Merkimiði - Lagastoð


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1465)
Dómasafn Hæstaréttar (735)
Umboðsmaður Alþingis (421)
Stjórnartíðindi - Bls (309)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (1336)
Dómasafn Félagsdóms (30)
Dómasafn Landsyfirréttar (1)
Alþingistíðindi (1729)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (460)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (365)
Lagasafn (24)
Lögbirtingablað (573)
Alþingi (3717)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1931:87 nr. 101/1930[PDF]

Hrd. 1931:221 nr. 19/1931[PDF]

Hrd. 1937:651 nr. 35/1936 (Björgunarlaun)[PDF]

Hrd. 1938:77 nr. 145/1937 (Gullforði)[PDF]

Hrd. 1938:116 nr. 143/1937[PDF]

Hrd. 1938:484 nr. 10/1938[PDF]

Hrd. 1938:704 nr. 45/1937[PDF]

Hrd. 1944:98 nr. 107/1943[PDF]

Hrd. 1945:106 nr. 134/1944[PDF]

Hrd. 1945:161 nr. 82/1944[PDF]

Hrd. 1945:322 kærumálið nr. 9/1945[PDF]

Hrd. 1945:372 nr. 23/1944 (Samsköttun hjóna)[PDF]
Hjón giftu sig í desember 1943 en samsköttuð fyrir allt árið. Talið að ekki mætti túlka og beita reglunum með þeim hætti að samskatta þau fyrir allt árið.
Hrd. 1946:129 nr. 158/1945 (Fyrning skips)[PDF]

Hrd. 1946:374 nr. 73/1945 (Hafnarstjórn)[PDF]

Hrd. 1947:417 nr. 139/1946[PDF]

Hrd. 1948:88 nr. 6/1948 (Takmörkun á næturakstri leigubifreiða - Skömmtun bensíns)[PDF]
Lagaákvæðin voru almenn og óljós en heimilt var að refsa viðkomandi. Líklega ekki niðurstaðan ef dæmt í dag.
Hrd. 1950:248 nr. 9/1950[PDF]

Hrd. 1951:96 nr. 16/1951[PDF]

Hrd. 1951:432 nr. 94/1951 (Smásala)[PDF]

Hrd. 1952:80 nr. 46/1950 (Grafarnes - Forsamningur)[PDF]

Hrd. 1952:434 nr. 80/1952 (Stóreignaskattur)[PDF]

Hrd. 1953:142 nr. 190/1952 (Skattlagning félaga)[PDF]

Hrd. 1953:154 nr. 130/1952[PDF]

Hrd. 1953:159 nr. 104/1952[PDF]

Hrd. 1953:165 nr. 126/1952[PDF]

Hrd. 1954:85 nr. 109/1952[PDF]

Hrd. 1954:327 nr. 157/1953[PDF]

Hrd. 1954:580 nr. 155/1952[PDF]

Hrd. 1954:584 nr. 108/1953[PDF]

Hrd. 1955:658 nr. 128/1955[PDF]

Hrd. 1956:763 nr. 203/1954 (Vífilfell)[PDF]

Hrd. 1957:420 nr. 75/1957[PDF]

Hrd. 1958:258 nr. 177/1957[PDF]

Hrd. 1958:389 nr. 37/1958[PDF]

Hrd. 1959:482 nr. 89/1959[PDF]

Hrd. 1959:484 nr. 90/1959[PDF]

Hrd. 1960:460 nr. 17/1957[PDF]

Hrd. 1961:157 nr. 98/1960 (Sýsluvegur)[PDF]

Hrd. 1961:446 nr. 192/1960[PDF]

Hrd. 1961:779 nr. 21/1961[PDF]

Hrd. 1961:878 nr. 30/1961[PDF]

Hrd. 1963:417 nr. 39/1963[PDF]

Hrd. 1964:122 nr. 96/1962[PDF]

Hrd. 1964:159 nr. 54/1963[PDF]

Hrd. 1965:212 nr. 77/1962[PDF]

Hrd. 1965:537 nr. 57/1965 (Framtal til aðstöðugjalds)[PDF]

Hrd. 1966:473 nr. 16/1966[PDF]

Hrd. 1966:704 nr. 57/1966 (Kvöldsöluleyfi)[PDF]
Aðili fékk leyfi til kvöldsölu frá sveitarfélaginu og greiddi gjaldið. Sveitarfélagið hætti við og endurgreiddi gjaldið. Meiri hluti Hæstaréttar taldi að óheimilt hafi verið að afturkalla leyfið enda ekkert sem gaf til kynna að hann hefði misfarið með leyfið.

Lögreglan hafði innsiglað búðina og taldi meiri hluti Hæstaréttar að eigandi búðarinnar hefði átt að fá innsiglinu hnekkt í stað þess að brjóta það.

Hrd. 1966:718 nr. 98/1966[PDF]

Hrd. 1966:1038 nr. 217/1965 (Heimtaugagjald)[PDF]

Hrd 1967:951 nr. 60/1967 (Aðstöðugjald)[PDF]

Hrd. 1967:1014 nr. 120/1967[PDF]

Hrd. 1967:1029 nr. 122/1967[PDF]

Hrd. 1968:94 nr. 93/1964[PDF]

Hrd. 1968:428 nr. 33/1967 (Hjónavígsla)[PDF]

Hrd. 1968:1075 nr. 154/1968[PDF]

Hrd. 1969:153 nr. 11/1969 (Eignaauki)[PDF]
Framteljandi hafði á skattframtölum sínum árin 1966 og 1967 talið fram verðmæti eigin vinnu við byggingaframkvæmdir skattárin fyrir 1965 og 1966. Framteljandinn taldi þá vinnu vera skattfrjálsa á grundvelli ákvæðis í skattalögum um að tekjur teldust ekki til eignaauka sem stafa af aukavinnu, sem einstaklingar leggja fram utan reglulegs vinnutíma við byggingu íbúða til eigin nota og að sú ívilnun félli burt að því leyti sem vinnan kunni að fást endurgreidd með söluhagnaði af íbúðinni.

Í reglugerð sem sett var á grundvelli laganna sagði hins vegar þetta: „Nú á maður íbúð og byggir sér aðra stærri til eigin nota, skal þá telja þann hluta eigin aukavinnu hans við nýju íbúðina skattfrjálsan, sem svarar til stærðarmunarins, miðað við rúmmetrafjölda.“

Hæstiréttur taldi að þar sem ekki kæmi í lögunum fram að það myndi skerða ívilnunina að skattþegn hafi áður átt íbúðarhúsnæði, hafi fjármálaráðherra ekki öðlast heimild til þess að skerða ívilnunina enn frekar.
Hrd. 1969:1125 nr. 152/1968[PDF]

Hrd. 1969:1312 nr. 163/1969[PDF]

Hrd. 1970:178 nr. 49/1969[PDF]

Hrd. 1970:977 nr. 195/1970[PDF]

Hrd. 1970:1122 nr. 153/1970[PDF]

Hrd. 1971:133 nr. 130/1970[PDF]

Hrd. 1971:385 nr. 17/1971[PDF]

Hrd. 1971:424 nr. 192/1970[PDF]

Hrd. 1971:817 nr. 129/1971[PDF]

Hrd. 1972:446 nr. 187/1971[PDF]

Hrd. 1972:657 nr. 116/1971[PDF]

Hrd. 1972:995 nr. 113/1971[PDF]

Hrd. 1973:601 nr. 89/1973[PDF]

Hrd. 1973:1000 nr. 152/1972[PDF]

Hrd. 1973:1026 nr. 129/1972 (Reynisvatn)[PDF]

Hrd. 1973:1037 nr. 27/1973[PDF]

Hrd. 1974:135 nr. 113/1972[PDF]

Hrd. 1974:823 nr. 68/1973 (Skattframkvæmd á reiki)[PDF]

Hrd. 1975:164 nr. 37/1973 (Fóstureyðing - Rauðir hundar)[PDF]

Hrd. 1975:601 nr. 23/1974 (Hundamál)[PDF]
Borgarstjórinn í Reykjavík hafði synjað áfrýjanda um leyfi til að halda hund af íslensku fjárhundakyni á heimili sínu. Eldri lög veittu bæjarstjórnum og hreppsnefndum heimild til að takmarka eða banna hundahald í kaupstöðum og kauptúnum í formi reglugerðar staðfestum af stjórnarráðinu, og nýtti Reykjavík þá heimild á þann veg að banna hundahald á kaupstaðarlóð Reykjavíkur en hægt var að sækja um leyfi fyrir þarfahundum. Ný lög voru sett er tóku við af þeim eldri er höfðu sömu heimildir til banns á hundahaldi en kröfðust samþykktar staðfestri af heilbrigðismálaráðuneytinu.

Hæstiréttur taldi að þessar breyttu kröfur um setningarhátt yrðu ekki til þess að raska gildi reglugerðar sem sett hafði verið með stoð í eldri lögin. Synjaði hann einnig málsástæðu um að tiltekin lagaákvæði hafi verið talin hafa fallið úr gildi þar sem banni við hundahaldi í Reykjavík sbr. reglugerð, hafi ekki verið framfylgt.
Hrd. 1975:850 nr. 127/1974[PDF]

Hrd. 1975:895 nr. 141/1974[PDF]

Hrd. 1976:447 nr. 73/1975 (Viðlagasjóður vegna jarðelda)[PDF]

Hrd. 1976:1101 nr. 98/1975 (Sterlingspund)[PDF]

Hrd. 1977:13 nr. 143/1974 (Steinahlíð)[PDF]

Hrd. 1977:453 nr. 149/1975[PDF]

Hrd. 1977:907 nr. 171/1974[PDF]

Hrd. 1978:97 nr. 50/1976 (Hafnargjöld)[PDF]
Bræðsluskip var leigt og loðnunni landað í þetta skip töluvert undan höfninni. Rekstraraðilar hafnarinnar voru ósáttir þar sem bátarnir lögðust ekki að höfninni, er leiddi til tekjutaps fyrir sveitarfélagið. Álitamálið var hvort heimilt hafi verið að leggja á hafnargjaldið í slíkum tilvikum. Hæstiréttur taldi að það hafi verið óheimilt þar sem hvorki lög né reglugerður veittu heimild til að rukka gjaldið gagnvart skipum utan marka kaupstaðarins.
Hrd. 1978:105 nr. 99/1976[PDF]

Hrd. 1978:263 nr. 92/1975[PDF]

Hrd. 1978:563 nr. 119/1975 (Fiskveiðasjóður Íslands)[PDF]

Hrd. 1978:1225 nr. 138/1978[PDF]

Hrd. 1979:268 nr. 34/1979[PDF]

Hrd. 1979:430 nr. 229/1976 (Báran h/f)[PDF]

Hrd. 1979:531 nr. 79/1977[PDF]

Hrd. 1979:562 nr. 165/1977 (Hveragerði)[PDF]

Hrd. 1979:808 nr. 119/1979[PDF]

Hrd. 1979:846 nr. 164/1976[PDF]

Hrd. 1980:1180 nr. 98/1977[PDF]

Hrd. 1980:1732 nr. 141/1979 (Skyldusparnaður - Afturvirkni skattalaga)[PDF]

Hrd. 1980:1754 nr. 197/1978[PDF]

Hrd. 1981:633 nr. 101/1981[PDF]

Hrd. 1981:687 nr. 78/1981[PDF]

Hrd. 1981:910 nr. 131/1979[PDF]

Hrd. 1981:928 nr. 151/1979[PDF]

Hrd. 1981:965 nr. 191/1978[PDF]

Hrd. 1981:1138 nr. 191/1981[PDF]

Hrd. 1981:1584 nr. 199/1978 (Landmannaafréttardómur síðari)[PDF]
Íslenska ríkið hóf mál fyrir aukadómþingi Rangárvallasýslu árið 1975 með eignardómsstefnu þar sem krafist var viðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Tilefnið var ágreiningur um réttarstöðu afréttanna vegna virkjanaframkvæmda hins opinbera við Tungnaá og Þórisvatn. Ríkið taldi sig ávallt hafa átt svæðið án þess að formleg staðfesting hafi verið á þeim rétti, en tók þó fram að það viðurkenndi þegar áunninn upprekstrarréttindi og önnur afréttarnot annarra aðila reist á lögum og venjum.

Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.

Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna, hrd. Landmannaafréttur I. Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.

Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.

Sératkvæði tveggja manna minni hluta Hæstaréttar voru um hið andstæða á þeim forsendum að í meginatriðum um þegar hefði verið leyst úr þeim hluta málsins fyrir Hæstarétti er varðaði veiðirétt og vatnsföll á sama svæði af hálfu sömu aðila, án þess að málatilbúnaðurinn hafi verið til þess fallinn að aðgreina það fordæmi né lögð fram ný gögn er gæfu tilefni til annarrar niðurstöðu.

Hrd. 1982:511 nr. 113/1978[PDF]

Hrd. 1982:593 nr. 156/1979[PDF]

Hrd. 1982:902 nr. 60/1980 (Hænsnahús brennt af heilbrigðisyfirvöldum)[PDF]
Rottugangur var í hænsnahúsi og kom meindýraeyðir og eitraði fyrir þeim. Hins vegar blönduðu heilbrigðisyfirvöld sér inn í málið létu brenna hænsnahúsið þrátt fyrir að ekki hafi legið fyrir að um stórfellda hættu að ræða. Eiganda hænsnahússins hafði ekki borist tilkynning um aðgerðirnar fyrir fram.
Hrd. 1982:1328 nr. 159/1982 (Lögbann)[PDF]

Hrd. 1982:1424 nr. 189/1982[PDF]

Hrd. 1982:1968 nr. 108/1981 (Nýja bílasmiðjan)[PDF]

Hrd. 1983:392 nr. 11/1981[PDF]

Hrd. 1983:1055 nr. 49/1981[PDF]

Hrd. 1983:1063 nr. 52/1981[PDF]

Hrd. 1983:1322 nr. 72/1983[PDF]

Hrd. 1983:1342 nr. 4/1983[PDF]

Hrd. 1983:1559 nr. 247/1980[PDF]

Hrd. 1983:1905 nr. 271/1981[PDF]

Hrd. 1983:1913[PDF]

Hrd. 1983:2059 nr. 199/1981[PDF]

Hrd. 1983:2134 nr. 225/1981 (Skilningur á kaupmála)[PDF]
K og M deildu um gildi kaupmála sem þau gerðu sín á milli.

M hélt því fram að K hefði allt frumkvæðið og séð um fjármálin. Hún hefði heimtað að kaupmálinn yrði gerður og eignirnar væru hennar séreignir. Hún hefði ákveðið að skilja við M skömmu eftir skráningu kaupmálans. M taldi að K hefði ætlað sér að skilja við hann um leið og hann samþykkti kaupmálann.
K var með 75% örorkumat og lága greindarvísitölu og því ekki í stöðu til að þvinga kaupmálanum í gegn. M taldi sig einnig að kaupmálinn kæmi einvörðungu til framkvæmda í tilfelli andláts annars þeirra en ekki vegna skilnaðar.

Ólíkt héraðsdómi taldi Hæstiréttur að ekki ætti að ógilda kaupmálann.
Hrd. 1983:2219 nr. 190/1983[PDF]

Hrd. 1983:2225 nr. 220/1983[PDF]

Hrd. 1984:39 nr. 17/1982 (Slys við eigin húsbyggingu)[PDF]
Strætisvagnabílstjóri var að byggja sér hús í Kópavogi og slasast hann við húsbygginguna. Leitaði hann því bóta í slysatryggingu launþega er gilti allan sólarhringinn. Fyrirtækið hafði ekki keypt trygginguna þannig að bílstjórinn sótti bætur til fyrirtækisins sjálfs. Að koma þaki yfir höfuð var ekki talið til arðbærra starfa og því fallist á bætur.
Hrd. 1984:165 nr. 93/1982 (Andlegt ástand)[PDF]
M sagðist hafa verið miður sín og að K hefði beitt sig þvingunum. Það var ekki talið sannað.
Hrd. 1984:336 nr. 41/1982[PDF]

Hrd. 1984:560 nr. 39/1982 (Ónýtt bundið slitlag)[PDF]

Hrd. 1984:573 nr. 48/1982[PDF]

Hrd. 1984:609 nr. 112/1982[PDF]

Hrd. 1984:775 nr. 88/1982 (Starfsmannavegabréf)[PDF]
P krafði ríkissjóð um bætur fyrir ólögmæta handtöku þar sem hún hafði einungis framvísað starfsmannavegabréfi í stað gestavegabréfs. Handtakan var réttlætt með vísun í reglugerð settra með heimild í eldri lögum er giltu þá. Þau lög voru síðar afnumin með tilkomu laga um notkun nafnskírteina og talið að þá hafi grundvöllur reglugerðarinnar brostið. Krafa P um skaðabætur var því samþykkt.
Hrd. 1984:804 nr. 30/1983 (Víxilskuld)[PDF]

Hrd. 1984:943 nr. 153/1982 (Bifreiðastöð Steindórs sf.)[PDF]
Gert var samkomulag um að fjölskylda manns hans fengi leyfið hans eftir að hann lést. Þegar fjölskyldan vildi framselja leyfið var það talið hafa farið út fyrir leyfileg mörk. Talið var að skilyrðið með leyfinu hafi verið heimil.
Hrd. 1984:1142 nr. 66/1984[PDF]

Hrd. 1984:1148 nr. 67/1984[PDF]

Hrd. 1984:1136 nr. 65/1984 (Veiði silungs í lagnet)[PDF]
Í lögum var kveðið á um heimild til ráðherra til að takmarka eða banna veiði göngusilungs í sjó á tilteknum svæðum og um tiltekinn tíma með þeim formerkjum að nánar skilgreindir aðilar æsktu þess og tilteknir aðilar mæltu með henni.

Ráðherra setti slíkar reglur sem uppfyllti þessi skilyrði en sökum efnislegs galla gaf hann þær aftur út endurskoðaðar með viðeigandi breytingum. Hins vegar láðist ráðherra að afla meðmælanna á ný er leiddi til þess að seinni reglurnar voru ekki rétt settar, og því voru þær ekki löggiltur refsigrundvöllur.
Hrd. 1984:1197 nr. 162/1982 (Melgerði)[PDF]

Hrd. 1984:1273 nr. 238/1982 (Stíflusel - Matsverð eignar)[PDF]

Hrd. 1984:1281 nr. 213/1984[PDF]

Hrd. 1985:183 nr. 119/1984[PDF]

Hrd. 1985:235 nr. 223/1982[PDF]

Hrd. 1985:463 nr. 122/1983[PDF]

Hrd. 1985:1210 nr. 224/1983[PDF]

Hrd. 1985:1440 nr. 141/1984 (Rafveita Hafnarfjarðar)[PDF]
Rafveita Hafnarfjarðar setti fram lögtaksbeiðni gegn Gísla Jónssyni, prófessor í rafmagnsverkfræði og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra rafveitna, til tryggingar á gjaldskuld. Sú skuld átti rætur að rekja til rafmagnsreiknings. Breytingar höfðu átt sér stað á gjaldskránni er leiddu til hækkunar en Gísli greiddi einvörðungu upphæðina skv. eldri taxtanum, og beindist því lögtakið að mismuninum þar á milli.

Deilt var í málinu hvort hinir breyttu skilmálar hafi verið rétt birtir. Gísli hélt því fram að skv. orkulögum skuli skilmálar settir í reglugerðum en ekki í gjaldskrá. Rétturinn tók ekki undir þá málsástæðu þar sem skilmálarnir eru staðfestir af ráðherra og birtir í B-deild Stjórnartíðinda, og því „hliðsett stjórnvaldsregla reglugerðinni og því gild réttarheimild“.
Hrd. 1985:1544 nr. 81/1983 (Kjarnfóðurgjald)[PDF]
Bráðabirgðalög, nr. 63/1980, voru sett þann 23. júní 1980. Með þeim var kominn á 200% skattur á innkaupsverði kjarnfóðurs, kjarnfóðurgjald, og mögulegt væri að fá endurgreiðslu að hluta eftir reglum sem Framleiðsluráð landbúnaðarins ákvæði. Hæstiréttur taldi að með þessu væri skattlagningarvaldið í reynd hjá framleiðsluráði og væri því brot á 40. gr. stjórnarskrárinnar. Engu breytti þótt umræddar reglur væru háðar ráðherrastaðfestingu.

Með síðari breytingarlögum, nr. 45/1981, var ráðherra falið að ákveða endurgreiðslu gjaldsins að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, í stað þess að framleiðsluráðið ákvæði reglurnar. Í þessu tilfelli taldi Hæstiréttur hins vegar að um væri að ræða langa og athugasemdalausa venju að fela ráðherra að ákveða innan vissra marka hvort innheimta skuli tiltekna skatta. Umrædd venja hafi því hnikað til merkingu 40. gr. stjórnarskrárinnar.

Athuga skal þó að árið 1995 kom inn nýmæli í stjórnarskrána sem tók fyrir hendur þessa heimild löggjafans til að framselja stjórnvöldum ákvörðunarvald til skattlagningar. Því er talið að sú venja hafi verið lögð af með þeirri stjórnarskrárbreytingu.
Hrd. 1986:462 nr. 204/1985 (Þungaskattur í formi kílómetragjalds)[PDF]
Vörubifreiðastjóri fór í mál til að endurheimta skatt sem hann greiddi.
Síðar voru sett lög sem heimiluðu endurgreiðslu ofgreiddra skatta.
Hrd. 1986:619 nr. 34/1984 (Vextir af skyldusparnaði)[PDF]

Hrd. 1986:646 nr. 240/1985[PDF]

Hrd. 1986:1318 nr. 169/1986[PDF]

Hrd. 1986:1361 nr. 114/1985 (Búnaðarmálasjóðsgjald I)[PDF]

Hrd. 1986:1455 nr. 279/1986[PDF]

Hrd. 1986:1464 nr. 280/1986[PDF]

Hrd. 1986:1702 nr. 274/1985 (Goðheimar)[PDF]

Hrd. 1986:1742 nr. 223/1984 (Íbúðaval hf. - Brekkubyggð)[PDF]

Hrd. 1987:67 nr. 173/1985[PDF]

Hrd. 1987:362 nr. 23/1986 (Endurgreiðsla opinberra gjalda)[PDF]

Hrd. 1987:473 nr. 95/1986 (Valdsmaður - Fjárhæð meðlags)[PDF]

Hrd. 1987:560 nr. 174/1985 (Ísafoldarprentsmiðja)[PDF]

Hrd. 1987:775 nr. 206/1986[PDF]

Hrd. 1987:972 nr. 12/1986 (Kjarnaborvél)[PDF]

Hrd. 1987:1361 nr. 263/1986[PDF]

Hrd. 1987:1400 nr. 291/1986 (Munnleg arfleiðsla)[PDF]
M fær slæmt krabbamein og var lagður inn á spítala. M var talinn hafa gert sér grein fyrir því að hann væri að fara að deyja. Hann gerði erfðaskrá til hagsbóta fyrir sambýliskonu sína til þrjátíu ára.

Móðir hans og systkini fóru í mál til að ógilda erfðaskrána.

Gögn voru til úr tækjum spítalans og af þeim mátti ekki sjá að hann hefði verið óhæfur til að gera hana.
Hrd. 1987:1444 nr. 49/1986 (Byggingafræðingur)[PDF]

Hrd. 1988:302 nr. 24/1987 (Heitt vatn frá gróðurhúsi)[PDF]

Hrd. 1988:413 nr. 222/1987[PDF]

Hrd. 1988:1169 nr. 270/1986 (Esjubraut)[PDF]

Hrd. 1988:1381 nr. 22/1987 (Grunnskólakennari - Ráðning stundakennara)[PDF]
Deilt var um hvort ríkissjóður eða sveitarfélagið bæri ábyrgð á greiðslu launa í kjölfar ólögmætrar uppsagnar stundakennara við grunnskóla. Hæstiréttur leit til breytingar sem gerð var á frumvarpinu við meðferð þess á þingi til marks um það að stundakennarar séu ríkisstarfsmenn. Ríkissjóður hafði þar að auki fengið greidd laun beint frá fjármálaráðuneytinu án milligöngu sveitarfélagsins. Ríkissjóður bar því ábyrgð á greiðslu launa stundakennarans.
Hrd. 1988:1485 nr. 307/1988 og 379/1988[PDF]

Hrd. 1988:1532 nr. 239/1987 (Framadómur)[PDF]
Í reglugerð var kveðið á um það skilyrði fyrir atvinnuleyfi að bifreiðastjóri yrði að vera í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Bifreiðarstjórinn fékk atvinnuleyfi árið 1984 og skuldbatt sig til að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar í einu og öllu. Árið eftir hætti hann að greiða félagsgjöldin og taldi sig vera óskylt að vera í félaginu. Umsjónarnefnd leigubifreiða innkallaði atvinnuleyfið að ósk félagsins og staðfesti ráðherra þá ákvörðun. Bifreiðarstjórinn höfðaði mál til ógildingar á þeirri ákvörðun.

Í lögunum, sem reglugerðin byggði á, var ekki mælt fyrir um skyldu atvinnuleyfishafa til að vera í stéttarfélagi eða einungis megi veita atvinnuleyfi til þeirra sem væru í stéttarfélagi bifreiðastjóra. Hæstiréttur taldi að ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi kvæði á um að lagaboð þyrfti til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna og vísaði þá í sett lög frá Alþingi, og þar af leiðandi dygðu reglugerðarákvæðin ekki ein og sér. Taldi dómurinn því að óheimilt hafi verið að svipta bifreiðarstjórann atvinnuleyfinu á þeim forsendum.
Hrd. 1988:1540 nr. 132/1987[PDF]

Hrd. 1989:131 nr. 238/1987 (Síritinn - Líkamstjón við fæðingu)[PDF]

Hrd. 1989:488 nr. 19/1989 (Minni möskvar)[PDF]

Hrd. 1989:496 nr. 20/1989[PDF]

Hrd. 1989:917 nr. 335/1987[PDF]

Hrd. 1989:1175 nr. 272/1989[PDF]

Hrd. 1989:1627 nr. 252/1989 (Áfengiskaup hæstaréttardómara)[PDF]
Forseti Hæstaréttar var sakaður um að hafa misnotað hlunnindi sem handhafi forsetavalds með því að kaupa mikið magn áfengis á kostnaðarverði, þ.e. án áfengisgjalds, með lagaheimild sem þá var til staðar. Forseti Íslands veitti forseta Hæstaréttar lausn um stundarsakir og svo höfðað dómsmál um lausn til frambúðar. Settur Hæstiréttur í málinu taldi að skortur á hámarki í lagaheimildinni skipti ekki máli og með þessu athæfi hefði hæstaréttardómarinn rýrt það almenna traust sem hann átti að njóta og staðfesti þar af leiðandi varanlega lausn hans úr embættinu.
Hrd. 1990:39 nr. 14/1990[PDF]

Hrd. 1990:128 nr. 258/1988[PDF]

Hrd. 1990:182 nr. 438/1989[PDF]

Hrd. 1990:409 nr. 219/1988[PDF]

Hrd. 1990:789 nr. 343/1988[PDF]

Hrd. 1990:1235 nr. 377/1990[PDF]

Hrd. 1990:1667 nr. 354/1988[PDF]

Hrd. 1991:348 nr. 53/1990 (Lánskjaravísitala)[PDF]

Hrd. 1991:367 nr. 210/1990 (Lánskjaravísitala)[PDF]

Hrd. 1991:385 nr. 211/1990 (Lánskjaravísitala)[PDF]

Hrd. 1991:615 nr. 98/1990 (Gatnagerðargjald)[PDF]

Hrd. 1991:930 nr. 59/1989 (Hafnarstjórn Reyðarfjarðarhrepps)[PDF]
Hafnarstjórn Reyðarfjarðarhrepps fékk lögbann á gerð smábátaaðstöðu innan hafnarsvæðisins en utan hinnar eiginlegu hafnar eftir að nokkrir aðilar hófu framkvæmdir þrátt fyrir synjun hafnarstjórnarinnar þar að lútandi.

Í hafnalögum var skilyrt að höfn félli eingöngu undir lögin á grundvelli reglugerðar samkvæmt staðfestu deiliskipulagi sem staðfesti mörk hennar auk annarra nauðsynlegra stjórnunarákvæða. Aðilar málsins voru ekki sammála um hvernig bæri að skilja setningu reglugerðar „samkvæmt staðfestu deiliskipulagi“ en þau orð rötuðu inn í frumvarp um hafnalögin í meðförum þingsins án þess að skilja eftir neinar vísbendingar um tilgang þessarar viðbótar. Hæstiréttur taldi rétt að skýra ákvæðið þannig að um hafnir yrði gert deiliskipulag sem yrði staðfest en ekki að reglugerðin yrði ekki gefin út án staðfests deiliskipulags.
Hrd. 1991:1334 nr. 364/1989[PDF]

Hrd. 1991:1387 nr. 226/1991[PDF]

Hrd. 1991:1405 nr. 344/1991[PDF]

Hrd. 1991:1474 nr. 173/1989 (Ólöglegt hús)[PDF]

Hrd. 1991:1550 nr. 477/1989[PDF]

Hrd. 1991:1688 nr. 441/1991[PDF]

Hrd. 1991:1820 nr. 437/1991[PDF]

Hrd. 1991:1827 nr. 354/1989 (Hreppsnefnd Skorradalshrepps - Hvammur í Skorradal)[PDF]

Hrd. 1991:1919 nr. 278/1988[PDF]

Hrd. 1992:291 nr. 315/1989[PDF]

Hrd. 1992:296 nr. 80/1991[PDF]

Hrd. 1992:651 nr. 489/1989[PDF]

Hrd. 1992:1178 nr. 99/1989[PDF]

Hrd. 1992:1197 nr. 373/1989 (Landsbankinn - Þrotabú Vatneyrar)[PDF]

Hrd. 1992:1331 nr. 321/1992 (Þrotabú ÓÞÓ)[PDF]

Hrd. 1992:1597 nr. 339/1992[PDF]

Hrd. 1992:1622 nr. 327/1989[PDF]

Hrd. 1992:1900 nr. 161/1990[PDF]

Hrd. 1992:2293 nr. 345/1990[PDF]

Hrd. 1993:85 nr. 251/1990 (Launaskattur)[PDF]

Hrd. 1993:333 nr. 44/1993[PDF]

Hrd. 1993:373 nr. 164/1990 (Málamyndaskuld)[PDF]
Hjónin höfðu búið í íbúð sem afi M átti og leigði þeim hana. Afinn seldi íbúðina og þau keyptu sér aðra. Óljóst var hvort afinn hafi látið þau fá peninga að gjöf eða láni.

K flytur út og um mánuði eftir að þau ákváðu að skilja útbjó M skuldabréf þar sem hann stillti því þannig upp að hann skrifaði undir skuldabréf þar sem hann skuldaði afanum peninga, og skrifaði M einn undir þau. M vildi stilla því upp að skuldirnar væru sín megin svo K ætti minna tilkall til eignanna. Afinn sagðist ekki myndi rukka eitt eða neitt og leit ekki svo á að honum hefði verið skuldað neitt. K vildi meina að skuldirnar væru til málamynda og tóku dómstólar undir það.
Hrd. 1993:450 nr. 95/1993[PDF]

Hrd. 1993:1073 nr. 87/1993 (Akstur utan vegar)[PDF]

Hrd. 1993:1265 nr. 123/1990[PDF]

Hrd. 1993:1304 nr. 185/1993 (Bifreiðaskoðun Íslands)[PDF]

Hrd. 1993:1309 nr. 177/1993[PDF]

Hrd. 1993:1703 nr. 24/1990[PDF]

Hrd. 1993:1775 nr. 92/1990 (Dánarbússkipti á Ísafirði)[PDF]

Hrd. 1993:1855 nr. 413/1993[PDF]

Hrd. 1993:1960 nr. 19/1992[PDF]

Hrd. 1993:2061 nr. 291/1993 (Hrönn hf.)[PDF]

Hrd. 1993:2205 nr. 325/1990 (Brekka)[PDF]

Hrd. 1993:2230 nr. 339/1990 (Helga Kress - Veiting lektorsstöðu)[PDF]
Kvenkyns umsækjandi var hæfari en karl sem var ráðinn. Synjað var miskabótakröfu hennar þar sem hún var orðinn prófessor þegar málið var dæmt.
Hrd. 1993:2364 nr. 420/1990 (Þungaskattur)[PDF]

Hrd. 1994:79 nr. 442/1993 (Skinkumál)[PDF]
Deilt var um hvort framleiðsluráð gæti kveðið á um bann við innflutningi á vöru á grundvelli lagaákvæðis sem skyldaði umleitan álits framleiðsluráðs þegar flytja ætti inn landbúnaðarvöru.

Meirihluti Hæstaréttar (4 af 7) túlkaði lagaákvæðið með þeim hætti að verið væri að tryggja rétt framleiðsluráðsins til umsagnar en ekki sjálfstæða heimild til innflutningstakmörkunar á landbúnaðarvörum. Stjórnvaldsákvarðanir ráðherra um synjun á tollafgreiðslu varanna voru því ógiltar.
Hrd. 1994:221 nr. 47/1994[PDF]

Hrd. 1994:271 nr. 62/1991 (Timburgólf - Gólf í einingahúsi)[PDF]

Hrd. 1994:313 nr. 72/1994[PDF]

Hrd. 1994:469 nr. 198/1993 (Flugumferðarstjórar)[PDF]

Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík)[PDF]
Foreldrar M skiptu jörðinni Hagavík milli M og systkina hans með ósk um að hún yrði skilgreind sem séreign í hjúskap. M og systkini hans skiptu síðar jörðinni upp í þrjá hluta sem endaði á því að M fékk stærri hlut. Þessa viðbót greiddi M til systkina sinna með hjúskapareign, en þó er látið liggja milli hluta hvort um hefði verið að ræða hjúskapareign M eða K, eða jafnvel beggja.

Deilt var um í málinu hvort viðbótin teldist séreign M eða ekki. Hæstiréttur taldi að viðbótin teldist séreign M þar sem ekki væri hægt að skipta henni frekar upp en K ætti kröfu á endurgjald þar sem greitt var fyrir viðbótina með hjúskapareign.

K bar sönnunarbyrðina á því að sýna fram á að M ætti ekki viðbótina að séreign. Henni tókst það ekki.
Hrd. 1994:590 nr. 244/1993[PDF]

Hrd. 1994:704 nr. 121/1992[PDF]

Hrd. 1994:728 nr. 101/1992[PDF]

Hrd. 1994:947 nr. 105/1992 (Lóðajöfnunargjald)[PDF]

Hrd. 1994:1032 nr. 20/1991[PDF]

Hrd. 1994:1257 nr. 440/1991 (Björgunarlaun)[PDF]

Hrd. 1994:1300 nr. 174/1994[PDF]

Hrd. 1994:1389 nr. 265/1994[PDF]

Hrd. 1994:1421 nr. 435/1991 (Langamýri 10)[PDF]

Hrd. 1994:1476 nr. 281/1991 (Launaskattur - Atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands)[PDF]
Með lögum var lagður á launaskattur ásamt heimild til að ákveða álagningu launaskatts á atvinnutekjur hjá fyrirtækjum sem flokkuðust undir fiskverkun og iðnað samkvæmt atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Þá var sett reglugerð þar sem heimildin var nýtt og með henni var fylgiskjal með hluta af atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Síðar var gefin út önnur reglugerð er tók við af hinni fyrri en án birtingar úr atvinnuvegaflokkuninni, og var það heldur ekki gert síðar. Enn síðar voru birt lög þar sem vinnulaun og þóknanir fyrir störf hjá fyrirtækjum sem flokkast undir fiskverkun og iðnað skv. atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands væru undanþegin skattinum.

Blikksmiðameistari kærði áætlun skattstjóra um álögð gjöld sem endaði á stjórnsýslustigi með álagningu 3,5% launaskatts á vinnu við uppsetningu loftræstikerfa á byggingarstað. Taldi meistarinn að verkið væri undanþegið launaskattsskyldu og að fáránlegt væri að álagning þessa skattar færi eftir því hvar hann ynni verkið . Lögtak varð síðan gert í fasteign hans til tryggingar á skuld hans vegna greiðslu þessa skatts.

Meirihluti Hæstaréttar mat það svo að eingöngu hefði verið hægt að byggja á þeim hlutum atvinnuvegaflokkunarinnar sem hafði þá þegar verið birtur, og því var hafnað að líta á hluta hennar sem óbirtur voru við meðferð málsins og ríkið vísaði í til stuðnings máli sínu. Vísaði hann einnig til þess að löggjafinn hefði ætlað að undanþágan næði einvörðungu til þess hluta sem unninn væri á verkstæðum en ekki samsetningar hluta utan þeirra, hefði þurft að taka það skýrt fram við setningu laganna. Með hliðsjón af þessu var ekki gerður greinarmunur á þessum þáttum starfseminnar.
Hrd. 1994:1961 nr. 196/1991[PDF]

Hrd. 1994:2013 nr. 420/1994[PDF]

Hrd. 1994:2043 nr. 125/1992[PDF]

Hrd. 1994:2271 nr. 46/1992 (Íslandsbanki - Þrotabú Íslensk-portúgalska)[PDF]

Hrd. 1994:2384 nr. 334/1991[PDF]

Hrd. 1994:2717 nr. 75/1992[PDF]

Hrd. 1994:2794 nr. 223/1993[PDF]

Hrd. 1994:2912 nr. 489/1991 (Sjómannaafsláttur)[PDF]

Hrd. 1995:6 nr. 499/1994[PDF]

Hrd. 1995:26 nr. 12/1995[PDF]

Hrd. 1995:63 nr. 355/1992[PDF]

Hrd. 1995:426 nr. 133/1993[PDF]

Hrd. 1995:577 nr. 100/1992[PDF]

Hrd. 1995:632 nr. 138/1993[PDF]

Hrd. 1995:687 nr. 68/1995[PDF]

Hrd. 1995:791 nr. 74/1995 (Hreindýradráp - Niðurfelling máls hjá ríkissaksóknara)[PDF]

Hrd. 1995:888 nr. 99/1995[PDF]

Hrd. 1995:1091 nr. 276/1993 (Leiga)[PDF]

Hrd. 1995:1287 nr. 139/1995[PDF]

Hrd. 1995:1347 nr. 41/1993 (Niðurlagning stöðu)[PDF]

Hrd. 1995:1586 nr. 232/1994 (Húsvarðaríbúðin í Efstaleiti)[PDF]

Hrd. 1995:1966 nr. 267/1995 (Brattahlíð - Lögveð)[PDF]

Hrd. 1995:2059 nr. 300/1994 (Skuldabréf fyrir raðhús í smíðum)[PDF]

Hrd. 1995:2154 nr. 338/1993[PDF]

Hrd. 1995:2172 nr. 328/1995[PDF]

Hrd. 1995:2194 nr. 165/1993[PDF]

Hrd. 1995:2445 nr. 236/1993 (Íslandsbanki - Þrotabú Álafoss)[PDF]

Hrd. 1995:2592 nr. 29/1994[PDF]

Hrd. 1995:2664 nr. 331/1993 (Húsbyrgi)[PDF]

Hrd. 1995:2678 nr. 109/1994[PDF]

Hrd. 1995:2760 nr. 366/1995[PDF]

Hrd. 1995:3059 nr. 52/1995 (Tannsmiðir)[PDF]

Hrd. 1995:3169 nr. 166/1994[PDF]

Hrd. 1996:189 nr. 412/1995 (Vextir)[PDF]

Hrd. 1996:284 nr. 291/1994[PDF]

Hrd. 1996:301 nr. 342/1994 (Radíóbúðin)[PDF]

Hrd. 1996:350 nr. 24/1996[PDF]

Hrd. 1996:919 nr. 159/1994[PDF]

Hrd. 1996:927 nr. 85/1995[PDF]

Hrd. 1996:943 nr. 259/1994[PDF]

Hrd. 1996:2101 nr. 114/1995[PDF]

Hrd. 1996:2255 nr. 132/1995[PDF]

Hrd. 1996:2489 nr. 240/1995[PDF]

Hrd. 1996:2546 nr. 405/1995[PDF]

Hrd. 1996:2598 nr. 490/1994[PDF]

Hrd. 1996:2626 nr. 102/1995[PDF]

Hrd. 1996:2641 nr. 103/1995[PDF]

Hrd. 1996:2760 nr. 373/1996 (Vesturgata)[PDF]

Hrd. 1996:2987 nr. 330/1995[PDF]

Hrd. 1996:3002 nr. 221/1995 (Fullvirðisréttur og greiðslumark í landbúnaði - Greiðslumark I - Fosshólar)[PDF]

Hrd. 1996:3563 nr. 418/1995 (Smiður búsettur á Selfossi)[PDF]

Hrd. 1996:3628 nr. 278/1995[PDF]

Hrd. 1996:3962 nr. 286/1996 (Lyfjalög - Lyfsöluleyfi)[PDF]

Hrd. 1996:4112 nr. 290/1996 (Flugmaður)[PDF]

Hrd. 1996:4171 nr. 423/1996[PDF]

Hrd. 1996:4260 nr. 427/1995 (Jöfnunargjald á franskar kartöflur)[PDF]
Almenn lagaheimild var til staðar til að hækka jöfnunargjaldið á franskar kartöflur. Gjaldið var svo hækkað úr 40% í 190%. Ekki voru talin vera fyrir hendi réttlætanleg sjónarmið um að hækka gjaldið eins mikið og gert var. Íslenska ríkið gat ekki sýnt fram á að vandi við niðurgreiðslur og erlendir markaðir hafi verið sjónarmið sem íslenska ríkið hafi byggt á við beitingu þeirrar heimildar.
Hrd. 1997:21 nr. 475/1996 (Skipasund - Veðskuldabréf)[PDF]

Hrd. 1997:86 nr. 317/1995 (Brúttólestir)[PDF]

Hrd. 1997:106 nr. 318/1995 (Brúttólestir)[PDF]

Hrd. 1997:116 nr. 319/1995 (Brúttólestir)[PDF]

Hrd. 1997:350 nr. 290/1995[PDF]

Hrd. 1997:385 nr. 3/1997 (Vífilfell)[PDF]

Hrd. 1997:602 nr. 88/1996[PDF]

Hrd. 1997:759 nr. 163/1996[PDF]

Hrd. 1997:1024 nr. 26/1997 (Drap systur sína en átti ekki erfðarétt)[PDF]

Hrd. 1997:1248 nr. 167/1997[PDF]

Hrd. 1997:1269 nr. 222/1996 (Félagsbúið Stekkum)[PDF]

Hrd. 1997:1373 nr. 263/1996[PDF]

Hrd. 1997:1630 nr. 228/1996[PDF]

Hrd. 1997:1651 nr. 352/1996 (Íblöndunarefni)[PDF]

Hrd. 1997:1719 nr. 199/1997 (Eftirlit Fiskistofu á Flæmingjagrunni)[PDF]

Hrd. 1997:2117 nr. 137/1997[PDF]

Hrd. 1997:2275 nr. 336/1997 (Meðlagsskuld)[PDF]

Hrd. 1997:2303 nr. 73/1997 (Sæfell)[PDF]

Hrd. 1997:2307 nr. 342/1996 (Sólborg)[PDF]

Hrd. 1997:2513 nr. 440/1996[PDF]

Hrd. 1997:2563 nr. 42/1997 (Reykhóll)[PDF]

Hrd. 1997:2578 nr. 43/1997[PDF]

Hrd. 1997:2625 nr. 156/1997 (Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma)[PDF]

Hrd. 1997:2647 nr. 454/1996[PDF]

Hrd. 1997:2663 nr. 49/1997[PDF]

Hrd. 1997:2707 nr. 435/1996 (Vistun á Unglingaheimili ríkisins)[PDF]
Óljóst var hvernig framlenging á vistun á unglingaheimili þjónaði þeim tilgangi að stúlka öðlaðist bata. Hún var á móti framlengingunni.
Hrd. 1997:2956 nr. 22/1997 (Skotvopn)[PDF]

Hrd. 1997:2965 nr. 428/1997[PDF]

Hrd. 1997:3249 nr. 71/1997 (Búlandstindur - Forkaupsréttur að hlutafé)[PDF]

Hrd. 1997:3318 nr. 447/1997[PDF]

Hrd. 1997:3348 nr. 158/1997[PDF]

Hrd. 1997:3399 nr. 466/1997[PDF]

Hrd. 1997:3480 nr. 252/1997[PDF]

Hrd. 1997:3537 nr. 86/1997 (Flugumferðarstjóri)[PDF]

Hrd. 1997:3560 nr. 87/1997[PDF]

Hrd. 1997:3574 nr. 88/1997[PDF]

Hrd. 1997:3600 nr. 134/1997 (Fóstureyðing)[PDF]

Hrd. 1997:3776 nr. 325/1996 (Starfsuppsögn)[PDF]

Hrd. 1997:3786 nr. 326/1996[PDF]

Hrd. 1998:18 nr. 520/1997 (Félag íslenskra stórkaupmanna)[PDF]

Hrd. 1998:49 nr. 521/1997[PDF]

Hrd. 1998:137 nr. 286/1997 (Siglfirðingur ehf.)[PDF]

Hrd. 1998:187 nr. 113/1997[PDF]

Hrd. 1998:347 nr. 13/1998[PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi)[PDF]

Hrd. 1998:601 nr. 476/1997 (Möðrufell í Eyjafjarðarsveit - Dalabyggð - Röksemdir ráðuneytis)[PDF]

Hrd. 1998:718 nr. 259/1997 (Lögmannafélagið)[PDF]
Einn félagsmaðurinn í Lögmannafélaginu neitaði að borga félagsgjöldin á þeim grundvelli að félagið hefði farið út fyrir hlutverk sitt, m.a. með sumarbústaðastarfsemi. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti að skilja þá starfsemi frá lögbundna hlutverkinu.
Hrd. 1998:756 nr. 288/1997[PDF]

Hrd. 1998:881 nr. 310/1997[PDF]

Hrd. 1998:914 nr. 253/1997[PDF]

Hrd. 1998:922 nr. 477/1997[PDF]

Hrd. 1998:939 nr. 462/1994[PDF]

Hrd. 1998:1050 nr. 86/1998[PDF]

Hrd. 1998:1082 nr. 455/1997[PDF]

Hrd. 1998:1272 nr. 161/1997[PDF]

Hrd. 1998:1300 nr. 500/1997[PDF]

Hrd. 1998:1537 nr. 293/1997 (Stimpilgjald)[PDF]

Hrd. 1998:1662 nr. 347/1997 (Lyfjaverðlagsnefnd)[PDF]

Hrd. 1998:1677 nr. 348/1997 (Lyfjaverðlagsnefnd)[PDF]

Hrd. 1998:1724 nr. 346/1997[PDF]

Hrd. 1998:1800 nr. 173/1998[PDF]

Hrd. 1998:1976 nr. 311/1997 (Breytt mat á örorku - Reikniregla)[PDF]
Sett var ný reikniregla um umreikning. Haldið var því fram að reiknireglan væri gölluð því hún bætti ekki alla starfsorkuskerðingu. Hæstiréttur var ósammála þar sem veita ætti löggjafanum svigrúm til að stilla þetta af.
Hrd. 1998:2002 nr. 312/1997[PDF]

Hrd. 1998:2021 nr. 389/1997[PDF]

Hrd. 1998:2233 nr. 317/1997 (Lágmarksmiskastig - Grundvöllur bótaútreiknings)[PDF]

Hrd. 1998:2270 nr. 218/1998[PDF]

Hrd. 1998:2390 nr. 478/1997[PDF]

Hrd. 1998:2528 nr. 418/1997 (Sjálfstæði dómarafulltrúa og 6. gr. MSE)[PDF]
Mál hafði verið dæmt af dómarafulltrúa í héraði sem var svo talin vera andstæð stjórnarskrá. Málsaðilinn höfðaði skaðabótamál vegna aukins málskostnaðar og var fallist á bótaskyldu vegna þessa, þrátt fyrir að slíkt fyrirkomulag hafi tíðkast lengi vel.
Hrd. 1998:2640 nr. 295/1998[PDF]

Hrd. 1998:2971 nr. 85/1998 (Myllan-Brauð)[PDF]

Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög)[PDF]

Hrd. 1998:3238 nr. 40/1998[PDF]

Hrd. 1998:3259 nr. 242/1997 (Notaðir vélsleðar)[PDF]

Hrd. 1998:3418 nr. 25/1998 (Krókabátar)[PDF]
Lög voru birt en áttu ekki að koma til framkvæmda fyrr en á ákveðnum degi síðar sama ár. Með lögunum var skilgreindur frestur fyrir veiðimenn til að velja kerfi fyrir lok tiltekins dags, sem var nokkrum dögum eftir birtinguna. Stjórnvöld úrskurðuðu í máli vegna þessa áður en lögin komu til framkvæmda. Hæstiréttur ógilti úrskurðinn á þeim forsendum að óheimilt var að byggja úrskurð á lagaákvæði sem ekki var komið til framkvæmda.
Hrd. 1998:3599 nr. 46/1998 (Héraðsdýralæknir)[PDF]

Hrd. 1998:4280 nr. 443/1998[PDF]

Hrd. 1998:4328 nr. 147/1998[PDF]

Hrd. 1998:4342 nr. 187/1998 (Sómastaðir - Niðurrif)[PDF]

Hrd. 1998:4457 nr. 464/1998[PDF]

Hrd. 1998:4471 nr. 465/1998[PDF]

Hrd. 1999:94 nr. 324/1998 (Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Kastalagerði)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:379 nr. 253/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML][PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:654 nr. 278/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:686 nr. 279/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:724 nr. 379/1998 (Akraneskaupstaður)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:957 nr. 275/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:973 nr. 343/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1112 nr. 256/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1280 nr. 441/1998 (Visa Ísland)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1298 nr. 388/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1310 nr. 404/1998 (Gifsmeðferð)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1542 nr. 391/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1606 nr. 386/1998 (Síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML][PDF]
Síldarverksmiðjur ríkisins voru einkavæddar, stöður lagðar niður og fengu sumir starfsmenn boð um að flytjast yfir í hið nýja félag. Ágreiningur var um hvort bæta bæri innheimtukostnað starfsmanns við að leita til lögmanns um að innheimta fyrir sig ógreidd biðlaun sem starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á, en engin krafa var gerð um þann innheimtukostnað í kröfugerðinni. Hæstiréttur taldi að framsetning sakarefnisins hefði verið í það miklu ósamræmi að vísa bæri frá því máli frá héraðsdómi.
Hrd. 1999:1617 nr. 387/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1698 nr. 335/1998 (Huginn fasteignamiðlun - Fjársvik á fasteignasölu)[HTML][PDF]
Starfsmaður fasteignasölu sveik fé af viðskiptavinum. Að mati Hæstaréttar bar fasteignasalan sjálf ábyrgð á hegðun starfsmannsins enda stóð hún nokkuð nálægt því athæfi.
Hrd. 1999:1709 nr. 403/1998 (Ósoneyðandi efni)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1877 nr. 164/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1894 nr. 455/1998 (Spennutoppurinn)[HTML][PDF]
Rafvirki kom að viðgerð á rafmagnstöflu og þurfti að taka straum af töflunni.
Síðar komu í ljós skemmdir í tækjum fyrirtækis í húsinu og töldu matsmenn að spennutoppurinn í rafmagnstöflunni hefði valdið þessu. Þar sem rafvirkinn gerði allt rétt var þetta talið óhappatilvik.
Hrd. 1999:1900 nr. 440/1998 (Húsnæðissamvinnufélög)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1910 nr. 339/1998 (Líftryggingarfé)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2076 nr. 266/1998 (Háskólabíó)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2105 nr. 393/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2119 nr. 508/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2195 nr. 5/1999 (Fasteignatorgið)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2306 nr. 384/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2621 nr. 468/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2628 nr. 37/1999 (Fiskiðjan Ver)[HTML][PDF]
G var sjómaður sem ráðinn var til starfa hjá félaginu I sem leigði skipið af félaginu K. G krafði H, eiganda skipsins, um greiðslu ógreiddra launa vegna starfa á skipi hans. Kröfuna byggði hann á ákvæði siglingalaga um að hann hefði sjóveðrétt í skipinu og heimildarákvæði sömu laga til að sækja fullnustu slíkra krafna hvort sem er hjá eiganda eða skipstjóra þess.

Hæstiréttur skýrði síðarnefnda ákvæðið þannig að það leiddi ekki sjálfkrafa til þess að eigandi skipsins bæri persónulega ábyrgð á greiðslu krafna sem sjóveðréttur væri í, og leit til þess að bæði eldra ákvæðið og hið nýja væru efnislega hin sömu. H hafði ekki persónulega ábyrgst greiðslu á slíkum kröfum og því gæti G ekki beint kröfu sinni til hans. Þá skipti máli að G hafði heldur ekki áður beint launakröfu að I né sótt mál til fullnustu hennar. Var málinu því vísað frá héraðsdómi.
Hrd. 1999:2651 nr. 63/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3062 nr. 258/1999 (Stóðhesturinn Safír og fleiri hestar)[HTML][PDF]
K og M deildu um það hvort þeirra fengi hvaða hest.
M hafði selt Safír áður en þau skildu, á um 2,3 milljónir. Viðmiðunardagur skipta var eftir söluna. K taldi að það hefði verið eitthvað undarlegt við söluna og krafðist verðmats á hestinum, sem var um 7,3 milljónir. Dómurinn taldi að M hefði misbeitt ráðum yfir hjúskapareign með því að gera málamyndasamning um svo lágt söluverð. Verðmæti Safírs samkvæmt verðmatinu var því lagt til grundvallar í skiptunum.

Hæstiréttur taldi hins vegar að ekki væri hægt að gera kröfu um tiltekna útlagningu fyrr en búið væri að fá niðurstöðu um virði og eignarstöðu hverrar eignar.
Hrd. 1999:3132 nr. 239/1999 (Kynfaðernismál)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3548 nr. 383/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3557 nr. 384/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3565 nr. 385/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3599 nr. 153/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3691 nr. 157/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3780 nr. 64/1999 (Bára Siguróladóttir - Búnaðarmálasjóðsgjald II)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4007 nr. 91/1999 (Landbúnaðargjöld)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4290 nr. 295/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4631 nr. 211/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4662 nr. 472/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML][PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 1999:4862 nr. 344/1999 (Keflavík í Skagafirði)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4916 nr. 236/1999 (Erla María Sveinbjörnsdóttir)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:63 nr. 499/1999 (Skýrslutaka barns)[HTML][PDF]
Hæstiréttur taldi að lagaheimild að víkja sakborningi úr dómsal á meðan skýrslutaka færi fram yfir brotaþola stæðist stjórnarskrá á meðan sakborningurinn geti fylgst með réttarhöldunum jafnóðum annars staðar frá og komið spurningum á framfæri við dómara.
Hrd. 2000:87 nr. 284/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:132 nr. 311/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:545 nr. 393/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:571 nr. 356/1999 (Matsreglur ríkisskattstjóra)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:609 nr. 401/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:617 nr. 327/1999 (Afturköllun flugumferðarstjóraskírteinis)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:738 nr. 325/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:897 nr. 310/1999 (Lækur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:945 nr. 437/1999 (Bakki)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1183 nr. 359/1999 (Jöfnunargjald - Sama sakarefni)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1297 nr. 490/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1500 nr. 361/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1621 nr. 15/2000 (Stjörnugrís I)[HTML][PDF]
Of víðtækt framsal til ráðherra um hvort framkvæmdir þyrftu að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Hrd. 2000:1658 nr. 291/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1693 nr. 5/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1702 nr. 474/1999 (Stífluð skólplögn)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1811 nr. 152/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1855 nr. 492/1999 (Hundahald)[HTML][PDF]
Samningur var gerður um að greiða fyrir ákveðinn fjölda hunda en sá samningur var ekki gildur þar sem engin lagaheimild var fyrir því að afmarka tiltekinn fjölda hunda.
Hrd. 2000:2008 nr. 501/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2224 nr. 16/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2301 nr. 70/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2315 nr. 73/2000 (Fiskistofa)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2352 nr. 181/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2713 nr. 150/2000 (Lóðir í Hafnarfirði - Kjóahraun)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2829 nr. 351/2000 (Dagsektir)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2878 nr. 105/2000 (Framhaldsskólakennari - Áminning)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2957 nr. 238/2000 (Gaffallyftari)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3168 nr. 173/2000 (Sýslumaðurinn á Húsavík)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3440 nr. 147/2000 (Taka barns af heimili)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3517 nr. 400/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3526 nr. 135/2000 (Fjárskipti og meðlag)[HTML][PDF]
M og K höfðu komið sér saman um venjulegan samning. Hins vegar gerðu þau annan hliðarsamning þar sem K fékk meira í sinn hlut og þar með væru meðlagsgreiðslurnar uppgerðar.
Nokkrum árum eftir krafðist K M um meðlag sem M taldi ekki heimilt. Þær kröfur voru taldar of óskýrar.
Dómstólar nefndu að ekki sé heimilt að greiða það í einu lagi en þó gæti K ekki allt í einu farið að rukka M um meðlag eftir að hafa látið það ógert í langan tíma, við þessar aðstæður.
Hrd. 2000:3543 nr. 218/2000 (Ísfélagsdómur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3587 nr. 97/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3757 nr. 151/2000 (Uppsögn vagnstjóra hjá Strætó)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3876 nr. 76/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3986 nr. 159/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3995 nr. 160/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4016 nr. 295/2000 (L.A. Café)[HTML][PDF]
Veitingastaður sótti um rýmkun á afgreiðslutíma áfengis þar sem slík rýmkun hafi verið almennt leyfð á öðru svæði innan Reykjavíkurborgar. Meiri hluti Hæstaréttar taldi að afmörkun svæðisins sem almenna rýmkunin gilti um væri málefnaleg.
Hrd. 2000:4064 nr. 234/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4122 nr. 153/2000 (Kauphóll)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4236 nr. 403/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4317 nr. 219/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML][PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:178 nr. 202/2000[HTML]

Hrd. 2001:303 nr. 270/2000 (Tryggingarvíxill)[HTML]

Hrd. 2001:402 nr. 432/2000 (Svipting skotvopnaleyfis - Hreindýraveiðar)[HTML]
Veiðimaður var ákærður fyrir að hafa skotið þrjú hreindýr án þess að vera í fylgd veiðieftirlitsmanns og án þess að hafa verið með leyfi til að skjóta eitt þeirra. Í sértækri reglugerðarheimild var ráðherra falið að setja nánari reglur um ýmis atriði, þar á meðal um framkvæmd veiðanna og um veiðieftirlitsmenn.

Ein af málsvörnum hins ákærða var að ekki hefði verið næg stoð til þess að skylda fylgd veiðieftirlitsmanna samkvæmt þessu. Hæstiréttur tók ekki undir þá málsástæðu þar sem reglugerðin hafi í eðlilegu samhengi tekið upp þráðinn þar sem lögin enduðu og þetta væri ekki komið harðar niður á veiðimönnum en málefnalegar ástæður stóðu til. Var veiðimaðurinn því sakfelldur.
Hrd. 2001:520 nr. 459/2000[HTML]

Hrd. 2001:1188 nr. 354/2000 (Tolleftirlit með bókasendingum)[HTML]
Hæstiréttur taldi að sú framkvæmd að opna allar fyrirvaralaust og án samþykkis viðtakenda póstsendinga til þess að finna reikninga í pökkum, væri óheimil. Tollyfirvöld sýndu ekki fram á að það hefði verið nauðsynlegt.
Hrd. 2001:1245 nr. 257/2000[HTML]

Hrd. 2001:1361 nr. 435/2000 (Fiskeldisstöðin Húsafelli)[HTML]

Hrd. 2001:1483 nr. 326/2000 (Snæbjörg ÓF-4)[HTML]

Hrd. 2001:1558 nr. 442/2000 (Þórsgata)[HTML]

Hrd. 2001:1736 nr. 454/2000[HTML]

Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra)[HTML]
Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.

Hæstiréttur taldi að umhverfisráðherra hefði verið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi þar sem álitið sem heilbrigðisnefndin aflaði frá ráðuneytinu hafi verið skrifað í umboði ráðherra og þar af leiðandi falið í sér afstöðu ráðherra sjálfs, óháð því hvort ráðherrann sjálfur hafi kveðið upp úrskurðinn eða starfsmenn þeir sem undirrituðu bréfið.
Hrd. 2001:2043 nr. 127/2001 (Upptaka veiðitækja)[HTML]

Hrd. 2001:2048 nr. 348/2000 (Breiðabólsstaður II)[HTML]

Hrd. 2001:2201 nr. 42/2001[HTML]

Hrd. 2001:2312 nr. 58/2001[HTML]

Hrd. 2001:2328 nr. 16/2001 (Skandia)[HTML]
Fjallar um afleiðusamning. Krafist var ógildingar á samningnum en ekki var fallist á það þar sem öll lög gerðu ráð fyrir slíkum samningi.
Hrd. 2001:2352 nr. 7/2001[HTML]

Hrd. 2001:2547 nr. 40/2001[HTML]

Hrd. 2001:2659 nr. 246/2001 (Útvegun fæðis - Tölvupóstur)[HTML]

Hrd. 2001:2701 nr. 222/2001[HTML]

Hrd. 2001:2729 nr. 237/2001 (Almenna málflutningsstofan)[HTML]

Hrd. 2001:2901 nr. 117/2001 (Kaupskylda sveitarstjórnar)[HTML]

Hrd. 2001:2917 nr. 114/2001 (Byggingarleyfi fellt úr gildi - Heiðargerði)[HTML]

Hrd. 2001:2963 nr. 46/2001[HTML]

Hrd. 2001:2990 nr. 202/2001[HTML]

Hrd. 2001:3215 nr. 118/2001[HTML]

Hrd. 2001:3358 nr. 39/2001[HTML]

Hrd. 2001:3386 nr. 207/2001 (Gripið og greitt II)[HTML]

Hrd. 2001:3577 nr. 145/2001 (Ríp)[HTML]

Hrd. 2001:4188 nr. 229/2001[HTML]

Hrd. 2001:4201 nr. 69/2001[HTML]

Hrd. 2001:4319 nr. 195/2001 (Hópuppsagnir)[HTML]

Hrd. 2001:4330 nr. 196/2001 (Kaupfélag Þingeyinga)[HTML]

Hrd. 2002:14 nr. 447/2001 (Hótel Akureyri)[HTML]

Hrd. 2002:44 nr. 152/2001[HTML]

Hrd. 2002:84 nr. 14/2002[HTML]

Hrd. 2002:232 nr. 34/2002 (Krafa á K vegna skatta M)[HTML]
Þau höfðu slitið fjárfélagi og var gengið á K vegna skatta M. K taldi sig ekki bera ábyrgð á þeim.
Hrd. 2002:623 nr. 348/2001[HTML]

Hrd. 2002:774 nr. 38/2001[HTML]

Hrd. 2002:796 nr. 349/2001 (Ármúli)[HTML]

Hrd. 2002:806 nr. 353/2001[HTML]

Hrd. 2002:872 nr. 376/2001[HTML]

Hrd. 2002:900 nr. 298/2001 (Samkaup - Verslunarstjóri)[HTML]
Verslunarstjóra hafði án fullnægjandi ástæðu verið vikið fyrirvaralaust úr starfi en ekki þótti réttlætanlegt að víkja honum svo skjótt úr starfi. Fallist var á bótakröfu verslunarstjórans, er nam m.a. launum út uppsagnarfrestsins, en hins vegar var sú krafa lækkuð þar sem starfsmaðurinn hafði ekki reynt að leita sér að nýrri vinnu á því tímabili.
Hrd. 2002:1093 nr. 113/2002[HTML]

Hrd. 2002:1148 nr. 384/2001 (Kampýlóbakter)[HTML]
Baktería kom upp á kjúklingabúi. Neytendur keyptu kjúkling beint af því búi, grilluðu hann, og urðu svo fyrir sýkingu. Ljóst þótti að þau hefðu ekki grillað hann nógu vel þar sem þeim hefði tekist að drepa bakteríuna ef þau hefðu gert það. Var því ekki fallist á bótakröfu neytendanna.
Hrd. 2002:1295 nr. 158/2002[HTML]

Hrd. 2002:1387 nr. 50/2002[HTML]

Hrd. 2002:1578 nr. 189/2002[HTML]

Hrd. 2002:2025 nr. 234/2002 (Café List)[HTML]

Hrd. 2002:2048 nr. 257/2001 (Rauðagerði 39 - Tré felld í heimildarleysi)[HTML]

Hrd. 2002:2065 nr. 16/2002[HTML]

Hrd. 2002:2208 nr. 107/2002[HTML]

Hrd. 2002:2241 nr. 231/2002 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]
Aðilar sem nutu rýmkaðrar aðilar á stjórnsýslustigi gátu ekki notið hennar fyrir dómstólum þar sem löggjöf sem aðilarnir nýttu til að eiga aðild að stjórnsýslumálinu sjálfu var afmörkuð við stjórnsýslumálsmeðferð en náði ekki til meðferðar dómsmála vegna þeirra. Fyrir dómi varð því að meta lögvörðu hagsmunina á grundvelli almennra reglna, en stefnendur málsins í héraði voru ekki taldir njóta lögvarinna hagsmuna til að fá leyst úr þeim tilteknu dómkröfum sem þeir lögðu fram.
Hrd. 2002:2547 nr. 340/2002[HTML]

Hrd. 2002:2679 nr. 124/2002[HTML]

Hrd. 2002:2855 nr. 310/2002[HTML]

Hrd. 2002:2888 nr. 127/2002 (Uppgjör bóta fyrir missi framfæranda I - 639 gestir í erfidrykkju)[HTML]

Hrd. 2002:2931 nr. 95/2002 (Varmidalur)[HTML]

Hrd. 2002:3158 nr. 181/2002 (Austurbrún)[HTML]

Hrd. 2002:3175 nr. 230/2002 (Hljómalind - Innborgun)[HTML]

Hrd. 2002:3265 nr. 239/2002[HTML]

Hrd. 2002:3373 nr. 157/2002 (Sorpförgun fyrir Varnarliðið)[HTML]

Hrd. 2002:3392 nr. 236/2002 (Guðlaugur Magnússon sf.)[HTML]

Hrd. 2002:3459 nr. 142/2002[HTML]

Hrd. 2002:3555 nr. 240/2002 (Óþarfar málalengingar)[HTML]

Hrd. 2002:3647 nr. 458/2002 (Framsóknarfélag Mýrasýslu)[HTML]

Hrd. 2002:3789 nr. 238/2002 (Framsal handhafaskuldabréfs)[HTML]

Hrd. 2002:3934 nr. 512/2002 (Keflavík í Skagafirði)[HTML][PDF]

Hrd. 2002:4047 nr. 535/2002[HTML][PDF]

Hrd. 2002:4126 nr. 541/2002[HTML][PDF]

Hrd. 2002:4310 nr. 296/2002[HTML][PDF]

Hrd. 2002:4363 nr. 277/2002 (Tækja-Tækni)[HTML][PDF]
Kostnaður vegna gagnaöflunar gagnvart stjórnvöldum var ekki viðurkenndur sem tjón þar sem ekki lá fyrir að það þurfti að úthýsa þeirri vinnu til utanaðkomandi aðila.
Hrd. 2003:49 nr. 308/2002[HTML]

Hrd. 2003:115 nr. 343/2002 (Starfslokasamningur)[HTML]

Hrd. 2003:173 nr. 572/2002 (Skífan - Innheimta sektar)[HTML]

Hrd. 2003:271 nr. 16/2003[HTML]

Hrd. 2003:347 nr. 351/2002 (Nuddskóli)[HTML]

Hrd. 2003:596 nr. 70/2002 (Forkaupsréttur - Dalabyggð - Sælingsdalstunga)[HTML]
Sveitarfélag nýtti sér forkaupsrétt á grundvelli þess að ætlunin var að efla ferðaþjónustu. Kaupandinn taldi að ræða hefði átt við hann um að rækja þetta markmið. Hæstiréttur féllst ekki á mál kaupandans.
Hrd. 2003:761 nr. 403/2002[HTML]

Hrd. 2003:784 nr. 542/2002 (Einkadans)[HTML]

Hrd. 2003:1085 nr. 438/2002 (Lyfjaeftirlitsgjald II)[HTML]

Hrd. 2003:1476 nr. 101/2003[HTML]

Hrd. 2003:1576 nr. 497/2002 (Björgunarsveitarmaður - Fall af þaki)[HTML]
Björgunarsveitarmaður var að festa þakplötur í óveðri. Hann varð fyrir líkamstjóni og krafði húseigandann um bætur á grundvelli reglna um óbeðinn erindisrekstur. Hæstiréttur taldi skilyrðin um óbeðinn erindisrekstur ekki eiga við í málinu.
Hrd. 2003:1619 nr. 122/2003[HTML]

Hrd. 2003:1690 nr. 433/2002[HTML]

Hrd. 2003:1804 nr. 129/2003 (Íslenska skófélagið)[HTML]

Hrd. 2003:1904 nr. 435/2002 (Umferðarmiðstöð á Selfossi)[HTML]

Hrd. 2003:2073 nr. 457/2002[HTML]

Hrd. 2003:2286 nr. 186/2003[HTML]

Hrd. 2003:2346 nr. 560/2002[HTML]

Hrd. 2003:2579 nr. 561/2002 (Þyrill ehf.)[HTML]

Hrd. 2003:2970 nr. 520/2002[HTML]

Hrd. 2003:3036 nr. 3/2003 (Lífiðn)[HTML]
Maður ritaði undir veðskuldabréf þar sem hann gekkst undir ábyrgð fyrir skuld annars aðila við banka. Engin lagaskylda var um greiðslumat þegar lánið var tekið og lét bankinn hjá líða að kanna greiðslugetu lántakans áður en lánið var veitt. Ábyrgðarmaðurinn var samkvæmt mati dómkvadds manns með þroskahömlun ásamt því að vera ólæs. Hann var því talinn hafa skort hæfi til að gera sér grein fyrir skuldbindingunni.

