Merkimiði - Eignarréttindi


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (817)
Dómasafn Hæstaréttar (283)
Umboðsmaður Alþingis (32)
Stjórnartíðindi - Bls (193)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (157)
Dómasafn Landsyfirréttar (6)
Alþingistíðindi (1123)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (9)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (41)
Lagasafn handa alþýðu (1)
Lagasafn (199)
Lögbirtingablað (64)
Samningar Íslands við erlend ríki (9)
Alþingi (1482)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1940:478 nr. 61/1940 (Riis verslun)[PDF]

Hrd. 1941:298 nr. 94/1941[PDF]

Hrd. 1941:316 nr. 93/1941[PDF]

Hrd. 1952:434 nr. 80/1952 (Stóreignaskattur)[PDF]

Hrd. 1953:142 nr. 190/1952 (Skattlagning félaga)[PDF]

Hrd. 1953:306 nr. 171/1952[PDF]

Hrd. 1954:307 nr. 140/1953[PDF]

Hrd. 1958:141 nr. 173/1957 (Herrulækur)[PDF]

Hrd. 1959:541 nr. 134/1958 (Kvennaheimilið Hallveigarstaðir)[PDF]

Hrd. 1964:687 nr. 79/1964[PDF]

Hrd. 1964:695 nr. 24/1964[PDF]

Hrd. 1965:333 nr. 85/1964[PDF]

Hrd. 1967:1003 nr. 68/1966[PDF]

Hrd. 1969:57 nr. 34/1968[PDF]

Hrd. 1969:265 nr. 33/1969[PDF]

Hrd. 1969:1338 nr. 187/1969[PDF]

Hrd. 1972:30 nr. 134/1971[PDF]

Hrd. 1972:483 nr. 133/1971[PDF]

Hrd. 1972:688 nr. 147/1971[PDF]

Hrd. 1973:418 nr. 53/1973[PDF]

Hrd. 1975:30 nr. 111/1974 (Þjórsártungur)[PDF]

Hrd. 1975:132 nr. 70/1973[PDF]

Hrd. 1977:32 nr. 103/1976[PDF]

Hrd. 1977:453 nr. 149/1975[PDF]

Hrd. 1977:702 nr. 78/1977 (Fasteignavarnarþing - Varnarþing II)[PDF]

Hrd. 1980:1763 nr. 66/1978 (Andmælaréttur - Eignarnám - Lagarfell í Fellahreppi)[PDF]

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn)[PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:1584 nr. 199/1978 (Landmannaafréttardómur síðari)[PDF]
Íslenska ríkið hóf mál fyrir aukadómþingi Rangárvallasýslu árið 1975 með eignardómsstefnu þar sem krafist var viðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Tilefnið var ágreiningur um réttarstöðu afréttanna vegna virkjanaframkvæmda hins opinbera við Tungnaá og Þórisvatn. Ríkið taldi sig ávallt hafa átt svæðið án þess að formleg staðfesting hafi verið á þeim rétti, en tók þó fram að það viðurkenndi þegar áunninn upprekstrarréttindi og önnur afréttarnot annarra aðila reist á lögum og venjum.

Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.

Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna, hrd. Landmannaafréttur I. Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.

Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.

Sératkvæði tveggja manna minni hluta Hæstaréttar voru um hið andstæða á þeim forsendum að í meginatriðum um þegar hefði verið leyst úr þeim hluta málsins fyrir Hæstarétti er varðaði veiðirétt og vatnsföll á sama svæði af hálfu sömu aðila, án þess að málatilbúnaðurinn hafi verið til þess fallinn að aðgreina það fordæmi né lögð fram ný gögn er gæfu tilefni til annarrar niðurstöðu.

Hrd. 1983:316 nr. 53/1979[PDF]

Hrd. 1983:1374 nr. 216/1981 (Mb. Særún)[PDF]
Aðili fer með skjöl til þinglýsingar.
Bátur í Vestmannaeyjum.
Fasteignir í Hafnarfirði.
Kyrrsetningargerð varðandi bát.
Átt að afhenda kyrrsetningargerð í röngu umdæmi og “þinglýsir henni”. Gerðin fékk því ekki réttarvernd.
Hrd. 1983:1894 nr. 190/1981[PDF]

Hrd. 1984:56 nr. 44/1982[PDF]

Hrd. 1985:479 nr. 124/1984[PDF]

Hrd. 1985:519 nr. 17/1983 (Skipagata)[PDF]

Hrd. 1986:1349 nr. 17/1985[PDF]

Hrd. 1986:1551 nr. 39/1986 (Flóagaflstorfan)[PDF]

Hrd. 1987:664 nr. 327/1986[PDF]

Hrd. 1987:788 nr. 199/1985[PDF]

Hrd. 1987:1008 nr. 271/1985 (Samsköttun)[PDF]

Hrd. 1987:1160 nr. 205/1987[PDF]

Hrd. 1987:1201 nr. 235/1984 (Gröf - Ytri-Tjarnir[PDF]

Hrd. 1987:1656 nr. 83/1986 (Flateyjardalsheiði)[PDF]
Höfðað var mál til viðurkenningar á því að með jörðum nokkurra jarðeigenda á Flateyjardalsheiði hefði áunnist upprekstrarréttur með hefðun. Hæstiréttur synjaði kröfunni á þeim forsendum að eigendunum hefði mátt vera ljós betri réttur annarra aðila, meðal annars sökum mannvirkja á því svæði og leigusamnings einnar af þeim jörðum, og hefðu því haft vitneskju um betri rétt annarra.
Hrd. 1987:1706 nr. 241/1986[PDF]

Hrd. 1987:1735 nr. 331/1987 (Hafskip)[PDF]

Hrd. 1988:381 nr. 38/1988 (Jarðir í Snæfells- og Hnappadalssýslu - Hreppsnefnd Eyjahrepps - Höfði)[PDF]

Hrd. 1988:388 nr. 196/1986 (Ísafjörður)[PDF]

Hrd. 1988:449 nr. 216/1987[PDF]

Hrd. 1989:222 nr. 317/1987[PDF]

Hrd. 1989:618 nr. 203/1987[PDF]

Hrd. 1989:1022 nr. 29/1987[PDF]

Hrd. 1989:1063 nr. 280/1987[PDF]

Hrd. 1990:972 nr. 263/1987[PDF]

Hrd. 1990:1659 nr. 29/1989 (Leigukaupasamningur)[PDF]

Hrd. 1991:118 nr. 265/1987 (Foss- og vatnsréttindi Orkubús Vestfjarða - Fornjótsdómurinn)[PDF]

Hrd. 1991:348 nr. 53/1990 (Lánskjaravísitala)[PDF]

Hrd. 1991:1807 nr. 283/1990 (Lífeyrissjóður leigubílstjóra)[PDF]

Hrd. 1991:1827 nr. 354/1989 (Hreppsnefnd Skorradalshrepps - Hvammur í Skorradal)[PDF]

Hrd. 1992:1511 nr. 286/1989 (Óttarsstaðir)[PDF]

Hrd. 1992:1692 nr. 253/1992 (Suðurlandsbraut)[PDF]

Hrd. 1992:1695 nr. 254/1992 (Suðurlandsbraut)[PDF]

Hrd. 1992:2325 nr. 471/1989 (Látraströnd, skuldheimtumenn)[PDF]
Gerður hafði verið kaupmáli þar sem eign hafði verið gerð að séreign K.
Kaupmálanum hafði ekki verið breytt þrátt fyrir að eignin hafði tekið ýmsum breytingum.
K hélt því fram að hún ætti hluta af eigninni við Látraströnd þrátt fyrir skráningu á nafni M.

Hæstiréttur taldi sannfærandi að hún hefði látið hluta séreignarinnar í eignina við Látraströndina. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem sú eign var þinglýst eign M.
Dómurinn sérstakur þar sem þetta var sá eini þar sem byggt var á þinglýsingu einni saman.
Hrd. 1993:1527 nr. 302/1993[PDF]

Hrd. 1993:1547 nr. 301/1993 (Iðavellir)[PDF]

Hrd. 1993:2061 nr. 291/1993 (Hrönn hf.)[PDF]

Hrd. 1993:2205 nr. 325/1990 (Brekka)[PDF]

Hrd. 1994:36 nr. 17/1994[PDF]

Hrd. 1994:39 nr. 18/1994[PDF]

Hrd. 1994:48 nr. 23/1994 (Borgartún)[PDF]

Hrd. 1994:469 nr. 198/1993 (Flugumferðarstjórar)[PDF]

Hrd. 1994:891 nr. 214/1991 (Grund í Skorradal)[PDF]

Hrd. 1994:924 nr. 169/1990[PDF]

Hrd. 1994:1293 nr. 206/1994[PDF]

Hrd. 1994:1307 nr. 204/1994[PDF]

Hrd. 1994:1642 nr. 315/1994[PDF]

Hrd. 1994:2227 nr. 247/1994 (Geitland)[PDF]

Hrd. 1994:2407 nr. 439/1994[PDF]

Hrd. 1994:2717 nr. 75/1992[PDF]

Hrd. 1994:2869 nr. 486/1994[PDF]

Hrd. 1995:53 nr. 8/1995[PDF]

Hrd. 1995:867 nr. 193/1992[PDF]

Hrd. 1995:1395 nr. 373/1993 (Sigurey)[PDF]

Hrd. 1995:1563 nr. 145/1993[PDF]

Hrd. 1995:1819 nr. 432/1993[PDF]

Hrd. 1995:2226 nr. 461/1994 (Féfang hf.)[PDF]

Hrd. 1995:2958 nr. 8/1994[PDF]

Hrd. 1995:2972 nr. 9/1994[PDF]

Hrd. 1995:3117 nr. 408/1995[PDF]

Hrd. 1996:85 nr. 225/1994 (Laufásvegur)[PDF]

Hrd. 1996:696 nr. 92/1995 (Blikdalur)[PDF]
Hæstiréttur taldi tiltekin ítaksréttindi hafi verið talin glötuð til eilífðarnóns.
Hrd. 1996:851 nr. 75/1996[PDF]

Hrd. 1996:966 nr. 102/1996[PDF]

Hrd. 1996:1163 nr. 100/1994 (Eimskip - Fiskfarmur - Haldsréttur)[PDF]

Hrd. 1996:1673 nr. 231/1994 (Lóðamörk)[PDF]

Hrd. 1996:2195 nr. 167/1995 (Sumarbústaður)[PDF]

Hrd. 1996:2584 nr. 187/1995 (Skylduaðild að lífeyrissjóðum)[PDF]

Hrd. 1996:3002 nr. 221/1995 (Fullvirðisréttur og greiðslumark í landbúnaði - Greiðslumark I - Fosshólar)[PDF]

Hrd. 1996:3079 nr. 301/1995[PDF]

Hrd. 1996:3352 nr. 323/1995[PDF]

Hrd. 1996:3920 nr. 270/1996 (Siglufjarðarapótek)[PDF]

Hrd. 1996:4089 nr. 121/1996 (Einarsreitur)[PDF]
Fyrirtæki sóttist eftir ógildingu á eignarnámi Hafnarfjarðarbæjar á svokölluðum Einarsreit sökum deilna um upphæð eignarnámsbóta sem matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði um. Eignarhald fyrirtækisins byggðist á tveimur erfðafestusamningum milli þess og Hafnarfjarðarbæjar og á eigninni voru ýmis mannvirki. Hafnarfjarðarbær greiddi eignarnámsbætur en fyrirtækið tók við þeim með fyrirvara um að leita til dómstóla ef ósættir væru um upphæðina.

Fyrirtækið leitaði svo til dómstóla um að kallaðir yrðu til dómkvaddir matsmenn til að meta virði Einarsreits og töldu þeir hann vera meira virði en úrskurður matsnefndarinnar hljóðaði upp á. Óskað var eftir yfirmatsgerð sem leiddi til enn meiri hækkunar. Hafnarfjarðarbær var ósáttur við yfirmatið og höfðaði dómsmál vegna þess. Meðal ágreiningsefna var að fiskreitur hafði verið metinn hafa fjárhagslegt gildi en Hafnarfjarðarbæ taldi að hann væri verðlaus.

Héraðsdómur tók ekki undir þann málatilbúnað þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að matsgerðirnar hefðu verið rangar og ekki hefði verið sýnt fram á að fiskverkunarhúsin væru verðlaus þrátt fyrir að fiskverkunaraðferðin sjálf væri útdauð. Hins vegar kvað hann á um lækkun sökum þess að fiskreiturinn hefði líklega þröngan kaupendahóp og að staðurinn yrði líklega ekki notaður undir fiskverkun í framtíðinni.

Meiri hluti Hæstaréttar lækkaði verðið enn frekar sökum óvissu um að markaður væri fyrir húsin. Hins vegar taldi hann að andlagið hefði fjárhagslegt gildi sökum hins almenna minjagildis.

Hrd. 1997:52 nr. 18/1995 (Línulög eignarnema - Sjónmengun - Ytri-Löngumýri)[PDF]

Hrd. 1997:138 nr. 17/1997[PDF]

Hrd. 1997:617 nr. 177/1996 (Drangavík)[PDF]

Hrd. 1997:1162 nr. 66/1996 (Auðkúluheiði)[PDF]

Hrd. 1997:1183 nr. 67/1996 (Eyvindarstaðaheiði)[PDF]

Hrd. 1997:1998 nr. 162/1997 (Haffjarðará II)[PDF]

Hrd. 1997:2025 nr. 346/1996 (Syðribrú - Forkaupsréttur sveitarfélags)[PDF]

Hrd. 1997:2058 nr. 240/1997[PDF]

Hrd. 1997:2488 nr. 456/1996 (Hofstaðir - Laxá - Ákvörðun Náttúruverndarráðs)[PDF]

Hrd. 1997:2563 nr. 42/1997 (Reykhóll)[PDF]

Hrd. 1997:2578 nr. 43/1997[PDF]

Hrd. 1997:2918 nr. 432/1996 (Ákvörðun byggingarnefndar - Blómaskáli)[PDF]

Hrd. 1998:227 nr. 124/1997 (Levis gallabuxur)[PDF]

Hrd. 1998:455 nr. 37/1998[PDF]

Hrd. 1998:601 nr. 476/1997 (Möðrufell í Eyjafjarðarsveit - Dalabyggð - Röksemdir ráðuneytis)[PDF]

Hrd. 1998:897 nr. 132/1997[PDF]

Hrd. 1998:1300 nr. 500/1997[PDF]

Hrd. 1998:1426 nr. 298/1997 (Héraðsdómari)[PDF]

Hrd. 1998:1537 nr. 293/1997 (Stimpilgjald)[PDF]

Hrd. 1998:1824 nr. 185/1998 (Viðurkenningardómur)[PDF]

Hrd. 1998:1976 nr. 311/1997 (Breytt mat á örorku - Reikniregla)[PDF]
Sett var ný reikniregla um umreikning. Haldið var því fram að reiknireglan væri gölluð því hún bætti ekki alla starfsorkuskerðingu. Hæstiréttur var ósammála þar sem veita ætti löggjafanum svigrúm til að stilla þetta af.
Hrd. 1998:2002 nr. 312/1997[PDF]

Hrd. 1998:2140 nr. 368/1997 (Lífeyrissjóður sjómanna - Sjómaður)[PDF]

Hrd. 1998:2233 nr. 317/1997 (Lágmarksmiskastig - Grundvöllur bótaútreiknings)[PDF]

Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög)[PDF]

Hrd. 1998:3144 nr. 392/1998[PDF]

Hrd. 1998:3194 nr. 453/1997[PDF]

Hrd. 1998:3259 nr. 242/1997 (Notaðir vélsleðar)[PDF]

Hrd. 1998:4125 nr. 196/1998 (Loðnuvinnslan)[PDF]

Hrd. 1998:4328 nr. 147/1998[PDF]

Hrd. 1998:4524 nr. 494/1998 (Snóksdalur)[PDF]

Hrd. 1999:654 nr. 278/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:686 nr. 279/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:869 nr. 62/1999[PDF]

Hrd. 1999:1060 nr. 77/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1298 nr. 388/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3315 nr. 34/1999 („Kartöflu-Lína“)[HTML][PDF]
Handhafar vörumerkisins Lína fóru í einkamál við handhafa vörumerkisins Kartöflu-Lína en beitt var þeirri vörn að málið yrði að vera höfðað sem sakamál. Þrátt fyrir mistök við lagasetningu voru lögin túlkuð á þann hátt að höfða mætti málið sem einkamál í þessu tilviki.
Hrd. 1999:3335 nr. 431/1998 (Háfur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4495 nr. 235/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4504 nr. 224/1999 (Skólavörðustígur - Gagnkvæmur forkaupsréttur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4677 nr. 454/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:38 nr. 502/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:300 nr. 57/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:766 nr. 411/1999 (Snæland 8)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1252 nr. 340/1999 (Óvirk lífeyrisréttindi - Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1322 nr. 407/1999 (Brúnir og Tjarnir - Jarðasala I)[HTML][PDF]
Íslenska ríkið seldi tilteknar jarðir til S án auglýsingar. Þ var ekki sáttur við það og sóttist eftir ógildingu sölunnar og útgáfu afsalsins til S. Hæstiréttur nefndi að ákvarðanir stjórnvalda um ráðstafanir á eignum ríkisins gilti meðal annars jafnræðisregla stjórnsýsluréttarins er myndi leiða til þess að auglýsa skyldi fyrirætlaðar sölur á eignum ríkisins til að veita öllum borgurum sama tækifæri til að gera kauptilboð. Hins vegar taldi rétturinn málsástæður í þessu máli ekki nægar ástæður til þess að ógilda gerningana.
Hrd. 2000:1353 nr. 435/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1658 nr. 291/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML][PDF]
Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.

Hæstiréttur féllst ekki á að í því fælist óheimil mismunun í skilningi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem löggjafanum hafi ekki verið skylt að láta sömu lagareglur gilda um allar greinar landbúnaðar. Þá hafi þeir breytingar sem áttu sér stað verið gerðar í lögmætum tilgangi, til þess fallnar að ná fram ákveðnum markmiðum í sauðfjárrækt og náðu til allra er stunduðu hana.
Hrd. 2000:2213 nr. 126/2000 (Oddi hf.)[HTML][PDF]
Ekki talið að með áritun sinni á tryggingarbréf hefði veðsali einungis veitt samþykki sitt fyrir veðandlaginu sjálfu en ekki persónulegri ábyrgð.
Hrd. 2000:2788 nr. 324/2000 (Hornafjörður - Umráð yfir grjóti - Siglingastofnun ríkisins)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3042 nr. 372/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3239 nr. 178/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3467 nr. 143/2000 (Brunabótafélagið)[HTML][PDF]
Fyrirkomulag var um að félagsmenn í tryggingafélagi myndu eingöngu fá tilbaka það sem þeir lögðu í félagið ef því yrði slitið.
Félagsmaður lést og erfingjar hans kröfðust þess að fá hans hlut í félaginu, en var synjað um það.
Hæstiréttur taldi að eignarhluturinn hefði ekki erfst og hefði fallið til félagsins sjálfs við andlátið.
Hrd. 2000:3543 nr. 218/2000 (Ísfélagsdómur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3744 nr. 199/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2001:208 nr. 249/2000 (Lífeyrissjóður bankamanna)[HTML]

Hrd. 2001:918 nr. 336/2000[HTML]

Hrd. 2001:1073 nr. 279/2000 (Geitaskarð)[HTML]

Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML]
ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 2001:1154 nr. 84/2001 (Varmárbakkar)[HTML]

Hrd. 2001:1169 nr. 395/2000 (Hámark viðmiðunartekna við bætur - Svæfingalæknir)[HTML]
Svæfingalæknir slasast. Hann var með það miklar tekjur að þær fóru yfir hámarksárslaunaviðmiðið og taldi hann það ekki standast 72. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi hámarkið standast.
Hrd. 2001:1212 nr. 266/2000[HTML]

Hrd. 2001:1606 nr. 413/2000[HTML]

Hrd. 2001:1744 nr. 124/2001[HTML]

Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra)[HTML]
Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.

Hæstiréttur taldi að umhverfisráðherra hefði verið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi þar sem álitið sem heilbrigðisnefndin aflaði frá ráðuneytinu hafi verið skrifað í umboði ráðherra og þar af leiðandi falið í sér afstöðu ráðherra sjálfs, óháð því hvort ráðherrann sjálfur hafi kveðið upp úrskurðinn eða starfsmenn þeir sem undirrituðu bréfið.
Hrd. 2001:2048 nr. 348/2000 (Breiðabólsstaður II)[HTML]

Hrd. 2001:2752 nr. 270/2001[HTML]

Hrd. 2001:2834 nr. 300/2001[HTML]

Hrd. 2001:2917 nr. 114/2001 (Byggingarleyfi fellt úr gildi - Heiðargerði)[HTML]

Hrd. 2001:2975 nr. 154/2001 (Bárugata - Forgangsáhrif þinglýsingar - Nunnudómur hinn fyrri)[HTML]

Hrd. 2001:3249 nr. 80/2001 (Vestari Hóll)[HTML]
SJ tók við búskap á jörðinni Vestari-Hóll árið 1954 eftir andlát ættingja hans. Sá ættingi hefði einnig tekið við búskapi á jörðinni eftir föður sinn sem var enn hinn þinglýsti eigandi jarðarinnar. Engin gögn voru til staðar um skipti á dánarbúi hins síðastnefnda.

Í málatilbúnaði SJ hélt hann því fram í varakröfu um að hann hefði áunnið sér eignarhefð á jörðinni, ef aðalkröfu hans um að hafa fengið jörðina afhenta til eignar frá SJ á sínum tíma næði ekki fram.

Hæstiréttur leit svo á að hefðandi sem var ókunnugur um eignarhald annars aðila og reyndi að varðveita þann ókunnugleika af ásettu ráði, gat ekki borið hann fyrir sig sér til tekna. Hins vegar taldi Hæstiréttur í þessu máli að ekki hefði verið sýnt fram á ásetning að þessu leyti og hefðin því verið fullnuð.
Hrd. 2001:3577 nr. 145/2001 (Ríp)[HTML]

Hrd. 2001:3708 nr. 406/2001 (Tungufell - Þorvaldsstaðir)[HTML]

Hrd. 2002:44 nr. 152/2001[HTML]

Hrd. 2002:1981 nr. 448/2001 (Íbúðalánasjóður - Langholtsvegur)[HTML]
Íbúðalaunasjóður krafðist nauðungarsölu á íbúð með áhvílandi láni frá þeim. Hann kaupir svo íbúðina á sömu nauðungarsölu á lægra verði. Fólkið sem bjó í íbúðinni vildi kaupa íbúðina á því verði sem hann keypti hana á.
Hrd. 2002:2507 nr. 356/2002 (Bandaríki Norður-Ameríku)[HTML]

Hrd. 2002:2700 nr. 71/2002[HTML]

Hrd. 2002:3210 nr. 294/2002[HTML]

Hrd. 2002:3310 nr. 101/2002 (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Hrd. 2002:3721 nr. 496/2002[HTML]

Hrd. 2002:3934 nr. 512/2002 (Keflavík í Skagafirði)[HTML][PDF]

Hrd. 2003:271 nr. 16/2003[HTML]

Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I)[HTML]
Fjölbýlishús var reist af Samtökum aldraðra, sem voru byggingarsamvinnufélag. Í samþykktum félagsins var í 17. gr. var kveðið á um forkaupsrétt félagsins á íbúðum ásamt kvöðum um hámarkssöluverð íbúðanna. VG átti íbúð í fjölbýlishúsinu en lést svo. VJ keypti íbúðina af dánarbúinu og féll byggingarsamvinnufélagið frá forkaupsréttinum. Á íbúðinni lá fyrir þinglýst sem kvöð á hana yfirlýsingu um að íbúðin skyldi aldrei seld né afhent til afnota öðrum en þeim sem væru orðnir 63 ára að aldri og félagar í Samtökum aldraðra, en ekkert minnst á hámarkssöluverð.

Hæstiréttur taldi að áskilnaður samþykktanna um hámarkssöluverðið yrði ekki beitt gagnvart aðila sem eigi var kunnugt um skuldbindinguna að þeim tíma liðnum sem lögin áskildu. Þá var VJ ekki meðlimur í Samtökum aldraðra og ekki sannað að henni hefði verið kunnugt um það skilyrði samþykktanna.
Hrd. 2003:506 nr. 329/2002 (Bátasmiður - Gáski)[HTML]

Hrd. 2003:577 nr. 302/2002 (Krókur á Kjalarnesi II)[HTML]

Hrd. 2003:784 nr. 542/2002 (Einkadans)[HTML]

Hrd. 2003:1032 nr. 444/2002 (Smiðjuvegur)[HTML]

Hrd. 2003:1158 nr. 388/2002 (Eignarnám - Fífuhvammur)[HTML]
Afkomendur eignarnámsþola, er hafði þurft að sæta eignarnámi í hluta lands hans árið 1945, kröfðust viðurkenningar á eignarrétti sínum á spildunni, til vara að eignarnámið yrði dæmt ógilt, og til þrautavara var bótakrafa vegna eignarnámsins. Töldu afkomendurnir að ósannað hefði verið að eignarnámið hefði farið rétt fram, að eignarneminn hefði ekki greitt fyrir landspilduna á sínum tíma, og að eignarheimildinni hefði ekki verið þinglýst. Varakrafan byggðist á því að nýting landspildunnar væri afar lítil og hagsmunir eignarnemans af umráðum spildunnar væru afar litlir.

Hæstiréttur tók ekki undir með afkomendunum að spildan hefði verið vannýtt. Eignarneminn hafi greitt skatta af henni, girt hana af, og reist mannvirki á henni undir þá starfsemi. Þá voru lögð fram ýmis skjöl í málinu þar sem eigendur landsins hefðu viðurkennt eignarnámið. Enn fremur væru 52 ár liðin frá því málsaðilarnir hefðu beint fyrirspurnum til eignarnemans um eignarheimild hans að landspildunni. Ósannað væri að eignarnámsbæturnar hefðu verið greiddar en kröfur um þær væru fallnar niður fyrir fyrningu. Krafa eignarnemans um viðurkenningu á eignarrétti sínum voru því teknar til greina þrátt fyrir skort á þinglýstri eignarheimild.
Hrd. 2003:1612 nr. 115/2003[HTML]

Hrd. 2003:1690 nr. 433/2002[HTML]

Hrd. 2003:2045 nr. 477/2002 (Bókadómur)[HTML]

Hrd. 2003:2693 nr. 39/2003 (Nunnudómur hinn síðari - Samtök um kvennaathvarf II)[HTML]

Hrd. 2003:2899 nr. 287/2003 (Þrotabú Netverks ehf.)[HTML]

Hrd. 2003:3094 nr. 62/2003 (Selásblettur - Vatnsendavegur)[HTML]

Hrd. 2003:3121 nr. 21/2003 (Grjótvarða)[HTML]

Hrd. 2003:3185 nr. 77/2003 (Hvammur)[HTML]

Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3928 nr. 106/2003 (Kristín HF 12)[HTML]

Hrd. 2003:4182 nr. 223/2003[HTML]

Hrd. 2003:4351 nr. 171/2003 (Reiknireglur varðandi varanlega örorku barna)[HTML]

Hrd. 2003:4528 nr. 462/2003[HTML]

Hrd. 2003:4626 nr. 173/2003[HTML]

Hrd. 2004:4 nr. 479/2003[HTML]

Hrd. 2004:244 nr. 473/2003[HTML]

Hrd. 2004:397 nr. 481/2003[HTML]

Hrd. 2004:700 nr. 209/2003[HTML]

Hrd. 2004:822 nr. 244/2003[HTML]

Hrd. 2004:1178 nr. 365/2003[HTML]

Hrd. 2004:2531 nr. 51/2004 (Lækjarbotnar - Erfðafestuland í Hafnarfirði)[HTML]

Hrd. 2004:2660 nr. 60/2004[HTML]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML]

Hrd. 2004:4220 nr. 428/2004 (Smárahvammur)[HTML]

Hrd. 2004:4309 nr. 211/2004[HTML]

Hrd. 2004:4449 nr. 206/2004[HTML]

Hrd. 2004:5078 nr. 294/2004[HTML]

Hrd. 2005:297 nr. 24/2005[HTML]

Hrd. 2005:315 nr. 306/2004 (Síldarvinnslan hf.)[HTML]
Síldarvinnslunni var gert að greiða stimpilgjald þegar fyrirtækið óskaði eftir að umskrá þinglýstar fasteignir annars fyrirtækis eftir að samruna fyrirtækjanna beggja. Fór þá hið álagða stimpilgjald eftir eignarhlut í hinu sameinaða félagi. Í lögunum sem sýslumaður vísaði til voru ákvæðin bundin við tilvik þar sem eigendaskipti eiga sér stað, en ekki væri um slíkt að ræða í tilviki samruna.

Hæstiréttur túlkaði lögin um stimpilgjald með þeim hætti að stimpilskylda laganna ætti ekki við um eigendaskipti vegna samruna fyrirtækja, og því uppfyllti gjaldtakan ekki skilyrði stjórnarskrár um að heimildir stjórnvalda til innheimtu gjalda af þegnum yrðu að vera fortakslausar og ótvíræðar.
Hrd. 2005:425 nr. 30/2005[HTML]

Hrd. 2005:631 nr. 369/2004[HTML]

Hrd. 2005:657 nr. 357/2004 (Sjómaður slasast á leið um borð í fiskiskip)[HTML]

Hrd. 2005:1141 nr. 85/2005[HTML]

Hrd. 2005:1861 nr. 496/2004[HTML]

Hrd. 2005:2567 nr. 217/2005 (Hólar)[HTML]

Hrd. 2005:2700 nr. 46/2005 (Byggingarleyfi kært eftir að kærufrestur rann út)[HTML]

Hrd. 2005:2874 nr. 330/2005 (Miðskógar)[HTML]

Hrd. 2005:2945 nr. 377/2005[HTML]

Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:3106 nr. 344/2005[HTML]

Hrd. 2005:3480 nr. 402/2005[HTML]

Hrd. 2005:3802 nr. 221/2005 (Spilda úr landi Ness II)[HTML]

Hrd. 2005:3830 nr. 108/2005[HTML]

Hrd. 2005:3936 nr. 122/2005 (Landssími Íslands)[HTML]

Hrd. 2005:4074 nr. 439/2005[HTML]

Hrd. 2005:4204 nr. 147/2005 (Móar)[HTML]

Hrd. 2005:4707 nr. 353/2005 (Myndlistarsýning)[HTML]
Listaverk sem ríkið fékk að láni voru til sýnis á Þingvöllum. Ríkið ákvað svo einhliða að hafa þau áfram án þess að afla heimildar. Svo eyðilögðust þau á því tímabili af óhappatilviljun. Íslenska ríkið var talið bera hlutlæga ábyrgð á því tjóni sökum casus mixtus cum culpa.
Hrd. 2005:4722 nr. 354/2005 (Listaverk - Myndlistarsýning)[HTML]
Listaverk sem ríkið fékk að láni voru til sýnis á Þingvöllum. Ríkið ákvað svo einhliða að hafa þau áfram án þess að afla heimildar. Svo eyðilögðust þau á því tímabili af óhappatilviljun. Íslenska ríkið var talið bera hlutlæga ábyrgð á því tjóni sökum casus mixtus cum culpa.
Hrd. 2005:5171 nr. 292/2005 (Sóleyjarimi)[HTML]

Hrd. 2006:29 nr. 545/2005[HTML]

Hrd. 2006:607 nr. 328/2005 (Vorsabær)[HTML]

Hrd. 2006:866 nr. 371/2005 (Síldeyjardómur)[HTML]

Hrd. 2006:1278 nr. 443/2005 (Þverfell)[HTML]

Hrd. 2006:1643 nr. 170/2006[HTML]

Hrd. 2006:1679 nr. 424/2005[HTML]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML]

Hrd. 2006:1899 nr. 168/2006[HTML]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML]

Hrd. 2006:2252 nr. 454/2005 (Ærfjall, fyrir landi Kvískerja í Öræfum - Þjóðlendumál)[HTML]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:2469 nr. 511/2005 (Fjarskiptamastur - Gullver)[HTML]
Ætlunin var að segja upp fjarskiptamastur á tiltekinn stað. Talið var að eignarnámsþolinn bæri sönnunarbyrðina um að rannsókn í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám hefði verið ófullnægjandi.
Hrd. 2006:2650 nr. 210/2006[HTML]

Hrd. 2006:3013 nr. 307/2006[HTML]

Hrd. 2006:3476 nr. 354/2006 (Frávísun kröfuliða)[HTML]

Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML]

Hrd. 2006:3810 nr. 498/2005 (Stafafell - Lón í Hornafirði)[HTML]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML]

Hrd. 2006:3963 nr. 133/2006 (Hrunaheiðar)[HTML]

Hrd. 2006:4052 nr. 111/2006[HTML]

Hrd. 2006:4087 nr. 93/2006[HTML]

Hrd. 2006:4425 nr. 122/2006 (Synjun Mosfellsbæjar á umsókn um byggingarleyfi)[HTML]

Hrd. 2006:4859 nr. 234/2006[HTML]

Hrd. 2006:4993 nr. 212/2006[HTML]

Hrd. 2006:5035 nr. 213/2006[HTML]

Hrd. 2006:5076 nr. 214/2006[HTML]

Hrd. 2006:5575 nr. 180/2006 (Þverfell)[HTML]

Hrd. 2006:5625 nr. 626/2006 (Starmýri 4-8)[HTML]

Hrd. 2006:5662 nr. 339/2006 (Saurbær)[HTML]

Hrd. nr. 650/2006 dags. 16. janúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 2/2007 dags. 31. janúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML]

Hrd. nr. 344/2006 dags. 22. febrúar 2007 (Straumnes)[HTML]
Snýr að reglu 20. kapítúla Kaupabálkar Jónsbókar um rétt til að slíta sameign.
Hrd. nr. 500/2006 dags. 15. mars 2007 (Álafossvegur)[HTML]

Hrd. nr. 510/2006 dags. 29. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 586/2006 dags. 26. apríl 2007[HTML]

Hrd. nr. 197/2007 dags. 27. apríl 2007 (Krafa leidd af réttindum yfir fasteign)[HTML]

Hrd. nr. 543/2006 dags. 3. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 536/2006 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 448/2006 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 571/2006 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 24/2007 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 574/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML]

Hrd. nr. 573/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML]

Hrd. nr. 642/2006 dags. 24. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 525/2006 dags. 24. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 575/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML]

Hrd. nr. 4/2007 dags. 31. maí 2007 (Höskuldsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 23/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk)[HTML]

Hrd. nr. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland)[HTML]

Hrd. nr. 580/2006 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 26/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 28/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 25/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 182/2007 dags. 27. september 2007 (Leyfi til námuvinnslu á hafsbotni - Björgun)[HTML]
Árið 1990 fékk félagið Björgun opinbert leyfi til að vinna efni á hafsbotni til 30 ára. Árið 2000 öðluðust svo gildi lög um eignarrétt íslenska ríkisins á hafsbotninum er fólu í sér breytingar á skilyrðum til að fá útgefin eins leyfi og Björgun hafði undir höndum. Með lögunum var almennt orðað bráðabirgðaákvæði um að þáverandi handhafar slíkra leyfa skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku laganna.

Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.

Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML]

Hrd. nr. 99/2007 dags. 11. október 2007 (Skaftártunguafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 79/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 47/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 107/2007 dags. 18. október 2007 (Netþjónn)[HTML]

Hrd. nr. 554/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 560/2007 dags. 6. nóvember 2007 (Vatnsendi 4)[HTML]
Krafist var ógildingar á erfðaskrá MEH þar sem veigamikil brot höfðu verið á framkvæmd ákvæða hennar og brostnar forsendur um gildi hennar. Þeim málatilbúnaði var hafnað þar sem hún hefði verið lögð til grundvallar skipta á þremur dánarbúum og andmælum við skipti á dánarbúi MEH hefði verið hafnað á sínum tíma, og leiðir til að krefjast ógildingar höfðu ekki verið fullnýttar þá. Málinu var því vísað frá.
Hrd. nr. 145/2007 dags. 8. nóvember 2007 (Kirkjubæjarskólalóð)[HTML]

Hrd. nr. 586/2007 dags. 13. nóvember 2007 (Herra Garðar ehf. - Aðalstræti I)[HTML]

Hrd. nr. 581/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 239/2007 dags. 20. desember 2007 (Berufjarðará)[HTML]
Spildu var skipt úr jörð en ekki var vikið að vatni eða veiðiréttar. Eigendurnir töldu sig hafa óskiptan veiðirétt í sameign við hinn hluta jarðarinnar. Hæstiréttur féllst ekki á það.
Hrd. nr. 229/2007 dags. 17. janúar 2008 (Saxhóll)[HTML]

Hrd. nr. 213/2007 dags. 17. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 31/2008 dags. 23. janúar 2008 (Galtalækjarskógur)[HTML]
Ekki var tekið fram hver spildan var sem var leigð.
Hrd. nr. 262/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 10/2008 dags. 12. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 49/2008 dags. 12. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 645/2006 dags. 21. febrúar 2008 (Jarðefni - Gangadómar - Reyðarfjarðargöng)[HTML]
Snerist um borun jarðganga um Almannaskarð, og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Eignarnám var gert í fjöllunum. Vegagerðin nýtti jarðefnið til að leggja vegi og deilt var um hvort eignarnámið hafi náð yfir jarðefnanýtingu. Hæstiréttur taldi að jarðefnið væri hluti fjallsins en efnatakan var svo dýr að hún hefði ekki verið arðbær, og því hefði jarðefnið ekki verðgildi gagnvart jarðeigandanum.
Hrd. nr. 644/2006 dags. 21. febrúar 2008 (Jarðefni - Gangadómar - Almannaskarðsgöng I)[HTML]
Snerist um borun jarðganga um Almannaskarð, og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Eignarnám var gert í fjöllunum. Vegagerðin nýtti jarðefnið til að leggja vegi og deilt var um hvort eignarnámið hafi náð yfir jarðefnanýtingu. Hæstiréttur taldi að jarðefnið væri hluti fjallsins en efnatakan var svo dýr að hún hefði ekki verið arðbær, og því hefði jarðefnið ekki verðgildi gagnvart jarðeigandanum.
Hrd. nr. 278/2007 dags. 21. febrúar 2008 (Tjarnarkot)[HTML]

Hrd. nr. 306/2007 dags. 28. febrúar 2008 (Kjarval)[HTML]

Hrd. nr. 324/2007 dags. 6. mars 2008 (Afvöxtun)[HTML]

Hrd. nr. 221/2007 dags. 13. mars 2008 (Höfundaréttur)[HTML]
Í útgáfu ævisögu Halldórs Laxness voru fjölmargar tilvitnanir sem taldar voru brjóta gegn höfundarétti. Hæstiréttur taldi að málshöfðunarfrestur til að hafa uppi refsikröfu í einkamáli hefði verið liðinn og var þeim kröfulið vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Hrd. nr. 114/2008 dags. 14. mars 2008 (Hringvegur um Hornafjörð)[HTML]
Landeigendur sem voru ekki aðilar máls á ákveðnu stjórnsýslustigi voru samt sem áður taldir geta orðið aðilar að dómsmáli á grundvelli lögvarinna hagsmuna um úrlausnarefnið.
Hrd. nr. 455/2007 dags. 15. maí 2008[HTML]

Hrd. nr. 250/2008 dags. 19. maí 2008 (Hundahaldsmál)[HTML]

Hrd. nr. 474/2007 dags. 5. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 290/2008 dags. 6. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 291/2008 dags. 6. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 330/2008 dags. 26. júní 2008 (Innkeyrsla)[HTML]

Hrd. nr. 404/2008 dags. 2. september 2008 (Arnórsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 446/2008 dags. 2. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 487/2007 dags. 18. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 473/2008 dags. 18. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 596/2007 dags. 2. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 619/2007 dags. 2. október 2008 (Veiðifélag Norðurár í Skagafirði)[HTML]

Hrd. nr. 91/2008 dags. 16. október 2008 (Grænagata)[HTML]

Hrd. nr. 566/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Skálmholtshraun í Flóahreppi)[HTML]

Hrd. nr. 578/2008 dags. 10. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 584/2008 dags. 13. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 587/2008 dags. 13. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 586/2008 dags. 13. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 583/2008 dags. 13. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 582/2008 dags. 13. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 585/2008 dags. 13. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 57/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 623/2008 dags. 2. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 640/2008 dags. 8. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 89/2008 dags. 16. desember 2008 (Miðhraun)[HTML]

Hrd. nr. 128/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 670/2008 dags. 15. janúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 13/2009 dags. 23. janúar 2009 (Kolsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 30/2009 dags. 4. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 2/2009 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 402/2008 dags. 26. febrúar 2009 (Fosshótel - Barónsstígur)[HTML]

Hrd. nr. 75/2009 dags. 2. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 437/2008 dags. 6. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 530/2008 dags. 14. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 562/2008 dags. 14. maí 2009 (Vatnsréttindi Þjórsár - Landsvirkjun - Skálmholtshraun)[HTML]

Hrd. nr. 346/2008 dags. 14. maí 2009 (Veghelgunarsvæði - Vegalagning um Norðurárdal í Skagafirði)[HTML]

Hrd. nr. 210/2009 dags. 27. maí 2009 (Heiðmörk)[HTML]
Skógræktarfélagið fer í mál við Kópavogsbæ þar sem Reykjavíkurborg ætti landið.
Dómurinn er til marks um að tré sem er fast við landareignina er hluti af fasteigninni en þegar það hefur verið tekið upp er það lausafé.
Hæstiréttur taldi að Kópavogsbær bæri skaðabótaábyrgð.
Hrd. nr. 543/2008 dags. 28. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 544/2008 dags. 28. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 626/2008 dags. 18. júní 2009 (Fífuhvammur í Kópavogi - Digranesvegur)[HTML]

Hrd. nr. 102/2009 dags. 24. september 2009 (Brú á Jökuldal)[HTML]

Hrd. nr. 533/2009 dags. 7. október 2009 (Stóri-Klofi)[HTML]

Hrd. nr. 345/2008 dags. 8. október 2009 (Jarðgöng 3 - Almannaskarðsgöng II)[HTML]

Hrd. nr. 118/2009 dags. 8. október 2009 (Kvöð um umferð á Laugaveg)[HTML]

Hrd. nr. 552/2008 dags. 15. október 2009 (Veiðiréttur í Apavatni)[HTML]

Hrd. nr. 553/2008 dags. 15. október 2009 (Veiðiréttur í Apavatni)[HTML]

Hrd. nr. 94/2009 dags. 22. október 2009 (Eignir - Sjálftaka)[HTML]

Hrd. nr. 22/2009 dags. 22. október 2009 (Vegalagning í Nesjum í Hornafirði - Hornafjarðarfljót)[HTML]

Hrd. nr. 671/2008 dags. 22. október 2009 (Teigsskógur)[HTML]

Hrd. nr. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML]

Hrd. nr. 333/2008 dags. 29. október 2009 (Jörðin Hestur)[HTML]

Hrd. nr. 450/2008 dags. 29. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 122/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðapartur)[HTML]

Hrd. nr. 120/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 149/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Verkstæðisskúr á Akureyrarflugvelli)[HTML]

Hrd. nr. 69/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 642/2009 dags. 27. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML]

Hrd. nr. 664/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 663/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 699/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 704/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 665/2008 dags. 17. desember 2009 (Gildi lífeyrissjóður)[HTML]
Á þeim tíma þurfti ráðherra að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða væru réttar (þ.e. færu að lögum og reglur, jafnræði, eignarrétt, og þvíumlíkt). Í stjórn sjóðsins sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og kom ráðuneytisstjórinn ekki að málinu innan ráðuneytisins og vék því ekki af fundi þegar ráðherra undirritaði breytinguna. Hæstiréttur taldi að ráðuneytisstjórinn hefði ekki verið vanhæfur.
Hrd. nr. 230/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 222/2009 dags. 28. janúar 2010 (Ósamþykktur fyrirvari við greiðslu til Arion banka)[HTML]
Stefnandi setti fyrirvara í uppgjör við greiðslu veðkröfu um endurheimta hluta hennar. Hæstiréttur taldi að eðli fyrirvarans væri slíkur að í honum fólst nýtt tilboð. Þar sem stefndi hafði ekki samþykkt tilboðið væri hann ekki bundinn af því.
Hrd. nr. 35/2010 dags. 3. febrúar 2010 (Lambeyrar I)[HTML]
Skjali var vísað frá þinglýsingu þar sem fasteignin hafði ekki verið stofnuð í fasteignabók.
Hrd. nr. 88/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Arðskrá Veiðifélags Miðfirðinga)[HTML]
Arði var úthlutað eftir aðskrá. Þegar arðskrá er metin er horft til fjölda atriða. Hæstiréttur taldi sér óheimilt að endurskoða þetta nema hvað varðar ómálefnanleg sjónarmið.
Hrd. nr. 237/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Skálabrekka)[HTML]

Hrd. nr. 355/2009 dags. 18. febrúar 2010 (Málamyndaafsal um sumarbústað)[HTML]
Krafa var ekki talin njóta lögverndar þar sem henni var ætlað að skjóta eignum undan aðför.
Hrd. nr. 258/2009 dags. 18. febrúar 2010 (Laufskálar)[HTML]

Hrd. nr. 334/2009 dags. 25. febrúar 2010 (Landspilda nr. 381 á Vatnsenda)[HTML]

Hrd. nr. 211/2009 dags. 4. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 299/2009 dags. 11. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 413/2009 dags. 18. mars 2010 (Annmarkar á stefnu)[HTML]
Stefnandi máls í héraði þingfesti mál í héraði án þess að málatilbúnaður fylgdi, aflaði svo matsgerðar og lagði svo fram sundurliðaða og rökstudda kröfu. Hæstiréttur taldi það óheimilt óháð afstöðu hins stefnda og vísaði málinu frá héraðsdómi ex officio.
Hrd. nr. 409/2009 dags. 25. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 560/2009 dags. 29. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 236/2010 dags. 30. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 208/2010 dags. 14. maí 2010[HTML]

Hrd. nr. 467/2009 dags. 20. maí 2010[HTML]

Hrd. nr. 563/2009 dags. 27. maí 2010 (Unnarholtskot II)[HTML]

Hrd. nr. 198/2009 dags. 3. júní 2010 (Ölfus- og Selvogsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 184/2009 dags. 3. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 266/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 438/2009 dags. 21. júní 2010 (Séreignarlífeyrissparnaður)[HTML]
K missti manninn sinn og sat í óskiptu búi. Hún hélt að hún fengi séreignarlífeyrissparnað M.

Lífeyrissjóðurinn neitaði að láta það af hendi þrátt fyrir kröfu K.

Niðurstaðan verður sú að séreignarlífeyrissparnaður greiðist framhjá dánarbúinu og beint til maka og barna.
Hrd. nr. 420/2010 dags. 23. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 473/2009 dags. 16. september 2010 (Krepputunga)[HTML]

Hrd. nr. 462/2010 dags. 16. september 2010[HTML]

Hrd. nr. 554/2009 dags. 30. september 2010 (Hof í Skagafirði)[HTML]

Hrd. nr. 722/2009 dags. 7. október 2010 (Hvammur)[HTML]

Hrd. nr. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML]

Hrd. nr. 723/2009 dags. 7. október 2010 (Laxárdalur)[HTML]

Hrd. nr. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi)[HTML]

Hrd. nr. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML]

Hrd. nr. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 750/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 569/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 70/2010 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 684/2009 dags. 14. október 2010 (Þjóðhátíðarlundur)[HTML]

Hrd. nr. 504/2008 dags. 18. október 2010 (Víkurver)[HTML]

Hrd. nr. 559/2009 dags. 21. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. nr. 768/2009 dags. 11. nóvember 2010 (Almenningsskógar Álftaneshrepps)[HTML]

Hrd. nr. 80/2010 dags. 9. desember 2010 (Kiðjaberg - Brottflutningur mannvirkis)[HTML]

Hrd. nr. 679/2010 dags. 24. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 145/2010 dags. 27. janúar 2011 (Leiruland)[HTML]

Hrd. nr. 348/2010 dags. 27. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 453/2010 dags. 24. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 692/2010 dags. 3. mars 2011 (Eimskip Íslands)[HTML]

Hrd. nr. 69/2011 dags. 4. mars 2011 (Stjörnublikk)[HTML]

Hrd. nr. 517/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 42/2011 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 187/2011 dags. 11. apríl 2011 (HOB-vín)[HTML]

Hrd. nr. 199/2011 dags. 11. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 142/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 389/2010 dags. 19. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 219/2011 dags. 24. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 388/2010 dags. 26. maí 2011 (Heimreið í óskiptri sameign)[HTML]
Í eldri húsum var það þannig að stundum var kjöllurum breytt í nokkrar íbúðir og eingöngu 1-2 bílskúrar. Greint var á hvort að eignaskiptayfirlýsingin leiddi til þess að svæðið fyrir framan bílskúrinn teldist sameign þótt bílskúrinn sjálfur væri séreign.
Hrd. nr. 304/2011 dags. 27. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 402/2011 dags. 2. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 480/2010 dags. 22. september 2011 (Kaldakinn - Gjafagerningur jarðar)[HTML]

Hrd. nr. 293/2010 dags. 22. september 2011 (Þorvaldsstaðir og Hamar)[HTML]

Hrd. nr. 294/2010 dags. 22. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll)[HTML]

Hrd. nr. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll)[HTML]

Hrd. nr. 75/2011 dags. 29. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 398/2011 dags. 12. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 241/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 415/2011 dags. 18. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 561/2011 dags. 2. nóvember 2011 (Stórólfur)[HTML]

Hrd. nr. 453/2009 dags. 3. nóvember 2011 (Veiðifélag Miðfirðinga - Veiðiréttur í Ytri Rangá - Kotvöllur)[HTML]
Skógræktarfélag Rangæinga krafðist viðurkenningar á veiðirétti sínum í Eystri-Rangá og Fiská á grundvelli jarðarinnar Kotvöllur sem lá þó ekki að þeim, byggt á að...:
  1. Félaginu hafði verið ákvörðuð hlutdeild í arðskrá Veiðifélags Eystri-Rangár árið 1999.
  2. Umráðamenn Kotvallar hafi um áratugabil átt aðild að því veiðifélagi og forvera þess.
  3. Kotvöllur hafi átt land að Eystri-Rangá fram til landskipta er fóru fram árið 1963, auk hlutdeildar landsins í sameiginlegu landi Vallartorfu ásamt meðfylgjandi hlunnindum þeirra, sem aldrei hafi verið skipt.
  4. Veiðirétturinn hafi unnist fyrir hefð.

Hæstiréttur taldi ósannað í málinu að Kotvellir hafi fram til landskiptanna tilheyrt óskiptu landi er lægi að þessum ám, og bæri skógræktarfélagið þá sönnunarbyrði sem það axlaði svo ekki. Væri því ekki hægt að líta svo á að réttlætt væri undantekning frá meginreglunni um að veiðiréttur væri eingöngu á hendi þeirra sem ættu land að vatni.

Hrd. nr. 33/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 579/2011 dags. 7. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 266/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 441/2011 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 247/2011 dags. 1. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 614/2011 dags. 7. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 668/2011 dags. 17. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 25/2012 dags. 24. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 84/2011 dags. 26. janúar 2012 (Skuldbindingargildi tveggja skjala er vörðuðu eignarrétt að landspildu)[HTML]
Verðmæti spildu jókst eftir undirritun samnings.
Hæstiréttur féllst ekki á svik.
Tíminn sem leið milli undirritunar skjalanna tveggja var einn þáttur þess að ekki hefði verið hægt að byggja á óheiðarleika við ógildingu þar sem þær gátu aflað sér upplýsinga í millitíðinni.
Hrd. nr. 175/2011 dags. 26. janúar 2012 (HH o.fl. gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 335/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 600/2011 dags. 15. febrúar 2012 (Gengisdómur - Elvira)[HTML]
Gengistryggð lán höfðu áður verið dæmd ólögmæt af Hæstarétti og í kjölfarið voru samþykkt lög sem kváðu á um að slík lán ættu að bera seðlabankavexti í stað hinna ólögmætu vaxta. Bankarnir fóru þá að endurreikna vexti slíkra lána í samræmi við hin nýju lög.

Hæstiréttur kvað á um að „[m]eð almennum lögum [væri] ekki unnt með svo íþyngjandi hætti sem á reyndi í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt“. Braut þetta því í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Lántakendur hefðu í góðri trú greitt af þessum lánum. Hins vegar lá fyrir misskilningur um efni laganna. Litið var til þess að lánveitandinn var stórt fjármálafyrirtæki og þyrfti að bera áhættuna af þessu. Hann gæti því ekki endurreiknað greiðslurnar aftur í tímann en gæti gert það til framtíðar.
Hrd. nr. 478/2011 dags. 1. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 113/2012 dags. 12. mars 2012 (Norðurklöpp)[HTML]

Hrd. nr. 112/2012 dags. 22. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 150/2012 dags. 30. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 133/2012 dags. 20. apríl 2012 (Ofgreitt - Endurgreiðsla)[HTML]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.
Erfingjarnir fengu meira en sinn hlut.
Erfingjarnir áttu að endurgreiða það sem var umfram þeirra hlut.
Orðalag um að ákvæði erfðalaga stæðu því ekki fyrir vegi.
Hrd. nr. 263/2011 dags. 26. apríl 2012 (Skattlagning aflamarks)[HTML]

Hrd. nr. 272/2012 dags. 7. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 535/2011 dags. 7. júní 2012 (Skil á lóð til Reykjavíkurborgar)[HTML]
Dómurinn er dæmi um réttarframkvæmd þar sem krafist er þess að hver sem vill bera fyrir sig venju þurfi að leiða tilvist og efni hennar í ljós. Í málinu tókst ekki að sýna fram á að það hafi verið venjuhelguð framkvæmd að hægt væri að skila lóðum til Reykjavíkurborgar með einhliða gjörningi lóðarhafa og fengið endurgreiðslu á lóðargjöldum.
Hrd. nr. 524/2011 dags. 7. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 638/2011 dags. 7. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 543/2011 dags. 14. júní 2012 (Jöklafold 4)[HTML]

Hrd. nr. 32/2012 dags. 19. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 460/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 461/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 459/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 578/2012 dags. 12. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML]

Hrd. nr. 350/2011 dags. 27. september 2012 (Hofsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 129/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 457/2011 dags. 11. október 2012 (Krýsuvík)[HTML]
Deilur um landamerki um Stóru Vatnsleysu og Krýsuvíkur. Sem sagt hvaða landamerki ættu að gilda og landamerki Krýsuvíkar var talið gilda, en um hundrað árum síðar komu aðrir aðilar sem sögðu að eigendur Krýsuvíkur á þeim tíma hefðu ekki verið raunverulegir eigendur. Hæstiréttur vísaði til gildi þinglýstra skjala þar til annað kæmi í ljós.
Hrd. nr. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. nr. 464/2012 dags. 18. október 2012 (Borgarbyggð)[HTML]

Hrd. nr. 19/2012 dags. 25. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 624/2012 dags. 26. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 181/2012 dags. 1. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 661/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 60/2012 dags. 15. nóvember 2012 (Húsfélag við Hverfisgötu - Hverfisgata 68a)[HTML]
Húsfélag fór í mál við H, sem var einn íbúa hússins, með kröfu um að hún myndi selja íbúð sína eða flytja úr henni sökum þess að hún geymdi mikið magn af rusli í íbúðinni og sameigninni. H bar fram þá málsástæðu að brottrekstur hennar bryti í bága við stjórnarskrárvarins réttar hennar um friðhelgi eignarréttarins.

Hæstiréttur féllst á kröfu húsfélagsins þar sem aðgerðirnar uppfylltu þau skilyrði sem stjórnarskráin gerir, þá einkum skilyrðið um almannaþörf og meðalhóf, og að sérstakt mat hafi farið fram á þessu. Lagastoð væri svo uppfyllt með 55. gr. laga um fjöleignarhús. Þá þyrfti jafnframt að virða friðhelgi eignarréttar hinna íbúðareigenda innan fjöleignarhússins en á því hefði verið brotið vegna verðrýrnunar er athæfi H hefði falið í sér. Óvissan um að hægt yrði að fá endurgjald vegna viðgerða hinna á kostnað H, þrátt fyrir lögveð, var of mikil að sú leið teldist raunhæf.

Með þeirri leið að H geti annaðhvort sjálf séð um sölu eignarinnar eða knúið væri á um uppboð samkvæmt lögum um nauðungarsölu, taldi Hæstiréttur að með því væri nægilega tryggt að H fengi fullt verð fyrir íbúðina í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.
Hrd. nr. 137/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús - Brottflutningur II)[HTML]

Hrd. nr. 138/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús II - Brottflutningur II)[HTML]

Hrd. nr. 177/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Krókabátur og kvótaálag - Vinnslustöðin)[HTML]

Hrd. nr. 329/2012 dags. 6. desember 2012 (Hrunumannahreppur - Útlaginn)[HTML]

Hrd. nr. 308/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 400/2012 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 738/2012 dags. 25. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 439/2012 dags. 7. febrúar 2013 (Skipulagsvald sveitarfélags - Borgarholtsbraut)[HTML]
Maður vildi breyta aðkomu að eign sinni og var synjað af Kópavogsbæ. Hæstiréttur taldi sig ekki geta ógilt þá synjun.
Hrd. nr. 484/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Ferjubakki)[HTML]

Hrd. nr. 524/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Uppsalir)[HTML]

Hrd. nr. 433/2011 dags. 21. febrúar 2013 (Steinvarartunga)[HTML]

Hrd. nr. 17/2013 dags. 25. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 39/2013 dags. 26. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 432/2011 dags. 28. febrúar 2013 (Þorbrandsstaðatungur)[HTML]

Hrd. nr. 79/2013 dags. 1. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 722/2012 dags. 22. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 614/2012 dags. 18. apríl 2013 (Lóðir í Reykjavík)[HTML]

Hrd. nr. 615/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 616/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 695/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 564/2012 dags. 2. maí 2013 (Ytri-Skógar og Eystri-Skógar)[HTML]

Hrd. nr. 701/2012 dags. 3. maí 2013 (Vatnsendi 6)[HTML]
Greint var á um staðsetningu beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda, þ.e. hvort hann hefði í raun færst frá dánarbúi SKLH til MSH eða hvort hann væri enn í dánarbúinu. Hæstiréttur taldi að um hið síðarnefnda væri að ræða.
Hrd. nr. 229/2013 dags. 7. maí 2013 (ALMC I)[HTML]

Hrd. nr. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 758/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 52/2013 dags. 30. maí 2013 (Stjórnvaldssekt)[HTML]

Hrd. nr. 328/2013 dags. 31. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 327/2013 dags. 31. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 352/2013 dags. 5. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML]

Hrd. nr. 444/2013 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Hrd. nr. 488/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 438/2013 dags. 12. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 454/2013 dags. 12. september 2013 (Bank Pekao S.A. Centrala)[HTML]

Hrd. nr. 656/2012 dags. 19. september 2013 (Möðruvallaafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 519/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 400/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Hrd. 437/2013 dags. 20. september 2013 (Skútuvogur)

Hrd. nr. 437/2013 dags. 20. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 411/2012 dags. 26. september 2013 (Þingeyjarsveit)[HTML]

Hrd. nr. 413/2012 dags. 26. september 2013 (Bleikmýrardalur)[HTML]

Hrd. nr. 562/2013 dags. 4. október 2013 (Stapi lífeyrissjóður)[HTML]

Hrd. nr. 70/2013 dags. 10. október 2013 (Kaup á hlutabréfum í Glitni)[HTML]

Hrd. nr. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML]

Hrd. nr. 555/2013 dags. 14. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 238/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 546/2012 dags. 28. nóvember 2013 (Eyvindarstaðaheiði)[HTML]

Hrd. nr. 721/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 740/2013 dags. 6. desember 2013 (Vatnsendi 7)[HTML]
Í máli þessu var deilt um það hvort réttur aðila til lands hefði verið beinn eða óbeinn eignarréttur að landinu. Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða óbeinan eignarrétt og því ætti að leiðrétta þinglýsingabækur.
Hrd. nr. 430/2013 dags. 12. desember 2013 (Flugastraumur)[HTML]

Hrd. nr. 816/2013 dags. 8. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 359/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 191/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 413/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 412/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 356/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 1/2014 dags. 20. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 72/2014 dags. 13. febrúar 2014 (Glitnir banki - LBI)[HTML]

Hrd. nr. 80/2014 dags. 19. febrúar 2014 (Lánssamningur)[HTML]

Hrd. nr. 99/2014 dags. 20. febrúar 2014 (Hjúkrunarheimilið Eir)[HTML]
Eir er sjálfseignarstofnun. Skv. lögunum sem hjúkrunarheimilið starfaði eftir voru takmarkanir á sölu og veðsetningu, þ.e. að afla þurfi samþykkis tiltekinna aðila.

Eir veðsetti margar öryggisíbúðir án þess að samþykkin lágu fyrir og voru þau þinglýst. Mál var höfðað um gildi þinglýsingarinnar. Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða mistök við þinglýsingu að ræða en málinu var vísað frá þar sem skorti lögvarða hagsmuni.
Hrd. nr. 642/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Skjaldberg)[HTML]

Hrd. nr. 676/2013 dags. 13. mars 2014 (Fossatún)[HTML]
Heimild veiðifélags Grímsár í Borgarfirði til að nota hús til leigu fyrir ferðamenn á veturna. Í 2 km fjarlægð frá veiðihúsinu var fólk að reka gististöðuna Fossatún og hafði það fólk aðild að veiðifélaginu og voru ósátt við þessa ráðstöfun. Hæstiréttur fjallaði um heimildir félagsins til þessa og nefndi að þar sem lögum um lax- og silungsveiði sleppti ætti að beita ólögfestu reglunum og einnig lögum um fjöleignarhús.
Hrd. nr. 136/2014 dags. 13. mars 2014 (Fljótsdalur)[HTML]

Hrd. nr. 615/2013 dags. 27. mars 2014 (Stóra-Árvík)[HTML]
Eigandi eignarhlutar að jörðinni Stóru-Árvík fékk þann eignarhluta með gjafagerningi árið 1976 sem hann þinglýsti svo. Árið 2009, eftir andlát móttakanda eignarhlutans, kom krafan sem á reyndi í þessu máli, um að þinglýsingabók yrði leiðrétt á grundvelli þess að erfingjar gefandans hefðu ekki undirritað gjafabréfið né hefði það verið vottað. Sýslumaður hafði synjað kröfunni á þeim grundvelli að þetta hefði ekki verið óvenjulegt á þeim tíma.

Hæstiréttur taldi ákvæði 1. mgr. 33. gr. þinglýsingarlaganna, um að móttakandi réttinda þyrfti ekki að þola að heimildarbréf fyrirrennara hans væri ógilt væri hann grandlaus, ekki eiga við þar sem úthlutun arfs felur ekki í sér samning. Þó var kröfu erfingjanna að endingu hafnað sökum tómlætis þar sem þau höfðu lengi vitneskju um gjafabréfið og höfðu sumir þeirra jafnvel vottað gerninga gjafþegans þar sem eignarréttindum jarðarinnar var ráðstafað.
Hrd. nr. 87/2010 dags. 3. apríl 2014 (Hróarsholt)[HTML]
Tekist á um meinta fölsun. Maður krafðist viðurkenningar gagnvart tengdaföður á að hafa eignast landspildu sem hann og systkini hans hefðu erft eftir föður sinn.
Stefnandinn hafði falsað yfirlýsingu stefnda, samkvæmt rannsókn á rithönd.
Hrd. nr. 718/2013 dags. 3. apríl 2014 (Krókur í Borgarbyggð)[HTML]

Hrd. nr. 203/2014 dags. 9. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML]

Hrd. nr. 267/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 227/2014 dags. 30. apríl 2014 (Búseturéttur - Drekavogur)[HTML]

Hrd. nr. 262/2014 dags. 5. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 265/2014 dags. 13. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 218/2014 dags. 14. maí 2014 (Stefnumið ehf.)[HTML]

Hrd. nr. 286/2014 dags. 22. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 363/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 373/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 609/2013 dags. 12. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 443/2014 dags. 18. ágúst 2014 (Landesbank - Vanlýsing og stjórnarskrá)[HTML]

Hrd. nr. 460/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 461/2014 dags. 4. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 561/2014 dags. 4. september 2014 (Hljómalindarreitur)[HTML]

Hrd. nr. 562/2014 dags. 9. september 2014 (Heiðarvegur)[HTML]

Hrd. nr. 503/2014 dags. 11. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur)[HTML]

Hrd. nr. 360/2013 dags. 18. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 170/2014 dags. 25. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 113/2014 dags. 2. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 642/2014 dags. 8. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 115/2014 dags. 16. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 236/2014 dags. 4. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 29/2014 dags. 4. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 782/2014 dags. 9. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 787/2014 dags. 11. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 792/2014 dags. 16. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 804/2014 dags. 7. janúar 2015 (Klettshús í Hindisvík)[HTML]
Hluti sameigenda ætlaði að reyna að útiloka einn eigandann frá nýtingu húss sem þau áttu öll. Hæstiréttur féllst ekki á lögmæti þess.
Hrd. nr. 320/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 808/2014 dags. 20. janúar 2015 (Leyfi til að reisa og reka raforkuflutningsvirki - Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 27/2015 dags. 20. janúar 2015 (Hafhús)[HTML]

Hrd. nr. 24/2015 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 105/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 122/2015 dags. 2. mars 2015 (Eignir í útlöndum)[HTML]
Hjón voru að skilja og gerðu fjárskiptasamning, og var enginn ágreiningur um hann. Samningurinn var svo samþykktur af sýslumanni. Skilnaðurinn gekk svo í gegn árið 2008.

M varð síðar gjaldþrota. K höfðar í kjölfarið mál og krefst afhendingar á hlutabréfum sem voru föst inn í Kaupþing banka sem hafði farið á hausinn. Ekki var minnst á hlutabréfin í fjárskiptasamningnum. Þrotabú M taldi hlutabréfin vera eign M.
Þá kom í ljós að þau höfðu gert tvo samninga en eingöngu annar þeirra var staðfestur af sýslumanni. Í honum voru eignir þeirra sem voru staðsettar á Íslandi. Hinn samningurinn innihélt samkomulag um skiptingu eigna þeirra erlendis og ætluðu að halda honum leyndum nema nauðsyn krefði.
Í leynisamningnum stóð að K ætti hlutabréfin og viðurkenndi M það.

Dómstólar töldu hinn leynda fjárskiptasamning ekki gildan þar sem hann hafði ekki verið staðfestur. K hefði því ekki eignast hlutabréfin og því ekki fengið þau afhent.
Dómstóllinn ýjaði að því að K hefði mögulega getað beitt fyrir sér að hinn staðfesti samningur teldist ósanngjarn þar sem hann tæki ekki yfir allar eignir þeirra.
Hrd. nr. 129/2015 dags. 2. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 121/2015 dags. 4. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML]
Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.
Hrd. nr. 507/2014 dags. 12. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 167/2015 dags. 12. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML]

Hrd. nr. 218/2015 dags. 27. mars 2015 (Kröfuhafar Glitnis hf.)[HTML]

Hrd. nr. 247/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 231/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 220/2015 dags. 27. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 291/2015 dags. 5. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 160/2015 dags. 13. maí 2015 (Verðtrygging)[HTML]

Hrd. nr. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]
Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.

Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.
Hrd. nr. 760/2014 dags. 28. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 357/2015 dags. 28. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 475/2014 dags. 4. júní 2015 (Forkaupsréttur að fiskiskipi - Síldarvinnslan)[HTML]
Sveitarfélag taldi sig geta gengið inn í hlutabréfakaup á grundvelli forkaupsréttar. Téður forkaupsréttur byggðist á lagaákvæði um að sveitarfélög hefðu forkaupsrétt á fiskiskipum er hefðu leyfi til veiða í atvinnuskyni til útgerðar sem hefði heimilisfesti í öðru sveitarfélagi, og ætti þá sveitarstjórnin í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt á skipinu.

