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1998-11-18 13:59:12 - [HTML]

Þingmál A142 (rekstur almenningssamgöngukerfis í Eyjafirði)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-20 13:50:44 - [HTML]

Þingmál A181 (orka fallvatna og nýting hennar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (frumvarp) útbýtt þann 1998-11-03 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A225 (Orkusjóður)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1998-11-16 17:44:53 - [HTML]

Þingmál A226 (aðgerðir gegn peningaþvætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 1999-02-24 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (samantekt úr úttektarskýrslu) - [PDF]

Þingmál A241 (kræklingarækt)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-15 16:37:45 - [HTML]

Þingmál A247 (arðsemismat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 279 (þáltill.) útbýtt þann 1998-11-18 13:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A254 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-11-19 11:29:38 - [HTML]
28. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1998-11-19 17:25:15 - [HTML]

Þingmál A287 (lausaganga búfjár)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-02-03 15:50:48 - [HTML]

Þingmál A291 (hafnaáætlun 1999-2002)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-03 14:25:56 - [HTML]

Þingmál A327 (kortlagning ósnortinna víðerna á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-16 16:38:16 - [HTML]
66. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1999-02-16 16:45:51 - [HTML]
66. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1999-02-16 16:48:02 - [HTML]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-18 11:32:40 - [HTML]

Þingmál A352 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1999-02-02 15:20:33 - [HTML]
57. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1999-02-02 16:03:54 - [HTML]
83. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1999-03-10 15:46:23 - [HTML]
83. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - Ræða hófst: 1999-03-10 17:12:31 - [HTML]
83. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1999-03-10 19:05:48 - [HTML]
83. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-03-10 19:36:50 - [HTML]

Þingmál A458 (tilraunaveiðar á ref og mink í friðlandinu á Hornströndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 756 (þáltill.) útbýtt þann 1999-02-03 16:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A484 (landshlutabundin skógræktarverkefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-03-11 16:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A528 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1205 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-03-11 16:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 1999-03-03 - Sendandi: Náttúrufræðistofa Kópavogs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 1999-03-03 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands, Árni Finnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 1999-03-04 - Sendandi: Kennaraháskóli Íslands, b.t. rektors - [PDF]
Dagbókarnúmer 1373 - Komudagur: 1999-03-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 1999-03-05 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1440 - Komudagur: 1999-03-09 - Sendandi: Valtýr Valtýsson, Meiri-Tungu 1 - [PDF]

Þingmál A560 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-02-26 12:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A576 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-03-02 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A606 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (þáltill.) útbýtt þann 1999-03-10 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B10 (umræða um stefnuræðu forsætisráðherra)

Þingræður:
2. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1998-10-01 21:22:03 - [HTML]

Þingmál B92 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
21. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 1998-11-05 13:31:43 - [HTML]

Þingmál B96 (flutningur starfa fyrir Íbúðalánasjóð til Sauðárkróks)

Þingræður:
21. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1998-11-05 17:24:05 - [HTML]

Þingmál B106 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997)

Þingræður:
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-11-17 14:58:30 - [HTML]

Löggjafarþing 124

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1999-06-15 11:52:16 - [HTML]
5. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 1999-06-15 12:16:10 - [HTML]

Þingmál A3 (mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-06-14 16:28:26 - [HTML]

Þingmál A4 (aðgerðir vegna stríðsátakanna í Kosovo)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-06-10 17:03:25 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A10 (sérstakar aðgerðir í byggðamálum)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-10-19 17:28:18 - [HTML]
12. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-19 18:53:57 - [HTML]

Þingmál A11 (stofnun Snæfellsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (þáltill.) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-14 16:04:00 - [HTML]
12. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 1999-10-19 19:22:59 - [HTML]

Þingmál A43 (útsendingar sjónvarpsins)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - Ræða hófst: 1999-10-20 14:22:53 - [HTML]

Þingmál A72 (uppbygging fjarskipta á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-03 14:51:33 - [HTML]

Þingmál A112 (aðild að Haagsamningi um vernd barna og ættleiðingu milli landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-10-20 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A113 (samningur um flutning dæmdra manna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-10-20 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 328 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-07 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-02 20:07:33 - [HTML]
45. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-14 16:38:23 - [HTML]

Þingmál A122 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-01 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 500 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-12-21 09:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 525 (lög í heild) útbýtt þann 1999-12-21 22:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: TAL hf. - Skýring: (A&P lögmenn fyrir TAL) - [PDF]

Þingmál A183 (svæðisskipulag fyrir suðvesturhluta landsins)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Helga Guðrún Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-02 14:54:40 - [HTML]
34. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1999-12-02 15:10:41 - [HTML]
34. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-02 15:20:29 - [HTML]

Þingmál A186 (framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-16 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 1999-11-16 18:00:33 - [HTML]
49. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - Ræða hófst: 1999-12-18 17:28:11 - [HTML]
50. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1999-12-20 14:00:38 - [HTML]
50. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1999-12-20 20:22:10 - [HTML]
51. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1999-12-21 18:30:17 - [HTML]
51. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1999-12-21 18:37:43 - [HTML]

Þingmál A195 (alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu (CITES))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-16 13:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A197 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2000-02-14 17:58:16 - [HTML]
62. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-14 18:09:07 - [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1999-12-07 22:28:21 - [HTML]
37. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1999-12-07 23:43:24 - [HTML]

Þingmál A207 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-18 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A208 (verndarsvæði samkvæmt Ramsar-samþykktinni)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Katrín Fjeldsted - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-08 16:10:56 - [HTML]

Þingmál A224 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-24 12:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 439 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-15 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 522 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-12-21 22:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1999-12-02 11:02:42 - [HTML]
34. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 1999-12-02 11:59:21 - [HTML]

Þingmál A239 (ábúðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 723 (breytingartillaga) útbýtt þann 2000-03-13 18:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A252 (kortlagning ósnortinna víðerna)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-02 15:22:23 - [HTML]

Þingmál A267 (bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-10 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-08 13:37:52 - [HTML]

Þingmál A272 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1276 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-09 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1311 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-09 17:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal, samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A290 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-16 19:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A321 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-08 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1132 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-08 10:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1349 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-10 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-21 18:27:29 - [HTML]
67. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2000-02-21 18:37:38 - [HTML]
102. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-26 11:44:41 - [HTML]
102. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-26 12:02:27 - [HTML]
102. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-26 12:04:05 - [HTML]
102. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-26 12:05:01 - [HTML]
102. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-26 12:09:01 - [HTML]
102. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2000-04-26 12:15:32 - [HTML]
102. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-26 12:49:15 - [HTML]
104. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-04-28 17:44:48 - [HTML]
104. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-28 18:08:07 - [HTML]
108. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-08 21:37:17 - [HTML]
108. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-05-08 21:38:57 - [HTML]

Þingmál A328 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-09 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A366 (skipulag ferðamála)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2000-04-04 14:23:48 - [HTML]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-22 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1380 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-13 10:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1417 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-13 23:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-24 14:39:57 - [HTML]
117. þingfundur - Kristján Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-12 15:39:09 - [HTML]
117. þingfundur - Kristján Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-12 16:52:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 2000-03-02 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi um) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1146 - Komudagur: 2000-03-21 - Sendandi: Félag íslenskra landslagsarkitekta, Gísli Gíslason formaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2000-03-21 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1237 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins, b.t. forstjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1311 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Samtök sveitarfél. í Norðurlkj.vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2000-04-05 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal - umsagnir) - [PDF]

Þingmál A388 (Vestnorræna ráðið 1999)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2000-04-06 14:20:30 - [HTML]

Þingmál A389 (vernd votlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 647 (þáltill.) útbýtt þann 2000-02-24 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (Suðurnesjaskógar)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-04-07 18:27:00 - [HTML]

Þingmál A397 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (frumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-02-24 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (lyfjalög og almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1639 - Komudagur: 2000-04-18 - Sendandi: Samtök verslunarinnar -, - Félag ísl. stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A402 (úttekt á aðstöðu til hestamennsku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (þáltill.) útbýtt þann 2000-03-06 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Jón Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-27 22:38:56 - [HTML]

Þingmál A405 (varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-24 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1008 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-04-26 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1397 (lög í heild) útbýtt þann 2000-05-12 15:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (uppbygging vega á jaðarsvæðum)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Kristján L. Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-22 14:23:37 - [HTML]

Þingmál A460 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2000-03-20 16:12:52 - [HTML]

Þingmál A470 (Norræna ráðherranefndin 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 749 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-16 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (Geysissvæðið í Biskupstungum)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-05-10 13:20:25 - [HTML]

Þingmál A487 (framkvæmd skólahalds í framhaldsskólum skólaárin 1996/1997, 1997/1998 og 1998/1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-20 14:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A490 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1167 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-08 18:57:02 - [HTML]

Þingmál A502 (stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2000-05-12 14:35:32 - [HTML]

Þingmál A522 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2000-04-11 21:33:16 - [HTML]

Þingmál A524 (eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2000-04-07 17:22:12 - [HTML]

Þingmál A590 (sjálfbær atvinnustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 892 (þáltill.) útbýtt þann 2000-04-06 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A591 (háskólanám á Austurlandi og Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 893 (þáltill.) útbýtt þann 2000-04-04 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A642 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1300 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-09 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A653 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-05-12 21:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B28 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1999-10-04 20:18:03 - [HTML]

Þingmál B239 (mennta- og rannsóknastofnanir í landbúnaði)

Þingræður:
49. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-18 10:40:31 - [HTML]

Þingmál B390 (meðferð þjóðlendumála)

Þingræður:
82. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-03-20 15:26:46 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A1 (fjárlög 2001)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-05 15:15:48 - [HTML]

Þingmál A5 (stofnun Snæfellsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-04 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-09 15:47:52 - [HTML]

Þingmál A9 (tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar-samningsins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Fjeldsted - Ræða hófst: 2000-11-16 18:18:39 - [HTML]

Þingmál A79 (brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-14 18:07:19 - [HTML]

Þingmál A89 (stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Magnús Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-18 15:41:08 - [HTML]
13. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-10-18 15:42:49 - [HTML]
13. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 2000-10-18 15:47:53 - [HTML]

Þingmál A116 (úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-18 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-16 17:26:09 - [HTML]

Þingmál A128 (skert þjónusta Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-01 18:14:43 - [HTML]

Þingmál A135 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-16 18:01:48 - [HTML]

Þingmál A155 (iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 598 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2000-12-16 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A175 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-10-30 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 808 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2001-03-06 13:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 833 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-03-06 15:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A194 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-01 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-11-21 23:55:56 - [HTML]

Þingmál A224 (safnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 960 - Komudagur: 2001-01-17 - Sendandi: Minjavörður Vesturlands og Vestfj. - [PDF]

Þingmál A225 (húsafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1492 (lög í heild) útbýtt þann 2001-05-20 01:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A242 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Soffía Gísladóttir - Ræða hófst: 2000-11-21 22:05:14 - [HTML]

Þingmál A261 (samningur um bann við notkun jarðsprengna)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-05 23:21:41 - [HTML]

Þingmál A284 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-20 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A290 (hreinsun og afhending neðra Nickel-svæðisins í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Kristján Pálsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-29 13:42:39 - [HTML]

Þingmál A312 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-11-29 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A334 (villtur minkur)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-04-02 18:44:48 - [HTML]

Þingmál A344 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-07 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-12-14 16:37:57 - [HTML]

Þingmál A355 (frestun á innflutningi fósturvísa úr kúm)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 535 (þáltill.) útbýtt þann 2000-12-15 10:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Hjálmar Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2001-05-19 21:34:04 - [HTML]

Þingmál A391 (framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-17 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A412 (samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-01-23 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A429 (samningar um sölu á vöru milli ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-12 14:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A445 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 711 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-13 17:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A456 (fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-04-03 17:52:23 - [HTML]

Þingmál A480 (stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-26 11:51:24 - [HTML]

Þingmál A520 (stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-03-15 11:28:19 - [HTML]

Þingmál A524 (rafrænar undirskriftir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-07 13:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (Norræna ráðherranefndin 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-03-08 14:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A565 (samningur um opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-03-13 18:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A588 (móttaka flóttamannahópa)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-05 15:37:42 - [HTML]

Þingmál A589 (Suðurlandsskógar)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Hjálmar Jónsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-19 22:12:43 - [HTML]

Þingmál A597 (Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-04-06 15:15:15 - [HTML]

Þingmál A598 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (þáltill.) útbýtt þann 2001-03-28 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A608 (hátæknisjúkrahús)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-05-09 12:30:59 - [HTML]

Þingmál A628 (mörk Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma suður og norður)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-05 19:11:30 - [HTML]

Þingmál A689 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-05-09 10:56:22 - [HTML]

Þingmál A707 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-05-17 16:31:42 - [HTML]

Þingmál B59 (umferðarframkvæmdir í Reykjavík)

Þingræður:
14. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2000-10-19 13:45:53 - [HTML]
14. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2000-10-19 13:50:24 - [HTML]

Þingmál B252 (neytendavernd og innflutningur á írskum nautalundum)

Þingræður:
59. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-01-16 15:25:33 - [HTML]

Þingmál B457 (sjávarútvegur og byggðaþróun á Íslandi)

Þingræður:
107. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-04-05 13:45:28 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A3 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-08 17:21:48 - [HTML]
11. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-10-16 15:19:10 - [HTML]

Þingmál A5 (átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2001-10-15 17:10:25 - [HTML]

Þingmál A7 (rekstur Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2001-10-30 14:36:07 - [HTML]

Þingmál A8 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-03 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-12 17:20:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 502 - Komudagur: 2001-12-13 - Sendandi: Fuglaverndarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 523 - Komudagur: 2001-12-17 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 524 - Komudagur: 2001-12-12 - Sendandi: Samband dýraverndunarfélaga - [PDF]

Þingmál A11 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-12 17:49:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 503 - Komudagur: 2001-12-13 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A25 (úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-04 13:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A41 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A43 (samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-12 14:21:05 - [HTML]

Þingmál A54 (virkjun Hvalár í Ófeigsfirði)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-02-12 15:34:42 - [HTML]
75. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2002-02-12 15:54:17 - [HTML]

Þingmál A81 (styrkveitingar til atvinnuuppbyggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (svar) útbýtt þann 2001-11-15 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (fjáraukalög 2001)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-12-04 18:44:55 - [HTML]

Þingmál A139 (átak til að lengja ferðaþjónustutímann)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Jónas Hallgrímsson - Ræða hófst: 2001-10-18 18:50:50 - [HTML]
15. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2001-10-18 19:05:16 - [HTML]

Þingmál A158 (stofnun þjóðgarðs um Heklu og nágrenni)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2001-10-18 18:09:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2001-12-06 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2001-12-07 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A168 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 875 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-02-28 15:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 927 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-03-07 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A180 (girðingarlög)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-12-14 15:41:49 - [HTML]

Þingmál A187 (starfssvæði og verkefni hjá Suðurlandsskógum)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-11-07 15:27:03 - [HTML]

Þingmál A193 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2001-11-02 12:48:00 - [HTML]
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-12-12 20:57:09 - [HTML]

Þingmál A201 (vernd votlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-30 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A203 (samningsbundnir gerðardómar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-30 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A204 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2001-11-06 14:58:29 - [HTML]

Þingmál A252 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-06 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 690 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-02-04 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 928 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-03-07 14:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-11-13 14:40:29 - [HTML]

Þingmál A263 (truflanir á fjarskiptum vegna raflína)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2001-11-08 17:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 644 (svar) útbýtt þann 2002-01-24 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A287 (niðurstaða 7. aðildarríkjaþings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 2001-11-19 16:08:38 - [HTML]

Þingmál A321 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn (umhverfismál))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 406 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A323 (mat á umhverfisáhrifum skógræktarverkefna)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2001-12-13 11:32:02 - [HTML]

Þingmál A326 (samningur um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardómsúrskurða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-11-27 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-29 18:36:15 - [HTML]

Þingmál A333 (eldi nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-03-21 18:55:11 - [HTML]
102. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-21 19:07:36 - [HTML]

Þingmál A336 (sjálfstæði Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (þáltill.) útbýtt þann 2001-11-29 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Katrín Fjeldsted - Ræða hófst: 2002-03-22 11:59:41 - [HTML]

Þingmál A338 (búfjárhald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-29 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1449 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-04-30 11:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1457 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-05-02 18:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2002-02-25 - Sendandi: Yfirdýralæknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2002-03-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A371 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-08 10:47:00 - [HTML]

Þingmál A384 (samgönguáætlun)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-01-24 15:22:33 - [HTML]
60. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-01-24 16:15:38 - [HTML]

Þingmál A386 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-22 12:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2002-01-31 17:45:11 - [HTML]
67. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2002-01-31 17:53:25 - [HTML]
67. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2002-01-31 18:18:11 - [HTML]
69. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-02-05 19:14:10 - [HTML]

Þingmál A406 (alþjóðasamningar um að koma í veg fyrir hryðjuverkasprengingar og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-01-24 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A407 (NMT-farsímakerfið)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-06 14:17:16 - [HTML]

Þingmál A412 (svæðisútvarp Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-13 14:36:29 - [HTML]

Þingmál A427 (almenn hegningarlög og refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns (hryðjuverk))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-28 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A431 (verndun búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (þáltill.) útbýtt þann 2002-01-31 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-30 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A472 (réttarstaða Byrgisins í Rockville á Miðnesheiði)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-02-13 13:59:56 - [HTML]

Þingmál A489 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 795 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-12 13:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1004 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-20 13:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1030 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-21 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2002-03-21 16:28:42 - [HTML]
102. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2002-03-21 20:00:05 - [HTML]
103. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-03-22 16:29:19 - [HTML]
106. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-04-03 10:58:20 - [HTML]
106. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-03 14:15:16 - [HTML]
108. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-04-03 21:58:28 - [HTML]
110. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-04-04 16:31:57 - [HTML]
110. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2002-04-04 17:25:16 - [HTML]
110. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-04-04 18:30:16 - [HTML]
113. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2002-04-05 15:45:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2002-03-18 - Sendandi: 2. minni hluti umhverfisnefndar Alþingis - Skýring: (KolH) - [PDF]

Þingmál A507 (leiðir til að jafna lífskjör fólks og rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækja á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 799 (þáltill.) útbýtt þann 2002-02-14 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A510 (NATO-þingið 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-14 11:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A520 (Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-18 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (stefna í byggðamálum 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1407 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-27 16:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-26 14:41:38 - [HTML]
82. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-26 14:42:44 - [HTML]
82. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2002-02-26 14:54:58 - [HTML]

Þingmál A551 (fullgilding stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A555 (landgræðsluáætlun 2003 -- 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-26 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-03-07 17:58:30 - [HTML]
92. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2002-03-07 18:15:10 - [HTML]

Þingmál A562 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-04-30 16:49:04 - [HTML]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 913 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-05 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-03-07 15:55:34 - [HTML]
92. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2002-03-07 17:10:31 - [HTML]
92. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2002-03-07 17:15:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1542 - Komudagur: 2002-03-26 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1816 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: Búnaðarsamband Suðurlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2330 - Komudagur: 2002-09-12 - Sendandi: Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri - [PDF]

Þingmál A593 (afréttamálefni, fjallskil o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 926 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-12 15:48:57 - [HTML]

Þingmál A615 (samningur um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-03-12 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A621 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-03-25 21:47:38 - [HTML]

Þingmál A632 (hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (þáltill.) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A640 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-20 12:51:37 - [HTML]
124. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-04-20 12:58:33 - [HTML]

Þingmál A647 (alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-03-22 11:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A649 (Tækniháskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2002-04-08 21:08:28 - [HTML]

Þingmál A651 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-08 12:50:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2173 - Komudagur: 2002-05-17 - Sendandi: Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A662 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-26 16:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A673 (jöfnun kostnaðar við flutning og dreifingu raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-04-03 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A677 (verndun íslensku mjólkurkýrinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (þáltill.) útbýtt þann 2002-04-03 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A680 (vegáætlun fyrir árin 2000--2004)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-05-02 15:15:49 - [HTML]
135. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-05-02 16:52:35 - [HTML]

Þingmál A682 (fullgilding Stokkhólmssamnings um þrávirk lífræn efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1098 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-04-09 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A684 (aðild að Kyoto-bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1100 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-04-03 15:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A686 (samningur um vörslu kjarnakleyfra efna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1102 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-04-03 15:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A690 (hafnarframkvæmdir 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-04-03 15:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B35 (hryðjuverkin í Bandaríkjunum og viðbrögð við þeim, skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
3. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-10-03 14:49:42 - [HTML]

Þingmál B216 (starfsemi Byggðastofnunar og framvinda byggðaáætlunar, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra)

Þingræður:
48. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-12-11 17:55:28 - [HTML]
74. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-02-11 18:36:16 - [HTML]

Þingmál B376 (framkvæmd búvörulaga og staða sauðfjárbænda)

Þingræður:
87. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2002-03-05 14:06:08 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A1 (fjárlög 2003)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2002-10-04 14:01:58 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-11-27 21:26:07 - [HTML]
47. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-12-05 18:34:19 - [HTML]

Þingmál A13 (neysluvatn)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-10-17 10:54:37 - [HTML]

Þingmál A18 (samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-06 14:22:31 - [HTML]

Þingmál A29 (ójafnvægi í byggðamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-05 14:31:10 - [HTML]
22. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-05 16:28:22 - [HTML]

Þingmál A30 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-19 17:55:08 - [HTML]

Þingmál A32 (verðmyndun á innfluttu sementi)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-05 16:52:55 - [HTML]

Þingmál A33 (sjálfbær atvinnustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-04 14:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A45 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-04 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-03 16:30:12 - [HTML]

Þingmál A55 (verndun búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-08 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A66 (fjáraukalög 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-03 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 490 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-12-02 14:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 607 (lög í heild) útbýtt þann 2002-12-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (stuðningur við frjáls félagasamtök)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (svar) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A101 (starfssvæði og verkefni Suðurlandsskóga)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-10-16 15:02:56 - [HTML]

Þingmál A113 (framhaldsskóli á Snæfellsnesi)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-11-06 14:09:17 - [HTML]

Þingmál A114 (einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 342 (svar) útbýtt þann 2002-11-05 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A155 (niðurfelling lendingargjalda fyrir millilandaflug á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllum)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-12 14:12:56 - [HTML]
78. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2003-02-12 14:26:35 - [HTML]

Þingmál A193 (verndun íslensku mjólkurkýrinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-16 15:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A195 (skipulag og framkvæmd löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-17 11:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-17 16:50:49 - [HTML]

Þingmál A196 (úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A214 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A227 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A252 (fjárhagsleg staða fyrirtækja í ferðaþjónustu)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-11-13 17:59:21 - [HTML]

Þingmál A259 (hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 270 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-29 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (flutningur opinberra starfa og stofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (svar) útbýtt þann 2002-11-20 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (flutningur opinberra starfa og stofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (svar) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (úrskurður vegna jarðarsölu í Skorradal)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (svar) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A334 (aðstaða til hestamennsku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (þáltill.) útbýtt þann 2002-11-07 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Jónas Hallgrímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-14 13:30:27 - [HTML]

Þingmál A337 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 553 - Komudagur: 2002-12-06 - Sendandi: Skeljungur hf. - [PDF]

Þingmál A338 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-07 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1173 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1205 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2002-11-12 15:13:58 - [HTML]

Þingmál A392 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Singapúr)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-11-27 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A405 (verkefni Umhverfisstofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 703 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-12-12 18:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-12 20:28:21 - [HTML]

Þingmál A422 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1246 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-11 20:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1247 (breytingartillaga) útbýtt þann 2003-03-11 20:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-14 20:54:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1255 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A441 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-12-12 23:40:30 - [HTML]

Þingmál A445 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-12-13 11:55:40 - [HTML]

Þingmál A453 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-10 21:36:13 - [HTML]

Þingmál A457 (stofnun hlutafélags um Norðurorku)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-12-12 21:15:04 - [HTML]
55. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-12-12 22:27:23 - [HTML]
59. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2002-12-13 13:23:23 - [HTML]

Þingmál A462 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1406 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-14 22:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1428 (lög í heild) útbýtt þann 2003-03-15 17:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1360 - Komudagur: 2003-02-27 - Sendandi: Umhverfisstofnun - Skýring: (um 462. og 463. mál) - [PDF]

Þingmál A468 (verndun Mývatns og Laxár)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-01-29 14:20:33 - [HTML]

Þingmál A505 (stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-02-19 13:58:32 - [HTML]

