Merkimiði - Lögskýringargögn


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (792)
Dómasafn Hæstaréttar (102)
Umboðsmaður Alþingis (574)
Stjórnartíðindi - Bls (1)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (1)
Dómasafn Félagsdóms (6)
Alþingistíðindi (257)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (479)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (1)
Lögbirtingablað (2)
Alþingi (1129)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1974:823 nr. 68/1973 (Skattframkvæmd á reiki)[PDF]

Hrd. 1976:232 nr. 126/1974[PDF]

Hrd. 1981:965 nr. 191/1978[PDF]

Hrd. 1981:1138 nr. 191/1981[PDF]

Hrd. 1983:1179 nr. 66/1981 (Vestmannaeyjar)[PDF]

Hrd. 1984:1326 nr. 85/1982 (Dýraspítali Watsons)[PDF]
Danskur dýralæknir sótti um atvinnuleyfi á Íslandi.
Yfirdýralæknir veitti umsögn er leita átti vegna afgreiðslu leyfisumsóknarinnar. Fyrir dómi var krafist þess að umsögnin yrði ógilt þar sem í henni voru sjónarmið sem yfirdýralæknirinn veitti fyrir synjun leyfisins væru ekki talin málefnaleg.
Hrd. 1986:619 nr. 34/1984 (Vextir af skyldusparnaði)[PDF]

Hrd. 1986:1161 nr. 232/1986[PDF]

Hrd. 1986:1168 nr. 233/1986[PDF]

Hrd. 1986:1248 nr. 23/1985[PDF]

Hrd. 1987:972 nr. 12/1986 (Kjarnaborvél)[PDF]

Hrd. 1987:1110 nr. 194/1987[PDF]

Hrd. 1987:1763 nr. 125/1987 (Bótakrafa sambúðarkonu á hendur sambúðarmanni, bifreiðaslys)[PDF]

Hrd. 1988:267 nr. 14/1987[PDF]

Hrd. 1988:358 nr. 226/1987[PDF]

Hrd. 1988:518 nr. 153/1987[PDF]

Hrd. 1988:742 nr. 321/1986[PDF]

Hrd. 1988:820 nr. 124/1986 (Skilyrði löggildingar tæknifræðings)[PDF]

Hrd. 1989:28 nr. 5/1989 (Ríkisendurskoðun)[PDF]
Ríkisendurskoðun hafði krafist aðgangs að sjúkraskýrslum ákveðins tímabils í því skyni að sannreyna hvort gjaldskrárreikningar sem nafngreindur heimilislæknir hafði gert og fengið greitt fyrir ættu stoð í skýrslunum. Eingöngu trúnaðarlæknir stofnunarinnar fengi að kynna sér efni skýrslnanna en ekki aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í málinu var vísað til almenns ákvæðis í lögum þar sem stofnunin hefði fengið víðtækar heimildir til þess að kanna gögn er lægju til grundvallar reikningsgerð á hendur ríkinu. Læknirinn mótmælti og krafðist þess að aðgangi stofnunarinnar og trúnaðarlæknisins yrði synjað á grundvelli einkalífsvernd sjúklinganna og leyndarskyldu lækna.

Hæstiréttur taldi í ljósi eðli málsins að aðrir starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar hljóti að hafa vitneskju um gögnin og þar að auki bera reikningarnir með sér að tilteknar aðgerðir hafi verið gerðar. Því væri ekki um að ræða meginbreytingar varðandi leynd gagnanna þó trúnaðarlæknir, sem bundinn væri þagnarskyldu, myndi kynna sér gögnin á vegum Ríkisendurskoðunar að því marki sem krafist var í málinu. Var því lækninum skylt, að mati réttarins, að verða við kröfu Ríkisendurskoðunar um aðgang að gögnunum.

Í ræðu framsögumanns þingnefndar í neðri deild Alþingis, við afgreiðslu frumvarpsins, sagði að viðhorf þingnefndarinnar að til að viðhalda trúnaði við sjúklinga myndi sérstakur trúnaðarlæknir á vegum Ríkisendurskoðunar annast athuganir stofnunarinnar á sjúkragögnum er lægju til grundvallar greiðslum til lækna. Talið er að ræðan hafi haft verulega þýðingu fyrir úrslit málsins í Hæstarétti.
Hrd. 1989:185 nr. 347/1987[PDF]

Hrd. 1989:329 nr. 39/1988 (Dráttarvél)[PDF]
H krafðist greiðslu af seljanda dráttarvélar sem hann keypti sökum þess að seljandinn synjaði, á grundvelli ábyrgðarskírteinisins, beiðni H um að bera kostnaðinn við að flytja vélina til og frá viðgerðarstað.

Í lagaákvæðinu var kveðið á um að ábyrgðaryfirlýsing mætti eingöngu gefa út ef hún veitti viðtakanda betri rétt en hann hefði samkvæmt gildandi lögum en í athugasemdunum og framsöguræðu ráðherra kom fram að ætlun löggjafans hafi verið sú að það ætti einvörðungu við um ábyrgðartíma vara. Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til þess að víkja frá skýrum orðum lagaákvæðisins á grundvelli þessara lögskýringargagna.
Hrd. 1989:762 nr. 156/1989[PDF]

Hrd. 1989:771 nr. 159/1989[PDF]

Hrd. 1989:1627 nr. 252/1989 (Áfengiskaup hæstaréttardómara)[PDF]
Forseti Hæstaréttar var sakaður um að hafa misnotað hlunnindi sem handhafi forsetavalds með því að kaupa mikið magn áfengis á kostnaðarverði, þ.e. án áfengisgjalds, með lagaheimild sem þá var til staðar. Forseti Íslands veitti forseta Hæstaréttar lausn um stundarsakir og svo höfðað dómsmál um lausn til frambúðar. Settur Hæstiréttur í málinu taldi að skortur á hámarki í lagaheimildinni skipti ekki máli og með þessu athæfi hefði hæstaréttardómarinn rýrt það almenna traust sem hann átti að njóta og staðfesti þar af leiðandi varanlega lausn hans úr embættinu.
Hrd. 1990:75 nr. 330/1988[PDF]

Hrd. 1990:664 nr. 177/1990[PDF]

Hrd. 1990:1398 nr. 85/1990 (Riðuveiki í sauðfé)[PDF]

Hrd. 1991:70 nr. 370/1989 (Skipstjóri)[PDF]

Hrd. 1991:367 nr. 210/1990 (Lánskjaravísitala)[PDF]

Hrd. 1991:1690 nr. 93/1989 (Jökull hf. - Sjávarafli)[PDF]

Hrd. 1991:1827 nr. 354/1989 (Hreppsnefnd Skorradalshrepps - Hvammur í Skorradal)[PDF]

Hrd. 1993:603 nr. 27/1993[PDF]

Hrd. 1993:844 nr. 23/1991 (Þrotabú Fórnarlambsins hf. - Sölugjald)[PDF]

Hrd. 1993:1137 nr. 88/1991[PDF]

Hrd. 1994:79 nr. 442/1993 (Skinkumál)[PDF]
Deilt var um hvort framleiðsluráð gæti kveðið á um bann við innflutningi á vöru á grundvelli lagaákvæðis sem skyldaði umleitan álits framleiðsluráðs þegar flytja ætti inn landbúnaðarvöru.

Meirihluti Hæstaréttar (4 af 7) túlkaði lagaákvæðið með þeim hætti að verið væri að tryggja rétt framleiðsluráðsins til umsagnar en ekki sjálfstæða heimild til innflutningstakmörkunar á landbúnaðarvörum. Stjórnvaldsákvarðanir ráðherra um synjun á tollafgreiðslu varanna voru því ógiltar.
Hrd. 1994:590 nr. 244/1993[PDF]

Hrd. 1994:924 nr. 169/1990[PDF]

Hrd. 1994:2325 nr. 245/1992[PDF]

Hrd. 1994:2787 nr. 280/1992[PDF]

Hrd. 1995:26 nr. 12/1995[PDF]

Hrd. 1995:1347 nr. 41/1993 (Niðurlagning stöðu)[PDF]

Hrd. 1995:2172 nr. 328/1995[PDF]

Hrd. 1996:189 nr. 412/1995 (Vextir)[PDF]

Hrd. 1996:396 nr. 372/1994[PDF]

Hrd. 1996:1992 nr. 200/1996 (Snoppuvegur - Frystihús)[PDF]

Hrd. 1996:2707 nr. 58/1995[PDF]

Hrd. 1996:3169 nr. 307/1995[PDF]

Hrd. 1996:3267 nr. 349/1995 (Ábyrgð á VISA úttektum)[PDF]

Hrd. 1996:3331 nr. 378/1995[PDF]

Hrd. 1996:3962 nr. 286/1996 (Lyfjalög - Lyfsöluleyfi)[PDF]

Hrd. 1996:4284 nr. 186/1996[PDF]

Hrd. 1997:385 nr. 3/1997 (Vífilfell)[PDF]

Hrd. 1997:1248 nr. 167/1997[PDF]

Hrd. 1997:1760 nr. 120/1997[PDF]

Hrd. 1997:2763 nr. 154/1997 (Sæluhús við Álftavatn)[PDF]
Eigandi sumarhúss rétt hjá Álftavatni taldi að sumarhúsið teldist til sæluhúsa í skilningi undanþáguákvæðis í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Að mati Hæstaréttar var skilgreining orðabókar á orðinu ‚sæluhús‘ talsvert rýmri en mætti álykta út frá lögunum sjálfum, og því var hún ekki lögð til grundvallar við úrlausn málsins.
Hrd. 1997:3249 nr. 71/1997 (Búlandstindur - Forkaupsréttur að hlutafé)[PDF]

Hrd. 1997:3274 nr. 51/1997 (Endurákvörðun skatta)[PDF]

Hrd. 1997:3600 nr. 134/1997 (Fóstureyðing)[PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi)[PDF]

Hrd. 1998:985 nr. 216/1997 (Arnarnesland - Eignarnám á Arnarneshálsi)[PDF]
Garðabær sagðist hafa reynt í einhvern tíma en án árangurs að kaupa tilteknar landspildur á Arnarnesi, en eignarnámsþolarnir töldu það ekki vera rétt.

Garðabær hafi slitið samningaviðræðunum áður en mörg erfið álitaefni höfðu verið rædd til þrautar, og höfðu verðhugmyndir aðila ekki verið reyndar til fulls. Samþykkt tillagna um deiliskipulag höfðu ekki verið leiddar til lykta án þess að Garðabær hafi skýrt með fullnægjandi hætti ástæður þeirrar frestunar. Í ljósi þessa og að virtu samhengi viðræðnanna í heild, féllst Hæstiréttur á kröfu eignarnámsþolanna um ógildingu ákvörðunarinnar um eignarnám.
Hrd. 1998:1537 nr. 293/1997 (Stimpilgjald)[PDF]

Hrd. 1998:2270 nr. 218/1998[PDF]

Hrd. 1998:2821 nr. 297/1998 (Myllan-Brauð hf. og Mjólkursamsalan í Reykjavík)[PDF]

Hrd. 1998:2971 nr. 85/1998 (Myllan-Brauð)[PDF]

Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög)[PDF]

Hrd. 1998:3398 nr. 101/1998 (Kvensjúkdómalæknir lokar skurðstofu)[PDF]

Hrd. 1998:3781 nr. 93/1998 (Viðbótarálagning)[PDF]

Hrd. 1998:3844 nr. 102/1998[PDF]

Hrd. 1998:3857 nr. 151/1998[PDF]

Hrd. 1998:4280 nr. 443/1998[PDF]

Hrd. 1998:4552 nr. 312/1998 (Flutningur Landmælinga Íslands)[PDF]
Ráðherra gaf út fyrirmæli um að færa ætti Landmælingar Íslands frá Reykjavík til Akraness. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir að engin bein fyrirmæli væru um það í lögum að ríkisstofnunin skuli staðsett í Reykjavík væri það ekki til þess að ráðherra hefði frjálst val um staðsetningu hennar. Ákvarðanir um heimili stofnunar og varnarþing væru meðal grundvallaratriða í skipulagi hennar og því yrðu breytingar sem þessar að hafa skýra heimild í almennum lögum.
Hrd. 1999:280 nr. 338/1998 (Áfrýjunarstefna - Rangur framburður)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML][PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:781 nr. 415/1998 (Áfengisauglýsingar - Egils Sterkur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1280 nr. 441/1998 (Visa Ísland)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1900 nr. 440/1998 (Húsnæðissamvinnufélög)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML][PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1999:2006 nr. 41/1999 (Rjúpnaveiðar - Sandfellshagi)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2261 nr. 487/1998 (Stjórnarmaður í hlutafélagi - Búlandstindur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2628 nr. 37/1999 (Fiskiðjan Ver)[HTML][PDF]
G var sjómaður sem ráðinn var til starfa hjá félaginu I sem leigði skipið af félaginu K. G krafði H, eiganda skipsins, um greiðslu ógreiddra launa vegna starfa á skipi hans. Kröfuna byggði hann á ákvæði siglingalaga um að hann hefði sjóveðrétt í skipinu og heimildarákvæði sömu laga til að sækja fullnustu slíkra krafna hvort sem er hjá eiganda eða skipstjóra þess.

Hæstiréttur skýrði síðarnefnda ákvæðið þannig að það leiddi ekki sjálfkrafa til þess að eigandi skipsins bæri persónulega ábyrgð á greiðslu krafna sem sjóveðréttur væri í, og leit til þess að bæði eldra ákvæðið og hið nýja væru efnislega hin sömu. H hafði ekki persónulega ábyrgst greiðslu á slíkum kröfum og því gæti G ekki beint kröfu sinni til hans. Þá skipti máli að G hafði heldur ekki áður beint launakröfu að I né sótt mál til fullnustu hennar. Var málinu því vísað frá héraðsdómi.
Hrd. 1999:2794 nr. 450/1998 (Kolbeinsstaðarhreppur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2809 nr. 451/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2845 nr. 142/1999 (Reglugerð um sektir og viðurlög við umferðarlagabrotum)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2851 nr. 143/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3132 nr. 239/1999 (Kynfaðernismál)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3315 nr. 34/1999 („Kartöflu-Lína“)[HTML][PDF]
Handhafar vörumerkisins Lína fóru í einkamál við handhafa vörumerkisins Kartöflu-Lína en beitt var þeirri vörn að málið yrði að vera höfðað sem sakamál. Þrátt fyrir mistök við lagasetningu voru lögin túlkuð á þann hátt að höfða mætti málið sem einkamál í þessu tilviki.
Hrd. 1999:3931 nr. 103/1999 (Stjórn Viðlagatryggingar Íslands)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4234 nr. 223/1999 (Niðurlagning stöðu - Ótímabundinn starfsmaður hjá RÚV - Biðlaun)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4247 nr. 132/1999 (Forstjóri Landmælinga ríkisins - Brottvikning)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:132 nr. 311/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1183 nr. 359/1999 (Jöfnunargjald - Sama sakarefni)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1309 nr. 455/1999 (Íslenskir aðalverktakar)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1353 nr. 435/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2878 nr. 105/2000 (Framhaldsskólakennari - Áminning)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3467 nr. 143/2000 (Brunabótafélagið)[HTML][PDF]
Fyrirkomulag var um að félagsmenn í tryggingafélagi myndu eingöngu fá tilbaka það sem þeir lögðu í félagið ef því yrði slitið.
Félagsmaður lést og erfingjar hans kröfðust þess að fá hans hlut í félaginu, en var synjað um það.
Hæstiréttur taldi að eignarhluturinn hefði ekki erfst og hefði fallið til félagsins sjálfs við andlátið.
Hrd. 2000:4394 nr. 419/2000 (Viðurkenning á faðerni - Sóknaraðild í faðernismáli)[HTML][PDF]
Áður en málið féll höfðu einungis barnið sjálft og móðir þess lagalega heimild til að höfða faðernismál.

Stefnandi var maður sem taldi sig vera föður barns og höfðaði mál til þess að fá það viðurkennt. Hæstiréttur taldi að útilokun hins meinta föður hefði verið brot á stjórnarskrá, og honum því heimilað að sækja málið þrátt fyrir að vera ekki á lista yfir aðila sem gætu sótt slíkt mál samkvæmt almennum landslögum.
Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML][PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:178 nr. 202/2000[HTML]

Hrd. 2001:1023 nr. 269/2000 (2 klst. gæsla)[HTML]

Hrd. 2001:2091 nr. 24/2001 (Hefnd vegna framburðar - 18 ára fangelsi)[HTML]

Hrd. 2001:2505 nr. 17/2001 (Lánasýslan)[HTML]

Hrd. 2001:2901 nr. 117/2001 (Kaupskylda sveitarstjórnar)[HTML]

Hrd. 2001:2975 nr. 154/2001 (Bárugata - Forgangsáhrif þinglýsingar - Nunnudómur hinn fyrri)[HTML]

Hrd. 2001:3025 nr. 3/2001 (Eystrasalt)[HTML]

Hrd. 2001:3484 nr. 144/2001 (Staðgengilslaun - Skagstrendingur)[HTML]

Hrd. 2001:4131 nr. 427/2001[HTML]

Hrd. 2002:44 nr. 152/2001[HTML]

Hrd. 2002:143 nr. 331/2001[HTML]

Hrd. 2002:943 nr. 87/2002[HTML]

Hrd. 2002:1024 nr. 397/2001 (Minnisblaðsdómur)[HTML]

Hrd. 2002:1160 nr. 383/2001 (Lífeyrissjóður Vesturlands)[HTML]
Í málinu var deilt um merkingu hugtakið ‚frestdagur‘ þar sem hún skipti máli til að meta hvort lífeyrissjóðsiðgjöld fyrirtækis er tekið var til gjaldþrotaskipta nyti ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa eður ei. Umrædd iðgjöld féllu í gjalddaga eftir frestdag en áður en bú fyrirtækisins voru tekin til gjaldþrotaskipta þar sem starfsemi félagsins hélt áfram í smá tíma eftir að krafa um gjaldþrotaskipti var lögð fram fyrir dóm.

Hæstiréttur taldi að það væri nokkuð skýrt að með hugtakinu frestdagur eins og það væri notað í lögum um ábyrgðasjóð launa væri verið að skírskota til hugtaksins í skilningi laga um gjaldþrotaskipti þrátt fyrir að lagabreyting er breytti fyrirkomulaginu hafi ekki innihaldið rökstuðning fyrir breyttu orðalagi.
Hrd. 2002:1277 nr. 153/2002 (Amfetamín ekki refsivert)[HTML]
Verjandi taldi að tiltekin amfetamíntegund sem sakborningur var sakaður um að hafa haft undir höndum væri ekki refsiverð þar sem hún var ekki tilgreind í reglugerð, og þar af leiðandi væri ekki tilefni fyrir því að sakborningur væri í gæsluvarðhald. Kröfu sakbornings var vísað frá héraðsdómi en Hæstiréttur leit svo á að beiting lögreglu á ákvæði laga um meðferð sakamála um hvort rétt væri að leysa sakborning úr haldi væri málefni sem héraðsdómi bæri að leysa úr á þessu stigi máls ef eftir því væri leitað.
Hrd. 2002:1485 nr. 461/2001 (Hvíta Ísland)[HTML]

Hrd. 2002:1966 nr. 138/2002 (Svipting ökuréttar)[HTML]

Hrd. 2002:1981 nr. 448/2001 (Íbúðalánasjóður - Langholtsvegur)[HTML]
Íbúðalaunasjóður krafðist nauðungarsölu á íbúð með áhvílandi láni frá þeim. Hann kaupir svo íbúðina á sömu nauðungarsölu á lægra verði. Fólkið sem bjó í íbúðinni vildi kaupa íbúðina á því verði sem hann keypti hana á.
Hrd. 2002:2056 nr. 7/2002 (Eldsvoði - Gastankur lyftara)[HTML]
Reynt á hvað teldist vera eldsvoði. Gasknúnir lyftarar voru í hleðslu yfir nótt. Gasslanga losnaði og komst rafneisti í er olli sprengingu. Skemmdir urðu á húsnæðinu og nærliggjandi húsi.

Vátryggingarfélagið er tryggði nærliggjandi húsið bætti skemmdirnar á því húsi og endurkrafði vátryggingarfélag fiskþurrkunarinnar. Síðarnefnda vátryggingarfélagið synjaði og beitti undanþágu er fjallaði um tjón af völdum eldsvoða. Vísað var í greinargerð eldri laga um brunatryggingar er innihélt skilgreiningu á hugtakinu eldsvoði. Hæstiréttur kvað á um að greiða skuli endurkröfuna.
Hrd. 2002:2307 nr. 51/2002[HTML]

Hrd. 2002:2315 nr. 19/2002[HTML]

Hrd. 2002:2432 nr. 72/2002 (Krónusprengja)[HTML]

Hrd. 2002:2679 nr. 124/2002[HTML]

Hrd. 2002:2901 nr. 92/2002 (Tilfærslur í starfi)[HTML]

Hrd. 2002:3089 nr. 129/2002 (Húnaröst - Laun sjómanns)[HTML]

Hrd. 2002:3534 nr. 194/2002[HTML]

Hrd. 2002:3647 nr. 458/2002 (Framsóknarfélag Mýrasýslu)[HTML]

Hrd. 2002:3671 nr. 314/2002[HTML]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2002:4183 nr. 250/2002 (Fiskveiðibrot)[HTML][PDF]

Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I)[HTML]
Fjölbýlishús var reist af Samtökum aldraðra, sem voru byggingarsamvinnufélag. Í samþykktum félagsins var í 17. gr. var kveðið á um forkaupsrétt félagsins á íbúðum ásamt kvöðum um hámarkssöluverð íbúðanna. VG átti íbúð í fjölbýlishúsinu en lést svo. VJ keypti íbúðina af dánarbúinu og féll byggingarsamvinnufélagið frá forkaupsréttinum. Á íbúðinni lá fyrir þinglýst sem kvöð á hana yfirlýsingu um að íbúðin skyldi aldrei seld né afhent til afnota öðrum en þeim sem væru orðnir 63 ára að aldri og félagar í Samtökum aldraðra, en ekkert minnst á hámarkssöluverð.

Hæstiréttur taldi að áskilnaður samþykktanna um hámarkssöluverðið yrði ekki beitt gagnvart aðila sem eigi var kunnugt um skuldbindinguna að þeim tíma liðnum sem lögin áskildu. Þá var VJ ekki meðlimur í Samtökum aldraðra og ekki sannað að henni hefði verið kunnugt um það skilyrði samþykktanna.
Hrd. 2003:718 nr. 421/2002 (Knattspyrnumót)[HTML]

Hrd. 2003:1363 nr. 449/2002 (Arnarvarp í Miðhúsaeyjum)[HTML]
Ekki var nægilega ljóst samkvæmt lögunum og lögskýringargögnunum hvort notkun hugtaksins „lífsvæði dýra“ í náttúruverndarlögum gerði kröfu á að um væri að ræða staði þar sem örn kynni að verpa á eða raunverulega verpti á. Refsiheimildin uppfyllti því ekki kröfur um skýrleika.
Hrd. 2003:2127 nr. 514/2002[HTML]

Hrd. 2003:2198 nr. 463/2002 (Háspennustaur)[HTML]
Orkuveitan var talin hafa sýnt af sér grófa vanrækslu.
Hrd. 2003:2685 nr. 83/2003 (Samkeppnismál - Hf. Eimskipafélag Íslands)[HTML]
Eimskipafélag Íslands krafðist ógildingar úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Samskip hf. teldist aðili að stjórnsýslumáli sem Samkeppnisstofnun í kjölfar ábendingar Samskipa, en í því var Eimskipafélagið rannsakað fyrir samkeppnisbrot. Hvorki í samkeppnislögum né stjórnsýslulögum var skilgreint hver skilyrðin væru til þess að vera aðili máls samkvæmt þeim lögum.

Litið var til þess að lögskýringargögn gáfu til kynna að aðildarhugtak í stjórnsýslumálum bæri að skýra rúmt þannig að það ætti ekki einvörðungu við um þá sem ættu beina aðild að málum heldur einnig aðila er hefðu óbeinna hagsmuni að gæta. Að mati Hæstaréttar mátti ráða af erindi Samskipa að fyrirtækið hefði mikilvæga og sérstaka hagsmuni að gæta af úrslitum málsins. Var kröfunni um ógildingu úrskurðarins því synjað.
Hrd. 2003:2955 nr. 327/2003 (Íslenskur markaður hf.)[HTML]

Hrd. 2003:2970 nr. 520/2002[HTML]

Hrd. 2003:3058 nr. 34/2003 (Trygging ferðaskrifstofu)[HTML]

Hrd. 2003:3554 nr. 200/2003[HTML]

Hrd. 2003:3633 nr. 388/2003 (British Tobacco)[HTML]
Sett voru lög sem höfðu meðal annars þau áhrif að ekki hefði mátt hafa tóbak sýnilegt gagnvart almenningi. Tóbaksframleiðandi fór í mál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lögin andstæð hagsmunum sínum vegna minni sölu. Héraðsdómur taldi framleiðandann skorta lögvarða hagsmuni þar sem ÁTVR væri seljandi tóbaks en ekki framleiðandinn. Hæstiréttur var ekki sammála því mati héraðsdóms og taldi tóbaksframleiðandann hafa lögvarða hagsmuni um úrlausn dómkröfunnar.
Hrd. 2003:3698 nr. 37/2003 (Grænmetismál)[HTML]

Hrd. 2003:3928 nr. 106/2003 (Kristín HF 12)[HTML]

Hrd. 2003:4182 nr. 223/2003[HTML]

Hrd. 2003:4351 nr. 171/2003 (Reiknireglur varðandi varanlega örorku barna)[HTML]

Hrd. 2003:4612 nr. 207/2003[HTML]

Hrd. 2004:153 nr. 330/2003 (Ráðning leikhússtjóra)[HTML]

Hrd. 2004:171 nr. 280/2003 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]

Hrd. 2004:323 nr. 283/2003 (Uppgjör bóta fyrir missi framfæranda II)[HTML]

Hrd. 2004:540 nr. 234/2003 (Starfsmaður á Sólheimum)[HTML]
Vistmaður á sambýli réðst á starfsmann en starfsmaðurinn vildi sækja bætur vegna árásarinnar. Gerð var lagaleg krafa um framlagningu kæru en starfsmaðurinn vildi það ekki. Honum var því synjað af bætur af hálfu bótanefndar og sótt hann því dómsmál til að fá ákvörðuninni hnekkt. Eftir höfðun málsins var fjarlægð áðurnefnd lagaleg krafa um kæru og í framhaldinu var dómkrafa starfsmannsins um ógildingu ákvörðunarinnar samþykkt.
Hrd. 2004:1047 nr. 363/2003 (Verðtrygging)[HTML]

Hrd. 2004:1881 nr. 465/2003 (Flugstöð Leifs Eiríkssonar)[HTML]

Hrd. 2004:2336 nr. 15/2004[HTML]

Hrd. 2004:2578 nr. 27/2004 (Mismunandi flokkar bótaþega samkvæmt almannatryggingalögum)[HTML]

Hrd. 2004:2964 nr. 266/2004[HTML]

Hrd. 2004:3294 nr. 112/2004[HTML]

Hrd. 2004:3368 nr. 50/2004 (Slys á Keflavíkurvegi)[HTML]

Hrd. 2004:4339 nr. 220/2004[HTML]

Hrd. 2004:4355 nr. 221/2004 (Loðnuvinnslan)[HTML]

Hrd. 2005:657 nr. 357/2004 (Sjómaður slasast á leið um borð í fiskiskip)[HTML]

Hrd. 2005:1086 nr. 378/2004 (Uppsögn á reynslutíma)[HTML]

Hrd. 2005:1237 nr. 349/2004 (Þjórsártún)[HTML]
Vegagerðin sóttist eftir eignarnámi á spildu úr landi Þjórsártúns vegna lagningu vegar yfir Þjórsá. Eignarnámið sjálft studdi við ákvæði þágildandi vegalaga er kvað á um skyldu landareigenda til að láta af hendi land vegna vegalagningar. Síðar sendi hún inn beiðni um að matsnefnd eignarnámsbóta mæti hæfilega eignarnámsbætur og beiðni um snemmbær umráð hins eignarnumda sem nefndin heimilaði. Hún mat síðan eignarnámið með þremur matsliðum.

Þegar K leitaði eftir greiðslum eignarnámsbótanna kvað Vegagerðin að hún ætlaði eingöngu að hlíta úrskurðinum hvað varðaði einn matsliðinn og tilkynnti að hún ætlaði að fara fram á dómkvaðningu matsmanna. K andmælti þar sem hún taldi Vegagerðina bundna af úrskurði matsnefndarinnar og að matsgerð þeirrar nefndar sé réttari en matsgerð dómkvaddra matsmanna. Vegagerðin hélt því fram að lögin kvæðu á um heimild dómstóla um úrlausn ágreinings um fjárhæðir og því heimilt að kveða dómkvadda matsmenn.

Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annari niðurstöðu en matsnefnd eignarnámsbóta og lækkuðu stórlega virði spildunnar. Héraðsdómur féllst á kröfu K um að farið yrði eftir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta þar sem mati matsnefndarinnar hefði ekki verið hnekkt.

Hæstiréttur tók undir með héraðsdómi að heimilt hefði verið að leggja ágreininginn undir dómstóla en hins vegar væru úrskurðir matsnefndarinnar ekki sjálfkrafa réttari en matsgerðir dómkvaddra matsmanna heldur yrði að meta það í hverju tilviki. Í þessu tilviki hefði úrskurður matsnefndarinnar verið lítið rökstuddur á meðan matsgerð hinna dómkvöddu manna væri ítarlegri, og því ætti að byggja á hinu síðarnefnda. Þá gekk hann lengra og dæmdi K lægri fjárhæð en matsgerð dómkvöddu mannana hljóðaði upp á þar sem hvorki matsnefndin né dómkvöddu mennirnir hafi rökstutt almenna verðrýrnun sem á að hafa orðið á landinu meðfram veginum með fullnægjandi hætti, né hafi K sýnt fram á hana með öðrum hætti í málinu.
Hrd. 2005:1467 nr. 8/2005 (Svipting ökuréttar)[HTML]
A var svipt ökuréttindum fyrir ölvunarakstur á grundvelli blóðmælingar er sýndi fram á að hún hefði verið yfir mörkunum, og gekkst hún við brotinu, en deilt var um lengd tímabilsins sem sviptingin myndi vara. Við gildistöku breytingarlaga stuttu áður hafði texta lagaákvæðisins verið breytt þannig að samkvæmt skýru orðalagi hans yrði gerð bæði krafa um ákveðið lágmarksmagn af vínanda í blóði sem og ákveðið lágmarksmagn vínanda í lofti.

Hæstiréttur vísaði til þess að þar sem löng dómvenja hefði verið um að önnur hvor þessara mælinga myndi duga og löggjafinn hefði ekki tekið afstöðu í lögskýringargögnum til þeirrar ætlunar að herða sönnunarfærsluna, yrði ekki vikið frá dómvenjunni.
Hrd. 2005:1472 nr. 9/2005[HTML]

Hrd. 2005:1477 nr. 518/2004[HTML]

Hrd. 2005:1482 nr. 526/2004[HTML]

Hrd. 2005:1486 nr. 17/2005[HTML]

Hrd. 2005:1490 nr. 527/2004 (Ölvunarakstur)[HTML]

Hrd. 2005:1495 nr. 15/2005[HTML]

Hrd. 2005:1534 nr. 474/2004 (Frístundabyggð - Sumarhús - Bláskógabyggð)[HTML]
Krafist var viðurkenningar á því að hjón ásamt börnum þeirra ættu lögheimili að tilteknu húsi á svæði sem sveitarfélagið hafði skipulagt sem frístundabyggð. Hagstofan hafði synjað þeim um þá skráningu.

Hæstiréttur taldi að sóknaraðilar ættu rétt á að ráða búsetu sinni sbr. 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar og lægju ekki fyrir haldbærar lagaheimildir til að takmarka rétt sóknaraðilanna til að skrá lögheimili þeirra á húsið í frístundabyggðinni. Þar sem sóknaraðilarnir höfðu fasta búsetu í húsinu í samræmi við 2. mgr. 1. gr. laga um lögheimili og 1. mgr. ákvæðisins yrði skýrt á þann veg að lögheimili væri sá staður sem maður hefði fasta búsetu, var krafa sóknaraðila tekin til greina.

Niðurstaðan er talin óvenjuleg að því leyti að í stað þess að eingöngu ómerkja synjunina sjálfa var jafnframt tekin ný ákvörðun í hennar stað.
Hrd. 2005:2040 nr. 494/2004[HTML]

Hrd. 2005:2382 nr. 498/2004[HTML]

Hrd. 2005:2700 nr. 46/2005 (Byggingarleyfi kært eftir að kærufrestur rann út)[HTML]

Hrd. 2005:4024 nr. 119/2005 (Útreikningur skaðabóta)[HTML]

Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I)[HTML]
Vegagerðin bauð út verk á Evrópska efnahagssvæðinu um gerð Héðinsfjarðarganga. Lægsta boðið var sameiginlegt tilboð íslensks aðila og dansks aðila sem var 3,2% yfir kostnaðaráætlun. Fyrir tilkynningu úrslita útboðsins samþykkti ríkisstjórn Íslands að fresta verkinu um þrjú ár og nýtt útboð færi fram miðað við það. Í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin öllum bjóðendum að öllum tilboðum hefði verið hafnað á grundvelli þensluástands í þjóðfélaginu og að stofnunin fengi ekki nægt fjármagn fyrir þessar framkvæmdir.

Aðilarnir er áttu lægsta boðið kærðu ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála og taldi nefndin að ákvörðunin hefði verið ólögmæt og að hún væri skaðabótaskyld, þó án afstöðu til efndabóta. Þeir höfðuðu svo viðurkenningarmál fyrir dómstólum um skaðabætur. Hæstiréttur taldi að þó lagaheimild væri sannarlega til staðar um að hafna öllum tilboðum væri þó ekki hægt að beita þeirri heimild án þess að fyrir lægju bæði málefnalegar og rökstuddar ástæður. Hann taldi engar málefnalegar ástæður liggja fyrir þeirri ákvörðun. Nefndi hann þar að auki að á Vegagerðinni hefði legið sönnunarbyrðin um að ekki hefði verið samið við lægstbjóðendur en hún axlaði ekki þá sönnunarbyrði. Þar sem lægstbjóðendur hefðu boðið sem næmi hærri fjárhæð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á var talið að þeir hefðu sýnt fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni. Var því viðurkennd bótaskylda íslenska ríkisins gagnvart lægstbjóðendum.
Hrd. 2005:5237 nr. 208/2005 (Bætur frá Tryggingastofnun)[HTML]

Hrd. 2006:431 nr. 25/2006 (Jeep Grand Cherokee)[HTML]

Hrd. 2006:866 nr. 371/2005 (Síldeyjardómur)[HTML]

Hrd. 2006:1006 nr. 372/2005 (Námur í Skipalóni)[HTML]

Hrd. 2006:1539 nr. 428/2005[HTML]

Hrd. 2006:1643 nr. 170/2006[HTML]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML]

Hrd. 2006:1916 nr. 432/2005[HTML]

Hrd. 2006:2074 nr. 486/2005[HTML]

Hrd. 2006:2469 nr. 511/2005 (Fjarskiptamastur - Gullver)[HTML]
Ætlunin var að segja upp fjarskiptamastur á tiltekinn stað. Talið var að eignarnámsþolinn bæri sönnunarbyrðina um að rannsókn í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám hefði verið ófullnægjandi.
Hrd. 2006:2556 nr. 520/2005 (Aðfangaeftirlitið)[HTML]
Rukkað var þjónustugjald fyrir svokallað aðfangaeftirlit. Reynt á hvort það mátti leggja gjaldið og hvort rækja mætti eftirlitið. Brotið var bæði á formreglu og heimildarreglu lögmætisreglunnar.
Hrd. 2006:2650 nr. 210/2006[HTML]

Hrd. 2006:2705 nr. 36/2006 (Lífeyrir)[HTML]

Hrd. 2006:3581 nr. 58/2006 (VÍS II)[HTML]
Ekki var fallist á með tjónþola að áætlun VÍS á vátryggingaskuld vegna slyss tjónþolans og færsla hennar í bótasjóð sinn hefði falið í sér viðurkenningu er hefði rofið fyrningu.
Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML]

Hrd. 2006:4289 nr. 54/2006 (Eyrarvegur 34 - Landsafl hf.)[HTML]
Fasteignasala gerði GG, fyrir hönd eigenda lóðarinnar E, kauptilboð í lóð GG. Síðar gerði GG gagntilboð fyrir sína hönd og annarra eigenda lóðarinnar og var það samþykkt. Hins vegar neitaði GG síðan að veita samþykki gagntilboðsins móttöku. Eigendur lóðarinnar stofnuðu síðan einkahlutafélag og afsöluðu lóð sinni til þess. Fyrir dómi var síðan krafist þess að viðurkennt yrði að með samþykkt gagntilboðsins hafi komist á bindandi kaupsamningur.

Hæstiréttur taldi að þar sem umboð hinna lóðareigendanna sem GG sagðist hafa þegar hann gerði gagntilboðið voru ekki skrifleg, uppfyllti það ekki skilyrði laga til þess að það gæti orðið bindandi þar sem það gæti ekki orðið skuldbindandi fyrir sameigendur hans. Umboðsmaðurinn var ekki sérfróður aðili og var því ekki talinn hafa mátt vita af þánýlegri lagabreytingu um að hin nauðsynlegu umboð yrðu að vera skrifleg. Kröfu um skaðabætur var synjað þar sem fulltrúum Landsafls hefði átt að gera sér ljóst að umboð GG hefði ekki verið fullnægjandi.
Hrd. 2006:4859 nr. 234/2006[HTML]

Hrd. 2006:4891 nr. 195/2006 (Sendiráðsprestur í London)[HTML]

Hrd. 2006:4934 nr. 237/2006 (Kröfur foreldra)[HTML]

Hrd. nr. 181/2006 dags. 25. janúar 2007 (Baugur I)[HTML]
JÁ var ákærður fyrir brot á lögum um ársreikninga og reyndi þá á skýringu orðsins ‚lán‘. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að til að fá úr um skorið hvort um væri að ræða refsiverða háttsemi eður ei þyrfti að skýra framangreint orð. Af þeim sökum var ekki hægt að túlka orðið víðtækar en af orðanna hljóðan þrátt fyrir lögskýringargögn bentu til þess að skýra ætti það með öðrum hætti.
Hrd. nr. 304/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 408/2006 dags. 8. febrúar 2007 (Líkamstjón)[HTML]

Hrd. nr. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML]

Hrd. nr. 289/2006 dags. 22. mars 2007 (Landskiptagerð - Grjóteyri)[HTML]

Hrd. nr. 433/2006 dags. 29. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 555/2006 dags. 2. apríl 2007[HTML]

Hrd. nr. 258/2007 dags. 22. maí 2007 (Kjarvalsmálverk)[HTML]

Hrd. nr. 304/2007 dags. 12. júní 2007 (3 ár ekki skammur tími - Hafnað)[HTML]

Hrd. nr. 182/2007 dags. 27. september 2007 (Leyfi til námuvinnslu á hafsbotni - Björgun)[HTML]
Árið 1990 fékk félagið Björgun opinbert leyfi til að vinna efni á hafsbotni til 30 ára. Árið 2000 öðluðust svo gildi lög um eignarrétt íslenska ríkisins á hafsbotninum er fólu í sér breytingar á skilyrðum til að fá útgefin eins leyfi og Björgun hafði undir höndum. Með lögunum var almennt orðað bráðabirgðaákvæði um að þáverandi handhafar slíkra leyfa skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku laganna.

Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.

Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. nr. 569/2007 dags. 12. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 566/2007 dags. 15. nóvember 2007 (Dómkvaðning matsmanna)[HTML]

Hrd. nr. 201/2007 dags. 6. desember 2007[HTML]

Hrd. nr. 634/2007 dags. 10. desember 2007 (Framsal sakamanns)[HTML]

Hrd. nr. 241/2007 dags. 13. desember 2007[HTML]

Hrd. nr. 18/2008 dags. 15. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 58/2008 dags. 7. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 99/2008 dags. 28. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 324/2007 dags. 6. mars 2008 (Afvöxtun)[HTML]

Hrd. nr. 221/2007 dags. 13. mars 2008 (Höfundaréttur)[HTML]
Í útgáfu ævisögu Halldórs Laxness voru fjölmargar tilvitnanir sem taldar voru brjóta gegn höfundarétti. Hæstiréttur taldi að málshöfðunarfrestur til að hafa uppi refsikröfu í einkamáli hefði verið liðinn og var þeim kröfulið vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Hrd. nr. 398/2007 dags. 17. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 366/2007 dags. 23. apríl 2008 (Portus - Tónlistarhúsið Harpan)[HTML]
Tveir aðilar sem höfðu ekki verið valdir til að fá sérleyfi til byggingar, eign og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna, kröfðust afrits af samkomulags sem Austurhöfn-TR ehf., fyrirtæki stofnað af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg, gerði við Portus ehf. Þeirri beiðni var synjað af hálfu Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar og var henni skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem féllst svo á beiðnina.

