Merkimiði - Lagareglur


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (782)
Dómasafn Hæstaréttar (288)
Umboðsmaður Alþingis (493)
Stjórnartíðindi - Bls (92)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (98)
Dómasafn Félagsdóms (22)
Dómasafn Landsyfirréttar (14)
Alþingistíðindi (1390)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (482)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (150)
Lovsamling for Island (2)
Lagasafn handa alþýðu (1)
Lagasafn (39)
Lögbirtingablað (2)
Alþingi (1699)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1946:342 nr. 132/1945[PDF]

Hrd. 1947:278 nr. 13/1945[PDF]

Hrd. 1952:8 nr. 132/1951[PDF]

Hrd. 1952:162 nr. 163/1950 (Uppboð til slita á sameign)[PDF]

Hrd. 1953:343 nr. 16/1953 (Dynskógajárnið - E/s Persier)[PDF]

Hrd. 1959:759 nr. 129/1959 (Skattareglur um fyrirframgreiddan arf)[PDF]

Hrd. 1961:131 nr. 222/1960[PDF]

Hrd. 1961:157 nr. 98/1960 (Sýsluvegur)[PDF]

Hrd. 1961:266 nr. 55/1961[PDF]

Hrd. 1962:277 nr. 20/1962[PDF]

Hrd. 1963:173 nr. 163/1961[PDF]

Hrd. 1963:417 nr. 39/1963[PDF]

Hrd. 1964:122 nr. 96/1962[PDF]

Hrd. 1964:138 nr. 93/1963 (Steinkastsdómur)[PDF]

Hrd. 1964:197 nr. 76/1963[PDF]

Hrd. 1964:528 nr. 134/1963[PDF]

Hrd. 1964:802 nr. 122/1964[PDF]

Hrd. 1965:195 nr. 160/1964[PDF]

Hrd. 1965:789 nr. 89/1965 (Dómur um meðlagsúrskurð)[PDF]

Hrd. 1966:266 nr. 34/1966[PDF]

Hrd. 1966:591 nr. 80/1965 (Skattkrafa)[PDF]

Hrd. 1967:225 nr. 64/1966 (Sogavegur 32)[PDF]

Hrd. 1967:1021 nr. 121/1967[PDF]

Hrd. 1967:1103 nr. 2/1967 (Drápuhlíð 48)[PDF]

Hrd. 1968:94 nr. 93/1964[PDF]

Hrd. 1969:153 nr. 11/1969 (Eignaauki)[PDF]
Framteljandi hafði á skattframtölum sínum árin 1966 og 1967 talið fram verðmæti eigin vinnu við byggingaframkvæmdir skattárin fyrir 1965 og 1966. Framteljandinn taldi þá vinnu vera skattfrjálsa á grundvelli ákvæðis í skattalögum um að tekjur teldust ekki til eignaauka sem stafa af aukavinnu, sem einstaklingar leggja fram utan reglulegs vinnutíma við byggingu íbúða til eigin nota og að sú ívilnun félli burt að því leyti sem vinnan kunni að fást endurgreidd með söluhagnaði af íbúðinni.

Í reglugerð sem sett var á grundvelli laganna sagði hins vegar þetta: „Nú á maður íbúð og byggir sér aðra stærri til eigin nota, skal þá telja þann hluta eigin aukavinnu hans við nýju íbúðina skattfrjálsan, sem svarar til stærðarmunarins, miðað við rúmmetrafjölda.“

Hæstiréttur taldi að þar sem ekki kæmi í lögunum fram að það myndi skerða ívilnunina að skattþegn hafi áður átt íbúðarhúsnæði, hafi fjármálaráðherra ekki öðlast heimild til þess að skerða ívilnunina enn frekar.
Hrd. 1969:442 nr. 44/1968[PDF]

Hrd. 1969:1380 nr. 101/1969[PDF]

Hrd. 1970:47 nr. 107/1969[PDF]

Hrd. 1970:341 nr. 1/1969[PDF]

Hrd. 1970:378 nr. 111/1969[PDF]

Hrd. 1970:567 nr. 58/1969[PDF]

Hrd. 1970:795 nr. 83/1970[PDF]

Hrd. 1971:781 nr. 88/1970[PDF]

Hrd. 1971:1095 nr. 178/1970[PDF]

Hrd. 1972:483 nr. 133/1971[PDF]

Hrd. 1972:767 nr. 120/1972[PDF]

Hrd. 1972:977 nr. 152/1971 (Stóra-Hof, búseta eiginkonu)[PDF]
K hafði flutt af eigninni en ekki fallist á kröfu M þar sem hún átti enn lögheimili þar og litið á flutning hennar til Reykjavíkur sem tímabundinn.
Hrd. 1973:347 nr. 85/1972[PDF]

Hrd. 1973:418 nr. 53/1973[PDF]

Hrd. 1973:521 nr. 62/1972[PDF]

Hrd. 1973:648 nr. 39/1973[PDF]

Hrd. 1973:811 nr. 19/1972[PDF]

Hrd. 1974:13 nr. 159/1973[PDF]

Hrd. 1974:76 nr. 10/1974[PDF]

Hrd. 1974:707 nr. 51/1973[PDF]

Hrd. 1974:843 nr. 19/1974[PDF]

Hrd. 1975:283 nr. 185/1973[PDF]

Hrd. 1975:542 nr. 9/1973[PDF]

Hrd. 1975:578 nr. 56/1974 (Lögbann á sjónvarpsþátt)[PDF]
‚Maður er nefndur‘ var þáttur sem fluttur hafði verið um árabil fluttur í útvarpinu. Fyrirsvarsmenn RÚV höfðu tekið ákvörðun um að taka tiltekinn þátt af dagskrá og byggðu ættingjar eins viðfangsefnisins á því að þar lægi fyrir gild ákvörðun. Þátturinn var fluttur samt sem áður og leit Hæstiréttur svo á að fyrirsvarsmennirnir höfðu ekki tekið ákvörðun sem hefði verið bindandi fyrir RÚV sökum starfssviðs síns.
Hrd. 1975:993 nr. 27/1974[PDF]

Hrd. 1975:1002 nr. 28/1974[PDF]

Hrd. 1976:839 nr. 10/1975[PDF]

Hrd. 1977:143 nr. 177/1975[PDF]

Hrd. 1977:243 nr. 191/1976 (Bílskúr krafa um brottnám)[PDF]

Hrd. 1977:453 nr. 149/1975[PDF]

Hrd. 1978:15 nr. 1/1978 (Launamunur)[PDF]

Hrd. 1978:893 nr. 32/1976 (Óvígð sambúð - Vinnuframlag á heimili - Ráðskonulaun V)[PDF]

Hrd. 1979:811 nr. 206/1977[PDF]

Hrd. 1979:1157 nr. 173/1978 (Umgengnisréttur eftir óvígða sambúð)[PDF]

Hrd. 1980:745 nr. 95/1977[PDF]

Hrd. 1980:778 nr. 38/1978[PDF]

Hrd. 1980:1180 nr. 98/1977[PDF]

Hrd. 1980:1948 nr. 18/1979[PDF]

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn)[PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:1056 nr. 183/1981[PDF]

Hrd. 1981:1138 nr. 191/1981[PDF]

Hrd. 1981:1183 nr. 154/1979 (Leigubílstjóri)[PDF]

Hrd. 1981:1524 nr. 187/1979 (Nökkvavogur 28)[PDF]

Hrd. 1982:1107 nr. 5/1980[PDF]

Hrd. 1982:1648 nr. 21/1980 (Meiðyrðamál)[PDF]

Hrd. 1982:1921 nr. 225/1980 (Gamli frímerkjakaupamaðurinn)[PDF]
Meirihlutinn taldi að viðsemjendur mannsins hafi ekki verið grandsamir um ástand mannsins.

Athuga hefði samt að verðbólga var á undanförnu tímabili og því breyttist verðlag hratt. Það hafði eðlilega áhrif á gengi gjaldmiðla. Gamli maðurinn var ekki var um þetta og taldi sig því hafa verið að fá meira en raunin varð.
Hrd. 1983:140 nr. 156/1982[PDF]

Hrd. 1983:421 nr. 171/1980[PDF]

Hrd. 1983:787 nr. 34/1981 (Aðalstræti - Fjalakötturinn)[PDF]

Hrd. 1983:1447 nr. 223/1981[PDF]

Hrd. 1983:1458 nr. 205/1980 (Vörumerkjaréttur)[PDF]

Hrd. 1983:1655 nr. 205/1981[PDF]

Hrd. 1983:1787 nr. 186/1981[PDF]

Hrd. 1984:594 nr. 151/1982[PDF]

Hrd. 1984:1391 nr. 150/1982 (Eyrarkot)[PDF]

Hrd. 1984:1406 nr. 116/1982 (Aðflutningsgjöld)[PDF]

Hrd. 1985:235 nr. 223/1982[PDF]

Hrd. 1985:411 nr. 11/1985 (Lögræðissvipting í Vestmannaeyjum)[PDF]

Hrd. 1985:599 nr. 100/1985[PDF]

Hrd. 1985:634 nr. 27/1983 (Svell)[PDF]

Hrd. 1985:1516 nr. 60/1984 (Miðbraut)[PDF]

Hrd. 1986:462 nr. 204/1985 (Þungaskattur í formi kílómetragjalds)[PDF]
Vörubifreiðastjóri fór í mál til að endurheimta skatt sem hann greiddi.
Síðar voru sett lög sem heimiluðu endurgreiðslu ofgreiddra skatta.
Hrd. 1986:770 nr. 165/1984[PDF]

Hrd. 1986:1258 nr. 157/1986[PDF]

Hrd. 1986:1455 nr. 279/1986[PDF]

Hrd. 1986:1464 nr. 280/1986[PDF]

Hrd. 1986:1723 nr. 252/1986 (Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands - Okurvextir)[PDF]

Hrd. 1987:394 nr. 300/1986 (Tóbaksauglýsingar)[PDF]

Hrd. 1987:473 nr. 95/1986 (Valdsmaður - Fjárhæð meðlags)[PDF]

Hrd. 1987:972 nr. 12/1986 (Kjarnaborvél)[PDF]

Hrd. 1987:1008 nr. 271/1985 (Samsköttun)[PDF]

Hrd. 1987:1138 nr. 191/1987[PDF]

Hrd. 1987:1152 nr. 217/1987[PDF]

Hrd. 1987:1735 nr. 331/1987 (Hafskip)[PDF]

Hrd. 1987:1750 nr. 294/1987[PDF]

Hrd. 1988:142 nr. 13/1987[PDF]

Hrd. 1988:358 nr. 226/1987[PDF]

Hrd. 1988:518 nr. 153/1987[PDF]

Hrd. 1988:1130 nr. 4/1987[PDF]

Hrd. 1989:366 nr. 231/1987[PDF]

Hrd. 1989:553 nr. 15/1988 (Laufásvegur)[PDF]
Einn eigandinn var ólögráða en hafði samþykkt veðsetningu fyrir sitt leyti. Því var veðsetning hans hluta ógild.
Hrd. 1989:1514 nr. 416/1989[PDF]

Hrd. 1989:1627 nr. 252/1989 (Áfengiskaup hæstaréttardómara)[PDF]
Forseti Hæstaréttar var sakaður um að hafa misnotað hlunnindi sem handhafi forsetavalds með því að kaupa mikið magn áfengis á kostnaðarverði, þ.e. án áfengisgjalds, með lagaheimild sem þá var til staðar. Forseti Íslands veitti forseta Hæstaréttar lausn um stundarsakir og svo höfðað dómsmál um lausn til frambúðar. Settur Hæstiréttur í málinu taldi að skortur á hámarki í lagaheimildinni skipti ekki máli og með þessu athæfi hefði hæstaréttardómarinn rýrt það almenna traust sem hann átti að njóta og staðfesti þar af leiðandi varanlega lausn hans úr embættinu.
Hrd. 1990:156 nr. 143/1989[PDF]

Hrd. 1990:452 nr. 283/1988[PDF]

Hrd. 1990:1581 nr. 22/1989 (36 ár, sameignir)[PDF]
M og K höfðu verið í sambúð í 36 ár.
Þau deildu aðallega um skiptingu á tveimur fasteignum, andvirði bifreiðar, bankainnstæðum og verðbréfum. Dómstólar mátu svo að framangreindar eignir skyldu skiptast að jöfnu en tóku þó ekki afstöðu til útlagningar né hvor aðilinn ætti tilkall til þess að leysa einstakar eignir til sín.
Sumar aðrar eignir mat hann svo að annar aðilinn ætti að eiga þær að fullu.
Hrd. 1990:1667 nr. 354/1988[PDF]

Hrd. 1991:443 nr. 287/1989[PDF]

Hrd. 1991:615 nr. 98/1990 (Gatnagerðargjald)[PDF]

Hrd. 1991:900 nr. 257/1989[PDF]

Hrd. 1991:925 nr. 273/1990[PDF]

Hrd. 1991:1186 nr. 97/1989 (Þungaskattur)[PDF]

Hrd. 1991:1973 nr. 140/1989[PDF]

Hrd. 1992:913 nr. 94/1992[PDF]

Hrd. 1992:997 nr. 221/1990[PDF]

Hrd. 1992:1405 nr. 346/1992[PDF]

Hrd. 1993:76 nr. 78/1990 (Einföld ábyrgð sveitarfélags)[PDF]

Hrd. 1993:455 nr. 315/1990[PDF]

Hrd. 1993:644 nr. 42/1990 (Torfufell - Viðskiptafræðingur)[PDF]
I gaf út skuldabréf sem skuldari við G. Á fyrsta veðrétti hvíldu 24 þúsund krónur. Á öðrum veðrétti voru tvö veðskuldabréf sem G átti. Á veðskuldabréfunum voru fyrirvarar um að kröfuhafa væri var um þinglýstar kvaðir sem á eigninni hvíldu. Þeim var þinglýst athugasemdalaust en það hefði ekki átt að gera. Ekki var greitt af bréfinu. Íbúðin var svo seld á nauðungarsölu og nýtti Íbúðastofnun ríksins þá rétt sinn og tók hana til sín á matsverði, sem var talsvert lægra en fyrir skuldunum. G gat ekki innheimt skuldina gagnvart skuldara né þrotabúi hans og fór í mál við ríkið.

Talið var að þinglýsingarstjórinn hefði átt að setja athugasemd um þessar kvaðir. Hæstiréttur taldi að um mistök þinglýsingarstjóra væri að ræða en texti fyrirvaranna gaf til kynna að G hefði verið kunnugt um kvaðir sem þessar. G væri viðskiptafræðingur en ætlað var að hann ætti að vita nóg til að sýna aðgæslu.
Hrd. 1993:677 nr. 108/1993 (Brattakinn)[PDF]
K var skráð fyrir eignunum en M var með tekjuöflunina. Framlög M voru skýr. Mikil fjárhagsleg samstaða.
Hrd. 1993:1026 nr. 369/1991[PDF]

Hrd. 1993:1081 nr. 67/1993 (Skæradómur - Ofsaakstur - Tálbeita)[PDF]
Maður sem afplánaði dóm leitaði til lögreglu um fyrirhugað fíkniefnabrot samfanga síns. Lögreglan fékk hann til að vera í sambandi við samfangann og fá hann til að lokka ákærða til slíks brots. Hæstiréttur leit til þess að notkun tálbeitu hefði hvorki breytt ásetningi til að fremja brotið né eðli þess.

Þegar dómurinn féll voru ekki til staðar reglur er kváðu um að tálbeiturnar þyrftu endilega að vera lögreglumenn.
Hrd. 1993:1521 nr. 278/1993[PDF]

Hrd. 1993:2230 nr. 339/1990 (Helga Kress - Veiting lektorsstöðu)[PDF]
Kvenkyns umsækjandi var hæfari en karl sem var ráðinn. Synjað var miskabótakröfu hennar þar sem hún var orðinn prófessor þegar málið var dæmt.
Hrd. 1994:79 nr. 442/1993 (Skinkumál)[PDF]
Deilt var um hvort framleiðsluráð gæti kveðið á um bann við innflutningi á vöru á grundvelli lagaákvæðis sem skyldaði umleitan álits framleiðsluráðs þegar flytja ætti inn landbúnaðarvöru.

Meirihluti Hæstaréttar (4 af 7) túlkaði lagaákvæðið með þeim hætti að verið væri að tryggja rétt framleiðsluráðsins til umsagnar en ekki sjálfstæða heimild til innflutningstakmörkunar á landbúnaðarvörum. Stjórnvaldsákvarðanir ráðherra um synjun á tollafgreiðslu varanna voru því ógiltar.
Hrd. 1994:245 nr. 28/1991 (Brot á söluskattslögum)[PDF]

Hrd. 1994:678 nr. 134/1994[PDF]

Hrd. 1994:758 nr. 10/1994 (Skattfrjáls jöfnunarhlutabréf)[PDF]

Hrd. 1994:1411 nr. 465/1991[PDF]

Hrd. 1994:1634 nr. 327/1994[PDF]

Hrd. 1994:1906 nr. 357/1992[PDF]

Hrd. 1994:2088 nr. 328/1994 (Siglinganámskeið)[PDF]

Hrd. 1994:2275 nr. 302/1994[PDF]

Hrd. 1994:2325 nr. 245/1992[PDF]

Hrd. 1994:2425 nr. 516/1993 (Tölvuþjónustan í Reykjavík)[PDF]

Hrd. 1994:2514 nr. 3/1993[PDF]

Hrd. 1994:2527 nr. 245/1991 (Sala fasteignar - Brot gegn lögum um sölu fasteigna)[PDF]
Seljendur voru fasteignasalarnir sjálfir. Þrátt fyrir að brotið hefði verið á lögum um sölu fasteigna leiddi það ekki til ógildingu sölunnar.
Hrd. 1994:2664 nr. 318/1991[PDF]

Hrd. 1995:29 nr. 322/1992[PDF]

Hrd. 1995:167 nr. 312/1992 (Aðgangur að eldri sjúkraskrám)[PDF]

Hrd. 1995:198 nr. 148/1992 (Hálka á stétt)[PDF]

Hrd. 1995:408 nr. 122/1992 (Gallerí Borg)[PDF]

Hrd. 1995:453 nr. 445/1992[PDF]

Hrd. 1995:1692 nr. 90/1993[PDF]

Hrd. 1995:1760 nr. 416/1992 (Hafeldi)[PDF]

Hrd. 1995:1952 nr. 268/1995[PDF]

Hrd. 1995:2300 nr. 478/1993 (Þungaskattur)[PDF]

Hrd. 1995:2417 nr. 359/1994 (Prestadómur)[PDF]
Forseti Íslands gaf út bráðabirgðalög er skylduðu Kjaradóm til að taka nýja ákvörðun í stað fyrri ákvörðunar er hækkuðu laun tiltekinna embættis- og starfsmanna ríkisins, og dró þessi nýja ákvörðun úr fyrri hækkun. Prestur stefndi ráðherra fyrir dóm og krafðist mismun þeirra fjárhæða.

Meirihluti Hæstaréttar taldi ekki ástæðu til þess að efast um það mat bráðabirgðalöggjafans á brýnni nauðsyn í skilningi 28. gr. stjórnarskrárinnar, sem hann framkvæmdi við setningu bráðabirgðalaganna, né að hann hafi misbeitt því valdi.

Í þessum dómi reyndi í fyrsta skipti á hin hertu skilyrði 28. gr. stjórnarskrárinnar um setningu bráðabirgðalaga eins og henni hafði verið breytt árið 1991.
Hrd. 1995:2760 nr. 366/1995[PDF]

Hrd. 1995:3012 nr. 388/1995 (Hraunbæjarveð - Hrein hjúskapareign)[PDF]
M hafði ákveðið að hjálpa bróður K við að taka lán.
Bankinn vildi ábyrgðarmann á lánið og gekkst M við því. Bróðirinn borgaði síðan ekki og þurfti M sjálfur að taka lán til að standa skil á ábyrgð sinni.

Bankinn vildi ekki lána M án veðs að allri fasteigninni sem M og K áttu saman.
K samþykkir veðsetninguna með undirskrift í reit er tilgreindi samþykki maka. Deilt var um hvort hún væri að samþykkja að M mætti veðsetja eignina eða hvort hún hefði (einnig) verið að taka ábyrgð á skuldinni.

M og K skildu og fóru að raða eignum og skuldum. Þau komust síðan að því að það skipti talsverðu máli hvort lánið væri á þeim báðum eða eingöngu hjá M.

Hæstiréttur leit svo á að undirskrift K væri eingöngu um samþykki um að M veðsetti eignina en ekki að hún hefði ábyrgst lán M. Lánið var því álitið að öllu leyti hjá M.
Hrd. 1995:3059 nr. 52/1995 (Tannsmiðir)[PDF]

Hrd. 1996:40 nr. 419/1995[PDF]

Hrd. 1996:845 nr. 93/1996[PDF]

Hrd. 1996:990 nr. 44/1995[PDF]

Hrd. 1996:1070 nr. 312/1994[PDF]

Hrd. 1996:1152 nr. 281/1994[PDF]

Hrd. 1996:1255 nr. 53/1994 (Ávöxtun sf. - Bankaeftirlit Seðlabankans)[PDF]

Hrd. 1996:1646 nr. 109/1995 (Söluturninn Ísborg)[PDF]
Ógilding skv. 33. gr. samningalaga, nr. 7/1936, vegna fötlunarástands kaupandans. Seljandinn var talinn hafa mátt vita um andlega annmarka kaupandans.
Hrd. 1996:1720 nr. 45/1995[PDF]

Hrd. 1996:2006 nr. 206/1996 (Grettisgata - Upphaf sambúðar)[PDF]
Fjallar um það hvenær til sambúðar hefur stofnast.
Hrd. 1996:2482 nr. 325/1995[PDF]

Hrd. 1996:3178 nr. 260/1995[PDF]
Fagmenn í fasteignaviðskiptum áttu að hafa séð að áhættan yrði meiri en tjónþolinn átti að sjá fyrir. Ósannað þótti að fagmennirnir hafi kynnt þessa auknu áhættu fyrir tjónþolanum.
Hrd. 1996:3760 nr. 431/1995[PDF]

Hrd. 1996:3962 nr. 286/1996 (Lyfjalög - Lyfsöluleyfi)[PDF]

Hrd. 1996:4076 nr. 73/1996[PDF]

Hrd. 1997:157 nr. 60/1996[PDF]

Hrd. 1997:232 nr. 23/1997 (Grindavík II - 20 ár)[PDF]

Hrd. 1997:350 nr. 290/1995[PDF]

Hrd. 1997:385 nr. 3/1997 (Vífilfell)[PDF]

Hrd. 1997:773 nr. 197/1996 (Smiðjuvegur)[PDF]

Hrd. 1997:977 nr. 224/1996 (Fjármögnunarleiga)[PDF]

Hrd. 1997:1162 nr. 66/1996 (Auðkúluheiði)[PDF]

Hrd. 1997:1323 nr. 210/1996[PDF]

Hrd. 1997:1731 nr. 391/1996[PDF]

Hrd. 1997:2025 nr. 346/1996 (Syðribrú - Forkaupsréttur sveitarfélags)[PDF]

Hrú. 1997:2070 nr. 311/1995[PDF]

Hrd. 1997:2275 nr. 336/1997 (Meðlagsskuld)[PDF]

Hrd. 1997:2602 nr. 441/1996[PDF]

Hrd. 1997:2625 nr. 156/1997 (Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma)[PDF]

Hrd. 1997:3537 nr. 86/1997 (Flugumferðarstjóri)[PDF]

Hrd. 1997:3560 nr. 87/1997[PDF]

Hrd. 1997:3574 nr. 88/1997[PDF]

Hrd. 1997:3600 nr. 134/1997 (Fóstureyðing)[PDF]

Hrd. 1998:268 nr. 456/1997[PDF]

Hrd. 1998:305 nr. 80/1997 (Byggingarvísitala)[PDF]

Hrd. 1998:471 nr. 179/1997[PDF]

Hrd. 1998:693 nr. 260/1997 (Hundamál)[PDF]

Hrd. 1998:1094 nr. 150/1997 (Skattlagning söluhagnaðar af fasteign)[PDF]

Hrd. 1998:1522 nr. 322/1997[PDF]

Hrd. 1998:1662 nr. 347/1997 (Lyfjaverðlagsnefnd)[PDF]

Hrd. 1998:2233 nr. 317/1997 (Lágmarksmiskastig - Grundvöllur bótaútreiknings)[PDF]

Hrd. 1998:2270 nr. 218/1998[PDF]

Hrd. 1998:2390 nr. 478/1997[PDF]

Hrd. 1998:2528 nr. 418/1997 (Sjálfstæði dómarafulltrúa og 6. gr. MSE)[PDF]
Mál hafði verið dæmt af dómarafulltrúa í héraði sem var svo talin vera andstæð stjórnarskrá. Málsaðilinn höfðaði skaðabótamál vegna aukins málskostnaðar og var fallist á bótaskyldu vegna þessa, þrátt fyrir að slíkt fyrirkomulag hafi tíðkast lengi vel.
Hrd. 1998:2690 nr. 274/1998[PDF]

Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög)[PDF]

Hrd. 1998:3398 nr. 101/1998 (Kvensjúkdómalæknir lokar skurðstofu)[PDF]

Hrd. 1998:3478 nr. 62/1998 (Andmælaréttur fyrir endurkröfunefnd)[PDF]

Hrd. 1998:3703 nr. 117/1998[PDF]

Hrd. 1998:4262 nr. 167/1998 (Ferðaþjónusta á Breiðamerkursandi - Jökulsárlón)[PDF]

Hrd. 1998:4406 nr. 166/1998 (Iðnaðarmálagjald)[PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML][PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:568 nr. 328/1998 (Gamli Álafoss hf.)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:592 nr. 329/1998 (Farg hf.)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:919 nr. 317/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1270 nr. 482/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1407 nr. 420/1998[HTML][PDF]
Aðili átti hús og tryggði innbúið. Trygging upp á 4 milljónir. Flytur síðan til Spánar og leigir húsið. Síðan leigir hann öðrum aðila eftir það. Síðar byrja vandræði með vandræðagemsa sem rækja komur sínar til leigutakans. Síðan óskar vátryggingartakinn eftir hækkun á innbústryggingunni.

Síðan hverfur allt innbúið og það ónýtt. Vátryggingarfélagið synjaði kröfu vátryggingartakans þar sem hann upplýsti félagið ekki um þessa auknu áhættu sem hann vissi um á þeim tíma.
Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML][PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1999:1955 nr. 436/1998 (Söluturninn Svali)[HTML][PDF]
Aðili leigði húsnæði undir verslun til tíu ára. Skyldmenni tóku að sér ábyrgð á efndum samningsins af hálfu leigjanda.

Hæstiréttur sneri við héraðsdómi og féllst ekki á ógildingu þar sem aðilar gætu ekki búist við að samningar séu áhættulausir.
Hrd. 1999:2095 nr. 460/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2282 nr. 502/1998 (Hávöxtunarfélagið)[HTML][PDF]
Starfsmaður verðbréfafyrirtækis gerði mistök við kaup á skuldabréfi fyrir viðskiptavin sem leiddi til tjóns fyrir viðskiptavininn, sem það krafðist síðan vátryggjanda sinn um fjárhæð er samsvaraði sinna eigin bóta til viðskiptavinarins. Verðbréfafyrirtækið bar það fyrir sig að það væri viðskiptavinur í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði og því næði starfsábyrgðartrygging þess til mistaka starfsmannsins.

Hæstiréttur mat það svo að orðalag og efnisskipan laganna bæri það ekki með sér að verðbréfafyrirtækið teldist sem viðskiptavinur í þeim skilningi, og synjaði því kröfu þess.
Hrd. 1999:2306 nr. 384/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3259 nr. 17/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3386 nr. 65/1999 (Good Morning America)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3438 nr. 150/1999 (Umferðarslys I)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3612 nr. 72/1999 (Kastalagerði)[HTML][PDF]
Afsláttur var ákveðinn með hliðsjón af viðgerðarkostnaði.
Hrd. 1999:3679 nr. 409/1999 (Fimleikahús ÍR - Kaþólska biskupsdæmið)[HTML][PDF]
ÍR leigði lóð af kaþólska biskupsdæminu á Íslandi árið 1930 til nota fyrir íþróttahús. Leigusamningurinn átti að renna út árið 1964 og var í honum ákvæði að eftir lok leigutímans skyldi leigutakinn fjarlægja húsið af lóðinni og skila henni vel frágenginni nema leigusamningurinn yrði framlengdur. Þá kom fram að leigusalinn hefði áskilið sér rétt til að kaupa húsið af leigjandanum við lok leigusamningsins. Þegar samningurinn rann svo út var húsið ekki fjarlægt, lóðinni ekki skilað, og biskupsdæmið nýtti heldur ekki kauprétt sinn í húsinu.

ÍR byggði á því að félagið ætti lóðina á grundvelli hefðunar þar sem biskupsdæmið hefði fyrst gert kröfu um endurheimt á umráðum lóðarinnar árið 1987. Hins vegar var lagt fyrir dóm bréf sem ÍR hafði sent til sveitarfélags árið 1970 þar sem því var boðið að kaupa húsið, en viðurkenndu í sama bréfi eignarhald biskupsdæmisins á lóðinni. Hæstiréttur taldi að með þeirri viðurkenningu hefði ÍR viðurkennt að félagið nyti einungis afnotaréttar af lóðinni og hefði því ekki getað áunnið sér eignarhefð á lóðinni.
Hrd. 1999:4316 nr. 131/1999 (Hekla hf.)[HTML][PDF]
Hekla krafðist endurgreiðslu vaxta af kröfu vegna ofgreidds virðisaukaskatts og deilt var um í málinu hvort krafan bæri dráttarvexti eða aðra vexti þar sem lög um tekju- og eignaskatt kváðu á um dráttarvexti en ekki lög um virðisaukaskatt. Hæstiréttur taldi að túlka bæri ákvæðið þröngt þar sem víðari túlkun fæli í sér frávik frá þeirri meginreglu kröfuréttar um dráttarvexti við endurheimtu ofgreidds fjár.
Hrd. 1999:4429 nr. 169/1998 (Fagtún)[HTML][PDF]
Hæstaréttarúrskurður sem kveðinn var upp í málinu: Hrú. 1998:2608 nr. 169/1998 (Fagtún)

Verktakafyrirtæki bauð í framkvæmdir til að byggja Borgarholtsskóla. Fyrirtækið varð aðalverktaki er naut svo liðsinnis undirverktakann Fagtún er átti að sjá um þakeiningar. Þær voru smíðaðar í Noregi. Samningur milli byggingarnefndar skólans og verktakafyrirtækisins hljóðaði hins vegar upp á að þakeiningarnar yrðu smíðaðar á Íslandi. Fagtún var svo komið út úr verkinu af þeim sökum en það stefndi svo íslenska ríkinu ásamt fleirum til greiðslu skaðabóta. EFTA-dómstóllinn var spurður hvort slíkt samningsákvæði stæðist EES-samninginn en mat dómstólsins var að það bryti gegn 11. gr. hans.

Fagtún byggði bótakröfu sína á skaðabótum utan samninga og EES-reglunum en íslenska ríkið benti á að ekkert samningssamband væri milli Fagtúns og bygginganefndar Borgarholtsskóla. Hæstiréttur tók undir að samningsákvæðið, sem sett var eftir að útboðið fór fram, færi gegn EES-samningnum. Þá nefndi rétturinn að þar sem Fagtún var hrundið frá verkinu á grundvelli ólögmæts samningsákvæðis hefði byggingarnefndin valdið Fagtúni tjóni með saknæmum hætti er það bæri bótaábyrgð á. Hæstiréttur féllst á bótalið Fagtúns um að það ætti að fá bætt missis hagnaðar. Bótafjárhæðin tók mið af því að litið var á framlagða reikninga en þó lagt til grundvallar að þeir voru ekki unnir af óvilhöllum matsmönnum og fjárhæðin því dæmd að álitum.
Hrd. 1999:4804 nr. 225/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4997 nr. 219/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:55 nr. 497/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:220 nr. 350/1999 (Bílasalan Borg)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:447 nr. 371/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:468 nr. 357/1999 (Starfslokasamningur starfsmanns við Landsbanka Íslands)[HTML][PDF]
Landsbankinn, sem þá var í ríkiseigu, sagði upp starfsmanni. Gerðu aðilar sín á milli starfslokasamning þar sem fram kom að um væri að ræða endanlegt uppgjör og hvorugur aðili ætti kröfu á hinn.

Hæstiréttur tók undir með héraðsdómi að um ekki hefði verið ólögmæt nauðung að ræða þar sem efni samningsins kvað á um betri hagsmuni fyrir stefnanda heldur en ef honum hefði verið sagt upp. Hins vegar ógilti Hæstiréttur nokkur ákvæði samningsins á grundvelli 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936, þar sem þau fólu í sér afsal á greiðslum sem starfsmaðurinn hefði ella hlotið við niðurlagningu starfs síns. Bankastjórn hefði með því hlunnfarið starfsmanninn og við samningsgerðina naut starfsmaðurinn ekki aðstoðar lögmanns.
Hrd. 2000:653 nr. 18/2000 (Breiðabólsstaður I)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:683 nr. 380/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:789 nr. 48/2000 (Samtök atvinnulífsins - Skaðabætur vegna verkfalls)[HTML][PDF]
Tvö verkalýðsfélög boðuðu vinnustöðvun gegn Vinnuveitendafélagi Vestfjarða. Fyrirtækið Frosti hf., sem var aðili að vinnuveitendafélaginu, lét sigla einu skipa sinna til hafnar utan svæðis verkalýðsfélaganna til að landa, en þar komu félagsmenn í verkalýðsfélögunum í veg fyrir löndun. Fór skipið svo til annarrar hafnar en tókst það heldur ekki þar. Annað skip fyrirtækisins gerði svo tilraun til löndunar í enn annarri höfn en tókst það heldur ekki. Fyrirtækið fékk svo greitt úr vinnudeilusjóði Vinnuveitendasambandsins (síðar Samtök Atvinnulífsins) og framseldi svo allar ódæmdar bótakröfur vegna deilunnar til þeirra samtaka.

SA fór svo í skaðabótamál gegn verkalýðsfélögunum tveimur og þeim félagsmönnum sem áttu þátt í að hindra téðar landanir. Sumir félagsmenn tóku þátt í öllum aðgerðunum en sumir eingöngu í hluta þeirra. Í stefnunni var tilgreind heildarfjárhæð í einni dómkröfu en svo var ítarleg sundurliðun í henni hvaða hlutfalls af þeirri upphæð væri krafist af hverjum og einum. Hæstiréttur taldi orðalagið villandi en kröfugerðin hefði þó verið nægilega ljós að ekki ætti að beita frávísun.

Hæstiréttur taldi að skilyrðum um kröfusamlag væru uppfyllt þar sem um væri að ræða þrjár samkynja kröfur, þ.e. allar um greiðslu peningafjárhæðar, og hver þeirra vegna sjálfstæðra atvika. Þá var þeim öllum beint að verkalýðsfélögunum tveimur auk tveggja félagsmanna. Þó svo hefði ekki verið nákvæmlega eins háttað um hina félagsmennina sem voru til varnar var litið svo á að Samtök atvinnulífsins hafi verið heimilt að sækja þau í þessu máli á grundvelli aðilasamlags enda væri meint bótaskylda hinna rakin til sömu atvika. Var því ekki fallist kröfu málsaðila um frávísun málsins.
Hrd. 2000:1056 nr. 378/1999 (Landsbanki Íslands)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1072 nr. 377/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1183 nr. 359/1999 (Jöfnunargjald - Sama sakarefni)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1322 nr. 407/1999 (Brúnir og Tjarnir - Jarðasala I)[HTML][PDF]
Íslenska ríkið seldi tilteknar jarðir til S án auglýsingar. Þ var ekki sáttur við það og sóttist eftir ógildingu sölunnar og útgáfu afsalsins til S. Hæstiréttur nefndi að ákvarðanir stjórnvalda um ráðstafanir á eignum ríkisins gilti meðal annars jafnræðisregla stjórnsýsluréttarins er myndi leiða til þess að auglýsa skyldi fyrirætlaðar sölur á eignum ríkisins til að veita öllum borgurum sama tækifæri til að gera kauptilboð. Hins vegar taldi rétturinn málsástæður í þessu máli ekki nægar ástæður til þess að ógilda gerningana.
Hrd. 2000:1500 nr. 361/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur)[HTML][PDF]
Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.

Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.

Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Hrd. 2000:1658 nr. 291/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1855 nr. 492/1999 (Hundahald)[HTML][PDF]
Samningur var gerður um að greiða fyrir ákveðinn fjölda hunda en sá samningur var ekki gildur þar sem engin lagaheimild var fyrir því að afmarka tiltekinn fjölda hunda.
Hrd. 2000:2008 nr. 501/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2090 nr. 42/2000 (Ármúli)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2131 nr. 486/1999 (Dómnefnd um lektorsstarf)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML][PDF]
Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.