Þingmál A509 (álverksmiðja í Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 985 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-02-19 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1030 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2003-01-28 17:17:52 - [HTML]
66. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2003-01-28 20:09:21 - [HTML]
66. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2003-01-28 21:46:10 - [HTML]
84. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-26 12:32:20 - [HTML]
84. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2003-02-26 22:45:31 - [HTML]
87. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-03-04 17:27:41 - [HTML]
87. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-04 18:23:59 - [HTML]

Þingmál A511 (samfélagsleg áhrif álvers- og virkjunarframkvæmda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 849 (þáltill.) útbýtt þann 2003-01-23 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1136 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-10 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1251 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-11 18:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Guðjón Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 23:49:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1509 - Komudagur: 2003-03-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A524 (stofnun framhaldsskóla í Mosfellsbæ)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2003-02-19 14:08:38 - [HTML]

Þingmál A563 (samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2003-02-04 15:04:31 - [HTML]

Þingmál A572 (Norræna ráðherranefndin 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 923 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-05 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (úthlutun sérstaks greiðslumarks í sauðfjárrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1142 (svar) útbýtt þann 2003-03-10 20:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A597 (nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1300 (breytingartillaga) útbýtt þann 2003-03-12 19:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1345 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-13 21:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1393 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-14 16:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A599 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1324 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-13 17:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-13 12:06:00 - [HTML]

Þingmál A600 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2003-02-13 14:10:47 - [HTML]

Þingmál A613 (vatnsréttindi til virkjunar í Þjórsá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-17 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-26 12:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-06 18:40:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2003-04-11 - Sendandi: Kísiliðjan hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2003-04-16 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1763 - Komudagur: 2003-04-16 - Sendandi: Náttúrurannsóknastöðin v/Mývatn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2003-04-16 - Sendandi: Skútustaðahreppur - [PDF]

Þingmál A650 (mörk Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1059 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1755 - Komudagur: 2003-04-11 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A653 (fjáraukalög 2003)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2003-03-06 10:56:49 - [HTML]
90. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2003-03-06 11:18:31 - [HTML]
90. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2003-03-06 11:35:50 - [HTML]

Þingmál A661 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-03-04 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A671 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - Ræða hófst: 2003-03-06 15:29:25 - [HTML]
90. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-03-06 16:24:22 - [HTML]
99. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2003-03-13 12:34:58 - [HTML]

Þingmál A681 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-06 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A696 (kröfulýsing fjármálaráðherra um þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (þáltill.) útbýtt þann 2003-03-10 22:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B134 (velferð barna og unglinga)

Þingræður:
3. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-10-03 13:37:27 - [HTML]

Þingmál B180 (staða löggæslumála frá Höfn til Keflavíkur)

Þingræður:
13. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-10-17 12:31:52 - [HTML]
13. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-10-17 12:42:49 - [HTML]

Þingmál B356 (mótvægisaðgerðir vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi)

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2003-01-21 13:59:13 - [HTML]

Þingmál B432 (skýrsla nefndar um flutningskostnað)

Þingræður:
79. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2003-02-13 10:47:02 - [HTML]

Þingmál B445 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
85. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2003-02-27 14:30:23 - [HTML]

Löggjafarþing 129

Þingmál B64 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
3. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2003-05-27 19:53:32 - [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A1 (fjárlög 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-01 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (friðlýsing Jökulsár á Fjöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 403 - Komudagur: 2003-12-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2003-12-02 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A28 (aðgangur landsmanna að GSM-farsímakerfinu)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2004-02-03 18:41:58 - [HTML]

Þingmál A45 (aðgerðir gegn ójafnvægi í byggðamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-07 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-30 17:38:32 - [HTML]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-07 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 320 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-11-10 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 331 (lög í heild) útbýtt þann 2003-11-10 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-09 15:17:32 - [HTML]
23. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2003-11-10 15:23:26 - [HTML]
23. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2003-11-10 16:52:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 13 - Komudagur: 2003-10-16 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - Skýring: Álitsgerð Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl. - [PDF]

Þingmál A126 (vinnsla kalkþörungasets)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2003-10-15 15:54:22 - [HTML]

Þingmál A136 (skipulag og framkvæmd löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-13 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-11 17:07:13 - [HTML]

Þingmál A142 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-13 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A146 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-14 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A166 (búvöruframleiðslan og stuðningur við byggð í sveitum)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-02-10 18:10:42 - [HTML]

Þingmál A193 (borgaraleg friðargæsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 277 (svar) útbýtt þann 2003-11-10 17:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A200 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-28 12:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A260 (aðskilnaðarmúrinn í Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (þáltill.) útbýtt þann 2003-11-06 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-19 11:13:58 - [HTML]
68. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-19 11:55:05 - [HTML]
68. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-02-19 13:33:29 - [HTML]

Þingmál A269 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (þáltill.) útbýtt þann 2003-11-05 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A273 (úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (þáltill.) útbýtt þann 2003-11-06 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A294 (samningur á sviði refsiréttar um spillingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-11-11 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A301 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2004-01-12 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 928 - Komudagur: 2004-02-03 - Sendandi: Hið íslenska náttúrufræðifélag - Skýring: (um 301. og 302. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 966 - Komudagur: 2004-02-06 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - Skýring: (um 301. og 302. mál) - [PDF]

Þingmál A425 (friðlýst svæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (svar) útbýtt þann 2004-02-19 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A426 (þjóðgarðar og friðlýst svæði)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-01-28 18:04:42 - [HTML]

Þingmál A428 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-10 13:42:01 - [HTML]
49. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-12 12:04:21 - [HTML]

Þingmál A454 (rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - Ræða hófst: 2003-12-12 10:33:24 - [HTML]

Þingmál A477 (náttúruverndaráætlun 2004--2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-12-15 11:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1631 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-11 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-03 14:41:51 - [HTML]
55. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-03 14:52:53 - [HTML]
129. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-27 21:12:37 - [HTML]
129. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-27 21:24:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 2004-02-23 - Sendandi: Orkuveita Húsavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2004-02-23 - Sendandi: Lögmannsstofan Skeifunni fh. landeigenda Kjarnholta II og III - [PDF]
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A478 (Flatey á Mýrum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-12 15:05:54 - [HTML]

Þingmál A480 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-02-02 18:01:53 - [HTML]

Þingmál A537 (raforka við Skjálfanda)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-02-25 15:34:31 - [HTML]

Þingmál A550 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-05 21:06:29 - [HTML]

Þingmál A564 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-05 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1604 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2004-05-10 22:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1813 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-27 14:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1854 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-28 16:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-23 15:52:07 - [HTML]
69. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-02-23 17:06:02 - [HTML]
69. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-02-23 17:26:18 - [HTML]
69. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2004-02-23 18:06:28 - [HTML]
69. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2004-02-23 19:17:56 - [HTML]
70. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-02-24 16:16:28 - [HTML]
127. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-26 21:25:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2004-02-26 - Sendandi: Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN - [PDF]
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 2004-03-16 - Sendandi: Skútustaðahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1446 - Komudagur: 2004-03-19 - Sendandi: Kísiliðjan hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 2004-03-23 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2004-03-24 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1563 - Komudagur: 2004-03-26 - Sendandi: Náttúrurannsóknastöðin v/Mývatn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2004-04-14 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A569 (siglingavernd)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-02-11 15:11:30 - [HTML]

Þingmál A570 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-23 16:51:39 - [HTML]

Þingmál A576 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 867 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-10 17:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1497 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-26 16:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1369 - Komudagur: 2004-03-16 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A594 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1518 - Komudagur: 2004-03-24 - Sendandi: Fuglaverndarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1549 - Komudagur: 2004-03-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A627 (bundið slitlag á þjóðvegi nr. 1)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-03-03 15:17:07 - [HTML]

Þingmál A628 (samfélagsleg áhrif álvers- og virkjunarframkvæmda)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-04-27 14:44:50 - [HTML]
104. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-04-27 14:50:50 - [HTML]
104. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-04-27 14:58:06 - [HTML]

Þingmál A690 (jöfnun flutningskostnaðar á sementi)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-03-08 18:06:44 - [HTML]

Þingmál A694 (norðurskautsmál 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-03-03 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A735 (samningur ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Chiles)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1091 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-03-10 15:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A777 (brottfall nemenda úr framhaldsskólum)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-05-05 15:48:45 - [HTML]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1846 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-28 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1879 (lög í heild) útbýtt þann 2004-05-28 20:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1929 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - Skýring: (um 782. og 783. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1932 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (um löggjöf um jarðir á Norðurlöndum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2001 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2296 - Komudagur: 2004-05-04 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A793 (opinber störf í sjávarútvegi)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2004-04-14 15:10:07 - [HTML]

Þingmál A851 (stjórnunarhættir fyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A856 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2004-05-18 15:54:27 - [HTML]
119. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-18 16:21:35 - [HTML]
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-05-18 17:52:07 - [HTML]

Þingmál A868 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-01 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-05 17:39:19 - [HTML]
94. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-04-05 17:50:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2124 - Komudagur: 2004-04-23 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A872 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1330 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-05 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-04-16 12:27:02 - [HTML]

Þingmál A883 (aðild að Gvadalajara-samningi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1341 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-15 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A884 (samningur um veitingu evrópskra einkaleyfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1342 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-23 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A909 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1377 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-04-05 21:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A934 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 09:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-04-23 12:26:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2537 - Komudagur: 2004-05-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A945 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1820 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-27 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1858 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-28 16:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A946 (alþjóðasamningur um loftflutninga milli landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1745 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-21 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A956 (framlög til eignarhaldsfélaga)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-05 19:41:36 - [HTML]

Þingmál A961 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1479 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-23 17:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-03 20:55:43 - [HTML]
108. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-05-03 22:02:13 - [HTML]
114. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-05-13 15:10:13 - [HTML]

Þingmál A988 (framkvæmd skólahalds á framhaldsskólastigi skólaárin 1999/2000, 2000/2001 og 2001/2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1628 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-05-11 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A996 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-05-17 18:18:04 - [HTML]

Þingmál A997 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2515 - Komudagur: 2004-05-22 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkisins - Skýring: (um 997. og 1000. mál - lagt fram á fundi l.) - [PDF]

Þingmál B80 (staða hinna minni sjávarbyggða)

Þingræður:
9. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-13 15:13:34 - [HTML]

Þingmál B142 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
27. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-11-13 14:54:42 - [HTML]
27. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-13 15:34:39 - [HTML]

Þingmál B278 (áherslur í byggðamálum)

Þingræður:
54. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-02-02 15:46:06 - [HTML]

Þingmál B341 (málefni Palestínumanna)

Þingræður:
68. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2004-02-19 10:53:31 - [HTML]

Þingmál B459 (horfur í atvinnu- og byggðamálum á Djúpavogi)

Þingræður:
94. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-04-05 16:04:09 - [HTML]

Þingmál B460 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
95. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2004-04-06 13:52:13 - [HTML]

Þingmál B509 (eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra)

Þingræður:
105. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2004-04-28 15:44:39 - [HTML]

Þingmál B535 (lokun Kísiliðjunnar við Mývatn og framtíðarhorfur)

Þingræður:
109. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-04 13:49:48 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A1 (fjárlög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-01 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-10-05 16:03:17 - [HTML]
39. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-25 20:23:54 - [HTML]

Þingmál A3 (innrásin í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-12-10 18:21:01 - [HTML]

Þingmál A4 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-10-11 16:55:47 - [HTML]

Þingmál A9 (breytingar á stjórnarskrá)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-11-02 15:36:22 - [HTML]

Þingmál A16 (forræði yfir rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-19 16:06:00 - [HTML]

Þingmál A26 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-25 16:42:33 - [HTML]
59. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-01-25 16:57:45 - [HTML]

Þingmál A40 (varðveisla Hólavallagarðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A43 (vegagerð og veggjöld)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-26 15:32:36 - [HTML]

Þingmál A59 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-05 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-21 17:33:43 - [HTML]

Þingmál A118 (þjóðgarður norðan Vatnajökuls)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-03 13:55:28 - [HTML]

Þingmál A122 (háhitasvæði við Torfajökul)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-17 12:58:02 - [HTML]

Þingmál A124 (tilraunir með vindmyllur)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2004-11-17 13:35:02 - [HTML]

Þingmál A146 (framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-16 14:20:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1387 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A160 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-01-25 15:12:47 - [HTML]

Þingmál A161 (strandsiglingar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-14 17:02:59 - [HTML]

Þingmál A190 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-14 11:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-10-18 16:27:59 - [HTML]

Þingmál A208 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-18 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A216 (byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-21 14:25:50 - [HTML]
14. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-10-21 14:34:24 - [HTML]
14. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2004-10-21 14:57:02 - [HTML]
14. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-21 15:49:21 - [HTML]

Þingmál A220 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-11-04 14:31:01 - [HTML]

Þingmál A226 (úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-25 13:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1446 - Komudagur: 2005-04-20 - Sendandi: Almannavarnadeild, Ríkislögreglustjóraembættið - [PDF]

Þingmál A235 (mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 258 - Komudagur: 2004-11-29 - Sendandi: Suðurlandsskógar - [PDF]
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 362 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Skógræktarfélag Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2004-12-07 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A241 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-31 17:32:13 - [HTML]

Þingmál A295 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-09 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1212 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-04-29 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1426 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-10 23:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A327 (þjóðmálakönnun í Eyjafirði)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-24 13:48:24 - [HTML]

Þingmál A328 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-12-10 20:19:52 - [HTML]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-11-23 16:04:11 - [HTML]

Þingmál A362 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-08 18:07:02 - [HTML]

Þingmál A365 (átaksverkefni í ferðamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-24 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-25 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-02 15:26:10 - [HTML]
47. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-12-02 16:31:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 763 - Komudagur: 2005-02-01 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]

Þingmál A387 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-04-04 15:38:04 - [HTML]

Þingmál A396 (breyting á ýmsum lögum á orkusviði)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-05-03 17:36:16 - [HTML]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-12-06 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-01-31 16:48:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2005-03-21 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A426 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (frumvarp) útbýtt þann 2004-12-09 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A442 (umfang skattsvika á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-12-10 19:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 727 (frumvarp) útbýtt þann 2005-01-27 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2005-02-07 17:11:21 - [HTML]

Þingmál A544 (ÖSE-þingið 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-17 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A571 (NATO-þingið 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-23 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2005-03-03 16:40:10 - [HTML]

Þingmál A577 (Alþjóðavinnumálaþingin í Genf 2001--2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-24 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A591 (eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-03-08 19:43:48 - [HTML]

Þingmál A614 (breyting á bókun 4 við samninginn milli EFTA-ríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 918 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A639 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-17 11:52:02 - [HTML]
92. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2005-03-17 15:01:27 - [HTML]
92. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-17 15:31:27 - [HTML]

Þingmál A648 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-16 14:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1281 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1316 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-04 14:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (ferðamál)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-05-02 15:12:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1454 - Komudagur: 2005-04-20 - Sendandi: Birna G. Bjarnleifsdótti - [PDF]

Þingmál A687 (þekkingarsetur á Egilsstöðum)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-04-06 14:22:14 - [HTML]

Þingmál A700 (Landbúnaðarstofnun)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-07 16:04:12 - [HTML]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-11 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (sáttmáli um verndun mannréttinda og mannfrelsis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1063 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-04-05 18:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-26 14:24:19 - [HTML]

Þingmál A706 (aðskilnaðarmúrinn í Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (þáltill.) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A713 (menningarsamningur fyrir Vesturland)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-20 18:23:35 - [HTML]
116. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-04-20 18:26:05 - [HTML]

Þingmál A721 (samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2005-04-12 20:18:29 - [HTML]
108. þingfundur - Lára Stefánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-12 20:27:20 - [HTML]

Þingmál A746 (stefna í fjarskiptamálum 2005--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-04-07 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A789 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-20 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B370 (utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
25. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-11-11 11:15:11 - [HTML]

Þingmál B470 (lokun Kísiliðjunnar)

Þingræður:
53. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-12-08 11:32:05 - [HTML]

Þingmál B515 (skýrsla iðnaðarráðherra um framkvæmd raforkulaga)

Þingræður:
62. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-01-27 18:22:30 - [HTML]

Þingmál B548 (geðheilbrigðismál, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra)

Þingræður:
71. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-02-10 11:27:39 - [HTML]

Þingmál B579 (flutningur starfa á landsbyggðina)

Þingræður:
77. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2005-02-21 15:16:39 - [HTML]

Þingmál B588 (Landsvirkjun)

Þingræður:
78. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-22 13:39:54 - [HTML]

Þingmál B629 (framtíðaruppbygging bráðaþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja)

Þingræður:
87. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2005-03-10 15:43:17 - [HTML]

Þingmál B717 (sala Lánasjóðs landbúnaðarins)

Þingræður:
106. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-04-07 10:47:31 - [HTML]

Þingmál B742 (könnun á viðhorfi til álvers á Suðurlandi)

Þingræður:
112. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-18 15:26:10 - [HTML]

Þingmál B766 (utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
119. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-04-29 16:14:34 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A1 (fjárlög 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-11-23 13:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 13:10:39 - [HTML]
29. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-11-24 14:00:56 - [HTML]
35. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-12-06 23:49:50 - [HTML]

Þingmál A43 (vegagerð um Stórasand)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2005-11-10 15:42:31 - [HTML]

Þingmál A47 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-10 16:37:24 - [HTML]

Þingmál A65 (átaksverkefni í ferðamálum í Norðvesturkjördæmi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-11 13:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-21 18:03:34 - [HTML]

Þingmál A68 (friðlýsing Jökulsár á Fjöllum)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-14 17:54:07 - [HTML]
66. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-02-14 18:08:55 - [HTML]
66. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-02-14 18:24:51 - [HTML]

Þingmál A98 (rannsóknir og sjómælingar innan efnahagslögsögu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (svar) útbýtt þann 2005-12-07 21:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A117 (háhraðanettengingar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-11-16 13:28:35 - [HTML]

Þingmál A180 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2005-10-18 14:49:17 - [HTML]

Þingmál A182 (fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-19 15:08:04 - [HTML]
11. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-10-19 15:23:12 - [HTML]

Þingmál A183 (háskólanám sem stundað er í fjarnámi)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-18 15:40:58 - [HTML]
45. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-01-18 15:51:26 - [HTML]

Þingmál A222 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A223 (rannsóknamiðstöð á sviði landverndar og landgræðslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2068 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A248 (svæði sem lotið hafa forræði varnarliðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (svar) útbýtt þann 2005-12-08 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A251 (strandsiglingar)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Pétur Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-03 10:57:58 - [HTML]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-03 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 932 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-03-16 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 938 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-03-16 20:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-03-07 17:41:39 - [HTML]
78. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2006-03-07 21:36:13 - [HTML]
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-08 20:01:16 - [HTML]
84. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-13 20:23:16 - [HTML]
85. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2006-03-14 15:20:43 - [HTML]

Þingmál A288 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-11-22 16:28:49 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-01-27 02:46:27 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-01-31 13:33:39 - [HTML]
55. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-01-31 15:26:23 - [HTML]

Þingmál A290 (söfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1006 (svar) útbýtt þann 2006-04-03 16:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A298 (rannsóknir á loftslagsbreytingum við Norður-Atlantshaf)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-06-01 11:30:25 - [HTML]

Þingmál A328 (öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-16 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A342 (umhverfismat áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1371 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1437 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 679 - Komudagur: 2006-01-17 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 709 - Komudagur: 2006-01-23 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2006-01-27 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A382 (Verkefnasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-01-24 19:29:12 - [HTML]

Þingmál A391 (stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-12-07 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-09 11:16:17 - [HTML]
63. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-02-09 18:10:14 - [HTML]
63. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-09 19:51:30 - [HTML]
122. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-06-03 11:54:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1275 - Komudagur: 2006-03-13 - Sendandi: Húnaþing vestra - [PDF]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-02-16 15:50:49 - [HTML]
69. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2006-02-16 17:55:15 - [HTML]

Þingmál A446 (skotveiði og friðland í Guðlaugstungum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2006-01-20 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-15 14:00:14 - [HTML]

Þingmál A448 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-02-06 18:42:23 - [HTML]
59. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-06 20:48:59 - [HTML]
98. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-04-03 18:59:16 - [HTML]

Þingmál A455 (þjóðarblóm Íslendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 2006-03-06 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]

Þingmál A456 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-24 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 982 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-03-27 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-10 12:04:53 - [HTML]
64. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-02-10 13:50:54 - [HTML]
94. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-28 17:20:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1086 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Óbyggðanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2006-03-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (frá ríkislögmanni til forsrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2006-04-05 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (svör við spurn. allshn.) - [PDF]

Þingmál A464 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (þáltill.) útbýtt þann 2006-01-26 16:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A520 (lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-02-14 16:34:35 - [HTML]

Þingmál A540 (íbúaþróun á Austurlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 904 (svar) útbýtt þann 2006-03-13 15:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A544 (eftirlit með staðsetningu sjúkraflugvéla)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2006-03-22 14:02:57 - [HTML]

Þingmál A555 (landshlutaverkefni í skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1159 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-11 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-01 15:10:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1441 - Komudagur: 2006-03-23 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A574 (norrænt samstarf 2005)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-09 15:50:11 - [HTML]

Þingmál A594 (evrópsk samvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 878 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-07 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1365 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1431 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1474 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 12:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1501 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-20 20:51:28 - [HTML]

Þingmál A614 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-30 15:41:47 - [HTML]

Þingmál A619 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A630 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-21 14:41:16 - [HTML]

Þingmál A631 (ívilnanir til álvera á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-04-26 13:02:40 - [HTML]
109. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-04-26 13:09:24 - [HTML]

Þingmál A667 (framsal sakamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 977 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-28 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A668 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1661 - Komudagur: 2006-04-19 - Sendandi: Landmælingar Íslands - [PDF]

Þingmál A671 (samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og lýðveldisins Suður-Kóreu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-03-27 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (samningur milli Íslands, Danmerkur og Færeyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-28 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1485 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1516 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A688 (Náttúruminjasafn Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2006-05-02 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A692 (samningur um tölvubrot)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-04-03 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1523 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1527 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A728 (raforkuver)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (frumvarp) útbýtt þann 2006-04-10 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A731 (opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-04-10 20:00:56 - [HTML]
102. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-04-10 20:51:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2006-04-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A747 (skráning miðhálendis Íslands sem heimsminja UNESCO)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (þáltill.) útbýtt þann 2006-04-05 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A795 (Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-05-02 20:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2006-05-04 14:37:21 - [HTML]

Þingmál B67 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2005-10-04 21:05:47 - [HTML]

Þingmál B100 (framtíðaruppbygging Háskólans á Akureyri)

Þingræður:
8. þingfundur - Þórarinn E. Sveinsson - Ræða hófst: 2005-10-13 13:57:23 - [HTML]

Þingmál B513 (utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
101. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-06 11:38:36 - [HTML]
101. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-06 12:34:25 - [HTML]

Þingmál B547 (samráðshópur um atvinnumál á Suðurnesjum)

Þingræður:
107. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-04-24 15:33:51 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A1 (fjárlög 2007)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-10-05 13:45:53 - [HTML]
40. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-12-05 23:14:29 - [HTML]

Þingmál A18 (rammaáætlun um náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-06 17:17:31 - [HTML]
66. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-02-06 17:19:55 - [HTML]
66. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-02-06 17:28:06 - [HTML]

Þingmál A47 (fjáraukalög 2006)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2006-10-10 16:56:19 - [HTML]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 106 - Komudagur: 2006-11-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð - Skýring: (um 56. og 57. mál) - [PDF]

Þingmál A65 (friðlýsing Jökulsár á Fjöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 971 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Umhverfisstofnun, bt. Kristjáns Geirssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1089 - Komudagur: 2007-02-16 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A69 (samkomulag við Færeyjar og Grænland um skipti á ræðismönnum)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2007-03-09 11:43:42 - [HTML]

Þingmál A80 (samningur Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-12-06 18:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-07 14:14:09 - [HTML]

Þingmál A137 (Suðurlandsvegur)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-22 13:38:59 - [HTML]

Þingmál A153 (stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-22 12:42:30 - [HTML]

Þingmál A188 (sýslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-12 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (friðlýsing Austari - og Vestari-Jökulsár í Skagafirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-17 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A199 (nám á framhaldsskólastigi á suðursvæði Vestfjarða)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-11-08 13:20:20 - [HTML]

Þingmál A224 (stjórnsýsla í tengslum við stækkandi þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-11-15 12:56:30 - [HTML]
28. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-11-15 13:08:31 - [HTML]

