Úrlausnir.is


Merkimiði - Lögfestingar


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (773)
Dómasafn Hæstaréttar (198)
Umboðsmaður Alþingis (348)
Stjórnartíðindi - Bls (175)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (809)
Dómasafn Félagsdóms (29)
Dómasafn Landsyfirréttar (12)
Alþingistíðindi (3024)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (157)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (5919)
Alþingi (12904)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1933:101

Hrd. 1935:40 nr. 115/1934 [PDF]

Hrd. 1936:236 nr. 30/1935 (Jóhannes EA - Filippus EA - Veðbréfur eða veðréttur) [PDF]

Hrd. 1938:484 nr. 10/1938 [PDF]

Hrd. 1938:704 nr. 45/1937 [PDF]

Hrd. 1946:449 nr. 80/1943 [PDF]

Hrd. 1947:523 nr. 42/1947 [PDF]

Hrd. 1950:212 nr. 57/1949 [PDF]

Hrd. 1952:434 nr. 80/1952 (Stóreignaskattur) [PDF]

Hrd. 1953:113 nr. 6/1952 [PDF]

Hrd. 1955:481 nr. 94/1955 [PDF]

Hrd. 1955:691 nr. 20/1955 (Laxagata - Grunnleigusamningur) [PDF]
Leiguverð var miðað við fasteignamat. Þegar samningurinn var gerður fór fasteignamatið fram á 10 ára fresti. Hins vegar verður lagabreyting sem var óhagfelld fyrir landeigandann með því að kveða á um að fasteignamatið færi fram á 20 ára fresti og sett hámarksupphæð sem miða mætti við í matinu.

Hæstiréttur féllst á breytingu á samningnum þar sem forsendurnar voru svo veigamiklar og að gera ætti mat á 10 ára fresti eftir hvert fasteignamat af dómkvöddum mönnum.
Hrd. 1959:122 nr. 51/1958 [PDF]

Hrd. 1959:671 nr. 141/1958 (Flugeldar í bifreið) [PDF]
Farþegi hélt á flugeldum og varð fyrir líkamstjóni. Synjað var kröfunni þar sem tjónið var ekki vegna notkun bifreiðarinnar.
Hrd. 1967:916 nr. 84/1966 (Reyðarvatn) [PDF]

Hrd. 1969:153 nr. 11/1969 (Eignaauki) [PDF]
Framteljandi hafði á skattframtölum sínum árin 1966 og 1967 talið fram verðmæti eigin vinnu við byggingaframkvæmdir skattárin fyrir 1965 og 1966. Framteljandinn taldi þá vinnu vera skattfrjálsa á grundvelli ákvæðis í skattalögum um að tekjur teldust ekki til eignaauka sem stafa af aukavinnu, sem einstaklingar leggja fram utan reglulegs vinnutíma við byggingu íbúða til eigin nota og að sú ívilnun félli burt að því leyti sem vinnan kunni að fást endurgreidd með söluhagnaði af íbúðinni.

Í reglugerð sem sett var á grundvelli laganna sagði hins vegar þetta: „Nú á maður íbúð og byggir sér aðra stærri til eigin nota, skal þá telja þann hluta eigin aukavinnu hans við nýju íbúðina skattfrjálsan, sem svarar til stærðarmunarins, miðað við rúmmetrafjölda.“

Hæstiréttur taldi að þar sem ekki kæmi í lögunum fram að það myndi skerða ívilnunina að skattþegn hafi áður átt íbúðarhúsnæði, hafi fjármálaráðherra ekki öðlast heimild til þess að skerða ívilnunina enn frekar.
Hrd. 1970:977 nr. 195/1970 [PDF]

Hrd. 1971:1137 nr. 193/1970 (Reyðarvatn) [PDF]

Hrd. 1975:55 nr. 65/1971 (Arnarvatnsheiði) [PDF]
SÓ seldi hluta Arnarvatnsheiðar árið 1880 en áskildi að hann og erfingjar hans, sem kunni að búa á tilteknu nánar afmörkuðu svæði, að hefðu rétt til eggjatöku og silungsveiði í því landi fyrir sig og sína erfingja. Kaupendurnir skiptu síðan landinu upp í tvo hluta og seldu síðan hlutana árið 1884 til tveggja nafngreindra hreppa. Löngu síðar fóru aðrir að veiða silunga á svæðinu og var þá deilt um hvort túlka mætti það afsal er fylgdi jörðinni árið 1880 á þann veg að erfingjarnir hefðu einkarétt á þessum veiðum eða deildu þeim réttindum með eigendum jarðarinnar hverju sinni.

Hæstiréttur vísaði til þess að það væri „forn og ný réttarregla, að landeigandi eigi fiskveiði í vötnum á landi sínu, [...] þá var rík ástæða til þess, að [SÓ] kvæði afdráttarlaust að orði, ef ætlun hans var sú, að enginn réttur til silungsveiði í vötnum á hinu selda landi fylgdi með við sölu þess“. Ákvæðin um þennan áskilnað voru talin óskýr að þessu leyti og litið til mótmæla hreppsbænda á tilteknum manntalsþingum sem merki þess að bændurnir hafi ekki litið þannig á ákvæðin að allur silungsrétturinn hafi verið undanskilinn sölunni. Þar að auki höfðu fylgt dómsmálinu ýmis vottorð manna er bjuggu í nágrenninu að þeir hefðu stundað silungsveiði á landinu án sérstaks leyfis niðja [SÓ]s.
Hrd. 1976:232 nr. 126/1974 [PDF]

Hrd. 1976:1105 nr. 169/1974 (Garðakot) [PDF]

Hrd. 1978:379 nr. 88/1975 [PDF]

Hrd. 1978:447 nr. 50/1978 [PDF]

Hrd. 1978:893 nr. 32/1976 (Óvígð sambúð - Vinnuframlag á heimili - Ráðskonulaun V) [PDF]

Hrd. 1978:1283 nr. 55/1977 [PDF]

Hrd. 1979:1157 nr. 173/1978 (Umgengnisréttur eftir óvígða sambúð) [PDF]

Hrd. 1980:2 nr. 17/1979 (Verslunarráð Íslands) [PDF]

Hrd. 1980:920 nr. 99/1978 (Leirvogstunga) [PDF]

Hrd. 1980:1409 nr. 90/1980 (Sérdómstóll) [PDF]

Hrd. 1980:1426 nr. 209/1977 [PDF]

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn) [PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:416 nr. 97/1979 (Fálkagata) [PDF]

Hrd. 1981:1138 nr. 191/1981 [PDF]

Hrd. 1981:1584 nr. 199/1978 (Landmannaafréttardómur síðari) [PDF]
Íslenska ríkið hóf mál fyrir aukadómþingi Rangárvallasýslu árið 1975 með eignardómsstefnu þar sem krafist var viðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Tilefnið var ágreiningur um réttarstöðu afréttanna vegna virkjanaframkvæmda hins opinbera við Tungnaá og Þórisvatn. Ríkið taldi sig ávallt hafa átt svæðið án þess að formleg staðfesting hafi verið á þeim rétti, en tók þó fram að það viðurkenndi þegar áunninn upprekstrarréttindi og önnur afréttarnot annarra aðila reist á lögum og venjum.

Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.

Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna, hrd. Landmannaafréttur I. Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.

Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.

Sératkvæði tveggja manna minni hluta Hæstaréttar voru um hið andstæða á þeim forsendum að í meginatriðum um þegar hefði verið leyst úr þeim hluta málsins fyrir Hæstarétti er varðaði veiðirétt og vatnsföll á sama svæði af hálfu sömu aðila, án þess að málatilbúnaðurinn hafi verið til þess fallinn að aðgreina það fordæmi né lögð fram ný gögn er gæfu tilefni til annarrar niðurstöðu.

Hrd. 1982:428 nr. 150/1978 [PDF]

Hrd. 1982:437 nr. 117/1979 [PDF]

Hrd. 1982:836 nr. 214/1977 (Farþegi gegn gjaldi - Bílslys í Þjórsárdal) [PDF]

Hrd. 1983:421 nr. 171/1980 [PDF]

Hrd. 1983:574 nr. 54/1981 (Nýr ráðningarsamningur ríkisstarfsmanns) [PDF]

Hrd. 1983:1894 nr. 190/1981 [PDF]

Hrd. 1983:2187 nr. 129/1981 [PDF]

Hrd. 1984:875 nr. 124/1982 [PDF]

Hrd. 1984:1057 nr. 209/1982 [PDF]

Hrd. 1985:75 nr. 234/1982 [PDF]

Hrd. 1985:479 nr. 124/1984 [PDF]

Hrd. 1985:1360 nr. 138/1984 [PDF]

Hrd. 1985:1380 nr. 177/1985 [PDF]

Hrd. 1985:1389 nr. 38/1984 [PDF]

Hrd. 1986:706 nr. 133/1984 (Hlunnindaskattur Haffjarðarár - Utansveitarmenn) [PDF]

Hrd. 1986:1095 nr. 99/1985 [PDF]

Hrd. 1986:1396 nr. 98/1985 [PDF]

Hrd. 1986:1473 nr. 18/1985 [PDF]

Hrd. 1987:384 nr. 67/1987 (Innsetning í umráð barna) [PDF]

Hrd. 1987:788 nr. 199/1985 [PDF]

Hrd. 1987:972 nr. 12/1986 (Kjarnaborvél) [PDF]

Hrd. 1987:1008 nr. 271/1985 (Samsköttun) [PDF]

Hrd. 1987:1263 nr. 229/1986 (Lyfjapróf Jóns Páls) [PDF]

Hrd. 1987:1444 nr. 49/1986 (Byggingafræðingur) [PDF]

Hrd. 1987:1735 nr. 331/1987 (Hafskip) [PDF]

Hrd. 1988:742 nr. 321/1986 [PDF]

Hrd. 1988:1130 nr. 4/1987 [PDF]

Hrd. 1988:1532 nr. 239/1987 (Framadómur) [PDF]
Í reglugerð var kveðið á um það skilyrði fyrir atvinnuleyfi að bifreiðastjóri yrði að vera í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Bifreiðarstjórinn fékk atvinnuleyfi árið 1984 og skuldbatt sig til að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar í einu og öllu. Árið eftir hætti hann að greiða félagsgjöldin og taldi sig vera óskylt að vera í félaginu. Umsjónarnefnd leigubifreiða innkallaði atvinnuleyfið að ósk félagsins og staðfesti ráðherra þá ákvörðun. Bifreiðarstjórinn höfðaði mál til ógildingar á þeirri ákvörðun.

Í lögunum, sem reglugerðin byggði á, var ekki mælt fyrir um skyldu atvinnuleyfishafa til að vera í stéttarfélagi eða einungis megi veita atvinnuleyfi til þeirra sem væru í stéttarfélagi bifreiðastjóra. Hæstiréttur taldi að ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi kvæði á um að lagaboð þyrfti til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna og vísaði þá í sett lög frá Alþingi, og þar af leiðandi dygðu reglugerðarákvæðin ekki ein og sér. Taldi dómurinn því að óheimilt hafi verið að svipta bifreiðarstjórann atvinnuleyfinu á þeim forsendum.
Hrd. 1988:1689 nr. 412/1988 [PDF]

Hrd. 1989:28 nr. 5/1989 (Ríkisendurskoðun) [PDF]
Ríkisendurskoðun hafði krafist aðgangs að sjúkraskýrslum ákveðins tímabils í því skyni að sannreyna hvort gjaldskrárreikningar sem nafngreindur heimilislæknir hafði gert og fengið greitt fyrir ættu stoð í skýrslunum. Eingöngu trúnaðarlæknir stofnunarinnar fengi að kynna sér efni skýrslnanna en ekki aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í málinu var vísað til almenns ákvæðis í lögum þar sem stofnunin hefði fengið víðtækar heimildir til þess að kanna gögn er lægju til grundvallar reikningsgerð á hendur ríkinu. Læknirinn mótmælti og krafðist þess að aðgangi stofnunarinnar og trúnaðarlæknisins yrði synjað á grundvelli einkalífsvernd sjúklinganna og leyndarskyldu lækna.

Hæstiréttur taldi í ljósi eðli málsins að aðrir starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar hljóti að hafa vitneskju um gögnin og þar að auki bera reikningarnir með sér að tilteknar aðgerðir hafi verið gerðar. Því væri ekki um að ræða meginbreytingar varðandi leynd gagnanna þó trúnaðarlæknir, sem bundinn væri þagnarskyldu, myndi kynna sér gögnin á vegum Ríkisendurskoðunar að því marki sem krafist var í málinu. Var því lækninum skylt, að mati réttarins, að verða við kröfu Ríkisendurskoðunar um aðgang að gögnunum.

Í ræðu framsögumanns þingnefndar í neðri deild Alþingis, við afgreiðslu frumvarpsins, sagði að viðhorf þingnefndarinnar að til að viðhalda trúnaði við sjúklinga myndi sérstakur trúnaðarlæknir á vegum Ríkisendurskoðunar annast athuganir stofnunarinnar á sjúkragögnum er lægju til grundvallar greiðslum til lækna. Talið er að ræðan hafi haft verulega þýðingu fyrir úrslit málsins í Hæstarétti.
Hrd. 1989:1011 nr. 28/1987 [PDF]

Hrd. 1989:1022 nr. 29/1987 [PDF]

Hrd. 1989:1257 nr. 130/1987 [PDF]

Hrd. 1989:1404 nr. 128/1988 [PDF]

Hrd. 1990:92 nr. 31/1990 (Hæfi héraðsdómara - Gæsluvarðhaldsúrskurður I - Aðskilnaðardómur V) [PDF]

Hrd. 1990:496 nr. 12/1989 (Vélsleði) [PDF]
Tekið var fram í dómnum að raunvirði sleðans var ekki ákveðið hærra vegna greiðsluháttar.
Hrd. 1990:1581 nr. 22/1989 (36 ár, sameignir) [PDF]
M og K höfðu verið í sambúð í 36 ár.
Þau deildu aðallega um skiptingu á tveimur fasteignum, andvirði bifreiðar, bankainnstæðum og verðbréfum. Dómstólar mátu svo að framangreindar eignir skyldu skiptast að jöfnu en tóku þó ekki afstöðu til útlagningar né hvor aðilinn ætti tilkall til þess að leysa einstakar eignir til sín.
Sumar aðrar eignir mat hann svo að annar aðilinn ætti að eiga þær að fullu.
Hrd. 1991:1236 nr. 482/1990 [PDF]

Hrd. 1991:1855 nr. 340/1991 (Ms. Haukur) [PDF]

Hrd. 1992:352 nr. 42/1992 [PDF]

Hrd. 1992:800 nr. 218/1989 [PDF]

Hrd. 1992:1511 nr. 286/1989 (Óttarsstaðir) [PDF]

Hrd. 1992:1531 nr. 498/1991 [PDF]

Hrd. 1992:1545 nr. 485/1991 (Lýsing) [PDF]

Hrd. 1992:1834 nr. 274/1992 [PDF]

Hrd. 1992:1858 nr. 156/1987 (Sæból) [PDF]

Hrd. 1993:259 nr. 135/1990 (Innheimtustarfsemi) [PDF]

Hrd. 1993:826 nr. 141/1993 [PDF]

Hrd. 1993:1073 nr. 87/1993 (Akstur utan vegar) [PDF]

Hrd. 1993:1217 nr. 124/1993 (Leigubílastjóraaldur) [PDF]

Hrd. 1993:1703 nr. 24/1990 [PDF]

Hrd. 1993:2061 nr. 291/1993 (Hrönn hf.) [PDF]

Hrd. 1993:2205 nr. 325/1990 (Brekka) [PDF]

Hrd. 1994:79 nr. 442/1993 (Skinkumál) [PDF]
Deilt var um hvort framleiðsluráð gæti kveðið á um bann við innflutningi á vöru á grundvelli lagaákvæðis sem skyldaði umleitan álits framleiðsluráðs þegar flytja ætti inn landbúnaðarvöru.

Meirihluti Hæstaréttar (4 af 7) túlkaði lagaákvæðið með þeim hætti að verið væri að tryggja rétt framleiðsluráðsins til umsagnar en ekki sjálfstæða heimild til innflutningstakmörkunar á landbúnaðarvörum. Stjórnvaldsákvarðanir ráðherra um synjun á tollafgreiðslu varanna voru því ógiltar.
Hrd. 1994:469 nr. 198/1993 (Flugumferðarstjórar) [PDF]

Hrd. 1994:576 nr. 136/1992 (Söluskattur - Þýsk-íslenska hf. - Starfsstöð innsigluð) [PDF]
Fyrirtæki var í vanskilum á söluskatti og gripu yfirvöld til þess að innsigla starfsstöð þeirra. Það greiddi skuldina fljótt eftir innsiglunina. Hæstiréttur taldi að yfirvöld hefðu átt að bjóða þeim að greiða skuldina áður en gripið yrði til lokunar.
Hrd. 1994:728 nr. 101/1992 [PDF]

Hrd. 1994:758 nr. 10/1994 (Skattfrjáls jöfnunarhlutabréf) [PDF]

Hrd. 1994:1191 nr. 472/1993 [PDF]

Hrd. 1994:1451 nr. 270/1994 (EES-samningur) [PDF]
„[D]ómstólar verða ekki krafðir álits um lögfræðileg efni nema að því leyti, sem nauðsynlegt er til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli.“
Hrd. 1994:1476 nr. 281/1991 (Launaskattur - Atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands) [PDF]
Með lögum var lagður á launaskattur ásamt heimild til að ákveða álagningu launaskatts á atvinnutekjur hjá fyrirtækjum sem flokkuðust undir fiskverkun og iðnað samkvæmt atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Þá var sett reglugerð þar sem heimildin var nýtt og með henni var fylgiskjal með hluta af atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Síðar var gefin út önnur reglugerð er tók við af hinni fyrri en án birtingar úr atvinnuvegaflokkuninni, og var það heldur ekki gert síðar. Enn síðar voru birt lög þar sem vinnulaun og þóknanir fyrir störf hjá fyrirtækjum sem flokkast undir fiskverkun og iðnað skv. atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands væru undanþegin skattinum.

Blikksmiðameistari kærði áætlun skattstjóra um álögð gjöld sem endaði á stjórnsýslustigi með álagningu 3,5% launaskatts á vinnu við uppsetningu loftræstikerfa á byggingarstað. Taldi meistarinn að verkið væri undanþegið launaskattsskyldu og að fáránlegt væri að álagning þessa skattar færi eftir því hvar hann ynni verkið . Lögtak varð síðan gert í fasteign hans til tryggingar á skuld hans vegna greiðslu þessa skatts.

Meirihluti Hæstaréttar mat það svo að eingöngu hefði verið hægt að byggja á þeim hlutum atvinnuvegaflokkunarinnar sem hafði þá þegar verið birtur, og því var hafnað að líta á hluta hennar sem óbirtur voru við meðferð málsins og ríkið vísaði í til stuðnings máli sínu. Vísaði hann einnig til þess að löggjafinn hefði ætlað að undanþágan næði einvörðungu til þess hluta sem unninn væri á verkstæðum en ekki samsetningar hluta utan þeirra, hefði þurft að taka það skýrt fram við setningu laganna. Með hliðsjón af þessu var ekki gerður greinarmunur á þessum þáttum starfseminnar.
Hrd. 1994:1995 nr. 391/1992 [PDF]

Hrd. 1994:2640 nr. 425/1994 (Sameining sveitarfélaga Helgafellssveit) [PDF]

Hrd. 1995:29 nr. 322/1992 [PDF]

Hrd. 1995:167 nr. 312/1992 (Aðgangur að eldri sjúkraskrám) [PDF]

Hrd. 1995:592 nr. 60/1995 [PDF]

Hrd. 1995:835 nr. 448/1992 [PDF]

Hrd. 1995:856 nr. 369/1992 [PDF]

Hrd. 1995:1287 nr. 139/1995 [PDF]

Hrd. 1995:3094 nr. 401/1995 [PDF]

Hrd. 1995:3149 nr. 342/1995 (Vansvefta skipstjóri - Bjartsmál) [PDF]

Hrd. 1996:159 nr. 223/1994 (Snjóflóð) [PDF]
Starfsmaður Vegagerðarinnar varð fyrir tjóni við snjóruðning. Synjað var um bótaábyrgð Vegagerðarinnar en hins vegar var vátryggingarfyrirtækið látið bera ábyrgð þar sem starfsmaðurinn var að nota ökutækið á þeirri stundu.
Hrd. 1996:405 nr. 135/1995 (Samvinnubankinn) [PDF]

Hrd. 1996:582 nr. 282/1994 (Búseti) [PDF]

Hrd. 1996:1114 nr. 115/1996 [PDF]

Hrd. 1996:1422 nr. 150/1995 [PDF]

Hrd. 1996:1536 nr. 161/1996 [PDF]

Hrd. 1996:2063 nr. 131/1995 (Grensásvegur) [PDF]

Hrd. 1996:2269 nr. 125/1995 (Hrognatunnur) [PDF]

Hrd. 1996:3002 nr. 221/1995 (Fullvirðisréttur og greiðslumark í landbúnaði - Greiðslumark I - Fosshólar) [PDF]

Hrd. 1996:3141 nr. 329/1995 [PDF]

Hrd. 1996:3581 nr. 422/1996 (Vanhæfi héraðsdómara) [PDF]

Hrd. 1996:3920 nr. 270/1996 (Siglufjarðarapótek) [PDF]

Hrd. 1996:4112 nr. 290/1996 (Flugmaður) [PDF]

Hrd. 1996:4260 nr. 427/1995 (Jöfnunargjald á franskar kartöflur) [PDF]
Almenn lagaheimild var til staðar til að hækka jöfnunargjaldið á franskar kartöflur. Gjaldið var svo hækkað úr 40% í 190%. Ekki voru talin vera fyrir hendi réttlætanleg sjónarmið um að hækka gjaldið eins mikið og gert var. Íslenska ríkið gat ekki sýnt fram á að vandi við niðurgreiðslur og erlendir markaðir hafi verið sjónarmið sem íslenska ríkið hafi byggt á við beitingu þeirrar heimildar.
Hrd. 1997:157 nr. 60/1996 [PDF]

Hrd. 1997:385 nr. 3/1997 (Vífilfell) [PDF]

Hrd. 1997:759 nr. 163/1996 [PDF]

Hrd. 1997:841 nr. 285/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1948 nr. 196/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2174 nr. 282/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2563 nr. 42/1997 (Reykhóll) [PDF]

Hrd. 1997:2578 nr. 43/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2918 nr. 432/1996 (Ákvörðun byggingarnefndar - Blómaskáli) [PDF]

Hrd. 1997:3742 nr. 287/1997 [PDF]

Hrd. 1998:374 nr. 7/1998 [PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi) [PDF]

Hrd. 1998:601 nr. 476/1997 (Möðrufell í Eyjafjarðarsveit - Dalabyggð - Röksemdir ráðuneytis) [PDF]

Hrd. 1998:799 nr. 305/1997 [PDF]

Hrd. 1998:829 nr. 78/1998 (Yfirskattanefnd - Frávísun) [PDF]

Hrd. 1998:1846 nr. 406/1997 (Hlaðmaður) [PDF]

Hrd. 1998:1949 nr. 198/1998 [PDF]

Hrd. 1998:1976 nr. 311/1997 (Breytt mat á örorku - Reikniregla) [PDF]
Sett var ný reikniregla um umreikning. Haldið var því fram að reiknireglan væri gölluð því hún bætti ekki alla starfsorkuskerðingu. Hæstiréttur var ósammála þar sem veita ætti löggjafanum svigrúm til að stilla þetta af.
Hrd. 1998:2002 nr. 312/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2021 nr. 389/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2270 nr. 218/1998 [PDF]

Hrd. 1998:2286 nr. 213/1998 (Málsmeðferð á rannsóknarstigi) [PDF]

Hrd. 1998:2299 nr. 221/1998 [PDF]

Hrd. 1998:2390 nr. 478/1997 [PDF]

Hrd. 1998:3096 nr. 497/1997 (Iðnlánasjóður - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins) [PDF]

Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög) [PDF]

Hrd. 1998:3259 nr. 242/1997 (Notaðir vélsleðar) [PDF]

Hrd. 1998:3599 nr. 46/1998 (Héraðsdýralæknir) [PDF]

Hrd. 1998:3682 nr. 53/1998 (Slökkviliðsmenn) [PDF]

Hrd. 1998:3781 nr. 93/1998 (Viðbótarálagning) [PDF]

Hrd. 1998:4328 nr. 147/1998 [PDF]

Hrd. 1998:4406 nr. 166/1998 (Iðnaðarmálagjald) [PDF]

Hrd. 1999:262 nr. 241/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML] [PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:781 nr. 415/1998 (Áfengisauglýsingar - Egils Sterkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:942 nr. 139/1997 (Rithandarrannsókn ekki afgerandi, litið til annarra atvika)[HTML] [PDF]
Reynt var að sýna fram á fölsun rithandar með rannsókn.

Einstaklingur hafði fengið námslán og fengið skuldabréf. Haldið því fram að undirritunin á skuldabréfinu hefði verið fölsuð. Rannsóknin benti ekki nægileg líking væri fyrir því að um fölsun hefði verið að ræða, en heldur ekki í hina áttina. Að endingu var greiðsluskyldan staðfest.
Hrd. 1999:1080 nr. 254/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1096 nr. 255/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1112 nr. 256/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1270 nr. 482/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1298 nr. 388/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2767 nr. 36/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2777 nr. 40/1999 (Krýsuvík og Stóri Nýibær)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2794 nr. 450/1998 (Kolbeinsstaðarhreppur)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2809 nr. 451/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3132 nr. 239/1999 (Kynfaðernismál)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3386 nr. 65/1999 (Good Morning America)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3679 nr. 409/1999 (Fimleikahús ÍR - Kaþólska biskupsdæmið)[HTML] [PDF]
ÍR leigði lóð af kaþólska biskupsdæminu á Íslandi árið 1930 til nota fyrir íþróttahús. Leigusamningurinn átti að renna út árið 1964 og var í honum ákvæði að eftir lok leigutímans skyldi leigutakinn fjarlægja húsið af lóðinni og skila henni vel frágenginni nema leigusamningurinn yrði framlengdur. Þá kom fram að leigusalinn hefði áskilið sér rétt til að kaupa húsið af leigjandanum við lok leigusamningsins. Þegar samningurinn rann svo út var húsið ekki fjarlægt, lóðinni ekki skilað, og biskupsdæmið nýtti heldur ekki kauprétt sinn í húsinu.

ÍR byggði á því að félagið ætti lóðina á grundvelli hefðunar þar sem biskupsdæmið hefði fyrst gert kröfu um endurheimt á umráðum lóðarinnar árið 1987. Hins vegar var lagt fyrir dóm bréf sem ÍR hafði sent til sveitarfélags árið 1970 þar sem því var boðið að kaupa húsið, en viðurkenndu í sama bréfi eignarhald biskupsdæmisins á lóðinni. Hæstiréttur taldi að með þeirri viðurkenningu hefði ÍR viðurkennt að félagið nyti einungis afnotaréttar af lóðinni og hefði því ekki getað áunnið sér eignarhefð á lóðinni.
Hrd. 1999:3704 nr. 265/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3750 nr. 156/1999 (Skattaupplýsingar)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3799 nr. 114/1999 (MS-félagið)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3944 nr. 432/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4177 nr. 427/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4181 nr. 428/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4208 nr. 271/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4234 nr. 223/1999 (Niðurlagning stöðu - Ótímabundinn starfsmaður hjá RÚV - Biðlaun)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML] [PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 1999:4872 nr. 190/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4916 nr. 236/1999 (Erla María Sveinbjörnsdóttir)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:244 nr. 293/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:318 nr. 34/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:897 nr. 310/1999 (Lækur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1309 nr. 455/1999 (Íslenskir aðalverktakar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1322 nr. 407/1999 (Brúnir og Tjarnir - Jarðasala I)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið seldi tilteknar jarðir til S án auglýsingar. Þ var ekki sáttur við það og sóttist eftir ógildingu sölunnar og útgáfu afsalsins til S. Hæstiréttur nefndi að ákvarðanir stjórnvalda um ráðstafanir á eignum ríkisins gilti meðal annars jafnræðisregla stjórnsýsluréttarins er myndi leiða til þess að auglýsa skyldi fyrirætlaðar sölur á eignum ríkisins til að veita öllum borgurum sama tækifæri til að gera kauptilboð. Hins vegar taldi rétturinn málsástæður í þessu máli ekki nægar ástæður til þess að ógilda gerningana.
Hrd. 2000:1980 nr. 192/2000 (Helmingaskiptaregla laga nr. 31/1993)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2008 nr. 501/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2131 nr. 486/1999 (Dómnefnd um lektorsstarf)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML] [PDF]
Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.

Hæstiréttur féllst ekki á að í því fælist óheimil mismunun í skilningi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem löggjafanum hafi ekki verið skylt að láta sömu lagareglur gilda um allar greinar landbúnaðar. Þá hafi þeir breytingar sem áttu sér stað verið gerðar í lögmætum tilgangi, til þess fallnar að ná fram ákveðnum markmiðum í sauðfjárrækt og náðu til allra er stunduðu hana.
Hrd. 2000:2315 nr. 73/2000 (Fiskistofa)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2352 nr. 181/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2946 nr. 91/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3135 nr. 175/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3467 nr. 143/2000 (Brunabótafélagið)[HTML] [PDF]
Fyrirkomulag var um að félagsmenn í tryggingafélagi myndu eingöngu fá tilbaka það sem þeir lögðu í félagið ef því yrði slitið.
Félagsmaður lést og erfingjar hans kröfðust þess að fá hans hlut í félaginu, en var synjað um það.
Hæstiréttur taldi að eignarhluturinn hefði ekki erfst og hefði fallið til félagsins sjálfs við andlátið.
Hrd. 2000:3521 nr. 236/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3697 nr. 407/2000 (Aðgangur fjölmiðla að réttarhöldum máls)[HTML] [PDF]
Í málinu voru teknar fyrir tvær ákærur, ein þeirra fjallaði um nauðgun og fyrir morð. Réttarhöld vegna morðmála voru venjulega opin en þeim var lokað í heild sökum ákærunnar um nauðgun. Fréttamaður kærði lokunarúrskurðinn til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn meðal annars vegna náinna tengsla ákæruefnanna.
Hrd. 2000:3814 nr. 215/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4141 nr. 331/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML] [PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:574 nr. 360/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:901 nr. 180/2000 (Læknamistök)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1598 nr. 18/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1647 nr. 132/2001 (Toppfiskur ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1707 nr. 460/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2281 nr. 173/2001 (Hverfell)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi stefnendur málsins hefði skort lögvarða hagsmuni af því að leyst yrði úr fyrir dómi hvernig nafn fjalls yrði stafsett á landakorti.
Hrd. 2001:2505 nr. 17/2001 (Lánasýslan)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2733 nr. 247/2001 (Ólögmæti og vikið til hliðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2865 nr. 317/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2873 nr. 325/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3231 nr. 110/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3543 nr. 181/2001 (Skíðakona í Hlíðafjalli, Akureyri)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4074 nr. 170/2001 (Krossgerði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:28 nr. 315/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:44 nr. 152/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:232 nr. 34/2002 (Krafa á K vegna skatta M)[HTML] [PDF]
Þau höfðu slitið fjárfélagi og var gengið á K vegna skatta M. K taldi sig ekki bera ábyrgð á þeim.
Hrd. 2002:1105 nr. 123/2002 (Heimsóknar- og fjölmiðlabann)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1418 nr. 156/2002 (Yfirskattanefnd - Virðisaukaskattur - Málshöfðunarfrestur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1485 nr. 461/2001 (Hvíta Ísland)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1548 nr. 170/2002 (Flugstjóri, ósanngjarnt að halda utan)[HTML] [PDF]
Hreinræktað dæmi um dóm um hvort lífeyrisréttindin eigi að vera utan eða innan skipta.

K krafðist að lífeyrisréttindi M, sem var flugstjóri, yrðu dregin inn í skiptin.
Horft var stöðu M og K í heild. Ekki var fallist á það.
Hrd. 2002:2124 nr. 24/2002 (Skiptaverðmæti)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2152 nr. 25/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2409 nr. 23/2002 (Sæþotur)[HTML] [PDF]
Líkamstjón hlaust af notkun sæþota. Tveir strákar leigðu tækin og annar slasaðist. Við leigutökuna undirrituðu strákarnir samning um takmarkanirnar á bótaábyrgð leigusalans.
Hrd. 2002:2888 nr. 127/2002 (Uppgjör bóta fyrir missi framfæranda I - 639 gestir í erfidrykkju)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3035 nr. 68/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3248 nr. 468/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3401 nr. 112/2002 (Greiðslumiðlun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML] [PDF]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2002:3948 nr. 500/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:4304 nr. 537/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2610 nr. 9/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2899 nr. 287/2003 (Þrotabú Netverks ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3323 nr. 144/2003 (Skattskyld hlunnindi)[HTML] [PDF]
Eftir hlutafélagavæðingu ríkisbanka var ákveðið að hækka hlutafé annars þeirra með því að bjóða starfsmönnum sínum að kaupa hlutabréf í honum á lægra gengi en almenningi bauðst stuttu síðar þegar bréfin voru seld opinberlega. Skattayfirvöld túlkuðu verðmuninn sem skattskyld hlunnindi og færðu hann til tekna starfsmannsins. Starfsmaðurinn krafðist ógildingar úrskurðar yfirskattanefndar sem staðfesti ákvörðun skattayfirvalda.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm með vísan til röksemda hans. Héraðsdómur taldi að túlka ætti ákvæði laga um tekju- og eignaskatt um hvað teljist til skattskyldra tekna með rúmum hætti og sýknaði því íslenska ríkið af kröfum starfsmannsins.
Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML] [PDF]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3698 nr. 37/2003 (Grænmetismál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4714 nr. 172/2003 (Svipting forsjár barna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:38 nr. 264/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:257 nr. 226/2003 (Aflahlutdeild)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:397 nr. 481/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:584 nr. 490/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1159 nr. 342/2003 (Skagstrendingur hf.)[HTML] [PDF]
Útgerðarfélag sagði starfsmanni upp og starfsmaðurinn stefndi því þar sem hann taldi að uppsögnin ætti að vera í samræmi við ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hæstiréttur synjaði ósk hans um lögjöfnun á þeim grundvelli að ríkisstarfsmenn njóti slíkra réttinda í skiptum fyrir lægri laun en gengur og gerist á almennum markaði.
Hrd. 2004:1533 nr. 354/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2134 nr. 4/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2354 nr. 477/2003 (Handtaka án tilefnis)[HTML] [PDF]
Lögreglumaður á vakt hugðist fara í sjoppu til að kaupa snarl. Kúnni fór að abbast upp á hann með því að taka mynd af lögreglumanninum að borða og handtók lögreglumaðurinn kúnnann. Honum var vikið úr starfi og hann svo sakfelldur.
Hrd. 2004:2964 nr. 266/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3973 nr. 80/2004 (Þveráraurar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4309 nr. 211/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4816 nr. 465/2004 (Erfðafjárskattur I)[HTML] [PDF]
Þann 31. mars 2004 voru birt ný lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, er felldu brott eldri lög um erfðafjárskatt, nr. 83/1984. Nýju lögin giltu einvörðungu um skipti á dánarbúum eftir þá er létust 1. apríl 2004 eða síðar. Engan fyrirvara mátti finna um að eldri lögin giltu áfram um skipti einstaklinga er létust fyrir þann dag. Samkvæmt lögunum var erfðafjárskattur lagður á þegar erfðafjárskýrslan væri afhent sýslumanni. Bráðabirgðalög, nr. 15/2004, voru birt þann 20. apríl 2004 þar sem settur var slíkur fyrirvari en þá hafði sýslumaður ekki tekið afstöðu til skýrslunnar.

Í umræddu máli lést arfleifandinn 29. desember 2003, erfingjarnir fengu leyfi til einkaskipta þann 16. febrúar 2004, og var erfðafjárskýrslunni skilað til sýslumanns þann 13. apríl 2004. Meirihluti Hæstaréttar mat það sem svo að engri lagaheimild var til að dreifa til að leggja á erfðafjárskatt þegar umræddri skýrslu var skilað og því þurftu erfingjarnir ekki að greiða neinn erfðafjárskatt af arfinum. Ekki væri hægt að beita ákvæðum bráðabirgðalaganna í málinu þar sem þau höfðu þá ekki tekið gildi.

Í sératkvæði var ekki tekið undir niðurstöðu meirihlutans með vísan til ætlunar löggjafans og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Taldi dómarinn að afnám skattskyldu þyrfti að vera ótvíræð en því væri ekki að dreifa í tilfelli þeirra sem ekki höfðu lokið skiptum við gildistökuna, og með það í huga hefðu eldri lög um erfðafjárskatt eingöngu fallið niður hvað varði búskipti eftir þá sem látist eftir 1. apríl 2004.
Hrd. 2004:5049 nr. 264/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:84 nr. 493/2004 (Innsetning/15 ára)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:315 nr. 306/2004 (Síldarvinnslan hf.)[HTML] [PDF]
Síldarvinnslunni var gert að greiða stimpilgjald þegar fyrirtækið óskaði eftir að umskrá þinglýstar fasteignir annars fyrirtækis eftir að samruna fyrirtækjanna beggja. Fór þá hið álagða stimpilgjald eftir eignarhlut í hinu sameinaða félagi. Í lögunum sem sýslumaður vísaði til voru ákvæðin bundin við tilvik þar sem eigendaskipti eiga sér stað, en ekki væri um slíkt að ræða í tilviki samruna.

Hæstiréttur túlkaði lögin um stimpilgjald með þeim hætti að stimpilskylda laganna ætti ekki við um eigendaskipti vegna samruna fyrirtækja, og því uppfyllti gjaldtakan ekki skilyrði stjórnarskrár um að heimildir stjórnvalda til innheimtu gjalda af þegnum yrðu að vera fortakslausar og ótvíræðar.
Hrd. 2005:578 nr. 25/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1030 nr. 411/2004 (Brekkugerði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1086 nr. 378/2004 (Uppsögn á reynslutíma)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1490 nr. 527/2004 (Ölvunarakstur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1495 nr. 15/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1547 nr. 519/2004 (Svipting ökuréttar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2397 nr. 212/2005 (Vörubretti)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2503 nr. 20/2005 (Starfsleyfi álvers í Reyðarfirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2692 nr. 71/2005 (Flétturimi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3205 nr. 308/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3214 nr. 248/2005 (Innheimta sakarkostnaðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3920 nr. 149/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4701 nr. 478/2005 (Erfðafjárskattur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:5033 nr. 493/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:241 nr. 31/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:759 nr. 404/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:766 nr. 405/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1006 nr. 372/2005 (Námur í Skipalóni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1850 nr. 471/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2705 nr. 36/2006 (Lífeyrir)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2948 nr. 547/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3102 nr. 19/2006 (Hámarkslaunaviðmið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3745 nr. 553/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3810 nr. 498/2005 (Stafafell - Lón í Hornafirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3963 nr. 133/2006 (Hrunaheiðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4161 nr. 55/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4201 nr. 151/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4269 nr. 51/2006 (Berjarimi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4737 nr. 225/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4846 nr. 309/2006 (Sjómannabætur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5403 nr. 160/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5547 nr. 310/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 650/2006 dags. 16. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 181/2006 dags. 25. janúar 2007 (Baugur I)[HTML] [PDF]
JÁ var ákærður fyrir brot á lögum um ársreikninga og reyndi þá á skýringu orðsins ‚lán‘. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að til að fá úr um skorið hvort um væri að ræða refsiverða háttsemi eður ei þyrfti að skýra framangreint orð. Af þeim sökum var ekki hægt að túlka orðið víðtækar en af orðanna hljóðan þrátt fyrir lögskýringargögn bentu til þess að skýra ætti það með öðrum hætti.
Hrd. 304/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML] [PDF]

Hrd. 117/2007 dags. 14. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 455/2006 dags. 15. mars 2007 (Skattfrelsi Orkuveitu Reykjavíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2006 dags. 15. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2007 dags. 16. mars 2007 (Olíusamráðsdómur - Forstjórar olíufélaga)[HTML] [PDF]
Forstjórar olíufélaga voru ákærðir. Álitið var að skilin á milli rannsóknar samkeppnisyfirvalda og sakamálarannsóknar lögreglu. Ákærunni var vísað frá dómi þar sem fyrrnefnda rannsóknin var framkvæmd á þeim grundvelli að ákærðu voru neyddir að lögum til að fella á sig sök, sem notað var svo gegn þeim í síðarnefndu rannsókninni. Hæstiréttur taldi þetta leiða til þess að rannsóknin var ónýt að öllu leyti.
Hrd. 498/2006 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 536/2006 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2007 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 590/2006 dags. 24. maí 2007 (Öryrkjabandalag Íslands - Loforð ráðherra um hækkun örorkulífeyris)[HTML] [PDF]

Hrd. 254/2007 dags. 1. júní 2007 (Baugsmál I)[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland)[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2007 dags. 23. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 611/2006 dags. 13. september 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 182/2007 dags. 27. september 2007 (Leyfi til námuvinnslu á hafsbotni - Björgun)[HTML] [PDF]
Árið 1990 fékk félagið Björgun opinbert leyfi til að vinna efni á hafsbotni til 30 ára. Árið 2000 öðluðust svo gildi lög um eignarrétt íslenska ríkisins á hafsbotninum er fólu í sér breytingar á skilyrðum til að fá útgefin eins leyfi og Björgun hafði undir höndum. Með lögunum var almennt orðað bráðabirgðaákvæði um að þáverandi handhafar slíkra leyfa skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku laganna.

Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.

Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.
Hrd. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML] [PDF]

Hrd. 99/2007 dags. 11. október 2007 (Skaftártunguafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 47/2007 dags. 18. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 107/2007 dags. 18. október 2007 (Netþjónn)[HTML] [PDF]

Hrd. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. 44/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 606/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 298/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 381/2007 dags. 29. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 292/2007 dags. 13. desember 2007 (Keilufell)[HTML] [PDF]
Skilyrði um gallaþröskuld var ekki talið vera uppfyllt þar sem flatarmálsmunur einbýlishúss samkvæmt söluyfirliti og kaupsamningi borið saman við raunstærð reyndist vera 14,4%.
Hrd. 169/2007 dags. 13. desember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 9/2008 dags. 23. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 226/2007 dags. 31. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 382/2007 dags. 7. febrúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 324/2007 dags. 6. mars 2008 (Afvöxtun)[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2008 dags. 11. apríl 2008 (SMÁÍS - 365 miðlar ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 411/2007 dags. 30. apríl 2008 (Sálfræðingafélagið)[HTML] [PDF]

Hrd. 385/2007 dags. 5. júní 2008 (Baugsmál II)[HTML] [PDF]

Hrd. 610/2007 dags. 2. október 2008 (Sólheimatorfa)[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2007 dags. 2. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 46/2008 dags. 16. október 2008 (Brottfall skabos - 3 og hálfur mánuður)[HTML] [PDF]
Hjón tóku bókstaflega upp samband að nýju eftir útgáfu leyfis til skilnaðar að borði og sæng og bjuggu saman í rúman þrjá og hálfan mánuð.
Skilnaðurinn var talinn hafa fallið niður.
Hrd. 78/2008 dags. 16. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2008 dags. 16. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2007 dags. 23. október 2008 (Áfengisauglýsingabann II)[HTML] [PDF]

Hrd. 187/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2008 dags. 2. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2008 dags. 18. desember 2008 (Teigsskógur)[HTML] [PDF]

Hrd. 558/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 224/2008 dags. 5. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2008 dags. 5. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2008 dags. 12. mars 2009 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Máritaníu)[HTML] [PDF]

Hrd. 556/2008 dags. 30. apríl 2009 (Hvítá)[HTML] [PDF]

Hrd. 646/2008 dags. 18. júní 2009 (Bruni á Bolungarvík)[HTML] [PDF]

Hrd. 368/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2009 dags. 24. september 2009 (Brú á Jökuldal)[HTML] [PDF]

Hrd. 696/2008 dags. 1. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 552/2008 dags. 15. október 2009 (Veiðiréttur í Apavatni)[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2008 dags. 15. október 2009 (Veiðiréttur í Apavatni)[HTML] [PDF]

Hrd. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 117/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 95/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 665/2008 dags. 17. desember 2009 (Gildi lífeyrissjóður)[HTML] [PDF]
Á þeim tíma þurfti ráðherra að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða væru réttar (þ.e. færu að lögum og reglur, jafnræði, eignarrétt, og þvíumlíkt). Í stjórn sjóðsins sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og kom ráðuneytisstjórinn ekki að málinu innan ráðuneytisins og vék því ekki af fundi þegar ráðherra undirritaði breytinguna. Hæstiréttur taldi að ráðuneytisstjórinn hefði ekki verið vanhæfur.
Hrd. 88/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Arðskrá Veiðifélags Miðfirðinga)[HTML] [PDF]
Arði var úthlutað eftir aðskrá. Þegar arðskrá er metin er horft til fjölda atriða. Hæstiréttur taldi sér óheimilt að endurskoða þetta nema hvað varðar ómálefnanleg sjónarmið.
Hrd. 618/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Framleiðsla fíkniefna)[HTML] [PDF]

Hrd. 81/2010 dags. 19. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 288/2009 dags. 25. febrúar 2010 (Runnið á þilfari)[HTML] [PDF]

Hrd. 142/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 454/2009 dags. 11. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 370/2009 dags. 11. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 573/2009 dags. 18. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 409/2009 dags. 25. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 163/2010 dags. 16. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 162/2010 dags. 16. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2009 dags. 29. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 570/2009 dags. 6. maí 2010 (Hugtakið sala - Síðumúli)[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML] [PDF]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. 184/2010 dags. 2. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 184/2009 dags. 3. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 384/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 408/2010 dags. 20. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 471/2010 dags. 16. september 2010 (Vextir gengistryggðs láns)[HTML] [PDF]
Lán bundið gengi tveggja erlendra gjaldmiðla. Ágreiningur var um hvaða vexti skuldari ætti að greiða í ljósi þess að gengislán voru dæmd hafa verið ólögmæt. Hæstiréttur leit svo á að þetta lán hefði verið óverðtryggt þar sem ekki var um það samið. Með því hefðu vextir einnig verið kipptir úr sambandi og því bæri lánið almenna vexti sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Hrd. 380/2010 dags. 16. september 2010 (Sauðfjárslátrun)[HTML] [PDF]

Hrd. 371/2010 dags. 22. september 2010 (Skattálag - Ne bis in idem I)[HTML] [PDF]
A, B, C, og D voru ákærð fyrir skattalagabrot. Fyrir héraðsdómi var málinu vísað frá að hluta en ákæruvaldið kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Þau ákærðu héldu því fram að þau myndu annars þurfa að þola tvöfalda refsingu þar sem skattayfirvöld höfðu þá þegar beitt refsingu í formi skattaálags.

Hæstiréttur vísaði til 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu um að dómar MDE væru ekki bindandi að landsrétti. Þrátt fyrir að innlendir dómstólar litu til dóma MDE við úrlausn mála hjá þeim væri það samt sem áður hlutverk löggjafans að gera nauðsynlegar breytingar á landsrétti til að efna þær þjóðréttarlegu skuldbindingar. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að dómaframkvæmd MDE hvað úrlausnarefnið varðaði væri misvísandi. MDE hafi í sinni dómaframkvæmd hafnað því að 4. gr. 7. viðaukans yrði metin á þann hátt að mögulegt væri að fjalla um endurákvörðun skatta og beitingu álags í sitt hvoru málinu. Sökum þessarar óvissu vildi Hæstiréttur ekki slá því á föstu að um brot væri að ræða á MSE fyrr en það væri skýrt að íslensk lög færu í bága við hann að þessu leyti.

Úrskurðurinn var felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 524/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 531/2010 dags. 12. október 2010 (Hjólhýsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2009 dags. 14. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 504/2008 dags. 18. október 2010 (Víkurver)[HTML] [PDF]

Hrd. 13/2010 dags. 21. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 289/2010 dags. 28. október 2010 (Bolungarvík - Sjómaður sofnar)[HTML] [PDF]

Hrd. 141/2010 dags. 28. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML] [PDF]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. 151/2010 dags. 11. nóvember 2010 (Lóðaskil í Reykjavíkurborg - Hádegismóar)[HTML] [PDF]
Hugar ehf. hafði fengið úthlutað lóð til atvinnustarfsemi frá Reykjavíkurborg og átti þess í stað að greiða gatnagerðargjald og kaupverð byggingarréttarins. Fyrirtækið krafðist í kjölfar efnahagshrunsins 2008 að skila lóðinni gegn endurgreiðslu en þá hafði Reykjavíkurborg breytt stjórnsýsluframkvæmd sinni og byrjað að neita að taka aftur við lóðum í ljósi skipulagsmarkmiða og að ólíklegt væri að sóst yrði um úthlutun á þeim lóðum sem yrði skilað.

Dómurinn er til marks um þá meginreglu að óheimilt væri að breyta langvarandi og kunnri stjórnsýsluframkvæmd með íþyngjandi hætti gagnvart almenningi einvörðungu á þeim grundvelli að málefnalegar ástæður liggi þar fyrir, heldur verði að taka formlega ákvörðun þar að lútandi þannig að aðilar sem eigi hagsmuna að niðurstöðunni geti gætt hagsmuna sinna.

Þrátt fyrir þetta synjaði Hæstiréttur málsástæðu fyrirtækisins um að venja hefði myndast um endurgreiðslu gjaldanna af hálfu Reykjavíkurborgar vegna skila á atvinnuhúsalóðum þar sem ekki hefði verið nóg að benda á fáein tilvik því til stuðnings.
Hrd. 147/2010 dags. 18. nóvember 2010 (Réttarvörsluhvatir)[HTML] [PDF]

Hrd. 619/2010 dags. 26. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 681/2010 dags. 17. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 672/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 673/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 376/2010 dags. 27. janúar 2011 (Aflahlutdeild)[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2011 dags. 7. febrúar 2011 (Hagsmunir barna)[HTML] [PDF]

Hrd. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 604/2010 dags. 14. febrúar 2011 (Mjóstræti - Frjálsi fjárfestingarbankinn - Gengistrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 603/2010 dags. 14. febrúar 2011 (Tölvu-Pósturinn)[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2011 dags. 8. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 341/2010 dags. 10. mars 2011 (Meðgöngueitrun)[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2011 dags. 10. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 406/2010 dags. 24. mars 2011 (Leiga á landspildu - Akrar í Borgarbyggð - Brottflutningur mannvirkis)[HTML] [PDF]

Hrd. 390/2010 dags. 31. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 451/2010 dags. 31. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 527/2010 dags. 12. maí 2011 (Iceland Excursions)[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2011 dags. 17. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 192/2011 dags. 17. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 77/2011 dags. 23. maí 2011 (skilmálar við afleiðuviðskipti)[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2010 dags. 9. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 379/2011 dags. 7. júlí 2011 (BSI Spain Wealth Management A.V., S.A.)[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2011 dags. 19. ágúst 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 293/2010 dags. 22. september 2011 (Þorvaldsstaðir og Hamar)[HTML] [PDF]

Hrd. 294/2010 dags. 22. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2011 dags. 29. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 654/2010 dags. 13. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 538/2011 dags. 18. október 2011 (Laugavegur 16)[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML] [PDF]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 705/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 612/2011 dags. 8. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 288/2011 dags. 15. desember 2011 (20 ára sambúð)[HTML] [PDF]
K og M gerðu fjárskiptasamning sín á milli eftir nær 20 ára sambúð. Eignir beggja voru alls 60 milljónir og skuldir beggja alls 30 milljónir. Eignamyndun þeirra fór öll fram á sambúðartíma þeirra. Í samningnum var kveðið á um að M héldi eftir meiri hluta eignanna en myndi í staðinn taka að sér allar skuldir þeirra beggja.

K krafðist svo ógildingar á samningnum og bar fram ýmis ákvæði samningalaga, 7/1936, eins og óheiðarleika og að M hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína með misneytingu. Hæstiréttur taldi hvorugt eiga við en breytti samningnum á grundvelli 36. gr. samningalaganna. Tekið var tillit til talsverðrar hækkunar eignanna við efnahagshrunið 2008 og var M gert að greiða K mismuninn á milli þeirra 5 milljóna sem hún fékk og þeirra 15 milljóna sem helmingur hennar hefði átt að vera.
Hrd. 244/2011 dags. 15. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2011 dags. 17. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 4/2012 dags. 17. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2012 dags. 24. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2011 dags. 26. janúar 2012 (Jakob Traustason)[HTML] [PDF]
Verðmæti spildu jókst eftir undirritun samnings.
Hæstiréttur féllst ekki á svik.
Tíminn sem leið milli undirritunar skjalanna tveggja var einn þáttur þess að ekki hefði verið hægt að byggja á óheiðarleika við ógildingu þar sem þær gátu aflað sér upplýsinga í millitíðinni.
Hrd. 5/2012 dags. 26. janúar 2012 (Hljóðupptökur - Útburður úr fjöleignarhúsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 175/2011 dags. 26. janúar 2012 (HH o.fl. gegn íslenska ríkinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 77/2012 dags. 16. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 83/2012 dags. 17. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 478/2011 dags. 1. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 144/2012 dags. 13. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 145/2012 dags. 13. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 472/2011 dags. 15. mars 2012 (Kal)[HTML] [PDF]
Tjónþoli vildi meina að vinnuveitandi bæri ábyrgð á tjóni sem þeir yrðu fyrir við vinnu. Hæstiréttur taldi að reglan í 23. gr. a skaðabótalaga um hlutlæga ábyrgð ætti ekki við.
Hrd. 508/2011 dags. 22. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2011 dags. 22. mars 2012 (Líkamshiti)[HTML] [PDF]

Hrd. 622/2011 dags. 3. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2012 dags. 18. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 316/2012 dags. 25. maí 2012 (Úrskurðarnefnd raforkumála)[HTML] [PDF]

Hrd. 347/2012 dags. 29. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 337/2012 dags. 5. júní 2012 (Ófjárráða)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi með stjúpbörnum sínum. Hún átti síðan einnig son sem hún var náin.

K hafði veitt syni sínum allsherjarumboð til að sjá um sín mál. Einhverjar áhyggjur voru með þær ráðstafanir og kröfðust stjúpdætur hennar þess að hún yrði svipt fjárræði sökum elliglapa. Fallist var á þá beiðni þrátt fyrir að hún hafi ekki verið spurð.

K var ósátt við þessi málalok og gerði hún, með hjálp sonar síns, erfðaskrá til að minnka hlut dætra henna í arfinum og til hagsbóta fyrir son sinn. Hún biður hann um að hjálpa sér og lætur undirbúa drög. Hann biður sýslumann um að koma til að votta. Sýslumaður synjaði um vottun erfðaskrár þar sem hann taldi hana ekki hæfa sökum skorts á lögræði, án leyfis lögráðamanns hennar. Lögráðamaðurinn synjaði um þá beiðni án þess að hitta K.

Niðurstaða dómstóla var að erfðaskráin væri ógild. Hæstiréttur minntist sérstaklega á að lögræði væri ekki skilyrði til að gera erfðaskrá.
Hrd. 328/2012 dags. 6. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 543/2011 dags. 14. júní 2012 (Jöklafold 4)[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2012 dags. 19. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 460/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 461/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 568/2012 dags. 17. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 502/2012 dags. 17. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2012 dags. 20. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 485/2012 dags. 21. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 129/2012 dags. 27. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. 428/2012 dags. 18. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2012 dags. 1. nóvember 2012 (h.v. tengdasonurinn)[HTML] [PDF]
Maður vann hjá Landsbankanum og gangast tengdaforeldrar hans við ábyrgð á láni. Talin var hafa verið skylda á Landsbankanum á að kynna tengdaforeldrunum slæma fjárhagsstöðu mannsins. Landsbankinn var talinn hafa verið grandsamur um að ákvörðun tengdaforeldranna hafi verið reist á röngum upplýsingum. Greiðslumatið nefndi eingöngu eitt lánið sem þau gengust í ábyrgð fyrir. Auk þess var það aðfinnsluvert að bankinn hafi falið tengdasyninum sjálfum um að bera samninginn undir tengdaforeldra sína.

Samþykki þeirra um að veita veðleyfið var takmarkað við 6,5 milljónir.
Hrd. 137/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús - Brottflutningur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 138/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús II - Brottflutningur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 249/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 153/2012 dags. 6. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 703/2012 dags. 10. desember 2012 (Al-Thani)[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 334/2012 dags. 17. janúar 2013 (Brot gegn valdstjórninni)[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2013 dags. 22. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 521/2012 dags. 31. janúar 2013 (Hells Angels - Líkamsárás o.fl.)[HTML] [PDF]

Hrd. 19/2013 dags. 8. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 524/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Uppsalir)[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2012 dags. 21. febrúar 2013 (Pressan)[HTML] [PDF]

Hrd. 532/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 433/2011 dags. 21. febrúar 2013 (Steinvarartunga)[HTML] [PDF]

Hrd. 432/2011 dags. 28. febrúar 2013 (Þorbrandsstaðatungur)[HTML] [PDF]

Hrd. 653/2012 dags. 7. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2013 dags. 14. mars 2013 (Útgáfa afsals)[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML] [PDF]

Hrd. 580/2012 dags. 26. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 196/2013 dags. 15. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 173/2013 dags. 16. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 695/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 268/2013 dags. 30. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 306/2013 dags. 10. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 276/2013 dags. 14. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2013 dags. 29. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 96/2013 dags. 30. maí 2013 (Óseyrarbraut - Vinnuslys)[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2012 dags. 30. maí 2013 (Lagaheimild skilyrða fyrir eftirgjöf á vörugjaldi)[HTML] [PDF]

Hrd. 52/2013 dags. 30. maí 2013 (Stjórnvaldssekt)[HTML] [PDF]

Hrd. 50/2013 dags. 30. maí 2013 (Plastiðjan)[HTML] [PDF]

Hrd. 328/2013 dags. 31. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 327/2013 dags. 31. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2013 dags. 5. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 131/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML] [PDF]

Hrd. 90/2013 dags. 19. júní 2013 (Ljósastandur)[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2013 dags. 19. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 392/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 656/2012 dags. 19. september 2013 (Möðruvallaafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 533/2013 dags. 19. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2013 dags. 20. september 2013 (Skútuvogur)[HTML] [PDF]

Hrd. 547/2012 dags. 26. september 2013 (Landamerki Reykjahlíðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 411/2012 dags. 26. september 2013 (Þingeyjarsveit)[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2013 dags. 26. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 489/2013 dags. 8. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 372/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 552/2013 dags. 28. október 2013 (Commerzbank II)[HTML] [PDF]

Hrd. 674/2013 dags. 4. nóvember 2013 (Skilnaðarleyfi / andlát)[HTML] [PDF]
M hafði óskað skilnaðar að borði og sæng og óskaði opinberra skipta. M lést hins vegar rétt fyrir fyrsta skiptafundinn er varð til þess að skiptaferlinu var lokað. Börn M andmæltu og kröfðust þess að sýslumaður myndi gefa út leyfi til skilnaðar að borði og sæng miðað við daginn sem lögmaður K afhenti sýslumanni með úrskurð héraðsdóms um opinber skipti. Sýslumaður synjaði beiðninni.

Niðurstaða málsins var sú að fallist var á kröfu K um opinber skipti þar sem hún gæti lagt fram slíka kröfu sem maki M, þar sem skilnaðarleyfið hafði ekki verið gefið út fyrir andlátið.
Hrd. 686/2013 dags. 13. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2013 dags. 21. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 304/2013 dags. 5. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 752/2013 dags. 6. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 529/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 439/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 809/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 805/2013 dags. 10. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2013 dags. 13. febrúar 2014 (Umboðssvik - Vafningur - Milestone)[HTML] [PDF]

Hrd. 144/2014 dags. 6. mars 2014 (Félag fasteignasala)[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2013 dags. 13. mars 2014 (Lýsing hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2014 dags. 31. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 207/2014 dags. 31. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 178/2014 dags. 1. apríl 2014 (Blikanes - VG Investment A/S)[HTML] [PDF]

Hrd. 179/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML] [PDF]

Hrd. 180/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML] [PDF]

Hrd. 181/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML] [PDF]

Hrd. 182/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML] [PDF]

Hrd. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML] [PDF]

Hrd. 267/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 242/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 243/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 241/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 227/2014 dags. 30. apríl 2014 (Búseturéttur - Drekavogur)[HTML] [PDF]

Hrd. 246/2014 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 19/2014 dags. 8. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 296/2014 dags. 14. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 286/2014 dags. 22. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 475/2014 dags. 4. júní 2014 (Forkaupsréttur að fiskiskipi - Síldarvinnslan)[HTML] [PDF]
Sveitarfélag taldi sig geta gengið inn í hlutabréfakaup á grundvelli forkaupsréttar. Téður forkaupsréttur byggðist á lagaákvæði um að sveitarfélög hefðu forkaupsrétt á fiskiskipum er hefðu leyfi til veiða í atvinnuskyni til útgerðar sem hefði heimilisfesti í öðru sveitarfélagi, og ætti þá sveitarstjórnin í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt á skipinu.

Héraðsdómur hafði samþykkt kröfu sveitarfélagsins á þeim grundvelli að með sölu á hlutabréfum fyrirtækis væri verið að fara fram hjá markmiði lagaákvæðisins. Hæstiréttur var á öðru máli og taldi að ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttur mæltu gegn því að lögjafna á þessum forsendum, og synjaði því kröfu sveitarfélagsins.
Hrd. 382/2014 dags. 11. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 774/2013 dags. 12. júní 2014 (Lóð í Þormóðsdal)[HTML] [PDF]

Hrd. 669/2013 dags. 12. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 415/2014 dags. 24. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 532/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 528/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2014 dags. 11. september 2014 (Toppfiskur)[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2013 dags. 18. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML] [PDF]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. 115/2014 dags. 16. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 679/2014 dags. 29. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 222/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 711/2014 dags. 11. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2014 dags. 20. nóvember 2014 (Fasteignamatsgjald)[HTML] [PDF]

Hrd. 446/2014 dags. 20. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 785/2014 dags. 10. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 326/2014 dags. 22. desember 2014 (Notkun fjárhagslegra upplýsinga í hefndarskyni)[HTML] [PDF]

Hrd. 389/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 364/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2015 dags. 19. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2014 dags. 29. janúar 2015 (Fastur í stýrishúsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 397/2014 dags. 5. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 91/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 97/2015 dags. 18. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 459/2014 dags. 19. febrúar 2015 (Kirkjuhurð)[HTML] [PDF]

Hrd. 482/2014 dags. 26. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 497/2014 dags. 26. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 139/2015 dags. 2. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 381/2014 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 141/2015 dags. 10. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 631/2014 dags. 12. mars 2015 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2015 dags. 12. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 156/2015 dags. 13. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 592/2014 dags. 19. mars 2015 (Veitingaleyfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 228/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 251/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 675/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2015 dags. 13. maí 2015 (Verðtrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 373/2015 dags. 8. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 833/2014 dags. 11. júní 2015 (Hæfi / breytingar eftir héraðsdóm)[HTML] [PDF]
Uppnám sem héraðsdómur olli.

Héraðsdómur dæmdi föðurnum forsjá á báðum börnunum og þá fór mamman í felur með börnin.

M krafðist nýs mats eftir uppkvaðningu dóms héraðsdóms, og tók Hæstiréttur það fyrir.

K var talin hæfari skv. matsgerð en talið mikilvægara í dómi héraðsdóms að eldra barnið vildi ekki vera hjá K, heldur M, og að ekki ætti að skilja börnin að. Hæstiréttur var ósammála þeim forsendum og dæmdu forsjá þannig að eitt barnið væri í forsjá K og hitt forsjá M.

Talið að M hefði innrætt í eldri barnið hatur gagnvart K.

Matsmaður var í algjörum vandræðum í málinu.
Hrd. 520/2015 dags. 20. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2015 dags. 24. september 2015 (Tollafgreiðsla flugvélar)[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2015 dags. 24. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 116/2015 dags. 15. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2015 dags. 29. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 210/2015 dags. 5. nóvember 2015 (TH Investments)[HTML] [PDF]

Hrd. 211/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 715/2015 dags. 11. nóvember 2015 (Ekki breytt lögheimili til bráðabirgða)[HTML] [PDF]

Hrd. 359/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 497/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 243/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 351/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 152/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 238/2015 dags. 10. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 366/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 168/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 288/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 324/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 293/2015 dags. 21. janúar 2016 (Hlaupahjól)[HTML] [PDF]
Beitt var reglum um gangandi vegfarendur um aðila á hlaupahjóli, hvað varðaði hugsanlega meðábyrgð hans.
Hrd. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML] [PDF]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. 281/2015 dags. 28. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 278/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 757/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Snorri í Betel)[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 530/2015 dags. 3. mars 2016 (Lambhagi - Langanesmelar)[HTML] [PDF]
Stóð skýrt í samningnum að verið væri að selja jörð með áskilnaði um að laxveiðiréttindin yrðu eftir.
Hrd. 142/2016 dags. 9. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 468/2015 dags. 10. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 436/2015 dags. 10. mars 2016 (Bætur frá Tryggingastofnun)[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 632/2015 nr. 28. apríl 2016 (Glerárgata 28)[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 615/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 276/2016 dags. 29. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2016 dags. 4. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 310/2016 dags. 19. maí 2016 (Stakkahlíð í Loðmundarfirði)[HTML] [PDF]
Ekki var um augljós mistök að ræða og þinglýsingarstjórinn fór því út fyrir heimild sína þar sem honum hefði ekki verið heimilt að leiðrétta mistökin.
Hrd. 627/2015 dags. 26. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 643/2015 dags. 2. júní 2016 (Laugar í Súgandafirði)[HTML] [PDF]
Sveitarfélag keypti jarðhita af bónda og ætlaði að nota jarðhitann fyrir hitaveitu. Hæstiréttur leyfði þessu að ágangast þar sem þetta væri í hag almennings og ekki í andstöðu við tilgang laganna.
Hrd. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 810/2015 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 816/2015 dags. 15. september 2016 (Loforð fjármálaráðherra um endurgreiðslu skatts)[HTML] [PDF]

Hrd. 508/2015 dags. 15. september 2016 (Fjöldamörg brot m.a. gagnvart fyrrverandi sambýliskonu)[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2016 dags. 15. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 850/2015 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2016 dags. 20. október 2016 (Torfufell)[HTML] [PDF]

Hrd. 119/2016 dags. 27. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 269/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 712/2016 dags. 4. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML] [PDF]

Hrd. 323/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Skíðadalsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 135/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 706/2016 dags. 25. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2015 dags. 1. desember 2016 (Júlíus Þór Sigurþórsson o.fl. - Verðsamráð - Einbeittur brotavilji)[HTML] [PDF]
Margir voru ákærðir vegna ólögmæts samráðs á markaði. Meðákærðir voru viðstaddir þegar aðrir ákærðir gáfu skýrslu. Talið var að ákærðu hefðu ekki átt að hlýða á framburð meðákærðu áður en þeir sjálfir væru búnir að gefa sína skýrslu.
Hrd. 80/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 815/2016 dags. 15. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 798/2016 dags. 6. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 826/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 387/2016 dags. 2. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 252/2016 dags. 2. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 545/2016 dags. 2. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 133/2017 dags. 15. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2017 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2017 dags. 22. mars 2017 (Aðfararheimild í 6 mánuði)[HTML] [PDF]
M hafði verið í neyslu og K var hrædd um að senda barnið í umgengni hjá honum sökum neyslunnar.
Krafist var dagsekta og tillaga um nýjan samning um umgengni.
M hafði líka höfðað forsjármál og var matsmaður kvaddur.
K hafði ítrekað tálmað umgengni en hún fór rétt fram eftir kvaðningu matsmannsins.
K hélt því fram við rekstur forsjármálsins að ekki væri þörf á aðför þar sem umgengnin hafði farið rétt fram, en dómarinn nefndi þau tengsl á réttri framkvæmd á umgengni við gerð matsgerðarinnar.
K var ekki talið heimilt að tálma umgengni M við barnið vegna áhyggja hennar um að M neytti enn fíkniefna.
Hrd. 566/2016 dags. 30. mars 2017 (Á eyrunum)[HTML] [PDF]

Hrd. 318/2016 dags. 30. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 489/2016 dags. 30. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 507/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 709/2016 dags. 18. maí 2017 (Styrkleiki fíkniefna)[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2016 dags. 18. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML] [PDF]

Hrd. 535/2016 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 308/2017 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 624/2016 dags. 8. júní 2017 (101 Skuggahverfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 313/2017 dags. 12. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 427/2017 dags. 25. júlí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 432/2017 dags. 2. ágúst 2017 (Aðild Landverndar - Kröflulína 4)[HTML] [PDF]

Hrd. 441/2017 dags. 14. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2017 dags. 22. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 447/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands III)[HTML] [PDF]

Hrd. 448/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands II)[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 266/2017 dags. 5. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 173/2017 dags. 5. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2016 dags. 12. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 629/2017 dags. 19. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 731/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 610/2017 dags. 7. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 718/2016 dags. 7. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 763/2017 dags. 13. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML] [PDF]

Hrd. 592/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML] [PDF]

Hrd. 846/2017 dags. 16. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 776/2017 dags. 23. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2017 dags. 25. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 514/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 159/2017 dags. 8. mars 2018 (Greiðsluaðlögun)[HTML] [PDF]
Skuldari fór í greiðsluaðlögun og fékk greiðsluskjól er fólst í því að enginn kröfuhafi mátti beita vanefndaúrræðum á hendur skuldaranum á þeim tíma. Þegar greiðsluskjólið leið undir lok fór einn kröfuhafi skuldarans í dómsmál og krafðist dráttarvaxta fyrir það tímabil.

Hæstiréttur synjaði dráttarvaxtakröfunni fyrir tímabilið sem greiðsluskjólsúrræðið var virkt á þeim forsendum að lánardrottnar mættu ekki krefjast né taka við greiðslum frá skuldara á meðan það ástand varaði og ættu því ekki kröfu á dráttarvexti. Hins vegar reiknast almennir vextir á umræddu tímabili.
Hrd. 507/2017 dags. 22. mars 2018 (Munur á hæfi/tengsl/stöðugleiki)[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2017 dags. 9. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 789/2017 dags. 17. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 501/2017 dags. 24. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 557/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 647/2017 dags. 21. júní 2018 (Kálfaströnd)[HTML] [PDF]

Hrd. 747/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 636/2017 dags. 26. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 495/2017 dags. 20. september 2018 (Hagaflöt 20)[HTML] [PDF]
Fasteign var keypt á 71 milljón króna. Kaupandi taldi hana verulega gallaða og aflaði sér matsgerðar um þá. Samkvæmt henni námu gallarnir alls 3,2 milljónum (4,5% af kaupverðinu). Kaupandi bar fyrir sig að seljandi hefði bakað sér sök vegna vanrækslu upplýsingaskyldu sinnar.

Hæstiréttur féllst ekki á hina meintu vanrækslu upplýsingarskyldunnar og taldi að gallarnir væru ekki nógu miklar til að heimila riftun án hinnar meintu sakar. Hins vegar féllst hann á skaðabótakröfu kaupandans upp á 1,1 milljón króna.
Hrd. 160/2017 dags. 20. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML] [PDF]

Hrd. 154/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2017 dags. 18. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2017 dags. 18. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2017 dags. 25. október 2018 (aðgengi fatlaðs einstaklings að fasteignum á vegum sveitarfélags)[HTML] [PDF]

Hrd. 788/2017 dags. 25. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 492/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 373/2017 dags. 1. nóvember 2018 (Deloitte ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML] [PDF]

Hrd. 463/2017 dags. 8. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 855/2017 dags. 15. nóvember 2018 (Gerðakot)[HTML] [PDF]

Hrd. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 811/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 843/2017 dags. 6. desember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2018 dags. 16. janúar 2019 (Álag á skattstofna og ábyrgð maka - Ekki ábyrgð á álagi)[HTML] [PDF]
K var rukkuð um vangoldna skatta M og lætur reyna á allt í málinu. Meðal annars að verið sé að rukka K um bæði skattinn og álagið. Álagið er refsing og því ætti hún ekki að bera ábyrgð á því.

Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.
Hrd. 26/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML] [PDF]
Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.

Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Meiri hlutinn taldi að hér væri um að ræða of víðtækt framsal valds og féllst því á kröfu sveitarfélagsins. Ágreiningurinn milli meiri og minni hluta virðist felast í því hversu strangar kröfur þarf að gera til slíks framsals.
Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota)[HTML] [PDF]
Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrd. 40/2019 dags. 16. desember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 58/2019 dags. 10. mars 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 57/2019 dags. 9. júní 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2020 dags. 19. júní 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 30/2020 dags. 18. febrúar 2021 (Heilari)[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2020 dags. 4. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2019 dags. 12. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2020 dags. 25. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 4/2021 dags. 27. maí 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 3/2021 dags. 27. maí 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2021 dags. 16. júní 2021 (Þynging vegna nauðgunarbrots)[HTML] [PDF]

Hrd. 36/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Hrd. 41/2020 dags. 13. október 2021[HTML]

Hrd. 40/2021 dags. 13. október 2021[HTML]

Hrd. 18/2021 dags. 3. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 27/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 28/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 52/2021 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Hrd. 33/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. 34/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. 35/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. 50/2021 dags. 4. maí 2022[HTML]

Hrd. 7/2022 dags. 5. október 2022[HTML]

Hrd. 2/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Hrd. 8/2022 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 30/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 37/2022 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Hrd. 38/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrd. 19/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. 31/2023 dags. 31. janúar 2024[HTML]

Hrd. 24/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Hrd. 27/2023 dags. 13. mars 2024[HTML]

Hrd. 34/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Hrd. 2/2024 dags. 5. júní 2024[HTML]

Hrd. 20/2024 dags. 12. júní 2024[HTML]

Hrd. 3/2024 dags. 18. september 2024[HTML]

Hrd. 10/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. 19/2024 dags. 4. desember 2024[HTML]

Hrd. 22/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 8. október 2014[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. febrúar 2015 (Þorskeldi ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 13. desember 2013, um úthlutun byggðakvóta á Stöðvarfirði í Fjarðabyggð fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 til bátsins Gjafars SU-90, (1929).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. september 2016 (Úrskurður vegna ákvörðunar Byggðastofnunar um að hafna Hafborgu ehf. um aflamark)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. september 2016 (Guðmundur Runólfsson kærir ákvörðun Fiskistofu um álagningu veiðigjalds)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. desember 2016[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Landssamband sjóstangaveiðifélaga kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna skráningu á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangveiðifélag Norðurfjarðar kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Snæfellsness kærir ákvörðun Fiskistofu, um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Akureyrar, kærir ákvörðun Fiskistofu, um að hafna umsókn um vilyri fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. mars 2018 (Ákvörðun Byggðastofnunar um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 4. júní 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerðaraðila skriflega áminningu vegna veiða á kúfiski með plógi án sérveiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. september 2018 (Viðbót við gildandi starfsleyfi til þess að framleiða hrálýsi til manneldis um borð í togara)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. september 2018 (Umsókn um heimild til að framleiða lýsi til manneldis úr slógi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. desember 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 17. maí 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. maí 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2019 (sjóstangveiðifélag II).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. maí 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2019 (Sjóstangveiðifélag III).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. júlí 2019 (Ákvörðunar Byggðastofnunar um að hafna umsókn kæranda um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. apríl 2020 (Óskráð booking.com gististarfsemi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 29. apríl 2020 (Leyfi til vinnslu lambshorna)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. maí 2020 (Staðfest ákvörðun Fiskistofu um að afturkalla leyfi til vigtunar sjávarafla)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. júní 2020 (Ákvörðun Fiskistofu að afturkalla leyfi til að endurvigta sjávarafla.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. október 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um synjun á beiðni um jöfn skipti við flutning á makríl og botnfisks milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. febrúar 2021 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna beiðni um afhendingu matsblaðs vegna úthlutunar aflamarks.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 24. mars 2021 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. september 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um að úthluta ekki aflahlutdeild í makríl í samræmi við kröfur kæranda.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. nóvember 2021 (Ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. nóvember 2021 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 9/2003 dags. 26. mars 2004[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2005 dags. 24. maí 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 5/2005 dags. 24. maí 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 11/2014 dags. 13. júlí 2015[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 7/2014 dags. 13. júlí 2015[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 17/2020 dags. 8. ágúst 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 11/2021 dags. 18. desember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2020 dags. 18. nóvember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2010 (Kæra Byko ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2020 (Kæra Sýnar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 57/2019 frá 19. desember 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2019 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2019 frá 26. nóvember 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2012 (Kæra Múrbúðarinnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2021 (Kæra Sante ehf. og ST ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. maí 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2021 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 14. október 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2009 (Kæra SP-Fjármögnunar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 25/2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2009 (Kæra Hagkaupa á ákvörðunum Neytendastofu 29. júní 2009 og 17. nóvember 2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2021 (Kæra Bonum ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 43/2021 frá 19. október 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2010 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 50/2010 og ákvörðun frá 28. október 2010.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2014 (Kæra Atlantsolíu hf. á ákvörðun Neytendastofu 28. júlí 2014 nr. 34/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2012 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 24. september 2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2011 (Kæra Upplýsingastýringar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2018 (Kæra Hilmars F. Thorarensen á ákvörðun Neytendastofu frá 24. apríl 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2019 (Kæra Guide to Iceland ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 19/2019)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2022 (Kæra Símans hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 24. janúar 2022.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2011 (Kæra Drífu ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 60/2010.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 23/2011 (Kæra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á ákvörðun sem lýst er yfir í bréfi Neytendastofu, dags. 16. nóvember 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2022 (Kæra Volcano hótel ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 1. mars 2022.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2012 (Kæra Samkaupa hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2013 (Kæra Lyfju hf. á ákvörðun Neytendastofu 18. júlí 2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2021 (Kæra Íþróttasambands lögreglumanna á ákvörðun Neytendastofu frá 18. mars 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2022 (Kæra Ungmennafélags Íslands á ákvörðun Neytendastofu frá 5. júlí 2022.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2011 (Kæra Nýherja hf. á ákvörðun Neytendastofu 2. maí 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2013 (Kæra Egilsson ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2017 (Kæra Tölvuteks ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2009 (Kæra Vatnaveraldar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2009 frá 5. júní 2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2021 (Kæra Sólvallar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2021 frá 17. maí 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2010 (Kæra Dufthúðunar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2016 (Kæra Hópkaupa ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 62/2016.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2018 (Kæra Tölvulistans ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2019 (Kæra Styrktarsjóðs í minningu Sigurbjargar á ákvörðun Neytendastofu „um að veita neikvæða umsögn um tollafgreiðslu“ tiltekinnar sendingar.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2021 (Kæra Flekaskila ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. maí 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2010 (Kæra Punktakerfis ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 30/2010.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/1997 dags. 3. nóvember 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 9/2001 dags. 3. apríl 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 dags. 29. janúar 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 19/2005 dags. 8. október 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 9/2008 dags. 1. ágúst 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2011 dags. 16. janúar 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2012 dags. 18. mars 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2022 dags. 30. maí 2022[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. maí 2018 í máli nr. E-6/17[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 2/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 3/2021 dags. 25. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 16/2022 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 27/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 3/2018 dags. 1. júlí 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1956:146 í máli nr. 1/1955

Úrskurður Félagsdóms 1962:82 í máli nr. 9/1962

Dómur Félagsdóms 1969:128 í máli nr. 6/1968

Dómur Félagsdóms 1969:156 í máli nr. 8/1969

Dómur Félagsdóms 1971:1 í máli nr. 3/1970

Úrskurður Félagsdóms 1980:198 í máli nr. 2/1980

Dómur Félagsdóms 1980:213 í máli nr. 2/1980

Dómur Félagsdóms 1983:300 í máli nr. 2/1983

Dómur Félagsdóms 1984:88 í máli nr. 11/1984

Dómur Félagsdóms 1987:182 í máli nr. 4/1987

Dómur Félagsdóms 1989:280 í máli nr. 1/1989

Dómur Félagsdóms 1990:333 í máli nr. 1/1990

Dómur Félagsdóms 1990:392 í máli nr. 6/1990

Úrskurður Félagsdóms 1991:406 í máli nr. 1/1991

Dómur Félagsdóms 1991:439 í máli nr. 5/1991

Dómur Félagsdóms 1992:474 í máli nr. 10/1991

Dómur Félagsdóms 1992:485 í máli nr. 3/1992

Dómur Félagsdóms 1992:494 í máli nr. 4/1992

Dómur Félagsdóms 1993:29 í máli nr. 1/1992

Dómur Félagsdóms 1997:10 í máli nr. 15/1996

Dómur Félagsdóms 1997:195 í máli nr. 11/1997

Dómur Félagsdóms 1998:249 í máli nr. 10/1997

Dómur Félagsdóms 1998:330 í máli nr. 12/1998

Dómur Félagsdóms í máli nr. 6/2000 dags. 8. júní 2000[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2000 dags. 28. september 2000[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 3/2001 dags. 27. febrúar 2001[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 4/2001 dags. 19. mars 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2001 dags. 20. maí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 13/2001 dags. 29. maí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2001 dags. 30. maí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2002 dags. 16. janúar 2002[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 6/2002 dags. 11. júlí 2002[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 17. maí 2004[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 6/2007 dags. 21. desember 2007[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 1/2009 dags. 3. apríl 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 5/2009 dags. 24. apríl 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2013 dags. 20. janúar 2014

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-14/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-13/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2015 dags. 10. maí 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2015 dags. 15. maí 2015

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-19/2015 dags. 29. júní 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2015 dags. 14. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2015 dags. 28. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2019 dags. 20. desember 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2019 dags. 13. febrúar 2020

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-22/2020 dags. 29. apríl 2021

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-21/2020 dags. 29. apríl 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2020 dags. 16. júní 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2021 dags. 23. nóvember 2021

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-20/2021 dags. 16. desember 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-20/2021 dags. 31. maí 2022

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-3/2022 dags. 27. júní 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2022 dags. 23. nóvember 2022

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 19. október 2000 (Mörk sveitarfélaga til hafsins)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 1. mars 2002 (Útreikningur vatnsgjalds, arðsemishlutfall og afskriftir af stofnkostnaði)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. apríl 2003 (Akureyrarkaupstaður - Álagning gatnagerðargjalds án þess að sveitarfélag komi að gerð götu, eignarhald og viðhald götu)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. júlí 2003 (Grýtubakkahreppur - Beiting heimildar skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995, öryrkja synjað um afslátt á fasteignaskatti)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 20. ágúst 2003 (Fjarðabyggð - Heimild til afsláttar af fasteignaskatti skv. 4. mgr. 5. gr. tekjustofnalaga, tenging við tekjur maka)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. ágúst 2005 (Sveitarfélagið Árborg - Framkvæmd útdráttar, reglur sveitarfélags um úthlutun byggingarlóða)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. september 2005 (Reykjavíkurborg - Beiting heimildar í 25. gr. tekjustofnalaga til lækkunar útsvarsstofns, ógilding)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. júlí 2006 (Hveragerðisbær - Samningur um sölu byggingarlands og samstarf um uppbyggingu, málsmeðferð)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. júlí 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 21. nóvember 2005 staðfest.)[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 8/2022 dags. 22. september 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2023 dags. 13. júní 2023[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 6/2023 dags. 22. júní 2023[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 2/2024 dags. 20. mars 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 4/2024 dags. 7. maí 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 13/2024 dags. 4. nóvember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12110098 dags. 3. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13040084 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13090065 dags. 28. október 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14120006 dags. 11. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15030115 dags. 29. desember 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16050011 dags. 3. júní 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16020018 dags. 9. júní 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16080008 dags. 23. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16080012 dags. 3. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17030074 dags. 6. september 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17100077 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17040005 dags. 24. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17080012 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Forsætisráðuneytið

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 1/2013 dags. 11. september 2013[HTML]

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 1/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 22. júní 2009 (Bann Lyfjastofnunar á auglýsingu lyfjatyggigúmmís)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 22/2020 dags. 7. september 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 13/2023 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 9/2024 dags. 8. mars 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 11/2024 dags. 8. október 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 25/2024 dags. 18. október 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-25/2004 dags. 12. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-349/2007 dags. 10. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-350/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-43/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-347/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-4/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2009 dags. 11. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-25/2011 dags. 7. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-119/2011 dags. 11. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-59/2012 dags. 11. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-50/2014 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. T-1/2015 dags. 8. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-17/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2017 dags. 14. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-32/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. U-2/2019 dags. 23. apríl 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-188/2020 dags. 24. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-614/2006 dags. 5. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-400/2006 dags. 2. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-107/2008 dags. 18. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-108/2008 dags. 26. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-106/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-67/2009 dags. 13. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-110/2010 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-19/2010 dags. 24. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-71/2010 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-181/2014 dags. 10. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-163/2014 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-34/2010 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-197/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-175/2012 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-80/2015 dags. 13. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-66/2015 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-43/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-640/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-485/2020 dags. 22. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-523/2021 dags. 29. nóvember 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-88/2022 dags. 14. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-23/2023 dags. 21. júní 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. A-5/2007 dags. 3. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-31/2007 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2013 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012 dags. 5. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-29/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-28/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2020 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-545/2006 dags. 8. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-1/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1351/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-597/2009 dags. 28. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2371/2009 dags. 8. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4975/2009 dags. 29. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-20/2011 dags. 22. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-10/2011 dags. 22. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-598/2011 dags. 29. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-6/2011 dags. 20. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-5/2011 dags. 27. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-215/2012 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-20/2012 dags. 21. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-14/2012 dags. 26. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-362/2013 dags. 8. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-2/2014 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-111/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-3/2014 dags. 12. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-363/2014 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-234/2014 dags. 11. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-555/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-218/2014 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1165/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-648/2014 dags. 3. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-186/2015 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-416/2014 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-416/2015 dags. 9. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-489/2015 dags. 6. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-138/2016 dags. 29. júní 2016[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-476/2015 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-220/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-209/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-364/2015 dags. 24. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-873/2016 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-126/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-934/2016 dags. 3. maí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-837/2016 dags. 8. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-526/2015 dags. 2. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-86/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-934/2016 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-837/2016 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-202/2017 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-115/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1131/2018 dags. 18. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1480/2019 dags. 25. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-152/2019 dags. 25. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2261/2020 dags. 16. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-884/2020 dags. 14. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3320/2020 dags. 29. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3237/2020 dags. 5. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1127/2021 dags. 21. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1972/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2111/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1845/2021 dags. 7. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1255/2021 dags. 12. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3321/2020 dags. 12. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1547/2021 dags. 25. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2261/2020 dags. 16. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1231/2021 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1473/2022 dags. 19. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1532/2022 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-37/2021 dags. 23. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2537/2021 dags. 25. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1472/2022 dags. 5. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1364/2023 dags. 20. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-936/2022 dags. 29. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2835/2023 dags. 13. maí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-1127/2024 dags. 14. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-585/2024 dags. 26. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-789/2024 dags. 27. júní 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4419/2005 dags. 15. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1026/2005 dags. 15. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7517/2005 dags. 22. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6137/2005 dags. 22. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2308/2005 dags. 31. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6735/2005 dags. 17. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1713/2005 dags. 10. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1117/2006 dags. 29. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1789/2006 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7846/2005 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2558/2005 dags. 24. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7356/2005 dags. 27. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7840/2005 dags. 6. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2245/2006 dags. 11. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2188/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2039/2006 dags. 28. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-514/2006 dags. 3. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4825/2006 dags. 9. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 6. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4323/2006 dags. 9. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1714/2007 dags. 12. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-934/2007 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-342/2007 dags. 28. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7219/2006 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3094/2006 dags. 14. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5801/2007 dags. 26. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2007 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5974/2006 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6569/2006 dags. 22. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 5. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6497/2007 dags. 11. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8306/2007 dags. 18. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8305/2007 dags. 18. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6117/2007 dags. 20. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6979/2007 dags. 3. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6978/2007 dags. 3. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6780/2007 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-440/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5905/2007 dags. 10. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1216/2008 dags. 11. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2097/2008 dags. 5. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7691/2007 dags. 22. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-666/2008 dags. 23. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1195/2006 dags. 28. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4726/2008 dags. 18. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6010/2008 dags. 3. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1611/2008 dags. 4. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3667/2007 dags. 16. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9297/2008 dags. 26. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5364/2008 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12017/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-32/2009 dags. 9. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6012/2008 dags. 27. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1324/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4551/2009 dags. 25. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1172/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6971/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1069/2009 dags. 11. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11360/2008 dags. 24. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 1. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2103/2009 dags. 9. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3501/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4948/2009 dags. 15. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1141/2010 dags. 27. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11720/2009 dags. 28. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-52/2009 dags. 2. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1911/2007 dags. 9. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-344/2010 dags. 24. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4787/2010 dags. 23. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1990/2009 dags. 31. ágúst 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-93/2009 dags. 29. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8541/2009 dags. 5. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2010 dags. 12. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-20/2010 dags. 19. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-19/2010 dags. 19. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11047/2008 dags. 1. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-455/2010 dags. 8. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2960/2010 dags. 10. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2010 dags. 15. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11595/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 14. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6295/2009 dags. 21. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2758/2010 dags. 27. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-20/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-19/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1176/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2413/2010 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5474/2010 dags. 29. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4446/2010 dags. 25. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-54/2011 dags. 7. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-751/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2010 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2824/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4902/2010 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8/2011 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12435/2009 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-236/2011 dags. 21. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7135/2010 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7596/2010 dags. 23. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1449/2011 dags. 3. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-374/2011 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2596/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4450/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2011 dags. 30. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2380/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 9. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4633/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4455/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-161/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10158/2009 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10157/2009 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3842/2011 dags. 17. ágúst 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-189/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-447/2011 dags. 22. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2380/2011 dags. 6. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-446/2011 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-559/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4512/2011 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4226/2011 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2657/2011 dags. 23. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4608/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4607/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1603/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-439/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2150/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 14. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1816/2012 dags. 14. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1398/2012 dags. 11. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2817/2012 dags. 14. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1751/2012 dags. 7. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-37/2013 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1877/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3608/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-118/2011 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-69/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3286/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7461/2010 dags. 8. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2817/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-663/2013 dags. 4. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1547/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1785/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1910/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-606/2013 dags. 6. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3055/2012 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-58/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-65/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-64/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-63/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-404/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-66/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3124/2012 dags. 5. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2011 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1067/2012 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2361/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2733/2013 dags. 5. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-991/2012 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1013/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-244/2013 dags. 8. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2602/2013 dags. 14. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3569/2012 dags. 16. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2766/2013 dags. 28. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-243/2013 dags. 2. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-644/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4118/2013 dags. 9. maí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-55/2013 dags. 26. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4986/2013 dags. 27. maí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3287/2013 dags. 6. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-908/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1467/2013 dags. 10. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-9/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-8/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1287/2012 dags. 15. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1438/2012 dags. 20. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1441/2013 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-509/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-269/2014 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2014 dags. 2. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-738/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-737/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5054/2013 dags. 18. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1875/2012 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-342/2014 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3621/2014 dags. 26. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3223/2014 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-12/2012 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4521/2013 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5193/2013 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1962/2013 dags. 31. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2013 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4547/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4438/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4776/2013 dags. 29. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-950/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5039/2014 dags. 7. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9/2014 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-916/2014 dags. 17. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1601/2013 dags. 24. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11/2014 dags. 28. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4460/2014 dags. 1. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-363/2014 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2616/2014 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1179/2015 dags. 27. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5093/2014 dags. 9. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2517/2015 dags. 4. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-575/2010 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4492/2014 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-986/2015 dags. 9. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-953/2014 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4079/2015 dags. 14. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4451/2014 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2597/2015 dags. 4. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2549/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3924/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2614/2014 dags. 25. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1899/2015 dags. 30. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1225/2015 dags. 7. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1934/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1935/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4210/2014 dags. 25. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5075/2014 dags. 5. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3616/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5/2016 dags. 30. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1020/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3784/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3783/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-203/2016 dags. 26. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2016 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-107/2013 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2108/2016 dags. 1. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2094/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2995/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2888/2016 dags. 12. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2472/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3655/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3654/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3653/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2988/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2112/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-39/2017 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-225/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-580/2016 dags. 13. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2016 dags. 30. október 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1105/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-77/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2203/2016 dags. 27. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1470/2017 dags. 8. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1277/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1054/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3300/2016 dags. 7. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-324/2017 dags. 9. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1032/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2017 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3477/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1504/2017 dags. 28. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3071/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2996/2017 dags. 15. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2016 dags. 21. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2967/2017 dags. 3. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4056/2017 dags. 19. október 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 30. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2718/2017 dags. 30. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1028/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3896/2017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-413/2018 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2891/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2109/2018 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2895/2017 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-205/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1245/2017 dags. 18. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 25. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4223/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4055/2017 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1512/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1511/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1510/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1509/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1508/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-2/2019 dags. 16. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2411/2017 dags. 7. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-316/2019 dags. 18. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-406/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2018 dags. 5. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4220/2018 dags. 15. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2019 dags. 3. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4/2019 dags. 13. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2374/2018 dags. 19. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1560/2019 dags. 10. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3709/2019 dags. 24. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3658/2018 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-194/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3366/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-132/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-139/2020 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2186/2019 dags. 16. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2527/2018 dags. 8. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6400/2019 dags. 28. maí 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-7537/2019 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1738/2018 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6172/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2516/2016 dags. 19. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5094/2019 dags. 14. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-611/2020 dags. 14. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-388/2019 dags. 21. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1421/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3141/2020 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1762/2020 dags. 8. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3061/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2563/2020 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6440/2019 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1527/2020 dags. 9. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-988/2020 dags. 9. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1889/2020 dags. 8. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6573/2020 dags. 15. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2712/2020 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-7553/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3965/2018 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7866/2020 dags. 25. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6511/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6510/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3061/2020 dags. 22. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 8. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3016/2021 dags. 19. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2021 dags. 22. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7988/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1616/2021 dags. 1. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3895/2021 dags. 10. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2070/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-491/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-127/2021 dags. 31. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-967/2019 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4353/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2855/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4282/2020 dags. 2. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2133/2021 dags. 16. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5076/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2229/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2857/2020 dags. 29. apríl 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-999/2022 dags. 5. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2481/2019 dags. 5. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2021 dags. 31. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-481/2022 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2267/2022 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4922/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1762/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1149/2022 dags. 15. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-69/2022 dags. 29. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2993/2022 dags. 7. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2022 dags. 13. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3786/2022 dags. 28. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-73/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2142/2022 dags. 19. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5933/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5931/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4270/2022 dags. 16. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2022 dags. 2. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-582/2021 dags. 10. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3264/2021 dags. 20. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2022 dags. 21. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3639/2022 dags. 31. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4987/2022 dags. 5. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4856/2021 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1750/2023 dags. 13. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2378/2022 dags. 30. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2235/2022 dags. 5. júlí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1257/2023 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3735/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1776/2023 dags. 11. september 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1629/2023 dags. 3. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-102/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2023 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1161/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1075/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1612/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2495/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4327/2022 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1752/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3088/2022 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5894/2022 dags. 22. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-783/2023 dags. 4. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4091/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5580/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3714/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3713/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3712/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3711/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3710/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3708/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3707/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3706/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3705/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3704/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3703/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3702/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4882/2022 dags. 19. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5952/2022 dags. 26. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2953/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5790/2023 dags. 16. apríl 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7745/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4047/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4169/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4168/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4167/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4166/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3455/2023 dags. 27. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1553/2024 dags. 27. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2023 dags. 12. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2023 dags. 9. október 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-3149/2024 dags. 24. október 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-323/2024 dags. 28. október 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-499/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-493/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-486/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-532/2005 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-496/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-143/2007 dags. 7. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-723/2006 dags. 27. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-195/2007 dags. 11. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-341/2011 dags. 21. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-68/2012 dags. 14. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-164/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-113/2014 dags. 18. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-154/2014 dags. 19. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-3/2016 dags. 15. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-1/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-72/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-114/2018 dags. 1. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-301/2020 dags. 23. mars 2021[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-113/2010 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-10/2015 dags. 20. maí 2015[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-94/2014 dags. 29. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-24/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-196/2020 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-154/2006 dags. 31. ágúst 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-204/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-203/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-202/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-201/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-200/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-199/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-83/2010 dags. 26. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-19/2014 dags. 9. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-66/2017 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-70/2017 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-64/2017 dags. 6. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-228/2019 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-108/2019 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-34/2019 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-78/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-76/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-72/2021 dags. 16. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-123/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-126/2020 dags. 11. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-85/2018 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-14/2019 dags. 24. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-74/2022 dags. 9. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-81/2022 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-33/2022 dags. 4. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-167/2023 dags. 22. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-69/2024 dags. 18. júní 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Hugverkastofan

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 3/2020 dags. 27. mars 2020[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 4/2020 dags. 27. mars 2020[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 7/2021 dags. 3. desember 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 54/2010 dags. 7. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 45/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11040243 dags. 17. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11060303 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12030363 dags. 25. júní 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. irr13050318 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13100066 dags. 23. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14050225 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR16010163 dags. 8. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR16010371 dags. 19. ágúst 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010598 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010308 dags. 24. júní 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22040105 dags. 26. september 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 19/2012 dags. 16. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 28/2012 dags. 10. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 2/2015 dags. 5. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 3/2010 dags. 2. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 4/2010 dags. 25. mars 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 17/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 33/2011 dags. 11. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 100/2012 dags. 21. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 77/2011 dags. 28. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 3/2012 dags. 11. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 13/2012 dags. 7. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 142/2012 dags. 4. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 36/2013 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 54/2013 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 67/2013 dags. 13. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 140/2013 dags. 3. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 164/2013 dags. 22. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 159/2013 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/1995 dags. 26. júní 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 12/1995 dags. 28. júní 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 14/1995 dags. 5. júlí 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 30/1995 dags. 21. september 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 18/1996 dags. 17. júlí 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 60/1996 dags. 4. desember 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/1997 dags. 25. ágúst 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/1997 dags. 11. september 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 56/1997 dags. 19. nóvember 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 76/1997 dags. 6. apríl 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 1/1998 dags. 6. apríl 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 79/1997 dags. 7. apríl 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 85/1998 dags. 4. júní 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 18/1999 dags. 11. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 13/2000 dags. 23. maí 2000[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 31/2000 dags. 7. nóvember 2000[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 12/2001 dags. 16. júlí 2001[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 48/2001 dags. 4. febrúar 2002[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 1/2002 dags. 10. apríl 2002[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2002 dags. 23. ágúst 2002[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 31/2004 dags. 31. ágúst 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/2004 dags. 8. mars 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 38/2004 dags. 8. mars 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 11/2005 dags. 18. maí 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 19/2006 dags. 13. september 2006[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 33/2006 dags. 29. janúar 2007[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 9/2008 dags. 27. maí 2008[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 24/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 30/2011 dags. 19. desember 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 7/2013 dags. 2. september 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 32/2013 dags. 28. október 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2014 dags. 20. júní 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/2016 dags. 22. júní 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 8/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 19/2016 dags. 11. janúar 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/2016 dags. 11. janúar 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 48/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 45/2018 dags. 3. september 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 10/2019 dags. 6. maí 2019[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 86/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 44/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 13/2020 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 101/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 4/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 37/2024 dags. 12. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 40/2024 dags. 10. janúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/1992 dags. 1. júlí 1992[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/1992 dags. 10. september 1993[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 16/1992 dags. 10. september 1993[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/1994 dags. 13. janúar 1995[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/1995 dags. 29. september 1995[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/1999 dags. 26. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/1999 dags. 26. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2007 dags. 15. júní 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2020 dags. 21. október 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2004 dags. 26. október 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2006 dags. 16. ágúst 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2006 dags. 13. desember 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2006 dags. 8. júní 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2008B dags. 9. mars 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2010B dags. 23. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2016 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2019 dags. 16. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 55/2020 dags. 15. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2021 dags. 7. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2021 dags. 4. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2022 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2022 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2023 dags. 9. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2023 dags. 18. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2023 dags. 1. nóvember 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2015 í máli nr. KNU15010028 dags. 12. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2015 í máli nr. KNU15060006 dags. 6. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2016 í máli nr. KNU15100027 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2016 í máli nr. KNU15100015 dags. 16. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2016 í máli nr. KNU15100007 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2016 í máli nr. KNU15100010 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2016 í máli nr. KNU15030026 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2016 í máli nr. KNU16010032 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2016 í máli nr. KNU16010031 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2016 í máli nr. KNU16020002 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2016 í máli nr. KNU16010014 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2016 í máli nr. KNU16010015 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2016 í máli nr. KNU16030002 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2016 í máli nr. KNU16030006 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2016 í máli nr. KNU16020011 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2016 í máli nr. KNU16030007 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2016 í máli nr. KNU16030043 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2016 í máli nr. KNU16030047 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2016 í máli nr. KNU16030046 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2016 í máli nr. KNU16030045 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2016 í máli nr. KNU16040028 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2016 í máli nr. KNU16040027 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2016 í máli nr. KNU16050025 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2016 í máli nr. KNU16080015 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2016 í máli nr. KNU16050038 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2016 í máli nr. KNU16070010 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2016 í máli nr. KNU16070011 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2016 í máli nr. KNU16080007 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2016 í máli nr. KNU16080022 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2016 í máli nr. KNU16060013 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2016 í máli nr. KNU16100021 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2016 í máli nr. KNU16110044 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2017 í máli nr. KNU16110023 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2017 í máli nr. KNU16100041 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2017 í máli nr. KNU16120043 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2017 í máli nr. KNU17020054 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2017 í máli nr. KNU17020035 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2017 í máli nr. KNU17020003 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2017 í máli nr. KNU16110043 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2017 í máli nr. KNU17030041 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2017 í máli nr. KNU17030014 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2017 í máli nr. KNU17040024 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2017 í máli nr. KNU17020007 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2017 í máli nr. KNU17040030 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2017 í máli nr. KNU17040046 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2017 í máli nr. KNU17040047 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2017 í máli nr. KNU17040010 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2017 í máli nr. KNU17040009 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2017 í máli nr. KNU17040043 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2017 í máli nr. KNU17040011 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2017 í máli nr. KNU17050012 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2017 í máli nr. KNU17020076 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2017 í máli nr. KNU17020075 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2017 í máli nr. KNU17020074 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2017 í máli nr. KNU17050021 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2017 í máli nr. KNU17070038 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2017 í máli nr. KNU17060049 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2017 í máli nr. KNU17070037 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2017 í máli nr. KNU17080007 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 605/2017 í máli nr. KNU17090034 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2017 í máli nr. KNU17060061 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 626/2017 í máli nr. KNU17100027 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2017 í máli nr. KNU17070044 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 679/2017 í máli nr. KNU17100023 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2018 í máli nr. KNU17120042 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2018 í máli nr. KNU17120043 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2018 í máli nr. KNU17120054 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2018 í máli nr. KNU18010031 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2018 í máli nr. KNU18020004 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2018 í máli nr. KNU18020005 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2018 í máli nr. KNU18020018 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2018 í máli nr. KNU17100053 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2018 í máli nr. KNU18020037 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2018 í máli nr. KNU18030026 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2018 í máli nr. KNU18020026 dags. 28. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2018 í máli nr. KNU18020027 dags. 28. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2018 í máli nr. KNU18040037 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2018 í málum nr. KNU18040052 o.fl. dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2018 í máli nr. KNU18050046 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2018 í máli nr. KNU18050052 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2018 í máli nr. KNU18050004 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2018 í máli nr. KNU18060031 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2018 í máli nr. KNU18060011 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2018 í máli nr. KNU18060008 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2018 í máli nr. KNU18060016 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2018 í máli nr. KNU18060028 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2018 í máli nr. KNU18050047 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2018 í málum nr. KNU18050059 o.fl. dags. 24. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2018 í máli nr. KNU18070020 dags. 25. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2018 í máli nr. KNU18070021 dags. 25. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2018 í máli nr. KNU18070039 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2018 í máli nr. KNU18090012 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2018 í máli nr. KNU18090018 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2018 í máli nr. KNU18090038 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2018 í máli nr. KNU18090040 dags. 25. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2018 í málum nr. KNU18100007 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2018 í máli nr. KNU18090006 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2018 í máli nr. KNU18100027 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2018 í máli nr. KNU18090045 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2018 í máli nr. KNU18100011 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2018 í máli nr. KNU18100005 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2018 í máli nr. KNU18100050 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2018 í máli nr. KNU18100049 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2018 í máli nr. KNU18100002 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2018 í máli nr. KNU18110002 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2018 í máli nr. KNU18100009 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2018 í málum nr. KNU18100031 o.fl. dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2018 í máli nr. KNU18090029 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2018 í máli nr. KNU18110030 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2018 í málum nr. KNU18110003 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2018 í máli nr. KNU18090039 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2018 í máli nr. KNU18110021 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2018 í máli nr. KNU18110014 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2019 í máli nr. KNU18120012 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2019 í máli nr. KNU18120035 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2019 í máli nr. KNU18120014 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2019 í máli nr. KNU18120034 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2019 í máli nr. KNU18120067 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2019 í máli nr. KNU19010035 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2019 í máli nr. KNU19010003 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2019 í máli nr. KNU19020008 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2019 í máli nr. KNU19020015 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2019 í máli nr. KNU19020047 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2019 í máli nr. KNU19020073 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2019 í máli nr. KNU19030006 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2019 í máli nr. KNU19030009 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2019 í máli nr. KNU19030010 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2019 í máli nr. KNU19030043 dags. 10. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2019 í máli nr. KNU19030021 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2019 í máli nr. KNU19030032 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2019 í máli nr. KNU19040003 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2019 í máli nr. KNU19040107 dags. 27. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2019 í máli nr. KNU19030053 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2019 í máli nr. KNU19040064 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2019 í máli nr. KNU19050018 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2019 í máli nr. KNU19040116 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2019 í máli nr. KNU19040115 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2019 í máli nr. KNU19040099 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2019 í máli nr. KNU19040114 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2019 í máli nr. KNU19060030 dags. 22. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2019 í máli nr. KNU19050043 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2019 í máli nr. KNU19050044 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2019 í máli nr. KNU19050053 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2019 í máli nr. KNU19070018 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2019 í máli nr. KNU19050059 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 430/2019 í máli nr. KNU19080012 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2019 í máli nr. KNU19050024 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2019 í máli nr. KNU19060032 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2019 í máli nr. KNU19060041 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2019 í máli nr. KNU19060010 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2019 í máli nr. KNU19060021 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2019 í máli nr. KNU19070021 dags. 9. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2019 í máli nr. KNU19080016 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2019 í málum nr. KNU19070055 o.fl. dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2019 í máli nr. KNU19080020 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2019 í máli nr. KNU19080046 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2019 í máli nr. KNU19070048 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2019 í máli nr. KNU19070028 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2019 í máli nr. KNU19080035 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2019 í máli nr. KNU19080038 dags. 12. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2019 í máli nr. KNU19080034 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2019 í máli nr. KNU19090020 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 560/2019 í máli nr. KNU19070059 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2019 í máli nr. KNU19080007 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2020 í máli nr. KNU19100011 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2020 í málum nr. KNU19100065 o.fl. dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2020 í máli nr. KNU19100069 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2020 í máli nr. KNU19100009 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2020 í máli nr. KNU19100033 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2020 í málum nr. KNU19110050 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2020 í máli nr. KNU20010016 dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2020 í málum nr. KNU20020009 o.fl. dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2020 í máli nr. KNU20050003 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2020 í málum nr. KNU20030009 o.fl. dags. 15. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2020 í máli nr. KNU20060013 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2020 í máli nr. KNU20020053 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2020 í máli nr. KNU20020052 dags. 7. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2020 í máli nr. KNU20060011 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2020 í máli nr. KNU20060005 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2020 í máli nr. KNU20060038 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2020 í máli nr. KNU20090005 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2020 í máli nr. KNU20080019 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2020 í málum nr. KNU20080009 o.fl. dags. 21. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2020 í máli nr. KNU20110006 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2020 í máli nr. KNU20100030 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2020 í máli nr. KNU20110017 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2021 í máli nr. KNU21010011 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2021 í máli nr. KNU20120005 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2021 í máli nr. KNU20120037 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2021 í máli nr. KNU21020017 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2021 í máli nr. KNU21020006 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2021 í máli nr. KNU20120060 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2021 í máli nr. KNU21030009 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2021 í máli nr. KNU21050051 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2021 í máli nr. KNU21060053 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2021 í máli nr. KNU21050024 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2021 í máli nr. KNU21060021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2021 í máli nr. KNU21100028 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2021 í málum nr. KNU21100032 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2022 í máli nr. KNU21090067 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2022 í máli nr. KNU21120001 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2022 í máli nr. KNU21100079 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2022 í máli nr. KNU21110030 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2022 í máli nr. KNU21120062 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2022 í máli nr. KNU22020029 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2022 í máli nr. KNU22020031 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2022 í máli nr. KNU22020030 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2022 í máli nr. KNU22030023 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2022 í máli nr. KNU22040046 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2022 í máli nr. KNU22040026 dags. 1. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2022 í máli nr. KNU22050048 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2022 í máli nr. KNU22050020 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2022 í máli nr. KNU22050021 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2022 í máli nr. KNU22080016 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 392/2022 í máli nr. KNU22070032 dags. 26. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2022 í máli nr. KNU22070030 dags. 26. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2022 í máli nr. KNU22070031 dags. 26. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2022 í máli nr. KNU22090024 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2022 í máli nr. KNU22100034 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2022 í máli nr. KNU22100022 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2022 í máli nr. KNU22090046 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2022 í málum nr. KNU22100072 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2022 í máli nr. KNU22110019 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2022 í máli nr. KNU22110017 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2022 í máli nr. KNU22110018 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2022 í máli nr. KNU22110016 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2023 í máli nr. KNU22100078 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2023 í máli nr. KNU22120005 dags. 13. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2023 í máli nr. KNU22120011 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2023 í máli nr. KNU22120039 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2023 í máli nr. KNU22120046 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2023 í máli nr. KNU22110089 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2023 í málum nr. KNU22120026 o.fl. dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2023 í máli nr. KNU22120092 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2023 í máli nr. KNU22120087 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2023 í máli nr. KNU22120066 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2023 í máli nr. KNU22120065 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2023 í máli nr. KNU23020004 dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2023 í máli nr. KNU23010014 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2023 í málum nr. KNU23010054 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2023 í máli nr. KNU23020022 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2023 í máli nr. KNU23010044 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2023 í máli nr. KNU22120077 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2023 í máli nr. KNU23020058 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 234/2023 í máli nr. KNU23030004 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 233/2023 í máli nr. KNU23020060 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2023 í máli nr. KNU23030002 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2023 í máli nr. KNU23010013 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2023 í máli nr. KNU23010020 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2023 í máli nr. KNU23010012 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2023 í máli nr. KNU23040007 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2023 í máli nr. KNU23050026 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2023 í máli nr. KNU23050027 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2023 í málum nr. KNU23020062 o.fl. dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2023 í máli nr. KNU23030010 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2023 í máli nr. KNU23040073 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2023 í máli nr. KNU23050181 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2023 í máli nr. KNU23050044 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2023 í máli nr. KNU23050033 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2023 í máli nr. KNU23060192 dags. 19. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2023 í máli nr. KNU23060034 dags. 18. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2023 í máli nr. KNU23090101 dags. 25. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2023 í máli nr. KNU23070139 dags. 6. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 573/2023 í máli nr. KNU23070136 dags. 6. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2023 í máli nr. KNU23080024 dags. 9. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2023 í málum nr. KNU23080058 o.fl. dags. 16. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2023 í máli nr. KNU23080054 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 719/2023 í máli nr. KNU23080055 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 724/2023 í málum nr. KNU23100127 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2024 í málum nr. KNU23090008 o.fl. dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2024 í málum nr. KNU23100175 o.fl. dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2024 í málum nr. KNU23050078 o.fl. dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1061/2024 í máli nr. KNU24070001 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 80/2020 dags. 20. janúar 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 39/2021 dags. 4. júní 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 97/2021 dags. 11. apríl 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 64/2021 dags. 11. apríl 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 81/2021 dags. 11. apríl 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 129/2021 dags. 17. maí 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 79/2021 dags. 17. maí 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 75/2021 dags. 17. maí 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 87/2021 dags. 17. maí 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 70/2021 dags. 17. maí 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 93/2021 dags. 17. maí 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 109/2021 dags. 17. maí 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 80/2021 dags. 17. maí 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 65/2022 dags. 31. janúar 2023[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 116/2023 dags. 23. maí 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Landbúnaðarráðuneytið

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 3/2000 dags. 23. október 2000[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 68/2018 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Lrú. 194/2018 dags. 16. mars 2018[HTML]

Lrú. 189/2018 dags. 16. mars 2018[HTML]

Lrd. 128/2018 dags. 18. maí 2018[HTML]

Lrd. 302/2018 dags. 22. júní 2018[HTML]

Lrd. 274/2018 dags. 26. júní 2018[HTML]

Lrú. 619/2018 dags. 14. ágúst 2018 (Aðför heimil)[HTML]
K og M eignuðust barn eftir skammvinn kynni og höfðu því ekki verið í föstu sambandi og voru ekki í neinum samskiptum á meðan meðgöngu stóð. Stuttu eftir fæðingu fór M fram á DNA-próf til að sannreyna faðernið og sagði K við M að barnið væri hans. Síðan hafi M þá farið að hitta barnið með reglulegu millibili. Síðar óskaði K eftir að barnið færi aftur í mannerfðafræðilega rannsókn, og í blóðrannsókn í það skiptið. Eftir að niðurstöður þeirrar rannsóknar lágu fyrir hitti M barnið sjaldnar en áður.