Hæstiréttur féllst ekki á að í því fælist óheimil mismunun í skilningi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem löggjafanum hafi ekki verið skylt að láta sömu lagareglur gilda um allar greinar landbúnaðar. Þá hafi þeir breytingar sem áttu sér stað verið gerðar í lögmætum tilgangi, til þess fallnar að ná fram ákveðnum markmiðum í sauðfjárrækt og náðu til allra er stunduðu hana.
Hrd. 2000:2582 nr. 263/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2713 nr. 150/2000 (Lóðir í Hafnarfirði - Kjóahraun)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3239 nr. 178/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3563 nr. 195/2000 (Héraðsnefnd Austur-Húnvetninga)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3587 nr. 97/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4261 nr. 430/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML][PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:27 nr. 445/2000 (Félagsprentsmiðjan)[HTML]

Hrd. 2001:379 nr. 245/2000[HTML]

Hrd. 2001:507 nr. 23/2001[HTML]

Hrd. 2001:1023 nr. 269/2000 (2 klst. gæsla)[HTML]

Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML]
ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 2001:1361 nr. 435/2000 (Fiskeldisstöðin Húsafelli)[HTML]

Hrd. 2001:1885 nr. 25/2001 (Sýslumannsflutningur - Tilflutningur í starfi)[HTML]

Hrd. 2001:2048 nr. 348/2000 (Breiðabólsstaður II)[HTML]

Hrd. 2001:2091 nr. 24/2001 (Hefnd vegna framburðar - 18 ára fangelsi)[HTML]

Hrd. 2001:2201 nr. 42/2001[HTML]

Hrd. 2001:2245 nr. 67/2001[HTML]

Hrd. 2001:2505 nr. 17/2001 (Lánasýslan)[HTML]

Hrd. 2001:2901 nr. 117/2001 (Kaupskylda sveitarstjórnar)[HTML]

Hrd. 2001:2917 nr. 114/2001 (Byggingarleyfi fellt úr gildi - Heiðargerði)[HTML]

Hrd. 2001:3025 nr. 3/2001 (Eystrasalt)[HTML]

Hrd. 2001:3215 nr. 118/2001[HTML]

Hrd. 2001:3231 nr. 110/2001[HTML]

Hrd. 2001:3451 nr. 129/2001 (Slys í Vestfjarðagöngum - Áhættutaka III - Farþegi í bifreið)[HTML]
Tímamótadómur þar sem breytt var frá fyrri fordæmum um að farþegar missi bótarétt þegar þeir fá sér far með ölvuðum ökumönnum þar sem um hefði verið að ræða áhættutöku, og talið að farþegar undir slíkum kringumstæðum beri í staðinn meðábyrgð á tjóninu.
Hrd. 2001:3495 nr. 379/2001[HTML]

Hrd. 2001:3558 nr. 112/2001[HTML]

Hrd. 2001:4495 nr. 265/2001 (VÍS I)[HTML]

Hrd. 2002:1718 nr. 146/2002[HTML]

Hrd. 2002:1941 nr. 218/2002 (Í skóm drekans)[HTML]
Þátttaka keppenda í fegurðarsamkeppni var tekin upp án vitneskju þeirra. Myndbönd voru lögð fram í héraði en skoðun þeirra takmörkuð við dómendur í málinu. Hæstiréttur taldi þetta brjóta gegn þeirri grundvallarreglu einkamálaréttarfars um að jafnræðis skuli gæta um rétt málsaðila til að kynna sér og tjá sig um sönnunargögn gagnaðila síns.
Hrd. 2002:2208 nr. 107/2002[HTML]

Hrd. 2002:2534 nr. 391/2002 (Gunnlaugur og Guðlaug)[HTML]
Reyndi á fleira en eina tegund af ráðstöfunum.

Gunnlaugur var upphaflega giftur Estheri og átti barn með henni og sat í óskiptu búi.

Með móðurarfi sem Gunnlaugur greiddi barninu fylgdi sérstök yfirlýsing. Minnst er á samkomulag um að innbúinu yrði skipt síðar. Óljóst hvort skiptunum var lokið eða ekki.

Gunnlaugur giftist aftur og gerir erfðaskrá með Guðlaugu. Gunnlaugur deyr og situr Guðlaug þá í óskiptu búi. Átta árum síðar krefst barn Gunnlaugs um skipti á því óskipta búi.

Guðlaug hafði flutt út úr íbúð þeirra Gunnlaugs og var dóttir Guðlaugar komin inn í íbúðina.

Veitt hafði verið leyfi til að veðsetja fasteignina. Í málinu var talið sannað að það hefði mátt þar sem við skiptin var áhættan orðin nánast engin. Guðlaugu var talin hafa verið heimilt að selja hlutabréf, fara til útlanda og verja fé í viðhald.
Hrd. 2002:4098 nr. 530/2002 (Betri Pizzur ehf. gegn Papa John ́s International Inc.)[HTML][PDF]
Ekki var fallist á að ákvæði í sérleyfissamningi um að tiltekinn breskur gerðardómur færi með lögsögu ágreinings um tiltekin atriði samningsins fæli í sér skerðingu á aðgengi að dómstólum. Var því haldið fram að hinn mikli kostnaður er fælist í meðferð mála við þann dómstól jafnaði til afsals á aðgengi að óhlutdrægum og óvilhöllum dómstóli til lausnar ágreiningsins.

Dómstólar nefndu að stefnanda málsins, Betri Pizzur ehf., hefði mátt gera sér grein fyrir kostnaðarlegum afleiðingum gerðardómsmeðferðar ef á reyndi og ósannað að hinn stefndi hefði átt að veita stefnanda sérstakar upplýsingar um þetta. Ástæðan fyrir því að stefnandinn hafi fallist á gerðardómsmeðferð var ekki talin hafa verið vegna lakari samningsstöðu hans. Þá var ekki fallist á málsástæður um svik, óheiðarleika né ósanngirni í tengslum við samningsgerðina né síðar. Var því málinu vísað frá dómi.
Hrd. 2002:4304 nr. 537/2002[HTML][PDF]

Hrd. 2003:596 nr. 70/2002 (Forkaupsréttur - Dalabyggð - Sælingsdalstunga)[HTML]
Sveitarfélag nýtti sér forkaupsrétt á grundvelli þess að ætlunin var að efla ferðaþjónustu. Kaupandinn taldi að ræða hefði átt við hann um að rækja þetta markmið. Hæstiréttur féllst ekki á mál kaupandans.
Hrd. 2003:730 nr. 349/2002[HTML]

Hrd. 2003:899 nr. 408/2002 (Heildverslun - Vörumerki)[HTML]
Ríkissaksóknari tók ekki ákvörðun um að ríkislögreglustjóri færi með ákæruvald vegna tiltekins brots sbr. lagafyrirmæli um slíkt, er leiddi til þess að synjað var sakfellingu á broti á því tiltekna ákvæði, en sakfellt var vegna annarra refsiheimilda sem ákæran byggði á.
Hrd. 2003:1158 nr. 388/2002 (Eignarnám - Fífuhvammur)[HTML]
Afkomendur eignarnámsþola, er hafði þurft að sæta eignarnámi í hluta lands hans árið 1945, kröfðust viðurkenningar á eignarrétti sínum á spildunni, til vara að eignarnámið yrði dæmt ógilt, og til þrautavara var bótakrafa vegna eignarnámsins. Töldu afkomendurnir að ósannað hefði verið að eignarnámið hefði farið rétt fram, að eignarneminn hefði ekki greitt fyrir landspilduna á sínum tíma, og að eignarheimildinni hefði ekki verið þinglýst. Varakrafan byggðist á því að nýting landspildunnar væri afar lítil og hagsmunir eignarnemans af umráðum spildunnar væru afar litlir.

Hæstiréttur tók ekki undir með afkomendunum að spildan hefði verið vannýtt. Eignarneminn hafi greitt skatta af henni, girt hana af, og reist mannvirki á henni undir þá starfsemi. Þá voru lögð fram ýmis skjöl í málinu þar sem eigendur landsins hefðu viðurkennt eignarnámið. Enn fremur væru 52 ár liðin frá því málsaðilarnir hefðu beint fyrirspurnum til eignarnemans um eignarheimild hans að landspildunni. Ósannað væri að eignarnámsbæturnar hefðu verið greiddar en kröfur um þær væru fallnar niður fyrir fyrningu. Krafa eignarnemans um viðurkenningu á eignarrétti sínum voru því teknar til greina þrátt fyrir skort á þinglýstri eignarheimild.
Hrd. 2003:1606 nr. 119/2003[HTML]

Hrd. 2003:1987 nr. 4/2003[HTML]

Hrd. 2003:2110 nr. 161/2003 (Hæfi við túlkun)[HTML]
Bréferfingi manns átti að fá tiltekna íbúð en síðan deyr bréferfinginn. Í stað þess að gera nýja erfðaskrá ræddi lögmaður arfleifanda við hann til að fá afstöðu hans þar sem fram gætu komið efasemdir um hæfi M ef gerð væri ný erfðaskrá.

Foreldrar bréferfingjans vildu fá hlutinn en var synjað þar sem bréfarfurinn var bundinn við tiltekna persónu en myndi ekki erfast. Lögerfingjarnir fengu þann hlut.
Hrd. 2003:2329 nr. 499/2002 (Hlutabréfakaup)[HTML]
J keypti hlutabréf árið 1996 og nýtti sér frádráttarheimild þágildandi laga til að draga frá allt að 80% fjárfestingarinnar frá tekjum sínum og var heimilt að flytja frádrátt til annarra skattára og nýta á næstu fimm árum. Í ársbyrjun 1997 tóku í gildi ný lög þar sem frádráttarheimildin var lækkuð í áföngum á næstu þremur árum en farið yrði með eldri ónýttan frádrátt með sama hætti og ef til hans hefði verið stofnað eftir gildistöku laganna.

Í málinu byggði J á því að með því að lækka frádráttarheimild hans með þessum hætti ætti sér stað afturvirk skerðing á rétti sem hann hefði löglega til unnið og féllst meirihluti Hæstaréttar á það.
Hrd. 2003:2861 nr. 257/2003[HTML]

Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3515 nr. 157/2003 (Húftryggingarbætur vegna Bjarma VE)[HTML]
Í húftryggingu var tekið sérstaklega fram að tryggingin félli niður við eigandaskipti. Skömmu eftir eigendaskipti sökk báturinn og fórust tveir með. Fallist var á synjun um greiðslu bóta.

Veðhafi höfðaði svo annað mál í kjölfar þessa dóms er leiddi til Hrd. 2005:4338 nr. 209/2005 (Krafa um bæturnar á grundvelli meðábyrgðar).
Hrd. 2003:3597 nr. 105/2003 (Múm - Plötuútgáfusamningur)[HTML]

Hrd. 2003:3633 nr. 388/2003 (British Tobacco)[HTML]
Sett voru lög sem höfðu meðal annars þau áhrif að ekki hefði mátt hafa tóbak sýnilegt gagnvart almenningi. Tóbaksframleiðandi fór í mál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lögin andstæð hagsmunum sínum vegna minni sölu. Héraðsdómur taldi framleiðandann skorta lögvarða hagsmuni þar sem ÁTVR væri seljandi tóbaks en ekki framleiðandinn. Hæstiréttur var ekki sammála því mati héraðsdóms og taldi tóbaksframleiðandann hafa lögvarða hagsmuni um úrlausn dómkröfunnar.
Hrd. 2003:3661 nr. 120/2003[HTML]

Hrd. 2003:4681 nr. 291/2003[HTML]

Hrd. 2004:79 nr. 2/2004[HTML]

Hrd. 2004:382 nr. 332/2003 (Gautavík 1)[HTML]

Hrd. 2004:1060 nr. 292/2003[HTML]

Hrd. 2004:1533 nr. 354/2003[HTML]

Hrd. 2004:2578 nr. 27/2004 (Mismunandi flokkar bótaþega samkvæmt almannatryggingalögum)[HTML]

Hrd. 2004:3398 nr. 358/2004 (Siðanefnd Háskóla Íslands)[HTML]

Hrd. 2004:3521 nr. 97/2004[HTML]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3983 nr. 160/2004 (Boðahlein)[HTML]

Hrd. 2004:4134 nr. 194/2004[HTML]

Hrd. 2004:4220 nr. 428/2004 (Smárahvammur)[HTML]

Hrd. 2004:4285 nr. 422/2004[HTML]

Hrd. 2004:4806 nr. 444/2004[HTML]

Hrd. 2004:4816 nr. 465/2004 (Erfðafjárskattur I)[HTML]
Þann 31. mars 2004 voru birt ný lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, er felldu brott eldri lög um erfðafjárskatt, nr. 83/1984. Nýju lögin giltu einvörðungu um skipti á dánarbúum eftir þá er létust 1. apríl 2004 eða síðar. Engan fyrirvara mátti finna um að eldri lögin giltu áfram um skipti einstaklinga er létust fyrir þann dag. Samkvæmt lögunum var erfðafjárskattur lagður á þegar erfðafjárskýrslan væri afhent sýslumanni. Bráðabirgðalög, nr. 15/2004, voru birt þann 20. apríl 2004 þar sem settur var slíkur fyrirvari en þá hafði sýslumaður ekki tekið afstöðu til skýrslunnar.

Í umræddu máli lést arfleifandinn 29. desember 2003, erfingjarnir fengu leyfi til einkaskipta þann 16. febrúar 2004, og var erfðafjárskýrslunni skilað til sýslumanns þann 13. apríl 2004. Meirihluti Hæstaréttar mat það sem svo að engri lagaheimild var til að dreifa til að leggja á erfðafjárskatt þegar umræddri skýrslu var skilað og því þurftu erfingjarnir ekki að greiða neinn erfðafjárskatt af arfinum. Ekki væri hægt að beita ákvæðum bráðabirgðalaganna í málinu þar sem þau höfðu þá ekki tekið gildi.

Í sératkvæði var ekki tekið undir niðurstöðu meirihlutans með vísan til ætlunar löggjafans og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Taldi dómarinn að afnám skattskyldu þyrfti að vera ótvíræð en því væri ekki að dreifa í tilfelli þeirra sem ekki höfðu lokið skiptum við gildistökuna, og með það í huga hefðu eldri lög um erfðafjárskatt eingöngu fallið niður hvað varði búskipti eftir þá sem látist eftir 1. apríl 2004.
Hrd. 2004:4974 nr. 482/2004 (Brautarholt)[HTML]

Hrd. 2004:5078 nr. 294/2004[HTML]

Hrd. 2005:30 nr. 504/2004[HTML]

Hrd. 2005:657 nr. 357/2004 (Sjómaður slasast á leið um borð í fiskiskip)[HTML]

Hrd. 2005:955 nr. 84/2005[HTML]

Hrd. 2005:1030 nr. 411/2004 (Brekkugerði)[HTML]

Hrd. 2005:1072 nr. 386/2004 (Byggingarvinna)[HTML]

Hrd. 2005:1237 nr. 349/2004 (Þjórsártún)[HTML]
Vegagerðin sóttist eftir eignarnámi á spildu úr landi Þjórsártúns vegna lagningu vegar yfir Þjórsá. Eignarnámið sjálft studdi við ákvæði þágildandi vegalaga er kvað á um skyldu landareigenda til að láta af hendi land vegna vegalagningar. Síðar sendi hún inn beiðni um að matsnefnd eignarnámsbóta mæti hæfilega eignarnámsbætur og beiðni um snemmbær umráð hins eignarnumda sem nefndin heimilaði. Hún mat síðan eignarnámið með þremur matsliðum.

Þegar K leitaði eftir greiðslum eignarnámsbótanna kvað Vegagerðin að hún ætlaði eingöngu að hlíta úrskurðinum hvað varðaði einn matsliðinn og tilkynnti að hún ætlaði að fara fram á dómkvaðningu matsmanna. K andmælti þar sem hún taldi Vegagerðina bundna af úrskurði matsnefndarinnar og að matsgerð þeirrar nefndar sé réttari en matsgerð dómkvaddra matsmanna. Vegagerðin hélt því fram að lögin kvæðu á um heimild dómstóla um úrlausn ágreinings um fjárhæðir og því heimilt að kveða dómkvadda matsmenn.

Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annari niðurstöðu en matsnefnd eignarnámsbóta og lækkuðu stórlega virði spildunnar. Héraðsdómur féllst á kröfu K um að farið yrði eftir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta þar sem mati matsnefndarinnar hefði ekki verið hnekkt.

Hæstiréttur tók undir með héraðsdómi að heimilt hefði verið að leggja ágreininginn undir dómstóla en hins vegar væru úrskurðir matsnefndarinnar ekki sjálfkrafa réttari en matsgerðir dómkvaddra matsmanna heldur yrði að meta það í hverju tilviki. Í þessu tilviki hefði úrskurður matsnefndarinnar verið lítið rökstuddur á meðan matsgerð hinna dómkvöddu manna væri ítarlegri, og því ætti að byggja á hinu síðarnefnda. Þá gekk hann lengra og dæmdi K lægri fjárhæð en matsgerð dómkvöddu mannana hljóðaði upp á þar sem hvorki matsnefndin né dómkvöddu mennirnir hafi rökstutt almenna verðrýrnun sem á að hafa orðið á landinu meðfram veginum með fullnægjandi hætti, né hafi K sýnt fram á hana með öðrum hætti í málinu.
Hrd. 2005:1547 nr. 519/2004 (Svipting ökuréttar)[HTML]

Hrd. 2005:1973 nr. 170/2005 (Læknafélag Íslands)[HTML]

Hrd. 2005:2469 nr. 36/2005[HTML]

Hrd. 2005:2596 nr. 97/2005[HTML]

Hrd. 2005:2700 nr. 46/2005 (Byggingarleyfi kært eftir að kærufrestur rann út)[HTML]

Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:3084 nr. 319/2005 (Roðasalir)[HTML]

Hrd. 2005:3348 nr. 57/2005[HTML]

Hrd. 2005:3665 nr. 105/2005[HTML]

Hrd. 2005:4042 nr. 148/2005 (Kynferðisbrot III)[HTML]

Hrd. 2005:4090 nr. 444/2005[HTML]

Hrd. 2005:4285 nr. 172/2005[HTML]

Hrd. 2005:4389 nr. 154/2005 (Sæfari)[HTML]
Aðili seldi alla hluti sína í einkahlutafélagi og rifti svo kaupsamningnum daginn eftir gjalddaga. Hæstiréttur taldi vanefndina svo óverulega miðað við hagsmuni seljanda á þessum tímapunkti að ekki hefði verið nægt tilefni til að rifta kaupsamningnum þótt kaupandinn hefði verið í vanskilum með alla peningagreiðsluna. Hagsmunir seljandans voru taldir nægilega tryggðir með dráttarvöxtum.
Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I)[HTML]
Vegagerðin bauð út verk á Evrópska efnahagssvæðinu um gerð Héðinsfjarðarganga. Lægsta boðið var sameiginlegt tilboð íslensks aðila og dansks aðila sem var 3,2% yfir kostnaðaráætlun. Fyrir tilkynningu úrslita útboðsins samþykkti ríkisstjórn Íslands að fresta verkinu um þrjú ár og nýtt útboð færi fram miðað við það. Í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin öllum bjóðendum að öllum tilboðum hefði verið hafnað á grundvelli þensluástands í þjóðfélaginu og að stofnunin fengi ekki nægt fjármagn fyrir þessar framkvæmdir.

Aðilarnir er áttu lægsta boðið kærðu ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála og taldi nefndin að ákvörðunin hefði verið ólögmæt og að hún væri skaðabótaskyld, þó án afstöðu til efndabóta. Þeir höfðuðu svo viðurkenningarmál fyrir dómstólum um skaðabætur. Hæstiréttur taldi að þó lagaheimild væri sannarlega til staðar um að hafna öllum tilboðum væri þó ekki hægt að beita þeirri heimild án þess að fyrir lægju bæði málefnalegar og rökstuddar ástæður. Hann taldi engar málefnalegar ástæður liggja fyrir þeirri ákvörðun. Nefndi hann þar að auki að á Vegagerðinni hefði legið sönnunarbyrðin um að ekki hefði verið samið við lægstbjóðendur en hún axlaði ekki þá sönnunarbyrði. Þar sem lægstbjóðendur hefðu boðið sem næmi hærri fjárhæð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á var talið að þeir hefðu sýnt fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni. Var því viðurkennd bótaskylda íslenska ríkisins gagnvart lægstbjóðendum.
Hrd. 2005:4940 nr. 175/2005 (Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu)[HTML]
V höfðaði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna málsmeðferðar félagsmálaráðherra við starfslok hennar úr starfi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. V hafði lagt til að hún viki tímabundið úr starfi á meðan mál um ráðningu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar væri til meðferðar hjá dómstólum. Félagsmálaráðherra hafði látið hjá líða að fallast á þetta boð V.

Hæstiréttur taldi að ráðherra hefði átt að fallast á þetta boð þar sem í því hefði falist vægari valkostur en að víkja henni varanlega úr embættinu.
Hrd. 2006:519 nr. 321/2005 (Sundagarðar)[HTML]

Hrd. 2006:823 nr. 98/2006[HTML]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML]

Hrd. 2006:1850 nr. 471/2005[HTML]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:3393 nr. 337/2006[HTML]

Hrd. 2006:4161 nr. 55/2006[HTML]

Hrd. 2006:4260 nr. 52/2006[HTML]

Hrd. 2006:4859 nr. 234/2006[HTML]

Hrd. 2006:5186 nr. 579/2006 (Verðmat á jörð)[HTML]
Hjón deildu um verðmat á jörð og K fer fram á verðmat en vill að miðað sé við tvö tímamörk. Biður fyrst um verðmat miðað við framlagningu umsóknar en síðan einnig um verðmat frá 2005 þegar óskað var opinberra skipta. Matið fer fram árið 2006.
Dómstóllinn segir að verðmatið eigi að miða við gangverð á þeim tíma sem verðmatið fór fram. Synjað var því dómkröfu K um verðmat á þeim dögum sem hún vildi miða við.
Hrd. 2006:5607 nr. 312/2006 (Roðasalir - Aðfararveð - Samningsveð)[HTML]
Nauðungarsala gerð á helming tiltekinnar fasteignar. G krafðist viðurkenningar á að ganga inn í veðréttinn á þeim helmingi og féllst Hæstiréttur á það.
Hrd. nr. 654/2006 dags. 18. janúar 2007 (Olíusamráð)[HTML]

Hrd. nr. 40/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 304/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 455/2006 dags. 15. mars 2007 (Skattfrelsi Orkuveitu Reykjavíkur)[HTML]

Hrd. nr. 92/2007 dags. 16. mars 2007 (Olíusamráðsdómur - Forstjórar olíufélaga)[HTML]
Forstjórar olíufélaga voru ákærðir. Álitið var að skilin á milli rannsóknar samkeppnisyfirvalda og sakamálarannsóknar lögreglu. Ákærunni var vísað frá dómi þar sem fyrrnefnda rannsóknin var framkvæmd á þeim grundvelli að ákærðu voru neyddir að lögum til að fella á sig sök, sem notað var svo gegn þeim í síðarnefndu rannsókninni. Hæstiréttur taldi þetta leiða til þess að rannsóknin var ónýt að öllu leyti.
Hrd. nr. 289/2006 dags. 22. mars 2007 (Landskiptagerð - Grjóteyri)[HTML]

Hrd. nr. 498/2006 dags. 29. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 510/2006 dags. 29. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 247/2007 dags. 25. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 614/2006 dags. 18. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 523/2006 dags. 20. september 2007 (Starfsmannaleigur - Impregilo SpA)[HTML]
Spurt var um hver ætti að skila skattinum. Fyrirætlað í lögskýringargögnum en kom ekki fram í lagatextanum, og því ekki hægt að byggja á lagaákvæðinu.
Hrd. nr. 182/2007 dags. 27. september 2007 (Leyfi til námuvinnslu á hafsbotni - Björgun)[HTML]
Árið 1990 fékk félagið Björgun opinbert leyfi til að vinna efni á hafsbotni til 30 ára. Árið 2000 öðluðust svo gildi lög um eignarrétt íslenska ríkisins á hafsbotninum er fólu í sér breytingar á skilyrðum til að fá útgefin eins leyfi og Björgun hafði undir höndum. Með lögunum var almennt orðað bráðabirgðaákvæði um að þáverandi handhafar slíkra leyfa skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku laganna.

Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.

Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 141/2007 dags. 18. október 2007 (Fasteignasalar)[HTML]

Hrd. nr. 47/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 68/2007 dags. 25. október 2007 (Sparisjóður Vestmannaeyja)[HTML]

Hrd. nr. 146/2007 dags. 25. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 554/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 566/2007 dags. 15. nóvember 2007 (Dómkvaðning matsmanna)[HTML]

Hrd. nr. 201/2007 dags. 6. desember 2007[HTML]

Hrd. nr. 239/2007 dags. 20. desember 2007 (Berufjarðará)[HTML]
Spildu var skipt úr jörð en ekki var vikið að vatni eða veiðiréttar. Eigendurnir töldu sig hafa óskiptan veiðirétt í sameign við hinn hluta jarðarinnar. Hæstiréttur féllst ekki á það.
Hrd. nr. 655/2007 dags. 16. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 245/2007 dags. 17. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 211/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 187/2007 dags. 7. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 134/2007 dags. 28. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 324/2007 dags. 6. mars 2008 (Afvöxtun)[HTML]

Hrd. nr. 293/2007 dags. 13. mars 2008[HTML]

Hrd. nr. 179/2008 dags. 28. apríl 2008 (Punktar í ökuferilsskrá)[HTML]
Málið var höfðað til ógildingar á ákvörðun sýslumanns um að afturkalla ökuréttindi A. Þann 27. apríl 2007 tók í gildi nýtt ákvæði í umferðarlögum er heimilaði beitingu akstursbanns gegn handhafa bráðabirgðaökuskírteinis. Við gildistöku ákvæðisins var viðmið um fjölda punkta lækkað úr sjö niður í fjóra áður en heimilt væri að setja viðkomandi í akstursbann. Á þeim tíma hafði A þegar hlotið þrjá punkta. Þann 29. ágúst 2007 hlaut A fjórða punktinn á ökuskírteinið og var þá settur í akstursbann.

A krafðist ógildingar akstursbannsins á grundvelli þess að um væri að ræða afturvirk réttaráhrif. Hæstiréttur tók ekki undir þann málflutning þar sem hann taldi að um væri að ræða viðurlagaákvörðun er byggðist á lögmæltri ítrekunarheimild en ekki refsinga í skilningi V. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
Hrd. nr. 195/2008 dags. 29. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 219/2008 dags. 5. maí 2008[HTML]

Hrd. nr. 445/2007 dags. 8. maí 2008[HTML]

Hrd. nr. 252/2008 dags. 19. maí 2008 (Sambúðarfólk)[HTML]

Hrd. nr. 556/2007 dags. 12. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 260/2008 dags. 19. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 254/2008 dags. 19. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 330/2008 dags. 26. júní 2008 (Innkeyrsla)[HTML]

Hrd. nr. 491/2007 dags. 23. október 2008 (Áfengisauglýsingabann II)[HTML]

Hrd. nr. 143/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Áfengisauglýsing II)[HTML]

Hrd. nr. 634/2008 dags. 2. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 636/2008 dags. 11. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 89/2008 dags. 16. desember 2008 (Miðhraun)[HTML]

Hrd. nr. 279/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 374/2008 dags. 5. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 62/2009 dags. 23. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 208/2008 dags. 5. mars 2009 (Lónsbraut - Milliloft)[HTML]

Hrd. nr. 353/2008 dags. 12. mars 2009 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Máritaníu)[HTML]

Hrd. nr. 263/2008 dags. 26. mars 2009 (Stúlka með Asperger heilkenni)[HTML]

Hrd. nr. 536/2008 dags. 7. apríl 2009[HTML]

Hrd. nr. 445/2008 dags. 6. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 686/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Hrd. nr. 53/2009 dags. 1. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 25/2009 dags. 15. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML]

Hrd. nr. 228/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML]

Hrd. nr. 703/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 665/2008 dags. 17. desember 2009 (Gildi lífeyrissjóður)[HTML]
Á þeim tíma þurfti ráðherra að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða væru réttar (þ.e. færu að lögum og reglur, jafnræði, eignarrétt, og þvíumlíkt). Í stjórn sjóðsins sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og kom ráðuneytisstjórinn ekki að málinu innan ráðuneytisins og vék því ekki af fundi þegar ráðherra undirritaði breytinguna. Hæstiréttur taldi að ráðuneytisstjórinn hefði ekki verið vanhæfur.
Hrd. nr. 759/2009 dags. 20. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 237/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Skálabrekka)[HTML]

Hrd. nr. 90/2010 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 115/2010 dags. 18. mars 2010 (Rafbréf)[HTML]
Tekist var á um hvort rafbréf taldist víxill. Ráðist af víxillögum. Hafnað að rafrænt verðbréf gæti verið skjal í þeim skilningi.
Hrd. nr. 378/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 444/2009 dags. 25. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 443/2009 dags. 25. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 445/2009 dags. 25. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 245/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Hrd. nr. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. nr. 494/2009 dags. 10. júní 2010 (Ketilsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 440/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 420/2010 dags. 23. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 471/2010 dags. 16. september 2010 (Vextir gengistryggðs láns)[HTML]
Lán bundið gengi tveggja erlendra gjaldmiðla. Ágreiningur var um hvaða vexti skuldari ætti að greiða í ljósi þess að gengislán voru dæmd hafa verið ólögmæt. Hæstiréttur leit svo á að þetta lán hefði verið óverðtryggt þar sem ekki var um það samið. Með því hefðu vextir einnig verið kipptir úr sambandi og því bæri lánið almenna vexti sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Hrd. nr. 371/2010 dags. 22. september 2010 (Skattálag - Ne bis in idem I)[HTML]
A, B, C, og D voru ákærð fyrir skattalagabrot. Fyrir héraðsdómi var málinu vísað frá að hluta en ákæruvaldið kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Þau ákærðu héldu því fram að þau myndu annars þurfa að þola tvöfalda refsingu þar sem skattayfirvöld höfðu þá þegar beitt refsingu í formi skattaálags.

Hæstiréttur vísaði til 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu um að dómar MDE væru ekki bindandi að landsrétti. Þrátt fyrir að innlendir dómstólar litu til dóma MDE við úrlausn mála hjá þeim væri það samt sem áður hlutverk löggjafans að gera nauðsynlegar breytingar á landsrétti til að efna þær þjóðréttarlegu skuldbindingar. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að dómaframkvæmd MDE hvað úrlausnarefnið varðaði væri misvísandi. MDE hafi í sinni dómaframkvæmd hafnað því að 4. gr. 7. viðaukans yrði metin á þann hátt að mögulegt væri að fjalla um endurákvörðun skatta og beitingu álags í sitt hvoru málinu. Sökum þessarar óvissu vildi Hæstiréttur ekki slá því á föstu að um brot væri að ræða á MSE fyrr en það væri skýrt að íslensk lög færu í bága við hann að þessu leyti.

Úrskurðurinn var felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. nr. 551/2010 dags. 28. september 2010[HTML]
Varnaraðili krafðist lokunar réttarhalda ákærða en til vara á meðan sýningu stæði á myndböndum sem sýndu nekt hennar. Hæstiréttur synjaði aðalkröfunni en féllst á varakröfuna.
Hrd. nr. 722/2009 dags. 7. október 2010 (Hvammur)[HTML]

Hrd. nr. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML]

Hrd. nr. 723/2009 dags. 7. október 2010 (Laxárdalur)[HTML]

Hrd. nr. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi)[HTML]

Hrd. nr. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML]

Hrd. nr. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 750/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 702/2009 dags. 21. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. nr. 665/2009 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Hrd. 262/2010 dags. 8. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 113/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 620/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 714/2009 dags. 2. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 653/2010 dags. 14. desember 2010 (Sparisjóður Mýrarsýslu II)[HTML]

Hrd. nr. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 491/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 514/2010 dags. 3. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 517/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 626/2010 dags. 31. mars 2011 (Ummæli yfirmanns eftirlitssviðs RSK)[HTML]

Hrd. nr. 386/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 228/2011 dags. 17. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 77/2011 dags. 23. maí 2011 (Skilmálar við afleiðuviðskipti)[HTML]

Hrd. nr. 274/2011 dags. 27. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 241/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 415/2011 dags. 18. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 3/2011 dags. 20. október 2011 (Hagaflöt á Akranesi)[HTML]
Margslungnir gallar á bæði sameignum og séreignum. Einn vátryggingaatburður að mati Hæstaréttar þó íbúarnir vildu meina að um væri að ræða marga.
Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 553/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 277/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 689/2010 dags. 3. nóvember 2011 (Ökumaður ekki undir áhrifum)[HTML]
Einstaklingur lenti í umferðarslysi þegar hann var að taka framúr í íbúðarhverfi. Hann ók á steinvegg og sótti bætur sér til handa. Félagið beitti því fyrir sér að hann hefði fyrirgert bótarétti þar sem háttsemin jafnaði við stórfellt gáleysi. Hæstiréttur tók undir að um væri að ræða stórfellt gáleysis enda var ökumaðurinn langt yfir hámarkshraða og að bifreiðin væri vanbúin. Talið var að hann bæri ⅓ hluta tjónsins sjálfur og ábyrgð félagsins viðurkennd að ⅔.
Hrd. nr. 453/2009 dags. 3. nóvember 2011 (Veiðifélag Miðfirðinga - Veiðiréttur í Ytri Rangá - Kotvöllur)[HTML]
Skógræktarfélag Rangæinga krafðist viðurkenningar á veiðirétti sínum í Eystri-Rangá og Fiská á grundvelli jarðarinnar Kotvöllur sem lá þó ekki að þeim, byggt á að...:
  1. Félaginu hafði verið ákvörðuð hlutdeild í arðskrá Veiðifélags Eystri-Rangár árið 1999.
  2. Umráðamenn Kotvallar hafi um áratugabil átt aðild að því veiðifélagi og forvera þess.
  3. Kotvöllur hafi átt land að Eystri-Rangá fram til landskipta er fóru fram árið 1963, auk hlutdeildar landsins í sameiginlegu landi Vallartorfu ásamt meðfylgjandi hlunnindum þeirra, sem aldrei hafi verið skipt.
  4. Veiðirétturinn hafi unnist fyrir hefð.

Hæstiréttur taldi ósannað í málinu að Kotvellir hafi fram til landskiptanna tilheyrt óskiptu landi er lægi að þessum ám, og bæri skógræktarfélagið þá sönnunarbyrði sem það axlaði svo ekki. Væri því ekki hægt að líta svo á að réttlætt væri undantekning frá meginreglunni um að veiðiréttur væri eingöngu á hendi þeirra sem ættu land að vatni.

Hrd. nr. 693/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 100/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Eiður Smári - Fjármál knattspyrnumanns)[HTML]
Eiður Smári (E) höfðaði mál á hendur ritstjórum DV ásamt höfundi greinar þar sem hann teldi að þær umfjallanir væru til þess gerðar að vega að rétti hans til friðhelgis einkalífs.

E taldi að lögjafna bæri ákvæði laga um prentrétt á þann hátt að ákvæðin um ábyrgð á efni ættu einnig við um efni sem birt væru á vefútgáfu blaðsins. Ekki var fallist á slíka lögjöfnun.

Ekki var fallist á að umfjöllunin um fjármál E ættu ekki erindi til almennings þar sem hún væri í samræmi við stöðu þjóðfélagsmála á þeim tíma. Þá var einnig litið til þess að E væri þjóðþekktur knattspyrnumaður sem viki sér ekki undan fjölmiðlaumfjöllun sem slíkur. Hvað umfjallanir um spilafíkn E var að ræða var ekki fallist á að sú umfjöllun bryti í bága við friðhelgi einkalífs E þar sem um væri að ræða endursögn áður birtrar umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum og að E hefði sjálfur gert spilafíkn sína að umtalsefni í viðtölum.
Hrd. nr. 258/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 25/2012 dags. 24. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 8/2012 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 405/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 10/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 9/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 12/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 11/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 468/2011 dags. 23. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 105/2012 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 85/2012 dags. 2. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 103/2012 dags. 12. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 119/2012 dags. 12. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 623/2011 dags. 22. mars 2012 (Líkamshiti)[HTML]

Hrd. nr. 142/2012 dags. 2. apríl 2012 (Fons)[HTML]

Hrd. nr. 272/2012 dags. 7. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 226/2012 dags. 8. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 293/2012 dags. 8. maí 2012 (Haldlagning á bankainnstæðu)[HTML]

Hrd. nr. 459/2011 dags. 10. maí 2012 (Vanlýsing)[HTML]

Hrd. nr. 652/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 326/2012 dags. 24. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 315/2012 dags. 29. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 375/2012 dags. 11. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 410/2012 dags. 16. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 518/2012 dags. 29. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 517/2012 dags. 29. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 450/2012 dags. 4. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 88/2012 dags. 20. september 2012 (Stefna sem málsástæða)[HTML]
Hæstiréttur gerði aðfinnslur um að héraðsdómari hafi tekið upp í dóminn langar orðréttar lýsingar úr stefnum og úr fræðiritum.
Hrd. nr. 703/2011 dags. 11. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. nr. 19/2012 dags. 25. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 624/2012 dags. 26. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 178/2012 dags. 1. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 650/2012 dags. 14. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 644/2012 dags. 20. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 158/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 177/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Krókabátur og kvótaálag - Vinnslustöðin)[HTML]

Hrd. nr. 669/2012 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 250/2012 dags. 6. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 236/2012 dags. 19. desember 2012 (Starfslok fangavarðar)[HTML]

Hrd. nr. 723/2012 dags. 19. desember 2012 (Commerzbank I)[HTML]

Hrd. nr. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 752/2012 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 10/2013 dags. 24. janúar 2013 (Landsbankinn gegn Flugastraumi)[HTML]

Hrd. nr. 542/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 738/2012 dags. 25. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 25/2013 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 33/2013 dags. 1. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 59/2013 dags. 6. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 443/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 19/2013 dags. 8. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 532/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 555/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 608/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 654/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 579/2012 dags. 21. mars 2013 (Húsaleiga eftir nauðungarsölu)[HTML]
Hjón bjuggu í húsi og lentu í greiðsluvandræðum. Húsið var síðan selt á nauðungaruppboði. Þau fengu að búa áfram í húsinu.
M hafði verið í samskiptum við bankann og gekk frá því samkomulagi.
Bankinn vildi koma þeim út þar sem þau höfðu ekki greitt húsaleiguna.
K hélt því fram að hún væri ekki skuldbundin og því ekki hægt að ganga að henni, en því var hafnað. K bar því sameiginlega ábyrgð með M á greiðslu húsaleigunnar til bankans.
Hrd. nr. 623/2012 dags. 21. mars 2013 (Árekstur á Hringbraut - Bætur fyrir missi framfæranda)[HTML]

Hrd. nr. 196/2013 dags. 15. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 245/2013 dags. 23. apríl 2013 (Askar Capital hf.)[HTML]
Veðsetningin var talin ógild. Stjórnarmaður lánaði félaginu fé og tók veð í félaginu. Það var ekki borið undir stjórnina. Bæði mikilsháttar ráðstöfun og varðaði stjórnarmann.
Hrd. nr. 261/2013 dags. 8. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 14/2013 dags. 8. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 306/2013 dags. 10. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 275/2013 dags. 14. maí 2013 (Stefnubirting á Spáni)[HTML]

Hrd. nr. 714/2012 dags. 16. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 15/2013 dags. 16. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 362/2013 dags. 4. júní 2013[HTML]
Hæstiréttur nefndi að heimilt hefði verið að leggja fram upptökur af símtölum sakbornings við tvo nafngreinda lögmenn þar sem þeir voru ekki verjendur hans.
Hrd. nr. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML]

Hrd. nr. 409/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 141/2013 dags. 19. september 2013 (Álfhólsvegur)[HTML]
Dómkröfum var vísað frá dómi ex officio þar sem þær voru taldar vera málsástæður fyrir öðrum dómkröfum í sama máli og ættu því ekki erindi inn í málið sem sjálfstæðar dómkröfur.
Hrd. nr. 533/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 499/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 553/2013 dags. 24. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 240/2013 dags. 26. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 344/2013 dags. 27. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 343/2013 dags. 27. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 178/2013 dags. 3. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 231/2013 dags. 3. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 408/2013 dags. 8. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML]

Hrd. nr. 368/2013 dags. 7. nóvember 2013 (Stoðir)[HTML]

Hrd. nr. 748/2013 dags. 5. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 737/2013 dags. 6. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 430/2013 dags. 12. desember 2013 (Flugastraumur)[HTML]

Hrd. nr. 577/2013 dags. 23. janúar 2014 (Draupnir)[HTML]
Ágreiningur milli banka og fjárfestingarfélags.
Draupnir fékk lánað fyrir byggingu Norðurturnsins og veðið í fyrirhugaðri byggingu.
Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið sýnt fram á beitingu neinna þvingana og að bankinn hefði eingöngu beitt heimildum sem bankinn hafði og mátti beita.
Hrd. nr. 529/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 425/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 811/2013 dags. 27. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 545/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 799/2013 dags. 31. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 805/2013 dags. 10. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 607/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 606/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 28/2014 dags. 17. febrúar 2014 (Annar bróðir fær arf)[HTML]
Hjón eiga tvo syni og þau gera allt í einu erfðaskrá til hagsbóta öðrum þeirra. Eftir lát hjónanna deila bræðurnir um erfðaskrána og fannst bróðurnum sem fékk ekki arf að hjónin hafi ekki haft næga vitræna getu. Hann hafi alltaf hjálpað þeim.