Þingmál A234 (óháð áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-12 09:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A243 (tvöföldun Hvalfjarðarganga)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-12-06 14:20:33 - [HTML]

Þingmál A280 (opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2006-11-07 17:37:44 - [HTML]

Þingmál A331 (hlutfall verknámsnemenda)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-01-24 14:50:14 - [HTML]

Þingmál A341 (átaksverkefni í ferðamálum í Norðvesturkjördæmi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (þáltill.) útbýtt þann 2006-11-13 19:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tollabandalags Suður-Afríkuríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-11-14 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A363 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-11-15 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A395 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1277 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-16 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1396 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 23:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1409 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 23:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-23 15:46:00 - [HTML]
58. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-23 16:09:21 - [HTML]
58. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2007-01-23 17:07:15 - [HTML]
58. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2007-01-23 17:33:43 - [HTML]
58. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-23 17:49:52 - [HTML]
94. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 21:58:09 - [HTML]
94. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-17 22:08:31 - [HTML]
94. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-17 22:29:33 - [HTML]
94. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2007-03-17 22:33:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 754 - Komudagur: 2007-01-25 - Sendandi: SAMÚT - Samtök útivistarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 930 - Komudagur: 2007-02-13 - Sendandi: Ferðafélag Íslands - Skýring: Sameiginleg umsögn: Ferðafél. Ak. og Ferðafél. Flj - [PDF]
Dagbókarnúmer 931 - Komudagur: 2007-02-13 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4, bt. formanns - [PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2007-02-13 - Sendandi: SAMÚT - Samtök útivistarfélaga, bt. Útivist - [PDF]
Dagbókarnúmer 977 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Austurlands, Þorsteinn Bergsson form. - [PDF]
Dagbókarnúmer 995 - Komudagur: 2007-02-16 - Sendandi: Vélhjólaíþróttaklúbburinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 2007-02-19 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2007-02-20 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A396 (erlendir ríkisborgarar án lögheimilis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (svar) útbýtt þann 2007-03-14 21:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A408 (ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-24 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-30 20:28:38 - [HTML]
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-30 20:39:02 - [HTML]
49. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-12-09 17:28:34 - [HTML]
49. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-12-09 17:39:48 - [HTML]

Þingmál A415 (vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-29 17:35:45 - [HTML]
61. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-29 18:19:26 - [HTML]

Þingmál A437 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-06 10:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 980 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Skagabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1012 - Komudagur: 2007-02-16 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A459 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-01 14:59:14 - [HTML]
90. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-16 00:25:03 - [HTML]

Þingmál A466 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-03-13 21:35:33 - [HTML]

Þingmál A515 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 778 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1227 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-15 18:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-02-13 15:26:03 - [HTML]
70. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-02-13 20:21:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]

Þingmál A549 (fagháskólar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Sigurrós Þorgrímsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-07 18:55:49 - [HTML]

Þingmál A551 (Evrópuráðsþingið 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-12 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-20 15:36:59 - [HTML]

Þingmál A574 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-19 16:51:39 - [HTML]
73. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-19 17:50:39 - [HTML]

Þingmál A575 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-15 18:29:52 - [HTML]

Þingmál A615 (VES-þingið 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-15 19:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-22 16:04:01 - [HTML]

Þingmál A620 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 920 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-19 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A621 (tollkvótar við innflutning landbúnaðarafurða)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-20 18:00:45 - [HTML]

Þingmál A627 (ÖSE-þingið 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-20 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A638 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-21 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A641 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1575 - Komudagur: 2007-03-09 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A643 (veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2007-02-26 23:22:21 - [HTML]

Þingmál A644 (Verðlagsstofa skiptaverðs o.fl.)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-26 18:36:26 - [HTML]
78. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-26 20:50:14 - [HTML]
78. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-26 21:21:26 - [HTML]

Þingmál A651 (framkvæmd skólahalds á framhaldsskólastigi 2002 til 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 970 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-27 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A655 (réttarstaða liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-26 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A661 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-27 18:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2007-04-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1670 - Komudagur: 2007-05-11 - Sendandi: Félag íslenskra landslagsarkitekta - [PDF]

Þingmál A662 (mannvirki)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-03-02 00:24:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1663 - Komudagur: 2007-04-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A669 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-08 18:07:43 - [HTML]
89. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-15 11:52:12 - [HTML]
91. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-03-16 16:36:53 - [HTML]

Þingmál A682 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1063 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-08 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2007-03-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - Skýring: (umsögn og ritgerð) - [PDF]

Þingmál A686 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2007-03-13 16:02:14 - [HTML]

Þingmál A690 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (tengsl Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-15 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B105 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2006-10-03 19:52:19 - [HTML]
2. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2006-10-03 21:01:02 - [HTML]

Þingmál B106 (varnarmál, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-10-04 14:17:43 - [HTML]

Þingmál B145 (Kárahnjúkavirkjun og Hálslón, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra)

Þingræður:
11. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2006-10-12 11:05:22 - [HTML]

Þingmál B216 (álversáform í Þorlákshöfn)

Þingræður:
26. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-14 14:13:34 - [HTML]

Þingmál B223 (utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-16 12:28:13 - [HTML]

Þingmál B375 (framkvæmd þjóðlendulaga)

Þingræður:
60. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-01-25 11:26:39 - [HTML]

Þingmál B394 (leynisamningar með varnarsamningnum 1951)

Þingræður:
65. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-05 16:29:38 - [HTML]
65. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-05 17:07:03 - [HTML]

Þingmál B459 (endurmat á stöðu mála í Írak)

Þingræður:
77. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-22 10:32:15 - [HTML]

Þingmál B476 (málefni byggðarlaga utan landshlutakjarna)

Þingræður:
79. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-27 14:00:55 - [HTML]

Þingmál B492 (heilbrigðismál á Austurlandi)

Þingræður:
83. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-01 13:59:01 - [HTML]

Þingmál B504 (atvinnu- og byggðamál á Vestfjörðum)

Þingræður:
86. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-12 15:13:31 - [HTML]

Þingmál B522 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
88. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2007-03-14 21:37:01 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A3 (viðurkenning Íslands á ríkisstjórn Palestínu)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2007-06-05 17:29:50 - [HTML]

Þingmál A9 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B85 (orkusala til álvers í Helguvík)

Þingræður:
6. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-06-07 10:37:12 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-04 12:56:27 - [HTML]
33. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2007-11-29 18:03:50 - [HTML]
33. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2007-11-29 23:28:03 - [HTML]
34. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-30 11:35:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 525 - Komudagur: 2007-11-28 - Sendandi: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar - [PDF]

Þingmál A3 (markaðsvæðing samfélagsþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A13 (rannsóknir og sjálfbær nýting jarðhitasvæða)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-21 18:09:23 - [HTML]

Þingmál A30 (Háskóli á Ísafirði)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-06 15:00:25 - [HTML]
19. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-11-06 16:14:42 - [HTML]
19. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-06 16:26:03 - [HTML]

Þingmál A33 (breyting á lagaákvæðum um húsafriðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Þór Hjaltalín, Minjavörður Norðurlands vestra - [PDF]

Þingmál A48 (friðlandið í Þjórsárverum og verndun Þjórsár)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2007-11-27 18:17:21 - [HTML]

Þingmál A52 (óháð áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar, Holtavirkjunar og Hvammsvirkjunar í Þjórsá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-15 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-04 17:20:49 - [HTML]
74. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-04 18:08:05 - [HTML]
74. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-04 18:12:15 - [HTML]

Þingmál A54 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-07 12:44:15 - [HTML]

Þingmál A59 (friðlýsing Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-15 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-24 13:31:18 - [HTML]

Þingmál A65 (notkun raflagna og raffanga á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-10-09 17:37:34 - [HTML]

Þingmál A79 (sala eigna ríkisins í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2007-10-04 18:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 136 (svar) útbýtt þann 2007-10-18 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A84 (skýrsla nefndar um flutningskostnað og jöfnun flutningskostnaðar á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2007-11-07 13:37:34 - [HTML]
20. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-11-07 13:43:52 - [HTML]

Þingmál A85 (náttúruvernd við Mývatn og Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2007-10-04 18:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 150 (svar) útbýtt þann 2007-10-30 13:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A103 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 303 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-12-04 13:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 412 (lög í heild) útbýtt þann 2007-12-06 22:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-10-11 15:04:39 - [HTML]

Þingmál A107 (mannréttindabrot og fangabúðir í Guantanamo)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-17 15:59:36 - [HTML]

Þingmál A130 (tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 151 - Komudagur: 2007-11-12 - Sendandi: Fiskistofa, matvælaeftirlitssvið. - [PDF]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-30 13:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 571 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-01-21 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 698 (lög í heild) útbýtt þann 2008-02-26 15:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-11-01 14:55:11 - [HTML]

Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3013 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A152 (eignarhald á jörðum)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2007-11-28 13:41:41 - [HTML]

Þingmál A195 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-15 16:15:26 - [HTML]

Þingmál A231 (olíugjald og kílómetragjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2007-11-27 - Sendandi: SVÞ - flutningasvið - Skýring: (lagt fram á fundi umhvn.) - [PDF]

Þingmál A232 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A244 (netþjónabú)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-11-28 15:12:42 - [HTML]

Þingmál A245 (mannvirki á Straumnesfjalli og Darra)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-12-05 15:22:14 - [HTML]

Þingmál A248 (nýtt starfsheiti fyrir ráðherra)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-04 17:43:04 - [HTML]

Þingmál A268 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2007, um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-11-21 11:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1413 - Komudagur: 2008-02-14 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A287 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-07 17:13:29 - [HTML]

Þingmál A301 (landshlutabundin orkufyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-01-30 15:41:10 - [HTML]

Þingmál A312 (efling íslenska geitfjárstofnsins)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-01-29 15:05:43 - [HTML]

Þingmál A314 (störf á Norðvesturlandi)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-01-16 14:22:40 - [HTML]
48. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-01-16 14:31:07 - [HTML]

Þingmál A327 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-12-13 20:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1155 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (undirbúningur að þjónustumiðstöð við olíuleit á Drekasvæði)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 12:50:48 - [HTML]

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-15 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 866 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2008-04-03 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 890 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-04-15 12:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 907 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-04-16 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-17 12:08:18 - [HTML]
49. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-17 12:36:32 - [HTML]
49. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-01-17 15:03:06 - [HTML]
90. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-15 14:11:30 - [HTML]

Þingmál A338 (atvinnuréttindi útlendinga o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1402 - Komudagur: 2008-02-12 - Sendandi: Alþjóðahús - [PDF]

Þingmál A344 (stofnun háskólaseturs á Akranesi)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-02-19 19:19:05 - [HTML]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-02-12 16:21:33 - [HTML]
64. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2008-02-12 17:07:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2279 - Komudagur: 2008-04-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3143 - Komudagur: 2008-09-01 - Sendandi: Hjalti Steinþórsson - Skýring: (aths. og ábendingar) - [PDF]

Þingmál A386 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Bjarni Harðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-08 18:12:02 - [HTML]

Þingmál A393 (raforkuver)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 637 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-03-03 16:22:37 - [HTML]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1098 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-23 20:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.) - [PDF]

Þingmál A435 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-03-04 16:56:56 - [HTML]

Þingmál A446 (Smáríkjastofnun Sameinuðu þjóðanna á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 709 (þáltill.) útbýtt þann 2008-02-27 12:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A447 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 710 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-28 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A450 (norðurskautsmál 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-27 15:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A471 (stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-06 09:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-13 16:02:10 - [HTML]

Þingmál A499 (fullgilding þriggja Haag-samninga á sviði réttarfars)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-03-31 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A519 (viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-04-17 22:26:52 - [HTML]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2204 - Komudagur: 2008-04-11 - Sendandi: Búnaðarsamband Skagfirðinga - [PDF]

Þingmál A530 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-05-27 11:39:54 - [HTML]

Þingmál A535 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-04-17 18:50:47 - [HTML]

Þingmál A543 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkja og Kanada)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-04-02 17:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A556 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-08 16:12:38 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-08 16:17:16 - [HTML]
86. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-08 18:02:37 - [HTML]

Þingmál A587 (Bjargráðasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-17 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-28 15:44:13 - [HTML]

Þingmál A604 (þróun þorskverðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (svar) útbýtt þann 2008-05-15 09:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-05-15 12:10:27 - [HTML]
119. þingfundur - Þuríður Backman (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-09 15:54:50 - [HTML]

Þingmál A628 (eftirlit með hlutum, tækni og þjónustu sem hafa hernaðarlega þýðingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1040 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-21 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-11 16:33:37 - [HTML]

Þingmál A656 (beinar aðgerðir til að jafna flutningskostnað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1356 (svar) útbýtt þann 2008-09-12 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A664 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1342 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-09-09 20:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2008-09-11 12:26:27 - [HTML]
122. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-09-11 13:56:33 - [HTML]

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-10-02 19:53:25 - [HTML]

Þingmál B18 (mótvægisaðgerðir)

Þingræður:
3. þingfundur - Guðni Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-03 14:40:13 - [HTML]

Þingmál B40 (fyrirhugaður flutningsstyrkur Atvinnuleysistryggingasjóðs)

Þingræður:
5. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-09 14:06:02 - [HTML]
5. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2007-10-09 14:20:35 - [HTML]

Þingmál B41 (einkavæðing orkufyrirtækja)

Þingræður:
8. þingfundur - Gunnar Svavarsson - Ræða hófst: 2007-10-11 10:39:35 - [HTML]

Þingmál B92 (utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
21. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2007-11-08 12:34:33 - [HTML]

Þingmál B97 (stefna ríkisstjórnarinnar í stóriðjumálum)

Þingræður:
22. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-11-12 15:05:58 - [HTML]

Þingmál B104 (uppkaup á jörðum og verndun landbúnaðarlands)

Þingræður:
23. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-13 13:38:16 - [HTML]

Þingmál B160 (fjárhagur sveitarfélaga og samskipti ríkisins við þau)

Þingræður:
36. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2007-12-04 14:06:01 - [HTML]

Þingmál B166 (atvinnuuppbygging á Austurlandi)

Þingræður:
37. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2007-12-05 15:54:47 - [HTML]

Þingmál B171 (skýrsla forsætisráðherra um starfsemi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar)

Þingræður:
38. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-12-06 11:03:29 - [HTML]

Þingmál B345 (háhraðatengingar og starfsemi Fjarskiptasjóðs)

Þingræður:
62. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-07 11:06:50 - [HTML]

Þingmál B825 (skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál)

Þingræður:
116. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-09-02 17:15:05 - [HTML]

Þingmál B837 (stefna ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum)

Þingræður:
117. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-09-03 14:53:51 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A1 (fjárlög 2009)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2008-12-16 01:16:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 2008-12-02 - Sendandi: Heilbrigðisstofnun Austurlands - [PDF]

Þingmál A11 (aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2008--2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-03 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A34 (friðlýsing vatnasviðs Skjálfandafljóts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A46 (Háskóli á Ísafirði)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-28 16:06:12 - [HTML]

Þingmál A66 (áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A98 (innköllun íslenskra aflaheimilda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-28 16:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (Smáríkjastofnun Sameinuðu þjóðanna á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (þáltill.) útbýtt þann 2008-11-11 16:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A146 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-17 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-12 15:34:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2009-03-31 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon aðjúnkt við HA - [PDF]

Þingmál A152 (kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-11-21 16:03:44 - [HTML]
63. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2008-12-20 00:27:48 - [HTML]

Þingmál A177 (samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 260 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A187 (uppbygging og rekstur fráveitna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 558 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-02-18 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A192 (náttúruverndaráætlun 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2008-12-08 18:10:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 613 - Komudagur: 2008-12-19 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2009-01-13 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 753 - Komudagur: 2009-01-16 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 2009-01-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 925 - Komudagur: 2009-02-25 - Sendandi: Sveitarstjórn Skaftárhrepps - Skýring: (úr fundargerð) - [PDF]

Þingmál A195 (innlend fóðurframleiðsla)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-24 15:41:38 - [HTML]

Þingmál A197 (viðbótarsamningar við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Albaníu og Króatíu)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-12 11:11:16 - [HTML]

Þingmál A198 (íslensk málstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-05 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (eftirlit með hlutum, tækni og þjónustu sem hefur hernaðarlega þýðingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-11 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A239 (fjáraukalög 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-15 10:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A252 (samfélagsáhrif virkjunar- og stóriðjuframkvæmda á Austurlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (svar) útbýtt þann 2009-01-22 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A316 (samfélagsleg áhrif álvers- og virkjunarframkvæmda á Reykjanesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (þáltill.) útbýtt þann 2009-02-17 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 899 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-04-02 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-17 14:57:19 - [HTML]

Þingmál A382 (framkvæmd samgönguáætlunar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-18 15:18:08 - [HTML]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 648 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-04 19:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-04 15:30:20 - [HTML]
127. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-07 00:32:51 - [HTML]
131. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-15 00:59:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Árni M. Mathiesen - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-11 19:18:39 - [HTML]
100. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-11 21:16:34 - [HTML]
134. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-04-17 18:15:02 - [HTML]
134. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-17 19:00:07 - [HTML]
134. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2009-04-17 19:46:40 - [HTML]

Þingmál A397 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-02 00:39:35 - [HTML]

Þingmál A407 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Herdís Þórðardóttir - Ræða hófst: 2009-04-01 20:45:55 - [HTML]
123. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-01 23:46:21 - [HTML]

Þingmál A409 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-15 12:16:41 - [HTML]

Þingmál A413 (Bjargráðasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-12 15:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 789 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-24 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-25 21:02:03 - [HTML]

Þingmál A423 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-13 13:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (NATO-þingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 721 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-16 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A437 (ÖSE-þingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-17 16:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A452 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-25 20:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B84 (álver á Bakka)

Þingræður:
14. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2008-10-16 11:05:04 - [HTML]

Þingmál B360 (ART-verkefnið)

Þingræður:
51. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-12-11 10:56:16 - [HTML]

Þingmál B616 (heilbrigðismál, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra)

Þingræður:
84. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-02-19 12:13:58 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A2 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Ritari umhverfisnefndar - Skýring: (afrit af bréfum o.fl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2009-06-23 - Sendandi: Háskóli Íslands - Skýring: (frá Verkfr.- og náttúruvís.sviði og Líf- og umhv. - [PDF]
Dagbókarnúmer 361 - Komudagur: 2009-06-23 - Sendandi: Ritari umhverfisnefndar - [PDF]

Þingmál A30 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-06-04 17:38:03 - [HTML]

Þingmál A34 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-25 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 126 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-06-16 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 150 (lög í heild) útbýtt þann 2009-06-18 14:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-05-26 15:15:06 - [HTML]
6. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-05-26 15:34:51 - [HTML]
6. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2009-05-26 16:16:33 - [HTML]
6. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-26 17:54:20 - [HTML]
19. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-06-15 18:28:41 - [HTML]
19. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-06-15 19:05:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2009-06-03 - Sendandi: Svavar Thorsteinsson - [PDF]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-07-10 20:35:03 - [HTML]
43. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-07-14 14:06:01 - [HTML]
43. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 17:49:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2009-06-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A52 (náttúruverndaráætlun 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-05-27 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 266 - Komudagur: 2009-06-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 - [PDF]
Dagbókarnúmer 283 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Landsvirkjun - Skýring: (sbr. ums. frá 136. þingi) - [PDF]

Þingmál A76 (malarvegurinn fyrir Melrakkasléttu)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-06-16 16:30:20 - [HTML]

Þingmál A81 (opinber störf frá 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (svar) útbýtt þann 2009-06-29 16:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-07-09 16:41:52 - [HTML]

Þingmál A94 (landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (þáltill.) útbýtt þann 2009-06-15 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A120 (hvatning til fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (þáltill.) útbýtt þann 2009-06-19 15:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A123 (samningar um gagnkvæma vernd fjárfestinga)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-12 14:02:51 - [HTML]

Þingmál A126 (skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2009-06-30 16:30:39 - [HTML]

Þingmál A141 (uppbygging fjarskipta á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (svar) útbýtt þann 2009-08-10 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A143 (vaxtarsamningar á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-08-12 18:15:23 - [HTML]

Þingmál A145 (synjun á staðfestingu aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 342 (svar) útbýtt þann 2009-08-21 18:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 331 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-08-19 16:47:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-10-08 18:33:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1 - Komudagur: 2009-09-17 - Sendandi: Snæfellsbær - Skýring: (afrit af bréfi til fjárln. v. Þjóðgarðsins Snæfel - [PDF]

Þingmál A3 (nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-15 14:20:27 - [HTML]

Þingmál A11 (afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-10-20 19:41:05 - [HTML]
11. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-10-20 20:28:52 - [HTML]

Þingmál A13 (fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2009-10-13 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 2009-10-05 18:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-02 17:43:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 406 - Komudagur: 2009-12-03 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4 - [PDF]

Þingmál A38 (ný samgöngumiðstöð í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-11-04 15:29:34 - [HTML]

Þingmál A44 (friðlýsing Skjálfandafljóts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-02 18:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-17 21:31:31 - [HTML]
27. þingfundur - Þuríður Backman - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-17 21:48:04 - [HTML]
27. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2009-11-17 22:00:45 - [HTML]

Þingmál A58 (landflutningalög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-11-02 15:45:07 - [HTML]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2010-01-04 - Sendandi: Þýðing á áliti Mischon de Reya - [PDF]

Þingmál A79 (þjónusta Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-23 15:05:13 - [HTML]

Þingmál A100 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2009-12-08 - Sendandi: Héraðsdómur Norðurlands eystra - [PDF]

Þingmál A114 (Vestfirðir sem vettvangur kennslu í sjávarútvegsfræðum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1569 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]

Þingmál A149 (sjóvarnir við Vík)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-25 14:56:06 - [HTML]

Þingmál A171 (handtaka og afhending manna milli Norðurlanda vegna refsiverðra verknaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-06 14:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 653 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-02-04 10:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 678 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-02-16 17:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2009-12-19 - Sendandi: Dóms- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (samn. um framsal vegna refsiverðrar háttsemi) - [PDF]

Þingmál A176 (gerð samninga um gagnkvæma vernd fjárfestinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-10 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-23 17:44:33 - [HTML]

Þingmál A181 (Norræna ráðherranefndin 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-11-10 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A200 (náttúruverndaráætlun 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-11-13 11:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 654 (þál. í heild) útbýtt þann 2010-02-02 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-17 17:30:16 - [HTML]
71. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2010-02-01 16:59:38 - [HTML]
71. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-01 18:31:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2009-11-27 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 365 - Komudagur: 2009-12-01 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 424 - Komudagur: 2009-12-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun - Skýring: (lagt fram á fundi um.) - [PDF]

Þingmál A277 (þjónustuviðskipti á innri markaði EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-30 19:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1053 - Komudagur: 2010-02-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A320 (heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-12 19:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Skúli Helgason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-05-07 12:37:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2010-02-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A332 (sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-12-21 09:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-18 14:06:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 2010-03-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2010-03-12 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1305 - Komudagur: 2010-03-19 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1668 - Komudagur: 2010-04-09 - Sendandi: Iðnaðarnefnd Alþingis - [PDF]

Þingmál A341 (árleg ráðstefna á Akureyri um málefni heimskautasvæðanna)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2010-09-03 11:13:57 - [HTML]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-06-10 18:25:04 - [HTML]

Þingmál A370 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-04 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 831 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-03-23 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1019 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-04-27 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1040 (lög í heild) útbýtt þann 2010-04-30 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-16 18:29:26 - [HTML]
101. þingfundur - Atli Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-03-25 18:32:30 - [HTML]
115. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-04-29 16:56:51 - [HTML]

Þingmál A410 (staða barna og ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2010-06-15 09:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1465 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-09-03 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1481 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-09-17 10:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1499 (lög í heild) útbýtt þann 2010-09-09 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2010-03-08 17:48:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2010-03-24 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 2010-04-23 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A454 (ÖSE-þingið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A458 (Norræna ráðherranefndin 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A467 (NATO-þingið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-16 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A469 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-03-23 14:29:01 - [HTML]

Þingmál A490 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 127/2007 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 851 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1485 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-09-17 10:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1491 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-09-09 16:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 896 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 910 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1497 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-09-13 10:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2010-04-27 20:05:42 - [HTML]
113. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-27 21:41:53 - [HTML]
113. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-27 21:44:04 - [HTML]
113. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-27 21:50:55 - [HTML]

Þingmál A522 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 911 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-04-26 20:18:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2317 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða - [PDF]