Hæstiréttur hafnaði málsástæðu um að samningurinn félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði þar á meðal að í þeim lögum hefði ekki verið neinn áskilnaður um ákvörðun er varðaði rétt eða skyldu manna. Þá var einnig getið þess í dómnum að Ríkiskaup sáu um þau innkaup sem voru aðdragandi samningins auk þess að hann var undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ljóst var að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg höfðu haft samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu.
Hrd. nr. 658/2007 dags. 23. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 385/2007 dags. 5. júní 2008 (Baugsmál II)[HTML]

Hrd. nr. 423/2008 dags. 7. ágúst 2008[HTML]

Hrd. nr. 417/2008 dags. 2. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 610/2007 dags. 2. október 2008 (Sólheimatorfa)[HTML]

Hrd. nr. 640/2007 dags. 2. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 566/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Skálmholtshraun í Flóahreppi)[HTML]

Hrd. nr. 152/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 239/2008 dags. 22. janúar 2009 (Framhaldsskólakennari)[HTML]

Hrd. nr. 71/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 342/2008 dags. 26. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 352/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 562/2008 dags. 14. maí 2009 (Vatnsréttindi Þjórsár - Landsvirkjun - Skálmholtshraun)[HTML]

Hrd. nr. 520/2008 dags. 28. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 686/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Hrd. nr. 44/2009 dags. 15. október 2009 (Svipting ökuréttar)[HTML]
Tjónþoli var að ósekju sviptur ökurétti en Hæstiréttur féllst ekki á bætur vegna þess.
Hrd. nr. 22/2009 dags. 22. október 2009 (Vegalagning í Nesjum í Hornafirði - Hornafjarðarfljót)[HTML]

Hrd. nr. 7/2009 dags. 22. október 2009 (Smiður dettur úr stiga)[HTML]

Hrd. nr. 671/2008 dags. 22. október 2009 (Teigsskógur)[HTML]

Hrd. nr. 122/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðapartur)[HTML]

Hrd. nr. 120/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML]

Hrd. nr. 230/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 88/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Arðskrá Veiðifélags Miðfirðinga)[HTML]
Arði var úthlutað eftir aðskrá. Þegar arðskrá er metin er horft til fjölda atriða. Hæstiréttur taldi sér óheimilt að endurskoða þetta nema hvað varðar ómálefnanleg sjónarmið.
Hrd. nr. 373/2009 dags. 18. mars 2010 (Sjónarmið um kostnað vegna umgengni)[HTML]
Nefnir að meginreglan sé að umgengnisforeldrið eigi að bera kostnaðinn. Nefnt sjónarmið um að meta þyrfti efnahag fólksins.
Ekki hafði verið lagt neitt mat á fjárhagslega stöðu fólksins.
Hrd. nr. 560/2009 dags. 29. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 215/2010 dags. 29. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 25/2010 dags. 6. maí 2010[HTML]

Hrd. nr. 340/2010 dags. 16. júní 2010 (Uppgröftur líks)[HTML]

Hrd. nr. 153/2010 dags. 16. júní 2010 (Lýsing - Gengislánadómur)[HTML]

Hrd. nr. 92/2010 dags. 16. júní 2010 (SP-Fjármögnun - Gengislán)[HTML]

Hrd. nr. 438/2009 dags. 21. júní 2010 (Séreignarlífeyrissparnaður)[HTML]
K missti manninn sinn og sat í óskiptu búi. Hún hélt að hún fengi séreignarlífeyrissparnað M.

Lífeyrissjóðurinn neitaði að láta það af hendi þrátt fyrir kröfu K.

Niðurstaðan verður sú að séreignarlífeyrissparnaður greiðist framhjá dánarbúinu og beint til maka og barna.
Hrd. nr. 372/2010 dags. 21. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 440/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 352/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 471/2010 dags. 16. september 2010 (Vextir gengistryggðs láns)[HTML]
Lán bundið gengi tveggja erlendra gjaldmiðla. Ágreiningur var um hvaða vexti skuldari ætti að greiða í ljósi þess að gengislán voru dæmd hafa verið ólögmæt. Hæstiréttur leit svo á að þetta lán hefði verið óverðtryggt þar sem ekki var um það samið. Með því hefðu vextir einnig verið kipptir úr sambandi og því bæri lánið almenna vexti sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Hrd. nr. 380/2010 dags. 16. september 2010 (Sauðfjárslátrun)[HTML]

Hrd. nr. 516/2009 dags. 30. september 2010[HTML]

Hrd. nr. 559/2009 dags. 21. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 289/2010 dags. 28. október 2010 (Bolungarvík - Sjómaður sofnar)[HTML]

Hrd. nr. 34/2010 dags. 28. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 188/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 113/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 223/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 619/2010 dags. 26. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 80/2010 dags. 9. desember 2010 (Kiðjaberg - Brottflutningur mannvirkis)[HTML]

Hrd. nr. 653/2010 dags. 14. desember 2010 (Sparisjóður Mýrarsýslu II)[HTML]

Hrd. nr. 688/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 387/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 335/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 604/2010 dags. 14. febrúar 2011 (Mjóstræti - Frjálsi fjárfestingarbankinn - Gengistrygging)[HTML]

Hrd. nr. 603/2010 dags. 14. febrúar 2011 (Tölvu-Pósturinn)[HTML]

Hrd. nr. 405/2010 dags. 24. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 453/2010 dags. 24. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 21/2011 dags. 8. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 341/2010 dags. 10. mars 2011 (Meðgöngueitrun)[HTML]

Hrd. nr. 42/2011 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 114/2011 dags. 21. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 412/2010 dags. 14. apríl 2011 (Bótaábyrgð ráðherra vegna dómaraskipunar)[HTML]
Sérstök dómnefnd hafði farið yfir umsóknir um skipun í embætti héraðsdómara og flokkaði þrjá efstu umsækjendurna sem hæfustu. Aðili sem raðaðist í 5. sæti í röð dómnefndarinnar hafði verið aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er fór með skipunarvaldið. Ad hoc ráðherra var svo settur yfir málið og vék frá niðurstöðu dómnefndarinnar með því að skipa þann aðila.

Einn af þeim sem dómnefndin hafði sett í flokk hæfustu fór svo í bótamál gegn ríkinu og ad hoc ráðherrann sjálfan. Hæstiréttur sýknaði aðila af kröfunni um fjárhagstjón þar sem umsækjandinn hafði ekki sannað að hann hefði hlotið stöðuna þótt ákvörðun ad hoc ráðherrans hefði verið í samræmi við niðurstöðu dómnefndarinnar. Hins vegar taldi Hæstiréttur að bæði ad hoc ráðherrann og íslenska ríkið bæru sameiginlega miskabótaábyrgð með því að fara framhjá honum á listanum og velja umsækjanda sem var neðar á lista dómnefndarinnar.
Hrd. nr. 500/2010 dags. 14. apríl 2011 (Jöfnunarsjóður alþjónustu)[HTML]

Hrd. nr. 177/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 473/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML]

Hrd. nr. 474/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML]

Hrd. nr. 475/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML]

Hrd. nr. 304/2011 dags. 27. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 334/2011 dags. 21. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 333/2011 dags. 21. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 456/2011 dags. 27. júlí 2011[HTML]

Hrd. nr. 378/2011 dags. 2. september 2011 (Strengur)[HTML]

Hrd. nr. 282/2011 dags. 20. október 2011 (Þrotabú AB 258)[HTML]

Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 277/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 551/2011 dags. 23. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 552/2011 dags. 23. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 136/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 226/2011 dags. 1. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 614/2011 dags. 7. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 152/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 637/2011 dags. 16. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 685/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls IV)[HTML]

Hrd. nr. 684/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls III)[HTML]

Hrd. nr. 682/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls I)[HTML]

Hrd. nr. 683/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls II)[HTML]

Hrd. nr. 175/2011 dags. 26. janúar 2012 (HH o.fl. gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 95/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 77/2012 dags. 16. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 478/2011 dags. 1. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 389/2011 dags. 8. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 472/2011 dags. 15. mars 2012 (Kal)[HTML]
Tjónþoli vildi meina að vinnuveitandi bæri ábyrgð á tjóni sem þeir yrðu fyrir við vinnu. Hæstiréttur taldi að reglan í 23. gr. a skaðabótalaga um hlutlæga ábyrgð ætti ekki við.
Hrd. nr. 112/2012 dags. 22. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 186/2012 dags. 27. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 187/2012 dags. 27. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 263/2011 dags. 26. apríl 2012 (Skattlagning aflamarks)[HTML]

Hrd. nr. 622/2011 dags. 3. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 226/2012 dags. 8. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 459/2011 dags. 10. maí 2012 (Vanlýsing)[HTML]

Hrd. nr. 230/2012 dags. 18. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 336/2012 dags. 21. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 316/2012 dags. 25. maí 2012 (Úrskurðarnefnd raforkumála)[HTML]

Hrd. nr. 357/2012 dags. 30. maí 2012 (Haldlagning gagna)[HTML]

Hrd. nr. 356/2012 dags. 30. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 369/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 391/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 288/2012 dags. 6. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 3/2012 dags. 15. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 419/2012 dags. 18. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 32/2012 dags. 19. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 506/2012 dags. 6. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 88/2012 dags. 20. september 2012 (Stefna sem málsástæða)[HTML]
Hæstiréttur gerði aðfinnslur um að héraðsdómari hafi tekið upp í dóminn langar orðréttar lýsingar úr stefnum og úr fræðiritum.
Hrd. nr. 59/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 467/2011 dags. 11. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 661/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 277/2012 dags. 8. nóvember 2012 (Stjörnugríssamruni)[HTML]

Hrd. nr. 137/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús - Brottflutningur II)[HTML]

Hrd. nr. 138/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús II - Brottflutningur II)[HTML]

Hrd. nr. 159/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 153/2012 dags. 6. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 752/2012 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 10/2013 dags. 24. janúar 2013 (Landsbankinn gegn Flugastraumi)[HTML]

Hrd. nr. 280/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 335/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 352/2012 dags. 31. janúar 2013 (LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Hrd. nr. 416/2012 dags. 31. janúar 2013 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML]

Hrd. nr. 74/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 524/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Uppsalir)[HTML]

Hrd. nr. 89/2013 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 538/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 355/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 641/2012 dags. 21. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 722/2012 dags. 22. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 114/2013 dags. 25. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 580/2012 dags. 26. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 585/2012 dags. 26. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 202/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 203/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 672/2012 dags. 24. apríl 2013 (Lýsing hf.)[HTML]

Hrd. nr. 695/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 268/2013 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 715/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 14/2013 dags. 8. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 247/2013 dags. 10. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 757/2012 dags. 16. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 3/2013 dags. 16. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 15/2013 dags. 16. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 750/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 332/2013 dags. 28. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 342/2013 dags. 31. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 328/2013 dags. 31. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 327/2013 dags. 31. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 352/2013 dags. 5. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 164/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML]

Hrd. nr. 363/2013 dags. 18. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 90/2013 dags. 19. júní 2013 (Ljósastandur)[HTML]

Hrd. nr. 383/2013 dags. 19. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 438/2013 dags. 12. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 547/2012 dags. 26. september 2013 (Landamerki Reykjahlíðar)[HTML]

Hrd. nr. 178/2013 dags. 3. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 142/2013 dags. 3. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 589/2013 dags. 4. október 2013 (TIF)[HTML]

Hrd. nr. 408/2013 dags. 8. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 489/2013 dags. 8. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 194/2013 dags. 10. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 207/2013 dags. 10. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 453/2013 dags. 11. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML]

Hrd. nr. 366/2013 dags. 17. október 2013 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML]

Hrd. nr. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 663/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 238/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 242/2013 dags. 31. október 2013 (Engin sönnunargögn)[HTML]
Undirstrikað að mannerfðafræðileg rannsókn væri ekki hið eina sönnunargagn sem mætti leggja fram.

Ágæt vissa var um hver væri faðirinn. Sá aðili var fluttur úr landi og ekki lá fyrir slík rannsókn. Reynt að láta reyna á það hvort það væri hægt að gera það án slíkrar rannsóknar.
Hrd. nr. 243/2013 dags. 31. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 200/2013 dags. 7. nóvember 2013 (Viðskiptablaðið)[HTML]

Hrd. nr. 302/2013 dags. 7. nóvember 2013 (Vinnulyftur ehf. - KPMG)[HTML]
KPMG var með milligöngu um sölu á fyrirtæki en gætti ekki nægilega vel að hagsmunum seljandans. Sérfræðingur frá KPMG var látinn bera ⅔ hluta bótaskyldunnar á grundvelli sérfræðiábyrgðar en viðskiptavinurinn restina sökum skorts á varkárni.
Hrd. nr. 710/2013 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 709/2013 dags. 21. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 348/2013 dags. 21. nóvember 2013 (Yfirdráttarlán)[HTML]
Skuldarar greiddu miðað við gengisbindingu sem stóðst svo ekki.
Hrd. nr. 396/2013 dags. 28. nóvember 2013 (Orkuveita Reykjavíkur - Vatnsgjald I)[HTML]

Hrd. nr. 397/2013 dags. 28. nóvember 2013 (Vatnsgjald II)[HTML]
Lagaákvæði í vatnsveitulögum gerði ráð fyrir því að innheimt væri vatnsgjald af öllum fasteignum þar sem vatn gátu notið. Hæstiréttur taldi að orðalagið vera slíkt að óheimilt væri að heimta vatnsgjaldið vegna tímabils áður en búið væri að tengja vatnið.
Hrd. nr. 293/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 446/2013 dags. 5. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 737/2013 dags. 6. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 468/2013 dags. 12. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 463/2013 dags. 12. desember 2013 (Hagar)[HTML]
Hagar var nokkuð stórt fyrirtæki og var lántaki stórs gengisláns. Lánveitandi krafðist mikillar viðbótargreiðslu.

Hæstiréttur leit svo á að um væri að ræða lán til fjárfestinga sem var sérstaklega sniðið að því. Auk þess myndi viðbótargreiðslan ekki leiða til mikils óhagræðis fyrir lántaka. Fallist var því á viðbótargreiðsluna.
Hrd. nr. 563/2013 dags. 23. janúar 2014 (Sparisjóður Keflavíkur)[HTML]

Hrd. nr. 529/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 388/2013 dags. 23. janúar 2014 (Verkaskipting stjórnarformanns og framkvæmdastjóra)[HTML]

Hrd. nr. 531/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 719/2013 dags. 28. janúar 2014 (Einkabankaþjónusta - Sala hlutabréfa)[HTML]

Hrd. nr. 62/2014 dags. 5. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 613/2013 dags. 6. febrúar 2014 (Orkuveita Reykjavíkur - Fráveitugjald)[HTML]

Hrd. nr. 3/2014 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 596/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 607/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 612/2013 dags. 13. febrúar 2014 (Tungufell)[HTML]

Hrd. nr. 99/2014 dags. 20. febrúar 2014 (Hjúkrunarheimilið Eir)[HTML]
Eir er sjálfseignarstofnun. Skv. lögunum sem hjúkrunarheimilið starfaði eftir voru takmarkanir á sölu og veðsetningu, þ.e. að afla þurfi samþykkis tiltekinna aðila.

Eir veðsetti margar öryggisíbúðir án þess að samþykkin lágu fyrir og voru þau þinglýst. Mál var höfðað um gildi þinglýsingarinnar. Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða mistök við þinglýsingu að ræða en málinu var vísað frá þar sem skorti lögvarða hagsmuni.
Hrd. nr. 643/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 144/2014 dags. 6. mars 2014 (Félag fasteignasala)[HTML]

Hrd. nr. 161/2014 dags. 13. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 623/2013 dags. 27. mars 2014 (Slys á Flugvallarbraut)[HTML]

Hrd. nr. 240/2014 dags. 29. apríl 2014 (Vefsíður)[HTML]

Hrd. nr. 239/2014 dags. 29. apríl 2014 (STEF)[HTML]

Hrd. nr. 238/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 234/2014 dags. 30. apríl 2014 (Þrjú laus blöð o.fl.)[HTML]
Erfðaskráin var gerð á þremur lausum blöðum. Meginefnið var á tveimur þeirra en undirritunin var á því þriðja. Blaðsíðurnar með meginefninu voru ekki undirritaðar né vottfestar.
Hrd. nr. 286/2014 dags. 22. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 373/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 403/2014 dags. 16. júní 2014 (Lekamálið)[HTML]

Hrd. nr. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. nr. 632/2014 dags. 6. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 111/2014 dags. 9. október 2014 (Vífilfell)[HTML]
Deilt var um hvort kolsýrðir drykkir teldust til vatnsdrykkja og taldi Vífillfell það ekki nógu vel rannsakað. Fyrir Hæstarétti byrjaði Samkeppniseftirlitið að koma með nýjar málsástæður og málsgögn. Hæstiréttur taldi að ekki væri horft á gögn sem voru ekki til fyrir.
Hrd. nr. 279/2014 dags. 16. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 666/2014 dags. 27. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 110/2014 dags. 6. nóvember 2014 (Eykt)[HTML]

Hrd. nr. 202/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 739/2014 dags. 8. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 235/2014 dags. 11. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 292/2014 dags. 11. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 92/2014 dags. 18. desember 2014 (Bær)[HTML]

Hrd. nr. 326/2014 dags. 22. desember 2014 (Notkun fjárhagslegra upplýsinga í hefndarskyni)[HTML]

Hrd. nr. 844/2014 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 346/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 808/2014 dags. 20. janúar 2015 (Leyfi til að reisa og reka raforkuflutningsvirki - Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 331/2014 dags. 29. janúar 2015 (Fastur í stýrishúsi)[HTML]

Hrd. nr. 365/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 366/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 77/2015 dags. 4. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 513/2014 dags. 5. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 397/2014 dags. 5. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 80/2015 dags. 11. febrúar 2015 (Breytt lögheimili til bráðabirgða)[HTML]

Hrd. nr. 95/2015 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 459/2014 dags. 19. febrúar 2015 (Kirkjuhurð)[HTML]

Hrd. nr. 497/2014 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 139/2015 dags. 2. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 381/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 431/2014 dags. 12. mars 2015 (Skaðabótamál vegna símahlerunar)[HTML]

Hrd. nr. 631/2014 dags. 12. mars 2015 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML]

Hrd. nr. 474/2014 dags. 12. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 570/2014 dags. 19. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML]

Hrd. nr. 247/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 262/2015 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 228/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 251/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 250/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 594/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 585/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 160/2015 dags. 13. maí 2015 (Verðtrygging)[HTML]

Hrd. nr. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]
Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.

Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.
Hrd. nr. 340/2015 dags. 2. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 475/2014 dags. 4. júní 2015 (Forkaupsréttur að fiskiskipi - Síldarvinnslan)[HTML]
Sveitarfélag taldi sig geta gengið inn í hlutabréfakaup á grundvelli forkaupsréttar. Téður forkaupsréttur byggðist á lagaákvæði um að sveitarfélög hefðu forkaupsrétt á fiskiskipum er hefðu leyfi til veiða í atvinnuskyni til útgerðar sem hefði heimilisfesti í öðru sveitarfélagi, og ætti þá sveitarstjórnin í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt á skipinu.

Héraðsdómur hafði samþykkt kröfu sveitarfélagsins á þeim grundvelli að með sölu á hlutabréfum fyrirtækis væri verið að fara fram hjá markmiði lagaákvæðisins. Hæstiréttur var á öðru máli og taldi að ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttur mæltu gegn því að lögjafna á þessum forsendum, og synjaði því kröfu sveitarfélagsins.
Hrd. nr. 837/2014 dags. 11. júní 2015 (Creditinfo)[HTML]

Hrd. nr. 822/2014 dags. 18. júní 2015 (Isavia ohf.)[HTML]
Á höfðaði skaðabótamál gegn Isavia ohf. vegna brottreksturs hans úr starfsþjálfun til flugumferðarstjóra, sem Isavia sá um. Með lögum nr. 102/2006 var ríkisstjórninni heimilt að stofna það hlutafélag sem stefnt er í þessu máli og öðlaðist það félag ýmsar lagaheimildir til að annast tilteknar skyldur Flugmálastjórnar Íslands, þar á meðal umrædda starfsþjálfun. Leit Hæstiréttur svo á að ákvæði stjórnsýslulaga giltu um þær ákvarðanir innan þess verksviðs enda hefðu starfsmenn stjórnsýslunnar þurft að fylgja þeim hefði ákvörðunin verið tekin þar. Sökum skilmálana er giltu um námið var ekki talið að hann ætti rétt á bótum vegna fjártjóns en hins vegar voru dæmdar miskabætur.
Hrd. nr. 467/2015 dags. 13. ágúst 2015 (Verkfallsmál)[HTML]

Hrd. nr. 51/2015 dags. 10. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 26/2015 dags. 24. september 2015 (Tollafgreiðsla flugvélar)[HTML]

Hrd. nr. 553/2015 dags. 30. september 2015 (Berlice ehf. - Þorsteinn Hjaltested - Afleiðutengd skuldabréf)[HTML]

Hrd. nr. 665/2015 dags. 7. október 2015[HTML]
Greint var á hvort foreldrar einstaklings er lést við slys gætu talist brotaþolar. Hæstiréttur taldi að gagnályktun frá 1. mgr. 39. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, leiddi til þess að einstaklingar í þeirri stöðu gætu ekki talist vera brotaþolar.
Hrd. nr. 22/2015 dags. 8. október 2015 (Þjóðskrá - Skráning og mat vatnsréttinda - Jökulsá á Dal)[HTML]
Sveitarfélagið tók upp á því að vatnsréttindi yrðu skráð sérstaklega en það vildi Landsvirkjun ekki. Fallist var á sjónarmið sveitarfélagsins á stjórnsýslustigi. Landsvirkjun hélt því fram að það hefði ekki verið gert með þessum hætti. Ekki var talið að komin hefði verið á stjórnsýsluframkvæmd hvað þetta varðaði.
Hrd. nr. 306/2015 dags. 15. október 2015 (Baklóð - Laugavegur 87)[HTML]

Hrd. nr. 69/2015 dags. 22. október 2015 (Bílvelta á Hellisheiði eystri)[HTML]
Maður verður fyrir alvarlegu slysi.
75% varanleg örorka og 90 stig í varanlegan miska.
Sé grunur um að meta þurfi eitthvað framtíðartjón.
Maðurinn krafðist fjár til að kaupa smáhjól til að stunda þau áhugamál sem hann væri að stunda. Hæstiréttur ræðir um hvort útgjöldin teljist nauðsynleg og eðlileg og í þessu tilviki teljist krafan um kaup á smáhjólinu og aðstoðarmönnum sé utan bótamarka.
Hrd. nr. 130/2015 dags. 22. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 717/2015 dags. 26. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 2/2015 dags. 29. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 210/2015 dags. 5. nóvember 2015 (TH Investments)[HTML]

Hrd. nr. 211/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 718/2015 dags. 12. nóvember 2015 (Safn)[HTML]

Hrd. nr. 687/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 721/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 683/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 686/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 682/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 681/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 684/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 685/2015 dags. 16. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 745/2015 dags. 18. nóvember 2015 (Háfell)[HTML]

Hrd. nr. 243/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 264/2015 dags. 3. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 312/2015 dags. 10. desember 2015 (Birti nektarmyndir af fyrrverandi unnustu sinni í hefndarskyni)[HTML]

Hrd. nr. 288/2015 dags. 17. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 263/2015 dags. 17. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 193/2015 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 22/2016 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 12/2016 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 278/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 277/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 456/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 326/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 477/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Harpa-tónlistarhús)[HTML]
Harpa kvartaði undan háum fasteignagjöldum. Snerist um það hvort að aðferðin sem beitt væri við fasteignamatið væri rétt. Harpa taldi aðferðina ranga og fór með sigur á hólmi í málinu.
Hrd. nr. 471/2015 dags. 3. mars 2016 (Glammastaðir)[HTML]
Heimilt var að selja veiðiréttinn þar sem landið var í eyði.
Hrd. nr. 475/2015 dags. 3. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 142/2016 dags. 9. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 417/2015 dags. 10. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 436/2015 dags. 10. mars 2016 (Bætur frá Tryggingastofnun)[HTML]

Hrd. nr. 194/2016 dags. 11. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 506/2015 dags. 22. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 231/2016 dags. 6. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 677/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 649/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 454/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 419/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 653/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 235/2016 dags. 2. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 271/2016 dags. 2. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 535/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 627/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 639/2015 dags. 2. júní 2016 (Kerskel)[HTML]
Litið var svo á að háttsemi tjónþola hafi falið í sér stórfellt gáleysi. Vísað var til skráðra varúðarreglna og að vinnuveitandinn hafi ekki gætt að settum öryggisreglum. Tjónþoli vék samt frá þessum reglum þrátt fyrir að hafa verið ljóst um hættuna af því. Hann var látinn bera þriðjung tjónsins sjálfur.
Hrd. nr. 643/2015 dags. 2. júní 2016 (Laugar í Súgandafirði)[HTML]
Sveitarfélag keypti jarðhita af bónda og ætlaði að nota jarðhitann fyrir hitaveitu. Hæstiréttur leyfði þessu að ágangast þar sem þetta væri í hag almennings og ekki í andstöðu við tilgang laganna.
Hrd. nr. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 826/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 341/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 810/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 553/2016 dags. 3. ágúst 2016[HTML]

Hrd. nr. 632/2016 dags. 14. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 816/2015 dags. 15. september 2016 (Loforð fjármálaráðherra um endurgreiðslu skatts)[HTML]

Hrd. nr. 647/2016 dags. 10. október 2016 (Gegn vilja foreldris)[HTML]

Hrd. nr. 658/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 11/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 94/2016 dags. 20. október 2016 (Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf. og Fljótsdalshérað gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf.)[HTML]

Hrd. nr. 855/2015 dags. 20. október 2016 (SPB)[HTML]

Hrd. nr. 814/2015 dags. 27. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 845/2015 dags. 27. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 119/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 630/2016 dags. 28. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 556/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 53/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Sjúkratryggingar Íslands I)[HTML]

Hrd. nr. 135/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 360/2015 dags. 1. desember 2016 (Júlíus Þór Sigurþórsson o.fl. - Verðsamráð - Einbeittur brotavilji)[HTML]
Margir voru ákærðir vegna ólögmæts samráðs á markaði. Meðákærðir voru viðstaddir þegar aðrir ákærðir gáfu skýrslu. Talið var að ákærðu hefðu ekki átt að hlýða á framburð meðákærðu áður en þeir sjálfir væru búnir að gefa sína skýrslu.
Hrd. nr. 78/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 17/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 763/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 18/2016 dags. 15. desember 2016 (Kæra stjórnvalds á máli til lögreglu)[HTML]

Hrd. nr. 784/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 834/2016 dags. 4. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 826/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 838/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 839/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 260/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 331/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 273/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 338/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 15/2017 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 575/2016 dags. 16. febrúar 2017 (Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Hrd. nr. 477/2016 dags. 2. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 121/2017 dags. 15. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 85/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 58/2017 dags. 20. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 147/2017 dags. 21. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML]

Hrd. nr. 770/2015 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 507/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 499/2016 dags. 6. apríl 2017 (Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins)[HTML]

Hrd. nr. 524/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 198/2017 dags. 25. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 452/2016 dags. 11. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 246/2017 dags. 17. maí 2017 (Aðför vegna Kröflulínu 4 og 5)[HTML]

Hrd. nr. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 281/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML]

Hrd. nr. 778/2016 dags. 1. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 80/2017 dags. 1. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 672/2016 dags. 15. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 451/2017 dags. 31. júlí 2017 (Landsréttur)[HTML]

Hrd. nr. 452/2017 dags. 31. júlí 2017 (Landsréttur)[HTML]

Hrd. nr. 432/2017 dags. 2. ágúst 2017 (Aðild Landverndar - Kröflulína 4)[HTML]

Hrd. nr. 441/2017 dags. 14. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 425/2017 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 447/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands)[HTML]

Hrd. nr. 449/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands III)[HTML]

Hrd. nr. 448/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands II)[HTML]

Hrd. nr. 446/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 779/2016 dags. 21. september 2017[HTML]

Hrd. nr. 616/2017 dags. 11. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 623/2016 dags. 12. október 2017 (Vaxtaendurskoðun)[HTML]
Vísað var til að sökum þess að engin fyrirmæli voru í nýju lögunum um lagaskil þeirra og eldri laganna bæri að leysa úr ágreiningi um skyldur er stofnaðar voru í tíð eldri laga á grundvelli eldri laganna en ekki þeirra nýrri. Skipti þá engu þótt skyldurnar hafi að einhverju leyti verið ítarlegri skilgreindar í nýju lögunum en þeim eldri.

Í þessu máli var ágreiningur um skyldu lánveitenda um upplýsingagjöf um vexti við gerð lánssamnings að því leyti að bankinn tilgreindi ekki við hvaða aðstæður óbreytilegir vextir myndu breytast. Staðfesti Hæstiréttur því niðurstöðu Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála um að bankinn hefði brotið eldri lögin að þessu leyti.
Hrd. nr. 649/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 505/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 634/2016 dags. 12. október 2017 (Hálönd við Akureyri)[HTML]

Hrd. nr. 730/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 643/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 644/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 731/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 645/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML]

Hrd. nr. 703/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 702/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 681/2016 dags. 7. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 354/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 415/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML]

Hrd. nr. 577/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML]

Hrd. nr. 591/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML]

Hrd. nr. 592/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML]

Hrd. nr. 750/2017 dags. 16. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 666/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 667/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 776/2017 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 514/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 72/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 185/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 158/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 145/2017 dags. 8. mars 2018 (Sjúkratryggingar Íslands)[HTML]

Hrd. nr. 159/2017 dags. 8. mars 2018 (Greiðsluaðlögun)[HTML]
Skuldari fór í greiðsluaðlögun og fékk greiðsluskjól er fólst í því að enginn kröfuhafi mátti beita vanefndaúrræðum á hendur skuldaranum á þeim tíma. Þegar greiðsluskjólið leið undir lok fór einn kröfuhafi skuldarans í dómsmál og krafðist dráttarvaxta fyrir það tímabil.

Hæstiréttur synjaði dráttarvaxtakröfunni fyrir tímabilið sem greiðsluskjólsúrræðið var virkt á þeim forsendum að lánardrottnar mættu ekki krefjast né taka við greiðslum frá skuldara á meðan það ástand varaði og ættu því ekki kröfu á dráttarvexti. Hins vegar reiknast almennir vextir á umræddu tímabili.
Hrd. nr. 262/2017 dags. 15. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 278/2017 dags. 15. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 507/2017 dags. 22. mars 2018 (Munur á hæfi - Tengsl - Stöðugleiki)[HTML]

Hrd. nr. 328/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 303/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 237/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 40/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 501/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 613/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 543/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 455/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 597/2017 dags. 7. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 557/2017 dags. 7. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 598/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 636/2017 dags. 26. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 106/2017 dags. 25. október 2018 (Aðgengi fatlaðs einstaklings að fasteignum á vegum sveitarfélags)[HTML]

Hrd. nr. 492/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 855/2017 dags. 15. nóvember 2018 (Gerðakot)[HTML]

Hrd. nr. 828/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 576/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 508/2017 dags. 6. desember 2018 (Huginn - Úthlutun aflaheimilda í makríl)[HTML]
Í lögum um veiðar fyrir utan lögsögu íslenska ríkisins er kveðið á um að ef samfelld veiðireynsla liggur fyrir mætti úthluta með tilteknum hætti.
Hrd. nr. 857/2017 dags. 6. desember 2018 (Zoe)[HTML]
Foreldrar barns kröfðust þess að úrskurður mannanafnanefndar um að synja barninu um að heita Zoe yrði ógiltur, og einnig viðurkenningu um að barnið mætti heita það. Úrskurðurinn byggði á því að ekki mætti rita nöfn með zetu. Hæstiréttur vísaði til reglugerðar þar sem heimilt var að rita mannanöfn með zetu. Hæstiréttur ógilti úrskurð mannanafnanefndar en vísaði frá viðurkenningarkröfunni.

Eftir málslokin komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að hún mætti heita Zoe.
Hrd. nr. 843/2017 dags. 6. desember 2018[HTML]

Hrd. nr. 509/2017 dags. 6. desember 2018[HTML]

Hrd. nr. 18/2018 dags. 16. janúar 2019 (Álag á skattstofna og ábyrgð maka - Ekki ábyrgð á álagi)[HTML]
K var rukkuð um vangoldna skatta M og lætur reyna á allt í málinu. Meðal annars að verið sé að rukka K um bæði skattinn og álagið. Álagið er refsing og því ætti hún ekki að bera ábyrgð á því.

Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.
Hrd. nr. 21/2018 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Hrd. nr. 27/2018 dags. 6. mars 2019 (Hjúkrunarfræðingur)[HTML]
Hæstiréttur taldi að ekki væri hægt að beita hlutlægri ábyrgð við mat á bótakröfu vegna rannsóknar á meintu manndrápi af gáleysi við vinnu sína, sem viðkomandi var sýknaður fyrir dómi.
Hrd. nr. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Hrd. nr. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML]
Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.

Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Meiri hlutinn taldi að hér væri um að ræða of víðtækt framsal valds og féllst því á kröfu sveitarfélagsins. Ágreiningurinn milli meiri og minni hluta virðist felast í því hversu strangar kröfur þarf að gera til slíks framsals.
Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML]

Hrd. nr. 7/2019 dags. 31. maí 2019 (Áreiðanleikakönnun)[HTML]
Einkahlutafélag lét fjármálafyrirtæki gera áreiðanleikakönnun og taldi hinn síðarnefnda hafa gert hana illa.

Engar skráðar reglur lágu fyrir um framkvæmd áreiðanleikakannana en litið var til fyrirheita sem fjármálafyrirtækið gaf út. Ekki var talið hafa verið til staðar gáleysi af hálfu fjármálafyrirtækisins fyrir að hafa ekki skoðað fleiri atriði en það hefði sjálft talið upp.
Hrd. nr. 5/2019 dags. 4. júní 2019 (Vogun)[HTML]
Í málinn var deilt um hvaða dag ætti að telja sem stofndag skaðabótakröfu enda skipti það máli upp á það hvort krafan ætti að teljast fyrnd. Krafan beindist að fyrrum hluthafa í Landsbankanum fyrir efnahagshrunið 2008 af hálfu annarra hluthafa. Meðal ágreiningsefna málsins var hvort fyrningartíminn færi eftir eldri, er giltu út árið 2007, eða nýrri fyrningarlögum er tóku við. Hæstiréttur mat það svo að í þeim tilvikum þar sem atvikin höfðu átt sér stað árið 2007 færi fyrningarfresturinn eftir eldri lögunum, þrátt fyrir að tjónið hefði ekki uppgötvast fyrr en löngu síðar. Öðrum ágreiningsefnum var vísað til lægri dómstiga til nýrrar meðferðar.

Dómurinn er einnig til marks um að Hæstiréttur lítur til kenninga fræðimanna.
Hrd. nr. 6/2019 dags. 4. júní 2019[HTML]

Hrd. nr. 9/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Hrd. nr. 29/2019 dags. 27. júní 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-216 dags. 9. júlí 2019[HTML]

Hrd. nr. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota)[HTML]
Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrd. nr. 32/2019 dags. 9. október 2019 (Hótel Esja)[HTML]
Eigandi eignar setti hömlur á hvaða atvinnustarfsemi mætti reka á tiltekinni húseign við Hallarmúla.
Hrd. nr. 38/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Hrd. nr. 40/2019 dags. 16. desember 2019[HTML]

Hrd. nr. 36/2019 dags. 20. desember 2019 (Verktaki nr. 16)[HTML]
Í málinu lá fyrir munnlegur samningur eiganda mannvirkis við byggingarstjóra þrátt fyrir að í lögum um mannvirki var kveðið á um skyldu um skriflegra samninga í þeim tilvikum. Hæstiréttur minntist á meginregluna um formfrelsi samninga og leit hann svo á að í lögunum væri ekki áskilið að gildi samningsins sé bundið við að hann sé skriflegur, og stæði því umrætt lagaákvæði ekki í vegi fyrir gildi hins umdeilda samnings.
Hrd. nr. 49/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Hrd. nr. 1/2020 dags. 31. mars 2020 (Náttúruvernd 2 málsóknarfélag)[HTML]

Hrd. nr. 30/2019 dags. 28. apríl 2020 (LMFÍ lagði fram kvörtun á hendur félagsmanni)[HTML]

Hrd. nr. 50/2019 dags. 4. maí 2020[HTML]

Hrd. nr. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML]

Hrd. nr. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.
Hrd. nr. 2/2020 dags. 19. júní 2020[HTML]

Hrd. nr. 10/2020 dags. 24. september 2020[HTML]

Hrd. nr. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-243 dags. 16. nóvember 2020[HTML]

Hrd. nr. 17/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 18/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 27/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 30/2020 dags. 18. febrúar 2021 (Heilari)[HTML]

Hrd. nr. 26/2020 dags. 4. mars 2021[HTML]

Hrd. nr. 38/2020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Hrd. nr. 29/2020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Hrd. nr. 40/2020 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Hrd. nr. 2/2021 dags. 12. maí 2021[HTML]

Hrd. nr. 3/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Hrá. nr. 2021-117 dags. 8. júní 2021[HTML]

Hrd. nr. 8/2021 dags. 16. júní 2021[HTML]

Hrd. nr. 29/2021 dags. 28. júní 2021[HTML]

Hrd. nr. 36/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Hrd. nr. 17/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Hrd. nr. 27/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrd. nr. 22/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrd. nr. 28/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Hrd. nr. 44/2021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Hrd. nr. 30/2021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Hrá. nr. 2021-296 dags. 21. desember 2021[HTML]

Hrd. nr. 37/2021 dags. 9. febrúar 2022[HTML]

Hrd. nr. 46/2021 dags. 2. mars 2022[HTML]

Hrd. nr. 42/2021 dags. 9. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-25 dags. 17. mars 2022[HTML]

Hrd. nr. 47/2021 dags. 30. mars 2022[HTML]

Hrd. nr. 43/2021 dags. 30. mars 2022[HTML]

Hrd. nr. 53/2021 dags. 1. júní 2022[HTML]

Hrd. nr. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. nr. 24/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Hrd. nr. 14/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Hrd. nr. 7/2022 dags. 5. október 2022[HTML]

Hrd. nr. 2/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Hrd. nr. 20/2022 dags. 26. október 2022[HTML]

Hrd. nr. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 22/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-127 dags. 28. nóvember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-133 dags. 7. desember 2022[HTML]

Hrd. nr. 34/2022 dags. 21. desember 2022[HTML]

Hrd. nr. 51/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 58/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 46/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 48/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-28 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Hrd. nr. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrd. nr. 47/2022 dags. 10. maí 2023[HTML]

Hrd. nr. 50/2022 dags. 31. maí 2023[HTML]

Hrd. nr. 6/2023 dags. 6. júní 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-58 dags. 16. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 4/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 3/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 2/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 5/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrd. nr. 12/2023 dags. 13. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 39/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 19/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 18/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 31/2023 dags. 31. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-4 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Hrd. nr. 24/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Hrd. nr. 30/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 27/2023 dags. 13. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 36/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 1/2024 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 34/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Hrd. nr. 52/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Hrd. nr. 56/2023 dags. 22. maí 2024[HTML]

Hrd. nr. 2/2024 dags. 5. júní 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-49 dags. 5. júní 2024[HTML]

Hrd. nr. 20/2024 dags. 12. júní 2024[HTML]

Hrd. nr. 41/2023 dags. 26. júní 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-83 dags. 2. september 2024[HTML]

Hrd. nr. 3/2024 dags. 18. september 2024[HTML]

Hrd. nr. 10/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 6/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 15/2024 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 19/2024 dags. 4. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 18/2024 dags. 9. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 27/2024 dags. 18. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 22/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-179 dags. 14. janúar 2025[HTML]

Hrá. nr. 2024-170 dags. 21. febrúar 2025[HTML]

Hrd. nr. 25/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-7 dags. 11. mars 2025[HTML]

Hrd. nr. 50/2024 dags. 2. apríl 2025[HTML]

Hrd. nr. 56/2024 dags. 21. maí 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-62 dags. 22. maí 2025[HTML]

Hrd. nr. 2/2025 dags. 11. júní 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-94 dags. 26. júní 2025[HTML]

Hrd. nr. 11/2025 dags. 9. júlí 2025[HTML]

Hrd. nr. 55/2024 dags. 14. október 2025[HTML]

Hrd. nr. 9/2025 dags. 18. nóvember 2025[HTML]

Hrd. nr. 10/2025 dags. 24. nóvember 2025[HTML]

Hrd. nr. 48/2024 dags. 24. nóvember 2025[HTML]

Hrd. nr. 24/2025 dags. 10. desember 2025[HTML]

Hrd. nr. 16/2025 dags. 17. desember 2025[HTML]

Hrd. nr. 35/2025 dags. 22. desember 2025[HTML]