Undirritun ábyrgðarmannsins var því ógilt á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936.
Hrd. 2003:3046 nr. 65/2003 (Hóla-Biskup)[HTML]
Samkomulag var um eignarhald aðilanna Þ og H til helmings hvor í hestinum Hóla-Biskup. H fékk síðar heilablóðfall og var í kjölfarið sviptur fjárræði sínu vegna afleiðinga þess. Þ flutti hestinn til útlanda án vitneskju H og lögráðamanns hans. Athæfið var kært af hálfu H með kröfu um skaðabætur og miskabætur.

Í lögregluskýrslu kom fram að Þ héldi því fram að brostnar forsendur hefðu verið á samkomulaginu þar sem hún hefði ein borið kostnaðinn af hestinum, og ætti því hann að fullu. Sökum tímaskorts af hennar hálfu ákvað Þ að flytja hestinn út þar sem hann hafði ekki verið í notkun undanfarið, þar á meðal til undaneldis, og reynt að koma honum í verð. Hélt hún því fram að athæfið hefði verið í samræmi við samkomulag hennar við H frá því áður en H veiktist.

Þ var ekki talin hafa getað sýnt fram á að athæfið hafi verið hluti af samkomulagi hennar við H. Þar sem ekki var heimilt með lögmætum hætti að flytja hestinn aftur til Íslands var Þ talin hafa svipt H eignarráðum yfir hestinum og bæri því skaðabótaábyrgð. Miskabótakrafan var ekki tekin til greina.
Hrd. 2003:3298 nr. 303/2003[HTML]

Hrd. 2003:3343 nr. 79/2003 (Eyvindarstaðavegur)[HTML]

Hrd. 2003:3355 nr. 46/2003[HTML]

Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3455 nr. 110/2003[HTML]

Hrd. 2003:3515 nr. 157/2003 (Húftryggingarbætur vegna Bjarma VE)[HTML]
Í húftryggingu var tekið sérstaklega fram að tryggingin félli niður við eigandaskipti. Skömmu eftir eigendaskipti sökk báturinn og fórust tveir með. Fallist var á synjun um greiðslu bóta.

Veðhafi höfðaði svo annað mál í kjölfar þessa dóms er leiddi til Hrd. 2005:4338 nr. 209/2005 (Krafa um bæturnar á grundvelli meðábyrgðar).
Hrd. 2003:3542 nr. 124/2003 (Plast, miðar og tæki)[HTML]
Talið var að samningskveðið févíti sem lagt var á starfsmann sökum brota hans á ákvæði ráðningarsamnings um tímabundið samkeppnisbann hafi verið hóflegt.
Hrd. 2003:3618 nr. 128/2003[HTML]

Hrd. 2003:3661 nr. 120/2003[HTML]

Hrd. 2003:3832 nr. 152/2003[HTML]

Hrd. 2003:3928 nr. 106/2003 (Kristín HF 12)[HTML]

Hrd. 2003:3996 nr. 238/2003[HTML]

Hrd. 2003:4182 nr. 223/2003[HTML]

Hrd. 2003:4351 nr. 171/2003 (Reiknireglur varðandi varanlega örorku barna)[HTML]

Hrd. 2003:4366 nr. 145/2003[HTML]

Hrd. 2003:4430 nr. 319/2003 (Bæklunarlæknar)[HTML]

Hrd. 2003:4476 nr. 177/2003 (Greiðslumark III)[HTML]

Hrd. 2003:4547 nr. 447/2003[HTML]

Hrd. 2003:4597 nr. 247/2003[HTML]

Hrd. 2003:4612 nr. 207/2003[HTML]

Hrd. 2004:23 nr. 248/2003 (Hekluminjasafn)[HTML]

Hrd. 2004:171 nr. 280/2003 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]

Hrd. 2004:323 nr. 283/2003 (Uppgjör bóta fyrir missi framfæranda II)[HTML]

Hrd. 2004:446 nr. 239/2003 (Kennari í námsleyfi - Greiðslur úr námsleyfasjóði)[HTML]
Stjórn námsleyfasjóðs var óheimilt að beita nýjum reglum um úthlutun námsleyfa afturvirkt á ákvarðanir sem þegar höfðu verið teknar.
Hrd. 2004:766 nr. 309/2003 (Núpur II)[HTML]

Hrd. 2004:856 nr. 361/2003[HTML]

Hrd. 2004:870 nr. 430/2003[HTML]

Hrd. 2004:879 nr. 347/2003[HTML]

Hrd. 2004:1060 nr. 292/2003[HTML]

Hrd. 2004:1293 nr. 275/2003 (Niðurlagning stöðu - Prófessor við læknadeild)[HTML]

Hrd. 2004:1445 nr. 343/2003[HTML]

Hrd. 2004:1553 nr. 382/2003 (Dómnefndarálit)[HTML]

Hrd. 2004:1771 nr. 389/2003[HTML]

Hrd. 2004:1881 nr. 465/2003 (Flugstöð Leifs Eiríkssonar)[HTML]

Hrd. 2004:2294 nr. 40/2004[HTML]

Hrd. 2004:2632 nr. 162/2004[HTML]

Hrd. 2004:2677 nr. 331/2003[HTML]

Hrd. 2004:2795 nr. 58/2004 (Hrauneyjarfossstöð)[HTML]

Hrd. 2004:3088 nr. 307/2004[HTML]

Hrd. 2004:3202 nr. 57/2004 (Boðagrandi)[HTML]

Hrd. 2004:3398 nr. 358/2004 (Siðanefnd Háskóla Íslands)[HTML]

Hrd. 2004:3691 nr. 174/2004 (Atlantsskip)[HTML]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:4134 nr. 194/2004[HTML]

Hrd. 2004:4252 nr. 270/2004 (Þrotabú Byggðaverks ehf. - Tryggingarbréf)[HTML]

Hrd. 2004:4355 nr. 221/2004 (Loðnuvinnslan)[HTML]

Hrd. 2004:4438 nr. 236/2004 (Gaffallyftari II - Vinnuvélar)[HTML]
Maður var ákærður fyrir að stjórna lyftara án leyfis. Vinnueftirlitinu hafði verið falið heimild til að ákvarða hvers konar háttsemi væri refsiverð, en það taldi Hæstiréttur ekki heimilt.
Hrd. 2004:4709 nr. 154/2004[HTML]

Hrd. 2004:4816 nr. 465/2004 (Erfðafjárskattur I)[HTML]
Þann 31. mars 2004 voru birt ný lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, er felldu brott eldri lög um erfðafjárskatt, nr. 83/1984. Nýju lögin giltu einvörðungu um skipti á dánarbúum eftir þá er létust 1. apríl 2004 eða síðar. Engan fyrirvara mátti finna um að eldri lögin giltu áfram um skipti einstaklinga er létust fyrir þann dag. Samkvæmt lögunum var erfðafjárskattur lagður á þegar erfðafjárskýrslan væri afhent sýslumanni. Bráðabirgðalög, nr. 15/2004, voru birt þann 20. apríl 2004 þar sem settur var slíkur fyrirvari en þá hafði sýslumaður ekki tekið afstöðu til skýrslunnar.

Í umræddu máli lést arfleifandinn 29. desember 2003, erfingjarnir fengu leyfi til einkaskipta þann 16. febrúar 2004, og var erfðafjárskýrslunni skilað til sýslumanns þann 13. apríl 2004. Meirihluti Hæstaréttar mat það sem svo að engri lagaheimild var til að dreifa til að leggja á erfðafjárskatt þegar umræddri skýrslu var skilað og því þurftu erfingjarnir ekki að greiða neinn erfðafjárskatt af arfinum. Ekki væri hægt að beita ákvæðum bráðabirgðalaganna í málinu þar sem þau höfðu þá ekki tekið gildi.

Í sératkvæði var ekki tekið undir niðurstöðu meirihlutans með vísan til ætlunar löggjafans og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Taldi dómarinn að afnám skattskyldu þyrfti að vera ótvíræð en því væri ekki að dreifa í tilfelli þeirra sem ekki höfðu lokið skiptum við gildistökuna, og með það í huga hefðu eldri lög um erfðafjárskatt eingöngu fallið niður hvað varði búskipti eftir þá sem látist eftir 1. apríl 2004.
Hrd. 2004:4950 nr. 476/2004[HTML]

Hrd. 2004:5001 nr. 390/2004[HTML]

Hrd. 2004:5049 nr. 264/2004[HTML]

Hrd. 2005:64 nr. 10/2005[HTML]

Hrd. 2005:643 nr. 364/2004[HTML]

Hrd. 2005:928 nr. 419/2004 (Leit.is)[HTML]

Hrd. 2005:988 nr. 401/2004 (Kópavogsbraut)[HTML]

Hrd. 2005:1009 nr. 402/2004[HTML]

Hrd. 2005:1061 nr. 322/2004[HTML]

Hrd. 2005:1086 nr. 378/2004 (Uppsögn á reynslutíma)[HTML]

Hrd. 2005:1237 nr. 349/2004 (Þjórsártún)[HTML]
Vegagerðin sóttist eftir eignarnámi á spildu úr landi Þjórsártúns vegna lagningu vegar yfir Þjórsá. Eignarnámið sjálft studdi við ákvæði þágildandi vegalaga er kvað á um skyldu landareigenda til að láta af hendi land vegna vegalagningar. Síðar sendi hún inn beiðni um að matsnefnd eignarnámsbóta mæti hæfilega eignarnámsbætur og beiðni um snemmbær umráð hins eignarnumda sem nefndin heimilaði. Hún mat síðan eignarnámið með þremur matsliðum.

Þegar K leitaði eftir greiðslum eignarnámsbótanna kvað Vegagerðin að hún ætlaði eingöngu að hlíta úrskurðinum hvað varðaði einn matsliðinn og tilkynnti að hún ætlaði að fara fram á dómkvaðningu matsmanna. K andmælti þar sem hún taldi Vegagerðina bundna af úrskurði matsnefndarinnar og að matsgerð þeirrar nefndar sé réttari en matsgerð dómkvaddra matsmanna. Vegagerðin hélt því fram að lögin kvæðu á um heimild dómstóla um úrlausn ágreinings um fjárhæðir og því heimilt að kveða dómkvadda matsmenn.

Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annari niðurstöðu en matsnefnd eignarnámsbóta og lækkuðu stórlega virði spildunnar. Héraðsdómur féllst á kröfu K um að farið yrði eftir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta þar sem mati matsnefndarinnar hefði ekki verið hnekkt.

Hæstiréttur tók undir með héraðsdómi að heimilt hefði verið að leggja ágreininginn undir dómstóla en hins vegar væru úrskurðir matsnefndarinnar ekki sjálfkrafa réttari en matsgerðir dómkvaddra matsmanna heldur yrði að meta það í hverju tilviki. Í þessu tilviki hefði úrskurður matsnefndarinnar verið lítið rökstuddur á meðan matsgerð hinna dómkvöddu manna væri ítarlegri, og því ætti að byggja á hinu síðarnefnda. Þá gekk hann lengra og dæmdi K lægri fjárhæð en matsgerð dómkvöddu mannana hljóðaði upp á þar sem hvorki matsnefndin né dómkvöddu mennirnir hafi rökstutt almenna verðrýrnun sem á að hafa orðið á landinu meðfram veginum með fullnægjandi hætti, né hafi K sýnt fram á hana með öðrum hætti í málinu.
Hrd. 2005:1817 nr. 473/2004 (Raðgreiðslusamningar - Greiðslumiðlun hf.)[HTML]

Hrd. 2005:2397 nr. 212/2005 (Vörubretti)[HTML]

Hrd. 2005:2403 nr. 222/2005[HTML]

Hrd. 2005:2469 nr. 36/2005[HTML]

Hrd. 2005:2674 nr. 42/2005 (Vörslufé)[HTML]

Hrd. 2005:2700 nr. 46/2005 (Byggingarleyfi kært eftir að kærufrestur rann út)[HTML]

Hrd. 2005:2918 nr. 324/2005 (Barnatönn)[HTML]

Hrd. 2005:2925 nr. 312/2005[HTML]

Hrd. 2005:3380 nr. 51/2005 (Kostnaður vegna skólagöngu fatlaðs barns)[HTML]

Hrd. 2005:3791 nr. 114/2005[HTML]

Hrd. 2005:3920 nr. 149/2005[HTML]

Hrd. 2005:3936 nr. 122/2005 (Landssími Íslands)[HTML]

Hrd. 2005:3968 nr. 89/2005[HTML]

Hrd. 2005:4024 nr. 119/2005 (Útreikningur skaðabóta)[HTML]

Hrd. 2005:4131 nr. 213/2005[HTML]

Hrd. 2005:4355 nr. 178/2005[HTML]

Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I)[HTML]
Vegagerðin bauð út verk á Evrópska efnahagssvæðinu um gerð Héðinsfjarðarganga. Lægsta boðið var sameiginlegt tilboð íslensks aðila og dansks aðila sem var 3,2% yfir kostnaðaráætlun. Fyrir tilkynningu úrslita útboðsins samþykkti ríkisstjórn Íslands að fresta verkinu um þrjú ár og nýtt útboð færi fram miðað við það. Í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin öllum bjóðendum að öllum tilboðum hefði verið hafnað á grundvelli þensluástands í þjóðfélaginu og að stofnunin fengi ekki nægt fjármagn fyrir þessar framkvæmdir.

Aðilarnir er áttu lægsta boðið kærðu ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála og taldi nefndin að ákvörðunin hefði verið ólögmæt og að hún væri skaðabótaskyld, þó án afstöðu til efndabóta. Þeir höfðuðu svo viðurkenningarmál fyrir dómstólum um skaðabætur. Hæstiréttur taldi að þó lagaheimild væri sannarlega til staðar um að hafna öllum tilboðum væri þó ekki hægt að beita þeirri heimild án þess að fyrir lægju bæði málefnalegar og rökstuddar ástæður. Hann taldi engar málefnalegar ástæður liggja fyrir þeirri ákvörðun. Nefndi hann þar að auki að á Vegagerðinni hefði legið sönnunarbyrðin um að ekki hefði verið samið við lægstbjóðendur en hún axlaði ekki þá sönnunarbyrði. Þar sem lægstbjóðendur hefðu boðið sem næmi hærri fjárhæð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á var talið að þeir hefðu sýnt fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni. Var því viðurkennd bótaskylda íslenska ríkisins gagnvart lægstbjóðendum.
Hrd. 2005:4604 nr. 480/2005 (Ný lögreglurannsókn)[HTML]

Hrd. 2005:4701 nr. 478/2005 (Erfðafjárskattur II)[HTML]

Hrd. 2005:4767 nr. 253/2005 (Iceland Seafood International)[HTML]

Hrd. 2005:4780 nr. 254/2005 (Iceland Seafood International)[HTML]

Hrd. 2005:4795 nr. 255/2005 (Iceland Seafood International)[HTML]

Hrd. 2005:4807 nr. 256/2005 (Iceland Seafood International)[HTML]

Hrd. 2005:4847 nr. 485/2005[HTML]

Hrd. 2005:4859 nr. 487/2005 (Eignarhlutur og skuld vegna vinnu og útlagðs)[HTML]

Hrd. 2005:5237 nr. 208/2005 (Bætur frá Tryggingastofnun)[HTML]

Hrd. 2006:119 nr. 375/2005 (Arkitektar)[HTML]

Hrd. 2006:387 nr. 316/2005 (Fæðingardeild Landspítalans)[HTML]
Líkamstjón varð á barni við fæðingu þess. Fæðingarlæknirinn var sýknaður af bótakröfu þar sem hann hafði unnið í samræmi við hefðbundið verklag.
Hrd. 2006:572 nr. 351/2005 (Leiguhúsnæði skóla)[HTML]

Hrd. 2006:783 nr. 409/2005[HTML]

Hrd. 2006:823 nr. 98/2006[HTML]

Hrd. 2006:866 nr. 371/2005 (Síldeyjardómur)[HTML]

Hrd. 2006:884 nr. 386/2005[HTML]

Hrd. 2006:1278 nr. 443/2005 (Þverfell)[HTML]

Hrd. 2006:1589 nr. 403/2005[HTML]

Hrd. 2006:1916 nr. 432/2005[HTML]

Hrd. 2006:2198 nr. 5/2006[HTML]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML]

Hrd. 2006:2556 nr. 520/2005 (Aðfangaeftirlitið)[HTML]
Rukkað var þjónustugjald fyrir svokallað aðfangaeftirlit. Reynt á hvort það mátti leggja gjaldið og hvort rækja mætti eftirlitið. Brotið var bæði á formreglu og heimildarreglu lögmætisreglunnar.
Hrd. 2006:2705 nr. 36/2006 (Lífeyrir)[HTML]

Hrd. 2006:3219 nr. 32/2006[HTML]

Hrd. 2006:3433 nr. 403/2006[HTML]

Hrd. 2006:3707 nr. 90/2006 (Víxilmál)[HTML]

Hrd. 2006:3745 nr. 553/2005[HTML]

Hrd. 2006:3939 nr. 85/2006[HTML]

Hrd. 2006:4101 nr. 153/2006[HTML]

Hrd. 2006:4128 nr. 503/2005[HTML]

Hrd. 2006:4425 nr. 122/2006 (Synjun Mosfellsbæjar á umsókn um byggingarleyfi)[HTML]

Hrd. 2006:4483 nr. 174/2006 (Handveðsyfirlýsing)[HTML]

Hrd. 2006:4587 nr. 173/2006[HTML]

Hrd. 2006:4655 nr. 559/2006[HTML]

Hrd. 2006:4737 nr. 225/2006[HTML]

Hrd. 2006:4846 nr. 309/2006 (Sjómannabætur)[HTML]

Hrd. 2006:4891 nr. 195/2006 (Sendiráðsprestur í London)[HTML]

Hrd. 2006:5186 nr. 579/2006 (Verðmat á jörð)[HTML]
Hjón deildu um verðmat á jörð og K fer fram á verðmat en vill að miðað sé við tvö tímamörk. Biður fyrst um verðmat miðað við framlagningu umsóknar en síðan einnig um verðmat frá 2005 þegar óskað var opinberra skipta. Matið fer fram árið 2006.
Dómstóllinn segir að verðmatið eigi að miða við gangverð á þeim tíma sem verðmatið fór fram. Synjað var því dómkröfu K um verðmat á þeim dögum sem hún vildi miða við.
Hrd. 2006:5244 nr. 145/2006 (Bjartur í Vík ehf.)[HTML]

Hrd. 2006:5370 nr. 286/2006[HTML]

Hrd. 2006:5743 nr. 269/2006 (Bergstaðastræti)[HTML]

Hrd. nr. 335/2006 dags. 8. febrúar 2007 (Íslenskar getraunir)[HTML]
Fótboltaleikur hafði verið ranglega skráður í leikskrá og keypti stefnandi miða í Lengjunni eftir að raunverulega leiknum var lokið. Hæstiréttur taldi að eðli leiksins væri slíkt að kaupandi miða ætti að giska á úrslit leikja áður en þeim er lokið, og sýknaði því Íslenskar getraunir af kröfu miðakaupanda um greiðslu vinningsfjársins umfram það sem hann lagði inn.

Ekki vísað til 32. gr. samningalaganna í dómnum þó byggt hafi verið á henni í málflutningi.
Hrd. nr. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML]

Hrd. nr. 442/2006 dags. 1. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 64/2007 dags. 7. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 405/2006 dags. 8. mars 2007 (Djúpavogshreppur)[HTML]
Með lögum var kveðið á um lokun B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins gagnvart nýjum launagreiðendum en launagreiðendur er höfðu fyrir gildistöku laganna heimild til að greiða í hann mættu gera það áfram. Sveitarstjóri Djúpavogs hafði áður greitt í þá deild fyrir gildistöku laganna. Lögum um lífeyrissjóðinn hafði þá verið breytt til þess að heimila sveitarfélögum að greiða iðgjöld fyrir starfsmenn sína en það væri samt háð samþykki stjórnar sjóðsins, og með breytingarlögunum er lokuðu deildinni hefði einnig verið bætt við ákvæði er kvæði á um að kennarar og skólastjórnendur skóla reknum af sveitarfélögum skyldu vera sjóðsfélagar í lífeyrissjóðnum og greiða iðgjöld til hans. Djúpivogur túlkaði þetta ákvæði á þann veg að þar með væri sveitarfélagið komið með slíka heimild án takmarkana.

Með vísan til frumvarps laganna, sögulegri skýringu og almennu markmiði laganna skýrði Hæstiréttur lagaákvæðið á þann veg að sveitarfélagið gæti einvörðungu greitt áfram vegna þeirra starfsmanna sinna sem höfðu sérstaka heimild stjórnar sjóðsins til slíks, en þannig háttaði ekki um sveitarfélagið. Ef lögin yrðu túlkuð á þann hátt sem Djúpivogur taldi að ætti að túlka þau væri ekki hægt að ná því markmiði laganna að loka B-deild sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn var því sýknaður af viðurkenningarkröfu sveitarfélagsins.
Hrd. nr. 345/2006 dags. 8. mars 2007 (Kaupþing banki hf. - Skattaupplýsingar)[HTML]
Ríkisskattstjóri óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um stóran hóp aðila hjá Kaupþing banka en var synjað. Hæstiréttur taldi að afhending upplýsinganna ætti að fara fram og vísaði til þess að tilgangurinn með lagaheimildinni hefði verið málefnalegur og beiting ríkisskattstjóra hafi verið í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna.
Hrd. nr. 333/2006 dags. 8. mars 2007 (Glitnir banki hf.)[HTML]

Hrd. nr. 325/2006 dags. 8. mars 2007 (Landsbanki Íslands hf.)[HTML]

Hrd. nr. 117/2007 dags. 14. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 373/2006 dags. 15. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 92/2007 dags. 16. mars 2007 (Olíusamráðsdómur - Forstjórar olíufélaga)[HTML]
Forstjórar olíufélaga voru ákærðir. Álitið var að skilin á milli rannsóknar samkeppnisyfirvalda og sakamálarannsóknar lögreglu. Ákærunni var vísað frá dómi þar sem fyrrnefnda rannsóknin var framkvæmd á þeim grundvelli að ákærðu voru neyddir að lögum til að fella á sig sök, sem notað var svo gegn þeim í síðarnefndu rannsókninni. Hæstiréttur taldi þetta leiða til þess að rannsóknin var ónýt að öllu leyti.
Hrd. nr. 498/2006 dags. 29. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 535/2006 dags. 2. apríl 2007[HTML]

Hrd. nr. 4/2007 dags. 31. maí 2007 (Höskuldsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 591/2006 dags. 7. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 23/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk)[HTML]

Hrd. nr. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland)[HTML]

Hrd. nr. 655/2006 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 26/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 28/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 25/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 403/2007 dags. 3. september 2007[HTML]

Hrd. nr. 363/2007 dags. 3. september 2007[HTML]

Hrd. nr. 404/2007 dags. 3. september 2007[HTML]

Hrd. nr. 406/2007 dags. 3. september 2007[HTML]

Hrd. nr. 405/2007 dags. 3. september 2007[HTML]

Hrd. nr. 523/2006 dags. 20. september 2007 (Starfsmannaleigur - Impregilo SpA)[HTML]
Spurt var um hver ætti að skila skattinum. Fyrirætlað í lögskýringargögnum en kom ekki fram í lagatextanum, og því ekki hægt að byggja á lagaákvæðinu.
Hrd. nr. 15/2007 dags. 20. september 2007 (Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hf.)[HTML]

Hrd. nr. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML]

Hrd. nr. 78/2007 dags. 4. október 2007 (Greiðslumark)[HTML]

Hrd. nr. 61/2007 dags. 11. október 2007 (Jakob Valgeir ehf. - Vélstjóri)[HTML]
Í kjarasamningum hafði í langan tíma verið ákvæði er kvað á um að skipverji skyldi greiða útgerðarmanni jafngildi launa á fullum uppsagnarfresti ef hann færi fyrirvaralaust úr starfi án lögmætra ástæðna, óháð því hvort sannanlegt tjón hefði hlotist af eður ei né hvort upphæð þess væri jöfn eða hærri en sú fjárhæð. Taldi Hæstiréttur að kjarasamningsákvæðið hefði mörg einkenni févítis. Ákvæði þar að lútandi var síðar lögfest en í stað fulls uppsagnarfrests var kveðið á um hálfan uppsagnarfrest. Með hliðsjón af þessari forsögu var lagaákvæðið skýrt eftir orðanna hljóðan.
Hrd. nr. 69/2007 dags. 18. október 2007 (Álfasteinn)[HTML]

Hrd. nr. 58/2007 dags. 25. október 2007 (Klettháls)[HTML]

Hrd. nr. 594/2006 dags. 1. nóvember 2007 (Brekkuás)[HTML]

Hrd. nr. 163/2007 dags. 8. nóvember 2007 (Pétursbúð)[HTML]

Hrd. nr. 155/2007 dags. 15. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 151/2007 dags. 15. nóvember 2007 (Unnarsholtskot - Gjafir)[HTML]

Hrd. nr. 606/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 118/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 157/2007 dags. 29. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 201/2007 dags. 6. desember 2007[HTML]

Hrd. nr. 634/2007 dags. 10. desember 2007 (Framsal sakamanns)[HTML]

Hrd. nr. 251/2007 dags. 20. desember 2007 (Lögskilnaður - Breyting á samningi)[HTML]

Hrd. nr. 154/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Hrd. nr. 240/2007 dags. 20. desember 2007 (Örorkulífeyrir)[HTML]

Hrd. nr. 668/2007 dags. 14. janúar 2008 (Undirritun/vottun á niðurfellingu kaupmála)[HTML]
Vottarnir voru ekki tilkvaddir né báðir viðstaddir samtímis.
Hrd. nr. 213/2007 dags. 17. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 307/2007 dags. 14. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 442/2007 dags. 13. mars 2008[HTML]

Hrd. nr. 443/2007 dags. 13. mars 2008[HTML]

Hrd. nr. 156/2008 dags. 16. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 461/2007 dags. 17. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 489/2007 dags. 17. apríl 2008 (Haukalind)[HTML]

Hrd. nr. 411/2007 dags. 30. apríl 2008 (Sálfræðingafélagið)[HTML]

Hrd. nr. 379/2007 dags. 8. maí 2008 (Sala á Íslenskum aðalverktökum hf.)[HTML]

Hrd. nr. 450/2007 dags. 8. maí 2008 (Hópbílaleigan I)[HTML]
Aðili var lægstbjóðandi í akstur á tveimur tilteknum svæðum. Samt sem áður var tilboði hans hafnað á grundvelli fjárhagslegrar getu og tæknilegs hæfis sem voru ekki tiltekin sérstaklega í útboðsgögnum. Fyrir Hæstarétti var viðurkenndur réttur hans til skaðabóta.
Hrd. nr. 426/2007 dags. 8. maí 2008 (Hringrás)[HTML]

Hrd. nr. 269/2008 dags. 26. maí 2008[HTML]

Hrd. nr. 506/2007 dags. 5. júní 2008 (Gámaleiga)[HTML]

Hrd. nr. 385/2007 dags. 5. júní 2008 (Baugsmál II)[HTML]

Hrd. nr. 556/2007 dags. 12. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 282/2008 dags. 16. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 264/2008 dags. 18. júní 2008 (Vestfjarðarvegur - Fuglaverndarfélag Íslands)[HTML]

Hrd. nr. 567/2007 dags. 19. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 397/2007 dags. 19. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 387/2008 dags. 8. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 473/2008 dags. 18. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 591/2007 dags. 25. september 2008 (Hraði - Slitnir hjólbarðar - Stilla útvarp)[HTML]
Ökumaður var að skipta um rás í útvarpinu og var að keyra yfir hámarkshraða. Það var ekki talið vera stórfellt gáleysi en taldist þó vera einfalt gáleysi. Ekki var talið sannað að slit hjólbarðanna ein og sér hefðu valdið slysinu.
Hrd. nr. 484/2007 dags. 25. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004)[HTML]
K fékk miskabætur vegna brottvísunar hans er var felld úr gildi með Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings).
Hrd. nr. 78/2008 dags. 16. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 70/2008 dags. 30. október 2008 (Kostnaður vegna málsmeðferðar í Landbúnaðarráðuneytinu - Varnargarður í Hvítá III - Blöndal)[HTML]
Ekki algengt að slík bótaskylda sé dæmd. Hæstiréttur taldi að mistökin á stjórnsýslustigi hefðu verið svo mikil að háttsemin teldist saknæm og ólögmæt og bæri ríkið því bótaskyldu vegna kostnaðar aðilanna vegna meðferð málsins á stjórnsýslustigi.
Hrd. nr. 566/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Skálmholtshraun í Flóahreppi)[HTML]

Hrd. nr. 113/2008 dags. 13. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 182/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 187/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 80/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 151/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 79/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 152/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 640/2008 dags. 8. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 128/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 427/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 691/2008 dags. 19. janúar 2009 (11 mánaða dráttur ekki talinn nægja)[HTML]

Hrd. nr. 343/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 307/2008 dags. 5. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 2/2009 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 208/2008 dags. 5. mars 2009 (Lónsbraut - Milliloft)[HTML]

Hrd. nr. 352/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 359/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 379/2008 dags. 19. mars 2009 (Lindargata 33)[HTML]
Synjað var um skaðabætur vegna leigu á öðru húsnæði á meðan endurbætur færu fram á þeim grundvelli að saknæm háttsemi gagnaðilans var ekki sönnuð, þrátt fyrir að fallist hafði verið á skaðabætur vegna beins tjóns.
Hrd. nr. 218/2008 dags. 19. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 93/2009 dags. 27. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 444/2008 dags. 7. apríl 2009 (Sumarhús af sameiginlegri lóð - Miðengi - Sunnuhvoll II)[HTML]

Hrd. nr. 533/2008 dags. 7. apríl 2009 (Síðumúli)[HTML]

Hrd. nr. 451/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Hrd. nr. 160/2009 dags. 8. maí 2009 (Tvöfalt líf II)[HTML]
Framhald á atburðarásinni í Hrd. nr. 183/2008 dags. 28. apríl 2008 (Tvöfalt líf).

Syninum tókst heldur ekki að sanna faðernið í þessu máli.
Hrd. nr. 530/2008 dags. 14. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 562/2008 dags. 14. maí 2009 (Vatnsréttindi Þjórsár - Landsvirkjun - Skálmholtshraun)[HTML]

Hrd. nr. 477/2008 dags. 14. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 443/2008 dags. 20. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 125/2008 dags. 28. maí 2009 (Landfylling sjávarjarða - Slétta - Sanddæluskip)[HTML]
Álverið í Reyðarfirði.
Jarðefni tekið innan netlaga. Það var talið hafa fjárhagslegt gildi og bótaskylt.
Hrd. nr. 165/2009 dags. 11. júní 2009[HTML]

Hrd. nr. 604/2008 dags. 18. júní 2009 (Vanhæfur dómari)[HTML]
P krafðist frekari bóta í kjölfar niðurstöðunnar í Dómur MDE Pétur Thór Sigurðsson gegn Íslandi dags. 10. apríl 2003 (39731/98).

Hæstiréttur féllst á að íslenska ríkið bæri bótaábyrgð en P sýndi ekki fram á að niðurstaða málsins hefði verið önnur ef annar dómari hefði komið í stað þess dómara sem álitinn var vanhæfur. Taldi hann því að P hefði ekki sýnt fram á að hann ætti rétt á frekari bótum en MDE hafði dæmt P til handa.
Hrd. nr. 6/2009 dags. 18. júní 2009[HTML]

Hrd. nr. 646/2008 dags. 18. júní 2009 (Bruni á Bolungarvík)[HTML]

Hrd. nr. 669/2008 dags. 18. júní 2009[HTML]

Hrd. nr. 396/2009 dags. 21. ágúst 2009[HTML]

Hrd. nr. 696/2008 dags. 1. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 35/2009 dags. 8. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 39/2009 dags. 8. október 2009 (Berghóll)[HTML]

Hrd. nr. 7/2009 dags. 22. október 2009 (Smiður dettur úr stiga)[HTML]

Hrd. nr. 671/2008 dags. 22. október 2009 (Teigsskógur)[HTML]

Hrd. nr. 544/2009 dags. 23. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 255/2009 dags. 12. nóvember 2009 (Leó - Stimpilgjald af fjárnámsendurritum)[HTML]
Á grundvelli kröfu L var gert fjárnám í þremur fasteignum og afhenti L sýslumanni endurrit úr gerðabók vegna þessa fjárnáms til þinglýsingar. Var honum þá gert að greiða þinglýsingargjald og stimpilgjald. L höfðaði svo þetta mál þar sem hann krafðist endurgreiðslu stimpilgjaldsins. Að mati Hæstaréttar skorti lagastoð fyrir töku stimpilgjaldsins þar sem lagaákvæði skorti fyrir innheimtu þess vegna endurrits fjárnámsgerðar enda yrði hún hvorki lögð að jöfnu við skuldabréf né teldist hún til tryggingarbréfa. Ákvæði 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar stóð því í vegi fyrir beitingu lögjöfnunar í þessu skyni.
Hrd. nr. 135/2009 dags. 12. nóvember 2009 (Ósamhljóða eintök af samningi - Fyrirvari um lántöku)[HTML]

Hrd. nr. 126/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 111/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Framkvæmdastjóri)[HTML]

Hrd. nr. 95/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML]

Hrd. nr. 663/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 676/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 698/2009 dags. 17. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 166/2009 dags. 14. janúar 2010 (Starfsmannaleiga)[HTML]
Fyrirtækið S var ráðið til að setja upp loftræstikerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2000. S fékk portúgalska fyrirtækið M sem undirverktaka sem myndi útvega þjónustu starfsmanna. Fyrirtækið M sæi síðan um launagreiðslur til starfsmannanna sem það útvegaði. Skattstjórinn taldi að umræddir starfsmenn fyrirtækisins M bæru skattskyldu hér á landi og því bæri S að halda eftir staðgreiðslu af launum þeirra.

Hæstiréttur taldi að fyrirtækið M væri launagreiðandinn en ekki S. Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Portúgals hafði verið undirritaður var 2. ágúst 1999 og var gildistaka hans auglýst af utanríkisráðuneytinu 31. maí 2002, en hann var ekki auglýstur í C-deild Stjórnartíðinda fyrr en 18. desember 2003. Mat Hæstiréttur því sem svo að hin takmarkaða skattskylda M hefði fallið niður frá ársbyrjun 2003 þó birtingu hans hafi skort á þeim tíma. Úrskurður skattstjóra var því ógiltur.
Hrd. nr. 15/2010 dags. 3. febrúar 2010 (Fjármálaeftirlitið / Baldur Guðlaugsson - Innherjaupplýsingar)[HTML]
Maður var til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir innherjasvik. Málið var svo fellt niður að gefnum skýringum mannsins, en sú niðurfelling af bundin einhverjum skilyrðum. Málið var svo tekið aftur upp og vildi maðurinn meina að skilyrðið hafi verið ógilt. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað mannsins að þessu leyti þar sem ákvörðunin hafi verið til þess fallin að ná markmiði rannsóknarinnar.
Hrd. nr. 88/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Arðskrá Veiðifélags Miðfirðinga)[HTML]
Arði var úthlutað eftir aðskrá. Þegar arðskrá er metin er horft til fjölda atriða. Hæstiréttur taldi sér óheimilt að endurskoða þetta nema hvað varðar ómálefnanleg sjónarmið.
Hrd. nr. 237/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Skálabrekka)[HTML]

Hrd. nr. 281/2009 dags. 4. febrúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 104/2009 dags. 18. febrúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 169/2009 dags. 18. febrúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 127/2009 dags. 18. febrúar 2010 (Klingenberg og Cochran ehf.)[HTML]

Hrd. nr. 348/2009 dags. 18. febrúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 188/2009 dags. 25. febrúar 2010 (Áburðarverksmiðjan - Gufunes)[HTML]
Tjónþoli taldi sig hafa orðið fyrir líkamstjóni vegna loftmengunar frá áburðarverksmiðju á Gufunesi. Hæstiréttur taldi að ekki yrði beitt ólögfestri hlutlægri ábyrgð og beitt sakarreglunni með afbrigðum.

Kona sem reykti um 20 sígarettur á dag fékk samt sem áður bætur vegna öndunarfæratjóns er leiddi af mengun.
Hrd. nr. 412/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 142/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 124/2010 dags. 10. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 125/2010 dags. 10. mars 2010 (Einsleg vitnaleiðsla)[HTML]

Hrd. nr. 123/2010 dags. 10. mars 2010 (Vitni í einrúmi)[HTML]
Ágreiningur var um hvort leiða mætti vitni sem yrði nafnlaust gagnvart gagnaðila. Hæstiréttur taldi að í því fælist mismunun þar sem þá yrði gagnaðilanum ekki gert kleift að gagnspyrja vitnið.
Hrd. nr. 490/2009 dags. 25. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 442/2009 dags. 30. mars 2010 (Arion banki hf. - Lundur rekstrarfélag - Viðbótartrygging)[HTML]
Í gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningi var sett krafa um að viðskiptamaður setti viðbótartryggingu fyrir viðskiptunum við ákveðnar aðstæður. Skilmálarnir um skilgreiningu á tryggingaþörf samningsins voru óljósir að því marki hverjar skyldur viðskiptamannsins voru að því marki og var semjandi skilmálanna látinn bera hallann af óskýrleika orðalagsins enda var ekki úr því bætt með kynningu eða á annan hátt.
Hrd. nr. 455/2009 dags. 30. mars 2010 (Ábyrgð við skuldskeytingu)[HTML]

Hrd. nr. 163/2010 dags. 16. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 162/2010 dags. 16. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 186/2010 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 187/2010 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 560/2009 dags. 29. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 182/2010 dags. 30. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. nr. 483/2009 dags. 12. maí 2010[HTML]

Hrd. nr. 451/2009 dags. 20. maí 2010 (Rekstrarstjóri)[HTML]

Hrd. nr. 184/2010 dags. 2. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 14/2010 dags. 3. júní 2010 (Hvíldartími ökumanna II)[HTML]

Hrd. nr. 266/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 327/2010 dags. 16. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 436/2010 dags. 19. júlí 2010 (Aðalskipulag Flóahrepps - Urriðafossvirkjun - Flýtimeðferð)[HTML]

Hrd. nr. 464/2010 dags. 3. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 440/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 383/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 408/2010 dags. 20. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 418/2010 dags. 20. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 380/2010 dags. 16. september 2010 (Sauðfjárslátrun)[HTML]

Hrd. nr. 610/2009 dags. 23. september 2010[HTML]

Hrd. nr. 546/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 504/2008 dags. 18. október 2010 (Víkurver)[HTML]

Hrd. nr. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. nr. 188/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 82/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 274/2010 dags. 25. nóvember 2010 (Greiðsluaðlögun - Kröfuábyrgð - Sparisjóður Vestmannaeyja)[HTML]
Þann 1. apríl 2009 tóku í gildi breytingarlög, nr. 24/2009, er breyttu gildandi lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991 til að innleiða úrræði um greiðsluaðlögun. Alþingi samþykkti jafnframt annað frumvarp til laga um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009, er höfðu þau áhrif að nauðasamningar og aðrar eftirgjafir, þ.m.t. nauðasamningar til greiðsluaðlögunar er kváðu á um lækkun krafna á hendur lántaka hafa sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmönnum. Það frumvarp var samþykkt á sama degi og frumvarp til breytingarlaganna en tók gildi 4. apríl það ár.

D fékk staðfestan nauðasamning til greiðsluaðlögunar með úrskurði héraðsdóms þann 15. september 2009. Í þeim nauðasamningi voru samningskröfur gefnar eftir að fullu. S, einn lánadrottna D, stefndi B og C til innheimtu á sjálfskuldarábyrgð þeirra fyrir skuld D gagnvart S. Málatilbúnaður B og C í málinu var á þá leið að þrátt fyrir að ákvæði laga um ábyrgðarmenn stönguðust á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar yrði afleiðingin ekki sú að S gæti gengið á ábyrgðina, heldur yrði íslenska ríkið bótaskylt gagnvart S vegna tjóns sem S yrði fyrir sökum skerðingarinnar.

Að mati Hæstaréttar var um að ræða afturvirka og íþyngjandi skerðingu á kröfuréttindum sem yrði ekki skert án bóta. Forsendurnar fyrir niðurfellingunni í löggjöfinni voru þar af leiðandi brostnar og því ekki hægt að beita henni. Af þeirri ástæðu staðfesti Hæstiréttur kröfu S um að B og C greiddu sér umkrafða fjárhæð.
Hrd. nr. 113/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 302/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 714/2009 dags. 2. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 637/2010 dags. 2. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 653/2010 dags. 14. desember 2010 (Sparisjóður Mýrarsýslu II)[HTML]

Hrd. nr. 212/2010 dags. 20. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 400/2010 dags. 27. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 491/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 579/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Flóahreppur - Urriðafossvirkjun)[HTML]

Hrd. nr. 603/2010 dags. 14. febrúar 2011 (Tölvu-Pósturinn)[HTML]

Hrd. nr. 438/2010 dags. 3. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 19/2011 dags. 4. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 30/2011 dags. 8. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 21/2011 dags. 8. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 31/2011 dags. 8. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 66/2011 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 42/2011 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 114/2011 dags. 21. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 333/2010 dags. 24. mars 2011 (Asbest)[HTML]

Hrd. nr. 547/2010 dags. 31. mars 2011 (Yrpuholt)[HTML]

Hrd. nr. 390/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 548/2010 dags. 31. mars 2011 (Innkeyrsluhurðir)[HTML]

Hrd. nr. 498/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 437/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 623/2010 dags. 7. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 187/2011 dags. 11. apríl 2011 (HOB-vín)[HTML]

Hrd. nr. 500/2010 dags. 14. apríl 2011 (Jöfnunarsjóður alþjónustu)[HTML]

Hrd. nr. 560/2010 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 200/2011 dags. 15. apríl 2011 (Útflutningsálag)[HTML]

Hrd. nr. 508/2010 dags. 19. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 240/2011 dags. 12. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 241/2011 dags. 12. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 239/2011 dags. 12. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 238/2011 dags. 12. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 219/2011 dags. 24. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 257/2010 dags. 26. maí 2011 (Ístak)[HTML]

Hrd. nr. 201/2011 dags. 10. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 315/2011 dags. 15. júní 2011 (Gjaldeyristakmarkanir)[HTML]

Hrd. nr. 357/2011 dags. 15. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 354/2011 dags. 15. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 353/2011 dags. 15. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 355/2011 dags. 15. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 356/2011 dags. 15. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 458/2010 dags. 16. júní 2011 (Sjálfseignarstofnun)[HTML]

Hrd. nr. 379/2011 dags. 7. júlí 2011 (BSI Spain Wealth Management A.V., S.A.)[HTML]

Hrd. nr. 450/2011 dags. 2. september 2011 (Urðarhvarf)[HTML]

Hrd. nr. 474/2011 dags. 6. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 500/2011 dags. 15. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 398/2011 dags. 12. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 81/2011 dags. 13. október 2011 (Kaupþing - IceCapital)[HTML]
Bankar keyptu mikið af eigin bréfum en kappkostuðu við að fara ekki yfir 5% mörkin.

Fyrirtækið IceCapital ehf. (þá Sund ehf.) hafði gert samning við banka um eignastýringu. Fjárfestingarstefnunni hafði verið breytt þannig að heimilt hafði verið að fjárfesta öllu fénu í hlutabréf. Bankinn nýtti sér það til að láta fyrirtækið kaupa hlut í sjálfum sér. Handveð voru lögð fram í hlutabréfunum sjálfum.

Hæstiréttur taldi ósannað að beitt hafi verið svikum, þrátt fyrir að Rannsóknarskýrsla Alþingis hafi verið lögð fram.
Hrd. nr. 241/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 60/2011 dags. 27. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 453/2009 dags. 3. nóvember 2011 (Veiðifélag Miðfirðinga - Veiðiréttur í Ytri Rangá - Kotvöllur)[HTML]
Skógræktarfélag Rangæinga krafðist viðurkenningar á veiðirétti sínum í Eystri-Rangá og Fiská á grundvelli jarðarinnar Kotvöllur sem lá þó ekki að þeim, byggt á að...:
  1. Félaginu hafði verið ákvörðuð hlutdeild í arðskrá Veiðifélags Eystri-Rangár árið 1999.
  2. Umráðamenn Kotvallar hafi um áratugabil átt aðild að því veiðifélagi og forvera þess.
  3. Kotvöllur hafi átt land að Eystri-Rangá fram til landskipta er fóru fram árið 1963, auk hlutdeildar landsins í sameiginlegu landi Vallartorfu ásamt meðfylgjandi hlunnindum þeirra, sem aldrei hafi verið skipt.
  4. Veiðirétturinn hafi unnist fyrir hefð.

Hæstiréttur taldi ósannað í málinu að Kotvellir hafi fram til landskiptanna tilheyrt óskiptu landi er lægi að þessum ám, og bæri skógræktarfélagið þá sönnunarbyrði sem það axlaði svo ekki. Væri því ekki hægt að líta svo á að réttlætt væri undantekning frá meginreglunni um að veiðiréttur væri eingöngu á hendi þeirra sem ættu land að vatni.

Hrd. nr. 693/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 705/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 102/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 13/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 55/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 520/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 106/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 330/2011 dags. 10. nóvember 2011 (Málatilbúnaður)[HTML]

Hrd. nr. 551/2011 dags. 23. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 552/2011 dags. 23. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 117/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Stofnfjárkaup)[HTML]

Hrd. nr. 441/2011 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 634/2011 dags. 30. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 125/2011 dags. 1. desember 2011 (Uppskipun járns)[HTML]

Hrd. nr. 597/2011 dags. 2. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 633/2011 dags. 7. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 227/2011 dags. 8. desember 2011 (Rafmagnsslys)[HTML]

Hrd. nr. 258/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 612/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 244/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 265/2011 dags. 20. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 443/2011 dags. 19. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 413/2011 dags. 19. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 685/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls IV)[HTML]

Hrd. nr. 684/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls III)[HTML]

Hrd. nr. 682/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls I)[HTML]

Hrd. nr. 683/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls II)[HTML]

Hrd. nr. 208/2011 dags. 26. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 175/2011 dags. 26. janúar 2012 (HH o.fl. gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 423/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 220/2011 dags. 2. febrúar 2012 (Aðalgata Stykkishólmsbæjar - Gullver)[HTML]

Hrd. nr. 64/2012 dags. 3. febrúar 2012 (Dánarbússkipti - Erfðaskrá)[HTML]
Kaupmáli og erfðaskrár lágu fyrir, ásamt breytingum. Allt þetta var ógilt nema ein erfðaskráin.
Hrd. nr. 405/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 79/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 78/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 279/2011 dags. 17. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 72/2011 dags. 23. febrúar 2012 (Valitor - Borgun - Upplýsingar um kreditkortanotkun)[HTML]
Valitor á að boðið viðskiptavinum Borgunar upp á ókeypis notkun á posum hjá þeim. Borgun veitti upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið þurrkaði út að hluta áður en þær voru afhentar Valitor. Dómstólar töldu að Samkeppniseftirlitið hefði átt að framkvæma mat á hagsmunum einstaklinganna sem komu á framfæri ábendingum.

Valitor gerði kröfu um ógildingu á ákvörðunar áfrýjunarnefndar samkeppnismála og einnig ógildingu á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Hæstiréttur taldi að ekki þyrfti að krefjast ógildingar á ákvörðun lægra setta stjórnvaldsins.
Hrd. nr. 525/2011 dags. 23. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 481/2011 dags. 1. mars 2012 (Ágreiningur um lögmannsþóknun)[HTML]

Hrd. nr. 541/2011 dags. 15. mars 2012 (Lögboðinn hvíldartími III)[HTML]

Hrd. nr. 112/2012 dags. 22. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 150/2012 dags. 30. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 205/2012 dags. 12. apríl 2012[HTML]

Hrd. nr. 141/2012 dags. 17. apríl 2012[HTML]

Hrd. nr. 263/2011 dags. 26. apríl 2012 (Skattlagning aflamarks)[HTML]

Hrd. nr. 550/2011 dags. 26. apríl 2012[HTML]

Hrd. nr. 266/2012 dags. 30. apríl 2012[HTML]

Hrd. nr. 539/2011 dags. 10. maí 2012 (Skortur á heimild í reglugerð)[HTML]
Íbúðalánasjóði krafðist bankaábyrgðar til tryggingar fyrir láni á grundvelli stjórnvaldsfyrirmæla sem áttu sér svo ekki lagastoð.
Hrd. nr. 359/2011 dags. 10. maí 2012 (Endurvigtanir félagi til hagsbóta)[HTML]

Hrd. nr. 459/2011 dags. 10. maí 2012 (Vanlýsing)[HTML]

Hrd. nr. 263/2012 dags. 15. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 593/2011 dags. 16. maí 2012 (Fjármálaeftirlitið)[HTML]
Fjármálaeftirlitið taldi að aðildar féllu undir a-lið reglugerðarákvæðis. Fyrir dómi taldi það að aðilinn félli undir b-lið þess.
Hrd. nr. 527/2011 dags. 16. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 652/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 316/2012 dags. 25. maí 2012 (Úrskurðarnefnd raforkumála)[HTML]

Hrd. nr. 404/2011 dags. 31. maí 2012 (Ráðstöfun byggingarréttar)[HTML]

Hrd. nr. 367/2012 dags. 6. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 535/2011 dags. 7. júní 2012 (Skil á lóð til Reykjavíkurborgar)[HTML]
Dómurinn er dæmi um réttarframkvæmd þar sem krafist er þess að hver sem vill bera fyrir sig venju þurfi að leiða tilvist og efni hennar í ljós. Í málinu tókst ekki að sýna fram á að það hafi verið venjuhelguð framkvæmd að hægt væri að skila lóðum til Reykjavíkurborgar með einhliða gjörningi lóðarhafa og fengið endurgreiðslu á lóðargjöldum.
Hrd. nr. 392/2011 dags. 7. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 563/2011 dags. 14. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 655/2011 dags. 14. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 3/2012 dags. 15. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 415/2012 dags. 18. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 32/2012 dags. 19. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 551/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 568/2012 dags. 17. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 67/2012 dags. 20. september 2012 (Frávísun)[HTML]
K höfðaði mál með kröfu um opinber skipti en gerði það eins og um væri einkamál að ræða.

K vildi meina að þau hefðu ruglað saman reitum sínum það mikið að skráningin hafi verið röng þar sem hún sé raunverulegur eigandi tiltekinnar eignar. Hún vildi fá úr því skorið að hún ætti eignina.
Hæstiréttur synjaði að taka afstöðu til þeirrar kröfu.
Hrd. nr. 645/2011 dags. 20. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML]

Hrd. nr. 667/2011 dags. 20. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 59/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 36/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 48/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 350/2011 dags. 27. september 2012 (Hofsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 552/2012 dags. 9. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 131/2012 dags. 11. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 703/2011 dags. 11. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 636/2012 dags. 15. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. nr. 464/2012 dags. 18. október 2012 (Borgarbyggð)[HTML]

Hrd. nr. 624/2012 dags. 26. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 66/2012 dags. 1. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 658/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 255/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 673/2012 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 250/2012 dags. 6. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 222/2012 dags. 19. desember 2012 (Grímsborgir I - Ásborgir)[HTML]

Hrd. nr. 767/2012 dags. 3. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 351/2012 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 352/2012 dags. 31. janúar 2013 (LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Hrd. nr. 416/2012 dags. 31. janúar 2013 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML]

Hrd. nr. 420/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 421/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 162/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 387/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 33/2013 dags. 1. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 439/2012 dags. 7. febrúar 2013 (Skipulagsvald sveitarfélags - Borgarholtsbraut)[HTML]
Maður vildi breyta aðkomu að eign sinni og var synjað af Kópavogsbæ. Hæstiréttur taldi sig ekki geta ógilt þá synjun.
Hrd. nr. 23/2013 dags. 15. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 532/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 17/2013 dags. 25. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 89/2013 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 536/2012 dags. 28. febrúar 2013 (Viðbygging sumarhúss)[HTML]
Framkvæmdir við viðbyggingu sumarhúss. Skírskotað til stórfelldrar slysahættu.

Málið var höfðað gegn:
P, byggingarstjóra framkvæmda og skráðum húsasmíðameistara,
R, smið ráðnum í framkvæmdirnar á grundvelli verksamnings við sumarhúsaeigandann,
S, eiganda sumarhússins, og
V ehf., sem vátryggjanda ábyrgðartrygginga P og S

Tjónþoli var sonur eiganda sumarhúss og aðstoðaði föður sinn við byggingu viðbyggingar meðfram ýmsum öðrum. Búið var að steypa kjallaraveggi og grunnplötuna en upp úr henni stóðu járnteinar. Hurð var við rýmið. Um kvöldið fengu nokkrir sér í tá og fóru að sofa. Maðurinn í svefngalsa fer samt sem áður um hurðina og dettur þannig að teinarnir fóru í gegnum búk hans, og hlaut því líkamstjón.

Fallist var á bótaábyrgð allra sem málið var höfðað gegn. Auk þess var talið að R hefði átt að gera sér grein fyrir hættunni á staðnum. P var ekki geta talinn geta komist framhjá lögbundinni ábyrgð húsasmíðameistara með því að fela R tiltekið verk.

Síðar höfðaði tjónþolinn mál gagnvart vátryggingafélagi sínu um greiðslur úr frítímaslysatryggingu sinni, er varð Hrd. nr. 821/2013 dags. 22. maí 2014 (Maður féll ofan á steyputeina í grunni viðbyggingar).
Hrd. nr. 116/2013 dags. 1. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 561/2012 dags. 7. mars 2013 (Dráttarvél lagt í myrkri á röngum helmingi)[HTML]
Maður lenti í alvarlegu líkamstjóni þegar bifreið ók á hann á þjóðvegi nr. 1 á Suðurlandi. Maðurinn stöðvaði dráttarvél og lagði henni á öfugan vegarhelming og fyrir aftan annan bíl. Ljós voru á dráttarvélinni. Tjónvaldurinn hélt að dráttarvélin væri að keyra í sömu akstursátt.

Hæstiréttur taldi í ljósi atvika að ekki ætti að skerða bæturnar þar sem bæði tjónvaldur og tjónþoli sýndu af sér stórfellt gáleysi.
Hrd. nr. 588/2012 dags. 7. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 130/2013 dags. 13. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 583/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 223/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 654/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 579/2012 dags. 21. mars 2013 (Húsaleiga eftir nauðungarsölu)[HTML]
Hjón bjuggu í húsi og lentu í greiðsluvandræðum. Húsið var síðan selt á nauðungaruppboði. Þau fengu að búa áfram í húsinu.
M hafði verið í samskiptum við bankann og gekk frá því samkomulagi.
Bankinn vildi koma þeim út þar sem þau höfðu ekki greitt húsaleiguna.
K hélt því fram að hún væri ekki skuldbundin og því ekki hægt að ganga að henni, en því var hafnað. K bar því sameiginlega ábyrgð með M á greiðslu húsaleigunnar til bankans.
Hrd. nr. 642/2012 dags. 21. mars 2013 (Ábyrgð þriðja manns á raforkuskuldum)[HTML]

Hrd. nr. 155/2013 dags. 8. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 202/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 186/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 185/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 614/2012 dags. 18. apríl 2013 (Lóðir í Reykjavík)[HTML]

Hrd. nr. 615/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 616/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 253/2013 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 245/2013 dags. 23. apríl 2013 (Askar Capital hf.)[HTML]
Veðsetningin var talin ógild. Stjórnarmaður lánaði félaginu fé og tók veð í félaginu. Það var ekki borið undir stjórnina. Bæði mikilsháttar ráðstöfun og varðaði stjórnarmann.
Hrd. nr. 695/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 15/2013 dags. 16. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 758/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 26/2013 dags. 23. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 749/2012 dags. 30. maí 2013 (Lagaheimild skilyrða fyrir eftirgjöf á vörugjaldi)[HTML]

Hrd. nr. 52/2013 dags. 30. maí 2013 (Stjórnvaldssekt)[HTML]

Hrd. nr. 370/2013 dags. 4. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 62/2013 dags. 6. júní 2013 (Óvátryggt ökutæki)[HTML]

Hrd. nr. 85/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 121/2013 dags. 13. júní 2013 (Uppsögn hjúkrunarfræðings vegna ávirðinga)[HTML]

Hrd. nr. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML]

Hrd. nr. 363/2013 dags. 18. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 444/2013 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Hrd. nr. 406/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 392/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 387/2013 dags. 29. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 497/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 557/2013 dags. 6. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 456/2013 dags. 10. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 543/2013 dags. 16. september 2013 (Tjarnarvellir)[HTML]

Hrd. nr. 126/2013 dags. 19. september 2013 (Hraðakstur á Hringbraut)[HTML]

Hrd. nr. 144/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 490/2013 dags. 23. september 2013 (Endurfjármögnunarsamningur Giftar)[HTML]
Loforðsgjafinn var Kaupþing og móttakandi Gift, og þriðji aðilinn SPRON verðbréf ehf. Kaupþing hafði tekið að sér að greiða skuldir Giftar til tiltekins þriðja aðila. Deilt var um hvort SPRON ætti beinan rétt til efnda á þeim samningi. Svo var ekki að mati Hæstaréttar.
Hrd. nr. 142/2013 dags. 3. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 589/2013 dags. 4. október 2013 (TIF)[HTML]

Hrd. nr. 511/2013 dags. 8. október 2013 (Snjóflóðavarnargarður)[HTML]
Stefnandi máls í héraði höfðaði mál gegn nokkrum aðilum. Gagnvart tveimur stefndu lá fyrir sitt hvor samningurinn þar sem kveðið var á um mismunandi varnarþing. Hæstiréttur taldi þetta ekki leiða til þess að stefnandi væri firrtur rétti sínum til að velja varnarþing í samræmi við heimild 1. mgr. 42. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
Hrd. nr. 408/2013 dags. 8. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 70/2013 dags. 10. október 2013 (Kaup á hlutabréfum í Glitni)[HTML]

Hrd. nr. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML]

Hrd. nr. 390/2013 dags. 10. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 453/2013 dags. 11. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 476/2013 dags. 14. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML]

Hrd. nr. 303/2013 dags. 17. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 236/2013 dags. 17. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 627/2013 dags. 21. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 249/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 372/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 325/2013 dags. 31. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 200/2013 dags. 7. nóvember 2013 (Viðskiptablaðið)[HTML]

Hrd. nr. 381/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 708/2013 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 462/2013 dags. 21. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 396/2013 dags. 28. nóvember 2013 (Orkuveita Reykjavíkur - Vatnsgjald I)[HTML]

Hrd. nr. 376/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 397/2013 dags. 28. nóvember 2013 (Vatnsgjald II)[HTML]
Lagaákvæði í vatnsveitulögum gerði ráð fyrir því að innheimt væri vatnsgjald af öllum fasteignum þar sem vatn gátu notið. Hæstiréttur taldi að orðalagið vera slíkt að óheimilt væri að heimta vatnsgjaldið vegna tímabils áður en búið væri að tengja vatnið.
Hrd. nr. 446/2013 dags. 5. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 764/2013 dags. 12. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 463/2013 dags. 12. desember 2013 (Hagar)[HTML]
Hagar var nokkuð stórt fyrirtæki og var lántaki stórs gengisláns. Lánveitandi krafðist mikillar viðbótargreiðslu.

Hæstiréttur leit svo á að um væri að ræða lán til fjárfestinga sem var sérstaklega sniðið að því. Auk þess myndi viðbótargreiðslan ekki leiða til mikils óhagræðis fyrir lántaka. Fallist var því á viðbótargreiðsluna.
Hrd. nr. 517/2013 dags. 17. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 445/2013 dags. 17. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 767/2013 dags. 8. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 539/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 359/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 413/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 412/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 356/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 817/2013 dags. 20. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 2/2014 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 531/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 719/2013 dags. 28. janúar 2014 (Einkabankaþjónusta - Sala hlutabréfa)[HTML]

Hrd. nr. 812/2013 dags. 29. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 613/2013 dags. 6. febrúar 2014 (Orkuveita Reykjavíkur - Fráveitugjald)[HTML]

Hrd. nr. 584/2013 dags. 6. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 624/2013 dags. 6. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 805/2013 dags. 10. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 72/2014 dags. 13. febrúar 2014 (Glitnir banki - LBI)[HTML]

Hrd. nr. 96/2014 dags. 14. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 106/2014 dags. 20. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 761/2013 dags. 24. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 664/2013 dags. 27. febrúar 2014 (Veigur)[HTML]

Hrd. nr. 643/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 144/2014 dags. 6. mars 2014 (Félag fasteignasala)[HTML]

Hrd. nr. 95/2014 dags. 7. mars 2014 (Byggingahúsið - Myntveltureikningur)[HTML]

Hrd. nr. 633/2013 dags. 20. mars 2014 (Ásgarður 131 - Seljendur sýknaðir)[HTML]
Seljendur fóru í verulegar framkvæmdir í kjallara fasteignar og frágangurinn eftir framkvæmdirnar varð slíkur að hann leiddi til rakaskemmda auk fleiri skemmda. Seldu þeir svo eignina fyrir 30 milljónir króna. Var talið að um galla hefði verið að ræða en ekki nægur til að heimila riftun, en hins vegar féllst Hæstiréttur á kröfu kaupanda um skaðabætur úr ábyrgðartryggingu fasteignasalans.
Hrd. nr. 632/2013 dags. 20. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 187/2014 dags. 26. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 206/2014 dags. 4. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 209/2014 dags. 8. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 249/2014 dags. 25. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 230/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 227/2014 dags. 30. apríl 2014 (Búseturéttur - Drekavogur)[HTML]

Hrd. nr. 237/2014 dags. 2. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 672/2013 dags. 15. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 315/2014 dags. 15. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 314/2014 dags. 15. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 316/2014 dags. 15. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 313/2014 dags. 15. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 825/2013 dags. 22. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 826/2013 dags. 22. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 286/2014 dags. 22. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 735/2013 dags. 28. maí 2014 (Vigtun sjávarafla - Vigtarnóta - Reglugerð)[HTML]

Hrd. nr. 338/2014 dags. 28. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 385/2014 dags. 12. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 353/2014 dags. 16. júní 2014 (Wow air)[HTML]

Hrd. nr. 403/2014 dags. 16. júní 2014 (Lekamálið)[HTML]

Hrd. nr. 527/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 486/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 469/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 419/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 520/2014 dags. 4. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 472/2014 dags. 10. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 11/2014 dags. 11. september 2014 (Toppfiskur)[HTML]

Hrd. nr. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur)[HTML]

Hrd. nr. 51/2014 dags. 25. september 2014 (Ráðning sveitarstjóra)[HTML]

Hrd. nr. 114/2014 dags. 25. september 2014 (Faris)[HTML]
Tæp þrjú ár liðu þangað til krafist var leiðréttingar og var það talið of langur tími, einkum í ljósi þess að sá er krafðist viðbótargreiðslunnar var bókhaldsskylt atvinnufyrirtæki.
Hrd. nr. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. nr. 109/2014 dags. 2. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 193/2014 dags. 16. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 659/2014 dags. 23. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 141/2014 dags. 23. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 676/2014 dags. 30. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 232/2014 dags. 30. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 82/2014 dags. 6. nóvember 2014 (Grimsborgir II - Ásborgir)[HTML]
Aðili keypti af sveitarfélagi tvær byggingarlóðir í landi og ætlaði að koma þar upp íbúðarbyggð. Fáeinum árum eftir kaupin uppgötvar kaupandinn umræður um það hvort skilgreina ætti svæðið einnig sem atvinnusvæði, og svo verður af því. Hæstiréttur taldi að seljandinn hefði brotið á samningsskyldum sínum með saknæmum hætti með þeirri endurskilgreiningu. Þetta var talið vera eftirfarandi vanefnd á kaupsamningi þeirra.
Hrd. nr. 707/2014 dags. 10. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 714/2014 dags. 14. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 446/2014 dags. 20. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 683/2014 dags. 24. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 786/2013 dags. 4. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 598/2014 dags. 4. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 747/2014 dags. 10. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 746/2014 dags. 11. desember 2014 (ALMC II)[HTML]

Hrd. nr. 153/2014 dags. 11. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 326/2014 dags. 22. desember 2014 (Notkun fjárhagslegra upplýsinga í hefndarskyni)[HTML]

Hrd. nr. 805/2014 dags. 7. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 364/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 320/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 395/2014 dags. 29. janúar 2015 (Flugfreyja)[HTML]
Flugfélag hafði neitað að leggja fram mikilvægar upplýsingar, meðal annars flugrita, til að upplýsa um orsök slyss þrátt fyrir áskorun um það. Hæstiréttur lagði af þeirri ástæðu sönnunarbyrðina á flugfélagið.
Hrd. nr. 407/2014 dags. 29. janúar 2015 (Vingþór - Grjótháls)[HTML]

Hrd. nr. 24/2015 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 46/2015 dags. 2. febrúar 2015 (Gjald vegna skipunar tveggja sérfræðinga til að hafa sértækt eftirlit með rekstri hans)[HTML]

Hrd. nr. 397/2014 dags. 5. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 32/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 91/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 95/2015 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 423/2014 dags. 19. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 378/2014 dags. 26. febrúar 2015 (Skiptasamningur)[HTML]

Hrd. nr. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML]
Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.
Hrd. nr. 515/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 381/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 516/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 140/2015 dags. 10. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 141/2015 dags. 10. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 167/2015 dags. 12. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 641/2014 dags. 26. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML]

Hrd. nr. 563/2014 dags. 31. mars 2015 (Köfun í Silfru)[HTML]
Í niðurstöðu málsins var reifað að krafan um lögbundnar refsiheimildir girði ekki fyrir að löggjafinn framselji til stjórnvalda heimild til að mæla fyrir í almennum stjórnvaldsfyrirmælum hvaða háttsemi teljist refsiverð. Hins vegar er þó nefnd sú krafa að í lögunum þurfi að lýsa refsiverðu háttseminni í meginatriðum í löggjöfinni sjálfri.
Hrd. nr. 682/2014 dags. 31. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 453/2014 dags. 31. mars 2015 (Skeifan)[HTML]

Hrd. nr. 228/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 251/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 250/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 585/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 275/2015 dags. 11. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 697/2014 dags. 13. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 736/2014 dags. 21. maí 2015 (Greiðslukortaskuld - Greiðsluaðlögun)[HTML]

Hrd. nr. 284/2015 dags. 27. maí 2015 (Ógilding á launaákvörðun Kjararáðs)[HTML]

Hrd. nr. 802/2014 dags. 28. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 371/2015 dags. 3. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 475/2014 dags. 4. júní 2015 (Forkaupsréttur að fiskiskipi - Síldarvinnslan)[HTML]
Sveitarfélag taldi sig geta gengið inn í hlutabréfakaup á grundvelli forkaupsréttar. Téður forkaupsréttur byggðist á lagaákvæði um að sveitarfélög hefðu forkaupsrétt á fiskiskipum er hefðu leyfi til veiða í atvinnuskyni til útgerðar sem hefði heimilisfesti í öðru sveitarfélagi, og ætti þá sveitarstjórnin í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt á skipinu.

Héraðsdómur hafði samþykkt kröfu sveitarfélagsins á þeim grundvelli að með sölu á hlutabréfum fyrirtækis væri verið að fara fram hjá markmiði lagaákvæðisins. Hæstiréttur var á öðru máli og taldi að ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttur mæltu gegn því að lögjafna á þessum forsendum, og synjaði því kröfu sveitarfélagsins.
Hrd. nr. 761/2014 dags. 4. júní 2015 (Höfðabrekka 27)[HTML]
Fasteign var keypt á 18 milljónir króna. Gallar komu í ljós eftir afhendingu. Dómkvaddur matsmaður ritaði matsgerð og stóð í henni að úrbætur á þeim myndu kosta 11,9 milljónir (um 66% af kaupverðinu). Hæstiréttur féllst á að kaupanda hefði verið heimilt að rifta kaupsamningnum á grundvelli verulegrar vanefndar.
Hrd. nr. 837/2014 dags. 11. júní 2015 (Creditinfo)[HTML]

Hrd. nr. 822/2014 dags. 18. júní 2015 (Isavia ohf.)[HTML]
Á höfðaði skaðabótamál gegn Isavia ohf. vegna brottreksturs hans úr starfsþjálfun til flugumferðarstjóra, sem Isavia sá um. Með lögum nr. 102/2006 var ríkisstjórninni heimilt að stofna það hlutafélag sem stefnt er í þessu máli og öðlaðist það félag ýmsar lagaheimildir til að annast tilteknar skyldur Flugmálastjórnar Íslands, þar á meðal umrædda starfsþjálfun. Leit Hæstiréttur svo á að ákvæði stjórnsýslulaga giltu um þær ákvarðanir innan þess verksviðs enda hefðu starfsmenn stjórnsýslunnar þurft að fylgja þeim hefði ákvörðunin verið tekin þar. Sökum skilmálana er giltu um námið var ekki talið að hann ætti rétt á bótum vegna fjártjóns en hins vegar voru dæmdar miskabætur.
Hrd. nr. 492/2015 dags. 5. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 438/2015 dags. 24. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 8/2015 dags. 17. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 631/2015 dags. 23. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 26/2015 dags. 24. september 2015 (Tollafgreiðsla flugvélar)[HTML]

Hrd. nr. 657/2015 dags. 2. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 22/2015 dags. 8. október 2015 (Þjóðskrá - Skráning og mat vatnsréttinda - Jökulsá á Dal)[HTML]
Sveitarfélagið tók upp á því að vatnsréttindi yrðu skráð sérstaklega en það vildi Landsvirkjun ekki. Fallist var á sjónarmið sveitarfélagsins á stjórnsýslustigi. Landsvirkjun hélt því fram að það hefði ekki verið gert með þessum hætti. Ekki var talið að komin hefði verið á stjórnsýsluframkvæmd hvað þetta varðaði.
Hrd. nr. 655/2015 dags. 13. október 2015[HTML]
Áframhald á atburðarásinni í Hrd. nr. 511/2014 dags. 22. apríl 2015 (Meðdómari hraunar yfir saksóknara).
Dómsformaður lét yfirlýsingu falla þar sem hann væri ekki sáttur með úrlausn Hæstaréttar. Hæstiréttur taldi að sú yfirlýsing leiddi til þess að einnig mætti með réttu efast um hlutleysi dómsformannsins.
Hrd. nr. 69/2015 dags. 22. október 2015 (Bílvelta á Hellisheiði eystri)[HTML]
Maður verður fyrir alvarlegu slysi.
75% varanleg örorka og 90 stig í varanlegan miska.
Sé grunur um að meta þurfi eitthvað framtíðartjón.
Maðurinn krafðist fjár til að kaupa smáhjól til að stunda þau áhugamál sem hann væri að stunda. Hæstiréttur ræðir um hvort útgjöldin teljist nauðsynleg og eðlileg og í þessu tilviki teljist krafan um kaup á smáhjólinu og aðstoðarmönnum sé utan bótamarka.
Hrd. nr. 724/2015 dags. 28. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 115/2015 dags. 29. október 2015 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML]
Fjallar um mörk stjórnvalds og einkaréttarlegs lögaðila.
Umboðsmaður hafði í mörg ár byggt á því að þar sem Söfnunarsjóðinn ynni á grundvelli sérlaga félli sjóðurinn undir eftirlit umboðsmanns. Hæstiréttur var ósammála þar sem sjóðurinn starfaði einnig samkvæmt hinum almennu lögum um lífeyrissjóði.
Hrd. nr. 370/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 243/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 751/2015 dags. 4. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 760/2015 dags. 4. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 261/2015 dags. 10. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 260/2015 dags. 10. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 801/2015 dags. 15. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 168/2015 dags. 17. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 288/2015 dags. 17. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 356/2015 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 193/2015 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 42/2016 dags. 22. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. nr. 461/2015 dags. 28. janúar 2016 (Halldór fiskvinnsla)[HTML]

Hrd. nr. 22/2016 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 12/2016 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 320/2015 dags. 4. febrúar 2016 (Óhefðbundin sambúð - Gjöf við slit - Skattlögð gjöf)[HTML]
Skattamál. Ríkið var í máli við K.
Eiginmaður K, M, var breskur ríkisborgari.
Þau eignuðust barn en ekki löngu eftir það slíta þau sambúðinni.
M keypti fasteign sem K bjó í ásamt barni þeirra.
Gerðu samning um að K myndi halda íbúðinni og fengi 40 milljónir að auki, en M héldi eftir öllum öðrum eignum. M var sterkefnaður.
Skatturinn krefst síðan tekjuskatts af öllum gjöfunum.
Niðurstaðan var sú að K þurfti að greiða tekjuskatt af öllu saman.