K tók saman við unnusta sinn og tilraunir M til að fá að heimsækja barnið gengu illa. Þetta ástand varði í rétt yfir ár. M óskaði árið 2012 við sýslumann eftir umgengnissamningi og að komið yrði á reglulegri umgengni. K taldi að barnið sjálft ætti að ráða henni, en það var þá rúmlega ársgamalt. Sýslumaðurinn kvað síðar upp úrskurð með nánara afmörkuðu inntaki. Eftir það hafi samskipti K og M batnað og umgengni hafi farið fram að mestu í samræmi við þann úrskurð þar til K flutti til útlanda með barnið sumarið 2014 en þá féll umgengnin niður að mestu.

K flutti aftur til Íslands en þá hélt umgengnin áfram en ekki í samræmi við úrskurð sýslumanns. K hélt því fram að barnið ætti að ráða því sjálft. Fór þá umgengnin fram með þeim hætti að M sótti það til K þá morgna sem umgengnin fór fram en skilað því til baka á kvöldin.

M fór þá til sýslumanns og krafðist álagningar dagsekta vegna tálmunar K á umgengni hans við barnið. Sýslumaður tók undir þá beiðni og lagði á dagsektir en tók þá fram að K hafði mótmælt því að tálmun hafi átt sér stað og setti á ný fram það sjónarmið að barnið ætti að ráða því hvort umgengnin fari fram eða ekki og hvort það myndi gista hjá M. Þá úrskurðaði hann einnig um umgengnina.

Úrskurður sýslumanns um umgengni og dagsektir var kærður til ráðuneytisins. Ráðuneytið staðfesti dagsektarúrskurðinn óbreyttan en umgengnisúrskurðinn með breytingum. Framkvæmd umgengninnar eftir það gekk alls ekki.

Árið 2018 krafðist M að gert yrði fjárnám hjá K vegna innheimtu dagsektanna, og lauk þeirri gerð með árangurslausu fjárnámi. Stuttu síðar komust K og M að samkomulagi um umgengni og var óskað eftir aðstoð frá sýslumanni til þess. Sáttamaðurinn náði sambandi við M en gekk erfiðlega að ná sambandi við K. K afþakkaði þá frekari aðkomu sýslumanns, og var síðar gefið út vottorð um árangurslausa sáttameðferð.

M krafðist þess að umgengni hans við barn sitt og K yrði komið á með aðför. K var talin hafa með margvíslegum hætti tálmað umgengni M við barn sitt þrátt fyrir að fyrir lægju úrskurðir sýslumanns og dómsmálaráðuneytisins.
Ekkert lá fyrir sem benti til þess að M gæti ekki tekið á móti barninu í umgengni né að umgengnin væri andstæð hagsmunum barnsins eða þörfum þess.

Við meðferð málsins í héraði tilkynnti lögmaður K um að hún og barnið væru flutt til tiltekins lands en ekki um nánari staðsetningu innan þess. K fór því fram á frávísun málsins á grundvelli skorts á lögsögu dómstóla. Hins vegar voru lögð fram gögn um að bæði K og barnið væru í raun og veru búsett á Íslandi. Frávísunarkröfu K var því hafnað.

Þá var talið að K hefði vanrækt tilkynningarskyldu sína um að tilkynna M um lögheimilisflutning barnsins og heldur ekki upplýst hann um meintan dvalarstað þess í útlöndum.

Með hliðsjón af málavöxtum féllst héraðsdómur á kröfu M um að umgengni hans við barnið yrði komið á með aðfarargerð.

Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms með vísan til forsendna hans.
Lrú. 639/2018 dags. 12. september 2018[HTML]

Lrd. 442/2018 dags. 21. september 2018[HTML]

Lrd. 69/2018 dags. 21. september 2018[HTML]

Lrd. 186/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Lrd. 188/2018 dags. 5. október 2018[HTML]

Lrú. 157/2018 dags. 12. október 2018[HTML]

Lrú. 738/2018 dags. 18. október 2018[HTML]

Lrd. 96/2018 dags. 19. október 2018[HTML]

Lrd. 238/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 165/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 66/2018 dags. 16. nóvember 2018 (Peningaþvætti)[HTML]

Lrd. 64/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 635/2018 dags. 14. desember 2018[HTML]

Lrd. 612/2018 dags. 14. desember 2018[HTML]

Lrú. 846/2018 dags. 18. desember 2018[HTML]

Lrd. 221/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Lrd. 673/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Lrd. 280/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Lrd. 578/2018 dags. 8. febrúar 2019 (Rætt við barn)[HTML]
Á þessari stundu (1. mars 2019) liggja ekki fyrir upplýsingar um að málskotsbeiðni hafi verið send til Hæstaréttar.

K og M voru í sambúð og eignuðust barnið eftir sambúðarslit þeirra. Þau gerðu samkomulag árið 2007 um sameiginlega forsjá barnsins, að lögheimili þess yrði hjá K, og að M greiddi K eitt og hálft meðlag frá þeim degi. Samkomulagið var staðfest af sýslumanni. Enginn skriflegur samningur um umgengni var gerður.

M leitaði til sýslumanns í desember 2016 og krafðist breytingar á samkomulaginu þannig að hann færi einn með forsjá barnsins og greiðslu einfalds meðlags frá K. Sýslumaður vísaði málinu frá þar sem ekki náðist samkomulag milli K og M.

Í dómsmálinu kröfðust K og M óskiptrar forsjár en til vara að hún yrði sameiginleg með lögheimili hjá sér. Bæði gerðu kröfu um að dómstólar kvæðu á um inntak umgengninnar og um greiðslu meðlags af hendi hins.

Þau gerðu bráðabirgðasamkomulag um umgengni við barnið á meðan málið væri rekið fyrir dómstólum. Það hljóðaði upp á jafna umgengni og að barnið myndi eiga greið samskipti við hitt foreldrið á meðan umgengni stæði.

Héraðsdómur úrskurðaði, að kröfu M, til bráðabirgða að lögheimili barnsins yrði hjá honum og að K greiddi honum einfalt meðlag frá úrskurðardegi þar til endanlegur dómur lægi fyrir í málinu. Áður en sá úrskurður var kveðinn var fenginn sálfræðingur til þess að ræða við barnið um afstöðu þess til lögheimilis. Í fyrra viðtali sálfræðingsins við barnið lýsti það hversu leiðinlegt það væri að flytja stöðugt búferlum milli hótela vegna endurtekinna vandamála með myglu. Í seinna viðtalinu var barnið nýflutt inn í nýja íbúð og lýsti því létti og spenningi vegna þess. Barnið leit á báða foreldra sína sem trúnaðarmenn en ræði frekar við móður sína ef það er hrætt eða áhyggjufullt. Barnið var talið skýrt í afstöðu sinni um að það vildi frekar að faðir sinn færi með sín málefni en móðir og að það virðist öruggara í umsjá föður síns þar sem hann reiðist nær aldrei. Barnið kaus sveigjanleika þannig að það gæti hitt hvort foreldrið sem er þegar því hentaði og að umgengni væri sem jöfnust.

Dómkvaddur matsmaður var kallaður í héraði til að meta aðstæður, og skilaði í kjölfarið skýrslu þar sem K og M var lýst. Þá lagði matsmaðurinn persónuleikapróf fyrir barnið og komst að þeirri niðurstöðu að barnið sýndi sterkari og jákvæðari tilfinninga- og umönnunartengsl við föður sinn en móður. Einnig kom fram að barnið væri í nánum og miklum tengslum við föðurætt sína, en nánast hið andstæða varðandi móðurætt sína. Enn fremur var það mat matsmannsins að ekkert benti til annars en að barninu liði vel hjá föður sínum en teldi sig ekki nægilega öruggt hjá móður sinni. Í ljósi þessa taldi matsmaðurinn að viku/viku umgengni hentaði ekki þar sem annað hlutfall yrði betur til þess fallið að koma á meiri ró og festu. Umgengnin gæti, til að byrja með, verið löng helgi aðra hverja viku sem gæti svo þróast út í jafnari umgengni. Matsmaðurinn taldi báða foreldrana vera hæfa til að fara með forsjá en faðirinn væri hæfari.

Að mati héraðsdómara lá ekkert fyrir í málinu að K eða M hefði vísvitandi reynt að hafa áhrif á afstöðu barnsins til málsins en málareksturinn hefði samt óhjákvæmilegt haft slík áhrif. Þá var ekkert sem benti til þess að skoðun barnsins væri ekki sín eigin eða utanaðkomandi áhrif væru svo mikil að ekki væri hægt að byggja á henni.

K byggði málatilbúnað sinn á því að matsgerðin væri röng og byggði á röngum forsendum, en hafði fallið frá kröfu um yfirmat þar sem henni var synjað um gjafsókn vegna kostnaðar af yfirmatsgerð. K kom ekki með sannfærandi rök sem gæfu ástæðu til þess að efast um réttmæti þeirra upplýsinga sem matið byggði á.

M sakaði K um að tálma umgengni hans við barnið á tímabili. K neitaði sök þar sem ekki væri í gildi umgengnisamningur og að M hefði hitt barnið á því tímabili. Framburður lá fyrir dómi um að M hefði einungis hitt barnið tilviljanakennt í gegnum aðra á því tímabili. Samskiptum M við barnið hefði verið stjórnað af K á tímabilinu og þau hefðu verið lítil. Matsmaður taldi barnið hafa liðið illa hjá K á tímabilinu. Héraðsdómari taldi að líta yrði meðal annars til þessara atriða þar sem skylda foreldra væri að stuðla að umgengni við það foreldri sem væri ekki forsjárforeldri eða umgengnisforeldri, og að það gilti þrátt fyrir að ekki væri til staðar samkomulag um umgengni.

K sakaði M einnig um tálmun á umgengni en dómurinn taldi ekkert hafa komið fram sem styddi slíkar ásakanir.

Vísað var í að dómafordæmi lægju fyrir um að sameiginleg forsjá kæmi ekki til greina þegar annað foreldrið er talið hæfara, og vísað í nefndarálits vegna ákvæðis sem lögfest var með 13. gr. laga nr. 61/2012, er lögfesti heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá foreldra.

Héraðsdómur féllst því á kröfu M um að hann færi með óskipta forsjá barnsins. Af þeim ástæðum féllst hann einnig á kröfu M um að K myndi greiða honum meðlag. Þá kvað héraðsdómur einnig nánar um fyrirkomulag umgengninnar, og að hún yrði aðallega hjá M.

K áfrýjaði málinu til Landsréttar þar sem hún gerði sömu kröfur og í héraði. Við aðalmeðferð málsins féll hún hins vegar frá öllum dómkröfum fyrir Landsrétti utan greiðslu málskostnaðar. Hún gerði það eftir að sálfræðingur hafði verið fenginn til að kynna sér viðhorf barnsins að nýju og hafði gefið skýrslu um það við aðalmeðferð málsins.
Lrú. 734/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 504/2018 dags. 1. mars 2019[HTML]

Lrú. 901/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 577/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrú. 326/2019 dags. 23. maí 2019[HTML]

Lrd. 700/2018 dags. 14. júní 2019[HTML]

Lrd. 490/2018 dags. 14. júní 2019[HTML]

Lrd. 416/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrú. 482/2019 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Lrú. 549/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Lrd. 847/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 290/2019 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrú. 707/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 76/2019 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 227/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Lrú. 749/2019 dags. 2. desember 2019[HTML]

Lrú. 748/2019 dags. 2. desember 2019[HTML]

Lrd. 187/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrú. 857/2019 dags. 14. janúar 2020[HTML]

Lrd. 407/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Lrd. 263/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 289/2019 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 28/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 516/2018 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrú. 109/2020 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrú. 108/2020 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 291/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML]

Lrú. 191/2020 dags. 21. apríl 2020[HTML]

Lrú. 187/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Lrú. 386/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 381/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 380/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 379/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 378/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrd. 632/2019 dags. 29. maí 2020[HTML]

Lrd. 554/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrú. 360/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Lrú. 405/2020 dags. 28. júlí 2020[HTML]

Lrú. 403/2020 dags. 28. júlí 2020[HTML]

Lrú. 516/2020 dags. 14. september 2020[HTML]

Lrd. 130/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Lrd. 190/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrd. 184/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrd. 63/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrú. 577/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Lrd. 340/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 322/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 366/2020 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 736/2018 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrd. 274/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 441/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 562/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 239/2019 dags. 4. desember 2020 (Kaupauki)[HTML]

Lrú. 629/2020 dags. 10. desember 2020[HTML]

Lrd. 829/2019 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 356/2020 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 835/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrú. 675/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Lrd. 824/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 703/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 547/2020 dags. 19. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 78/2021 dags. 22. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 493/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 798/2019 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 268/2019 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 128/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 53/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 739/2019 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 390/2020 dags. 19. mars 2021 (Glas í átt að höfði sambýliskonu)[HTML]

Lrd. 781/2019 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 85/2020 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrú. 58/2021 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrú. 57/2021 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 677/2020 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Lrú. 146/2021 dags. 6. maí 2021[HTML]

Lrd. 161/2020 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrd. 814/2019 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrd. 113/2020 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrd. 179/2020 dags. 14. maí 2021[HTML]

Lrú. 209/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Lrd. 149/2020 dags. 21. maí 2021[HTML]

Lrd. 723/2018 dags. 26. maí 2021[HTML]

Lrú. 281/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Lrd. 104/2020 dags. 28. maí 2021[HTML]

Lrd. 331/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrd. 333/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrd. 799/2019 dags. 11. júní 2021[HTML]

Lrd. 269/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Lrd. 174/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Lrd. 189/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 190/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 35/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrú. 322/2021 dags. 22. júní 2021[HTML]

Lrd. 212/2021 dags. 23. júní 2021[HTML]

Lrú. 416/2021 dags. 25. júní 2021[HTML]

Lrú. 511/2021 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Lrú. 509/2021 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Lrú. 478/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Lrú. 540/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Lrú. 351/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Lrú. 551/2021 dags. 20. september 2021[HTML]

Lrd. 245/2021 dags. 24. september 2021[HTML]

Lrd. 536/2020 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrd. 335/2021 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrd. 365/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 751/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 226/2021 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 449/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 452/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 384/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 656/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 497/2021 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 239/2021 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 614/2021 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 707/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 700/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 80/2021 dags. 3. desember 2021[HTML]

Lrú. 20/2022 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrú. 787/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrú. 39/2022 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Lrú. 38/2022 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Lrd. 566/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Lrú. 7/2022 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 456/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 457/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 455/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 453/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 454/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 753/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 539/2021 dags. 25. mars 2022[HTML]

Lrd. 617/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 528/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 224/2022 dags. 5. maí 2022[HTML]

Lrú. 285/2022 dags. 16. maí 2022[HTML]

Lrd. 499/2020 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 188/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 189/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 228/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 271/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 241/2021 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrú. 315/2022 dags. 30. maí 2022[HTML]

Lrd. 36/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 10/2022 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrú. 313/2022 dags. 7. júní 2022[HTML]

Lrú. 124/2022 dags. 7. júní 2022[HTML]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML]

Lrd. 438/2020 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 497/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 286/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrú. 443/2022 dags. 28. júlí 2022[HTML]

Lrú. 526/2022 dags. 9. september 2022[HTML]

Lrd. 123/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Lrd. 204/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Lrd. 754/2021 dags. 29. september 2022[HTML]

Lrú. 556/2022 dags. 30. september 2022[HTML]

Lrú. 593/2022 dags. 6. október 2022[HTML]

Lrd. 302/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 296/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 69/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 466/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrú. 479/2022 dags. 17. október 2022[HTML]

Lrú. 578/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 515/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 514/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 684/2022 dags. 8. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 119/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 646/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 702/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 220/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 743/2022 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 782/2022 dags. 16. desember 2022[HTML]

Lrú. 17/2023 dags. 24. janúar 2023[HTML]

Lrd. 708/2021 dags. 3. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 724/2021 dags. 3. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 792/2021 dags. 3. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 454/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 220/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 44/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 324/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 577/2022 dags. 24. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 138/2023 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 151/2023 dags. 8. mars 2023[HTML]

Lrd. 503/2021 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 639/2022 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 686/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 178/2022 dags. 31. mars 2023[HTML]

Lrú. 233/2023 dags. 11. apríl 2023[HTML]

Lrú. 230/2023 dags. 24. apríl 2023[HTML]

Lrú. 290/2023 dags. 2. maí 2023[HTML]

Lrd. 185/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrd. 159/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrú. 373/2023 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrú. 361/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Lrd. 542/2022 dags. 8. júní 2023[HTML]

Lrd. 457/2021 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrd. 154/2023 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrú. 455/2023 dags. 20. júní 2023[HTML]

Lrd. 745/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrd. 87/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 418/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 412/2023 dags. 26. júní 2023[HTML]

Lrú. 488/2023 dags. 30. júní 2023[HTML]

Lrú. 544/2023 dags. 12. september 2023[HTML]

Lrú. 573/2023 dags. 12. september 2023[HTML]

Lrú. 510/2023 dags. 13. september 2023[HTML]

Lrd. 197/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Lrú. 650/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Lrd. 172/2022 dags. 29. september 2023[HTML]

Lrd. 308/2022 dags. 29. september 2023[HTML]

Lrd. 241/2022 dags. 6. október 2023[HTML]

Lrd. 191/2023 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrú. 703/2023 dags. 23. október 2023[HTML]

Lrd. 461/2022 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrd. 448/2023 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrú. 723/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 748/2020 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 708/2023 dags. 6. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 253/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 256/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 255/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 258/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 254/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 257/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 350/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 342/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 569/2022 dags. 8. desember 2023[HTML]

Lrd. 478/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrd. 484/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrd. 704/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrú. 887/2023 dags. 3. janúar 2024[HTML]

Lrd. 462/2022 dags. 19. janúar 2024[HTML]

Lrú. 890/2023 dags. 19. janúar 2024[HTML]

Lrd. 668/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrú. 62/2024 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 865/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 801/2022 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrd. 767/2022 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrú. 87/2024 dags. 13. mars 2024[HTML]

Lrd. 205/2023 dags. 15. mars 2024[HTML]

Lrd. 637/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrú. 292/2024 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Lrú. 638/2022 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrd. 765/2022 dags. 10. maí 2024[HTML]

Lrd. 483/2022 dags. 17. maí 2024[HTML]

Lrd. 300/2023 dags. 24. maí 2024[HTML]

Lrd. 240/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 383/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 432/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 433/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 128/2024 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrú. 117/2024 dags. 14. júní 2024[HTML]

Lrú. 383/2024 dags. 18. júní 2024[HTML]

Lrú. 489/2024 dags. 21. júní 2024[HTML]

Lrd. 693/2023 dags. 27. júní 2024[HTML]

Lrú. 521/2024 dags. 3. júlí 2024[HTML]

Lrú. 570/2024 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Lrú. 595/2024 dags. 4. september 2024[HTML]

Lrú. 596/2024 dags. 4. september 2024[HTML]

Lrú. 684/2024 dags. 9. september 2024[HTML]

Lrú. 242/2024 dags. 19. september 2024[HTML]

Lrú. 548/2024 dags. 24. september 2024[HTML]

Lrd. 41/2023 dags. 10. október 2024[HTML]

Lrd. 534/2023 dags. 24. október 2024[HTML]

Lrd. 44/2024 dags. 31. október 2024[HTML]

Lrd. 200/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 397/2023 dags. 21. nóvember 2024[HTML]

Lrú. 908/2024 dags. 27. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 638/2022 dags. 28. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 738/2023 dags. 28. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 466/2024 dags. 28. nóvember 2024[HTML]

Lrú. 802/2024 dags. 6. desember 2024[HTML]

Lrd. 828/2023 dags. 12. desember 2024[HTML]

Lrd. 886/2023 dags. 12. desember 2024[HTML]

Lrd. 767/2023 dags. 17. desember 2024[HTML]

Lrú. 913/2024 dags. 19. desember 2024[HTML]

Lrú. 1011/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Landsyfirréttur

Lyrd. 1886:24 í máli nr. 32/1885[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1891:120 í máli nr. 35/1890[PDF]">[PDF]

Lyrd. 1918:369 í máli nr. 65/1917[PDF]">[PDF]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi dags. 12. október 2004 (60669/00)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 18. apríl 1983[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/1990 dags. 23. janúar 1991[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 4. mars 2022 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 29. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 27. febrúar 2023 (Úrskurður nr. 4 - Ákvörðun Fiskistofu um að synja umsókn um viðbótaraflaheimildir í makríl.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 27. september 2023 (Úrskurður nr. 7 um ákvörðun Fiskistofu um að synja aðila máls um aðgang að gögnum.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 8 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 9 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 11. mars 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 11. apríl 2024 (Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar MAST um álagningu stjórnvaldssektar vegna brota á lögum um fiskeldi nr. 71/2008)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 22. apríl 2024 (Úrskurður nr. 1 um ákvörðun Fiskistofu um áminningu vegna brots á 2. mgr. 2. gr. laga nr. 57/1996 um nytjastofa sjávar)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. júní 2024 (Úrskurður nr. 3/2024 um ákvörðun Fiskistofu að hafna beiðni um endurupptöku eða afturköllun ákvörðunar um skriflega áminningu vegna brota á 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.)[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-48/2012 dags. 17. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-30/2014 dags. 2. september 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. L-02/2020 dags. 21. september 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. L-2/2020 dags. 21. september 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-3/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-8/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 29. ágúst 2022 (Kæra á ákvörðun fyrirtækjaskrár um að firmaheiti brjóti gegn betri rétti eigenda jarðar)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 25. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110264 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 15. mars 2012[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 9. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17010112 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17060151 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR19080061 dags. 8. október 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd vegna lausnar um stundarsakir

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 1/2002 dags. 23. september 2002[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 2/2002 dags. 23. september 2002[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðursveit)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Holta- og Landsveit ásamt Landmannaafrétti í Rangárþingi ytra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fyrrum Fljótshlíðar-, Hvol- og Vestur- og Austur-Landeyjahreppar, nú í Rangárþingi eystra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Eyjafjallasvæði og Þórsmörk í Rangárþingi eystra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Mýrdalshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 9/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fljótshverfi í Skaftárhreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grindavík og Vatnsleysa)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Stór-Reykjavík)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í málum nr. 3/2004 o.fl. dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Kjalarnes og Kjós)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grafningur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Ölfus)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal ásamt Jökulsárhlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Vopnafjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Öxarfjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Tjörnes og Þeistareykir)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Þingeyjarsveit sunnan Ljósavatnsskarðs og vestan Skjálfandafljóts)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Kinnar- og Víknafjöll ásamt Flateyjardalsheiði austan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Grýtubakkahreppur ásamt Flateyjardalsheiði vestan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Hörgárbyggð austan Öxnadalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Húnavatnshreppur austan Blöndu og Skagafjörður vestan Vestari-Jökulsár ásamt Hofsjökli)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Skagafjörður ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011 dags. 20. júní 2014[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Skagi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Vatnsnes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Álit Persónuverndar í máli nr. 2013/527[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2001/494 dags. 9. apríl 2002[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2003/421 dags. 18. nóvember 2003[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2011/437 dags. 22. júní 2011[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2017/1001 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/1741 dags. 22. maí 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/1443 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010602 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010584 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010601 dags. 29. september 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010724 dags. 1. mars 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010635 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021101915 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022061030 dags. 19. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021061333 dags. 6. september 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2003 dags. 10. nóvember 2003[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2005 dags. 12. apríl 2005[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2006 dags. 6. febrúar 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2006 dags. 7. desember 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2008 dags. 11. janúar 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2008 dags. 27. febrúar 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2008 dags. 27. febrúar 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2008 dags. 16. júlí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2009 dags. 19. mars 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2010 dags. 5. maí 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2011 dags. 18. febrúar 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2012 dags. 31. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2013 dags. 13. júní 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2013 dags. 17. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2014 dags. 9. apríl 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2014 dags. 29. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2014 dags. 2. október 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 42/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 39/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2015 dags. 2. júní 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 30/2015 dags. 18. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2016 dags. 11. apríl 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2016 dags. 29. september 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 24/2016 dags. 29. desember 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2018 dags. 8. maí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2018 dags. 27. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2018 dags. 27. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2019 dags. 20. júní 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2019 dags. 29. nóvember 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2021 dags. 30. júní 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 700/1987[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 110/1988[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 246/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 27/1981[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 163/1981[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 797/1981[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 85/1990[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 187/1990[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 24/1991[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 27/1991[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 539/1991[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 1/1992[HTML]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2003[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 11/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2009[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2011[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 8/2012[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 1/2014[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 30/2009 dags. 20. október 2009 (Siglingastofnun: Lögmæti afturköllunar á skipan verndarfulltrúa hafnar. Mál nr. 30/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 31/2010 dags. 27. ágúst 2010 (Flóahreppur - Ákvörðun sveitarstjórnar um að víkja formanni umhverfisverndar úr sæti. Mál nr. 31/2010)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040711 dags. 20. júní 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040710 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17050104 dags. 13. október 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17060056 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090035 dags. 14. maí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090091 dags. 29. júní 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17100072 dags. 2. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17100039 dags. 3. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17110065 dags. 18. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17120012 dags. 18. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18010072 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18040052 dags. 29. mars 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18120004 dags. 24. júní 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050079 dags. 7. ágúst 2019[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070075 dags. 20. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070074 dags. 20. júlí 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20110042 dags. 7. desember 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20070003 dags. 8. júní 2021[HTML]

Leiðbeiningar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20060063 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN21040023 dags. 29. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 3/2004 dags. 24. maí 2004 (Mál nr. 3/2004,)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 2/2007 dags. 2. mars 2007 (Mál nr. 2/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 11/2007 dags. 2. ágúst 2007 (Mál nr. 11/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 48/2008 dags. 30. júní 2008 (Vegagerðin - synjun á framlengingu atvinnuleyfis til leigubifreiðaaksturs: Mál nr. 48/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 22/2008 dags. 5. nóvember 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, málsmeðferð við úthlutun byggingaréttar, kærufrestir og rökstuðningur: Mál nr. 22/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 73/2008 dags. 3. apríl 2009 (Vegagerðin - lögmæti ákvörðunar um eigarnám lands: Mál nr. 73/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 65/2008 dags. 5. maí 2009 (Reykjavík - frávísunarkrafa, lögmæti ráðninga í stöður aðstoðarskólastjóra: Mál nr. 65/2008)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2005 dags. 11. október 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2009 dags. 7. desember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 dags. 19. desember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 37/2008 dags. 25. júní 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2013 dags. 26. mars 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2013 dags. 27. mars 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2013 dags. 1. nóvember 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2014 dags. 22. september 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 dags. 30. apríl 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2015 dags. 15. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2016 dags. 7. júlí 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 dags. 17. febrúar 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2017 dags. 12. júní 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2017 dags. 20. júní 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2017 dags. 4. júlí 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 42/2017 dags. 8. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 46/2017 dags. 19. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2019 dags. 17. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2020 dags. 25. ágúst 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2023 dags. 22. maí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2023 dags. 20. júlí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023 dags. 8. september 2023[HTML]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2024 dags. 4. júní 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 14/1994 dags. 8. júní 1994[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 5/1994 dags. 5. desember 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 36/1996 dags. 18. október 1996[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 9/1997 dags. 13. nóvember 1997[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 11/1997 dags. 11. desember 1997[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 14/1998 dags. 25. nóvember 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 8/1999 dags. 6. september 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 13/2001 dags. 30. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 32/2001 dags. 16. nóvember 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/2002 dags. 31. janúar 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 8/2002 dags. 18. mars 2002[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 2/2002 dags. 28. október 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 22/2003 dags. 14. júlí 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2004 dags. 28. október 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/2005 dags. 18. febrúar 2005[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Tollstjóri

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 13/2018 dags. 28. janúar 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00070054 dags. 1. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01080157 dags. 14. mars 2002[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03080089 dags. 27. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03090121 dags. 29. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06120127 dags. 10. desember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08020112 dags. 31. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 10120222 dags. 17. júlí 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 82/2008 dags. 20. mars 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 336/2009 dags. 24. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 262/2010 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 49/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 37/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 99/2012 dags. 4. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 104/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 58/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 35/2010 dags. 26. október 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 36/2010 dags. 26. október 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 218/2010 dags. 21. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 4/2013 dags. 1. október 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 199/2011 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 40/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 55/2013 dags. 11. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 64/2014 dags. 7. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 10/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 19/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 65/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2000 dags. 29. maí 2000[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2001 dags. 26. mars 2001[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2001 dags. 6. september 2001[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2003 dags. 21. október 2003[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2004 dags. 4. mars 2004[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2005 dags. 19. júlí 2005[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2006 dags. 3. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2006 dags. 3. júlí 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2006 dags. 17. júlí 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2006 dags. 24. ágúst 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 13/2006 dags. 31. ágúst 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2007 dags. 10. október 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2008 dags. 30. maí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2015 dags. 9. júní 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2015 dags. 19. október 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2016 dags. 21. nóvember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2019 dags. 21. júní 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2019 dags. 27. janúar 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2022 dags. 20. desember 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 43/2007 dags. 28. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 56/2008 dags. 12. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 6/2009 dags. 26. mars 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 39/2011 dags. 13. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 36/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 7/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 14/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 18/2015 dags. 10. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 3/1999 í máli nr. 3/1999 dags. 29. maí 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 1/2005 í máli nr. 1/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2008 í máli nr. 2/2008 dags. 14. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2008 í máli nr. 4/2008 dags. 18. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 12/2008 í máli nr. 12/2008 dags. 16. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 14/2008 í máli nr. 14/2008 dags. 30. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2011 í máli nr. 4/2011 dags. 5. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 15/2011 í máli nr. 15/2011 dags. 26. september 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 261/2022 dags. 1. nóvember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 74/2023 dags. 2. maí 2023[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/1998 í máli nr. 13/1998 dags. 31. júlí 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/1998 í máli nr. 37/1998 dags. 29. desember 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/1999 í máli nr. 9/1999 dags. 27. maí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/1999 í máli nr. 30/1999 dags. 23. desember 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 26/2003 í máli nr. 7/2002 dags. 13. júní 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/2004 í máli nr. 48/2003 dags. 5. mars 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/2004 í máli nr. 27/2002 dags. 11. mars 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2007 í máli nr. 16/2007 dags. 26. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/2009 í máli nr. 26/2007 dags. 19. maí 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 126/2015 í máli nr. 102/2014 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2016 í máli nr. 62/2015 dags. 21. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 101/2016 í máli nr. 36/2015 dags. 7. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2016 í máli nr. 46/2016 dags. 10. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2017 í máli nr. 147/2016 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2017 í máli nr. 79/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2017 í máli nr. 125/2014 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 56/2018 í máli nr. 63/2016 dags. 15. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2018 í máli nr. 132/2016 dags. 19. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 102/2018 í máli nr. 171/2016 dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 116/2018 í máli nr. 52/2017 dags. 31. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 129/2018 í máli nr. 105/2017 dags. 14. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 141/2018 í málum nr. 12/2018 o.fl. dags. 5. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 161/2018 í máli nr. 1/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2019 í máli nr. 111/2017 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2019 í máli nr. 26/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2019 í máli nr. 28/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 78/2020 í máli nr. 127/2019 dags. 19. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 128/2020 í máli nr. 57/2020 dags. 10. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2020 í máli nr. 78/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2020 í máli nr. 83/2020 dags. 30. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2021 í máli nr. 123/2020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2021 í máli nr. 66/2020 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2021 í málum nr. 107/2020 o.fl. dags. 21. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 102/2021 í máli nr. 17/2021 dags. 13. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 127/2021 í máli nr. 81/2021 dags. 18. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 161/2021 í máli nr. 119/2020 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2022 í málum nr. 122/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2022 í málum nr. 125/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2022 í máli nr. 37/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2023 í máli nr. 3/2023 dags. 15. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 163/2023 í máli nr. 127/2023 dags. 21. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2024 í máli nr. 74/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-193/2004 dags. 16. desember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-222/2005 dags. 30. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-311/2009 dags. 24. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-337/2010 dags. 1. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-346/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-351/2010 dags. 10. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-356/2011 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-360/2011 (Upplýsingar birtar í ársskýrslu SÍ)
Úrskurðarnefndin taldi að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda þann hluta gagna sem hafði upplýsingar sem bankinn sjálfur hafði sjálfur birt í ársskýrslu sinni.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-357/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-360/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-361/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-380/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-425/2012 dags. 18. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-520/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-532/2014 dags. 30. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-541/2014 dags. 24. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 570/2015 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 626/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 647/2016 (Einingaverð)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 646/2016 dags. 20. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 647/2016 dags. 20. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 729/2018 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 730/2018 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 731/2018 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1210/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1211/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1229/2024 dags. 3. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1227/2024 dags. 3. desember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 8/2003 dags. 15. júlí 2003[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 27/2010 dags. 13. desember 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 47/2011 dags. 9. desember 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 51/2011 dags. 9. desember 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 60/2011 dags. 16. desember 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 72/2011 dags. 20. janúar 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 70/2011 dags. 3. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 79/2011 dags. 17. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 96/2011 dags. 17. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 83/2011 dags. 9. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 85/2011 dags. 16. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 108/2011 dags. 16. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 107/2011 dags. 23. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 69/2012 dags. 5. október 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 83/2012 dags. 9. nóvember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 103/2012 dags. 23. nóvember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 198/2012 dags. 15. mars 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 172/2012 dags. 16. maí 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 71/2013 dags. 13. desember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 58/2014 dags. 12. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 64/2015 dags. 5. febrúar 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 29/2015 dags. 11. september 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 4/2016 dags. 9. ágúst 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 23/2016 dags. 18. ágúst 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 50/2016 dags. 9. desember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 66/2016 dags. 7. apríl 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 6/2018 dags. 19. október 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 17/2019 dags. 26. febrúar 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 11/2020 dags. 25. febrúar 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 60/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 219/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 197/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 391/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 392/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 393/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 37/2017 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 495/2016 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 402/2016 dags. 7. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 116/2017 dags. 23. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2017 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 183/2017 dags. 4. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2017 dags. 18. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 290/2017 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2017 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 401/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 45/2018 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 486/2017 dags. 17. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 46/2018 dags. 4. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 326/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 439/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 1/2019 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 15/2019 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 529/2010 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 131/2019 dags. 24. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 138/2019 dags. 4. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 233/2019 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2019 dags. 5. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 296/2019 dags. 19. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 442/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 549/2019 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 131/2020 dags. 19. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 261/2020 dags. 2. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 155/2020 dags. 23. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 317/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 290/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 320/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 338/2020 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 614/2020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 664/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 642/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 115/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 217/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 198/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 56/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 164/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2022 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 532/2021 dags. 18. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 81/2022 dags. 18. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 39/2022 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 152/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 273/2022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 369/2022 dags. 28. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 453/2022 dags. 19. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2023 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 199/2023 dags. 29. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 178/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 350/2023 dags. 4. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 446/2022 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 74/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Velferðarráðuneytið

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 023/2018 dags. 17. september 2018 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 023/2018)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 9. október 2018 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 027/2018)[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2015 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2015 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2015 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 15/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 22/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2017 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2018 dags. 8. október 2018[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 8/2019 dags. 27. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2019 dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2020 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2020 dags. 14. maí 2021[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2023 dags. 30. október 2023[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2024 dags. 3. september 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 324/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 750/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 822/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 834/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 902/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1158/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1208/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 142/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 213/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 222/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 360/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 27/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 183/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 222/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 223/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 266/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 40/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 257/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 397/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 147/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 190/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 249/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 203/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 280/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 300/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 355/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 21/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 96/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 61/1992[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 332/1992[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 406/1992[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 150/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 295/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 334/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 397/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 61/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 426/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 209/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 6/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 98/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 27/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 53/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 109/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 255/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 28/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 303/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 300/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 365/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 132/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 586/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 49/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 448/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 594/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 550/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 141/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 228/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 220/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 198/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 200/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 205/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 494/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 45/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 400/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 18/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 372/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 247/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 40/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 75/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 103/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 391/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 129/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 136/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 137/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 333/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 92/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 93/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 90/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 159/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 171/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 319/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 201/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 291/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 313/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 314/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 263/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 264/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 265/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 302/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 300/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 320/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 322/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 558/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 278/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 249/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 296/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 337/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 286/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 311/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 402/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 67/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 74/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 80/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 130/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 373/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 378/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 148/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 165/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 243/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 246/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 12/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 51/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 57/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 62/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 866/1993[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 343/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 360/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 91/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 312/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 111/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 100/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 566/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 662/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 128/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 146/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 158/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 327/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 176/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 7/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 15/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 28/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 42/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 413/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 469/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 554/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1088/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 510/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 583/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 138/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 152/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 6/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 184/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 185/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 186/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 16/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 60/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 80/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 81/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 86/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 270/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 304/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 308/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 615/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 147/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 170/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 172/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 174/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 185/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 7/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 17/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 24/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 31/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 28/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 67/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 100/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 125/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 143/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 175/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 181/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 24/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 51/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 65/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 66/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 83/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 87/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 92/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 125/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 143/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 154/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 173/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 198/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 222/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 6/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 19/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 304/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 35/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 39/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 62/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 140/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 147/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 151/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 152/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 17/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 26/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 27/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 31/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 39/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 40/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 41/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 96/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 47/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 118/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 144/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 151/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 166/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 190/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 18/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 41/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 43/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 62/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 63/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 71/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 75/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 636/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 750/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 851/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 913/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1060/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 89/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 266/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 375/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 436/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 456/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 315/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 70/1988 (Mannréttindaákvæði í íslenskum lögum)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8/1988 dags. 28. febrúar 1989[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 66/1988[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 79/1989[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 101/1989 dags. 3. maí 1990[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 113/1989 dags. 3. maí 1990[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 152/1989 dags. 3. maí 1990[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 170/1989 dags. 21. september 1990[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 104/1989 dags. 3. desember 1990[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 264/1990 dags. 3. desember 1990[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 289/1990 dags. 3. desember 1990[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 303/1990 dags. 3. desember 1990[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 529/1991 dags. 19. febrúar 1992[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 470/1991 dags. 16. mars 1992 (Lyfsölumál)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 346/1990 (Innheimtubréf - Innheimtukostnaður Húsnæðisstofnunar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 353/1990 (Innheimtukostnaður af íbúðalánum í vanskilum)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 585/1992 dags. 9. júní 1992 (Sogn í Ölfusi)[HTML][PDF]
Varðaði leigu á húsnæði. Tiltekið ráðuneyti var eigandi húss og gat því átt aðild að stjórnsýslumáli.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 382/1991 (Ráðning í tollvarðarstöðu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 617/1992 dags. 8. febrúar 1993[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 612/1992 dags. 9. febrúar 1993 (Tæknifræðingur)[HTML][PDF]
Umsagnaraðili breytti framkvæmd sinni er leiddi til þess að stjórnvaldið breytti einnig sinni framkvæmd.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 695/1992 dags. 28. desember 1993[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 887/1993 dags. 29. mars 1994 (Umsögn tryggingaráðs)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 712/1992 dags. 28. apríl 1994[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1001/1994 dags. 28. apríl 1994[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 895/1993 dags. 6. maí 1994[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1071/1994 dags. 25. júlí 1994[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 877/1993 dags. 20. september 1994 (Úrskurður skattstjóra)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 765/1993 dags. 6. október 1994 (Forsjá barns)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 818/1993 dags. 17. nóvember 1994[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1190/1994 dags. 1. desember 1994[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 702/1992 (Stigskipting stjórnsýslunnar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 912/1993 (Ölvunarakstur lögreglumanna)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1048/1994 dags. 10. mars 1995[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1041/1994 dags. 13. mars 1995 (Gjald fyrir leyfi til hundahalds í Reykjavík)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1134/1994 dags. 27. apríl 1995[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1185/1994 dags. 9. maí 1995 (Tryggingagjald)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 836/1993 dags. 12. maí 1995 (Skrásetningargjald við Háskóla Íslands)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1169/1994 dags. 12. maí 1995[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1328/1995 (Snyrtingar á vínveitingastöðum)[HTML][PDF]
Veitingastaður vildi samnýta snyrtingu með öðru fyrirtæki en nefndin sem afgreiddi umsóknina féllst ekki á það án skilyrða.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1189/1994 dags. 9. ágúst 1995[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1142/1994 dags. 10. október 1995[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1359/1995 dags. 2. nóvember 1995 (Aðgangur að upplýsingum um foreldri)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1381/1995 dags. 20. nóvember 1995[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1096/1994 (Þvinguð lyfjagjöf)[HTML][PDF]
Maður taldi að of mikilli hörku hefði verið beitt við lyfjagjöf sem hann var látinn gangast undir. Einhver skortur var á skráningu atviksins í sjúkraskrá. Umboðsmaður taldi að reyna hefði átt að beita vægari leiðum til að framkvæma lyfjagjöfina.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 903/1993 (Úrskurðarnefnd félagsþjónustu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1132/1994 dags. 8. janúar 1996 (Tollgæslustjóri - Birting ákvörðunar um valdframsal)[HTML][PDF]
Tollgæslustjóri kvartaði yfir því að ríkistollstjóri hefði gengið inn á lögbundið svið hans vegna deiluefnis hvort embættin tvö væru hliðsett stjórnvöld eða hvort tollgæslustjóri væri lægra sett stjórnvald gagnvart ríkistollstjóra. Starfssvið ríkistollstjóra þótti ekki nógu skýrt afmarkað í lögum og tók þá ráðuneytið ýmsar ákvarðanir um skipulagsbreytingar um framkvæmd tollamála, meðal annars með því að skipa tollgæslustjóra undir stjórn ríkistollstjóra með valdframsali og tilkynnt um þær breytingar með bréfi.

Umboðsmaður taldi tollgæslustjórann hafa verið bundinn af þeirri ákvörðun frá þeirri birtingu. Hins vegar taldi umboðsmaður að slíkar skipulagsbreytingar hefðu ekki einungis þýðingu fyrir stjórnvaldið sem fengið valdið framselt, heldur einnig önnur stjórnvöld og almenning. Hefði það verið til marks um vandaða stjórnsýsluhætti að birta þessi fyrirmæli ráðherra um valdframsal, og beindi umboðsmaður því til ráðherra að sambærileg fyrirmæli yrðu framvegis birt í samræmi við lög.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1320/1994 dags. 2. febrúar 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 746/1993 dags. 15. febrúar 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1296/1994 (Uppsögn skipherra hjá Landhelgisgæslunni)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1268/1994 dags. 30. apríl 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1450/1995 (Starfsleyfi til sjúkraþjálfunar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1262/1994 dags. 4. júní 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1578/1995 dags. 4. júní 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1508/1995 dags. 12. júní 1996 (Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1391/1995 dags. 26. júní 1996 (Umboðsmaður barna)[HTML][PDF]
Umsækjandi hafði verið skrifstofustjóri í ráðuneytinu og hafði ráðherrann því mikla þekkingu á störfum hans. Hins vegar höfðu þeir aðilar spilað bridds. Umboðsmaður taldi það ekki leiða til vanhæfis enda ekki sýnt á nána vináttu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1133/1994 dags. 26. ágúst 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1394/1995 dags. 2. október 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1571/1995 dags. 10. október 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1746/1996 dags. 22. nóvember 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1659/1996 (Þjónustugjöld Fiskistofu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1714/1996 (Skilyrði um að hörpudiskafli yrði unninn í tiltekinni vinnslustöð)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1859/1996 dags. 29. apríl 1997[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1858/1997 dags. 16. október 1997[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1897/1996 dags. 16. október 1997[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1832/1996 dags. 17. október 1997[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2009/1997 dags. 8. janúar 1998[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 (Birting EES-gerða)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 dags. 9. janúar 1998 (Birting EES-gerða)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2087/1997 dags. 17. mars 1998[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1815/1996 dags. 13. apríl 1998 (Tekjutrygging örorkulífeyrisþega)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1931/1996 dags. 17. maí 1998[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1970/1996 dags. 24. júní 1998[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2098/1997 (Eftirlitsgjald með vínveitingahúsum)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2424/1998 dags. 22. júlí 1998[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2292/1997 dags. 12. mars 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2604/1998 dags. 16. apríl 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2256/1997 dags. 3. júní 1999 (Leigubílstjóri)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2202/1997 dags. 4. júní 1999 (Stöðuveiting - Skólastjóri Listdansskóla Íslands)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2480/1998 dags. 4. júní 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2481/1998 dags. 4. júní 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2545/1998 dags. 12. júlí 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2458/1998 dags. 21. júlí 1999 (Kærunefnd jafnréttismála)[HTML][PDF]
Blaðsíðutal riðlaðist þegar ákvörðunin var send með faxi. Þegar þetta uppgötvaðist var sent nýtt fax.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2309/1997 dags. 26. júlí 1999 (Yfirskattanefnd)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2475/1998 dags. 26. júlí 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2525/1998 dags. 27. ágúst 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2397/1998 dags. 31. ágúst 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2406/1998 dags. 1. september 1999 (Handtaka - Vistun í fangaklefa)[HTML][PDF]
Smygl á flösku var ekki talið átt að leiða til vistunar í fangaklefa.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2214/1997 dags. 4. september 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2685/1999 dags. 2. nóvember 1999 (Veiting starfs við Kennaraháskóla Íslands)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2517/1998 dags. 17. nóvember 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1924/1996 dags. 2. desember 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2320/1997 dags. 13. desember 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2340/1997 dags. 13. desember 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2487/1998 dags. 17. desember 1999 (Viðmiðunarreglur Viðlagatryggingar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2679/1999 dags. 29. desember 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2641/1999 dags. 29. febrúar 2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2512/1998 dags. 16. mars 2000 (Reynslulausn erlendra afplánunarfanga - Náðunarnefnd)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2370/1998 (Frádráttur lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2735/1999 dags. 7. apríl 2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2643/1999 dags. 9. maí 2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2795/1999 dags. 22. júní 2000 (Samstarfserfiðleikar umsækjanda við fyrrverandi yfirmenn sína)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2426/1998 dags. 7. júlí 2000 (Læknisþjónusta við fanga í einangrun)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2416/1998 dags. 22. ágúst 2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2850/1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2638/1999 (Fjallskilgjald í Dalasýslu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2770/1999 dags. 26. október 2000 (Atvinnuflugmannspróf - Flugskóli Íslands)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2675/1999 dags. 27. október 2000 (Brottvikning nemanda á sjúkraliðabraut)[HTML][PDF]
Ekkert í lögum kvað á um að neikvæð umsögn í starfsþjálfun ætti að vera viðkomandi í óhag.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2787/1999 dags. 21. nóvember 2000 (Stöðuveiting)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2826/1999 dags. 21. nóvember 2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2440/1998 dags. 24. janúar 2001 (Landsvirkjun)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2824/1999 dags. 23. mars 2001[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2836/1999 dags. 23. mars 2001[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2970/2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3055/2000 dags. 29. maí 2001 (Kæruheimild til ráðherra - Uppsögn félagsmálastjóra)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2763/1999 (Sala ríkisjarða)[HTML][PDF]
Gerðar höfðu verið athugasemdir um handahófskennda framkvæmd starfsfólks þar sem óvíst var hvenær framkvæmdinni var breytt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2940/2000 dags. 29. júní 2001[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2903/1999 (Launaákvörðun kjaranefndar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3064/2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3108/2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3091/2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3215/2001[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3298/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3299/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3066/2000 (Umsögn umsækjanda í óhag)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3028/2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3047/2000 dags. 6. febrúar 2002[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3302/2001 dags. 5. mars 2002[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3306/2001 dags. 11. mars 2002 (Kaup á ábúðarjörð)[HTML][PDF]
Kvartað til landbúnaðarráðuneytisins varðandi kauprétt á ábúðarjörð.
Ráðuneytið beitti undantekningu á kauprétti til synjunar og var leigjandinn ekki sáttur. Niðurstaða ráðuneytisins var byggð á umsögn sem það aflaði frá Landgræðslu ríkisins og neitaði ráðuneytið að afhenda kvartanda umsögnina þar sem hún innihéldi eingöngu lagalega umfjöllun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3176/2001 dags. 2. apríl 2002[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3232/2001 (Vinnslunýting fiskiskips - Lækkun nýtingarstuðla fiskiskips í refsiskyni)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2957/2000 (Vegalagning á Vatnaheiði á Snæfellsnesi)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3308/2001[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3309/2001 dags. 31. júlí 2002 (Aðgangur að gögnum hjá Fjármálaeftirlitinu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3195/2001 dags. 2. ágúst 2002 (Skipagjald)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3461/2002 dags. 10. október 2002 (Samfélagsþjónusta)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3479/2002[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3395/2001 dags. 21. janúar 2003 (Endurheimta ofgreidds meðlags)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3409/2002 dags. 21. febrúar 2003 (Flugumferðarstjórar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3574/2002 (Umsókn um ríkisborgararétt)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3521/2002[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3741/2003 (Námsstyrkur)[HTML][PDF]
Byggt var á því að ef nemandinn væri erlendis gæti hann ekki fengið námsstyrk. Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið hægt að byggja á slíku sjónarmiði um búsetu nemandans erlendis.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3848/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3724/2003 dags. 31. október 2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3852/2003 (Staða tollstjóra fyrir ríkistollanefnd)[HTML][PDF]
Ákvörðun tollstjóra var vísað til ríkistollanefndar með stjórnsýslukæru, og komst hún að niðurstöðu. Aðili máls óskaði eftir því að nefndin endurupptæki málið. Meira en þrír mánuðir voru liðnir og spurði nefndin þá ríkistollstjóra hvort hann legðist gegn endurupptökunni, sem hann gerði. Nefndin taldi því skorta nauðsynlegt samþykki fyrir endurupptöku. UA taldi það ekki heimilt þar sem tollstjórinn gæti ekki talist vera aðili málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3952/2003 dags. 18. desember 2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3853/2003 dags. 5. mars 2004 (Vinnuframlagi hafnað)[HTML][PDF]
Starfsmaður hjá stjórnvaldi fékk lánaði peninga, og var hann í vanskilum við sjóðinn. Hann var svo sendur í leyfi og taldi starfsmaðurinn það ómálefnalegt. Sjóðurinn taldi að þá fengi starfsmaðurinn tækifæri til að koma skikki á fjármál sín. UA taldi það ekki til þess fallið að bæta úr vanskilum að svipta starfsmanninn tekjum sínum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3909/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3980/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3989/2004 dags. 28. maí 2004[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3927/2003 dags. 14. júlí 2004 (Áhrif gjalds vegna ólögmæts sjávarafla)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4065/2004 dags. 1. september 2004 (Úrskurður ríkissaksóknara)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4136/2004[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4176/2004 dags. 30. desember 2004[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4192/2004 dags. 29. mars 2005[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4195/2004 dags. 29. mars 2005[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4182/2004 dags. 18. maí 2005 (Túlkaþjónusta við heyrnarlausa)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4018/2004 dags. 6. júní 2005 (Lausn opinbers starfsmanns frá störfum vegna sparnaðar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4241/2004 dags. 1. júlí 2005 (Aðgangur brotaþola að gögnum máls)[HTML][PDF]
Brotaþoli óskaði eftir afriti af gögnum tiltekins máls frá ríkissaksóknara en var synjað á þeim forsendum að lagaákvæðið yrði túlkað þannig að hann gæti einvörðungu komið og kynnt sér gögnin, en ekki afritað þau.

Umboðsmaður skýrði lagaákvæðið með hliðsjón af skýringu á sama orðasambandi í annarri málsgrein sömu greinar þar sem henni var beitt með þeim hætti að viðkomandi ætti rétt á afriti.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4275/2004 (Endurnýjun dvalarleyfis - Úkraínumaðurinn)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4095/2004 dags. 8. júlí 2005 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML][PDF]
Kærunefnd útboðsmála skoðaði við meðferð kærumáls ekki nógu vel reglur stjórnsýslulaga né almennar reglur stjórnsýsluréttar. Umboðsmaður taldi hana hafa átt að gera það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4168/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4186/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML][PDF]
Bótaþegi var svipt rétti sínum til atvinnuleysisbóta á þeim grundvelli að hún hefði tekið að sér störf í fyrirtæki eiginmanns síns, og var hún krafin um endurgreiðslu bótanna. Breytingarlögum var ætlað að fjarlægja almenn skilyrði tiltekins lagabálks um ásetningsbrot og skilja eftir gáleysisbrot. Hins vegar láðist að breyta lagatextanum með hliðsjón af því að þeirri röksemd að ekki sé viljandi hægt að gera eitthvað af gáleysi.

Að mati umboðsmanns var því ekki hægt að beita þeim gagnvart ásetningsbrotum og þar sem háttsemin var skilgreind þannig í lögunum að hún gæti eingöngu átt við um ásetning, og því rúmaðist yfirlýst ætlan löggjafans í lögskýringargögnum ekki innan merkingar lagatextans sjálfs.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4332/2005 dags. 25. október 2005 (Endurnýjun fiskibáts)[HTML][PDF]
Fiskistofa hafði synjað umsóknum um aukna aflahlutdeild á þeim forsendum að umsækjendurnir hefðu við breytingar og lagfæringar á bátum sínum ekki endurnýjað þá í skilningi bráðabirgðaákvæðis er heimilaði aukna aflahlutdeild ef svo yrði gert, sem var skilgreint í reglugerð að um væri að ræða útskiptingu fiskibátsins fyrir annan og aflaheimildir fluttar yfir.

Við meðferð málanna vísaði umboðsmaður Alþingis til skilgreiningar orðabókarinnar um merkingu orðsins ‚endurnýjun‘ sem almenns málskilnings og nýtti þá skilgreiningu til stuðnings niðurstöðu sinni um að endurnýjun þurfi ekki endilega að fela í sér algera útskiptingu, heldur geti einnig verið endurnýjun að hluta til.