Héraðsdómur hafði samþykkt kröfu sveitarfélagsins á þeim grundvelli að með sölu á hlutabréfum fyrirtækis væri verið að fara fram hjá markmiði lagaákvæðisins. Hæstiréttur var á öðru máli og taldi að ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttur mæltu gegn því að lögjafna á þessum forsendum, og synjaði því kröfu sveitarfélagsins.
Hrd. nr. 389/2015 dags. 13. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 438/2015 dags. 24. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 433/2015 dags. 24. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 470/2015 dags. 27. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 510/2015 dags. 1. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 637/2014 dags. 10. september 2015 (Brekka - Snartarstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 22/2015 dags. 8. október 2015 (Þjóðskrá - Skráning og mat vatnsréttinda - Jökulsá á Dal)[HTML]
Sveitarfélagið tók upp á því að vatnsréttindi yrðu skráð sérstaklega en það vildi Landsvirkjun ekki. Fallist var á sjónarmið sveitarfélagsins á stjórnsýslustigi. Landsvirkjun hélt því fram að það hefði ekki verið gert með þessum hætti. Ekki var talið að komin hefði verið á stjórnsýsluframkvæmd hvað þetta varðaði.
Hrd. nr. 83/2015 dags. 8. október 2015 (Geysir)[HTML]
Íslenska ríkið átti Geysi og einkaaðilar áttu umliggjandi svæði í sérstakri sameign. Einkaaðilarnir ákváðu að stofna einkahlutafélagið Landeigendafélagið Geysi í kringum rekstur svæðisins án samþykkis íslenska ríkisins og þrátt fyrir mótmæli þess. Félagið ákvað svo að setja gjaldskrá þar sem innheimt væri gjald af ferðamönnum á svæðinu og sóttist þá íslenska ríkið eftir lögbanni á gjaldheimtuna, sem var til meðferðar í dómsmáli þessu.

Hæstiréttur vísaði til óskráðrar meginreglu að meiri háttar ráðstafanir eigenda sérstakrar sameignar þyrftu samþykki þeirra allra. Að auki hafði ráðstöfunin áhrif á landsvæði sem var að fullu í eign íslenska ríkisins. Þar sem samþykki íslenska ríkisins skorti vegna þessara ráðstafana hefði setning umræddrar gjaldskrár verið óheimil. Staðfesti Hæstiréttur því lögbannið í ljósi þess að innheimta gjaldsins hefði brotið gegn eignarréttindum íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 306/2015 dags. 15. október 2015 (Baklóð - Laugavegur 87)[HTML]

Hrd. nr. 127/2015 dags. 15. október 2015 (Dyrhólaey)[HTML]

Hrd. nr. 35/2015 dags. 15. október 2015 (Atlantsolía II)[HTML]

Hrd. nr. 34/2015 dags. 15. október 2015 (Atlantsolía I)[HTML]

Hrd. nr. 252/2015 dags. 22. október 2015 (Hvaleyrarbraut 22)[HTML]

Hrd. nr. 743/2014 dags. 22. október 2015 (Nýjabæjarafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 115/2015 dags. 29. október 2015 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML]
Fjallar um mörk stjórnvalds og einkaréttarlegs lögaðila.
Umboðsmaður hafði í mörg ár byggt á því að þar sem Söfnunarsjóðinn ynni á grundvelli sérlaga félli sjóðurinn undir eftirlit umboðsmanns. Hæstiréttur var ósammála þar sem sjóðurinn starfaði einnig samkvæmt hinum almennu lögum um lífeyrissjóði.
Hrd. nr. 229/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Erfingjar sjálfskuldarábyrgðarmanns - Námslán)[HTML]
SH gekkst í sjálfskuldarábyrgð fyrir námslánum annars aðila en hann lést síðan. Um mánuði eftir andlátið hætti lánþeginn að greiða af láninu. Síðar sama ár var veitt leyfi til einkaskipta á búinu. Um tveimur árum eftir andlát SH tilkynnti lánveitandinn lánþeganum að öll skuldin hefði verið gjaldfelld vegna verulegra vanskila. Erfingjar SH bæru sem erfingjar dánarbús hans óskipta ábyrgð á umræddri skuld.

Í málinu var deilt um það hvort erfingjarnir hafi gengist undir skuldina. Erfingjarnir báru fyrir sig að hún hefði fallið niður við andlát sjálfskuldarábyrgðarmannsins, lögjafnað frá ákvæði er kvæði um niðurfellingu hennar við andlát lánþegans. Hæstiréttur synjaði þeirri málsástæðu á þeim forsendum að með sjálfskuldarábyrgðinni á námslánunum hefðu stofnast tryggingarréttindi í formi persónulegra skuldbindinga sem nytu verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, er kæmi bæði í veg fyrir að ákvæðið væri túlkað rýmra en leiddi af því í bókstaflegum skilningi orðanna og að beitt yrði lögjöfnun með þessum hætti.

Þá var jafnframt hafnað málsástæðu um ógildingu á grundvelli 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936.
Hrd. nr. 173/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Hestamannafélagið Funi - Reiðvegur)[HTML]
A krafðist ógildingar á ákvörðun ráðherra um að heimila Hestamannafélagsinu Funa að gera eignarnám í hluta lands í eigu A og nýta andlag eignarnámsins til lagningar reiðstígs.

Fyrir lágu tvær mögulegar leiðir sem reiðstígurinn hefði farið, þar sem önnur myndi liggja um austanverða Eyjafjarðará er myndi þvera Munkaþverá og hinn valkosturinn var að leggja hann um vestanverða Eyjafjarðará án þess að þvera Munkaþverá. Ráðherra valdi fyrrnefndu leiðina með rökstuðningi um aukið umferðaröryggi gagnvart bílaumferð er leiddi síður til þess að hestar myndu fælast, og því lægi fyrir almenningsþörf.

Hæstiréttur tók almennt undir mat ráðherra um almenningsþörfina en taldi hins vegar að ekki hefði nægilega verið gætt að meðalhófi, meðal annars sökum þess takmarkaða hóps er myndi ferðast um stíginn og að stígurinn yrði í einkaeigu. Þá nefndi hann að hinn valkosturinn hefði ekki verið nógu vel rannsakaður og borinn saman við hagsmuni eignarnámsþolans. Féllst Hæstiréttur því á kröfuna um ógildingu ákvörðunar ráðherra.
Hrd. nr. 721/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 706/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 194/2015 dags. 19. nóvember 2015 (Miðhraun 14)[HTML]

Hrd. nr. 138/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 243/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 759/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 757/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 305/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Gjaldtaka í Reykjahlíð)[HTML]
Eigendur nokkurra lögbýla að Hverum við Námafjall og Leirhnúk stofnuðu einkahlutafélag L um tilteknar ráðstafanir á Reykjahlíð, sem var í sérstakri sameign þeirra allra. Eigendur nokkurra af þeim jörðum, er áttu samtals næstum 30% hluta af sameigninni, kröfðust staðfestingar á lögbanni gegn innheimtu L á aðgangsgjaldi að Hverum við Námafjall og Leirhnúk.

Hæstiréttur leit svo á að gjaldtakan hefði verið meiriháttar breyting á nýtingu landsins og því þurft að byggjast á ótvíræðu samþykki allra sameigenda. Ekki hafði mátt sjá að ótvírætt samþykki allra sameigenda hefði legið fyrir enda mátti ekki sjá á samþykktum L að eigendur sérstöku sameignarinnar hefðu afsalað þeim rétti til þess með ótvíræðum hætti, né tekið undir málatilbúnað L um að téðir eigendur hefðu samþykkt gjaldtökuna á vettvangi félagsins. Skorti því L heimild til gjaldtökunnar og lögbannið því staðfest.
Hrd. nr. 411/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Markarfljót - Varnargarður við Þórólfsfell)[HTML]
Krafist var ógildingar á framkvæmdarleyfi vegna varnargarðs sem hafði eyðilagst og endurreistur með öðrum hætti en hann var.

Landeigendur komu með ýmsar ábendingar um legu varnargarðsins sem átti að endurbyggja, annmarka á plönum, ásamt öðrum atriðum, er leiddi til þess að sönnunarbyrðin um að rannsóknarskyldu í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám fluttist yfir til stjórnvaldsins.
Hrd. nr. 70/2016 dags. 22. febrúar 2016 (Ljárskógar)[HTML]

Hrd. nr. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. nr. 529/2015 dags. 17. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 410/2015 dags. 17. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 205/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Hrd. nr. 204/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Hrd. nr. 202/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Hrd. nr. 203/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Hrd. nr. 537/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 604/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.
Hrd. nr. 512/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.

Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.

Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna.

Hrd. nr. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 310/2016 dags. 19. maí 2016 (Stakkahlíð í Loðmundarfirði)[HTML]
Ekki var um augljós mistök að ræða og þinglýsingarstjórinn fór því út fyrir heimild sína þar sem honum hefði ekki verið heimilt að leiðrétta mistökin.
Hrd. nr. 327/2016 dags. 19. maí 2016 (Svertingsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 535/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 643/2015 dags. 2. júní 2016 (Laugar í Súgandafirði)[HTML]
Sveitarfélag keypti jarðhita af bónda og ætlaði að nota jarðhitann fyrir hitaveitu. Hæstiréttur leyfði þessu að ágangast þar sem þetta væri í hag almennings og ekki í andstöðu við tilgang laganna.
Hrd. nr. 268/2016 dags. 9. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 368/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 810/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 408/2016 dags. 16. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 491/2016 dags. 24. ágúst 2016[HTML]

Hrd. nr. 458/2016 dags. 5. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 557/2016 dags. 13. september 2016 (Heiðarvegur 10)[HTML]

Hrd. nr. 511/2016 dags. 15. september 2016 (Skipta jafnt eignum þeirra - Sameign eftir 16 ár)[HTML]
M hafði staðið í miklum verðbréfaviðskiptum og hafði miklar tekjur.
K hafði sáralitlar tekjur en sá um börn.
K fékk fyrirfram greiddan arf og arð, alls um 30 milljónir. Hann rann inn í bú þeirra.
M hafði unnið í fyrirtæki í eigu fjölskyldu K og fékk góð laun þar.
Þau voru talin vera sameigendur alls þess sem M hafði eignast.
Hrd. nr. 641/2015 dags. 22. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 14/2016 dags. 29. september 2016 (Æðarvarp)[HTML]

Hrd. nr. 850/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 676/2015 dags. 13. október 2016 (Vörulager)[HTML]
Ósannað var verðmæti vörulagers þar sem málsaðilinn lét hjá líða að afla sönnunargagna því til sönnunar.
Hrd. nr. 796/2015 dags. 13. október 2016 (Suðurnesjalína 2 - Leyfi Orkustofnunar)[HTML]

Hrd. nr. 34/2016 dags. 13. október 2016 (Þorbjörn hf.)[HTML]

Hrd. nr. 20/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 59/2016 dags. 20. október 2016 (Torfufell)[HTML]

Hrd. nr. 712/2016 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML]

Hrd. nr. 323/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Skíðadalsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 705/2016 dags. 17. nóvember 2016 (VBS)[HTML]

Hrd. nr. 95/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 760/2016 dags. 29. nóvember 2016 (Landspilda í Vopnafirði)[HTML]

Hrd. nr. 97/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 218/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 272/2016 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 274/2016 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 273/2016 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 275/2016 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 250/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Bjargráðasjóður - Stjörnugrís III)[HTML]
Einstaklingur sem þurfti að borga búnaðargjald (vegna landbúnaðarstarfsemi) vildi fá það endurgreitt. Það gjald hafði runnið til Svínaræktarfélags Íslands, Bændasamtakanna og Bjargráðasjóðs. Vildi einstaklingurinn meina að með skyldu til greiðslu gjaldanna til þessara einkaaðila sé verið að greiða félagsgjald. Hæstiréttur nefndi að í tilviki Bjargráðasjóðs að sökum hlutverks sjóðsins og að stjórn sjóðsins væri skipuð af ráðherra yrði að líta til þess að sjóðurinn væri stjórnvald, og því væri um skatt að ræða.
Hrd. nr. 248/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Sjóklæðagerðin - KPMG)[HTML]

Hrd. nr. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 390/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 213/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML]

Hrd. nr. 507/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 189/2017 dags. 25. apríl 2017 (Hamarshjáleiga)[HTML]

Hrd. nr. 264/2017 dags. 16. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 246/2017 dags. 17. maí 2017 (Aðför vegna Kröflulínu 4 og 5)[HTML]

Hrd. nr. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 258/2017 dags. 30. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML]

Hrd. nr. 313/2017 dags. 12. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML]

Hrd. nr. 395/2017 dags. 28. ágúst 2017 (Ytri-Hólmur)[HTML]
Skjal var móttekið til þinglýsingar árið 1958 en ekki fært í þinglýsingarbókina. Það var síðar leiðrétt. Ekki var talið að vafinn væri nægur til að útiloka að mistökin hefðu verið augljós.
Hrd. nr. 93/2017 dags. 28. september 2017 (Djúpidalur)[HTML]

Hrd. nr. 94/2017 dags. 28. september 2017 (Hvassafell)[HTML]

Hrd. nr. 78/2017 dags. 5. október 2017 (Vörðuleið að Skjálfandafljóti)[HTML]

Hrd. nr. 635/2016 dags. 12. október 2017 (Reynivellir)[HTML]

Hrd. nr. 505/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 555/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 643/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 20/2017 dags. 9. nóvember 2017 (Byggingarsamvinnufélag II)[HTML]
Hér er um að ræða sama fjöleignarhús og í Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I) nema verklaginu hafði verið breytt þannig að kaupendur gengust undir sérstaka skuldbindingu um hámarkssöluverð með umsókn um félagsaðild, ásamt því að kvaðirnar voru tíundaðar í kauptilboði í íbúðina og í kaupsamningi. Hæstiréttur taldi það hafa verið fullnægjandi þannig að erfingjar dánarbús eiganda íbúðarinnar voru bundnir af þeim.
Hrd. nr. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML]

Hrd. nr. 672/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 689/2017 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 717/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 753/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 711/2017 dags. 14. desember 2017 (Eignarnámsbætur)[HTML]

Hrd. nr. 750/2017 dags. 16. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 822/2017 dags. 24. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 125/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 42/2017 dags. 27. mars 2018 (Heiðarvegur 10 - Græðisbraut)[HTML]
Óþinglýstur réttur til bílastæða á landi sem tilheyrir þriðja aðila. Reyndi á grandleysi þegar landið var selt. Hæstiréttur vísaði til augljósra ummerkja á landinu og hefði kaupandinn þá átt að kynna sér nánar forsögu þeirra.
Hrd. nr. 23/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 438/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 243/2017 dags. 26. apríl 2018 (Litli-Saurbær)[HTML]

Hrd. nr. 506/2016 dags. 3. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 478/2017 dags. 3. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 40/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 472/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 604/2017 dags. 7. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 552/2017 dags. 7. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 647/2017 dags. 21. júní 2018 (Kálfaströnd)[HTML]

Hrd. nr. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML]

Hrd. nr. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML]

Hrd. nr. 614/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 838/2017 dags. 18. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 812/2017 dags. 25. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 788/2017 dags. 25. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 735/2017 dags. 1. nóvember 2018 (Fögrusalir)[HTML]

Hrd. nr. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML]

Hrd. nr. 855/2017 dags. 15. nóvember 2018 (Gerðakot)[HTML]

Hrd. nr. 632/2017 dags. 22. nóvember 2018 (Grenlækur)[HTML]

Hrá. nr. 2019-110 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Hrd. nr. 29/2019 dags. 27. júní 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-227 dags. 12. ágúst 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-215 dags. 12. ágúst 2019[HTML]

Hrd. nr. 33/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Hrd. nr. 26/2019 dags. 18. september 2019[HTML]

Hrd. nr. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota)[HTML]
Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrd. nr. 44/2019 dags. 9. október 2019[HTML]

Hrd. nr. 18/2019 dags. 30. október 2019 (Stýriverktaka)[HTML]
Íslenskir Aðalverktakar gerðu samning 2006 um byggingu Hörpunnar. Sömdu um stýriverktöku þegar bílakjallarinn var byggður. ÍAV hélt því fram að þetta næði yfir allan bílakjallarann. Deilt var um hvort stýriverktakan væri kvöð á eigninni eða kröfuréttindi. Hæstiréttur taldi að um væru kröfuréttindi að ræða.

Til þess að eignarréttindi geta stofnast þurfa þau í eðli sínu að geta talist vera hlutbundin réttindi og að það hafi verið ætlan samningsaðila að stofna slík réttindi. ÍAV áttu því eingöngu kröfu um þetta gagnvart gamla eigandanum á grundvelli síðara atriðisins.
Hrd. nr. 47/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Hrd. nr. 38/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Hrd. nr. 1/2020 dags. 31. mars 2020 (Náttúruvernd 2 málsóknarfélag)[HTML]

Hrá. nr. 2020-111 dags. 18. maí 2020[HTML]

Hrd. nr. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML]

Hrd. nr. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.
Hrd. nr. 39/2019 dags. 4. júní 2020 (Norðurturninn)[HTML]
Um er að ræða áfrýjun á Lrd. 647/2018 dags. 7. júní 2019 (Norðurturninn) þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hinn áfrýjaði dómur skyldi verða óraskaður.
Hrá. nr. 2020-243 dags. 16. nóvember 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-248 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Hrd. nr. 25/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Hrd. nr. 24/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Hrd. nr. 17/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 18/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 38/2020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Hrd. nr. 41/2020 dags. 13. október 2021[HTML]

Hrá. nr. 2021-272 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Hrá. nr. 2022-4 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-11 dags. 4. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-10 dags. 4. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-9 dags. 4. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-14 dags. 15. mars 2022[HTML]

Hrd. nr. 43/2021 dags. 30. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-58 dags. 27. maí 2022[HTML]

Hrd. nr. 53/2021 dags. 1. júní 2022[HTML]

Hrd. nr. 3/2022 dags. 1. júní 2022[HTML]

Hrd. nr. 20/2022 dags. 26. október 2022[HTML]

Hrd. nr. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 30/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 33/2022 dags. 21. desember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-152 dags. 31. janúar 2023[HTML]

Hrá. nr. 2022-151 dags. 31. janúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrd. nr. 45/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Hrd. nr. 10/2023 dags. 6. júní 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-70 dags. 23. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 26/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrd. nr. 19/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 25/2023 dags. 29. desember 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-147 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-146 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-145 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-144 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-143 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-142 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-3 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-7 dags. 7. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 36/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 34/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Hrd. nr. 48/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Hrd. nr. 47/2023 dags. 12. júní 2024[HTML]

Hrd. nr. 24/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-105 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Hrd. nr. 10/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 12/2024 dags. 23. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 42/2024 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 11/2024 dags. 27. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 19/2024 dags. 4. desember 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-184 dags. 21. febrúar 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-51 dags. 13. maí 2025[HTML]

Hrd. nr. 4/2025 dags. 2. júlí 2025[HTML]

Hrd. nr. 10/2025 dags. 24. nóvember 2025[HTML]

Hrd. nr. 16/2025 dags. 17. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. júlí 2016 (Úrskurður um ákvörðun Fiskistofu um bann við netaveiði göngusilungs við Faxaflóa)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. maí 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að afturkalla eldri ákvörðun um staðfestingu á flutningi aflahlutdeildar milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um synjun á beiðni um jöfn skipti við flutning á makríl og botnfisks milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. desember 2020 (Staðfesting á ákvörðun Fiskistofu um synjun á jöfnum skiptum á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipi yfir á krókaaflamarksbát í makríl í A-flokki)[HTML]

Fara á yfirlit

Atvinnuvegaráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 14. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 11/2003 dags. 4. ágúst 2004[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 8/2006 dags. 30. apríl 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2010 dags. 10. mars 2010[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 6/2010 dags. 18. október 2011[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 1/2011 dags. 25. janúar 2012[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 2/2011 dags. 25. janúar 2012[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2013 dags. 10. september 2013[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 4/2021 dags. 15. desember 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2022 dags. 20. febrúar 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2019 (Kæra Akt ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 5. júní 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2007 (Kæra Aðalstöðvarinnar á ákvörðun Neytendastofu 12. júlí 2007 nr. 16/2007)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/1997 dags. 20. júní 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2003 dags. 7. apríl 2003[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2014 dags. 30. september 2014[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 17. janúar 2006 í máli nr. E-4/05[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. mars 2012 í máli nr. E-7/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. nóvember 2012 í máli nr. E-19/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 1. febrúar 2016 í máli nr. E-17/15[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 21. desember 2017 í máli nr. E-5/17[PDF]

Fara á yfirlit

Einkaleyfastofan

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 16/2004 dags. 13. september 2004[PDF]

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 2/2017 dags. 6. janúar 2017[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 12/2017 dags. 6. desember 2017[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 3/2018 dags. 12. apríl 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 5/2018 dags. 12. september 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 11/2018 dags. 26. nóvember 2018[PDF]

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 14/2018 dags. 28. nóvember 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 14/2018 dags. 12. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 15/2018 dags. 12. desember 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 15/2018 dags. 17. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 4/2019 dags. 31. janúar 2019[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 19. október 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-19/2015 dags. 29. júní 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2015 dags. 14. október 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2017 dags. 13. nóvember 2017[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-18/2020 dags. 25. mars 2021[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 19. október 2000 (Mörk sveitarfélaga til hafsins)[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 8/2022 dags. 22. september 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 4/2024 dags. 7. maí 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16080012 dags. 3. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR18010023 dags. 16. maí 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Forsætisráðuneytið

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 1/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 2/2016 dags. 12. desember 2016[HTML]

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 3/2016 dags. 12. desember 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. T-2/2008 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 24. september 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-238/2008 dags. 18. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-349/2007 dags. 10. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-176/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-175/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-351/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-350/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-344/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-321/2008 dags. 25. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-43/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-347/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-345/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-25/2011 dags. 7. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. T-1/2012 dags. 26. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-119/2011 dags. 11. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. T-1/2015 dags. 8. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-12/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-45/2015 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-93/2016 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-4/2017 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2017 dags. 14. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-66/2017 dags. 11. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-51/2018 dags. 25. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-85/2020 dags. 27. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-203/2023 dags. 14. apríl 2025[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-91/2021 dags. 28. maí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-400/2006 dags. 2. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-269/2008 dags. 25. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-400/2007 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-269/2008 dags. 9. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-135/2008 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-138/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-136/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-134/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-133/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. T-1/2009 dags. 20. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. T-2/2009 dags. 15. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-107/2008 dags. 18. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-108/2008 dags. 26. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-106/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-139/2010 dags. 9. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-3/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-67/2009 dags. 13. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-20/2010 dags. 15. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-19/2010 dags. 24. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-72/2010 dags. 17. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-71/2010 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-195/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-32/2010 dags. 21. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-184/2013 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-1/2014 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-73/2010 dags. 8. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-34/2010 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-197/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-84/2015 dags. 11. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. M-10/2015 dags. 13. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-175/2012 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-70/2010 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-86/2013 dags. 8. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-35/2010 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-36/2010 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-44/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-66/2015 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-43/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. T-1/2019 dags. 3. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-54/2018 dags. 10. desember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-426/2022 dags. 30. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-109/2023 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-65/2024 dags. 22. október 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-107/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-106/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-105/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. A-5/2007 dags. 3. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-31/2007 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-126/2008 dags. 6. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-26/2010 dags. 12. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-13/2014 dags. 31. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012 dags. 5. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-29/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-28/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-18/2018 dags. 12. mars 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. X-174/2021 dags. 11. október 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Z-44/2022 dags. 27. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-103/2023 dags. 25. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2025 dags. 31. október 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-803/2005 dags. 9. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-302/2006 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1997/2005 dags. 23. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1961/2004 dags. 27. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-562/2007 dags. 5. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2660/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1154/2007 dags. 1. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1451/2007 dags. 11. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2545/2008 dags. 9. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2501/2008 dags. 21. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2651/2007 dags. 19. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2946/2008 dags. 11. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4975/2009 dags. 29. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-411/2010 dags. 31. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1893/2009 dags. 18. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-144/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-712/2010 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-598/2011 dags. 29. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-515/2010 dags. 19. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-6/2011 dags. 20. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-24/2011 dags. 1. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1482/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1413/2011 dags. 22. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2012 dags. 16. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-176/2012 dags. 26. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-235/2013 dags. 29. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-971/2011 dags. 17. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-940/2013 dags. 13. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-175/2013 dags. 14. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1661/2013 dags. 29. september 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-8/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-512/2014 dags. 25. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-231/2014 dags. 25. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-234/2014 dags. 11. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-8/2014 dags. 22. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-377/2014 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-1/2014 dags. 16. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-409/2014 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-823/2014 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-109/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1165/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-423/2015 dags. 21. október 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-14/2015 dags. 13. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-2/2014 dags. 31. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-934/2016 dags. 3. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-86/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-934/2016 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-120/2017 dags. 13. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-13/2017 dags. 11. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-386/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1168/2018 dags. 28. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1131/2018 dags. 18. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1196/2018 dags. 7. janúar 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1791/2019 dags. 24. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-172/2019 dags. 25. júní 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-791/2020 dags. 26. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-3/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1381/2020 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-418/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3096/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2514/2019 dags. 26. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2406/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1529/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2174/2022 dags. 16. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-518/2018 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-900/2023 dags. 30. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-708/2022 dags. 7. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1559/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-232/2024 dags. 14. febrúar 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-1417/2023 dags. 28. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-936/2022 dags. 29. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1851/2022 dags. 30. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1864/2022 dags. 3. maí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-1862/2024 dags. 11. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1741/2024 dags. 23. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2402/2024 dags. 5. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4419/2005 dags. 15. mars 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7077/2005 dags. 4. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6833/2004 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4030/2005 dags. 26. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-63/2006 dags. 28. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2558/2005 dags. 24. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-366/2006 dags. 31. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10030/2004 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5191/2006 dags. 24. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7302/2005 dags. 14. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2831/2005 dags. 3. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1061/2006 dags. 31. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5998/2005 dags. 15. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2004 dags. 23. mars 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-84/2007 dags. 29. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3099/2006 dags. 20. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3120/2006 dags. 18. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-87/2007 dags. 8. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-81/2007 dags. 10. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1924/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-754/2006 dags. 12. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-519/2007 dags. 10. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6459/2007 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4705/2007 dags. 4. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4229/2007 dags. 5. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7124/2007 dags. 13. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-790/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-83/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4860/2007 dags. 1. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6569/2006 dags. 22. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4868/2007 dags. 9. maí 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4359/2007 dags. 28. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6639/2007 dags. 29. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4591/2006 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6979/2007 dags. 3. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6978/2007 dags. 3. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6780/2007 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4393/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4705/2007 dags. 11. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3322/2008 dags. 25. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-266/2008 dags. 2. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3605/2008 dags. 12. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2521/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2568/2008 dags. 10. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8652/2007 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6834/2007 dags. 29. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5371/2008 dags. 29. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5370/2008 dags. 29. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11612/2008 dags. 9. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-521/2007 dags. 30. júní 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-32/2009 dags. 9. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-50/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-49/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1172/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1094/2009 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6161/2009 dags. 3. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7937/2009 dags. 3. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5270/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8656/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-379/2009 dags. 26. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10837/2009 dags. 30. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-27/2010 dags. 7. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7160/2009 dags. 1. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9054/2009 dags. 11. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13240/2009 dags. 25. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1175/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-182/2010 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-455/2010 dags. 8. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2960/2010 dags. 10. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11595/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8576/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8524/2009 dags. 3. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4840/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12331/2009 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3344/2010 dags. 2. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5466/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-86/2010 dags. 24. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-40/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1176/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5474/2010 dags. 29. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2011 dags. 31. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-262/2010 dags. 16. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5553/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-54/2011 dags. 7. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7449/2010 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2010 dags. 28. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-116/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2011 dags. 18. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-577/2010 dags. 25. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4759/2010 dags. 20. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1452/2011 dags. 6. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-168/2010 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-144/2011 dags. 16. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2893/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3219/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-70/2012 dags. 31. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4284/2011 dags. 25. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-455/2011 dags. 13. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-452/2011 dags. 5. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4137/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2577/2011 dags. 9. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-157/2011 dags. 16. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4193/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-149/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2150/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1184/2012 dags. 18. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-711/2011 dags. 14. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-572/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-118/2011 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-193/2010 dags. 21. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4635/2011 dags. 28. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4634/2011 dags. 28. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4633/2011 dags. 28. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3267/2012 dags. 21. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2302/2012 dags. 29. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-224/2013 dags. 3. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-3/2013 dags. 10. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4416/2012 dags. 23. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-663/2013 dags. 4. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1785/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3788/2012 dags. 29. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-19/2013 dags. 13. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-58/2013 dags. 15. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-1/2013 dags. 20. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-646/2012 dags. 22. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2011 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2762/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-35/2013 dags. 10. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-2/2013 dags. 26. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1013/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2957/2013 dags. 11. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2838/2012 dags. 2. maí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5181/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-644/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-55/2013 dags. 26. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 4. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-159/2013 dags. 11. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-85/2014 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2919/2013 dags. 16. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-99/2013 dags. 16. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1215/2013 dags. 4. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-153/2014 dags. 15. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2925/2013 dags. 15. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4443/2012 dags. 10. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3615/2013 dags. 16. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-150/2013 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5225/2013 dags. 7. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5224/2013 dags. 7. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2923/2013 dags. 14. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2415/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2572/2014 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-618/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-443/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-821/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2014 dags. 16. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2789/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1671/2014 dags. 20. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3528/2014 dags. 8. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5106/2014 dags. 12. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-147/2013 dags. 16. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3157/2014 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2073/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2011/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3424/2012 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-291/2015 dags. 17. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1601/2013 dags. 24. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11/2014 dags. 28. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-363/2014 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4714/2014 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4731/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-192/2014 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-264/2015 dags. 22. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5097/2014 dags. 6. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2248/2014 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-256/2015 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2015 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-18/2014 dags. 15. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-299/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3924/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3441/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-4/2015 dags. 15. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-821/2015 dags. 30. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3689/2015 dags. 8. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2746/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4210/2014 dags. 25. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3625/2015 dags. 27. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-141/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-140/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-5/2014 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-4/2014 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-142/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1020/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2495/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-123/2011 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-9/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-8/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-6/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-968/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2462/2016 dags. 2. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-776/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-556/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4971/2014 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2766/2012 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2017 dags. 26. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1593/2016 dags. 27. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1244/2016 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-311/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-77/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-192/2014 dags. 21. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2926/2016 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1277/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3837/2016 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-3/2017 dags. 2. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-145/2017 dags. 16. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2175/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1124/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2425/2017 dags. 16. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2148/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1504/2017 dags. 28. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3071/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-599/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1252/2017 dags. 11. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-769/2017 dags. 12. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2113/2017 dags. 19. júní 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3628/2016 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-6/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-5/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3315/2017 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2159/2017 dags. 16. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-404/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1275/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1111/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1110/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-287/2018 dags. 7. desember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-12/2018 dags. 18. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-709/2018 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-537/2018 dags. 8. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-803/2018 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1245/2017 dags. 18. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2018 dags. 19. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 25. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3246/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4055/2017 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2014 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-901/2018 dags. 16. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1762/2018 dags. 7. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1023/2017 dags. 20. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2088/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-206/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2970/2017 dags. 26. júní 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-1/2019 dags. 5. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2410/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2409/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2408/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-406/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-455/2019 dags. 20. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3214/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-132/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2449/2018 dags. 31. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5634/2019 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6706/2019 dags. 24. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1813/2018 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2377/2020 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-677/2020 dags. 15. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5060/2020 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5126/2020 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1757/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7981/2020 dags. 13. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5418/2020 dags. 28. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 8. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3250/2018 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8268/2020 dags. 3. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7774/2020 dags. 21. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1085/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-585/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7986/2020 dags. 17. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8089/2020 dags. 21. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5076/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7223/2020 dags. 7. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4309/2020 dags. 22. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-762/2021 dags. 11. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 11. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5093/2021 dags. 19. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4037/2021 dags. 31. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2021 dags. 31. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5744/2020 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4077/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-1432/2022 dags. 26. ágúst 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4189/2021 dags. 2. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1853/2022 dags. 19. desember 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2134/2021 dags. 20. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5744/2020 dags. 21. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2577/2022 dags. 9. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3839/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3639/2022 dags. 31. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5978/2022 dags. 25. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3922/2021 dags. 4. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4754/2022 dags. 30. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4871/2022 dags. 13. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3267/2021 dags. 5. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2021 dags. 23. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5415/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1722/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-682/2022 dags. 9. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3714/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3713/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3712/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3711/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3710/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3708/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3707/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3706/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3705/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3704/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3703/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3702/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4169/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4168/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4167/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4166/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3455/2023 dags. 27. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8286/2020 dags. 22. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2134/2021 dags. 23. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4038/2022 dags. 19. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6733/2023 dags. 20. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-381/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6207/2023 dags. 5. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6857/2023 dags. 9. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6978/2023 dags. 17. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3846/2022 dags. 24. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3861/2023 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4346/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4347/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4348/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3742/2022 dags. 2. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2283/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6055/2024 dags. 14. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7760/2023 dags. 16. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7768/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7769/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7770/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7771/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7772/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7773/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7774/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3629/2022 dags. 22. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4845/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7026/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-285/2005 dags. 3. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-122/2005 dags. 5. maí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-3/2006 dags. 15. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-498/2005 dags. 18. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-600/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-499/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-463/2005 dags. 3. ágúst 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-493/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-492/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-495/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-494/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-491/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-490/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-486/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-534/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-532/2005 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-487/2005 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-496/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-333/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-1/2006 dags. 15. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-533/2006 dags. 14. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-308/2006 dags. 3. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-1/2007 dags. 4. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-3/2007 dags. 22. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-4/2007 dags. 21. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-298/2007 dags. 11. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-5/2007 dags. 22. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-157/2007 dags. 10. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-113/2007 dags. 10. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-660/2007 dags. 29. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-1/2008 dags. 1. ágúst 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-1/2008 dags. 7. október 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-15/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-261/2008 dags. 28. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-13/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-12/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-2/2008 dags. 18. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-737/2008 dags. 27. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-83/2008 dags. 6. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-298/2007 dags. 16. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-913/2008 dags. 2. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-385/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1055/2009 dags. 14. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-146/2010 dags. 24. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-14/2011 dags. 23. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-296/2011 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-54/2011 dags. 28. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-336/2011 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-343/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-2/2012 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-39/2012 dags. 22. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-184/2013 dags. 26. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-89/2014 dags. 31. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-192/2013 dags. 18. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-184/2013 dags. 24. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. X-1/2015 dags. 24. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. X-2/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-20/2016 dags. 4. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-251/2016 dags. 26. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-3/2018 dags. 17. júlí 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-60/2019 dags. 20. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-750/2019 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-784/2020 dags. 14. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-478/2022 dags. 11. janúar 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-695/2023 dags. 23. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-50/2024 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-575/2024 dags. 14. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-612/2023 dags. 9. maí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. T-1/2006 dags. 31. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Ö-1/2008 dags. 24. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-42/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-211/2009 dags. 15. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-17/2018 dags. 16. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-30/2024 dags. 22. apríl 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-356/2005 dags. 10. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2006 dags. 14. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2006 dags. 12. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-379/2005 dags. 14. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-5/2008 dags. 16. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-4/2008 dags. 16. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-349/2008 dags. 20. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-364/2008 dags. 14. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-426/2008 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-116/2012 dags. 9. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-69/2014 dags. 28. október 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-95/2013 dags. 13. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2013 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-95/2013 dags. 21. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. T-2/2017 dags. 6. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-132/2015 dags. 28. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-8/2017 dags. 21. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-140/2016 dags. 17. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-53/2017 dags. 19. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-81/2017 dags. 8. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-66/2017 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-65/2017 dags. 22. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-70/2017 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-56/2019 dags. 4. mars 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-218/2019 dags. 28. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-64/2017 dags. 6. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-78/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-76/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-162/2020 dags. 24. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-72/2021 dags. 16. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-70/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-275/2021 dags. 8. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-123/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-122/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-126/2020 dags. 11. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-86/2018 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-85/2018 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-14/2019 dags. 24. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-140/2022 dags. 15. mars 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-182/2023 dags. 31. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-87/2018 dags. 29. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-167/2023 dags. 22. mars 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. T-287/2024 dags. 28. janúar 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Hugverkastofan

