Úrlausnir.is


Merkimiði - Arfur



RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (472)
Dómasafn Hæstaréttar (602)
Umboðsmaður Alþingis (3)
Stjórnartíðindi (275)
Dómasafn Landsyfirréttar (137)
Alþingistíðindi (886)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (184)
Lovsamling for Island (33)
Alþingi (2303)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1925:53 nr. 33/1924 [PDF]

Hrd. 1926:243 nr. 35/1925 [PDF]

Hrd. 1929:977 nr. 28/1928 [PDF]

Hrd. 1929:1053 nr. 82/1928 [PDF]

Hrd. 1930:227 nr. 131/1929 [PDF]

Hrd. 1930:277 nr. 10/1930 [PDF]

Hrd. 1933:126 nr. 176/1932 [PDF]

Hrd. 1935:79 nr. 21/1934 [PDF]

Hrd. 1939:500 nr. 62/1938 [PDF]

Hrd. 1945:71 nr. 122/1944 [PDF]

Hrd. 1945:437 nr. 116/1945 [PDF]

Hrd. 1947:293 nr. 76/1945 (Kostnaður við vegalagningu) [PDF]
Davíð, sem var aldraður, samdi um vegalagningu á/við jörð og varð kostnaður hennar nokkuð hár. Nágranninn ætlaði að leggja eitthvað í þetta. Verðmatið fór fram með mati tveggja dómkvaddra manna. Davíð var talinn hafa ekki gert sér grein fyrir því hversu fjárfrekar skuldbindingarnar voru sem hann gekk undir miðað við sína hagi og átti nágrannanum að hafa verið það ljóst. Samningurinn var ógiltur á grundvelli 1. mgr. 31. gr. samningalaganna með lögjöfnun.
Hrd. 1951:282 nr. 112/1950 (Dánargjöf eða ekki - Kaupmáli/lífsgjöf) [PDF]
Maður kvað á um í kaupmála að við andlát hans yrðu allar eignir hans yrðu að séreign konunnar. Hann átti jafnframt dóttur.

Í dómnum skipti máli hvað hann vissi um væntanlegt andlát sitt. Hann hafði greinst með krabbamein og var dauðvona.

Á þessum tíma var forsjárhyggju heilbrigðisstarfsmanna meiri og því var talið að manninum hefði verið illkunnugt um veikindi sín og hvenær yrði talið að hann myndi deyja af þeim.

Meirihluti Hæstaréttar taldi að um hefði verið um lífsgjöf að ræða. Minnihluti Hæstaréttar taldi þetta vera dánargjöf.
Hrd. 1951:288 nr. 28/1951 [PDF]

Hrd. 1951:414 kærumálið nr. 25/1951 [PDF]

Hrd. 1951:422 kærumálið nr. 26/1951 [PDF]

Hrd. 1952:299 kærumálið nr. 9/1952 [PDF]

Hrd. 1952:394 kærumálið nr. 13/1952 [PDF]

Hrd. 1953:197 nr. 116/1952 [PDF]

Hrd. 1953:306 nr. 171/1952 [PDF]

Hrd. 1953:567 nr. 67/1953 (Erfðaskrá en samt til erfingja beggja) [PDF]
Þau áttu ekki börn og höfðu gert erfðaskrá þar sem makinn væri einkaerfingi.
Á þeim tíma var fyrirkomulagið þannig að börn þeirra látnu voru einu skylduerfingjarnir. Án erfðaskrár myndi maki deila arfi með foreldrum hins látna.
Hrd. 1954:114 nr. 7/1953 (Bergstaðastræti) [PDF]
Spurningin var um viðbót við hús.
K átti húsnæði en síðar hafði verið byggt við það.
Átti K þá allt húsnæðið eða eingöngu hluta þess?

Dómurinn er einnig til marks um að þó fasteign teljist séreign gerir það ekki innbú hennar sjálfkrafa að séreign. Haldið var því fram að séreign hafi verið notuð til að kaupa innbúið en það taldist ekki nægjanlega sannað.
Hrd. 1954:282 nr. 65/1953 (Framfærsla) [PDF]

Hrd. 1955:95 nr. 30/1955 [PDF]

Hrd. 1955:325 nr. 145/1954 [PDF]

Hrd. 1957:514 nr. 78/1956 (Laugavegur 80) [PDF]

Hrd. 1958:359 nr. 39/1958 [PDF]

Hrd. 1958:486 nr. 167/1957 (Hús o.fl. á Akureyri - Bókasafn ekki „innanhúsgögn“) [PDF]
Verðmætt og sérstakt bókasafn var á heimili M og K. Það var ekki talið vera venjulegt innbú.
Hrd. 1959:49 nr. 191/1958 (Ættleiðingarleyfi) [PDF]

Hrd. 1959:73 nr. 159/1956 (Melgerði) [PDF]
Skuldheimtumenn M vildu taka ákveðna fasteign í eigu K. Hæstiréttur taldi að skuldheimtumennirnir hefðu ekki fært neinar sönnur á að eignin sé sameign þeirra beggja, hvað þá hjúskapareign M. Kröfunni var því hafnað.
Hrd. 1959:541 nr. 134/1958 (Kvennaheimilið Hallveigarstaðir) [PDF]

Hrd. 1959:559 nr. 102/1959 [PDF]

Hrd. 1959:759 nr. 129/1959 (Skattareglur um fyrirframgreiddan arf) [PDF]

Hrd. 1960:1 nr. 172/1958 [PDF]

Hrd. 1960:118 nr. 209/1959 (Hjartasjúkdómar) [PDF]
Arfleifandi gerði erfðaskrá þar sem hann gaf fé til sjóðs innan Landspítalans. Í stjórn sjóðsins átti að sitja læknir Landspítalans en sá læknir vottaði erfðaskrána. Það var ekki talið nægilegt til að hnekkja vottuninni þar sem ekki var talið að læknirinn hefði persónulegra hagsmuna að gæta varðandi erfðaskrána.
Hrd. 1960:420 nr. 28/1960 (Sumargjöf) [PDF]
„Gamli dómurinn um lausu blöðin“.
Afturköllun var talin gild þótt sú erfðaskrá sem innihélt afturköllunina var talin ógild.
Hrd. 1960:550 nr. 213/1959 [PDF]

Hrd. 1961:201 nr. 85/1960 (Stjúpsonur) [PDF]
Maður hafði gert þrjár erfðaskrár. Fyrst gerði hann sameiginlega erfðaskrá með konu árið 1945 en síðan dó hún. Hann gerði síðan tvær eftir það og var deilt um þær. Í 2. erfðaskránni arfleiddi hann tiltekinn aðila að tilteknum eignum og að stjúpsonur hans fengi restina. Í seinustu tilgreindi hann að tilteknir aðilar fengju tilteknar eignir en ekkert um restina né minnst á erfðaskrá nr. 2. Álitamál hvað átti að gera um restina í ljósi þessa.

Niðurstaðan var að 2. og 3. erfðaskráin voru túlkaðar saman. Vitni voru til staðar um að við gerð 3. erfðaskrárinnar að hann teldi sig hafa gert nóg fyrir stjúpsoninn, en það var samt óljóst. Stjúpsonurinn var því talinn eiga að fá restina þar sem ekki var tekið fram að stjúpsonurinn ætti ekki að fá restina.
Hrd. 1961:283 nr. 135/1960 [PDF]

Hrd. 1962:277 nr. 20/1962 [PDF]

Hrd. 1962:310 nr. 140/1961 (Bílaverið) [PDF]

Hrd. 1962:590 nr. 63/1962 [PDF]

Hrd. 1963:23 nr. 122/1962 [PDF]

Hrd. 1963:41 nr. 89/1962 (Eignarréttur í fasteign - Ráðskonulaun II) [PDF]

Hrd. 1963:437 nr. 170/1962 [PDF]

Hrd. 1963:568 nr. 169/1960 [PDF]

Hrd. 1964:122 nr. 96/1962 [PDF]

Hrd. 1964:406 nr. 122/1963 (Árelíusarbörn) [PDF]
Reyndi á þá spurningu hvort að viðkomandi var búinn að gefa of mikið áður en hann dó, s.s. að dulbúa gjafir til að komast framhjá arfleiðsluheimild.
Hrd. 1964:462 nr. 105/1963 (Erfðaskrá hjóna þrátt fyrir niðja) [PDF]
Hjónin gerðu sameiginlega erfðaskrá um að arfleifa hvort annað að öllum sínum eignum. Þau áttu engin sameiginleg börn.

Þau deyja svo með tiltölulega stuttu millibili.

Svo kom í ljós að M mátti ekki ráðstafa 1/3 hluta en K mátti það.

Erfingjarnir sóttust eftir því að ógilda erfðaskrána á grundvelli brostinna forsenda. Erfingjarnir þurftu að bera hallan af því.
Hrd. 1964:503 nr. 140/1963 (Geitafellsómagameðlag) [PDF]

Hrd. 1964:528 nr. 134/1963 [PDF]

Hrd. 1964:649 nr. 146/1963 [PDF]

Hrd. 1964:843 nr. 106/1964 (Ráðsmannskaup - Ráðskonulaun III) [PDF]

Hrd. 1965:796 nr. 140/1964 [PDF]

Hrd. 1966:550 nr. 175/1964 [PDF]

Hrd. 1966:591 nr. 80/1965 (Skattkrafa) [PDF]

Hrd. 1967:50 nr. 230/1966 [PDF]

Hrd. 1967:910 nr. 155/1967 (Margrétarhús) [PDF]

Hrd. 1967:1055 nr. 22/1967 [PDF]

Hrd. 1968:110 nr. 256/1966 [PDF]

Hrd. 1968:336 nr. 104/1966 (Krossavík) [PDF]

Hrd. 1968:422 nr. 110/1967 (Vatnsendi I) [PDF]

Hrd. 1969:110 nr. 184/1967 [PDF]

Hrd. 1969:225 nr. 161/1968 (Timburþurrkofn) [PDF]

Hrd. 1969:231 nr. 24/1969 [PDF]

Hrd. 1969:469 nr. 123/1968 (Málleysingjaskólinn) [PDF]
M er nánast heyrnarlaus og nánast mállaus. M var þroskaskertur að einhverju leyti. Hann var eingöngu skrifandi á nafn sitt. Hann var ekki talinn vera rosalega sjálfbjarga en nóg til þess að virða sjálfstæði hans.

M tjáði vilja sinn til bankastarfsmanns sem hann hafði þekkt í einhvern tíma um hvernig ætti að ráðstafa eignum sínum.
Bankastarfsmaðurinn ritaði vilja M á ritvél og bar síðan undir M.

Þegar hann dó urðu mikil átök milli bréferfingja og lögerfingja. Í grunninn snerist málið um hvort hefði verið hæfur til að gera erfðaskrá eða ekki. Deilt var um hvort vilja M hefði verið nægilega vel lýst. Efast var um að hún hefði verið sérstaklega vel lesin upp fyrir hann.

Skoðað var við rekstur málsins hversu sjálfstæður hann var í sínu lífi.

Erfðaskráin var talin gild.
Hrd. 1969:505 nr. 70/1969 [PDF]

Hrd. 1969:721 nr. 36/1969 [PDF]

Hrd. 1969:782 nr. 117/1968 [PDF]

Hrd. 1969:1092 nr. 161/1969 [PDF]

Hrd. 1969:1189 nr. 37/1969 [PDF]

Hrd. 1969:1481 nr. 238/1969 [PDF]

Hrd. 1970:354 nr. 41/1970 [PDF]

Hrd. 1970:365 nr. 65/1970 [PDF]

Hrd. 1970:410 nr. 30/1970 [PDF]

Hrd. 1970:710 nr. 135/1970 [PDF]

Hrd. 1971:1095 nr. 178/1970 [PDF]

Hrd. 1972:767 nr. 120/1972 [PDF]

Hrd. 1972:1040 nr. 109/1972 [PDF]

Hrd. 1973:39 nr. 21/1972 [PDF]

Hrd. 1973:137 nr. 34/1973 [PDF]

Hrd. 1973:1037 nr. 27/1973 [PDF]

Hrd. 1974:306 nr. 59/1973 [PDF]

Hrd. 1974:317 nr. 156/1973 [PDF]

Hrd. 1974:1015 nr. 192/1974 [PDF]

Hrd. 1975:959 nr. 162/1974 [PDF]

Hrd. 1976:197 nr. 125/1974 [PDF]

Hrd. 1976:955 nr. 46/1975 [PDF]

Hrd. 1976:984 nr. 22/1975 [PDF]

Hrd. 1976:1105 nr. 169/1974 (Garðakot) [PDF]

Hrd. 1977:1201 nr. 9/1976 [PDF]

Hrd. 1978:1225 nr. 138/1978 [PDF]

Hrd. 1979:377 nr. 207/1977 [PDF]

Hrd. 1979:531 nr. 79/1977 [PDF]

Hrd. 1979:1121 nr. 9/1978 [PDF]

Hrd. 1979:1346 nr. 213/1979 [PDF]

Hrd. 1979:1384 nr. 44/1978 (Vesturberg - Gjöf fósturmóður til K) [PDF]
K sagði að íbúðin hefði verið gjöf en M sagði að íbúðin hefði verið gefin þeim báðum. Skiptir máli hverjum sé gefið og að það sé skýrt.
Gefandi nefndi ekki að gjöfin væri séreign.
Það var talið að M hafi lagt nógu mikið í íbúðina.
Ekki fallist á skáskipti.
Hrd. 1980:768 nr. 79/1979 [PDF]

Hrd. 1980:992 nr. 53/1980 (Fyrirfram samþykki sonar) [PDF]
Talið var þurfa samþykki sonarins vegna setu í óskiptu búi.
Ekki var hægt að byggja á fyrirfram samþykki sonarins í þessu tilviki.
Hrd. 1980:1455 nr. 58/1978 (Gröf) [PDF]

Hrd. 1981:247 nr. 209/1978 [PDF]

Hrd. 1981:884 nr. 44/1979 [PDF]

Hrd. 1981:1060 nr. 126/1978 [PDF]

Hrd. 1982:68 nr. 2/1982 [PDF]

Hrd. 1982:754 nr. 261/1981 [PDF]

Hrd. 1982:1084 nr. 11/1980 [PDF]

Hrd. 1982:1141 nr. 1/1980 (Óvígð sambúð - Sameign - Sandholt - Eignarhlutdeild) [PDF]
M og K eiga bæði eignina, sinn helminginn hvort.
Hrd. 1983:233 nr. 123/1982 (Kaplaskjólsvegur) [PDF]

Hrd. 1983:381 nr. 121/1980 (Stefán Jónsson rithöfundur) [PDF]
Stefán og Anna voru gift og gerðu sameiginlega erfðaskrá þar sem þau arfleiddu hvort annað af öllum sínum eignum, og tilgreindu hvert eignirnar ættu að fara eftir lát beggja.

Önnu var um í mun að varðveita minningu Stefáns og vildi arfleiða Rithöfundasambandið að íbúð þeirra með tilteknum skilyrðum.

Talið var að hún hefði ráðstafað eigninni umfram heimild. Ekki var talið hægt að láta Rithöfundasambandið fá upphæðina í formi fjár eða afhenda því hluta íbúðarinnar, að því marki sem það var innan heimildar hennar.
Hrd. 1983:415 nr. 182/1982 (Óskilgetið barn) [PDF]
Skoða þurfti þágildandi barnalög þegar hún fæddist, þ.e. um faðernisviðurkenningu.
Ekki var litið svo á að henni hafi tekist að sanna að hún hafi talist vera barn mannsins að lögum.
Hrd. 1983:582 nr. 9/1982 (Drap eiginmann - Svipt erfðarétti - Ráðagerð um langan tíma) [PDF]

Hrd. 1983:787 nr. 34/1981 (Aðalstræti - Fjalakötturinn) [PDF]

Hrd. 1983:2134 nr. 225/1981 (Skilningur á kaupmála) [PDF]
K og M deildu um gildi kaupmála sem þau gerðu sín á milli.

M hélt því fram að K hefði allt frumkvæðið og séð um fjármálin. Hún hefði heimtað að kaupmálinn yrði gerður og eignirnar væru hennar séreignir. Hún hefði ákveðið að skilja við M skömmu eftir skráningu kaupmálans. M taldi að K hefði ætlað sér að skilja við hann um leið og hann samþykkti kaupmálann.
K var með 75% örorkumat og lága greindarvísitölu og því ekki í stöðu til að þvinga kaupmálanum í gegn. M taldi sig einnig að kaupmálinn kæmi einvörðungu til framkvæmda í tilfelli andláts annars þeirra en ekki vegna skilnaðar.

Ólíkt héraðsdómi taldi Hæstiréttur að ekki ætti að ógilda kaupmálann.
Hrd. 1983:2219 nr. 190/1983 [PDF]

Hrd. 1983:2225 nr. 220/1983 [PDF]

Hrd. 1984:361 nr. 95/1982 [PDF]

Hrd. 1984:906 nr. 220/1982 (Ásgarður) [PDF]
Hjón höfðu með erfðaskrá arfleitt nokkra aðila að jörðinni Ásgarði. Hjónin létust og ákvað sveitarfélagið að nýta lögboðinn forkaupsrétt sinn. Lög kváðu á að verðágreiningi yrði skotið til matsnefndar eignarnámsbóta.

Dánarbú hjónanna var ekki sátt við verðmat nefndarinnar og skaut málinu til aukadómþings, þar sem það teldi jörðina margfalt verðmætari sökum nálægra sumarhúsalóða og veiðiréttarins sem jörðinni fylgdi, er myndi fyrirsjáanlega auka eftirspurn. Rök sveitarfélagsins voru á þá leið að jörðin væri ekki skipulögð undir sumarhús auk þess að samkvæmt lögum væri bannað að nota jarðir undir sumarhús sem ekki væri búið að leysa úr landbúnaðarnotum, og því ætti ekki að taka tillit til slíkra mögulegrar framtíðarnýtingar í þá veru.

Dómkvaddir matsmenn mátu jörðina og töldu virði hennar talsvert nær því sem dánarbúið hélt fram, og vísuðu til nálægðar við þéttbýlisbyggð og náttúrufegurðar. Dómþingið tók undir verðmat þeirra matsmanna og nefndi að hægt væri að leysa jörðina úr landbúnaðarnotum án þess að því yrði mótmælt og því jafnframt mögulegt að skipuleggja sumarhúsabyggð á jörðina í framtíðinni. Aukadómþingið taldi því að sveitarfélagið skyldi greiða dánarbúinu upphæð samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna.

Hæstiréttur staðfesti dóm aukadómþingsins en hækkaði upphæðina vegna veiðiréttindanna sem fylgdu jörðinni.
Hrd. 1984:1290 nr. 69/1983 [PDF]

Hrd. 1984:1311 nr. 225/1984 (Fósturdóttir) [PDF]

Hrd. 1984:1391 nr. 150/1982 (Eyrarkot) [PDF]

Hrd. 1985:38 nr. 248/1984 [PDF]

Hrd. 1986:808 nr. 54/1984 [PDF]

Hrd. 1986:958 nr. 79/1985 (Bann við sölu og veðsetningu - Sóleyjargata) [PDF]
Í erfðaskrá var sett allsherjarbann við framsali og veðtöku. Það bann var talið standast.
Hrd. 1986:962 nr. 80/1985 (Bann við sölu og veðsetningu - Sóleyjargata) [PDF]

Hrd. 1986:1105 nr. 119/1985 (Iðnaðarbankinn) [PDF]

Hrd. 1986:1386 nr. 68/1985 [PDF]

Hrd. 1986:1626 nr. 180/1985 (Ásgarður) [PDF]
Hjón áttu jörðina Ásgarð og ráðstöfuðu til tveggja félagasamtaka með kvöðum.

Sveitarfélagið kemur við andlát þeirra og neytir forkaupsréttar sbr. lagaheimild.

Átti að deila út andvirðinu til félagasamtakanna eða ekki? Sökum brostinna forsenda fengu þau hvorki jörðina né fjármunina.
Hrd. 1986:1671 nr. 25/1985 (Vöruúttekt í reikning) [PDF]

Hrd. 1987:473 nr. 95/1986 (Valdsmaður - Fjárhæð meðlags) [PDF]

Hrd. 1987:683 nr. 52/1986 (Rauðamelsdómur) [PDF]

Hrd. 1987:1563 nr. 25/1987 [PDF]

Hrd. 1988:381 nr. 38/1988 (Jarðir í Snæfells- og Hnappadalssýslu - Hreppsnefnd Eyjahrepps - Höfði) [PDF]

Hrd. 1988:1432 nr. 305/1988 (Helmingaskipti - Skammvinnur hjúskapur) [PDF]

Hrd. 1989:239 nr. 218/1987 (Vífilfell) [PDF]
Systkini eiga stór fyrirtæki, meðal annars Vífilfell. Þau voru misvirk í stjórn en einn bróðirinn er að reka það. Ein systirin fær heilasjúkdóm og fer í margar geislameðferðir. Augljóst var að hún hafði hlotið alvarlegan skaða. Síðan gerði hún erfðaskrá þar sem hún arfleiddi einn bróður sinn að sínum hlut.

Læknarnir voru mjög misvísandi um hvort hún væri hæf til að gera erfðaskrá. Ekkert læknisvottorð var til fyrir þann dag sem hún gerði erfðaskrána.

Allir sammála um að aðgerðirnar gerðar á K hefðu valdið einhverri andlegri skerðingu í kjölfarið. Þurfti þá að meta áhrif skerðingarinnar á hæfi hennar til að gera erfðaskrá á þeim tíma sem hún var undirrituð/samþykkt.

Vottorðið var svolítið gallað. Fulltrúi sýslumanns í Reykjavík hafði notað sama textann á vottorðið árum saman, eða jafnvel áratugum saman. Hæstiréttur leit á að það væri gallað en það kæmi ekki að sök.

Hæstiréttur klofnaði og taldi meirihlutinn hana hæfa en minnihlutinn ekki. Hún var talin hafa skilið það nógu vel um hversu mikið virði væri að ræða.
Hrd. 1989:682 nr. 255/1987 [PDF]

Hrd. 1989:1166 nr. 253/1989 [PDF]

Hrd. 1989:1372 nr. 305/1989 [PDF]

Hrd. 1990:645 nr. 334/1989 (Drekavogur - Misneyting) [PDF]

Hrd. 1990:972 nr. 263/1987 [PDF]

Hrd. 1990:1083 nr. 430/1989 (Fjárhagslegur stuðningur) [PDF]

Hrd. 1990:1581 nr. 22/1989 (36 ár, sameignir) [PDF]
M og K höfðu verið í sambúð í 36 ár.
Þau deildu aðallega um skiptingu á tveimur fasteignum, andvirði bifreiðar, bankainnstæðum og verðbréfum. Dómstólar mátu svo að framangreindar eignir skyldu skiptast að jöfnu en tóku þó ekki afstöðu til útlagningar né hvor aðilinn ætti tilkall til þess að leysa einstakar eignir til sín.
Sumar aðrar eignir mat hann svo að annar aðilinn ætti að eiga þær að fullu.
Hrd. 1991:118 nr. 265/1987 (Foss- og vatnsréttindi Orkubús Vestfjarða - Fornjótsdómurinn) [PDF]

Hrd. 1991:561 nr. 72/1989 (Ömmudómur II, barnabarn) [PDF]
Um er að ræða sömu atvik og í Ömmudómi I nema hér var um að ræða afsal til barnabarns konunnar sem var grandlaust um misneytinguna. Í þessum dómi var afsalið ógilt á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 þrátt fyrir að um misneytingu hafi verið að ræða.
Hrd. 1991:570 nr. 73/1989 (Misneyting - Ömmudómur I) [PDF]
Fyrrverandi stjúpdóttir fer að gefa sig eldri manni. Hann gerir erfðaskrá og gefur henni peninga, og þar að auki gerir hann kaupsamning. Hún er síðan saksótt í einkamáli.

Héraðsdómur ógilti erfðaskrána á grundvelli 34. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, en Hæstiréttur ógilti hana á grundvelli 37. gr. erfðalaganna um misneytingu og því ekki á grundvelli þess að arfleifandinn hafi verið óhæfur til að gera erfðaskrána. Aðrir gerningar voru ógiltir á grundvelli 31. gr. samningalaga, nr. 7/1936.

Arfleifandi var enn á lífi þegar málið var til úrlausnar hjá dómstólum.
Hrd. 1991:1592 nr. 453/1989 [PDF]

Hrd. 1991:1827 nr. 354/1989 (Hreppsnefnd Skorradalshrepps - Hvammur í Skorradal) [PDF]

Hrd. 1992:8 nr. 497/1989 [PDF]

Hrd. 1992:296 nr. 80/1991 [PDF]

Hrd. 1992:342 nr. 352/1989 (Umboð lögmanns ófullnægjandi) [PDF]

Hrd. 1992:1259 nr. 247/1992 [PDF]

Hrd. 1992:1762 nr. 361/1992 (Jónína og Benjamín) [PDF]

Hrd. 1992:1858 nr. 156/1987 (Sæból) [PDF]

Hrd. 1992:1926 nr. 317/1992 [PDF]

Hrd. 1992:2031 nr. 235/1992 [PDF]

Hrd. 1992:2293 nr. 345/1990 [PDF]

Hrd. 1993:485 nr. 114/1993 [PDF]

Hrd. 1993:1570 nr. 362/1993 (Hverfisgata) [PDF]

Hrd. 1993:1855 nr. 413/1993 [PDF]

Hrd. 1993:2119 nr. 61/1990 [PDF]

Hrd. 1993:2307 nr. 272/1991 (Syðribrú) [PDF]

Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík) [PDF]
Foreldrar M skiptu jörðinni Hagavík milli M og systkina hans með ósk um að hún yrði skilgreind sem séreign í hjúskap. M og systkini hans skiptu síðar jörðinni upp í þrjá hluta sem endaði á því að M fékk stærri hlut. Þessa viðbót greiddi M til systkina sinna með hjúskapareign, en þó er látið liggja milli hluta hvort um hefði verið að ræða hjúskapareign M eða K, eða jafnvel beggja.

Deilt var um í málinu hvort viðbótin teldist séreign M eða ekki. Hæstiréttur taldi að viðbótin teldist séreign M þar sem ekki væri hægt að skipta henni frekar upp en K ætti kröfu á endurgjald þar sem greitt var fyrir viðbótina með hjúskapareign.

K bar sönnunarbyrðina á því að sýna fram á að M ætti ekki viðbótina að séreign. Henni tókst það ekki.
Hrd. 1994:924 nr. 169/1990 [PDF]

Hrd. 1994:991 nr. 129/1994 [PDF]

Hrd. 1994:2182 nr. 263/1992 (Esjudómur) [PDF]
Í erfðaskránni var kvöð um að reisa kláf er gengi upp á Esjuna.

Hvaða bönd má leggja á erfingja?
Hann setti ýmis skilyrði fyrir arfinum, m.a. að tiltekið ferðafélag fengi fullt af peningum með því skilyrði að það myndi setja upp kláf upp á Esjuna.
Ferðafélagið fékk síðan arfinn án þess að þurfa að setja upp kláfinn.
Hrd. 1995:127 nr. 279/1991 [PDF]

Hrd. 1995:1240 nr. 501/1991 [PDF]

Hrd. 1995:1572 nr. 58/1994 (Sjávarréttir) [PDF]

Hrd. 1995:1819 nr. 432/1993 [PDF]

Hrd. 1995:2958 nr. 8/1994 [PDF]

Hrd. 1995:2972 nr. 9/1994 [PDF]

Hrd. 1996:177 nr. 17/1996 (Lungnaveiki, minnispunktar) [PDF]

Hrd. 1996:270 nr. 36/1996 (Saurar) [PDF]

Hrd. 1996:931 nr. 227/1994 [PDF]

Hrd. 1996:1904 nr. 193/1996 (Gæsluvarðhald) [PDF]

Hrd. 1996:1912 nr. 202/1996 [PDF]

Hrd. 1996:2006 nr. 206/1996 (Grettisgata, upphaf sambúðar) [PDF]
Fjallar um það hvenær til sambúðar hefur stofnast.
Hrd. 1996:2928 nr. 261/1995 (Hlutabréf) [PDF]

Hrd. 1996:2942 nr. 262/1995 [PDF]

Hrd. 1996:3178 nr. 260/1995 [PDF]
Fagmenn í fasteignaviðskiptum áttu að hafa séð að áhættan yrði meiri en tjónþolinn átti að sjá fyrir. Ósannað þótti að fagmennirnir hafi kynnt þessa auknu áhættu fyrir tjónþolanum.
Hrd. 1996:3439 nr. 405/1996 (Dánarbú) [PDF]

Hrd. 1996:3704 nr. 421/1996 (Dánarbú - Þrotabú) [PDF]

Hrd. 1997:138 nr. 17/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1024 nr. 26/1997 (Drap systur sína en átti ekki erfðarétt) [PDF]

Hrd. 1997:1156 nr. 148/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2275 nr. 336/1997 (Meðlagsskuld) [PDF]

Hrd. 1997:2792 nr. 274/1996 (Laugarvellir) [PDF]

Hrd. 1998:9 nr. 506/1997 (Dánarbússkipti I) [PDF]

Hrd. 1998:550 nr. 523/1997 [PDF]

Hrd. 1998:818 nr. 73/1998 [PDF]

Hrd. 1998:1134 nr. 71/1998 (Kattavinafélagið) [PDF]
Getgátur voru um hvort arfleifandinn, K, hafi verið haldin geðklofa og einnig ýmsum ranghugmyndum, sem sagt að hún hafi ekki talin hafa verið með fullu viti.

K sagði að Kattavinafélagið á Akureyri fengi arfinn en Kattavinafélag Reykjavíkur fengi það ef hitt væri ekki til. Hins vegar var hvorugt til. Hins vegar var Kattavinafélag Íslands til. Það fór í dómsmál og fékk arfinn.
Hrd. 1998:1522 nr. 322/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2092 nr. 201/1998 (Grímsey - 26 ár) [PDF]

Hrd. 1998:2390 nr. 478/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2666 nr. 259/1998 [PDF]

Hrd. 1998:2695 nr. 294/1998 (Hestar) [PDF]

Hrd. 1998:2833 nr. 257/1998 (Varmidalur) [PDF]

Hrd. 1998:3144 nr. 392/1998 [PDF]

Hrd. 1998:4483 nr. 466/1998 [PDF]

Hrd. 1998:4524 nr. 494/1998 (Snóksdalur) [PDF]

Hrd. 1998:4578 nr. 473/1998 [PDF]

Hrd. 1999:30 nr. 1/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1407 nr. 420/1998[HTML] [PDF]
Aðili átti hús og tryggði innbúið. Trygging upp á 4 milljónir. Flytur síðan til Spánar og leigir húsið. Síðan leigir hann öðrum aðila eftir það. Síðar byrja vandræði með vandræðagemsa sem rækja komur sínar til leigutakans. Síðan óskar vátryggingartakinn eftir hækkun á innbústryggingunni.

Síðan hverfur allt innbúið og það ónýtt. Vátryggingarfélagið synjaði kröfu vátryggingartakans þar sem hann upplýsti félagið ekki um þessa auknu áhættu sem hann vissi um á þeim tíma.
Hrd. 1999:1808 nr. 383/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3373 nr. 251/1999 (Ytri-Langamýri)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4329 nr. 227/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4710 nr. 316/1999 (Lán til fasteignakaupa)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4862 nr. 344/1999 (Keflavík í Skagafirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4883 nr. 477/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:22 nr. 484/1999 (Hlutabréf í Eimskip)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:752 nr. 368/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1942 nr. 45/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1980 nr. 192/2000 (Helmingaskiptaregla laga nr. 31/1993)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2582 nr. 263/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3467 nr. 143/2000 (Brunabótafélagið)[HTML] [PDF]
Fyrirkomulag var um að félagsmenn í tryggingafélagi myndu eingöngu fá tilbaka það sem þeir lögðu í félagið ef því yrði slitið.
Félagsmaður lést og erfingjar hans kröfðust þess að fá hans hlut í félaginu, en var synjað um það.
Hæstiréttur taldi að eignarhluturinn hefði ekki erfst og hefði fallið til félagsins sjálfs við andlátið.
Hrd. 2000:3563 nr. 195/2000 (Héraðsnefnd Austur-Húnvetninga)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:585 nr. 339/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML] [PDF]
ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 2001:1792 nr. 421/2000 (Einholt)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2366 nr. 65/2001 (Ytri-Langamýri)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2622 nr. 358/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2740 nr. 259/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2773 nr. 262/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2834 nr. 300/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3016 nr. 338/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3101 nr. 356/2001 (Bræðurnir Ormsson ehf)[HTML] [PDF]
M sat í óskiptu búi og vildi taka lán til að fjárfesta meiru í einkahlutafélagið Bræðurnir Ormsson þar sem fyrirtækið var í fjárkröggum og veðsetti hlutabréf sín í fyrirtækinu til að fjármagna það.

Eitt barnið var ósátt við það og vildu fá móðurarfinn sinn úr búinu. Fallist var á það.
Hrd. 2001:3249 nr. 80/2001 (Vestari Hóll)[HTML] [PDF]
SJ tók við búskap á jörðinni Vestari-Hóll árið 1954 eftir andlát ættingja hans. Sá ættingi hefði einnig tekið við búskapi á jörðinni eftir föður sinn sem var enn hinn þinglýsti eigandi jarðarinnar. Engin gögn voru til staðar um skipti á dánarbúi hins síðastnefnda.

Í málatilbúnaði SJ hélt hann því fram í varakröfu um að hann hefði áunnið sér eignarhefð á jörðinni, ef aðalkröfu hans um að hafa fengið jörðina afhenta til eignar frá SJ á sínum tíma næði ekki fram.

Hæstiréttur leit svo á að hefðandi sem var ókunnugur um eignarhald annars aðila og reyndi að varðveita þann ókunnugleika af ásettu ráði, gat ekki borið hann fyrir sig sér til tekna. Hins vegar taldi Hæstiréttur í þessu máli að ekki hefði verið sýnt fram á ásetning að þessu leyti og hefðin því verið fullnuð.
Hrd. 2001:3708 nr. 406/2001 (Tungufell - Þorvaldsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:753 nr. 82/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:960 nr. 30/2002 (Erfðaskrá en ekki til erfingja beggja)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1176 nr. 354/2001 (Söltunarfélag Dalvíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1729 nr. 200/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2270 nr. 458/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2281 nr. 459/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2351 nr. 263/2002 (Dóttir og dóttursonur Ólafs)[HTML] [PDF]
Sett var inn rangt nafn á jörð, líklega vegna rangrar afritunar frá annarri erfðaskrá.
Hrd. 2002:2534 nr. 391/2002 (Gunnlaugur og Guðlaug)[HTML] [PDF]
Reyndi á fleira en eina tegund af ráðstöfunum.

Gunnlaugur var upphaflega giftur Estheri og átti barn með henni og sat í óskiptu búi.

Með móðurarfi sem Gunnlaugur greiddi barninu fylgdi sérstök yfirlýsing. Minnst er á samkomulag um að innbúinu yrði skipt síðar. Óljóst hvort skiptunum var lokið eða ekki.

Gunnlaugur giftist aftur og gerir erfðaskrá með Guðlaugu. Gunnlaugur deyr og situr Guðlaug þá í óskiptu búi. Átta árum síðar krefst barn Gunnlaugs um skipti á því óskipta búi.

Guðlaug hafði flutt út úr íbúð þeirra Gunnlaugs og var dóttir Guðlaugar komin inn í íbúðina.