Við almenna umræðu um frumvarp á Alþingi kom flutningsmaður þess (ráðherrann) á framfæri tilteknum skilningi og tóku ýmsir aðrir þingmenn, þ.m.t. nefndarmenn í fastanefndinni sem afgreiddi frumvarpið, undir það að þeir höfðu einnig skilið málið á sama hátt. Taldi hann að reglugerðin sem ráðherrann setti gæti því ekki kveðið á um annað.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4398/2005 dags. 25. október 2005 (Endurnýjun fiskibáts)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4363/2005 dags. 15. nóvember 2005[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4189/2004 dags. 25. nóvember 2005 (Gjald fyrir útskrift úr ökutækjaskrá)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4243/2004 dags. 28. desember 2005[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4312/2005 dags. 30. desember 2005[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4371/2005 dags. 30. desember 2005[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4378/2005 dags. 30. desember 2005[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4279/2004 dags. 10. janúar 2006[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 (Byggðakvóti - búseta sjómanna)[HTML][PDF]
Ráðherra setti skilyrðið eingöngu gagnvart einu sveitarfélagi en ekki öllum. Umboðsmaður taldi ekki málefnalegt að byggja á því sökum þess.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4417/2005 dags. 11. júlí 2006 (Líkhúsgjald)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4572/2005 dags. 20. desember 2006 (Lausn frá störfum - Hæfi fulltrúa í sveitarstjórn)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4686/2006 (Veiting lektorsstöðu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4787/2006 dags. 28. desember 2006 (Ríkissaksóknari)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4343/2005 dags. 29. desember 2006 (Yfirfasteignamatsnefnd)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4597/2005 dags. 29. desember 2006[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4456/2005 (Yfirlæknar á Landsp.)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4747/2006 dags. 12. febrúar 2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4764/2006[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4617/2005 dags. 13. júlí 2007 (Frumkvæðisathugun - áætlun opinberra gjalda)[HTML][PDF]
Skylda til að gæta hófs við álag á áætlaðar tekjur. Umboðsmaður taldi að óréttmætt hefði verið að byggja ætíð á 20% álagi á tekjur fyrra árs, heldur ætti einnig að meta aðrar upplýsingar sem borist höfðu vegna tekna tekjuársins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4771/2006 (Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði um peningagreiðslu í kvótasjóð)[HTML][PDF]
Sveitarfélögum var veitt heimild til að gera samning um byggðakvóta og vildi einn aðilinn fá úthlutaðan slíkan kvóta. Sett var skilyrði um þátttöku í tilteknu samstarfsverkefni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4887/2006[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5103/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3671/2002 dags. 14. desember 2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5130/2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4735/2006 (Viðhaldsskylda á götu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5018/2007 dags. 30. júní 2008 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5141/2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4822/2006[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5129/2007 (Upplýsingar um veikindi umsækjandans)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5132/2007 (Bifreiðakaupastyrkur)[HTML][PDF]
Sett var skilyrði um að ekki mætti veita slíkan styrk nema með a.m.k. sex ára millibili. Umboðsmaður taldi að um væri ólögmæta þrengingu á lagaheimild.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4992/2007 (Eftirlitsgjald vegna heilbrigðisskoðunar á sláturdýrum)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5161/2007 dags. 29. desember 2008[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5376/2008[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5117/2007 dags. 31. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5142/2007 dags. 9. febrúar 2009[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5512/2008 dags. 9. mars 2009[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5156/2007 dags. 10. mars 2009[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5486/2008 (Ríkissaksóknari)[HTML][PDF]
Lögreglan hóf rannsókn á máli og felldi það niður, með tilkynningu til brotaþola um það. Hægt var að kæra hana til ríkissaksóknara. Í málinu reyndi á það hvort afhending rökstuðnings fól í sér upphaf nýs kærufrestar. Ríkissaksóknari taldi að kærufresturinn hefði verið liðinn og vísaði kærunni því frá. Umboðsmaður var ósammála því.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4904/2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5002/2007 (Innheimta gjalds af sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrir gistingu á sjúkrahóteli)[HTML][PDF]
Umboðsmaður taldi að sjúkrahótel væri hluti af þjónustunni en ekki ólögbundin aukaþjónusta.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5335/2008 dags. 17. september 2009[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5530/2008 (Gjaldskrá Lyfjastofnunar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5146/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5379/2008 (Framlenging á úthlutunartímabili aflaheimilda)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5234/2008 dags. 31. desember 2009 (Gjald fyrir sérstakt námskeið vegna akstursbanns)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5697/2009 dags. 31. desember 2009[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5188/2007 dags. 22. janúar 2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5222/2008 dags. 5. mars 2010 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5746/2009 (Gjafsóknarbeiðni)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5197/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML][PDF]
Orðalagi var breytt þannig að í stað þess að úthlutað væri til byggðarlags var úthlutað til aðila innan þeirra.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5089/2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5768/2009[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5347/2008 dags. 17. nóvember 2010 (Innflutningur á eggjum)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5653/2009 dags. 16. desember 2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6093/2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5932/2010 (Svar við erindi um úthlutun byggðakvóta)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6083/2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6121/2010 dags. 15. mars 2011 (Hæfi framkvæmdastjóra - Fjármálaeftirlitið)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5796/2009 (Gjöld vegna þjónustu Fasteignaskrár Íslands)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6073/2010 dags. 13. júlí 2011 (Greiðsluþátttaka lyfs)[HTML][PDF]
Lyfjagreiðslunefnd hefði átt að veita félaginu X tækifæri til að andmæla álitum Taugalæknafélagi Íslands og Geðlæknafélagsins þar sem þau álit voru talin hafa haft verulega þýðingu fyrir úrlausn málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6218/2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6070/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6222/2010 dags. 26. ágúst 2011 (Afnotamissir af bifreið)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5918/2010 (Tækniskólamál)[HTML][PDF]
Lögreglan kom með fíkniefnahund í framhaldsskóla og lokaði öllum inngöngum nema einum þannig að nemendur gætu ekki komist inn eða út án þess að hundurinn myndi sniffa af þeim. Settur UA taldi að Tækniskólinn væri ekki slíkur að leit væri heimil án dómsúrskurðar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6193/2010 dags. 30. desember 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6345/2011 (Landskrá - Breyting á fasteignaskráningu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6259/2010 (Stöðvun á starfsemi söluturns)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5864/2009 (Mat á menntun og starfsreynslu umsækjanda)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6137/2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6276/2011 dags. 18. júní 2012[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6424/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6565/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6433/2011 (Atvinnuleysistryggingar námsmanna)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6505/2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6252/2010 dags. 16. ágúst 2012[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6340/2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6490/2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6382/2011 dags. 19. desember 2012[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6527/2011 dags. 12. mars 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6540/2011 dags. 7. maí 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6919/2012 (Aukalán hjá LÍN)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6639/2011 dags. 22. maí 2013 (Gjald til Fjármálaeftirlits)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6460/2011 dags. 8. júlí 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6211/2010 dags. 31. júlí 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7182/2012 (Endurupptaka á ákvörðun málskostnaðar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7081/2012 (Starfsmaður með meistara- og doktorsgráðu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6436/2011 (Leiðbeinandi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7022/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7183/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7184/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6335/2011 (Húsleit og haldlagning gagna)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6395/2011 dags. 27. september 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7075/2012 (Kyrrsetning svifflugu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7395/2013 dags. 5. maí 2014[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5520/2010 dags. 8. júlí 2014[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8076/2014 dags. 17. nóvember 2014[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7484/2013 dags. 31. desember 2014 (Ofgreiddar atvinnuleysisbætur)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8122/2014 dags. 22. janúar 2015 (Lekamál í innanríkisráðuneytinu)[HTML][PDF]
Álitamálið var, litið út frá hæfisreglum, hvort þær hafi verið brotnar með samskiptum ráðherra við lögreglustjórann um rannsókn hins síðarnefnda á lekamálinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8117/2014 (Höfuðborgarstofa)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7934/2014 dags. 4. mars 2015[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8178/2014 dags. 15. júní 2015[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8735/2015[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8699/2015[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8404/2015[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8940/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8942/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8910/2016 dags. 16. desember 2016[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8898/2016 (Ráðningar í störf lögreglumanna)[HTML][PDF]
Lögreglustjórinn vissi að umsækjandinn hafði verið að glíma við veikindi. Umboðsmaður taldi að lögreglustjóranum hefði borið að biðja umsækjandann um læknisvottorð um þáverandi veikindastöðu áður en umsókninni var hafnað.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9081/2016 dags. 26. júní 2017[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9217/2017 dags. 26. júní 2017[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9174/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8749/2015 (Brottvísun úr framhaldsskóla)[HTML][PDF]
16 ára dreng var vísað ótímabundið úr framhaldsskóla vegna alvarlegs brots. Talið var að um væri brot á meðalhófsreglunni þar sem ekki var rannsakað hvort vægari úrræði væru til staðar svo drengurinn gæti haldið áfram náminu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9510/2017 dags. 24. apríl 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8870/2016[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9487/2017 dags. 15. júní 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016 dags. 20. júní 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9456/2017 (Agaviðurlög í fangelsi)[HTML][PDF]
Umbrotsefni kókaíns fundust í blóði eða þvagi fanga og hann talinn hafa neytt fíkniefna, og beittur agaviðurlögum. Ákvörðunin var kærð og ráðuneytið byrjaði á því að afla umsagnar fangelsisyfirvalda sem bárust á þriðja eða fjórða degi. Það taldi sig ekki hafa haft nægan tíma til að kalla eftir andmælum fangans og gerði það því ekki. Umboðsmaður taldi ráðuneytið ekki geta skýlt sér bakvið það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9547/2017 dags. 26. júní 2018 (Prófnefnd bókara)[HTML][PDF]
Ráðherra tilgreindi í reglugerð að prófnefnd bókara væri sjálfstæð stjórnsýslunefnd og því væru úrlausnir hennar ekki bornar undir önnur stjórnvöld. Umboðsmaður Alþingis benti á að slík aðgreining, svo gild væri, yrði að vera hægt að ráða af lögunum sjálfum eða lögskýringargögnum, en svo var ekki í þessu tilviki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9164/2016 (Húsnæðisvandi utangarðsfólks)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9561/2018 (Ráðning starfsmanna á Borgarsögusafni)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9205/2017 dags. 31. október 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9672/2018 dags. 7. desember 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9708/2018 dags. 19. desember 2018 (Endurgreiðsla atvinnuleysisbóta)[HTML][PDF]
Orð gegn orði um hvort Vinnumálastofnun hefði birt tilkynninguna.
Vinnumálastofnun hafði birt ákvörðun í málinu á “mínum síðum” hjá stofnuninni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9708/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 (Kæru- og úrskurðarnefndir)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9622/2018 dags. 23. september 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9989/2019 dags. 31. desember 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10319/2019 dags. 19. febrúar 2020 (Nafnbirting umsækjenda hjá RÚV)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10037/2019 dags. 14. maí 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10038/2019 dags. 14. maí 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9979/2019 dags. 15. júní 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9802/2018 dags. 30. september 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10886/2020 dags. 30. desember 2020[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10701/2020 dags. 14. janúar 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10873/2020 dags. 29. janúar 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10874/2020 dags. 29. janúar 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10758/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10684/2020 dags. 23. febrúar 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10927/2021 dags. 23. febrúar 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10613/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10833/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10797/2020 dags. 3. mars 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10405/2020 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10384/2020 dags. 2. júlí 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10652/2020 dags. 2. júlí 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11235/2021 dags. 12. ágúst 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10996/2021 dags. 23. september 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F79/2018 dags. 21. október 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11355/2021 dags. 16. nóvember 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10724/2020 dags. 21. desember 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11284/2021 dags. 17. febrúar 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F109/2022 dags. 3. mars 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10592/2020 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11610/2022 dags. 20. apríl 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11342/2021 dags. 16. maí 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11339/2021 dags. 30. maí 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11308/2021 dags. 8. júní 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11312/2021 dags. 8. júní 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11315/2021 dags. 8. júní 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F105/2021 dags. 15. júní 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11504/2022 dags. 8. september 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11410/2021 dags. 21. nóvember 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11835/2022 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11929/2022 dags. 20. desember 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11394/2021 dags. 8. febrúar 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11551/2022 dags. 7. mars 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F133/2023 dags. 14. apríl 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11617/2022 dags. 18. apríl 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11793/2022 dags. 22. maí 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11373/2021 dags. 21. júní 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11910/2022 dags. 21. júlí 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12302/2023 dags. 17. október 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11797/2022 dags. 23. október 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11988/2022 dags. 25. október 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F128/2023 dags. 9. janúar 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12852/2024 dags. 14. ágúst 2024[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F154/2024 dags. 30. september 2024[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12281/2023 dags. 15. október 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12630/2024 dags. 24. október 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1824-18301, 88
1824-1830 - Registur25
1853-1857117
1857-1862 - Registur43, 54, 56, 83
1863-1867 - Registur44
1886-188926
1890-1894122
1917-1919375
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1933104
193547
1936240
1938508, 709
1946454
1947527
1948 - Registur124, 128
1950216
1952439
1953114
1955484, 695
1959126, 679
1967920
1969157
1970983
19711143-1144
197561
1976245, 1110, 1113
1978 - Registur141
1978385, 451, 895, 1299
19791167, 1170, 1172
19809, 924, 1412, 1426
1981209, 213, 425, 1147, 1621
1982432, 452, 871
1983437, 581, 1898, 2190
1984880, 1061
198579, 495, 1362, 1385, 1392-1393
1985 - Registur107, 161, 180
1986711, 1100, 1400, 1476
1987 - Registur171
1987386, 811, 980, 1016, 1269, 1450, 1748
1988747-748, 1135, 1535, 1694
198938, 1014, 1030, 1262, 1410
1990101, 501, 1585
199117, 1237, 1855
1992353, 801, 1516, 1537, 1548, 1838, 1863
1993261, 828, 1073, 1221, 1225, 1227, 1707, 2069, 2209
199480, 94, 475, 588, 740, 770, 773, 1195-1196, 1453, 1488-1489, 2006, 2650
199535, 168, 170, 175-176, 182, 595, 840, 858, 1290, 3096, 3150-3151
1995 - Registur315
1996164, 412, 582, 586, 588, 596, 1118, 1429, 1539, 2067, 2274-2275, 3016, 3019, 3145, 3582, 3926, 3938, 4124, 4273
1997173, 399, 401-402, 413-414, 426-427, 771, 847, 1966, 2177, 2563, 2575, 2578, 2590, 2937, 3743
1998377, 383, 506-508, 511, 514, 613, 806, 835, 1857, 1957, 1998, 2018, 2031, 2278, 2288, 2302, 2396, 3111, 3124, 3131, 3274, 3615, 3685, 3795, 4340, 4416
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1953-1960151
1961-196586
1966-1970133, 145, 159-160
1971-19753
1976-1983199, 214, 302
1984-199291, 187, 283, 337, 360, 396, 410, 442, 477, 492, 503
1993-199636
1997-200014-15, 199, 268, 339, 595, 616
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1935A61, 242
1941A65
1943B58
1946B244
1953A113
1966B79
1968A15, 277
1969A177
1970B330
1980A295, 298-299
1987C262
1993B1250, 1254, 1370
1994A767
1994B1255
1996A88
1996B502
1996C36
1997B1088, 1547
1998B331, 343, 351, 354, 357, 1800
1999A220
1999B357-358
2000B1455, 1459, 1488, 1524-1525, 1770, 2141, 2149, 2158-2161, 2280, 2291
2001B418, 424, 426, 430, 436, 442, 444, 631, 636, 644, 1318, 1670, 1674, 1678, 1716, 1723, 2597, 2604, 2608, 2828
2002B527, 647, 654, 659, 672, 947, 950, 1169, 1173, 1352, 2175, 2183, 2189
2002C131
2003B48, 606, 1095, 1228, 1593, 1596, 2067, 2075, 2087, 2091, 2579, 2584, 2590, 2793
2004A39, 46, 63, 211, 839, 843
2004B1075, 1510, 1805, 1867, 1921, 1946, 2157, 2170, 2173, 2176, 2178, 2181, 2183, 2187, 2841, 2849
2005A116, 126
2005B567, 586, 588, 591, 724, 726, 901, 905, 1079, 1084, 1225, 1238, 1249, 1251, 1254, 1258, 1261, 1264, 1267, 1273, 1335, 1343-1344, 1420, 1444, 1450, 1471, 1525, 1750, 1934, 2140, 2142, 2145, 2147, 2150, 2153, 2155, 2157, 2159, 2162, 2165, 2167, 2170, 2178, 2181, 2185, 2188, 2191, 2194, 2200, 2203, 2207, 2209, 2217, 2237
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1935AAugl nr. 20/1935 - Lög um vátryggingar opinna vélbáta[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 116/1935 - Auglýsing um að Ísland hafi gengið að alþjóðasamningi um bætta aðstöðu sjómanna á verzlunarskipum til þess að fá læknishjálp við kynsjúkdómum, er hér með birtist í íslenzkri þýðingu[PDF prentútgáfa]
1935BAugl nr. 17/1935 - Staðfesting konungs á skipulagsskrá fyrir ekknasjóð Árneshrepps í Strandasýslu, útgefin á venjulegan hátt ad mandatum af dóms- og kirkjumálaráðherra, 28. febrúar 1935[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 91/1935 - Reglugerð um fjallskil í Kelduneshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu[PDF prentútgáfa]
1941BAugl nr. 38/1941 - Reglugerð um iðnaðarnám[PDF prentútgáfa]
1943AAugl nr. 14/1943 - Fjárlög fyrir árið 1943[PDF prentútgáfa]
1943BAugl nr. 48/1943 - Lögreglusamþykkt fyrir Strandasýslu[PDF prentútgáfa]
1946AAugl nr. 96/1946 - Lög um skatt- og útsvarsgreiðslu útlendinga o. fl.[PDF prentútgáfa]
1953AAugl nr. 35/1953 - Lög um bæjanöfn o.fl.[PDF prentútgáfa]
1966AAugl nr. 52/1966 - Lög um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga[PDF prentútgáfa]
1966BAugl nr. 30/1966 - Reglugerð um gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja[PDF prentútgáfa]
1966CAugl nr. 7/1966 - Auglýsing um fullgildingu samnings milli Íslands og Noregs um tvísköttun
1968AAugl nr. 3/1968 - Lög um breyting á lögum nr. 7 29. apríl 1963, um tollskrá o. fl.[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 63/1968 - Lög um tollskrá o. fl.[PDF prentútgáfa]
1968BAugl nr. 8/1968 - Gjaldskrá fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur[PDF prentútgáfa]
1968CAugl nr. 6/1968 - Auglýsing um aðild að Alþjóðasjómælingastofnuninni
1969AAugl nr. 3/1969 - Lög um tollskrá o. fl.[PDF prentútgáfa]
1970AAugl nr. 52/1970 - Lög um eftirlit með skipum[PDF prentútgáfa]
1970CAugl nr. 25/1970 - Auglýsing um aðild Íslands að tollasamningi varðandi innflutning um stundarsakir á atvinnutækjum
1980AAugl nr. 67/1980 - Bráðabirgðalög um breyting á lögum nr. 29 29. apríl 1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sbr. lög nr. 49/1973 og nr. 21/1975[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 68/1980 - Bráðabirgðalög um breyting á og viðauka við lög nr. 29 26. maí 1976, um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja[PDF prentútgáfa]
1980BAugl nr. 190/1980 - Auglýsing um flutningsjöfnunargjald á sementi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 191/1980 - Reglugerð um bensíngjald[PDF prentútgáfa]
1987AAugl nr. 80/1987 - Lög um kosningar til Alþingis[PDF prentútgáfa]
1987CAugl nr. 25/1987 - Auglýsing um alþjóðlegan samning um samræmda vörulýsingar- og vörunúmeraskrá
1993BAugl nr. 585/1993 - Reglugerð um tilkynningu til Orkustofnunar um fjárfestingarverkefni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 591/1993 - Reglugerð um opinber innkaup og opinberar framkvæmdir á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF prentútgáfa]
1993CAugl nr. 31/1993 - Auglýsing um samning um Evrópska efnahagssvæðið og bókun um breytingu á samningnum
1994AAugl nr. 159/1994 - Lög um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög[PDF prentútgáfa]
1994BAugl nr. 244/1994 - Reglugerð um staðfestingu starfsleyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. skv. ákvæðum EES-samningsins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 404/1994 - Auglýsing um gildistöku EES-reglugerða um efni sem eyða ósonlaginu og um inn- og útflutning tiltekinna hættulegra efna[PDF prentútgáfa]
1996AAugl nr. 13/1996 - Lög um verðbréfaviðskipti[PDF prentútgáfa]
1996BAugl nr. 22/1996 - Auglýsing ríkisskattstjóra nr. 3/1996 um skattmat í staðgreiðslu á árinu 1996[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 61/1996 - Auglýsing um skrár Reykjavíkurborgar skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 237/1996 - Reglugerð um eftirlit með samræmi reglna um öryggi framleiðsluvara sem fluttar eru inn frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF prentútgáfa]
1996CAugl nr. 14/1996 - Auglýsing um Evrópusamning um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá barna og endurheimt forsjár barna
1997BAugl nr. 494/1997 - Reglugerð um eignir sem telja má til gjaldþols vátryggingafélaga og útreikning lágmarksgjaldþols[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 671/1997 - Reglugerð um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra[PDF prentútgáfa]
1998AAugl nr. 81/1998 - Lög um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 82/1998 - Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum, og um breytingar á öðrum lögum (afnám varðhaldsrefsingar)[PDF prentútgáfa]
1998BAugl nr. 161/1998 - Reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópubandalagsins um mat og eftirlit með áhættu af skráðum efnum[PDF prentútgáfa]
1999AAugl nr. 107/1999 - Lög um fjarskipti[PDF prentútgáfa]
1999BAugl nr. 77/1999 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 136/1999 - Reglugerð um störf örnefnanefndar[PDF prentútgáfa]
2000BAugl nr. 584/2000 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 585/2000 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 587/2000 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 768/2000 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 136 3. mars 1995[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 811/2000 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (III)[PDF prentútgáfa]
2001BAugl nr. 530/2001 - Auglýsing um útgáfu skrár um viðurkenndar prófgráður frá menntastofnunum landbúnaðarins og inntak þeirra[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 954/2001 - Reglugerð um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002BAugl nr. 199/2002 - Reglugerð um sundurgreindan aðgang að heimtaugum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 256/2002 - Reglur um hópundanþágu fyrir flokka lóðréttra samninga og samstilltra aðgerða[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 257/2002 - Reglur um hópundanþágu fyrir flokka samninga um rannsóknir og þróun[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 259/2002 - Reglur um hópundanþágu fyrir flokka samninga um sérhæfingu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 260/2002 - Reglur um hópundanþágu gagnvart tilteknum flokkum samninga um tæknilega yfirfærslu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 311/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 312/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 402/2002 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (III)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 507/2002 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (V)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 904/2002 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um ríkisaðstoð (I)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002CAugl nr. 14/2002 - Auglýsing um gerðir sem fela í sér breytingar á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
2003BAugl nr. 33/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 217/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 310/2003 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um hönnun olíuflutningaskipa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 356/2003 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VI)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 661/2003 - Reglugerð um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 662/2003 - Reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 846/2003 - Reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um bragðefni í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004AAugl nr. 25/2004 - Lög um breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 26/2004 - Lög um Evrópufélög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 66/2004 - Lög um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 146/2004 - Lög um greiðslur yfir landamæri í evrum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004BAugl nr. 594/2004 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um að koma á fót nefnd um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum (COSS) og um breytingu á reglugerðum um siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 707/2004 - Auglýsing um útgáfu skrár um viðurkenndar prófgráður frá menntastofnunum landbúnaðarins og inntak þeirra[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 739/2004 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 775/2004 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 3051/95 um öryggisstjórnun á ekjufarþegaskipum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 777/2004 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VII)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 834/2004 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (IV)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 835/2004 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um ríkisaðstoð (III)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 887/2004 - Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1101/2004 - Reglugerð um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005AAugl nr. 45/2005 - Lög um breyting á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 46/2005 - Lög um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 361/2005 - Reglugerð um flugvernd[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 439/2005 - Reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 484/2005 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um almannatryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 507/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um hönnun olíuflutningaskipa, nr. 310/2003[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 508/2005 - Reglugerð um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 571/2005 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 574/2005 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar EB nr. 261/2004 um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður og um að fella úr gildi reglugerð (EBE) nr. 295/91[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 577/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um að koma á fót nefnd um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum (COSS) og um breytingu á reglugerðum um siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum, nr. 594/2004[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 578/2005 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 581/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, nr. 739/2004[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 612/2005 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 652/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993, um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 653/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 654/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 681/2005 - Reglugerð um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um merkingu matvæla og innihaldsefna matvæla með viðbættum jurtasterólum, jurtasterólestrum, jurtastanólum og/eða jurtastanólestrum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 824/2005 - Reglugerð um takmörkun á notkun skaðlegra gróðurhindrandi efna og/eða búnaðar á skip[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 920/2005 - Auglýsing um útgáfu skrár um viðurkenndar prófgráður frá menntastofnunum landbúnaðarins og inntak þeirra[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 979/2005 - Reglugerð um (18.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 980/2005 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 985/2005 - Reglugerð um fiskeldisstöðvar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005CAugl nr. 16/2005 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
Augl nr. 17/2005 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
Augl nr. 18/2005 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
Augl nr. 19/2005 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
2006AAugl nr. 3/2006 - Lög um ársreikninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 76/2006 - Lög um starfsemi innri markaðarins í tengslum við frjálsa vöruflutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 92/2006 - Lög um evrópsk samvinnufélög[PDF vefútgáfa]
2006BAugl nr. 11/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VIII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 78/2006 - Reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 96/2006 - Reglugerð um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 125/2006 - Reglugerð um innleiðingu reglugerða á sviði flugverndar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 181/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (II)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 243/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 386/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (V)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 497/2006 - Auglýsing um útgáfu skrár um viðurkenndar prófgráður frá menntastofnunum landbúnaðarins og inntak þeirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 525/2006 - Reglugerð um umhverfismerki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 555/2006 - Reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 586/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 361/2005[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 607/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 599/2004 um að samþykkja samræmda fyrirmynd að vottorði og skoðunarskýrslu í tengslum við viðskipti innan Bandalagsins/Sambandsins með dýr og afurðir úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 608/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit dýralæknis á skoðunarstöðvum Bandalagsins/Sambandsins á landamærum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 659/2006 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 695/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 282/2004 um að taka upp vottorð til að tilkynna um komu dýra til Bandalagsins frá þriðju löndum og um heilbrigðiseftirlit dýralæknis með þeim og reglugerðar Evrópusambandsins nr. 585/2004 um breytingu á reglugerð Evrópusambandsins nr. 282/2004[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 698/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um tilfærslu flutninga- og farþegaskipa milli skipaskráa innan sambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 732/2006 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 740/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit á skoðunarstöðvum Bandalagsins á landamærum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 741/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 599/2004 um að samþykkja samræmda fyrirmynd að vottorði og skoðunarskýrslu í tengslum við viðskipti innan Bandalagsins með dýr og afurðir úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2006 - Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 801/2006 - Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 814/2006 - Reglugerð um innleiðingu reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3975/87 frá 14. desember 1987 sem setur reglur um beitingu samkeppnisreglna gagnvart fyrirtækjum á sviði flutninga í lofti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 825/2006 - Reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 358/2003 frá 27. febrúar 2003 um beitingu 3. mgr. 81. gr. sáttmálans gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða á sviði vátrygginga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 831/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2422/2001 frá 6. nóvember 2001 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1018/2006 - Reglugerð um (23.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1068/2006 - Reglugerð um (24.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1076/2006 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um almannatryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1164/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 361/2005[PDF vefútgáfa]
2006CAugl nr. 32/2006 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
Augl nr. 34/2006 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
Augl nr. 40/2006 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
2007AAugl nr. 56/2007 - Lög um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 112/2007 - Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. um álbræðslu við Straumsvík[PDF vefútgáfa]
2007BAugl nr. 41/2007 - Reglugerð um (25.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 91/2007 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 169/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 205/2007 - Reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 206/2007 - Reglugerð um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 237/2007 - Reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 346/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (VI)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 463/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um almannatryggingar (IX)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 474/2007 - Reglugerð um vernd skipa og hafnaraðstöðu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 630/2007 - Reglugerð um ólífrænan áburð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 752/2007 - Reglugerð um úttektir á öryggi loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 783/2007 - Auglýsing um útgáfu skrár um viðurkenndar prófgráður frá menntastofnunum landbúnaðarins og inntak þeirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 790/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um almannatryggingar (X)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 798/2007 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 870/2007 - Reglugerð um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 951/2007 - Reglugerð um (27.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 965/2007 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 966/2007 - Reglugerð um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu við eftirlit með stöðlun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 985/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um tilvísunaraðferðir fyrir greiningu brenndra drykkja (I)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 994/2007 - Reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1287/2006 frá 10. ágúst 2006 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB að því er varðar skyldur fjármálafyrirtækja varðandi skýrsluhald, tilkynningar um viðskipti, gagnsæi á markaði, töku fjármálagerninga til viðskipta og hugtök sem eru skilgreind að því er varðar þá tilskipun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1044/2007 - Reglugerð um gjöld og þóknanir sem Flugöryggisstofnun Evrópu leggur á[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1045/2007 - Reglugerð um sveigjanlega notkun loftrýmis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1046/2007 - Reglugerð um skipulag og samsetningu kærunefndar Flugöryggisstofnunar Evrópu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1130/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (III)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1131/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IV)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1133/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (VI)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1134/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (VII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1218/2007 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 653/201 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1289/2007 - Reglugerð um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1300/2007 - Reglugerð um notkun staðlaðra eyðublaða við birtingu opinberra útboðsauglýsinga samkvæmt lögum um opinber innkaup, nr. 84/2007[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1307/2007 - Reglugerð um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
2008BAugl nr. 38/2008 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 104/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2007 um vernd skipa og hafnaraðstöðu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 122/2008 - Reglugerð um (28.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 123/2008 - Reglugerð um (29.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 124/2008 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 125/2008 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 195/2008 - Reglugerð um (30.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 196/2008 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 277/2008 - Reglugerð um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 324/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 354/2008 - Reglugerð um (31.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 363/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 361/2005[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 367/2008 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um almannatryggingar (XI)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 396/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur nr. 277/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 398/2008 - Reglugerð um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um efni og hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 440/2008 - Reglugerð um hvaða atriði skulu talin fram undir einstökum liðum á eyðublöðum fyrir bókhaldsyfirlit yfir útgjöld vegna samgöngumannvirkja í 1. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1108/70[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 443/2008 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 444/2008 - Reglugerð um (32.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 475/2008 - Reglugerð um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 521/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu nr. 1138/2007[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 530/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 990/2005 um frjálsa þátttöku fyrirtækja og stofnana í umhverfisstjórnunarkerfi bandalagsins (EMAS)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 568/2008 - Reglugerð um góða framleiðsluhætti að því er varðar efni og hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 569/2008 - Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 600/2008 - Reglugerð um skipun loftrýmis í flokk og aðgang flugs samkvæmt sjónflugsreglum yfir fluglagi 195[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 601/2008 - Reglugerð um kröfur um sjálfvirkt kerfi til að skiptast á fluggögnum milli flugstjórnardeilda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 602/2008 - Reglugerð um kröfur er varða verklagsreglur og flugáætlanir innan samevrópska loftrýmisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 618/2008 - Reglugerð um reykbragðefni sem eru notuð eða eru ætluð til notkunar í eða á matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 631/2008 - Reglugerð um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 672/2008 - Reglugerð um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 697/2008 - Reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 698/2008 - Reglugerð um takmörkun á notkun tiltekinna epoxýafleiðna í efni og hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 699/2008 - Reglugerð um (33.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 700/2008 - Reglugerð um (34.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 708/2008 - Reglugerð um þvotta- og hreinsiefni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 750/2008 - Reglugerð um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 823/2008 - Reglugerð um (35.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 824/2008 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 826/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur nr. 277/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 855/2008 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (XII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 925/2008 - Reglugerð um markaðssetningu ungbarnablandna úr tilteknum mysupróteinum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 950/2008 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (VII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 951/2008 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 990/2008 - Reglugerð um útstreymisbókhald[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1019/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 205/2007 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1020/2008 - Reglugerð um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1021/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 361/2005[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1046/2008 - Reglugerð um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan EES-svæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1085/2008 - Reglugerð um kröfur um tíðnibil í talsamskiptum milli loftfara og stöðva á jörðu niðri í samevrópska loftrýminu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1087/2008 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 630/2007 um ólífrænan áburð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1110/2008 - Reglugerð um hönnun olíuflutningaskipa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1128/2008 - Reglugerð um (37.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1185/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur nr. 277/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1206/2008 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1234/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1264/2008 - Reglugerð um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála[PDF vefútgáfa]
2009BAugl nr. 9/2009 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 35/2009 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 40/2009 - Reglugerð um (38.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 44/2009 - Reglugerð um (39.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 103/2009 - Reglugerð um þrávirk lífræn efni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 108/2009 - Reglugerð um kröfur varðandi beitingu reglna um samskipti milli flugstjórnardeilda við skeytasendingar vegna flugs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 118/2009 - Reglugerð um gjöld og þóknanir sem Flugöryggisstofnun Evrópu leggur á[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 161/2009 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 259/2009 - Reglugerð um (40.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 265/2009 - Reglugerð um (41.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 291/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um úttektir á öryggi loftfara nr. 752/2007[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 293/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 361/2005[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 354/2009 - Reglugerð um eftirlit með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 411/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 361/2005[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 420/2009 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (lífeyristryggingar, atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi) (XIII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 464/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur nr. 277/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 493/2009 - Reglugerð um (42.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 524/2009 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um almannatryggingar (lífeyristryggingar, atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi) (XIV)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 575/2009 - Reglugerð um (43.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 576/2009 - Reglugerð um (44.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 673/2009 - Reglugerð um (45.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 806/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 205/2007 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 807/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 833/2009 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um almannatryggingar (lífeyristryggingar, atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi) (XV)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 840/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1050/2008 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 994/2009 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um almannatryggingar (lífeyristryggingar, atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi) (XVI)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1004/2009 - Reglugerð um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um gerð og framsetningu umsókna og mat á aukefnum í fóðri og leyfi fyrir þeim[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1020/2009 - Reglugerð um (47.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1042/2009 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 520/2009 um ungbarnablöndur og stoðblöndur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1079/2009 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1116/2009 - Reglugerð um að koma á fót Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópu[PDF vefútgáfa]
2010AAugl nr. 99/2010 - Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 152/2010 - Lög um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2010BAugl nr. 102/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 103/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 104/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 105/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 106/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 107/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005 um kröfur varðandi hollustuhætti sem varða fóður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 108/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 109/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 120/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 809/2003 um bráðabirgðaráðstafanir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar vinnslukröfur fyrir efni í 3. flokki og húsdýraáburð sem er notaður í myltingarstöðvar, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 121/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 810/2003 um bráðabirgðaráðstafanir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar vinnslukröfur fyrir efni í 3. flokki og húsdýraáburð sem er notaður í lífgasstöðvum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 122/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 811/2003 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar bann við endurvinnslu þegar um er að ræða eina og sömu fisktegundina, urðun og brennslu aukaafurða úr dýrum og tilteknar bráðabirgðaráðstafanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 124/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 878/2004 um bráðabirgðaráðstafanir að því er varðar tilteknar aukaafurðir úr dýrum sem eru skilgreindar sem efni í 1. og 2. flokki í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 125/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 79/2005 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar notkun mjólkur, afurða að stofni til úr mjólk og afurða fenginna úr mjólk sem eru skilgreindar sem efni í 3. flokki þeirrar reglugerðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 126/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 197/2006 um bráðabirgðaráðstafanir samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar söfnun, flutning, meðferð, notkun og förgun á matvælum sem eru ekki lengur ætluð til neyslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 127/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1192/2006 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar skrár yfir samþykktar stöðvar sem vinna aukaafurðir dýra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 128/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1304/2003 um þá málsmeðferð sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu skal nota þegar beiðnum um vísindalegar álitsgerðir er vísað til hennar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 130/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2230/2004 um ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 að því er varðar net stofnana sem starfa á sviðum sem falla undir hlutverk Matvælaöryggisstofnunar Evrópu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 134/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1688/2005 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 að því er varðar sérstakar ábyrgðir varðandi salmonellu vegna sendinga af tilteknum tegundum kjöts og eggja til Finnlands og Svíþjóðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 135/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2073/2005 um örverufræðilegar viðmiðanir fyrir matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 136/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2075/2005 um sértækar reglur um opinbert eftirlit með tríkínu í kjöti, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 183/2010 - Reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 1046/2008 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan EES-svæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 215/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 240/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 345/2008 um reglur um lífræna landbúnaðarframleiðslu vegna innflutnings frá löndum utan EES-svæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 241/2010 - Reglugerð um (50.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 242/2010 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 264/2010 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 265/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 266/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1882/2006 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi nítrats í tilteknum matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 267/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1883/2006 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi díoxína og díoxínlíkra PCB-efna í tilteknum matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 270/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 401/2006 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi sveppaeiturs í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 279/2010 - Reglugerð um (51.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 284/2010 - Reglugerð um innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 1228/2003 frá 26. júní 2003, um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 312/2010 - Reglugerð um (52.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 327/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 344/2010 - Reglugerð um (53.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri, með áorðnum breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 346/2010 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 376/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 755/2008 um breytingu á viðauka II með tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á menntun og hæfi í samræmi við ákvæði 11. gr. c (ii)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 406/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1924/2006 um næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 418/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (VIII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 489/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit dýralæknis á landamærastöðvum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 628/2010 - Reglugerð um (54.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 718/2010 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 719/2010 - Reglugerð um (55.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 720/2010 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 102/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 721/2010 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 630/2007 um ólífrænan áburð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 722/2010 - Reglugerð um samræmda eftirlitsáætlun Evrópubandalagsins fyrir árin 2009, 2010 og 2011 til þess að tryggja að farið sé að ákvæðum um hámarksgildi varnarefnaleifa í og á matvælum úr jurta- og dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 728/2010 - Reglugerð um (4.) breytingu við reglugerð nr. 111/2003 um efni og hluti úr plasti sem er ætlað að snerta matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 758/2010 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 768/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (IX)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 794/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (X)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 827/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 824/2005 um takmörkun á notkun skaðlegra gróðurhindrandi efna og/eða búnaðar á skip[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 832/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 103/2009 um þrávirk lífræn efni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 833/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 708/2008 um þvotta- og hreinsiefni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 834/2010 - Reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 835/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 836/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 839/2010 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 884/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 333/2007 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi blýs, kadmíums, kvikasilfurs, ólífræns tins, 3-MCPD og bensó(a)pýrens í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1043/2010 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
2011AAugl nr. 84/2011 - Lög um breytingu á lögum nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis (nefndaskipan, eftirlitshlutverk Alþingis o.fl.)[PDF vefútgáfa]
2011BAugl nr. 169/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 126/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 197/2006 um bráðabirgðaráðstafanir samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar söfnun, flutning, meðferð, notkun og förgun á matvælum sem eru ekki lengur ætluð til neyslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 261/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 108/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 283/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1151/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á sólblómaolíu, sem er upprunnin í Úkraínu eða send þaðan, vegna áhættu á mengun af völdum jarðolíu og um niðurfellingu á ákvörðun 2008/433/EB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 284/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1152/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknum matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína og um að fella úr gildi ákvörðun 2006/504/EB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 311/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 601/2008 um verndarráðstafanir sem gilda um tilteknar lagarafurðir sem eru fluttar inn frá Gabon og eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 312/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1135/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknum vörum, sem eru upprunnar í Kína eða sendar þaðan, og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/798/EB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 313/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 258/2010 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á gúargúmmíi, sem er upprunnið á Indlandi eða sent þaðan, vegna mengunaráhættu af völdum pentaklórfenóls og díoxína, og um niðurfellingu á ákvörðun 2008/352/EB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 386/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 297/2011 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 454/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004 um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 543/2011 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum í Túnis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 744/2011 - Reglugerð um notkun og markaðssetningu fóðurs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2011 - Reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 801/2011 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir gagnvart Íran[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 870/2011 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir sem varða Búrma/Mýanmar, Egyptaland, Gíneu, Íran, Líbýu og Sýrland[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 940/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 968/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1760/2000 um að koma á kerfi fyrir auðkenningu og skráningu nautgripa og um merkingar nautakjöts og nautakjötsafurða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 969/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 911/2004 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1760/2000 að því er varðar eyrnamerki, vegabréf og jarðabækur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 970/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1082/2003 um ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1760/2000 að því er varðar lágmarkseftirlit sem fara skal fram í tengslum við kerfið fyrir auðkenningu og skráningu nautgripa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 973/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar ráðsins nr. 21/2004 um að koma á kerfi fyrir auðkenningu og skráningu sauðfjár og geita[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1005/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1011/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2160/2003 um varnir gegn salmonellu og öðrum tilteknum smitvöldum mannsmitanlegra dýrasjúkdóma sem berast með matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1012/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 1168/2006 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2160/2003 að því er varðar markmið Bandalagsins sem sett eru til að draga úr algengi tiltekinna sermigerða salmonellu í varphænum af tegundinni Gallus gallus og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1003/2005[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1166/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1176/2011 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1177/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 41/2009 um samsetningu og merkingu matvæla sem henta fólki með glútenóþol[PDF vefútgáfa]
2012BAugl nr. 89/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 972/2011 um framkvæmd viðurlaga í tengslum við kerfi um auðkenningu og skráningu nautgripa samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1760/2000[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 97/2012 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 180/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 141/2007, um kröfu varðandi samþykki, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005, fyrir starfsstöðvum fóðurfyrirtækja sem framleiða eða setja á markað aukefni í fóðri sem er í flokknum hníslalyf og vefsvipungalyf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 273/2012 - Reglugerð um (60.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 365/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 366/2012 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 630/2007 um ólífrænan áburð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 399/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 442/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 520/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 284/2012 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 581/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir sem varða Búrma/Mýanmar, Egyptaland, Gíneu, Íran, Líbýu og Sýrland nr. 870/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 860/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (II)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1020/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 372/2007 þar sem mælt er fyrir um bráðabirgðaflæðimörk fyrir mýkiefni í þéttingum í lokum sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1101/2012 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
2013AAugl nr. 119/2013 - Lög um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 136/2013 - Lög um Orkuveitu Reykjavíkur[PDF vefútgáfa]
2013BAugl nr. 71/2013 - Reglugerð um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 72/2013 - Reglugerð um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2013 - Reglugerð um vottun og viðurkenningu vottunaraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 142/2013 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 162/2013 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 284/2011 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1152/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknum matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína og um að fella úr gildi ákvörðun 2006/504/EB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 204/2013 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Verne Real Estate II ehf. svo og Verne Holdings Ltd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 205/2013 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Íslenska kísilfélagsins ehf., Tomahawk Development á Íslandi ehf. svo og GSM Enterprises LLC[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 254/2013 - Reglugerð um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 349/2013 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 996/2012 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 284/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 376/2013 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 518/2013 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 566/2013 - Reglugerð um markaðseftirlit, faggildingu o.fl[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 617/2013 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (III)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 962/2013 - Reglugerð um sameiginlegar kröfur til notenda loftrýmisins og verklagsreglur vegna notkunar árekstrarvara loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1098/2013 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (IV)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1100/2013 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Afganistan[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1101/2013 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús nr. 97/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1130/2013 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
2014AAugl nr. 78/2014 - Lög um greiðslur yfir landamæri í evrum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 105/2014 - Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 114/2014 - Lög um byggingarvörur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 143/2014 - Fjárlög fyrir árið 2015[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 167/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 284/2011 um sérstök skilyrði og nákvæmar verklagsreglur vegna innflutnings á eldhússáhöldum úr polýamíð- og melamínplasti sem eru upprunnin í Alþýðuveldinu Kína og Hong Kong, sérstjórnarsvæði Alþýðuveldisins Kína, eða send þaðan[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 234/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 211/2013 um kröfur varðandi útgáfu vottorða vegna innflutnings til Sambandsins á spírum og fræjum sem ætluð eru til framleiðslu á spírum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 281/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 287/2014 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 330/2014 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 352/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 72/2013 um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 384/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 390/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 448/2014 - Reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 456/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sýrland[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 522/2014 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 523/2014 - Reglugerð um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 412/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 540/2014 - Reglugerð um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 421/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 560/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 567/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Gíneu-Bissá[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 626/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Súdan og Suður-Súdan[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 758/2014 - Reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 760/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 765/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Bosníu og Hersegóvínu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 772/2014 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 808/2014 - Reglugerð um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 831/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 605/2010 um skilyrði varðandi heilbrigði dýra og manna og varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir vegna aðflutnings til Evrópusambandsins á hrámjólk og mjólkurafurðum til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 840/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 846/2014 - Reglugerð um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 847/2014 - Reglugerð um verndarráðstafanir varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 848/2014 - Reglugerð um sérstök skilyrði fyrir innflutningi á okru og karrílaufi frá Indlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 871/2014 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 886/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 28/2012 um kröfur vegna útgáfu vottorða vegna innflutnings á tilteknum samsettum afurðum til Sambandsins og umflutnings þeirra gegnum það[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 907/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 935/2014 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1088/2014 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1294/2014 - Reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda[PDF vefútgáfa]
2014CAugl nr. 1/2014 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
2015BAugl nr. 75/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 143/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Cote d'Ivoire (Fílabeinsströndina)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 160/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Alþýðulýðveldið Kóreu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 205/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 985/2011 um flugvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 275/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran nr. 384/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 277/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Guineu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 278/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Myanmar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 283/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Túnis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 290/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Eritreu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 291/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Moldóvu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 294/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 758/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 356/2015 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 359/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 234/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 211/2013 um kröfur varðandi útgáfu vottorða vegna innflutnings til Sambandsins á spírum og fræjum sem ætluð eru til framleiðslu á spírum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 405/2015 - Reglugerð um aðskilda sölu á reikiþjónustu í smásölu innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 480/2015 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 512/2015 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 283/2011 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1151/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á sólblómaolíu, sem er upprunnin í Úkraínu eða send þaðan, vegna áhættu á mengun af völdum jarðolíu og um niðurfellingu á ákvörðun 2008/433/EB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 569/2015 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 707/2015 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 708/2015 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 744/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Zimbabwe[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 745/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 792/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 804/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Súdan[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 811/2015 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 817/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarus nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 831/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 835/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbanon[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 851/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Írak[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 880/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Jemen[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 887/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbyu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 900/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Suður-Súdan[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 908/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Egyptaland[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 919/2015 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 950/2015 - Reglugerð um (74.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 960/2015 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (V)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1011/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið nr. 760/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1020/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Côte d´Ivoire (Fílabeinsströndina) nr. 143/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1030/2015 - Reglugerð um sérstök skilyrði sem gilda um innflutning á gúargúmmíi, sem er upprunnið á Indlandi eða sent þaðan, vegna mengunaráhættu af völdum pentaklórfenóls og díoxína[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1031/2015 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1032/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 846/2014 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1142/2015 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1219/2015 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
2016BAugl nr. 91/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran nr. 384/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 92/2016 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Burundí[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 147/2016 - Reglugerð um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 184/2016 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 847/2014 um verndarráðstafanir varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 186/2016 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 187/2016 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerða framkvæmdastjórnarinnar vegna aðflutnings matvæla til Evrópusambandsins sem eru ætluð á EXPO Milano 2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 188/2016 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 193/2016 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/949 um samþykki fyrir eftirliti tiltekinna þriðju landa fyrir útflutning á tilteknum matvælum að því er varðar tilvist tiltekins sveppaeiturs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 259/2016 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 361/2016 - Reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 362/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 395/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 416/2016 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 808/2014 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 418/2016 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/166 um sérstök skilyrði sem gilda um innflutning á matvælum sem innihalda eða eru úr betallaufum (Piper Betle) frá Indlandi og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 669/2009[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 495/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sýrland nr. 456/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 496/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Alþýðulýðveldið Kóreu nr. 160/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 504/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Zimbabwe nr. 744/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 505/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarus nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 516/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbýu nr. 887/2015[PDF vefútgáfa]
2017AAugl nr. 24/2017 - Lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 50/2017 - Lög um lánshæfismatsfyrirtæki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 55/2017 - Lög um skortsölu og skuldatryggingar[PDF vefútgáfa]
2017BAugl nr. 50/2017 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 233/2017 - Reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 234/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið nr. 760/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 237/2017 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 449/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sýrland nr. 456/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 482/2017 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1337/2013 um reglur vegna beitingar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011 að því er varðar tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað fyrir nýtt, kælt eða fryst kjöt af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 520/2017 - Reglugerð um gagnasöfnun og upplýsingagjöf stofnana vegna bókhalds Íslands yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 528/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 636/2017 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 674/2017 - Reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 796/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Alþýðulýðveldið Kóreu nr. 160/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2017 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 193/2016 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/949 um samþykki fyrir eftirliti tiltekinna þriðju landa fyrir útflutning á tilteknum matvælum að því er varðar tilvist tiltekins sveppaeiturs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 834/2017 - Reglugerð um vöktun, vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 842/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó nr. 800/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 843/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran nr. 384/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 844/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Zimbabwe nr. 744/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 845/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 846/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið nr. 760/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 906/2017 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 907/2017 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 847/2014 um verndarráðstafanir varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 915/2017 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/186 um sérstök skilyrði sem gilda um aðflutning til Sambandsins á vörusendingum frá tilteknum þriðju löndum vegna örverumengunar og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 669/2009[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 936/2017 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1177/2017 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
2018AAugl nr. 15/2018 - Lög um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 90/2018 - Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga[PDF vefútgáfa]
2018BAugl nr. 86/2018 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 89/2018 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 135/2018 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 173/2018 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 174/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 147/2016 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 238/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 831/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 605/2010 um skilyrði varðandi heilbrigði dýra og manna og varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir vegna aðflutnings til Evrópusambandsins á hrámjólk og mjólkurafurðum til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 239/2018 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 277/2018 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Alþýðuveldið Kóreu nr. 160/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 380/2018 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Venesúela[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 381/2018 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Malí[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 667/2018 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 847/2014 um verndarráðstafanir varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 811/2018 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/700 um breytingu á skrám yfir starfsstöðvar í þriðju löndum, þaðan sem heimilt er að flytja inn tilteknar afurðir úr dýraríkinu, að því er varðar tilteknar starfsstöðvar í Brasilíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 812/2018 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 846/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 848/2014 um sérstök skilyrði fyrir innflutningi á okru og karrílaufi frá Indlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 923/2018 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/981 um breytingu á skránni yfir starfsstöðvar í Brasilíu þaðan sem innflutningur til Sambandsins á lagarafurðum, sem ætlaðar eru til manneldis, er leyfður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 924/2018 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 831/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 605/2010 um skilyrði varðandi heilbrigði dýra og manna og varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir vegna aðflutnings til Evrópusambandsins á hrámjólk og mjólkurafurðum til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1076/2018 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1161/2018 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1279/2018 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 834/2010 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1378/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús, nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1393/2018 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið, nr. 760/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1400/2018 - Reglugerð um breyting á reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2019AAugl nr. 31/2019 - Lög um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 53/2019 - Lög um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum (flytjanleiki efnisveituþjónustu)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 55/2019 - Lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 66/2019 - Lög um samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 78/2019 - Lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 81/2019 - Lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 94/2019 - Lög um endurskoðendur og endurskoðun[PDF vefútgáfa]
2019BAugl nr. 140/2019 - Reglugerð um öryggisþætti á umbúðum mannalyfja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 216/2019 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 221/2019 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbýu nr. 887/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 222/2019 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Alþýðuveldið Kóreu nr. 160/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 269/2019 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 831/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 605/2010 um skilyrði varðandi heilbrigði dýra og manna og varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir vegna aðflutnings til Evrópusambandsins á hrámjólk og mjólkurafurðum til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 277/2019 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 286/2019 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VI)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 421/2019 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 489/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit dýralæknis á landamærastöðvum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 422/2019 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 423/2019 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 831/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 605/2010 um skilyrði varðandi heilbrigði dýra og manna og varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir vegna aðflutnings til Evrópusambandsins á hrámjólk og mjólkurafurðum til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 424/2019 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 390/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 425/2019 - Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 426/2019 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 568/2019 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Myanmar nr. 278/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 569/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Suður-Súdan nr. 900/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 570/2019 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn útbreiðslu efnavopna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 590/2019 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðveldið Maldívur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 761/2019 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 790/2019 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 808/2014 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 791/2019 - Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 795/2019 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn netárásum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 796/2019 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbíu nr. 887/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 820/2019 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1144/2019 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1249/2019 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1323/2019 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1333/2019 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1334/2019 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 489/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit dýralæknis á landamærastöðvum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1335/2019 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 831/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 605/2010 um skilyrði varðandi heilbrigði dýra og manna og varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir vegna aðflutnings til Evrópusambandsins á hrámjólk og mjólkurafurðum til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1336/2019 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 390/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1337/2019 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1338/2019 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
2020AAugl nr. 7/2020 - Lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 14/2020 - Lög um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 20/2020 - Lög um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 128/2020 - Lög um ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl.[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 130/2020 - Lög um breytingu á lögum um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, nr. 72/1994, með síðari breytingum (orkumerkingar)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 132/2020 - Lög um lækningatæki[PDF vefútgáfa]
2020BAugl nr. 29/2020 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Nicaragua[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 59/2020 - Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 207/2020 - Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 232/2020 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 307/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 320/2020 - Reglur um helstu fjárhagsupplýsingar í samantekt lýsingar verðbréfa, birtingu og flokkun lýsinga, auglýsingar verðbréfa, viðauka við lýsingu, tilkynningagáttina og tilkynningu um almennt útboð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 333/2020 - Reglugerð um (18.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 450/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/466 um tímabundnar ráðstafanir til að halda í skefjum áhættu fyrir heilbrigði manna og dýra og plöntuheilbrigði og velferð dýra við tiltekna alvarlega röskun á eftirlitskerfum aðildarríkjanna vegna kórónaveirufaraldursins (COVID-19)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 708/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 48/2012 um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 733/2020 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 738/2020 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 777/2020 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (XVII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 839/2020 - Reglugerð um (19.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 844/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 866/2020 - Reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 996/2020 - Reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1225/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1343/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1344/2020 - Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1378/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1641 um innflutning á lifandi, kældum, frystum eða unnum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum til manneldis frá Bandaríkjunum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1396/2020 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir í ljósi óleyfilegrar borunarstarfsemi Tyrklands í austanverðu Miðjarðarhafi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1455/2020 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1466/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1544/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017[PDF vefútgáfa]
2021AAugl nr. 7/2021 - Lög um fjárhagslegar viðmiðanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 55/2021 - Lög um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 56/2021 - Lög um breytingu á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018 (dregið úr reglubyrði)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 60/2021 - Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2021 - Lög um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (starf þingnefnda, tímafrestir, eftirlit, starfsfólk, stjórnsýsla o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 82/2021 - Lög um breytingu á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 114/2021 - Lög um greiðsluþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 115/2021 - Lög um markaði fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 134/2021 - Lög um breytingu á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir og lögum um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta (vísitölur á fjármálamarkaði og upplýsingagjöf til fjárfesta)[PDF vefútgáfa]
2021BAugl nr. 8/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 502/2020 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2124 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar reglur um opinbert eftirlit með sendingum af dýrum og vörum í umflutningi, umfermingu og áframhaldandi flutningi gegnum Sambandið[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 9/2021 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 481/2017 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1235/2008 um ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 834/2007 að því er varðar fyrirkomulag á innflutningi lífrænna afurða frá þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 11/2021 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 12/2021 - Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 13/2021 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 390/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 14/2021 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 831/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 605/2010 um skilyrði varðandi heilbrigði dýra og manna og varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir vegna aðflutnings til Evrópusambandsins á hrámjólk og mjólkurafurðum til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 15/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 509/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Evrópusambandsins og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar skrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 16/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2208 um að bæta Breska konungsríkinu við sem þriðja landi þaðan sem innflutningur inn í Sambandið á sendingum af heyi og hálmi er heimilaður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 27/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Burundí, nr. 92/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 152/2021 - Reglugerð um (23.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 162/2021 - Reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 195/2021 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Guineu, nr. 277/2015, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 231/2021 - Reglugerð um (24.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 269/2021 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 509/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Evrópusambandsins og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar skrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 373/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 377/2021 - Reglur um verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 406/2021 - Reglugerð um (25.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 466/2021 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 474/2021 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 475/2021 - Reglugerð um (26.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 579/2021 - Reglugerð um (27.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 580/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 581/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 652/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu, nr. 792/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 653/2021 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Zimbabwe, nr. 744/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 749/2021 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 752/2021 - Reglur um fjárhagslegar viðmiðanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 777/2021 - Reglugerð um gildistöku á reglugerð (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 789/2021 - Reglugerð um notkunarleiðbeiningar sem fylgja lækningatækjum sem ætluð eru til notkunar af almenningi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1039/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Myanmar, nr. 278/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1069/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1145/2021 - Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1154/2021 - Reglugerð um endurvinnslu einnota lækningatækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1275/2021 - Reglugerð um íslenskan hluta upplýsingakerfis (N-VIS) um vegabréfsáritanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1303/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús, nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1420/2021 - Reglur um skipulagskröfur verðbréfafyrirtækja og upplýsingagjöf vegna virks eignarhlutar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1421/2021 - Reglur um skipulagskröfur fyrir viðskiptavettvanga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1422/2021 - Reglur um gagnsæiskröfur á mörkuðum fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1423/2021 - Reglur um starfsleyfi, skipulagskröfur og kröfur til birtingar viðskiptaupplýsinga fyrir veitendur gagnaskýrsluþjónustu á fjármálamarkaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1425/2021 - Reglur um beitingu stöðutakmarkana á hrávöruafleiður og óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1470/2021 - Reglur um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1581/2021 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1590/2021 - Reglur um helstu fjárhagsupplýsingar í samantekt lýsingar verðbréfa, birtingu og flokkun lýsinga, auglýsingar verðbréfa, viðauka við lýsingu, tilkynningagáttina og tilkynningu um almennt útboð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1591/2021 - Reglur um verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1626/2021 - Reglur um aðgerðir gegn markaðssvikum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1642/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 162/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1719/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús, nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2021CAugl nr. 44/2021 - Auglýsing um reglugerð (ESB) 2021/168 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 388/2021 varðandi fjárhagslegar viðmiðanir
2022AAugl nr. 14/2022 - Lög um dýralyf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 31/2022 - Lög um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 32/2022 - Lög um breytingu á lögum um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020, og lögum um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021 (ESB-endurbótalýsing o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 34/2022 - Lög um breytingu á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 105/2014 (EURES-netið)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 38/2022 - Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og fleiri lögum (lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 48/2022 - Lög um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta (fjármögnun skilasjóðs, iðgjöld og fyrirkomulag Tryggingarsjóðs vegna fjármálafyrirtækja)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2022 - Lög um loftferðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 115/2022 - Lög um evrópska langtímafjárfestingarsjóði[PDF vefútgáfa]
2022BAugl nr. 57/2022 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 61/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 65/2022 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, nr. 800/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 139/2022 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbyu, nr. 887/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 231/2022 - Reglur um skipulagskröfur fyrir viðskiptavettvanga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 232/2022 - Reglur um skipulagskröfur verðbréfafyrirtækja, upplýsingagjöf vegna virks eignarhlutar og viðmið vegna viðbótarstarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 233/2022 - Reglur um umgjörð viðskipta með fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 235/2022 - Reglur um gagnsæiskröfur á mörkuðum fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 236/2022 - Reglur um starfsleyfi, skipulagskröfur og kröfur til birtingar viðskiptaupplýsinga fyrir veitendur gagnaskýrsluþjónustu á fjármálamarkaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 248/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 306/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 320/2022 - Reglur um aðgerðir gegn markaðssvikum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 321/2022 - Reglur um afleiður og stöðustofnun fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 328/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús, nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 383/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 385/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 443/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 450/2022 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 452/2022 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 453/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 454/2022 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 524/2022 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 525/2022 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 532/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 533/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 162/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 581/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 582/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 583/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 584/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 711/2022 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 713/2022 - Reglugerð um að viðhalda verndarráðstöfunum varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 715/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 721/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 850/2022 - Reglur um afleiður og stöðustofnun fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 851/2022 - Reglur um gagnsæiskröfur á mörkuðum fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 852/2022 - Reglur um skipulagskröfur fyrir viðskiptavettvanga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 853/2022 - Reglur um starfsleyfi og skipulagskröfur verðbréfafyrirtækja, upplýsingagjöf vegna virks eignarhlutar og viðmið vegna viðbótarstarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 854/2022 - Reglur um umgjörð viðskipta með fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 855/2022 - Reglur um upplýsingagjöf og samstarf eftirlitsstjórnvalda á grundvelli laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 860/2022 - Reglugerð um umbreytingartímabil sem tengjast kröfum um eiginfjárgrunn að því er varðar áhættuskuldbindingar vegna miðlægra mótaðila samkvæmt reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) nr. 648/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 927/2022 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1031/2022 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1032/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1036/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 450/2022 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1037/2022 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1042/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1378/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1641 um innflutning á lifandi, kældum, frystum eða unnum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum til manneldis frá Bandaríkjunum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1093/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1094/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús, nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1137/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1143/2022 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1179/2022 - Reglur um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1236/2022 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1349/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1393/2022 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1520/2022 - Reglur um lausafjárhlutfall lánastofnana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1547/2022 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1548/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 637/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2236 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af lagardýrum og af tilteknum lagardýraafurðum og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1552/2022 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1589/2022 - Reglugerð um hámarksverð fyrir lúkningu símtala[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1715/2022 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Afganistan, nr. 1100/2013, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1716/2022 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Jemen, nr. 880/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1717/2022 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Malí, nr. 381/2018, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1718/2022 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið, nr. 760/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1719/2022 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Venesúela, nr. 380/2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1720/2022 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Líbanon[PDF vefútgáfa]
2022CAugl nr. 4/2022 - Auglýsing um birtingu á tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn
Augl nr. 33/2022 - Auglýsing um endurviðtökusamning við Makaó
2023AAugl nr. 6/2023 - Lög um peningamarkaðssjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 25/2023 - Lög um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 41/2023 - Lög um fjármögnunarviðskipti með verðbréf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 64/2023 - Lög um breytingu á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, lögum um verðbréfasjóði og fleiri lögum (sala sjóða yfir landamæri, höfuðsjóðir og fylgisjóðir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
2023BAugl nr. 55/2023 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Haítí[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 56/2023 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, nr. 800/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 57/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Myanmar, nr. 278/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2023 - Reglur um verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 119/2023 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Túnis, nr. 280/2015, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 179/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 219/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 393/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 430/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu, nr. 792/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 434/2023 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sýrland, nr. 456/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 545/2023 - Reglur um umgjörð viðskipta með fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 577/2023 - Reglugerð um breytingar á reglugerðum sem varða þvingunaraðgerðir gagnvart Sómalíu, Mið-Afríkulýðveldinu, Jemen, Haítí, Írak, Líbanon og Sýrlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 578/2023 - Reglugerð um breytingar á reglugerðum sem varða þvingunaraðgerðir gagnvart Alþýðulýðveldinu Kóreu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Íran, hryðjuverkastarfsemi, Líbíu, Malí, Suður-Súdan og Súdan[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 592/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 471/2014 um skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða (þ.m.t. um hagsmunaárekstra, viðskiptahætti og áhættustýringu)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 632/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Moldóvu, nr. 291/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 655/2023 - Reglur um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 795/2023 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 105/2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 857/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 905/2023 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbíu, nr. 887/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 906/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Gínea-Bissaú, nr. 567/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 907/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús, nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 908/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 954/2023 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Haítí, nr. 55/2023, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 955/2023 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran, nr. 384/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 981/2023 - Reglur um afleiður og stöðustofnun fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 982/2023 - Reglur um starfsleyfi og skipulagskröfur verðbréfafyrirtækja, upplýsingagjöf vegna virks eignarhlutar og viðmið vegna viðbótarstarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 983/2023 - Reglur um gagnsæiskröfur á mörkuðum fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1055/2023 - Reglur um verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1120/2023 - Reglugerð um eftirlit með flutningi á hlutum með tvíþætt notagildi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1214/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Súdan, nr. 804/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1260/2023 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Níger[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1300/2023 - Reglur um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1350/2023 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið, nr. 760/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1552/2023 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1560/2023 - Reglur um fjármögnunarviðskipti með verðbréf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1690/2023 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um fjármögnunarviðskipti með verðbréf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1712/2023 - Reglugerð um breytingar á reglugerðum um þvingunaraðgerðir sem varða Gíneu, Túnis, Zimbabwe, Bosníu og Hersegóvínu, Belarús, Myanmar, Úkraínu, Burundí, Venesúela, Nicaragua, Líbanon, Moldóvu, Íran og gegn netárásum[PDF vefútgáfa]
2024AAugl nr. 55/2024 - Lög um frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 56/2024 - Lög um innviði markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni[PDF vefútgáfa]
2024BAugl nr. 10/2024 - Reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 195/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 211/2024 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Gvatemala[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 290/2024 - Reglugerð um breyting á reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi, nr. 448/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 368/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi, nr. 448/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 369/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 371/2024 - Reglur um gagnsæiskröfur á mörkuðum fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 372/2024 - Reglur um skipulagskröfur fyrir viðskiptavettvanga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 522/2024 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 550/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum, nr. 466/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 551/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu, nr. 792/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 554/2024 - Reglur um verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 700/2024 - Reglugerð um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 717/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Malí, nr. 381/2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 773/2024 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran, nr. 384/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2024 - Reglur um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um endurbótaáætlanir og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 866/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 867/2024 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sýrland, nr. 456/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 893/2024 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Rússlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 977/2024 - Reglur um aðgerðir gegn markaðssvikum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1024/2024 - Reglur um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1054/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn útbreiðslu efnavopna, nr. 570/2019[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1055/2024 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Haítí, nr. 55/2023[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1056/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran, nr. 384/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1158/2024 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um aðferðina sem skilastjórnvöld munu nota til að meta kröfuna sem um getur í 104. gr. a í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB og samanlagða kröfu um eiginfjárauka fyrir skilaaðila á samstæðustigi skilasamstæðu ef skilasamstæðan fellur ekki undir þær kröfur samkvæmt þeirri tilskipun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1207/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, nr. 10/2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1212/2024 - Reglugerð um flutning á hergögnum og varnartengdum vörum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1215/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1216/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús, nr. 97/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1235/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 641/2017 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skortsölu og skuldatryggingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1275/2024 - Reglur um aðgerðir gegn markaðssvikum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1285/2024 - Reglur um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1439/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Rússlandi, nr. 893/2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1577/2024 - Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir þjónustuna[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing14Umræður (Nd.)499/500, 679/680
Löggjafarþing16Umræður (Nd.)105/106, 133/134
Löggjafarþing18Umræður (Ed. og sþ.)77/78, 99/100
Löggjafarþing21Umræður (Ed. og sþ.)433/434
Löggjafarþing21Umræður (Nd.)661/662, 669/670, 1871/1872
Löggjafarþing22Þingskjöl531
Löggjafarþing23Umræður (Nd.)35/36, 927/928
Löggjafarþing24Umræður (Nd.)925/926, 2045/2046
Löggjafarþing26Umræður (Nd.)1585/1586, 1993/1994
Löggjafarþing28Umræður - Fallin mál699/700, 931/932
Löggjafarþing29Þingskjöl32
Löggjafarþing31Þingskjöl1927
Löggjafarþing31Umræður (samþ. mál)1661/1662
Löggjafarþing32Umræður (samþ. mál)89/90
Löggjafarþing32Umræður - Fallin mál91/92
Löggjafarþing33Þingskjöl599, 705, 1301
Löggjafarþing33Umræður (samþ. mál)83/84, 85/86, 577/578, 1133/1134, 1329/1330, 1827/1828, 1837/1838, 1849/1850, 1965/1966
Löggjafarþing33Umræður - Fallin mál313/314
Löggjafarþing33Umræður (þáltill. og fsp.)21/22, 283/284
Löggjafarþing34Þingskjöl69-71, 77, 80
Löggjafarþing34Umræður - Fallin mál93/94, 167/168, 593/594
Löggjafarþing35Þingskjöl274, 1129
Löggjafarþing35Umræður (samþ. mál)1061/1062, 1217/1218, 1483/1484, 1729/1730, 1913/1914, 1917/1918, 1923/1924, 1971/1972
Löggjafarþing35Umræður - Fallin mál139/140, 401/402, 411/412, 1057/1058
Löggjafarþing36Þingskjöl227, 294
Löggjafarþing36Umræður (samþ. mál)399/400, 767/768, 1431/1432, 1469/1470, 1597/1598, 1653/1654, 1947/1948, 2161/2162, 2287/2288
Löggjafarþing36Umræður - Fallin mál13/14, 255/256, 875/876, 877/878, 925/926, 929/930
Löggjafarþing37Umræður (samþ. mál)1401/1402, 1431/1432, 1453/1454, 1643/1644, 2011/2012, 2105/2106, 2229/2230, 2699/2700
Löggjafarþing37Umræður - Fallin mál277/278, 923/924
Löggjafarþing38Þingskjöl853, 916
Löggjafarþing38Umræður (samþ. mál)867/868, 1535/1536
Löggjafarþing38Umræður - Fallin mál289/290
Löggjafarþing39Þingskjöl687, 837
Löggjafarþing39Umræður (samþ. mál)517/518, 553/554, 2159/2160, 3517/3518, 3527/3528
Löggjafarþing39Umræður - Fallin mál297/298, 447/448, 451/452
Löggjafarþing40Þingskjöl370, 374, 393, 411, 473-474, 906
Löggjafarþing40Umræður (samþ. mál)575/576, 2945/2946, 2977/2978, 3179/3180, 3233/3234, 3339/3340, 3341/3342, 3377/3378, 3547/3548, 3827/3828, 3933/3934, 4001/4002, 4073/4074, 4093/4094, 4111/4112, 4395/4396
Löggjafarþing40Umræður - Fallin mál283/284, 307/308, 359/360, 373/374, 397/398, 563/564
Löggjafarþing41Þingskjöl30, 156, 197, 201, 387, 837
Löggjafarþing41Umræður (samþ. mál)2367/2368, 3037/3038
Löggjafarþing41Umræður (þáltill. og fsp.)73/74, 175/176, 177/178
Löggjafarþing42Þingskjöl187, 191, 546, 554, 1013
Löggjafarþing42Umræður (samþ. mál)1271/1272, 2195/2196, 2431/2432
Löggjafarþing42Umræður - Fallin mál119/120, 1001/1002
Löggjafarþing42Umræður (þáltill. og fsp.)309/310
Löggjafarþing43Umræður (samþ. mál)91/92, 95/96
Löggjafarþing43Umræður - Fallin mál271/272, 323/324, 331/332, 337/338, 343/344, 415/416, 559/560, 685/686, 729/730, 915/916, 971/972, 995/996, 1003/1004, 1005/1006
Löggjafarþing44Þingskjöl409, 611
Löggjafarþing44Umræður (samþ. mál)809/810, 841/842, 1025/1026, 1085/1086, 1127/1128, 1257/1258
Löggjafarþing44Umræður - Fallin mál219/220, 331/332, 401/402
Löggjafarþing45Þingskjöl159, 195, 1052
Löggjafarþing45Umræður (samþ. mál)705/706, 765/766, 941/942, 963/964, 1031/1032, 1097/1098, 1285/1286, 1311/1312, 1487/1488, 1495/1496, 1599/1600, 1627/1628, 1759/1760, 1763/1764, 1787/1788, 1839/1840, 1853/1854, 1981/1982, 2185/2186, 2243/2244, 2245/2246
Löggjafarþing45Umræður - Fallin mál281/282, 407/408, 511/512, 523/524, 557/558, 643/644, 881/882, 937/938, 965/966, 1317/1318, 1367/1368, 1371/1372, 1451/1452, 1651/1652
Löggjafarþing45Umræður (þáltill. og fsp.)401/402
Löggjafarþing46Þingskjöl744, 989
Löggjafarþing46Umræður (samþ. mál)645/646, 771/772, 877/878, 927/928, 953/954, 959/960, 1125/1126, 1353/1354, 1573/1574, 1589/1590, 1591/1592, 1671/1672, 1689/1690, 1715/1716, 1919/1920, 2037/2038, 2313/2314, 2405/2406, 2423/2424, 2533/2534, 2535/2536, 2539/2540, 2733/2734
Löggjafarþing46Umræður - Fallin mál45/46, 179/180, 719/720
Löggjafarþing46Umræður (þáltill. og fsp.)63/64
Löggjafarþing47Þingskjöl57
Löggjafarþing47Umræður (samþ. mál)203/204, 235/236, 335/336
Löggjafarþing47Umræður - Fallin mál131/132
Löggjafarþing47Umræður (þáltill. og fsp.)137/138
Löggjafarþing48Þingskjöl147, 152, 423, 461, 468, 570, 853, 884, 1109, 1123
Löggjafarþing48Umræður (samþ. mál)305/306, 641/642, 659/660, 819/820, 889/890, 919/920, 937/938, 1023/1024, 1083/1084, 1229/1230, 1247/1248, 1259/1260, 1359/1360, 1405/1406, 1461/1462, 1719/1720, 1845/1846, 1933/1934, 1955/1956, 2027/2028, 2063/2064, 2089/2090, 2295/2296, 2351/2352, 2367/2368, 2415/2416, 2417/2418, 2437/2438, 2461/2462, 2477/2478, 2531/2532, 2537/2538, 2545/2546, 2563/2564, 2605/2606, 2621/2622, 2703/2704, 2733/2734
Löggjafarþing48Umræður - Fallin mál5/6, 11/12, 471/472, 535/536
Löggjafarþing49Þingskjöl783, 950, 961, 1289, 1731
Löggjafarþing49Umræður (samþ. mál)335/336, 361/362, 453/454, 481/482, 583/584, 711/712, 967/968, 975/976, 995/996, 1031/1032, 1153/1154, 1171/1172, 1199/1200, 1211/1212, 1219/1220, 1379/1380, 1447/1448, 1451/1452, 1649/1650, 1657/1658, 1707/1708, 1877/1878, 2033/2034, 2307/2308
Löggjafarþing49Umræður (þáltill. og fsp.)53/54, 161/162
Löggjafarþing50Þingskjöl108, 328, 445, 746, 1245
Löggjafarþing50Umræður (samþ. mál)269/270, 435/436, 441/442, 457/458, 475/476, 617/618, 619/620, 625/626, 627/628, 735/736, 737/738, 853/854, 913/914, 975/976, 1005/1006, 1009/1010, 1011/1012, 1109/1110, 1155/1156, 1183/1184, 1257/1258, 1265/1266, 1273/1274, 1297/1298, 1437/1438
Löggjafarþing50Umræður - Fallin mál39/40, 193/194, 365/366, 413/414, 433/434, 459/460, 499/500, 507/508
Löggjafarþing50Umræður (þáltill. og fsp.)93/94
Löggjafarþing51Þingskjöl171, 703
Löggjafarþing51Umræður (samþ. mál)79/80, 81/82, 89/90, 91/92, 301/302, 313/314
Löggjafarþing51Umræður - Fallin mál41/42, 363/364, 475/476, 583/584, 585/586, 591/592, 605/606, 623/624, 691/692
Löggjafarþing52Þingskjöl121, 189, 329, 439, 695
Löggjafarþing52Umræður (samþ. mál)23/24, 169/170, 299/300, 303/304, 677/678, 687/688, 689/690, 695/696, 739/740, 1049/1050, 1051/1052, 1061/1062, 1075/1076, 1099/1100, 1105/1106, 1129/1130, 1213/1214
Löggjafarþing52Umræður - Fallin mál89/90, 135/136, 151/152, 185/186, 187/188, 337/338
Löggjafarþing52Umræður (þáltill. og fsp.)1/2
Löggjafarþing53Þingskjöl64, 99, 216, 355, 532
Löggjafarþing53Umræður (samþ. mál)179/180, 249/250, 253/254, 383/384, 439/440, 479/480, 505/506, 531/532, 543/544, 555/556, 575/576, 605/606, 755/756, 785/786, 789/790, 839/840, 841/842, 857/858, 859/860, 947/948, 949/950, 961/962, 979/980, 1019/1020, 1079/1080, 1309/1310, 1331/1332
Löggjafarþing53Umræður - Fallin mál39/40, 165/166, 177/178
Löggjafarþing53Umræður (þáltill. og fsp.)59/60, 115/116
Löggjafarþing54Þingskjöl81, 114, 357, 586, 663, 822, 837-838, 994, 1001, 1016, 1277, 1304
Löggjafarþing54Umræður (samþ. mál)71/72, 77/78, 131/132, 137/138, 653/654, 659/660, 667/668, 675/676, 721/722, 785/786, 829/830, 891/892, 999/1000, 1085/1086, 1115/1116, 1173/1174
Löggjafarþing54Umræður - Fallin mál89/90, 127/128, 129/130, 159/160, 177/178, 191/192, 273/274, 301/302
Löggjafarþing55Þingskjöl99, 144, 146, 207, 396
Löggjafarþing55Umræður (samþ. mál)115/116, 153/154, 293/294, 367/368, 461/462, 485/486, 507/508, 537/538, 709/710
Löggjafarþing55Umræður - Fallin mál23/24, 63/64, 151/152, 161/162, 167/168
Löggjafarþing56Þingskjöl82, 104, 142, 160, 165, 263, 421, 516, 551, 557, 657, 934
Löggjafarþing56Umræður - Fallin mál41/42
Löggjafarþing56Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir105/106
Löggjafarþing58Þingskjöl70
Löggjafarþing58Umræður (samþ. mál)67/68, 139/140
Löggjafarþing58Umræður - Fallin mál17/18, 19/20, 27/28, 31/32, 35/36, 37/38, 39/40, 43/44, 45/46, 47/48, 49/50, 51/52, 53/54, 55/56, 63/64, 65/66, 67/68, 69/70, 77/78, 81/82, 83/84, 95/96, 101/102, 103/104, 113/114, 115/116, 137/138, 139/140, 141/142, 145/146, 147/148, 151/152, 155/156, 167/168, 173/174
Löggjafarþing59Þingskjöl152, 181, 303, 345, 468
Löggjafarþing59Umræður (samþ. mál)127/128, 141/142, 143/144, 149/150, 183/184, 261/262, 367/368, 485/486, 661/662, 943/944
Löggjafarþing59Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir115/116, 135/136, 201/202, 313/314
Löggjafarþing60Þingskjöl13, 83
Löggjafarþing60Umræður (samþ. mál)141/142, 157/158, 261/262
Löggjafarþing60Umræður - Fallin mál5/6
Löggjafarþing60Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir9/10
Löggjafarþing61Þingskjöl170, 197, 301, 742, 822, 894
Löggjafarþing61Umræður (samþ. mál)73/74, 81/82, 83/84, 93/94, 605/606, 645/646, 655/656, 731/732, 849/850, 939/940, 991/992, 1037/1038, 1185/1186, 1245/1246
Löggjafarþing61Umræður - Fallin mál105/106, 259/260, 417/418, 475/476
Löggjafarþing62Þingskjöl231, 364, 423, 764, 766
Löggjafarþing62Umræður (samþ. mál)195/196, 229/230, 467/468, 501/502, 601/602, 607/608, 707/708
Löggjafarþing62Umræður - Fallin mál1/2, 3/4, 207/208, 219/220, 229/230, 365/366, 481/482, 483/484
Löggjafarþing62Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir27/28
Löggjafarþing63Þingskjöl314, 356, 404, 706, 847, 983, 1366
Löggjafarþing63Umræður - Fallin mál27/28, 117/118, 143/144, 293/294, 295/296, 299/300, 301/302, 375/376, 421/422
Löggjafarþing63Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir733/734
Löggjafarþing64Þingskjöl390, 404, 461-462, 688, 999, 1220, 1487, 1530, 1618
Löggjafarþing64Umræður (samþ. mál)377/378, 499/500, 777/778, 1117/1118, 1133/1134, 1135/1136, 1139/1140, 1145/1146, 1153/1154, 1183/1184, 1235/1236, 1391/1392, 1393/1394, 1453/1454, 1561/1562, 1581/1582, 1817/1818, 1827/1828, 1863/1864, 1937/1938, 2043/2044
Löggjafarþing64Umræður - Fallin mál89/90, 261/262, 341/342
Löggjafarþing64Umræður (þáltill. og fsp.)235/236, 237/238, 263/264, 267/268, 269/270, 297/298, 303/304, 313/314
Löggjafarþing66Þingskjöl253, 400, 410, 488, 496, 517, 759, 1028, 1094, 1492, 1589
Löggjafarþing66Umræður (samþ. mál)45/46, 49/50, 53/54, 249/250, 423/424, 607/608, 945/946, 947/948, 1031/1032, 1047/1048, 1057/1058, 1087/1088, 1115/1116, 1125/1126, 1159/1160, 1189/1190, 1269/1270, 1359/1360, 1469/1470, 1543/1544, 1569/1570, 1703/1704, 1745/1746, 1893/1894, 1939/1940
Löggjafarþing66Umræður - Fallin mál27/28, 59/60, 67/68, 315/316, 387/388, 509/510
Löggjafarþing66Umræður (þáltill. og fsp.)77/78, 151/152, 227/228, 229/230
Löggjafarþing67Umræður (samþ. mál)151/152, 227/228, 495/496, 591/592, 759/760, 775/776, 791/792, 799/800, 863/864, 969/970, 1117/1118, 1127/1128, 1131/1132, 1151/1152
Löggjafarþing67Umræður - Fallin mál37/38, 101/102, 117/118, 119/120, 125/126, 241/242, 339/340, 521/522
Löggjafarþing67Umræður (þáltill. og fsp.)163/164, 221/222, 277/278, 379/380, 399/400, 571/572
Löggjafarþing68Þingskjöl21, 75, 79, 108, 246, 279, 288, 553, 704, 761, 946-947, 1117, 1130, 1241, 1252, 1430
Löggjafarþing68Umræður (samþ. mál)121/122, 197/198, 225/226, 289/290, 311/312, 523/524, 531/532, 545/546, 547/548, 615/616, 737/738, 889/890, 947/948, 1287/1288, 1339/1340, 1359/1360, 1373/1374, 1395/1396, 1433/1434, 1463/1464, 1493/1494, 1509/1510, 1511/1512, 1591/1592, 1641/1642, 1741/1742, 1745/1746, 1749/1750, 1759/1760, 1811/1812
Löggjafarþing68Umræður - Fallin mál5/6, 9/10, 115/116, 117/118, 195/196, 221/222, 245/246, 331/332, 353/354, 357/358, 379/380, 431/432, 555/556, 565/566, 597/598
Löggjafarþing69Þingskjöl231, 245, 256, 303, 353, 357, 366, 458, 550, 586, 730, 783, 805, 825, 827, 865, 931-932, 976, 1177, 1215
Löggjafarþing69Umræður (samþ. mál)39/40, 51/52, 73/74, 111/112, 117/118, 131/132, 159/160, 347/348, 375/376, 423/424, 485/486, 503/504, 505/506, 575/576, 739/740, 831/832, 833/834, 845/846, 863/864, 869/870, 977/978, 1007/1008, 1047/1048, 1123/1124, 1169/1170, 1325/1326, 1357/1358, 1457/1458, 1535/1536
Löggjafarþing69Umræður - Fallin mál55/56, 117/118, 137/138, 145/146, 163/164, 185/186, 209/210, 239/240, 269/270, 299/300, 433/434
Löggjafarþing69Umræður (þáltill. og fsp.)363/364
Löggjafarþing70Þingskjöl114, 258, 279, 395, 520, 824, 883, 909-910, 1008, 1031, 1043, 1134
Löggjafarþing70Umræður (samþ. mál)31/32, 43/44, 45/46, 245/246, 247/248, 519/520, 561/562, 569/570, 709/710, 1007/1008, 1187/1188, 1253/1254, 1257/1258, 1259/1260, 1375/1376, 1435/1436
Löggjafarþing70Umræður - Fallin mál141/142, 229/230, 339/340, 345/346, 353/354, 387/388, 423/424
Löggjafarþing70Umræður (þáltill. og fsp.)103/104
Löggjafarþing71Þingskjöl125-126, 136, 140, 303, 313, 374, 392, 413, 423, 443, 507, 607, 630, 671-672, 794, 996, 1009, 1011, 1017, 1023, 1038
Löggjafarþing71Umræður (samþ. mál)327/328, 451/452, 633/634, 911/912, 1059/1060, 1141/1142, 1201/1202, 1213/1214, 1251/1252, 1397/1398
Löggjafarþing71Umræður - Fallin mál49/50, 197/198, 215/216, 285/286, 293/294
Löggjafarþing71Umræður (þáltill. og fsp.)43/44, 99/100, 101/102, 105/106, 111/112, 255/256, 329/330
Löggjafarþing72Þingskjöl163, 165-166, 418, 424, 541, 705, 707, 793, 833, 847, 920, 922, 936, 955, 1004, 1036, 1106, 1115
Löggjafarþing72Umræður (samþ. mál)53/54, 65/66, 107/108, 219/220, 235/236, 241/242, 243/244, 267/268, 371/372, 517/518, 603/604, 721/722, 741/742, 1013/1014, 1029/1030, 1045/1046, 1049/1050, 1073/1074, 1113/1114, 1243/1244, 1251/1252, 1273/1274, 1287/1288, 1351/1352, 1369/1370, 1443/1444, 1445/1446, 1491/1492
Löggjafarþing72Umræður - Fallin mál117/118, 161/162, 215/216, 283/284, 285/286, 301/302, 345/346, 419/420, 433/434, 441/442, 461/462, 507/508, 613/614
Löggjafarþing72Umræður (þáltill. og fsp.)107/108, 113/114, 219/220, 329/330
Löggjafarþing73Þingskjöl221, 282-283, 321-322, 326, 603-604, 613, 739, 743, 1159-1160, 1198, 1260, 1321
Löggjafarþing73Umræður (samþ. mál)67/68, 79/80, 195/196, 329/330, 505/506, 553/554, 655/656, 701/702, 703/704, 713/714, 757/758, 759/760, 765/766, 771/772, 805/806, 825/826, 827/828, 837/838, 867/868, 969/970, 1043/1044, 1087/1088, 1109/1110, 1189/1190, 1191/1192, 1315/1316, 1407/1408, 1499/1500, 1547/1548, 1629/1630, 1631/1632, 1647/1648
Löggjafarþing73Umræður - Fallin mál91/92, 285/286, 301/302, 303/304, 319/320, 321/322, 359/360, 397/398, 399/400, 427/428, 513/514, 515/516, 545/546, 551/552, 563/564, 579/580, 593/594, 601/602, 607/608, 637/638, 661/662
Löggjafarþing73Umræður (þáltill. og fsp.)51/52, 69/70
Löggjafarþing74Þingskjöl152-153, 191, 204, 227, 300, 905, 1014-1015, 1152, 1201
Löggjafarþing74Umræður (samþ. mál)33/34, 35/36, 359/360, 481/482, 557/558, 565/566, 581/582, 611/612, 629/630, 837/838, 937/938, 939/940, 943/944, 945/946, 961/962, 1179/1180, 1263/1264, 1303/1304, 1445/1446, 1449/1450, 1451/1452, 1559/1560, 1719/1720, 1763/1764
Löggjafarþing74Umræður - Fallin mál19/20, 57/58, 159/160, 287/288
Löggjafarþing74Umræður (þáltill. og fsp.)343/344, 597/598, 639/640, 661/662, 677/678, 679/680, 681/682, 683/684
Löggjafarþing75Þingskjöl145, 154, 227-228, 230, 235, 261-262, 274, 320, 413, 432, 474, 512, 521, 527, 529, 536-537, 548, 597, 626, 864, 878, 940, 1111, 1179, 1226, 1232, 1258, 1325, 1396
Löggjafarþing75Umræður (samþ. mál)29/30, 73/74, 153/154, 167/168, 181/182, 409/410, 639/640, 659/660, 687/688, 795/796, 807/808, 851/852, 853/854, 871/872, 877/878, 927/928, 935/936, 937/938, 943/944, 961/962, 965/966, 967/968, 1015/1016, 1017/1018, 1025/1026, 1029/1030, 1081/1082, 1131/1132, 1137/1138, 1143/1144, 1247/1248, 1259/1260, 1285/1286, 1351/1352, 1353/1354
Löggjafarþing75Umræður - Fallin mál129/130, 233/234, 251/252, 253/254, 321/322, 463/464, 487/488, 505/506, 537/538, 561/562, 565/566, 647/648, 663/664, 699/700
Löggjafarþing75Umræður (þáltill. og fsp.)233/234
Löggjafarþing76Þingskjöl157, 171, 203, 217, 239, 352, 381, 472, 475, 477-478, 480, 482, 490, 780, 807, 981-982, 984-985, 989, 991, 994, 1163, 1166, 1254, 1286, 1290, 1342-1343
Löggjafarþing76Umræður (samþ. mál)237/238, 253/254, 255/256, 539/540, 575/576, 589/590, 603/604, 621/622, 633/634, 641/642, 687/688, 727/728, 731/732, 747/748, 793/794, 805/806, 893/894, 899/900, 1023/1024, 1025/1026, 1035/1036, 1059/1060, 1061/1062, 1081/1082, 1123/1124, 1147/1148, 1177/1178, 1243/1244, 1307/1308, 1311/1312, 1375/1376, 1387/1388, 1401/1402, 1411/1412, 1747/1748, 1961/1962, 1987/1988, 2021/2022, 2153/2154, 2175/2176, 2201/2202, 2221/2222, 2271/2272
Löggjafarþing76Umræður - Fallin mál71/72, 73/74, 175/176, 177/178, 179/180, 185/186, 195/196, 205/206, 323/324, 325/326
Löggjafarþing76Umræður (þáltill. og fsp.)29/30, 213/214
Löggjafarþing77Þingskjöl234, 245, 266-267, 422, 563-564, 566, 569, 571, 584, 613, 645, 663, 689, 733-734, 875, 890, 897, 955
Löggjafarþing77Umræður (samþ. mál)287/288, 329/330, 585/586, 651/652, 715/716, 719/720, 723/724, 725/726, 729/730, 731/732, 793/794, 805/806, 821/822, 843/844, 845/846, 881/882, 893/894, 911/912, 927/928, 939/940, 1021/1022, 1103/1104, 1135/1136, 1161/1162, 1215/1216, 1219/1220, 1239/1240, 1267/1268, 1269/1270, 1361/1362, 1365/1366, 1367/1368, 1409/1410, 1431/1432, 1457/1458, 1465/1466, 1471/1472, 1487/1488, 1543/1544, 1577/1578, 1579/1580, 1581/1582, 1591/1592, 1619/1620, 1673/1674, 1683/1684, 1685/1686, 1701/1702, 1711/1712, 1787/1788
Löggjafarþing77Umræður - Fallin mál23/24, 31/32, 173/174, 217/218, 247/248, 343/344
Löggjafarþing77Umræður (þáltill. og fsp.)421/422, 427/428
Löggjafarþing78Þingskjöl188, 208, 210, 215, 257, 272, 317, 340, 449, 584, 679, 750, 752, 754, 757, 759-760, 767, 782, 784, 787, 793-794, 813, 1140, 1142
Löggjafarþing78Umræður (samþ. mál)77/78, 139/140, 271/272, 315/316, 317/318, 331/332, 361/362, 497/498, 501/502, 521/522, 529/530, 531/532, 579/580, 597/598, 695/696, 847/848, 869/870, 925/926, 933/934, 1021/1022, 1041/1042, 1051/1052, 1055/1056, 1061/1062, 1075/1076, 1091/1092, 1115/1116, 1167/1168, 1253/1254, 1263/1264, 1291/1292, 1293/1294, 1319/1320, 1329/1330, 1403/1404, 1407/1408, 1531/1532, 1759/1760, 1767/1768
Löggjafarþing78Umræður - Fallin mál9/10, 51/52, 59/60, 89/90, 119/120, 153/154, 193/194, 203/204, 225/226, 249/250, 345/346
Löggjafarþing78Umræður (þáltill. og fsp.)169/170, 269/270, 295/296
Löggjafarþing79Umræður (samþ. mál)21/22, 115/116, 295/296
Löggjafarþing80Þingskjöl389, 440, 506, 572, 603, 881, 915, 986, 1013, 1159, 1169-1170, 1178, 1298
Löggjafarþing80Umræður (samþ. mál)9/10, 29/30, 57/58, 59/60, 61/62, 119/120, 155/156, 197/198, 237/238, 285/286, 335/336, 405/406, 731/732, 735/736, 741/742, 1003/1004, 1035/1036, 1087/1088, 1095/1096, 1121/1122, 1129/1130, 1195/1196, 1199/1200, 1385/1386, 1497/1498, 1549/1550, 1553/1554, 1593/1594, 1697/1698, 1729/1730, 1749/1750, 1765/1766, 1785/1786, 1823/1824, 1825/1826, 1831/1832, 1863/1864, 1891/1892, 1913/1914, 1949/1950, 2011/2012, 2031/2032, 2041/2042, 2061/2062, 2067/2068, 2161/2162, 2323/2324, 2393/2394, 2395/2396, 2477/2478, 2479/2480, 2505/2506, 2561/2562, 2607/2608, 2609/2610, 2611/2612, 2685/2686, 2691/2692, 2707/2708, 2709/2710, 2717/2718, 2719/2720, 2731/2732, 2735/2736, 2769/2770, 2827/2828, 2863/2864, 2867/2868, 2871/2872, 2901/2902, 2907/2908, 2917/2918, 2919/2920, 3085/3086, 3137/3138, 3319/3320, 3335/3336, 3357/3358, 3377/3378, 3389/3390, 3567/3568
Löggjafarþing80Umræður - Fallin mál135/136, 141/142, 159/160, 211/212, 249/250, 281/282, 283/284
Löggjafarþing80Umræður (þáltill. og fsp.)423/424
Löggjafarþing81Þingskjöl241, 297, 349, 437, 540, 723-724, 743, 756-757, 814, 820, 822-823, 827, 880, 897, 899, 958, 1087, 1107, 1112
Löggjafarþing81Umræður - Fallin mál5/6, 29/30, 103/104, 141/142, 147/148, 165/166, 169/170, 179/180, 193/194, 269/270, 317/318, 321/322, 389/390, 391/392, 397/398, 399/400, 449/450, 509/510, 513/514, 523/524, 571/572, 601/602, 603/604, 621/622, 725/726, 757/758, 791/792
Löggjafarþing81Umræður (þáltill. og fsp.)33/34, 63/64, 333/334, 585/586, 675/676, 709/710, 755/756, 757/758, 841/842
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)27/28, 317/318, 349/350, 539/540, 617/618, 625/626, 849/850, 851/852, 987/988, 1181/1182, 1341/1342, 1359/1360, 1403/1404, 1405/1406, 1411/1412, 1419/1420, 1421/1422, 1427/1428, 1433/1434, 1447/1448, 1453/1454, 1551/1552, 1617/1618, 1619/1620, 1623/1624, 1625/1626, 1627/1628, 1635/1636, 1647/1648, 1649/1650, 1675/1676, 1677/1678, 1747/1748, 1749/1750, 1807/1808, 1811/1812, 1813/1814, 1825/1826, 1827/1828, 1829/1830, 1923/1924, 2003/2004, 2051/2052, 2053/2054, 2055/2056, 2057/2058, 2141/2142, 2167/2168, 2199/2200, 2229/2230, 2295/2296, 2339/2340, 2375/2376, 2429/2430, 2541/2542, 2547/2548, 2557/2558, 2653/2654
Löggjafarþing82Umræður - Fallin mál5/6, 13/14, 15/16, 17/18, 31/32, 113/114, 149/150, 157/158, 163/164, 165/166, 169/170, 173/174, 231/232, 397/398, 415/416, 417/418, 469/470, 503/504, 505/506
Löggjafarþing82Umræður (þáltill. og fsp.)61/62, 69/70, 217/218, 219/220, 267/268, 315/316, 445/446, 447/448, 503/504, 509/510
Löggjafarþing83Þingskjöl172-173, 262, 360, 374, 414-415, 630, 874, 951, 1011-1012, 1057, 1072, 1101, 1135, 1141, 1144, 1149, 1197, 1359, 1437, 1642, 1698-1699, 1852
Löggjafarþing83Umræður (samþ. mál)53/54, 69/70, 103/104, 305/306, 315/316, 325/326, 345/346, 617/618, 703/704, 899/900, 913/914, 959/960, 1005/1006, 1021/1022, 1023/1024, 1215/1216, 1283/1284, 1285/1286, 1311/1312, 1313/1314, 1357/1358, 1415/1416, 1419/1420, 1421/1422, 1431/1432, 1495/1496, 1523/1524, 1551/1552, 1589/1590, 1595/1596, 1949/1950
Löggjafarþing83Umræður - Fallin mál41/42, 57/58, 69/70, 85/86, 107/108, 137/138, 155/156, 157/158, 241/242, 271/272, 299/300, 721/722
Löggjafarþing83Umræður (þáltill. og fsp.)287/288, 491/492
Löggjafarþing84Umræður (samþ. mál)145/146, 147/148, 149/150, 201/202, 265/266, 543/544, 645/646, 685/686, 775/776, 777/778, 795/796, 803/804, 817/818, 909/910, 917/918, 929/930, 937/938, 941/942, 949/950, 1053/1054, 1055/1056, 1071/1072, 1135/1136, 1163/1164, 1177/1178, 1225/1226, 1427/1428, 1479/1480, 1603/1604, 1691/1692, 1747/1748, 1757/1758, 1759/1760, 1793/1794, 1883/1884, 1899/1900, 2035/2036, 2061/2062
Löggjafarþing85Umræður (samþ. mál)57/58, 91/92, 103/104, 141/142, 243/244, 249/250, 251/252, 479/480, 527/528, 775/776, 797/798, 805/806, 809/810, 813/814, 815/816, 849/850, 857/858, 871/872, 921/922, 1227/1228, 1261/1262, 1307/1308, 1313/1314, 1315/1316, 1369/1370, 1429/1430, 1535/1536, 1553/1554, 1613/1614, 1691/1692, 2007/2008, 2139/2140
Löggjafarþing85Umræður (þáltill. og fsp.)419/420, 479/480
Löggjafarþing85Umræður - Óútrædd mál23/24, 67/68, 71/72, 97/98, 125/126, 183/184, 235/236, 447/448, 465/466, 471/472, 473/474, 477/478, 495/496
Löggjafarþing86Þingskjöl187-188, 208, 210, 232, 299, 357, 433, 444, 624, 787, 789-792, 794, 815, 890, 984, 1015, 1040-1041, 1081, 1129, 1235, 1447, 1451, 1522, 1565, 1590
Löggjafarþing86Umræður (samþ. mál)47/48, 291/292, 307/308, 341/342, 351/352, 729/730, 735/736, 849/850, 941/942, 945/946, 963/964, 1037/1038, 1083/1084, 1087/1088, 1293/1294, 1363/1364, 1533/1534, 1791/1792, 1957/1958, 1963/1964, 1979/1980, 1989/1990, 1991/1992, 1999/2000, 2003/2004, 2011/2012, 2017/2018, 2021/2022, 2161/2162, 2173/2174, 2211/2212, 2227/2228, 2239/2240, 2249/2250, 2263/2264, 2337/2338, 2529/2530, 2551/2552, 2633/2634, 2665/2666, 2673/2674, 2677/2678, 2753/2754, 2769/2770, 2791/2792, 2797/2798
Löggjafarþing86Umræður (þáltill. og fsp.)387/388
Löggjafarþing86Umræður - Óútrædd mál141/142, 241/242, 287/288, 441/442
Löggjafarþing87Umræður (samþ. mál)173/174, 291/292, 293/294, 307/308, 325/326, 339/340, 375/376, 485/486, 751/752, 831/832, 877/878, 917/918, 961/962, 987/988, 1007/1008, 1061/1062, 1147/1148, 1159/1160, 1219/1220, 1323/1324, 1325/1326, 1327/1328, 1331/1332, 1437/1438, 1475/1476, 1479/1480, 1599/1600, 1601/1602, 1667/1668, 1689/1690, 1691/1692, 1847/1848
Löggjafarþing87Umræður (þáltill. og fsp.)23/24, 25/26, 41/42
Löggjafarþing87Umræður - Óútrædd mál123/124, 125/126, 167/168, 173/174, 367/368, 371/372, 405/406, 459/460
Löggjafarþing88Þingskjöl215, 219, 261, 283, 302-303, 318, 322, 334, 1111, 1113, 1199, 1203, 1240, 1269, 1275, 1565
Löggjafarþing88Umræður (samþ. mál)69/70, 101/102, 161/162, 191/192, 203/204, 253/254, 267/268, 349/350, 361/362, 383/384, 387/388, 641/642, 759/760, 859/860, 1021/1022, 1023/1024, 1027/1028, 1091/1092, 1103/1104, 1111/1112, 1117/1118, 1137/1138, 1161/1162, 1183/1184, 1265/1266, 1293/1294, 1339/1340, 1535/1536, 1577/1578, 1669/1670, 1767/1768, 1771/1772, 1775/1776, 1887/1888, 1907/1908, 1929/1930, 1937/1938, 1965/1966, 1999/2000, 2027/2028, 2177/2178, 2179/2180
Löggjafarþing88Umræður (þáltill. og fsp.)173/174, 211/212, 245/246, 405/406, 407/408, 523/524, 525/526
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál113/114, 123/124, 161/162, 173/174, 289/290, 315/316, 317/318, 349/350, 367/368, 379/380, 535/536, 571/572, 627/628, 679/680, 735/736, 761/762, 771/772
Löggjafarþing89Umræður (þáltill. og fsp.)107/108, 131/132, 241/242, 333/334, 919/920
Löggjafarþing89Umræður - Óútrædd mál71/72, 203/204, 209/210, 217/218, 255/256, 309/310, 405/406, 527/528, 557/558, 569/570
Löggjafarþing90Þingskjöl146, 238-239, 247-248, 332, 356, 385, 452, 464, 575, 578, 1233, 1249, 1271, 1427-1428, 1508, 1514, 1604, 1669, 1745, 1934, 1947, 1972, 1981, 2092
Löggjafarþing90Umræður (samþ. mál)69/70, 195/196, 609/610, 611/612, 633/634, 749/750, 829/830, 859/860, 867/868, 883/884, 889/890, 891/892, 901/902, 919/920, 923/924, 933/934, 943/944, 967/968, 973/974, 999/1000, 1109/1110, 1123/1124, 1169/1170, 1297/1298, 1323/1324, 1385/1386, 1389/1390, 1405/1406, 1453/1454, 1501/1502, 1553/1554, 1585/1586, 1605/1606
Löggjafarþing90Umræður (þáltill. og fsp.)139/140, 223/224, 603/604, 937/938, 941/942
Löggjafarþing90Umræður - Óútrædd mál11/12, 87/88, 115/116, 169/170, 183/184, 185/186, 213/214, 269/270, 319/320, 399/400, 461/462, 473/474, 475/476, 481/482
Löggjafarþing91Umræður (samþ. mál)77/78, 79/80, 89/90, 127/128, 155/156, 189/190, 231/232, 233/234, 239/240, 241/242, 275/276, 277/278, 289/290, 297/298, 309/310, 357/358, 385/386, 395/396, 417/418, 463/464, 471/472, 539/540, 589/590, 591/592, 611/612, 613/614, 637/638, 673/674, 675/676, 677/678, 703/704, 715/716, 743/744, 757/758, 805/806, 807/808, 1095/1096, 1117/1118, 1161/1162, 1253/1254, 1259/1260, 1279/1280, 1291/1292, 1317/1318, 1319/1320, 1321/1322, 1329/1330, 1351/1352, 1363/1364, 1431/1432, 1445/1446, 1447/1448, 1723/1724, 1741/1742, 1743/1744, 1883/1884, 1911/1912, 1949/1950, 1957/1958, 1969/1970
Löggjafarþing91Umræður - Óútrædd mál33/34, 189/190, 237/238, 245/246, 291/292, 345/346, 409/410, 463/464, 561/562, 587/588, 659/660
Löggjafarþing92Umræður (samþ. mál)81/82, 101/102, 107/108, 133/134, 137/138, 139/140, 141/142, 143/144, 159/160, 335/336, 339/340, 607/608, 609/610, 635/636, 753/754, 763/764, 769/770, 813/814, 825/826, 845/846, 937/938, 1001/1002, 1031/1032, 1103/1104, 1135/1136, 1139/1140, 1141/1142, 1147/1148, 1163/1164, 1173/1174, 1185/1186, 1397/1398, 1399/1400, 1403/1404, 1405/1406, 1415/1416, 1533/1534, 1537/1538, 1569/1570, 1595/1596, 1661/1662, 1669/1670, 1705/1706, 1747/1748, 1815/1816, 1937/1938, 1959/1960, 1977/1978, 2073/2074, 2079/2080, 2119/2120, 2129/2130, 2135/2136
Löggjafarþing92Umræður - Óútrædd mál1/2, 33/34, 71/72, 73/74, 77/78, 99/100, 119/120, 199/200, 259/260, 425/426, 427/428
Löggjafarþing93Þingskjöl302, 304, 349, 453, 469, 521, 527, 548, 982, 1132, 1213, 1428
Löggjafarþing95Umræður19/20, 209/210, 223/224
Löggjafarþing97Þingskjöl221, 236, 246, 289, 293, 327, 340, 418, 497, 621-622, 628, 1060, 1078, 1165, 1173-1174, 1200-1201, 1252, 1255-1257, 1269, 1276, 1376, 1378, 1505, 1509, 1514-1516, 1520, 1523-1524, 1659, 1721, 1742, 1837-1839, 1844, 1848-1850, 1853, 1855, 1859-1860, 1864, 1885-1886, 1893-1894, 1896, 2210
Löggjafarþing101Þingskjöl278, 280-282, 326, 336, 475, 479, 484, 487, 490, 506, 528, 568
Löggjafarþing104Umræður311/312, 557/558, 751/752, 897/898, 983/984, 1057/1058, 1059/1060, 1167/1168, 1349/1350, 1449/1450, 2039/2040, 2097/2098, 2121/2122, 2275/2276, 2287/2288, 2423/2424, 2507/2508, 2529/2530, 2625/2626, 2695/2696, 2827/2828, 2961/2962, 2985/2986, 3153/3154, 3483/3484, 3485/3486, 3507/3508, 3509/3510, 3515/3516, 3607/3608, 3725/3726, 3747/3748, 3749/3750, 3845/3846, 3849/3850, 3899/3900, 3901/3902, 3947/3948, 4107/4108, 4145/4146, 4171/4172, 4173/4174, 4175/4176, 4177/4178, 4325/4326, 4333/4334, 4417/4418, 4421/4422, 4471/4472, 4505/4506, 4677/4678, 4709/4710, 4731/4732, 4773/4774, 4837/4838, 4889/4890, 4919/4920
Löggjafarþing105Umræður27/28, 211/212, 371/372, 735/736, 795/796, 861/862, 863/864, 1377/1378, 1617/1618, 1639/1640, 1801/1802, 2039/2040, 2067/2068, 2179/2180, 2279/2280, 2353/2354, 2379/2380, 2421/2422, 2439/2440, 2533/2534, 2535/2536, 2651/2652, 2885/2886, 2887/2888, 2977/2978, 2997/2998, 3085/3086, 3139/3140
Löggjafarþing114Þingskjöl29
Löggjafarþing114Umræður35/36, 73/74, 81/82, 143/144, 179/180, 183/184, 239/240, 355/356, 455/456, 569/570, 631/632
Löggjafarþing119Umræður115/116, 199/200, 295/296, 323/324, 359/360, 431/432, 441/442, 473/474, 711/712, 713/714, 741/742, 767/768, 773/774, 847/848, 877/878, 981/982, 1005/1006, 1049/1050, 1155/1156, 1213/1214, 1215/1216, 1225/1226
Löggjafarþing124Umræður73/74, 75/76, 77/78, 315/316
Löggjafarþing126Þingskjöl633, 649, 697, 702, 711, 749-750, 756-757, 797, 806, 921, 928, 1206, 1216, 1225, 1251-1252, 1281, 1306, 1340, 1343, 1345, 1348, 1352, 1523, 1541, 1592, 1700-1701, 1769-1770, 1930, 2230, 2321, 2427, 2458, 2495, 2499, 2569, 2577, 2580, 2588, 2610, 2612, 2643-2644, 2650, 2663-2664, 2667, 2753, 2794, 2796, 2798, 2883, 2943, 2947, 3100, 3179, 3256, 3278, 3280, 3365, 3471, 3491-3492, 3685-3686, 3816, 3822-3823, 3834, 3853, 3856, 3921, 3939, 4006, 4100, 4153, 4155, 4273, 4310, 4475, 4481, 4517, 4523-4524, 4540, 4549, 4553, 4578, 4600, 4623, 4625, 4627, 4645, 4653, 4677-4678, 4696, 4754, 4863, 5031, 5037, 5069, 5167, 5206, 5326, 5335, 5501-5502, 5565, 5567, 5620
Löggjafarþing128Þingskjöl5, 272, 444, 636, 889, 891-892, 908, 916, 918-919, 922, 930-932, 948, 951, 967, 973, 1088, 1139, 1190, 1205, 1209-1210, 1221, 1386, 1395, 1399, 1416, 1535, 1542, 1547-1548, 1579, 1604, 1616, 1638, 1644, 1653, 1737, 1768, 1803, 1819, 1821, 1959, 1965, 1971, 2004, 2223, 2238, 2487, 2504, 2507, 2559, 2576, 2580-2581, 2701, 2704, 2727, 2736-2737, 2742, 2892, 2925, 3223, 3231, 3298, 3611, 3662, 3684, 3695, 3712, 3751, 3787, 3790, 3818, 3984, 3987-3988, 4171-4172, 4193, 4215, 4247, 4363, 4477, 4491, 4517, 4542, 4553, 4583, 4608, 4613, 4616, 4621, 4625, 4675, 4873, 4890, 4893, 4908-4909, 4920, 5119, 5295, 5349, 5399, 5402, 5407, 5565-5566, 5865-5866, 5891
Löggjafarþing129Þingskjöl5
Löggjafarþing129Umræður9/10
Löggjafarþing133Þingskjöl20, 479, 488, 498, 520, 529, 533-534, 536-537, 542-543, 549-553, 555-562, 591, 614, 618, 759, 865, 916, 924, 930, 957, 966, 969, 972-973, 975-976, 979, 981-983, 992, 999, 1016, 1020-1021, 1024, 1116, 1129, 1142, 1148, 1228, 1232, 1322, 1339, 1345-1346, 1379, 1394, 1420, 1423, 1589, 1594, 1611, 1692, 1721, 1732, 1760, 1763, 2105-2107, 2315-2316, 2343, 2354-2355, 2592, 2604, 2611, 2615, 2697, 2905, 2908, 2993-2994, 3098, 3122, 3135, 3145, 3187-3188, 3192, 3508-3509, 3598, 3644-3647, 3679, 3682, 3691, 3700, 3818, 3834, 3935, 3975, 3992-3993, 3995, 3998-4000, 4002-4004, 4027-4029, 4031-4032, 4034-4037, 4041-4042, 4045-4046, 4049-4050, 4053-4054, 4059, 4062-4063, 4088, 4174, 4217-4218, 4232, 4235, 4280, 4296, 4298, 4303, 4305-4306, 4315, 4338, 4454, 4821, 4887, 4940, 4950, 4967, 4971, 5040, 5121, 5142, 5200, 5255, 5263, 5283, 5481, 5546, 5573, 5667, 5761, 5797-5798, 5901, 5934, 5977, 5988, 6170, 6180, 6187, 6210, 6241-6243, 6247, 6263, 6268, 6272, 6288, 6290-6292, 6294, 6373-6376, 6403, 6514, 6654, 6706, 6869, 6959, 7006, 7014, 7020, 7048, 7074, 7079, 7099, 7109, 7165, 7242
Löggjafarþing134Þingskjöl153, 163, 172, 194-195
Löggjafarþing134Umræður97/98, 135/136, 165/166, 219/220, 229/230, 537/538, 557/558
Löggjafarþing137Þingskjöl28, 109, 258, 427, 436, 596, 778-779, 783, 790-791, 793-795, 802, 834, 863, 984-985, 987, 990, 992, 995, 998, 1002-1003, 1007, 1123
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
198846
198980, 100
199445, 108, 113, 125, 191-193, 213-214, 261, 274, 287-288, 290, 319, 448
199533, 35-36, 92, 97, 150, 351, 356, 373, 394, 419, 457, 530, 547, 583
199728, 44, 46, 140-141, 198, 337, 353, 453, 531
199812, 66-67, 75, 78, 252
199933, 40, 56, 88, 91, 106, 153, 162, 175, 186, 218, 333
200013, 35, 44, 72, 83, 111, 126, 266
200111-12, 15, 50, 73, 78, 85, 158, 166, 209-211, 214, 227, 231-233, 284
200212, 21, 71, 77, 87, 93, 229
200320, 25, 59, 91, 150, 193, 195, 198, 220, 267
200488-89, 104, 119, 132, 142, 214
200548, 51, 72, 84, 101, 113, 141, 175, 216
200612, 70, 74, 118, 180, 252
200714, 83-84, 172, 175, 183-184, 202, 214, 270
200851, 96, 206, 230
201169
201219, 67, 88
201318, 104, 122
20145, 19, 26
201516, 23
201717
202249
202313, 46
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
1994341
19944344
19945039, 69, 71
19945774, 77-78, 81, 104, 107
199575, 7, 29-30
1995132, 4, 9, 11, 22
1995163
1995232
19954357
199622, 5
1996113
1996184-5, 10, 25
19962262
19962411
19962559, 159
19963264-65, 67, 74
19964560, 76
19965180
19971121, 37, 43
19972918, 58, 66, 68, 89
1997373, 7, 12, 33, 35, 37, 39-40, 42, 163, 166, 170, 174
1997443, 5, 7, 9, 12, 18, 21, 23-24, 26, 28
19974846, 48, 103
19981837, 40, 44, 48, 51, 54
19982735, 39, 43, 46, 50, 55, 113, 116, 118, 121-122, 124, 129, 131, 135, 138-139, 174
19984211, 40, 95, 147-148, 162, 168, 173, 192, 205, 244, 251, 258
1998483, 6, 197, 246, 252
19996209, 212, 214, 217, 220
19991660
1999213-4, 272
199930100, 161, 184, 186, 188, 190, 196
19993280, 83, 85, 90, 95, 140, 195-196, 200
1999333, 8, 14
19995088, 96
2000711, 14, 120, 142, 158
20002111, 32-33, 45, 49, 55, 61, 90, 161, 164-165, 172
200028262, 265, 269
20004644, 80, 94
20005020, 24, 27, 34, 124, 193, 197
2000516, 40, 73-75, 117, 123, 125, 129, 136, 142, 145
20005433, 36, 42, 45, 76, 81, 84, 143, 270
20005598
200060194, 198, 202, 206, 209, 434, 439, 442, 469, 477, 544, 555-556
20013134, 144
200111115, 127, 277
200114130, 201
200120111, 118, 122, 127, 174, 185, 260, 292, 312, 328, 338
20012613, 15, 17, 23, 28, 32, 38, 43, 45, 50, 123-124, 165, 181
20013126, 69, 229, 233, 253, 255, 287-288, 295, 313
20014627, 119, 140, 151, 155, 159, 164-166, 168, 175, 177, 184, 186, 395, 399, 405, 412, 418, 430, 433, 438, 468, 515
20015154, 79
20021625, 60
2002232, 15, 18, 27
2002531, 3, 7, 10, 12, 14, 18, 21, 24, 27, 30, 93, 131, 135, 146, 153, 171, 180
200263211, 330, 351, 362, 365
2003681, 90, 112, 224, 235, 246, 255, 266, 271
20032395, 107, 335, 343, 349, 379, 396
20034933, 38, 120-121, 123, 125, 127-128, 131, 192, 285, 292, 325
20035727, 160, 163, 165, 170, 246, 251, 272, 283-284, 301, 303
20049116, 288, 508, 627
20042968, 135, 138, 142-143, 154, 215, 220
20059166, 174, 177, 480
200516167, 171, 175, 179, 181, 244, 277, 305, 347, 356, 366, 368, 375
20054943, 47, 75
20055817, 21, 25, 27, 30, 33, 37, 40, 136, 174, 195
2006151, 3, 5, 7, 9, 62, 227
20063087, 109, 302, 422, 508, 534, 560, 571, 575
2006582, 5, 15, 18, 20, 23, 27, 51, 94, 112, 131, 156, 173, 210, 224, 1249, 1667, 1686, 1689, 1693, 1699
2007912, 51, 56, 61, 80, 85, 87, 372-373, 377, 399, 405, 410, 462, 466, 483, 495, 504
20071542
20071679, 105, 132, 183-184, 213
200726146, 203, 213, 216, 249, 273, 275-276, 280, 304, 393
20075463, 232, 350, 377, 434, 440, 860, 880
2007613
2008102, 5, 20, 24, 26, 61, 256, 298, 379-380, 382, 388, 460, 622-623, 632, 637, 646, 648, 661
20081443, 51, 55, 58, 61, 66, 70, 73, 76, 79, 82, 272, 287
2008224, 16, 29, 35, 102, 121-122, 124, 126, 129, 139, 156, 159, 162, 216, 349, 432, 577, 618
2008234, 36, 42, 47, 77
20082723, 50, 73, 77, 81, 87, 91, 115, 136, 138, 150
2008357, 16, 26, 87, 100, 264, 269, 400, 405-406, 409, 414, 436
2008362, 7, 16, 55
20083892, 121, 128, 182, 187, 189, 206, 289, 298, 318, 330, 334, 370, 412
20084431, 77, 222
2008452, 8, 14, 19, 23, 28, 63, 67, 82-83, 86, 90, 92
200868135, 143, 151, 158, 165, 304, 432, 560, 565, 567, 569, 590, 645, 696, 712, 745, 760, 767-768, 770, 794, 826-827, 838, 840-842, 855, 880, 885, 888, 893, 902
200873388, 460, 480, 500, 783
20087657, 59, 74, 77, 81, 156, 158, 160, 164, 166, 168, 171, 174, 263, 270, 275, 281, 297, 338, 365, 370
20087721, 24, 56, 58, 60, 65, 83
20087837, 44, 53, 56, 58, 62, 112, 125, 135, 137, 142, 151, 155, 157, 174, 197
2009112, 7, 14, 17, 20, 23, 25, 49, 52, 55, 58, 63, 85, 91, 102, 104, 106, 109, 112, 115, 121, 124-125, 129, 131, 137, 149, 156, 164, 168, 173, 176, 188
20092519, 144, 148, 238, 258, 262, 268, 294, 308, 319, 323, 361, 367, 539, 541, 544, 547, 550, 553, 556, 573, 576, 581, 595, 597
20093769, 82, 85, 87, 89, 92, 99, 101, 104, 107, 110, 113, 115, 118, 122, 124, 127, 143, 154, 157, 162, 165, 172, 176, 188, 197, 225, 236-237, 245, 248, 251, 272
20095421, 34, 37, 40, 42, 44, 48, 71
20097172, 75, 106, 204, 283, 398, 401
2010614, 167, 188, 196, 222, 227, 229, 233, 252, 257, 260, 266, 275, 287, 289, 292, 301, 306, 314, 317, 321, 326, 337
2010212, 15, 19, 67, 71, 74, 80, 84, 96, 107, 116, 119, 129, 136
20102636, 130, 141
20102917
20103247, 50, 124, 144, 180, 185, 203, 208, 212, 217, 222, 225, 228, 231, 234, 237, 240
2010395, 222, 702, 709, 713, 718, 728, 779, 802
2010509, 158, 216, 218, 220
2010522, 411
20105440, 62, 190, 199, 242, 256, 262, 284, 292, 295, 300
20105620, 49, 67, 74, 79, 82, 92, 100, 163, 168, 177, 184, 201, 206, 215, 235, 239, 298, 302, 309, 314, 325, 331, 335, 338
20106411, 22, 65, 131, 476, 524, 534, 550, 588
201071123, 166, 196, 239, 247, 278, 293-294, 309, 315, 321, 328, 331, 353, 357, 365
2011539, 42, 44, 47, 74, 76, 78, 84, 89, 93, 107-109, 115, 122, 129, 132, 134, 138, 140, 143, 154, 157, 220, 236, 238, 252, 279, 285, 287, 294
201110210, 213, 215, 237, 244, 252, 260, 269
20112035, 40, 103, 113, 183, 195, 203, 217, 221, 240, 266
2011222, 7-8, 12, 16, 24, 29, 34-35
20112948, 95, 98, 100, 102, 104, 106, 108, 110, 113, 116, 118, 135, 162, 165, 211, 237
20114066, 95, 104, 109, 125, 146
20115537, 66, 95, 104, 117, 134, 140, 145, 171, 190-191, 195, 201, 219, 221, 223, 236, 238, 241, 244, 274, 278, 280, 287, 307, 309, 333, 341, 375, 377, 471, 607, 617, 632
2011592-3, 10, 26, 29, 146, 149, 152, 156-157, 159, 169, 174, 181, 185, 190, 193, 197, 200, 202, 246, 263, 279, 303, 337, 360-361, 368, 377, 380, 412, 414, 418, 420, 437, 457, 460, 463, 468, 471, 516, 528, 559
20116811, 42, 54, 62, 73, 94, 101, 107, 109, 117, 121, 129, 131, 140, 145, 148, 152, 156, 160, 180, 185, 191, 193, 211, 214, 217, 225, 227, 239, 336, 369, 373, 376, 379, 382, 385, 387, 397, 400, 404, 410, 413, 423, 425, 474, 488, 494, 496, 499, 504, 507, 512, 516, 522, 524, 526
2012710, 18, 22, 26, 29, 32, 132, 147, 168, 172, 180, 194, 196, 198, 201, 204, 208, 241, 324, 359, 361, 363, 366, 368, 371, 373, 376, 378, 380, 383, 386, 391, 393, 396
2012122, 29, 200, 203, 206, 209, 213, 225, 242-243, 245, 248, 252, 254, 298, 305, 339, 381, 385, 435, 537, 563, 615, 640, 643, 645, 652
20121954, 77, 165, 204, 209-210, 216, 233, 282, 326, 382, 439, 466, 471, 485
2012242, 5, 26, 154, 173-174, 186, 418, 421, 426, 430, 433, 437, 439
2012323, 15, 26, 28, 56, 71, 74, 91, 93, 96, 98, 101, 159, 170, 173, 176, 179, 181, 184, 186, 189, 193, 196, 200, 202, 204, 207, 209, 212, 216, 219, 222, 224, 250, 252
20123831, 103
20125235
20125413, 68, 137, 231-232, 239, 243, 246, 255, 262, 272, 279, 306, 341-342, 345, 347, 355, 364, 420, 438, 440-441, 463, 498, 516, 522, 529, 532, 535, 538, 546, 550, 555, 558, 563, 614, 656, 672, 713, 750, 759, 800, 805, 809, 850, 1013, 1031, 1054, 1103, 1133, 1210, 1268, 1271, 1274, 1287, 1293
20125815
20125945, 95, 270, 272, 277, 307, 311, 384, 397, 415, 475, 478, 482, 488, 495, 499-500, 503, 506, 508, 523, 526, 528, 603, 741, 777, 810, 849, 855
2012676, 18, 108, 130, 145, 154, 156, 158, 160, 163-164, 167, 169, 174, 176, 184, 219, 303, 326, 406, 451, 456, 469, 471, 476, 509, 513, 516, 521
20134418, 629, 655, 670, 705, 716, 828, 860, 862, 1305, 1324, 1329, 1353
2013912, 178, 228, 245, 248, 253, 255, 306, 321, 327, 330, 343, 401, 514
2013144, 297, 356, 388, 468, 489, 588, 679, 704, 707, 712, 716, 731
20131612, 37, 39, 41-42, 45, 47, 51, 54, 56, 59, 62, 66, 68, 71, 74, 77, 81, 85, 95, 111, 141, 158, 182, 186-187, 196, 199, 208, 210, 212, 215, 219, 221, 223, 226, 229, 232, 235, 237, 248, 254, 256, 262, 274, 276, 284, 293, 300
2013203, 127, 143, 162, 166, 178, 261, 302, 341, 396, 421, 431, 443, 454, 458, 460, 465-466, 472, 480, 483, 486, 488, 492, 496, 498, 500, 504, 506, 509, 511, 514, 518-519, 522, 543, 681, 683, 733, 757, 771, 875, 888, 904, 929, 940, 1098, 1115
2013283, 9-10, 23, 26, 29, 31, 33, 38, 52, 84, 198, 200, 203, 206, 209, 211, 214, 216, 245, 264, 268, 271, 287, 295, 302, 304, 348, 352, 356, 366, 381, 383, 423, 427, 440, 453, 456, 464, 476, 654
2013322
20133714, 44, 60, 65, 85, 88, 101, 115, 144, 161, 174, 181, 183, 188, 202, 223
2013461, 27, 66, 134, 164, 200, 208, 211, 215
20135622, 30, 67, 132, 145, 165, 180, 368, 370, 372, 375, 378, 389, 453-456, 459, 462, 465, 467, 470, 488, 497, 500, 503, 541, 559, 624, 634, 638, 646, 673, 797, 908, 913, 1059, 1136, 1203, 1209
2013642, 4, 30, 117, 119, 121, 125, 130, 132, 138, 144, 149, 153, 166, 174, 239, 242, 245, 247, 250, 253, 258, 261, 263, 265, 269, 272, 331, 336, 339, 353
201442, 9, 17, 26, 30, 42, 44, 47, 50, 53, 56, 58, 62, 86, 131, 156, 186, 218, 224, 229, 233, 236, 239, 245, 292, 380, 394, 402, 409, 432, 494, 502, 509, 532, 557, 574, 584, 707, 750
2014121, 3, 6, 8, 10, 14, 17, 19, 22, 26, 28, 30, 38, 96, 108, 114, 119, 122, 128, 131, 149, 153-154, 164, 197, 204, 206, 209, 255, 264, 267, 307, 320
2014234, 35, 39, 42, 45, 60, 88, 135, 167, 174, 176, 183, 186, 188, 190, 204-205, 207, 210, 213, 216, 219, 223, 225, 228, 231, 235, 254, 258, 263, 348, 353, 369, 375, 471, 481, 501, 694, 702, 771, 1018, 1043-1044, 1050
20142845, 87, 132
2014363, 7, 12, 16, 18, 21, 25, 28, 32, 35, 41, 45, 89, 92, 95, 97, 102, 106, 113, 116, 119, 134, 136, 145, 153-155, 160, 173, 190, 194, 196, 218, 226, 235-236, 241, 250, 286, 306, 319, 332, 345, 347, 374, 475, 512, 515, 540, 545, 557, 601, 642, 645, 651, 691
2014542, 6, 8, 11, 14, 17, 24, 27, 36, 40, 43, 48, 90, 106, 149, 179, 226, 263, 320, 323, 326, 330, 332, 336, 340, 376, 380, 391, 449, 466, 479, 503, 509, 511, 533, 594, 608, 639, 658, 660, 696, 710, 798, 804, 814, 819, 826, 887, 923, 932, 947, 1073-1074, 1103, 1108, 1117, 1158, 1167, 1215, 1225, 1235, 1245, 1250, 1270, 1342
2014645, 30, 52, 54, 57, 61, 64, 112, 159, 236, 240, 245, 249, 261, 265, 268, 270, 273, 297, 300, 343, 346, 358, 360, 382, 384, 401, 404, 422, 450, 460, 463-464, 470, 487, 526
20146738, 51, 237, 239, 288, 323, 326, 410, 477, 482, 487, 492, 497, 503, 508, 513, 518, 523, 528, 533, 539, 545, 550, 554, 559, 564, 570, 572, 575, 579, 583, 585, 587, 589, 594, 596, 600, 604, 606, 608, 611, 615, 617, 620, 622, 625, 631, 637, 641, 643, 648, 652, 656, 661, 665, 670, 674, 678, 682, 686, 690, 694, 698, 700, 705, 709, 713, 717, 721, 725, 728, 731, 734, 738, 743, 746, 748, 752, 757, 761, 763, 765, 770, 775, 779, 785, 789, 793, 798, 802, 805, 810, 815, 820, 825, 830, 835, 842, 849, 852, 855, 858, 863, 877, 881, 884, 887, 890, 893, 895, 899, 903, 906, 920, 922, 924, 927, 931, 935, 941, 946, 951, 956, 960, 965, 970
20147319, 30, 97, 255, 258, 261, 267, 269, 271, 275, 308, 338, 373, 431, 455, 458, 460, 463, 467, 469, 480, 482, 485, 488, 491, 494, 498, 503, 506, 508, 511, 516, 520, 522, 526, 530, 534, 538, 542, 545, 549-550, 552, 554-555, 561, 571, 574, 579, 624, 642, 644, 661, 664, 672, 683, 695, 699, 703, 950, 976, 1013, 1043, 1073
2014762, 20, 48, 59, 74, 99, 161
201582, 46, 72, 148, 152, 162, 166, 215, 306, 309, 350, 398, 460, 467, 481, 485, 493, 496, 498, 501, 504, 509, 521, 531, 534, 544, 548, 550, 553, 558, 562, 566, 570, 573, 577, 581-582, 596, 607, 615, 710, 740, 759, 763, 765, 819, 839, 845, 853, 866, 872, 895, 928, 939, 941
201516168, 208, 224, 236, 249, 252, 255, 258, 261, 264, 279, 288, 294, 303, 317, 324, 765, 780, 784, 789, 792, 795, 799, 802, 804, 806, 819, 825, 829, 848, 852, 859, 872, 875, 881, 884, 888-889, 899, 901, 904
20152345, 47, 50, 54, 63, 93, 116, 136, 139, 141, 144, 150, 152, 155, 160, 171, 242, 244, 247, 250, 254, 257, 260, 265, 268, 273, 278, 281, 284, 306, 337, 348, 615, 641, 650, 656, 679, 681, 687, 690, 693, 697, 703, 781, 805, 807, 809, 881, 900
20153446, 53, 56, 59, 62, 64, 69, 74, 79, 84, 87, 89, 91, 171, 181, 193, 197, 210, 250, 258-259, 261, 276, 278, 298, 309, 323, 334, 336
2015466, 48, 51, 54, 56, 85, 87, 90, 94, 140, 192, 196, 210, 217, 247, 451, 453, 462, 496, 510, 519, 536, 688, 690, 693, 696, 699, 715, 749, 783, 789, 795, 807, 821, 825, 828, 830, 832, 835, 837, 840, 843, 846, 849, 852, 856, 861, 863, 868, 872, 875, 878, 881
2015552, 158, 350, 352, 362, 366, 372, 377, 381, 384, 390, 463, 465, 527, 530, 533, 537, 540, 543
2015633, 65, 196, 219, 588, 620, 663, 768, 784, 788, 797, 801, 804, 983, 1049, 1183, 1188, 1207, 1214, 1217, 1226, 1280, 1303, 1323, 1328, 1335, 1339, 1343, 1347, 1350, 1357, 1360, 1403, 1460, 1516, 1582, 1633, 1637, 1649, 1651, 1656, 1659, 1739, 1773, 1780, 1795, 1800, 1829, 1847, 1976, 1978, 1980, 1991, 2003, 2031, 2208
20157438, 45, 98, 259, 261, 264, 266, 270, 274, 277, 282, 290, 294, 300, 302, 306, 312, 316, 321, 324, 328, 332, 334, 337, 340, 344, 348, 362, 365, 368, 370, 373, 376, 379, 382, 385, 388, 391, 393, 417, 428, 430, 434, 436, 440, 444, 447, 451, 454, 457, 460, 465, 469, 471, 475, 479, 481, 488, 511, 518, 536, 567, 682, 684, 706, 855, 869, 877, 880, 883, 887, 948, 981
201653, 27, 201, 283, 287-288, 303, 372, 389, 459, 507, 578, 585, 630, 659, 693, 696, 699, 702, 706, 709, 712, 716, 730, 734, 736, 751, 767, 783, 807, 819, 826, 831, 884, 915, 942, 958, 981
2016183, 32, 40, 51, 97, 110, 122, 143, 146, 148, 154, 158, 161, 168, 171, 173, 175, 177, 180, 182, 185, 188, 191, 195, 203, 207, 211, 213, 261, 285, 301, 303, 342, 361, 367, 369, 371
2016192, 6, 24, 44, 61, 101, 107, 208, 298, 300, 303, 307, 311, 315, 415, 419, 428, 431, 433, 436, 438, 440, 444, 449, 454, 464, 470, 476, 483, 488, 490, 494
20162710, 61, 376, 380, 384, 386, 670, 693, 722, 724, 734, 736, 740, 743, 746, 751, 754, 765, 768, 771, 787, 845, 879, 881, 884, 886, 890, 892, 894, 900, 904, 910, 918, 922, 927, 931, 935, 939, 945, 992, 1368, 1398, 1406, 1423, 1433, 1476, 1478, 1480, 1482, 1485, 1494, 1666, 1684, 1721, 1738, 1804, 2007, 2019, 2024, 2037
2016443, 43, 213, 220, 222, 224, 239, 266, 284, 332, 346, 351, 395, 400, 403, 406, 409, 412, 414, 416, 419, 421, 429, 444, 446, 465, 471, 506
2016523, 18, 40, 47, 66, 69, 74, 134, 137, 146, 150, 153, 162, 171, 174, 176, 179, 185, 189, 192, 197, 202, 207, 211, 215, 227, 230, 237, 253, 424, 434, 613, 629, 643, 645
2016572, 7, 10, 14, 71, 76, 116, 134, 330, 332, 334, 353, 363, 501, 534, 542, 544, 547, 567, 598, 614-617, 634, 651-653, 670, 687-689, 706, 710, 723, 736, 741, 746, 749, 761, 767, 780, 788, 811-812, 879, 890, 905, 909, 912, 916, 920, 925, 928, 934, 937, 942, 945, 948, 951, 954, 958, 962, 966, 969, 972, 977, 980, 983, 987, 991, 1021, 1347, 1480, 1927, 1930
2016638, 22, 56, 67, 88, 91, 95, 236, 290, 320
20171074, 76, 78, 83, 86, 90, 93, 96, 99, 103, 106, 111, 131, 139, 143, 147, 152, 155, 158, 160, 163, 165, 168, 171, 173, 176, 179, 183, 186, 189, 191, 194, 221, 223, 225, 271
2017178, 11, 14, 18, 29, 31, 34, 37, 42, 85, 88, 102, 120, 186, 245, 248, 293, 299, 302, 305, 312, 315, 318, 321, 326, 331, 334, 337, 339, 344, 348, 353, 369, 467, 475, 534, 554, 585, 601, 604, 608, 611, 614, 617, 620, 623, 626, 632, 640, 743, 748, 775
20172439, 73, 126, 138, 157, 159, 163, 167, 170, 172, 174, 178, 181, 194, 203, 209, 216, 259, 267, 293, 298, 303, 313, 315, 318, 325, 351, 353, 363, 370, 373, 395, 399, 407, 422, 428, 439, 446, 457, 461, 514, 536, 579, 606, 609, 612, 615, 620, 625, 675
2017317, 10, 21, 95, 102, 108, 110, 112, 115, 117, 124, 127, 130, 133, 136, 157, 169, 213, 260, 346, 358, 380, 419, 424, 432, 454, 457, 460, 463, 538, 541, 548, 554, 568, 582, 603, 619, 751, 770, 772, 775, 820, 867, 920, 924, 930, 936, 938, 942, 948, 956, 966, 970, 975, 980, 992, 996, 998, 1001, 1004, 1009, 1012, 1015, 1019, 1026, 1031
201740103, 120, 124, 127, 155, 163, 169, 180, 190, 196, 198, 200, 214, 225, 227, 234, 241, 244, 252, 258, 267-268, 273, 277, 303
20174897, 100, 179, 210, 234, 236, 240, 246, 251, 255, 257, 259, 263, 295, 300, 302, 305, 312, 315, 317, 319, 321, 345, 348, 495, 499, 503, 546, 611, 856, 867, 895, 923, 927, 929, 933, 937, 948, 951, 955, 959, 963, 967, 969, 973
20176772, 76, 79, 82, 84, 86, 89, 93, 98, 100, 104, 108, 111, 114, 117, 121, 125, 130, 135, 138, 142, 146, 150, 152, 157, 161, 166, 177, 189, 218, 265, 281, 373, 381, 431, 433, 450, 464, 475, 483, 485, 488, 491, 494, 497, 500, 503, 505, 508, 513, 516, 518, 523, 532, 550, 556, 561, 579, 582, 585, 589, 593, 598, 603, 656, 682, 687
20177415, 33, 38, 40, 43, 49, 84, 142, 151, 153, 156, 163, 652, 656
2017773, 24, 30, 49
2017834
201876, 27, 31, 34, 37, 40, 43, 47, 50, 54, 63, 66, 73, 76, 81, 84, 86, 158, 163, 176, 181, 217, 230, 275, 300, 327, 332, 344, 353, 355, 360, 364, 368, 371, 374, 377, 381, 387, 393, 399, 405, 411, 417, 423, 429, 434, 440, 445, 448, 450, 453, 498, 501, 503, 505, 519, 534, 557, 635, 643, 654, 658
201814173, 176, 179, 183, 188, 191, 194, 197, 201, 206, 213, 218, 220, 222, 226, 229, 232, 236, 239, 278, 304, 306-307, 309-310, 345, 364, 366, 369, 375, 379, 383
201825164, 167, 171, 173, 176, 206, 215, 217, 219, 222, 225, 242, 250, 256, 260, 263, 265, 267, 270, 273, 276, 282, 300, 305, 307, 318, 339, 342, 345, 349, 353, 361, 368
2018292, 6, 12, 17, 19, 23, 25, 28, 32, 34, 80, 84, 90, 92, 95, 97, 209, 311, 427, 434
2018316, 64
2018333, 10, 16, 28, 37, 70, 83, 88, 106, 110, 121, 136, 168, 192, 205, 207, 209, 213, 215, 219, 221, 223-224, 234, 252, 254, 261, 285, 320, 345, 359, 361, 363, 365, 368, 371, 375, 380, 384, 387, 392, 394, 397, 413, 416, 418, 420, 425, 427, 440
201842137, 140, 142, 144, 150, 157, 160, 215, 259, 286, 289, 300
20184693
20184914, 17, 21, 24, 28, 31, 34, 37, 40, 42, 45, 73, 87, 111, 187, 191, 325, 331, 336, 344, 380, 389, 393, 400, 512, 537
201851226
20185429, 54, 236, 239, 244, 248, 252, 258, 260, 264, 267, 308, 311, 315, 324, 328, 331, 334, 338, 341, 344
20186461, 65, 68, 73, 75, 79, 83, 88, 91, 96, 99, 101, 112, 233, 235, 240, 253, 301, 310, 355, 360, 366, 370, 376, 387, 391
2018672, 759, 770, 773, 776, 781
20187211, 32, 39, 119, 149, 155, 162, 170, 200, 203, 308, 317, 381, 413, 416, 418
20187517
20188526, 30, 37, 57, 62, 64, 67, 69, 72, 76, 81, 85, 91, 95, 99, 107, 112, 129, 143, 161, 189, 193, 197, 201, 205, 208, 213
2019649, 51, 54, 59, 63, 66, 71, 89
2019152, 14, 43, 118, 168, 300, 313, 317, 320, 324, 327, 330, 334, 339, 344, 349, 352, 357, 428, 499, 570, 639, 642, 653, 656, 659, 674
20192016
2019253, 24, 32, 36, 40, 70, 75, 78, 80, 86, 89, 94, 97, 105, 108, 118, 124, 131, 140, 147, 152, 167, 174, 194, 222, 228, 234, 239, 244, 250, 256, 259, 265, 324, 334, 341
2019311, 259, 262, 265, 268, 274, 276, 284, 287, 290, 293, 297, 300, 303, 305, 309, 312, 315, 319, 322, 327, 330, 336, 360, 362, 367, 371, 374, 377, 381, 392, 397, 400, 402, 408, 412, 415, 443, 445, 447, 449, 453, 478, 490, 503, 506, 511, 516, 519, 528, 532, 540, 545, 565, 569, 572
2019374, 6, 8, 18
2019383, 5, 9, 13, 20, 25, 28, 33, 42, 45, 147, 154, 157, 162, 165, 175, 186
2019442, 5, 10, 18, 38, 48, 51, 54, 57, 61, 67, 89, 92, 95, 101, 105, 108, 110, 115, 119, 122, 125, 129, 131, 134, 139, 141, 145, 149, 153, 155
20194956, 58, 60, 72, 102, 124, 126, 128, 138, 143, 145, 155, 166, 171, 180, 183, 186, 219, 243, 259, 269, 276, 285-286, 291, 299, 403
2019587-8, 10, 14, 20, 25, 34, 37, 59, 61, 63, 67, 71, 75, 82, 101, 155, 157, 163, 239, 243
20197630, 32, 92, 98
20198643, 49, 54, 58, 174, 205, 219, 269, 282, 294, 333, 354, 366, 368, 371, 374, 377, 380, 383, 386, 397, 403, 410, 451
20199026, 251, 253, 256, 261, 264, 273, 276, 279, 349, 351
20199258, 67, 71, 73, 128, 148
2019945
201910181, 104, 107, 120, 129, 133, 160, 182, 188, 191, 203
2020562, 74, 76, 80, 83, 115, 119, 122, 124, 170, 194, 219, 261, 285, 288, 291, 296, 300, 303, 306, 309, 312, 316, 322, 325, 332, 335, 339, 344, 348, 361, 364, 371, 373, 376, 380, 383, 418, 484, 572, 579, 584, 597, 615, 618, 626, 629
2020122, 66, 294, 338, 340, 441, 473
20201652, 54, 70, 128, 143, 170, 206, 210, 212, 221, 238, 248, 296, 320, 404, 407, 410, 413, 416, 419, 422, 430, 432, 436, 440, 444
2020202, 65, 72, 291, 328, 341, 375
2020246, 335, 367, 440, 447
2020262, 17, 19, 38, 40, 43, 46, 123, 214, 317, 483, 567, 603, 607, 612, 652, 657, 666, 670, 672, 674, 676, 705, 708, 717, 906, 911, 916, 924, 931, 941, 950, 960, 986, 989
20202931, 69, 72, 76, 79, 84, 87, 90, 95, 99, 104, 108, 112, 117, 124, 128, 184, 203
20203115, 23, 26, 29, 32, 35, 56, 61, 65, 68-69, 71, 75
20204264, 83, 86, 100, 125, 130, 139, 194, 198
2020502, 7, 11, 19, 22, 35, 50, 113, 137, 142, 145, 148, 151, 174, 179, 190, 198, 204, 253, 256, 263, 272, 283, 288, 290, 292, 296, 302, 309, 319, 329, 334, 338, 341, 343, 348, 350, 354, 363, 365, 369, 375, 385, 387, 389, 398, 400, 403, 405, 410, 415, 420, 424, 428, 431, 434, 440, 443, 446, 451, 457, 461, 464, 469, 598, 607, 612
20205418, 28, 128, 131, 143, 163, 184, 227, 229, 271
2020627, 42, 47, 117, 152, 215, 229, 233, 238, 253, 259, 263, 271, 275, 283
20206935, 44, 52, 61, 67, 71, 77, 86, 88, 90, 92, 102, 105, 108, 111, 113, 115, 206, 211, 214, 254, 263, 270, 272, 285, 287, 290, 299, 309, 318, 324, 329, 332, 336, 607, 609, 611, 623, 651
20207319, 32, 51, 69, 75, 121, 444
2020745, 12, 14, 17, 21, 25, 31, 35, 37, 43, 50, 54, 61, 82
20208523, 1225, 1252
202087297
2021512, 19, 26, 51, 66, 70, 73
20217442, 451, 454, 456, 460, 463, 467, 476, 479, 482, 488, 514, 517, 522, 525, 528, 534, 537, 540, 543, 559, 573, 578, 589, 591, 594, 597, 600, 604, 611, 614, 617, 620, 625, 631, 637, 640, 645, 650, 664, 692, 697, 707, 719, 728, 760, 769, 772
2021197, 18, 23, 30, 40, 45
202122122, 131, 133-134, 136, 138, 142, 146, 149, 158, 161, 164, 167, 170, 173, 176, 179, 182, 185, 189, 192, 196, 202, 207, 211, 214, 217, 222, 227, 230, 234, 237, 240, 243, 247, 250, 254, 257, 260, 264, 267, 281, 287, 290, 293, 296, 300, 304, 320, 338, 353, 377, 395, 438, 455, 458, 460, 463, 473, 476, 482, 486, 489, 495, 499, 505, 507, 512, 517, 521, 523, 527, 529, 533, 537, 541, 544, 549, 554, 558, 562, 566, 568, 573, 576, 578, 581, 583, 586, 593, 610, 612, 633, 638, 642, 646, 648, 804, 809-810
2021232, 6, 9, 30, 32, 40, 52, 94, 96, 100, 335, 373, 379, 420, 452, 506, 549, 581, 617, 646, 666, 669
202126103, 123, 131, 140, 153, 159, 174, 185, 189, 194, 201, 204, 206, 212, 228, 231, 242, 247, 251, 256, 260, 263, 266, 269, 271, 302, 305, 325, 327, 331, 333, 371, 402
20212854, 133, 137, 141, 143, 149, 154, 157, 168
20213419, 55, 59, 61, 63, 67, 72, 76, 79, 81, 85, 88, 91, 93, 95, 97, 104, 113, 128, 146, 171, 210, 245, 275, 297, 326, 336, 341, 351, 357, 366, 431, 440, 448, 459
2021372, 29, 67, 75, 77, 106, 112, 125, 202, 204, 211, 273
2021432, 5, 7, 14, 16, 19, 22, 24, 27, 30, 32, 35, 39-40, 42, 44, 46, 49, 52-54, 57, 61
20214978, 111, 118, 120, 123, 128, 135, 141, 146, 151, 189
2021572, 5, 9, 13, 16, 19, 23, 28, 31, 35, 38, 45, 49, 52, 56, 62, 67, 71, 75, 78, 81, 84, 87, 90, 98, 125, 154, 183, 194, 198, 201, 207, 211, 240
20216020, 22, 27, 31, 34, 38, 46, 48, 52, 55, 59, 68, 71, 108, 126, 144, 157, 160, 164, 168, 171, 176, 181, 187
20216623, 61, 85, 91, 93, 96, 114, 117, 122
2021714, 63, 76, 82, 95, 101, 107, 112, 140, 151, 154, 161, 165, 171, 175, 179, 183, 186, 188, 190, 195, 200, 205, 209, 213, 216, 247, 253, 257, 274, 282, 291, 526, 528, 530
2021723, 11, 13, 15, 31, 38, 46, 64, 184, 199, 214, 231, 260, 272, 279, 282
20217411, 51, 56, 63, 67, 94, 118, 122, 124, 127, 129, 132, 141, 146, 159, 162, 166, 170, 175, 179, 182, 186, 190, 194, 200, 206, 223, 230, 234, 236
2021784, 9, 12, 15, 18, 23, 63, 174, 189, 205, 332, 341, 350, 373, 380, 383
2021807, 9, 129, 220, 313, 321, 337, 365, 482
2022413, 38, 41, 58, 63, 67
2022812, 15, 24, 27, 43, 48, 64, 77, 79, 94, 97, 109
20221044, 147, 180, 575, 602, 606, 613, 615, 619, 622, 624, 628, 632, 636, 643, 669, 685, 698, 700, 703, 707, 720, 725, 729, 732, 735, 738, 744, 750, 754, 758, 764, 778, 780, 784, 788, 790, 793, 798, 804, 813, 820, 883, 898, 967, 1024, 1045, 1050, 1053, 1056, 1059, 1112, 1129, 1138, 1147, 1174, 1190, 1197, 1207, 1211, 1216, 1220, 1223, 1226, 1231, 1249, 1259
2022165, 8, 13
202218132, 165, 169, 171, 174, 178, 189, 284, 290, 312, 358, 369, 371, 373, 379, 434, 474, 476, 480, 483, 486, 492, 494, 507, 520, 524, 533, 537, 548, 557, 565, 576, 593, 661, 690, 699, 703, 726, 729, 732, 781, 800, 810, 819, 831, 837, 847
2022203, 8, 10, 17, 23, 35, 58, 73, 91, 94, 110, 119
20222632, 37, 45, 49, 54, 62, 69, 73, 77, 94, 119, 125, 128, 133, 146, 161, 165, 170, 176, 183, 213, 239, 241, 243, 245-246, 248, 250, 252, 254, 270, 272, 274, 277, 288, 299, 302, 309, 351, 354, 356, 358, 360, 362
202229232, 247, 258, 272, 353, 509, 516, 519, 544
20223291, 145, 372, 389, 391, 466, 480, 483, 519, 540, 542, 555, 563, 566, 588
2022347, 10, 12, 17, 21, 25, 31, 34, 36, 43, 46, 61, 64, 85, 90, 93, 95, 98, 101, 105, 108, 112, 115, 123, 126, 129, 133, 136, 140, 144, 147, 155, 158, 181, 193, 196, 200, 204, 243, 246, 271, 273, 276, 290, 326, 342, 356, 370, 398, 412, 425, 449, 453, 456, 461, 468, 472, 475, 485, 492, 499, 506, 529, 543, 547, 576, 580, 590, 593, 598, 600, 604, 608, 613, 618, 622, 625-626, 633, 675, 690, 693
20223816, 47, 49, 64, 66, 68, 70
2022475, 8, 13, 15, 19, 24, 27, 70, 75, 81, 127, 129, 144, 159, 163, 165-166, 173
2022532, 4, 6, 8, 20, 22, 24, 27, 33, 35, 37, 43, 47, 49, 58, 111, 121
20226334, 81, 93, 108, 147, 159, 168, 177, 210
2022688
20227072, 93, 106, 313, 315, 317
2022722, 11, 13, 16, 24, 29, 33, 50, 71, 75, 80, 84, 88, 93, 98, 102, 108, 114, 143, 161, 163, 165, 167, 169, 173, 176, 181, 187, 193, 200, 206, 212, 224, 226, 235, 238, 240, 244, 246, 248, 251, 267, 284, 286, 288, 290, 292, 294, 301, 337, 339, 341, 345, 362, 429, 473, 520, 589, 605, 623, 626, 628-631, 633-635, 637-638, 641, 646
20227611, 15, 24, 54, 61, 64, 66, 224, 249, 254, 298
20228562, 99, 137
202382, 5, 9, 13, 34, 38, 43, 45, 49, 54, 63, 81, 94, 101, 105, 109, 115, 117, 121, 133, 136, 139, 142, 145, 148, 151, 168, 170, 203, 220, 228, 233, 235, 240, 246, 250, 255, 258, 264, 268, 271, 276, 278, 297, 313, 319, 325, 330, 335, 339, 341, 343-345, 348, 409, 417, 431, 474
2023203, 15, 40, 51, 71, 141, 144, 243, 273, 275, 291, 301, 307, 309, 312, 316, 331, 333, 338, 342, 345, 348, 352, 354, 357, 361, 366, 371, 375, 427
20232639, 135, 221, 323, 329, 334, 337, 421, 438, 443, 547, 557
2023302, 21, 40, 45, 50, 59, 61, 64, 68, 73, 77, 88, 100, 106, 113, 125, 128, 132, 139, 143, 148, 160, 164, 170, 176, 181, 184, 186, 188, 202, 243, 267, 308, 325, 348, 365, 369, 376, 379, 383, 386, 391, 396, 412, 415, 427, 432, 455, 459, 462, 473, 480, 488, 512, 521, 523
20233733, 40, 394, 396, 399, 404, 545, 593, 598, 630, 634
20234011, 14, 17, 34, 45, 49, 51, 91, 100, 117, 171, 176, 178, 181, 184, 188, 193, 199, 230, 235, 240, 245, 250, 254, 258, 262, 267, 270, 277, 282, 284-286, 288, 306, 313, 336-337, 339, 353, 356, 368, 394, 400, 402, 404, 409, 420, 433, 451
2023452, 70, 73, 77, 109, 162
20236236, 121, 133, 143, 153, 163, 173, 185, 269, 310, 357, 377, 387, 395, 418, 435, 488, 498, 509, 536, 540, 555, 569, 575, 678, 714, 736, 774, 794, 798, 823, 845, 869, 896, 925, 929, 942, 956, 968, 970, 997, 1032, 1034, 1040, 1043, 1076, 1080, 1096, 1129, 1170, 1172, 1174, 1176, 1178, 1180
20236867, 71, 74-77, 80, 87, 326, 388
20237327, 38, 52, 142, 158, 249, 265, 548
20237910, 13, 24, 57, 63, 68, 72, 76, 80, 85, 92, 100, 104, 140, 142, 145, 185, 188, 191, 195, 198, 207, 223, 240, 338, 366, 369, 376, 383, 393, 399, 401, 404, 407, 415, 422, 425, 430, 433, 445, 453, 459, 463, 469, 486, 492, 497, 501, 536, 563, 565, 569, 573, 579, 583, 588, 593, 632, 636, 640, 647, 653, 659, 666, 673, 677, 680, 684, 688, 692, 698, 703, 708, 711, 714, 719, 722, 726, 731, 738
2023833, 29, 36, 57, 66, 73, 110, 113, 121, 134, 141, 181, 184, 189, 195, 214, 220, 224, 226, 252, 264, 277, 292, 326, 347, 371, 424, 429, 431, 434, 438, 442, 451, 455, 459, 462, 464, 467, 470, 475, 480, 482, 486, 490, 496, 498, 501, 503, 505, 515, 525, 527
20238530, 36, 39, 41, 46, 49, 54, 58, 63, 76, 80, 84, 89, 96, 100, 103, 106, 109, 113, 136, 141, 144, 158, 161
20241114, 33, 216, 226, 234, 245, 254, 259, 263, 268, 273, 277, 282, 285, 288, 293, 297, 299, 301, 317, 323, 360, 371, 373, 408, 417, 433, 437, 442, 478, 481, 483-484, 561, 636-637, 639, 648, 656, 659, 666, 681, 780, 788, 804, 809, 815, 818
2024254, 14, 17, 19, 43, 48, 64, 68, 71, 75, 79, 85, 88, 92, 95, 99, 104, 107, 115, 119, 122, 124, 138, 153, 167, 192, 212, 237, 241, 254, 257, 262, 266, 270, 273, 277, 284, 289, 296, 301, 308, 315, 322, 328, 334, 342, 346, 350, 365, 384, 386, 388, 393, 398, 402, 404, 589, 606, 608, 610, 612, 615, 653
20243216
20243438, 58, 78, 119, 166, 232, 245, 261, 313, 315, 318, 376, 415, 421, 424, 426, 431, 433, 438, 452, 456, 460, 464, 494, 499, 507, 512, 516, 524, 527, 530, 534, 538, 542, 544, 559, 576, 590, 595, 601, 621, 625, 629, 633, 636, 644, 647, 658, 660, 664, 671, 679, 685, 691, 697, 700, 706, 709, 714, 720, 724, 739, 745, 748, 750, 768-770, 772-773
2024391, 9, 21, 37, 41, 51, 80, 84, 138, 199
20244120, 33, 123, 131, 136, 140, 145, 149, 153, 158, 175, 178, 181, 184, 189, 222, 242, 245, 253, 257, 260, 264, 279, 286, 288-289
20245875, 91, 97, 102, 105, 108, 164, 203, 230
20246510, 86, 94, 99, 102, 107, 111, 115, 127, 136, 140, 145, 148, 152, 158, 161, 167, 301, 305, 309, 315, 349, 354, 360, 383, 435, 446, 456, 462, 466, 494-495, 501
202469150, 157, 165, 168, 170, 183, 186, 204, 211, 216, 220, 224, 241, 245, 257, 268, 285, 300, 338, 384, 408, 416, 418, 422, 426, 431, 434, 442, 468, 472, 481, 485, 490, 495, 497, 500, 504, 509, 520, 525, 530, 538, 541, 547, 552, 557, 561, 565, 568, 573, 577, 582, 610, 627, 644, 699, 709, 713, 717
20247736, 40, 300, 326, 342, 344
20248322, 94, 249, 259, 272, 283, 319, 334, 336, 339, 342, 346, 348, 362, 367, 372, 377, 380, 384, 389, 393, 396, 402, 407, 412, 416, 421, 425, 430, 435, 439, 445, 452, 459, 465, 469, 474, 478, 482, 486, 490, 495, 499, 502, 504, 521, 523, 540, 565, 583, 601, 618, 633, 665, 700, 735, 737, 740, 743, 749, 754, 759, 764, 769, 776, 780-781, 813, 824, 848, 850
202485340, 366, 376, 386, 396, 412, 419, 427, 429, 433, 464, 480, 483, 488, 494, 500, 506, 515, 521, 525, 530, 536, 541, 549, 557, 599, 602, 606, 615, 619-621
20249327, 1601
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 21