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 15/2019 dags. 20. desember 2019[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 2/2020 dags. 28. febrúar 2020[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 14/2025 dags. 4. júlí 2025[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 17/2025 dags. 10. október 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR10121590 dags. 29. júní 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15080102 dags. 29. júlí 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 68/1995 dags. 21. febrúar 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/1996 dags. 21. mars 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 83/1996 dags. 15. mars 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 14/1998 dags. 27. maí 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/1998 dags. 6. ágúst 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 48/1998 dags. 9. desember 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 62/1998 dags. 21. desember 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 3/1999 dags. 5. maí 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 37/1999 dags. 1. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 38/2003 dags. 4. mars 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/2003 dags. 4. mars 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 54/2003 dags. 4. mars 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 13/2004 dags. 16. júní 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 16/2004 dags. 9. júlí 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 44/2004 dags. 20. desember 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 48/2004 dags. 20. desember 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 32/2005 dags. 26. júlí 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 30/2005 dags. 23. desember 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 44/2005 dags. 23. desember 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 46/2005 dags. 13. febrúar 2006[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 25/2006 dags. 13. september 2006[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 38/2006 dags. 8. desember 2006[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/2010 dags. 26. maí 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 4/2010 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 18/2011 dags. 22. september 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 10/2016 dags. 5. október 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 14/2016 dags. 14. október 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 43/2016 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 41/2016 dags. 17. maí 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 109/2019 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 6/2020 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 7/2020 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 56/2020 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 148/2020 dags. 27. apríl 2021[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 1/2022 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 17/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 16/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 11/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2020 í máli nr. KNU19120023 dags. 25. mars 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 138/2018 dags. 21. febrúar 2018 (Söluskáli á Seltjarnarnesi)[HTML][PDF]

Lrú. 187/2018 dags. 22. mars 2018[HTML][PDF]

Lrú. 197/2018 dags. 10. apríl 2018[HTML][PDF]

Lrú. 301/2018 dags. 11. apríl 2018[HTML][PDF]

Lrú. 661/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML][PDF]

Lrú. 660/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML][PDF]

Lrú. 662/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML][PDF]

Lrú. 480/2018 dags. 3. september 2018[HTML][PDF]

Lrú. 644/2018 dags. 13. september 2018 (Yfirlýsing um að virða erfðaskrá)[HTML][PDF]

Lrd. 307/2018 dags. 26. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 492/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 747/2018 dags. 7. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 507/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 344/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 90/2018 dags. 14. febrúar 2019 (Marple)[HTML][PDF]

Lrd. 447/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 468/2018 dags. 28. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 540/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 565/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrd. 780/2018 dags. 3. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 894/2018 dags. 17. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 466/2018 dags. 31. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 647/2018 dags. 7. júní 2019 (Norðurturninn)[HTML][PDF]
Niðurstaða þessa dóms varð staðfest af Hæstarétti í Hrd. nr. 39/2019 dags. 4. júní 2020 (Norðurturninn).
Lrd. 884/2018 dags. 7. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 886/2018 dags. 7. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 885/2018 dags. 7. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 700/2018 dags. 14. júní 2019[HTML][PDF]

Lrú. 424/2019 dags. 21. júní 2019[HTML][PDF]

Lrú. 361/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 321/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 549/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML][PDF]

Lrú. 461/2019 dags. 3. september 2019[HTML][PDF]

Lrú. 562/2019 dags. 4. september 2019[HTML][PDF]

Lrd. 634/2018 dags. 27. september 2019[HTML][PDF]

Lrú. 553/2019 dags. 30. september 2019[HTML][PDF]

Lrd. 97/2019 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 691/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 251/2019 dags. 13. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 10/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 845/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 852/2019 dags. 20. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 559/2018 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 782/2019 dags. 4. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 15/2020 dags. 5. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 10/2020 dags. 6. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 263/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 334/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 28/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 920/2018 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 287/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 286/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 261/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 441/2019 dags. 13. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 54/2020 dags. 26. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 387/2019 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 291/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 119/2020 dags. 17. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 176/2020 dags. 29. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 264/2020 dags. 6. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 563/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 268/2020 dags. 23. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 299/2020 dags. 24. júní 2020[HTML][PDF]

Lrd. 140/2018 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 437/2020 dags. 16. júlí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 70/2020 dags. 18. ágúst 2020[HTML][PDF]

Lrú. 362/2020 dags. 27. ágúst 2020[HTML][PDF]

Lrú. 377/2020 dags. 10. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 284/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 190/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 184/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 63/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrú. 400/2020 dags. 5. október 2020[HTML][PDF]

Lrú. 451/2020 dags. 15. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 440/2019 dags. 16. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 322/2019 dags. 16. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 588/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 444/2019 dags. 30. október 2020

Lrd. 274/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 421/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 600/2020 dags. 1. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 239/2019 dags. 4. desember 2020 (Kaupauki)[HTML][PDF]

Lrú. 598/2020 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 883/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 732/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 731/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 733/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 618/2020 dags. 5. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrú. 669/2020 dags. 19. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 824/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrú. 40/2021 dags. 3. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 739/2019 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 604/2019 dags. 19. mars 2021 (CLN)[HTML][PDF]

Lrd. 42/2020 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 85/2021 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 781/2019 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 312/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 166/2021 dags. 14. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrd. 444/2019 dags. 23. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 215/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrd. 104/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 200/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 197/2020 dags. 11. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 189/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 190/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 206/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 295/2021 dags. 21. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 186/2020 dags. 23. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 359/2021 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 351/2021 dags. 16. september 2021[HTML][PDF]

Lrd. 397/2020 dags. 8. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 383/2021 dags. 11. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 426/2020 dags. 15. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 417/2020 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 413/2020 dags. 29. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 266/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 468/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 383/2021 dags. 16. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 470/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 590/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 677/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 691/2021 dags. 6. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 749/2021 dags. 10. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 20/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 628/2020 dags. 28. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 659/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 753/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 6/2022 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 781/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 686/2020 dags. 25. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 452/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 160/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 133/2022 dags. 27. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 36/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 490/2020 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 725/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 335/2022 dags. 21. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 438/2020 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 452/2020 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 466/2022 dags. 9. september 2022[HTML][PDF]

Lrd. 780/2021 dags. 14. október 2022[HTML][PDF]

Lrú. 547/2022 dags. 19. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 480/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 515/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 514/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 488/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 652/2021 dags. 3. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 30/2023 dags. 14. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 197/2023 dags. 23. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 97/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 753/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 686/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 213/2022 dags. 31. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 7/2023 dags. 13. apríl 2023[HTML][PDF]

Lrd. 37/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 18/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 79/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 248/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 217/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 556/2023 dags. 4. september 2023[HTML][PDF]

Lrú. 514/2023 dags. 7. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 266/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrú. 572/2023 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 400/2022 dags. 12. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 273/2022 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 333/2022 dags. 3. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 253/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 256/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 255/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 258/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 254/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 257/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 570/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 476/2022 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 549/2022 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 791/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 885/2023 dags. 27. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 224/2023 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Lrú. 158/2024 dags. 23. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrú. 638/2022 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrd. 734/2022 dags. 10. maí 2024[HTML][PDF]

Lrú. 285/2024 dags. 10. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 547/2023 dags. 17. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 300/2023 dags. 24. maí 2024[HTML][PDF]

Lrú. 285/2024 dags. 28. maí 2024[HTML]

Lrd. 77/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 432/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 433/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 431/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 430/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 285/2023 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 296/2024 dags. 25. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 456/2024 dags. 25. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 279/2024 dags. 26. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 595/2024 dags. 4. september 2024[HTML][PDF]

Lrú. 511/2024 dags. 9. september 2024[HTML][PDF]

Lrú. 622/2024 dags. 30. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 516/2022 dags. 3. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 263/2023 dags. 3. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 41/2023 dags. 10. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 40/2023 dags. 10. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 595/2023 dags. 31. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 604/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 732/2023 dags. 21. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 638/2022 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 489/2023 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 766/2023 dags. 5. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 554/2023 dags. 5. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 857/2023 dags. 5. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 768/2024 dags. 5. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 470/2023 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 921/2024 dags. 17. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 1016/2024 dags. 27. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 549/2023 dags. 6. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 535/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 1010/2024 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 100/2024 dags. 27. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 75/2025 dags. 4. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 878/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 839/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 261/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 260/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 253/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 258/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 256/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 259/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 257/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 255/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 254/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 127/2025 dags. 7. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 108/2025 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 178/2025 dags. 5. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 302/2025 dags. 19. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 246/2025 dags. 26. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 489/2023 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 464/2024 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 270/2025 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 453/2024 dags. 23. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 530/2025 dags. 28. ágúst 2025[HTML][PDF]

Lrú. 463/2025 dags. 12. september 2025[HTML][PDF]

Lrú. 444/2025 dags. 19. september 2025[HTML][PDF]

Lrd. 507/2024 dags. 25. september 2025[HTML][PDF]

Lrd. 280/2024 dags. 16. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 524/2024 dags. 16. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 237/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 238/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 239/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 656/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 902/2024 dags. 20. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 820/2025 dags. 26. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 864/2024 dags. 4. desember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 782/2025 dags. 11. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Ákvörðun MDE Ioffe gegn Georgíu dags. 4. febrúar 2025 (21487/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Tarjoianu gegn Rúmeníu dags. 4. febrúar 2025 (36150/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Kerékgyártó og Póka gegn Ungverjalandi dags. 4. febrúar 2025 (42444/17 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Tulokas og Taipale gegn Finnlandi dags. 4. febrúar 2025 (5854/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Pavušek Rakarić gegn Króatíu dags. 4. febrúar 2025 (21371/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Aydin o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. febrúar 2025 (27603/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Farrugia gegn Möltu dags. 4. febrúar 2025 (5870/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Buja gegn Litháen dags. 4. febrúar 2025 (17124/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Orthodox Christian Church o.fl. gegn Búlgaríu dags. 4. febrúar 2025 (31387/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Ujhazi gegn Króatíu dags. 4. febrúar 2025 (49817/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Ercan o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. febrúar 2025 (50763/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE X og Y gegn Serbíu dags. 4. febrúar 2025 (25384/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Ashraf o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (1653/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Smarandache o.fl. gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (11688/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Aliyev gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (12514/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Frank o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (15178/19 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Hasar Ltd gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (17964/14)[HTML]

Ákvörðun MDE Zaitouni o.fl. gegn Frakklandi dags. 6. febrúar 2025 (33041/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Farkas o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (38857/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Babayev og Malikov gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (39469/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ivanidis o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (52080/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Abdullazade o.fl. gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (57679/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Božičnik gegn Slóveníu dags. 6. febrúar 2025 (1703/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Otiak Cjsc gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (2512/15 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ferreira Leal Correia gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (16110/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Peshkopia og Talipi gegn Albaníu dags. 6. febrúar 2025 (16351/15)[HTML]

Ákvörðun MDE Kiss gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (19385/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Potoma o.fl. gegn Slóvakíu dags. 6. febrúar 2025 (20476/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Bajrović o.fl. gegn Montenegró dags. 6. febrúar 2025 (28019/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Thill o.fl. gegn Belgíu dags. 6. febrúar 2025 (31559/12 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Mitran gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (39139/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Zorba gegn Albaníu dags. 6. febrúar 2025 (40224/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Demir gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (60741/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Dimitrijević o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (3653/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Keskin gegn Norður-Makedóníu dags. 6. febrúar 2025 (6865/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Zsargó o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (11635/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Fürst o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (14995/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Fitouri o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (18838/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Boteanu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (19780/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Panagiari o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (26524/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Liguori gegn Ítalíu dags. 6. febrúar 2025 (26637/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Kovačević o.fl. gegn Montenegró dags. 6. febrúar 2025 (30824/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Pala gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (43545/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Uçankan gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (44616/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Artashesyan gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (69464/14)[HTML]

Ákvörðun MDE Martins Miranda Póvoa o.fl. gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (5088/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Zubachyk og Bakanov gegn Úkraínu dags. 6. febrúar 2025 (10242/15 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Tenke o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (14268/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Watad gegn Þýskalandi dags. 6. febrúar 2025 (16013/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Bağci gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (18350/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Li̇ste gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (21747/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Uzun o.fl. gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (25922/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Busch og Habi gegn Frakklandi dags. 6. febrúar 2025 (28702/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ristić o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (34608/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Gomes Da Costa o.fl. gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (42782/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Półtorak-Libura o.fl. gegn Póllandi dags. 6. febrúar 2025 (43211/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Kremmydas gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (54725/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Călin Georgescu gegn Rúmeníu dags. 11. febrúar 2025 (37327/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Kotnik og Jukič gegn Slóveníu dags. 11. febrúar 2025 (56605/19 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Duarte gegn Rúmeníu dags. 11. febrúar 2025 (53521/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Palfreeman gegn Búlgaríu dags. 11. febrúar 2025 (6035/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Poteryayev gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (2172/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Fadeyev gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (12705/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Krivenko o.fl. gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (40332/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Naboko gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (15160/21)[HTML]

Ákvörðun MDE A.B. gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (37702/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Baksheyeva gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (48407/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Polverini gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (56876/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Kiaček gegn Slóvakíu dags. 13. febrúar 2025 (6251/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Bernardini o.fl. gegn Ítalíu dags. 13. febrúar 2025 (20507/07 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Klimov gegn Úkraínu dags. 13. febrúar 2025 (70105/13)[HTML]

Ákvörðun MDE Brož gegn Tékklandi dags. 13. febrúar 2025 (11216/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Elcomat D.O.O. gegn Króatíu dags. 25. febrúar 2025 (18510/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Sigalova gegn Tyrklandi dags. 25. febrúar 2025 (20079/15)[HTML]

Ákvörðun MDE Union Of Atheists gegn Grikklandi dags. 25. febrúar 2025 (11130/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Adiyaman gegn Tyrklandi dags. 25. febrúar 2025 (20687/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Zurabiani gegn Georgíu dags. 25. febrúar 2025 (22266/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Fullani o.fl. gegn Albaníu dags. 25. febrúar 2025 (37211/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Association Of Orthodox Ecclesiastical Obedience o.fl. gegn Grikklandi dags. 25. febrúar 2025 (52104/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Menéndez Ramiréz gegn Portúgal dags. 27. febrúar 2025 (10462/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Miltenović og Tanasković gegn Serbíu dags. 27. febrúar 2025 (20014/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE M.House S.R.O. gegn Slóvakíu dags. 27. febrúar 2025 (21375/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Pinheiro Pereira gegn Portúgal dags. 27. febrúar 2025 (28486/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Quaresma De Jesus gegn Portúgal dags. 27. febrúar 2025 (42638/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Modafferi o.fl. gegn Ítalíu dags. 27. febrúar 2025 (46207/07 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE William Hinton & Sons, Lda. gegn Portúgal dags. 27. febrúar 2025 (51641/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Szőlősi gegn Ungverjalandi dags. 27. febrúar 2025 (6585/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Ramsoender gegn Hollandi dags. 27. febrúar 2025 (6628/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Tunçkol gegn Tyrklandi dags. 27. febrúar 2025 (9949/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Illés o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 27. febrúar 2025 (10896/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Muradli gegn Aserbaísjan dags. 27. febrúar 2025 (14717/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Ivanova og Vasilev gegn Serbíu dags. 27. febrúar 2025 (16240/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Altuntepe o.fl. gegn Tyrklandi dags. 27. febrúar 2025 (21166/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ács o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 27. febrúar 2025 (23956/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Martins Dos Santos gegn Portúgal dags. 27. febrúar 2025 (25248/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Sokół gegn Póllandi dags. 27. febrúar 2025 (29826/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Luca gegn Moldóvu dags. 27. febrúar 2025 (39466/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Molnár gegn Slóvakíu dags. 27. febrúar 2025 (42148/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Sokołowski gegn Póllandi dags. 27. febrúar 2025 (52771/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Hunyadi o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 27. febrúar 2025 (10691/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Siroćuk o.fl. gegn Serbíu dags. 27. febrúar 2025 (14903/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Alishov gegn Aserbaísjan dags. 27. febrúar 2025 (15545/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Losó gegn Ungverjalandi dags. 27. febrúar 2025 (18413/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Moreira Teixeira gegn Portúgal dags. 27. febrúar 2025 (25491/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Gaziyev o.fl. gegn Aserbaísjan dags. 27. febrúar 2025 (32543/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Metzker o.fl. gegn Rúmeníu dags. 27. febrúar 2025 (43481/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Papp o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 27. febrúar 2025 (14271/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Görgel gegn Tyrklandi dags. 27. febrúar 2025 (35054/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Matias Carvalho gegn Portúgal dags. 27. febrúar 2025 (43307/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Karaiskos gegn Grikklandi dags. 27. febrúar 2025 (53499/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Bilma S.R.L. gegn Ítalíu dags. 27. febrúar 2025 (57439/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Młynarska og Mlynarski gegn Póllandi dags. 27. febrúar 2025 (62113/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Aydi̇n gegn Tyrklandi dags. 27. febrúar 2025 (18493/21)[HTML]

Dómur MDE Ganhão gegn Portúgal dags. 4. mars 2025 (23143/19)[HTML]

Dómur MDE Stojević gegn Króatíu dags. 4. mars 2025 (39852/20)[HTML]

Dómur MDE Davidović gegn Serbíu dags. 4. mars 2025 (46198/18)[HTML]

Dómur MDE Milashina o.fl. gegn Rússlandi dags. 4. mars 2025 (75000/17)[HTML]

Dómur MDE Girginova gegn Búlgaríu dags. 4. mars 2025 (4326/18)[HTML]

Dómur MDE Pápics o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 4. mars 2025 (13727/20 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Radanović gegn Serbíu dags. 4. mars 2025 (27794/16)[HTML]

Dómur MDE Buzatu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 4. mars 2025 (9759/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Sciortino og Vella gegn Möltu dags. 4. mars 2025 (25915/23)[HTML]

Dómur MDE Rigó gegn Ungverjalandi dags. 4. mars 2025 (54953/21)[HTML]

Dómur MDE K.M. gegn Norður-Makedóníu dags. 4. mars 2025 (59144/16)[HTML]

Dómur MDE Eli̇bol o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. mars 2025 (59648/16 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Schwarz gegn Þýskalandi dags. 4. mars 2025 (10100/16 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Giudice o.fl. gegn Grikklandi dags. 4. mars 2025 (29017/18)[HTML]

Dómur MDE Petruk o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (636/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Shalina gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (17908/20)[HTML]

Dómur MDE Voytenko o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (34181/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Banca Sistema S.P.A. gegn Ítalíu dags. 6. mars 2025 (41796/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Kondratyev o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (42508/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gorše gegn Slóveníu dags. 6. mars 2025 (47186/21)[HTML]

Dómur MDE F.B. gegn Belgíu dags. 6. mars 2025 (47836/21)[HTML]

Dómur MDE Korostelev o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (82352/17 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Garand o.fl. gegn Frakklandi dags. 6. mars 2025 (2474/21)[HTML]

Dómur MDE Zakharov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (3292/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Bunyakin o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (7691/15 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Mkrtchyan o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (34801/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Lubin og Isakov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (39476/21)[HTML]

Dómur MDE Yalakov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (2945/18 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Loginov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (10618/19)[HTML]

Dómur MDE T.A. gegn Sviss dags. 6. mars 2025 (13437/22)[HTML]

Dómur MDE Dubinin gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (16334/20)[HTML]

Dómur MDE Chemurziyeva o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (16678/17 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Ibrahim gegn Aserbaísjan dags. 6. mars 2025 (17359/16)[HTML]

Dómur MDE Zatynayko o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (21514/18 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Yegorov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (22584/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Hasani gegn Svíþjóð dags. 6. mars 2025 (35950/20)[HTML]

Dómur MDE Lakatos o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. mars 2025 (36138/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Tokar gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (38268/15)[HTML]

Dómur MDE Kolyasnikov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (39776/15 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Chatinyan o.fl. gegn Armeníu dags. 6. mars 2025 (70173/14)[HTML]

Dómur MDE Fljyan gegn Armeníu dags. 6. mars 2025 (4414/15)[HTML]

Dómur MDE Monteiro og Trinta Santos gegn Portúgal dags. 6. mars 2025 (40620/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gordiyenok og Turpulkhanov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (47120/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Navalnyy og Ooo Zp gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (62670/12 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gnezdov gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (68596/11)[HTML]

Dómur MDE Monseur gegn Belgíu dags. 6. mars 2025 (77976/14)[HTML]

Ákvörðun MDE Varitek, Tov gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (7622/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Tosi gegn Ítalíu dags. 6. mars 2025 (8238/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Meszkes gegn Póllandi dags. 6. mars 2025 (11560/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Štěrbová gegn Tékklandi dags. 6. mars 2025 (16517/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Číž og Lindovská gegn Tékklandi dags. 6. mars 2025 (1557/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Florini gegn Ítalíu dags. 6. mars 2025 (5343/15)[HTML]

Ákvörðun MDE Polisciano gegn Ítalíu dags. 6. mars 2025 (60707/11)[HTML]

Dómur MDE Aytaj Ahmadova gegn Aserbaísjan dags. 11. mars 2025 (30551/18)[HTML]

Dómur MDE Amirov gegn Aserbaísjan dags. 11. mars 2025 (55642/16)[HTML]

Ákvörðun MDE Nousiainen gegn Finnlandi dags. 11. mars 2025 (24031/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Blagojević gegn Króatíu dags. 11. mars 2025 (25906/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Alneel gegn Noregi dags. 11. mars 2025 (14368/22)[HTML]

Dómur MDE Derdin gegn Úkraínu dags. 13. mars 2025 (59204/13)[HTML]

Dómur MDE Butkevych og Zakrevska gegn Úkraínu dags. 13. mars 2025 (59884/13)[HTML]

Dómur MDE Calvez gegn Frakklandi dags. 13. mars 2025 (27313/21)[HTML]

Dómur MDE Vyacheslavova o.fl. gegn Úkraínu dags. 13. mars 2025 (39553/16 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE F.S.M. gegn Spáni dags. 13. mars 2025 (56712/21)[HTML]

Dómur MDE Krátky gegn Slóvakíu dags. 13. mars 2025 (59217/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Radovanović o.fl. gegn Serbíu dags. 13. mars 2025 (195/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Tsakas gegn Grikklandi dags. 13. mars 2025 (17899/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Gheorghiu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 13. mars 2025 (25951/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Stan gegn Rúmeníu dags. 13. mars 2025 (29382/15)[HTML]

Ákvörðun MDE Dumortier gegn Montenegró dags. 13. mars 2025 (34894/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Travančić og Tešija gegn Króatíu dags. 13. mars 2025 (37137/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Mansvelt gegn Belgíu dags. 13. mars 2025 (43212/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Łysień gegn Póllandi dags. 13. mars 2025 (51043/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Fuqi o.fl. gegn Grikklandi dags. 13. mars 2025 (56913/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Suleymanova gegn Aserbaísjan dags. 13. mars 2025 (57774/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Shirazi gegn Póllandi dags. 13. mars 2025 (71063/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Karsikis gegn Grikklandi dags. 13. mars 2025 (127/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Schwartz gegn Rúmeníu dags. 13. mars 2025 (6870/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Șuteu gegn Rúmeníu dags. 13. mars 2025 (10370/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Gasiński og Maziarz gegn Póllandi dags. 13. mars 2025 (11126/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Stankovska o.fl. gegn Norður-Makedóníu dags. 13. mars 2025 (11951/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Abilli gegn Aserbaísjan dags. 13. mars 2025 (12506/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Román o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 13. mars 2025 (13953/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Androvicz o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 13. mars 2025 (18110/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Vats o.fl. gegn Úkraínu dags. 13. mars 2025 (18372/15 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Szabó o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 13. mars 2025 (19843/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Triska o.fl. gegn Úkraínu dags. 13. mars 2025 (20239/16 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Vesta Nuova Doo gegn Montenegró dags. 13. mars 2025 (25359/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Hofstede o.fl. gegn Hollandi dags. 13. mars 2025 (26424/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Jurgo gegn Litháen dags. 13. mars 2025 (35950/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Karoly gegn Rúmeníu dags. 13. mars 2025 (45934/16)[HTML]

Ákvörðun MDE Nalbanti-Dimoska og Stojanovski gegn Norður-Makedóníu dags. 13. mars 2025 (54213/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Cecchetti o.fl. gegn San Marínó dags. 13. mars 2025 (55261/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Stojanovska o.fl. gegn Norður-Makedóníu dags. 13. mars 2025 (2472/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Terzić gegn Montenegró dags. 13. mars 2025 (4842/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Farziyev o.fl. gegn Aserbaísjan dags. 13. mars 2025 (5192/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Markulin Ivančić o.fl. gegn Króatíu dags. 13. mars 2025 (7128/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Brito Barreira Guedes o.fl. gegn Portúgal dags. 13. mars 2025 (8851/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Boledovič gegn Slóvakíu dags. 13. mars 2025 (25357/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Rusu gegn Moldóvu dags. 13. mars 2025 (29015/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Lerik o.fl. gegn Serbíu dags. 13. mars 2025 (31934/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Babayev gegn Aserbaísjan dags. 13. mars 2025 (35363/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Korać gegn Serbíu dags. 13. mars 2025 (39157/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Burduşa o.fl. gegn Rúmeníu dags. 13. mars 2025 (48408/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Milošević gegn Serbíu dags. 13. mars 2025 (10152/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Fehér o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 13. mars 2025 (22245/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Roullet-Sanches gegn Frakklandi dags. 13. mars 2025 (23864/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Ádám o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 13. mars 2025 (24475/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Vér o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 13. mars 2025 (30606/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Ziouche Mansouri gegn Frakklandi dags. 13. mars 2025 (33057/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Moraru og Alahmad gegn Grikklandi dags. 13. mars 2025 (33440/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Danushi o.fl. gegn Albaníu dags. 13. mars 2025 (33547/08)[HTML]

Ákvörðun MDE Ilko og Mukhina gegn Úkraínu dags. 13. mars 2025 (34038/16 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Miałkowski gegn Póllandi dags. 13. mars 2025 (42525/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Mastaliyev o.fl. gegn Aserbaísjan dags. 13. mars 2025 (53537/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Tadić gegn Króatíu dags. 18. mars 2025 (31038/20)[HTML]

Dómur MDE Şi̇mşek gegn Tyrklandi dags. 18. mars 2025 (23926/20)[HTML]

Dómur MDE Mustafa Aydin gegn Tyrklandi dags. 18. mars 2025 (6696/20)[HTML]

Dómur MDE Farhad Mehdiyev gegn Aserbaísjan dags. 18. mars 2025 (36057/18)[HTML]

Dómur MDE Brd - Groupe Société Générale S.A. gegn Rúmeníu dags. 18. mars 2025 (38798/13)[HTML]

Dómur MDE Miklić gegn Króatíu dags. 18. mars 2025 (42613/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Custódia gegn Portúgal dags. 18. mars 2025 (37962/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Comunidade Israelita Do Porto/Comunidade Judaica Do Porto gegn Portúgal dags. 18. mars 2025 (40239/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Gözütok gegn Tyrklandi dags. 18. mars 2025 (41412/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Costa Da Silva og Valadares E Sousa gegn Portúgal dags. 18. mars 2025 (41069/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Petrela o.fl. gegn Albaníu dags. 18. mars 2025 (18948/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Moustakas gegn Grikklandi dags. 18. mars 2025 (42570/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Iurcovschi o.fl. gegn Moldóvu dags. 18. mars 2025 (44069/14)[HTML]

Dómur MDE Tymoshenko gegn Úkraínu dags. 20. mars 2025 (26951/23)[HTML]

Dómur MDE Semchuk o.fl. gegn Úkraínu dags. 20. mars 2025 (42589/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Onishchenko gegn Úkraínu dags. 20. mars 2025 (33188/17)[HTML]

Dómur MDE Khomenko o.fl. gegn Úkraínu dags. 20. mars 2025 (37710/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Botticelli o.fl. gegn Ítalíu dags. 20. mars 2025 (3272/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Romano o.fl. gegn Ítalíu dags. 20. mars 2025 (25191/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Poulopoulos gegn Grikklandi dags. 20. mars 2025 (27936/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Krupnyk gegn Úkraínu dags. 20. mars 2025 (16505/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Rozenblat gegn Úkraínu dags. 20. mars 2025 (77559/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Žalud gegn Tékklandi dags. 20. mars 2025 (8055/23)[HTML]

Dómur MDE N.S. gegn Bretlandi dags. 25. mars 2025 (38134/20)[HTML]

Dómur MDE Ali gegn Serbíu dags. 25. mars 2025 (4662/22)[HTML]

Dómur MDE Almukhlas og Al-Maliki gegn Grikklandi dags. 25. mars 2025 (22776/18)[HTML]

Dómur MDE Demi̇rer gegn Tyrklandi dags. 25. mars 2025 (45779/18)[HTML]

Dómur MDE Onat o.fl. gegn Tyrklandi dags. 25. mars 2025 (61590/19 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Masse gegn Frakklandi dags. 25. mars 2025 (47506/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Kostić gegn Serbíu dags. 25. mars 2025 (40410/07)[HTML]

Ákvörðun MDE Wróbel gegn Póllandi dags. 25. mars 2025 (6904/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Işildak gegn Tyrklandi dags. 25. mars 2025 (15534/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Avci gegn Tyrklandi dags. 25. mars 2025 (44512/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Sinanović gegn Serbíu dags. 25. mars 2025 (44957/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Duhanxhiu gegn Albaníu dags. 25. mars 2025 (47858/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Taşdemi̇r gegn Tyrklandi dags. 25. mars 2025 (79549/16)[HTML]

Ákvörðun MDE Velečka og Bui-Velečkienė gegn Litháen dags. 25. mars 2025 (29790/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Yakar o.fl. gegn Tyrklandi dags. 25. mars 2025 (38338/12)[HTML]

Ákvörðun MDE Özdemi̇r gegn Tyrklandi dags. 25. mars 2025 (31083/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Ivković gegn Króatíu dags. 25. mars 2025 (50372/20)[HTML]

Dómur MDE Bilyavska gegn Úkraínu dags. 27. mars 2025 (84568/17)[HTML]

Dómur MDE Niort gegn Ítalíu dags. 27. mars 2025 (4217/23)[HTML]

Dómur MDE Laterza og D'Errico gegn Ítalíu dags. 27. mars 2025 (30336/22)[HTML]

Dómur MDE Babkinis gegn Úkraínu dags. 27. mars 2025 (8753/16)[HTML]

Dómur MDE Golovchuk gegn Úkraínu dags. 27. mars 2025 (16111/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Reva o.fl. gegn Úkraínu dags. 27. mars 2025 (68519/12 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Anghel o.fl. gegn Rúmeníu dags. 27. mars 2025 (5018/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Koncz o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 27. mars 2025 (7162/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Saveriano gegn Ítalíu dags. 27. mars 2025 (10392/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Dimitrakopoulou gegn Grikklandi dags. 27. mars 2025 (10413/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Bl Slovakia, Spol. S R.O. gegn Slóvakíu dags. 27. mars 2025 (15787/24)[HTML]

Ákvörðun MDE N.L. o.fl. gegn Frakklandi dags. 27. mars 2025 (16901/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Márki o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 27. mars 2025 (21178/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Baltazar Vilas Boas og Pinheiro Baltazar Vilas Boas gegn Portúgal dags. 27. mars 2025 (45657/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Merah gegn Frakklandi dags. 27. mars 2025 (46710/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Carlton Trading Ltd og Carlton Trading Ukraine Llc gegn Úkraínu dags. 27. mars 2025 (1752/13)[HTML]