Hinn bróðirinn sagði sögu um að hjónin hefðu gengist í ábyrgð fyrir þann bróður sem þau arfleiddu ekki, og þær ábyrgðir hefðu fallið fyrir lát þeirra. Þau hefðu síðan minnkað samband sitt við hann.

Hjónin fóru fjórum sinnum til lögmanns til að ræða gerð erfðaskrárinnar. Ekki voru merki um að bróðirinn sem fékk arf hafi komið að gerð erfðaskrárinnar né mætt með þeim á fundina með lögmanninum.

Ekki kom fram í vottorðinu að vottarnir væru tilkvaddir né um að þeir vissu að þetta væri erfðaskrá. Hæstiréttur taldi að þetta hafi legið fyrir í kringumstæðunum er umluktu téðar vottanir að um væri að ræða þessi atriði. Í vottorðunum var ekki tilgreint heimilisfang en ekki minnst á það í dómnum.

Haldið uppi sökum um misneytingu.
Hrd. nr. 603/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Krafa fyrri bréferfingja)[HTML]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.

Erfingjarnir eiga ekki að endurgreiða það sem var umfram, þrátt fyrir að talsverður munur hafi verið milli fjárhæðanna.
Hrd. nr. 576/2013 dags. 20. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 144/2014 dags. 6. mars 2014 (Félag fasteignasala)[HTML]

Hrd. nr. 638/2013 dags. 13. mars 2014 (Lýsing hf.)[HTML]

Hrd. nr. 633/2013 dags. 20. mars 2014 (Ásgarður 131 - Seljendur sýknaðir)[HTML]
Seljendur fóru í verulegar framkvæmdir í kjallara fasteignar og frágangurinn eftir framkvæmdirnar varð slíkur að hann leiddi til rakaskemmda auk fleiri skemmda. Seldu þeir svo eignina fyrir 30 milljónir króna. Var talið að um galla hefði verið að ræða en ekki nægur til að heimila riftun, en hins vegar féllst Hæstiréttur á kröfu kaupanda um skaðabætur úr ábyrgðartryggingu fasteignasalans.
Hrd. nr. 639/2013 dags. 20. mars 2014 (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gegn Bílum og fólki ehf. - Strætó útboð)[HTML]
Útboð fór fram á akstri almenningsfarartækja. Engar athugasemdir voru gerðar við fundinn þar sem tilboðin voru opnuð. Um tveimur mínútum fyrir slit fundarins barst tölvupóstur þar sem kostnaður tilboðs, sem var hið lægsta, hefði verið misritaður þar sem á það vantaði kostnaðarliði. Litið var svo á að tilboðið hefði verið gilt þar sem ekki var sýnt fram á misritun.

Hæstiréttur taldi að útbjóðanda hafði verið rétt að lýsa yfir riftun samningsins þar sem ljóst þótti að lægstbjóðandi ætlaði sér ekki að efna samninginn í samræmi við tilboðið, á grundvelli almennra reglna kröfuréttar um fyrirsjáanlegar vanefndir.
Hrd. nr. 175/2014 dags. 24. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 240/2014 dags. 29. apríl 2014 (Vefsíður)[HTML]

Hrd. nr. 242/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 243/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 239/2014 dags. 29. apríl 2014 (STEF)[HTML]

Hrd. nr. 241/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 238/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 120/2014 dags. 8. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 265/2014 dags. 13. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 774/2013 dags. 12. júní 2014 (Lóð í Þormóðsdal)[HTML]

Hrd. nr. 609/2013 dags. 12. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 460/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 400/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 432/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 396/2014 dags. 25. ágúst 2014 (Fasteignaverkefni - Berlin ehf.)[HTML]

Hrd. nr. 462/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 503/2014 dags. 11. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 360/2013 dags. 18. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 51/2014 dags. 25. september 2014 (Ráðning sveitarstjóra)[HTML]

Hrd. nr. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. nr. 79/2014 dags. 2. október 2014 (Intrum - Hampiðjan hf.)[HTML]
Starfsmaður innheimtufyrirtækis vanrækti að innheimta kröfu þannig að hún fyrndist.
Hrd. nr. 197/2014 dags. 2. október 2014 (Farmgjald)[HTML]
Seljandi þjónustunnar var íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík en kaupandi hennar var sænskur lögaðili með varnarþing í Malmö í Svíþjóð. Þjónustan fólst í því að seljandinn flutti farm með skipi frá Þýskalandi til Reykjavíkur og þaðan landleiðina til Þingeyrar. Kaupandinn var ekki sáttur við reikning seljandans þar sem farmgjaldið væri hærra en hann taldi umsamið.

Seljandinn höfðaði svo dómsmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til innheimtu reikningsins og kaupandinn krafðist frávísunar á grundvelli þess að Lúganósamningsins komi í veg fyrir rekstur málsins á Íslandi. Hæstiréttur taldi að viðskiptin féll undir þann samning og að hann væri fullnægjandi réttarheimild til að virkja ákvæði í samningi málsaðilanna um að íslensk lög giltu um hann og að deilumál sem kynnu að rísa um hann yrðu úrskurðuð af íslenskum dómstólum. Leit rétturinn svo á að þar sem höfuðstöðvar seljandans væru í Reykjavík og að þetta væri flutningastarfsemi með kaupskipum hefði seljandanum verið réttilega heimilt að höfða það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ekki skipti máli hvort þjónustan hafi verið þegin í þeirri þinghá þar sem starfstöðin væri.
Hrd. nr. 279/2014 dags. 16. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 666/2014 dags. 27. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 319/2014 dags. 13. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 301/2014 dags. 13. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 734/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 236/2014 dags. 4. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 29/2014 dags. 4. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 326/2014 dags. 22. desember 2014 (Notkun fjárhagslegra upplýsinga í hefndarskyni)[HTML]

Hrd. nr. 807/2014 dags. 14. janúar 2015 (Hallgrímur SI)[HTML]

Hrd. nr. 346/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 364/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 27/2015 dags. 20. janúar 2015 (Hafhús)[HTML]

Hrd. nr. 270/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 271/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 823/2014 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 425/2014 dags. 12. febrúar 2015 (Sólheimar 30)[HTML]

Hrd. nr. 105/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 423/2014 dags. 19. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML]
Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.
Hrd. nr. 140/2015 dags. 10. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 141/2015 dags. 10. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 431/2014 dags. 12. mars 2015 (Skaðabótamál vegna símahlerunar)[HTML]

Hrd. nr. 592/2014 dags. 19. mars 2015 (Veitingaleyfi)[HTML]

Hrd. nr. 228/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 251/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 250/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 220/2015 dags. 27. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 588/2014 dags. 7. maí 2015 (Einelti af hálfu slökkviliðsstjóra)[HTML]

Hrd. nr. 587/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 585/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 580/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 160/2015 dags. 13. maí 2015 (Verðtrygging)[HTML]

Hrd. nr. 579/2014 dags. 21. maí 2015 (Straumur og Berjanes)[HTML]

Hrd. nr. 553/2015 dags. 30. september 2015 (Berlice ehf. - Þorsteinn Hjaltested - Afleiðutengd skuldabréf)[HTML]

Hrd. nr. 22/2015 dags. 8. október 2015 (Þjóðskrá - Skráning og mat vatnsréttinda - Jökulsá á Dal)[HTML]
Sveitarfélagið tók upp á því að vatnsréttindi yrðu skráð sérstaklega en það vildi Landsvirkjun ekki. Fallist var á sjónarmið sveitarfélagsins á stjórnsýslustigi. Landsvirkjun hélt því fram að það hefði ekki verið gert með þessum hætti. Ekki var talið að komin hefði verið á stjórnsýsluframkvæmd hvað þetta varðaði.
Hrd. nr. 127/2015 dags. 15. október 2015 (Dyrhólaey)[HTML]

Hrd. nr. 116/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 718/2015 dags. 12. nóvember 2015 (Safn)[HTML]

Hrd. nr. 243/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 759/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 787/2015 dags. 7. janúar 2016 (Afhending gagna)[HTML]
Fallist var á kröfu um afhendingu gagna sem voru eingöngu afhend matsmönnum en ekki gagnaðila.
Hrd. nr. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. nr. 282/2015 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 320/2015 dags. 4. febrúar 2016 (Óhefðbundin sambúð - Gjöf við slit - Skattlögð gjöf)[HTML]
Skattamál. Ríkið var í máli við K.
Eiginmaður K, M, var breskur ríkisborgari.
Þau eignuðust barn en ekki löngu eftir það slíta þau sambúðinni.
M keypti fasteign sem K bjó í ásamt barni þeirra.
Gerðu samning um að K myndi halda íbúðinni og fengi 40 milljónir að auki, en M héldi eftir öllum öðrum eignum. M var sterkefnaður.
Skatturinn krefst síðan tekjuskatts af öllum gjöfunum.
Niðurstaðan var sú að K þurfti að greiða tekjuskatt af öllu saman.

Málið er sérstakt hvað varðar svona aðstæður sambúðarslita. Skatturinn lítur venjulega framhjá þessu.
Hrd. nr. 62/2016 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 391/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 383/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 594/2015 dags. 25. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 120/2016 dags. 26. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 142/2016 dags. 9. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 468/2015 dags. 10. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 519/2015 dags. 22. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 506/2015 dags. 22. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 140/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 615/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 225/2016 dags. 29. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 266/2016 dags. 9. maí 2016 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]

Hrd. nr. 265/2016 dags. 9. maí 2016 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]

Hrd. nr. 264/2016 dags. 9. maí 2016 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]

Hrd. nr. 263/2016 dags. 9. maí 2016 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]

Hrd. nr. 262/2016 dags. 9. maí 2016 (Kaupþing - Félagsstofnun stúdenta)[HTML]

Hrd. nr. 261/2016 dags. 9. maí 2016 (Kaupþing - Félagsstofnun stúdenta)[HTML]
Kaupþing tók að sér fjárfestingar fyrir hönd Félagsstofnun stúdenta en efnahagshrunið 2008 leiddi til mikillar verðrýrnunar. Skv. matsgerð höfðu sumar þeirra leitt til tjóns þrátt fyrir að Kaupþing hefði haldið sig innan fjárfestingarstefnu sinnar. Því var ekki talið sýnt að vanefndin hefði leitt til tjónsins.
Hrd. nr. 535/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 597/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 627/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 638/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 643/2015 dags. 2. júní 2016 (Laugar í Súgandafirði)[HTML]
Sveitarfélag keypti jarðhita af bónda og ætlaði að nota jarðhitann fyrir hitaveitu. Hæstiréttur leyfði þessu að ágangast þar sem þetta væri í hag almennings og ekki í andstöðu við tilgang laganna.
Hrd. nr. 580/2015 dags. 9. júní 2016 (Gildi krafna)[HTML]

Hrd. nr. 268/2016 dags. 9. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 517/2016 dags. 7. september 2016 (Samtök sparifjáreigenda)[HTML]
Samtök sparifjáreigenda höfðuðu mál á hendur fimm mönnum er voru að afplána refsingu í fangelsinu að Kvíabryggju. Í héraðsdómi var máli vísað frá á þeim forsendum að fangar teldust ekki eiga fasta búsetu í fangelsinu sbr. ákvæði laga um lögheimili þar sem fram kom að dvöl í fangelsi ígilti ekki fastri búsetu, og því væri ekki hægt að byggja afplánunarstað fangans sem grundvöll fyrir varnarþingi í málinu í skilningi 1. mgr. 32. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.

Hæstiréttur var sammála því mati héraðsdóms en ógilti svo þann úrskurð á þeim forsendum að slíkt hefði verið heimilt skv. 4. mgr. 32. gr. laganna. Stefnandi í héraði vísaði til þess ákvæðis í munnlegum málflutningi en stefndu í héraði andmæltu því á þeim vettvangi þar sem þess hefði ekki verið getið í stefnu, en héraðsdómari sinnti ekki þeim andmælum. Hæstiréttur tók fram að eigi væri skylt að taka fram í héraðsdómsstefnu á hvaða grundvelli stefnandi teldi stefna eiga varnarþing í þeirri þinghá, né að stefnandinn þurfi að svara fyrir fram atriðum sem stefndi gæti reynt að beita sér fyrir í þeim efnum. Með hliðsjón af þessum atriðum og öðrum felldi hann úrskurð héraðsdóms úr gildi og kvað á um að málið skyldi hljóta efnislega umfjöllun hjá héraðsdómi.
Hrd. nr. 793/2015 dags. 15. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 837/2015 dags. 22. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 641/2015 dags. 22. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 657/2016 dags. 11. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 20/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 119/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 630/2016 dags. 28. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML]

Hrd. nr. 323/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Skíðadalsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 74/2016 dags. 24. nóvember 2016 (Háteigsvegur 24)[HTML]

Hrd. nr. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 212/2016 dags. 15. desember 2016 (Íslandsstofa)[HTML]
Íslandsstofa stofnaði til útboðs um rammasamning. Hæstiréttur taldi hana bundna af meginreglum stjórnsýsluréttar þar sem hún var (þá) ótvírætt stjórnvald í skilningi íslenskra laga.
Hrd. nr. 278/2016 dags. 26. janúar 2017 (Umboðsmaður skuldara)[HTML]
Starfsmaður umboðsmanns skuldara skipti sér af þremur málum fyrrverandi eiginmanns síns. Hæstiréttur taldi að veita hefði átt starfsmanninum áminningu þar sem afskiptin voru ekki það alvarleg að þau réttlættu fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi.
Hrd. nr. 331/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 349/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 453/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 319/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 67/2017 dags. 1. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 46/2017 dags. 8. mars 2017 (Ofgreitt - Hafnað endurgreiðslu)[HTML]

Hrd. nr. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 483/2016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 461/2016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 318/2016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 152/2017 dags. 5. apríl 2017 (Skipt að jöfnu verðmæti hlutafjár)[HTML]
Dómkröfu K var hafnað í héraðsdómi en fallist á hana fyrir Hæstarétti þar sem litið var sérstaklega til þess að sambúðin hafði varið í 15 ár, aðilar voru eignalausir í upphafi hennar og ríkti fjárhagsleg samstaða í öllum atriðum. Einnig var reifað um að aðilar höfðu sætt sig að óbreyttu við helmingaskipti á öðrum eigum þeirra. Jafnframt var litið til framlaga þeirra til öflunar launatekna, eignamyndunar og uppeldis barna og heimilishalds, og að ekki hefði hallað á annað þeirra heildstætt séð.

Ekki var deilt um að félagið sem M stofnaði var hugarfóstur hans, hann hafi stýrt því og byggt upp án beinnar aðkomu K. Verðmætin sem M skapaði með rekstri félagsins hafi meðal annars orðið til vegna framlags K til annarra þátta er vörðuðu sambúð þeirra beggja og fjárhagslega afkomu. Ekki væru haldbær rök um að annað skiptafyrirkomulag ætti að gilda um félagið en aðrar eigur málsaðilanna.

Hæstiréttur taldi ekki þurfa að sanna framlög til hverrar og einnar eignar, ólíkt því sem hann gerði í dómi í Hrd. nr. 254/2011 dags. 1. júní 2011 (Almenn hlutdeild í öllum eignum).
Hrd. nr. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML]

Hrd. nr. 389/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 621/2016 dags. 11. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML]

Hrd. nr. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML]

Hrd. nr. 334/2017 dags. 21. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 468/2017 dags. 28. ágúst 2017 (Grjóthleðsla)[HTML]

Hrd. nr. 467/2017 dags. 28. ágúst 2017 (Grjóthleðsla)[HTML]

Hrd. nr. 366/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 417/2017 dags. 30. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 283/2016 dags. 21. september 2017[HTML]

Hrd. nr. 779/2016 dags. 21. september 2017[HTML]

Hrd. nr. 266/2017 dags. 5. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 505/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 684/2016 dags. 19. október 2017 (Kostnaður vegna málsmeðferðar í umhverfisráðuneytinu)[HTML]

Hrd. nr. 644/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 645/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML]

Hrd. nr. 669/2017 dags. 5. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 711/2017 dags. 14. desember 2017 (Eignarnámsbætur)[HTML]

Hrd. nr. 591/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML]

Hrd. nr. 592/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML]

Hrd. nr. 10/2017 dags. 19. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 804/2017 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 482/2017 dags. 15. febrúar 2018 (Ekki sameiginleg forsjá)[HTML]

Hrd. nr. 145/2017 dags. 8. mars 2018 (Sjúkratryggingar Íslands)[HTML]

Hrd. nr. 148/2017 dags. 8. mars 2018 (Landsbankinn Luxemborg)[HTML]

Hrd. nr. 23/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 738/2017 dags. 26. apríl 2018 (Byggingarfulltrúi starfsmaður og undirmaður aðalhönnuðar og hönnunarstjóra mannvirkisins)[HTML]

Hrd. nr. 287/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 739/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 418/2017 dags. 3. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 342/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 501/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 817/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 491/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 815/2017 dags. 7. júní 2018 (Lögreglumaður)[HTML]

Hrd. nr. 631/2017 dags. 7. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 598/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 636/2017 dags. 26. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 729/2017 dags. 26. júní 2018 (Ærumeiðing)[HTML]

Hrd. nr. 590/2017 dags. 4. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 589/2017 dags. 4. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 154/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML]

Hrd. nr. 811/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML]

Hrd. nr. 5/2019 dags. 4. júní 2019 (Vogun)[HTML]
Í málinn var deilt um hvaða dag ætti að telja sem stofndag skaðabótakröfu enda skipti það máli upp á það hvort krafan ætti að teljast fyrnd. Krafan beindist að fyrrum hluthafa í Landsbankanum fyrir efnahagshrunið 2008 af hálfu annarra hluthafa. Meðal ágreiningsefna málsins var hvort fyrningartíminn færi eftir eldri, er giltu út árið 2007, eða nýrri fyrningarlögum er tóku við. Hæstiréttur mat það svo að í þeim tilvikum þar sem atvikin höfðu átt sér stað árið 2007 færi fyrningarfresturinn eftir eldri lögunum, þrátt fyrir að tjónið hefði ekki uppgötvast fyrr en löngu síðar. Öðrum ágreiningsefnum var vísað til lægri dómstiga til nýrrar meðferðar.

Dómurinn er einnig til marks um að Hæstiréttur lítur til kenninga fræðimanna.
Hrd. nr. 6/2019 dags. 4. júní 2019[HTML]

Hrd. nr. 9/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Hrd. nr. 29/2019 dags. 27. júní 2019[HTML]

Hrd. nr. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota)[HTML]
Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrá. nr. 2019-292 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Hrd. nr. 47/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Hrd. nr. 22/2019 dags. 20. nóvember 2019[HTML]

Hrd. nr. 36/2019 dags. 20. desember 2019 (Verktaki nr. 16)[HTML]
Í málinu lá fyrir munnlegur samningur eiganda mannvirkis við byggingarstjóra þrátt fyrir að í lögum um mannvirki var kveðið á um skyldu um skriflegra samninga í þeim tilvikum. Hæstiréttur minntist á meginregluna um formfrelsi samninga og leit hann svo á að í lögunum væri ekki áskilið að gildi samningsins sé bundið við að hann sé skriflegur, og stæði því umrætt lagaákvæði ekki í vegi fyrir gildi hins umdeilda samnings.
Hrá. nr. 2020-7 dags. 27. janúar 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-6 dags. 27. janúar 2020[HTML]

Hrd. nr. 1/2020 dags. 31. mars 2020 (Náttúruvernd 2 málsóknarfélag)[HTML]

Hrd. nr. 30/2019 dags. 28. apríl 2020 (LMFÍ lagði fram kvörtun á hendur félagsmanni)[HTML]

Hrá. nr. 2020-118 dags. 28. apríl 2020[HTML]

Hrd. nr. 51/2019 dags. 4. maí 2020[HTML]

Hrd. nr. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML]

Hrd. nr. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.
Hrd. nr. 56/2019 dags. 8. júní 2020[HTML]

Hrd. nr. 25/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Hrd. nr. 34/2019 dags. 12. mars 2021[HTML]

Hrd. nr. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML]

Hrd. nr. 29/2020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Hrd. nr. 4/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Hrd. nr. 3/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Hrd. nr. 45/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Hrd. nr. 28/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Hrá. nr. 2021-272 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Hrá. nr. 2021-313 dags. 2. febrúar 2022[HTML]

Hrd. nr. 49/2021 dags. 16. febrúar 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-7 dags. 16. febrúar 2022[HTML]

Hrd. nr. 41/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. nr. 33/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. nr. 34/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. nr. 35/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. nr. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. nr. 22/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 53/2022 dags. 8. desember 2022[HTML]

Hrd. nr. 54/2022 dags. 9. desember 2022[HTML]

Hrd. nr. 33/2022 dags. 21. desember 2022[HTML]

Hrd. nr. 36/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 37/2022 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 40/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-13 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrd. nr. 45/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Hrd. nr. 4/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 3/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 2/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-81 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Hrd. nr. 7/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Hrd. nr. 25/2023 dags. 29. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 29/2023 dags. 19. febrúar 2024[HTML]

Hrd. nr. 24/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Hrd. nr. 27/2023 dags. 13. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 34/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-56 dags. 25. júní 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-183 dags. 21. febrúar 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-8 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Hrá. nr. 2024-183 dags. 21. mars 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 8. nóvember 2017 (Villikettir - Eyrnaklippingar á geldum villiköttum)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 4. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 (útgerðarfélag I).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. september 2018 (Umsókn um heimild til að framleiða lýsi til manneldis úr slógi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 6. júlí 2020 (Kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2018, um að veita útgerðaraðila skipsins [C], skriflega áminningu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. ágúst 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna brota á reglum um vigtun og skráningu afla)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um synjun á beiðni um jöfn skipti við flutning á makríl og botnfisks milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 (Staðfesting á ákvörðunum Fiskistofu um synjun á flutningi í jöfnum skiptum á makríl og botnfiski milli skipa, á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipum yfir á krókaaflamarksbát í A-flokki)[HTML]

Fara á yfirlit

Atvinnuvegaráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 7. nóvember 2025 (Kæra á málsmeðferð Fiskistofu í máli nr. 2023-01-13-0028.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 10/2005 dags. 4. maí 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2022 dags. 17. september 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 4/2020 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 4/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2022 dags. 19. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2018 (Kæra Ergoline Ísland ehf. á ákvörðun Neytendastofu, dags. 7. desember 2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2023 (Kæra Sýnar hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 15. maí 2023 í máli nr. 17/2023)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2021 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 14. október 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2011 (Kæra Upplýsingastýringar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2012 (Kæra Hagkaups á ákvörðun Neytendastofu nr. 10/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2016 (Kærur Kredia ehf. og Smálána ehf. á ákvörðunum Neytendastofu nr. 16/2016 og 17/2016)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2017 (Kæra E-content ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2020 (Kæra Borgarefnalaugarinnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 48/2020 frá 23. október 2020.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2011 (Kæra Nýherja hf. á ákvörðun Neytendastofu 2. maí 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2016 (Kæra E-content ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 59/2016.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2024 (Kæra Gryfjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 19. júní 2024 í máli nr. 16/2024.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2024 (Kæra Arnarlax hf. á ákvörðun Neytendastofu 12. desember 2023 í máli nr. 41/2023.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 17/1995 dags. 8. júní 1995[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2001 dags. 4. desember 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/2001 dags. 14. maí 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/2001 dags. 15. júní 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 17/2003 dags. 29. september 2003[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 dags. 29. janúar 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2007 dags. 22. júní 2007[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2007 dags. 11. september 2007[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2012 dags. 14. desember 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2013 dags. 8. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2015 dags. 1. október 2015[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Dómsmálaráðuneytið

Úrskurður Dómsmálaráðuneytisins í máli nr. DMR18060111 dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 14. desember 2011 í máli nr. E-3/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. mars 2012 í máli nr. E-7/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 11. desember 2012 í máli nr. E-2/12[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 28. ágúst 2014 í máli nr. E-25/13[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 17. október 2014 í máli nr. E-28/13[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 10. desember 2020 í máli nr. E-13/19[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 23. maí 2024 í málum nr. E-1/23 o.fl.[PDF]

Fara á yfirlit

Eftirlitsnefnd fasteignasala

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-025-16 dags. 21. mars 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-022-16 dags. 13. júní 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-024-16 dags. 13. júní 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-026-16 dags. 14. júní 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-029-16 dags. 14. júní 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-033-16 dags. 14. júní 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-028-16 dags. 29. ágúst 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-031-16 dags. 29. ágúst 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-030-16 dags. 14. september 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-005-17 dags. 12. október 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K -002-17 dags. 16. október 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-003-17 dags. 16. október 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-004-17 dags. 16. október 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-006-17 dags. 14. desember 2017[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-007-17 dags. 22. janúar 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-010-17 dags. 22. janúar 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-013-17 dags. 22. janúar 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-012-17 dags. 16. febrúar 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-016-17 dags. 23. mars 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-014-17 dags. 28. mars 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-015-17 dags. 28. mars 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-021-17 dags. 24. apríl 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-018-17 dags. 11. maí 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-019-17 dags. 11. maí 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-020-17 dags. 11. maí 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-001-18 dags. 31. maí 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-017-17 dags. 20. júní 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-002-18 dags. 22. júní 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-005-18 dags. 20. ágúst 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-003-18 dags. 18. september 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-004-18 dags. 9. nóvember 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-006-18 dags. 9. nóvember 2018[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-009-18 dags. 16. janúar 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-010-18 dags. 12. apríl 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-011-18 dags. 12. apríl 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-014-18 dags. 12. apríl 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-012-18 dags. 14. júní 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-015-18 dags. 14. júní 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-016-18 dags. 21. ágúst 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-001-19 dags. 28. ágúst 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-004-19 dags. 21. nóvember 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-007-19 dags. 4. desember 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-008-19 dags. 4. desember 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-005-19 dags. 20. desember 2019[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-006-19 dags. 4. febrúar 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-011-19 dags. 4. febrúar 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-016-19 dags. 11. mars 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-017-19 dags. 18. mars 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-018-19 dags. 18. mars 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-015-19 dags. 3. apríl 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-019-19 dags. 6. apríl 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-002-20 dags. 28. apríl 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-001-20 dags. 18. maí 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-004-20 dags. 25. júní 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-006-20 dags. 25. júní 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-003-20 dags. 25. ágúst 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-005-20 dags. 9. september 2020[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-010-20 dags. 5. janúar 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-011-20 dags. 25. janúar 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-008-20 dags. 16. febrúar 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-019-20 dags. 22. febrúar 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-015-20 dags. 2. mars 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-017-20 dags. 9. apríl 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-018-20 dags. 9. apríl 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-021-20 dags. 11. maí 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-002-21 dags. 15. júlí 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-005-21 dags. 13. desember 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-001-21 dags. 13. desember 2021[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-008-21 dags. 28. febrúar 2022[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-004-21 dags. 10. mars 2022[PDF]

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-007-21 dags. 24. mars 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Einkaleyfastofan

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 11/2002 dags. 12. apríl 2002[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 13/2013 dags. 8. nóvember 2013[PDF]

Fara á yfirlit

Endurskoðendaráð

Ákvörðun Endurskoðendaráðs dags. 30. júní 2020[PDF]

Ákvörðun Endurskoðendaráðs dags. 6. júlí 2020[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 17/2021 dags. 27. maí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2021 dags. 27. maí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2021 dags. 27. maí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2021 dags. 27. maí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 12/2021 dags. 5. júlí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 7/2021 dags. 29. nóvember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 2/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2022 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 16/2022 dags. 30. janúar 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2023 dags. 20. mars 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2023 dags. 28. júní 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 5/2024 dags. 14. mars 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 8/2015 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 9/2015 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 10/2015 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 10/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 7/2016 dags. 12. maí 2019[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 1/2019 dags. 1. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 3/2018 dags. 1. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 5/2019 dags. 2. mars 2020[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 20/2017 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 15/2019 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1971:8 í máli nr. 2/1971[PDF]

Dómur Félagsdóms 1973:57 í máli nr. 5/1972[PDF]

Dómur Félagsdóms 1973:133 í máli nr. 3/1973[PDF]

Dómur Félagsdóms 1976:21 í máli nr. 2/1976[PDF]

Dómur Félagsdóms 1977:35 í máli nr. 3/1976[PDF]

Dómur Félagsdóms 1981:243 í máli nr. 5/1981[PDF]

Dómur Félagsdóms 1981:250 í máli nr. 6/1981[PDF]

Dómur Félagsdóms 1981:257 í máli nr. 7/1981[PDF]

Dómur Félagsdóms 1981:264 í máli nr. 8/1981[PDF]

Dómur Félagsdóms 1981:271 í máli nr. 4/1981[PDF]

Dómur Félagsdóms 1982:290 í máli nr. 3/1982[PDF]

Dómur Félagsdóms 1989:280 í máli nr. 1/1989[PDF]

Dómur Félagsdóms 1990:333 í máli nr. 1/1990[PDF]

Dómur Félagsdóms 1991:416 í máli nr. 1/1991[PDF]

Dómur Félagsdóms 1991:427 í máli nr. 1/1991[PDF]

Dómur Félagsdóms 1995:313 í máli nr. 2/1995[PDF]

Úrskurður Félagsdóms 1999:400 í máli nr. 13/1998[PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 16. nóvember 2000[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 10/2000 dags. 27. febrúar 2001[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 10/2001 dags. 9. júlí 2001[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2005 dags. 15. apríl 2005[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 3/2006 dags. 7. júlí 2006[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2012 dags. 1. mars 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-27/2015 dags. 29. janúar 2016[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2020 dags. 5. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2020 dags. 23. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2021 dags. 16. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. apríl 1997 (Búðahreppur - Heimild til niðurfellingar gjalda og jafnræðisreglan)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. janúar 1999 (Reykjavík - Fundarstjórn borgarstjóra á fundum borgarráðs)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 31. janúar 2000 (Norður-Hérað - Ákvarðanir um gerð nýrra saminga við skólabílstjóra)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 31. janúar 2000 (Norður Hérað - Ákvarðanir um gerð nýrra saminga við skólabílstjóra)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2003 (Reykjavíkurborg - Gjald fyrir sölu byggingarréttar, einkaréttarlegur samningur, frávísun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2006 (Akraneskaupstaður - Úthlutun byggingarlóðar til atvinnustarfsemi, jafnræðisregla, andmælaréttur, deiliskipulag)[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2021 dags. 23. desember 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12030005 dags. 30. maí 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12060008 dags. 13. september 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15010005 dags. 16. október 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16050026 dags. 10. júní 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16070018 dags. 23. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17070045 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17080015 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR1901161 dags. 23. maí 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Forsætisráðuneytið