Málið er sérstakt hvað varðar svona aðstæður sambúðarslita. Skatturinn lítur venjulega framhjá þessu.
Hrd. nr. 278/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 286/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 381/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 411/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Markarfljót - Varnargarður við Þórólfsfell)[HTML]
Krafist var ógildingar á framkvæmdarleyfi vegna varnargarðs sem hafði eyðilagst og endurreistur með öðrum hætti en hann var.

Landeigendur komu með ýmsar ábendingar um legu varnargarðsins sem átti að endurbyggja, annmarka á plönum, ásamt öðrum atriðum, er leiddi til þess að sönnunarbyrðin um að rannsóknarskyldu í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám fluttist yfir til stjórnvaldsins.
Hrd. nr. 325/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 72/2016 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 378/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 477/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Harpa-tónlistarhús)[HTML]
Harpa kvartaði undan háum fasteignagjöldum. Snerist um það hvort að aðferðin sem beitt væri við fasteignamatið væri rétt. Harpa taldi aðferðina ranga og fór með sigur á hólmi í málinu.
Hrd. nr. 110/2016 dags. 29. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 111/2016 dags. 29. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 388/2015 dags. 3. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 418/2015 dags. 3. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 331/2015 dags. 10. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 436/2015 dags. 10. mars 2016 (Bætur frá Tryggingastofnun)[HTML]

Hrd. nr. 137/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 138/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 136/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 506/2015 dags. 22. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 239/2016 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 251/2016 dags. 25. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 224/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 172/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 615/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 225/2016 dags. 29. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 585/2015 dags. 4. maí 2016 (Kostnaður vegna málsmeðferðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins)[HTML]

Hrd. nr. 130/2016 dags. 4. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 537/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 577/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 535/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 630/2015 dags. 19. maí 2016 (Sumarhús)[HTML]

Hrd. nr. 584/2015 dags. 26. maí 2016 (Smygl á Litla Hrauni)[HTML]
Löggjafinn má kveða á með almennum hætti á um hvaða háttsemi telst refsiverð og láta stjórnvaldi eftir að útfæra regluna nánar í stjórnvaldsfyrirmælum, en hins vegar var löggjafanum óheimilt að veita stjórnvaldi svo víðtækt vald að setja efnisreglu frá grunni. Framsalið braut því í bága við meginreglu 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar um skýrleika refsiheimilda.
Hrd. nr. 627/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 304/2016 dags. 30. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 637/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 638/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 595/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 353/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 355/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 340/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 678/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 422/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 540/2015 dags. 16. júní 2016 (Laugarásvegur 62 - Matsgerð)[HTML]
Miklar yfirlýsingar fóru fram í fasteignaauglýsingu, sem sem að fasteign hefði verið endurbyggð frá grunni, en raunin var að stór hluti hennar var upprunalegur.

Hæstiréttur nefndi að með afdráttarlausum yfirlýsingum sé seljandi ekki eingöngu að ábyrgjast réttmæti upplýsinganna heldur einnig ábyrgjast gæði verksins. Reynist þær upplýsingar ekki sannar þurfi seljandinn að skila þeirri verðmætaaukningu aftur til kaupandans.
Hrd. nr. 523/2016 dags. 26. júlí 2016[HTML]

Hrd. nr. 458/2016 dags. 5. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 465/2016 dags. 5. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 526/2016 dags. 7. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 529/2016 dags. 7. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 546/2016 dags. 7. september 2016 (Sjálfstæðisflokkurinn fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs)[HTML]

Hrd. nr. 789/2015 dags. 15. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 146/2016 dags. 15. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 471/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 658/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 796/2015 dags. 13. október 2016 (Suðurnesjalína 2 - Leyfi Orkustofnunar)[HTML]

Hrd. nr. 20/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 84/2016 dags. 20. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 15/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 466/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 188/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 135/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 760/2016 dags. 29. nóvember 2016 (Landspilda í Vopnafirði)[HTML]

Hrd. nr. 360/2015 dags. 1. desember 2016 (Júlíus Þór Sigurþórsson o.fl. - Verðsamráð - Einbeittur brotavilji)[HTML]
Margir voru ákærðir vegna ólögmæts samráðs á markaði. Meðákærðir voru viðstaddir þegar aðrir ákærðir gáfu skýrslu. Talið var að ákærðu hefðu ekki átt að hlýða á framburð meðákærðu áður en þeir sjálfir væru búnir að gefa sína skýrslu.
Hrd. nr. 80/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 78/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 97/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 419/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 17/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 106/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 104/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 102/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 107/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 101/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 103/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 108/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 105/2016 dags. 8. desember 2016 (Gálgahraun II)[HTML]

Hrd. nr. 100/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 660/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 798/2016 dags. 6. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 826/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 838/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 839/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 858/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 438/2016 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 278/2016 dags. 26. janúar 2017 (Umboðsmaður skuldara)[HTML]
Starfsmaður umboðsmanns skuldara skipti sér af þremur málum fyrrverandi eiginmanns síns. Hæstiréttur taldi að veita hefði átt starfsmanninum áminningu þar sem afskiptin voru ekki það alvarleg að þau réttlættu fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi.
Hrd. nr. 260/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 250/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Bjargráðasjóður - Stjörnugrís III)[HTML]
Einstaklingur sem þurfti að borga búnaðargjald (vegna landbúnaðarstarfsemi) vildi fá það endurgreitt. Það gjald hafði runnið til Svínaræktarfélags Íslands, Bændasamtakanna og Bjargráðasjóðs. Vildi einstaklingurinn meina að með skyldu til greiðslu gjaldanna til þessara einkaaðila sé verið að greiða félagsgjald. Hæstiréttur nefndi að í tilviki Bjargráðasjóðs að sökum hlutverks sjóðsins og að stjórn sjóðsins væri skipuð af ráðherra yrði að líta til þess að sjóðurinn væri stjórnvald, og því væri um skatt að ræða.
Hrd. nr. 273/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 248/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Sjóklæðagerðin - KPMG)[HTML]

Hrd. nr. 382/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 381/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 15/2017 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 575/2016 dags. 16. febrúar 2017 (Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Hrd. nr. 387/2016 dags. 2. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 46/2017 dags. 8. mars 2017 (Ofgreitt - Hafnað endurgreiðslu)[HTML]

Hrd. nr. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 147/2017 dags. 21. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 255/2016 dags. 23. mars 2017 (Ábyrgð á námsláni)[HTML]
Maður sat í óskiptu búi eftir að hafa fengi leyfi til þess.
Hann var síðan rukkaður um námslán sem konan gengið í ábyrgð fyrir.
Hann hafði beðið sýslumann um að fella úr gildi leyfið en því var synjað. Þ.e. eins og leyfið hefði aldrei gefið út.
Hrd. nr. 213/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 367/2016 dags. 30. mars 2017 (Staðgöngumæðrun)[HTML]
Lesbíur fóru til Bandaríkjanna sem höfðu samið við staðgöngumóður um að ganga með barn. Dómstóll í Bandaríkjunum gaf út úrskurð um að lesbíurnar væru foreldrar barnsins.

Þær komu aftur til Íslands og krefjast skráningar barnsins í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands spyr um uppruna barnsins og þær gefa upp fyrirkomulagið um staðgöngumæðrun. Þjóðskrá Íslands synjar um skráninguna og þær kærðu ákvörðunina til ráðuneytisins. Þar fór ákvörðunin til dómstóla sem endaði með synjun Hæstaréttar.

Barnið var sett í forsjá barnaverndaryfirvalda sem settu það í fóstur, þar var því ráðstafað í fóstur hjá lesbíunum sökum tengsla við barnið.
Hrd. nr. 442/2016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 504/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 524/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 197/2017 dags. 25. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 224/2017 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 451/2016 dags. 11. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 563/2016 dags. 18. maí 2017 (Kjötbökumálið)[HTML]
Matvælastofnun hafði keypt eina pakkningu af kjötbökum til rannsóknar og fann ekkert nautakjöt í bökunni. Fyrirtækið var beitt viðurlögum og birti Matvælastofnun tilkynningu um það á vefsíðu sinni.

Fyrirtækið fór í mál. Hæstiréttur vísaði til þess að með reglugerð var búið að ákveða að heilbrigðiseftirlitið hefði þurft að birta slíkar upplýsingar og brast því Matvælastofnun heimild til þess.
Hrd. nr. 258/2017 dags. 30. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 285/2017 dags. 30. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML]

Hrd. nr. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML]

Hrd. nr. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML]

Hrd. nr. 451/2017 dags. 31. júlí 2017 (Landsréttur)[HTML]

Hrd. nr. 452/2017 dags. 31. júlí 2017 (Landsréttur)[HTML]

Hrd. nr. 539/2017 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 563/2017 dags. 12. september 2017[HTML]

Hrd. nr. 650/2016 dags. 21. september 2017[HTML]

Hrd. nr. 623/2016 dags. 12. október 2017 (Vaxtaendurskoðun)[HTML]
Vísað var til að sökum þess að engin fyrirmæli voru í nýju lögunum um lagaskil þeirra og eldri laganna bæri að leysa úr ágreiningi um skyldur er stofnaðar voru í tíð eldri laga á grundvelli eldri laganna en ekki þeirra nýrri. Skipti þá engu þótt skyldurnar hafi að einhverju leyti verið ítarlegri skilgreindar í nýju lögunum en þeim eldri.

Í þessu máli var ágreiningur um skyldu lánveitenda um upplýsingagjöf um vexti við gerð lánssamnings að því leyti að bankinn tilgreindi ekki við hvaða aðstæður óbreytilegir vextir myndu breytast. Staðfesti Hæstiréttur því niðurstöðu Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála um að bankinn hefði brotið eldri lögin að þessu leyti.
Hrd. nr. 684/2016 dags. 19. október 2017 (Kostnaður vegna málsmeðferðar í umhverfisráðuneytinu)[HTML]

Hrd. nr. 372/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 730/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 689/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 680/2016 dags. 23. nóvember 2017 (K/F Stjörnan)[HTML]

Hrd. nr. 689/2017 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 717/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 710/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 591/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML]

Hrd. nr. 592/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML]

Hrd. nr. 646/2016 dags. 19. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 666/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 667/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 101/2017 dags. 22. febrúar 2018 (Happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Hrd. nr. 177/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 185/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 191/2017 dags. 8. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 175/2017 dags. 8. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 814/2016 dags. 15. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 210/2017 dags. 20. apríl 2018 (Slys við Bolöldu)[HTML]

Hrd. nr. 493/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 303/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 287/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 506/2016 dags. 3. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 309/2017 dags. 3. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 511/2017 dags. 17. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 455/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 344/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 491/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 647/2017 dags. 21. júní 2018 (Kálfaströnd)[HTML]

Hrd. nr. 598/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 729/2017 dags. 26. júní 2018 (Ærumeiðing)[HTML]

Hrd. nr. 11/2018 dags. 20. september 2018[HTML]

Hrd. nr. 656/2017 dags. 4. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 154/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 816/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 614/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML]

Hrd. nr. 463/2017 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 828/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 576/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 546/2017 dags. 22. nóvember 2018 (Innnes II)[HTML]

Hrd. nr. 545/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 544/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 508/2017 dags. 6. desember 2018 (Huginn - Úthlutun aflaheimilda í makríl)[HTML]
Í lögum um veiðar fyrir utan lögsögu íslenska ríkisins er kveðið á um að ef samfelld veiðireynsla liggur fyrir mætti úthluta með tilteknum hætti.
Hrd. nr. 857/2017 dags. 6. desember 2018 (Zoe)[HTML]
Foreldrar barns kröfðust þess að úrskurður mannanafnanefndar um að synja barninu um að heita Zoe yrði ógiltur, og einnig viðurkenningu um að barnið mætti heita það. Úrskurðurinn byggði á því að ekki mætti rita nöfn með zetu. Hæstiréttur vísaði til reglugerðar þar sem heimilt var að rita mannanöfn með zetu. Hæstiréttur ógilti úrskurð mannanafnanefndar en vísaði frá viðurkenningarkröfunni.

Eftir málslokin komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að hún mætti heita Zoe.
Hrd. nr. 509/2017 dags. 6. desember 2018[HTML]

Hrd. nr. 18/2018 dags. 16. janúar 2019 (Álag á skattstofna og ábyrgð maka - Ekki ábyrgð á álagi)[HTML]
K var rukkuð um vangoldna skatta M og lætur reyna á allt í málinu. Meðal annars að verið sé að rukka K um bæði skattinn og álagið. Álagið er refsing og því ætti hún ekki að bera ábyrgð á því.

Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.
Hrd. nr. 21/2018 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Hrd. nr. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Hrd. nr. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML]
Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.

Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Meiri hlutinn taldi að hér væri um að ræða of víðtækt framsal valds og féllst því á kröfu sveitarfélagsins. Ágreiningurinn milli meiri og minni hluta virðist felast í því hversu strangar kröfur þarf að gera til slíks framsals.
Hrd. nr. 33/2018 dags. 21. maí 2019 (Hluthafasamkomulag)[HTML]
Tvær fjölskyldur áttu saman hlutafélag, um helming hvor. Önnur þeirra samanstóð af fjórum einstaklingum, er gerðu hluthafasamning sín á milli árið 2010 og svo var hluthafasamningur milli allra hluthafa. Í fyrrnefnda samningnum var ákvæði um að samþykki allra aðila þess samnings þyrfti svo einn gæti framselt hlut sinn. Einn aðilinn að fyrrnefnda samningnum framseldi hluta sinn til erlends einkahlutafélags, án þess að afla slíkrar heimildar, og það félag framseldi svo þann hluta til einkahlutafélags í fullri eigu þess einstaklings. Þessir gjörningar voru álitnir heimilaðir samkvæmt síðarnefnda samningnum, svo breyttum árið 2014.

Hæstiréttur taldi að fyrstnefndi framsalsgerningurinn væri brot á fyrrnefnda samningnum þrátt fyrir að hinn endanlegi eigandi væri fyrirtæki í fullri eigu viðkomandi einstaklings. Litið var á að hluthafinn ætti um 34% hlut í hlutafélaginu er stæði af 69% af þeim 50% hlut sem hluthafasamningurinn næði yfir. Sá sem rifti samningnum var talinn eiga verulegra hagsmuna að gæta í þessu og ekki væri tryggt að félagið sem ætti þennan 34% hlut kæmist ekki í eigu utanaðkomandi aðila. Væri því um verulega vanefnd að ræða og gæti hver og einn hinna aðila hluthafasamningsins rift honum á þeim forsendum.

Hrd. nr. 26/2019 dags. 18. september 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-266 dags. 15. október 2019[HTML]

Hrd. nr. 17/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Hrd. nr. 25/2019 dags. 9. desember 2019[HTML]

Hrd. nr. 40/2019 dags. 16. desember 2019[HTML]

Hrd. nr. 41/2019 dags. 22. janúar 2020 (Niðurrif á friðuðu húsi)[HTML]
Fólk höfðaði mál gegn Hafnarfjarðarbæ um að fá tiltekið deiliskipulag fellt niður þar sem þau vildu rífa niður hús og byggja annað í staðinn. Minjastofnun féllst á það með skilyrði um að nýja húsið félli að götumyndinni. Hæstiréttur taldi skilyrðið ólögmætt þar sem Minjastofnun var ekki lagalega heimilt að setja skilyrði um nýja húsið.
Hrá. nr. 2020-33 dags. 26. febrúar 2020[HTML]

Hrd. nr. 50/2019 dags. 4. maí 2020[HTML]

Hrd. nr. 56/2019 dags. 8. júní 2020[HTML]

Hrd. nr. 3/2020 dags. 16. júní 2020[HTML]

Hrd. nr. 2/2020 dags. 19. júní 2020[HTML]

Hrd. nr. 54/2019 dags. 17. september 2020[HTML]

Hrd. nr. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML]

Hrd. nr. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Hrá. nr. 2020-300 dags. 19. janúar 2021[HTML]

Hrá. nr. 2020-299 dags. 19. janúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 27/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrá. nr. 2020-295 dags. 17. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML]

Hrá. nr. 2021-103 dags. 14. maí 2021[HTML]

Hrd. nr. 4/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Hrd. nr. 3/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Hrd. nr. 5/2021 dags. 3. júní 2021[HTML]

Hrá. nr. 2021-98 dags. 15. júní 2021[HTML]

Hrá. nr. 2021-266 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Hrd. nr. 52/2021 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-46 dags. 3. maí 2022[HTML]

Hrd. nr. 50/2021 dags. 4. maí 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-72 dags. 16. júní 2022[HTML]

Hrd. nr. 4/2022 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. nr. 54/2022 dags. 9. desember 2022[HTML]

Hrd. nr. 29/2022 dags. 21. desember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-164 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-15 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 37/2022 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 48/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Hrd. nr. 49/2022 dags. 4. apríl 2023[HTML]

Hrd. nr. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrd. nr. 52/2022 dags. 26. apríl 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-60 dags. 16. júní 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-77 dags. 26. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrd. nr. 17/2023 dags. 1. nóvember 2023[HTML]

Hrd. nr. 16/2023 dags. 1. nóvember 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-110 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Hrd. nr. 43/2022 dags. 29. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 25/2023 dags. 29. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 43/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-158 dags. 20. febrúar 2024[HTML]

Hrd. nr. 36/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-24 dags. 22. apríl 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-37 dags. 2. maí 2024[HTML]

Hrd. nr. 34/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Hrd. nr. 2/2024 dags. 5. júní 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-72 dags. 27. júní 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-105 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Hrd. nr. 7/2024 dags. 9. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 10/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 12/2024 dags. 23. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 9/2024 dags. 6. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 40/2024 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 15/2024 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 11/2024 dags. 27. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 19/2024 dags. 4. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 18/2024 dags. 9. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 22/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Hrá. nr. 2025-18 dags. 21. febrúar 2025[HTML]

Hrd. nr. 34/2024 dags. 26. mars 2025[HTML]

Hrd. nr. 53/2024 dags. 21. maí 2025[HTML]

Hrd. nr. 56/2024 dags. 21. maí 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-79 dags. 25. júní 2025[HTML]

Hrd. nr. 9/2025 dags. 18. nóvember 2025[HTML]

Hrd. nr. 10/2025 dags. 24. nóvember 2025[HTML]

Hrd. nr. 24/2025 dags. 10. desember 2025[HTML]

Hrd. nr. 16/2025 dags. 17. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. febrúar 2013 (Umsókn um innflutning á hundi frá Lettlandi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2013 (Eignarhald á 35 lambskrokkum af 42)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2013 (Eignarhald á 7 lambskrokkum af 42)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 9. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 1. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 1/2013 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 1/2014 dags. 9. september 2014[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 23. maí 2016 (Eskja hf., kærir er ákvörðun Fiskistofu, dags. 27. nóvember 2015, um leiðréttingu á skráningu aflamarks á Huginn VE-55, skipaskrárnúmer 2411, sem nemur 611.704 kg.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 23. maí 2016 (Eskja hf., kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 27. nóvember 2015, um leiðréttingu á skráningu aflamarks á Aðalsteini Jónssyni SU 11, (2699), sem nemur 273.067 kg.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. september 2016 (Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Byggðastofnunar varðandi tilboð Goðaborgar ehf. um samstarf varðandi nýtingu byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. september 2016 (Guðmundur Runólfsson kærir ákvörðun Fiskistofu um álagningu veiðigjalds)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. desember 2016[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Landssamband sjóstangaveiðifélaga kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna skráningu á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangveiðifélag Norðurfjarðar kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Snæfellsness kærir ákvörðun Fiskistofu, um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Akureyrar, kærir ákvörðun Fiskistofu, um að hafna umsókn um vilyri fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. janúar 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að svipta skipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 4. júní 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerðaraðila skriflega áminningu vegna veiða á kúfiski með plógi án sérveiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 29. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. maí 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2019 (sjóstangveiðifélag I))[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. janúar 2020 (Kærð er ákvörðun [S], dags. 15. nóvember 2017, um að stöðva seiðaeldi kæranda sem rekið er án rekstrarleyfis.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. apríl 2020 (Kærð ákvörðun Fiskistofu um veiðileyfissviptingu)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 6. júlí 2020 (Ákvörðun Fiskistofu dags. 10. október 2018, kærð fyrir að svipta skip leyfi til veiða í eina viku)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. október 2020 (Kærð ákvörðun Matvælastofnunar, dags. 21. Janúar 2020, um stöðvun rekstrr skv. 1. Mgr. 21. Gr. C laga nr. 71/2008)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um synjun á beiðni um jöfn skipti við flutning á makríl og botnfisks milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. júlí 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. júlí 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. ágúst 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta til bátsins [D])[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. ágúst 2021 (Um ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta varðandi bátinn [B])[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. ágúst 2021 (Um ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta varðandi bátinn [C])[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. ágúst 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. október 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 29. október 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. nóvember 2021 (Ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. janúar 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að synja beiðni um bakfærslu aflaheimilda.)[HTML]

Fara á yfirlit

Atvinnuvegaráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 7. ágúst 2025[HTML]

Ákvörðun Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 15. október 2025 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna beiðni um tilfærslu á veiðireynslu)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 7. nóvember 2025 (Ákvörðun Fiskistofu um niðurfellingu aflahlutdeilda.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 8/2006 dags. 30. apríl 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 11/2021 dags. 18. desember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 4/2022 dags. 27. október 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2010 (Kæra Byko ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2010 (Kæra Lýsingar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 34/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2012 (Kæra IP fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 23/2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2010 (Kæra Og fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 38/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2009 (Kæra SP-Fjármögnunar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 25/2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2011 (Kæra Gildis lífeyrissjóðs á ákvörðun Neytendastofu nr. 29/2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2015 (Kæra Eðalvara ehf. á ákvörðun Neytendastofu 5. október 2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2011 (Kæra Upplýsingastýringar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2015 (Kæra Boltabarsins ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 58/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2012 og 22/2012 (Kæra Eðalvara ehf. á ákvörðun Neytendastofu 31. október 2012 og kæra sama félags á grundvelli 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vegna ætlaðra tafa á afgreiðslu málsins.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 44/2014 frá 23. september 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2012 (Kæra Pennans á Íslandi ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 11/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2012 (Kæra Samkaupa hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2013 (Kæra Lyfju hf. á ákvörðun Neytendastofu 18. júlí 2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2018 (Kæra Arion banka hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 25. júlí 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2020 (Kæra Borgarefnalaugarinnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 48/2020 frá 23. október 2020.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2021 (Kæra Veganmatar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 4/2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2010 (Kæra Avant hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2011 (Kæra Nýherja hf. á ákvörðun Neytendastofu 2. maí 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2018 (Kæra Gyðu Atladóttur á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2018 frá 25. júlí 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2014 (Kæra Kosts lágvöruverðsverslunar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 2. apríl 2014 nr. 16/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2009 (Kæra Kaupþings hf. á ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 6/2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2014 (Kæra Tölvutek ehf. á ákvörðun Neytendastofu 14. apríl 2014 nr. 22/2014)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2019 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 42/2019 frá 2. október 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2022 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu 31. mars 2022 í máli nr. 9/2022.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/1995 dags. 22. desember 1994[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/1996 dags. 27. nóvember 1996[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/1997 dags. 13. febrúar 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/1997 dags. 27. ágúst 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/1999 dags. 16. apríl 1999[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2000 dags. 22. janúar 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2000 dags. 6. apríl 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2001 dags. 26. febrúar 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 19/2005 dags. 8. október 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 22/2005 dags. 21. nóvember 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/2009 dags. 14. október 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 18/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/2010 dags. 3. nóvember 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/2011 dags. 18. febrúar 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2013 dags. 21. mars 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2013 dags. 24. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2013 dags. 3. mars 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2013 dags. 3. mars 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2014 dags. 25. mars 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2016 dags. 21. nóvember 2016[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2024 dags. 22. maí 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 10. desember 2014 í máli nr. E-18/14[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 21. desember 2017 í máli nr. E-5/17[PDF]

Fara á yfirlit

Eftirlitsnefnd fasteignasala

Ákvörðun Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. F-009-21 dags. 29. desember 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Einkaleyfastofan

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 2/2018 dags. 31. janúar 2018[PDF]

Fara á yfirlit

Endurskoðendaráð

Ákvörðun Endurskoðendaráðs dags. 30. júní 2020[PDF]

Ákvörðun Endurskoðendaráðs dags. 25. ágúst 2020[PDF]

Ákvörðun Endurskoðendaráðs dags. 7. júní 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 19/2021 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1975:192 í máli nr. 6/1975[PDF]

Dómur Félagsdóms 1975:213 í máli nr. 7/1975[PDF]

Dómur Félagsdóms 1975:236 í máli nr. 2/1975[PDF]

Dómur Félagsdóms 1979:86 í máli nr. 2/1978[PDF]

Úrskurður Félagsdóms 1984:64 í máli nr. 8/1984[PDF]

Dómur Félagsdóms 1991:411 í máli nr. 2/1991[PDF]

Dómur Félagsdóms 1991:416 í máli nr. 1/1991[PDF]

Dómur Félagsdóms 1991:427 í máli nr. 1/1991[PDF]

Dómur Félagsdóms 1992:554 í máli nr. 13/1992[PDF]

Dómur Félagsdóms 1993:74 í máli nr. 6/1993[PDF]

Úrskurður Félagsdóms 1994:228 í máli nr. 11/1994[PDF]

Dómur Félagsdóms 1994:260 í máli nr. 12/1994[PDF]

Dómur Félagsdóms 1995:411 í máli nr. 16/1995[PDF]

Dómur Félagsdóms 1995:453 í máli nr. 13/1995[PDF]

Úrskurður Félagsdóms 1997:1 í máli nr. 16/1996[PDF]

Dómur Félagsdóms 1997:104 í máli nr. 6/1997[PDF]

Dómur Félagsdóms 1997:202 í máli nr. 18/1997[PDF]

Dómur Félagsdóms 1998:249 í máli nr. 10/1997[PDF]

Dómur Félagsdóms 1998:315 í máli nr. 4/1998[PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 5/2000 dags. 8. júní 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 4/2001 dags. 19. mars 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2002 dags. 16. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 17. maí 2004[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 12. júlí 2004[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2005 dags. 29. desember 2005[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2013 dags. 11. október 2013[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2015 dags. 14. október 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-29/2015 dags. 6. apríl 2016[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2017 dags. 26. júní 2017[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-4/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2018 dags. 12. mars 2018[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2019 dags. 13. febrúar 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-13/2019 dags. 16. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2020 dags. 23. júní 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-16/2020 dags. 25. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2020 dags. 25. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-22/2020 dags. 29. apríl 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-21/2020 dags. 29. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2021 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2020 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2021 dags. 22. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-13/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-3/2022 dags. 27. júní 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2022 dags. 3. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2023 dags. 6. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2024 dags. 23. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2025 dags. 9. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2025 dags. 4. apríl 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. ágúst 1996 (Hafnarfjarðarkaupstaður - Stofnun starfsnefndar um framkvæmdamál hafnarinnar og hugsanleg skörun við verksvið hafnarstjórnar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. nóvember 1997 (Bessastaðahreppur - Álagning gatnagerðargjalds á lóð. Skil milli nýrra og eldri laga um gatnagerðargjöld)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 20. júlí 1998 (Húsavíkurkaupstaður - Úthlutun lóða á hafnarsvæði. Hafnarstjórnarmaður svili eins umsækjenda)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 20. júlí 1998 (Húsavíkurkaupstaður - Málsmeðferð hafnarstjórnar varðandi úthlutun lóða á hafnarsvæði)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 27. júlí 1998 (Ísafjarðarbær (Suðureyri) - Hámark og lágmark holræsagjalda)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 27. júlí 1998 (Ísafjarðarbær (Flateyri) - Hámark og lágmark holræsagjalda)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. júlí 2000 (Akraneskaupstaður - Hafnað niðurfellingu á holræsa- og vatnsgjöldum vegna húseignar sem ekki hefur verið tekin í notkun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. júlí 2000 (Hafnað niðurfellingu á holræsa- og vatnsgjöldum vegna húseignar sem ekki hefur verið tekin í notkun)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Réttur íbúa sveitarfélags til ferðaþjónustu fatlaðra skv. 2. mgr. 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Réttur íbúa sveitarfélags til ferðaþjónustu fatlaðra skv. 1. mgr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 20. september 2001 (Seltjarnarneskaupstaður - Fyrning gatnagerðargjalda, gildi ákvæðis í lóðarleigusamningi, réttaráhrif tómlætis)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 25. október 2001 (Mosfellsbær - Innheimta)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 7. ágúst 2002 (Húsavíkurbær - Heimildir sveitarfélaga til að innheimta sérstakt gjald vegna gíró-/greiðsluseðla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2002 (Reykjavíkurborg - Réttur einkarekinna tónlistarskóla til styrkveitinga, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2003 (Reykjavíkurborg - Gjald fyrir sölu byggingarréttar, einkaréttarlegur samningur, frávísun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 29. janúar 2004 (Hveragerðisbær - Heimild til að leggja viljayfirlýsingu um verklegar framkvæmdir fram sem trúnaðarmál, útboðsskylda)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 18. janúar 2005 (Ólafsfjarðarbær - B-gatnagerðargjald, skylda sveitarfélags til framkvæmda, gjalddagi)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 23. ágúst 2005 (Akraneskaupstaður - Álagning B-gatnagerðargjalds vegna endurnýjunar gangstéttar, skortur á lagastoð)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 31. júlí 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 6. desember 2005 staðfest.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 20. nóvember 2006 (Synjun Vinnumálastofnunar frá 6. desember 2005 staðfest)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. mars 2007 (Kópavogsbær - Áheyrnarfulltrúi í félagsmálaráði)[HTML]

Fara á yfirlit

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 18/2024 dags. 29. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 2/2025 dags. 19. febrúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 7/2021 dags. 29. október 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 4/2024 dags. 7. maí 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 9/2024 dags. 13. ágúst 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12020076 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12060017 dags. 29. október 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12110098 dags. 3. apríl 2013[HTML]

Álit Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050028 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050035 dags. 12. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14090026 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14090063 dags. 8. september 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15010005 dags. 16. október 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020059 dags. 21. október 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17070045 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17120045 dags. 29. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR1901161 dags. 23. maí 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 1. mars 2006 (Lyfjastofnun - vefsíða - auglýsing og kynning lyfja)[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 18. apríl 2008 (Ákvörðun um að efni falli undir skilgreiningu lyfs skv. lyfjalögum)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 13. júní 2008 (Ákvörðun um að bragðprufur falli undir bannákvæði VI. kafla lyfjalaga 93/1994 verði felld úr gildi)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 23. júní 2009 (Synjun landlæknis um útgáfu starfsleyfis sem stoðtækjafræðingur)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 2. júlí 2009 (Áliti Lyfjastofnunar um bann við birtingu auglýsingaborða verði hnekkt)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2019 dags. 18. mars 2019[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2019 dags. 14. júní 2019[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 6/2019 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 30/2019 dags. 30. desember 2019[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 1/2020 dags. 10. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2021 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 12/2021 dags. 12. október 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 13/2021 dags. 19. október 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 14/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 11/2022 dags. 24. maí 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 22/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 31/2022 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 4/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 5/2023 dags. 10. mars 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 6/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 15/2023 dags. 3. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 22/2023 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 23/2023 dags. 1. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 25/2023 dags. 4. desember 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 18/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 26/2024 dags. 10. október 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 11/2025 dags. 24. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-46/2006 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-213/2007 dags. 18. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-20/2008 dags. 9. maí 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 24. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-251/2008 dags. 16. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-252/2008 dags. 16. mars 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-106/2009 dags. 1. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-92/2009 dags. 16. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-21/2010 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Z-1/2010 dags. 13. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-212/2010 dags. 24. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-45/2011 dags. 16. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-77/2011 dags. 26. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-87/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-27/2013 dags. 30. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-61/2013 dags. 12. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-12/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-17/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2017 dags. 14. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-31/2020 dags. 1. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-46/2022 dags. 9. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-78/2021 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-429/2005 dags. 24. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-505/2005 dags. 31. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-17/2006 dags. 8. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-478/2004 dags. 16. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-72/2006 dags. 6. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-162/2006 dags. 13. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-537/2005 dags. 29. mars 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-15/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-268/2007 dags. 2. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-574/2006 dags. 6. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-174/2007 dags. 28. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-140/2007 dags. 3. mars 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-2/2007 dags. 19. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-292/2008 dags. 13. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-217/2009 dags. 20. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-202/2010 dags. 12. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-295/2010 dags. 11. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-6/2010 dags. 10. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-346/2010 dags. 29. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-358/2010 dags. 7. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-72/2010 dags. 17. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-258/2010 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-71/2010 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-117/2012 dags. 28. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-244/2012 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-25/2013 dags. 8. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-172/2012 dags. 24. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-188/2013 dags. 21. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-302/2013 dags. 9. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-58/2014 dags. 10. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Z-1/2015 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-226/2014 dags. 13. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-293/2014 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. M-10/2015 dags. 13. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-47/2015 dags. 8. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-9/2016 dags. 22. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-82/2016 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-28/2016 dags. 28. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-66/2015 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-69/2017 dags. 13. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-220/2016 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-39/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2016 dags. 30. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-37/2018 dags. 26. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-198/2018 dags. 1. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-46/2020 dags. 8. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-394/2021 dags. 17. febrúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. R-32/2022 dags. 28. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-431/2019 dags. 3. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-447/2021 dags. 11. júlí 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-88/2022 dags. 14. desember 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-426/2022 dags. 30. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-467/2022 dags. 5. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-396/2022 dags. 24. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-475/2023 dags. 15. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-91/2024 dags. 9. desember 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-17/2006 dags. 26. september 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Y-2/2006 dags. 8. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-142/2007 dags. 25. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-31/2007 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-55/2008 dags. 8. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-104/2008 dags. 15. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-51/2010 dags. 10. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-118/2010 dags. 18. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-372/2006 dags. 18. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2382/2005 dags. 18. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-302/2006 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1196/2005 dags. 31. október 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-949/2006 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-757/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1020/2006 dags. 28. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2010/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2009/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1235/2006 dags. 23. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1159/2006 dags. 26. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1953/2006 dags. 3. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-597/2007 dags. 15. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-1/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1046/2007 dags. 27. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-954/2007 dags. 5. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2152/2006 dags. 18. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1666/2005 dags. 10. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-525/2006 dags. 14. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1102/2007 dags. 25. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1534/2007 dags. 17. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1954/2007 dags. 4. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-765/2007 dags. 16. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1374/2007 dags. 27. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-313/2008 dags. 30. júní 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2642/2007 dags. 14. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2273/2006 dags. 17. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2892/2007 dags. 12. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2008 dags. 5. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1689/2008 dags. 15. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1768/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1801/2008 dags. 17. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2715/2008 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3009/2008 dags. 13. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-147/2008 dags. 18. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-146/2008 dags. 18. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1593/2009 dags. 9. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-822/2009 dags. 10. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1736/2009 dags. 1. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2050/2009 dags. 2. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3407/2008 dags. 22. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2215/2009 dags. 3. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1035/2009 dags. 25. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3705/2008 dags. 7. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3305/2009 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3055/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3054/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3053/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-984/2009 dags. 28. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4707/2009 dags. 3. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4706/2009 dags. 3. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4554/2009 dags. 16. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4664/2009 dags. 30. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-133/2010 dags. 22. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-464/2010 dags. 9. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-4/2010 dags. 12. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1347/2010 dags. 9. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1037/2010 dags. 9. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-5174/2009 dags. 29. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2903/2010 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-1/2011 dags. 6. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-7/2011 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1130/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-20/2010 dags. 5. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2635/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-145/2011 dags. 7. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1197/2011 dags. 20. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-13/2011 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1482/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1615/2011 dags. 23. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1478/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-732/2012 dags. 21. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-3/2012 dags. 16. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-16/2012 dags. 19. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-6/2012 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-904/2012 dags. 11. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-216/2012 dags. 21. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-945/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1218/2012 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1584/2012 dags. 28. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-5/2012 dags. 6. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-4/2013 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1889/2011 dags. 24. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-177/2013 dags. 9. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-511/2013 dags. 1. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1660/2012 dags. 1. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1659/2012 dags. 1. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1630/2012 dags. 4. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-325/2012 dags. 18. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-757/2013 dags. 7. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1124/2013 dags. 8. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-905/2013 dags. 7. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-82/2014 dags. 9. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-819/2013 dags. 15. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-175/2013 dags. 14. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-83/2014 dags. 23. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-8/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-6/2014 dags. 4. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-1/2014 dags. 16. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-701/2014 dags. 24. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-742/2013 dags. 28. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-769/2014 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1592/2014 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-663/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1301/2014 dags. 17. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-416/2014 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-4/2015 dags. 16. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-705/2015 dags. 8. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1121/2015 dags. 22. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1252/2015 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-7/2015 dags. 1. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-6/2015 dags. 1. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-5/2015 dags. 1. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1298/2015 dags. 20. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-764/2016 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-529/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-535/2016 dags. 8. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1067/2015 dags. 13. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-829/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-276/2017 dags. 24. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-86/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-162/2016 dags. 25. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-30/2017 dags. 7. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1204/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-901/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-672/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-851/2017 dags. 12. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-149/2018 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-499/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1127/2017 dags. 2. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-167/2018 dags. 17. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-766/2017 dags. 24. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-94/2018 dags. 26. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-921/2017 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-629/2018 dags. 6. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-967/2017 dags. 27. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-656/2018 dags. 3. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-526/2018 dags. 16. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-821/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-164/2018 dags. 3. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-897/2018 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-998/2018 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-950/2018 dags. 2. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1236/2018 dags. 15. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-428/2019 dags. 9. september 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-359/2019 dags. 24. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1749/2019 dags. 19. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-140/2020 dags. 10. júní 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1791/2019 dags. 24. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-172/2019 dags. 25. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-461/2019 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1617/2019 dags. 8. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-711/2020 dags. 16. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1704/2019 dags. 25. nóvember 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2213/2020 dags. 2. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1032/2020 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-214/2019 dags. 25. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2471/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2522/2019 dags. 3. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-287/2021 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1537/2020 dags. 8. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2841/2020 dags. 10. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-1684/2019 dags. 6. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-226/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-884/2020 dags. 14. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-110/2021 dags. 7. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-744/2021 dags. 29. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2626/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1335/2021 dags. 11. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2330/2021 dags. 3. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2133/2021 dags. 1. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-135/2022 dags. 4. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2333/2021 dags. 31. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1075/2021 dags. 3. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-496/2022 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2293/2021 dags. 1. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1164/2022 dags. 14. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1106/2022 dags. 13. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-965/2022 dags. 13. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2115/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-941/2022 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1875/2022 dags. 26. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1811/2022 dags. 19. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-424/2023 dags. 25. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1173/2023 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1777/2023 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1245/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1762/2023 dags. 2. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1531/2022 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1364/2023 dags. 20. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2546/2023 dags. 27. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1851/2022 dags. 30. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2393/2023 dags. 4. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-726/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-725/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-724/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-723/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-721/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-720/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-719/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-718/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-717/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-716/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2162/2023 dags. 8. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2029/2024 dags. 24. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-755/2025 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2988/2024 dags. 24. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-198/2025 dags. 9. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-586/2025 dags. 16. september 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7571/2005 dags. 22. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6137/2005 dags. 22. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4966/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4751/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4727/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6110/2005 dags. 31. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1611/2005 dags. 31. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2005 dags. 5. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6947/2005 dags. 11. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4904/2005 dags. 26. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6442/2004 dags. 5. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2005 dags. 12. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10432/2004 dags. 18. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2398/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6449/2005 dags. 29. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7185/2005 dags. 26. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4706/2005 dags. 27. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7184/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7078/2005 dags. 10. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-760/2006 dags. 13. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5186/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4091/2005 dags. 4. ágúst 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-4/2006 dags. 5. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7737/2005 dags. 10. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1789/2006 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2676/2006 dags. 3. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7302/2005 dags. 14. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3224/2006 dags. 15. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2884/2005 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2183/2006 dags. 21. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4788/2005 dags. 21. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1134/2006 dags. 22. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1152/2004 dags. 11. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4236/2006 dags. 25. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1348/2006 dags. 2. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-910/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2188/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2006 dags. 13. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3433/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2350/2006 dags. 19. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3230/2006 dags. 28. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6666/2006 dags. 7. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3690/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7766/2006 dags. 15. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3406/2006 dags. 2. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6459/2006 dags. 13. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2006 dags. 13. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3119/2006 dags. 24. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2188/2006 dags. 24. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4825/2006 dags. 9. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7591/2006 dags. 29. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4602/2006 dags. 18. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4601/2006 dags. 18. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7698/2005 dags. 19. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5280/2006 dags. 22. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6224/2006 dags. 29. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2006 dags. 11. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1438/2007 dags. 28. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3047/2007 dags. 5. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2153/2007 dags. 5. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7608/2006 dags. 26. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3905/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2340/2005 dags. 2. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-934/2007 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-751/2007 dags. 23. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-616/2007 dags. 26. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2606/2007 dags. 6. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6570/2006 dags. 11. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1734/2007 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-864/2007 dags. 19. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4142/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-6/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4805/2007 dags. 21. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7219/2006 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-762/2007 dags. 8. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4218/2007 dags. 10. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2007 dags. 10. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4680/2007 dags. 16. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4314/2007 dags. 21. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6496/2007 dags. 30. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4229/2007 dags. 5. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4913/2007 dags. 3. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4961/2007 dags. 4. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2696/2007 dags. 28. mars 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-8/2007 dags. 28. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5897/2007 dags. 3. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6/2008 dags. 4. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4296/2007 dags. 8. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5974/2006 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5892/2007 dags. 22. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2008 dags. 6. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-936/2007 dags. 6. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4794/2007 dags. 9. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7710/2007 dags. 28. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6639/2007 dags. 29. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8412/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-781/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 5. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8306/2007 dags. 18. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8305/2007 dags. 18. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6840/2006 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4591/2006 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3987/2006 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2082/2007 dags. 14. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4393/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6207/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1116/2008 dags. 9. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3008/2007 dags. 15. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8596/2007 dags. 22. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7937/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7690/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6353/2007 dags. 27. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5905/2007 dags. 10. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1216/2008 dags. 11. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6831/2006 dags. 27. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3289/2008 dags. 27. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7968/2008 dags. 1. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1442/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5431/2008 dags. 5. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2097/2008 dags. 5. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-61/2008 dags. 5. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3998/2008 dags. 11. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8589/2007 dags. 11. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4546/2008 dags. 15. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 17. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3803/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2351/2006 dags. 22. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3134/2008 dags. 14. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-936/2007 dags. 15. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4681/2007 dags. 21. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2865/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-93/2007 dags. 28. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1195/2006 dags. 28. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6339/2007 dags. 4. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3180/2008 dags. 5. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6172/2008 dags. 19. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2008 dags. 19. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3807/2008 dags. 24. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10365/2008 dags. 26. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4007/2008 dags. 26. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2007 dags. 27. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10248/2008 dags. 6. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5194/2008 dags. 9. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2546/2008 dags. 9. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8640/2007 dags. 9. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1008/2008 dags. 12. mars 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-11/2008 dags. 13. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2567/2008 dags. 24. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4140/2008 dags. 25. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9544/2008 dags. 26. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3760/2008 dags. 26. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9627/2008 dags. 27. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9342/2008 dags. 1. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11064/2008 dags. 3. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6181/2008 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5357/2008 dags. 15. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2066/2008 dags. 16. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8465/2008 dags. 17. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-590/2009 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9620/2008 dags. 6. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5444/2008 dags. 11. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7826/2008 dags. 28. maí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4537/2009 dags. 23. júní 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8493/2008 dags. 23. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8884/2008 dags. 7. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11290/2008 dags. 18. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3617/2009 dags. 25. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7966/2008 dags. 25. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2008 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8042/2008 dags. 14. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6012/2008 dags. 27. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3712/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1343/2009 dags. 6. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8012/2009 dags. 10. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-50/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-49/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2116/2008 dags. 13. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8679/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10724/2008 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3625/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1246/2009 dags. 11. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4204/2009 dags. 18. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5450/2009 dags. 22. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11360/2009 dags. 23. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-983/2009 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3471/2009 dags. 13. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7506/2009 dags. 22. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4022/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1570/2009 dags. 29. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1353/2009 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9776/2009 dags. 9. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10160/2009 dags. 9. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9777/2009 dags. 9. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7276/2009 dags. 11. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12044/2009 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8500/2008 dags. 15. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7649/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11360/2008 dags. 24. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 1. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8656/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4555/2009 dags. 29. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3180/2009 dags. 9. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4639/2009 dags. 14. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2572/2009 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-750/2009 dags. 23. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2524/2010 dags. 26. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9261/2008 dags. 28. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10837/2009 dags. 30. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-895/2010 dags. 27. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10800/2009 dags. 27. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-52/2009 dags. 2. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2839/2009 dags. 14. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1804/2010 dags. 18. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-208/2010 dags. 18. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-60/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12659/2009 dags. 25. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10308/2008 dags. 25. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11613/2008 dags. 28. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-14240/2009 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10220/2009 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12180/2009 dags. 9. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5780/2009 dags. 15. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9114/2009 dags. 16. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 17. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-284/2010 dags. 23. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-93/2009 dags. 29. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12183/2009 dags. 1. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12182/2009 dags. 1. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11339/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10867/2009 dags. 8. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2034/2010 dags. 19. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11868/2009 dags. 19. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3545/2010 dags. 3. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2594/2010 dags. 9. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1683/2010 dags. 9. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6460/2009 dags. 9. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8697/2009 dags. 16. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-771/2010 dags. 30. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8951/2009 dags. 2. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-268/2010 dags. 9. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2960/2010 dags. 10. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5574/2010 dags. 14. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2010 dags. 15. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13506/2009 dags. 20. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13505/2009 dags. 20. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13504/2009 dags. 20. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11595/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8711/2009 dags. 7. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1396/2006 dags. 10. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4205/2009 dags. 12. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-14132/2009 dags. 13. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2972/2010 dags. 21. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6295/2009 dags. 21. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4840/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7281/2006 dags. 2. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-95/2010 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4324/2010 dags. 7. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2599/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-14278/2009 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5466/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-47/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11/2010 dags. 14. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-86/2010 dags. 24. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12038/2009 dags. 25. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3018/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3017/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3016/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3015/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 5. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-14127/2009 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11868/2009 dags. 20. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6736/2010 dags. 5. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6973/2010 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6972/2010 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6971/2010 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6970/2010 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6969/2010 dags. 13. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2574/2010 dags. 30. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2573/2010 dags. 30. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7016/2009 dags. 30. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2011 dags. 31. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2010 dags. 31. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5841/2010 dags. 8. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2981/2010 dags. 10. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1937/2010 dags. 20. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3336/2010 dags. 24. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-104/2010 dags. 27. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1791/2011 dags. 30. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4082/2010 dags. 1. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5553/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-513/2011 dags. 7. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7518/2009 dags. 7. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2235/2011 dags. 8. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12327/2009 dags. 14. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6156/2010 dags. 15. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7453/2010 dags. 20. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6024/2010 dags. 29. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-845/2010 dags. 29. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4811/2010 dags. 4. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2011 dags. 24. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5303/2010 dags. 26. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-751/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2010 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2509/2010 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11438/2009 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1682/2010 dags. 7. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2010 dags. 23. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4171/2010 dags. 23. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4170/2010 dags. 23. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10499/2009 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5216/2010 dags. 1. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8102/2009 dags. 1. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-730/2011 dags. 2. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4580/2010 dags. 13. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1605/2011 dags. 21. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-52/2011 dags. 12. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-82/2011 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-47/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-168/2010 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-144/2011 dags. 16. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2170/2011 dags. 24. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-346/2010 dags. 6. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3210/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3209/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5814/2010 dags. 19. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1906/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-187/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2601/2011 dags. 28. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4296/2011 dags. 12. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1999/2011 dags. 16. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4805/2010 dags. 9. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-500/2010 dags. 9. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 9. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4167/2011 dags. 11. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2011 dags. 16. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2892/2011 dags. 22. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4075/2010 dags. 23. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2576/2010 dags. 29. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1180/2011 dags. 6. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4284/2011 dags. 25. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-392/2012 dags. 26. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-760/2012 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5612/2010 dags. 2. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10158/2009 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10157/2009 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4067/2011 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-92/2011 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-455/2011 dags. 13. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4/2012 dags. 14. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2821/2011 dags. 19. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-189/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3218/2011 dags. 20. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4899/2011 dags. 24. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4869/2011 dags. 17. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-447/2011 dags. 22. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-6/2012 dags. 26. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4859/2011 dags. 26. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2011 dags. 30. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2380/2011 dags. 6. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4137/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2379/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-446/2011 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6728/2010 dags. 13. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-559/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4398/2011 dags. 19. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4864/2011 dags. 23. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4193/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4434/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1069/2012 dags. 10. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2934/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-149/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2295/2012 dags. 17. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2578/2011 dags. 19. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2150/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4455/2011 dags. 21. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2438/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-867/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-274/2010 dags. 16. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1736/2012 dags. 25. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-990/2012 dags. 25. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-716/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-631/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1466/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1773/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4643/2011 dags. 1. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2168/2012 dags. 12. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2084/2012 dags. 12. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1562/2012 dags. 15. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2012 dags. 15. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1774/2012 dags. 18. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2383/2011 dags. 22. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1477/2012 dags. 4. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3958/2011 dags. 11. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4256/2012 dags. 29. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2510/2012 dags. 3. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2725/2012 dags. 10. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2836/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2448/2012 dags. 24. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3787/2012 dags. 28. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2232/2012 dags. 31. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2600/2010 dags. 11. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2494/2012 dags. 12. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2293/2012 dags. 13. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2013 dags. 26. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4433/2012 dags. 27. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1870/2012 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1690/2012 dags. 4. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3131/2012 dags. 5. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1165/2012 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1645/2010 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3880/2012 dags. 11. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-81/2012 dags. 19. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1131/2013 dags. 24. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2300/2012 dags. 30. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2818/2012 dags. 8. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7461/2010 dags. 8. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4416/2012 dags. 23. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-251/2013 dags. 23. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1433/2013 dags. 4. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4397/2012 dags. 13. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-278/2012 dags. 25. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3788/2012 dags. 29. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-898/2013 dags. 3. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1046/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-885/2012 dags. 6. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-563/2012 dags. 8. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2013 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4164/2011 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-19/2013 dags. 13. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2772/2013 dags. 15. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4032/2012 dags. 22. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1322/2013 dags. 10. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-333/2013 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2011 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1759/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3837/2012 dags. 12. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-178/2013 dags. 18. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3992/2012 dags. 18. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4404/2012 dags. 19. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4287/2012 dags. 25. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1013/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3729/2013 dags. 2. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2525/2013 dags. 25. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2766/2013 dags. 28. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1787/2013 dags. 30. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-644/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5064/2013 dags. 26. maí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-55/2013 dags. 26. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4986/2013 dags. 27. maí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3977/2012 dags. 27. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1440/2013 dags. 6. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2439/2012 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3012/2013 dags. 24. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2723/2013 dags. 27. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1008/2013 dags. 30. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-55/2013 dags. 30. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1756/2013 dags. 4. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4828/2011 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-153/2014 dags. 15. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3852/2013 dags. 26. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1919/2013 dags. 18. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2924/2013 dags. 25. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-690/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4178/2013 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-25/2014 dags. 10. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4443/2012 dags. 10. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1438/2012 dags. 20. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2014 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1441/2013 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4177/2013 dags. 28. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-66/2014 dags. 31. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-95/2013 dags. 4. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2923/2013 dags. 14. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2627/2013 dags. 21. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-866/2012 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4272/2011 dags. 3. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2532/2014 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2527/2012 dags. 18. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1875/2012 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1001/2014 dags. 16. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-29/2014 dags. 16. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3598/2013 dags. 16. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-342/2014 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2138/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-293/2014 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4521/2013 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1930/2014 dags. 10. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1523/2014 dags. 16. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2770/2014 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5193/2013 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2093/2014 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5162/2013 dags. 4. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4783/2013 dags. 12. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2868/2012 dags. 12. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-362/2014 dags. 19. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2014 dags. 26. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-944/2014 dags. 30. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2791/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3693/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2568/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3526/2014 dags. 18. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3968/2013 dags. 22. maí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4972/2014 dags. 29. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3528/2014 dags. 8. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-53/2011 dags. 8. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5106/2014 dags. 12. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-147/2013 dags. 16. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-913/2014 dags. 19. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3796/2014 dags. 23. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1235/2014 dags. 3. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5039/2014 dags. 7. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3156/2014 dags. 7. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2546/2014 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-163/2014 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4277/2014 dags. 10. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4330/2014 dags. 13. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2752/2014 dags. 16. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-91/2015 dags. 14. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2247/2014 dags. 23. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4663/2014 dags. 9. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1358/2015 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2249/2014 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2015 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5045/2014 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4294/2014 dags. 6. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4731/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3965/2014 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-684/2012 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-50/2014 dags. 16. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1026/2014 dags. 18. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4192/2012 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2517/2015 dags. 4. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5097/2014 dags. 6. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2014 dags. 15. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2248/2014 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-575/2010 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-256/2015 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5105/2014 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2369/2014 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2483/2015 dags. 9. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-133/2015 dags. 15. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2840/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2015 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2488/2015 dags. 2. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-953/2014 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2461/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2941/2015 dags. 31. mars 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-84/2013 dags. 1. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3214/2015 dags. 8. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2015 dags. 8. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2607/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-634/2014 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3188/2015 dags. 3. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-62/2016 dags. 9. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-12/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4437/2014 dags. 13. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4222/2015 dags. 20. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-117/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3301/2015 dags. 3. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1626/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1809/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1583/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1582/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1098/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1096/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1095/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1094/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1092/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1091/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2543/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1584/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1097/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1082/2015 dags. 30. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2015 dags. 4. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4238/2015 dags. 12. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2514/2012 dags. 13. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1354/2015 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-843/2016 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-39/2014 dags. 2. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2015 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2555/2015 dags. 28. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3560/2015 dags. 30. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2015 dags. 5. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2016 dags. 6. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1020/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-791/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3852/2013 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2016 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-854/2016 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-974/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-7/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-270/2015 dags. 6. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1912/2016 dags. 7. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1160/2016 dags. 20. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-16/2015 dags. 6. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4234/2015 dags. 16. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1282/2016 dags. 25. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2802/2016 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-927/2016 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-926/2016 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4235/2015 dags. 6. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1893/2016 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3181/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3926/2015 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2108/2016 dags. 1. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4210/2015 dags. 2. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2094/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2074/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-235/2015 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1956/2016 dags. 8. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2284/2016 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2503/2016 dags. 10. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1902/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1453/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-776/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-556/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1880/2016 dags. 3. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1568/2016 dags. 4. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-958/2016 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2015 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2872/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2995/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2874/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2743/2012 dags. 4. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3881/2016 dags. 15. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2781/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2780/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2779/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1797/2016 dags. 6. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1796/2016 dags. 6. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1361/2016 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2017 dags. 26. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1593/2016 dags. 27. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3150/2016 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3042/2016 dags. 19. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3063/2016 dags. 19. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3646/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-155/2017 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2782/2016 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-311/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-141/2017 dags. 6. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1766/2017 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3061/2016 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1126/2017 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-253/2015 dags. 4. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1445/2016 dags. 7. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3203/2015 dags. 8. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3487/2016 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-373/2017 dags. 29. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3344/2016 dags. 29. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2060/2016 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2059/2016 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1277/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2578/2016 dags. 29. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3837/2016 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-324/2017 dags. 9. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2431/2014 dags. 23. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1090/2018 dags. 11. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2281/2017 dags. 16. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-136/2017 dags. 9. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1673/2017 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1558/2017 dags. 23. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-335/2017 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3477/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3152/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2867/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2148/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3473/2016 dags. 30. apríl 2018[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-142/2017 dags. 1. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-769/2017 dags. 12. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2113/2017 dags. 19. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3306/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-945/2017 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2017 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2196/2017 dags. 11. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3300/2017 dags. 12. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3567/2017 dags. 18. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3439/2017 dags. 2. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2962/2017 dags. 3. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1723/2017 dags. 5. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4056/2017 dags. 19. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-538/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1447/2018 dags. 29. október 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2018 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2999/2017 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2422/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-3/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3331/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-722/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2682/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3811/2017 dags. 21. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1832/2018 dags. 28. desember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-195/2015 dags. 6. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-844/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4095/2017 dags. 11. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4050/2017 dags. 14. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3171/2018 dags. 18. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 25. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4223/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3954/2015 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2014 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-8/2018 dags. 5. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1586/2018 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4070/2017 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3029/2018 dags. 30. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1512/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1511/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1510/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1509/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1508/2018 dags. 10. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2688/2018 dags. 4. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-764/2017 dags. 12. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-303/2013 dags. 24. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2018 dags. 7. ágúst 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3035/2018 dags. 9. ágúst 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2410/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2409/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2018 dags. 18. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3270/2018 dags. 22. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 dags. 30. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2018 dags. 30. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-406/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4220/2018 dags. 15. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2019 dags. 3. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4330/2018 dags. 3. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1760/2019 dags. 13. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1788/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3709/2019 dags. 24. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3435/2018 dags. 24. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2018 dags. 24. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1748/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1747/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1761/2019 dags. 4. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2019 dags. 17. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4207/2018 dags. 27. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1802/2019 dags. 10. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-132/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1259/2019 dags. 22. apríl 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4833/2019 dags. 24. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2455/2019 dags. 18. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6400/2019 dags. 28. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4242/2019 dags. 10. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2516/2016 dags. 19. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4171/2018 dags. 25. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5634/2019 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3892/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1890/2020 dags. 21. ágúst 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3033/2019 dags. 23. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1082/2020 dags. 20. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3411/2015 dags. 27. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4526/2019 dags. 4. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6115/2019 dags. 6. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1361/2020 dags. 19. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3896/2018 dags. 19. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-154/2020 dags. 1. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3141/2020 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2019 dags. 14. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1775/2020 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6401/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6329/2019 dags. 12. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3381/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3065/2019 dags. 8. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3189/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-396/2019 dags. 9. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4339/2020 dags. 22. febrúar 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-984/2020 dags. 1. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1007/2020 dags. 1. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1527/2020 dags. 9. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-988/2020 dags. 9. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2581/2020 dags. 10. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5647/2020 dags. 15. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6372/2020 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5060/2020 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7867/2020 dags. 25. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-1900/2021 dags. 5. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5987/2020 dags. 20. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4281/2020 dags. 12. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2862/2020 dags. 19. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7483/2020 dags. 1. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1907/2018 dags. 2. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3387/2020 dags. 7. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2712/2020 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5636/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5638/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8252/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3116/2020 dags. 8. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3061/2020 dags. 22. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7813/2020 dags. 29. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6009/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2407/2021 dags. 13. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-819/2021 dags. 15. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3047/2021 dags. 20. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 8. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1416/2021 dags. 10. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-899/2021 dags. 13. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8229/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-127/2021 dags. 31. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3565/2021 dags. 7. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1351/2021 dags. 16. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3540/2021 dags. 23. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2021 dags. 23. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2021 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2482/2021 dags. 31. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5005/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4941/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3341/2021 dags. 5. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 11. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4921/2021 dags. 30. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5130/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1810/2021 dags. 20. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3343/2021 dags. 30. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4920/2021 dags. 7. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5643/2021 dags. 23. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4881/2021 dags. 3. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3338/2021 dags. 10. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5874/2021 dags. 13. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3556/2021 dags. 25. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3786/2022 dags. 28. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-298/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3921/2021 dags. 15. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2021 dags. 16. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5152/2021 dags. 29. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-73/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4662/2021 dags. 5. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-686/2022 dags. 6. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2641/2022 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2134/2021 dags. 20. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3523/2021 dags. 5. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2374/2022 dags. 3. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5931/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3189/2020 dags. 8. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2577/2022 dags. 9. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-388/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2022 dags. 2. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5413/2021 dags. 9. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3991/2021 dags. 10. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6256/2020 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2450/2022 dags. 21. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3728/2022 dags. 22. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2454/2019 dags. 29. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3922/2021 dags. 4. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7169/2019 dags. 6. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3225/2019 dags. 6. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2378/2022 dags. 30. júní 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1257/2023 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2487/2022 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3017/2022 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5787/2022 dags. 12. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3735/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3278/2023 dags. 29. september 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2138/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2023 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1161/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1612/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5415/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1722/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4327/2022 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3438/2021 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5894/2022 dags. 22. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5868/2022 dags. 11. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2008/2023 dags. 18. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3149/2022 dags. 2. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1208/2023 dags. 6. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2346/2023 dags. 7. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3074/2022 dags. 19. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1641/2023 dags. 20. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3714/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3713/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3712/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3711/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3710/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3708/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3707/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3706/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3705/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3704/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3703/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3702/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2494/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3969/2023 dags. 9. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4067/2023 dags. 12. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6026/2023 dags. 23. apríl 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3264/2023 dags. 8. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3455/2023 dags. 27. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-6581/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1404/2023 dags. 4. júlí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2023 dags. 12. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6428/2023 dags. 17. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2134/2021 dags. 23. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1846/2021 dags. 28. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4960/2023 dags. 5. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7288/2023 dags. 11. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7458/2023 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2666/2020 dags. 2. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6857/2023 dags. 9. desember 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-4291/2024 dags. 10. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-99/2024 dags. 13. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-598/2024 dags. 16. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3345/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4082/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4085/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4086/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4099/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4098/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4196/2023 dags. 18. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1810/2024 dags. 19. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7457/2023 dags. 13. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2457/2024 dags. 15. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1344/2024 dags. 17. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4041/2023 dags. 20. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3846/2022 dags. 24. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2286/2024 dags. 3. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1945/2024 dags. 10. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7034/2023 dags. 12. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7037/2023 dags. 12. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2574/2024 dags. 17. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2681/2024 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2568/2024 dags. 28. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5184/2024 dags. 11. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2024 dags. 19. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3887/2024 dags. 28. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7019/2023 dags. 28. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4752/2024 dags. 1. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3742/2022 dags. 2. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1944/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2471/2024 dags. 23. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5748/2024 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2571/2024 dags. 10. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6387/2024 dags. 16. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6901/2024 dags. 16. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3812/2022 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7760/2023 dags. 16. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7771/2024 dags. 23. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2096/2025 dags. 25. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5679/2024 dags. 30. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5680/2024 dags. 30. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5777/2023 dags. 2. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2596/2024 dags. 7. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7841/2024 dags. 14. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-835/2025 dags. 15. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2024 dags. 31. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6398/2024 dags. 11. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4845/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5754/2024 dags. 19. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-27/2025 dags. 19. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-169/2025 dags. 20. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5581/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5164/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7784/2024 dags. 5. desember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2025 dags. 11. desember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2254/2025 dags. 11. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-600/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-493/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-495/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-494/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-491/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-490/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-314/2006 dags. 23. október 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-170/2006 dags. 24. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-610/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-1/2006 dags. 15. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-4/2006 dags. 25. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-308/2006 dags. 3. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-97/2007 dags. 31. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-62/2007 dags. 31. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-1/2008 dags. 1. ágúst 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-15/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-261/2008 dags. 28. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-607/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-456/2008 dags. 11. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-837/2008 dags. 19. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-528/2008 dags. 20. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-30/2009 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-269/2009 dags. 14. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-257/2009 dags. 3. júní 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-1/2009 dags. 4. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-188/2009 dags. 9. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-350/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-349/2009 dags. 25. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-679/2009 dags. 11. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-559/2008 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2007 dags. 3. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-1/2009 dags. 24. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-840/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-739/2009 dags. 9. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1052/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1051/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-434/2009 dags. 18. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-626/2009 dags. 9. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-128/2010 dags. 13. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-570/2010 dags. 25. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-3/2011 dags. 13. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-246/2011 dags. 30. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-243/2011 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-485/2010 dags. 19. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-343/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-17/2013 dags. 5. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-72/2013 dags. 15. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-9/2013 dags. 29. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-167/2013 dags. 14. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-184/2013 dags. 26. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-208/2013 dags. 30. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-184/2013 dags. 24. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-161/2015 dags. 21. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-3/2016 dags. 15. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-194/2013 dags. 30. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 dags. 21. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-59/2017 dags. 31. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-127/2017 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-180/2017 dags. 16. apríl 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-6/2018 dags. 31. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-116/2017 dags. 31. maí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-59/2019 dags. 12. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-91/2020 dags. 30. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-784/2020 dags. 14. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-237/2021 dags. 1. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-52/2022 dags. 27. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-553/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-552/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-362/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-251/2023 dags. 26. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2023 dags. 4. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-327/2024 dags. 4. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-445/2024 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-76/2005 dags. 16. mars 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. T-1/2007 dags. 24. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-53/2008 dags. 9. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-160/2008 dags. 26. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-16/2009 dags. 29. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-210/2009 dags. 24. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-31/2010 dags. 16. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-47/2010 dags. 8. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-46/2010 dags. 8. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-28/2011 dags. 5. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Q-2/2009 dags. 11. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-42/2011 dags. 1. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-17/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-36/2013 dags. 25. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-53/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-66/2014 dags. 20. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-87/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-70/2016 dags. 9. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-16/2018 dags. 21. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-82/2020 dags. 2. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-212/2020 dags. 11. maí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-117/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-196/2020 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-1/2006 dags. 26. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-4/2006 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-204/2006 dags. 1. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-307/2007 dags. 9. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-285/2007 dags. 30. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-250/2008 dags. 19. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-445/2008 dags. 6. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-228/2009 dags. 10. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-228/2009 dags. 22. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-68/2010 dags. 16. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-116/2011 dags. 22. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-1/2012 dags. 26. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-264/2011 dags. 11. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-185/2011 dags. 21. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-78/2013 dags. 24. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-162/2013 dags. 21. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-176/2013 dags. 22. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-36/2016 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-15/2016 dags. 4. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-13/2017 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-2/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-19/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-297/2019 dags. 20. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-295/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-132/2021 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-187/2022 dags. 15. mars 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-191/2022 dags. 8. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-187/2023 dags. 30. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-251/2025 dags. 23. desember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-252/2025 dags. 23. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Hugverkastofan

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 1/2022 dags. 15. mars 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 12/2010 dags. 16. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 45/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 55/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 29/2010 dags. 26. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR10121657 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11040264 dags. 16. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11090091 dags. 22. september 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11040243 dags. 17. febrúar 2012[HTML]

Álit Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR10121548 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11120389 dags. 21. mars 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11060303 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12040047 dags. 1. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13030379 dags. 23. maí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12110124 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110323 dags. 5. júlí 2013[HTML]