Þingmál A7 (háskóli)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (vantraust á ráðherra)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1909-02-23 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1909-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (almenn viðskiptalög)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1909-03-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 22

Þingmál A118 (almenn viðskiptalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1911-03-27 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 23

Þingmál A4 (breyting á alþingistíma)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1912-07-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (viðskiptaráðunauturinn)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Kristján Jónsson - Ræða hófst: 1912-08-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 24

Þingmál A21 (íslenskur sérfáni)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Lárus H. Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1913-08-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (ritsíma- og talsímakerfi Íslands)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Pétur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1913-09-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 25

Þingmál A8 (grasbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 270 (þáltill. n.) útbýtt þann 1914-07-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A95 (grasbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 270 (þáltill. n.) útbýtt þann 1914-07-28 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 26

Þingmál A14 (stjórnarskráin)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Guðmundur Eggerz - Ræða hófst: 1915-07-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (fátækralög)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Jóhann Eyjólfsson - Ræða hófst: 1915-08-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 28

Þingmál A64 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1917-07-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (löggæsla)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Halldór Steinsson - Ræða hófst: 1917-08-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (forkaupsréttur á jörðum)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1917-08-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 29

Þingmál A6 (skipun barnakennara og laun þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1918-04-16 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 31

Þingmál A5 (stjórnarskrá konungsríkisins Íslands)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1919-09-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 32

Þingmál A2 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1920-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (þingmannakosning í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1920-02-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 33

Þingmál A19 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-05-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A30 (fjáraukalög 1920 og 1921)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Þorsteinn M. Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1921-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (fjárlög 1922)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Nefnd) - Ræða hófst: 1921-04-23 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1921-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (sendiherra í Kaupmannahöfn)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1921-02-28 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1921-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (Sogsfossarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A48 (sambandslögin)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sigurður Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1921-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (laun embætismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 200 (nefndarálit) útbýtt þann 1921-03-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A103 (mat á aðfluttum kornvörum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1921-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (fiskimat)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1921-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (sýsluvegasjóðir)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1921-05-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 34

Þingmál A2 (lögfylgjur hjónabands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1922-02-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A45 (frestun á framkvæmd laga um fræðslu barna og laga um skipun barnakennara og laun þeirra)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1922-03-10 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1922-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (sérleyfi til vatnavirkjunar)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1922-03-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 35

Þingmál A1 (fjárlög 1924)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Einar Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1923-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1923-05-03 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1923-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (fátækralög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Klemens Jónsson - Ræða hófst: 1923-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (vitabyggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 1923-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1923-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Magnús Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1923-04-17 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Magnús Pétursson - Ræða hófst: 1923-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (einkasala á útfluttri síld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 619 (nefndarálit) útbýtt þann 1923-05-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A75 (bæjargjöld í Reuykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 1923-03-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A80 (stofnun landsbanka)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1923-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (einkasala á áfengi)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sveinn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1923-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (fjáraukalög 1923)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Magnús Pétursson (Nefnd) - Ræða hófst: 1923-05-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 36

Þingmál A1 (fjárlög 1925)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1924-03-26 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Halldór Steinsson - Ræða hófst: 1924-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (hjúalög)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1924-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (nefndarálit) útbýtt þann 1924-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1924-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (sendiherra í Kaupmannahöfn)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1924-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (brunatryggingar í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jón Baldvinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1924-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (bæjargjöld í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (frumvarp) útbýtt þann 1924-03-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1924-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (búnaðarlánadeild við Landsbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Árni Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1924-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (aðflutningsbann á ýmsum vörum)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1924-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (yfirsetukvennaskóli)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1924-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (aukaútsvör ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1924-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1924-03-28 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1924-03-31 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 37

Þingmál A1 (fjárlög 1926)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1925-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (verslunaratvinna)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1925-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (vatnsorkusérleyfi)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1925-04-27 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1925-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ingvar Pálmason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1925-03-04 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1925-03-12 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Hákon Kristófersson - Ræða hófst: 1925-03-12 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1925-04-16 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1925-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1925-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (fjöldi kenslustunda fastra kennara við ríkisskólana)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Guðmundur Ólafsson - Ræða hófst: 1925-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Magnús Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1925-05-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (bann gegn botnvörpuveiðum)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Sigurjón Þ. Jónsson - Ræða hófst: 1925-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (gengisskráning og gjaldeyrisverslun)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1925-04-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 38

Þingmál A3 (happdrætti og hlutaveltur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1926-02-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A11 (raforkuvirki)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1926-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (gróðaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 471 (nefndarálit) útbýtt þann 1926-05-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A67 (veðurstofa)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1926-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (kvennaskólinn í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ingibjörg H. Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1926-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (strandferðaskip)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 497 (nefndarálit) útbýtt þann 1926-05-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 39

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Jón Guðnason - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (útrýming fjárkláða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1927-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (laun skipherra og skipverja á varðeimskipum ríkisins)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1927-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (fjárlög 1928)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Klemens Jónsson - prent - Ræða hófst: 1927-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (bankaábyrgð fyrir Landsbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Klemens Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1927-03-03 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Klemens Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1927-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (fiskimat)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1927-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (gjöld af fasteignum í Hafnarfjarðarkaupstað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (nefndarálit) útbýtt þann 1927-04-23 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 40

Þingmál A1 (fjárlög 1929)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1928-02-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (skipting Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1928-01-25 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1928-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (bæjarstjórn í Neskaupstað í Norðfirði)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (hvíldartími háseta á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (nefndarálit) útbýtt þann 1928-02-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-02-25 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Héðinn Valdimarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-02-29 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1928-02-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Gunnar Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1928-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (einkasala á síld)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-23 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-26 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-04-02 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (bændaskóli)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1928-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (atvinnurekstrarlán)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1928-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (bann á næturvinnu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1928-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (einkasala á saltfisk)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1928-02-24 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1928-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (gjaldþrotaskifti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (frumvarp) útbýtt þann 1928-02-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A101 (laun embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (frumvarp) útbýtt þann 1928-01-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A103 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Magnús Kristjánsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1928-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (opinber reikningsskil hlutafélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 202 (frumvarp) útbýtt þann 1928-02-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1928-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (vörutollur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (nefndarálit) útbýtt þann 1928-03-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A116 (tekju- og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1928-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (dragnótaveiði í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1928-03-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 41

Þingmál A4 (rekstur verksmiðju til bræðslu síldar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1929-05-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (rannsóknir í þarfir atvinnuveganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1929-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A17 (eftirlit með skipum og bátum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1929-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A20 (atvinna við siglingar)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1929-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (nöfn bæja og kaupstaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1929-04-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1929-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (gjaldþrotaskifti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1929-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A30 (dýrtíðaruppbót)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Páll Hermannsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1929-04-17 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1929-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (dómur í vinnudeilum)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1929-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (einkasala á síld)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1929-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1929-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (myntlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 96 (frumvarp) útbýtt þann 1929-03-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1929-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (bann gegn líkamlegum refsingum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1929-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (bann gegn botnvörpuveiðum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1929-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Halldór Stefánsson - Ræða hófst: 1929-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (gengi gjaldeyris)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1929-05-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 42

Þingmál A14 (Menntaskólinn á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1930-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (fimmtardómur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1930-01-21 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 381 (nefndarálit) útbýtt þann 1930-03-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1930-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1930-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (forkaupsréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o. fl.)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Magnús Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (gagnfræðaskóli)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1930-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (bókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (frumvarp) útbýtt þann 1930-02-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A190 (átta stunda vinnudagar í verksmiðjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (frumvarp) útbýtt þann 1930-02-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A468 (kjördæmaskipun)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1930-04-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 43

Þingmál A4 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Halldór Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1931-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Einar Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1931-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (vitagjald)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1931-03-11 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1931-03-11 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1931-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (ríkisbókhald og endurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Einar Árnason (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1931-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (búfjárrækt)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1931-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (bókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A38 (hafnargerð á Akranesi)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1931-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1931-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (rekstrarlánafélög fyrir bátaútveg og smáiðju)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1931-04-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A77 (fiskimat)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1931-03-14 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1931-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (hafnarlög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (mannafli á eimskipum og mótorskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 139 (frumvarp) útbýtt þann 1931-03-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (verksmiðja til bræðslu síldar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ólafur Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 158 (frumvarp) útbýtt þann 1931-03-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Sveinn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-03-23 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1931-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A245 (stjórn vitamála og vitabyggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1931-03-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A249 (merking á útfluttum saltfiski)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Erlingur Friðjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-03-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 44

Þingmál A5 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1931-08-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (ríkisbókhald og endurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 264 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1931-08-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1931-08-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1931-08-19 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1931-08-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1931-08-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1931-08-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (slysatryggingalög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Bergur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1931-08-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (dragnótaveiðar í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1931-08-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (bifreiðaskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1931-08-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (raforkuvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (frumvarp) útbýtt þann 1931-07-31 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 45

Þingmál A3 (landsreikningar 1930)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (bifreiðaskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1932-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1932-04-16 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1932-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (fimmtardómur)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-02-19 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Einar Arnórsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-04-01 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1932-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (bygging fyrir Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (bókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 1932-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A35 (lækningaleyfi)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1932-04-19 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-04-19 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarni Snæbjörnsson - Ræða hófst: 1932-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (skipun læknishéraða, verksvið landlæknis og störf héraðslækna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 1932-02-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Einar Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jón Baldvinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (raforkuvirki)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jónas Þorbergsson - Ræða hófst: 1932-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (sauðfjármörk)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ingólfur Bjarnarson - Ræða hófst: 1932-04-29 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Ingólfur Bjarnarson - Ræða hófst: 1932-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (ungmennaskóli með skylduvinnu nemenda)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Sveinbjörn Högnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (barnavernd)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Einar Arnórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A165 (hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1932-04-28 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Pétur Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (útflutningsgjald)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A225 (mjólk og mjókurafurðir)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A243 (síldarmat)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1932-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A248 (lögskráning íslenskra manna á erlend fiskiskip)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1932-04-20 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1932-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A256 (gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1932-04-01 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Páll Hermannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-05-26 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1932-05-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A262 (vélgæsla á gufuskipum)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Guðbrandur Ísberg (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A300 (kosning til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1932-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A368 (skiptalög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A434 (prófessorsembætti í læknadeild Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A714 (atkvæðagreiðsla alþingiskjósenda um áfengislöggjöfina)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Bergur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1932-05-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 46

Þingmál A4 (bifreiðaskatt og fl.)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1933-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Íslands)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Vilmundur Jónsson - Ræða hófst: 1933-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (breyt. á vegalögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (nefndarálit) útbýtt þann 1933-03-31 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Þorsteinn Briem - Ræða hófst: 1933-02-18 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Guðmundur Ólafsson - Ræða hófst: 1933-04-18 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Einar Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (ullarmat)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Páll Hermannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (fjárþröng hreppsfélaga)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Jón Þorláksson - Ræða hófst: 1933-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1933-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (lögreglumenn)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1933-03-14 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Guðbrandur Ísberg - Ræða hófst: 1933-03-15 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1933-03-28 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1933-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1933-05-26 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1933-05-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (vigt á síld)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (hafnargerð á Húsavík)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (fimmtardóm)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (æðsta dóm)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1933-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (happdrætti fyrir Ísland)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Ólafur Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Jón Þorláksson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (einkaleyfi)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (meðalalýsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (nefndarálit) útbýtt þann 1933-04-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A168 (viðbótar- tekju- og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1933-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (óréttmæta verslunarhætti)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-05-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (sala mjólkur og rjóma)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ólafur Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (byggðarleyfi)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1933-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (mjólkurbúastyrk og fl.)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ólafur Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-05-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 47

Þingmál A2 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1933-11-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1933-11-30 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1933-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Halldór Stefánsson - Ræða hófst: 1933-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (ritsíma og talsímakerfi Íslands)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1933-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (fóðurskortur í illu árferði)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Eiríkur Einarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-12-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 48

Þingmál A1 (fjárlög 1935)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1934-11-23 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1934-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (útflutningsgjald)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-10-29 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1934-10-29 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (gjald af innlendum tollvörutegundum)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1934-10-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-11-09 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Ólafur Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (verkamannabústaðir)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1934-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (tilbúinn áburður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1934-10-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A26 (vinnumiðlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1934-10-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Garðar Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-10-23 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1934-10-23 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1934-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (sláturfjárafurðir)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1934-10-25 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1934-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (sala mjólkur og rjóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 361 (nefndarálit) útbýtt þann 1934-11-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A33 (skipulagsnefnd atvinnumála)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Thor Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-06 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1934-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (bráðabirgðaútflutningsskýrslur)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1934-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (Kreppulánasjóður)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1934-10-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (opinber ákærandi)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (útflutningsgjald af síld til hlutaruppbótar sjómönnum)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1934-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (eftirlit með sjóðum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ólafur Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1934-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (stjórn og starfræksla póst- og símamála)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Páll Hermannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1934-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (loftskeytastöðvar á flutningaskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 253 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1934-10-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A76 (einkasala á bifreiðum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ólafur Thors (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-10 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-11 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1934-12-11 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Ólafur Thors (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1934-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (bæjargjöld á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Guðbrandur Ísberg - Ræða hófst: 1934-10-24 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1934-10-24 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (dragnótaveiðar í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1934-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (tollundanþága fyrir tunnuefni og hamp)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðbrandur Ísberg (Nefnd) - Ræða hófst: 1934-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (hlutafjárframlag fyrir h/f Skallagrím í Borgarnesi)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1934-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (vátryggingar opinna vélbáta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1934-11-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 589 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1934-11-23 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 597 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1934-11-28 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 777 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1934-12-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1934-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (kaup á hlutabréfum í Útvegsbanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (frumvarp) útbýtt þann 1934-11-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A148 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Magnús Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (fiskimálanefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (nefndarálit) útbýtt þann 1934-12-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1934-11-20 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Finnur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1934-12-06 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1934-12-07 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-14 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-14 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-14 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1934-11-22 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1934-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A161 (síldarútvegsnefnd)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1934-12-11 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1934-12-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 49

Þingmál A1 (fjárlög 1936)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1935-12-21 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1935-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (ríkisútgáfa námsbóka)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1935-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1935-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (sveitarstjórnarkosningar)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1935-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (ríkisrekstur atvinnuvega og ríkiseignarjarða)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Emil Jónsson - Ræða hófst: 1935-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (námskeið fyrir atvinnulausa unglinga)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Pétur Halldórsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (gæðamerki)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Finnur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (bæjargjöld á Ísafirði)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-03-21 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1935-03-29 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1935-11-04 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Jón Baldvinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (klakstöðvar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1935-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (hæstiréttur)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1935-03-18 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1935-03-19 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1935-03-19 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1935-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (dragnótaveiðar í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1935-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (fiskimálanefnd o.fl.)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1935-11-14 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1935-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1935-12-11 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1935-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (framfærslulög)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1935-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (lýðskóli með skylduvinnu nemenda)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1935-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (skotvopn og skotfæri)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1935-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-10-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1935-11-05 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1935-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1935-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (verslun með kartöflur og aðra garðávexti)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðbrandur Ísberg (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-12-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (frumvarp) útbýtt þann 1935-11-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1935-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A161 (sláturfjárafurðir)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1935-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (Kreppulánasjóður)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Emil Jónsson - Ræða hófst: 1935-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (fiskimálanefnd)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A174 (Fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1935-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A188 (sala mjólkur og rjóma)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Eiríkur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A192 (bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-12-13 00:00:00 - [HTML]
98. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1935-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A197 (fóðurtryggingarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (frumvarp) útbýtt þann 1935-12-06 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 50

Þingmál A1 (fjárlög 1937)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1936-04-07 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1936-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1936-03-07 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1936-03-07 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1936-03-13 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1936-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (fóðurtryggingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 1936-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A12 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1936-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (tekjur bæjar- og sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1936-04-24 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1936-04-29 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1936-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (landssmiðja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (nefndarálit) útbýtt þann 1936-03-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1936-03-11 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Guðbrandur Ísberg - Ræða hófst: 1936-03-11 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Gísli Sveinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1936-03-12 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Jón Baldvinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1936-04-02 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1936-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (atvinna við siglingar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1936-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ólafur Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1936-02-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (frumvarp) útbýtt þann 1936-02-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A60 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1936-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (sveitarstjórnarkosningar)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1936-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (fræðsla barna)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1936-04-18 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1936-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (iðja og iðnaður)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Guðbrandur Ísberg - Ræða hófst: 1936-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (Raufarhafnarlæknishérað)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1936-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1936-04-24 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1936-04-24 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1936-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Ólafur Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1936-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (vátryggingarfélög fyrir vélbáta)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1936-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (jarðakaup ríkisins)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1936-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (tekjuöflun fyrir ríkissjóð)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1936-04-25 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1936-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (heimilisfang)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 349 (frumvarp) útbýtt þann 1936-04-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A120 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1936-04-30 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1936-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (skattfrelsi mjólkursamsölu og fisksölusambands)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1936-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (framfærslulög)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1936-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Thor Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1936-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (símaleynd)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1936-04-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 51

Þingmál A14 (síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-02-24 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-02-24 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-04-15 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-04-15 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 1937-02-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A38 (útvarpsrekstur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1937-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (bæjargjöld í Vestmannaeyjum)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ólafur Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1937-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (héraðsskólar)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Bjarnason - Ræða hófst: 1937-04-15 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurður Einarsson - Ræða hófst: 1937-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (gengisskráning)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (sala mjólkur og rjóma o. fl.)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1937-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (atvinna við siglingar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Sigurður Einarsson - Ræða hófst: 1937-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (félagsdómur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1937-04-12 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1937-04-12 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1937-04-12 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1937-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (borgfirzka sauðfjárveikin)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1937-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 52

Þingmál A1 (fjárlög 1938)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-10-15 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1937-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (nefndarálit) útbýtt þann 1937-11-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1937-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A17 (jarðhiti)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (niðursuðuverksmiðjur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (teiknistofa landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (afkynjanir, vananir o. fl.)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Vilmundur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1937-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (bókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 1937-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A56 (vátryggingarfélög fyrir vélbáta)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1937-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (gjaldeyrisverzlun o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (nefndarálit) útbýtt þann 1937-11-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1937-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (fóðurmjölsbirgðir o. fl.)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1937-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (verðlagsskrá o. fl.)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Jón Pálmason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (tekjur bæjar- og sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1937-11-23 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1937-12-03 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1937-12-03 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1937-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Finnur Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1937-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (nefndarálit) útbýtt þann 1937-12-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Vilmundur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-12-02 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Thor Thors (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1937-12-11 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Vilmundur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1937-12-13 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Vilmundur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1937-12-13 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1937-12-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 53

Þingmál A1 (fjárlög 1939)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1938-05-02 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1938-05-03 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1938-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1938-02-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A7 (vitabyggingar)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1938-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (skemmtanaskattur)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1938-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 1938-02-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A19 (bókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 1938-02-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Ísleifur Högnason - Ræða hófst: 1938-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (húsmæðrafræðsla í sveitum)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1938-02-28 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1938-03-23 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Bjarni Bjarnason - Ræða hófst: 1938-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (rekstrarlánafélög)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1938-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (atvinna við siglingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (nefndarálit) útbýtt þann 1938-04-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1938-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (héraðsþing)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1938-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (milliþinganefnd í skattamálum)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1938-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (jarðhiti)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Bjarni Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1938-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1938-03-18 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1938-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (mat á matjessíld og skozkverkaðri síld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (frumvarp) útbýtt þann 1938-03-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Ingvar Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1938-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (byggingar- og landnámssjóður)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Pálmason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1938-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1938-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (gerðardómur í togarakaupdeilu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1938-03-16 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1938-03-17 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1938-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta o. fl.)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1938-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1938-04-04 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1938-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (frumvarp) útbýtt þann 1938-04-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1938-04-08 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1938-04-26 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1938-04-26 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Bergur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1938-04-30 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Vilmundur Jónsson - Ræða hófst: 1938-04-30 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1938-04-30 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1938-04-30 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1938-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (lántaka fyrir ríkissjóð)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1938-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Garðar Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1938-05-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 54

Þingmál A3 (bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1939-02-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Sigurður Kristjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1940-01-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 1939-02-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A27 (íþróttalög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Pálmi Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1939-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1939-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (hlutarútgerðarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (nefndarálit) útbýtt þann 1939-12-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Ingvar Pálmason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1939-12-28 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1939-12-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (vátryggingarfélög fyrir vélbáta)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Finnur Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1939-03-23 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1939-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (dragnótaveiði í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1939-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1939-04-03 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1939-04-03 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1939-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (berklavarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (nefndarálit) útbýtt þann 1939-12-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A78 (tekjuskattur og eignarskattur af vaxtafé)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1940-01-02 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1940-01-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (nefndarálit) útbýtt þann 1939-12-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A85 (skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1939-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1939-11-06 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1940-01-03 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1940-01-03 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1940-01-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (sala og útflutningur á vörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (nefndarálit) útbýtt þann 1939-11-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A103 (gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (frumvarp) útbýtt þann 1939-11-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1939-11-10 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1940-01-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (nefndarálit) útbýtt þann 1939-12-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A112 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Magnús Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1939-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (fræðsla barna)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Bjarni Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1939-11-25 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Bjarni Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1939-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (stríðsslysatrygging)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1939-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1940-01-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (héraðsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (frumvarp) útbýtt þann 1939-12-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Bjarni Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1939-12-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Magnús Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 1939-12-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (bráðabirgðaráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Pálmi Hannesson - Ræða hófst: 1939-12-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 55

Þingmál A1 (fjárlög 1941)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1940-04-04 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1940-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Bergur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1940-02-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (vitabyggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 1940-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A26 (gengiskráning og ráðstafanir í því sambandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (frumvarp) útbýtt þann 1940-02-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A28 (framfærslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (frumvarp) útbýtt þann 1940-02-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A40 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1940-04-02 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1940-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1940-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (eftirlit með sveitarfélögum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Thor Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1940-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (síldartunnur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1940-03-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A58 (náttúrurannsóknir)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Thor Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1940-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (jöfnunarsjóður aflahluta)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1940-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (verðlagsuppbót á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1940-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (dómkirkjan í Reykjavík og skipting Reykjavíkur í prestaköll)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1940-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1940-03-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A105 (verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1940-04-16 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1940-04-16 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1940-04-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 56

Þingmál A1 (fjárlög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jakob Möller (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1941-03-06 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1941-05-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (óskilgetin börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1941-02-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A21 (húsaleiga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (nefndarálit) útbýtt þann 1941-02-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A25 (síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1941-03-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A44 (húsmæðrafræðsla í sveitum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (nefndarálit) útbýtt þann 1941-04-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1941-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (bændaskóli)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1941-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1941-03-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A54 (fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (frumvarp) útbýtt þann 1941-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A65 (orlof)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-06-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (landskiptalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (frumvarp) útbýtt þann 1941-04-07 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 351 (nefndarálit) útbýtt þann 1941-05-05 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 377 (breytingartillaga) útbýtt þann 1941-05-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 392 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1941-05-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-05-06 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1941-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (girðingar til varnar gegn útbreiðslu sauðfjársjúkdóma og fjárskipta)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (þegnskylduvinna)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1941-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (ófriðartryggingar)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1941-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 731 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-06-13 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 58

Þingmál A4 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1941-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (ráðstafanir gegn dýrtíðinni)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Eysteinn Jónsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1941-10-24 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1941-10-24 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1941-10-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Eysteinn Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1941-10-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1941-10-27 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1941-10-28 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1941-10-28 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1941-10-28 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1941-10-28 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1941-10-28 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson - Ræða hófst: 1941-10-28 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1941-10-28 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1941-10-28 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Stefán Stefánsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1941-11-03 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Skúli Guðmundsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1941-11-03 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1941-11-03 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1941-11-04 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1941-11-04 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1941-11-05 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1941-11-05 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1941-11-05 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1941-11-06 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1941-11-06 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1941-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Eysteinn Jónsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1941-11-07 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Eysteinn Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1941-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B13 (lausnarbeiðni ríkisstjórnarinnar og stjórnarmyndun af nýju)

Þingræður:
4. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1941-10-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 59

Þingmál A2 (dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-03-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Ólafur Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1942-03-11 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Stefán Stefánsson - Ræða hófst: 1942-03-11 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1942-03-11 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1942-03-11 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Bergur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1942-04-09 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Finnur Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1942-04-09 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Jakob Möller (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1942-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (málflytjendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-05-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A18 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Magnús Gíslason - Ræða hófst: 1942-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (lendingarbætur á Stokkseyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-03-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1942-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (byggingar og landnámssjóður)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1942-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1942-05-21 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1942-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (sveitarstjórnarkosningar)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Erlendur Þorsteinsson - Ræða hófst: 1942-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1942-03-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A70 (stríðsgróðaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (nefndarálit) útbýtt þann 1942-04-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A103 (fjölgun hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jóhann G. Möller - Ræða hófst: 1942-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1942-05-19 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1942-05-19 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Jakob Möller (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1942-05-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 60

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1942-08-18 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1942-08-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 1942-08-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1942-08-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1942-09-02 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1942-09-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (bændaskóli Suðurlands)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1942-08-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 61

Þingmál A4 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1943-01-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1943-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (orlof)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1943-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigurður Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1943-01-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (lögsagnarumdæmi Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-01-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1942-12-09 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1943-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1942-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (dýralæknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1942-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-01-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (menntamálaráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Kristinn E. Andrésson - Ræða hófst: 1943-01-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (dómnefnd í verðlagsmálum)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1942-12-19 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1942-12-19 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1942-12-19 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - Ræða hófst: 1942-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-03-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A97 (háskólabókavörður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1943-01-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A120 (kynnisferð sveitafólks)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1943-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (tímarit til rökræðna um landsmál)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1943-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1943-02-23 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1943-04-07 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1943-04-07 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-04-08 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-04-09 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 62

Þingmál A1 (fjárlög 1944)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1943-04-20 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1943-04-20 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1943-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (samþykki til frestunar á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1943-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (fjárlög 1944)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Emil Jónsson - Ræða hófst: 1943-11-25 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (kynnisferðir sveitafólks)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Vilhjálmur Þór (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-09-09 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1943-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (kjötmat o.fl.)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Páll Hermannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1943-09-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (verðlag)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1943-09-17 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1943-09-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (jarðhiti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (frumvarp) útbýtt þann 1943-09-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A63 (tjóni af veru herliðs hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (frumvarp) útbýtt þann 1943-09-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A64 (sala mjólkur og rjóma o.fl.)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1943-10-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-11-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A81 (málflytjendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp) útbýtt þann 1943-09-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Áki Jakobsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-09-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 271 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-10-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A115 (fjárhagsár ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1943-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A159 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Áki Jakobsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-11-15 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1943-11-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 63

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1944-02-25 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Björn Þórðarson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (framfærslulög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður S. Thoroddsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1944-01-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (atvinna við siglingar)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1945-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (skipun læknishéraða)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1944-03-07 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1944-03-09 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1944-03-09 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1944-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (nýbygging fiskiskipa)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Vilhjálmur Þór (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1944-02-15 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Ingvar Pálmason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1944-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (heilsuverndarstöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1944-03-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Björn Þórðarson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-09-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (ráðstafanir vegna dýrtíðar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1944-09-11 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Emil Jónsson - Ræða hófst: 1944-09-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (nefndarálit) útbýtt þann 1944-12-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A104 (húsmæðrafræðsla í sveitum)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-11-17 00:00:00 - [HTML]
114. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1945-01-30 00:00:00 - [HTML]
114. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1945-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (kirkju- og manntalsbækur)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1944-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (laun starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (frumvarp) útbýtt þann 1944-09-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A115 (laun háskólakennara Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1944-09-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1944-09-19 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-10-12 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1944-10-12 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1944-10-12 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-10-12 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1944-10-12 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1944-12-05 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1944-12-12 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Kristinn E. Andrésson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1944-12-13 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1944-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (fólksflutningur með bifreiðum)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1945-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (sala mjólkur og rjóma o.fl.)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1945-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (bændaskóli)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Eiríkur Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1944-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (fjárlög 1945)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-12-04 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1944-09-28 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1944-09-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (manneldisráð)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (prófessorsembætti í heilbrigðisfræði)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1944-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (bygging nokkurra raforkuveita)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1945-02-07 00:00:00 - [HTML]
125. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1945-02-12 00:00:00 - [HTML]
125. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1945-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (eyðing á rottum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 530 (frumvarp) útbýtt þann 1944-11-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A198 (samkeppni um hugmyndir að mannvirkjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (nefndarálit) útbýtt þann 1945-02-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
137. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1945-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A214 (útsvör)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1945-01-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (sala mjólkur og rjóma o.fl.)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1945-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (sjúkrahús o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1944-12-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1944-12-15 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Finnur Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1944-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (tekjuskattsviðauki 1945)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1945-01-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A267 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Sigurður S. Thoroddsen - Ræða hófst: 1945-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A288 (starfskerfi og rekstrargjöld ríkisins)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Pétur Ottesen (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1945-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B29 (stjórnarskipti)

Þingræður:
60. þingfundur - Björn Þórðarson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1944-10-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 64

Þingmál A5 (verðlagning landbúnaðarafurða o.fl. (heildarlög))[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1945-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (fjárlög 1946)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1945-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (hafnargerðir og lendingarbætur)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1946-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (skólakerfi og fræðsluskylda)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1945-10-23 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1945-11-29 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1945-11-29 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1945-12-04 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1946-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (fræðsla barna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1946-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (gagnfræðanám)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1946-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1945-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (embættisbústaðir héraðsdómara)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Finnur Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1945-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (iðnskóli í sveitum)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1946-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (skipulagssjóðir)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Magnús Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1946-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (stofnlánadeild sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1946-03-29 00:00:00 - [HTML]
100. þingfundur - Pétur Magnússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1946-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (Austurvegur)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1945-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (gistihúsbygging í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1946-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (útflutningur á afurðum bátaútvegsins)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1946-04-16 00:00:00 - [HTML]
113. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1946-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (dosentsembætti í íslenzku nútíðarmáli)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-03-18 00:00:00 - [HTML]
100. þingfundur - Magnús Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A214 (fiskveiðar í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1946-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ólafur Thors (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1946-04-26 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Finnur Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1946-04-26 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1946-04-27 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1946-04-27 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1946-04-27 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1946-04-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 66

Þingmál A10 (útsvör)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1947-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (fjárlög 1947)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-03-22 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1947-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (ullarkaup ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (nefndarálit) útbýtt þann 1946-12-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 225 (nefndarálit) útbýtt þann 1946-12-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Hermann Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1947-01-09 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1947-01-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 501 (nefndarálit) útbýtt þann 1947-03-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1947-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (skipulag og hýsing prestssetra)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1947-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (sauðfjársjúkdómar)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður E. Hlíðar - Ræða hófst: 1946-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (innlend endurtrygging, stríðsslysatrygging skipshafna o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (nefndarálit) útbýtt þann 1947-03-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1946-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1946-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (aðflutningsgjöld o. fl.)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-11-07 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1946-11-07 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1946-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (menntun kennara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1947-01-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (byggingarstofnun ríkisins og byggingarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (frumvarp) útbýtt þann 1946-11-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A90 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1946-12-04 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1946-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (tannlækningar)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1947-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (hvíldartími háseta á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Áki Jakobsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1947-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (nefndarálit) útbýtt þann 1947-05-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A124 (bátaútvegurinn o. fl.)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1946-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (sala Stóruborgar í Grímsnesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (nefndarálit) útbýtt þann 1947-04-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A147 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 330 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1947-01-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1947-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (vatnsveitur)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (óskilgetin börn)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Hermann Jónasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1947-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A171 (eftirlit með verksmiðjum og vélum)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1947-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (fávitahæli)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (lögræði)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1947-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A214 (framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl.)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1947-04-09 00:00:00 - [HTML]
128. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1947-05-14 00:00:00 - [HTML]
145. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1947-05-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A232 (brunamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1947-04-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A239 (þjóðleikhús)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1947-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A242 (söngskóli þjóðkirkjunar)[HTML]

Þingræður:
139. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1947-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A255 (eignakönnun)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-05-19 00:00:00 - [HTML]
136. þingfundur - Áki Jakobsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1947-05-21 00:00:00 - [HTML]
141. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A279 (lögfesting embætta og opinberra starfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (þáltill.) útbýtt þann 1947-01-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-02-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 67

Þingmál A7 (hvíldartími háseta á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Áki Jakobsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1948-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (fjárhagsráð, innflutningsverslun og verðlagseftirlit)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1947-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (bændaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1947-10-10 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 160 (nefndarálit) útbýtt þann 1947-12-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A25 (Keflavíkurflugvöllurinn)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Áki Jakobsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-10-16 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1947-10-21 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (áfengisnautn)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1948-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (eignarnám lóða vegna Menntaskólans í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1947-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (iðnaðarmálastjóri og framleiðsluráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 346 (nefndarálit) útbýtt þann 1948-02-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A43 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jón Pálmason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1948-03-15 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1948-03-15 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1948-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (fjárlög 1948)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1947-10-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (brunavarnir og brunamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1947-10-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A59 (ölgerð og sölumeðferð öls)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1947-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1948-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (hafnargerðir og lendingarbætur)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Áki Jakobsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1948-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (útrýming villiminka)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1948-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1947-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (sölugjald af jörðum)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1948-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1947-12-15 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1947-12-16 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1947-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (Reykjavíkurhöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (frumvarp) útbýtt þann 1947-12-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A129 (fjárlög 1948)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 466 (nefndarálit) útbýtt þann 1948-03-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-11 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Eysteinn Jónsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-22 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-23 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (þjóðleikhúsið)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1948-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (húsaleiga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (nefndarálit) útbýtt þann 1948-03-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A159 (heilbrigðisnefndir og heilbrigðissamþykktir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1948-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A178 (fiskmat o.fl.)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1948-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A188 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 68

Þingmál A5 (niðursoðin mjólk)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jón Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1948-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (Landsbókasafn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-10-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1948-12-06 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Eiríkur Einarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-04-19 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A14 (kyrrsetning og lögbann)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1948-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (kjötmat o.fl.)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Páll Zóphóníasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1948-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (byggingarmálefni Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1948-10-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1948-11-15 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Lárus Jóhannesson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (fjárhagsráð)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1949-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1948-11-04 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Hermann Guðmundsson - Ræða hófst: 1948-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1948-11-04 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-02-25 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (fjárlög 1949)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-11-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-11-05 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (menntaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (frumvarp) útbýtt þann 1948-11-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 183 (nefndarálit) útbýtt þann 1948-12-10 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 528 (nefndarálit) útbýtt þann 1949-04-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1948-12-07 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1949-03-18 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1949-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga o. fl.)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1948-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1949-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (landshöfn í Höfn í Hornafirði)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1949-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (aðstoð til síldarútvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-12-10 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-12-14 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1948-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1948-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (nauðungaruppboð)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Lárus Jóhannesson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (jeppabifreiðar)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1949-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-12-16 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-12-18 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1948-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Eiríkur Einarsson - Ræða hófst: 1949-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (menntaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (nefndarálit) útbýtt þann 1949-05-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A124 (samkomudagur reglulegs Alþingis 1949)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-11-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Finnur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-03-07 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-03-08 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-03-10 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (iðnfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (nefndarálit) útbýtt þann 1949-05-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A155 (réttindi kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 422 (frumvarp) útbýtt þann 1949-03-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A164 (orkuver og orkuveitur)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1949-03-17 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Hermann Jónasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (hlutatryggingarsjóður bátaútvegsins)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Björn Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-05-04 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Björn Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A197 (laun starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1949-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (iðnskólar)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1949-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (innflutningur búfjár)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1949-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A207 (bifreiðaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (nefndarálit) útbýtt þann 1949-05-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1949-05-06 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Einar Olgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-05-10 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-05-13 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1949-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A209 (loftflutningur milli landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1949-05-11 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 69

Þingmál A6 (öryggisráðstafanir á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (nefndarálit) útbýtt þann 1950-05-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A11 (togarakaup ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1950-04-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A14 (innflutningur búfjár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 797 (nefndarálit) útbýtt þann 1950-05-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A15 (Sementsverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Emil Jónsson - Ræða hófst: 1950-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (hvíldartími háseta á togurum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (nefndarálit) útbýtt þann 1950-04-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1949-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (uppbætur á laun opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1949-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (stóríbúðaskattur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (vátryggingarfélög fyrir fiskiskip)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1949-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (sveitarstjórar)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1950-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (fjárlög 1950)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1949-11-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Gísli Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-05-03 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1950-05-10 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1950-05-10 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Ólafur Thors (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1950-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1949-12-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1950-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdómur)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1950-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (fiskimálasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 483 (nefndarálit) útbýtt þann 1950-03-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (sauðfjársjúkdómar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1949-12-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A49 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1950-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (fjárhagsráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1950-04-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-12-13 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-05-02 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1950-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (jeppabifreiðar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1950-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp) útbýtt þann 1949-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1950-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1950-01-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1950-01-05 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1950-01-05 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1950-01-05 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1950-01-10 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1950-01-10 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1950-01-11 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1950-01-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1950-01-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1950-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (eyðing refa og minka)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1950-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (réttarstaða og atvinnuskilyrði kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (þáltill.) útbýtt þann 1950-01-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A94 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1950-05-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A102 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1950-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (fjárhagsráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (frumvarp) útbýtt þann 1950-02-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A106 (útsvör)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1950-04-14 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1950-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Jón Pálmason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1950-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (gengisskráning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1950-02-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1950-02-27 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1950-03-15 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1950-03-17 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1950-03-17 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1950-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (dánarvottorð og dánarskýrslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (frumvarp) útbýtt þann 1950-03-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Rannveig Þorsteinsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1950-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (skáldalaun rithöfunda og listamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (frumvarp) útbýtt þann 1950-04-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A148 (ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 1950-05-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (austurvegur)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1950-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (gengisskráning o.fl.)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1950-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A165 (skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1950-05-13 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1950-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 747 (frumvarp) útbýtt þann 1950-05-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál B21 (fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl.)

Þingræður:
16. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1949-12-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 70

Þingmál A1 (fjárlög 1951)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1950-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (skólastjóralaun og kennara við barnaskóla)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Gísli Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (hvíldartími háseta á togurum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 1950-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A12 (hvíldartími háseta á togurum)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Finnur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1950-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (nefndarálit) útbýtt þann 1950-11-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A20 (bann gegn botnvörpuveiðum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Sigurður Ágústsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1951-02-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A28 (Stýrimannaskólinn)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1950-11-16 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Pétur Ottesen (Nefnd) - Ræða hófst: 1950-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (iðnaðarmálastjóri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 802 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1951-03-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Emil Jónsson - Ræða hófst: 1951-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1951-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (hitaveitur utan Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1950-10-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A58 (skipulag kauptúna og sjávarþorpa)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (frumvarp) útbýtt þann 1950-11-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A76 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1951-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (aðstoð til útvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Gísli Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1950-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (skömmtun á byggingarvörum)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (nefndarálit) útbýtt þann 1951-01-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1951-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (háskólakennarar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1950-11-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A128 (Iðnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1950-12-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A138 (virkjun Sogsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 486 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1951-01-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A156 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Ingólfur Jónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1951-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A161 (hraðfrystihús og útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (frumvarp) útbýtt þann 1951-01-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A165 (menntaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (nefndarálit) útbýtt þann 1951-03-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1951-02-19 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1951-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (gengisskráning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1951-02-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1951-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A175 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1951-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (lántaka handa ríkissjóði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1951-02-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A183 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (landshöfn í Rifi)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1951-02-23 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Sigurður Ágústsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður))

Þingræður:
47. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1951-02-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 71

Þingmál A1 (fjárlög fyrir árið 1952)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1951-10-08 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1951-12-12 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1951-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1951-10-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A7 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1951-10-03 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 664 (nefndarálit) útbýtt þann 1952-01-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A9 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1951-10-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (bifreiðalög)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Emil Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (Akademía Íslands)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1952-01-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (lánveitingar til íbúðabygginga)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1951-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (rannsókn á slysum á togurum og öðrum veiðiskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1951-11-08 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 418 (þál. í heild) útbýtt þann 1951-12-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A45 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1951-12-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A58 (fræðslulöggjöfin)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1951-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (orkuver og orkuveitur)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1951-10-29 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1952-01-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (heildarendurskoðun á skattalögum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (þáltill.) útbýtt þann 1951-10-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 632 (þál. í heild) útbýtt þann 1952-01-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Jóhann Hafstein - flutningsræða - Ræða hófst: 1951-11-28 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1952-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (Iðnaðarbanki Íslands hf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1951-10-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A96 (menntaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (nefndarálit) útbýtt þann 1951-12-05 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 618 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1952-01-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1952-01-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (skógræktardagur skólafólks)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1951-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (frumvarp) útbýtt þann 1951-11-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A109 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1951-11-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1951-11-22 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1952-01-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (frumvarp) útbýtt þann 1951-11-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A112 (öryrkjahæli)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1951-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (kristfjárjarðir o. fl.)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1951-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jón Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (eftirlit með opinberum sjóðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1951-11-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A128 (húsaleiga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1951-11-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1951-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (útflutningur á saltfiski)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (nefndarálit) útbýtt þann 1952-01-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1951-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (veitingasala, gististaðahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1951-12-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A171 (vegna skuldaskila vélbátaflotans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (frumvarp) útbýtt þann 1952-01-15 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 72

Þingmál A1 (fjárlög 1953)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-07 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1952-12-08 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1952-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (tekjuskattsviðauki)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson - Ræða hófst: 1952-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (gengisskráning o. fl.)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-30 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1952-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1952-10-23 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1952-11-13 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Bernharð Stefánsson - Ræða hófst: 1952-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (bæjanöfn o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (breytingartillaga) útbýtt þann 1952-11-28 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 338 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1952-12-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 400 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1952-12-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1952-10-31 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Páll Zóphóníasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1952-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 1952-10-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Emil Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1952-10-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (hvíldartími háseta á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 1952-10-03 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 558 (nefndarálit) útbýtt þann 1953-01-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Sigurður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1952-10-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (orlof)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1952-10-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (vegabréf)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-03 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1952-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1952-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (verndun fiskimiða landgrunnsins)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1952-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (verðjöfnun á olíu og bensíni)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1952-12-15 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1952-12-15 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1953-01-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1952-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (endurskoða orlofslögin)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Sigurður Guðnason - Ræða hófst: 1952-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (bátaútvegsgjaldeyrir)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1952-11-05 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1952-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (leigubifreiðar í kaupstöðum)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Sigurður Ó. Ólafsson - Ræða hófst: 1952-12-15 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1953-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (iðnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Björn Ólafsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (húsmæðrafræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1952-11-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A89 (Samband íslenskra berklasjúklinga)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Gísli Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1952-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1952-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (skipulag kauptúna og sjávarþorpa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (frumvarp) útbýtt þann 1952-10-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A95 (tilkynningar aðsetursskipta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A101 (lánasjóður fyrir íslenska námsmenn erlendis)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Björn Ólafsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (sýsluvegasjóðir)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Sigurður Ó. Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1953-01-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (uppbót á sparifé)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1952-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (menntaskóli)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Þorsteinn Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1953-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (verðtrygging sparifjár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1953-02-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A164 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1953-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A171 (eftirlit með opinberum sjóðum)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1952-12-16 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1953-01-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (landshöfn í Höfn í Hornafirði)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1953-01-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (fiskmat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1952-12-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A183 (skattfrelsi sparifjár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 672 (nefndarálit) útbýtt þann 1953-02-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1952-12-12 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1953-02-03 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1953-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (lækkun skatta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (frumvarp) útbýtt þann 1952-12-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A192 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1952-12-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A196 (tollskrá o. fl.)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1953-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (gengisskráning)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Gísli Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1953-01-27 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Gísli Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1953-01-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-01-15 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 585 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1953-01-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Gísli Jónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1953-01-23 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1953-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A217 (rannsókn sjóslysa)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1952-10-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 73

Þingmál A1 (fjárlög 1954)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - Ræða hófst: 1953-12-14 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Ingólfur Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1953-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1953-10-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (gengisskráning)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1953-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (gjaldaviðauki)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1953-10-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1954-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1954-02-23 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1954-03-02 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1954-04-05 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1954-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (vátryggingasamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1953-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 1953-10-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A27 (áburðarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 1953-10-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-10-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (félagsheimili)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1954-03-18 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1954-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (bifreiðaskattur o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 1953-10-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (frumvarp) útbýtt þann 1953-10-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A47 (stofnfé Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (frumvarp) útbýtt þann 1953-10-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A63 (síldarleit)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1953-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (sömu laun kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (togaraútgerð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1954-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A85 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1953-11-13 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1953-11-13 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1953-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-11-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1953-11-09 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (milliþinganefnd í heilbrigðismálum)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Ingólfur Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1954-04-07 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Ingólfur Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1954-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (innflutningsmál- gjaldeyrismál, fjárfestingamál o. fl.)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1953-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1953-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (frumvarp) útbýtt þann 1953-12-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-03-11 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (húsaleiga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1954-04-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1954-02-08 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1954-02-08 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1954-04-07 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1954-04-08 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-04-08 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Gísli Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1954-04-08 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Páll Þorsteinsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1954-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (verðlagsskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (frumvarp) útbýtt þann 1953-12-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Andrés Eyjólfsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (tunnuverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (frumvarp) útbýtt þann 1953-12-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Einar Ingimundarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (landamerki o. fl.)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Lárus Jóhannesson (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Gils Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1954-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (brunatryggingar í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1954-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (Greiðslubandalag Evrópu)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ingólfur Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1954-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (útsvör)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-04-06 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Karl Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1954-04-06 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1954-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1954-03-24 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-04-05 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1954-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (brunatryggingar utan Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1954-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1954-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 694 (nefndarálit) útbýtt þann 1954-04-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1954-04-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 74

Þingmál A1 (fjárlög 1955)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1954-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (stýrimannaskólinn í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1954-10-13 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Ingólfur Flygenring (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (vistheimili fyrir stúlkur)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Gísli Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-10-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (hvíldartími háseta á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 1954-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A18 (sömu laun kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-10-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (hvíldartími háseta á íslenskum botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 1954-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A25 (læknaskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1955-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1954-10-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1954-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (aðstoð við togaraútgerðina)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1954-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 1954-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A58 (vantraust á menntamálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1954-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (jöfnun raforkuverðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (þáltill.) útbýtt þann 1954-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A64 (byggingasjóður kauptúna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1954-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (dýralæknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 492 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1955-03-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A78 (Fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Sigurður Ágústsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-03-31 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Sigurður Ágústsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-03-31 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Sigurður Ágústsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (sýsluvegasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (nefndarálit) útbýtt þann 1955-05-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A127 (leigubifreiðar í kaupstöðum)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sigurður Ó. Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (Brunabótafélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1955-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jón Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-04-04 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1955-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (almenningsbókasöfn)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (vinnudeila)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1955-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (fasteignamat)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Pálmason (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (bæjarstjórn í Kópavogskaupstað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (nefndarálit) útbýtt þann 1955-04-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Gunnar M. Magnúss - Ræða hófst: 1955-04-19 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1955-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A188 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1955-04-22 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1955-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-04-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A198 (greiðsluafgangur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1955-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (launalög)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1954-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A211 (jöfn laun karla og kvenna)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1954-12-02 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1954-12-02 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1954-12-02 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1954-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
57. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1955-05-09 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1955-05-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 75

Þingmál A1 (fjárlög 1956)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1955-10-17 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1956-01-30 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Ingólfur Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1956-02-01 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1956-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-10-08 17:00:00 [PDF]

Þingmál A7 (sálfræðiþjónusta í barnaskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-10-08 17:00:00 [PDF]

Þingmál A12 (verðlagsuppbót á laun opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1955-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (kjörskrá í Kópavogskaupstað)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1955-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-10-08 17:00:00 [PDF]

Þingmál A19 (varnarsamningur við Bandaríkin)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jóhann Hafstein (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1956-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (hvíldartími háseta á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 1955-10-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-10-14 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1956-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (hvíldartími háseta á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 1955-10-12 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 343 (nefndarálit) útbýtt þann 1956-02-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (verðtryggingasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 1955-10-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Jón Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (fiskveiðalandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (skemmtanaskattur þjóðleikhús o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1956-02-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A56 (sýsluvegasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 1955-10-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A63 (byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Gísli Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1956-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Karl Guðjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-11-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A85 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-11-04 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 173 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1955-12-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-12-08 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1956-01-06 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1956-01-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (laun starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-11-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1955-12-10 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Gísli Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1955-12-16 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1955-12-16 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1955-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-11-07 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 270 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1956-01-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1955-11-08 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-01-26 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-02-02 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1956-03-26 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1956-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (framfærslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-11-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A92 (heilsuverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 1955-11-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A93 (bifreiðalög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (frumvarp) útbýtt þann 1955-11-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A105 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-02-02 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-02-03 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-02-16 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1956-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1956-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (kaup og útgerð togara til atvinnuframkvæmda)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1956-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (Iðnaðarmálastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-12-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (lífeyrissjóður togarasjómanna)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1955-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-01-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 507 (nefndarálit) útbýtt þann 1956-03-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1956-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (mannfræði- og ættfræðirannsóknir)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1956-01-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (landshöfn í Keflavíkurkaupstað og Njarðvíkurhreppi)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Tómas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1956-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (þjóðskrá og almannaskráning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 406 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-02-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A165 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1956-03-01 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (vinnumiðlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (frumvarp) útbýtt þann 1956-02-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1956-03-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 76

Þingmál A1 (fjárlög 1957)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1956-10-22 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1957-02-18 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1957-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (húsnæðismálastjórn)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1956-10-23 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1957-01-31 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (dýravernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-10-10 17:00:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Emil Jónsson (forseti) - útbýting þingskjala - Ræða hófst: 1957-04-03 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-04-04 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (skipakaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A12 (festing verðlags og kaupgjalds)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1956-11-01 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1956-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (bifreiðalög)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Skúli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1956-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-11-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1956-11-09 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (sandgræðsla og hefting sandfoks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 1956-11-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A51 (búfjárrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1956-11-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A60 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1956-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (fræðsla barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (nefndarálit) útbýtt þann 1957-05-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A79 (hlutur sveitarfélaga af söluskatti)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1956-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (breyting á framfærslulögum)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1956-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1956-12-20 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1956-12-20 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1956-12-20 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1956-12-20 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1956-12-20 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1956-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (kirkjuþing og kirkjuráð)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Sigurvin Einarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (þinglýsing skjala og aflýsing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (frumvarp) útbýtt þann 1957-01-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-01-25 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Jón Kjartansson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (sala og útflutningur sjávarafurða o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1957-03-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1957-03-05 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1957-03-05 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Pétur Ottesen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-03-07 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1957-03-08 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1957-03-14 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Jón Kjartansson - Ræða hófst: 1957-03-15 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1957-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (jöfn laun karla og kvenna)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (heilsuverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-01-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A108 (kjörbréf varaþingmanns)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1957-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 258 (frumvarp) útbýtt þann 1957-02-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-04-08 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-04-11 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (landnám, ræktun og byggingar í sveitum)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1957-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (tollskrá o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 336 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1957-03-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A135 (atvinna við siglingar á íslenskum skipum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Björn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A159 (skattur á stóreignir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1957-05-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A160 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1957-04-12 00:00:00 - [HTML]
102. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1957-05-21 00:00:00 - [HTML]
102. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1957-05-21 00:00:00 - [HTML]
102. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-05-21 00:00:00 - [HTML]
102. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1957-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A174 (menningarsjóður og menntamálaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-05-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A175 (vísindasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-05-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 669 (nefndarálit) útbýtt þann 1957-05-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A177 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 623 (nefndarálit) útbýtt þann 1957-05-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A182 (stofnlánadeild sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1957-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (skattfrádráttur)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1957-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1957-05-27 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-05-27 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1957-05-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 77

Þingmál A1 (fjárlög fyrir árið 1958)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1957-10-16 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1957-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1957-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1957-10-25 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-11-22 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Pétur Pétursson (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-02-24 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1958-02-24 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1958-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (girðingalög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (veitingasala, gististaðahald o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1957-11-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 390 (nefndarálit) útbýtt þann 1958-04-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1958-03-11 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Sigurður Bjarnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1958-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (fræðsla barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 93 (frumvarp) útbýtt þann 1957-11-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A68 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (frumvarp) útbýtt þann 1957-12-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 172 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1957-12-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A83 (sveitastjórnarkosningar)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1957-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (skólakostnaður)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (kostnaður við rekstur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-02-06 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1958-03-03 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (réttur verkafólks)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-02-07 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1958-02-07 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-02-07 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Alfreð Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-02-24 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1958-02-24 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Alfreð Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-02-24 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1958-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (skattur á stóreignir)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1958-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1958-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A120 (dýralæknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 236 (frumvarp) útbýtt þann 1958-02-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A130 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1958-02-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-02-25 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1958-02-25 00:00:00 - [HTML]
104. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-05-22 00:00:00 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1958-05-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-05-06 00:00:00 - [HTML]
98. þingfundur - Jón Kjartansson - Ræða hófst: 1958-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (sveitastjórnarkosningar)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1958-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1958-03-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-03-27 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (dýralæknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (nefndarálit) útbýtt þann 1958-03-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (atvinna við siglingar)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ásgeir Sigurðsson - Ræða hófst: 1958-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (útflutningur hrossa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1958-03-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A165 (biskup í Skálholti)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1958-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (aðstoð við vangefið fólk)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1958-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (sýsluvegasjóðir)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 492 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1958-05-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 583 (nefndarálit) útbýtt þann 1958-05-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-05-14 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1958-05-16 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-05-16 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-05-16 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1958-05-27 00:00:00 - [HTML]
110. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1958-05-28 00:00:00 - [HTML]
111. þingfundur - Sigurður Bjarnason (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1958-05-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (lífeyrissjóður togarasjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 501 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1958-05-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál B14 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
50. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1958-06-02 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1958-06-02 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1958-06-02 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-06-02 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1958-06-02 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-06-03 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Pálmason - Ræða hófst: 1958-06-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 78

Þingmál A1 (fjárlög 1959)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-10-20 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1958-10-20 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Magnús Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-04-20 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Karl Guðjónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1959-04-20 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1959-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (biskupskosning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1958-11-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1958-11-06 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1958-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (lífeyrissjóður fyrir bátasjómenn)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1958-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (smíði 15 togara)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1958-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 1958-10-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A34 (veitingasala, gististaðahald o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1958-11-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A35 (dýralæknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (frumvarp) útbýtt þann 1958-11-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1958-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1959-01-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1958-11-20 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Jón Pálmason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1958-11-20 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Jón Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-01-08 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1959-01-12 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Pálmason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-01-19 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1959-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1959-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (uppbætur á laun starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1958-11-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A61 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1958-11-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (fræðsla barna)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1959-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (siglingarlög nr. 56)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1958-12-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A86 (kirkjugarðar)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Sigurvin Einarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1959-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (niðurfærsla verðlags og launa o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (nefndarálit) útbýtt þann 1959-01-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Emil Jónsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1959-01-22 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1959-01-23 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1959-01-23 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Skúli Guðmundsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1959-01-27 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-01-28 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1959-01-28 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1959-01-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1959-01-26 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1959-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (skattar og gjöld til sveitarsjóða)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Sigurður Ó. Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-02-27 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1959-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (samband íslenskra berklasjúklinga)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1959-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (sögustaðir)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1959-04-16 00:00:00 - [HTML]
109. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1959-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-03-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A127 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1959-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1959-04-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Einar Olgeirsson (forseti) - Ræða hófst: 1959-04-14 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1959-04-14 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-04-14 00:00:00 - [HTML]
111. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1959-05-02 00:00:00 - [HTML]
115. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-04-24 00:00:00 - [HTML]
116. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-04-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A153 (þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-04-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A167 (orlof)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1959-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
48. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1959-05-11 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1959-05-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 79

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-07-23 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1959-07-29 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1959-08-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-08-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 80

Þingmál A7 (gjaldaviðauki 1960)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-11-28 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1959-11-28 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði 1960)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1959-11-26 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-11-30 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1959-12-03 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1959-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-11-30 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-12-02 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1959-12-03 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (framleiðslu- og atvinnuaukningarsjóður)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1959-12-04 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1959-12-04 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1959-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (fjárlög 1960)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-03-15 13:55:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1960-02-08 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Karl Guðjónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-03-16 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Karl Guðjónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-03-16 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Karl Guðjónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-03-28 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Magnús Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (efnahagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-02-03 13:55:00 [PDF]
Þingskjal nr. 111 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-02-18 13:55:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-02-05 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Björn Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-02-18 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-02-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Björn Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-02-19 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1960-02-19 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1960-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (sjúkrahúsalög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Sigurður Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Auður Auðuns - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (einkasala ríkisins á tóbaki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 150 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-03-04 09:54:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Emil Jónsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-25 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Emil Jónsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1960-03-26 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Alfreð Gíslason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-03-30 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-03-24 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (lækningaleyfi)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sigurður Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-03-14 11:11:00 [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-03-10 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-03-14 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1960-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (olíuverslun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1960-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (ferskfiskeftirlit)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-05-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-05-23 13:55:00 [PDF]

Þingmál A111 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-04-06 13:55:00 [PDF]
Þingskjal nr. 319 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-04-08 13:55:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1960-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1960-05-24 13:55:00 [PDF]
Þingskjal nr. 509 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1960-05-24 13:42:00 [PDF]
Þingskjal nr. 608 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1960-06-02 13:42:00 [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-04-01 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-04-01 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1960-04-01 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1960-04-01 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-04-04 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-04-04 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1960-04-04 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-05-24 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Jón Skaftason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-05-24 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1960-05-24 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1960-05-30 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-05-25 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1960-05-27 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Jón Kjartansson - Ræða hófst: 1960-05-27 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Auður Auðuns (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-06-02 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1960-06-02 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Karl Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-06-02 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-06-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Auður Auðuns (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-04-08 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-04-01 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1960-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (lánasjóður íslenskra námsmanna erlendis)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Auður Auðuns (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 347 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1960-04-28 09:12:00 [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Skúli Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-04-28 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1960-05-05 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-05-13 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1960-05-06 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Björn Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (skólakostnaður)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Sigurður Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (verðlagsmál)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1960-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-05-27 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Magnús Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-05-28 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Magnús Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A902 (skattfríðindi við störf í þjónustu útflutningsframleiðslunnar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1960-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B2 (stjórnarskipti)

Þingræður:
1. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1959-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
55. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1960-05-30 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-30 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-05-31 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-31 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1960-05-31 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 81

Þingmál A1 (fjárlög 1961)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1960-10-24 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-24 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Magnús Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-12-07 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-12-07 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1960-12-07 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Karl Guðjónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (löggilding bifreiðaverkstæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 424 (nefndarálit) útbýtt þann 1961-02-28 14:11:00 [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - Ræða hófst: 1961-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (Iðnaðarmálastofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1960-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (verkstjóranámskeið)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Magnús Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (ríkisfangelsi og vinnuhæli)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-02-09 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Alfreð Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1960-10-20 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 358 (nefndarálit) útbýtt þann 1961-02-14 13:41:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1960-10-27 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-27 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-28 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1960-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1960-12-09 09:07:00 [PDF]

Þingmál A38 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (fræðslumyndasafn ríkisins)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Benedikt Gröndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (lækkun byggingarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Gísli Jónsson - málsh. um fundarstjórn - Ræða hófst: 1961-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (launajöfnuður karla og kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (frumvarp) útbýtt þann 1960-10-20 09:07:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Jón Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-10-25 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1960-10-25 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Auður Auðuns (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-03-24 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1961-03-24 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-03-25 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1961-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (kornrækt)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1961-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (Ræktunarsjóður Íslands og Byggingarsjóður sveitabæja)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1960-11-01 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1960-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (framleiðslu- og framkvæmdaáætlun þjóðarinnar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1960-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (byggingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 93 (þáltill.) útbýtt þann 1960-11-01 09:18:00 [PDF]

Þingmál A89 (lífeyrissjóður togarasjómanna)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1960-11-10 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1960-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (landsútsvör)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Karl Guðjónsson (forseti) - Ræða hófst: 1960-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (nefndarálit) útbýtt þann 1961-02-03 14:27:00 [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1961-02-14 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Margrét Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1961-02-28 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1961-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (sömu laun kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1960-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (frumvarp) útbýtt þann 1960-11-23 16:26:00 [PDF]
Þingskjal nr. 435 (nefndarálit) útbýtt þann 1961-03-01 16:26:00 [PDF]

Þingmál A130 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-12-13 10:32:00 [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1960-12-09 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1960-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1961-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1961-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 274 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1961-01-23 13:31:00 [PDF]

Þingmál A158 (sóknargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1961-01-23 13:31:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1961-02-03 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1961-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A161 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1961-01-25 13:31:00 [PDF]

Þingmál A167 (verðflokkun á nýjum fiski)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-02-17 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Emil Jónsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1961-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-01-27 13:31:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (Framkvæmdabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jóhann Hafstein (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-02-01 09:43:00 [PDF]

Þingmál A180 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1961-02-02 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Skúli Guðmundsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1961-02-23 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1961-03-16 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (Útvegsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-02-07 09:43:00 [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Geir Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (sveitarstjórnarkosningar)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1961-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (lausn fiskveiðideilunnar við Breta)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-03-02 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1961-03-02 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Jóhann Hafstein (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1961-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1961-03-13 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Jónas G. Rafnar - Ræða hófst: 1961-03-13 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1961-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A207 (lögreglumenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-03-03 12:50:00 [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A209 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1961-03-23 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A217 (landnám, ræktun og byggingar í sveitum)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1961-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
57. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1961-03-27 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1961-03-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A1 (fjárlög 1962)[HTML]

Þingræður:
1. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1961-10-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A13 (ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1961-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1961-11-07 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1961-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1961-10-25 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1961-10-25 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (lausaskuldir bænda)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-02-15 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1962-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (áburðarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-03-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Geir Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-11-06 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-23 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1962-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (tjón af völdum vinnustöðvana)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1961-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (atvinnubótasjóður)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1961-10-30 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1961-10-30 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-01 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-08 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-03-08 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1962-03-08 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-03-16 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1962-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (sveitarstjórnarkosningar)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1962-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (jarðgöng á þjóðvegum)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1961-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (hafnarbótasjóður)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Gísli Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (hefting sandfoks)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests og launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1961-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-11-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A74 (lækkun aðflutningsgjalda)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-11-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 631 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1962-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A81 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-02-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Gísli Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-02-20 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-02-26 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Gísli Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1962-02-26 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-03-02 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Gísli Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1962-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (bygginarsjóður sveitabæja)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-02-07 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1962-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (orlof)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1961-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (átta stunda vinnudagur verkafólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (þáltill.) útbýtt þann 1961-11-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-12-06 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Geir Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (erfðalög)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (verðlagsráð sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Emil Jónsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1961-12-15 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Björn Jónsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (lífeyrissjóður togarasjómanna og undirmanna á farskipum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (Hjúkrunarskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (læknaskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Sigurður Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (Kirkjubyggingarsjóður)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1962-03-12 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - Ræða hófst: 1962-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (Ríkisábyrgðasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-02-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-02-08 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Magnús Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1962-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-02-07 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 341 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-03-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1962-02-12 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-03-08 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Skúli Guðmundsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (verkamannabústaðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A156 (húsnæðismálastofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1962-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1962-03-13 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1962-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (aflatryggingasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1962-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (Stofnalánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-13 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1962-03-13 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-03-13 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-13 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-28 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-05 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-04-10 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A171 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1962-04-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1962-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A178 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 493 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-03-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-15 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1962-03-15 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A189 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (þjóðskrá og almannaskráning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-03-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (innflutningur búfjár)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-26 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (félagsheimili)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1962-04-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-04-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
55. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-13 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1962-04-13 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1962-04-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 83

Þingmál A1 (fjárlög 1963)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-10-23 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1962-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (lögreglumenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A6 (almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Gísli Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (Norðurlandasamningur um innheimtu meðlaga)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (kornrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (nefndarálit) útbýtt þann 1963-02-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A54 (lyfsölulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-10-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-10-29 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Kjartan J. Jóhannsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Bjartmar Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1962-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Gunnar Jóhannsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (lausn á síldveiðideilunni sumarið 1962)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1962-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (frumvarp) útbýtt þann 1962-11-08 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 363 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1963-03-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Jóhann Hafstein (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-03-14 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1963-03-21 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1963-03-28 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (veitingasala, gististaðahald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-11-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A90 (sjómannalög)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Birgir Finnsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1963-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1962-11-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A92 (lántaka vegna vatnsveituframkvæmda í Vestmannaeyjum)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1963-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (framkvæmdalán)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (fullnusta norrænna refsidóma)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (náttúrurannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-12-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A132 (stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (frumvarp) útbýtt þann 1963-02-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 510 (nefndarálit) útbýtt þann 1963-04-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1963-02-11 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1963-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Hermann Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (kirkjugarðar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Auður Auðuns (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-02-19 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1963-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (bændaskólar)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1963-03-25 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-25 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-26 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (aðstoð við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1963-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A194 (listflytjendur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 378 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A196 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1963-04-01 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1963-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A207 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (frumvarp) útbýtt þann 1963-03-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A223 (hámark útlánsvaxta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 465 (frumvarp) útbýtt þann 1963-03-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A227 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-29 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-04-09 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A242 (fasteignamat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 564 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A246 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A251 (dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Árnason - Ræða hófst: 1963-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
49. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-04-17 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-04-17 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1963-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 (fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir)

Þingræður:
62. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 84

Þingmál A1 (fjárlög 1964)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1963-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (þinglýsingar)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðlaugur Gíslason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (fullnusta refsidóma)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (örorku- og dánarbætur sjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Geir Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-10-17 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1964-04-13 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1964-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 1963-10-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1963-10-21 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1964-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (lausn kjaradeilu verkfræðinga)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1964-05-09 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1964-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (þjóðhagsáætlun fyrir árin 1964-1968)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Helgi Bergs - Ræða hófst: 1963-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (launamál o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-31 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 61 (nefndarálit) útbýtt þann 1963-11-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1963-11-01 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Einar Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-11-04 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1963-11-04 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-11-05 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1963-11-07 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Helgi Bergs - Ræða hófst: 1963-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1963-11-06 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1963-11-06 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1963-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (hefting sandfoks)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - Ræða hófst: 1963-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (lausaskuldir iðnaðarins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1964-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (Lífeyrissjóður barnakennara)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (frumvarp) útbýtt þann 1963-11-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-11-21 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1963-11-21 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1963-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1964-04-30 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Einar Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-04-20 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1964-05-11 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1964-05-11 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1964-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (eyðing refa og minka)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ásgeir Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (búfjárrækt)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Gunnar Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 1964-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-12-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-12-06 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1963-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1964-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1963-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (fækkun og stækkun sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1964-05-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A109 (hækkun á bótum almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-01-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A119 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-01-30 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1964-01-24 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1964-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (ábyrgðartryggingar atvinnurekenda á starfsfólki þeirra)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (nefndarálit) útbýtt þann 1964-02-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1964-04-06 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-02-11 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-02-11 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-02-17 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-02-17 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-02-18 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (menntaskóli Vestfirðinga)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (skemmtanaskattur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Auður Auðuns (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A165 (ferðamál)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-02-24 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A175 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (frumvarp) útbýtt þann 1964-02-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A195 (húsnæðismálastofnun o.fl.)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1964-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A200 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 424 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1964-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A201 (kísilgúrverksmiðja við Mývatn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A202 (vinnuvernd)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-04-14 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1964-04-14 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1964-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1964-05-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1964-05-04 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-05-04 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Einar Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (náttúrurannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-04-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A220 (ávöxtun fjár tryggingafélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A810 (greiðslur vegna ríkisábyrgða)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
77. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-05-12 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-05-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 85

Þingmál A1 (fjárlög 1965)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Birgir Finnsson - Ræða hófst: 1964-10-23 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Geir Gunnarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (verðtrygging launa)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1964-10-20 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Helgi Bergs - Ræða hófst: 1964-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1964-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (vernd barna og ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-10-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1964-10-26 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1965-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (náttúrurannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A12 (vaxtalækkun)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1965-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (lækkun skatta og útsvara)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1964-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 1964-10-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A30 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1964-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (leiklistarstarfsemi áhugamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-10-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A38 (samvinnubúskapur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-10-29 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1964-10-29 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1964-10-29 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1964-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-11-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (innlent lán)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (kostnaður við skóla reknir sameiginlega af ríki og sveitarfélögum)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Oddur Andrésson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (bann gegn botnvörpuveiðum)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1964-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (búfjárrækt)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1964-11-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1965-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (einkasala ríkisins á tóbaki)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Magnús Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1965-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1964-12-15 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1964-12-15 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1965-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (landgræðsla)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1965-02-11 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Bjartmar Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (nefndarálit) útbýtt þann 1964-12-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1964-12-16 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1964-12-16 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1964-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (skrásetning réttinda í loftförum)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1965-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (útfærsla fiskveiðilandhelginnar fyrir Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-03-17 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1965-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (læknaskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-03-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1965-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (nafnskírteini)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1965-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (verkfræðiskrifstofa Vestfjarðakjördæmis)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-03-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Jón Skaftason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1965-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (iðnfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 466 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-04-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (lausn kjaradeilu atvinnuflugmanna)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1965-04-26 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1965-04-29 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1965-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1965-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
52. þingfundur - Birgir Finnsson - Ræða hófst: 1965-05-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 86

Þingmál A1 (fjárlög 1966)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (Húsnæðismálastofnun ríksisins)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Karl Kristjánsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1965-11-15 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-11-18 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Jónas Pétursson - Ræða hófst: 1965-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A12 (iðnfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A18 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (nefndarálit) útbýtt þann 1966-03-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A20 (verðtrygging fjárskuldbindinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 1966-03-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Davíð Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-03-24 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Einar Ágústsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1966-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 1965-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A26 (verðlagning landbúnaðarvara)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (bygging skólamannvirkja)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1965-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (vegaskattur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1965-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (íþróttalög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 1965-10-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A61 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1965-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (hægri handar umferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-11-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Birgir Finnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-03-22 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Sveinn Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1965-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1966-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (innflutnings- og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-12-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A98 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 422 (nefndarálit) útbýtt þann 1966-04-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A99 (ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-12-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-12-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-02-10 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-02-10 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-04 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1966-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 226 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-02-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-03-22 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1966-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (hafnargerðir og lendingarbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (frumvarp) útbýtt þann 1966-03-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (ferðamál)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (Iðnlánasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-03-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A151 (Framkvæmdasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-03-21 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-25 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-03-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A161 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (nefndarálit) útbýtt þann 1966-04-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A174 (fiskveiðar í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jón Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (Atvinnujöfnunarsjóður)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-04 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1966-04-04 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-04 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1966-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-04-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-02 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-23 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1966-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (alþjóðasamningur um lausn fjárfestingardeilna)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (stofnun búnaðarmálasjóðs)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Bjartmar Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-04-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1966-04-23 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-25 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1966-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (bann gegn botnvörpuveiðum)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Sigfús J Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (endurskoðun laga um jarðakaup ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (þáltill.) útbýtt þann 1966-04-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A202 (Stéttarsamband bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (frumvarp) útbýtt þann 1966-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál B16 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
43. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1966-05-02 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Unnar Stefánsson - Ræða hófst: 1966-05-03 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Hjalti Haraldsson - Ræða hófst: 1966-05-03 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 (almennur lífeyrissjóður)

Þingræður:
29. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1966-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 (framkvæmda- og fjáröflunaráætlun 1966)

Þingræður:
41. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B21 (tilkynning frá ríkisstjórninni)

Þingræður:
3. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1965-10-13 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1965-10-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 87

Þingmál A1 (fjárlög 1967)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (fávitastofnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-10-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Auður Auðuns (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-10-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A16 (jarðakaup ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (þáltill.) útbýtt þann 1966-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A22 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Benedikt Gröndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (hafnargerðir og lendingarbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (frumvarp) útbýtt þann 1966-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A46 (byggingarsamvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Einar Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (verðjöfnun á olíu og bensíni)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Sigurður Ingimundarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (öryrkjaheimili og endurhæfingastöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 1966-11-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A60 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (útvarpsrekstur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1966-11-24 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1966-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (verðstöðvun)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (frumvarp) útbýtt þann 1966-12-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A88 (Framleiðnisjóður landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-12-12 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-12-12 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (jarðeignasjóður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1967-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (Stéttarsamband og Kjararannsóknarstofa bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 200 (frumvarp) útbýtt þann 1967-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A105 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Helgi Bergs (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-04-17 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-17 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (verndun og efling landsbyggðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (frumvarp) útbýtt þann 1967-02-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A125 (utanríkisráðuneyti Íslands)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1967-02-27 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (launaskattur)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1967-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (Búreikningastofa landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1967-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (hafnargerðir og lendingarbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (frumvarp) útbýtt þann 1967-03-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1967-03-10 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1967-03-20 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1967-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1967-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Axel Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (almenningsbókasöfn)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (skólakostnaður)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-15 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1967-04-17 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-03-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A171 (skipulag framkvæmda á vegum ríkisins)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1967-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (Skipaútgerð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (nefndarálit) útbýtt þann 1967-04-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-07 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1967-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (lántaka vegna framkvæmdaáætlunar fyrir árið 1967)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-04-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A183 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-04-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (æskulýðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-04-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A207 (framkvæmd vegáætlunar 1966)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1966-11-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál B14 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
33. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-11 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 (fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir)

Þingræður:
56. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1967-03-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 88

Þingmál A3 (æskulýðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A7 (efnahagsaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1967-10-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-10-16 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-10-18 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1967-10-18 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (breytingar á nýju vísitölunni)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-10-25 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1967-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (lausn deilu stýrimanna, vélstjóra og loftskeytamanna á farskipum og eigenda farskipa)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1967-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A14 (atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jón Árnason - Ræða hófst: 1968-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 647 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1968-04-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Matthías Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-04-04 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1968-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A22 (verndun og efling landsbyggðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 1967-10-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-10-26 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (byggingasamvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Einar Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-10-31 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1968-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Einar Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Valtýr Guðjónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-11-25 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1967-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1967-11-28 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1967-12-07 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1967-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (ráðstafanir vegna nýs gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-11-25 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (verðlagsuppbót á laun og vísitala framfærslukostnaðar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1967-11-28 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1967-11-27 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (ráðstafanir vegna landbúnaðarins í sambandi við breyting á gengi íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1967-12-14 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1967-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-12-16 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1967-12-16 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-01-17 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-03-11 00:00:00 - [HTML]
95. þingfundur - Jón Kjartansson - Ræða hófst: 1968-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (breyting á lausaskuldum bænda í föst lán)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1968-02-01 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1968-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (verkamannabústaðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-01-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A99 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 226 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-01-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A100 (hækkun á bótum almannatrygginga)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1968-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (smíði fiskiskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 1968-01-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (síldarútvegsnefnd)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1968-03-21 00:00:00 - [HTML]
103. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1968-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jónas Pétursson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-02-19 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1968-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 256 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-02-05 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 283 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1968-02-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 295 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1968-02-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1968-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 277 (frumvarp) útbýtt þann 1968-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A156 (lausn verkfalla)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1968-03-14 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Birgir Finnsson - Ræða hófst: 1968-03-14 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1968-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (ráðstafanir til lækkunar ríkisútgjalda)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (byggingarsjóður aldraðs fólks)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1968-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (eftirlit og mat á fiski og fiskafurðum)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1968-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-08 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-02 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-06 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1968-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
53. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-17 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1968-04-17 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1968-04-17 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-18 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B23 (verkföll)

Þingræður:
69. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-03-04 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1968-03-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A1 (fjárlög 1969)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-10-17 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1968-10-17 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1968-10-17 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Matthías Bjarnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A15 (siglingalög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Birgir Finnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (starfshættir Alþingis)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (fjallskil o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A25 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 1968-10-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A28 (vinnuvernd)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1968-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (verndun og efling landsbyggðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (frumvarp) útbýtt þann 1968-11-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A46 (Póst- og símamálastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (frumvarp) útbýtt þann 1968-11-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Tómas Karlsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (ráðstafanir vegna nýs gengis)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (skylduþjónusta ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 601 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1969-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1968-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (breyting á lausaskuldum bænda í föst lán)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (smíði fiskiskipa innanlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (frumvarp) útbýtt þann 1968-11-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A62 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1968-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Jón Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (verkfall opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (frumvarp) útbýtt þann 1968-11-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A89 (ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-12-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Sverrir Júlíusson - Ræða hófst: 1968-12-16 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1968-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (greiðslufrestur á skuldum bænda)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1969-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (rannsóknir á málmvinnslu á Austurlandi)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jónas Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-12-10 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1968-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (frumvarp) útbýtt þann 1968-12-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A114 (Atvinnumálastofnun)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1969-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-04-14 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Benedikt Gröndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-04-17 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1969-04-17 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-04-17 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Auður Auðuns (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (yfirráðaréttur íslenska ríkisins yfir landgrunninu)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (Vestfjarðaáætlun og Norðurlandsáætlun)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-02-13 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-02-13 00:00:00 - [HTML]
95. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (lausn kjaradeilu útvegsmanna og yfirmanna á bátaflotanum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-02-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-02-17 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1969-02-17 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1969-02-17 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1969-02-17 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1969-02-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (frumvarp) útbýtt þann 1969-02-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A160 (umboðsþóknun og gengismunur gjaldeyrisbankanna)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-03-13 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1969-03-13 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Jónas Pétursson - Ræða hófst: 1969-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (breytingar á lausaskuldum bænda í föst lán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (nefndarálit) útbýtt þann 1969-03-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1969-04-10 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1969-04-10 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (æskulýðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (frumvarp) útbýtt þann 1969-03-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A188 (aflatryggingasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Birgir Finnsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1969-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (aðgerðir í atvinnumálum)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - Ræða hófst: 1969-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-03-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Auður Auðuns (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A223 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (fyrirtækjaskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-04-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-04-25 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A232 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1969-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A233 (bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1969-04-28 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1969-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A250 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1969-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A275 (framkvæmd vegáætlunar 1968)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1968-12-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A284 (smíði skuttogara)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1969-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
51. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1969-05-14 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-05-14 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Steinþór Gestsson - Ræða hófst: 1969-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (efnahagsmál)

Þingræður:
20. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1969-02-21 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Sverrir Júlíusson - Ræða hófst: 1969-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (framkvæmd vegáætlunar 1968)

Þingræður:
33. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1969-02-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 90

Þingmál A1 (fjárlög 1970)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-10-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (skráning skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A7 (sameining sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-10-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-10-21 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1970-01-22 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1970-03-03 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1970-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (Seyðisfjarðarkaupstaður)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1970-01-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1970-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (hægri handar umferð)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (Byggðajafnvægisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 1969-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A28 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 1969-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A34 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A35 (fjárhagsaðstoð ríkisins til að jafna aðstöðu barna og ungmenna til skólagöngu)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1969-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (Fjárfestingarfélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Björn Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (læknalög)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (verknáms- og þjónustuskylda ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (þáltill.) útbýtt þann 1969-11-03 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 564 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1970-04-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A70 (heimild til handa Kvennaskólanum að brautskrá stúdenta)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1970-02-02 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1970-04-25 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Auður Auðuns - Ræða hófst: 1970-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (frumvarp) útbýtt þann 1969-11-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A107 (ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Geir Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (frumvarp) útbýtt þann 1969-12-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A112 (réttindi sambúðarfólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (þáltill.) útbýtt þann 1969-12-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A117 (aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (aflatryggingasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (frumvarp) útbýtt þann 1969-12-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Matthías Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-01-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (verðgæsla og samkeppnishömlur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-12-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1969-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (dómsmálastörf, lögreglustjórn og gjaldheimta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-01-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A146 (lífeyrissjóður togarasjómanna)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-01-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (verkfall opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 274 (frumvarp) útbýtt þann 1970-01-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 600 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1970-04-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Karl Guðjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-03-10 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Kristján Thorlacius (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (frumvarp) útbýtt þann 1970-01-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A161 (dýralæknar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-03-03 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1970-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (breyting á lausaskuldum bænda í föst lán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (frumvarp) útbýtt þann 1970-02-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A174 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-03-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-03-07 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Bjartmar Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-07 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1970-04-14 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (aflatryggingasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 392 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A182 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-03-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A196 (lán vegna framkvæmdaáætlunar 1970)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1970-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (nefndir)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-08 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-13 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Sverrir Júlíusson - Ræða hófst: 1970-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A215 (skemmtanaskattur)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1970-04-24 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1970-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A217 (alþjóðasamningur um fiskveiðar á Norðvestur-Atlantshafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 561 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-04-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A220 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (nefndarálit) útbýtt þann 1970-04-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-16 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-27 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1970-04-24 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A223 (iðnfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-04-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
48. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1970-04-28 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1970-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (utanríkismál)

Þingræður:
40. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1970-03-19 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1970-03-19 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 91

Þingmál A1 (fjárlög 1971)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-10-20 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1970-10-20 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Jón Árnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (nefndarálit) útbýtt þann 1970-12-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-11-30 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1970-11-30 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Jónas Pétursson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-12-14 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1970-12-15 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (virkjun Lagarfoss)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1970-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (fiskiðnskóli)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ingvar Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (aflatryggingasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A15 (námskostnaðarsjóður)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-25 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1971-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (kirkjuþing og kirkjuráð)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ólafur Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1971-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-10-27 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (alþjóðasamningur um stjórnmálasamband)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jónas Pétursson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-25 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (ráðgjafar- og rannsóknarstofnun skólamála)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1971-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jónas Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (sala á íbúðum framkvæmdanefndar byggingaáætlunar)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Guðlaugur Gíslason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (happdrættislán fyrir Vegasjóð vegna brúargerða á Skeiðarársandi)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1970-11-11 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-10-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A75 (sauðfjárbaðanir)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (frumvarp) útbýtt þann 1970-11-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A88 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (frumvarp) útbýtt þann 1970-11-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Stefán Valgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (atvinnuöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (nefndarálit) útbýtt þann 1970-11-12 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 160 (nefndarálit) útbýtt þann 1970-11-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1970-11-09 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1970-11-10 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1970-11-16 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1970-11-16 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-12 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1970-11-12 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Einar Ágústsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-18 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Ræða hófst: 1970-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (félagsmálaskóli verkalýðssamtakanna)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1971-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (Byggðajafnvægisstofnun ríkisins og ráðstafanir að verndun og eflingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 1970-11-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A119 (Innheimtustofnun sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-11-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A135 (verknáms- og þjónustuskylda ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (þáltill.) útbýtt þann 1970-11-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A138 (iðnfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-11-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (náttúruvernd á vatnasviði Mývatns og Laxár)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1971-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (vinnuvernd)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (verkfræðiráðunautar ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 1970-11-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A170 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-12-11 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-12-16 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1970-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (fyrirframinnheimta opinberra gjalda)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-12-14 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1970-12-18 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Geir Hallgrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (verðlagsmál)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (Áburðarverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1971-03-22 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1971-03-22 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-22 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (Kennaraháskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 749 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1971-04-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-02-03 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1971-03-22 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Einar Ágústsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (kjarabætur aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (frumvarp) útbýtt þann 1971-02-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A207 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Stefán Valgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-02-10 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 762 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1971-04-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-02-11 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-29 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Einar Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-04-03 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A217 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A222 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Jónas Pétursson - Ræða hófst: 1971-03-25 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1971-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (Iðnþróunarstofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jóhann Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A233 (girðingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1971-03-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A237 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (frumvarp) útbýtt þann 1971-03-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Friðjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A247 (innflutnings- og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A248 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A251 (vegáætlun fyrir árin 1971 og 1972)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1971-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A265 (Íþróttakennaraskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (Sementsverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A281 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A294 (landhelgismál)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Birgir Finnsson - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A295 (réttindi Íslendinga á hafinu umhverfis landið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (nefndarálit) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Eysteinn Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A296 (virkjun Svartár í Skagafirði)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jóhann Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A298 (Þjóðleikhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A300 (niðursuðuverksmiðja á Siglufirði)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Jóhann Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A308 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A309 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A323 (fasteignamat)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A349 (setning reglugerðar um skóla skv. 15.gr. laga um fávitastofnanir)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 1971-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A362 (störf íslenskra starfsmanna í Kaupmannahöfn)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
43. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 92

Þingmál A1 (fjárlög 1972)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1971-12-14 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1971-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-10-25 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (hálendi landsins og óbyggðum verði lýst sem alþjóðaeign)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1971-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (landhelgismál)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1971-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 1971-10-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Friðjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (öryggismál Íslands)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1972-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (Jafnlaunadómur)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (frumvarp) útbýtt þann 1971-11-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A76 (afstaða foreldra til skilgetinna barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (frumvarp) útbýtt þann 1971-11-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A84 (landgræðsla og gróðurvernd)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (Framkvæmdastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1971-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (orlof)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (fjörutíu stunda vinnuvika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-11-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-24 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1971-11-24 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-24 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-12-03 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1971-12-03 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Jón Snorri Þorleifsson - Ræða hófst: 1971-12-03 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1971-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (leiguhúsnæði á vegum sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1972-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (Þjóðleikhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1971-11-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Ragnar Arnalds (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-12-03 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Ragnar Arnalds (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (happdrættislán vegna vega- og brúargerða á Skeiðarársandi)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (verslunaratvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-11-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A111 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (frumvarp) útbýtt þann 1971-11-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Axel Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (námulög)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1972-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (byggingarsamþykktir fyrir sveitir og þorp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (þáltill.) útbýtt þann 1971-12-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Stefán Valgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (verðlagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-12-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A124 (Tækniskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-12-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1971-12-16 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1971-12-16 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Matthías Bjarnason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-07 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Stefán Gunnlaugsson - Ræða hófst: 1972-03-07 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1972-03-07 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1972-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (bann gegn veiðum með flotvörpu og botnvörpu)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1971-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1972-03-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 448 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1972-03-15 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 450 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1972-03-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Tómas Karlsson - Ræða hófst: 1971-12-16 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1971-12-16 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1972-03-13 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1972-03-13 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1972-03-13 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-15 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-15 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1972-03-15 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (líf- og örorkutrygging sjómanna)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Pétur Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (Íþróttakennaraskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-01-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (lífeyrissjóður sjómanna)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (frumvarp) útbýtt þann 1972-02-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A159 (lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-02-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-02-09 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-04-27 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (Stofnlánadeild samvinnufélaga)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1972-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (orlof og þjónusta staðgöngumanna í landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (þáltill.) útbýtt þann 1972-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A231 (dýralæknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1972-03-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A238 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-05 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 714 (nefndarálit) útbýtt þann 1972-05-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Benedikt Gröndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A240 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Bjarni Guðnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A241 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-04-12 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1972-04-12 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A244 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (þáltill.) útbýtt þann 1972-04-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A250 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A251 (getraunir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1972-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A255 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A903 (þjóðvegir í kaupstöðum og kauptúnum)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1971-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A930 (skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd vegáætlunar 1971)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 494 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1972-03-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A931 (hækkun á verðlagi)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1972-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
3. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1971-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
68. þingfundur - Eysteinn Jónsson (forseti) - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Pétur Pétursson - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 93

Þingmál A1 (fjárlög 1973)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (nefndarálit) útbýtt þann 1972-12-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1972-10-24 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Geir Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-14 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Matthías Bjarnason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-14 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1972-12-14 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1972-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1972-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (dvalarheimili aldraðra)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (efling Landhelgisgæslunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 158 (nefndarálit) útbýtt þann 1972-12-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A36 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (fjárlagaáætlanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (þáltill.) útbýtt þann 1972-10-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A39 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Björn Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-11-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A73 (búfjárræktarlög)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1972-12-13 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1972-12-13 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1972-12-15 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-04-11 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (hafnalög)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1973-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-11-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Jón Skaftason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (fangelsi og vinnuhæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-12-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A115 (verðjöfnunarsjóður vöruflutninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (þáltill.) útbýtt þann 1972-12-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Matthías Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-02-27 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1973-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (skólakostnaður)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (ráðstafanir vegna nýs gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-12-18 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-19 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1972-12-19 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1973-03-06 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1973-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (skólakerfi)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1973-02-26 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1973-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (grunnskóli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A148 (sala landspildu úr Bjarnanesi í Nesjahreppi)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (ferðamál)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Friðjón Þórðarson - Ræða hófst: 1973-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (milliþinganefnd í byggðamálum)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1973-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (fyrirhleðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (frumvarp) útbýtt þann 1973-02-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jón Skaftason (Nefnd) - Ræða hófst: 1973-04-09 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Axel Jónsson - Ræða hófst: 1973-04-11 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Halldór Kristjánsson - Ræða hófst: 1973-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (áætlun um fullnaðaruppbyggingu þjóðvegakerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 332 (frumvarp) útbýtt þann 1973-02-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A188 (bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Pétur Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-29 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1973-03-29 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-29 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-21 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1973-03-21 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1973-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (kaup og kjör yfirmanna á botnvörpuskipum)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-21 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1973-03-21 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1973-03-21 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-21 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1973-03-21 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-03-21 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1973-03-21 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1973-03-22 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1973-03-22 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Björn Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-03-22 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Jón Árnason - Ræða hófst: 1973-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A214 (atvinnuréttindi skipstjórnarmanna)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1973-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A223 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 501 (frumvarp) útbýtt þann 1973-04-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A238 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Steinþór Gestsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A241 (veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1973-04-13 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1973-04-14 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1973-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
3. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1972-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B21 (umræður utand dagskrár)

Þingræður:
8. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B67 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
52. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1973-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B93 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
70. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1973-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B97 (skýrsla forsætisráðherra um Framkvæmdastofnun ríkisins)

Þingræður:
75. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1973-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S659 ()

Þingræður:
74. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1973-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S680 ()

Þingræður:
74. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1973-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 94

Þingmál A1 (fjárlög 1974)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Matthías Bjarnason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-12-12 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Jón Árnason - Ræða hófst: 1973-12-12 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1973-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (skólakerfi)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1973-11-01 00:00:00 - [HTML]
104. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1974-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (grunnskóli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-04-02 00:00:00 - [HTML]
98. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1974-04-02 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1974-04-17 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1974-04-17 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-04-17 00:00:00 - [HTML]
123. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1974-05-07 00:00:00 - [HTML]
123. þingfundur - Auður Auðuns - Ræða hófst: 1974-05-07 00:00:00 - [HTML]
123. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1974-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-04-22 00:00:00 - [HTML]
110. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1974-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (verkfræðingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A31 (lækkun tekjuskatts á einstaklingum)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1973-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (tilkynningar aðsetursskipta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (nefndarálit) útbýtt þann 1974-03-04 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 811 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1974-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-03-07 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Steinþór Gestsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1974-03-11 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1974-03-13 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Steinþór Gestsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1974-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 1973-10-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A61 (tannlækningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A67 (happdrættislán ríkissjóðs til að fullgera Djúpveg)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (lögheimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-11-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A73 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-11-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A76 (stytting vinnutíma skólanemenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (þáltill.) útbýtt þann 1973-11-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A92 (bráðabirgðasamkomulag við Bretland um veiðar breskra togara)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Bjarni Guðnason - Ræða hófst: 1973-11-08 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1973-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (lyfjaframleiðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1973-12-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A95 (fóstureyðingar)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1973-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (skipulag ferðamála)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (frumvarp) útbýtt þann 1973-11-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A131 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1973-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-12-17 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1974-01-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A158 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (frumvarp) útbýtt þann 1973-12-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A162 (ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A169 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A172 (verndun Mývatns og Laxár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A176 (jarðgufuvirkjun við Kröflu eða Námafjall)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (útflutningsgjald af loðnuafurðum)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1974-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A200 (landgræðslustörf skólafólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (frumvarp) útbýtt þann 1974-02-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Páll Þorsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-02-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (gatnagerðargjöld)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Alexander Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A240 (neyðarráðstafanir vegna jarðelda á Heimaey)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A242 (gjald til að draga úr áhrifum olíuverðhækkana)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-02-25 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-02-25 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A252 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A253 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A257 (hússtjórnarskólar)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-03-07 00:00:00 - [HTML]
114. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A259 (skattkerfisbreyting)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (nefndarálit) útbýtt þann 1974-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1974-03-08 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-03-08 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-03-13 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1974-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A266 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Bjarni Guðnason - Ræða hófst: 1974-03-28 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A267 (aðstoð við kaupstaði eða kauptún vegna landakaupa)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Björn Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A274 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-03-28 00:00:00 - [HTML]
109. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-04-29 00:00:00 - [HTML]
118. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A286 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 588 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A291 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1974-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A292 (áhrif olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A293 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-04-04 00:00:00 - [HTML]
101. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-04-04 00:00:00 - [HTML]
101. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1974-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A295 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A297 (trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A303 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 637 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-04-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Helgi Seljan (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A319 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-04-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A322 (vegáætlun 1974-1977)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Björn Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-04-23 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1974-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A337 (jafnvægi í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-05-03 00:00:00 - [HTML]
119. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1974-05-03 00:00:00 - [HTML]
119. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S193 ()

Þingræður:
32. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1973-12-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 95

Þingmál A5 (verðjöfnunargjald af raforku)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-09-04 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Magnús Kjartansson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1974-09-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 96

Þingmál A3 (Lánasjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-06 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Gunnlaugur Finnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-12-09 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1974-12-09 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1974-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (launajöfnunarbætur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1974-11-20 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1975-05-10 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1975-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (happdrættislán ríkissjóðs vegna Norðurvegar og Austurvegar)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1974-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (upplýsingaskylda stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-25 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1974-11-25 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1974-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (starfsaldursforseti) - Ræða hófst: 1974-11-14 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (samræmd vinnsla sjávarafla)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1975-03-03 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1975-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-21 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1974-12-17 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1974-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (ljósmæðralög)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1975-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (ráðning starfsmanna og húsnæðismál ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-25 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (vátryggingasamningar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 592 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-05-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A56 (Námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A58 (verðtrygging fjárskuldbindinga)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1974-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1974-12-14 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1974-12-18 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1975-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1975-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti (INTELSAT))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1974-12-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1974-12-17 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1975-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (fóstureyðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-04-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 612 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-05-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Jón Skaftason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-16 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1975-04-16 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Jón Skaftason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-04-16 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1975-04-16 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Helgi Seljan (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (dýralæknar)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Tómas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (launasjóður rithöfunda)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Axel Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (frumvarp) útbýtt þann 1975-01-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A140 (gatnagerðargjöld)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Axel Jónsson - Ræða hófst: 1975-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-02-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Stefán Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-03-12 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jón G. Sólnes - Ræða hófst: 1975-03-12 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-23 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1975-03-12 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Gunnlaugur Finnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-09 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1975-04-09 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1975-04-09 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1975-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Karvel Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (frumvarp) útbýtt þann 1975-03-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (ráðstafanir í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1975-03-21 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1975-04-21 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1975-04-22 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1975-04-22 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1975-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (verðlagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (frumvarp) útbýtt þann 1975-03-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (vegáætlun 1974-1977)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1975-04-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A220 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (frumvarp) útbýtt þann 1975-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-05-10 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1975-05-10 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-12 00:00:00 - [HTML]
95. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1975-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (Þjóðleikhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-04-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A222 (Leiklistarskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Ingvar Gíslason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A251 (ráðstöfun gengismunar í þágu sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1975-04-25 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Pétur Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A258 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A265 (ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-05-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Sverrir Hermannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A272 (íslensk stafsetning)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A280 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A286 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-10 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-14 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-15 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-05-15 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-16 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A289 (íslensk stafsetning)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1975-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S111 ()

Þingræður:
42. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1975-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S304 ()

Þingræður:
52. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1975-03-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 97

Þingmál A1 (fjárlög 1976)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-12-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-10-28 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1975-10-28 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1975-10-28 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1975-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A8 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A15 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A23 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-10-29 00:00:00 - [HTML]
119. þingfundur - Ingi Tryggvason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (kafarastörf)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1975-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (endurskoðun fyrningarákvæða)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1975-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-11-03 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1975-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-11-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-11-10 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (vísitala byggingarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1975-11-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A53 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1975-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (kjördæmaskipan)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 1975-11-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A72 (niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1976-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (vörugjald)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-12-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-12-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (íslensk stafsetning)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-12-12 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1975-12-12 00:00:00 - [HTML]
104. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-10 00:00:00 - [HTML]
109. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]
109. þingfundur - Vilborg Harðardóttir - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (Fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1975-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (frumvarp) útbýtt þann 1975-12-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-12-18 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Friðjón Þórðarson - Ræða hófst: 1976-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (verkefni sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1975-12-19 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Gunnlaugur Finnsson - Ræða hófst: 1975-12-19 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Ingi Tryggvason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-17 00:00:00 - [HTML]
117. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1976-05-17 00:00:00 - [HTML]
117. þingfundur - Ingi Tryggvason (Nefnd) - Ræða hófst: 1976-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (gjald af gas- og brennsluolíum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-02-11 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (sálfræðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 332 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1976-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (fullorðinsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 333 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1976-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (vátryggingariðgjöld fiskiskipa)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A164 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A172 (rannsóknarlögregla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-03-04 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A177 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1976-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (vinnsla mjólkur í verkföllum)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Steinþór Gestsson - Ræða hófst: 1976-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (íslensk stafsetning)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A209 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1976-03-24 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1976-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (orlof)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1976-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A212 (upptaka ólöglegs sjávarafla)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Sverrir Hermannsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-06 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1976-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (veiðar utan fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A219 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 451 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-03-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A222 (fjölbýlishús)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1976-03-31 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1976-03-31 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Axel Jónsson - Ræða hófst: 1976-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A225 (Þjóðleikhús)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A233 (norræn vitnaskylda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 480 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A234 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A235 (ættleiðing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A239 (Orkubú Vestfjarða)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A250 (stjórnmálaflokkar)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Benedikt Gröndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A251 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (frumvarp) útbýtt þann 1976-04-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Sverrir Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-03 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1976-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A254 (Fiskveiðasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1976-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A257 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1976-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A258 (kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]
111. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1976-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A259 (kjarasamningar opinbera starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A263 (biskupsembætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A266 (fjáröflun til landhelgisgæslu, ríkisfjármál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1976-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A274 (Framkvæmdastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1976-05-10 00:00:00 - [HTML]
116. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1976-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A276 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A277 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál B101 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
107. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-05-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 98

Þingmál A1 (fjárlög 1977)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 12:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 164 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-12-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1976-10-28 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1976-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 12:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Benedikt Gröndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (rannsóknarlögregla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 15:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 117 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-12-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1976-10-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 15:00:00 [PDF]

Þingmál A15 (veiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Pétur Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (kaup og kjör sjómanna)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (fullorðinsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-13 15:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-13 15:00:00 [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-13 15:00:00 [PDF]

Þingmál A30 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-18 15:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (biskupsembætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A69 (áhrif Framkvæmdastofnunar ríkisins og Byggðasjóðs á athugun á atvinnu- og byggðaþróun í landinu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1976-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (ættleiðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A97 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A101 (virkjun Hvítár í Borgarfirði)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1977-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1976-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (meðferð minni háttar mála fyrir héraðsdómstólum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1977-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 202 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-12-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-12-10 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (verðjöfnunargjald af raforku)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1976-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (Bjargráðasjóður)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-12-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1977-02-09 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1977-02-10 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Jón G. Sólnes - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1977-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (lántaka vegna opinberra framkvæmda á árinu 1977)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Tómas Árnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-12-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A141 (lögrétttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-01-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A146 (tékkar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-01-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A149 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (frumvarp) útbýtt þann 1977-01-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1977-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (siglingalög)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1977-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A160 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (frumvarp) útbýtt þann 1977-02-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A162 (vegáætlun 1977-1980)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Friðjón Þórðarson - Ræða hófst: 1977-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (frumvarp) útbýtt þann 1977-02-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A165 (póst- og símamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A168 (samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Helgi Seljan (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A188 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests og fastra starfsmanna til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfal)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-03-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A219 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 452 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-04-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A222 (Kennaraháskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-04-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A230 (kjarasamningar starfsmanna banka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-04-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A238 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (frumvarp) útbýtt þann 1977-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A246 (raforkumál á Austurlandi)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1976-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A251 (vandi landshlutasamtakanna við að fjármagna rekstur fræðsluskrifstofa)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Axel Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-11-30 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1976-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
13. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1976-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B62 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
43. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1977-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S84 ()

Þingræður:
29. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1976-12-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 99

Þingmál A1 (fjárlög 1978)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Geir Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (íslensk stafsetning)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1977-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A22 (uppbygging þjóðvega í snjóahéruðum landsins)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1977-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1977-10-24 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1977-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (skipulag orkumála)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1977-11-22 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1977-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 1977-10-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A38 (iðnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]
101. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (Iðnþróunarstofnun Austurlands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A52 (ættleiðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A58 (íslensk stafsetning)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 1977-11-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-11-21 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1978-03-08 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Axel Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-28 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1978-04-28 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-28 00:00:00 - [HTML]
95. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-11-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (iðjuþjálfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-11-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A94 (læknalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-11-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1977-11-28 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Jón Skaftason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-12-16 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1977-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (leiklistarlög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1978-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1977-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1977-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1978)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1977-12-15 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-12-19 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Tómas Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1977-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-12-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1978-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (endurskoðun skattalaga)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-01-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A166 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 330 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1978-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (ráðstafanir í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1978-02-14 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Gunnlaugur Finnsson - Ræða hófst: 1978-02-16 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1978-02-15 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1978-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A187 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A188 (Kennaraháskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A189 (búnaðarfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1978-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (sveitarstjórnarkosningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (frumvarp) útbýtt þann 1978-02-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A206 (Lífeyrissjóður barnakennara)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1978-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (þroskaþjálfar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A224 (sala notaðra lausafjármuna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (frumvarp) útbýtt þann 1978-03-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A226 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A228 (Sölustofnun lagmetisiðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A233 (vátryggingarstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 747 (nefndarálit) útbýtt þann 1978-04-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Helgi Seljan (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A240 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Gunnlaugur Finnsson - Ræða hófst: 1978-04-29 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-29 00:00:00 - [HTML]
98. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1978-05-03 00:00:00 - [HTML]
100. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A241 (manneldisráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A245 (verðlag, samkeppnishömlur og óréttmætir viðskiptahættir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1978-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A254 (meðferð mála vegna rangrar notkunar stöðureita fyrir ökutæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A255 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 490 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A265 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Steinþór Gestsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A268 (Iðntæknistofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A282 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-17 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 763 (nefndarálit) útbýtt þann 1978-04-27 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-28 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1978-04-28 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A284 (lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og Seltjarnarneskaupstaðar)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Axel Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A291 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A298 (skráning á upplýsingum er varða einkamálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A299 (jöfnunargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 838 (nefndarálit) útbýtt þann 1978-05-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-27 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1978-04-27 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Lárus Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A304 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A305 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 786 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A306 (heyrnleysingjaskóli)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1978-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A337 (réttindi grunnskólakennara)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A368 (menntamálaráðuneytið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 928 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1978-05-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 100

Þingmál A4 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (frumvarp) útbýtt þann 1978-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A8 (niðurfærsla vöruverðs)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1978-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1978-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (Framkvæmdasjóður öryrkja)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1979-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (kjaramál)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón G. Sólnes (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (fjárlög 1979)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Geir Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1978-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-11-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A63 (tollskrá)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jón Helgason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-11-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A69 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1979-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Finnur Torfi Stefánsson - Ræða hófst: 1979-02-21 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1979-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (sala notaðra lausafjármuna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 1978-11-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (leiklistarlög)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Helgi Seljan (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1978-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (nefndarálit) útbýtt þann 1978-11-28 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 130 (nefndarálit) útbýtt þann 1978-11-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1978-11-27 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1978-11-27 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Ragnar Arnalds (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (alþjóðasamningar um mannréttindi)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jónas Árnason - Ræða hófst: 1979-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (frumvarp) útbýtt þann 1978-12-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A125 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-12-07 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-12-11 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1978-12-11 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-19 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1979-03-19 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (Iðntæknistofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1978-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1978-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-12-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (heimild til lántöku vegna lánsfjáráætlunar 1978)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (verðgildi íslensks gjaldmiðils)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1979-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-12-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1979-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-02-14 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1979-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (húsaleigusamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-02-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (almennar skoðanakannanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 354 (þáltill.) útbýtt þann 1979-02-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Páll Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-04-05 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1979-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (orkuiðnaður á Vesturlandi)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1979)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1979-02-28 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-03-14 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1979-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (endurskoðun laga um almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (þáltill.) útbýtt þann 1979-02-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Alexander Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (tímabundið olíugjald til fiskiskipa)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1979-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A207 (þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Geir Hallgrímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-06 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Gunnlaugur Finnsson - Ræða hófst: 1979-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-26 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1979-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (matvælarannsóknir ríkisins)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A214 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-03-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A216 (áætlanagerð)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Friðrik Sophusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A218 (landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-03-12 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-23 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Einar Ágústsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1979-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A219 (Kirkjubyggingasjóður)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Gunnlaugur Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (stjórn efnahagsmála o.fl.)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-04 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1979-04-06 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1979-04-06 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Jón G. Sólnes (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-04-02 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1979-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A232 (veiting prestakalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-03-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A238 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-03-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Ragnar Arnalds (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A249 (afborgunarkaup)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A253 (rannsókna- og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A254 (stefnumörkun í landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 518 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1979-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A263 (eftirlaun aldraðra)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-23 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-18 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1979-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A265 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-04-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-09 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A267 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-04-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A270 (aðstoð við þroskahefta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-04-26 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-27 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-10 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1979-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A271 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-27 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A275 (skipan gjaldeyris- og viðskiptamála)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A280 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A290 (lyfjadreifing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A300 (öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 647 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A306 (eignarnám hluta jarðarinnar Deildartungu ásamt jarðhitaréttindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1979-05-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A311 (tímabundið aðlögunargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-16 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-16 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-16 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A315 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A317 (sjómannalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 796 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Ragnar Arnalds (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A347 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Stefán Valgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B96 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
53. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1979-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B114 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
77. þingfundur - Ragnar Arnalds (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B119 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
77. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B128 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
97. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S526 ()

Þingræður:
89. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Ræða hófst: 1979-05-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 101

Þingmál A6 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00 [PDF]

Þingmál A13 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00 [PDF]

Þingmál A24 (Framleiðsluráð landbúnaðarins, kjarasamningar bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00 [PDF]

Þingmál A31 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00 [PDF]

Þingmál A35 (viðskiptabankar í eigu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00 [PDF]

Löggjafarþing 102

Þingmál A8 (skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1979-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (verðjöfnunargjald af raforku)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1979-12-19 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1979-12-19 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-12-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 638 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1980-05-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-09 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Magnús H. Magnússon - Ræða hófst: 1980-05-22 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1980-05-28 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1980-05-16 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Friðrik Sophusson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-05-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-12-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1980-05-07 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1980-05-05 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (eftirlaun til aldraðra)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (lyfjadreifing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-12-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A34 (brunatryggingar utan Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-12-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-16 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1979-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Alexander Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Guðrún Helgadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-01-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A65 (greiðsla opinberra gjalda 1980)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-01-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1980-01-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (meðferð mála vegna rangrar notkunar stöðureita)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-01-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A90 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A92 (málefni farandverkafólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (þáltill.) útbýtt þann 1980-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A93 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A94 (sjómannalög)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1980-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A100 (jöfnunargjald orkukostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-07 00:00:00 [PDF]