Veitt hafði verið leyfi til að veðsetja fasteignina. Í málinu var talið sannað að það hefði mátt þar sem við skiptin var áhættan orðin nánast engin. Guðlaugu var talin hafa verið heimilt að selja hlutabréf, fara til útlanda og verja fé í viðhald.
Hrd. 2002:2583 nr. 324/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2931 nr. 95/2002 (Varmidalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3202 nr. 254/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3721 nr. 496/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:577 nr. 302/2002 (Krókur á Kjalarnesi II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1612 nr. 115/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1748 nr. 456/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2110 nr. 161/2003 (Hæfi við túlkun)[HTML] [PDF]
Bréferfingi manns átti að fá tiltekna íbúð en síðan deyr bréferfinginn. Í stað þess að gera nýja erfðaskrá ræddi lögmaður arfleifanda við hann til að fá afstöðu hans þar sem fram gætu komið efasemdir um hæfi M ef gerð væri ný erfðaskrá.

Foreldrar bréferfingjans vildu fá hlutinn en var synjað þar sem bréfarfurinn var bundinn við tiltekna persónu en myndi ekki erfast. Lögerfingjarnir fengu þann hlut.
Hrd. 2003:2815 nr. 242/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2912 nr. 288/2003 (Sanngirni, eignarhlutar, staða hjóna)[HTML] [PDF]
Ekki yfirskilyrði að hjúskapurinn vari stutt, en er eitt almennt skilyrði.
K og M höfðu verið gift í 30 ár.
Sérstakt að þau voru bæði búin að missa annað foreldrið sitt. Um tíma höfðu þau átt arf inni í óskiptu búi. Í tilviki K hafði faðir hennar óskað skipta á sínu búi og arfur greiddur K fyrir viðmiðunardag skipta en K vildi samt halda honum utan skipta á grundvelli þess að annað væri ósanngjarnt. Ekki var fallist á þá kröfu K.
Búið var að samþykkja kauptilboð í hluta eignarinnar.
Hrd. 2003:4119 nr. 425/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4430 nr. 319/2003 (Bæklunarlæknar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:784 nr. 23/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1453 nr. 25/2004 (Fyrirframgreiddur arfur)[HTML] [PDF]
Arfurinn hafði svo sannarlega verið greiddur áður, en snerist hann eingöngu tilteknum eignum. Voru arfleifendur að ákveða tiltekinn arf í samræmi við arfleiðsluheimild eða utan hennar?

Erfitt var að leysa úr öllum álitamálum um framreikning fyrirfram greidds arfs, sérstaklega vegna þess að túlka þurfti hvaða ákvæði erfðaskrárinnar trompuðu hin.

Erfingjarnir sem fengu meira en nam sínum hlut þurftu að standa skil á því sem var umfram.

Hrd. 2004:2287 nr. 172/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3038 nr. 297/2004 (Eignir/eignaleysi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3072 nr. 267/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3156 nr. 283/2004 (Erfðaskrá - orðalag - til erfingja beggja)[HTML] [PDF]
Erfðaskrá frá 1965.
Makinn var gerður að einkaerfingi en síðan stóð að arfur langlífari makans færi eftir ákvæðum erfðalaga.
Hrd. 2004:3548 nr. 193/2004 (Bjargshóll - Minningarsjóðsmálið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4507 nr. 434/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4816 nr. 465/2004 (Erfðafjárskattur I)[HTML] [PDF]
Þann 31. mars 2004 voru birt ný lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, er felldu brott eldri lög um erfðafjárskatt, nr. 83/1984. Nýju lögin giltu einvörðungu um skipti á dánarbúum eftir þá er létust 1. apríl 2004 eða síðar. Engan fyrirvara mátti finna um að eldri lögin giltu áfram um skipti einstaklinga er létust fyrir þann dag. Samkvæmt lögunum var erfðafjárskattur lagður á þegar erfðafjárskýrslan væri afhent sýslumanni. Bráðabirgðalög, nr. 15/2004, voru birt þann 20. apríl 2004 þar sem settur var slíkur fyrirvari en þá hafði sýslumaður ekki tekið afstöðu til skýrslunnar.

Í umræddu máli lést arfleifandinn 29. desember 2003, erfingjarnir fengu leyfi til einkaskipta þann 16. febrúar 2004, og var erfðafjárskýrslunni skilað til sýslumanns þann 13. apríl 2004. Meirihluti Hæstaréttar mat það sem svo að engri lagaheimild var til að dreifa til að leggja á erfðafjárskatt þegar umræddri skýrslu var skilað og því þurftu erfingjarnir ekki að greiða neinn erfðafjárskatt af arfinum. Ekki væri hægt að beita ákvæðum bráðabirgðalaganna í málinu þar sem þau höfðu þá ekki tekið gildi.

Í sératkvæði var ekki tekið undir niðurstöðu meirihlutans með vísan til ætlunar löggjafans og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Taldi dómarinn að afnám skattskyldu þyrfti að vera ótvíræð en því væri ekki að dreifa í tilfelli þeirra sem ekki höfðu lokið skiptum við gildistökuna, og með það í huga hefðu eldri lög um erfðafjárskatt eingöngu fallið niður hvað varði búskipti eftir þá sem látist eftir 1. apríl 2004.
Hrd. 2004:4974 nr. 482/2004 (Brautarholt)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:297 nr. 24/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:504 nr. 22/2005 (Akrar I)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:514 nr. 41/2005 (3 ár + fjárhagsleg samstaða - Eignir við upphaf óvígðrar sambúðar)[HTML] [PDF]
Sést mjög vel hvenær sambúðin hófst, hjúskapur stofnast, og sagan að öðru leyti.
Samvistarslit verða og flytur annað þeirra út úr eigninni. Það sem flutti út krefur hitt um húsaleigu þar sem hún er arður.
Hrd. 2005:1448 nr. 127/2005 (Brautarholt III)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2734 nr. 234/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2962 nr. 340/2005 (Brekka - Ábúðarsamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:3920 nr. 149/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4701 nr. 478/2005 (Erfðafjárskattur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4859 nr. 487/2005 (Eignarhlutur og skuld vegna vinnu og útlagðs)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:5057 nr. 518/2005 (Gjafabréf - Einföld vottun I)[HTML] [PDF]
Talið að málið hefði verið vanreifað.
Hrd. 2006:607 nr. 328/2005 (Vorsabær)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1074 nr. 118/2006 (Kvíur í sameign)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:2596 nr. 476/2005 (Eignarréttur að fasteign)[HTML] [PDF]
M og K voru í sambúð, hvort þeirra áttu börn úr fyrri hjónaböndum.
M deyr og því haldið fram að K ætti íbúðina ein.
Niðurstaðan var sú að M og K hefðu átt sitthvorn helminginn.
Hrd. 2006:3002 nr. 314/2006 (Ógilding kaupmála/104. gr. - Gjöf 3ja manns - Yfirlýsing eftir á)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að séreignarkvöð á fyrirfram greiddum arfi verði að byggjast á yfirlýsingu þess efnis í erfðaskrá.
Hrd. 2006:3023 nr. 306/2006 (Dánarbússkipti II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3499 nr. 412/2006 (Kaupmála ekki getið)[HTML] [PDF]
K fékk setu í óskiptu búi. Hún hafði gert kaupmála en sagði ekki frá honum. K fór síðan að ráðstafa eignum búsins með ýmsum hætti. Samerfingjarnir voru ekki sáttir við þær ráðstafanir.

Við rekstur dómsmálsins komust erfingjarnir að því að kaupmáli lá fyrir og ýmsar séreignir. Hæstiréttur taldi það ekki slíka rýrnun þar sem peningalega innstæðan var ekki rosalega frábrugðin þeirri sem var þegar leyfið fékkst til setu í óskiptu búi, jafnvel þótt ýmsar breytingar hafa orðið á eignasamsetningunni.
Hrd. 2006:4807 nr. 386/2006 (Hlíðarendi í Fljótshlíð)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4828 nr. 547/2006 (Vilji hjóna - engin krafa)[HTML] [PDF]
Málið var rekið af börnum M úr fyrra hjónabandi gagnvart börnum K úr fyrra hjónabandi. Sameiginleg börn M og K stóðu ekki að málinu.

K var í hjúskap við fyrrum eiginmann á meðan hluta af sambúð hennar og M stóð.
M og K höfðu gert kaupmála.
M og K dóu með stuttu millibili og í málinu reyndi hvort regla erfðaréttar um að hvorugt hjónanna myndi erfa hitt, ætti við eða ekki, þar sem M hafði ekki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi þegar hann lést.

Eign hafði verið gerð að séreign K en hún hafði tekið breytingum.
Spurningin var hvort eignin hefði öll verið séreign K eða eingöngu að hluta.
Rekja þurfti sögu séreignarinnar.
Talið var að séreign K hefði verið að lágmarki 60%. Skera þurfti síðan út um stöðu hinna 40%. Niðurstaða Hæstaréttar var að þau hefðu verið að öllu leyti séreign K og fór því í dánarbú hennar.

Engin endurgjaldskrafa var höfð uppi í málinu.
Hrd. 633/2006 dags. 9. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 665/2006 dags. 10. janúar 2007 (Arfur til arfleifanda)[HTML] [PDF]
Maður gerði erfðaskrá og hafði ekki skylduerfingja. Hann ráðstafaði til vinar síns tilteknum eignum, sem voru mest af því sem hann átti. Meðal eignanna voru innstæður hans á tiltekinni bankabók. Hann hafði ekki tilgreint að erfðaskráin myndi einnig eiga við um eignir sem hann kynni að eignast í framtíðinni.

Systir hans deyr rétt áður en hann lést og var hann einkaerfingi hennar. Hann fékk leyfi til einkaskipta. Hann dó áður en sá arfur var greiddur. Mesti hluti þess arfs var lagður inn á bankabókina eftir að maðurinn dó.

Lögerfingjarnir fengu þann hluta sem var lagður inn á bankabókina eftir lát mannsins.
Hrd. 6/2007 dags. 18. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2007 dags. 29. janúar 2007 (Gjafabréf - einföld vottun II)[HTML] [PDF]
Yfirlýsing bar heitið gjafabréf en ekki erfðaskrá.

Einföld vottun nægir þegar um er að ræða gjafabréf.

Rætt var við vottana og athugað hvort þeir vissu hvað þeir voru að votta o.s.frv.
Hrd. 511/2006 dags. 29. mars 2007 (Spilda í Vatnsenda)[HTML] [PDF]

Hrd. 320/2006 dags. 10. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 258/2007 dags. 22. maí 2007 (Kjarvalsmálverk)[HTML] [PDF]

Hrd. 304/2007 dags. 12. júní 2007 (3 ár ekki skammur tími, hafnað)[HTML] [PDF]

Hrd. 357/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 414/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2007 dags. 20. september 2007 (Kvíar)[HTML] [PDF]

Hrd. 65/2007 dags. 25. október 2007 (Heiðarbær)[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2007 dags. 6. nóvember 2007 (Vatnsendi 4)[HTML] [PDF]
Krafist var ógildingar á erfðaskrá MEH þar sem veigamikil brot höfðu verið á framkvæmd ákvæða hennar og brostnar forsendur um gildi hennar. Þeim málatilbúnaði var hafnað þar sem hún hefði verið lögð til grundvallar skipta á þremur dánarbúum og andmælum við skipti á dánarbúi MEH hefði verið hafnað á sínum tíma, og leiðir til að krefjast ógildingar höfðu ekki verið fullnýttar þá. Málinu var því vísað frá.
Hrd. 542/2007 dags. 21. nóvember 2007 (Vilji systranna)[HTML] [PDF]
Systur gera sameiginlega erfðaskrá árið 2001. Þær voru ekki giftar og áttu engin börn. Þær gerðu meira en eina. Hún var vottuð af fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík og stimpluð. Ekki var minnst á í vottorðinu á andlegt hæfi arfleifanda til að gera erfðaskrána.
Hrd. 641/2007 dags. 18. desember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 668/2007 dags. 14. janúar 2008 (Undirritun/vottun á niðurfellingu kaupmála)[HTML] [PDF]
Vottarnir voru ekki tilkvaddir né báðir viðstaddir samtímis.
Hrd. 213/2007 dags. 17. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2008 dags. 12. febrúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 306/2007 dags. 28. febrúar 2008 (Kjarval)[HTML] [PDF]

Hrd. 157/2008 dags. 7. apríl 2008 (Dánarbússkipti)[HTML] [PDF]

Hrd. 183/2008 dags. 28. apríl 2008 (Tvöfalt líf)[HTML] [PDF]
Maður er í hjónabandi og þau ættleiða barn þar sem maðurinn gat ekki eignast börn. Hann veiktist alvarlega árið 2006 og síðan deyr hann. Kona frá Englandi kemur í kjölfarið með tvítugan son og segir hún að maðurinn væri faðirinn. Sonurinn gat ekki sannað að hann væri sonur þessa manns og vildi ekki fara í mannerfðafræðilega rannsókn.

Framhald atburðarásar: Hrd. 160/2009 dags. 8. maí 2009 (Tvöfalt líf II)
Hrd. 471/2007 dags. 15. maí 2008 (Nesvegur)[HTML] [PDF]

Hrd. 292/2008 dags. 5. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 339/2008 dags. 25. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 338/2008 dags. 26. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 487/2007 dags. 18. september 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 610/2007 dags. 2. október 2008 (Sólheimatorfa)[HTML] [PDF]

Hrd. 521/2008 dags. 13. október 2008 (Dánarbú)[HTML] [PDF]
Eftirlifandi maki hvers dánarbú sem var til skipta gat ekki skorast undan vitnaskyldu á grundvelli tengsla við hinn látna maka.
Hrd. 591/2008 dags. 7. nóvember 2008 (Lambhagi - Jafnaskarð)[HTML] [PDF]

Hrd. 622/2008 dags. 4. desember 2008 (Séreign barna)[HTML] [PDF]
Gerð var erfðaskrá þar sem tilgreint var að hvert barn fengi tiltekinn arfshluta og nefnt að hvert þeirra bæri að gera hana að séreign. Orðalagið var talið vera yfirlýsing en ekki kvöð.

Í Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík) var eignin gerð að séreign í kaupmála en svo var ekki í þessu máli.
Lögmaðurinn sem ritaði erfðaskrána taldi að vilji arfleifanda hefði verið sá að eignin yrði séreign.
Hrd. 329/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2009 dags. 2. febrúar 2009 (Hjónin að Bæ)[HTML] [PDF]

Hrd. 30/2009 dags. 4. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2009 dags. 6. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 249/2008 dags. 19. febrúar 2009 (Afsal sumarbústaðar)[HTML] [PDF]
Frumkvæðið kom frá seljandanum og hafði hann einnig frumkvæði á kaupverðinu. Seljandinn nýtti margra ára gamalt verðmat og lagt til grundvallar að hún var öðrum háð og var sjónskert. Munurinn var um þrefaldur. Samningurinn var ógiltur á grundvelli misneytingar.
Hrd. 444/2008 dags. 7. apríl 2009 (Sumarhús af sameiginlegri lóð - Miðengi - Sunnuhvoll II)[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2009 dags. 8. maí 2009 (Tvöfalt líf II)[HTML] [PDF]
Framhald á atburðarásinni í Hrd. 183/2008 dags. 28. apríl 2008 (Tvöfalt líf).

Syninum tókst heldur ekki að sanna faðernið í þessu máli.
Hrd. 626/2008 dags. 18. júní 2009 (Fífuhvammur í Kópavogi - Digranesvegur)[HTML] [PDF]

Hrd. 461/2009 dags. 31. ágúst 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 594/2009 dags. 11. nóvember 2009 (Fimm erfðaskrár)[HTML] [PDF]
Ástæðan fyrir þeirri fimmtu var að einhver komst að því að sú fjórða hefði verið vottuð með ófullnægjandi hætti.

Vottar vissu ekki að um væri að ræða erfðaskrá og vottuðu heldur ekki um andlegt hæfi arfleifanda. Olli því að sönnunarbyrðinni var snúið við.
Hrd. 599/2009 dags. 13. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 661/2009 dags. 8. desember 2009 (Hjúskapur í Japan)[HTML] [PDF]

Hrd. 697/2009 dags. 16. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 704/2009 dags. 16. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 757/2009 dags. 20. janúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 237/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Skálabrekka)[HTML] [PDF]

Hrd. 479/2009 dags. 11. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 258/2009 dags. 18. febrúar 2010 (Laufskálar)[HTML] [PDF]

Hrd. 334/2009 dags. 25. febrúar 2010 (Landspilda nr. 381 á Vatnsenda)[HTML] [PDF]

Hrd. 209/2010 dags. 5. maí 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 617/2009 dags. 20. maí 2010 (Sambúð - Vatnsendi)[HTML] [PDF]
Andlag samnings varð verðmeira eftir samningsgerð og samningi breytt þannig að greiða yrði viðbótarfjárhæð.
Hrd. 252/2010 dags. 1. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 494/2009 dags. 10. júní 2010 (Ketilsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 438/2009 dags. 21. júní 2010 (Séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
K missti manninn sinn og sat í óskiptu búi. Hún hélt að hún fengi séreignarlífeyrissparnað M.

Lífeyrissjóðurinn neitaði að láta það af hendi þrátt fyrir kröfu K.

Niðurstaðan verður sú að séreignarlífeyrissparnaður greiðist framhjá dánarbúinu og beint til maka og barna.
Hrd. 468/2010 dags. 31. ágúst 2010 (Barnaspítali Hringsins)[HTML] [PDF]
Í erfðaskrá var Barnaspítali Hringsins arfleiddur að eignum en enginn slíkur aðili var lögformlega til. Hins vegar var til kvenfélag sem hét Hringurinn og það rak barnaspítalasjóð. Kvenfélagið Hringurinn og Landspítalinn gerðu bæði tilkall til arfisins. Reynt var að finna út hver vilji arfleifanda var. Landspítalinn fékk arfinn.

Kvenfélagið sýndi m.a. bréfsefnið frá þeim til að reyna að sýna fram á að sjóðurinn þeirra væri þekktur sem slíkur, en án árangurs. Barn arfleifanda hafði verið lagt inn á deild Landspítalans en ekki hafði verið sýnt fram á nein tengsl við kvenfélagið.
Hrd. 771/2009 dags. 16. september 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 4/2010 dags. 7. október 2010 (Athafnaleysi)[HTML] [PDF]
Erfingjar dánarbús eru með efasemdir um að úttektir hafi farið út í að greiða reikninga hins látna innan umboðs.
Hrd. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML] [PDF]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. 742/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 740/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 647/2010 dags. 16. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 53/2011 dags. 18. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2011 dags. 10. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 406/2010 dags. 24. mars 2011 (Leiga á landspildu - Akrar í Borgarbyggð - Brottflutningur mannvirkis)[HTML] [PDF]

Hrd. 176/2011 dags. 8. apríl 2011 (Bobby Fischer - Hjúskapur í Japan)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á innlenda viðurkenningu á hjónaböndum sem stofnuð eru erlendis með öðrum hætti en hér á landi. Það snerist um erfðarétt maka Bobbie Fischers en hún taldi að til hjúskaparins hefði stofnast í Japan.
Í Japan nægir að senda ákveðið eyðublað til yfirvalda til að stofna til hjónabands en ekki framkvæmd sérstök athöfn.

Í fyrra máli fyrir Hæstarétti taldi Hæstiréttur að ekki hefðu verið lögð fram næg gögn til að sýna fram á það. Það var hins vegar ekki vandamál í þetta skiptið.
Hrd. 375/2011 dags. 24. ágúst 2011 (Vatnsendi 5)[HTML] [PDF]
Talið var að í ljósi þess að ekki hefði verið sýnt fram á að skiptum á dánarbúi SKLH væri lokið með formlegum hætti, að fallast yrði á kröfu sóknaraðila um skipun skiptastjóra yfir því búi.
Hrd. 517/2011 dags. 23. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 490/2011 dags. 29. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 262/2011 dags. 8. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 260/2011 dags. 8. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2011 dags. 26. janúar 2012 (Jakob Traustason)[HTML] [PDF]
Verðmæti spildu jókst eftir undirritun samnings.
Hæstiréttur féllst ekki á svik.
Tíminn sem leið milli undirritunar skjalanna tveggja var einn þáttur þess að ekki hefði verið hægt að byggja á óheiðarleika við ógildingu þar sem þær gátu aflað sér upplýsinga í millitíðinni.
Hrd. 64/2012 dags. 3. febrúar 2012 (Skipti/erfðaskrá)[HTML] [PDF]
Kaupmáli og erfðaskrár lágu fyrir, ásamt breytingum. Allt þetta var ógilt nema ein erfðaskráin.
Hrd. 70/2012 dags. 5. mars 2012 (Arfur til kirkjunnar)[HTML] [PDF]
M gerði erfðaskrá K til hagsbóta. Hún hafði hjálpað honum lengi gegnum árin.

Þegar hann var kominn á elliheimili missti hann systur sína og vildi svo gera nýja erfðaskrá. Samband M við K hafði dofnað. Talið var að M hefði átt frumkvæði að framkvæmd breytinga á fyrri erfðaskránni, sem varð svo hin seinni.

Lögmaður gerir erfðaskrána og vottorðið. Auk þess vottar fulltrúi sýslumanns. Hann deyr svo stuttu síðar. Gallar voru á vottorði seinni erfðaskrárinnar að því leyti að orðalagið um vottun um andlegt hæfi var klúðurslegt.

Í seinni erfðaskránni var kirkja arfleidd að eignum og hún auðkennd með kennitölu. Engar kirkjur hafa kennitölur, heldur kirkjusóknir. Kirkjusóknin fór í málið við eldri bréferfingja. Í erfðaskránni stóð kirkja en ekki kirkjusókn.

Hæstiréttur taldi að M hefði verið hæfur til að gera hina nýju erfðaskrá, þrátt fyrir kröfu K um að hann hefði ekki verið það. Í niðurstöðunni var það rökstutt að kirkjan væri eign kirkjusóknarinnar og hún bæri ábyrgð á kirkjunni, og fékk því arfinn.
Hrd. 133/2012 dags. 20. apríl 2012 (Ofgreitt/endurgreiðsla)[HTML] [PDF]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.
Erfingjarnir fengu meira en sinn hlut.
Erfingjarnir áttu að endurgreiða það sem var umfram þeirra hlut.
Orðalag um að ákvæði erfðalaga stæðu því ekki fyrir vegi.
Hrd. 523/2011 dags. 26. apríl 2012 (Stjörnugrís III - Svínabú í Hvalfjarðarsveit)[HTML] [PDF]

Hrd. 211/2012 dags. 27. apríl 2012 (Systir ekki aðili)[HTML] [PDF]
Til marks um það að systkini geta ekki höfðað mál til þess að ógilda faðernisviðurkenningar vegna faðernis systkina sinna.
Hrd. 219/2012 dags. 27. apríl 2012 (Sameiginleg erfðaskrá, erfðasamningur)[HTML] [PDF]
Skuldbinding um að afturkalla ekki erfðaskrá.

Hjón höfðu gert sameiginlega erfðaskrá og tilgreindu að henni yrði ekki breytt eða hún afturkölluð án samþykkis hins.

Langlífari makinn, K, gerði nýja erfðaskrá á meðan setu hennar stóð í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var ógild sökum erfðasamnings um að hinu væri óheimilt að breyta erfðaskrá sinni án samþykkis hins.

Börnin sendu bréf til K um að þeim þætti vera komið tilefni til að skipta búinu. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún arfleiddi börn hennar að meiru. K skipti búinu fyrir andlát sitt.

Á gildi nýju erfðaskrárinnar reyndi svo löngu síðar.
Hrd. 638/2011 dags. 7. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 554/2011 dags. 14. júní 2012 (Tjörvastaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 192/2012 dags. 15. nóvember 2012 (Grindavíkurbær - Skaðabætur)[HTML] [PDF]

Hrd. 718/2012 dags. 18. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 524/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Uppsalir)[HTML] [PDF]

Hrd. 701/2012 dags. 3. maí 2013 (Vatnsendi 6)[HTML] [PDF]
Greint var á um staðsetningu beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda, þ.e. hvort hann hefði í raun færst frá dánarbúi SKLH til MSH eða hvort hann væri enn í dánarbúinu. Hæstiréttur taldi að um hið síðarnefnda væri að ræða.
Hrd. 758/2012 dags. 23. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 300/2013 dags. 31. maí 2013 (Skoðuð framlög beggja - K flutti fasteign í búið)[HTML] [PDF]
K átti fasteign en hafði tekið mest að láni fyrir stofnun hjúskapar.
K og M höfðu verið gift í um þrjú ár.
Fjallaði ekki um hvort M hafði eignast einhvern hlut í eigninni.
M hafði borgað um helming af afborgunum lánsins og eitthvað aðeins meira.
Héraðsdómur hafði fallist á helmingaskipti en Hæstiréttur féllst ekki á það þar sem ekki var litið á að greiðslur M hefðu falið í sér framlag til eignamyndunar og ekki merki um fjárhagslega samstöðu.
Horft mikið á fjárhagslegu samstöðuna.
Hæstiréttur hefur fallist sjaldan á slíkar kröfur.
Hrd. 364/2013 dags. 7. júní 2013 (Tómlæti)[HTML] [PDF]
Ef maður bíður of lengi með að koma með kröfu um ógildingu, þá er hún of seint fram komin.

Erfingi vefengdi erfðaskrá þremur árum eftir fyrsta skiptafund. Á þeim skiptafundi mætti sá erfingi með lögmanni og tjáði sig ekki þegar sýslumaður spurði hvort einhver vefengdi hana.

Skiptum var ekki lokið þegar krafan var sett fram en voru vel á veg komin.
Hrd. 429/2013 dags. 9. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2013 dags. 3. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 526/2013 dags. 31. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 740/2013 dags. 6. desember 2013 (Vatnsendi 7)[HTML] [PDF]
Í máli þessu var deilt um það hvort réttur aðila til lands hefði verið beinn eða óbeinn eignarréttur að landinu. Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða óbeinan eignarrétt og því ætti að leiðrétta þinglýsingabækur.
Hrd. 323/2013 dags. 23. janúar 2014 (Skattalagabrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 6/2014 dags. 28. janúar 2014 (M flutti eignir í búið - Málverk)[HTML] [PDF]
M og K hófu sambúð áramótin 2004 og 2005 og gengu í hjónaband árið 2005. Þau slitu samvistum 2012 þar sem K vildi meina að M hefði beitt henni ofbeldi á síðari árum samvista þeirra og því hafi K flúið af sameiginlegu heimili þeirra.

M krafðist skáskipta en K krafðist helmingaskipta auk þess að K krafðist þess að tilteknum myndverkum yrði haldið utan skipta. K hélt því fram að málverkin væru eign foreldra hennar sem hefðu lánað henni þau, en dómstólar töldu þá yfirlýsingu ótrúverðuga. M gerði ekki kröfu um málverkin.

Í úrskurði héraðsdóms er vísað til þess að krafa K um að öll lífeyrisréttindi M komi til skipta sé ekki í formi fjárkröfu og engin tilraun gerð til þess að afmarka þau, og var henni því vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar var sérstaklega vísað til sambærilegra sjónarmiða og í úrskurði héraðsdóms og bætt um betur að því leyti að nefna sérstaklega að ekki væri byggt á því að í þessu tilliti gætu séreignarlífeyrissparnaður M lotið sérstökum reglum og ekki afmarkaður sérstaklega í málatilbúnaði K. Var hún því látin bera hallan af því.
Hrd. 27/2014 dags. 6. febrúar 2014 (Tvær erfðaskrár, vottar)[HTML] [PDF]
M var giftur konu sem lést, og erfði eftir hana.

M eldist og eldist. Hann er á dvalarheimili og mætir síðan allt í einu með fullbúna erfðaskrá til sýslumanns um að hann myndi arfleiða bróðurdóttur hans, sem hafði hjálpað honum. Hann virtist ekki hafa rætt um slíkan vilja við aðra.

Hann hafði fengið mat um elliglöp en virtist vera tiltölulega stöðugur og sjálfstæður. Grunur var um að hann væri ekki hæfur. Læknisgögnin voru ekki talin geta skorið úr um það. Þá voru dregin til mörg vitni.

Í málinu kom fram að engar upplýsingar höfðu legið fyrir um hver hafi samið hana né hver hafi átt frumkvæði að gerð hennar. Grunsemdir voru um að bróðurdóttir hans hefði prentað út erfðaskrána sem hann fór með til sýslumanns. Ekki var minnst á fyrri erfðaskrána í þeirri seinni.

M var ekki talinn hafa verið hæfur til að gera seinni erfðaskrána.
Hrd. 597/2013 dags. 6. febrúar 2014 (Lán eða gjöf)[HTML] [PDF]
Ekki það nálægt andlátinu að það skipti máli, og þetta var talið gjöf.
Hrd. 28/2014 dags. 17. febrúar 2014 (Annar bróðir fær arf)[HTML] [PDF]
Hjón eiga tvo syni og þau gera allt í einu erfðaskrá til hagsbóta öðrum þeirra. Eftir lát hjónanna deila bræðurnir um erfðaskrána og fannst bróðurnum sem fékk ekki arf að hjónin hafi ekki haft næga vitræna getu. Hann hafi alltaf hjálpað þeim.

Hinn bróðirinn sagði sögu um að hjónin hefðu gengist í ábyrgð fyrir þann bróður sem þau arfleiddu ekki, og þær ábyrgðir hefðu fallið fyrir lát þeirra. Þau hefðu síðan minnkað samband sitt við hann.

Hjónin fóru fjórum sinnum til lögmanns til að ræða gerð erfðaskrárinnar. Ekki voru merki um að bróðirinn sem fékk arf hafi komið að gerð erfðaskrárinnar né mætt með þeim á fundina með lögmanninum.

Ekki kom fram í vottorðinu að vottarnir væru tilkvaddir né um að þeir vissu að þetta væri erfðaskrá. Hæstiréttur taldi að þetta hafi legið fyrir í kringumstæðunum er umluktu téðar vottanir að um væri að ræða þessi atriði. Í vottorðunum var ekki tilgreint heimilisfang en ekki minnst á það í dómnum.

Haldið uppi sökum um misneytingu.
Hrd. 603/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Krafa fyrri bréferfingja)[HTML] [PDF]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.

Erfingjarnir eiga ekki að endurgreiða það sem var umfram, þrátt fyrir að talsverður munur hafi verið milli fjárhæðanna.
Hrd. 132/2014 dags. 5. mars 2014 (Einn vottur)[HTML] [PDF]
Farið til lögmanns og lögmaðurinn sjálfur skrifar einn undir og bað skjólstæðing sinn um að fara með hana til sýslumanns til skráningar.

Framhald málsins: Hrd. 47/2016 dags. 13. október 2016 (Afleiðingar ógildis erfðaskrár)
Hrd. 32/2014 dags. 12. mars 2014 (Maki sviptur fjárræði - Sameiginleg erfðaskrá)[HTML] [PDF]
Hjón gerðu sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá árið 1986 sem hvorugt mátti breyta án samþykkis hins. Gríðarlegir fjármunir voru undir og þau áttu þrjú börn.

Maðurinn missti völdin í fyrirtækinu og fékk eftirlaunasamning. Sá samningur var síðan ógiltur. Maðurinn var síðan lagður inn á sjúkrahús með heilabilun.

Konan krafðist ógildingar sökum brostinna forsendna. Ekki var fallist á það.
Hrd. 615/2013 dags. 27. mars 2014 (Stóra-Árvík)[HTML] [PDF]
Eigandi eignarhlutar að jörðinni Stóru-Árvík fékk þann eignarhluta með gjafagerningi árið 1976 sem hann þinglýsti svo. Árið 2009, eftir andlát móttakanda eignarhlutans, kom krafan sem á reyndi í þessu máli, um að þinglýsingabók yrði leiðrétt á grundvelli þess að erfingjar gefandans hefðu ekki undirritað gjafabréfið né hefði það verið vottað. Sýslumaður hafði synjað kröfunni á þeim grundvelli að þetta hefði ekki verið óvenjulegt á þeim tíma.

Hæstiréttur taldi ákvæði 1. mgr. 33. gr. þinglýsingarlaganna, um að móttakandi réttinda þyrfti ekki að þola að heimildarbréf fyrirrennara hans væri ógilt væri hann grandlaus, ekki eiga við þar sem úthlutun arfs felur ekki í sér samning. Þó var kröfu erfingjanna að endingu hafnað sökum tómlætis þar sem þau höfðu lengi vitneskju um gjafabréfið og höfðu sumir þeirra jafnvel vottað gerninga gjafþegans þar sem eignarréttindum jarðarinnar var ráðstafað.
Hrd. 87/2010 dags. 3. apríl 2014 (Hróarsholt)[HTML] [PDF]
Tekist á um meinta fölsun. Maður krafðist viðurkenningar gagnvart tengdaföður á að hafa eignast landspildu sem hann og systkini hans hefðu erft eftir föður sinn.
Stefnandinn hafði falsað yfirlýsingu stefnda, samkvæmt rannsókn á rithönd.
Hrd. 253/2014 dags. 23. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 231/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 234/2014 dags. 30. apríl 2014 (Þrjú laus blöð o.fl.)[HTML] [PDF]
Erfðaskráin var gerð á þremur lausum blöðum. Meginefnið var á tveimur þeirra en undirritunin var á því þriðja. Blaðsíðurnar með meginefninu voru ekki undirritaðar né vottfestar.
Hrd. 716/2013 dags. 28. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 363/2014 dags. 4. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2014 dags. 13. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 362/2014 dags. 13. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 520/2014 dags. 4. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2014 dags. 17. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 657/2014 dags. 20. október 2014 (Sam. erfðaskrá, ekki erfðasamningur)[HTML] [PDF]
Hjón gerðu sameiginlega erfðaskrá.

Langlífari maki í óskiptu búi gerir nýja erfðaskrá á meðan setu stendur í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var gild. Ekkert loforð var í sameiginlegu erfðaskránni um að ekki mætti fella hana úr gildi einhliða eða breyta henni.
Hrd. 334/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 710/2014 dags. 11. nóvember 2014 (Ákæru vísað frá)[HTML] [PDF]
M sat í óskiptu búi.

Hann spreðaði kyrfilega. Hann millifærði milljónir til kvenna í Ghana. Hann hafði fengið bætur vegna jarðskjálftans á Suðurlandi með því skilyrði að hann lagaði húsið, en hann gerði það ekki. Þegar búinu var svo skipt var það svo eignalaust.

Gerð var skaðabótakrafa í sakamáli. Hæstaréttur taldi skorta á heimfærslu við umboðssvik og fjárdrátt.
Hrd. 790/2014 dags. 12. desember 2014 (Sameign)[HTML] [PDF]
K og M voru í sambúð við andlát M.
K er í máli við erfingja hans og var M skráður fyrir eignunum.
Erfingjarnir vildu ekki að hún fengi hlut í eignunum.
Hrd. 821/2014 dags. 14. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2015 dags. 30. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 36/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 465/2014 dags. 26. febrúar 2015 (Seljavegur)[HTML] [PDF]
14% flatarmálsmunur var ekki talinn duga.
Hrd. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML] [PDF]
Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.
Hrd. 167/2015 dags. 12. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2014 dags. 19. mars 2015 (Verðmæti miðað við eignir búsins)[HTML] [PDF]
Reynt á sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá.

K hafði gefið börnunum eignir upp á hundrað milljónir á meðan hún sat í óskiptu búi. Reynt var á hvort um væri að óhæfilega gjöf eða ekki.