Hrd. nr. 32/2025 dags. 22. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2013 (Eignarhald á 7 lambskrokkum af 42)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. september 2013 (Alda Seafood ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu dags. 17. janúar 2013 um synjun um lækkun sérstaks veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 skv. reglugerð nr. 838/2012.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. október 2013 (Frosti ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu í bréfi dags. 23. apríl 2013 um lækkun sérstaks veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 skv. reglugerð nr. 838/2012.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. febrúar 2015 (Þorskeldi ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna kröfu kæranda um að við útreikning á lönduðum afla bátsins Gjafars SU-90, (1929) til að uppfylla skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta á Stöðvarfirði í Fjarðabyggð fyrir fiskveiðiárið 2011/2012)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. febrúar 2015 (Þorskeldi ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 13. desember 2013, um úthlutun byggðakvóta á Stöðvarfirði í Fjarðabyggð fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 til bátsins Gjafars SU-90, (1929).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. október 2017[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. desember 2017 (Brattáss ehf.,kærir ákvörðun Fiskistofu, að veita Fengi ÞH-207 skriflega áminningu fyrir að hafa ekki fært afladagbók í veiðiferð skipsins þann 7. apríl 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 31. janúar 2019 (Ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. janúar 2018, um að svipta skipið [S] almennu veiðileyfi í eina viku og breyta aflaskráningu.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. nóvember 2019 (Sekt vegna óskráðrar gististarfsemi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. apríl 2020 (Ákvörðun Fiskistofu kærð vegna synjunar á flutningi aflamarks umfram 50%)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. apríl 2020 (Óskráð Airbnb gististarfsemi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. apríl 2020 (Kærð ákvörðun Fiskistofu um veiðileyfissviptingu)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 6. júlí 2020 (Kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2018, um að veita útgerðaraðila skipsins [C], skriflega áminningu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um synjun á beiðni um jöfn skipti við flutning á makríl og botnfisks milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11. október 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Atvinnuvegaráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 5. ágúst 2025 (Sölustöðvun á Cocoa Puffs og Lucky Charms)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 26. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 7. nóvember 2025 (Kæra á málsmeðferð Fiskistofu í máli nr. 2023-01-13-0028.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 7. nóvember 2025 (Ákvörðun Fiskistofu um niðurfellingu aflahlutdeilda.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 18/2004 dags. 15. júlí 2005[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 8/2006 dags. 30. apríl 2007[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 1/2018 dags. 26. október 2018[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 8/2021 dags. 19. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 4/2022 dags. 27. október 2023[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 2/2023 dags. 19. mars 2024[HTML]

Álit Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 1/2023 dags. 19. mars 2024[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2024 dags. 15. apríl 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2009 (Kæra Landsvirkjunar á ákvörðun Neytendastofu frá 18. ágúst 2008.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2010 (Kæra Byko ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2013 (Kæra Atvinnueignar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2017 (Kæra Toyota á Íslandi ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 15. desember 2016.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2023 (Kæra Sýnar hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 15. maí 2023 í máli nr. 17/2023)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2007 (Kæra Múrbúðarinnar á ákvörðun Neytendastofu 25. júlí 2007.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2010 (Kæra Lýsingar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 34/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2012 (Kæra Eddu Bjarnadóttur á ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2014 (Kæra Stofukerfis ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 1. apríl 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2015 (Kæra Green Car ehf. hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2015)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2012 (Kæra Hjalta Árnasonar og Félags íslenskra aflraunamanna á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2019 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2019 frá 26. nóvember 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2019 (Kæra Báru Hólmgeirsdóttur á ákvörðun Neytendastofunr. 51/2019frá 27. nóvember2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2010 (Kæra Og fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 38/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2011 (Kæra Kreditkorts hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2014 (Kæra Kredia ehf. og Smálána ehf. á ákvörðun Neytendastofu 2. júní 2014)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2015 (Kæra Kredia ehf. og Smálána ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2015)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2021 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 14. október 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2011 (Kæra Gildis lífeyrissjóðs á ákvörðun Neytendastofu nr. 29/2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2012 (Kæra Jóns Einarssonar á ákvörðun Neytendastofu 6. september 2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2014 (Kæra Isavia ohf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 37/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2011 (Kæra Upplýsingastýringar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2014 (Kæra Olíuverzlunar Íslands hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 42/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2012 (Kæra Hagkaups á ákvörðun Neytendastofu nr. 10/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2013 (Kæra Jökulsárlóns ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2022 (Kæra Símans hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 24. janúar 2022.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2011 (Kæra Drífu ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 60/2010.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 44/2014 frá 23. september 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 21/2014 (Kæra Kristins L. Matthíassonar á ákvörðun Neytendastofu frá 28. nóvember 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 22/2015 (Kæra Norðurflugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu 1. desember 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 23/2011 (Kæra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á ákvörðun sem lýst er yfir í bréfi Neytendastofu, dags. 16. nóvember 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2012 (Kæra Pennans á Íslandi ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 11/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2013 (Kæra Litlu flugunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 9/2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2015 (Kæra Kredia ehf. og Smálána ehf. á ákvörðun Neytendastofu 27. janúar 2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2010 (Kæra Sparnaðar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2012 (Kæra Samkaupa hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2014 (Kæra Erlings Ellingssen á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2015 (Kæra á ákvörðun Neytendastofu 29. janúar 2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2018 (Kæra Íslenska gámafélagsins ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 24. apríl 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2019 (Kæra Akt ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 5. júní 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2007 (Kæra Norðlenska matborðsins ehf. á ákvörðun Neytendastofu 25. apríl 2007 nr. 9/2007.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2018 (Kæra Arion banka hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 25. júlí 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2020 (Kæra Borgarefnalaugarinnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 48/2020 frá 23. október 2020.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2021 (Kæra Veganmatar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 4/2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2022 (Kæra Ungmennafélags Íslands á ákvörðun Neytendastofu frá 5. júlí 2022.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2010 (Kæra Avant hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2011 (Kæra Nýherja hf. á ákvörðun Neytendastofu 2. maí 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2015 (Kæra Reynis bakara ehf. á ákvörðun Neytendastofu)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2018 (Kæra Gyðu Atladóttur á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2018 frá 25. júlí 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2020 (Kæra Norðurhúsa á ákvörðun Neytendastofu nr. 58/2020 frá 9. nóvember 2020.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2021 (Kæra Ísey Skyr Bars ehf á ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2021 frá 29. mars 2021)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2007 (Kæra Góu-Lindu sælgætisgerðar ehf. 6. júlí 2007 nr. 14/2007)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2009 (Kæra Vatnaveraldar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2009 frá 5. júní 2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2013 (Kæra Friðjóns Björgvins Gunnarssonar á ákvörðun Neytendastofu 18. október 2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2018 (Kæra Hringiðunnar ehf. og Vortex Inc. á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2018 frá 15. október 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2019 (Kæra Arnarlands ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 17. september 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2007 (Kæra Samtaka fjármálafyrirtækja á ákvörðun Neytendastofu 29. júní 2007 nr. 15/2007)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2010 (Kæra Dufthúðunar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2018 (Kæra Tölvulistans ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2021 (Kæra Flekaskila ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. maí 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2009 (Kæra Kaupþings hf. á ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 6/2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2010 (Kæra Punktakerfis ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 30/2010.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2012 (Kæra Orku ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2017 (Kæra Nautafélagsins ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2017)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2022 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu 31. mars 2022 í máli nr. 9/2022.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2024 (Kæra Stjörnugríss hf. á ákvörðun Neytendastofu 13. febrúar 2024 í máli nr. 5/2024.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/1996 dags. 27. nóvember 1996[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/2001 dags. 15. júní 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 17/2002 dags. 23. nóvember 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2004 dags. 21. júlí 2004[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 dags. 29. janúar 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 21/2005 dags. 11. nóvember 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 22/2005 dags. 21. nóvember 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2006 dags. 22. september 2006[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2010 dags. 17. maí 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/2010 dags. 27. ágúst 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2011 dags. 29. september 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2011 dags. 16. janúar 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/2011 dags. 18. febrúar 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2012 dags. 18. mars 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2013 dags. 8. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2013 dags. 24. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2013 dags. 30. desember 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2014 dags. 16. desember 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2015 dags. 5. maí 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2015 dags. 27. júlí 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2016 dags. 21. nóvember 2016[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2016 dags. 1. mars 2017[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2017 dags. 16. ágúst 2017[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2017 dags. 16. ágúst 2017[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2019 dags. 13. september 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2021 dags. 3. desember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2022 dags. 30. maí 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2023 dags. 9. ágúst 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2023 dags. 12. janúar 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2023 dags. 19. mars 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Dómsmálaráðuneytið

Úrskurður Dómsmálaráðuneytisins í máli nr. DMR19070007 dags. 7. ágúst 2019[HTML]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 22. nóvember 2012 í máli nr. E-17/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. nóvember 2012 í máli nr. E-19/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 24. nóvember 2014 í máli nr. E-27/13[PDF]

Fara á yfirlit

Eftirlitsnefnd fasteignasala

Álit Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. K-016-19 dags. 11. mars 2020[PDF]

Fara á yfirlit

Einkaleyfastofan

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 15/2018 dags. 17. desember 2018[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 17/2021 dags. 27. maí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2021 dags. 27. maí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2021 dags. 27. maí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 12/2021 dags. 5. júlí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 21/2021 dags. 30. desember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 10/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 34/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2022 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2022 dags. 31. október 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 16/2022 dags. 30. janúar 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2023 dags. 20. mars 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 27/2022 dags. 16. maí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2022 dags. 16. maí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2023 dags. 28. júní 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 19. október 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 11/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2024 dags. 4. september 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 15/2013 dags. 2. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 9/2013 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 1/2019 dags. 1. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 3/2018 dags. 1. júlí 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1987:173 í máli nr. 3/1987[PDF]

Dómur Félagsdóms 1989:280 í máli nr. 1/1989[PDF]

Dómur Félagsdóms 1989:287 í máli nr. 3/1989[PDF]

Dómur Félagsdóms 1990:333 í máli nr. 1/1990[PDF]

Dómur Félagsdóms 1992:494 í máli nr. 4/1992[PDF]

Dómur Félagsdóms 1997:32 í máli nr. 1/1997[PDF]

Dómur Félagsdóms 1997:154 í máli nr. 15/1997[PDF]

Dómur Félagsdóms 1997:166 í máli nr. 17/1997[PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2000 dags. 28. september 2000[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 26. mars 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 13/2001 dags. 29. maí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2001 dags. 30. maí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 20/2001 dags. 21. desember 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2005 dags. 29. desember 2005[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2008 dags. 30. apríl 2008[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2013 dags. 11. október 2013[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2015 dags. 10. maí 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2019 dags. 7. mars 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-20/2021 dags. 16. desember 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-15/2020 dags. 1. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-20/2021 dags. 31. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2023 dags. 6. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2025 dags. 9. febrúar 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 10. nóvember 1997 (Eyrarsveit - Álagning b-gatnagerðargjalds á viðbyggingu)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. ágúst 1998 (Sandgerðisbær - Réttur til að tilnefna áheyrnarfulltrúa í bæjarráði)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 6. apríl 1999 (Almennt hæfi)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 25. október 2001 (Mosfellsbær - Innheimta)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 12. mars 2002 (Rangárvallahreppur - Kjörgengi starfsmanns í hlutastarfi við félagsmiðstöð til setu í fræðslunefnd)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 13. ágúst 2002 (Mosfellsbær - Krafa um afhendingu lögfræðilegrar álitsgerðar, undantekningarregla 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2002 (Reykjavíkurborg - Réttur einkarekinna tónlistarskóla til styrkveitinga, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2002 (Reykjavíkurborg - Réttur einkarekinna tónlistarskóla til styrkveitingar, frávísun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. október 2002 (Vesturbyggð - Lögmæti yfirlýsingar bæjarfulltrúa um frávik við boðun varamanna á bæjarstjórnarfundi)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. apríl 2003 (Akureyrarkaupstaður - Álagning gatnagerðargjalds án þess að sveitarfélag komi að gerð götu, eignarhald og viðhald götu)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 11. júní 2003 (Mýrdalshreppur - Breytingar á skipulagi heimanaksturs grunnskólanemenda úr dreifbýli, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. júlí 2003 (Grýtubakkahreppur - Beiting heimildar skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995, öryrkja synjað um afslátt á fasteignaskatti)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 20. ágúst 2003 (Fjarðabyggð - Heimild til afsláttar af fasteignaskatti skv. 4. mgr. 5. gr. tekjustofnalaga, tenging við tekjur maka)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. ágúst 2003 (Hafnarfjarðarkaupstaður - Frávísun, uppsögn á samningi um rekstur leikskóla)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 6. febrúar 2004 (Sveitarfélagið X - Réttur sveitarstjórnarmanna til að krefjast upplýsinga um skuldastöðu einstaklinga við sveitarfélagið og bókun upplýsinga sem leynt eiga að fara í fundargerð sveitarstjórnar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. maí 2004 (Sveitarfélagið X - Beiting sveitarfélags á heimild 4. mgr. 5. gr. tekjustofnalaga, tekjur yfir viðmiðunarfjárhæð)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 5. júlí 2005 (Bæjarhreppur - Heimild til að veita afslátt af fasteignaskatti eftir sameiningu sveitarfélaga)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2005 (Synjun á veitingu atvinnuleyfis fyrir filippseyskan ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2005 (Synjun á veitingu atvinnuleyfis fyrir taílenskan ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 16. febrúar 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 21. september 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. apríl 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 21. september 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 10. apríl 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 29. ágúst 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. apríl 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 12. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. júní 2006 (Synjun á veitingu atvinnuleyfis fyrir taílenskan ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. júní 2006 (Synjun á veitingu atvinnuleyfis fyrir rússneskan ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 6. júní 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 12. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. júlí 2006 (Hveragerðisbær - Samningur um sölu byggingarlands og samstarf um uppbyggingu, málsmeðferð)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. júlí 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 21. nóvember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 31. júlí 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 6. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 31. júlí 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 29. nóvember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 31. júlí 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 19. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 1. ágúst 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 28. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. ágúst 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 6. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. ágúst 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 6. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. ágúst 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 28. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. ágúst 2006 (Synjun um veitingu atvinnuleyfis fyrir srílankskan ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. ágúst 2006 (Synjun um veitingu atvinnuleyfis fyrir bosnískan ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. ágúst 2006 (Synjun um veitingu atvinnuleyfis fyrir líbanskan ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. ágúst 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 12. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. ágúst 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 6. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. ágúst 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 5. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 29. september 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 21. nóvember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 29. september 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 6. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. október 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 19. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 12. október 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 6. janúar 2006 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 12. október 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 28. október 2005 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 6. nóvember 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 6. desember 2005 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 20. nóvember 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 6. desember 2005 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. desember 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 19. desember 2005 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. desember 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 28. desember 2005 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. desember 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 19. janúar 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 16. janúar 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 7. mars 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 16. janúar 2007 (Synjanir Vinnumálastofnunar frá 1. og 16. febrúar 2006 staðfestar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 16. janúar 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 16. febrúar 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. janúar 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 1. febrúar 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. janúar 2007 (Synjanir Vinnumálastofnunar frá 20. mars 2006 staðfestar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 29. janúar 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 16. mars 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 23. febrúar 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 16. febrúar staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 7. mars 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 7. mars 2006 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 12. mars 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 3. apríl 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. mars 2007 (Synjanir Vinnumálastofnunar frá 1. febrúar 2006 staðfestar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. mars 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 29. maí 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. mars 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 29. maí 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. mars 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 27. apríl 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. mars 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 18. apríl 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. mars 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 29. maí 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. mars 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 12. júní 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. mars 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 19. desember 2005 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. apríl 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 21. júlí 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. apríl 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 22. maí 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. apríl 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 20. júní 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. apríl 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 26. maí 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 27. apríl 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 28. febrúar 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. maí 2007 (Synjanir Vinnumálastofnunar frá 5. júlí og 6. júlí 2006 staðfestar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. maí 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 26. júlí 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 18. maí 2007 (Synjanir Vinnumálastofnunar frá 27. október 2005, 5. desember 2005 og 16. febrúar 2006, sbr. einnig ákvörðun Vinnumálastofnunar frá 17. mars 2006, staðfestar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 30. maí 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 17. mars 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. júní 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 4. október 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. júní 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 28. febrúar 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 10. júlí 2007 (Synjanir Vinnumálastofnunar frá 4. maí 2006 staðfestar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 11. júlí 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 12. apríl 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 11. júlí 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 26. maí 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. ágúst 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 31. júlí 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. ágúst 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 11. ágúst 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 20. ágúst 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 22. ágúst 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 20. ágúst 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 5. desember 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 20. ágúst 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 21. desember 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. október 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 8. janúar 2007 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 8. október 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 2. júní 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 8. október 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 7. febrúar 2007 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. október 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 28. júlí 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. október 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 27. apríl 2007 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. október 2007 (Synjun á veitingu atvinnuleyfis fyrir túniskan ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. október 2007 (Synjun á veitingu atvinnuleyfis fyrir srílankskan ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. nóvember 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 9. ágúst 2006 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 29. nóvember 2007 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 21. maí 2007 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. janúar 2008 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 21. maí 2007 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. janúar 2008 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 25. janúar 2007 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 1/2019 dags. 14. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 17/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Úrskurður Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins nr. 19/2025 dags. 10. júlí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Félags- og tryggingamálaráðuneytið

Úrskurður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 5. maí 2008 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 10. maí 2007 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 27. júní 2008 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 1. október 2007 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 27. júní 2008 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 16. október 2007 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 27. júní 2008 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 4. september 2007 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 6. febrúar 2009 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 5. mars 2008 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 6. febrúar 2009 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 22. apríl 2008 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 25. maí 2009 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 23. maí 2008 staðfest)[HTML]

Úrskurður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 30. júní 2009 (Synjun á veitingu tímabundins atvinnuleyfis fyrir tvo kínverska ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 30. júní 2009 (Synjun á veitingu tímabundins atvinnuleyfis fyrir einn kínverskan ríkisborgara)[HTML]

Úrskurður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 8. desember 2009 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 28. apríl 2008 er staðfest.)[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2021 dags. 23. desember 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 13/2022 dags. 28. nóvember 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2023 dags. 13. júní 2023[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 13/2023 dags. 22. desember 2023[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 4/2024 dags. 7. maí 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 7/2024 dags. 14. júní 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 8/2024 dags. 9. júlí 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 11/2024 dags. 10. október 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 12/2024 dags. 31. október 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 13/2024 dags. 4. nóvember 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 3/2025 dags. 4. apríl 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12010060 dags. 11. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13030075 dags. 31. maí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050089 dags. 6. september 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020059 dags. 21. október 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16080012 dags. 3. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17040079 dags. 28. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17030074 dags. 6. september 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17100077 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17080012 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17100092 dags. 9. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR18010023 dags. 16. maí 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 15. september 2006 (Lyfsala - aðildarskortur)[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 13. júní 2008 (Ákvörðun um að bragðprufur falli undir bannákvæði VI. kafla lyfjalaga 93/1994 verði felld úr gildi)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2019 dags. 18. mars 2019[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 6/2022 dags. 1. mars 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 7/2022 dags. 4. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 26/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 27/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 28/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 4/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 7/2023 dags. 31. mars 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 8/2023 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 19/2023 dags. 25. september 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 20/2023 dags. 29. september 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 25/2023 dags. 4. desember 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 14/2024 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 14/2025 dags. 6. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. M-2/2007 dags. 12. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Z-1/2008 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-176/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-175/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-77/2011 dags. 26. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-12/2012 dags. 21. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-52/2012 dags. 8. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-34/2012 dags. 12. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-36/2014 dags. 27. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-124/2020 dags. 18. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-92/2020 dags. 16. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-2/2007 dags. 19. mars 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-5/2010 dags. 3. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-4/2010 dags. 3. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-302/2013 dags. 9. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-272/2014 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-51/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-44/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-220/2016 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-262/2021 dags. 1. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-370/2021 dags. 3. febrúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. R-32/2022 dags. 28. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-459/2021 dags. 23. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-37/2025 dags. 26. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-31/2007 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-69/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-18/2012 dags. 14. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2013 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-7/2014 dags. 20. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2020 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-302/2006 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-593/2006 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1961/2004 dags. 27. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2077/2009 dags. 24. ágúst 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2647/2010 dags. 6. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-20/2011 dags. 22. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-10/2011 dags. 22. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1413/2011 dags. 22. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1818/2011 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-540/2012 dags. 17. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-675/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1198/2012 dags. 27. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1065/2012 dags. 21. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1695/2012 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-625/2014 dags. 6. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-624/2014 dags. 6. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-218/2014 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-702/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-3/2016 dags. 2. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-446/2016 dags. 9. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-8/2016 dags. 21. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-566/2016 dags. 27. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-9/2016 dags. 9. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-127/2017 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-3/2018 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1007/2019 dags. 18. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1131/2018 dags. 18. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1197/2018 dags. 29. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-152/2019 dags. 25. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-462/2020 dags. 22. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2205/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-2927/2020 dags. 6. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3320/2020 dags. 29. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3284/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3283/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3281/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2629/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3321/2020 dags. 12. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-774/2021 dags. 20. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-390/2022 dags. 17. ágúst 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1473/2022 dags. 19. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1532/2022 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-37/2021 dags. 23. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2508/2023 dags. 27. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2393/2023 dags. 4. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2162/2023 dags. 8. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-895/2024 dags. 15. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2539/2021 dags. 12. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1046/2024 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1741/2024 dags. 23. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1066/2024 dags. 6. júní 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6112/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7077/2005 dags. 4. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2402/2005 dags. 5. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6948/2005 dags. 28. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6735/2005 dags. 17. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4740/2005 dags. 28. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4766/2005 dags. 18. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1789/2006 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2183/2006 dags. 21. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1134/2006 dags. 22. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2282/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2004 dags. 23. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1351/2006 dags. 4. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-3/2007 dags. 24. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7407/2006 dags. 27. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5/2007 dags. 11. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2444/2006 dags. 15. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7287/2006 dags. 27. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7816/2006 dags. 24. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6774/2006 dags. 19. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1920/2007 dags. 27. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4142/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5892/2007 dags. 22. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5095/2007 dags. 11. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2007 dags. 26. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4393/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6204/2006 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8589/2007 dags. 11. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8652/2007 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4638/2008 dags. 20. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3831/2008 dags. 21. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5371/2008 dags. 29. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-28/2009 dags. 7. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12084/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12017/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10758/2008 dags. 1. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8577/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2003/2009 dags. 15. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7808/2009 dags. 4. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7649/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8557/2009 dags. 4. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9490/2009 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2103/2009 dags. 9. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10221/2009 dags. 5. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8019/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8018/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8017/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10500/2009 dags. 19. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-197/2010 dags. 2. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9793/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-60/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12659/2009 dags. 25. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4787/2010 dags. 23. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-97/2009 dags. 28. september 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-93/2009 dags. 29. september 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2010 dags. 12. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2363/2010 dags. 15. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12038/2009 dags. 23. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11095/2008 dags. 6. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2010 dags. 15. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11595/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13044/2009 dags. 6. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4840/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-95/2010 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-114/2010 dags. 1. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4018/2010 dags. 8. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4803/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4802/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4801/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4299/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12038/2009 dags. 25. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-40/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-532/2010 dags. 19. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5474/2010 dags. 29. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-173/2010 dags. 4. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-163/2010 dags. 4. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6736/2010 dags. 5. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6907/2010 dags. 5. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-829/2011 dags. 19. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-751/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2010 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2824/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-274/2010 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-116/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7452/2010 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10499/2009 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1957/2008 dags. 9. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7135/2010 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7596/2010 dags. 23. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2199/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-168/2010 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2942/2011 dags. 23. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2170/2011 dags. 24. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7338/2010 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-253/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3210/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3209/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3833/2011 dags. 28. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-48/2010 dags. 3. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4808/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4229/2011 dags. 20. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4805/2010 dags. 9. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2871/2011 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-248/2011 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1282/2011 dags. 6. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2801/2011 dags. 26. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1974/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-737/2012 dags. 3. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-452/2011 dags. 5. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4511/2011 dags. 8. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13727/2009 dags. 10. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4280/2011 dags. 11. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2878/2011 dags. 24. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2011 dags. 30. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4137/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-157/2011 dags. 16. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4398/2011 dags. 19. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2010 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2012 dags. 11. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4281/2011 dags. 18. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-274/2010 dags. 16. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-990/2012 dags. 25. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-721/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3427/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2168/2012 dags. 12. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2084/2012 dags. 12. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1774/2012 dags. 18. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1105/2012 dags. 27. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-736/2012 dags. 27. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1294/2012 dags. 16. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3608/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-118/2011 dags. 7. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1032/2013 dags. 8. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2725/2012 dags. 10. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-69/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2219/2012 dags. 27. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3787/2012 dags. 28. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2057/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3371/2012 dags. 24. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4433/2012 dags. 27. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2294/2012 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1165/2012 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2302/2012 dags. 29. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3403/2012 dags. 16. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3043/2012 dags. 21. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-338/2013 dags. 31. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-117/2012 dags. 5. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4602/2011 dags. 15. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1410/2012 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-278/2012 dags. 25. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1910/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-885/2012 dags. 6. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1917/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1322/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-440/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2013 dags. 6. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-1/2013 dags. 20. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-421/2013 dags. 24. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1328/2013 dags. 10. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-56/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2835/2012 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13727/2009 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1067/2012 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1759/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-219/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2712/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1013/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-244/2013 dags. 8. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2013 dags. 15. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3569/2012 dags. 16. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-920/2013 dags. 25. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-644/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4986/2013 dags. 27. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2013 dags. 4. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3309/2012 dags. 24. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2723/2013 dags. 27. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-25/2014 dags. 10. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-9/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-8/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1287/2012 dags. 15. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2014 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4231/2013 dags. 5. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-866/2012 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2014 dags. 2. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-738/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-737/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4761/2013 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13/2014 dags. 22. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1344/2014 dags. 12. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1001/2014 dags. 16. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3291/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4521/2013 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12026/2009 dags. 16. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5193/2013 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2014 dags. 16. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3484/2014 dags. 14. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2704/2013 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3361/2014 dags. 5. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1152/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4547/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4438/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3526/2014 dags. 18. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3528/2014 dags. 8. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3137/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2809/2014 dags. 25. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1920/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-959/2014 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1235/2014 dags. 3. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4278/2014 dags. 6. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-901/2014 dags. 13. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2015 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2902/2014 dags. 17. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-916/2014 dags. 17. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1061/2014 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1575/2014 dags. 9. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1382/2014 dags. 9. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-363/2014 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2249/2014 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4738/2014 dags. 30. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5045/2014 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1179/2015 dags. 27. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-50/2014 dags. 16. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4192/2012 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-256/2015 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2483/2015 dags. 9. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-28/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-639/2015 dags. 12. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2014 dags. 4. mars 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3540/2015 dags. 9. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2549/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2015 dags. 8. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3924/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1180/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-119/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2942/2014 dags. 25. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4437/2014 dags. 13. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4464/2013 dags. 18. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4463/2013 dags. 18. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3557/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1899/2015 dags. 30. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3049/2015 dags. 6. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1934/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1935/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1689/2015 dags. 24. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2015 dags. 4. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2226/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2225/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2492/2015 dags. 6. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1705/2015 dags. 6. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1967/2016 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3625/2015 dags. 27. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5075/2014 dags. 5. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-39/2014 dags. 2. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-928/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3623/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2015 dags. 5. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-933/2016 dags. 14. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-203/2016 dags. 26. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2274/2015 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-123/2011 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-974/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2085/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-10/2016 dags. 3. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1639/2016 dags. 10. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1638/2016 dags. 10. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1637/2016 dags. 10. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1636/2016 dags. 10. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1635/2016 dags. 10. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2481/2015 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3926/2015 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1449/2016 dags. 27. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2282/2016 dags. 28. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2108/2016 dags. 1. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2486/2016 dags. 20. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3512/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3511/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3510/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3509/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2016 dags. 28. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2888/2016 dags. 12. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2016 dags. 17. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2472/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2662/2016 dags. 2. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4226/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3940/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3655/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3654/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3653/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-772/2016 dags. 23. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-457/2016 dags. 5. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-234/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2988/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2736/2012 dags. 23. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3622/2016 dags. 26. október 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3275/2015 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-26/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-77/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2203/2016 dags. 27. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-253/2015 dags. 4. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3419/2016 dags. 5. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-51/2017 dags. 20. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3344/2016 dags. 29. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3331/2016 dags. 5. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1470/2017 dags. 8. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-522/2017 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-324/2017 dags. 9. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2431/2014 dags. 23. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1090/2018 dags. 11. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2175/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1102/2017 dags. 4. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2017 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2867/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3473/2016 dags. 30. apríl 2018[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1247/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-76/2017 dags. 17. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1613/2017 dags. 29. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3897/2017 dags. 14. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2996/2017 dags. 15. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3306/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3768/2017 dags. 26. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2017 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-6/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-5/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3315/2017 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4056/2017 dags. 19. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1275/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1111/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1110/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-505/2018 dags. 27. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-804/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2189/2018 dags. 7. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-509/2018 dags. 18. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2682/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-649/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2000/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2126/2018 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2460/2017 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1270/2017 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-514/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1764/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1523/2017 dags. 13. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1245/2017 dags. 18. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3246/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4223/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4055/2017 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2014 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1511/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1510/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1508/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-2/2019 dags. 16. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2088/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-206/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3815/2018 dags. 5. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3887/2018 dags. 5. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3621/2018 dags. 5. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3620/2018 dags. 5. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-837/2015 dags. 5. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2019 dags. 25. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3260/2017 dags. 9. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2018 dags. 7. ágúst 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-9/2019 dags. 23. ágúst 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2409/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2408/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1506/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1669/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1507/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2019 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1391/2019 dags. 14. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1962/2019 dags. 14. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2019 dags. 3. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2785/2019 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4338/2018 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4337/2018 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4348/2018 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1560/2019 dags. 10. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3435/2018 dags. 24. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2018 dags. 24. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1964/2019 dags. 10. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3366/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2019 dags. 17. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3214/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2398/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3554/2015 dags. 6. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2527/2018 dags. 8. apríl 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4833/2019 dags. 24. apríl 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-3795/2019 dags. 24. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5341/2019 dags. 15. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6400/2019 dags. 28. maí 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-7537/2019 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2263/2019 dags. 4. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2434/2019 dags. 9. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4859/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2019 dags. 21. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3033/2019 dags. 23. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6095/2019 dags. 30. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3411/2015 dags. 27. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1776/2020 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-154/2020 dags. 1. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1671/2020 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3141/2020 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1813/2018 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4339/2020 dags. 22. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4223/2019 dags. 24. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6440/2019 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2405/2018 dags. 4. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5061/2020 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-309/2020 dags. 15. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-1900/2021 dags. 5. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2191/2020 dags. 6. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1889/2020 dags. 8. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6843/2020 dags. 19. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7099/2020 dags. 25. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3446/2017 dags. 1. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6573/2020 dags. 15. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3965/2018 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7866/2020 dags. 25. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1742/2021 dags. 1. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2209/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8252/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3061/2020 dags. 22. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7228/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-604/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6009/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3250/2018 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5607/2019 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-76/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3040/2019 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-78/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1853/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6235/2019 dags. 25. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7988/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-122/2021 dags. 7. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1085/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3895/2021 dags. 10. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-491/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-127/2021 dags. 31. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6732/2020 dags. 10. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3983/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-585/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-967/2019 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3542/2021 dags. 14. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4353/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3540/2021 dags. 23. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-905/2018 dags. 9. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-506/2021 dags. 9. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4237/2019 dags. 17. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7833/2020 dags. 29. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1054/2021 dags. 30. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2482/2021 dags. 31. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7223/2020 dags. 7. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5005/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1365/2020 dags. 13. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6521/2020 dags. 19. apríl 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-999/2022 dags. 5. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2021 dags. 31. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5130/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4852/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4160/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-70/2022 dags. 21. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3022/2020 dags. 23. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3021/2020 dags. 23. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-533/2022 dags. 29. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3343/2021 dags. 30. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5657/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5909/2021 dags. 15. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5834/2021 dags. 13. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5656/2021 dags. 26. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4881/2021 dags. 3. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2022 dags. 13. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3786/2022 dags. 28. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3921/2021 dags. 15. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2021 dags. 16. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1454/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1001/2022 dags. 18. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-73/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4662/2021 dags. 5. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3523/2021 dags. 5. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5004/2021 dags. 3. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5933/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5931/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3189/2020 dags. 8. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2577/2022 dags. 9. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1865/2022 dags. 16. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2022 dags. 2. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-582/2021 dags. 10. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2022 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4023/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3922/2021 dags. 4. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-183/2022 dags. 8. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2060/2023 dags. 16. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3734/2022 dags. 16. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5951/2022 dags. 5. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2021 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5787/2022 dags. 12. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3735/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4960/2021 dags. 5. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2489/2023 dags. 18. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1161/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1088/2023 dags. 17. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5415/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-229/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4327/2022 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3438/2021 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2160/2023 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5794/2023 dags. 21. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2736/2023 dags. 4. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-783/2023 dags. 4. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3372/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3882/2023 dags. 17. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1208/2023 dags. 6. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4643/2023 dags. 22. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4054/2023 dags. 23. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4053/2023 dags. 23. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4051/2023 dags. 23. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3714/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3713/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3712/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3711/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3710/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3708/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3707/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3706/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3705/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3704/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3703/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3702/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5952/2022 dags. 26. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4040/2023 dags. 2. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3556/2023 dags. 3. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4363/2022 dags. 4. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3068/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2953/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2494/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-523/2024 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4047/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4104/2023 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4169/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4168/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4167/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4166/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3264/2023 dags. 8. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5139/2022 dags. 15. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6251/2023 dags. 16. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3455/2023 dags. 27. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1162/2023 dags. 18. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1256/2023 dags. 24. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4103/2023 dags. 28. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2023 dags. 12. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5804/2023 dags. 24. september 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4424/2023 dags. 1. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5936/2021 dags. 8. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6842/2023 dags. 8. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2023 dags. 9. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-211/2024 dags. 15. október 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-3149/2024 dags. 24. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3070/2023 dags. 1. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4960/2023 dags. 5. nóvember 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-1518/2024 dags. 7. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2159/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2160/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2161/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2162/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2163/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2164/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2165/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1429/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1432/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2120/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2158/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5907/2022 dags. 12. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-381/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-382/2024 dags. 27. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2294/2024 dags. 29. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3345/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4082/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4085/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4086/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4099/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4098/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4196/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2086/2024 dags. 20. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5865/2022 dags. 30. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2082/2024 dags. 10. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2457/2024 dags. 15. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1350/2024 dags. 15. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1562/2024 dags. 17. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1344/2024 dags. 17. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4041/2023 dags. 20. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3846/2022 dags. 24. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3837/2023 dags. 30. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1945/2024 dags. 10. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1699/2022 dags. 12. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3415/2024 dags. 18. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3861/2023 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3495/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-255/2024 dags. 27. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1153/2024 dags. 18. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5932/2021 dags. 20. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1263/2024 dags. 25. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3845/2024 dags. 27. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3846/2024 dags. 27. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3887/2024 dags. 28. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-488/2024 dags. 28. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-599/2024 dags. 28. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3431/2024 dags. 31. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3742/2022 dags. 2. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3833/2024 dags. 11. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3834/2024 dags. 11. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3838/2024 dags. 11. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-489/2024 dags. 16. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5922/2024 dags. 23. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4496/2024 dags. 30. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4879/2024 dags. 6. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3895/2024 dags. 14. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5586/2022 dags. 15. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1594/2025 dags. 21. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-504/2025 dags. 10. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3741/2022 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-386/2025 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1254/2024 dags. 1. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3895/2024 dags. 16. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7768/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7841/2024 dags. 14. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-835/2025 dags. 15. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7839/2024 dags. 15. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3760/2022 dags. 11. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6398/2024 dags. 11. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1420/2025 dags. 14. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4845/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7026/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2041/2025 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5754/2024 dags. 19. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-27/2025 dags. 19. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-169/2025 dags. 20. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2258/2025 dags. 27. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2025 dags. 11. desember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2254/2025 dags. 11. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-466/2006 dags. 2. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-465/2006 dags. 2. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-487/2005 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-467/2006 dags. 7. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-1/2007 dags. 4. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-72/2006 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-1/2009 dags. 24. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-385/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-299/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1095/2009 dags. 19. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-26/2015 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-65/2018 dags. 8. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-180/2017 dags. 16. apríl 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-750/2019 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-237/2021 dags. 1. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-74/2021 dags. 24. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-59/2022 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-553/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-552/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-551/2022 dags. 23. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-612/2023 dags. 9. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-445/2024 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-42/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-17/2009 dags. 26. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-70/2016 dags. 9. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-212/2020 dags. 11. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-202/2020 dags. 6. ágúst 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-196/2020 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-30/2024 dags. 22. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-105/2023 dags. 23. apríl 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-318/2005 dags. 18. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-11/2007 dags. 21. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-83/2010 dags. 26. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-65/2017 dags. 22. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-19/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-314/2020 dags. 24. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-248/2022 dags. 14. mars 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. X-103/2024 dags. 24. september 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-115/2024 dags. 1. nóvember 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. T-287/2024 dags. 28. janúar 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Hugverkastofan