Álit Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13030230 dags. 22. október 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14030253 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13120230 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13100066 dags. 23. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13080121 dags. 27. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14080250 dags. 17. september 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14020030 dags. 21. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12050415 dags. 22. desember 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14070057 dags. 12. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR16010371 dags. 19. ágúst 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24020034 dags. 14. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 18/2012 dags. 16. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 23/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 1/2014 dags. 14. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 12/2014 dags. 13. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 23/2015 dags. 11. nóvember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 120/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 3/2012 dags. 11. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 55/2012 dags. 20. mars 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 156/2012 dags. 2. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 107/2014 dags. 11. desember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 222/2012 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 3/2013 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 65/2013 dags. 28. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 36/2013 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 173/2013 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 42/1998 dags. 27. september 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 35/2005 dags. 23. desember 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 19/2006 dags. 13. september 2006[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 5/2006 dags. 14. mars 2007[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/2009 dags. 17. apríl 2009 (2)[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 4/2009 dags. 17. apríl 2009 (2)[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 18/2010 dags. 15. september 2010[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 17/2010 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 4/2010 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 19/2011 dags. 20. september 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 21/2011 dags. 17. ágúst 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 62/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/2012 dags. 20. mars 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 11/2012 dags. 3. apríl 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 12/2013 dags. 20. júní 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 65/2013 dags. 6. janúar 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 88/2013 dags. 8. apríl 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 21/2014 dags. 26. júní 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 24/2014 dags. 6. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 45/2015 dags. 7. mars 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 56/2015 dags. 25. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 45/2016 dags. 17. maí 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 17/2017 dags. 1. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 32/2018 dags. 3. september 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 44/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 69/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 85/2020 dags. 3. desember 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 101/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 44/2022 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 104/2022 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 40/2024 dags. 10. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2024 dags. 18. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 56/2024 dags. 18. febrúar 2025[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 63/2024 dags. 31. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 29/2024 dags. 28. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/2025 dags. 3. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/1994 dags. 7. apríl 1995[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/1995 dags. 29. september 1995[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/1997 dags. 23. febrúar 1998[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/1998 dags. 5. júlí 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/1999 dags. 9. september 1999[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2013 dags. 26. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2017 dags. 1. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2018 dags. 24. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2019 dags. 30. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2020 dags. 21. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 14/2022 dags. 8. nóvember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 103/2009 dags. 25. febrúar 2010[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 79/2011 dags. 16. febrúar 2012[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 3/2013 dags. 7. júní 2013[PDF]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2001 dags. 18. júní 2001[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2002 dags. 6. maí 2002[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2003 dags. 9. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2003 dags. 25. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2004 dags. 21. desember 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2004 dags. 29. mars 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2005 dags. 5. ágúst 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2005 dags. 26. október 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2005 dags. 28. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2005 dags. 9. desember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2005 dags. 22. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2005 dags. 22. febrúar 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2006 dags. 2. maí 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2006 dags. 19. maí 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2006 dags. 15. júní 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2006 dags. 25. október 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2006 dags. 13. desember 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2006 dags. 12. febrúar 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2008 dags. 18. apríl 2008[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2007B dags. 27. maí 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2008 dags. 9. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2009 dags. 26. maí 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2009B dags. 25. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2010 dags. 25. febrúar 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2011 dags. 18. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2012 dags. 24. október 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2012 dags. 26. mars 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2014 dags. 18. mars 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2015 dags. 23. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2017 dags. 13. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 48/2020 dags. 11. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2022 dags. 14. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2022 dags. 9. júní 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2022 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2022 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2022 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2024 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2024 dags. 12. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2023 dags. 28. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2024 dags. 23. september 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2024 dags. 19. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2025 dags. 12. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2024 dags. 12. júní 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2025 dags. 12. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2015 í máli nr. KNU15010072 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2015 í máli nr. KNU15020005 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2015 í máli nr. KNU15060006 dags. 6. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2015 í máli nr. KNU15020011 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2015 í máli nr. KNU15010025 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2015 í máli nr. KNU15030006 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2015 í máli nr. KNU15020015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2015 í máli nr. KNU15030014 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2017 í máli nr. KNU16070043 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2016 í máli nr. KNU15080005 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2017 í máli nr. KNU16070029 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2016 í máli nr. KNU15030020 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2016 í máli nr. KNU15030024 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2016 í máli nr. KNU15030027 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2016 í máli nr. KNU16040028 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2016 í máli nr. KNU16040027 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2016 í máli nr. KNU16050025 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2016 í máli nr. KNU16100062 dags. 22. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2017 í máli nr. KNU16120040 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2017 í máli nr. KNU16120016 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2017 í máli nr. KNU16090070 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2017 í máli nr. KNU16090069 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2017 í máli nr. KNU16120017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2017 í máli nr. KNU16110047 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2017 í máli nr. KNU16100014 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2017 í máli nr. KNU16090034 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2017 í máli nr. KNU16090033 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2017 í máli nr. KNU16060023 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2017 í máli nr. KNU16120075 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2017 í máli nr. KNU16120074 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2017 í máli nr. KNU16120037 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2017 í máli nr. KNU16120038 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2017 í máli nr. KNU16120053 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2017 í máli nr. KNU16120054 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2017 í máli nr. KNU16120085 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2017 í máli nr. KNU16120084 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2017 í máli nr. KNU16070030 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 í máli nr. KNU16090010 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 í máli nr. KNU16120080 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 í máli nr. KNU16120081 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2017 í máli nr. KNU16090055 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2017 í máli nr. KNU16080016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2017 í máli nr. KNU16100040 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2017 í máli nr. KNU16090015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2017 í máli nr. KNU16100029 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2017 í máli nr. KNU17010008 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2017 í máli nr. KNU17010009 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2017 í máli nr. KNU16070006 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2017 í máli nr. KNU16120079 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2017 í máli nr. KNU16120078 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2017 í máli nr. KNU16120083 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2017 í máli nr. KNU16120082 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2017 í máli nr. KNU17010004 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2017 í máli nr. KNU17010005 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2017 í máli nr. KNU16090071 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2017 í máli nr. KNU16100010 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2017 í máli nr. KNU16080027 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2017 í máli nr. KNU16110057 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2017 í máli nr. KNU16110058 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2017 í máli nr. KNU16090048 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2017 í máli nr. KNU16090053 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2017 í máli nr. KNU17020038 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2017 í máli nr. KNU17010017 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2017 í máli nr. KNU17010016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2017 í máli nr. KNU17020037 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2017 í máli nr. KNU17020003 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2017 í máli nr. KNU17010018 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2017 í máli nr. KNU16080028 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2017 í máli nr. KNU16110067 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2017 í máli nr. KNU16100003 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2017 í máli nr. KNU17020039 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2017 í máli nr. KNU17020057 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2017 í máli nr. KNU17020056 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2017 í máli nr. KNU17020042 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2017 í máli nr. KNU17020045 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2017 í máli nr. KNU17020043 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2017 í máli nr. KNU17020041 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2017 í máli nr. KNU17020040 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2017 í máli nr. KNU17020059 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2017 í máli nr. KNU16100023 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2017 í máli nr. KNU17030021 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2017 í máli nr. KNU17020052 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2017 í máli nr. KNU17030022 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2017 í máli nr. KNU17020058 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2017 í máli nr. KNU17030026 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2017 í máli nr. KNU17030027 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2017 í máli nr. KNU16100045 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2017 í máli nr. KNU16100044 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2017 í máli nr. KNU17030033 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2017 í máli nr. KNU17030034 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2017 í máli nr. KNU17030035 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2017 í máli nr. KNU17030036 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2017 í máli nr. KNU17030037 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2017 í máli nr. KNU17030005 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2017 í máli nr. KNU17020007 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2017 í máli nr. KNU17040030 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2017 í máli nr. KNU17030031 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2017 í máli nr. KNU17040033 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2017 í máli nr. KNU17050026 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2017 í máli nr. KNU17050028 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2017 í máli nr. KNU17030053 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2017 í máli nr. KNU17050012 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2017 í máli nr. KNU17040050 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2017 í máli nr. KNU17040048 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2017 í máli nr. KNU17040049 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2017 í máli nr. KNU17050023 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2017 í máli nr. KNU17030052 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2017 í máli nr. KNU17030051 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2017 í máli nr. KNU17060031 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2017 í máli nr. KNU17060032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2017 í máli nr. KNU17050044 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2017 í máli nr. KNU17050045 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2017 í máli nr. KNU17050032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2017 í máli nr. KNU17050043 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2017 í máli nr. KNU17060058 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2017 í máli nr. KNU17060059 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2017 í máli nr. KNU17050006 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2017 í máli nr. KNU17060008 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2017 í máli nr. KNU17060047 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2017 í máli nr. KNU17050039 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2017 í máli nr. KNU17050040 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2017 í máli nr. KNU17050048 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2017 í máli nr. KNU17050049 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2017 í máli nr. KNU17050046 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2017 í máli nr. KNU17070028 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2017 í máli nr. KNU17060073 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2017 í máli nr. KNU17060074 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2017 í máli nr. KNU17050060 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2017 í máli nr. KNU17070003 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2017 í máli nr. KNU17060048 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 601/2017 í máli nr. KNU17090050 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 600/2017 í máli nr. KNU17090049 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2017 í máli nr. KNU17100044 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 626/2017 í máli nr. KNU17100027 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 628/2017 í máli nr. KNU17090002 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2017 í máli nr. KNU17100051 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 597/2017 í máli nr. KNU17100007 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 667/2017 í máli nr. KNU17110021 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2017 í máli nr. KNU17110022 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2017 í máli nr. KNU17100045 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 648/2017 í máli nr. KNU17100067 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2018 í máli nr. KNU17120004 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2018 í máli nr. KNU17120050 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2018 í máli nr. KNU17120039 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2018 í máli nr. KNU17120022 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2018 í máli nr. KNU17120021 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2018 í máli nr. KNU17120038 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2018 í máli nr. KNU17110043 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2018 í máli nr. KNU17120009 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2018 í máli nr. KNU18010001 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2018 í máli nr. KNU17100075 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2018 í máli nr. KNU18010002 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2018 í máli nr. KNU18010003 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2018 í máli nr. KNU17110056 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2018 í máli nr. KNU17100062 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2018 í máli nr. KNU17120014 dags. 15. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2018 í máli nr. KNU17120047 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2018 í máli nr. KNU17120048 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2018 í máli nr. KNU17120054 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2018 í máli nr. KNU18020028 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2018 í máli nr. KNU18020022 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2018 í máli nr. KNU17100053 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2018 í máli nr. KNU18040024 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2018 í máli nr. KNU18030005 dags. 24. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2018 í máli nr. KNU18030004 dags. 24. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2018 í máli nr. KNU18040009 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2018 í máli nr. KNU18040054 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2018 í máli nr. KNU18050001 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2018 í máli nr. KNU18050021 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2018 í máli nr. KNU18040001 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2018 í máli nr. KNU18050025 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2018 í málum nr. KNU18050061 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2018 í máli nr. KNU18050056 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2018 í máli nr. KNU18060011 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2018 í máli nr. KNU18050013 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2018 í máli nr. KNU18060008 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2018 í máli nr. KNU18060023 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2018 í máli nr. KNU18070041 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2018 í máli nr. KNU18060028 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2018 í máli nr. KNU18060040 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2018 í málum nr. KNU18080001 o.fl. dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2018 í máli nr. KNU18060021 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2018 í máli nr. KNU18080019 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2018 í máli nr. KNU18070005 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2018 í máli nr. KNU18090003 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2018 í máli nr. KNU18080025 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2018 í máli nr. KNU18090002 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2018 í málum nr. KNU18090004 o.fl. dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2018 í máli nr. KNU18080020 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2018 í máli nr. KNU18080014 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2018 í máli nr. KNU18090011 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2018 í máli nr. KNU18090028 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2018 í máli nr. KNU18090015 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2018 í máli nr. KNU18090022 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2018 í máli nr. KNU18090012 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2018 í máli nr. KNU18090023 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2018 í málum nr. KNU18090031 o.fl. dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2018 í málum nr. KNU18100043 o.fl. dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2018 í máli nr. KNU18090043 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2018 í máli nr. KNU18090041 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2018 í máli nr. KNU18090046 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2018 í máli nr. KNU18090038 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2018 í máli nr. KNU18080027 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2018 í máli nr. KNU18100037 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2018 í máli nr. KNU18100004 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2018 í máli nr. KNU18100010 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2018 í máli nr. KNU18100017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2018 í máli nr. KNU18090045 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2018 í máli nr. KNU18100011 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2018 í máli nr. KNU18100005 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2018 í máli nr. KNU18100050 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2018 í máli nr. KNU18100048 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2018 í máli nr. KNU18100049 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2018 í máli nr. KNU18100018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2018 í máli nr. KNU18100002 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2018 í máli nr. KNU18100029 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2018 í málum nr. KNU18100059 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2018 í málum nr. KNU18100057 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2018 í máli nr. KNU18100055 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2018 í máli nr. KNU18090039 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2018 í máli nr. KNU18110027 dags. 14. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2018 í máli nr. KNU18110017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2018 í máli nr. KNU18110014 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2019 í máli nr. KNU18120007 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2019 í máli nr. KNU18120009 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2019 í máli nr. KNU18120010 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2019 í máli nr. KNU18110041 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2019 í máli nr. KNU18120012 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2019 í máli nr. KNU18120008 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2019 í máli nr. KNU18120033 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2019 í máli nr. KNU18120049 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2019 í máli nr. KNU18120052 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2019 í máli nr. KNU18120053 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2019 í máli nr. KNU18120031 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2019 í máli nr. KNU18120030 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2019 í máli nr. KNU18120051 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2019 í máli nr. KNU18120032 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2019 í máli nr. KNU18120055 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2019 í máli nr. KNU18120067 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2019 í máli nr. KNU18120057 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2019 í máli nr. KNU18120060 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2019 í máli nr. KNU18120061 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2019 í máli nr. KNU19010005 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2019 í máli nr. KNU19010004 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2019 í máli nr. KNU19010001 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2019 í máli nr. KNU19010012 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2019 í máli nr. KNU19010009 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2020 í máli nr. KNU19110010 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2019 í máli nr. KNU19020009 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2019 í máli nr. KNU19020008 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2019 í máli nr. KNU19010018 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2019 í máli nr. KNU19020014 dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2019 í máli nr. KNU19020043 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2019 í máli nr. KNU19020047 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2019 í máli nr. KNU19020045 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2019 í máli nr. KNU19020046 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2019 í máli nr. KNU19020074 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2019 í máli nr. KNU19020034 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2019 í málum nr. KNU19020016 o.fl. dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2019 í máli nr. KNU19020069 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 136/2019 í máli nr. KNU19020001 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2019 í máli nr. KNU19030013 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2019 í máli nr. KNU19030010 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2019 í máli nr. KNU19030012 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2019 í máli nr. KNU19030011 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2019 í máli nr. KNU19030025 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2019 í máli nr. KNU19030043 dags. 10. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2019 í máli nr. KNU19030042 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2019 í máli nr. KNU19030062 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2019 í málum nr. KNU19030026 o.fl. dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2019 í máli nr. KNU19030031 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2019 í máli nr. KNU19040010 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2019 í máli nr. KNU19030021 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2019 í máli nr. KNU19030046 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2019 í máli nr. KNU19040063 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2019 í máli nr. KNU19040088 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2019 í máli nr. KNU19030032 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2019 í máli nr. KNU19040083 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2019 í máli nr. KNU19040007 dags. 7. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2019 í máli nr. KNU19040013 dags. 7. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2019 í máli nr. KNU19030053 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2019 í máli nr. KNU19030058 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2019 í máli nr. KNU19040064 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2019 í málum nr. KNU19020062 o.fl. dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2019 í máli nr. KNU19040095 dags. 18. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2019 í máli nr. KNU19040012 dags. 21. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2019 í máli nr. KNU19050025 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2019 í málum nr. KNU19050020 o.fl. dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2019 í máli nr. KNU19040080 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2019 í máli nr. KNU19040092 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2019 í máli nr. KNU19030027 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2019 í máli nr. KNU19040110 dags. 11. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2019 í máli nr. KNU19040115 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2019 í máli nr. KNU19040114 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2019 í máli nr. KNU19040112 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2019 í máli nr. KNU19040005 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2019 í máli nr. KNU19040113 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2019 í málum nr. KNU19040078 o.fl. dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2019 í máli nr. KNU19050008 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2019 í málum nr. KNU19070023 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2019 í málum nr. KNU19040108 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2019 í málum nr. KNU19050063 o.fl. dags. 22. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2019 í máli nr. KNU19050044 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2019 í máli nr. KNU19050050 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2019 í máli nr. KNU19060006 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2019 í máli nr. KNU19070018 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2019 í máli nr. KNU19060008 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2019 í máli nr. KNU19060011 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2019 í máli nr. KNU19060014 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2019 í máli nr. KNU19070022 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2019 í máli nr. KNU19060035 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2019 í máli nr. KNU19060025 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 459/2019 í máli nr. KNU19060020 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2019 í máli nr. KNU19070006 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2019 í máli nr. KNU19060041 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2019 í máli nr. KNU19060018 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2019 í máli nr. KNU19060019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2019 í máli nr. KNU19060010 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2019 í máli nr. KNU19070047 dags. 1. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2019 í máli nr. KNU19070052 dags. 3. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2019 í máli nr. KNU19080015 dags. 4. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2019 í máli nr. KNU19070046 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2019 í máli nr. KNU19070040 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2019 í málum nr. KNU19060039 o.fl. dags. 11. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2019 í máli nr. KNU19070033 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2019 í máli nr. KNU19070058 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2019 í máli nr. KNU19090008 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2019 í máli nr. KNU19080020 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2019 í máli nr. KNU19080018 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2019 í máli nr. KNU19080046 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2019 í máli nr. KNU19070014 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2019 í máli nr. KNU19080035 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 518/2019 í málum nr. KNU19080029 o.fl. dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2019 í máli nr. KNU19050049 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2019 í máli nr. KNU19080017 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2019 í máli nr. KNU19080006 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2019 í máli nr. KNU19090008 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 554/2019 í máli nr. KNU19090019 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2019 í máli nr. KNU19090020 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2019 í máli nr. KNU19090005 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2019 í máli nr. KNU19090056 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2019 í málum nr. KNU19090003 o.fl. dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2019 í máli nr. KNU19090035 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2019 í máli nr. KNU19090027 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2019 í máli nr. KNU19090007 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2019 í málum nr. KNU19090040 o.fl. dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 573/2019 í máli nr. KNU19090067 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2019 í máli nr. KNU19090038 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2019 í máli nr. KNU19090051 dags. 6. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 598/2019 í máli nr. KNU19090016 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2020 í málum nr. KNU19100005 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2020 í máli nr. KNU19100024 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2020 í máli nr. KNU19100045 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2020 í málum nr. KNU19090065 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2020 í máli nr. KNU19100011 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2019 í máli nr. KNU19100023 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2020 í máli nr. KNU19100044 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2020 í máli nr. KNU19100035 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2020 í máli nr. KNU19100043 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2020 í máli nr. KNU19100032 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2020 í málum nr. KNU19100026 o.fl. dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 34/2020 í máli nr. KNU19100036 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2020 í máli nr. KNU19090064 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2020 í máli nr. KNU19100070 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2020 í máli nr. KNU19110017 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2020 í máli nr. KNU19100034 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2020 í málum nr. KNU19100065 o.fl. dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2020 í máli nr. KNU19100076 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2020 í máli nr. KNU19100069 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2020 í máli nr. KNU19100084 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2020 í máli nr. KNU19110025 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2020 í málum nr. KNU20010034 o.fl. dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2020 í máli nr. KNU19100033 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2020 í máli nr. KNU19110016 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2020 í máli nr. KNU19100080 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2020 í málum nr. KNU19090042 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2020 í málum nr. KNU19110050 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2020 í máli nr. KNU20030001 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2020 í máli nr. KNU19110020 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2019 í máli nr. KNU19120059 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2020 í máli nr. KNU19110021 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2020 í máli nr. KNU20020007 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2020 í máli nr. KNU19110026 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2020 í máli nr. KNU20020039 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2020 í máli nr. KNU20020011 dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2020 í máli nr. KNU20020004 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2020 í máli nr. KNU20050004 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2020 í máli nr. KNU20040032 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2020 í máli nr. KNU20050003 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2020 í máli nr. KNU20050013 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2020 í máli nr. KNU20050002 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2020 í máli nr. KNU20060011 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2020 í máli nr. KNU20050037 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2020 í máli nr. KNU20060005 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2020 í máli nr. KNU20070033 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2020 í máli nr. KNU20060043 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2020 í máli nr. KNU20070034 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2020 í máli nr. KNU20080019 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2020 í máli nr. KNU20090001 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2020 í máli nr. KNU20100012 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2020 í máli nr. KNU20110007 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2020 í máli nr. KNU20110029 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2020 í máli nr. KNU20110009 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2020 í máli nr. KNU20110028 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2021 í máli nr. KNU20110046 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2021 í máli nr. KNU20110045 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2021 í máli nr. KNU20110015 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2021 í máli nr. KNU20110049 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2021 í máli nr. KNU20110034 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2021 í máli nr. KNU20120004 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2021 í máli nr. KNU20120020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2021 í máli nr. KNU20120021 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2021 í máli nr. KNU20120002 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2021 í máli nr. KNU21010005 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2021 í máli nr. KNU20120036 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2021 í máli nr. KNU21020050 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2021 í máli nr. KNU21020029 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2021 í máli nr. KNU21020037 dags. 20. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2021 í máli nr. KNU21020010 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2021 í máli nr. KNU21020036 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2021 í máli nr. KNU20120060 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2021 í máli nr. KNU21040003 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2021 í máli nr. KNU21040002 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2021 í máli nr. KNU21040001 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2021 í máli nr. KNU21050051 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2021 í máli nr. KNU21050050 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2021 í máli nr. KNU21060010 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2021 í máli nr. KNU21040018 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2021 í máli nr. KNU21070015 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2021 í máli nr. KNU21070032 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2021 í máli nr. KNU21060067 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2021 í máli nr. KNU21070074 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2021 í máli nr. KNU21090048 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 554/2021 í máli nr. KNU21100035 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2021 í máli nr. KNU21070075 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2021 í máli nr. KNU21100014 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2021 í máli nr. KNU21100060 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 607/2021 í máli nr. KNU21100061 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2021 í málum nr. KNU21100032 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2022 í málum nr. KNU21110043 o.fl. dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2022 í málum nr. KNU21110045 o.fl. dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2022 í máli nr. KNU21110083 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2022 í máli nr. KNU21110028 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2022 í máli nr. KNU21110020 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2022 í máli nr. KNU21120036 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2022 í máli nr. KNU22010020 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2022 í máli nr. KNU22020021 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2022 í máli nr. KNU22030035 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2022 í málum nr. KNU22030013 o.fl. dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2022 í máli nr. KNU22060033 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2022 í máli nr. KNU22090050 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2023 í máli nr. KNU22120038 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2023 í máli nr. KNU22120034 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2023 í máli nr. KNU23030001 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2023 í máli nr. KNU23050096 dags. 6. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2023 í máli nr. KNU23040085 dags. 7. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2023 í málum nr. KNU23050123 o.fl. dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 668/2023 í máli nr. KNU23100044 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2023 í máli nr. KNU23070003 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2024 í máli nr. KNU23100103 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2024 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2024 í máli nr. KNU24020139 dags. 26. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2024 í máli nr. KNU24020199 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2024 í máli nr. KNU24020070 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1233/2024 í málum nr. KNU24090111 o.fl. dags. 12. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1293/2024 í málum nr. KNU24110080 o.fl. dags. 20. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2025 í máli nr. KNU24090110 dags. 10. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2025 í máli nr. KNU25020005 dags. 3. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2025 dags. 23. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 676/2025 í máli nr. KNU25050016 dags. 18. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 674/2025 í málum nr. KNU25040058 o.fl. dags. 24. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 724/2025 í málum nr. KNU25040066 o.fl. dags. 24. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 780/2025 í máli nr. KNU25060017 dags. 16. október 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 849/2025 í máli nr. KNU25070116 dags. 20. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 903/2025 í máli nr. KNU25100070 dags. 27. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 147/2020 dags. 29. júní 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 11/2022 dags. 1. desember 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 6/2023 dags. 11. júlí 2023[PDF]

Fara á yfirlit

Landsdómur

Dómur Landsdóms dags. 8. mars 2011 í máli nr. 1/2011 (Saksóknari Alþingis gegn Þjóðskjalasafni Íslands)[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrd. 14/2018 dags. 16. febrúar 2018[HTML][PDF]

Lrú. 135/2018 dags. 22. febrúar 2018[HTML][PDF]

Lrú. 203/2018 dags. 23. febrúar 2018[HTML][PDF]
Að mati Landsréttar var það ekki talið heimilt að skýra orðasambandið „að vera viðstaddur“ með svo rúmum hætti að það næði til notkunar verjanda á fjarfundarbúnaði.
Lrú. 209/2018 dags. 9. mars 2018[HTML][PDF]

Lrú. 189/2018 dags. 16. mars 2018[HTML][PDF]

Lrd. 4/2018 dags. 4. maí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 381/2018 dags. 14. maí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 358/2018 dags. 23. maí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 438/2018 dags. 20. júní 2018 (Hafnað að fella niður sviptingu á leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi)[HTML][PDF]

Lrú. 424/2018 dags. 22. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 126/2018 dags. 9. júlí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 606/2018 dags. 30. ágúst 2018[HTML][PDF]

Lrú. 644/2018 dags. 13. september 2018 (Yfirlýsing um að virða erfðaskrá)[HTML][PDF]

Lrú. 63/2018 dags. 21. september 2018[HTML][PDF]

Lrd. 188/2018 dags. 5. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 307/2018 dags. 26. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 231/2018 dags. 26. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 219/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 174/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 159/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 158/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 114/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 400/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 399/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 398/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 397/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 51/2018 dags. 23. nóvember 2018 (Fíkniefni á fiskveiðiskipi)[HTML][PDF]
Málskotsbeiðni var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-79.
Lrd. 276/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 775/2018 dags. 3. desember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 746/2018 dags. 7. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 139/2018 dags. 7. desember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 855/2018 dags. 13. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 343/2018 dags. 14. desember 2018 (Sumarbörn)[HTML][PDF]
Manneskja var ráðin til að klippa kvikmyndina Sumarbörn og átti að fá greiddar þrjár milljónir fyrir það. Framleiðandi kvikmyndarinnar taldi að verkið væri að ganga alltof hægt og leitar til annarra klippara. Landsréttur taldi að upprunalegi klipparinn ætti rétt á helmingi upphæðarinnar þar sem verkinu hafði ekki verið lokið.
Lrd. 507/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 426/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 221/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 892/2018 dags. 24. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 280/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 347/2018 dags. 1. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 241/2018 dags. 1. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 734/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 530/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 447/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 75/2019 dags. 28. febrúar 2019 (Tvær erfðaskrár, matsgerð)[HTML][PDF]

Lrd. 310/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 563/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 484/2018 dags. 22. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 594/2018 dags. 5. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrd. 560/2018 dags. 5. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrú. 178/2019 dags. 10. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrú. 807/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrd. 806/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrd. 565/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrú. 301/2019 dags. 13. maí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 122/2019 dags. 15. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 659/2018 dags. 24. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 490/2018 dags. 14. júní 2019[HTML][PDF]

Lrú. 590/2019 dags. 3. september 2019[HTML][PDF]

Lrú. 562/2019 dags. 4. september 2019[HTML][PDF]

Lrd. 931/2018 dags. 20. september 2019[HTML][PDF]

Lrú. 522/2019 dags. 2. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 928/2018 dags. 18. október 2019[HTML][PDF]

Lrú. 675/2019 dags. 24. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 805/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 802/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 847/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 899/2018 dags. 22. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 105/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 749/2019 dags. 2. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 748/2019 dags. 2. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 238/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 260/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 881/2019 dags. 10. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 250/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 10/2020 dags. 6. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 822/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 289/2019 dags. 14. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 28/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 328/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 324/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 37/2020 dags. 11. mars 2020 (Héðinsreitur)[HTML][PDF]
Krafist var skaðabóta upp á fjóra milljarða króna í héraði. Málinu var vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar.
Lrú. 109/2020 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 166/2020 dags. 17. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 386/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 381/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 380/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 379/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 378/2019 dags. 8. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 503/2019 dags. 15. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 632/2019 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 242/2020 dags. 5. júní 2020[HTML][PDF]

Lrd. 362/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 268/2020 dags. 23. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 305/2020 dags. 25. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 283/2020 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 321/2020 dags. 30. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 411/2020 dags. 31. júlí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 391/2020 dags. 4. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 584/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 530/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 285/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 284/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 466/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 465/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 366/2020 dags. 16. október 2020[HTML][PDF]

Lrú. 554/2020 dags. 20. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 591/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Lrú. 394/2020 dags. 6. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 393/2020 dags. 6. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 381/2020 dags. 6. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 380/2020 dags. 6. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 379/2020 dags. 6. nóvember 2020 (Landsbanki Luxembourg S.A.)[HTML][PDF]

Lrú. 607/2020 dags. 10. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 274/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 421/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 589/2020 dags. 26. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 435/2019 dags. 27. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 336/2019 dags. 27. nóvember 2020 (Öryggi í flugi)[HTML][PDF]

Lrd. 239/2019 dags. 4. desember 2020 (Kaupauki)[HTML][PDF]

Lrú. 556/2020 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 829/2019 dags. 11. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 613/2020 dags. 14. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 598/2020 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 835/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 752/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 534/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 731/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 733/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 673/2020 dags. 26. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 653/2019 dags. 29. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 710/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 79/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 791/2019 dags. 19. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 888/2019 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 46/2020 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 74/2020 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 73/2020 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 739/2019 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 85/2021 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 16/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 17/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 148/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 229/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 230/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 231/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 232/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 277/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 276/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 174/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 173/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrd. 113/2020 dags. 7. maí 2021[HTML][PDF]

Lrú. 177/2021 dags. 7. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 200/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 189/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 190/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 207/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 260/2021 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 295/2021 dags. 21. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 284/2021 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 331/2021 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 349/2021 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 350/2021 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 361/2021 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 363/2021 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 319/2021 dags. 28. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 363/2021 dags. 29. júní 2021

Lrú. 358/2021 dags. 9. september 2021[HTML][PDF]

Lrú. 507/2021 dags. 29. september 2021[HTML][PDF]

Lrd. 536/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 588/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 226/2021 dags. 8. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 417/2020 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 578/2021 dags. 4. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 384/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 235/2020 dags. 19. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 618/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 468/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 433/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 597/2020 dags. 3. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 704/2021 dags. 7. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 522/2020 dags. 10. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 5/2021 dags. 10. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 470/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 767/2021 dags. 23. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 801/2021 dags. 30. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 805/2021 dags. 4. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 8/2022 dags. 7. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 628/2020 dags. 28. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 127/2021 dags. 28. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 733/2021 dags. 31. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 110/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 723/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 659/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 456/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 457/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 455/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 453/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 454/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 391/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 6/2022 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 224/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 149/2021 dags. 4. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 658/2020 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 666/2020 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 84/2021 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrú. 113/2022 dags. 16. mars 2022[HTML][PDF]

Lrú. 137/2022 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 744/2020 dags. 25. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 136/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 132/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 617/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 209/2022 dags. 13. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 200/2022 dags. 28. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 289/2022 dags. 13. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 188/2021 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 189/2021 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 628/2021 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 280/2022 dags. 27. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 264/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 371/2021 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 681/2020 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 438/2020 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 200/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 286/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 218/2022 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 274/2022 dags. 18. ágúst 2022[HTML][PDF]

Lrú. 563/2022 dags. 28. september 2022[HTML][PDF]

Lrú. 556/2022 dags. 30. september 2022[HTML][PDF]

Lrd. 466/2021 dags. 7. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 516/2021 dags. 21. október 2022[HTML][PDF]

Lrú. 472/2021 dags. 21. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 384/2021 dags. 28. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 369/2022 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 357/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 619/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 721/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 465/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 463/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 464/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 444/2022 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 670/2022 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 692/2022 dags. 21. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 751/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 754/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 813/2022 dags. 26. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 78/2023 dags. 8. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 788/2022 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 95/2023 dags. 13. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 822/2022 dags. 14. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 656/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 657/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 658/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 659/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 661/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 746/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 467/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 223/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 97/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 76/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 744/2021 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 686/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 7/2023 dags. 13. apríl 2023[HTML][PDF]

Lrd. 74/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 41/2022 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Lrú. 359/2023 dags. 25. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 127/2022 dags. 26. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 85/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 147/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 229/2022 dags. 16. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 418/2023 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 374/2023 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 211/2023 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 468/2023 dags. 29. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 512/2023 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Lrú. 526/2023 dags. 29. ágúst 2023[HTML][PDF]

Lrú. 465/2023 dags. 11. september 2023[HTML][PDF]

Lrú. 544/2023 dags. 12. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 308/2022 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 275/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 293/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrú. 572/2023 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrú. 642/2023 dags. 11. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 210/2022 dags. 12. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 351/2022 dags. 12. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 338/2022 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 413/2023 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 191/2023 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrú. 676/2023 dags. 25. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 459/2022 dags. 3. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 388/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 406/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 354/2022 dags. 17. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 790/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 570/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 808/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 622/2022 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 812/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 809/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 791/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 73/2024 dags. 31. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 865/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 522/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 460/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 757/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 663/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 5/2024 dags. 15. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 66/2024 dags. 27. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 801/2022 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 837/2022 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 284/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 64/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 618/2022 dags. 15. mars 2024[HTML][PDF]

Lrú. 92/2024 dags. 19. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 164/2023 dags. 22. mars 2024[HTML][PDF]

Lrú. 141/2024 dags. 12. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrd. 239/2023 dags. 26. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrd. 636/2022 dags. 3. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 165/2023 dags. 3. maí 2024[HTML][PDF]

Lrú. 371/2024 dags. 13. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 398/2023 dags. 12. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 101/2023 dags. 21. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 591/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML][PDF]

Lrú. 556/2024 dags. 4. september 2024[HTML][PDF]

Lrú. 595/2024 dags. 4. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 431/2023 dags. 19. september 2024[HTML][PDF]

Lrú. 548/2024 dags. 24. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 255/2023 dags. 26. september 2024[HTML][PDF]

Lrú. 528/2024 dags. 30. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 318/2023 dags. 3. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 99/2024 dags. 3. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 273/2023 dags. 17. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 44/2024 dags. 31. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 444/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 523/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 486/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 487/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 558/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 575/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 836/2024 dags. 20. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 594/2023 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 489/2023 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 470/2023 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 991/2024 dags. 27. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 1020/2024 dags. 7. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 879/2023 dags. 16. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 49/2025 dags. 20. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 724/2023 dags. 30. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 847/2023 dags. 30. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 844/2023 dags. 6. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 99/2022 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 105/2025 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 535/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 848/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 846/2023 dags. 27. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 832/2023 dags. 27. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 169/2024 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 96/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Lrú. 19/2025 dags. 18. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 901/2023 dags. 20. mars 2025[HTML][PDF]

Lrú. 229/2025 dags. 26. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 261/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 260/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 253/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 258/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 256/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 259/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 257/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 255/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 254/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 239/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 392/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 313/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 37/2025 dags. 9. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 173/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 282/2025 dags. 15. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 140/2025 dags. 7. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 292/2025 dags. 15. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 385/2024 dags. 22. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 489/2023 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 241/2024 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 413/2024 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 643/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 644/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 646/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 645/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 649/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 647/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 651/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 648/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 650/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 652/2024 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 377/2024 dags. 26. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 432/2025 dags. 2. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 180/2025 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 485/2025 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 626/2025 dags. 19. september 2025[HTML][PDF]

Lrd. 845/2024 dags. 2. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 156/2025 dags. 2. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 830/2024 dags. 7. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 607/2024 dags. 9. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 241/2025 dags. 9. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 524/2024 dags. 16. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 727/2025 dags. 24. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 664/2024 dags. 30. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 656/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 582/2025 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 760/2025 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 658/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 987/2024 dags. 13. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 132/2025 dags. 20. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 826/2024 dags. 27. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 679/2025 dags. 2. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 830/2024 dags. 18. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 847/2024 dags. 18. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Landsyfirréttur

Lyrd. 1915:617 í máli nr. 61/1915[PDF]

Fara á yfirlit

Mannanafnanefnd

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 174/2021 dags. 13. janúar 2022 (Regin (kk.))[HTML]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Ákvörðun MDE Ioffe gegn Georgíu dags. 4. febrúar 2025 (21487/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Tarjoianu gegn Rúmeníu dags. 4. febrúar 2025 (36150/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Kerékgyártó og Póka gegn Ungverjalandi dags. 4. febrúar 2025 (42444/17 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Tulokas og Taipale gegn Finnlandi dags. 4. febrúar 2025 (5854/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Pavušek Rakarić gegn Króatíu dags. 4. febrúar 2025 (21371/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Aydin o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. febrúar 2025 (27603/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Farrugia gegn Möltu dags. 4. febrúar 2025 (5870/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Buja gegn Litháen dags. 4. febrúar 2025 (17124/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Orthodox Christian Church o.fl. gegn Búlgaríu dags. 4. febrúar 2025 (31387/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Ujhazi gegn Króatíu dags. 4. febrúar 2025 (49817/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Ercan o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. febrúar 2025 (50763/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE X og Y gegn Serbíu dags. 4. febrúar 2025 (25384/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Ashraf o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (1653/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Smarandache o.fl. gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (11688/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Aliyev gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (12514/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Frank o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (15178/19 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Hasar Ltd gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (17964/14)[HTML]

Ákvörðun MDE Zaitouni o.fl. gegn Frakklandi dags. 6. febrúar 2025 (33041/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Farkas o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (38857/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Babayev og Malikov gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (39469/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ivanidis o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (52080/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Abdullazade o.fl. gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (57679/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Božičnik gegn Slóveníu dags. 6. febrúar 2025 (1703/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Otiak Cjsc gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (2512/15 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ferreira Leal Correia gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (16110/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Peshkopia og Talipi gegn Albaníu dags. 6. febrúar 2025 (16351/15)[HTML]

Ákvörðun MDE Kiss gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (19385/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Potoma o.fl. gegn Slóvakíu dags. 6. febrúar 2025 (20476/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Bajrović o.fl. gegn Montenegró dags. 6. febrúar 2025 (28019/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Thill o.fl. gegn Belgíu dags. 6. febrúar 2025 (31559/12 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Mitran gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (39139/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Zorba gegn Albaníu dags. 6. febrúar 2025 (40224/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Demir gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (60741/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Dimitrijević o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (3653/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Keskin gegn Norður-Makedóníu dags. 6. febrúar 2025 (6865/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Zsargó o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (11635/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Fürst o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (14995/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Fitouri o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (18838/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Boteanu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (19780/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Panagiari o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (26524/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Liguori gegn Ítalíu dags. 6. febrúar 2025 (26637/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Kovačević o.fl. gegn Montenegró dags. 6. febrúar 2025 (30824/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Pala gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (43545/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Uçankan gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (44616/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Artashesyan gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (69464/14)[HTML]

Ákvörðun MDE Martins Miranda Póvoa o.fl. gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (5088/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Zubachyk og Bakanov gegn Úkraínu dags. 6. febrúar 2025 (10242/15 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Tenke o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (14268/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Watad gegn Þýskalandi dags. 6. febrúar 2025 (16013/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Bağci gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (18350/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Li̇ste gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (21747/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Uzun o.fl. gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (25922/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Busch og Habi gegn Frakklandi dags. 6. febrúar 2025 (28702/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ristić o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (34608/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Gomes Da Costa o.fl. gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (42782/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Półtorak-Libura o.fl. gegn Póllandi dags. 6. febrúar 2025 (43211/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Kremmydas gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (54725/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Călin Georgescu gegn Rúmeníu dags. 11. febrúar 2025 (37327/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Kotnik og Jukič gegn Slóveníu dags. 11. febrúar 2025 (56605/19 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Duarte gegn Rúmeníu dags. 11. febrúar 2025 (53521/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Poteryayev gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (2172/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Fadeyev gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (12705/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Krivenko o.fl. gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (40332/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Naboko gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (15160/21)[HTML]

Ákvörðun MDE A.B. gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (37702/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Baksheyeva gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (48407/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Polverini gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (56876/21)[HTML]

Dómur MDE Ganhão gegn Portúgal dags. 4. mars 2025 (23143/19)[HTML]

Dómur MDE Stojević gegn Króatíu dags. 4. mars 2025 (39852/20)[HTML]

Dómur MDE Davidović gegn Serbíu dags. 4. mars 2025 (46198/18)[HTML]

Dómur MDE Milashina o.fl. gegn Rússlandi dags. 4. mars 2025 (75000/17)[HTML]

Dómur MDE Girginova gegn Búlgaríu dags. 4. mars 2025 (4326/18)[HTML]

Dómur MDE Pápics o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 4. mars 2025 (13727/20 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Radanović gegn Serbíu dags. 4. mars 2025 (27794/16)[HTML]

Dómur MDE Buzatu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 4. mars 2025 (9759/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Sciortino og Vella gegn Möltu dags. 4. mars 2025 (25915/23)[HTML]

Dómur MDE Rigó gegn Ungverjalandi dags. 4. mars 2025 (54953/21)[HTML]

Dómur MDE K.M. gegn Norður-Makedóníu dags. 4. mars 2025 (59144/16)[HTML]

Dómur MDE Eli̇bol o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. mars 2025 (59648/16 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Sannikov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (176/22)[HTML]

Dómur MDE Petruk o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (636/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Shalina gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (17908/20)[HTML]

Dómur MDE Voytenko o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (34181/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Banca Sistema S.P.A. gegn Ítalíu dags. 6. mars 2025 (41796/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Kondratyev o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (42508/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gorše gegn Slóveníu dags. 6. mars 2025 (47186/21)[HTML]

Dómur MDE F.B. gegn Belgíu dags. 6. mars 2025 (47836/21)[HTML]

Dómur MDE Korostelev o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (82352/17 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Garand o.fl. gegn Frakklandi dags. 6. mars 2025 (2474/21)[HTML]

Dómur MDE Zakharov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (3292/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Bunyakin o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (7691/15 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Mkrtchyan o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (34801/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Lubin og Isakov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (39476/21)[HTML]

Dómur MDE Yalakov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (2945/18 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Loginov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (10618/19)[HTML]

Dómur MDE T.A. gegn Sviss dags. 6. mars 2025 (13437/22)[HTML]

Dómur MDE Dubinin gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (16334/20)[HTML]

Dómur MDE Chemurziyeva o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (16678/17 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Ibrahim gegn Aserbaísjan dags. 6. mars 2025 (17359/16)[HTML]

Dómur MDE Zatynayko o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (21514/18 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Yegorov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (22584/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Hasani gegn Svíþjóð dags. 6. mars 2025 (35950/20)[HTML]

Dómur MDE Lakatos o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. mars 2025 (36138/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Tokar gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (38268/15)[HTML]

Dómur MDE Kolyasnikov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (39776/15 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Chatinyan o.fl. gegn Armeníu dags. 6. mars 2025 (70173/14)[HTML]

Dómur MDE Fljyan gegn Armeníu dags. 6. mars 2025 (4414/15)[HTML]

Dómur MDE Monteiro og Trinta Santos gegn Portúgal dags. 6. mars 2025 (40620/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gordiyenok og Turpulkhanov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (47120/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Navalnyy og Ooo Zp gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (62670/12 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gnezdov gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (68596/11)[HTML]

Dómur MDE Monseur gegn Belgíu dags. 6. mars 2025 (77976/14)[HTML]

Dómur MDE Aytaj Ahmadova gegn Aserbaísjan dags. 11. mars 2025 (30551/18)[HTML]

Dómur MDE Amirov gegn Aserbaísjan dags. 11. mars 2025 (55642/16)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 12. nóvember 1985[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 20. janúar 1986[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 28. maí 1991[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/1996 dags. 30. september 1996[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 15/2006 dags. 14. desember 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2011 dags. 18. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2021 dags. 21. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 15. júní 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 29. ágúst 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 1. september 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 5. september 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 30. september 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 17. október 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 24. október 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 16. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 27. janúar 2023 (Úrskurður nr. 3 - Ákvörðun Fiskistofu um að synja umsókn um veiðileyfi og aflaheimildir.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 27. september 2023 (Úrskurður nr. 7 um ákvörðun Fiskistofu um að synja aðila máls um aðgang að gögnum.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 8 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 9 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 11. mars 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 17. maí 2024 (Úrskurður nr. 2/2024 um ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-15/2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-04/2000 dags. 10. maí 2000[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-04/2001 dags. 25. september 2001[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-04/2003 dags. 8. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2004 dags. 27. september 2004[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2005 dags. 1. september 2005[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-32/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-40/2010 dags. 9. maí 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-06/2011 dags. 7. desember 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-34/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-16/2012 dags. 5. október 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-44/2012 dags. 5. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-06/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-26/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2014 dags. 18. júní 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-61/2013 dags. 2. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-08/2015 dags. 2. september 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-21/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-28/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-29/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-32/2015 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2016 dags. 21. september 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-6/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-17/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-1/2025 dags. 1. september 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 29. ágúst 2022 (Kæra á ákvörðun fyrirtækjaskrár um að firmaheiti brjóti gegn betri rétti eigenda jarðar)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 14. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090235 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090236 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090234 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 1. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF22020545 dags. 26. febrúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Menntamálaráðuneytið

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 27. ágúst 1998[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 16. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 11. febrúar 2008[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 9. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17010112 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17050270 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR21080094 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd um dómarastörf

Álit Nefndar um dómarastörf í máli nr. 1/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Ákvörðun Nefndar um dómarastörf í máli nr. 5/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðursveit)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Bréf Persónuverndar í máli nr. 2011/938[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2011/1158[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2011/1186[HTML]

Bréf Persónuverndar í máli nr. 2020051604[HTML]

Álit Persónuverndar dags. 23. október 2001[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2001/494 dags. 9. apríl 2002[HTML]

Álit Persónuverndar dags. 9. desember 2002[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2002/252 dags. 10. mars 2003[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2002/579 dags. 8. ágúst 2003[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar dags. 27. ágúst 2003[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2003/622 dags. 14. maí 2004[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2004/529 dags. 29. október 2004[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2005/103 dags. 16. ágúst 2005[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2005/426 dags. 13. september 2005[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar í máli nr. 2005/275 dags. 13. september 2005[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar í máli nr. 2005/517 dags. 27. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2006/120 dags. 20. júní 2006[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2006/92 dags. 19. desember 2006[HTML]

Álit Persónuverndar dags. 11. janúar 2007[HTML]

Álit Persónuverndar dags. 22. janúar 2007[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar í máli nr. 2007/555 dags. 10. desember 2007[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2007/488 dags. 10. mars 2008[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar í máli nr. 2008/359 dags. 18. ágúst 2008[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2008/469 dags. 14. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2006/686 dags. 13. ágúst 2009[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2009/172 dags. 13. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2009/892 dags. 29. janúar 2010[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2010/610 dags. 3. mars 2010[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar í máli nr. 2009/209 dags. 19. apríl 2010[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2012/629 dags. 27. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2012/1380 dags. 6. ágúst 2013[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2013/315 dags. 9. ágúst 2013[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2012/1203 dags. 18. september 2013[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/999 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/920 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/1131 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/1085 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2013/828 dags. 13. mars 2014[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2014/432 dags. 24. júní 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/796 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/882 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/911 dags. 17. desember 2014[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2014/898 dags. 17. desember 2014[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2014/1769 dags. 2. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/1068 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2015/748 dags. 26. júní 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/138 dags. 25. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/1749 dags. 25. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/1012 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/448 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/526 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/920 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/793 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/241 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/1750 dags. 14. desember 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/1457 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2015/1275 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/954 dags. 8. mars 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/1783 dags. 16. júní 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/136 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/702 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/1433 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1003 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/1777 dags. 26. júní 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/1253 dags. 29. ágúst 2018[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/1507 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1621 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2018/2184 dags. 31. október 2019[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020010064 dags. 18. maí 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020031337 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020092272 dags. 10. mars 2021[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2021030547 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021071455 dags. 18. október 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021071456 dags. 18. október 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021112203 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020061965 dags. 5. desember 2022[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2022020414 dags. 2. maí 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2023050834 dags. 27. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022061098 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2022050850 dags. 21. desember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/1999 dags. 26. maí 1999[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2006 dags. 19. apríl 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2006 dags. 8. maí 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2006 dags. 7. desember 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2008 dags. 9. maí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2008 dags. 9. júlí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2009 dags. 2. mars 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2009 dags. 24. september 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2009 dags. 27. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2009 dags. 30. desember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2010 dags. 5. maí 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2010 dags. 26. ágúst 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2010 dags. 7. október 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 34/2010 dags. 1. nóvember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 38/2010 dags. 22. nóvember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 40/2010 dags. 29. desember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2011 dags. 16. febrúar 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2011 dags. 14. mars 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2011 dags. 16. desember 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2012 dags. 3. janúar 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2012 dags. 15. febrúar 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2012 dags. 7. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2012 dags. 11. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 34/2012 dags. 7. nóvember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 35/2012 dags. 13. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2013 dags. 13. júní 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2013 dags. 17. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 32/2014 dags. 1. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 40/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 35/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2015 dags. 6. nóvember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2016 dags. 13. apríl 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2016 dags. 16. desember 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2017 dags. 15. febrúar 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2017 dags. 3. júlí 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2017 dags. 17. nóvember 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2018 dags. 16. febrúar 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2018 dags. 26. apríl 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2018 dags. 17. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2019 dags. 29. apríl 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2019 dags. 15. maí 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2019 dags. 23. ágúst 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2019 dags. 11. nóvember 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2019 dags. 29. nóvember 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2020 dags. 25. september 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2020 dags. 30. desember 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2021 dags. 19. febrúar 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 350/1986[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 517/1986[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 523/1987[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 649/1987[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 776/1987[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 613/1988[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 343/1989[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 107/1984[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 110/1984[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 229/1984[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 40/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 62/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 73/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 262/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 297/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 444/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 327/1982[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 654/1982[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 518/1980[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 633/1980[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 775/1980[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 585/1979[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 548/1979[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 175/1977[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 545/1992[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 768/1976[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 629/1975[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 474/1974[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 1127/1973[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 319/1990[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 329/1990[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 774/1991[HTML]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 11/2004[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 14/2004[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 9/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 11/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 13/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 3/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2012 dags. 25. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2012 dags. 11. mars 2013[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 27/2009 dags. 9. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja Brimborg ehf. um skil á lóð. Mál nr. 27/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 23/2009 dags. 17. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 23/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 41/2009 dags. 22. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 41/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 74/2009 dags. 25. maí 2010 (Hveragerðisbær: Ágreiningur um álagningu gatnagerðargjalds. Mál nr. 74/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 59/2009 dags. 13. ágúst 2010 (Sveitarfélagið Borgarbyggð - Ágreiningur um smölun ágangsbúfjár af landi Kapals hf. að Skarðshömrum í Borgarbyggð. Mál nr. 59/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 68/2009 dags. 20. september 2010 (Rekstrarstjórn Hafralækjarskóla: Ágreiningur um ráðningu deildarstjóra. Mál nr. 68/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 45/2009 dags. 7. október 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um niðurfellingu fasteignagjalda. Mál nr. 45/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040453 dags. 15. júní 2017 (Úrskurður í máli nr. SRN17040453)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040711 dags. 20. júní 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040710 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17050104 dags. 13. október 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17050006 dags. 20. október 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17060056 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17070004 dags. 14. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090035 dags. 14. maí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090091 dags. 29. júní 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17100072 dags. 2. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17100039 dags. 3. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17120015 dags. 13. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17110065 dags. 18. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050076 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050075 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18010072 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17080031 dags. 26. júní 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050079 dags. 7. ágúst 2019[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19030073 dags. 13. maí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040543 dags. 24. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19120048 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19120049 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19040044 dags. 7. maí 2021[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20070003 dags. 8. júní 2021[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20010081 dags. 29. júlí 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 15/2003 dags. 7. apríl 2004 (Mál nr. 15/2003)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 9/2004 dags. 2. desember 2004 (Mál nr. 9/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 9/2007 dags. 4. júlí 2007 (Mál nr. 9/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 39/2007 dags. 4. október 2007 (Mál nr. 39/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 23/2007 dags. 9. október 2007 (Mál nr. 23/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 42/2007 dags. 4. janúar 2008 (Flugmálastjórn Íslands - veiting undanþágu frá flug- og vinnutímamörkum og hvíldartíma flugáhafna, á tilteknum flugleiðum: Mál nr. 42/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 53/2007 dags. 15. júlí 2008 (Flugmálastjórn Íslands - stjórnvaldsfyrirmæli eða stjornvaldsákvörðun, lögmæti ákvörðunar um bann við flugtökum, lendingum og loftakstri þyrlna: Mál nr. 53/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 26/2008 dags. 20. ágúst 2008 (Flóahreppur - , frávísunarkrafa, lögmæti samkomulags við Landsvirkju: Mál nr. 26/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 44/2008 dags. 20. ágúst 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, lögmæti útgáfu lóðarleigusamnings með skilyrði um greiðslu gjalds: Mál nr. 44/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 22/2008 dags. 5. nóvember 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, málsmeðferð við úthlutun byggingaréttar, kærufrestir og rökstuðningur: Mál nr. 22/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 27/2008 dags. 3. desember 2008 (Reykjavík - heimild grunnskóla til gjaldtöku vegna vettvangsferðar og skipulagsbókar: Mál nr. 27/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 66/2008 dags. 13. janúar 2009 (Mönnunarnefnd skipa - höfnun umsóknar um að sami maður fái að gegna stöðu skipstjórna og vélstjóra um boð í skipi: Mál nr. 66/2008)[HTML]

Álit Samgönguráðuneytisins í máli nr. 87/2008 dags. 18. febrúar 2009 (Álit samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 87/2008 (SAM08110006))[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 62/2008 dags. 1. apríl 2009 (Kópavogur - lögmæti ákvörðunar um hvaða vísitölu skuli nota við endurgreiðslu: Mál nr. 62/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 29/2009 dags. 21. júlí 2009 (Álftanes - réttur til setu sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn: Mál nr. 29/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 80/2008 dags. 28. júlí 2009 (Grímsnes- og Grafningshreppur - lögmæti ákvörðunar um álagningu og innheimtu vatnsgjalds af óbyggðri lóð:)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 8/2009 dags. 29. júlí 2009 (Reykjavík - lagaheimild til álagningar og innheimtu vatnsgjalds: Mál nr. 8/2009)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2005 dags. 11. október 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2005 dags. 27. október 2005[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2005 dags. 22. desember 2005[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2006 dags. 13. október 2006[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2006 dags. 19. október 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 40/2006 dags. 19. október 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 37/2008 dags. 25. júní 2008[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009 dags. 16. desember 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2011 dags. 7. febrúar 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2011 dags. 30. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 27/2011 dags. 22. júlí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2012 dags. 21. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2013 dags. 24. apríl 2013[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2013 dags. 14. júní 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2013 dags. 1. nóvember 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2015 dags. 15. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023 dags. 8. september 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 36/1994 dags. 23. nóvember 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 39/1994 dags. 5. desember 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 8/1995 dags. 16. febrúar 1995[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 4/1995 dags. 13. júní 1995[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 6/1995 dags. 10. ágúst 1995[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/1995 dags. 21. ágúst 1995[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 10/1996 dags. 7. október 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 42/1996 dags. 20. desember 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/1997 dags. 2. júlí 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 31/1997 dags. 1. september 1997[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 6/1997 dags. 18. september 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 50/1997 dags. 22. desember 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 3/1998 dags. 12. janúar 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 4/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 12/1998 dags. 26. október 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/1999 dags. 21. janúar 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 7/1999 dags. 6. júlí 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 30/1999 dags. 8. nóvember 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 16/2000 dags. 9. maí 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 15/2000 dags. 9. maí 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 24/2000 dags. 20. júní 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/2001 dags. 5. apríl 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 15/2001 dags. 23. maí 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 39/2001 dags. 4. desember 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 29/2002 dags. 30. ágúst 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 3/2003 dags. 29. janúar 2003[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Sjávarútvegsráðuneytið

Úrskurður Sjávarútvegsráðuneytisins dags. 17. október 2012 (Sjóstangaveiðifélag Húsavíkur kærir ákvörðun Fiskistofu dags. 27. apríl 2012 um synjun um leyfi fyrir fiskiskipið Aþenu ÞH 505, til þess að stunda hvort tveggja (samhliða) strandveiðar og frístundaveiðar á fiskveiðiárinu 2011/2012.)[HTML]

Fara á yfirlit

Tollstjóri

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 13/2004 dags. 1. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 4/2004 dags. 5. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 19/2004 dags. 13. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 4/2008 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 5/2008 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 6/2008 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 7/2008 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2009 dags. 24. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 1/2011 dags. 4. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 13/2012 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 14/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 7/2012 dags. 16. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 6/2013 dags. 12. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 5/2014 dags. 24. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2015 dags. 10. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 16/2015 dags. 15. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 18/2018 dags. 7. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 7/2018 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 19/2018 dags. 19. janúar 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. 15060093 dags. 31. mars 2016[HTML]