Þingmál A527 (ferjusiglingar frá Bretlandseyjum til og frá Vestmannaeyjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2766 - Komudagur: 2010-06-09 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A546 (hafnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 936 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A574 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1279 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-10 19:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-12 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1379 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-15 11:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
137. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-11 21:08:19 - [HTML]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2160 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Varnarmálastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A582 (samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2010-06-12 20:13:15 - [HTML]
142. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-06-15 10:44:00 - [HTML]
142. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-06-15 11:22:45 - [HTML]
142. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-15 14:36:25 - [HTML]
142. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-15 15:30:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2296 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Leið ehf. - [PDF]

Þingmál A586 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-16 14:11:37 - [HTML]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-05-11 16:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (Bjargráðasjóður og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Atli Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-05-17 16:12:10 - [HTML]

Þingmál A650 (stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-07 22:45:39 - [HTML]

Þingmál A651 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
143. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-16 05:19:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2930 - Komudagur: 2010-08-03 - Sendandi: Bergþóra Sigurðardóttir læknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2974 - Komudagur: 2010-08-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2992 - Komudagur: 2010-08-11 - Sendandi: Tryggvi Felixson - [PDF]
Dagbókarnúmer 3031 - Komudagur: 2010-08-17 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3035 - Komudagur: 2010-08-19 - Sendandi: Sigmundur Einarsson jarðfræðingur - [PDF]

Þingmál B50 (úrskurður ráðherra um suðvesturlínu)

Þingræður:
6. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-10-13 13:56:00 - [HTML]

Þingmál B122 (atvinnu- og skattamál -- samgöngur -- lífeyrissjóðir)

Þingræður:
14. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2009-10-23 09:23:50 - [HTML]

Þingmál B171 (álversuppbygging á Bakka við Húsavík)

Þingræður:
20. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-05 14:05:16 - [HTML]

Þingmál B616 (stjórnsýsla ráðherra)

Þingræður:
81. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2010-02-25 10:35:12 - [HTML]

Þingmál B855 (staða og fjárhagslegar afleiðingar eldgoss í Eyjafjallajökli)

Þingræður:
112. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-04-27 14:20:01 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A1 (fjárlög 2011)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2010-12-08 21:44:15 - [HTML]
44. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-12-09 03:11:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2010-10-20 - Sendandi: Ljósmæðrafélag Íslands - Skýring: (v. barneignarþjónustu) - [PDF]

Þingmál A17 (gerð samninga um gagnkvæma vernd fjárfestinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-04 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-14 14:55:00 - [HTML]

Þingmál A18 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-05 18:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-07 15:51:54 - [HTML]

Þingmál A42 (stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-10-07 14:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1239 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-04-07 09:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-12 15:41:11 - [HTML]
8. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-12 16:01:43 - [HTML]
112. þingfundur - Kristján L. Möller (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-04-14 19:10:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 203 - Komudagur: 2010-11-10 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A46 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-07 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A62 (ný grundvallarstefna Atlantshafsbandalagsins)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-10-18 16:37:58 - [HTML]

Þingmál A77 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1255 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-04-07 09:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1311 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-05-02 14:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1411 (lög í heild) útbýtt þann 2011-05-11 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-20 15:32:16 - [HTML]
16. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-20 15:58:23 - [HTML]
16. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-20 16:00:49 - [HTML]
16. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-10-20 16:05:47 - [HTML]
16. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2010-10-20 17:00:19 - [HTML]
110. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-04-12 22:35:08 - [HTML]
110. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-12 23:04:58 - [HTML]
112. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-04-14 11:07:58 - [HTML]
120. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2011-05-10 14:55:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 190 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2010-11-16 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2010-11-17 - Sendandi: HS Orka - HS veitur - [PDF]
Dagbókarnúmer 293 - Komudagur: 2010-11-18 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1444 - Komudagur: 2011-02-22 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A83 (sérgreining landshlutanna sem vettvangur rannsókna, kennslu og atvinnuþróunar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2010-11-10 18:59:06 - [HTML]

Þingmál A119 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 18/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A130 (raforkuverð)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-11-22 16:07:30 - [HTML]

Þingmál A143 (sparnaður ríkisins af boðuðum niðurskurði á heilbrigðisstofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1080 (svar) útbýtt þann 2011-05-02 14:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A155 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 87/2009 og nr. 126/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 985 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-15 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A156 (ábendingar Ríkisendurskoðunar um kaup Fasteigna ríkissjóðs á málningarvinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 172 (álit) útbýtt þann 2010-11-08 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A184 (veiðar á mink og ref)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-11-22 18:43:23 - [HTML]

Þingmál A186 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A192 (friðlýst svæði og framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (svar) útbýtt þann 2010-12-17 21:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1296 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-04-11 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1324 (lög í heild) útbýtt þann 2011-04-15 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1597 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-01 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1726 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-06-15 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1792 (lög í heild) útbýtt þann 2011-06-11 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-06-09 18:36:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa, Svava S. Steinarsdóttir f - [PDF]
Dagbókarnúmer 946 - Komudagur: 2010-12-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1066 - Komudagur: 2010-12-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1390 - Komudagur: 2011-02-17 - Sendandi: Umhverfisnefnd Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1548 - Komudagur: 2011-03-01 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A208 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-12-17 22:19:28 - [HTML]

Þingmál A234 (Lúganósamningurinn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2010 og nr. 124/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 988 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-16 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A298 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1000 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1070 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-03-28 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1278 (lög í heild) útbýtt þann 2011-04-07 11:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2010-11-30 17:27:03 - [HTML]

Þingmál A299 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1308 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa - [PDF]

Þingmál A337 (stefna Íslands í málefnum norðurslóða)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2011-01-18 16:03:28 - [HTML]

Þingmál A357 (leigusamningar um húsnæði hjá ráðuneytum og undirstofnunum þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1589 (svar) útbýtt þann 2011-06-03 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (hafnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (frumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 18:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (orkuskipti í samgöngum)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-06-06 19:09:20 - [HTML]

Þingmál A425 (framvinda verkefna til stuðnings Suðurnesjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 782 (svar) útbýtt þann 2011-02-02 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A439 (uppbygging á Vestfjarðavegi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2699 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A450 (útiræktun á erfðabreyttum lífverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 737 (þáltill.) útbýtt þann 2011-01-26 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A467 (ferðamálaáætlun 2011--2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 758 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-01-31 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1608 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-01 21:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1657 (þál. í heild) útbýtt þann 2011-06-07 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 18:11:30 - [HTML]
142. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-06-06 18:17:11 - [HTML]
142. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-06-06 18:30:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1920 - Komudagur: 2011-04-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2011-04-15 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A486 (áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011--2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-02-03 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1732 (þál. í heild) útbýtt þann 2011-06-10 12:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1674 - Komudagur: 2011-03-10 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2322 - Komudagur: 2011-05-04 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4 - [PDF]

Þingmál A496 (aðgerðaáætlun í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-22 17:45:01 - [HTML]

Þingmál A516 (djúpborunarverkefni á jarðhitasvæðum)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-06-08 14:45:13 - [HTML]

Þingmál A534 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (þáltill.) útbýtt þann 2011-02-17 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-15 17:25:41 - [HTML]

Þingmál A539 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Álftaness)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 904 (álit) útbýtt þann 2011-02-24 14:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (uppsagnir ríkisstarfsmanna)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-03-14 19:08:37 - [HTML]

Þingmál A561 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1822 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 10:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1896 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-15 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1984 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
160. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-09-08 13:46:32 - [HTML]
160. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-09-08 18:46:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2011-04-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1901 - Komudagur: 2011-04-02 - Sendandi: RARIK - [PDF]
Dagbókarnúmer 1911 - Komudagur: 2011-04-02 - Sendandi: Aagot Óskarsdóttir lögfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2006 - Komudagur: 2011-04-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (sbr. ums. Samb. ísl. sveitarfélaga) - [PDF]

Þingmál A574 (framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum skólaárin 2005/2006, 2006/2007 og 2007/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 966 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A577 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A623 (þjóðgarður við Breiðafjörð norðanverðan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (þáltill.) útbýtt þann 2011-03-24 10:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1755 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-06-15 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1773 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-06-10 21:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A648 (Þjóðminjasafn Íslands)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-07 16:41:36 - [HTML]
107. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2011-04-07 16:58:01 - [HTML]

Þingmál A650 (safnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1942 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1981 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2418 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg, menningar- og ferðamálasvið - [PDF]

Þingmál A651 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2377 - Komudagur: 2011-05-11 - Sendandi: Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur o.fl. - [PDF]

Þingmál A668 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2913 - Komudagur: 2011-06-21 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
164. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 21:03:38 - [HTML]

Þingmál A676 (fullgilding á samningi um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A677 (fullgilding Singapúr-samnings um vörumerkjarétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (fullgilding Árósasamnings um aðgang að upplýsingum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A679 (staðfesting samnings milli Íslands og Noregs um kolvetnisauðlindir á markalínum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A681 (fríverslunarsamningur EFTA og Albaníu og landbúnaðarsamningur Íslands og Albaníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1198 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (fríverslunarsamningur EFTA og Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1199 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (fríverslunarsamningur EFTA og Perús og landbúnaðarsamningur Íslands og Perús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A684 (fríverslunarsamningur EFTA og Serbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Serbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (fríverslunarsamningur EFTA og Úkraínu og landbúnaðarsamningur Íslands og Úkraínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1202 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A707 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1226 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A714 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (þáltill.) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A720 (vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-14 15:16:39 - [HTML]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2115 - Komudagur: 2011-04-27 - Sendandi: ISNIC, Internet á Íslandi hf. - [PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-17 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1998 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-12 20:02:18 - [HTML]

Þingmál A728 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2296 - Komudagur: 2011-05-06 - Sendandi: Fagdeild félagsráðgjafa - [PDF]

Þingmál A733 (greiðsluþátttaka ríkissjóðs vegna uppbyggingar Helguvíkurhafnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (frumvarp) útbýtt þann 2011-04-15 14:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A753 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2598 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]

Þingmál A764 (friðlýst svæði og virkjunarframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1332 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-04-15 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1368 (svar) útbýtt þann 2011-05-04 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-09-07 12:32:42 - [HTML]

Þingmál A823 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1464 (þáltill.) útbýtt þann 2011-05-20 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1709 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2011-06-09 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-30 11:56:08 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-31 16:34:43 - [HTML]
138. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2011-05-31 21:13:55 - [HTML]
138. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-31 23:36:29 - [HTML]
139. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-02 01:31:22 - [HTML]
139. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-02 01:45:45 - [HTML]
150. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-10 23:17:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2868 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - [PDF]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3024 - Komudagur: 2011-08-22 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]

Þingmál A839 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1510 (frumvarp) útbýtt þann 2011-05-20 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
141. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-06-06 14:24:53 - [HTML]

Þingmál A881 (framtíðarstefna í sjávarútvegsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1670 (þáltill.) útbýtt þann 2011-06-07 21:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B189 (uppsögn fréttamanns hjá RÚV -- atvinnumál -- aðildarumsókn að ESB o.fl.)

Þingræður:
24. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-11-10 14:21:36 - [HTML]

Þingmál B247 (samgöngumál á suðvesturhorni landsins)

Þingræður:
31. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-11-18 11:48:29 - [HTML]

Þingmál B266 (efnahagsmál -- málefni fatlaðs drengs -- skuldavandi heimilanna o.fl.)

Þingræður:
34. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-11-24 14:32:42 - [HTML]

Þingmál B277 (stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart NATO)

Þingræður:
35. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2010-11-25 11:04:14 - [HTML]

Þingmál B477 (atvinnumál -- ESB-umsóknarstyrkir -- netskrif þingmanns -- St. Jósefsspítali o.fl.)

Þingræður:
61. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2011-01-19 14:07:00 - [HTML]

Þingmál B713 (framkvæmdir í Þingeyjarsýslu í ljósi sameiginlegs umhverfismats)

Þingræður:
85. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-03-03 11:25:59 - [HTML]

Þingmál B782 (hernaður Gaddafís gegn líbísku þjóðinni og viðbrögð alþjóðasamfélagsins)

Þingræður:
95. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-03-17 12:19:46 - [HTML]

Þingmál B859 (framtíð Reykjavíkurflugvallar)

Þingræður:
103. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-03-30 15:01:00 - [HTML]
103. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-03-30 15:08:14 - [HTML]

Þingmál B950 (samgöngumál -- verklag í nefndum -- ríkisfjármál)

Þingræður:
117. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-05-04 14:11:39 - [HTML]

Þingmál B973 (rekstrargrundvöllur gagnavera á Íslandi)

Þingræður:
117. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-05-04 16:08:04 - [HTML]

Þingmál B1014 (íslensk matvælaframleiðsla og matvælagerð)

Þingræður:
121. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-11 14:48:28 - [HTML]

Þingmál B1064 (verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs)

Þingræður:
129. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-18 14:56:01 - [HTML]
129. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-18 15:16:07 - [HTML]

Þingmál B1285 (Landhelgisgæslan -- uppbygging á Grímsstöðum á Fjöllum o.fl.)

Þingræður:
159. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-09-07 10:37:49 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-11-29 18:02:21 - [HTML]
28. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-29 20:46:43 - [HTML]
28. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-11-30 03:36:04 - [HTML]
28. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-11-30 04:57:33 - [HTML]
32. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-12-06 16:11:35 - [HTML]
32. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-12-06 19:31:55 - [HTML]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2011-10-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - Skýring: (samanburður á stjórnlögum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 521 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Árni Þormóðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 530 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2012-03-08 - Sendandi: Pétur Blöndal alþingismaður - [PDF]

Þingmál A7 (efling græna hagkerfisins á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 12:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2011-11-11 - Sendandi: Skógfræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2769 - Komudagur: 2011-10-06 - Sendandi: Skúli Helgason, form. nefndar um eflingu græna hagkerfisins - [PDF]

Þingmál A10 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-11 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-03 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-01 16:05:56 - [HTML]

Þingmál A29 (höfuðborg Íslands)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-01 17:16:49 - [HTML]

Þingmál A31 (viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-10-03 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 358 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-11-24 13:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-06 16:52:46 - [HTML]
5. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-10-06 17:45:04 - [HTML]
5. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-10-06 17:53:27 - [HTML]
5. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-10-06 18:31:01 - [HTML]
5. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-06 18:50:52 - [HTML]
27. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-28 20:07:07 - [HTML]
27. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-11-28 20:52:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 8 - Komudagur: 2011-10-27 - Sendandi: Elva Björk Barkardóttir - [PDF]

Þingmál A36 (stytting þjóðvegarins milli höfuðborgarsvæðisins og Norðausturlands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Blönduósbær, Húnavatnshreppur og Sveitarfél. Skagafjörður - Skýring: (sameiginleg umsögn) - [PDF]

Þingmál A37 (nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1568 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-16 10:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 10:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A59 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-03-13 16:01:57 - [HTML]

Þingmál A66 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-06 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (hafnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A106 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-13 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-15 18:34:51 - [HTML]

Þingmál A113 (greiðsluþátttaka ríkissjóðs vegna uppbyggingar Helguvíkurhafnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-17 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A116 (yfirfærsla málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-11-28 19:33:57 - [HTML]

Þingmál A134 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A192 (fólksflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 191 - Komudagur: 2011-11-16 - Sendandi: LOGOS lögmannsþjónusta - [PDF]

Þingmál A193 (fjársýsluskattur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-15 20:42:53 - [HTML]

Þingmál A202 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-01 12:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-31 16:50:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1439 - Komudagur: 2012-03-06 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]

Þingmál A206 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-02 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A213 (gerð og fjármögnun Vaðlaheiðarganga)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-01-16 17:35:43 - [HTML]

Þingmál A225 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-08 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1008 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-15 17:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-20 17:55:04 - [HTML]
75. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-20 18:17:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 510 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2011-12-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2684 - Komudagur: 2012-06-06 - Sendandi: Landmælingar Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi us.) - [PDF]

Þingmál A228 (hagtölur og aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (svar) útbýtt þann 2011-12-15 11:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A233 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-03 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A238 (þjóðgarður við Breiðafjörð norðanverðan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (þáltill.) útbýtt þann 2011-11-08 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-15 16:02:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 441 - Komudagur: 2011-11-25 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 540 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Náttúrustofa Vesturlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 564 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 566 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A251 (opinber störf á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (svar) útbýtt þann 2012-01-09 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A266 (heildstæð orkustefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-14 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: ISNIC - Internet á Íslandi - Skýring: (viðbótar umsögn) - [PDF]

Þingmál A279 (ósnortin víðerni)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-16 18:40:27 - [HTML]
42. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-01-16 18:43:43 - [HTML]

Þingmál A299 (undanþágur frá banni við því að aðilar utan EES öðlist eignarrétt og afnotarétt yfir fasteignum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-11-17 11:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 772 (svar) útbýtt þann 2012-02-13 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A306 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2011-12-02 14:04:11 - [HTML]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1345 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-16 15:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1452 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-07 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1541 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-13 13:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1610 (lög í heild) útbýtt þann 2012-06-18 21:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 17:02:19 - [HTML]
123. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-06-16 11:41:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Íslenska ICOMOS-nefndin og fleiri - Skýring: (sameiginl. umsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1491 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Birna Lárusdóttir og fleiri - [PDF]

Þingmál A342 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-02-02 11:06:52 - [HTML]
53. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-02 11:22:15 - [HTML]
53. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-02-02 11:50:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1493 - Komudagur: 2012-03-06 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Skýring: (skýrsla; Ástand fjarskipta á Vesturlandi) - [PDF]

Þingmál A371 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-12-08 15:52:03 - [HTML]
40. þingfundur - Magnús Orri Schram - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-12-17 17:13:12 - [HTML]

Þingmál A372 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1379 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-18 19:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1506 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-19 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1531 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-12 19:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-06-11 16:54:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1299 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1303 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-05-24 20:12:11 - [HTML]

Þingmál A385 (stefna um beina erlenda fjárfestingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-08 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-11 15:27:30 - [HTML]

Þingmál A392 (fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-12 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-12 15:41:59 - [HTML]
119. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-06-12 21:14:00 - [HTML]

Þingmál A393 (samgönguáætlun 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-14 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-12 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-19 12:25:49 - [HTML]
45. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-01-19 14:45:55 - [HTML]
45. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-19 15:02:49 - [HTML]
45. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-19 15:07:19 - [HTML]
45. þingfundur - Arna Lára Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-19 16:45:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1285 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A523 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2011--2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-16 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A539 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1207 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-23 12:14:11 - [HTML]
97. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-10 22:09:26 - [HTML]

Þingmál A541 (Evrópuráðsþingið 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A574 (breytt framtíðarskipan refaveiða á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (þáltill.) útbýtt þann 2012-02-27 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A598 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2012-04-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A600 (staðfesting samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A603 (fríverslunarsamningur EFTA og Hong Kong, Kína, samningur sömu aðila um vinnumál o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A604 (fríverslunarsamningur EFTA og Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A605 (fríverslunarsamningur EFTA og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A610 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A618 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-04-30 17:04:00 - [HTML]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-14 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A623 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-14 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (sóknaráætlunin Ísland 2020 og staða verkefna á ábyrgðarsviði ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (svar) útbýtt þann 2012-04-26 19:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-27 16:55:05 - [HTML]
77. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-03-27 20:26:20 - [HTML]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-03-28 22:08:01 - [HTML]
79. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-29 00:07:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2012-04-21 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 2012-05-01 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagaströnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2476 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1435 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-01 11:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1436 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-01 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 17:02:29 - [HTML]
111. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-01 23:15:35 - [HTML]
112. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-06-04 19:44:54 - [HTML]
112. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-06-04 20:44:28 - [HTML]
114. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-06-06 20:41:29 - [HTML]
114. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-06 21:26:25 - [HTML]
114. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-06-07 00:51:18 - [HTML]
115. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-06-07 15:46:45 - [HTML]

Þingmál A675 (brunavarnir á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1241 (svar) útbýtt þann 2012-04-27 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A689 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-04-30 20:56:40 - [HTML]

Þingmál A713 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A718 (heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-04-24 19:26:49 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-05-25 21:09:52 - [HTML]

Þingmál A723 (hagsmunir ferðaþjónustunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1274 (svar) útbýtt þann 2012-05-15 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-18 17:53:58 - [HTML]
86. þingfundur - Huld Aðalbjarnardóttir - Ræða hófst: 2012-04-20 15:17:47 - [HTML]
87. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2012-04-24 15:10:26 - [HTML]
87. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-04-24 16:41:58 - [HTML]
87. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-24 17:14:07 - [HTML]
87. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2012-04-24 17:24:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2027 - Komudagur: 2012-05-03 - Sendandi: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2012-05-04 - Sendandi: Atli Gíslason - [PDF]
Dagbókarnúmer 2100 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 2120 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Hjörleifur B. Kvaran fh. hönd landeigenda Haukadals o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2129 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Jóna Björk Jónsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2135 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2153 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2154 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Skútustaðahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2159 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Sveinn Traustason - [PDF]
Dagbókarnúmer 2238 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2358 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Friðrik Dagur Arnarson og Björg Eva Erlendsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2415 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (samantekt um umsagnir frá iðnrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2440 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Gaukur Hjartarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2473 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands - [PDF]

Þingmál A734 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-04 14:14:20 - [HTML]
121. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-06-14 12:42:03 - [HTML]
122. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-06-15 14:05:02 - [HTML]

Þingmál A737 (skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1175 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A739 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-25 17:13:31 - [HTML]
88. þingfundur - Huld Aðalbjarnardóttir - Ræða hófst: 2012-04-25 17:15:54 - [HTML]

Þingmál A746 (búfjárhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Félag skógarbænda á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A754 (kjarnorkuendurvinnslustöðin í Sellafield)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (þáltill.) útbýtt þann 2012-04-03 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A762 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1253 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-05-02 21:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1628 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-20 11:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1654 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-19 22:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-11 11:57:34 - [HTML]
98. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-05-11 13:56:21 - [HTML]
125. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-06-18 22:35:01 - [HTML]

Þingmál A822 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-06-11 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A825 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af afgjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-06-11 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B133 (Vestfjarðavegur 60)

Þingræður:
19. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-11-09 15:48:45 - [HTML]

Þingmál B169 (minnisblað um sölu Grímsstaða á Fjöllum)

Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-11-10 10:59:17 - [HTML]
20. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-11-10 11:01:35 - [HTML]

Þingmál B233 (umræður um störf þingsins 29. nóvember)

Þingræður:
28. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-11-29 13:50:18 - [HTML]

Þingmál B281 (umræður um störf þingsins 6. desember)

Þingræður:
32. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-12-06 11:00:58 - [HTML]

Þingmál B382 (störf og stefna ríkisstjórnarinnar, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
42. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-16 16:36:06 - [HTML]

Þingmál B440 (ferðamál hreyfihamlaðra)

Þingræður:
47. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-01-24 14:05:01 - [HTML]

Þingmál B546 (framtíð innanlandsflugsins)

Þingræður:
57. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-02-15 16:57:09 - [HTML]

Þingmál B912 (umgjörð ríkisfjármála)

Þingræður:
97. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2012-05-10 13:51:55 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-11 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 567 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 670 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-12-11 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 801 (lög í heild) útbýtt þann 2012-12-20 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-14 14:58:37 - [HTML]
42. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-11-29 11:17:28 - [HTML]
42. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2012-11-29 23:16:04 - [HTML]
43. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-30 12:29:01 - [HTML]
43. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2012-11-30 12:43:07 - [HTML]
43. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-30 20:44:15 - [HTML]
48. þingfundur - Þór Saari - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-12-06 14:21:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 2012-11-23 - Sendandi: Norðurál - Skýring: (sent til efnh.- og viðskn., atvn. og fjárln. - [PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2012-11-23 - Sendandi: Norðurál - Skýring: (sent til atv., efnh.- og viðskn. og fjárln.) - [PDF]

Þingmál A3 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-24 17:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-27 12:15:54 - [HTML]
13. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-09-27 13:47:54 - [HTML]
13. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-27 14:21:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 474 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Suðurorka ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 491 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 651 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A14 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 12:29:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A80 (málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 488 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A83 (gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2012-11-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A84 (breytt framtíðarskipan refaveiða á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-15 16:05:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Jóhann Óli Hilmarsson - [PDF]

Þingmál A87 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1082 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-02-28 15:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 139 - Komudagur: 2012-10-16 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Skýring: (um umsagnir) - [PDF]