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 1/2022 dags. 15. mars 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 15/2010 dags. 17. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 40/2010 dags. 2. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11030318 dags. 20. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR10121828 dags. 20. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11040066 dags. 20. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11030058 dags. 8. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11090278 dags. 8. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12070229 dags. 6. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13100066 dags. 23. júní 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010598 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010908 dags. 20. júlí 2022[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010399 dags. 12. september 2022[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22080026 dags. 16. janúar 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22050047 dags. 23. júní 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010877 dags. 27. júní 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010985 dags. 21. júlí 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24020034 dags. 14. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 21/2013 dags. 8. janúar 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 81/2011 dags. 11. maí 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 33/2011 dags. 11. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 181/2012 dags. 18. mars 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 120/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 10/2012 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 25/2012 dags. 7. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 124/2012 dags. 5. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 71/2012 dags. 8. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 220/2012 dags. 11. desember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 222/2012 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 30/2013 dags. 12. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 36/2013 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 59/2013 dags. 13. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 138/2013 dags. 10. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 149/2013 dags. 8. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 161/2013 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 163/2013 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 123/2013 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 166/2013 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 173/2013 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 83/1996 dags. 15. mars 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 34/1998 dags. 6. ágúst 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 4/2000 dags. 7. desember 2000[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 35/2001 dags. 4. október 2001[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 7/2001 dags. 7. desember 2001[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 5/2001 dags. 13. desember 2001[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 12/2003 dags. 13. júní 2003[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 3/2003 dags. 27. nóvember 2003[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 41/2003 dags. 18. desember 2003[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 50/2003 dags. 15. janúar 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 30/2004 dags. 29. júlí 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 10/2008 dags. 13. júní 2008[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2008 dags. 19. nóvember 2008[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 5/2010 dags. 26. maí 2010[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 38/2011 dags. 26. janúar 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 27/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 91/2013 dags. 2. apríl 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/2015 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 33/2017 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 107/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 115/2020 dags. 15. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 56/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 109/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 78/2023 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/1992 dags. 11. janúar 1993[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/1999 dags. 26. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/1999 dags. 26. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2000 dags. 20. október 2000[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2007 dags. 15. júní 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2011 dags. 8. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2012 dags. 28. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2019 dags. 14. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 15/2020 dags. 4. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 21/2023 dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/2024 dags. 19. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2004 dags. 21. mars 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2004 dags. 15. apríl 2004[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2005 dags. 2. maí 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2007 dags. 11. maí 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2011 dags. 17. október 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2011 dags. 18. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2012 dags. 13. september 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2015 dags. 23. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2017 dags. 19. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2018 dags. 15. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2018 dags. 24. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2019 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2020 dags. 7. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2020 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2019 dags. 5. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2020 dags. 27. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2019 dags. 16. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2020 dags. 19. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 50/2020 dags. 2. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2020 dags. 15. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 55/2020 dags. 15. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2021 dags. 21. maí 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2021 dags. 28. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2021 dags. 4. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2022 dags. 17. ágúst 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2023 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2023 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2022 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2023 dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2023 dags. 15. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2023 dags. 12. október 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2023 dags. 28. desember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2023 dags. 28. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2023 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2023 dags. 18. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2023 dags. 18. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2023 dags. 21. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 49/2023 dags. 15. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2024 dags. 21. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2024 dags. 24. október 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2023 dags. 1. nóvember 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2024 dags. 24. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2024 dags. 12. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2025 dags. 12. mars 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2025 dags. 2. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2024 dags. 12. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 48/2024 dags. 16. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2025 dags. 6. október 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2025 dags. 15. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2015 í máli nr. KNU15050006 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2015 í máli nr. KNU15020005 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2015 í máli nr. KNU15020015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2015 í máli nr. KNU15080011 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2017 í máli nr. KNU16070043 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2016 í máli nr. KNU15100028 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2016 í máli nr. KNU15080006 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2016 í máli nr. KNU16010007 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2016 í máli nr. KNU16010006 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2016 í máli nr. KNU16010011 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2016 í máli nr. KNU16010010 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2016 í máli nr. KNU15020019 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2017 í máli nr. KNU16120025 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2016 í máli nr. KNU15090020 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2016 í máli nr. KNU16030019 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2016 í máli nr. KNU16030020 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2016 í máli nr. KNU16030040 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2016 í máli nr. KNU15110011 dags. 14. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2016 í máli nr. KNU16010022 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2016 í máli nr. KNU16030043 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2016 í máli nr. KNU16040005 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2016 í máli nr. KNU16010012 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2016 í máli nr. KNU16020035 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2016 í máli nr. KNU16030049 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2016 í máli nr. KNU16030042 dags. 25. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2016 í máli nr. KNU16030031 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2016 í máli nr. KNU16050024 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2016 í máli nr. KNU16060022 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2016 í máli nr. KNU16060021 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2016 í máli nr. KNU16030032 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2016 í máli nr. KNU16050036 dags. 8. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2016 í máli nr. KNU16030048 dags. 8. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2016 í máli nr. KNU16030021 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2016 í máli nr. KNU16070005 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2016 í máli nr. KNU16060043 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2016 í máli nr. KNU16040029 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2016 í máli nr. KNU16060027 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2016 í máli nr. KNU16060038 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2016 í máli nr. KNU16060037 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2016 í máli nr. KNU16060006 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2016 í máli nr. KNU16060029 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2016 í máli nr. KNU16060041 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2016 í máli nr. KNU16050015 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2016 í máli nr. KNU16080026 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2016 í máli nr. KNU16080015 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2016 í máli nr. KNU16050051 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2016 í máli nr. KNU16050048 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2016 í máli nr. KNU16080023 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2016 í máli nr. KNU16050046 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 353/2016 í máli nr. KNU16050031 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2016 í máli nr. KNU16060035 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2016 í máli nr. KNU16060036 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2016 í máli nr. KNU16090038 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2016 í máli nr. KNU16050047 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2016 í máli nr. KNU16050030 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2016 í máli nr. KNU16080020 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2016 í máli nr. KNU16060005 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2016 í máli nr. KNU16070041 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2016 í máli nr. KNU16070010 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2016 í máli nr. KNU16070011 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2016 í máli nr. KNU16100025 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2016 í máli nr. KNU16090067 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2016 í máli nr. KNU16090066 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2016 í máli nr. KNU16090024 dags. 24. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2016 í máli nr. KNU16060004 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2016 í máli nr. KNU16060003 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2016 í máli nr. KNU16090027 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2016 í máli nr. KNU16090005 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2016 í máli nr. KNU16080032 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2016 í máli nr. KNU16080001 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2016 í máli nr. KNU16080007 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2016 í máli nr. KNU16070012 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2016 í máli nr. KNU16070013 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2016 í máli nr. KNU16080024 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2016 í máli nr. KNU16090041 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2016 í máli nr. KNU16090039 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2016 í máli nr. KNU16040010 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2016 í máli nr. KNU16050034 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2016 í máli nr. KNU16090010 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2016 í máli nr. KNU16080002 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2016 í máli nr. KNU16070015 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2016 í máli nr. KNU16050037 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2016 í máli nr. KNU16060032 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2016 í máli nr. KNU16080033 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2016 í máli nr. KNU16070031 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2016 í máli nr. KNU16070033 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2016 í máli nr. KNU16090026 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2016 í máli nr. KNU16080022 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2016 í máli nr. KNU16070042 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2016 í máli nr. KNU16090030 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2016 í máli nr. KNU16070016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2016 í máli nr. KNU16060042 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2016 í máli nr. KNU16090064 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2016 í máli nr. KNU16090063 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2016 í máli nr. 16110021 dags. 22. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2016 í máli nr. KNU16080018 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2016 í máli nr. KNU16070045 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2016 í máli nr. KNU16070044 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2016 í máli nr. KNU16070019 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2016 í máli nr. KNU16070020 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2016 í máli nr. KNU16060034 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2016 í máli nr. KNU16080009 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2016 í máli nr. KNU16110012 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2016 í máli nr. KNU16110028 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2016 í máli nr. KNU16110044 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2016 í máli nr. KNU16110045 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2016 í máli nr. KNU16100027 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2016 í máli nr. KNU16100026 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2016 í máli nr. KNU16110059 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2016 í máli nr. KNU16110008 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2016 í máli nr. KNU16110009 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2016 í máli nr. KNU16060050 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2016 í máli nr. KNU16060049 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2016 í máli nr. KNU16090049 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2016 í máli nr. KNU16090050 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2016 í máli nr. KNU16090037 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2016 í máli nr. KNU16090036 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2016 í máli nr. KNU16090007 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2016 í máli nr. KNU16090006 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2017 í máli nr. KNU16120040 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2017 í máli nr. KNU16120016 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2017 í máli nr. KNU16090070 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2017 í máli nr. KNU16090069 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2017 í máli nr. KNU16120017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2017 í máli nr. KNU16120028 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2017 í máli nr. KNU16120029 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2017 í máli nr. KNU16110023 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2017 í máli nr. KNU16110047 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2017 í máli nr. KNU16100014 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2017 í máli nr. KNU16090034 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2017 í máli nr. KNU16090033 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2017 í máli nr. KNU16060023 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2017 í máli nr. KNU16120075 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2017 í máli nr. KNU16120074 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2017 í máli nr. KNU16110063 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2017 í máli nr. KNU16120042 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2017 í máli nr. KNU16120037 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2017 í máli nr. KNU16120038 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2017 í máli nr. KNU16120053 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2017 í máli nr. KNU16120054 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2017 í máli nr. KNU16120085 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2017 í máli nr. KNU16120084 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2017 í máli nr. KNU16070030 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 í máli nr. KNU16090010 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2017 í máli nr. KNU16110082 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2017 í máli nr. KNU16110081 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 í máli nr. KNU16120080 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 í máli nr. KNU16120081 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2017 í máli nr. KNU16090055 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2017 í máli nr. KNU16080016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2017 í máli nr. KNU16100040 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 88/2017 í máli nr. KNU16120045 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2017 í máli nr. KNU16110062 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2017 í máli nr. KNU16110060 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2017 í máli nr. KNU16120050 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2017 í máli nr. KNU16110069 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2017 í máli nr. KNU16100029 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2017 í máli nr. KNU17010008 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2017 í máli nr. KNU17010009 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2017 í máli nr. KNU16070006 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2017 í máli nr. KNU16120079 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2017 í máli nr. KNU16120078 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2017 í máli nr. KNU16120083 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2017 í máli nr. KNU16120082 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2017 í máli nr. KNU17010004 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2017 í máli nr. KNU17010005 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2017 í máli nr. KNU16120059 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2017 í máli nr. KNU16120043 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2017 í máli nr. KNU17020016 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2017 í máli nr. KNU16080027 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2017 í máli nr. KNU16110057 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2017 í máli nr. KNU16110058 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2017 í máli nr. KNU16090048 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2017 í máli nr. KNU16090053 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2017 í máli nr. KNU17020054 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2017 í máli nr. KNU17020035 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2017 í máli nr. KNU17020038 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2017 í máli nr. KNU17010017 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2017 í máli nr. KNU17010016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2017 í máli nr. KNU17020037 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2017 í máli nr. KNU16080028 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2017 í máli nr. KNU16110067 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2017 í máli nr. KNU16100003 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2017 í máli nr. KNU17020039 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2017 í máli nr. KNU17020057 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2017 í máli nr. KNU17020056 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2017 í máli nr. KNU17020042 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2017 í máli nr. KNU17020045 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2017 í máli nr. KNU17020043 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2017 í máli nr. KNU17020041 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2017 í máli nr. KNU17020040 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2017 í máli nr. KNU16110025 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2017 í máli nr. KNU16110024 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2017 í máli nr. KNU16110026 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2017 í máli nr. KNU16110018 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2017 í máli nr. KNU17020059 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2017 í máli nr. KNU16100023 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2017 í máli nr. KNU17030021 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2017 í máli nr. KNU17020052 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2017 í máli nr. KNU17030022 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2017 í máli nr. KNU17020058 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2017 í máli nr. KNU17030026 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2017 í máli nr. KNU17030027 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2017 í máli nr. KNU16100045 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2017 í máli nr. KNU16100044 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2017 í máli nr. KNU17030055 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2017 í máli nr. KNU17030014 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2017 í máli nr. KNU17030033 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2017 í máli nr. KNU17030034 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2017 í máli nr. KNU17030035 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2017 í máli nr. KNU17030036 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2017 í máli nr. KNU17030037 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2017 í máli nr. KNU17030005 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2017 í máli nr. KNU17030063 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2017 í máli nr. KNU17040008 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2017 í máli nr. KNU17020007 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2017 í máli nr. KNU17040030 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2017 í máli nr. KNU17030031 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2017 í máli nr. KNU17040033 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2017 í máli nr. KNU17040043 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2017 í máli nr. KNU17050026 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2017 í máli nr. KNU17050028 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2017 í máli nr. KNU17040042 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2017 í máli nr. KNU17050016 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2017 í máli nr. KNU16120024 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2017 í máli nr. KNU17030053 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2017 í máli nr. KNU17060003 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2017 í máli nr. KNU17060004 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2017 í máli nr. KNU17040045 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2017 í máli nr. KNU17040050 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2017 í máli nr. KNU17040048 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2017 í máli nr. KNU17040049 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2017 í máli nr. KNU17050023 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2017 í máli nr. KNU17030052 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2017 í máli nr. KNU17030051 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2017 í máli nr. KNU17060031 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2017 í máli nr. KNU17060032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2017 í máli nr. KNU17050044 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2017 í máli nr. KNU17020048 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2017 í máli nr. KNU17050045 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2017 í máli nr. KNU17050032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2017 í máli nr. KNU17050043 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2017 í máli nr. KNU17060029 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2017 í máli nr. KNU17060050 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2017 í máli nr. KNU17050030 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2017 í máli nr. KNU17020074 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2017 í máli nr. KNU17060058 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2017 í máli nr. KNU17060059 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2017 í máli nr. KNU17050006 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2017 í máli nr. KNU17060008 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2017 í máli nr. KNU17060047 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2017 í máli nr. KNU17050039 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2017 í máli nr. KNU17050040 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2017 í máli nr. KNU17050048 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2017 í máli nr. KNU17050049 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2017 í máli nr. KNU17060026 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2017 í máli nr. KNU17050056 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2017 í máli nr. KNU17060062 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2017 í máli nr. KNU17070025 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2017 í máli nr. KNU17070040 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2017 í máli nr. KNU17070010 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2017 í máli nr. KNU17070028 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2017 í máli nr. KNU17060073 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2017 í máli nr. KNU17060074 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2017 í máli nr. KNU17050060 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 481/2017 í máli nr. KNU17070043 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 482/2017 í máli nr. KNU17070042 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2017 í máli nr. KNU17060011 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2017 í máli nr. KNU17050057 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 479/2017 í máli nr. KNU17080012 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 480/2017 í máli nr. KNU17080032 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2017 í máli nr. KNU17070003 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2017 í máli nr. KNU17060055 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2017 í máli nr. KNU17070060 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2017 í máli nr. KNU17070061 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2017 í máli nr. KNU17060065 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2017 í máli nr. KNU17070037 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2017 í máli nr. KNU17060057 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2017 í máli nr. KNU17060056 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2017 í máli nr. KNU1708003 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2017 í máli nr. KNU17080036 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2017 í máli nr. KNU17080031 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2017 í máli nr. KNU17080030 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2017 í máli nr. KNU17090006 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2017 í máli nr. KNU17090007 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2017 í máli nr. KNU17090017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2017 í máli nr. KNU17090016 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2017 í máli nr. KNU17090037 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 552/2017 í máli nr. KNU17070049 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 553/2017 í máli nr. KNU17090051 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2017 í máli nr. KNU17080037 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 566/2017 í máli nr. KNU17070005 dags. 17. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2017 í máli nr. KNU17070006 dags. 17. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 572/2017 í máli nr. KNU17100018 dags. 19. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2017 í máli nr. KNU17080007 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2017 í máli nr. KNU17080006 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2017 í máli nr. KNU17070041 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 581/2017 í máli nr. KNU17070050 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 596/2017 í máli nr. KNU17090052 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2017 í máli nr. KNU17090019 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 604/2017 í máli nr. KNU17080004 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 605/2017 í máli nr. KNU17090034 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2017 í máli nr. KNU17060061 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 621/2017 í máli nr. KNU17090047 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2017 í máli nr. KNU17100041 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2017 í máli nr. KNU17100044 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2017 í máli nr. KNU17090048 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2017 í máli nr. KNU17100042 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 626/2017 í máli nr. KNU17100027 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 630/2017 í máli nr. KNU17100057 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2017 í máli nr. KNU17100056 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 650/2017 í máli nr. KNU17100028 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 610/2017 í máli nr. KNU17090045 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2017 í máli nr. KNU17090044 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 608/2017 í máli nr. KNU17090028 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2017 í máli nr. KNU17090029 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2017 í máli nr. KNU17090038 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2017 í máli nr. KNU17090026 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2017 í máli nr. KNU17090039 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 638/2017 í máli nr. KNU17100064 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 637/2017 í máli nr. KNU17100063 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2017 í máli nr. KNU17070044 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2017 í máli nr. KNU17100051 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2017 í máli nr. KNU17110001 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 657/2017 í máli nr. KNU17100040 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 670/2017 í máli nr. KNU17090035 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 668/2017 í máli nr. KNU17090033 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 660/2017 í máli nr. KNU17100047 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 674/2017 í máli nr. KNU17100029 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 666/2017 í máli nr. KNU17100016 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 597/2017 í máli nr. KNU17100007 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 662/2017 í máli nr. KNU17100031 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 672/2017 í máli nr. KNU17070053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 699/2017 í máli nr. KNU17110051 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 689/2017 í máli nr. KNU17110033 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 697/2017 í máli nr. KNU17120001 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 693/2017 í máli nr. KNU17110057 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 687/2017 í máli nr. KNU17110048 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 676/2017 í máli nr. KNU17090053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 691/2017 í máli nr. KNU17110064 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 698/2017 í máli nr. KNU17120003 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 686/2017 í máli nr. KNU17090046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 679/2017 í máli nr. KNU17100023 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 673/2017 í máli nr. KNU17110004 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 700/2017 í máli nr. KNU17110044 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 682/2017 í máli nr. KNU17100046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 688/2017 í máli nr. KNU17090027 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 692/2017 í máli nr. KNU17110009 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 701/2017 í máli nr. KNU17120012 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 694/2017 í máli nr. KNU17110058 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 696/2017 í máli nr. KNU17110065 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 695/2017 í máli nr. KNU17110060 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 702/2017 í máli nr. KNU17110034 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 690/2017 í máli nr. KNU17110032 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 667/2017 í máli nr. KNU17110021 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2017 í máli nr. KNU17110022 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2017 í máli nr. KNU17100045 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 683/2017 í máli nr. KNU17070054 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 712/2017 í máli nr. KNU17110024 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2017 í máli nr. KNU17100052 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 711/2017 í máli nr. KNU17110023 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 716/2017 í máli nr. KNU17120016 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2018 í máli nr. KNU17110007 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2018 í máli nr. KNU17110008 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2018 í máli nr. KNU17120004 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2018 í máli nr. KNU17110052 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2018 í máli nr. KNU17120049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2018 í máli nr. KNU17100049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2018 í máli nr. KNU17120033 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2018 í máli nr. KNU17120035 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2018 í máli nr. KNU17100048 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2018 í máli nr. KNU17120034 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2018 í máli nr. KNU17120036 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2018 í máli nr. KNU17100017 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2018 í máli nr. KNU17120011 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2018 í máli nr. KNU17120010 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2018 í máli nr. KNU17110040 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2018 í máli nr. KNU17110063 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2018 í máli nr. KNU17120050 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2018 í máli nr. KNU17120039 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2018 í máli nr. KNU17120025 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2018 í máli nr. KNU17120022 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2018 í máli nr. KNU17100059 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2018 í máli nr. KNU17120021 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2018 í máli nr. KNU17100071 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2018 í máli nr. KNU17100072 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2018 í máli nr. KNU17120038 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2018 í máli nr. KNU17110043 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2018 í máli nr. KNU17120009 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2018 í máli nr. KNU18010001 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2018 í máli nr. KNU17120059 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2018 í máli nr. KNU17120031 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2018 í máli nr. KNU17100075 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2018 í máli nr. KNU17100066 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 í máli nr. KNU17100060 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2018 í máli nr. KNU17100014 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2018 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2018 í máli nr. KNU18010002 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2017 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2018 í máli nr. KNU18010003 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2018 í máli nr. KNU17110056 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2018 í máli nr. KNU17100062 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2018 í máli nr. KNU17100004 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2018 í máli nr. KNU18010020 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2018 í máli nr. KNU17100005 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2018 í máli nr. KNU18010030 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2018 í máli nr. KNU17120042 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2018 í máli nr. KNU17120055 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2018 í máli nr. KNU18020001 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2018 í máli nr. KNU17120047 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2018 í máli nr. KNU18020002 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2018 í máli nr. KNU17120043 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2018 í máli nr. KNU17120024 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2018 í máli nr. KNU17120048 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2018 í máli nr. KNU17120046 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2018 í máli nr. KNU17120054 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2018 í máli nr. KNU18020003 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2018 í máli nr. KNU18010016 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2018 í máli nr. KNU18010035 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2018 í máli nr. KNU18010024 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2018 í máli nr. KNU18020006 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2018 í máli nr. KNU18010031 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2018 í máli nr. KNU18020012 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2018 í máli nr. KNU18020013 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2018 í máli nr. KNU18010029 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2018 í máli nr. KNU18020033 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2018 í máli nr. KNU18020016 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2018 í máli nr. KNU18010022 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2018 í máli nr. KNU18010023 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2018 í máli nr. KNU18010027 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2018 í máli nr. KNU18020020 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2018 í máli nr. KNU18020032 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2018 í máli nr. KNU18020030 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2018 í máli nr. KNU18010026 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2018 í máli nr. KNU18010025 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2018 í máli nr. KNU18020023 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2018 í máli nr. KNU18010028 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2018 í máli nr. KNU18020029 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2018 í máli nr. KNU17120045 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2018 í máli nr. KNU17110031 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2018 í máli nr. KNU18020004 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2018 í máli nr. KNU18020028 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2018 í máli nr. KNU18020005 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2018 í máli nr. KNU18020038 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2018 í máli nr. KNU18020014 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2018 í máli nr. KNU17120023 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2018 í máli nr. KNU18020036 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2018 í máli nr. KNU18020040 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2018 í máli nr. KNU18020060 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2018 í máli nr. KNU18020018 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2018 í máli nr. KNU18020008 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2018 í máli nr. KNU18020019 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2018 í máli nr. KNU18010034 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2018 í máli nr. KNU18020059 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2018 í máli nr. KNU18020022 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2018 í máli nr. KNU18020011 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2018 í máli nr. KNU18020009 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2018 í málum nr. KNU18020034 o.fl. dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2018 í máli nr. KNU18020039 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2018 í máli nr. KNU18020045 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2018 í máli nr. KNU18020055 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2018 í máli nr. KNU18020037 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2018 í máli nr. KNU18020070 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2018 í máli nr. KNU18030015 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2018 í máli nr. KNU18020074 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2018 í málum nr. KNU18020052 o.fl. dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2018 í máli nr. KNU18030021 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2018 í máli nr. KNU18030007 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2018 í málum nr. KNU18020067 o.fl. dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2018 í máli nr. KNU18020031 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2018 í máli nr. KNU18020065 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2018 í máli nr. KNU18030003 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2018 í málum nr. KNU18020049 o.fl. dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2018 í máli nr. KNU18030032 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2018 í máli nr. KNU18020041 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2018 í máli nr. KNU18030026 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2018 í máli nr. KNU18040024 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2018 í máli nr. KNU18030006 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2018 í máli nr. KNU18020078 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2018 í máli nr. KNU18020066 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2018 í máli nr. KNU18040020 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2018 í máli nr. KNU18030034 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2018 í máli nr. KNU18020058 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2018 í máli nr. KNU18030029 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2018 í máli nr. KNU18030013 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2018 í máli nr. KNU18040037 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2018 í máli nr. KNU18020044 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2018 í máli nr. KNU18050001 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2018 í máli nr. KNU18050038 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2018 í máli nr. KNU18040035 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2018 í máli nr. KNU18050024 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2018 í máli nr. KNU18030020 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2018 í máli nr. KNU18040021 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2018 í máli nr. KNU18020073 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2018 í máli nr. KNU18060020 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2018 í máli nr. KNU18050002 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2018 í máli nr. KNU18040017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2018 í máli nr. KNU18040016 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2018 í máli nr. KNU18040051 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2018 í málum nr. KNU18040014 o.fl. dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2018 í máli nr. KNU18050050 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2018 í máli nr. KNU18050004 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2018 í máli nr. KNU18040006 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2018 í máli nr. KNU18040005 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2018 í máli nr. KNU18060001 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2018 í máli nr. KNU1800026 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2018 í málum nr. KNU18050061 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2018 í málum nr. KNU18050048 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2018 í máli nr. KNU18050051 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2018 í máli nr. KNU18050028 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2018 í máli nr. KNU18050045 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2018 í máli nr. KNU18050020 dags. 31. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2018 í málum nr. KNU18050011 o.fl. dags. 31. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2018 í máli nr. KNU18060012 dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2018 í máli nr. KNU18060013 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2018 í máli nr. KNU18060032 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2018 í máli nr. KNU18060010 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2018 í máli nr. KNU18050056 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2018 í máli nr. KNU18060011 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2018 í máli nr. KNU18050013 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 353/2018 í máli nr. KNU18050032 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2018 í máli nr. KNU18030028 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2018 í máli nr. KNU18050019 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2018 í máli nr. KNU18040049 dags. 17. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2018 í máli nr. KNU18060024 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2018 í máli nr. KNU18060023 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2018 í máli nr. KNU18070041 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2018 í máli nr. KNU18060028 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2018 í máli nr. KNU18050057 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2018 í máli nr. KNU18050036 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2018 í máli nr. KNU18070018 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2018 í máli nr. KNU18050063 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2018 í málum nr. KNU18070010 o.fl. dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2018 í máli nr. KNU18070031 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2018 í máli nr. KNU18070012 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2018 í máli nr. KNU18070015 dags. 10. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2018 í máli nr. KNU18060047 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 372/2018 í máli nr. KNU18060050 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2018 í máli nr. KNU18080021 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2018 í máli nr. KNU18070034 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2018 í máli nr. KNU18050047 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2018 í málum nr. KNU18070028 o.fl. dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2018 í málum nr. KNU18080001 o.fl. dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2018 í máli nr. KNU18060021 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2018 í máli nr. KNU18060025 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2018 í máli nr. KNU18080019 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2018 í máli nr. KNU18070022 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2018 í máli nr. KNU18070005 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2018 í máli nr. KNU18080005 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2018 í máli nr. KNU18070030 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2018 í málum nr. KNU18090004 o.fl. dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2018 í máli nr. KNU18080014 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2018 í máli nr. KNU18070033 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2018 í máli nr. KNU18090024 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2018 í máli nr. KNU18070016 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2018 í máli nr. KNU18080028 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2018 í máli nr. KNU18080035 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2018 í máli nr. KNU18090035 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2018 í máli nr. KNU18090025 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2018 í máli nr. KNU18070039 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2018 í máli nr. KNU18080012 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2018 í máli nr. KNU18090011 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2018 í máli nr. KNU18080003 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2018 í máli nr. KNU18070040 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2018 í máli nr. KNU18060049 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2018 í máli nr. KNU18090028 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2018 í máli nr. KNU18080004 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2018 í máli nr. KNU18090015 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2018 í máli nr. KNU18090022 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2018 í máli nr. KNU18090012 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2018 í máli nr. KNU18080022 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2018 í máli nr. KNU18090023 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2018 í máli nr. KNU18080033 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2018 í málum nr. KNU18060043 o.fl. dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2018 í máli nr. KNU18090018 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 459/2018 í máli nr. KNU18070019 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2018 í málum nr. KNU18100043 o.fl. dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2018 í máli nr. KNU18100019 dags. 5. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2018 í máli nr. KNU18090043 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2018 í máli nr. KNU18100003 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2018 í máli nr. KNU18090046 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2018 í máli nr. KNU18090038 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2018 í máli nr. KNU18080027 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2018 í máli nr. KNU18090040 dags. 25. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2018 í málum nr. KNU18080023 o.fl. dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2018 í máli nr. KNU18100037 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2018 í máli nr. KNU18090048 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 482/2018 í máli nr. KNU18090042 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 481/2018 í máli nr. KNU18090036 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2018 í málum nr. KNU18100065 o.fl. dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2018 í máli nr. KNU18100063 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2018 í máli nr. KNU18080011 dags. 19. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2018 í máli nr. KNU18070026 dags. 20. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2018 í máli nr. KNU18070025 dags. 20. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2018 í máli nr. KNU18090006 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2018 í máli nr. KNU18060048 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2018 í málum nr. KNU18100021 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2018 í máli nr. KNU18110023 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2018 í máli nr. KNU18110009 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2018 í máli nr. KNU18110010 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2018 í máli nr. KNU18100010 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2018 í máli nr. KNU18100017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2018 í máli nr. KNU18100047 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2018 í máli nr. KNU18090045 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2018 í máli nr. KNU18100011 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2018 í máli nr. KNU18100005 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2018 í máli nr. KNU18100050 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2018 í máli nr. KNU18100049 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2018 í máli nr. KNU18070003 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 524/2018 í máli nr. KNU18100030 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2018 í máli nr. KNU18110002 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2018 í máli nr. KNU18100052 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2018 í máli nr. KNU18100009 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2018 í málum nr. KNU18100031 o.fl. dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2018 í máli nr. KNU18050064 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2018 í máli nr. KNU18090029 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2018 í máli nr. KNU18090044 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2018 í máli nr. KNU18110025 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2018 í málum nr. KNU18100059 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2018 í máli nr. KNU18110030 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2018 í málum nr. KNU18110003 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2018 í máli nr. KNU18100055 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2018 í máli nr. KNU18110021 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2018 í máli nr. KNU18110027 dags. 14. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 561/2018 í máli nr. KNU18100034 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2018 í máli nr. KNU18080016 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 552/2018 í máli nr. KNU18110013 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2018 í máli nr. KNU18110017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2018 í máli nr. KNU18110018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2018 í máli nr. KNU18120041 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2018 í máli nr. KNU18120013 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2018 í máli nr. KNU18110014 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2019 í máli nr. KNU18120010 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2019 í máli nr. KNU18120012 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2019 í máli nr. KNU18120008 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2019 í máli nr. KNU18120033 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2019 í máli nr. KNU18110012 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2019 í máli nr. KNU18120049 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2019 í máli nr. KNU18120035 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2019 í máli nr. KNU18120052 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2019 í máli nr. KNU18120031 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2019 í máli nr. KNU18120030 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2019 í máli nr. KNU18120051 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2019 í máli nr. KNU18120032 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2019 í máli nr. KNU18120055 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2019 í máli nr. KNU18120034 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2019 í máli nr. KNU18110040 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2019 í máli nr. KNU18100046 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2019 í máli nr. KNU18120067 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2019 í máli nr. KNU18120057 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2019 í máli nr. KNU18120060 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2019 í máli nr. KNU18120061 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2019 í máli nr. KNU19010005 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2019 í málum nr. KNU18120073 o.fl. dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2019 í máli nr. KNU19010004 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2019 í máli nr. KNU19010001 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2019 í málum nr. KNU18110035 o.fl. dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2019 í máli nr. KNU19010035 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2019 í máli nr. KNU19010002 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2019 í máli nr. KNU19010003 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2019 í máli nr. KNU19020019 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2019 í máli nr. KNU18120062 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2019 í máli nr. KNU19010012 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2019 í máli nr. KNU19010009 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2019 í máli nr. KNU18120026 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2019 í máli nr. KNU19010040 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2019 í máli nr. KNU18120040 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2019 í málum nr. KNU18120027 o.fl. dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2019 í máli nr. KNU18120064 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2019 í máli nr. KNU19010013 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2019 í máli nr. KNU18110021 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 88/2019 í máli nr. KNU19010017 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2019 í málum nr. KNU19010007 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2019 í máli nr. KNU19010026 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2019 í máli nr. KNU18120006 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2019 í máli nr. KNU18120011 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2019 í máli nr. KNU19010027 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2019 í máli nr. KNU18120025 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2019 í máli nr. KNU18120058 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2020 í máli nr. KNU19110010 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2019 í máli nr. KNU19020006 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2019 í máli nr. KNU19020009 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2019 í máli nr. KNU19020008 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2019 í máli nr. KNU19020033 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2019 í máli nr. KNU19020003 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2019 í máli nr. KNU19010018 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2019 í máli nr. KNU19020015 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2019 í málum nr. KNU19020010 o.fl. dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2019 í máli nr. KNU18120063 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2019 í máli nr. KNU19020024 dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2019 í máli nr. KNU19020014 dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2019 í málum nr. KNU19010042 o.fl. dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2019 í máli nr. KNU19020043 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2019 í máli nr. KNU19020035 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2019 í máli nr. KNU19020027 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2019 í máli nr. KNU19020047 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2019 í máli nr. KNU19020012 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2019 í máli nr. KNU19020036 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2019 í málum nr. KNU19020038 o.fl. dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2019 í máli nr. KNU19020023 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2019 í máli nr. KNU19020058 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2019 í máli nr. KNU19020073 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2019 í málum nr. KNU19020051 o.fl. dags. 8. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2019 í máli nr. KNU19030006 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2019 í máli nr. KNU19020045 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2019 í máli nr. KNU19020046 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2019 í máli nr. KNU19020074 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2019 í máli nr. KNU19020034 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2019 í málum nr. KNU19020016 o.fl. dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2019 í málum nr. KNU19030034 o.fl. dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2019 í máli nr. KNU19020040 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2019 í máli nr. KNU19020069 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2019 í máli nr. KNU19030028 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2019 í máli nr. KNU19030015 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2019 í máli nr. KNU19030022 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2019 í máli nr. KNU19020042 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2019 í máli nr. KNU18120054 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2019 í máli nr. KNU19020064 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 136/2019 í máli nr. KNU19020001 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2019 í málum nr. KNU19030019 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2019 í máli nr. KNU19030013 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2019 í málum nr. KNU19020065 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2019 í máli nr. KNU19020075 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2019 í máli nr. KNU19030010 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2019 í máli nr. KNU19030012 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2019 í máli nr. KNU19030011 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2019 í málum nr. KNU19020059 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2019 í málum nr. KNU19030064 o.fl. dags. 30. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2019 í máli nr. KNU19030045 dags. 6. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2019 í málum nr. KNU19030017 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2019 í málum nr. KNU19020076 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2019 í máli nr. KNU19030020 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2019 í máli nr. KNU19030025 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2019 í máli nr. KNU19030043 dags. 10. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2019 í máli nr. KNU19030042 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2019 í máli nr. KNU19040022 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2019 í máli nr. KNU19040036 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2019 í máli nr. KNU19040046 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2019 í máli nr. KNU19040032 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2019 í máli nr. KNU19040025 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2019 í máli nr. KNU19040016 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2019 í máli nr. KNU19040031 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2019 í máli nr. KNU19040030 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2019 í máli nr. KNU19040051 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2019 í máli nr. KNU19040043 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2019 í máli nr. KNU19040040 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2019 í máli nr. KNU19030062 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2019 í máli nr. KNU19040052 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2019 í máli nr. KNU19040061 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2019 í máli nr. KNU19040014 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2019 í máli nr. KNU19040024 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 222/2019 í máli nr. KNU19040033 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2019 í máli nr. KNU19040020 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2019 í máli nr. KNU19040015 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 234/2019 í máli nr. KNU19040059 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2019 í máli nr. KNU19040045 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2019 í máli nr. KNU19040026 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2019 í máli nr. KNU19040060 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2019 í máli nr. KNU19040037 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2019 í máli nr. KNU19040017 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2019 í máli nr. KNU19040044 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2019 í máli nr. KNU19040027 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2019 í máli nr. KNU19040019 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2019 í máli nr. KNU19040048 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2019 í máli nr. KNU19040053 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2019 í máli nr. KNU19040021 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2019 í máli nr. KNU19040054 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 227/2019 í máli nr. KNU19040028 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2019 í máli nr. KNU19040018 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2019 í máli nr. KNU19040039 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 233/2019 í máli nr. KNU19040058 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2019 í máli nr. KNU19040050 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2019 í máli nr. KNU19040041 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2019 í máli nr. KNU19040055 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2019 í máli nr. KNU19040023 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2019 í máli nr. KNU19040038 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2019 í máli nr. KNU19040029 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2019 í máli nr. KNU19040035 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2019 í máli nr. KNU19040042 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2019 í máli nr. KNU19040056 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2019 í máli nr. KNU19040047 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2019 í máli nr. KNU19040057 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2019 í málum nr. KNU19030026 o.fl. dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2019 í máli nr. KNU19030031 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2019 í máli nr. KNU19040010 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2019 í máli nr. KNU19030021 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2019 í máli nr. KNU19030046 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2019 í máli nr. KNU19040063 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2019 í máli nr. KNU19040088 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2019 í máli nr. KNU19030032 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2019 í máli nr. KNU19030047 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2019 í máli nr. KNU19040003 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2019 í máli nr. KNU19040011 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2019 í máli nr. KNU19030048 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2019 í máli nr. KNU19040107 dags. 27. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2019 í máli nr. KNU19040083 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2019 í máli nr. KNU19040067 dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2019 í málum nr. KNU19050027 o.fl. dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2019 í málum nr. KNU19030059 o.fl. dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2019 í máli nr. KNU19040007 dags. 7. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2019 í máli nr. KNU19040013 dags. 7. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2019 í máli nr. KNU19050069 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2019 í málum nr. KNU19040076 o.fl. dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2019 í máli nr. KNU19030057 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2019 í máli nr. KNU19030058 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2019 í máli nr. KNU19040064 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2019 í máli nr. KNU19040069 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2019 í málum nr. KNU19020062 o.fl. dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2019 í máli nr. KNU19050005 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2019 í máli nr. KNU19050018 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2019 í máli nr. KNU19040012 dags. 21. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2019 í máli nr. KNU19050026 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2019 í máli nr. KNU19040073 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2019 í máli nr. KNU19040093 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2019 í máli nr. KNU19040116 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2019 í máli nr. KNU19050025 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2019 í máli nr. KNU19050019 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2019 í málum nr. KNU19050020 o.fl. dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2019 í máli nr. KNU19040080 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2019 í máli nr. KNU19060012 dags. 7. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2019 í máli nr. KNU19050001 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2019 í máli nr. KNU19040092 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2019 í máli nr. KNU19030027 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2019 í máli nr. KNU19050034 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2019 í máli nr. KNU19050062 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2019 í máli nr. KNU19040110 dags. 11. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2019 í máli nr. KNU19040111 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2019 í máli nr. KNU19040115 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2019 í máli nr. KNU19040099 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2019 í máli nr. KNU19050007 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2019 í máli nr. KNU19060044 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2019 í máli nr. KNU19050057 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2019 í máli nr. KNU19040114 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2019 í máli nr. KNU19040112 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2019 í máli nr. KNU19060001 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2019 í máli nr. KNU19050006 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2019 í máli nr. KNU19040005 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2019 í máli nr. KNU19040113 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2019 í máli nr. KNU19060002 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2019 í máli nr. KNU19040084 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2019 í máli nr. KNU19050004 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2019 í máli nr. KNU19060017 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2019 í máli nr. KNU19060015 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2019 í málum nr. KNU19040078 o.fl. dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2019 í máli nr. KNU19050008 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2019 í máli nr. KNU19060026 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2019 í málum nr. KNU19070023 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2019 í málum nr. KNU19040108 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2019 í málum nr. KNU19050041 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2019 í máli nr. KNU19050002 dags. 22. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 392/2019 í máli nr. KNU19050051 dags. 22. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2019 í máli nr. KNU19050046 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2019 í máli nr. KNU19050043 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2019 í máli nr. KNU19050044 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2019 í máli nr. KNU19050050 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2019 í máli nr. KNU19050054 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2019 í máli nr. KNU19060006 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2019 í máli nr. KNU19050053 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2019 í máli nr. KNU19070018 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2019 í máli nr. KNU19070012 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2019 í máli nr. KNU19060027 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2019 í málum nr. KNU19060028 o.fl. dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2019 í máli nr. KNU19060008 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2019 í máli nr. KNU19050060 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2019 í máli nr. KNU19060011 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2019 í máli nr. KNU19060014 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2019 í máli nr. KNU19070022 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2019 í máli nr. KNU19060035 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2019 í máli nr. KNU19050059 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 430/2019 í máli nr. KNU19080012 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2019 í máli nr. KNU19050048 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2019 í málum nr. KNU19070044 o.fl. dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2019 í máli nr. KNU19050024 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2019 í máli nr. KNU19060032 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2019 í máli nr. KNU19060009 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2019 í máli nr. KNU19070041 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2019 í máli nr. KNU19070017 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2019 í máli nr. KNU19060025 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 459/2019 í máli nr. KNU19060020 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2019 í máli nr. KNU19070006 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2019 í málum nr. KNU19070030 o.fl. dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2019 í máli nr. KNU19060041 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2019 í máli nr. KNU19060018 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2019 í máli nr. KNU19060019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2019 í máli nr. KNU19060010 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2019 í máli nr. KNU19070047 dags. 1. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2019 í máli nr. KNU19070052 dags. 3. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2019 í máli nr. KNU19080015 dags. 4. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2019 í málum nr. KNU19060033 o.fl. dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2019 í máli nr. KNU19060021 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2019 í málum nr. KNU19070053 o.fl. dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2019 í máli nr. KNU19070040 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2019 í máli nr. KNU19080016 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 484/2019 í málum nr. KNU19070019 o.fl. dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2019 í málum nr. KNU19060039 o.fl. dags. 11. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2019 í máli nr. KNU19060024 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2019 í máli nr. KNU19070049 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2019 í máli nr. KNU19070033 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2019 í málum nr. KNU19070055 o.fl. dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2019 í máli nr. KNU19070058 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2019 í máli nr. KNU19090008 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2019 í máli nr. KNU19080020 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2019 í máli nr. KNU19080018 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2019 í máli nr. KNU19080046 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2019 í málum nr. KNU19100013 o.fl. dags. 25. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2019 í málum nr. KNU19100007 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2019 í málum nr. KNU19100018 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2019 í máli nr. KNU19070048 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2019 í máli nr. KNU19070014 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2019 í máli nr. KNU19080035 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2019 í málum nr. KNU19090017 o.fl. dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 518/2019 í málum nr. KNU19080029 o.fl. dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2019 í máli nr. KNU19050049 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2019 í máli nr. KNU19080017 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2019 í máli nr. KNU19080006 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2019 í máli nr. KNU19090008 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2019 í máli nr. KNU19090023 dags. 14. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2019 í málum nr. KNU19090060 o.fl. dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 554/2019 í máli nr. KNU19090019 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2019 í máli nr. KNU19090020 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2019 í máli nr. KNU19090005 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2019 í máli nr. KNU19090056 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2019 í máli nr. KNU19090006 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2019 í máli nr. KNU19090035 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2019 í máli nr. KNU19090027 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2019 í máli nr. KNU19090007 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2019 í máli nr. KNU19080007 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2019 í málum nr. KNU19090030 o.fl. dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 577/2019 í málum nr. KNU19110001 o.fl. dags. 30. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2019 í máli nr. KNU19090039 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2019 í málum nr. KNU19090040 o.fl. dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2019 í máli nr. KNU19090034 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2019 í máli nr. KNU19090057 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2019 í máli nr. KNU19090038 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2019 í máli nr. KNU19090051 dags. 6. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2019 í máli nr. KNU19100039 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2019 í málum nr. KNU19090032 o.fl. dags. 12. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2019 í máli nr. KNU19110031 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 598/2019 í máli nr. KNU19090016 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2019 í máli nr. KNU19090058 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2019 í málum nr. KNU19110038 o.fl. dags. 28. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2020 í málum nr. KNU19100077 o.fl. dags. 5. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2020 í máli nr. KNU19090052 dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2020 í málum nr. KNU19100030 o.fl. dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2020 í málum nr. KNU19100005 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2020 í málum nr. KNU19090065 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2020 í máli nr. KNU19100011 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2019 í máli nr. KNU19100023 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2020 í máli nr. KNU19100044 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2020 í máli nr. KNU19100061 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2020 í máli nr. KNU19100062 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2020 í máli nr. KNU19100035 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2020 í máli nr. KNU19100032 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2020 í málum nr. KNU19100026 o.fl. dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 34/2020 í máli nr. KNU19100036 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2020 í máli nr. KNU19090059 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2020 í máli nr. KNU19070034 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2020 í máli nr. KNU19100041 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2020 í máli nr. KNU19090054 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2020 í máli nr. KNU19110043 dags. 7. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2020 í máli nr. KNU19090064 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2020 í máli nr. KNU19100070 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2020 í máli nr. KNU19100034 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2020 í máli nr. KNU19100076 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2020 í máli nr. KNU19100069 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2020 í máli nr. KNU19100084 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2020 í máli nr. KNU19110025 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2020 í máli nr. KNU19100080 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2020 í máli nr. KNU20010023 dags. 13. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2020 í máli nr. KNU19100025 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2020 í máli nr. KNU19110009 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2020 í máli nr. KNU20020028 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2020 í málum nr. KNU19110005 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2020 í málum nr. KNU19090042 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2020 í máli nr. KNU19120023 dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2020 í málum nr. KNU20010024 o.fl. dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2020 í máli nr. KNU20010017 dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2020 í máli nr. KNU19100042 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2020 í máli nr. KNU19110008 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2020 í máli nr. KNU19100068 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2020 í máli nr. KNU19100003 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2020 í máli nr. KNU19110018 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2020 í máli nr. KNU19110041 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2020 í máli nr. KNU19110054 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2020 í málum nr. KNU20030037 o.fl. dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2020 í máli nr. KNU19120033 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2020 í málum nr. KNU20030015 o.fl. dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2020 í máli nr. KNU20010027 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2020 í máli nr. KNU19110020 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2019 í máli nr. KNU19120059 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2020 í máli nr. KNU19110021 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2020 í máli nr. KNU20020015 dags. 15. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2020 í máli nr. KNU20020007 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2020 í máli nr. KNU19110026 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2020 í máli nr. KNU20020039 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2020 í máli nr. KNU20030036 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2020 í máli nr. KNU20020058 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2020 í máli nr. KNU20020004 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2020 í máli nr. KNU20030031 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2020 í málum nr. KNU20010041 o.fl. dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2020 í máli nr. KNU20040005 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2020 í máli nr. KNU20020054 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2020 í máli nr. KNU20030026 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2020 í máli nr. KNU20040032 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2020 í máli nr. KNU20050005 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2020 í máli nr. KNU20020059 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2020 í máli nr. KNU20030047 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2020 í máli nr. KNU19110019 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2020 í máli nr. KNU19110027 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2020 í máli nr. KNU20010045 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2020 í máli nr. KNU20050013 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2020 í máli nr. KNU19120051 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2020 í máli nr. KNU19120052 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2020 í máli nr. KNU20040031 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2020 í máli nr. KNU20040028 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2020 í málum nr. KNU20050014 o.fl. dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2020 í máli nr. KNU20050029 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2020 í máli nr. KNU20020053 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2020 í máli nr. KNU20050022 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2020 í máli nr. KNU20030022 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2020 í máli nr. KNU20030023 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2020 í máli nr. KNU20050010 dags. 19. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2020 í máli nr. KNU20050037 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2020 í máli nr. KNU20040021 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2020 í málum nr. KNU20050026 o.fl. dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2020 í málum nr. KNU20060022 o.fl. dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2020 í máli nr. KNU20050025 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2020 í máli nr. KNU20060004 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2020 í máli nr. KNU20080007 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2020 í máli nr. KNU20050030 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2020 í máli nr. KNU20070005 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2020 í máli nr. KNU20050031 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2020 í máli nr. KNU20020045 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2020 í máli nr. KNU20070028 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2020 í máli nr. KNU20040007 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2020 í máli nr. KNU20090003 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2020 í máli nr. KNU20070040 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2020 í máli nr. KNU20050038 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2020 í máli nr. KNU20070007 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2020 í máli nr. KNU20030045 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2020 í máli nr. KNU20100005 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2020 í máli nr. KNU20070015 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2020 í máli nr. KNU20090019 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2020 í máli nr. KNU20080018 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2020 í máli nr. KNU20090033 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2020 í máli nr. KNU20070024 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 372/2020 í máli nr. KNU20090015 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2020 í máli nr. KNU20090024 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2020 í máli nr. KNU20060024 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2020 í máli nr. KNU20100025 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2020 í máli nr. KNU20110006 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2020 í máli nr. KNU20080015 dags. 3. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2020 í máli nr. KNU20090038 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2020 í máli nr. KNU20110017 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2020 í málum nr. KNU20090016 o.fl. dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2020 í máli nr. KNU20100023 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2020 í máli nr. KNU20110043 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2020 í máli nr. KNU20070023 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2021 í máli nr. KNU20110024 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2021 í máli nr. KNU20110031 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2021 í máli nr. KNU20120006 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2021 í máli nr. KNU20110032 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2021 í máli nr. KNU20120028 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2021 í máli nr. KNU21010002 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2021 í máli nr. KNU20110025 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2021 í málum nr. KNU21010020 o.fl. dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2021 í máli nr. KNU21010011 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2021 í máli nr. KNU20120009 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2021 í máli nr. KNU21010008 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2021 í máli nr. KNU20120048 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2021 í máli nr. KNU20120018 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2021 í máli nr. KNU21010019 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2021 í máli nr. KNU21010007 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2021 í máli nr. KNU21010003 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2021 í máli nr. KNU21020009 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2021 í máli nr. KNU21020007 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2021 í máli nr. KNU21020050 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2021 í máli nr. KNU21020048 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2021 í máli nr. KNU21010009 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2021 í máli nr. KNU20110002 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2021 í máli nr. KNU21020033 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2021 í máli nr. KNU21020017 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2021 í máli nr. KNU21020026 dags. 20. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2021 í máli nr. KNU21020037 dags. 20. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2021 í máli nr. KNU21030023 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2021 í máli nr. KNU21020036 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2021 í máli nr. KNU21030022 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2021 í máli nr. KNU20120060 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2021 í máli nr. KNU21030068 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2021 í málum nr. KNU21030074 o.fl. dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2021 í máli nr. KNU21040013 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2021 í máli nr. KNU21030004 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2021 í máli nr. KNU21030056 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2021 í máli nr. KNU21030057 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2021 í málum nr. KNU21030079 o.fl. dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2021 í máli nr. KNU21050028 dags. 22. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2021 í máli nr. KNU20120049 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2021 í máli nr. KNU21040032 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2021 í máli nr. KNU21040033 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2021 í máli nr. KNU21040012 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2021 í máli nr. KNU21040018 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2021 í málum nr. KNU21040006 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2021 í málum nr. KNU21040035 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2021 í máli nr. KNU21040064 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í máli nr. KNU21070068 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2021 í máli nr. KNU21050023 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2021 í máli nr. KNU21060025 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2021 í máli nr. KNU21070029 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2021 í máli nr. KNU21060068 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2021 í máli nr. KNU21070015 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2021 í máli nr. KNU21080014 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2021 í máli nr. KNU21070032 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2021 í máli nr. KNU21060035 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2021 í máli nr. KNU21050005 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2021 í máli nr. KNU21060003 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2021 í máli nr. KNU21050026 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 488/2021 í máli nr. KNU21080030 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2021 í máli nr. KNU21080042 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2021 í málum nr. KNU21080033 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2021 í máli nr. KNU21070075 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 556/2021 í málum nr. KNU21090031 o.fl. dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2021 í málum nr. KNU21090035 o.fl. dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2021 í máli nr. KNU21030079 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2021 í máli nr. KNU21090042 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2021 í máli nr. KNU21030080 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2021 í máli nr. KNU21090069 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2021 í máli nr. KNU21100020 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2021 í máli nr. KNU21100028 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 601/2021 í máli nr. KNU21070023 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2021 í máli nr. KNU21090094 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2021 í máli nr. KNU21070011 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 647/2021 í máli nr. KNU21100071 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 649/2021 í máli nr. KNU21100012 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 651/2021 í máli nr. KNU21100015 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 650/2021 í máli nr. KNU21110025 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 652/2021 í máli nr. KNU21100070 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 648/2021 í máli nr. KNU21100013 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2022 í máli nr. KNU21110085 dags. 13. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2022 í málum nr. KNU21110045 o.fl. dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2022 í máli nr. KNU21120001 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2022 í máli nr. KNU21100079 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2022 í máli nr. KNU21110030 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2022 í máli nr. KNU21110094 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2022 í máli nr. KNU21100021 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2022 í máli nr. KNU21110032 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2022 í máli nr. KNU21110034 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2022 í máli nr. KNU22010019 dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2022 í máli nr. KNU21070035 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2022 í máli nr. KNU22010015 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2022 í máli nr. KNU21110042 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2022 í máli nr. KNU22020033 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2022 í málum nr. KNU22030030 o.fl. dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2022 í máli nr. KNU22030004 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2022 í máli nr. KNU22040001 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2022 í máli nr. KNU22040029 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2022 í máli nr. KNU22040007 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2022 í máli nr. KNU22040016 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2022 í málum nr. KNU22040038 o.fl. dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2022 í máli nr. KNU22040037 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2022 í máli nr. KNU22050007 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2022 í máli nr. KNU22050034 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2022 í máli nr. KNU22050032 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2022 í máli nr. KNU22050046 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2022 í máli nr. KNU22050048 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2022 í máli nr. KNU22070018 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2022 í máli nr. KNU22060042 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2022 í máli nr. KNU22060038 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2022 í máli nr. KNU22070034 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2022 í máli nr. KNU22070035 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2022 í máli nr. KNU22090021 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2022 í málum nr. KNU22080012 o.fl. dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2022 í máli nr. KNU22090011 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2022 í málum nr. KNU22090019 o.fl. dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2022 í máli nr. KNU22070068 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2022 í máli nr. KNU22090070 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2022 í máli nr. KNU22090023 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2022 í málum nr. KNU22090058 o.fl. dags. 31. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2022 í máli nr. KNU22090009 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2022 í máli nr. KNU22090054 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2022 í máli nr. KNU22100027 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2022 í máli nr. KNU22100002 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2022 í máli nr. KNU22100088 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2022 í máli nr. KNU22090046 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2022 í máli nr. KNU22100010 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2022 í málum nr. KNU22100084 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2022 í málum nr. KNU22100072 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2022 í máli nr. KNU22100079 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2023 í málum nr. KNU22110040 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2023 í máli nr. KNU22110025 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2023 í máli nr. KNU22110083 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2023 í máli nr. KNU22110005 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2023 í máli nr. KNU22110001 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2023 í máli nr. KNU22100023 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2023 í máli nr. KNU22110076 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2023 í máli nr. KNU22110052 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2023 í máli nr. KNU22110057 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2023 í máli nr. KNU22120050 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2023 í máli nr. KNU22120038 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2023 í máli nr. KNU22120088 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2023 í máli nr. KNU22110063 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2023 í máli nr. KNU22110089 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2023 í máli nr. KNU22120033 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2023 í máli nr. KNU22120034 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2023 í máli nr. KNU22120070 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2023 í máli nr. KNU22110087 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2023 í máli nr. KNU22120002 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2023 í máli nr. KNU22120089 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2023 í máli nr. KNU23010061 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2023 í máli nr. KNU23020005 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2023 í máli nr. KNU23020052 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2023 í máli nr. KNU22110088 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2023 í máli nr. KNU22120010 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2023 í máli nr. KNU23010014 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2023 í máli nr. KNU23010016 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2023 í máli nr. KNU22120054 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2023 í máli nr. KNU22120077 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2023 í máli nr. KNU23020027 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2023 í máli nr. KNU23030013 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2023 í máli nr. KNU23020024 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2023 í málum nr. KNU22120078 o.fl. dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2023 í máli nr. KNU23020076 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2023 í máli nr. KNU23020068 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2023 í máli nr. KNU23020034 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2023 í málum nr. KNU23020044 o.fl. dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2023 í máli nr. KNU22120056 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2023 í máli nr. KNU22120008 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2023 í máli nr. KNU23020042 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2023 í máli nr. KNU23020070 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2023 í máli nr. KNU23030002 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2023 í máli nr. KNU23030006 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2023 í máli nr. KNU23030018 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2023 í máli nr. KNU23030019 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2023 í máli nr. KNU23030039 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2023 í máli nr. KNU23030046 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2023 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2023 í máli nr. KNU23030062 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2023 í máli nr. KNU23030043 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2023 í máli nr. KNU23020043 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2023 í máli nr. KNU23030082 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2023 í máli nr. KNU23030088 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2023 í máli nr. KNU23020065 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2023 í máli nr. KNU23040015 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2023 í máli nr. KNU23040045 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2023 í máli nr. KNU23060179 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2023 í málum nr. KNU23050123 o.fl. dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2023 í máli nr. KNU23040062 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2023 í máli nr. KNU23030041 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2023 í málum nr. KNU23030051 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2023 í máli nr. KNU23050046 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2023 í máli nr. KNU23050128 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2023 í máli nr. KNU23040065 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2023 í málum nr. KNU23040046 o.fl. dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 587/2023 í máli nr. KNU23040021 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2023 í máli nr. KNU23070096 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 634/2023 í máli nr. KNU23080016 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 623/2023 í máli nr. KNU23040089 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 665/2023 í máli nr. KNU23080056 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 685/2023 í máli nr. KNU23040110 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 709/2023 í máli nr. KNU2309010124 dags. 30. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 708/2023 í máli nr. KNU23090105 dags. 30. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 732/2023 í máli nr. KNU23040121 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 739/2023 í máli nr. KNU23090022 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 746/2023 í máli nr. KNU23050048 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2024 í máli nr. KNU23100178 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2024 í máli nr. KNU23060073 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2024 í máli nr. KNU23050030 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2024 í máli nr. KNU23060051 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2024 í málum nr. KNU23060126 o.fl. dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2024 í málum nr. KNU23060053 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2024 í máli nr. KNU23060160 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2024 í máli nr. KNU23060003 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2024 í málum nr. KNU23060041 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2024 í máli nr. KNU23050153 dags. 22. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2024 í máli nr. KNU23060059 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2024 í málum nr. KNU23060107 o.fl. dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2024 í máli nr. KNU23060063 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2024 í máli nr. KNU23060008 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2024 í máli nr. KNU23050117 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2024 í málum nr. KNU23050078 o.fl. dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2024 í máli nr. KNU23060016 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2024 í máli nr. KNU23120046 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2024 í málum nr. KNU23060115 o.fl. dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2024 í máli nr. KNU23060092 dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2024 í máli nr. KNU23100166 dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2024 í málum nr. KNU23050131 o.fl. dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2024 í máli nr. KNU23050090 dags. 5. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2024 í máli nr. KNU23120011 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2024 í máli nr. KNU23070043 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2024 í máli nr. KNU24010064 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2024 í máli nr. KNU24010113 dags. 10. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2024 í máli nr. KNU24010085 dags. 10. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 652/2024 í máli nr. KNU23060214 dags. 14. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 663/2024 í máli nr. KNU23110085 dags. 19. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 664/2024 í máli nr. KNU23110085 dags. 20. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2024 í máli nr. KNU23060109 dags. 21. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 677/2024 dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 696/2024 í málum nr. KNU23080014 o.fl. dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 713/2024 í máli nr. KNU24020030 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 717/2024 í máli nr. KNU24020001 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2024 í máli nr. KNU24020144 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 798/2024 í máli nr. KNU24050088 dags. 2. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 916/2024 í máli nr. KNU24060126 dags. 19. september 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 946/2024 dags. 1. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1117/2024 í málum nr. KNU24070043 o.fl. dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1163/2024 í máli nr. KNU24050144 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1165/2024 í máli nr. KNU24100094 dags. 21. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2025 í máli nr. KNU24110132 dags. 20. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2025 í máli nr. KNU24100149 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2025 í máli nr. KNU24090141 dags. 30. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2025 í máli nr. KNU25010068 dags. 22. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2025 í máli nr. KNU25050033 dags. 19. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2025 dags. 4. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 606/2025 í máli nr. KNU25050061 dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 628/2025 í máli nr. KNU24110073 dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2025 í máli nr. KNU23070027 dags. 22. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 662/2025 í máli nr. KNU25060136 dags. 4. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2025 í máli nr. KNU24090100 dags. 5. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 875/2025 í máli nr. KNU25070222 dags. 20. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 129/2021 dags. 17. maí 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 73/2022 dags. 1. mars 2023[PDF]