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. 16040051 dags. 31. mars 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00030105 dags. 26. september 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01080004 dags. 1. janúar 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00110215 dags. 2. apríl 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01010054 dags. 1. maí 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00120133 dags. 3. júlí 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01070153 dags. 4. febrúar 2002[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02020039 dags. 12. nóvember 2002[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02100158 dags. 17. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03080123 dags. 20. nóvember 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03080089 dags. 27. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03090121 dags. 29. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04090102 dags. 10. desember 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04110052 dags. 28. júní 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05050107 dags. 7. september 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07010085 dags. 18. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07050182 dags. 5. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060022 dags. 3. júní 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09030025 dags. 12. júní 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09110008 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09090009 dags. 14. desember 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11070080 dags. 5. mars 2012[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 10120222 dags. 17. júlí 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 183/2001 dags. 7. nóvember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 232/2001 dags. 14. nóvember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 225/2001 dags. 5. desember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 254/2001 dags. 5. desember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 207/2002 dags. 15. janúar 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 176/2003 dags. 5. nóvember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 22/2004 dags. 25. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 19 dags. 8. mars 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 153 dags. 20. október 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 242 dags. 8. desember 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 26 dags. 25. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 142 dags. 29. ágúst 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 162 dags. 12. september 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 230 dags. 2. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 234 dags. 2. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 260 dags. 2. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 31/2009 dags. 6. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 4/2009 dags. 30. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 33/2010 dags. 1. desember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 7/2010 dags. 12. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 347/2010 dags. 5. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 262/2010 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 82/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 128/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 216/2011 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 41/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 279/2012 dags. 12. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 240/2012 dags. 16. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 6/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 148/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 21/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 40/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 2/2014 dags. 14. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 65/2014 dags. 28. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 25/2015 dags. 11. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 64/2015 dags. 23. júlí 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 37/2009 dags. 1. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 55/2009 dags. 1. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 118/2009 dags. 18. maí 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 57/2010 dags. 3. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 37/2009 dags. 3. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 232/2010 dags. 21. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 205/2010 dags. 21. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 21/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 158/2011 dags. 6. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 154/2012 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 167/2012 dags. 29. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 137/2013 dags. 19. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 146/2013 dags. 16. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 155/2013 dags. 16. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 144/2013 dags. 16. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 147/2013 dags. 16. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 65/2014 dags. 2. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 14/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 50/2011 dags. 19. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 21/2012 dags. 5. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 50/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 141/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 84/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 80/2012 dags. 19. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 89/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 14/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 10/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/1999 dags. 22. september 1999[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2000 dags. 29. maí 2000[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2001 dags. 1. júní 2001[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2003 dags. 21. október 2003[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2004 dags. 4. mars 2004[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2004 dags. 7. september 2004[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2005 dags. 19. júlí 2005[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2006 dags. 3. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2006 dags. 3. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2006 dags. 3. júlí 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2006 dags. 17. júlí 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 10/2006 dags. 20. júlí 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2006 dags. 24. ágúst 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2007 dags. 10. október 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2007 dags. 4. apríl 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2008 dags. 30. maí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2013 dags. 14. september 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2015 dags. 16. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2015 dags. 3. desember 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2015 dags. 26. janúar 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2015 dags. 19. október 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2016 dags. 21. nóvember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 10/2015 dags. 30. desember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 11/2015 dags. 30. desember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2016 dags. 1. mars 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2017 dags. 30. ágúst 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 13/2017 dags. 9. maí 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2017 dags. 27. september 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 11/2017 dags. 27. september 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2017 dags. 27. september 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 10/2017 dags. 27. september 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2017 dags. 27. september 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2017 dags. 27. september 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2017 dags. 27. september 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2017 dags. 27. september 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2017 dags. 5. nóvember 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2018 dags. 26. febrúar 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2019 dags. 21. júní 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2019 dags. 4. október 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2019 dags. 14. nóvember 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2019 dags. 27. janúar 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2019-URSK dags. 6. nóvember 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2022 dags. 1. desember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2021 dags. 29. desember 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 46/2002 dags. 19. nóvember 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 9/2003 dags. 30. september 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 57/2003 dags. 20. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 67/2003 dags. 15. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 2/2004 dags. 6. júlí 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 16/2004 dags. 1. febrúar 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 10/2005 dags. 26. apríl 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 55/2004 dags. 8. júlí 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 7/2007 dags. 12. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 23/2007 dags. 27. september 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 33/2007 dags. 25. október 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 12/2007 dags. 1. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 27/2007 dags. 1. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 44/2007 dags. 29. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 43/2007 dags. 28. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 6/2008 dags. 27. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 39/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 56/2008 dags. 12. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 60/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 66/2008 dags. 19. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 6/2009 dags. 26. mars 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 20/2009 dags. 3. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 40/2009 dags. 7. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 3/2010 dags. 4. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 28/2010 dags. 16. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 1/2011 dags. 10. mars 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 24/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 27/2011 dags. 25. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 62/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 69/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 101/2012 dags. 1. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 43/2013 dags. 22. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 91/2012 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 17/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 1/2013 dags. 10. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 13/2013 dags. 17. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 16/2014 dags. 26. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 24/2014 dags. 12. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 15/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 13/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 3/1999 í máli nr. 3/1999 dags. 29. maí 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2000 í máli nr. 4/2000 dags. 1. mars 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2002 í máli nr. 5/2002 dags. 7. september 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2004 í máli nr. 5/2004 dags. 25. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2005 í máli nr. 2/2005 dags. 17. mars 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2005 í máli nr. 4/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 1/2005 í máli nr. 1/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 8/2005 í máli nr. 8/2005 dags. 18. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 9/2005 í máli nr. 9/2005 dags. 8. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2006 í máli nr. 4/2006 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2007 í máli nr. 4/2007 dags. 15. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2008 í máli nr. 5/2008 dags. 18. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 6/2008 í máli nr. 6/2008 dags. 15. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2009 í máli nr. 2/2009 dags. 11. júní 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2010 í máli nr. 5/2010 dags. 13. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 7/2010 í máli nr. 7/2010 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 14/2011 í máli nr. 14/2011 dags. 11. september 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 106/2010 dags. 18. maí 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 209/2012 dags. 26. júní 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 297/2013 dags. 15. október 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 298/2013 dags. 15. október 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 171/2014 dags. 12. ágúst 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 165/2015 dags. 16. júní 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 366/2017 dags. 23. janúar 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 226/2019 dags. 29. ágúst 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 148/2022 dags. 28. júní 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 237/2022 dags. 8. nóvember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 409/2022 dags. 22. febrúar 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 124/2023 dags. 23. maí 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 152/2023 dags. 20. júní 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 240/2025 dags. 2. september 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/1998 í máli nr. 14/1998 dags. 12. júní 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 18/1998 í máli nr. 14/1998 dags. 9. júlí 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/1999 í máli nr. 5/1999 dags. 18. apríl 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 16/1999 í máli nr. 12/1999 dags. 16. júní 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/1999 í máli nr. 16/1999 dags. 7. ágúst 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 6/2000 í máli nr. 22/1999 dags. 28. mars 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2000 í máli nr. 17/2000 dags. 25. október 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 25/2000 í máli nr. 42/2000 dags. 10. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/2001 í máli nr. 54/2000 dags. 26. febrúar 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/2001 í máli nr. 13/2001 dags. 31. október 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 2/2002 í máli nr. 64/2000 dags. 11. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/2002 í máli nr. 25/2002 dags. 28. júní 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/2002 í máli nr. 24/2002 dags. 18. júlí 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 25/2002 í máli nr. 44/2000 dags. 26. ágúst 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 29/2002 í máli nr. 15/2002 dags. 12. september 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 45/2002 í máli nr. 10/2002 dags. 5. desember 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 4/2003 í máli nr. 11/2001 dags. 31. janúar 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/2003 í máli nr. 2/2003 dags. 26. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 15/2003 í máli nr. 19/2001 dags. 27. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2003 í máli nr. 30/2001 dags. 15. maí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 26/2003 í máli nr. 7/2002 dags. 13. júní 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/2003 í máli nr. 18/2002 dags. 2. september 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 43/2003 í máli nr. 61/2001 dags. 9. október 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 65/2003 í máli nr. 53/2001 dags. 18. desember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2004 í máli nr. 59/2003 dags. 19. mars 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 58/2004 í máli nr. 60/2004 dags. 11. nóvember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 67/2004 í máli nr. 50/2002 dags. 9. desember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2005 í máli nr. 50/2005 dags. 7. desember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/2006 í máli nr. 6/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 45/2006 í máli nr. 65/2004 dags. 20. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/2007 í máli nr. 13/2007 dags. 8. mars 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/2007 í máli nr. 18/2007 dags. 30. mars 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2007 í máli nr. 16/2007 dags. 26. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 38/2007 í máli nr. 51/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 59/2007 í máli nr. 69/2007 dags. 22. ágúst 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 87/2007 í máli nr. 27/2007 dags. 1. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 104/2007 í máli nr. 127/2007 dags. 14. desember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 9/2008 í máli nr. 145/2007 dags. 31. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 16/2008 í máli nr. 81/2006 dags. 19. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2008 í máli nr. 65/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/2008 í máli nr. 58/2007 dags. 10. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 56/2008 í máli nr. 27/2006 dags. 24. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 83/2008 í máli nr. 145/2007 dags. 30. október 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 88/2008 í máli nr. 50/2008 dags. 27. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 1/2009 í máli nr. 68/2008 dags. 9. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/2009 í máli nr. 17/2009 dags. 30. júní 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 44/2009 í máli nr. 88/2008 dags. 7. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 70/2009 í máli nr. 80/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 71/2009 í máli nr. 83/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 3/2010 í máli nr. 72/2009 dags. 14. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2010 í máli nr. 4/2010 dags. 15. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 57/2010 í máli nr. 38/2010 dags. 16. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/2011 í máli nr. 64/2010 dags. 30. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 3/2012 í máli nr. 93/2011 dags. 10. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 9/2014 í máli nr. 6/2011 dags. 14. febrúar 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2012 í máli nr. 10/2012 dags. 24. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 50/2012 í máli nr. 27/2012 dags. 28. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 68/2012 í máli nr. 23/2012 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2013 í máli nr. 112/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2013 í máli nr. 131/2012 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2013 í máli nr. 5/2013 dags. 28. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2013 í máli nr. 53/2012 dags. 12. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 30/2013 í máli nr. 30/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 49/2013 í máli nr. 29/2013 dags. 18. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 7/2014 í máli nr. 21/2012 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 11/2014 í máli nr. 12/2013 dags. 25. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2014 í máli nr. 59/2012 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 16/2014 í máli nr. 111/2013 dags. 27. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2014 í máli nr. 55/2013 dags. 23. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2014 í máli nr. 65/2013 dags. 20. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 2/2015 í máli nr. 56/2011 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2015 í máli nr. 65/2010 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2015 í máli nr. 21/2014 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2015 í máli nr. 30/2014 dags. 27. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2015 í máli nr. 91/2013 dags. 7. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 105/2015 í máli nr. 112/2013 dags. 2. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 111/2015 í máli nr. 26/2014 dags. 15. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2015 í máli nr. 99/2011 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2015 í máli nr. 102/2013 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 153/2015 í máli nr. 46/2013 dags. 3. desember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2016 í máli nr. 64/2013 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 10/2016 í máli nr. 70/2015 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 18/2016 í máli nr. 13/2016 dags. 8. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2016 í máli nr. 10/2014 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2016 í máli nr. 4/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 33/2016 í máli nr. 17/2016 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2016 í máli nr. 85/2014 dags. 18. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 37/2016 í máli nr. 17/2014 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2016 í máli nr. 60/2012 dags. 12. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2016 í máli nr. 39/2016 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 86/2016 í máli nr. 59/2016 dags. 19. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 101/2016 í máli nr. 36/2015 dags. 7. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 128/2016 í máli nr. 124/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2016 í máli nr. 128/2014 dags. 30. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 2/2017 í máli nr. 56/2015 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2017 í máli nr. 33/2017 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2017 í máli nr. 125/2014 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2017 í máli nr. 45/2017 dags. 12. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 29/2018 í máli nr. 84/2017 dags. 26. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 31/2018 í máli nr. 56/2016 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 33/2018 í máli nr. 64/2016 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 43/2018 í máli nr. 77/2016 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 56/2018 í máli nr. 63/2016 dags. 15. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2018 í máli nr. 137/2016 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 102/2018 í máli nr. 171/2016 dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 103/2018 í málum nr. 172/2016 o.fl. dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2018 í máli nr. 151/2016 dags. 10. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2018 í máli nr. 4/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2018 í máli nr. 6/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2018 í máli nr. 35/2017 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 160/2018 í máli nr. 112/2017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 162/2018 í málum nr. 95/2017 o.fl. dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 168/2018 í málum nr. 127/2018 o.fl. dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 170/2018 í málum nr. 116/2018 o.fl. dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 177/2018 í máli nr. 117/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 173/2018 í máli nr. 119/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 13/2019 í máli nr. 136/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2019 í máli nr. 37/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 62/2019 í máli nr. 2/2018 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 100/2019 í máli nr. 39/2018 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 120/2019 í máli nr. 146/2018 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2019 í máli nr. 26/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2019 í máli nr. 28/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2020 í málum nr. 3/2019 o.fl. dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2020 í máli nr. 118/2018 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2020 í máli nr. 98/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 50/2020 í máli nr. 51/2019 dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2020 í máli nr. 18/2020 dags. 16. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2020 í máli nr. 6/2020 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 111/2020 í máli nr. 44/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2020 í máli nr. 46/2020 dags. 16. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 121/2020 í máli nr. 23/2020 dags. 23. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 122/2020 í máli nr. 34/2020 dags. 27. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2020 í máli nr. 75/2020 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2020 í máli nr. 76/2020 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2020 í máli nr. 54/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2020 í máli nr. 28/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2020 í máli nr. 109/2020 dags. 27. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 144/2020 í máli nr. 93/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2021 í máli nr. 62/2020 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2021 í máli nr. 123/2020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2021 í máli nr. 126/2020 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 33/2021 í máli nr. 116/2020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2021 í máli nr. 117/2020 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 50/2021 í máli nr. 13/2021 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 49/2021 í máli nr. 4/2021 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2021 í málum nr. 107/2020 o.fl. dags. 21. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2021 í máli nr. 12/2021 dags. 28. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2021 í máli nr. 138/2020 dags. 25. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 76/2021 í máli nr. 26/2021 dags. 30. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 86/2021 í málum nr. 88/2021 o.fl. dags. 22. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 97/2021 í máli nr. 44/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 103/2021 í máli nr. 79/2021 dags. 14. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2021 í máli nr. 136/2021 dags. 15. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2021 í máli nr. 45/2021 dags. 29. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2021 í máli nr. 43/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 142/2021 í máli nr. 105/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 163/2021 í máli nr. 102/2021 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 164/2021 í máli nr. 113/2021 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 161/2021 í máli nr. 119/2020 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 162/2021 í máli nr. 89/2021 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 15/2022 í máli nr. 138/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2022 í máli nr. 118/2021 dags. 11. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2022 í máli nr. 182/2021 dags. 11. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2022 í málum nr. 122/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2022 í málum nr. 125/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 37/2022 í máli nr. 143/2021 dags. 29. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 41/2022 í máli nr. 161/2021 dags. 11. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 48/2022 í máli nr. 177/2021 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2022 í máli nr. 18/2022 dags. 10. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2022 í máli nr. 180/2021 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2022 í máli nr. 183/2021 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2022 í máli nr. 36/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2022 í máli nr. 37/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 111/2022 í máli nr. 173/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2023 í máli nr. 97/2022 dags. 11. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 7/2023 í máli nr. 83/2022 dags. 17. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 48/2023 í máli nr. 151/2016 dags. 31. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2023 í máli nr. 139/2022 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2023 í máli nr. 79/2022 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2023 í máli nr. 15/2023 dags. 2. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 128/2023 í máli nr. 68/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 129/2023 í máli nr. 73/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2023 í máli nr. 53/2023 dags. 29. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2023 í máli nr. 66/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 146/2023 í máli nr. 124/2023 dags. 14. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 152/2023 í máli nr. 117/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 158/2023 í máli nr. 117/2023 dags. 6. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 168/2023 í máli nr. 98/2023 dags. 29. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2024 í máli nr. 124/2023 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2024 í máli nr. 99/2023 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2024 í máli nr. 125/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 48/2024 í máli nr. 10/2024 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2024 í máli nr. 15/2024 dags. 24. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 74/2024 í máli nr. 17/2024 dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 87/2024 í máli nr. 67/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 107/2024 í máli nr. 33/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2024 í máli nr. 49/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2024 í máli nr. 74/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 123/2024 í máli nr. 81/2024 dags. 28. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 32/2025 í máli nr. 103/2024 dags. 4. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2025 í máli nr. 35/2025 dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 56/2025 í máli nr. 17/2025 dags. 10. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 54/2025 í máli nr. 170/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 63/2025 í máli nr. 27/2025 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2025 í máli nr. 10/2025 dags. 8. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2025 í máli nr. 69/2025 dags. 7. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2025 í máli nr. 80/2025 dags. 7. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2025 í máli nr. 98/2025 dags. 8. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2025 í máli nr. 29/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 144/2025 í máli nr. 30/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 147/2025 í máli nr. 117/2025 dags. 2. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 171/2025 í máli nr. 122/2025 dags. 17. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 176/2025 í máli nr. UUA2511055 dags. 24. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 341/2015 dags. 18. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 456/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 605/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 8/2016 dags. 8. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 11/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-73/1999 dags. 23. mars 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-162/2003 dags. 10. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-218/2005 dags. 16. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-338/2010 dags. 1. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-346/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-380/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-398/2011 dags. 29. desember 2011[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-434/2012 (Flugöryggisstofnunin)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-434/2012 dags. 28. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-443/2012 dags. 29. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-452/2012 dags. 24. október 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-490/2013 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-523/2014 (Sérstakur saksóknari)
Úrskurðarnefndin óskaði gagna frá embætti sérstaks saksóknara sem neitaði að afhenda nefndinni umbeðin gögn. Nefndin taldi sig ekki geta tekið efnislega afstöðu í málinu án gagnanna og þurfti þar af leiðandi að vísa því frá.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-523/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-529/2014 (Verklagsreglur lögreglunnar um skotvopn)
Upplýsingabeiðni var lögð fram um verklagsreglur lögreglu um skotvopn og féllst úrskurðarnefndin á að synja mætti aðgang að þeim á grundvelli öryggi ríkisins.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-528/2014 dags. 5. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-529/2014 dags. 5. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 619/2016 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 646/2016 dags. 20. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 732/2018 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 854/2019 dags. 4. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 876/2020 dags. 26. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 886/2020 dags. 1. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 906/2020 dags. 8. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 928/2020 dags. 25. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 953/2020 dags. 30. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1019/2021 dags. 14. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1085/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1164/2023 dags. 3. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1168/2023 dags. 3. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1239/2025 dags. 28. janúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 17/2010 dags. 8. október 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 24/2011 dags. 26. ágúst 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 107/2011 dags. 23. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 113/2011 dags. 23. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 112/2011 dags. 4. maí 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 17/2012 dags. 11. maí 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 18/2012 dags. 11. maí 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 21/2012 dags. 8. júní 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 49/2012 dags. 24. ágúst 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 51/2012 dags. 24. ágúst 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 54/2012 dags. 7. september 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 74/2012 dags. 14. september 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 85/2012 dags. 9. nóvember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 57/2013 dags. 25. október 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 79/2013 dags. 13. desember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 80/2013 dags. 20. desember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 101/2013 dags. 28. febrúar 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 90/2013 dags. 14. mars 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 1/2014 dags. 4. apríl 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 51/2014 dags. 12. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 65/2014 dags. 10. október 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 1/2014 dags. 13. febrúar 2015 (Endurupptaka)[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 44/2015 dags. 27. nóvember 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 28/2016 dags. 30. september 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 29/2016 dags. 21. október 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 5/2018 dags. 31. ágúst 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 20/2019 dags. 22. maí 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 10/2020 dags. 13. nóvember 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 6/2020 dags. 17. desember 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 6/2021 dags. 7. október 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 226/2015 dags. 16. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 236/2015 dags. 16. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2015 dags. 16. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 258/2015 dags. 16. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 266/2015 dags. 16. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 267/2015 dags. 16. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 275/2015 dags. 16. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 245/2015 dags. 6. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 269/2015 dags. 6. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 228/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 282/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 295/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 301/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 229/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 6/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 303/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 311/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 238/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 262/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 308/2015 dags. 11. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2015 dags. 11. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 324/2015 dags. 11. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 264/2015 dags. 25. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 325/2015 dags. 1. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2015 dags. 1. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 331/2015 dags. 1. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 340/2015 dags. 1. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2015 dags. 8. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 356/2015 dags. 8. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 375/2015 dags. 8. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 316/2015 dags. 8. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 320/2015 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 346/2015 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 369/2015 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 359/2016 dags. 22. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 31/2016 dags. 11. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 3/2016 dags. 17. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 20/2016 dags. 25. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 174/2015 dags. 29. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 192/2016 dags. 29. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 4/2016 dags. 31. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 49/2016 dags. 7. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 329/2015 dags. 7. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 17/2016 dags. 14. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 52/2016 dags. 14. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 77/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 92/2016 dags. 19. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 104/2016 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 130/2016 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 98/2016 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 133/2016 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 11/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 100/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 134/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 153/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 159/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 174/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 289/2016 dags. 6. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 143/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 176/2016 dags. 25. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 210/2016 dags. 1. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 455/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 227/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 171/2016 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2016 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 248/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 272/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 310/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 343/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 273/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 332/2016 dags. 1. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 340/2016 dags. 1. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 394/2016 dags. 29. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 371/2016 dags. 5. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 374/2016 dags. 5. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 416/2016 dags. 5. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 347/2016 dags. 3. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 433/2016 dags. 3. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 434/2016 dags. 3. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 79/2017 dags. 8. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 422/2016 dags. 10. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 450/2016 dags. 10. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 462/2016 dags. 10. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 387/2016 dags. 10. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 241/2016 dags. 17. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 478/2016 dags. 17. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 479/2016 dags. 17. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 43/2017 dags. 7. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 436/2016 dags. 7. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 64/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 17/2017 dags. 14. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 488/2016 dags. 14. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 13/2017 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 23/2017 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 173/2017 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 31/2017 dags. 28. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 44/2017 dags. 28. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 90/2017 dags. 28. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 100/2017 dags. 16. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 20/2016 dags. 17. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 133/2017 dags. 30. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 204/2017 dags. 13. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 166/2017 dags. 20. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 179/2016 dags. 20. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 226/2017 dags. 20. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 264/2017 dags. 4. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 240/2017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2017 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2017 dags. 18. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 158/2017 dags. 18. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 222/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 294/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 160/2017 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 323/2017 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 249/2017 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 339/2017 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 379/2017 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 277/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 312/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 316/2017 dags. 17. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 343/2017 dags. 24. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 191/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 393/2017 dags. 7. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 422/2017 dags. 14. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 367/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 389/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 426/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 456/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 275/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 450/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 484/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 27/2018 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 49/2018 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 455/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 81/2018 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 48/2018 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 75/2018 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 326/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 93/2018 dags. 31. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 85/2018 dags. 31. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 126/2018 dags. 31. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 24/2018 dags. 6. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 163/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 149/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 164/2018 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 87/2018 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 143/2018 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 2/2018 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 190/2018 dags. 15. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 193/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 227/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 212/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 216/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 249/2018 dags. 19. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 242/2018 dags. 19. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 241/2018 dags. 19. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 209/2018 dags. 10. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 243/2018 dags. 10. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 244/2018 dags. 10. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 265/2018 dags. 17. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 319/2018 dags. 17. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 317/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 341/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 342/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 331/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 345/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 332/2018 dags. 5. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2018 dags. 10. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 356/2018 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2018 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 373/2018 dags. 16. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 390/2018 dags. 16. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 377/2018 dags. 16. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 386/2018 dags. 16. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 307/2018 dags. 24. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 392/2018 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 391/2018 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 424/2018 dags. 6. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 289/2018 dags. 6. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 492/2019 dags. 19. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 256/2017 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 455/2018 dags. 6. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 418/2018 dags. 6. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 14/2019 dags. 6. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 43/2019 dags. 20. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 419/2018 dags. 3. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 62/2019 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 58/2019 dags. 30. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 71/2019 dags. 30. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 382/2018 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 94/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2019 dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2019 dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 116/2019 dags. 26. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 151/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 148/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2019 dags. 10. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 87/2019 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 216/2019 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 198/2019 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 248/2019 dags. 25. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 297/2019 dags. 9. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 313/2019 dags. 9. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 348/2019 dags. 29. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 315/2019 dags. 29. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 329/2019 dags. 29. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 314/2019 dags. 29. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2019 dags. 5. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 419/2019 dags. 6. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 340/2019 dags. 20. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 341/2018 dags. 20. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 46/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 397/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 422/2019 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 394/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 449/2019 dags. 19. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 278/2019 dags. 19. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 555/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 442/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 464/2019 dags. 11. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 469/2019 dags. 18. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 475/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 413/2019 dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 518/2019 dags. 1. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 505/2019 dags. 1. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 87/2019 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 556/2019 dags. 29. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 543/2019 dags. 29. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 497/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 498/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 521/2019 dags. 6. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 5/2020 dags. 27. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 75/2020 dags. 27. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 55/2020 dags. 27. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 21/2020 dags. 27. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 67/2020 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 517/2019 dags. 24. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 116/2020 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 549/2019 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 142/2020 dags. 19. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2020 dags. 19. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 4/2020 dags. 26. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 13/2020 dags. 26. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 172/2020 dags. 2. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 187/2020 dags. 9. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 180/2020 dags. 23. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 310/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 235/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 181/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 254/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 270/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 153/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 356/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 361/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 283/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 400/2020 dags. 4. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 372/2020 dags. 4. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 440/2020 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 267/2020 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 420/2020 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 349/2020 dags. 18. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 501/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 504/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 435/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 430/2020 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 431/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 331/2020 dags. 16. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 398/2020 dags. 16. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 566/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 620/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 071/2021 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 413/2020 dags. 24. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 597/2020 dags. 24. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 643/2020 dags. 10. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 518/2020 dags. 10. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 624/2020 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 646/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 30/2021 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 412/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 675/2020 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 70/2021 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 526/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 598/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 132/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 666/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 689/2020 dags. 26. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 45/2021 dags. 26. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 691/2020 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 51/2021 dags. 2. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 194/2021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 421/2020 dags. 23. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2021 dags. 23. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 179/2021 dags. 7. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 274/2021 dags. 7. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 6/2021 dags. 7. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 217/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 149/2021 dags. 25. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 21/2021 dags. 25. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 139/2021 dags. 1. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 125/2021 dags. 1. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 150/2021 dags. 1. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 233/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 191/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 201/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 195/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 319/2021 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 285/2021 dags. 13. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 56/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 301/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 297/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 62/2021 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 245/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 303/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 318/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 296/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 357/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 259/2021 dags. 15. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 353/2021 dags. 27. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 386/2021 dags. 27. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 359/2021 dags. 27. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 375/2021 dags. 27. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 407/2021 dags. 27. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 287/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2018 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 363/2021 dags. 3. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 446/2021 dags. 3. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 473/2021 dags. 3. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 416/2021 dags. 3. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 393/2021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 364/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 247/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 205/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 403/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 480/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 514/2021 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 543/2021 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 556/2021 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 570/2021 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2019 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 519/2021 dags. 16. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 521/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 534/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 685/2021 dags. 2. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 648/2021 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 74/2022 dags. 9. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 60/2022 dags. 9. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 673/2021 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 619/2021 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 93/2022 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 72/2022 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 35/2022 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 79/2022 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 548/2021 dags. 18. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 132/2022 dags. 8. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 165/2022 dags. 8. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 110/2022 dags. 8. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 88/2022 dags. 8. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 149/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 193/2022 dags. 20. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 244/2022 dags. 22. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 123/2022 dags. 22. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2022 dags. 22. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 152/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 222/2022 dags. 10. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 292/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 155/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 262/2022 dags. 25. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 648/2021 dags. 25. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 221/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 298/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 273/2022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 258/2022 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 355/2022 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 349/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 324/2022 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 363/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 413/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 416/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 412/2022 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 485/2022 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 479/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 364/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 476/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 468/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 490/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 436/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 494/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 447/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 294/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 487/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 463/2022 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 406/2023 dags. 13. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 115/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 497/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 510/2022 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 523/2022 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 424/2022 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 565/2022 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 551/2023 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 553/2022 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 566/2023 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 528/2022 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 558/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 604/2022 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 11/2023 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 525/2022 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 474/2022 dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 22/2023 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 23/2023 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 552/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 39/2023 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 585/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 598/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 1/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 51/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 124/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 495/2022 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 556/2022 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 52/2023 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 137/2023 dags. 7. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 185/2023 dags. 14. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2023 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 237/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 222/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 197/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 150/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 290/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 283/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 284/2023 dags. 6. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 365/2023 dags. 6. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 419/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 190/2023 dags. 25. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 364/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 267/2023 dags. 4. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 337/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 331/2023 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 391/2023 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 471/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 460/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 425/2023 dags. 6. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 493/2023 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 489/2023 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2023 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 446/2022 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 504/2023 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 581/2023 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 562/2023 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 409/2023 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 429/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 465/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 557/2023 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 528/2023 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 548/2023 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 580/2023 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 606/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 32/2024 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 74/2024 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 18/2024 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 104/2024 dags. 30. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 43/2024 dags. 5. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 162/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Velferðarráðuneytið

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 4. mars 2011 (Ákvörðun Lyfjastofnunar um að lyfjabúðum sé einum heimilt að auglýsa verð lausasölulyfja)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 22. desember 2014 (Málsmeðferð landlæknis í kvörtunarmáli kærð)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 001/2015 dags. 16. janúar 2015 (Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Lyfjastofnunar að hafna því að láta af birtingu tölfræðiupplýsinga um sölu lyfja með markaðsleyfi á vef Lyfjastofnunar)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 002/2015 dags. 9. apríl 2015 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu starfsleyfis sem tannsmiður)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 020/2015 dags. 18. desember 2015 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu starfsleyfis sem sjúkraþjálfari)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 009/2016 dags. 23. september 2016 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um starfsleyfi sem sjúkraþjálfari)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 013/2016 dags. 30. nóvember 2016 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um almennt eða tímabundið lækningaleyfi)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 010/2018 dags. 14. febrúar 2018 (Synjun Embættis landlæknis um varanlegt starfsleyfi sem talmeinafræðingur)[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2007 dags. 14. mars 2007[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 21/2010 dags. 4. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 23/2010 dags. 12. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2015 dags. 31. mars 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 8/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 15/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 16/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 23/2016 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 22/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2017 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2017 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2018 dags. 2. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 10/2020 dags. 27. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2024 dags. 14. júní 2024[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2025 dags. 13. maí 2025[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2025 dags. 28. júlí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 451/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 429/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 706/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 770/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 825/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 875/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 945/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 21/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 267/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 298/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 46/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 171/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 257/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 265/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 268/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 278/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 442/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 286/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 93/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 203/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 354/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 355/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 362/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 376/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 396/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 335/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 97/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 230/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 181/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 91/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 53/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 426/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 293/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 335/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 98/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 205/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 247/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 18/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 85/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 618/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 605/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 521/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 502/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 248/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 228/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 441/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 200/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 96/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 147/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 44/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 225/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 160/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 184/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 88/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 210/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 299/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 201/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 313/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 264/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 301/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 280/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 282/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 298/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 320/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 287/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 303/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 665/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 345/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 236/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 19/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 51/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 54/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 59/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 116/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 86/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 165/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 373/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 219/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 232/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 234/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 243/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 103/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 59/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 579/1993[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 255/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 262/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 334/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 360/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1078/1993[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 151/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 312/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 384/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 82/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 135/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 173/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 315/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 69/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 340/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 691/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 138/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 146/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 298/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 158/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 199/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 63/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 76/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 260/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 241/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 376/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 681/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1025/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 376/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 475/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 183/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 2/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 49/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 69/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 80/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 84/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 127/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 144/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 237/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 74/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 94/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 146/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 181/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 31/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 60/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 92/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 125/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 89/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 407/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 40/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 50/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 55/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 58/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 74/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 141/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 154/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 26/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 57/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 105/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 96/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 100/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 102/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 139/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 161/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 12/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 197/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 19/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 89/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 100/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 98/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 851/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 871/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 354/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 689/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 220/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 399/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 404/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1048/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 27/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 25/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 35/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 53/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 160/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 136/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 138/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 147/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 20/1988 (Hámarksaldur leigubifreiðastjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 22/1988 (Hámarksaldur leigubifreiðastjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 40/1988 dags. 16. nóvember 1988[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 26/1988 dags. 29. desember 1988[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 43/1988 (Hámarksaldur leigubifreiðastjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 153/1989 dags. 30. nóvember 1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 135/1989 dags. 28. desember 1989 (Talning búfjár)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 87/1989 dags. 24. janúar 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 112/1989 dags. 15. febrúar 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 85/1989 dags. 25. maí 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 162/1989 dags. 30. maí 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 172/1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 213/1989 dags. 28. ágúst 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 175/1989 dags. 17. september 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 282/1990 dags. 22. nóvember 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 84/1989 dags. 30. nóvember 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 256/1990 dags. 3. desember 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 234/1990 dags. 27. júní 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 402/1991 dags. 8. ágúst 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 80/1989 dags. 30. október 1991 (Framkvæmdastjórn framselur vald ferðamálaráðs)[HTML]
Ferðamálaráðið hittist á nokkurra mánaða fresti en framkvæmdastjórn þess hittist oftar. Framkvæmdastjórnin setti reglur um ferðaþjónustu og fólu öðrum en ferðamálaráðinu sjálfu að úthluta tilteknum styrkjum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 365/1990 dags. 30. október 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 384/1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 459/1991 dags. 19. desember 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 418/1991 dags. 31. janúar 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 470/1991 dags. 16. mars 1992 (Lyfsölumál)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 569/1992 dags. 30. mars 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 78/1989 dags. 30. mars 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 346/1990 (Innheimtubréf - Innheimtukostnaður Húsnæðisstofnunar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 547/1992 dags. 27. ágúst 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 435/1991 (Leyfi til málflutnings)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 481/1991 dags. 1. október 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 505/1991 dags. 9. október 1992[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 586/1992 dags. 6. nóvember 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 627/1992 dags. 9. nóvember 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 562/1992 (Menningarsjóður útvarpsstöðva)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 436/1991 dags. 27. nóvember 1992 (Skemmtanaleyfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 610/1992 (Gjald fyrir tollskýrslueyðublöð)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 564/1992 dags. 4. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 472/1991 dags. 8. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 652/1992 dags. 18. mars 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 670/1992 dags. 18. maí 1993 (Reglur um hreindýraveiði - Hreindýraráð)[HTML]
Í lögum kom fram höfðu tvö ráðuneyti það hlutverk að setja tilteknar reglur á ákveðnu sviði. Þegar umhverfisráðuneytið setti reglur um hreindýraveiði komu upp efasemdir um gildi þeirra.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 654/1992 dags. 23. nóvember 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 792/1993 (Skoðunargjald loftfara)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 795/1993 dags. 6. janúar 1994 (Álagningarstofn vatnsgjalds)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 545/1991 (Landgræðsla ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 710/1992 dags. 24. febrúar 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 761/1993 dags. 24. febrúar 1994 (Brottvikning úr skóla - Fræðslustjóri - Barnaverndarnefnd)[HTML]
Kvartað var yfir að dreng væri ekki bent á önnur úrræði vegna fræðsluskyldunnar. Síðar kom í ljós að brottvísunin var eingöngu tímabundin og því ekki skylt að finna annað úrræði.

Fjórir fræðslustjórar voru starfandi og undir þeim voru grunnskólar á tilteknum svæðum. Ráðherra hafði kveðið á um að ef mál kæmu upp væri hægt að skjóta þeim til fræðslustjóra. Ef ekki væri vilji til að hlíta þeim úrskurði væri hægt að skjóta þeim til barnaverndarnefndar. Umboðsmaður taldi það óheimilt enda störfuðu þær fyrir sveitarfélögin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 894/1993 dags. 22. apríl 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 986/1994 dags. 2. maí 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 714/1992 dags. 27. maí 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1071/1994 dags. 25. júlí 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 913/1993 dags. 28. júlí 1994 (Rjúpnavernd)[HTML]
Veiðitími rjúpu var styttur um mánuð og veiðifélag lagði fram þau rök að stytting veiðitímans væri ekki til þess fallið að vernda rjúpnastofninn. UA taldi að það væri til þess fallið að ná markmiðinu að einhverju leyti og taldi styttinguna því ekki brot á meðalhófsreglunni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 826/1993 dags. 26. ágúst 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1083/1994 dags. 13. september 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1090/1994 dags. 21. nóvember 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1042/1993 dags. 16. desember 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 702/1992 (Stigskipting stjórnsýslunnar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 912/1993 (Ölvunarakstur lögreglumanna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1041/1994 dags. 13. mars 1995 (Gjald fyrir leyfi til hundahalds í Reykjavík)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 967/1993 dags. 29. mars 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1185/1994 dags. 9. maí 1995 (Tryggingagjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1169/1994 dags. 12. maí 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 836/1993 dags. 12. maí 1995 (Skrásetningargjald við Háskóla Íslands)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1328/1995 (Snyrtingar á vínveitingastöðum)[HTML]
Veitingastaður vildi samnýta snyrtingu með öðru fyrirtæki en nefndin sem afgreiddi umsóknina féllst ekki á það án skilyrða.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 911/1993 dags. 8. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1313/1994 dags. 17. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 928/1993 dags. 17. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1194/1994 (Gjald fyrir einangrun kattar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1336/1995 dags. 15. september 1995 (Rússajeppi - Óskráð bifreið fjarlægð)[HTML]
Heilbrigðisnefnd hafði skilgreint óskráðar bifreiðar sem rusl. Einstaklingur kvartaði til UA þar sem heilbrigðisfulltrúinn hafði komið og fjarlægt bifreið við fjöleignarhús, án þess að hafa fengið andmælarétt áður en reglurnar voru settar og áður en bifreiðin var fjarlægð.

UA nefndi að þegar reglurnar voru settar voru þær settar almennt, jafnvel þótt tilefnið hafi verið þessi tiltekna bifreið. Hins vegar fólst framkvæmd þeirra gagnvart þeirri tilteknu bifreið, í sér stjórnvaldsákvörðun, og þyrftu því að leitast við eins og þau geta að veita andmælarétt. Þó bifreiðin hafi verið óskráð vissi heilbrigðisfulltrúinn hins vegar hver átti bílinn.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1204/1994 dags. 6. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 974/1993 dags. 13. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1359/1995 dags. 2. nóvember 1995 (Aðgangur að upplýsingum um foreldri)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 746/1993 dags. 15. febrúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1296/1994 (Uppsögn skipherra hjá Landhelgisgæslunni)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1435/1995 dags. 15. febrúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1241/1994 dags. 23. febrúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1249/1994 (Umsýslugjald Fasteignamats ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1532/1995 dags. 3. apríl 1996 (Framhaldsskólar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1440/1995 dags. 3. maí 1996 (Yfirskattanefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1487/1995 dags. 29. ágúst 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1679/1994 dags. 1. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1538/1995 dags. 1. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1437/1995 dags. 1. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1394/1995 dags. 2. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1702/1996 dags. 10. október 1996 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1609/1995 dags. 15. nóvember 1995 (Bifreiðastjórafélagið Frami - Gjald fyrir útgáfu undanþágu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1669/1996 dags. 22. nóvember 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1934/1996 dags. 3. janúar 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1303/1994 (Vaxtaálag)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1706/1996 (Umönnunargreiðslur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1838/1996 dags. 17. febrúar 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1845/1996 dags. 20. febrúar 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1714/1996 (Skilyrði um að hörpudiskafli yrði unninn í tiltekinni vinnslustöð)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1666/1996 (Gjald vegna geymslu skráningarmerkja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1724/1996 dags. 24. júní 1997 (Réttur til atvinnuleysisbóta við atvinnuleit í EES-ríki)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1517/1995 dags. 30. júní 1997 (Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1693/1996 dags. 30. júní 1997 (Réttur til afhendingar gagna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2058/1997 dags. 30. júlí 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2248/1997 dags. 2. október 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1858/1997 dags. 16. október 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2025/1997 (Skráning bifreiðar)[HTML]
Maður ætlaði að flytja inn tiltekna dísilvél en hafði verið hafnað. Hann vísaði í fyrri afgreiðslu þar sem niðurstaðan var önnur. Umboðsmaður taldi að það skipti ekki máli enda væri ekki hægt að væntast til endurtekningar á ólögmætri framkvæmd með því að vísa í annað tilvik.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1754/1996 dags. 8. janúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2009/1997 dags. 8. janúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1986/1996 dags. 3. febrúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2091/1997 dags. 17. febrúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2035/1997 dags. 19. febrúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1815/1996 dags. 13. apríl 1998 (Tekjutrygging örorkulífeyrisþega)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2259/1997 dags. 9. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1729/1996 dags. 24. júní 1998 (Kartöflugjald - Innheimta sjóðgjalda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1970/1996 dags. 24. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2301/1997 dags. 4. september 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1885/1996 dags. 1. desember 1998 (Skilyrði um hámarksaldur fyrir starfsþjálfun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2390/1998 dags. 22. febrúar 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2275/1997 dags. 13. apríl 1999 (Flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]
Umboðsmaður taldi tengsl þar sem annar aðilinn var fyrrverandi nemandi og samstarfsmaður hins ekki leiða til vanhæfis.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2348/1998 dags. 28. maí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2596/1998 dags. 1. júní 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2256/1997 dags. 3. júní 1999 (Leigubílstjóri)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2219/1997 dags. 7. júlí 1999 (Gjald vegna sérstakrar tollmeðferðar vöru)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2545/1998 dags. 12. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2511/1998 dags. 23. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2580/1998 dags. 6. ágúst 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2397/1998 dags. 31. ágúst 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2473/1998 dags. 4. nóvember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2828/1999 dags. 11. nóvember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2500/1998 dags. 17. nóvember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2771/1999 dags. 22. nóvember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2487/1998 dags. 17. desember 1999 (Viðmiðunarreglur Viðlagatryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2379/1998 dags. 20. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2584/1998 dags. 30. desember 1999 (Holræsagjöld Ísafjarðarbæjar I)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2585/1998 dags. 30. desember 1999 (Holræsagjöld Ísafjarðarbæjar II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2637/1999 dags. 3. mars 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2512/1998 dags. 16. mars 2000 (Reynslulausn erlendra afplánunarfanga - Náðunarnefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2299/1997 dags. 22. mars 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2215/1997 dags. 22. mars 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2595/1998 dags. 31. mars 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2370/1998 (Frádráttur lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2417/1998 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2530/1998 dags. 28. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2795/1999 dags. 22. júní 2000 (Samstarfserfiðleikar umsækjanda við fyrrverandi yfirmenn sína)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2569/1998 dags. 27. júní 2000 (Upplýsingar um meinta ólöglega lyfjanotkun - Sumarafleysingarstarf hjá lögreglu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2416/1998 dags. 22. ágúst 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2638/1999 (Fjallskilgjald í Dalasýslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2723/1999 dags. 13. september 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2717/1999 dags. 17. október 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2796/1999 dags. 17. október 2000 (Styrkur til kaupa á bifreið)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2639/1999 dags. 24. október 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2770/1999 dags. 26. október 2000 (Atvinnuflugmannspróf - Flugskóli Íslands)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2675/1999 dags. 27. október 2000 (Brottvikning nemanda á sjúkraliðabraut)[HTML]
Ekkert í lögum kvað á um að neikvæð umsögn í starfsþjálfun ætti að vera viðkomandi í óhag.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2826/1999 dags. 21. nóvember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2484/1998 dags. 22. desember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2799/1999 dags. 29. desember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2887/1999 dags. 21. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2534/1998 (Þjónustugjöld Löggildingarstofu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2992/2000 dags. 18. apríl 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2868/1999 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3115/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2970/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3055/2000 dags. 29. maí 2001 (Kæruheimild til ráðherra - Uppsögn félagsmálastjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3034/2000 dags. 15. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2940/2000 dags. 29. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2903/1999 (Launaákvörðun kjaranefndar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2938/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3245/2001 (Stöðuveiting - Þróunarsamvinnustofnun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3133/2000 dags. 7. mars 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3350/2001 (Gírógjald Ríkisútvarpsins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3221/2001 dags. 27. mars 2002 (Hreinsun fráveituvatns - Gjald fyrir dælu- og hreinsistöðva fyrir fráveituvatn)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3176/2001 dags. 2. apríl 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3235/2001 (Skráning firmanafns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3232/2001 (Vinnslunýting fiskiskips - Lækkun nýtingarstuðla fiskiskips í refsiskyni)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3416/2002 (Námsstyrkur - Uppbót á dvalarstyrk)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3195/2001 dags. 2. ágúst 2002 (Skipagjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3515/2002 dags. 18. mars 2003 (Afturköllun ákvörðunar - Blóðskilunarmeðferð)[HTML]
Maður var langt kominn með nýrnasjúkdóm og þurfti að fara í blóðskilunarmeðferð. Sonur hans þurfti að keyra honum til höfuðborgarsvæðisins og sótti um ívilnun vegna þessa. Tryggingayfirlækni var sent eyðublað með beiðni um þessa fyrirgreiðslu ferðakostnaðar, sem samþykkti umsóknina. Nokkru síðar var ákvörðunin leiðrétt þar sem yfirlæknirinn taldi sig hafa séð annað eyðublað, og send synjun í staðinn. Mistökin voru ekki rakin til sonarins og ekki séð að hann hefði beitt neinum blekkingum. Umboðsmaður taldi ekki heimilt að beita ákvæðinu í þessu tilviki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3521/2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3702/2003 dags. 16. apríl 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3698/2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 29. desember 2003 (Falun Gong)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3717/2003 (Innfjarðarrækja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3805/2003 (Gjald fyrir inntökupróf í læknadeild)[HTML]
Rukkað var fyrir töku inntökuprófs til að komast í læknadeild HÍ á þeim forsendum að inntökuprófið væri ekki hluti af kennslunni. Umboðsmaður taldi að þar sem inntökuprófið væri forsenda þess að komast í læknadeildina hafi hún verið hluti af náminu, og því ólögmætt að taka gjald fyrir inntökuprófið.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3835/2003 dags. 20. febrúar 2004 (Jurtextrakt)[HTML]
Heilsuvara var seld í alkóhól-lausn til að verja gæði vörunnar.
Meðferðin var sú að Lyfjastofnun afgreiddi vöruna svo mætti selja hana í apótekum.
Lyfjastofnun var óheimilt að banna innflutning og dreifingu vörunnar á grundvelli áfengislaga þar sem slíkt væri ekki á hennar verksviði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3989/2004 dags. 28. maí 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4043/2004 dags. 28. maí 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3845/2003 (Afnotagjald RÚV)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4117/2004 (Frestun á töku úrvinnslugjalds)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4227/2004 (Ráðning landvarða)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4196/2004 (Hrefnukjöt)[HTML]
Lög nr. 85/2000 fjölluðu um nýtingu sjávarafurða og þar kom fram að umhverfisráðherra færi með yfirstjórn en sjávarútvegsráðherra færi með málefni um nytjastofna sjávar. Fyrirtæki vildi flytja út hrefnukjöt til Kína og fékk leiðbeiningar um að leita til umhverfisráðherra þar sem í gildi væri samkomulag um framsal sjávarútvegsráðherra. Umboðsmaður taldi ráðherra ekki getað framselt valdinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4183/2004 (Leyfi til rekstrar frísvæðis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4182/2004 dags. 18. maí 2005 (Túlkaþjónusta við heyrnarlausa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4186/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]
Bótaþegi var svipt rétti sínum til atvinnuleysisbóta á þeim grundvelli að hún hefði tekið að sér störf í fyrirtæki eiginmanns síns, og var hún krafin um endurgreiðslu bótanna. Breytingarlögum var ætlað að fjarlægja almenn skilyrði tiltekins lagabálks um ásetningsbrot og skilja eftir gáleysisbrot. Hins vegar láðist að breyta lagatextanum með hliðsjón af því að þeirri röksemd að ekki sé viljandi hægt að gera eitthvað af gáleysi.

Að mati umboðsmanns var því ekki hægt að beita þeim gagnvart ásetningsbrotum og þar sem háttsemin var skilgreind þannig í lögunum að hún gæti eingöngu átt við um ásetning, og því rúmaðist yfirlýst ætlan löggjafans í lögskýringargögnum ekki innan merkingar lagatextans sjálfs.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4332/2005 dags. 25. október 2005 (Endurnýjun fiskibáts)[HTML]
Fiskistofa hafði synjað umsóknum um aukna aflahlutdeild á þeim forsendum að umsækjendurnir hefðu við breytingar og lagfæringar á bátum sínum ekki endurnýjað þá í skilningi bráðabirgðaákvæðis er heimilaði aukna aflahlutdeild ef svo yrði gert, sem var skilgreint í reglugerð að um væri að ræða útskiptingu fiskibátsins fyrir annan og aflaheimildir fluttar yfir.

Við meðferð málanna vísaði umboðsmaður Alþingis til skilgreiningar orðabókarinnar um merkingu orðsins ‚endurnýjun‘ sem almenns málskilnings og nýtti þá skilgreiningu til stuðnings niðurstöðu sinni um að endurnýjun þurfi ekki endilega að fela í sér algera útskiptingu, heldur geti einnig verið endurnýjun að hluta til.

Við almenna umræðu um frumvarp á Alþingi kom flutningsmaður þess (ráðherrann) á framfæri tilteknum skilningi og tóku ýmsir aðrir þingmenn, þ.m.t. nefndarmenn í fastanefndinni sem afgreiddi frumvarpið, undir það að þeir höfðu einnig skilið málið á sama hátt. Taldi hann að reglugerðin sem ráðherrann setti gæti því ekki kveðið á um annað.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4189/2004 dags. 25. nóvember 2005 (Gjald fyrir útskrift úr ökutækjaskrá)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4388/2005 dags. 2. desember 2005 (Löggilding rafverktaka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 5. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4260/2004 dags. 30. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4312/2005 dags. 30. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4113/2004 (Varnargarður í Hvítá I)[HTML]
Landeigendur vildu reisa varnargarð og sóttu um leyfi til að reisa 30 metra varnargarð. Leyfið var veitt af ráðuneyti en fyrir 12 metra varnargarð ásamt því að það setti skilyrði, m.a. um líffræðilega úttekt ásamt framkvæmdar- og kostnaðaráætlunum.
Óljóst var hvort leyfisins var þörf í upphafi og einnig í hvað þeim fælist.
Hæstiréttur taldi síðar að ráðuneytinu sjálfu hafi verið óheimilt að setja þau skilyrði sem það gerði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4163/2004 dags. 24. apríl 2006 (Úthafskarfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 (Byggðakvóti - búseta sjómanna)[HTML]
Ráðherra setti skilyrðið eingöngu gagnvart einu sveitarfélagi en ekki öllum. Umboðsmaður taldi ekki málefnalegt að byggja á því sökum þess.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4340/2005 dags. 11. júlí 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4839/2006 dags. 2. nóvember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4654/2006 (Skil á starfsleyfi til miðlunar vátrygginga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4316/2005 (Úthlutun úr Fornleifasjóði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4579/2005 dags. 29. desember 2006 (Meðaltal heildarlauna foreldris)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4580/2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4597/2005 dags. 29. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4700/2006 dags. 29. desember 2006 (LÍA og vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4456/2005 (Yfirlæknar á Landsp.)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4747/2006 dags. 12. febrúar 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4843/2006 (Innheimta gjalds fyrir endurnýjun einkanúmers)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4585/2005 (Úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4771/2006 (Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði um peningagreiðslu í kvótasjóð)[HTML]
Sveitarfélögum var veitt heimild til að gera samning um byggðakvóta og vildi einn aðilinn fá úthlutaðan slíkan kvóta. Sett var skilyrði um þátttöku í tilteknu samstarfsverkefni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5073/2007 (Óbyggðanefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4390/2005 dags. 30. nóvember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3671/2002 dags. 14. desember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4964/2007 dags. 21. desember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4735/2006 (Viðhaldsskylda á götu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4929/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4917/2007 dags. 7. apríl 2008 (Niðurskurður á sauðfé)[HTML]
Óheimilt var að semja sig undan stjórnvaldsákvörðun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5241/2008 dags. 10. júní 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4712/2006 (Stimpilgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5141/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4822/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5035/2007 dags. 17. nóvember 2008 (ÁTVR - Ákvörðun útsöluverðs áfengis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5132/2007 (Bifreiðakaupastyrkur)[HTML]
Sett var skilyrði um að ekki mætti veita slíkan styrk nema með a.m.k. sex ára millibili. Umboðsmaður taldi að um væri ólögmæta þrengingu á lagaheimild.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5520/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5328/2008 (Hæfi til að stunda leigubifreiðaakstur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5161/2007 dags. 29. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5544/2008 dags. 31. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5192/2007 (Rannís)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5156/2007 dags. 10. mars 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4919/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5356/2008 dags. 8. maí 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5002/2007 (Innheimta gjalds af sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrir gistingu á sjúkrahóteli)[HTML]
Umboðsmaður taldi að sjúkrahótel væri hluti af þjónustunni en ekki ólögbundin aukaþjónusta.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5651/2009 dags. 28. september 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5112/2007 (Útgáfa lagasafns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4920/2007 (Leyfi til þess að fella á í sinn forna farveg - Varnargarður í Hvítá II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5379/2008 (Framlenging á úthlutunartímabili aflaheimilda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5474/2008 dags. 31. desember 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5222/2008 dags. 5. mars 2010 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5649/2009 (Leiðrétting á einkunn)[HTML]
Nemandi var á gangi skólans með einkunnablað þar sem stóð að hann hefði fengið 5 í einu námskeiðinu. Kennari þess námskeiðs tók eftir því og taldi þá einkunn ekki vera rétta. Fór hann þá með nemandann afsíðis og leiðrétti einkunnina niður í 4.

Fyrsta víglínan af hálfu skólayfirvalda var að birtingin hefði ekki átt sér stað fyrr en hann fékk tilkynninguna um 5 í einkunn, sem umboðsmaður féllst ekki á.

Næsta víglína fólst í því að um hefði verið væri að leiðréttingu á einkunninni. Þá reyndi á hvort mistökin hafi verið bersýnileg. Umboðsmaður taldi svo ekki vera, heldur hefði þurft að hefja nýtt stjórnsýslumál.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5947/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5815/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5199/2008 dags. 13. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5893/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5733/2009 (Lífeyrisuppbót)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5653/2009 dags. 16. desember 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6010/2010 dags. 17. desember 2010 (Stjórnsýsluviðurlög)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6093/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5778/2009 dags. 31. mars 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5757/2009 dags. 31. mars 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5796/2009 (Gjöld vegna þjónustu Fasteignaskrár Íslands)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6411/2011 dags. 17. maí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6429/2011 dags. 24. maí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6461/2011 dags. 16. júní 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6453/2011 dags. 14. júlí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6521/2011 dags. 14. júlí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6116/2010 (Vöruvalsreglur ÁTVR)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6698/2011 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5958/2010 dags. 16. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6333/2011 dags. 30. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6798/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6799/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6800/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6801/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6802/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6803/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6804/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6806/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6805/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6807/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6808/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6812/2012 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6259/2010 (Stöðvun á starfsemi söluturns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6623/2011 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6367/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6539/2011 dags. 15. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6904/2012 dags. 25. apríl 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6402/2011 (Staðfesting ráðherra á svæðisskipulagi)[HTML]
Setning aðalskipulags sem var ekki talin vera stjórnvaldsákvörðun.
Álitamálið snerist um það hvort ráðherrann hafi verið vanhæfur til að staðfesta skipulagið þar sem ráðherrann tók þátt í samþykkt þess á sveitarstjórnarstigi. Umboðsmaður var á því að svo hafi verið.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7030/2012 dags. 18. júní 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6464/2011 dags. 21. júní 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6505/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7106/2012 dags. 5. nóvember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6620/2011 dags. 7. nóvember 2012 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7254/2012 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7263/2012 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6527/2011 dags. 12. mars 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6639/2011 dags. 22. maí 2013 (Gjald til Fjármálaeftirlits)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6460/2011 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7024/2012 (Lagastoð samþykktar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7000/2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6436/2011 (Leiðbeinandi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6405/2011 (Greiðsla kostnaðar vegna sérstaks umframeftirlits)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7022/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7053/2012 dags. 30. september 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7193/2012 dags. 20. nóvember 2013 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda - Kostnaður við innheimtu lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7172/2012 (Kjararáð)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7394/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7021/2012 dags. 30. júní 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7623/2013 dags. 30. júní 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7609/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7790/2013 dags. 24. október 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7775/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7484/2013 dags. 31. desember 2014 (Ofgreiddar atvinnuleysisbætur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8140/2014 (Ábyrgðarbréf)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8181/2014 dags. 22. apríl 2015 (Flutningur Fiskistofu)[HTML]
Ef stjórnvaldsathöfn varðar grundvallaratriði í skipulagi stofnunar eða þjónustu, og þar með hversu íþyngjandi hún er fyrir borgarana, þ.m.t. starfsmenn stofnunarinnar, þá þarfnast hún sterkari lagastoðar en ella.