Hæstiréttur minnist á hlutfall hennar miðað við eignir búsins í heild. Eitt barnið var talið hafa fengið sínu meira en önnur. K hafði reynt að gera erfðaskrá og reynt að arfleifa hin börnin að 1/3 til að rétta þetta af, en sú erfðaskrá var talin ógild.
Hrd. 535/2014 dags. 19. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 327/2015 dags. 4. júní 2015 (Afturköllun kaupmála ógild - Staðfestingarhæfi)[HTML] [PDF]
Reyndi á þýðingu orðsins „staðfestingarhæfi“.
Vottarnir voru börn hjónanna en það mátti ekki. Þau voru talin of nátengd til að geta komið með trúverðugan vitnisburð.
Hrd. 409/2015 dags. 17. ágúst 2015 (Margar fasteignir)[HTML] [PDF]
K sagðist hafa fengið föðurarf og hafði hún fjárfest honum í fasteign(um).
Kaupmáli hafði verið gerður um að sá arfur væri séreign.
K gat ekki rakið sögu séreignarinnar, heldur reiknaði út verðmæti hennar en Hæstiréttur taldi það ekki vera nóg.
Kröfugerð K var einnig ófullnægjandi.
Hrd. 439/2015 dags. 17. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2015 dags. 17. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 706/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 802/2015 dags. 6. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 286/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 530/2015 dags. 3. mars 2016 (Lambhagi - Langanesmelar)[HTML] [PDF]
Stóð skýrt í samningnum að verið væri að selja jörð með áskilnaði um að laxveiðiréttindin yrðu eftir.
Hrd. 142/2016 dags. 9. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 320/2016 dags. 10. maí 2016 (Undirritun/vottun)[HTML] [PDF]

Hrd. 308/2016 dags. 10. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 327/2016 dags. 19. maí 2016 (Svertingsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 408/2016 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2016 dags. 26. ágúst 2016 (Seta í óskiptu búi fallin niður)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi með barninu sínu. Barnið deyr svo.

K gerði svo erfðaskrá og arfleiddi tiltekið fólk að öllum eignum sínum. Hún deyr svo.

Spurning var hvort K hafi setið í óskiptu búi til æviloka að erfingjar M hefðu átt að fá arf eða ekki. Hæstiréttur taldi það hafa fallið sjálfkrafa niður við andlát barnsins þar sem hún var einkaerfingi þess.
Hrd. 472/2016 dags. 26. ágúst 2016 (Viðurkenndur réttur til helmings - Sambúðarmaki)[HTML] [PDF]
Mál milli K og barna M.

Skera þurfti úr um skiptingu eigna sambúðarinnar. Börnin kröfðust þess að M ætti allt og því ætti það að renna í dánarbú hans.

M hafði gert plagg sem hann kallaði erfðaskrá. Hann hafði hitt bróður sinn sem varð til þess að hann lýsti vilja sínum um að sambúðarkona hans mætti sitja í óskiptu búi ef hann félli á undan. Hins vegar var sú ráðstöfun ógild þar sem hann hafði ekki slíka heimild, enda um sambúð að ræða. Þar að auki voru engin börn fyrir K til að sitja í óskiptu búi með.

K gat sýnt fram á einhverja eignamyndun, og fékk hún helminginn.
Hrd. 475/2016 dags. 31. ágúst 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 511/2016 dags. 15. september 2016 (Skipta jafnt eignum þeirra - Sameign eftir 16 ár)[HTML] [PDF]
M hafði staðið í miklum verðbréfaviðskiptum og hafði miklar tekjur.
K hafði sáralitlar tekjur en sá um börn.
K fékk fyrirfram greiddan arf og arð, alls um 30 milljónir. Hann rann inn í bú þeirra.
M hafði unnið í fyrirtæki í eigu fjölskyldu K og fékk góð laun þar.
Þau voru talin vera sameigendur alls þess sem M hafði eignast.
Hrd. 508/2015 dags. 15. september 2016 (Fjöldamörg brot m.a. gagnvart fyrrverandi sambýliskonu)[HTML] [PDF]

Hrd. 850/2015 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 47/2016 dags. 13. október 2016 (Afleiðingar ógildis erfðaskrár)[HTML] [PDF]
Framkvæmd vottunar.

Erfingjarnir fóru til tryggingarfélags lögmannsins og kröfðust bóta, og samþykkti tryggingarfélagið það.

Deilan snerist um kostnað. Erfingjarnir vildu einnig að tryggingarfélagið greiddi kostnaðinn en það taldi að það þyrfti ekki að greiða hann.
Hrd. 20/2016 dags. 13. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 76/2016 dags. 20. október 2016 (K meðvituð um óljóst verðmat)[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2016 dags. 20. október 2016 (Torfufell)[HTML] [PDF]

Hrd. 694/2016 dags. 3. nóvember 2016 (Matsgerðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML] [PDF]

Hrd. 729/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 245/2016 dags. 8. desember 2016 (Sameiginlegur lögmaður)[HTML] [PDF]

Hrd. 46/2017 dags. 8. mars 2017 (Ofgreitt/hafnað endurgreiðslu)[HTML] [PDF]

Hrd. 390/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 152/2017 dags. 5. apríl 2017 (Skipt að jöfnu verðmæti hlutafjár)[HTML] [PDF]
Dómkröfu K var hafnað í héraðsdómi en fallist á hana fyrir Hæstarétti þar sem litið var sérstaklega til þess að sambúðin hafði varið í 15 ár, aðilar voru eignalausir í upphafi hennar og ríkti fjárhagsleg samstaða í öllum atriðum. Einnig var reifað um að aðilar höfðu sætt sig að óbreyttu við helmingaskipti á öðrum eigum þeirra. Jafnframt var litið til framlaga þeirra til öflunar launatekna, eignamyndunar og uppeldis barna og heimilishalds, og að ekki hefði hallað á annað þeirra heildstætt séð.

Ekki var deilt um að félagið sem M stofnaði var hugarfóstur hans, hann hafi stýrt því og byggt upp án beinnar aðkomu K. Verðmætin sem M skapaði með rekstri félagsins hafi meðal annars orðið til vegna framlags K til annarra þátta er vörðuðu sambúð þeirra beggja og fjárhagslega afkomu. Ekki væru haldbær rök um að annað skiptafyrirkomulag ætti að gilda um félagið en aðrar eigur málsaðilanna.

Hæstiréttur taldi ekki þurfa að sanna framlög til hverrar og einnar eignar, ólíkt því sem hann gerði í dómi í Hrd. 254/2011 dags. 1. júní 2011 (Almenn hlutdeild í öllum eignum).
Hrd. 576/2016 dags. 18. maí 2017 (Hafnað ógildingu gjafar)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi.

Í búinu var hlutdeild í jarðeign sem K ráðstafaði með gjafagerningi sem var þinglýst.

Síðar fóru fram skipti og reynt á hvort hægt væri að ógilda þá gjöf. Langur tími hafði liðið. Frestur samkvæmt erfðalögum var liðinn og reyndu erfingjarnir að rifta henni skv. samningalögum. Þá hefði þurft að reyna að sýna fram á svik eða misneytingu.

Synjað var dómkröfu um ógildingu gjafarinnar.
Hrd. 541/2016 dags. 1. júní 2017 (Hæfi dómara)[HTML] [PDF]
Aðili taldi að dómari málsins í héraði hefði spurt einkennilega og ekki gætt sín nægilega vel. Hæstiréttur taldi að það hafi gengið svo langt að vísa ætti málinu á ný til málsmeðferðar í héraði.
Hrd. 527/2016 dags. 15. júní 2017 (Umtalsverðar eignir - Riftun - Kaupmáli)[HTML] [PDF]
K og M hófu sambúð árið 2002 en gengu hjónaband 31. janúar 2009. Þau gerðu kaupmála 28. janúar 2009 og var hann móttekinn til skráningar í kaupmálabók sýslumanns 30. s.m. Þann dag afsalaði M þremur bifreiðum í sinni eigu til K.

Í hrd. 204/2014 var tekin til greina krafa Landsbankans hf. um að bú M yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Frestdagur við skiptin var 12. febrúar 2013 og lauk kröfulýsingarfresti 10. maí 2014. Lýstar kröfur í búið námu 2.336.688.534 kr.

Við skoðun skiptastjóra á eignum og skuldum búsins taldi hann að M hefði ráðstafað verulegum hluta eigna sinna án endurgjalds. Höfðað var mál til riftunar á ráðstöfunum samkvæmt kaupmálanum og afsals á bifreiðunum. Málið var þingfest en K mætti ekki á þing. Málið var dómtekið en vísað frá þar sem það hafði verið höfðað að liðnum málshöfðunarfresti skv. 148. gjaldþrotalaga. Hæstiréttur felldi úr gildi frávísunarúrskurðinn með dómi í máli nr. 495/2015 og lagði fyrir héraðsdóm að taka það til efnismeðferðar. Dómur gekk síðan í málinu þar sem ráðstöfununum var rift og K gert að afhenda þrotabúinu eignirnar. K óskaði endurupptöku á málinu og var fallist á þá beiðni og kvað upp þann dóm sem áfrýjað var í þessu máli.
Hrd. 379/2017 dags. 7. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 597/2016 dags. 21. september 2017 (Úttekt af bankareikningum - Fasteign afsalað til sonar sambýliskonu)[HTML] [PDF]
Dánarbú eldri manns (A) er tekið til skipta. Búið er tekið til opinberra skipta. Fyrir andlátið hafði A selt syni sambýliskonu sinnar (B) fasteign. Dánarbúið fór svo í mál gegn B þar sem kaupverðið var greitt en ekki í peningum.

Hæstiréttur taldi í ljósi þess að seljandinn hafi verið með Alzheimer og samkvæmt læknismati hafi hann verið heilabilaður við samningsgerðina, og að B hafi átt að vera fullkunnugt um það ástand.

Deilt var um fjármuni sem B hafi átt að hafa tekið út af bankareikningi A. B tókst ekki að sýna fram á að fjármunirnir hafi verið nýttir í þágu A né verið innan umboðsins og var því gert að endurgreiða fjármunina.
Hrd. 790/2016 dags. 5. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 659/2017 dags. 23. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 372/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 716/2016 dags. 9. nóvember 2017 (Upphlutur)[HTML] [PDF]

Hrd. 689/2017 dags. 23. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 711/2017 dags. 14. desember 2017 (Eignarnámsbætur)[HTML] [PDF]

Hrd. 808/2017 dags. 8. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 754/2017 dags. 11. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 791/2017 dags. 16. janúar 2018 (Ekki jöfn skipti á öðrum eignum)[HTML] [PDF]

Hrd. 750/2017 dags. 16. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 822/2017 dags. 24. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 175/2017 dags. 8. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 243/2017 dags. 26. apríl 2018 (Litli-Saurbær)[HTML] [PDF]

Hrd. 647/2017 dags. 21. júní 2018 (Kálfaströnd)[HTML] [PDF]

Hrd. 618/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML] [PDF]

Hrd. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML] [PDF]

Hrd. 811/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2018 dags. 21. maí 2019 (Hluthafasamkomulag)[HTML] [PDF]
Tvær fjölskyldur áttu saman hlutafélag, um helming hvor. Önnur þeirra samanstóð af fjórum einstaklingum, er gerðu hluthafasamning sín á milli árið 2010 og svo var hluthafasamningur milli allra hluthafa. Í fyrrnefnda samningnum var ákvæði um að samþykki allra aðila þess samnings þyrfti svo einn gæti framselt hlut sinn. Einn aðilinn að fyrrnefnda samningnum framseldi hluta sinn til erlends einkahlutafélags, án þess að afla slíkrar heimildar, og það félag framseldi svo þann hluta til einkahlutafélags í fullri eigu þess einstaklings. Þessir gjörningar voru álitnir heimilaðir samkvæmt síðarnefnda samningnum, svo breyttum árið 2014.

Hæstiréttur taldi að fyrstnefndi framsalsgerningurinn væri brot á fyrrnefnda samningnum þrátt fyrir að hinn endanlegi eigandi væri fyrirtæki í fullri eigu viðkomandi einstaklings. Litið var á að hluthafinn ætti um 34% hlut í hlutafélaginu er stæði af 69% af þeim 50% hlut sem hluthafasamningurinn næði yfir. Sá sem rifti samningnum var talinn eiga verulegra hagsmuna að gæta í þessu og ekki væri tryggt að félagið sem ætti þennan 34% hlut kæmist ekki í eigu utanaðkomandi aðila. Væri því um verulega vanefnd að ræða og gæti hver og einn hinna aðila hluthafasamningsins rift honum á þeim forsendum.

Hrd. 32/2019 dags. 9. október 2019 (Hótel Esja)[HTML] [PDF]
Eigandi eignar setti hömlur á hvaða atvinnustarfsemi mætti reka á tiltekinni húseign við Hallarmúla.
Hrd. 31/2019 dags. 29. janúar 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2020 dags. 12. janúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 36/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Hrd. 17/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Hrd. 45/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. 41/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Hrd. 51/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Hrd. 45/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Hrd. 32/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Hrd. 40/2023 dags. 13. desember 2023[HTML]

Hrd. 43/2022 dags. 29. desember 2023[HTML]

Hrd. 25/2023 dags. 29. desember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. maí 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að afturkalla eldri ákvörðun um staðfestingu á flutningi aflahlutdeildar milli skipa.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2017 (Kæra Toyota á Íslandi ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 15. desember 2016.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2012 (Kæra Eddu Bjarnadóttur á ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2012)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2014 (Kæra Stofukerfis ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 1. apríl 2014.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2015 (Kæra Bergþórugötu 23 ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 37/2015.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2021 (Kæra Nordic Car Rental ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 66/2020 frá 22. desember 2020.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2013 (Kæra Litlu flugunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 9/2013.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2007 (Kæra Kristins Sigurjónssonar á ákvörðun Neytendastofu 10. maí 2007.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2012 (Kæra Einars Matthíassonar á ákvörðun Neytendastofu nr. 14/2012)

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/1999 dags. 16. apríl 1999[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 dags. 29. janúar 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2009 dags. 4. mars 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/2011 dags. 17. janúar 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/2011 dags. 18. febrúar 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2014 dags. 16. desember 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2019 dags. 13. september 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2023 dags. 10. október 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2023 dags. 21. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 20/2017 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2012 dags. 12. júlí 2012

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2013 dags. 10. júlí 2013

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2015 dags. 14. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-15/2015 dags. 14. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-23/2015 dags. 6. júní 2016

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2016 dags. 17. janúar 2017

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2019 dags. 20. desember 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-18/2021 dags. 11. janúar 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-24/2021 dags. 17. febrúar 2022

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2023 dags. 19. október 2023

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2006 dags. 29. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2005 dags. 9. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-307/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-303/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2011 dags. 26. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-25/2011 dags. 7. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-41/2012 dags. 13. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-87/2015 dags. 21. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-1/2016 dags. 7. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2016 dags. 27. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2018 dags. 27. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-2/2021 dags. 21. júlí 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. T-7/2006 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-120/2007 dags. 2. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-400/2007 dags. 18. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-5/2010 dags. 3. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-4/2010 dags. 3. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-3/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-2/2011 dags. 12. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-272/2014 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-73/2010 dags. 8. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-301/2013 dags. 23. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-109/2015 dags. 13. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-226/2014 dags. 13. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-84/2015 dags. 11. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-66/2015 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-114/2018 dags. 28. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-459/2021 dags. 23. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-63/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-362/2022 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Q-2/2007 dags. 28. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. A-2/2008 dags. 14. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Q-2/2013 dags. 14. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-55/2013 dags. 11. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Z-1/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-18/2018 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Z-34/2022 dags. 4. apríl 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-302/2006 dags. 23. október 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-562/2007 dags. 9. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-562/2007 dags. 5. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2008 dags. 23. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2660/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-2/2008 dags. 26. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2220/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2501/2008 dags. 21. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2178/2007 dags. 29. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2188/2008 dags. 23. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2757/2009 dags. 11. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2756/2009 dags. 11. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-2/2010 dags. 6. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1433/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-59/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-108/2011 dags. 22. september 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2012 dags. 16. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-596/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-971/2011 dags. 17. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1476/2012 dags. 7. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-940/2013 dags. 13. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-4/2013 dags. 19. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-3/2014 dags. 22. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-8/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-1/2014 dags. 16. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-904/2013 dags. 5. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-19/2014 dags. 16. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-14/2015 dags. 13. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-16/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-2/2014 dags. 31. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-276/2017 dags. 24. maí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2017 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2018 dags. 13. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1150/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-470/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-767/2017 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-3/2018 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1236/2018 dags. 15. júlí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1467/2019 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-417/2019 dags. 2. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-716/2019 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1791/2019 dags. 24. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-172/2019 dags. 25. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-740/2020 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1617/2019 dags. 8. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2445/2019 dags. 27. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-791/2020 dags. 26. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2757/2020 dags. 17. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-1150/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-373/2021 dags. 6. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-901/2021 dags. 1. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2626/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1580/2020 dags. 16. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-937/2022 dags. 16. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1569/2022 dags. 11. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1811/2022 dags. 19. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-518/2018 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-503/2023 dags. 2. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1683/2022 dags. 15. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1991/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-232/2024 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10783/2004 dags. 21. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4968/2005 dags. 4. maí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-9/2005 dags. 11. maí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-10/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. D-18/2006 dags. 11. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2006 dags. 22. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1297/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-4/2006 dags. 20. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2831/2005 dags. 3. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2280/2006 dags. 8. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-3/2007 dags. 24. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5/2007 dags. 11. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-336/2007 dags. 12. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4160/2006 dags. 12. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2007 dags. 21. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-8/2007 dags. 17. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-6/2006 dags. 19. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-336/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4879/2007 dags. 14. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-400/2008 dags. 16. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-20/2007 dags. 3. júní 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-19/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2517/2008 dags. 27. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3744/2008 dags. 10. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-11/2008 dags. 13. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4551/2008 dags. 20. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5371/2008 dags. 29. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4702/2008 dags. 24. júní 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-14/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-30/2009 dags. 29. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-354/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-3/2009 dags. 30. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-9/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-7/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-454/2010 dags. 15. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-455/2010 dags. 8. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6907/2010 dags. 5. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-712/2011 dags. 23. ágúst 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-17/2010 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2934/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-246/2013 dags. 7. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2148/2012 dags. 7. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-35/2013 dags. 10. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4254/2012 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5181/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2138/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2974/2013 dags. 31. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-91/2015 dags. 4. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-271/2015 dags. 8. desember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-18/2014 dags. 15. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2941/2015 dags. 31. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1672/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1012/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-12/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4173/2013 dags. 30. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-125/2016 dags. 9. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-23/2013 dags. 27. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-16/2015 dags. 6. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2061/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2285/2016 dags. 12. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3178/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1105/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3487/2016 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2119/2017 dags. 13. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-15/2014 dags. 28. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1672/2015 dags. 1. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3910/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2018 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1110/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-887/2018 dags. 14. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-901/2018 dags. 16. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-12/2018 dags. 30. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2088/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-206/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-189/2019 dags. 31. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4187/2018 dags. 10. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1824/2017 dags. 30. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4220/2018 dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1304/2018 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4337/2018 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5485/2019 dags. 1. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3214/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1802/2019 dags. 10. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-968/2019 dags. 11. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-32/2018 dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2399/2020 dags. 28. apríl 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3026/2019 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3218/2019 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3221/2020 dags. 8. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-2201/2020 dags. 3. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3256/2018 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-29/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2761/2019 dags. 22. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3411/2015 dags. 27. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6115/2019 dags. 6. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7190/2019 dags. 18. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1762/2020 dags. 8. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6924/2019 dags. 22. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1133/2019 dags. 23. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6440/2019 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4334/2018 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2233/2020 dags. 20. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3490/2020 dags. 26. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3619/2020 dags. 27. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6925/2019 dags. 3. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7483/2020 dags. 1. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7484/2020 dags. 29. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7485/2020 dags. 30. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6511/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6510/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6078/2020 dags. 27. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2021 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8164/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6732/2020 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4331/2021 dags. 3. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1408/2021 dags. 15. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2133/2021 dags. 16. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1093/2021 dags. 5. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-803/2021 dags. 5. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2857/2020 dags. 29. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2481/2019 dags. 5. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2021 dags. 10. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3887/2021 dags. 30. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3963/2018 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2969/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1340/2021 dags. 15. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4318/2020 dags. 5. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4077/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1762/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4574/2021 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-803/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2142/2022 dags. 19. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3079/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1745/2022 dags. 29. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2021 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3740/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1926/2022 dags. 10. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1614/2022 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5409/2019 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1786/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4394/2022 dags. 5. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3557/2021 dags. 9. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-421/2023 dags. 12. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4754/2022 dags. 30. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4871/2022 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-680/2023 dags. 5. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-102/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5702/2020 dags. 1. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2736/2023 dags. 4. janúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2640/2023 dags. 11. janúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4853/2023 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1641/2023 dags. 20. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4169/2021 dags. 2. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-406/2005 dags. 24. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-1/2007 dags. 4. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-723/2006 dags. 27. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-755/2008 dags. 17. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-1/2009 dags. 2. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-199/2010 dags. 3. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-682/2009 dags. 29. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-199/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-343/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-24/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-113/2014 dags. 18. maí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-1/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2016 dags. 18. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-59/2019 dags. 12. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-43/2019 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-177/2018 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-208/2019 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Q-1/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Ö-1/2008 dags. 24. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-211/2009 dags. 15. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Q-1/2010 dags. 6. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-81/2012 dags. 8. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-169/2020 dags. 26. júlí 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-119/2006 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-349/2008 dags. 20. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-451/2008 dags. 29. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-67/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-1/2009 dags. 2. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-248/2009 dags. 20. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2011 dags. 24. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-1/2011 dags. 9. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-116/2012 dags. 9. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-154/2012 dags. 22. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2013 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-2/2015 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-175/2014 dags. 31. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-36/2016 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-1/2017 dags. 11. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-2/2017 dags. 10. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-14/2018 dags. 29. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-218/2019 dags. 28. apríl 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-126/2020 dags. 11. júlí 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 52/2012 dags. 12. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 25/2013 dags. 15. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 120/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 142/2012 dags. 4. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 177/2012 dags. 23. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 202/2012 dags. 13. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 165/2012 dags. 13. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 190/2012 dags. 20. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 246/2012 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 54/2013 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 118/2013 dags. 27. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 184/2013 dags. 3. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 16/2004 dags. 9. júlí 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 33/2006 dags. 29. janúar 2007[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 45/2007 dags. 21. janúar 2008[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 18/2011 dags. 22. september 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 29/2017 dags. 14. september 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 85/2019 dags. 20. nóvember 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 98/2010 dags. 30. september 2010

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 111/2011 dags. 13. mars 2012

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 19/2012 dags. 20. júní 2012

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 77/2016 dags. 16. ágúst 2017

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 72/2017 dags. 13. febrúar 2018

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2016 í máli nr. KNU15020019 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2017 í máli nr. KNU17020003 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2017 í máli nr. KNU17010018 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2020 í málum nr. KNU19110005 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2020 í málum nr. KNU19110052 o.fl. dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2020 í máli nr. KNU20030014 dags. 14. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2020 í máli nr. KNU20030045 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2020 í máli nr. KNU20070042 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2021 í málum nr. KNU20120023 o.fl. dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2021 í máli nr. KNU21010007 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2021 í máli nr. KNU20110002 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 430/2022 í máli nr. KNU22090026 dags. 27. október 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 142/2020 dags. 9. september 2021

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 41/2021 dags. 20. desember 2021

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 22/2023 dags. 30. október 2023

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 197/2018 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Lrú. 328/2018 dags. 18. maí 2018[HTML]

Lrú. 361/2018 dags. 29. maí 2018[HTML]

Lrú. 313/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]

Lrú. 420/2018 dags. 25. júní 2018[HTML]

Lrú. 556/2018 dags. 27. ágúst 2018[HTML]

Lrú. 642/2018 dags. 10. september 2018[HTML]

Lrú. 644/2018 dags. 13. september 2018 (Yfirlýsing um að virða erfðaskrá)[HTML]

Lrú. 572/2018 dags. 2. október 2018[HTML]

Lrú. 620/2018 dags. 11. október 2018 (Faðernismál eftir andlát)[HTML]
Maður gerði erfðaskrá og tók fram að hann ætti engan skylduerfingja, og arfleiddi tiltekinn hóp að eignum.
Síðan kom barn mannsins og krafðist arfs.
Málið snerist aðallega að um það hvort þetta tvennt gæti samrýmst. Var erfðaskráin ógild í heild eða eingöngu að einum þriðja?
Héraðsdómur taldi hana ógilda en Hæstiréttur taldi hana víst gilda að 1/3 hluta.
Lrú. 811/2018 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 174/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 55/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrú. 916/2018 dags. 17. janúar 2019[HTML]

Lrú. 75/2019 dags. 28. febrúar 2019 (Tvær erfðaskrár, matsgerð)[HTML]

Lrd. 671/2018 dags. 1. mars 2019[HTML]

Lrd. 528/2018 dags. 8. mars 2019 (Málamyndaafsöl)[HTML]
Á þessari stundu (12. mars 2019) liggja ekki fyrir upplýsingar um að málskotsbeiðni hafi verið send til Hæstaréttar.
Lrd. 633/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrú. 178/2019 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Lrd. 596/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Lrd. 885/2018 dags. 7. júní 2019[HTML]

Lrú. 316/2019 dags. 12. júní 2019[HTML]

Lrú. 299/2019 dags. 3. júlí 2019 (Fyrirframgreiddur arfur)[HTML]

Lrú. 498/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Lrd. 634/2018 dags. 27. september 2019[HTML]

Lrú. 553/2019 dags. 30. september 2019[HTML]

Lrú. 522/2019 dags. 2. október 2019[HTML]

Lrú. 512/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrd. 900/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 220/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 13/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Lrú. 750/2019 dags. 3. desember 2019[HTML]

Lrú. 730/2019 dags. 4. desember 2019[HTML]

Lrd. 125/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Lrú. 845/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Lrú. 820/2019 dags. 20. janúar 2020[HTML]

Lrú. 754/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 822/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 861/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 441/2019 dags. 13. mars 2020[HTML]

Lrú. 91/2020 dags. 20. mars 2020[HTML]

Lrd. 857/2018 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrú. 109/2020 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrú. 108/2020 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 526/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML]

Lrd. 470/2019 dags. 22. maí 2020[HTML]

Lrd. 338/2019 dags. 29. maí 2020[HTML]

Lrú. 230/2020 dags. 3. júní 2020[HTML]

Lrd. 243/2019 dags. 5. júní 2020[HTML]

Lrú. 341/2020 dags. 18. júní 2020[HTML]

Lrú. 299/2020 dags. 24. júní 2020[HTML]

Lrd. 284/2019 dags. 25. september 2020[HTML]

Lrú. 505/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Lrd. 729/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 444/2019 dags. 30. október 2020

Lrú. 421/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 569/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 600/2020 dags. 1. desember 2020[HTML]

Lrd. 548/2019 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrú. 618/2020 dags. 5. janúar 2021[HTML]

Lrd. 653/2019 dags. 29. janúar 2021[HTML]

Lrd. 817/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 118/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 18/2021 dags. 17. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 791/2019 dags. 19. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 217/2019 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 493/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 444/2019 dags. 23. apríl 2021[HTML]

Lrú. 146/2021 dags. 6. maí 2021[HTML]

Lrd. 152/2020 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrú. 190/2021 dags. 10. maí 2021[HTML]

Lrd. 14/2020 dags. 28. maí 2021[HTML]

Lrú. 332/2021 dags. 9. júní 2021[HTML]

Lrd. 35/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrú. 489/2021 dags. 6. september 2021[HTML]

Lrú. 351/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Lrú. 383/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Lrú. 190/2021 dags. 14. október 2021[HTML]

Lrd. 162/2020 dags. 22. október 2021[HTML]

Lrd. 398/2020 dags. 29. október 2021[HTML]

Lrú. 618/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 602/2021 dags. 6. desember 2021[HTML]

Lrú. 605/2021 dags. 7. desember 2021[HTML]

Lrú. 637/2021 dags. 8. desember 2021[HTML]

Lrú. 383/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Lrd. 470/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrú. 677/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrú. 787/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrd. 314/2021 dags. 6. maí 2022[HTML]

Lrú. 226/2022 dags. 18. maí 2022[HTML]

Lrd. 36/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 10/2022 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrú. 725/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Lrd. 371/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Lrú. 218/2022 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrú. 357/2022 dags. 30. júní 2022[HTML]

Lrú. 475/2022 dags. 5. september 2022[HTML]

Lrú. 468/2022 dags. 27. september 2022[HTML]

Lrú. 554/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Lrú. 553/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Lrú. 653/2022 dags. 25. október 2022[HTML]

Lrd. 323/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 407/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 408/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 375/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 220/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 708/2022 dags. 14. desember 2022[HTML]

Lrd. 685/2021 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Lrú. 641/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 220/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 97/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 799/2021 dags. 24. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 783/2021 dags. 3. mars 2023[HTML]

Lrd. 158/2022 dags. 3. mars 2023[HTML]

Lrd. 128/2022 dags. 10. mars 2023[HTML]

Lrd. 62/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 207/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrú. 21/2023 dags. 28. mars 2023[HTML]

Lrú. 159/2023 dags. 31. mars 2023[HTML]

Lrd. 18/2022 dags. 2. júní 2023[HTML]

Lrd. 147/2022 dags. 2. júní 2023[HTML]

Lrú. 428/2023 dags. 6. júní 2023[HTML]

Lrú. 312/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Lrú. 461/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Lrú. 514/2023 dags. 7. september 2023[HTML]

Lrd. 236/2022 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrd. 393/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 409/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 413/2022 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 711/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 773/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]

Lrd. 687/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrú. 712/2023 dags. 19. desember 2023[HTML]

Lrú. 809/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Lrú. 701/2023 dags. 21. desember 2023[HTML]

Lrú. 822/2023 dags. 21. desember 2023[HTML]

Lrú. 806/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML]

Lrú. 864/2023 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 5/2024 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 540/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 497/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 885/2023 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 83/2024 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrd. 37/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrd. 186/2023 dags. 15. mars 2024[HTML]

Lrú. 158/2024 dags. 23. apríl 2024[HTML]

Lrú. 638/2022 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrú. 285/2024 dags. 10. maí 2024[HTML]

Lrd. 483/2022 dags. 17. maí 2024[HTML]

Lrú. 285/2024 dags. 28. maí 2024[HTML]

Lrd. 591/2022 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 267/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 216/2023 dags. 14. júní 2024[HTML]

Lrd. 346/2023 dags. 14. júní 2024[HTML]

Lrd. 388/2023 dags. 14. júní 2024[HTML]

Lrú. 298/2024 dags. 21. júní 2024[HTML]

Lrd. 488/2022 dags. 27. júní 2024[HTML]

Lrú. 595/2024 dags. 4. september 2024[HTML]

Lrú. 511/2024 dags. 9. september 2024[HTML]

Lrú. 491/2024 dags. 18. september 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Landsyfirréttur

Lyrd. 1883:167 í máli nr. 7/1882[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1888:343 í máli nr. 12/1888[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1889:458 í máli nr. 8/1889[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1890:48 í máli nr. 62/1889[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1895:3 í máli nr. 43/1894[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1896:222 í máli nr. 38/1895[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1896:341 í máli nr. 6/1896[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1898:531 í máli nr. 41/1897[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1898:587 í máli nr. 7/1898[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1907:478 í máli nr. 22/1907[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1914:322 í máli nr. 26/1914[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1917:8 í máli nr. 52/1916[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1917:93 í máli nr. 65/1916[PDF]">[PDF]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Huvig gegn Frakklandi dags. 24. apríl 1990 (11105/84)[HTML]

Dómur MDE Kruslin gegn Frakklandi dags. 24. apríl 1990 (11801/85)[HTML]

Dómur MDE Société Éditrice De Mediapart o.fl. gegn Frakklandi dags. 14. janúar 2021 (281/15 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Oganezova gegn Armeníu dags. 17. maí 2022 (71367/12 o.fl.)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 14. júlí 1979[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 3. nóvember 1983[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-07/2014 dags. 17. september 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. L-05/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Síða, Landbrot og Brunasandur ásamt fyrrum Leiðvallarhreppi, nú í Skaftárhreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Þingeyjarsveit sunnan Ljósavatnsskarðs og vestan Skjálfandafljóts)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Grýtubakkahreppur ásamt Flateyjardalsheiði vestan Dalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Húnavatnshreppur austan Blöndu og Skagafjörður vestan Vestari-Jökulsár ásamt Hofsjökli)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2008 dags. 18. júlí 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2010 dags. 21. janúar 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2011 dags. 16. febrúar 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2011 dags. 13. apríl 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2014 dags. 30. maí 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2018 dags. 26. apríl 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2019 dags. 23. ágúst 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2020 dags. 14. apríl 2020

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 611/1990[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 532/1985[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 509/1984[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 168/1992[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 247/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 320/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 674/1982[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 109/1981[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 882/1981[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 302/1980[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 303/1980[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 600/1979[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 627/1979[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 68/1975[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 385/1990[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 820/1990[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 842/1990[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 705/1991[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 861/1991[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2006 dags. 4. apríl 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2006 dags. 28. júní 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2007 dags. 2. júlí 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 51/2007 dags. 18. september 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 65/2007 dags. 14. desember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2008 dags. 14. apríl 2008[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 dags. 14. nóvember 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 64/2008 dags. 19. desember 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2010 dags. 30. mars 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2011 dags. 24. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 18/2011 dags. 11. maí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2011 dags. 11. maí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2011 dags. 17. október 2011[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2012 dags. 19. nóvember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2013 dags. 1. nóvember 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2014 dags. 8. desember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2015 dags. 22. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2017 dags. 4. júlí 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 46/2017 dags. 19. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2023 dags. 20. júlí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023 dags. 8. september 2023[HTML]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2024 dags. 4. júní 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Álit Samkeppnisráðs nr. 7/1996 dags. 19. september 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/1998 dags. 12. janúar 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 4/1998 dags. 12. janúar 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 5/1998 dags. 20. febrúar 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 5/1995 dags. 20. febrúar 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 7/1998 dags. 23. mars 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/1998 dags. 28. apríl 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/1998 dags. 28. maí 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 2/1998 dags. 3. júní 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 22/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 37/1998 dags. 26. október 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/1999 dags. 21. janúar 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 2/1999 dags. 12. febrúar 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 11/1999 dags. 29. mars 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 5/1999 dags. 29. mars 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 6/1999 dags. 9. júní 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/1999 dags. 9. júní 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 20/1999 dags. 6. júlí 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 19/1999 dags. 6. júlí 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 38/1999 dags. 2. desember 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 12/1999 dags. 17. desember 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/2000 dags. 27. janúar 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 24/2000 dags. 20. júní 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/2000 dags. 2. október 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 32/2000 dags. 26. október 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 34/2000 dags. 4. desember 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 35/2000 dags. 4. desember 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 3/2001 dags. 2. febrúar 2001[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/2001 dags. 5. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 8/2001 dags. 5. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/2001 dags. 5. apríl 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 14/2001 dags. 23. maí 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2001 dags. 27. júní 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 29/2001 dags. 31. október 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 34/2001 dags. 4. desember 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 40/2001 dags. 4. desember 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/2002 dags. 31. janúar 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 6/2002 dags. 11. mars 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 15/2002 dags. 30. apríl 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 19/2002 dags. 24. maí 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 20/2002 dags. 31. maí 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 41/2002 dags. 19. desember 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/2003 dags. 13. febrúar 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 12/2003 dags. 27. mars 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 40/2003 dags. 19. september 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 41/2003 dags. 7. nóvember 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/2004 dags. 1. apríl 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2004 dags. 28. október 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/2005 dags. 18. febrúar 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 18/2005 dags. 7. júní 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/2005 dags. 7. júní 2005[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 33/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 36/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 205/2011 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 95/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 6/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 66/2013 dags. 7. maí 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2000 dags. 29. maí 2000