Fara á yfirlit

Landbúnaðarráðuneytið

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 4/1999 dags. 5. maí 1999[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 4/2000 dags. 7. desember 2000[HTML]

Fara á yfirlit

Landsdómur

Úrskurður Landsdóms dags. 3. október 2011 í máli nr. 3/2011 (Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde)[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 119/2018 dags. 31. janúar 2018[HTML][PDF]

Lrú. 189/2018 dags. 16. mars 2018[HTML][PDF]

Lrú. 197/2018 dags. 10. apríl 2018[HTML][PDF]

Lrú. 269/2018 dags. 18. apríl 2018[HTML][PDF]

Lrú. 314/2018 dags. 25. apríl 2018[HTML][PDF]

Lrd. 19/2018 dags. 15. júní 2018[HTML][PDF]

Lrd. 87/2018 dags. 22. júní 2018 (Braut gegn skjólstæðingi)[HTML][PDF]

Lrd. 125/2018 dags. 22. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 661/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML][PDF]

Lrú. 660/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML][PDF]

Lrú. 662/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML][PDF]

Lrú. 639/2018 dags. 12. september 2018[HTML][PDF]

Lrd. 188/2018 dags. 5. október 2018[HTML][PDF]

Lrú. 157/2018 dags. 12. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 400/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 399/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 398/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 397/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 396/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 165/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 51/2018 dags. 23. nóvember 2018 (Fíkniefni á fiskveiðiskipi)[HTML][PDF]
Málskotsbeiðni var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-79.
Lrd. 276/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 377/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 154/2018 dags. 7. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 635/2018 dags. 14. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 408/2018 dags. 14. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 407/2018 dags. 14. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 612/2018 dags. 14. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 426/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 221/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 369/2018 dags. 18. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 673/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 503/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 347/2018 dags. 1. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 734/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 483/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 310/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 577/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 540/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 593/2018 dags. 29. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 256/2018 dags. 29. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 171/2019 dags. 4. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrd. 560/2018 dags. 5. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrd. 511/2018 dags. 5. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrú. 242/2019 dags. 5. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrú. 191/2019 dags. 2. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 466/2018 dags. 31. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 701/2018 dags. 7. júní 2019 (Engjasel 84)[HTML][PDF]
Seljandi eignar var talinn hafa mátt vita af fyrirhuguðum framkvæmdum húsfélags þótt hann hafi ekki verið staddur á þeim húsfundi þar sem þær voru ákveðnar. Þessar framkvæmdir voru þess eðlis að seljandi hefði átt að upplýsa kaupandann um þær. Fallist var því á skaðabótakröfu vegna galla.
Lrd. 884/2018 dags. 7. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 886/2018 dags. 7. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 885/2018 dags. 7. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 416/2018 dags. 21. júní 2019[HTML][PDF]

Lrú. 413/2019 dags. 27. júní 2019[HTML][PDF]

Lrú. 321/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 299/2019 dags. 3. júlí 2019 (Fyrirframgreiddur arfur)[HTML][PDF]

Lrú. 549/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML][PDF]

Lrú. 578/2019 dags. 4. september 2019[HTML][PDF]

Lrú. 537/2019 dags. 10. september 2019[HTML][PDF]

Lrú. 510/2019 dags. 17. september 2019[HTML][PDF]

Lrd. 669/2018 dags. 20. september 2019 (Sambúðarkona tekin kyrkingartaki)[HTML][PDF]

Lrú. 637/2019 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 821/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 802/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 97/2019 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 847/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 174/2019 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 105/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 749/2019 dags. 2. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 748/2019 dags. 2. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 677/2019 dags. 13. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 934/2018 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 820/2019 dags. 20. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 50/2020 dags. 30. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 250/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 476/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 263/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 5/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 289/2019 dags. 14. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 287/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 286/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 324/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 441/2019 dags. 13. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 158/2020 dags. 26. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 159/2020 dags. 26. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 516/2018 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 428/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrd. 291/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 201/2020 dags. 28. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrd. 575/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 386/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 381/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 380/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 379/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 378/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 20/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 632/2019 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 284/2020 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 224/2019 dags. 18. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 341/2020 dags. 18. júní 2020[HTML][PDF]

Lrd. 140/2018 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 311/2020 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 283/2020 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 440/2020 dags. 30. júlí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 450/2020 dags. 31. ágúst 2020[HTML][PDF]

Lrú. 392/2020 dags. 31. ágúst 2020[HTML][PDF]

Lrd. 130/2020 dags. 18. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 496/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 284/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 340/2019 dags. 16. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 698/2019 dags. 23. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 697/2019 dags. 23. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 591/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 454/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 453/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 452/2019 dags. 30. október 2020 (Geymslur)[HTML][PDF]
Bruni átti sér stað í húsnæði fyrirtækis sem það nýtti til að leigja út geymslurými. Orsök brunans var bruni í nærliggjandi húsi sem barst svo yfir á téða fasteign, og ekki litið svo á að einhver sök hefði legið fyrir. Leigutakar gerðu kröfu á hendur leigusalanum um skaðabætur og miskabætur fyrir tjónið sem þau urðu fyrir.

Leyst var úr álitaefni hvort tiltekinn samningur teldist vera leigusamningur er félli undir gildissvið þjónustukaupalaga eða væri leigusamningur. Þurfti að fá úrlausn um þetta þar sem lög um þjónustukaup kváðu á um að seljandi þjónustu bæri ábyrgð á hlut sem væri í sinni vörslu, en ella hefðu eigendur verðmætanna sem í geymslunum voru borið þá áhættu.

Landsréttur leit svo á að geymslusamningurinn væri leigusamningur þar sem geymsla í skilningi þjónustukaupalaga næði yfir það að þjónustuveitandinn væri að geyma tiltekinn hlut, vitandi hver hluturinn væri, en ekki yfir tilvik þar sem mögulegt var að færa hluti inn og út að vild án aðkomu þjónustuveitandans. Áhættan hefði því verið borin af eigendum hlutanna en ekki leigusalanum. Varð niðurstaðan því sú að fyrirtækið var sýknað af bótakröfunum.
Lrd. 404/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Lrú. 586/2020 dags. 10. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 626/2020 dags. 19. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 336/2019 dags. 27. nóvember 2020 (Öryggi í flugi)[HTML][PDF]

Lrd. 239/2019 dags. 4. desember 2020 (Kaupauki)[HTML][PDF]

Lrú. 629/2020 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 829/2019 dags. 11. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 356/2020 dags. 11. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 880/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 555/2020 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 732/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 731/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 733/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 665/2020 dags. 7. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 813/2019 dags. 15. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 824/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 817/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 772/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrú. 13/2021 dags. 12. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrú. 703/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 547/2020 dags. 19. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 888/2019 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrú. 70/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 268/2019 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 53/2020 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 74/2020 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 73/2020 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 689/2019 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 17/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 148/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 229/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 230/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 231/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 232/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrd. 161/2020 dags. 7. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 132/2020 dags. 14. maí 2021[HTML][PDF]

Lrú. 275/2021 dags. 20. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 149/2020 dags. 21. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 105/2020 dags. 21. maí 2021

Lrd. 14/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 13/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 486/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 331/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 332/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 333/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 24/2020 dags. 11. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 174/2020 dags. 11. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 39/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 207/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 260/2021 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 186/2020 dags. 23. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 359/2021 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 502/2021 dags. 14. september 2021[HTML][PDF]

Lrd. 256/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 261/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 536/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 567/2021 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 105/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 365/2020 dags. 8. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 199/2020 dags. 15. október 2021[HTML]

Lrú. 610/2021 dags. 19. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 424/2020 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 427/2020 dags. 5. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 266/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 607/2021 dags. 15. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 676/2021 dags. 17. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 692/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 722/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 468/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 463/2020 dags. 3. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 767/2021 dags. 23. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 671/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 794/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 628/2020 dags. 28. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 592/2020 dags. 4. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 462/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 659/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 456/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 457/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 455/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 453/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 454/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 753/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 391/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 658/2020 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 666/2020 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 84/2021 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrú. 113/2022 dags. 16. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 334/2021 dags. 18. mars 2022[HTML][PDF]

Lrú. 137/2022 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 744/2020 dags. 25. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 399/2021 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 599/2020 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 617/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 330/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 369/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 528/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 443/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 710/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 11/2021 dags. 13. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 189/2021 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 271/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 628/2021 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 731/2020 dags. 27. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 280/2022 dags. 27. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 228/2022 dags. 1. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 533/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 214/2022 dags. 7. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 124/2022 dags. 7. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 672/2021 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 438/2020 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 193/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 286/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 48/2022 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 401/2022 dags. 18. ágúst 2022[HTML][PDF]

Lrú. 429/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML][PDF]

Lrd. 199/2020 dags. 16. september 2022[HTML][PDF]

Lrú. 563/2022 dags. 28. september 2022[HTML][PDF]

Lrd. 754/2021 dags. 29. september 2022[HTML][PDF]

Lrd. 302/2021 dags. 7. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 296/2021 dags. 7. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 466/2021 dags. 7. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 438/2021 dags. 14. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 498/2021 dags. 14. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 301/2021 dags. 14. október 2022[HTML][PDF]

Lrú. 662/2022 dags. 28. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 558/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 521/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 458/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 119/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 646/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 633/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 689/2021 dags. 25. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 325/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 638/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 758/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 410/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 220/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 760/2022 dags. 5. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 422/2022 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 730/2022 dags. 2. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 751/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 17/2023 dags. 24. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 3/2023 dags. 25. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 813/2022 dags. 26. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 726/2022 dags. 27. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 775/2022 dags. 31. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 454/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 220/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 95/2023 dags. 13. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 121/2023 dags. 16. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 661/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 474/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 324/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 404/2021 dags. 24. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 601/2021 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 744/2021 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 155/2023 dags. 22. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 207/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 112/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 97/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 753/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 686/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 388/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrú. 196/2023 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 21/2023 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 270/2023 dags. 14. apríl 2023[HTML][PDF]

Lrú. 290/2023 dags. 2. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 74/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 37/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 581/2022 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 28/2023 dags. 26. maí 2023[HTML][PDF]

Lrú. 414/2023 dags. 6. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 542/2022 dags. 8. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 457/2021 dags. 9. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 149/2022 dags. 9. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 229/2022 dags. 16. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 189/2022 dags. 16. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 584/2022 dags. 16. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 198/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 477/2023 dags. 26. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 463/2023 dags. 26. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 468/2023 dags. 29. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 521/2023 dags. 13. júlí 2023[HTML][PDF]

Lrú. 520/2023 dags. 9. ágúst 2023[HTML][PDF]

Lrú. 420/2023 dags. 7. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 184/2022 dags. 15. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 197/2022 dags. 15. september 2023[HTML][PDF]

Lrú. 658/2023 dags. 20. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 172/2022 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 266/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 211/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 293/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 374/2022 dags. 12. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 191/2023 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrú. 703/2023 dags. 23. október 2023[HTML][PDF]

Lrú. 667/2023 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 212/2022 dags. 3. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 253/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 256/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 255/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 258/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 254/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 257/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 354/2022 dags. 17. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 235/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 342/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 419/2022 dags. 1. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 474/2022 dags. 1. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 86/2023 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 478/2022 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 642/2022 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 809/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 462/2022 dags. 19. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 36/2024 dags. 22. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 45/2024 dags. 23. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 724/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 73/2024 dags. 31. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 7/2024 dags. 6. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 865/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 460/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 101/2024 dags. 20. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 601/2023 dags. 23. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 801/2022 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Lrú. 59/2024 dags. 4. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 82/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrú. 126/2024 dags. 14. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 618/2022 dags. 15. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 45/2023 dags. 22. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 79/2023 dags. 22. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 637/2023 dags. 22. mars 2024[HTML][PDF]

Lrú. 268/2024 dags. 19. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrd. 165/2023 dags. 3. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 765/2022 dags. 10. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 337/2023 dags. 24. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 77/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 357/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrú. 379/2024 dags. 3. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 289/2023 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 117/2024 dags. 14. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 782/2023 dags. 21. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 487/2024 dags. 25. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 506/2024 dags. 26. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 693/2023 dags. 27. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 237/2023 dags. 26. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 266/2023 dags. 10. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 44/2024 dags. 31. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 653/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 584/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 781/2024 dags. 20. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 853/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 594/2023 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 489/2023 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 402/2023 dags. 4. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 945/2024 dags. 6. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 802/2024 dags. 6. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 470/2023 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 531/2024 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 190/2024 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 737/2023 dags. 17. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 202/2024 dags. 17. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 913/2024 dags. 19. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 990/2024 dags. 29. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 847/2023 dags. 30. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 568/2024 dags. 30. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 1003/2024 dags. 3. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 462/2024 dags. 6. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 99/2022 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 429/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 333/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 535/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 88/2025 dags. 21. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 832/2023 dags. 27. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 57/2024 dags. 27. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 152/2024 dags. 27. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 878/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 324/2024 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 143/2024 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 169/2024 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 901/2023 dags. 20. mars 2025[HTML][PDF]

Lrú. 221/2025 dags. 26. mars 2025[HTML][PDF]

Lrú. 224/2025 dags. 26. mars 2025[HTML][PDF]

Lrú. 229/2025 dags. 26. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 261/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 260/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 253/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 258/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 256/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 259/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 257/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 255/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 254/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 392/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 313/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 159/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 415/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 835/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 368/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 612/2023 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 867/2023 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 234/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 108/2025 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 193/2025 dags. 25. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 265/2025 dags. 12. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 292/2025 dags. 15. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 142/2024 dags. 22. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 576/2024 dags. 22. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 534/2024 dags. 28. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 489/2023 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 528/2023 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 458/2024 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 374/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 350/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 494/2024 dags. 23. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 237/2025 dags. 27. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 239/2025 dags. 27. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 620/2025 dags. 25. ágúst 2025[HTML][PDF]

Lrú. 237/2025 dags. 8. september 2025[HTML][PDF]

Lrd. 10/2025 dags. 25. september 2025[HTML][PDF]

Lrd. 232/2025 dags. 2. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 483/2025 dags. 3. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 484/2025 dags. 3. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 587/2024 dags. 9. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 607/2024 dags. 9. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 524/2024 dags. 16. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 575/2024 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 76/2025 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 866/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 867/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 911/2024 dags. 13. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 669/2025 dags. 13. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 807/2025 dags. 24. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 826/2024 dags. 27. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 928/2024 dags. 4. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 492/2024 dags. 11. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 373/2025 dags. 11. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 393/2025 dags. 11. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 55/2025 dags. 16. desember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 807/2025 dags. 17. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 992/2024 dags. 18. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 847/2024 dags. 18. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Mannanafnanefnd

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 62/2002 dags. 3. október 2002[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 52/2007 dags. 27. september 2007 (Gúa (kvk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 50/2010 dags. 13. júlí 2010[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 23/2013 dags. 26. ágúst 2013 (Hreinsdóttir (kvk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 98/2016 dags. 6. janúar 2017 (Hel (kvk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 65/2021 dags. 26. júlí 2021 (Lúsífer (kk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 94/2021 dags. 11. ágúst 2021 (Gunnarson (kk. eiginnafn))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 64/2021 dags. 11. ágúst 2021 (Kona (kvk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 174/2021 dags. 13. janúar 2022 (Regin (kk.))[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta nr. 5/2001 (Dísarland)
Farið í eignarnám á einbýlishúsi í Bolungarvík er stóð á snjóflóðahættusvæði. Fasteignareigandinn tjáði að enginn fasteignamarkaður væri á Bolungarvík er yrði til þess að hann fengi nær ekkert fyrir húsið og að sambærilegt hús í Reykjavík væri um tíu sinnum meira virði. Myndi hann byggja eins hús utan hættusvæðisins myndi það kosta hann nokkrum sinnum meira en söluvirðið. Aðspurður sagði eignarnámsþolinn að hann gæti ekki fundið sambærilegt hús á svæðinu fyrir jafngildi söluverðsins og ekki væri hægt að skikka hann til að flytja til Ísafjarðar. Á það var fallist að bæturnar myndu miðast við enduröflunarverð.
Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2001 dags. 7. júní 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2001 dags. 7. júní 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2001 dags. 7. júní 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2001 dags. 7. júní 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2000 dags. 4. apríl 2003[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2020 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2021 dags. 8. mars 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2020 dags. 29. júní 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2021 dags. 28. júní 2022[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði

Yfirmatsgerð Matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði dags. 31. maí 2002[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 10. maí 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að synja beiðni um svæðisbundna friðun fyrir allri veiði á jörð.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 21. desember 2022 (Úrskurður nr. 1. - Ákvörðun Fiskistofu um að fella úr gildi strandveiðileyfi)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 14. ágúst 2023 (Úrskurður nr. 6 um ákvörðun Fiskistofu um synjun kröfu um svæðisbundna friðun fyrir allri veiði á jörð og veiðisvæði)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 13. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 11. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-07/2002 dags. 21. mars 2002[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2002 dags. 21. mars 2002[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-29/2010 dags. 5. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-44/2010 dags. 16. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-01/2011 dags. 5. maí 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-45/2011 dags. 1. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-52/2012 dags. 13. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-14/2013 dags. 21. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-16/2013 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-26/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-19/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-22/2014 dags. 4. mars 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-11/2015 dags. 24. september 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2014 dags. 9. mars 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-13/2016 dags. 25. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-15/2016 dags. 15. mars 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-28/2016 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-17/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-3/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 25. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 28. október 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 31. mars 2023 (Kæra vegna ákvörðunar ársreikningaskrár ríkisskattstjóra um að leggja stjórnvaldssekt)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 20. desember 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 4. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23100006 dags. 12. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 3. júní 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090235 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090236 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090234 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Menntamálaráðuneytið

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 27. ágúst 1998[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 12. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 17. apríl 2007[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og barnamálaráðuneytisins í máli nr. MRN22060006 dags. 2. mars 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 15. mars 2012[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 3. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 11. september 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd um dómarastörf

Álit Nefndar um dómarastörf í máli nr. 2/2016 dags. 22. nóvember 2016[HTML]

Ákvörðun Nefndar um dómarastörf í máli nr. 1/2021 dags. 12. apríl 2021[HTML]

Álit Nefndar um dómarastörf í máli nr. 3/2025 dags. 3. júlí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Holta- og Landsveit ásamt Landmannaafrétti í Rangárþingi ytra)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Stór-Reykjavík)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011 dags. 20. júní 2014[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2011/877 dags. 12. október 2011[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/471 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/911 dags. 17. desember 2014[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2014/898 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/1012 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/1381 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/303 dags. 4. október 2016[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/1507 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2019/1018 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2019/232 dags. 31. október 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/1640 dags. 20. desember 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010670 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010601 dags. 29. september 2020[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020082249 dags. 5. október 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010665 dags. 24. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010740 dags. 24. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010646 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2021030547 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010642 dags. 24. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010635 dags. 16. desember 2021[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2021091863 dags. 25. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020041418 dags. 25. janúar 2022[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2021040897 dags. 8. mars 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021091706 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020061826 dags. 18. mars 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021091900 dags. 21. október 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021101915 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2021071520 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2022010055 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022061030 dags. 19. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020123129 dags. 26. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022091432 dags. 14. nóvember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2001 dags. 24. ágúst 2001[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2006 dags. 28. febrúar 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2006 dags. 19. apríl 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2006 dags. 11. desember 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2007 dags. 29. ágúst 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2008 dags. 9. maí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2008 dags. 14. ágúst 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2008 dags. 2. október 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2009 dags. 2. desember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2010 dags. 5. maí 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2010 dags. 14. september 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2010 dags. 22. september 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2010 dags. 7. október 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2010 dags. 17. nóvember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2011 dags. 25. október 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2012 dags. 2. febrúar 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2012 dags. 15. febrúar 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2012 dags. 31. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2012 dags. 1. júní 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 34/2012 dags. 7. nóvember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2013 dags. 10. október 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2014 dags. 2. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2015 dags. 25. júní 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2015 dags. 25. júní 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 30/2015 dags. 18. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2016 dags. 11. apríl 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2016 dags. 29. september 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2016 dags. 17. nóvember 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2017 dags. 31. október 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2017 dags. 29. desember 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2017 dags. 29. desember 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2018 dags. 8. maí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2018 dags. 12. júní 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2018 dags. 13. nóvember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2018 dags. 27. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2019 dags. 20. júní 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2019 dags. 29. nóvember 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2021 dags. 16. febrúar 2021[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2021 dags. 10. maí 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 659/1987[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 191/1989[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 188/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 297/1981[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 832/1982[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 548/1992[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 733/1990[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 727/1991[HTML]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2009[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 1/2014[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 60/2009 dags. 6. maí 2010 (Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit: Ágreiningur um kjör í Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar. Mál nr. 60/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 59/2009 dags. 13. ágúst 2010 (Sveitarfélagið Borgarbyggð - Ágreiningur um smölun ágangsbúfjár af landi Kapals hf. að Skarðshömrum í Borgarbyggð. Mál nr. 59/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 45/2009 dags. 7. október 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um niðurfellingu fasteignagjalda. Mál nr. 45/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040711 dags. 20. júní 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040710 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17050104 dags. 13. október 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17060056 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090035 dags. 14. maí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17110065 dags. 18. júlí 2018[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070075 dags. 20. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070074 dags. 20. júlí 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20070003 dags. 8. júní 2021[HTML]

Leiðbeiningar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20010102 dags. 25. júní 2021[HTML]

Leiðbeiningar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20060063 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 21/2003 dags. 20. febrúar 2004 (Mál nr. 21/2003)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 3/2004 dags. 28. febrúar 2005 (Mál nr 3/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 19/2005 dags. 10. maí 2006 (Mál nr. 19/2005)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 4/2006 dags. 27. júní 2006 (Mál nr. 4/2006)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 11/2007 dags. 2. ágúst 2007 (Mál nr. 11/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 18/2009 dags. 6. maí 2009 (Vegagerðin - gildissvið almenns rekstrarleyfis til fólksflutninga: Mál nr. 18/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 29/2009 dags. 21. júlí 2009 (Álftanes - réttur til setu sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn: Mál nr. 29/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 35/2009 dags. 8. október 2009 (Norðurþing: Samtök velunnara Kópaskersskóla gegn Sveitarstjórn Norðurþings: Mál nr. 35/2009)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2005 dags. 11. október 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2005 dags. 27. október 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2006 dags. 31. mars 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2006 dags. 28. júní 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2006 dags. 11. júlí 2006[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2006 dags. 19. október 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 40/2006 dags. 19. október 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2007 dags. 30. apríl 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2007 dags. 22. maí 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2007 dags. 27. júní 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 51/2007 dags. 18. september 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2009 dags. 7. desember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2008 dags. 14. febrúar 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 27/2008 dags. 23. apríl 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 45/2008 dags. 13. ágúst 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 50/2008 dags. 7. október 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009 dags. 30. janúar 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2009 dags. 12. febrúar 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2009 dags. 13. febrúar 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2009 dags. 3. apríl 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 15/2009 dags. 8. apríl 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2010 dags. 26. febrúar 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2011 dags. 19. janúar 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2011 dags. 3. febrúar 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2011 dags. 16. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2011 dags. 30. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2011 dags. 4. júlí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 30/2011 dags. 20. september 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2011 dags. 5. október 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2011 dags. 17. október 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2011 dags. 17. október 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2012 dags. 3. apríl 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2012 dags. 3. júlí 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2012 dags. 8. október 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 30/2012 dags. 3. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2012 dags. 21. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2013 dags. 22. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2013 dags. 24. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2014 dags. 10. febrúar 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2014 dags. 22. september 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2015 dags. 15. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2015 dags. 18. september 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2016 dags. 7. júlí 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2017 dags. 8. maí 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2017 dags. 6. júní 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2017 dags. 18. júlí 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2017 dags. 15. ágúst 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2017 dags. 22. september 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 42/2017 dags. 8. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 43/2017 dags. 15. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2018 dags. 18. október 2018[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2018 dags. 13. desember 2018[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2019 dags. 5. febrúar 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2019 dags. 16. maí 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2019 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 dags. 28. maí 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2023 dags. 26. janúar 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2023 dags. 22. maí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023 dags. 8. september 2023[HTML]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 37/2023 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 42/2023 dags. 27. nóvember 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 43/2023 dags. 7. desember 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 45/2023 dags. 22. desember 2023[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2024 dags. 30. maí 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2024 dags. 3. júní 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 26/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 32/2024 dags. 23. desember 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 11/1994 dags. 2. júní 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 34/1994 dags. 6. október 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/1995 dags. 30. maí 1995[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 26/1995 dags. 21. ágúst 1995[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 5/1996 dags. 16. febrúar 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 3/1996 dags. 16. febrúar 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/1996 dags. 16. febrúar 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/1996 dags. 16. febrúar 1996[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 2/1996 dags. 17. febrúar 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 23/1996 dags. 22. maí 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 22/1996 dags. 22. maí 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 26/1996 dags. 31. maí 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 28/1996 dags. 31. maí 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/1996 dags. 31. maí 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 32/1996 dags. 19. september 1996[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 11/1997 dags. 11. desember 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 3/1998 dags. 12. janúar 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 4/1999 dags. 12. febrúar 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 2/2000 dags. 21. febrúar 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 15/2000 dags. 9. maí 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 36/2000 dags. 15. desember 2000[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 8/2000 dags. 15. desember 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 13/2001 dags. 30. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 28/2001 dags. 27. september 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 29/2001 dags. 31. október 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 34/2001 dags. 4. desember 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 40/2001 dags. 4. desember 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/2002 dags. 31. janúar 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 6/2002 dags. 11. mars 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/2002 dags. 16. maí 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 20/2002 dags. 31. maí 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2002 dags. 31. maí 2002[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 2/2002 dags. 28. október 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/2003 dags. 29. janúar 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 40/2003 dags. 19. september 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 5/2004 dags. 22. mars 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/2004 dags. 1. apríl 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2004 dags. 28. október 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/2005 dags. 18. febrúar 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/2005 dags. 23. febrúar 2005[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisstofnun

Ákvörðun Samkeppnisstofnunar nr. 1/2003 dags. 4. febrúar 2003[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Tollstjóri