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 1/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 21/2022 dags. 4. október 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 18/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 16/2024 dags. 24. september 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 14/2025 dags. 6. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-320/2004 dags. 9. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-301/2005 dags. 24. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-272/2005 dags. 4. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. M-2/2007 dags. 12. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 24. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-351/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-344/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-27/2009 dags. 19. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-21/2010 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-42/2011 dags. 11. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-192/2010 dags. 21. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-5/2018 dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-93/2016 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-4/2017 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2018 dags. 27. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-18/2019 dags. 6. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-15/2019 dags. 19. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-51/2018 dags. 25. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-28/2020 dags. 28. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-118/2022 dags. 4. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-108/2020 dags. 26. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-64/2021 dags. 25. október 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-91/2021 dags. 28. maí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-701/2003 dags. 30. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-296/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-293/2006 dags. 20. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-135/2008 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-81/2009 dags. 5. ágúst 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-138/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-136/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-134/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-133/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-133/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-534/2008 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-22/2010 dags. 14. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-72/2010 dags. 17. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-117/2012 dags. 28. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-160/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-189/2013 dags. 19. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-52/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-43/2015 dags. 23. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-73/2010 dags. 8. október 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Z-1/2015 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-197/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-148/2015 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-54/2018 dags. 10. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-459/2021 dags. 23. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-303/2023 dags. 20. nóvember 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-51/2010 dags. 10. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012 dags. 5. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2415/2005 dags. 16. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1432/2005 dags. 16. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2165/2005 dags. 10. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1666/2005 dags. 10. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-786/2007 dags. 20. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-848/2008 dags. 17. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1054/2008 dags. 7. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3106/2008 dags. 14. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1030/2009 dags. 22. október 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1064/2009 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2729/2009 dags. 29. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-5241/2009 dags. 11. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-20/2011 dags. 22. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-10/2011 dags. 22. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-6/2011 dags. 20. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2381/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-12/2011 dags. 7. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1478/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-407/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-176/2012 dags. 26. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-4/2013 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-235/2013 dags. 29. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-8/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-295/2014 dags. 18. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-8/2014 dags. 22. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1261/2014 dags. 20. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1260/2014 dags. 20. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1165/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-835/2014 dags. 1. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-834/2014 dags. 1. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-423/2015 dags. 21. október 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1121/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-69/2014 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-100/2013 dags. 22. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-702/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-220/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-526/2015 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-12/2016 dags. 13. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-86/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-275/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-274/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-9/2017 dags. 15. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-852/2016 dags. 18. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1040/2016 dags. 17. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1151/2016 dags. 12. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1150/2016 dags. 12. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-641/2017 dags. 25. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-91/2017 dags. 24. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-94/2018 dags. 26. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-386/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-164/2018 dags. 3. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-73/2019 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-109/2019 dags. 28. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-716/2019 dags. 27. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-787/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3223/2019 dags. 20. júlí 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-791/2020 dags. 26. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2471/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1667/2020 dags. 11. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1556/2020 dags. 15. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2198/2020 dags. 30. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-470/2022 dags. 10. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2537/2021 dags. 25. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2162/2023 dags. 8. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2539/2021 dags. 12. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1430/2024 dags. 27. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1741/2024 dags. 23. apríl 2025[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-2722/2024 dags. 26. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4419/2005 dags. 15. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6735/2005 dags. 17. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5186/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1029/2006 dags. 29. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7753/2005 dags. 4. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4914/2005 dags. 6. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2183/2006 dags. 21. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3650/2006 dags. 5. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2212/2006 dags. 16. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2004 dags. 23. mars 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-23/2007 dags. 13. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7084/2006 dags. 18. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-616/2007 dags. 26. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7265/2006 dags. 27. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7853/2007 dags. 7. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5904/2007 dags. 14. mars 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-15/2007 dags. 9. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2007 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5107/2007 dags. 17. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-59/2008 dags. 28. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3443/2007 dags. 23. maí 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4359/2007 dags. 28. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6780/2007 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6204/2006 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6623/2007 dags. 17. október 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-6/2008 dags. 30. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2577/2008 dags. 3. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5905/2007 dags. 10. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-64/2008 dags. 5. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 17. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1164/2008 dags. 8. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4033/2008 dags. 23. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2121/2007 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8979/2008 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11363/2008 dags. 22. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11362/2008 dags. 22. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11361/2008 dags. 22. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7828/2008 dags. 3. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1213/2009 dags. 24. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7966/2008 dags. 25. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1453/2007 dags. 21. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Ö-15/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1968/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-8/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-9/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-2/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-341/2009 dags. 11. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-3/2009 dags. 9. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11969/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11409/2009 dags. 16. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6633/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4314/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3228/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8656/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11725/2009 dags. 7. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9784/2009 dags. 19. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1957/2008 dags. 1. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12039/2009 dags. 2. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9056/2009 dags. 8. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9054/2009 dags. 11. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-60/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12022/2009 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1175/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10220/2009 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4787/2010 dags. 23. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5780/2009 dags. 15. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2010 dags. 1. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9016/2009 dags. 9. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13506/2009 dags. 20. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 14. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2758/2010 dags. 27. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-96/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2971/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4784/2010 dags. 16. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2693/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-40/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 5. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-77/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6736/2010 dags. 5. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2007/2010 dags. 9. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4446/2010 dags. 25. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-262/2010 dags. 16. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-893/2010 dags. 22. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-829/2011 dags. 19. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2612/2010 dags. 29. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-845/2010 dags. 29. september 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-264/2010 dags. 20. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2011 dags. 18. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5216/2010 dags. 1. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-86/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-85/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-84/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-83/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-108/2010 dags. 15. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1605/2011 dags. 21. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2874/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2961/2010 dags. 18. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-107/2011 dags. 23. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7410/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-47/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-374/2011 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-301/2010 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-134/2011 dags. 14. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5168/2010 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3483/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-253/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3808/2010 dags. 29. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2893/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-13/2011 dags. 20. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 9. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4766/2011 dags. 16. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-139/2011 dags. 21. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-136/2011 dags. 21. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-415/2011 dags. 6. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4614/2011 dags. 13. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-455/2011 dags. 13. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2392/2011 dags. 26. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-13/2011 dags. 28. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13727/2009 dags. 10. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-15/2012 dags. 22. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2011 dags. 30. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6728/2010 dags. 13. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3680/2011 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1318/2011 dags. 22. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2010 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4198/2011 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2934/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-439/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4281/2011 dags. 18. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3336/2011 dags. 8. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-818/2012 dags. 18. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1190/2011 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2392/2011 dags. 13. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2286/2012 dags. 20. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2285/2012 dags. 20. febrúar 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1751/2012 dags. 7. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2012 dags. 15. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1774/2012 dags. 18. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2710/2012 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-584/2012 dags. 27. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2226/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2802/2012 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-206/2013 dags. 21. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1433/2012 dags. 31. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4143/2011 dags. 5. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1690/2012 dags. 4. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3185/2012 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1131/2013 dags. 24. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3286/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2817/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3403/2012 dags. 16. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-338/2013 dags. 31. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-76/2011 dags. 5. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2012 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1751/2012 dags. 15. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1910/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2013 dags. 9. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-564/2013 dags. 13. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1568/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-73/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-58/2013 dags. 15. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2013 dags. 28. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-19/2013 dags. 28. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2835/2012 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13727/2009 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-57/2013 dags. 24. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3790/2012 dags. 25. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-219/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-991/2012 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2479/2013 dags. 20. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3975/2012 dags. 28. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3960/2013 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-636/2012 dags. 9. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2736/2013 dags. 16. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3934/2013 dags. 2. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-564/2012 dags. 11. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-85/2014 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3014/2012 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2928/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2723/2013 dags. 27. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1919/2013 dags. 18. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-108/2014 dags. 22. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1036/2014 dags. 26. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4443/2012 dags. 10. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5174/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-9/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-8/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-509/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-87/2013 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13/2014 dags. 22. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2715/2013 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4521/2013 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1465/2013 dags. 10. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2013 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1573/2014 dags. 12. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4712/2013 dags. 19. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3528/2014 dags. 8. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2913/2013 dags. 8. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4496/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3796/2014 dags. 23. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3424/2012 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5039/2014 dags. 7. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4552/2014 dags. 10. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2534/2015 dags. 18. september 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-65/2013 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5084/2014 dags. 2. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-79/2015 dags. 7. október 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1177/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1826/2012 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2249/2014 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4714/2014 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4798/2013 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4820/2013 dags. 4. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2283/2014 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-530/2014 dags. 18. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2014 dags. 15. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2167/2015 dags. 8. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-28/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-133/2015 dags. 15. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2933/2014 dags. 15. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-790/2015 dags. 19. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-986/2015 dags. 9. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-953/2014 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2753/2012 dags. 17. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-299/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2770/2015 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2769/2015 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2942/2014 dags. 25. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2521/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2519/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2518/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-574/2015 dags. 29. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3218/2014 dags. 6. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2760/2012 dags. 10. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2738/2012 dags. 10. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2226/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2225/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2758/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2748/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2746/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2745/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5075/2014 dags. 5. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-896/2016 dags. 7. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3201/2015 dags. 9. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3616/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4935/2014 dags. 22. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-321/2016 dags. 28. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1020/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2495/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-151/2016 dags. 20. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-906/2012 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1433/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2744/2012 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2462/2016 dags. 2. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1875/2016 dags. 7. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1357/2016 dags. 19. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-16/2015 dags. 6. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-166/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2987/2016 dags. 29. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2231/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2766/2012 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2743/2012 dags. 4. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2888/2016 dags. 12. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1256/2016 dags. 30. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1796/2016 dags. 6. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4226/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3940/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3017/2016 dags. 29. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2988/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3889/2016 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-155/2017 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-311/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-141/2017 dags. 6. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1105/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3244/2016 dags. 13. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1470/2017 dags. 8. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-574/2017 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2635/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1032/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-761/2017 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-277/2015 dags. 20. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2175/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2280/2017 dags. 11. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3327/2016 dags. 17. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3326/2016 dags. 17. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-94/2013 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2942/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3554/2017 dags. 3. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1247/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1134/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3301/2017 dags. 17. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-931/2017 dags. 20. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-945/2017 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2995/2017 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-658/2016 dags. 4. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3567/2017 dags. 18. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3059/2016 dags. 28. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-805/2018 dags. 30. október 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 30. október 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2018 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-958/2018 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2682/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2000/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3085/2015 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2017 dags. 8. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2354/2018 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2014 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3919/2017 dags. 24. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-343/2013 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1023/2017 dags. 20. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2410/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2409/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2408/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3274/2018 dags. 15. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1142/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-426/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2019 dags. 17. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3211/2019 dags. 26. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3554/2015 dags. 6. apríl 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4833/2019 dags. 24. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6400/2019 dags. 28. maí 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-7537/2019 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2176/2019 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3033/2019 dags. 23. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1710/2020 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3411/2015 dags. 27. október 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6401/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3381/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3546/2020 dags. 23. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-578/2020 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3619/2020 dags. 27. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5126/2020 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7089/2020 dags. 11. júní 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-355/2021 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5645/2020 dags. 8. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1621/2021 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8229/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3540/2021 dags. 23. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4331/2021 dags. 3. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2880/2021 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4941/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4594/2021 dags. 20. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2857/2020 dags. 29. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3505/2021 dags. 1. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3604/2020 dags. 7. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2789/2021 dags. 30. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4189/2021 dags. 2. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5220/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-73/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3079/2022 dags. 22. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1126/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4756/2021 dags. 13. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5933/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5931/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3189/2020 dags. 8. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2577/2022 dags. 9. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5877/2021 dags. 13. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3839/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1863/2022 dags. 16. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1539/2022 dags. 16. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4443/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2390/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-111/2017 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5904/2022 dags. 20. júní 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2562/2023 dags. 2. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1279/2023 dags. 9. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3006/2022 dags. 2. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-102/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2207/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1858/2021 dags. 22. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2021 dags. 23. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1612/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8231/2020 dags. 17. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5934/2021 dags. 14. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3542/2023 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1486/2023 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3701/2023 dags. 12. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-988/2023 dags. 21. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4040/2023 dags. 2. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4169/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4168/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4167/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1162/2023 dags. 18. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-735/2023 dags. 5. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3898/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6428/2023 dags. 17. október 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-3149/2024 dags. 24. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1651/2023 dags. 29. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5907/2022 dags. 12. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2346/2022 dags. 12. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-381/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1807/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1808/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2290/2024 dags. 11. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-598/2024 dags. 16. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2024 dags. 16. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3345/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4082/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4085/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4086/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4099/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4098/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2457/2024 dags. 15. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3846/2022 dags. 24. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2340/2024 dags. 12. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5932/2021 dags. 20. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2283/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5582/2022 dags. 14. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7748/2023 dags. 13. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5882/2022 dags. 22. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2571/2024 dags. 10. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3741/2022 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3046/2024 dags. 27. júní 2025[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3813/2024 dags. 10. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5777/2023 dags. 2. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5754/2024 dags. 19. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-350/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-486/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-642/2005 dags. 8. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-16/2006 dags. 15. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-83/2008 dags. 6. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-2/2013 dags. 5. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-170/2013 dags. 11. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-184/2013 dags. 26. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 dags. 21. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-59/2017 dags. 31. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-61/2017 dags. 18. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 dags. 18. desember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. K-1/2018 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-91/2020 dags. 30. september 2020[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-7/2008 dags. 2. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-9/2008 dags. 2. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. A-1/2008 dags. 5. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-26/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-118/2009 dags. 19. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Q-2/2009 dags. 11. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-23/2013 dags. 23. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-17/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-67/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-94/2014 dags. 29. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-57/2014 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-105/2023 dags. 23. apríl 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-318/2005 dags. 18. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-1/2006 dags. 26. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-315/2006 dags. 26. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-379/2005 dags. 14. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-451/2008 dags. 29. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-228/2009 dags. 22. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-154/2012 dags. 22. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Y-1/2012 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-168/2013 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-37/2016 dags. 1. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Z-1/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-66/2017 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-260/2019 dags. 4. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-297/2019 dags. 20. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-102/2020 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-63/2021 dags. 6. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-123/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-122/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-14/2019 dags. 24. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-140/2022 dags. 15. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-60/2022 dags. 6. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-153/2025 dags. 12. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR10121657 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13030379 dags. 23. maí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110323 dags. 5. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14080250 dags. 17. september 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22011025 dags. 25. apríl 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24020021 dags. 12. desember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 15/2014 dags. 7. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 7/2015 dags. 7. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 20/2015 dags. 17. september 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 234/2012 dags. 14. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 26/2012 dags. 9. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 144/2012 dags. 11. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 212/2012 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 36/2013 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 133/2013 dags. 27. ágúst 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/1995 dags. 26. júní 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 12/1995 dags. 28. júní 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 14/1995 dags. 5. júlí 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 30/1995 dags. 21. september 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 18/1996 dags. 17. júlí 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 60/1996 dags. 4. desember 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/1997 dags. 25. ágúst 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/1997 dags. 11. september 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 56/1997 dags. 19. nóvember 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 76/1997 dags. 6. apríl 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 1/1998 dags. 6. apríl 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 79/1997 dags. 7. apríl 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 85/1998 dags. 4. júní 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 18/1999 dags. 11. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 13/2000 dags. 23. maí 2000[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 31/2000 dags. 7. nóvember 2000[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 12/2001 dags. 16. júlí 2001[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 48/2001 dags. 4. febrúar 2002[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 1/2002 dags. 10. apríl 2002[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 19/2002 dags. 23. ágúst 2002[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2002 dags. 23. ágúst 2002[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 31/2004 dags. 31. ágúst 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 38/2004 dags. 8. mars 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 11/2005 dags. 18. maí 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 19/2006 dags. 13. september 2006[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 25/2006 dags. 13. september 2006[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 33/2006 dags. 29. janúar 2007[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 24/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 19/2011 dags. 20. september 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 30/2011 dags. 19. desember 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 7/2013 dags. 2. september 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 32/2013 dags. 28. október 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2014 dags. 20. júní 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 44/2014 dags. 18. nóvember 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/2016 dags. 22. júní 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 8/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 19/2016 dags. 11. janúar 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/2016 dags. 11. janúar 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 48/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 45/2018 dags. 3. september 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 75/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 10/2019 dags. 6. maí 2019[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 86/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 44/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 32/2021 dags. 31. ágúst 2021[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 101/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 42/2022 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 119/2022 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 106/2022 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 4/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2003 dags. 21. nóvember 2003[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2003 dags. 21. nóvember 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2019 dags. 14. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 21/2023 dags. 27. mars 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 71/2008 dags. 27. nóvember 2008[PDF]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2003 dags. 4. júní 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2003 dags. 11. ágúst 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2004 dags. 23. ágúst 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2004 dags. 11. október 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2004 dags. 4. desember 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2004 dags. 29. mars 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2005 dags. 25. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2005 dags. 9. janúar 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2006 dags. 5. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2009 dags. 28. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2009 dags. 16. júní 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2010 dags. 22. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2015 dags. 13. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2019 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 52/2020 dags. 18. maí 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2023 dags. 11. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2024 dags. 6. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2015 í máli nr. KNU15010063 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2016 í máli nr. KNU16070010 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2016 í máli nr. KNU16070011 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2016 í máli nr. KNU16050003 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2016 í máli nr. KNU16050002 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2017 í máli nr. KNU17040035 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2017 í máli nr. KNU17050012 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2017 í máli nr. KNU17060029 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2017 í máli nr. KNU17060030 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 566/2017 í máli nr. KNU17070005 dags. 17. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2017 í máli nr. KNU17070006 dags. 17. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 628/2017 í máli nr. KNU17090002 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2023 í máli nr. KNU23020034 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2023 í máli nr. KNU23040007 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2023 í máli nr. KNU23070096 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 635/2023 í máli nr. KNU23100015 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2023 í máli nr. KNU23070110 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 634/2023 í máli nr. KNU23080016 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 631/2023 í máli nr. KNU23060098 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2023 í máli nr. KNU23050087 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2024 í málum nr. KNU23050141 o.fl. dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 780/2025 í máli nr. KNU25060017 dags. 16. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 98/2021 dags. 29. ágúst 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 10/2022 dags. 22. september 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 105/2024 dags. 19. febrúar 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Landbúnaðarráðuneytið

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 2/2000 dags. 2. maí 2000[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 189/2018 dags. 16. mars 2018[HTML][PDF]

Lrú. 326/2018 dags. 15. maí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 393/2018 dags. 15. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 438/2018 dags. 20. júní 2018 (Hafnað að fella niður sviptingu á leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi)[HTML][PDF]

Lrú. 420/2018 dags. 25. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 642/2018 dags. 10. september 2018[HTML][PDF]

Lrd. 188/2018 dags. 5. október 2018[HTML][PDF]

Lrú. 157/2018 dags. 12. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 32/2018 dags. 24. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 114/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 205/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 731/2018 dags. 19. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 64/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 343/2018 dags. 14. desember 2018 (Sumarbörn)[HTML][PDF]
Manneskja var ráðin til að klippa kvikmyndina Sumarbörn og átti að fá greiddar þrjár milljónir fyrir það. Framleiðandi kvikmyndarinnar taldi að verkið væri að ganga alltof hægt og leitar til annarra klippara. Landsréttur taldi að upprunalegi klipparinn ætti rétt á helmingi upphæðarinnar þar sem verkinu hafði ekki verið lokið.
Lrd. 408/2018 dags. 14. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 407/2018 dags. 14. desember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 846/2018 dags. 18. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 429/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 734/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 483/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 632/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 631/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 630/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 629/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 628/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 627/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 626/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 563/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 409/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 569/2018 dags. 22. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 568/2018 dags. 22. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 256/2018 dags. 29. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 193/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrd. 511/2018 dags. 5. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrd. 727/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrú. 191/2019 dags. 2. maí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 294/2019 dags. 20. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 610/2018 dags. 21. júní 2019[HTML][PDF]

Lrú. 321/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 549/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML][PDF]

Lrd. 929/2018 dags. 27. september 2019[HTML][PDF]

Lrd. 881/2018 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 741/2018 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 721/2018 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Lrú. 675/2019 dags. 24. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 97/2019 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 691/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 663/2019 dags. 11. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 725/2019 dags. 4. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 349/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 348/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 784/2019 dags. 19. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 783/2019 dags. 19. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 222/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 10/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 768/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 15/2020 dags. 5. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 896/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 861/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 333/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 27/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 26/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 363/2019 dags. 13. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 54/2020 dags. 26. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 387/2019 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 375/2019 dags. 3. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrd. 567/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 224/2020 dags. 5. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 283/2020 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Lrd. 284/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 63/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 440/2019 dags. 16. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 322/2019 dags. 16. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 755/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 545/2020 dags. 24. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 600/2020 dags. 1. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 385/2019 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 637/2020 dags. 9. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 613/2020 dags. 14. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 883/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 752/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 732/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 731/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 733/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 647/2020 dags. 7. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 43/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 873/2019 dags. 19. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 80/2020 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 65/2020 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 148/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 261/2021 dags. 19. maí 2021[HTML][PDF]

Lrú. 253/2021 dags. 3. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 60/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 24/2020 dags. 11. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 260/2021 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 355/2021 dags. 22. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 162/2020 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 266/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 466/2020 dags. 19. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 425/2020 dags. 3. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 597/2020 dags. 3. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 250/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 772/2021 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 510/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 787/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 592/2020 dags. 4. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 110/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 659/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 224/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 84/2021 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 452/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 136/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 617/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 133/2022 dags. 27. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 364/2021 dags. 29. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 314/2021 dags. 6. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 144/2022 dags. 10. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 161/2021 dags. 13. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 271/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 241/2021 dags. 27. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 202/2022 dags. 30. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 211/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 247/2021 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 452/2020 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 274/2022 dags. 18. ágúst 2022[HTML][PDF]

Lrú. 475/2022 dags. 5. september 2022[HTML][PDF]

Lrú. 479/2022 dags. 17. október 2022[HTML][PDF]

Lrú. 558/2022 dags. 8. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 458/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 758/2022 dags. 21. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 739/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 44/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 510/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 220/2023 dags. 2. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 18/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 85/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 155/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 418/2023 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 211/2023 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 573/2023 dags. 12. september 2023[HTML][PDF]

Lrú. 450/2023 dags. 12. september 2023[HTML][PDF]

Lrú. 510/2023 dags. 13. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 211/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 293/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 273/2022 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 461/2022 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 253/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 256/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 255/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 258/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 254/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 257/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 704/2023 dags. 15. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 396/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 784/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 642/2022 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 823/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 801/2022 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 224/2023 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 767/2022 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 37/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 335/2023 dags. 22. mars 2024[HTML][PDF]

Lrú. 191/2024 dags. 9. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrd. 734/2022 dags. 10. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 483/2022 dags. 17. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 383/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 432/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 433/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 431/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 430/2022 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 117/2024 dags. 14. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 101/2023 dags. 21. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 625/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML][PDF]

Lrú. 655/2024 dags. 30. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 263/2023 dags. 3. október 2024[HTML][PDF]

Lrú. 601/2024 dags. 11. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 523/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 274/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 494/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 558/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 793/2024 dags. 3. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 470/2023 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 828/2023 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 363/2024 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 371/2023 dags. 17. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 876/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 429/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 333/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 462/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 689/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 402/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 848/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 994/2024 dags. 25. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 993/2024 dags. 25. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 878/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 655/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 615/2023 dags. 20. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 513/2023 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 136/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 612/2023 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 98/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 203/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 1013/2024 dags. 29. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 302/2025 dags. 19. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 288/2024 dags. 28. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 534/2024 dags. 28. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 767/2022 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 345/2025 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 405/2024 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 180/2025 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 227/2025 dags. 8. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 444/2025 dags. 19. september 2025[HTML][PDF]

Lrd. 331/2024 dags. 9. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 550/2025 dags. 9. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 575/2024 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 866/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 867/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 847/2024 dags. 18. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Landsyfirréttur

Lyrd. 1893:387 í máli nr. 19/1893[PDF]

Lyrd. 1900:230 í máli nr. 25/1900[PDF]

Lyrd. 1916:630 í máli nr. 22/1915[PDF]

Fara á yfirlit

Mannanafnanefnd

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 89/2010 dags. 2. desember 2010[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 67/2016 dags. 14. október 2016 (Veigu & Veiga (millinafn))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 96/2016 dags. 18. nóvember 2016 (Vídó (millinafn))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 16/2017 dags. 18. apríl 2017 (Nínon (millinafn))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 29/2017 dags. 26. nóvember 2017 (Gasta (millinafn))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 28/2019 dags. 10. apríl 2019 (Jette (kvk.) (millinafn))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 117/2019 dags. 14. janúar 2020 (Bened (kvk.) & Bened (millinafn))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 35/2020 dags. 22. júní 2020 (Haveland (millinafn))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 86/2022 dags. 20. júní 2022 (Worms (millinafn))[HTML]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Sannikov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (176/22)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/1990 dags. 23. janúar 1991[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 28. maí 1991[HTML]

Úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta nr. 5/2001 (Dísarland)
Farið í eignarnám á einbýlishúsi í Bolungarvík er stóð á snjóflóðahættusvæði. Fasteignareigandinn tjáði að enginn fasteignamarkaður væri á Bolungarvík er yrði til þess að hann fengi nær ekkert fyrir húsið og að sambærilegt hús í Reykjavík væri um tíu sinnum meira virði. Myndi hann byggja eins hús utan hættusvæðisins myndi það kosta hann nokkrum sinnum meira en söluvirðið. Aðspurður sagði eignarnámsþolinn að hann gæti ekki fundið sambærilegt hús á svæðinu fyrir jafngildi söluverðsins og ekki væri hægt að skikka hann til að flytja til Ísafjarðar. Á það var fallist að bæturnar myndu miðast við enduröflunarverð.
Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2001 dags. 7. júní 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2001 dags. 7. júní 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2001 dags. 7. júní 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2001 dags. 7. júní 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2024 dags. 28. ágúst 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. desember 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 8. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-08/2011 dags. 6. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-06/2011 dags. 7. desember 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-22/2012 dags. 26. september 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-27/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-56/2013 dags. 2. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-60/2013 dags. 23. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-62/2013 dags. 9. maí 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-91/2013 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-61/2013 dags. 2. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-19/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-29/2014 dags. 20. maí 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-08/2015 dags. 2. september 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-19/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-30/2016 dags. 8. mars 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2014 dags. 9. mars 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-06/2016 dags. 31. október 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-20/2016 dags. 21. desember 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-22/2016 dags. 21. desember 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-13/2016 dags. 25. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-15/2016 dags. 15. mars 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-28/2016 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-14/2017 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-6/2019 dags. 6. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-14/2019 dags. 9. júní 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. L-02/2020 dags. 21. september 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. L-2/2020 dags. 21. september 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. L-05/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 28. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 14. mars 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110264 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110265 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 31. júlí 2024 (Stjórnvaldssekt vegna reksturs gististaða án tilskilins rekstrarleyfis)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110238 dags. 11. desember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og barnamálaráðuneytisins í máli nr. MRN22090037 dags. 1. október 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd um dómarastörf

Álit Nefndar um dómarastörf í máli nr. 2/2016 dags. 22. nóvember 2016[HTML]

Ákvörðun Nefndar um dómarastörf í máli nr. 5/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Holta- og Landsveit ásamt Landmannaafrétti í Rangárþingi ytra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Skagi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Flekkudalur og Svínadalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Haukadalshreppur og Miðdalahreppur austan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur vestan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Snæfellsjökull og landsvæði sunnan og austan hans)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Landsvæði milli Hraunhafnardals, Mælifells og Bjarnarfossdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Eyrarbotn)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Fjalllendið milli Elliða og Lágafells auk Baulárvalla)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Álit Persónuverndar í máli nr. 2005/103 dags. 16. ágúst 2005[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2005/384 dags. 19. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2011/1146 dags. 25. júní 2013[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/1100 dags. 12. desember 2013[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/1131 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/15 dags. 13. mars 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/307 dags. 17. september 2014[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2014/1719 dags. 29. maí 2015[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2015/748 dags. 26. júní 2015[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2015/1041 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/920 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/1646 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/249 dags. 16. október 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/702 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1594 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/994 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2018/524 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/740 dags. 31. maí 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1282 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010584 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020082249 dags. 5. október 2020[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020010552 dags. 21. október 2021[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020061954 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2021091863 dags. 25. janúar 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/1999 dags. 26. maí 1999[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2006 dags. 6. febrúar 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 35/2012 dags. 13. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2013 dags. 17. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2017 dags. 29. desember 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2018 dags. 8. nóvember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2019 dags. 11. september 2019[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 419/1986[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 501/1986[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 13/1988[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 203/1989[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 360/1989[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 686/1989[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 474/1984[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 251/1992[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 441/1992[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 196/1979[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 545/1992[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 1/1992[HTML]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2011[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2011[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2011[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 32/2009 dags. 20. október 2009 (Siglingastofnun: Endurnýjun atvinnuréttinda til skipstjórnar. Mál nr. 32/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 27/2009 dags. 9. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja Brimborg ehf. um skil á lóð. Mál nr. 27/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 41/2009 dags. 22. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 41/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 59/2009 dags. 13. ágúst 2010 (Sveitarfélagið Borgarbyggð - Ágreiningur um smölun ágangsbúfjár af landi Kapals hf. að Skarðshömrum í Borgarbyggð. Mál nr. 59/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17060110 dags. 29. desember 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090029 dags. 17. maí 2019[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19030073 dags. 13. maí 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19040044 dags. 7. maí 2021[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20030095 dags. 18. ágúst 2021[HTML]

Leiðbeiningar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20060063 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 3/2004 dags. 24. maí 2004 (Mál nr. 3/2004,)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 19/2005 dags. 10. maí 2006 (Mál nr. 19/2005)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 44/2008 dags. 20. ágúst 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, lögmæti útgáfu lóðarleigusamnings með skilyrði um greiðslu gjalds: Mál nr. 44/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 49/2008 dags. 20. nóvember 2008 (Árborg - lögmæti málsmeðferðar við sölu lands og krafa um að gengið verði til samninga um kaup á landi: Mál nr. 49/2008)[HTML]

Álit Samgönguráðuneytisins í máli nr. 87/2008 dags. 18. febrúar 2009 (Álit samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 87/2008 (SAM08110006))[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 62/2008 dags. 1. apríl 2009 (Kópavogur - lögmæti ákvörðunar um hvaða vísitölu skuli nota við endurgreiðslu: Mál nr. 62/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 25/2009 dags. 31. ágúst 2009 (Flóahreppur - lögmæti samkomulags við Landsvirkjun, endurupptaka á úrskurði nr. 26/2008: Mál nr. 25/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 85/2008 dags. 13. nóvember 2009 (Reykjanesbær: Ágreiningur um uppgjör endurgreiðslu vegna lóðarskila. Mál nr. 85/2008)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2005 dags. 27. október 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 51/2006 dags. 18. desember 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 64/2008 dags. 19. desember 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2009 dags. 26. júní 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2009 dags. 26. júní 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2009 dags. 31. ágúst 2009[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2009 dags. 15. desember 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2010 dags. 26. febrúar 2010[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2012 dags. 19. nóvember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2012 dags. 21. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2013 dags. 24. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 40/2014 dags. 19. desember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2015 dags. 3. september 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2016 dags. 7. júlí 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2020 dags. 26. ágúst 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2022 dags. 26. apríl 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2023 dags. 20. júlí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023 dags. 8. september 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/1994 dags. 8. júní 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 18/1995 dags. 12. maí 1995[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 26/1996 dags. 31. maí 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/1996 dags. 31. maí 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 36/1996 dags. 18. október 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 19/1997 dags. 2. júní 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/1997 dags. 2. júlí 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 5/1999 dags. 11. mars 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 9/1999 dags. 6. september 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 3/2000 dags. 3. apríl 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 7/2001 dags. 5. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2004 dags. 28. október 2004[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Tollstjóri

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 21/2011 dags. 7. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2011 dags. 29. janúar 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03080089 dags. 27. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03090121 dags. 29. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09090009 dags. 14. desember 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 183/2001 dags. 7. nóvember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 225/2001 dags. 5. desember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 4/2009 dags. 30. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 17/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 3/2008 dags. 1. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 5/2008 dags. 10. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 55/2007 dags. 17. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 61/2007 dags. 17. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 26/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 38/2008 dags. 26. mars 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 39/2008 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 28/2009 dags. 1. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 56/2009 dags. 14. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 34/2009 dags. 21. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 57/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 31/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 82/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 87/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 90/2009 dags. 18. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 143/2009 dags. 11. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 105/2009 dags. 11. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 106/2009 dags. 11. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 110/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 114/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 129/2009 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 132/2009 dags. 11. maí 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 33/2010 dags. 18. maí 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 1/2010 dags. 3. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 8/2010 dags. 3. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 7/2010 dags. 24. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 10/2010 dags. 26. ágúst 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 41/2010 dags. 15. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 48/2010 dags. 15. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 12/2010 dags. 5. október 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 70/2010 dags. 7. október 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 154/2010 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 132/2010 dags. 12. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 134/2010 dags. 12. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 136/2010 dags. 12. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 133/2010 dags. 12. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 152/2010 dags. 12. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 234/2010 dags. 5. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 215/2010 dags. 9. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 230/2010 dags. 9. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 193/2010 dags. 9. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 201/2010 dags. 9. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 221/2010 dags. 9. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 154/2010 dags. 1. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 232/2010 dags. 21. desember 2011[HTML]

Ákvörðun Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 186/2010 dags. 21. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 67/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 39/2011 dags. 2. mars 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 130/2011 dags. 24. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 95/2011 dags. 14. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 155/2011 dags. 25. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 166/2011 dags. 13. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 178/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 172/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 7/2012 dags. 8. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 44/2012 dags. 12. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 78/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 71/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 168/2011 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 81/2012 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 110/2012 dags. 4. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 115/2012 dags. 4. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 128/2012 dags. 21. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 157/2012 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 187/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 4/2013 dags. 1. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 191/2012 dags. 22. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 85/2013 dags. 10. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 96/2013 dags. 25. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 127/2013 dags. 27. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 117/2013 dags. 20. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 141/2013 dags. 1. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 146/2013 dags. 16. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 149/2013 dags. 16. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 156/2013 dags. 16. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 11/2014 dags. 11. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 46/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 12/2013 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2006 dags. 3. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2006 dags. 10. apríl 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2006 dags. 24. ágúst 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2015 dags. 16. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2016 dags. 21. nóvember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 11/2015 dags. 30. desember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2017 dags. 30. ágúst 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2019 dags. 31. mars 2020[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 42/2001 dags. 18. desember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 66/2002 dags. 18. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 37/2010 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 18/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 35/2013 dags. 7. janúar 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 1/2005 í máli nr. 1/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2006 í máli nr. 2/2006 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2008 í máli nr. 5/2008 dags. 18. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2010 í máli nr. 5/2010 dags. 13. september 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 352/2010 dags. 21. desember 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 106/2014 dags. 20. maí 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 267/2016 dags. 4. október 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 198/2017 dags. 17. ágúst 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 245/2017 dags. 10. október 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 14/2019 dags. 5. mars 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 230/2022 dags. 8. nóvember 2022 (Endurupptaka)[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 188/2023 dags. 15. ágúst 2023[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/1999 í máli nr. 44/1998 dags. 22. febrúar 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/1999 í máli nr. 3/1999 dags. 14. maí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/2001 í máli nr. 24/2000 dags. 31. maí 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 45/2002 í máli nr. 10/2002 dags. 5. desember 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/2003 í máli nr. 2/2003 dags. 26. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 33/2003 í máli nr. 41/2003 dags. 21. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 38/2003 í máli nr. 41/2003 dags. 18. september 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 58/2004 í máli nr. 60/2004 dags. 11. nóvember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 37/2005 í máli nr. 62/2005 dags. 25. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 41/2006 í máli nr. 45/2006 dags. 22. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 64/2007 í máli nr. 74/2006 dags. 7. september 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 77/2008 í máli nr. 78/2008 dags. 9. október 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 53/2009 í máli nr. 109/2008 dags. 21. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/2012 í máli nr. 82/2008 dags. 31. janúar 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2013 í máli nr. 128/2012 dags. 6. mars 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 37/2015 í máli nr. 17/2013 dags. 27. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 95/2015 í máli nr. 18/2011 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2016 í máli nr. 51/2016 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 96/2017 í máli nr. 27/2017 dags. 1. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2019 í máli nr. 40/2018 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2022 í máli nr. 8/2022 dags. 1. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2022 í máli nr. 180/2021 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 42/2023 í máli nr. 130/2022 dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2023 í máli nr. 129/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 66/2023 í máli nr. 42/2023 dags. 22. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2023 í máli nr. 3/2023 dags. 15. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 114/2025 í máli nr. 114/2025 dags. 12. ágúst 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 167/2015 dags. 13. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 555/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-240/2007 dags. 14. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-269/2007 dags. 11. desember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-277/2008C dags. 5. maí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-378/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-379/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-380/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-438/2012 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-462/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-474/2013 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-507/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-523/2014 (Sérstakur saksóknari)
Úrskurðarnefndin óskaði gagna frá embætti sérstaks saksóknara sem neitaði að afhenda nefndinni umbeðin gögn. Nefndin taldi sig ekki geta tekið efnislega afstöðu í málinu án gagnanna og þurfti þar af leiðandi að vísa því frá.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-522/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-523/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 573/2015 (Hluti minnisblaðs)
Hluti af minnisblaði innihélt almenna lýsingu á því hvernig framkvæma ætti tilteknar reglur, og væri því afhendingarskylt. Hinn hlutinn innihélt yfirfærslu þeirra á nafngreinda aðila og þann hluta mátti synja aðgang að.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 573/2015 dags. 2. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 626/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 702/2017 dags. 11. september 2017[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 711/2017 (Siðanefnd Háskóla Íslands)
Úrskurðir siðanefndar Háskóla Íslands voru ekki taldir falla undir starfssamband að öðru leyti í skilningi upplýsingalaga.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 711/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 748/2018 dags. 31. júlí 2018[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 770/2018 (Trúnaðarbréf sendiherra Íslands í Palestínu)[HTML]
Utanríkisráðuneytið beitti því fyrir sér gagnvart úrskurðarnefndinni að trúnaðarbréf sendiherra til þjóðarleiðtoga annars ríkis væru viðkvæmar upplýsingar. Nefndin tók hins vegar eftir að sambærilegt bréf hafði verið birt á Facebook síðu ráðuneytisins og gætu því ekki falið í sér viðkvæmar upplýsingar.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 770/2018 dags. 7. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 783/2019 dags. 31. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 795/2019 dags. 14. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 811/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 825/2019 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 839/2019 dags. 28. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 857/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 861/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 894/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 905/2020 dags. 8. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 966/2021 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 982/2021 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 998/2021 dags. 13. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1090/2022 dags. 29. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1102/2022 dags. 31. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1120/2022 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1116/2022 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1128/2023 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1210/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1206/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1214/2024 dags. 9. september 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1224/2024 dags. 25. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1229/2024 dags. 3. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1236/2024 dags. 19. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1302/2025 dags. 3. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 7/2006 dags. 4. apríl 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 19/2009 dags. 9. mars 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 2/2010 dags. 15. október 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 21/2010 dags. 29. apríl 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 43/2012 dags. 22. júní 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 113/2012 dags. 5. október 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 115/2012 dags. 16. október 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 152/2012 dags. 18. janúar 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 184/2012 dags. 8. febrúar 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 186/2012 dags. 22. mars 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 31/2013 dags. 21. júní 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 14/2014 dags. 30. apríl 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 46/2014 dags. 19. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 41/2015 dags. 18. september 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 17/2017 dags. 11. maí 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 10/2018 dags. 9. nóvember 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 2/2019 dags. 28. júní 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 12/2019 dags. 22. nóvember 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 18/2019 dags. 8. maí 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 2/2022 dags. 2. júní 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 71/2016 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 89/2015 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 317/2015 dags. 31. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 92/2016 dags. 19. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 481/2017 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 28/2017 dags. 28. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2017 dags. 8. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 271/2017 dags. 19. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 277/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 426/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 275/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 326/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 119/2018 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 11/2018 dags. 29. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 331/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 44/2015 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 402/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 497/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 498/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 430/2020 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 412/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 421/2020 dags. 23. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 577/2020 dags. 1. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 319/2021 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 259/2021 dags. 15. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2021 dags. 9. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 694/2021 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 463/2022 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 474/2022 dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 364/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 339/2023 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 429/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 583/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 82/2024 dags. 12. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2012 dags. 26. september 2012[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2017 dags. 26. desember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2017 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2025 dags. 13. maí 2025[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2025 dags. 28. júlí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 625/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 687/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 770/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 787/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 808/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 881/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1204/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 14/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 162/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 213/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 223/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 223/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 267/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 261/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 263/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 439/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 23/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 41/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 77/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 118/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 170/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 442/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 46/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 286/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 202/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 345/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 93/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 257/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 366/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 389/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 150/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 173/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 181/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 295/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 308/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 255/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 100/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 426/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 54/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 98/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 30/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 60/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 402/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 303/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 103/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 19/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 586/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 183/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 127/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 495/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 148/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 248/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 537/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 536/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 214/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 469/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 520/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 529/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 50/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 89/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 98/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 372/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 56/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 103/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 108/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 270/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 281/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 321/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 337/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 24/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 88/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 223/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 313/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 344/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 263/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 320/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 322/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 284/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 303/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 309/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 312/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 692/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 345/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 211/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 359/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 357/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 296/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 51/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 311/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 165/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 215/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 246/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 105/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 225/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 234/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 342/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 194/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 213/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 219/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 232/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 243/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 257/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 260/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 275/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 59/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 74/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 137/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 243/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 77/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 360/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 928/1993[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 154/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 312/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 92/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 57/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 135/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 242/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 319/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 69/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 305/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 313/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 166/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 167/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 199/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 200/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 76/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 305/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 427/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 361/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 399/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 449/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 108/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 579/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 499/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 498/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 168/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 178/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 22/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 83/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 115/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 282/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 283/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 615/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 245/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 265/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 185/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 194/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 200/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 16/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 30/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 39/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 66/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 93/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 97/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 16/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 22/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 23/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 40/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 69/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 50/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 55/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 89/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 96/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 26/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 61/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 99/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 138/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 141/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 158/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 5/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 12/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 15/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 39/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 206/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 79/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 84/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 99/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 671/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 777/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 805/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 826/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 828/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1006/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1059/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 532/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 140/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 392/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1048/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 109/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 128/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 140/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 14/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 15/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 20/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 167/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 76/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 136/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 170/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 35/1988 dags. 20. september 1988[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3/1988 dags. 3. febrúar 1989 (Skilnaðarmál)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 66/1988[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 83/1989 dags. 23. júní 1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 163/1989 dags. 31. október 1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 46/1988 dags. 30. nóvember 1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 53/1988 (Tilmæli til starfsmanns um að segja upp starfi sínu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 79/1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 221/1989 dags. 8. janúar 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 132/1989 dags. 10. janúar 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 261/1990 dags. 18. apríl 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 86/1989 dags. 30. apríl 1990 (Úrskurður ríkisskattstjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 101/1989 dags. 3. maí 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 172/1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 102/1989 dags. 31. ágúst 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 32/1988 (Efnisgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 170/1989 dags. 21. september 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 84/1989 dags. 30. nóvember 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 314/1990 dags. 3. apríl 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 245/1990 dags. 3. október 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 363/1990 dags. 4. október 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 455/1991 dags. 28. október 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 80/1989 dags. 30. október 1991 (Framkvæmdastjórn framselur vald ferðamálaráðs)[HTML]
Ferðamálaráðið hittist á nokkurra mánaða fresti en framkvæmdastjórn þess hittist oftar. Framkvæmdastjórnin setti reglur um ferðaþjónustu og fólu öðrum en ferðamálaráðinu sjálfu að úthluta tilteknum styrkjum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 356/1990 dags. 30. október 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 500/1991 dags. 7. febrúar 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 178/1989 dags. 12. mars 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 346/1990 (Innheimtubréf - Innheimtukostnaður Húsnæðisstofnunar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 218/1989 dags. 5. maí 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 497/1991 dags. 9. júní 1992 (Frestun á réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 174/1989 dags. 4. ágúst 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 526/1991 dags. 17. ágúst 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 521/1991 dags. 9. október 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 486/1991 dags. 17. nóvember 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 610/1992 (Gjald fyrir tollskýrslueyðublöð)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 472/1991 dags. 8. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 416/1991 dags. 8. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 612/1992 dags. 9. febrúar 1993 (Tæknifræðingur)[HTML]
Umsagnaraðili breytti framkvæmd sinni er leiddi til þess að stjórnvaldið breytti einnig sinni framkvæmd.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 687/1992 dags. 3. maí 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 715/1992 dags. 19. ágúst 1993 (Ráðstöfun kirkjugarðsgjalds)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 630/1992 (Heimild til samninga við Varnarliðið)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 541/1991 dags. 5. október 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 753/1993 dags. 25. nóvember 1993 (Gjafsókn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 695/1992 dags. 28. desember 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 734/1992 dags. 1. febrúar 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 805/1993 dags. 23. febrúar 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 887/1993 dags. 29. mars 1994 (Umsögn tryggingaráðs)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 712/1992 dags. 28. apríl 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1001/1994 dags. 28. apríl 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 927/1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 913/1993 dags. 28. júlí 1994 (Rjúpnavernd)[HTML]
Veiðitími rjúpu var styttur um mánuð og veiðifélag lagði fram þau rök að stytting veiðitímans væri ekki til þess fallið að vernda rjúpnastofninn. UA taldi að það væri til þess fallið að ná markmiðinu að einhverju leyti og taldi styttinguna því ekki brot á meðalhófsreglunni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 877/1993 dags. 20. september 1994 (Úrskurður skattstjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 598/1992 dags. 18. nóvember 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 819/1993 dags. 14. febrúar 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1076/1994 dags. 14. febrúar 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 823/1993 dags. 13. mars 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 967/1993 dags. 29. mars 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1169/1994 dags. 12. maí 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1299/1994 dags. 22. júní 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1156/1994 dags. 13. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1468/1995 dags. 8. janúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 746/1993 dags. 15. febrúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1317/1994 dags. 2. apríl 1996 (Réttur til afhendingar gagna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1440/1995 dags. 3. maí 1996 (Yfirskattanefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1133/1994 dags. 26. ágúst 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1360/1995 dags. 26. ágúst 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1538/1995 dags. 1. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1394/1995 dags. 2. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1726/1996 dags. 21. nóvember 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1710/1996 (Breytt túlkun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1659/1996 (Þjónustugjöld Fiskistofu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1805/1996 (LÍN - Ný regla um aldursskilyrði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1517/1995 dags. 30. júní 1997 (Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1747/1996 dags. 6. ágúst 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2009/1997 dags. 8. janúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 (Birting EES-gerða)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1833/1996 (Lækkun eignarskattsstofns II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1815/1996 dags. 13. apríl 1998 (Tekjutrygging örorkulífeyrisþega)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2140/1997 dags. 14. maí 1998 (Krókabátar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1931/1996 dags. 17. maí 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1894/1996 dags. 10. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2211/1997 dags. 4. september 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2271/1997 (Launakjör skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu)[HTML]
Kvartað var yfir að kjaranefnd hafi brotið gegn lagaskyldu um að nefndin ætti að ákvarða launin eftir aðstæðum hverju sinni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2292/1997 dags. 12. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2275/1997 dags. 13. apríl 1999 (Flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]
Umboðsmaður taldi tengsl þar sem annar aðilinn var fyrrverandi nemandi og samstarfsmaður hins ekki leiða til vanhæfis.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2604/1998 dags. 16. apríl 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2342/1997 dags. 24. maí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1767/1996 dags. 11. júní 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2624/1998 dags. 25. júní 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2545/1998 dags. 12. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2572/1998 dags. 15. júlí 1999 (Veiting gjafsóknar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2408/1998 dags. 22. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2681/1999 dags. 22. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2309/1997 dags. 26. júlí 1999 (Yfirskattanefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2475/1998 dags. 26. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2343/1997 (Lækkun á örorkumati)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2406/1998 dags. 1. september 1999 (Handtaka - Vistun í fangaklefa)[HTML]
Smygl á flösku var ekki talið átt að leiða til vistunar í fangaklefa.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2324/1997 dags. 29. október 1999 (Staðfesting á gjaldskrá)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2699/1999 dags. 2. nóvember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1924/1996 dags. 2. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2608/1998 dags. 27. janúar 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2777/1999 (Aðfarargjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2637/1999 dags. 3. mars 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2532/1998 dags. 6. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2542/1998 dags. 7. apríl 2000 (Verklagsreglur ríkisskattstjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2370/1998 (Frádráttur lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2569/1998 dags. 27. júní 2000 (Upplýsingar um meinta ólöglega lyfjanotkun - Sumarafleysingarstarf hjá lögreglu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2638/1999 (Fjallskilgjald í Dalasýslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2723/1999 dags. 13. september 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2639/1999 dags. 24. október 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2815/1999 dags. 24. október 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2485/1998 dags. 17. nóvember 2000 (Ófullnægjandi upplýsingar um slys - Sjómaður - Skaði á öxl)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2785/1999 dags. 5. desember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2037/1997 dags. 6. desember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2634/1998 dags. 22. desember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2440/1998 dags. 24. janúar 2001 (Landsvirkjun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2760/1999 dags. 6. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2654/1999 dags. 7. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2824/1999 dags. 23. mars 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2868/1999 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3137/2000 dags. 16. maí 2001 (Friðhelgi fjölskyldu - Dvalarleyfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2970/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2929/2000 (Undanþága frá endurgreiðslu námslána)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2763/1999 (Sala ríkisjarða)[HTML]
Gerðar höfðu verið athugasemdir um handahófskennda framkvæmd starfsfólks þar sem óvíst var hvenær framkvæmdinni var breytt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3042/2000 dags. 18. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3070/2000 dags. 26. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3241/2001 dags. 3. ágúst 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3179/2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3152/2001 dags. 12. september 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2896/1999 (Skatteftirlit)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3064/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2907/1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3028/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3099/2000 dags. 17. desember 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3212/2001 dags. 31. desember 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2960/2000 dags. 22. febrúar 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3133/2000 dags. 7. mars 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3399/2001 dags. 18. mars 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3235/2001 (Skráning firmanafns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3307/2001 dags. 10. maí 2002 (Ótímabundið dvalarleyfi)[HTML]
Í þágildandi lögum voru engin skilyrði um hvenær viðkomandi uppfyllti skilyrði til að öðlast tímabundið né ótímabundið dvalarleyfi. Stjórnvöldum var því fengið mikið svigrúm. Stjórnvald setti reglu er mælti fyrir að dvöl í þrjú ár leiddi til ótímabundins dvalarleyfis. Einstaklingur fékk dvalarleyfi og ári síðar var tímabilið lengt í fimm ár og látið gilda afturvirkt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2957/2000 (Vegalagning á Vatnaheiði á Snæfellsnesi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3308/2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3416/2002 (Námsstyrkur - Uppbót á dvalarstyrk)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3309/2001 dags. 31. júlí 2002 (Aðgangur að gögnum hjá Fjármálaeftirlitinu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3195/2001 dags. 2. ágúst 2002 (Skipagjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3427/2002 dags. 17. október 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3344/2001 (Úrskurðir yfirskattanefndar)[HTML]
Skattstjóri endurákvarðaði skatta fyrir nokkur tiltekin gjaldár og var sú ákvörðun kærð til yfirskattanefndar. Í kjölfarið endurákvarðaði skattstjóri aftur skatta fyrir sum af þeim gjaldárum.