Þingmál A103 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A104 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1980-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (fjárlög 1980)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1980-03-17 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Lárus Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1980-04-29 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1980-05-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (orkujöfnunargjald)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1980-03-31 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-02 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1980-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (olíugjald til fiskiskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (nefndarálit) útbýtt þann 1980-04-01 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 298 (nefndarálit) útbýtt þann 1980-04-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Matthías Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Pétur Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (frumvarp) útbýtt þann 1980-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-04-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (Bjargráðasjóður)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1980-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A160 (jöfnun og lækkun hitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Sigurgeir Bóasson - Ræða hófst: 1980-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (fjölbrautaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-04-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A178 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A179 (upplýsingar er varða einkamálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 408 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A182 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-12 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Helgi Seljan (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A219 (hagræðingarlán til iðnaðar)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-01-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A234 (fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1980)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1980-05-06 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1980-05-06 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B110 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
64. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 103

Þingmál A1 (fjárlög 1981)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1980-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (skráning á upplýsingum er varða einkamálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A3 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A4 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Eiður Guðnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (horfnir menn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (olíugjald til fiskiskipa)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1980-10-20 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Matthías Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1980-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A37 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A38 (kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1981-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (frumvarp) útbýtt þann 1980-10-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (niðurfelling á opinberum gjöldum barna 1980)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Magnús H. Magnússon - Ræða hófst: 1980-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1980-11-24 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1980-11-26 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Magnús H. Magnússon - Ræða hófst: 1980-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 1980-11-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A86 (iðnaðarstefna)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (Lífeyrissjóður Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-05-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (aflatryggingasjóður grásleppuveiðimanna)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1980-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1980-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (undirbúningur almennra stjórnsýslulaga til að auka réttaröryggi)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (hollustuhættir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-11-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1980-12-16 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1980-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-12-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (biskupskosning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1980-12-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (ráðgjöf og fræðsla varðandi fóstureyðingar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (frídagar sjómanna á fiskiskipum um jólin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-12-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A171 (jöfnunargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-12-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1980-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (tollskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (frumvarp) útbýtt þann 1980-12-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Albert Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1980-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (meðferð mála vegna rangrar notkunar stöðureita)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-12-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A181 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-12-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A185 (bætt kjör sparifjáreigenda)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1981-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A189 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Lárus Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-10 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (viðnám gegn verðbólgu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 452 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-02-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1981-02-02 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Lárus Jónsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-24 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-24 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Lárus Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1981-02-24 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1981-03-25 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (aðflutningsgjöld og söluskattur af bensíni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (frumvarp) útbýtt þann 1981-01-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Jósef Halldór Þorgeirsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A209 (tollskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-02-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A214 (dýralæknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-05-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A217 (lánsfjárlög 1981)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 601 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-04-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Lárus Jónsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-04-06 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (frumvarp) útbýtt þann 1981-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A261 (jafnrétti kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1981-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A275 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A283 (lagning sjálfvirks síma)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1981-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A289 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 590 (frumvarp) útbýtt þann 1981-04-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A290 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1981-04-07 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-04-07 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1981-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A296 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (frumvarp) útbýtt þann 1981-04-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A298 (úrskurðaraðili í deilu um starfsaldurslista flugmanna)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1981-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A301 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-04-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1981-04-28 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1981-05-22 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1981-05-22 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1981-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A302 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-04-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A306 (verðlagsaðhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-04-30 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-04-30 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1981-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A308 (lyfjadreifing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-04-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A312 (sjóefnavinnsla á Reykjanesi)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-06 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A314 (stálbræðsla)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A315 (Bjargráðasjóður)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A319 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A320 (raforkuver)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-05-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1981-05-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A325 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A332 (íþróttafulltrúi ríkisins)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - prent - Ræða hófst: 1981-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A333 (listskreytingasjóður ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1981-05-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A350 (þjóðhagsáætlun 1981)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1980-10-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A359 (rekstur Skálholtsstaðar)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1981-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A372 (málefni Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1981-04-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A377 (greiðslufrestur á tollum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1981-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B21 (stefnuræða forseta og umræða um hana)

Þingræður:
8. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B32 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
15. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1980-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B118 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
94. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1981-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B123 (skýrsla forsætisráðherra um Framkvæmdastofnun ríkisins)

Þingræður:
83. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1981-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B124 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
85. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1981-05-19 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1981-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S64 ()

Þingræður:
13. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1980-11-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 104

Þingmál A2 (Listskreytingasjóður ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-10-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A3 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1982-03-03 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-01 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1981-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A19 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 1981-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A21 (votheysverkun)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1981-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1982-02-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (lyfjadreifing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A37 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Steinþór Gestsson - Ræða hófst: 1981-11-18 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1981-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (Lífeyrissjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (frumvarp) útbýtt þann 1981-11-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Böðvar Bragason - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-11-16 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Sveinsson - Ræða hófst: 1981-11-16 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Vilmundur Gylfason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Magnús H. Magnússon - Ræða hófst: 1982-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-03-31 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1981-12-09 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Eiður Guðnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (sveitarstjórnarkosningar)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ingólfur Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-12-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Alexander Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (virkjunarframkvæmdir og orkunýting)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1982-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (ríkisbókhald)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-12-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A168 (dýralæknar)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1982-04-19 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Egill Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (olíugjald til fiskiskipa)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Matthías Bjarnason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1982-02-08 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1982-02-08 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1982-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1982-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A205 (tekjuöflun vegna ráðstafana í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1982-02-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A212 (landgræðsla)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A214 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A215 (skattskylda innlánsstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 892 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-05-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1982-02-24 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-24 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A220 (fóðurverksmiðjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1982-05-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Jón Helgason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-30 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Steinþór Gestsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1982-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1982-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A244 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-03-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1982-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A255 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1982-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A259 (Iðnlánasjóður)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-01 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-26 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A265 (Norðurlandasamningar um vinnumarkaðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1982-03-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A272 (Kísiliðjan)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-05 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A279 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-14 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-14 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A283 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A288 (Framleiðsluráð landbúnðaarins)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1982-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A291 (lagmetisiðnaður)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A298 (eftirlaun alþingismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (frumvarp) útbýtt þann 1982-04-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A300 (stjórn flugmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A309 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (frumvarp) útbýtt þann 1982-04-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A310 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A314 (dýralæknar)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B110 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
89. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-05-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 105

Þingmál A3 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-14 09:49:00 [PDF]

Þingmál A5 (Útvegsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-13 09:49:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-11-22 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Magnús H. Magnússon (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-13 15:00:00 [PDF]

Þingmál A7 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-13 15:00:00 [PDF]

Þingmál A8 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-12 15:00:00 [PDF]

Þingmál A11 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-14 15:00:00 [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1982-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (hafsbotnsréttindi Íslands á Reykjaneshrygg)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (vélhjólaslys)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-12-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson - Ræða hófst: 1982-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (stjórn flugmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-11-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A81 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (frumvarp) útbýtt þann 1982-11-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A85 (efnahagsaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (nefndarálit) útbýtt þann 1983-02-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 96 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-11-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A104 (Framleiðnisjóður landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-11-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A112 (eftirlaun aldraðra)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1982-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-12-02 13:42:00 [PDF]

Þingmál A136 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-12-07 13:42:00 [PDF]

Þingmál A152 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-12-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A159 (Olíusjóður fiskiskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-01-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1983-01-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (könnun á högum og aðstöðu öryrkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (þáltill.) útbýtt þann 1983-01-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A178 (brunavarnir og brunamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-01 13:37:00 [PDF]

Þingmál A184 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir - Ræða hófst: 1983-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (fólksflutningar með langferðabifreiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-02-08 09:16:00 [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1983-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (vegáætlun 1983-1986)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (nefndarálit) útbýtt þann 1983-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A195 (viðmiðunarkerfi fyrir laun)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1983-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Þingmál A205 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-02-21 15:53:00 [PDF]

Þingmál A208 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-02-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-04 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A218 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-02-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A221 (lánsfjárlög 1983)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1983-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (frumvarp) útbýtt þann 1983-03-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A231 (viðræðunefnd við Alusuisse)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A243 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (frumvarp) útbýtt þann 1983-03-09 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A247 (kirkjusóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A252 (Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A255 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-03-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A264 (þjóðhagsáætlun fyrir árið 1993)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1982-10-25 18:20:00 [PDF]

Þingmál B68 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
43. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B79 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
52. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-02-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 106

Þingmál A1 (fjárlög 1984)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1983-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-12 23:59:00 [PDF]

Þingmál A18 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-13 23:59:00 [PDF]

Þingmál A26 (fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1983-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (verðlag)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-13 23:59:00 [PDF]

Þingmál A39 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A43 (lagmetisiðnaður)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-10-31 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1983-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A62 (húsaleigusamningar)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A81 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Valdimar Indriðason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (Ríkismat sjávarafurða)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-07 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Stefán Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1984-05-07 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Skúli Alexandersson - Ræða hófst: 1984-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A101 (frestun byggingaframkvæmda við Seðlabanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1983-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (lækkun húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (þáltill.) útbýtt þann 1983-11-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A115 (lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1984-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (framsal sakamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A123 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-12-08 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-12-12 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Halldór Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1984-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (þáltill.) útbýtt þann 1983-12-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A143 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-12-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A153 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 219 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-12-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1984-01-25 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1984-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (vegáætlun 1983--1986)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1984-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (frumvarp) útbýtt þann 1983-12-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A164 (kennsla í Íslandssögu)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1984-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A175 (fjarvistarréttur foreldra)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A182 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - Ræða hófst: 1984-02-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (orka fallvatna og nýting hennar)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 342 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A192 (kirkjusóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A196 (lausaskuldir bænda)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 358 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-22 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-22 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (vísitala framfærslukostnaðar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A222 (Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Garðar Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-13 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Skúli Alexandersson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A227 (stjórn Hafnamálastofnunar ríkisins)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A252 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-21 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A259 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 478 (frumvarp) útbýtt þann 1984-03-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A265 (Iðnlánasjóður)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A269 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-03-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A271 (Hitaveita Suðurnesja)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-16 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-16 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A282 (gjaldskrár þjónustustofnana)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A284 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (frumvarp) útbýtt þann 1984-04-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A300 (leiguaðstoð við láglaunafólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 584 (þáltill.) útbýtt þann 1984-04-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A304 (selveiðar)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A306 (skattskylda innlánsstofnana)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A310 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A314 (sjúkraliðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A320 (sóknargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 651 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A321 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1984-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A335 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A340 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - Ræða hófst: 1984-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A341 (Íslensk málnefnd)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-09 00:00:00 - [HTML]
108. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A404 (átak gegn útbreiðslu ávana- og fíkniefna)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S500 ()

Þingræður:
79. þingfundur - Albert Guðmundsson - prent - Ræða hófst: 1984-04-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A1 (fjárlög 1985)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Pálmi Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-12-13 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-10-17 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-25 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-27 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1985-03-11 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1984-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (leiguaðstoð við láglaunafólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00 [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Stefán Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-12 15:53:00 [PDF]

Þingmál A48 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1984-10-22 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (ríkisábyrgð á launum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1985-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-12 15:53:00 [PDF]

Þingmál A52 (lækkun húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (þáltill.) útbýtt þann 1984-10-15 15:53:00 [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-15 15:53:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Pálmi Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-06 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (sóknargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A99 (kirkjusóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1985-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A106 (tannlækningar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1984-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (þáltill.) útbýtt þann 1984-10-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A119 (lögverndun á starfsheiti kennara)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-26 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Stefán Valgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-07 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 176 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-08 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1984-11-08 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-21 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-11-21 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1984-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A175 (verndun kaupmáttar)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (atvinnuréttindi skipstjórnarmanna)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Eiður Guðnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1984-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1985-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (frumvarp) útbýtt þann 1984-12-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A207 (afréttamálefni)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Helgi Seljan (Nefnd) - Ræða hófst: 1985-06-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (stjórn efnahagsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (frumvarp) útbýtt þann 1984-12-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A220 (beinar greiðslur til bænda)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A233 (verðjöfnunargjald af raforkusölu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-12-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-12-17 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A235 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A245 (lánsfjárlög 1985)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A249 (rannsókn á innflutningsversluninni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (þáltill.) útbýtt þann 1985-01-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A267 (stjórn efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1985-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (skattaívilnun vegna ættleiðingar)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A274 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A289 (Landmælingar Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-02-07 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 780 (nefndarálit) útbýtt þann 1985-04-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-24 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Skúli Alexandersson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A294 (jöfnun vöruverðs)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A320 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-02-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A331 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A364 (jöfnun og lækkun hitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-03-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1985-03-20 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A376 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Maríanna Friðjónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-03-26 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A398 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A416 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (frumvarp) útbýtt þann 1985-04-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-15 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1985-04-15 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1985-05-03 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Ingvar Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A423 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-04-22 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1985-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A455 (nýsköpun í atvinnulífi)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-06-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A456 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-06-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A465 (skipti á dánarbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (frumvarp) útbýtt þann 1985-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A470 (Þroskaþjálfaskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Helgi Seljan (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A475 (ríkislögmaður)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Halldór Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A479 (ferðamál)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A480 (greiðslujöfnun fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-05-09 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A488 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-05-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1985-05-13 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-31 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A491 (framleiðsla og sala á búvörum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-05-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 1264 (rökstudd dagskrá) útbýtt þann 1985-06-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-14 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-06-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A493 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-05-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A495 (sjúkraliðar)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Kolbrún Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A525 (fjáröflun vegna húnsæðismála á árunum 1985 og 1986)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (nefndarálit) útbýtt þann 1985-06-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Eiður Guðnason (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A526 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jón Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A535 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1323 (frumvarp) útbýtt þann 1985-06-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A536 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp) útbýtt þann 1985-06-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál B39 (tilhögun þingfunda)

Þingræður:
28. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (forseti) - Ræða hófst: 1984-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B41 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
30. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B46 (um þingsköp)

Þingræður:
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B100 (um þingsköp)

Þingræður:
57. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1985-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 108

Þingmál A1 (fjárlög 1986)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Eiður Guðnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1985-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (lánsfjárlög 1986)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1985-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (skipti á dánarbúum og félagsbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-10-22 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 884 (breytingartillaga) útbýtt þann 1986-04-16 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 901 (breytingartillaga) útbýtt þann 1986-04-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-28 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-10-28 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1986-02-24 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-02-26 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-27 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1986-02-28 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-19 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1986-04-03 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Stefán Benediktsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1986-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A64 (mismunun gagnvart konum hérlendis)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-10-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-23 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (kjaradómur í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Flugleiða hf.)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-23 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (varnir gegn mengun sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 662 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-03-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-30 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Egill Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-02 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1986-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (frumvarp) útbýtt þann 1985-11-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A105 (hitaveita Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (raforkuverð til álversins í Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 1985-11-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A126 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (nefnd til að kanna okurlánastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-11-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-20 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Albert Guðmundsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1985-11-26 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1985-12-11 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Albert Guðmundsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-11-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1985-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1985-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (verðbréfamiðlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 639 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-03-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A203 (nafnskráning skuldabréfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A205 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 877 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-04-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Páll Pétursson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A245 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (frumvarp) útbýtt þann 1986-02-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A260 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-02-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 806 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-04-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-19 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A263 (fullorðinsfræðslulög)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A268 (húsaleigusamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 501 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-02-12 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A285 (lögverndun á starfsheiti kennara og skólastjóra)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sverrir Hermannsson (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-19 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1986-03-19 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-04-18 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1986-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A286 (úrbætur í ferðaþjónustu)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1986-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A304 (jafn réttur til fræðslu)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Kristín S. Kvaran - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A312 (verkfræðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-03-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A336 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1986-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A337 (útflutningur hrossa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-04-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A338 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A368 (selveiðar við Ísland)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-04-02 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1986-04-11 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-04-11 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A384 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 704 (frumvarp) útbýtt þann 1986-04-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A395 (þúsund ára afmæli kristnitökunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (þáltill.) útbýtt þann 1986-04-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A403 (réttur launafólks til námsleyfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 747 (þáltill.) útbýtt þann 1986-04-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A412 (dráttarvextir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-04-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A415 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-10 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A421 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 775 (frumvarp) útbýtt þann 1986-04-10 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A422 (starfsmenn þjóðkirkju Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-04-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A442 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-04-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A443 (skattsvik)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál B33 (Hafskip og Útvegsbankinn)

Þingræður:
16. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B141 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
77. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1986-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A13 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A22 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A28 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A52 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A53 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A65 (réttur launafólks til námsleyfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A88 (álagning tímabundinna skatta og gjalda 1987)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-10-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A90 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A117 (Stofnfjársjóður fiskiskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-10-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A124 (skipan opinberra framkvæmda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A146 (öryggismálanefnd sjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-11-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (Skattadómur og rannsókn skattsvikamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (frumvarp) útbýtt þann 1986-11-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A168 (læknalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A196 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A197 (veiting prestakalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A204 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 219 (frumvarp) útbýtt þann 1986-11-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A210 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A249 (listmunauppboð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 270 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A293 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-01-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A297 (nauðungaruppboð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-01-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A316 (flugmálaáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A320 (Vísindaráð og Rannsóknaráð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 563 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A321 (vaxtalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 564 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A326 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 569 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A340 (staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A342 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 746 (nefndarálit) útbýtt þann 1987-03-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A345 (blýlaust bensín)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (þáltill.) útbýtt þann 1987-02-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A363 (póst- og símamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A384 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 931 (svar) útbýtt þann 1987-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A385 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (svar) útbýtt þann 1987-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A386 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (svar) útbýtt þann 1987-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A387 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (svar) útbýtt þann 1987-03-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A388 (lögreglumenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 699 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A389 (erlend fjárfesting og íslenskt atvinnulíf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A397 (fangelsi og fangavist)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-03-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A399 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (frumvarp) útbýtt þann 1987-03-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A412 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1046 (svar) útbýtt þann 1987-03-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A413 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (frumvarp) útbýtt þann 1987-03-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A430 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1987-03-16 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A8 (Skattadómur og rannsókn skattsvikamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A29 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A65 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 1987-11-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A68 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 1987-11-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A75 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (frumvarp) útbýtt þann 1987-11-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A116 (læknalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-11-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A131 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-11-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A179 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 404 (nefndarálit) útbýtt þann 1987-12-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A181 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-01-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A194 (verkaskipting ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (nefndarálit) útbýtt þann 1987-12-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A195 (skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-12-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A196 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 226 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-12-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A198 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-12-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A207 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-12-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A212 (fangelsi og fangavist)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-12-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A228 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 924 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-04-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A271 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-04-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A315 (grunnskóli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (frumvarp) útbýtt þann 1988-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A317 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-03-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A373 (launajöfnun og ný launastefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A431 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 1016 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-05-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A432 (Ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 782 (frumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A433 (sala fasteigna Grænmetisverslunar landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1012 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-05-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A440 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A445 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 795 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A460 (jöfnun orkukostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (frumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A461 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A464 (lögbókandagerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A506 (viðfangsefni sýslumannsembætta árin 1980-1987)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 903 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-04-26 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 111

Þingmál A182 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 328 - Komudagur: 1989-02-20 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 1989-03-07 - Sendandi: Jóhannes Árnason sýslum. Snæf.- og Hnappadalssýslu - [PDF]
Dagbókarnúmer 917 - Komudagur: 1989-02-17 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 112

Þingmál A352 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 917 - Komudagur: 1990-04-18 - Sendandi: Félag dráttarbrauta og skipasmiðja - [PDF]

Þingmál A402 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 692 - Komudagur: 1990-03-21 - Sendandi: Búnaðarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 1990-03-21 - Sendandi: Búnaðarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A422 (læknalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 916 - Komudagur: 1990-04-18 - Sendandi: Læknafélag Íslands/Læknadeild Háskóla Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 113

Þingmál A28 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1990-10-15 00:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A98 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 93 - Komudagur: 1990-11-30 - Sendandi: Yfirsakadómarinn í Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 121 - Komudagur: 1990-12-05 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 264 - Komudagur: 1990-12-19 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 1991-02-14 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 655 - Komudagur: 1991-02-18 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A104 (skipti á dánarbúum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 878 - Komudagur: 1991-03-12 - Sendandi: Nefndaog þingmáladeild skrifstofu Alþingis - [PDF]

Þingmál A320 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 805 - Komudagur: 1991-03-05 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka - [PDF]
Dagbókarnúmer 823 - Komudagur: 1991-03-07 - Sendandi: Búnaðarfélag Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 114

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-15 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-05-15 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (ríkisfjármál 1991)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1991-05-29 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1991-05-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B11 (staða viðræðna um evrópskt efnahagssvæði)

Þingræður:
3. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B12 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
6. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 115

Þingmál A1 (fjárlög 1992)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Þuríður Pálsdóttir - Ræða hófst: 1991-10-22 18:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1991-12-21 05:21:00 - [HTML]
58. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1991-12-21 13:55:00 - [HTML]

Þingmál A14 (Sementsverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1991-10-14 13:48:00 - [HTML]
22. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - Ræða hófst: 1991-11-07 17:53:00 - [HTML]

Þingmál A21 (verðlag, samkeppnishömlur og óréttmætir viðskiptahættir)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1991-10-14 14:16:02 - [HTML]

Þingmál A22 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-11-13 15:27:01 - [HTML]

Þingmál A26 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-11-19 17:49:02 - [HTML]

Þingmál A30 (lánsfjárlög 1992)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-01-21 16:17:00 - [HTML]
71. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-01-21 18:04:00 - [HTML]

Þingmál A58 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-11-13 13:49:00 - [HTML]
25. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 1991-11-13 14:25:00 - [HTML]

Þingmál A60 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-02-28 12:56:01 - [HTML]

Þingmál A71 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-17 18:12:00 - [HTML]

Þingmál A72 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-11-21 13:51:00 - [HTML]
32. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1991-11-21 14:13:00 - [HTML]
125. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-13 20:30:00 - [HTML]

Þingmál A92 (umhverfismengun af völdum einnota umbúða)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-11-19 17:38:00 - [HTML]

Þingmál A123 (umboðsmaður barna)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-05-14 16:38:19 - [HTML]

Þingmál A124 (Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-01-10 16:23:00 - [HTML]

Þingmál A135 (réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-03-19 14:27:00 - [HTML]
109. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 1992-03-25 15:05:00 - [HTML]

Þingmál A140 (starfsmenntun í atvinnulífinu)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-12-05 13:23:00 - [HTML]
43. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1991-12-05 13:49:00 - [HTML]

Þingmál A141 (þingleg meðferð EES-samnings)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1991-11-28 10:33:00 - [HTML]

Þingmál A142 (kirkjugarðar)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-03 19:20:00 - [HTML]

Þingmál A163 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1991-12-09 22:26:00 - [HTML]

Þingmál A164 (Framkvæmdasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-01-22 16:48:00 - [HTML]

Þingmál A167 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-12-06 17:27:00 - [HTML]
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-18 23:50:00 - [HTML]
68. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1992-01-16 11:12:00 - [HTML]
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-01-16 13:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-01-16 17:58:00 - [HTML]
70. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-01-20 12:09:00 - [HTML]
70. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-01-20 18:07:00 - [HTML]
73. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-01-23 03:10:00 - [HTML]
74. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1992-01-23 11:30:00 - [HTML]

Þingmál A173 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1991-12-09 14:27:00 - [HTML]

Þingmál A198 (skattskylda innlánsstofnana)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1991-12-17 01:53:00 - [HTML]
148. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-05-16 14:52:23 - [HTML]
152. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-05-19 19:43:42 - [HTML]

Þingmál A205 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-21 19:11:00 - [HTML]
58. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-12-21 19:19:00 - [HTML]
58. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1991-12-21 20:12:00 - [HTML]
58. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1991-12-21 20:29:00 - [HTML]
58. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1991-12-21 20:39:00 - [HTML]

Þingmál A214 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-02-11 18:20:00 - [HTML]
127. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-27 14:22:09 - [HTML]
129. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1992-04-29 20:58:17 - [HTML]
133. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1992-05-05 17:51:39 - [HTML]
134. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1992-05-06 18:02:00 - [HTML]
136. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-05-07 22:38:36 - [HTML]
143. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-13 14:52:30 - [HTML]
143. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-05-13 19:31:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 1992-03-06 - Sendandi: Landssamband iðnaðarmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 1992-03-17 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir og br.tl við greinar frv. - [PDF]
Dagbókarnúmer 830 - Komudagur: 1992-04-02 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir-breytingatillögur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1279 - Komudagur: 1992-05-12 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A217 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-02-10 14:14:00 - [HTML]
77. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-02-10 15:41:00 - [HTML]

Þingmál A218 (Háskólinn á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Sigbjörn Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-02-26 15:07:00 - [HTML]

Þingmál A222 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-05-19 16:05:52 - [HTML]

Þingmál A242 (úrræði fyrir fatlaða)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-02-20 12:19:00 - [HTML]

Þingmál A250 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 943 - Komudagur: 1992-04-24 - Sendandi: Vinnumálasamband samvinnufélaganna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 1992-04-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1181 - Komudagur: 1992-05-05 - Sendandi: Jafnréttisráð - [PDF]

Þingmál A251 (réttindi heimavinnandi fólks)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-03-26 11:56:00 - [HTML]

Þingmál A283 (skattlagning fjármagnstekna)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-04-08 22:35:00 - [HTML]

Þingmál A398 (útboð)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-04-02 12:01:00 - [HTML]

Þingmál A399 (utanríkismál)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-04-01 22:49:00 - [HTML]

Þingmál A421 (fullorðinsfræðsla)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-04-07 15:08:00 - [HTML]

Þingmál A426 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-05-19 01:00:43 - [HTML]

Þingmál A432 (Fiskistofa)[HTML]

Þingræður:
148. þingfundur - Matthías Bjarnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-16 18:23:00 - [HTML]
150. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-05-18 22:27:23 - [HTML]

Þingmál A434 (forfallaþjónusta í sveitum)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-03 10:32:00 - [HTML]

Þingmál A436 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-07 14:32:00 - [HTML]
120. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-04-07 14:45:00 - [HTML]
149. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-18 17:49:30 - [HTML]

Þingmál A448 (framkvæmd jafnréttislaga)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-04-09 13:48:00 - [HTML]

Þingmál A451 (Skálholtsskóli)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-04-03 11:51:00 - [HTML]

Þingmál A452 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-03 13:53:00 - [HTML]

Þingmál A456 (skipulag ferðamála)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-04-09 14:29:00 - [HTML]

Þingmál A461 (hafnalög)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1992-04-30 17:23:22 - [HTML]

Þingmál A486 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-05 16:00:00 - [HTML]

Þingmál A543 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 1992-07-21 - Sendandi: BHMR - [PDF]

Þingmál A547 (ábyrgðasjóður launa vegna gjaldþrota)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-05-19 18:49:55 - [HTML]
152. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-05-19 19:23:33 - [HTML]
152. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-05-19 19:25:25 - [HTML]

Þingmál B21 (skýrsla utanrrh. um niðurstöður samninga um Evrópskt efnahagssvæði)

Þingræður:
19. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-11-05 20:32:00 - [HTML]

Þingmál B34 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun)

Þingræður:
27. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1991-11-14 17:57:00 - [HTML]
147. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1992-05-15 23:31:00 - [HTML]

Þingmál B135 (afhending skjala úr ráðuneytum)

Þingræður:
4. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1991-10-09 15:50:00 - [HTML]

Þingmál B140 (evrópska efnahagssvæðið (EES))

Þingræður:
8. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1991-10-16 15:13:00 - [HTML]

Þingmál B149 (skólamál)

Þingræður:
15. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1991-10-24 18:43:00 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1992-08-25 14:06:23 - [HTML]
7. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1992-08-25 15:31:12 - [HTML]
13. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-09-03 15:32:08 - [HTML]
13. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-03 16:40:34 - [HTML]
16. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-09-09 14:21:20 - [HTML]
82. þingfundur - Björn Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-14 14:59:45 - [HTML]
82. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-14 21:17:35 - [HTML]
83. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1992-12-16 00:56:12 - [HTML]
84. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1992-12-16 14:11:22 - [HTML]
84. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1992-12-17 03:49:44 - [HTML]
85. þingfundur - Björn Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1992-12-17 22:07:13 - [HTML]
85. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-12-17 22:09:17 - [HTML]
85. þingfundur - Björn Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1992-12-17 22:10:38 - [HTML]
85. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-12-17 22:20:25 - [HTML]
92. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-01-04 13:36:26 - [HTML]
93. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1993-01-05 11:24:16 - [HTML]
93. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1993-01-05 14:15:11 - [HTML]
94. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1993-01-06 11:31:48 - [HTML]
94. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-01-06 13:33:01 - [HTML]
94. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-01-06 17:50:50 - [HTML]
97. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1993-01-08 10:34:54 - [HTML]
98. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1993-01-09 11:26:39 - [HTML]
98. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1993-01-09 18:52:58 - [HTML]

Þingmál A2 (vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-11-25 14:33:57 - [HTML]
174. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-05-07 11:23:54 - [HTML]

Þingmál A4 (staðlar)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-11-25 15:35:08 - [HTML]

Þingmál A5 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-03 13:40:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 1992-09-01 - Sendandi: Nefndadeild - Skýring: Athugasemdir v/frv - [PDF]

Þingmál A9 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-10 16:55:23 - [HTML]
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-10-06 14:07:09 - [HTML]
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-12-02 21:44:14 - [HTML]

Þingmál A11 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-10 15:20:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 1992-10-07 - Sendandi: Samtök íslenskra verðbréfafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 436 - Komudagur: 1992-11-30 - Sendandi: Samtök verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A13 (Verðbréfaþing Íslands)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-10 16:19:39 - [HTML]

Þingmál A14 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 1992-10-09 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka - [PDF]
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 1992-10-09 - Sendandi: Visa-Ísland - [PDF]
Dagbókarnúmer 123 - Komudagur: 1992-10-14 - Sendandi: Bankaeftirlit Seðlabankans - [PDF]

Þingmál A19 (kjaradómur)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-17 16:11:17 - [HTML]

Þingmál A21 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-16 16:09:38 - [HTML]
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-18 11:12:35 - [HTML]
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-18 14:10:18 - [HTML]
69. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-03 11:14:25 - [HTML]
166. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1993-04-29 13:48:51 - [HTML]
166. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1993-04-29 14:05:03 - [HTML]
170. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1993-05-05 13:41:18 - [HTML]

Þingmál A22 (vinnumarkaðsmál)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-18 15:13:03 - [HTML]

Þingmál A25 (lagaákvæði á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna EES)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-09-11 11:14:05 - [HTML]

Þingmál A27 (vörugjald af ökutækjum)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-14 15:26:37 - [HTML]

Þingmál A28 (lagaákvæði er varða samgöngumál)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-16 13:50:44 - [HTML]
164. þingfundur - Pálmi Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-28 19:08:35 - [HTML]

Þingmál A29 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-08-26 15:01:18 - [HTML]
9. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-08-27 16:10:53 - [HTML]
10. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-08-31 14:58:46 - [HTML]
66. þingfundur - Björn Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-26 17:56:28 - [HTML]
66. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-26 18:01:22 - [HTML]

Þingmál A30 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ragnar Arnalds - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-17 11:58:45 - [HTML]

Þingmál A34 (skipan opinberra framkvæmda og opinber innkaup)[HTML]

Þingræður:
174. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-05-07 12:02:39 - [HTML]

Þingmál A41 (friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-10-07 14:50:22 - [HTML]

Þingmál A42 (upplýsingamiðlun og aðgangur að upplýsingum um umhverfismál)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-09-18 16:01:29 - [HTML]

Þingmál A69 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-10-08 13:58:38 - [HTML]

Þingmál A77 (viðurkenning á menntun og prófskírteinum)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-12-02 14:55:29 - [HTML]

Þingmál A78 (eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-10-07 13:38:38 - [HTML]

Þingmál A109 (verðlagning á raforku)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-10-26 14:46:48 - [HTML]

Þingmál A127 (lánskjör og ávöxtun sparifjár)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1992-11-02 14:40:45 - [HTML]

Þingmál A192 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-10 18:35:47 - [HTML]

Þingmál A208 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-17 13:57:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 978 - Komudagur: 1993-03-03 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka - [PDF]
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 1993-03-30 - Sendandi: Iðnaðar-og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A210 (aðgerðir gegn peningaþvætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 1992-12-22 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 1993-04-26 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A211 (Sementsverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-11 14:10:40 - [HTML]
53. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1992-11-12 17:10:52 - [HTML]
150. þingfundur - Finnur Ingólfsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1993-04-01 16:57:54 - [HTML]
152. þingfundur - Finnur Ingólfsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1993-04-05 13:38:18 - [HTML]
152. þingfundur - Finnur Ingólfsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1993-04-05 14:13:07 - [HTML]

Þingmál A212 (hönnunarvernd)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-12 17:45:51 - [HTML]

Þingmál A256 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-21 01:17:03 - [HTML]

Þingmál A258 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-03-11 18:14:40 - [HTML]

Þingmál A273 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-12 13:46:23 - [HTML]
136. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-22 13:40:22 - [HTML]

Þingmál A276 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
169. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1993-05-04 22:42:24 - [HTML]

Þingmál A285 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Finnur Ingólfsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-22 10:11:29 - [HTML]

Þingmál A286 (skattamál)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-08 13:38:37 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-12-18 15:47:24 - [HTML]

Þingmál A287 (dýrasjúkdómar)[HTML]

Þingræður:
148. þingfundur - Egill Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-31 18:04:36 - [HTML]

Þingmál A296 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-01-14 15:27:16 - [HTML]

Þingmál A299 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1992-12-17 11:40:44 - [HTML]

Þingmál A301 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1993-03-04 12:13:53 - [HTML]

Þingmál A303 (tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-25 12:04:23 - [HTML]
145. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-03-25 14:29:40 - [HTML]

Þingmál A305 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-09 18:02:36 - [HTML]

Þingmál A312 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-26 10:40:07 - [HTML]

Þingmál A313 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-26 12:17:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 1993-04-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 1993-04-16 - Sendandi: Helgi Bernódusson - [PDF]

Þingmál A314 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-03 15:11:02 - [HTML]
122. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - Ræða hófst: 1993-03-05 10:36:27 - [HTML]

Þingmál A326 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1993-02-25 12:34:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1422 - Komudagur: 1993-04-19 - Sendandi: Arnljótur Björnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 1993-04-27 - Sendandi: Vinnumálasamband samvinnufélaganna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2025 - Komudagur: 1993-09-16 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið - Skýring: ýmis gögn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2027 - Komudagur: 1993-10-20 - Sendandi: Lögmenn,JSG;Vhv;AG ;SGG. - [PDF]

Þingmál A329 (smábátaveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (þáltill.) útbýtt þann 1993-01-14 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-25 13:12:42 - [HTML]
160. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-21 00:21:53 - [HTML]

Þingmál A350 (vátryggingarstarfsemi)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-02 10:50:49 - [HTML]

Þingmál A363 (framkvæmd útboða)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-16 13:59:55 - [HTML]

Þingmál A374 (samfélagsþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-02-23 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-25 13:21:17 - [HTML]

Þingmál A375 (kirkjugarðar)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-05 12:24:52 - [HTML]

Þingmál A377 (norrænt samstarf 1992 til 1993)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1993-03-05 10:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (dýravernd)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1993-03-10 15:11:53 - [HTML]

Þingmál A396 (Evrópuráðsþingið)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1993-03-11 15:45:14 - [HTML]

Þingmál A418 (skráning og bótaréttur atvinnulausra)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1993-03-25 11:34:43 - [HTML]

Þingmál A440 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1993-03-24 15:01:31 - [HTML]
166. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-29 16:43:38 - [HTML]
169. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-05-04 14:06:56 - [HTML]
170. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1993-05-05 14:44:56 - [HTML]
170. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1993-05-05 15:29:20 - [HTML]
170. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1993-05-05 15:44:52 - [HTML]
170. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-05-05 15:57:10 - [HTML]

Þingmál A447 (alferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 773 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-03-23 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A450 (alþjóðleg samvinna um fullnustu refsidóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-03-23 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A458 (staða brotaþola við meðferð kynferðisbrotamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (þáltill.) útbýtt þann 1993-03-25 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A470 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-30 14:16:37 - [HTML]

Þingmál A483 (sjávarútvegsstefna)[HTML]

Þingræður:
164. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1993-04-28 13:57:34 - [HTML]

Þingmál A504 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
176. þingfundur - Egill Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1993-05-08 18:46:21 - [HTML]

Þingmál A515 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-04-06 21:28:17 - [HTML]
154. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1993-04-06 21:45:26 - [HTML]
176. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-05-08 13:24:34 - [HTML]
176. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1993-05-08 14:02:16 - [HTML]

Þingmál A524 (ferðaþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 882 (frumvarp) útbýtt þann 1993-04-02 19:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-06 23:23:55 - [HTML]

Þingmál A546 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-19 15:33:54 - [HTML]

Þingmál A547 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1993-04-20 16:46:50 - [HTML]

Þingmál A554 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-20 20:49:17 - [HTML]
160. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1993-04-20 22:25:21 - [HTML]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B44 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumr.))

Þingræður:
29. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1992-10-12 21:18:03 - [HTML]
29. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1992-10-12 23:06:20 - [HTML]

Þingmál B294 (afgreiðsla mála í iðnaðarnefnd)

Þingræður:
163. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - málsh. um fundarstjórn - Ræða hófst: 1993-04-27 13:38:19 - [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A17 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-10-07 14:42:45 - [HTML]

Þingmál A42 (kostir þess að gera landið að einu kjördæmi)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Gunnlaugur Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-10-28 15:56:24 - [HTML]
25. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1993-10-28 16:22:11 - [HTML]

Þingmál A72 (lögheimili)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-13 18:06:04 - [HTML]

Þingmál A83 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-12-15 20:40:43 - [HTML]
63. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1993-12-16 17:37:19 - [HTML]

Þingmál A101 (álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1994-02-08 14:07:46 - [HTML]
85. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1994-02-08 15:25:19 - [HTML]
85. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-02-08 17:56:58 - [HTML]
85. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1994-02-08 18:50:04 - [HTML]

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-10-26 16:37:34 - [HTML]
109. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-15 14:16:01 - [HTML]

Þingmál A119 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-21 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
137. þingfundur - Pálmi Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1994-04-19 15:43:46 - [HTML]

Þingmál A120 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 1993-11-16 16:50:45 - [HTML]

Þingmál A143 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-11-02 13:35:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 1994-02-21 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands, - [PDF]

Þingmál A144 (húsaleigulög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-11-02 15:02:46 - [HTML]
28. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-02 15:15:18 - [HTML]

Þingmál A156 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-11-23 16:32:54 - [HTML]

Þingmál A193 (hafnalög)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - Ræða hófst: 1993-11-16 14:17:32 - [HTML]
37. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1993-11-16 14:31:14 - [HTML]

Þingmál A199 (áburðarverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
156. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1994-05-09 16:39:59 - [HTML]

Þingmál A200 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-03-08 14:49:57 - [HTML]

Þingmál A201 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1993-11-16 17:48:54 - [HTML]

Þingmál A215 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-17 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A233 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1993-12-20 16:34:18 - [HTML]

Þingmál A235 (slysavarnaráð)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Lára Margrét Ragnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-10 15:52:48 - [HTML]

Þingmál A244 (prestssetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (nefndarálit) útbýtt þann 1993-12-16 11:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-16 18:21:30 - [HTML]
63. þingfundur - Jón Helgason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-16 18:25:22 - [HTML]
63. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-12-16 20:28:48 - [HTML]

Þingmál A245 (kirkjumálasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (nefndarálit) útbýtt þann 1993-12-16 11:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-07 15:43:06 - [HTML]

Þingmál A251 (skattamál)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1993-11-30 14:18:00 - [HTML]
65. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-17 13:28:36 - [HTML]
71. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-12-20 10:43:19 - [HTML]
71. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1993-12-20 11:12:22 - [HTML]
72. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-20 22:08:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 1993-12-08 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: Vaxtabætur - [PDF]
Dagbókarnúmer 478 - Komudagur: 1993-12-28 - Sendandi: Nefnd um endurskoðun vaxtabóta - [PDF]
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 1993-12-30 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: Skattlagning á ferðaþjónustu - [PDF]

Þingmál A255 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1994-02-01 15:00:59 - [HTML]
141. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-04-26 17:42:23 - [HTML]
141. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1994-04-26 20:34:04 - [HTML]
141. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1994-04-26 22:15:40 - [HTML]
142. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-04-27 16:39:47 - [HTML]

Þingmál A260 (Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-12-16 00:49:02 - [HTML]
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-04-14 22:17:12 - [HTML]

Þingmál A263 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1993-12-08 15:04:26 - [HTML]
69. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1993-12-18 16:10:16 - [HTML]

Þingmál A271 (sjálfbær atvinnuþróun í Mývatnssveit)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-12-14 14:09:26 - [HTML]

Þingmál A275 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-04-13 22:03:09 - [HTML]
131. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1994-04-13 23:00:18 - [HTML]

Þingmál A280 (skuldastaða heimilanna)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Eggert Haukdal - Ræða hófst: 1994-05-10 15:19:45 - [HTML]

Þingmál A282 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-22 13:32:39 - [HTML]
95. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-02-22 16:52:40 - [HTML]

Þingmál A283 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-12-14 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1114 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-04-28 11:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-02-15 18:30:48 - [HTML]
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-02-16 00:53:01 - [HTML]
144. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-28 21:42:00 - [HTML]
149. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1994-05-03 16:25:21 - [HTML]
149. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1994-05-04 01:03:24 - [HTML]
156. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1994-05-09 15:19:38 - [HTML]

Þingmál A284 (ráðstöfun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-12-15 20:53:19 - [HTML]
61. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1993-12-15 22:39:46 - [HTML]
61. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-12-15 22:51:18 - [HTML]

Þingmál A285 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Petrína Baldursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-04 13:19:29 - [HTML]

Þingmál A287 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-12-14 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-09 14:12:13 - [HTML]

Þingmál A288 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-09 15:30:11 - [HTML]

Þingmál A293 (alferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-12-15 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-02 15:22:43 - [HTML]
150. þingfundur - Pálmi Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-04 14:18:13 - [HTML]
150. þingfundur - Pálmi Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1994-05-04 14:30:24 - [HTML]

Þingmál A295 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-04-06 18:53:27 - [HTML]

Þingmál A298 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-20 14:20:00 - [HTML]
71. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1993-12-20 14:35:55 - [HTML]
71. þingfundur - Björn Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 1993-12-20 14:46:53 - [HTML]

Þingmál A302 (stöðvun verkfalls fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-01-25 14:23:41 - [HTML]
100. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-01 21:48:45 - [HTML]
100. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-01 22:21:25 - [HTML]

Þingmál A341 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-03-10 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-02-03 14:35:50 - [HTML]
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1994-02-03 15:48:01 - [HTML]
82. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1994-02-03 15:57:01 - [HTML]
82. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1994-02-03 16:25:37 - [HTML]
106. þingfundur - Egill Jónsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-10 14:07:47 - [HTML]
106. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-10 16:25:40 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-03-15 15:13:05 - [HTML]
109. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1994-03-15 17:34:00 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-03-15 23:39:43 - [HTML]
110. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1994-03-16 14:38:19 - [HTML]
122. þingfundur - Egill Jónsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-29 13:47:26 - [HTML]
122. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-29 15:17:03 - [HTML]
122. þingfundur - Eggert Haukdal (4. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-29 15:44:13 - [HTML]
122. þingfundur - Páll Pétursson - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-29 16:22:48 - [HTML]
123. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1994-04-06 14:48:31 - [HTML]

Þingmál A354 (samfélagsþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-02-14 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1994-04-13 15:36:29 - [HTML]

Þingmál A371 (vernd Breiðafjarðar)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-03-01 17:17:15 - [HTML]

Þingmál A378 (stefnumótandi byggðaáætlun 1994--1997)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-17 15:18:02 - [HTML]

Þingmál A391 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 590 (frumvarp) útbýtt þann 1994-02-15 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-28 16:47:27 - [HTML]

Þingmál A404 (Evrópuráðsþingið 1993)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Björn Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-24 15:57:55 - [HTML]

Þingmál A416 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 1993)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1994-02-24 17:46:52 - [HTML]

Þingmál A429 (evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1994-04-08 18:06:34 - [HTML]

Þingmál A431 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Búlgaríu)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1994-04-06 18:10:14 - [HTML]

Þingmál A435 (sumartími, skipan frídaga og orlofs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1680 - Komudagur: 1994-05-02 - Sendandi: Almanak Háskólans, B/t Þorsteins Sæmundssonar - [PDF]

Þingmál A445 (happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-06 14:40:40 - [HTML]
153. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-06 14:43:29 - [HTML]
153. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-06 14:52:27 - [HTML]

Þingmál A450 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1994-03-16 15:49:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 1994-04-20 - Sendandi: Tryggingaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A468 (sala ríkisins á SR-mjöli)[HTML]

Þingræður:
148. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-02 19:06:04 - [HTML]

Þingmál A470 (Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-03-14 11:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-18 11:41:58 - [HTML]

Þingmál A477 (Rannsóknarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-17 10:38:00 - [HTML]
111. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-17 11:26:54 - [HTML]
111. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1994-03-17 12:44:43 - [HTML]
141. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-26 17:11:45 - [HTML]

Þingmál A478 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-24 10:47:51 - [HTML]
118. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1994-03-24 11:06:15 - [HTML]

Þingmál A500 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-23 14:45:30 - [HTML]

Þingmál A506 (stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-10 23:39:14 - [HTML]

Þingmál A531 (Háskólinn á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-26 17:09:57 - [HTML]

Þingmál A532 (merkingar varðandi orkunotkun heimilistækja)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1994-04-08 18:42:38 - [HTML]

Þingmál A533 (öryggi vöru og opinber markaðsgæsla)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-08 18:52:57 - [HTML]

Þingmál A537 (fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-10 18:09:34 - [HTML]
158. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-05-11 12:25:30 - [HTML]

Þingmál A538 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-08 16:50:53 - [HTML]

Þingmál A550 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-04-12 14:18:25 - [HTML]
153. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-06 10:05:33 - [HTML]

Þingmál A553 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-13 13:43:50 - [HTML]

Þingmál A557 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-04-08 11:01:36 - [HTML]
152. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-05 23:45:06 - [HTML]
152. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-05-06 00:37:14 - [HTML]
153. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-05-06 16:20:29 - [HTML]

Þingmál A561 (vöruflutningar á landi)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-12 17:04:55 - [HTML]

Þingmál A562 (skipulag ferðamála)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Pálmi Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-04 14:10:24 - [HTML]

Þingmál A581 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-07 12:19:06 - [HTML]

Þingmál A614 (samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Sturla Böðvarsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-04-28 11:23:57 - [HTML]
143. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-04-28 11:30:04 - [HTML]
143. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1994-04-28 11:31:58 - [HTML]
144. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1994-04-28 16:58:13 - [HTML]
144. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1994-04-28 17:13:08 - [HTML]
144. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-04-28 18:11:33 - [HTML]
154. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-07 12:07:35 - [HTML]

Þingmál B69 (skýrsla umboðsmanns Alþingis)

Þingræður:
39. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1993-11-18 11:03:16 - [HTML]
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-18 12:40:39 - [HTML]
39. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1993-11-18 15:08:05 - [HTML]

Þingmál B90 (skattlagning aflaheimilda)

Þingræður:
44. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson - Ræða hófst: 1993-11-25 16:56:50 - [HTML]
44. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-25 17:40:39 - [HTML]
44. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1993-11-25 18:39:45 - [HTML]

Þingmál B209 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
111. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-17 14:01:08 - [HTML]

Þingmál B246 (afgreiðsla mála í iðnaðarnefnd, svar landbrh. við fyrirspurn)

Þingræður:
142. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - málsh. um fundarstjórn - Ræða hófst: 1994-04-27 13:39:43 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A1 (fjárlög 1995)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1994-10-12 16:49:36 - [HTML]
66. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-12-21 23:39:04 - [HTML]

Þingmál A6 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-10-05 14:47:42 - [HTML]

Þingmál A9 (héraðsdómur í skatta- og bókhaldsmálum)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-10-06 10:59:49 - [HTML]

Þingmál A18 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-10-13 11:49:57 - [HTML]

Þingmál A39 (foreldrafræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (þáltill.) útbýtt þann 1994-10-06 09:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-15 14:22:26 - [HTML]

Þingmál A43 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-10-20 11:28:06 - [HTML]

Þingmál A54 (greiðsluaðlögun húsnæðislána)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-22 16:43:49 - [HTML]

Þingmál A62 (ferðaþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-12 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A66 (fjáraukalög 1994)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sigbjörn Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-09 14:11:28 - [HTML]

Þingmál A73 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-12 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A82 (olíumengun á sjó)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 1994-11-07 17:47:38 - [HTML]

Þingmál A88 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-17 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (framkvæmd búvörusamningsins)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-02-03 14:20:00 - [HTML]
84. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1995-02-03 16:01:30 - [HTML]

Þingmál A96 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-12-19 21:20:20 - [HTML]

Þingmál A99 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A106 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-11-07 18:41:52 - [HTML]

Þingmál A107 (takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - Ræða hófst: 1994-10-26 14:10:23 - [HTML]

Þingmál A123 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-11-10 11:42:41 - [HTML]
94. þingfundur - Kristín Einarsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-14 14:29:56 - [HTML]
94. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-02-14 20:31:05 - [HTML]
97. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1995-02-17 10:33:24 - [HTML]

Þingmál A124 (hópuppsagnir)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-11-03 16:59:56 - [HTML]

Þingmál A125 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-09 13:59:05 - [HTML]

Þingmál A126 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1995-02-24 11:22:45 - [HTML]
105. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1995-02-24 12:45:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 1994-11-30 - Sendandi: Sálfræðideild skóla í Reykjavík, B/t Víðis Kristinssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 293 - Komudagur: 1994-12-02 - Sendandi: Menningarog fræðslusamband alþýðu - [PDF]
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 1994-12-05 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir umsagnaraðila- samantekt - [PDF]

Þingmál A127 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-11-08 18:17:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 280 - Komudagur: 1994-11-30 - Sendandi: Menntaskólinn við Sund, B/t skólanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 301 - Komudagur: 1994-12-02 - Sendandi: Hið íslenska kennarafélag-Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 1994-12-12 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: athugasemdir-samantekt umsagna - [PDF]

Þingmál A130 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-11-03 17:10:10 - [HTML]

Þingmál A157 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-07 17:25:36 - [HTML]

Þingmál A206 (vernd Breiðafjarðar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-17 12:27:47 - [HTML]

Þingmál A229 (samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-12-29 11:55:08 - [HTML]
72. þingfundur - Eggert Haukdal - Ræða hófst: 1994-12-29 14:35:05 - [HTML]

Þingmál A239 (viðlagatrygging)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Gunnlaugur Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-22 14:21:30 - [HTML]

Þingmál A247 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-02-02 18:13:35 - [HTML]

Þingmál A258 (þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-12-07 15:37:41 - [HTML]

Þingmál A264 (réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 1994-12-07 13:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-01-30 15:58:49 - [HTML]

Þingmál A270 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-12-08 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A278 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1994-12-13 00:20:50 - [HTML]

Þingmál A289 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1994-12-13 11:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A290 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-12-15 13:31:05 - [HTML]
59. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1994-12-15 15:22:58 - [HTML]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-19 15:26:24 - [HTML]
104. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1995-02-23 14:59:35 - [HTML]
104. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1995-02-23 15:51:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 1995-01-12 - Sendandi: Eggert E. Laxdal - [PDF]
Dagbókarnúmer 896 - Komudagur: 1995-01-23 - Sendandi: Hörður H. Helgason - [PDF]
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 1995-01-25 - Sendandi: Jafnréttisráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 992 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1050 - Komudagur: 1995-02-06 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]

Þingmál A312 (tóbaksvarnalög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1995-01-31 15:13:25 - [HTML]

Þingmál A318 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-02 10:32:08 - [HTML]
83. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1995-02-02 10:38:21 - [HTML]

Þingmál A329 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1995-02-07 17:55:05 - [HTML]

Þingmál A337 (vörugjald af olíu)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-24 17:02:57 - [HTML]

Þingmál A338 (húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-17 12:10:09 - [HTML]
97. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1995-02-17 13:48:32 - [HTML]

Þingmál A342 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-02 12:05:31 - [HTML]

Þingmál A353 (alferðir)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-13 18:19:45 - [HTML]

Þingmál A362 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Egill Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-23 20:37:27 - [HTML]

Þingmál A364 (barnaklám)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1995-02-13 17:50:16 - [HTML]

Þingmál A417 (fyrning skulda og annarra kröfuréttinda)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-23 19:19:21 - [HTML]

Þingmál A426 (Iðnþróunarsjóður)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-02-21 16:44:41 - [HTML]

Þingmál A431 (umgengni um auðlindir sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1995-02-21 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A437 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1995-02-23 21:47:35 - [HTML]
104. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1995-02-23 23:28:13 - [HTML]

Þingmál A448 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-24 02:48:50 - [HTML]

Þingmál B71 (endurnýjun starfsleyfis Kísiliðjunnar í Mývatnssveit)

Þingræður:
24. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1994-11-02 13:54:32 - [HTML]
24. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1994-11-02 13:57:20 - [HTML]

Þingmál B140 (forkaupsréttarákvæði fiskveiðistjórnarlaga)

Þingræður:
83. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1995-02-02 13:37:21 - [HTML]

Þingmál B164 (skýrsla umboðsmanns Alþingis)

Þingræður:
95. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1995-02-15 15:16:42 - [HTML]

Þingmál B165 (staðan í kennaradeilunni með hliðsjón af afgreiðslu grunnskólafrumvarpsins)

Þingræður:
95. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - Ræða hófst: 1995-02-15 14:33:04 - [HTML]

Þingmál B189 (kennaraverkfallið)

Þingræður:
107. þingfundur - Páll Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-25 13:30:42 - [HTML]

Þingmál B205 (tilkynning um dagskrá)

Þingræður:
90. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (ráðherra norrænna samstarfsmála) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-09 17:47:04 - [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A3 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-05-19 13:25:33 - [HTML]
5. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1995-05-23 14:46:04 - [HTML]
18. þingfundur - Ágúst Einarsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-09 16:26:59 - [HTML]
21. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-13 17:20:57 - [HTML]
21. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-06-13 21:34:04 - [HTML]

Þingmál A11 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-31 15:14:58 - [HTML]

Þingmál A13 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1995-05-29 17:00:44 - [HTML]

Þingmál A15 (matvæli)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-29 15:10:48 - [HTML]
25. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1995-06-15 10:05:11 - [HTML]

Þingmál A21 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-31 14:42:08 - [HTML]

Þingmál A27 (Alþjóðaviðskiptastofnunin)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-05-30 15:09:09 - [HTML]
20. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-12 16:51:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 1995-06-07 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 1995-06-07 - Sendandi: Íslensk verslun - [PDF]

Þingmál A28 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-06-01 11:32:41 - [HTML]
16. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-06-08 22:25:53 - [HTML]
23. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson (starfsaldursforseti) - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-14 22:31:58 - [HTML]
23. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-14 22:35:15 - [HTML]

Þingmál A29 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-09 16:04:39 - [HTML]

Þingmál A36 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-09 13:15:44 - [HTML]

Þingmál A39 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-10 13:09:58 - [HTML]

Þingmál A41 (greiðsluaðlögun)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-15 13:47:08 - [HTML]
25. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1995-06-15 14:01:39 - [HTML]
25. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1995-06-15 14:42:44 - [HTML]

Þingmál A43 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-06-13 15:19:47 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A1 (fjárlög 1996)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1995-10-06 14:04:13 - [HTML]

Þingmál A13 (réttarstaða kjörbarna og foreldra þeirra)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1995-10-09 16:03:56 - [HTML]

Þingmál A21 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1995-10-05 10:45:27 - [HTML]
19. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1995-10-30 16:51:32 - [HTML]

Þingmál A51 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 1995-11-01 14:08:29 - [HTML]

Þingmál A73 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-03-12 14:51:15 - [HTML]
108. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-03-14 14:06:05 - [HTML]
131. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-06 16:37:41 - [HTML]
131. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-06 16:45:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 1995-11-29 - Sendandi: Íslensk málefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 1995-12-28 - Sendandi: Mannanafnanefnd - [PDF]

Þingmál A84 (þingfararkaup og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1995-11-02 17:26:11 - [HTML]

Þingmál A86 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 849 - Komudagur: 1996-02-22 - Sendandi: Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda - [PDF]

Þingmál A92 (fullnusta erlendra ákvarðana um forsjá barna)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-13 15:40:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 1995-12-07 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 1995-12-13 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A94 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-11-02 12:22:02 - [HTML]
130. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-03 12:02:39 - [HTML]
130. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-03 12:21:18 - [HTML]
150. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-28 22:26:26 - [HTML]

Þingmál A96 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-10-19 14:27:32 - [HTML]
45. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-29 20:58:01 - [HTML]
45. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1995-11-29 22:04:38 - [HTML]
46. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1995-11-30 11:29:44 - [HTML]
53. þingfundur - Ólafur Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-12-05 14:46:43 - [HTML]

Þingmál A100 (öryggi vöru og opinber markaðsgæsla)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-10-31 15:49:33 - [HTML]

Þingmál A102 (löggilding starfsheita í tækni- og hönnunargreinum)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Guðjón Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-20 13:39:15 - [HTML]

Þingmál A117 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-11-07 17:12:20 - [HTML]
103. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1996-03-07 16:07:42 - [HTML]

Þingmál A126 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1995-11-02 18:17:41 - [HTML]

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-30 21:49:00 - [HTML]
128. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-30 21:51:07 - [HTML]
129. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-02 21:26:12 - [HTML]
129. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-02 21:32:06 - [HTML]

Þingmál A158 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-21 17:34:44 - [HTML]

Þingmál A164 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-21 17:08:34 - [HTML]

Þingmál A170 (varnir gegn mengun sjávar)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1995-11-29 14:22:57 - [HTML]

Þingmál A171 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-11-23 16:15:09 - [HTML]

Þingmál A176 (lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1995-11-29 15:40:27 - [HTML]

Þingmál A180 (sérstakur ákærandi í efnahagsbrotum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1835 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins, B/t Skúla Eggerts Þórðarsonar - [PDF]

Þingmál A215 (húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1995-12-07 14:19:50 - [HTML]

Þingmál A217 (háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-13 16:39:21 - [HTML]
125. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-23 23:17:04 - [HTML]
125. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1996-04-23 23:22:20 - [HTML]
125. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-04-23 23:26:44 - [HTML]
128. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1996-04-30 14:56:14 - [HTML]
128. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-30 15:24:37 - [HTML]
128. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1996-04-30 15:31:00 - [HTML]

Þingmál A221 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-07 16:04:06 - [HTML]
57. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1995-12-07 16:17:07 - [HTML]
57. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-12-07 16:43:46 - [HTML]
57. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1995-12-07 17:29:34 - [HTML]

Þingmál A225 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1995-12-08 16:09:17 - [HTML]
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-12-08 18:54:12 - [HTML]
73. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-12-20 16:53:21 - [HTML]
74. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1995-12-21 11:15:23 - [HTML]

Þingmál A232 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-13 15:15:41 - [HTML]
124. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-22 16:03:14 - [HTML]

Þingmál A241 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-20 11:21:14 - [HTML]

Þingmál A248 (læsivarðir hemlar í bifreiðum)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-06 13:52:28 - [HTML]

Þingmál A249 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-01-30 13:44:12 - [HTML]
140. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-17 10:48:29 - [HTML]
140. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-17 12:56:18 - [HTML]

Þingmál A252 (spilliefnagjald)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-20 17:40:05 - [HTML]
142. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-20 18:02:09 - [HTML]

Þingmál A254 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-02-14 15:13:37 - [HTML]
91. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-02-15 17:54:08 - [HTML]
137. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-14 17:35:04 - [HTML]
137. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-14 17:39:17 - [HTML]

Þingmál A261 (trúnaðarsamband fjölmiðlamanna og heimildarmanna)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-06 14:15:36 - [HTML]
84. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1996-02-06 14:48:08 - [HTML]

Þingmál A274 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1996-02-01 11:29:03 - [HTML]
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-02-01 12:02:31 - [HTML]
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1996-02-01 12:39:00 - [HTML]
82. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-02-01 12:41:00 - [HTML]
82. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1996-02-01 13:56:45 - [HTML]

Þingmál A279 (embætti umboðsmanns jafnréttismála)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-03-20 13:47:36 - [HTML]

Þingmál A280 (réttarstaða fólks í vígðri og óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1996-02-06 15:49:37 - [HTML]

Þingmál A285 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-08 10:33:47 - [HTML]

Þingmál A297 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-05-15 17:17:50 - [HTML]

Þingmál A313 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-02-15 14:53:21 - [HTML]
141. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-18 15:23:28 - [HTML]

Þingmál A320 (staðfest samvist)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-03-05 18:22:04 - [HTML]

Þingmál A323 (réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-07 10:35:54 - [HTML]
103. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1996-03-07 12:15:39 - [HTML]
103. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-07 12:41:36 - [HTML]
108. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-14 11:31:55 - [HTML]
108. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-03-14 11:38:59 - [HTML]
108. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - Ræða hófst: 1996-03-14 12:38:59 - [HTML]
129. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-02 14:57:43 - [HTML]
129. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1996-05-02 15:43:31 - [HTML]
129. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1996-05-02 16:25:35 - [HTML]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-23 13:21:27 - [HTML]
151. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1996-05-29 11:52:51 - [HTML]
151. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-29 12:20:12 - [HTML]
158. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-06-03 14:35:48 - [HTML]

Þingmál A333 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-03-06 14:29:42 - [HTML]

Þingmál A355 (fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2461 - Komudagur: 1996-09-16 - Sendandi: Haukur Friðriksson, Hvammstanga - [PDF]

Þingmál A356 (Innheimtustofnun sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-03-11 19:01:11 - [HTML]

Þingmál A361 (upplýsingalög)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-14 16:03:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1251 - Komudagur: 1996-03-26 - Sendandi: Páll Hreinsson - [PDF]

Þingmál A366 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
161. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-06-05 14:26:31 - [HTML]
161. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-06-05 15:45:45 - [HTML]
161. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1996-06-05 18:48:46 - [HTML]
161. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-06-05 19:52:34 - [HTML]

Þingmál A367 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-07 16:33:29 - [HTML]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-07 15:21:48 - [HTML]
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-07 17:23:27 - [HTML]
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-07 20:34:39 - [HTML]
134. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-05-09 22:31:17 - [HTML]
135. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-10 15:59:02 - [HTML]
135. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-10 18:40:25 - [HTML]
136. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-05-13 17:33:50 - [HTML]
136. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-05-13 20:32:45 - [HTML]
137. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-05-14 15:08:37 - [HTML]
148. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-05-24 12:16:50 - [HTML]
151. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-29 16:15:45 - [HTML]
151. þingfundur - Ögmundur Jónasson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-29 16:19:33 - [HTML]
151. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-29 16:39:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1378 - Komudagur: 1996-04-12 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1627 - Komudagur: 1996-04-22 - Sendandi: Stéttarfél. lögfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 1996-04-22 - Sendandi: Ritari efnahags- og viðskiptanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1686 - Komudagur: 1996-04-24 - Sendandi: Stéttarfél. lögfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2041 - Komudagur: 1996-05-21 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 1996-05-22 - Sendandi: A & P lögmenn - [PDF]

Þingmál A376 (réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-03-11 15:47:24 - [HTML]

Þingmál A388 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 1996-03-18 17:24:00 - [HTML]
109. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-18 17:41:15 - [HTML]
109. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-03-18 17:43:53 - [HTML]

Þingmál A399 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-18 15:13:14 - [HTML]

Þingmál A405 (iðnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-04-10 15:17:25 - [HTML]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-03-21 19:00:33 - [HTML]
114. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-03-22 11:26:37 - [HTML]
114. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1996-03-22 17:28:49 - [HTML]
114. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-03-22 17:57:59 - [HTML]
114. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 1996-03-22 20:33:31 - [HTML]
114. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-03-22 21:09:08 - [HTML]
140. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-17 15:01:09 - [HTML]
140. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-17 16:30:31 - [HTML]
140. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-05-17 17:30:33 - [HTML]
143. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1996-05-21 18:20:08 - [HTML]
143. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-05-21 21:28:06 - [HTML]
146. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-23 10:37:49 - [HTML]
146. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-23 11:17:09 - [HTML]
146. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-23 11:26:19 - [HTML]
154. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-30 13:18:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 1996-04-15 - Sendandi: Vinnumálasambandið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1543 - Komudagur: 1996-04-17 - Sendandi: Verslunarmannafélag Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1593 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Verkamannafélagið Dagsbrún - [PDF]
Dagbókarnúmer 1624 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Þjóðhagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Háskóli Íslands, lagastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 1996-05-06 - Sendandi: Ritari félagsmálanefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A421 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-04-16 15:48:39 - [HTML]
119. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-16 18:52:30 - [HTML]
119. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1996-04-16 18:56:38 - [HTML]
157. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-31 16:19:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1771 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1875 - Komudagur: 1996-05-06 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A422 (staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1772 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1876 - Komudagur: 1996-05-06 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A424 (gæludýrahald)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-19 16:12:47 - [HTML]

Þingmál A428 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-04-17 21:27:04 - [HTML]
121. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1996-04-17 23:20:33 - [HTML]
122. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-04-18 12:28:22 - [HTML]

Þingmál A436 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1996-04-12 18:44:49 - [HTML]

Þingmál A437 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-05-31 13:07:20 - [HTML]
157. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1996-05-31 13:13:06 - [HTML]
157. þingfundur - Stefán Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-31 13:47:33 - [HTML]
157. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1996-05-31 13:49:27 - [HTML]
157. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1996-05-31 17:27:03 - [HTML]

Þingmál A441 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-04-11 16:46:28 - [HTML]

Þingmál A442 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-04-11 15:59:03 - [HTML]

Þingmál A450 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-12 13:53:33 - [HTML]

Þingmál A451 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-12 11:03:02 - [HTML]
150. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-28 17:42:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1663 - Komudagur: 1996-04-23 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1690 - Komudagur: 1996-04-26 - Sendandi: Útideild félagsmálastofnunar Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Rannsóknarlögregla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 1996-05-13 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A457 (lögræðislög)[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-14 22:19:08 - [HTML]

Þingmál A463 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-12 13:59:22 - [HTML]

Þingmál A464 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-18 14:22:40 - [HTML]
122. þingfundur - Ingibjörg Sigmundsdóttir - Ræða hófst: 1996-04-18 14:41:48 - [HTML]
122. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-04-18 14:44:19 - [HTML]
122. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-04-18 15:27:23 - [HTML]
122. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1996-04-18 15:37:40 - [HTML]
152. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-29 17:28:47 - [HTML]
152. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-29 17:34:30 - [HTML]

Þingmál A471 (Evrópusamningur um forsjá barna)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-23 22:40:34 - [HTML]

Þingmál A479 (skyldunámsefni í vímuvörnum)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-08 15:09:01 - [HTML]

Þingmál A487 (Iðnþróunarsjóður)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-30 16:22:43 - [HTML]

Þingmál A512 (losun koltvísýrings)[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-28 14:46:32 - [HTML]

Þingmál A519 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-05-18 10:39:03 - [HTML]
160. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-06-04 23:28:39 - [HTML]
161. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-06-05 13:53:42 - [HTML]
161. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1996-06-05 13:58:07 - [HTML]
161. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-06-05 14:00:55 - [HTML]

Þingmál A520 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-22 15:25:36 - [HTML]

Þingmál A532 (skipulag miðhálendis Íslands)[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-28 15:00:21 - [HTML]

Þingmál A533 (vörugjald af ökutækjum)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-29 15:42:03 - [HTML]

Þingmál B26 (stjórn fiskveiða)

Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-10-09 15:21:02 - [HTML]

Þingmál B135 (fíkniefna- og ofbeldisvandinn)

Þingræður:
60. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - Ræða hófst: 1995-12-12 16:09:47 - [HTML]

Þingmál B179 (frumvarp um orku fallvatna og jarðhita)

Þingræður:
88. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-02-12 15:07:17 - [HTML]

Þingmál B322 (tilskipanir Evrópusambandsins um orkumál og stefna íslenskra stjórnvalda)

Þingræður:
151. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-29 10:04:10 - [HTML]

Þingmál B342 (fjárhagsstaða sjúkrahúsanna og sumarlokanir)

Þingræður:
160. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1996-06-04 13:26:14 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A1 (fjárlög 1997)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-12-13 17:27:07 - [HTML]

Þingmál A3 (veiðileyfagjald)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-10-10 11:40:27 - [HTML]

Þingmál A7 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1996-10-17 14:37:21 - [HTML]

Þingmál A14 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-10-29 14:59:33 - [HTML]
12. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-10-29 16:13:03 - [HTML]

Þingmál A21 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-10-16 14:45:59 - [HTML]

Þingmál A24 (lánsfjárlög 1997)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-19 18:42:49 - [HTML]

Þingmál A28 (fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 252 - Komudagur: 1996-11-28 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 1997-02-12 - Sendandi: Nefndarritari allsherjarnefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 1997-02-28 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]

Þingmál A29 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-10-09 14:53:58 - [HTML]
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-10-09 15:18:00 - [HTML]
36. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-05 14:54:04 - [HTML]

Þingmál A30 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-05 14:52:09 - [HTML]

Þingmál A55 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-12-10 20:56:10 - [HTML]

Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-12-12 16:29:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 1996-12-09 - Sendandi: Félag úthafsútgerða - Skýring: lögfræðiálit - [PDF]

Þingmál A61 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-05-09 17:23:42 - [HTML]

Þingmál A71 (íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-11-05 14:05:10 - [HTML]
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-04 20:06:59 - [HTML]

Þingmál A90 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 1997-05-12 20:42:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 1996-11-26 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A97 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-12 19:08:05 - [HTML]

Þingmál A98 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-05-13 19:07:42 - [HTML]

Þingmál A100 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Sturla Böðvarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-13 20:42:57 - [HTML]
123. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1997-05-13 23:55:42 - [HTML]

Þingmál A118 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-14 23:00:29 - [HTML]

Þingmál A119 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-16 17:30:28 - [HTML]
47. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-17 14:56:48 - [HTML]
50. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1996-12-19 11:04:57 - [HTML]
51. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-12-19 17:32:40 - [HTML]

Þingmál A120 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ágúst Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-09 15:47:38 - [HTML]

Þingmál A141 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-10 23:15:20 - [HTML]

Þingmál A143 (staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-04 19:18:32 - [HTML]
36. þingfundur - Ágúst Einarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-12-05 14:21:21 - [HTML]
38. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-10 22:05:01 - [HTML]
40. þingfundur - Ágúst Einarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-12-11 15:56:27 - [HTML]

Þingmál A146 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1996-11-14 16:56:07 - [HTML]
36. þingfundur - Ágúst Einarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-12-05 14:09:26 - [HTML]
40. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-11 16:23:39 - [HTML]

Þingmál A149 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-17 21:45:19 - [HTML]

Þingmál A171 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-11-19 15:31:44 - [HTML]
77. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-25 14:32:40 - [HTML]
77. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1997-02-25 15:08:11 - [HTML]

Þingmál A172 (vinnumarkaðsaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-21 11:24:23 - [HTML]
30. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1996-11-21 11:41:47 - [HTML]
30. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-11-21 12:46:04 - [HTML]
30. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1996-11-21 14:19:42 - [HTML]

Þingmál A175 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-11-21 20:32:47 - [HTML]
61. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-02-04 15:26:22 - [HTML]
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-02-04 16:53:44 - [HTML]
66. þingfundur - Svavar Gestsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-02-11 13:56:51 - [HTML]
67. þingfundur - Svavar Gestsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-11 17:35:20 - [HTML]
67. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-02-11 18:41:33 - [HTML]
67. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-02-11 20:33:29 - [HTML]
67. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-02-11 20:58:19 - [HTML]

Þingmál A180 (lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-03 15:47:12 - [HTML]
52. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-12-19 23:55:54 - [HTML]
53. þingfundur - Ágúst Einarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 1996-12-20 13:35:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 412 - Komudagur: 1996-12-12 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 1996-12-12 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A189 (sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-12-05 11:10:58 - [HTML]
122. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-12 18:10:33 - [HTML]
122. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-12 18:18:32 - [HTML]
122. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1997-05-12 18:26:54 - [HTML]

Þingmál A200 (uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1997-03-18 14:46:16 - [HTML]

Þingmál A214 (endurskoðendur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-09 15:30:02 - [HTML]

Þingmál A228 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1996-12-12 19:10:06 - [HTML]

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 11:30:20 - [HTML]
59. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 11:48:07 - [HTML]
59. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 12:02:36 - [HTML]
59. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 12:05:52 - [HTML]
59. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1997-01-30 12:30:58 - [HTML]
59. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 12:52:39 - [HTML]
59. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 12:56:34 - [HTML]
59. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1997-01-30 13:29:49 - [HTML]
59. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 13:55:25 - [HTML]
59. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 16:38:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1004 - Komudagur: 1997-03-06 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1437 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A238 (almenningsbókasöfn)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1997-01-28 17:12:16 - [HTML]

Þingmál A239 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-16 16:56:20 - [HTML]

Þingmál A252 (öryggi barna)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-01-29 14:30:12 - [HTML]

Þingmál A256 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-01-28 13:40:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 980 - Komudagur: 1997-03-04 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A258 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-13 11:35:43 - [HTML]
117. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-06 15:33:19 - [HTML]

Þingmál A259 (viðurkenning á menntun og prófskírteinum)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-01-28 17:20:37 - [HTML]
115. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-02 15:15:56 - [HTML]

Þingmál A260 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-10 17:33:19 - [HTML]
72. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-02-18 14:00:26 - [HTML]

Þingmál A262 (Ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Sturla Böðvarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-16 20:44:33 - [HTML]

Þingmál A266 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-24 18:00:21 - [HTML]

Þingmál A268 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-27 12:21:25 - [HTML]

Þingmál A276 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-24 18:30:30 - [HTML]

Þingmál A284 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-03-04 14:44:43 - [HTML]

Þingmál A301 (staða þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-02-12 15:20:31 - [HTML]
119. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-07 18:02:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1108 - Komudagur: 1997-03-18 - Sendandi: Flateyrarsókn, Gunnlaugur Finnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A304 (eignarhald á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-03 17:41:35 - [HTML]

Þingmál A320 (niðurrif húsa)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-02-12 14:16:33 - [HTML]

Þingmál A364 (stofnun Vilhjálms Stefánssonar)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-24 16:34:07 - [HTML]
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-02-24 16:53:32 - [HTML]

Þingmál A381 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-03-04 14:00:36 - [HTML]

Þingmál A389 (lífsiðfræðiráð)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-03-21 18:46:29 - [HTML]

Þingmál A394 (endurskoðun laga um tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1997-03-19 15:11:40 - [HTML]

Þingmál A408 (Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-03-13 20:55:40 - [HTML]

Þingmál A409 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-21 17:38:32 - [HTML]
108. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-21 18:08:06 - [HTML]
109. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-04-22 14:23:42 - [HTML]

Þingmál A410 (lögræðislög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-03-17 17:46:30 - [HTML]
123. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-13 14:46:08 - [HTML]
123. þingfundur - Magnús Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-13 17:39:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1833 - Komudagur: 1997-04-29 - Sendandi: Barnaheill, Einar Gylfi Jónsson formaður - [PDF]

Þingmál A422 (bann við kynferðislegri áreitni)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-02 17:16:38 - [HTML]

Þingmál A437 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-03-18 16:15:51 - [HTML]

Þingmál A445 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-05-16 15:31:08 - [HTML]
128. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-05-16 17:50:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1637 - Komudagur: 1997-04-18 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd - [PDF]

Þingmál A456 (danskar landbúnaðarafurðir)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-05-07 14:26:55 - [HTML]

Þingmál A474 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1997-04-03 16:46:34 - [HTML]

Þingmál A477 (eldi sláturdýra, slátrun og gæðamat sláturafurða)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-04 12:17:09 - [HTML]

Þingmál A485 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-03 17:19:12 - [HTML]

Þingmál A523 (afréttamálefni, fjallskil o.fl.)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-15 14:28:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2071 - Komudagur: 1997-05-09 - Sendandi: Landbúnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A524 (Suðurlandsskógar)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-05-17 13:24:37 - [HTML]

Þingmál A528 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-12 14:43:53 - [HTML]

Þingmál A530 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1776 - Komudagur: 1997-04-28 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 1997-04-28 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1863 - Komudagur: 1997-04-30 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1888 - Komudagur: 1997-04-30 - Sendandi: Vinnumálasambandið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2069 - Komudagur: 1997-05-09 - Sendandi: Ágúst Einarsson alþingismaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 2091 - Komudagur: 1997-05-07 - Sendandi: Ágúst Einarsson alþingismaður - [PDF]

Þingmál A531 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1997-04-15 17:16:34 - [HTML]
128. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-05-16 22:30:58 - [HTML]

Þingmál A533 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1997-04-15 20:56:01 - [HTML]

Þingmál A535 (bæjanöfn)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-15 22:35:04 - [HTML]
102. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-04-15 22:57:10 - [HTML]

Þingmál A543 (íþróttalög)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-15 23:42:34 - [HTML]

Þingmál A577 (réttarstaða flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-04-23 15:35:50 - [HTML]

Þingmál A601 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-05-07 15:20:48 - [HTML]

Þingmál A608 (samningur Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og samningur um þvætti)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-15 16:48:11 - [HTML]

Þingmál B26 (lífskjör og undirbúningur kjarasamninga)

Þingræður:
3. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-10-07 16:42:21 - [HTML]

Þingmál B74 (framkvæmd GATT-samningsins)

Þingræður:
19. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-11-06 15:31:20 - [HTML]
19. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-11-06 15:59:42 - [HTML]

Þingmál B189 (meðferð yfirvalda á máli Hanes-hjónanna)

Þingræður:
70. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-02-13 13:43:09 - [HTML]

Þingmál B321 (viðskipti með aflaheimildir)

Þingræður:
120. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1997-05-09 13:52:56 - [HTML]

Þingmál B326 (afgreiðsla efh.- og viðskn. á lífeyrissjóðsfrv.)

Þingræður:
122. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1997-05-12 16:37:02 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A1 (fjárlög 1998)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-07 13:46:35 - [HTML]
5. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-10-08 15:28:11 - [HTML]

Þingmál A5 (veiðileyfagjald)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1997-10-09 15:08:52 - [HTML]

Þingmál A8 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-19 16:33:40 - [HTML]
91. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-03-19 17:16:24 - [HTML]

Þingmál A36 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-22 15:33:57 - [HTML]
16. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1997-10-23 16:17:38 - [HTML]

Þingmál A39 (aukinn réttur foreldra vegna veikinda barna)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-11-18 17:53:51 - [HTML]

Þingmál A40 (bann við kynferðislegri áreitni)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-23 15:05:55 - [HTML]

Þingmál A42 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-11-18 16:39:01 - [HTML]

Þingmál A43 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-18 14:38:09 - [HTML]

Þingmál A57 (lögmenn)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-20 15:06:23 - [HTML]
136. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-28 14:14:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 1997-10-30 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 1997-11-07 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - [PDF]

Þingmál A59 (umboðsmaður barna)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1997-10-14 19:31:42 - [HTML]

Þingmál A76 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Sturla Böðvarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-13 15:48:01 - [HTML]

Þingmál A92 (rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1998-02-02 16:43:15 - [HTML]

Þingmál A98 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-10-16 12:38:30 - [HTML]

Þingmál A146 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-20 15:56:56 - [HTML]

Þingmál A147 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-10-23 12:25:08 - [HTML]

Þingmál A149 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 165 - Komudagur: 1997-11-21 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka - [PDF]
Dagbókarnúmer 243 - Komudagur: 1997-11-25 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A153 (einkaleyfi)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-23 12:50:22 - [HTML]

Þingmál A165 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1997-10-21 14:20:11 - [HTML]
43. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-15 18:12:22 - [HTML]

Þingmál A175 (vopnalög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-11-03 16:24:01 - [HTML]
80. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-05 15:16:23 - [HTML]
88. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-16 15:20:40 - [HTML]

Þingmál A176 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 1997-11-20 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 294 - Komudagur: 1997-11-27 - Sendandi: Dómarafélag Íslands, Allan V. Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 1997-12-04 - Sendandi: Hæstiréttur Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 1998-01-28 - Sendandi: Jóhanna Sigurðardóttir alþm. og Guðrún Helgadóttir alþm. - [PDF]

Þingmál A194 (hollustuhættir)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-23 10:51:02 - [HTML]
74. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-24 13:32:42 - [HTML]
74. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-24 14:00:29 - [HTML]
74. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-02-24 16:50:32 - [HTML]
74. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-02-24 18:03:43 - [HTML]
77. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-03-03 15:57:45 - [HTML]
77. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-03 16:35:38 - [HTML]
77. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-03-03 16:43:35 - [HTML]

Þingmál A199 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-13 12:35:36 - [HTML]

Þingmál A201 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-30 17:46:17 - [HTML]

Þingmál A207 (flugmálaáætlun 1998-2001)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1998-04-21 13:49:42 - [HTML]

Þingmál A209 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 791 - Komudagur: 1998-02-02 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A249 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 1997-11-18 16:26:12 - [HTML]
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-12-20 11:30:52 - [HTML]
50. þingfundur - Ögmundur Jónasson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-12-20 16:31:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 302 - Komudagur: 1997-11-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]

Þingmál A265 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-01-28 15:00:19 - [HTML]

Þingmál A275 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-16 21:54:16 - [HTML]

Þingmál A284 (réttarstaða íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-25 15:51:12 - [HTML]

Þingmál A287 (sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-12-04 14:37:04 - [HTML]
35. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-04 15:28:59 - [HTML]

Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-12-05 12:07:48 - [HTML]
36. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-05 15:32:48 - [HTML]
113. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-28 15:46:40 - [HTML]
113. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1998-04-28 18:48:34 - [HTML]
113. þingfundur - Kristján Pálsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1998-04-28 18:53:51 - [HTML]
113. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-04-28 21:54:26 - [HTML]
114. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-04-29 13:46:10 - [HTML]
115. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-04-30 17:58:19 - [HTML]
117. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-04 16:40:09 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-05-05 12:01:10 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-05-05 13:31:52 - [HTML]
118. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-05 16:30:33 - [HTML]
119. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-06 12:22:15 - [HTML]
120. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-05-07 20:24:37 - [HTML]
121. þingfundur - Magnús Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-08 10:52:10 - [HTML]
121. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-05-08 12:41:31 - [HTML]
121. þingfundur - Ágúst Einarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-05-08 14:10:54 - [HTML]
121. þingfundur - Magnús Stefánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-05-08 14:29:44 - [HTML]
132. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-25 16:01:26 - [HTML]

Þingmál A289 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-04 14:11:11 - [HTML]

Þingmál A290 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-12-04 16:56:51 - [HTML]
35. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-04 18:11:02 - [HTML]
48. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1997-12-18 15:06:44 - [HTML]

Þingmál A303 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Árni R. Árnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-16 23:32:29 - [HTML]
46. þingfundur - Magnús Stefánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-12-17 13:49:29 - [HTML]

Þingmál A304 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-12-19 14:28:06 - [HTML]

Þingmál A310 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-12 13:39:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1871 - Komudagur: 1998-04-16 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A323 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-09 13:54:24 - [HTML]

Þingmál A324 (hjálmanotkun hestamanna)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-12 15:12:40 - [HTML]
66. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - Ræða hófst: 1998-02-12 15:29:15 - [HTML]

Þingmál A328 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-12-08 16:20:04 - [HTML]
37. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-12-08 16:39:06 - [HTML]
37. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-08 16:47:09 - [HTML]
37. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-08 16:50:43 - [HTML]

Þingmál A333 (búnaðargjald)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-04 19:47:22 - [HTML]

Þingmál A338 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-13 17:55:53 - [HTML]
44. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1997-12-16 14:21:13 - [HTML]
44. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-16 14:43:34 - [HTML]
44. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-16 14:47:45 - [HTML]
50. þingfundur - Ágúst Einarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-20 12:08:47 - [HTML]
50. þingfundur - Ágúst Einarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-20 13:02:43 - [HTML]
50. þingfundur - Ágúst Einarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-20 13:24:01 - [HTML]

Þingmál A342 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-12 11:43:41 - [HTML]

Þingmál A348 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-21 20:16:52 - [HTML]

Þingmál A349 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-12-16 16:17:25 - [HTML]
44. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-16 16:50:59 - [HTML]
44. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-16 17:50:45 - [HTML]

Þingmál A354 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Ágúst Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-04 14:23:20 - [HTML]

Þingmál A356 (leiklistarlög)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-01-27 14:31:05 - [HTML]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-02-19 10:33:13 - [HTML]
124. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-11 17:06:57 - [HTML]
125. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-05-12 16:17:51 - [HTML]
133. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-26 17:21:44 - [HTML]
135. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-05-28 10:33:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 1998-03-13 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2204 - Komudagur: 1998-05-14 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2241 - Komudagur: 1998-05-20 - Sendandi: Sigurður Líndal prófessor - Skýring: (sérprentun úr skýrslu aðalfundar SÍR 1983) - [PDF]

Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-02-05 12:27:44 - [HTML]
60. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1998-02-05 15:25:01 - [HTML]
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-09 10:32:40 - [HTML]
123. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 10:48:40 - [HTML]
123. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - Ræða hófst: 1998-05-09 13:30:39 - [HTML]
123. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 14:50:24 - [HTML]
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1998-05-09 15:41:11 - [HTML]
123. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-09 16:13:45 - [HTML]
130. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-18 16:16:22 - [HTML]
130. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-05-18 16:25:14 - [HTML]
135. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-05-28 09:35:39 - [HTML]

Þingmál A376 (framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1452 (þál. í heild) útbýtt þann 1998-05-28 17:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (búfjárhald)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-24 18:48:46 - [HTML]

Þingmál A421 (einkahlutafélög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-12 13:31:39 - [HTML]

Þingmál A436 (dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-02-12 16:29:18 - [HTML]
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-02-12 17:05:19 - [HTML]
133. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1998-05-26 11:56:44 - [HTML]

Þingmál A443 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-12 15:05:43 - [HTML]
93. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-24 14:17:35 - [HTML]

Þingmál A445 (lögverndun á starfsheiti grunnskólakennara)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-06-02 22:00:22 - [HTML]

Þingmál A446 (listskreytingar opinberra bygginga)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-21 20:10:35 - [HTML]

Þingmál A447 (íþróttalög)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-13 11:30:13 - [HTML]

Þingmál A451 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-12 15:32:53 - [HTML]

Þingmál A479 (áfengis- og vímuvarnaráð)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-06-04 21:22:00 - [HTML]

Þingmál A492 (frestun á yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-03-11 14:28:09 - [HTML]

Þingmál A507 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-03-06 13:28:58 - [HTML]
127. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-05-14 10:32:23 - [HTML]
127. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-14 13:34:00 - [HTML]
128. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-15 10:31:45 - [HTML]
128. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-15 17:00:10 - [HTML]
129. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-16 14:24:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1491 - Komudagur: 1998-03-25 - Sendandi: Þak yfir höfuðið, Reyni Ingibjartsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1535 - Komudagur: 1998-03-26 - Sendandi: Búseti sf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1951 - Komudagur: 1998-04-21 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 1998-04-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (ályktun fulltrúaráðsfundar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2109 - Komudagur: 1998-04-30 - Sendandi: Húseigendafélagið - [PDF]

Þingmál A521 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1682 - Komudagur: 1998-04-02 - Sendandi: Barnaverndarstofa, Austurstræti 16 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1978 - Komudagur: 1998-04-24 - Sendandi: Barnaheill, Einar Gylfi Jónsson formaður - [PDF]

Þingmál A522 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-11 15:52:08 - [HTML]
136. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-28 15:18:54 - [HTML]

Þingmál A524 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-17 13:41:55 - [HTML]
89. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-03-17 15:11:48 - [HTML]
144. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-06-04 11:40:07 - [HTML]

Þingmál A543 (búfjárhald)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-24 16:39:01 - [HTML]

Þingmál A544 (meðferð, vinnsla og dreifing sjávarafurða)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-12 10:49:54 - [HTML]

Þingmál A545 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Ágúst Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-23 17:47:32 - [HTML]

Þingmál A546 (skipulag ferðamála)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-17 23:36:57 - [HTML]

Þingmál A553 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-03-17 17:43:45 - [HTML]
89. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-17 18:05:02 - [HTML]

Þingmál A557 (Samábyrgð Íslands á fiskiskipum)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-23 18:01:28 - [HTML]

Þingmál A559 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-24 16:48:10 - [HTML]
93. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1998-03-24 17:28:07 - [HTML]
133. þingfundur - Hjálmar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-26 14:23:50 - [HTML]
133. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-26 14:38:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1858 - Komudagur: 1998-04-16 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A560 (eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-03-17 20:44:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 1998-03-31 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka, Finnur Sveinbjörnsson - Skýring: (sameiginleg umsögn SIV og SÍSP) - [PDF]

Þingmál A562 (vextir, dráttarvextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-03-17 21:59:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1335 - Komudagur: 1998-03-19 - Sendandi: Réttarfarsnefnd - Skýring: (afrit af umsögn til dómsmrn.) - [PDF]

Þingmál A593 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-28 13:34:18 - [HTML]

Þingmál A603 (kjaramál fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-25 14:18:15 - [HTML]
94. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-25 14:49:13 - [HTML]
94. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-25 14:54:36 - [HTML]
94. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-03-25 14:59:44 - [HTML]
94. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1998-03-25 17:19:46 - [HTML]
94. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-03-25 17:43:22 - [HTML]
94. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-03-25 21:08:47 - [HTML]
94. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-25 22:38:11 - [HTML]
94. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-25 22:39:54 - [HTML]
96. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-27 16:42:13 - [HTML]
96. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-03-27 16:59:57 - [HTML]
96. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-27 17:10:38 - [HTML]
96. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1998-03-27 17:22:42 - [HTML]
96. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-27 17:27:13 - [HTML]

Þingmál A634 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Ágúst Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-16 10:32:33 - [HTML]

Þingmál A641 (yfirskattanefnd)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-04-14 15:46:53 - [HTML]

Þingmál A642 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-04-14 16:38:48 - [HTML]
121. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-08 15:07:11 - [HTML]

Þingmál A661 (gagnagrunnar á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-16 16:12:20 - [HTML]
108. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-04-21 18:47:21 - [HTML]

Þingmál A688 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-04 12:19:50 - [HTML]

Þingmál A715 (gjöld af bifreiðum)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-06-04 09:54:31 - [HTML]

Þingmál B20 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1997-10-02 20:33:33 - [HTML]

Þingmál B121 (fyrirhuguð frestun skattalækkunar)

Þingræður:
38. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1997-12-09 13:37:59 - [HTML]

Þingmál B136 (skýrsla umhverfisráðherra um rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og Kyoto-bókunina)

Þingræður:
44. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1997-12-16 12:23:18 - [HTML]

Þingmál B184 (kjaradeila sjómanna og útvegsmanna)

Þingræður:
55. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-01-29 13:37:34 - [HTML]
55. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-01-29 13:51:35 - [HTML]

Þingmál B208 (afbrigði um dagskrármál)

Þingræður:
62. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-02-09 18:26:00 - [HTML]

Þingmál B214 (afturköllun frumvarps um stöðvun verkfalla á fiskiskipaflotanum)

Þingræður:
65. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-02-11 15:49:04 - [HTML]

Þingmál B240 (lögfesting fylgiskjals)

Þingræður:
76. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-03 14:58:33 - [HTML]

Þingmál B282 (afbrigði)

Þingræður:
94. þingfundur - Ágúst Einarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-03-25 14:10:55 - [HTML]

Þingmál B350 (frumvarp til laga um náttúruvernd)

Þingræður:
119. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-06 10:35:44 - [HTML]

Þingmál B439 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
143. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1998-06-03 21:33:30 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A1 (fjárlög 1999)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-05 09:32:28 - [HTML]

Þingmál A5 (íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-10 21:29:23 - [HTML]

Þingmál A16 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-22 18:49:04 - [HTML]
83. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-03-10 12:04:17 - [HTML]

Þingmál A24 (bann við kynferðislegri áreitni)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-11 13:36:12 - [HTML]
22. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-11-11 14:07:32 - [HTML]

Þingmál A77 (meðferð, vinnsla og dreifing sjávarafurða)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-22 10:35:11 - [HTML]

Þingmál A91 (flutningur ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-04 15:00:36 - [HTML]

Þingmál A106 (vernd barna og ungmenna)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-10-22 15:51:11 - [HTML]

Þingmál A109 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-10-15 15:34:41 - [HTML]
12. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-10-16 16:00:47 - [HTML]
34. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-07 19:05:58 - [HTML]
42. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1998-12-15 23:46:51 - [HTML]
43. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-16 12:01:07 - [HTML]
43. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-16 13:25:14 - [HTML]
43. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-12-16 14:59:23 - [HTML]
44. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-12-17 11:17:13 - [HTML]
44. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-12-17 11:22:55 - [HTML]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-03 16:32:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 163 - Komudagur: 1998-11-16 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins, B/t Skúla Eggerts Þórðarsonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 1998-11-16 - Sendandi: Lögreglustjórinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A116 (refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-03 16:40:54 - [HTML]

Þingmál A122 (siglingalög)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-17 12:07:32 - [HTML]

Þingmál A135 (sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 1998-11-24 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A149 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-09 15:58:07 - [HTML]

Þingmál A171 (hjálmanotkun hestamanna)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-04 15:58:24 - [HTML]

Þingmál A181 (orka fallvatna og nýting hennar)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-08 18:14:27 - [HTML]

Þingmál A182 (lífsiðfræðiráð)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-08 18:21:37 - [HTML]

Þingmál A183 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-16 15:46:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 1998-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 826 - Komudagur: 1999-01-15 - Sendandi: Guðmundur Skaftason fyrrverandi hæstaréttardómari - [PDF]
Dagbókarnúmer 949 - Komudagur: 1999-02-15 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A184 (evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-06 13:31:15 - [HTML]

Þingmál A227 (lausafjárkaup)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-09 14:28:58 - [HTML]
61. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1999-02-09 14:39:41 - [HTML]

Þingmál A229 (Fjárfestingarbanki atvinnulífsins)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-11-16 18:22:15 - [HTML]
24. þingfundur - Ágúst Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-11-16 18:38:54 - [HTML]

Þingmál A232 (embættiskostnaður sóknarpresta)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-10 14:22:18 - [HTML]

Þingmál A254 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-11-19 11:47:10 - [HTML]
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-02-11 11:25:36 - [HTML]
80. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-03-08 12:51:42 - [HTML]

Þingmál A261 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-26 15:24:36 - [HTML]

Þingmál A263 (framkvæmdaáætlun um jafnrétti kynja)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-12-02 15:32:04 - [HTML]

Þingmál A266 (bætt réttarstaða barna)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-16 14:58:31 - [HTML]

Þingmál A278 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-30 16:20:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 1998-12-09 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A279 (bifreiðagjald, fjáröflun til vegagerðar og vörugjald af ökutækjum)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-30 16:50:51 - [HTML]

Þingmál A287 (lausaganga búfjár)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-02-03 15:50:48 - [HTML]

Þingmál A316 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1999-02-16 16:21:45 - [HTML]

Þingmál A323 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-26 15:07:14 - [HTML]

Þingmál A324 (Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1999-03-10 21:05:59 - [HTML]
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-03-10 21:09:21 - [HTML]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-12-18 12:18:56 - [HTML]
45. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-18 13:25:49 - [HTML]
45. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 1998-12-18 20:57:02 - [HTML]
53. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-01-12 12:23:06 - [HTML]

Þingmál A350 (fangelsi og fangavist)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-04 13:38:01 - [HTML]

Þingmál A351 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-04 13:32:27 - [HTML]
74. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-01 16:42:16 - [HTML]

Þingmál A352 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-02 14:32:26 - [HTML]
60. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-02-08 17:36:46 - [HTML]

Þingmál A365 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-19 10:33:35 - [HTML]
46. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-19 16:34:05 - [HTML]

Þingmál A370 (landmælingar og kortagerð)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-19 19:59:44 - [HTML]

Þingmál A388 (brunatryggingar)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1999-02-09 14:56:24 - [HTML]

Þingmál A414 (alþjóðleg viðskiptafélög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1999-03-10 14:55:20 - [HTML]

Þingmál A433 (ættleiðingar)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-04 13:51:16 - [HTML]

Þingmál A483 (skógrækt og skógvernd)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-02-19 16:15:50 - [HTML]
70. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1999-02-19 16:37:09 - [HTML]

Þingmál A484 (landshlutabundin skógræktarverkefni)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1999-03-10 23:32:04 - [HTML]

Þingmál A498 (jafnréttislög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-02-18 14:48:01 - [HTML]

Þingmál A509 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1999-02-19 15:13:02 - [HTML]

Þingmál A528 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-02-19 17:53:55 - [HTML]
70. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-02-19 18:31:35 - [HTML]
70. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1999-02-19 18:42:06 - [HTML]

Þingmál A543 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-02-26 11:49:01 - [HTML]

Þingmál A561 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-01 16:52:26 - [HTML]

Þingmál A594 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-08 13:39:44 - [HTML]

Þingmál A607 (Lánasjóður landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1999-03-10 23:40:53 - [HTML]

Þingmál B10 (umræða um stefnuræðu forsætisráðherra)

Þingræður:
2. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1998-10-01 21:47:38 - [HTML]

Þingmál B52 (framlagning stjórnarfrumvarpa)

Þingræður:
7. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-12 16:00:17 - [HTML]

Þingmál B106 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997)

Þingræður:
25. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 1998-11-17 14:41:09 - [HTML]

Þingmál B110 (framkvæmd fjármagnstekjuskatts)

Þingræður:
27. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-11-19 10:58:28 - [HTML]

Þingmál B138 (dómur Hæstaréttar um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
33. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-04 14:39:12 - [HTML]

Þingmál B249 (atvinnumál á Breiðdalsvík)

Þingræður:
65. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-02-15 15:29:17 - [HTML]

Þingmál B270 (bæklingur ríkisstjórnarinnar um hálendi Íslands)

Þingræður:
68. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1999-02-17 15:58:50 - [HTML]

Löggjafarþing 124

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-06-10 12:12:01 - [HTML]

Þingmál B70 (athugasemdir Samkeppnisstofnunar um samkeppni á fjarskiptamarkaði)

Þingræður:
8. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1999-06-16 11:49:58 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A1 (fjárlög 2000)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1999-12-15 20:44:37 - [HTML]

Þingmál A4 (skattfrelsi norrænna verðlauna)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1999-12-16 15:08:49 - [HTML]

Þingmál A6 (dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-11 16:02:54 - [HTML]

Þingmál A17 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1999-10-18 17:37:21 - [HTML]

Þingmál A21 (starfsheiti landslagshönnuða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A40 (samningur um raforkusölu til álbræðslu á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 1999-10-05 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 142 (svar) útbýtt þann 1999-11-02 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A67 (greiðslur ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-12 13:45:53 - [HTML]

Þingmál A68 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-12 14:00:49 - [HTML]
7. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1999-10-12 15:45:06 - [HTML]

Þingmál A69 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-12 13:48:12 - [HTML]

Þingmál A70 (lagaskil á sviði samningaréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A89 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-12 17:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A110 (lausafjárkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-20 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1048 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-04-26 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-10 10:32:28 - [HTML]
61. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-02-10 10:51:03 - [HTML]

Þingmál A111 (þjónustukaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2000-03-22 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands, Andri Árnason hrl., formaður - [PDF]

Þingmál A113 (samningur um flutning dæmdra manna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-10-20 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (frumvarp) útbýtt þann 1999-10-21 11:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A115 (aukinn réttur foreldra vegna veikinda barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (þáltill.) útbýtt þann 1999-10-21 11:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-11 15:23:21 - [HTML]

Þingmál A118 (bætt réttarstaða barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (þáltill.) útbýtt þann 1999-11-01 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A122 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-01 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 469 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-16 19:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 500 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-12-21 09:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 525 (lög í heild) útbýtt þann 1999-12-21 22:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-11 10:54:16 - [HTML]
48. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-17 12:41:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 478 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: TAL hf. - Skýring: (A&P lögmenn fyrir TAL) - [PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: Landssími Íslands hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 503 - Komudagur: 1999-12-13 - Sendandi: Samgönguráðuneytið - [PDF]

Þingmál A146 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-04 15:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A160 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-14 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-21 19:37:13 - [HTML]

Þingmál A167 (kynferðisleg misnotkun á börnum)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-12-08 14:20:49 - [HTML]

Þingmál A186 (framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-12-20 22:18:39 - [HTML]

Þingmál A193 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-17 15:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A200 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-16 17:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 444 - Komudagur: 1999-12-08 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka, Finnur Sveinbjörnsson - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]

Þingmál A205 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1999-12-17 16:39:13 - [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A207 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-18 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1999-11-22 19:32:55 - [HTML]
105. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-04 10:52:46 - [HTML]
105. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2000-05-04 11:47:44 - [HTML]

Þingmál A209 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-18 17:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-23 14:40:41 - [HTML]
47. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1999-12-16 14:58:33 - [HTML]
47. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1999-12-16 15:02:45 - [HTML]

Þingmál A223 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-24 12:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-03 10:35:32 - [HTML]
96. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-10 18:19:48 - [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-08 18:56:16 - [HTML]
47. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-16 17:31:55 - [HTML]
97. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-04-11 17:11:25 - [HTML]
97. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2000-04-11 17:17:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 708 - Komudagur: 2000-01-27 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 709 - Komudagur: 2000-01-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A228 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-02 14:25:08 - [HTML]

Þingmál A231 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-08 22:09:41 - [HTML]

Þingmál A235 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-09 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1999-12-09 13:31:04 - [HTML]

Þingmál A236 (Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 786 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-03-20 18:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-21 23:09:27 - [HTML]

Þingmál A237 (þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-30 17:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 788 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-03-20 18:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-21 23:44:07 - [HTML]

Þingmál A239 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-01 19:47:26 - [HTML]

Þingmál A259 (réttarstaða örorku- og ellilífeyrisþega)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2000-02-22 18:33:52 - [HTML]

Þingmál A260 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 330 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-08 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2000-05-08 16:29:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1258 - Komudagur: 2000-03-27 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja, Finnur Sveinbjörnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1334 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ev) - [PDF]

Þingmál A263 (hvíldarheimili fyrir geðsjúk börn)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2000-04-04 16:22:13 - [HTML]

Þingmál A267 (bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-10 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 912 - Komudagur: 2000-03-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 2000-03-09 - Sendandi: Skrifstofa jafnréttismála, Pósthússtræti 13 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal, samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A276 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-17 22:38:24 - [HTML]

Þingmál A280 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1213 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 10:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2000-02-08 14:26:09 - [HTML]
58. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-08 14:45:59 - [HTML]
63. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-02-15 17:08:54 - [HTML]

Þingmál A281 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-15 11:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (nálgunarbann)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-09 15:03:40 - [HTML]
60. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-02-09 15:06:59 - [HTML]

Þingmál A283 (leiðbeiningar- og tilkynningarskylda fyrir brotaþola)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-02-09 15:13:40 - [HTML]

Þingmál A291 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1999-12-16 19:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A321 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2000-04-26 12:15:32 - [HTML]

Þingmál A325 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-08 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-15 14:05:46 - [HTML]
106. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-04 22:33:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2000-03-20 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1603 - Komudagur: 2000-04-17 - Sendandi: Samband flytjenda og hljómpl.framleið. - [PDF]

Þingmál A326 (skylduskil til safna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 576 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-08 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-15 14:14:58 - [HTML]

Þingmál A328 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-09 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-15 17:21:53 - [HTML]

Þingmál A357 (Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (frumvarp) útbýtt þann 2000-02-15 15:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-06 19:19:16 - [HTML]

Þingmál A359 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-07 15:51:55 - [HTML]

Þingmál A385 (vörugjald af ökutækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-22 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-24 12:20:18 - [HTML]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-22 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1280 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 14:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2000-02-24 16:39:06 - [HTML]
71. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-24 17:07:56 - [HTML]

Þingmál A397 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (frumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-02-24 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (lyfjalög og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-24 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - Ræða hófst: 2000-05-12 11:12:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1637 - Komudagur: 2000-04-18 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, Húsi verslunarinnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1662 - Komudagur: 2000-04-19 - Sendandi: Lyfjafræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2081 - Komudagur: 2000-05-05 - Sendandi: Lyfjafræðingafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A405 (varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-24 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-11 17:32:23 - [HTML]

Þingmál A418 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A419 (réttindagæsla fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A420 (verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-09 15:43:21 - [HTML]
110. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-09 17:05:21 - [HTML]

Þingmál A421 (húsgöngu- og fjarsölusamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A430 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-08 11:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-16 16:29:28 - [HTML]

Þingmál A469 (hópuppsagnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2000-04-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj. - [PDF]

Þingmál A484 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-04-04 15:06:58 - [HTML]

Þingmál A486 (dómtúlkar og skjalaþýðendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 766 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-20 14:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A488 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-20 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1347 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-10 02:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-21 16:18:43 - [HTML]

Þingmál A500 (álagning gjalda á vörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-21 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (vinnumarkaðsaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (orkunýtnikröfur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1124 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2000-05-04 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Guðjón Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-04 23:00:55 - [HTML]

Þingmál A526 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 23:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-07 17:41:40 - [HTML]

Þingmál A527 (yrkisréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-04 10:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A530 (stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A533 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A534 (lífsýnasöfn)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2000-04-10 16:02:33 - [HTML]

Þingmál A537 (bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 838 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (veiðieftirlitsgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1029 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2000-04-13 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-07 14:15:32 - [HTML]
102. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-26 12:12:18 - [HTML]

Þingmál A544 (gjaldtökuákvæði nokkurra laga á sviði sjávarútvegs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-07 14:22:01 - [HTML]

Þingmál A547 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2000-04-19 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1989 - Komudagur: 2000-05-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A548 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A553 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 2000-04-06 16:31:39 - [HTML]
94. þingfundur - Hjálmar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-06 17:08:23 - [HTML]

Þingmál A558 (staðfest samvist)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-06 21:42:26 - [HTML]
94. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-06 22:01:31 - [HTML]

Þingmál A559 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 861 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1165 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-06 22:25:31 - [HTML]
108. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-08 20:51:01 - [HTML]

Þingmál A567 (rannsókn sjóslysa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1208 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 22:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Árni Johnsen (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-09 10:46:16 - [HTML]

Þingmál A570 (bílaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 21:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Árni Johnsen (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-09 10:33:55 - [HTML]

Þingmál A584 (fullgilding samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jafnrétti)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-04-06 15:05:30 - [HTML]

Þingmál A623 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-26 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B66 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1997)

Þingræður:
9. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1999-10-14 10:40:24 - [HTML]

Þingmál B108 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
17. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1999-11-02 15:42:19 - [HTML]

Þingmál B361 (svar við fyrirspurn)

Þingræður:
73. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2000-03-07 13:50:00 - [HTML]

Þingmál B378 (yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga um hækkun tryggingabóta)

Þingræður:
79. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-15 13:32:49 - [HTML]

Þingmál B511 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
115. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-05-10 20:12:27 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A1 (fjárlög 2001)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-05 18:44:59 - [HTML]

Þingmál A20 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-03 19:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-17 15:15:01 - [HTML]

Þingmál A25 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-03 19:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-12 12:40:50 - [HTML]

Þingmál A26 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-12 15:01:08 - [HTML]
15. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-10-30 17:19:49 - [HTML]

Þingmál A51 (löggjöf og eftirlit með klámi, vændi o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A56 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-05 18:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (búsetuþróun)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-11-01 18:33:50 - [HTML]

Þingmál A76 (lagaráð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1708 - Komudagur: 2001-03-29 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A77 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-10 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-19 15:58:28 - [HTML]

Þingmál A78 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-10 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-19 16:03:37 - [HTML]

Þingmál A80 (dómtúlkar og skjalaþýðendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-10-10 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A103 (áhrif lögfestingar stjórnarfrumvarpa á byggða- og atvinnuþróun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-12 12:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Magnús Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-19 15:24:19 - [HTML]

Þingmál A105 (endurgreiðsla sjónglerja og linsa fyrir börn og unglinga)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-10-19 15:43:08 - [HTML]