Ákvörðun MDE Dynami Zois gegn Grikklandi dags. 27. mars 2025 (5771/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Németh o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 27. mars 2025 (11755/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Jacko gegn Slóvakíu dags. 27. mars 2025 (18107/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Ďuračka gegn Slóvakíu dags. 27. mars 2025 (24080/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Đorđević o.fl. gegn Serbíu dags. 27. mars 2025 (29201/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Bakhishov o.fl. gegn Aserbaísjan dags. 27. mars 2025 (38253/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Tergek gegn Tyrklandi dags. 27. mars 2025 (39094/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Karimli og Karimli gegn Aserbaísjan dags. 27. mars 2025 (40438/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Yalçin gegn Tyrklandi dags. 27. mars 2025 (43394/20)[HTML]

Ákvörðun MDE J.G. gegn Sviss dags. 27. mars 2025 (2633/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Mammadli gegn Aserbaísjan dags. 27. mars 2025 (9893/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Kyriakou Panovits gegn Kýpur dags. 27. mars 2025 (16873/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Bayramov og Abbasov gegn Aserbaísjan dags. 27. mars 2025 (23702/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE D.L. gegn Belgíu dags. 27. mars 2025 (26229/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Aguzzi o.fl. gegn Ítalíu dags. 27. mars 2025 (27396/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Anastasovski og Stojanovski gegn Norður-Makedóníu dags. 27. mars 2025 (29573/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE M.M. og A.M. gegn Svíþjóð dags. 27. mars 2025 (31218/23)[HTML]

Ákvörðun MDE H.A. gegn Tyrklandi dags. 27. mars 2025 (60451/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Mráz gegn Tékklandi dags. 27. mars 2025 (12083/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Birkovych gegn Úkraínu dags. 27. mars 2025 (12943/16)[HTML]

Ákvörðun MDE Tornyos gegn Ungverjalandi dags. 27. mars 2025 (20628/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Growth Gym S.R.O. gegn Tékklandi dags. 27. mars 2025 (32396/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Otović gegn Serbíu dags. 27. mars 2025 (38403/23)[HTML]

Dómur MDE Doynov gegn Búlgaríu dags. 1. apríl 2025 (27455/22)[HTML]

Dómur yfirdeildar MDE Ships Waste Oil Collector B.V. o.fl. gegn Hollandi dags. 1. apríl 2025 (2799/16 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Cioroianu gegn Rúmeníu dags. 1. apríl 2025 (33766/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Ferreira E Castro Da Costa Laranjo og Salgado Da Fonseca gegn Portúgal dags. 1. apríl 2025 (28535/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Kalandia gegn Georgíu dags. 1. apríl 2025 (27166/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Hajili gegn Aserbaísjan dags. 1. apríl 2025 (27329/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Pearce gegn Bretlandi dags. 1. apríl 2025 (30205/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Savić gegn Serbíu dags. 1. apríl 2025 (11789/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Boydev gegn Búlgaríu dags. 1. apríl 2025 (11917/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Manowska o.fl. gegn Póllandi dags. 1. apríl 2025 (51455/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Harutyunyan o.fl. gegn Armeníu dags. 1. apríl 2025 (45401/15)[HTML]

Dómur MDE Piazza og Brusciano gegn Ítalíu dags. 3. apríl 2025 (24101/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Skorokhod o.fl. gegn Úkraínu dags. 3. apríl 2025 (230/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Berezhna gegn Úkraínu dags. 3. apríl 2025 (40424/23)[HTML]

Dómur MDE Obaranchuk gegn Úkraínu dags. 3. apríl 2025 (41443/16)[HTML]

Dómur MDE Myronchuk o.fl. gegn Úkraínu dags. 3. apríl 2025 (7206/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Ilie o.fl. gegn Rúmeníu dags. 3. apríl 2025 (23993/16 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Bogay o.fl. gegn Úkraínu dags. 3. apríl 2025 (38283/18)[HTML]

Dómur MDE Grygorenko o.fl. gegn Úkraínu dags. 3. apríl 2025 (40298/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE N.D. gegn Sviss dags. 3. apríl 2025 (56114/18)[HTML]

Dómur MDE Agureyev o.fl. gegn Úkraínu dags. 3. apríl 2025 (1843/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Berliba gegn Moldóvu dags. 3. apríl 2025 (7408/23)[HTML]

Dómur MDE Hayk Grigoryan gegn Armeníu dags. 3. apríl 2025 (9796/17)[HTML]

Dómur MDE Spektor gegn Úkraínu dags. 3. apríl 2025 (11119/24)[HTML]

Dómur MDE Popova o.fl. gegn Úkraínu dags. 3. apríl 2025 (22429/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Heinz og Haiderer gegn Austurríki dags. 3. apríl 2025 (33010/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gül o.fl. gegn Tyrklandi dags. 3. apríl 2025 (48635/20 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Federici gegn Frakklandi dags. 3. apríl 2025 (52302/19)[HTML]

Dómur MDE Kulák gegn Slóvakíu dags. 3. apríl 2025 (57748/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Piro Planet D.O.O. gegn Slóveníu dags. 3. apríl 2025 (34568/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Birău gegn Moldóvu dags. 3. apríl 2025 (62019/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Łaciak gegn Póllandi dags. 3. apríl 2025 (24414/15)[HTML]

Ákvörðun MDE Costa I Rosselló gegn Spáni dags. 3. apríl 2025 (28054/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Irampour gegn Frakklandi dags. 3. apríl 2025 (40328/23)[HTML]

Ákvörðun MDE W gegn Tékklandi dags. 3. apríl 2025 (5400/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Rimoldi gegn Ítalíu dags. 3. apríl 2025 (26454/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Lucia gegn Frakklandi dags. 3. apríl 2025 (20095/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Cuartero Lorente o.fl. gegn Spáni dags. 3. apríl 2025 (28643/23)[HTML]

Dómur MDE Green gegn Bretlandi dags. 8. apríl 2025 (22077/19)[HTML]

Dómur MDE Backović gegn Serbíu (nr. 2) dags. 8. apríl 2025 (47600/17)[HTML]

Dómur MDE Morabito gegn Ítalíu dags. 10. apríl 2025 (4953/22)[HTML]

Dómur MDE Sahibov gegn Aserbaísjan dags. 10. apríl 2025 (43152/10)[HTML]

Dómur MDE Bădescu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 15. apríl 2025 (22198/18)[HTML]

Dómur MDE Van Slooten gegn Hollandi dags. 15. apríl 2025 (45644/18)[HTML]

Dómur MDE Aliyev gegn Aserbaísjan dags. 22. apríl 2025 (57461/16)[HTML]

Dómur MDE Fortuzi gegn Albaníu dags. 22. apríl 2025 (29237/18)[HTML]

Dómur MDE Sadigov gegn Aserbaísjan dags. 22. apríl 2025 (48665/13)[HTML]

Ákvörðun MDE De Jong gegn Hollandi dags. 22. apríl 2025 (23106/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Danyi gegn Ungverjalandi dags. 22. apríl 2025 (24678/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Carreto Ribeiro gegn Portúgal dags. 22. apríl 2025 (31933/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Okroiani gegn Georgíu dags. 22. apríl 2025 (41015/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Henriques De Sousa gegn Portúgal dags. 22. apríl 2025 (13174/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Van Der Zwan gegn Hollandi dags. 22. apríl 2025 (27231/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Xnt Ltd gegn Möltu dags. 22. apríl 2025 (37277/24)[HTML]

Dómur MDE Stăvilă gegn Moldóvu dags. 24. apríl 2025 (25819/12)[HTML]

Dómur MDE L. o.fl. gegn Frakklandi dags. 24. apríl 2025 (46949/21 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Lupashku gegn Úkraínu dags. 24. apríl 2025 (57149/14)[HTML]

Dómur MDE Goropashyn gegn Úkraínu dags. 24. apríl 2025 (67127/16)[HTML]

Dómur MDE Ivan Karpenko gegn Úkraínu (nr. 2) dags. 24. apríl 2025 (41036/16)[HTML]

Dómur MDE Sytnyk gegn Úkraínu dags. 24. apríl 2025 (16497/20)[HTML]

Dómur MDE Andersen gegn Póllandi dags. 24. apríl 2025 (53662/20)[HTML]

Dómur MDE Bogdan Shevchuk gegn Úkraínu dags. 24. apríl 2025 (55737/16)[HTML]

Dómur MDE Neamţu gegn Moldóvu dags. 24. apríl 2025 (63239/10)[HTML]

Ákvörðun MDE Ancient Baltic Religious Association “Romuva” gegn Litháen dags. 24. apríl 2025 (1747/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Băjenaru o.fl. gegn Rúmeníu dags. 24. apríl 2025 (7045/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Rahimov gegn Aserbaísjan dags. 24. apríl 2025 (9249/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Darayev gegn Aserbaísjan dags. 24. apríl 2025 (17246/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Kryvyy og Myrgorodskyy gegn Úkraínu dags. 24. apríl 2025 (25837/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Frankiewicz gegn Póllandi dags. 24. apríl 2025 (27998/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Radu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 24. apríl 2025 (438/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Krysztofiak gegn Póllandi dags. 24. apríl 2025 (702/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Markovski gegn Búlgaríu dags. 24. apríl 2025 (9279/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Salamov gegn Aserbaísjan dags. 24. apríl 2025 (9914/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Cuadrado Santos gegn Spáni dags. 24. apríl 2025 (9982/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Dadashov gegn Aserbaísjan dags. 24. apríl 2025 (19201/13)[HTML]

Ákvörðun MDE Năstase o.fl. gegn Rúmeníu dags. 24. apríl 2025 (26321/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Pogor gegn Moldóvu dags. 24. apríl 2025 (35297/15)[HTML]

Ákvörðun MDE Daniliuc gegn Moldóvu dags. 24. apríl 2025 (55148/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Bartos gegn Ungverjalandi dags. 24. apríl 2025 (6420/24)[HTML]

Ákvörðun MDE A.M. gegn Mónakó dags. 24. apríl 2025 (9654/24)[HTML]

Ákvörðun MDE E.C. gegn Spáni dags. 24. apríl 2025 (11402/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Telegram Messenger Llp og Telegram Messenger Inc. gegn Rússlandi dags. 24. apríl 2025 (13232/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Szabó o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 24. apríl 2025 (14668/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Lukyanenko o.fl. gegn Rússlandi dags. 24. apríl 2025 (51966/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Société Coopérative Agricole Le Gouessant gegn Frakklandi dags. 24. apríl 2025 (58927/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Nieckuła o.fl. gegn Póllandi dags. 24. apríl 2025 (1968/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Csécs o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 24. apríl 2025 (17652/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Fira o.fl. gegn Rúmeníu dags. 24. apríl 2025 (25187/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Győrfi o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 24. apríl 2025 (26210/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Zametica o.fl. gegn Bosníu og Hersegóvínu dags. 24. apríl 2025 (50968/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Orujov gegn Aserbaísjan dags. 24. apríl 2025 (53205/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Kiselev gegn Rússlandi dags. 24. apríl 2025 (53746/18)[HTML]

Dómur MDE Lubarda og Milanov gegn Serbíu dags. 29. apríl 2025 (6570/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Avagyan gegn Rússlandi dags. 29. apríl 2025 (36911/20)[HTML]

Dómur MDE Kavečanský gegn Slóvakíu dags. 29. apríl 2025 (49617/22)[HTML]

Dómur MDE Jaupi gegn Albaníu dags. 29. apríl 2025 (23369/16)[HTML]

Dómur MDE Peksert gegn Búlgaríu dags. 29. apríl 2025 (42820/19)[HTML]

Dómur MDE Umid-T Llc gegn Aserbaísjan dags. 29. apríl 2025 (7949/13)[HTML]

Dómur MDE Derrek o.fl. gegn Rússlandi dags. 29. apríl 2025 (31712/21)[HTML]

Dómur MDE Tergek gegn Tyrklandi dags. 29. apríl 2025 (39631/20)[HTML]

Ákvörðun yfirdeildar MDE Mansouri gegn Ítalíu dags. 29. apríl 2025 (63386/16)[HTML]

Ákvörðun MDE Kuneva gegn Grikklandi dags. 29. apríl 2025 (39369/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Rahimova og Kaspi-Merkuri Firm gegn Aserbaísjan dags. 29. apríl 2025 (32780/12 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Azadliq.Info o.fl. gegn Aserbaísjan dags. 29. apríl 2025 (36589/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Gündüz gegn Tyrklandi dags. 29. apríl 2025 (3473/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Meïntanas gegn Grikklandi dags. 29. apríl 2025 (18847/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Barbălată gegn Rúmeníu dags. 29. apríl 2025 (56558/16)[HTML]

Dómur MDE Olishchuk o.fl. gegn Úkraínu dags. 30. apríl 2025 (17774/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Bodorin o.fl. gegn Rúmeníu dags. 30. apríl 2025 (27443/16 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Grebenyuk gegn Úkraínu dags. 30. apríl 2025 (42805/23)[HTML]

Dómur MDE Voroshylo gegn Úkraínu dags. 30. apríl 2025 (9627/23)[HTML]

Dómur MDE Muradverdiyev gegn Aserbaísjan dags. 30. apríl 2025 (9747/14)[HTML]

Dómur MDE Horváth o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 30. apríl 2025 (11955/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Benderová gegn Slóvakíu dags. 30. apríl 2025 (24958/22)[HTML]

Dómur MDE Khryapa gegn Úkraínu dags. 30. apríl 2025 (57310/17)[HTML]

Dómur MDE Vidrean og Caloian gegn Rúmeníu dags. 30. apríl 2025 (39525/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Ţîbîrnă o.fl. gegn Moldóvu dags. 30. apríl 2025 (67593/14)[HTML]

Dómur MDE Shpitalnik og Artyukh gegn Úkraínu dags. 30. apríl 2025 (83711/17 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Cermenati o.fl. gegn Ítalíu dags. 30. apríl 2025 (54900/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Vasylkiv gegn Úkraínu dags. 30. apríl 2025 (77302/16)[HTML]

Ákvörðun MDE Lavocat gegn Frakklandi dags. 30. apríl 2025 (4059/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Tondelier gegn Frakklandi dags. 30. apríl 2025 (35846/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Janočková og Kvocera gegn Slóvakíu dags. 30. apríl 2025 (55206/22)[HTML]

Dómur MDE B.K. gegn Sviss dags. 2. maí 2025 (23265/23)[HTML]

Dómur MDE Pozdnyakov o.fl. gegn Úkraínu dags. 2. maí 2025 (33161/20 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Demirci gegn Ungverjalandi dags. 6. maí 2025 (48302/21)[HTML]

Dómur MDE Bayramov gegn Aserbaísjan dags. 6. maí 2025 (45735/21)[HTML]

Dómur MDE Raduk gegn Serbíu dags. 6. maí 2025 (13696/23)[HTML]

Dómur MDE Jewish Community Of Thessaloniki gegn Grikklandi dags. 6. maí 2025 (13959/20)[HTML]

Dómur MDE L.F. o.fl. gegn Ítalíu dags. 6. maí 2025 (52854/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Yildirim gegn Tyrklandi dags. 6. maí 2025 (45558/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Stoyanova gegn Búlgaríu dags. 6. maí 2025 (52180/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Arjocu gegn Rúmeníu dags. 6. maí 2025 (56630/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Lebowski gegn Þýskalandi dags. 6. maí 2025 (14859/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Lembergs gegn Lettlandi dags. 6. maí 2025 (3613/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Singurelu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 7. maí 2025 (833/22 o.fl.)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 7. nóvember 1979[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 17. nóvember 1980 (Ásgarður í Grímsneshreppi)[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 30. desember 1980[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 16. mars 1984[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 20. janúar 1986[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/1991 dags. 4. febrúar 1993[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/1991 dags. 16. mars 1993[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/1997 dags. 14. júlí 1997[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/1999 dags. 29. desember 1999[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/1999 dags. 9. maí 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2002 dags. 17. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 11/2003 dags. 29. desember 2003[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2004 dags. 1. nóvember 2004[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2005 dags. 1. júní 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2005 dags. 1. júní 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 16/2005 dags. 21. desember 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 19/2005 dags. 6. mars 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2005 dags. 29. mars 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2006 dags. 6. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 15/2006 dags. 14. desember 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 11/2006 dags. 28. mars 2007[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2006 dags. 12. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2007 dags. 26. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2011 dags. 18. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2011 dags. 18. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2014 dags. 4. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2004 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 14/2019 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2020 dags. 31. maí 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2020 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 21. desember 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2020 dags. 23. maí 2022[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2021 dags. 28. júní 2022[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2024 dags. 28. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2024 dags. 25. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2024 dags. 25. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2024 dags. 25. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2025 dags. 20. maí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði

Yfirmatsgerð Matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði dags. 31. maí 2002[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. desember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-21/2016 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. L-05/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðursveit)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Holta- og Landsveit ásamt Landmannaafrétti í Rangárþingi ytra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fyrrum Rangárvallahreppur, nú í Rangárþingi ytra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fyrrum Fljótshlíðar-, Hvol- og Vestur- og Austur-Landeyjahreppar, nú í Rangárþingi eystra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Eyjafjallasvæði og Þórsmörk í Rangárþingi eystra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Mýrdalshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Álftaver og Skaftártunga, sveitarfélaginu Skaftárhreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Síða, Landbrot og Brunasandur ásamt fyrrum Leiðvallarhreppi, nú í Skaftárhreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 9/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fljótshverfi í Skaftárhreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grindavík og Vatnsleysa)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Stór-Reykjavík)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í málum nr. 3/2004 o.fl. dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Kjalarnes og Kjós)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grafningur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Ölfus)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal ásamt Jökulsárhlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Vopnafjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Öxarfjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Tjörnes og Þeistareykir)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Þingeyjarsveit sunnan Ljósavatnsskarðs og vestan Skjálfandafljóts)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Kinnar- og Víknafjöll ásamt Flateyjardalsheiði austan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Grýtubakkahreppur ásamt Flateyjardalsheiði vestan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Hörgárbyggð austan Öxnadalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Húnavatnshreppur austan Blöndu og Skagafjörður vestan Vestari-Jökulsár ásamt Hofsjökli)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Skagafjörður ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011 dags. 20. júní 2014[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Skagi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Vatnsnes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Flekkudalur og Svínadalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Haukadalshreppur og Miðdalahreppur austan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur vestan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 21. júní 2019 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár (Endurupptaka))[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Snæfellsjökull og landsvæði sunnan og austan hans)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Landsvæði milli Hraunhafnardals, Mælifells og Bjarnarfossdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Eyrarbotn)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Fjalllendið milli Elliða og Lágafells auk Baulárvalla)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar (Endurupptaka))[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Álit Persónuverndar í máli nr. 2005/103 dags. 16. ágúst 2005[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar í máli nr. 2005/517 dags. 27. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/898 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/999 dags. 2. febrúar 2015[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020092340 dags. 24. nóvember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2006 dags. 6. febrúar 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2008 dags. 9. maí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2012 dags. 31. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2012 dags. 20. september 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2013 dags. 13. júní 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2013 dags. 20. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2014 dags. 2. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2018 dags. 3. desember 2018[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 389/1984[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 233/1982[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 545/1992[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 708/1991[HTML]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 3/2013[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 32/2009 dags. 20. október 2009 (Siglingastofnun: Endurnýjun atvinnuréttinda til skipstjórnar. Mál nr. 32/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 27/2009 dags. 9. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja Brimborg ehf. um skil á lóð. Mál nr. 27/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 41/2009 dags. 22. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 41/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040711 dags. 20. júní 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040710 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090035 dags. 14. maí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090071 dags. 24. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070077 dags. 9. september 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19100073 dags. 8. maí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19050056 dags. 25. maí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070075 dags. 20. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070074 dags. 20. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040543 dags. 24. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20020051 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 3/2004 dags. 24. maí 2004 (Mál nr. 3/2004,)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 44/2008 dags. 20. ágúst 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, lögmæti útgáfu lóðarleigusamnings með skilyrði um greiðslu gjalds: Mál nr. 44/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 73/2008 dags. 3. apríl 2009 (Vegagerðin - lögmæti ákvörðunar um eigarnám lands: Mál nr. 73/2008)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2008 dags. 19. maí 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2013 dags. 1. nóvember 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 47/2017 dags. 21. desember 2017[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2018 dags. 13. desember 2018[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 3/1999 dags. 21. janúar 1999[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00090058 dags. 20. október 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00100033 dags. 22. desember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00110215 dags. 2. apríl 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02050125 dags. 3. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 03040161 dags. 16. september 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 03060014 dags. 27. nóvember 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07010085 dags. 18. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07050182 dags. 5. nóvember 2007[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2006 dags. 10. apríl 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2016 dags. 21. nóvember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2019-URSK dags. 6. nóvember 2020[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 1/2005 í máli nr. 1/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 306/2015 dags. 20. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 347/2015 dags. 20. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 101/2016 dags. 7. júní 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 369/2016 dags. 20. desember 2016[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/1998 í máli nr. 37/1998 dags. 29. desember 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 13/1999 í máli nr. 8/1999 dags. 27. maí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/1999 í máli nr. 9/1999 dags. 27. maí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/1999 í máli nr. 16/1999 dags. 7. ágúst 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/1999 í máli nr. 30/1999 dags. 23. desember 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/2000 í máli nr. 50/1999 dags. 29. júní 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/2001 í máli nr. 41/2000 dags. 27. júní 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2002 í máli nr. 62/2000 dags. 12. apríl 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/2002 í máli nr. 38/2001 dags. 10. maí 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 19/2002 í máli nr. 37/2000 dags. 28. júní 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 25/2002 í máli nr. 44/2000 dags. 26. ágúst 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 33/2002 í máli nr. 32/2001 dags. 26. september 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 43/2002 í máli nr. 75/2000 dags. 13. nóvember 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 15/2003 í máli nr. 19/2001 dags. 27. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 8/2004 í máli nr. 70/2000 dags. 19. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/2005 í máli nr. 76/2005 dags. 4. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 43/2006 í máli nr. 18/2004 dags. 22. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 45/2006 í máli nr. 65/2004 dags. 20. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 74/2006 í máli nr. 35/2006 dags. 24. október 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 75/2006 í máli nr. 79/2006 dags. 27. október 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 1/2007 í máli nr. 68/2004 dags. 10. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 80/2007 í máli nr. 66/2007 dags. 23. október 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 88/2007 í máli nr. 2/2006 dags. 7. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 95/2007 í máli nr. 148/2007 dags. 23. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 101/2007 í máli nr. 105/2005 dags. 11. desember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 10/2008 í máli nr. 118/2007 dags. 31. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 42/2008 í máli nr. 27/2008 dags. 21. maí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 44/2008 í máli nr. 36/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 91/2008 í máli nr. 67/2005 dags. 15. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 47/2009 í máli nr. 70/2007 dags. 9. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 54/2009 í máli nr. 31/2009 dags. 21. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 56/2009 í máli nr. 44/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 15/2010 í máli nr. 5/2009 dags. 16. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 19/2010 í máli nr. 15/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 25/2010 í máli nr. 18/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 61/2010 í máli nr. 40/2010 dags. 6. október 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 71/2010 í máli nr. 120/2008 dags. 15. desember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/2011 í máli nr. 9/2011 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 31/2011 í máli nr. 4/2009 dags. 24. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 38/2011 í máli nr. 45/2009 dags. 4. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/2012 í máli nr. 82/2008 dags. 31. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 9/2012 í máli nr. 12/2010 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2012 í máli nr. 97/2011 dags. 1. mars 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2012 í máli nr. 48/2008 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2013 í máli nr. 112/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2013 í máli nr. 128/2012 dags. 6. mars 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2013 í máli nr. 131/2012 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2013 í máli nr. 9/2012 dags. 26. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2013 í máli nr. 52/2012 dags. 30. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 13/2014 í máli nr. 117/2012 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2014 í máli nr. 116/2012 dags. 24. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2015 í máli nr. 66/2011 dags. 27. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2015 í máli nr. 76/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 84/2015 í máli nr. 75/2009 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 95/2015 í máli nr. 18/2011 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 104/2015 í máli nr. 72/2013 dags. 2. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 144/2015 í máli nr. 110/2013 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 154/2015 í máli nr. 96/2015 dags. 3. desember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 160/2015 í máli nr. 58/2014 dags. 17. desember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 164/2015 í máli nr. 15/2013 dags. 23. desember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 2/2016 í máli nr. 79/2013 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2016 í máli nr. 57/2014 dags. 3. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2016 í máli nr. 103/2014 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2016 í máli nr. 53/2014 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 29/2016 í máli nr. 112/2014 dags. 30. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 30/2016 í máli nr. 13/2014 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 35/2016 í máli nr. 101/2014 dags. 18. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 42/2016 í máli nr. 117/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2016 í máli nr. 39/2016 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2016 í máli nr. 51/2016 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 78/2016 í máli nr. 79/2016 dags. 11. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2016 í máli nr. 84/2014 dags. 11. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 92/2016 í máli nr. 71/2016 dags. 9. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 102/2016 í máli nr. 29/2016 dags. 7. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 116/2016 í máli nr. 49/2015 dags. 9. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2017 í máli nr. 39/2015 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 33/2017 í máli nr. 101/2015 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2017 í máli nr. 108/2015 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 30/2017 í máli nr. 73/2014 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 43/2017 í máli nr. 96/2015 dags. 2. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2017 í máli nr. 67/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2017 í máli nr. 5/2017 dags. 20. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 58/2017 í máli nr. 109/2016 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2017 í máli nr. 54/2017 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 73/2017 í máli nr. 55/2015 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 74/2017 í máli nr. 87/2015 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2017 í máli nr. 93/2015 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 96/2017 í máli nr. 27/2017 dags. 1. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 104/2017 í máli nr. 64/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2018 í máli nr. 31/2016 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2018 í máli nr. 9/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2018 í máli nr. 22/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 37/2018 í máli nr. 51/2018 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 56/2018 í máli nr. 63/2016 dags. 15. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2018 í máli nr. 88/2017 dags. 19. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 76/2019 í máli nr. 110/2018 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 95/2018 í máli nr. 18/2017 dags. 20. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2018 í máli nr. 134/2016 dags. 24. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 103/2018 í málum nr. 172/2016 o.fl. dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 111/2018 í máli nr. 154/2017 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2018 í máli nr. 3/2018 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2018 í máli nr. 5/2018 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2018 í máli nr. 4/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2018 í máli nr. 6/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 164/2018 í máli nr. 105/2016 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 169/2018 í máli nr. 125/2017 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 178/2018 í máli nr. 126/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 16/2019 í máli nr. 140/2017 dags. 19. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2019 í málum nr. 134/2017 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2019 í máli nr. 147/2017 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2019 í máli nr. 91/2018 dags. 1. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 33/2019 í máli nr. 86/2018 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2019 í máli nr. 26/2018 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 50/2019 í máli nr. 23/2018 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2019 í máli nr. 55/2018 dags. 29. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 62/2019 í máli nr. 2/2018 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 63/2019 í máli nr. 8/2018 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 65/2019 í máli nr. 51/2018 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 66/2019 í máli nr. 77/2018 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 70/2019 í máli nr. 88/2018 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 74/2019 í máli nr. 50/2018 dags. 19. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 78/2019 í máli nr. 57/2019 dags. 19. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 89/2019 í máli nr. 127/2018 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2019 í málum nr. 1/2019 o.fl. dags. 11. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2019 í máli nr. 137/2018 dags. 12. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2019 í málum nr. 5/2019 o.fl. dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2019 í máli nr. 26/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2019 í máli nr. 28/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2019 í máli nr. 29/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2019 í máli nr. 30/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 140/2019 í máli nr. 56/2019 dags. 30. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2020 í máli nr. 79/2019 dags. 6. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2020 í málum nr. 23/2019 o.fl. dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2020 í máli nr. 113/2019 dags. 5. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2020 í máli nr. 125/2019 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 86/2020 í máli nr. 14/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2020 í máli nr. 57/2019 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 88/2020 í málum nr. 45/2020 o.fl. dags. 3. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2020 í málum nr. 22/2020 o.fl. dags. 1. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2020 í máli nr. 68/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2020 í máli nr. 69/2020 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 31/2021 í máli nr. 104/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 35/2021 í máli nr. 128/2020 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 62/2021 í máli nr. 141/2020 dags. 8. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 65/2021 í máli nr. 135/2020 dags. 14. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 104/2021 í máli nr. 122/2021 dags. 14. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 105/2021 í máli nr. 125/2021 dags. 14. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 107/2021 í máli nr. 25/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 132/2021 í máli nr. 91/2021 dags. 22. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2021 í máli nr. 69/2021 dags. 29. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2021 í máli nr. 70/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 161/2021 í máli nr. 119/2020 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2022 í máli nr. 130/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 13/2022 í máli nr. 133/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 38/2022 í máli nr. 158/2021 dags. 29. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 57/2022 í máli nr. 44/2022 dags. 24. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 69/2022 í máli nr. 77/2022 dags. 5. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2022 í máli nr. 29/2022 dags. 9. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 89/2022 í máli nr. 53/2022 dags. 27. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 114/2022 í máli nr. 55/2022 dags. 30. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 101/2022 í máli nr. 33/2022 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 105/2022 í máli nr. 26/2022 dags. 28. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 111/2022 í máli nr. 173/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 118/2022 í máli nr. 90/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 3/2023 í máli nr. 89/2022 dags. 11. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2023 í máli nr. 105/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 33/2023 í máli nr. 117/2022 dags. 3. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2023 í máli nr. 149/2022 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 93/2023 í máli nr. 20/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2023 í máli nr. 59/2023 dags. 18. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2023 í máli nr. 43/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 159/2023 í máli nr. 92/2023 dags. 12. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 168/2023 í máli nr. 98/2023 dags. 29. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2024 í máli nr. 116/2023 dags. 25. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2024 í máli nr. 112/2023 dags. 6. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2024 í máli nr. 3/2024 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2024 í máli nr. 23/2024 dags. 3. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2025 í máli nr. 154/2024 dags. 29. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 37/2025 í máli nr. 164/2024 dags. 13. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 106/2025 í máli nr. 127/2024 dags. 31. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 125/2025 í máli nr. 85/2025 dags. 29. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2025 í máli nr. 75/2025 dags. 10. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 163/2025 í máli nr. 101/2025 dags. 31. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 171/2025 í máli nr. 122/2025 dags. 17. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 235/2015 dags. 3. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 94/2000 dags. 26. apríl 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-350/2010 dags. 20. desember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-353/2011 dags. 10. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-497/2013 dags. 23. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 819/2019 dags. 10. september 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 6/2001 dags. 6. september 2001[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 17/2001 dags. 23. janúar 2002[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 17/2011 dags. 20. maí 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 65/2012 dags. 31. ágúst 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 5/2014 dags. 28. febrúar 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 64/2015 dags. 5. febrúar 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 95/2014 dags. 20. febrúar 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 103/2014 dags. 20. mars 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 44/2015 dags. 27. nóvember 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 4/2016 dags. 9. ágúst 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 4/2020 dags. 30. október 2020[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 115/2017 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 545/2019 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 626/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 301/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 335/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 448/2022 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 505/2022 dags. 17. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 216/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 265/2023 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 306/2023 dags. 29. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 364/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Velferðarráðuneytið

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 26. júní 2015 (Synjun Embætti landlæknis um veitingu starfsleyfis sem hjúkrunarfræðingur)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 007/2015 dags. 7. júlí 2015 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu starfsleyfis sem hjúkrunarfræðingur)[HTML]

Fara á yfirlit

Vörumerkjaskrárritari

Ákvörðun Vörumerkjaskrárritara nr. 13/1993 dags. 20. september 1993[PDF]