Viðkomandi taldi að skattstjórinn hefði ekki getað tekið aðra slíka ákvörðun þar sem yfirskattanefnd hefði þegar tekið afstöðu um þau atriði, en yfirskattanefnd féllst ekki á það sjónarmið þar sem hún hefði ekki tekið efnislega afstöðu til álitaefnanna.

Umboðsmaður taldi að yfirskattanefnd hefði átt að taka fram í fyrri úrskurði sínum hver réttaráhrif hennar úrskurðar voru.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3261/2001 (Vínveitingaleyfi)[HTML]
Sýslumaður var talinn hafa verið vanhæfur um að taka ákvörðun um leyfi til staðar þar sem sýna átti nektardans þar sem sýslumaðurinn skrifaði á undirskriftarlista gegn opnun slíkra staða.
Umboðsmaður byggði á traustssjónarmiðum í málinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3508/2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3426/2002 dags. 27. janúar 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3621/2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3521/2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3680/2002 (Ráðning yfirflugumferðarstjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3490/2002 (Skipun í embætti sýslumanns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3848/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3691/2003 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3878/2003 dags. 12. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3852/2003 (Staða tollstjóra fyrir ríkistollanefnd)[HTML]
Ákvörðun tollstjóra var vísað til ríkistollanefndar með stjórnsýslukæru, og komst hún að niðurstöðu. Aðili máls óskaði eftir því að nefndin endurupptæki málið. Meira en þrír mánuðir voru liðnir og spurði nefndin þá ríkistollstjóra hvort hann legðist gegn endurupptökunni, sem hann gerði. Nefndin taldi því skorta nauðsynlegt samþykki fyrir endurupptöku. UA taldi það ekki heimilt þar sem tollstjórinn gæti ekki talist vera aðili málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3787/2003 dags. 17. desember 2003 (Heimilisuppbót)[HTML]
Tryggingastofnun hætti skyndilega að greiða út heimilisuppbót þegar hún komst að því að viðkomandi hafði flutt á gistiheimili Hjálpræðishersins. UA taldi að tryggingastofnun hefði átt að tilkynna um að til stæði að afturkalla ákvörðunina.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3952/2003 dags. 18. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3786/2003 dags. 30. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3712/2003 dags. 31. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3744/2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3835/2003 dags. 20. febrúar 2004 (Jurtextrakt)[HTML]
Heilsuvara var seld í alkóhól-lausn til að verja gæði vörunnar.
Meðferðin var sú að Lyfjastofnun afgreiddi vöruna svo mætti selja hana í apótekum.
Lyfjastofnun var óheimilt að banna innflutning og dreifingu vörunnar á grundvelli áfengislaga þar sem slíkt væri ekki á hennar verksviði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3989/2004 dags. 28. maí 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3960/2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4020/2004 (Umsagnir)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3942/2003 dags. 28. júní 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3769/2003 dags. 6. júlí 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4019/2004 dags. 14. júlí 2004 (Einelti á vinnustað)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3927/2003 dags. 14. júlí 2004 (Áhrif gjalds vegna ólögmæts sjávarafla)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3929/2003 (Listamannalaun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3956/2003 dags. 1. september 2004 (Deildarstjóri)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4117/2004 (Frestun á töku úrvinnslugjalds)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4004/2004 (Starfsleyfi sálfræðings)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4064/2004 dags. 3. nóvember 2004 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3925/2003 dags. 22. nóvember 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4140/2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4176/2004 dags. 30. desember 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4203/2004 (Ólæsileg sjúkraskrá - Landlæknir - Afgreiðsla á kvörtun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4187/2004 (Tollstjóri)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4196/2004 (Hrefnukjöt)[HTML]
Lög nr. 85/2000 fjölluðu um nýtingu sjávarafurða og þar kom fram að umhverfisráðherra færi með yfirstjórn en sjávarútvegsráðherra færi með málefni um nytjastofna sjávar. Fyrirtæki vildi flytja út hrefnukjöt til Kína og fékk leiðbeiningar um að leita til umhverfisráðherra þar sem í gildi væri samkomulag um framsal sjávarútvegsráðherra. Umboðsmaður taldi ráðherra ekki getað framselt valdinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4018/2004 dags. 6. júní 2005 (Lausn opinbers starfsmanns frá störfum vegna sparnaðar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4252/2004 dags. 20. júní 2005 (Innheimtustofnun sveitarfélaga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4231/2004 dags. 28. júní 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4241/2004 dags. 1. júlí 2005 (Aðgangur brotaþola að gögnum máls)[HTML]
Brotaþoli óskaði eftir afriti af gögnum tiltekins máls frá ríkissaksóknara en var synjað á þeim forsendum að lagaákvæðið yrði túlkað þannig að hann gæti einvörðungu komið og kynnt sér gögnin, en ekki afritað þau.

Umboðsmaður skýrði lagaákvæðið með hliðsjón af skýringu á sama orðasambandi í annarri málsgrein sömu greinar þar sem henni var beitt með þeim hætti að viðkomandi ætti rétt á afriti.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4095/2004 dags. 8. júlí 2005 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML]
Kærunefnd útboðsmála skoðaði við meðferð kærumáls ekki nógu vel reglur stjórnsýslulaga né almennar reglur stjórnsýsluréttar. Umboðsmaður taldi hana hafa átt að gera það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4495/2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4186/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]
Bótaþegi var svipt rétti sínum til atvinnuleysisbóta á þeim grundvelli að hún hefði tekið að sér störf í fyrirtæki eiginmanns síns, og var hún krafin um endurgreiðslu bótanna. Breytingarlögum var ætlað að fjarlægja almenn skilyrði tiltekins lagabálks um ásetningsbrot og skilja eftir gáleysisbrot. Hins vegar láðist að breyta lagatextanum með hliðsjón af því að þeirri röksemd að ekki sé viljandi hægt að gera eitthvað af gáleysi.

Að mati umboðsmanns var því ekki hægt að beita þeim gagnvart ásetningsbrotum og þar sem háttsemin var skilgreind þannig í lögunum að hún gæti eingöngu átt við um ásetning, og því rúmaðist yfirlýst ætlan löggjafans í lögskýringargögnum ekki innan merkingar lagatextans sjálfs.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4388/2005 dags. 2. desember 2005 (Löggilding rafverktaka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 5. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4243/2004 dags. 28. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4371/2005 dags. 30. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4430/2005 (Skipan umboðsmanns barna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4413/2005 (Skipan umboðsmanns barna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4279/2004 dags. 10. janúar 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4450/2005 dags. 13. febrúar 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4113/2004 (Varnargarður í Hvítá I)[HTML]
Landeigendur vildu reisa varnargarð og sóttu um leyfi til að reisa 30 metra varnargarð. Leyfið var veitt af ráðuneyti en fyrir 12 metra varnargarð ásamt því að það setti skilyrði, m.a. um líffræðilega úttekt ásamt framkvæmdar- og kostnaðaráætlunum.
Óljóst var hvort leyfisins var þörf í upphafi og einnig í hvað þeim fælist.
Hæstiréttur taldi síðar að ráðuneytinu sjálfu hafi verið óheimilt að setja þau skilyrði sem það gerði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4210/2004 dags. 21. mars 2006 (Skipun ráðuneytisstjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4163/2004 dags. 24. apríl 2006 (Úthafskarfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4557/2005 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4417/2005 dags. 11. júlí 2006 (Líkhúsgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4340/2005 dags. 11. júlí 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4839/2006 dags. 2. nóvember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4306/2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4212/2004 (Uppsögn vegna hagræðingar hjá Fasteignamati ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4218/2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4654/2006 (Skil á starfsleyfi til miðlunar vátrygginga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4671/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4572/2005 dags. 20. desember 2006 (Lausn frá störfum - Hæfi fulltrúa í sveitarstjórn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4686/2006 (Veiting lektorsstöðu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4478/2005 (Malarnáma - útleiga námuréttinda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4787/2006 dags. 28. desember 2006 (Ríkissaksóknari)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4586/2005 dags. 28. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4580/2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4343/2005 dags. 29. desember 2006 (Yfirfasteignamatsnefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4597/2005 dags. 29. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4456/2005 (Yfirlæknar á Landsp.)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4747/2006 dags. 12. febrúar 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4764/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4650/2006 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4585/2005 (Úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4609/2005 dags. 4. apríl 2007 (Ábyrgðarsjóður launa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4956/2007 (Innheimta meðlags)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4629/2006 (Sala á útlánasafni Lánasjóðs Landbúnaðarins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4936/2007 dags. 9. júlí 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4617/2005 dags. 13. júlí 2007 (Frumkvæðisathugun - áætlun opinberra gjalda)[HTML]
Skylda til að gæta hófs við álag á áætlaðar tekjur. Umboðsmaður taldi að óréttmætt hefði verið að byggja ætíð á 20% álagi á tekjur fyrra árs, heldur ætti einnig að meta aðrar upplýsingar sem borist höfðu vegna tekna tekjuársins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4771/2006 (Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði um peningagreiðslu í kvótasjóð)[HTML]
Sveitarfélögum var veitt heimild til að gera samning um byggðakvóta og vildi einn aðilinn fá úthlutaðan slíkan kvóta. Sett var skilyrði um þátttöku í tilteknu samstarfsverkefni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4968/2007 (Hundaeftirlitsgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4949/2007[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 5117/2007 dags. 9. október 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4887/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5103/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4962/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4390/2005 dags. 30. nóvember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3671/2002 dags. 14. desember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4964/2007 dags. 21. desember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4735/2006 (Viðhaldsskylda á götu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4633/2006 (Samfélagsþjónusta)[HTML]
Umboðsmaður taldi órannsakað hjá yfirvöldum um ástæður þess að viðkomandi aðili mætti ekki í samfélagsþjónustu, en að þeim hefði borið að gera það áður en farið væri að taka þá ákvörðun að telja hann ekki hafa uppfyllt þá vararefsingu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4917/2007 dags. 7. apríl 2008 (Niðurskurður á sauðfé)[HTML]
Óheimilt var að semja sig undan stjórnvaldsákvörðun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4997/2007 (Námslán)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 (Áætlunarheimild LÍN)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4552/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5060/2007 dags. 30. júní 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4712/2006 (Stimpilgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4891/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5035/2007 dags. 17. nóvember 2008 (ÁTVR - Ákvörðun útsöluverðs áfengis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5129/2007 (Upplýsingar um veikindi umsækjandans)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5124/2007 (Neikvæð umsögn yfirmanna um umsækjendur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4992/2007 (Eftirlitsgjald vegna heilbrigðisskoðunar á sláturdýrum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5519/2008 dags. 29. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5220/2008 dags. 30. desember 2008 (Skipun héraðsdómara)[HTML]
Sonur Davíðs Oddssonar, ÞD, sótti um dómaraembætti og fjallað um málið í nefnd. Nefndin raðaði ÞD ekki hátt. Settur dómsmálaráðherra í málinu fór yfir gögnin og tók ákvörðun. Ráðherra taldi að þekking á sviði þjóðaréttar væri umsækjanda ekki til tekna og skipaði því ÞD. UA taldi að það mat hefði ekki verið forsvaranlegt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5544/2008 dags. 31. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5387/2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5142/2007 dags. 9. febrúar 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5081/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4934/2007 (Aðgangur að gögnum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5434/2008 (Fjárgreiðslur Landsvirkjunar til Flóahrepps)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5356/2008 dags. 8. maí 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5486/2008 (Ríkissaksóknari)[HTML]
Lögreglan hóf rannsókn á máli og felldi það niður, með tilkynningu til brotaþola um það. Hægt var að kæra hana til ríkissaksóknara. Í málinu reyndi á það hvort afhending rökstuðnings fól í sér upphaf nýs kærufrestar. Ríkissaksóknari taldi að kærufresturinn hefði verið liðinn og vísaði kærunni því frá. Umboðsmaður var ósammála því.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5475/2008 (Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Breyting á stjórnsýsluframkvæmd)[HTML]
Kæru stéttarfélags var vísað frá úrskurðarnefnd þar sem félagið ætti ekki aðild að málinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5718/2009 dags. 7. júlí 2009 (Einelti)[HTML]
Ráðherra gæti borið skyldu til þess að bregðast við í tilefni kvörtunar starfsmanns undirstofnunar um einelti gagnvart honum. Reglurnar kváðu um að starfsmaðurinn ætti að beina kvörtunum um einelti til forstöðumanns en starfsmaðurinn hafði beint henni til ráðuneytisins þar sem kvörtunin sneri að meintu einelti forstöðumannsins sjálfs. Ráðuneytið sagðist ekkert geta gert þegar starfsmaðurinn leitaði til þess. UA taldi að reglurnar myndu vart þjóna tilgangi sínum ef þær yrðu túlkaðar með þeim hætti sem gert var.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5118/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5002/2007 (Innheimta gjalds af sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrir gistingu á sjúkrahóteli)[HTML]
Umboðsmaður taldi að sjúkrahótel væri hluti af þjónustunni en ekki ólögbundin aukaþjónusta.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5587/2009 (Ríkissaksóknari II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5335/2008 dags. 17. september 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5466/2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5112/2007 (Útgáfa lagasafns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5593/2009 dags. 11. nóvember 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4920/2007 (Leyfi til þess að fella á í sinn forna farveg - Varnargarður í Hvítá II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5146/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5529/2008 dags. 15. desember 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5515/2008 (Agaviðurlög í fangelsi)[HTML]
Töflur fundust á fanga og hélt fanginn fram að um væri að ræða hjartamagnil-töflur. Í forsendum ákvörðunarinnar var ekki tekið fram að innihald taflnanna skipti ekki máli fyrir beitingu agaviðurlaganna enda gerðu gildandi reglur ekki greinarmun á innihaldi taflna í þessu samhengi. Umboðsmaður leit svo á að þá staðreynd hefði átt að nefna í forsendum hennar því það hefði spornað við frekari ágreining síðar um innihald þeirra.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5746/2009 (Gjafsóknarbeiðni)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5646/2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5768/2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5810/2009 dags. 17. nóvember 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5927/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5924/2010 dags. 15. mars 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5949/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6418/2011 dags. 17. maí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6438/2011 dags. 24. maí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6109/2010 dags. 7. júní 2011 (Úthlutunarreglur LÍN)[HTML]
Umboðsmaður gerði athugasemdir við stuttan tímafrest sem væntanlegir nemendur fengu frá því breytingar voru gerðar og þar til lánstímabilið hófst.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6457/2011 dags. 16. júní 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6467/2011 dags. 16. júní 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6005/2010 dags. 16. júní 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6487/2011 dags. 23. júní 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6222/2010 dags. 26. ágúst 2011 (Afnotamissir af bifreið)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6070/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6647/2011 dags. 12. október 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6669/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6668/2011 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6719/2011 dags. 30. nóvember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5958/2010 dags. 16. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5918/2010 (Tækniskólamál)[HTML]
Lögreglan kom með fíkniefnahund í framhaldsskóla og lokaði öllum inngöngum nema einum þannig að nemendur gætu ekki komist inn eða út án þess að hundurinn myndi sniffa af þeim. Settur UA taldi að Tækniskólinn væri ekki slíkur að leit væri heimil án dómsúrskurðar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6333/2011 dags. 30. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6259/2010 (Stöðvun á starfsemi söluturns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6367/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6539/2011 dags. 15. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6892/2012 dags. 16. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6110/2010 (Ákvörðun um fjárhæð stjórnvaldssektar - Tilkynningarskylda vegna innherja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6936/2012 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6921/2012 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6402/2011 (Staðfesting ráðherra á svæðisskipulagi)[HTML]
Setning aðalskipulags sem var ekki talin vera stjórnvaldsákvörðun.
Álitamálið snerist um það hvort ráðherrann hafi verið vanhæfur til að staðfesta skipulagið þar sem ráðherrann tók þátt í samþykkt þess á sveitarstjórnarstigi. Umboðsmaður var á því að svo hafi verið.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5864/2009 (Mat á menntun og starfsreynslu umsækjanda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6276/2011 dags. 18. júní 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7035/2012 dags. 9. júlí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6424/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6433/2011 (Atvinnuleysistryggingar námsmanna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6874/2012 dags. 14. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6983/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6225/2010 dags. 31. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7119/2012 dags. 7. september 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7023/2012 dags. 9. október 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6123/2010 (Geysir Green Energy)[HTML]
Geysir Green Energy gaf út yfirlýsingu um að selja ýmis auðlindaréttindi til erlends aðila og fór það yfir nefnd. Hún mat lögmæti ákvörðunarinnar. Umboðsmaður taldi að yfirlýsingu bryti í bága við skýrleikaregluna þar sem hún olli mikilli réttaróvissu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6490/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7192/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7066/2012 (Ráðning í starf tryggingafulltrúa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6767/2011 dags. 15. apríl 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6540/2011 dags. 7. maí 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6639/2011 dags. 22. maí 2013 (Gjald til Fjármálaeftirlits)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6460/2011 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6211/2010 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6436/2011 (Leiðbeinandi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6483/2011 (Starfsleyfi - FME - Málshraðareglan við breytingu á stjórnsýsluframkvæmd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7322/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7100/2012 dags. 25. september 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6395/2011 dags. 27. september 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7193/2012 dags. 20. nóvember 2013 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda - Kostnaður við innheimtu lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7351/2012 (Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa - Vatnsdæla í bifreið)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7327/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7166/2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7021/2012 dags. 30. júní 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7341/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8105/2014 dags. 1. október 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7790/2013 dags. 24. október 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7181/2012 dags. 21. nóvember 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8122/2014 dags. 22. janúar 2015 (Lekamál í innanríkisráðuneytinu)[HTML]
Álitamálið var, litið út frá hæfisreglum, hvort þær hafi verið brotnar með samskiptum ráðherra við lögreglustjórann um rannsókn hins síðarnefnda á lekamálinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8117/2014 (Höfuðborgarstofa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7934/2014 dags. 4. mars 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8181/2014 dags. 22. apríl 2015 (Flutningur Fiskistofu)[HTML]
Ef stjórnvaldsathöfn varðar grundvallaratriði í skipulagi stofnunar eða þjónustu, og þar með hversu íþyngjandi hún er fyrir borgarana, þ.m.t. starfsmenn stofnunarinnar, þá þarfnast hún sterkari lagastoðar en ella.