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2004 dags. 14. júní 2004

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2006 dags. 17. júlí 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 10/2006 dags. 20. júlí 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2008 í máli nr. 62/2007 dags. 21. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 22/2008 í máli nr. 64/2007 dags. 6. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2009 í máli nr. 95/2008 dags. 28. júlí 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2015 í máli nr. 66/2011 dags. 27. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 85/2015 í máli nr. 75/2010 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 29/2019 í máli nr. 10/2018 dags. 14. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2021 í máli nr. 112/2021 dags. 29. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 160/2023 í máli nr. 109/2023 dags. 12. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2024 í máli nr. 112/2023 dags. 6. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2024 í máli nr. 61/2024 dags. 12. ágúst 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1167/2023 dags. 3. janúar 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 237/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 37/2017 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 134/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 92/2017 dags. 6. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 329/2017 dags. 20. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 275/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 143/2018 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 508/2019 dags. 18. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 341/2019 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 506/2020 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 603/2020 dags. 10. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 052/2021 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 67/2021 dags. 25. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 590/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 634/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 306/2023 dags. 29. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 379/2023 dags. 6. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 379/2023 dags. 31. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 386/2023 dags. 31. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 423/2023 dags. 1. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 486/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 142/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 787/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 341/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 161/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 180/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 40/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 280/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 40/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 331/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 400/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 269/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 27/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 160/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 18/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 189/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 495/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 141/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 548/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 424/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 479/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 85/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 265/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 225/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 115/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 333/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 96/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 170/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 24/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 17/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 156/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 277/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 345/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 36/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 38/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 75/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 78/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 259/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 119/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 368/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 374/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 378/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 144/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 145/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 149/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 173/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 234/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 260/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 275/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 18/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 59/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 422/1993[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 318/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 86/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 180/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 384/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 104/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 113/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 258/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 508/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 606/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 155/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 158/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 19/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 87/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 106/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 447/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 423/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 12/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 13/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 43/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 79/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 149/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 270/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 103/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 109/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 148/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 188/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 200/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 8/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 94/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 105/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 111/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 174/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 190/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 191/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 17/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 33/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 46/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 65/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 79/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 95/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 126/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 162/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 183/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 31/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 112/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 128/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 113/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 137/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 146/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 177/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 191/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 21/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 206/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 1059/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 252/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 109/2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 356/1990 dags. 30. október 1991[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1970/1996 dags. 24. júní 1998[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12453/2023 dags. 5. apríl 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1802-1814 - Registur18-19, 25
1802-1814236, 375-379, 477
1815-1824 - Registur17-18
1815-182422, 47-49, 143-146, 149, 195, 246, 308
1824-183024-25
1830-1837 - Registur19, 22, 26-28, 42-44
1830-1837147, 149, 154, 216, 310-313
1837-1845 - Registur59, 61
1845-1852 - Registur24
1845-185285, 132, 134, 340, 385
1853-1857 - Registur49
1853-185756, 393
1857-18625, 57-61, 292-294, 337-339
1857-1862 - Registur24, 27, 31, 39-40, 56
1863-1867 - Registur22, 26, 31
1863-1867253, 339-340, 342, 375
1868-1870 - Registur20, 39
1868-187089, 343
1871-1874 - Registur21, 23, 29
1871-1874295, 297
1881-1885166, 168-176, 178
1886-1889 - Registur14, 17
1886-1889343-344, 458
1890-189450
1895-18985, 223, 341-342, 344, 346-347, 531-534, 588-589
1895-1898 - Registur17, 21, 24, 42
1904-1907478-479
1913-1916327, 749
1917-19199-11, 27, 93, 95-97
1917-1919 - Registur22-23, 40
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1920-1924 - Registur14, 21, 34, 65-66
1923584
192555
1925-1929 - Registur19, 21, 29, 87, 102
1926246-247, 249
1929978, 1063
1930233, 285
1933141
1935 - Registur12, 53, 61
193581, 83
1939 - Registur28, 52, 128
1939500, 506-507
1945 - Registur24, 38
194573, 263, 439-441
1947299
1951 - Registur30, 34, 50-51, 64, 69, 78, 84, 98, 120
1951285-286, 289, 291-292, 415, 422
1952 - Registur42, 78, 87, 137
1952300, 396
1953 - Registur62, 103, 158
1953198, 308, 568
1954 - Registur110
1954114, 119, 284
1955 - Registur41, 59, 111, 133
195596-97, 325-326, 328-331
1957 - Registur54, 152
1957517
1958 - Registur66, 100, 117
1958361, 487-490, 492
195951, 76, 78, 553, 561, 762, 764, 768-771
1959 - Registur74, 102, 104, 113
1960 - Registur52, 61, 97
196071-72, 120, 422, 432, 553
1961205, 207-209, 290
1962 - Registur101
1962279, 312-315, 594-595, 598, 600-602
196325-26, 43, 439-441, 443, 446, 448-449, 452-453, 577
1964124, 128, 131, 134-137, 408-409, 413-415, 464, 466, 473, 511-512, 530, 651, 655-657, 661, 845
1964 - Registur125
1965 - Registur55, 108
1965800-801
1966556, 596-597, 601-602, 604-607
196753, 913, 1063
1968 - Registur64
1968118, 340, 349, 425-426
1969114-116, 228, 237, 483, 506, 724, 726, 785-787, 789, 1094, 1189, 1484
1970357, 368, 412-413, 713
19711101
1972769-770, 1042
197342, 44, 140-142, 1038, 1040-1041, 1043
1973 - Registur143
1974 - Registur65, 90, 102, 116, 141-142
1974307-308, 321, 1015, 1017
1975 - Registur94-95
1975960-961, 963
1976200-201, 956-957, 962, 993, 1110
1977 - Registur39, 44-45, 50, 55, 98
19771203, 1210
1978 - Registur176-177
19781227-1228, 1233, 1236-1238, 1240, 1242
1979 - Registur78, 173
1979382-383, 532-534, 538-541, 543, 1129-1130, 1352, 1387, 1390
1980773-774, 996, 1470
1981 - Registur80
1981255, 886, 891, 1061-1062
198270, 759, 1094, 1143, 1147
1982 - Registur142, 169
1983 - Registur80, 106, 119-120, 136, 221, 233, 236, 280
1983239, 382, 390, 416, 419, 585, 621, 789-790, 802, 809, 818, 822, 2138, 2223-2224, 2226, 2229-2230
1984 - Registur71, 77
1984367, 911, 1292, 1312, 1314-1315, 1317-1318, 1392-1393, 1397-1398, 1401-1405
198539
1985 - Registur188
1986 - Registur48, 57, 96, 98-99, 129, 132
1986810-811, 817, 958, 960, 962, 964, 1107, 1389, 1630, 1634, 1640-1641, 1644, 1648-1649, 1674
1987 - Registur136
1987475, 482-484, 486, 685, 1569
1988 - Registur59, 71
1988382, 1435
1989250, 255, 684, 686, 688-691, 1174, 1374-1375
1990 - Registur98
1990647, 651, 655, 985, 987, 1083-1090, 1583, 1586-1588
1991125, 131, 567, 583, 1594-1595, 1599, 1830
19928, 297-299, 342-350, 1259, 1261, 1264, 1763, 1765, 1767-1768, 1770-1773, 1870, 1875, 1878, 1927-1929, 1932-1933, 1935-1936, 2032-2033, 2038-2039, 2045, 2047-2048, 2054, 2293, 2295-2301
1992 - Registur10, 115, 132, 153, 161, 189, 208, 283, 288, 300
1993488, 1572, 1856, 2126, 2129, 2308
1994 - Registur296
1994531, 534, 925, 993, 998, 2182-2183, 2188, 2194
1995129, 1243-1244, 1578, 1826, 2959-2960, 2962, 2967-2969, 2973-2974, 2976, 2981
1995 - Registur183, 216
1996 - Registur161, 228, 329
1996178-179, 274, 935-936, 1906, 1912, 1917, 2009, 2928, 2934-2935, 2942, 2948-2949, 3179, 3195, 3443, 3705, 3708
1997 - Registur103
1997139, 494, 1025, 1055, 1156-1159, 2284, 2287, 2796
199812, 552, 822, 824-825, 827, 1134-1136, 1139-1144, 1147-1149, 1152-1156, 1522, 1529, 2096, 2392, 2667, 2697, 2833-2836, 2839, 3146, 4484, 4526, 4586
1998 - Registur15, 174, 184, 193, 283, 302, 305
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1885C119
1886C17
1887A86
1889A47, 65
1890A20, 49
1892B116
1892C39
1894A52
1895A83
1895B191
1897C305, 318
1898C99
1899A135, 167
1899C133, 239
1900A30
1905A118, 266
1911A110, 112, 114
1912B28
1914A9
1916B23
1919A53
1921A75-79, 123, 156, 192, 281
1923A26, 136, 143
1929A49, 52
1930A110
1931A62
1933A58
1933B207
1935A19-20, 212, 214-216, 218
1935B6-7, 417
1936B404, 408, 419, 445, 449-450, 458
1940A60
1942A21
1942B81
1943B284
1944B70
1947A215, 358
1947B420
1948A143
1949A136-141
1952A15
1954A140, 142
1955B310-311, 316, 335, 340, 354, 360-361, 374
1957A158
1957B183
1958B271
1959B283
1962A12-13, 15-17, 20-22, 124, 126, 296
1962B173
1963A140
1963B519-520, 524, 543, 556
1964A172-173, 175
1964B335
1964C31
1965A225-226, 228
1966A26
1966B461
1968A274
1968B337, 339
1969A174, 330
1969B155
1970A188
1971A56, 67, 184, 186, 188
1971C123
1972A67, 88, 120, 164, 269
1972C125
1973A290
1973C256
1974A199
1975C217
1976A162, 171, 557
1976C73, 75, 79
1977A375
1977B418, 621
1978A57, 61, 153, 177, 182-183, 190, 229-230, 569
1979B287, 1013
1980A181
1981A78, 80-82, 223, 229-230, 238, 285
1981B394
1982C11
1983C49
1984A153, 169-171
1984C80, 96
1985A92
1985B171
1987A38, 150, 933
1987B189, 378, 742
1987C52
1988B216-217, 469, 513, 1239
1989A314-315, 317, 538
1989C69, 71, 93
1990A51, 79
1990B851, 1434
1990C29-32, 35, 53
1991A86-87, 90-95, 97-99, 101, 105-110, 126, 153, 169, 449
1991B1157
1992C37
1993A134, 143, 564
1993C704
1995C854
1996B644, 865, 1104
1997A53
1999A71
2000A276
2000B1991, 2204
2000C143
2001B294, 975, 2017, 2647
2003A349, 357-358, 366
2003B1161, 2856
2004A19-20, 22-23, 257
2004B1299, 2743
2005A412
2005B652, 1549
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Ráðgjafarþing1Þingskjöl86, 89, 105, 109, 111
Ráðgjafarþing1Umræður224, 230-235, 308, 339, 405, 411, 457, 459
Ráðgjafarþing2Umræður355, 357, 360, 363, 556-558
Ráðgjafarþing3Þingskjöl8-13, 17
Ráðgjafarþing3Umræður339, 738-739, 741, 747, 753-754, 761, 763, 766, 778, 885, 932
Ráðgjafarþing4Þingskjöl30-35, 38
Ráðgjafarþing4Umræður352
Ráðgjafarþing6Umræður580
Ráðgjafarþing9Þingskjöl219, 462
Ráðgjafarþing9Umræður265, 1062
Ráðgjafarþing10Umræður20, 706
Ráðgjafarþing11Umræður337
Ráðgjafarþing13Umræður734
Löggjafarþing1Seinni partur338
Löggjafarþing2Fyrri partur438, 451, 467
Löggjafarþing4Umræður319, 399, 870, 931, 1169, 1173, 1185
Löggjafarþing6Umræður (Nd.)709/710, 713/714, 979/980, 1287/1288
Löggjafarþing7Umræður (Ed. og sþ.)257/258
Löggjafarþing8Þingskjöl85, 179, 194, 314, 333, 371
Löggjafarþing8Umræður (Ed. og sþ.)469/470, 517/518, 591/592
Löggjafarþing8Umræður (Nd.)1017/1018
Löggjafarþing9Þingskjöl193, 223, 245, 271, 355, 390, 430, 451, 466, 495
Löggjafarþing9Umræður (Ed. og sþ.)369/370, 539/540
Löggjafarþing10Þingskjöl145, 420, 461, 516
Löggjafarþing10Umræður (Ed. og sþ.)281/282, 285/286, 327/328, 337/338, 339/340, 569/570
Löggjafarþing10Umræður (Nd.)429/430, 767/768, 1005/1006, 1211/1212, 1491/1492
Löggjafarþing11Þingskjöl117, 125, 167, 190, 192, 212, 266, 314, 319, 410, 412, 438, 473-474
Löggjafarþing11Umræður (Ed. og sþ.)351/352, 353/354, 401/402, 409/410
Löggjafarþing11Umræður (Nd.)1967/1968, 1969/1970
Löggjafarþing12Þingskjöl3, 5, 127-128, 143, 145
Löggjafarþing12Umræður (Nd.)413/414, 415/416, 635/636, 645/646, 647/648, 875/876, 893/894
Löggjafarþing13Þingskjöl104, 156, 231, 292
Löggjafarþing15Þingskjöl118, 122, 130, 133, 158, 211, 231, 316, 491, 530
Löggjafarþing15Umræður (Ed. og sþ.)249/250, 597/598
Löggjafarþing15Umræður (Nd.)487/488, 889/890, 891/892, 901/902, 905/906, 1565/1566
Löggjafarþing16Þingskjöl379
Löggjafarþing17Umræður (Ed. og sþ.)145/146
Löggjafarþing18Umræður (Ed. og sþ.)661/662
Löggjafarþing18Umræður (Nd.)593/594
Löggjafarþing19Umræður1307/1308, 1535/1536, 1547/1548, 1649/1650, 1657/1658, 1913/1914
Löggjafarþing20Þingskjöl1030
Löggjafarþing21Umræður (Ed. og sþ.)327/328
Löggjafarþing22Þingskjöl205-208, 336-337, 374-377, 419-421, 759-762, 811-814, 1015-1017, 1137
Löggjafarþing22Umræður (Nd.)13/14, 1097/1098, 1099/1100, 1103/1104, 1107/1108, 1109/1110, 1341/1342
Löggjafarþing23Þingskjöl89, 92, 325
Löggjafarþing24Þingskjöl420, 1488, 1604, 1728, 1737
Löggjafarþing24Umræður (Nd.)101/102, 111/112, 627/628, 1915/1916, 2367/2368
Löggjafarþing24Umræður (Ed.)109/110, 1163/1164
Löggjafarþing24Umræður - Sameinað þing43/44
Löggjafarþing25Umræður (Nd.)531/532
Löggjafarþing26Þingskjöl333, 846, 1020
Löggjafarþing26Umræður (Nd.)1723/1724
Löggjafarþing27Umræður (Nd.)397/398
Löggjafarþing28Þingskjöl229, 903
Löggjafarþing28Umræður (samþ. mál)889/890, 1023/1024, 1589/1590, 1849/1850, 1977/1978, 2275/2276
Löggjafarþing28Umræður - Fallin mál23/24, 619/620
Löggjafarþing29Þingskjöl49, 361
Löggjafarþing31Þingskjöl117, 237, 257-258, 335, 339, 345, 925
Löggjafarþing31Umræður (samþ. mál)77/78, 321/322, 323/324, 1557/1558, 1983/1984
Löggjafarþing32Þingskjöl47, 64, 73
Löggjafarþing32Umræður - Fallin mál99/100, 175/176
Löggjafarþing33Þingskjöl30-35, 56, 77, 648-652, 663, 735, 820, 913-917, 1033, 1076, 1080, 1152, 1179, 1184, 1326, 1448, 1601
Löggjafarþing33Umræður (samþ. mál)201/202, 203/204, 209/210, 773/774, 779/780, 1141/1142, 1339/1340, 1637/1638, 1773/1774, 1915/1916, 1997/1998
Löggjafarþing33Umræður - Fallin mál219/220
Löggjafarþing33Umræður (þáltill. og fsp.)313/314
Löggjafarþing34Þingskjöl56, 63, 82-83, 116
Löggjafarþing34Umræður - Fallin mál615/616
Löggjafarþing35Þingskjöl57, 85, 91, 686, 744, 759, 771, 775, 777, 788, 824, 827, 894, 1213-1214, 1221
Löggjafarþing35Umræður (samþ. mál)1781/1782
Löggjafarþing35Umræður (þáltill. og fsp.)99/100
Löggjafarþing36Þingskjöl101, 306
Löggjafarþing36Umræður (samþ. mál)301/302, 303/304
Löggjafarþing36Umræður - Fallin mál1209/1210
Löggjafarþing36Umræður (þáltill. og fsp.)445/446, 447/448
Löggjafarþing37Umræður (samþ. mál)1417/1418, 2433/2434, 2461/2462
Löggjafarþing37Umræður - Fallin mál51/52, 63/64, 431/432
Löggjafarþing38Umræður (samþ. mál)1111/1112
Löggjafarþing38Umræður - Fallin mál315/316
Löggjafarþing38Umræður (þáltill. og fsp.)467/468
Löggjafarþing39Umræður (samþ. mál)1777/1778, 1783/1784
Löggjafarþing39Umræður - Fallin mál45/46, 525/526
Löggjafarþing39Umræður (þáltill. og fsp.)697/698
Löggjafarþing40Þingskjöl92, 363, 366
Löggjafarþing40Umræður (samþ. mál)395/396, 4765/4766
Löggjafarþing40Umræður - Fallin mál23/24
Löggjafarþing40Umræður (þáltill. og fsp.)207/208
Löggjafarþing41Þingskjöl190, 193, 622, 728, 1072, 1075, 1164, 1167
Löggjafarþing41Umræður (samþ. mál)807/808
Löggjafarþing42Þingskjöl115, 131, 262, 421, 681, 1052, 1395
Löggjafarþing42Umræður (samþ. mál)11/12, 605/606, 1029/1030, 2469/2470
Löggjafarþing42Umræður - Fallin mál375/376, 853/854
Löggjafarþing42Umræður (þáltill. og fsp.)151/152
Löggjafarþing43Umræður - Fallin mál823/824
Löggjafarþing44Þingskjöl139, 668
Löggjafarþing45Þingskjöl597, 628-630
Löggjafarþing45Umræður (samþ. mál)73/74, 1145/1146
Löggjafarþing45Umræður - Fallin mál681/682, 701/702, 1411/1412, 1413/1414
Löggjafarþing45Umræður (þáltill. og fsp.)1/2, 3/4
Löggjafarþing46Þingskjöl267, 453, 638, 674, 990
Löggjafarþing46Umræður (samþ. mál)1587/1588, 1671/1672, 2153/2154
Löggjafarþing46Umræður (þáltill. og fsp.)277/278, 345/346, 347/348
Löggjafarþing48Þingskjöl83, 85, 102, 599-600, 715, 717, 757, 1069, 1071
Löggjafarþing48Umræður - Fallin mál129/130, 241/242
Löggjafarþing49Þingskjöl146-151, 173, 177
Löggjafarþing49Umræður (samþ. mál)819/820, 2081/2082, 2085/2086
Löggjafarþing49Umræður (þáltill. og fsp.)161/162
Löggjafarþing50Umræður (samþ. mál)67/68, 911/912
Löggjafarþing51Þingskjöl99
Löggjafarþing51Umræður - Fallin mál115/116
Löggjafarþing53Umræður (þáltill. og fsp.)249/250
Löggjafarþing54Þingskjöl349, 398
Löggjafarþing54Umræður (samþ. mál)467/468
Löggjafarþing55Umræður (samþ. mál)151/152, 167/168
Löggjafarþing58Þingskjöl42
Löggjafarþing58Umræður (samþ. mál)83/84, 103/104, 125/126, 127/128
Löggjafarþing59Þingskjöl174, 323, 376-377
Löggjafarþing59Umræður (samþ. mál)609/610, 799/800
Löggjafarþing61Umræður (samþ. mál)219/220
Löggjafarþing61Umræður - Fallin mál211/212
Löggjafarþing61Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir207/208
Löggjafarþing62Þingskjöl183-189, 277, 555
Löggjafarþing62Umræður (samþ. mál)809/810
Löggjafarþing62Umræður - Fallin mál87/88, 89/90, 203/204
Löggjafarþing62Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir171/172
Löggjafarþing63Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir105/106, 241/242, 245/246, 317/318
Löggjafarþing64Þingskjöl897, 1187
Löggjafarþing64Umræður (samþ. mál)183/184, 217/218
Löggjafarþing64Umræður (þáltill. og fsp.)463/464
Löggjafarþing66Þingskjöl605, 792, 795, 1312, 1471-1472
Löggjafarþing66Umræður (samþ. mál)77/78, 191/192, 711/712, 773/774, 889/890, 977/978, 1025/1026, 1325/1326, 1501/1502, 1893/1894, 2047/2048
Löggjafarþing66Umræður (þáltill. og fsp.)283/284, 285/286
Löggjafarþing67Umræður (samþ. mál)263/264, 563/564, 817/818, 959/960, 961/962, 1165/1166, 1167/1168, 1169/1170, 1171/1172, 1175/1176, 1177/1178
Löggjafarþing67Umræður (þáltill. og fsp.)35/36, 151/152
Löggjafarþing68Þingskjöl698-700, 702-706, 727
Löggjafarþing68Umræður (samþ. mál)237/238, 507/508, 509/510, 511/512, 513/514, 517/518, 519/520, 523/524, 989/990, 1177/1178, 1181/1182, 1183/1184, 1255/1256
Löggjafarþing68Umræður - Fallin mál147/148, 585/586
Löggjafarþing69Þingskjöl560, 632
Löggjafarþing69Umræður - Fallin mál437/438, 447/448
Löggjafarþing70Þingskjöl414-415, 908-911, 1031
Löggjafarþing70Umræður (samþ. mál)267/268, 1483/1484, 1485/1486, 1487/1488, 1497/1498
Löggjafarþing70Umræður - Fallin mál41/42, 47/48, 127/128, 129/130, 131/132, 135/136, 137/138, 139/140, 141/142, 145/146, 149/150, 157/158, 159/160, 329/330
Löggjafarþing70Umræður (þáltill. og fsp.)37/38, 363/364, 387/388
Löggjafarþing71Þingskjöl462, 538, 632, 964, 1005
Löggjafarþing71Umræður (samþ. mál)59/60, 1041/1042
Löggjafarþing72Þingskjöl457, 563
Löggjafarþing72Umræður (samþ. mál)535/536, 565/566
Löggjafarþing72Umræður - Fallin mál609/610
Löggjafarþing72Umræður (þáltill. og fsp.)205/206
Löggjafarþing73Þingskjöl163, 242-243, 576
Löggjafarþing73Umræður (samþ. mál)885/886, 1355/1356, 1359/1360
Löggjafarþing73Umræður - Fallin mál355/356
Löggjafarþing73Umræður (þáltill. og fsp.)313/314
Löggjafarþing74Þingskjöl164, 488, 854, 1097
Löggjafarþing74Umræður (samþ. mál)7/8, 811/812, 987/988
Löggjafarþing74Umræður - Fallin mál161/162
Löggjafarþing75Þingskjöl364, 439
Löggjafarþing75Umræður (samþ. mál)983/984, 1261/1262
Löggjafarþing75Umræður - Fallin mál225/226, 561/562
Löggjafarþing75Umræður (þáltill. og fsp.)165/166
Löggjafarþing76Þingskjöl1031-1032, 1035, 1247, 1296
Löggjafarþing76Umræður (samþ. mál)227/228, 257/258, 485/486, 493/494, 529/530, 723/724, 817/818, 819/820, 821/822, 825/826, 829/830, 877/878, 2183/2184, 2211/2212
Löggjafarþing76Umræður - Fallin mál305/306
Löggjafarþing76Umræður (þáltill. og fsp.)155/156, 413/414
Löggjafarþing77Þingskjöl324
Löggjafarþing77Umræður (samþ. mál)273/274, 285/286, 287/288, 557/558, 803/804, 1685/1686, 1891/1892
Löggjafarþing78Umræður (samþ. mál)825/826, 979/980, 1265/1266, 1347/1348, 1349/1350, 1351/1352, 1399/1400, 1409/1410, 1411/1412, 1489/1490, 1753/1754, 1791/1792
Löggjafarþing78Umræður - Fallin mál175/176, 273/274
Löggjafarþing79Umræður (samþ. mál)99/100, 305/306, 323/324, 545/546
Löggjafarþing80Þingskjöl225-226, 394, 495
Löggjafarþing80Umræður (samþ. mál)203/204, 397/398, 545/546, 633/634, 859/860, 861/862, 863/864, 1339/1340, 1509/1510, 1817/1818, 2631/2632, 2647/2648, 2943/2944, 3337/3338, 3569/3570
Löggjafarþing80Umræður - Fallin mál203/204, 205/206, 207/208
Löggjafarþing80Umræður (þáltill. og fsp.)3/4, 9/10, 29/30, 31/32, 211/212, 219/220, 221/222
Löggjafarþing81Þingskjöl181-182, 437, 440, 800-805, 808-809, 811-818, 820-822, 826-827
Löggjafarþing81Umræður - Fallin mál219/220, 271/272, 295/296, 349/350, 833/834
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)541/542, 543/544, 545/546, 553/554, 557/558, 561/562, 563/564, 795/796, 2577/2578, 2645/2646
Löggjafarþing82Umræður (þáltill. og fsp.)165/166, 373/374
Löggjafarþing83Þingskjöl301, 1027, 1058, 1061, 1568, 1728, 1744
Löggjafarþing83Umræður (samþ. mál)247/248, 571/572, 855/856, 869/870, 1025/1026, 1113/1114, 1193/1194, 1879/1880
Löggjafarþing83Umræður - Fallin mál179/180, 705/706, 713/714, 715/716
Löggjafarþing83Umræður (þáltill. og fsp.)15/16
Löggjafarþing84Umræður (samþ. mál)1941/1942
Löggjafarþing85Umræður (samþ. mál)785/786, 1267/1268, 1489/1490
Löggjafarþing85Umræður (þáltill. og fsp.)367/368
Löggjafarþing86Þingskjöl198-199, 285-286, 328, 334
Löggjafarþing86Umræður (samþ. mál)1651/1652
Löggjafarþing86Umræður (þáltill. og fsp.)23/24, 257/258, 265/266
Löggjafarþing87Umræður (samþ. mál)219/220, 1583/1584, 1593/1594, 1695/1696
Löggjafarþing88Umræður (samþ. mál)1607/1608
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál583/584
Löggjafarþing89Umræður (þáltill. og fsp.)293/294, 415/416, 541/542
Löggjafarþing90Þingskjöl239, 1056, 1490, 1654, 1750, 1887
Löggjafarþing90Umræður (þáltill. og fsp.)335/336
Löggjafarþing91Umræður (samþ. mál)303/304, 1089/1090, 1481/1482, 1663/1664, 1877/1878, 1973/1974, 2021/2022
Löggjafarþing91Umræður - Óútrædd mál87/88, 251/252, 395/396
Löggjafarþing92Umræður (samþ. mál)485/486, 487/488, 505/506, 509/510, 513/514, 531/532, 561/562, 615/616, 643/644, 899/900, 947/948, 1371/1372, 1661/1662, 1663/1664, 1665/1666, 1667/1668, 1673/1674, 1679/1680, 1845/1846, 2157/2158, 2165/2166, 2167/2168, 2177/2178, 2179/2180, 2205/2206, 2207/2208, 2209/2210, 2213/2214, 2217/2218, 2231/2232, 2251/2252, 2325/2326, 2401/2402
Löggjafarþing93Þingskjöl487, 1562, 1637, 1640, 1646
Löggjafarþing95Umræður25/26, 175/176, 181/182
Löggjafarþing97Þingskjöl243, 1403, 1688, 1691, 1697, 2037
Löggjafarþing104Umræður201/202, 727/728, 925/926, 4327/4328, 4645/4646, 4917/4918
Löggjafarþing105Umræður785/786, 1565/1566, 3177/3178
Löggjafarþing114Umræður159/160, 291/292, 389/390, 423/424, 549/550
Löggjafarþing119Umræður11/12, 167/168, 317/318, 365/366, 533/534, 591/592, 613/614, 745/746, 761/762, 813/814, 985/986
Löggjafarþing124Umræður187/188
Löggjafarþing126Þingskjöl788, 1797, 2364, 3529, 3959, 3968, 4646, 5154
Löggjafarþing128Þingskjöl2078-2080, 2136, 4596, 4606, 5450
Löggjafarþing133Þingskjöl511, 613, 926, 983, 2095, 2969, 7210
Löggjafarþing134Umræður11/12, 375/376
Löggjafarþing137Þingskjöl460, 1074
Fara á yfirlit

Ritið Lovsamling for Island

BindiBls. nr.
126, 29, 59, 144, 146, 346, 485-486
7230, 327, 434-435
10372
12500
13113, 115, 623-624, 626, 634
14500, 608-613, 615-616
15689-690
20347
21156
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
20036142, 145
200323350
200349526
20045921
200516398
200549122, 171
200558232
2006229
200630348
20063211
20079388
200726363, 374
200754765, 768, 790, 835, 843
200810415
200814144, 187
20082756
20083635, 45
20084457-58, 168, 170, 209-210
2009339
20096013
20102116
20103238
20105437-38, 201, 213
20105672, 158, 186
2010643, 68, 147, 156, 226, 320
20107227
20112931
20113724
20127218, 256
201212368, 475
20123449
201252712
20125456, 395, 506, 601, 670
201259446
201267327
2013437, 42, 48, 60, 65-67, 70, 72, 75-77, 81, 83, 85, 87-88, 90-92, 98, 100, 104, 162, 284, 339, 343, 368, 433, 459, 465, 478, 481-482, 490, 492, 499-500, 508, 510, 516, 523, 532, 547, 550, 552, 558, 579, 585, 596, 604, 608-609, 611, 871, 1331
201314528, 559, 705
201320763
201356973
201428122
2014739, 860
201476205
20158836, 901
201523317
201644436
201731375
201814154
20183749
201842190
201864240-252
20187729
20198523
20199228
202052
202012361
202054175
202069201
202073828
202085670
20211539
202122504
202174139, 231
2022109
202218445
20226850
202276241
202315713
202320267
202348102-103, 105
202362259
202373146
2023859
20241115, 24, 650, 654
20243936-39
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 21

Þingmál A1 (fjárlög 1910 og 1911)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1909-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (samband Danmerkur og Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (nefndarálit) útbýtt þann 1909-02-19 00:00:00
Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Þorkelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1909-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (námskeið verslunarmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1909-03-17 00:00:00

Þingmál A65 (erfðaábúð á kirkjujörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (frumvarp) útbýtt þann 1909-03-16 00:00:00

Þingmál A124 (dánarbú Jóns Sigurðssonar)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Þorkelsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1909-03-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 22

Þingmál A10 (rannsókn bankamálsins)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1911-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (sóttgæsluskírteini skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1911-02-18 00:00:00

Þingmál A67 (réttur kvenna)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Þorkelsson - Ræða hófst: 1911-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1911-03-09 00:00:00
Þingskjal nr. 212 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1911-03-15 00:00:00
Þingskjal nr. 243 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1911-03-18 00:00:00
Þingskjal nr. 613 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1911-04-08 00:00:00
Þingskjal nr. 625 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1911-04-10 00:00:00
Þingskjal nr. 800 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1911-04-27 00:00:00
Þingræður:
-1. þingfundur - Ólafur Briem (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-03-13 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1911-03-13 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Ólafur Briem (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-03-15 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Ólafur Briem (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-03-20 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1911-03-20 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 1911-03-20 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Ólafur Briem (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-03-21 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Steingrímur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-04-08 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Eiríkur Briem - Ræða hófst: 1911-04-08 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Steingrímur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-04-10 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Ólafur Briem (Nefnd) - Ræða hófst: 1911-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (fjárlög 1912-1913)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Þorkelsson - Ræða hófst: 1911-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1911-05-01 00:00:00

Löggjafarþing 23

Þingmál A1 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1912-07-16 00:00:00

Þingmál A78 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (frumvarp) útbýtt þann 1912-08-14 00:00:00

Löggjafarþing 24

Þingmál A35 (ný nöfn manna og ættarnöfn)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Klemens Jónsson - Ræða hófst: 1913-07-19 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1913-08-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1913-07-08 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1913-07-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (frumvarp) útbýtt þann 1913-07-28 00:00:00
Þingræður:
23. þingfundur - Ólafur Briem - flutningsræða - Ræða hófst: 1913-07-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1913-09-06 00:00:00
Þingskjal nr. 799 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1913-09-10 00:00:00
Þingræður:
7. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1913-09-13 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Eiríkur Briem (Nefnd) - Ræða hófst: 1913-09-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (forkaupsréttur landssjóðs að jörðum um erfðafestuábúð)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Sigurður Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1913-09-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 25

Þingmál A18 (reikningsskil og fjárheimtur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (nefndarálit) útbýtt þann 1914-08-03 00:00:00

Þingmál A71 (stofnun kennarastóls í klassískum fræðum)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jóhann Eyjólfsson - Ræða hófst: 1914-08-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (lög í heild) útbýtt þann 1914-08-13 00:00:00

Löggjafarþing 26

Þingmál A3 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 1915-07-14 00:00:00
Þingskjal nr. 975 (lög í heild) útbýtt þann 1915-09-13 00:00:00

Þingmál A8 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-25 00:00:00

Þingmál A13 (harðindatrygging búfjár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 1915-07-16 00:00:00

Þingmál A18 (útflutningsbann á breskum vörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1915-07-08 00:00:00

Þingmál A19 (þegnskyldumálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-24 00:00:00

Þingmál A25 (rafmagnsveitur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-07-17 00:00:00
Þingskjal nr. 75 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-07-23 00:00:00
Þingskjal nr. 304 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-08-12 00:00:00
Þingskjal nr. 321 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-08-13 00:00:00
Þingskjal nr. 505 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-07-28 00:00:00
Þingskjal nr. 721 (lög í heild) útbýtt þann 1915-09-02 00:00:00

Þingmál A26 (mat á lóðum og löndum í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-07-17 00:00:00
Þingskjal nr. 187 (lög í heild) útbýtt þann 1915-08-02 00:00:00

Þingmál A29 (Akureyrarhöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (frumvarp) útbýtt þann 1915-07-19 00:00:00
Þingskjal nr. 144 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-07-29 00:00:00
Þingskjal nr. 203 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-08-04 00:00:00
Þingskjal nr. 361 (lög í heild) útbýtt þann 1915-08-16 00:00:00

Þingmál A31 (sala þjóðjarða og kirkjujarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-07-29 00:00:00
Þingskjal nr. 176 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-02 00:00:00

Þingmál A32 (sala þjóðjarða og kirkjujarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-07-29 00:00:00
Þingskjal nr. 176 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-02 00:00:00
Þingræður:
12. þingfundur - Jóhann Eyjólfsson - Ræða hófst: 1915-07-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (fátækralög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-27 00:00:00

Þingmál A40 (gullforði Íslandsbanka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1915-07-08 00:00:00

Þingmál A41 (löggiltir vigtarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 139 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1915-08-28 00:00:00

Þingmál A46 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1915-07-26 00:00:00

Þingmál A48 (aukabað á sauðfé)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 346 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-16 00:00:00

Þingmál A54 (póstsparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1915-07-28 00:00:00

Þingmál A59 (vélstjóraskóli í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1915-07-08 00:00:00

Þingmál A70 (Hafnarfjarðarvegur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-05 00:00:00

Þingmál A73 (Siglufjarðarhöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (frumvarp) útbýtt þann 1915-08-03 00:00:00
Þingskjal nr. 450 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-08-20 00:00:00
Þingskjal nr. 484 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-08-23 00:00:00

Þingmál A100 (seðlaauki Íslandsbanka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1915-08-20 00:00:00
Þingskjal nr. 464 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-08-21 00:00:00
Þingskjal nr. 695 (lög í heild) útbýtt þann 1915-09-01 00:00:00

Þingmál A108 (fjárlög 1916 og 1917)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 908 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-09-10 00:00:00
Þingskjal nr. 984 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-09-13 00:00:00

Þingmál A120 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 514 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1915-08-24 00:00:00
Þingskjal nr. 548 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-25 00:00:00
Þingskjal nr. 666 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1915-08-30 00:00:00
Þingskjal nr. 709 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1915-09-03 00:00:00
Þingskjal nr. 858 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-09-09 00:00:00
Þingskjal nr. 966 (lög í heild) útbýtt þann 1915-09-13 00:00:00