Ákvörðun Vörumerkjaskrárritara í máli nr. 430-92/826 dags. 13. apríl 1995[PDF]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2015 dags. 4. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 14/2016 dags. 9. september 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 15/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 16/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2022 dags. 20. maí 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 787/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 204/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 118/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 203/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 389/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 83/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 521/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 96/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 301/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 220/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 327/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 258/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 51/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 413/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 114/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 205/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 30/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 66/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 102/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 193/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 43/2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 356/1990 dags. 30. október 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1071/1994 dags. 25. júlí 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 924/1993 dags. 20. desember 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 823/1993 dags. 13. mars 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1313/1994 dags. 17. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1014/1994 dags. 24. nóvember 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2091/1997 dags. 17. febrúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2422/1998 dags. 3. ágúst 1999 (Ráðherraröðun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2594/1998 dags. 30. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2807/1999 (Skrifstofustörf - Innlausn á eignarhluta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2824/1999 dags. 23. mars 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2907/1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4176/2004 dags. 30. desember 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4113/2004 (Varnargarður í Hvítá I)[HTML]
Landeigendur vildu reisa varnargarð og sóttu um leyfi til að reisa 30 metra varnargarð. Leyfið var veitt af ráðuneyti en fyrir 12 metra varnargarð ásamt því að það setti skilyrði, m.a. um líffræðilega úttekt ásamt framkvæmdar- og kostnaðaráætlunum.
Óljóst var hvort leyfisins var þörf í upphafi og einnig í hvað þeim fælist.
Hæstiréttur taldi síðar að ráðuneytinu sjálfu hafi verið óheimilt að setja þau skilyrði sem það gerði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4340/2005 dags. 11. júlí 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4597/2005 dags. 29. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5073/2007 (Óbyggðanefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4735/2006 (Viðhaldsskylda á götu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4917/2007 dags. 7. apríl 2008 (Niðurskurður á sauðfé)[HTML]
Óheimilt var að semja sig undan stjórnvaldsákvörðun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5404/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7106/2012 dags. 5. nóvember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9116/2016 (Skipulags- og byggingarmál)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8879/2016 dags. 12. febrúar 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8670/2015 dags. 14. maí 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9835/2018 dags. 20. júní 2019[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10767/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11041/2021 dags. 23. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11066/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11167/2021 dags. 11. október 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12291/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12601/2024 dags. 20. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 53/2025 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1845-1852180
1853-1857132
1857-186239
1857-1862195, 243
1881-18857
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1940482
1941301, 318
1952436, 451
1953 - Registur99, 154, 178
1953144, 152, 309
1954308
1958146
1959554
1964 - Registur23, 36
1964688, 697
19671007
1969 - Registur27, 37, 80, 140, 200
196961, 266, 1341
1972 - Registur33
197233, 488, 694
1973430
197533, 137
1975 - Registur69
1977 - Registur70
1981226, 1589, 1594, 1599, 1620, 1622, 1629
1983 - Registur46
19831387, 1897
1985526
19861359, 1561
1987 - Registur45
1987670-672, 820, 1016, 1161, 1227, 1669, 1719, 1737
1988 - Registur43
1988383, 396, 468
1989 - Registur100, 108
1989227, 229, 623, 627, 1026, 1036, 1042, 1065
1990983, 988-989
1991 - Registur7, 96, 118
1991118-119, 132, 1840-1841
1992 - Registur321
19921516, 1524, 1693, 1696, 2332
19931531, 1551, 2063, 2065, 2068, 2070, 2072-2073, 2226
1994 - Registur164, 174, 240
199437-38, 40-41, 56, 489, 897, 1297, 1310, 1652, 2228-2229, 2407-2408, 2717, 2725-2728, 2873
199557, 2961-2962, 2965, 2968, 2970, 2975-2976, 2980, 2982
199693, 706, 855, 969-970, 1167, 1169, 1681-1682, 1687, 1692, 2199, 2588, 3010, 3024, 3028, 3084, 3355, 3928, 4093, 4096-4097, 4102-4103
1997 - Registur114, 170-171
199753, 140, 624, 1163, 1165, 1173, 1177, 1181-1182, 1184, 1186, 1195, 2003, 2033, 2062, 2488-2489, 2491, 2493, 2497-2499, 2501-2506, 2508-2509, 2577, 2592, 2924, 2926, 2930
1998 - Registur70
1998232-234, 461, 605, 902, 1308, 1427, 1430, 1432, 1435, 1543, 1828, 1830, 1981, 1996, 2007, 2014-2015, 2148, 2234, 2236, 2244, 2248, 2250, 3125, 3150, 3202, 3280, 4129, 4337, 4531
1999672-676, 699, 701, 872, 1065, 2679, 3039, 3322, 4497, 4510-4511, 4682, 4686, 4776, 4778, 4780, 4789
200043-44, 312, 911, 1254, 1368, 1669, 1677, 2186, 2219, 2807, 2817, 3047, 3240, 3249, 3467, 3469-3471, 3476-3482, 3543, 3545, 3556-3557, 3559, 3561, 3752
20023940
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1935A23-24
1954A60, 146
1955B341
1961A418-419, 424, 432-433, 435
1961B491
1962A79, 130
1962C13
1963B545, 599, 644, 669
1964A179
1964B559
1964C87
1965A232
1965B624, 686
1966C65, 141
1968B527-528, 539-540
1968C181
1969A402
1970C50, 219, 352
1971A195
1971C161
1973A23, 167, 241
1973B845, 887
1973C2, 184, 252
1974A256
1974B1023
1974C169
1976A162
1976C172
1978A198
1978C223
1979B680
1979C100
1980C143
1981A248
1981B1188
1981C31-33
1982C96
1984C74, 76, 79, 83, 128, 135
1985C5-6
1986A79
1986B799
1986C180-182, 195-196, 271, 278
1987B948
1987C184
1989A259
1989B1022
1990B562, 840, 1206
1991A23, 109-110, 249
1991B377-378
1992A215
1992B961
1992C158
1993A7, 18, 59
1993C104, 324, 711, 724, 980, 982
1994A40, 236-237
1994B2810
1995A69
1995C57-58, 63, 74, 78, 80, 95, 115, 117, 119-120, 123, 128, 131-134, 138-142, 147-148, 157-158, 957
1996A22
1997A98, 102, 210, 451-452, 454, 457, 459
1997B606
1997C35-36, 47-48, 95
1998A219, 227-229
1999A62, 65, 117, 189
1999C24
2000A67, 94, 168
2000B883
2001A96-97, 425
2001C227
2002A89, 91
2002B2023
2002C742, 958
2003A56, 64, 74, 93, 96, 381
2003B1730
2003C309
2004A78, 255, 813
2004C8, 35, 102-103
2005A75, 127-129
2005B1832
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1935AAugl nr. 6/1935 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1954AAugl nr. 20/1954 - Lög um vátryggingarsamninga[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 46/1954 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1955BAugl nr. 147/1955 - Reglugerð um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1961AAugl nr. 102/1961 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd Parísarsamþykktina um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar[PDF prentútgáfa]
1962AAugl nr. 57/1962 - Lög um Hæstarétt Íslands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 70/1962 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1963BAugl nr. 245/1963 - Reglugerð um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 251/1963 - Auglýsing frá vörumerkjaskráritara, Reykjavík[PDF prentútgáfa]
1964AAugl nr. 55/1964 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1964BAugl nr. 298/1964 - Auglýsing frá vörumerkjaskráritara, Reykjavík[PDF prentútgáfa]
1964CAugl nr. 17/1964 - Auglýsing um gildandi samninga Íslands við önnur ríki hinn 31. desember 1964[PDF prentútgáfa]
1965AAugl nr. 90/1965 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1965BAugl nr. 273/1965 - Auglýsing frá vörumerkjaskráritara, Reykjavík[PDF prentútgáfa]
1966CAugl nr. 7/1966 - Auglýsing um fullgildingu samnings milli Íslands og Noregs um tvísköttun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 20/1966 - Auglýsing um gildandi samninga Íslands við önnur ríki hinn 31. desember 1966[PDF prentútgáfa]
1968BAugl nr. 337/1968 - Auglýsing frá vörumerkjaskráritara, Reykjavík[PDF prentútgáfa]
1968CAugl nr. 18/1968 - Auglýsing um samninga Íslands við önnur ríki hinn 31. desember 1968[PDF prentútgáfa]
1969AAugl nr. 96/1969 - Auglýsing um staðfestingu forseta Íslands á reglugerð um Stjórnarráð Íslands[PDF prentútgáfa]
1970CAugl nr. 7/1970 - Auglýsing um aðild Íslands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA)[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 13/1970 - Auglýsing um samning milli Íslands og Danmerkur til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 31/1970 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki hinn 31. desember 1970[PDF prentútgáfa]
1971AAugl nr. 68/1971 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1971CAugl nr. 13/1971 - Auglýsing um samning milli Íslands og Sambandslýðveldisins Þýzkalands til að koma í veg fyrir tvísköttun, að því er varðar skatta á tekjur og eignir[PDF prentútgáfa]
1973AAugl nr. 11/1973 - Lög um framkvæmd eignarnáms[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 75/1973 - Lög um Hæstarétt Íslands[PDF prentútgáfa]
1973BAugl nr. 420/1973 - Auglýsing frá Vörumerkjaskrárritara, Reykjavík[PDF prentútgáfa]
1973CAugl nr. 1/1973 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1972[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 15/1973 - Auglýsing um fullgildingu samnings milli Íslands og Finnlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 23/1973 - Auglýsing um bókun um breytingu á samningi milli Íslands og Danmerkur um að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir[PDF prentútgáfa]
1974AAugl nr. 32/1974 - Lög um breyting á lögum nr. 3 12. apríl 1878, um skipti á dánarbúum og félagsbúum o. fl.[PDF prentútgáfa]
1974BAugl nr. 431/1974 - Auglýsing frá Vörumerkjaskrárritara, Reykjavík[PDF prentútgáfa]
1974CAugl nr. 24/1974 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1974[PDF prentútgáfa]
1976AAugl nr. 65/1976 - Jarðalög[PDF prentútgáfa]
1976CAugl nr. 26/1976 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1976[PDF prentútgáfa]
1978AAugl nr. 40/1978 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1978CAugl nr. 19/1978 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1978[PDF prentútgáfa]
1979CAugl nr. 13/1979 - Auglýsing um aðild að samningi milli EFTA-landanna og Spánar og samningi um gildi samningsins milli EFTA-landanna og Spánar gagnvart furstadæminu Liechtenstein[PDF prentútgáfa]
1980CAugl nr. 23/1980 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1980[PDF prentútgáfa]
1981AAugl nr. 75/1981 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1981CAugl nr. 8/1981 - Auglýsing um aðild að alþjóðasamningi um að koma á fót í tilraunaskyni evrópsku kerfi hafstöðva[PDF prentútgáfa]
1982CAugl nr. 25/1982 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1982[PDF prentútgáfa]
1984CAugl nr. 17/1984 - Auglýsing um Stokkhólmsgerð Parísarsamnings um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 22/1984 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1984[PDF prentútgáfa]
1985CAugl nr. 2/1985 - Auglýsing um samning um að koma á fót í tilraunaskyni evrópsku kerfi hafstöðva (COST 43)[PDF prentútgáfa]
1986AAugl nr. 27/1986 - Lög um verðbréfamiðlun[PDF prentútgáfa]
1986CAugl nr. 11/1986 - Auglýsing um samning um stofnun Alþjóðahugverkastofnunarinnar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 21/1986 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1986[PDF prentútgáfa]
1987BAugl nr. 507/1987 - Auglýsing um friðland í Þórsárverum[PDF prentútgáfa]
1987CAugl nr. 24/1987 - Auglýsing um samning um sameiginlegar umflutningsreglur[PDF prentútgáfa]
1989AAugl nr. 20/1989 - Lög um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði[PDF prentútgáfa]
1990BAugl nr. 312/1990 - Reglugerð um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 436/1990 - Reglugerð um forgangsrétt til tilkynninga um skráningu á vörumerkjum[PDF prentútgáfa]
1991AAugl nr. 17/1991 - Lög um einkaleyfi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 20/1991 - Lög um skipti á dánarbúum o.fl.[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 34/1991 - Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri[PDF prentútgáfa]
1992AAugl nr. 87/1992 - Lög um gjaldeyrismál[PDF prentútgáfa]
1992BAugl nr. 471/1992 - Reglugerð um gjaldeyrismál[PDF prentútgáfa]
1992CAugl nr. 22/1992 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisins[PDF prentútgáfa]
1993AAugl nr. 2/1993 - Lög um Evrópska efnahagssvæðið[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 9/1993 - Lög um verðbréfaviðskipti[PDF prentútgáfa]
1993CAugl nr. 10/1993 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Ísraels[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 31/1993 - Auglýsing um samning um Evrópska efnahagssvæðið og bókun um breytingu á samningnum[PDF prentútgáfa]
1994AAugl nr. 26/1994 - Lög um fjöleignarhús[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 68/1994 - Lög um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands[PDF prentútgáfa]
1994BAugl nr. 679/1994 - Reglugerð um gjaldeyrismál[PDF prentútgáfa]
1995CAugl nr. 6/1995 - Auglýsing um Parísarsamning um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 7/1995 - Auglýsing um samstarfssamning um einkaleyfi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 8/1995 - Auglýsing um Nicesamning um alþjóðlega flokkun vöru og þjónustu vegna skráningar vörumerkja[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 9/1995 - Auglýsing um Búdapestsamning um alþjóðlega viðurkenningu á innlagningu örvera til varðveislu vegna meðferðar einkaleyfamála[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 10/1995 - Auglýsing um Locarnosamning um alþjóðlega flokkun hönnunar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 62/1995 - Auglýsing um Marakess-samning um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
1996AAugl nr. 13/1996 - Lög um verðbréfaviðskipti[PDF prentútgáfa]
1997AAugl nr. 45/1997 - Lög um vörumerki[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 73/1997 - Skipulags- og byggingarlög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 131/1997 - Lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa[PDF prentútgáfa]
1997BAugl nr. 310/1997 - Reglugerð um skráningu vörumerkja o.fl.[PDF prentútgáfa]
1997CAugl nr. 7/1997 - Auglýsing um bókun við Madrídarsamninginn um alþjóðlega skráningu merkja[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 10/1997 - Auglýsing um samning við Alþýðulýðveldið Kína um að hvetja til fjárfestinga og veita þeim gagnkvæma vernd[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
1998AAugl nr. 57/1998 - Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 58/1998 - Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta[PDF prentútgáfa]
1999AAugl nr. 31/1999 - Lög um alþjóðleg viðskiptafélög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 44/1999 - Lög um náttúruvernd[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 90/1999 - Lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum[PDF prentútgáfa]Fyrirsögn augl. síðar breytt í: Lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum
1999CAugl nr. 9/1999 - Auglýsing um samning við Lettland um gagnkvæma eflingu og vernd fjárfestinga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2000AAugl nr. 32/2000 - Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 45/2000 - Lög um breyting á þinglýsingalögum, nr. 39/1978[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 65/2000 - Lög um breytingu á lögum nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta[PDF prentútgáfa]
2000BAugl nr. 397/2000 - Reglugerð um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð[PDF prentútgáfa]
2001AAugl nr. 46/2001 - Lög um hönnun[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 147/2001 - Lög um breytingu á lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002AAugl nr. 40/2002 - Lög um fasteignakaup[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002BAugl nr. 831/2002 - Reglur Seðlabanka Íslands um meðferð trúnaðarupplýsinga og verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti starfsmanna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002CAugl nr. 34/2002 - Auglýsing um breytingar á stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 35/2002 - Auglýsing um breytingar á samningi um Alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl (INTELSAT)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003AAugl nr. 30/2003 - Lög um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 33/2003 - Lög um verðbréfaviðskipti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 34/2003 - Lög um breyting á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 90/2003 - Lög um tekjuskatt og eignarskatt[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]Fyrirsögn augl. síðar breytt í: Lög um tekjuskatt
2003BAugl nr. 530/2003 - Reglur um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004AAugl nr. 28/2004 - Lög um breyting á lögum um ársreikninga, nr. 144/1994, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 81/2004 - Jarðalög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 130/2004 - Lög um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004CAugl nr. 1/2004 - Auglýsing um evrópska einkaleyfasamninginn, gerð um endurskoðun hans og samnings um beitingu 65. gr. samningsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005AAugl nr. 33/2005 - Lög um fjarsölu á fjármálaþjónustu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 46/2005 - Lög um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 848/2005 - Reglugerð um þjóðgarðinn á Þingvöllum, verndun hans og meðferð[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2006AAugl nr. 3/2006 - Lög um ársreikninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 20/2006 - Vatnalög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 61/2006 - Lög um lax- og silungsveiði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 108/2006 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samnings milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar[PDF vefútgáfa]
2006BAugl nr. 1050/2006 - Reglugerð um rannsókn og saksókn efnahagsbrota[PDF vefútgáfa]
2006CAugl nr. 14/2006 - Auglýsing um samning milli Íslands og Chile um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 30/2006 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli Suður-Kóreu og Íslands, Liechtenstein og Sviss[PDF vefútgáfa]
2007AAugl nr. 80/2007 - Vegalög[PDF vefútgáfa]
2007BAugl nr. 541/2007 - Reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands[PDF vefútgáfa]
2008BAugl nr. 35/2008 - Reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 317/2008 - Reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 808/2008 - Reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands[PDF vefútgáfa]
2009BAugl nr. 38/2009 - Reglugerð um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 347/2009 - Reglugerð um úrskurðarnefnd verðbréfamiðstöðva[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 553/2009 - Reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands[PDF vefútgáfa]
2010AAugl nr. 56/2010 - Lög um vátryggingastarfsemi[PDF vefútgáfa]
2011AAugl nr. 48/2011 - Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 128/2011 - Lög um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 132/2011 - Lög um breytingu á vatnalögum, nr. 15/1923, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2011BAugl nr. 884/2011 - Reglugerð um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis[PDF vefútgáfa]
2012AAugl nr. 159/2012 - Lög um breytingu á lögum nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum (greiðslukerfi og verðbréfauppgjörskerfi)[PDF vefútgáfa]
2013AAugl nr. 60/2013 - Lög um náttúruvernd[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 1294/2014 - Reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda[PDF vefútgáfa]
2015AAugl nr. 68/2015 - Lög um breyting á lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir, nr. 46 13. maí 2005 (EES-reglur, innleiðing)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 123/2015 - Lög um opinber fjármál[PDF vefútgáfa]
2015BAugl nr. 1240/2015 - Reglugerð um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála[PDF vefútgáfa]
2015CAugl nr. 4/2015 - Auglýsing um samning við Bandaríkin um að bæta alþjóðlega reglufylgni á sviði skattamála og að framfylgja FATCA-lögunum[PDF vefútgáfa]
2016AAugl nr. 100/2016 - Lög um vátryggingastarfsemi[PDF vefútgáfa]
2019BAugl nr. 1200/2019 - Reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands[PDF vefútgáfa]
2020AAugl nr. 7/2020 - Lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 34/2020 - Lög um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 45/2020 - Lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2020 - Lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2020 - Lög um breytingu á lögum um vörumerki, nr. 45/1997, með síðari breytingum (EES-reglur)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2020 - Lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 85/2020 - Lög um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.)[PDF vefútgáfa]
2020BAugl nr. 850/2020 - Reglugerð um umsóknir og skráningu vörumerkja, félagamerkja og ábyrgðar- og gæðamerkja[PDF vefútgáfa]
2021AAugl nr. 53/2021 - Lög um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004 (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskylda o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 100/2021 - Lög um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 116/2021 - Lög um verðbréfasjóði[PDF vefútgáfa]
2021CAugl nr. 70/2021 - Auglýsing um breytingu á Norðurlandasamningi um erfðir og skipti á dánarbúum[PDF vefútgáfa]
2023AAugl nr. 41/2023 - Lög um fjármögnunarviðskipti með verðbréf[PDF vefútgáfa]
2023BAugl nr. 441/2023 - Reglugerð um eignarskráningu í verðbréfamiðstöð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 630/2023 - Reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna[PDF vefútgáfa]
2024AAugl nr. 87/2024 - Lög um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (starfslok óbyggðanefndar o.fl.)[PDF vefútgáfa]
2024BAugl nr. 134/2024 - Reglugerð um áætlun eignamarka[PDF vefútgáfa]
2024CAugl nr. 73/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Perús[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 81/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Kólumbíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 97/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning við Kína[PDF vefútgáfa]
2025BAugl nr. 1228/2025 - Auglýsing frá ríkisskattstjóra um skil á upplýsingum (CRS) vegna tekjuársins 2025, sbr. reglugerð nr. 1240/2015[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Ráðgjafarþing1Þingskjöl6
Ráðgjafarþing1Umræður210, 252, 465-466, 483, 490
Ráðgjafarþing2Þingskjöl27
Ráðgjafarþing2Umræður350
Ráðgjafarþing3Umræður274-275, 281
Ráðgjafarþing5Umræður689
Ráðgjafarþing6Umræður813
Ráðgjafarþing8Umræður241
Ráðgjafarþing11Þingskjöl202, 210, 447
Ráðgjafarþing11Umræður439, 685-686
Ráðgjafarþing14Umræður301
Löggjafarþing42Þingskjöl265-266, 424, 1055
Löggjafarþing43Þingskjöl80, 358, 645, 806-807
Löggjafarþing44Þingskjöl142
Löggjafarþing48Þingskjöl88, 603-604, 720-721, 1074-1075
Löggjafarþing68Umræður - Fallin mál315/316
Löggjafarþing71Þingskjöl671
Löggjafarþing73Þingskjöl206, 232
Löggjafarþing75Þingskjöl162
Löggjafarþing78Þingskjöl771, 773, 775, 781, 783, 785, 789
Löggjafarþing81Umræður (samþ. mál)1329/1330
Löggjafarþing82Þingskjöl201-204, 209, 216-217, 219, 413, 467, 564, 677, 833, 1067, 1336, 1541, 1557, 1571, 1579, 1597, 1606, 1617
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)175/176-179/180
Löggjafarþing85Þingskjöl875
Löggjafarþing85Umræður - Óútrædd mál179/180
Löggjafarþing86Þingskjöl209, 277, 638
Löggjafarþing86Umræður (samþ. mál)627/628, 1255/1256, 1285/1286, 1305/1306, 1313/1314
Löggjafarþing87Þingskjöl1094
Löggjafarþing87Umræður - Óútrædd mál117/118
Löggjafarþing88Þingskjöl283, 1213
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál673/674
Löggjafarþing89Þingskjöl1614
Löggjafarþing90Þingskjöl863
Löggjafarþing91Þingskjöl466, 532, 650-651
Löggjafarþing91Umræður (þáltill. og fsp.)391/392, 429/430
Löggjafarþing92Þingskjöl225-226, 382, 974, 1603
Löggjafarþing92Umræður - Óútrædd mál35/36
Löggjafarþing93Þingskjöl251, 271-272, 344, 1187, 1537, 1559, 1611, 1637, 1659
Löggjafarþing93Umræður829/830-831/832, 843/844, 851/852, 979/980, 2545/2546, 2559/2560, 3461/3462
Löggjafarþing94Þingskjöl369, 399, 450, 484, 1657, 1919, 2080
Löggjafarþing95Þingskjöl17
Löggjafarþing96Þingskjöl412, 439
Löggjafarþing96Umræður2183/2184, 2191/2192-2193/2194, 2459/2460
Löggjafarþing97Þingskjöl257, 304, 1688
Löggjafarþing97Umræður443/444-445/446, 457/458-459/460, 471/472, 615/616, 619/620
Löggjafarþing98Þingskjöl543, 1394
Löggjafarþing98Umræður1029/1030, 1253/1254
Löggjafarþing99Þingskjöl628, 708, 1386, 1394, 1397, 1399, 1401, 1407-1408, 1411, 1413, 1954, 2546
Löggjafarþing99Umræður1875/1876, 3377/3378
Löggjafarþing100Þingskjöl2580
Löggjafarþing100Umræður2447/2448, 4797/4798, 5151/5152
Löggjafarþing102Þingskjöl145
Löggjafarþing103Þingskjöl1639-1640, 1642
Löggjafarþing103Umræður2601/2602
Löggjafarþing104Þingskjöl494, 496, 498-500, 1628-1630, 2282
Löggjafarþing104Umræður889/890, 893/894, 1071/1072, 2551/2552
Löggjafarþing105Þingskjöl496, 1938, 2290
Löggjafarþing105Umræður463/464
Löggjafarþing106Þingskjöl504-506, 517-518, 520-522, 1722
Löggjafarþing106Umræður2359/2360, 2873/2874, 4249/4250-4251/4252
Löggjafarþing107Þingskjöl368, 687-688, 690-692, 697
Löggjafarþing107Umræður947/948
Löggjafarþing108Þingskjöl596, 692-693, 695-697, 702, 1666, 1670, 2439, 2441-2443, 2456-2457, 2939
Löggjafarþing108Umræður679/680, 3535/3536, 4011/4012
Löggjafarþing109Þingskjöl1132, 2480, 3312
Löggjafarþing109Umræður1001/1002, 1297/1298
Löggjafarþing110Þingskjöl542-543, 2616, 3421, 3561, 3731-3732, 3734
Löggjafarþing110Umræður441/442, 4169/4170, 5019/5020, 5415/5416
Löggjafarþing111Þingskjöl1, 13, 851, 1130, 2299, 2984, 3409
Löggjafarþing111Umræður623/624, 4245/4246-4247/4248, 6851/6852
Löggjafarþing112Þingskjöl1026, 2748, 2999, 3723, 4091, 4661, 4663, 4976, 4992, 4994, 4996, 5001-5003, 5057-5060, 5063, 5065-5066, 5069, 5071-5072
Löggjafarþing112Umræður5989/5990, 6895/6896, 6913/6914, 6941/6942
Löggjafarþing113Þingskjöl1541, 1557, 1559-1560, 1565-1567, 1620-1623, 1626, 1628-1629, 1632, 1634-1635, 1638, 2173, 2175, 2202-2203, 3100, 3106, 3124
Löggjafarþing113Umræður1079/1080-1081/1082, 1671/1672, 2147/2148, 3177/3178, 3559/3560
Löggjafarþing115Þingskjöl893-894, 905, 938, 968, 1010, 1267, 1658, 4092, 4110, 4644, 5026, 5191, 5193-5194, 5706, 5719
Löggjafarþing115Umræður1703/1704
Löggjafarþing116Þingskjöl8, 21, 294, 312, 375, 400, 1739, 1873, 1950, 1998, 2053, 2287, 2312, 2599, 3871, 4497, 4501, 4551-4552, 5058
Löggjafarþing116Umræður8421/8422, 9389/9390
Löggjafarþing117Þingskjöl977, 1011, 4258-4260, 4267-4268, 4270-4271
Löggjafarþing117Umræður1855/1856, 1861/1862, 1865/1866, 3189/3190, 6937/6938
Löggjafarþing118Þingskjöl965, 2089, 2102, 2519-2520, 3592, 3978, 4005, 4021, 4281, 4302
Löggjafarþing118Umræður3335/3336, 3947/3948, 3951/3952-3953/3954, 3997/3998, 4009/4010, 4755/4756, 4781/4782, 5025/5026, 5029/5030, 5053/5054-5057/5058, 5201/5202, 5281/5282, 5313/5314, 5329/5330
Löggjafarþing120Þingskjöl904, 2053, 2073, 2399, 2403, 2454-2455, 2660, 2666, 2678, 3158, 3172, 3397
Löggjafarþing120Umræður2865/2866, 3485/3486, 4231/4232, 4235/4236, 5519/5520, 5573/5574, 5579/5580, 6275/6276, 6285/6286
Löggjafarþing121Þingskjöl820, 2071, 2075, 2081, 2083, 2128, 2133, 2183-2184, 2686, 2990, 3017, 3023, 3036, 3740, 3892, 4059, 4061, 4064-4065, 4095, 4102, 4104, 4767-4770, 4774-4776, 4778, 4780-4782, 4791, 4793, 4797-4798, 4800-4801, 4803-4808, 4810, 4853-4854, 4968-4969, 4983, 5112-5113, 5327, 5704
Löggjafarþing121Umræður1709/1710, 3019/3020-3021/3022, 3029/3030, 3047/3048, 3075/3076, 3089/3090-3091/3092, 3799/3800, 3907/3908-3909/3910, 4079/4080, 4101/4102, 4651/4652, 5013/5014, 5023/5024-5025/5026, 5037/5038, 5119/5120, 5125/5126, 6451/6452
Löggjafarþing122Þingskjöl910, 913, 916, 918, 946-947, 950, 956, 973, 2119, 2399, 2424, 2426, 2429, 2432, 2554, 2562-2563, 2592-2595, 2598-2600, 2602-2606, 2613, 2615, 2618, 2620-2621, 2623-2625, 2627-2629, 2631, 3063, 3069, 3082, 4982, 5310-5311, 5786-5789, 5803
Löggjafarþing122Umræður1705/1706, 2077/2078, 2285/2286, 2293/2294-2295/2296, 3235/3236, 3245/3246-3247/3248, 3251/3252, 3267/3268, 3289/3290-3293/3294, 3317/3318-3319/3320, 3323/3324, 3779/3780, 3785/3786, 3789/3790-3791/3792, 4489/4490, 4493/4494, 4823/4824, 5593/5594, 5793/5794, 6095/6096, 6137/6138, 6299/6300, 6575/6576-6577/6578, 6591/6592, 6599/6600-6601/6602, 6623/6624, 6637/6638, 6675/6676, 6679/6680, 6689/6690-6691/6692, 6733/6734, 6743/6744, 6795/6796, 6819/6820, 6829/6830, 6845/6846-6847/6848, 7319/7320, 7521/7522, 7941/7942
Löggjafarþing123Þingskjöl633, 790, 846, 1356, 1501, 1565, 2172, 2402-2403, 2780, 2791, 3392, 3508, 3778, 4098, 4479, 4780, 4959
Löggjafarþing123Umræður197/198, 657/658, 2067/2068, 2553/2554, 3009/3010, 3017/3018, 3077/3078
Löggjafarþing125Þingskjöl577, 582, 584, 698, 814, 953, 1307-1308, 1781, 2126, 2576, 3078, 3357, 4254, 4404, 5076, 5196-5197, 5216, 5219, 5306, 5397, 5677, 5702
Löggjafarþing125Umræður3407/3408, 5371/5372, 5741/5742-5743/5744, 5749/5750, 5771/5772, 5783/5784, 5887/5888
Löggjafarþing126Þingskjöl1922, 2922, 3237-3238, 3256, 4708, 4871-4872
Löggjafarþing126Umræður489/490-491/492, 3519/3520-3523/3524, 3653/3654, 3837/3838, 4403/4404, 5929/5930, 6117/6118
Löggjafarþing127Þingskjöl568, 596, 1088, 1428, 1430, 1459, 2748, 2786, 3212-3213, 3781-3782, 3787-3788, 5349-5352
Löggjafarþing127Umræður195/196, 2551/2552, 3957/3958, 4585/4586, 4595/4596, 4615/4616, 4655/4656, 4663/4664, 5303/5304, 6441/6442, 6877/6878, 6885/6886
Löggjafarþing128Þingskjöl578, 582, 1516, 1520, 1538, 1542, 2144-2145, 2738-2739, 3261-3262, 3331-3332, 3570, 3577, 3989, 3992, 4251-4253, 4257-4260, 4262, 4593, 4596, 4918, 5128, 5150, 5157, 5183, 5186, 5351, 5395, 5456
Löggjafarþing128Umræður753/754, 1219/1220, 1989/1990, 2003/2004, 2075/2076
Löggjafarþing130Þingskjöl1098, 1142, 1203, 1423, 1686, 1931, 2499, 2526, 2599, 2601, 2604-2605, 2608-2609, 2612-2613, 2616, 2620-2622, 2786, 4263, 4426, 5068, 5229, 5241, 5269, 5335-5336, 5376, 5855, 5984, 6389, 6462, 6516-6518, 6520-6521, 6526, 6530, 6713, 7273
Löggjafarþing130Umræður1589/1590, 2751/2752, 2765/2766, 3291/3292, 4339/4340, 5869/5870, 6311/6312, 6557/6558, 6635/6636, 6765/6766, 6863/6864, 6887/6888, 6909/6910, 6931/6932, 7039/7040, 7045/7046, 7095/7096, 7115/7116, 7595/7596, 7737/7738, 8211/8212
Löggjafarþing131Þingskjöl875, 922, 1810, 2093, 2104-2105, 2117, 2122, 2133, 2185, 2347, 2375, 2939, 2960, 2976, 4741-4743, 4746-4747, 4749-4750, 4754, 5326-5327, 5331-5333, 5336-5337, 5406, 5546-5548
Löggjafarþing131Umræður2519/2520, 3529/3530, 3539/3540, 3791/3792
Löggjafarþing132Þingskjöl896, 1096, 1108-1109, 1121, 1126, 1137, 1341, 1359, 1560, 2712-2713, 2718-2720, 2722, 2724, 3488, 3513, 3535, 3857, 4064, 4098, 4588, 4948, 5014, 5052-5053, 5059, 5542, 5620
Löggjafarþing132Umræður1355/1356, 2257/2258, 3415/3416, 3631/3632-3633/3634, 4445/4446, 4453/4454, 4469/4470, 5317/5318-5319/5320, 5347/5348-5349/5350, 5375/5376, 5393/5394, 5399/5400, 5415/5416, 5423/5424-5425/5426, 5475/5476, 5481/5482-5483/5484, 5579/5580-5585/5586, 5591/5592-5595/5596, 5827/5828, 5879/5880, 5925/5926-5927/5928, 5989/5990, 6075/6076-6079/6080, 6097/6098-6099/6100, 6107/6108, 6119/6120, 6123/6124-6125/6126, 6129/6130, 6141/6142, 6183/6184, 6187/6188, 6229/6230, 6315/6316, 6649/6650-6651/6652, 6657/6658-6659/6660, 6915/6916, 7855/7856, 8027/8028, 8421/8422, 8463/8464, 8679/8680
Löggjafarþing133Þingskjöl860, 2930-2931, 2935-2938, 2940, 2942, 3168-3169, 3191, 3862, 3876, 3970, 4151-4152, 4154-4157, 4195, 4310, 5564, 5731, 5736, 5747, 5775, 5905, 6173, 6963, 6988, 7056, 7230
Löggjafarþing133Umræður463/464, 4257/4258, 4265/4266, 4271/4272, 5909/5910, 5967/5968, 6297/6298-6299/6300, 6317/6318, 6327/6328, 6339/6340, 6343/6344, 6361/6362, 6367/6368, 6379/6380, 6395/6396-6397/6398, 6407/6408
Löggjafarþing135Þingskjöl667, 3245, 3380, 3382-3383, 3385, 3851-3854, 5872, 5995, 6341
Löggjafarþing135Umræður245/246, 1797/1798, 2913/2914, 3777/3778, 3841/3842-3843/3844, 5161/5162, 5185/5186, 5189/5190, 5207/5208, 6711/6712, 6987/6988, 7595/7596, 7623/7624, 7689/7690-7691/7692
Löggjafarþing136Þingskjöl466, 468, 485, 500, 1110, 1463, 1467, 2135, 3077, 3375, 3378-3380, 3392, 4358
Löggjafarþing136Umræður471/472, 2579/2580, 2721/2722, 3871/3872-3873/3874, 4527/4528, 4533/4534, 4571/4572, 5909/5910, 5987/5988, 6137/6138, 6143/6144, 6257/6258, 6421/6422, 6433/6434, 6451/6452, 6459/6460, 6593/6594-6597/6598, 6623/6624, 6635/6636, 7131/7132, 7143/7144
Löggjafarþing137Þingskjöl73, 173, 178, 245, 668-669, 771
Löggjafarþing137Umræður847/848, 867/868, 1075/1076, 1805/1806
Löggjafarþing138Þingskjöl741, 1548, 1553, 1778, 1788, 4013, 5457, 5614, 6175, 6289, 6294, 6703, 6720, 6786, 7082, 7220, 7330, 7353, 7403
Löggjafarþing139Þingskjöl926, 943, 1076, 1284, 1389, 3139, 3149, 4523, 4768, 5017, 5036, 5228, 5289, 5319, 5349, 5377, 6502, 6521, 6899, 7070, 7554, 7658, 7660, 7952, 8084, 8667, 9039, 9462, 9486, 9636, 9691, 9701, 9731, 9780
Fara á yfirlit