Umboðsmaður taldi ámælisvert að enginn lögfræðinga ráðuneytisins hefði vakið athygli á fordæminu í Hrd. 1998:4552 nr. 312/1998 (Flutningur Landmælinga Íslands).
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8295/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8322/2015 dags. 28. október 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8383/2015 dags. 3. desember 2015 (Skattrannsókn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8675/2015 (Úthlutun styrkja úr Orkusjóði - Heimildir stjórnvalda til að birta og leiðrétta upplýsingar opinberlega)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8194/2014 (Endurtökupróf)[HTML]
Ákvörðun var tekin um að heimila tilteknum einstaklingi að fara í tiltekið endurtökupróf. Reynt á það hvort skólinn hefði komið málinu þannig fyrir að nemandinn hefði í raun ekki val, til að létta sér vinnuna.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8735/2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8699/2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8544/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8729/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8910/2016 dags. 16. desember 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8678/2015 dags. 23. desember 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8741/2015 dags. 30. desember 2016 (Áminning heilsugæslulæknis)[HTML]
Heilsugæslulæknir mætti ekki á nokkra fundi við yfirlækna en hann hafði áður sagst ekki ætla að mæta á þá. Umboðsmaður taldi að skora hefði átt á lækninn að mæta á fundina og vara hann við afleiðingum þess að mæta ekki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9081/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9174/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8879/2016 dags. 12. febrúar 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9524/2017 dags. 7. maí 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8670/2015 dags. 14. maí 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9446/2017 dags. 26. júní 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9456/2017 (Agaviðurlög í fangelsi)[HTML]
Umbrotsefni kókaíns fundust í blóði eða þvagi fanga og hann talinn hafa neytt fíkniefna, og beittur agaviðurlögum. Ákvörðunin var kærð og ráðuneytið byrjaði á því að afla umsagnar fangelsisyfirvalda sem bárust á þriðja eða fjórða degi. Það taldi sig ekki hafa haft nægan tíma til að kalla eftir andmælum fangans og gerði það því ekki. Umboðsmaður taldi ráðuneytið ekki geta skýlt sér bakvið það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9164/2016 (Húsnæðisvandi utangarðsfólks)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9248/2017 dags. 25. júlí 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9561/2018 (Ráðning starfsmanna á Borgarsögusafni)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9205/2017 dags. 31. október 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9305/2017 dags. 30. nóvember 2018[HTML]
Fjallar um fjallskil, þ.e. réttur til að reka fé upp á land og beita. Sveitarfélögin skipuleggja smalanir á afrétti til að hreinsa þá og leggja á þjónustugjöld á aðila sem í reynd hafi upprekstrarrétt til að standa undir kostnaðnum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9656/2018 (Neyðarhnappur)[HTML]
Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið veitt heimild til ráðherra til að byggja á atriðum eins og búsetu og öðrum persónulegum atriðum. Þá hafði einnig ekki verið metin atriði eins og hvort sambærileg þjónusta og sú sem var skert var fyrir hendi á staðnum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9513/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9398/2017 dags. 28. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9317/2017 dags. 31. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9940/2018 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9956/2019 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9916/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 9792/2018 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9792/2018 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9796/2018 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9606/2018 dags. 16. apríl 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9819/2018 dags. 31. maí 2019 (Tollkvóti)[HTML]
Aðili bauð í tollkvóta á kjöti. Hann gerir mistök og setti nokkur núll fyrir aftan upphæðina. Honum var svo haldið við það tilboð. Umboðsmaður taldi að meta hefði átt hvort rétt væri að afturkalla ákvörðunina þegar upplýsingar bárust um að viðkomandi gerði mistökin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9952/2019 dags. 28. júní 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9944/2019 dags. 23. september 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9758/2018 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10008/2019 dags. 17. janúar 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9897/2018 dags. 30. janúar 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10319/2019 dags. 19. febrúar 2020 (Nafnbirting umsækjenda hjá RÚV)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10128/2019 dags. 6. apríl 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10502/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9979/2019 dags. 15. júní 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9629/2018 dags. 28. september 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9802/2018 dags. 30. september 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9963/2019 dags. 19. október 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1775/1996 dags. 29. desember 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10886/2020 dags. 30. desember 2020[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10902/2021 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10459/2020 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10428/2020 dags. 10. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10824/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9683/2018 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10613/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10833/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10936/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10939/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10405/2020 dags. 19. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10976/2021 dags. 9. apríl 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5117/2007 dags. 31. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10431/2020 dags. 14. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11028/2021 dags. 16. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11033/2021 dags. 16. apríl 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10917/2021 dags. 23. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10913/2021 dags. 27. apríl 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11002/2021 dags. 19. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10110/2019 dags. 25. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10816/2020 dags. 3. júní 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10903/2021 dags. 21. júní 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10968/2021 dags. 2. júlí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10593/2020 dags. 7. júlí 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11117/2021 dags. 13. ágúst 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11009/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10219/2019 dags. 4. október 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11066/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11364/2021 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11507/2022 dags. 14. febrúar 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10993/2021 dags. 21. febrúar 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F109/2022 dags. 3. mars 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10675/2020 dags. 5. maí 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11604/2022 dags. 10. maí 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11026/2021 dags. 17. maí 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11339/2021 dags. 30. maí 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F105/2021 dags. 15. júní 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11695/2022 dags. 11. ágúst 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11471/2022 dags. 23. ágúst 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11264/2021 dags. 5. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11698/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11421/2021 dags. 10. október 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11167/2021 dags. 11. október 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11893/2022 dags. 31. október 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11410/2021 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12062/2023 dags. 18. apríl 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11998/2023 dags. 15. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12135/2023 dags. 26. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12160/2023 dags. 19. júní 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11373/2021 dags. 21. júní 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12231/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12233/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11910/2022 dags. 21. júlí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12314/2023 dags. 11. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12358/2023 dags. 11. september 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11797/2022 dags. 23. október 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11988/2022 dags. 25. október 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12141/2023 dags. 7. nóvember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12120/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12401/2023 dags. 28. nóvember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12440/2023 dags. 13. desember 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12291/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12550/2023 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11783/2022 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11782/2022 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12474/2023 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F124/2022 dags. 6. maí 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12104/2023 dags. 13. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12364/2023 dags. 13. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12187/2023 dags. 23. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12511/2023 dags. 3. júní 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12179/2023 dags. 7. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12414/2023 dags. 21. júní 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12283/2023 dags. 9. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12390/2023 dags. 20. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12800/2024 dags. 29. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12880/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12938/2024 dags. 4. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12253/2023 dags. 13. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12652/2024 dags. 19. september 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F154/2024 dags. 30. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12787/2024 dags. 16. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12630/2024 dags. 24. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12397/2024 dags. 6. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12921/2024 dags. 18. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13014/2024 dags. 4. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 2/2025 dags. 4. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13054/2025 dags. 5. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12385/2023 dags. 24. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12413/2024 dags. 24. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12532/2025 dags. 8. apríl 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 84/2025 dags. 11. apríl 2025[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12250/2025 dags. 9. júlí 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 263/2025 dags. 19. september 2025[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5/2025 dags. 25. september 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 425/2025 dags. 31. október 2025[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12947/2024 dags. 5. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1815-1824146, 351
1824-1830150
1830-1837430, 433-434
1837-184521
1853-1857288
1857-1862202
1868-1870121, 253
1890-1894388
1899-1903231
1913-1916633
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1946 - Registur65, 77
1946343
1947292
19528, 162
1953352
1959767-769
1961135, 158, 270
1962280
1963176, 419
1964 - Registur49, 61, 90, 97
1964140, 199, 531, 803
1965 - Registur43, 102
1966 - Registur86
1966592, 931
1967235, 1028, 1109
196897
1969 - Registur115, 165
1969154, 448
197051, 343, 379, 569, 797
1970 - Registur71, 97-99, 138-139
1972488, 771, 982
1973 - Registur61
1973360, 423, 526, 650, 812
197422, 93, 793, 844
1975 - Registur121
1975553, 993
1976850
197817, 19, 895
1978 - Registur89, 115, 141
1979 - Registur180
1979827, 1161-1162
1981 - Registur115
1981212, 216, 1058, 1147, 1200, 1529
1982 - Registur135
19821119, 1123, 1659-1660, 1935, 1939
19831451, 1461, 1661, 1799
19841393, 1418
1985241, 412, 640, 1541
1986468-469, 775, 1272, 1462, 1471, 1734
1987398, 478, 988, 1009, 1144-1145, 1152, 1745, 1752
1988 - Registur73
1988148, 365, 370, 534
1989367, 571, 1520, 1644, 1647
1990157, 463, 466, 1589, 1669
1991 - Registur193
1991618, 901, 928, 1188, 1193, 1990
1992 - Registur168, 205
1992914, 1000
199382, 460, 650, 681-682, 1084, 1524, 2234
1994 - Registur140, 146, 271
199488, 679, 682, 764, 1415, 1635-1636, 1907, 2090, 2329, 2430, 2519, 2672, 2674
1995 - Registur202
199534, 184, 207, 410, 457, 2768, 3015, 3066, 3072
1996 - Registur322
199647, 998, 1080, 1160, 1262, 1653, 1730-1731, 2010, 2487, 3188, 3970, 4085
1997162, 235, 241, 368, 398-399, 783, 982, 1170, 1338, 1733, 2038, 2071, 2289, 2639, 3541, 3564, 3578, 3606
1998275, 314, 478, 704, 1098, 1524, 1674, 2248, 2275, 2393, 2407, 2410, 2412, 2417, 2541, 3128, 3400, 3402, 3483, 3708, 4275, 4414
1999583, 586, 611, 919-920, 1272, 1426, 1934, 1961, 2102, 2284, 3267, 3393, 3445, 3629, 3689, 4328, 4450, 4811, 4813, 4815, 4819, 5000
200058, 225, 458, 462, 484, 660, 689, 792, 1066, 1082, 1204, 1504, 1507, 1514, 1559, 1675, 2024, 2096, 2147, 2195, 2198, 2583, 2586, 2723, 3244, 3250, 3564, 3570, 3597, 4502
20024102, 4105-4106, 4308
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1971-197513
1971-197559, 148
1976-198327, 36
1976-1983245-246, 251, 253, 258, 260, 265, 267, 275, 293
1984-1992284, 347, 422, 433
1993-1996314
1997-2000406, 629
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1876B52
1886B42
1887B62, 64, 75
1888B105
1891B75, 120
1895B184
1898B149
1917B253
1922B121
1924B134
1928B239
1929B126, 182
1930B46, 302
1933B97
1935B105, 262, 321
1936B73
1937B31
1938B260
1939B32, 205, 261, 271
1940B290
1941B31, 107, 290
1942B27, 232
1943B432
1944B18, 84, 257
1945B111, 178
1946B130
1947B31, 149, 387
1949B111, 386, 392, 461
1950B515, 550, 589
1951B128, 201
1952B149
1958B81
1962B457
1969B539
1970A297
1972C110
1975A35
1975B265
1977A70, 84
1980B842
1984C19
1985B190
1985C194
1986C3
1989A332, 441
1989B1086
1989C60, 72
1992A100, 164
1992B309
1992C104
1993C674
1994A768, 770
1994B693
1996C50
1997B956
1999B847
2000A91
2000B168, 1216
2001C335
2004A47
2005B1421, 1503
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1887BAugl nr. 54/1887 - Brjef ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja um synjun staðfestingar á lagafrumvarpi um fiskiveiðar í landhelgi[PDF prentútgáfa]
1891BAugl nr. 69/1891 - Brjef ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja um synjun konungsstaðfestingar á lagafrumvarpi um eignarrjett á sömdu máli[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 106/1891 - Skýrsla um aðalfund amtsráðsins í norður- og austuramtinu 3.—6. júní 1891[PDF prentútgáfa]
1895BAugl nr. 130/1895 - Skýrsla um aðalfund amtsráðsins í Vesturamtinu 14. og 15. júní 1895[PDF prentútgáfa]
1898BAugl nr. 96/1898 - Skýrsla um fund amtsráðsins í Suðuramtinu 30. júní — 2. júlí 1898[PDF prentútgáfa]
1917BAugl nr. 100/1917 - Hafnarreglugjörð fyrir Reykjavíkurkaupstað[PDF prentútgáfa]
1922BAugl nr. 62/1922 - Hafnarreglugjörð fyrir Siglufjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
1924BAugl nr. 69/1924 - Hafnarreglugjörð fyrir Ísafjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
1928BAugl nr. 61/1928 - Hafnarreglugjörð fyrir Siglufjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
1929BAugl nr. 48/1929 - Hafnarreglugjörð fyrir Neskaupstað, Norðfirði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 63/1929 - Hafnarreglugjörð fyrir Ísafjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
1930BAugl nr. 12/1930 - Hafnarreglugerð fyrir Borgarneskauptún[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 114/1930 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
1933BAugl nr. 26/1933 - Hafnarreglugerð fyrir Flateyrarkauptún[PDF prentútgáfa]
1935BAugl nr. 97/1935 - Hafnarreglugerð fyrir Þingeyrarkauptún[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 121/1935 - Hafnarreglugerð fyrir Húsavíkurkauptún[PDF prentútgáfa]
1936BAugl nr. 22/1936 - Hafnarreglugerð fyrir Ísafjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
1937BAugl nr. 21/1937 - Hafnarreglugerð fyrir Hólmavíkurkauptún[PDF prentútgáfa]
1938BAugl nr. 136/1938 - Hafnarreglugerð fyrir Sauðárkrók[PDF prentútgáfa]
1939BAugl nr. 18/1939 - Hafnarreglugerð fyrir Patreksfjarðarkauptún[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 130/1939 - Hafnarreglugerð fyrir Þórshafnarkauptún[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 161/1939 - Hafnarreglugerð fyrir Hvammstangakauptún[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 165/1939 - Hafnarreglugerð fyrir Suðureyrarkauptún[PDF prentútgáfa]
1940BAugl nr. 145/1940 - Hafnarreglugerð fyrir Flateyrarkauptún[PDF prentútgáfa]
1941BAugl nr. 21/1941 - Hafnarreglugerð fyrir Seyðisfjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 65/1941 - Hafnarreglugerð fyrir Raufarhöfn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 157/1941 - Hafnarreglugerð fyrir Ólafsvíkurkauptún[PDF prentútgáfa]
1942BAugl nr. 10/1942 - Hafnarreglugerð fyrir Keflavíkurkauptún[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 161/1942 - Hafnarreglugerð fyrir Krossavíkurhöfn í Neshreppi utan Ennis[PDF prentútgáfa]
1944BAugl nr. 16/1944 - Hafnarreglugerð fyrir Patreksfjarðarkauptún[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 60/1944 - Hafnarreglugerð fyrir Grundarfjörð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 163/1944 - Hafnarreglugerð fyrir Neskaupstað[PDF prentútgáfa]
1945BAugl nr. 70/1945 - Hafnarreglugerð fyrir Járngerðarstaðahverfi í Grindavík[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 82/1945 - Hafnarreglugerð fyrir Eskifjarðarkauptún[PDF prentútgáfa]
1946BAugl nr. 64/1946 - Hafnarreglugerð fyrir Ísafjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
1947BAugl nr. 18/1947 - Hafnarreglugerð fyrir Hvammstangakauptún[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 77/1947 - Hafnarreglugerð fyrir Flateyrarkauptún[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 177/1947 - Hafnarreglugerð fyrir Bíldudalskauptún[PDF prentútgáfa]
1949BAugl nr. 47/1949 - Hafnarreglugerð fyrir Reykjavíkurhöfn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 171/1949 - Hafnarreglugerð fyrir landshöfnina í Keflavík og Njarðvíkum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 172/1949 - Reglugerð um hafnargjöld landshafnarinnar í Keflavík og Njarðvíkum[PDF prentútgáfa]
1950BAugl nr. 230/1950 - Hafnarreglugerð fyrir Akureyrarkaupstað[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 245/1950 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
1951BAugl nr. 66/1951 - Hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmskauptún[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 97/1951 - Hafnarreglugerð fyrir Hólmavíkurkauptún[PDF prentútgáfa]
1952BAugl nr. 83/1952 - Hafnarreglugerð fyrir Þorlákshöfn[PDF prentútgáfa]
1958BAugl nr. 34/1958 - Hafnarreglugerð fyrir Hrísey[PDF prentútgáfa]
1962BAugl nr. 202/1962 - Hafnarreglugerð fyrir Skarðsstöð í Skarðshreppi, Dalasýslu[PDF prentútgáfa]
1969BAugl nr. 303/1969 - Hafnarreglugerð fyrir Eskifjarðarkauptún[PDF prentútgáfa]
1970AAugl nr. 36/1970 - Lög um leigubifreiðar[PDF prentútgáfa]
1972CAugl nr. 23/1972 - Auglýsing um Norðurlandasamning um samgöngumál[PDF prentútgáfa]
1975AAugl nr. 10/1975 - Lög um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði[PDF prentútgáfa]
1975BAugl nr. 148/1975 - Hafnarreglugerð fyrir Eskifjarðarkaupstað[PDF prentútgáfa]
1977AAugl nr. 18/1977 - Lög um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði[PDF prentútgáfa]
1980BAugl nr. 527/1980 - Reglugerð um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðabyggingar[PDF prentútgáfa]
1984CAugl nr. 8/1984 - Auglýsing um Evrópusamning um framsal sakamanna[PDF prentútgáfa]
1985BAugl nr. 89/1985 - Reglugerð um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðabyggingar[PDF prentútgáfa]
1985CAugl nr. 7/1985 - Auglýsing um hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna[PDF prentútgáfa]
1989AAugl nr. 55/1989 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta samninga um réttarstöðu skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs og um réttarstöðu samnorrænna stofnana[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 90/1989 - Lög um aðför[PDF prentútgáfa]
1989BAugl nr. 543/1989 - Reglugerð um námskeið og próf til að öðlast leyfi til verðbréfamiðlunar[PDF prentútgáfa]
1989CAugl nr. 12/1989 - Auglýsing um samning um réttarstöðu skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 15/1989 - Auglýsing um Evrópusamning um vernd fornleifaarfsins[PDF prentútgáfa]
1992AAugl nr. 37/1992 - Lög um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 58/1992 - Lög um vernd barna og ungmenna[PDF prentútgáfa]Fyrirsögn augl. síðar breytt í: Barnaverndarlög
1992BAugl nr. 138/1992 - Reglugerð um námskeið og próf til að öðlast leyfi til verðbréfamiðlunar[PDF prentútgáfa]
1992CAugl nr. 18/1992 - Auglýsing um samning um réttindi barnsins[PDF prentútgáfa]
1993CAugl nr. 22/1993 - Auglýsing um Evrópusamning um alþjóðlegt gildi refsidóma[PDF prentútgáfa]
1994AAugl nr. 159/1994 - Lög um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög[PDF prentútgáfa]
1994BAugl nr. 244/1994 - Reglugerð um staðfestingu starfsleyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. skv. ákvæðum EES-samningsins[PDF prentútgáfa]
1996CAugl nr. 16/1996 - Auglýsing um samning um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
1997BAugl nr. 452/1997 - Auglýsing um aðalsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Elkem A/S og Sumitomo Corporation[PDF prentútgáfa]
1999BAugl nr. 301/1999 - Reglugerð um próf í verðbréfamiðlun[PDF prentútgáfa]
2000AAugl nr. 43/2000 - Lög um lagaskil á sviði samningaréttar[PDF prentútgáfa]
2000BAugl nr. 32/2000 - Reglugerð um gagnagrunn á heilbrigðissviði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 506/2000 - Reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum[PDF prentútgáfa]
2001CAugl nr. 26/2001 - Auglýsing um breytingar á samningi um Alþjóðastofnun um notkun gervitungla í siglingum (INMARSAT)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002CAugl nr. 26/2002 - Auglýsing um breytingu á samningi um afnám allrar mismununar gagnvart konum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004AAugl nr. 26/2004 - Lög um Evrópufélög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 652/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993, um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 670/2005 - Reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2006BAugl nr. 987/2006 - Reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja[PDF vefútgáfa]
2007BAugl nr. 755/2007 - Reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti[PDF vefútgáfa]
2008BAugl nr. 240/2008 - Skipulagsskrá Rannsóknarstyrkja Bjarna Benediktssonar[PDF vefútgáfa]
2010AAugl nr. 99/2010 - Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi[PDF vefútgáfa]
2010BAugl nr. 106/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
2011AAugl nr. 138/2011 - Sveitarstjórnarlög[PDF vefútgáfa]
2012AAugl nr. 140/2012 - Upplýsingalög[PDF vefútgáfa]
2013AAugl nr. 19/2013 - Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins[PDF vefútgáfa]
2017BAugl nr. 340/2017 - Reglugerð um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu[PDF vefútgáfa]
2018AAugl nr. 90/2018 - Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga[PDF vefútgáfa]
2018BAugl nr. 1033/2018 - Reglugerð um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra þjónustu- og rekstraraðila sem veita þjónustu við fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
2021CAugl nr. 50/2021 - Auglýsing um samning við Rússland um stjórnsýsluaðstoð í tollamálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 54/2021 - Auglýsing um fyrirsvarssamning við Danmörku varðandi vegabréfsáritanir[PDF vefútgáfa]
2022CAugl nr. 4/2022 - Auglýsing um birtingu á tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
2023BAugl nr. 1217/2023 - Auglýsing um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins[PDF vefútgáfa]
2024BAugl nr. 333/2024 - Auglýsing um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja hæfi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins[PDF vefútgáfa]
2024CAugl nr. 70/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Þjóðfundurinn 1851Umræður174
Ráðgjafarþing1Umræður120, 239, 258, 298-299, 539
Ráðgjafarþing2Umræður51, 118, 120, 335, 408, 471, 481, 498
Ráðgjafarþing3Þingskjöl6, 17
Ráðgjafarþing3Umræður648, 811
Ráðgjafarþing4Þingskjöl38
Ráðgjafarþing4Umræður354
Ráðgjafarþing6Umræður48, 681, 1036
Ráðgjafarþing7Þingskjöl58
Ráðgjafarþing7Umræður616, 842, 1240
Ráðgjafarþing8Þingskjöl60
Ráðgjafarþing8Umræður837, 851, 1099, 1484, 1509, 1539, 1620, 1640, 1642, 1685, 1692, 1777, 1822
Ráðgjafarþing9Þingskjöl345-346, 351, 503, 505, 507, 521
Ráðgjafarþing9Umræður36, 936, 969, 1036
Ráðgjafarþing10Þingskjöl230, 455
Ráðgjafarþing10Umræður757
Ráðgjafarþing11Umræður292, 307
Ráðgjafarþing13Umræður109, 217, 552
Löggjafarþing1Fyrri partur468
Löggjafarþing1Seinni partur18, 87, 379
Löggjafarþing2Fyrri partur617, 651, 655
Löggjafarþing2Seinni partur94, 247, 339, 378, 386, 389
Löggjafarþing3Þingskjöl265
Löggjafarþing3Umræður808, 864
Löggjafarþing4Þingskjöl180, 199-200, 206, 208
Löggjafarþing4Umræður391, 843
Löggjafarþing5Þingskjöl36
Löggjafarþing6Þingskjöl109, 178
Löggjafarþing6Umræður (Ed. og sþ.)49/50, 475/476
Löggjafarþing6Umræður (Nd.)415/416
Löggjafarþing7Umræður (Nd.)211/212, 449/450
Löggjafarþing8Umræður (Ed. og sþ.)583/584
Löggjafarþing9Þingskjöl192
Löggjafarþing9Umræður (Ed. og sþ.)17/18, 71/72, 117/118
Löggjafarþing10Umræður (Ed. og sþ.)79/80
Löggjafarþing10Umræður (Nd.)283/284
Löggjafarþing13Þingskjöl451
Löggjafarþing15Þingskjöl189
Löggjafarþing16Þingskjöl427
Löggjafarþing19Umræður1295/1296
Löggjafarþing20Umræður1247/1248, 2235/2236, 2491/2492
Löggjafarþing22Þingskjöl168, 176, 1148
Löggjafarþing22Umræður (Nd.)1549/1550
Löggjafarþing24Þingskjöl109, 252
Löggjafarþing24Umræður (Nd.)239/240
Löggjafarþing25Umræður (Nd.)191/192
Löggjafarþing31Þingskjöl686
Löggjafarþing33Þingskjöl118
Löggjafarþing33Umræður (þáltill. og fsp.)389/390
Löggjafarþing34Þingskjöl635
Löggjafarþing35Þingskjöl61
Löggjafarþing37Umræður - Fallin mál1061/1062
Löggjafarþing41Umræður - Fallin mál927/928
Löggjafarþing45Umræður (þáltill. og fsp.)9/10
Löggjafarþing46Þingskjöl321, 323
Löggjafarþing46Umræður (samþ. mál)1389/1390, 1615/1616
Löggjafarþing47Þingskjöl223
Löggjafarþing52Umræður (samþ. mál)583/584
Löggjafarþing52Umræður (þáltill. og fsp.)185/186
Löggjafarþing54Þingskjöl256
Löggjafarþing56Umræður (samþ. mál)385/386
Löggjafarþing59Þingskjöl234
Löggjafarþing65Umræður39/40
Löggjafarþing67Umræður (samþ. mál)91/92
Löggjafarþing67Umræður - Fallin mál627/628
Löggjafarþing67Umræður (þáltill. og fsp.)459/460
Löggjafarþing69Umræður (samþ. mál)1469/1470
Löggjafarþing71Umræður (samþ. mál)1343/1344
Löggjafarþing72Þingskjöl200
Löggjafarþing73Umræður (samþ. mál)1059/1060, 1643/1644
Löggjafarþing73Umræður (þáltill. og fsp.)393/394
Löggjafarþing74Þingskjöl135, 191
Löggjafarþing74Umræður (samþ. mál)823/824, 1423/1424, 1433/1434
Löggjafarþing74Umræður (þáltill. og fsp.)619/620
Löggjafarþing75Þingskjöl433, 865, 1136
Löggjafarþing76Þingskjöl166
Löggjafarþing76Umræður (samþ. mál)263/264
Löggjafarþing76Umræður - Fallin mál221/222, 241/242
Löggjafarþing76Umræður (þáltill. og fsp.)37/38
Löggjafarþing77Umræður (samþ. mál)853/854
Löggjafarþing77Umræður - Fallin mál215/216
Löggjafarþing78Þingskjöl772-773, 791, 1069
Löggjafarþing78Umræður (samþ. mál)851/852-853/854, 1925/1926, 1945/1946
Löggjafarþing78Umræður - Fallin mál7/8
Löggjafarþing80Þingskjöl1159
Löggjafarþing80Umræður (samþ. mál)3189/3190
Löggjafarþing81Þingskjöl814
Löggjafarþing81Umræður (samþ. mál)1673/1674
Löggjafarþing81Umræður (þáltill. og fsp.)167/168-171/172, 443/444, 779/780, 1079/1080
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)561/562, 1339/1340, 2325/2326
Löggjafarþing83Þingskjöl1034, 1099
Löggjafarþing83Umræður (samþ. mál)1091/1092, 1155/1156
Löggjafarþing83Umræður - Fallin mál773/774
Löggjafarþing84Umræður (samþ. mál)1501/1502
Löggjafarþing84Umræður - Óútrædd mál913/914
Löggjafarþing85Þingskjöl877
Löggjafarþing85Umræður (samþ. mál)1533/1534
Löggjafarþing85Umræður (þáltill. og fsp.)27/28
Löggjafarþing85Umræður - Óútrædd mál167/168
Löggjafarþing86Þingskjöl166, 278
Löggjafarþing86Umræður (samþ. mál)1721/1722, 1801/1802, 1919/1920
Löggjafarþing86Umræður (þáltill. og fsp.)319/320, 459/460
Löggjafarþing86Umræður - Óútrædd mál113/114, 127/128
Löggjafarþing87Umræður (samþ. mál)1179/1180
Löggjafarþing88Þingskjöl1139
Löggjafarþing88Umræður (samþ. mál)275/276, 1163/1164
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál517/518
Löggjafarþing89Þingskjöl312, 1259, 1562
Löggjafarþing89Umræður (samþ. mál)145/146, 753/754-755/756, 1275/1276, 1405/1406-1407/1408
Löggjafarþing89Umræður - Óútrædd mál21/22, 141/142
Löggjafarþing90Þingskjöl464, 1212, 1443, 1725
Löggjafarþing90Umræður (samþ. mál)577/578
Löggjafarþing90Umræður (þáltill. og fsp.)775/776
Löggjafarþing90Umræður - Óútrædd mál169/170, 251/252
Löggjafarþing91Þingskjöl2045, 2066
Löggjafarþing91Umræður (þáltill. og fsp.)279/280
Löggjafarþing91Umræður - Óútrædd mál35/36, 199/200, 241/242
Löggjafarþing92Þingskjöl336, 357, 1083, 1272
Löggjafarþing92Umræður (samþ. mál)825/826, 1395/1396, 1539/1540, 1983/1984
Löggjafarþing92Umræður (þáltill. og fsp.)1145/1146, 1275/1276
Löggjafarþing93Þingskjöl269, 279, 1137, 1197
Löggjafarþing93Umræður119/120-121/122, 829/830, 2395/2396, 2605/2606, 2899/2900, 3099/3100, 3737/3738
Löggjafarþing94Þingskjöl361, 395, 533, 1190-1191, 1479, 1901, 2269
Löggjafarþing94Umræður149/150, 157/158, 631/632, 817/818, 921/922, 1467/1468, 1481/1482, 1737/1738, 1849/1850, 3153/3154, 4235/4236
Löggjafarþing96Þingskjöl229, 238, 1057, 1061, 1187, 1195, 1437
Löggjafarþing96Umræður193/194, 345/346-347/348, 361/362, 419/420, 1191/1192, 1423/1424, 2177/2178, 2311/2312, 3211/3212, 3403/3404, 3527/3528, 3729/3730-3731/3732
Löggjafarþing97Þingskjöl1522, 1750, 1753, 1839, 1843-1844, 1881, 1957
Löggjafarþing97Umræður2083/2084, 3929/3930
Löggjafarþing98Þingskjöl593, 606, 700, 720, 723-724, 776, 1295, 1325, 1420, 1713, 1736
Löggjafarþing98Umræður529/530, 1621/1622, 3189/3190, 3303/3304, 4045/4046
Löggjafarþing99Þingskjöl512, 515, 517, 551, 699, 1335, 1398-1399, 1416, 1522, 1557, 1959, 2026, 2426, 2567, 2657
Löggjafarþing99Umræður3409/3410, 3807/3808
Löggjafarþing100Þingskjöl375, 640, 1393, 1781, 2705, 2712-2713, 2795
Löggjafarþing100Umræður105/106, 125/126, 163/164, 745/746, 1393/1394, 2555/2556-2557/2558, 2567/2568, 2949/2950, 4113/4114, 4117/4118, 4953/4954
Löggjafarþing102Þingskjöl409, 476, 620, 702, 709-710, 1674, 1808
Löggjafarþing102Umræður207/208, 365/366, 651/652, 921/922-923/924, 947/948, 1305/1306
Löggjafarþing103Þingskjöl298, 345, 593, 708, 710, 829, 918, 1634, 1640, 2059
Löggjafarþing103Umræður143/144, 227/228-229/230, 349/350-351/352, 589/590, 643/644, 649/650-651/652, 1013/1014, 1959/1960, 2189/2190, 3367/3368, 3779/3780, 3817/3818, 4985/4986
Löggjafarþing104Þingskjöl730, 1320-1321, 1536, 1738, 2181, 2184, 2353, 2671
Löggjafarþing104Umræður565/566-567/568, 831/832, 2029/2030, 2425/2426, 2461/2462, 2591/2592, 3131/3132, 3883/3884, 4089/4090, 4347/4348
Löggjafarþing105Þingskjöl549, 676, 776, 1395, 1415, 2261, 2266, 2275, 2279-2280, 2793
Löggjafarþing105Umræður959/960, 1559/1560
Löggjafarþing106Þingskjöl603, 677, 798, 818, 1757, 1786, 1902, 2140, 2330, 2338, 2346, 2355, 2362, 2594
Löggjafarþing106Umræður989/990, 1003/1004, 1185/1186, 1645/1646, 1933/1934, 1953/1954, 3343/3344, 3475/3476, 4091/4092, 4199/4200, 4593/4594, 5359/5360
Löggjafarþing107Þingskjöl712, 731, 827, 1026, 1034, 1042, 1051, 1058, 1414, 1442, 1551, 3128, 3132-3133, 3299-3301, 3303, 3533
Löggjafarþing107Umræður93/94, 971/972, 2437/2438, 2491/2492, 3077/3078, 3577/3578, 4767/4768, 4797/4798, 5237/5238, 5775/5776, 5939/5940, 6757/6758
Löggjafarþing108Þingskjöl507, 511-512, 905-906, 2149-2150, 2227, 3062, 3065, 3069-3070, 3368
Löggjafarþing108Umræður377/378, 1077/1078, 1985/1986, 2643/2644, 2663/2664, 2707/2708, 3391/3392, 3407/3408, 4241/4242
Löggjafarþing109Þingskjöl839-840, 1142, 1460, 2571, 2851-2852, 3322-3323, 3332, 3358, 3599, 3728-3729, 4042
Löggjafarþing109Umræður1345/1346, 1423/1424, 2521/2522, 2531/2532, 2751/2752, 3101/3102, 3125/3126, 3291/3292, 4323/4324
Löggjafarþing110Þingskjöl430-431, 1021, 1147, 2889, 2941, 3313, 3405, 3421, 3431-3432, 3441, 3577, 3580, 3585, 3588, 3609, 3986
Löggjafarþing110Umræður47/48, 537/538, 1421/1422, 4607/4608, 5861/5862, 6015/6016, 6781/6782, 7479/7480-7481/7482, 7661/7662
Löggjafarþing111Þingskjöl790, 805, 810, 818, 825, 827, 833, 856, 889, 1773, 1918, 2214, 2217, 2222, 2225, 2454, 2793, 2845, 3500
Löggjafarþing111Umræður1007/1008, 3173/3174, 3295/3296, 3537/3538, 3633/3634, 3827/3828, 4245/4246, 6415/6416, 6813/6814, 6951/6952, 7475/7476-7477/7478
Löggjafarþing112Þingskjöl651, 863, 900-901, 1013-1015, 1727, 1737-1738, 1945, 2402, 2439, 2746, 2983-2984, 2999, 3009, 3019, 3179, 3310, 3720, 3723, 4280, 4380, 5183, 5197
Löggjafarþing112Umræður1071/1072, 1197/1198-1199/1200, 1211/1212, 2903/2904, 2979/2980, 4297/4298, 4423/4424, 4643/4644, 4649/4650, 4943/4944, 5005/5006, 5009/5010, 5199/5200, 5247/5248, 5831/5832, 5881/5882, 5921/5922, 6159/6160, 6337/6338, 6345/6346
Löggjafarþing113Þingskjöl2249, 2271, 3106, 3374, 3403, 3408, 3455
Löggjafarþing113Umræður683/684, 1187/1188, 1753/1754, 2035/2036, 2235/2236, 3171/3172, 3215/3216, 3219/3220, 3707/3708
Löggjafarþing114Umræður63/64
Löggjafarþing115Þingskjöl850, 907, 923, 930, 982, 996, 1075-1076, 1158, 1322, 2908-2909, 3320, 4071, 4154, 4226, 4277, 4280, 4352, 4389, 4404-4406, 4481, 5072, 5252, 5254, 5565, 5877, 6001, 6051
Löggjafarþing115Umræður307/308, 2033/2034, 2173/2174, 5303/5304, 5427/5428, 5435/5436, 5443/5444, 5729/5730, 5735/5736-5737/5738, 5743/5744, 5753/5754, 7163/7164, 7381/7382, 8717/8718, 9415/9416
Löggjafarþing116Þingskjöl179, 690-691, 704, 735, 748, 2290, 2481, 2521, 2536-2539, 2830, 3280, 3320-3321, 3621, 3649, 3653, 3748, 3751, 3753, 3756, 3821, 4494, 4501, 4506, 4512, 4960, 5715, 5880, 5885-5886, 5893
Löggjafarþing116Umræður57/58, 123/124, 147/148, 853/854, 975/976, 1419/1420, 1673/1674, 1765/1766, 7771/7772, 8335/8336, 9247/9248, 9643/9644
Löggjafarþing117Þingskjöl790, 795-796, 803, 1732, 1885, 1888-1890, 1893, 2285, 2923, 2925, 2933, 3067-3069, 3077, 3093, 3095, 3975, 4067, 4162, 4716, 4794-4795, 4958
Löggjafarþing117Umræður1105/1106, 1767/1768, 2725/2726, 3949/3950, 4147/4148, 4701/4702, 5417/5418, 5595/5596, 5761/5762, 6389/6390, 6609/6610, 6863/6864, 7353/7354
Löggjafarþing118Þingskjöl906, 908, 916, 924, 931, 968, 1006, 1024, 1276, 1847-1848, 2098, 2105, 2560, 2573, 2977, 3261, 3263, 3287, 3302, 3562
Löggjafarþing118Umræður407/408, 1211/1212, 1837/1838, 2377/2378, 2515/2516, 4643/4644, 4691/4692, 4981/4982, 5009/5010
Löggjafarþing119Þingskjöl80, 101, 699
Löggjafarþing120Þingskjöl697, 738, 808, 811, 1225, 1434, 1441-1442, 2011, 2250, 2396, 2403, 2407, 2414, 2490, 2523, 3033, 3141-3142, 3431, 3453, 3462, 4339, 4717, 4740, 4833
Löggjafarþing120Umræður1165/1166, 2785/2786-2787/2788, 2857/2858, 2861/2862, 2873/2874, 3013/3014, 3237/3238, 3367/3368, 4015/4016, 4079/4080, 4099/4100, 4217/4218, 4269/4270, 4273/4274, 4445/4446, 4455/4456, 4549/4550, 4553/4554, 5099/5100, 5967/5968, 6067/6068, 6319/6320, 6465/6466, 6487/6488, 6505/6506, 6511/6512, 6547/6548, 6585/6586, 7161/7162, 7235/7236
Löggjafarþing121Þingskjöl716, 863, 2126, 2133, 2137, 2144, 2884, 3258, 3675, 4120, 4284, 4789, 4803-4804, 4819, 4831, 4992, 5269, 5395-5396
Löggjafarþing121Umræður275/276, 1209/1210, 1297/1298, 3093/3094, 5209/5210, 5529/5530, 6035/6036, 6381/6382, 6397/6398
Löggjafarþing122Þingskjöl527-528, 566, 571, 798, 971, 1309, 1325, 2075, 2611, 2624-2625, 4730, 5309-5310, 5508, 5669, 5811
Löggjafarþing122Umræður769/770, 3235/3236, 3621/3622, 4189/4190, 6575/6576, 6597/6598, 6633/6634-6635/6636, 6639/6640, 6851/6852, 7777/7778
Löggjafarþing123Þingskjöl593, 643, 738, 1042, 1045, 1053, 1060-1061, 1558, 1565, 1570-1571, 1610, 1689, 2279, 2611, 2787, 2834, 2912, 3401, 3865
Löggjafarþing123Umræður181/182, 553/554, 1423/1424, 4305/4306
Löggjafarþing125Þingskjöl707, 807, 813, 819-820, 858, 938, 951, 1251, 1787, 1993, 2028, 2550, 2554, 2585, 2625, 2627, 2637, 2705, 2708, 2722, 2734, 2752, 2765, 2989, 3449, 3808, 4612, 5147, 5230, 5245, 5346
Löggjafarþing125Umræður331/332, 429/430-431/432, 677/678, 683/684, 1121/1122, 1603/1604, 1861/1862, 3627/3628, 3787/3788, 3935/3936, 3955/3956, 4821/4822, 5477/5478, 5483/5484, 5773/5774
Löggjafarþing126Þingskjöl782, 1158, 1213, 1251, 2525-2526, 3006, 3812, 3826, 3836, 3950-3952, 4067, 4165, 4192, 5214
Löggjafarþing126Umræður1425/1426, 1437/1438, 2405/2406, 3159/3160, 3199/3200, 3381/3382, 3427/3428, 4885/4886, 5687/5688, 5747/5748, 7043/7044
Löggjafarþing127Þingskjöl608, 654, 849, 1099, 1447, 1450, 1459, 1475, 1477, 1483, 1844, 1858, 1868, 1878, 2978-2979, 3062-3063, 3326-3327, 3656-3657, 3959-3960, 4486-4487, 4489-4490
Löggjafarþing127Umræður743/744, 1943/1944, 2085/2086, 3071/3072, 3507/3508, 4125/4126, 4189/4190, 4563/4564, 4753/4754, 6133/6134
Löggjafarþing128Þingskjöl798, 802, 826, 830, 888, 892, 954, 958, 1103, 1107, 1629, 1631, 1633, 1635, 1805, 1808, 2247-2248, 2560-2561, 2734-2735, 4360, 4365, 5344, 5359, 5394
Löggjafarþing128Umræður789/790, 943/944, 1553/1554, 1635/1636, 2023/2024, 2093/2094, 3863/3864, 4163/4164
Löggjafarþing130Þingskjöl570, 1008, 1086, 1091, 1106, 1140, 1218, 1220, 1222, 1689, 2360, 2570, 3508, 3590, 4657, 5386, 5632, 5683, 6104, 6492, 6504-6505, 6509, 7037
Löggjafarþing130Umræður167/168, 651/652, 933/934, 1763/1764, 2749/2750, 5361/5362, 5507/5508, 5855/5856, 6489/6490-6491/6492, 6559/6560, 6741/6742, 7603/7604, 7809/7810
Löggjafarþing131Þingskjöl554, 910, 1239, 1508, 1537, 1543, 1550, 1614, 2713, 3663, 3847, 3993, 4422, 4512, 4712, 5381, 5438, 5554, 5785
Löggjafarþing131Umræður1487/1488, 1671/1672, 1887/1888, 2955/2956, 3487/3488, 3623/3624, 3875/3876, 4241/4242, 4955/4956, 5133/5134, 5165/5166, 6005/6006, 6409/6410, 6631/6632, 7875/7876
Löggjafarþing132Þingskjöl533-534, 955, 1065, 1745, 1748, 1965, 2083-2084, 3776, 4358, 4424, 4469, 4675, 5191
Löggjafarþing132Umræður303/304, 1027/1028, 1243/1244, 1247/1248, 6109/6110, 8655/8656
Löggjafarþing133Þingskjöl550, 892-893, 960, 976, 1321, 1323, 3579, 3691, 3945, 3993, 4029, 4155, 4159, 5710, 6166, 7069
Löggjafarþing133Umræður1101/1102, 1245/1246, 1255/1256, 2391/2392, 3787/3788, 3941/3942, 6323/6324
Löggjafarþing135Þingskjöl664, 666, 677, 1249, 1289, 1399, 1436, 1479, 3212, 3969, 4125, 5743-5744, 5750, 5765, 5988, 6018, 6517
Löggjafarþing135Umræður973/974, 1539/1540, 1561/1562-1563/1564, 1573/1574, 1577/1578, 1829/1830, 2075/2076, 3571/3572, 5267/5268, 5337/5338, 6161/6162, 6735/6736, 7713/7714, 7875/7876, 8253/8254
Löggjafarþing136Þingskjöl479, 785, 1018-1019, 1024, 1039, 1082, 2308, 3093, 3770, 3852
Löggjafarþing136Umræður7/8, 297/298, 1011/1012, 1453/1454-1455/1456, 1461/1462, 1513/1514, 1549/1550, 1553/1554, 2981/2982, 3527/3528, 3847/3848-3849/3850, 3927/3928-3929/3930, 3983/3984-3989/3990, 6151/6152-6153/6154, 6773/6774, 6993/6994, 7027/7028, 7035/7036
Löggjafarþing137Þingskjöl759, 796
Löggjafarþing137Umræður2213/2214, 2987/2988
Löggjafarþing138Þingskjöl287, 729, 767, 979, 1279, 2668, 2769, 2786, 2893, 3752, 4543, 4820, 5405, 5495, 6800-6801, 6803, 6808, 6822, 6825-6826, 6874, 6937, 7227, 7252, 7254, 7456, 7531, 7602, 7612, 7614, 7643, 7651, 7744, 7758
Löggjafarþing139Þingskjöl490-491, 493, 498, 512, 516, 816, 1718, 2025-2026, 2058, 2212, 3094, 3103, 3608, 3625, 3627, 3670, 5039, 5265, 5967, 6323, 6681, 6689, 6772, 7587, 7640-7641, 7753, 7789, 7797, 7802, 7807, 7810, 7853, 7877, 7917, 8198, 8215, 8218, 8221, 8490-8491, 8549-8550, 8561, 8642, 8683, 9683, 10123
Fara á yfirlit

Ritið Lovsamling for Island

BindiBls. nr.
7333
14617
Fara á yfirlit

Ritið Lagasafn handa alþýðu

BindiBls. nr.
260
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1973 - 1. bindi1079/1080
1983 - 1. bindi1167/1168
1983 - 2. bindi1971/1972
1990 - 1. bindi135/136
1990 - 2. bindi1943/1944, 2591/2592
199542, 125, 408, 900, 964, 1241, 1302-1303
199942, 131, 448, 901, 956, 1032, 1310, 1374-1375
2003154, 502, 1002, 1114, 1204, 1668-1669
200764, 165, 556, 1137, 1282, 1375, 1872-1873, 1945
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
19885-6, 23, 47
198914, 19, 55, 82, 90, 93, 111, 149
199118, 31, 49, 51, 93, 130, 157, 164, 196, 201
199210, 44, 74, 81, 104, 159, 165, 197, 222, 257, 262, 283, 349-350, 354, 361
199348, 84, 89, 92, 179, 184, 194, 230, 234, 237, 330, 366, 369, 373-374
1994116, 120, 122-123, 125-126, 196, 266, 336, 345, 372, 387, 401, 408, 440, 443, 446, 451
199525, 27, 29, 33, 38, 43, 118, 162, 168, 279, 430, 439, 487, 574, 577, 581, 587
199634, 43, 152, 155, 158, 262, 500, 536, 543, 547, 555, 561-564, 567, 617, 638, 649, 682, 685, 690, 696-697
199734, 37, 39-40, 79, 208, 214, 255, 298, 358, 519, 523, 527, 535
199812, 41, 77, 83, 129, 157, 179, 237, 241, 248, 258
199914, 27, 98, 125-127, 129-130, 148, 174-176, 190, 196-197, 202, 215, 228, 316, 321, 328, 339-340
200029, 119, 132, 145, 168-169, 179, 247, 253, 260, 271
200115, 34, 47, 49, 55-56, 58-61, 87, 93, 100, 104, 109, 111, 114, 116, 130-131, 194, 217, 240, 242, 264, 270, 278, 290
200239, 46, 88, 99, 104, 107, 127, 174, 186, 191, 208, 215, 223, 235-236
200321-24, 39, 60, 76, 85, 103, 112-113, 124, 150, 199, 211, 245, 252, 261, 274
200410, 13-15, 35, 41, 59, 79, 81, 94, 113-114, 121, 123-124, 127, 140, 147, 176, 191, 198, 208, 220-221
200512-15, 37, 50, 53, 55, 64, 75, 90, 96, 110, 114, 116, 161-162, 192, 200, 209, 223
200611-12, 14, 18, 24, 30, 35, 49, 68, 79, 94, 100, 119-120, 135, 140-141, 155, 162, 166, 178, 188, 201, 226, 234, 244, 258-259
200714-17, 20, 25, 31, 33, 46, 54-55, 65, 73-74, 77-78, 80, 82, 87-88, 97-99, 122, 132, 143, 147-148, 155, 168-169, 174-175, 180, 184, 198, 204, 206, 216-217, 219, 243, 251, 262, 268, 277
200814, 23, 25-26, 42, 70-72, 82, 86, 116, 132, 159, 165, 180, 192, 219
200917, 21-22, 26, 42, 65, 78, 133, 151, 162, 191, 200, 243, 264, 266-268, 276, 299-300, 309
201020, 27, 31, 52
201119, 22, 25, 29, 48, 89
201222, 31, 51, 80, 95
201318, 21-24, 27, 33, 36, 61, 72, 86, 88, 96, 101, 106, 111, 136
201417, 22-23, 28-29, 35, 58, 98, 112
201517, 31, 50, 70-72, 75, 87
201623, 28, 40, 64, 70-71, 74, 77-78, 80, 96
201726, 34, 54, 87
201847, 58, 108, 128, 162-163
20197, 53, 55-57, 62, 85, 118
202027, 42-43, 46, 50, 83
202144, 52
202237, 42, 52
202338, 40, 48
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
200054115, 127
200120148
200151324, 327
2003662
200323380
20041642
2006296
20065832, 1642
20066222
2007951
200716168
200726250
200810285
200814269-270
200868311
200925144, 278
200971402-403
20101437
20112510
2011364
201159220
2012265
2012382-3, 5-6
201254616
20134164, 362, 373, 1276
20134657-59, 136-137
20135724
201436648
2015128
2015152, 33
201523832
2015631996
201574545, 548
201627998, 1021-1022, 1059, 1090-1091, 1097, 1237, 1272, 1280
201657631, 668, 703, 825, 853
201717357, 359, 361, 363, 365, 367, 413, 441, 633, 635
2017246, 652, 654-655, 659, 661, 663, 665, 667
20181461
20182968
20183120
20184624, 27
201864209
201925290
20193814, 20, 30
201958256
20198684
2019927
20205368, 557
20201260, 133, 201, 339, 341
20202010, 59
2021553
2021717-8, 35
202172262
2022816
20225389
202272374, 380
20232617, 19, 21, 23-24, 26, 28, 30, 32, 34-35, 37, 316, 319
202337586
20236816, 20, 34, 39, 44, 49, 54, 59
2024410
202434423
202483804
202485392, 612
202575, 36, 39
202542656, 724, 749
Fara á yfirlit

Lögbirtingablað

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
20248765
2024333162
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 22

Þingmál A18 (sóknargjöld)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Hannes Hafstein - Ræða hófst: 1911-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1911-02-18 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 865 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1911-05-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A169 (öryggi skipa og báta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1911-02-18 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 24

Þingmál A6 (skattanefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1913-07-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A14 (vitagjald)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-07-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1913-07-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A31 (mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundum líkum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1913-07-04 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 25

Þingmál A77 (notkun bifreiða)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sveinn Björnsson - Ræða hófst: 1914-08-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 31

Þingmál A15 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-07-31 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 33

Þingmál A11 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1921-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A87 (vantraust á núverandi stjórn)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1921-03-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 35

Þingmál A3 (hjúalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1923-02-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A115 (verslun með smjörlíki)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1923-04-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 37

Þingmál A89 (dýraverndun)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Klemens Jónsson - Ræða hófst: 1925-03-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 41

Þingmál A28 (fátækralög)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þorleifur Jónsson - Ræða hófst: 1929-03-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 42

Þingmál A5 (sveitabankar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1930-03-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 45

Þingmál A498 (tala starfsmanna við starfrækslugreinir og stofnanir ríkisins)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jón Þorláksson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-04-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 46

Þingmál A78 (hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A86 (samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1933-03-14 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1933-04-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 47

Þingmál A63 (áveitur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (þáltill.) útbýtt þann 1933-11-22 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 52

Þingmál A84 (raforka frá Soginu til almenningsþarfa)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1937-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (mjólkursala og rjóma o. fl.)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Guðrún Lárusdóttir - Ræða hófst: 1937-12-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 54

Þingmál A24 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-01 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 56

Þingmál A19 (óskilgetin börn)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1941-05-09 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 59

Þingmál A21 (lendingarbætur á Stokkseyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-03-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A36 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-04-10 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 63

Þingmál A115 (laun háskólakennara Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-10-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 65

Þingmál A2 (ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-10-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 67

Þingmál A86 (réttindi Íslendinga á Grænlandi)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (sölugjald af jörðum)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1948-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1947-12-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 69