Þingmál A88 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1310 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-22 18:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1342 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-26 17:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 526 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-20 13:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-26 15:41:59 - [HTML]
12. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2012-09-26 16:43:15 - [HTML]
12. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-26 20:02:22 - [HTML]
12. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-26 20:06:34 - [HTML]
41. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2012-11-23 14:37:40 - [HTML]
41. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-11-23 15:07:26 - [HTML]
50. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-11 15:53:50 - [HTML]
50. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2012-12-11 16:50:42 - [HTML]
50. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-11 17:51:46 - [HTML]
51. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-12 18:09:33 - [HTML]
52. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-13 12:16:43 - [HTML]
52. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-12-13 12:30:59 - [HTML]
52. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-13 14:29:14 - [HTML]
53. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-14 14:11:13 - [HTML]
53. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-14 14:35:44 - [HTML]
53. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-14 16:06:33 - [HTML]
54. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2012-12-17 12:14:54 - [HTML]
54. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 16:28:23 - [HTML]
54. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2012-12-17 17:24:30 - [HTML]
54. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 20:45:35 - [HTML]
54. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 20:49:55 - [HTML]
54. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 21:48:29 - [HTML]
54. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-17 21:52:53 - [HTML]
55. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-12-18 11:07:56 - [HTML]
55. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-18 11:24:39 - [HTML]
55. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-12-18 11:34:31 - [HTML]
55. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-18 11:54:13 - [HTML]
63. þingfundur - Mörður Árnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-14 10:45:44 - [HTML]
63. þingfundur - Róbert Marshall - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-14 10:49:11 - [HTML]
63. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-14 10:50:18 - [HTML]
63. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-14 11:03:52 - [HTML]
63. þingfundur - Þór Saari - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-01-14 11:23:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 387 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 411 - Komudagur: 2012-11-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (sbr. fyrri ums.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 572 - Komudagur: 2012-11-16 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: (fimm minnisblöð) - [PDF]

Þingmál A99 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 149/2012 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A112 (átak í atvinnusköpun fyrir Suðurnes)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (svar) útbýtt þann 2012-10-17 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A120 (miðstöð innanlandsflugs)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-10-09 17:12:09 - [HTML]

Þingmál A127 (sérmerking á vörum frá landtökubyggðum)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-10-08 16:22:47 - [HTML]

Þingmál A128 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 13:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A150 (skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 150 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A161 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A172 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-25 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A173 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 94 - Komudagur: 2012-10-09 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (samantekt) - [PDF]

Þingmál A174 (millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1530 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A178 (eyðing lúpínu í Þórsmörk)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-22 17:24:07 - [HTML]

Þingmál A193 (útiræktun á erfðabreyttum lífverum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1703 - Komudagur: 2013-02-21 - Sendandi: Þorsteinn Tómasson - [PDF]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1040 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-20 17:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 207 - Komudagur: 2012-10-25 - Sendandi: Póst- fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A206 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-14 17:51:36 - [HTML]

Þingmál A219 (strandveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-22 18:04:19 - [HTML]

Þingmál A236 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (þáltill.) útbýtt þann 2012-10-16 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-07 16:59:50 - [HTML]

Þingmál A238 (tjón af völdum gróðurelda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 258 (þáltill.) útbýtt þann 2012-10-16 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1256 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-14 17:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A253 (greiðsla fasteignagjalda til sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (svar) útbýtt þann 2012-12-12 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A273 (starf auðlindastefnunefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1230 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-12 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1313 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-25 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1339 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-26 17:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-03-19 22:28:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 482 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Böðvar Jónsson, fyrrv. staðarhaldari og skógarvörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1322 - Komudagur: 2013-01-29 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2013-01-31 - Sendandi: Æðarræktarfélag Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi av.) - [PDF]

Þingmál A306 (frumkvöðla- og nýsköpunarstarf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (svar) útbýtt þann 2012-12-06 18:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (Húsavíkurflugvöllur)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2013-02-11 16:57:54 - [HTML]

Þingmál A319 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-03-16 14:29:48 - [HTML]

Þingmál A324 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 987 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]

Þingmál A326 (óháð áhættumat og samfélagsmat vegna Urriðafossvirkjunar, Holtavirkjunar og Hvammsvirkjunar í Þjórsá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (hafnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A334 (greiðsluþátttaka ríkissjóðs vegna uppbyggingar Helguvíkurhafnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A350 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 397 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A360 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2012-12-02 - Sendandi: Gunnar Briem - [PDF]
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2012-11-20 18:12:35 - [HTML]
39. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-21 18:42:28 - [HTML]
39. þingfundur - Íris Róbertsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-21 18:44:42 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-22 11:39:40 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-22 12:42:35 - [HTML]
80. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2013-02-13 17:37:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 808 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Haukur Jóhannsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (ýmis gögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 988 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Þóroddur Bjarnason - [PDF]
Dagbókarnúmer 991 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon - Skýring: (v. 3. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1283 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1789 - Komudagur: 2013-02-27 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon - Skýring: (um 3. gr.) - [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1113 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1248 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-14 11:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1378 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-27 21:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1395 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-28 01:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-03-14 13:30:58 - [HTML]
103. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2013-03-14 17:41:21 - [HTML]
103. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-14 18:21:53 - [HTML]
103. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-14 18:24:10 - [HTML]
103. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2013-03-14 20:04:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1320 - Komudagur: 2013-01-29 - Sendandi: Ferðafrelsisnefnd Eyjafjarðardeildar Ferðaklúbbsins 4x4 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1399 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1425 - Komudagur: 2013-02-10 - Sendandi: Ólafur H. Jónsson form. Landeigenda Reykjahlíðar ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Samtök náttúrustofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1474 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1486 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Skútustaðahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1558 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Norðurþing - [PDF]
Dagbókarnúmer 1711 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: Helgi Tómasson og Ólafur Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1756 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Eyþing - Samband sveitarfél. í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - [PDF]

Þingmál A442 (slit á stjórnmálatengslum við Ísraelsríki og bann við innflutningi á ísraelskum vörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-23 15:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A447 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-06 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1303 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-21 10:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A459 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-19 12:09:15 - [HTML]

Þingmál A467 (framkvæmdir við Hornafjarðarfljót samkvæmt samgönguáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 601 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-30 18:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A470 (velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-30 18:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1658 - Komudagur: 2013-02-19 - Sendandi: Félag íslenskra öldrunarlækna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1745 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum - [PDF]

Þingmál A487 (netverk náttúruminjasafna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-30 16:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 772 (þáltill.) útbýtt þann 2012-12-19 15:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A573 (ÖSE-þingið 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 971 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 14:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A580 (staða ferðaþjónustunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A582 (áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 995 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-11 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1311 (þál. í heild) útbýtt þann 2013-03-21 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (norðurskautsmál 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 999 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A605 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1028 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-19 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A623 (landsskipulagsstefna 2013--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-28 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A628 (Norræna ráðherranefndin 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1092 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A631 (aukin matvælaframleiðsla á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (þáltill.) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A632 (kísilver í landi Bakka)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-03-27 21:56:38 - [HTML]
112. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-03-27 21:58:58 - [HTML]
112. þingfundur - Illugi Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-03-27 22:01:25 - [HTML]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-14 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-03-21 18:15:34 - [HTML]

Þingmál A672 (skaðabótaábyrgð í tengslum við úrgangs- og spilliefni frá bandaríska varnarliðinu í Langanesbyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1211 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-03-11 20:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A681 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-14 13:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A684 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-15 10:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A687 (grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-22 13:52:25 - [HTML]

Þingmál B211 (beitarþol, landgræðsla og lausaganga búfjár)

Þingræður:
26. þingfundur - Jón Kr. Arnarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-25 11:08:48 - [HTML]
26. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-25 11:19:39 - [HTML]
26. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-10-25 11:30:23 - [HTML]

Þingmál B248 (Fjarskiptasjóður og forgangsverkefni hans)

Þingræður:
30. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-06 14:39:44 - [HTML]
30. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-11-06 14:55:37 - [HTML]

Þingmál B311 (ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs)

Þingræður:
38. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2012-11-20 14:23:49 - [HTML]

Þingmál B555 (opinber störf á landsbyggðinni)

Þingræður:
68. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-01-22 14:02:03 - [HTML]
68. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-01-22 14:07:14 - [HTML]

Þingmál B561 (raforku-, fjarskipta- og samgöngumál Vestfirðinga)

Þingræður:
69. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-01-23 16:40:29 - [HTML]

Þingmál B782 (umræður um störf þingsins 12. mars)

Þingræður:
99. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-12 10:46:30 - [HTML]

Þingmál B827 (sala á landi Reykjavíkurflugvallar)

Þingræður:
106. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-03-18 10:19:42 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A1 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-24 16:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-06-24 16:17:11 - [HTML]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-14 13:58:35 - [HTML]

Þingmál A16 (málefni sparisjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (svar) útbýtt þann 2013-09-16 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A17 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2013-06-14 10:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B35 (Landsvirkjun og rammaáætlun)

Þingræður:
4. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-06-12 15:55:29 - [HTML]

Þingmál B83 (staða geðheilbrigðismála barna og unglinga á Norðausturlandi)

Þingræður:
9. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2013-06-20 14:13:51 - [HTML]

Þingmál B232 (málefni Reykjavíkurflugvallar)

Þingræður:
26. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2013-09-11 16:30:03 - [HTML]

Þingmál B272 (sæstrengur)

Þingræður:
29. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-09-17 16:47:00 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A1 (fjárlög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 358 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-13 11:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 400 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-12-18 22:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 497 (lög í heild) útbýtt þann 2013-12-21 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-12-13 14:01:21 - [HTML]
38. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2013-12-16 15:37:41 - [HTML]
39. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-12-17 22:25:41 - [HTML]
40. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-12-18 17:48:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2013-12-19 - Sendandi: Norðurál ehf. - Skýring: (til fjárln., efnh- og viðskn. og atvn.) - [PDF]

Þingmál A20 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-03 10:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A26 (brunavarnagjald og stuðningur við sveitarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (svar) útbýtt þann 2013-10-30 16:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A37 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-04 14:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-06 17:38:47 - [HTML]

Þingmál A51 (skaðabótaábyrgð í tengslum við úrgangs- og spilliefni frá bandaríska varnarliðinu í Langanesbyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-10-04 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 183 (svar) útbýtt þann 2013-11-07 14:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A59 (raforkustrengur til Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-10-08 13:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A60 (raflínur í jörð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-10-08 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-14 17:39:44 - [HTML]
49. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - Ræða hófst: 2014-01-14 17:51:26 - [HTML]

Þingmál A73 (fríverslunarsamningur Íslands og Kína)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-23 14:25:16 - [HTML]

Þingmál A85 (staða friðlýsingar á svæðum og virkjunarkostum í verndarflokki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (svar) útbýtt þann 2013-10-30 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-10-17 17:53:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 538 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Vinafélag Vestur-Sahara - [PDF]

Þingmál A92 (skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 227 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-11-19 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A120 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-01 12:13:39 - [HTML]

Þingmál A159 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A160 (lífsýnasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A164 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-12 16:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2013-11-20 16:54:50 - [HTML]
80. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-03-25 16:53:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Ólafur Páll Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 671 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Helga Brekkan - [PDF]
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2013-12-13 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands, ReykavíkurAkademíunni - [PDF]
Dagbókarnúmer 933 - Komudagur: 2014-01-31 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A169 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (þáltill.) útbýtt þann 2013-11-14 11:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-12-03 19:03:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 851 - Komudagur: 2014-01-15 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 891 - Komudagur: 2014-01-23 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2014-01-23 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 896 - Komudagur: 2014-01-24 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands - [PDF]

Þingmál A185 (málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 518 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A197 (seinkun klukkunnar og bjartari morgnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 789 - Komudagur: 2014-01-07 - Sendandi: Hið íslenska svefnrannsóknafélag - [PDF]

Þingmál A202 (flutningur stjórnsýslu um málefni hreindýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 904 - Komudagur: 2014-01-27 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]

Þingmál A203 (háhraðanettengingar í dreifbýli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 939 - Komudagur: 2014-02-03 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A211 (efling skógræktar sem atvinnuvegar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-04-11 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Jón Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-16 16:58:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2014-01-27 - Sendandi: Skógræktarfélag Suðurnesja - [PDF]
Dagbókarnúmer 927 - Komudagur: 2014-01-30 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A215 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 277 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-02 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A224 (hópuppsagnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (svar) útbýtt þann 2013-12-20 14:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A228 (viðbótarbókun við samning um tölvubrot)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-10 15:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-01-14 16:04:04 - [HTML]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-02-24 21:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-02 11:39:39 - [HTML]
102. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2014-05-02 14:58:08 - [HTML]
102. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-02 15:27:42 - [HTML]

Þingmál A251 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-02-24 21:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A256 (stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 468 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-20 10:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 956 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-04-10 18:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Valgerður Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-15 16:51:12 - [HTML]
50. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-15 16:59:44 - [HTML]
50. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2014-01-15 17:10:34 - [HTML]
107. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-09 14:03:17 - [HTML]
107. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-05-09 14:26:41 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-05-09 15:02:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1027 - Komudagur: 2014-02-03 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A276 (kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1253 - Komudagur: 2014-03-13 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A296 (friðlandsmörk Þjórsárvera)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (svar) útbýtt þann 2014-02-18 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A309 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-11 17:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 13:49:13 - [HTML]
67. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-24 20:22:39 - [HTML]

Þingmál A328 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Kostaríka og Lýðveldisins Panama)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (fríverslunarsamningur EFTA og Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamningur sömu ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 16:23:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1480 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]
Dagbókarnúmer 1498 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1479 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A366 (landvarsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 929 (svar) útbýtt þann 2014-04-09 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A371 (NATO-þingið 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 680 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-10 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A375 (smáþörungaverksmiðja Algalífs Iceland ehf. á Reykjanesi)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-03-26 16:52:29 - [HTML]

Þingmál A400 (framtíðarfyrirkomulag innanlandsflugs)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-04-09 17:01:38 - [HTML]

Þingmál A422 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-05-14 10:43:28 - [HTML]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-24 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-04-10 14:41:58 - [HTML]
95. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-10 15:02:05 - [HTML]
95. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-10 15:04:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1716 - Komudagur: 2014-04-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: sameiginleg með SI - [PDF]
Dagbókarnúmer 1771 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A473 (land sem ríkið leigir sveitarfélögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (svar) útbýtt þann 2014-05-16 19:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A474 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (álit) útbýtt þann 2014-03-24 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2014-05-15 14:44:39 - [HTML]

Þingmál A495 (fjögurra ára samgönguáætlun 2013--2016)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-04-09 21:27:52 - [HTML]

Þingmál A511 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-03-31 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Edward H. Huijbens - Ræða hófst: 2014-04-10 21:15:39 - [HTML]

Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A517 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-05-12 12:07:03 - [HTML]

Þingmál A525 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A549 (vernd vöruheita)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (svar) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A567 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-29 22:31:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1765 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A589 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-05-09 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A601 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-05-15 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A607 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekjur af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1175 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-05-16 11:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B8 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-10-02 21:17:00 - [HTML]

Þingmál B364 (staða verndarflokks rammaáætlunar)

Þingræður:
49. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-14 14:26:03 - [HTML]
49. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-01-14 14:31:23 - [HTML]
49. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2014-01-14 14:43:35 - [HTML]
49. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2014-01-14 14:57:24 - [HTML]

Þingmál B453 (orka frá Blönduvirkjun)

Þingræður:
59. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-29 15:22:45 - [HTML]

Þingmál B680 (tillögur Orkustofnunar um virkjunarkosti)

Þingræður:
83. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2014-03-27 10:42:41 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 711 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-15 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 801 (lög í heild) útbýtt þann 2014-12-16 22:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-09 20:02:37 - [HTML]
50. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-16 20:18:51 - [HTML]

Þingmál A2 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 127 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A11 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 963 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-02-24 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1361 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-29 10:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1501 (lög í heild) útbýtt þann 2015-06-29 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
138. þingfundur - Eldar Ástþórsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-29 16:07:21 - [HTML]

Þingmál A18 (útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1383 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-02 18:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (bráðaaðgerðir í byggðamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2014-09-23 17:14:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 121 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A26 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-21 21:26:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 406 - Komudagur: 2014-11-05 - Sendandi: Samorka,samtök orku- og veituf - [PDF]
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2014-11-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A53 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 732 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-12 16:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 748 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-12-15 13:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 75 - Komudagur: 2014-10-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A74 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-11 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 789 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-12-16 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 858 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-01-22 18:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 884 (breytingartillaga) útbýtt þann 2015-01-28 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1370 (lög í heild) útbýtt þann 2015-06-01 12:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-01-20 16:47:01 - [HTML]
114. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-05-28 17:34:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Nefnd um nýtingu og varðveislu ræktanlegs lands á Íslandi - [PDF]

Þingmál A78 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-15 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A101 (athugun á hagkvæmni lestarsamgangna)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-18 18:56:05 - [HTML]

Þingmál A126 (nýting eyðijarða í ríkiseigu)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-19 19:07:04 - [HTML]

Þingmál A131 (fulltrúar ríkisins á erlendum vettvangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (svar) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 726 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-12 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 727 (breytingartillaga) útbýtt þann 2014-12-12 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 781 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-16 22:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 788 (breytingartillaga) útbýtt þann 2014-12-16 16:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 806 (lög í heild) útbýtt þann 2014-12-16 22:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-25 17:04:28 - [HTML]
13. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-25 17:15:28 - [HTML]
49. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-12-16 00:20:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2014-10-14 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 341 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Einkaleyfastofan - [PDF]
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2014-12-05 - Sendandi: Einkaleyfastofan - Skýring: , um 15. gr. - [PDF]
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2014-12-12 - Sendandi: Einkaleyfastofan - Skýring: (athugas. við 24. gr. frv. og brtt. á 30. gr.) - [PDF]

Þingmál A184 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Þorvaldur Þórðarson - [PDF]

Þingmál A199 (hækkun tollkvóta inn á markaði Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-11-03 16:59:32 - [HTML]

Þingmál A213 (staða kvenna á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A217 (strandveiðiferðamennska)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-09 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-10-09 16:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1180 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1247 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-04-29 17:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-14 17:08:56 - [HTML]
18. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2014-10-14 18:00:46 - [HTML]
108. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-05-19 15:46:21 - [HTML]
109. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-05-21 00:30:56 - [HTML]
110. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-21 23:07:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2014-11-05 - Sendandi: Framtíðarlandið,félag - [PDF]
Dagbókarnúmer 436 - Komudagur: 2014-11-05 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2014-11-27 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: (skrifstofa iðnaðar- og orkumála) - [PDF]
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2015-02-12 - Sendandi: Landsvirkjun - Skýring: , um brtt. og frávísunartill. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2015-02-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: , um brtt. og frávísunartill. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1134 - Komudagur: 2015-02-13 - Sendandi: Landvernd - Skýring: , um brtt. og frávísunartill. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1512 - Komudagur: 2015-03-10 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Eydís Lára Franzdóttir - [PDF]

Þingmál A321 (stefna stjórnvalda um lagningu raflína)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 973 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-02-27 15:24:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 668 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2015-01-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A356 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-06-15 15:44:34 - [HTML]

Þingmál A361 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2057 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2136 - Komudagur: 2015-05-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2198 - Komudagur: 2015-06-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A365 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-28 11:25:24 - [HTML]

Þingmál A384 (efling atvinnu og samfélags á Suðurnesjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 513 (þáltill.) útbýtt þann 2014-11-13 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-05-11 19:46:02 - [HTML]

Þingmál A394 (staða friðlýsingar á svæðum og virkjunarkostum í verndarflokki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 773 (svar) útbýtt þann 2014-12-16 11:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (örnefni)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-24 14:37:59 - [HTML]
69. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-02-24 14:54:32 - [HTML]

Þingmál A415 (mótun klasastefnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (þáltill.) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-02 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1279 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-11 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2015-02-03 20:04:37 - [HTML]
62. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-02-03 20:39:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 2015-02-18 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1271 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1292 - Komudagur: 2015-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1371 - Komudagur: 2015-02-27 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2015-03-05 - Sendandi: Margrét Hermanns Auðardóttir - [PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 15:50:35 - [HTML]
117. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 23:50:27 - [HTML]

Þingmál A451 (samningur hafnríkja til að uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-12-05 16:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 699 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-09 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-29 11:08:38 - [HTML]
59. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-29 11:48:21 - [HTML]
59. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-29 17:14:08 - [HTML]
59. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2015-01-29 17:56:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2015-02-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A463 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-11 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A465 (fordæming pyndinga leyniþjónustu Bandaríkjanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1720 - Komudagur: 2015-04-21 - Sendandi: Utanríkisráðuneyti - [PDF]

Þingmál A477 (ÖSE-þingið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-20 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A481 (mótun stefnu stjórnvalda um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (þáltill.) útbýtt þann 2015-01-20 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (NATO-þingið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 867 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-22 15:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1465 - Komudagur: 2015-03-06 - Sendandi: EYÞING-samband sveitarfél. á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2015-03-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1527 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A516 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A530 (aðgerðir gegn mansali)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (svar) útbýtt þann 2015-03-26 12:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A559 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (þáltill.) útbýtt þann 2015-02-18 18:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A560 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-27 13:38:30 - [HTML]
74. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-02-27 14:28:37 - [HTML]
74. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-27 14:45:31 - [HTML]

Þingmál A569 (raforkumál á Norðausturlandi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-03-23 17:03:58 - [HTML]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1593 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-07-02 09:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1604 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-07-02 15:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A621 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1074 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-03-17 13:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-19 14:38:49 - [HTML]

Þingmál A626 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 15:02:58 - [HTML]

Þingmál A628 (alþjóðleg öryggismál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-26 12:21:44 - [HTML]

Þingmál A629 (verndarsvæði í byggð)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-21 17:33:16 - [HTML]
93. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-21 17:57:38 - [HTML]

Þingmál A638 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1099 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-24 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A680 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1151 (þáltill.) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2011 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A689 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1163 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1850 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1947 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2071 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Ferðafélagið Útivist - [PDF]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 15:35:32 - [HTML]

Þingmál A692 (veiðigjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2015-04-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A695 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2015-04-21 20:07:18 - [HTML]

Þingmál A703 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A770 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2170 - Komudagur: 2015-06-02 - Sendandi: Djúpavogshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2329 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A774 (nýtingaráætlanir veiðifélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1636 (svar) útbýtt þann 2015-08-10 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-06-01 22:02:14 - [HTML]
116. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-06-01 23:59:51 - [HTML]

Þingmál A777 (102. og 103. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2013--2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-01 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A782 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1391 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-03 15:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A791 (efling tónlistarnáms)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-22 17:37:22 - [HTML]

Þingmál A800 (uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-24 15:57:29 - [HTML]
136. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-24 17:22:49 - [HTML]

Þingmál B22 (staða og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbygging háhraðatengingar í dreifbýli)

Þingræður:
5. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-15 16:46:02 - [HTML]

Þingmál B627 (innanlandsflug)

Þingræður:
71. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2015-02-26 11:22:14 - [HTML]

Þingmál B736 (ívilnunarsamningur við Matorku)

Þingræður:
83. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2015-03-23 16:12:30 - [HTML]

Þingmál B778 (verndun Torfajökulssvæðis og fleiri svæða)

Þingræður:
87. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-04-13 16:02:03 - [HTML]
87. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-04-13 16:03:06 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-08 13:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 647 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-12-18 19:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 703 (lög í heild) útbýtt þann 2015-12-19 18:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-11 13:39:06 - [HTML]
4. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-11 14:21:00 - [HTML]
49. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-08 16:53:21 - [HTML]
50. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-09 17:18:22 - [HTML]
51. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-12-10 12:07:47 - [HTML]
53. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-12 12:09:14 - [HTML]
53. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-12 12:13:01 - [HTML]
53. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-12 15:49:34 - [HTML]
53. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-12 15:56:53 - [HTML]
55. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-12-15 23:07:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 70 - Komudagur: 2015-10-06 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 187 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Akraneskaupstaður - [PDF]

Þingmál A10 (þjóðgarður á miðhálendinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-10 10:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-17 16:02:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2015-10-05 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 95 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A12 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-11 19:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A15 (bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2015-10-29 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A21 (staða kvenna á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2015-09-10 11:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 701 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2015-12-19 18:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A28 (leiðsögumenn ferðamanna)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 18:19:45 - [HTML]

Þingmál A37 (þjóðgarður á miðhálendinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-10 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A41 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-23 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A45 (mótun klasastefnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-14 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A47 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-11 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A51 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A101 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-09-14 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-17 13:31:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 127 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 193 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A102 (mótun stefnu stjórnvalda um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-21 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 17:23:06 - [HTML]