Umboðsmaður taldi ámælisvert að enginn lögfræðinga ráðuneytisins hefði vakið athygli á fordæminu í Hrd. 1998:4552 nr. 312/1998 (Flutningur Landmælinga Íslands).
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8555/2015 dags. 28. ágúst 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8302/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8322/2015 dags. 28. október 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8419/2015 (Landbótaáætlun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7940/2014 dags. 22. desember 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8478/2015 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5544/2008 dags. 13. júní 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8687/2015 dags. 21. júní 2016 (Skólaakstur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7590/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9021/2016 dags. 21. desember 2016[HTML]
Einstaklingur kvartaði undan afgreiðslugjaldi til að fá svör við fyrirspurn um túlkun deiliskipulags. Gjaldið hafði verið sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Reynt var á lagagrundvöll gjaldskrárinnar. Umboðsmaður taldi að gjaldtakan samræmdist ekki lögum vegna lögmætisreglunnar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8308/2014 dags. 23. desember 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9081/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9160/2016 (Ferðaþjónusta fatlaðs fólks)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8670/2015 dags. 14. maí 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9487/2017 dags. 15. júní 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016 dags. 20. júní 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9446/2017 dags. 26. júní 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9547/2017 dags. 26. júní 2018 (Prófnefnd bókara)[HTML]
Ráðherra tilgreindi í reglugerð að prófnefnd bókara væri sjálfstæð stjórnsýslunefnd og því væru úrlausnir hennar ekki bornar undir önnur stjórnvöld. Umboðsmaður Alþingis benti á að slík aðgreining, svo gild væri, yrði að vera hægt að ráða af lögunum sjálfum eða lögskýringargögnum, en svo var ekki í þessu tilviki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9248/2017 dags. 25. júlí 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9205/2017 dags. 31. október 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9656/2018 (Neyðarhnappur)[HTML]
Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið veitt heimild til ráðherra til að byggja á atriðum eins og búsetu og öðrum persónulegum atriðum. Þá hafði einnig ekki verið metin atriði eins og hvort sambærileg þjónusta og sú sem var skert var fyrir hendi á staðnum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9517/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9513/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9940/2018 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10051/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10037/2019 dags. 14. maí 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10225/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9911/2018 dags. 10. júlí 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10135/2019 dags. 26. ágúst 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9802/2018 dags. 30. september 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9963/2019 dags. 19. október 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1775/1996 dags. 29. desember 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10343/2019 dags. 30. desember 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10758/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10859/2020 dags. 23. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10408/2020 dags. 24. febrúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9683/2018 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10942/2021 dags. 15. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10405/2020 dags. 19. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11006/2021 dags. 29. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11011/2021 dags. 29. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11021/2121 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10943/2020 dags. 14. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10885/2020 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10467/2020 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10940/2021 dags. 18. júní 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10903/2021 dags. 21. júní 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11231/2021 dags. 10. ágúst 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11080/2021 dags. 23. ágúst 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10985/2021 dags. 24. ágúst 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10052/2019 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11203/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9970/2019 dags. 13. september 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11366/2021 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10572/2020 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11438/2021 dags. 28. febrúar 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F109/2022 dags. 3. mars 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11491/2022 dags. 24. mars 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11103/2021 dags. 29. mars 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10952/2021 dags. 29. mars 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10675/2020 dags. 5. maí 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11634/2022 dags. 12. maí 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11342/2021 dags. 16. maí 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F105/2021 dags. 15. júní 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11732/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11652/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11264/2021 dags. 5. september 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11504/2022 dags. 8. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11616/2022 dags. 21. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11600/2022 dags. 4. október 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11884/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11923/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11835/2022 dags. 2. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11940/2022 dags. 5. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12050/2023 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11711/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F135/2023 dags. 22. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12106/2023 dags. 22. júní 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11910/2022 dags. 21. júlí 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11723/2022 dags. 25. júlí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12272/2023 dags. 11. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12366/2023 dags. 2. október 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11797/2022 dags. 23. október 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11988/2022 dags. 25. október 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12384/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11882/2022 dags. 20. desember 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12291/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12443/2023 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11783/2022 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11782/2022 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F116/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12455/2023 dags. 13. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12006/2023 dags. 20. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12544/2024 dags. 6. mars 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12104/2023 dags. 13. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12036/2023 dags. 13. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12482/2023 dags. 24. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12744/2024 dags. 13. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12716/2024 dags. 16. júlí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12842/2024 dags. 18. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12652/2024 dags. 19. september 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F154/2024 dags. 30. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12884/2024 dags. 11. nóvember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13016/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12370/2024 dags. 5. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12397/2024 dags. 6. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13030/2024 dags. 17. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 76/2025 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12937/2024 dags. 30. júní 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 171/2025 dags. 16. október 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 301/2025 dags. 31. október 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 490/2025 dags. 11. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1913-1916618
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1925-1929 - Registur50
1931-193289, 221, 224
1937653
193878, 116, 520, 710
1944 - Registur47, 86
194499
1945 - Registur49, 57
1945107, 109, 167, 326, 374
1946132-133, 376, 499
1947 - Registur41, 104, 112, 140
1947419
194888-90
1948 - Registur128, 141
1950 - Registur82
1950251-252, 356
195197, 101, 436
1952 - Registur94
195286, 448
1953149-150, 158, 163, 168
195487, 328, 583, 588
1955 - Registur88, 145, 153
1955660
1956769, 771
1957424
1958262, 393
1959483, 485
1960463
1961 - Registur74, 120
1961159, 449, 784, 879
1962 - Registur56
1962641
1963426
1964136, 166
1965 - Registur82
1966476, 707, 713, 720, 1049
1967 - Registur115, 153
1967952, 959, 1019, 1034
196896-97, 436, 1077
1969158, 1329
1970186, 978, 1132-1134
1971 - Registur62, 82
1972454, 658, 1006
1973606, 1007-1008, 1011, 1034, 1044
1974138, 829
1975 - Registur96, 164, 185
1975168, 602, 606-608, 610, 864, 896, 901-903
1976 - Registur134, 145
1976453-454, 1104
1978103-104, 114, 281, 582, 1231
1979 - Registur114, 122, 166, 172
1979273, 434, 541, 576, 808, 860
1981 - Registur126, 141, 152-153, 180
1981637, 688, 911, 919-921, 925, 930, 932-933, 935, 938, 979, 1147, 1626
1982513, 608, 907, 1332, 1424, 1982
1983 - Registur118, 192, 223, 282, 301, 308
19831058, 1067, 1326, 1347, 1559, 2070, 2144, 2224-2225, 2228, 2230
1984 - Registur73, 78, 95, 125
1984775, 780, 807, 949, 1137, 1143, 1149, 1204, 1279, 1284, 1286-1287, 1289
1985 - Registur114, 153, 173
1985184, 244, 474, 1214, 1441, 1546
1986464, 468, 629, 647, 1319, 1367, 1370, 1462, 1470, 1720, 1757
198776, 367, 484, 486, 571, 781, 985-986, 1365, 1409, 1447
1988 - Registur209
1988307, 416
1989134, 161, 163, 490, 498, 926, 1175, 1650
199046, 185, 417, 800, 1236, 1676
1991 - Registur137
1991350, 358, 369, 376, 380, 387, 618, 934-935, 1351, 1388, 1406, 1479, 1552, 1689, 1821, 1838, 1841, 1921
1992 - Registur176, 192, 205, 229
1992294, 297, 664, 1186, 1201-1202, 1335, 1600, 1623, 1902, 2301
199388, 334, 380, 451, 1080, 1266, 1307, 1312, 1709, 1711, 1717, 1783, 1858-1859, 1963, 2067, 2069, 2222, 2241, 2364, 2367
1994 - Registur169, 270
199480, 85, 90, 92, 94, 227, 280, 316, 474, 538, 593, 603, 711, 728, 735, 738-740, 744-745, 948, 1038, 1261, 1305, 1391, 1431, 1482, 1485, 1970, 2015, 2049, 2274, 2387, 2730, 2797
1995 - Registur154, 237, 247, 339
19956, 27, 67, 70, 432, 585, 635, 688, 2596, 2675, 2689, 2762, 3072, 3174
1996 - Registur216
1996193, 285, 308, 353, 920, 929, 944, 2110, 2263, 2550, 2605, 2762, 2994, 2998, 3009-3011, 3025, 3028, 3637, 3978, 3980, 4128, 4176, 4274, 4280
1997 - Registur156, 200, 212-213, 220
199788, 90, 92, 96, 99, 109-110, 119-120, 360, 362-363, 371, 373-374, 390, 610, 612, 762-763, 766, 1055, 1251, 1281, 1382, 1385, 1638, 1654, 1722, 2125, 2276, 2285, 2305, 2309, 2515, 2571, 2574, 2576, 2586, 2591, 2631, 2642, 2657, 2685, 2709, 2963, 2971, 3256, 3328-3329, 3354-3355, 3399, 3482, 3538-3539, 3545-3546, 3550, 3552, 3556-3557, 3561-3562, 3568, 3570, 3575-3576, 3582-3584, 3601, 3780, 3790
1998 - Registur214, 230, 277, 365-366
199821, 26, 52, 141-142, 144-146, 197, 204, 352, 354, 358, 362, 509, 610, 618, 724, 764, 889, 892, 916-917, 935, 941, 1052, 1091, 1276, 1310, 1542, 1544, 1663, 1666, 1668-1669, 1675, 1678, 1680-1681, 1734-1735, 1803, 1998, 2015, 2023, 2025, 2029, 2031-2032, 2248, 2274-2275, 2396, 2399, 2410, 2414, 2539, 2641, 2643, 2984-2985, 3127, 3241, 3279, 3422-3424, 3615, 4281, 4340, 4350, 4464, 4480
199997, 388, 422, 675, 677, 694, 700, 702, 731, 966, 974, 983, 985-986, 1118, 1291, 1305, 1308, 1330, 1550, 1609, 1620, 1707, 1709, 1714, 1719-1720, 1726, 1882, 1886-1887, 1898, 1907-1908, 1914, 2084-2085, 2105, 2109, 2122-2123, 2128, 2201, 2323, 2621, 2625, 2636, 2661, 3063, 3068, 3136, 3553, 3561, 3570, 3605, 3691-3692, 3696, 3794, 3797, 4029, 4296, 4633, 4643, 4646, 4669, 4775-4776, 4784, 4790-4791, 4866, 4868, 4870, 4917, 4922
200063, 67, 97, 132, 134, 147-148, 152, 154, 156-157, 165, 545-546, 549, 552, 576, 582, 591, 614, 643, 745, 918, 952, 1195, 1206, 1301, 1512, 1514, 1519, 1632, 1644, 1674, 1699, 1711, 1812-1813, 1832, 1858, 1865, 1871, 2019, 2022, 2032, 2231, 2307, 2315, 2317-2318, 2322-2331, 2354, 2717, 2723, 2726, 2729, 2829-2830, 2833, 2880, 2957-2958, 3179, 3440, 3443, 3446, 3453, 3517, 3520, 3537, 3543, 3546, 3588, 3591, 3771, 3888, 3891, 3989, 3997, 4023, 4029, 4031, 4070, 4132, 4240, 4325, 4480, 4485-4486, 4494-4496, 4500-4502
20023935, 4048, 4127, 4310, 4312, 4314, 4366
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1971-1975195, 216, 239
1976-198394
1984-199267, 70-71, 74, 415, 420, 422, 431, 433, 559
1993-199679, 229, 231, 233, 275-277, 416, 460
1997-20004, 108, 110, 209, 258, 316, 579
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1927B59
1948A179
1970C272
1973B331, 520
1974B246
1975B1059
1976B434
1977B160, 260
1979B859, 976
1981B459, 737, 1012, 1080-1081, 1302
1982B161
1983B107, 546, 1055, 1382
1984B60, 346, 727, 844
1985B794
1986B72, 464
1987B85, 87, 468, 471
1988B942, 951
1989B294, 1312
1990B575, 1010, 1240, 1294, 1304, 1408
1991B656, 1101, 1172, 1251
1992B586, 826
1993A178, 561
1993B391, 931, 994, 1000, 1004, 1065, 1080, 1107, 1110-1111, 1117, 1181, 1222, 1258, 1262, 1274
1994B893, 1646, 1651, 2802, 2852, 2892
1995A117
1995B300, 774, 921, 926, 928, 930, 1046, 1050, 1107, 1405, 1409-1410
1996A499
1996B441, 1336, 1527
1997A40, 261
1997B166, 228, 805, 1227, 1275, 1301, 1382, 1520, 1638, 1646, 1688, 1703
1998A93-94
1998B290, 676, 679, 959, 1193, 1511, 1522, 1543, 1550, 1597, 1628, 1642, 1714, 2043, 2055, 2080, 2089, 2189, 2359, 2367, 2391, 2400, 2426, 2439, 2513
1999B55, 61, 112, 198, 402, 562, 718, 1641, 1774, 1804, 1885, 1894, 1975, 1980, 2022, 2062, 2110, 2124, 2143, 2158, 2162, 2166, 2170, 2183, 2189, 2193, 2198, 2207, 2237, 2257, 2269, 2281, 2286, 2290, 2296, 2302, 2311, 2321, 2326, 2334, 2344, 2349, 2858
2000A186
2000B253, 401, 468, 888, 905, 1139, 1141, 1264, 1784, 1857, 1914, 1984, 2077, 2122, 2188, 2207, 2210, 2212, 2335, 2425, 2459, 2659, 2707, 2731, 2768
2001A23
2001B624, 738, 979, 1090, 1181, 1183, 1348, 1364, 1489, 1564, 1655, 1966, 2458, 2628
2002B18, 116, 119, 438, 523, 582, 593, 609, 631, 761, 824, 961, 1064, 1213, 1306, 1514, 1642, 1724, 1929, 2101, 2130, 2177, 2190, 2341, 2348, 2358
2003B149-150, 489, 584, 615, 836, 844, 952, 1089, 1393, 1403, 1413, 1425, 1496, 1741, 2180, 2210, 2224, 2264, 2274, 2290, 2464, 2664, 2673, 2709, 2862
2004B68, 121, 127, 197, 593, 616, 743, 1010, 1086, 1096, 1350, 1416, 1522, 1559, 1798, 1850, 1858, 1919, 2340, 2351, 2601, 2812
2005B60, 107, 366, 374, 1043, 1052, 1075, 1215, 1299, 1494, 1520, 1526, 1559, 1855, 1896, 1919, 2004, 2509, 2568
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1927BAugl nr. 29/1927 - Brjef fjármálaráðuneytisins, til skattanefndarinnar í Rangárvallahreppi, um tekju- og eignarskatt[PDF prentútgáfa]
1970CAugl nr. 23/1970 - Auglýsing um tollasamning um A.T.A. ábyrgðarskjöl fyrir innflutning á vörum um stundarsakir[PDF prentútgáfa]
1973BAugl nr. 155/1973 - Reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 269/1973 - Reglugerð um mjólk og mjólkurvörur[PDF prentútgáfa]
1976BAugl nr. 250/1976 - Reglugerð um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara[PDF prentútgáfa]
1977BAugl nr. 101/1977 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara[PDF prentútgáfa]
1981BAugl nr. 283/1981 - Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 812/1981 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 201 15. apríl 1981 um iðgjöld til slysatrygginga[PDF prentútgáfa]
1982BAugl nr. 84/1982 - Reglugerð um starfsmannabústaði og starfsmannabúðir[PDF prentútgáfa]
1983BAugl nr. 63/1983 - Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 250/1976, um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
1984BAugl nr. 45/1984 - Gjaldskrá vegna geislavarnaeftirlits á vegum Hollustuverndar ríkisins fyrir árið 1984[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 462/1984 - Reglugerð um búnaðarfræðslu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 515/1984 - Gjaldskrá vegna geislavarnaeftirlits á vegum Hollustuverndar ríkisins fyrir árið 1985[PDF prentútgáfa]
1986BAugl nr. 35/1986 - Reglugerð um mjólk og mjólkurvörur[PDF prentútgáfa]
1987BAugl nr. 46/1987 - Reglugerð um starfsheiti og starfsréttindi næringarfræðinga[PDF prentútgáfa]
1988BAugl nr. 408/1988 - Reglugerð um merkingu neytendaumbúða fyrir matvæli og aðrar neysluvörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 409/1988 - Reglugerð um aukefni í matvælum og öðrum neysluvörum[PDF prentútgáfa]
1989BAugl nr. 149/1989 - Reglugerð um meindýraeyða[PDF prentútgáfa]
1990BAugl nr. 236/1990 - Reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 348/1990 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni[PDF prentútgáfa]
1991BAugl nr. 345/1991 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um bátaábyrgðarfélög nr. 367/1976 með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 575/1991 - Auglýsing um reglur varðandi einkaleyfisumsóknir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 625/1991 - Reglugerð um breyting á reglugerð um mjólk og mjólkurvörur nr. 35/1986, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 644/1991 - Skrá tilkynninga um ný hlutafélög sem birtust í Lögbirtingablaði 1991[PDF prentútgáfa]
1992BAugl nr. 268/1992 - Auglýsing um (1.) breytingu á auglýsingu nr. 128/1981 um virðingar til brunatryggingar á húseignum utan Reykjavíkur[PDF prentútgáfa]
1993AAugl nr. 36/1993 - Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 117/1993 - Lög um almannatryggingar[PDF prentútgáfa]
1993BAugl nr. 470/1993 - Reglugerð um (6.) breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 516/1993 - Reglugerð um innflutning á reykskynjurum er innihalda geislavirk efni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 517/1993 - Reglugerð um innflutning á geislatækjum er framleiða útfjólubláa geisla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 518/1993 - Reglugerð um aðskotaefni í matvælum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 527/1993 - Reglugerð um leirhluti sem er ætlað að snerta matvæli[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 531/1993 - Reglugerð um efni og hluti úr plasti sem er ætlað að snerta matvæli[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 537/1993 - Reglugerð um efni og hluti sem er ætlað að snerta matvæli[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 538/1993 - Reglugerð um vinýlklóríð í efnum og hlutum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 541/1993 - Reglugerð um filmur úr sellulósa sem er ætlað að snerta matvæli[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 557/1993 - Reglugerð um hraðfryst matvæli[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 579/1993 - Reglugerð um aukefni í matvælum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 586/1993 - Reglugerð um merkingu næringargildis matvæla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 587/1993 - Reglugerð um bragðefni í matvælum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 588/1993 - Reglugerð um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla[PDF prentútgáfa]
1994BAugl nr. 289/1994 - Reglugerð um leysiefni til notkunar í matvælaiðnaði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 521/1994 - Reglugerð um þvotta- og hreingerningaefni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 522/1994 - Reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 674/1994 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 264, 31. desember 1971 um raforkuvirki, með áorðnum breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 690/1994 - Reglugerð um snyrtivörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 708/1994 - Reglur um kaupskrárnefnd varnarsvæða[PDF prentútgáfa]
1995AAugl nr. 45/1995 - Lög um breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 93/1993, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
1995BAugl nr. 319/1995 - Reglugerð um neysluvatn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 389/1995 - Reglugerð um nítrósamín í gúmmítúttum og snuðum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 391/1995 - Reglugerð um hunang[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 392/1995 - Reglugerð um mjólkurprótein til notkunar í matvæli[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 426/1995 - Reglugerð um sykur og sykurvörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 428/1995 - Reglugerð um aldinsultur og sambærilegar vörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 442/1995 - Reglugerð um góðar starfsvenjur við rannsóknir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 561/1995 - Reglugerð um ávaxtasafa og sambærilegar vörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 563/1995 - Reglugerð um 1. breytingu á reglugerð nr. 518/1993 um aðskotaefni í matvælum[PDF prentútgáfa]
1996AAugl nr. 151/1996 - Lög um fiskveiðar utan lögsögu Íslands[PDF prentútgáfa]
1996BAugl nr. 218/1996 - Reglugerð um kakó- og súkkulaðivörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 524/1996 - Reglugerð um greiðslu atvinnuleysisbóta[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 609/1996 - Reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs[PDF prentútgáfa]
1997AAugl nr. 12/1997 - Lög um atvinnuleysistryggingar[PDF prentútgáfa]
1997BAugl nr. 392/1997 - Reglugerð um mjólk og mjólkurvörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 545/1997 - Reglugerð um greiðslu atvinnuleysisbóta[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 571/1997 - Reglugerð um rafhlöður og rafgeyma með tilteknum hættulegum efnum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 609/1997 - Reglugerð um öryggislok og áþreifanlega viðvörun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 664/1997 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni nr. 236/1990[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 735/1997 - Reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 766/1997 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 767/1997 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 579/1993 um aukefni í matvælum[PDF prentútgáfa]
1998AAugl nr. 22/1998 - Lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands[PDF prentútgáfa]
1998BAugl nr. 147/1998 - Reglugerð um greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 176/1998 - Reglugerð um notkun og bann við notkun tiltekinna efna í málningu og viðarvörn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 177/1998 - Reglugerð um bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 302/1998 - Reglugerð um kjöt og kjötvörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 459/1998 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 460/1998 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni, nr. 236/1990, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 465/1998 - Reglugerð um viðbrögð við bráðamengun sjávar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 486/1998 - Reglugerð um gerð og útbúnað smáfiskaskilju[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 493/1998 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 289/1994 um leysiefni til notkunar í matvælaiðnaði, sbr. breytingu nr. 562/1995[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 500/1998 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 525/1998 - Reglugerð um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 679/1998 - Reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir starfsmenn sem eru þungaðir, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 750/1998 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 518/1993 um aðskotaefni í matvælum, með síðari breytingum nr. 563/1995 og 574/1997[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 776/1998 - Reglugerð um snyrtivörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 785/1998 - Reglugerð um lágmarkskröfur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu við vinnu um borð í fiskiskipum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 786/1998 - Reglugerð um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 815/1998 - Reglugerð um tilkynningaskyldu varðandi ný efni[PDF prentútgáfa]
1999BAugl nr. 53/1999 - Reglur um breytingu á reglum um mat á áhættugrunni við útreikning á eiginfjárhlutfalli lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu nr. 348/1996[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 77/1999 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 150/1999 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 252/1999 - Reglugerð um varnir við losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda (VOC), við geymslu á bensíni og dreifingu þess frá birgðastöðvum til bensínstöðva[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 548/1999 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 602/1999 - Reglur um öryggisleiðbeiningar vegna efnanotkunar á vinnustöðum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 677/1999 - Samþykkt um sorphirðu og hreinsun opinna svæða í Bolungarvík[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 680/1999 - Reglugerð um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu flugverja[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 726/1999 - Reglur um breytingu á reglum um tímabundnar undanþágur frá akstri eigin bifreiðar nr. 492/1997 með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 732/1999 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 518/1993 um aðskotaefni í matvælum, með síðari breytingum nr. 563/1995, 574/1997 og 750/1998[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 754/1999 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 785/1999 - Reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 786/1999 - Reglugerð um mengunarvarnaeftirlit[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 787/1999 - Reglugerð um loftgæði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 788/1999 - Reglugerð um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 789/1999 - Reglugerð um styrk kolmónoxíðs og fallryks í andrúmslofti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 790/1999 - Reglugerð um brennisteinsdíoxíð og svifryk í andrúmslofti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 791/1999 - Reglugerð um mælingar á styrk ósons við yfirborð jarðar og viðvaranir til almennings[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 792/1999 - Reglugerð um blý í andrúmslofti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 793/1999 - Reglugerð um köfnunarefnisdíoxíð í andrúmslofti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 794/1999 - Reglugerð um varnir gegn mengun af völdum asbests[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 795/1999 - Reglugerð um úrgang frá títandíoxíðiðnaði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 796/1999 - Reglugerð um varnir gegn mengun vatns[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 797/1999 - Reglugerð um varnir gegn mengun grunnvatns[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 799/1999 - Reglugerð um meðhöndlun seyru[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 800/1999 - Reglugerð um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 801/1999 - Reglugerð um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar rafgreiningu alkalíklóríða[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 802/1999 - Reglugerð um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kadmíum í yfirborðsvatn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 803/1999 - Reglugerð um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á hexaklórsýklóhexani (HCH) í yfirborðsvatn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 804/1999 - Reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 805/1999 - Reglugerð um úrgang[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 806/1999 - Reglugerð um spilliefni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 807/1999 - Reglugerð um brennslu spilliefna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 809/1999 - Reglugerð um olíuúrgang[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 946/1999 - Reglugerð um rafhlöður og rafgeyma með tilteknum hættulegum efnum[PDF prentútgáfa]
2000AAugl nr. 75/2000 - Lög um brunavarnir[PDF prentútgáfa]
2000BAugl nr. 155/2000 - Reglugerð um öryggislok og áþreifanlega viðvörun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 397/2000 - Reglugerð um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 526/2000 - Reglugerð um tollmeðferð vara sem ferðamenn og farmenn hafa með sér við komu til landsins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 599/2000 - Reglugerð um sýnatöku og rannsóknir á koligerlum í sauðfjárafurðum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 613/2000 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 671/2000 - Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 719/2000 - Reglugerð um undanþágu aðflutningsgjalda af aðföngum til ýmissar atvinnustarfsemi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 760/2000 - Reglugerð um lækkun, niðurfellingu eða endurgreiðslu aðflutningsgjalda af vörum vegna endursendingar, galla, tjóns, vöntunar eða endursölu til útlanda[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 791/2000 - Reglugerð um breyting á reglugerðum er varða tollamál[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 800/2000 - Reglugerð um góðar starfsvenjur við rannsóknir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 837/2000 - Reglugerð um aðskotaefni í matvælum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 921/2000 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 931/2000 - Reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 946/2000 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu[PDF prentútgáfa]
2001AAugl nr. 12/2001 - Lög um Kristnihátíðarsjóð[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 13/2001 - Lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001BAugl nr. 278/2001 - Reglugerð um gerð og útbúnað smáfiskaskilju[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 333/2001 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 815/1998 um tilkynningaskyldu varðandi ný efni[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 380/2001 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 405/2001 - Reglur um breytingu á reglum er varða merkingar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 463/2001 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um snyrtivörur nr. 776/1998[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 464/2001 - Reglugerð um takmörkun á nikkeli í tilteknum vörum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 536/2001 - Reglugerð um neysluvatn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 542/2001 - Reglur um tímabundnar undanþágur frá akstri eigin leigubifreiðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 593/2001 - Samþykkt um rotþrær fyrir Reykjavík[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 613/2001 - Reglugerð um uppruna og ræktun íslenska hestsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 650/2001 - Reglugerð um sýnatöku og rannsóknir á kolígerlum í sauðfjárafurðum í sláturhúsum sem hafa leyfi til útflutnings til Bandaríkja Norður-Ameríku[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 693/2001 - Reglur um eiginfjárhlutfall lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 784/2001 - Reglugerð um fljótandi eldsneyti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 850/2001 - Reglur um fjárveitingar úr Kísilgúrsjóði[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002BAugl nr. 12/2002 - Reglugerð um útrýmingu fjárkláða í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 67/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra, nr. 155/1995, sbr. reglugerð nr. 308/2000[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 72/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 12/2002 um útrýmingu fjárkláða í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 197/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 198/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 735/1997 um ungbarnablöndur og stoðblöndur[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 224/2002 - Samþykkt um rotþrær og safntanka fyrir Kópavog[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 235/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 631, 16. ágúst 2001, um veiðar í atvinnuskyni[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 251/2002 - Reglugerð um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 255/2002 - Reglugerð um takmörkun á útstreymi rokgjarnra lífrænna efna vegna notkunar á lífrænum leysiefnum í tiltekinni starfsemi[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 281/2002 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 285/2002 - Reglugerð um aukefni í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 322/2002 - Reglugerð um útstreymisbókhald[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 354/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 155/2000, um öryggislok og áþreifanlega viðvörun[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 427/2002 - Reglugerð um merkingar búfjár[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 483/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 857/1999, um bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 579/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 594/2002 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 658/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 285/2002 um aukefni í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 785/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 139, 28. febrúar 1994 um rennslismæla fyrir kalt vatn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 868/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 284/2002 um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 878/2002 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 619/2000 um bann við notkun gróðurhindrandi efna sem í eru kvikasilfurssambönd, arsensambönd og lífræn tinsambönd[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 904/2002 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um ríkisaðstoð (I)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 941/2002 - Reglugerð um hollustuhætti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 942/2002 - Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 948/2002 - Reglugerð um uppruna og ræktun íslenska hestsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003BAugl nr. 64/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 12/2002 um útrýmingu fjárkláða í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 65/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra, nr. 155/1995, sbr. reglugerð nr. 308/2000 og nr. 67/2002[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 149/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 129, 12. febrúar 2002, um hrognkelsaveiðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 202/2003 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 224/2003 - Reglugerð um takmarkanir á heimild til veiða á sæbjúgum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 260/2003 - Reglugerð um upplýsingaskyldu seljenda nýrra fólksbifreiða varðandi eldsneytisnotkun og losun koldíoxíðs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 264/2003 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 289/2003 - Reglugerð um leit og björgun á landi og samstarf lögreglu og björgunarsveita[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 310/2003 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um hönnun olíuflutningaskipa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 428/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 184/2002 um skrá yfir spilliefni og annan úrgang[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 430/2003 - Samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa á Austur-Héraði[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 431/2003 - Reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 434/2003 - Reglugerð um sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 461/2003 - Reglugerð um slátrun og meðferð sláturafurða[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 530/2003 - Reglur um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 735/2003 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 737/2003 - Reglugerð um meðhöndlun úrgangs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 738/2003 - Reglugerð um urðun úrgangs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 739/2003 - Reglugerð um brennslu úrgangs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 740/2003 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 745/2003 - Reglugerð um styrk ósons við yfirborð jarðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 805/2003 - Reglugerð um gerð og útbúnað smáfiskaskilju[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 881/2003 - Reglugerð um niðurfellingu eða endurgreiðslu tolla fyrir matvælaiðnað[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 890/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 596, 8. ágúst 2003, um úthlutun á 1.500 þorskígildislestum til stuðnings sjávarbyggðum, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 903/2003 - Gjaldskrá um byggingarleyfisgjöld í Grundarfirði og gjöld tengd þeim[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 989/2003 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar nr. 668 9. september 2003[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004BAugl nr. 43/2004 - Reglugerð um afnám reglugerðar nr. 10, 14. janúar 2004, um tímabundið bann við loðnuveiðum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 79/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra, nr. 155/1995, sbr. reglugerð nr. 308/2000, 67/2002 og 65/2003[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 81/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 595, 8. ágúst 2003, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2003/2004[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 121/2004 - Reglugerð um varnarefnaleifar í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 192/2004 - Samþykkt um rotþrær í Grindavík[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 204/2004 - Reglugerð um samræmdar kröfur og aðferðir að því er varðar örugga lestun og losun búlkaskipa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 272/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 270, 17. mars 2004, um togveiðar á kolmunna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 387/2004 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 432/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 595, 8. ágúst 2003, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2003/2004[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 442/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 536/2004 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfisgjöld og gjöld tengd þeim í Stykkishólmsbæ[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 571/2004 - Reglugerð um landsnefnd og sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 606/2004 - Auglýsing um veiðigjald og þorskígildi[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 624/2004 - Reglugerð um fæðubótarefni[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 701/2004 - Reglugerð um takmarkanir á heimild til veiða á kúfiski[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 728/2004 - Reglugerð um fljótandi eldsneyti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 739/2004 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 775/2004 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 3051/95 um öryggisstjórnun á ekjufarþegaskipum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 935/2004 - Reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 943/2004 - Samþykkt um kattahald í Sveitarfélaginu Álftanesi[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1017/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra, nr. 155/1995, sbr. reglugerð nr. 308/2000, 67/2002, 65/2003 og 79/2004[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1101/2004 - Reglugerð um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 82/2005 - Gjaldskrá Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 273/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 669, 12. ágúst 2004, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2004/2005[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 279/2005 - Gjaldskrá vegna framkvæmdar á samningi um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 501/2005 - Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 503/2005 - Reglugerð um merkingu matvæla[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 507/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um hönnun olíuflutningaskipa, nr. 310/2003[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 562/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 609/1996 með síðari breytingum, um meðferð umbúða og umbúðaúrgang[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 595/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 669, 12. ágúst 2004, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2004/2005[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 665/2005 - Auglýsing um veiðigjald og þorskígildi[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 676/2005 - Reglugerð um tímabundna niðurfellingu aðflutningsgjalda af vetnisbifreiðum og sérhæfðum varahlutum í þær[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 684/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um fæðubótarefni, nr. 624/2004[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 697/2005 - Reglugerð um gerð og útbúnað meðaflaskilju við veiðar á uppsjávarfiski[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 878/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 224, 26. mars 2003, um takmarkaða heimild til veiða á sæbjúgum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 898/2005 - Reglur um breytingar á reglum er varða hópundanþágur[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 907/2005 - Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 978/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1097/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra, nr. 155/1995, sbr. reglugerð nr. 308/2000, 67/2002, 65/2003, 79/2004 og 1017/2004[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1123/2005 - Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2006AAugl nr. 61/2006 - Lög um lax- og silungsveiði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 163/2006 - Lög um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (viðurlagaákvæði)[PDF vefútgáfa]
2006BAugl nr. 276/2006 - Reglur um breytingu (27) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 296/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 310/2003 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um hönnun olíuflutningaskipa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 388/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 310/2003 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um hönnun olíuflutningaskipa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 404/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 485, 9. júní 2004, um úthlutun krókaaflahlutdeildar til sóknardagabáta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 436/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um varnarefnaleifar í matvælum, nr. 121/2004, (innleiðing á tilskipun 2005/74/EB)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 437/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um varnarefnaleifar í matvælum, nr. 121/2004, (innleiðing á tilskipun 2005/37/EB)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 439/2006 - Reglugerð um leirhluti sem er ætlað að snerta matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 505/2006 - Reglugerð um gerð og útbúnað meðaflaskilju við veiðar á uppsjávarfiski[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 523/2006 - Auglýsing um friðlýsingu kúluskíts, vaxtarforms grænþörungsins vatnaskúfs (Aegagropila linnaei)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 525/2006 - Reglugerð um umhverfismerki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 567/2006 - Reglugerð um gripagreiðslur á lögbýlum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 596/2006 - Reglur um breytingu (28) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 650/2006 - Reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 670/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 701, 17. ágúst 2004, um takmarkanir á heimild til veiða á kúfiski[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 683/2006 - Auglýsing um veiðigjald og þorskígildi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 684/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 688/2006 - Auglýsing um veiðigjald og þorskígildi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 724/2006 - Reglugerð um gerð og útbúnað smáfiskaskilju og notkun á 155 mm poka í botnvörpu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 991/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, nr. 522/1994[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 995/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1024/2006 - Reglugerð um starfsemi veiðifélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1039/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra, nr. 155/1995, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1058/2006 - Reglur um breytingu (29) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1100/2006 - Reglugerð um vörslu og tollmeðferð vöru[PDF vefútgáfa]
2007AAugl nr. 85/2007 - Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald[PDF vefútgáfa]
2007BAugl nr. 50/2007 - Reglugerð um starfsheiti og starfsréttindi næringarfræðinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 51/2007 - Reglugerð um starfsheiti og starfsréttindi næringarráðgjafa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 54/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 121/2004 um varnarefnaleifar í matvælum (innleiðing á tilskipun nr. 2006/9/EB)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 192/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um löggildingartákn og merkingar eftirlitsskyldra mælitækja, nr. 955/2006[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 243/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 338/2007 - Reglur um breytingu (30) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 412/2007 - Reglugerð um arðskrár veiðifélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 465/2007 - Reglugerð um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB um mælitæki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 473/2007 - Gjaldskrá um byggingarleyfisgjöld og gjöld tengd þeim í Grundarfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 560/2007 - Reglugerð um fljótandi eldsneyti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 581/2007 - Reglur um breytingu (31) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 611/2007 - Reglugerð um takmarkanir á heimild til veiða á kröbbum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 660/2007 - Auglýsing um veiðigjald og þorskígildi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 662/2007 - Reglur um breytingu (32) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 820/2007 - Reglugerð um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraleifum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 888/2007 - Reglur um breytingu (33) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 890/2007 - Reglur lagadeildar Háskóla Íslands um lögfræði sem aukagrein fyrir stúdenta í BA- og BS-námi við aðrar deildir Háskólans[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 940/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 121/2004 um varnarefnaleifar í matvælum (innleiðing á tilskipun nr. 2006/53/EB)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 941/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 121/2004 um varnarefnaleifar í matvælum (innleiðing á tilskipun nr. 2006/60/EB)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1056/2007 - Reglur um breytingu (34) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1143/2007 - Reglur um breytingu á reglum nr. 573/2005 um inntökuskilyrði í Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1205/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur fatlaðra, nr. 155/1995, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1252/2007 - Auglýsing um breytingu á auglýsingu nr. 660, 18. júlí 2007, um veiðigjald, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1269/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1297/2007 - Reglur um breytingu (35) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
2008AAugl nr. 173/2008 - Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum[PDF vefútgáfa]
2008BAugl nr. 145/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um neysluvatn, nr. 536/2001[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 345/2008 - Reglur um breytingu á reglum nr. 1055/2006, um alþjóðlegt meistaranám í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti (LL.M. in Natural Resources Law and International and Environmental Law) við lagadeild Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 347/2008 - Reglur um breytingu (36) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 392/2008 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfi og tengd leyfi, eftirlit, úttektir og afgreiðslur hjá Grundarfjarðarbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 410/2008 - Reglugerð um arsen, kadmíum, kvikasilfur, nikkel og fjölhringa arómatísk vetniskolefni í andrúmslofti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 418/2008 - Reglur um breytingu (37) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 520/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 608/2008 - Reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 629/2008 - Reglur um fyrirkomulag númerabirtingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 630/2008 - Reglugerð um ýmis tollfríðindi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 633/2008 - Auglýsing varðandi nýtt skipulag Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 724/2008 - Reglugerð um hávaða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 726/2008 - Auglýsing um veiðigjald og þorskígildi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 833/2008 - Gjaldskrá Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 949/2008 - Reglur um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1073/2008 - Auglýsing um starfsreglur um breyting á starfsreglum um presta nr. 735/1998[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1234/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1247/2008 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (I)[PDF vefútgáfa]
2009AAugl nr. 66/2009 - Lög um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2009BAugl nr. 15/2009 - Viðauki við reglugerð nr. 1234/2008, um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 252/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerðum er varða mælifræðilegt eftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 449/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 467/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerðum er varða mælifræðilegt eftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 489/2009 - Reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 519/2009 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 605/2000 um matvæli til nota í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 520/2009 - Reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 550/2009 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2008/2009[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 587/2009 - Samþykkt um kattahald í Sveitarfélaginu Árborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 616/2009 - Auglýsing um veiðigjald og þorskígildi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 708/2009 - Reglugerð um barnamat fyrir ungbörn og smábörn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 717/2009 - Auglýsing um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 793/2009 - Auglýsing um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 857/2009 - Reglur um innkaup Akraneskaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1030/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1051/2009 - Reglugerð um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa]
2010BAugl nr. 45/2010 - Gjaldskrá fyrir hreindýraveiðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 54/2010 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 93/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1051, 28. desember 2009, um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 102/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 103/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 104/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 105/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 107/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005 um kröfur varðandi hollustuhætti sem varða fóður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 108/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 109/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 120/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 809/2003 um bráðabirgðaráðstafanir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar vinnslukröfur fyrir efni í 3. flokki og húsdýraáburð sem er notaður í myltingarstöðvar, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 121/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 810/2003 um bráðabirgðaráðstafanir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar vinnslukröfur fyrir efni í 3. flokki og húsdýraáburð sem er notaður í lífgasstöðvum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 122/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 811/2003 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar bann við endurvinnslu þegar um er að ræða eina og sömu fisktegundina, urðun og brennslu aukaafurða úr dýrum og tilteknar bráðabirgðaráðstafanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 123/2010 - Reglugerð um gildistöku ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar nr. 2004/407/EB frá 26. apríl 2004 um bráðabirgðareglur varðandi hreinlæti og vottun samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar innflutning á gelatíni til ljósmyndunar frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 124/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 878/2004 um bráðabirgðaráðstafanir að því er varðar tilteknar aukaafurðir úr dýrum sem eru skilgreindar sem efni í 1. og 2. flokki í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 125/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 79/2005 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar notkun mjólkur, afurða að stofni til úr mjólk og afurða fenginna úr mjólk sem eru skilgreindar sem efni í 3. flokki þeirrar reglugerðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 126/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 197/2006 um bráðabirgðaráðstafanir samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar söfnun, flutning, meðferð, notkun og förgun á matvælum sem eru ekki lengur ætluð til neyslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 127/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1192/2006 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar skrár yfir samþykktar stöðvar sem vinna aukaafurðir dýra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 128/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1304/2003 um þá málsmeðferð sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu skal nota þegar beiðnum um vísindalegar álitsgerðir er vísað til hennar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 129/2010 - Reglugerð um gildistöku ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar nr. 2004/478/EB um samþykkt almennrar áætlunar um krísustjórnun á sviði matvæla og fóðurs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 130/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2230/2004 um ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 að því er varðar net stofnana sem starfa á sviðum sem falla undir hlutverk Matvælaöryggisstofnunar Evrópu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2010 - Reglugerð um gildistöku ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar nr. 2006/677 um viðmiðunarreglur þar sem mælt er fyrir um viðmiðanir við úttektir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 134/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1688/2005 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 að því er varðar sérstakar ábyrgðir varðandi salmonellu vegna sendinga af tilteknum tegundum kjöts og eggja til Finnlands og Svíþjóðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 135/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2073/2005 um örverufræðilegar viðmiðanir fyrir matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 136/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2075/2005 um sértækar reglur um opinbert eftirlit með tríkínu í kjöti, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 263/2010 - Reglur um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 264/2010 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 265/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 266/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1882/2006 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi nítrats í tilteknum matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 267/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1883/2006 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi díoxína og díoxínlíkra PCB-efna í tilteknum matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 270/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 401/2006 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi sveppaeiturs í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 291/2010 - Reglugerð um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 321/2010 - Reglur um innkaup Akraneskaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 327/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 346/2010 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 348/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 384/2010 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2009/2010[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 385/2010 - Reglugerð um niðurfellingu reglugerða á sviði mælifræði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 406/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1924/2006 um næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 489/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit dýralæknis á landamærastöðvum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 506/2010 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 103/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 514/2010 - Reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 564/2010 - Reglugerð um samstarf á sviði heilbrigðislöggjafar vegna dýra og dýraræktar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 565/2010 - Reglugerð um aðlögun tiltekinna EES-reglugerða og ákvarðana á sviði heilbrigðislöggjafar dýra, dýraafurða og plantna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 591/2010 - Auglýsing um veiðigjald og þorskígildi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 603/2010 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 423/1979 um varnir gegn útbreiðslu smitandi búfjársjúkdóma í Rangárvallasýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 606/2010 - Reglugerð um gildistöku tilskipunar ráðsins 96/93/EB um vottun dýra og dýraafurða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 617/2010 - Reglur um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 718/2010 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 720/2010 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 102/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 722/2010 - Reglugerð um samræmda eftirlitsáætlun Evrópubandalagsins fyrir árin 2009, 2010 og 2011 til þess að tryggja að farið sé að ákvæðum um hámarksgildi varnarefnaleifa í og á matvælum úr jurta- og dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 728/2010 - Reglugerð um (4.) breytingu við reglugerð nr. 111/2003 um efni og hluti úr plasti sem er ætlað að snerta matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 729/2010 - Reglugerð um gildistöku tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/41/EB um niðurfellingu tiltekinna tilskipana sem varða hollustuhætti matvæla og afurða úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 752/2010 - Reglugerð um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 758/2010 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 780/2010 - Reglugerð um yfirgjaldsþjónustu í tal- og farsímanetum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 781/2010 - Samþykkt um kattahald á Akranesi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 820/2010 - Reglugerð um breytingu á tilskipunum ráðsins 90/425/EBE og 92/118/EBE að því er varðar heilbrigðiskröfur fyrir aukaafurðir úr dýrum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 825/2010 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 830/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004 um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 838/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 450/2009 um virk og gaumræn efni og hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 839/2010 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 841/2010 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 105/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 865/2010 - Reglugerð um matvæli sem eru ætluð til sérstakra, næringarlegra nota (sérfæði)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 867/2010 - Auglýsing um (1.) breytingu á auglýsingu nr. 793/2009 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 884/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 333/2007 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi blýs, kadmíums, kvikasilfurs, ólífræns tins, 3-MCPD og bensó(a)pýrens í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 969/2010 - Samþykkt um kattahald í Kópavogi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 985/2010 - Reglugerð um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1012/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 152/2009 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með fóðri[PDF vefútgáfa]
2011BAugl nr. 70/2011 - Gjaldskrá fyrir hreindýraveiðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2011 - Reglugerð um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 106/2011 - Gjaldskrá fyrir hreindýraveiðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 112/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 270/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 401/2006 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi sveppaeiturs í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 114/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1051/2009, um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 128/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1370/2007 um almenna farþegaflutninga á járnbrautum og á vegum og um niðurfellingu á reglugerðum ráðsins (EBE) nr. 1191/69 og (EBE) nr. 1107/70[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2011 - Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 169/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 126/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 197/2006 um bráðabirgðaráðstafanir samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar söfnun, flutning, meðferð, notkun og förgun á matvælum sem eru ekki lengur ætluð til neyslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 176/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 261/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 108/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 310/2011 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Mannvirkjastofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 353/2011 - Reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 361/2011 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2010/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 387/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 378/2005 um nákvæmar reglur um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 að því er varðar skyldur og verkefni tilvísunarrannsóknastofu Bandalagsins í tengslum við umsóknir um leyfi fyrir aukefnum í fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 442/2011 - Reglugerð um uppruna og ræktun íslenska hestsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 454/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004 um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 480/2011 - Samþykkt um kattahald í Akraneskaupstað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 517/2011 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 535/2011 - Reglugerð um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 626/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 406/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1924/2006 um næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 632/2011 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 761/2011 - Reglugerð um aflífun búfjár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 935/2011 - Reglugerð um stjórn vatnamála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 939/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 964/2011 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 965/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 957/2010 um leyfi eða synjun leyfis fyrir tilteknum heilsufullyrðingum er varða matvæli og vísa til minnkunar á sjúkdómsáhættu og til þroskunar og heilbrigðis barna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 966/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 958/2010 um synjun leyfis fyrir heilsufullyrðingu er varðar matvæli og vísar hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroskunar eða heilbrigðis barna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 967/2011 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 978/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 982/2011 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 983/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 392/1995 um mjólkurprótein til notkunar í matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 984/2011 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 577/2003 um ávaxtasafa, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 999/2011 - Reglugerð um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1001/2011 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1006/2011 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 105/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1008/2011 - Reglugerð um synjun leyfis fyrir heilsufullyrðingu er varðar matvæli og vísar hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroskunar eða heilbrigðis barna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1009/2011 - Reglugerð um synjun leyfis fyrir tilteknum heilsufullyrðingum er varða matvæli og vísa til minnkunar á sjúkdómsáhættu og til þroskunar og heilbrigðis barna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1020/2011 - Reglugerð um rafhlöður og rafgeyma[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1044/2011 - Reglugerð um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1048/2011 - Reglugerð um vöktun súna (sjúkdóma sem smitast á milli manna og dýra) og súnuvalda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1129/2011 - Reglugerð um brottfellingu reglugerðar nr. 1166/2007 um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem eru án samnings við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, með síðari breytingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1131/2011 - Reglugerð um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1166/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1177/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 41/2009 um samsetningu og merkingu matvæla sem henta fólki með glútenóþol[PDF vefútgáfa]
2012AAugl nr. 34/2012 - Lög um heilbrigðisstarfsmenn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 141/2012 - Lög um breytingu á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál (skráningarkerfi losunarheimilda)[PDF vefútgáfa]
2012BAugl nr. 10/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 297/2006, um Orkuveitu Reykjavíkur, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 30/2012 - Reglugerð um eftirlit með efnaleifum í afurðum dýra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 41/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 67/2012 - Reglugerð um flutningsjöfnunarstyrki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2012 - Gjaldskrá fyrir hreindýraveiðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 206/2012 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2011/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 217/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 546/2006 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar innanlandsáætlanir um varnir gegn riðuveiki og viðbótarábyrgðir og undanþágu frá tilteknum kröfum í ákvörðun 2003/100/EB og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1874/2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 261/2012 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 287/2012 - Auglýsing um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 303/2012 - Reglugerð um rafræna skráningu dýralækna á dýrasjúkdómum og lyfjameðhöndlun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 320/2012 - Reglugerð um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 356/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 360/2012 - Reglugerð um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 364/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004 um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 395/2012 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 108/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 403/2012 - Reglugerð um arðskrár veiðifélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 424/2012 - Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 446/2012 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 457/2012 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 135/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2073/2005 um örverufræðilegar viðmiðanir fyrir matvæli, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 528/2012 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 549/2012 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 550/2012 - Reglugerð um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 561/2012 - Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með varmaorkumælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 572/2012 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 651/2012 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð um fæðubótarefni, nr. 624/2004[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 714/2012 - Reglugerð um vöktun á lyfjaþoli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 747/2012 - Reglur um framgang akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 866/2012 - Reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 885/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 896/2012 - Reglugerð um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 897/2012 - Reglugerð um losunarheimildir og einingar sem viðurkenndar eru í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 899/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 903/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004 um markaðssetningu sæfiefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 911/2012 - Reglugerð um vernd dýra við aflífun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1012/2012 - Reglugerð um brottfellingu reglugerðar nr. 408/2011, um tímabundna tannlæknaþjónustu án endurgjalds fyrir börn tekjulágra foreldra, með síðari breytingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1095/2012 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1131/2012 - Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur osteópata og skilyrði til að hljóta starfsleyfi[PDF vefútgáfa]
2013BAugl nr. 67/2013 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 782/1999 um embætti yfirdýralæknis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2013 - Reglugerð um losunarleyfi rekstraraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2013 - Reglugerð um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 72/2013 - Reglugerð um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 73/2013 - Reglugerð um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila staðbundinnar starfsemi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 85/2013 - Gjaldskrá Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2013 - Reglugerð um vottun og viðurkenningu vottunaraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 154/2013 - Reglugerð um undirskriftasafnanir vegna óska um borgarafundi samkvæmt sveitarstjórnarlögum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 155/2013 - Reglugerð um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna samkvæmt sveitarstjórnarlögum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 201/2013 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Marmeti ehf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 203/2013 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og BECROMAL Iceland ehf., BECROMAL Properties ehf., Strokks Energy ehf. svo og BECROMAL S.p.A[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 204/2013 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Verne Real Estate II ehf. svo og Verne Holdings Ltd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 205/2013 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Íslenska kísilfélagsins ehf., Tomahawk Development á Íslandi ehf. svo og GSM Enterprises LLC[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 225/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 237/2013 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 238/2013 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 304/2013 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2012/2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 320/2013 - Reglugerð um ábyrgðartryggingu verðbréfamiðlana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 371/2013 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 233/2012 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar samþykkt breyttrar landsáætlunar um varnir gegn riðuveiki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 418/2013 - Auglýsing um innflutningseftirlit með aflatoxín í jarðhnetum og afurðum úr þeim frá Bandaríkjum Norður-Ameríku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 467/2013 - Reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 505/2013 - Reglugerð um rafræna reikninga, rafrænt bókhald, skeytamiðlun, skeytaþjónustu, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna reikninga- og bókhaldskerfa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 530/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 577/2013 - Reglugerð um snyrtivörur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 590/2013 - Reglur um innkaup Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 594/2013 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 598/2013 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrám Flugmálastjórnar Íslands, nr. 200/2012, Siglingastofnunar Íslands, nr. 1145/2012, og Umferðarstofu, nr. 1291/2011 og 1292/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 610/2013 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 641/2013 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla með síðari breytingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 658/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grundarfjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 682/2013 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (II)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 750/2013 - Reglugerð um viðmiðanir í sjálfbærri lífeldsneytisframleiðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 764/2013 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 770/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 795/2013 - Reglugerð um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 817/2013 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá fyrir Samgöngustofu – siglingamál, nr. 1145/2012, sbr. auglýsingu nr. 598/2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 839/2013 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 758/2012 um friðun rannsóknasvæðis á hrygningartíma steinbíts með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 870/2013 - Reglugerð um söfnun gagna um framleiðslu, innflutning, geymslu og sölu á eldsneyti og eftirlit með orkuhlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis í heildarsölu til samgangna á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 920/2013 - Reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 921/2013 - Reglugerð um staðlað eyðublað sem lánveitandi notar til að veita neytanda upplýsingar áður en lánssamningur er gerður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 930/2013 - Auglýsing um breytingu á auglýsingu nr. 287/2012 um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 965/2013 - Reglugerð um útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 970/2013 - Reglugerð um efni sem valda rýrnun ósonlagsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 999/2013 - Reglugerð um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1060/2013 - Reglugerð um vöktun og skýrslugjöf starfsstöðva sem hafa verið undanskildar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir skv. 14. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1076/2013 - Auglýsing um breytingu á auglýsingu nr. 287/2012 um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1124/2013 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1164/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs Snæfellsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1252/2013 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 314/2012, um innleiðingu reglugerða framkvæmdastjórnar ESB varðandi hafnarríkiseftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1281/2013 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1321/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
2014AAugl nr. 118/2014 - Lög um breytingu á lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar og viðurlagaákvæði)[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 24/2014 - Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 60/2014 - Gjaldskrá Brunavarna Árnessýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 73/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 420/2003, um mönnunarnefnd skipa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 74/2014 - Reglugerð um málsmeðferð við beitingu tiltekinna innlendra tæknireglna vegna löglega markaðssettrar vöru í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 128/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 73/2013 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila staðbundinnar starfsemi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 161/2014 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 193/2014 - Auglýsing um breytingu á auglýsingu nr. 287/2012 um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 200/2014 - Gjaldskrá fyrir hreindýraveiðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 244/2014 - Reglur um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl., og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 260/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 261/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (III)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 279/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 589/2004, um skipsbúnað, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 294/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 352/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 72/2013 um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 364/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 897/2012 um losunarheimildir og einingar sem viðurkenndar eru í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 365/2014 - Reglugerð um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 390/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 395/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 401/2014 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 520/2009 um ungbarnablöndur og stoðblöndur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 413/2014 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 415/2014 - Reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 467/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 472/2014 - Reglugerð um samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 477/2014 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 795/2013, um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 480/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 589/2004, um skipsbúnað, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 495/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 514/2014 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 523/2014 - Reglugerð um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 412/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 530/2014 - Reglugerð um virkjunarkosti í verndar- og orkunýtingaráætlun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 540/2014 - Reglugerð um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 421/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 556/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 596/2014 - Reglur um gjaldskrá Háskólans á Akureyri vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 614/2014 - Reglugerð um útnefningu skipaafdrepa á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 641/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 525/2013 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 662/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 72/2013 um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 675/2014 - Reglugerð um innleiðingu EES-gerða vegna flutninga á sjó[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 794/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 527/1997, um mælingu skipa með lengd allt að 24 metrum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 811/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 560/2009, um íslensk vegabréf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 818/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2013 um viðmiðanir í sjálfbærri lífeldsneytisframleiðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 845/2014 - Reglugerð um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 890/2014 - Gjaldskrá Brunavarna á Austurlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 900/2014 - Reglugerð um að flýta innleiðingu á kröfum um tvöfaldan byrðing eða sambærilegum hönnunarkröfum fyrir olíuflutningaskip með einföldum byrðingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 914/2014 - Reglugerð um EES-gerðir sem falla undir tilskipun 2009/22/EB og vernda hagsmuni neytenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 929/2014 - Reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 944/2014 - Reglugerð um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 963/2014 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 984/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (IV)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1103/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grundarfjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1152/2014 - Reglugerð um breytingar á reglugerðum er varða sérstök verkefni sýslumanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1179/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 525/2013 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1190/2014 - Reglugerð um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1192/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1200/2014 - Reglugerð um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1248/2014 - Reglugerð um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1260/2014 - Gjaldskrá Brunavarna Rangárvallasýslu bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1261/2014 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1265/2014 - Reglugerð um Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1294/2014 - Reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1305/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grindavíkur[PDF vefútgáfa]
2015AAugl nr. 38/2015 - Lög um breyting á lögum nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum (hafnríkisaðgerðir)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 76/2015 - Lög um breytingu á lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, og lögum um loftferðir, með síðari breytingum (gjaldskrárheimildir, lagastoð fyrir EES-innleiðingu)[PDF vefútgáfa]
2015BAugl nr. 16/2015 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 73/2013 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila staðbundinnar starfsemi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 77/2015 - Auglýsing um gjaldskrá vaktstöðvar siglinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 124/2015 - Reglugerð um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 133/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 72/2013 um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 156/2015 - Auglýsing um birtingu á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna frá 22. febrúar 1999[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 157/2015 - Auglýsing um birtingu á reglum um valdbeitingu handhafa lögregluvalds hjá Landhelgisgæslu Íslands og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna frá 6. júlí 2007[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 216/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 589/2004, um skipsbúnað, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 217/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 218/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816/2011, um hafnarríkiseftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 244/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 444/2009, um innleiðingu ákvarðana framkvæmdastjórnar EB um samvinnu milli yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd að því er varðar gagnkvæma aðstoð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 273/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 285/2015 - Reglugerð um landshlutaverkefni í skógrækt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 350/2015 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum (II)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 383/2015 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1062/2013 um framsetningu evrópska tæknimatsins fyrir byggingarvörur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 384/2015 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 157/2014 um skilyrði fyrir rafrænni vinnslu yfirlýsingar um nothæfi byggingarvara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 385/2015 - Reglugerð um gildistöku framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 574/2014 um breytingu á III. viðauka og nr. 568/2014 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 að því er varðar mat á nothæfi byggingarvara, sannprófun á stöðugleika þess, og fyrirmyndina sem skal nota við gerð yfirlýsingar um nothæfi byggingarvara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 405/2015 - Reglugerð um aðskilda sölu á reikiþjónustu í smásölu innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 428/2015 - Reglugerð um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 434/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 515/2015 - Starfsreglur verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 535/2015 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 549/2015 - Reglugerð um gagnsæi verðlagningar á raforku til iðnfyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 649/2015 - Reglugerð um góðar starfsvenjur við rannsóknir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 660/2015 - Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 676/2015 - Reglugerð um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 695/2015 - Auglýsing um fyrirmæli landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 735/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 680/2004, um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 736/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816/2011, um hafnarríkiseftirlit, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 773/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 589/2004, um skipsbúnað, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 791/2015 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 801/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 888/2015 - Reglugerð um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 963/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 979/2015 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (V)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 980/2015 - Reglugerð um meðferð varnarefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 987/2015 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 992/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 589/2004, um skipsbúnað, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1002/2015 - Reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1033/2015 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá Samgöngustofu skv. auglýsingu nr. 338/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1049/2015 - Reglur um innkaup Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1072/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1078/2015 - Reglugerð um endurnýtingu úrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1106/2015 - Reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1155/2015 - Gjaldskrá Slökkviðliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1177/2015 - Gjaldskrá Fiskistofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1178/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1248/2014, um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1179/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 80/2013, um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1192/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1208/2015 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1253/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 365/2014 um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1296/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1346/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
2016AAugl nr. 52/2016 - Lög um almennar íbúðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 59/2016 - Lög um breytingu á lyfjalögum og lögum um lækningatæki (gjaldtaka)[PDF vefútgáfa]
2016BAugl nr. 83/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 100/2016 - Reglugerð um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 130/2016 - Reglugerð um hönnun og framleiðslu skemmtibáta og einmenningsfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2016 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 160/2016 - Reglur Háskóla Íslands um stjórnunar- og aðstöðugjald[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 169/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 751/2003, um skráningu ökutækja, með síðari breytingum og reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 192/2016 - Reglugerð um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 226/2016 - Reglugerð um gjaldtöku embættis landlæknis fyrir úttektir og staðfestingar á að faglegar lágmarkskröfur séu uppfylltar og úrvinnslu og afhendingu upplýsinga úr heilbrigðisskrám[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 248/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 50/2014 um .eu höfuðlénið[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 265/2016 - Auglýsing um gjaldskrá vaktstöðvar siglinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 266/2016 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 301/2016 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 310/2016 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum (III)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 327/2016 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (VI)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 337/2016 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2015/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 435/2016 - Reglugerð um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 473/2016 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 536/2016 - Reglugerð um innleiðingu viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010 um réttindi farþega sem ferðast á sjó[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 558/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 576/2016 - Reglur um innkaup Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 588/2016 - Reglur um gjaldskrá Landbúnaðarháskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 596/2016 - Reglugerð um skráningu afurðarheita[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 680/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 666/2001, um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 692/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 738/2016 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 911/2012 um velferð dýra við aflífun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 777/2016 - Reglugerð um gildistöku og innleiðingu tiltekinna gerða Evrópusambandsins á sviði hagskýrslugerðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 785/2016 - Reglugerð um skattafslátt manna vegna hlutabréfakaupa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 801/2016 - Reglur um breytingu á reglum nr. 244/2014 um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl., og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 849/2016 - Reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á varmadælu til upphitunar íbúðarhúsnæðis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 863/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 870/2016 - Reglugerð um kerfisáætlun fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 889/2016 - Reglur um breytingu á reglum nr. 244/2014 um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl., og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 909/2016 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 918/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 652/2009, um nefnd Evrópusambandsins um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 920/2016 - Reglugerð um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu, styrk ósons við yfirborð jarðar og um upplýsingar til almennings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 955/2016 - Reglugerð um kröfur á sviði opinberra innkaupa um upplýsingar sem koma eiga fram í auglýsingum og öðrum tilkynningum, gögn til að sannreyna efnahagslega og fjárhagslega stöðu og tæknilega getu og kröfur um tæki og búnað fyrir rafræna móttöku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 960/2016 - Reglugerð um gæði eldsneytis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 989/2016 - Reglugerð um skipsbúnað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1010/2016 - Reglur um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1040/2016 - Reglugerð um skrá yfir úrgang og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1066/2016 - Reglugerð um sannprófun á þyngd hlaðinna gáma um borð í skipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1111/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1184/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1197/2016 - Gjaldskrá Fiskistofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1237/2016 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1280/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1311/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1337/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1339/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1349/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa]
2017BAugl nr. 11/2017 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 33/2017 - Reglugerð um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað fyrir nýtt, kælt og fryst kjöt af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 44/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 666/2001, um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 160/2017 - Reglugerð um umhverfismerki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 173/2017 - Reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 270/2017 - Reglugerð um fasteignalán til neytenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 287/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 750/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 315/2017 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 636/2014 um fyrirmynd að vottorði fyrir viðskipti með óflegin stór villt veiðidýr[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 316/2017 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 322/2017 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2016/2017[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 365/2017 - Reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 385/2017 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 467/2017 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 472/2017 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 392/1995 um mjólkurprótein til notkunar í matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 475/2017 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 181/2011 frá 16. febrúar 2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 479/2017 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 288/2003 um hunang[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 488/2017 - Reglur um breytingu á reglum nr. 189/1994, um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 491/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 785/2016, um skattafslátt manna vegna hlutabréfakaupa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 502/2017 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum (IV)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 503/2017 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (VII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 520/2017 - Reglugerð um gagnasöfnun og upplýsingagjöf stofnana vegna bókhalds Íslands yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 528/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 567/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 573/2017 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um gjaldtöku embættis landlæknis fyrir úttektir og staðfestingar á að faglegar lágmarkskröfur séu uppfylltar og úrvinnslu og afhendingu upplýsinga úr heilbrigðisskrám nr. 226/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 586/2017 - Reglugerð um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL-samningur)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 590/2017 - Reglugerð um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 616/2017 - Reglugerð um rannsóknir og forvarnir gegn sjóslysum og sjóatvikum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 618/2017 - Reglugerð um notkun þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á vöru og þjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 619/2017 - Reglugerð um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 654/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 463/1998, um leyfi til farþegaflutninga með skipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 674/2017 - Reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 699/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 723/2017 - Reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 788/2017 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 834/2017 - Reglugerð um vöktun, vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 850/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 175/2008, um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 896/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 989/2016, um skipsbúnað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 897/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 130/2016, um hönnun og framleiðslu skemmtibáta og einmenningsfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 900/2017 - Reglugerð um tilkynningu atvika í almenningsflugi sem og greiningu á og eftirfylgni með þeim[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 908/2017 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 73/2013 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila staðbundinnar starfsemi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 925/2017 - Reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts til alþjóðastofnana o.fl[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 933/2017 - Reglugerð um aðgerðir til að varna útbreiðslu plöntusjúkdóma[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 946/2017 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 795/2013, um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 954/2017 - Reglugerð um rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 982/2017 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 516/1993 um innflutning á reykskynjurum er innihalda geislavirk efni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1030/2017 - Reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1031/2017 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum (V)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1068/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 94/2004, um starfshætti faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1090/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1149/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1185/2017 - Gjaldskrá Fiskistofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1211/2017 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1240/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1263/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1307/2017 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1324/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
2018BAugl nr. 45/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 834/2017 um vöktun, vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 88/2018 - Auglýsing um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 166/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Mýrdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 173/2018 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 205/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 933/2017 um aðgerðir til að varna útbreiðslu plöntusjúkdóma[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 244/2018 - Reglur um innkaup Skútustaðahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 309/2018 - Gjaldskrá fyrir hreindýraveiðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 319/2018 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 834/2017 um vöktun, vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 327/2018 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirliti með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 358/2018 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 390/2018 - Reglugerð um sannprófun á þyngd hlaðinna gáma um borð í skipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 412/2018 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 414/2018 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2017/2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 422/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 666/2001, um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 424/2018 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 795/2013, um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 464/2018 - Reglugerð um birtingu upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 475/2018 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (VIII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 520/2018 - Reglugerð um skipulag vísindarannsókna á heilbrigðissviði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 527/2018 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum (VI)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 533/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 489/2009 um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 550/2018 - Reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 590/2018 - Reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 600/2018 - Reglugerð um heimild til lagningar sæstrengja og neðansjávarleiðslna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 601/2018 - Reglugerð um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2392 frá 13. desember 2017 sem breytir tilskipun 2003/87/EB um áframhald takmörkunar gildissviðs flugstarfsemi til þess að undirbúa innleiðingu hnattræns samkomulags frá 2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 608/2018 - Reglur um breytingu á reglum nr. 220/2015 um heiti og merkingu textílvara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 649/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 686/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 736/2018 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 795/2013, um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 745/2018 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá Samgöngustofu skv. auglýsingu nr. 338/2015, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 823/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816/2011, um hafnarríkiseftirlit, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 857/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 989/2016, um skipsbúnað, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 870/2018 - Reglugerð um þjónustuaðila skipsbúnaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 886/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 100/2016 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 887/2018 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 897/2018 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 935/2018 - Reglugerð um BAT (bestu aðgengilegu tækni) o.fl. á sviði atvinnurekstrar sem haft getur í för með sér mengun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 943/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 989/2016, um skipsbúnað, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 966/2018 - Reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 982/2018 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (IX)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 997/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1008/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1011/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816/2011, um hafnarríkiseftirlit, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1074/2018 - Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1075/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 160/2012 um útdráttarleysa til notkunar við framleiðslu matvæla og innihaldsefna í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1082/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1083/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1084/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1086/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 751/2003 um skráningu ökutækja með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1087/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1092/2018 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1128/2018 - Reglugerð um framkvæmd nethlutleysis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1150/2018 - Reglugerð um sjálfstætt rekna grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1157/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1177/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1216/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1250/2018 - Reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1286/2018 - Reglugerð um staðlaðar upplýsingar vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1300/2018 - Hafnarreglugerð fyrir hafnir Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1310/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Skaftárhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1313/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1324/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1330/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1347/2018 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1388/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1394/2018 - Reglur um breytingu á reglum nr. 596/2014 um gjaldskrá Háskólans á Akureyri vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1401/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grundarfjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1403/2018 - Gjaldskrá Brunavarna Austur-Húnvetninga[PDF vefútgáfa]
2019AAugl nr. 75/2019 - Lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 144/2019 - Lög um breytingu á ýmsum lögum um matvæli (einföldun regluverks og EES-reglur)[PDF vefútgáfa]
2019BAugl nr. 20/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 21/2019 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 30/2019 - Verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 121/2019 - Reglugerð um flutningsjöfnunarstyrki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 140/2019 - Reglugerð um öryggisþætti á umbúðum mannalyfja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 155/2019 - Reglugerð um verkefni vísindasiðanefndar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 166/2019 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 172/2019 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 190/2019 - Reglugerð um landverði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 365/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 289/1995 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 386/2019 - Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2018/2019[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 393/2019 - Reglugerð um stuðning við útgáfu bóka á íslensku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 424/2019 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 390/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 454/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 500/2019 - Reglur um innkaup Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 540/2019 - Reglur um innkaup Skútustaðahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 541/2019 - Reglur um breytingu á reglum nr. 596/2014 um gjaldskrá Háskólans á Akureyri vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 548/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 289/1995 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 583/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 633/2019 - Reglugerð um veiðar á beitukóngi í gildrur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 644/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 664/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 694/2019 - Reglur um starfsemi loftslagssjóðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 696/2019 - Reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 741/2019 - Reglugerð um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 742/2019 - Reglugerð um veiðar á ígulkerum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 776/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 813/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 822/2019 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 834/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 891/2019 - Reglugerð um vöktun á kampýlóbakter í alifuglum og alifuglakjöti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 900/2019 - Reglugerð um viðurkenningu frjálsra úrskurðaraðila á sviði neytendamála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 909/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 925/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 932/2019 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hrunamannahreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 943/2019 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 944/2019 - Reglugerð um þráðlausan fjarskiptabúnað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 983/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1040/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 989/2016, um skipsbúnað, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1054/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017 um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1055/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1056/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1057/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1115/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1177/2019 - Reglugerð um kærunefnd vöru- og þjónustukaupa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1187/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1198/2019 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Flóahreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1243/2019 - Reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1245/2019 - Reglugerð um skattlagningu tekna af höfundarréttindum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1251/2019 - Reglugerð um innflutning dýraafurða til einkaneyslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1271/2019 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1286/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1322/2019 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Bláskógabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1323/2019 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1336/2019 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 390/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1348/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1357/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1366/2019 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1400/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
2020AAugl nr. 132/2020 - Lög um lækningatæki[PDF vefútgáfa]
2020BAugl nr. 5/2020 - Gjaldskrá Fiskistofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 36/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 929/2006 um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2020 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum (VII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 193/2020 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 199/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1160/2011 um mælieiningar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 200/2020 - Reglugerð um innflutning hunda og katta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 234/2020 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi með matvælum, fóðri o.fl[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 249/2020 - Auglýsing um fyrirkomulag kennslu, prófa og námsmats við Háskóla Íslands á vormisseri 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 256/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 266/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017, um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 273/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 285/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/723 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar staðlaða fyrirmynd að eyðublaði sem á að nota í ársskýrslum sem aðildarríki leggja fram[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 300/2020 - Reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 313/2020 - Auglýsing um framkvæmd námsmats við Háskólann á Akureyri á vormisseri 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 380/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 389/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 399/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 400/2020 - Reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 409/2020 - Auglýsing um fyrirkomulag prófa, námsmats og gjaldtöku fyrir próftöku við Háskólann á Akureyri á vormisseri 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 451/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 488/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2130 um að koma á ítarlegum reglum um þá starfsemi sem á að fara fram á meðan og á eftir sannprófun skjala, sannprófun auðkenna og eftirliti með ástandi dýra og vara sem falla undir opinbert eftirlit á landamæraeftirlitsstöðvum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 506/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1873 um málsmeðferðarreglur á landamæraeftirlitsstöðvum vegna samræmdrar framkvæmdar lögbærra yfirvalda á auknu opinberu eftirliti með afurðum úr dýraríkinu, kímefnum, aukaafurðum úr dýrum og samsettum afurðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 509/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Evrópusambandsins og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar skrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 532/2020 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 72/2013 um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 533/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 131/2013 um vottun og viðurkenningu vottunaraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 568/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 442/2011 um uppruna og ræktun íslenska hestsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 584/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 615/2020 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 668/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 690/2020 - Reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 765/2020 - Reglugerð um veiðar á ígulkerum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 808/2020 - Reglugerð um bakgrunnsathuganir vegna aðgangs að upplýsingum um siglingavernd og haftasvæðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 850/2020 - Reglugerð um umsóknir og skráningu vörumerkja, félagamerkja og ábyrgðar- og gæðamerkja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 881/2020 - Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 901/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 929/2006 um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 926/2020 - Auglýsing um fyrirkomulag kennslu, prófa og námsmats háskólaárið 2020-2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1088/2020 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1148/2020 - Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1152/2020 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1156/2020 - Auglýsing um framkvæmd prófa og námsmats við Háskólann á Akureyri á haustmisseri 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1170/2020 - Reglugerð um innleiðingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1842 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar frekari ráðstafanir til að aðlaga úthlutanir losunarheimilda án endurgjalds vegna breytinga á starfsemisstigi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1183/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1184/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1185/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1186/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1187/2020 - Reglugerð á sviði samgangna um innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/698[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1211/2020 - Reglur um gjaldskrá Háskólans á Akureyri vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1237/2020 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1248/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1277/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1300/2020 - Reglur um framgang akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1301/2020 - Reglur um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1356/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1400/2020 - Reglugerð um mengaðan jarðveg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1405/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1410/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1458/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1475/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1479/2020 - Gjaldskrá brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1498/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1504/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1515/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 751/2003 um skráningu ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1554/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1578/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
2021AAugl nr. 55/2021 - Lög um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 115/2021 - Lög um markaði fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
2021BAugl nr. 13/2021 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 390/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 15/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 509/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Evrópusambandsins og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar skrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 16/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2208 um að bæta Breska konungsríkinu við sem þriðja landi þaðan sem innflutningur inn í Sambandið á sendingum af heyi og hálmi er heimilaður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 20/2021 - Gjaldskrá Fiskistofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 110/2021 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 117/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 198/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 235/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 303/2021 - Reglugerð um framkvæmd jafnlaunastaðfestingar og eftirlit Jafnréttisstofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 333/2021 - Reglugerð um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 341/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 586/2017 um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL-samningur)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 370/2021 - Reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 392/2021 - Auglýsing um niðurfellingu skrásetningargjalda fyrir þá sem brautskrást frá Háskólanum á Akureyri í október 2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 399/2021 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 745/2016, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 410/2021 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 437/2021 - Auglýsing um ráðstafanir vegna námsmats við Háskólann á Akureyri á vormisseri 2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 552/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 580/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 581/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 601/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 605/2021 - Reglugerð um skráningarkerfi með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 606/2021 - Reglugerð um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 626/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017 um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 627/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 629/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 342/2013 um þróun upplýsinga- og fjarskiptatækni til notkunar fyrir skynvædd samgöngukerfi (ITS)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 633/2021 - Reglugerð um starfsstöðvar undanskildar gildissviði viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir skv. 14. gr. a laga nr. 70/2012 um loftslagsmál[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 677/2021 - Reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 879/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 898/2021 - Reglur Háskólans á Hólum um gjaldskrá vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun innritunargjalda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 931/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 951/2021 - Gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1001/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1019/2021 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1020/2021 - Reglugerð um velferð sjávarspendýra við fiskveiðar og fiskeldi í sjó[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1046/2021 - Auglýsing um fyrirkomulag kennslu, prófa og námsmats við Háskóla Íslands háskólaárið 2021–2022[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1057/2021 - Reglugerð um (18.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1059/2021 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 462/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 um smitandi dýrasjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1069/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1095/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Strandabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1102/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1160/2021 - Reglugerð um veiðar á kröbbum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1230/2021 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hrunamannahreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1255/2021 - Gjaldskrá Brunavarna á Austurlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1275/2021 - Reglugerð um íslenskan hluta upplýsingakerfis (N-VIS) um vegabréfsáritanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1301/2021 - Auglýsing um framkvæmd prófa og námsmats við Háskólann á Akureyri á haustmisseri 2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1314/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1337/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1381/2021 - Reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1388/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 397/2003 um leigubifreiðar með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1395/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1435/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1454/2021 - Gjaldskrá fyrir vatnsveitu Hrunamannahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1474/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1517/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1527/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1570/2021 - Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1586/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1602/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1636/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1671/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1678/2021 - Gjaldskrá Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1690/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1720/2021 - Auglýsing um gjaldskyldu á bílastæðum Reykjavíkurborgar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1770/2021 - Verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1772/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Skaftárhrepps[PDF vefútgáfa]
2022BAugl nr. 10/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 44/2022 - Gjaldskrá Fiskistofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 52/2022 - Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 61/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 63/2022 - Gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 138/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Strandabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 155/2022 - Reglur um framgang akademísks starfsfólks við Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 156/2022 - Reglur um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 157/2022 - Reglur um nýráðningar og hæfismat akademískra starfsmanna við Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 168/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 187/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 188/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 840/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 216/2022 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 222/2022 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 224/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um einkaleyfi, nr. 477/2012, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 303/2022 - Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 326/2022 - Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaganna á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 330/2022 - Reglugerð um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 376/2022 - Reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 383/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 387/2022 - Reglugerð um aðgang að og birtingu upplýsinga úr kjörskrá[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 388/2022 - Reglugerð um kjörgögn, atkvæðakassa o.fl. við kosningar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 402/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 422/2022 - Reglur um gerðabækur kjörstjórna og innsigli við kosningar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 431/2022 - Reglugerð um talningu atkvæða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 432/2022 - Reglugerð um aðstoð við atkvæðagreiðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 433/2022 - Reglur um tilhögun í kjörfundarstofu við sveitarstjórnarkosningar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 443/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 453/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 477/2022 - Gjaldskrá vegna eftirlits Lyfjastofnunar með lækningatækjum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 524/2022 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 525/2022 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 547/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 595/2022 - Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarkaupstað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 599/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1150/2019 um raforkuviðskipti og mælingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 624/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 866/2011 um öryggisstjórnun vegamannvirkja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 640/2022 - Reglugerð um kvikasilfur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 681/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 397/2003 um leigubifreiðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 694/2022 - Reglur fyrir Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 700/2022 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 711/2022 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 715/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 717/2022 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 462/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 um smitandi dýrasjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 742/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 759/2022 - Reglugerð um framkvæmd úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 806/2022 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 838/2010 frá 23. september 2010 um setningu viðmiðunarreglna er varða fyrirkomulag vegna jöfnunargreiðslna milli flutningskerfisstjóra og sameiginlega nálgun við reglusetningu um gjaldtöku fyrir flutning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 830/2022 - Reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 833/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 525/2013 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 866/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 880/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1130/2016, um útgáfu og notkun stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 896/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 917/2022 - Reglugerð um eftirlit með velferð dýra við veiðar á hvölum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 927/2022 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 931/2022 - Reglugerð um (19.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 946/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 988/2022 - Gjaldskrá kærunefndar útlendingamála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1025/2022 - Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1031/2022 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1033/2022 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 462/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 um smitandi dýrasjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1054/2022 - Gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1075/2022 - Auglýsing um fyrirkomulag kennslu, prófa og námsmats háskólaárið 2022‒2023[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1101/2022 - Reglugerð um vöruval og innkaup tollfrjálsra verslana á áfengi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1110/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grýtubakkahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1112/2022 - Reglur um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1143/2022 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1180/2022 - Reglugerð um tengiliði og málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1190/2022 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 698/2013 um framkvæmd laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1221/2022 - Reglugerð um merkingu hjólbarða að því er varðar eldsneytisnýtingu og aðra mæliþætti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1236/2022 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1299/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1306/2022 - Gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1329/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 935/2004, um innflutning gæludýra, annarra en hunda og katta, og hundasæðis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1345/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1374/2022 - Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1390/2022 - Auglýsing um gjaldskyldu á bílastæðum Reykjavíkurborgar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1393/2022 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1400/2022 - Reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega- og flutningaskipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1404/2022 - Gjaldskrá Fiskistofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1430/2022 - Reglugerð um geymslu koldíoxíðs í jörðu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1453/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1468/2022 - Reglur um gjaldskrá Landbúnaðarháskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl. og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1473/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1507/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1516/2022 - Gjaldskrá vegna eftirlits Lyfjastofnunar með lækningatækjum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1519/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1536/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grindavíkur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1539/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 560/2009 um íslensk vegabréf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1546/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 397/2003 um leigubifreiðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1547/2022 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1564/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1575/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1581/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1588/2022 - Reglugerð um alþjóðlega reikiþjónustu á almennum farnetum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1601/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1614/2022 - Gjaldskrá Veitna ohf. fyrir heitt vatn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1618/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1628/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1648/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1657/2022 - Gjaldskrá fyrir vatnsveitu Hrunamannahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1668/2022 - Gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Skagafirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1688/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1694/2022 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, vatnsgjald, notkunargjald og heimæðargjald, nr. 619/2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1740/2022 - Reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna[PDF vefútgáfa]
2023BAugl nr. 22/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Strandabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 65/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 111/2023 - Gjaldskrá fyrir hreindýraveiðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 153/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 og reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 171/2023 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 177/2023 - Gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Múlaþingi samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 178/2023 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 205/2023 - Reglugerð um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænt ræktaðra vara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 206/2023 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 207/2023 - Reglugerð um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 245/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 272/2023 - Reglur um breytingu á reglum nr. 244/2014 um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl., og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 283/2023 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 462/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 um smitandi dýrasjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 303/2023 - Reglugerð um sýkingalyf fyrir dýr[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 321/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um starfsemi slökkviliða nr. 747/2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 324/2023 - Reglugerð um leigubifreiðaakstur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 370/2023 - Reglur um ákvörðun þóknunar skiptastjóra vegna kröfu um atvinnurekstrarbann[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 408/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 424/2023 - Reglugerð um notkun mannalyfja af mannúðarástæðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 437/2023 - Auglýsing um brottfall reglna nr. 750/2021 um hlutfall stöðugrar fjármögnunar lánastofnana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 526/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 527/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 528/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 530/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 531/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 538/2023 - Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 556/2023 - Reglugerð um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 582/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 100/2020 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 585/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Mýrdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 606/2023 - Reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 695/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 721/2023 - Reglur um breytingu á reglum nr. 1211/2020 um gjaldskrá Háskólans á Akureyri vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 723/2023 - Reglur um Vísindasjóð Háskólans á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 725/2023 - Reglur um framgang akademísks starfsfólks við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 726/2023 - Reglur um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 761/2023 - Reglur um framgang akademísks starfsfólks við Háskólann á Hólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 764/2023 - Gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 773/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 799/2023 - Auglýsing um breytingu á auglýsingu um gjaldskrá Samgöngustofu, stjórnsýslustofnunar samgöngumála, nr. 895/2022[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 803/2023 - Reglugerð um meðhöndlun úrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 895/2023 - Reglugerð um veiðar á langreyðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 900/2023 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1082/2023 - Reglur um stjórnunar- og aðstöðugjald við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1144/2023 - Reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna flugvalla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1160/2023 - Reglur um tilhögun í kjörfundarstofu við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, við forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1202/2023 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1298/2023 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1304/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1305/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1306/2023 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 160/2012 um útdráttarleysa til notkunar við framleiðslu matvæla og innihaldsefna í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1315/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1318/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1330/2023 - Reglugerð um opinber innkaup á vistvænum og orkunýtnum ökutækjum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1356/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1383/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1410/2023 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1432/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1433/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1445/2023 - Gjaldskrá fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1447/2023 - Gjaldskrá fyrir vatnsveitu Hrunamannahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1486/2023 - Gjaldskrá fyrir Slökkvilið í Sveitarfélaginu Stykkishólmi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1497/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Múlaþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1546/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1550/2023 - Reglugerð um Tollskóla ríkisins og skilyrði fyrir veitingu starfa við tollgæslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1555/2023 - Gjaldskrá vegna eftirlits Lyfjastofnunar með lækningatækjum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1580/2023 - Reglugerð um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1598/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1614/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja, nr. 414/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1617/2023 - Reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa á kolmunna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1636/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Árnessýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1642/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1647/2023 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1648/2023 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1649/2023 - Gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Múlaþingi samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1661/2023 - Reglur um gerðabækur kjörstjórna og innsigli við kosningar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1675/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1685/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1696/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1700/2023 - Gjaldskrá Fiskistofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1731/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1749/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Rangárvallasýslu bs[PDF vefútgáfa]
2024BAugl nr. 30/2024 - Reglugerð um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski innan efnahagslögsögu Noregs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 42/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda og Slökkviliðs Dalabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 65/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2024 - Reglugerð um heimild færeyskra skipa til veiða á kolmunna við Ísland á árinu 2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 162/2024 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 190/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Skagastrandar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 201/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda og Slökkviliðs Strandabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 250/2024 - Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 300/2024 - Reglur um breytingu á reglum um gjaldskrá Háskólans á Akureyri vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds, nr. 1211/2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 311/2024 - Reglugerð um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 314/2024 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 332/2024 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020 um innflutning hunda og katta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 340/2024 - Gjaldskrá fyrir hreindýraveiðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 358/2024 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 893/2004 um framleiðslu lyfja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 359/2024 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 699/1996 um innflutning, heildsöludreifingu og miðlun lyfja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 380/2024 - Reglugerð um framfærsluöryggi greiðsluþega Tryggingastofnunar sem eru búsettir í Grindavíkurbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 388/2024 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 522/2024 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 523/2024 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 605/2021 um skráningarkerfi með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 541/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 590/2024 - Gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni Matvælastofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 630/2024 - Reglugerð um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 642/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017 um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 643/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 644/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 670/2024 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 710/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 749/2024 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 761/2024 - Reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 777/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2024 - Reglur um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um endurbótaáætlanir og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 805/2024 - Auglýsing um gjaldskyldu á bílastæðum Reykjavíkurborgar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 881/2024 - Auglýsing um brottfall reglna nr. 388/2016 um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 903/2024 - Reglugerð um hollustuhætti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 930/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017 um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1085/2024 - Reglugerð um afnám leyfisskoðunar ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1184/2024 - Reglugerð um niðurfellingu reglugerðar um rétt manna til að kalla sig húsameistara nr. 94/1994[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1201/2024 - Gjaldskrá faggildingarsviðs Hugverkastofunnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1245/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1250/2024 - Reglugerð um útlit og viðvörunarmerkingar tóbaksvara, losun skaðlegra tóbaksefna, mæliaðferðir og skýrslugjöf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1274/2024 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020 um innflutning hunda og katta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1355/2024 - Reglugerð um regluramma fyrir U-rýmis loftrými[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1358/2024 - Reglugerð um starfrækslu svifflugna samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1139[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1359/2024 - Reglugerð um gjöld og þóknanir sem Flugöryggisstofnun Evrópu leggur á[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1360/2024 - Reglugerð um starfrækslu ómannaðra loftfara og ómönnuð loftfarskerfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1421/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1435/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1501/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1517/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1520/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1529/2024 - Samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1566/2024 - Reglugerð um Loftslags- og orkusjóð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1571/2024 - Gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1574/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja, nr. 155/2007[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1594/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1598/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1669/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1672/2024 - Gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Múlaþingi samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1701/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1707/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1722/2024 - Gjaldskrá fyrir vatnsveitu Hrunamannahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1736/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1739/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda og Slökkviliðs Strandabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1750/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1780/2024 - Gjaldskrá fyrir Slökkvilið í Sveitarfélaginu Stykkishólmi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1788/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1791/2024 - Reglur Grindavíkurbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1793/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1803/2024 - Gjaldskrá slökkviliðs Húnabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1813/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar[PDF vefútgáfa]
2025BAugl nr. 50/2025 - Gjaldskrá Fiskistofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 73/2025 - Reglugerð um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna veitingar starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 136/2025 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 676/2015 um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 160/2025 - Gjaldskrá Slökkviliðs Mýrdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 162/2025 - Gjaldskrá fyrir hreindýraveiðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 170/2025 - Reglugerð um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 174/2025 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 182/2025 - Reglugerð um veiðar íslenskra skipa á loðnu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 238/2025 - Starfsreglur fjölmiðlanefndar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 239/2025 - Gjaldskrá Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda og Slökkviliðs Dalabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 284/2025 - Reglugerð um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna geymslu koldíoxíðs í jörðu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 295/2025 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 324/2025 - Reglugerð um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 344/2025 - Gjaldskrá Slökkviliðs Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 345/2025 - Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 354/2025 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Náttúruverndarstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 403/2025 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 738/2003, um urðun úrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 429/2025 - Reglugerð um gjaldtöku embættis landlæknis vegna afgreiðslu umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi heilbrigðisstarfsmanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 446/2025 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 854/2016 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð fyrir skírteini og þjálfun flugumferðarstjóra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 480/2025 - Reglugerð um rekjanleikakerfi fyrir tóbaksvörur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 548/2025 - Reglur um fyrirkomulag númerabirtingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 578/2025 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 822/2010 um flutning úrgangs á milli landa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 614/2025 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 903/2024 um hollustuhætti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 622/2025 - Reglur um viðmið við kostnaðarskiptingu fyrir aðgang að aðstöðu fyrir fjarskiptastarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 636/2025 - Reglugerð um yfirgjaldsþjónustu í almennum fjarskiptanetum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 660/2025 - Auglýsing um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 665/2025 - Gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni Matvælastofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 689/2025 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 736/2025 - Reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 771/2025 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 806/2025 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 903/2024 um hollustuhætti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 825/2025 - Reglugerð um niðurfellingu reglugerðar um Fiskeldissjóð nr. 781/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 847/2025 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 860/2025 - Reglugerð um leyfilegan heildarafla og veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 880/2025 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 609/1996 um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 929/2025 - Reglugerð um aflaheimildir samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða á fiskveiðiárinu 2025/2026[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 936/2025 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 383/2024 um breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 969/2025 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 424/2015 um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 970/2025 - Gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1010/2025 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1000/2005 um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1012/2025 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um meðhöndlun seyru, nr. 799/1999[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1033/2025 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfis- og orkustofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1038/2025 - Reglugerð um skilyrði til afskráningar loftfara af loftfaraskrá[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1056/2025 - Reglugerð um komu- og brottfararkerfið[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1057/2025 - Reglugerð um samvirkni upplýsingakerfa Evrópusambandsins á sviði landamæra, vegabréfsáritana, lögreglu- og dómsmálasamstarfs, verndarmála og fólksflutninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1061/2025 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1025/2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1100/2025 - Reglur um gjaldskrá Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1144/2025 - Reglugerð um plastvörur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1162/2025 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1025/2021 um Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1175/2025 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1270/2025 - Reglugerð um ráðstöfun afla sem dreginn er frá heildarafla samkvæmt 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1304/2025 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1314/2025 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020 um innflutning hunda og katta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1340/2025 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1341/2025 - Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1371/2025 - Reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1372/2025 - Reglur um bílastæðakort fyrir rekstraraðila í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1387/2025 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2021 um starfsemi og fjármögnun Húsnæðissjóðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1393/2025 - Gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1434/2025 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1446/2025 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1450/2025 - Reglugerð um fráveitur og skólphreinsun[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing25Umræður (Ed.)153/154
Löggjafarþing35Umræður (samþ. mál)1187/1188
Löggjafarþing38Umræður (samþ. mál)111/112, 301/302, 571/572, 591/592-593/594, 1519/1520-1523/1524, 1949/1950
Löggjafarþing38Umræður (þáltill. og fsp.)279/280
Löggjafarþing39Umræður (samþ. mál)1955/1956
Löggjafarþing39Umræður - Fallin mál725/726
Löggjafarþing39Umræður (þáltill. og fsp.)143/144
Löggjafarþing40Umræður (þáltill. og fsp.)213/214, 281/282
Löggjafarþing42Umræður (samþ. mál)2447/2448
Löggjafarþing42Umræður - Fallin mál263/264
Löggjafarþing42Umræður (þáltill. og fsp.)219/220
Löggjafarþing43Umræður - Fallin mál1011/1012
Löggjafarþing45Þingskjöl195
Löggjafarþing46Umræður (samþ. mál)807/808
Löggjafarþing48Umræður (samþ. mál)619/620
Löggjafarþing49Þingskjöl80, 1086
Löggjafarþing50Umræður (samþ. mál)835/836
Löggjafarþing52Þingskjöl450
Löggjafarþing52Umræður - Fallin mál99/100, 273/274
Löggjafarþing52Umræður (þáltill. og fsp.)15/16
Löggjafarþing54Þingskjöl442
Löggjafarþing54Umræður (samþ. mál)1101/1102
Löggjafarþing55Þingskjöl165
Löggjafarþing56Umræður (samþ. mál)469/470, 989/990
Löggjafarþing59Þingskjöl542
Löggjafarþing59Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir63/64
Löggjafarþing61Þingskjöl146
Löggjafarþing64Þingskjöl142
Löggjafarþing64Umræður (samþ. mál)1293/1294, 1463/1464
Löggjafarþing66Þingskjöl488, 1278
Löggjafarþing67Umræður (samþ. mál)379/380, 499/500, 589/590, 855/856
Löggjafarþing68Þingskjöl478, 486, 493
Löggjafarþing68Umræður (samþ. mál)1597/1598
Löggjafarþing70Umræður (samþ. mál)1101/1102
Löggjafarþing71Umræður (samþ. mál)223/224, 1419/1420
Löggjafarþing72Þingskjöl494
Löggjafarþing72Umræður (samþ. mál)177/178, 281/282
Löggjafarþing72Umræður - Fallin mál279/280
Löggjafarþing73Umræður (samþ. mál)1559/1560
Löggjafarþing73Umræður (þáltill. og fsp.)583/584-585/586
Löggjafarþing74Þingskjöl785
Löggjafarþing74Umræður (samþ. mál)73/74
Löggjafarþing75Þingskjöl437
Löggjafarþing75Umræður (samþ. mál)487/488, 547/548, 1159/1160
Löggjafarþing75Umræður - Fallin mál223/224, 575/576
Löggjafarþing76Þingskjöl482, 485
Löggjafarþing76Umræður (samþ. mál)581/582
Löggjafarþing77Umræður (samþ. mál)1557/1558
Löggjafarþing78Umræður - Fallin mál9/10, 345/346
Löggjafarþing80Þingskjöl1126, 1176
Löggjafarþing80Umræður (samþ. mál)2943/2944
Löggjafarþing81Umræður (samþ. mál)1255/1256
Löggjafarþing81Umræður - Fallin mál601/602, 731/732
Löggjafarþing81Umræður (þáltill. og fsp.)323/324, 441/442, 759/760
Löggjafarþing82Umræður - Fallin mál315/316
Löggjafarþing83Þingskjöl173, 1404
Löggjafarþing83Umræður (samþ. mál)657/658
Löggjafarþing83Umræður - Fallin mál255/256
Löggjafarþing84Þingskjöl858
Löggjafarþing84Umræður (samþ. mál)1127/1128
Löggjafarþing84Umræður - Óútrædd mál33/34
Löggjafarþing85Þingskjöl958
Löggjafarþing85Umræður (samþ. mál)667/668
Löggjafarþing88Þingskjöl1137
Löggjafarþing90Þingskjöl1981
Löggjafarþing91Þingskjöl1196, 2021
Löggjafarþing91Umræður (samþ. mál)667/668
Löggjafarþing91Umræður (þáltill. og fsp.)617/618
Löggjafarþing92Þingskjöl284, 377
Löggjafarþing92Umræður - Óútrædd mál199/200
Löggjafarþing93Þingskjöl262, 278, 1135
Löggjafarþing93Umræður1713/1714, 2875/2876
Löggjafarþing94Þingskjöl705, 715
Löggjafarþing94Umræður3623/3624, 4393/4394, 4399/4400
Löggjafarþing96Þingskjöl228
Löggjafarþing96Umræður349/350, 699/700, 2137/2138-2139/2140, 3007/3008, 3299/3300
Löggjafarþing97Þingskjöl1359, 1661
Löggjafarþing97Umræður3123/3124
Löggjafarþing98Þingskjöl222, 1772, 1783, 1794
Löggjafarþing98Umræður927/928, 2457/2458, 2697/2698, 3001/3002
Löggjafarþing99Þingskjöl1760, 2247
Löggjafarþing99Umræður1845/1846, 2143/2144, 2635/2636, 3131/3132, 3757/3758, 4055/4056, 4451/4452, 4467/4468
Löggjafarþing100Þingskjöl18, 1963
Löggjafarþing100Umræður187/188, 3585/3586, 4341/4342, 5261/5262
Löggjafarþing102Þingskjöl1068, 2115
Löggjafarþing102Umræður173/174, 323/324, 621/622-625/626, 629/630, 677/678, 983/984, 1039/1040, 1177/1178, 1725/1726, 2063/2064, 2239/2240
Löggjafarþing103Þingskjöl374
Löggjafarþing103Umræður1507/1508, 3747/3748, 3795/3796, 3957/3958-3961/3962, 4243/4244
Löggjafarþing104Þingskjöl336, 437, 1945, 2408, 2531
Löggjafarþing104Umræður111/112, 789/790, 793/794, 809/810, 861/862, 903/904-905/906, 985/986, 1287/1288, 2591/2592, 2885/2886, 4605/4606, 4895/4896
Löggjafarþing105Þingskjöl844, 916, 1748, 2746
Löggjafarþing105Umræður1179/1180, 1191/1192, 1553/1554, 1601/1602, 1609/1610, 1877/1878, 2075/2076, 2395/2396, 2553/2554, 2761/2762, 2829/2830, 2941/2942
Löggjafarþing106Þingskjöl556, 1264, 1361, 1662, 1940, 2127, 2207, 2360
Löggjafarþing106Umræður35/36, 475/476, 857/858, 1065/1066, 1689/1690, 1917/1918, 1929/1930, 2075/2076-2077/2078, 2101/2102, 2107/2108, 2629/2630-2631/2632, 2849/2850, 3209/3210, 3695/3696-3697/3698, 4299/4300, 4321/4322, 4743/4744, 5555/5556, 5801/5802, 6497/6498, 6505/6506, 6535/6536
Löggjafarþing107Þingskjöl958, 1056, 1412, 2373, 2623, 2692, 2698-2699, 2748, 2839, 3032, 3331
Löggjafarþing107Umræður271/272, 279/280, 299/300, 503/504, 1881/1882, 2037/2038, 2651/2652, 2655/2656, 2859/2860, 2973/2974, 3187/3188, 3549/3550, 3789/3790, 3803/3804, 3921/3922, 4311/4312, 4401/4402, 4965/4966-4967/4968, 5093/5094, 5333/5334-5335/5336, 5351/5352, 6017/6018, 6297/6298, 6419/6420, 6937/6938, 6967/6968, 7011/7012
Löggjafarþing108Þingskjöl725, 731, 2035, 2197, 2897, 2905, 2916
Löggjafarþing108Umræður229/230, 285/286, 1071/1072, 1075/1076, 2505/2506, 3123/3124, 3339/3340, 3407/3408, 3465/3466, 3689/3690
Löggjafarþing109Þingskjöl546, 554, 565, 816, 2562, 2626-2627, 2629, 3116, 3147, 3795, 3947
Löggjafarþing109Umræður529/530, 1345/1346, 1699/1700, 1923/1924, 2355/2356, 2529/2530, 3167/3168, 3195/3196, 3847/3848, 4103/4104, 4131/4132
Löggjafarþing110Þingskjöl1195, 1199-1201, 2459, 2547, 3921
Löggjafarþing110Umræður867/868, 1095/1096, 3937/3938, 4049/4050, 4189/4190, 4577/4578, 5385/5386, 6819/6820-6821/6822, 7127/7128, 7641/7642, 7827/7828
Löggjafarþing111Þingskjöl23, 2337, 2943, 2947, 2982, 3049
Löggjafarþing111Umræður71/72, 77/78, 1001/1002-1003/1004, 3103/3104-3107/3108, 3833/3834, 3943/3944, 4283/4284, 4287/4288, 4505/4506, 5251/5252, 5369/5370, 5405/5406-5407/5408, 5531/5532, 6339/6340, 6691/6692, 6925/6926, 7037/7038, 7113/7114, 7357/7358-7359/7360, 7445/7446, 7531/7532
Löggjafarþing112Þingskjöl349, 1094, 2059, 2754-2755, 2758, 3154, 4417-4418, 4964
Löggjafarþing112Umræður63/64, 1763/1764, 1921/1922, 2457/2458, 2861/2862, 3267/3268, 4247/4248, 4871/4872, 5011/5012, 5109/5110-5111/5112, 5991/5992, 6149/6150
Löggjafarþing113Þingskjöl2678, 3561, 3765, 4048, 4276, 5123
Löggjafarþing113Umræður411/412, 649/650, 839/840, 1049/1050, 1185/1186, 1299/1300, 2409/2410, 3329/3330, 3553/3554, 3849/3850, 3883/3884, 4331/4332
Löggjafarþing115Þingskjöl917, 961, 1291, 1317, 1408, 1659, 1688, 2026, 3240, 4122, 4680, 5923
Löggjafarþing115Umræður223/224, 1525/1526, 1545/1546, 1681/1682, 1905/1906, 2483/2484-2485/2486, 2491/2492-2493/2494, 2813/2814, 4597/4598, 4853/4854, 5727/5728, 6469/6470, 7627/7628, 8883/8884, 9399/9400, 9581/9582
Löggjafarþing116Þingskjöl225, 324, 454, 2669, 2889, 2915, 3031, 3096, 3299, 3307, 3852, 4468, 5514, 5537
Löggjafarþing116Umræður949/950-951/952, 1265/1266, 2791/2792, 2921/2922, 3845/3846, 3947/3948, 4061/4062, 4067/4068, 5551/5552, 6065/6066, 6787/6788, 7437/7438, 8727/8728-8729/8730, 9067/9068, 9085/9086-9087/9088, 9797/9798, 9801/9802, 9831/9832, 9855/9856
Löggjafarþing117Þingskjöl1294, 1375, 1475, 1535, 2008, 2041, 3690, 3724, 3727, 4039, 4113, 4175, 4284, 4328
Löggjafarþing117Umræður401/402-403/404, 1535/1536, 2127/2128, 3061/3062, 3575/3576, 3595/3596, 3929/3930, 3969/3970, 4321/4322, 4705/4706, 4863/4864, 5091/5092, 5177/5178, 5611/5612, 5759/5760, 5947/5948, 5977/5978, 6165/6166, 7069/7070, 7153/7154, 7515/7516, 7551/7552, 7919/7920, 8707/8708
Löggjafarþing118Þingskjöl1222, 1500, 1848, 2329, 2595, 2634, 2739, 2744, 2818, 2821, 3273, 3299, 3754, 3924
Löggjafarþing118Umræður597/598, 1197/1198, 1699/1700, 1725/1726, 1769/1770, 1911/1912, 2097/2098, 2103/2104, 2209/2210, 2709/2710, 3055/3056, 3091/3092, 4353/4354, 4557/4558, 4917/4918, 4921/4922, 5149/5150, 5219/5220
Löggjafarþing119Þingskjöl701
Löggjafarþing119Umræður253/254-255/256, 489/490, 981/982, 1179/1180, 1265/1266
Löggjafarþing120Þingskjöl497, 677, 682, 1241, 1751, 1776, 1778-1780, 1784, 2960, 3016, 3054, 3269, 3370, 3383-3384, 3396, 3441, 3897, 4367, 4369, 4631, 4727, 4797
Löggjafarþing120Umræður87/88, 465/466, 583/584, 815/816, 819/820, 877/878-879/880, 1429/1430, 1487/1488, 1513/1514-1515/1516, 1633/1634, 1735/1736, 1743/1744, 1803/1804, 1865/1866-1869/1870, 1883/1884-1885/1886, 1915/1916, 1939/1940, 1969/1970, 1975/1976, 1981/1982, 1985/1986, 2141/2142, 2161/2162, 2211/2212, 2317/2318-2319/2320, 2517/2518, 2525/2526, 2535/2536, 2543/2544, 2669/2670-2671/2672, 2873/2874, 2881/2882, 3543/3544, 3819/3820, 3905/3906, 3979/3980, 4127/4128-4129/4130, 4189/4190, 4537/4538, 4541/4542, 4579/4580, 5301/5302, 5391/5392, 5397/5398, 5411/5412-5413/5414, 5437/5438-5439/5440, 5443/5444, 5495/5496, 5549/5550-5551/5552, 5583/5584, 5597/5598, 5837/5838, 5849/5850, 5859/5860, 6167/6168, 6345/6346, 6453/6454, 6457/6458, 6673/6674-6675/6676, 6695/6696, 6791/6792, 6827/6828, 7043/7044, 7235/7236, 7297/7298
Löggjafarþing121Þingskjöl489, 558, 699, 701, 1462, 1716, 1932, 3098, 3324, 3409, 3426, 3481, 4010, 4057, 4285, 4493, 4782, 4832, 4837, 4954, 5667
Löggjafarþing121Umræður227/228, 291/292, 315/316, 601/602, 961/962, 969/970, 987/988, 1185/1186, 1191/1192, 1795/1796, 2007/2008-2009/2010, 2049/2050, 2067/2068, 2403/2404, 2521/2522, 2759/2760, 2987/2988, 3015/3016, 3411/3412-3413/3414, 3531/3532, 3593/3594, 3685/3686, 3691/3692, 3721/3722, 3983/3984-3985/3986, 3997/3998, 4399/4400, 4699/4700, 5397/5398-5403/5404, 5977/5978-5979/5980, 6135/6136, 6225/6226, 6425/6426, 6563/6564, 6715/6716-6717/6718, 6737/6738, 6777/6778
Löggjafarþing122Þingskjöl617, 875, 1435, 2161-2162, 2175, 2606, 3114, 3175, 3194, 3401, 3412, 3744, 4469, 4604-4605, 4661, 5228, 5481-5482, 5811
Löggjafarþing122Umræður559/560-561/562, 711/712, 833/834-837/838, 1521/1522, 1663/1664, 2051/2052, 2115/2116, 2125/2126, 2203/2204, 2397/2398, 2615/2616, 2795/2796, 2811/2812, 2843/2844, 2903/2904, 2911/2912, 2943/2944, 2949/2950, 3123/3124, 3267/3268-3271/3272, 3297/3298, 3399/3400, 3559/3560, 3601/3602, 3683/3684, 3755/3756, 3803/3804-3805/3806, 4335/4336, 4375/4376, 4383/4384-4385/4386, 4443/4444, 4631/4632, 4899/4900-4901/4902, 5219/5220-5221/5222, 5305/5306, 5721/5722-5723/5724, 5729/5730-5731/5732, 5805/5806, 5919/5920-5921/5922, 5929/5930, 6335/6336, 6391/6392, 6397/6398, 6409/6410, 6421/6422-6423/6424, 6469/6470, 6483/6484, 6539/6540, 6545/6546, 6567/6568, 6899/6900, 6911/6912, 7145/7146, 7353/7354, 7431/7432, 7605/7606-7609/7610, 7851/7852, 7855/7856, 7863/7864, 7875/7876, 8015/8016
Löggjafarþing123Þingskjöl530, 569, 932, 1046, 1050, 1052, 1054-1055, 1057-1059, 2272, 2438, 2650, 2855, 3031, 3286, 3300, 3307, 3917, 4210, 4388, 4727
Löggjafarþing123Umræður559/560, 787/788, 1449/1450, 1479/1480, 1509/1510, 1523/1524, 1855/1856, 1881/1882, 1887/1888, 1909/1910-1911/1912, 2033/2034, 2275/2276, 2285/2286, 2321/2322, 2693/2694, 2699/2700, 2763/2764, 2775/2776, 2803/2804, 2877/2878, 2883/2884, 2887/2888-2891/2892, 3123/3124-3125/3126, 3315/3316, 3463/3464, 3703/3704, 3829/3830, 3881/3882, 4197/4198, 4867/4868
Löggjafarþing124Þingskjöl24
Löggjafarþing124Umræður249/250
Löggjafarþing125Þingskjöl275, 611, 1229, 1237, 1642, 1809, 1979, 2182, 2228, 2552-2553, 2559-2561, 2563-2564, 2577, 2580, 2587, 2597, 2603-2604, 2666, 2724, 2726, 2743, 3404, 3656, 3772, 3776, 3783, 3812, 4191, 4264, 4396, 5147, 5174, 5261, 5440, 5447, 5507, 5871, 6063, 6461
Löggjafarþing125Umræður193/194, 1859/1860, 2801/2802, 2949/2950, 3067/3068, 3199/3200, 3223/3224, 3311/3312, 3635/3636, 3961/3962, 4207/4208, 4415/4416, 4745/4746, 4875/4876, 5171/5172, 5325/5326, 5477/5478, 5881/5882, 5917/5918, 6003/6004, 6263/6264, 6367/6368-6369/6370, 6373/6374-6375/6376, 6381/6382, 6409/6410, 6567/6568
Löggjafarþing126Þingskjöl806, 987, 1199, 1228, 1283, 1343, 1347, 1354, 1778, 2030, 2285, 2423, 2437, 2529, 2546, 2794, 3108, 3291, 3493, 3774, 3836, 3851, 3856, 4100, 4102, 4117, 4514, 4534, 4618, 5043, 5227, 5290
Löggjafarþing126Umræður417/418, 553/554, 915/916, 1113/1114, 1651/1652, 2671/2672, 2751/2752, 2905/2906-2907/2908, 2959/2960, 2965/2966, 2969/2970, 2977/2978, 3093/3094, 3163/3164, 3175/3176, 3179/3180, 3217/3218, 3225/3226, 3255/3256, 3271/3272, 3289/3290, 3301/3302-3303/3304, 3311/3312-3315/3316, 3393/3394, 3405/3406, 3417/3418, 3441/3442, 3451/3452-3453/3454, 3457/3458, 3467/3468, 3487/3488, 3501/3502-3503/3504, 3513/3514, 3521/3522, 3553/3554, 3571/3572, 3629/3630-3631/3632, 3649/3650, 3725/3726, 3847/3848-3849/3850, 3855/3856, 4145/4146, 4189/4190, 4233/4234, 4303/4304, 4523/4524, 4551/4552, 4581/4582, 4793/4794, 4797/4798, 4893/4894, 4901/4902, 5003/5004, 5053/5054, 5503/5504, 5581/5582, 6303/6304, 6563/6564, 6823/6824-6825/6826, 7075/7076, 7267/7268
Löggjafarþing127Þingskjöl691, 957, 1191, 1210, 1212-1213, 1287, 1805, 2473, 2728, 2776, 3489-3490, 3767-3769, 4022-4023, 4071-4072, 4075-4076, 4328-4330, 4378-4379, 4702-4703, 4941-4942, 5328-5329
Löggjafarþing127Umræður639/640, 1147/1148, 1215/1216, 1261/1262, 1511/1512, 1515/1516, 1925/1926, 2331/2332-2335/2336, 2385/2386, 2403/2404-2405/2406, 2769/2770, 2827/2828, 2845/2846, 2905/2906, 2989/2990, 4189/4190, 4413/4414, 4933/4934, 4937/4938, 4943/4944, 4947/4948, 5029/5030, 5489/5490, 5737/5738, 6001/6002, 6005/6006, 6251/6252, 6419/6420, 6523/6524, 6695/6696, 6819/6820, 7071/7072, 7127/7128, 7159/7160, 7409/7410, 7599/7600, 7741/7742
Löggjafarþing128Þingskjöl1033, 1037, 1155, 1159, 1201, 1205, 1344, 1348, 1541, 1545, 1560-1561, 1564-1565, 1960-1961, 1973-1974, 2101-2102, 2254-2255, 2280-2281, 2290-2291, 2316-2317, 2724-2727, 2747-2748, 3221-3224, 3231-3232, 3298-3299, 3748, 3753, 4358, 4468, 4531, 4657, 4907, 4920, 5474, 5706, 5832
Löggjafarþing128Umræður445/446, 527/528, 971/972, 1915/1916, 1959/1960, 2045/2046, 2157/2158, 2273/2274, 2311/2312, 2497/2498, 2519/2520, 2609/2610, 2913/2914-2915/2916, 3087/3088, 3169/3170, 3325/3326, 4149/4150-4151/4152, 4161/4162, 4175/4176, 4187/4188, 4243/4244, 4365/4366, 4459/4460, 4513/4514, 4609/4610, 4653/4654, 4795/4796, 4803/4804
Löggjafarþing130Þingskjöl573, 754, 894, 1240, 2725, 2853, 2873, 3196, 3242, 4985, 4988, 5089, 5875, 5983, 6047, 6164, 6195, 6297, 6470, 6510, 6591-6592, 6912
Löggjafarþing130Umræður709/710, 807/808, 887/888, 1055/1056, 1065/1066, 1377/1378, 3087/3088, 3125/3126, 3291/3292, 3365/3366-3371/3372, 3897/3898, 4069/4070, 4695/4696, 4787/4788, 5427/5428, 6539/6540, 7299/7300, 7949/7950, 7957/7958, 8201/8202
Löggjafarþing131Þingskjöl553, 599, 857, 1438, 1461, 2939, 3577, 3624, 4825, 4840, 5143-5144, 5148, 5371, 5443, 5476, 6113
Löggjafarþing131Umræður943/944, 959/960-961/962, 967/968, 1213/1214, 1331/1332, 1835/1836, 2239/2240, 3593/3594, 4073/4074, 5103/5104, 5905/5906, 6247/6248, 6407/6408, 6467/6468-6469/6470, 6713/6714, 6901/6902, 6923/6924, 6927/6928, 7305/7306
Löggjafarþing132Þingskjöl532, 602, 661, 945, 1042, 1395, 1804, 1806, 2367, 2374-2375, 2620, 2635, 2638, 2642, 2804-2805, 2843, 3081, 3377, 3488, 3539, 3793, 3892, 4064, 4378, 4760, 5033, 5057, 5180, 5479, 5543
Löggjafarþing132Umræður1249/1250, 1655/1656, 1857/1858, 2183/2184-2185/2186, 2203/2204, 2375/2376, 2699/2700, 2731/2732, 2859/2860, 2907/2908-2917/2918, 2987/2988, 3069/3070, 3139/3140, 3797/3798, 3917/3918, 4017/4018, 4025/4026, 4685/4686, 5485/5486, 6473/6474, 6647/6648, 7229/7230-7231/7232, 7531/7532, 7891/7892, 8047/8048, 8279/8280-8281/8282, 8289/8290, 8299/8300, 8307/8308, 8323/8324, 8375/8376, 8481/8482, 8607/8608, 8713/8714, 8847/8848, 8855/8856-8857/8858
Löggjafarþing133Þingskjöl507-508, 510, 716-717, 891, 1036, 1221, 1238, 1257, 2607, 2610, 2612, 2905, 2908, 2913, 3531, 3643, 3722-3723, 3922, 3931, 4090, 4134, 4164, 4314, 4851, 4860, 4865, 4872, 5136, 5481, 5665, 5684, 5940, 6315, 6694, 7212
Löggjafarþing133Umræður237/238, 249/250, 1089/1090, 1343/1344, 1353/1354-1355/1356, 2233/2234, 2389/2390, 3013/3014, 3053/3054, 3093/3094, 3755/3756, 4007/4008, 4041/4042, 4091/4092, 4109/4110, 4167/4168, 4173/4174, 4185/4186, 4199/4200, 4579/4580-4581/4582, 4595/4596-4597/4598, 4691/4692-4693/4694, 4761/4762, 4779/4780, 4885/4886, 5141/5142, 5229/5230, 5621/5622, 5979/5980, 6001/6002
Löggjafarþing134Umræður117/118
Löggjafarþing135Þingskjöl649, 1090, 1109, 1288-1289, 1475, 1665, 2753, 2767, 3096, 3100, 3146, 3342, 3358, 3385, 3417, 3834-3835, 3838, 4140, 4611, 4618, 4652-4653, 5009, 5057, 5174, 5217, 5219, 5388-5389, 5717, 5760, 6237, 6312, 6555
Löggjafarþing135Umræður229/230, 413/414, 983/984, 1281/1282, 1535/1536, 1577/1578, 1609/1610, 1625/1626, 1677/1678, 1827/1828, 1931/1932, 2389/2390, 2399/2400, 2553/2554-2555/2556, 2983/2984, 3091/3092, 3479/3480, 3603/3604, 3973/3974, 4617/4618-4619/4620, 4623/4624, 4913/4914, 4917/4918, 5001/5002, 5005/5006, 5185/5186, 5317/5318, 5341/5342, 5409/5410, 5499/5500, 6069/6070, 6083/6084, 6157/6158, 6243/6244, 6283/6284, 6345/6346, 6597/6598, 6675/6676, 6987/6988, 7009/7010, 7197/7198, 7645/7646, 7689/7690, 8525/8526, 8617/8618
Löggjafarþing136Þingskjöl500, 570, 640, 1005, 1034, 1093, 1192-1195, 1205, 1363, 1915, 2149-2150, 2325, 2978, 3065, 3070, 3131, 3493, 3498, 4249, 4255, 4257, 4261
Löggjafarþing136Umræður1663/1664-1665/1666, 1757/1758, 1777/1778, 1795/1796, 1811/1812, 1887/1888, 2053/2054, 2339/2340-2341/2342, 2519/2520, 2523/2524, 2579/2580, 3481/3482, 3499/3500, 4127/4128-4129/4130, 4251/4252, 5039/5040, 6701/6702, 7045/7046-7047/7048, 7057/7058
Löggjafarþing137Þingskjöl27, 33, 35, 39, 76, 81, 338, 356, 364, 367, 371, 378, 405, 426, 695, 844, 993, 1224
Löggjafarþing137Umræður283/284-285/286, 1273/1274, 1293/1294, 2237/2238, 2935/2936, 2979/2980, 2999/3000
Löggjafarþing138Þingskjöl683, 820-821, 983, 1139, 1147, 1151, 1155, 1163, 1884, 2385, 2607, 3152, 3166, 3226, 3546-3547, 3713, 3773, 3949, 3993, 4114, 4129, 4195, 4251, 4568, 4707, 4779, 4799, 4821-4822, 5018, 5194, 5320-5321, 5395, 5412-5414, 5450, 5822, 5944, 6177, 6303, 6674, 6735, 7253, 7261, 7352, 7502, 7531, 7651-7653
Löggjafarþing139Þingskjöl687, 763-764, 1012, 1028, 1323, 1398, 1508-1509, 1580, 1678, 1916, 1958, 2007, 2324, 2554, 2706, 2725, 2729-2730, 3161, 3345-3346, 3572, 3576, 3641, 4485, 4769, 4897, 5022, 5056-5058, 5060, 5069, 5336, 5627, 5636, 5639, 5643, 5653, 5746, 5787-5788, 5884, 5969, 5977, 5986, 6288, 6687, 6870, 7567, 7732, 7734, 7839, 7931, 7986-7987, 7992-7994, 8163, 8533, 8605, 8816, 8867, 9000, 9028, 9031, 9092, 9466, 9481, 9535, 9882
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1995688, 698, 754
1999703, 716, 785, 1011, 1015-1016
2003902, 1159, 1181, 1186-1187, 1358
2007888, 1333, 1355, 1359-1361, 1460, 1546, 1727
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
198810, 22, 29, 31, 40
198926, 39-40
199124, 27, 30, 34, 146, 198
199230, 63, 96-97, 100-103, 112, 122-123, 129, 144, 186, 190, 193, 210, 221, 224, 302, 351
199320, 31, 227, 305, 310, 324, 367
199410, 41-42, 45, 95, 99-101, 140, 154, 157, 160, 162, 209, 211, 217-219, 221, 225, 233, 235-236, 238-240, 301, 307, 328-330, 356, 358, 360, 371, 418-419, 444
199513, 25, 28-29, 32, 35, 71, 86, 179, 181, 206, 284, 379-381, 392-393, 411, 422, 424, 451, 546-547, 579
199634, 37-38, 42, 80, 93, 160, 162-163, 166-167, 250-251, 253-254, 283, 289, 299, 302, 338, 400, 474, 476, 482-483, 518, 532, 542-544, 552-553, 617-618, 626-627, 629, 631, 641, 645-646, 653, 687
19975, 7, 25, 27, 32, 38, 42, 46, 59-61, 63-64, 70, 111, 115, 174, 279, 284-286, 288-289, 297, 309, 381, 393, 408-409, 436, 439, 442, 446, 456, 469, 474, 485, 524-525
19986-7, 24-27, 33, 35, 37, 52, 54, 56, 62, 88, 115-118, 121, 123-124, 128, 152, 243-244, 248
19995, 7-8, 30, 33, 61, 63, 67, 79-80, 188-189, 191, 194, 206, 231-233, 237, 241, 244, 324
20007, 27-28, 116-117, 121, 123, 133-134, 137-138, 152, 180, 250, 255-256, 261
200117, 73, 148, 268, 272, 274, 278
2002127, 130, 136, 165, 212, 218, 223
200351, 164-165, 172, 194, 198, 231, 249, 254, 256, 261
20047, 15, 37, 63, 66, 68, 96-97, 154, 166, 195, 201-202, 207
20056, 8, 41, 56, 77, 139, 148, 150, 159, 197, 202, 204, 209
20067, 11, 24, 33-34, 76, 147-148, 150, 156, 159-160, 174, 212, 231, 237-238, 244
20076, 27, 31, 49-52, 57, 62-63, 76, 97, 109, 135, 139, 159-160, 168, 170, 172, 198, 225, 227, 248, 254-256, 262
20086, 12, 20-22, 45, 47-49, 51-53, 57, 77, 84, 87, 183-185, 187-188, 198, 201, 203, 205, 211, 213, 226
20097, 19, 28, 77, 79, 104, 109, 121, 204-206, 208, 210-211, 213, 220-223, 226, 257, 304
201037, 79, 124, 133
20116, 60-61, 64, 89, 114
201232, 62, 81, 110
201313, 23, 28, 81, 93, 131
201431, 68, 72, 103
201513, 20, 27, 33, 61-62, 65
201618, 41, 45, 85, 91
201715, 17, 36, 57, 74, 92
2018100, 108-109, 118-119, 128-129
201981
202036, 54-55, 65, 72, 82
202167
202239, 44
202320, 43
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
1997109
1997182
19971910
19972998
19973111
1997394
1997462, 4-7
1997471
1998111
1998192
19982842
1998338-9
1998389-10
1998463, 14
1999511
199981
1999111
1999171-2
19991836, 41-42, 48
19992015
1999361
1999449
1999458, 12, 18
200012
2000101
2000134-6
20001448
2000155-7
200021193
20002645
20002912, 15
20003814
20004521
20004847
20005153
20005831
2000612-4
20011920
20012222, 25
20014929
20015187, 90, 93, 95, 98, 100-101, 104, 106-111, 113, 115, 117-118, 120-124, 126
20016039-40, 81
20016124
2001621
2002141-2
2002251
2002345
20024511
2002461
2002481
20024953-55
200339-10
2003131
200323337, 351
20046442
200558234
20062615, 17, 87
20101428
201259293
20134770, 776
201328232
20133417
2016364
2016482
2016531
2016563-4
20165937
2016611-2
20166219
20166638-39
20166737
201791-2
20171521
2017161-3
2017181-3
2017231
2017371-2
2017571
2017591-2
2017611
2017711-2
2017812
201811
2018131-3
201814147
2018171
2018262
2018321-2
2018481
2018621
2018661
201925119-122
2019457
2019751
20198712
2019972-3
202032
2020251
2020391
2020432-3
2020464-6
2020491-3
2020531
2020561
2020592
2020611-3
2020631-3
2020641-3
2020651-3
2020681-3, 9-10
2020701-3
2020721-7
2020791
202142
2021101-3
2021111-7
2021141-2
2021161-2
2021202-5
2021292-9
20213546
2021362-4
2021411, 3-6
2021422
2021503
20215216-17, 29
2021541-6
2021561-3
2021591-2
2021631-5
2021702-4, 7
2021791
202221-3
2022122
2022141
2022191-2
2022212-4
2022282-4
2022311-11
20224314-15
20224622-23
20225111-12
2022581
2022601-2
2022642-3
2022731
2022842-3
202391-2
2023171
2023231-2
2023271-3
2023292-3
2023412
2023464
2023531-2
20236879
2023901
2024424
2024242
202425614
20243231
2024331-2
202434262, 267, 274, 276-279, 330
2024432
2024551
2024621
2024641
20246524, 65
2024781-4
202513
202510163
2025181-3
2025312
2025363
2025401
2025482-3
202563232-233
2025703-4
20257753
Fara á yfirlit