Þingmál A103 (skógrækt)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1950-03-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 71

Þingmál A109 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Hermann Jónasson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1951-12-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 72

Þingmál A25 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 73

Þingmál A6 (gengisskráning)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 1953-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (kosningar og kosningaundirbúningur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (landamerki o. fl.)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (fyrningarafskriftir)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1954-03-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 74

Þingmál A5 (bifreiðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1954-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A26 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1954-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A143 (almenningsbókasöfn)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1955-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A175 (óháðir alþýðuskólar)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1955-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (bæjarstjórn í Kópavogskaupstað)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1955-04-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 75

Þingmál A16 (kjörskrá í Kópavogskaupstað)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1955-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (friðunarsvæði fyrir Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 1956-02-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A85 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-11-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A129 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-01-06 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 76

Þingmál A10 (dýravernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-10-10 17:00:00 [PDF]

Þingmál A12 (festing verðlags og kaupgjalds)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1956-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1956-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (kjörbréf varaþingmanns)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1957-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (hæstiréttur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ólafur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-02-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 77

Þingmál A68 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Björn Ólafsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1958-05-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 78

Þingmál A9 (biskupskosning)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Gísli Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1958-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (nefndarálit) útbýtt þann 1959-05-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A122 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1959-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-04-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál B18 (landhelgismál)

Þingræður:
20. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1958-11-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 80

Þingmál A107 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-05-23 13:55:00 [PDF]

Þingmál A153 (dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Birgir Finnsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-05-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 81

Þingmál A151 (fjárreiður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, skipun nefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-01-27 13:31:00 [PDF]

Þingmál A204 (lausn fiskveiðideilunnar við Breta)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1961-03-06 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-03-06 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1961-03-08 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1961-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
60. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-03-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A95 (erfðalög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (málflytjendur)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 83

Þingmál A144 (heimild til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (varðskip)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Jón Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A194 (listflytjendur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 378 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A215 (Tækniskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 84

Þingmál A36 (lausn kjaradeilu verkfræðinga)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1964-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (varðskip landsins og skipverjar á þeim)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jón Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-02-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 85

Þingmál A37 (aflatryggingasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (eignaréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-02-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-03-01 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (lausn kjaradeilu atvinnuflugmanna)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1965-05-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 86

Þingmál A7 (atvinnuréttindi vélstjóra á íslenskum skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A19 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A61 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jón Skaftason - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-11-23 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Ingi R. Helgason - Ræða hófst: 1965-11-23 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1965-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (réttur til landgrunns Íslands)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-23 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-29 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (endurskoðun laga um hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jónas G. Rafnar - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-12-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 87

Þingmál A173 (Skipaútgerð ríkisins)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 88

Þingmál A72 (ráðstafanir vegna landbúnaðarins í sambandi við breyting á gengi íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Páll Þorsteinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Jón Þorsteinsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1968-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (byggingarlög fyrir skipulagsskylda staði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-01-31 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-02-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A19 (milliþinganefnd endurskoði lög um útflutningsverslun og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 1969-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A21 (fjallskil o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A27 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1969-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (Atvinnumálastofnun)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1969-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (athugun á auknum siglingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 513 (nefndarálit) útbýtt þann 1969-04-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A159 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1969-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (sumaratvinna framhaldsskólanema)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (þáltill.) útbýtt þann 1969-03-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A191 (aðgerðir í atvinnumálum)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1969-03-28 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1969-03-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 90

Þingmál A16 (æskulýðsmál)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (nefndarálit) útbýtt þann 1970-01-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A53 (byggingarsamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (nefndarálit) útbýtt þann 1970-03-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (frumvarp) útbýtt þann 1969-11-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A108 (ráðstafanir vegna deyfi- og vanalyfja)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 1970-01-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-12-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A142 (eftirlaun aldraðra í stéttarfélögum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-01-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (endurskoðun laga um þjóðleikhús)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1970-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (verkfall opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Karl Guðjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1970-03-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 91

Þingmál A16 (mengun frá álbræðslunni í Straumi)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (hlutdeild starfsmanna í stjórn atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jón Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A211 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A297 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Auður Auðuns (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A309 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 92

Þingmál A17 (atvinnu- og þjónustufyrirtæki sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Björn Sveinbjörnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 404 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1972-03-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Stefán Gunnlaugsson - Ræða hófst: 1972-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A238 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A908 (stofnlán atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A931 (hækkun á verðlagi)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1972-04-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 93

Þingmál A2 (Fósturskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (málflytjendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A23 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-19 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Auður Auðuns - Ræða hófst: 1972-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (lagasafn í lausblaðabroti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (nefndarálit) útbýtt þann 1973-02-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1973-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (eignarráð á landinu)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - Ræða hófst: 1972-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (upplýsingaskylda stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 303 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-02-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A231 (Fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1973-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A312 (endurskoðun á loftferðalögum)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1973-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 94

Þingmál A11 (bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A26 (upplýsingaskylda stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (skipti á dánarbúum og félagsbúum)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-10-24 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (lækkun tekjuskatts á einstaklingum)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-11-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A85 (vísindaleg verndun fiskimiða landgrunnsins)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1973-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (veiðar með botnvörðu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1973-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (z í ritmáli)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (Norðurlandasamningur um hjúskap, ættleiðingu og lögráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A174 (viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-01-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (málflytjendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-01-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A280 (kvikmyndasjóður)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A297 (trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A338 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 851 (frumvarp) útbýtt þann 1974-05-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A431 (réttarstaða tjónaþola)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1974-05-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 96

Þingmál A20 (upplýsingaskylda stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (starfsaldursforseti) - Ræða hófst: 1974-11-14 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (samræmd vinnsla sjávarafla)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1974-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (fullorðinsfræðsla)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (kvikmyndasjóður)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (fóstureyðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-04-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A149 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-02-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 364 (breytingartillaga) útbýtt þann 1975-03-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 376 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1975-03-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
5. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1974-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B101 (rannsókn kjörbréfs)

Þingræður:
74. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1975-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S266 ()

Þingræður:
47. þingfundur - Heimir Hannesson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-03-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 97

Þingmál A29 (fjárreiður stjórnmálaflokka)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (íslensk stafsetning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 704 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1976-05-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1976-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A233 (norræn vitnaskylda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 480 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A235 (ættleiðing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A263 (biskupsembætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A264 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 586 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A276 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A277 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál S351 ()

Þingræður:
56. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1976-02-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 98

Þingmál A11 (rannsóknarlögregla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-12-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A50 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1977-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (ættleiðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A97 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A129 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-12-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A141 (lögrétttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-01-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A143 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-01-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A219 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A266 (útgjöld vísitölufjölskyldunnar)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B31 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
26. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1976-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S42 ()

Þingræður:
16. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S103 ()

Þingræður:
40. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1977-01-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 99

Þingmál A49 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (nefndarálit) útbýtt þann 1978-04-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A52 (ættleiðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A103 (gjaldþrotalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-11-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A151 (samkeppni í verðmyndun og samruni fyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (frumvarp) útbýtt þann 1978-01-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A152 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-01-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A183 (ríkið virkur aðili að kjarasamningum vinnumarkaðarins)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1978-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A187 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A218 (áskorunarmál)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A245 (verðlag, samkeppnishömlur og óréttmætir viðskiptahættir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-30 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 568 (nefndarálit) útbýtt þann 1978-04-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1978-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A282 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A291 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-18 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 100

Þingmál A2 (samningar við Norðmenn um réttindi landanna á Íslandshafi)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (verðlag)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1978-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1978-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-11-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A123 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (frumvarp) útbýtt þann 1978-12-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A125 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1978-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (verðjöfnunargjald af raforku)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1979-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (frumvarp) útbýtt þann 1979-01-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A249 (afborgunarkaup)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A251 (Iðnlánasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 512 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-04-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A315 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A319 (lögfræðiaðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 866 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál S17 ()

Þingræður:
7. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1978-10-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 102

Þingmál A17 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (lögfræðiaðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-12-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Vilmundur Gylfason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (aldurshámark starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (þáltill.) útbýtt þann 1979-12-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A105 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (lántaka Framleiðsluráðs landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1980-03-10 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A182 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A225 (notkun gervihnatta við dreifingu sjónvarps- og hljóðvarpsefnis um Norðurlönd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1980-02-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál B67 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
41. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1980-03-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 103

Þingmál A3 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A5 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (horfnir menn)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (landhelgisgæsla)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1980-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (álagning opinberra gjalda)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (aldurshámark starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (þáltill.) útbýtt þann 1980-10-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-11 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Markús Á Einarsson - Ræða hófst: 1980-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (frumvarp) útbýtt þann 1980-11-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Gunnar Már Kristófersson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 1980-11-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (frumvarp) útbýtt þann 1980-11-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A117 (undirbúningur almennra stjórnsýslulaga til að auka réttaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (þáltill.) útbýtt þann 1980-11-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (frumvarp) útbýtt þann 1980-12-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-01-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (frumvarp) útbýtt þann 1981-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A296 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (frumvarp) útbýtt þann 1981-04-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A301 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A306 (verðlagsaðhald)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B130 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
109. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 104

Þingmál A3 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (frumvarp) útbýtt þann 1981-11-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A166 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-12-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-01-27 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Jósef Halldór Þorgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-16 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (frumvarp) útbýtt þann 1982-01-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A215 (skattskylda innlánsstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 697 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1982-04-24 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 892 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-05-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A237 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (frumvarp) útbýtt þann 1982-03-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A309 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (frumvarp) útbýtt þann 1982-04-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A331 (gróði bankakerfisins)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1981-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A336 (beinar greiðslur til bænda)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1982-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A355 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1982-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S452 ()

Þingræður:
82. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1982-04-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 105

Þingmál A38 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-20 14:20:00 [PDF]

Þingmál A39 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (aldurshámark starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1982-10-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (frumvarp) útbýtt þann 1982-11-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (eignarréttur ríkisins að auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-12-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A152 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-12-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1983-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Þingmál A247 (kirkjusóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A266 (réttindi sjúkranuddara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1982-10-27 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 106

Þingmál A43 (lagmetisiðnaður)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (sjóntækjafræðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-02-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A83 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-11-28 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (lagahreinsun og samræming gildandi laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 1983-11-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A122 (framsal sakamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A128 (verðjöfnunargjald af raforku)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A160 (frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Svavar Gestsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1984-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A192 (kirkjusóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A197 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A221 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A247 (staða skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1984-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A254 (auðlindarannsóknir á landgrunni Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (þáltill.) útbýtt þann 1984-03-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A274 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A282 (gjaldskrár þjónustustofnana)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A310 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A320 (sóknargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 651 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A372 (bráðabirgðasamningur milli Íslands og SwissAluminium)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1983-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A400 (bankaútibú)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-11-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A5 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1985-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (sóknargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A99 (kirkjusóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A110 (uppsögn starfs af hálfu atvinnurekenda)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1984-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (auðlindarannsóknir á landgrunni Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (þáltill.) útbýtt þann 1984-11-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A207 (afréttamálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-12-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-01-30 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-12-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A230 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (frumvarp) útbýtt þann 1984-12-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A423 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A455 (nýsköpun í atvinnulífi)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A465 (skipti á dánarbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (frumvarp) útbýtt þann 1985-04-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A491 (framleiðsla og sala á búvörum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-05-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A516 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (frumvarp) útbýtt þann 1985-05-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A522 (húsnæðissparnaðarreikningar)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1985-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A526 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Eiður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 (skýrsla ríkisstjórnarinnar um kjaradeilurnar)

Þingræður:
3. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-10-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B85 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
59. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-03-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 108

Þingmál A2 (lánsfjárlög 1986)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Svavar Gestsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1985-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (skipti á dánarbúum og félagsbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (eignaréttur íslenska ríkisins á auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 1985-11-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1986-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (verðbréfamiðlun)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1986-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A238 (Siglingamálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1986-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A260 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-02-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (frumvarp) útbýtt þann 1986-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A412 (dráttarvextir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A443 (skattsvik)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-18 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 109

Þingmál A107 (eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A159 (afborgunarkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (frumvarp) útbýtt þann 1986-11-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A212 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A297 (nauðungaruppboð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-01-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A321 (vaxtalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 564 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-04 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 778 (nefndarálit) útbýtt þann 1987-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A389 (erlend fjárfesting og íslenskt atvinnulíf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A392 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 708 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-03-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A418 (dráttarvextir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 826 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1987-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A431 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 971 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1987-03-16 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A2 (eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbo)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A101 (greiðsla opinberra gjalda með skuldabréfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (svar) útbýtt þann 1987-12-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A185 (hávaðamengun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (þáltill.) útbýtt þann 1987-12-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A341 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A360 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 692 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A431 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A440 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A464 (lögbókandagerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A468 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 1036 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-05-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 112

Þingmál A422 (læknalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 763 - Komudagur: 1990-03-28 - Sendandi: Sigurður Þór Guðjónsson - [PDF]

Löggjafarþing 113

Þingmál A97 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 80 - Komudagur: 1990-11-29 - Sendandi: Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A104 (skipti á dánarbúum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 632 - Komudagur: 1990-12-07 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu - [PDF]

Þingmál A320 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 779 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Landsbanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Landssamband iðnaðarmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 805 - Komudagur: 1991-03-05 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka - [PDF]
Dagbókarnúmer 809 - Komudagur: 1991-03-06 - Sendandi: Þjóðhagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 846 - Komudagur: 1991-03-11 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 114

Þingmál A2 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1991-05-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 115

Þingmál A22 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1992-03-18 15:38:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Lyfjatæknaskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1992-03-23 14:36:00 - [HTML]

Þingmál A66 (yfirtökutilboð)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Matthías Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-02-20 13:31:00 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1992-02-20 13:48:00 - [HTML]
86. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1992-02-20 14:18:00 - [HTML]

Þingmál A105 (verndun Stýrimannaskólans)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1991-12-05 10:36:00 - [HTML]

Þingmál A217 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1992-02-28 10:43:00 - [HTML]
92. þingfundur - Ragnar Arnalds - andsvar - Ræða hófst: 1992-02-28 11:17:02 - [HTML]

Þingmál A250 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-02-28 11:29:00 - [HTML]
92. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1992-02-28 11:48:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 999 - Komudagur: 1992-04-27 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 1992-04-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A422 (vernd barna og ungmenna)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-18 23:38:24 - [HTML]

Þingmál A452 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-03 13:53:00 - [HTML]
118. þingfundur - Ragnhildur Eggertsdóttir - Ræða hófst: 1992-04-03 14:14:00 - [HTML]

Þingmál A455 (réttarstaða fólks í vígðri og óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Ragnhildur Eggertsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-09 00:13:00 - [HTML]

Þingmál A513 (samningur um réttindi barna)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-05-12 18:59:22 - [HTML]

Þingmál A543 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1490 - Komudagur: 1992-07-01 - Sendandi: Ríkismat sjávarafurða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 1992-07-20 - Sendandi: Staðlaráð Íslands, B/t Iðntæknistofnunar - [PDF]

Þingmál B101 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við atvinnuleysi í landinu)

Þingræður:
83. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-02-18 17:14:00 - [HTML]

Þingmál B140 (evrópska efnahagssvæðið (EES))

Þingræður:
8. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1991-10-16 16:34:00 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-08-20 12:50:29 - [HTML]
6. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-08-24 17:07:38 - [HTML]
7. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1992-08-25 14:06:23 - [HTML]
16. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-10 00:36:58 - [HTML]
93. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1993-01-05 14:15:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 172 - Komudagur: 1992-10-23 - Sendandi: Nefndadeild - Skýring: Meginatriði umsagna sem borist hafa - [PDF]

Þingmál A11 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-10 16:07:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 436 - Komudagur: 1992-11-30 - Sendandi: Samtök verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A14 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 1992-10-09 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka - [PDF]
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 1992-11-23 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka - Skýring: Viðbótarumsögn - [PDF]

Þingmál A35 (álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-17 22:01:54 - [HTML]

Þingmál A273 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-12 13:46:23 - [HTML]
136. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-22 13:40:22 - [HTML]

Þingmál A276 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
167. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1993-04-30 11:30:23 - [HTML]

Þingmál A313 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingræður:
162. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-26 13:52:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1164 - Komudagur: 1993-03-31 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]

Þingmál A326 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1110 - Komudagur: 1993-03-29 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 1993-04-16 - Sendandi: Tryggingaeftirlit ríkisins - [PDF]

Þingmál A350 (vátryggingarstarfsemi)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-02 10:50:49 - [HTML]

Þingmál A450 (alþjóðleg samvinna um fullnustu refsidóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-03-23 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B67 (dómar í kynferðisafbrotamálum)

Þingræður:
30. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-10-13 13:48:35 - [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A101 (álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1994-02-08 18:50:04 - [HTML]

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-15 14:16:01 - [HTML]

Þingmál A131 (lánastofnanir aðrar en viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-14 14:47:51 - [HTML]

Þingmál A200 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-09 11:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-11-24 13:59:18 - [HTML]

Þingmál A260 (Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-14 20:30:08 - [HTML]

Þingmál A272 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 808 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-03-22 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A377 (umboðsmaður barna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-23 13:59:08 - [HTML]

Þingmál A450 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-16 14:58:23 - [HTML]
143. þingfundur - Gunnlaugur Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-28 15:10:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 1994-04-20 - Sendandi: Tryggingaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 1994-04-20 - Sendandi: Tryggingaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A477 (Rannsóknarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-18 11:38:29 - [HTML]

Þingmál A554 (reynslusveitarfélög)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1994-04-07 14:35:06 - [HTML]

Þingmál A568 (alþjóðadómstóllinn sem fjallar um stríðsglæpi í Júgóslavíu)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-11 17:20:21 - [HTML]

Þingmál B59 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármálaleg samskipti Hrafns Gunnlaugssonar við ýmsa opinbera aðila)

Þingræður:
30. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-04 15:15:39 - [HTML]

Þingmál B68 (starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1992)

Þingræður:
82. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-02-03 11:12:13 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A19 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1994-10-13 11:41:11 - [HTML]

Þingmál A88 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-17 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A96 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 111 - Komudagur: 1994-11-10 - Sendandi: Vinnumálasambandið, Laugalæk 2 a - [PDF]

Þingmál A97 (einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 1994-11-10 - Sendandi: Vinnumálasambandið, Laugalæk 2 a - [PDF]

Þingmál A99 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A106 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-19 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-03 14:05:50 - [HTML]

Þingmál A123 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (nefndarálit) útbýtt þann 1995-02-14 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-02-14 20:31:05 - [HTML]
94. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1995-02-14 23:47:05 - [HTML]

Þingmál A147 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-18 16:14:49 - [HTML]

Þingmál A183 (leiðtogafundur á Þingvöllum árið 2000)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-08 17:19:14 - [HTML]

Þingmál A257 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-06 23:52:18 - [HTML]

Þingmál A292 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (frumvarp) útbýtt þann 1994-12-17 09:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A335 (neyðarsímsvörun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 1995-04-18 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: Áfangaskýrsla nefndar dómsmálaráðhera - [PDF]

Þingmál A367 (yfirtökutilboð)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1995-02-20 16:24:41 - [HTML]

Þingmál A431 (umgengni um auðlindir sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1995-02-21 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B167 (launamyndun og kynbundinn launamismunur)

Þingræður:
97. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-17 16:10:02 - [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A28 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1995-06-14 23:17:26 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A73 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 1995-12-28 - Sendandi: Mannanafnanefnd - [PDF]

Þingmál A92 (fullnusta erlendra ákvarðana um forsjá barna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 1995-12-06 - Sendandi: Réttarfarsnefnd - [PDF]

Þingmál A117 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Árni M. Mathiesen - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-20 15:09:55 - [HTML]

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-21 15:09:55 - [HTML]
137. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-05-14 22:36:50 - [HTML]

Þingmál A249 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1995-12-14 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-01-30 13:44:12 - [HTML]

Þingmál A254 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-02-19 18:37:51 - [HTML]

Þingmál A273 (veiting prestakalla)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-02-01 11:01:31 - [HTML]

Þingmál A274 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-01 11:11:46 - [HTML]
82. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-02-01 12:23:38 - [HTML]

Þingmál A285 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-08 10:33:47 - [HTML]
142. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-20 18:14:35 - [HTML]

Þingmál A297 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-15 10:31:31 - [HTML]

Þingmál A313 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-18 15:28:56 - [HTML]

Þingmál A344 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-20 15:19:21 - [HTML]
116. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-04-11 10:52:10 - [HTML]
116. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-04-11 11:23:22 - [HTML]

Þingmál A361 (upplýsingalög)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-14 16:03:48 - [HTML]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 1996-05-24 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-03-19 20:32:21 - [HTML]
134. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1996-05-09 12:46:47 - [HTML]
135. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1996-05-10 10:57:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1393 - Komudagur: 1996-04-12 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 1996-04-16 - Sendandi: Starfsmannafélag Sauðárkróks - [PDF]
Dagbókarnúmer 1524 - Komudagur: 1996-04-17 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 1996-05-22 - Sendandi: A & P lögmenn - [PDF]

Þingmál A399 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-18 15:46:38 - [HTML]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-03-22 21:28:49 - [HTML]
114. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1996-03-22 22:18:49 - [HTML]
140. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-05-17 16:44:38 - [HTML]
154. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-05-30 11:25:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A421 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2012 - Komudagur: 1996-05-14 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A422 (staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 1996-05-14 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A471 (Evrópusamningur um forsjá barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 806 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1996-04-10 11:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A519 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-18 10:07:56 - [HTML]
141. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-18 11:55:09 - [HTML]
141. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-18 12:19:30 - [HTML]

Þingmál B222 (aukastörf dómara)

Þingræður:
107. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-03-13 16:03:15 - [HTML]

Þingmál B257 (málefni Landhelgisgæslunnar)

Þingræður:
123. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-19 15:04:51 - [HTML]

Þingmál B326 (almennar stjórnmálaumræður (útvarps- og sjónvarpsumr.))

Þingræður:
156. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-30 22:14:41 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A28 (fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2001 - Komudagur: 1997-05-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-10-10 12:05:45 - [HTML]
6. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1996-10-10 13:58:37 - [HTML]
42. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-12 18:30:55 - [HTML]

Þingmál A90 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 1996-11-26 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A99 (ríkisreikningur 1995)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Jón Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-13 18:24:11 - [HTML]

Þingmál A100 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-15 13:33:30 - [HTML]
123. þingfundur - Sturla Böðvarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-13 20:42:57 - [HTML]

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1997-01-30 15:36:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 971 - Komudagur: 1997-03-04 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 1997-04-01 - Sendandi: Þórunn Guðmundsdóttir hrl. - Skýring: (lögfræðiálit) - [PDF]

Þingmál A284 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (frumvarp) útbýtt þann 1997-02-03 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (afréttamálefni, fjallskil o.fl.)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-15 14:28:32 - [HTML]

Þingmál A530 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1331 (nefndarálit) útbýtt þann 1997-05-16 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-18 15:50:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 1997-04-28 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1888 - Komudagur: 1997-04-30 - Sendandi: Vinnumálasambandið - [PDF]

Þingmál A601 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-05-07 15:28:09 - [HTML]

Þingmál B66 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1995)

Þingræður:
24. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 1996-11-14 14:34:51 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A11 (eftirlit með starfsemi stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (þáltill.) útbýtt þann 1997-10-06 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A149 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (lög í heild) útbýtt þann 1997-12-15 17:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 1997-11-20 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A150 (þjónustukaup)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-23 12:33:41 - [HTML]

Þingmál A175 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 1997-11-21 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands, B/t Sigmar B. Hauksson - [PDF]

Þingmál A201 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-06-02 15:33:06 - [HTML]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-12 19:27:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 1998-03-13 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 1998-05-18 - Sendandi: Tryggvi Gunnarsson hrl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2241 - Komudagur: 1998-05-20 - Sendandi: Sigurður Líndal prófessor - Skýring: (sérprentun úr skýrslu aðalfundar SÍR 1983) - [PDF]

Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-05 10:34:16 - [HTML]
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-09 10:32:40 - [HTML]
123. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 12:02:27 - [HTML]
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1998-05-09 15:41:11 - [HTML]
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-09 16:12:00 - [HTML]

Þingmál A478 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-03-05 16:51:35 - [HTML]

Þingmál A507 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2121 - Komudagur: 1998-04-30 - Sendandi: Húsnæðisskrifstofa Reykjavíkur - Skýring: (athugasemdir við breyt.till.) - [PDF]

Þingmál A642 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-04-14 16:38:48 - [HTML]

Þingmál B220 (uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi)

Þingræður:
68. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (forseti) - Ræða hófst: 1998-02-16 16:23:17 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A4 (réttarfarsdómstóll)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-10-06 14:34:29 - [HTML]

Þingmál A79 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (frumvarp) útbýtt þann 1998-10-12 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A82 (mat á umhverfisáhrifum af stækkun Járnblendiverksmiðjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1999-02-25 12:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A97 (dreifðir gagnagrunnar á heilbrigðissviði og persónuvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (þáltill.) útbýtt þann 1998-10-13 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A109 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-15 16:12:13 - [HTML]

Þingmál A113 (þjónustukaup)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-19 15:20:20 - [HTML]

Þingmál A119 (áfengisauglýsingar)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-12-02 13:44:12 - [HTML]

Þingmál A135 (sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 1999-01-20 - Sendandi: Grund, elli- og hjúkrunarheimili, b.t. framkvæmdastjóra - [PDF]

Þingmál A183 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-06 10:56:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 573 - Komudagur: 1998-12-10 - Sendandi: Guðmundur Jónsson, fyrrv. hæstar.dómari, og Gestur Jónsson hrl. - [PDF]

Löggjafarþing 125

Þingmál A24 (setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-21 10:52:16 - [HTML]
15. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-21 11:29:11 - [HTML]
15. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-21 11:31:18 - [HTML]

Þingmál A68 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-12 13:48:12 - [HTML]

Þingmál A70 (lagaskil á sviði samningaréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1064 (breytingartillaga) útbýtt þann 2000-04-26 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1096 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-04 10:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1134 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-04 16:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-27 21:16:38 - [HTML]

Þingmál A110 (lausafjárkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-20 14:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (þjónustukaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-20 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1051 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-04-26 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-10 11:25:08 - [HTML]

Þingmál A160 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1999-11-12 12:09:52 - [HTML]

Þingmál A172 (afnotaréttur nytjastofna á Íslandsmiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (þáltill.) útbýtt þann 1999-11-11 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-17 15:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A207 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-18 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1999-11-22 20:17:53 - [HTML]

Þingmál A224 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-06 18:13:26 - [HTML]

Þingmál A236 (Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-03-21 23:20:37 - [HTML]

Þingmál A272 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 912 - Komudagur: 2000-03-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-21 15:39:54 - [HTML]
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2000-02-21 17:13:17 - [HTML]

Þingmál A280 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A290 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-16 19:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-02-15 17:45:54 - [HTML]

Þingmál A359 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-15 17:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A405 (varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-11 17:30:05 - [HTML]
97. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-11 17:42:38 - [HTML]

Þingmál A420 (verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1507 - Komudagur: 2000-04-10 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: samningsbundið uppgjör á afleiðusamningum - [PDF]

Þingmál A547 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1985 - Komudagur: 2000-05-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og fleiri - Skýring: (Samt. fjmfyrirtækja, SVÞ, Samtök iðn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1989 - Komudagur: 2000-05-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A587 (staðfesting ýmissa ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 889 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-04-04 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B66 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1997)

Þingræður:
9. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1999-10-14 10:40:24 - [HTML]

Þingmál B463 (stjórn fiskveiða)

Þingræður:
102. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2000-04-26 14:35:14 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A121 (siðareglur í viðskiptum á fjármagnsmarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-10-16 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-04-24 16:31:02 - [HTML]

Þingmál A223 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-07 12:37:01 - [HTML]

Þingmál A345 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1656 - Komudagur: 2001-03-28 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-17 11:21:21 - [HTML]
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-17 15:00:04 - [HTML]
61. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-01-18 17:34:48 - [HTML]
63. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-22 10:53:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Starfshópur v. breyt. á l. um almannatryggingar - Skýring: (lagt fram á fundi ht.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1129 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Ragnar Aðalsteinsson hrl. - Skýring: (lagt fram á fundi ht.) - [PDF]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2038 - Komudagur: 2001-04-24 - Sendandi: Ritari landbúnaðarnefndar - [PDF]

Þingmál A445 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 711 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-13 17:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2001-03-15 12:39:17 - [HTML]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A593 (auðlindagjald af vatnsafli í þjóðlendum)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-25 14:49:20 - [HTML]

Þingmál A670 (opinber innkaup)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-18 18:40:16 - [HTML]

Þingmál A671 (skipan opinberra framkvæmda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2227 - Komudagur: 2001-05-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál B118 (skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999)

Þingræður:
26. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-16 12:47:14 - [HTML]
26. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2000-11-16 14:08:31 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A12 (landsdómur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 292 - Komudagur: 2001-11-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A15 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-30 17:44:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 256 - Komudagur: 2001-11-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A29 (siðareglur í stjórnsýslunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-03 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-19 15:02:40 - [HTML]

Þingmál A125 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2001-11-15 - Sendandi: Tannlæknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A180 (girðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-17 15:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A252 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2002-01-24 11:40:04 - [HTML]

Þingmál A253 (fasteignakaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2002-01-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 649 - Komudagur: 2002-01-30 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A265 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 310 (frumvarp) útbýtt þann 2001-11-13 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-19 20:11:38 - [HTML]

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 404 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-04 22:38:07 - [HTML]

Þingmál A396 (starfslokasamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 653 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2002-01-23 14:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 832 (svar) útbýtt þann 2002-02-19 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (almenn hegningarlög og refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns (hryðjuverk))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-28 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-05 14:39:00 - [HTML]

Þingmál A453 (einkaleyfi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1017 - Komudagur: 2002-03-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A489 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A562 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Sigríður Ingvarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 18:57:35 - [HTML]

Þingmál A576 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 903 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-04 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-07 13:34:36 - [HTML]
91. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2002-03-07 13:43:20 - [HTML]

Þingmál A639 (fangelsi og fangavist)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2002-04-18 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A650 (eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A710 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-04-09 13:40:32 - [HTML]

Þingmál B178 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000)

Þingræður:
41. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2001-12-03 16:08:22 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A8 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A44 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A132 (réttarstaða samkynhneigðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-08 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A152 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-14 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A180 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-10 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2002-11-19 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2002-11-01 14:30:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2002-11-13 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (álitsgerð frá viðskrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A257 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 340 - Komudagur: 2002-11-29 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A328 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-12-11 16:14:00 - [HTML]

Þingmál A353 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A360 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Hjálmar Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 12:06:13 - [HTML]

Þingmál A376 (Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 633 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-12-09 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-28 15:50:39 - [HTML]
50. þingfundur - Hjálmar Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-10 22:26:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 587 - Komudagur: 2002-12-09 - Sendandi: Iðnaðarnefnd Alþingis - Skýring: (álit meiri hl. iðn.) - [PDF]

Þingmál A395 (breyting á VII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-03 14:31:18 - [HTML]

Þingmál A410 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 513 (frumvarp) útbýtt þann 2002-12-03 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A439 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-05 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A462 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - Skýring: (ums. um 462. og 463. mál) - [PDF]

Þingmál A562 (réttarstaða fólks í hjúskap og óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-02-19 15:43:21 - [HTML]

Þingmál A622 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 995 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-19 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-03 16:29:37 - [HTML]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1748 - Komudagur: 2003-04-04 - Sendandi: Óbyggðanefnd - Skýring: (um 651. og 652. mál) - [PDF]

Þingmál A703 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B228 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001)

Þingræður:
25. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-07 10:57:43 - [HTML]
25. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 2002-11-07 11:33:38 - [HTML]
25. þingfundur - Björn Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-07 11:44:35 - [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A24 (stofnun stjórnsýsluskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-07 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-16 15:44:40 - [HTML]

Þingmál A41 (vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra o.fl.)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-30 16:27:44 - [HTML]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-10 21:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-11 15:23:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 242 - Komudagur: 2003-11-20 - Sendandi: Fulltrúar Samfylkingarinnar í efnh.- og viðskn. - Skýring: (beiðni um álit og minnisbl. nefndarritara) - [PDF]

Þingmál A138 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1314 - Komudagur: 2004-03-11 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A139 (ábyrgð þeirra sem reka netþjóna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1319 - Komudagur: 2004-03-11 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A203 (Evrópufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 12:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1355 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-14 08:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1432 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-16 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A204 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 874 - Komudagur: 2004-01-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (frá SI, SVÞ, LÍÚ, Samt.fiskv.st. og Samt.fjármála - [PDF]

Þingmál A206 (skattaívilnanir vegna gjafa og framlaga til mannúðar- og menningarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-28 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A207 (siðareglur í stjórnsýslunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-28 16:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A223 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1457 - Komudagur: 2004-03-22 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A313 (uppfinningar starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-13 17:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1219 - Komudagur: 2004-03-03 - Sendandi: Íslensk erfðagreining ehf. - [PDF]

Þingmál A316 (afdrif hælisleitenda)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-11-19 19:41:54 - [HTML]

Þingmál A387 (réttarstaða íslenskrar tungu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (þáltill.) útbýtt þann 2003-12-02 13:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2004-04-07 - Sendandi: Þór Heimir Vilhjálmsson - [PDF]

Þingmál A402 (aðild starfsmanna að Evrópufélögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-03 15:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A459 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 661 (frumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 11:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A462 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]

Þingmál A518 (Fjármálaeftirlitið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1662 - Komudagur: 2004-04-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A520 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2004-04-01 - Sendandi: Refsiréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A579 (Norræna ráðherranefndin 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-12 15:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (landsdómur og ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (þáltill.) útbýtt þann 2004-02-19 17:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (einkaleyfi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1879 - Komudagur: 2004-04-17 - Sendandi: Félag umboðsm., vörum. og einkaleyfa - [PDF]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1755 - Komudagur: 2004-04-14 - Sendandi: Óbyggðanefnd - Skýring: (um 783. og 782. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands (Halldór Kristinsson sýslum. á Húsavík) - Skýring: (um 782. og 783. mál) - [PDF]

Þingmál A785 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1527 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-28 20:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-25 11:54:29 - [HTML]

Þingmál A810 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-04-14 18:36:13 - [HTML]

Þingmál A841 (gagnsæi og ritstjórnarlegt sjálfstæði á íslenskum fjölmiðlamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (þáltill.) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A871 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2255 - Komudagur: 2004-04-30 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2267 - Komudagur: 2004-04-30 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A934 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 09:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A945 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 20:02:15 - [HTML]
113. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2004-05-12 17:24:30 - [HTML]
121. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-05-21 15:53:36 - [HTML]
121. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2004-05-21 16:44:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2395 - Komudagur: 2004-05-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]

Þingmál A1002 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1758 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2004-05-24 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B56 (kjör og aðbúnaður starfsmanna við Kárahnjúka)

Þingræður:
4. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - Ræða hófst: 2003-10-06 16:09:52 - [HTML]

Þingmál B477 (álit kærunefndar jafnréttismála um skipan hæstaréttardómara og viðbrögð dómsmálaráðherra)

Þingræður:
98. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-16 10:38:44 - [HTML]

Þingmál B509 (eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra)

Þingræður:
105. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-28 14:03:04 - [HTML]

Þingmál B550 (skipan hæstaréttardómara)

Þingræður:
112. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-11 14:08:13 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-11 14:19:17 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A21 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 21:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-15 16:20:57 - [HTML]

Þingmál A74 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1173 - Komudagur: 2005-04-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1328 - Komudagur: 2005-04-15 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A167 (gjafsókn)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jónína Bjartmarz - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-17 18:30:19 - [HTML]

Þingmál A190 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 80 - Komudagur: 2004-11-11 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: (reglugerð um starfshætti gjafsóknarnefndar) - [PDF]

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-12-08 20:13:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2004-11-17 - Sendandi: Lagadeild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A203 (landsdómur og ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-14 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A224 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1068 - Komudagur: 2005-03-10 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A235 (mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2005-04-06 - Sendandi: Ragnhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Björnsdóttir - Skýring: (ums. um brtt.) - [PDF]

Þingmál A295 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-09 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-20 13:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-23 13:35:02 - [HTML]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 759 - Komudagur: 2005-01-31 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A398 (afnám laga um Tækniháskóla Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2005-01-24 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A412 (sala ríkiseigna)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-02-02 12:28:58 - [HTML]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-27 10:33:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1008 - Komudagur: 2005-03-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A442 (umfang skattsvika á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-12-10 19:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A482 (fjarsala á fjármálaþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1023 - Komudagur: 2005-03-08 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-10 12:50:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1081 - Komudagur: 2005-03-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A521 (siðareglur í stjórnsýslunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (þáltill.) útbýtt þann 2005-02-14 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A551 (miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-21 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-03-08 14:43:02 - [HTML]
85. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - Ræða hófst: 2005-03-08 17:06:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-11 19:15:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1713 - Komudagur: 2005-04-28 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A659 (Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-17 16:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A681 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-07 14:09:15 - [HTML]

Þingmál A708 (starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1349 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-06 18:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-09 18:11:27 - [HTML]

Þingmál A738 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1768 - Komudagur: 2005-04-30 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn - [PDF]

Þingmál A747 (framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1284 (svar) útbýtt þann 2005-05-10 21:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A791 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-26 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A792 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (frumvarp) útbýtt þann 2005-04-29 10:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B499 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2003)

Þingræður:
58. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-01-24 16:09:31 - [HTML]

Þingmál B603 (sala Símans og grunnnetið)

Þingræður:
83. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-03-03 10:43:15 - [HTML]

Þingmál B704 (sala Símans, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
102. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-04-04 16:39:46 - [HTML]

Þingmál B728 (umræða um störf einkavæðingarnefndar)

Þingræður:
109. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-04-13 13:10:16 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A20 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-05 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A71 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2006-03-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A148 (sveigjanlegur vinnutími í ríkisstofnunum og ráðuneytum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (svar) útbýtt þann 2005-11-03 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A221 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-07 17:25:47 - [HTML]
85. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2006-03-14 20:37:03 - [HTML]
86. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-15 12:10:17 - [HTML]

Þingmál A279 (breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 13:01:59 - [HTML]

Þingmál A361 (faggilding o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A365 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-28 16:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (greiðslur til foreldra langveikra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 471 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-12-02 13:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1862 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Sigurbjörn Magnússon hrl. og Jón Sveinsson hrl. - Skýring: (lagt fram á fundi m.) - [PDF]