Ritið Lagasafn handa alþýðu

BindiBls. nr.
4106
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1931267/268, 1681/1682
1945319/320-321/322
1954 - 1. bindi377/378-379/380, 1165/1166
1954 - 2. bindi2613/2614
1965 - Registur61/62, 125/126, 137/138, 145/146
1965 - 1. bindi397/398, 1167/1168
1965 - 2. bindi2019/2020-2023/2024, 2029/2030-2031/2032, 2687/2688, 2821/2822, 2943/2944
1973 - Registur - 1. bindi55/56, 107/108, 141/142, 149/150
1973 - 1. bindi19/20, 331/332, 1167/1168, 1527/1528
1973 - 2. bindi2127/2128, 2131/2132, 2137/2138, 2487/2488, 2745/2746, 2869/2870
1983 - Registur65/66, 113/114, 175/176, 195/196, 219/220, 255/256
1983 - 1. bindi17/18, 1247/1248
1983 - 2. bindi1477/1478-1479/1480, 1979/1980-1983/1984, 1987/1988-1989/1990, 2367/2368, 2403/2404, 2609/2610, 2707/2708
1990 - Registur41/42, 73/74, 161/162-163/164, 187/188, 223/224
1990 - 1. bindi17/18, 1261/1262
1990 - 2. bindi1483/1484, 1949/1950-1953/1954, 1957/1958-1959/1960, 2203/2204, 2373/2374, 2409/2410, 2657/2658, 2757/2758
1995 - Registur3, 19
1995174-175, 283, 315, 412, 416, 768, 842, 877, 894-895, 1356-1358, 1420, 1433, 1441
1999 - Registur5, 21
1999180, 301, 335, 347, 451, 456, 885, 898-901, 933, 949, 989, 1121, 1426, 1434-1436, 1489-1491, 1505, 1514, 1522, 1527-1528
2003 - Registur9, 27
2003207, 378, 390, 511, 998-999, 1001-1002, 1026, 1030, 1033, 1060, 1087, 1089, 1094, 1108, 1156, 1630-1631, 1726, 1734-1736, 1755, 1780, 1792-1793, 1811, 1819, 1829, 1831, 1836-1837
2007 - Registur9, 27
2007215-216, 348, 425, 437, 561, 566, 1049, 1132-1133, 1135, 1137, 1159, 1166, 1170, 1173, 1209, 1215-1217, 1238, 1268, 1330, 1337, 1493, 1558, 1835, 1939, 1980-1982, 2000, 2026-2027, 2034, 2055, 2064, 2078, 2080, 2086
Fara á yfirlit

Ritið Samningar Íslands við erlend ríki

BindiBls. nr.
117-18, 23, 31-32, 34
21359, 1409, 1412
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
199155
199447
1995117, 207, 234
200089
2007222
200881
202242
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
19942611
1995113
19983312
200050103
200120230
20031833
2006332
200726277, 279
200835388
2008617
201026104
20106475
20107213, 19, 27, 34
2011402-4, 101
201473428
20147632, 46
2015886, 102, 107
201523629
20156320, 37
201657452
2018808
201925293
202012388
20201715
202020104, 121
202026681-682
202174217
2024416
Fara á yfirlit

Lögbirtingablað

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
200113
2001534
200167528
200193736
20011391103
2002106832
2002119934
200376602, 608
2003101803
20031461156-1157
200428222
200463499
20041581253, 1255
200526175
200549339-340
20061003171-3172
200825799
2009401279-1280
2009862746
201022704
2011872782
201226827-828
2012692208
2013531695
2013672135
2013872784
2014132
201622704
2016601920
20174428-30
20174729-30
20175231
20175527-28
2018491539
20181093458
201922700, 702
2019521634
2019591885
2020331343
2020502425-2426
20218604
20226559-560
2022726897
2023504794
2023514894
20242188
2024181726
2024595567
2025151435-1436
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 42

Þingmál A65 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (frumvarp) útbýtt þann 1930-02-04 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 398 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1930-04-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A91 (gagnfræðaskóli)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jón Þorláksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (frumvarp) útbýtt þann 1930-02-22 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 43

Þingmál A4 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 185 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1931-03-24 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 282 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1931-03-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A47 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 1931-02-25 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 44

Þingmál A24 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 1931-07-18 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 48

Þingmál A12 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1934-10-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 398 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1934-11-12 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 493 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1934-11-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 746 (lög í heild) útbýtt þann 1934-12-10 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 55

Þingmál A82 (skipulagssjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1940-03-19 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 68

Þingmál A110 (ræktunarlönd og byggingarlóðir í kaupstöðum)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1949-04-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 71

Þingmál A45 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1951-12-07 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 73

Þingmál A13 (vátryggingasamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A124 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (frumvarp) útbýtt þann 1953-12-09 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 75

Þingmál A8 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-10-08 17:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 78

Þingmál A153 (þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-04-20 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 81

Þingmál A115 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-12-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A11 (Parísarsamþykktin um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-10-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 135 (nefndarálit) útbýtt þann 1961-11-22 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 202 (nefndarálit) útbýtt þann 1961-12-12 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 229 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1961-12-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-10-16 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-11-23 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Sveinn S. Einarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-11-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 555 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1962-03-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A139 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-02-07 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 375 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1962-03-12 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 781 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1962-04-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 819 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1962-04-17 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 85

Þingmál A131 (eignaréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-02-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 86

Þingmál A11 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A19 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 154 (nefndarálit) útbýtt þann 1965-12-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-02-14 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (alþjóðasamningur um lausn fjárfestingardeilna)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 87

Þingmál A162 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-03-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 88

Þingmál A13 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A126 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 264 (frumvarp) útbýtt þann 1968-02-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-02-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A232 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-04-23 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 90

Þingmál A122 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (frumvarp) útbýtt þann 1969-12-10 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 91

Þingmál A72 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 1970-10-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A93 (löggjöf um rétt til óbyggða, afrétt og almennings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (þáltill.) útbýtt þann 1970-11-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Ásberg Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (endurskoðun löggjafar um óbyggðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 175 (þáltill.) útbýtt þann 1970-11-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 92

Þingmál A13 (hálendi landsins og óbyggðum verði lýst sem alþjóðaeign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 1971-10-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 669 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1972-05-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A55 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 1971-11-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A114 (námulög)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1972-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (fiskeldi í sjó)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-01-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A276 (staðfesting Bernarsáttmálans til verndar bókmenntum og listaverkum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 712 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-05-08 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 93

Þingmál A14 (fiskeldi í sjó)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A23 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-04 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1973-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (eignarráð á landinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (þáltill.) útbýtt þann 1972-11-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-11-21 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - Ræða hófst: 1972-11-23 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - Ræða hófst: 1972-11-23 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1972-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (breytingartillaga) útbýtt þann 1973-04-10 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 675 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1973-04-12 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 702 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1973-04-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A144 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1973-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-02-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A245 (skipti á dánarbúum og félagsbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 619 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-04-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A254 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál B93 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
70. þingfundur - Pétur Pétursson - Ræða hófst: 1973-04-12 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1973-04-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 94

Þingmál A15 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 736 (nefndarálit) útbýtt þann 1974-04-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A27 (skipti á dánarbúum og félagsbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-18 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 630 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1974-04-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A46 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-25 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 492 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1974-03-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A54 (eignarráð á landinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (þáltill.) útbýtt þann 1973-10-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A303 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 731 (nefndarálit) útbýtt þann 1974-04-19 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 95

Þingmál A4 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-08-08 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 96

Þingmál A67 (eignarráð þjóðarinnnar á landinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (þáltill.) útbýtt þann 1974-11-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Benedikt Gröndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-03-06 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Ingi Tryggvason - Ræða hófst: 1975-03-06 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1975-03-06 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1975-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 1974-12-03 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 97

Þingmál A12 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 1975-10-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1975-11-06 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1975-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (eignarráð á landinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (þáltill.) útbýtt þann 1975-11-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-11-20 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1975-11-20 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1975-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A257 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-29 00:00:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 98

Þingmál A50 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 1976-10-28 15:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1976-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-12-18 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 99

Þingmál A79 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1977-11-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A103 (gjaldþrotalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-11-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A125 (virkjun Blöndu)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1978-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-01-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-02-01 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Ingi Tryggvason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A245 (verðlag, samkeppnishömlur og óréttmætir viðskiptahættir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A282 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-17 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 100

Þingmál A73 (samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Finnur Torfi Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A303 (iðnaðarstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1979-05-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A306 (eignarnám hluta jarðarinnar Deildartungu ásamt jarðhitaréttindum)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-15 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1979-05-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 102

Þingmál A2 (viðskiptasamningur EFTA-landanna og Spánar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1979-12-13 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 103

Þingmál A228 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (frumvarp) útbýtt þann 1981-02-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Eiður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 104

Þingmál A46 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (frumvarp) útbýtt þann 1981-10-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (frumvarp) útbýtt þann 1982-02-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A307 (neyðarbirgðir olíu o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-27 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 105

Þingmál A3 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (neyðarbirgðir olíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-10-19 14:20:00 [PDF]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Löggjafarþing 106

Þingmál A60 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-31 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-31 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A190 (orka fallvatna og nýting hennar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-03-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A6 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00 [PDF]

Þingmál A87 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-12 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1984-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 108

Þingmál A66 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A67 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A117 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (verðbréfamiðlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 721 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1986-04-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A322 (Alþjóðahugverkastofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1986-03-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-08 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Halldór Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A157 (aðför)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (frumvarp) útbýtt þann 1986-11-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A281 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (frumvarp) útbýtt þann 1987-01-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A389 (erlend fjárfesting og íslenskt atvinnulíf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-02-26 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A34 (aðför)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A294 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-02-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A440 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A461 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A496 (löggjöf um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 861 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-04-18 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 112

Þingmál A352 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 1990-05-01 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 113

Þingmál A320 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Löggjafarþing 115

Þingmál A116 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-11-21 15:02:01 - [HTML]

Þingmál A202 (Síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-12 19:44:18 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-10 00:36:58 - [HTML]

Þingmál A5 (gjaldeyrismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 1992-09-01 - Sendandi: Nefndadeild - Skýring: Athugasemdir v/frv - [PDF]

Þingmál A11 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 1992-11-23 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Vinnuskjal - athugasemdir v/frv. - [PDF]

Þingmál A115 (Síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (nefndarálit) útbýtt þann 1993-03-25 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A157 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (frumvarp) útbýtt þann 1992-10-26 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A211 (Sementsverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1993-04-05 14:07:24 - [HTML]

Þingmál A228 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 285 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1992-11-16 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A545 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
163. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-27 22:46:19 - [HTML]

Þingmál A566 (fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ísraels)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-04-02 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A567 (fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Póllands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-04-02 14:30:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 117

Þingmál A18 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A103 (réttarfar, atvinnuréttindi o.fl.)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-18 00:24:56 - [HTML]

Þingmál A200 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-09 11:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-08 14:23:22 - [HTML]

Þingmál A215 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-17 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-12-14 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A431 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Búlgaríu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-02-28 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A432 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ungverjalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-02-28 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A433 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Rúmeníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-02-28 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A578 (Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-15 14:01:31 - [HTML]

Þingmál B90 (skattlagning aflaheimilda)

Þingræður:
44. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-25 15:09:52 - [HTML]
44. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-25 15:34:57 - [HTML]
44. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-25 15:56:44 - [HTML]
44. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-25 16:00:49 - [HTML]
44. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-25 16:02:20 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A7 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-17 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A106 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-19 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-03 14:05:50 - [HTML]

Þingmál A127 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 1994-11-28 - Sendandi: Verslunarskóli Íslands, B/t skólastjóra - [PDF]

Þingmál A229 (samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-11-23 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-02-23 14:39:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1069 - Komudagur: 1995-02-07 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A324 (vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-01-31 13:49:40 - [HTML]
100. þingfundur - Svavar Gestsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-20 17:34:23 - [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-22 15:39:50 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A11 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 1995-10-05 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A97 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 723 (lög í heild) útbýtt þann 1996-03-18 16:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A256 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Litáens)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (þáltill. n.) útbýtt þann 1995-12-20 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A257 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Lettlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (þáltill. n.) útbýtt þann 1995-12-20 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A258 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Eistlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (þáltill. n.) útbýtt þann 1995-12-20 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A274 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1996-02-01 11:29:03 - [HTML]

Þingmál A286 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Slóveníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1996-02-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-02-27 17:02:03 - [HTML]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 1996-05-24 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-03-19 21:57:02 - [HTML]
110. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-19 22:37:19 - [HTML]
137. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-14 16:31:15 - [HTML]
137. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-14 17:13:21 - [HTML]
137. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-14 17:17:51 - [HTML]
137. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-14 17:19:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 1996-05-20 - Sendandi: Andri Árnason hrl. - [PDF]

Þingmál A501 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1996-05-02 16:42:26 - [HTML]
129. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-02 17:17:42 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A15 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 1996-10-02 20:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A70 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-01-29 14:44:04 - [HTML]
58. þingfundur - Ragnar Arnalds - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-29 15:41:26 - [HTML]
75. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1997-02-20 11:00:29 - [HTML]

Þingmál A98 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1996-10-28 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1323 (lög í heild) útbýtt þann 1997-05-15 18:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A180 (lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-03 17:01:19 - [HTML]

Þingmál A233 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (lög í heild) útbýtt þann 1997-05-09 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 11:17:37 - [HTML]
59. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 14:06:17 - [HTML]
59. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1997-01-30 15:12:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 956 - Komudagur: 1997-02-26 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Ýmis gögn frá ritara - [PDF]
Dagbókarnúmer 983 - Komudagur: 1997-03-04 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (Upplýsingar frá ritara) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 1997-04-01 - Sendandi: Þórunn Guðmundsdóttir hrl. - Skýring: (lögfræðiálit) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 1997-04-02 - Sendandi: Viðar Már Matthíasson prófessor - [PDF]

Þingmál A266 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gunnlaugur M. Sigmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-24 17:35:47 - [HTML]

Þingmál A268 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-27 12:21:25 - [HTML]
81. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-02-27 15:02:03 - [HTML]

Þingmál A304 (eignarhald á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-03 17:41:35 - [HTML]
98. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1997-04-03 18:46:44 - [HTML]

Þingmál A445 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2148 - Komudagur: 1997-05-22 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ýmis gögn frá iðnrn.) - [PDF]

Þingmál A474 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1997-04-03 17:02:21 - [HTML]

Þingmál A482 (slit á Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-04-04 16:41:37 - [HTML]
99. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1997-04-04 17:04:55 - [HTML]

Þingmál B258 (áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á lífeyriskerfinu og kaup Landsbankans á 50% hlut í Vátryggingafélagi Íslands hf.)

Þingræður:
92. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1997-03-18 16:02:39 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A50 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 1997-10-07 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A149 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (lög í heild) útbýtt þann 1997-12-15 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-13 11:35:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 1997-11-19 - Sendandi: Undirbúningsfélag Verðbréfaskráningar Íslands hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 166 - Komudagur: 1997-11-21 - Sendandi: Verðbréfaþing Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 243 - Komudagur: 1997-11-25 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A152 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-23 15:08:05 - [HTML]

Þingmál A209 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 1998-03-05 - Sendandi: Verðbréfaþing Íslands - Skýring: (viðbótarupplýsingar) - [PDF]

Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1997-12-05 16:44:10 - [HTML]
114. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-04-29 13:46:10 - [HTML]
118. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-05 10:31:51 - [HTML]
118. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1998-05-05 15:22:09 - [HTML]
119. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-05-06 13:30:09 - [HTML]

Þingmál A338 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-16 14:45:52 - [HTML]
44. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1997-12-16 15:28:49 - [HTML]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1438 (lög í heild) útbýtt þann 1998-05-28 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-05 18:06:42 - [HTML]
60. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-05 18:35:20 - [HTML]
72. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-02-19 10:33:13 - [HTML]
72. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-19 11:18:02 - [HTML]
72. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1998-02-19 11:46:48 - [HTML]
124. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1998-05-11 16:15:24 - [HTML]
124. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-11 17:06:57 - [HTML]
124. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1998-05-11 22:43:03 - [HTML]
125. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-05-12 13:53:07 - [HTML]
125. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-05-12 16:17:51 - [HTML]
125. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1998-05-12 19:02:00 - [HTML]
133. þingfundur - Svavar Gestsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-26 16:14:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 1998-03-24 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1562 - Komudagur: 1998-03-24 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1794 - Komudagur: 1998-04-14 - Sendandi: Verkfræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2204 - Komudagur: 1998-05-14 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 1998-05-18 - Sendandi: Tryggvi Gunnarsson hrl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2241 - Komudagur: 1998-05-20 - Sendandi: Sigurður Líndal prófessor - Skýring: (sérprentun úr skýrslu aðalfundar SÍR 1983) - [PDF]

Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1435 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-05-28 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-05 10:34:16 - [HTML]
60. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-02-05 11:05:44 - [HTML]
60. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1998-02-05 11:31:52 - [HTML]
60. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-05 11:56:44 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-02-05 13:41:21 - [HTML]
60. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1998-02-05 15:34:28 - [HTML]
60. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1998-02-05 15:55:55 - [HTML]
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-09 10:32:40 - [HTML]
123. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 10:48:40 - [HTML]
123. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 12:02:27 - [HTML]
123. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 14:50:24 - [HTML]
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1998-05-09 15:41:11 - [HTML]
130. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-05-18 15:59:47 - [HTML]

Þingmál A438 (slit á Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1998-03-12 15:55:39 - [HTML]
86. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1998-03-12 16:14:39 - [HTML]
110. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 1998-04-22 18:01:17 - [HTML]

Þingmál A557 (Samábyrgð Íslands á fiskiskipum)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-23 18:01:28 - [HTML]

Þingmál B439 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
143. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-06-03 20:58:30 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A1 (fjárlög 1999)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-11 11:15:14 - [HTML]

Þingmál A21 (slit á Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1998-10-06 15:58:46 - [HTML]

Þingmál A97 (dreifðir gagnagrunnar á heilbrigðissviði og persónuvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (þáltill.) útbýtt þann 1998-10-13 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A121 (lífsýnasöfn)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-22 16:52:08 - [HTML]

Þingmál A181 (orka fallvatna og nýting hennar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (frumvarp) útbýtt þann 1998-11-03 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A183 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 826 - Komudagur: 1999-01-15 - Sendandi: Guðmundur Skaftason fyrrverandi hæstaréttardómari - [PDF]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-18 10:34:23 - [HTML]
52. þingfundur - Kristinn Pétursson - Ræða hófst: 1999-01-11 21:03:49 - [HTML]
53. þingfundur - Kristinn Pétursson - Ræða hófst: 1999-01-12 14:51:28 - [HTML]

Þingmál A359 (álagning skatta vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1168 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-03-10 22:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A414 (alþjóðleg viðskiptafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 907 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-03-01 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1167 (lög í heild) útbýtt þann 1999-03-10 22:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A528 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1205 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-03-11 16:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 1999-03-03 - Sendandi: Náttúrufræðistofa Kópavogs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 1999-03-03 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands, Árni Finnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1413 - Komudagur: 1999-03-08 - Sendandi: Búnaðarþing - [PDF]
Dagbókarnúmer 1423 - Komudagur: 1999-03-09 - Sendandi: Æðarræktarfélag Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 125

Þingmál A23 (öryggi greiðslufyrirmæla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 224 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-11-15 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 266 (lög í heild) útbýtt þann 1999-11-23 17:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A70 (lagaskil á sviði samningaréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A110 (lausafjárkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-20 14:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (þjónustukaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-20 14:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A163 (rafræn eignarskráning á verðbréfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1035 (breytingartillaga) útbýtt þann 2000-04-26 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1091 (lög í heild) útbýtt þann 2000-04-28 17:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (afnotaréttur nytjastofna á Íslandsmiðum)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-03 12:05:26 - [HTML]

Þingmál A192 (starfræksla miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (svar) útbýtt þann 1999-12-20 15:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A281 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-04-13 18:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1020 (breytingartillaga) útbýtt þann 2000-04-13 18:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1044 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-04-27 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1142 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-04 16:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A321 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-08 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1132 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-08 10:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1349 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-10 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-26 11:44:41 - [HTML]
102. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2000-04-26 12:15:32 - [HTML]

Þingmál A509 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 808 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A519 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A534 (lífsýnasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-10 15:16:04 - [HTML]

Þingmál A642 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1300 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-09 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B463 (stjórn fiskveiða)

Þingræður:
102. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2000-04-26 14:35:14 - [HTML]
102. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 2000-04-26 15:26:57 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A25 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-10-16 19:28:10 - [HTML]
10. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-16 19:34:42 - [HTML]

Þingmál A329 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp) útbýtt þann 2000-12-05 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-05 16:01:58 - [HTML]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2001-01-22 20:48:28 - [HTML]
63. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 21:15:02 - [HTML]
63. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 21:23:44 - [HTML]
64. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-01-23 21:44:31 - [HTML]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2511 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Óttar Yngvason - [PDF]

Þingmál A429 (samningar um sölu á vöru milli ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-12 14:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A505 (hönnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-02-28 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1208 (lög í heild) útbýtt þann 2001-05-09 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Hjálmar Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-27 15:20:52 - [HTML]

Þingmál A689 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-09 10:42:07 - [HTML]
117. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-05-09 10:45:16 - [HTML]

Þingmál B291 (skýrsla auðlindanefndar)

Þingræður:
68. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-02-13 14:23:32 - [HTML]
68. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-02-13 14:31:52 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A3 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-08 15:44:29 - [HTML]

Þingmál A8 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-03 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A132 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (breytingartillaga) útbýtt þann 2001-12-11 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 552 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2001-12-13 10:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 577 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-12-13 14:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-11 19:24:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 2001-11-21 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 412 - Komudagur: 2001-12-07 - Sendandi: Verðbréfaskráning Íslands - Skýring: (v. brtt.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 439 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (um minnisblað) - [PDF]
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (um brtt.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 442 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - Skýring: (um brtt.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (um brtt.) - [PDF]

Þingmál A172 (skattfríðindi í skjóli laga um alþjóðleg viðskiptafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (svar) útbýtt þann 2001-10-30 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A177 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-18 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A253 (fasteignakaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1161 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-04-10 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1182 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-10 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A440 (áhrif laga nr. 31/1999 á íslenskt efnahagslíf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-01-31 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-02-14 14:23:36 - [HTML]
102. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-03-21 15:21:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 984 - Komudagur: 2002-03-04 - Sendandi: Norður-Hérað - Skýring: (umsögn meiri hl. sveitarstjórnar) - [PDF]

Þingmál A551 (fullgilding stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A562 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2002-03-04 21:39:58 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-03-04 22:29:39 - [HTML]
87. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-05 14:27:04 - [HTML]
87. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-05 14:30:44 - [HTML]
87. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-05 14:31:54 - [HTML]
87. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2002-03-05 17:33:24 - [HTML]
87. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-03-05 18:17:40 - [HTML]

Þingmál A578 (þjóðareign náttúruauðlinda)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-17 11:19:19 - [HTML]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2007 - Komudagur: 2002-04-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A594 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1700 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A595 (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1701 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A615 (samningur um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-03-12 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A670 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Jóhann Ársælsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-20 16:39:54 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A24 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A30 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A147 (vatnsréttindi á Þjórsársvæðinu)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-12-11 15:04:34 - [HTML]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-12-10 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-01 10:54:03 - [HTML]
50. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-10 18:25:19 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-12-10 20:24:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2002-11-13 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (álitsgerð frá viðskrn.) - [PDF]

Þingmál A347 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1160 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1189 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1414 - Komudagur: 2003-03-03 - Sendandi: Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1510 - Komudagur: 2003-03-05 - Sendandi: Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. - [PDF]

Þingmál A400 (samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Singapúr)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-11-27 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A493 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (frumvarp) útbýtt þann 2003-01-21 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (álverksmiðja í Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-22 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A518 (verðbréfasjóðir og fjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-23 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1161 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1194 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:29:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1146 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A568 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-03 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1129 (breytingartillaga) útbýtt þann 2003-03-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1165 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1201 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2003-02-25 - Sendandi: Réttarfarsnefnd - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A613 (vatnsréttindi til virkjunar í Þjórsá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-17 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A703 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B244 (framkvæmd laga um þjóðlendur)

Þingræður:
31. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2002-11-18 15:23:09 - [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-10 21:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-11 15:23:41 - [HTML]
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-11 16:01:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2003-11-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (álit Skúla Magnússonar dósent) - [PDF]
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor - Skýring: (skv. beiðni ev.) - [PDF]

Þingmál A93 (sérfræðiþjónusta ráðuneyta og ríkisstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 283 (svar) útbýtt þann 2003-11-11 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 6 - Komudagur: 2003-10-08 - Sendandi: Landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (innflutn.bann á eldisdýrum) - [PDF]

Þingmál A200 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-28 12:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A204 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A312 (alþjóðleg viðskiptafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2003-11-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A313 (uppfinningar starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-13 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-17 20:55:21 - [HTML]

Þingmál A333 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-25 16:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-06 11:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1354 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-14 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1434 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-16 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A428 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 572 - Komudagur: 2003-12-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A435 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-10 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A462 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 13:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1078 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Landslög f.h. Íslenskra aðalverktaka hf. - [PDF]

Þingmál A476 (fölsuð myndverk)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-03-10 13:59:39 - [HTML]

Þingmál A477 (náttúruverndaráætlun 2004--2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1631 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-11 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-27 21:12:37 - [HTML]

Þingmál A550 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-04 13:53:14 - [HTML]
56. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-02-04 17:27:16 - [HTML]

Þingmál A746 (úrskurðarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1492 (svar) útbýtt þann 2004-04-27 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-15 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1846 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-28 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1879 (lög í heild) útbýtt þann 2004-05-28 20:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands (Halldór Kristinsson sýslum. á Húsavík) - Skýring: (um 782. og 783. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2596 - Komudagur: 2004-05-21 - Sendandi: Kirkjuráð og Prestssetrasjóður - Skýring: (varðar sölu kirkjueigna) - [PDF]

Þingmál A868 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-01 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A872 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1661 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-14 11:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A884 (samningur um veitingu evrópskra einkaleyfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1342 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-23 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A973 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1618 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-11 14:34:24 - [HTML]
112. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 20:02:15 - [HTML]
113. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-05-12 21:18:25 - [HTML]
114. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-05-13 16:13:50 - [HTML]
114. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-13 20:00:16 - [HTML]
114. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-13 21:15:23 - [HTML]
114. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-13 22:26:13 - [HTML]
116. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-15 11:08:19 - [HTML]
116. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-15 11:34:21 - [HTML]
116. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2004-05-15 15:43:50 - [HTML]
116. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-15 17:19:19 - [HTML]
121. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-05-21 15:53:36 - [HTML]
122. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-22 12:17:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2375 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Sigurður H. Líndal - [PDF]
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]
Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2004-05-14 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]

Þingmál A996 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2509 - Komudagur: 2004-05-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (auglýsing - hlutdeild í sjávarauðlindinni) - [PDF]

Þingmál B96 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu)

Þingræður:
14. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2003-10-17 13:38:13 - [HTML]

Þingmál B509 (eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra)

Þingræður:
105. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-04-28 14:52:23 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A59 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-05 18:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A143 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A184 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-13 14:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 769 - Komudagur: 2005-01-31 - Sendandi: Hrafnkell Karlsson og Helgi Eggertsson - Skýring: (lagt fram á fundi um.) - [PDF]

Þingmál A190 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-12-10 13:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-25 14:05:55 - [HTML]
59. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-01-25 14:35:42 - [HTML]
64. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2005-02-01 13:45:28 - [HTML]

Þingmál A205 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-18 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A211 (fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-19 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 600 (breytingartillaga) útbýtt þann 2004-12-08 21:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 653 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-10 11:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 675 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-12-10 18:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2004-12-07 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A220 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-02 12:07:19 - [HTML]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-25 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2005-01-21 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-12-06 16:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1472 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Orkustofnun - Skýring: (um umsagnir sem borist hafa) - [PDF]

Þingmál A480 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 734 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A482 (fjarsala á fjármálaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1216 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-04-29 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1263 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-02 11:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1841 - Komudagur: 2005-05-08 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A667 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1015 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-21 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1282 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-04 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1308 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-04 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (stjórnsýsludómstóll)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1021 (þáltill.) útbýtt þann 2005-03-22 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A789 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-20 17:56:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 132

Þingmál A17 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 420 - Komudagur: 2005-12-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A52 (fiskverndarsvæði við Ísland)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 797 - Komudagur: 2006-02-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A172 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1595 - Komudagur: 2006-04-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A180 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-03 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 932 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-03-16 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 938 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-03-16 20:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-11-14 17:48:30 - [HTML]
20. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-14 18:23:10 - [HTML]
77. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-06 16:12:22 - [HTML]
77. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-06 16:19:54 - [HTML]
77. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-06 16:27:11 - [HTML]
78. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-03-07 13:55:44 - [HTML]
78. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-07 16:02:10 - [HTML]
78. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-03-07 16:06:18 - [HTML]
78. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-03-07 17:41:39 - [HTML]
78. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-07 18:39:23 - [HTML]
78. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-07 22:12:17 - [HTML]
78. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-07 23:46:55 - [HTML]
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-08 20:01:16 - [HTML]
82. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-10 15:58:12 - [HTML]
83. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-03-11 13:31:23 - [HTML]
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-03-13 17:17:45 - [HTML]
84. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-13 20:23:16 - [HTML]
85. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2006-03-14 20:37:03 - [HTML]
85. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-03-14 22:02:05 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-15 12:05:23 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-03-15 12:34:24 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-15 13:09:03 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-15 13:12:11 - [HTML]
86. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-15 13:34:33 - [HTML]
86. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-15 13:38:47 - [HTML]
86. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-15 14:34:25 - [HTML]
87. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2006-03-16 10:49:23 - [HTML]
87. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2006-03-16 10:58:18 - [HTML]
88. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-16 14:10:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2005-11-28 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - Skýring: (sameiginl. frá nokkrum samtökum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 406 - Komudagur: 2005-12-05 - Sendandi: Óbyggðanefnd - [PDF]

Þingmál A288 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-26 22:57:20 - [HTML]

Þingmál A328 (öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-16 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1234 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-05-02 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-11-29 15:41:10 - [HTML]
120. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 14:56:23 - [HTML]

Þingmál A352 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (frumvarp) útbýtt þann 2005-11-23 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-01-24 17:22:51 - [HTML]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 2006-05-04 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2006-04-21 15:05:14 - [HTML]
117. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-30 15:49:13 - [HTML]
117. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-05-30 20:00:45 - [HTML]

Þingmál A448 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-03 17:16:31 - [HTML]

Þingmál A456 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-24 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 982 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-03-27 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-10 11:57:53 - [HTML]
64. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-02-10 12:30:22 - [HTML]
64. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-02-10 14:14:17 - [HTML]
94. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-28 17:20:07 - [HTML]
94. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-03-28 17:21:46 - [HTML]
94. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-03-28 18:01:14 - [HTML]
94. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-28 18:10:33 - [HTML]
94. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-28 18:13:44 - [HTML]
94. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-28 18:15:50 - [HTML]
96. þingfundur - Jóhann Ársælsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2006-03-29 17:00:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Akureyrarbær, bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2006-03-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (frá ríkislögmanni til forsrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2006-04-05 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (svör við spurn. allshn.) - [PDF]

Þingmál A521 (nefndir á vegum ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (svar) útbýtt þann 2006-05-04 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1474 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 12:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1501 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-03-20 17:55:27 - [HTML]

Þingmál A666 (skráning og þinglýsing skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2115 - Komudagur: 2006-05-18 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A682 (samningur milli Íslands, Danmerkur og Færeyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-28 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1485 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1516 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A739 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-05 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A791 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-28 09:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B555 (frumvörp um Ríkisútvarpið og fjölmiðla)

Þingræður:
108. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2006-04-25 13:53:04 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2006-12-07 10:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-29 17:15:31 - [HTML]
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-29 18:09:21 - [HTML]
61. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2007-01-29 18:35:43 - [HTML]

Þingmál A437 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-06 10:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1352 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 08:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1384 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 21:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1099 - Komudagur: 2007-02-20 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A515 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 778 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1326 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1369 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 985 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Óbyggðanefnd - [PDF]

Þingmál A517 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 780 (frumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A566 (meginreglur umhverfisréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (varnir gegn landbroti)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-01 18:14:20 - [HTML]

Þingmál A661 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-27 18:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A670 (áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1021 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-03-01 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A671 (staða og þróun jafnréttismála frá 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-01 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (frumvarp) útbýtt þann 2007-03-08 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-12 15:43:14 - [HTML]
86. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 16:09:01 - [HTML]
86. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 17:11:46 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-12 17:47:00 - [HTML]
86. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 18:37:16 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-12 18:49:37 - [HTML]
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-12 21:59:50 - [HTML]
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 22:15:04 - [HTML]
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 22:26:17 - [HTML]
86. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2007-03-12 23:15:39 - [HTML]
86. þingfundur - Ingvi Hrafn Óskarsson - Ræða hófst: 2007-03-13 00:35:16 - [HTML]
86. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-13 01:18:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1605 - Komudagur: 2007-03-14 - Sendandi: Eiríkur Tómasson og Björg Thorarensen - [PDF]

Þingmál A691 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-13 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B155 (skerðing lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja)

Þingræður:
12. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-16 15:32:13 - [HTML]
12. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2006-10-16 15:58:17 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A7 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 135

Þingmál A66 (verslunaratvinna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 468 - Komudagur: 2007-11-23 - Sendandi: Myndstef - [PDF]

Þingmál A67 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A103 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-20 17:12:59 - [HTML]

Þingmál A155 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2482 - Komudagur: 2008-05-02 - Sendandi: Skrifstofa Alþingis - Skýring: (álitsgerð) - [PDF]