Þingmál A115 (bætt réttarstaða barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-16 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-31 16:03:36 - [HTML]

Þingmál A122 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-17 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-19 17:38:07 - [HTML]

Þingmál A125 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-17 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A155 (iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 598 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2000-12-16 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A160 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-30 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-21 16:26:55 - [HTML]
28. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-11-21 17:19:50 - [HTML]

Þingmál A165 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-10-19 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-11-13 19:36:53 - [HTML]

Þingmál A171 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-02-08 16:00:02 - [HTML]

Þingmál A180 (lagabreytingar vegna Genfarsáttmála)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2001-02-08 12:19:30 - [HTML]
66. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-02-08 12:23:31 - [HTML]

Þingmál A196 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-12-05 21:55:29 - [HTML]

Þingmál A199 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2000-11-09 15:18:03 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Birgisson - Ræða hófst: 2000-11-28 21:22:14 - [HTML]

Þingmál A215 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2000-11-21 23:57:57 - [HTML]

Þingmál A216 (veiðieftirlitsgjald)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-13 19:44:01 - [HTML]

Þingmál A233 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-11-21 15:51:41 - [HTML]
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-16 11:38:36 - [HTML]

Þingmál A264 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-16 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-11-21 18:27:38 - [HTML]
28. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2000-11-21 19:15:45 - [HTML]
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-16 15:31:44 - [HTML]
52. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-12-16 16:06:17 - [HTML]

Þingmál A280 (varúðarregla, 15. regla Ríó-yfirlýsingarinnar)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-12-06 14:53:57 - [HTML]

Þingmál A284 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 801 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-03-01 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-12-07 11:04:55 - [HTML]
80. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-01 11:31:23 - [HTML]
80. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2001-03-01 11:53:54 - [HTML]

Þingmál A286 (bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (frumvarp) útbýtt þann 2000-11-21 18:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A310 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-28 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A311 (Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (frumvarp) útbýtt þann 2000-12-07 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-02 18:31:21 - [HTML]

Þingmál A313 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-29 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-05 23:59:50 - [HTML]
110. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-24 15:17:38 - [HTML]
110. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-04-24 15:38:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 941 - Komudagur: 2001-01-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A314 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-04-06 16:43:41 - [HTML]

Þingmál A331 (réttindagæsla fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-04 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-07 16:59:37 - [HTML]

Þingmál A333 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-16 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-16 16:26:04 - [HTML]

Þingmál A344 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-14 16:05:59 - [HTML]
50. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-12-15 11:43:46 - [HTML]
50. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-12-15 12:01:51 - [HTML]
50. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2000-12-15 12:06:35 - [HTML]
50. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-12-15 12:25:46 - [HTML]
50. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-12-15 12:38:01 - [HTML]
50. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2000-12-15 12:47:35 - [HTML]

Þingmál A345 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 484 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-08 18:04:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1279 - Komudagur: 2001-02-22 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A347 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-12-15 10:49:07 - [HTML]

Þingmál A350 (tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 504 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-12 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A367 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-26 15:17:43 - [HTML]
113. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-04-26 16:22:39 - [HTML]

Þingmál A368 (verðbréfaviðskipti, rafræn eignarskráning verðbréfa og hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 583 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2000-12-15 16:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2001-01-22 10:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 17:17:26 - [HTML]
60. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2001-01-17 20:33:57 - [HTML]
60. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 21:02:41 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 23:29:56 - [HTML]
63. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-22 10:53:42 - [HTML]
63. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2001-01-22 12:14:40 - [HTML]
63. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-01-22 14:40:56 - [HTML]
63. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 15:47:55 - [HTML]
63. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-01-22 15:56:15 - [HTML]
64. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-01-23 12:13:25 - [HTML]
64. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2001-01-23 23:05:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Ritari heilbrigðis- og trygginganefndar - Skýring: (afrit af dómi - lagt fram á fundi ht.) - [PDF]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-16 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-13 16:04:44 - [HTML]
68. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-13 16:21:29 - [HTML]
68. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-02-13 16:50:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1373 - Komudagur: 2001-03-12 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga, Óðinn Sigþórsson formaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 2001-03-15 - Sendandi: Landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (sent skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2038 - Komudagur: 2001-04-24 - Sendandi: Ritari landbúnaðarnefndar - [PDF]

Þingmál A391 (framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-17 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-27 14:13:19 - [HTML]
77. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2001-02-27 14:18:28 - [HTML]
118. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-09 14:09:42 - [HTML]

Þingmál A412 (samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-01-23 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A430 (hjálmanotkun hestamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (frumvarp) útbýtt þann 2001-02-26 18:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A431 (aukinn réttur foreldra vegna veikinda barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 694 (þáltill.) útbýtt þann 2001-02-14 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A448 (samvinnufélög (rekstrarumgjörð))[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-03-01 15:11:19 - [HTML]
113. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-26 10:48:02 - [HTML]
113. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2001-04-26 14:53:38 - [HTML]

Þingmál A453 (framsal sakamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-02-15 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A482 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-02-26 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A505 (hönnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-02-28 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-03-06 18:45:52 - [HTML]

Þingmál A510 (kísilgúrverksmiðja við Mývatn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-01 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1599 - Komudagur: 2001-03-22 - Sendandi: Samtök banka- og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1756 - Komudagur: 2001-04-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A541 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-08 10:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 888 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-03-15 13:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-15 13:49:27 - [HTML]

Þingmál A542 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-08 12:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A553 (birting laga og stjórnvaldaerinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1995 - Komudagur: 2001-04-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2322 - Komudagur: 2001-05-04 - Sendandi: Dómarafélag Íslands, Helgi I. Jónsson héraðsdómari formaður - [PDF]

Þingmál A566 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-13 18:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1996 - Komudagur: 2001-04-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2140 - Komudagur: 2001-04-30 - Sendandi: Sifjalaganefnd, Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A573 (réttarstaða starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A588 (móttaka flóttamannahópa)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-05 15:37:42 - [HTML]

Þingmál A620 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-06 16:52:09 - [HTML]

Þingmál A624 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2232 - Komudagur: 2001-05-02 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A627 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2106 - Komudagur: 2001-05-03 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2001-05-02 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A670 (opinber innkaup)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-05 19:51:14 - [HTML]
128. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-18 18:49:00 - [HTML]

Þingmál A671 (skipan opinberra framkvæmda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2090 - Komudagur: 2001-04-26 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2226 - Komudagur: 2001-05-02 - Sendandi: Innkaupastofnun Reykjavborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2227 - Komudagur: 2001-05-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A675 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 2001-05-16 12:24:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2001-04-23 - Sendandi: Þjóðhagsstofnun - [PDF]

Þingmál A687 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-05-18 21:43:29 - [HTML]

Þingmál A688 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-05-18 16:22:27 - [HTML]

Þingmál A707 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2001-05-02 16:03:25 - [HTML]
116. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2001-05-02 17:02:52 - [HTML]
127. þingfundur - Árni Johnsen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-17 10:44:20 - [HTML]

Þingmál A731 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2001-05-18 22:33:05 - [HTML]

Þingmál A737 (kjaramál fiskimanna og fleira)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-05-14 11:07:42 - [HTML]
122. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 2001-05-14 13:30:56 - [HTML]
122. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-05-14 18:50:25 - [HTML]
122. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2001-05-14 21:05:51 - [HTML]
122. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-14 22:16:27 - [HTML]
123. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-15 10:42:20 - [HTML]
123. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-15 10:46:17 - [HTML]
123. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-15 11:16:58 - [HTML]
123. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-05-15 13:30:44 - [HTML]
123. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2001-05-15 17:03:10 - [HTML]

Þingmál B488 (staða erlends fiskverkafólks)

Þingræður:
113. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-04-26 13:58:41 - [HTML]

Þingmál B497 (samningsmál lögreglumanna)

Þingræður:
115. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-04-30 15:04:50 - [HTML]

Þingmál B551 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
126. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2001-05-16 20:53:39 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A1 (fjárlög 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-11-26 16:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-27 14:09:36 - [HTML]
36. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 2001-11-27 21:15:47 - [HTML]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-10-01 15:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A3 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2001-10-08 16:23:56 - [HTML]
11. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2001-10-16 17:08:37 - [HTML]

Þingmál A22 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2001-12-07 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A32 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-04 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A42 (brunatryggingar)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-11-08 12:55:28 - [HTML]

Þingmál A53 (bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A60 (greiðslur ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2001-12-07 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A65 (sala ríkisjarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (svar) útbýtt þann 2001-11-01 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A112 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (tekjuskattur og eignarskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-04 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 472 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-06 10:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-09 13:30:56 - [HTML]
48. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-12-11 14:33:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 37 - Komudagur: 2001-11-07 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins, B/t Skúla Eggerts Þórðarsonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2001-11-07 - Sendandi: Verðbréfaþing Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2001-11-15 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A125 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-07 16:06:46 - [HTML]

Þingmál A132 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 99 - Komudagur: 2001-11-12 - Sendandi: Samtök banka- og verðbréfafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 409 - Komudagur: 2001-12-11 - Sendandi: Verðbréfaþing Íslands - Skýring: (v. brtt.) - [PDF]

Þingmál A145 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-11 13:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 24 - Komudagur: 2001-11-05 - Sendandi: Tal hf - [PDF]

Þingmál A146 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-11 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A150 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 373 - Komudagur: 2001-12-05 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, stjórn og Orlofssjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2001-12-05 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - [PDF]

Þingmál A156 (tekjuskattur og eignarskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A159 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2001-11-21 - Sendandi: Hið íslenska náttúrufræðifélag - [PDF]

Þingmál A167 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-11-27 19:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-13 21:43:22 - [HTML]

Þingmál A168 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-02-14 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-01 15:02:14 - [HTML]
19. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2001-11-01 16:26:25 - [HTML]
81. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-25 16:17:21 - [HTML]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 269 - Komudagur: 2001-11-28 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - [PDF]

Þingmál A177 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2163 - Komudagur: 2002-05-16 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A185 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-18 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-18 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2001-12-14 13:07:53 - [HTML]

Þingmál A203 (samningsbundnir gerðardómar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-30 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A204 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-30 13:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2002-01-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A224 (færsla bókhalds í erlendri mynt)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-11-14 17:55:13 - [HTML]

Þingmál A227 (kvikmyndalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 253 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-31 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A228 (skylduskil til safna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-31 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 858 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-02-25 17:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-31 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-11-08 15:11:28 - [HTML]
25. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-11-08 15:32:38 - [HTML]

Þingmál A230 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 256 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-31 14:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A239 (aukinn réttur foreldra vegna veikinda barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (þáltill.) útbýtt þann 2001-11-02 14:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1350 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-04-22 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-05-02 23:59:04 - [HTML]

Þingmál A252 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-06 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-13 14:13:56 - [HTML]

Þingmál A253 (fasteignakaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2001-11-15 11:20:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2002-01-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A265 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1617 - Komudagur: 2002-04-04 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A285 (skráning skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 742 - Komudagur: 2002-02-18 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A313 (lífræn landbúnaðarframleiðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2001-11-21 18:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-12 13:03:31 - [HTML]

Þingmál A314 (getraunir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-21 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-01-22 14:21:51 - [HTML]

Þingmál A319 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-11 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-04 22:38:07 - [HTML]

Þingmál A320 (gjald af áfengi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2001-12-11 17:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A321 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn (umhverfismál))[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-01-31 14:45:17 - [HTML]

Þingmál A328 (þróun lífeyrismála 1998--2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-11-27 16:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A347 (bókhald, ársreikningar og tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2002-01-28 16:35:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 718 - Komudagur: 2002-02-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A350 (búnaðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2002-02-05 - Sendandi: Ólafur R. Dýrmundsson formaður Forysturæktarfélags Íslands - [PDF]

Þingmál A358 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-12-07 18:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A359 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 927 - Komudagur: 2002-02-27 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A370 (endurskoðendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-12-13 10:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-01-24 17:25:43 - [HTML]

Þingmál A371 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-12-13 15:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A384 (samgönguáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-22 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-03-19 15:17:00 - [HTML]

Þingmál A385 (lagaákvæði er varða samgönguáætlun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-22 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A387 (bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-22 12:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A391 (framkvæmd meðlagsgreiðslna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2023 - Komudagur: 2002-04-19 - Sendandi: Fjölskylduráð - [PDF]

Þingmál A394 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-13 15:48:40 - [HTML]

Þingmál A419 (bann við umskurði stúlkna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 678 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2002-01-24 16:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-13 19:15:59 - [HTML]
77. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-02-13 19:18:37 - [HTML]

Þingmál A425 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-01-28 17:40:40 - [HTML]

Þingmál A427 (almenn hegningarlög og refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns (hryðjuverk))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-28 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 996 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-03-19 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-19 15:26:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2002-03-08 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A428 (kirkjubyggingasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-28 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-30 13:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-02-05 15:10:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 962 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Útlendingaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 988 - Komudagur: 2002-03-04 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1002 - Komudagur: 2002-03-05 - Sendandi: Mannréttindasamtök innflytjenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1508 - Komudagur: 2002-03-26 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneyti. - [PDF]

Þingmál A450 (meginreglur umhverfisréttar)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-02-13 20:23:58 - [HTML]
77. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-02-13 20:27:06 - [HTML]

Þingmál A453 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 723 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-31 17:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A489 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-12 13:59:52 - [HTML]

Þingmál A491 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1677 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1691 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Fangelsismálastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2002-04-15 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A492 (verndun hafs og stranda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 782 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-11 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-14 21:27:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1509 - Komudagur: 2002-03-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A494 (almenn hegningarlög og lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 784 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-11 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-18 16:50:34 - [HTML]
79. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-18 17:27:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2002-03-08 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Ísafirði - [PDF]
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2002-03-12 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1511 - Komudagur: 2002-03-25 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A503 (virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-14 19:56:55 - [HTML]
106. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-04-03 10:58:20 - [HTML]

Þingmál A520 (Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1347 - Komudagur: 2002-03-19 - Sendandi: Náttúrustofa Austurlands - Skýring: (sameiginl. forstm. og stjórn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2002-03-19 - Sendandi: Náttúrustofa Vestfjarða - Skýring: (sameiginl. forstm. og stjórn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2002-03-19 - Sendandi: Náttúrustofa Vesturlands - [PDF]

Þingmál A540 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (frumvarp) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A546 (einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1355 - Komudagur: 2002-03-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2002-03-25 - Sendandi: Samtök banka- og verðbréfafyrirtækja, Guðjón Rúnarsson framkv.stjó - [PDF]

Þingmál A547 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1356 - Komudagur: 2002-03-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1498 - Komudagur: 2002-03-25 - Sendandi: Samtök banka- og verðbréfafyrirtækja, Guðjón Rúnarsson framkv.stjó - [PDF]

Þingmál A548 (líftækniiðnaður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1734 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Rannsóknastofnun landbúnaðarins - [PDF]

Þingmál A549 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1014 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-21 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-05 10:35:51 - [HTML]

Þingmál A562 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 882 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-26 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1262 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-19 23:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-04 15:29:50 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-03-04 22:29:39 - [HTML]
86. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 22:52:23 - [HTML]
87. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-03-05 18:17:40 - [HTML]
137. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2002-05-03 15:04:50 - [HTML]
137. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2002-05-03 15:07:57 - [HTML]

Þingmál A563 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-27 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-28 11:37:25 - [HTML]

Þingmál A564 (brottfall lagaákvæða um héraðslækna o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1944 - Komudagur: 2002-04-15 - Sendandi: Læknadeild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A575 (áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-12 18:30:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: Stýrimannaskólinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A576 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-07 13:34:36 - [HTML]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 913 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-05 19:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A587 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A594 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 936 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-11 18:20:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1671 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A595 (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-09 22:44:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1672 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A598 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 18:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A600 (búnaðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-08 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-12 17:00:55 - [HTML]

Þingmál A601 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1798 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: Lyf og heilsa - Hagræði hf. - [PDF]

Þingmál A605 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-08 15:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-12 18:14:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1709 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Vinnueftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2011 - Komudagur: 2002-04-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A621 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-13 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-25 17:46:48 - [HTML]

Þingmál A622 (breyting á bókun 26 við EES-samninginn (störf Eftirlitsstofnunar EFTA))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 975 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-03-13 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1879 - Komudagur: 2002-04-12 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A638 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-20 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1275 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-19 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Magnús Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-05-02 18:13:52 - [HTML]

Þingmál A640 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1245 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-18 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Hjálmar Árnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-20 12:40:42 - [HTML]
124. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-20 12:44:58 - [HTML]

Þingmál A649 (Tækniháskóli Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1951 - Komudagur: 2002-04-15 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A650 (eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2256 - Komudagur: 2002-06-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A652 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1051 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-22 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A653 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-22 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1216 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-04-17 11:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-08 18:55:21 - [HTML]
123. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-19 14:02:10 - [HTML]
123. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-04-19 14:41:19 - [HTML]

Þingmál A665 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (frumvarp) útbýtt þann 2002-04-03 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A672 (nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-04-20 10:22:53 - [HTML]

Þingmál A705 (bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-04-05 12:09:30 - [HTML]

Þingmál A709 (Þjóðhagsstofnun o.fl.)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-18 14:44:03 - [HTML]
122. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-04-18 21:43:37 - [HTML]

Þingmál A710 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-05-02 12:13:53 - [HTML]

Þingmál A739 (vörugjald af ökutækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1454 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-04-30 20:02:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 128

Þingmál A1 (fjárlög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-01 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-10-04 10:35:20 - [HTML]
4. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-10-04 10:56:47 - [HTML]
4. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2002-10-04 14:01:58 - [HTML]
4. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2002-10-04 16:28:17 - [HTML]
37. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-27 14:24:48 - [HTML]

Þingmál A8 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 189 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]

Þingmál A21 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A42 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-03 16:09:29 - [HTML]

Þingmál A44 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A49 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-27 16:52:54 - [HTML]

Þingmál A53 (varnir gegn mengun sjávar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-29 14:35:25 - [HTML]

Þingmál A130 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1480 - Komudagur: 2003-03-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A143 (lögfræðiaðstoð við efnalítið fólk)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-10 17:44:01 - [HTML]

Þingmál A157 (skráning skipa)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2003-02-13 15:04:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2002-11-18 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A158 (skipamælingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 76 - Komudagur: 2002-11-18 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A168 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 784 - Komudagur: 2003-01-16 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A180 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-10 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1338 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-13 20:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-10-15 14:13:47 - [HTML]
102. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-14 22:55:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2002-11-13 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2002-11-15 - Sendandi: Dómstólaráð - [PDF]

Þingmál A181 (tryggingagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2002-11-28 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 635 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-12-10 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-10 18:25:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2002-11-13 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (álitsgerð frá viðskrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 153 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 314 - Komudagur: 2002-11-28 - Sendandi: Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. - Skýring: (v. minnisblaðs viðskrn.) - [PDF]

Þingmál A238 (tollgæsla í Grundartangahöfn)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Magnús Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-13 19:01:00 - [HTML]

Þingmál A240 (verndun hafs og stranda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-12 13:49:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 2003-02-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sameig.leg umsögn) - [PDF]

Þingmál A242 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A262 (atvinnu- og dvalarleyfi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-28 11:20:14 - [HTML]
38. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-11-28 11:23:09 - [HTML]

Þingmál A321 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 349 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-06 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A324 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 352 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-06 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-12-10 13:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-10 14:41:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2002-12-04 - Sendandi: KPMG endurskoðun - [PDF]

Þingmál A326 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 354 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-07 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A336 (Vísinda- og tækniráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-07 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-11-18 16:33:19 - [HTML]
31. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-11-18 17:30:38 - [HTML]

Þingmál A337 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 459 - Komudagur: 2002-12-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA,SI, SVÞ, LÍÚ) - [PDF]

Þingmál A338 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-08 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Magnús Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 16:28:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A347 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-14 12:37:20 - [HTML]

Þingmál A348 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-14 10:59:12 - [HTML]

Þingmál A350 (hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 15:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 2002-12-16 - Sendandi: Lögreglustjóraembættið í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A355 (Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 392 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-12-10 21:40:32 - [HTML]

Þingmál A357 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A360 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-13 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-14 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-26 15:14:28 - [HTML]

Þingmál A375 (björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1132 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-10 11:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 970 - Komudagur: 2003-02-12 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík - [PDF]
Dagbókarnúmer 1072 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Lögreglustjóraembættið í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A377 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 429 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-18 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A393 (safnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-12-09 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Gunnar Birgisson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-10 20:22:39 - [HTML]

Þingmál A394 (breyting á XV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 455 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1234 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-11 18:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A404 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-28 17:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 853 - Komudagur: 2003-01-23 - Sendandi: Eyþing - Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - [PDF]

Þingmál A405 (verkefni Umhverfisstofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-28 17:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A426 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-12-13 11:24:19 - [HTML]

Þingmál A427 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-04 13:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-06 13:32:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 886 - Komudagur: 2003-01-29 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda - [PDF]

Þingmál A430 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (frumvarp) útbýtt þann 2002-12-04 18:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A431 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 563 (frumvarp) útbýtt þann 2002-12-04 18:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A439 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-05 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A440 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 601 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-05 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-06 14:01:45 - [HTML]

Þingmál A444 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-11 18:03:23 - [HTML]

Þingmál A446 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-03 16:20:10 - [HTML]

Þingmál A451 (kynferðisbrot)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (svar) útbýtt þann 2003-01-27 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A452 (siglingar olíuskipa við Ísland)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-01-22 18:16:08 - [HTML]

Þingmál A461 (staðlar og Staðlaráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 699 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-30 16:14:23 - [HTML]

Þingmál A462 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 15:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1298 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um 462. og 463. mál) - [PDF]

Þingmál A485 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1123 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 10:48:54 - [HTML]

Þingmál A488 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 804 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-21 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A489 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-21 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A498 (persónulegur talsmaður fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2003-02-05 14:54:34 - [HTML]

Þingmál A508 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (frumvarp) útbýtt þann 2003-01-22 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (álverksmiðja í Reyðarfirði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1020 - Komudagur: 2003-02-14 - Sendandi: Alcan á Íslandi (ISAL) - [PDF]

Þingmál A518 (verðbréfasjóðir og fjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-23 14:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A538 (Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-28 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2003-02-06 11:56:31 - [HTML]

Þingmál A539 (Siglingastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (samræmd stúdentspróf)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-02-19 14:34:52 - [HTML]

Þingmál A543 (umhverfismengun af völdum einnota umbúða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 890 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-28 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1044 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-02-26 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-30 17:15:35 - [HTML]
93. þingfundur - Magnús Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 11:50:03 - [HTML]

Þingmál A544 (Orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-28 17:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1625 - Komudagur: 2003-03-08 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (um skipan lögbundinna verkefna Orkustofnunar) - [PDF]

Þingmál A548 (opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 14:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-06 12:16:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1257 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Vinnueftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A556 (neytendakaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 904 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-30 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-06 19:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-03 17:07:31 - [HTML]
93. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 10:40:49 - [HTML]

Þingmál A567 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 918 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-03 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1124 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-06 10:51:28 - [HTML]
74. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2003-02-06 11:10:36 - [HTML]
74. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-06 11:32:13 - [HTML]
93. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 15:10:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1605 - Komudagur: 2003-03-07 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A568 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2003-02-25 - Sendandi: Réttarfarsnefnd - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A599 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1258 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-11 21:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-13 11:46:53 - [HTML]

Þingmál A600 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-11 21:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A601 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 962 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A602 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-17 16:18:11 - [HTML]

Þingmál A611 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-13 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A618 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-13 20:29:16 - [HTML]

Þingmál A622 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 995 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-19 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-26 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A638 (breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1034 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-02-26 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A649 (Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1055 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-27 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (ábúðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-11 23:05:51 - [HTML]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2003-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um 651. og 652. mál) - [PDF]

Þingmál A659 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-06 20:53:16 - [HTML]

Þingmál A660 (staða íslenska táknmálsins)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-03-12 11:01:50 - [HTML]

Þingmál A661 (hafnalög)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-14 12:32:29 - [HTML]

Þingmál A663 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-13 20:35:12 - [HTML]

Þingmál A670 (raforkuver)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2003-03-06 18:18:27 - [HTML]
90. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-06 18:31:41 - [HTML]

Þingmál A680 (eldi nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-06 14:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1368 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-13 23:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Árni R. Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-14 20:49:38 - [HTML]

Þingmál A683 (Kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1110 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-06 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 15:05:32 - [HTML]

Þingmál A688 (fjármögnun sjóðs til að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2003-03-11 22:04:41 - [HTML]

Þingmál A695 (bann við umskurði á kynfærum kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1155 (frumvarp) útbýtt þann 2003-03-10 20:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A703 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B133 (krafa um dreifða eignaraðild við sölu á hlut ríkisins í ríkisbönkunum)

Þingræður:
3. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2002-10-03 10:48:11 - [HTML]

Þingmál B157 (staða heilbrigðismála)

Þingræður:
6. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2002-10-08 16:19:28 - [HTML]

Þingmál B390 (upplýsingaskylda stjórna hlutafélaga um starfslokasamninga og fleiri sambærilega samninga)

Þingræður:
68. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-29 15:35:30 - [HTML]

Þingmál B416 (fullgilding Árósasamningsins)

Þingræður:
75. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-02-10 15:23:41 - [HTML]

Löggjafarþing 129

Þingmál B1 (rannsókn kjörbréfa)

Þingræður:
0. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2003-05-26 16:37:45 - [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A1 (fjárlög 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2003-12-04 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-03 14:16:35 - [HTML]
3. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2003-10-03 16:09:09 - [HTML]
3. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-03 18:27:13 - [HTML]
33. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-25 14:13:57 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2003-11-25 22:44:20 - [HTML]
42. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2003-12-04 19:36:30 - [HTML]

Þingmál A3 (aldarafmæli heimastjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2003-10-06 16:51:23 - [HTML]

Þingmál A6 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 123 - Komudagur: 2003-11-13 - Sendandi: Samtök verslunarinnar, Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A9 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-14 15:47:58 - [HTML]
10. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2003-10-14 16:03:49 - [HTML]

Þingmál A10 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-14 17:12:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 285 - Komudagur: 2003-11-25 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A15 (framkvæmdaáætlanir til að ná fram launajafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-16 11:37:23 - [HTML]

Þingmál A26 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-03 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A38 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Svala Ólafsdóttir, Háskólanum í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A41 (vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-07 15:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 338 - Komudagur: 2003-11-27 - Sendandi: Háskóli Íslands, skrifstofa rektors - [PDF]
Dagbókarnúmer 527 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A42 (bótaréttur höfunda og heimildarmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 341 - Komudagur: 2003-11-27 - Sendandi: Háskóli Íslands, skrifstofa rektors - [PDF]
Dagbókarnúmer 528 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A44 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1340 - Komudagur: 2004-03-15 - Sendandi: Refsiréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A87 (fjáraukalög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-03 10:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2003-10-09 18:46:55 - [HTML]
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-11 16:01:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2003-11-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A89 (tryggingagjald)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-09 10:54:29 - [HTML]
39. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-02 14:53:17 - [HTML]
39. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-02 14:55:07 - [HTML]

Þingmál A90 (fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-27 15:14:50 - [HTML]

Þingmál A100 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-13 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-09 15:17:32 - [HTML]
8. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-09 16:06:39 - [HTML]
22. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-06 11:02:09 - [HTML]
22. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2003-11-06 12:38:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 6 - Komudagur: 2003-10-08 - Sendandi: Landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (innflutn.bann á eldisdýrum) - [PDF]

Þingmál A140 (Happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-13 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A141 (talnagetraunir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-13 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A142 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-13 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-16 11:24:52 - [HTML]

Þingmál A146 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-14 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A153 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 222 - Komudagur: 2003-11-20 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A154 (aflétting veiðibanns á rjúpu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A156 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-17 14:22:16 - [HTML]

Þingmál A162 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-15 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1075 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-03-10 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-11 14:44:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2003-11-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sameig.leg umsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2003-12-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sent skv. beiðni um.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 597 - Komudagur: 2003-12-10 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (svör við spurn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1598 - Komudagur: 2004-03-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A198 (bann við umskurði kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 12:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2598 - Komudagur: 2004-07-08 - Sendandi: Refsiréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A202 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-10 18:42:21 - [HTML]

Þingmál A203 (Evrópufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 12:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1355 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-14 08:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1432 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-16 14:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 2003-11-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (bráðab.umsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 888 - Komudagur: 2004-01-28 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - Skýring: (vísa í ums. SA) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1248 - Komudagur: 2004-03-08 - Sendandi: Dómstólaráð - [PDF]

Þingmál A204 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1286 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-03-31 15:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-03 19:18:33 - [HTML]
93. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-01 15:42:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 864 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2004-02-02 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A206 (skattaívilnanir vegna gjafa og framlaga til mannúðar- og menningarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-28 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A223 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1539 - Komudagur: 2004-03-25 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-03-04 11:32:49 - [HTML]

Þingmál A301 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-11-18 18:23:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 766 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 767 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]

Þingmál A302 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]

Þingmál A305 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-12 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1717 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-19 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-17 18:08:54 - [HTML]
130. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-28 12:19:11 - [HTML]

Þingmál A307 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 867 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 898 - Komudagur: 2004-01-29 - Sendandi: Félag íslenskra flugumferðarstjóra - [PDF]

Þingmál A311 (meðlagsgreiðslur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2004-03-24 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A312 (alþjóðleg viðskiptafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2003-11-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A314 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-13 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 960 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-02-25 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-05 12:00:24 - [HTML]
74. þingfundur - Gunnar Birgisson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-02 14:59:53 - [HTML]

Þingmál A324 (breyting á II. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-11-18 18:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1649 - Komudagur: 2004-04-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1695 - Komudagur: 2004-04-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A341 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Landssamband eldri borgara, Benedikt Davíðsson formaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins, siglinganefnd - [PDF]

Þingmál A342 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-24 15:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 784 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, B/t forstjóra - [PDF]

Þingmál A343 (gjald af áfengi og tóbaki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-24 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1182 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-03-22 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-23 14:56:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 786 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, B/t forstjóra - [PDF]

Þingmál A359 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 478 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-11-27 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A374 (íslenska táknmálið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - Skýring: (um 374. og 375. mál) - [PDF]

Þingmál A386 (textun)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-03-04 13:24:46 - [HTML]

Þingmál A411 (starfsmenn í hlutastörfum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-03-01 15:44:32 - [HTML]

Þingmál A418 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 09:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-11 10:26:23 - [HTML]

Þingmál A420 (greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2003-12-06 11:41:00 - [HTML]

Þingmál A427 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-06 11:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 891 - Komudagur: 2004-01-28 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A428 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-12 11:35:43 - [HTML]
49. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-12 11:58:50 - [HTML]
49. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-12 12:46:54 - [HTML]

Þingmál A435 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-10 11:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Gunnar Birgisson - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-02 17:02:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1298 - Komudagur: 2004-03-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A442 (hugverkaréttindi á sviði iðnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-10 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A443 (fórnarlamba- og vitnavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (frumvarp) útbýtt þann 2003-12-11 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A447 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (frumvarp) útbýtt þann 2003-12-10 20:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 696 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-12 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-13 10:29:47 - [HTML]

Þingmál A462 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1706 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-18 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1197 - Komudagur: 2004-03-01 - Sendandi: Húseigendafélagið - [PDF]

Þingmál A463 (lögmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-01-29 11:42:52 - [HTML]
129. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-05-27 18:49:09 - [HTML]

Þingmál A464 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 672 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-01-29 12:06:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1146 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - Skýring: (einnig frá SA og SI) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1179 - Komudagur: 2004-02-26 - Sendandi: Lögreglustjóraembættið í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A465 (fullnusta refsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-01-29 12:20:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1023 - Komudagur: 2004-02-20 - Sendandi: Trúnaðarráð fanga (Atli Helgason) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A480 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 746 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-01-28 13:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 2004-03-02 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A509 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1701 - Komudagur: 2004-04-07 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A514 (björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 786 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-01-29 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A520 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (frumvarp) útbýtt þann 2004-02-03 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-04 14:43:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2004-04-01 - Sendandi: Refsiréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A549 (nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1674 (svar) útbýtt þann 2004-05-21 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-02-04 17:01:50 - [HTML]

Þingmál A551 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (þáltill.) útbýtt þann 2004-02-04 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2004-04-30 14:36:06 - [HTML]

Þingmál A564 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-05 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-02-24 16:16:28 - [HTML]
70. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-24 17:37:14 - [HTML]

Þingmál A568 (lögfræðiaðstoð við efnalítið fólk)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-03-11 17:58:16 - [HTML]

Þingmál A569 (siglingavernd)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-02-11 15:51:43 - [HTML]

Þingmál A594 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 893 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-17 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1767 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-25 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-19 12:07:04 - [HTML]
129. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-27 20:04:14 - [HTML]
129. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-27 20:14:57 - [HTML]
129. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-27 20:27:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2004-03-08 - Sendandi: Páll Ólafsson og Jón Sveinsson - Skýring: (lögfræðiálit) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1518 - Komudagur: 2004-03-24 - Sendandi: Fuglaverndarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A611 (breyting á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-02-19 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (yrkisréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-19 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-02 14:26:55 - [HTML]

Þingmál A617 (tæknimenntun)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-05-05 14:36:13 - [HTML]

Þingmál A624 (skipting fjárveitinga milli framhaldsskóla)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-05-05 14:41:44 - [HTML]

Þingmál A656 (jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1155 (svar) útbýtt þann 2004-03-23 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1012 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-01 17:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-08 17:14:40 - [HTML]

Þingmál A692 (staða og afkoma barnafjölskyldna)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-05 19:09:37 - [HTML]

Þingmál A714 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1056 (frumvarp) útbýtt þann 2004-03-04 17:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A737 (Landsnet hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1097 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-10 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A739 (meðferðardeild við fangelsi landsins)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-03-31 18:54:14 - [HTML]

Þingmál A747 (jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1117 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-11 17:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-05-28 12:12:11 - [HTML]
130. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2004-05-28 12:17:07 - [HTML]

Þingmál A749 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1516 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-27 18:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1534 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-28 22:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-29 11:22:28 - [HTML]
106. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-29 11:49:20 - [HTML]
106. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-29 12:02:52 - [HTML]
106. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-29 12:40:41 - [HTML]
106. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-29 14:30:31 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-04-29 15:25:59 - [HTML]
106. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-29 15:52:36 - [HTML]
106. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2004-04-29 22:54:20 - [HTML]
107. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-30 10:59:47 - [HTML]
107. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-30 13:42:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1600 - Komudagur: 2004-03-31 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1750 - Komudagur: 2004-04-14 - Sendandi: Mannréttindasamtök innflytjenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A750 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1121 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1851 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]

Þingmál A755 (hækkun útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1130 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-16 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A780 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-22 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-01 10:32:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1855 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, bt. deildarforseta - [PDF]

Þingmál A782 (ábúðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands (Halldór Kristinsson sýslum. á Húsavík) - Skýring: (um 782. og 783. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2343 - Komudagur: 2004-05-06 - Sendandi: Umhverfisstofnun, bt. Kristjáns Geirssonar - [PDF]

Þingmál A785 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-22 16:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1919 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A786 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-04 17:43:26 - [HTML]

Þingmál A791 (dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1388 (svar) útbýtt þann 2004-04-15 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A815 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-29 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A837 (aldurstengd örorkuuppbót)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-04-14 19:04:45 - [HTML]

Þingmál A850 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-15 15:17:36 - [HTML]

Þingmál A851 (stjórnunarhættir fyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A854 (staðgreiðsla opinberra gjalda og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1311 (frumvarp) útbýtt þann 2004-04-01 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A866 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp) útbýtt þann 2004-04-05 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A871 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1329 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-05 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1662 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-14 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-27 16:36:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2240 - Komudagur: 2004-04-29 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2311 - Komudagur: 2004-05-05 - Sendandi: Dómstólaráð, Elín Sigrún Jónsdóttir frkvstj. - [PDF]

Þingmál A872 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1654 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2004-05-13 09:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1661 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-14 11:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A875 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1711 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-18 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
131. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-28 16:19:14 - [HTML]

Þingmál A882 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-15 16:26:34 - [HTML]

Þingmál A883 (aðild að Gvadalajara-samningi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1341 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-15 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-26 16:19:19 - [HTML]

Þingmál A910 (tónlistarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1607 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-10 22:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
127. þingfundur - Gunnar Birgisson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-26 18:46:06 - [HTML]

Þingmál A912 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1386 (frumvarp) útbýtt þann 2004-04-14 13:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A934 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 09:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-23 13:04:23 - [HTML]

Þingmál A945 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-23 15:05:14 - [HTML]

Þingmál A946 (alþjóðasamningur um loftflutninga milli landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A948 (Norðurlandasamningur um almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1584 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-05 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1819 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-27 15:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-23 15:01:18 - [HTML]
127. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-26 18:26:50 - [HTML]

Þingmál A949 (Norðurlandasamningur um almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1452 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-23 10:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-26 16:39:12 - [HTML]

Þingmál A960 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-23 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-26 17:50:52 - [HTML]

Þingmál A961 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1479 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-23 17:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A973 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1629 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2004-05-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1724 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2004-05-19 10:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-11 15:16:50 - [HTML]
112. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 20:02:15 - [HTML]
112. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2004-05-11 22:55:38 - [HTML]
114. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2004-05-13 10:54:01 - [HTML]
114. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-05-13 11:45:43 - [HTML]
116. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2004-05-15 18:55:20 - [HTML]
120. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-19 11:07:31 - [HTML]
120. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-05-19 17:01:51 - [HTML]
120. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2004-05-19 21:17:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2415 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja, Guðjón Rúnarsson frkvstjóri - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]

Þingmál A986 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A997 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1665 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-14 11:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1761 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-24 19:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1799 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-26 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-17 16:41:02 - [HTML]
130. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2004-05-28 14:36:38 - [HTML]

Þingmál A1000 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1762 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-24 19:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1002 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1758 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2004-05-24 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1009 (skattskylda orkufyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-28 17:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1894 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-07-20 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1898 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-07-21 12:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
134. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-07 11:28:12 - [HTML]
136. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-21 13:33:06 - [HTML]
136. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2004-07-21 18:03:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2621 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Hróbjartur Jónatansson, hrl. - [PDF]

Þingmál A1012 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1892 (frumvarp) útbýtt þann 2004-07-05 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B37 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-02 19:53:26 - [HTML]

Þingmál B442 (fjarskiptalög og misnotkun netmiðla)

Þingræður:
90. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-30 13:32:52 - [HTML]

Þingmál B499 (fyrirætlan ríkisstjórnarinnar í skattamálum)

Þingræður:
102. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2004-04-26 15:17:13 - [HTML]

Þingmál B516 (brot á samkeppnislögum)

Þingræður:
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-04-29 13:54:54 - [HTML]

Þingmál B587 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
124. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2004-05-24 21:36:47 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A1 (fjárlög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-01 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 420 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-24 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-10-05 16:59:57 - [HTML]
39. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-25 15:51:07 - [HTML]
40. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2004-11-26 10:39:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 84 - Komudagur: 2004-11-10 - Sendandi: Minni hluti félagsmálanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 93 - Komudagur: 2004-11-04 - Sendandi: 2. minni hluti sjávarútvegsnefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2004-11-30 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: (um tekjugrein fjárlaga) - [PDF]

Þingmál A4 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 57 - Komudagur: 2004-11-12 - Sendandi: Og Vodafone - [PDF]

Þingmál A6 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 94 - Komudagur: 2004-11-16 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A9 (breytingar á stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A13 (fórnarlamba- og vitnavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-18 17:11:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2004-11-23 - Sendandi: Stígamót,samtök kvenna - [PDF]
Dagbókarnúmer 187 - Komudagur: 2004-11-25 - Sendandi: Lögreglustjóraembættið í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A19 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-19 16:54:20 - [HTML]
11. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2004-10-19 17:15:42 - [HTML]

Þingmál A20 (textun)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-04 16:07:25 - [HTML]

Þingmál A35 (staðgreiðsla opinberra gjalda og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-02 17:56:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 278 - Komudagur: 2004-11-30 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1296 - Komudagur: 2005-04-14 - Sendandi: Refsiréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A38 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-26 14:52:47 - [HTML]

Þingmál A42 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 912 - Komudagur: 2005-03-01 - Sendandi: Alþjóðahúsið ehf - [PDF]

Þingmál A52 (notkun endurnýjanlegra, innlendra orkugjafa)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2005-02-17 14:40:36 - [HTML]

Þingmál A67 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-12 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-05-11 21:21:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2005-01-25 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 750 - Komudagur: 2005-01-27 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 756 - Komudagur: 2005-02-01 - Sendandi: Refsiréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A72 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 10:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1362 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-07 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-07 19:04:49 - [HTML]

Þingmál A73 (sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2005-04-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A74 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 10:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2004)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-11-30 15:15:45 - [HTML]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-14 15:45:26 - [HTML]

Þingmál A142 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A157 (Fjármálaeftirlitið)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-10-20 14:55:52 - [HTML]

Þingmál A159 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-14 10:32:04 - [HTML]

Þingmál A160 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-12-07 17:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-25 15:04:38 - [HTML]

Þingmál A167 (gjafsókn)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jónína Bjartmarz - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-17 18:30:19 - [HTML]

Þingmál A172 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (svar) útbýtt þann 2004-11-09 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A174 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-12 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-14 17:47:06 - [HTML]

Þingmál A184 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2004-12-03 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A190 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 563 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-12-07 17:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 645 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-12-10 13:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-10-18 16:00:43 - [HTML]
59. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-25 14:01:38 - [HTML]
59. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-25 14:05:55 - [HTML]

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-14 11:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-18 17:00:10 - [HTML]
53. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-12-08 20:13:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2004-11-24 - Sendandi: Íslensk málnefnd - [PDF]

Þingmál A194 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-22 15:34:32 - [HTML]

Þingmál A205 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1049 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A208 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 561 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-12-07 17:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-08 20:02:58 - [HTML]

Þingmál A211 (fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-12-10 02:33:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2004-11-29 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A212 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-19 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 602 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-08 20:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 627 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-12-09 21:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 145 - Komudagur: 2004-11-19 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A215 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-19 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A220 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-30 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2004-11-04 12:06:25 - [HTML]
19. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-04 15:21:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 133 - Komudagur: 2004-11-18 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 134 - Komudagur: 2004-11-18 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A224 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1051 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A235 (mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]
Dagbókarnúmer 684 - Komudagur: 2004-12-29 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - Skýring: (sbr. umsögn Samorku) - [PDF]
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2005-01-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð - [PDF]

Þingmál A236 (rannsóknarnefnd umferðarslysa)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-09 14:26:18 - [HTML]

Þingmál A242 (Ríkisendurskoðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1755 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja, Guðjón Rúnarsson frkvstjóri - [PDF]

Þingmál A251 (einkaleyfi)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2005-02-22 17:44:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 329 - Komudagur: 2004-12-01 - Sendandi: PharmaNor hf - [PDF]

Þingmál A269 (Lánasjóður sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 556 - Komudagur: 2004-12-07 - Sendandi: Samband ísl. sveitarfélaga og Lánasjóður sveitarfélaga - Skýring: (sent skv. beiðni fél.) - [PDF]

Þingmál A295 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-09 16:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2004-11-29 - Sendandi: Helgi Þórsson tölfræðingur - [PDF]

Þingmál A300 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-10 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A309 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2005-01-25 - Sendandi: Lögreglustjórinn í Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2005-01-25 - Sendandi: Dómstólaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2005-01-26 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 746 - Komudagur: 2005-01-26 - Sendandi: Réttarfarsnefnd, Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2005-02-17 - Sendandi: Vinnumálastofnun - Skýring: (álitsg. f. Ábyrgðasjóð launa) - [PDF]

Þingmál A321 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-15 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 606 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-12-08 23:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-11-26 14:42:19 - [HTML]
54. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-10 02:35:43 - [HTML]

Þingmál A330 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-16 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-18 19:08:58 - [HTML]

Þingmál A335 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-16 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-18 18:54:30 - [HTML]

Þingmál A336 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-17 13:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1230 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-04-29 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-02 18:12:10 - [HTML]
121. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-05-03 11:20:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2005-01-24 - Sendandi: Trúnaðarráð fanga á Kvíabryggju - [PDF]
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 2005-01-26 - Sendandi: Fangelsismálastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2005-02-10 - Sendandi: Fangelsismálastjóri - [PDF]

Þingmál A348 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-12-08 22:53:05 - [HTML]
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-12-10 15:45:37 - [HTML]

Þingmál A351 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-12-09 09:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-23 13:35:02 - [HTML]
36. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-23 15:47:28 - [HTML]
54. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-12-09 18:49:34 - [HTML]
54. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-09 23:22:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 483 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A364 (skattskylda orkufyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-23 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-26 16:31:59 - [HTML]
120. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2005-05-02 10:39:35 - [HTML]
124. þingfundur - Ögmundur Jónasson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-06 20:18:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2005-02-28 - Sendandi: Félag raforkubænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1184 - Komudagur: 2005-04-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (skattl. hita- og vatnsveitna) - [PDF]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 765 - Komudagur: 2005-02-01 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 766 - Komudagur: 2005-02-01 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A389 (gjald af áfengi og tóbaki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-29 20:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-29 21:03:01 - [HTML]

Þingmál A395 (opinber hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (þáltill.) útbýtt þann 2004-12-02 10:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (breyting á ýmsum lögum á orkusviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1183 - Komudagur: 2005-04-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (skattl. hita- og vatnsveitna) - [PDF]

Þingmál A409 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 520 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-12-02 17:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 890 - Komudagur: 2005-02-28 - Sendandi: Lögreglustjóraembættið í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-12-06 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2005-01-31 15:52:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 960 - Komudagur: 2005-03-04 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1008 - Komudagur: 2005-03-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1472 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Orkustofnun - Skýring: (um umsagnir sem borist hafa) - [PDF]

Þingmál A434 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A442 (umfang skattsvika á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-12-10 19:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-02-03 10:50:49 - [HTML]
66. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-02-03 11:15:47 - [HTML]

Þingmál A474 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (frumvarp) útbýtt þann 2005-01-27 15:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (bókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A480 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 734 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1303 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-03 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1313 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-04 14:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A482 (fjarsala á fjármálaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A484 (löggiltir niðurjöfnunarmenn sjótjóns og sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-01 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A492 (auglýsingar á heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 749 (þáltill.) útbýtt þann 2005-02-03 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A493 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-02 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-05-03 16:03:36 - [HTML]

Þingmál A495 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-03 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1081 - Komudagur: 2005-03-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A508 (forsjárlausir foreldrar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (svar) útbýtt þann 2005-02-22 13:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2005-02-22 14:26:26 - [HTML]

Þingmál A551 (miðlun vátrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1234 - Komudagur: 2005-04-08 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A577 (Alþjóðavinnumálaþingin í Genf 2001--2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-24 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A583 (stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-24 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1289 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-03 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1327 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-04 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-03-08 16:30:27 - [HTML]
85. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-08 17:00:35 - [HTML]
85. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2005-03-08 17:30:05 - [HTML]
125. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-07 11:04:32 - [HTML]
125. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-07 11:18:20 - [HTML]
128. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-05-09 15:13:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2005-04-08 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2005-04-12 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A591 (eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1264 - Komudagur: 2005-04-12 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - [PDF]

Þingmál A592 (Neytendastofa og talsmaður neytenda)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-09 16:53:46 - [HTML]
128. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-05-09 17:35:49 - [HTML]

Þingmál A606 (breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A614 (breyting á bókun 4 við samninginn milli EFTA-ríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 918 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1366 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-07 17:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:18:59 - [HTML]
128. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-09 18:20:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1585 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ut.) - [PDF]

Þingmál A618 (greiðslur almannatrygginga til öryrkja og aldraðra)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-16 14:02:44 - [HTML]

Þingmál A620 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 930 (frumvarp) útbýtt þann 2005-03-08 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-11 16:13:47 - [HTML]
107. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-04-11 18:55:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1853 - Komudagur: 2005-05-09 - Sendandi: Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins og Félag fréttamanna - Skýring: (lagt fram á fundi m.) - [PDF]

Þingmál A648 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-16 14:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-21 19:27:36 - [HTML]

Þingmál A651 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 986 (frumvarp) útbýtt þann 2005-03-17 10:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A655 (skoðun tölvuleikja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1407 (svar) útbýtt þann 2005-05-11 12:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (aðgerðir til að tryggja efnahagslegan stöðugleika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1014 (þáltill.) útbýtt þann 2005-03-22 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A667 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1015 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-21 19:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A675 (happdrætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1028 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-30 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A677 (uppboðsmarkaðir sjávarafla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1228 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-04-29 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 17:31:52 - [HTML]

Þingmál A681 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík, Guðmundur Sigurðsson dr.jur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2005-05-03 - Sendandi: Björn L. Bergsson hrl. o.fl. - Skýring: (lagt fram á fundi a) - [PDF]

Þingmál A694 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (frumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A697 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1763 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A698 (fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1434 - Komudagur: 2005-04-20 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA og SI) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1509 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A699 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A700 (Landbúnaðarstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1609 - Komudagur: 2005-04-26 - Sendandi: Neytendasamtökin - Skýring: (um 700. og 701. mál) - [PDF]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-11 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (sáttmáli um verndun mannréttinda og mannfrelsis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1322 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-04 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-09 18:31:12 - [HTML]

Þingmál A720 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1078 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-04 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A735 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1097 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-05 18:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A738 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-19 17:25:26 - [HTML]
133. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-05-11 17:05:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1480 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1834 - Komudagur: 2005-05-06 - Sendandi: Samgönguráðuneytið - [PDF]

Þingmál A759 (fjárhagsstaða meðlagsgreiðenda)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-05-10 11:22:30 - [HTML]

Þingmál A773 (þjónustuskyldur í eldsneytisafgreiðslu)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-04-20 15:52:58 - [HTML]

Þingmál A792 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (frumvarp) útbýtt þann 2005-04-29 10:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B499 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2003)

Þingræður:
58. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-01-24 16:09:31 - [HTML]

Þingmál B592 (þróun íbúðaverðs)

Þingræður:
79. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2005-02-23 15:59:45 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A1 (fjárlög 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-03 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 405 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-11-24 10:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 17:38:23 - [HTML]

Þingmál A5 (aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-06 10:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-18 16:23:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 32 - Komudagur: 2005-11-14 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]

Þingmál A23 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-05 15:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-18 20:37:53 - [HTML]

Þingmál A30 (bensíngjald og olíugjald)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-11-04 11:26:54 - [HTML]

Þingmál A45 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 14:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2005-12-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A46 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 18:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A53 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 19:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-13 17:05:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2006-03-22 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A55 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-11 13:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-07 19:55:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1111 - Komudagur: 2006-03-02 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A66 (samkeppnisstaða fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2006-02-10 - Sendandi: Rannsóknastofan í Mjódd ehf. - [PDF]

Þingmál A71 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-17 18:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-07 20:05:51 - [HTML]

Þingmál A76 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-11 17:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A78 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 330 - Komudagur: 2005-11-30 - Sendandi: Félagsþjónustan í Hafnarfirði - [PDF]
Dagbókarnúmer 331 - Komudagur: 2005-11-30 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - Skýring: (sbr. ums. um 279. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 514 - Komudagur: 2005-12-05 - Sendandi: Sifjalaganefnd - [PDF]

Þingmál A82 (einkamálalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2006-04-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A94 (úrbætur í málefnum atvinnulausra)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-18 10:48:49 - [HTML]

Þingmál A141 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-13 10:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-02 14:10:36 - [HTML]

Þingmál A144 (fjáraukalög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-11-15 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A171 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-12 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2006-02-22 15:32:27 - [HTML]

Þingmál A179 (úrvinnslugjald)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-10-18 14:01:22 - [HTML]

Þingmál A180 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1400 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-06-02 17:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-11 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 531 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-12-07 18:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-09 16:57:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2005-11-29 - Sendandi: Lögreglustjóraembættið í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A209 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-17 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A222 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 761 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-02-13 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-14 13:37:52 - [HTML]

Þingmál A235 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-20 17:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A250 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-20 17:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-03 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-07 17:25:47 - [HTML]
16. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2005-11-07 18:15:11 - [HTML]
20. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-14 16:01:01 - [HTML]
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-14 17:08:15 - [HTML]
20. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-11-14 18:25:11 - [HTML]
20. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-14 18:52:36 - [HTML]
20. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-11-14 19:31:51 - [HTML]
20. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-14 20:12:38 - [HTML]
78. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-03-07 16:06:18 - [HTML]
78. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-07 23:46:55 - [HTML]
80. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-08 22:38:41 - [HTML]
82. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-03-10 13:45:27 - [HTML]
84. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2006-03-13 20:03:06 - [HTML]
84. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2006-03-13 20:19:45 - [HTML]
85. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2006-03-14 20:37:03 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-03-15 12:34:24 - [HTML]
86. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-03-15 13:47:58 - [HTML]
88. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-16 14:58:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 208 - Komudagur: 2005-11-28 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A279 (breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-04 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1128 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-05 17:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2006-06-02 13:21:47 - [HTML]
120. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-06-02 13:42:20 - [HTML]
120. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2006-06-02 14:15:00 - [HTML]
120. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2006-06-02 14:20:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2005-11-29 - Sendandi: Félagsþjónustan í Hafnarfirði - [PDF]
Dagbókarnúmer 259 - Komudagur: 2005-11-30 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2005-12-02 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 432 - Komudagur: 2005-12-06 - Sendandi: Sifjalaganefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 436 - Komudagur: 2005-12-05 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-01-16 - Sendandi: Félag ábyrgra feðra - [PDF]
Dagbókarnúmer 877 - Komudagur: 2006-02-16 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A288 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 536 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-12-07 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2005-11-22 14:38:11 - [HTML]
38. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-07 17:45:51 - [HTML]
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-26 22:57:20 - [HTML]

Þingmál A289 (skerðingarreglur lágmarksbóta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (svar) útbýtt þann 2005-12-09 11:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A326 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 358 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-15 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-21 17:40:41 - [HTML]

Þingmál A328 (öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-16 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1220 (breytingartillaga) útbýtt þann 2006-05-02 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-06-02 15:04:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 598 - Komudagur: 2006-01-12 - Sendandi: SÍM, Samband ísl. myndlistarmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2006-01-13 - Sendandi: Lex Nestor lögmannsstofa - [PDF]

Þingmál A340 (réttarstaða samkynhneigðra)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-06-01 15:56:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 647 - Komudagur: 2006-01-16 - Sendandi: Félag ábyrgra feðra - [PDF]

Þingmál A342 (umhverfismat áætlana)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-21 17:13:24 - [HTML]
119. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-06-01 15:02:53 - [HTML]

Þingmál A343 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 244 - Komudagur: 2005-11-29 - Sendandi: Nefnd um tekjustofna sveitarfélaga - Skýring: (lagt fram á fundi fél.) - [PDF]

Þingmál A353 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-03 16:04:26 - [HTML]
98. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-04-03 16:27:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1149 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - Skýring: (ákvæði til brb.) - [PDF]

Þingmál A361 (faggilding o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A363 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 13:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-29 17:17:30 - [HTML]

Þingmál A364 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-28 16:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 418 - Komudagur: 2005-12-03 - Sendandi: Fasteignamat ríkisins - Skýring: (lagt fram á fundi fél.) - [PDF]

Þingmál A365 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 15:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 973 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-03-22 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-29 16:26:24 - [HTML]
94. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-28 15:44:08 - [HTML]
94. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-03-28 15:53:41 - [HTML]
94. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-28 16:40:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 595 - Komudagur: 2006-01-11 - Sendandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2006-01-24 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A366 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-12-09 11:33:09 - [HTML]
40. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-09 15:03:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 368 - Komudagur: 2005-12-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A371 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-25 12:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-29 17:38:43 - [HTML]

Þingmál A376 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 432 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-25 12:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A377 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-25 12:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A388 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-01-31 18:03:47 - [HTML]
55. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2006-01-31 20:26:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2006-02-24 - Sendandi: Félag eldri borgara - [PDF]

Þingmál A389 (greiðslur til foreldra langveikra barna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-03 12:06:59 - [HTML]
76. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-03-03 12:16:03 - [HTML]
97. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-30 16:37:46 - [HTML]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1232 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2006-05-02 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-23 15:40:21 - [HTML]
99. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-04-04 17:49:27 - [HTML]
99. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-04 23:10:11 - [HTML]
104. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-04-19 22:36:53 - [HTML]
105. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-04-21 11:49:10 - [HTML]
117. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-30 14:46:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 943 - Komudagur: 2006-02-21 - Sendandi: 365-miðlar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2006-03-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1867 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: BSRB og BHM - [PDF]

Þingmál A404 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-07 13:54:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 2006-02-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-16 10:32:13 - [HTML]

Þingmál A417 (Kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 634 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-17 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-17 14:41:33 - [HTML]

Þingmál A418 (stækkun friðlands í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (þáltill.) útbýtt þann 2006-01-17 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A433 (háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-02 11:02:22 - [HTML]
58. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - Ræða hófst: 2006-02-02 12:09:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors - [PDF]
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2006-03-20 - Sendandi: Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs - [PDF]

Þingmál A434 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-02 18:29:14 - [HTML]

Þingmál A436 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (frumvarp) útbýtt þann 2006-01-20 15:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1012 - Komudagur: 2006-02-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A444 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-07 17:01:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1126 - Komudagur: 2006-03-02 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A445 (einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (um 444. og 445. mál) - [PDF]

Þingmál A447 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1395 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2006-06-02 16:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-02 15:30:38 - [HTML]
58. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-02-02 17:45:59 - [HTML]
120. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 17:55:35 - [HTML]
120. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2006-06-02 20:11:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2006-03-14 - Sendandi: Félag náms- og starfsráðgjafa - [PDF]

Þingmál A448 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2006-02-22 - Sendandi: Sjómannasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A466 (auglýsingar á heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (þáltill.) útbýtt þann 2006-01-26 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A499 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 731 (frumvarp) útbýtt þann 2006-02-06 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-07 13:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1161 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-11 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 18:50:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1250 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Lögreglustjóraembættið í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A520 (lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Félag löglærðra fulltrúa ákæruvalds - [PDF]

Þingmál A556 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1433 - Komudagur: 2006-03-23 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1500 - Komudagur: 2006-03-29 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2006-04-11 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1781 - Komudagur: 2006-04-24 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (styrking eftirlitsheimilda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1896 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (styrking eftirlitsheimilda) - [PDF]

Þingmál A566 (þjóðskrá og almannaskráning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-02 10:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A573 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (frumvarp) útbýtt þann 2006-03-02 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A594 (evrópsk samvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 878 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-07 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1365 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1431 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (eldi vatnafiska)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 879 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 12:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1323 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-06-01 17:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 23:10:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1632 - Komudagur: 2006-04-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A596 (varnir gegn fisksjúkdómum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1783 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Fisksjúkdómanefnd - [PDF]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-20 16:48:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1589 - Komudagur: 2006-04-11 - Sendandi: Eigendur jarðarinnar Skóga í Flókadal - [PDF]
Dagbókarnúmer 1636 - Komudagur: 2006-04-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1726 - Komudagur: 2006-04-21 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A612 (Veiðimálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (fiskrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 898 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A614 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A615 (vegabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A619 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-21 15:27:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1610 - Komudagur: 2006-04-18 - Sendandi: Dagsbrún hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2006-04-21 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A620 (mælingar, mæligrunnar og vigtarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1416 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-06-02 20:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-13 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-21 15:05:33 - [HTML]

Þingmál A623 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 916 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-13 15:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1755 - Komudagur: 2006-04-24 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A630 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 923 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-15 11:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (þáltill.) útbýtt þann 2006-03-21 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-03-30 14:29:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1732 - Komudagur: 2006-04-24 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A651 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1788 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1891 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A655 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1733 - Komudagur: 2006-04-24 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A664 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-22 15:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: SÍM, Samband ísl. myndlistarmanna - [PDF]

Þingmál A667 (framsal sakamanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1836 - Komudagur: 2006-04-26 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A669 (starfsemi innri markaðarins í tengslum við frjálsa vöruflutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-27 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1269 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2006-05-04 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1378 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1444 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A670 (dómstólar og meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-27 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A675 (fullnusta refsidóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-28 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (frumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 10:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A684 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2006-04-24 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A690 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1020 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 10:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A694 (Landhelgisgæsla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1024 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 16:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 16:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (lausafjárkaup, þjónustukaup og neytendakaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1996 - Komudagur: 2006-05-02 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A710 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1046 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2006-04-24 - Sendandi: Kjaradómur - Garðar Garðarsson form. - [PDF]

Þingmál A711 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A712 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-11 17:16:29 - [HTML]
103. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-11 17:28:35 - [HTML]
103. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2006-04-11 18:46:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2093 - Komudagur: 2006-05-08 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A713 (skráning losunar gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1844 - Komudagur: 2006-04-26 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A731 (opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1897 - Komudagur: 2006-04-26 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A732 (álagning skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1068 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-04 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1404 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-06-02 19:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-03 01:36:33 - [HTML]

Þingmál A739 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-05 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A740 (eldi og heilbrigði sláturdýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1076 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-04 16:29:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1968 - Komudagur: 2006-05-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1994 - Komudagur: 2006-05-02 - Sendandi: Félag kjúklingabænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2005 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A743 (upplýsingar og samráð í fyrirtækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2002 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A745 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (frumvarp) útbýtt þann 2006-04-05 15:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A748 (Happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 16:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A771 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-04-28 10:49:29 - [HTML]
111. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-28 11:20:13 - [HTML]
111. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-04-28 11:30:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1834 - Komudagur: 2006-04-26 - Sendandi: Verkalýðsfélag Húsavíkur - [PDF]

Þingmál A791 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-28 09:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A794 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-28 10:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-05-02 17:47:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2144 - Komudagur: 2006-05-22 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál B164 (vandi á leikskólum vegna manneklu)

Þingræður:
19. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-10 13:41:56 - [HTML]

Þingmál B393 (heimildir lögreglu til að leita uppi barnaníðinga)

Þingræður:
75. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2006-03-02 11:47:47 - [HTML]

Þingmál B622 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
123. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-06-03 14:46:39 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A1 (fjárlög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-02 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2006-12-05 19:31:20 - [HTML]

Þingmál A4 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-03 21:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-09 17:18:45 - [HTML]

Þingmál A9 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-31 15:01:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2007-01-29 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A14 (aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A20 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1151 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-14 21:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-19 13:51:56 - [HTML]
93. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 16:04:00 - [HTML]
93. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-17 16:39:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 2006-10-27 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 45 - Komudagur: 2006-11-03 - Sendandi: V-dagssamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 46 - Komudagur: 2006-11-06 - Sendandi: Dómstólaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2006-11-10 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 117 - Komudagur: 2006-11-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2006-11-14 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 287 - Komudagur: 2006-11-24 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2007-01-23 - Sendandi: Ragnheiður Bragadóttir prófessor - Skýring: (um umsagnir - lagt fram á fundi a.) - [PDF]

Þingmál A22 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-11-24 13:56:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 347 - Komudagur: 2006-11-27 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A27 (réttur nefndar til aðgangs að opinberum gögnum um öryggismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-04 18:04:32 - [HTML]

Þingmál A38 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A39 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1338 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2007-03-17 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 22:56:10 - [HTML]

Þingmál A44 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 500 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-11-30 19:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-07 11:14:16 - [HTML]
52. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-01-16 17:22:41 - [HTML]
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-01-17 11:42:05 - [HTML]
53. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2007-01-17 19:59:59 - [HTML]
54. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2007-01-18 21:57:58 - [HTML]
54. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-01-18 23:24:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2006-11-07 - Sendandi: Bandalag háskólamanna og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 126 - Komudagur: 2006-11-14 - Sendandi: 365 miðlar - [PDF]
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2006-11-27 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (um 56. og 57. mál) - [PDF]

Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 691 - Komudagur: 2006-12-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2007-01-31 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]

Þingmál A70 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-16 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A71 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1366 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2007-03-17 23:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A72 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-12 16:46:57 - [HTML]

Þingmál A79 (sameignarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2006-11-03 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2006-11-07 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Áslaug Björgvinsdóttir lögfræðingur - Skýring: (um till. ríkisskattstjóra) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1222 - Komudagur: 2007-02-26 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (v. minnisbl. Áslaugar Björgvinsdóttur) - [PDF]

Þingmál A81 (greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A89 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 10:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A90 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 10:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A116 (meðlagsgreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (svar) útbýtt þann 2006-12-07 12:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (búnaðarfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 134 - Komudagur: 2006-11-14 - Sendandi: Þórólfur Gíslason - [PDF]
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2006-11-22 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A190 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-12-08 21:26:28 - [HTML]

Þingmál A195 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-16 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (gatnagerðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 17:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A232 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-19 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A233 (lífeyrissjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 236 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-16 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-12-08 - Sendandi: Magnús Helgi Árnason hdl. - Skýring: (sent fh. nokkurra útgerðarfyrirtækja) - [PDF]

Þingmál A271 (skattaívilnanir vegna framlaga til mannúðar- og menningarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-31 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-03 15:48:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2007-01-05 - Sendandi: Félag eldri borgara - [PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2007-01-11 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús - [PDF]

Þingmál A273 (landlæknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-03 17:48:28 - [HTML]

Þingmál A276 (tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 568 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-12-07 20:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 570 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-12-07 21:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-11-06 18:14:03 - [HTML]
21. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-06 19:32:37 - [HTML]
48. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-09 12:22:55 - [HTML]
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-09 13:04:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 165 - Komudagur: 2006-11-20 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 221 - Komudagur: 2006-11-23 - Sendandi: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 396 - Komudagur: 2006-11-29 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2006-11-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 - [PDF]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-06 17:13:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2006-11-24 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A280 (opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 330 - Komudagur: 2006-11-27 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 346 - Komudagur: 2006-11-27 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (frá LÍÚ,SA,SF,SI) - [PDF]

Þingmál A281 (Náttúruminjasafn Íslands)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-13 16:55:47 - [HTML]

Þingmál A291 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 15:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A296 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-01 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A302 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-02 13:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A311 (vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 330 (frumvarp) útbýtt þann 2006-11-06 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-12-08 13:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-08 21:53:30 - [HTML]

Þingmál A339 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-11-16 17:55:18 - [HTML]

Þingmál A347 (stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 352 - Komudagur: 2006-11-27 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - Skýring: (afrit af bréfi til félmrn.) - [PDF]

Þingmál A350 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2006-12-05 18:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A357 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 388 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-16 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-21 16:03:32 - [HTML]

Þingmál A358 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-16 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A366 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 398 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-16 13:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 811 - Komudagur: 2007-02-07 - Sendandi: Eimskipafélag Íslands ehf., (LOGOS-lögmannsþjón.) - [PDF]

Þingmál A367 (Orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 879 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-02-14 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-20 18:47:49 - [HTML]

Þingmál A377 (eldi og heilbrigði sláturdýra o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 411 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-20 16:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2007-01-09 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A378 (breyting á lögum á sviði Neytendastofu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-20 16:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 446 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A386 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-24 15:01:31 - [HTML]
35. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-11-24 15:07:43 - [HTML]

Þingmál A387 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2007-02-13 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja, Guðjón Rúnarsson - [PDF]

Þingmál A388 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 974 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Refsiréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A389 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-24 15:58:21 - [HTML]
46. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-08 21:23:27 - [HTML]

Þingmál A390 (Flugmálastjórn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 432 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A395 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2007-02-19 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]

Þingmál A408 (ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-24 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A409 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-24 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 14:48:45 - [HTML]

Þingmál A414 (verslunaratvinna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 902 - Komudagur: 2007-02-12 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A416 (vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 582 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A431 (sameining Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2007-02-09 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A432 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 520 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A435 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 536 (frumvarp) útbýtt þann 2006-12-05 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-12-08 16:23:47 - [HTML]

Þingmál A436 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1004 - Komudagur: 2007-02-16 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A437 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-06 10:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2007-02-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA, Si, SVÞ og SAF) - [PDF]

Þingmál A443 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2007-02-05 17:19:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1370 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál A459 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-08 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-01 14:27:39 - [HTML]

Þingmál A464 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-22 16:51:42 - [HTML]
87. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-13 17:04:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 2007-02-27 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A465 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A466 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-22 17:07:08 - [HTML]

Þingmál A480 (verðmyndun á landbúnaðarvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2007-01-16 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 924 (svar) útbýtt þann 2007-02-21 14:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A496 (dómstólar og meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-17 16:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 2007-02-20 - Sendandi: Dómstólaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2007-02-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A511 (námsgögn)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 16:09:24 - [HTML]

Þingmál A515 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 778 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A516 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A518 (auglýsingar á heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (þáltill.) útbýtt þann 2007-01-25 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (símhleranir og eftirgrennslana-, öryggis- eða leyniþjónustustarfsemi lögreglunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (svar) útbýtt þann 2007-02-07 15:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-29 20:34:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1054 - Komudagur: 2007-02-19 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð v. spurn.) - [PDF]

Þingmál A523 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1129 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-13 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-29 21:18:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1027 - Komudagur: 2007-02-16 - Sendandi: Kauphöll Íslands hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1321 - Komudagur: 2007-03-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð v. spurn.) - [PDF]

Þingmál A530 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 799 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-29 14:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1556 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús, Reynir Tómas Geirsson - [PDF]

Þingmál A541 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2007-02-21 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1189 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-14 21:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-13 17:29:44 - [HTML]
70. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-13 21:11:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A544 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (frumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 16:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A554 (nauðasamningar samkvæmt lögum um tekjuskatt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 958 (svar) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A558 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-12 16:07:51 - [HTML]
79. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-27 15:40:20 - [HTML]

Þingmál A561 (lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A566 (meginreglur umhverfisréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-13 21:43:30 - [HTML]

Þingmál A568 (starfstengdir eftirlaunasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 17:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1231 - Komudagur: 2007-02-26 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1500 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A572 (breyting á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-12 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A576 (vísitala neysluverðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 854 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-12 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-20 13:38:14 - [HTML]

Þingmál A591 (tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-03-17 18:57:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2007-03-07 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A616 (neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 916 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-19 16:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1318 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 09:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1357 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A617 (breytingar á ýmsum lögum um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-19 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A618 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1365 - Komudagur: 2007-03-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A637 (varnir gegn landbroti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-21 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A639 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-21 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A643 (veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 961 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-22 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-26 22:57:17 - [HTML]

Þingmál A647 (samfélagsþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 966 (þáltill.) útbýtt þann 2007-02-22 16:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A648 (breyting á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 967 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-01 18:53:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1599 - Komudagur: 2007-03-13 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A654 (breytingar á ýmsum lögum er varða útgáfu leyfa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-26 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A655 (réttarstaða liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins o.fl.)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-01 19:19:36 - [HTML]

Þingmál A660 (skattlagning kaupskipaútgerðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-27 17:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-01 23:16:02 - [HTML]

Þingmál A661 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-27 18:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (mannvirki)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-01 23:45:40 - [HTML]

Þingmál A663 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1005 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-27 18:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-15 14:12:41 - [HTML]

Þingmál A671 (staða og þróun jafnréttismála frá 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-01 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1063 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-08 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 16:47:36 - [HTML]
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-12 21:59:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2007-03-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - Skýring: (umsögn og ritgerð) - [PDF]

Þingmál A686 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1069 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-08 17:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2007-03-13 16:14:50 - [HTML]

Þingmál A688 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-09 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A691 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-13 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A697 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (þáltill.) útbýtt þann 2007-03-12 23:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (tengsl Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-15 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A706 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (frumvarp) útbýtt þann 2007-03-15 18:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B138 (möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda)

Þingræður:
8. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-09 16:08:32 - [HTML]

Þingmál B272 (afgreiðsla mála fyrir jólahlé)

Þingræður:
38. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-30 10:54:41 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A1 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-06-04 17:25:29 - [HTML]
3. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2007-06-04 20:42:40 - [HTML]

Þingmál A2 (þátttaka Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-06-05 15:08:48 - [HTML]

Þingmál A7 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-06-06 14:11:09 - [HTML]

Þingmál A8 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A11 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2007-06-06 14:39:50 - [HTML]
9. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-06-13 11:09:55 - [HTML]

Þingmál A12 (aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-06-05 16:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A13 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-06-05 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 34 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-06-12 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 36 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-06-12 17:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 50 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 16:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Gunnar Svavarsson - Ræða hófst: 2007-06-13 12:23:50 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-11-28 20:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-11-29 16:15:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 299 - Komudagur: 2007-11-13 - Sendandi: Efnahags- og skattanefnd, 1. minni hluti - [PDF]

Þingmál A7 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-30 15:59:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 95 - Komudagur: 2007-11-07 - Sendandi: Félag eldri borgara - [PDF]
Dagbókarnúmer 96 - Komudagur: 2007-11-07 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2007-11-09 - Sendandi: Fangelsismálastofnun ríkisins, b.t. fangelsismálastjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2007-11-12 - Sendandi: Landssamband eldri borgara, bt. formanns - [PDF]
Dagbókarnúmer 160 - Komudagur: 2007-11-13 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2007-11-19 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 230 - Komudagur: 2007-11-19 - Sendandi: Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð - [PDF]
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2007-11-20 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 285 - Komudagur: 2007-11-21 - Sendandi: Ungmennafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2007-11-21 - Sendandi: SAMFÉS,samtök félagsmiðstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Lýðheilsustöð - [PDF]
Dagbókarnúmer 346 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 347 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 416 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 512 - Komudagur: 2007-11-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 586 - Komudagur: 2007-11-30 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Barnaverndarnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 649 - Komudagur: 2007-12-03 - Sendandi: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 710 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Kvenfélagasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 711 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Tilvera - [PDF]
Dagbókarnúmer 712 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Prestafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 832 - Komudagur: 2007-12-06 - Sendandi: Félagsmálaráðuneyti, Kærunefnd barnaverndarmála - [PDF]
Dagbókarnúmer 833 - Komudagur: 2007-12-06 - Sendandi: Samtökin '78 - [PDF]
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2007-12-11 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 932 - Komudagur: 2007-12-14 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2008-01-17 - Sendandi: Kennaraháskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1056 - Komudagur: 2008-01-18 - Sendandi: Biskup Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2008-01-22 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Velferðarsvið - [PDF]

Þingmál A12 (íslenska táknmálið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2007-11-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um 12. og 17. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 268 - Komudagur: 2007-11-20 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (v. kostnaðarumsagnar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - Skýring: (um 12. og 17. mál) - [PDF]

Þingmál A16 (samkeppnisstaða fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2007-11-15 - Sendandi: Rannsóknastofan í Mjódd ehf. - [PDF]

Þingmál A18 (réttindi samkynhneigðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Prestafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A23 (lagaákvæði um almenningssamgöngur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2007-11-28 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A27 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 592 - Komudagur: 2007-11-30 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A34 (aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-11-27 15:47:12 - [HTML]

Þingmál A36 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-05 17:34:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A46 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Prestafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A52 (óháð áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar, Holtavirkjunar og Hvammsvirkjunar í Þjórsá)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2169 - Komudagur: 2008-04-11 - Sendandi: Félag umhverfisfræðinga Íslandi - [PDF]

Þingmál A54 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2008-02-22 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A58 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-17 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 12:35:09 - [HTML]

Þingmál A63 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-16 13:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A66 (verslunaratvinna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 62 - Komudagur: 2007-11-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A67 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 478 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-12 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-09 14:36:56 - [HTML]
45. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-14 16:35:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2007-10-29 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 48 - Komudagur: 2007-11-03 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 88 - Komudagur: 2007-11-05 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 90 - Komudagur: 2007-10-30 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ums. til viðskrn., lagt fram á fundi v.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2007-11-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 177 - Komudagur: 2007-11-12 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 2007-11-13 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A68 (vernd fyrir þolendur heimilisofbeldis)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-10 13:31:19 - [HTML]

Þingmál A77 (staða íslenskrar tungu)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-10-10 14:04:48 - [HTML]

Þingmál A87 (Lánasýsla ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 156 - Komudagur: 2007-11-12 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja, Guðjón Rúnarsson - [PDF]

Þingmál A88 (siglingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 377 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A91 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2007-12-11 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-13 14:45:15 - [HTML]

Þingmál A95 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 391 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A128 (Hagstofa Íslands og opinber hagskýrslugerð)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-18 11:19:52 - [HTML]

Þingmál A129 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 263 - Komudagur: 2007-11-20 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A130 (tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-16 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 529 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2007-12-13 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-11 17:10:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2007-11-19 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A131 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-17 14:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A132 (sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2007-10-17 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-07 15:06:43 - [HTML]
20. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-11-07 15:09:27 - [HTML]
20. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-11-07 15:12:56 - [HTML]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2007-11-01 12:12:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 329 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-01-29 18:10:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3013 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A148 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2640 - Komudagur: 2008-05-13 - Sendandi: Spölur ehf - [PDF]

Þingmál A149 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-31 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-02 11:39:29 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-02 12:02:41 - [HTML]
17. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-02 12:20:48 - [HTML]
17. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-02 12:25:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 746 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Prestafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 748 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1009 - Komudagur: 2008-01-08 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1308 - Komudagur: 2008-02-04 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1850 - Komudagur: 2008-03-19 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A155 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 752 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Prestafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A163 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 390 - Komudagur: 2007-11-23 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A164 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-22 20:51:57 - [HTML]
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-22 21:02:44 - [HTML]

Þingmál A169 (endurskoðun á skattamálum lögaðila)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-07 16:53:22 - [HTML]

Þingmál A170 (yfirtaka ríkisins á Speli ehf. og niðurfelling veggjalds um Hvalfjarðargöng)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2979 - Komudagur: 2008-06-03 - Sendandi: Spölur ehf - [PDF]

Þingmál A181 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 332 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 464 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A183 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-05 14:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2007-12-03 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús, Reynir Tóms Geirsson - [PDF]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-05 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 988 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 09:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1080 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 16:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-13 15:36:52 - [HTML]
23. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-11-13 15:41:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 561 - Komudagur: 2007-11-30 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 952 - Komudagur: 2007-12-14 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A190 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-08 14:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 672 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Vegamálastjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - Skýring: (sameiginl. umsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 826 - Komudagur: 2007-12-06 - Sendandi: Landlæknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 2008-01-22 - Sendandi: Geislavarnir ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1243 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (vinnuskjal) - [PDF]

Þingmál A191 (samræmd neyðarsvörun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 570 - Komudagur: 2007-11-30 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2007-11-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A195 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2007-12-10 17:38:07 - [HTML]
42. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-12-12 10:34:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 573 - Komudagur: 2007-11-30 - Sendandi: Landssamband eldri borgara - [PDF]

Þingmál A196 (sértryggð skuldabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-08 16:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 628 - Komudagur: 2007-12-03 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A206 (erfðafjárskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 538 - Komudagur: 2007-11-29 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A207 (happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-14 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A208 (happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 226 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-14 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A230 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-19 15:51:25 - [HTML]

Þingmál A231 (olíugjald og kílómetragjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-19 15:55:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 700 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, flutningasvið - [PDF]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-20 20:01:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1185 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Héraðsdómur Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1241 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 2008-02-04 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A237 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 17:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 545 - Komudagur: 2007-11-29 - Sendandi: Garðar Garðarsson hrl. fyrrv. form. Kjaradóms - [PDF]
Dagbókarnúmer 688 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Prestafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A243 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 971 - Komudagur: 2007-12-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A247 (útlendingar og réttarstaða þeirra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1026 - Komudagur: 2008-01-10 - Sendandi: Alþjóðahúsið ehf - [PDF]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1258 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Kennaraháskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Grundarfjarðarbær - [PDF]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1009 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-23 14:01:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1133 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema - [PDF]
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - Skýring: (frá KÍ og aðildarfélögum) - [PDF]

Þingmál A287 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1011 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-07 11:26:59 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-22 11:47:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1169 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Félag leikskólafulltrúa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1181 - Komudagur: 2008-01-30 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Foreldrafélög leikskóla í Garðabæ - [PDF]
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Sveitarfélagið Árborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1288 - Komudagur: 2008-01-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A288 (menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1250 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Grundarfjarðarbær - [PDF]

Þingmál A289 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-12-04 20:49:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2007-12-10 - Sendandi: Fasteignamat ríkisins - [PDF]

Þingmál A292 (samgönguáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 332 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-28 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A293 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 333 (frumvarp) útbýtt þann 2007-11-28 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-12-14 01:28:36 - [HTML]

Þingmál A294 (nálgunarbann)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-01-22 14:40:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1500 - Komudagur: 2008-02-21 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1559 - Komudagur: 2008-02-26 - Sendandi: Dómstólaráð - [PDF]

Þingmál A306 (myndlistarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Myndstef - [PDF]

Þingmál A324 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Momentum greiðsluþjónusta ehf - [PDF]

Þingmál A325 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-04-01 15:51:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1651 - Komudagur: 2008-03-04 - Sendandi: Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1652 - Komudagur: 2008-03-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2008-03-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1692 - Komudagur: 2008-03-06 - Sendandi: KPMG Endurskoðun hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1807 - Komudagur: 2008-03-14 - Sendandi: Eyþing - Samband sveitarfél. í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - [PDF]

Þingmál A327 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2008-03-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1772 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Sorpa bs. - [PDF]

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-15 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-17 12:32:25 - [HTML]
49. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-17 12:42:09 - [HTML]
49. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-01-17 14:04:33 - [HTML]
90. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-15 15:24:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1868 - Komudagur: 2008-03-18 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (tímab. ráðningar) - [PDF]

Þingmál A337 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-17 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1151 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 23:12:40 - [HTML]
114. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-05-29 23:34:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1718 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2874 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið - Skýring: (breyt.till.) - [PDF]

Þingmál A338 (atvinnuréttindi útlendinga o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-17 14:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1492 - Komudagur: 2008-02-20 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A339 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 18:02:54 - [HTML]

Þingmál A341 (skuldbindingar íslenskra sveitarfélaga í EES-samningnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 875 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-04-09 11:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A349 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-29 13:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1969 - Komudagur: 2008-04-02 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A350 (Ísland á innri markaði Evrópu)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-01-31 15:53:36 - [HTML]

Þingmál A351 (flutningur á útgáfu starfsleyfa til landlæknis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 669 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-02-21 08:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 603 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-04 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-02-11 16:06:15 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1751 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ft.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1908 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-12 14:09:03 - [HTML]
64. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-02-12 16:21:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2151 - Komudagur: 2008-04-11 - Sendandi: Grundarfjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 2187 - Komudagur: 2008-04-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2077 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Fljótsdalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2198 - Komudagur: 2008-04-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3088 - Komudagur: 2008-08-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A376 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-12 19:00:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2048 - Komudagur: 2008-04-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skrifstofa borgarstjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2163 - Komudagur: 2008-04-11 - Sendandi: Grundarfjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 2226 - Komudagur: 2008-04-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2227 - Komudagur: 2008-04-15 - Sendandi: Félag slökkviliðsstjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 3085 - Komudagur: 2008-08-08 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3113 - Komudagur: 2008-08-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa borgarstjóra - Skýring: (sbr. ums. SHS um nál. og brtt.) - [PDF]

Þingmál A384 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-07 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-11 17:19:12 - [HTML]
63. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-11 17:43:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2008-03-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A387 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-06 16:01:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1863 - Komudagur: 2008-03-19 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A429 (starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952--1979)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-25 14:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-03-31 18:44:52 - [HTML]

Þingmál A431 (efni og efnablöndur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-25 14:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2045 - Komudagur: 2008-04-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1098 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-23 20:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1915 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A442 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A464 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2346 - Komudagur: 2008-04-25 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A471 (stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-06 09:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2326 - Komudagur: 2008-04-22 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A473 (Fasteignamat ríkisins)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-04-16 14:33:40 - [HTML]

Þingmál A476 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2369 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A477 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-12 13:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-01 14:52:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2457 - Komudagur: 2008-04-29 - Sendandi: Félag leiðsögumanna hreindýraveiða - [PDF]

Þingmál A497 (Ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 791 (frumvarp) útbýtt þann 2008-03-31 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 14:25:04 - [HTML]

Þingmál A515 (tekjuskattur og skattlagning kaupskipaútgerðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2378 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: KPMG Endurskoðun hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2380 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A517 (Veðurstofa Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-02 17:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 13:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2685 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Skipti hf. (Síminn hf. og Míla ehf.) - [PDF]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2315 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2588 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Landssamband kúabænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2590 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3149 - Komudagur: 2008-09-11 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A525 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 826 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A526 (endurskoðendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 827 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2354 - Komudagur: 2008-04-25 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A528 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2395 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2521 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A529 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-07 18:07:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2364 - Komudagur: 2008-04-23 - Sendandi: Fasteignamat ríkisins - Skýring: (lagt fram á fundi es.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2476 - Komudagur: 2008-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A531 (flutningur stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-15 17:13:34 - [HTML]

Þingmál A532 (staðfest samvist)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-21 21:34:49 - [HTML]

Þingmál A533 (aðild starfsmanna við samruna félaga yfir landamæri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3136 - Komudagur: 2008-09-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A536 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-21 22:17:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2726 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2869 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A537 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 838 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1090 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-23 17:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-03 17:19:09 - [HTML]
109. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-27 12:35:23 - [HTML]

Þingmál A539 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 840 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A540 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 11:43:41 - [HTML]

Þingmál A546 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1088 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-23 00:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2008-04-21 18:02:39 - [HTML]
113. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 17:25:38 - [HTML]
113. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2008-05-29 18:08:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2536 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2537 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Stúdentaráð Kennaraháskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2884 - Komudagur: 2008-05-19 - Sendandi: Röskva,samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A553 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1202 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-28 22:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-15 19:08:02 - [HTML]
113. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 19:32:32 - [HTML]

Þingmál A554 (Fiskræktarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2611 - Komudagur: 2008-05-08 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A559 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (þáltill.) útbýtt þann 2008-04-03 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A574 (framganga lögreglu gagnvart mótmælendum stóriðjuframkvæmda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-09-02 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A579 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-10 15:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2771 - Komudagur: 2008-05-15 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson - [PDF]

Þingmál A613 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2008-05-29 10:43:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3134 - Komudagur: 2008-09-02 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A620 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-15 09:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-23 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A649 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1218 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-29 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-09-04 11:15:28 - [HTML]

Þingmál A660 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2008-09-04 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B160 (fjárhagur sveitarfélaga og samskipti ríkisins við þau)

Þingræður:
36. þingfundur - Jón Björn Hákonarson - Ræða hófst: 2007-12-04 14:17:21 - [HTML]

Þingmál B534 (rannsóknir og stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar)

Þingræður:
84. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-04-03 13:44:36 - [HTML]

Þingmál B837 (stefna ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum)

Þingræður:
117. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-09-03 14:03:39 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A1 (fjárlög 2009)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-03 10:42:19 - [HTML]

Þingmál A12 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-09 15:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A13 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-09 15:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 672 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-09 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 733 (þál. í heild) útbýtt þann 2009-03-16 17:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-16 13:57:15 - [HTML]
101. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-12 14:55:23 - [HTML]
101. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2009-03-12 15:02:45 - [HTML]
104. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2009-03-16 16:21:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 923 - Komudagur: 2009-02-24 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A16 (lánamál og lánakjör einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Samúel Örn Erlingsson - Ræða hófst: 2008-10-16 15:26:19 - [HTML]

Þingmál A19 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 772 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-20 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Þuríður Backman (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-23 18:15:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 224 - Komudagur: 2008-11-25 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A23 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A26 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-08 13:32:25 - [HTML]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-14 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 915 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-04-06 16:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-16 11:14:17 - [HTML]
14. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-16 11:44:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 9 - Komudagur: 2008-11-03 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 54 - Komudagur: 2008-11-12 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A36 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-11 18:04:00 - [HTML]

Þingmál A38 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-14 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A41 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 56 - Komudagur: 2008-11-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A47 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1088 - Komudagur: 2009-03-06 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A53 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-21 12:37:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 572 - Komudagur: 2008-12-17 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A54 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A64 (Ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-06 16:54:14 - [HTML]
5. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-06 17:09:41 - [HTML]

Þingmál A111 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-31 10:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-02 18:05:50 - [HTML]

Þingmál A114 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-10 16:57:24 - [HTML]

Þingmál A119 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-13 18:14:41 - [HTML]

Þingmál A125 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2009-03-06 - Sendandi: Momentum greiðsluþjónusta ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1098 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1201 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Réttarfarsnefnd - [PDF]

Þingmál A127 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-17 17:03:24 - [HTML]
105. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-17 17:54:05 - [HTML]

Þingmál A139 (Landsbókasafn Íslands -- Háskólabókasafn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2009-01-09 - Sendandi: Lagadeild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A141 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-11 14:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 303 - Komudagur: 2008-12-04 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A143 (aðgerðaáætlun gegn mansali)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-11-26 15:14:59 - [HTML]

Þingmál A145 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2008-12-11 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A146 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2009-03-31 - Sendandi: Varnarmálastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1521 - Komudagur: 2009-04-03 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A152 (kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-18 18:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-19 23:07:39 - [HTML]

Þingmál A156 (endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (svar) útbýtt þann 2008-12-10 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A157 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-17 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A170 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-20 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-25 16:07:15 - [HTML]
133. þingfundur - Herdís Þórðardóttir - Ræða hófst: 2009-04-16 15:56:34 - [HTML]
133. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-04-16 16:16:44 - [HTML]
133. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-16 16:37:31 - [HTML]
133. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-16 18:59:44 - [HTML]

Þingmál A179 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 517 - Komudagur: 2008-12-16 - Sendandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið - Skýring: svar við bréfi frá ft. og afrit af bréfinu - [PDF]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2008-12-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A186 (dýravernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A187 (uppbygging og rekstur fráveitna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-02-18 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-27 19:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 358 - Komudagur: 2008-12-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 368 - Komudagur: 2008-12-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A196 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-04 11:44:42 - [HTML]

Þingmál A209 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 484 - Komudagur: 2008-12-15 - Sendandi: ÁTVR - [PDF]

Þingmál A216 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-11 15:15:37 - [HTML]

Þingmál A218 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-10 13:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 554 - Komudagur: 2008-12-16 - Sendandi: 365 - miðlar ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2008-12-16 - Sendandi: Árvakur hf., Lex lögmannsstofa - [PDF]

Þingmál A225 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 868 - Komudagur: 2009-02-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA og SFF) - [PDF]

Þingmál A228 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-11 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-12 11:08:37 - [HTML]

Þingmál A244 (bókhald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1202 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA og SFF um 244. og 245. mál) - [PDF]

Þingmál A245 (ársreikningar, endurskoðendur og skoðunarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-16 17:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA og SFF um 244. og 245. mál) - [PDF]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-19 13:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-01-22 14:36:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1044 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1046 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Norðurl.svæðis vestra - [PDF]

Þingmál A267 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 483 (frumvarp) útbýtt þann 2009-01-20 15:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A278 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 497 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-04 12:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2009-02-11 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A280 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-04 19:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 566 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-02-19 18:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-06 11:06:13 - [HTML]
85. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-02-20 14:21:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 857 - Komudagur: 2009-02-13 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-04 19:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-05 11:16:28 - [HTML]
75. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-02-05 14:10:28 - [HTML]
116. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-03-25 18:15:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 819 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA,SI,SFF,SVÞ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1081 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A289 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-09 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-10 15:14:53 - [HTML]
96. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-03-06 14:18:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2009-02-19 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 884 - Komudagur: 2009-02-20 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 910 - Komudagur: 2009-02-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A313 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-17 22:07:57 - [HTML]

Þingmál A321 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-17 19:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-19 13:47:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2009-02-27 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 962 - Komudagur: 2009-02-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A322 (aðför o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-02-19 15:57:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 999 - Komudagur: 2009-03-03 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (frá SFF, SVÞ, SA) - [PDF]

Þingmál A342 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 583 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-25 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
134. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-04-17 15:57:33 - [HTML]

Þingmál A356 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-15 22:45:13 - [HTML]
132. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-04-15 23:52:45 - [HTML]
132. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-16 01:09:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1135 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Nýi Kaupþing banki hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1138 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1216 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A358 (opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1134 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A359 (breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-30 21:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
131. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-14 18:16:51 - [HTML]
131. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-14 18:55:42 - [HTML]
131. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-04-14 21:33:28 - [HTML]
131. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-14 22:49:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1068 - Komudagur: 2009-03-06 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A360 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2008, um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-03-02 12:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-02 12:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 766 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-20 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-24 17:25:47 - [HTML]
112. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2009-03-24 18:00:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1184 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA og SI) - [PDF]

Þingmál A365 (tollalög, vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-03 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-05 15:07:45 - [HTML]

Þingmál A366 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-03 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 804 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-25 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-05 15:56:04 - [HTML]
117. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-30 19:32:19 - [HTML]
132. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-15 14:58:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1148 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1214 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2009-03-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2009-03-12 - Sendandi: Páll Jóhannesson hdl., Tax and Legal sf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1251 - Komudagur: 2009-03-17 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 2009-03-17 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A368 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-02 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-03-05 17:12:26 - [HTML]

Þingmál A372 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-03 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A376 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-20 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Þuríður Backman (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-23 18:41:28 - [HTML]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-04-01 18:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 892 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2009-04-02 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 951 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-04-16 18:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-02 14:40:52 - [HTML]
124. þingfundur - Björn Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-02 15:09:58 - [HTML]
124. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-02 19:26:59 - [HTML]
124. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-04-02 21:52:19 - [HTML]
126. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-04 13:46:39 - [HTML]
127. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-04-07 00:07:29 - [HTML]
131. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-04-14 15:43:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Ragnar Árnason og Birgir Þór Runólfsson Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A393 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 2009-03-23 19:07:29 - [HTML]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-05 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 884 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-04-01 21:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-11 18:54:28 - [HTML]
100. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-03-11 19:46:31 - [HTML]
134. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-17 19:00:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1372 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A402 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-10 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A406 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2009-03-12 14:11:32 - [HTML]

Þingmál A407 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-03-30 20:29:39 - [HTML]

Þingmál A409 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-11 17:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 857 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-30 20:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 933 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-04-14 21:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-12 13:44:42 - [HTML]
131. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-14 14:08:44 - [HTML]
132. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-15 11:07:31 - [HTML]
132. þingfundur - Gunnar Svavarsson - Ræða hófst: 2009-04-15 11:28:42 - [HTML]

Þingmál A438 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2009-03-30 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (blaðagrein frá SFF um endurskoðun á skaðabótalögu - [PDF]

Þingmál A452 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-25 20:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A456 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-31 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A461 (greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2009-03-30 21:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-08 13:47:10 - [HTML]

Þingmál A465 (skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2009-04-01 18:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1537 - Komudagur: 2009-04-06 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (grein úr Lögmannablaðinu) - [PDF]

Þingmál A466 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 889 (frumvarp) útbýtt þann 2009-04-01 21:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2004--2005, 2005--2006 og 2006--2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-04-17 09:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-02 19:52:55 - [HTML]
2. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-02 21:50:12 - [HTML]

Þingmál B74 (staða bankakerfisins, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-15 15:13:02 - [HTML]
13. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-15 15:42:47 - [HTML]

Þingmál B995 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
129. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-04-07 20:06:14 - [HTML]
129. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-04-07 20:30:16 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A1 (endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-18 21:09:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 17 - Komudagur: 2009-05-27 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A3 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-18 19:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-05-26 17:56:57 - [HTML]

Þingmál A14 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 37 - Komudagur: 2009-06-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 40 - Komudagur: 2009-06-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A20 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (frumvarp) útbýtt þann 2009-05-20 11:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A33 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 31 - Komudagur: 2009-05-28 - Sendandi: Ragnar Halldór Hall hrl. - [PDF]

Þingmál A34 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2009-06-02 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-07-09 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Ögmundur Jónasson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-15 17:44:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 262 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 487 - Komudagur: 2009-06-30 - Sendandi: Björg Thorarensen og Davíð Þór Björgvinsson - Skýring: (ferill ESB-máls) - [PDF]

Þingmál A39 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2009-05-25 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A53 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2009-06-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (SA og SFF) - [PDF]

Þingmál A54 (undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 197 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2009-06-30 - Sendandi: Björg Thorarensen og Davíð Þór Björgvinsson - Skýring: (ferill ESB-máls) - [PDF]

Þingmál A78 (tímabundin ráðning starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 202 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-06-30 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-07-01 19:04:23 - [HTML]
36. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-09 17:46:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 377 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A88 (nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (þáltill.) útbýtt þann 2009-06-08 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-11 11:36:39 - [HTML]

Þingmál A89 (breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-18 15:05:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 525 - Komudagur: 2009-07-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A118 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-18 18:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-19 11:18:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 383 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 387 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers - [PDF]
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 424 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A124 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-07-08 20:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-24 12:20:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 522 - Komudagur: 2009-07-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 2009-08-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - Skýring: (áhrif eigendastefnu ríkisins, lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A125 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-22 17:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-30 18:15:24 - [HTML]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2009-07-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 - [PDF]
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Indefence-hópurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 688 - Komudagur: 2009-07-30 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið o.fl. - Skýring: (um forgangsrétt) - [PDF]
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2009-07-31 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (minnisbl. o.fl. um forgangsrétt) - [PDF]

Þingmál A147 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-08 20:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-07-23 21:27:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 792 - Komudagur: 2009-09-21 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A149 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 739 - Komudagur: 2009-08-24 - Sendandi: Jón Ragnar Stefánsson - [PDF]

Þingmál A161 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-23 20:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 331 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-08-19 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B149 (staða heimilanna)

Þingræður:
13. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-06-03 15:42:09 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-01 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-21 21:15:13 - [HTML]

Þingmál A7 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-20 13:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A10 (fjáraukalög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 09:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A16 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 457 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-12-16 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-13 18:34:14 - [HTML]
49. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-12-17 14:02:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2009-11-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A17 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 17 - Komudagur: 2009-10-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 45 - Komudagur: 2009-10-19 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 83 - Komudagur: 2009-11-09 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A21 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-05 18:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A45 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2010-03-16 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A59 (áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 492 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-18 12:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-12-18 21:01:41 - [HTML]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2009-10-20 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A70 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-12-15 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-12-16 11:34:43 - [HTML]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 258 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-19 11:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-26 16:30:04 - [HTML]
36. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-12-02 15:02:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 817 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Skýring: (skv. beiðni utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 861 - Komudagur: 2009-12-19 - Sendandi: Skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands hf. - Skýring: (greiðslustöðvun o.fl.) - [PDF]

Þingmál A77 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-19 17:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2825 - Komudagur: 2010-06-16 - Sendandi: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A81 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 221 - Komudagur: 2009-11-23 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 272 - Komudagur: 2009-11-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A82 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-21 13:04:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 133 - Komudagur: 2009-11-13 - Sendandi: Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 201 - Komudagur: 2009-11-23 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 273 - Komudagur: 2009-11-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A90 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 2009-11-02 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A100 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2009-11-03 15:38:16 - [HTML]
18. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-11-03 16:13:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 419 - Komudagur: 2009-12-03 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2009-12-08 - Sendandi: Héraðsdómur Norðurlands eystra - [PDF]

Þingmál A102 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 379 - Komudagur: 2009-12-02 - Sendandi: Jón Ragnar Stefánsson - [PDF]

Þingmál A112 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-12 11:36:08 - [HTML]

Þingmál A120 (endurreisn Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-18 12:18:01 - [HTML]

Þingmál A163 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (frumvarp) útbýtt þann 2009-11-06 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-04 14:52:13 - [HTML]

Þingmál A169 (opin gögn og rafrænn aðgangur að þeim)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-06 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A170 (skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-06 14:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 489 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A195 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2009-12-03 - Sendandi: Kjararáð - [PDF]

Þingmál A197 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-04-20 14:46:19 - [HTML]

Þingmál A202 (ein hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-11-18 12:59:32 - [HTML]

Þingmál A218 (ársreikningar, endurskoðendur og skoðunarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-16 17:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 942 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A226 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]

Þingmál A229 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-10 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-17 17:14:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 496 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1504 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A233 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 262 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-24 18:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A239 (ráðstafanir í skattamálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 610 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 626 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2009-12-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A255 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-15 23:43:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 670 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A256 (tekjuöflun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-19 20:35:43 - [HTML]
55. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-19 20:49:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 577 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 614 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 615 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 772 - Komudagur: 2009-12-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A257 (umhverfis- og auðlindaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A259 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-04 13:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-12-18 11:30:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1013 - Komudagur: 2010-01-25 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneyti - [PDF]

Þingmál A274 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 441 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-15 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-16 18:01:12 - [HTML]

Þingmál A277 (þjónustuviðskipti á innri markaði EES)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 917 - Komudagur: 2010-01-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A279 (rannsókn samgönguslysa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 973 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Icelandair ehf., Flugfélag Íslands og Fél. ísl. atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A286 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-19 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-12-19 18:56:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 2009-12-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A293 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (frumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 15:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A307 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-04 13:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-15 18:43:08 - [HTML]

Þingmál A308 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-08 11:59:43 - [HTML]

Þingmál A320 (heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1037 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-04-29 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1048 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2010-05-06 12:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-06 15:47:04 - [HTML]

Þingmál A336 (eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2009-12-21 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-29 18:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1095 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-14 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-17 20:49:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1066 - Komudagur: 2010-02-09 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 2010-02-26 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2010-03-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1169 - Komudagur: 2010-03-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (um brtt.) - [PDF]

Þingmál A347 (lágmarksframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (svar) útbýtt þann 2010-04-15 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A352 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-01-08 11:38:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2010-01-08 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu) - [PDF]

Þingmál A354 (notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-07 18:03:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1707 - Komudagur: 2010-04-13 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A370 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-04 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 831 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-03-23 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-16 15:52:27 - [HTML]
101. þingfundur - Atli Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-03-25 18:32:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1138 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Sjómannasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1220 - Komudagur: 2010-03-11 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A371 (veiðieftirlitsgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-04 17:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1221 - Komudagur: 2010-03-11 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A375 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-16 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1331 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-12 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 14:44:13 - [HTML]
142. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-06-15 22:00:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1326 - Komudagur: 2010-03-22 - Sendandi: Félag starfsmanna Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1410 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Prestafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A382 (vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1374 - Komudagur: 2010-03-24 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]

Þingmál A383 (afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (þáltill.) útbýtt þann 2010-02-18 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 16:10:45 - [HTML]

Þingmál A389 (nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-02-24 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-22 16:14:46 - [HTML]
81. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-02-25 11:40:17 - [HTML]
81. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-25 11:45:46 - [HTML]

Þingmál A390 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-18 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-23 14:39:33 - [HTML]

Þingmál A392 (frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1109 - Komudagur: 2010-03-03 - Sendandi: Réttarfarsnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1180 - Komudagur: 2010-03-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1206 - Komudagur: 2010-03-09 - Sendandi: Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A393 (meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A397 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2008 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A410 (staða barna og ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2010-06-15 09:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (lækkun dráttarvaxta og sparnaður heimila og fyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-03-24 15:16:12 - [HTML]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1449 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-02 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-09 14:47:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1538 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1576 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1579 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1673 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Útvarp Saga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1676 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1708 - Komudagur: 2010-04-13 - Sendandi: Friðrik Friðriksson - [PDF]

Þingmál A424 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 741 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 09:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-09 16:52:43 - [HTML]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1464 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-03 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1488 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2010-09-09 15:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
151. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-06 11:28:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1586 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1624 - Komudagur: 2010-04-09 - Sendandi: Skútustaðahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 3074 - Komudagur: 2010-08-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (vinnuskjal) - [PDF]

Þingmál A427 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 744 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (sbr. ums. slökkviliðsstjóra) - [PDF]

Þingmál A446 (greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-15 16:00:25 - [HTML]
91. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-03-15 16:30:16 - [HTML]

Þingmál A447 (aðför og gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1648 - Komudagur: 2010-04-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A448 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-16 14:52:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1555 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1741 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]

Þingmál A450 (tollalög, vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-09 14:43:04 - [HTML]

Þingmál A453 (Evrópuráðsþingið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 780 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-14 17:50:09 - [HTML]

Þingmál A484 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-22 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-25 14:03:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1978 - Komudagur: 2010-05-06 - Sendandi: Steinunn Jóhannesdóttir - [PDF]

Þingmál A494 (sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-25 12:31:18 - [HTML]
100. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-25 13:00:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2010-05-06 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A497 (kennitöluflakk)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2767 - Komudagur: 2010-06-09 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A499 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2301 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2455 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A506 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-10 21:16:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1866 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A508 (sameining Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2064 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Eyþing - [PDF]

Þingmál A510 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1197 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-04 15:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2105 - Komudagur: 2010-05-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A514 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A515 (úrvinnslugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 902 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A517 (heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 904 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-08 17:02:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2141 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2499 - Komudagur: 2010-05-25 - Sendandi: Tryggingarsjóður Innstæðueigenda og fjárfesta - [PDF]

Þingmál A523 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 912 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-30 15:28:36 - [HTML]

Þingmál A530 (stimpilgjald og aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1881 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A531 (olíugjald og kílómetragjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1840 - Komudagur: 2010-04-29 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (svör við spurn.) - [PDF]

Þingmál A547 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2524 - Komudagur: 2010-05-25 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A552 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2894 - Komudagur: 2010-06-04 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Kristján L. Möller (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-06 13:32:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2421 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2691 - Komudagur: 2010-06-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2786 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A554 (atvinnuleysistryggingar og húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-07 16:54:14 - [HTML]

Þingmál A556 (réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A557 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-06 12:15:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2695 - Komudagur: 2010-06-04 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2804 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A558 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A559 (húsaleigulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-20 17:14:22 - [HTML]
132. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-07 17:34:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2147 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]

Þingmál A560 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 950 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1956 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A561 (tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2034 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2035 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna - [PDF]

Þingmál A562 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A569 (hlutafélög, einkahlutafélög og ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-20 21:19:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2347 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2371 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2404 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A572 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-27 15:31:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2433 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA, SFF og SVÞ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2462 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A573 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 964 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A574 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-12 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1379 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-15 11:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-27 17:46:23 - [HTML]

Þingmál A577 (vatnalög og varnir gegn landbroti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1325 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-12 12:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2335 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2495 - Komudagur: 2010-05-21 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 972 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-20 17:52:08 - [HTML]
109. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2010-04-20 18:28:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2160 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Varnarmálastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A586 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 977 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-16 12:35:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1967 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2001 - Komudagur: 2010-05-06 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2049 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Félag yfirlögregluþjóna - [PDF]

Þingmál A589 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-04-12 13:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A591 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-04-13 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-15 18:18:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1917 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1918 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1919 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A597 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (frumvarp) útbýtt þann 2010-04-27 17:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
150. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-09-03 14:31:42 - [HTML]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-05-11 16:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A634 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-05-18 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-01 20:22:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2762 - Komudagur: 2010-06-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2947 - Komudagur: 2010-07-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2995 - Komudagur: 2010-08-12 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A645 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2744 - Komudagur: 2010-06-08 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A646 (skilmálabreytingar veðtryggðra lánssamninga og kaupleigusamninga einstaklinga vegna bifreiðakaupa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-01 17:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2774 - Komudagur: 2010-06-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A650 (stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A652 (aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-10 14:27:45 - [HTML]

Þingmál A658 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-09 21:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1467 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-06 11:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A659 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2854 - Komudagur: 2010-06-18 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2858 - Komudagur: 2010-06-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2923 - Komudagur: 2010-08-03 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A661 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-12 12:25:19 - [HTML]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2874 - Komudagur: 2010-06-23 - Sendandi: Formaður sjútv.- og landbn. (Atli Gíslason) - Skýring: (afrit af bréfum) - [PDF]

Þingmál A665 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A670 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1363 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-06-15 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
143. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-16 04:04:55 - [HTML]
147. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-06-24 10:32:46 - [HTML]

Þingmál A671 (tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-24 11:48:32 - [HTML]

Þingmál A672 (tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-06-15 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A674 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1369 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-15 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A675 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-16 05:44:59 - [HTML]
143. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-16 05:57:07 - [HTML]
144. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-06-16 16:21:52 - [HTML]