Þingmál A121 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-21 19:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A133 (uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 961 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-09 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1051 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-03-18 11:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-23 18:07:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2015-10-06 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 313 - Komudagur: 2015-10-28 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 430 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-11-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 432 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-11-12 14:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-23 16:16:11 - [HTML]
11. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-09-23 16:50:19 - [HTML]
31. þingfundur - Haraldur Einarsson - Ræða hófst: 2015-11-11 18:26:13 - [HTML]
33. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-11-12 13:25:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 76 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 104 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Náttúruminjasafn Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 158 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4 - [PDF]
Dagbókarnúmer 162 - Komudagur: 2015-10-09 - Sendandi: Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2015-10-19 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - Skýring: , um 18. gr. - [PDF]
Dagbókarnúmer 287 - Komudagur: 2015-10-22 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 314 - Komudagur: 2015-10-28 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A158 (flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Heiða Kristín Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-23 15:39:00 - [HTML]
38. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-11-23 15:42:04 - [HTML]

Þingmál A168 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-09-24 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A184 (Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (þáltill.) útbýtt þann 2015-10-05 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-17 17:53:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2016-03-07 - Sendandi: Safnstjóri og stjórn Gljúfrasteins - [PDF]

Þingmál A213 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (frumvarp) útbýtt þann 2015-10-08 10:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2016-03-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A234 (atvinnuuppbygging í Austur-Húnavatnssýslu)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-11-02 16:06:58 - [HTML]

Þingmál A242 (efling Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-10 17:24:04 - [HTML]

Þingmál A265 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-21 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A273 (mótun stefnu og framkvæmdaáætlunar um ferðamannaleiðir á Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (þáltill.) útbýtt þann 2015-10-21 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A326 (áhættumat vegna ferðamennsku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 2016-03-14 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A327 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-11-06 13:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-06 13:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 610 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-12-08 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A340 (réttindi og skyldur eldri borgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-04-04 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2016-02-25 - Sendandi: Félags- og húsnæðismálaráðherra - [PDF]

Þingmál A372 (stefna um nýfjárfestingar)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-15 19:21:15 - [HTML]

Þingmál A396 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1564 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-08-24 09:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1613 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-01 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A407 (húsnæðisbætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1064 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A418 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (frumvarp) útbýtt þann 2015-12-14 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A435 (almennar íbúðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A465 (Evrópuráðsþingið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 748 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-26 18:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A467 (ÖSE-þingið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-27 14:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A474 (NATO-þingið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-27 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-28 15:07:41 - [HTML]

Þingmál A475 (norðurskautsmál 2015)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-28 15:15:20 - [HTML]

Þingmál A476 (Alþjóðaþingmannasambandið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-27 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (strandveiðiferðamennska)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 796 (þáltill.) útbýtt þann 2016-02-01 16:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A532 (endurskoðun starfsreglna verkefnisstjórnar um rammaáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (svar) útbýtt þann 2016-02-29 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A534 (GATS- og TiSA-samningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1040 (svar) útbýtt þann 2016-03-17 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (ríkisjarðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1131 (svar) útbýtt þann 2016-04-08 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (aðild Gvatemala að fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2016-02-23 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: Fríverslunarsamningur EFTA og Miðameríkuríkja (Kostaríka og Panama) - íslensk þýðing - [PDF]

Þingmál A573 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1130 (svar) útbýtt þann 2016-04-08 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1464 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A603 (túlkun á fríverslunarsamningi EFTA og Marokkós)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 983 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2016-03-10 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A606 (menningarminjar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 986 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-14 15:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1009 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-15 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-03-17 12:13:11 - [HTML]

Þingmál A617 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1356 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-05-25 17:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A627 (skráning miðhálendis Íslands á heimsminjaskrá UNESCO)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1046 (þáltill.) útbýtt þann 2016-03-18 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A628 (framkvæmd skólahalds í framhaldsskólum skólaárin 2008/2009 til 2012/2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-17 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (flugþróunarsjóður)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-05-23 16:25:30 - [HTML]

Þingmál A638 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Hjálmar Bogi Hafliðason - Ræða hófst: 2016-04-19 16:39:22 - [HTML]
101. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-04-19 17:45:45 - [HTML]
159. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-28 18:00:22 - [HTML]
160. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-29 11:18:38 - [HTML]
160. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-29 16:11:42 - [HTML]
164. þingfundur - Haraldur Einarsson - Ræða hófst: 2016-10-05 16:54:17 - [HTML]
164. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2016-10-05 17:32:59 - [HTML]
166. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-10-07 15:06:47 - [HTML]
166. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-07 15:18:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1345 - Komudagur: 2016-04-26 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1368 - Komudagur: 2016-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A644 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-04-04 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1071 (þáltill.) útbýtt þann 2016-04-04 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1606 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-30 18:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1639 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-09-08 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1644 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-08 12:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-05-03 20:26:28 - [HTML]
147. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-06 14:08:09 - [HTML]
147. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-06 15:01:28 - [HTML]
147. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2016-09-06 15:30:56 - [HTML]
147. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-06 16:06:33 - [HTML]
147. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-06 16:27:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1613 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Norðurflug ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2016-06-07 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður - [PDF]

Þingmál A674 (Umhverfisstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1961 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1591 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-29 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1592 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-08-29 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1618 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-09-06 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1647 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-09-08 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1663 (lög í heild) útbýtt þann 2016-09-13 16:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-17 16:34:32 - [HTML]
111. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-05-17 17:27:45 - [HTML]
142. þingfundur - Kristján L. Möller (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-30 15:35:05 - [HTML]
150. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-12 16:10:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2016-05-26 - Sendandi: Guðjón Sigurbjartsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1689 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1704 - Komudagur: 2016-06-01 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A711 (rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (þáltill.) útbýtt þann 2016-04-08 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A717 (túlkun á fríverslunarsamningi EFTA og Marokkós)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1158 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2016-04-12 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-18 16:06:17 - [HTML]
99. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-04-18 16:09:34 - [HTML]

Þingmál A725 (Fell í Suðursveit og Jökulsárlón)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-05-02 16:24:02 - [HTML]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1440 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-02 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1467 (lög í heild) útbýtt þann 2016-06-02 17:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A740 (fjármálaáætlun 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-29 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A741 (fjármálastefna 2017--2021)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-03 17:54:07 - [HTML]
107. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-03 18:22:46 - [HTML]

Þingmál A783 (samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-05-24 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-26 16:11:40 - [HTML]

Þingmál A804 (aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1419 (þáltill.) útbýtt þann 2016-06-01 20:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A805 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1435 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-06-02 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A851 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1609 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 22:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A853 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1620 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-09-01 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
151. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-13 15:39:40 - [HTML]
151. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2016-09-13 17:56:43 - [HTML]
151. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-13 18:41:23 - [HTML]

Þingmál A870 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A879 (samgönguáætlun 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1706 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-09-27 10:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A898 (Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1804 (frumvarp) útbýtt þann 2016-10-12 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B36 (störf þingsins)

Þingræður:
7. þingfundur - Heiða Kristín Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-09-16 15:25:31 - [HTML]

Þingmál B102 (störf þingsins)

Þingræður:
16. þingfundur - Heiða Kristín Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-10-06 13:41:00 - [HTML]

Þingmál B146 (málefni fatlaðra)

Þingræður:
21. þingfundur - Haraldur Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-15 11:07:11 - [HTML]

Þingmál B230 (störf þingsins)

Þingræður:
31. þingfundur - Heiða Kristín Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-11-11 15:17:33 - [HTML]

Þingmál B449 (störf þingsins)

Þingræður:
56. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-12-16 10:33:59 - [HTML]

Þingmál B537 (Parísarfundurinn um loftslagsmál, munnleg skýrsla umhverfis- og auðlindaráðherra)

Þingræður:
67. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2016-01-26 14:12:13 - [HTML]

Þingmál B541 (áhrif kjöt- og mjólkurframleiðslu á loftslagsbreytingar)

Þingræður:
68. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-27 16:06:07 - [HTML]
68. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2016-01-27 16:32:44 - [HTML]

Þingmál B570 (störf þingsins)

Þingræður:
72. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2016-02-02 13:53:21 - [HTML]

Þingmál B611 (búvörusamningur)

Þingræður:
80. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-02-24 16:00:18 - [HTML]

Þingmál B630 (staðan í orkuframleiðslu landsins)

Þingræður:
83. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2016-03-01 14:23:13 - [HTML]
83. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2016-03-01 14:28:35 - [HTML]

Þingmál B969 (búvörusamningur með tilliti til umhverfis- og náttúruverndar)

Þingræður:
123. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-01 16:17:46 - [HTML]
123. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2016-06-01 16:32:37 - [HTML]

Þingmál B1068 (uppboðsleið í stað veiðigjalda)

Þingræður:
140. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-08-25 12:17:27 - [HTML]

Þingmál B1192 (samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu)

Þingræður:
155. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-09-22 11:59:33 - [HTML]

Þingmál B1197 (undirbúningur búvörusamninga)

Þingræður:
155. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-22 10:54:22 - [HTML]

Þingmál B1227 (kostnaður við ívilnanir til stóriðju)

Þingræður:
159. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-09-28 11:30:47 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 75 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-12-22 20:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 87 (lög í heild) útbýtt þann 2016-12-22 22:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Haraldur Benediktsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2016-12-22 12:40:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 88 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A60 (fasteignir Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (svar) útbýtt þann 2017-03-22 18:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A66 (fjármálastefna 2017--2022)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-29 18:47:33 - [HTML]
51. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2017-03-30 14:00:19 - [HTML]

Þingmál A76 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (þáltill.) útbýtt þann 2017-01-26 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-01 18:13:46 - [HTML]
37. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-01 18:24:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2017-04-06 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A83 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-02 14:10:41 - [HTML]

Þingmál A88 (sala ríkiseigna, lækkun skulda ríkissjóðs og fjárfesting í innviðum)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-02 16:57:59 - [HTML]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-23 19:52:57 - [HTML]

Þingmál A114 (stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1009 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A120 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-08 19:15:25 - [HTML]

Þingmál A128 (farþegaflutningar og farmflutningar)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2017-02-09 12:31:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2017-02-23 - Sendandi: EYÞING-samband sveitarfél. á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A131 (byggðaáætlun)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-29 10:52:34 - [HTML]

Þingmál A135 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-09 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-09 15:56:36 - [HTML]
42. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-09 16:22:11 - [HTML]

Þingmál A155 (sala eigna á Ásbrú)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-03-20 17:02:19 - [HTML]

Þingmál A156 (opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-28 23:29:04 - [HTML]

Þingmál A167 (málsmeðferð hælisleitenda samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (svar) útbýtt þann 2017-04-06 17:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A177 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-02-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A181 (fjarskiptasjóður, staða ljósleiðaravæðingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (svar) útbýtt þann 2017-03-28 18:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A186 (starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 455 (svar) útbýtt þann 2017-03-28 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A200 (mótun klasastefnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 277 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-24 15:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A207 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-02-28 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-07 15:05:30 - [HTML]
40. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2017-03-07 20:59:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 639 - Komudagur: 2017-04-04 - Sendandi: HS Orka hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 648 - Komudagur: 2017-04-04 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 652 - Komudagur: 2017-04-04 - Sendandi: Hrafnabjargavirkjun hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 655 - Komudagur: 2017-04-04 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 656 - Komudagur: 2017-04-04 - Sendandi: Þingeyjarsveit - [PDF]
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 2017-04-05 - Sendandi: Atvinnuþróunarfél Þingeyinga hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 684 - Komudagur: 2017-04-05 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 689 - Komudagur: 2017-04-06 - Sendandi: Sól á Suðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 2017-04-06 - Sendandi: Z-listinn, Sól í Skaftárhreppi - [PDF]
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2017-04-10 - Sendandi: Eiður Jónsson og Garðar Jónsson fh. Landeigenda við Skjálfandafljót - [PDF]
Dagbókarnúmer 842 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A212 (mótun stefnu og framkvæmdaáætlunar um ferðamannaleiðir á Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-01 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A213 (mótun stefnu stjórnvalda um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-28 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A263 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-13 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A267 (orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (svar) útbýtt þann 2017-05-16 22:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A269 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A270 (skipting útsvarstekna milli sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2017-03-23 14:51:59 - [HTML]

Þingmál A272 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-23 12:27:40 - [HTML]

Þingmál A282 (ráðstafanir ríkislóða á höfuðborgarsvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 653 (svar) útbýtt þann 2017-04-25 18:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A291 (úrbætur í jafnréttismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (svar) útbýtt þann 2017-05-03 16:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A307 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-20 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 786 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-15 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Pawel Bartoszek (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-16 20:07:15 - [HTML]
66. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 20:56:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1271 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A323 (ÖSE-þingið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-28 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1153 - Komudagur: 2017-05-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A336 (ráðstafanir samkvæmt þingsályktun nr. 49/145)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1131 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A367 (þjóðgarður á miðhálendinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 496 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-28 18:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (Matvælastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-28 17:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A371 (breyting á ýmsum lögum vegna heitis Einkaleyfastofunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-03 17:03:45 - [HTML]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-31 09:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 808 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 842 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-06 15:27:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, 2. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1600 - Komudagur: 2017-04-25 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A406 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2017-05-03 18:12:38 - [HTML]
62. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-03 19:21:37 - [HTML]
64. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2017-05-09 16:12:23 - [HTML]

Þingmál A407 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2017-06-02 - Sendandi: Skógræktin - [PDF]

Þingmál A411 (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 920 - Komudagur: 2017-04-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A414 (mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-16 22:50:31 - [HTML]

Þingmál A458 (norrænt samstarf 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A484 (talningar á ferðamönnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (svar) útbýtt þann 2017-05-30 21:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A512 (samningar ráðuneytisins og undirstofnana þess við sveitarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (svar) útbýtt þann 2017-06-28 11:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (jarðgöng undir Vaðlaheiði)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-16 16:09:00 - [HTML]
75. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-30 14:05:48 - [HTML]

Þingmál A558 (samskipti og verðmat við sölu á landi Vífilsstaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1143 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A562 (sala á landi Vífilsstaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 848 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-22 19:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (svar) útbýtt þann 2017-08-18 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A579 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 893 (þáltill.) útbýtt þann 2017-05-23 20:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A591 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 936 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-29 19:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B224 (staðan í ferðamálum - leiðir til gjaldtöku og skipting tekna)

Þingræður:
31. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-23 12:18:13 - [HTML]

Þingmál B296 (matvælaframleiðsla og loftslagsmál)

Þingræður:
38. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2017-03-02 15:17:38 - [HTML]

Þingmál B528 (innviðauppbygging á landsbyggðinni)

Þingræður:
64. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-09 14:24:08 - [HTML]

Þingmál B545 (salan á Vífilsstaðalandi)

Þingræður:
65. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-15 15:37:45 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A38 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 14:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 15:11:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 95 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-22 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 106 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-12-28 17:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 144 (lög í heild) útbýtt þann 2017-12-30 00:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Birgir Þórarinsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-12-22 15:06:36 - [HTML]
9. þingfundur - Birgir Þórarinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-12-22 23:48:37 - [HTML]
12. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-12-29 21:44:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 24 - Komudagur: 2017-12-18 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 2017-12-20 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]

Þingmál A52 (mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (þáltill.) útbýtt þann 2017-12-19 14:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-01-24 19:15:37 - [HTML]
16. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-01-24 19:25:13 - [HTML]

Þingmál A85 (Vestnorræna ráðið 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 461 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Landssamtökin Spítalinn okkar - [PDF]

Þingmál A96 (NATO-þingið 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-23 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1020 - Komudagur: 2018-03-27 - Sendandi: Arnljótur Davíðsson - [PDF]

Þingmál A118 (ráðstefna um stöðu Íslands, Færeyja og Grænlands í nýjum veruleika alþjóðastjórnmála)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-02-22 12:51:18 - [HTML]

Þingmál A133 (íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-30 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-21 17:30:19 - [HTML]
27. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-21 17:32:26 - [HTML]

Þingmál A179 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 253 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-02-06 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1162 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 12:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1244 (þál. í heild) útbýtt þann 2018-06-11 20:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 13:43:22 - [HTML]
24. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-08 14:54:52 - [HTML]
24. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2018-02-08 15:04:11 - [HTML]
24. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2018-02-08 15:46:08 - [HTML]
75. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-11 16:10:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 627 - Komudagur: 2018-03-12 - Sendandi: Orka náttúrunnar ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 651 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 657 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Hörður Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2018-03-21 - Sendandi: Lota - [PDF]

Þingmál A200 (skipting útsvarstekna milli sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-28 17:24:00 - [HTML]

Þingmál A201 (frelsi á leigubifreiðamarkaði)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-27 17:04:40 - [HTML]

Þingmál A214 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-20 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A231 (framkvæmd skólastarfs í leikskólum skólaárin 2011--2012, 2012--2013, 2013--2014 og 2014--2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-02-22 10:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (sjúkraflutningar)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-03-05 17:03:12 - [HTML]

Þingmál A263 (siglingavernd og loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-26 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1188 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-27 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1197 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-08 18:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A269 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-26 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-26 17:04:50 - [HTML]

Þingmál A339 (Þjóðskrá Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1253 - Komudagur: 2018-04-06 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A345 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-03-20 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2018-03-20 17:31:19 - [HTML]

Þingmál A418 (landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 17:56:03 - [HTML]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-04-23 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 849 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-04-25 18:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 881 (lög í heild) útbýtt þann 2018-04-26 15:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-04-24 16:03:45 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-04-24 18:27:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1096 - Komudagur: 2018-04-04 - Sendandi: Sigurður Hlöðversson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1114 - Komudagur: 2018-04-04 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagaströnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1191 - Komudagur: 2018-04-10 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A454 (Póst- og fjarskiptastofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 653 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1414 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A469 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2018-04-16 23:25:11 - [HTML]

Þingmál A479 (stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-16 18:48:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A480 (stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-16 19:34:23 - [HTML]
51. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-16 20:59:56 - [HTML]
51. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2018-04-16 21:32:45 - [HTML]
75. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-06-11 12:47:21 - [HTML]
75. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2018-06-11 13:09:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1567 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf - [PDF]

Þingmál A481 (köfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-12 14:46:13 - [HTML]
48. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-04-12 16:16:09 - [HTML]
48. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2018-04-12 16:43:46 - [HTML]
48. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 22:26:29 - [HTML]
48. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 22:51:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1672 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A495 (þolmörk ferðamennsku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 717 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A502 (opinber störf utan höfuðborgarsvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1319 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A539 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-23 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A579 (gagnasöfnun vegna byggða- og atvinnuþróunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 920 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-05-03 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1139 (svar) útbýtt þann 2018-06-07 12:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 936 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-08 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-12 19:16:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1666 - Komudagur: 2018-05-23 - Sendandi: Landssamband kúabænda - [PDF]

Þingmál A639 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-06-04 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (árangur af störfum Stjórnstöðvar ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-07-17 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B149 (staðsetning þjóðarsjúkrahúss)

Þingræður:
17. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-01-25 11:11:12 - [HTML]

Þingmál B162 (félagsleg undirboð og svik á vinnumarkaði)

Þingræður:
18. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-01-30 14:15:15 - [HTML]

Þingmál B192 (langtímaorkustefna)

Þingræður:
21. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2018-02-05 16:23:34 - [HTML]

Þingmál B236 (frelsi á leigubílamarkaði)

Þingræður:
25. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-19 16:03:16 - [HTML]

Þingmál B275 (mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir)

Þingræður:
31. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-28 15:37:44 - [HTML]

Þingmál B408 (dreifing ferðamanna um landið)

Þingræður:
45. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-04-09 16:46:23 - [HTML]
45. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-04-09 16:48:48 - [HTML]
45. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-09 16:58:13 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 511 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-12-05 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 632 (lög í heild) útbýtt þann 2018-12-07 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2018-09-14 12:37:15 - [HTML]
32. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2018-11-15 19:46:51 - [HTML]
33. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-11-19 17:18:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 91 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A14 (óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 98 - Komudagur: 2018-10-12 - Sendandi: Landssamtökin Spítalinn okkar - [PDF]

Þingmál A17 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-25 21:20:07 - [HTML]

Þingmál A20 (mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-13 10:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-24 18:38:59 - [HTML]

Þingmál A28 (mótun klasastefnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 09:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-18 18:14:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2018-11-09 - Sendandi: Álklasinn, félagasamtök - [PDF]

Þingmál A29 (náttúrustofur)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-07 16:53:46 - [HTML]

Þingmál A34 (Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-08 15:06:28 - [HTML]

Þingmál A43 (vistvæn opinber innkaup á matvöru)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-22 15:29:43 - [HTML]

Þingmál A55 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-19 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A57 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4700 - Komudagur: 2019-03-17 - Sendandi: Eygló Jónsdóttir - [PDF]

Þingmál A69 (refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A86 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2019-03-01 15:19:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4750 - Komudagur: 2019-03-20 - Sendandi: Íbúasamtök miðborgar - [PDF]

Þingmál A119 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-24 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-07 23:22:34 - [HTML]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-27 19:22:47 - [HTML]
12. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-27 19:23:58 - [HTML]
12. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-27 19:27:53 - [HTML]
38. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-11-26 18:19:08 - [HTML]
38. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-26 22:16:30 - [HTML]

Þingmál A158 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 329 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A172 (fimm ára samgönguáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-05 18:15:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 241 - Komudagur: 2018-10-24 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 260 - Komudagur: 2018-10-25 - Sendandi: Fljótsdalshérað - [PDF]
Dagbókarnúmer 367 - Komudagur: 2018-10-31 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 417 - Komudagur: 2018-11-06 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 542 - Komudagur: 2018-11-06 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 3642 - Komudagur: 2019-01-05 - Sendandi: Þröstur Sigurðsson - [PDF]

Þingmál A173 (samgönguáætlun 2019--2033)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-09-27 17:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 242 - Komudagur: 2018-10-24 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2018-10-25 - Sendandi: Fljótsdalshérað - [PDF]
Dagbókarnúmer 368 - Komudagur: 2018-10-31 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 418 - Komudagur: 2018-11-06 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 2018-11-06 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 3643 - Komudagur: 2019-01-05 - Sendandi: Þröstur Sigurðsson - [PDF]

Þingmál A184 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-21 17:09:06 - [HTML]
69. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-21 17:45:57 - [HTML]
69. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-02-21 17:53:46 - [HTML]

Þingmál A187 (staða sveitarfélaganna á Suðurnesjum)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-02-28 14:19:48 - [HTML]
72. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-02-28 14:37:08 - [HTML]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1185 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-03-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1282 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1406 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-05-02 11:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2018-10-23 22:10:35 - [HTML]
23. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-10-23 22:35:01 - [HTML]
87. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-04-01 15:48:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 554 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Sævar Þór Halldórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 595 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 644 - Komudagur: 2018-11-20 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A232 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 774 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-01-02 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 783 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-12-14 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-23 22:52:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 654 - Komudagur: 2018-11-20 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A270 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-23 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1941 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1944 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-20 02:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-11-06 15:42:11 - [HTML]
27. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-06 15:56:20 - [HTML]

Þingmál A287 (markaðssetning áfangastaða á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (svar) útbýtt þann 2019-03-26 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (nýjar aðferðir við orkuöflun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 353 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-08 11:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A397 (uppgræðsla lands og ræktun túna)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-28 18:00:29 - [HTML]

Þingmál A403 (fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4823 - Komudagur: 2019-03-25 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A404 (stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4824 - Komudagur: 2019-03-25 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A409 (áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-04 19:42:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2549 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Blátt áfram, forvarnarverkefni - [PDF]

Þingmál A415 (Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1756 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1784 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-11 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (kærur og málsmeðferðartími)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 816 (svar) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-07 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A493 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1758 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-06-11 10:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1786 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-11 18:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A499 (fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-24 11:58:58 - [HTML]

Þingmál A500 (fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvador)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (heilbrigðisstefna til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1518 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-14 13:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1519 (breytingartillaga) útbýtt þann 2019-05-14 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-14 14:34:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4401 - Komudagur: 2019-02-17 - Sendandi: Félag íslenskra heimilislækna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4537 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A524 (NATO-þingið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 854 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-29 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-31 14:26:21 - [HTML]

Þingmál A526 (norðurskautsmál 2018)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-31 12:50:23 - [HTML]
60. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-01-31 13:41:19 - [HTML]

Þingmál A527 (ÖSE-þingið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 858 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-30 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A528 (Evrópuráðsþingið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-30 15:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A529 (vestnorræna ráðið 2018)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-31 11:36:26 - [HTML]