Lögbirtingablað

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
2001210
2001535
20011290-91
200119146-147
200122170
200125194-195
200128221
200130235-236
200138298
200143341
200147372
200148378-379, 381-382
200149386
200158457
200159462-464
200162486
200163495
200186675
200188690
2001100786
2001112881
2001114898-899
2001124979
20011291018
20011311037
20011331052-1053
20011341058
20011381090-1091
20011441139
20011501188
200212-4
2002750
20021399-100
200218139
200226203
200234266-267
200237290
200240313
200247366-367
200276595
200284658
200294737
2002104813
2002126991
20021431126-1127
20021531210
20021551227
200314107-108
200342330
200374587
200378618
200382650
200384666
200385673
200388698
200395754, 760
2003102811-813
2003103820-822
2003105834
2003112890, 892
2003119947-948
20031351075
20031431135
20031521202
20031621282
20031661314
200414106
200416123
200428222
200433258
200444347
200445353-354
200449386
200455437
200457453
200459468
200467530-531
200471562-563
200492726
2004110871
2004119942
20041281014
200544296
200556393
200573676
200575741
200576773
200579872
2005841043
20064124
2006391248
2006401277
20061013232
20074105
200716511
200717539, 542
200719608
200725797, 799-800
2007391247-1248
2007421342-1343
2007561792
2007601920
2007611951
2007672143
2007702240
2007782495
2007812569
2007852720
20086174
20088255-256
200812382
200815479
2008351119-1120
2008411302
2008571824
2008642047-2048
2008692201, 2203
2008702239-2240
2008762431
20094126-127
200910319
200913400
200915453-454
200921671
2009321003
2009351115
2009361151
2009391247-1248
2009491568
2009541727
2009591886
2009712269
2009732336
20106186-187
20109281-282
201013414
201017544
201018568
201031990-991
2010331055
2010411308
2010611952
2010702240
2011396
201116510-511
201124767
2011642047
2011732336
2011912912
2011963072
20125158-160
201215477-478
2012321022
2012341088
2012351117
2012381216
2012411312
2012481523
2012551759-1760
2012642047
2012662111
2012772438, 2461
2012782495
20121023259
20121143647-3648
20121173718
201321703
2013531696
2013561792
2013571823-1824
2013621981
2013872784
2013932976
2013963070
20131033296
20131083453-3455
2014263
201416511
201429928
2014371182-1184
2014391239
2014461472
2014471502-1504
2014481524
2014501596
2014521663
2014601920
2014692207
2014712271
2014732336
2014822621-2624
2014852717-2720
2014872784
2014912911
20141003198-3199
2015131-32
2015263-64
201515476
201517541-542
201518548-549
201519606, 608
201520636-638
201522696-697, 699-704
201528895
2015371184
2015421342-1343
2015471500-1501
2015491566
2015531695
2015611951-1952
2015722298
2015742368
2015782496
2015812591
2015852718-2720
2015862752
2015922943-2944
2015943008
20166192
20168256
201614446
201621671-672
201623734, 736
201625800
201626832
2016341088
2016361152
2016371184
2016521663
2016621982-1984
2016732334
20168031
20172226
20172810-11
20173731
20174424-25
20174529
20174627-28
20175230
20175930-31
2017643
20177330-32
2017872781, 2784
2017902874
2017912911-2912
2017922943-2944
2018394
201811349, 352
201813413, 416
201815479
201818573
201819605
201825798
201828894
2018331056
2018341087
2018361148-1150
2018391248
2018421342-1343
2018431375
2018461375
2018531695-1696
2018551759
2018591886-1888
2018632009
2018672144
2018752400
2018802559
2018842687
2018993166
20181003198-3200
2019394, 96
20197223
20198255
201910319-320
201912383
201916511
201922697, 700
201925779
201927842
201930959-960
2019421342
2019541728
2019561790-1791
2019591888
2019621983-1984
2019632016
2019752399-2400
2019862752
2019932973
2019943007
2019973103
2020263
20206192
202010319-320
202024768
202026876
202027960
2020291066
2020331343
2020351444
2020381660
2020391728
2020431982-1983
2020442017
2020462172, 2174
2020472213
2020492333
2020512491, 2494
2020522553-2557
2020562898
2020593121-3122
20212147
20213214
20217537
20218600-601
202110746-748
202113965
2021141000
2021151123-1124, 1138-1139
2021161154
2021181345
2021201504
2021211646
2021221716-1717, 1720-1721
2021231802
2021262044, 2067
2021272110, 2141
2022111-12, 30, 41
20222154
20225466
20226503-504
2022191728
2022413859
2022464402
2022534991
2022696607
2022736993-6994
2022777313-7314
2022797428
2023195
20237668
20238764
202310958
202311988, 1023
2023121110
2023161504, 1533
2023171593, 1630
2023181725
2023191820
2023201916, 1918
2023211961
2023272544
2023282640
2023434124
2023444216-4217
2023474508
2023484565
2023494645
20242189
20244380, 382
20246564, 571-572
20247621
20248729, 763, 765
202411969
2024131245
2024151418, 1438
2024181725
2024191773
2024232201-2202
2024252398
2024262491, 2495
2024302878
2024333112, 3160, 3162
2024343226, 3261
2024363453
2024373547-3549
2024424028
2024474480
2024504765
2024514838
2024565362
2024666158
2024696522, 6525
2025192-93
20255478
20256572, 575
2025201918
2025212013
2025222107
2025251531-1532
2025271656
2025281756
2025382781
2025402973
2025413059
2025423162, 3167
2025463537, 3539, 3549
2025483731
2025493836
2025503931, 3934
2025513979, 4031
2025524125
2025544251
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 25

Þingmál A10 (afnám fátækratíundar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jósef J. Björnsson - Ræða hófst: 1914-07-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 35

Þingmál A135 (læknisskoðun aðkomuskipa)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Magnús Pétursson - Ræða hófst: 1923-04-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 38

Þingmál A1 (fjárlög 1927)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Sigurjón Þ. Jónsson - Ræða hófst: 1926-03-27 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1926-03-29 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1926-04-10 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1926-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (vélgæsla á gufuskipum)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1926-03-08 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1926-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (veðurstofa)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ólafur Thors (Nefnd) - Ræða hófst: 1926-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (strandferðaskip)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1926-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (sala á síld o. fl.)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1926-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (slysatryggingariðgjald)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1926-05-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 39

Þingmál A22 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1927-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (gin- og klaufaveiki)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Magnús Guðmundsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Magnús Guðmundsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-05-04 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Árni Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1927-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (landsstjórn)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1927-03-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 40

Þingmál A145 (brot dómsmálaráðherra á varðskipalögum)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1928-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (rannsókn leigumála húsnæðis í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1928-04-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 42

Þingmál A2 (fjáraukalög 1928)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1930-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (refaveiðar og refarækt)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1930-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1930-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A388 (varnir gegn berklaveiki)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1930-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (afgreiðsla þingmála)

Þingræður:
79. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1930-04-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 43

Þingmál A158 (loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1931-03-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 45

Þingmál A36 (skipun læknishéraða, verksvið landlæknis og störf héraðslækna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 1932-02-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A71 (sauðfjármörk)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1932-04-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 46

Þingmál A35 (kjötmat og fl.)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Pétur Ottesen (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 48

Þingmál A27 (sláturfjárafurðir)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1934-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1934-11-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 49

Þingmál A7 (eftirlit með matvælum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1935-02-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A173 (fólksflutningar með bifreiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 511 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-11-09 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 50

Þingmál A64 (ólöglegar fiskveiðar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1936-04-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 52

Þingmál A7 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1937-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1937-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1937-11-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A137 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Pálmi Hannesson (Nefnd) - Ræða hófst: 1937-12-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 54

Þingmál A54 (lyfjafræðingaskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 1939-03-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A143 (síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1939-12-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 55

Þingmál A38 (lyfjafræðingaskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1940-02-29 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 56

Þingmál A70 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Pálmi Hannesson - Ræða hófst: 1941-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (eyðing svartbaks)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1941-06-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 59

Þingmál A134 (stjórnarskrárnefnd)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Bergur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1942-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (ríkisprentsmiðjan Gutenberg)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (þáltill.) útbýtt þann 1942-05-22 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 61

Þingmál A59 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (frumvarp) útbýtt þann 1942-12-14 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 64

Þingmál A29 (fræðsla barna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1946-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1946-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (dosentsembætti í íslenzku nútíðarmáli)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Magnús Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-04-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 66

Þingmál A151 (vátryggingarfélög fyrir fiskiskip)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 755 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1947-05-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 67

Þingmál A129 (fjárlög 1948)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (eignakönnun)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1948-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (fiskmat o.fl.)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1948-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A188 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1948-03-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 68

Þingmál A60 (útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1949-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (öryggisráðstafanir á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-12-09 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 70

Þingmál A7 (skólastjóralaun og kennara við barnaskóla)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Gísli Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (friðun rjúpu)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1950-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (dragnótaveiði í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-11-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 71

Þingmál A60 (dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Einar Olgeirsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1951-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (gjald af kvikmyndasýningum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 569 (frumvarp) útbýtt þann 1952-01-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál B21 (Innflutningsréttindi bátaútvegsmanna)

Þingræður:
29. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1952-01-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 72

Þingmál A10 (áburðarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1952-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1952-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (verðlag)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1952-10-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (varahlutir til bifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (þáltill.) útbýtt þann 1952-11-04 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 73

Þingmál A147 (eftirgjöf á aðflutningsgjöldum af bifreiðum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Bergur Sigurbjörnsson - Ræða hófst: 1954-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (brunatryggingar í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-03-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 74

Þingmál A12 (yfirstjórn mála á varnarsvæðunum o. fl.)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Hermann Jónasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (kostnaður við skóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 358 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-02-16 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 75

Þingmál A1 (fjárlög 1956)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Bergur Sigurbjörnsson - Ræða hófst: 1955-12-12 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1956-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-11-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1955-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (bifreiðalög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1955-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1956-02-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 76

Þingmál A92 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1956-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (kostnaður við skóla)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Pétur Ottesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 258 (frumvarp) útbýtt þann 1957-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál B26 (varamenn taka þingsæti)

Þingræður:
32. þingfundur - Áki Jakobsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-02-15 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-02-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 77

Þingmál A162 (útflutningur hrossa)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Ásgeir Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-04-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 78

Þingmál A9 (biskupskosning)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Gísli Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1958-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (póstlög)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1959-03-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 80

Þingmál A112 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1960-05-24 13:42:00 [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-05-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (verðlagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-05-13 11:11:00 [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 81

Þingmál A33 (fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-27 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1960-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1961-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A200 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Daníel Ágústínusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (lausn fiskveiðideilunnar við Breta)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1961-03-02 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1961-03-06 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Jóhann Hafstein (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1961-03-08 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Einar Olgeirsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1961-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1961-03-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A22 (áburðarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-10-31 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 83

Þingmál A60 (hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 451 (nefndarálit) útbýtt þann 1963-03-25 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1963-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (lausn á síldveiðideilunni sumarið 1962)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1962-11-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 84

Þingmál A17 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1964-02-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Einar Ingimundarson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1964-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (sjúkrahúsalög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1964-05-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 85

Þingmál A3 (launaskattur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1965-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (verkfall opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1964-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (nafnskírteini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-03-04 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 88

Þingmál A112 (byggingarlög fyrir skipulagsskylda staði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-01-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A158 (ráðstafanir til lækkunar ríkisútgjalda)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - Ræða hófst: 1968-03-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 90

Þingmál A215 (skemmtanaskattur)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Auður Auðuns (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A223 (iðnfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-04-20 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 91

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ásgeir Bjarnason - Ræða hófst: 1970-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (hafnalög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Friðjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (iðnfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-11-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A186 (Kennaraháskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-02-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A308 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A327 (dragnótaveiðar í Faxaflóa)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1970-11-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 92

Þingmál A34 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A52 (Jafnlaunadómur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 1971-11-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 93

Þingmál A14 (fiskeldi í sjó)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (Jafnlaunaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 1972-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A23 (framkvæmd eignarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A95 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1972-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (kaupgreiðsluvísitala)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (upplýsingaskylda stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 303 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-02-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A198 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1973-03-29 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Pálmi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-04-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 94

Þingmál A9 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1974-04-17 00:00:00 - [HTML]
128. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1974-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (upplýsingaskylda stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A135 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-03 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 96

Þingmál A20 (upplýsingaskylda stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1974-11-25 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ellert B. Schram (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (samræmd vinnsla sjávarafla)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1975-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (fóstureyðingar)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Sverrir Bergmann - Ræða hófst: 1975-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A265 (ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B22 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B33 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
22. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1974-12-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 97

Þingmál A46 (fasteignasala)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A212 (upptaka ólöglegs sjávarafla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 443 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-03-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1976-04-07 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Skúli Alexandersson - Ræða hófst: 1976-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A251 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (frumvarp) útbýtt þann 1976-04-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A289 (rannsókn á reki gúmbjörgunarbáta o.fl.)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-10-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 98

Þingmál A1 (fjárlög 1977)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 12:00:00 [PDF]

Þingmál A4 (umboðsnefnd Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (frumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 12:00:00 [PDF]

Þingmál A160 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (frumvarp) útbýtt þann 1977-02-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A162 (vegáætlun 1977-1980)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1977-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (mengunarvarnir og heilbrigðisgæsla í álverinu í Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Sigurður Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B32 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
28. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1976-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B68 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
57. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-03-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 99

Þingmál A41 (sérfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1978-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1978-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (öryggisbúnaður smábáta)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Ingi Tryggvason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (réttindi bænda sem eiga land að sjó)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (þáltill.) útbýtt þann 1978-02-21 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-21 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1978-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (þjónustu- og úrvinnsluiðnaður í sveitum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (þáltill.) útbýtt þann 1978-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A337 (réttindi grunnskólakennara)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-01-31 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1978-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A363 (framkvæmd grunnskólalaga)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1978-04-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 100

Þingmál A7 (ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1979-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (efling þjónustu- og úrvinnsluiðnaðar í sveitum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 1978-10-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
1. þingfundur - Bragi Jósepsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A270 (aðstoð við þroskahefta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-04-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A306 (eignarnám hluta jarðarinnar Deildartungu ásamt jarðhitaréttindum)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Alexander Stefánsson - Ræða hófst: 1979-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S390 ()

Þingræður:
67. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1979-03-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 102

Þingmál A57 (umboðsfulltrúar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-01-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (Sölustofnun lagmetis)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1980-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (verðlag)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (frumvarp) útbýtt þann 1980-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-03-18 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (olíugjald til fiskiskipa)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Páll Pétursson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (söngmálastjóri og Tónskóli þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál B39 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
19. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1980-01-31 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-31 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B41 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
22. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1980-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S37 ()

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1980-01-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 103

Þingmál A56 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1981-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (hollustuhættir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-11-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A223 (fyrirmæli Ríkisbókhalds)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1981-02-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A306 (verðlagsaðhald)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1981-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A362 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A381 (tenging dísilrafstöðva í eigu Rafmagnsveitna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1981-02-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A382 (norsku- og sænskukennsla í grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1981-02-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál B112 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
76. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1981-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S439 ()

Þingræður:
79. þingfundur - Eiður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-05-05 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1981-05-05 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1981-05-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 104

Þingmál A3 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1981-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (orlofsbúðir fyrir almenning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 1981-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A16 (verðlag)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-16 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-10-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A46 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (umfjöllun þingnefnda varðandi reglugerðir)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1981-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A74 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1981-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 854 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1982-05-03 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (flutningssamningar)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1982-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A232 (öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A264 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 561 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-03-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A310 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A355 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1982-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B41 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
32. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1981-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B78 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
48. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1982-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B112 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
88. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1982-05-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 105

Þingmál A43 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Magnús H. Magnússon - Ræða hófst: 1983-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (efnahagsaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (nefndarálit) útbýtt þann 1983-02-02 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1983-01-28 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-01-31 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1983-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 96 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-11-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1982-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Guðrún Helgadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-11-29 13:42:00 [PDF]

Þingmál A155 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-03-04 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1983-03-09 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1983-03-09 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A243 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (frumvarp) útbýtt þann 1983-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A266 (réttindi sjúkranuddara)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1982-12-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 106

Þingmál A20 (hjartaskurðlækningar á Landspítalanum)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1983-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1984-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-03-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál A70 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A82 (Ríkismat sjávarafurða)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1983-11-23 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Skúli Alexandersson - Ræða hófst: 1984-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (breytingartillaga) útbýtt þann 1983-12-16 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-12 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-16 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1983-12-16 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1983-12-17 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (námsvistargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1984-02-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-07 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1984-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (lausaskuldir bænda)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1984-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A197 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1984-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A218 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-24 00:00:00 [PDF]

Þingmál A260 (sjómannalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 479 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-03-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A274 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A288 (sjúkra- og iðjuþjálfun í heilsugæslunni)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A302 (atvinnuréttindi vélfræðinga)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1984-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A306 (skattskylda innlánsstofnana)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A310 (menntaskólar)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1984-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A375 (`tarfsemi ríkisfyrirtækja og hlutafélaga með ríkisaðild er tilheyra starssviði iðnaðarráðuneytis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-12-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A416 (staða heilsugæslulæknis á Eskifirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1984-02-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A417 (skýrsla Stefáns Jónssonar til utanrríkisráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1984-02-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A418 (geislavirk mengun í Norður-Atlantshafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1984-02-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál A419 (gæða- og öryggisreglur varðandi hjólbarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1984-02-01 00:00:00 [PDF]

Þingmál B16 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B111 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
50. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1984-02-14 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B127 (um þingsköp)

Þingræður:
64. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1984-03-13 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A3 (umsvif erlendra sendiráða)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1984-10-17 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (lækkun á gjaldtöku fyrir lyfja- og lækniskostnað)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-05-09 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (sjómannalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1985-05-08 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1985-06-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A153 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1984-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (lyfjadreifing)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A207 (afréttamálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-12-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A210 (selveiðar við Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 652 (nefndarálit) útbýtt þann 1985-03-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A248 (Þjóðskjalasafn Íslands)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-06-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A264 (framhaldsskólar og námsvistargjöld)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Þórður Skúlason - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-05 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Þórður Skúlason - Ræða hófst: 1985-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A283 (eftirlit með matvælum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 463 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-02-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-18 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Pétur Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A287 (könnun á launum og lífskjörum)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1985-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A331 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1985-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A335 (frelsi í innflutningi á olíuvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (þáltill.) útbýtt þann 1985-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A347 (aðgerðir til að bæta hag sjómanna)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A355 (starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1985-03-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-03-27 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A366 (könnun á hagkvæmni útboða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 584 (þáltill.) útbýtt þann 1985-03-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A384 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1985-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A430 (bankaráð ríkisbankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 718 (frumvarp) útbýtt þann 1985-04-17 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-15 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A455 (nýsköpun í atvinnulífi)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-06-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A491 (framleiðsla og sala á búvörum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1985-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A493 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-05-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A510 (Ríkismat sjávarafurða)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S39 ()

Þingræður:
80. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - prent - Ræða hófst: 1985-05-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 108

Þingmál A53 (sjúkra- og iðjuþjálfun)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (varnir gegn mengun sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-10-28 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (stöðvun okurlánastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (sjálfstætt bankaeftirlit)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A243 (hagkvæmni útboða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (þáltill.) útbýtt þann 1986-02-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A248 (póstlög)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1986-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A269 (frelsi í innflutningi á olíuvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (þáltill.) útbýtt þann 1986-02-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A274 (verk- og kaupsamningar)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Stefán Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A304 (jafn réttur til fræðslu)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Kristín S. Kvaran - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A368 (selveiðar við Ísland)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-04-03 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1986-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A384 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 704 (frumvarp) útbýtt þann 1986-04-02 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 109

Þingmál A28 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A93 (hagkvæmni útboða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A294 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-01-22 00:00:00 [PDF]

Þingmál A307 (álit milliþinganefndar um húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-01-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A352 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A354 (grunnskóli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (frumvarp) útbýtt þann 1987-02-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A423 (vísitala byggingarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 866 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-03-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál A427 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-03-16 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A196 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 226 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-12-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A229 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 518 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-01-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A271 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-02-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A347 (lífeyrissjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (svar) útbýtt þann 1988-05-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A390 (Kennaraháskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-03-23 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 115

Þingmál A1 (fjárlög 1992)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-12-12 22:11:00 - [HTML]

Þingmál A9 (fjáraukalög 1991)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1991-11-18 14:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (verðlag, samkeppnishömlur og óréttmætir viðskiptahættir)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1991-10-14 14:16:02 - [HTML]

Þingmál A45 (bókhald)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1991-12-18 15:30:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Lyfjatæknaskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-11-18 15:31:01 - [HTML]

Þingmál A167 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-12-06 21:45:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-01-23 03:15:00 - [HTML]

Þingmál A171 (almannatryggingar o. fl.)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1991-12-09 13:55:00 - [HTML]

Þingmál A217 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1992-02-28 10:43:00 - [HTML]

Þingmál A222 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-05-19 16:05:52 - [HTML]

Þingmál A250 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 952 - Komudagur: 1992-04-24 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A345 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-03-19 18:16:00 - [HTML]

Þingmál A402 (greiðslukortastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1992-04-06 14:40:00 - [HTML]

Þingmál A432 (Fiskistofa)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-05-18 22:27:23 - [HTML]

Þingmál A458 (veitinga- og gististaðir)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-04-13 15:00:00 - [HTML]

Þingmál A547 (ábyrgðasjóður launa vegna gjaldþrota)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-05-19 19:25:25 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-01-07 20:39:16 - [HTML]

Þingmál A4 (staðlar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-10 13:16:57 - [HTML]

Þingmál A5 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-10 14:20:34 - [HTML]

Þingmál A6 (innflutningur)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-10 14:25:36 - [HTML]

Þingmál A8 (öryggi framleiðsluvöru)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-10 14:54:17 - [HTML]

Þingmál A10 (húsgöngu- og fjarsala)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-10 15:00:01 - [HTML]

Þingmál A32 (uppboðsmarkaður fyrir sjávarafla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 13 - Komudagur: 1992-09-08 - Sendandi: Fiskmarkaður Suðurnesja hf - [PDF]

Þingmál A96 (fjárlög 1993)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1992-12-10 22:57:29 - [HTML]
78. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-12-10 23:35:04 - [HTML]

Þingmál A145 (lánsfjárlög 1993 o.fl.)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1993-01-13 16:29:52 - [HTML]

Þingmál A209 (geymslufé)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-17 16:51:00 - [HTML]

Þingmál A240 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1993-02-22 14:17:30 - [HTML]

Þingmál A276 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
167. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - Ræða hófst: 1993-04-30 14:52:31 - [HTML]
169. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-05-04 15:53:59 - [HTML]
169. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-05-04 16:12:38 - [HTML]
169. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - Ræða hófst: 1993-05-04 21:01:52 - [HTML]
169. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-05-04 23:03:37 - [HTML]

Þingmál A281 (kostnaður við löggæslu á skemmtunum)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Páll Pétursson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-12-10 11:22:42 - [HTML]

Þingmál A285 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-09 14:27:53 - [HTML]

Þingmál A287 (dýrasjúkdómar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1013 - Komudagur: 1993-03-15 - Sendandi: Tilraunastöð Háskólans í meinafræði - [PDF]

Þingmál A302 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-11 19:15:06 - [HTML]

Þingmál A344 (rannsóknir á innfluttum matvælum)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1993-03-25 10:50:43 - [HTML]

Þingmál A372 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-25 13:01:14 - [HTML]

Þingmál A456 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1993-04-20 20:39:04 - [HTML]
160. þingfundur - Eiður Guðnason (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-04-20 20:43:06 - [HTML]

Þingmál A465 (fjárskuldbindingar fyrir ríkissjóð og sveitarfélög)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-15 16:27:41 - [HTML]

Þingmál A524 (ferðaþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 882 (frumvarp) útbýtt þann 1993-04-02 19:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A547 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1993-04-20 18:42:14 - [HTML]

Þingmál B95 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1991)

Þingræður:
53. þingfundur - Björn Bjarnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-12 14:52:41 - [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A105 (fjáraukalög 1993)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1993-12-02 15:48:01 - [HTML]

Þingmál A193 (hafnalög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-02 14:44:35 - [HTML]

Þingmál A201 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Petrína Baldursdóttir - Ræða hófst: 1994-04-29 15:02:40 - [HTML]

Þingmál A237 (skipun nefndar til að kanna útlánatöp)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-08 15:16:14 - [HTML]

Þingmál A251 (skattamál)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-17 10:44:52 - [HTML]

Þingmál A302 (stöðvun verkfalls fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-01-25 13:41:16 - [HTML]

Þingmál A341 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-03 13:36:10 - [HTML]

Þingmál A369 (kvikmyndaeftirlit)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1994-02-14 17:56:12 - [HTML]

Þingmál A377 (umboðsmaður barna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1994-02-23 14:24:02 - [HTML]

Þingmál A381 (olíuúrgangur)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1994-02-28 17:10:17 - [HTML]

Þingmál A392 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-28 17:14:31 - [HTML]

Þingmál A411 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-03 14:34:01 - [HTML]

Þingmál A427 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1994-03-18 17:02:18 - [HTML]

Þingmál A450 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1994-03-16 16:00:32 - [HTML]

Þingmál A477 (Rannsóknarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-03-18 11:35:08 - [HTML]

Þingmál A500 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
146. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-02 11:00:41 - [HTML]

Þingmál A506 (stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-03-22 22:06:41 - [HTML]
157. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-10 23:39:14 - [HTML]

Þingmál A507 (tollalög og vörugjald)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-03-22 19:35:11 - [HTML]

Þingmál A537 (fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1994-04-20 14:52:22 - [HTML]

Þingmál A562 (skipulag ferðamála)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Pálmi Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-04 14:10:24 - [HTML]

Þingmál B28 (skýrsla dómsmálaráðherra um málefni Happdrættis Háskóla Íslands og almannavarna)

Þingræður:
14. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-10-18 15:15:11 - [HTML]
14. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-10-18 17:11:17 - [HTML]

Þingmál B69 (skýrsla umboðsmanns Alþingis)

Þingræður:
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-18 12:40:39 - [HTML]

Þingmál B131 (forræði á innflutningi búvara)

Þingræður:
74. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1994-01-24 16:23:18 - [HTML]

Þingmál B244 (breyting á reglugerð um Atvinnuleysistryggingasjóð)

Þingræður:
141. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1994-04-26 13:48:05 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A54 (greiðsluaðlögun húsnæðislána)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-11-22 14:29:18 - [HTML]

Þingmál A62 (ferðaþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-12 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A108 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-11-03 12:17:38 - [HTML]

Þingmál A123 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1994-11-17 11:32:11 - [HTML]
97. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1995-02-17 11:35:36 - [HTML]

Þingmál A126 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Svavar Gestsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-24 12:47:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 613 - Komudagur: 1994-12-19 - Sendandi: Félag íslenskra sérkennara - [PDF]

Þingmál A145 (kynning á íslenskri menningu)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-18 10:49:02 - [HTML]

Þingmál A180 (álagning vatnsgjalds og aukavatnsgjalds)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-28 17:15:25 - [HTML]
44. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1994-11-28 17:18:29 - [HTML]

Þingmál A181 (arðgreiðslur vatnsveitu)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-11-28 17:33:03 - [HTML]

Þingmál A206 (vernd Breiðafjarðar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-11-17 14:11:10 - [HTML]

Þingmál A219 (skoðun kvikmynda)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1995-02-22 14:15:12 - [HTML]

Þingmál A240 (brunatryggingar)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1994-12-02 11:00:44 - [HTML]
62. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1994-12-17 12:33:47 - [HTML]
62. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - Ræða hófst: 1994-12-17 12:37:08 - [HTML]
69. þingfundur - Finnur Ingólfsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1994-12-28 14:12:33 - [HTML]
69. þingfundur - Finnur Ingólfsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1994-12-28 14:20:08 - [HTML]
73. þingfundur - Páll Pétursson (Nefnd) - Ræða hófst: 1994-12-30 01:30:39 - [HTML]

Þingmál A255 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1995-02-07 17:19:20 - [HTML]

Þingmál A278 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1994-12-12 22:16:40 - [HTML]

Þingmál A281 (lífræn landbúnaðarframleiðsla)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-16 12:47:36 - [HTML]

Þingmál A355 (lán til viðgerða á félagslegum íbúðum)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1995-02-13 17:14:58 - [HTML]

Þingmál A409 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-21 22:46:04 - [HTML]

Þingmál B59 (ofbeldisefni í myndmiðlum)

Þingræður:
15. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1994-10-19 14:03:44 - [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A28 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1995-06-01 12:23:49 - [HTML]
16. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1995-06-08 19:55:00 - [HTML]

Þingmál A36 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-06-09 13:42:55 - [HTML]

Þingmál A42 (úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-15 00:24:21 - [HTML]

Þingmál A43 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-06-13 15:19:47 - [HTML]

Þingmál A47 (þingfararkaup)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-15 17:22:31 - [HTML]

Þingmál B59 (úrskurður umboðsmanns Alþingis um skráningargjald við Háskóla Íslands)

Þingræður:
6. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1995-05-24 13:34:55 - [HTML]
6. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1995-05-24 13:38:38 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A1 (fjárlög 1996)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1995-12-14 23:21:39 - [HTML]
66. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-15 12:18:23 - [HTML]

Þingmál A21 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1995-10-05 12:21:35 - [HTML]

Þingmál A44 (fjáraukalög 1995)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1995-12-21 21:04:08 - [HTML]
76. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-21 21:32:00 - [HTML]
76. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-21 21:34:01 - [HTML]

Þingmál A96 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1995-11-29 18:41:11 - [HTML]
51. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1995-12-04 15:46:48 - [HTML]

Þingmál A110 (bílalán til öryrkja)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1995-11-08 14:07:44 - [HTML]
30. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1995-11-08 14:11:45 - [HTML]
30. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1995-11-08 14:15:26 - [HTML]
30. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1995-11-08 14:16:22 - [HTML]

Þingmál A117 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-03-07 14:30:23 - [HTML]

Þingmál A119 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-07 14:17:49 - [HTML]
29. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1995-11-07 14:27:35 - [HTML]

Þingmál A133 (úttekt á hávaða- og hljóðmengun)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-28 16:45:35 - [HTML]

Þingmál A142 (málefni glasafrjóvgunardeildar)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-11-29 15:10:34 - [HTML]

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-02 17:23:22 - [HTML]
129. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1996-05-02 20:50:56 - [HTML]

Þingmál A205 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-07 10:38:50 - [HTML]

Þingmál A207 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-07 13:38:37 - [HTML]

Þingmál A215 (húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1995-12-07 14:19:50 - [HTML]

Þingmál A217 (háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-13 15:55:14 - [HTML]
64. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-13 16:19:33 - [HTML]
64. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-13 16:21:11 - [HTML]
64. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1995-12-13 16:48:13 - [HTML]
64. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-12-13 17:06:46 - [HTML]
125. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-23 23:04:30 - [HTML]
127. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-04-29 16:43:25 - [HTML]
127. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1996-04-29 17:05:58 - [HTML]
127. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-04-29 18:10:58 - [HTML]
127. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-29 18:32:00 - [HTML]
128. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1996-04-30 14:56:14 - [HTML]
128. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-30 15:23:02 - [HTML]
128. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-30 15:25:41 - [HTML]
128. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1996-04-30 15:40:18 - [HTML]

Þingmál A225 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-12-08 11:17:02 - [HTML]
58. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-08 17:48:03 - [HTML]
58. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-08 18:06:06 - [HTML]
58. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-08 18:09:42 - [HTML]
58. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-08 18:12:20 - [HTML]
58. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-08 18:23:52 - [HTML]
58. þingfundur - Petrína Baldursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-08 18:26:15 - [HTML]
58. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1995-12-08 19:26:02 - [HTML]
58. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-08 19:48:12 - [HTML]
58. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-08 19:50:26 - [HTML]
73. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1995-12-20 23:28:47 - [HTML]

Þingmál A234 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-12 16:34:32 - [HTML]
66. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1995-12-15 14:17:27 - [HTML]
67. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-15 19:20:00 - [HTML]

Þingmál A254 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-04-30 21:54:50 - [HTML]

Þingmál A274 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-02-01 12:02:31 - [HTML]
82. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 1996-02-01 13:51:50 - [HTML]

Þingmál A295 (vegáætlun 1995--1998)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-22 17:05:05 - [HTML]

Þingmál A302 (aðgerðir til að bæta stöðu skuldara)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-12 19:12:23 - [HTML]

Þingmál A323 (réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-05-02 14:38:20 - [HTML]
129. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-02 14:57:43 - [HTML]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-23 13:21:27 - [HTML]

Þingmál A355 (fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2461 - Komudagur: 1996-09-16 - Sendandi: Haukur Friðriksson, Hvammstanga - [PDF]

Þingmál A361 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 1996-04-10 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1494 - Komudagur: 1996-04-17 - Sendandi: Þór Jónsson fréttamaður - [PDF]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-19 17:34:24 - [HTML]
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-07 17:23:27 - [HTML]
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-07 20:34:39 - [HTML]
136. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-05-13 15:49:38 - [HTML]
138. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-15 14:39:04 - [HTML]

Þingmál A376 (réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-03-11 18:36:29 - [HTML]

Þingmál A388 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-03-18 17:43:53 - [HTML]
109. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-03-18 18:04:22 - [HTML]

Þingmál A390 (reynslusveitarfélög)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-04-10 18:21:27 - [HTML]
115. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-04-10 18:48:18 - [HTML]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-17 16:02:00 - [HTML]
140. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-17 16:30:31 - [HTML]
143. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-21 16:26:08 - [HTML]
143. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-05-21 17:37:21 - [HTML]
157. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-31 15:51:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1455 - Komudagur: 1996-04-16 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A423 (þjónustusamningar og hagræðing í ríkisrekstri)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1996-04-11 14:51:49 - [HTML]

Þingmál A501 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - Ræða hófst: 1996-05-28 23:24:11 - [HTML]

Þingmál B46 (breyting á lögum um félagslega aðstoð)

Þingræður:
14. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1995-10-18 13:32:31 - [HTML]

Þingmál B47 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
17. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-10-19 18:34:55 - [HTML]

Þingmál B135 (fíkniefna- og ofbeldisvandinn)

Þingræður:
60. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-12 14:42:27 - [HTML]

Þingmál B145 (bifreiðakaupalán til öryrkja)

Þingræður:
69. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1995-12-18 15:08:09 - [HTML]
69. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1995-12-18 15:12:48 - [HTML]
69. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1995-12-18 15:14:51 - [HTML]
69. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-18 15:15:50 - [HTML]
69. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1995-12-18 15:17:00 - [HTML]

Þingmál B208 (verðmyndun hjá Osta- og smjörsölunni)

Þingræður:
98. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-02-28 15:49:56 - [HTML]

Þingmál B326 (almennar stjórnmálaumræður (útvarps- og sjónvarpsumr.))