Þingmál A681 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3126 - Komudagur: 2010-09-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A682 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1425 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-24 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A684 (endurskoðun reglna um forsjá barna, búsetu og umgengni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1512 (svar) útbýtt þann 2010-09-17 11:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A686 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1433 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-24 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A693 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3116 - Komudagur: 2010-09-14 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3123 - Komudagur: 2010-09-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-13 12:27:37 - [HTML]
161. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-09-15 11:48:33 - [HTML]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1502 (þáltill.) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
163. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 10:33:07 - [HTML]
163. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-20 12:46:19 - [HTML]
163. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-09-20 18:11:51 - [HTML]
164. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-21 14:53:59 - [HTML]
167. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-09-27 14:30:58 - [HTML]

Þingmál A707 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1503 (þáltill.) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B559 (staða fjármála heimilanna)

Þingræður:
74. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-02-04 11:29:25 - [HTML]

Þingmál B788 (vandi ungs barnafólks)

Þingræður:
106. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-04-15 10:54:38 - [HTML]

Þingmál B841 (skuldavandi heimilanna)

Þingræður:
111. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-04-26 15:14:35 - [HTML]

Þingmál B842 (skuldir heimilanna og nauðungaruppboð)

Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-04-26 15:19:27 - [HTML]

Þingmál B862 (óundirbúinn fyrirspurnatími)

Þingræður:
114. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-04-28 12:00:49 - [HTML]

Þingmál B1126 (áhrif dóms Hæstaréttar um gengistryggingu lána, munnleg skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra)

Þingræður:
147. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2010-06-24 13:47:26 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A1 (fjárlög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-01 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 448 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-08 10:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-15 21:48:53 - [HTML]
49. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-15 21:53:09 - [HTML]

Þingmál A5 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A10 (meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 58 - Komudagur: 2010-11-04 - Sendandi: Hæstiréttur Íslands (sjö starfandi dómarar) - [PDF]

Þingmál A18 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-07 15:51:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 177 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A20 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-13 17:36:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 74 - Komudagur: 2010-11-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A22 (rannsókn á Íbúðalánasjóði)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-12-16 21:49:29 - [HTML]

Þingmál A47 (uppsögn af hálfu atvinnurekanda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 775 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A48 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2010-11-15 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A55 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 16:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A56 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1425 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-16 21:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-14 14:35:12 - [HTML]
130. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-19 15:18:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Dómstólaráð - [PDF]

Þingmál A59 (formleg innleiðing fjármálareglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-15 16:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 259 - Komudagur: 2010-11-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A60 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-13 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A61 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-14 11:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-21 16:30:38 - [HTML]
18. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-10-21 16:37:58 - [HTML]

Þingmál A70 (kostnaður ráðuneyta við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (svar) útbýtt þann 2010-12-15 18:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A72 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-05 13:14:38 - [HTML]
21. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-11-05 13:53:46 - [HTML]

Þingmál A77 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2202 - Komudagur: 2011-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A79 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 533 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-15 14:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Mörður Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-12-18 02:30:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 46 - Komudagur: 2010-11-02 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Jón Viðar Matthíasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa borgarstjóra - [PDF]

Þingmál A87 (stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1131 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-28 17:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2010-12-14 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A100 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-20 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A108 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-14 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 507 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-14 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-10-21 15:19:43 - [HTML]
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-21 15:33:17 - [HTML]
47. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-14 16:49:58 - [HTML]
47. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-14 16:54:34 - [HTML]
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-14 17:08:24 - [HTML]
47. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-14 17:16:49 - [HTML]
47. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-12-14 17:52:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 126 - Komudagur: 2010-11-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A121 (grunngerð stafrænna landupplýsinga)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-04-14 17:45:55 - [HTML]

Þingmál A122 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-09 14:38:19 - [HTML]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 434 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-07 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 793 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-03 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 874 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-22 13:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-04 18:38:48 - [HTML]
43. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-12-07 20:44:30 - [HTML]
76. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-22 15:16:30 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-22 15:24:37 - [HTML]
76. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 15:51:45 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 16:04:21 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 16:06:38 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 16:21:55 - [HTML]
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 17:14:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2010-11-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA, SFF og SVÞ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 362 - Komudagur: 2010-11-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Hörður Felix Harðarson hrl. og Heimir Örn Herbertsson hrl. - [PDF]

Þingmál A133 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 80/2008 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 10:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2011-03-04 - Sendandi: Mörður Árnason alþingismaður - Skýring: (frá Póst- og fjarskiptastofnun) - [PDF]

Þingmál A141 (aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (þáltill.) útbýtt þann 2010-11-04 15:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1402 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A152 (greiðsluaðlögun einstaklinga o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 346 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-11-25 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-11-29 17:04:38 - [HTML]

Þingmál A164 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 2011-03-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A176 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 2010-11-10 13:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1291 - Komudagur: 2011-02-11 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1483 - Komudagur: 2011-02-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A185 (úrvinnslugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 202 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A186 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1670 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A197 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 560 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Mótorhjóla- og vélsleðaíþróttasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-24 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-17 17:39:49 - [HTML]
107. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-04-07 12:28:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 564 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1138 - Komudagur: 2011-01-12 - Sendandi: Háskóli Íslands, Þorbjörn Broddason - [PDF]

Þingmál A200 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 13:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 570 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-16 21:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-18 14:41:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 429 - Komudagur: 2010-11-26 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1548 - Komudagur: 2011-03-01 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A203 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-11-17 16:47:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 406 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Slitastjórn SPRON og Frjálsa Fjárfestingarbankans - [PDF]
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]
Dagbókarnúmer 416 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson - Skýring: (viðbótar umsögn og ýmis gögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð um umsögnum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 952 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð við athugasemdum) - [PDF]

Þingmál A208 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 13:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A210 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Bjarni Benediktsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-03-14 15:47:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 887 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2010-12-21 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A211 (skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1562 - Komudagur: 2011-03-03 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A214 (heilbrigðisþjónusta og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (frumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 18:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A218 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 607 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A219 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-14 18:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A234 (Lúganósamningurinn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2010 og nr. 124/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-16 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 489 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Samtök fjárfesta - [PDF]
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A256 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-24 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 550 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-15 22:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 551 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-12-15 22:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 613 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-17 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 614 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-12-17 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-11-25 11:55:21 - [HTML]
35. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2010-11-25 12:40:45 - [HTML]
51. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-12-17 11:19:19 - [HTML]
51. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-12-17 12:14:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Þroskahjálp,landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Sólheimar í Grímsnesi - [PDF]
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: NPA miðstöðin svf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2010-09-09 - Sendandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A298 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2011-03-31 17:50:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1051 - Komudagur: 2010-12-23 - Sendandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1165 - Komudagur: 2011-01-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A300 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1178 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Hjartaheill, Landssamtök hjartasjúklinga - [PDF]

Þingmál A302 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-29 17:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-11-30 16:19:53 - [HTML]

Þingmál A310 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1256 - Komudagur: 2011-02-10 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1415 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A313 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-30 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 600 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-12-06 15:50:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 917 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 918 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A332 (réttindi fólks með fötlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 866 (svar) útbýtt þann 2011-02-17 17:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (efni og efnablöndur og eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-30 20:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1270 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-04-07 09:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A334 (áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-30 20:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1429 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-17 16:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1422 - Komudagur: 2011-02-21 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A339 (atvinnuleysistryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 559 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-16 15:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-07 18:24:20 - [HTML]

Þingmál A351 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-07 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1610 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-01 22:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-25 14:53:37 - [HTML]

Þingmál A377 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-13 10:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A378 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 495 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1902 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-13 15:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-17 13:30:52 - [HTML]
75. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-02-17 13:56:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1749 - Komudagur: 2011-03-17 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2011-03-21 - Sendandi: Ríkisútvarpið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1867 - Komudagur: 2011-03-31 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A382 (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A385 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 16:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-01-31 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-02 14:41:05 - [HTML]
72. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-02-15 23:37:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2011-01-12 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A408 (rannsókn samgönguslysa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1918 - Komudagur: 2011-04-04 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - Skýring: Sameiginleg umsögn með Icelandair og Flugfélagi Ís - [PDF]
Dagbókarnúmer 2775 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Icelandair, Flugfélag Íslands og Félag ísl. atvinnuflugmanna - Skýring: (lagt fram á fundi sg.) - [PDF]

Þingmál A491 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (frumvarp) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-23 15:40:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1618 - Komudagur: 2011-03-08 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2011-03-24 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1869 - Komudagur: 2011-03-31 - Sendandi: Samgöngufélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Ólafur Walter Stefánsson - [PDF]

Þingmál A533 (staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1467 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-18 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
131. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-20 11:56:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1824 - Komudagur: 2011-03-28 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1855 - Komudagur: 2011-03-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A544 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-02 15:10:23 - [HTML]
134. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-05-27 11:23:32 - [HTML]

Þingmál A547 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-28 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1643 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1661 - Komudagur: 2011-03-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A561 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2011-04-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1911 - Komudagur: 2011-04-02 - Sendandi: Aagot Óskarsdóttir lögfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2006 - Komudagur: 2011-04-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (sbr. ums. Samb. ísl. sveitarfélaga) - [PDF]

Þingmál A573 (ávana- og fíkniefni og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A578 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 56/2008 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 978 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A579 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2168 - Komudagur: 2011-05-02 - Sendandi: Landlæknir - [PDF]

Þingmál A580 (almenningsbókasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-23 18:12:52 - [HTML]

Þingmál A596 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1014 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1794 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-11 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1795 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-06-11 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1803 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-06-15 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1805 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-06-11 19:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A602 (afdráttarskattur á vaxtagreiðslur úr landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1021 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-03-15 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1347 (svar) útbýtt þann 2011-05-02 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breyt. á XIII. viðauka við EES-samninginn, reglugerð nr. 216/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-22 13:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-09 17:36:45 - [HTML]

Þingmál A641 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-05 20:08:53 - [HTML]

Þingmál A643 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-28 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2832 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A645 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2101 - Komudagur: 2011-04-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A648 (Þjóðminjasafn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1150 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A649 (skil menningarverðmæta til annarra landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1462 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-17 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-18 17:44:22 - [HTML]

Þingmál A650 (safnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2421 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Félag íslenskra fornleifafræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2486 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Biskupsstofa - [PDF]

Þingmál A654 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-05 20:31:03 - [HTML]

Þingmál A661 (orlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A667 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1183 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A673 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1842 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-05 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
166. þingfundur - Magnús Orri Schram (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-09-17 11:39:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2766 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1857 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-06 10:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1949 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-09-17 12:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-03 16:24:57 - [HTML]
116. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 16:47:43 - [HTML]
160. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-09-08 19:35:14 - [HTML]
160. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-08 20:32:42 - [HTML]
161. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-09-12 16:41:19 - [HTML]
161. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-09-12 17:31:58 - [HTML]
162. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-13 14:01:03 - [HTML]
162. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 14:56:42 - [HTML]
162. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2011-09-13 20:02:23 - [HTML]
163. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-09-14 17:36:22 - [HTML]
164. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-15 22:05:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2639 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2721 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2738 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1857 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-06 10:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A676 (fullgilding á samningi um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
165. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-09-16 16:54:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2246 - Komudagur: 2011-05-05 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A678 (fullgilding Árósasamnings um aðgang að upplýsingum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2380 - Komudagur: 2011-05-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (afrit af ums. til umhvn. um 708. og 709. mál) - [PDF]

Þingmál A691 (staða skólamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1927 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2011-09-16 18:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A694 (skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1213 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-31 16:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A696 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1664 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-07 23:05:43 - [HTML]

Þingmál A698 (ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2706 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A699 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1386 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-10 15:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A700 (bókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1219 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A703 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-12 22:11:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2163 - Komudagur: 2011-05-02 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A704 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2293 - Komudagur: 2011-05-06 - Sendandi: Parkinsonsamtökin á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 3078 - Komudagur: 2011-09-06 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (brtt. á milli 2. og 3. umr.) - [PDF]

Þingmál A705 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2655 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A706 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-06-09 21:42:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2556 - Komudagur: 2011-05-19 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2785 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A707 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1226 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (fullgilding Árósasamningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1614 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-03 14:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2352 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A709 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1614 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-03 14:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1836 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
156. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-09-02 15:38:10 - [HTML]
156. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-09-02 16:15:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2354 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A711 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1230 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1840 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1928 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-16 17:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2707 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2787 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2998 - Komudagur: 2011-07-30 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík - [PDF]

Þingmál A718 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1242 (frumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A719 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A721 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2011-05-02 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A722 (Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-12 18:42:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2115 - Komudagur: 2011-04-27 - Sendandi: ISNIC, Internet á Íslandi hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2495 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2195 - Komudagur: 2011-05-02 - Sendandi: PricewaterhouseCoopers ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2269 - Komudagur: 2011-05-05 - Sendandi: Sveitarfélagið Ölfus - [PDF]
Dagbókarnúmer 2432 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Skútustaðahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2726 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2908 - Komudagur: 2011-06-16 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (um 1.-8. kafla) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3013 - Komudagur: 2011-08-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (um 9.-14. kafla) - [PDF]

Þingmál A727 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1649 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-09-07 22:14:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2500 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2596 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A728 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1623 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-03 18:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2277 - Komudagur: 2011-05-05 - Sendandi: Þroskahjálp,landssamtök - [PDF]

Þingmál A729 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1253 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A734 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A741 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1272 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A745 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1736 (svar) útbýtt þann 2011-06-10 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A746 (notendastýrð og persónuleg þjónusta við fatlaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1743 (svar) útbýtt þann 2011-06-10 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A747 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1640 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 12:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2338 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2371 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A748 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-12 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-14 16:44:16 - [HTML]

Þingmál A753 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-14 15:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2570 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A754 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2603 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2669 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A755 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-14 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-05 21:39:15 - [HTML]

Þingmál A760 (Landsbókasafn -- Háskólabókasafn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1316 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-14 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-05 19:51:37 - [HTML]

Þingmál A766 (þingmál í tengslum við Sóknaráætlun 20/20)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-06-08 13:32:08 - [HTML]

Þingmál A769 (landsdómur)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-05 12:22:45 - [HTML]

Þingmál A778 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-05 18:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-10 17:12:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2608 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2647 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2674 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: Femínistafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2863 - Komudagur: 2011-06-03 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]
Dagbókarnúmer 2893 - Komudagur: 2011-06-07 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 2905 - Komudagur: 2011-06-20 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3057 - Komudagur: 2011-08-25 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A783 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1382 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 13:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A784 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1388 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 15:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A785 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 15:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2864 - Komudagur: 2011-06-01 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 17:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1612 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-06-03 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1643 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-12 12:44:40 - [HTML]
143. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-07 16:10:02 - [HTML]
143. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-07 16:38:28 - [HTML]
143. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 17:12:16 - [HTML]
143. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-07 17:26:42 - [HTML]
143. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 17:57:41 - [HTML]
143. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 18:51:17 - [HTML]
143. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-06-07 20:31:49 - [HTML]
143. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 22:28:55 - [HTML]
143. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 23:04:00 - [HTML]
158. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-09-06 14:24:18 - [HTML]
158. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-09-06 15:02:03 - [HTML]
158. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-06 15:39:27 - [HTML]
158. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2011-09-06 16:15:24 - [HTML]
159. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-07 11:41:24 - [HTML]
159. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-09-07 12:32:42 - [HTML]
159. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 15:48:52 - [HTML]
159. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-07 15:57:48 - [HTML]
159. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2011-09-07 15:59:57 - [HTML]
159. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-07 16:30:19 - [HTML]
159. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-09-07 17:26:14 - [HTML]
159. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-07 21:10:16 - [HTML]
165. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-09-16 18:37:40 - [HTML]
166. þingfundur - Bjarni Benediktsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-09-17 13:17:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2480 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2650 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 2696 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2789 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2802 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Analytica - Skýring: (viðbótar ums.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3080 - Komudagur: 2011-09-07 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (svar við spurn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3082 - Komudagur: 2011-09-08 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3088 - Komudagur: 2011-09-13 - Sendandi: Analytica ehf., Yngvi Harðarson - Skýring: (sent skv. beiðni) - [PDF]

Þingmál A797 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1484 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-19 14:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
131. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-20 13:31:45 - [HTML]

Þingmál A799 (tollalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1431 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2011-05-17 13:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A824 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1465 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-18 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1625 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-03 18:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1638 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-06-06 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1661 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-19 11:59:12 - [HTML]
130. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-05-19 13:31:16 - [HTML]
130. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-19 14:31:04 - [HTML]
148. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-10 11:53:03 - [HTML]
148. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-10 12:36:08 - [HTML]
148. þingfundur - Pétur H. Blöndal (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-10 13:32:21 - [HTML]
148. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-06-10 14:19:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2759 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2760 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2761 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (lagt fram á fundi es.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2783 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2790 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1692 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1709 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2011-06-09 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
138. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-31 14:40:31 - [HTML]
153. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2011-06-11 16:47:48 - [HTML]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
140. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-06-03 10:32:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3016 - Komudagur: 2011-08-18 - Sendandi: Útvegsbændafélag Vestmannaeyja - [PDF]
Dagbókarnúmer 3028 - Komudagur: 2011-08-22 - Sendandi: Frjálslyndi flokkurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 3055 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - Skýring: (ums. og skýrsla KPMG) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3064 - Komudagur: 2011-08-30 - Sendandi: Vestmannaeyjabær - [PDF]
Dagbókarnúmer 3072 - Komudagur: 2011-09-01 - Sendandi: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3094 - Komudagur: 2011-09-26 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A830 (atvinnuleysistryggingar og réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1605 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-01 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
132. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-20 14:38:26 - [HTML]
142. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-06-06 16:58:08 - [HTML]

Þingmál A861 (löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1575 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-31 11:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A889 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1750 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2011-06-10 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A898 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-05 15:18:46 - [HTML]

Þingmál A901 (fjáraukalög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1847 (frumvarp) útbýtt þann 2011-09-02 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A902 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1848 (frumvarp) útbýtt þann 2011-09-02 18:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B30 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við skuldastöðu heimilanna, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-10-07 15:19:23 - [HTML]

Þingmál B55 (úrræði fyrir skuldara)

Þingræður:
8. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-10-12 14:05:56 - [HTML]

Þingmál B116 (atvinnumál á Suðurnesjum -- IPA-styrkir ESB -- mannréttindamál í Kína o.fl.)

Þingræður:
15. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-10-19 14:24:54 - [HTML]

Þingmál B142 (flutningur á málefnum fatlaðra)

Þingræður:
17. þingfundur - Lúðvík Geirsson - Ræða hófst: 2010-10-21 12:28:26 - [HTML]

Þingmál B551 (skattstefna ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
68. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-02-01 14:53:58 - [HTML]

Þingmál B1104 (Íbúðalánasjóður)

Þingræður:
135. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-30 10:56:56 - [HTML]

Þingmál B1179 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
145. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-06-08 20:58:30 - [HTML]
145. þingfundur - Auður Lilja Erlingsdóttir - Ræða hófst: 2011-06-08 21:05:07 - [HTML]

Þingmál B1372 (dagskrá fundarins)

Þingræður:
166. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2011-09-17 09:33:13 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-04 10:31:54 - [HTML]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2012-01-18 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - [PDF]

Þingmál A4 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 226 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A5 (stöðugleiki í efnahagsmálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 312 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-21 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A7 (efling græna hagkerfisins á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 12:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2769 - Komudagur: 2011-10-06 - Sendandi: Skúli Helgason, form. nefndar um eflingu græna hagkerfisins - [PDF]

Þingmál A9 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-06 15:50:02 - [HTML]

Þingmál A12 (úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-14 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-15 14:37:07 - [HTML]

Þingmál A14 (formleg innleiðing fjármálareglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-04 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-06 15:54:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 25 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 28 - Komudagur: 2011-11-07 - Sendandi: Áhugahópur um úrbætur í fjármálakerfinu - [PDF]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2012-01-16 - Sendandi: Jónatansson & Co - [PDF]

Þingmál A32 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 111 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A38 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-04 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-02 15:35:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 482 - Komudagur: 2011-11-28 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A59 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1313 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A86 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A104 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-12 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A108 (kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2611 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A109 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-13 17:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-13 17:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A116 (yfirfærsla málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-11-28 19:27:59 - [HTML]
26. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-11-28 19:36:23 - [HTML]

Þingmál A135 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1059 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-27 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-01 14:11:39 - [HTML]
98. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-11 15:58:37 - [HTML]

Þingmál A136 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1231 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-04-25 15:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A137 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 15:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1934 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A142 (aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-19 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-08 15:39:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A147 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-12 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-13 16:17:47 - [HTML]
72. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-13 17:06:46 - [HTML]

Þingmál A191 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-08 19:14:46 - [HTML]

Þingmál A193 (fjársýsluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-13 14:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2011-12-15 16:53:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 296 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 200 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-01 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 519 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-13 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 11:08:59 - [HTML]
17. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-11-03 11:57:48 - [HTML]
35. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-13 16:32:41 - [HTML]
36. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-12-14 20:29:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 171 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 274 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 363 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Magnús Garðarsson forstjóri Íslenska kísilfélagsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A202 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2012-02-15 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]

Þingmál A225 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-08 13:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 655 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A239 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-08 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 542 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-14 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-17 14:49:17 - [HTML]

Þingmál A256 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-09 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1244 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-04-30 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1351 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-16 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-04 17:06:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 922 - Komudagur: 2012-01-24 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A267 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-02 15:18:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Magnús Soffaníasson frkvstj. TSC ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Steindór Dan Jensen - [PDF]

Þingmál A269 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1061 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-03-27 17:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2012-03-16 - Sendandi: Einkaleyfastofan - [PDF]

Þingmál A272 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-15 14:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1949 - Komudagur: 2012-04-17 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A273 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1957 - Komudagur: 2012-04-17 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A278 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-16 15:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2012-01-18 17:47:03 - [HTML]
44. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-18 18:01:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 2012-02-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 992 - Komudagur: 2012-02-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A288 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-16 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-01 15:20:47 - [HTML]

Þingmál A289 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-17 10:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A290 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-17 10:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1427 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-30 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1474 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-05 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-02 16:34:33 - [HTML]
53. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-02 17:13:14 - [HTML]
53. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-02 17:44:30 - [HTML]
110. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 14:47:36 - [HTML]
110. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-31 15:22:26 - [HTML]
110. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-31 15:26:50 - [HTML]
110. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-31 15:53:32 - [HTML]
110. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-31 16:04:40 - [HTML]
119. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-12 14:56:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1201 - Komudagur: 2012-02-28 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1460 - Komudagur: 2012-03-07 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1466 - Komudagur: 2012-03-07 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1532 - Komudagur: 2012-03-14 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1652 - Komudagur: 2012-03-28 - Sendandi: Biskup Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1670 - Komudagur: 2012-03-30 - Sendandi: Barnaheill - Skýring: (sbr. ums. frá 139.þingi) - [PDF]

Þingmál A301 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-21 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A302 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-21 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-21 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 501 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-12 22:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-12-16 17:54:46 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-12-16 21:33:02 - [HTML]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-21 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-24 13:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A315 (skil menningarverðmæta til annarra landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-16 10:51:01 - [HTML]
123. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-16 11:02:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1585 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Biskupsstofa - [PDF]

Þingmál A317 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A318 (Landsvirkjun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-30 19:13:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 673 - Komudagur: 2011-12-07 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A320 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-29 20:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1473 - Komudagur: 2012-03-08 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]

Þingmál A344 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1339 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-05-15 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-02 18:33:36 - [HTML]
110. þingfundur - Þuríður Backman (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 16:28:31 - [HTML]
110. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-31 16:38:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2012-02-24 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A346 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 422 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A349 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Icelandair Group hf. - [PDF]

Þingmál A351 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 429 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A355 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-12-17 11:46:59 - [HTML]

Þingmál A359 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 536 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-13 18:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 744 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A360 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 436 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Eygló Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-16 22:30:40 - [HTML]

Þingmál A362 (fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 789 - Komudagur: 2011-12-13 - Sendandi: Síminn - Skýring: (lagt fram á fundi us.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 814 - Komudagur: 2011-12-15 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (v. gjaldtöku) - [PDF]
Dagbókarnúmer 888 - Komudagur: 2012-01-11 - Sendandi: Skipti hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2012-01-12 - Sendandi: Fjarskipti ehf. (Vodafone) - [PDF]

Þingmál A363 (þjóðskrá og almannaskráning)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 775 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 893 - Komudagur: 2012-01-12 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A364 (fjarskiptasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1276 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-10 20:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-25 17:05:35 - [HTML]
48. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-01-25 17:27:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1452 - Komudagur: 2012-03-06 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A367 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Helgi Hjörvar - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-06-01 11:52:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 910 - Komudagur: 2012-01-18 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A368 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 444 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 570 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-12-16 00:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A369 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 445 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1487 - Komudagur: 2012-03-12 - Sendandi: Kauphöllin - Skýring: (um nýja 9. mgr. - [PDF]

Þingmál A370 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 571 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-16 00:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A371 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-24 14:07:57 - [HTML]
109. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2012-05-30 15:10:32 - [HTML]

Þingmál A376 (frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 18:45:05 - [HTML]

Þingmál A377 (orkuskipti í samgöngum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-12-02 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-14 21:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-17 00:47:13 - [HTML]

Þingmál A387 (matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-12 22:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A392 (fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-12 12:46:24 - [HTML]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A408 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (frumvarp) útbýtt þann 2011-12-16 20:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2012-02-15 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]

Þingmál A416 (málshöfðun gegn fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (málshöfðun gegn fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A418 (málshöfðun gegn fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðssyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (eignarhald ríkisins á fyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-27 15:51:23 - [HTML]

Þingmál A440 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-01-17 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1341 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-05-21 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1496 (þál. í heild) útbýtt þann 2012-06-11 22:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-26 12:26:47 - [HTML]
118. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-11 11:29:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2012-02-14 - Sendandi: Hlutverk, Samtök um vinnu og verkþjálfun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2012-02-15 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1167 - Komudagur: 2012-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A467 (myndlistarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 713 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-01-24 17:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1333 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-15 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Þuríður Backman (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 16:41:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1088 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Myndstef - [PDF]

Þingmál A468 (háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-01-24 17:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1381 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-18 17:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-26 12:03:22 - [HTML]
110. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 17:20:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1072 - Komudagur: 2012-02-17 - Sendandi: Þroskahjálp,landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1214 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Listaháskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Dr. Nína Margrét Grímsdóttir og fleiri - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]

Þingmál A508 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-22 15:59:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1530 - Komudagur: 2012-03-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1548 - Komudagur: 2012-03-16 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1551 - Komudagur: 2012-03-16 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1561 - Komudagur: 2012-03-19 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði - [PDF]
Dagbókarnúmer 1950 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 2651 - Komudagur: 2012-05-30 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Skýring: (framh.umsögn) - [PDF]

Þingmál A509 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-15 17:24:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1632 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: KFUM og KFUK - [PDF]
Dagbókarnúmer 1633 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Biskup Íslands - [PDF]

Þingmál A520 (staða mannréttindamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (svar) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A536 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (frumvarp) útbýtt þann 2012-02-16 16:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A555 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-21 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-23 14:43:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2012-03-14 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1591 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A559 (ráðstafanir til að lækka eldsneytisverð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1606 - Komudagur: 2012-03-22 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A569 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-02-27 15:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 17/2011 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 889 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-27 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A580 (almenn niðurfærsla á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (þáltill.) útbýtt þann 2012-02-28 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-14 17:58:21 - [HTML]

Þingmál A583 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-28 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A584 (tollalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 911 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-29 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-12 17:31:11 - [HTML]

Þingmál A599 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1549 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-13 18:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-30 14:35:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2113 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2409 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2536 - Komudagur: 2012-05-18 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A606 (framkvæmd þingsályktana frá 1. október 2005 fram til ársloka 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A608 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-12 18:10:14 - [HTML]
68. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-12 18:12:47 - [HTML]
69. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-03-12 23:01:35 - [HTML]

Þingmál A610 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2012-04-13 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2597 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A623 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-14 14:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1854 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]

Þingmál A632 (aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1010 (þáltill.) útbýtt þann 2012-03-15 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A633 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-03-27 18:52:31 - [HTML]
77. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-03-27 23:09:53 - [HTML]

Þingmál A652 (lyfjalög og lög um landlækni og lýðheilsu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1046 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A654 (bókmenntasjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 11:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 16:11:07 - [HTML]

Þingmál A655 (sviðslistalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A656 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1835 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Útvegsbændafélag Vestmannaeyja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1839 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Dalvíkurbyggð, bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1858 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1885 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1903 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vesturbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1937 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1973 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Samtök sveitarfél. á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2475 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2575 - Komudagur: 2012-05-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1435 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-01 11:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 15:40:49 - [HTML]
112. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-06-04 20:44:28 - [HTML]
112. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-04 23:43:32 - [HTML]
113. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-05 16:14:52 - [HTML]
114. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-06 19:06:58 - [HTML]
114. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-06-06 22:11:05 - [HTML]
116. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-08 17:32:27 - [HTML]
124. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-06-18 17:45:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1836 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Útvegsbændafélag Vestmannaeyja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1840 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Dalvíkurbyggð, bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1859 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ9 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1891 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1904 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vesturbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1974 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Samtök sveitarfél. á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2576 - Komudagur: 2012-05-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A660 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-28 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1068 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-28 14:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1991 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A682 (vopn, sprengiefni og skoteldar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A684 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A687 (meðferð sakamála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1117 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 18:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A689 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-30 20:39:36 - [HTML]

Þingmál A691 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1123 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1124 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 12:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2483 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A695 (þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1127 (frumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 12:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 19:08:29 - [HTML]

Þingmál A699 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-30 11:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-17 14:19:05 - [HTML]
84. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-04-17 20:21:05 - [HTML]
85. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-18 17:42:42 - [HTML]
94. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-03 23:15:10 - [HTML]

Þingmál A701 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 13:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A703 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-27 18:29:12 - [HTML]

Þingmál A704 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2386 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A705 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1138 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 16:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A707 (rafrænar undirskriftir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1140 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A710 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1565 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-15 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-16 13:15:28 - [HTML]
123. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-16 13:24:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (um dóm Hæstaréttar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2505 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A719 (heiðurslaun listamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-04 15:26:06 - [HTML]

Þingmál A728 (upprunaábyrgð á raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-04 13:46:07 - [HTML]

Þingmál A731 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1492 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-11 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 16:51:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2110 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2524 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2608 - Komudagur: 2012-05-20 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (svar við ath.semdum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2630 - Komudagur: 2012-05-23 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2635 - Komudagur: 2012-05-24 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A733 (ökutækjatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2237 - Komudagur: 2012-05-09 - Sendandi: Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi og Samtök fjármálafyrirtæ - Skýring: (sameiginl. umsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2638 - Komudagur: 2012-05-24 - Sendandi: Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA - [PDF]
Dagbókarnúmer 2656 - Komudagur: 2012-05-30 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík - [PDF]

Þingmál A734 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-04-03 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1437 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-01 15:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-06-13 17:28:01 - [HTML]
121. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-06-14 12:42:03 - [HTML]
121. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-06-14 15:12:56 - [HTML]
122. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-15 12:23:05 - [HTML]
122. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-15 12:27:43 - [HTML]
122. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-15 14:25:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2590 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A735 (atvinnutengd starfsendurhæfing og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1173 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-04-03 14:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2427 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Virk starfsendurhæfingarsjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 2428 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2432 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A738 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-25 18:05:54 - [HTML]
88. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-25 19:01:12 - [HTML]

Þingmál A739 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-04-25 16:52:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2744 - Komudagur: 2012-07-03 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson lögreglustjóri - [PDF]

Þingmál A742 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (frumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2745 - Komudagur: 2012-07-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A746 (búfjárhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A747 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A748 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1542 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-13 15:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2482 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Skjárinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2485 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri Skjásins - Skýring: (blaðagreinar) - [PDF]

Þingmál A749 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A750 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1188 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-03 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 19:25:50 - [HTML]

Þingmál A753 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A762 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1493 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-11 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-16 13:42:36 - [HTML]

Þingmál A763 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-05-03 11:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-11 14:51:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2643 - Komudagur: 2012-05-25 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A779 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2675 - Komudagur: 2012-06-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A822 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-06-11 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A824 (siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1490 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-06-11 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A829 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1554 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-06-14 18:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B255 (umræður um störf þingsins 2. desember)

Þingræður:
30. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2011-12-02 10:40:51 - [HTML]
30. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2011-12-02 10:47:33 - [HTML]

Þingmál B382 (störf og stefna ríkisstjórnarinnar, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
42. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-01-16 15:59:14 - [HTML]

Þingmál B581 (umræður um störf þingsins 22. febrúar)

Þingræður:
60. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2012-02-22 15:02:51 - [HTML]

Þingmál B609 (uppgjör gengistryggðra lána)

Þingræður:
62. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-02-27 15:08:49 - [HTML]
62. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2012-02-27 15:11:00 - [HTML]

Þingmál B693 (skuldbindingar ríkissjóðs sem ekki eru nefndar í fjárlögum eða fjáraukalögum)

Þingræður:
73. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-14 15:53:05 - [HTML]
73. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-14 15:58:20 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-11 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 567 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2012-12-04 20:29:15 - [HTML]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2013 (skýrsla um efnahagsstefnu))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-09-13 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A5 (almenn niðurfærsla á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 17:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 143 - Komudagur: 2012-10-16 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A9 (þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A21 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A23 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 10:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-20 16:34:17 - [HTML]

Þingmál A51 (bætt skattskil)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1639 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: (kennitöluflakk) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2013-02-19 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A57 (formleg innleiðing fjármálareglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 10:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-20 18:31:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 13 - Komudagur: 2012-10-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sbr. fyrri ums.) - [PDF]

Þingmál A60 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2012-10-26 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A64 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-18 14:49:19 - [HTML]
30. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2012-11-06 18:20:17 - [HTML]
30. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-11-06 18:30:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 100 - Komudagur: 2012-10-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A65 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 10:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 9 - Komudagur: 2012-10-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A67 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 10:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 115 - Komudagur: 2012-10-12 - Sendandi: Tannlæknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2012-10-17 - Sendandi: Lyfjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 400 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A83 (gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2012-11-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A87 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-02-28 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-11-23 11:07:36 - [HTML]

Þingmál A92 (öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 34 - Komudagur: 2012-10-04 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A93 (bókhald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 126 - Komudagur: 2012-10-15 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: (um 93. og 94. mál) - [PDF]

Þingmál A94 (ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 56 - Komudagur: 2012-10-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A101 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-12-19 21:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Helgi Hjörvar - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-22 00:40:31 - [HTML]

Þingmál A103 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 69 - Komudagur: 2012-10-09 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 109 - Komudagur: 2012-10-11 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A105 (skattafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2013-01-30 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A106 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-24 18:07:21 - [HTML]

Þingmál A109 (bókasafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A110 (bókmenntasjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-19 17:37:03 - [HTML]

Þingmál A111 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 17:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A115 (nauðungarsala o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2012-12-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (sbr. ums. frá 140. þingi) - [PDF]

Þingmál A117 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-18 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A120 (miðstöð innanlandsflugs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A128 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 13:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 181 - Komudagur: 2012-10-22 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A130 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A132 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-19 16:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2012-10-31 - Sendandi: KFUM og KFUK, Holtavegi 28 - [PDF]
Dagbókarnúmer 367 - Komudagur: 2012-11-05 - Sendandi: Félagið Vantrú - [PDF]

Þingmál A133 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A137 (skaðsemisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-27 16:42:37 - [HTML]

Þingmál A151 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-21 23:43:03 - [HTML]

Þingmál A152 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 570 - Komudagur: 2012-11-16 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A153 (fjáraukalög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 16:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A155 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 944 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-28 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-09 18:50:14 - [HTML]
74. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-01-29 16:02:39 - [HTML]
75. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-30 15:54:52 - [HTML]
84. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-02-20 16:56:22 - [HTML]
84. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-02-20 16:57:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 213 - Komudagur: 2012-10-25 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 242 - Komudagur: 2012-10-30 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 253 - Komudagur: 2012-10-30 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2012-10-31 - Sendandi: Íslandsdeild NFBO - [PDF]
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 380 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Siðmennt - [PDF]
Dagbókarnúmer 383 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 391 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 399 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 402 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 412 - Komudagur: 2012-11-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1350 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (svar v. kostn.beiðni) - [PDF]

Þingmál A161 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-24 14:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Húsavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A162 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-24 15:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-11-22 17:13:45 - [HTML]

Þingmál A173 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 13:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 124 - Komudagur: 2012-10-15 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 338 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Húsavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 773 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A176 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 17:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 2012-10-17 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (breyt. á frv.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 233 - Komudagur: 2012-10-26 - Sendandi: Umferðarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2012-11-05 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík - [PDF]

Þingmál A180 (kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 238 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-10-10 18:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2012-10-11 12:09:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 24 - Komudagur: 2012-10-03 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2012-10-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A182 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (svar) útbýtt þann 2012-10-18 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A183 (vopn, sprengiefni og skoteldar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-27 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1040 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-20 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-02-21 11:35:48 - [HTML]
99. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-12 18:10:44 - [HTML]
101. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-03-13 13:38:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 515 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins - [PDF]
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: Skjárinn - [PDF]

Þingmál A199 (sviðslistalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 202 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 534 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Íslenska Óperan - [PDF]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-17 16:27:46 - [HTML]
20. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-17 17:02:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 250 - Komudagur: 2012-10-30 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (álitsgerð KBB) - [PDF]
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-11 10:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 403 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 764 - Komudagur: 2012-11-27 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: (um umsagnir) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1935 - Komudagur: 2013-03-13 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A221 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (búfjárbeit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-16 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A248 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 274 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-10-16 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A265 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-18 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-24 16:33:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 510 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A278 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A280 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 168/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1230 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-12 16:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1322 - Komudagur: 2013-01-29 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 670 - Komudagur: 2012-11-21 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1993 - Komudagur: 2013-03-21 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands - Skýring: (framhaldsumsögn) - [PDF]

Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2012-12-04 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1101 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (um umsagnir) - [PDF]

Þingmál A292 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 17:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 635 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A319 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-25 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1205 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-11 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-15 14:38:57 - [HTML]
105. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-16 10:20:38 - [HTML]
105. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2013-03-16 10:41:02 - [HTML]
105. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2013-03-16 11:20:50 - [HTML]
105. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-03-16 13:32:29 - [HTML]
105. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-03-16 14:01:07 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-03-16 14:29:48 - [HTML]
111. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2013-03-26 19:30:57 - [HTML]
111. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-03-26 19:56:53 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2013-03-26 20:02:14 - [HTML]

Þingmál A360 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A363 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-06 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A364 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 791 - Komudagur: 2012-11-29 - Sendandi: Félag starfsmanna Alþingis - [PDF]

Þingmál A372 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-06 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A377 (kostnaður við lögfestingu samnings um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-11-06 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 754 (svar) útbýtt þann 2012-12-18 19:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-07 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-22 01:48:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Utanríkismálanefnd Alþingis - [PDF]

Þingmál A390 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 466 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-15 14:23:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]

Þingmál A402 (útgjaldasparnaður í almannatryggingakerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 848 (svar) útbýtt þann 2013-01-14 10:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-02-13 18:31:45 - [HTML]
80. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2013-02-13 19:31:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 33. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 35. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Hinrika Sandra Ingimundardóttir lögfræðingur - Skýring: (um 26. gr., til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Kjartan Bjarni Björgvinsson - Skýring: (um 15. gr., til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 746 - Komudagur: 2012-11-11 - Sendandi: Sigurður Tómas Magnússon prófessor - Skýring: (um 28. og 30. gr., til sérfræðingahóps, skv. beið - [PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (ýmis gögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 896 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Daði Ingólfsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Guðmundur Alfreðsson - Skýring: (frá 16.8.1992) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1009 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Magnús Thoroddsen - Skýring: (svör við spurn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (um 13., 25. og 34.gr. frv.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1082 - Komudagur: 2012-12-08 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (um 111. gr., sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - Skýring: (send um 3. mál á 140. löggjþ. 17.1.2012) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-12-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um mannréttindakafla) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um 57.-71. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A417 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-19 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A419 (neysluviðmið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1103 (svar) útbýtt þann 2013-03-05 19:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A420 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-15 18:17:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1366 - Komudagur: 2013-02-06 - Sendandi: TSC ehf., net- og tölvuþjónusta - [PDF]
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Steindór Dan Jensen - [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1248 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-14 11:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-03-14 13:30:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1538 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Skaftárhreppur - [PDF]

Þingmál A439 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-22 14:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1554 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1752 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík - [PDF]

Þingmál A447 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 561 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1132 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-06 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1159 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-07 17:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A448 (búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A451 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A453 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-29 18:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Róbert Marshall - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-29 17:16:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1720 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: Sigríður Rut Júlíusdóttir - [PDF]

Þingmál A456 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-29 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 786 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-19 21:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-23 16:51:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1441 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]

Þingmál A458 (framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-29 18:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1125 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-05 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-03-08 18:40:46 - [HTML]

Þingmál A465 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 200/2012 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-29 18:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-21 11:59:01 - [HTML]
60. þingfundur - Helgi Hjörvar - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-21 19:44:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1268 - Komudagur: 2012-12-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (reglur þunnrar eiginfjármögnunar) - [PDF]

Þingmál A473 (vörugjöld og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-19 21:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A475 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 741 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-17 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 804 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-12-20 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2012-12-18 20:48:16 - [HTML]
56. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-19 11:24:08 - [HTML]
60. þingfundur - Magnús Orri Schram (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-21 14:49:01 - [HTML]

Þingmál A477 (happdrætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 615 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 10:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1102 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-15 15:50:23 - [HTML]
107. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-03-19 20:26:46 - [HTML]

Þingmál A488 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 16:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A489 (vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 18:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1479 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A490 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1463 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1798 - Komudagur: 2013-02-26 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A491 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 632 (frumvarp) útbýtt þann 2012-12-03 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 637 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 23:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1008 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A496 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-12-08 13:35:12 - [HTML]
60. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-21 17:55:45 - [HTML]

Þingmál A497 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 23:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1496 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1622 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Hjartaheill, Landssamtök hjartasjúklinga - [PDF]

Þingmál A498 (greiðsla kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A499 (tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1871 - Komudagur: 2013-03-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]

Þingmál A502 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-02-19 14:49:25 - [HTML]

Þingmál A513 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-12-11 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A537 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1848 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1919 - Komudagur: 2013-03-10 - Sendandi: Seltjarnarneskaupstaður - [PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-29 14:37:04 - [HTML]
74. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2013-01-29 14:47:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1812 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 2013-03-01 - Sendandi: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1831 - Komudagur: 2013-03-01 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]

Þingmál A542 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 918 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1671 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A543 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-28 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-19 15:20:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2013-02-26 - Sendandi: Geislavarnir ríkisins - [PDF]

Þingmál A564 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 210/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 954 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-01-29 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A566 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1934 - Komudagur: 2013-03-13 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-11 17:22:32 - [HTML]
79. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2013-02-12 17:26:09 - [HTML]
79. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2013-02-12 19:22:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1673 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1694 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1725 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1731 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Útvegsbændafélag Vestmannaeyja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1747 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá LÍÚ, SF og SA) - [PDF]

Þingmál A577 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 982 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-26 23:32:54 - [HTML]

Þingmál A583 (Þjóðminjasafn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-11 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-19 15:41:16 - [HTML]

Þingmál A587 (hælisleitendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1370 (svar) útbýtt þann 2013-03-27 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (samkomulag þjóðkirkjunnar og ríkisins um kirkjujarðir og launagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-02-12 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1363 (svar) útbýtt þann 2013-03-27 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A600 (Norðurlandasamningur um almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1020 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-19 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-26 23:57:12 - [HTML]
104. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-03-15 14:56:16 - [HTML]

Þingmál A605 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1028 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-19 13:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2013-03-08 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A606 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-19 13:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-26 23:25:53 - [HTML]

Þingmál A608 (tollalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1037 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-20 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-25 22:56:20 - [HTML]
92. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-03-08 17:01:10 - [HTML]

Þingmál A614 (undirbúningur lagafrumvarpa um bætta heildarumgjörð laga og reglna um íslenskt fjármálakerfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-21 13:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1066 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-25 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A618 (stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1071 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-25 18:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-26 19:40:27 - [HTML]
88. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2013-02-26 21:38:16 - [HTML]

Þingmál A619 (vörugjald og tollalög)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-08 11:47:42 - [HTML]

Þingmál A620 (örnefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1076 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-26 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A625 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1859 - Komudagur: 2013-03-05 - Sendandi: Kauphöllin - [PDF]

Þingmál A628 (Norræna ráðherranefndin 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1092 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1297 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-19 21:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-11 22:02:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1943 - Komudagur: 2013-03-14 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A630 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-09 11:08:13 - [HTML]
93. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2013-03-09 12:07:57 - [HTML]

Þingmál A632 (kísilver í landi Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-07 20:01:28 - [HTML]

Þingmál A634 (vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1110 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1967 - Komudagur: 2013-03-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga og Landssamtök landeigenda - [PDF]

Þingmál A635 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-05 19:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2038 - Komudagur: 2013-04-26 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A636 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-07 11:17:09 - [HTML]
91. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2013-03-07 15:57:49 - [HTML]
91. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2013-03-07 18:08:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2045 - Komudagur: 2013-05-30 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A637 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-05 19:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A638 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1121 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-05 19:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A639 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2013-03-06 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-26 20:53:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1908 - Komudagur: 2013-03-08 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2013-03-18 21:16:06 - [HTML]
106. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-03-18 22:18:40 - [HTML]
108. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-03-21 18:15:34 - [HTML]
109. þingfundur - Skúli Helgason - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-22 11:58:54 - [HTML]

Þingmál A661 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1188 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2013-03-08 18:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-09 18:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1276 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-16 12:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-13 14:09:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2013-03-15 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]

Þingmál A670 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1208 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2013-03-11 15:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (réttindagæsla fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-12 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A680 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2013-03-16 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A681 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-14 13:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-14 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-14 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (lífsýnasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-15 10:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 18:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A703 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1335 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2013-03-26 18:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A706 (eftirlit með endurskoðun og úrbótum á löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-27 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B132 (samkomulag um fyrir fram greiddan skatt)

Þingræður:
14. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-08 15:36:30 - [HTML]

Þingmál B180 (samskipti ríkisstjórnar og atvinnulífs)

Þingræður:
21. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-18 10:34:04 - [HTML]

Þingmál B253 (afleiðingar veiðigjaldsins)

Þingræður:
31. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-07 15:38:36 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A1 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-24 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-11 14:45:42 - [HTML]
11. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-06-24 16:35:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2013-06-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-21 11:55:18 - [HTML]

Þingmál A4 (stjórn fiskveiða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-06-08 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 21 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-19 19:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-06-20 12:31:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 14 - Komudagur: 2013-06-17 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A6 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 2013-06-10 19:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 125 - Komudagur: 2013-06-28 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 166 - Komudagur: 2013-07-02 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]

Þingmál A7 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2013-06-10 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-26 17:44:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 124 - Komudagur: 2013-06-28 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2013-07-03 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A9 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-06-11 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 47 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-26 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 55 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2013-06-28 12:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-13 14:06:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 54 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]
Dagbókarnúmer 57 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 61 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Velferðarnefnd Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 66 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 2013-06-22 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A11 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-06-11 20:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-06-21 17:56:28 - [HTML]

Þingmál A12 (frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 2013-06-12 14:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-06-18 18:08:41 - [HTML]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-14 11:43:41 - [HTML]
18. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-07-01 21:22:15 - [HTML]
19. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-07-02 15:29:18 - [HTML]
19. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-07-02 20:11:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2013-06-24 - Sendandi: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A20 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2013-06-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A25 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-06-25 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 71 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-07-03 20:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2013-06-26 17:07:37 - [HTML]
22. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-07-04 13:49:25 - [HTML]
22. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-07-04 14:27:05 - [HTML]
22. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2013-07-04 16:01:14 - [HTML]
23. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-07-04 23:28:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 139 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A37 (leikskóli að loknu fæðingarorlofi)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-09-17 16:09:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 200 - Komudagur: 2013-09-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A38 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2013-09-10 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B20 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-06-10 19:42:28 - [HTML]
2. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-06-10 22:07:33 - [HTML]

Þingmál B92 (breyting á stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslur)

Þingræður:
10. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-06-21 11:01:56 - [HTML]

Þingmál B227 (störf ríkisstjórnarinnar, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
25. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-10 14:40:49 - [HTML]

Þingmál B271 (eignarréttur lántakenda)

Þingræður:
29. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-09-17 14:43:04 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A1 (fjárlög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2013-10-04 19:16:00 - [HTML]
4. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2013-10-04 19:52:05 - [HTML]

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 394 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-17 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-08 14:04:37 - [HTML]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 122 - Komudagur: 2013-11-01 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A4 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2013-10-21 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A6 (leikskóli að loknu fæðingarorlofi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 8 - Komudagur: 2013-10-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A11 (viðbrögð við skuldavanda einstaklinga með lán með veði í eign þriðja aðila)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 212 - Komudagur: 2013-11-14 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A12 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-16 18:15:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 112 - Komudagur: 2013-10-31 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A13 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-16 18:46:18 - [HTML]

Þingmál A15 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-17 12:49:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 174 - Komudagur: 2013-11-08 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2013-11-15 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]

Þingmál A22 (lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 11:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 167 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-11-04 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 202 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-11-13 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-10 11:05:17 - [HTML]
16. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-11-05 16:43:32 - [HTML]
16. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-11-05 16:50:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 75 - Komudagur: 2013-10-29 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 101 - Komudagur: 2013-10-31 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 125 - Komudagur: 2013-11-01 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2013-11-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2013-11-05 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2013-11-14 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A23 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 11:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-09 16:12:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Geislavarnir ríkisins - [PDF]

Þingmál A24 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 11:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2013-10-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A29 (skipun nefndar um málefni hinsegin fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-12-12 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-01-14 17:59:51 - [HTML]

Þingmál A34 (brottnám líffæra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2014-04-07 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-09 16:15:13 - [HTML]

Þingmál A35 (mótun viðskiptastefnu Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2013-10-25 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A40 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A61 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-08 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A64 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-10-08 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 212 (svar) útbýtt þann 2013-11-18 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A73 (fríverslunarsamningur Íslands og Kína)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Birgir Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-01-29 17:04:25 - [HTML]

Þingmál A76 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A90 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (skaðsemisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-16 15:40:14 - [HTML]

Þingmál A109 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-17 15:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 353 - Komudagur: 2013-11-23 - Sendandi: Samtökin '78 - [PDF]

Þingmál A110 (matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-17 16:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-07 14:47:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 343 - Komudagur: 2013-11-22 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A120 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-30 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 286 - Komudagur: 2013-11-20 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A132 (verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, sameignarfélög og fyrirtækjaskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 284 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-02 14:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 192 - Komudagur: 2013-11-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 203 - Komudagur: 2013-11-13 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A136 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (þáltill.) útbýtt þann 2013-11-01 10:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-06 18:36:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A137 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-01 10:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A138 (jöfnun á flutningskostnaði olíuvara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 290 - Komudagur: 2013-11-20 - Sendandi: Skeljungur - [PDF]

Þingmál A139 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-02 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Jón Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-12-03 15:58:27 - [HTML]

Þingmál A140 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-01 10:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-01 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 343 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-12-11 23:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-01-15 18:44:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 331 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A145 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-11-05 15:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A146 (síldarútvegsnefnd og sjóðir í þágu síldarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-05 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-07 15:46:01 - [HTML]

Þingmál A152 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-06 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1163 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-15 19:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Jón Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-15 23:13:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (álitsgerð f. atvinnuveganefnd) - [PDF]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A158 (aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2013-12-09 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A159 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-13 16:26:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2014-01-15 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - Skýring: (kynning) - [PDF]
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2014-01-29 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A160 (lífsýnasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A161 (flutningur verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-12-18 23:15:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 350 - Komudagur: 2013-11-22 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands, Þórólfur Halldórsson sýslum. - [PDF]

Þingmál A163 (frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (þáltill.) útbýtt þann 2013-11-11 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-13 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 624 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-02-19 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-03-18 20:35:33 - [HTML]
80. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2014-03-25 14:46:58 - [HTML]
80. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-03-25 15:37:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Ólafur Páll Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Hið íslenska náttúrufræðifélag - [PDF]
Dagbókarnúmer 671 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Helga Brekkan - [PDF]
Dagbókarnúmer 673 - Komudagur: 2013-12-13 - Sendandi: Græna netið, Dofri Hermannsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 695 - Komudagur: 2013-12-13 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A168 (vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-13 15:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A171 (framkvæmd skólastarfs í grunnskólum skólaárin 2007--2008, 2008--2009 og 2009--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-11-14 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A175 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2013-12-16 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A176 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-18 14:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 595 - Komudagur: 2013-12-09 - Sendandi: Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga - [PDF]

Þingmál A178 (Orkuveita Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-18 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 431 (lög í heild) útbýtt þann 2013-12-19 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-12-19 12:34:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A183 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (frumvarp) útbýtt þann 2013-11-19 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-16 14:19:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1015 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]

Þingmál A185 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-19 18:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A186 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-19 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-20 20:49:59 - [HTML]

Þingmál A187 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A198 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-27 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-29 10:58:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 756 - Komudagur: 2014-01-05 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2014-01-06 - Sendandi: Gunnar Briem - [PDF]

Þingmál A199 (fjáraukalög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-26 23:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-28 11:14:01 - [HTML]
33. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-10 17:54:33 - [HTML]

Þingmál A204 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-29 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-12-03 14:10:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 608 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 686 - Komudagur: 2013-12-13 - Sendandi: Fjármála- og efnhagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A205 (tollalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-29 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 599 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Tollstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 623 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A215 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 277 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-02 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A216 (áhættumat vegna ferðamennsku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1211 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A217 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2014-03-14 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa borgarstjóra - [PDF]

Þingmál A220 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-04 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-04 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1056 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-05-09 10:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1206 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Icelandair Group hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A227 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-09 18:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A232 (nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-10 20:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-12 01:23:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A233 (fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-10 22:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A234 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 342 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-11 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A235 (Orkustofnun og leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-12 12:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-14 16:45:41 - [HTML]

Þingmál A236 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 10:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-14 16:48:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2014-02-11 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]
Dagbókarnúmer 1051 - Komudagur: 2014-02-13 - Sendandi: Félag fasteignasala og Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 2014-02-13 - Sendandi: Brynhildur Bergþórsdóttir lögg. fasteignasali - [PDF]
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A238 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1211 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1261 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 23:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A242 (kirkjujarðir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (svar) útbýtt þann 2014-01-14 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-18 14:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 2014-03-25 - Sendandi: Félag héraðsskjalavarða - [PDF]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 956 - Komudagur: 2014-02-06 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 970 - Komudagur: 2014-02-07 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-14 01:00:25 - [HTML]

Þingmál A251 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1021 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1263 - Komudagur: 2014-03-13 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A256 (stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-05-09 14:47:08 - [HTML]

Þingmál A263 (Drómi hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2014-08-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A265 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2013-12-21 14:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-12-21 14:23:15 - [HTML]
46. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-12-21 14:53:29 - [HTML]

Þingmál A283 (rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-01-23 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1057 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-06 19:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A284 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-01-27 14:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1244 - Komudagur: 2014-03-11 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A285 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga janúar--júní 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (álit) útbýtt þann 2014-01-27 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-02-11 14:48:56 - [HTML]

Þingmál A288 (samningur um þátttöku Króatíu á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-10 15:47:48 - [HTML]

Þingmál A306 (markaðar tekjur ríkissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2014-03-18 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2014-04-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1685 - Komudagur: 2014-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A316 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 606 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-02-13 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-18 14:13:29 - [HTML]

Þingmál A319 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-05-16 21:36:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2014-04-06 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1430 - Komudagur: 2014-04-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1668 - Komudagur: 2014-04-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A335 (mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1682 - Komudagur: 2014-04-28 - Sendandi: Snarrótin, samtök - [PDF]

Þingmál A338 (greiðsludráttur í verslunarviðskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-02-20 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-02-25 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (endurskoðendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1665 - Komudagur: 2014-04-25 - Sendandi: Endurskoðendaráð - [PDF]

Þingmál A375 (smáþörungaverksmiðja Algalífs Iceland ehf. á Reykjanesi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1340 - Komudagur: 2014-03-31 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1387 - Komudagur: 2014-04-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A376 (losun og móttaka úrgangs frá skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-24 15:56:11 - [HTML]

Þingmál A378 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 697 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A383 (útgjöld vegna almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 975 (svar) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A392 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 718 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-12 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A398 (Norræna ráðherranefndin 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-13 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 733 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A413 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A414 (efling tónlistarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1054 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-06 19:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1662 - Komudagur: 2014-04-25 - Sendandi: Kennarasamband Íslands, Félag tónlistarskólakennara - [PDF]
Dagbókarnúmer 1667 - Komudagur: 2014-04-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skóla- og frístundasvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1743 - Komudagur: 2014-05-02 - Sendandi: Félag tónlistarkennara - [PDF]

Þingmál A417 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 756 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-03-24 19:02:33 - [HTML]

Þingmál A426 (fjármálastöðugleikaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 765 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-18 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-05-16 11:57:49 - [HTML]

Þingmál A430 (aðlögun að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (svar) útbýtt þann 2014-05-16 20:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-24 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-04-10 11:43:56 - [HTML]
95. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-10 12:06:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2014-04-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1773 - Komudagur: 2014-05-06 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A474 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (álit) útbýtt þann 2014-03-24 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A477 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 827 (frumvarp) útbýtt þann 2014-03-25 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A481 (örnefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-26 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A482 (Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-26 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A483 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-26 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A484 (séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-26 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-04-02 17:51:45 - [HTML]
109. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-05-13 13:34:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1644 - Komudagur: 2014-04-22 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-26 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-07 18:28:54 - [HTML]
92. þingfundur - Margrét Gauja Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-08 17:58:39 - [HTML]
116. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-05-15 15:57:42 - [HTML]
116. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-05-15 17:37:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1615 - Komudagur: 2014-04-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A487 (endurskoðun á virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1884 - Komudagur: 2014-06-06 - Sendandi: Almannaheill - samtök þriðja geirans - [PDF]
Dagbókarnúmer 1889 - Komudagur: 2014-06-12 - Sendandi: Bandalag íslenskra skáta og KFUM & KFUK - [PDF]

Þingmál A488 (ríkisendurskoðandi og ríkisendurskoðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1776 - Komudagur: 2014-05-06 - Sendandi: Endurskoðendaráð - [PDF]

Þingmál A496 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (frumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 18:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A508 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1808 - Komudagur: 2014-05-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2014-05-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1875 - Komudagur: 2014-05-28 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1876 - Komudagur: 2014-05-28 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1877 - Komudagur: 2014-05-30 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2014-06-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A509 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 870 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 17:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-04-10 18:18:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1756 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagssvið - [PDF]

Þingmál A516 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 877 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A517 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 878 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A520 (flutningur netöryggissveitar til ríkislögreglustjóra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 17:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-04-30 16:41:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2014-05-12 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A525 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A549 (vernd vöruheita)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (svar) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A565 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 982 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 989 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1161 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-15 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-15 21:26:13 - [HTML]

Þingmál A589 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-05-09 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A593 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-05-13 21:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A600 (frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair ehf.)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-15 12:41:23 - [HTML]

Þingmál A601 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-05-15 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A603 (stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-05-16 09:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B8 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-02 20:19:12 - [HTML]
2. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2013-10-02 20:45:16 - [HTML]

Þingmál B53 (framtíðarsýn varðandi fæðingarorlof)

Þingræður:
11. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-17 11:08:28 - [HTML]
11. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-17 11:26:23 - [HTML]

Þingmál B116 (fjárfestingaráætlun)

Þingræður:
17. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-06 17:35:53 - [HTML]

Þingmál B117 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, sbr. ályktun Alþingis nr. 1/142, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
18. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-07 11:12:36 - [HTML]
18. þingfundur - Haraldur Einarsson - Ræða hófst: 2013-11-07 12:53:51 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 638 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (breytingartillaga) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 643 (breytingartillaga) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 654 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-03 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 711 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-15 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 801 (lög í heild) útbýtt þann 2014-12-16 22:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-11 13:36:12 - [HTML]
4. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-12 14:58:25 - [HTML]
4. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-12 17:23:33 - [HTML]
40. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-12-03 18:00:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 798 - Komudagur: 2014-12-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A2 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 620 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-11-28 15:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-09-16 20:01:11 - [HTML]
39. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-02 21:37:59 - [HTML]
49. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-12-15 15:39:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 115 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 698 - Komudagur: 2014-11-24 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-09-18 14:47:51 - [HTML]
47. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-12-12 13:16:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 46 - Komudagur: 2014-10-07 - Sendandi: Gildi - lífeyrissjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 109 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2014-10-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: og Neytendasamtökin (lagt fram á fundi velfn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 473 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 2014-12-01 - Sendandi: Festa - lífeyrissjóður - [PDF]

Þingmál A4 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A5 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-06 12:25:18 - [HTML]

Þingmál A6 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A7 (nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2014-09-15 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A8 (greiðsludráttur í verslunarviðskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A9 (þátttaka íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A10 (Orkustofnun og leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-25 15:31:01 - [HTML]

Þingmál A11 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 930 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-02-16 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-02-17 16:21:36 - [HTML]
68. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-02-18 15:44:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 267 - Komudagur: 2014-10-27 - Sendandi: Ríkisskattstjóri Reykjavík - [PDF]

Þingmál A12 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 289 - Komudagur: 2014-10-27 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A14 (efling heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 212 - Komudagur: 2014-10-20 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A17 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-19 16:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 459 - Komudagur: 2014-11-07 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 482 - Komudagur: 2014-11-07 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2015-03-23 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A18 (útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A31 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 767 - Komudagur: 2014-11-28 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A53 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2014-10-01 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs - [PDF]

Þingmál A54 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 514 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-11-13 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A73 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-11 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A75 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-11 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A99 (merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-15 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A102 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-16 16:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A103 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-16 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A105 (Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-17 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A106 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-17 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 305 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-10-16 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 405 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-10-23 11:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-22 16:40:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2014-10-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A109 (skattafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1453 - Komudagur: 2015-03-05 - Sendandi: Ríkisskattstjóri Reykjavík - [PDF]

Þingmál A112 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (svar) útbýtt þann 2014-11-04 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A120 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-18 11:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2014-10-29 - Sendandi: Starfshópur um hreyfanleika viðskiptavina vátryggingafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2390 - Komudagur: 2014-10-29 - Sendandi: Starfshópur um hreyfanleika viðskiptavina vátryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A153 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-24 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 726 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-12 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A155 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 158 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A157 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 597 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-11-27 11:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-01-20 16:29:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2391 - Komudagur: 2014-11-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A158 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 501 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-11-11 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-11-13 12:08:39 - [HTML]

Þingmál A159 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 16:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 268 - Komudagur: 2014-10-27 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-10-16 13:32:17 - [HTML]
20. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-10-16 13:48:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 511 - Komudagur: 2014-11-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A207 (úrskurðarnefnd velferðarmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 449 - Komudagur: 2014-11-07 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2015-03-26 - Sendandi: Barnaverndarstofa - Skýring: , um brtt. - [PDF]

Þingmál A208 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-23 12:03:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A211 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1424 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglna um húsaleigubætur - [PDF]

Þingmál A214 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-09 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglna um húsaleigubætur - [PDF]

Þingmál A240 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-09 15:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2014-10-14 14:55:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 194 - Komudagur: 2014-10-17 - Sendandi: Ríkisskattstjóri Reykjavík - [PDF]

Þingmál A242 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 271 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-09 15:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 441 - Komudagur: 2014-11-06 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-04-29 17:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Kristján L. Möller (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2015-05-12 20:17:27 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-05-20 22:02:34 - [HTML]

Þingmál A252 (innleiðing notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 283 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-10-14 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 459 (svar) útbýtt þann 2014-11-05 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A257 (sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 462 - Komudagur: 2014-11-07 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 606 - Komudagur: 2014-11-14 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2014-11-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A260 (könnun á framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-16 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2151 - Komudagur: 2015-05-28 - Sendandi: Íslandspóstur hf - [PDF]

Þingmál A304 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2014-12-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-21 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 972 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1226 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-04-21 18:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-02-24 15:00:45 - [HTML]
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-24 16:10:38 - [HTML]
112. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-05-26 20:48:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 805 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: Landeigendur á áhrifasvæði fyrirhugaðra háspennulínulagna Landsnets - [PDF]
Dagbókarnúmer 896 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1630 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Sif Konráðsdóttir - [PDF]

Þingmál A307 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 656 - Komudagur: 2014-11-19 - Sendandi: Endurskoðendaráð - [PDF]

Þingmál A321 (stefna stjórnvalda um lagningu raflína)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-05-26 22:17:30 - [HTML]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-22 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1270 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-11 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-27 16:33:24 - [HTML]
141. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-07-01 11:52:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2015-01-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1162 - Komudagur: 2015-02-17 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1528 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (um tillögur Tryggingstofnunar ríkisins) - [PDF]

Þingmál A339 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 422 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-31 13:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2015-03-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A342 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 432 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-11-03 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A356 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-04 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-06 11:42:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Ásmundur G. Vilhjálmsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 675 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A361 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2136 - Komudagur: 2015-05-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A365 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-07 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A367 (fjáraukalög 2014)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-20 14:25:45 - [HTML]

Þingmál A368 (endurupptaka vegna látinna dómþola í máli Hæstaréttar nr. 214/1978)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 775 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-16 11:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-12-16 22:10:15 - [HTML]

Þingmál A390 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-11-19 16:15:53 - [HTML]
35. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-11-19 18:04:57 - [HTML]

Þingmál A391 (Haf- og vatnarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-18 19:28:05 - [HTML]

Þingmál A397 (dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (þáltill.) útbýtt þann 2014-11-18 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Páll Valur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-20 14:47:55 - [HTML]

Þingmál A402 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-25 13:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2015-01-28 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]

Þingmál A403 (örnefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 586 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-25 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-01-21 18:17:34 - [HTML]
54. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-01-21 18:43:41 - [HTML]

Þingmál A405 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-27 15:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A414 (flutningur höfuðstöðva Fiskistofu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (svar) útbýtt þann 2015-01-12 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-28 17:05:29 - [HTML]
63. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-04 18:49:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2015-02-27 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1387 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A417 (Fiskistofa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A419 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A420 (fjárfestingarsamningur við Thorsil ehf. um kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1106 - Komudagur: 2015-02-10 - Sendandi: Ríkisskattstjóri Reykjavík - [PDF]

Þingmál A425 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A426 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 634 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-21 17:31:11 - [HTML]

Þingmál A427 (uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-02 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2015-02-03 20:04:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1292 - Komudagur: 2015-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1371 - Komudagur: 2015-02-27 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2015-03-05 - Sendandi: Margrét Hermanns Auðardóttir - [PDF]

Þingmál A430 (meðferð sakamála og lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-01-27 19:11:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1166 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-03 18:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1281 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-05-11 18:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1545 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-30 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-12-16 21:54:34 - [HTML]
55. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-01-22 16:58:49 - [HTML]
57. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2015-01-27 15:44:53 - [HTML]
116. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-02 00:06:48 - [HTML]
117. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2015-06-02 14:07:05 - [HTML]
117. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 15:50:35 - [HTML]
117. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-06-02 16:30:34 - [HTML]
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 20:49:55 - [HTML]
117. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 23:01:06 - [HTML]
117. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 23:03:46 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-03 17:02:52 - [HTML]
118. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 19:17:53 - [HTML]
119. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 15:17:38 - [HTML]
119. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-06-04 16:26:18 - [HTML]
141. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-07-01 12:17:28 - [HTML]
141. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-07-01 14:18:42 - [HTML]

Þingmál A454 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-09 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1138 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-03-27 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-05 14:13:17 - [HTML]
64. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 14:40:25 - [HTML]
64. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2015-02-05 16:44:52 - [HTML]
64. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 17:36:42 - [HTML]
64. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-02-05 18:25:04 - [HTML]
64. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 19:01:43 - [HTML]
64. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-02-05 19:30:30 - [HTML]
138. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-29 17:23:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1269 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1284 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Landssamband eldri borgara - [PDF]
Dagbókarnúmer 1289 - Komudagur: 2015-02-24 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2015-02-25 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1405 - Komudagur: 2015-03-03 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1431 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1543 - Komudagur: 2015-03-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 699 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-09 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-29 11:08:38 - [HTML]
59. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-29 14:38:30 - [HTML]
61. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-02-02 17:23:00 - [HTML]
61. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-02-02 19:23:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1252 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A459 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-12-10 18:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2014-12-12 15:10:43 - [HTML]

Þingmál A460 (lögfesting reglna um þunna eiginfjármögnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 708 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-12-10 22:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 834 (svar) útbýtt þann 2015-01-20 15:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2015-01-21 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A463 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-11 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A470 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 778 (frumvarp) útbýtt þann 2014-12-16 16:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1457 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-22 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-03 22:19:27 - [HTML]
62. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2015-02-03 22:37:45 - [HTML]
140. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-30 23:45:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1275 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1357 - Komudagur: 2015-02-27 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A475 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-07-02 12:11:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2015-02-18 - Sendandi: Vantrú - [PDF]

Þingmál A490 (tekjur af strandveiðigjaldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-01-20 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1214 (svar) útbýtt þann 2015-04-16 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (farmflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 17:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1684 - Komudagur: 2015-03-31 - Sendandi: Félag hópferðaleyfishafa - [PDF]

Þingmál A511 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-03 21:06:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1181 - Komudagur: 2015-02-18 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A514 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1275 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-11 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-05-28 17:40:10 - [HTML]

Þingmál A515 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1057 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-16 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-05-27 11:05:09 - [HTML]

Þingmál A516 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (vandi Búmanna hsf.)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-03-23 17:19:16 - [HTML]

Þingmál A560 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 2015-03-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1637 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2015-04-22 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2015-04-22 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2225 - Komudagur: 2015-06-09 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A562 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-24 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-27 14:57:19 - [HTML]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1509 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-30 21:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-03 14:40:15 - [HTML]
76. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-03 15:12:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1629 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2015-04-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2015-04-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1778 - Komudagur: 2015-05-02 - Sendandi: Sparisjóður Suður-Þingeyinga og Sparisjóður Höfðhverfinga - [PDF]

Þingmál A572 (skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 993 (frumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A573 (nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 995 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-26 11:52:18 - [HTML]

Þingmál A579 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1004 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-27 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-24 23:15:22 - [HTML]

Þingmál A598 (úrskurðir um umgengni barna við umgengnisforeldra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (svar) útbýtt þann 2015-04-15 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A605 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-05 14:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1900 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2012 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2144 - Komudagur: 2015-05-27 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A608 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 269/2014 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-03-16 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (skattstofnar, gjöld og markaðir tekjustofnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1642 (svar) útbýtt þann 2015-09-02 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-17 17:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2065 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2109 - Komudagur: 2015-05-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A629 (verndarsvæði í byggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1861 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A632 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 29/2015 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-27 16:15:38 - [HTML]

Þingmál A636 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-23 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (framkvæmd samnings um klasasprengjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-23 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A638 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1099 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-24 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-25 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-30 19:59:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2068 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A650 (úrvinnslugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2015-03-25 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
131. þingfundur - Haraldur Einarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-06-15 18:01:46 - [HTML]

Þingmál A671 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A672 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1312 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-20 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
137. þingfundur - Haraldur Einarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-25 15:55:18 - [HTML]

Þingmál A673 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A679 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (frumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1159 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A687 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-04-28 20:18:27 - [HTML]
97. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-04-28 20:25:43 - [HTML]
97. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-04-28 20:42:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1943 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A688 (ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-22 16:56:50 - [HTML]
120. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-05 12:20:59 - [HTML]
120. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-06-05 15:19:24 - [HTML]
124. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-06-08 15:43:17 - [HTML]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-04-16 11:05:24 - [HTML]
90. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 11:27:13 - [HTML]
90. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-16 16:14:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2015-05-05 - Sendandi: Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum - [PDF]

Þingmál A692 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1558 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-30 21:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
140. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-30 23:56:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1828 - Komudagur: 2015-05-06 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A693 (byggðaáætlun og sóknaráætlanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-30 15:57:33 - [HTML]

Þingmál A694 (framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-04-21 21:31:26 - [HTML]

Þingmál A696 (húsaleigulög)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-28 15:00:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Húseigendafélagið, Félag löggiltra leigumiðlara og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2008 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Félagsstofnun stúdenta - [PDF]

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-28 17:59:17 - [HTML]
97. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2015-04-28 18:28:57 - [HTML]
97. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-04-28 18:47:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2086 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]

Þingmál A700 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1174 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-07 17:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 11:54:06 - [HTML]
99. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-30 12:28:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2020 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Höfundaréttarnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2054 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2101 - Komudagur: 2015-05-20 - Sendandi: Félag íslenskra hljómlistarmanna - [PDF]

Þingmál A701 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2055 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2102 - Komudagur: 2015-05-20 - Sendandi: Félag íslenskra hljómlistarmanna - [PDF]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-07 17:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1994 - Komudagur: 2015-05-14 - Sendandi: Myndstef - [PDF]
Dagbókarnúmer 2056 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2103 - Komudagur: 2015-05-20 - Sendandi: Félag íslenskra hljómlistarmanna - [PDF]

Þingmál A703 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2018 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Óbyggðanefnd - [PDF]

Þingmál A704 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A729 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2378 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A735 (meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-04-30 18:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A773 (fjölgun líffæragjafa frá látnum einstaklingum á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1353 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-05-28 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A779 (samspil örorkugreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1599 (svar) útbýtt þann 2015-07-02 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A785 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2015-06-07 21:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-06-10 13:34:26 - [HTML]
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-06-10 15:11:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2270 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Greiningardeild Arion banka hf. - [PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1401 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A788 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 18:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
140. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-06-30 22:03:47 - [HTML]

Þingmál A791 (efling tónlistarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1407 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2015-06-09 21:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
131. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-06-15 18:35:22 - [HTML]
135. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-23 21:54:29 - [HTML]
135. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-23 22:16:07 - [HTML]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-06-13 19:01:13 - [HTML]

Þingmál A800 (uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-07-01 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1595 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-07-01 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
144. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-07-02 12:18:28 - [HTML]
144. þingfundur - Eldar Ástþórsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-07-02 12:22:19 - [HTML]
144. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-07-02 12:24:29 - [HTML]

Þingmál A806 (orkuskipti í samgöngum samin af Grænu orkunni, samstarfsvettvangi um orkuskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-25 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A814 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1571 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2015-07-01 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
144. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-07-02 14:35:42 - [HTML]

Þingmál B23 (hjáseta fulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum)

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-15 15:05:36 - [HTML]

Þingmál B75 (innviðir ferðaþjónustunnar, tekjuleiðir og gjaldtaka)

Þingræður:
13. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-25 11:11:38 - [HTML]

Þingmál B117 (umræður um störf þingsins 7. október)

Þingræður:
15. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-10-07 13:44:05 - [HTML]

Þingmál B150 (staða verknáms)

Þingræður:
20. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-10-16 11:11:45 - [HTML]

Þingmál B400 (umræður um störf þingsins 10. desember)

Þingræður:
45. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-10 15:31:13 - [HTML]

Þingmál B493 (tilkynning um skrifleg svör)

Þingræður:
53. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2015-01-20 13:41:17 - [HTML]

Þingmál B518 (vopnaburður og valdbeitingarheimildir lögreglunnar)

Þingræður:
56. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-26 15:41:20 - [HTML]

Þingmál B532 (framtíðarfyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar)

Þingræður:
58. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-28 15:37:59 - [HTML]
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-01-28 15:43:14 - [HTML]
58. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-28 15:53:39 - [HTML]

Þingmál B746 (umræður um störf þingsins 24. mars)

Þingræður:
84. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2015-03-24 13:40:10 - [HTML]

Þingmál B779 (samráð um frumvörp um húsnæðismál)

Þingræður:
87. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-04-13 16:05:40 - [HTML]

Þingmál B864 (umræður um störf þingsins 28. apríl)

Þingræður:
97. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2015-04-28 13:51:19 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-08 13:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 585 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-05 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 681 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-18 22:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 688 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-19 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-11 17:45:54 - [HTML]
49. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-08 15:49:16 - [HTML]
50. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - Ræða hófst: 2015-12-09 20:31:59 - [HTML]
50. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-10 00:35:27 - [HTML]
51. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2015-12-11 01:01:32 - [HTML]
52. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-12-11 11:30:58 - [HTML]
53. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-12-12 15:32:14 - [HTML]
59. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-19 12:40:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 299 - Komudagur: 2015-10-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-08 13:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 678 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-19 10:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-15 14:09:24 - [HTML]
60. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-19 18:22:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 256 - Komudagur: 2015-10-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 267 - Komudagur: 2015-10-20 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 373 - Komudagur: 2015-11-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 468 - Komudagur: 2015-12-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 587 - Komudagur: 2015-12-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A3 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 49 - Komudagur: 2015-09-23 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A7 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 128 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A12 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-11 19:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A13 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-15 16:58:59 - [HTML]
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-01-20 16:28:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2016-02-08 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 822 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A16 (styrking leikskóla og fæðingarorlofs)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-09-24 16:19:26 - [HTML]

Þingmál A18 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 238 - Komudagur: 2015-10-16 - Sendandi: Íslandspóstur hf - [PDF]

Þingmál A26 (dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-10 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Páll Valur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-03 17:27:37 - [HTML]
88. þingfundur - Páll Valur Björnsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-03-15 14:32:11 - [HTML]

Þingmál A30 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 758 - Komudagur: 2016-02-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A51 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 18:46:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2016-04-11 - Sendandi: Íslandsspil - [PDF]

Þingmál A57 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-03-09 16:47:49 - [HTML]

Þingmál A85 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-21 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-02 18:08:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2016-03-15 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 10:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 299 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-10-21 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-21 19:14:12 - [HTML]
25. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2015-10-22 16:13:53 - [HTML]
36. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-11-18 16:46:38 - [HTML]
39. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-24 16:36:23 - [HTML]

Þingmál A100 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-21 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A101 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-03-14 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-15 18:34:10 - [HTML]

Þingmál A112 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1282 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-17 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-18 17:59:25 - [HTML]

Þingmál A126 (aðgerðir til verndunar búsetu og menningarlandslags samkvæmt þingsályktun nr. 35/128)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (svar) útbýtt þann 2015-10-13 15:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A132 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 10:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A133 (uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-23 18:07:32 - [HTML]

Þingmál A139 (peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 301 - Komudagur: 2015-10-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 406 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-10 19:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-11-11 16:50:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 222 - Komudagur: 2015-10-15 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A141 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-22 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A142 (samstarfsverkefni um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 256 (svar) útbýtt þann 2015-10-14 15:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (bann við mismunun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 2016-04-08 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-18 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-22 18:58:51 - [HTML]
59. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-19 10:57:50 - [HTML]
59. þingfundur - Árni Páll Árnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-19 10:58:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 266 - Komudagur: 2015-10-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2173 - Komudagur: 2015-10-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A156 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-23 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A168 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-09-24 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 175 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-24 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 353 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-02 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-05 16:55:44 - [HTML]
27. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-11-03 18:59:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 184 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1611 (skýrsla n.) útbýtt þann 2016-08-31 17:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1170 - Komudagur: 2016-03-22 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]

Þingmál A194 (rannsókn mála vegna meintra gjaldeyrisbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (svar) útbýtt þann 2015-11-16 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A197 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-06 20:45:38 - [HTML]

Þingmál A199 (Haf- og vatnarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-06 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A214 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (frumvarp) útbýtt þann 2015-10-08 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A221 (skattar og gjöld á vistvæn ökutæki og eldsneyti)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-10-19 16:19:10 - [HTML]

Þingmál A228 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-15 13:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2015-11-17 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-13 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-20 14:47:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 396 - Komudagur: 2015-11-18 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 467 - Komudagur: 2015-11-30 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A259 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 898 - Komudagur: 2016-02-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A265 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-21 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (fjáraukalög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-31 19:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (laun fyrir störf meðan á verkfalli stendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (svar) útbýtt þann 2015-12-04 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A320 (túlkun ákvæða í lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 560 (svar) útbýtt þann 2015-12-07 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-06 13:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 904 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-02-26 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-01 14:55:32 - [HTML]
83. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2016-03-01 17:06:18 - [HTML]
88. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-15 16:02:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 421 - Komudagur: 2015-11-23 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 426 - Komudagur: 2015-11-24 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2015-11-25 - Sendandi: Fangelsismálastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 534 - Komudagur: 2015-12-04 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]
Dagbókarnúmer 588 - Komudagur: 2015-12-18 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2016-02-02 - Sendandi: Borgar Þór Einarsson - [PDF]

Þingmál A333 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 15:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 17:13:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 444 - Komudagur: 2015-11-26 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi - [PDF]
Dagbókarnúmer 462 - Komudagur: 2015-11-30 - Sendandi: STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar - [PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2015-12-02 - Sendandi: Höfundaréttarnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 501 - Komudagur: 2015-12-03 - Sendandi: Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 508 - Komudagur: 2015-12-03 - Sendandi: Félag íslenskra hljómlistarmanna - [PDF]

Þingmál A334 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 767 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-01-27 14:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 491 - Komudagur: 2015-12-02 - Sendandi: Höfundaréttarnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 503 - Komudagur: 2015-12-03 - Sendandi: Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2015-12-03 - Sendandi: Félag íslenskra hljómlistarmanna - [PDF]

Þingmál A335 (niðurstöður og úrbótatillögur í skýrslu um ofbeldi gegn fötluðum konum)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-11-23 16:20:47 - [HTML]

Þingmál A338 (stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2015-12-04 - Sendandi: Unicef á Íslandi - [PDF]

Þingmál A352 (málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 2016-03-29 - Sendandi: Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2016-03-31 - Sendandi: Landssamband eldri borgara - [PDF]

Þingmál A354 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2016-04-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A362 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 504 - Komudagur: 2015-12-03 - Sendandi: Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 509 - Komudagur: 2015-12-03 - Sendandi: Félag íslenskra hljómlistarmanna - [PDF]

Þingmál A370 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-27 12:14:43 - [HTML]
42. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-11-27 14:05:39 - [HTML]
42. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-27 14:33:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2016-01-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A371 (Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 504 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 487 - Komudagur: 2015-12-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 526 - Komudagur: 2015-12-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A383 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-26 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-02 18:00:57 - [HTML]

Þingmál A396 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A399 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 656 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Félagsstofnun stúdenta - [PDF]

Þingmál A400 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-19 14:50:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 717 - Komudagur: 2016-01-27 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2016-02-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2016-02-10 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A404 (uppbygging og rekstur fráveitna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A407 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-18 19:37:14 - [HTML]
124. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-06-02 13:17:19 - [HTML]

Þingmál A411 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (frumvarp) útbýtt þann 2015-12-04 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A424 (auðkenning breytingartillagna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 996 - Komudagur: 2016-03-01 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A425 (tölvutækt snið þingskjala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 997 - Komudagur: 2016-03-01 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A435 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-16 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-12 11:56:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 643 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2016-03-07 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A451 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-12-18 17:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A456 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 859 - Komudagur: 2016-02-15 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2016-02-22 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]

Þingmál A457 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 731 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2016-05-03 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A458 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2016-01-27 17:52:50 - [HTML]
68. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-27 19:24:17 - [HTML]
74. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-04 14:24:06 - [HTML]
74. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-02-04 15:11:32 - [HTML]
74. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-04 16:27:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1018 - Komudagur: 2016-03-02 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1036 - Komudagur: 2016-03-04 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A473 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 756 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-27 14:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A545 (matvæli, slátrun og eftirlit með fóðri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-02-22 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A549 (embættismenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2079 - Komudagur: 2016-09-18 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A560 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1108 - Komudagur: 2016-03-14 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A561 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 898 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-02-26 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1183 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-04-19 17:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-02 16:54:01 - [HTML]
103. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-28 15:52:55 - [HTML]

Þingmál A576 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 936 (frumvarp) útbýtt þann 2016-03-02 18:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 18:02:14 - [HTML]

Þingmál A587 (skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 955 (frumvarp) útbýtt þann 2016-03-09 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-09 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1521 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-16 22:52:44 - [HTML]

Þingmál A615 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-18 11:20:46 - [HTML]
91. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-03-18 11:53:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2016-04-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A616 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1252 - Komudagur: 2016-04-06 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1305 - Komudagur: 2016-04-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A618 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 2016-04-26 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A631 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1685 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-20 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
166. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-07 17:12:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1529 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A644 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-04-04 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A656 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (frumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A658 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1582 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Frumtök - samtök framleiðenda frumlyfja - [PDF]

Þingmál A666 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1094 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2016-04-27 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]

Þingmál A667 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-13 16:16:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1339 - Komudagur: 2016-04-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1376 - Komudagur: 2016-04-28 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1385 - Komudagur: 2016-04-29 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1394 - Komudagur: 2016-04-29 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2016-05-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A668 (fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-13 16:58:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2016-04-28 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1618 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2016-05-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A670 (meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1553 - Komudagur: 2016-05-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1606 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-30 18:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A674 (Umhverfisstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1954 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A675 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1380 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-30 20:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A676 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-12 15:09:08 - [HTML]
125. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-02 15:57:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1409 - Komudagur: 2016-05-02 - Sendandi: Læknafélag Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A679 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1768 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-10 14:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1599 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-30 13:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1647 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-09-08 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
142. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-30 16:37:20 - [HTML]
150. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-12 16:10:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1710 - Komudagur: 2016-06-06 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1674 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-19 14:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2055 - Komudagur: 2016-09-15 - Sendandi: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd - [PDF]

Þingmál A711 (rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-04-29 15:33:15 - [HTML]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1453 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Davor Purusic, hdl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1460 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1579 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A735 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1204 (frumvarp) útbýtt þann 2016-04-28 15:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1802 - Komudagur: 2016-07-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1855 - Komudagur: 2016-08-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A740 (fjármálaáætlun 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-29 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1550 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-17 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1604 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A741 (fjármálastefna 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1550 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-17 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1605 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A774 (staða og þróun í málefnum innflytjenda 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-05-23 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-20 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-20 17:18:47 - [HTML]
114. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-22 22:14:51 - [HTML]

Þingmál A782 (skattaskjól og mögulegar lagabreytingar til að sporna við starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1336 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-05-24 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A783 (samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1593 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-29 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
144. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-01 18:26:52 - [HTML]

Þingmál A786 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1343 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-05-25 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1399 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-31 22:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-26 18:18:33 - [HTML]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1346 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-25 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1774 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-10 19:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-31 14:11:02 - [HTML]
122. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-31 15:09:01 - [HTML]
122. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-31 17:15:26 - [HTML]
168. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-11 14:25:32 - [HTML]
168. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-10-11 15:33:05 - [HTML]
169. þingfundur - Willum Þór Þórsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-10-12 11:36:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1973 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1988 - Komudagur: 2016-09-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2028 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2112 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A789 (meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1358 (þáltill. n.) útbýtt þann 2016-05-26 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-30 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1723 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-28 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
170. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-12 19:15:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1876 - Komudagur: 2016-08-23 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1999 - Komudagur: 2016-09-06 - Sendandi: Signý Sigurðardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A797 (tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1384 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-05-30 21:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-31 22:03:17 - [HTML]

Þingmál A810 (gjaldeyrismál o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-06-02 18:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1492 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-06-02 22:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-02 19:28:11 - [HTML]

Þingmál A813 (fjölskyldustefna 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1502 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-06-08 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
136. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-19 12:19:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2015 - Komudagur: 2016-09-09 - Sendandi: Unicef Ísland - [PDF]

Þingmál A818 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-15 17:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1737 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-03 10:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-18 14:53:01 - [HTML]
167. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-10 19:30:59 - [HTML]

Þingmál A826 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-17 16:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1979 - Komudagur: 2016-09-04 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A832 (opinbert mótframlag til húsnæðissparnaðar að breskri fyrirmynd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1832 (svar) útbýtt þann 2016-10-25 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
144. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2016-09-01 15:55:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2109 - Komudagur: 2016-09-22 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A843 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-31 18:39:52 - [HTML]

Þingmál A846 (mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1595 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-08-30 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A849 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-30 16:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A851 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1609 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 22:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A853 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-13 18:41:23 - [HTML]

Þingmál A857 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-02 13:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1790 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-11 17:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
169. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-12 14:16:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Landssamband eldri borgara - [PDF]
Dagbókarnúmer 2082 - Komudagur: 2016-09-19 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2091 - Komudagur: 2016-09-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A865 (fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-09-13 20:10:38 - [HTML]
154. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-09-20 15:04:21 - [HTML]
154. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-09-20 15:46:52 - [HTML]
154. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2016-09-20 17:12:24 - [HTML]
154. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 17:50:15 - [HTML]
154. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 17:53:56 - [HTML]

Þingmál A870 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 19:25:42 - [HTML]
168. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-10-11 12:29:13 - [HTML]

Þingmál A871 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1668 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A873 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1689 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-20 18:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
158. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-27 14:39:41 - [HTML]
158. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2016-09-27 15:07:05 - [HTML]
158. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-27 15:50:41 - [HTML]
158. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-09-27 17:18:17 - [HTML]

Þingmál A875 (fjáraukalög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 19:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A876 (raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1696 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1765 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-10 11:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
156. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-23 14:02:27 - [HTML]
156. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-23 14:49:34 - [HTML]
167. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-10 16:34:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2151 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2236 - Komudagur: 2016-10-07 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A883 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1712 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-09-28 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
165. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-06 17:28:00 - [HTML]

Þingmál A888 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-29 18:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A893 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
169. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-10-12 13:06:52 - [HTML]

Þingmál B12 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-09-08 21:44:37 - [HTML]

Þingmál B160 (störf þingsins)

Þingræður:
23. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2015-10-20 13:55:47 - [HTML]

Þingmál B297 (starfsumhverfi lögreglunnar)

Þingræður:
39. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-24 14:12:38 - [HTML]

Þingmál B391 (hækkun launa og bóta)

Þingræður:
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-12-10 10:58:11 - [HTML]

Þingmál B403 (störf þingsins)

Þingræður:
52. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-12-11 11:14:01 - [HTML]

Þingmál B423 (brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna)

Þingræður:
54. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-12-14 10:43:22 - [HTML]

Þingmál B575 (TiSA-samningurinn)

Þingræður:
74. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-04 11:42:02 - [HTML]

Þingmál B576 (niðurstöður greiningar UNICEF á hag barna og viðbrögð stjórnvalda við þeim)

Þingræður:
74. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-02-04 12:16:29 - [HTML]

Þingmál B811 (störf þingsins)

Þingræður:
104. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2016-04-29 10:52:42 - [HTML]

Þingmál B933 (framtíðarsýn í skattkerfum og samfélagslegt hlutverk skatta)

Þingræður:
119. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-26 14:07:12 - [HTML]

Þingmál B1141 (byggðamál)

Þingræður:
149. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2016-09-08 11:15:09 - [HTML]
149. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-08 11:32:08 - [HTML]

Þingmál B1238 (samningar um NPA-þjónustu)

Þingræður:
160. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2016-09-29 10:52:56 - [HTML]
160. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-09-29 10:55:27 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-12-07 13:33:03 - [HTML]
2. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-12-07 16:05:07 - [HTML]
2. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-07 16:23:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 108 - Komudagur: 2016-12-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2016-12-09 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 45 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-12 20:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 80 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A7 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2016-12-12 20:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A10 (fjáraukalög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-14 20:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A13 (málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-12-21 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A31 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-12-22 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A63 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2017-03-06 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A64 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 2017-03-06 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A66 (fjármálastefna 2017--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-01-24 21:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A67 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-01-24 19:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (starfshópur um keðjuábyrgð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2017-03-08 - Sendandi: Samiðn, samband iðnfélaga - [PDF]

Þingmál A70 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (frumvarp) útbýtt þann 2017-01-26 10:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A78 (aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1512 - Komudagur: 2017-05-30 - Sendandi: Andri Ingason og Rebekka Bjarnadóttir - [PDF]

Þingmál A84 (fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 526 - Komudagur: 2017-03-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A89 (framkvæmd þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (svar) útbýtt þann 2017-03-02 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (kvíði barna og unglinga)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-02-27 17:07:15 - [HTML]

Þingmál A102 (jafnræði í skráningu foreldratengsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 578 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2017-03-13 - Sendandi: Verkefnahópar hjá Reykjavíkurborg sem sinna forvörnum - [PDF]
Dagbókarnúmer 373 - Komudagur: 2017-03-15 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 457 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2017-03-23 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 550 - Komudagur: 2017-03-20 - Sendandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2017-04-10 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A113 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-24 15:34:35 - [HTML]

Þingmál A117 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-01 19:41:20 - [HTML]

Þingmál A119 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 379 - Komudagur: 2017-03-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A121 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A126 (fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2017-03-16 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A128 (farþegaflutningar og farmflutningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 650 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-04-25 14:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Jón Gunnarsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-09 11:39:16 - [HTML]
61. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-05-02 20:23:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 205 - Komudagur: 2017-02-23 - Sendandi: Félag hópferðaleyfishafa - [PDF]
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A131 (byggðaáætlun)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-29 10:42:39 - [HTML]
73. þingfundur - Jón Gunnarsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-05-29 10:46:06 - [HTML]

Þingmál A173 (framlagning frumvarpa er varða upplýsinga- og tjáningarfrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 606 (svar) útbýtt þann 2017-04-06 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A207 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 639 - Komudagur: 2017-04-04 - Sendandi: HS Orka hf. - [PDF]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-28 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 704 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-05-04 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 731 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-05-09 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-02 17:20:20 - [HTML]
38. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2017-03-02 17:34:07 - [HTML]
61. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-02 19:54:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2017-03-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2017-03-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 461 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A234 (breyting á ýmsum lögum á sviði samgangna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-07 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-07 17:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A257 (innleiðing barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2017-03-09 15:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 378 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-23 11:46:04 - [HTML]

Þingmál A272 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-23 13:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (mannréttindasjónarmið í íslenskri löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-15 17:40:40 - [HTML]

Þingmál A307 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 718 - Komudagur: 2017-04-07 - Sendandi: Hrunamannahreppur - [PDF]

Þingmál A312 (endurskoðendur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda - [PDF]

Þingmál A371 (breyting á ýmsum lögum vegna heitis Einkaleyfastofunnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1507 - Komudagur: 2017-05-30 - Sendandi: Einkaleyfastofan - [PDF]

Þingmál A372 (lyfjastefna til ársins 2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1123 - Komudagur: 2017-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A373 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A375 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-04-26 15:45:06 - [HTML]

Þingmál A376 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1066 - Komudagur: 2017-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1107 - Komudagur: 2017-05-04 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 2017-05-08 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A378 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-29 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (skattar, tollar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 858 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 19:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-04 15:10:13 - [HTML]
75. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-30 20:06:01 - [HTML]

Þingmál A386 (skortsala og skuldatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1029 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 10:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1049 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-04 15:42:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 980 - Komudagur: 2017-04-27 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A387 (brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagning Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (eignarhald fjármálafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (svar) útbýtt þann 2017-04-25 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A392 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 16:52:40 - [HTML]

Þingmál A394 (aðgerðir gegn kennaraskorti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-30 15:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (vátryggingasamstæður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 915 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-26 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-30 12:47:33 - [HTML]

Þingmál A401 (lánshæfismatsfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1026 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 10:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1045 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-04 16:29:54 - [HTML]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-31 09:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 808 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 809 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 831 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-05 15:36:59 - [HTML]
55. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-04-05 16:30:37 - [HTML]
57. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 16:20:58 - [HTML]
57. þingfundur - Nichole Leigh Mosty - Ræða hófst: 2017-04-06 18:13:30 - [HTML]
57. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-04-06 18:26:45 - [HTML]
69. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-05-23 11:57:28 - [HTML]
69. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2017-05-23 16:01:12 - [HTML]
72. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-26 14:41:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2017-04-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg, fjármálaskrifstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1003 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2017-04-29 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1388 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Velferðarnefnd, 2. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1393 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Velferðarnefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Velferðarnefnd, 3. minni hluti - [PDF]

Þingmál A406 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2017-05-03 18:12:38 - [HTML]

Þingmál A407 (skógar og skógrækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1602 - Komudagur: 2017-08-30 - Sendandi: Félag skógarbænda á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A408 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1571 - Komudagur: 2017-06-27 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A413 (landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-16 23:23:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1511 - Komudagur: 2017-05-30 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]

Þingmál A419 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-16 23:36:18 - [HTML]

Þingmál A422 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 555 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A426 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Samtök um kvennaathvarf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1508 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A431 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-25 17:18:01 - [HTML]

Þingmál A432 (bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Óttarr Proppé (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-25 19:47:12 - [HTML]

Þingmál A433 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1326 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Menntavísindasvið Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1390 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Tabú, femínísk hreyfing - [PDF]

Þingmál A435 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 568 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1173 - Komudagur: 2017-05-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1248 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1262 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A436 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 569 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1174 - Komudagur: 2017-05-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A437 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 966 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2017-05-30 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-04-25 22:13:23 - [HTML]
59. þingfundur - Bjarni Halldór Janusson - Ræða hófst: 2017-04-25 22:28:04 - [HTML]
75. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-31 00:00:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1236 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1360 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-02 15:59:02 - [HTML]
61. þingfundur - Halldóra Mogensen - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-02 16:06:49 - [HTML]
61. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2017-05-02 16:23:14 - [HTML]
61. þingfundur - Jóna Sólveig Elínardóttir - Ræða hófst: 2017-05-02 17:05:50 - [HTML]
61. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-05-02 17:09:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1202 - Komudagur: 2017-05-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1219 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1299 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1303 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 1322 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Sjálfsbjörg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1340 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1396 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1407 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Tabú, femínísk hreyfing - [PDF]
Dagbókarnúmer 1443 - Komudagur: 2017-05-19 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2017-05-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1596 - Komudagur: 2017-08-22 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1398 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1430 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2017-08-22 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A440 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-09 21:26:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1449 - Komudagur: 2017-05-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A606 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (frumvarp) útbýtt þann 2017-05-30 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A611 (réttaráhrif laga nr. 124/2016, um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-30 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Dómsmálaráðuneyti - [PDF]

Þingmál B147 (kjör öryrkja)

Þingræður:
23. þingfundur - Jóna Sólveig Elínardóttir - Ræða hófst: 2017-02-01 16:00:29 - [HTML]

Þingmál B295 (skýrsla um könnun á vistun barna á Kópavogshæli)

Þingræður:
38. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-03-02 14:21:23 - [HTML]
38. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2017-03-02 14:39:20 - [HTML]
38. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-02 14:41:51 - [HTML]

Þingmál B313 (staða fanga)

Þingræður:
40. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-07 14:29:13 - [HTML]

Þingmál B317 (störf þingsins)

Þingræður:
41. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-08 15:48:24 - [HTML]

Þingmál B333 (afnám fjármagnshafta, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra)

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-13 15:30:28 - [HTML]

Þingmál B609 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
74. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-29 21:03:57 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2017-09-28 - Sendandi: Reykjavíkurborg, fjármálaskrifstofa - [PDF]

Þingmál A8 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-14 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A10 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A67 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A97 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (svar) útbýtt þann 2017-10-26 15:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-09-26 15:28:46 - [HTML]

Þingmál A116 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 16:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A123 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A124 (kröfur um menntun opinberra starfsmanna sem fara með valdheimildir, stjórnsýsluaðgerðir og löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (svar) útbýtt þann 2017-10-26 15:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (fjarskipti og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 18:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A135 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 20:02:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 95 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-22 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2017-12-15 12:45:25 - [HTML]
8. þingfundur - Birgir Þórarinsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-12-22 15:06:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 30 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2017-12-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2017-12-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-03-21 15:36:50 - [HTML]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 77 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-21 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 85 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-21 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-16 10:32:55 - [HTML]
8. þingfundur - Halldóra Mogensen - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-12-22 11:44:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 21 - Komudagur: 2017-12-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 26 - Komudagur: 2017-12-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 53 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A7 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 17:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 73 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-21 12:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-12-21 20:05:13 - [HTML]

Þingmál A8 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 11:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-16 13:36:49 - [HTML]

Þingmál A9 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2018-03-06 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A10 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-03-20 21:09:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 205 - Komudagur: 2018-01-23 - Sendandi: Ragnheiður Bragadóttir prófessor - [PDF]

Þingmál A23 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-16 11:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-01 16:36:50 - [HTML]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-04-23 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-16 14:45:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2018-01-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2018-01-12 - Sendandi: Borgarbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 145 - Komudagur: 2018-01-15 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2018-01-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2018-01-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Fljótsdalshérað - [PDF]
Dagbókarnúmer 183 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 194 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 203 - Komudagur: 2018-01-22 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 239 - Komudagur: 2018-01-31 - Sendandi: Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 483 - Komudagur: 2018-03-01 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1651 - Komudagur: 2018-01-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A27 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-04-23 15:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2018-01-12 - Sendandi: Borgarbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2018-01-15 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 151 - Komudagur: 2018-01-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 169 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 179 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Fljótsdalshérað - [PDF]
Dagbókarnúmer 193 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A28 (málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 70 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-20 20:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-12-21 20:45:37 - [HTML]
7. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2017-12-21 20:51:26 - [HTML]
10. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2017-12-28 15:33:32 - [HTML]

Þingmál A36 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 535 - Komudagur: 2018-03-07 - Sendandi: Höfundaréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A38 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-16 15:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 726 - Komudagur: 2018-03-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2018-03-23 - Sendandi: EAPN á Íslandi, samtök gegn fátækt - [PDF]

Þingmál A39 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2018-03-14 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 964 - Komudagur: 2018-03-23 - Sendandi: EAPN á Íslandi, samtök gegn fátækt - [PDF]

Þingmál A46 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-18 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 784 - Komudagur: 2018-03-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A50 (þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-06-11 15:18:38 - [HTML]

Þingmál A51 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-19 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-21 12:28:28 - [HTML]

Þingmál A64 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-22 17:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 390 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Mjólkursamsalan - [PDF]
Dagbókarnúmer 392 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf - [PDF]
Dagbókarnúmer 393 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A80 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-12-29 14:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A83 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 150 (frumvarp) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A90 (bætt stjórnsýsla í umgengnismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (þáltill.) útbýtt þann 2018-01-22 17:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 17:24:57 - [HTML]

Þingmál A93 (afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 600 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-03-28 10:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 635 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-03-23 11:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-06 14:05:22 - [HTML]
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-06 14:47:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 353 - Komudagur: 2018-02-22 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sameiginleg umsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 480 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A111 (farþegaflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1774 - Komudagur: 2018-06-05 - Sendandi: Backroads - [PDF]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 18:47:15 - [HTML]
32. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-01 16:52:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1020 - Komudagur: 2018-03-27 - Sendandi: Arnljótur Davíðsson - [PDF]

Þingmál A127 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 940 - Komudagur: 2018-03-22 - Sendandi: Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg sem sinna forvörnum - [PDF]

Þingmál A128 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (frumvarp) útbýtt þann 2018-01-25 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-01 11:43:24 - [HTML]

Þingmál A133 (íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-30 14:29:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 449 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A167 (markaðar tekjur)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 11:58:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 435 - Komudagur: 2018-03-01 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2018-03-07 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A178 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-06 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A179 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 12:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A185 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-04 19:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Bergþór Ólason (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-08 14:34:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 656 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A193 (bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 271 (þáltill.) útbýtt þann 2018-02-08 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-22 16:20:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1110 - Komudagur: 2018-04-06 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A202 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2018-03-21 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A214 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 981 - Komudagur: 2018-03-26 - Sendandi: Samtök hernaðarandstæðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1255 - Komudagur: 2018-04-10 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A215 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-20 14:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-22 12:25:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A238 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-22 15:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-01 18:26:59 - [HTML]
75. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-11 11:37:55 - [HTML]

Þingmál A247 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-22 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-27 14:08:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2018-03-14 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A248 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1161 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 11:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-11 15:56:02 - [HTML]

Þingmál A263 (siglingavernd og loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-26 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1056 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-05-31 17:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1087 - Komudagur: 2018-04-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1099 - Komudagur: 2018-04-04 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A264 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1084 - Komudagur: 2018-04-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A269 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2018-04-26 18:16:10 - [HTML]

Þingmál A287 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-28 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A292 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-27 17:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A293 (bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-27 17:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1104 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-05 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-07 17:19:18 - [HTML]

Þingmál A329 (framkvæmd og eftirfylgni barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-03-19 17:31:27 - [HTML]
40. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-03-19 17:34:32 - [HTML]

Þingmál A331 (Matvælastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-01 17:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A339 (Þjóðskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-04 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-05 17:39:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1315 - Komudagur: 2018-04-24 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A345 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1160 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-20 14:06:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1203 - Komudagur: 2018-04-12 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 2018-04-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A346 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-08 11:23:01 - [HTML]

Þingmál A386 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-03-20 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A388 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 928 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-05-07 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-22 15:23:48 - [HTML]
60. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-05-08 17:58:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1607 - Komudagur: 2018-05-09 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A390 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2018-04-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A393 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1179 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 16:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1214 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2018-04-16 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1184 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 18:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2018-04-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2018-04-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A411 (105. og 106. Aþljóðavinnumálaþingið í Genf 2016--2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-03-21 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (undirritun og fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (þáltill.) útbýtt þann 2018-03-22 11:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A422 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2018-04-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A423 (breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-10 15:40:17 - [HTML]

Þingmál A424 (brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 606 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-11 10:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1528 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A426 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2018-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1641 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp, ÖBÍ, NPA-miðstöðin og Tabú - [PDF]

Þingmál A437 (upplýsingaveita stjórnvalda við Alþingi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2018-03-22 20:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A442 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-23 10:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A454 (Póst- og fjarskiptastofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 653 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Landssamband fiskeldisstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1414 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1418 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1419 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: The Icelandic Wildlife Fund - [PDF]
Dagbókarnúmer 1431 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: ÍS 47 ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Háafell ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 2018-05-02 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1847 - Komudagur: 2018-05-08 - Sendandi: The Icelandic Wildlife Fund - [PDF]

Þingmál A465 (kvikmyndalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1686 - Komudagur: 2018-05-25 - Sendandi: Félag kvikmyndagerðarmanna, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök kvikmyndaleikstjóra - [PDF]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A469 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1313 - Komudagur: 2018-04-24 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A471 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (frumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (frumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A484 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-11 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-11 22:28:30 - [HTML]

Þingmál A485 (Ferðamálastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1212 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-11 12:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-10 18:36:40 - [HTML]
76. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-11 22:18:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1312 - Komudagur: 2018-04-24 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-04 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1107 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-05 20:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1128 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-06 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1129 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-06 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-07 12:38:27 - [HTML]
70. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-06-07 16:03:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1542 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2018-05-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1669 - Komudagur: 2018-05-24 - Sendandi: Samiðn, samband iðnfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1716 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, minni hluti - [PDF]

Þingmál A536 (varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1001 (svar) útbýtt þann 2018-05-24 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (aðgerðir gegn skattundanskotum og skattsvikum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2018-05-25 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A562 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-02 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A564 (útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 898 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-02 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1209 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-11 11:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-12 19:16:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1654 - Komudagur: 2018-05-23 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A612 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-06-06 21:44:56 - [HTML]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1281 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-12 20:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1292 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-28 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1296 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-13 00:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-05-29 20:08:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1773 - Komudagur: 2018-06-05 - Sendandi: SA, Samorka, SAF, SFF, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SI, SVÞ og Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1777 - Komudagur: 2018-06-06 - Sendandi: Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Lagaskrifstofa Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1805 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Íslensk erfðagreining ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1807 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1812 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Borgarbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1818 - Komudagur: 2018-06-08 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Árnesinga og Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1827 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1829 - Komudagur: 2018-06-08 - Sendandi: Borgarskjalasafn Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1832 - Komudagur: 2018-06-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A631 (veiðigjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1717 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Þorvaldur Gylfason - [PDF]
Dagbókarnúmer 1733 - Komudagur: 2018-06-01 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A665 (réttur barna sem aðstandendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1269 (frumvarp) útbýtt þann 2018-06-12 17:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A670 (faggiltir vottunaraðilar jafnlaunakerfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1328 (svar) útbýtt þann 2018-07-17 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B168 (störf þingsins)