Þingmál A121 (þegnskylduvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (nefndarálit) útbýtt þann 1915-08-24 00:00:00

Þingmál A133 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 648 (frumvarp) útbýtt þann 1915-08-30 00:00:00

Löggjafarþing 27

Þingmál A20 (sjógarður fyrir Einarshafnarlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 1916-12-28 00:00:00

Þingmál A21 (ráðstafanir út af Norðurálfuófriðnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (lög í heild) útbýtt þann 1917-01-12 00:00:00

Þingmál A42 (dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslunnarmönnum landssjóðs)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-01-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 28

Þingmál A5 (lögræði)[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1917-07-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1917-08-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (sala þjóðgarða, sala kirkjujarða)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Björn R. Stefánsson - Ræða hófst: 1917-07-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 1917-07-13 00:00:00

Þingmál A54 (húsmæðraskóli á Norðurlandi)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1917-09-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (stofnun landsbanka)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1917-09-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-08-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (markalög)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Einar Arnórsson - Ræða hófst: 1917-08-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (meðferð á fé ómyndugra)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Guðjón Guðlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1917-09-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 29

Þingmál A4 (almenn dýrtíðarhjálp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (skýrsla n.) útbýtt þann 1918-07-08 00:00:00
Þingskjal nr. 479 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1918-07-11 00:00:00
Þingskjal nr. 501 (lög í heild) útbýtt þann 1918-07-12 00:00:00

Þingmál A12 (tekjuskattur og lóðargjöld í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1918-04-19 00:00:00
Þingskjal nr. 188 (breytingartillaga) útbýtt þann 1918-05-22 00:00:00
Þingskjal nr. 307 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1918-06-05 00:00:00

Þingmál A14 (bæjarstjórn á Siglufirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 1918-04-20 00:00:00

Þingmál A36 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1918-06-03 00:00:00

Þingmál A79 (almenn sjúkrasamlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (frumvarp) útbýtt þann 1918-05-30 00:00:00

Þingmál A92 (heimild til tryggingar á aðflutningum til landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (lög í heild) útbýtt þann 1918-06-10 00:00:00

Þingmál A110 (lán til kolanáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 443 (þáltill.) útbýtt þann 1918-07-03 00:00:00

Löggjafarþing 31

Þingmál A1 (fjárlög 1920 og 1921)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1919-08-28 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (stjórnarskrá konungsríkisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 642 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1919-09-02 00:00:00
Þingræður:
49. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1919-08-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (landamerki o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1919-08-19 00:00:00

Þingmál A8 (mat á saltkjöti til útflutnings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00

Þingmál A9 (seðlaútgáfuréttur Landsbanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00

Þingmál A15 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1919-08-08 00:00:00

Þingmál A24 (afstaða foreldra til óskilgetinna barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00

Þingmál A26 (laun embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 748 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1919-09-08 00:00:00

Þingmál A27 (skrásetning skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1919-08-19 00:00:00
Þingskjal nr. 956 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1919-09-23 00:00:00

Þingmál A28 (hæstiréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00

Þingmál A31 (afstaða foreldra til skilgetinna barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00

Þingmál A34 (heilbrigðisráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00

Þingmál A50 (eignaréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 1919-07-12 00:00:00
Þingræður:
34. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1919-08-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (bæjarstjórn á Seyðisfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1919-08-27 00:00:00

Þingmál A82 (skilnaður ríkis og kirkju)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1919-08-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (hafnargerð í Ólafsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1919-09-04 00:00:00

Þingmál A131 (bæjargjöld í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (frumvarp) útbýtt þann 1919-08-19 00:00:00

Þingmál A157 (vatnsorkusérleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (nefndarálit) útbýtt þann 1919-09-15 00:00:00
Þingræður:
68. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1919-09-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 32

Þingmál A1 (stjórnarskrá konungsríkisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1920-02-28 00:00:00

Þingmál A2 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1920-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1920-02-10 00:00:00

Þingmál A4 (afstaða foreldra til óskilgetinna barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1920-02-10 00:00:00

Þingmál A5 (afstaða foreldra til skilgetinna barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1920-02-10 00:00:00

Þingmál A6 (skipulag kauptúna og sjávarþorpa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1920-02-10 00:00:00

Þingmál A8 (þingmannakosning í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1920-02-23 00:00:00
Þingskjal nr. 139 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1920-02-26 00:00:00
Þingskjal nr. 184 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1920-02-28 00:00:00

Þingmál A11 (sérleyfi til hagnýtingar á orkuvötnum og raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1920-02-12 00:00:00

Þingmál A12 (gullforði Íslandsbanka og bann við útflutningi á gulli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 93 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1920-02-25 00:00:00
Þingskjal nr. 166 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1920-02-27 00:00:00

Þingmál A13 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1920-02-23 00:00:00
Þingskjal nr. 144 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1920-02-26 00:00:00

Þingmál A49 (dýrtíðaruppbót og fleira)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (þál. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1920-02-26 00:00:00

Löggjafarþing 33

Þingmál A2 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1921-02-17 00:00:00
Þingskjal nr. 182 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-03-21 00:00:00
Þingskjal nr. 240 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1921-04-05 00:00:00
Þingskjal nr. 334 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-04-16 00:00:00
Þingskjal nr. 372 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1921-04-22 00:00:00
Þingræður:
4. þingfundur - Magnús Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1921-02-19 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Hákon Kristófersson - Ræða hófst: 1921-04-05 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Sigurður Eggerz (Nefnd) - Ræða hófst: 1921-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1921-02-17 00:00:00
Þingskjal nr. 473 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1921-05-03 00:00:00

Þingmál A11 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1921-02-17 00:00:00

Þingmál A19 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1921-02-17 00:00:00
Þingskjal nr. 531 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-05-09 00:00:00

Þingmál A20 (afstaða foreldra til skilgetinna barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-05-02 00:00:00

Þingmál A21 (afstaða foreldra til óskilgetinna barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-04-25 00:00:00
Þingskjal nr. 415 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1921-04-27 00:00:00
Þingskjal nr. 549 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1921-05-09 00:00:00

Þingmál A23 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1921-04-05 00:00:00
Þingskjal nr. 456 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1921-05-02 00:00:00

Þingmál A30 (fjáraukalög 1920 og 1921)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1921-02-18 00:00:00
Þingræður:
52. þingfundur - Guðmundur Ólafsson - Ræða hófst: 1921-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (lærði skólinn í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-04-26 00:00:00

Þingmál A41 (fjárlög 1922)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1921-04-23 00:00:00
Þingræður:
50. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Nefnd) - Ræða hófst: 1921-04-23 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Magnús Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1921-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (sambandslögin)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1921-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (kosningaréttur og kjörgengi til bæjarstjórnar og sveitarstjórnar)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1921-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (fiskimat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (frumvarp) útbýtt þann 1921-03-09 00:00:00

Þingmál A86 (samvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1921-04-30 00:00:00

Þingmál A91 (fátækralög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Hákon Kristófersson - Ræða hófst: 1921-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-04-05 00:00:00

Þingmál A122 (útflutningur og sala síldar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1921-05-14 00:00:00

Þingmál A128 (útflutningsgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1921-04-30 00:00:00

Þingmál A136 (seðlaútgáfuréttur o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 520 (frumvarp) útbýtt þann 1921-05-07 00:00:00

Þingmál A140 (afsals og veðmálabækur Mýra og Borgarfjarðarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 601 (frumvarp) útbýtt þann 1921-05-14 00:00:00

Löggjafarþing 34

Þingmál A2 (lögfylgjur hjónabands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1922-02-15 00:00:00

Þingmál A4 (atvinnulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1922-02-15 00:00:00

Þingmál A22 (umræðupartur Alþingistíðinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (nefndarálit) útbýtt þann 1922-03-04 00:00:00

Þingmál A47 (myntlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (nefndarálit) útbýtt þann 1922-03-22 00:00:00

Þingmál A80 (innflutningsbann og gjaldeyrisráðstöfun)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Magnús Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1922-04-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 35

Þingmál A3 (hjúalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1923-02-19 00:00:00

Þingmál A6 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1923-02-19 00:00:00

Þingmál A9 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (breytingartillaga) útbýtt þann 1923-04-30 00:00:00

Þingmál A11 (fátækralög)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Klemens Jónsson - Ræða hófst: 1923-05-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (aðflutningsbann á áfengi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (breytingartillaga) útbýtt þann 1923-03-14 00:00:00

Þingmál A54 (stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 283 (nefndarálit) útbýtt þann 1923-04-06 00:00:00

Þingmál A100 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 646 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1923-05-11 00:00:00

Þingmál A143 (húsmæðraskóli á Staðarfelli)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - flutningsræða - Ræða hófst: 1923-05-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 36

Þingmál A1 (fjárlög 1925)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1924-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (hjúalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1924-02-16 00:00:00

Þingmál A19 (nauðasamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1924-02-28 00:00:00
Þingskjal nr. 370 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1924-04-12 00:00:00

Þingmál A25 (lærði skólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 1924-02-20 00:00:00

Þingmál A53 (prófessorsembættið í íslenskri bókmenntasögu)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (aðflutningsbann á ýmsum vörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 340 (nefndarálit) útbýtt þann 1924-04-09 00:00:00

Þingmál A77 (seðlaútgáfuréttur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (frumvarp) útbýtt þann 1924-03-12 00:00:00

Þingmál A88 (bankavaxtabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 126 (frumvarp) útbýtt þann 1924-03-15 00:00:00

Þingmál A93 (botnvörpukaup í Hafnarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (nefndarálit) útbýtt þann 1924-03-20 00:00:00

Löggjafarþing 37

Þingmál A8 (verslunaratvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 285 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1925-03-28 00:00:00
Þingskjal nr. 483 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1925-05-07 00:00:00
Þingskjal nr. 544 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1925-05-13 00:00:00
Þingskjal nr. 554 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1925-05-14 00:00:00

Þingmál A12 (fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (nefndarálit) útbýtt þann 1925-02-26 00:00:00

Þingmál A22 (sóknargjöld)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Sigurður Eggerz (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1925-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (Ræktunarsjóður Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (nefndarálit) útbýtt þann 1925-03-21 00:00:00

Þingmál A67 (skipting Ísafjarðarprestakalls)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Halldór Stefánsson - Ræða hófst: 1925-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (strandferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (þáltill.) útbýtt þann 1925-02-23 00:00:00

Þingmál A100 (sala á prestsmötu)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1925-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (útvarp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (nefndarálit) útbýtt þann 1925-04-20 00:00:00
Þingskjal nr. 455 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1925-05-05 00:00:00

Löggjafarþing 38

Þingmál A7 (fræðsla barna)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Eggert Pálsson - Ræða hófst: 1926-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (veitingasala, gistihúshald o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1926-04-15 00:00:00

Þingmál A15 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 587 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1926-05-12 00:00:00

Þingmál A34 (fyrirhleðsla fyrir Þverá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (nefndarálit) útbýtt þann 1926-03-01 00:00:00

Þingmál A55 (framlag til kæliskápakaupa o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1926-03-05 00:00:00

Þingmál A83 (útrýming fjárkláða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (breytingartillaga) útbýtt þann 1926-04-26 00:00:00

Þingmál A96 (sérleyfi til virkjunar Dynjandisár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1926-04-09 00:00:00

Löggjafarþing 39

Þingmál A5 (iðja og iðnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1927-04-11 00:00:00

Þingmál A6 (fátækralög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 615 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1927-05-16 00:00:00
Þingræður:
31. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1927-03-16 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1927-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1927-05-17 00:00:00

Þingmál A44 (yfirsetukvennalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (frumvarp) útbýtt þann 1927-02-24 00:00:00

Þingmál A52 (byggingar- og landnámssjóður)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1927-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (húsmæðraskóli á Hallormsstað)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ingibjörg H. Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-04-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 40

Þingmál A1 (fjárlög 1929)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1928-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (hjúalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1928-01-19 00:00:00

Þingmál A16 (búfjártryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1928-03-15 00:00:00

Þingmál A19 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1928-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (varðskip landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 777 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1928-04-14 00:00:00

Þingmál A38 (þinglýsing skjala og aflýsing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 1928-01-21 00:00:00
Þingskjal nr. 187 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1928-02-15 00:00:00
Þingskjal nr. 511 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1928-03-17 00:00:00

Þingmál A72 (dómsmálastarf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (frumvarp) útbýtt þann 1928-02-06 00:00:00
Þingræður:
69. þingfundur - Magnús Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (gjaldþrotaskifti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (frumvarp) útbýtt þann 1928-02-15 00:00:00

Þingmál A103 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (nefndarálit) útbýtt þann 1928-03-31 00:00:00

Þingmál A108 (einkasala á tóbaki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (nefndarálit) útbýtt þann 1928-03-24 00:00:00

Þingmál A145 (brot dómsmálaráðherra á varðskipalögum)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1928-04-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 41

Þingmál A1 (lánsfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1929-04-19 00:00:00

Þingmál A3 (kosningar í málefnum sveita og kaupstaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1929-03-14 00:00:00
Þingskjal nr. 434 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1929-04-24 00:00:00

Þingmál A13 (hafnargerð á Skagaströnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1929-04-23 00:00:00
Þingskjal nr. 512 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1929-05-02 00:00:00

Þingmál A14 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1929-02-18 00:00:00
Þingskjal nr. 283 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1929-04-05 00:00:00
Þingskjal nr. 410 (breytingartillaga) útbýtt þann 1929-04-24 00:00:00
Þingskjal nr. 454 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1929-04-27 00:00:00
Þingskjal nr. 553 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1929-05-06 00:00:00

Þingmál A16 (fjárlög 1930)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1929-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (gjaldþrotaskifti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1929-02-18 00:00:00
Þingskjal nr. 221 (nefndarálit) útbýtt þann 1929-04-03 00:00:00
Þingskjal nr. 247 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1929-04-03 00:00:00
Þingskjal nr. 462 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1929-04-29 00:00:00
Þingskjal nr. 534 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1929-05-06 00:00:00

Þingmál A27 (bæjarstjórn í Hafnarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 1929-02-21 00:00:00

Þingmál A60 (einkasala á lyfjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (nefndarálit) útbýtt þann 1929-04-15 00:00:00

Þingmál A98 (hafnargerð á Sauðárkróki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (frumvarp) útbýtt þann 1929-03-23 00:00:00

Þingmál A101 (póstmál og símamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1929-03-25 00:00:00

Löggjafarþing 42

Þingmál A1 (fjárlög 1931)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (nefndarálit) útbýtt þann 1930-03-07 00:00:00
Þingræður:
63. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1930-03-26 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Ingibjörg H. Bjarnason - Ræða hófst: 1930-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (yfirsetukvennalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1930-01-21 00:00:00

Þingmál A13 (Skeiðaáveitan o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1930-01-21 00:00:00
Þingskjal nr. 530 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1930-04-14 00:00:00

Þingmál A14 (Menntaskólinn á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1930-01-21 00:00:00
Þingskjal nr. 271 (breytingartillaga) útbýtt þann 1930-03-11 00:00:00

Þingmál A22 (fimmtardómur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1930-01-21 00:00:00
Þingskjal nr. 452 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1930-04-08 00:00:00
Þingræður:
9. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1930-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (frumvarp) útbýtt þann 1930-02-04 00:00:00
Þingskjal nr. 398 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1930-04-03 00:00:00

Þingmál A102 (hafnargerð á Dalvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 1930-02-13 00:00:00

Þingmál A104 (hafnargerð á Akranesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (frumvarp) útbýtt þann 1930-02-14 00:00:00

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (frumvarp) útbýtt þann 1930-02-22 00:00:00

Þingmál A272 (dómkirkjan í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 272 (frumvarp) útbýtt þann 1930-03-14 00:00:00

Þingmál A279 (kirkjuráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 279 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1930-03-17 00:00:00

Þingmál A343 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (frumvarp) útbýtt þann 1930-03-25 00:00:00

Þingmál A538 (endurheimtun íslenskra handrita frá Danmörku)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Benedikt Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1930-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B3 ()[HTML]

Þingræður:
1. þingfundur - Björn Kristjánsson (starfsaldursforseti) - Ræða hófst: 1930-01-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B29 ()[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1930-06-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 43

Þingmál A4 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00
Þingskjal nr. 185 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1931-03-24 00:00:00
Þingskjal nr. 209 (breytingartillaga) útbýtt þann 1931-03-24 00:00:00
Þingskjal nr. 282 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1931-03-31 00:00:00

Þingmál A11 (þjóðabandalagið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00

Þingmál A20 (búfjárrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00
Þingskjal nr. 242 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1931-03-25 00:00:00

Þingmál A47 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 1931-02-25 00:00:00

Þingmál A91 (sveitargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1931-03-05 00:00:00

Þingmál A94 (sauðfjármörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (frumvarp) útbýtt þann 1931-03-06 00:00:00
Þingræður:
19. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1931-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 158 (frumvarp) útbýtt þann 1931-03-14 00:00:00

Þingmál A177 (andleg verk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (frumvarp) útbýtt þann 1931-03-17 00:00:00

Þingmál A274 (framfærslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 274 (frumvarp) útbýtt þann 1931-03-26 00:00:00

Þingmál A388 (húsnæði í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 388 (frumvarp) útbýtt þann 1931-04-13 00:00:00

Löggjafarþing 44

Þingmál A7 (búfjárrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-07-15 00:00:00

Þingmál A24 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 1931-07-18 00:00:00

Þingmál A29 (opinber vinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1931-08-19 00:00:00

Löggjafarþing 45

Þingmál A1 (fjárlög 1933)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (landsreikningar 1930)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (nefndarálit) útbýtt þann 1932-05-11 00:00:00

Þingmál A11 (skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (fimmtardómur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1932-03-17 00:00:00
Þingskjal nr. 738 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1932-05-14 00:00:00
Þingræður:
29. þingfundur - Bergur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-03-15 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (erfðalög)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Magnús Torfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (frumvarp) útbýtt þann 1932-02-22 00:00:00

Þingmál A43 (lokunartími sölubúða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (frumvarp) útbýtt þann 1932-02-26 00:00:00

Þingmál A46 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (nefndarálit) útbýtt þann 1932-04-16 00:00:00

Þingmál A61 (gelding hesta og nauta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1932-04-12 00:00:00

Þingmál A156 (barnavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (frumvarp) útbýtt þann 1932-03-11 00:00:00

Þingmál A157 (verðtollur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (frumvarp) útbýtt þann 1932-03-11 00:00:00

Þingmál A225 (mjólk og mjókurafurðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1932-03-19 00:00:00

Þingmál A243 (síldarmat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (breytingartillaga) útbýtt þann 1932-05-07 00:00:00

Þingmál A273 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (frumvarp) útbýtt þann 1932-03-31 00:00:00

Þingmál A290 (erfðalög og erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (frumvarp) útbýtt þann 1932-04-01 00:00:00
Þingræður:
56. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A820 (skipaútgerð ríkisins, sérstaklega útgerð landhelgisgæsluskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1932-05-30 00:00:00

Löggjafarþing 46

Þingmál A8 (laun embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (nefndarálit) útbýtt þann 1933-03-23 00:00:00

Þingmál A23 (breyt. á vegalögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1933-02-15 00:00:00
Þingskjal nr. 326 (nefndarálit) útbýtt þann 1933-03-31 00:00:00

Þingmál A26 (jarðrask við sjó í kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1933-02-15 00:00:00

Þingmál A31 (tilbúningur og verslun með smjörlíki og fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1933-02-15 00:00:00

Þingmál A39 (ríkisféhirðisstarfið)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1933-03-06 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1933-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (eftirlit með sparisjóðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (frumvarp) útbýtt þann 1933-02-22 00:00:00

Þingmál A45 (framfærslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (frumvarp) útbýtt þann 1933-02-25 00:00:00

Þingmál A49 (Mið-Sámsstaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 1933-02-27 00:00:00

Þingmál A53 (lífeyrissjóður ljósmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-01 00:00:00

Þingmál A77 (virkjun Sogsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-07 00:00:00
Þingskjal nr. 445 (nefndarálit) útbýtt þann 1933-04-25 00:00:00
Þingskjal nr. 549 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1933-05-05 00:00:00

Þingmál A86 (samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1933-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-15 00:00:00
Þingskjal nr. 269 (nefndarálit) útbýtt þann 1933-03-28 00:00:00
Þingskjal nr. 300 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1933-03-31 00:00:00
Þingskjal nr. 467 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1933-04-26 00:00:00
Þingræður:
54. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (geldingu hesta og nauta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 646 (breytingartillaga) útbýtt þann 1933-05-11 00:00:00

Þingmál A154 (áveitu á Flóann)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1933-04-06 00:00:00

Þingmál A160 (veð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1933-04-11 00:00:00

Þingmál A167 (kreppulánasjóð)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1933-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (Þingvallaprestakall)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1933-05-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 47

Þingmál A2 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1933-11-03 00:00:00
Þingskjal nr. 59 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1933-11-17 00:00:00
Þingskjal nr. 254 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1933-12-02 00:00:00

Þingmál A12 (húsnæði fyrir fornmenja og málverkasafnið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (þáltill.) útbýtt þann 1933-11-10 00:00:00

Löggjafarþing 48

Þingmál A12 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1934-10-06 00:00:00
Þingskjal nr. 398 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1934-11-12 00:00:00
Þingskjal nr. 493 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1934-11-16 00:00:00
Þingskjal nr. 746 (lög í heild) útbýtt þann 1934-12-10 00:00:00

Þingmál A15 (gjaldeyrisverslun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 424 (nefndarálit) útbýtt þann 1934-11-09 00:00:00

Þingmál A20 (ríkisútgáfa skólabóka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1934-10-06 00:00:00
Þingræður:
54. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1934-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (opinber ákærandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1934-11-14 00:00:00

Þingmál A66 (fólksflutningar með fólksbifreiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 495 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1934-11-16 00:00:00

Þingmál A77 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1934-10-17 00:00:00
Þingskjal nr. 581 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1934-11-23 00:00:00
Þingskjal nr. 714 (breytingartillaga) útbýtt þann 1934-12-07 00:00:00

Þingmál A90 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1934-10-20 00:00:00

Þingmál A116 (verslunarskuldir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 697 (nefndarálit) útbýtt þann 1934-12-07 00:00:00

Þingmál A128 (Skuldaskilasjóður útgerðarmanna)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1934-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (frystigjald beitusíldar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (frumvarp) útbýtt þann 1934-11-07 00:00:00

Þingmál A154 (hafnarlög fyrir Siglufjarðarkaupstað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (frumvarp) útbýtt þann 1934-11-15 00:00:00

Þingmál A159 (nýbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (frumvarp) útbýtt þann 1934-11-21 00:00:00

Löggjafarþing 49

Þingmál A11 (sveitarstjórnarkosningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1935-02-20 00:00:00

Þingmál A18 (nýbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (frumvarp) útbýtt þann 1935-02-25 00:00:00

Þingmál A23 (erfðir og skipti á dánarbúi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-02-26 00:00:00

Þingmál A32 (loftskeytastöðvar í skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1935-10-30 00:00:00

Þingmál A34 (ættaróðal og óðalsréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 1935-03-02 00:00:00
Þingræður:
20. þingfundur - Jón Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (varnir gegn berklaveiki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 1935-03-06 00:00:00

Þingmál A63 (einkasala á áfengi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 1935-03-08 00:00:00

Þingmál A72 (heimilisfang)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (þáltill. n.) útbýtt þann 1935-03-09 00:00:00

Þingmál A76 (flutningur á kartöflum)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1935-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (nýbýli og samvinnubyggðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (frumvarp) útbýtt þann 1935-03-14 00:00:00

Þingmál A96 (Líftryggingastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-03-18 00:00:00

Þingmál A104 (uppeldisstofnun fyrir vangæf börn og unglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (þáltill.) útbýtt þann 1935-03-19 00:00:00

Þingmál A131 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (nefndarálit) útbýtt þann 1935-12-17 00:00:00

Þingmál A133 (framfærslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (frumvarp) útbýtt þann 1935-10-21 00:00:00
Þingræður:
100. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1935-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-10-28 00:00:00

Þingmál A147 (atvinna við siglingar á íslenzkum skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 429 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-10-29 00:00:00

Þingmál A153 (garðyrkjuskóli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (frumvarp) útbýtt þann 1935-10-31 00:00:00

Þingmál A157 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (frumvarp) útbýtt þann 1935-11-02 00:00:00

Þingmál A163 (kennsla í vélfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-11-06 00:00:00

Þingmál A172 (Ferðaskrifstofa ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 504 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-11-08 00:00:00

Þingmál A174 (Fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 514 (frumvarp) útbýtt þann 1935-11-11 00:00:00

Þingmál A192 (bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-11-27 00:00:00

Þingmál A196 (innlend sementsgerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (þáltill.) útbýtt þann 1935-11-30 00:00:00

Löggjafarþing 50

Þingmál A12 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 1936-02-19 00:00:00

Þingmál A32 (landssmiðja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (nefndarálit) útbýtt þann 1936-03-09 00:00:00

Þingmál A33 (kennsla í vélfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1936-02-25 00:00:00

Þingmál A88 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (breytingartillaga) útbýtt þann 1936-04-15 00:00:00

Þingmál A110 (tekjuöflun fyrir ríkissjóð)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1936-04-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 51

Þingmál A10 (aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1937-02-17 00:00:00

Þingmál A44 (drykkjumannahæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 1937-02-27 00:00:00

Þingmál A51 (skemmtanaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 1937-03-02 00:00:00

Þingmál A52 (bændaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 1937-03-02 00:00:00

Þingmál A58 (klaksjóður og klakstöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1937-04-09 00:00:00
Þingskjal nr. 374 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1937-04-17 00:00:00

Þingmál A60 (læknishéruð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1937-03-05 00:00:00

Þingmál A65 (héraðsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 1937-03-15 00:00:00

Þingmál A77 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (breytingartillaga) útbýtt þann 1937-04-08 00:00:00

Þingmál A80 (iðnlánasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (frumvarp) útbýtt þann 1937-03-17 00:00:00

Þingmál A82 (skiptameðferð á búi h/f Kveldúlfs)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (þáltill.) útbýtt þann 1937-03-18 00:00:00

Þingmál A118 (virkjun Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (frumvarp) útbýtt þann 1937-04-06 00:00:00

Þingmál A126 (húsmæðrakennaraskóli og húsmæðraskóli í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (frumvarp) útbýtt þann 1937-04-05 00:00:00

Löggjafarþing 52

Þingmál A1 (fjárlög 1938)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (nefndarálit) útbýtt þann 1937-12-08 00:00:00

Þingmál A13 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (nefndarálit) útbýtt þann 1937-12-08 00:00:00

Þingmál A14 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-18 00:00:00

Þingmál A21 (bændaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-18 00:00:00

Þingmál A25 (niðursuðuverksmiðjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-18 00:00:00

Þingmál A33 (tekjur bæjar- og sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-20 00:00:00

Þingmál A34 (Vestmannaeyjahöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (þáltill.) útbýtt þann 1937-10-20 00:00:00

Þingmál A49 (húsmæðrakennaraskóli og húsmæðraskóli í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-26 00:00:00

Þingmál A51 (uppeldisheimili fyrir vangæf börn og unglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-26 00:00:00

Þingmál A57 (húsmæðrafræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-28 00:00:00

Þingmál A60 (bifreiðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-28 00:00:00

Þingmál A63 (gjaldeyrisverzlun o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-29 00:00:00

Þingmál A65 (fóðurmjölsbirgðir o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 1937-11-01 00:00:00

Þingmál A83 (síldarverksmiðja á Sauðárkróki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (frumvarp) útbýtt þann 1937-11-09 00:00:00

Þingmál A98 (bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (frumvarp) útbýtt þann 1937-11-18 00:00:00

Þingmál A106 (síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (nefndarálit) útbýtt þann 1937-12-08 00:00:00

Þingmál A123 (síldarverksmiðjan á Húsavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (frumvarp) útbýtt þann 1937-11-30 00:00:00

Þingmál A128 (þangmjöl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1937-12-03 00:00:00

Þingmál A134 (sjúkrahúsrúm fyrir geðveika menn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (þáltill.) útbýtt þann 1937-12-10 00:00:00

Þingmál A135 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (þáltill. n.) útbýtt þann 1937-12-11 00:00:00

Löggjafarþing 53

Þingmál A9 (framfærslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 1938-02-18 00:00:00

Þingmál A22 (bifreiðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 1938-02-23 00:00:00
Þingskjal nr. 178 (nefndarálit) útbýtt þann 1938-04-05 00:00:00

Þingmál A31 (gjaldeyrisverzlun o. fl.)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1938-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (fasteignasala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (breytingartillaga) útbýtt þann 1938-04-01 00:00:00

Þingmál A60 (húsmæðrakennaraskóli og húsmæðraskóli í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 1938-03-10 00:00:00

Þingmál A86 (mór og móvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1938-03-29 00:00:00

Þingmál A87 (ostrurækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1938-03-31 00:00:00

Þingmál A95 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (breytingartillaga) útbýtt þann 1938-04-30 00:00:00

Þingmál A105 (raforkuvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (frumvarp) útbýtt þann 1938-04-13 00:00:00

Þingmál A128 (tilraunastarfsemi landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (þáltill.) útbýtt þann 1938-05-02 00:00:00

Löggjafarþing 54

Þingmál A1 (fjárlög 1940)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1939-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (tollskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (nefndarálit) útbýtt þann 1939-12-16 00:00:00

Þingmál A24 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-01 00:00:00

Þingmál A27 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-06 00:00:00

Þingmál A29 (hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-09 00:00:00

Þingmál A118 (framfærslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-11-20 00:00:00

Þingmál A120 (stríðstryggingafélag skipshafna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (breytingartillaga) útbýtt þann 1939-12-11 00:00:00
Þingskjal nr. 440 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1939-12-14 00:00:00

Þingmál A131 (dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimta o. fl. í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (frumvarp) útbýtt þann 1939-11-23 00:00:00

Þingmál A137 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (frumvarp) útbýtt þann 1939-11-25 00:00:00

Þingmál A157 (launagreiðslur hins opinbera)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (þáltill.) útbýtt þann 1939-12-15 00:00:00

Löggjafarþing 55

Þingmál A1 (fjárlög 1941)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1940-04-05 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Jakob Möller (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1940-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (happdrætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (nefndarálit) útbýtt þann 1940-02-28 00:00:00

Þingmál A14 (framfærslustyrkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 1940-02-22 00:00:00

Þingmál A21 (húsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 1940-02-23 00:00:00

Þingmál A22 (skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 1940-02-23 00:00:00

Þingmál A33 (lestrarfélög og kennslukvikmyndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 1940-02-29 00:00:00

Þingmál A48 (eftirlit með sveitarfélögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1940-03-05 00:00:00

Þingmál A54 (sjórannsóknir og fiskirannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (þáltill.) útbýtt þann 1940-03-07 00:00:00

Þingmál A63 (jöfnunarsjóður aflahluta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (nefndarálit) útbýtt þann 1940-03-19 00:00:00

Þingmál A93 (innflutningur á byggingarefni o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (þáltill.) útbýtt þann 1940-03-26 00:00:00

Þingmál A95 (lýðræðið og öryggi ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (þáltill.) útbýtt þann 1940-03-29 00:00:00

Þingmál A107 (kennaradeild í húsi Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (frumvarp) útbýtt þann 1940-04-04 00:00:00

Þingmál A111 (athugun á fjárhag þjóðarinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (þáltill.) útbýtt þann 1940-04-08 00:00:00

Löggjafarþing 56

Þingmál A25 (síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 1941-02-24 00:00:00

Þingmál A32 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1941-04-04 00:00:00

Þingmál A41 (krikjuþing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 479 (nefndarálit) útbýtt þann 1941-05-14 00:00:00

Þingmál A61 (gjaldeyrisvarasjóður og eftirlit með erlendum lántökum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1941-03-24 00:00:00

Þingmál A70 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1941-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (nefndarálit) útbýtt þann 1941-04-07 00:00:00

Þingmál A76 (sandgræðsla og hefting sandfoks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-04-03 00:00:00

Þingmál A78 (búfjárrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-04-04 00:00:00

Þingmál A79 (landnám ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-04-04 00:00:00

Þingmál A108 (bæjarstjórn á Akranesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (frumvarp) útbýtt þann 1941-04-18 00:00:00
Þingskjal nr. 325 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1941-05-02 00:00:00

Þingmál A110 (húsmæðrafræðsla í kaupstöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-04-18 00:00:00

Þingmál A128 (sauðfjársjúkdómar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-04-29 00:00:00
Þingskjal nr. 649 (breytingartillaga) útbýtt þann 1941-05-27 00:00:00

Þingmál A162 (iðnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-05-27 00:00:00

Löggjafarþing 58

Þingmál A8 (lántaka fyrir síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-10-28 00:00:00

Þingmál A12 (framkvæmdasjóður ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 1941-10-31 00:00:00

Þingmál A14 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 1941-10-31 00:00:00

Þingmál A19 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-11-04 00:00:00
Þingræður:
19. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1941-11-10 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Árni Jónsson - Ræða hófst: 1941-11-19 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1941-11-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 59

Þingmál A2 (dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-03-26 00:00:00

Þingmál A6 (hafnarlög fyrir Akranes)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1942-02-23 00:00:00

Þingmál A10 (fangagæzla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 1942-02-25 00:00:00

Þingmál A11 (sauðfjársjúkdómar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-05-11 00:00:00

Þingmál A14 (gjaldeyrisverslun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (breytingartillaga) útbýtt þann 1942-04-28 00:00:00

Þingmál A15 (málflytjendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 1942-02-26 00:00:00
Þingskjal nr. 136 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1942-04-08 00:00:00
Þingskjal nr. 435 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1942-05-18 00:00:00

Þingmál A20 (framkvæmdasjóður ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-05-06 00:00:00

Þingmál A21 (lendingarbætur á Stokkseyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 1942-03-04 00:00:00
Þingskjal nr. 81 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-03-20 00:00:00

Þingmál A22 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (breytingartillaga) útbýtt þann 1942-03-26 00:00:00

Þingmál A29 (verksmiðja til að hreinsa og herða síldarlýsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (þáltill.) útbýtt þann 1942-03-06 00:00:00

Þingmál A31 (til Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 202 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-04-20 00:00:00
Þingskjal nr. 278 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1942-04-30 00:00:00

Þingmál A38 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1942-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 226 (breytingartillaga) útbýtt þann 1942-04-21 00:00:00
Þingskjal nr. 277 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1942-04-29 00:00:00
Þingræður:
41. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1942-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (lendingarbætur í Skipavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (frumvarp) útbýtt þann 1942-04-08 00:00:00

Þingmál A78 (ábyrgð fyrir lánum til rafveituframkvæmda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-05-07 00:00:00

Þingmál A81 (eignarnám hluta af Vatnsenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (frumvarp) útbýtt þann 1942-04-13 00:00:00

Þingmál A134 (stjórnarskrárnefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (þáltill.) útbýtt þann 1942-05-12 00:00:00

Löggjafarþing 60

Þingmál A2 (söluverð á síldarmjöli til fóðurbætis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1942-08-06 00:00:00

Þingmál A8 (úthlutun bifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-08-27 00:00:00

Þingmál A19 (raforkumál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 1942-08-10 00:00:00

Þingmál A26 (tryggja bjargræðisvegs vinnuafls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (þáltill.) útbýtt þann 1942-08-11 00:00:00

Þingmál A52 (vatnsveita Víkurkaupatúns)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 1942-08-17 00:00:00

Þingmál A54 (vegagerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (þáltill.) útbýtt þann 1942-08-17 00:00:00

Þingmál A56 (sala Ólafsvíkur og Ytra-Bugs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (frumvarp) útbýtt þann 1942-08-18 00:00:00

Þingmál A69 (efling landbúnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 1942-08-26 00:00:00

Löggjafarþing 61

Þingmál A1 (fjárlög fyrir árið 1943)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Kristinn E. Andrésson - Ræða hófst: 1943-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1943-01-21 00:00:00

