Merkimiði - Lög um fyrningu kröfuréttinda, nr. 150/2007
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: PDF fengið frá vefútgáfu Stjórnartíðinda (stjornartidindi.is) Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Alþingi: Þingmál: A67 á löggjafarþingi Samþykkt þann 14. desember 2007 Málsheiti: fyrning kröfuréttinda Slóð á þingmál Stjórnartíðindi: Dagsetning undirritunar: 20. desember 2007. Birting: A-deild 2007
Í hrd. 204/2014 var tekin til greina krafa Landsbankans hf. um að bú M yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Frestdagur við skiptin var 12. febrúar 2013 og lauk kröfulýsingarfresti 10. maí 2014. Lýstar kröfur í búið námu 2.336.688.534 kr.
Við skoðun skiptastjóra á eignum og skuldum búsins taldi hann að M hefði ráðstafað verulegum hluta eigna sinna án endurgjalds. Höfðað var mál til riftunar á ráðstöfunum samkvæmt kaupmálanum og afsals á bifreiðunum. Málið var þingfest en K mætti ekki á þing. Málið var dómtekið en vísað frá þar sem það hafði verið höfðað að liðnum málshöfðunarfresti skv. 148. gjaldþrotalaga. Hæstiréttur felldi úr gildi frávísunarúrskurðinn með dómi í máli nr. 495/2015 og lagði fyrir héraðsdóm að taka það til efnismeðferðar. Dómur gekk síðan í málinu þar sem ráðstöfununum var rift og K gert að afhenda þrotabúinu eignirnar. K óskaði endurupptöku á málinu og var fallist á þá beiðni og kvað upp þann dóm sem áfrýjað var í þessu máli.Hrd. 425/2017 dags. 22. ágúst 2017[HTML][PDF] Hrd. 426/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML][PDF] Hrd. 366/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML][PDF] Hrd. 380/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML][PDF] Málsástæða komst ekki að í Hæstarétti þar sem hún var ekki borin upp í héraði.Hrd. 597/2016 dags. 21. september 2017 (Úttekt af bankareikningum - Fasteign afsalað til sonar sambýliskonu)[HTML][PDF] Dánarbú eldri manns (A) er tekið til skipta. Búið er tekið til opinberra skipta. Fyrir andlátið hafði A selt syni sambýliskonu sinnar (B) fasteign. Dánarbúið fór svo í mál gegn B þar sem kaupverðið var greitt en ekki í peningum.
Hæstiréttur taldi í ljósi þess að seljandinn hafi verið með Alzheimer og samkvæmt læknismati hafi hann verið heilabilaður við samningsgerðina, og að B hafi átt að vera fullkunnugt um það ástand.