Þingræður:
19. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-01-31 15:04:53 - [HTML]

Þingmál B476 (störf þingsins)

Þingræður:
55. þingfundur - Fjölnir Sæmundsson - Ræða hófst: 2018-04-25 15:23:55 - [HTML]

Þingmál B596 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
67. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2018-06-04 21:42:10 - [HTML]

Þingmál B615 (störf þingsins)

Þingræður:
69. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2018-06-06 10:36:46 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 463 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-15 14:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 587 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-04 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-11-20 14:22:44 - [HTML]
34. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-11-20 17:02:45 - [HTML]
42. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-12-05 17:34:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 23 - Komudagur: 2018-10-05 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 32 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 468 - Komudagur: 2018-11-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A9 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1914 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-19 22:30:24 - [HTML]
126. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-19 22:39:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 108 - Komudagur: 2018-10-15 - Sendandi: Ármann Jakobsson - [PDF]

Þingmál A13 (aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-24 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-26 15:37:37 - [HTML]
11. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2018-09-26 16:01:35 - [HTML]
98. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2019-05-02 13:39:35 - [HTML]
99. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-05-03 12:19:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 252 - Komudagur: 2018-10-25 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A15 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A17 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-16 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-25 19:07:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 753 - Komudagur: 2018-11-28 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A19 (stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2018-10-17 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A21 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 20:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1484 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-13 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1690 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-06-03 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-17 16:38:42 - [HTML]
5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-17 17:02:07 - [HTML]
5. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2018-09-17 17:13:18 - [HTML]
5. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2018-09-17 17:24:01 - [HTML]
5. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-17 17:25:50 - [HTML]
5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-09-17 17:29:04 - [HTML]
5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-09-17 17:35:15 - [HTML]
114. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-31 18:36:43 - [HTML]
114. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-05-31 18:47:15 - [HTML]
114. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-05-31 18:52:15 - [HTML]
114. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-05-31 19:00:26 - [HTML]
115. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-06-03 12:12:21 - [HTML]
115. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-06-03 12:16:44 - [HTML]
115. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-06-03 12:21:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 6 - Komudagur: 2018-09-26 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 14 - Komudagur: 2018-10-01 - Sendandi: Tabú, feminísk fötlunarhreyfing - [PDF]
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 43 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 49 - Komudagur: 2018-10-09 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 52 - Komudagur: 2018-10-09 - Sendandi: Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 58 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 79 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 233 - Komudagur: 2018-10-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A24 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-25 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-25 22:20:11 - [HTML]
25. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-10-25 23:04:00 - [HTML]

Þingmál A25 (breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2018-09-26 17:15:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 283 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 286 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A38 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 859 - Komudagur: 2018-12-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, SVÞ -Samtök verslunar og þjónustu, Samorka, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A53 (endurskoðun lögræðislaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4629 - Komudagur: 2019-03-11 - Sendandi: Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A54 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2018-10-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A57 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-19 18:43:07 - [HTML]

Þingmál A64 (orkupakki ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samningurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (svar) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A68 (þinglýsingalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2018-10-23 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 292 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 305 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 376 - Komudagur: 2018-11-01 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A69 (refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-20 13:47:26 - [HTML]

Þingmál A70 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A104 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4885 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A110 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-20 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-06 18:36:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5765 - Komudagur: 2019-06-14 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 5773 - Komudagur: 2019-06-20 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A120 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-07 23:44:41 - [HTML]

Þingmál A126 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 126 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-20 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Brynjar Níelsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-13 20:33:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: Aktívismi gegn nauðgunarmenningu - [PDF]
Dagbókarnúmer 739 - Komudagur: 2018-11-27 - Sendandi: Samtök um kvennaathvarf - [PDF]

Þingmál A132 (bætt stjórnsýsla í umgengnismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-24 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A135 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-24 17:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-14 18:56:25 - [HTML]

Þingmál A136 (endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4472 - Komudagur: 2019-02-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A138 (dánaraðstoð)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-02-28 16:14:52 - [HTML]
72. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-02-28 16:25:11 - [HTML]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-20 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-11-23 10:02:32 - [HTML]
37. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-11-23 11:44:26 - [HTML]
39. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-27 16:10:08 - [HTML]
39. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-11-27 20:47:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 194 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Erla Friðriksdóttir - [PDF]

Þingmál A147 (skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4353 - Komudagur: 2019-02-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A151 (undirritun og fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-26 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A156 (umboðsmaður barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-26 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 647 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-12-10 19:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-16 16:03:52 - [HTML]
20. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-16 16:16:29 - [HTML]
48. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-12-12 17:00:50 - [HTML]
49. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-12-13 11:30:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2018-11-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A157 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2018-12-13 11:37:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 363 - Komudagur: 2018-10-31 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 513 - Komudagur: 2018-11-13 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 550 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Vinnueftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 639 - Komudagur: 2018-11-19 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]

Þingmál A161 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-26 15:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A181 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-10-25 17:47:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 728 - Komudagur: 2018-11-22 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A185 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-10-16 19:42:08 - [HTML]
45. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-12-10 22:47:52 - [HTML]
46. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-12-11 15:16:21 - [HTML]

Þingmál A186 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-25 23:46:25 - [HTML]
25. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-26 00:23:21 - [HTML]

Þingmál A219 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1618 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-24 20:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-23 17:00:19 - [HTML]
114. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-31 15:10:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 634 - Komudagur: 2018-11-19 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 647 - Komudagur: 2018-11-20 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 4361 - Komudagur: 2019-02-12 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4827 - Komudagur: 2019-03-25 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5671 - Komudagur: 2019-06-02 - Sendandi: Jökull Sólberg Auðunsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5707 - Komudagur: 2019-06-05 - Sendandi: Samtök um bíllausan lífsstíl - [PDF]
Dagbókarnúmer 5790 - Komudagur: 2018-11-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A221 (útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-10-23 19:17:55 - [HTML]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-03-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-04-01 15:48:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 551 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 595 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 604 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda - [PDF]

Þingmál A232 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 745 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-13 20:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-23 22:52:15 - [HTML]
51. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-12-14 11:39:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 555 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 603 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]

Þingmál A235 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 678 - Komudagur: 2018-11-22 - Sendandi: Amnesty International - [PDF]

Þingmál A253 (atvinnuþátttaka fólks með skerta starfsgetu)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-11-12 16:57:30 - [HTML]

Þingmál A255 (réttur barna sem aðstandendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1511 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-13 20:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-31 19:02:53 - [HTML]

Þingmál A263 (heilbrigðisþjónusta og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-18 10:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A265 (mat á kostnaðaráhrifum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 432 (svar) útbýtt þann 2018-11-14 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-24 13:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A281 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-25 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-25 16:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A292 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (atvinnuleysistryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-02 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-12-10 23:10:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2018-11-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A301 (tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-08 11:58:42 - [HTML]

Þingmál A304 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 352 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-02 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A312 (endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-05 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1827 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-13 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1849 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1936 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-20 01:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2018-11-26 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5077 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5573 - Komudagur: 2019-05-15 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A314 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-07 16:13:40 - [HTML]

Þingmál A337 (skattundanskot)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1985 (svar) útbýtt þann 2019-06-28 15:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A339 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2018 um breytingu á IX., XII. og XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 408 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-11-27 23:03:43 - [HTML]

Þingmál A344 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (frumvarp) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A356 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4346 - Komudagur: 2019-02-07 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A367 (valkvæður viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-02-18 16:59:40 - [HTML]
66. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-02-18 17:07:07 - [HTML]

Þingmál A392 (framvinda stefnumótandi byggðaáætlunar 2014--2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-22 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A393 (þungunarrof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-22 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A413 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4748 - Komudagur: 2019-03-20 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A414 (staðfesting ríkisreiknings 2017)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4156 - Komudagur: 2019-01-18 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A415 (Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1627 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-27 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-03 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1763 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1789 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5053 - Komudagur: 2019-04-12 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A432 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 592 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 697 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-12 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-07 16:25:27 - [HTML]
49. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-12-13 12:36:39 - [HTML]

Þingmál A433 (skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2526 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2546 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A434 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-12 17:58:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4559 - Komudagur: 2019-03-01 - Sendandi: Ásgeir Brynjar Torfason - [PDF]

Þingmál A435 (ófrjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A436 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 19:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-22 15:43:05 - [HTML]

Þingmál A437 (fjáraukalög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 22:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A440 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-06 21:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A442 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1233 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-02 15:29:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4453 - Komudagur: 2019-02-21 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 4471 - Komudagur: 2019-02-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4490 - Komudagur: 2019-02-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A464 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A466 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-12 18:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A471 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 704 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-12 19:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A486 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-14 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-22 15:52:46 - [HTML]

Þingmál A493 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1602 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-23 21:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-07 10:23:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4384 - Komudagur: 2019-02-14 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 4505 - Komudagur: 2019-02-25 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4513 - Komudagur: 2019-02-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A494 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4497 - Komudagur: 2019-02-22 - Sendandi: STEF - Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, Innheimtumiðstöð gjalda, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 4499 - Komudagur: 2019-02-22 - Sendandi: Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði - [PDF]
Dagbókarnúmer 4502 - Komudagur: 2019-02-25 - Sendandi: Höfundaréttarnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 4955 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A495 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A496 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A497 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4873 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Skógræktin - [PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-23 17:18:13 - [HTML]

Þingmál A530 (breyting á ýmsum lögum til innleiðingar á tilskipun (ESB) 2015/1794)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-19 16:42:43 - [HTML]

Þingmál A535 (kynjamismunun við ráðningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 983 (svar) útbýtt þann 2019-02-26 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 896 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-06 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A549 (helgidagafriður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 922 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-07 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1681 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-03 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-07 10:07:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4733 - Komudagur: 2019-03-19 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4868 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Tollstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 5553 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A569 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 958 (frumvarp) útbýtt þann 2019-02-21 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A634 (rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-01 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1717 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-06-05 18:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1743 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-07 16:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5324 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5697 - Komudagur: 2019-06-04 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A636 (milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1042 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1438 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-05-07 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1472 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-05-07 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-05 17:07:16 - [HTML]

Þingmál A637 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-05 17:11:47 - [HTML]

Þingmál A639 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1045 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 17:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4962 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A642 (siglingavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 17:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-07 15:42:19 - [HTML]

Þingmál A644 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 15:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5072 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A645 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1051 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 13:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-07 14:53:18 - [HTML]

Þingmál A646 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4923 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda - [PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1573 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-20 21:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-07 11:58:28 - [HTML]
78. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-03-11 15:22:26 - [HTML]
122. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-06-13 13:08:13 - [HTML]
124. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-06-18 16:47:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4831 - Komudagur: 2019-03-25 - Sendandi: Veiðifélag Víðidalsár - [PDF]
Dagbókarnúmer 4856 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Veiðifélag Laxdæla - [PDF]
Dagbókarnúmer 4858 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Veiðifélag Vatnsdalsár - [PDF]
Dagbókarnúmer 4859 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið LAXINN LIFI og nokkurra veiðifélagið og veiðiréttarhafa - [PDF]
Dagbókarnúmer 4881 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4899 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 4918 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: AkvaFuture ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 4931 - Komudagur: 2019-04-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4942 - Komudagur: 2019-04-01 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 5038 - Komudagur: 2019-04-12 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 5613 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Tómas Hrafn Sveinsson - [PDF]

Þingmál A649 (úrskurðaraðilar á sviði neytendamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1794 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1803 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-12 11:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4969 - Komudagur: 2019-04-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 5433 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A710 (taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4880 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A711 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1135 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-19 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-21 11:35:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5042 - Komudagur: 2019-04-15 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 5057 - Komudagur: 2019-04-16 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A724 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2019-03-19 17:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-21 15:50:58 - [HTML]
92. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-04-10 16:18:20 - [HTML]
92. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-10 17:01:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4929 - Komudagur: 2019-04-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4984 - Komudagur: 2019-04-07 - Sendandi: Snæfell - félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi - [PDF]

Þingmál A741 (lyf utan lyfjaskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1374 (svar) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-23 12:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-20 15:31:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5436 - Komudagur: 2019-05-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 5537 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A752 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 18:37:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5168 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Intersex á Íslandi - [PDF]

Þingmál A758 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-26 20:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1728 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-06 17:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 17:23:38 - [HTML]
121. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-06-12 11:09:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5119 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: iCert ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 5392 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A763 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-28 11:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 21:34:52 - [HTML]

Þingmál A764 (dreifing vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 21:41:03 - [HTML]

Þingmál A765 (sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-06-13 19:04:54 - [HTML]
122. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-06-13 19:25:28 - [HTML]
122. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-06-13 20:19:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5159 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-02 15:04:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5211 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]

Þingmál A767 (samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1751 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-06-11 10:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1779 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-11 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A772 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5699 - Komudagur: 2019-06-04 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A775 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5130 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A776 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1653 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-31 09:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-13 15:35:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5120 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. - [PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 17:08:19 - [HTML]
104. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-14 21:34:55 - [HTML]
107. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 16:20:31 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 16:05:58 - [HTML]
108. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 05:42:03 - [HTML]
108. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 05:46:44 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-24 05:18:54 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-24 06:47:44 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-25 00:10:05 - [HTML]
130. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-08-28 12:36:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5089 - Komudagur: 2019-04-19 - Sendandi: Jón Baldvin Hannibalsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5218 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5412 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A779 (vandaðir starfshættir í vísindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1239 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A780 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1641 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-28 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 14:22:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5176 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 5368 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 5614 - Komudagur: 2019-05-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 5703 - Komudagur: 2019-06-04 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A783 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5371 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Héraðssaksóknari - [PDF]

Þingmál A784 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-10 20:41:22 - [HTML]

Þingmál A785 (félög til almannaheilla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5476 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]

Þingmál A790 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5161 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5154 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Bjarni Jónsson - [PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5163 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Bjarni Jónsson - [PDF]

Þingmál A794 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5311 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A796 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5185 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 5357 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]

Þingmál A797 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1752 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-06-11 10:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1780 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-11 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A798 (lýðskólar)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-11 15:46:45 - [HTML]

Þingmál A799 (sameiginleg umsýsla höfundarréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A800 (sviðslistir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-01 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 17:44:32 - [HTML]

Þingmál A801 (menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1262 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1909 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 16:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-10 22:00:13 - [HTML]
126. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-19 20:25:18 - [HTML]
126. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2019-06-19 21:02:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5110 - Komudagur: 2019-04-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 5341 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Menntavísindasvið Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5395 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum - [PDF]
Dagbókarnúmer 5662 - Komudagur: 2019-05-29 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A803 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1264 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2019-04-01 15:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A810 (álagning skatta og gjalda til að sporna við loftslagsbreytingum og útgjöld til aðgerða gegn loftslagsbreytingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2105 (svar) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A826 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-13 19:51:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5624 - Komudagur: 2019-05-23 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A850 (frestun töku lífeyris)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-05-13 16:50:12 - [HTML]

Þingmál A860 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A861 (ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2019-04-29 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A870 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sýslumenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1394 (álit) útbýtt þann 2019-04-30 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A891 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-13 19:35:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5607 - Komudagur: 2019-05-21 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A896 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1500 (frumvarp) útbýtt þann 2019-05-13 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A918 (ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1540 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A941 (dagsektir í umgengnismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2050 (svar) útbýtt þann 2019-08-29 17:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A953 (breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1652 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-05-29 21:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-03 15:31:59 - [HTML]
115. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-03 22:01:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5744 - Komudagur: 2019-06-11 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A954 (félagsleg aðstoð og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-31 16:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1813 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-06-13 11:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-06-04 11:02:56 - [HTML]
123. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-14 11:48:20 - [HTML]
123. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-06-14 12:25:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5737 - Komudagur: 2019-06-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5738 - Komudagur: 2019-06-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A960 (framkvæmd samgönguáætlunar 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1701 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-06-04 11:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A962 (framkvæmd upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1721 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-06-05 15:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1019 (breytingar á skattalögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2096 (svar) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-12 19:33:28 - [HTML]

Þingmál B44 (efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu)

Þingræður:
8. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-20 12:29:59 - [HTML]

Þingmál B61 (störf þingsins)

Þingræður:
11. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-09-26 15:13:48 - [HTML]

Þingmál B109 (geðheilbrigðismál og réttindi fatlaðs fólks)

Þingræður:
18. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2018-10-11 10:33:56 - [HTML]
18. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-10-11 10:35:53 - [HTML]

Þingmál B115 (málefni öryrkja)

Þingræður:
18. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-10-11 11:41:35 - [HTML]

Þingmál B151 (varnarmál)

Þingræður:
22. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-18 10:46:08 - [HTML]

Þingmál B178 (birting dóma og nafna í ákveðnum dómsmálum)

Þingræður:
25. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-25 10:46:07 - [HTML]

Þingmál B182 (skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC))

Þingræður:
25. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-25 11:10:12 - [HTML]

Þingmál B274 (störf þingsins)

Þingræður:
35. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-21 15:19:28 - [HTML]

Þingmál B479 (geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga)

Þingræður:
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-01-29 13:47:04 - [HTML]

Þingmál B484 (hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra)

Þingræður:
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-29 14:51:05 - [HTML]
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-29 15:22:58 - [HTML]

Þingmál B683 (strandveiðar)

Þingræður:
82. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-03-21 11:04:13 - [HTML]

Þingmál B740 (störf þingsins)

Þingræður:
92. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2019-04-10 15:25:29 - [HTML]

Þingmál B926 (almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður))

Þingræður:
113. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2019-05-29 19:48:41 - [HTML]
113. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-29 19:56:57 - [HTML]

Þingmál B928 (störf þingsins)

Þingræður:
114. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-31 09:42:16 - [HTML]

Þingmál B943 (lengd þingfundar)

Þingræður:
115. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-06-03 11:28:49 - [HTML]

Þingmál B952 (störf þingsins)

Þingræður:
116. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-06-04 10:09:36 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-10 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-13 13:28:05 - [HTML]
30. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-11-12 14:07:03 - [HTML]
30. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-11-12 20:58:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 31 - Komudagur: 2019-10-03 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 40 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 72 - Komudagur: 2019-10-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 233 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-25 17:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-11-28 15:08:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 78 - Komudagur: 2019-10-08 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 94 - Komudagur: 2019-10-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A3 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A4 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-17 17:59:58 - [HTML]
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-17 18:09:30 - [HTML]

Þingmál A7 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A16 (grunnskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1476 - Komudagur: 2020-03-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A19 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-19 19:10:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 147 - Komudagur: 2019-10-16 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun í jarðamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A23 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-06-30 01:48:45 - [HTML]

Þingmál A24 (meðferðar- og endurhæfingarstefna í málefnum fanga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 682 - Komudagur: 2019-12-01 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A29 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-25 16:45:18 - [HTML]

Þingmál A32 (endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 2019-10-18 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A35 (orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A39 (rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2349 - Komudagur: 2020-06-09 - Sendandi: Forseti Alþingis - [PDF]

Þingmál A41 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-23 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-25 17:36:28 - [HTML]

Þingmál A48 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1365 - Komudagur: 2020-02-20 - Sendandi: FRÆ - Fræðsla og forvarnir - [PDF]

Þingmál A73 (undirritun og fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-12 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-26 15:23:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2020-01-20 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A83 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A86 (bygging hátæknisorpbrennslustöðvar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2019-11-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A88 (réttur barna til að vita um uppruna sinn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2019-10-16 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 221 - Komudagur: 2019-10-23 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A92 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 260 - Komudagur: 2019-10-29 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A99 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-04 16:33:18 - [HTML]

Þingmál A101 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 435 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2019-10-11 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A102 (framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-09-12 16:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A122 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A123 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 279 - Komudagur: 2019-10-30 - Sendandi: Samtök um kvennaathvarf - [PDF]
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A142 (ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-23 16:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A148 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-09-24 15:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 688 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-12-11 20:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-01-28 15:02:02 - [HTML]
54. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-01-29 16:24:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 2019-10-31 - Sendandi: Grýtubakkahreppur - [PDF]

Þingmál A158 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-17 16:45:50 - [HTML]

Þingmál A159 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-24 17:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A163 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-26 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-10 15:40:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 2019-10-17 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A170 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-08 15:55:45 - [HTML]

Þingmál A188 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 um breytingu á IX. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-04 11:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A223 (neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-16 16:24:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 203 - Komudagur: 2019-10-21 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 428 - Komudagur: 2019-11-08 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A224 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2329 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A225 (fasteignagjöld ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (svar) útbýtt þann 2019-12-12 16:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A230 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-23 18:10:30 - [HTML]
24. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-23 18:23:21 - [HTML]

Þingmál A243 (þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-15 16:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-22 17:21:09 - [HTML]

Þingmál A251 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1892 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-29 14:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 402 - Komudagur: 2019-11-07 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1814 - Komudagur: 2020-04-20 - Sendandi: Steinar Berg Ísleifsson - [PDF]

Þingmál A252 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-16 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-22 18:42:44 - [HTML]

Þingmál A254 (ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2019-10-16 18:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1047 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2020-03-20 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A266 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 900 - Komudagur: 2019-12-16 - Sendandi: Vesturbyggð - [PDF]

Þingmál A269 (breyting á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 502 - Komudagur: 2019-11-15 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A276 (sviðslistir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-21 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-23 15:49:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 480 - Komudagur: 2019-11-14 - Sendandi: Félag íslenskra leikara - [PDF]

Þingmál A278 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-24 12:42:46 - [HTML]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A293 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-24 10:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A306 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021--2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A313 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2019-11-13 - Sendandi: Félag skipstjórnarmanna - [PDF]

Þingmál A314 (innheimta opinberra skatta og gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök verlsunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 613 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A315 (breyting á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 681 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-12-11 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-04 17:06:26 - [HTML]
45. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-12-13 16:59:56 - [HTML]

Þingmál A316 (áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 703 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-12 15:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-12-13 17:06:30 - [HTML]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1026 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-04 16:41:50 - [HTML]
68. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-03-03 15:11:02 - [HTML]
68. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-03-03 15:35:58 - [HTML]
78. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-03-17 20:34:21 - [HTML]

Þingmál A318 (breyting á ýmsum lögum um matvæli)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-04 17:17:42 - [HTML]

Þingmál A319 (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 651 - Komudagur: 2019-11-27 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]

Þingmál A320 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 745 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-16 11:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-11 17:30:51 - [HTML]
46. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 12:59:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 879 - Komudagur: 2019-12-11 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A323 (heilbrigðisþjónusta og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (frumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-20 14:15:43 - [HTML]

Þingmál A328 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-05 16:40:49 - [HTML]
103. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-13 16:54:00 - [HTML]
103. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-05-13 18:46:45 - [HTML]

Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 799 - Komudagur: 2019-12-05 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1098 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A330 (breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1034 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-06 17:24:10 - [HTML]
68. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-03-03 16:56:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2019-11-11 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1353 - Komudagur: 2020-01-07 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A331 (samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1069 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-03-12 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1078 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-03-05 13:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1354 - Komudagur: 2020-01-07 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A341 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-05 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1099 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-12 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-05 14:20:28 - [HTML]

Þingmál A349 (aðlögun að loftslagsbreytingum og aðgerðaáætlun þar að lútandi)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-11-25 17:35:14 - [HTML]

Þingmál A361 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1663 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-09 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-12 17:21:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1168 - Komudagur: 2020-01-21 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A362 (vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1166 - Komudagur: 2019-12-10 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1234 - Komudagur: 2020-02-04 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2020-02-19 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A364 (fjáraukalög 2019)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-17 15:06:02 - [HTML]

Þingmál A370 (verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-12 16:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 929 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 936 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-02-06 12:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-14 16:33:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 753 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2019-12-04 - Sendandi: Nasdaq verðbréfamiðstöð - [PDF]

Þingmál A381 (úrvinnsla eigna og skulda ÍL-sjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-14 15:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-18 16:47:43 - [HTML]

Þingmál A382 (búvörulög og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-14 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 697 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-12-11 19:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-18 17:02:16 - [HTML]
45. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-13 14:01:10 - [HTML]

Þingmál A389 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2019-12-19 - Sendandi: Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Félag hársnyrtisveina, Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna, og Matvís - [PDF]

Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2020-01-17 - Sendandi: Lyfjahópur Félags atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 716 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-13 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-28 14:17:28 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 14:17:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 855 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A393 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-17 12:31:53 - [HTML]
48. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-17 17:36:37 - [HTML]

Þingmál A394 (staða eldri borgara hérlendis og erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2122 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A397 (afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (þáltill.) útbýtt þann 2019-11-25 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-05 18:43:28 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-03-05 18:49:15 - [HTML]
70. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-03-05 19:08:24 - [HTML]

Þingmál A401 (umhverfisskattar, umhverfisgjöld og skattalegar ívilnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-11-25 17:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 982 (svar) útbýtt þann 2020-02-20 12:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A432 (virðisaukaskattur og tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-03 17:00:24 - [HTML]

Þingmál A437 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1384 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-12 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-19 14:16:41 - [HTML]

Þingmál A439 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A446 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1859 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-25 16:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-26 17:51:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2020-03-10 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A450 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-17 02:12:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1091 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A451 (lýsing verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 991 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-02-24 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1006 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-02-24 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-17 02:31:12 - [HTML]

Þingmál A457 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1312 - Komudagur: 2020-02-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1330 - Komudagur: 2020-02-18 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A458 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 994 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Eiríkur Jónsson prófessor - [PDF]

Þingmál A459 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 650 (frumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-21 16:11:09 - [HTML]

Þingmál A467 (loftslagsmál)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-21 18:21:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1246 - Komudagur: 2020-02-05 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A468 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-11 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1484 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-25 18:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1635 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-08 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-21 15:57:05 - [HTML]
109. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-28 20:44:58 - [HTML]
114. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-08 17:19:29 - [HTML]

Þingmál A470 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-11 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A488 (Norræna ráðherranefndin 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-12-16 15:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A500 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (svar) útbýtt þann 2020-01-22 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A508 (framkvæmd laga um fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (svar) útbýtt þann 2020-02-24 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (aðgreining á afkomu ÁTVR af sölu áfengis og sölu tóbaks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1983 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A531 (Evrópuráðsþingið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 17:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 15:12:00 - [HTML]

Þingmál A543 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (frumvarp) útbýtt þann 2020-02-03 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Halldóra Mogensen - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-05 16:39:37 - [HTML]

Þingmál A581 (Framkvæmd samgönguáætlunar 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A599 (endurskoðun regluverks um starfrækslu fjárhagsupplýsingastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (þáltill.) útbýtt þann 2020-02-24 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1732 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-16 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 15:42:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2020-04-21 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1958 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2355 - Komudagur: 2020-06-10 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A612 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1954 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Magnús Soffaníusson og Sigríður Finsen - [PDF]

Þingmál A613 (Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 27/2020 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-05-11 17:26:04 - [HTML]

Þingmál A620 (fullgilding valkvæðs viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-06-18 11:10:46 - [HTML]
119. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2020-06-18 11:14:20 - [HTML]

Þingmál A635 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-12 11:39:20 - [HTML]

Þingmál A640 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-12 17:07:40 - [HTML]

Þingmál A642 (forsjár- og umgengnismál barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (þáltill.) útbýtt þann 2020-03-17 17:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A665 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2027 - Komudagur: 2020-05-14 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A666 (félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1836 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-24 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-26 18:08:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2020-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1780 - Komudagur: 2020-04-08 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A667 (tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1131 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-13 21:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (frumvarp) útbýtt þann 2020-03-17 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-21 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-23 11:19:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1699 - Komudagur: 2020-03-25 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A695 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-23 13:34:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1652 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A697 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-23 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A707 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2172 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2208 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A708 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A711 (Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1219 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-30 11:52:58 - [HTML]

Þingmál A714 (breyting á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2001 - Komudagur: 2020-05-08 - Sendandi: Ólafur R. Dýrmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2376 - Komudagur: 2020-06-18 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði - [PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1969 - Komudagur: 2020-05-06 - Sendandi: Héraðssaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 2105 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2124 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2194 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A716 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2252 - Komudagur: 2020-05-28 - Sendandi: Hagsmunaráð starfsfólks utanríkisþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-05 22:32:02 - [HTML]
101. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-11 20:55:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2257 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2260 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Norðdahl & Valdimarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2282 - Komudagur: 2020-06-01 - Sendandi: Réttur - ráðgjöf og málflutningur ehf - [PDF]

Þingmál A718 (loftslagsmál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2158 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A720 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1756 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-20 16:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1757 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-20 16:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 17:23:42 - [HTML]
129. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 17:36:00 - [HTML]
130. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-06-29 21:43:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2104 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A721 (ársreikningar og endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2111 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A722 (breyting á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-04-28 14:36:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1832 - Komudagur: 2020-04-22 - Sendandi: Arion banki hf. - [PDF]

Þingmál A726 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-21 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1322 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-06 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A731 (breyting á ýmsum lögum vegna launa þingmanna og ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1265 (frumvarp) útbýtt þann 2020-04-22 17:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2184 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Capacent ehf - [PDF]

Þingmál A735 (heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-06-25 12:02:43 - [HTML]

Þingmál A748 (bætt stjórnsýsla í umgengnismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1294 (þáltill.) útbýtt þann 2020-05-04 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-12 19:44:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2323 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2328 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2331 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2332 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]

Þingmál A811 (stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-18 16:21:25 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-28 17:43:27 - [HTML]

Þingmál A813 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1560 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-29 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-18 19:39:26 - [HTML]
110. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-29 17:36:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2186 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2210 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SVÞ - Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A814 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2258 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A815 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2156 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A842 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-26 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A843 (Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2340 - Komudagur: 2020-06-08 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A926 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2064 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-01 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2068 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-02 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
134. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-09-02 15:38:59 - [HTML]
134. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-09-02 17:03:15 - [HTML]
134. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-09-02 20:32:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2440 - Komudagur: 2020-08-14 - Sendandi: Meiri hluti velferðarnefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2455 - Komudagur: 2020-08-24 - Sendandi: VR - [PDF]
Dagbókarnúmer 2456 - Komudagur: 2020-08-24 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2457 - Komudagur: 2020-08-26 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A955 (aflaheimildir á opinn markað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1835 (þáltill.) útbýtt þann 2020-06-24 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A969 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2474 - Komudagur: 2020-08-31 - Sendandi: Flugfélagið PLAY - [PDF]

Þingmál A970 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2475 - Komudagur: 2020-08-31 - Sendandi: Flugfélagið PLAY - [PDF]

Þingmál A972 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2036 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-08-26 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A999 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2091 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-09-03 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B47 (loftslagsmál og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi)

Þingræður:
7. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-19 12:32:15 - [HTML]
7. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-19 12:36:59 - [HTML]

Þingmál B275 (viðbrögð ráðherra við mótmælum á Austurvelli)

Þingræður:
34. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-11-25 15:08:31 - [HTML]

Þingmál B292 (störf þingsins)

Þingræður:
35. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-11-26 13:33:08 - [HTML]

Þingmál B327 (störf þingsins)

Þingræður:
39. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-12-03 13:45:23 - [HTML]

Þingmál B368 (störf þingsins)

Þingræður:
43. þingfundur - María Hjálmarsdóttir - Ræða hófst: 2019-12-11 15:41:21 - [HTML]

Þingmál B411 (minnst látins fyrrverandi alþingismanns, Guðrúnar Ögmundsdóttur)

Þingræður:
49. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-01-20 16:00:51 - [HTML]

Þingmál B412 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan)

Þingræður:
49. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-01-20 18:30:58 - [HTML]
49. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-20 18:42:05 - [HTML]

Þingmál B438 (fiskveiðistjórnarkerfið)

Þingræður:
52. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2020-01-23 11:50:19 - [HTML]

Þingmál B707 (nýr aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
91. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2020-04-20 15:06:02 - [HTML]

Þingmál B749 (aðgerðir til aðstoðar stórum fyrirtækjum)

Þingræður:
95. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2020-04-30 10:47:42 - [HTML]

Þingmál B1022 (almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður).)

Þingræður:
125. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-23 19:57:19 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-05 11:55:28 - [HTML]
3. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-10-05 17:06:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 34 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 40 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 66 - Komudagur: 2020-10-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 89 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2020-10-23 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2020-11-09 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-07 11:25:24 - [HTML]
5. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-07 12:02:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 8 - Komudagur: 2020-10-16 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2020-10-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 90 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A3 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-19 13:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-05-20 16:48:28 - [HTML]
99. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-20 16:55:03 - [HTML]

Þingmál A4 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 69 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2020-11-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A5 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 243 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 479 - Komudagur: 2020-11-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A6 (opinber fjármál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 68 - Komudagur: 2020-10-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A7 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A11 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1095 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-03-23 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Páll Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-04-14 15:20:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2020-10-27 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2020-10-27 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A12 (merkingar og upplýsingaskylda varðandi vörur sem tengjast orkunotkun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 402 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-11-25 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 420 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-11-26 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A13 (viðskiptaleyndarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 162 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 173 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 178 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 228 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A15 (stjórnsýsla jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-13 15:31:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 434 - Komudagur: 2020-11-12 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A17 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 21:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2020-11-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A18 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 428 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-12-02 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 486 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-12-02 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-20 15:50:09 - [HTML]

Þingmál A19 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 427 - Komudagur: 2020-11-11 - Sendandi: Hagsmunaráð starfsfólks utanríkisþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A20 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A23 (ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 425 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-11-26 14:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 268 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Nova ehf. - [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-21 17:53:19 - [HTML]
13. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-10-21 18:23:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 464 - Komudagur: 2020-11-17 - Sendandi: Stjórnarskrárfélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A28 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A30 (breyting á barnalögum)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 14:48:36 - [HTML]

Þingmál A32 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-13 14:04:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 160 - Komudagur: 2020-10-28 - Sendandi: Landgræðslan - [PDF]
Dagbókarnúmer 257 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 352 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Ungir umhverfissinnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2020-11-06 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 448 - Komudagur: 2020-11-13 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A34 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-12 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-21 15:51:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 2020-11-06 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A38 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-11-17 19:44:27 - [HTML]

Þingmál A56 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-15 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 475 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-02 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 17:29:51 - [HTML]
32. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-07 16:51:16 - [HTML]
49. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-01-27 17:45:15 - [HTML]
49. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-01-27 18:16:09 - [HTML]
49. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-27 18:36:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2020-11-09 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 390 - Komudagur: 2020-11-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A86 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-06 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-17 21:08:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 845 - Komudagur: 2020-12-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A90 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-06 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-25 19:40:12 - [HTML]

Þingmál A101 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-06 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-12 17:13:44 - [HTML]

Þingmál A102 (undirritun og fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-06 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-24 23:14:18 - [HTML]

Þingmál A103 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-07 10:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A104 (bætt stjórnsýsla í umgengnismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-06 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-24 23:23:39 - [HTML]

Þingmál A111 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A113 (félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1064 - Komudagur: 2020-12-15 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A132 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-07 15:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-12 18:04:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 287 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]

Þingmál A136 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-07 15:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A143 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-08 12:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1755 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2021-06-12 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A161 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir - [PDF]

Þingmál A163 (endurskoðun regluverks um starfsemi fjárhagsupplýsingastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-12 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-23 16:18:28 - [HTML]

Þingmál A184 (aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2095 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A185 (afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-15 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-23 17:56:17 - [HTML]

Þingmál A186 (undirritun og fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2470 - Komudagur: 2021-04-09 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]

Þingmál A187 (orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-15 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-13 14:31:58 - [HTML]

Þingmál A188 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1841 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2172 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]

Þingmál A189 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-23 18:23:12 - [HTML]

Þingmál A191 (skipun starfshóps um rétt til að annast veikt eða slasað barn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-15 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A192 (réttur barna til að þekkja uppruna sinn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 498 - Komudagur: 2020-11-23 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2020-12-09 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A201 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-20 15:17:29 - [HTML]

Þingmál A205 (þinglýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 293 - Komudagur: 2020-11-03 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A206 (skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 358 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-18 17:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 11:56:17 - [HTML]
23. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-11-19 14:10:47 - [HTML]

Þingmál A208 (skipalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-20 16:31:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 377 - Komudagur: 2020-11-06 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2823 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Nova ehf. - [PDF]

Þingmál A211 (bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-12-15 14:53:09 - [HTML]

Þingmál A223 (framsal sakamanna og önnur aðstoð í sakamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-21 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-21 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-05 17:28:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 537 - Komudagur: 2020-11-25 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A233 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 236 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-22 17:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-24 16:06:56 - [HTML]

Þingmál A235 (framkvæmd ályktana Alþingis 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-03 19:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A240 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 258 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-03 19:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-13 14:00:59 - [HTML]

Þingmál A241 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-04 16:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2020-12-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A265 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-05-20 15:59:22 - [HTML]

Þingmál A267 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 788 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Héraðssaksóknari - [PDF]

Þingmál A269 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2161 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A272 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2316 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]

Þingmál A275 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-13 13:01:59 - [HTML]

Þingmál A280 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-12 10:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2020-12-09 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A282 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-12 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-03 15:42:37 - [HTML]

Þingmál A300 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-13 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (vangoldið vátryggingariðgjald ökutækis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 878 (svar) útbýtt þann 2021-02-11 12:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A311 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 347 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-17 17:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-19 15:06:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2020-12-08 - Sendandi: Fjallabyggð - [PDF]

Þingmál A312 (fjárhagslegar viðmiðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-17 21:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 836 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-02-03 11:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 846 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-02-03 14:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (skipagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1161 - Komudagur: 2021-01-13 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A314 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-17 18:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A322 (opinber stuðningur við nýsköpun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-03-17 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-24 16:50:00 - [HTML]

Þingmál A323 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-19 12:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-17 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 673 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-17 19:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 674 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-17 20:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2020-11-24 22:13:12 - [HTML]
41. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-17 21:53:55 - [HTML]
41. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-17 22:12:48 - [HTML]
41. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-12-18 00:50:39 - [HTML]
41. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-18 01:45:16 - [HTML]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-25 16:07:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2020-12-13 - Sendandi: Þórarinn Einarsson - [PDF]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1087 - Komudagur: 2020-12-21 - Sendandi: Stjórnarskrárfélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1266 - Komudagur: 2021-01-21 - Sendandi: Yfirkjörstjórn Fjarðabyggðar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1319 - Komudagur: 2021-01-26 - Sendandi: Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður - [PDF]

Þingmál A342 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 14:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2020-12-17 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A343 (lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga og vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-26 17:44:39 - [HTML]

Þingmál A344 (Neytendastofa o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1521 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A345 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2021-01-04 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]

Þingmál A349 (birting alþjóðasamninga í C-deild Stjórnartíðinda)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-03-04 16:50:03 - [HTML]

Þingmál A350 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2408 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (frumvarp) útbýtt þann 2020-12-02 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-03 16:13:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2247 - Komudagur: 2021-03-19 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2302 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2422 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2587 - Komudagur: 2021-04-20 - Sendandi: Kadeco - [PDF]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-03 14:53:07 - [HTML]
106. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-03 14:54:32 - [HTML]
106. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-03 16:40:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1302 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A355 (Barna- og fjölskyldustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-03 18:11:40 - [HTML]

Þingmál A356 (Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A360 (græn atvinnubylting)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1754 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-12 15:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2021-01-12 - Sendandi: Ungir umhverfissinnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2021-01-13 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A365 (lögreglulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-01 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1315 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-21 12:00:23 - [HTML]
47. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-21 12:08:54 - [HTML]
47. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-21 12:18:16 - [HTML]

Þingmál A366 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A367 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2021-02-12 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-21 13:31:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1523 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1562 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Einar Kr. Haraldsson - [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1315 - Komudagur: 2021-01-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1371 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Kristinn Snær Sigurjónsson, Guðbergur Reynisson og Freyr Þórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1424 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1439 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit - [PDF]

Þingmál A372 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-02 21:58:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1046 - Komudagur: 2020-12-14 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A373 (rannsókn og saksókn í skattalagabrotum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1193 - Komudagur: 2021-01-15 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1842 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A374 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 466 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A375 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1602 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1626 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2021-02-11 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2455 - Komudagur: 2021-04-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A376 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 468 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 962 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A378 (sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 470 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-26 18:28:17 - [HTML]
48. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2021-01-26 19:54:24 - [HTML]
48. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-01-26 20:09:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: LEX lögmannsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Fljótsdalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Hörgársveit - [PDF]
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2021-03-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1899 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Stykkishólmsbær - [PDF]

Þingmál A399 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2021-02-25 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A400 (breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1531 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-20 16:51:14 - [HTML]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A424 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-17 18:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1643 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-08 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-11 17:11:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Fulltingi slf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1674 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3116 - Komudagur: 2021-06-02 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A444 (breyting á ýmsum lögum til einföldunar á regluverki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1735 - Komudagur: 2021-02-12 - Sendandi: Hagsmunahópur bókhaldsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1869 - Komudagur: 2021-02-25 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A452 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-19 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-02-16 17:04:51 - [HTML]
55. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-16 18:41:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1932 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2072 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A456 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2106 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-03 19:11:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1852 - Komudagur: 2021-02-24 - Sendandi: Stjórnarskrárfélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1981 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Sigurður Hreinn Sigurðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2001 - Komudagur: 2021-03-07 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]
Dagbókarnúmer 2086 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Skjöldur Vatnar Björnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2340 - Komudagur: 2021-03-25 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3026 - Komudagur: 2021-05-20 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A468 (þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2021-01-21 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1535 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-27 16:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1585 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1611 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-04 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2021-02-02 16:30:24 - [HTML]
104. þingfundur - Jón Þór Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-01 20:08:40 - [HTML]

Þingmál A478 (breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-27 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-02 15:40:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1827 - Komudagur: 2021-02-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A480 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-28 12:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2322 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: FRÆ - Fræðsla og forvarnir - [PDF]

Þingmál A489 (aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu drengja í skólakerfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2447 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A491 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-12 14:02:15 - [HTML]

Þingmál A504 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-04 12:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-16 20:19:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1995 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A505 (ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1957 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Dista ehf. - [PDF]

Þingmál A506 (Fjarskiptastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2204 - Komudagur: 2021-03-18 - Sendandi: Kærunefnd vöru-og þjónustukaupa. - [PDF]

Þingmál A509 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2148 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga, Hafnasamband Íslands og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A510 (ályktun þingfundar ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 977 (svar) útbýtt þann 2021-03-04 18:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A519 (ofanflóðasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1686 (svar) útbýtt þann 2021-08-25 11:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A534 (póstþjónusta og Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2052 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Íslandspóstur ohf - [PDF]

Þingmál A536 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 15:42:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2060 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1736 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-11 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 16:38:22 - [HTML]
112. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-06-12 00:52:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3011 - Komudagur: 2021-05-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A539 (skráð sambúð fleiri en tveggja aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 901 (þáltill.) útbýtt þann 2021-02-17 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A544 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2459 - Komudagur: 2021-04-08 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A549 (fiskeldi, matvæli og landbúnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 916 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-18 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1439 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-26 19:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-23 12:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-06-09 13:51:58 - [HTML]

Þingmál A558 (brottfall laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 938 (frumvarp) útbýtt þann 2021-02-25 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-27 18:18:20 - [HTML]

Þingmál A561 (Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-25 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-02 15:08:32 - [HTML]

Þingmál A563 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2021-05-10 14:38:49 - [HTML]
92. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-10 14:47:09 - [HTML]
92. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-10 14:59:04 - [HTML]
92. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-10 15:00:25 - [HTML]
92. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-10 15:01:50 - [HTML]
92. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-10 15:04:09 - [HTML]
92. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-10 15:06:30 - [HTML]
92. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-05-10 15:08:59 - [HTML]
93. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-05-11 14:24:25 - [HTML]
93. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-05-11 14:24:56 - [HTML]
93. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-05-11 14:26:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2452 - Komudagur: 2021-04-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A570 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 962 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-03 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A583 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1772 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1813 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A584 (aðgerðir gegn markaðssvikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1421 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1467 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-31 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1505 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-25 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-17 16:02:37 - [HTML]

Þingmál A585 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 993 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2426 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-16 17:18:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2560 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2742 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2812 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A587 (þjóðkirkjan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A588 (þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1737 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-11 20:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-12 23:18:57 - [HTML]

Þingmál A602 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-17 15:03:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2427 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2450 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Réttur - ráðgjöf og málflutningur ehf - [PDF]

Þingmál A603 (félög til almannaheilla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2468 - Komudagur: 2021-04-09 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A604 (tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A605 (brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2467 - Komudagur: 2021-04-08 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A607 (Neytendastofa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1037 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-17 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A610 (rafmyntir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1428 (svar) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2021-03-18 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1325 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-03 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-18 14:12:56 - [HTML]
90. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-05 18:01:53 - [HTML]

Þingmál A619 (heimild til nýtingar séreignarsparnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1268 (svar) útbýtt þann 2021-04-21 12:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-18 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-26 13:31:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2476 - Komudagur: 2021-04-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2481 - Komudagur: 2021-04-09 - Sendandi: Rannsóknarnefnd almannavarna - [PDF]

Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1797 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1821 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A627 (fjármálaáætlun 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-26 13:52:25 - [HTML]
102. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-05-27 14:29:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2533 - Komudagur: 2021-04-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A628 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (happdrætti Háskóla Íslands og happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3079 - Komudagur: 2021-05-27 - Sendandi: Samtök áhugafólks um spilafíkn - [PDF]

Þingmál A637 (Samkeppniseftirlitið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1423 (svar) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A641 (lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-24 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1444 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-21 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1462 (lög í heild) útbýtt þann 2021-05-18 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-26 14:32:31 - [HTML]

Þingmál A643 (afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-24 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1445 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-18 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1463 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-18 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A646 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 12:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-13 14:32:34 - [HTML]

Þingmál A650 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1117 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 12:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-05-11 17:16:05 - [HTML]

Þingmál A668 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 19:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A689 (breyting á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1159 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1646 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1705 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-10 19:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A690 (farþegaflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 19:54:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2716 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A697 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1565 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-31 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-04 15:00:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2671 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2972 - Komudagur: 2021-05-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A698 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1367 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-05 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 15:54:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2822 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2653 - Komudagur: 2021-04-27 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A700 (breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1179 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 16:27:18 - [HTML]
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-04-13 17:14:41 - [HTML]
77. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-13 18:17:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2615 - Komudagur: 2021-04-23 - Sendandi: Verkalýðsfélag Akraness - [PDF]
Dagbókarnúmer 2645 - Komudagur: 2021-04-27 - Sendandi: Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2651 - Komudagur: 2021-04-27 - Sendandi: Lífeyrissjóður bankamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2652 - Komudagur: 2021-04-27 - Sendandi: Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2659 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2660 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2661 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 2669 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 2685 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2689 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Lífsverk lífeyrissjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 2694 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Frjálsi lífeyrissjóðurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2806 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: Arion banki hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2807 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni - [PDF]
Dagbókarnúmer 2818 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: Eftirlaunasjóður FíA (EFÍA) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2989 - Komudagur: 2021-05-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3027 - Komudagur: 2021-05-20 - Sendandi: Almenni lífeyrissjóðurinn, Frjálsí lífeyrissjóðurinn og Íslensk lífeyrissjóðurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 3028 - Komudagur: 2021-05-20 - Sendandi: Frjálsi lífeyrissjóðurinn - [PDF]

Þingmál A701 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A703 (Vísinda- og nýsköpunarráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2744 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 20:37:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2867 - Komudagur: 2021-05-05 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2908 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A705 (endurskoðuð landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 21:09:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2624 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: Sveinn Runólfsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2719 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2802 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]

Þingmál A706 (ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A707 (staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2622 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2706 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A708 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1680 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-09 19:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-11 22:26:51 - [HTML]
112. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-06-11 22:43:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2738 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A709 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2707 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A710 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-13 15:01:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2830 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A711 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1640 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-08 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 22:57:30 - [HTML]
112. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-11 23:55:34 - [HTML]
112. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-12 00:05:49 - [HTML]
112. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-06-12 00:15:17 - [HTML]
113. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-06-12 14:23:07 - [HTML]
113. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2021-06-12 14:30:17 - [HTML]
113. þingfundur - Bergþór Ólason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2021-06-12 14:33:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2637 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: Ólafur S. Andrésson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2643 - Komudagur: 2021-04-27 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2732 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2785 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Ungir umhverfissinnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2951 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3074 - Komudagur: 2021-05-27 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A712 (umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Bergþór Ólason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2021-06-12 13:47:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3111 - Komudagur: 2021-06-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A713 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2786 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Sven ehf. - [PDF]

Þingmál A714 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-12 16:10:10 - [HTML]

Þingmál A716 (grunnskólar og framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-14 13:41:21 - [HTML]

Þingmál A717 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2839 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A718 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2725 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Aflið, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin Stígamót og UN Wome á Íslandi - [PDF]

Þingmál A720 (ný velferðarstefna fyrir aldraða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1199 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A721 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A731 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2888 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A736 (stofnun þjóðaróperu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1851 (svar) útbýtt þann 2021-07-06 10:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A748 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1270 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-21 12:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2949 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Húseigendafélagið - [PDF]

Þingmál A752 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-21 16:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A762 (Barnvænt Ísland -- framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-10 15:43:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3053 - Komudagur: 2021-05-25 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A768 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-03 18:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-05 14:03:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3101 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A769 (breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2944 - Komudagur: 2021-05-10 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A775 (atvinnuleysistryggingar og greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1358 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-04 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A790 (framkvæmd samgönguáætlunar 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A791 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-20 17:11:33 - [HTML]
112. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-06-11 13:18:06 - [HTML]

Þingmál A807 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-21 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A857 (netlög sjávarjarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1683 (þáltill.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A858 (uppsögn alþjóðasamnings um vernd nýrra yrkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1697 (þáltill.) útbýtt þann 2021-06-10 17:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A859 (undanþágur frá aldursákvæði hjúskaparlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1708 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2021-06-10 22:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A862 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1733 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-06-11 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A873 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1879 (breytingartillaga) útbýtt þann 2021-07-06 12:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A879 (grænir skattar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1909 (svar) útbýtt þann 2021-09-03 11:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B13 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-01 19:35:10 - [HTML]

Þingmál B53 (frumvarp um kennitöluflakk)

Þingræður:
9. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-15 10:46:17 - [HTML]

Þingmál B62 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)

Þingræður:
10. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2020-10-19 15:31:42 - [HTML]

Þingmál B223 (störf þingsins)

Þingræður:
31. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2020-12-03 11:55:39 - [HTML]
31. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-03 12:02:24 - [HTML]

Þingmál B304 (breyting á lögreglulögum)

Þingræður:
40. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-17 10:42:07 - [HTML]

Þingmál B306 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði Mannréttindadómstólsins)

Þingræður:
40. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-17 10:56:19 - [HTML]

Þingmál B378 (störf þingsins)

Þingræður:
49. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-01-27 15:10:14 - [HTML]
49. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2021-01-27 15:17:22 - [HTML]

Þingmál B385 (algild hönnun ferðamannastaða)

Þingræður:
50. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-01-28 10:50:12 - [HTML]

Þingmál B459 (uppfærð markmið Íslands fyrir aðildarríkjafund loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26))

Þingræður:
57. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 13:45:19 - [HTML]

Þingmál B464 (málefni lögreglu)

Þingræður:
58. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-23 13:30:34 - [HTML]

Þingmál B479 (almannatryggingar)

Þingræður:
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-25 13:23:50 - [HTML]

Þingmál B552 (störf þingsins)

Þingræður:
68. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-03-17 13:26:19 - [HTML]

Þingmál B660 (skóli án aðgreiningar)

Þingræður:
81. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-20 14:31:37 - [HTML]

Þingmál B789 (svar við fyrirspurn)

Þingræður:
96. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2021-05-17 13:47:12 - [HTML]
96. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2021-05-17 13:50:32 - [HTML]

Þingmál B790 (störf þingsins)

Þingræður:
97. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-05-18 13:23:34 - [HTML]

Þingmál B879 (almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður))

Þingræður:
108. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-07 19:58:52 - [HTML]
108. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-07 20:06:44 - [HTML]

Þingmál B893 (skýrsla um leghálsskimanir o.fl.)

Þingræður:
109. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2021-06-08 14:03:26 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 210 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-20 22:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-12-03 16:31:06 - [HTML]
5. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-12-04 12:45:43 - [HTML]
5. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-04 12:58:27 - [HTML]
5. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-04 13:05:15 - [HTML]
5. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2021-12-04 13:15:31 - [HTML]
5. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-04 13:45:58 - [HTML]
5. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-04 13:47:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 190 - Komudagur: 2021-12-06 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 209 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: NPA - miðstöðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 236 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 242 - Komudagur: 2021-12-11 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2021-12-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 242 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-22 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-12-27 11:05:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 238 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2021-12-13 - Sendandi: Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 287 - Komudagur: 2021-12-16 - Sendandi: Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 314 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A4 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-07 18:07:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 301 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A8 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-02 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-18 18:37:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 674 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2022-02-07 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A11 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-08 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-19 16:44:11 - [HTML]
24. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-01-19 17:08:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir - [PDF]

Þingmál A14 (uppbygging geðdeilda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 690 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]

Þingmál A21 (mat á burðarþoli Jökulfjarða og Eyjafjarðar og birting burðarþols fyrir Mjóafjörð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2022-06-13 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A24 (ávana-og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 754 - Komudagur: 2022-02-08 - Sendandi: Helgi Gunnlaugsson prófessor - [PDF]

Þingmál A30 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A34 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-02 18:44:37 - [HTML]
32. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-02-02 18:58:29 - [HTML]
32. þingfundur - Tómas A. Tómasson - Ræða hófst: 2022-02-02 19:06:21 - [HTML]
32. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2022-02-02 19:09:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 799 - Komudagur: 2022-02-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 810 - Komudagur: 2022-02-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: Ágúst Fannar Leifsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðra í Reykjavík og á Seltjarnarnesi - [PDF]
Dagbókarnúmer 897 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 901 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]
Dagbókarnúmer 904 - Komudagur: 2022-02-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Sameinuðu þjóðirnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 974 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]

Þingmál A36 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-08 17:22:57 - [HTML]

Þingmál A43 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 869 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]

Þingmál A49 (aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2022-03-11 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A51 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-24 11:50:48 - [HTML]

Þingmál A71 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1229 - Komudagur: 2022-03-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A73 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2022-03-22 - Sendandi: Félag strandveiðimanna - [PDF]

Þingmál A74 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1109 - Komudagur: 2022-03-15 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A76 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-03 13:54:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1147 - Komudagur: 2022-03-18 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A77 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-03 14:19:04 - [HTML]

Þingmál A88 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-10 11:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A90 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2022-01-20 18:57:26 - [HTML]

Þingmál A92 (neytendastofa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A93 (endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2022-02-23 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna - [PDF]
Dagbókarnúmer 933 - Komudagur: 2022-02-23 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A97 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2021-12-21 - Sendandi: Sigríður Arna Arnþórsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2021-12-29 - Sendandi: Félag húsbílaeigenda - [PDF]

Þingmál A98 (orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-19 18:41:36 - [HTML]

Þingmál A118 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-02 14:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A122 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-03 11:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A126 (tekjutrygging almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (svar) útbýtt þann 2022-03-21 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A137 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 285 - Komudagur: 2021-12-16 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 435 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-02-02 19:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-02-03 13:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-12-14 13:39:10 - [HTML]

Þingmál A150 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-14 18:43:36 - [HTML]
51. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-14 19:36:57 - [HTML]
51. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-14 19:51:46 - [HTML]

Þingmál A154 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 13:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-13 16:19:38 - [HTML]

Þingmál A160 (afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-09 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-27 17:16:00 - [HTML]

Þingmál A163 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Jón Gunnarsson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-18 15:53:34 - [HTML]
23. þingfundur - Jón Gunnarsson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-18 16:09:45 - [HTML]

Þingmál A164 (fjárhagslegar viðmiðanir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 282 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-12-29 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 291 (lög í heild) útbýtt þann 2021-12-28 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-14 13:57:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A165 (ákvörðun nr. 388/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-16 17:26:01 - [HTML]
12. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-16 17:30:35 - [HTML]
12. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-16 17:32:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2022-01-03 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A168 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 727 - Komudagur: 2022-02-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1000 - Komudagur: 2022-03-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 448 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-02-03 17:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-13 18:13:23 - [HTML]
35. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-02-08 14:33:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2022-01-20 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A175 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-01-27 16:58:52 - [HTML]
28. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-27 17:09:24 - [HTML]

Þingmál A176 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-14 13:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A181 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-14 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 903 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-04-08 18:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Jón Gunnarsson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2022-01-18 16:32:43 - [HTML]
23. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-18 16:39:29 - [HTML]
84. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2022-06-02 18:44:06 - [HTML]
84. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-06-02 19:13:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 682 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 853 - Komudagur: 2022-02-17 - Sendandi: Félag grunnskólakennara - [PDF]
Dagbókarnúmer 1235 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A185 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 886 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-04-08 12:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-09 14:29:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1367 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1371 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-18 17:34:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 662 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2022-02-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 879 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 998 - Komudagur: 2022-03-01 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2022-03-21 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3537 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A191 (undanþágur frá aldursákvæði hjúskaparlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2021-12-16 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 769 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2022-03-30 17:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A202 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-28 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-26 17:12:24 - [HTML]

Þingmál A207 (þolendamiðuð heildarendurskoðun hegningarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-28 11:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (skráning lögheimilis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 452 (svar) útbýtt þann 2022-02-07 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A232 (styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 630 - Komudagur: 2022-01-25 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 646 - Komudagur: 2022-01-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A244 (evrópskir áhættufjármagnssjóðir og evrópskir félagslegir framtakssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-20 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1100 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-05-30 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1138 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-01 15:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-26 15:35:59 - [HTML]

Þingmál A251 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1178 - Komudagur: 2022-03-22 - Sendandi: Félag strandveiðimanna - [PDF]

Þingmál A253 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 657 - Komudagur: 2022-02-01 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A257 (starfshópar samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (svar) útbýtt þann 2022-02-23 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A267 (félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1020 - Komudagur: 2022-03-04 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 776 - Komudagur: 2022-02-10 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 911 - Komudagur: 2022-02-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A283 (bætt stjórnsýsla í umgengnismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 397 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-01 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A287 (skráð sambúð fleiri en tveggja aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-08 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A291 (viðspyrnustyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-01 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-02-23 16:47:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 864 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: KPMG Law ehf. - [PDF]

Þingmál A301 (áhrif heimilisofbeldis við úrskurð um umgengni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2022-02-02 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A318 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-08 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-02-10 13:26:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - [PDF]
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Margrét Erlendsdóttir - [PDF]

Þingmál A334 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-08 17:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1208 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1219 - Komudagur: 2022-03-25 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A337 (samskipti við hagsmunaverði og skráning þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (svar) útbýtt þann 2022-03-14 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A368 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-24 10:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-21 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (skipun starfshóps um rétt til að annast veikt eða slasað barn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-21 17:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (aðgerðir á ábyrgð ráðuneytisins gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A383 (aðgerðir á ábyrgð ráðuneytisins gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1326 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (lýsing verðbréfa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-23 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1139 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-01 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (fiskveiðistjórn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-22 16:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1122 - Komudagur: 2022-03-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2022-03-18 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A389 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-24 12:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2022-03-17 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A397 (tekjustofn sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-28 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A414 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 18:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1269 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 18:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1328 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-15 18:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-15 19:03:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1126 - Komudagur: 2022-03-16 - Sendandi: Landgræðslan - [PDF]
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2022-03-31 - Sendandi: Eleven Experience á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 3462 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3570 - Komudagur: 2022-06-04 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 3629 - Komudagur: 2022-06-09 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A417 (greiðslureikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-02 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-08 17:38:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3226 - Komudagur: 2022-05-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A418 (mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2022-04-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A419 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1263 - Komudagur: 2022-04-01 - Sendandi: ÍS 47 ehf og Hábrúnar hf. - [PDF]

Þingmál A433 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-22 17:40:17 - [HTML]

Þingmál A441 (utanríkis- og alþjóðamál 2021)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-03-10 12:55:53 - [HTML]

Þingmál A449 (grænþvottur)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2022-03-14 18:06:39 - [HTML]

Þingmál A450 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-09 16:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1293 - Komudagur: 2022-04-06 - Sendandi: Sven ehf. - [PDF]

Þingmál A457 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-04-08 12:57:06 - [HTML]
69. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-04-26 20:31:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3265 - Komudagur: 2022-05-09 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A460 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-24 18:35:32 - [HTML]
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-03-29 16:24:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2022-04-08 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1311 - Komudagur: 2022-04-12 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2022-04-14 - Sendandi: Nova ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2022-04-25 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 3240 - Komudagur: 2022-05-11 - Sendandi: Ljósleiðarinn - [PDF]

Þingmál A471 (loftslagsmál)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 21:09:15 - [HTML]

Þingmál A482 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3378 - Komudagur: 2022-05-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3483 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 3492 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Lyfjastofnun - [PDF]

Þingmál A508 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-24 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-23 17:40:15 - [HTML]

Þingmál A513 (fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-05 15:01:38 - [HTML]
62. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-04-05 19:35:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3237 - Komudagur: 2022-05-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 3268 - Komudagur: 2022-05-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A517 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-28 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1168 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-07 15:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A518 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 741 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-29 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-23 20:32:45 - [HTML]

Þingmál A523 (fullgilding og lögfesting valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-29 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A530 (breyting á ýmsum lögum í þágu barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 758 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-29 18:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A531 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1230 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-13 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1254 (breytingartillaga) útbýtt þann 2022-06-14 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1305 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 14:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1356 - Komudagur: 2022-04-22 - Sendandi: Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta - [PDF]

Þingmál A532 (fjármálamarkaðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 760 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-06-10 00:05:34 - [HTML]

Þingmál A533 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1332 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-15 22:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1401 (lög (m.áo.br.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-08 12:29:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2022-04-26 - Sendandi: Arctica Finance hf. - [PDF]

Þingmál A536 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A569 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-13 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-06-14 23:15:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3413 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A570 (peningamarkaðssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-23 19:47:13 - [HTML]
78. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-05-23 19:51:46 - [HTML]

Þingmál A571 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-17 15:43:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3434 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A572 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3457 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3503 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 3664 - Komudagur: 2022-06-14 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A573 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-17 16:46:50 - [HTML]

Þingmál A582 (niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 824 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 22:36:33 - [HTML]
88. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-06-09 18:51:22 - [HTML]
88. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-06-09 19:11:07 - [HTML]

Þingmál A586 (raunverulegir eigendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 828 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (starfskjaralög)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-16 17:31:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3460 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A590 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1117 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-05-31 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-07 18:23:00 - [HTML]
64. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 19:44:48 - [HTML]
64. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 21:23:47 - [HTML]
64. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-07 22:55:28 - [HTML]
84. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-02 17:05:45 - [HTML]
84. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-06-02 17:43:20 - [HTML]
84. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-06-02 18:09:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1358 - Komudagur: 2022-04-25 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 1361 - Komudagur: 2022-04-26 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1364 - Komudagur: 2022-04-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A591 (greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-16 18:30:56 - [HTML]

Þingmál A593 (sorgarleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1204 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-29 14:03:20 - [HTML]
90. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2022-06-14 20:14:48 - [HTML]
92. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2022-06-15 22:22:47 - [HTML]

Þingmál A594 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-04 14:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-16 18:55:02 - [HTML]

Þingmál A596 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 838 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3606 - Komudagur: 2022-06-08 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A597 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 839 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A623 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um þjónustu við fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 38/2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 870 (álit) útbýtt þann 2022-04-06 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A625 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (frumvarp) útbýtt þann 2022-04-06 13:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A644 (íslenski dansflokkurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 989 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (brot gegn áfengislögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1427 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A679 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1012 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-16 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-06-02 15:17:31 - [HTML]

Þingmál A690 (hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-23 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1242 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-13 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1250 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2022-06-14 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-15 00:12:12 - [HTML]
90. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-06-15 00:52:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3525 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Verkalýðsfélag Akraness - [PDF]
Dagbókarnúmer 3555 - Komudagur: 2022-06-03 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 3574 - Komudagur: 2022-06-06 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 3575 - Komudagur: 2022-06-06 - Sendandi: Frjálsi lífeyrissjóðurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 3580 - Komudagur: 2022-06-06 - Sendandi: Arion banki hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 3582 - Komudagur: 2022-06-06 - Sendandi: Eftirlaunasjóður FíA (EFÍA) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3597 - Komudagur: 2022-06-07 - Sendandi: Íslenski lífeyrissjóðurinn - [PDF]

Þingmál A710 (samningsviðauki nr. 16 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (þáltill.) útbýtt þann 2022-05-30 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A723 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-07 16:35:25 - [HTML]
85. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2022-06-07 18:59:29 - [HTML]

Þingmál A766 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1462 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-09-09 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B24 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-12-01 19:34:16 - [HTML]

Þingmál B59 (sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.)

Þingræður:
8. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-09 15:03:32 - [HTML]

Þingmál B203 (loftslagsmál)

Þingræður:
31. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2022-02-01 14:25:49 - [HTML]

Þingmál B357 (orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn)

Þingræður:
50. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-03-10 11:35:39 - [HTML]

Þingmál B372 (frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks)

Þingræður:
51. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-03-14 15:19:45 - [HTML]

Þingmál B457 (beiðni um að endurtaka atkvæðagreiðslu)

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-24 12:50:19 - [HTML]

Þingmál B486 (umhverfi fjölmiðla)

Þingræður:
60. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-30 16:10:55 - [HTML]

Þingmál B494 (refsingar vegna brota á umhverfislöggjöf)

Þingræður:
61. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-04-04 15:17:09 - [HTML]
61. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2022-04-04 15:19:14 - [HTML]
61. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-04-04 15:21:17 - [HTML]

Þingmál B519 (almannatryggingar)

Þingræður:
64. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-07 16:27:20 - [HTML]

Þingmál B679 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
87. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-06-08 20:33:29 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-15 09:04:07 - [HTML]
4. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2022-09-16 18:47:51 - [HTML]
42. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-12-06 21:42:17 - [HTML]
44. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-08 11:24:39 - [HTML]
44. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-12-08 15:25:12 - [HTML]
46. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-10 15:39:54 - [HTML]
46. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-10 16:35:32 - [HTML]
47. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2022-12-12 19:21:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 19 - Komudagur: 2022-10-06 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 34 - Komudagur: 2022-10-07 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 2022-10-07 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 136 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 194 - Komudagur: 2022-10-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-12 22:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-19 16:29:20 - [HTML]
5. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-09-19 17:06:36 - [HTML]
49. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-14 16:13:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 189 - Komudagur: 2022-10-20 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 190 - Komudagur: 2022-10-20 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2022-10-20 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A3 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-20 16:50:52 - [HTML]

Þingmál A8 (tæknifrjóvgun o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2022-10-13 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A9 (endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 262 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna - [PDF]

Þingmál A11 (samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-09-22 15:21:23 - [HTML]

Þingmál A16 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 14:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 314 - Komudagur: 2022-11-01 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 419 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir - [PDF]

Þingmál A21 (yfirlýsing um neyðarástand í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-29 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 228 - Komudagur: 2022-10-25 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A35 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-23 14:35:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4190 - Komudagur: 2023-03-23 - Sendandi: Ragnheiður Bragadóttir prófessor - [PDF]

Þingmál A37 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 596 - Komudagur: 2022-11-29 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]

Þingmál A41 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-12 18:26:53 - [HTML]

Þingmál A48 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-20 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A49 (fullgilding og lögfesting valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-22 14:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-08 16:52:11 - [HTML]
27. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-11-08 17:06:51 - [HTML]
27. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:16:14 - [HTML]
27. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:18:33 - [HTML]
27. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:21:08 - [HTML]
27. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:22:43 - [HTML]
27. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:24:12 - [HTML]
27. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:26:23 - [HTML]
27. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:28:43 - [HTML]
27. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:29:59 - [HTML]
27. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2022-11-08 17:30:48 - [HTML]
27. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:39:01 - [HTML]
27. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:41:22 - [HTML]
27. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:42:55 - [HTML]
27. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-08 17:45:01 - [HTML]
27. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-11-08 17:46:44 - [HTML]
27. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-11-08 17:57:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 523 - Komudagur: 2022-11-21 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2022-11-29 - Sendandi: Barna- og fjölskyldustofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 580 - Komudagur: 2022-11-29 - Sendandi: Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 588 - Komudagur: 2022-11-29 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 594 - Komudagur: 2022-11-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 598 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]
Dagbókarnúmer 599 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A59 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-21 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-24 14:59:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 625 - Komudagur: 2022-12-02 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A61 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-22 11:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-22 17:13:43 - [HTML]
35. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-11-22 17:29:04 - [HTML]
35. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-11-22 17:33:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2022-12-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2022-12-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2022-12-08 - Sendandi: Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi - [PDF]

Þingmál A74 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-23 18:19:48 - [HTML]

Þingmál A75 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-20 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-23 18:32:40 - [HTML]

Þingmál A76 (neytendastofa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 13:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A78 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2023-03-01 17:30:14 - [HTML]

Þingmál A86 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-27 12:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 2022-11-24 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A88 (orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-20 17:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 256 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A91 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2022-10-27 17:31:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 592 - Komudagur: 2022-11-29 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A92 (Happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4157 - Komudagur: 2023-03-20 - Sendandi: Samtök áhugafólks um spilafíkn - [PDF]

Þingmál A96 (skipun starfshóps um rétt til að annast veikt eða slasað barn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 96 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-20 13:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-10 15:06:24 - [HTML]

Þingmál A97 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-20 13:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-23 18:36:06 - [HTML]

Þingmál A113 (félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 607 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A127 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-22 18:20:32 - [HTML]

Þingmál A135 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 13:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4189 - Komudagur: 2023-03-23 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A137 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 550 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-11-21 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 591 (lög í heild) útbýtt þann 2022-11-23 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-19 17:56:08 - [HTML]

Þingmál A144 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 15:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-21 15:43:48 - [HTML]
7. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-21 16:41:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 166 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 340 - Komudagur: 2022-11-02 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A164 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-29 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-07 17:59:44 - [HTML]

Þingmál A165 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 19:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-07 18:04:59 - [HTML]

Þingmál A166 (greiðslureikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-21 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 951 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-01-23 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-27 18:03:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 244 - Komudagur: 2022-10-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 514 - Komudagur: 2022-11-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 520 - Komudagur: 2022-11-21 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A167 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2022-12-15 14:55:08 - [HTML]

Þingmál A178 (aðgangur fatlaðra að rafrænum skilríkjum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - svar - Ræða hófst: 2023-03-06 19:12:36 - [HTML]

Þingmál A186 (álit auðlindanefndar frá árinu 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 340 (svar) útbýtt þann 2022-10-17 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A188 (Vísinda- og nýsköpunarráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-22 10:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 771 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-10 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 268 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A207 (samningsviðauki nr. 16 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-09 13:05:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4261 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Dómstólasýslan - [PDF]

Þingmál A211 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 479 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-11-09 17:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-27 18:14:29 - [HTML]
33. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-11-17 11:36:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 83 - Komudagur: 2022-10-12 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2022-10-26 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A212 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 587 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-11-23 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-11-23 16:40:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2022-10-25 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A213 (fjarvinnustefna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 296 - Komudagur: 2022-11-01 - Sendandi: ÖBÍ - Heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi - [PDF]

Þingmál A226 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A268 (tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í fasteignum og um réttarstöðu eigenda þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 940 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2023-01-16 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 858 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-15 21:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 860 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-15 21:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-16 13:11:22 - [HTML]
51. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-12-16 13:35:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 311 - Komudagur: 2022-11-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2022-11-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 465 - Komudagur: 2022-11-15 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 2022-12-13 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A273 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-10 16:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-18 18:33:23 - [HTML]

Þingmál A277 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 218 - Komudagur: 2022-10-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A278 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A317 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-13 11:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A326 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-14 16:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3828 - Komudagur: 2023-02-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A328 (peningamarkaðssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-14 16:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1012 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-01-31 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1114 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-02-09 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1169 (lög í heild) útbýtt þann 2023-02-21 14:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-19 19:22:20 - [HTML]
63. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-02-08 16:59:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A329 (áhrif heimilisofbeldis við úrskurð um umgengni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2022-10-17 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 424 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Lausasöluhópur SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A357 (ÍL-sjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-10-20 15:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A375 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 392 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-20 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-21 10:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 752 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-08 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 757 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-08 17:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 961 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-01-23 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-25 14:35:38 - [HTML]
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-10-27 12:31:55 - [HTML]
53. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-01-23 16:00:39 - [HTML]
53. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-23 16:42:39 - [HTML]
54. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-01-24 17:24:21 - [HTML]
54. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-24 22:20:57 - [HTML]
57. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-01-31 22:41:10 - [HTML]
58. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-01 16:40:46 - [HTML]
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-01 17:25:50 - [HTML]
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-01 18:02:59 - [HTML]
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-02 00:20:37 - [HTML]
58. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-02-02 01:36:07 - [HTML]
59. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2023-02-02 12:26:48 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-02 14:22:33 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-02 16:17:11 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-02 21:42:24 - [HTML]
59. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2023-02-02 23:19:05 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 01:15:30 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 01:47:41 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 02:03:45 - [HTML]
60. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-03 13:00:48 - [HTML]
60. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 13:54:47 - [HTML]
60. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 17:14:17 - [HTML]
60. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 17:54:33 - [HTML]
60. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 18:10:42 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 19:21:00 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 20:38:33 - [HTML]
61. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-06 20:49:14 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 20:59:54 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 21:48:05 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-06 23:07:57 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-06 23:42:14 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 00:25:09 - [HTML]
61. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-07 01:34:07 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 14:37:27 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 14:58:51 - [HTML]
62. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-07 15:20:10 - [HTML]
62. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-07 17:33:52 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 19:40:01 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 19:45:21 - [HTML]
62. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-07 19:50:41 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 19:56:08 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 20:12:19 - [HTML]
62. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-07 20:23:10 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 20:28:29 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 20:44:24 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-08 01:25:49 - [HTML]
62. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-02-08 02:06:20 - [HTML]
64. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-02-09 12:30:56 - [HTML]
64. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-02-09 12:59:59 - [HTML]
64. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-02-09 14:07:01 - [HTML]
80. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-03-14 16:02:02 - [HTML]
80. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-03-14 16:45:38 - [HTML]
81. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-15 19:00:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 562 - Komudagur: 2022-11-25 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A390 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1591 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-04-24 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-11-17 12:18:57 - [HTML]
100. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-04-27 11:29:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 604 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A396 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-11-07 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (frumvarp) útbýtt þann 2022-11-07 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A412 (staða námslána hjá Menntasjóði námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-11-08 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1118 (svar) útbýtt þann 2023-02-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 463 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-08 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1339 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-03-15 21:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1682 (lög í heild) útbýtt þann 2023-05-03 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-10 14:57:12 - [HTML]

Þingmál A428 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-14 14:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3815 - Komudagur: 2023-01-25 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3824 - Komudagur: 2023-02-03 - Sendandi: Sindri M. Stephensen og Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 3917 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A429 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-14 14:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2022-12-05 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A432 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-22 15:07:29 - [HTML]

Þingmál A433 (sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A435 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 678 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A457 (skráð sambúð fleiri en tveggja aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 536 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-17 15:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (ákvörðun nr. 396/2021 um breytingu á XX. viðauka við EES- samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-11-17 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A476 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-21 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1396 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-03-23 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2023-03-27 17:06:47 - [HTML]

Þingmál A497 (kosningalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4847 - Komudagur: 2023-05-26 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4850 - Komudagur: 2023-05-26 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]

Þingmál A505 (ættliðaskipti bújarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-28 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A506 (póstkosning á grundvelli bráðabirgðaákvæðis VIII í kosningalögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-11-29 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A528 (staðfesting rammasamnings um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-12-05 21:22:54 - [HTML]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3904 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Vistor hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 3937 - Komudagur: 2023-02-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3983 - Komudagur: 2023-03-03 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]

Þingmál A531 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3975 - Komudagur: 2023-03-03 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A532 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-05 22:42:28 - [HTML]
41. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-05 23:05:47 - [HTML]
48. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-13 20:04:35 - [HTML]
48. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-13 20:06:36 - [HTML]
48. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-12-13 20:38:08 - [HTML]
48. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-13 20:58:48 - [HTML]
48. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2022-12-13 21:16:18 - [HTML]
48. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-13 21:52:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 722 - Komudagur: 2022-12-07 - Sendandi: NPA miðstöðin - [PDF]

Þingmál A533 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A535 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-09 17:50:24 - [HTML]
64. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-09 18:50:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3894 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 3912 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]
Dagbókarnúmer 3919 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Nefnd um eftirlit með lögreglu - [PDF]
Dagbókarnúmer 4019 - Komudagur: 2023-03-10 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4685 - Komudagur: 2023-05-12 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A538 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3746 - Komudagur: 2023-01-10 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A542 (tónlist)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3733 - Komudagur: 2023-01-09 - Sendandi: Árvakur hf - [PDF]

Þingmál A544 (mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2022-12-14 15:13:01 - [HTML]

Þingmál A581 (hungursneyðin í Úkraínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (þáltill.) útbýtt þann 2022-12-15 13:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-22 15:44:46 - [HTML]

Þingmál A588 (fjármögnunarviðskipti með verðbréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1770 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-12 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1843 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-05-23 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1859 (lög í heild) útbýtt þann 2023-05-24 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-05-15 16:36:07 - [HTML]

Þingmál A589 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3933 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 3976 - Komudagur: 2023-03-03 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 4288 - Komudagur: 2023-04-03 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4384 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A595 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-21 18:11:05 - [HTML]

Þingmál A596 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3977 - Komudagur: 2023-03-03 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A643 (markmið um orkuskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2269 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-01-31 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A654 (aðgengi íslenskra neytenda að netverslunum á EES-svæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (svar) útbýtt þann 2023-03-14 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A712 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1589 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-04-19 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4255 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A735 (stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4064 - Komudagur: 2023-03-13 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4112 - Komudagur: 2023-03-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4117 - Komudagur: 2023-03-16 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 4254 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A782 (málefni innflytjenda og vinnumarkaðsaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-02-28 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-07 14:30:51 - [HTML]

Þingmál A794 (byggingaröryggisgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2184 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A803 (nafnskírteini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-09 12:07:40 - [HTML]

Þingmál A823 (aukið aðgengi að hjálpartækjum fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1268 (þáltill. n.) útbýtt þann 2023-03-08 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-22 17:58:35 - [HTML]

Þingmál A849 (auðkenningarleiðir)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - svar - Ræða hófst: 2023-05-30 14:37:17 - [HTML]

Þingmál A856 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-28 15:38:57 - [HTML]

Þingmál A858 (Land og skógur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1332 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-20 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A861 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-21 13:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4217 - Komudagur: 2023-03-27 - Sendandi: Strandveiðifélagið Krókur - félag smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu - [PDF]
Dagbókarnúmer 4627 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Múlaþing, Langanesbyggð, Norðurþing - [PDF]

Þingmál A867 (kynbundinn launamunur og jafnlaunavottun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1362 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-03-21 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1710 (svar) útbýtt þann 2023-05-09 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A872 (aðfarargerðir og hagsmunir barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1718 (svar) útbýtt þann 2023-05-15 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A880 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 11:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1951 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-03 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1984 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-06 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2128 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-28 18:19:45 - [HTML]
116. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-06-05 18:21:20 - [HTML]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1392 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 15:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4285 - Komudagur: 2023-04-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4504 - Komudagur: 2023-04-27 - Sendandi: Margrét Einarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 4589 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Skúli Sveinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4623 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Dóra Sif Tynes - [PDF]
Dagbókarnúmer 4635 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Ögmundur Jónasson - [PDF]

Þingmál A893 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-28 15:01:36 - [HTML]
89. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-28 15:18:19 - [HTML]

Þingmál A894 (fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-29 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2021 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-08 12:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2023-04-18 15:19:43 - [HTML]
121. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-06-08 17:16:23 - [HTML]
121. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2023-06-08 17:50:29 - [HTML]
122. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-06-09 12:13:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4403 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 4477 - Komudagur: 2023-04-21 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4490 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4538 - Komudagur: 2023-05-03 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A896 (Innheimtustofnun sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-27 14:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1834 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-23 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A921 (hnefaleikar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1450 (frumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 11:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A922 (breyting á ýmsum lögum í þágu barna)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-24 15:55:34 - [HTML]

Þingmál A924 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2023-03-30 10:53:24 - [HTML]

Þingmál A938 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1468 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-24 18:57:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4563 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 4833 - Komudagur: 2023-05-25 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A939 (tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1469 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 10:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4668 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A941 (uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4664 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A944 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A945 (kosningalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1477 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A946 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A947 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-26 16:31:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4744 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 4884 - Komudagur: 2023-05-30 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A948 (handiðnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1481 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A952 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2097 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-09 10:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-19 15:40:31 - [HTML]
122. þingfundur - Inga Sæland (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-06-09 15:25:11 - [HTML]

Þingmál A953 (afvopnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A955 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (frumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 11:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4753 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Ljósmæðrafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A956 (Mennta- og skólaþjónustustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1492 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 11:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-24 17:29:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4624 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4649 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A957 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1494 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 11:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4583 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Náttúruverndarfélagið Laxinn lifir - [PDF]

Þingmál A975 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-25 19:27:24 - [HTML]

Þingmál A976 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2101 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-09 11:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-18 22:24:25 - [HTML]

Þingmál A979 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A980 (rafrænar skuldaviðurkenningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4620 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A981 (endurskoðendur og endurskoðun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1988 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-06 16:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4577 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Endurskoðendaráð - [PDF]

Þingmál A986 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1534 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4600 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Hrafnista,dvalarheim aldraðra - [PDF]
Dagbókarnúmer 4691 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4886 - Komudagur: 2023-05-30 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A987 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1921 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-01 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-25 16:46:13 - [HTML]
116. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-06-05 17:02:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4545 - Komudagur: 2023-05-04 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A1028 (tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4749 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A1052 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-05-08 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-05-10 18:16:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4784 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4821 - Komudagur: 2023-05-23 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4927 - Komudagur: 2023-06-05 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A1053 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2023-05-24 19:05:13 - [HTML]

Þingmál A1060 (staða barna þegar foreldri fellur frá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2006 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1109 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1829 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-05-23 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1156 (breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-06-06 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2096 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-08 20:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-06-09 16:12:50 - [HTML]

Þingmál B10 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-09-14 19:37:54 - [HTML]

Þingmál B107 (niðurstöður starfshóps um neyðarbirgðir, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
12. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-11 14:11:52 - [HTML]

Þingmál B263 (aðgerðir í þágu kolefnishlutleysis)

Þingræður:
30. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-11-14 15:36:48 - [HTML]

Þingmál B317 (Störf þingsins)

Þingræður:
36. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-11-23 15:24:27 - [HTML]

Þingmál B399 (dagskrártillaga)

Þingræður:
45. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2022-12-09 13:04:12 - [HTML]

Þingmál B524 (Suðurnesjalína 2)

Þingræður:
57. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-01-31 13:57:41 - [HTML]

Þingmál B525 (miðlunartillaga ríkissáttasemjara)

Þingræður:
57. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-01-31 14:02:17 - [HTML]

Þingmál B549 (skýrsla GREVIO um Ísland)

Þingræður:
59. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-02 13:59:02 - [HTML]

Þingmál B612 (Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi)

Þingræður:
65. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-20 16:38:26 - [HTML]

Þingmál B998 (Staðan í efnahagsmálum, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umr.)

Þingræður:
113. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-30 17:25:07 - [HTML]
113. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-05-30 19:47:12 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A1 (fjárlög 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-12 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 16:49:48 - [HTML]
44. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-12-06 22:07:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 53 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 70 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 76 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]
Dagbókarnúmer 113 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 162 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2023-10-23 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 766 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-12 14:42:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 134 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A4 (skattleysi launatekna undir 400.000 kr.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2023-09-19 15:33:18 - [HTML]

Þingmál A11 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-20 16:48:36 - [HTML]

Þingmál A13 (breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1475 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta - [PDF]

Þingmál A21 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-06 14:32:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1576 - Komudagur: 2024-02-27 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A22 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1544 - Komudagur: 2024-02-22 - Sendandi: Mirra - Fræðsla, rannsóknir, ráðgjöf - [PDF]

Þingmál A24 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-22 17:38:40 - [HTML]

Þingmál A26 (verndar- og orkunýtingaráætlun og umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-30 19:14:21 - [HTML]

Þingmál A32 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A35 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1509 - Komudagur: 2024-02-19 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A36 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 12:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-25 17:47:24 - [HTML]
20. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2023-10-25 17:57:45 - [HTML]
20. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-10-25 18:12:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2023-11-09 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 662 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2023-11-14 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 757 - Komudagur: 2023-11-20 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A45 (erfðafjárskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2023-12-04 - Sendandi: Sýslumannaráð - [PDF]

Þingmál A65 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1582 - Komudagur: 2024-02-27 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]

Þingmál A74 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-08 17:13:24 - [HTML]
25. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-11-08 17:33:45 - [HTML]

Þingmál A78 (barnalög og tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1552 - Komudagur: 2024-02-23 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A81 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 12:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Tómas A. Tómasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-09 15:29:21 - [HTML]

Þingmál A90 (orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-20 17:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-07 18:16:29 - [HTML]

Þingmál A94 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (skipun starfshóps um rétt til að annast veikt eða slasað barn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-14 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A105 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1810 - Komudagur: 2024-03-22 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A108 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-19 11:10:30 - [HTML]

Þingmál A111 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-09-28 16:45:55 - [HTML]

Þingmál A113 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-09-19 16:24:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 2023-10-04 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A114 (skráning foreldratengsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2080 - Komudagur: 2024-04-22 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A115 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A121 (samningsviðauki nr. 16 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 (mannréttindasáttmála Evrópu))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-19 12:24:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Dómstólasýslan - [PDF]
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2023-11-09 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 629 - Komudagur: 2023-11-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A123 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-12 17:59:50 - [HTML]

Þingmál A131 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-21 18:26:02 - [HTML]

Þingmál A141 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 15:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 15:13:57 - [HTML]

Þingmál A144 (valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-19 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-22 12:47:39 - [HTML]
91. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-03-22 13:03:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1859 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: MND félagið á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2024-04-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1945 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1950 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtaka - [PDF]
Dagbókarnúmer 1966 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A146 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A153 (Neytendastofa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A162 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A180 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 532 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-11-10 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-21 11:59:06 - [HTML]
31. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-11-14 15:42:41 - [HTML]

Þingmál A181 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 100 - Komudagur: 2023-10-09 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A182 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 156 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A183 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-26 16:28:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 111 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 211 - Komudagur: 2023-10-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A184 (endurskoðendur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 883 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-01-22 14:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-01-23 14:57:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2023-10-11 - Sendandi: Endurskoðendaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2023-11-08 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A205 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1880 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-13 12:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 14:16:34 - [HTML]
124. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-18 19:28:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 207 - Komudagur: 2023-10-13 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 651 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Internet á Íslandi hf - ISNIC - [PDF]
Dagbókarnúmer 1131 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1709 - Komudagur: 2024-03-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A224 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-26 17:06:47 - [HTML]

Þingmál A225 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-26 18:05:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2023-10-17 - Sendandi: Hrafnista - [PDF]

Þingmál A229 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-21 15:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-17 14:58:20 - [HTML]

Þingmál A236 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A238 (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-11-28 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-12-04 15:55:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2023-10-25 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Sameyki - [PDF]
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2023-10-25 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 366 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 386 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A239 (Mannréttindastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-28 11:40:00 - [HTML]
10. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-09-28 11:55:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 483 - Komudagur: 2023-11-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A240 (breyting á ýmsum lögum í þágu barna)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-09 17:26:20 - [HTML]

Þingmál A242 (geðheilbrigðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 332 (svar) útbýtt þann 2023-10-10 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (frumvarp) útbýtt þann 2023-10-09 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-18 18:11:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A314 (tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 623 - Komudagur: 2023-11-09 - Sendandi: Sveitarfélagið Árborg - [PDF]

Þingmál A316 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2894 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A348 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1718 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-16 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-05 22:42:07 - [HTML]
117. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2024-06-05 23:21:12 - [HTML]
118. þingfundur - Tómas A. Tómasson - Ræða hófst: 2024-06-06 12:59:30 - [HTML]
118. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 18:48:36 - [HTML]
118. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2024-06-06 19:47:13 - [HTML]
118. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 20:28:33 - [HTML]
118. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 22:00:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 699 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2024-02-20 - Sendandi: RARIK - [PDF]

Þingmál A349 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 753 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-12 20:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Birgir Þórarinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-14 17:29:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Lögreglustjórinn á Vestfjörðum - [PDF]
Dagbókarnúmer 809 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Lögreglan á Suðurnesjum - [PDF]

Þingmál A386 (brjóstapúðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (svar) útbýtt þann 2023-11-17 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A392 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 404 (frumvarp) útbýtt þann 2023-10-19 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-23 11:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2023-11-24 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2024-02-19 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A403 (kostnaður foreldra við að brúa bilið frá fæðingarorlofi fram að dagvistun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2172 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A448 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A449 (almennar sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-09 13:11:36 - [HTML]

Þingmál A468 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-07 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 780 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-13 22:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-15 17:49:20 - [HTML]
50. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-14 18:04:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 922 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Samtök sjálfstæðra skóla - [PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 963 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu - [PDF]

Þingmál A475 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (frumvarp) útbýtt þann 2023-11-09 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-09 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-14 15:52:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1126 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Bláskógabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1268 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Suðurnesjabær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2023-12-22 - Sendandi: Hrunamannahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1302 - Komudagur: 2023-12-27 - Sendandi: Grundarfjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2024-01-02 - Sendandi: GB stjórnsýsluráðgjöf slf - [PDF]

Þingmál A479 (Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-10 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1649 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-07 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-14 16:39:54 - [HTML]
109. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-05-08 16:12:29 - [HTML]

Þingmál A483 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-10 15:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2023-11-29 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A505 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1270 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-18 19:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1037 - Komudagur: 2023-12-05 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A507 (kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-17 15:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 799 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-14 22:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-15 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-21 16:47:17 - [HTML]
51. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-15 21:37:44 - [HTML]
51. þingfundur - Guðbrandur Einarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-15 21:46:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1051 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1089 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 2023-12-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2707 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Bílgreinasambandið og Samtök verslunar- og þjónustu - [PDF]

Þingmál A509 (húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-20 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1840 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-11 13:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1888 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-13 13:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2024-02-14 - Sendandi: Strandveiðifélagið Krókur - félag smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu - [PDF]

Þingmál A535 (landsskipulagsstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1266 - Komudagur: 2023-12-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A536 (ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1838 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A537 (sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-27 15:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-05 14:08:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 923 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - [PDF]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Alcoa Fjarðarál sf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1108 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1118 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2023-12-13 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 2023-12-13 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A542 (lögheimili og aðsetur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 796 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-14 20:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Ingibjörg Isaksen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-15 19:42:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - [PDF]

Þingmál A543 (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 823 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-15 19:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1101 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök verslunar og þjónustu og Viðskiptaráð Íslands. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A546 (skráning brjóstapúða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-11-29 17:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 912 (svar) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A554 (bið eftir afplánun)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-02-05 18:14:45 - [HTML]

Þingmál A579 (Náttúrufræðistofnun Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 782 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2023-12-13 22:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-12-14 21:49:04 - [HTML]

Þingmál A584 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-12-15 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1252 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1272 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-19 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1297 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-03-20 16:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-22 18:51:26 - [HTML]
88. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-03-19 14:30:00 - [HTML]
88. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-19 14:45:12 - [HTML]
88. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-19 14:47:48 - [HTML]
88. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-03-19 15:06:39 - [HTML]
88. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-19 15:37:33 - [HTML]
88. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-03-19 15:50:08 - [HTML]
89. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2024-03-20 15:38:20 - [HTML]
89. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2024-03-20 15:44:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1367 - Komudagur: 2024-02-05 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 1383 - Komudagur: 2024-02-08 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1402 - Komudagur: 2024-02-13 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1662 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: HLH ráðgjöf - [PDF]

Þingmál A585 (Umhverfis- og orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-15 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-23 15:19:06 - [HTML]
57. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2024-01-23 15:44:09 - [HTML]

Þingmál A605 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 908 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-01-22 18:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1073 (svar) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A609 (tímabundinn stuðningur til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1350 - Komudagur: 2024-01-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A613 (eftirlit með fjárhagsupplýsingastofum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1871 (svar) útbýtt þann 2024-07-05 10:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 922 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-24 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-25 12:16:49 - [HTML]

Þingmál A617 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 923 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-24 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 969 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-01-30 18:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-25 12:30:55 - [HTML]
61. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-01-31 15:40:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1342 - Komudagur: 2024-01-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1343 - Komudagur: 2024-01-29 - Sendandi: Grindavíkurbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1347 - Komudagur: 2024-01-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A619 (,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-24 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-12 16:12:32 - [HTML]
85. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-12 16:26:39 - [HTML]

Þingmál A624 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1610 - Komudagur: 2024-02-28 - Sendandi: Myndstef - [PDF]
Dagbókarnúmer 1677 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda - [PDF]

Þingmál A628 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-01-30 14:18:21 - [HTML]
102. þingfundur - Bjarni Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-04-24 19:36:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2024-02-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1458 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-13 16:38:46 - [HTML]

Þingmál A662 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-05 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2024-06-11 21:10:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1565 - Komudagur: 2024-02-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1635 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A675 (tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1009 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-07 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 19:08:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1574 - Komudagur: 2024-02-27 - Sendandi: Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu - [PDF]

Þingmál A691 (meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-09 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A694 (endurskoðun á rekstrarumhverfi fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1036 (frumvarp) útbýtt þann 2024-02-13 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A704 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1454 - Komudagur: 2024-02-15 - Sendandi: Náttúruhamfaratrygging Íslands - [PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2053 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-21 23:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-19 17:12:27 - [HTML]
74. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 18:34:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1690 - Komudagur: 2024-03-08 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2079 - Komudagur: 2024-04-22 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A709 (kerfi til að skrá beitingu nauðungar)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-11 17:38:53 - [HTML]

Þingmál A718 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1795 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-04 17:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1804 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-05 19:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 17:14:09 - [HTML]
79. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2024-03-04 18:22:37 - [HTML]
113. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-16 16:08:46 - [HTML]
122. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-13 11:50:33 - [HTML]
122. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-13 12:29:13 - [HTML]
122. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-13 13:13:06 - [HTML]
122. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-13 15:53:02 - [HTML]
122. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-06-13 16:08:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1776 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2651 - Komudagur: 2024-05-29 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2136 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A754 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-04 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-06 16:05:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1828 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1857 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 2024-03-27 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1900 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - [PDF]

Þingmál A771 (dánaraðstoð)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 12:50:01 - [HTML]
82. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 13:18:22 - [HTML]
82. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 13:25:13 - [HTML]

Þingmál A772 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-06 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A785 (vistun barna í lokuðu búsetuúrræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-03-07 16:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1754 (svar) útbýtt þann 2024-06-01 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A787 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-07 16:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-12 16:56:52 - [HTML]

Þingmál A788 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna og stjórnsýsla jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (frumvarp) útbýtt þann 2024-03-07 17:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A830 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2050 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2053 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 2070 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A831 (Náttúruverndarstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-20 17:58:25 - [HTML]

Þingmál A832 (brottfall laga um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A839 (geðdeildir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1585 (svar) útbýtt þann 2024-04-30 17:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A864 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1848 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-21 15:18:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1944 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1949 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2015 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 2597 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2670 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1931 - Komudagur: 2024-04-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1957 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2110 - Komudagur: 2024-04-26 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A875 (lögfesting og framfylgd mengunarbótareglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1311 (þáltill.) útbýtt þann 2024-03-21 12:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A880 (skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2059 - Komudagur: 2024-04-17 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A881 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1318 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-22 13:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A898 (breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2024-06-10 23:45:54 - [HTML]
119. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-11 00:21:53 - [HTML]
120. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2024-06-11 15:56:19 - [HTML]

Þingmál A900 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-04-16 19:18:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2259 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A904 (sjúkraskrár og landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1349 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-11 17:12:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2014 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: Guðjón Sigurðsson - [PDF]

Þingmál A905 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A906 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A907 (landlæknir og lýðheilsa og sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1352 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2290 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2413 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Guðjón Sigurðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2445 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A908 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2154 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Tannsmíðafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2664 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A909 (breyting á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-11 14:24:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2153 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2165 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2197 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A910 (fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1964 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-20 17:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-22 01:31:05 - [HTML]

Þingmál A911 (Nýsköpunarsjóðurinn Kría)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A912 (frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1781 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-03 17:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1815 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-06 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-15 17:25:47 - [HTML]
116. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-04 20:51:29 - [HTML]
116. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-04 21:30:58 - [HTML]
116. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-04 21:47:10 - [HTML]
116. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-04 23:17:55 - [HTML]
116. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-06-04 23:28:22 - [HTML]
117. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-05 16:06:44 - [HTML]
117. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-06-05 17:27:30 - [HTML]

Þingmál A914 (innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1782 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-03 17:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1816 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-06 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Katrín Sif Árnadóttir - Ræða hófst: 2024-06-05 19:29:48 - [HTML]

Þingmál A915 (breyting á ýmsum lögum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A916 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-11 13:00:17 - [HTML]

Þingmál A917 (virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-17 22:48:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2708 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Bílgreinasambandið og Samtök verslunar- og þjónustu - [PDF]

Þingmál A919 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2505 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A921 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2616 - Komudagur: 2024-05-24 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A922 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-11 16:37:43 - [HTML]

Þingmál A923 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2286 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A924 (úrvinnslugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1369 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1924 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-18 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-19 16:46:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2280 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A925 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2634 - Komudagur: 2024-05-27 - Sendandi: Landssamtökin Geðhjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 2638 - Komudagur: 2024-05-27 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A926 (aðför og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1372 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2632 - Komudagur: 2024-05-27 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A927 (aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-24 16:29:03 - [HTML]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-23 14:16:20 - [HTML]
101. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-23 15:47:35 - [HTML]
101. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-04-23 16:08:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 2246 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2343 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Sjávarútvegsþjónustan ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2349 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Veiðifélag Miðfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2355 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Vestfjarðastofa ses. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2358 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Íslenski náttúruverndarsjóðurinn - The Icelandic Wildlife Fund - [PDF]
Dagbókarnúmer 2359 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2382 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Íslenski náttúruverndarsjóðurinn - The Icelandic Wildlife Fund - [PDF]
Dagbókarnúmer 2385 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Veiðifélag Víðidalsár - [PDF]
Dagbókarnúmer 2462 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landsamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2464 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2671 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2811 - Komudagur: 2024-06-10 - Sendandi: Kári Hólmar Ragnarsson og Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 2821 - Komudagur: 2024-06-12 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar - [PDF]

Þingmál A931 (skák)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1378 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2436 - Komudagur: 2024-05-12 - Sendandi: Hjörvar Steinn Grétarsson - [PDF]

Þingmál A935 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1847 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-11 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1943 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-19 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-16 21:08:16 - [HTML]
128. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-20 22:33:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2595 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A936 (sviðslistir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2420 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum - [PDF]

Þingmál A938 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1891 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-13 15:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-30 17:51:44 - [HTML]
124. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-18 21:07:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2263 - Komudagur: 2024-05-04 - Sendandi: Árni Pétur Árnason - [PDF]
Dagbókarnúmer 2593 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2669 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A939 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1386 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1938 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-19 11:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A940 (bókmenntastefna fyrir árin 2024--2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1387 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A976 (samráð stjórnvalda og persónuafsláttur lífeyrisþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1704 (svar) útbýtt þann 2024-05-16 17:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1005 (læknaskortur í Grundarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2206 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1008 (vistun á viðeigandi hæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2146 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1035 (fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-04-16 13:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2169 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2270 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 2573 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómstólasýslan - [PDF]

Þingmál A1036 (ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2745 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu - [PDF]

Þingmál A1038 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2024-04-17 19:10:37 - [HTML]
97. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-17 20:04:04 - [HTML]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-17 16:19:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2677 - Komudagur: 2024-06-03 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A1082 (aðför og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1580 (frumvarp) útbýtt þann 2024-04-29 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1095 (framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1628 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-03 20:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1099 (utanríkis- og alþjóðamál 2023)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-13 16:25:05 - [HTML]

Þingmál A1105 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-08 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2860 - Komudagur: 2024-06-26 - Sendandi: Hugarafl - [PDF]
Dagbókarnúmer 2863 - Komudagur: 2024-07-04 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2882 - Komudagur: 2024-07-15 - Sendandi: ÖBÍ - réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A1130 (breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2715 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Axel S Blomsterberg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2756 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Sigríður Rós Jónatansdóttir - [PDF]

Þingmál A1134 (áhrif fyrirhugaðs afnáms persónuafsláttar til lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2247 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1148 (áhrif heimilisofbeldis við úrskurð um umgengni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1836 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-06-11 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1160 (breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1914 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-06-18 21:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2844 - Komudagur: 2024-06-20 - Sendandi: Dómstólasýslan - [PDF]

Þingmál A1168 (áform um kolefnishlutleysi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1934 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-06-18 18:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B98 (samstarf ríkis og einkaaðila í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu)

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-09-18 15:21:48 - [HTML]

Þingmál B152 (Samkeppniseftirlit)

Þingræður:
10. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-09-28 14:08:58 - [HTML]

Þingmál B318 (Málefni fatlaðs fólks)

Þingræður:
32. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-15 15:46:09 - [HTML]
32. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-11-15 15:56:04 - [HTML]
32. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2023-11-15 16:24:19 - [HTML]

Þingmál B373 (Markmið Íslands vegna COP28, munnleg skýrsla umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra)

Þingræður:
39. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-11-28 16:18:15 - [HTML]

Þingmál B382 (stefna stjórnvalda á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna)

Þingræður:
40. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2023-11-29 15:13:38 - [HTML]

Þingmál B398 (flutningur barna úr landi og réttindi þeirra samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamningum)

Þingræður:
41. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-12-04 15:40:06 - [HTML]

Þingmál B541 (Orkumál)

Þingræður:
57. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-01-23 14:24:22 - [HTML]

Þingmál B775 (Úrgangsmál og hringrásarhagkerfið)

Þingræður:
86. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-18 16:14:30 - [HTML]

Þingmál B787 (Störf þingsins)

Þingræður:
89. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2024-03-20 15:19:30 - [HTML]

Þingmál B805 (Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)

Þingræður:
89. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2024-03-20 15:48:07 - [HTML]

Þingmál B918 (aðgerðir vegna kynbundins ofbeldis og heimilisofbeldis)

Þingræður:
103. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2024-04-29 15:50:25 - [HTML]

Þingmál B997 (frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands)

Þingræður:
113. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-05-16 11:04:41 - [HTML]

Þingmál B1039 (Störf þingsins)

Þingræður:
117. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2024-06-05 15:19:30 - [HTML]

Þingmál B1115 (Óundirbúinn fyrirspurnatími)

Þingræður:
124. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-06-18 13:38:26 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-11-14 19:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 33 - Komudagur: 2024-10-01 - Sendandi: UngÖBÍ - [PDF]
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2024-10-03 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 53 - Komudagur: 2024-10-03 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 62 - Komudagur: 2024-10-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 158 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]
Dagbókarnúmer 506 - Komudagur: 2024-10-03 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 509 - Komudagur: 2024-10-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2024-10-22 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneyt - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-10 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-16 15:49:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2024-10-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2024-10-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A3 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 2024-10-17 10:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A16 (myndlistarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 347 - Komudagur: 2024-10-30 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna - [PDF]

Þingmál A20 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2024-09-26 14:05:54 - [HTML]

Þingmál A25 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 2024-10-31 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A32 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna og stjórnsýsla jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-26 16:27:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2024-10-30 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A34 (verndar- og orkunýtingaráætlun og umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2024-10-31 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A40 (endurskoðun á rekstrarumhverfi fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 16:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A45 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-11 19:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-07 17:33:15 - [HTML]
11. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2024-10-07 17:57:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 213 - Komudagur: 2024-10-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2024-10-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 222 - Komudagur: 2024-10-16 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 228 - Komudagur: 2024-10-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 271 - Komudagur: 2024-10-22 - Sendandi: Sigurður Árnason - [PDF]

Þingmál A46 (skattleysi launatekna undir 450.000 kr. og 450.000 kr. lágmark til framfærslu lífeyrisþega)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2024-09-19 13:31:00 - [HTML]

Þingmál A55 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 281 - Komudagur: 2024-10-23 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A60 (breyting á ýmsum lögum vegna banns við leit, rannsóknum og vinnslu kolefnis í efnahagslögsögunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-12 12:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 145 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Ungir umhverfissinnar - [PDF]

Þingmál A62 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 56 - Komudagur: 2024-10-03 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A67 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-12 12:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-17 14:04:26 - [HTML]

Þingmál A74 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 09:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-10 13:56:17 - [HTML]

Þingmál A75 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-13 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A76 (dánaraðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 465 - Komudagur: 2024-11-11 - Sendandi: Öldrunarfræðafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A84 (fullgilding og lögfesting valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-13 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsölu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A118 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A119 (hnefaleikar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A120 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A122 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A131 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 17:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A152 (aðför og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A157 (Neytendastofa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A186 (skráning foreldratengsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-19 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A192 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A201 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 202 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A221 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A222 (námsgögn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2024-09-19 12:59:57 - [HTML]

Þingmál A230 (landlæknir og lýðheilsa og sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-09-24 15:35:11 - [HTML]
9. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2024-09-24 15:37:22 - [HTML]

Þingmál A231 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 166 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A232 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til að starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A234 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (stjórnskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A259 (framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 262 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-10-04 14:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 364 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A260 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-04 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A263 (bókmenntastefna fyrir árin 2025--2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-10-04 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-08 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-10 11:16:10 - [HTML]

Þingmál A275 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-09 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A280 (ákvörðun nr. 167/2024 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-10-10 10:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A295 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-17 10:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 356 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-11-13 21:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-24 10:33:28 - [HTML]
16. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-10-24 10:52:34 - [HTML]
16. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-10-24 10:55:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2024-10-30 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 366 - Komudagur: 2024-10-24 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2024-11-01 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 452 - Komudagur: 2024-11-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A301 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-24 11:11:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 393 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: SVÞ -Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 399 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 448 - Komudagur: 2024-11-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A304 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-10-31 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (keðjuábyrgð, kjarasamningar og framlög til kvikmyndasjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (þáltill.) útbýtt þann 2024-10-31 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A321 (helstu verkefni stjórnvalda og mat á framtíðarhorfum vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 331 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-11-08 13:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A323 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (frumvarp) útbýtt þann 2024-11-08 13:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B2 (ávarp forseta Alþingis)

Þingræður:
0. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2024-09-10 14:24:11 - [HTML]

Þingmál B9 (Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2024-09-11 20:27:03 - [HTML]

Þingmál B23 (aukinn vaxtakostnaður og úttekt séreignarsparnaðar)

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2024-09-16 15:41:11 - [HTML]

Þingmál B42 (störf þingsins)

Þingræður:
7. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-09-18 15:23:51 - [HTML]

Þingmál B48 (skyldur stjórnvalda samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)

Þingræður:
8. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2024-09-19 10:45:38 - [HTML]

Þingmál B100 (Starfsmannaleigur og vinnumansal)

Þingræður:
13. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-09 15:43:20 - [HTML]
13. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2024-10-09 16:10:24 - [HTML]
13. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2024-10-09 16:22:32 - [HTML]