Þingmál A13 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 1942-11-25 00:00:00

Þingmál A16 (fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 511 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1943-03-10 00:00:00

Þingmál A21 (virkjun Andakílsár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (frumvarp) útbýtt þann 1942-12-02 00:00:00
Þingskjal nr. 468 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-02-26 00:00:00

Þingmál A25 (milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 1942-12-02 00:00:00

Þingmál A29 (aðflutningstollar á efni til rafvirkjana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 1942-12-04 00:00:00

Þingmál A31 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 1942-12-07 00:00:00

Þingmál A36 (efling landbúnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (þáltill.) útbýtt þann 1942-12-08 00:00:00

Þingmál A37 (lögsagnarumdæmi Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-01-25 00:00:00

Þingmál A42 (ráðstafanir til þess að tryggja húsnæðislausu fólki húsnæði og um stóríbúðaskatt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (frumvarp) útbýtt þann 1942-12-09 00:00:00

Þingmál A66 (skólasetur á Reykhólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 1942-12-16 00:00:00

Þingmál A68 (vegagerð og símalagning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 93 (þáltill.) útbýtt þann 1942-12-16 00:00:00
Þingskjal nr. 286 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-01-29 00:00:00

Þingmál A71 (verzlunaratvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (frumvarp) útbýtt þann 1942-12-16 00:00:00

Þingmál A84 (menntamálaráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-04-09 00:00:00

Þingmál A86 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1943-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (virkjun Fossár í Ólafsvíkurhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (frumvarp) útbýtt þann 1943-01-14 00:00:00

Þingmál A112 (happdrætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1943-01-16 00:00:00

Þingmál A136 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 429 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1943-02-17 00:00:00

Þingmál A139 (lendingarbætur á Vattarnesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1943-03-04 00:00:00

Þingmál A144 (milliþinganefnd í póstmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 606 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-03-25 00:00:00

Þingmál A150 (jarðeignarmál kaupstaða, kauptúna og sjávarþorpa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 504 (þáltill.) útbýtt þann 1943-03-09 00:00:00

Þingmál A154 (Kennaraskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 514 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1943-03-12 00:00:00
Þingskjal nr. 568 (breytingartillaga) útbýtt þann 1943-03-19 00:00:00
Þingskjal nr. 649 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-04-06 00:00:00

Þingmál A162 (Kennaraskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (þáltill.) útbýtt þann 1943-03-22 00:00:00

Þingmál A165 (menntaskóli að Laugarvatni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (þáltill.) útbýtt þann 1943-03-24 00:00:00

Þingmál A169 (rafveita Ísafjarðar og Eyrarhrepps)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (þáltill.) útbýtt þann 1943-03-31 00:00:00

Þingmál A176 (samflot íslenzkra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-04-10 00:00:00

Þingmál A178 (útgáfa á Njálssögu)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-04-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 62

Þingmál A1 (fjárlög 1944)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (ákvæðisvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 1943-04-19 00:00:00

Þingmál A8 (kaup á hlutabréfum Útvegsbanka Íslands h/f)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-09-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (byggðasími í Álftaveri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (þáltill.) útbýtt þann 1943-09-03 00:00:00

Þingmál A27 (fjárlög 1944)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (breytingartillaga) útbýtt þann 1943-11-05 00:00:00

Þingmál A28 (kynnisferðir sveitafólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-10-14 00:00:00

Þingmál A34 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1943-09-08 00:00:00
Þingskjal nr. 368 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-11-10 00:00:00
Þingræður:
13. þingfundur - Björn Þórðarson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-09-10 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1943-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (nýbýlamyndun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (þáltill.) útbýtt þann 1943-09-13 00:00:00

Þingmál A46 (hafnarlög fyrir Ólafsfjörð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (frumvarp) útbýtt þann 1943-09-15 00:00:00

Þingmál A51 (ítala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 1943-09-17 00:00:00

Þingmál A52 (samgöngubætur á eyðisöndum Skaftafellssýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (þáltill.) útbýtt þann 1943-09-17 00:00:00

Þingmál A75 (lendingarbætur í Stöðvarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1943-11-11 00:00:00

Þingmál A84 (ættaróðal og erfðaábúð)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1943-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (stríðsslysatrygging íslenzkra skipshafna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1943-10-07 00:00:00

Þingmál A94 (hafnarlög fyrir Siglufjarðarkaupstað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-11-29 00:00:00

Þingmál A141 (kaup á efni í rafveitur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (þáltill.) útbýtt þann 1943-11-01 00:00:00

Þingmál A160 (hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1943-11-15 00:00:00

Þingmál A190 (framleiðslukostnaður sjávarafurða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (þáltill.) útbýtt þann 1943-12-11 00:00:00

Löggjafarþing 63

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1944-01-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (samgöngubætur frá Reykjavík austur í Ölfus)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1944-02-29 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1944-02-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (laun starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Kristinn E. Andrésson (Nefnd) - Ræða hófst: 1945-01-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 64

Þingmál A16 (fjárlög 1946)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1945-12-08 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Helgi Jónasson - Ræða hófst: 1945-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (hlutleysi útvarpsins)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1945-12-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 66

Þingmál A72 (byggðasöfn o. fl.)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Sigurðsson - Ræða hófst: 1946-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (sala Stóruborgar í Grímsnesi)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (óskilgetin börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1947-02-05 00:00:00
Þingskjal nr. 781 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1947-05-07 00:00:00
Þingræður:
141. þingfundur - Hermann Jónasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1947-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (lögræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1947-03-12 00:00:00

Þingmál A195 (fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-03-13 00:00:00 - [HTML]
95. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1947-03-14 00:00:00 - [HTML]
126. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1947-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A219 (hækkun á aðflutningsgjöldum 1947)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1947-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A220 (gjald af innlendum tollvörutegundum)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1947-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A239 (þjóðleikhús)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1947-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A255 (eignakönnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1947-05-19 00:00:00

Þingmál A329 (menntaskólinn í Reykjavík (till.GÞG og JJ))[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1947-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B21 ()[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1947-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B58 ()[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jón Pálmason (forseti) - Ræða hófst: 1947-05-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 67

Þingmál A5 (Parísarráðstefnan og dollaralán)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-10-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (kaupréttur á jörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (breytingartillaga) útbýtt þann 1947-12-16 00:00:00
Þingskjal nr. 433 (breytingartillaga) útbýtt þann 1948-03-05 00:00:00
Þingskjal nr. 452 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1948-03-09 00:00:00
Þingræður:
34. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1947-12-17 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1947-12-17 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1947-12-17 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1948-01-26 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson - Ræða hófst: 1948-03-08 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1948-03-08 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson - Ræða hófst: 1948-03-08 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1948-03-22 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1948-03-22 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1948-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (bráðabirgðafjárgreiðslu 1948)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Eysteinn Jónsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-12-15 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1947-12-15 00:00:00
Þingskjal nr. 226 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1947-12-18 00:00:00
Þingræður:
42. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1947-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (fjárlög 1948)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1948-02-02 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1948-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1948-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (þáltill.) útbýtt þann 1948-02-25 00:00:00
Þingræður:
51. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1948-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (þjóðvörður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (þáltill.) útbýtt þann 1948-03-01 00:00:00

Löggjafarþing 68

Þingmál A42 (fjárlög 1949)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1949-03-28 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1949-05-16 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1949-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1948-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1948-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-11-25 00:00:00
Þingskjal nr. 380 (breytingartillaga) útbýtt þann 1949-02-22 00:00:00
Þingræður:
80. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-03-21 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1949-03-21 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-03-21 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1949-04-26 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1949-04-26 00:00:00 - [HTML]
104. þingfundur - Finnur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (réttindi kvenna)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-05-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 69

Þingmál A68 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (breytingartillaga) útbýtt þann 1950-03-06 00:00:00
Þingræður:
73. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1950-03-15 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1950-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (gengisskráning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1950-02-25 00:00:00

Löggjafarþing 70

Þingmál A1 (fjárlög 1951)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1950-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gísli Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1950-12-12 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Gísli Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1951-01-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (breytingartillaga) útbýtt þann 1951-01-23 00:00:00
Þingskjal nr. 573 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1951-01-29 00:00:00
Þingskjal nr. 726 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1951-02-26 00:00:00

Þingmál A109 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (frumvarp) útbýtt þann 1950-11-23 00:00:00
Þingskjal nr. 578 (nefndarálit) útbýtt þann 1951-01-30 00:00:00
Þingskjal nr. 650 (nefndarálit) útbýtt þann 1951-02-12 00:00:00
Þingræður:
25. þingfundur - Gísli Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1950-11-24 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-02-12 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1951-02-15 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson - Ræða hófst: 1951-02-15 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-02-16 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-02-16 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1951-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (handritamálið)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Björn Ólafsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1951-01-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (Akademía Íslands)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Björn Ólafsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1951-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (náttúrufriðun, verndun sögustaða o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1951-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A910 (greiðsla á erfðafjárskatti með skuldabréfum)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1951-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Hermann Jónasson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1951-02-28 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1951-03-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 71

Þingmál A20 (hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1951-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (menntaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (nefndarálit) útbýtt þann 1951-12-05 00:00:00

Þingmál A121 (ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkisjóðs til vinnuheimila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1951-11-21 00:00:00
Þingskjal nr. 283 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1951-11-28 00:00:00
Þingskjal nr. 570 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1952-01-11 00:00:00
Þingskjal nr. 617 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1952-01-16 00:00:00
Þingræður:
34. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson - Ræða hófst: 1951-11-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 72

Þingmál A1 (fjárlög 1953)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1952-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (útvarpsrekstur á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jónas Árnason - Ræða hófst: 1952-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1952-10-28 00:00:00
Þingræður:
19. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (frumvarp) útbýtt þann 1952-11-17 00:00:00

Löggjafarþing 73

Þingmál A10 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-02 00:00:00
Þingskjal nr. 275 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1953-12-08 00:00:00

Þingmál A13 (vátryggingasamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-12 00:00:00

Þingmál A21 (uppsögn varnarsamnings)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1953-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (sömu laun kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Páll Zóphóníasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-03-11 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Bergur Sigurbjörnsson - Ræða hófst: 1954-03-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 74

Þingmál A64 (byggingasjóður kauptúna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1954-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (kirkjubyggingasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (frumvarp) útbýtt þann 1954-12-09 00:00:00

Þingmál A168 (öryggi í heilbrigðismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (þáltill.) útbýtt þann 1955-03-07 00:00:00

Þingmál A183 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1955-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (Ræktunarsjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Karl Guðjónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1955-04-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 75

Þingmál A75 (skattkerfi og skattheimta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (þáltill.) útbýtt þann 1955-11-02 00:00:00

Þingmál A79 (milliliðagróði)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1955-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-11-04 00:00:00
Þingræður:
25. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1955-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1956-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (bifreiðalög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-02-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 76

Þingmál A1 (fjárlög 1957)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1956-10-22 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1956-10-22 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1956-10-22 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Magnús Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-02-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (húsnæðismálastjórn)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-01-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (festing verðlags og kaupgjalds)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1956-11-01 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1956-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1956-12-19 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1956-12-19 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1956-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (endurheimt íslenskra handrita frá Danmörku)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Pétur Ottesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (álitsgerðir um efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1957-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (breyting á íþróttalögum)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Benedikt Gröndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (skattur á stóreignir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-04-11 00:00:00
Þingskjal nr. 579 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1957-05-22 00:00:00
Þingskjal nr. 629 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1957-05-24 00:00:00

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1957-05-27 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1957-05-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 77

Þingmál A1 (fjárlög fyrir árið 1958)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-10-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1957-10-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1958-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 ()[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1958-06-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 78

Þingmál A1 (fjárlög 1959)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Karl Kristjánsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1959-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Pétur Pétursson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1959-04-14 00:00:00 - [HTML]
115. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1959-04-24 00:00:00 - [HTML]
116. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-04-25 00:00:00 - [HTML]
116. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1959-04-25 00:00:00 - [HTML]
117. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1959-05-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 79

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1959-07-29 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1959-08-10 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1959-08-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (skattur á stóreignir)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1959-08-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 80

Þingmál A12 (byggingarsjóðir)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-17 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-24 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1959-12-07 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1959-12-07 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1959-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 1959-12-04 13:40:00
Þingræður:
22. þingfundur - Gísli Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-02-04 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1960-02-04 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1960-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (fjárlög 1960)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-05 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-06 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Birgir Kjaran (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-02-11 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (bústofnslánadeild)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (þáltill.) útbýtt þann 1960-02-04 13:55:00

Þingmál A65 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár til vinnuheimila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (frumvarp) útbýtt þann 1960-02-29 13:48:00
Þingræður:
44. þingfundur - Jónas G. Rafnar - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (verðlagsmál)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1960-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Birgir Kjaran - Ræða hófst: 1960-05-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-22 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1960-03-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 81

Þingmál A1 (fjárlög 1961)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 1960-10-14 09:07:00
Þingskjal nr. 188 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1960-12-09 09:07:00
Þingræður:
8. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1960-10-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (áburðarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (launajöfnuður karla og kvenna)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (Ræktunarsjóður Íslands og Byggingarsjóður sveitabæja)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1960-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (ríkisreikningurinn 1959)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - Ræða hófst: 1961-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-01-27 13:31:00
Þingræður:
49. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1961-03-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A25 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-03-01 00:00:00

Þingmál A87 (kvikmyndun íslenskra starfshátta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (þáltill.) útbýtt þann 1961-11-20 00:00:00
Þingræður:
19. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (afturköllun sjónvarpsleyfis)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1962-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-11-29 00:00:00
Þingskjal nr. 334 (breytingartillaga) útbýtt þann 1962-03-02 00:00:00
Þingskjal nr. 339 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 1962-03-05 00:00:00
Þingræður:
25. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-11-30 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-12-14 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1961-12-14 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-02-08 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1962-03-05 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-05 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1962-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-02-07 00:00:00
Þingskjal nr. 375 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1962-03-12 00:00:00

Þingmál A156 (húsnæðismálastofnun o.fl.)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-04-12 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 83

Þingmál A6 (almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (endurskoðun skiptalaganna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (afnám aðflutningsgjalda af vélum til landbúnaðar)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1962-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (frumvarp) útbýtt þann 1962-11-01 00:00:00
Þingræður:
11. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-11-05 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Gunnar Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (ríkisábyrgðasjóður)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-03-26 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (heimild til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00

Þingmál A196 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1963-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A227 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 470 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-27 00:00:00
Þingskjal nr. 599 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1963-04-09 00:00:00
Þingskjal nr. 615 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1963-04-09 00:00:00

Þingmál A411 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Benedikt Gröndal (Nefnd) - Ræða hófst: 1963-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1963-04-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 84

Þingmál A56 (launamál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1963-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (tekjustofn handa þjóðkirkju Íslands)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (utanríkisstefna íslenska lýðveldisins)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1964-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (kísilgúrverksmiðja við Mývatn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-04-06 00:00:00

Þingmál A211 (vegáætlun 1964)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1964-04-14 00:00:00

Þingmál A218 (stóreignaskattur)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1964-05-06 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1964-05-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 85

Þingmál A95 (skipting landsins í fylki er hafi sjálfstjórn í sérmálum)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Karl Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (skrásetning réttinda í loftförum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-02-08 00:00:00

Þingmál A131 (eignaréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-02-24 00:00:00

Þingmál A138 (læknaskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (lausn kjaradeilu atvinnuflugmanna)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1965-04-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 86

Þingmál A11 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-11 00:00:00

Þingmál A19 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-13 00:00:00

Þingmál A37 (skrásetning réttinda í loftförum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1965-10-25 00:00:00

Þingmál A60 (lækkun kosningaaldurs)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Sigurður Ingimundarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (reikningsskil hinna rændu þjóða við þær ríku)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (mat á sláturafurðum)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ingvar Gíslason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 87

Þingmál A1 (fjárlög 1967)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1966-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 ()[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-11 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 88

Þingmál A42 (utanríkisráðuneyti Íslands)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (ættaróðul)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 310 (frumvarp) útbýtt þann 1968-02-21 00:00:00

Þingmál A188 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Pétur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-04-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A1 (fjárlög 1969)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (fjallskil o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-10-15 00:00:00

Þingmál A27 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-10-21 00:00:00

Þingmál A29 (rannsóknarnefnd vegna kaupa á Sjálfstæðishúsinu)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Pétur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1968-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (brunavarnir og brunamál)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sveinn Guðmundsson - Ræða hófst: 1969-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (kjarasamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (þáltill.) útbýtt þann 1969-02-21 00:00:00
Þingræður:
37. þingfundur - Ólafur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (rannsókn á kalkþörf jarðvegs)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jónas Pétursson - Ræða hófst: 1969-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (breytingar á lausaskuldum bænda í föst lán)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1969-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1969-02-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 90

Þingmál A6 (skráning skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-10-15 00:00:00

Þingmál A123 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-12-10 00:00:00
Þingskjal nr. 268 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1970-01-27 00:00:00

Þingmál A172 (náttúruvernd á vatnasviði Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-03-03 00:00:00

Þingmál A182 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-03-16 00:00:00

Þingmál A210 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 530 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-04-10 00:00:00

Þingmál A221 (bygging þjóðarbókhlöðu)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Unnar Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 91

Þingmál A24 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-10-28 00:00:00

Þingmál A88 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (frumvarp) útbýtt þann 1970-11-04 00:00:00
Þingræður:
20. þingfundur - Stefán Valgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (Hagstofnun launþegasamtakanna)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Ólafur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-02-10 00:00:00
Þingskjal nr. 673 (breytingartillaga) útbýtt þann 1971-03-27 00:00:00
Þingskjal nr. 722 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1971-03-31 00:00:00

Þingmál A211 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-02-17 00:00:00

Þingmál A213 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Birgir Kjaran (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A222 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1971-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A250 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 477 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-10 00:00:00

Þingmál A266 (lán vegna framkvæmdaáætlunar)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Ólafur Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A281 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1971-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A308 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00

Þingmál A309 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00
Þingræður:
95. þingfundur - Auður Auðuns (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A345 (kal í túnum)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1971-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 92

Þingmál A1 (fjárlög 1972)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-10-21 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1971-10-21 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1971-10-21 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Jón Árnason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-12-14 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1971-12-14 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1971-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-12 00:00:00
Þingskjal nr. 543 (breytingartillaga) útbýtt þann 1972-04-13 00:00:00
Þingskjal nr. 685 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1972-05-05 00:00:00
Þingskjal nr. 796 (breytingartillaga) útbýtt þann 1972-05-15 00:00:00
Þingræður:
5. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-10-25 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-04-26 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1972-04-26 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (stöðugt verðlag)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (samgönguáætlun Norðurlands)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1971-11-04 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1971-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-21 00:00:00

Þingmál A39 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-25 00:00:00

Þingmál A127 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1972-03-09 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1972-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A238 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-05 00:00:00

Þingmál A255 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1972-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A261 (veðtrygging iðnrekstrarlána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-18 00:00:00

Þingmál A274 (vegáætlun 1972-1975)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1972-05-05 00:00:00
Þingræður:
65. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-05-09 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-05-09 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-05-09 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A276 (staðfesting Bernarsáttmálans til verndar bókmenntum og listaverkum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 712 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-05-08 00:00:00

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Bjarni Guðnason - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1972-02-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 93

Þingmál A1 (fjárlög 1973)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1972-10-23 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1972-10-23 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-23 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1972-10-24 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1972-10-24 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Steinþór Gestsson - Ræða hófst: 1972-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1972-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1972-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (samningur um aðstoð í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-12-07 00:00:00

Þingmál A122 (lán vegna framkvæmdaáætlunar 1973)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1973-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (ráðstafanir vegna nýs gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-12-18 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1972-12-18 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1972-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Bjarni Guðnason - Ræða hófst: 1973-03-05 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - Ræða hófst: 1973-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (ferðamál)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1973-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Halldór Kristjánsson - Ræða hófst: 1973-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (lögreglustjóri í Hafnarhreppi í Austur-Skaftafellssýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-02-27 00:00:00

Þingmál A245 (skipti á dánarbúum og félagsbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 619 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-04-17 00:00:00

Þingmál A254 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-04-12 00:00:00

Löggjafarþing 94

Þingmál A1 (fjárlög 1974)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Árnason - Ræða hófst: 1973-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1974-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1974-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (skipti á dánarbúum og félagsbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-18 00:00:00

Þingmál A46 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-25 00:00:00
Þingskjal nr. 492 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1974-03-14 00:00:00

Þingmál A152 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-10 00:00:00

Þingmál A167 (Norðurlandasamningur um hjúskap, ættleiðingu og lögráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-14 00:00:00

Þingmál A176 (jarðgufuvirkjun við Kröflu eða Námafjall)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1974-01-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (beislun orku og orkusölu á Austurlandi)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sverrir Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A276 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 555 (frumvarp) útbýtt þann 1974-03-25 00:00:00
Þingræður:
89. þingfundur - Auður Auðuns - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A293 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A299 (nýting innlendra orkugjafa)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A322 (vegáætlun 1974-1977)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 737 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1974-04-19 00:00:00

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1973-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B36 ()[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1973-12-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 95

Þingmál A8 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-09-03 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1974-09-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 96

Þingmál A84 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1974-12-17 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1975-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1975-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (áhrif olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1975-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S21 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1974-12-10 00:00:00

Löggjafarþing 97

Þingmál A45 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (frumvarp) útbýtt þann 1975-11-04 00:00:00
Þingræður:
12. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ingi Tryggvason - Ræða hófst: 1975-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (rannsóknarlögregla ríkisins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1976-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A222 (fjölbýlishús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-03-29 00:00:00

Þingmál A239 (Orkubú Vestfjarða)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1976-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A257 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-29 00:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 842 (breytingartillaga) útbýtt þann 1976-05-17 00:00:00
Þingræður:
100. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-05-10 00:00:00 - [HTML]
110. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1976-05-14 00:00:00 - [HTML]
110. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1976-05-14 00:00:00 - [HTML]
126. þingfundur - Steinþór Gestsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-18 00:00:00 - [HTML]
126. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B89 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - Ræða hófst: 1976-04-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 98

Þingmál A81 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (frumvarp) útbýtt þann 1976-11-18 00:00:00
Þingræður:
14. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-12-18 00:00:00

Þingmál A162 (vegáætlun 1977-1980)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 445 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1977-03-29 00:00:00

Þingmál A220 (skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1977-04-13 00:00:00
Þingskjal nr. 696 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1977-05-04 00:00:00
Þingræður:
77. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-19 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-20 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1977-04-20 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1977-04-20 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-20 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1977-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B81 ()[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 99

Þingmál A1 (fjárlög 1978)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (breytingartillaga) útbýtt þann 1977-12-19 00:00:00
Þingskjal nr. 300 (lög í heild) útbýtt þann 1977-12-21 00:00:00

Þingmál A6 (starfshættir Alþingis)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Benedikt Gröndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-17 00:00:00

Þingmál A42 (símaafnot aldraðs fólks og öryrkja)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1977-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (gjaldþrotalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-11-29 00:00:00
Þingskjal nr. 474 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1978-04-04 00:00:00

Þingmál A122 (reiðskólar)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (virkjun Blöndu)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1978-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A226 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-14 00:00:00

Þingmál A249 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-03 00:00:00

Þingmál A271 (flugöryggismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1978-04-14 00:00:00

Þingmál A282 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-17 00:00:00

Þingmál A302 (erfðafjárskattur og erfðafjársjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (frumvarp) útbýtt þann 1978-04-27 00:00:00

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1977-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B56 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-02-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 100

Þingmál A6 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Finnur Torfi Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1978-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (fjárlög 1979)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 271 (breytingartillaga) útbýtt þann 1978-12-21 00:00:00
Þingskjal nr. 313 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1978-12-22 00:00:00
Þingræður:
36. þingfundur - Lárus Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1978-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ragnar Arnalds (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-11-29 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - Ræða hófst: 1978-11-29 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1978-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (erfðafjárskattur og erfðafé erfðafjársjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (frumvarp) útbýtt þann 1979-02-14 00:00:00
Þingræður:
62. þingfundur - Pálmi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A207 (þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1979-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B89 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S450 ()[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Ræða hófst: 1979-04-26 00:00:00

Löggjafarþing 102

Þingmál A44 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (fjárlög 1980)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (breytingartillaga) útbýtt þann 1980-04-01 00:00:00
Þingskjal nr. 288 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1980-04-02 00:00:00

Löggjafarþing 103

Þingmál A1 (fjárlög 1981)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (horfnir menn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00
Þingskjal nr. 716 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1981-05-05 00:00:00

Þingmál A18 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 1980-10-14 00:00:00
Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (fjölskylduvernd)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Haraldur Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (sérhannað húsnæði aldraðra og öryrkja)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1981-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A217 (lánsfjárlög 1981)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 601 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-04-06 00:00:00

Þingmál A387 (fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1981)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1981-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B26 ()[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1980-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B27 ()[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1980-11-05 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1980-11-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 104

Þingmál A1 (fjárlög 1982)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (breytingartillaga) útbýtt þann 1981-12-14 00:00:00

Þingmál A56 (stefnumörkun í fjölskyldumálum)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Haraldur Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (aðstoð í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-11-05 00:00:00

Þingmál A90 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Vilmundur Gylfason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A283 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 615 (frumvarp) útbýtt þann 1982-04-15 00:00:00

Þingmál A297 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (frumvarp) útbýtt þann 1982-04-23 00:00:00
Þingræður:
74. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B23 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B36 ()[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 105

Þingmál A88 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1982-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 1982-11-22 00:00:00
Þingræður:
28. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (vegáætlun 1983-1986)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1983-02-11 10:00:00

Þingmál A221 (lánsfjárlög 1983)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 412 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-03-01 00:00:00

Þingmál A232 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 475 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1983-03-04 00:00:00

Löggjafarþing 106

Þingmál A1 (fjárlög 1984)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Kristín S. Kvaran - Ræða hófst: 1983-10-27 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-12 23:59:00
Þingræður:
19. þingfundur - Guðmundur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (frumvarp) útbýtt þann 1983-11-01 00:00:00

Þingmál A123 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1983-12-16 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1983-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (vegáætlun 1983--1986)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1983-12-16 00:00:00
Þingskjal nr. 1113 (þál. í heild) útbýtt þann 1984-05-17 00:00:00 [HTML]

Þingmál A184 (friðarfræðsla)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A209 (þróunarstofur landshlutanna)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Guðmundur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (vísitala framfærslukostnaðar)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A212 (skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-22 00:00:00
Þingskjal nr. 775 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1984-05-08 00:00:00

Þingmál A268 (framburðarkennsla í íslensku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 514 (þáltill.) útbýtt þann 1984-03-29 00:00:00
Þingræður:
81. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-12 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1984-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A269 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-03-29 00:00:00
Þingræður:
70. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-04-04 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-04-04 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A274 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-02 00:00:00

Þingmál A340 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1984-05-04 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1984-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1983-10-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A7 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00
Þingræður:
10. þingfundur - Guðmundur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-08 00:00:00
Þingskjal nr. 967 (breytingartillaga) útbýtt þann 1985-05-22 00:00:00
Þingskjal nr. 1041 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-05-30 00:00:00
Þingræður:
76. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (nýjar hernaðarratsjárstöðvar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1985-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (selveiðar við Ísland)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Guðmundur Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A289 (Landmælingar Íslands)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Skúli Alexandersson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A424 (erfðalög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-05-03 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1985-05-03 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-05-08 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1985-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A453 (lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum kennara)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A465 (skipti á dánarbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (frumvarp) útbýtt þann 1985-04-29 00:00:00

Þingmál A484 (friðarfræðsla)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A503 (getraunir Öryrkjabandalags Íslands)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1985-06-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A516 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (frumvarp) útbýtt þann 1985-05-24 00:00:00

Þingmál A535 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1323 (frumvarp) útbýtt þann 1985-06-19 00:00:00

Þingmál A536 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp) útbýtt þann 1985-06-19 00:00:00

Þingmál A548 (greiðsluskyldur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1985-05-21 00:00:00

Þingmál B14 ()[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-10-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B34 ()[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S39 ()[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - prent - Ræða hófst: 1985-05-07 00:00:00

Löggjafarþing 108

Þingmál A3 (byggðastefna og valddreifing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-16 15:53:00

Þingmál A26 (skipti á dánarbúum og félagsbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-21 00:00:00

Þingmál A54 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Stefán Benediktsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (varnir gegn mengun sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 931 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-04-18 00:00:00
Þingræður:
86. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1986-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (frumvarp) útbýtt þann 1985-11-04 00:00:00
Þingræður:
16. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (rannsóknarnefnd til að kanna viðskipti Hafskips hf.)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (menningar og fræðasetur á Skriðuklaustri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (þáltill.) útbýtt þann 1985-12-14 00:00:00

Þingmál A273 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (frumvarp) útbýtt þann 1986-02-18 00:00:00

Þingmál A277 (rannsókna- og tilaraunastöð fiskeldis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (breytingartillaga) útbýtt þann 1986-02-25 00:00:00

Þingmál A332 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-04-16 00:00:00

Þingmál A343 (skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-03-17 00:00:00

Þingmál A370 (varnir gegn hagsmunaárekstrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 669 (þáltill.) útbýtt þann 1986-03-25 00:00:00
Þingræður:
67. þingfundur - Guðmundur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A396 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 1986-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Kristín S. Kvaran - Ræða hófst: 1985-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B83 ()[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1986-01-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B141 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1986-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A102 (skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-10-28 00:00:00

Þingmál A196 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-25 00:00:00
Þingskjal nr. 802 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-03-10 00:00:00
Þingskjal nr. 967 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-03-17 00:00:00

Þingmál A257 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (frumvarp) útbýtt þann 1986-12-13 00:00:00

Þingmál A365 (vegáætlun 1987-1990)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (þál. í heild) útbýtt þann 1987-03-18 00:00:00 [HTML]

Þingmál A399 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (frumvarp) útbýtt þann 1987-03-04 00:00:00

Þingmál A410 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1987-03-09 00:00:00

Löggjafarþing 110

Þingmál A341 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-09 00:00:00

Þingmál A443 (skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00

Þingmál A450 (kynbótastöð fyrir eldislax)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (þáltill.) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00

Þingmál A461 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00

Þingmál A464 (lögbókandagerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00

Löggjafarþing 113

Þingmál A104 (skipti á dánarbúum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 632 - Komudagur: 1990-12-07 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu[PDF]

Þingmál A237 (sjóðshappdrætti til stuðnings kaupum á björgunarþyrlu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 1991-02-25 - Sendandi: Happdrætti Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A320 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 805 - Komudagur: 1991-03-05 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka[PDF]

Löggjafarþing 114

Þingmál A3 (ríkisfjármál 1991)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1991-05-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B11 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B12 ()[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-05-21 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Eggert Haukdal - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 115

Þingmál A24 (þróun íslensks iðnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 779 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1992-04-13 23:28:00 [HTML]

Þingmál A214 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 804 - Komudagur: 1992-03-30 - Sendandi: LÍN ,framkvæmdastjóri - Skýring: Skýrsla nefndar um framtíðarverkefni LÍN[PDF]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML]

Þingmál A287 (dýrasjúkdómar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 956 - Komudagur: 1993-02-23 - Sendandi: Landbúnaðarráðuneytið - Skýring: Samantekt umsagna[PDF]

Löggjafarþing 117

Þingmál A83 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 1993-11-08 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: samantekt umsagna[PDF]

Þingmál A251 (skattamál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 1993-12-28 - Sendandi: Indriði H. Þorláksson - Skýring: Skattalækkanair og tekjudreifing V/lækkunar VSK[PDF]
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 1993-12-28 - Sendandi: Indriði H. Þorláksson - Skýring: Erindi um skatta, breytingar og horfur[PDF]
Dagbókarnúmer 473 - Komudagur: 1993-12-28 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: Erindi í VINNAN eftir Benedikt Davíðsson[PDF]

Þingmál A255 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 781 - Komudagur: 1994-02-28 - Sendandi: Heilbrigðismálaráð Norðurlandshéraðs eystra,[PDF]
Dagbókarnúmer 816 - Komudagur: 1994-03-07 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir -samantekt[PDF]

Þingmál A389 (sala notaðra ökutækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1201 - Komudagur: 1994-04-07 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda,[PDF]

Þingmál A490 (varðveisla arfs húsmæðraskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 748 (þáltill.) útbýtt þann 1994-03-16 14:30:00 [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A40 (varðveisla arfs húsmæðraskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 1994-10-06 09:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 830 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1995-02-24 19:22:00 [HTML]

Þingmál A57 (færslur aflaheimilda á fiskveiðiárinu 1993--1994)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (svar) útbýtt þann 1994-11-07 09:50:00 [HTML]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]

Löggjafarþing 120

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 1996-03-05 - Sendandi: Heilbrigðis- og trygginganefnd[PDF]

Þingmál A232 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1056 - Komudagur: 1996-03-12 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1751 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Ritari samgöngunefndar - Skýring: (athugasemdir frá ritara)[PDF]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar[PDF]

Þingmál A445 (vörugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1732 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Bílgreinasambandið[PDF]
Dagbókarnúmer 1779 - Komudagur: 1996-04-30 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands[PDF]

Þingmál A451 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Lögreglufélag Norðvesturlands[PDF]
Dagbókarnúmer 1945 - Komudagur: 1996-05-08 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum)[PDF]

Þingmál A461 (Flugskóli Íslands hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2104 - Komudagur: 1996-05-28 - Sendandi: Félag íslenskra einkaflugmanna[PDF]

Löggjafarþing 121

Þingmál A29 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 247 - Komudagur: 1996-11-28 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A100 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 822 - Komudagur: 1997-01-24 - Sendandi: Ríkisendurskoðun[PDF]
Dagbókarnúmer 1181 - Komudagur: 1997-03-21 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A214 (endurskoðendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 931 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-04-07 14:06:00 [HTML]

Þingmál A258 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2221 - Komudagur: 1997-05-28 - Sendandi: Lögreglustjóraembættið í Reykjavík - Skýring: (ýmis gögn og upplýsingar)[PDF]

Þingmál A301 (staða þjóðkirkjunnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 1997-03-06 - Sendandi: Fríkirkjan í Reykjavík, B/t Cesils Garaldssonar[PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum)[PDF]

Þingmál A410 (lögræðislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1923 - Komudagur: 1997-05-05 - Sendandi: Þroskahjálp,landssamtök[PDF]

Löggjafarþing 122

Þingmál A176 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 1997-12-02 - Sendandi: Héraðsdómur Suðurlands[PDF]

Þingmál A209 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 1997-11-27 - Sendandi: Sjávarútvegsráðuneytið[PDF]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 1998-03-13 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 2241 - Komudagur: 1998-05-20 - Sendandi: Sigurður Líndal prófessor - Skýring: (sérprentun úr skýrslu aðalfundar SÍR 1983)[PDF]

Þingmál A464 (dánarvottorð o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1936 - Komudagur: 1998-04-20 - Sendandi: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A507 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1450 - Komudagur: 1998-03-25 - Sendandi: Húsnæðisnefnd Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 1531 - Komudagur: 1998-03-26 - Sendandi: Húseigendafélagið[PDF]
Dagbókarnúmer 1814 - Komudagur: 1998-04-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 1998-04-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (ályktun fulltrúaráðsfundar)[PDF]

Löggjafarþing 123

Þingmál A113 (þjónustukaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1174 - Komudagur: 1999-03-01 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A135 (sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1147 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-03-10 15:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 1999-01-20 - Sendandi: Grund, elli- og hjúkrunarheimili, b.t. framkvæmdastjóra[PDF]

Löggjafarþing 125

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 690 - Komudagur: 2000-01-24 - Sendandi: Starfsmannafélag Neskaupstaðar, Margrét Björnsdóttir[PDF]

Þingmál A273 (ráðstöfun erfðafjárskatts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML]