Þingmál A539 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-31 11:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (heiti Einkaleyfastofunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-05 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1408 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-05-02 11:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1620 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-24 18:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-31 11:46:52 - [HTML]

Þingmál A554 (bann við notkun pálmaolíu í lífdísil á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 931 (þáltill.) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A557 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2010--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A609 (kolefnishlutleysi við hagnýtingu sameiginlegra auðlinda og eigna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-04-29 16:08:33 - [HTML]

Þingmál A641 (ferðakostnaður sjúkratryggðra og aðgengi fólks utan höfuðborgarsvæðisins að sérfræðiþjónustu)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-29 16:00:21 - [HTML]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-03-11 15:22:26 - [HTML]
78. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2019-03-11 17:17:45 - [HTML]
78. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-03-11 18:10:06 - [HTML]
122. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2019-06-13 13:42:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4946 - Komudagur: 2019-04-01 - Sendandi: Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]

Þingmál A686 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (frumvarp) útbýtt þann 2019-03-18 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A724 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2019-03-19 17:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1340 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-04-11 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1341 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-04-10 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-21 15:50:58 - [HTML]
82. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-21 16:17:54 - [HTML]
82. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2019-03-21 17:15:27 - [HTML]
92. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-04-10 15:40:34 - [HTML]
92. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-04-10 18:24:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4875 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Hólmar H. Unnsteinsson - [PDF]

Þingmál A739 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1331 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-04-09 21:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Jón Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-04-10 18:32:19 - [HTML]
92. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2019-04-10 19:00:49 - [HTML]

Þingmál A744 (sjókvíaeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1899 (svar) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-27 21:59:12 - [HTML]

Þingmál A753 (matvæli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5643 - Komudagur: 2019-05-26 - Sendandi: Betri landbúnaður - [PDF]

Þingmál A758 (loftslagsmál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5111 - Komudagur: 2019-04-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A772 (skráning einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5548 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-05-15 18:11:20 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 04:58:07 - [HTML]
107. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 19:42:48 - [HTML]
107. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 00:07:32 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-23 01:48:55 - [HTML]
109. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 05:55:24 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-24 06:33:09 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-25 04:08:40 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 04:16:12 - [HTML]
111. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 22:51:44 - [HTML]
130. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 13:09:01 - [HTML]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 17:59:15 - [HTML]
94. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2019-04-11 18:34:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5246 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 5275 - Komudagur: 2019-05-01 - Sendandi: Húnavatnshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 5442 - Komudagur: 2019-05-08 - Sendandi: Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum - [PDF]
Dagbókarnúmer 5468 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5471 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 5475 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5493 - Komudagur: 2019-05-10 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 5498 - Komudagur: 2019-05-10 - Sendandi: Borgarbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 5505 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Torfi Stefán Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5608 - Komudagur: 2019-05-21 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 5650 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Minjastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A797 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 14:55:38 - [HTML]

Þingmál A799 (sameiginleg umsýsla höfundarréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A802 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1263 (frumvarp) útbýtt þann 2019-04-02 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-06-11 22:21:59 - [HTML]

Þingmál A821 (friðlýsingar)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-05-13 16:39:05 - [HTML]

Þingmál A873 (óbyggð víðerni og friðlýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1807 (svar) útbýtt þann 2019-06-28 15:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A897 (hreinleiki laxastofns)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2019 (svar) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A911 (Grænn sáttmáli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1531 (þáltill.) útbýtt þann 2019-05-15 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A919 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1541 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A942 (málefni fólks með ADHD)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2006 (svar) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A951 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1643 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-05-28 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1010 (sjálfbær ræktun orkujurta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2018 (svar) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B30 (störf þingsins)

Þingræður:
6. þingfundur - Heiða Guðný Ásgeirsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-18 13:33:06 - [HTML]

Þingmál B57 (störf þingsins)

Þingræður:
10. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-25 14:01:08 - [HTML]

Þingmál B144 (þolmörk ferðamennsku, munnleg skýrsla ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra)

Þingræður:
21. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-17 16:19:12 - [HTML]
21. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-10-17 16:41:11 - [HTML]
21. þingfundur - Ingibjörg Þórðardóttir - Ræða hófst: 2018-10-17 17:32:59 - [HTML]

Þingmál B230 (eignarhald á bújörðum)

Þingræður:
30. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-11-12 16:09:13 - [HTML]

Þingmál B415 (atvinnustefna á opinberum ferðamannastöðum)

Þingræður:
51. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-14 13:33:18 - [HTML]

Þingmál B442 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan, munnleg skýrsla forsætisráðherra. -- Ein umræða)

Þingræður:
54. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-21 18:45:10 - [HTML]

Þingmál B587 (staða ferðaþjónustunnar)

Þingræður:
70. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-26 14:48:53 - [HTML]

Þingmál B674 (störf þingsins)

Þingræður:
81. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-03-20 15:16:48 - [HTML]

Þingmál B920 (störf þingsins)

Þingræður:
112. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-05-28 10:40:53 - [HTML]

Þingmál B937 (skipulögð glæpastarfsemi)

Þingræður:
115. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-06-03 09:45:59 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-10 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 492 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-11-25 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 561 (lög í heild) útbýtt þann 2019-11-27 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-09-13 18:58:54 - [HTML]
31. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-11-13 16:26:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 136 - Komudagur: 2019-10-16 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A7 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun í jarðamálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 205 - Komudagur: 2019-10-21 - Sendandi: Landgræðslan - [PDF]

Þingmál A31 (grænn samfélagssáttmáli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-10-23 17:30:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 457 - Komudagur: 2019-11-12 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A32 (endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 214 - Komudagur: 2019-10-22 - Sendandi: Ólafur Arnalds - [PDF]

Þingmál A50 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2020-02-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A58 (flóðavarnir á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1263 - Komudagur: 2020-02-10 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A90 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-17 15:32:46 - [HTML]

Þingmál A101 (skráning einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2019-10-10 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A120 (ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-24 17:32:43 - [HTML]

Þingmál A121 (mótun klasastefnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 18:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 250 - Komudagur: 2019-10-29 - Sendandi: Álklasinn, félagasamtök - [PDF]

Þingmál A148 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-10 12:33:38 - [HTML]
53. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-01-28 18:15:07 - [HTML]

Þingmál A224 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-15 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-18 16:46:31 - [HTML]
60. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2020-02-18 17:01:44 - [HTML]
60. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-02-18 17:11:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2055 - Komudagur: 2020-05-16 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]

Þingmál A229 (matvæli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 301 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Betri landbúnaður - [PDF]

Þingmál A241 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-15 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-18 17:16:00 - [HTML]
60. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-02-18 17:31:29 - [HTML]
60. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-18 17:41:53 - [HTML]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (fjórir tengivegir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (svar) útbýtt þann 2019-12-10 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A302 (Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2020-02-17 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A312 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 353 (frumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1026 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1067 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-03-12 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1328 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-05-06 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-04 16:41:50 - [HTML]
68. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-03-03 15:11:02 - [HTML]
68. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-03-03 15:58:30 - [HTML]
68. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-03-03 16:30:14 - [HTML]
78. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-03-17 18:46:47 - [HTML]
78. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-17 19:05:05 - [HTML]
78. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-03-17 19:50:50 - [HTML]
78. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2020-03-17 20:06:11 - [HTML]
78. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-03-17 20:39:35 - [HTML]
98. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-05-06 15:52:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2019-12-01 - Sendandi: Bjarni M. Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Óbyggðanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 728 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1513 - Komudagur: 2020-03-11 - Sendandi: Óbyggðanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1539 - Komudagur: 2020-03-13 - Sendandi: Æðarræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A382 (búvörulög og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A434 (fimm ára samgönguáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1685 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 18:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-04 19:33:32 - [HTML]
120. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-06-18 22:02:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1049 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Stykkishólmsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1541 - Komudagur: 2020-03-15 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]

Þingmál A435 (samgönguáætlun fyrir árin 2020--2034)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1685 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 18:04:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1050 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Stykkishólmsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1542 - Komudagur: 2020-03-15 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]

Þingmál A458 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (öryggi fjarskipta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (svar) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A493 (aðdragandi og afleiðingar óveðurs dagana 9.--11. desember 2019, viðbúnaður og úrbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1487 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2020-06-02 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A534 (Vestnorræna ráðið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A545 (tófa og minkur)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-20 17:28:45 - [HTML]

Þingmál A572 (reynsla af breyttu skipulagi heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2020-05-20 18:25:50 - [HTML]

Þingmál A596 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-25 14:37:32 - [HTML]

Þingmál A611 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-05-19 15:02:53 - [HTML]

Þingmál A612 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A640 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1669 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-22 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1700 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-12 18:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A648 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-03-12 17:56:19 - [HTML]

Þingmál A662 (samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2093 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A683 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-03-30 11:36:04 - [HTML]

Þingmál A711 (Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1219 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A712 (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2024 - Komudagur: 2020-05-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2095 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Vestfjarðastofa - [PDF]

Þingmál A713 (breyting á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2343 - Komudagur: 2020-06-09 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1763 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-23 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 12:32:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2067 - Komudagur: 2020-05-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2124 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2129 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A726 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-04-22 19:53:43 - [HTML]
99. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-05-06 21:14:28 - [HTML]
101. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-05-11 16:39:39 - [HTML]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2184 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Capacent ehf - [PDF]

Þingmál A735 (heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-05-05 20:32:15 - [HTML]
97. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-05-05 21:55:17 - [HTML]
115. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2020-06-09 21:08:12 - [HTML]
126. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-06-24 15:23:52 - [HTML]

Þingmál A749 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-05-05 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-07 11:59:06 - [HTML]

Þingmál A768 (lögbundin verkefni Byggðastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1984 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2328 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A788 (uppbygging á friðlýstum svæðum)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-06-18 12:46:36 - [HTML]

Þingmál A811 (stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1424 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A823 (lögbundin verkefni Hugverkastofu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1781 (svar) útbýtt þann 2020-06-24 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A839 (ferðagjöf)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2268 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A926 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-12 20:11:01 - [HTML]

Þingmál A936 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1747 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-06-20 11:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A978 (álaveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2129 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B89 (jarðamál og eignarhald þeirra)

Þingræður:
12. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-08 15:08:23 - [HTML]
12. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-10-08 15:26:23 - [HTML]
12. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-08 15:31:25 - [HTML]

Þingmál B100 (vindorka og vindorkuver)

Þingræður:
14. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-09 15:54:55 - [HTML]

Þingmál B174 (störf þingsins)

Þingræður:
24. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-10-23 15:15:09 - [HTML]

Þingmál B314 (lóðagjöld á bújörðum og skattalegir hvatar til að halda jörðum í ábúð)

Þingræður:
37. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-28 13:32:48 - [HTML]

Þingmál B378 (raforkuöryggi)

Þingræður:
44. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-12-12 10:51:00 - [HTML]

Þingmál B405 (afleiðingar óveðursins í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda, munnleg skýrsla forsætisráðherra. --- Ein umræða)

Þingræður:
48. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-12-17 15:55:09 - [HTML]

Þingmál B458 (jafnrétti til náms óháð búsetu)

Þingræður:
54. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-01-29 15:48:31 - [HTML]

Þingmál B466 (áætlun um lausn Palestínudeilunnar)

Þingræður:
55. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-01-30 10:52:21 - [HTML]

Þingmál B513 (stuðningur við rannsóknir og nýsköpun utan höfuðborgarsvæðisins)

Þingræður:
61. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2020-02-20 11:13:49 - [HTML]

Þingmál B560 (jafnt atkvæðavægi)

Þingræður:
69. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-04 15:34:45 - [HTML]
69. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-03-04 15:47:22 - [HTML]
69. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-03-04 16:01:27 - [HTML]
69. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-03-04 16:19:45 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 571 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-12-14 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 726 (lög í heild) útbýtt þann 2020-12-18 22:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-05 17:34:42 - [HTML]
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-10-05 18:51:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 49 - Komudagur: 2020-10-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-06 15:48:41 - [HTML]
4. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-06 18:16:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2020-10-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A9 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1446 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-20 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1464 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-18 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A15 (stjórnsýsla jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 647 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 677 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-12-17 20:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 207 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A39 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A44 (mótun sjálfbærrar iðnaðarstefnu)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-15 14:05:44 - [HTML]

Þingmál A49 (aðgerðaáætlun um nýtingu þörunga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-21 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 17:14:08 - [HTML]

Þingmál A105 (aðgengi að vörum sem innihalda CBD)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2889 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Hampfélagið og Samtök smáframleiðenda matvæla - [PDF]

Þingmál A112 (ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-07 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 15:34:18 - [HTML]

Þingmál A126 (Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-02-17 15:53:38 - [HTML]

Þingmál A136 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-07 15:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A140 (matvæli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1845 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Betri landbúnaður - [PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A259 (hagkvæmisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-25 17:25:17 - [HTML]

Þingmál A275 (skipulagslög)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-04-14 18:02:36 - [HTML]

Þingmál A276 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A278 (menntastefna 2021--2030)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-23 23:01:30 - [HTML]

Þingmál A311 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 347 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-17 17:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A322 (opinber stuðningur við nýsköpun)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-11-24 17:28:53 - [HTML]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 806 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-01-27 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 807 (breytingartillaga) útbýtt þann 2021-01-27 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 838 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-02-11 12:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 865 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-02-04 16:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Jóhannes Loftsson o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1252 - Komudagur: 2021-01-19 - Sendandi: Gunnar Tómasson - [PDF]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2199 - Komudagur: 2021-03-17 - Sendandi: Sveitarfélagið Vogar - [PDF]

Þingmál A367 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-01-19 14:20:35 - [HTML]

Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-21 14:12:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Einar Kr. Haraldsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1773 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Jón Axel Jónsson - [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1682 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-08 15:21:06 - [HTML]
33. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2020-12-08 16:00:38 - [HTML]
33. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-08 16:14:26 - [HTML]
33. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-08 16:52:13 - [HTML]
33. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-12-08 17:16:37 - [HTML]
33. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2020-12-08 18:37:17 - [HTML]
33. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-12-08 19:01:09 - [HTML]
33. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-08 19:22:52 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2020-12-08 20:05:22 - [HTML]
33. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2020-12-08 20:20:36 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-08 21:08:35 - [HTML]
33. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-08 21:45:16 - [HTML]
33. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-12-08 22:34:06 - [HTML]
33. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-12-08 23:10:32 - [HTML]
113. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-12 10:01:02 - [HTML]
113. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2021-06-12 18:09:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1090 - Komudagur: 2020-12-30 - Sendandi: Landssamband íslenskra vélsleðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1187 - Komudagur: 2021-01-15 - Sendandi: Hrunamannahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1290 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Ágústa Ágústsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Bláskógabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1321 - Komudagur: 2021-01-26 - Sendandi: Sigurður Ingi Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1331 - Komudagur: 2021-01-27 - Sendandi: Veiðifélag Landmannaafréttar og fjallskilanefnd Landmannaafréttar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2021-01-27 - Sendandi: Félag húsbílaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2021-01-29 - Sendandi: Rangárþing eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1350 - Komudagur: 2021-01-29 - Sendandi: Jónas Hafsteinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1351 - Komudagur: 2021-01-29 - Sendandi: Ferðafélagið Útivist - [PDF]
Dagbókarnúmer 1352 - Komudagur: 2021-01-29 - Sendandi: Margeir Ingólfsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1355 - Komudagur: 2021-01-29 - Sendandi: Hveravallafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2021-01-29 - Sendandi: Þingeyjarsveit - [PDF]
Dagbókarnúmer 1362 - Komudagur: 2021-01-29 - Sendandi: Skálpi ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1368 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Minjastofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1371 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Kristinn Snær Sigurjónsson, Guðbergur Reynisson og Freyr Þórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1372 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Ríkarður Sigmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1373 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Ásahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1379 - Komudagur: 2021-01-14 - Sendandi: Félag landeigenda á Almenningum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Ferða-og útivistarfélagið Slóðavinir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1384 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Snæland Grímsson ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1385 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Hjalti Steinn Gunnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1394 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Hið íslenska náttúrufræðifélag - [PDF]
Dagbókarnúmer 1396 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1398 - Komudagur: 2021-01-31 - Sendandi: Einar E Sæmundsen - [PDF]
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Björn Jóhannsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1407 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Guðmundur Freyr Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1409 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Fisfélag Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Fljótsdalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1423 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1427 - Komudagur: 2021-01-21 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra og Akrahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1429 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1431 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1439 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1440 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit - [PDF]
Dagbókarnúmer 1444 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1449 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1453 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Svifflugfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1455 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðurlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1456 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1460 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: Ingimundur Stefánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: Iceland Luxury Tours - [PDF]
Dagbókarnúmer 1463 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1478 - Komudagur: 2021-02-03 - Sendandi: Náttúruminjasafn Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1496 - Komudagur: 2021-02-04 - Sendandi: Eyjafjarðarsveit - [PDF]
Dagbókarnúmer 1804 - Komudagur: 2021-02-19 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1896 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A370 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2021-01-21 14:56:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1558 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Snæbjörn Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1565 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Storm Orka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1567 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1576 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1615 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Björk Sigurjónsdóttir, Sóldögg Rán Davíðsdóttir, Svana Björk Eiríksdóttir o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: Hrafnabjargavirkjun hf. - [PDF]

Þingmál A375 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1438 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-17 15:38:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1652 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Skógræktin - [PDF]

Þingmál A378 (sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 470 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-26 19:11:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: LEX lögmannsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]

Þingmál A397 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-12-15 17:53:24 - [HTML]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1697 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Vesturbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1762 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1981 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Sigurður Hreinn Sigurðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2340 - Komudagur: 2021-03-25 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A470 (Kristnisjóður o.fl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-26 13:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2269 - Komudagur: 2021-03-22 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A494 (Alþjóðaþingmannasambandið 2020)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-17 14:30:10 - [HTML]

Þingmál A498 (norðurskautsmál 2020)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-04 18:32:11 - [HTML]

Þingmál A516 (stuðningur og sérkennsla í grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1490 (svar) útbýtt þann 2021-05-25 12:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (mótun klasastefnu)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-11 16:42:07 - [HTML]

Þingmál A533 (langtímaorkustefna og aðgerðaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-17 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1671 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1777 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1818 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 16:53:21 - [HTML]
112. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-12 02:19:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2025 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Húnavatnshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2108 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2138 - Komudagur: 2021-03-12 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður - [PDF]
Dagbókarnúmer 2173 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2353 - Komudagur: 2021-03-26 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2956 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A559 (skýrsla um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 939 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-03-03 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2742 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A587 (þjóðkirkjan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1765 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1806 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-16 16:31:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2438 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Vantrú - [PDF]

Þingmál A592 (viðurkenning á Anfal-herferðinni sem þjóðarmorði á Kúrdum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (þáltill.) útbýtt þann 2021-03-11 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-27 19:09:50 - [HTML]

Þingmál A612 (aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-11 16:14:29 - [HTML]

Þingmál A627 (fjármálaáætlun 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1516 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-26 12:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Birgir Þórarinsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-05-26 17:03:03 - [HTML]
102. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-27 13:39:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2499 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2539 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A668 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2979 - Komudagur: 2021-05-12 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A696 (endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3098 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A705 (endurskoðuð landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2624 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: Sveinn Runólfsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2890 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A707 (staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 22:05:05 - [HTML]
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-13 22:29:09 - [HTML]
77. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-04-13 22:35:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2622 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2706 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2717 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2720 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2777 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2792 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2799 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 2845 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2918 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A708 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2819 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]

Þingmál A709 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 21:39:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2707 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2718 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2721 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2791 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2846 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2919 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2929 - Komudagur: 2021-05-10 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2993 - Komudagur: 2021-05-17 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A712 (umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2743 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A734 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-15 12:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A750 (stefna Íslands í málefnum norðurslóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1273 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-21 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (aukið samstarf Grænlands og Íslands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-04-26 18:12:33 - [HTML]

Þingmál A763 (sjóvarnargarður á Siglunesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1309 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A765 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1321 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-03 15:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-06 16:19:54 - [HTML]
91. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2021-05-06 16:55:50 - [HTML]

Þingmál A776 (ferðagjöf)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2864 - Komudagur: 2021-05-05 - Sendandi: Vilhjálmur Bjarnason - [PDF]

Þingmál A779 (hreinsun Heiðarfjalls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1372 (þáltill. n.) útbýtt þann 2021-05-05 17:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-05-10 15:56:56 - [HTML]

Þingmál A781 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1379 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-20 12:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A807 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-21 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B26 (störf þingsins)

Þingræður:
5. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-10-07 10:49:51 - [HTML]

Þingmál B121 (þjónusta sérgreinalækna á landsbyggðinni)

Þingræður:
18. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-12 11:38:45 - [HTML]

Þingmál B153 (nýsköpun í ylrækt og framleiðsla ferskra matvara til útflutnings)

Þingræður:
22. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-18 15:43:07 - [HTML]
22. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2020-11-18 15:55:40 - [HTML]

Þingmál B163 (flokkun lands í dreifbýli í skipulagi)

Þingræður:
23. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-11-19 12:42:14 - [HTML]
23. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2020-11-19 12:46:58 - [HTML]
23. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-19 12:56:15 - [HTML]
23. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-11-19 13:10:11 - [HTML]

Þingmál B281 (bráðnun jökla og brennsla svartolíu)

Þingræður:
37. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2020-12-14 15:31:58 - [HTML]

Þingmál B778 (ástandið á Gaza)

Þingræður:
96. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2021-05-17 13:03:53 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 249 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-12-28 10:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 286 (lög í heild) útbýtt þann 2021-12-28 17:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 386 - Komudagur: 2021-12-23 - Sendandi: Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 387 - Komudagur: 2021-12-23 - Sendandi: Bílgreinasambandið - [PDF]
Dagbókarnúmer 398 - Komudagur: 2021-12-28 - Sendandi: Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 399 - Komudagur: 2021-12-28 - Sendandi: Bílgreinasambandið - [PDF]

Þingmál A11 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 658 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Sveitarfélagið Vogar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2022-03-17 - Sendandi: Sveitarfélagið Vogar - [PDF]

Þingmál A14 (uppbygging geðdeilda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 796 - Komudagur: 2022-02-14 - Sendandi: Sjúkrahúsið á Akureyri - [PDF]

Þingmál A15 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 520 - Komudagur: 2022-01-16 - Sendandi: Sæunn Þórarinsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 570 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Velbú, samtök um velferð búfjár - [PDF]

Þingmál A43 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 869 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]

Þingmál A91 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-02 10:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (nýting þörunga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-03 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 435 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-02-02 19:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-02-03 13:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 647 - Komudagur: 2022-01-27 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A154 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 13:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-16 17:09:44 - [HTML]

Þingmál A171 (hringtenging rafmagns á Vestfjörðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 2022-02-17 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1367 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1371 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2022-02-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 792 - Komudagur: 2022-02-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A251 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (frumvarp) útbýtt þann 2022-01-25 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-02 19:15:21 - [HTML]

Þingmál A259 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (þáltill.) útbýtt þann 2022-01-25 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 468 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-02-08 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1210 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1247 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 12:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-10 12:52:44 - [HTML]
37. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-10 13:21:28 - [HTML]
37. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-10 13:22:39 - [HTML]
90. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-14 15:24:37 - [HTML]
90. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-06-14 15:44:46 - [HTML]
90. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-06-14 16:18:33 - [HTML]
90. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-06-14 16:49:25 - [HTML]
91. þingfundur - Halldóra Mogensen - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2022-06-15 12:19:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 831 - Komudagur: 2022-02-16 - Sendandi: Storm Orka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 949 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Veðurstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - [PDF]
Dagbókarnúmer 958 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 964 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 972 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Vinir Þjórsárvera - [PDF]
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2022-02-28 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1021 - Komudagur: 2022-03-04 - Sendandi: Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1050 - Komudagur: 2022-03-09 - Sendandi: Náttúrugrið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2022-03-10 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2022-03-15 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1171 - Komudagur: 2022-03-22 - Sendandi: Landslög - [PDF]
Dagbókarnúmer 1195 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1197 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A360 (endurheimt votlendis)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 20:11:12 - [HTML]

Þingmál A394 (viðurkenning á Anfal-herferðinni sem þjóðarmorð á Kúrdum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 563 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-24 10:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-08 17:32:01 - [HTML]

Þingmál A420 (ÖSE-þingið 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 601 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-03 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A439 (Evrópuráðsþingið 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1273 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-14 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1376 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 21:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1314 - Komudagur: 2022-04-13 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]

Þingmál A482 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-29 13:32:16 - [HTML]