Þingmál A339 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-04-29 16:48:53 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1140 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1252 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1280 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 01:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1747 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón A. Guðmundsson, Fitjum, Skorradal - [PDF]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3143 - Komudagur: 2008-09-01 - Sendandi: Hjalti Steinþórsson - Skýring: (aths. og ábendingar) - [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-08 18:42:58 - [HTML]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1098 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-23 20:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-28 15:22:25 - [HTML]
72. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-02-28 17:00:56 - [HTML]
72. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-28 17:16:21 - [HTML]
72. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2008-02-28 18:40:32 - [HTML]
108. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-26 10:40:42 - [HTML]
108. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-26 12:40:43 - [HTML]
108. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-26 20:01:05 - [HTML]
108. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-26 20:24:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 2008-04-02 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 2008-04-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2590 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2968 - Komudagur: 2008-05-27 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (ráðst. v. kamfýlóbakter- og salmonellusýkinga) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3149 - Komudagur: 2008-09-11 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál B186 (yfirtaka vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár)

Þingræður:
40. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-12-10 15:52:48 - [HTML]

Þingmál B269 (framboð Íslands til öryggisráðsins)

Þingræður:
50. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-21 15:29:55 - [HTML]

Þingmál B274 (álit mannréttindanefndar SÞ um íslenska fiskveiðistjórnarkerfið)

Þingræður:
51. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-22 14:03:27 - [HTML]
51. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-22 14:08:19 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A15 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-03 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-19 17:17:18 - [HTML]

Þingmál A23 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-10-28 14:08:07 - [HTML]

Þingmál A25 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A119 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2008-11-13 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (lagt fram á fundi viðskn.) - [PDF]

Þingmál A187 (uppbygging og rekstur fráveitna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A225 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-10 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A243 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-12-19 20:59:24 - [HTML]

Þingmál A246 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-16 17:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A248 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2008-12-18 21:08:03 - [HTML]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 783 - Komudagur: 2009-01-05 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (lögfr.álit Peter Dyrberg) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1219 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 880 - Komudagur: 2009-02-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1081 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A343 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-25 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 648 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-04 19:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 881 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-04-01 18:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-06 15:26:34 - [HTML]
96. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-06 15:50:55 - [HTML]
124. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-02 14:40:52 - [HTML]
124. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2009-04-02 20:40:55 - [HTML]
125. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-03 16:26:08 - [HTML]
125. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-03 17:06:04 - [HTML]
126. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-04-04 12:01:18 - [HTML]
127. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-06 22:00:42 - [HTML]
127. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-06 23:06:20 - [HTML]
127. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-07 00:18:01 - [HTML]
127. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-07 00:57:36 - [HTML]
130. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-04-08 10:29:56 - [HTML]
130. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-08 10:52:18 - [HTML]
130. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-08 10:54:30 - [HTML]
130. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-08 10:56:37 - [HTML]
130. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-04-08 12:42:42 - [HTML]
134. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-04-17 14:51:19 - [HTML]
134. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-17 15:39:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Norðurál hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1390 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1393 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1444 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: HS Orka hf. - Skýring: (sbr. ums. Samorku) - [PDF]

Þingmál A461 (greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-04-08 14:01:17 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A32 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2009-05-25 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-09 15:42:08 - [HTML]

Þingmál A34 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2009-06-11 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2009-06-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 254 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A53 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-29 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A54 (undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 259 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A85 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-05 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 205 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-06-30 18:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-09 14:28:11 - [HTML]
32. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2009-07-01 19:58:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2009-06-29 - Sendandi: Samband ísl. sveitarfélaga - Skýring: (breyt. á ákv. VIII. kafla) - [PDF]

Þingmál A112 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2009-07-06 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða, Ómar Antonsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 603 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Hvalur hf. - [PDF]

Þingmál A147 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-08 20:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B216 (nýting orkulinda og uppbygging stóriðju)

Þingræður:
20. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-06-16 14:32:30 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-12-21 17:05:38 - [HTML]

Þingmál A8 (yfirlýsing um fyrningu aflaheimilda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A17 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-19 14:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1125 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-01 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1182 (lög í heild) útbýtt þann 2010-06-01 22:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A259 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-04 13:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1091 - Komudagur: 2010-02-25 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A288 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1516 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A305 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-14 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-05-18 16:26:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1169 - Komudagur: 2010-03-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A359 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A370 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A371 (veiðieftirlitsgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1449 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-02 15:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1464 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-03 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1499 (lög í heild) útbýtt þann 2010-09-09 17:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1457 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Húsafriðunarnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1685 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skipulags- og byggingasvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3074 - Komudagur: 2010-08-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (vinnuskjal) - [PDF]

Þingmál A532 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3020 - Komudagur: 2010-08-13 - Sendandi: Einkaleyfastofan - [PDF]
Dagbókarnúmer 3102 - Komudagur: 2010-08-26 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A572 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-27 15:31:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2462 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A577 (vatnalög og varnir gegn landbroti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1299 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-11 15:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2495 - Komudagur: 2010-05-21 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A580 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 971 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Hvalur hf. - [PDF]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-10 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3023 - Komudagur: 2010-08-16 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A672 (tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-06-15 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1418 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-24 09:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-24 11:57:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2843 - Komudagur: 2010-06-11 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (um drög sem send voru til ums. 11.6.2010) - [PDF]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingræður:
161. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-15 12:06:14 - [HTML]

Þingmál B839 (fjárhagsleg endurskipulagning sparisjóðakerfisins, munnleg skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra)

Þingræður:
111. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-04-26 15:38:45 - [HTML]

Þingmál B1049 (vatnalög og réttindi landeigenda)

Þingræður:
137. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-06-11 12:04:30 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A77 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1311 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-05-02 14:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1411 (lög í heild) útbýtt þann 2011-05-11 15:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A81 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A108 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-14 17:16:49 - [HTML]

Þingmál A128 (reglugerð um gjafsókn)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-11-08 16:49:38 - [HTML]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 793 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-03 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 874 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-22 13:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-04 18:38:48 - [HTML]
43. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2010-12-07 21:33:10 - [HTML]
76. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-22 15:16:30 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-22 15:24:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Hörður Felix Harðarson hrl. og Heimir Örn Herbertsson hrl. - [PDF]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-04 13:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Skipti hf. (móðurfélag Mílu ehf. og Símans hf.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2011-03-04 - Sendandi: Mörður Árnason alþingismaður - Skýring: (frá Póst- og fjarskiptastofnun) - [PDF]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1066 - Komudagur: 2010-12-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2011-02-01 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-12-18 00:53:09 - [HTML]
53. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-18 01:05:30 - [HTML]
53. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-18 01:09:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2010-11-22 - Sendandi: Sigurður Hr. Sigurðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð um umsögnum) - [PDF]

Þingmál A227 (málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-01 17:16:46 - [HTML]

Þingmál A299 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1830 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 16:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-07 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1890 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 11:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1991 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (réttindi sjávarjarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-01-18 13:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 919 (svar) útbýtt þann 2011-03-01 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A532 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-17 15:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1822 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 10:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1896 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-15 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1984 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-03-17 16:43:03 - [HTML]
160. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-09-08 12:34:43 - [HTML]
160. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-09-08 17:56:05 - [HTML]

Þingmál A568 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 957 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-12 17:52:49 - [HTML]

Þingmál A651 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A654 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2814 - Komudagur: 2011-05-27 - Sendandi: Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar - [PDF]

Þingmál A677 (fullgilding Singapúr-samnings um vörumerkjarétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (fríverslunarsamningur EFTA og Perús og landbúnaðarsamningur Íslands og Perús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A706 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A713 (endurútreikningur gengistryggðra lána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1913 (svar) útbýtt þann 2011-09-16 23:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A714 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (þáltill.) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A720 (vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-04-14 14:59:26 - [HTML]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2115 - Komudagur: 2011-04-27 - Sendandi: ISNIC, Internet á Íslandi hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2470 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Internet á Íslandi hf.(Logos lögm.þjónusta) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2495 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2749 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: ISNIC - Internet á Íslandi - [PDF]

Þingmál A741 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1272 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1879 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-09-08 17:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A783 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2755 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1643 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 20:47:56 - [HTML]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
139. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 17:58:59 - [HTML]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3002 - Komudagur: 2011-08-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 3050 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: LÍÚ, SF og SA - Skýring: (ums., álit LEX og mb. Deloitte) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3096 - Komudagur: 2011-09-29 - Sendandi: Lilja Rafney Magnúsdóttir form. sjávarútv.- og landbún.nefndar - Skýring: (afrit af bréfi til sjávarútv.- og landbún.ráðherr - [PDF]

Þingmál A839 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3003 - Komudagur: 2011-08-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál B1207 (áhrif frumvarps um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
147. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2011-06-09 14:05:28 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-10-11 20:04:33 - [HTML]
6. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-11 20:34:33 - [HTML]
6. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-11 20:38:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 801 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (v. netlög, lagt fram á fundi se.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1661 - Komudagur: 2012-03-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A7 (efling græna hagkerfisins á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 12:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-10-18 14:42:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2769 - Komudagur: 2011-10-06 - Sendandi: Skúli Helgason, form. nefndar um eflingu græna hagkerfisins - [PDF]

Þingmál A9 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-06 14:37:20 - [HTML]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2012-01-16 - Sendandi: Jónatansson & Co - [PDF]

Þingmál A58 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 10:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A59 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 177 - Komudagur: 2011-11-16 - Sendandi: Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður - Skýring: (sorpbrennslan Funi) - [PDF]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-13 15:14:08 - [HTML]

Þingmál A202 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2012-03-04 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A225 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-08 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-20 18:23:45 - [HTML]
75. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-20 18:26:04 - [HTML]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: LOGOS fh. Internets á Íslandi hf. - [PDF]

Þingmál A269 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1061 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-03-27 17:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1582 - Komudagur: 2012-03-20 - Sendandi: Einkaleyfastofan - [PDF]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1629 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2012-03-29 - Sendandi: Íslandspóstur ohf. - [PDF]

Þingmál A372 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1379 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-18 19:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (stefna um beina erlenda fjárfestingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-08 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-11 12:04:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 970 - Komudagur: 2012-02-08 - Sendandi: Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2012-02-09 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 977 - Komudagur: 2012-02-09 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 996 - Komudagur: 2012-02-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - [PDF]

Þingmál A408 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (frumvarp) útbýtt þann 2011-12-16 20:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2012-02-22 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A466 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1666 - Komudagur: 2012-03-30 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A575 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (frumvarp) útbýtt þann 2012-02-29 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-14 17:14:25 - [HTML]

Þingmál A608 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-12 18:04:37 - [HTML]
69. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-12 22:28:42 - [HTML]

Þingmál A629 (sóknaráætlunin Ísland 2020 og staða verkefna á ábyrgðarsviði ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (svar) útbýtt þann 2012-04-26 19:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-27 23:27:42 - [HTML]
80. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-03-29 17:45:31 - [HTML]
101. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-05-18 21:28:29 - [HTML]
105. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-05-22 16:41:28 - [HTML]
105. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 16:48:51 - [HTML]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-29 02:35:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1684 - Komudagur: 2012-03-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (afrit af bréfi til stjsk- og eftirln.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1879 - Komudagur: 2012-04-22 - Sendandi: Landssamtök landeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2012-04-21 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1885 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1889 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2032 - Komudagur: 2012-04-27 - Sendandi: Bonafide lögmenn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2475 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1432 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-31 17:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 14:19:49 - [HTML]
112. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-04 21:45:20 - [HTML]
113. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-06-05 12:07:38 - [HTML]
114. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - Ræða hófst: 2012-06-06 18:21:52 - [HTML]
114. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-06 19:03:24 - [HTML]
114. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-06 19:20:59 - [HTML]
115. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-07 18:07:23 - [HTML]
115. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-07 18:11:41 - [HTML]
115. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-07 18:14:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ9 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1900 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2033 - Komudagur: 2012-04-27 - Sendandi: Bonafide lögmenn - [PDF]

Þingmál A695 (þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2565 - Komudagur: 2012-05-21 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1151 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-03-30 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-24 18:00:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2021 - Komudagur: 2012-05-02 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2120 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Hjörleifur B. Kvaran fh. hönd landeigenda Haukadals o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2415 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (samantekt um umsagnir frá iðnrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2473 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands - [PDF]

Þingmál A747 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1528 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-12 22:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Félag skógarbænda á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A762 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-05-11 14:16:35 - [HTML]

Þingmál A764 (öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-05-02 21:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A779 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2675 - Komudagur: 2012-06-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál B54 (lög um ólögmæti gengistryggðra lána)

Þingræður:
6. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-11 13:36:42 - [HTML]

Þingmál B103 (lánsveð og 110%-leiðin)

Þingræður:
13. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-20 10:50:29 - [HTML]

Þingmál B525 (staða lífeyrissjóðanna, munnleg skýrsla fjármálaráðherra)

Þingræður:
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-16 14:32:13 - [HTML]

Þingmál B591 (skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans um afföll íbúðarlána og kostnað við niðurfærslu lána, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
61. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - Ræða hófst: 2012-02-23 15:51:00 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A9 (þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2012-10-31 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 12:29:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A83 (gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2012-11-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A92 (öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 520 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-11-23 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 769 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-12-19 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A122 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-19 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A163 (úrskurðarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 285 (svar) útbýtt þann 2012-10-17 16:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A165 (úrskurðarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (svar) útbýtt þann 2012-10-11 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 752 - Komudagur: 2012-11-25 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson - Skýring: (viðbótar athugasemdir) - [PDF]

Þingmál A265 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-18 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A273 (starf auðlindastefnunefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 948 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1112 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-21 19:07:09 - [HTML]
75. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-01-30 20:46:11 - [HTML]
76. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2013-01-31 11:47:12 - [HTML]
76. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-31 19:18:23 - [HTML]
76. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-01-31 21:30:32 - [HTML]
89. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-03-06 15:34:08 - [HTML]
89. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-03-06 16:35:20 - [HTML]
89. þingfundur - Björn Valur Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-06 17:07:04 - [HTML]
89. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-06 17:20:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2012-10-14 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 33. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (samantekt - sent til am. v. fundar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (ýmis gögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Pawel Bartoszek - [PDF]
Dagbókarnúmer 920 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Arnór Snæbjörnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til atvn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til umhv.- og samgn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 936 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Dr. Níels Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 973 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir - Skýring: (um mannr.kafla) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1016 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar - Skýring: (um 13. og 34. gr., sent til SE og EV) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (um 13., 25. og 34.gr. frv.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-12-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Aagot V. Óskarsdóttir - Skýring: (sent skv. beiðni um 72. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2012-12-21 - Sendandi: Daði Ingólfsson frkvstj. Samtaka um nýja stjórnarskrá - Skýring: (um skýrslu lögfræðinganefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um mannréttindakafla) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1256 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1283 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1299 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1379 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Samorka - Skýring: (framhaldsumsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1682 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (aths. við brtt.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1918 - Komudagur: 2013-03-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A417 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-19 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2013-01-02 - Sendandi: LOGOS fh. Internets á Íslandi hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1457 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Póst- fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1378 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-27 21:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1395 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-28 01:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1425 - Komudagur: 2013-02-10 - Sendandi: Ólafur H. Jónsson form. Landeigenda Reykjahlíðar ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1433 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Landssamband sumarhúsaeiganda - Skýring: Sameiginl. ub með Landssamtökum landeigenda á Ísla - [PDF]
Dagbókarnúmer 1509 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Skýring: (um umsagnir) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1596 - Komudagur: 2013-02-15 - Sendandi: Skógrækt ríkisins aðalskrifstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1711 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: Helgi Tómasson og Ólafur Guðmundsson - [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]

Þingmál A506 (stjórnsýsludómstóll og úrskurðarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (þáltill.) útbýtt þann 2012-12-04 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá LÍÚ, SF og SA) - [PDF]

Þingmál A634 (vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1981 - Komudagur: 2013-03-19 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-14 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Lúðvík Geirsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-18 15:21:06 - [HTML]
106. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 15:32:18 - [HTML]
106. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-18 17:56:38 - [HTML]
106. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 18:32:08 - [HTML]
106. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2013-03-18 21:16:06 - [HTML]
107. þingfundur - Lúðvík Geirsson - Ræða hófst: 2013-03-19 11:07:41 - [HTML]
107. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-03-19 14:19:50 - [HTML]
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-19 16:07:10 - [HTML]
108. þingfundur - Magnús Orri Schram (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-21 11:52:15 - [HTML]
109. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-03-22 16:20:23 - [HTML]

Þingmál A695 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 18:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B179 (stjórnarskrármál)

Þingræður:
21. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-10-18 15:46:11 - [HTML]

Þingmál B735 (umræður um störf þingsins 7. mars)

Þingræður:
91. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-03-07 10:44:35 - [HTML]
91. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-07 10:49:25 - [HTML]
91. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-03-07 11:07:18 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A36 (viðbrögð við skuldavanda einstaklinga með lán með veði í eign þriðja aðila)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-09-18 15:41:28 - [HTML]

Þingmál B271 (eignarréttur lántakenda)

Þingræður:
29. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2013-09-17 15:02:15 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Glitnis - [PDF]
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings - [PDF]

Þingmál A4 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2013-10-27 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A7 (mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-10-09 18:08:51 - [HTML]

Þingmál A8 (endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 149 - Komudagur: 2013-11-05 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A73 (fríverslunarsamningur Íslands og Kína)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Sólberg ehf. og Flóki ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (álitsgerð f. atvinnuveganefnd) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Sókn lögmannsstofa fh. Flóka ehf. og Sólbergs ehf. - Skýring: (v. lögfr.álits) - [PDF]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A236 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A283 (rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-01-23 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A309 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-11 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-13 18:15:14 - [HTML]

Þingmál A316 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 606 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-02-13 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-18 14:13:29 - [HTML]

Þingmál A327 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1480 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]

Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]

Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1479 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt - [PDF]

Þingmál A508 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-10 16:05:00 - [HTML]
95. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-10 16:28:09 - [HTML]
95. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-04-10 16:39:21 - [HTML]
95. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-10 16:57:02 - [HTML]
95. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-04-10 18:18:48 - [HTML]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 989 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-30 16:02:01 - [HTML]
101. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-04-30 16:11:08 - [HTML]

Þingmál A589 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-05-09 10:15:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 144

Þingmál A4 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1236 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-04-27 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1498 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-29 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1521 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-15 17:02:51 - [HTML]

Þingmál A154 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 13:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2014-10-14 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A184 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 18:56:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Þorvaldur Þórðarson - [PDF]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-24 23:16:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Eydís Lára Franzdóttir - [PDF]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-02 17:53:02 - [HTML]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1458 - Komudagur: 2015-03-05 - Sendandi: Bifreiðastöðin Hreyfill Bæjarleiðir hf - [PDF]

Þingmál A514 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-16 16:01:26 - [HTML]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1593 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-07-02 09:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1604 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-07-02 15:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2015-04-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A632 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 29/2015 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-27 16:06:39 - [HTML]

Þingmál A685 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1159 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2373 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A692 (veiðigjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2015-04-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2086 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A700 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-30 12:31:14 - [HTML]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2284 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn SPB hf - [PDF]

Þingmál B154 (höfundaréttur og hljóðbækur)

Þingræður:
18. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2014-10-14 13:56:47 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A41 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-23 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 213 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Jóhann Fannar Guðjónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2015-10-14 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2015-10-19 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - Skýring: , um 18. gr. - [PDF]
Dagbókarnúmer 296 - Komudagur: 2015-10-26 - Sendandi: Kerfélagið ehf. - [PDF]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-18 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 525 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-12-03 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 675 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-12-19 12:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A156 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-23 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-11-03 17:01:03 - [HTML]
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-11-04 19:25:43 - [HTML]

Þingmál A263 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2016-01-27 - Sendandi: Borgarbyggð - [PDF]

Þingmál A265 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-21 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-17 17:40:02 - [HTML]
35. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-17 17:43:02 - [HTML]

Þingmál A370 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2016-01-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A373 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1552 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-08-18 16:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1564 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-08-24 09:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1613 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-01 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1148 - Komudagur: 2016-03-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A457 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2016-03-11 - Sendandi: Haukur Logi Karlsson - [PDF]

Þingmál A657 (meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1956 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A666 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2016-04-27 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1570 - Komudagur: 2016-05-19 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-20 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1317 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-22 19:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1600 - Komudagur: 2016-05-21 - Sendandi: Quorum sf. - Pétur Örn Sverrisson og ReykjavíkEconomics ehf. - Magnús Árni Skúlason. - [PDF]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2170 - Komudagur: 2016-09-27 - Sendandi: Einar Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2175 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 2178 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A857 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A870 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 19:30:12 - [HTML]
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 19:38:42 - [HTML]
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 20:47:21 - [HTML]
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-09-20 20:51:09 - [HTML]
168. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-10-11 12:29:13 - [HTML]

Þingmál A873 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1689 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-20 18:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2215 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Þingmál B180 (gjaldtaka á ferðamannastöðum)

Þingræður:
25. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2015-10-22 13:36:59 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
2. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-12-07 18:23:09 - [HTML]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-12 20:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 15 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-12-20 14:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 79 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1580 - Komudagur: 2016-12-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A67 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2017-01-27 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 247 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1484 - Komudagur: 2017-05-26 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A83 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-02 16:08:34 - [HTML]

Þingmál A150 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Halldóra Mogensen (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-27 20:24:50 - [HTML]
34. þingfundur - Halldóra Mogensen - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-02-27 21:22:46 - [HTML]

Þingmál A272 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-30 23:01:31 - [HTML]

Þingmál A371 (breyting á ýmsum lögum vegna heitis Einkaleyfastofunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-03 18:28:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2017-04-24 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A387 (brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagning Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A408 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A433 (sjúklingatrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Löggjafarþing 147

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A179 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Haraldur Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-08 15:02:48 - [HTML]

Þingmál A424 (brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-05-08 18:39:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2018-04-20 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1336 - Komudagur: 2018-04-24 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1342 - Komudagur: 2018-04-25 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Landssamband fiskeldisstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2018-05-06 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A639 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-06-04 14:45:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A10 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 19:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-19 17:37:35 - [HTML]

Þingmál A55 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-19 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-27 16:11:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 503 - Komudagur: 2018-11-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 604 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda - [PDF]

Þingmál A423 (kærur og málsmeðferðartími)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 816 (svar) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1576 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-21 13:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4380 - Komudagur: 2019-02-14 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A541 (heiti Einkaleyfastofunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-05 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-21 11:14:23 - [HTML]

Þingmál A645 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1427 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-02 18:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-03 13:01:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4979 - Komudagur: 2019-04-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4899 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 5613 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Tómas Hrafn Sveinsson - [PDF]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-06-19 18:14:07 - [HTML]

Þingmál A776 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-06-18 14:07:46 - [HTML]
125. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-06-19 11:16:30 - [HTML]
125. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-19 11:26:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5120 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. - [PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 20:31:51 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-28 14:47:34 - [HTML]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5246 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 5432 - Komudagur: 2019-05-08 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 5650 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Minjastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A796 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A951 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1643 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-05-28 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B143 (erlendar fjárfestingar í ferðaþjónustu)

Þingræður:
21. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-10-17 16:09:07 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun í jarðamálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 198 - Komudagur: 2019-10-21 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A83 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-04 14:20:17 - [HTML]

Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2019-10-23 - Sendandi: Páll Rúnar M. Kristjánsson - [PDF]

Þingmál A251 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1892 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-29 14:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2019-11-07 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2019-11-07 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 533 - Komudagur: 2019-11-19 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1852 - Komudagur: 2020-04-24 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 772 - Komudagur: 2019-12-04 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1026 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1067 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-03-12 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1328 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-05-06 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-04 16:41:50 - [HTML]
26. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-04 16:54:44 - [HTML]
68. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-03-03 15:11:02 - [HTML]
68. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-03 15:54:29 - [HTML]
68. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-03 15:56:47 - [HTML]
78. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-17 19:00:44 - [HTML]
78. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-03-17 20:34:21 - [HTML]
98. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-05-06 15:56:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2019-12-01 - Sendandi: Bjarni M. Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Óbyggðanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1513 - Komudagur: 2020-03-11 - Sendandi: Óbyggðanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2532 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A341 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-05 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1330 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-02 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1373 (lög í heild) útbýtt þann 2020-05-11 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A361 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1704 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-26 19:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1711 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-15 20:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-12 16:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 918 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-02-03 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 929 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 936 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-02-06 12:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-02-04 14:05:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 762 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: Verðbréfamiðstöð Íslands - [PDF]

Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-01-22 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1958 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A612 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1954 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Magnús Soffaníusson og Sigríður Finsen - [PDF]

Þingmál A618 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1042 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2020-03-03 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-03 15:00:48 - [HTML]

Þingmál A640 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1669 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-22 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1700 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-12 18:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1819 - Komudagur: 2020-04-20 - Sendandi: Árnason Faktor ehf. - [PDF]

Þingmál A662 (samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1739 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-16 21:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1908 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1945 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-29 22:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-26 10:45:42 - [HTML]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1763 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-23 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1933 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1957 (lög í heild) útbýtt þann 2020-06-29 23:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-28 18:36:57 - [HTML]
129. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 12:32:54 - [HTML]
129. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-29 13:02:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2067 - Komudagur: 2020-05-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2103 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: LEX lögmannsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2116 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2125 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2138 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Eleven Experience á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2177 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Arion banki - [PDF]
Dagbókarnúmer 2194 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2049 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A814 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1691 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 19:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-15 16:07:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2199 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Litla Ísland, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2201 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2207 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: ADVEL lögmenn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2229 - Komudagur: 2020-05-27 - Sendandi: Hagsmunahópur fasteignafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2258 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A815 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2182 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A936 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1747 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-06-20 11:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A944 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-29 11:52:13 - [HTML]

Þingmál B89 (jarðamál og eignarhald þeirra)

Þingræður:
12. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-08 15:23:56 - [HTML]

Þingmál B99 (störf þingsins)

Þingræður:
14. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-09 15:13:41 - [HTML]

Þingmál B207 (störf þingsins)

Þingræður:
27. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2019-11-05 13:52:34 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A9 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1376 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-10 12:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1844 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Lagaskrifstofa Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 2167 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]

Þingmál A10 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 344 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagið Frami - [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2020-11-19 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A37 (tímabinding veiðiheimilda til 20 ára o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-21 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 15:14:36 - [HTML]

Þingmál A276 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A311 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2020-12-08 - Sendandi: Fjallabyggð - [PDF]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 806 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-01-27 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-01-28 14:29:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 2021-01-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A350 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2408 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Einar Kr. Haraldsson - [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1710 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-11 10:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Bergþór Ólason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-06-12 10:52:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Bláskógabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1408 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Jóhann Björgvinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Fljótsdalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1440 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1449 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1896 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A375 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1250 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-04-20 12:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1459 (lög í heild) útbýtt þann 2021-05-18 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1644 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1643 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2000 - Komudagur: 2021-03-06 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A495 (breyting á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2395 - Komudagur: 2021-03-31 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A504 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1983 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1671 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1777 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1818 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-12 02:19:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2023 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2335 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2956 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A610 (rafmyntir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1428 (svar) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A628 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2527 - Komudagur: 2021-04-13 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1798 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1823 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2693 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. - [PDF]

Þingmál A807 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-21 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B65 (valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana, munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
10. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-19 16:25:14 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A15 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 568 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A52 (eignarréttur og erfð lífeyris)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-01 19:18:02 - [HTML]
44. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-03-01 19:27:33 - [HTML]

Þingmál A80 (vextir og verðtrygging og húsaleigulög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-06-15 18:26:32 - [HTML]
91. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-06-15 18:30:05 - [HTML]

Þingmál A101 (tímabinding veiðiheimilda til 20 ára o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-02 12:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 308 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]

Þingmál A349 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-03-30 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-09 20:17:23 - [HTML]

Þingmál A350 (stjórn fiskveiða og lög um veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-22 16:28:46 - [HTML]

Þingmál A369 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2022-03-01 15:16:07 - [HTML]

Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1269 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 18:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3462 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3203 - Komudagur: 2022-04-29 - Sendandi: NOVA - [PDF]

Þingmál A470 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1285 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-14 22:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3500 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagið Frami - [PDF]

Þingmál A596 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3596 - Komudagur: 2022-06-07 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A690 (hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-06-15 00:31:44 - [HTML]

Þingmál A700 (rástöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-05-24 15:58:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-09-16 14:55:21 - [HTML]

Þingmál A6 (tímabinding veiðiheimilda til 20 ára o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-15 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-27 18:31:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson - [PDF]

Þingmál A186 (álit auðlindanefndar frá árinu 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-09-22 10:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 340 (svar) útbýtt þann 2022-10-17 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A357 (ÍL-sjóður)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-10-26 16:56:33 - [HTML]
23. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-10-26 19:28:53 - [HTML]
50. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-12-15 21:44:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-12-15 21:56:33 - [HTML]

Þingmál A588 (fjármögnunarviðskipti með verðbréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1843 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-05-23 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1859 (lög í heild) útbýtt þann 2023-05-24 17:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A938 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4551 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Veritas Capital ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 4553 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 4834 - Komudagur: 2023-05-25 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A947 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4612 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Internet á Íslandi hf - ISNIC - [PDF]

Þingmál A976 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2103 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-09 12:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-04-18 23:12:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4751 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Landssamtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A1052 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4821 - Komudagur: 2023-05-23 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4927 - Komudagur: 2023-06-05 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A1121 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-05-30 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B276 (lögfræðiálit vegna ÍL-sjóðs)

Þingræður:
31. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-11-15 13:46:11 - [HTML]

Þingmál B333 (lögfræðiálit lífeyrissjóðanna um ÍL-sjóð)

Þingræður:
37. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-24 11:15:38 - [HTML]
37. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-11-24 11:24:15 - [HTML]

Þingmál B864 (Húsnæðismál)

Þingræður:
99. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-04-26 15:45:25 - [HTML]

Þingmál B929 (Traust og trúverðugleiki íslenska ríkisins á fjármálamörkuðum)

Þingræður:
105. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-05-10 15:34:43 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A27 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A51 (endurskoðun á lagaumhverfi fyrir smávirkjanir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 511 - Komudagur: 2023-11-02 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A180 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2023-09-21 12:18:18 - [HTML]

Þingmál A183 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 211 - Komudagur: 2023-10-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A224 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 154 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Veritas Capital ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A521 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1876 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-13 10:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-01-30 15:35:30 - [HTML]
129. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-21 23:00:38 - [HTML]
129. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2024-06-21 23:29:10 - [HTML]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-12-15 15:41:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A628 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1516 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-04-16 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Bjarni Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-04-24 19:36:09 - [HTML]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1397 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-04-08 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-12 16:00:40 - [HTML]
70. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-12 16:08:53 - [HTML]
102. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-04-24 18:52:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1609 - Komudagur: 2024-02-28 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1737 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-05-17 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1966 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-20 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-07 16:30:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2024-04-02 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-03-05 14:56:57 - [HTML]

Þingmál A737 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-22 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2066 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-22 12:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2117 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-22 23:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-05 15:36:19 - [HTML]
80. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-03-05 16:28:32 - [HTML]
80. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 16:42:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1792 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2315 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A754 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2057 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-22 11:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-06 17:04:39 - [HTML]
81. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-06 17:19:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2024-03-15 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A864 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A914 (innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A917 (virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - [PDF]

Þingmál A918 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2099 - Komudagur: 2024-04-23 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-23 14:16:20 - [HTML]
101. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2024-04-23 15:03:40 - [HTML]
101. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-04-23 19:06:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 2343 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Sjávarútvegsþjónustan ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2462 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landsamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2487 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2525 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Magna Lögmenn ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2537 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Magna Lögmenn ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2671 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2811 - Komudagur: 2024-06-10 - Sendandi: Kári Hólmar Ragnarsson og Víðir Smári Petersen - [PDF]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 156

Þingmál A10 (jarðakaup erlendra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2025-02-08 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Halla Hrund Logadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-25 17:18:07 - [HTML]

Þingmál A89 (raforkulög og stjórn vatnamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 136 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Fish Passage Center - [PDF]
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2025-03-03 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - [PDF]

Þingmál A130 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök álframleiðenda - [PDF]

Þingmál A159 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 478 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Samherji hf. - [PDF]

Þingmál A175 (jarðalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-14 16:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 557 - Komudagur: 2025-04-03 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A224 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-03 13:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1299 - Komudagur: 2025-05-30 - Sendandi: Félags- og húsnæðismálaráðuneyti - [PDF]

Þingmál A257 (lyfjalög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2025-05-15 - Sendandi: Samtök Lyfjaheildsala - [PDF]
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2025-05-15 - Sendandi: Samtök lyfjaheildsala - [PDF]
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2025-05-15 - Sendandi: Samtök Lyfjaheildsala - [PDF]
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2025-05-16 - Sendandi: Vistor ehf. og Artasan ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2025-05-16 - Sendandi: Vistor ehf. og Artasan ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1315 - Komudagur: 2025-06-04 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A264 (fjármálaáætlun fyrir árin 2026--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A267 (framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1387 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Laufey Bjarnadóttir o.fl. - [PDF]

Þingmál A279 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1165 - Komudagur: 2025-05-19 - Sendandi: Glóbrystingur ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1172 - Komudagur: 2025-05-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1184 - Komudagur: 2025-05-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A298 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2025-05-29 - Sendandi: Landssamband grásleppuútgerða -2 - [PDF]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A430 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1357 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1366 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1367 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Lífeyrissjóður Vestmannaeyja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1374 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Gildi - lífeyrissjóður - [PDF]

Löggjafarþing 157

Þingmál A1 (fjárlög 2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1013 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Réttur - Aðalsteinsson & Partners - [PDF]
Dagbókarnúmer 1014 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Réttur - Aðalsteinsson & Partners - [PDF]

Þingmál A73 (jarðakaup erlendra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (þáltill.) útbýtt þann 2025-09-15 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A102 (framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 256 - Komudagur: 2025-10-08 - Sendandi: Landeigendur á svæðinu Löngufjörur (áður Norður-Mýrar) og Langárós að Hjörsey (áður Álftanes-Álftárós-Langárós) - [PDF]

Þingmál A106 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-11-05 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A107 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 272 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-11-04 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 281 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2025-11-05 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 282 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-11-05 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-11-05 19:02:44 - [HTML]

Þingmál A153 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 531 - Komudagur: 2025-10-26 - Sendandi: Kjartan Eggertsson - [PDF]

Þingmál A229 (verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Samorka - [PDF]

Þingmál A234 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]