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 3/2010 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 18/2017 dags. 8. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 1/2018 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 13/2018 dags. 28. janúar 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. UMH14060099 dags. 13. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. 17050084 dags. 15. ágúst 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00070028 dags. 4. september 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01080004 dags. 1. janúar 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03080089 dags. 27. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07050182 dags. 5. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07100053 dags. 3. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08020112 dags. 31. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09030025 dags. 12. júní 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09030176 dags. 28. september 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09110008 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11040116 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 182/2003 dags. 2. september 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 128/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 49/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 104/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 178/2013 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 334/2015 dags. 4. febrúar 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Ákvörðun Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 186/2010 dags. 21. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 81/2012 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 81/2012 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 93/2014 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 22/2015 dags. 19. maí 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 36/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 48/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 51/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 52/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 62/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 59/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 71/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 86/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 73/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 100/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 53/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 79/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 123/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 156/2011 dags. 8. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 192/2011 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2012 dags. 3. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 83/2012 dags. 5. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 57/2012 dags. 19. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 40/2012 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 173/2011 dags. 14. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 12/2013 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 86/2011 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 59/2011 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2000 dags. 29. maí 2000[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2006 dags. 16. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2006 dags. 10. apríl 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2006 dags. 3. júlí 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2006 dags. 17. júlí 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2007 dags. 19. nóvember 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2008 dags. 30. maí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2015 dags. 16. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2016 dags. 11. október 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2015 dags. 19. október 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2016 dags. 21. nóvember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2019 dags. 21. júní 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2019 dags. 4. október 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2019-URSK dags. 6. nóvember 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2022 dags. 20. desember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. Ursk_7_2024 dags. 9. júlí 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 8/2001 dags. 17. september 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 58/2003 dags. 10. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 62/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 31/2009 dags. 18. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 38/2009 dags. 6. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 7/2010 dags. 15. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 25/2010 dags. 9. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 32/2010 dags. 6. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 4/2011 dags. 3. mars 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 8/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 9/2011 dags. 19. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 10/2011 dags. 9. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 19/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 21/2012 dags. 3. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 74/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 76/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 80/2012 dags. 14. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 89/2012 dags. 3. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 53/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 62/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 17/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 51/2013 dags. 18. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 19/2014 dags. 16. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 23/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 7/2015 dags. 27. ágúst 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2008 í máli nr. 4/2008 dags. 18. júní 2008[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 176/2009 dags. 1. september 2009[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 176/2013 dags. 18. júní 2013[PDF]
Kona ók út af vegi í Hamarsfirði í bíl sem var skráður á son hennar. Hún sofnaði og missti stjórn á bifreiðinni. Vátryggingarfélagið taldi að skerða ætti bæturnar um ¼ vegna samsömunar. Úrskurðarnefndin taldi að ekki lægju fyrir upplýsingar um að sonurinn hafði vitandi lánað móður sinni bifreiðinni.
Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 18/2014 dags. 7. febrúar 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 83/2014 dags. 30. apríl 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 117/2014 dags. 20. maí 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 155/2014 dags. 1. júlí 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 178/2014 dags. 16. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 205/2014 dags. 4. nóvember 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 17/2015 dags. 10. febrúar 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 180/2015 dags. 16. júní 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 181/2015 dags. 16. júní 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 350/2015 dags. 20. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 340/2015 dags. 27. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 402/2015 dags. 9. desember 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 177/2016 dags. 9. ágúst 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 245/2017 dags. 10. október 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 158/2018 dags. 12. júlí 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 202/2018 dags. 7. ágúst 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 178/2019 dags. 25. júní 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 103/2021 dags. 27. apríl 2021[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 220/2021 dags. 1. september 2021[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 337/2021 dags. 21. desember 2021[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 21/2022 dags. 15. mars 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 27/2022 dags. 5. apríl 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 295/2022 dags. 8. nóvember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 426/2022 dags. 28. mars 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 61/2023 dags. 18. apríl 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 89/2023 dags. 9. maí 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 97/2023 dags. 23. maí 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 110/2023 dags. 6. júní 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 148/2023 dags. 7. júlí 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 173/2023 dags. 22. ágúst 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 313/2023 dags. 31. október 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 91/2024 dags. 16. maí 2024[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 160/2024 dags. 27. ágúst 2024[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 113/2024 dags. 10. september 2024[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 306/2024 dags. 1. október 2024[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 292/2024 dags. 15. október 2024[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 358/2024 dags. 26. nóvember 2024[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 348/2024 dags. 10. desember 2024[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 373/2024 dags. 11. mars 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/1998 í máli nr. 10/1998 dags. 5. júní 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 33/1998 í máli nr. 32/1998 dags. 8. desember 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/1999 í máli nr. 43/1998 dags. 12. mars 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/1999 í máli nr. 43/1998 dags. 12. mars 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 15/1999 í máli nr. 13/1999 dags. 2. júní 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 4/2001 í máli nr. 10/2000 dags. 21. febrúar 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 13/2004 í máli nr. 12/2004 dags. 11. mars 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/2004 í máli nr. 27/2002 dags. 11. mars 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 31/2004 í máli nr. 12/2004 dags. 10. maí 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 45/2004 í máli nr. 45/2003 dags. 29. júlí 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 37/2005 í máli nr. 62/2005 dags. 25. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2007 í máli nr. 16/2007 dags. 26. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 94/2007 í máli nr. 28/2007 dags. 21. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 62/2010 í máli nr. 84/2007 dags. 15. október 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2013 í máli nr. 112/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2013 í máli nr. 128/2012 dags. 6. mars 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 85/2014 í máli nr. 80/2012 dags. 5. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2015 í máli nr. 30/2014 dags. 27. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2015 í máli nr. 55/2012 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2016 í máli nr. 53/2014 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 38/2016 í máli nr. 33/2014 dags. 12. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2016 í máli nr. 14/2014 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 65/2016 í máli nr. 25/2016 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 67/2016 í máli nr. 54/2016 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 101/2016 í máli nr. 36/2015 dags. 7. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2016 í máli nr. 95/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2016 í máli nr. 96/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 38/2017 í máli nr. 148/2016 dags. 4. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2017 í máli nr. 10/2017 dags. 1. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 48/2017 í máli nr. 11/2017 dags. 1. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2017 í máli nr. 161/2016 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2017 í máli nr. 167/2016 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 92/2017 í máli nr. 77/2017 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 95/2017 í máli nr. 1/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 31/2018 í máli nr. 56/2016 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2018 í máli nr. 132/2016 dags. 19. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 102/2018 í máli nr. 171/2016 dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2019 í máli nr. 52/2018 dags. 17. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2019 í máli nr. 16/2018 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2019 í máli nr. 28/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 31/2019 í máli nr. 153/2017 dags. 22. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 63/2019 í máli nr. 8/2018 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 89/2019 í máli nr. 127/2018 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 91/2019 í máli nr. 98/2018 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 126/2019 í máli nr. 114/2018 dags. 3. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2019 í máli nr. 26/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2019 í máli nr. 28/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2019 í máli nr. 29/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2019 í máli nr. 30/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2020 í málum nr. 3/2019 o.fl. dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2020 í máli nr. 62/2019 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 86/2020 í máli nr. 14/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2020 í málum nr. 22/2020 o.fl. dags. 1. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2020 í máli nr. 28/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2021 í máli nr. 89/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2021 í máli nr. 137/2020 dags. 16. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2021 í máli nr. 3/2021 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2021 í málum nr. 107/2020 o.fl. dags. 21. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2021 í máli nr. 138/2020 dags. 25. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 73/2021 í máli nr. 6/2021 dags. 25. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 97/2021 í máli nr. 44/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 118/2021 í máli nr. 41/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 119/2021 í máli nr. 46/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 120/2021 í máli nr. 57/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 142/2021 í máli nr. 105/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 151/2021 í máli nr. 110/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 147/2021 í málum nr. 82/2021 o.fl. dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2021 í málum nr. 83/2021 o.fl. dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 149/2021 í máli nr. 84/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2021 í máli nr. 85/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 161/2021 í máli nr. 119/2020 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2022 í málum nr. 122/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2022 í málum nr. 125/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 32/2022 í máli nr. 152/2021 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2022 í máli nr. 37/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 57/2023 í máli nr. 81/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 128/2023 í máli nr. 68/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 132/2023 í máli nr. 61/2023 dags. 29. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 154/2023 í máli nr. 84/2023 dags. 28. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2024 í máli nr. 140/2023 dags. 11. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2024 í máli nr. 74/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 113/2024 í máli nr. 89/2024 dags. 31. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2024 í máli nr. 104/2024 dags. 2. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2025 í máli nr. 151/2024 dags. 9. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2025 í máli nr. 43/2025 dags. 2. maí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 63/2025 í máli nr. 27/2025 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2025 í máli nr. 10/2025 dags. 8. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2025 í máli nr. 62/2025 dags. 8. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 114/2025 í máli nr. 114/2025 dags. 12. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2025 í máli nr. 29/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 144/2025 í máli nr. 30/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 162/2025 í máli nr. 128/2025 dags. 28. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 169/2025 í máli nr. 130/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 175/2025 í máli nr. 57/2025 dags. 20. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-10/1997 dags. 7. apríl 1997[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-17/1997 dags. 17. júlí 1997[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-37/1997 dags. 29. desember 1997[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-43/1998 dags. 3. mars 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-68/1998 dags. 17. desember 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-116/2001 dags. 23. apríl 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-122/2001 dags. 1. ágúst 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-136/2001 dags. 30. nóvember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-137/2001 dags. 6. desember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-144/2002 dags. 21. mars 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-166/2003 dags. 17. desember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-167/2003 dags. 17. desember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-183/2004 dags. 27. júlí 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-196/2005 dags. 26. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-198/2005 dags. 30. mars 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-208/2005 dags. 10. júní 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-214/2005 dags. 25. júlí 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-216/2005 dags. 14. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-218/2005 dags. 16. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-233/2006 dags. 27. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-241/2007 dags. 16. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-242/2007 dags. 8. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-261/2007 dags. 21. júní 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-262/2007 dags. 27. júní 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-300/2009 dags. 4. maí 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-315/2009 dags. 10. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-317/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-327/2010 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-334/2010 dags. 29. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-351/2010 dags. 10. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-357/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-365/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-371/2011 dags. 31. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-398/2011 dags. 29. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-399/2011 dags. 29. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-414/2012 dags. 20. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-443/2012 dags. 29. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-489/2013 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-501/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-502/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-506/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-510/2013 dags. 13. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-512/2013 dags. 13. desember 2013[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-523/2014 (Sérstakur saksóknari)
Úrskurðarnefndin óskaði gagna frá embætti sérstaks saksóknara sem neitaði að afhenda nefndinni umbeðin gögn. Nefndin taldi sig ekki geta tekið efnislega afstöðu í málinu án gagnanna og þurfti þar af leiðandi að vísa því frá.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-523/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 541/2014 dags. 8. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 558/2014 dags. 17. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 562/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 573/2015 (Hluti minnisblaðs)
Hluti af minnisblaði innihélt almenna lýsingu á því hvernig framkvæma ætti tilteknar reglur, og væri því afhendingarskylt. Hinn hlutinn innihélt yfirfærslu þeirra á nafngreinda aðila og þann hluta mátti synja aðgang að.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 573/2015 dags. 2. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 579/2015 dags. 15. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 591/2015 dags. 28. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 601/2015 dags. 30. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 605/2016 dags. 18. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 646/2016 dags. 20. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 654/2016 dags. 31. október 2016[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017 (Uppreist æru)
Úrskurðarnefndin vísaði til þess að umbeðnar upplýsingar lægju fyrir á vef Hæstaréttar.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 704/2017 dags. 11. september 2017[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 711/2017 (Siðanefnd Háskóla Íslands)
Úrskurðir siðanefndar Háskóla Íslands voru ekki taldir falla undir starfssamband að öðru leyti í skilningi upplýsingalaga.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 711/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 713/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 737/2018 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 746/2018 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 760/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 757/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 758/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 762/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 797/2019 dags. 14. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 808/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 810/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 819/2019 dags. 10. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 828/2019 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 824/2019 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 870/2020 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 873/2020 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 880/2020 dags. 24. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 882/2020 dags. 24. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 889/2020 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 890/2020 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 901/2020 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 918/2020 dags. 14. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 916/2020 dags. 14. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 924/2020 dags. 28. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 923/2020 dags. 28. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 928/2020 dags. 25. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 996/2021 dags. 13. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1004/2021 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1052/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1087/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1129/2023 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1132/2023 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1210/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1224/2024 dags. 25. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1236/2024 dags. 19. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1264/2025 dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1303/2025 dags. 3. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 102/2011 dags. 2. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 85/2011 dags. 16. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 103/2011 dags. 16. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 107/2011 dags. 23. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 113/2011 dags. 23. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 62/2009 dags. 23. mars 2012 (Endurupptaka)[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 10/2012 dags. 27. apríl 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 112/2011 dags. 4. maí 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 46/2012 dags. 15. júní 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 60/2012 dags. 31. ágúst 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 187/2012 dags. 8. mars 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 172/2012 dags. 16. maí 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 66/2013 dags. 15. október 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 71/2013 dags. 13. desember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 105/2013 dags. 28. febrúar 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 88/2014 dags. 17. október 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 110/2014 dags. 22. maí 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 41/2015 dags. 18. september 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 18/2016 dags. 24. júní 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 50/2016 dags. 9. desember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 69/2016 dags. 17. mars 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 15/2017 dags. 6. október 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 9/2017 dags. 3. nóvember 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 6/2018 dags. 19. október 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 15/2020 dags. 4. mars 2021[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 7/2022 dags. 16. febrúar 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 8/2023 dags. 5. október 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 9/2023 dags. 5. október 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 8/2023 dags. 12. ágúst 2024 (Endurupptaka)[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 9/2023 dags. 12. ágúst 2024 (Endurupptaka)[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 6/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 379/2015 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 30/2015 dags. 6. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 174/2015 dags. 29. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 192/2016 dags. 29. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 294/2015 dags. 14. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 89/2016 dags. 5. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 289/2015 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 232/2016 dags. 9. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 96/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 265/2015 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 144/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 289/2016 dags. 6. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 361/2015 dags. 7. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 344/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 143/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 190/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 270/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 271/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 176/2016 dags. 25. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 219/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 202/2016 dags. 1. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 304/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2016 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 295/2016 dags. 15. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 443/2016 dags. 17. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 394/2016 dags. 29. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 37/2017 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 498/2016 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 347/2016 dags. 3. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 425/2016 dags. 10. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 152/2017 dags. 23. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 231/2017 dags. 13. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2017 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 219/2017 dags. 18. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 271/2017 dags. 19. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 228/2017 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 277/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 290/2017 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 171/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 312/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 353/2017 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 377/2017 dags. 24. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 383/2017 dags. 24. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 363/2017 dags. 7. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 471/2017 dags. 14. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 449/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 3/2018 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 8/2018 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 450/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 454/2018 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2018 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 52/2018 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 27/2018 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 130/2018 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 91/2018 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 89/2018 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 128/2018 dags. 13. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 123/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 55/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 113/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 184/2018 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 166/2018 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 111/2018 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 112/2018 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 133/2018 dags. 19. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 320/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 210/2018 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 333/2018 dags. 5. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 434/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 448/2018 dags. 15. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 17/2019 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 27/2019 dags. 8. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 67/2019 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 233/2019 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 239/2019 dags. 18. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2019 dags. 24. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 314/2019 dags. 29. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 32/2019 dags. 26. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 357/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 346/2019 dags. 4. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 245/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 408/2019 dags. 22. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 278/2019 dags. 19. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 500/2019 dags. 1. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 16/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 511/2019 dags. 6. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 561/2019 dags. 6. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 130/2020 dags. 26. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 86/2020 dags. 8. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2020 dags. 16. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 106/2020 dags. 24. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 261/2020 dags. 2. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 141/2020 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 286/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 153/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 251/2020 dags. 21. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 288/2020 dags. 28. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 408/2020 dags. 4. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 409/2020 dags. 4. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 238/2020 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 313/2020 dags. 18. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 318/2020 dags. 18. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 314/2020 dags. 18. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 442/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 483/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 499/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 638/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 526/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 4/2021 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 666/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 18/2021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 217/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 255/2021 dags. 25. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 21/2021 dags. 25. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 15/2021 dags. 25. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 206/2021 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 304/2021 dags. 13. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 301/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 306/2021 dags. 13. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 259/2021 dags. 15. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 237/2021 dags. 3. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 501/2021 dags. 17. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 488/2021 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 451/2021 dags. 12. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 439/2021 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2019 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 579/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 345/2021 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 639/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 662/2021 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 585/2021 dags. 8. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 673/2021 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2022 dags. 24. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2022 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 672/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 81/2022 dags. 18. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 134/2022 dags. 18. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 3/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 296/2022 dags. 17. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 331/2022 dags. 2. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 345/2021 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 370/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 485/2022 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 401/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 464/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 476/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 501/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 424/2022 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 423/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 525/2022 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 112/2023 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 39/2023 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 598/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 318/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 314/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 313/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 166/2023 dags. 29. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 207/2023 dags. 29. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 196/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 278/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 340/2023 dags. 12. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 321/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 190/2023 dags. 25. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 162/2023 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 414/2023 dags. 19. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2023 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 446/2022 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 429/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 593/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 557/2023 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 528/2023 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 548/2023 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 580/2023 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 553/2023 dags. 11. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 567/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 55/2024 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 77/2024 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 102/2024 dags. 30. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 109/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Velferðarráðuneytið

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 9. mars 2011 (Úrskurður velferðarráðuneytis)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 20. desember 2011 (Úrskurður velferðarráðuneytisins)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 4. apríl 2013 (Úrskurður velferðarráðuneytisins)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 7. júlí 2014 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 008/2014)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 3. desember 2014 (Úrskurður velferðarráðuneytisins 017/2014)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 3. júlí 2015 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 009/2015)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 014/2015 dags. 22. september 2015 (Stjórnsýslukæra vegna áminningar Embættis landlæknis)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 15. mars 2018 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 013/2018)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 024/2018 dags. 20. september 2018 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu sérfræðileyfis í íþróttasjúkraþjálfun)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 21. desember 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2013 dags. 30. júní 2014[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2014 dags. 26. september 2014[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 10/2014 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 17/2016 dags. 28. október 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 16/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2017 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2017 dags. 26. desember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2020 dags. 4. september 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 10/2020 dags. 27. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2022 dags. 16. maí 2022[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2024 dags. 3. september 2024[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2025 dags. 13. maí 2025[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2025 dags. 28. júlí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 477/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 791/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 945/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1022/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 89/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 90/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 65/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 98/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 204/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 79/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 252/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 257/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 118/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 28/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 105/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 286/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 301/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 202/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 257/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 280/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 292/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 295/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 231/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 300/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 388/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 389/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 368/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 31/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 44/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 96/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 207/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 265/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 295/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 397/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 91/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 255/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 100/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 125/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 325/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 6/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 51/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 219/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 226/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 53/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 78/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 93/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 38/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 125/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 60/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 138/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 303/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 365/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 586/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 185/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 165/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 35/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 68/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 42/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 594/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 391/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 215/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 228/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 198/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 470/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 520/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 98/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 147/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 75/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 56/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 225/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 115/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 391/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 276/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 129/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 230/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 321/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 92/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 116/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 159/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 160/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 170/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 184/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 319/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 305/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 24/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 210/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 220/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 205/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 233/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 315/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 242/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 244/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 254/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 265/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 301/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 287/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 309/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 430/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 599/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 665/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 354/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 112/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 269/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 270/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 278/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 357/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 339/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 14/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 33/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 337/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 52/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 53/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 54/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 254/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 80/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 93/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 246/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 235/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 105/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 131/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 225/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 233/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 373/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 378/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 456/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 153/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 161/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 234/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 245/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 260/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 96/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 103/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 127/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 12/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 33/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 18/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 59/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 399/1993[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 72/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 243/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 334/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 343/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 360/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 366/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 154/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 312/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 682/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 689/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 691/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 150/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 292/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 158/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 305/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 166/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 327/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 775/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 200/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 7/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 15/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 230/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 40/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 176/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 42/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 60/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 63/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 77/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 237/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 88/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 268/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 413/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 468/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 469/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 470/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 554/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 647/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 736/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 84/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 12/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 427/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 311/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 361/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 447/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 581/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 326/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 379/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 411/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 114/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 162/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 178/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 184/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 185/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 186/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 193/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 28/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 20/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 18/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 57/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 61/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 69/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 78/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 83/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 103/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 106/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 109/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 443/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 450/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 144/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 754/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 170/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 174/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 237/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 185/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 196/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 74/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 75/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 80/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 93/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 141/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 143/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 174/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 181/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 190/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 4/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 5/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 20/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 28/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 29/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 31/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 38/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 47/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 60/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 65/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 66/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 76/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 79/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 80/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 92/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 125/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 135/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 162/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 173/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 174/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 182/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 196/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 198/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 212/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 217/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 20/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 25/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 39/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 58/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 62/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 66/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 67/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 78/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 88/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 111/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 123/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 127/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 140/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 154/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 4/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 17/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 26/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 29/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 39/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 41/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 45/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 56/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 57/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 63/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 65/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 96/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 100/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 137/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 144/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 151/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 213/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 165/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 168/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 173/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 177/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 3/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 19/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 21/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 35/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 62/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 63/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 206/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 75/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 84/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 102/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 805/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 871/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1015/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 220/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 266/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 293/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 313/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 109/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 146/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 159/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 2/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 14/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 15/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 21/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 32/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 45/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 48/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 53/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 77/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 86/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 127/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 128/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 131/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 137/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 145/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 161/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 186/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 191/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 190/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 308/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 304/2008[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 120/1989 dags. 29. mars 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 227/1990 (Niðurlagning stöðu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 104/1989 dags. 3. desember 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 80/1989 dags. 30. október 1991 (Framkvæmdastjórn framselur vald ferðamálaráðs)[HTML]
Ferðamálaráðið hittist á nokkurra mánaða fresti en framkvæmdastjórn þess hittist oftar. Framkvæmdastjórnin setti reglur um ferðaþjónustu og fólu öðrum en ferðamálaráðinu sjálfu að úthluta tilteknum styrkjum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 365/1990 dags. 30. október 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 500/1991 dags. 7. febrúar 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 470/1991 dags. 16. mars 1992 (Lyfsölumál)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 526/1991 dags. 17. ágúst 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 435/1991 (Leyfi til málflutnings)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 577/1992 (Múrarameistari)[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 586/1992 dags. 6. nóvember 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 399/1991 dags. 12. nóvember 1992 (Hjónaskilnaðarmál)[HTML]
Ritari hafði gleymt að taka upp setningu inn í úrskurð.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 309/1990 dags. 12. nóvember 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 486/1991 dags. 17. nóvember 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 649/1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 562/1992 (Menningarsjóður útvarpsstöðva)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 617/1992 dags. 8. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 472/1991 dags. 8. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 612/1992 dags. 9. febrúar 1993 (Tæknifræðingur)[HTML]
Umsagnaraðili breytti framkvæmd sinni er leiddi til þess að stjórnvaldið breytti einnig sinni framkvæmd.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 687/1992 dags. 3. maí 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 670/1992 dags. 18. maí 1993 (Reglur um hreindýraveiði - Hreindýraráð)[HTML]
Í lögum kom fram höfðu tvö ráðuneyti það hlutverk að setja tilteknar reglur á ákveðnu sviði. Þegar umhverfisráðuneytið setti reglur um hreindýraveiði komu upp efasemdir um gildi þeirra.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 727/1992 (Breyting á deiliskipulagi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 790/1993 dags. 15. júní 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 672/1992 dags. 30. ágúst 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 541/1991 dags. 5. október 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 775/1993 dags. 28. desember 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 792/1993 (Skoðunargjald loftfara)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 710/1992 dags. 24. febrúar 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 761/1993 dags. 24. febrúar 1994 (Brottvikning úr skóla - Fræðslustjóri - Barnaverndarnefnd)[HTML]
Kvartað var yfir að dreng væri ekki bent á önnur úrræði vegna fræðsluskyldunnar. Síðar kom í ljós að brottvísunin var eingöngu tímabundin og því ekki skylt að finna annað úrræði.

Fjórir fræðslustjórar voru starfandi og undir þeim voru grunnskólar á tilteknum svæðum. Ráðherra hafði kveðið á um að ef mál kæmu upp væri hægt að skjóta þeim til fræðslustjóra. Ef ekki væri vilji til að hlíta þeim úrskurði væri hægt að skjóta þeim til barnaverndarnefndar. Umboðsmaður taldi það óheimilt enda störfuðu þær fyrir sveitarfélögin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 807/1993 dags. 24. febrúar 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1022/1994 dags. 21. mars 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 887/1993 dags. 29. mars 1994 (Umsögn tryggingaráðs)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 872/1993 dags. 28. júlí 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 818/1993 dags. 17. nóvember 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 702/1992 (Stigskipting stjórnsýslunnar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1048/1994 dags. 10. mars 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1041/1994 dags. 13. mars 1995 (Gjald fyrir leyfi til hundahalds í Reykjavík)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1293/1994 dags. 19. apríl 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 836/1993 dags. 12. maí 1995 (Skrásetningargjald við Háskóla Íslands)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1063/1994 (Þjónustugjöld í framhaldsskóla)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1328/1995 (Snyrtingar á vínveitingastöðum)[HTML]
Veitingastaður vildi samnýta snyrtingu með öðru fyrirtæki en nefndin sem afgreiddi umsóknina féllst ekki á það án skilyrða.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 960/1993 dags. 15. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1313/1994 dags. 17. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1292/1994 dags. 22. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1236/1994 dags. 24. nóvember 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1370/1995 dags. 24. nóvember 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 903/1993 (Úrskurðarnefnd félagsþjónustu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1593/1995 dags. 12. desember 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 999/1994 dags. 12. desember 1995 (Nefndarmaður í flugráði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 993/1994 dags. 4. janúar 1996 (Ráðstöfun ríkisjarða I)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1468/1995 dags. 8. janúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1132/1994 dags. 8. janúar 1996 (Tollgæslustjóri - Birting ákvörðunar um valdframsal)[HTML]
Tollgæslustjóri kvartaði yfir því að ríkistollstjóri hefði gengið inn á lögbundið svið hans vegna deiluefnis hvort embættin tvö væru hliðsett stjórnvöld eða hvort tollgæslustjóri væri lægra sett stjórnvald gagnvart ríkistollstjóra. Starfssvið ríkistollstjóra þótti ekki nógu skýrt afmarkað í lögum og tók þá ráðuneytið ýmsar ákvarðanir um skipulagsbreytingar um framkvæmd tollamála, meðal annars með því að skipa tollgæslustjóra undir stjórn ríkistollstjóra með valdframsali og tilkynnt um þær breytingar með bréfi.

Umboðsmaður taldi tollgæslustjórann hafa verið bundinn af þeirri ákvörðun frá þeirri birtingu. Hins vegar taldi umboðsmaður að slíkar skipulagsbreytingar hefðu ekki einungis þýðingu fyrir stjórnvaldið sem fengið valdið framselt, heldur einnig önnur stjórnvöld og almenning. Hefði það verið til marks um vandaða stjórnsýsluhætti að birta þessi fyrirmæli ráðherra um valdframsal, og beindi umboðsmaður því til ráðherra að sambærileg fyrirmæli yrðu framvegis birt í samræmi við lög.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1296/1994 (Uppsögn skipherra hjá Landhelgisgæslunni)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1395/1995 (Svæðisráð málefna fatlaðra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1310/1994 dags. 15. mars 1996 (Veiting stöðu yfirlögregluþjóns)[HTML]
Kvartað yfir hæfi lögreglustjóra um skipun yfirlögregluþjóns sem hafði sótt um. Samskipti þeirra beggja höfðu eingöngu farið fram á starfsmannasamkomum. Umboðsmaður taldi það ekki valda vanhæfi.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1541/1995 dags. 22. mars 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1268/1994 dags. 30. apríl 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1578/1995 dags. 4. júní 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1508/1995 dags. 12. júní 1996 (Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1818/1996 dags. 21. júní 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1448/1995 dags. 21. júní 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1391/1995 dags. 26. júní 1996 (Umboðsmaður barna)[HTML]
Umsækjandi hafði verið skrifstofustjóri í ráðuneytinu og hafði ráðherrann því mikla þekkingu á störfum hans. Hins vegar höfðu þeir aðilar spilað bridds. Umboðsmaður taldi það ekki leiða til vanhæfis enda ekki sýnt á nána vináttu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1133/1994 dags. 26. ágúst 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1487/1995 dags. 29. ágúst 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1364/1995 dags. 24. september 1996 (Nemanda meinað að sækja dansleiki)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1538/1995 dags. 1. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1394/1995 dags. 2. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1571/1995 dags. 10. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1746/1996 dags. 22. nóvember 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1522/1995 (Baðfótur)[HTML]
Aðili þurfti baðfót (sem er hjálpartæki) og sótti um. Stjórnsýsluframkvæmd var þannig að í einu máli hafði verið synjað umsókn um baðfót og eftir það hafði öllum umsóknum um baðfætur verið synjað. Umboðsmaður taldi að stjórnvaldið hefði þar brotið regluna um skyldubundið mat.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1442/1995 dags. 23. desember 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1303/1994 (Vaxtaálag)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1838/1996 dags. 17. febrúar 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1710/1996 (Breytt túlkun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1659/1996 (Þjónustugjöld Fiskistofu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1796/1996 dags. 20. mars 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1517/1995 dags. 30. júní 1997 (Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1776/1996 dags. 30. júlí 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1897/1996 dags. 16. október 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1926/1996 (Samgönguráðherra framselur vald ferðamálaráðs)[HTML]
Umboðsmaður taldi ráðherra ekki geta skipað undirnefnd ferðamálaráðs er fékk síðan tiltekið vald, heldur yrði ráðið að gera það sjálft.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 (Birting EES-gerða)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1820/1996 dags. 13. febrúar 1998 (Lýðveldissjóður)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2091/1997 dags. 17. febrúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2035/1997 dags. 19. febrúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2036/1997 dags. 27. febrúar 1998 (Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2087/1997 dags. 17. mars 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2039/1997 dags. 25. mars 1998 (Kaffi Lefolii)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1815/1996 dags. 13. apríl 1998 (Tekjutrygging örorkulífeyrisþega)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2135/1997 dags. 1. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2259/1997 dags. 9. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2261/1997 dags. 9. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2154/1997 dags. 9. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2131/1997 dags. 16. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1970/1996 dags. 24. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2355/1998 dags. 20. júlí 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1968/1996 dags. 10. ágúst 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2509/1998 dags. 18. ágúst 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2301/1997 dags. 4. september 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2211/1997 dags. 4. september 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2127/1997 dags. 13. október 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2196/1997 dags. 13. október 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2217/1997 dags. 14. október 1998 (Leiðrétting á launakjörum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2271/1997 (Launakjör skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu)[HTML]
Kvartað var yfir að kjaranefnd hafi brotið gegn lagaskyldu um að nefndin ætti að ákvarða launin eftir aðstæðum hverju sinni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2471/1998 dags. 30. október 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2479/1998 dags. 3. febrúar 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2390/1998 dags. 22. febrúar 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2241/1997 dags. 5. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2123/1997 dags. 5. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2292/1997 dags. 12. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2236/1997 dags. 23. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2275/1997 dags. 13. apríl 1999 (Flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]
Umboðsmaður taldi tengsl þar sem annar aðilinn var fyrrverandi nemandi og samstarfsmaður hins ekki leiða til vanhæfis.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2051/1997 dags. 16. apríl 1999 (Ættleiðing)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2604/1998 dags. 16. apríl 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2556/1998 dags. 21. maí 1999 (Umsögn sveitarfélags við meðferð stjórnsýslukæru)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2596/1998 dags. 1. júní 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2256/1997 dags. 3. júní 1999 (Leigubílstjóri)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2676/1999 dags. 6. júní 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2219/1997 dags. 7. júlí 1999 (Gjald vegna sérstakrar tollmeðferðar vöru)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2572/1998 dags. 15. júlí 1999 (Veiting gjafsóknar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2458/1998 dags. 21. júlí 1999 (Kærunefnd jafnréttismála)[HTML]
Blaðsíðutal riðlaðist þegar ákvörðunin var send með faxi. Þegar þetta uppgötvaðist var sent nýtt fax.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2408/1998 dags. 22. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2511/1998 dags. 23. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2309/1997 dags. 26. júlí 1999 (Yfirskattanefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2422/1998 dags. 3. ágúst 1999 (Ráðherraröðun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2304/1997 dags. 5. ágúst 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2564/1998 dags. 5. ágúst 1999 (Fasteignamat - Yfirfasteignamatsnefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2580/1998 dags. 6. ágúst 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2518/1998 dags. 6. ágúst 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2469/1998 dags. 6. ágúst 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2253/1997 dags. 6. ágúst 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2548/1998 dags. 26. ágúst 1999 (Rannsóknarráð Íslands)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2740/1999 dags. 27. ágúst 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2397/1998 dags. 31. ágúst 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2546/1998 dags. 2. september 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2214/1997 dags. 4. september 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2510/1998 dags. 17. september 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2497/1998 dags. 30. september 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2685/1999 dags. 2. nóvember 1999 (Veiting starfs við Kennaraháskóla Íslands)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2828/1999 dags. 11. nóvember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2591/1998 (Flutningur málmiðnaðardeildar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2517/1998 dags. 17. nóvember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2411/1998 dags. 17. nóvember 1999 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1924/1996 dags. 2. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2340/1997 dags. 13. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2320/1997 dags. 13. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2487/1998 dags. 17. desember 1999 (Viðmiðunarreglur Viðlagatryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2379/1998 dags. 20. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2679/1999 dags. 29. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2594/1998 dags. 30. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2608/1998 dags. 27. janúar 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2496/1998 dags. 5. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2417/1998 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2735/1999 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2643/1999 dags. 9. maí 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2606/1998 (Launakjör forstöðumanns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2812/1999 dags. 14. júní 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2795/1999 dags. 22. júní 2000 (Samstarfserfiðleikar umsækjanda við fyrrverandi yfirmenn sína)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2569/1998 dags. 27. júní 2000 (Upplýsingar um meinta ólöglega lyfjanotkun - Sumarafleysingarstarf hjá lögreglu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2435/1998 (Ættleiðingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2416/1998 dags. 22. ágúst 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2516/1998 dags. 31. ágúst 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2850/1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2638/1999 (Fjallskilgjald í Dalasýslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2723/1999 dags. 13. september 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2796/1999 dags. 17. október 2000 (Styrkur til kaupa á bifreið)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2639/1999 dags. 24. október 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2485/1998 dags. 17. nóvember 2000 (Ófullnægjandi upplýsingar um slys - Sjómaður - Skaði á öxl)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2778/1999 dags. 15. desember 2000 (Svipting veiðileyfis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2352/1998 dags. 20. desember 2000 (Útflutningsskylda sauðfjárafurða)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2484/1998 dags. 22. desember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2886/1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2440/1998 dags. 24. janúar 2001 (Landsvirkjun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2701/1999 dags. 20. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2877/1999 dags. 27. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2824/1999 dags. 23. mars 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2534/1998 (Þjónustugjöld Löggildingarstofu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2868/1999 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3137/2000 dags. 16. maí 2001 (Friðhelgi fjölskyldu - Dvalarleyfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2929/2000 (Undanþága frá endurgreiðslu námslána)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2996/2000 dags. 1. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3034/2000 dags. 15. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2607/1998 (Leyfi til vísindarannsókna í sjó)[HTML]
Sett var skilyrði að leyfið væri veitt að því leyti að ekki væri aflað gagna sem hægt væri að fá hjá Hafrannsóknarstofnun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3123/2000 dags. 15. ágúst 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2917/2000 (LÍN)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3152/2001 dags. 12. september 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2903/1999 (Launaákvörðun kjaranefndar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2953/2000 dags. 20. september 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2973/2000 (Launakjör prófessora við HÍ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2974/2000 (Launakjör prófessora við HÍ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2896/1999 (Skatteftirlit)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3020/2000 dags. 11. nóvember 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3087/2000 dags. 13. nóvember 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3099/2000 dags. 17. desember 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3212/2001 dags. 31. desember 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3047/2000 dags. 6. febrúar 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3302/2001 dags. 5. mars 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3133/2000 dags. 7. mars 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3204/2001 dags. 12. apríl 2002 (Greiðslumiðlunarreikningur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3235/2001 (Skráning firmanafns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3232/2001 (Vinnslunýting fiskiskips - Lækkun nýtingarstuðla fiskiskips í refsiskyni)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3307/2001 dags. 10. maí 2002 (Ótímabundið dvalarleyfi)[HTML]
Í þágildandi lögum voru engin skilyrði um hvenær viðkomandi uppfyllti skilyrði til að öðlast tímabundið né ótímabundið dvalarleyfi. Stjórnvöldum var því fengið mikið svigrúm. Stjórnvald setti reglu er mælti fyrir að dvöl í þrjú ár leiddi til ótímabundins dvalarleyfis. Einstaklingur fékk dvalarleyfi og ári síðar var tímabilið lengt í fimm ár og látið gilda afturvirkt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3343/2001 dags. 18. júní 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3416/2002 (Námsstyrkur - Uppbót á dvalarstyrk)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3309/2001 dags. 31. júlí 2002 (Aðgangur að gögnum hjá Fjármálaeftirlitinu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3195/2001 dags. 2. ágúst 2002 (Skipagjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3461/2002 dags. 10. október 2002 (Samfélagsþjónusta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3427/2002 dags. 17. október 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3344/2001 (Úrskurðir yfirskattanefndar)[HTML]
Skattstjóri endurákvarðaði skatta fyrir nokkur tiltekin gjaldár og var sú ákvörðun kærð til yfirskattanefndar. Í kjölfarið endurákvarðaði skattstjóri aftur skatta fyrir sum af þeim gjaldárum.

Viðkomandi taldi að skattstjórinn hefði ekki getað tekið aðra slíka ákvörðun þar sem yfirskattanefnd hefði þegar tekið afstöðu um þau atriði, en yfirskattanefnd féllst ekki á það sjónarmið þar sem hún hefði ekki tekið efnislega afstöðu til álitaefnanna.

Umboðsmaður taldi að yfirskattanefnd hefði átt að taka fram í fyrri úrskurði sínum hver réttaráhrif hennar úrskurðar voru.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3261/2001 (Vínveitingaleyfi)[HTML]
Sýslumaður var talinn hafa verið vanhæfur um að taka ákvörðun um leyfi til staðar þar sem sýna átti nektardans þar sem sýslumaðurinn skrifaði á undirskriftarlista gegn opnun slíkra staða.
Umboðsmaður byggði á traustssjónarmiðum í málinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3580/2002 dags. 31. október 2002 (Lánatryggingasjóður kvenna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3163/2001 dags. 15. nóvember 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3609/2002 (Umsókn um að taka barnabarn í fóstur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3643/2002 dags. 13. desember 2002 (Lögfræðiálit fyrir Mosfellsbæ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3466/2002 (Launakjör presta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3541/2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3699/2003 dags. 17. janúar 2003 (Byggðakvóti)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3395/2001 dags. 21. janúar 2003 (Endurheimta ofgreidds meðlags)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3574/2002 (Umsókn um ríkisborgararétt)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3521/2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3616/2002 (Rás 2)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3756/2003 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3708/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3741/2003 (Námsstyrkur)[HTML]
Byggt var á því að ef nemandinn væri erlendis gæti hann ekki fengið námsstyrk. Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið hægt að byggja á slíku sjónarmiði um búsetu nemandans erlendis.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2625/1998 dags. 3. júlí 2003 (Reglur um fjárhagsaðstoð)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3796/2003 dags. 10. október 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3724/2003 dags. 31. október 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3791/2003 dags. 27. nóvember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3837/2003 dags. 1. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3878/2003 dags. 12. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3852/2003 (Staða tollstjóra fyrir ríkistollanefnd)[HTML]
Ákvörðun tollstjóra var vísað til ríkistollanefndar með stjórnsýslukæru, og komst hún að niðurstöðu. Aðili máls óskaði eftir því að nefndin endurupptæki málið. Meira en þrír mánuðir voru liðnir og spurði nefndin þá ríkistollstjóra hvort hann legðist gegn endurupptökunni, sem hann gerði. Nefndin taldi því skorta nauðsynlegt samþykki fyrir endurupptöku. UA taldi það ekki heimilt þar sem tollstjórinn gæti ekki talist vera aðili málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3717/2003 (Innfjarðarrækja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3786/2003 dags. 30. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3805/2003 (Gjald fyrir inntökupróf í læknadeild)[HTML]
Rukkað var fyrir töku inntökuprófs til að komast í læknadeild HÍ á þeim forsendum að inntökuprófið væri ekki hluti af kennslunni. Umboðsmaður taldi að þar sem inntökuprófið væri forsenda þess að komast í læknadeildina hafi hún verið hluti af náminu, og því ólögmætt að taka gjald fyrir inntökuprófið.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3712/2003 dags. 31. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4014/2004 dags. 4. maí 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4030/2004 (Fæðingastyrkur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3960/2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3845/2003 (Afnotagjald RÚV)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4044/2004 dags. 24. júní 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3942/2003 dags. 28. júní 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3927/2003 dags. 14. júlí 2004 (Áhrif gjalds vegna ólögmæts sjávarafla)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4065/2004 dags. 1. september 2004 (Úrskurður ríkissaksóknara)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4064/2004 dags. 3. nóvember 2004 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4140/2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4168/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4160/2004 dags. 30. desember 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4176/2004 dags. 30. desember 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4187/2004 (Tollstjóri)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4254/2004 dags. 2. maí 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4183/2004 (Leyfi til rekstrar frísvæðis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4182/2004 dags. 18. maí 2005 (Túlkaþjónusta við heyrnarlausa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4205/2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4249/2004 (Ráðning lögreglumanns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4216/2004 dags. 28. júní 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4241/2004 dags. 1. júlí 2005 (Aðgangur brotaþola að gögnum máls)[HTML]
Brotaþoli óskaði eftir afriti af gögnum tiltekins máls frá ríkissaksóknara en var synjað á þeim forsendum að lagaákvæðið yrði túlkað þannig að hann gæti einvörðungu komið og kynnt sér gögnin, en ekki afritað þau.

Umboðsmaður skýrði lagaákvæðið með hliðsjón af skýringu á sama orðasambandi í annarri málsgrein sömu greinar þar sem henni var beitt með þeim hætti að viðkomandi ætti rétt á afriti.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4275/2004 (Endurnýjun dvalarleyfis - Úkraínumaðurinn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4095/2004 dags. 8. júlí 2005 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML]
Kærunefnd útboðsmála skoðaði við meðferð kærumáls ekki nógu vel reglur stjórnsýslulaga né almennar reglur stjórnsýsluréttar. Umboðsmaður taldi hana hafa átt að gera það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4397/2005 dags. 19. október 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4186/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]
Bótaþegi var svipt rétti sínum til atvinnuleysisbóta á þeim grundvelli að hún hefði tekið að sér störf í fyrirtæki eiginmanns síns, og var hún krafin um endurgreiðslu bótanna. Breytingarlögum var ætlað að fjarlægja almenn skilyrði tiltekins lagabálks um ásetningsbrot og skilja eftir gáleysisbrot. Hins vegar láðist að breyta lagatextanum með hliðsjón af því að þeirri röksemd að ekki sé viljandi hægt að gera eitthvað af gáleysi.