Þingmál A483 (vistmorð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1334 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-15 21:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-15 23:05:22 - [HTML]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A510 (flutningur Landhelgisgæslu Íslands til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-24 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A513 (fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-29 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A533 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A536 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3682 - Komudagur: 2022-07-12 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands - [PDF]

Þingmál A563 (stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022--2036)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-05-17 17:25:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3467 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A580 (stjórnmálasamband við Konungsríkið Bútan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (þáltill.) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A582 (niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 824 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3287 - Komudagur: 2022-05-17 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa - [PDF]

Þingmál A583 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1217 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-13 11:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1237 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-13 16:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-26 23:16:19 - [HTML]
90. þingfundur - Ingibjörg Isaksen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-14 21:38:06 - [HTML]
90. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-14 21:43:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3303 - Komudagur: 2022-05-18 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3312 - Komudagur: 2022-05-19 - Sendandi: HS Orka hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 3340 - Komudagur: 2022-05-24 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A584 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-04-26 15:44:37 - [HTML]
69. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 15:59:06 - [HTML]

Þingmál A589 (starfskjaralög)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 18:04:59 - [HTML]

Þingmál A692 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-20 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A700 (rástöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-05-24 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A723 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-06-07 21:22:36 - [HTML]

Þingmál B24 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2021-12-01 21:07:20 - [HTML]

Þingmál B49 (störf þingsins)

Þingræður:
7. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-08 15:41:54 - [HTML]

Þingmál B77 (störf þingsins)

Þingræður:
10. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2021-12-14 13:05:44 - [HTML]

Þingmál B175 (færsla aflaheimilda í strandveiðum)

Þingræður:
26. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2022-01-25 14:35:42 - [HTML]

Þingmál B231 (störf þingsins)

Þingræður:
35. þingfundur - Kári Gautason - Ræða hófst: 2022-02-08 14:03:52 - [HTML]

Þingmál B465 (fæðuöryggi)

Þingræður:
57. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 15:47:27 - [HTML]

Þingmál B572 (niðurstöður úttektar á stöðu og áskorunum í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum, munnleg skýrsla umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
71. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 16:17:30 - [HTML]

Þingmál B660 (flutningur aðseturs Vatnajökulsþjóðgarðs, munnleg skýrsla umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
84. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2022-06-02 12:04:11 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-13 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 788 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-12-12 21:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 881 (lög í heild) útbýtt þann 2022-12-16 16:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 23 - Komudagur: 2022-10-07 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 32 - Komudagur: 2022-10-07 - Sendandi: Flóahreppur - [PDF]

Þingmál A27 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-21 16:30:06 - [HTML]

Þingmál A86 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 746 - Komudagur: 2022-12-08 - Sendandi: Samtök hernaðarandstæðinga - [PDF]

Þingmál A90 (réttlát græn umskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 394 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A91 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 12:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-27 12:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A119 (aukin verðmætasköpun við nýtingu þörunga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-27 12:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (uppbygging innviða til aukinnar kornræktar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-16 10:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (skipulagslög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-21 16:45:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4171 - Komudagur: 2023-03-22 - Sendandi: Múlaþing - [PDF]

Þingmál A212 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 13:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 266 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands - [PDF]

Þingmál A309 (íslenskukennsla fyrir útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1092 (svar) útbýtt þann 2023-02-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-02-01 23:10:52 - [HTML]
59. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-02-02 14:51:05 - [HTML]
79. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-13 19:23:53 - [HTML]

Þingmál A383 (gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-05-16 14:35:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4855 - Komudagur: 2023-05-26 - Sendandi: Markaðsstofur landshlutanna - [PDF]

Þingmál A385 (staða og framvinda hálendisþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2022-10-25 17:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2023-03-27 18:37:06 - [HTML]
88. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - svar - Ræða hófst: 2023-03-27 18:40:02 - [HTML]

Þingmál A441 (förgun dýraafurða og dýrahræja)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - svar - Ræða hófst: 2023-03-27 18:34:20 - [HTML]

Þingmál A470 (landgreining, flokkun landbúnaðarlands og sjálfbærni matvælaframleiðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-11-17 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 908 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A487 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (breytingartillaga) útbýtt þann 2023-02-27 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-02-28 13:55:42 - [HTML]

Þingmál A524 (rammaáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (svar) útbýtt þann 2023-03-09 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A537 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2023-04-27 14:42:06 - [HTML]

Þingmál A544 (mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (Fríverslunar­samtök Evrópu og Evrópska efna­hagssvæðið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1017 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-01-31 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A648 (NATO-þingið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-02-01 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-21 18:15:00 - [HTML]

Þingmál A688 (ÖSE-þingið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-02-01 16:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A729 (vernd í þágu líffræðilegrar fjölbreytni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-09 17:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2245 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A772 (flóttafólk frá Venesúela)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1345 (svar) útbýtt þann 2023-03-20 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A777 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (þáltill.) útbýtt þann 2023-02-23 16:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4931 - Komudagur: 2023-06-06 - Sendandi: Félagið Ísland-Palestína - [PDF]

Þingmál A783 (Evrópuráðsþingið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-03-06 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A845 (sjóvarnargarður á Siglunesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1306 (þáltill.) útbýtt þann 2023-03-14 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A852 (utanríkis- og alþjóðamál 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1323 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-03-14 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-21 14:06:18 - [HTML]
84. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-21 15:18:59 - [HTML]

Þingmál A860 (aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1351 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-20 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A861 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-21 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-23 15:19:14 - [HTML]
86. þingfundur - Haraldur Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-23 15:39:11 - [HTML]
86. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2023-03-23 16:41:56 - [HTML]
86. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-23 16:53:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4328 - Komudagur: 2023-04-11 - Sendandi: Múlaþing - [PDF]

Þingmál A880 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 11:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A894 (fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-29 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A915 (matvælastefna til ársins 2040)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4410 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A922 (breyting á ýmsum lögum í þágu barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1452 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 12:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A941 (uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1471 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 12:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2016 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-07 21:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2123 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-09 14:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2144 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 19:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-04-25 19:16:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4517 - Komudagur: 2023-05-02 - Sendandi: Matthías Ragnars Arngrímsson - [PDF]

Þingmál A944 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A945 (kosningalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1477 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A953 (afvopnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A956 (Mennta- og skólaþjónustustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1492 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 11:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A976 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4607 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Ólafur Hallgrímsson - [PDF]

Þingmál A1121 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-05-30 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1122 (fordæming ólöglegs brottnáms úkraínskra barna)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2023-05-31 16:43:00 - [HTML]

Þingmál B156 (Störf þingsins)

Þingræður:
19. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2022-10-18 14:01:36 - [HTML]

Þingmál B253 (Loftslagsmarkmið Íslands, munnleg skýrsla umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.)

Þingræður:
29. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-11-10 12:06:20 - [HTML]

Þingmál B532 (Störf þingsins)

Þingræður:
58. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-02-01 15:47:02 - [HTML]

Þingmál B565 (Óundirbúinn fyrirspurnatími)

Þingræður:
61. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-06 15:44:27 - [HTML]

Þingmál B786 (Störf þingsins)

Þingræður:
89. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-28 13:47:16 - [HTML]

Þingmál B967 (Störf þingsins)

Þingræður:
109. þingfundur - Tómas A. Tómasson - Ræða hófst: 2023-05-16 13:46:14 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A1 (fjárlög 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-12 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 711 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-12-08 18:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 854 (lög í heild) útbýtt þann 2023-12-16 18:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2023-09-14 18:29:58 - [HTML]
44. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson - Ræða hófst: 2023-12-06 18:35:02 - [HTML]
45. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-07 15:27:11 - [HTML]

Þingmál A3 (réttlát græn umskipti)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-19 15:01:44 - [HTML]

Þingmál A19 (þjóðarmarkmið um fastan heimilislækni og heimilisteymi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 907 - Komudagur: 2023-11-29 - Sendandi: Emil Lárus Sigurðsson Jón Steinar Jónsson - [PDF]

Þingmál A25 (aukin verðmætasköpun við nýtingu þörunga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (þáltill.) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-30 18:59:45 - [HTML]

Þingmál A26 (verndar- og orkunýtingaráætlun og umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1457 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Rarik ohf - [PDF]

Þingmál A51 (endurskoðun á lagaumhverfi fyrir smávirkjanir)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-17 18:02:03 - [HTML]
16. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2023-10-17 18:22:46 - [HTML]

Þingmál A70 (verðmætasköpun við nýtingu þörunga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-13 19:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A71 (samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-07 16:47:47 - [HTML]

Þingmál A72 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-13 19:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A96 (endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2024-02-27 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A107 (merkingar á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2023-10-17 18:46:48 - [HTML]
16. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-17 19:04:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 478 - Komudagur: 2023-10-31 - Sendandi: Félagið Ísland-Palestína - [PDF]

Þingmál A117 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A182 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-26 14:47:32 - [HTML]

Þingmál A187 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A230 (úrræði fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda eða geðvanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (svar) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A240 (breyting á ýmsum lögum í þágu barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A303 (kostir og gallar hugsanlegrar aðildar Íslands að tollabandalagi Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-02-01 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A315 (samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-10-06 13:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2023-10-10 20:34:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 503 - Komudagur: 2023-11-01 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2023-11-03 - Sendandi: Garðabær - [PDF]
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Húnabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1748 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: Reykjanesbær - [PDF]

Þingmál A316 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2893 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2894 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A327 (föst starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 533 - Komudagur: 2023-11-02 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2023-11-08 - Sendandi: Dalvíkurbyggð - [PDF]

Þingmál A342 (sjávargróður og þörungaeldi)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-05 16:54:05 - [HTML]

Þingmál A349 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 810 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Svangeir Albert H. E. Arnarsson - [PDF]

Þingmál A372 (sjóvarnargarður á Siglunesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (þáltill.) útbýtt þann 2023-10-16 15:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A393 (útflutningstekjur, skattar og útgjöld ríkisins eftir landshlutum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2898 - Komudagur: 2024-09-05 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A400 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1373 - Komudagur: 2024-02-06 - Sendandi: Ferðafélagið Melrakkar - [PDF]

Þingmál A450 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-08 15:54:08 - [HTML]

Þingmál A471 (land og lóðir í eigu ríkisins í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-11-09 12:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 877 - Komudagur: 2023-11-27 - Sendandi: Grýtubakkahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 945 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A509 (húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-20 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1987 (breytingartillaga) útbýtt þann 2024-06-21 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2101 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-06-22 19:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: BSRB og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1623 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A511 (aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1673 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A535 (landsskipulagsstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-24 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1691 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-05-14 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1243 - Komudagur: 2023-12-15 - Sendandi: VÍN - [PDF]
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2023-12-18 - Sendandi: Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi - [PDF]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-11-29 20:42:50 - [HTML]

Þingmál A560 (stefna Íslands um málefni hafsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1835 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A605 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (svar) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A608 (Vestnorræna ráðið 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 911 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A634 (NATO-þingið 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 18:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (viðbragðstími og kostnaður vegna bráðatilfella á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1922 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-09 16:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1609 - Komudagur: 2024-02-28 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 2024-03-04 - Sendandi: Heimaleiga - [PDF]

Þingmál A704 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A715 (heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-05-06 17:25:35 - [HTML]
107. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - svar - Ræða hófst: 2024-05-06 17:29:16 - [HTML]

Þingmál A716 (náttúruminjaskrá)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-03-18 17:10:46 - [HTML]
87. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-03-18 17:18:09 - [HTML]

Þingmál A720 (sjúkraflutningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1921 (svar) útbýtt þann 2024-06-18 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A737 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-22 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1163 (breytingartillaga) útbýtt þann 2024-03-05 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1956 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-20 14:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2066 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-22 12:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2117 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-22 23:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-05 15:36:19 - [HTML]
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 15:57:18 - [HTML]
80. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2024-03-05 16:03:45 - [HTML]
80. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-03-05 16:28:32 - [HTML]
131. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2024-06-22 22:18:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1792 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1800 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2315 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A771 (dánaraðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2024-03-27 - Sendandi: Jón Snædal - [PDF]

Þingmál A808 (ákvarðanir nr. 185/2023 um breytingu á IX. viðauka og nr. 240/2023 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-03-12 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A831 (Náttúruverndarstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A847 (Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1268 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A899 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2196 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2252 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Samorka - [PDF]
Dagbókarnúmer 2481 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2570 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Fuglavernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2582 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Vinir íslenskrar náttúru, fél - [PDF]

Þingmál A900 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-16 18:10:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2195 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2213 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Minjastofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2224 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2225 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Orkusalan - [PDF]
Dagbókarnúmer 2226 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2227 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: wpd Ísland - [PDF]
Dagbókarnúmer 2256 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Fuglaverndarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2257 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Samorka - [PDF]
Dagbókarnúmer 2258 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2277 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2328 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2456 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2569 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Fuglavernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2583 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Vinir íslenskrar náttúru, fél - [PDF]

Þingmál A906 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A907 (landlæknir og lýðheilsa og sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1352 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2445 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A912 (frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1675 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-13 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-15 17:18:44 - [HTML]
114. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-05-17 15:43:18 - [HTML]
116. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-06-04 20:37:29 - [HTML]
116. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-04 21:47:10 - [HTML]
116. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-06-04 23:28:22 - [HTML]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-23 14:16:20 - [HTML]
101. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-04-23 16:08:59 - [HTML]
101. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-23 17:06:31 - [HTML]
101. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-23 17:44:57 - [HTML]

Þingmál A1035 (fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-04-16 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2024-06-21 18:49:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2431 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2573 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómstólasýslan - [PDF]

Þingmál A1036 (ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1505 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-04-15 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1099 (utanríkis- og alþjóðamál 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1634 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-05-10 16:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-13 15:58:59 - [HTML]
110. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2024-05-13 16:44:38 - [HTML]
110. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-05-13 17:14:33 - [HTML]

Þingmál A1127 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1756 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-06-01 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1162 (vantraust á matvælaráðherra)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-06-20 12:22:18 - [HTML]

Þingmál A1176 (land og lóðir í eigu ríkisins í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1949 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-06-19 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B120 (Störf þingsins)

Þingræður:
7. þingfundur - Aðalsteinn Haukur Sverrisson - Ræða hófst: 2023-09-20 15:10:54 - [HTML]

Þingmál B160 (ákvörðun um fordæmingu innrása)

Þingræður:
11. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-10-09 15:40:30 - [HTML]

Þingmál B196 (Þolmörk ferðaþjónustunnar)

Þingræður:
15. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2023-10-16 15:59:44 - [HTML]

Þingmál B484 (Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
50. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-12-14 11:36:46 - [HTML]

Þingmál B625 (Fáliðuð lögregla)

Þingræður:
67. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2024-02-07 16:01:03 - [HTML]
67. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-07 16:18:05 - [HTML]

Þingmál B650 (Störf þingsins)

Þingræður:
71. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2024-02-13 14:05:23 - [HTML]

Þingmál B764 (Störf þingsins)

Þingræður:
85. þingfundur - Hákon Hermannsson - Ræða hófst: 2024-03-12 14:00:50 - [HTML]

Þingmál B924 (Staðan og aðgerðir í loftslagsmálum)

Þingræður:
104. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-30 14:08:15 - [HTML]

Þingmál B947 (öryggi Íslands með áherslu á norðurslóðir)

Þingræður:
108. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2024-05-07 14:28:34 - [HTML]

Þingmál B1033 (Störf þingsins)

Þingræður:
116. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2024-06-04 13:51:17 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-10 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2024-09-13 09:47:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2024-09-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 552 - Komudagur: 2024-10-24 - Sendandi: UMFÍ - [PDF]

Þingmál A15 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2024-11-11 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (alþjóðlegar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 125 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Félagið Ísland-Palestína - [PDF]

Þingmál A52 (Húnavallaleið)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-08 16:36:40 - [HTML]
12. þingfundur - Þorgils Magnússon - Ræða hófst: 2024-10-08 16:46:34 - [HTML]

Þingmál A60 (breyting á ýmsum lögum vegna banns við leit, rannsóknum og vinnslu kolefnis í efnahagslögsögunni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 145 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Ungir umhverfissinnar - [PDF]

Þingmál A121 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-16 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A200 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (frumvarp) útbýtt þann 2024-10-04 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A230 (landlæknir og lýðheilsa og sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (aukin verðmætasköpun við nýtingu þörunga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-24 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-26 15:20:32 - [HTML]

Þingmál A273 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 279 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-10-09 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A274 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-09 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (skattar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 433 - Komudagur: 2024-11-05 - Sendandi: Cruise Iceland - [PDF]

Þingmál A302 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-24 13:14:33 - [HTML]

Þingmál A338 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-11-26 13:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B20 (rekstur Sjúkrahússins á Akureyri)

Þingræður:
5. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2024-09-16 15:12:52 - [HTML]

Löggjafarþing 156

Þingmál A2 (landlæknir og lýðheilsa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-04 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A15 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-06 11:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A41 (föst starfstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 514 - Komudagur: 2025-04-02 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - [PDF]

Þingmál A78 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (frumvarp) útbýtt þann 2025-02-18 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A79 (NATO-þingið 2024)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Dagur B. Eggertsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-02-13 15:05:01 - [HTML]

Þingmál A89 (raforkulög og stjórn vatnamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: NASF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2025-03-03 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A91 (fullgilding samnings um viðskipti og efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Indlands)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2025-02-17 16:06:13 - [HTML]

Þingmál A92 (ÖSE-þingið 2024)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2025-02-18 15:37:30 - [HTML]

Þingmál A97 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - andsvar - Ræða hófst: 2025-02-17 17:58:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2025-03-10 - Sendandi: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 201 - Komudagur: 2025-03-11 - Sendandi: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu - [PDF]

Þingmál A101 (breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-02-15 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 724 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-14 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-02-20 16:50:44 - [HTML]
8. þingfundur - Ólafur Adolfsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-02-20 17:12:47 - [HTML]
8. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-02-20 18:45:35 - [HTML]
9. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-03 16:06:07 - [HTML]
9. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2025-03-03 16:50:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 243 - Komudagur: 2025-03-19 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 272 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Skeiða- og Gnúpverjahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 283 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - [PDF]
Dagbókarnúmer 301 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Erna Gunnarsdottir - [PDF]
Dagbókarnúmer 309 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 2025-04-04 - Sendandi: Verkefnisstjórn Rammaáætlunar - [PDF]

Þingmál A123 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1255 - Komudagur: 2025-05-27 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A140 (sjávarflóð og mögulegur sjávarflóðasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (svar) útbýtt þann 2025-05-06 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A158 (borgarstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-11 17:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 610 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-02 17:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-13 16:25:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 332 - Komudagur: 2025-03-21 - Sendandi: Þóroddur Bjarnason - [PDF]
Dagbókarnúmer 352 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Byggðaráð Múlaþings - [PDF]
Dagbókarnúmer 385 - Komudagur: 2025-03-27 - Sendandi: Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 612 - Komudagur: 2025-04-07 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 796 - Komudagur: 2025-04-22 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A175 (jarðalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-14 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-19 16:40:07 - [HTML]

Þingmál A186 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-18 16:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 654 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Stéttarfélag lögfræðinga - [PDF]

Þingmál A197 (kostnaður við kröfur um þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (svar) útbýtt þann 2025-04-10 11:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A214 (náttúruvernd o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-22 13:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Ágústa Ágústsdóttir - Ræða hófst: 2025-03-24 18:24:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A235 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 558 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-05-26 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-31 18:52:01 - [HTML]

Þingmál A257 (lyfjalög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1111 - Komudagur: 2025-05-15 - Sendandi: Félag atvinurekenda - [PDF]

Þingmál A264 (fjármálaáætlun fyrir árin 2026--2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-31 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 871 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Samorka - [PDF]

Þingmál A267 (framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1387 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Laufey Bjarnadóttir o.fl. - [PDF]

Þingmál A268 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 733 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-16 19:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-04-01 21:16:01 - [HTML]
23. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-01 22:05:29 - [HTML]
24. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2025-04-02 21:48:03 - [HTML]
81. þingfundur - Ása Berglind Hjálmarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-07-05 17:08:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2025-04-22 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 899 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2025-05-13 - Sendandi: Storm Orka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1264 - Komudagur: 2025-05-28 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A270 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Ólafur Adolfsson - Ræða hófst: 2025-04-28 17:37:49 - [HTML]
31. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2025-04-28 20:09:18 - [HTML]

Þingmál A271 (stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 932 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Húnabyggð - [PDF]

Þingmál A279 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-31 18:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A298 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1245 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Vesturbyggð - [PDF]

Þingmál A351 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 723 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-14 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2025-05-12 16:45:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1234 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1266 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Ragnar Árnason - [PDF]
Dagbókarnúmer 1294 - Komudagur: 2025-05-30 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A398 (kröfulýsing um úteyjar Vestmannaeyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (svar) útbýtt þann 2025-06-16 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A465 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekjur af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 679 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-06-10 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B95 (Öryggi og varnir Íslands, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
8. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2025-02-20 14:36:59 - [HTML]

Löggjafarþing 157

Þingmál A1 (fjárlög 2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-09 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 459 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-12-02 13:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Ragnar Þór Ingólfsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-11 12:55:42 - [HTML]
4. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2025-09-12 10:39:43 - [HTML]
40. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-12-03 22:23:02 - [HTML]
41. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-12-04 14:09:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1067 - Komudagur: 2025-11-28 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2025-10-31 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]

Þingmál A34 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-12 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A71 (afmörkun á uppbyggingu vindorkuvera)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Halla Hrund Logadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-25 19:34:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 330 - Komudagur: 2025-10-10 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A73 (jarðakaup erlendra aðila)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jens Garðar Helgason - Ræða hófst: 2025-10-16 12:24:26 - [HTML]
20. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2025-10-16 13:37:07 - [HTML]

Þingmál A76 (eignarhald erlendra aðila á fyrirtækjum í lagareldi)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-10-14 18:35:22 - [HTML]

Þingmál A79 (vegabréfsáritanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-15 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (borgarstefna fyrir árin 2025--2040)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-09-16 13:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-25 14:56:37 - [HTML]
11. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2025-09-25 16:30:59 - [HTML]
22. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-10-21 16:34:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 209 - Komudagur: 2025-10-07 - Sendandi: Múlaþing - [PDF]

Þingmál A89 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-17 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-23 15:21:25 - [HTML]
13. þingfundur - Sigurjón Þórðarson (Nefnd) - Ræða hófst: 2025-10-07 14:35:57 - [HTML]

Þingmál A102 (framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ólafur Adolfsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-23 22:19:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 256 - Komudagur: 2025-10-08 - Sendandi: Landeigendur á svæðinu Löngufjörur (áður Norður-Mýrar) og Langárós að Hjörsey (áður Álftanes-Álftárós-Langárós) - [PDF]
Dagbókarnúmer 268 - Komudagur: 2025-10-08 - Sendandi: Grímsnes-og Grafningshreppur - [PDF]

Þingmál A111 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A113 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2025-09-23 21:13:11 - [HTML]

Þingmál A114 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A133 (bálför og bálstofa)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-22 16:12:47 - [HTML]
24. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2025-10-22 16:16:33 - [HTML]
24. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-10-22 16:24:22 - [HTML]

Þingmál A136 (flýtiframkvæmd vatnsaflsvirkjana)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2025-10-30 - Sendandi: Náttúruverndarstofnun - [PDF]

Þingmál A153 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 599 - Komudagur: 2025-10-29 - Sendandi: Vesturbyggð - [PDF]

Þingmál A210 (verndun og sjálfbær nýting líffræðilegrar fjölbreytni hafsins utan lögsögu ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-21 18:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (stefna í varnar- og öryggismálum)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Eiríkur Björn Björgvinsson - Ræða hófst: 2025-11-06 13:25:45 - [HTML]

Þingmál A229 (verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Samorka - [PDF]
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1146 - Komudagur: 2025-12-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1334 - Komudagur: 2025-12-16 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A234 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-11-10 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-11-12 17:31:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 958 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Skaftárhreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 978 - Komudagur: 2025-11-26 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2025-12-03 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2025-12-22 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1220 - Komudagur: 2025-12-09 - Sendandi: Vinir íslenskrar náttúru - [PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2025-12-09 - Sendandi: Samorka - [PDF]
Dagbókarnúmer 1245 - Komudagur: 2025-12-10 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1344 - Komudagur: 2025-12-09 - Sendandi: HS Orka hf. - [PDF]

Þingmál A300 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B25 (Störf þingsins)

Þingræður:
7. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2025-09-17 15:33:33 - [HTML]

Þingmál B78 (Menntamál)

Þingræður:
15. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2025-10-09 13:24:36 - [HTML]