Merkimiði - Reglugerð um notkun tækja, nr. 367/2006
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: PDF fengið frá vefútgáfu Stjórnartíðinda (stjornartidindi.is) Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Vinnueftirlitið gerði engar athugasemdir en Hæstiréttur taldi aðstæðurnar á bryggjunni vera nógu erfiðar að fallist var á bótaábyrgð. Vinnuveitandinn var svo talinn bera hana.Hrd. nr. 550/2012 dags. 14. febrúar 2013[HTML] Hrd. nr. 748/2012 dags. 16. maí 2013 (Rúta - Stigaslys)[HTML] Tjónþoli féll niður stiga við vinnu við að fjarlægja ryk af þaki rútu. Hæstiréttur vísaði til skráðra hátternisreglna, reglugerða settum á grundvelli almennra laga. Þótt var óforsvaranlegt að nota venjulegan stiga við þetta tiltekna verk án sérstakra öryggisráðstafana. Litið var svo á að auðvelt hefði verið að útvega vinnupall. Starfsmaðurinn var látinn bera 1/3 tjónsins vegna óvarfærni við verkið.Hrd. nr. 466/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] Hrd. nr. 626/2013 dags. 27. febrúar 2014 (Stiginn í mjölhúsinu)[HTML] Starfsmaður sem hafði starfað lengi hjá fyrirtæki var beðinn um að þrífa mjölhús. Hann ætlaði að klifra upp stigann og festa hann þegar hann væri kominn upp á hann. Á leiðinni upp slasaðist starfsmaðurinn.