Að mati umboðsmanns var því ekki hægt að beita þeim gagnvart ásetningsbrotum og þar sem háttsemin var skilgreind þannig í lögunum að hún gæti eingöngu átt við um ásetning, og því rúmaðist yfirlýst ætlan löggjafans í lögskýringargögnum ekki innan merkingar lagatextans sjálfs.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4332/2005 dags. 25. október 2005 (Endurnýjun fiskibáts)[HTML]
Fiskistofa hafði synjað umsóknum um aukna aflahlutdeild á þeim forsendum að umsækjendurnir hefðu við breytingar og lagfæringar á bátum sínum ekki endurnýjað þá í skilningi bráðabirgðaákvæðis er heimilaði aukna aflahlutdeild ef svo yrði gert, sem var skilgreint í reglugerð að um væri að ræða útskiptingu fiskibátsins fyrir annan og aflaheimildir fluttar yfir.

Við meðferð málanna vísaði umboðsmaður Alþingis til skilgreiningar orðabókarinnar um merkingu orðsins ‚endurnýjun‘ sem almenns málskilnings og nýtti þá skilgreiningu til stuðnings niðurstöðu sinni um að endurnýjun þurfi ekki endilega að fela í sér algera útskiptingu, heldur geti einnig verið endurnýjun að hluta til.

Við almenna umræðu um frumvarp á Alþingi kom flutningsmaður þess (ráðherrann) á framfæri tilteknum skilningi og tóku ýmsir aðrir þingmenn, þ.m.t. nefndarmenn í fastanefndinni sem afgreiddi frumvarpið, undir það að þeir höfðu einnig skilið málið á sama hátt. Taldi hann að reglugerðin sem ráðherrann setti gæti því ekki kveðið á um annað.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4189/2004 dags. 25. nóvember 2005 (Gjald fyrir útskrift úr ökutækjaskrá)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4388/2005 dags. 2. desember 2005 (Löggilding rafverktaka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 5. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4213/2004 (Fermingargjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4243/2004 dags. 28. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4371/2005 dags. 30. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4378/2005 dags. 30. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4312/2005 dags. 30. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4279/2004 dags. 10. janúar 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4113/2004 (Varnargarður í Hvítá I)[HTML]
Landeigendur vildu reisa varnargarð og sóttu um leyfi til að reisa 30 metra varnargarð. Leyfið var veitt af ráðuneyti en fyrir 12 metra varnargarð ásamt því að það setti skilyrði, m.a. um líffræðilega úttekt ásamt framkvæmdar- og kostnaðaráætlunum.
Óljóst var hvort leyfisins var þörf í upphafi og einnig í hvað þeim fælist.
Hæstiréttur taldi síðar að ráðuneytinu sjálfu hafi verið óheimilt að setja þau skilyrði sem það gerði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4474/2005 dags. 7. apríl 2006 (Fósturforeldrar)[HTML]
Tekin var ákvörðun um umgengni kynforeldra við fósturbarn en fósturforeldrarnir voru ekki aðilar málsins. Umboðsmaður leit svo á að fósturforeldrarnir hefðu átt að hafa aðild að málinu þar sem málið snerti réttindi og skyldur þeirra að nægilega miklu leyti.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4163/2004 dags. 24. apríl 2006 (Úthafskarfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4298/2004 (Hafnargjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4417/2005 dags. 11. júlí 2006 (Líkhúsgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4340/2005 dags. 11. júlí 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4225/2004 dags. 13. júlí 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4530/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4440/2005 dags. 14. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4572/2005 dags. 20. desember 2006 (Lausn frá störfum - Hæfi fulltrúa í sveitarstjórn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4316/2005 (Úthlutun úr Fornleifasjóði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4787/2006 dags. 28. desember 2006 (Ríkissaksóknari)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4586/2005 dags. 28. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4579/2005 dags. 29. desember 2006 (Meðaltal heildarlauna foreldris)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4343/2005 dags. 29. desember 2006 (Yfirfasteignamatsnefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4597/2005 dags. 29. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4700/2006 dags. 29. desember 2006 (LÍA og vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4535/2005 dags. 29. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4238/2004 dags. 29. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4895/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4456/2005 (Yfirlæknar á Landsp.)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4747/2006 dags. 12. febrúar 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4843/2006 (Innheimta gjalds fyrir endurnýjun einkanúmers)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4931/2007 dags. 16. mars 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4764/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4650/2006 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4956/2007 (Innheimta meðlags)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4902/2007 (Vélstjórafélagið)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4892/2007 dags. 15. júní 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4936/2007 dags. 9. júlí 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4617/2005 dags. 13. júlí 2007 (Frumkvæðisathugun - áætlun opinberra gjalda)[HTML]
Skylda til að gæta hófs við álag á áætlaðar tekjur. Umboðsmaður taldi að óréttmætt hefði verið að byggja ætíð á 20% álagi á tekjur fyrra árs, heldur ætti einnig að meta aðrar upplýsingar sem borist höfðu vegna tekna tekjuársins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4968/2007 (Hundaeftirlitsgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5073/2007 (Óbyggðanefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5103/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4390/2005 dags. 30. nóvember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4964/2007 dags. 21. desember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4633/2006 (Samfélagsþjónusta)[HTML]
Umboðsmaður taldi órannsakað hjá yfirvöldum um ástæður þess að viðkomandi aðili mætti ekki í samfélagsþjónustu, en að þeim hefði borið að gera það áður en farið væri að taka þá ákvörðun að telja hann ekki hafa uppfyllt þá vararefsingu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4552/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4712/2006 (Stimpilgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5141/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4822/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4891/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5035/2007 dags. 17. nóvember 2008 (ÁTVR - Ákvörðun útsöluverðs áfengis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5132/2007 (Bifreiðakaupastyrkur)[HTML]
Sett var skilyrði um að ekki mætti veita slíkan styrk nema með a.m.k. sex ára millibili. Umboðsmaður taldi að um væri ólögmæta þrengingu á lagaheimild.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5404/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5328/2008 (Hæfi til að stunda leigubifreiðaakstur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4992/2007 (Eftirlitsgjald vegna heilbrigðisskoðunar á sláturdýrum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5161/2007 dags. 29. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5519/2008 dags. 29. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5220/2008 dags. 30. desember 2008 (Skipun héraðsdómara)[HTML]
Sonur Davíðs Oddssonar, ÞD, sótti um dómaraembætti og fjallað um málið í nefnd. Nefndin raðaði ÞD ekki hátt. Settur dómsmálaráðherra í málinu fór yfir gögnin og tók ákvörðun. Ráðherra taldi að þekking á sviði þjóðaréttar væri umsækjanda ekki til tekna og skipaði því ÞD. UA taldi að það mat hefði ekki verið forsvaranlegt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5192/2007 (Rannís)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5555/2009 dags. 4. febrúar 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5142/2007 dags. 9. febrúar 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5156/2007 dags. 10. mars 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5584/2009 dags. 23. mars 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5261/2008 (Brottvísun og endurkomubann)[HTML]
Útlendingur á Íslandi er tekinn fyrir ofbeldisbrot og sat fyrir það í fangelsi. Útlendingastofnun tók fyrir hvort skilyrði væru fyrir því að vísa honum úr landi og setja á hann endurkomubann. Hún veitti útlendingnum frest til að kynna sér gögn málsins.

Umboðsmaður taldi að þriggja daga fresturinn til að kynna sér gögn málsins hefði verið of skammur þar sem hann gat ekki skilið efni gagnanna án túlks, og engar forsendur á grundvelli skjótrar málsmeðferðar réttlættu tímalengdina. Þá leit hann einnig til þess að ákvörðun stofnunarinnar var tekin löngu eftir að setti fresturinn var liðinn og ákvörðunin hafði birt honum mörgum vikum eftir að hún hafði verið tekin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5184/2007 (Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4919/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5408/2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5471/2008 (LÍN - Ósk um niðurfellingu afborgana)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5486/2008 (Ríkissaksóknari)[HTML]
Lögreglan hóf rannsókn á máli og felldi það niður, með tilkynningu til brotaþola um það. Hægt var að kæra hana til ríkissaksóknara. Í málinu reyndi á það hvort afhending rökstuðnings fól í sér upphaf nýs kærufrestar. Ríkissaksóknari taldi að kærufresturinn hefði verið liðinn og vísaði kærunni því frá. Umboðsmaður var ósammála því.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4904/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5590/2009 dags. 6. júlí 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5002/2007 (Innheimta gjalds af sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrir gistingu á sjúkrahóteli)[HTML]
Umboðsmaður taldi að sjúkrahótel væri hluti af þjónustunni en ekki ólögbundin aukaþjónusta.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5587/2009 (Ríkissaksóknari II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5335/2008 dags. 17. september 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5651/2009 dags. 28. september 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5466/2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5112/2007 (Útgáfa lagasafns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5186/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4920/2007 (Leyfi til þess að fella á í sinn forna farveg - Varnargarður í Hvítá II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5530/2008 (Gjaldskrá Lyfjastofnunar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5146/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5379/2008 (Framlenging á úthlutunartímabili aflaheimilda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5529/2008 dags. 15. desember 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5617/2009 dags. 16. desember 2009 (Tilnefning rannsóknarmanna - Rannsókn í hlutafélagi)[HTML]
Ráðuneyti synjaði um heimild til skipunar skoðunarmanns.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5334/2008 dags. 29. desember 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5234/2008 dags. 31. desember 2009 (Gjald fyrir sérstakt námskeið vegna akstursbanns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5188/2007 dags. 22. janúar 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5559/2009 dags. 8. febrúar 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5900/2010 dags. 10. febrúar 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5222/2008 dags. 5. mars 2010 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5649/2009 (Leiðrétting á einkunn)[HTML]
Nemandi var á gangi skólans með einkunnablað þar sem stóð að hann hefði fengið 5 í einu námskeiðinu. Kennari þess námskeiðs tók eftir því og taldi þá einkunn ekki vera rétta. Fór hann þá með nemandann afsíðis og leiðrétti einkunnina niður í 4.

Fyrsta víglínan af hálfu skólayfirvalda var að birtingin hefði ekki átt sér stað fyrr en hann fékk tilkynninguna um 5 í einkunn, sem umboðsmaður féllst ekki á.

Næsta víglína fólst í því að um hefði verið væri að leiðréttingu á einkunninni. Þá reyndi á hvort mistökin hafi verið bersýnileg. Umboðsmaður taldi svo ekki vera, heldur hefði þurft að hefja nýtt stjórnsýslumál.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5481/2008 (Samkeppnismál - Samkeppniseftirlitið)[HTML]
B, fyrir hönd A, leitaði til umboðsmanns varðandi hvort ábendingar hafi borist um meint brot þeirra á samkeppnislögum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5746/2009 (Gjafsóknarbeiðni)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5197/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]
Orðalagi var breytt þannig að í stað þess að úthlutað væri til byggðarlags var úthlutað til aðila innan þeirra.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5768/2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5199/2008 dags. 13. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5893/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5525/2008 dags. 29. september 2010 (Áminning)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5826/2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5653/2009 dags. 16. desember 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5862/2009 dags. 21. janúar 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6083/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5796/2009 (Gjöld vegna þjónustu Fasteignaskrár Íslands)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6182/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6070/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5783/2009 dags. 8. ágúst 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6327/2011 dags. 20. september 2011 (Íslandsstofa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6116/2010 (Vöruvalsreglur ÁTVR)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6251/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5958/2010 dags. 16. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5918/2010 (Tækniskólamál)[HTML]
Lögreglan kom með fíkniefnahund í framhaldsskóla og lokaði öllum inngöngum nema einum þannig að nemendur gætu ekki komist inn eða út án þess að hundurinn myndi sniffa af þeim. Settur UA taldi að Tækniskólinn væri ekki slíkur að leit væri heimil án dómsúrskurðar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6345/2011 (Landskrá - Breyting á fasteignaskráningu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6623/2011 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6367/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6539/2011 dags. 15. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6110/2010 (Ákvörðun um fjárhæð stjórnvaldssektar - Tilkynningarskylda vegna innherja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6845/2012 dags. 31. maí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6532/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6784/2011 dags. 29. júní 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6948/2012 dags. 29. júní 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6433/2011 (Atvinnuleysistryggingar námsmanna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6505/2011[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 7089/2012 dags. 18. júlí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6252/2010 dags. 16. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6192/2010 dags. 20. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6925/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6055/2010 dags. 5. september 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6702/2011 dags. 9. október 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6490/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7269/2012 dags. 28. janúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6527/2011 dags. 12. mars 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6767/2011 dags. 15. apríl 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6540/2011 dags. 7. maí 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6919/2012 (Aukalán hjá LÍN)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6639/2011 dags. 22. maí 2013 (Gjald til Fjármálaeftirlits)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6460/2011 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7024/2012 (Lagastoð samþykktar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7000/2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7081/2012 (Starfsmaður með meistara- og doktorsgráðu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6436/2011 (Leiðbeinandi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6483/2011 (Starfsleyfi - FME - Málshraðareglan við breytingu á stjórnsýsluframkvæmd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6405/2011 (Greiðsla kostnaðar vegna sérstaks umframeftirlits)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7022/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6395/2011 dags. 27. september 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6533/2011 (Álag á skrásetningargjald við Háskóla Íslands)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7193/2012 dags. 20. nóvember 2013 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda - Kostnaður við innheimtu lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7496/2014 dags. 7. mars 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7326/2013 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F42/2014 dags. 28. apríl 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7092/2012 dags. 5. maí 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7395/2013 dags. 5. maí 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7021/2012 dags. 30. júní 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7623/2013 dags. 30. júní 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7341/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7790/2013 dags. 24. október 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7181/2012 dags. 21. nóvember 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7037/2012 dags. 28. nóvember 2014 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]
Umboðsmaður Alþingis taldi óskýrt í lögum hvort Félagsstofnun stúdenta væri opinber aðili í skilningi laga um opinber innkaup og taldi sér ekki fært að taka afstöðu um hvort frávísun kærunefndar útboðsmála væri réttmæt eður ei. Hann benti viðkomandi fagráðherra og Alþingi á téða óvissu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7775/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8248/2014 dags. 3. desember 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7484/2013 dags. 31. desember 2014 (Ofgreiddar atvinnuleysisbætur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8117/2014 (Höfuðborgarstofa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7934/2014 dags. 4. mars 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8376/2015 dags. 16. október 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8478/2015 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5544/2008 dags. 13. júní 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8739/2015 dags. 29. júní 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8735/2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8699/2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8945/2016 dags. 10. október 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8910/2016 dags. 16. desember 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9040/2016 dags. 30. desember 2016 (Uppsögn úr starfi)[HTML]
Starfsmaður var ráðinn í ár til að sinna ákveðnu verkefni. Honum var svo sagt upp vegna hagræðingar.
Reynt var á þá reglu að ef starfsmanni væri sagt upp að ósekju starfsmannsins yrði honum fundið annað starf.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7896/2014 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9057/2016[HTML]
Ábending barst fjármála- og efnahagsráðuneytinu um ágalla á samþykkt lífeyrissjóðs. Umboðsmaður taldi að aðilinn sem kom með ábendinguna hafi ekki átt að teljast aðili málsins en ráðuneytinu hefði hins vegar samt sem áður átt að svara erindinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9081/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9174/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9160/2016 (Ferðaþjónusta fatlaðs fólks)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8879/2016 dags. 12. febrúar 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9345/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8670/2015 dags. 14. maí 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9487/2017 dags. 15. júní 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016 dags. 20. júní 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9547/2017 dags. 26. júní 2018 (Prófnefnd bókara)[HTML]
Ráðherra tilgreindi í reglugerð að prófnefnd bókara væri sjálfstæð stjórnsýslunefnd og því væru úrlausnir hennar ekki bornar undir önnur stjórnvöld. Umboðsmaður Alþingis benti á að slík aðgreining, svo gild væri, yrði að vera hægt að ráða af lögunum sjálfum eða lögskýringargögnum, en svo var ekki í þessu tilviki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9440/2017 dags. 3. júlí 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9164/2016 (Húsnæðisvandi utangarðsfólks)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9616/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9688/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]
Fyrirtæki í ferðaþjónustu kvartaði undan samþykkt ráðherra á gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs vegna tjaldsvæða og þjónustu í þjóðgarðinum. Kvartandi óskaði eftir áliti um það hvort gjaldtakan samræmdist ákvæðum laga og fjárhæðum. Hann hélt því fram að gjaldtakan bryti í bága við jafnræðisregluna þar sem það var eingöngu lagt á hópferðabíla en ekki á fólk í einkabílum.

Umboðsmaður athugaði hvort rétt væri að miða gjaldið við mögulegan farþegafjölda í rútu en ekki raunverulegan. Umboðsmaður taldi það hins vegar málefnalegt enda vandkvæði við að hafa eftirlit með því hversu margir farþegar væru í hverju ökutæki.

Umboðsmaður túlkaði lagaákvæðið með þeim hætti að heimilt væri að fella eitt gjald fyrir alla þjónustu garðsins í stað þess að skipta þeim niður á tiltekna kostnaðarliði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9656/2018 (Neyðarhnappur)[HTML]
Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið veitt heimild til ráðherra til að byggja á atriðum eins og búsetu og öðrum persónulegum atriðum. Þá hafði einnig ekki verið metin atriði eins og hvort sambærileg þjónusta og sú sem var skert var fyrir hendi á staðnum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9517/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9708/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9398/2017 dags. 28. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9796/2018 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9835/2018 dags. 20. júní 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9964/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9891/2018 dags. 26. nóvember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9722/2018 dags. 9. desember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10051/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10319/2019 dags. 19. febrúar 2020 (Nafnbirting umsækjenda hjá RÚV)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10037/2019 dags. 14. maí 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10260/2019 dags. 27. maí 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9979/2019 dags. 15. júní 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10225/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9911/2018 dags. 10. júlí 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9873/2018 dags. 7. september 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9802/2018 dags. 30. september 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10025/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10235/2019 dags. 3. desember 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10343/2019 dags. 30. desember 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10886/2020 dags. 30. desember 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10850/2020 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10914/2021 dags. 29. janúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10758/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10774/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10222/2019 dags. 5. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10785/2020 dags. 31. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10992/2021 dags. 31. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11025/2021 dags. 14. apríl 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10811/2020 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10110/2019 dags. 25. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10898/2021 dags. 21. júní 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10593/2020 dags. 7. júlí 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11195/2021 dags. 10. ágúst 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10052/2019 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11202/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11211/2021 dags. 7. september 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9970/2019 dags. 13. september 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11197/2021 dags. 24. september 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11066/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11178/2021 dags. 15. október 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11113/2021 dags. 1. nóvember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11366/2021 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11222/2021 dags. 7. desember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11383/2021 dags. 8. desember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11391/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10572/2020 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10993/2021 dags. 21. febrúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F106/2021 dags. 15. mars 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11017/2021 dags. 17. mars 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11360/2021 dags. 26. apríl 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11659/2022 dags. 5. maí 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11368/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11308/2021 dags. 8. júní 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10749/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11320/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11296/2021 dags. 29. júní 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11650/2022 dags. 10. ágúst 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11652/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11611/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11264/2021 dags. 5. september 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11488/2022 dags. 6. september 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11504/2022 dags. 8. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11700/2022 dags. 20. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11698/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11781/2022 dags. 4. október 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11167/2021 dags. 11. október 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11736/2022 dags. 24. október 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F118/2022 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11410/2021 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11458/2021 dags. 15. desember 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11738/2022 dags. 21. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11774/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11841/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11394/2021 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11551/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11617/2022 dags. 18. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12062/2023 dags. 18. apríl 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11711/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11793/2022 dags. 22. maí 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F117/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11373/2021 dags. 21. júní 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11910/2022 dags. 21. júlí 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11723/2022 dags. 25. júlí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F139/2023 dags. 15. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12142/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F132/2023 dags. 5. október 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12244/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11797/2022 dags. 23. október 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11696/2022 dags. 13. nóvember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12058/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11975/2022 dags. 22. desember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12435/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12127/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F144/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11782/2022 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11931/2023 dags. 6. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F116/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12178/2023 dags. 4. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12378/2023 dags. 23. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12474/2023 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12514/2023 dags. 30. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12036/2023 dags. 13. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12251/2023 dags. 14. maí 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12230/2023 dags. 5. júní 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12179/2023 dags. 7. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12524/2023 dags. 16. júlí 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F154/2024 dags. 30. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12902/2024 dags. 18. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12630/2024 dags. 24. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12884/2024 dags. 11. nóvember 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F99/2021 dags. 9. janúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13056/2024 dags. 3. febrúar 2025[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F83/2018 dags. 14. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 73/2025 dags. 11. júní 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 187/2025 dags. 23. júlí 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 168/2025 dags. 26. september 2025[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12918/2024 dags. 28. nóvember 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12657/2024 dags. 4. desember 2025[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12947/2024 dags. 5. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1974825
1976247
1981984-985, 1147
19831192
19841337
1986633, 1165, 1172, 1251
1987980, 988, 1115, 1770
1988284, 540, 747, 750
198931, 34, 331, 335, 763, 774, 1648
199083, 1406-1407
199179, 379, 1691, 1701, 1841
1993616, 849
199492, 604, 2333, 2788
199527
1996 - Registur263, 266, 322, 384
1996193, 397, 1993, 2712, 3175, 3276, 3331, 3977-3978, 3980, 3982, 4288
1997414, 1250, 2764, 2768, 2771, 3261, 3283
19981008, 1544, 2983, 3128, 3853, 3866, 4283, 4563
1999407-408, 783, 791, 1902, 2264, 2630-2631, 2806, 2821, 2847-2849, 2853-2855, 3317, 3938, 4282
2000157, 1196, 1319, 1367, 1377, 2880, 3477, 4396, 4493
20024183, 4185
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1984-1992178, 285, 298, 346, 501
1997-200038
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1983B136
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1983BAugl nr. 85/1983 - Reglugerð um Tollskóla ríkisins, veitingu í fastar tollstöður o. fl.[PDF prentútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing109Þingskjöl3330
Löggjafarþing110Þingskjöl711, 3439
Löggjafarþing111Þingskjöl2344
Löggjafarþing112Þingskjöl3017
Löggjafarþing112Umræður3071/3072
Löggjafarþing113Þingskjöl4585
Löggjafarþing113Umræður2115/2116
Löggjafarþing115Þingskjöl4695, 5697, 5907
Löggjafarþing116Þingskjöl209, 3646, 4766
Löggjafarþing116Umræður129/130, 1377/1378, 1413/1414, 2803/2804, 5447/5448, 5457/5458, 9159/9160
Löggjafarþing117Þingskjöl1032, 3973-3974
Löggjafarþing117Umræður3579/3580, 3983/3984, 4813/4814, 5375/5376, 5383/5384, 5459/5460, 6191/6192
Löggjafarþing118Þingskjöl3408
Löggjafarþing120Þingskjöl1802, 2379, 3209, 3721
Löggjafarþing120Umræður2475/2476, 4015/4016, 5899/5900
Löggjafarþing121Þingskjöl4695, 4994
Löggjafarþing121Umræður5681/5682, 5787/5788, 5791/5792
Löggjafarþing122Þingskjöl1226, 4978
Löggjafarþing122Umræður3591/3592, 5089/5090, 6529/6530, 7859/7860
Löggjafarþing123Þingskjöl589, 2849
Löggjafarþing123Umræður719/720, 2805/2806, 4545/4546
Löggjafarþing125Þingskjöl650, 677, 1261, 2140, 2556-2558, 2560, 2564, 2600, 2622, 2624, 2626
Löggjafarþing125Umræður759/760, 1771/1772, 1991/1992, 2101/2102, 4253/4254
Löggjafarþing126Þingskjöl774, 812, 3376, 3870, 4087
Löggjafarþing126Umræður927/928, 3219/3220, 5733/5734, 6637/6638, 7285/7286
Löggjafarþing127Þingskjöl847, 1147, 2329, 4032-4033, 4534-4535
Löggjafarþing127Umræður4903/4904-4905/4906, 4909/4910, 4913/4914, 6119/6120, 6533/6534
Löggjafarþing128Þingskjöl781, 785, 922, 926-927, 931, 941, 945, 1008, 1012, 1106, 1110, 1630, 1633-1637, 1639-1640, 4258, 5432
Löggjafarþing128Umræður2917/2918
Löggjafarþing130Þingskjöl1179, 1484, 2620, 6043, 6049, 7346, 7357, 7367, 7392, 7403
Löggjafarþing130Umræður5479/5480, 7609/7610, 8525/8526, 8631/8632
Löggjafarþing131Þingskjöl1508, 1579, 1582, 1585, 1716, 2199, 3003, 3707, 3866, 4245, 4500, 5332
Löggjafarþing131Umræður327/328, 697/698, 1835/1836, 2969/2970, 2987/2988, 5143/5144, 6261/6262, 6271/6272, 7795/7796
Löggjafarþing132Þingskjöl505, 2719, 2740, 2915, 2922, 3527, 4586
Löggjafarþing132Umræður585/586, 2381/2382, 3009/3010-3011/3012, 3541/3542, 4469/4470, 5087/5088, 5575/5576, 6655/6656-6657/6658, 7047/7048, 8583/8584
Löggjafarþing133Þingskjöl938, 1142, 2936, 3975, 4312, 5473, 7034-7035
Löggjafarþing133Umræður411/412, 4265/4266
Löggjafarþing135Þingskjöl1109, 1123
Löggjafarþing135Umræður2995/2996, 3427/3428, 3521/3522, 3733/3734, 6479/6480, 7181/7182, 7289/7290, 7417/7418, 7479/7480, 7517/7518
Löggjafarþing136Þingskjöl570, 584, 1227, 1356
Löggjafarþing136Umræður355/356, 1519/1520-1521/1522, 3735/3736-3737/3738, 3783/3784-3785/3786, 4273/4274, 4505/4506, 4813/4814, 5621/5622, 5625/5626, 6137/6138, 6445/6446, 6809/6810, 7143/7144
Löggjafarþing137Þingskjöl993, 1006
Löggjafarþing137Umræður2937/2938, 3315/3316, 3669/3670
Löggjafarþing138Þingskjöl683, 696, 3038, 3065, 3222, 3773, 4996, 5038-5039, 5196, 5205, 5319, 5435, 6818, 6823, 7269, 7770
Löggjafarþing139Þingskjöl507, 512, 762, 2026, 3111, 3637, 3650, 4898, 4907, 5026, 5055, 5058-5059, 5061, 7673, 7952, 7989, 8049, 8221, 8549
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
1991106
199228, 63, 67, 103-104, 109, 175, 183, 185, 187-188, 207, 211, 214, 230-231, 234-235, 243, 289, 326
199347, 61, 68, 92, 97, 198, 206, 213, 218, 230, 243, 248, 335, 339
199430-31, 114, 188, 220, 224, 227, 281, 287, 300, 410, 414
199513, 78, 92, 209, 291, 379, 388, 400, 419, 444, 448, 473, 503, 517, 522, 525, 527-531, 538
199661, 65, 108, 131, 133, 136, 138, 172, 176, 191, 202-204, 219, 222, 255, 270, 275, 279, 360, 370, 390, 395, 398, 400, 409, 413, 418, 451, 457, 461, 463, 551-552, 563, 611, 623
199773, 92, 190, 269, 278, 287, 317, 341, 362, 457, 459
199841, 43, 48, 52, 79, 84, 92, 102-103, 111-113, 131, 148, 181-182, 184
199939-40, 49-50, 52, 55, 60, 62, 70, 76, 80, 83, 88, 93, 95, 107, 118, 120, 131, 136-138, 155, 157, 159, 167-168, 179-180, 191-192, 208, 211-212, 247, 250, 256, 260, 264
200027-30, 49, 63, 72, 77, 79, 84, 97, 99, 151-152, 159-160, 169-170
200113, 41, 43, 60-61, 71, 82, 94-96, 108, 114, 127, 129, 134, 169, 172, 196-197, 199, 202, 208, 210-212, 218, 221, 223, 226, 241-242
200211, 43, 48, 54-55, 57, 73, 81, 93-95, 99, 104, 106-107, 113, 125, 130-131, 135, 149, 152, 155-160, 162, 172
200313, 25, 27, 41, 53-54, 66, 84-85, 94, 97, 99, 101-103, 140-141, 144, 146, 158, 163, 172, 174, 179, 188, 193, 198, 216, 220-221
200411, 47, 55, 59, 79-80, 87-89, 125-126, 129, 153, 155, 159, 163-164, 167, 172
200540, 44, 48-49, 51, 56, 77-78, 81-82, 85-87, 93-94, 99, 102, 130, 141, 143-144, 149, 151, 170-172, 174
200628, 58, 87-88, 113, 116, 118-121, 123, 125, 128, 141, 146, 149, 155, 157, 161-162, 177, 183
200761, 68, 72, 99, 101, 103, 122-124, 131, 159, 175, 183-185, 189, 213, 216, 224, 226-227
200814, 17, 20, 51, 60, 100, 163, 182-183, 185, 194, 196, 198, 205, 207-208
200915, 17-18, 20, 25, 61-64, 78, 80, 84-87, 101, 106, 112, 124-125, 127, 142, 150, 171, 180, 193, 197, 204, 207, 209, 211, 214, 217, 229, 232, 234, 253, 264-265, 268, 282, 287, 293, 297-298, 306, 310, 314-316, 318
201079-80
201132, 68, 72, 80, 112, 126
201234, 99, 106-107, 113
201313, 73, 124, 133
201415, 18, 61, 66, 70, 80, 103, 111
201555, 86
201617, 20, 72, 95
201737, 86
2018120, 126
2019115
202056
202152-53
202343
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
202422
Fara á yfirlit

Lögbirtingablað

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
2019591886-1887
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 106

Þingmál A247 (staða skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1984-03-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A389 (erlend fjárfesting og íslenskt atvinnulíf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-02-26 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A68 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 1987-11-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A440 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-08-25 13:34:05 - [HTML]
94. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1993-01-06 11:31:48 - [HTML]
94. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-01-06 13:01:55 - [HTML]

Þingmál A19 (kjaradómur)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-09-17 17:02:40 - [HTML]
23. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-17 18:24:17 - [HTML]

Þingmál A517 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-21 01:25:25 - [HTML]

Þingmál B95 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1991)

Þingræður:
53. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-11-12 15:51:36 - [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 1993-12-03 - Sendandi: Amnesty International, - [PDF]

Þingmál A143 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-11-02 14:10:28 - [HTML]

Þingmál A201 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1994-05-11 18:28:41 - [HTML]

Þingmál A341 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-02-03 14:35:50 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-10 18:25:23 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-10 18:28:00 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-10 19:03:47 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-03-15 15:13:05 - [HTML]
109. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-15 17:22:07 - [HTML]
122. þingfundur - Egill Jónsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-29 13:47:26 - [HTML]
122. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1994-03-29 14:25:49 - [HTML]

Þingmál A405 (Fríverslunarsamtök Evrópu 1993)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Björn Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 1994-02-24 17:08:00 - [HTML]

Þingmál B131 (forræði á innflutningi búvara)

Þingræður:
74. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1994-01-24 16:40:57 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A127 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 1994-11-28 - Sendandi: Verslunarskóli Íslands, B/t skólastjóra - [PDF]

Löggjafarþing 120

Þingmál A217 (háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-04-29 16:45:01 - [HTML]

Þingmál A225 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1995-12-20 15:02:36 - [HTML]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 1996-05-24 11:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 1996-05-22 - Sendandi: A & P lögmenn - [PDF]

Þingmál B222 (aukastörf dómara)

Þingræður:
107. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-03-13 15:53:48 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 1997-04-01 - Sendandi: Þórunn Guðmundsdóttir hrl. - Skýring: (lögfræðiálit) - [PDF]

Þingmál A409 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1997-04-21 22:06:43 - [HTML]

Þingmál A494 (þjóðfáni Íslendinga)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-23 16:36:59 - [HTML]

Þingmál A495 (skjaldarmerki Íslands)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-23 16:46:24 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A57 (lögmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 793 - Komudagur: 1998-02-03 - Sendandi: Orator, Félag laganema - [PDF]

Þingmál A165 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1997-12-15 23:14:28 - [HTML]

Þingmál A187 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-13 16:06:09 - [HTML]

Þingmál A201 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-30 17:46:17 - [HTML]

Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-04-29 23:24:18 - [HTML]

Þingmál A348 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1998-06-02 22:20:40 - [HTML]

Þingmál A542 (þjóðfáni Íslendinga)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-23 16:29:55 - [HTML]
141. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-06-02 18:00:44 - [HTML]

Þingmál A642 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-08 15:07:11 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A19 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 1998-10-05 17:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A78 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-02 16:26:51 - [HTML]

Þingmál A92 (hvalveiðar)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1999-03-09 18:59:55 - [HTML]

Þingmál A370 (landmælingar og kortagerð)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-12-19 20:12:33 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A7 (mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-10-07 16:34:31 - [HTML]

Þingmál A59 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (frumvarp) útbýtt þann 1999-10-05 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-01 15:47:05 - [HTML]

Þingmál A68 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A151 (aukagreiðslur til ríkisendurskoðanda o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (svar) útbýtt þann 1999-11-11 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-24 12:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A235 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-12-03 14:20:53 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-12-09 15:05:45 - [HTML]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A450 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (frumvarp) útbýtt þann 2000-03-13 18:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B361 (svar við fyrirspurn)

Þingræður:
73. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2000-03-07 13:35:05 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A118 (skráning skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-10-16 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-02 11:14:41 - [HTML]
19. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-11-02 11:27:54 - [HTML]

Þingmál A133 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-16 18:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A147 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-18 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Ögmundur Jónasson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2001-04-25 13:52:59 - [HTML]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 17:17:26 - [HTML]

Þingmál A396 (skattskylda barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 797 (svar) útbýtt þann 2001-03-07 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A420 (kostnaður við að skýra hæstaréttardóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 901 (svar) útbýtt þann 2001-03-26 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2492 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A589 (Suðurlandsskógar)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-19 22:14:19 - [HTML]

Þingmál A689 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-09 10:42:07 - [HTML]

Þingmál A737 (kjaramál fiskimanna og fleira)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-05-15 15:12:45 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A68 (greiðslur úr ábyrgðasjóði launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (svar) útbýtt þann 2001-10-30 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A125 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2001-11-14 - Sendandi: Læknafélag Íslands - Skýring: (sameiginl. umsögn) - [PDF]

Þingmál A348 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-12-05 17:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A426 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (frumvarp) útbýtt þann 2002-01-29 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (frumvarp) útbýtt þann 2002-02-18 18:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A598 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-11 15:41:48 - [HTML]
94. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2002-03-11 16:05:39 - [HTML]
94. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-11 16:24:06 - [HTML]

Þingmál A654 (endurskoðun laga um innflutning dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (þáltill.) útbýtt þann 2002-03-25 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B491 (afbrigði)

Þingræður:
115. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2002-04-09 11:19:56 - [HTML]

Þingmál B517 (þingsályktun um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila)

Þingræður:
122. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2002-04-18 10:36:24 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A1 (fjárlög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2002-12-05 11:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A44 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A106 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-07 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-06 16:37:27 - [HTML]

Þingmál A180 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-10 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A197 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 200 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 11:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A203 (áhrif lækkunar á endurgreiðslu virðisaukaskatts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-10-17 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A411 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 514 (frumvarp) útbýtt þann 2002-12-03 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A446 (námsstyrkir)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-03 16:34:14 - [HTML]

Þingmál A546 (aðgangur landsmanna að GSM-farsímakerfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2003-03-10 - Sendandi: Landssími Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A556 (neytendakaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2003-02-25 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A599 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 2003-03-03 - Sendandi: Landssími Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A613 (vatnsréttindi til virkjunar í Þjórsá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-17 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1703 - Komudagur: 2003-03-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (afrit - lagt fram á fundi sg.) - [PDF]

Þingmál A703 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 130

Þingmál A28 (aðgangur landsmanna að GSM-farsímakerfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 2004-02-12 - Sendandi: Síminn - [PDF]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor - Skýring: (skv. beiðni ev.) - [PDF]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-04 18:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 307 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-06 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-06 10:35:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2003-10-30 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir lektor - [PDF]

Þingmál A204 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A458 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (frumvarp) útbýtt þann 2003-12-11 23:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A520 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2004-04-01 - Sendandi: Refsiréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A880 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2211 - Komudagur: 2004-04-28 - Sendandi: D.A.C - [PDF]

Þingmál A910 (tónlistarsjóður)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-15 18:52:04 - [HTML]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-05-21 17:17:54 - [HTML]

Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1894 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-07-20 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
136. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-21 13:33:06 - [HTML]
137. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-22 11:22:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2610 - Komudagur: 2004-07-12 - Sendandi: Jón Sigurgeirsson lögfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2618 - Komudagur: 2004-07-12 - Sendandi: Páll Hreinsson lagaprófessor - Skýring: (lagt fram á fundi allshn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2630 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Sigurður H. Líndal - [PDF]

Þingmál A1012 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1892 (frumvarp) útbýtt þann 2004-07-05 14:45:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 131

Þingmál A1 (fjárlög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-24 14:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 93 - Komudagur: 2004-11-04 - Sendandi: 2. minni hluti sjávarútvegsnefndar - [PDF]

Þingmál A70 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-03-10 12:29:41 - [HTML]

Þingmál A87 (uppgreiðslugjald)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-20 14:41:05 - [HTML]

Þingmál A183 (veðurþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 399 - Komudagur: 2004-12-03 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn - [PDF]

Þingmál A211 (fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2004-11-29 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A215 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 179 - Komudagur: 2004-11-24 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A328 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-18 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-22 16:09:06 - [HTML]
53. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-08 22:23:21 - [HTML]

Þingmál A349 (Kennaraháskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-18 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A350 (Háskólinn á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-18 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A426 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (frumvarp) útbýtt þann 2004-12-09 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A492 (auglýsingar á heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 749 (þáltill.) útbýtt þann 2005-02-03 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A533 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (frumvarp) útbýtt þann 2005-02-15 18:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-03-08 15:24:27 - [HTML]
125. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - Ræða hófst: 2005-05-07 16:18:17 - [HTML]
126. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-09 11:21:11 - [HTML]
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-09 11:23:23 - [HTML]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A681 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-07 14:09:15 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-07 14:58:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík, Guðmundur Sigurðsson dr.jur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1592 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Sjóvá-Almennar tryggingar hf - [PDF]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1862 - Komudagur: 2005-05-11 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda - [PDF]

Þingmál A789 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-20 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B64 (skipun nýs hæstaréttardómara)

Þingræður:
6. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2004-10-11 16:06:35 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A11 (hollustuhættir og mengunarvarnir og mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-18 16:05:44 - [HTML]

Þingmál A18 (staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 32 - Komudagur: 2005-11-14 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]

Þingmál A191 (fjarskiptasjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2005-11-25 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A222 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2005-11-15 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda - [PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-08 20:01:16 - [HTML]
86. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-03-15 15:17:21 - [HTML]

Þingmál A331 (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-05 18:36:43 - [HTML]

Þingmál A342 (umhverfismat áætlana)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-06-01 15:02:53 - [HTML]

Þingmál A365 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A387 (Matvælarannsóknir hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1147 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors - [PDF]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-04-04 17:49:27 - [HTML]

Þingmál A417 (Kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-01-17 16:26:08 - [HTML]
44. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-01-17 17:24:28 - [HTML]
44. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-17 17:42:13 - [HTML]

Þingmál A434 (æskulýðslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1082 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Samband ungra sjálfstæðismanna - [PDF]

Þingmál A456 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-24 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-10 14:12:05 - [HTML]
94. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-03-28 18:01:14 - [HTML]
96. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2006-03-29 16:54:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2006-03-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (frá ríkislögmanni til forsrn.) - [PDF]

Þingmál A466 (auglýsingar á heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (þáltill.) útbýtt þann 2006-01-26 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A520 (lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Félag löglærðra fulltrúa ákæruvalds - [PDF]

Þingmál A556 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-21 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-23 14:57:16 - [HTML]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1636 - Komudagur: 2006-04-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A620 (mælingar, mæligrunnar og vigtarmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2166 - Komudagur: 2006-06-01 - Sendandi: Talsmaður neytenda - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A672 (ljósmengun)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-04-26 13:55:40 - [HTML]

Þingmál A694 (Landhelgisgæsla Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: (frá fjmrn. til dómsmrn. 8.3.2006) - [PDF]

Þingmál A712 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2093 - Komudagur: 2006-05-08 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A739 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-05 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B295 (framsaga iðnaðarráðherra fyrir auðlindafrumvarpinu)

Þingræður:
53. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-01-26 16:30:07 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A20 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 14:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 2006-10-27 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2006-11-13 - Sendandi: Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins - [PDF]

Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Eiríkur Jónsson - Ræða hófst: 2006-11-02 15:26:32 - [HTML]

Þingmál A76 (hollustuhættir og mengunarvarnir og mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (gatnagerðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 17:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Magnús Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-12 14:05:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 96 - Komudagur: 2006-11-08 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi fél. - álitsg. dr. Páls Hreinss - [PDF]

Þingmál A236 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-12-08 - Sendandi: Magnús Helgi Árnason hdl. - Skýring: (sent fh. nokkurra útgerðarfyrirtækja) - [PDF]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 343 - Komudagur: 2006-11-27 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A377 (eldi og heilbrigði sláturdýra o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 712 - Komudagur: 2007-01-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A407 (tónlistarnám og fjárhagslegur stuðningur við tónlistarskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (svar) útbýtt þann 2007-02-28 11:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-29 18:09:21 - [HTML]

Þingmál A436 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2007-02-21 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A511 (námsgögn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 809 - Komudagur: 2007-02-05 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - Skýring: (útgáfa og sala námsefnis, ákvörðun Samk.eftirl.) - [PDF]