Þingmál A444 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2006-02-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A445 (einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2006-02-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A556 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A620 (mælingar, mæligrunnar og vigtarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (þáltill.) útbýtt þann 2006-03-21 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A674 (skerðing vaxtabóta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1287 (svar) útbýtt þann 2006-05-31 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 16:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2092 - Komudagur: 2006-05-08 - Sendandi: Kvikmyndaskoðun - [PDF]

Þingmál A710 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1046 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A712 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A742 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1078 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-06 16:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A794 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2143 - Komudagur: 2006-05-22 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál B157 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2004)

Þingræður:
19. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-11-10 12:04:58 - [HTML]
19. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2005-11-10 12:33:07 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A20 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-01-18 20:01:35 - [HTML]

Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-11-02 15:06:15 - [HTML]

Þingmál A61 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A79 (sameignarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Áslaug Björgvinsdóttir lögfræðingur - Skýring: (um till. ríkisskattstjóra) - [PDF]

Þingmál A93 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-07 15:04:39 - [HTML]

Þingmál A236 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-12-08 - Sendandi: Magnús Helgi Árnason hdl. - Skýring: (sent fh. nokkurra útgerðarfyrirtækja) - [PDF]

Þingmál A271 (skattaívilnanir vegna framlaga til mannúðar- og menningarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-31 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A357 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 608 - Komudagur: 2006-12-07 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A359 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2006-12-07 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A408 (ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-30 20:28:38 - [HTML]

Þingmál A450 (aðild starfsmanna að evrópskum samvinnufélögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-08 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A465 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-01-22 15:03:44 - [HTML]

Þingmál A481 (greiðsluaðlögun)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-01-24 13:35:57 - [HTML]

Þingmál A516 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 779 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A667 (íslensk alþjóðleg skipaskrá)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1592 - Komudagur: 2007-03-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A668 (skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-01 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-12 17:19:44 - [HTML]

Þingmál A690 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A691 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-13 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A697 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (þáltill.) útbýtt þann 2007-03-12 23:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B208 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2005)

Þingræður:
24. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-09 10:55:08 - [HTML]
24. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-11-09 11:37:05 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A7 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A9 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 135

Þingmál A7 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A16 (samkeppnisstaða fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2007-11-15 - Sendandi: Rannsóknastofan í Mjódd ehf. - [PDF]

Þingmál A47 (takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1028 - Komudagur: 2008-01-11 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A52 (óháð áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar, Holtavirkjunar og Hvammsvirkjunar í Þjórsá)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-04 17:20:49 - [HTML]

Þingmál A67 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 66 - Komudagur: 2007-11-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 90 - Komudagur: 2007-10-30 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ums. til viðskrn., lagt fram á fundi v.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2007-11-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 250 - Komudagur: 2007-11-19 - Sendandi: Talsmaður neytenda - Skýring: (drög send viðskn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-01 14:39:55 - [HTML]

Þingmál A149 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2007-12-10 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A162 (greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 756 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A163 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 390 - Komudagur: 2007-11-23 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A172 (tálbeitur í baráttu gegn barnaníðingum)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-14 14:52:01 - [HTML]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 876 - Komudagur: 2007-12-10 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]

Þingmál A191 (samræmd neyðarsvörun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2007-11-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A192 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1510 - Komudagur: 2008-02-21 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A215 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (álit) útbýtt þann 2007-11-14 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-15 10:37:29 - [HTML]
25. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-15 11:25:12 - [HTML]
25. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-11-15 11:40:56 - [HTML]

Þingmál A232 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1153 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-20 20:01:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2008-01-17 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1185 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Héraðsdómur Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2008-02-01 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2008-02-01 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A324 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-28 12:57:16 - [HTML]

Þingmál A325 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2008-03-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A339 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-04-29 18:26:42 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1139 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2199 - Komudagur: 2008-04-14 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A403 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-02-27 14:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Jón Magnússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2008-03-03 17:37:59 - [HTML]

Þingmál A429 (starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952--1979)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-25 14:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2008-05-26 21:45:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1915 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A461 (aðlögunarstuðningur við lífrænan landbúnað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (þáltill.) útbýtt þann 2008-03-03 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A476 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2369 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A537 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2400 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A539 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2730 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A540 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-04-10 11:54:24 - [HTML]

Þingmál A552 (bensíngjald og meðalútsöluverð bensíns)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 914 (svar) útbýtt þann 2008-04-21 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A574 (framganga lögreglu gagnvart mótmælendum stóriðjuframkvæmda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-09-02 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-23 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B144 (2. umr. fjárlaga)

Þingræður:
33. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-29 11:50:01 - [HTML]

Þingmál B227 (embættisveitingar ráðherra)

Þingræður:
47. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-15 13:43:58 - [HTML]

Þingmál B823 (þingfrestun)

Þingræður:
115. þingfundur - Sturla Böðvarsson (forseti) - Ræða hófst: 2008-05-30 02:02:44 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A13 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-09 15:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A21 (rannsóknarnefnd til að gera úttekt á fiskveiðiheimildum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-13 16:09:13 - [HTML]

Þingmál A90 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-02-12 14:31:28 - [HTML]

Þingmál A118 (hæfi við ákvarðanir er varða Kaupþing)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-12 14:35:23 - [HTML]

Þingmál A125 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-06 14:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-24 14:46:56 - [HTML]
87. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-02-24 15:11:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1195 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A170 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-20 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-25 16:07:15 - [HTML]
35. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2008-11-25 16:21:16 - [HTML]
133. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-04-16 12:01:16 - [HTML]
133. þingfundur - Herdís Þórðardóttir - Ræða hófst: 2009-04-16 15:56:34 - [HTML]
133. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-16 16:37:31 - [HTML]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-26 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Sturla Böðvarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-27 11:03:12 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-11-27 14:39:39 - [HTML]
37. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-11-27 14:54:59 - [HTML]

Þingmál A208 (skattlagning kolvetnisvinnslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2008-12-15 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A259 (réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-19 15:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A280 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-02-20 14:21:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2009-02-17 - Sendandi: Seðlabanki Íslands, bankastjórn - [PDF]

Þingmál A322 (aðför o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2009-02-19 15:42:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 977 - Komudagur: 2009-03-02 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Keflavík - [PDF]

Þingmál A346 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (álit) útbýtt þann 2009-02-26 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A359 (breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-14 22:49:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Embætti sérstaks saksóknara - [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Björn Bjarnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-04-03 17:33:33 - [HTML]

Þingmál A409 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-11 17:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-13 13:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B2 (ávarp forseta Alþingis)

Þingræður:
0. þingfundur - Sturla Böðvarsson (forseti) - Ræða hófst: 2008-10-01 14:38:25 - [HTML]

Þingmál B457 (þingfrestun)

Þingræður:
68. þingfundur - Sturla Böðvarsson (forseti) - Ræða hófst: 2008-12-22 19:57:04 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A2 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 98 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Dominique Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 99 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Náttúrulækningafélag Íslands o.fl. - Skýring: (frá Kynningarátaki um erfðabr. lífverur) - [PDF]
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Ritari umhverfisnefndar - Skýring: (afrit af bréfum o.fl.) - [PDF]

Þingmál A85 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-07-10 11:14:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2009-06-19 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2009-07-15 - Sendandi: LEX lögmannsstofa - Skýring: (sjónarmið um forgangskröfur) - [PDF]

Þingmál A147 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-08 20:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-23 21:15:46 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-01 13:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A17 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-13 16:29:31 - [HTML]

Þingmál A42 (aðstoðarmenn ráðherra og tímabundnar ráðningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (svar) útbýtt þann 2009-11-10 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-10-23 10:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A70 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 679 - Komudagur: 2009-12-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (um brtt.) - [PDF]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 17:05:08 - [HTML]
36. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-12-03 04:24:29 - [HTML]
37. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-03 15:24:18 - [HTML]
37. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-12-03 17:14:42 - [HTML]
38. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-12-04 14:02:08 - [HTML]
40. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-08 03:46:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 856 - Komudagur: 2009-12-01 - Sendandi: Lárus H. Blöndal, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson - Skýring: (stjórnarskráin og Icesave-samningarnir) - [PDF]
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2010-01-04 - Sendandi: Þýðing á áliti Mischon de Reya - [PDF]

Þingmál A274 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-16 12:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Jón Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-16 18:47:27 - [HTML]

Þingmál A277 (þjónustuviðskipti á innri markaði EES)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2010-01-18 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A286 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-19 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A334 (endurskoðun laga um landsdóm)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2009-12-18 18:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 573 (svar) útbýtt þann 2009-12-21 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-05-18 18:41:09 - [HTML]
128. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2010-05-31 14:50:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1089 - Komudagur: 2010-02-23 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (um brtt.) - [PDF]

Þingmál A357 (jöfnun samkeppnisstöðu framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni með endurskoðun á reglum ÁTVR)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1857 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A375 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1331 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-12 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 14:44:13 - [HTML]
142. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-06-15 22:11:46 - [HTML]

Þingmál A392 (frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3033 - Komudagur: 2010-08-19 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (svar réttarf.nefndar um flýtimeðferð) - [PDF]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A426 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A457 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2599 - Komudagur: 2010-05-28 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A516 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2216 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2636 - Komudagur: 2010-06-01 - Sendandi: Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur - [PDF]

Þingmál A520 (efling græna hagkerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2510 - Komudagur: 2010-05-25 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A566 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 956 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2434 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A574 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-12 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1379 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-15 11:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A591 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og tryggingagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1919 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A597 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-09-03 14:31:42 - [HTML]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2923 - Komudagur: 2010-08-03 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A665 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A670 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1421 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-24 09:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-24 10:15:04 - [HTML]

Þingmál A686 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1433 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-24 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1511 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-09-17 10:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 11:40:58 - [HTML]
159. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 17:41:05 - [HTML]
160. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2010-09-14 14:31:05 - [HTML]
167. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-09-27 11:30:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3170 - Komudagur: 2010-06-07 - Sendandi: Björgvin G. Sigurðsson fyrrv. viðskiptaráðherra - Skýring: (svar við bréfi þingmn.) - [PDF]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1502 (þáltill.) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
163. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 10:33:07 - [HTML]
164. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-09-21 10:33:21 - [HTML]

Þingmál B1 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2009-10-01 14:24:49 - [HTML]

Þingmál B772 (skil á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)

Þingræður:
103. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-04-12 15:18:17 - [HTML]

Þingmál B773 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008)

Þingræður:
104. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2010-04-13 15:39:56 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A5 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-06 16:38:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2010-11-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A10 (meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 33 - Komudagur: 2010-10-27 - Sendandi: Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari - [PDF]

Þingmál A56 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1425 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-16 21:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-19 15:18:35 - [HTML]

Þingmál A72 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A78 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-22 13:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-07 21:46:13 - [HTML]
43. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-07 21:50:20 - [HTML]
61. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-01-19 14:36:31 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-22 15:24:37 - [HTML]
77. þingfundur - Birgir Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-02-23 14:41:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 286 - Komudagur: 2010-11-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-05-17 18:29:39 - [HTML]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 528 - Komudagur: 2010-11-30 - Sendandi: Árvakur hf., Morgunblaðið - [PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2010-11-22 - Sendandi: Sigurður Hr. Sigurðsson - [PDF]

Þingmál A209 (rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (þáltill.) útbýtt þann 2010-11-16 13:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-12 15:34:11 - [HTML]

Þingmál A234 (Lúganósamningurinn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A310 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1415 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A348 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A377 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1127 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-28 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-30 15:20:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2011-02-10 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1558 - Komudagur: 2011-03-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2011-03-21 - Sendandi: Ríkisútvarpið - [PDF]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-02-02 18:08:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2011-01-07 - Sendandi: Stefán Már Stefánsson o.fl. - Skýring: (SMS, BB, DG og SGÞ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: InDefence - [PDF]
Dagbókarnúmer 1474 - Komudagur: 2011-01-20 - Sendandi: Ragnar H. Hall o.fl. - Skýring: (frá RHH, JKS og LLB) - [PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Ólafur Walter Stefánsson - [PDF]

Þingmál A549 (skipun stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 930 (þáltill.) útbýtt þann 2011-02-28 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A596 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1014 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-24 15:12:04 - [HTML]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1887 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
160. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-08 20:32:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2721 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1887 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 17:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (fullgilding Árósasamningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A710 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2320 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Flugmálastjórn Íslands - [PDF]

Þingmál A711 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1230 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2115 - Komudagur: 2011-04-27 - Sendandi: ISNIC, Internet á Íslandi hf. - [PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-17 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1998 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A731 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1256 (frumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A778 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-05 18:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2789 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]

Þingmál A822 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1463 (álit) útbýtt þann 2011-05-19 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1474 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2868 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - [PDF]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3027 - Komudagur: 2011-08-19 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]

Þingmál A834 (skuldalækkun og ábyrgð á húsnæðislánum)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-06-08 15:23:08 - [HTML]

Þingmál A895 (menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-05 11:15:28 - [HTML]

Þingmál B1264 (orð forseta Íslands um Icesave)

Þingræður:
157. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-09-05 10:36:03 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-10-11 20:47:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 521 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Árni Þormóðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2012-01-18 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - [PDF]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-21 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A9 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]

Þingmál A51 (rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-05 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A86 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A108 (kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2611 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A136 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum - [PDF]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 2011-11-22 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-02 15:34:58 - [HTML]

Þingmál A290 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-17 10:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-31 16:04:40 - [HTML]

Þingmál A329 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (þáltill.) útbýtt þann 2011-11-29 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A340 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirfylgni: Þjóðleikhúsið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (álit) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A349 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-05-10 10:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-26 14:16:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1276 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-10 20:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 900 - Komudagur: 2012-01-09 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi - [PDF]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-05-24 23:33:02 - [HTML]

Þingmál A374 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2012-01-20 13:30:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 949 - Komudagur: 2012-01-26 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (álitsgerð Páls Hr. frá mars 2004) - [PDF]
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 951 - Komudagur: 2012-01-31 - Sendandi: Sigurður Líndal - Skýring: (Skírnir - lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A418 (málshöfðun gegn fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðssyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A462 (greiðslur samkvæmt starfslokasamningum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 892 (svar) útbýtt þann 2012-02-28 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (skráð trúfélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1625 - Komudagur: 2012-03-25 - Sendandi: Baháí samfélagið - [PDF]

Þingmál A573 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 890 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-27 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A579 (fyrirtækið Ísavía og réttur starfsmanna til að vera í stéttarfélagi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1317 (svar) útbýtt þann 2012-05-16 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A600 (staðfesting samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2690 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A634 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1016 (álit) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 20:48:28 - [HTML]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1435 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-01 11:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 15:40:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1891 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]

Þingmál A685 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1124 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A704 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2386 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2639 - Komudagur: 2012-05-25 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (um dóm Hæstaréttar) - [PDF]

Þingmál A733 (ökutækjatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A749 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A778 (framtíðarskipan fjármálakerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2765 - Komudagur: 2012-08-29 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ums. frá efnh.- og viðskrn. - viðbót) - [PDF]

Þingmál A779 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-18 12:13:12 - [HTML]
124. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-18 12:28:27 - [HTML]

Þingmál A824 (siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1490 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-06-11 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B78 (virðisaukaskattur af opinberri þjónustu)

Þingræður:
8. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-10-13 10:32:18 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 2012-11-23 - Sendandi: Norðurál - Skýring: (sent til efnh.- og viðskn., atvn. og fjárln. - [PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2012-11-23 - Sendandi: Norðurál - Skýring: (sent til atv., efnh.- og viðskn. og fjárln.) - [PDF]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2013 (skýrsla um efnahagsstefnu))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-09-13 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (dómstólar o.fl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-01-28 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-01-29 16:13:43 - [HTML]

Þingmál A17 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A37 (rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A51 (bætt skattskil)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1639 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: (kennitöluflakk) - [PDF]

Þingmál A77 (endurreikningur á lífeyrisgreiðslum frá almannatryggingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (svar) útbýtt þann 2012-10-05 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A115 (nauðungarsala o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2012-12-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (sbr. ums. frá 140. þingi) - [PDF]

Þingmál A153 (fjáraukalög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 16:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A155 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1045 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-02-20 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson - [PDF]

Þingmál A182 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (svar) útbýtt þann 2012-10-18 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 829 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-12-22 00:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 868 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-12-21 23:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-12-20 17:05:36 - [HTML]
59. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-20 17:29:35 - [HTML]
59. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-12-20 17:55:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 250 - Komudagur: 2012-10-30 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (álitsgerð KBB) - [PDF]
Dagbókarnúmer 358 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-11 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (búfjárbeit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-16 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A247 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-16 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-03-16 14:29:48 - [HTML]

Þingmál A362 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (kjör eldri borgara á hjúkrunar- og dvalarheimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (svar) útbýtt þann 2012-12-04 18:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 22:31:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 33. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Kjartan Bjarni Björgvinsson - Skýring: (um 15. gr., til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 2012-09-04 - Sendandi: Trausti Fannar Valsson lektor - Skýring: (um VII. kafla, til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (samantekt - sent til am. v. fundar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Guðmundur Alfreðsson - Skýring: (frá 16.8.1992) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - Skýring: (send um 3. mál á 140. löggjþ. 17.1.2012) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um mannréttindakafla) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti) - [PDF]

Þingmál A420 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1615 - Komudagur: 2013-02-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1801 - Komudagur: 2013-02-27 - Sendandi: Róbert Spanó - [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A439 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-22 14:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A453 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-29 18:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Róbert Marshall - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-29 17:16:29 - [HTML]

Þingmál A474 (vönduð lagasetning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-30 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]

Þingmál A529 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (álit) útbýtt þann 2012-12-21 20:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2013-02-14 12:22:49 - [HTML]

Þingmál A630 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A675 (heildstæð stefna um að draga úr eftirspurn eftir fíkniefnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (þáltill.) útbýtt þann 2013-03-11 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 16:57:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 142

Þingmál A11 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-21 12:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-06-21 15:24:28 - [HTML]
11. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-06-24 17:42:23 - [HTML]
11. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2013-06-24 18:11:55 - [HTML]
16. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2013-06-28 12:34:06 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A12 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-16 18:15:35 - [HTML]

Þingmál A15 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2013-11-15 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]

Þingmál A40 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-10-17 16:05:23 - [HTML]

Þingmál A73 (fríverslunarsamningur Íslands og Kína)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1163 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-15 19:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Jón Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-15 23:13:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 483 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (álitsgerð f. atvinnuveganefnd) - [PDF]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2014-05-13 - Sendandi: HOB-vín ehf., Sigurður Örn Bernhöft - Skýring: (minnisbl. o.fl.) - [PDF]

Þingmál A158 (aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 525 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A165 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-12 16:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-18 20:59:32 - [HTML]

Þingmál A168 (vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 524 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A204 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-29 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-12-03 14:10:22 - [HTML]

Þingmál A232 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-18 14:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1124 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Borgarskjalasafn Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1168 - Komudagur: 2014-02-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A277 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-21 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A284 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1244 - Komudagur: 2014-03-11 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Kostaríka og Lýðveldisins Panama)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A335 (mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-20 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A508 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-04-30 16:11:08 - [HTML]

Þingmál B404 (kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu)

Þingræður:
59. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-01-29 16:05:32 - [HTML]

Þingmál B766 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna)

Þingræður:
96. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2014-04-11 12:05:38 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A2 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 2014-11-25 - Sendandi: Bláa Lónið hf. - [PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 647 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-02 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A7 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2014-09-15 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A11 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-29 10:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
138. þingfundur - Eldar Ástþórsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-29 16:07:21 - [HTML]

Þingmál A30 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1010 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-03-02 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-03-05 13:44:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2014-11-17 - Sendandi: Kauphöll Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A102 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A120 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-18 11:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2014-10-29 - Sendandi: Starfshópur um hreyfanleika viðskiptavina vátryggingafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2390 - Komudagur: 2014-10-29 - Sendandi: Starfshópur um hreyfanleika viðskiptavina vátryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A161 (greiðslur í tengslum við störf rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (svar) útbýtt þann 2014-10-16 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A208 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 2015-01-29 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-05-21 17:07:08 - [HTML]

Þingmál A275 (kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (svar) útbýtt þann 2014-12-16 18:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1630 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Sif Konráðsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2015-03-10 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1528 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (um tillögur Tryggingstofnunar ríkisins) - [PDF]

Þingmál A396 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-27 19:21:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1012 - Komudagur: 2015-01-12 - Sendandi: Vinnueftirlit ríkisins - [PDF]

Þingmál A403 (örnefni)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-03-03 14:38:23 - [HTML]

Þingmál A416 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A430 (meðferð sakamála og lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
137. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-25 15:07:26 - [HTML]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-02 00:19:24 - [HTML]
117. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2015-06-02 21:56:30 - [HTML]
119. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-06-04 16:59:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1418 - Komudagur: 2015-03-03 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi - [PDF]

Þingmál A448 (reglugerð um vopnabúnað lögreglu)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-01-26 16:58:25 - [HTML]

Þingmál A449 (lögregla og drónar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-01-26 17:01:43 - [HTML]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-02 17:40:16 - [HTML]

Þingmál A466 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1539 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A514 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-16 16:01:26 - [HTML]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-03 14:40:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1632 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: MP banki hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1691 - Komudagur: 2015-04-01 - Sendandi: Virðing ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2015-04-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2015-04-22 - Sendandi: MP banki hf. - [PDF]

Þingmál A605 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-05 14:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-17 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A627 (eftirfylgniskýrslur Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (álit) útbýtt þann 2015-03-18 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A638 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1099 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-24 13:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2163 - Komudagur: 2015-06-01 - Sendandi: Lögreglustjórafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A647 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-25 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Róbert Marshall - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 19:38:04 - [HTML]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1774 - Komudagur: 2015-04-30 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]

Þingmál A696 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1979 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Búseti Norðurlandi hsf - [PDF]

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]

Þingmál A735 (meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-04-30 18:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A768 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (þáltill.) útbýtt þann 2015-05-27 12:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A777 (102. og 103. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2013--2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-01 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2280 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1610 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-07-02 16:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2281 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál B98 (gagnaver og gagnahýsing)

Þingræður:
13. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-25 10:55:42 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A12 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-11 19:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 126 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Lögreglustjórafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A18 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A25 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2015-10-16 - Sendandi: Miðstöð foreldra og barna ehf. - [PDF]

Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-11-25 21:31:47 - [HTML]

Þingmál A115 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-15 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1031 (þál. í heild) útbýtt þann 2016-03-16 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-17 14:22:07 - [HTML]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2015-10-14 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 296 - Komudagur: 2015-10-26 - Sendandi: Kerfélagið ehf. - [PDF]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-18 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Slitastjórn LBI hf. - [PDF]

Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2016-04-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2015-11-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A370 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 999 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-15 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-16 16:24:37 - [HTML]

Þingmál A383 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-26 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1761 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-10 11:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
168. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-11 14:02:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2016-03-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A384 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-02 18:36:28 - [HTML]

Þingmál A396 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 879 - Komudagur: 2016-02-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A411 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (frumvarp) útbýtt þann 2015-12-04 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A479 (samskiptavandi innan lögreglunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (svar) útbýtt þann 2016-02-22 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A492 (nefndir, starfshópar og verkefnisstjórnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (svar) útbýtt þann 2016-05-10 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (nefndir, starfshópar og verkefnisstjórnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1211 (svar) útbýtt þann 2016-05-02 17:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (aðild Gvatemala að fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2016-02-23 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: Fríverslunarsamningur EFTA og Miðameríkuríkja (Kostaríka og Panama) - íslensk þýðing - [PDF]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1464 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A615 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1017 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2016-05-12 - Sendandi: Áslaug Björgvinsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Kristleifur Indriðason - [PDF]

Þingmál A631 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1529 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Stefnir hf. - [PDF]

Þingmál A649 (aðkoma að samningum við kröfuhafa og meðferð slitabúa föllnu bankanna o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1561 (svar) útbýtt þann 2016-08-22 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1673 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
153. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-19 18:41:21 - [HTML]

Þingmál A658 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-10 17:50:45 - [HTML]

Þingmál A675 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A679 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Félagsbúið Miðhrauni 2 sf. - [PDF]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A740 (fjármálaáætlun 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-29 15:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1658 - Komudagur: 2016-05-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
169. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-10-12 11:40:53 - [HTML]

Þingmál A791 (rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1367 (þáltill. n.) útbýtt þann 2016-05-26 18:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A810 (gjaldeyrismál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-02 19:28:11 - [HTML]

Þingmál A828 (netbrotadeild lögreglunnar)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-09-05 17:04:40 - [HTML]

Þingmál A848 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1604 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-30 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A871 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1668 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2152 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Kjararáð - [PDF]

Þingmál A872 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1687 (álit) útbýtt þann 2016-09-20 18:02:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 146

Þingmál A7 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2016-12-12 20:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A70 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (frumvarp) útbýtt þann 2017-01-26 10:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A121 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A126 (fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-21 15:18:02 - [HTML]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2017-03-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A286 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (skattar, tollar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-31 09:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A431 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Óttarr Proppé (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-25 16:10:26 - [HTML]

Þingmál A435 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 568 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A446 (fjárfestingarstefna lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2017-04-05 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-04-24 19:26:53 - [HTML]

Þingmál A520 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 734 (frumvarp) útbýtt þann 2017-05-09 21:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Álit umboðsmanns Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1520 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Trausti Fannar Valsson - [PDF]

Löggjafarþing 147

Þingmál A111 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-09-26 22:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-09-26 23:09:15 - [HTML]

Þingmál A120 (lágskattaríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 16:44:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A12 (ársreikningar og hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1124 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Haukur Arnþórsson - [PDF]

Þingmál A43 (bygging 5.000 leiguíbúða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2018-01-19 - Sendandi: Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2018-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A48 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 784 - Komudagur: 2018-03-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A63 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 2018-01-06 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A91 (dánaraðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 445 - Komudagur: 2018-03-01 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A192 (lágskattaríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (þáltill.) útbýtt þann 2018-02-08 10:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-22 16:08:05 - [HTML]

Þingmál A229 (úrskurðir sýslumanns í umgengnismálum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-03-05 16:32:31 - [HTML]

Þingmál A344 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-03-06 17:25:51 - [HTML]

Þingmál A346 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-08 11:23:01 - [HTML]

Þingmál A387 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A388 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2018-04-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A442 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1620 - Komudagur: 2018-05-09 - Sendandi: Kristleifur Indriðason - [PDF]

Þingmál A462 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (frumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-04 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1292 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-28 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1296 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-13 00:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (veigamiklar ástæður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1337 (svar) útbýtt þann 2018-07-17 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A663 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1301 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B271 (störf þingsins)

Þingræður:
30. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-02-27 13:39:48 - [HTML]

Þingmál B315 (störf þingsins)

Þingræður:
36. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-03-07 15:08:45 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A51 (lágskattaríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-01 14:13:59 - [HTML]

Þingmál A110 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5752 - Komudagur: 2019-06-13 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A138 (dánaraðstoð)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-02-28 16:35:39 - [HTML]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2018-09-27 14:09:32 - [HTML]
38. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-26 16:55:54 - [HTML]

Þingmál A184 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A221 (útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-23 19:47:38 - [HTML]

Þingmál A222 (breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3184 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf - [PDF]

Þingmál A404 (stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3185 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf - [PDF]

Þingmál A433 (skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2564 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 5367 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A493 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-29 14:18:21 - [HTML]

Þingmál A494 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4955 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5613 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Tómas Hrafn Sveinsson - [PDF]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-23 12:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A772 (skráning einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5545 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]

Þingmál A780 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5516 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5514 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5515 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson - [PDF]

Þingmál A796 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A798 (lýðskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A799 (sameiginleg umsýsla höfundarréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A808 (stjórn veiða úr makrílstofni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1272 (frumvarp) útbýtt þann 2019-04-02 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A953 (breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-03 15:52:35 - [HTML]

Þingmál B163 (birting upplýsinga)

Þingræður:
23. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-10-23 13:54:47 - [HTML]

Þingmál B511 (störf þingsins)

Þingræður:
62. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-02-05 13:45:18 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-11-13 15:13:47 - [HTML]

Þingmál A7 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A23 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1929 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-29 18:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Halldóra Mogensen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 22:40:02 - [HTML]

Þingmál A101 (skráning einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 115 - Komudagur: 2019-10-11 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]

Þingmál A135 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-09 19:02:25 - [HTML]

Þingmál A148 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 18:11:46 - [HTML]

Þingmál A158 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-17 16:45:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 904 - Komudagur: 2019-12-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-08 18:02:27 - [HTML]

Þingmál A254 (ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2020-03-20 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (innheimta opinberra skatta og gjalda)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-05 14:30:21 - [HTML]

Þingmál A318 (breyting á ýmsum lögum um matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 712 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1353 - Komudagur: 2020-01-07 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A331 (samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 711 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1354 - Komudagur: 2020-01-07 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A332 (breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A341 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-05 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (vernd uppljóstrara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2019-12-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A370 (verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2019-12-04 - Sendandi: Nasdaq verðbréfamiðstöð - [PDF]

Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2020-01-16 - Sendandi: Vistor hf. - [PDF]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-12-11 21:50:02 - [HTML]

Þingmál A450 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-17 02:12:40 - [HTML]

Þingmál A523 (varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-01-22 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A640 (vörumerki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1806 - Komudagur: 2020-04-17 - Sendandi: Sigurjónsson og Thor - [PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2067 - Komudagur: 2020-05-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A716 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-06 21:41:49 - [HTML]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2275 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála - [PDF]

Þingmál A720 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1757 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-20 16:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 17:36:00 - [HTML]

Þingmál A728 (Matvælasjóður)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-22 21:00:16 - [HTML]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A814 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2258 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A815 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-18 18:31:57 - [HTML]

Þingmál B67 (störf þingsins)

Þingræður:
10. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2019-09-25 15:08:18 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-06 16:30:09 - [HTML]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A15 (stjórnsýsla jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A17 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Faggildingarráð - [PDF]

Þingmál A19 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-13 17:38:10 - [HTML]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A37 (tímabinding veiðiheimilda til 20 ára o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-21 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A38 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 829 - Komudagur: 2020-12-04 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A146 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A162 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 61 - Komudagur: 2020-10-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A208 (skipalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2541 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1836 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2423 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]

Þingmál A444 (breyting á ýmsum lögum til einföldunar á regluverki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A471 (stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-26 13:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1671 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A563 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1698 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-10 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2560 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1341 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-04 12:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-05-05 18:39:28 - [HTML]

Þingmál A625 (stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2513 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]

Þingmál A629 (happdrætti Háskóla Íslands og happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3079 - Komudagur: 2021-05-27 - Sendandi: Samtök áhugafólks um spilafíkn - [PDF]

Þingmál A668 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 19:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A701 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2693 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. - [PDF]

Þingmál A710 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A713 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2746 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins - [PDF]

Þingmál A714 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2630 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]

Þingmál A715 (breyting á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2843 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Félag grunnskólakennara - [PDF]

Þingmál A764 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-06 14:13:52 - [HTML]
91. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-06 14:16:04 - [HTML]

Þingmál B53 (frumvarp um kennitöluflakk)

Þingræður:
9. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-15 10:42:32 - [HTML]

Þingmál B543 (færsla reksturs hjúkrunarheimila og réttindi starfsfólks)

Þingræður:
67. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-03-16 13:33:02 - [HTML]

Þingmál B580 (rekstur hjúkrunarheimila)

Þingræður:
72. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-23 13:44:26 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A23 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3659 - Komudagur: 2022-06-14 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]

Þingmál A24 (ávana-og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-03 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A77 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 2022-03-14 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A101 (tímabinding veiðiheimilda til 20 ára o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-02 12:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A150 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 308 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]

Þingmál A172 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2022-06-15 21:07:57 - [HTML]

Þingmál A185 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - [PDF]

Þingmál A389 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-24 12:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1269 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 18:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1328 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-15 18:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-15 19:11:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3462 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A450 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1296 - Komudagur: 2022-04-06 - Sendandi: Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins - [PDF]

Þingmál A453 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 652 (frumvarp) útbýtt þann 2022-03-10 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B31 (fjárlagafrumvarp sent í umsagnarferli)

Þingræður:
3. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2021-12-02 10:58:55 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A5 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-19 16:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2022-09-21 18:03:44 - [HTML]

Þingmál A6 (tímabinding veiðiheimilda til 20 ára o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-15 15:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A8 (tæknifrjóvgun o.fl.)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-22 13:21:56 - [HTML]

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson - [PDF]

Þingmál A32 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 10:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-27 18:23:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2022-10-24 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A74 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 160 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A92 (Happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4157 - Komudagur: 2023-03-20 - Sendandi: Samtök áhugafólks um spilafíkn - [PDF]

Þingmál A120 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 270 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf - [PDF]

Þingmál A144 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 340 - Komudagur: 2022-11-02 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A277 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-10 16:34:52 - [HTML]

Þingmál A317 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-13 11:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í leikskólum og grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2272 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2023-09-08 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-02 01:30:47 - [HTML]
60. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-02-03 13:49:04 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 19:21:00 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-06 23:42:14 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 14:58:51 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 18:00:29 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 20:44:24 - [HTML]

Þingmál A428 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3917 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A432 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2022-12-07 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A535 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3911 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A544 (mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A735 (stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1119 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-02-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A784 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-28 19:44:35 - [HTML]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-19 17:11:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4285 - Komudagur: 2023-04-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4589 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Skúli Sveinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4597 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4623 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Dóra Sif Tynes - [PDF]
Dagbókarnúmer 4635 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Ögmundur Jónasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4638 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4653 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Lilja Ólafsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 4665 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Friðrik Árni Friðriksson Hirst - [PDF]

Þingmál A924 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-03-30 11:23:58 - [HTML]
91. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-03-30 12:38:21 - [HTML]

Þingmál A925 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1455 (frumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A945 (kosningalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1477 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A979 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4601 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A980 (rafrænar skuldaviðurkenningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4797 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál B10 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2022-09-14 20:55:52 - [HTML]

Þingmál B166 (Störf þingsins)

Þingræður:
20. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-10-19 15:21:59 - [HTML]

Þingmál B658 (Störf þingsins)

Þingræður:
70. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2023-02-28 15:09:28 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A20 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-18 15:57:38 - [HTML]

Þingmál A32 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1272 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A102 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A123 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1732 - Komudagur: 2024-03-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A128 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-15 11:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A146 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A301 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (frumvarp) útbýtt þann 2023-10-09 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A418 (innviðir við Jökulsárlón)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - svar - Ræða hófst: 2024-02-05 19:35:58 - [HTML]

Þingmál A505 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1053 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði - [PDF]

Þingmál A540 (staða barna innan trúfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1758 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-06-01 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Alcoa Fjarðarál sf. - [PDF]

Þingmál A581 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 15:01:09 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 16:16:47 - [HTML]

Þingmál A605 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (svar) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-13 17:19:50 - [HTML]
72. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2024-02-13 18:06:49 - [HTML]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1737 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-05-17 16:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf - [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-05 14:11:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SVÞ og VÍ - [PDF]

Þingmál A787 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-12 17:15:18 - [HTML]

Þingmál A830 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A900 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2838 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A917 (virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-17 22:48:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2032 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Deloitte legal ehf. - [PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-23 20:01:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 2346 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A948 (húsleit á lögmannsstofum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2239 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A998 (gervigreind)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2161 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1002 (gervigreind)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2194 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1084 (umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1587 (frumvarp) útbýtt þann 2024-04-29 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1105 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-08 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1160 (breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-06-19 15:45:00 - [HTML]

Þingmál B120 (Störf þingsins)

Þingræður:
7. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2023-09-20 15:37:46 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A36 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 183 - Komudagur: 2024-10-10 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A77 (umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A122 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A232 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til að starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 156

Þingmál A74 (umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2025-02-13 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-08 19:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-02-11 16:06:41 - [HTML]
55. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 19:46:02 - [HTML]
55. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 22:27:42 - [HTML]
55. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2025-06-06 22:33:43 - [HTML]
55. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 22:51:59 - [HTML]
55. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 22:55:30 - [HTML]
55. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 22:58:27 - [HTML]
56. þingfundur - Ingibjörg Davíðsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-07 10:32:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2025-02-23 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2025-02-26 - Sendandi: Dóra Sif Tynes - [PDF]
Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2025-02-28 - Sendandi: Skúli Sveinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 2025-02-28 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2025-03-14 - Sendandi: Ögmundur Jónasson - [PDF]

Þingmál A100 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Árni Helgason - Ræða hófst: 2025-02-20 12:47:10 - [HTML]

Þingmál A103 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-15 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 533 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-05-21 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A107 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2025-03-28 - Sendandi: Atvinnuvegaráðuneyti - [PDF]

Þingmál A108 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-11 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A159 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-11 17:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 456 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A270 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1096 - Komudagur: 2025-05-14 - Sendandi: Garðabær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2025-05-15 - Sendandi: Seltjarnarnesbær - [PDF]

Þingmál A278 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-31 18:12:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 157

Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2025-09-18 13:50:30 - [HTML]
8. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-09-18 17:37:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: Jón Steinar Gunnlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2025-10-14 - Sendandi: Eiríkur Áki Eggertsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 428 - Komudagur: 2025-10-20 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 442 - Komudagur: 2025-10-21 - Sendandi: Dóra Sif Tynes - [PDF]
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2025-10-21 - Sendandi: Ögmundur Jónasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Hjörtur Jónas Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 474 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Heimssýn - [PDF]
Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2025-10-31 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 635 - Komudagur: 2025-11-03 - Sendandi: Jón Bjarnason - [PDF]
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2025-11-12 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A29 (umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-12 11:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Víðir Reynisson - Ræða hófst: 2025-09-16 17:50:49 - [HTML]

Þingmál A59 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 10:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A106 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2025-10-08 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]

Þingmál A112 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A153 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2025-10-23 - Sendandi: Kjartan Eggertsson - [PDF]

Þingmál A169 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 425 - Komudagur: 2025-10-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A257 (skattar, gjöld o.fl. (tollar, leigutekjur o.fl.))[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1001 - Komudagur: 2025-11-26 - Sendandi: KPMG Law ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1312 - Komudagur: 2025-12-12 - Sendandi: PCC BakkiSilicon hf. - [PDF]

Þingmál A300 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 445 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B25 (Störf þingsins)

Þingræður:
7. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2025-09-17 15:26:23 - [HTML]

Þingmál B209 (Störf þingsins)

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2025-11-19 15:32:38 - [HTML]

Þingmál B313 (eftirlitshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu)

Þingræður:
48. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2025-12-15 13:30:37 - [HTML]