Þingmál A325 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1603 - Komudagur: 2000-04-17 - Sendandi: Samband flytjenda og hljómpl.framleið.[PDF]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2000-04-05 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal - umsagnir)[PDF]
Dagbókarnúmer 2044 - Komudagur: 2000-05-04 - Sendandi: Samorka[PDF]

Þingmál A401 (lyfjalög og almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2209 - Komudagur: 2000-07-28 - Sendandi: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið - Skýring: (athugasemdir um umsagnir um frv.)[PDF]

Þingmál A470 (Norræna ráðherranefndin 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 749 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-16 11:49:00 [HTML]

Þingmál A500 (álagning gjalda á vörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-21 13:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1334 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-09 22:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1346 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-09 23:24:00 [HTML]

Þingmál A642 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1300 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-09 16:47:00 [HTML]

Þingmál A656 (Kristnihátíðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1421 (þáltill.) útbýtt þann 2000-06-30 12:54:00 [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A1 (fjárlög 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-11-30 10:36:00 [HTML]

Þingmál A121 (siðareglur í viðskiptum á fjármagnsmarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-10-16 14:41:00 [HTML]

Þingmál A154 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2000-12-14 10:26:00 [HTML]

Þingmál A224 (safnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2001-03-19 - Sendandi: Landvernd - Skýring: (lagt fram á fundi menntmn.)[PDF]

Þingmál A345 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1343 - Komudagur: 2001-03-07 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2038 - Komudagur: 2001-04-24 - Sendandi: Ritari landbúnaðarnefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 2511 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Óttar Yngvason[PDF]

Þingmál A543 (Norræna ráðherranefndin 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-03-08 14:07:00 [HTML]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2729 - Komudagur: 2001-06-01 - Sendandi: Rauðakrosshúsið[PDF]

Þingmál A719 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2805 - Komudagur: 2001-08-24 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Löggjafarþing 127

Þingmál A19 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Krossinn, kristilegt félag[PDF]

Þingmál A42 (brunatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2002-03-15 - Sendandi: Húseigendafélagið[PDF]

Þingmál A46 (rannsókn á áhrifum háspennulína á mannslíkamann)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2002-01-21 - Sendandi: Raunvísindastofnun Háskólans, Gunnlaugur Björnsson[PDF]

Þingmál A71 (jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (svar) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00 [HTML]

Þingmál A114 (tekjuskattur og eignarskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 30 - Komudagur: 2001-11-06 - Sendandi: Samtök fjárfesta og sparifjáreigenda[PDF]

Þingmál A126 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1429 - Komudagur: 2002-03-22 - Sendandi: Samtök verslunarinnar, Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]

Þingmál A134 (erfðafjárskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 212 - Komudagur: 2001-11-22 - Sendandi: Fasteignamat ríkisins[PDF]

Þingmál A177 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2097 - Komudagur: 2002-04-30 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja[PDF]

Þingmál A248 (hönnun og merkingar hjólreiðabrauta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 602 - Komudagur: 2002-01-14 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - Skýring: (v. hjólreiða- og göngustígagerð)[PDF]

Þingmál A309 (ráðstöfunarfé ráðherra og ráðstöfun óskipts fjár á safnliðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (svar) útbýtt þann 2001-12-11 17:22:00 [HTML]

Þingmál A338 (búfjárhald o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2002-03-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A428 (kirkjubyggingasjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1205 - Komudagur: 2002-03-13 - Sendandi: Fríkirkjan í Reykjavík[PDF]

Þingmál A538 (stefna í byggðamálum 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-19 17:06:00 [HTML]

Þingmál A549 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1940 - Komudagur: 2002-04-15 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík[PDF]

Þingmál A564 (brottfall lagaákvæða um héraðslækna o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1945 - Komudagur: 2002-04-15 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1828 - Komudagur: 2002-04-11 - Sendandi: Norður-Hérað[PDF]

Þingmál A607 (verslunaratvinna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1675 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda[PDF]

Þingmál A628 (ráðstöfunarfé ráðherra og ráðstöfun óskipts fjár á safnliðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1127 (svar) útbýtt þann 2002-04-10 14:11:00 [HTML]

Þingmál A631 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (frumvarp) útbýtt þann 2002-03-20 15:16:00 [HTML]

Þingmál A649 (Tækniháskóli Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1989 - Komudagur: 2002-04-17 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík[PDF]

Þingmál A711 (Umhverfisstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1959 - Komudagur: 2002-04-16 - Sendandi: Dýraverndarráð[PDF]

Löggjafarþing 128

Þingmál A3 (matvælaverð á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 172 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A28 (uppbygging endurhæfingar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2003-01-14 - Sendandi: Heilsustofnun NLFÍ[PDF]

Þingmál A41 (gjald af áfengi og tóbaki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 2003-01-09 - Sendandi: Áfengis- og vímuvarnaráð[PDF]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 492 - Komudagur: 2002-12-04 - Sendandi: Sparisjóður Kópavogs[PDF]

Þingmál A240 (verndun hafs og stranda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 849 - Komudagur: 2003-01-23 - Sendandi: Hafnasamband sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A324 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2002-12-05 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A382 (þjóðminjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2003-01-21 - Sendandi: Fornleifafræðingafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 880 - Komudagur: 2003-01-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A396 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 821 - Komudagur: 2003-01-21 - Sendandi: Landssamband eldri borgara[PDF]

Þingmál A398 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 471 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-26 15:34:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2003-02-28 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Akranesi[PDF]
Dagbókarnúmer 1667 - Komudagur: 2003-03-11 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 2003-03-14 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Reykjavík[PDF]

Þingmál A400 (samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Singapúr)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-11-27 16:59:00 [HTML]

Þingmál A405 (verkefni Umhverfisstofnunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2002-12-10 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi um.)[PDF]

Þingmál A415 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2003-02-25 - Sendandi: Tóbaksvarnanefnd[PDF]

Þingmál A461 (staðlar og Staðlaráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 995 - Komudagur: 2003-02-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sameiginl. SA og SI)[PDF]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML]

Þingmál A703 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00 [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A3 (aldarafmæli heimastjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML]

Þingmál A10 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (álit Skúla Magnússonar dósent)[PDF]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 21 - Komudagur: 2003-10-17 - Sendandi: Umhverfisstofnun - Skýring: (umsögn frá 3. júlí 2003)[PDF]
Dagbókarnúmer 54 - Komudagur: 2003-10-31 - Sendandi: Erfðanefnd landbúnaðarins, Áslaug Helgadóttir form.[PDF]

Þingmál A140 (Happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 145 - Komudagur: 2003-11-18 - Sendandi: Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjóm.[PDF]

Þingmál A142 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 186 - Komudagur: 2003-11-19 - Sendandi: Biskupsstofa[PDF]

Þingmál A153 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 351 - Komudagur: 2003-11-27 - Sendandi: Félag forstöðumanna ríkisstofnana[PDF]

Þingmál A204 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML]

Þingmál A305 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2003-12-03 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi[PDF]

Þingmál A313 (uppfinningar starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2004-01-12 - Sendandi: Félag prófessora við Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A339 (starfsemi Kristnihátíðarsjóðs 2001--2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-11-24 15:49:00 [HTML]

Þingmál A375 (breyting á ýmsum lögum vegna íslenska táknmálsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 799 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Tækniháskóli Íslands, Skrifstofa rektors[PDF]

Þingmál A405 (útgáfustyrkir Menningarsjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 733 (svar) útbýtt þann 2004-02-05 13:12:00 [HTML]

Þingmál A434 (kirkjugripir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2532 - Komudagur: 2004-05-28 - Sendandi: Þjóðminjasafn Íslands[PDF]

Þingmál A435 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-10 11:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1151 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-03-17 17:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1152 (breytingartillaga) útbýtt þann 2004-03-17 17:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1199 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-03-23 13:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1200 (breytingartillaga) útbýtt þann 2004-03-22 16:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1226 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-03-23 16:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 938 - Komudagur: 2004-02-04 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1143 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Blindrafélagið[PDF]
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 2004-03-01 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1210 - Komudagur: 2004-03-02 - Sendandi: KFUM og KFUK í Reykjavík[PDF]
Dagbókarnúmer 1437 - Komudagur: 2004-03-18 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A448 (Átak til atvinnusköpunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (svar) útbýtt þann 2004-03-16 16:30:00 [HTML]

Þingmál A463 (lögmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1072 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Lagadeild Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A477 (náttúruverndaráætlun 2004--2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-12-15 11:12:00 [HTML]

Þingmál A485 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2155 - Komudagur: 2004-04-27 - Sendandi: Vélstjórafélag Íslands[PDF]

Þingmál A549 (nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1674 (svar) útbýtt þann 2004-05-21 17:17:00 [HTML]

Þingmál A570 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-09 17:32:00 [HTML]

Þingmál A579 (Norræna ráðherranefndin 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-12 15:18:00 [HTML]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1846 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-28 16:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1879 (lög í heild) útbýtt þann 2004-05-28 20:31:00 [HTML]

Þingmál A785 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1988 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Ísafjarðarbær, bæjarráð[PDF]

Þingmál A880 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2195 - Komudagur: 2004-04-28 - Sendandi: Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2370 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Ríkisútvarpið[PDF]
Dagbókarnúmer 2371 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2373 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Íslenska sjónvarpsfélagið hf, Skjár 1[PDF]
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós[PDF]

Þingmál A986 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML]

Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2624 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor[PDF]

Löggjafarþing 131

Þingmál A9 (breytingar á stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML]

Þingmál A38 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML]

Þingmál A53 (nýting stofnfrumna úr fósturvísum til rannsókna og lækninga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 581 - Komudagur: 2004-12-09 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A61 (verndaráætlun fyrir svæði sem eru ósýkt af sauðfjárriðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-06 13:17:00 [HTML]

Þingmál A175 (íslenskun á ræðum æðstu embættismanna)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-14 18:29:18 - [HTML]

Þingmál A235 (mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2004-12-29 - Sendandi: Líffræðistofnun Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A240 (búvöruframleiðslan og stuðningur við byggð í sveitum)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-04-05 18:51:28 - [HTML]

Þingmál A279 (nýr þjóðsöngur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-08 17:17:00 [HTML]

Þingmál A295 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-09 16:22:00 [HTML]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML]

Þingmál A351 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2004-12-09 15:43:51 - [HTML]
54. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-12-09 18:03:08 - [HTML]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 765 - Komudagur: 2005-02-01 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A375 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-26 15:41:00 [HTML]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-01-31 15:16:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 960 - Komudagur: 2005-03-04 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A428 (varðveisla gamalla skipa og báta)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2005-02-02 14:33:24 - [HTML]

Þingmál A442 (umfang skattsvika á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-03 12:12:56 - [HTML]

Þingmál A474 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (frumvarp) útbýtt þann 2005-01-27 15:32:00 [HTML]

Þingmál A493 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-02 15:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1305 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-03 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1360 (lög (m.áo.br.)) útbýtt þann 2005-05-07 11:06:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1036 - Komudagur: 2005-03-09 - Sendandi: Eimskipafélag Íslands ehf. (LEX-NESTOR og LOGOS)[PDF]

Þingmál A587 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-03-10 16:41:48 - [HTML]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-09 11:29:45 - [HTML]

Þingmál A592 (Neytendastofa og talsmaður neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 2005-04-12 - Sendandi: Samkeppnisstofnun[PDF]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1863 - Komudagur: 2005-05-11 - Sendandi: Minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar[PDF]

Þingmál A670 (gæðamat á æðardúni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2005-04-12 - Sendandi: Æðarræktarfélag Íslands - Skýring: (gögn frá Bún.þingi 2005 - lagt fram á fundi l.)[PDF]

Þingmál A696 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-05-03 13:31:13 - [HTML]

Þingmál A816 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-05-11 12:38:05 - [HTML]

Þingmál B719 ()[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-11 14:09:38 - [HTML]
107. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-04-11 14:24:32 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A1 (fjárlög 2006)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-24 17:22:11 - [HTML]

Þingmál A14 (náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2005-11-24 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri[PDF]

Þingmál A47 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-10 16:37:24 - [HTML]

Þingmál A53 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 19:39:00 [HTML]

Þingmál A55 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-11 13:02:00 [HTML]

Þingmál A75 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2006-03-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2005-11-07 18:15:11 - [HTML]
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-14 17:08:15 - [HTML]
78. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-03-07 16:06:18 - [HTML]
80. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-08 22:38:41 - [HTML]
82. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-03-10 13:45:27 - [HTML]
88. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-16 14:58:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 208 - Komudagur: 2005-11-28 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A288 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-12-07 20:02:05 - [HTML]

Þingmál A329 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 522 - Komudagur: 2005-12-16 - Sendandi: Biskupsstofa[PDF]

Þingmál A340 (réttarstaða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1379 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1445 (lög í heild) útbýtt þann 2006-06-02 22:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1125 - Komudagur: 2006-02-28 - Sendandi: Biskup Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi allshn.)[PDF]

Þingmál A382 (Verkefnasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-01-24 18:10:25 - [HTML]

Þingmál A392 (stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-30 19:23:30 - [HTML]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-04-21 14:05:18 - [HTML]
117. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-30 15:49:13 - [HTML]

Þingmál A433 (háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors[PDF]

Þingmál A568 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (frumvarp) útbýtt þann 2006-02-23 16:07:00 [HTML]

Þingmál A574 (norrænt samstarf 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-03-02 09:48:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-03-09 15:22:18 - [HTML]

Þingmál A589 (starfsemi Kristnihátíðarsjóðs 2003--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-03-06 14:40:00 [HTML]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1636 - Komudagur: 2006-04-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]

Þingmál A664 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-22 15:34:00 [HTML]

Þingmál A711 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-05-04 16:22:22 - [HTML]

Þingmál A739 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-05 11:30:00 [HTML]

Þingmál B173 (staða jafnréttismála)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-11-15 14:17:33 - [HTML]

Þingmál B353 ()[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-02-15 12:13:20 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A18 (rammaáætlun um náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-04 14:32:00 [HTML]

Þingmál A38 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-12-07 13:32:59 - [HTML]
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-12-07 18:27:43 - [HTML]
45. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2006-12-08 13:45:46 - [HTML]
54. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2007-01-18 14:10:18 - [HTML]

Þingmál A71 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML]

Þingmál A79 (sameignarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML]

Þingmál A190 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-03 15:25:02 - [HTML]

Þingmál A280 (opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - Ræða hófst: 2006-11-07 17:08:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2006-11-23 - Sendandi: Samtök sveitarfél. á Norðurlandi vestra[PDF]

Þingmál A300 (heildarstefna í nýsköpun og atvinnuþróun)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Sigríður Ingvarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-03 14:18:35 - [HTML]

Þingmál A330 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2006-11-09 16:27:01 - [HTML]

Þingmál A347 (stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-12-08 11:20:47 - [HTML]

Þingmál A356 (Þjóðhátíðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-11-16 13:36:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-30 20:42:37 - [HTML]

Þingmál A395 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 808 - Komudagur: 2007-02-06 - Sendandi: Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN[PDF]

Þingmál A418 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2006-11-30 18:15:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-08 15:35:38 - [HTML]

Þingmál A466 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1615 - Komudagur: 2007-03-16 - Sendandi: Fríkirkjan í Reykjavík[PDF]

Þingmál A588 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-13 18:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1349 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 18:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1382 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 21:13:00 [HTML]

Þingmál A637 (varnir gegn landbroti)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-03-01 14:45:17 - [HTML]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2007-03-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - Skýring: (umsögn og ritgerð)[PDF]

Þingmál B145 ()[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-10-12 12:19:47 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A6 (friðlandið í Þjórsárverum og verndun Þjórsár)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2007-06-07 18:26:19 - [HTML]

Þingmál B35 ()[HTML]

Þingræður:
1. þingfundur - Sturla Böðvarsson (forseti) - Ræða hófst: 2007-05-31 15:45:23 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Auður Lilja Erlingsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-30 16:56:16 - [HTML]
34. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-11-30 17:13:03 - [HTML]

Þingmál A6 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Þorvaldur Ingvarsson - Ræða hófst: 2007-10-15 18:15:55 - [HTML]

Þingmál A33 (breyting á lagaákvæðum um húsafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 10:22:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-02 13:38:37 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-11-02 13:54:07 - [HTML]

Þingmál A67 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00 [HTML]

Þingmál A77 (staða íslenskrar tungu)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2007-10-10 14:16:37 - [HTML]

Þingmál A103 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-11-20 13:18:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2007-10-11 12:08:41 - [HTML]
28. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-20 14:57:16 - [HTML]
28. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-11-20 16:50:28 - [HTML]

Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3013 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A203 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-15 19:01:19 - [HTML]
26. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2007-11-15 19:49:54 - [HTML]

Þingmál A206 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 13:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 416 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-07 12:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 512 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-12-13 14:20:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-19 15:39:09 - [HTML]

Þingmál A220 (prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2008-03-27 - Sendandi: Safnaráð[PDF]

Þingmál A236 (skipafriðunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 256 (þáltill.) útbýtt þann 2007-11-15 17:07:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Magnús Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-26 18:45:51 - [HTML]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML]
Þingræður:
106. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-22 18:39:18 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-22 21:53:52 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-22 23:11:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2008-01-18 - Sendandi: Biskup Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1146 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Safnaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 1203 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Heimili og skóli[PDF]
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Prestafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2099 - Komudagur: 2008-04-10 - Sendandi: Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga - Skýring: (við 25. gr.)[PDF]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1232 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Prestafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1870 - Komudagur: 2008-03-25 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - Skýring: (tillögur starfshópa)[PDF]

Þingmál A287 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-22 13:33:58 - [HTML]
106. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-22 13:57:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1229 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Prestafélag Íslands[PDF]

Þingmál A288 (menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Prestafélag Íslands[PDF]

Þingmál A311 (raforkumálefni)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-25 17:45:29 - [HTML]
68. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-25 17:47:34 - [HTML]

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-15 15:02:23 - [HTML]

Þingmál A350 (Ísland á innri markaði Evrópu)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 15:40:03 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1750 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Arngrímur Hermannsson - Skýring: (lagt fram á fundi ft.)[PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2196 - Komudagur: 2008-04-14 - Sendandi: Nýsköpunarmiðstöð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2301 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Kópavogsbær[PDF]

Þingmál A386 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 16:15:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-08 18:42:58 - [HTML]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-28 19:19:46 - [HTML]

Þingmál A548 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2453 - Komudagur: 2008-04-30 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A664 (umhverfismál)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2008-09-11 14:23:37 - [HTML]

Þingmál B2 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2007-10-01 14:13:28 - [HTML]

Þingmál B166 (atvinnuuppbygging á Austurlandi)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Dýrleif Skjóldal - Ræða hófst: 2007-12-05 15:52:29 - [HTML]

Þingmál B179 (ný ályktun Íslenskrar málnefndar)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-07 10:58:52 - [HTML]

Þingmál B194 (staða þjóðkirkju, kristni og kristinfræðslu)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-12 15:36:13 - [HTML]

Þingmál B504 ()[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2008-04-01 13:48:30 - [HTML]

Þingmál B837 (stefna ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-09-03 14:53:51 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A23 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-14 14:04:03 - [HTML]

Þingmál A24 (stofnun barnamenningarhúss)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2008-11-21 - Sendandi: Félag fagfólks á skólasöfnum[PDF]

Þingmál A25 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]

Þingmál A28 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 383 - Komudagur: 2008-12-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A53 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 09:59:00 [HTML]

Þingmál A60 (skipafriðunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]

Þingmál A83 (breyting á lagaákvæðum um húsafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-08 13:08:00 [HTML]

Þingmál A111 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-03-02 18:38:49 - [HTML]

Þingmál A125 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-02-24 15:11:57 - [HTML]

Þingmál A170 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Þuríður Backman (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-04-16 17:13:31 - [HTML]

Þingmál A175 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 263 - Komudagur: 2008-11-28 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A278 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 497 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-04 12:40:00 [HTML]

Þingmál A280 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-02-06 14:04:46 - [HTML]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-04 19:13:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-05 12:17:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A313 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-17 20:16:34 - [HTML]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-03-10 17:32:30 - [HTML]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-03-11 19:58:35 - [HTML]
134. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-17 16:53:52 - [HTML]
134. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-04-17 17:37:33 - [HTML]
134. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-17 18:58:10 - [HTML]
134. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-17 19:42:57 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A2 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Ritari umhverfisnefndar - Skýring: (afrit af bréfum o.fl.)[PDF]

Þingmál A35 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-05-26 18:11:59 - [HTML]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-10 17:28:54 - [HTML]
42. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2009-07-13 19:32:56 - [HTML]

Þingmál A47 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-04 17:20:57 - [HTML]

Þingmál A49 (afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2009-06-04 16:39:37 - [HTML]

Þingmál A112 (hvalir)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Björn Valur Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-18 23:20:13 - [HTML]

Þingmál A124 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-22 16:42:16 - [HTML]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 617 - Komudagur: 2009-07-08 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A151 (áætlaður kostnaður við ýmis verkefni)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-08-12 19:26:35 - [HTML]

Þingmál A155 (útflutningsálag á fiski)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-08-12 14:36:36 - [HTML]

Þingmál B60 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-05-18 19:52:47 - [HTML]
2. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-05-18 21:10:11 - [HTML]

Þingmál B199 (atvinnumál og atvinnustefna ríkisstjórnarinnar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2009-06-11 11:21:37 - [HTML]

Þingmál B446 ()[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2009-08-12 13:41:51 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-08 19:34:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 834 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Vistunarmatsnefnd Höfuðborgarsvæðisins - Skýring: (vistunarmat í hjúkrunarrými)[PDF]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 11 - Komudagur: 2009-10-21 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (til FT og ES)[PDF]
Dagbókarnúmer 16 - Komudagur: 2009-10-22 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 20:23:08 - [HTML]

Þingmál A116 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Lyfjastofnun[PDF]

Þingmál A158 (Íslandsstofa)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-10 17:17:20 - [HTML]

Þingmál A204 (aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-12-16 14:47:03 - [HTML]

Þingmál A255 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2637 - Komudagur: 2010-06-01 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (v. iðgjalds)[PDF]

Þingmál A256 (tekjuöflun ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 497 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A320 (heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-12 19:30:00 [HTML]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1750 - Komudagur: 2010-04-15 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A410 (staða barna og ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2010-06-15 09:48:00 [HTML]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1288 - Komudagur: 2010-03-12 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið[PDF]

Þingmál A458 (Norræna ráðherranefndin 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-25 14:49:03 - [HTML]
100. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-25 14:51:12 - [HTML]

Þingmál A548 (bygging nýs Landspítala við Hringbraut)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-09 23:27:25 - [HTML]

Þingmál A560 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 950 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]

Þingmál A580 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 971 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]

Þingmál A586 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 977 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2049 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Félag yfirlögregluþjóna[PDF]

Þingmál A659 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-06-10 18:03:06 - [HTML]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2921 - Komudagur: 2010-08-03 - Sendandi: Norðurorka - Skýring: (sbr. ums. Samorku)[PDF]

Þingmál A661 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 11:47:52 - [HTML]
138. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 12:16:24 - [HTML]

Þingmál A670 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1363 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-06-15 15:14:00 [HTML]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML]
Þingræður:
159. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 18:47:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3189 - Komudagur: 2010-06-16 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (svar við beiðni um upplýsingar)[PDF]

Þingmál B773 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2010-04-13 18:36:21 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A1 (fjárlög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-07 13:44:00 [HTML]
Þingræður:
44. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-12-09 00:57:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2010-10-20 - Sendandi: Ljósmæðrafélag Íslands - Skýring: (v. barneignarþjónustu)[PDF]
Dagbókarnúmer 340 - Komudagur: 2010-11-15 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, meiri hluti[PDF]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2010)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-10-19 15:47:12 - [HTML]
15. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-19 16:01:12 - [HTML]

Þingmál A78 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 22 - Komudagur: 2010-10-25 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A81 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML]

Þingmál A108 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-10-21 15:56:55 - [HTML]
50. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-16 21:29:51 - [HTML]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 717 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Vodafone[PDF]

Þingmál A197 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-11-23 17:16:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 600 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A200 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 13:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 566 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-16 21:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 567 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-12-16 21:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 570 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-16 21:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 576 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-12-16 21:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 641 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-18 12:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 657 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-12-18 15:32:00 [HTML]
Þingræður:
52. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-17 15:56:00 - [HTML]
52. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-12-17 17:38:25 - [HTML]
54. þingfundur - Eygló Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-12-18 10:17:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 935 - Komudagur: 2010-12-11 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (breyt.tillögur)[PDF]
Dagbókarnúmer 1001 - Komudagur: 2010-12-14 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (brtt.)[PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 432 - Komudagur: 2010-11-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A238 (fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 871 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A298 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2010-11-30 17:27:03 - [HTML]

Þingmál A313 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 14:14:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-12-18 10:26:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 902 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Landssamband sumarhúsaeigenda[PDF]

Þingmál A328 (ráðstöfunarfé ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (svar) útbýtt þann 2010-12-16 12:55:00 [HTML]

Þingmál A337 (stefna Íslands í málefnum norðurslóða)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2011-01-18 16:27:13 - [HTML]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-12-16 14:04:54 - [HTML]
72. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 20:10:51 - [HTML]

Þingmál A439 (uppbygging á Vestfjarðavegi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2376 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Eigendur Hallsteinsness í Þorskafirði[PDF]

Þingmál A558 (skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 10:24:00 [HTML]

Þingmál A567 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 956 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 15:15:00 [HTML]

Þingmál A595 (norrænt samstarf 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-15 13:46:00 [HTML]

Þingmál A651 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2422 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Háskóli Íslands, Orri Vésteinsson prófessor[PDF]

Þingmál A658 (endurskoðun á núverandi kirkjuskipan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (þáltill.) útbýtt þann 2011-03-30 13:43:00 [HTML]

Þingmál A751 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2011-04-13 19:12:51 - [HTML]
111. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2011-04-13 20:22:18 - [HTML]

Þingmál A753 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-14 15:16:00 [HTML]

Þingmál A778 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]

Þingmál A783 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2755 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 17:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1612 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-06-03 16:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1958 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1976 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2717 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 2718 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2798 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð við umsögnum)[PDF]

Þingmál A824 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2737 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Samtök fjárfesta[PDF]

Þingmál B682 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2011-02-28 15:23:34 - [HTML]
82. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2011-02-28 15:27:34 - [HTML]

Þingmál B1179 ()[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-06-08 19:53:32 - [HTML]
145. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-06-08 20:21:17 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-01 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-29 23:33:02 - [HTML]
29. þingfundur - Magnús Orri Schram - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-11-30 17:55:11 - [HTML]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-10-11 17:00:28 - [HTML]
6. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2011-10-11 18:20:25 - [HTML]
6. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-10-11 18:51:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2011-10-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - Skýring: (samanburður á stjórnlögum)[PDF]
Dagbókarnúmer 491 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Forseti kirkjuþings, Pétur Hafstein[PDF]
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson[PDF]
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Þórarinn Lárusson og Árni Björn Guðjónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2012-03-08 - Sendandi: Pétur Blöndal alþingismaður[PDF]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-02-21 17:08:46 - [HTML]

Þingmál A7 (efling græna hagkerfisins á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 121 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2011-11-11 - Sendandi: Skógfræðingafélag Íslands[PDF]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 2011-12-06 - Sendandi: Íslensk-Ameríska verslunarfélagið[PDF]

Þingmál A30 (rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2764 - Komudagur: 2012-08-27 - Sendandi: Valorka ehf. - Skýring: (aths. vegna umsagna)[PDF]

Þingmál A31 (viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-11-28 16:38:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-28 20:29:46 - [HTML]

Þingmál A41 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A53 (skipan sannleiksnefndar til rannsóknar á málsmeðferð Guðmundar- og Geirfinnsmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 221 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Sigursteinn Másson[PDF]

Þingmál A97 (fjáraukalög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 15:29:00 [HTML]

Þingmál A107 (skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-13 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 15:50:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 113 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 218 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Félag nýrnasjúkra[PDF]
Dagbókarnúmer 239 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús[PDF]

Þingmál A134 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]

Þingmál A193 (fjársýsluskattur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-15 16:28:50 - [HTML]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 280 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1452 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-07 14:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1610 (lög í heild) útbýtt þann 2012-06-18 21:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Íslenska ICOMOS-nefndin og fleiri - Skýring: (sameiginl. umsögn)[PDF]

Þingmál A329 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (þáltill.) útbýtt þann 2011-11-29 17:05:00 [HTML]

Þingmál A340 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirfylgni: Þjóðleikhúsið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 902 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - Skýring: (skýrsla um eftirfylgni)[PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: ISAVIA ohf.[PDF]

Þingmál A371 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2011-12-07 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (sent skv. beiðni)[PDF]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1358 - Komudagur: 2012-03-06 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A392 (fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1357 - Komudagur: 2012-03-05 - Sendandi: Tálknafjarðarhreppur[PDF]

Þingmál A393 (samgönguáætlun 2011--2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1356 - Komudagur: 2012-03-05 - Sendandi: Tálknafjarðarhreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 1360 - Komudagur: 2012-03-05 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga[PDF]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-29 21:16:59 - [HTML]

Þingmál A440 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1118 - Komudagur: 2012-02-21 - Sendandi: Samtök sveitarfél. á Norðurlandi vestra[PDF]

Þingmál A468 (háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Dr. Nína Margrét Grímsdóttir og fleiri - Skýring: (sameiginl. ums.)[PDF]

Þingmál A535 (skipun rannsóknarnefndar til að skoða starfshætti ráðuneyta og Seðlabanka Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1827 - Komudagur: 2012-04-19 - Sendandi: Félag stjórnsýslufræðinga[PDF]

Þingmál A606 (framkvæmd þingsályktana frá 1. október 2005 fram til ársloka 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML]

Þingmál A608 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-12 18:16:10 - [HTML]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-03-27 18:52:31 - [HTML]
102. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-05-19 11:28:50 - [HTML]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum[PDF]
Dagbókarnúmer 1896 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Áhöfn Bíldseyjar SH 65[PDF]
Dagbókarnúmer 1941 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Fiskmarkaður Íslands[PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum[PDF]
Dagbókarnúmer 1926 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Vestmannaeyjabær[PDF]
Dagbókarnúmer 2592 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Fiskmarkaður Íslands[PDF]

Þingmál A659 (siðareglur fyrir forsetaembættið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1055 (þáltill.) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2153 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2555 - Komudagur: 2012-05-18 - Sendandi: Reynir Ingibjartsson[PDF]

Þingmál A731 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A778 (framtíðarskipan fjármálakerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2729 - Komudagur: 2012-05-30 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (umsagnir sem bárust efnh- og viðskrn.)[PDF]

Þingmál B138 (byggðastefna)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2011-11-08 13:52:01 - [HTML]

Þingmál B261 (ályktun Íslenskrar málnefndar 2011 um stöðu tungunnar)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-02 13:32:37 - [HTML]

Þingmál B501 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2012-02-03 12:12:05 - [HTML]

Þingmál B1025 ()[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-05-29 21:29:46 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-03 18:33:07 - [HTML]
58. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-20 13:09:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2012-11-08 - Sendandi: ADHD samtökin[PDF]

Þingmál A17 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:54:00 [HTML]

Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-07 18:11:29 - [HTML]

Þingmál A51 (bætt skattskil)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2013-02-19 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A83 (gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 467 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A84 (breytt framtíðarskipan refaveiða á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1696 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Ísafjarðarbær[PDF]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 23 - Komudagur: 2012-10-02 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár[PDF]

Þingmál A105 (skattafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1651 - Komudagur: 2013-02-19 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A115 (nauðungarsala o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2012-12-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (sbr. ums. frá 140. þingi)[PDF]

Þingmál A120 (miðstöð innanlandsflugs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 2012-11-16 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús[PDF]
Dagbókarnúmer 658 - Komudagur: 2012-11-21 - Sendandi: Skútustaðahreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 708 - Komudagur: 2012-11-26 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]

Þingmál A122 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-19 16:11:00 [HTML]

Þingmál A173 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 338 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Húsavík[PDF]

Þingmál A183 (vopn, sprengiefni og skoteldar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 509 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: Skotfélagið Skyttur[PDF]
Dagbókarnúmer 598 - Komudagur: 2012-11-16 - Sendandi: Skotfélagið Skyttur[PDF]

Þingmál A191 (lagning heilsársvegar í Árneshrepp)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2012-11-27 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga[PDF]

Þingmál A193 (útiræktun á erfðabreyttum lífverum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1707 - Komudagur: 2013-02-21 - Sendandi: Kristín Vala Ragnarsdóttir[PDF]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-03-12 18:37:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 364 - Komudagur: 2012-11-05 - Sendandi: Snerpa ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 783 - Komudagur: 2012-11-29 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands[PDF]

Þingmál A196 (menningarstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-05 13:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1149 (þál. í heild) útbýtt þann 2013-03-06 15:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1333 - Komudagur: 2013-01-31 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi am.)[PDF]

Þingmál A199 (sviðslistalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 636 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Menningarráð Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfjarðar - Skýring: (sameiginl. ums.)[PDF]

Þingmál A205 (sala sjávarafla o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (LÍÚ, SF og SA)[PDF]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]

Þingmál A249 (nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 866 - Komudagur: 2012-12-04 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]

Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 458 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 629 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa[PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 643 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg, umhverfis- og samgönguráð[PDF]
Dagbókarnúmer 1484 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-01-30 20:46:11 - [HTML]
76. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-31 12:40:30 - [HTML]
80. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2013-02-13 20:29:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.)[PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 808 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Haukur Jóhannsson[PDF]
Dagbókarnúmer 859 - Komudagur: 2012-12-05 - Sendandi: Sigurður Líndal - Skýring: (lagt fram á fundi umhv- og samgn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (ýmis gögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1084 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Sigurgeir Ómar Sigmundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2013-01-27 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1330 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Forsætisnefnd Alþingis[PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir[PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2013-01-11 - Sendandi: ISNIC[PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A439 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1752 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík[PDF]

Þingmál A447 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1410 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Landssamband línubáta[PDF]

Þingmál A457 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2013-02-06 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A458 (framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1628 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: UNICEF á Íslandi[PDF]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A469 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1940 - Komudagur: 2013-03-14 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - Skýring: Viðbótarumsögn[PDF]

Þingmál A470 (velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-01-17 12:18:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1571 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Þroskahjálp,landssamtök[PDF]

Þingmál A480 (skráning upplýsinga um umgengnisforeldra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 2013-01-04 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands[PDF]

Þingmál A499 (tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1327 - Komudagur: 2013-01-31 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Útlendingastofnun[PDF]

Þingmál A578 (norrænt samstarf 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 986 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML]

Þingmál A592 (skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1006 (frumvarp) útbýtt þann 2013-02-12 16:34:00 [HTML]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-14 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
106. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2013-03-18 21:16:06 - [HTML]
112. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2013-03-27 15:15:20 - [HTML]
113. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-28 00:58:35 - [HTML]

Þingmál A669 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-09 18:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1317 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-25 13:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1336 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-26 17:18:00 [HTML]
Þingræður:
101. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-13 14:09:35 - [HTML]

Þingmál A695 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 18:58:00 [HTML]

Þingmál B10 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-09-12 22:08:30 - [HTML]

Þingmál B179 (stjórnarskrármál)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-18 14:36:00 - [HTML]
21. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-10-18 14:44:11 - [HTML]
21. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-18 15:58:12 - [HTML]

Þingmál B792 ()[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2013-03-13 20:35:12 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A9 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 59 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 171 - Komudagur: 2013-07-03 - Sendandi: Helgi Tómasson[PDF]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-06-18 15:54:32 - [HTML]

Þingmál A23 (framtíð Fisktækniskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2013-07-01 12:29:47 - [HTML]

Þingmál A40 (bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2013-09-26 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 193 - Komudagur: 2013-09-27 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál B37 (kaltjón og harðindi á Norður- og Austurlandi)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2013-06-13 11:26:30 - [HTML]