Þingmál A518 (auglýsingar á heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (þáltill.) útbýtt þann 2007-01-25 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A566 (meginreglur umhverfisréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 135

Þingmál A16 (samkeppnisstaða fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2007-11-15 - Sendandi: Rannsóknastofan í Mjódd ehf. - [PDF]

Þingmál A130 (tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-11 14:53:05 - [HTML]

Þingmál A163 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-12-14 15:05:17 - [HTML]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-05 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A191 (samræmd neyðarsvörun)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-21 14:39:57 - [HTML]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1041 - Komudagur: 2008-01-15 - Sendandi: Bogi Nilsson fyrrv. ríkissaksóknari - Skýring: (athugasemdir og ábendingar) - [PDF]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-23 15:31:31 - [HTML]
107. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-23 15:32:45 - [HTML]
107. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2008-05-23 18:04:57 - [HTML]

Þingmál A287 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-05-22 16:06:47 - [HTML]

Þingmál A293 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-12-13 23:53:18 - [HTML]

Þingmál A324 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1555 - Komudagur: 2008-02-25 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1965 - Komudagur: 2008-03-31 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ath.semdir ums.aðila) - [PDF]

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-01-17 15:31:05 - [HTML]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.) - [PDF]

Þingmál A519 (viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-04-17 21:36:38 - [HTML]

Þingmál B751 (tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar)

Þingræður:
107. þingfundur - Atli Gíslason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-05-23 10:43:43 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A6 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-14 17:01:35 - [HTML]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-14 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1088 - Komudagur: 2009-03-06 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-27 11:47:43 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-11-27 11:48:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2008-12-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1502 - Komudagur: 2009-03-30 - Sendandi: Ásmundur Helgason lögfræðingur - [PDF]

Þingmál A198 (íslensk málstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-05 16:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2008-12-09 19:53:56 - [HTML]

Þingmál A210 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 283 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-09 13:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 458 - Komudagur: 2008-12-12 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 851 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A289 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-06 13:50:21 - [HTML]

Þingmál A313 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-17 22:12:16 - [HTML]
91. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-03 17:24:44 - [HTML]

Þingmál A318 (bráðabirgðalög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-03-11 12:41:18 - [HTML]

Þingmál A335 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1110 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-03 16:26:08 - [HTML]
127. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-06 23:51:56 - [HTML]
131. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-15 01:42:34 - [HTML]
134. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-17 15:39:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1364 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A409 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 2009-03-23 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2009-03-31 - Sendandi: Skilanefnd Kaupþings - [PDF]

Þingmál A411 (endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2009-03-19 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A465 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1532 - Komudagur: 2009-04-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1537 - Komudagur: 2009-04-06 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (grein úr Lögmannablaðinu) - [PDF]

Þingmál B618 (setning neyðarlaganna)

Þingræður:
84. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-19 10:41:58 - [HTML]

Þingmál B898 (umræða um utanríkismál)

Þingræður:
117. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-03-30 15:43:29 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A13 (breytingar á ýmsum lögum um óréttmæta viðskiptahætti)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-23 16:40:58 - [HTML]

Þingmál A124 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 501 - Komudagur: 2009-07-01 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 2009-08-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - Skýring: (áhrif eigendastefnu ríkisins, lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 10:52:42 - [HTML]
58. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-27 11:48:48 - [HTML]

Þingmál A161 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-23 20:42:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 138

Þingmál A11 (afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 89 - Komudagur: 2009-11-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A16 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A45 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-23 16:27:50 - [HTML]
79. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-23 16:30:26 - [HTML]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2009-10-20 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 12:28:28 - [HTML]
33. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-11-27 12:38:25 - [HTML]
34. þingfundur - Birgir Ármannsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-11-28 20:25:04 - [HTML]
34. þingfundur - Illugi Gunnarsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-11-28 20:28:34 - [HTML]
34. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-11-28 20:32:07 - [HTML]
34. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2009-11-28 20:38:58 - [HTML]
34. þingfundur - Birgir Ármannsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-11-28 20:41:54 - [HTML]
34. þingfundur - Illugi Gunnarsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-11-28 20:46:53 - [HTML]
34. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-11-28 20:55:03 - [HTML]
34. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 21:07:18 - [HTML]
34. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 21:14:03 - [HTML]
34. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 21:16:15 - [HTML]

Þingmál A122 (lánssamningar í erlendri mynt)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-18 12:30:57 - [HTML]
28. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-18 12:36:29 - [HTML]

Þingmál A168 (réttarbætur fyrir transfólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-06 15:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A170 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 489 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A239 (ráðstafanir í skattamálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2009-12-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A255 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-15 23:43:41 - [HTML]

Þingmál A288 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1516 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A308 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2010-01-15 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-29 18:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1719 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (afrit af bréfum o.fl.) - [PDF]

Þingmál A352 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-01-08 17:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-01-08 18:02:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2010-01-08 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu) - [PDF]

Þingmál A390 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-18 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - Ræða hófst: 2010-02-23 15:48:26 - [HTML]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A424 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-06-16 00:29:09 - [HTML]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1685 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skipulags- og byggingasvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3074 - Komudagur: 2010-08-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (vinnuskjal) - [PDF]

Þingmál A497 (kennitöluflakk)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2733 - Komudagur: 2010-06-08 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A514 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2304 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A523 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 912 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A529 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 918 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-15 16:07:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1877 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A557 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A558 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Atli Gíslason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-06-11 13:15:05 - [HTML]

Þingmál A569 (hlutafélög, einkahlutafélög og ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2160 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Varnarmálastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A659 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2858 - Komudagur: 2010-06-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2874 - Komudagur: 2010-06-23 - Sendandi: Formaður sjútv.- og landbn. (Atli Gíslason) - Skýring: (afrit af bréfum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3023 - Komudagur: 2010-08-16 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A665 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A686 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1433 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-24 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A693 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3117 - Komudagur: 2010-09-14 - Sendandi: Þórður Bogason, Lögmenn Höfðabakka - [PDF]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1518 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
167. þingfundur - Atli Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-27 10:35:46 - [HTML]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingræður:
164. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-09-21 10:33:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3198 - Komudagur: 2010-10-25 - Sendandi: Forseti Alþingis - Skýring: (afrit af bréfum) - [PDF]

Þingmál B112 (svör við spurningum Evrópusambandsins)

Þingræður:
13. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-10-22 10:38:36 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A5 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-10-06 17:10:48 - [HTML]

Þingmál A56 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 16:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1148 - Komudagur: 2011-01-17 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A77 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2010-11-17 - Sendandi: HS Orka - HS veitur - [PDF]

Þingmál A79 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Brunamálastofnun og Samband ísl. sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A100 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 122 - Komudagur: 2010-11-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Skúli Helgason - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 17:28:43 - [HTML]

Þingmál A152 (greiðsluaðlögun einstaklinga o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2010-11-22 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A164 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 2011-03-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Magnús Orri Schram (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-17 18:14:17 - [HTML]
128. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-05-17 18:16:42 - [HTML]

Þingmál A200 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 480 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Ríkisútvarpið - [PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-17 23:59:27 - [HTML]
53. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2010-12-18 00:18:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2010-11-22 - Sendandi: Sigurður Hr. Sigurðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson - Skýring: (viðbótar umsögn og ýmis gögn) - [PDF]

Þingmál A210 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2011-01-13 - Sendandi: Þórður Bogason, Lögmenn Höfðabakka - Skýring: (sbr. fyrri umsögn) - [PDF]

Þingmál A313 (skattar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 988 - Komudagur: 2010-12-15 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]

Þingmál A348 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Atli Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-01 16:00:49 - [HTML]

Þingmál A363 (námskeið fyrir þá sem sæta akstursbanni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (svar) útbýtt þann 2011-02-23 13:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-17 13:30:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1811 - Komudagur: 2011-03-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A533 (staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 870 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-17 15:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A557 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-15 18:18:09 - [HTML]

Þingmál A563 (mat á skilaverði eignasafns Landsbanka Íslands hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2087 - Komudagur: 2011-04-28 - Sendandi: Skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A659 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-31 13:31:38 - [HTML]

Þingmál A696 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2227 - Komudagur: 2011-05-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2374 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A704 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2158 - Komudagur: 2011-05-02 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A716 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (frumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2470 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Internet á Íslandi hf.(Logos lögm.þjónusta) - [PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2477 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]

Þingmál A741 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1272 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A747 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A748 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-12 13:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A778 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-05 18:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2863 - Komudagur: 2011-06-03 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A822 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1463 (álit) útbýtt þann 2011-05-19 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-05-30 20:46:46 - [HTML]

Þingmál B23 (kosning saksóknara Alþingis og varasaksóknara, skv. 13. gr. laga nr. 3 19. febr. 1963, sbr. ályktun Alþingis 28. sept. 2010 um málshöfðun gegn ráðherra)

Þingræður:
8. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-10-12 14:46:54 - [HTML]

Þingmál B25 (kosning í saksóknarnefnd, skv. 13. gr. laga nr. 3 19. febr. 1963, sbr. ályktun Alþingis 28. sept. 2010 um málshöfðun gegn ráðherra, fimm manna skv. hlutfallskosningu)

Þingræður:
8. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-10-12 15:08:06 - [HTML]

Þingmál B1001 (endurútreikningur gengistryggðra lána)

Þingræður:
120. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-10 14:29:46 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2011-10-11 18:06:49 - [HTML]

Þingmál A7 (efling græna hagkerfisins á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A132 (ljósmengun)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-01-16 18:11:56 - [HTML]

Þingmál A233 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-03 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A290 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-17 10:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A329 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (þáltill.) útbýtt þann 2011-11-29 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1629 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2012-03-29 - Sendandi: Íslandspóstur ohf. - [PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-25 17:05:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi - [PDF]

Þingmál A375 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1426 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-05-30 10:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 910 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-29 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-01-20 18:14:42 - [HTML]
64. þingfundur - Magnús M. Norðdahl (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-29 16:16:44 - [HTML]
64. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-29 18:14:58 - [HTML]
64. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-02-29 21:46:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 949 - Komudagur: 2012-01-26 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (álitsgerð Páls Hr. frá mars 2004) - [PDF]
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A598 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A599 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-30 14:35:18 - [HTML]

Þingmál A634 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1016 (álit) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-03-27 23:36:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2517 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Landskjörstjórn - Skýring: (um brtt.) - [PDF]

Þingmál A653 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2610 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A656 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2095 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (álit Magnúsar Thoroddsen, sent skv. beiðni ritara - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-06-06 20:02:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2096 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (álit Magnúsar Thoroddsen, sent skv. beiðni ritara - [PDF]

Þingmál A704 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2672 - Komudagur: 2012-06-04 - Sendandi: Creditinfo Lánstraust hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2680 - Komudagur: 2012-06-08 - Sendandi: Creditinfo Lánstraust hf. - [PDF]

Þingmál A715 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2348 - Komudagur: 2012-05-10 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (um dóm Hæstaréttar) - [PDF]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 141

Þingmál A3 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-27 14:05:30 - [HTML]

Þingmál A17 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A87 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-09-27 11:24:14 - [HTML]
52. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-13 20:34:16 - [HTML]

Þingmál A101 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 11:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 113 - Komudagur: 2012-10-12 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A115 (nauðungarsala o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2012-12-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (sbr. ums. frá 140. þingi) - [PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 17:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A180 (kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-11 12:22:20 - [HTML]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-02-21 12:14:54 - [HTML]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 250 - Komudagur: 2012-10-30 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (álitsgerð KBB) - [PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-15 15:29:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Aðalsteinn Sigurðsson og Arnar Kristinsson - Skýring: (viðbótarumsögn v. minnisbl. atv- og nýskrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2012-12-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - Skýring: (afrit af bréfi til atv.- og nýsk.ráðherra) - [PDF]

Þingmál A247 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-16 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur - [PDF]

Þingmál A292 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 606 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 635 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A362 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 18:33:05 - [HTML]
75. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-01-30 19:30:31 - [HTML]
76. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2013-01-31 14:32:40 - [HTML]
76. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-31 15:22:14 - [HTML]
76. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-01-31 15:59:14 - [HTML]
76. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-31 17:30:36 - [HTML]
76. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-01-31 18:38:10 - [HTML]
76. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-01-31 20:01:00 - [HTML]
80. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-13 21:53:39 - [HTML]
82. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-02-15 14:31:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Kjartan Bjarni Björgvinsson - Skýring: (um 15. gr., til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 2012-09-04 - Sendandi: Trausti Fannar Valsson lektor - Skýring: (um VII. kafla, til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (ýmis gögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til atvn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til umhv.- og samgn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir - Skýring: (punktar v. fundar með ut.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-12-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um mannréttindakafla) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1279 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Velferðarnefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1283 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A417 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-19 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1564 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A453 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A478 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-19 20:34:03 - [HTML]

Þingmál A490 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-17 13:35:24 - [HTML]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 939 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2013-01-28 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (hæfi virks eiganda) - [PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1922 - Komudagur: 2013-03-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A605 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-14 19:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1932 - Komudagur: 2013-03-12 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A634 (vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1322 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-22 16:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1967 - Komudagur: 2013-03-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga og Landssamtök landeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1981 - Komudagur: 2013-03-19 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 17:02:45 - [HTML]
106. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2013-03-18 21:42:27 - [HTML]
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-19 16:07:10 - [HTML]

Þingmál A682 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-14 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 18:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A696 (nýjar samgöngustofnanir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2011 - Komudagur: 2013-03-27 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál B838 (mál á dagskrá)

Þingræður:
106. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-03-18 13:35:10 - [HTML]

Þingmál B839 (dagskrá fundarins)

Þingræður:
106. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2013-03-18 13:46:05 - [HTML]
106. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 13:47:25 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A4 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-10 17:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-12-18 11:18:11 - [HTML]

Þingmál A40 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A158 (aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-02-19 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-03-18 20:35:33 - [HTML]

Þingmál A168 (vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 524 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 535 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A233 (fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2013-12-16 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]

Þingmál A236 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 897 - Komudagur: 2014-01-24 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A277 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-21 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (greiðsludráttur í verslunarviðskiptum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1586 - Komudagur: 2014-04-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A380 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-05-15 21:37:22 - [HTML]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-24 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A474 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (álit) útbýtt þann 2014-03-24 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 15:43:45 - [HTML]

Þingmál A488 (ríkisendurskoðandi og ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 848 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-03-27 16:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1831 - Komudagur: 2014-05-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A508 (opinber fjármál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1868 - Komudagur: 2014-05-22 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A511 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-10 23:23:21 - [HTML]

Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A536 (frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 907 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-04-01 22:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Árni Páll Árnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-04-01 23:06:49 - [HTML]
88. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-04-01 23:46:04 - [HTML]

Þingmál A600 (frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair ehf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1151 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-15 11:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-15 12:24:44 - [HTML]
115. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-15 12:46:09 - [HTML]

Þingmál A616 (frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-06-18 21:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-06-18 17:12:11 - [HTML]
124. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-06-18 21:39:33 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-03 16:28:25 - [HTML]

Þingmál A17 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-12 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A53 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A159 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 268 - Komudagur: 2014-10-27 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A208 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 2015-01-29 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]

Þingmál A214 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-09 11:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-15 16:36:11 - [HTML]

Þingmál A240 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-10-14 15:10:36 - [HTML]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-04-29 17:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2015-05-12 15:13:23 - [HTML]
105. þingfundur - Kristján L. Möller (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-12 16:36:46 - [HTML]
105. þingfundur - Kristján L. Möller (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2015-05-12 20:17:27 - [HTML]
105. þingfundur - Kristján L. Möller (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-12 21:08:16 - [HTML]
110. þingfundur - Kristján L. Möller (1. minni hl. n.) - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-05-21 16:46:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2014-11-27 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: (skrifstofa iðnaðar- og orkumála) - [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-24 17:41:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 804 - Komudagur: 2014-12-01 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 843 - Komudagur: 2014-12-03 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A307 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-10-21 18:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2014-12-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2015-01-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A356 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1471 - Komudagur: 2015-03-06 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A396 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: LOGOS lögmannsþjónusta - [PDF]
Dagbókarnúmer 1374 - Komudagur: 2015-02-26 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A426 (grunnskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Samtök sjálfstæðra skóla - Skýring: og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-03 18:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 16:27:53 - [HTML]
119. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 16:24:01 - [HTML]

Þingmál A456 (Menntamálastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1368 - Komudagur: 2015-02-27 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A470 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1365 - Komudagur: 2015-02-27 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 17:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1527 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1627 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2015-04-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A579 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-03-24 18:15:57 - [HTML]

Þingmál A598 (úrskurðir um umgengni barna við umgengnisforeldra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (svar) útbýtt þann 2015-04-15 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A605 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-05 14:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2219 - Komudagur: 2015-06-08 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A647 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-25 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-30 19:59:10 - [HTML]

Þingmál A650 (úrvinnslugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2015-03-25 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
131. þingfundur - Haraldur Einarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-06-15 18:01:46 - [HTML]

Þingmál A662 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2218 - Komudagur: 2015-06-08 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A671 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A696 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Húseigendafélagið, Félag löggiltra leigumiðlara og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2008 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Félagsstofnun stúdenta - [PDF]
Dagbókarnúmer 2213 - Komudagur: 2015-06-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A704 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2021 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Húsfélagið að Mánatúni 2-4-6 í Reykjavík - [PDF]

Þingmál B995 (ummæli sjávarútvegsráðherra og sameining skóla)

Þingræður:
110. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-05-21 15:26:34 - [HTML]
110. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-21 15:33:31 - [HTML]

Þingmál B997 (fyrirkomulag náms til stúdentsprófs)

Þingræður:
111. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-05-22 15:31:49 - [HTML]
111. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-22 16:06:42 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-08 16:51:56 - [HTML]
53. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-12 10:23:25 - [HTML]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 267 - Komudagur: 2015-10-20 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A13 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-10 11:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-25 17:08:44 - [HTML]

Þingmál A112 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2015-09-15 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 406 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-10 19:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-11-11 16:18:44 - [HTML]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-22 19:01:18 - [HTML]

Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2016-03-29 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]

Þingmál A225 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-12-14 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-26 16:11:55 - [HTML]

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-13 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-20 14:09:05 - [HTML]

Þingmál A304 (fjáraukalög 2015)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-03 12:40:09 - [HTML]

Þingmál A332 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-15 16:13:35 - [HTML]

Þingmál A373 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 634 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-12-17 10:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2015-12-11 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A399 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 656 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Félagsstofnun stúdenta - [PDF]

Þingmál A400 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 973 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-09 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A404 (uppbygging og rekstur fráveitna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 973 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-09 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A411 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (frumvarp) útbýtt þann 2015-12-04 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 598 (álit) útbýtt þann 2015-12-10 11:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A532 (endurskoðun starfsreglna verkefnisstjórnar um rammaáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (svar) útbýtt þann 2016-02-29 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-09 16:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A618 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2016-04-27 - Sendandi: Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda - [PDF]

Þingmál A653 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-04-04 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1956 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A659 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1630 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A667 (skattar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2016-05-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A670 (meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1524 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-30 23:27:04 - [HTML]
144. þingfundur - Árni Páll Árnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2016-09-01 13:22:43 - [HTML]
150. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-12 16:10:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1710 - Komudagur: 2016-06-06 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2016-08-24 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1579 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A741 (fjármálastefna 2017--2021)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-03 17:09:47 - [HTML]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson - [PDF]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1346 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-25 17:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-08-16 14:48:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1861 - Komudagur: 2016-08-19 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A815 (kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1507 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-06-08 20:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-08 20:54:16 - [HTML]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A851 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1609 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 22:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A859 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1626 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-09-05 18:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A888 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-29 18:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B630 (staðan í orkuframleiðslu landsins)

Þingræður:
83. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2016-03-01 14:23:13 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-12-22 14:43:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2016-12-21 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A7 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2016-12-21 23:02:49 - [HTML]
10. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-21 23:11:56 - [HTML]

Þingmál A70 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (frumvarp) útbýtt þann 2017-01-26 10:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-02 15:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 408 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis - [PDF]

Þingmál A113 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-24 14:50:05 - [HTML]
32. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-24 14:54:11 - [HTML]

Þingmál A116 (fyrirtækjaskrá)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-02-09 15:42:24 - [HTML]

Þingmál A150 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2017-02-21 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 278 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-02-24 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 280 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-02-27 15:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 281 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-02-27 15:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Nichole Leigh Mosty (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-02-22 16:52:04 - [HTML]
30. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2017-02-22 17:36:56 - [HTML]
30. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-22 17:41:50 - [HTML]
30. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-02-22 17:43:04 - [HTML]
34. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-02-27 20:09:20 - [HTML]
34. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-02-27 20:19:15 - [HTML]
34. þingfundur - Halldóra Mogensen (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-27 20:24:50 - [HTML]
34. þingfundur - Nichole Leigh Mosty - Ræða hófst: 2017-02-27 20:32:12 - [HTML]
34. þingfundur - Viktor Orri Valgarðsson - Ræða hófst: 2017-02-27 21:02:52 - [HTML]
34. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-02-27 21:06:14 - [HTML]

Þingmál A207 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 655 - Komudagur: 2017-04-04 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 842 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A286 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A306 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 776 - Komudagur: 2017-04-17 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A435 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 568 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið - [PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi - [PDF]

Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Álit umboðsmanns Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 412/2010 - [PDF]

Löggjafarþing 147

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 6 - Komudagur: 2017-10-10 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A113 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 139 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-09-26 22:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Nichole Leigh Mosty (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-09-26 23:39:44 - [HTML]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2017-12-22 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-28 16:34:43 - [HTML]

Þingmál A7 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 17:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-16 12:40:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 56 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-16 15:11:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A27 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A179 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 253 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-02-06 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A238 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1083 - Komudagur: 2018-04-03 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A344 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-03-06 17:25:51 - [HTML]

Þingmál A345 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-03-20 14:37:48 - [HTML]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 14:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2018-04-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A422 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1699 - Komudagur: 2018-05-29 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A441 (skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-23 10:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A454 (Póst- og fjarskiptastofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 653 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A465 (kvikmyndalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1647 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Kvikmyndamiðstöð Íslands - [PDF]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1798 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1830 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A647 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1163 (frumvarp) útbýtt þann 2018-06-08 12:20:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 100 - Komudagur: 2018-10-12 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A15 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-06 19:00:07 - [HTML]

Þingmál A38 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2018-12-10 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-27 11:52:27 - [HTML]
39. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2018-11-27 21:51:53 - [HTML]

Þingmál A155 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-04 18:22:42 - [HTML]
42. þingfundur - Birgir Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2018-12-05 16:42:09 - [HTML]

Þingmál A184 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A186 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2018-10-26 00:32:19 - [HTML]

Þingmál A189 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 15:34:15 - [HTML]

Þingmál A219 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A235 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-10-25 16:49:38 - [HTML]

Þingmál A270 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A314 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 708 - Komudagur: 2018-11-23 - Sendandi: Rafmyntaráð - [PDF]

Þingmál A339 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2018 um breytingu á IX., XII. og XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-27 23:39:47 - [HTML]

Þingmál A393 (þungunarrof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4416 - Komudagur: 2019-02-19 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A413 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 554 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4637 - Komudagur: 2019-03-12 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A416 (öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-03 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A433 (skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 922 - Komudagur: 2018-12-18 - Sendandi: Ernst &Young hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2019-01-10 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A434 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4255 - Komudagur: 2019-01-28 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A493 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-07 10:23:24 - [HTML]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 896 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-06 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-21 11:33:10 - [HTML]

Þingmál A634 (rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-06 14:22:40 - [HTML]

Þingmál A645 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4974 - Komudagur: 2019-04-04 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A646 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4914 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4916 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Valdimar Ingi Gunnarsson - [PDF]

Þingmál A752 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-25 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-22 04:02:33 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 08:04:55 - [HTML]
130. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-08-28 19:17:21 - [HTML]

Þingmál A780 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A803 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5258 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A860 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A909 (framkvæmd opinberra skipta dánarbúa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2080 (svar) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B801 (einkaframkvæmdir í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
100. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2019-05-06 15:33:54 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 123 - Komudagur: 2019-10-14 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A39 (rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2349 - Komudagur: 2020-06-09 - Sendandi: Forseti Alþingis - [PDF]

Þingmál A48 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1362 - Komudagur: 2020-02-20 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A101 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 412 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-06 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-11-28 14:26:08 - [HTML]

Þingmál A135 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-09 19:02:25 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2020-06-30 00:39:55 - [HTML]

Þingmál A139 (skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2545 - Komudagur: 2020-06-03 - Sendandi: Forseti Alþingis - [PDF]

Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-03 15:49:56 - [HTML]

Þingmál A196 (stjórnsýsla forsjár- og umgengnismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (svar) útbýtt þann 2020-02-20 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A202 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2019-10-10 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A223 (neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 203 - Komudagur: 2019-10-21 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A278 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-10-24 15:36:35 - [HTML]

Þingmál A306 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021--2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A313 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-05 14:39:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 573 - Komudagur: 2019-11-22 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-03-17 19:50:50 - [HTML]

Þingmál A328 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 434 - Komudagur: 2019-11-11 - Sendandi: Pawel Bartoszek - [PDF]

Þingmál A332 (breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A362 (vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-05 15:07:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 869 - Komudagur: 2019-12-10 - Sendandi: Gagnsæi, samtök gegn spillingu - [PDF]

Þingmál A388 (lagarök, lögskýringarsjónarmið og lögskýringargögn til grundvallar útgáfu reglugerðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-11-25 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 824 (svar) útbýtt þann 2019-12-17 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-06-26 17:11:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 2020-02-05 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (fimm ára samgönguáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-06-18 15:24:57 - [HTML]

Þingmál A439 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-06-15 20:01:34 - [HTML]

Þingmál A446 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1859 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-25 16:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-26 17:51:48 - [HTML]

Þingmál A457 (málefni innflytjenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2020-02-13 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1330 - Komudagur: 2020-02-18 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A458 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 994 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Eiríkur Jónsson prófessor - [PDF]

Þingmál A596 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1490 - Komudagur: 2020-03-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A629 (hugtakið mannhelgi)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-05-20 18:58:19 - [HTML]

Þingmál A639 (Orkusjóður)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-06-25 22:40:36 - [HTML]

Þingmál A640 (vörumerki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1806 - Komudagur: 2020-04-17 - Sendandi: Sigurjónsson og Thor - [PDF]

Þingmál A683 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1681 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A695 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1794 - Komudagur: 2020-03-28 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A707 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-30 13:57:09 - [HTML]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-05-06 23:02:13 - [HTML]

Þingmál A811 (stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-28 17:43:27 - [HTML]

Þingmál A812 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A813 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1560 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-29 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-29 15:50:55 - [HTML]
110. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-29 17:36:33 - [HTML]
110. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2020-05-29 19:30:52 - [HTML]
110. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-29 20:38:11 - [HTML]

Þingmál A815 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2225 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A969 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Inga Sæland (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-09-04 17:02:41 - [HTML]
140. þingfundur - Inga Sæland (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-09-04 17:08:39 - [HTML]

Þingmál B299 (störf þingsins)

Þingræður:
36. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-11-27 15:30:26 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 283 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A11 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-12 16:19:24 - [HTML]

Þingmál A17 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A56 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-03 13:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-07 17:17:17 - [HTML]
32. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-12-07 17:47:35 - [HTML]
32. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2020-12-07 19:25:31 - [HTML]
49. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-01-27 18:16:09 - [HTML]
49. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-27 18:57:01 - [HTML]
49. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2021-01-27 19:18:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Stefán Már Stefánsson prófessor - [PDF]

Þingmál A80 (Þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2020-10-06 12:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-13 14:09:18 - [HTML]

Þingmál A211 (bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A267 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-03 14:26:43 - [HTML]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A345 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2021-01-04 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]

Þingmál A350 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2408 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A351 (kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 444 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-27 19:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-11-27 20:05:57 - [HTML]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A355 (Barna- og fjölskyldustofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A356 (Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A366 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1441 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Landvarðafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1449 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A370 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1576 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A372 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 971 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 972 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Félag vinnuvélaeigenda - [PDF]

Þingmál A452 (málefni innflytjenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1932 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (vistun barna á vegum stjórnvalda á einkaheimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2021-03-29 - Sendandi: Margrét Esther Erludóttir - [PDF]

Þingmál A501 (þjóðsöngur Íslendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2371 - Komudagur: 2021-03-30 - Sendandi: Kári Hólmar Ragnarsson - [PDF]

Þingmál A509 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2037 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A534 (póstþjónusta og Byggðastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2021-03-11 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2021-03-12 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A550 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-23 12:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A563 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A573 (skráning samskipta í ráðuneytinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1203 (svar) útbýtt þann 2021-04-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A582 (skráning samskipta í ráðuneytinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1205 (svar) útbýtt þann 2021-04-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A628 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2502 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A700 (breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3095 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2867 - Komudagur: 2021-05-05 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2908 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A717 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2839 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A718 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2834 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A721 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B454 (fjarskipti)

Þingræður:
57. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-18 13:09:50 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 303 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A4 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A23 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3659 - Komudagur: 2022-06-14 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 3667 - Komudagur: 2022-06-15 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd - [PDF]

Þingmál A75 (neytendalán o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-03 13:36:22 - [HTML]

Þingmál A122 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-03 11:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A150 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-01-25 21:29:32 - [HTML]

Þingmál A168 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-06-15 14:22:21 - [HTML]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-02-08 15:05:08 - [HTML]

Þingmál A181 (almannavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 853 - Komudagur: 2022-02-17 - Sendandi: Félag grunnskólakennara - [PDF]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-27 20:11:23 - [HTML]
70. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-04-27 20:15:36 - [HTML]
70. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-04-27 23:00:25 - [HTML]
70. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-04-28 01:02:29 - [HTML]

Þingmál A272 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-31 23:07:35 - [HTML]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - [PDF]
Dagbókarnúmer 958 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 964 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1090 - Komudagur: 2022-03-14 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1171 - Komudagur: 2022-03-22 - Sendandi: Landslög - [PDF]

Þingmál A386 (fiskveiðistjórn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-09 12:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-14 00:57:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1122 - Komudagur: 2022-03-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A415 (aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022--2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 2022-03-23 - Sendandi: Samtökin '78 - [PDF]

Þingmál A419 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1263 - Komudagur: 2022-04-01 - Sendandi: ÍS 47 ehf og Hábrúnar hf. - [PDF]

Þingmál A424 (kosningalög og starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-03-09 19:10:03 - [HTML]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2022-04-14 - Sendandi: Nova ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2022-04-19 - Sendandi: Ríkisútvarpið - [PDF]

Þingmál A470 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-05-17 15:02:45 - [HTML]

Þingmál A531 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 17:44:28 - [HTML]

Þingmál A590 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 18:35:33 - [HTML]
64. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-07 19:28:42 - [HTML]

Þingmál A595 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 20:27:21 - [HTML]
75. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 23:20:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3456 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A737 (skilyrði fyrir gerð greiðsluáætlunar um skatta og opinber gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B457 (beiðni um að endurtaka atkvæðagreiðslu)

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-24 12:50:19 - [HTML]

Þingmál B506 (skipan ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra)

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-04 20:00:51 - [HTML]

Þingmál B519 (almannatryggingar)

Þingræður:
64. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-04-07 16:32:08 - [HTML]

Þingmál B543 (sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
68. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-26 00:52:53 - [HTML]

Þingmál B563 (rannsókn Ríkisendurskoðunar á bankasölunni)

Þingræður:
70. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-27 16:26:51 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-10-18 15:30:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A38 (starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-23 15:31:40 - [HTML]

Þingmál A67 (neytendalán o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-22 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-23 18:11:44 - [HTML]

Þingmál A105 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - Ræða hófst: 2023-02-22 17:52:15 - [HTML]

Þingmál A227 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2022-12-12 23:47:44 - [HTML]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 765 - Komudagur: 2022-12-12 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A273 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-10 16:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-18 18:33:23 - [HTML]

Þingmál A277 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 301 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-10-25 16:30:31 - [HTML]
22. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-10-25 18:40:58 - [HTML]
56. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - andsvar - Ræða hófst: 2023-01-26 12:29:36 - [HTML]
56. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - Ræða hófst: 2023-01-26 18:31:32 - [HTML]
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-01-31 20:44:01 - [HTML]
58. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-01 17:25:50 - [HTML]
58. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-02-01 22:59:51 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-02 15:45:06 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-02 19:54:09 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 02:25:35 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 03:03:04 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 03:59:09 - [HTML]
61. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-06 20:44:00 - [HTML]
61. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-06 21:42:42 - [HTML]
61. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-06 22:09:19 - [HTML]
62. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-07 19:02:29 - [HTML]
62. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-07 22:22:15 - [HTML]
62. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-07 22:32:52 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 22:43:31 - [HTML]
80. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-14 14:31:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: Mannréttindastofnun Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2022-11-11 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 562 - Komudagur: 2022-11-25 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3812 - Komudagur: 2023-01-23 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A428 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-14 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-17 13:30:04 - [HTML]

Þingmál A433 (sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-01-23 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A435 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2022-12-13 18:47:07 - [HTML]

Þingmál A490 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-11-29 16:30:11 - [HTML]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3878 - Komudagur: 2023-02-23 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 4488 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4489 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A531 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3935 - Komudagur: 2023-02-28 - Sendandi: Íslandspóstur ohf - [PDF]

Þingmál A589 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4384 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A712 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3993 - Komudagur: 2023-03-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu. - [PDF]

Þingmál A741 (safnalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1774 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-12 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-05-15 16:15:04 - [HTML]

Þingmál A880 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4263 - Komudagur: 2023-03-31 - Sendandi: Jónas M. Torfason - [PDF]
Dagbókarnúmer 4425 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 4743 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A889 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4476 - Komudagur: 2023-04-21 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1392 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 15:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4623 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Dóra Sif Tynes - [PDF]
Dagbókarnúmer 4638 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson - [PDF]

Þingmál A895 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-29 16:47:05 - [HTML]

Þingmál A923 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5023 - Komudagur: 2023-09-08 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A924 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-03-30 11:23:58 - [HTML]

Þingmál A938 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4551 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Veritas Capital ehf. - [PDF]

Þingmál A944 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-25 19:42:55 - [HTML]

Þingmál A956 (Mennta- og skólaþjónustustofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4898 - Komudagur: 2023-05-31 - Sendandi: Mennta- og barnamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A976 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A978 (aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2023-05-24 17:11:56 - [HTML]

Þingmál A979 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4670 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: LEX lögmannsstofa - [PDF]

Þingmál A986 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4535 - Komudagur: 2023-05-02 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4807 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Heilsuhagur - hagsmunasamtök notenda í heilbrigðisþjónustu - [PDF]

Þingmál A1052 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4821 - Komudagur: 2023-05-23 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A1143 (notkun íslenska fánans og fánalitanna við merkingar á matvælum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2089 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1156 (breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-06-06 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-06-07 11:21:24 - [HTML]

Þingmál B376 (orð þingmanns í hliðarsal)

Þingræður:
41. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-05 20:04:25 - [HTML]

Þingmál B648 (greinargerð um sölu Lindarhvols)

Þingræður:
68. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-02-23 16:14:33 - [HTML]

Þingmál B786 (Störf þingsins)

Þingræður:
89. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-03-28 13:57:51 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A20 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-18 15:57:38 - [HTML]

Þingmál A27 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2024-01-09 - Sendandi: Menntasjóður námsmanna - [PDF]

Þingmál A37 (málstefna íslensks táknmáls 2024--2027 og aðgerðaáætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1289 - Komudagur: 2023-12-20 - Sendandi: Félag heyrnarlausra - [PDF]

Þingmál A141 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 15:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 15:13:57 - [HTML]

Þingmál A173 (neytendalán o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A183 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 211 - Komudagur: 2023-10-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A225 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2023-10-18 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A309 (vændi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (svar) útbýtt þann 2023-12-14 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (frumvarp) útbýtt þann 2023-10-09 14:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A328 (menntaskólaáfangar fyrir grunnskólabörn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 477 (svar) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-07 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-15 17:49:20 - [HTML]

Þingmál A481 (fjáraukalög 2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 2023-12-15 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A505 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1979 - Komudagur: 2024-04-10 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A542 (lögheimili og aðsetur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A544 (framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæða um rafræna meðferð mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 642 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-29 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-07 15:48:33 - [HTML]

Þingmál A617 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1347 - Komudagur: 2024-01-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A619 (,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-24 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A626 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1387 - Komudagur: 2024-02-09 - Sendandi: Rún Knútsdóttir - [PDF]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-13 17:19:50 - [HTML]

Þingmál A662 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1635 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A691 (meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-09 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1879 - Komudagur: 2024-03-27 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 2024-04-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-22 17:26:22 - [HTML]

Þingmál A718 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1712 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-15 20:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-13 12:05:14 - [HTML]
122. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-13 12:06:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1809 - Komudagur: 2024-03-22 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála - [PDF]
Dagbókarnúmer 2074 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2075 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A737 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1792 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A754 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1905 - Komudagur: 2024-03-22 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2086 - Komudagur: 2024-04-22 - Sendandi: Heimstaden - [PDF]

Þingmál A787 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-12 17:06:18 - [HTML]

Þingmál A830 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A847 (Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-06-18 15:23:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2024-04-10 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2002 - Komudagur: 2024-04-11 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2773 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A898 (breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-11 00:21:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2267 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A905 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-20 22:56:19 - [HTML]

Þingmál A908 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2177 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2664 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A912 (frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-05 16:40:52 - [HTML]

Þingmál A916 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2113 - Komudagur: 2024-04-26 - Sendandi: Akta sjóðir hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2655 - Komudagur: 2024-05-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A925 (lögræðislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2625 - Komudagur: 2024-05-27 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2811 - Komudagur: 2024-06-10 - Sendandi: Kári Hólmar Ragnarsson og Víðir Smári Petersen - [PDF]

Þingmál A935 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-04-15 18:20:50 - [HTML]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-17 16:19:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2700 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2721 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 2749 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A1143 (stefna í neytendamálum til ársins 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1808 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-06-06 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1160 (breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1914 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-06-18 21:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-06-19 15:04:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2849 - Komudagur: 2024-06-21 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-09-12 17:09:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 62 - Komudagur: 2024-10-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 101 - Komudagur: 2024-10-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - [PDF]
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2024-10-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A177 (neytendalán o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-19 10:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A192 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A221 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-09-18 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A231 (sóttvarnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 230 - Komudagur: 2024-10-17 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A232 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til að starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A260 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-04 14:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 443 - Komudagur: 2024-11-06 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A301 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 411 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 156

Þingmál A66 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 2025-02-13 11:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-08 19:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-02-11 15:24:26 - [HTML]
3. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-02-11 15:28:16 - [HTML]
55. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2025-06-06 19:55:35 - [HTML]
55. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 20:21:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2025-02-26 - Sendandi: Dóra Sif Tynes - [PDF]
Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 2025-02-28 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A89 (raforkulög og stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-10 19:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A103 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-15 10:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2025-03-03 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A107 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-18 13:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 370 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði - [PDF]
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2025-05-08 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði - [PDF]

Þingmál A118 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 327 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A123 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2025-03-13 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A132 (landamæri o.fl.)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-26 18:39:27 - [HTML]

Þingmál A141 (skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2025-04-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2025-04-28 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A147 (skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-04-28 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A149 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2025-03-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A159 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-11 17:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 491 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 492 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A187 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 592 - Komudagur: 2025-04-06 - Sendandi: Eiríkur Karl Ólafsson Smith - [PDF]

Þingmál A212 (skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-22 13:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A225 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 750 - Komudagur: 2025-04-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A251 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 954 - Komudagur: 2025-04-28 - Sendandi: Raforkueftirlitið - [PDF]

Þingmál A264 (fjármálaáætlun fyrir árin 2026--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A268 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 835 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Minjastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A270 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1096 - Komudagur: 2025-05-14 - Sendandi: Garðabær - [PDF]

Þingmál A277 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-31 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (veiðigjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál B83 (Strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi)

Þingræður:
7. þingfundur - Daði Már Kristófersson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-02-18 14:15:34 - [HTML]

Löggjafarþing 157

Þingmál A1 (fjárlög 2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 952 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1203 - Komudagur: 2025-12-08 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 449 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-12-02 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-18 14:46:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2025-10-14 - Sendandi: Eiríkur Áki Eggertsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 428 - Komudagur: 2025-10-20 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 442 - Komudagur: 2025-10-21 - Sendandi: Dóra Sif Tynes - [PDF]

Þingmál A45 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-08 18:04:03 - [HTML]

Þingmál A48 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 69 - Komudagur: 2025-10-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A80 (sóttvarnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 391 - Komudagur: 2025-10-03 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A82 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-22 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-22 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 323 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: Heimaleiga - [PDF]

Þingmál A144 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Pawel Bartoszek (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2025-12-09 11:05:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 489 - Komudagur: 2025-10-23 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A155 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2025-10-31 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A179 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2025-11-07 - Sendandi: Eimskipafélag Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A191 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: Elma orkuviðskipti ehf. - [PDF]

Þingmál A229 (verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A230 (brottfararstöð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1060 - Komudagur: 2025-11-28 - Sendandi: FTA, félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd - [PDF]

Þingmál A231 (stafræn og rafræn málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 15:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1020 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1159 - Komudagur: 2025-12-03 - Sendandi: Dómstólasýslan - [PDF]

Þingmál A234 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2025-12-22 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A257 (skattar, gjöld o.fl. (tollar, leigutekjur o.fl.))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-14 19:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (sjúkratryggingar og ófrjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-02 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A334 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 490 (frumvarp) útbýtt þann 2025-12-09 16:51:00 [HTML] [PDF]