Þingmál B38 (staða þjóðmenningar og menningarmála almennt í stjórnskipuninni)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-06-13 13:53:26 - [HTML]

Þingmál B206 ()[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-07-04 10:56:01 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A4 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 422 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-12-20 17:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 437 (lög í heild) útbýtt þann 2013-12-19 13:50:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-08 18:46:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 113 - Komudagur: 2013-11-01 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A5 (bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2013-10-25 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A7 (mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 11 - Komudagur: 2013-10-17 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A8 (endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-17 11:46:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 190 - Komudagur: 2013-11-12 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]

Þingmál A11 (viðbrögð við skuldavanda einstaklinga með lán með veði í eign þriðja aðila)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Margrét Gauja Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-16 17:52:16 - [HTML]

Þingmál A34 (brottnám líffæra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 365 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A38 (samstarf við Færeyjar og Grænland um aukið framboð á kennslu)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-10 13:31:57 - [HTML]

Þingmál A96 (myglusveppur og tjón af völdum hans)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2013-10-30 17:46:10 - [HTML]
107. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-05-09 16:34:19 - [HTML]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1106 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A159 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 826 - Komudagur: 2014-01-13 - Sendandi: Háskóli Íslands, Heilbrigðisvísindasvið[PDF]

Þingmál A160 (lífsýnasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 825 - Komudagur: 2014-01-13 - Sendandi: Háskóli Íslands, Heilbrigðisvísindasvið[PDF]

Þingmál A161 (flutningur verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 433 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-12-21 13:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 472 (lög í heild) útbýtt þann 2013-12-20 12:05:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-13 15:44:08 - [HTML]

Þingmál A165 (Landsvirkjun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 318 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A166 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-05-16 17:34:59 - [HTML]
118. þingfundur - Kristján L. Möller - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-05-16 19:19:57 - [HTML]

Þingmál A174 (Hús íslenskra fræða)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-01-27 17:25:58 - [HTML]

Þingmál A185 (málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 518 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A195 (mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2014-01-06 - Sendandi: Sundsamband Íslands[PDF]

Þingmál A196 (varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2013-12-03 19:57:43 - [HTML]

Þingmál A200 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Óttarr Proppé - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-12-03 20:05:42 - [HTML]

Þingmál A211 (efling skógræktar sem atvinnuvegar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 912 - Komudagur: 2014-01-29 - Sendandi: Norðurlandsskógar[PDF]

Þingmál A216 (áhættumat vegna ferðamennsku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1262 - Komudagur: 2014-03-14 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn[PDF]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]

Þingmál A223 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2014-02-13 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1131 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands[PDF]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2014-02-07 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - Skýring: (um upplýsingatæknimál sýslumannsembætta)[PDF]
Dagbókarnúmer 985 - Komudagur: 2014-02-07 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Blönduósi[PDF]

Þingmál A251 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2014-02-07 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Blönduósi[PDF]
Dagbókarnúmer 1004 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 1606 - Komudagur: 2014-04-11 - Sendandi: Akraneskaupstaður[PDF]

Þingmál A275 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]

Þingmál A277 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-21 13:07:00 [HTML]

Þingmál A282 (vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2014-03-11 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A327 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML]

Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Gauti Kristmannsson[PDF]

Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Gauti Kristmannsson[PDF]

Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1535 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Gauti Kristmannsson[PDF]

Þingmál A370 (norrænt samstarf 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 679 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-10 14:47:00 [HTML]

Þingmál A387 (atvinnumál)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-03-31 17:06:27 - [HTML]

Þingmál A481 (örnefni)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-01 15:50:25 - [HTML]

Þingmál A484 (séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-12 22:46:29 - [HTML]
108. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-12 22:48:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1598 - Komudagur: 2014-04-10 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 18:14:50 - [HTML]

Þingmál A487 (endurskoðun á virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1884 - Komudagur: 2014-06-06 - Sendandi: Almannaheill - samtök þriðja geirans[PDF]

Þingmál A517 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2014-05-12 12:38:48 - [HTML]

Þingmál B64 (varðveisla handritanna í Þjóðmenningarhúsinu)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-17 10:50:02 - [HTML]

Þingmál B244 (leiðréttingar í fjáraukalögum til heilbrigðisstofnana)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2013-12-04 15:32:30 - [HTML]

Þingmál B683 (útreikningur örorkubóta)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2014-03-27 11:00:36 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-12 20:48:20 - [HTML]
42. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-12-05 10:37:08 - [HTML]
42. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-05 15:55:55 - [HTML]
45. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-12-10 16:37:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 293 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Dalabyggð[PDF]
Dagbókarnúmer 311 - Komudagur: 2014-10-24 - Sendandi: Ísafjarðarbær[PDF]
Dagbókarnúmer 434 - Komudagur: 2014-11-06 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda[PDF]

Þingmál A2 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2014-09-16 21:32:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 115 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 2014-12-01 - Sendandi: Festa - lífeyrissjóður[PDF]

Þingmál A74 (jarðalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Nefnd um nýtingu og varðveislu ræktanlegs lands á Íslandi[PDF]

Þingmál A184 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Þorvaldur Þórðarson[PDF]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-16 12:43:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 533 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins[PDF]

Þingmál A211 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2195 - Komudagur: 2014-12-05 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2015-02-12 - Sendandi: Landsvirkjun - Skýring: , um brtt. og frávísunartill.[PDF]

Þingmál A272 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2015-05-28 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A307 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 722 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A321 (stefna stjórnvalda um lagningu raflína)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A390 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-19 16:44:49 - [HTML]

Þingmál A403 (örnefni)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-28 14:21:56 - [HTML]
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-24 14:15:21 - [HTML]
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-24 14:42:39 - [HTML]
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-24 14:47:11 - [HTML]

Þingmál A416 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1383 - Komudagur: 2015-03-01 - Sendandi: Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi[PDF]

Þingmál A427 (uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-02 16:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1371 - Komudagur: 2015-02-27 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður[PDF]
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2015-03-05 - Sendandi: Margrét Hermanns Auðardóttir[PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 15:28:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1419 - Komudagur: 2015-03-03 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga[PDF]

Þingmál A436 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1340 - Komudagur: 2015-02-26 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1210 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-25 19:45:33 - [HTML]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1693 - Komudagur: 2015-04-01 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A602 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-05-11 20:03:43 - [HTML]

Þingmál A629 (verndarsvæði í byggð)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2015-04-21 16:19:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1861 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A643 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2117 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Sigurður Sigurðarson[PDF]

Þingmál A670 (Norðurlandasamningur um erfðir og skipti á dánarbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1140 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1515 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:30:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-28 21:49:40 - [HTML]

Þingmál A671 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2373 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A696 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1979 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Búseti Norðurlandi hsf[PDF]

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi[PDF]

Þingmál A703 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1835 - Komudagur: 2015-05-06 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A704 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1798 - Komudagur: 2015-05-05 - Sendandi: Ferðamálastofa[PDF]

Þingmál A770 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2181 - Komudagur: 2015-06-02 - Sendandi: Reykjanesbær - Skýring: , ósk um stuðning við hafnarframkvæmdir[PDF]
Dagbókarnúmer 2239 - Komudagur: 2015-06-10 - Sendandi: Sandgerðisbær[PDF]

Þingmál A775 (áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-06-01 15:30:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2201 - Komudagur: 2015-06-04 - Sendandi: Stykkishólmsbær[PDF]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-06-11 11:41:57 - [HTML]

Þingmál B1 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2014-09-09 14:03:51 - [HTML]

Þingmál B104 (forgangsröðun í fjárlagafrumvarpinu)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-10-06 15:09:18 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Hið íslenska bókmenntafélag[PDF]
Dagbókarnúmer 61 - Komudagur: 2015-10-05 - Sendandi: Hrunamannahreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 77 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Ísafjarðarbær[PDF]
Dagbókarnúmer 122 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Borgarfjarðarhreppur o.fl.[PDF]

Þingmál A9 (aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 257 - Komudagur: 2015-10-19 - Sendandi: Valva lögmenn - Helga Vala Helgadóttir[PDF]

Þingmál A13 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 827 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Reykjavíkurborg - velferðarsvið og umhverfis- og skipulagssvið[PDF]

Þingmál A15 (bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 284 - Komudagur: 2015-10-21 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2015-10-26 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A19 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 86 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A27 (endurskoðun á slægingarstuðlum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1110 - Komudagur: 2016-03-14 - Sendandi: Hafrannsóknastofnun[PDF]

Þingmál A28 (leiðsögumenn ferðamanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2016-03-31 - Sendandi: Ferðamálastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1333 - Komudagur: 2016-04-25 - Sendandi: Jakob S. Jónsson[PDF]

Þingmál A44 (minning tveggja alda afmælis Jóns Árnasonar)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Valgerður Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-06-02 21:13:45 - [HTML]

Þingmál A100 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2015-12-03 - Sendandi: Fangelsismálastofnun ríkisins[PDF]

Þingmál A133 (uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 14:05:00 [HTML]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 154 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]

Þingmál A150 (uppbygging áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2016-05-11 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]

Þingmál A169 (umbætur á fyrirkomulagi peningamyndunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2016-03-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A202 (Tónlistarsafn Íslands)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-10-19 17:18:28 - [HTML]

Þingmál A228 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 377 - Komudagur: 2015-11-16 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 441 - Komudagur: 2015-11-25 - Sendandi: Landspítali[PDF]

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-13 14:13:00 [HTML]

Þingmál A296 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1049 - Komudagur: 2016-03-07 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A327 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 575 - Komudagur: 2015-12-15 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands[PDF]

Þingmál A333 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2015-11-30 - Sendandi: 1984 ehf - Skýring: , Símafélagið ehf. og Snerpa ehf.[PDF]

Þingmál A354 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2016-04-01 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A373 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-27 16:05:10 - [HTML]
42. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-27 16:07:31 - [HTML]
58. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-18 18:48:18 - [HTML]

Þingmál A383 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-26 16:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2016-01-06 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A385 (sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2015-12-22 - Sendandi: Hafrannsóknastofnun[PDF]

Þingmál A399 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 654 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2016-01-15 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu[PDF]

Þingmál A456 (ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2016-02-15 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1328 - Komudagur: 2016-04-22 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A457 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 878 - Komudagur: 2016-02-16 - Sendandi: Ferðamálastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 889 - Komudagur: 2016-02-18 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Vestfjörðum[PDF]

Þingmál A458 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2016-03-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið[PDF]
Dagbókarnúmer 1674 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Lára Björnsdóttir[PDF]

Þingmál A545 (matvæli, slátrun og eftirlit með fóðri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1129 - Komudagur: 2016-03-17 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands[PDF]

Þingmál A606 (menningarminjar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-18 17:34:20 - [HTML]

Þingmál A618 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1342 - Komudagur: 2016-04-26 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]

Þingmál A638 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2016-09-29 12:33:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1355 - Komudagur: 2016-04-27 - Sendandi: Skorradalshreppur[PDF]

Þingmál A668 (fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1618 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1567 - Komudagur: 2016-05-19 - Sendandi: SAMÚT - Samtök útivistarfélaga[PDF]

Þingmál A675 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]

Þingmál A676 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 2016-05-03 - Sendandi: Félag talmeinafræðinga á Ísland[PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1717 - Komudagur: 2016-05-26 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A740 (fjármálaáætlun 2017--2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1492 - Komudagur: 2016-05-10 - Sendandi: Finnur Birgisson[PDF]

Þingmál A741 (fjármálastefna 2017--2021)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-03 17:09:47 - [HTML]

Þingmál A742 (lögreglulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1559 - Komudagur: 2016-05-19 - Sendandi: Lögreglustjórafélag Íslands[PDF]

Þingmál A779 (félagasamtök til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1323 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-23 15:50:00 [HTML]

Þingmál A783 (samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1846 - Komudagur: 2016-08-10 - Sendandi: Landssamband kúabænda[PDF]
Dagbókarnúmer 1857 - Komudagur: 2016-08-17 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1952 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2016-08-29 - Sendandi: Háskóli Íslands[PDF]

Þingmál A818 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1914 - Komudagur: 2016-08-31 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A826 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-17 16:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1733 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-10-03 10:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1785 (lög í heild) útbýtt þann 2016-10-11 13:35:00 [HTML]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2109 - Komudagur: 2016-09-22 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2175 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A845 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1586 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 13:18:00 [HTML]

Þingmál A851 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1609 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 22:31:00 [HTML]
Þingræður:
143. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-08-31 17:02:36 - [HTML]

Þingmál A857 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
169. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-12 16:31:40 - [HTML]

Þingmál B1 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2015-09-08 11:10:01 - [HTML]

Þingmál B268 ()[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-18 15:07:21 - [HTML]
36. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2015-11-18 15:21:10 - [HTML]

Þingmál B558 (sala á hlut ríkisins í Landsbankanum)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-02-01 15:26:54 - [HTML]

Þingmál B893 (ungt fólk og staða þess)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-05-18 16:10:27 - [HTML]

Þingmál B917 (ríkisfjármálaáætlun)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-05-23 15:29:35 - [HTML]

Þingmál B946 ()[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-05-30 20:18:47 - [HTML]
121. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2016-05-30 21:03:11 - [HTML]
121. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-05-30 21:09:27 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 115 - Komudagur: 2016-12-19 - Sendandi: Samband sunnlenskra kvenna[PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2016-12-08 14:30:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 72 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 90 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag íslenskra náttúrufræðinga[PDF]

Þingmál A66 (fjármálastefna 2017--2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 186 - Komudagur: 2017-02-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A85 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-01 18:40:58 - [HTML]

Þingmál A101 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-09 14:02:55 - [HTML]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 474 - Komudagur: 2017-03-20 - Sendandi: Stefán Pálsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1487 - Komudagur: 2017-05-26 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A146 (orkuskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 377 - Komudagur: 2017-03-15 - Sendandi: N1 hf.[PDF]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 575 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A286 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML]

Þingmál A324 (Vestnorræna ráðið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 443 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-28 15:12:00 [HTML]

Þingmál A372 (lyfjastefna til ársins 2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2017-05-04 - Sendandi: Lyfjafræðingafélag Íslands[PDF]

Þingmál A376 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1027 - Komudagur: 2017-05-01 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands[PDF]

Þingmál A377 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 16:27:00 [HTML]

Þingmál A385 (skattar, tollar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1613 - Komudagur: 2017-10-23 - Sendandi: Libra lögmenn ehf. (fh. Icetransport ehf.)[PDF]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 19:09:13 - [HTML]
72. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-26 14:37:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Útlendingastofnun[PDF]

Þingmál A431 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A432 (bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1289 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Tollstjóri[PDF]

Þingmál A434 (stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1293 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks á Suðurlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1430 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A472 (kaup á nýjum krabbameinslyfjum)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2017-05-15 18:43:38 - [HTML]

Þingmál B96 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2017-01-24 19:34:43 - [HTML]

Þingmál B459 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-04-24 17:22:46 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A108 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 16:25:00 [HTML]

Löggjafarþing 148

Þingmál A2 (fjármálastefna 2018--2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A12 (ársreikningar og hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1124 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Haukur Arnþórsson[PDF]

Þingmál A18 (notkun og ræktun lyfjahamps)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 942 - Komudagur: 2018-03-22 - Sendandi: Kristvin Guðmundsson[PDF]

Þingmál A22 (brottnám líffæra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1618 - Komudagur: 2018-04-11 - Sendandi: Sindri Engilbertsson[PDF]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A27 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 138 - Komudagur: 2018-01-15 - Sendandi: Hveragerðisbær, skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings[PDF]
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A40 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 2018-01-05 - Sendandi: Bláskógabyggð[PDF]

Þingmál A65 (stofnefnahagsreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 270 - Komudagur: 2018-02-08 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands[PDF]

Þingmál A85 (Vestnorræna ráðið 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-01-25 13:37:28 - [HTML]

Þingmál A88 (óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 461 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Landssamtökin Spítalinn okkar[PDF]
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Landspítalinn[PDF]

Þingmál A89 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 801 - Komudagur: 2018-03-20 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands[PDF]

Þingmál A98 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 564 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A113 (endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2018-03-23 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A115 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A134 (helgidagafriður)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 17:21:12 - [HTML]
26. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 17:25:02 - [HTML]
26. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 17:29:05 - [HTML]
26. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 17:31:31 - [HTML]

Þingmál A179 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 659 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A185 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 628 - Komudagur: 2018-03-12 - Sendandi: Umhverfis- og tæknisvið uppsveita, Laugarvatni[PDF]

Þingmál A202 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 808 - Komudagur: 2018-03-20 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A219 (gerð áætlunar um stafræna endurgerð íslensks prentmáls)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-28 17:37:37 - [HTML]
31. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-28 17:52:47 - [HTML]
31. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-02-28 18:02:18 - [HTML]
31. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2018-02-28 18:21:11 - [HTML]
31. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-02-28 18:24:52 - [HTML]
31. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2018-02-28 18:39:27 - [HTML]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Félag heyrnarlausra[PDF]

Þingmál A423 (breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1586 - Komudagur: 2018-05-08 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2018-05-06 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A441 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1602 - Komudagur: 2018-05-09 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2018-05-08 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A479 (stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Minjastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2018-04-26 - Sendandi: Félagið femínísk fjármál[PDF]
Dagbókarnúmer 1521 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: BSRB[PDF]
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra[PDF]
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2018-05-29 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti[PDF]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1809 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2018-06-08 - Sendandi: Háskóli Íslands[PDF]

Þingmál A675 (verkefni í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands í þágu barna og ungmenna og rannsókna er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-07-17 13:56:48 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-09-13 12:03:29 - [HTML]
4. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-09-14 19:49:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 87 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra[PDF]

Þingmál A5 (aðgerðaáætlun í húsnæðismálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 790 - Komudagur: 2018-11-30 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A10 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-19 17:56:28 - [HTML]
7. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-09-19 18:03:02 - [HTML]
7. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-19 18:13:35 - [HTML]
7. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-09-19 18:27:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5 - Komudagur: 2018-09-26 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Austurlandi[PDF]

Þingmál A18 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 117 - Komudagur: 2018-10-16 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A68 (þinglýsingalög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 376 - Komudagur: 2018-11-01 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A110 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5713 - Komudagur: 2019-06-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A172 (fimm ára samgönguáætlun 2019--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 314 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Strætó bs[PDF]
Dagbókarnúmer 325 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra[PDF]
Dagbókarnúmer 2509 - Komudagur: 2018-12-17 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A173 (samgönguáætlun 2019--2033)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra[PDF]
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2018-11-02 - Sendandi: Kópavogsbær[PDF]
Dagbókarnúmer 918 - Komudagur: 2018-12-17 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2510 - Komudagur: 2018-12-17 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A176 (stuðningur við útgáfu bóka á íslensku)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-16 17:08:01 - [HTML]

Þingmál A184 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML]

Þingmál A227 (arfur og fjárhæð erfðafjárskatts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-10-11 15:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 712 (svar) útbýtt þann 2018-12-13 16:04:00 [HTML]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 595 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4371 - Komudagur: 2019-02-13 - Sendandi: Félag íslenskra landslagsarkitekta - garðsöguhópur[PDF]

Þingmál A232 (landgræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 654 - Komudagur: 2018-11-20 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A270 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 782 - Komudagur: 2018-11-30 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A299 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 2018-11-28 - Sendandi: Doktorsnemanefnd Heilbrigðisvísindasviðs[PDF]

Þingmál A330 (notkun ávarpsorða á Alþingi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (þáltill.) útbýtt þann 2018-11-08 11:49:00 [HTML]

Þingmál A380 (árangurstenging kolefnisgjalds)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4843 - Komudagur: 2019-03-26 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A433 (skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2019-01-10 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]

Þingmál A434 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4791 - Komudagur: 2019-03-22 - Sendandi: Guðmundur Hörður Guðmundsson[PDF]

Þingmál A442 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4307 - Komudagur: 2019-02-04 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A443 (íslenska sem opinbert mál á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3183 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: SÍUNG - Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda[PDF]

Þingmál A499 (fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
56. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-01-23 17:48:09 - [HTML]

Þingmál A504 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 828 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:41:00 [HTML]

Þingmál A528 (Evrópuráðsþingið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-30 15:36:00 [HTML]

Þingmál A529 (vestnorræna ráðið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-29 13:22:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-31 11:36:26 - [HTML]

Þingmál A538 (Landssímahúsið við Austurvöll)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-19 17:21:40 - [HTML]

Þingmál A542 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4694 - Komudagur: 2019-03-15 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A543 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4769 - Komudagur: 2019-03-21 - Sendandi: Samtökin ´78[PDF]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4868 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Tollstjóri[PDF]

Þingmál A610 (skattskyldur arfur einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-02-27 17:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1223 (svar) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML]

Þingmál A639 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5221 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf[PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5418 - Komudagur: 2019-05-07 - Sendandi: Jóhannes Sturlaugsson[PDF]

Þingmál A649 (úrskurðaraðilar á sviði neytendamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4948 - Komudagur: 2019-04-02 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A724 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4864 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Hrollaugur - félag smábátaeigenda á Hornafirði[PDF]

Þingmál A739 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5013 - Komudagur: 2019-04-09 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-23 12:57:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5559 - Komudagur: 2019-05-15 - Sendandi: Akureyrarbær[PDF]

Þingmál A758 (loftslagsmál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5392 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A764 (dreifing vátrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5078 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A765 (sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5081 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5248 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5464 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Mannvirkjastofnun[PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5092 - Komudagur: 2019-04-22 - Sendandi: Valorka ehf[PDF]

Þingmál A785 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]
Þingræður:
94. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-04-11 19:47:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5312 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga[PDF]

Þingmál A790 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5080 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5093 - Komudagur: 2019-04-22 - Sendandi: Valorka ehf[PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5094 - Komudagur: 2019-04-22 - Sendandi: Valorka ehf[PDF]

Þingmál A797 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5350 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A802 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5619 - Komudagur: 2019-05-22 - Sendandi: Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna[PDF]

Þingmál A826 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5661 - Komudagur: 2019-05-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A920 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1544 (frumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML]

Þingmál A954 (félagsleg aðstoð og almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-06-04 11:02:56 - [HTML]

Þingmál B774 ()[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2019-04-30 13:33:58 - [HTML]

Þingmál B876 ()[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-05-21 13:32:07 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2019-10-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 54 - Komudagur: 2019-10-07 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndafrmaleiðenda[PDF]
Dagbókarnúmer 136 - Komudagur: 2019-10-16 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi[PDF]

Þingmál A14 (starfsemi smálánafyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 223 - Komudagur: 2019-10-23 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A16 (grunnskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2019-10-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A23 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2019-11-18 - Sendandi: Lögreglustjórafélag Íslands[PDF]

Þingmál A27 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-06-29 23:59:29 - [HTML]
130. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-06-30 01:55:03 - [HTML]

Þingmál A34 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1855 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-25 11:57:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2019-10-31 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A59 (utanvegaakstur og verndun lands á hálendi Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1327 - Komudagur: 2020-02-18 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A67 (millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1336 - Komudagur: 2020-02-19 - Sendandi: Byggðastofnun[PDF]

Þingmál A96 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 431 - Komudagur: 2019-11-08 - Sendandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg[PDF]

Þingmál A102 (framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 344 - Komudagur: 2019-11-04 - Sendandi: Samtökin 78[PDF]

Þingmál A117 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 17:05:00 [HTML]

Þingmál A126 (viðgerðir á jarðvegsrofi vegna utanvegaaksturs utan þjóðgarða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1328 - Komudagur: 2020-02-18 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 1364 - Komudagur: 2020-02-20 - Sendandi: SAMÚT - Samtök útivistarfélaga[PDF]

Þingmál A130 (Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1342 - Komudagur: 2020-02-19 - Sendandi: Byggðastofnun[PDF]

Þingmál A176 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-26 16:45:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-17 17:24:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 2020-03-09 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1500 - Komudagur: 2020-03-10 - Sendandi: Samtök skattgreiðenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1502 - Komudagur: 2020-03-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1555 - Komudagur: 2020-03-16 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]

Þingmál A181 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-01 10:32:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 437 - Komudagur: 2019-11-11 - Sendandi: Ungmennafélag Íslands[PDF]

Þingmál A223 (neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-16 16:59:07 - [HTML]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-24 13:43:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 576 - Komudagur: 2019-11-22 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A285 (CBD í almennri sölu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 634 - Komudagur: 2019-11-27 - Sendandi: Sigurður Hólmar Jóhannesson[PDF]

Þingmál A306 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021--2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1288 - Komudagur: 2020-02-13 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A308 (viðhald og varðveisla gamalla báta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 2020-03-16 - Sendandi: Jón Sigurpálsson[PDF]

Þingmál A313 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-05-20 16:27:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 607 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 751 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: Kennarasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1477 - Komudagur: 2020-03-06 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A330 (breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A421 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1024 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2020-04-01 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A434 (fimm ára samgönguáætlun 2020--2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 987 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1006 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1129 - Komudagur: 2020-01-16 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra[PDF]

Þingmál A435 (samgönguáætlun fyrir árin 2020--2034)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1008 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1130 - Komudagur: 2020-01-16 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra[PDF]

Þingmál A439 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-12-11 16:16:45 - [HTML]

Þingmál A510 (107. og 108. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2018 og 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML]

Þingmál A534 (Vestnorræna ráðið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 14:49:00 [HTML]

Þingmál A569 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-20 12:36:43 - [HTML]
61. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-20 12:38:18 - [HTML]
61. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-20 12:41:14 - [HTML]

Þingmál A608 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1591 - Komudagur: 2020-03-18 - Sendandi: Skatturinn[PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A662 (samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-05-05 16:33:00 - [HTML]

Þingmál A709 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2101 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A711 (Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Brunnur Ventures GP ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2283 - Komudagur: 2020-06-02 - Sendandi: Verkefnastjórn um mótun nýsköpunarstefnu[PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2067 - Komudagur: 2020-05-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2125 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2129 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands[PDF]

Þingmál A718 (loftslagsmál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2158 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A724 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1853 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Geimvísinda- og tækniskrifstofa[PDF]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2170 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A841 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2303 - Komudagur: 2020-06-04 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A926 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1662 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-06-10 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2064 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-01 16:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2065 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-09-01 16:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2081 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-09-03 17:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2097 (lög í heild) útbýtt þann 2020-09-03 21:53:00 [HTML]
Þingræður:
134. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-09-02 15:38:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2386 - Komudagur: 2020-06-19 - Sendandi: Ásbrú ehf.[PDF]

Þingmál A968 (breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2020-08-31 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A969 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2476 - Komudagur: 2020-08-28 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A970 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2477 - Komudagur: 2020-08-28 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál B7 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-09-11 21:09:31 - [HTML]

Þingmál B120 (eignasöfnun og erfðafjárskattur)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-10-14 15:04:05 - [HTML]

Þingmál B132 ()[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-10-15 14:03:18 - [HTML]

Þingmál B207 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-11-05 13:56:53 - [HTML]

Þingmál B864 (upplýsingaskylda stórra fyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-25 15:27:42 - [HTML]

Þingmál B874 (skattlagning eignarhalds á kvóta)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-05-28 10:34:39 - [HTML]

Þingmál B1022 ()[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-23 20:05:12 - [HTML]
125. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-06-23 21:53:06 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Inga Sæland (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-10 16:01:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2020-11-09 - Sendandi: Geðhjálp[PDF]

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-06 11:14:45 - [HTML]
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-06 11:15:55 - [HTML]
4. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-06 11:17:57 - [HTML]
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-06 11:19:06 - [HTML]
4. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-10-06 12:25:04 - [HTML]
4. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-10-06 14:14:21 - [HTML]

Þingmál A5 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-08 11:45:21 - [HTML]
6. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-10-08 12:43:16 - [HTML]
30. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-12-02 18:11:56 - [HTML]
30. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-12-02 19:22:52 - [HTML]
30. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-12-02 20:12:02 - [HTML]

Þingmál A10 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 335 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Átak, bifreiðastjórafélag[PDF]

Þingmál A21 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 476 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A47 (úttekt á heilsutengdum forvörnum eldra fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 531 - Komudagur: 2020-11-25 - Sendandi: Janus heilsuefling[PDF]

Þingmál A85 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A104 (bætt stjórnsýsla í umgengnismálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi[PDF]

Þingmál A114 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2020-10-21 - Sendandi: Landssamband sumarhúsaeiganda[PDF]

Þingmál A136 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-04 15:06:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda[PDF]

Þingmál A141 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 15:52:53 - [HTML]

Þingmál A161 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-12 19:14:39 - [HTML]

Þingmál A226 (viðhald og varðveisla gamalla báta)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-24 15:12:08 - [HTML]

Þingmál A240 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 506 - Komudagur: 2020-11-23 - Sendandi: Félag íslenskra öldrunarlækna[PDF]

Þingmál A269 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-25 18:31:48 - [HTML]

Þingmál A278 (menntastefna 2021--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 793 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Háskóli Íslands[PDF]

Þingmál A321 (Tækniþróunarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 916 - Komudagur: 2020-12-09 - Sendandi: Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna[PDF]

Þingmál A322 (opinber stuðningur við nýsköpun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 910 - Komudagur: 2020-12-09 - Sendandi: Samtök þekkingarsetra[PDF]

Þingmál A336 (jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Haraldur Benediktsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-12-16 15:11:41 - [HTML]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A345 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2021-01-04 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga[PDF]

Þingmál A347 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-02 17:03:36 - [HTML]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1262 - Komudagur: 2021-01-20 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær[PDF]

Þingmál A367 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-05-18 18:21:27 - [HTML]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1159 - Komudagur: 2021-01-13 - Sendandi: Flóahreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2021-01-21 - Sendandi: Dalabyggð[PDF]
Dagbókarnúmer 1371 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Kristinn Snær Sigurjónsson, Guðbergur Reynisson og Freyr Þórsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1441 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Landvarðafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1478 - Komudagur: 2021-02-03 - Sendandi: Náttúruminjasafn Íslands[PDF]

Þingmál A370 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1564 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1576 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A375 (jarðalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Dalabyggð[PDF]

Þingmál A377 (ferðagjöf)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 874 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Ferðamálastofa[PDF]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1677 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Strandveiðifélagið Krókur[PDF]

Þingmál A422 (ættliðaskipti bújarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (þáltill.) útbýtt þann 2020-12-16 17:32:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-04 17:02:17 - [HTML]

Þingmál A424 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-17 18:47:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-26 17:56:17 - [HTML]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-11 16:17:37 - [HTML]

Þingmál A492 (Vestnorræna ráðið 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-02 13:26:00 [HTML]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML]

Þingmál A558 (brottfall laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 938 (frumvarp) útbýtt þann 2021-02-25 14:05:00 [HTML]

Þingmál A603 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1030 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML]

Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2554 - Komudagur: 2021-04-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A627 (fjármálaáætlun 2022--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2569 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A700 (breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2672 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Almenni lífeyrissjóðurinn[PDF]
Dagbókarnúmer 2818 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: Eftirlaunasjóður FíA (EFÍA)[PDF]
Dagbókarnúmer 2932 - Komudagur: 2021-05-10 - Sendandi: Almenni lífeyrissjóðurinn[PDF]
Dagbókarnúmer 3095 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A707 (staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2918 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A709 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2919 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A712 (umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2868 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]

Þingmál A730 (fulltrúar Hæstaréttar í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (svar) útbýtt þann 2021-05-06 13:37:00 [HTML]

Þingmál A791 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML]

Þingmál A872 (stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1849 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-07-06 10:28:00 [HTML]

Þingmál B26 ()[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-10-07 10:52:21 - [HTML]

Þingmál B404 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-03 13:02:32 - [HTML]

Þingmál B626 (fátækt á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2021-04-13 14:13:07 - [HTML]

Þingmál B700 (breytingar á fyrirkomulagi skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameini)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-26 14:42:23 - [HTML]

Þingmál B879 ()[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2021-06-07 20:47:45 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-03 17:23:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 347 - Komudagur: 2021-12-20 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 364 - Komudagur: 2021-12-20 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2022--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 459 - Komudagur: 2022-01-13 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A49 (aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-03-01 18:42:40 - [HTML]

Þingmál A139 (ættliðaskipti bújarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-07 16:46:00 [HTML]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 430 - Komudagur: 2022-01-08 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A150 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-14 19:34:47 - [HTML]

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 418 - Komudagur: 2022-01-06 - Sendandi: Minjastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri[PDF]

Þingmál A438 (Vestnorræna ráðið 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-03-29 20:25:20 - [HTML]

Þingmál A543 (rekstur skáldahúsa á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1074 (svar) útbýtt þann 2022-05-30 14:38:00 [HTML]

Þingmál B551 ()[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-26 13:32:40 - [HTML]

Þingmál B572 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-04-28 14:42:30 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A52 (breytingar á aðalnámskrá í grunnskóla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Menntavísindasvið Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A165 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4175 - Komudagur: 2023-03-22 - Sendandi: Kvenfélagasamband Íslands[PDF]

Þingmál A432 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML]

Þingmál A505 (ættliðaskipti bújarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-28 14:31:00 [HTML]

Þingmál A662 (Vestnorræna ráðið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-02-01 15:27:00 [HTML]

Þingmál A939 (tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1469 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 10:15:00 [HTML]

Þingmál A969 (erfðalög og erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1514 (frumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 15:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4735 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: KPMG[PDF]
Dagbókarnúmer 4780 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Skatturinn[PDF]

Löggjafarþing 154

Þingmál A1 (fjárlög 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-12 15:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 674 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-05 13:20:00 [HTML]
Þingræður:
43. þingfundur - Kristrún Frostadóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-05 19:05:17 - [HTML]
46. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-12-08 15:59:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 658 - Komudagur: 2023-11-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 980 - Komudagur: 2023-11-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A45 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-13 19:42:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-25 18:24:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2023-12-04 - Sendandi: Sýslumannaráð[PDF]

Þingmál A47 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-13 19:42:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-25 18:35:41 - [HTML]
20. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-10-25 19:26:22 - [HTML]

Þingmál A53 (miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-26 13:53:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 663 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Sterkar Strandir[PDF]
Dagbókarnúmer 666 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Vestfjarðastofa[PDF]

Þingmál A87 (breytingar á aðalnámskrá grunnskóla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1549 - Komudagur: 2024-02-23 - Sendandi: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið[PDF]

Þingmál A94 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1877 - Komudagur: 2024-03-27 - Sendandi: Kvenfélagasamband Íslands[PDF]

Þingmál A486 (kvikmyndalög)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-21 16:30:56 - [HTML]

Þingmál A598 (styrkir og samstarfssamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1767 (svar) útbýtt þann 2024-06-03 15:10:00 [HTML]

Þingmál A608 (Vestnorræna ráðið 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 911 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00

Þingmál A758 (handrit þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar afhent íslensku þjóðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (þáltill.) útbýtt þann 2024-03-04 19:55:00 [HTML]

Þingmál A831 (Náttúruverndarstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2094 (breytingartillaga) útbýtt þann 2024-06-22 16:09:00 [HTML]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-23 14:53:15 - [HTML]

Þingmál A936 (sviðslistir)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-23 21:21:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Páll Baldvin Baldvinsson[PDF]

Þingmál A938 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2565 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Félag héraðsskjalavarða á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2593 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson[PDF]

Þingmál A1035 (fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2024-04-18 18:12:13 - [HTML]

Þingmál A1038 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2024-04-17 18:18:16 - [HTML]

Þingmál B156 (aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgu)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2023-10-09 15:17:57 - [HTML]

Þingmál B541 (Orkumál)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2024-01-23 14:22:02 - [HTML]

Þingmál B833 ()[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2024-04-10 15:40:55 - [HTML]

Þingmál B1100 ()[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-14 10:37:18 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-09-12 11:58:38 - [HTML]

Þingmál A138 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-17 13:12:00 [HTML]