Þingræður:
156. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-30 22:14:41 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A6 (þjónustugjöld í heilsugæslu)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-10-14 15:41:21 - [HTML]

Þingmál A28 (fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1996-10-02 20:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-10-09 14:18:32 - [HTML]

Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 388 (lög í heild) útbýtt þann 1996-12-17 20:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1996-10-10 13:58:37 - [HTML]
42. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-12 15:55:12 - [HTML]
42. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-12-12 17:49:39 - [HTML]
42. þingfundur - Árni R. Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-12-12 17:57:49 - [HTML]

Þingmál A74 (Löggildingarstofa)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-04 20:22:17 - [HTML]

Þingmál A75 (brunatryggingar)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-10-29 14:30:33 - [HTML]
12. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-10-29 14:34:00 - [HTML]

Þingmál A90 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1997-05-12 21:01:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 1996-11-26 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A100 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-13 22:53:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 1996-12-06 - Sendandi: Forseti Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 822 - Komudagur: 1997-01-24 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A119 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-11-07 15:32:54 - [HTML]
20. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-11-07 16:00:48 - [HTML]
20. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-11-07 16:21:16 - [HTML]
20. þingfundur - Sigurður Hlöðvesson - Ræða hófst: 1996-11-07 17:44:44 - [HTML]

Þingmál A149 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1996-12-17 18:22:52 - [HTML]
49. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1996-12-18 23:30:05 - [HTML]

Þingmál A159 (landmælingar og kortagerð)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1997-05-12 10:55:41 - [HTML]

Þingmál A171 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-03-03 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-25 18:02:26 - [HTML]
77. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-25 18:04:19 - [HTML]
77. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1997-02-25 18:50:28 - [HTML]

Þingmál A188 (mengunarvarnareglugerð)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-11 14:50:50 - [HTML]
39. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1996-12-11 14:54:17 - [HTML]
39. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-12-11 14:58:40 - [HTML]

Þingmál A191 (sóttvarnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 866 - Komudagur: 1997-02-03 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A252 (öryggi barna)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-01-29 14:30:12 - [HTML]

Þingmál A260 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1997-02-10 17:54:46 - [HTML]
72. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-02-18 14:00:26 - [HTML]
72. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1997-02-18 14:33:23 - [HTML]
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1997-02-18 17:01:09 - [HTML]

Þingmál A301 (staða þjóðkirkjunnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 1997-03-13 - Sendandi: Leikmannaráð þjóðkirkjunnar, - [PDF]
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 1997-03-19 - Sendandi: Sjúkrahús Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A320 (niðurrif húsa)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-02-12 14:03:53 - [HTML]

Þingmál A429 (fíkniefnamál)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-03-19 14:55:41 - [HTML]

Þingmál A445 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-16 16:14:01 - [HTML]

Þingmál A486 (öryggisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1997-05-06 15:54:32 - [HTML]
117. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-06 16:02:51 - [HTML]

Þingmál A531 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-16 11:48:54 - [HTML]
128. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-16 11:51:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1782 - Komudagur: 1997-04-28 - Sendandi: Samstarfsnefnd námsmannahreyfinganna - [PDF]

Þingmál A595 (reglur Seðlabankans um verðtryggingu)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-05-14 16:25:48 - [HTML]

Þingmál B66 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1995)

Þingræður:
24. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 1996-11-14 12:07:12 - [HTML]
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-11-14 12:15:48 - [HTML]
24. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1996-11-14 12:28:12 - [HTML]
24. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1996-11-14 12:42:19 - [HTML]

Þingmál B161 (breytingar umhverfisráðherra á reglugerð um mengunarvarnir)

Þingræður:
56. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1997-01-28 16:52:22 - [HTML]
56. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1997-01-28 16:57:53 - [HTML]

Þingmál B189 (meðferð yfirvalda á máli Hanes-hjónanna)

Þingræður:
70. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1997-02-13 13:49:43 - [HTML]

Þingmál B241 (svör við fyrirspurn)

Þingræður:
89. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1997-03-12 15:36:59 - [HTML]

Þingmál B290 (setning reglugerðar um tekjutryggingu almannatrygginga)

Þingræður:
105. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-17 13:31:43 - [HTML]
105. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-17 13:36:57 - [HTML]
105. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1997-04-17 13:42:31 - [HTML]
105. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-04-17 13:45:07 - [HTML]
105. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1997-04-17 13:49:30 - [HTML]
105. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-04-17 13:51:36 - [HTML]
105. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1997-04-17 13:56:48 - [HTML]
105. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1997-04-17 13:58:44 - [HTML]
105. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1997-04-17 14:00:56 - [HTML]

Þingmál B340 (réttur almennings til athugasemda við starfsleyfi til atvinnurekstrar)

Þingræður:
128. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-16 10:02:50 - [HTML]
128. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-16 10:11:20 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A41 (þjónustugjöld í heilsugæslu)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-01-27 18:47:12 - [HTML]

Þingmál A43 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1997-11-18 17:41:22 - [HTML]

Þingmál A46 (öryggismál í skólum)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-10-22 13:36:59 - [HTML]

Þingmál A70 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-13 13:36:02 - [HTML]

Þingmál A72 (atvinnusjóður kvenna)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-10-16 15:54:09 - [HTML]
83. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-03-10 18:05:05 - [HTML]
83. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-03-10 18:16:34 - [HTML]

Þingmál A156 (söfnunarkassar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-11-03 16:44:12 - [HTML]

Þingmál A165 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-15 22:12:50 - [HTML]

Þingmál A175 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 173 - Komudagur: 1997-11-21 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn - [PDF]

Þingmál A280 (greiðslur langlegusjúklinga til sjúkrastofnana)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1997-12-03 14:24:50 - [HTML]

Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-05 12:34:50 - [HTML]
113. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-04-28 20:30:36 - [HTML]
114. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-04-29 15:07:38 - [HTML]
115. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-04-30 12:05:17 - [HTML]
115. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-04-30 13:51:45 - [HTML]
120. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-05-07 10:53:04 - [HTML]
120. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-07 17:39:41 - [HTML]
120. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-07 19:14:04 - [HTML]
120. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-05-07 20:24:37 - [HTML]
121. þingfundur - Magnús Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-08 10:52:10 - [HTML]
132. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-25 16:01:26 - [HTML]

Þingmál A323 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-19 13:03:17 - [HTML]
49. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-19 13:04:19 - [HTML]
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-20 15:56:46 - [HTML]
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-20 16:07:08 - [HTML]

Þingmál A338 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ágúst Einarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-20 12:08:47 - [HTML]
50. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1997-12-20 13:30:01 - [HTML]

Þingmál A340 (veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-03-31 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A342 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-12 11:43:41 - [HTML]

Þingmál A343 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-12-13 16:57:24 - [HTML]
42. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-12-13 17:44:59 - [HTML]
42. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-13 17:47:53 - [HTML]

Þingmál A348 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-01-27 18:15:09 - [HTML]
134. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-05-27 16:27:25 - [HTML]
134. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-27 17:02:40 - [HTML]
134. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-27 17:05:00 - [HTML]
134. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-27 17:06:12 - [HTML]
141. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1998-06-02 22:20:40 - [HTML]
141. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-06-02 23:56:02 - [HTML]
141. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-06-02 23:57:45 - [HTML]
141. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-06-02 23:58:56 - [HTML]
144. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 1998-06-04 14:18:53 - [HTML]

Þingmál A356 (leiklistarlög)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1998-01-27 14:59:49 - [HTML]
52. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-01-27 15:46:48 - [HTML]

Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-02-05 13:41:21 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-05 14:02:21 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-05 14:05:32 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-05 14:09:18 - [HTML]
60. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-02-05 16:23:13 - [HTML]

Þingmál A425 (eignarhald á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-19 13:14:44 - [HTML]

Þingmál A437 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-10 17:46:31 - [HTML]

Þingmál A445 (lögverndun á starfsheiti grunnskólakennara)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-06-02 22:00:22 - [HTML]

Þingmál A457 (greiðslur í fæðingarorlofi)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-18 15:02:21 - [HTML]
70. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-02-18 15:05:39 - [HTML]

Þingmál A458 (starfsréttindi tannsmiða)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-03-17 23:24:36 - [HTML]

Þingmál A482 (sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-03-04 14:11:43 - [HTML]

Þingmál A507 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-03-10 13:33:10 - [HTML]
126. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-13 13:51:44 - [HTML]
126. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-05-13 15:49:56 - [HTML]
128. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-15 17:00:10 - [HTML]
131. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-19 12:08:38 - [HTML]

Þingmál A508 (byggingar- og húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-10 17:22:40 - [HTML]

Þingmál A523 (starfsemi Umsýslustofnunar varnarmála)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-06 15:35:40 - [HTML]
102. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1998-04-06 15:44:11 - [HTML]

Þingmál A578 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-03-24 18:11:30 - [HTML]

Þingmál A642 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-08 15:07:11 - [HTML]
121. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1998-05-08 18:29:29 - [HTML]

Þingmál A654 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-14 18:03:06 - [HTML]

Þingmál B145 (athugasemd í umræðu um fyrirspurn)

Þingræður:
45. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-17 11:34:16 - [HTML]
45. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1997-12-17 11:40:07 - [HTML]

Þingmál B190 (úrskurður umboðsmanns um ólögmæta hótelstyrki)

Þingræður:
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-02-03 13:42:16 - [HTML]

Þingmál B221 (ofgreidd skráningargjöld)

Þingræður:
68. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-02-16 15:06:42 - [HTML]

Þingmál B235 (samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda)

Þingræður:
69. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-17 15:25:42 - [HTML]

Þingmál B296 (útgáfa reglugerðar um sölu áfengis)

Þingræður:
102. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-04-06 15:29:51 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A20 (endurskoðun reglna um sjúklingatryggingu)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-10-19 15:42:57 - [HTML]

Þingmál A64 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-03 17:08:34 - [HTML]

Þingmál A79 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-16 17:39:05 - [HTML]

Þingmál A109 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-12-09 14:56:00 - [HTML]
36. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-12-09 20:32:25 - [HTML]
36. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-12-09 21:01:06 - [HTML]
36. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-12-09 22:25:34 - [HTML]
41. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-15 15:28:06 - [HTML]
41. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-15 16:10:02 - [HTML]
42. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1998-12-15 20:32:02 - [HTML]

Þingmál A146 (leiklistarlög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-03 15:10:32 - [HTML]
32. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-03 16:24:40 - [HTML]

Þingmál A230 (stefna í byggðamálum fyrir árin 1999-2001)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1999-03-02 16:36:19 - [HTML]

Þingmál A263 (framkvæmdaáætlun um jafnrétti kynja)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-02 15:29:35 - [HTML]

Þingmál A282 (skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-03 12:31:55 - [HTML]

Þingmál A324 (Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-12-10 19:49:03 - [HTML]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-01-11 16:07:54 - [HTML]
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1999-01-13 14:35:08 - [HTML]

Þingmál A350 (fangelsi og fangavist)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-04 13:38:01 - [HTML]

Þingmál A354 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1015 - Komudagur: 1999-02-19 - Sendandi: Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa, Björk Vilhelmsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 1999-02-22 - Sendandi: Barnaverndarstofa, Austurstræti 16 - [PDF]

Þingmál A365 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-19 10:07:00 - [HTML]
46. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-19 10:40:29 - [HTML]
46. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1998-12-19 16:45:36 - [HTML]
46. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-19 17:39:06 - [HTML]

Þingmál A370 (landmælingar og kortagerð)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-12-19 20:02:29 - [HTML]
47. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-19 20:04:54 - [HTML]
47. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-19 20:07:41 - [HTML]

Þingmál A461 (aðstaða fyrir ferðafólk í skóglendum ríkisins)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-02-10 14:57:12 - [HTML]

Þingmál A498 (jafnréttislög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1999-02-18 14:22:38 - [HTML]

Þingmál A509 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-19 13:43:53 - [HTML]
87. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1999-03-11 15:57:32 - [HTML]

Þingmál A528 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1255 - Komudagur: 1999-03-03 - Sendandi: Samband dýraverndunarfélaga, Sigríður Ásgeirsdóttir - [PDF]

Þingmál B159 (afgreiðsla heilbr.- og trn. á frumvarpi um gagnagrunn)

Þingræður:
38. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-11 14:27:00 - [HTML]

Löggjafarþing 124

Þingmál A9 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 1999-06-10 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-06-15 14:18:08 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A25 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-10-07 12:36:19 - [HTML]

Þingmál A68 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A160 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-10 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1999-12-21 19:39:41 - [HTML]

Þingmál A163 (rafræn eignarskráning á verðbréfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-10 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-10 12:06:00 - [HTML]

Þingmál A173 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 1999-12-17 21:37:20 - [HTML]

Þingmál A186 (framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - Ræða hófst: 1999-12-18 17:28:11 - [HTML]
50. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1999-12-20 20:22:10 - [HTML]
51. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1999-12-21 17:14:21 - [HTML]

Þingmál A193 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-06 15:43:59 - [HTML]

Þingmál A199 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-16 17:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A207 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 999 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-04-11 18:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-04 10:52:46 - [HTML]

Þingmál A224 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-06 18:07:43 - [HTML]

Þingmál A236 (Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-30 17:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A243 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (frumvarp) útbýtt þann 1999-12-02 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A260 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-27 20:26:02 - [HTML]

Þingmál A261 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-01 18:10:41 - [HTML]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-02-21 17:37:28 - [HTML]

Þingmál A276 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A280 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-09 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A359 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2000-03-27 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2000-04-05 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal - umsagnir) - [PDF]

Þingmál A401 (lyfjalög og almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1662 - Komudagur: 2000-04-19 - Sendandi: Lyfjafræðingafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A405 (varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-24 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-11 17:30:05 - [HTML]

Þingmál A418 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-03-13 15:30:23 - [HTML]

Þingmál A420 (verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1219 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 23:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-09 15:35:31 - [HTML]
110. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-09 15:43:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1507 - Komudagur: 2000-04-10 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: samningsbundið uppgjör á afleiðusamningum - [PDF]

Þingmál A436 (málefni ungra afbrotamanna)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-05-10 14:09:19 - [HTML]

Þingmál A469 (hópuppsagnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2000-04-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj. - [PDF]

Þingmál A485 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 765 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-20 14:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1354 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-10 11:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1362 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-10 21:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-03-23 11:04:29 - [HTML]

Þingmál A488 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-03-21 16:42:03 - [HTML]

Þingmál A500 (álagning gjalda á vörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-21 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-09 20:35:00 - [HTML]

Þingmál A504 (mengunarmörk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (svar) útbýtt þann 2000-05-08 22:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (vinnumarkaðsaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A533 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-27 23:22:57 - [HTML]

Þingmál A555 (landmælingar og kortagerð)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2000-04-07 15:43:35 - [HTML]

Þingmál A586 (fullgilding Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-06 15:28:03 - [HTML]

Þingmál A623 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-26 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1164 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2000-05-08 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-08 20:35:12 - [HTML]

Þingmál A649 (störf úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1384 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-11 12:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A653 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-05-12 21:14:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 126

Þingmál A1 (fjárlög 2001)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2000-12-11 12:33:34 - [HTML]

Þingmál A12 (uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-10-17 18:11:59 - [HTML]

Þingmál A26 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2000-10-12 16:32:54 - [HTML]

Þingmál A50 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-02-08 13:31:55 - [HTML]

Þingmál A51 (löggjöf og eftirlit með klámi, vændi o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A76 (lagaráð)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2001-02-20 19:20:21 - [HTML]

Þingmál A125 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-17 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A146 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-03-08 12:31:22 - [HTML]

Þingmál A175 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-10-30 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 808 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2001-03-06 13:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 833 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-03-06 15:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A210 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-11-08 14:38:04 - [HTML]

Þingmál A233 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-15 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 586 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-16 09:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-16 11:38:36 - [HTML]
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2000-12-16 13:10:04 - [HTML]

Þingmál A242 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-11-21 21:15:15 - [HTML]

Þingmál A291 (dýrasjúkdómar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-02-13 15:27:43 - [HTML]
68. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2001-02-13 15:31:29 - [HTML]
68. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-13 15:36:48 - [HTML]
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-13 16:02:07 - [HTML]
108. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-04-06 16:21:34 - [HTML]

Þingmál A314 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-29 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A344 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-07 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-12-15 11:43:46 - [HTML]
50. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-12-15 12:01:51 - [HTML]

Þingmál A345 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2001-02-19 - Sendandi: Héraðslæknir Suðurlandshéraðs - [PDF]

Þingmál A347 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 495 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-11 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-13 10:57:14 - [HTML]

Þingmál A378 (úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ásta Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-16 14:20:16 - [HTML]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 660 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2001-01-22 10:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2001-01-17 11:30:08 - [HTML]
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-01-17 12:16:26 - [HTML]
60. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 17:17:26 - [HTML]
60. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-01-17 18:15:02 - [HTML]
60. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 21:02:41 - [HTML]
60. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2001-01-17 22:28:31 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 23:29:56 - [HTML]
61. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-01-18 11:04:31 - [HTML]
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 11:46:02 - [HTML]
61. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 11:47:20 - [HTML]
61. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 11:57:33 - [HTML]
61. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-01-18 12:01:32 - [HTML]
61. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2001-01-18 18:47:23 - [HTML]
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 19:51:44 - [HTML]
63. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-22 10:53:42 - [HTML]
63. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2001-01-22 12:14:40 - [HTML]
63. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-01-22 14:40:56 - [HTML]
63. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-01-22 15:56:15 - [HTML]
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-01-22 17:38:08 - [HTML]
63. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-01-22 18:15:05 - [HTML]
63. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-01-22 19:45:12 - [HTML]
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 20:37:10 - [HTML]
63. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 21:21:36 - [HTML]
63. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2001-01-22 23:39:31 - [HTML]
64. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2001-01-23 11:18:34 - [HTML]
64. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-01-23 17:26:15 - [HTML]
64. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-01-23 21:27:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1135 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (afrit af blaðagreinum - lagt fram á fundi ht.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Ritari heilbrigðis- og trygginganefndar - Skýring: (afrit af dómi - lagt fram á fundi ht.) - [PDF]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1413 - Komudagur: 2001-03-13 - Sendandi: Óttar Yngvason hrl. - Skýring: (afrit af bréfum o.fl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2038 - Komudagur: 2001-04-24 - Sendandi: Ritari landbúnaðarnefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2511 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Óttar Yngvason - [PDF]

Þingmál A391 (framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-02-27 14:28:49 - [HTML]

Þingmál A399 (innflutningur á nautakjöti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (svar) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A412 (samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-26 15:57:18 - [HTML]

Þingmál A436 (lífeyristryggingar örorku- og ellilífeyrisþega)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-28 15:35:57 - [HTML]

Þingmál A473 (umönnunargreiðslur vegna hjartveikra barna)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-03-07 14:40:08 - [HTML]

Þingmál A500 (tilraunaskólar og nýjungar í skólastarfi)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-03-07 16:34:21 - [HTML]

Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-03-13 20:12:35 - [HTML]
119. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-05-10 22:04:20 - [HTML]

Þingmál A541 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-03-15 13:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-15 13:49:27 - [HTML]
91. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2001-03-15 14:23:39 - [HTML]

Þingmál A542 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-08 12:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A567 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-03-26 16:48:18 - [HTML]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-27 15:06:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2139 - Komudagur: 2001-04-30 - Sendandi: Stuðlar, Meðferðarstöð fyrir unglinga - [PDF]

Þingmál A573 (réttarstaða starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A602 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-19 20:24:52 - [HTML]

Þingmál A685 (ársreikningar)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-05 20:14:32 - [HTML]
120. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-05-11 12:01:46 - [HTML]

Þingmál A687 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2001-05-18 21:11:34 - [HTML]

Þingmál A707 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1316 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-05-14 20:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
127. þingfundur - Jón Bjarnason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2001-05-17 13:31:50 - [HTML]

Þingmál A737 (kjaramál fiskimanna og fleira)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-05-14 20:27:12 - [HTML]

Þingmál B85 (laxeldi í Mjóafirði)

Þingræður:
19. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-02 10:33:40 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A1 (fjárlög 2002)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-12-07 17:45:36 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-07 18:08:56 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-07 18:12:44 - [HTML]
46. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-12-07 22:21:33 - [HTML]

Þingmál A6 (skipan opinberra framkvæmda)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-12 16:13:53 - [HTML]

Þingmál A41 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A55 (samstarf fagstétta í heilsugæsluþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2002-03-07 - Sendandi: Heilbrigðisstofnunin Akranesi - [PDF]

Þingmál A65 (sala ríkisjarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (svar) útbýtt þann 2001-11-01 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A133 (eftirlit Alþingis með fyrirmælum framkvæmdarvaldshafa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-09 18:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-18 15:49:21 - [HTML]

Þingmál A167 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-13 22:00:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2001-11-20 - Sendandi: Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 169 - Komudagur: 2001-11-20 - Sendandi: Frami, bifreiðastjórafélag - [PDF]
Dagbókarnúmer 171 - Komudagur: 2001-11-21 - Sendandi: Freyr, bifreiðastjórafélag - [PDF]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 511 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-08 12:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-13 20:32:05 - [HTML]

Þingmál A204 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-30 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A228 (skylduskil til safna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 858 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-02-25 17:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-31 14:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A252 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-13 14:13:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 238 - Komudagur: 2001-11-26 - Sendandi: Flugskóli Íslands hf - [PDF]

Þingmál A265 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-19 20:11:38 - [HTML]

Þingmál A282 (fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-11-20 14:44:15 - [HTML]
32. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2001-11-20 15:12:48 - [HTML]

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-01-22 14:58:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 654 - Komudagur: 2001-01-29 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - Skýring: (ums. Davíðs Þórs Björgvinssonar v. ums. Sifjalaga - [PDF]

Þingmál A321 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn (umhverfismál))[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-11-29 19:01:34 - [HTML]

Þingmál A338 (búfjárhald o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2002-02-25 - Sendandi: Yfirdýralæknir - [PDF]

Þingmál A344 (geislavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 841 - Komudagur: 2002-02-22 - Sendandi: Vinnueftirlit ríkisins - [PDF]

Þingmál A348 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2001-12-11 18:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 547 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-12 13:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-08 11:34:41 - [HTML]
47. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-08 11:36:19 - [HTML]
47. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-08 11:37:57 - [HTML]
54. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-13 15:18:55 - [HTML]
54. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2001-12-13 15:27:11 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-14 11:29:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 452 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Minni hluti heilbrigðis- og trygginganefndar - [PDF]

Þingmál A492 (verndun hafs og stranda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 782 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-11 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A548 (líftækniiðnaður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1734 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Rannsóknastofnun landbúnaðarins - [PDF]

Þingmál A563 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2002-02-28 11:46:14 - [HTML]

Þingmál A583 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-03-11 18:04:19 - [HTML]
94. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-11 18:17:11 - [HTML]
127. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-04-24 11:21:36 - [HTML]

Þingmál A587 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-11 18:47:37 - [HTML]
94. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-03-11 18:49:45 - [HTML]
94. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-03-11 18:54:57 - [HTML]
94. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2002-03-11 19:41:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1570 - Komudagur: 2002-04-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1765 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A593 (afréttamálefni, fjallskil o.fl.)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-03-12 15:13:14 - [HTML]

Þingmál A594 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 936 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1148 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-11 18:20:35 - [HTML]

Þingmál A595 (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A601 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1835 - Komudagur: 2002-04-11 - Sendandi: Pharmaco hf. - [PDF]

Þingmál A605 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-08 15:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-03-25 16:53:02 - [HTML]

Þingmál A629 (réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-04-20 11:47:51 - [HTML]

Þingmál A638 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-20 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-08 12:21:19 - [HTML]
114. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-04-08 12:23:00 - [HTML]
114. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-08 12:37:37 - [HTML]
114. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-08 12:39:46 - [HTML]
114. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-08 12:41:58 - [HTML]

Þingmál A639 (fangelsi og fangavist)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2002-04-18 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A640 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2002-04-30 11:10:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2002-04-11 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A646 (Atvinnuleysistryggingasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1043 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2002-03-22 11:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-17 19:26:26 - [HTML]

Þingmál A651 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2173 - Komudagur: 2002-05-17 - Sendandi: Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2236 - Komudagur: 2002-06-05 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis - [PDF]
Dagbókarnúmer 2256 - Komudagur: 2002-06-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A663 (steinullarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2002-04-29 10:37:09 - [HTML]

Þingmál A665 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (frumvarp) útbýtt þann 2002-04-03 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-26 17:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A704 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-03 18:19:59 - [HTML]

Þingmál A707 (Lýðheilsustöð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2265 - Komudagur: 2002-06-06 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2304 - Komudagur: 2002-07-17 - Sendandi: Slysavarnaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A710 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-05-02 11:30:11 - [HTML]

Þingmál A714 (ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-23 12:02:24 - [HTML]
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-04-23 17:09:33 - [HTML]

Þingmál A716 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-19 11:32:25 - [HTML]

Þingmál B114 (reglur um notkun á vél Flugmálastjórnar)

Þingræður:
25. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-11-08 13:56:27 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A136 (leyniþjónusta)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-11-06 15:53:02 - [HTML]

Þingmál A142 (þjónustugjald á fjölsóttum náttúruverndarsvæðum)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2003-02-06 18:19:01 - [HTML]

Þingmál A155 (niðurfelling lendingargjalda fyrir millilandaflug á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1642 - Komudagur: 2003-03-11 - Sendandi: Flugfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A156 (meðferðardeild við fangelsi fyrir sakhæfa geðsjúka afbrotamenn)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2003-02-12 14:36:12 - [HTML]

Þingmál A180 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-10-15 14:13:47 - [HTML]

Þingmál A182 (lagaákvæði er varða samgönguáætlun o.fl.)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2002-10-17 10:36:06 - [HTML]

Þingmál A209 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A227 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A240 (verndun hafs og stranda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A289 (eftirlit Alþingis með fyrirmælum framkvæmdarvaldshafa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-31 10:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A302 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (svar) útbýtt þann 2002-11-27 15:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A324 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 637 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-12-10 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-10 15:34:35 - [HTML]
51. þingfundur - Ögmundur Jónasson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2002-12-11 13:38:48 - [HTML]

Þingmál A338 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 31 - Komudagur: 2002-10-01 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa - Skýring: (um frv. frá 127. þingi) - [PDF]

Þingmál A347 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 699 - Komudagur: 2002-12-23 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A375 (björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-10 11:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A392 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 759 - Komudagur: 2003-01-14 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands - [PDF]

Þingmál A394 (breyting á XV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 455 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A413 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-02 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-06 14:08:16 - [HTML]

Þingmál A415 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-02 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1054 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-02-27 16:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-23 10:31:35 - [HTML]
93. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 11:51:35 - [HTML]

Þingmál A421 (Lýðheilsustöð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 530 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-03 13:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 996 - Komudagur: 2003-02-14 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1222 - Komudagur: 2003-02-21 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A423 (lyfjalög og læknalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-03 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1238 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-12 19:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-23 12:27:01 - [HTML]
64. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2003-01-23 12:34:05 - [HTML]
101. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-14 17:38:23 - [HTML]
101. þingfundur - Lára Margrét Ragnarsdóttir - Ræða hófst: 2003-03-14 18:13:29 - [HTML]

Þingmál A427 (ársreikningar)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2003-03-10 11:02:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2003-01-21 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A441 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2002-12-13 10:53:24 - [HTML]

Þingmál A446 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1270 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-12 20:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-03 16:20:10 - [HTML]

Þingmál A453 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2002-12-12 13:51:51 - [HTML]
94. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2003-03-10 21:05:52 - [HTML]
96. þingfundur - Þuríður Backman - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2003-03-11 17:40:35 - [HTML]

Þingmál A462 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Íslenska álfélagið hf. - Skýring: (ums. um 462. og 463. mál) - [PDF]

Þingmál A464 (almannavarnir o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 837 - Komudagur: 2003-01-22 - Sendandi: Slysavarnarfél. Landsbjörg, Landssamband björgunarsveita - [PDF]

Þingmál A488 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 804 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-21 16:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1318 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-13 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-27 16:44:03 - [HTML]
100. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-13 20:47:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1372 - Komudagur: 2003-02-28 - Sendandi: Íslensk erfðagreining ehf. - [PDF]

Þingmál A489 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-21 16:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1122 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 12:57:50 - [HTML]

Þingmál A508 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (frumvarp) útbýtt þann 2003-01-22 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2003-02-06 11:48:48 - [HTML]

Þingmál A544 (Orkustofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1112 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna - Skýring: (ums. um 544. og 545. mál) - [PDF]

Þingmál A550 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 14:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1257 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Vinnueftirlitið - [PDF]

Þingmál A567 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2003-03-10 15:41:54 - [HTML]

Þingmál A612 (lögmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2003-05-07 - Sendandi: Orator, félag laganema við Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A622 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 995 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-19 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-26 12:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1530 - Komudagur: 2003-03-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A654 (eftirlit með matvælum og heilbrigði dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1703 - Komudagur: 2003-03-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (afrit - lagt fram á fundi sg.) - [PDF]

Þingmál A671 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2003-03-13 12:02:44 - [HTML]

Þingmál A674 (höfundaréttur)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-03-12 12:09:44 - [HTML]

Þingmál B233 (afdrif listaverka í Landsbanka og Búnaðarbanka)

Þingræður:
25. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-07 14:06:09 - [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A26 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-03 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-28 17:05:15 - [HTML]

Þingmál A33 (aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-06 18:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-04 15:21:34 - [HTML]
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2003-11-04 16:09:13 - [HTML]

Þingmál A85 (styrkir til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-09 16:36:29 - [HTML]

Þingmál A100 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-13 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 26 - Komudagur: 2003-10-27 - Sendandi: Veiðimálastofnun - Skýring: (ný umsögn) - [PDF]

Þingmál A162 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-15 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A223 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 236 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-29 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A326 (lokafjárlög 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1571 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-03 16:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-18 11:30:17 - [HTML]

Þingmál A337 (útvarpslög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1905 - Komudagur: 2004-04-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A343 (gjald af áfengi og tóbaki)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-03-23 15:09:23 - [HTML]

Þingmál A455 (selastofnar við Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 650 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2003-12-11 21:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A465 (fullnusta refsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-01-29 12:20:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1023 - Komudagur: 2004-02-20 - Sendandi: Trúnaðarráð fanga (Atli Helgason) - [PDF]

Þingmál A467 (Siglingastofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2004-01-29 15:49:18 - [HTML]

Þingmál A509 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (frumvarp) útbýtt þann 2004-01-29 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-02 18:01:39 - [HTML]

Þingmál A550 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-02-04 17:27:16 - [HTML]

Þingmál A552 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-04 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-02-09 16:05:20 - [HTML]
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-09 16:21:52 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-09 16:23:40 - [HTML]

Þingmál A564 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2004-02-24 17:09:33 - [HTML]

Þingmál A591 (fangelsis- og refsimál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1504 (svar) útbýtt þann 2004-04-27 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A594 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-27 20:14:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2004-04-06 - Sendandi: Breiðafjarðarnefnd, minni hluti (Ævar Petersen) - [PDF]

Þingmál A740 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-03-18 14:53:28 - [HTML]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1893 - Komudagur: 2004-04-17 - Sendandi: Búnaðarsamband Austurlands - Skýring: (um 782. og 783. mál) - [PDF]

Þingmál A855 (fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-01 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A871 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1329 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-05 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A878 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-15 14:34:44 - [HTML]

Þingmál A880 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1650 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-13 09:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
127. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-26 17:30:22 - [HTML]
127. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-26 18:04:50 - [HTML]
130. þingfundur - Þuríður Backman - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2004-05-28 15:01:36 - [HTML]

Þingmál A973 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 16:40:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2412 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Ríkisútvarpið, starfsmannasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]

Þingmál A982 (upptaka gerða í EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1589 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2004-05-05 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1685 (svar) útbýtt þann 2004-05-19 09:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A986 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B95 (tónlistarnám á framhaldsskólastigi)

Þingræður:
14. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-17 13:51:08 - [HTML]

Þingmál B110 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2002)

Þingræður:
18. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2003-10-30 12:14:26 - [HTML]

Þingmál B136 (aðstoð við sauðfjárbændur)

Þingræður:
25. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2003-11-12 13:39:55 - [HTML]

Þingmál B191 (grein í vefriti fjármálaráðuneytis um rammafjárlög og Ríkisendurskoðun)

Þingræður:
37. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2003-11-27 16:26:17 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A1 (fjárlög 2005)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2004-11-25 23:57:01 - [HTML]

Þingmál A21 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 21:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A39 (dýravernd)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-09 16:17:49 - [HTML]

Þingmál A42 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A141 (sláturhús í Búðardal)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-03 14:06:42 - [HTML]

Þingmál A174 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1175 - Komudagur: 2005-04-06 - Sendandi: Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar - [PDF]

Þingmál A176 (eftirlit Alþingis með fyrirmælum framkvæmdarvaldshafa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-12 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A235 (mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A236 (rannsóknarnefnd umferðarslysa)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2005-03-07 18:55:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 458 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A243 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (frumvarp) útbýtt þann 2004-11-02 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-31 18:05:38 - [HTML]

Þingmál A246 (græðarar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 614 - Komudagur: 2004-12-14 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A336 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-17 13:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1230 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-04-29 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-02 18:12:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2005-01-25 - Sendandi: Afstaða (í stað Trúnaðarráðs fanga) - [PDF]
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2005-02-10 - Sendandi: Fangelsismálastjóri - [PDF]

Þingmál A348 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-22 16:09:06 - [HTML]

Þingmál A362 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-02-08 13:57:57 - [HTML]

Þingmál A390 (öryggislögregla)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-01-26 14:00:23 - [HTML]

Þingmál A480 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 734 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A493 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-02 15:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1032 - Komudagur: 2005-03-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1036 - Komudagur: 2005-03-09 - Sendandi: Eimskipafélag Íslands ehf. (LEX-NESTOR og LOGOS) - [PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-04-26 16:09:15 - [HTML]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1440 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-11 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-04-11 18:55:00 - [HTML]
107. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-11 23:54:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1678 - Komudagur: 2005-04-27 - Sendandi: Ríkisútvarpið, útvarpsstjóri - Skýring: (um 643. og 644. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1863 - Komudagur: 2005-05-11 - Sendandi: Minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar - [PDF]

Þingmál A649 (lyfjalög og heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1405 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Vistor - [PDF]

Þingmál A696 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-04-07 12:33:20 - [HTML]

Þingmál A698 (fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1056 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1788 - Komudagur: 2005-05-02 - Sendandi: Lögreglustjóraembættið í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A699 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A700 (Landbúnaðarstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1476 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum, B/t dýralækna - [PDF]

Þingmál A738 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-07 10:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-19 14:42:54 - [HTML]
113. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-04-19 17:51:29 - [HTML]

Þingmál A740 (hundar og sóttvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (svar) útbýtt þann 2005-05-03 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A746 (stefna í fjarskiptamálum 2005--2010)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-04-19 19:26:08 - [HTML]
113. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-19 19:48:43 - [HTML]

Þingmál A791 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-26 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B339 (árásir á íslenska starfsmenn utanríkisþjónustunnar í Kabúl í Afganistan)

Þingræður:
18. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-03 15:31:31 - [HTML]
18. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-03 15:36:46 - [HTML]
18. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-11-03 16:04:30 - [HTML]

Þingmál B370 (utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
25. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-11 14:59:29 - [HTML]

Þingmál B736 (kynþáttafordómar og aðgerðir gegn þeim)

Þingræður:
111. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-14 13:38:13 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A18 (staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-12-08 13:14:54 - [HTML]

Þingmál A20 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-05 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A46 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 18:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A63 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-13 15:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A78 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 330 - Komudagur: 2005-11-30 - Sendandi: Félagsþjónustan í Hafnarfirði - [PDF]

Þingmál A86 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-19 16:42:31 - [HTML]

Þingmál A95 (gleraugnakostnaður barna)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-23 13:06:35 - [HTML]

Þingmál A221 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 236 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-20 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A267 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2005-12-01 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-14 17:08:15 - [HTML]
78. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-07 23:46:55 - [HTML]

Þingmál A279 (breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2005-11-29 - Sendandi: Félagsþjónustan í Hafnarfirði - [PDF]

Þingmál A288 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-12-07 23:42:05 - [HTML]

Þingmál A296 (mál Ölgerðarinnar gegn umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-01-18 14:38:45 - [HTML]
45. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2006-01-18 14:42:07 - [HTML]

Þingmál A314 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-09 17:07:48 - [HTML]
40. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-09 17:18:15 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-12-09 17:29:12 - [HTML]
40. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-09 17:37:38 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-09 17:46:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 520 - Komudagur: 2005-12-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A331 (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-17 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1146 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-10 17:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-12-05 18:09:44 - [HTML]
119. þingfundur - Dagný Jónsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-01 16:36:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 669 - Komudagur: 2006-01-17 - Sendandi: Íslensk málstöð, forstöðumaður - [PDF]

Þingmál A366 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-28 15:54:28 - [HTML]
31. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-28 17:08:55 - [HTML]
40. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-12-09 13:57:32 - [HTML]

Þingmál A377 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-25 12:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A388 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-01-31 18:03:47 - [HTML]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-04-21 18:00:44 - [HTML]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (Kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-01-17 15:43:00 - [HTML]

Þingmál A433 (háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1041 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-03-30 18:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-02 11:02:22 - [HTML]
120. þingfundur - Dagný Jónsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 17:09:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors - [PDF]

Þingmál A434 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-02 18:29:14 - [HTML]
58. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-02-02 18:44:58 - [HTML]

Þingmál A456 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 982 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-03-27 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-28 17:20:07 - [HTML]

Þingmál A467 (endurgreiðslur öryrkja til Tryggingastofnunar ríkisins)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-02-15 14:25:05 - [HTML]
67. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-02-15 14:27:18 - [HTML]

Þingmál A471 (reiknilíkan framhaldsskóla)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Sigurrós Þorgrímsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-31 13:44:39 - [HTML]

Þingmál A503 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-07 13:04:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1124 - Komudagur: 2006-03-02 - Sendandi: Vinnueftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1252 - Komudagur: 2006-03-06 - Sendandi: Fulltrúar fyrirtækja í verktakastarfsemi og flutningum - Skýring: (ums. og undirskriftalistar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1253 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - Skýring: (frá SA, SI, SAF og SVÞ) - [PDF]

Þingmál A520 (lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-10 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (nefndir á vegum ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (svar) útbýtt þann 2006-05-04 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A556 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A569 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 824 (frumvarp) útbýtt þann 2006-03-02 09:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A588 (Evrópuráðsþingið 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-03-06 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1474 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 12:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1501 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1636 - Komudagur: 2006-04-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A620 (mælingar, mæligrunnar og vigtarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1416 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-06-02 20:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A644 (skattlagning styrkja úr sjúkra- og styrktarsjóðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2006-03-20 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-05 14:56:29 - [HTML]
100. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-04-05 14:59:37 - [HTML]
100. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-04-05 15:05:42 - [HTML]

Þingmál A651 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1891 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A666 (skráning og þinglýsing skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2129 - Komudagur: 2006-05-19 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Ísafirði - [PDF]

Þingmál A710 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-04-11 13:16:45 - [HTML]

Þingmál A713 (skráning losunar gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-06-03 01:57:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1950 - Komudagur: 2006-05-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A740 (eldi og heilbrigði sláturdýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A742 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-04-25 14:37:51 - [HTML]

Þingmál A771 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2006-04-26 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A792 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1346 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-06-02 11:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-05-02 22:13:24 - [HTML]
113. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-05-02 22:17:50 - [HTML]
113. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-05-02 22:30:37 - [HTML]
113. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2006-05-02 22:50:47 - [HTML]
113. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2006-05-02 23:39:46 - [HTML]
113. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2006-05-03 00:14:20 - [HTML]
121. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-03 02:11:07 - [HTML]
121. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-03 02:23:31 - [HTML]
121. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-06-03 02:33:20 - [HTML]
121. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-06-03 02:42:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2188 - Komudagur: 2006-05-31 - Sendandi: Félag eldri borgara - [PDF]
Dagbókarnúmer 2190 - Komudagur: 2006-05-26 - Sendandi: Félag íslenskra öldrunarlækna - [PDF]

Þingmál A795 (Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-05-02 20:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1274 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2006-05-04 19:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-04 14:03:48 - [HTML]
115. þingfundur - Halldór Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-04 20:10:15 - [HTML]

Þingmál B157 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2004)

Þingræður:
19. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2005-11-10 12:33:07 - [HTML]

Þingmál B182 (utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
24. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-17 17:56:44 - [HTML]

Þingmál B335 (lög um fæðingarorlof -- undirbúningur að fjölmiðlafrumvarpi)

Þingræður:
61. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-02-08 12:05:07 - [HTML]

Þingmál B481 (forgangsröð í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
92. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-22 15:32:00 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A18 (rammaáætlun um náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-04 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-06 16:49:58 - [HTML]
66. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-02-06 17:04:52 - [HTML]

Þingmál A48 (heildarstefnumótun í málefnum útlendinga og innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-05 18:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 17:06:13 - [HTML]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-01-18 17:46:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 386 - Komudagur: 2006-11-28 - Sendandi: 365-miðlar - Skýring: (lagt fram á fundi m.) - [PDF]

Þingmál A61 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A65 (friðlýsing Jökulsár á Fjöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 971 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Umhverfisstofnun, bt. Kristjáns Geirssonar - [PDF]

Þingmál A95 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-07 14:14:09 - [HTML]

Þingmál A232 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-19 13:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 648 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-12-09 10:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 673 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-12-09 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-09 19:24:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 296 - Komudagur: 2006-11-24 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A236 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-09 19:34:06 - [HTML]
24. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-09 20:24:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-12-08 - Sendandi: Magnús Helgi Árnason hdl. - Skýring: (sent fh. nokkurra útgerðarfyrirtækja) - [PDF]

Þingmál A251 (öryggis- eða leyniþjónustustarfsemi lögreglunnar)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-24 14:09:40 - [HTML]

Þingmál A256 (Loftslagsráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-19 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A266 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 339 - Komudagur: 2006-11-27 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A374 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-12-08 23:56:16 - [HTML]
47. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2006-12-09 10:48:43 - [HTML]

Þingmál A377 (eldi og heilbrigði sláturdýra o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 708 - Komudagur: 2007-01-05 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 712 - Komudagur: 2007-01-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A389 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 578 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-12-07 21:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-24 15:58:21 - [HTML]
46. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-08 21:16:16 - [HTML]

Þingmál A395 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-23 15:46:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-23 18:27:24 - [HTML]

Þingmál A408 (ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-30 20:28:38 - [HTML]

Þingmál A409 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-24 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 14:48:45 - [HTML]
60. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2007-01-25 15:13:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 869 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - Skýring: (fskj. kostn.mat lagt fram á fundi m.) - [PDF]

Þingmál A416 (vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2006-12-29 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A443 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-02-05 17:24:37 - [HTML]

Þingmál A445 (heilsufar erlendra ríkisborgara)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-07 15:10:46 - [HTML]

Þingmál A459 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-08 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A511 (námsgögn)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 16:09:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 809 - Komudagur: 2007-02-05 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - Skýring: (útgáfa og sala námsefnis, ákvörðun Samk.eftirl.) - [PDF]

Þingmál A513 (bókmenntasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A515 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 778 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A527 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-07 14:03:28 - [HTML]

Þingmál A530 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 799 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-29 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1130 - Komudagur: 2007-02-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-13 14:13:37 - [HTML]

Þingmál A566 (meginreglur umhverfisréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A574 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-19 16:13:04 - [HTML]

Þingmál A575 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2007-02-15 12:30:15 - [HTML]
72. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-15 17:06:46 - [HTML]

Þingmál A588 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-13 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1349 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1382 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 21:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1364 - Komudagur: 2007-03-02 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A590 (hreinsun stranda og hafnarsvæða af skipsflökum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1220 (svar) útbýtt þann 2007-03-15 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A638 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-21 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A643 (veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1408 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A644 (Verðlagsstofa skiptaverðs o.fl.)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-26 18:36:26 - [HTML]

Þingmál A649 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-01 19:07:19 - [HTML]

Þingmál A654 (breytingar á ýmsum lögum er varða útgáfu leyfa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-26 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A655 (réttarstaða liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins o.fl.)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-01 21:10:21 - [HTML]

Þingmál A661 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1665 - Komudagur: 2007-05-09 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - [PDF]

Þingmál A662 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1666 - Komudagur: 2007-05-09 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - [PDF]

Þingmál A663 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1005 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-27 18:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1667 - Komudagur: 2007-05-09 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - [PDF]

Þingmál A667 (íslensk alþjóðleg skipaskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-01 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (framganga lögreglu gagnvart mótmælendum við Kárahnjúka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (þáltill.) útbýtt þann 2007-03-12 16:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B138 (möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda)

Þingræður:
8. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-09 15:53:20 - [HTML]
8. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-10-09 16:44:59 - [HTML]

Þingmál B371 (stefnumótun um aðlögun innflytjenda -- fyrirspurn um símhleranir)

Þingræður:
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 10:33:31 - [HTML]
60. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-25 10:37:38 - [HTML]

Þingmál B394 (leynisamningar með varnarsamningnum 1951)

Þingræður:
65. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-05 16:10:34 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A1 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-06-04 18:39:59 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Bjarnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-12-03 17:16:17 - [HTML]
35. þingfundur - Ögmundur Jónasson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2007-12-03 17:47:40 - [HTML]

Þingmál A52 (óháð áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar, Holtavirkjunar og Hvammsvirkjunar í Þjórsá)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-04 17:50:11 - [HTML]

Þingmál A62 (Loftslagsráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-09 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A90 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-11 16:35:52 - [HTML]

Þingmál A122 (dreifing fjölpósts)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-11-14 14:31:31 - [HTML]

Þingmál A131 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 497 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2007-12-12 21:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2007-11-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A132 (sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-11-07 15:12:56 - [HTML]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-01 15:23:35 - [HTML]
47. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-01-15 15:47:39 - [HTML]

Þingmál A163 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 390 - Komudagur: 2007-11-23 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A183 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-05 14:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Ásta Möller (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-26 14:56:31 - [HTML]
69. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-26 15:23:12 - [HTML]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-05 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A191 (samræmd neyðarsvörun)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-29 14:06:39 - [HTML]
105. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-05-21 18:05:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 395 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Og fjarskipti ehf. (Vodafone) - [PDF]

Þingmál A195 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-11 14:14:40 - [HTML]
45. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-14 11:28:47 - [HTML]

Þingmál A203 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-11-15 19:27:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2007-12-03 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A205 (ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-15 14:47:17 - [HTML]

Þingmál A215 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-11-15 11:40:56 - [HTML]

Þingmál A232 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-20 19:57:51 - [HTML]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2008-01-17 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1294 - Komudagur: 2008-01-31 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1298 - Komudagur: 2008-02-01 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A269 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2007, um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-11-21 11:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-27 14:53:21 - [HTML]

Þingmál A270 (listgreinakennsla í framhaldsskólum)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-01-23 15:11:45 - [HTML]

Þingmál A287 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2008-05-26 16:15:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1172 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]

Þingmál A290 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-04 21:18:43 - [HTML]
36. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-04 21:21:50 - [HTML]

Þingmál A292 (samgönguáætlun)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2007-12-11 22:35:25 - [HTML]

Þingmál A324 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-12-13 18:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A327 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2008-03-11 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi um.) - [PDF]

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-04-01 16:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-08 21:14:26 - [HTML]
90. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-04-15 15:33:48 - [HTML]

Þingmál A337 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1666 - Komudagur: 2008-03-05 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A338 (atvinnuréttindi útlendinga o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1609 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A341 (skuldbindingar íslenskra sveitarfélaga í EES-samningnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 875 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-04-09 11:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A350 (Ísland á innri markaði Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 590 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-01-29 13:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (flutningur á útgáfu starfsleyfa til landlæknis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-29 16:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2245 - Komudagur: 2008-04-16 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 3099 - Komudagur: 2008-08-13 - Sendandi: Umhverfisstofnun - Skýring: (um nál. og brtt.) - [PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3127 - Komudagur: 2008-08-25 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (eftir fund með umhvn.) - [PDF]

Þingmál A376 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2081 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 3085 - Komudagur: 2008-08-08 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3113 - Komudagur: 2008-08-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa borgarstjóra - Skýring: (sbr. ums. SHS um nál. og brtt.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3114 - Komudagur: 2008-08-13 - Sendandi: Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - Skýring: (um nál. og brtt.) - [PDF]

Þingmál A386 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-08 18:42:58 - [HTML]

Þingmál A401 (áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 647 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-19 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1586 - Komudagur: 2008-02-25 - Sendandi: Helgi Bernódusson skrifstofustjóri - [PDF]

Þingmál A406 (þjónustusamningar um málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-03-05 18:49:56 - [HTML]

Þingmál A429 (starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952--1979)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-25 14:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A431 (efni og efnablöndur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-25 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1081 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 22:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-04 15:56:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2045 - Komudagur: 2008-04-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2046 - Komudagur: 2008-04-08 - Sendandi: Vinnueftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2060 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-02-28 17:00:56 - [HTML]
108. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-26 20:01:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1943 - Komudagur: 2008-03-31 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A442 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-03-06 16:46:31 - [HTML]

Þingmál A453 (fullgilding bókunar við alþjóðasamninga gegn pyndingum)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-04-09 12:21:57 - [HTML]

Þingmál A463 (brottfall laga um læknaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 737 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-04 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A464 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2274 - Komudagur: 2008-04-17 - Sendandi: Lyfjaver - [PDF]

Þingmál A474 (fæðubótarefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (svar) útbýtt þann 2008-04-03 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A477 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2457 - Komudagur: 2008-04-29 - Sendandi: Félag leiðsögumanna hreindýraveiða - [PDF]

Þingmál A510 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (frumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 10:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A518 (framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 819 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2685 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Skipti hf. (Síminn hf. og Míla ehf.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3140 - Komudagur: 2008-09-03 - Sendandi: Samgönguráðuneytið - Skýring: (upplýs. um skipan í nefndir) - [PDF]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2590 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A533 (aðild starfsmanna við samruna félaga yfir landamæri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3136 - Komudagur: 2008-09-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A535 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2724 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Alþjóðahús - [PDF]

Þingmál A540 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2961 - Komudagur: 2008-05-16 - Sendandi: REMAX-fasteignasala - Skýring: (álitsgerð o.fl.) - [PDF]

Þingmál A541 (öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 11:41:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2516 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2581 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A544 (Þjóðskjalasafn Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2732 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]

Þingmál A546 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-17 11:16:56 - [HTML]
94. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-04-21 19:04:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2540 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Háskóli Íslands, háskólarektor - [PDF]

Þingmál A553 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu o.fl.)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-04-15 18:25:31 - [HTML]

Þingmál A613 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 955 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-07 11:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1330 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-09-09 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Þuríður Backman (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2008-09-09 15:09:30 - [HTML]
119. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-09-09 22:02:55 - [HTML]

Þingmál A623 (vottað gæðakerfi í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1239 (svar) útbýtt þann 2008-05-29 19:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-23 16:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3035 - Komudagur: 2008-06-30 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús - [PDF]

Þingmál A650 (staða umferðaröryggismála 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1219 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-29 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B40 (fyrirhugaður flutningsstyrkur Atvinnuleysistryggingasjóðs)

Þingræður:
5. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-09 14:11:19 - [HTML]

Þingmál B108 (Urriðafossvirkjun)

Þingræður:
26. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-11-15 16:03:24 - [HTML]

Þingmál B370 (samningar um opinber verkefni)

Þingræður:
64. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-12 15:34:29 - [HTML]
64. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-12 15:39:50 - [HTML]
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-02-12 15:51:21 - [HTML]

Þingmál B410 (áform um frekari uppbyggingu stóriðju)

Þingræður:
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-02-25 15:51:11 - [HTML]
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-25 16:05:07 - [HTML]

Þingmál B721 (reglugerð um gjafsókn)

Þingræður:
103. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-05-15 10:49:30 - [HTML]
103. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-05-15 10:54:28 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A1 (fjárlög 2009)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-12-16 01:42:52 - [HTML]

Þingmál A19 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 2009-03-16 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A25 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-14 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A52 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-07 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A139 (Landsbókasafn Íslands -- Háskólabókasafn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2009-01-09 - Sendandi: ReykjavíkurAkademían - [PDF]

Þingmál A152 (kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A169 (niðurfelling laga um kísilgúrverksmiðju við Mývatn og ráðstöfun eigna Kísilgúrsjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-20 09:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A170 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-20 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-16 17:38:54 - [HTML]
133. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-16 18:29:18 - [HTML]

Þingmál A177 (samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 16:31:47 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-12-05 18:01:31 - [HTML]
44. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-12-05 19:22:00 - [HTML]

Þingmál A185 (tekjustofnar sveitarfélaga og gatnagerðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-02-11 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-12 11:52:35 - [HTML]

Þingmál A186 (dýravernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-08 16:38:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 520 - Komudagur: 2008-12-16 - Sendandi: Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði - [PDF]

Þingmál A196 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 581 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-02-24 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-04 11:44:42 - [HTML]
89. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-26 17:48:47 - [HTML]

Þingmál A208 (skattlagning kolvetnisvinnslu)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-12-09 16:08:21 - [HTML]

Þingmál A209 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-17 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-18 15:06:57 - [HTML]
61. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2008-12-18 15:27:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 429 - Komudagur: 2008-12-11 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A213 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-09 13:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-11 16:27:09 - [HTML]

Þingmál A216 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2009-01-23 - Sendandi: Fjölmennt - [PDF]

Þingmál A243 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-15 22:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 432 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-12-23 10:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 451 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-12-20 17:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A248 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-18 21:01:09 - [HTML]
62. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2008-12-18 21:08:03 - [HTML]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 781 - Komudagur: 2009-01-05 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (yfirdýralæknir frá 7.9.2008) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1016 - Komudagur: 2009-03-04 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands - [PDF]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 880 - Komudagur: 2009-02-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A290 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A335 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-24 14:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A360 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2008, um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-03-02 12:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-03 15:57:16 - [HTML]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-05 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A456 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-31 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-31 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B578 (olíuleit á Skjálfanda)

Þingræður:
80. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2009-02-12 10:45:01 - [HTML]

Þingmál B797 (Fjármálaeftirlitið og bankarannsókn)

Þingræður:
104. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-16 15:37:04 - [HTML]

Þingmál B1022 (hvalveiðar)

Þingræður:
131. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2009-04-14 13:49:27 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A3 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-18 19:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A4 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-18 19:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 220 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-07-02 21:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-05-26 18:00:21 - [HTML]
46. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-23 20:51:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2009-06-03 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (glærur) - [PDF]

Þingmál A5 (hlutafélög með gegnsætt eignarhald og bann við lánveitingum og krosseignarhaldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 83 - Komudagur: 2009-06-04 - Sendandi: Nýi Kaupþing banki hf. - [PDF]

Þingmál A13 (breytingar á ýmsum lögum um óréttmæta viðskiptahætti)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-07-23 16:31:03 - [HTML]

Þingmál A34 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-25 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 126 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-06-16 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 150 (lög í heild) útbýtt þann 2009-06-18 14:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-07-09 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-10 12:49:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 113 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - Skýring: (lagt fram á fundi ut.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 254 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A54 (undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - Skýring: (lagt fram á fundi ut.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 259 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A113 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-16 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Ögmundur Jónasson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-18 23:29:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2009-08-24 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A118 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-18 18:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-19 11:18:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 380 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: Halldóra Inga Ingileifsdóttir - [PDF]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2009-07-15 - Sendandi: LEX lögmannsstofa - Skýring: (sjónarmið um forgangskröfur) - [PDF]
Dagbókarnúmer 688 - Komudagur: 2009-07-30 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið o.fl. - Skýring: (um forgangsrétt) - [PDF]
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2009-07-31 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (minnisbl. o.fl. um forgangsrétt) - [PDF]

Þingmál A147 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-23 22:12:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 758 - Komudagur: 2009-09-08 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands - [PDF]

Þingmál A161 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-23 20:42:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 138

Þingmál A10 (fjáraukalög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 09:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A11 (afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 89 - Komudagur: 2009-11-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A16 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A57 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-15 16:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2009-11-24 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-10-23 10:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 12:44:30 - [HTML]

Þingmál A77 (orlof húsmæðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2702 - Komudagur: 2010-06-04 - Sendandi: Vestmannaeyjabær, Fjölskyldu- og tómstundaráð - [PDF]

Þingmál A116 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 129 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-02 15:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-06 11:47:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3079 - Komudagur: 2010-08-18 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (dómur Mannr.dómstóls Evrópu) - [PDF]

Þingmál A168 (réttarbætur fyrir transfólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-06 15:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A228 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A259 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneyti - [PDF]

Þingmál A274 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 441 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-15 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-16 18:01:12 - [HTML]

Þingmál A277 (þjónustuviðskipti á innri markaði EES)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 992 - Komudagur: 2010-01-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2010-03-15 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A278 (breytingar laga vegna frumvarps um þjónustuviðskipti á innri markaði EES)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 995 - Komudagur: 2010-01-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A324 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2009-12-14 21:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Þuríður Backman (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-12-15 23:23:03 - [HTML]

Þingmál A336 (eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf.)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-21 20:49:25 - [HTML]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-14 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-05-31 14:35:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1098 - Komudagur: 2010-02-26 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1719 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (afrit af bréfum o.fl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1792 - Komudagur: 2010-04-23 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A354 (notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1720 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra - [PDF]

Þingmál A375 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-16 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 14:44:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1352 - Komudagur: 2010-03-23 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A390 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-18 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A398 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2007 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1576 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A424 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 741 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 09:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1464 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-03 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
151. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-06 11:28:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2010-03-24 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 3074 - Komudagur: 2010-08-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (vinnuskjal) - [PDF]

Þingmál A426 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 743 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 744 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1726 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Brunamálastofnun - [PDF]

Þingmál A448 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1741 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]

Þingmál A457 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2458 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]

Þingmál A490 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 127/2007 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 851 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-25 15:23:24 - [HTML]

Þingmál A494 (sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A505 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 892 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A514 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2304 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A525 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 914 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1260 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-10 15:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Kristján L. Möller (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-29 16:40:52 - [HTML]
136. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-10 20:31:23 - [HTML]
138. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2010-06-12 17:36:37 - [HTML]

Þingmál A529 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-18 19:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-05-31 16:53:42 - [HTML]

Þingmál A552 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-05-11 15:11:49 - [HTML]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A557 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A562 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A567 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 957 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 961 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A578 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2782 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (réttur grunnskólabarna til náms í framh.sk.áföngu - [PDF]

Þingmál A579 (opinberir háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2389 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-20 17:52:08 - [HTML]

Þingmál A589 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-04-12 13:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2403 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A597 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (frumvarp) útbýtt þann 2010-04-27 17:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (stjórn vatnamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2912 - Komudagur: 2010-07-02 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Árni Davíðsson heilbr.fulltrúi - [PDF]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2924 - Komudagur: 2010-08-04 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A661 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
138. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-12 11:35:45 - [HTML]
138. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-06-12 12:40:32 - [HTML]
138. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2010-06-12 14:24:52 - [HTML]
138. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2010-06-12 17:19:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3078 - Komudagur: 2010-08-18 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (dómur Mannr.dómstóls Evrópu) - [PDF]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2874 - Komudagur: 2010-06-23 - Sendandi: Formaður sjútv.- og landbn. (Atli Gíslason) - Skýring: (afrit af bréfum) - [PDF]

Þingmál A686 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1433 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-24 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3174 - Komudagur: 2010-06-07 - Sendandi: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrv. utanríkisráðherra - Skýring: (svar við bréfi þingmn.) - [PDF]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3198 - Komudagur: 2010-10-25 - Sendandi: Forseti Alþingis - Skýring: (afrit af bréfum) - [PDF]

Löggjafarþing 139

Þingmál A22 (rannsókn á Íbúðalánasjóði)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-12-16 22:04:24 - [HTML]
51. þingfundur - Birgir Ármannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-12-17 14:59:49 - [HTML]

Þingmál A49 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A56 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 16:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2395 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (breyt. á 40. gr.) - [PDF]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A78 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Mörður Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-12-07 15:56:38 - [HTML]

Þingmál A79 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 351 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-11-29 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-03 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-22 15:16:30 - [HTML]

Þingmál A133 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 80/2008 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 10:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-04 13:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 994 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-14 14:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Skipti hf. (móðurfélag Mílu ehf. og Símans hf.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A155 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 87/2009 og nr. 126/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-25 17:22:20 - [HTML]

Þingmál A186 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A187 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 598 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1670 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A193 (sáttamiðlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (svar) útbýtt þann 2011-02-22 13:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A197 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-24 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A199 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 10/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-25 17:43:05 - [HTML]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-16 15:55:44 - [HTML]

Þingmál A203 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson - Skýring: (viðbótar umsögn og ýmis gögn) - [PDF]

Þingmál A227 (málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-01 17:16:46 - [HTML]

Þingmál A235 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 37/2010 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-25 17:46:59 - [HTML]

Þingmál A236 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2010 og nr. 124/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-25 17:51:54 - [HTML]

Þingmál A237 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-07 16:19:35 - [HTML]
107. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-07 16:35:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Samtök fjárfesta - [PDF]

Þingmál A238 (fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A256 (málefni fatlaðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: NPA miðstöðin svf. - [PDF]

Þingmál A298 (stjórn vatnamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1060 - Komudagur: 2010-12-28 - Sendandi: Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi - [PDF]

Þingmál A299 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1830 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 16:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-11-30 20:15:15 - [HTML]

Þingmál A311 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-26 18:06:45 - [HTML]

Þingmál A313 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-30 18:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]

Þingmál A333 (efni og efnablöndur og eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-30 20:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1284 - Komudagur: 2011-02-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: Sameiginleg umsögn með SI - [PDF]

Þingmál A351 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-07 16:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1978 - Komudagur: 2011-04-06 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (samanburður ákvæða ...) - [PDF]

Þingmál A363 (námskeið fyrir þá sem sæta akstursbanni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (svar) útbýtt þann 2011-02-23 13:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A374 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 478 (frumvarp) útbýtt þann 2010-12-13 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-02-17 14:27:27 - [HTML]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1580 - Komudagur: 2011-03-04 - Sendandi: Flugmálastjórn Íslands - [PDF]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-12-16 15:27:16 - [HTML]
50. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-12-16 18:32:01 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-02-03 16:17:38 - [HTML]
72. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-16 01:53:44 - [HTML]
73. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-02-16 13:55:57 - [HTML]
73. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-02-16 14:20:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: InDefence - [PDF]
Dagbókarnúmer 1155 - Komudagur: 2011-01-06 - Sendandi: Peter Örebeck, Noregi - Skýring: (á ensku og íslensku) - [PDF]

Þingmál A407 (flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 679 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-01-17 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-01 16:39:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2011-03-02 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1870 - Komudagur: 2011-03-31 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík - [PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Ólafur Walter Stefánsson - [PDF]

Þingmál A533 (staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 870 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-17 15:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-24 11:15:12 - [HTML]

Þingmál A535 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-02-22 17:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1822 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 10:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
160. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-09-08 13:46:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1994 - Komudagur: 2011-04-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 3019 - Komudagur: 2011-08-17 - Sendandi: Umhverfisnefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A570 (lokafjárlög 2009)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-04-14 18:41:13 - [HTML]

Þingmál A575 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 967 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-23 18:39:34 - [HTML]

Þingmál A578 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 56/2008 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 978 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A580 (almenningsbókasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1359 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-04 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1546 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-27 12:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-23 18:12:52 - [HTML]
120. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-10 15:42:09 - [HTML]
142. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-06-06 15:33:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2126 - Komudagur: 2011-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2439 - Komudagur: 2011-05-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A596 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1014 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-24 15:12:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2919 - Komudagur: 2011-06-01 - Sendandi: Þórhallur Vilhjálmsson aðallögfræðingur Alþingis - [PDF]

Þingmál A644 (stjórnlagaþing)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Birgir Ármannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-04-07 12:22:12 - [HTML]

Þingmál A645 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2397 - Komudagur: 2011-05-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A650 (safnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1849 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 18:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A673 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2766 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
162. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 23:01:12 - [HTML]
163. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-14 22:08:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2738 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-05 16:42:19 - [HTML]

Þingmál A691 (staða skólamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1927 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2011-09-16 18:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A696 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1664 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 19:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A701 (skattlagning á kolvetnisvinnslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2466 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A703 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1583 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-31 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-06-09 22:55:40 - [HTML]
149. þingfundur - Þuríður Backman - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-06-10 20:16:04 - [HTML]

Þingmál A706 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1628 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-06 12:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2468 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A707 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1226 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1432 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-17 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Mörður Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-18 17:21:57 - [HTML]

Þingmál A711 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-05 20:50:20 - [HTML]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A736 (pólitískar ráðningar í stjórnsýslunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1261 (þáltill.) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A747 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1640 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 12:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-15 15:59:52 - [HTML]
148. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-06-10 14:43:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2411 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A763 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2536 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-12 12:44:40 - [HTML]
123. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-12 14:09:24 - [HTML]
143. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 18:51:17 - [HTML]
143. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 18:53:49 - [HTML]
143. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 18:55:00 - [HTML]
143. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 18:56:17 - [HTML]
143. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 18:57:33 - [HTML]
143. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-06-07 21:16:02 - [HTML]
158. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-09-06 12:28:52 - [HTML]
158. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-09-06 14:03:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3080 - Komudagur: 2011-09-07 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (svar við spurn.) - [PDF]

Þingmál A824 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1465 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-18 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-19 11:59:12 - [HTML]
130. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-19 14:55:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2746 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 16:13:08 - [HTML]
135. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 16:14:46 - [HTML]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3052 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: Arion banki hf - [PDF]

Þingmál B583 (framkvæmd skólalöggjafarinnar frá 2008)

Þingræður:
71. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-14 16:48:51 - [HTML]

Þingmál B1325 (breyting á bankalögum -- atvinnumál -- Kvikmyndaskóli Íslands o.fl.)

Þingræður:
162. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-09-13 10:54:25 - [HTML]

Þingmál B1354 (málefni Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur)

Þingræður:
164. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-09-15 12:09:14 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]

Þingmál A9 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 33 - Komudagur: 2011-11-07 - Sendandi: Gunnlaugur Kristinsson, endurskoðandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]

Þingmál A21 (reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 927 - Komudagur: 2012-01-26 - Sendandi: Mosfellsbær, fjölskyldusvið - [PDF]

Þingmál A31 (viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 8 - Komudagur: 2011-10-27 - Sendandi: Elva Björk Barkardóttir - [PDF]

Þingmál A45 (staðfesting aðalskipulags)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-10-17 16:03:52 - [HTML]
9. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-10-17 16:12:38 - [HTML]

Þingmál A57 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-05 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A61 (matvæli)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-19 17:04:00 - [HTML]

Þingmál A88 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 13:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 133 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum - [PDF]

Þingmál A97 (fjáraukalög 2011)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-10 11:44:16 - [HTML]

Þingmál A147 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-19 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 949 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-12 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 997 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-03-21 15:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1252 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-05-03 11:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-09 16:15:53 - [HTML]
72. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-13 17:06:46 - [HTML]

Þingmál A187 (viðtaka fjárframlaga frá erlendum aðilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-10-20 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 322 (svar) útbýtt þann 2011-11-16 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A192 (fólksflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 23:19:31 - [HTML]
38. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 23:22:16 - [HTML]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 115 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 270 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A225 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 803 - Komudagur: 2011-12-14 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A256 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-09 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1244 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-04-30 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1405 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-24 10:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 13:31:49 - [HTML]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: ISNIC - Internet á Íslandi - Skýring: (viðbótar umsögn) - [PDF]

Þingmál A351 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A360 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-12-12 22:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Lúðvík Geirsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-16 22:16:47 - [HTML]

Þingmál A363 (þjóðskrá og almannaskráning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 775 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 893 - Komudagur: 2012-01-12 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1040 - Komudagur: 2012-02-15 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi - [PDF]

Þingmál A368 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A370 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A372 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1379 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-18 19:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-05-24 23:33:02 - [HTML]
109. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-30 16:53:28 - [HTML]
109. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 17:19:30 - [HTML]

Þingmál A374 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-12-16 23:31:55 - [HTML]

Þingmál A383 (efling tónlistarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-07 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A387 (matvæli)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-31 15:21:12 - [HTML]

Þingmál A393 (samgönguáætlun 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-14 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-01-19 14:23:16 - [HTML]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - [PDF]

Þingmál A440 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1167 - Komudagur: 2012-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A466 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A468 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 17:20:53 - [HTML]

Þingmál A503 (verklagsreglur um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-02-27 15:48:23 - [HTML]

Þingmál A506 (viðbrögð grunn- og framhaldsskóla við hegðunarvanda)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-02-13 17:08:15 - [HTML]

Þingmál A508 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1950 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A509 (skráð trúfélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1633 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Biskup Íslands - [PDF]

Þingmál A539 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1207 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-10 22:09:26 - [HTML]

Þingmál A540 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A599 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-30 14:35:18 - [HTML]

Þingmál A608 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-03-12 23:01:35 - [HTML]

Þingmál A654 (bókmenntasjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 11:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 16:11:07 - [HTML]

Þingmál A655 (sviðslistalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A656 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-06-05 12:07:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1847 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A660 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-04-27 18:59:24 - [HTML]

Þingmál A682 (vopn, sprengiefni og skoteldar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1124 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A699 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-17 21:00:03 - [HTML]

Þingmál A701 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 13:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A703 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-27 18:29:12 - [HTML]

Þingmál A706 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1139 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A715 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1150 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 16:29:19 - [HTML]

Þingmál A718 (heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-05-25 21:09:52 - [HTML]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2154 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Skútustaðahreppur - [PDF]

Þingmál A731 (gjaldeyrismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2391 - Komudagur: 2012-05-12 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings - Skýring: (sent skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2630 - Komudagur: 2012-05-23 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A736 (réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1174 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-11 15:18:48 - [HTML]

Þingmál A747 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A752 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-26 21:09:18 - [HTML]

Þingmál A766 (tóbaksreykingar við sjúkrastofnanir)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-21 16:26:23 - [HTML]

Þingmál A822 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-06-11 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B175 (ríkisábyrgðir á bankainnstæðum)

Þingræður:
21. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-11-14 15:26:47 - [HTML]

Þingmál B181 (afgreiðsla fjáraukalaga)

Þingræður:
21. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-11-14 16:31:23 - [HTML]

Þingmál B523 (umræður um störf þingsins 15. febrúar)

Þingræður:
57. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2012-02-15 15:06:35 - [HTML]

Þingmál B625 (umræður um störf þingsins 29. febrúar)

Þingræður:
64. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-02-29 15:22:31 - [HTML]

Þingmál B1031 (endurgreiðsla IPA-styrkja)

Þingræður:
109. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-30 10:37:20 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A4 (frádráttur á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-09-20 14:21:53 - [HTML]

Þingmál A27 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 11:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A36 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 390 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A46 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A64 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-11-05 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2012-11-06 18:20:17 - [HTML]
31. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-11-07 16:55:39 - [HTML]

Þingmál A67 (lækningatæki)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-18 22:05:21 - [HTML]

Þingmál A80 (málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 597 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A83 (gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 467 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A88 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-19 16:58:06 - [HTML]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-20 13:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 549 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2012-11-22 15:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-12-11 16:09:59 - [HTML]
50. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-11 22:07:18 - [HTML]
52. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-12-13 17:56:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 600 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, 2. minni hluti - [PDF]

Þingmál A93 (bókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-06 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A94 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-06 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A101 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-12-19 21:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A106 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 896 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-01-16 18:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 99 - Komudagur: 2012-10-08 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: (kynning) - [PDF]

Þingmál A110 (bókmenntasjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 652 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-12-04 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2012-12-18 20:00:38 - [HTML]

Þingmál A132 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-05 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-17 16:58:37 - [HTML]
74. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2013-01-29 15:47:56 - [HTML]

Þingmál A153 (fjáraukalög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 16:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A173 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 887 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Persónuvernd - Skýring: (afrit af bréfi sem sent var til innanríkisrn.) - [PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 17:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson - [PDF]

Þingmál A183 (vopn, sprengiefni og skoteldar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-27 13:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 689 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-02-25 19:42:44 - [HTML]

Þingmál A198 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 757 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-12-18 21:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-11 14:24:22 - [HTML]
18. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-11 14:41:07 - [HTML]

Þingmál A199 (sviðslistalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 487 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: SAVÍST - Samtök atv.v. í sviðsl. og tónlist - [PDF]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 250 - Komudagur: 2012-10-30 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (álitsgerð KBB) - [PDF]

Þingmál A216 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 915 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-24 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-11 10:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1060 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-21 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1075 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-02-26 13:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-10-16 16:47:33 - [HTML]
88. þingfundur - Eygló Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-02-26 17:29:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 764 - Komudagur: 2012-11-27 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: (um umsagnir) - [PDF]

Þingmál A252 (einelti í skólum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-11-19 16:59:02 - [HTML]

Þingmál A280 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 168/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1216 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-12 15:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-03-19 22:56:14 - [HTML]
110. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-25 14:27:43 - [HTML]
110. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2013-03-25 14:29:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A287 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 320 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (um umsagnir) - [PDF]

Þingmál A291 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 800 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2012-12-18 23:37:30 - [HTML]
60. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-21 15:11:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1083 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Grímsnes- og Grafningshreppur o.fl. - Skýring: (JP lögmenn, sameiginl. ums.) - [PDF]

Þingmál A319 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-25 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1205 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-11 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-15 14:38:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 953 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Háskóli Íslands, Menntavísindasvið - [PDF]

Þingmál A356 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-07 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 886 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-01-14 14:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 887 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-12-22 03:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-13 15:28:28 - [HTML]
61. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-22 01:16:05 - [HTML]

Þingmál A390 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 466 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-15 14:23:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2012-12-02 - Sendandi: Gunnar Briem - [PDF]
Dagbókarnúmer 806 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Veiðifélagið Faxi - [PDF]
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Jón Valur Jensson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2012-12-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (til SE og US) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti) - [PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1383 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Trjáræktarklúbburinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2013-02-10 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A447 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-06 14:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A456 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 786 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-19 21:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-20 18:16:42 - [HTML]

Þingmál A457 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A460 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 586 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-29 10:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1008 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-02-12 18:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-12-14 21:00:38 - [HTML]
83. þingfundur - Þuríður Backman (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-02-19 14:19:17 - [HTML]
83. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-02-19 14:31:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2013-01-14 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A469 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 923 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A470 (velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1470 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Mosfellsbær, fjölskyldusvið - [PDF]

Þingmál A474 (vönduð lagasetning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-30 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A490 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-17 13:35:24 - [HTML]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1762 - Komudagur: 2013-02-23 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráuneytið - [PDF]

Þingmál A504 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 646 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1812 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A543 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-19 15:12:12 - [HTML]

Þingmál A561 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-28 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A565 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 217/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-27 10:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-27 16:34:15 - [HTML]

Þingmál A566 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 956 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-01-29 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-25 22:19:36 - [HTML]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A605 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1932 - Komudagur: 2013-03-12 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A630 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-09 11:08:13 - [HTML]
96. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-03-09 14:32:58 - [HTML]

Þingmál A636 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-21 16:26:28 - [HTML]
112. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-27 15:55:54 - [HTML]

Þingmál A680 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-15 11:32:31 - [HTML]

Þingmál A692 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 18:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A706 (eftirlit með endurskoðun og úrbótum á löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-27 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B28 (umræður um störf þingsins 19. september)

Þingræður:
6. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-09-19 15:09:36 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A2 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-20 14:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-06-21 11:50:16 - [HTML]
10. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2013-06-21 12:26:11 - [HTML]

Þingmál A4 (stjórn fiskveiða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-06-08 16:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 14 - Komudagur: 2013-06-17 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A9 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Árni Páll Árnason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-06-27 13:31:37 - [HTML]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-18 17:14:01 - [HTML]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-07-03 16:16:12 - [HTML]

Þingmál A40 (bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2013-09-25 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál B195 (umræður um störf þingsins 2. júlí)

Þingræður:
19. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2013-07-02 13:50:55 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A1 (fjárlög 2014)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-10-03 13:32:19 - [HTML]
36. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-12-13 19:40:48 - [HTML]
36. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-13 20:40:08 - [HTML]
39. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-12-17 16:43:39 - [HTML]

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Glitnis - [PDF]
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn SPB, Sparisjóðabanka Íslands hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2013-10-29 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2013-12-12 23:41:43 - [HTML]
43. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-12-19 18:38:35 - [HTML]

Þingmál A23 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 11:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A61 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-08 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-15 16:46:24 - [HTML]

Þingmál A62 (skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 512 - Komudagur: 2013-12-03 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A75 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 45/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-15 15:22:49 - [HTML]

Þingmál A95 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A110 (matvæli)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-07 14:59:26 - [HTML]

Þingmál A136 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A137 (tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Sólberg ehf. og Flóki ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (álitsgerð f. atvinnuveganefnd) - [PDF]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2014-05-13 - Sendandi: HOB-vín ehf., Sigurður Örn Bernhöft - Skýring: (minnisbl. o.fl.) - [PDF]

Þingmál A165 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-12 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 294 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-12-04 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-12-12 01:52:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 318 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 474 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A171 (framkvæmd skólastarfs í grunnskólum skólaárin 2007--2008, 2008--2009 og 2009--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-11-14 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A177 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A178 (Orkuveita Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-12-03 16:13:54 - [HTML]

Þingmál A187 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A197 (seinkun klukkunnar og bjartari morgnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 759 - Komudagur: 2014-01-06 - Sendandi: SÍBS - [PDF]

Þingmál A198 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2014-01-06 - Sendandi: Gunnar Briem - [PDF]

Þingmál A204 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 626 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Félag bókhaldsstofa - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A211 (efling skógræktar sem atvinnuvegar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2014-02-06 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A217 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2014-03-19 - Sendandi: Samtök um betri byggð - [PDF]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A222 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Lyfjastofnun - [PDF]

Þingmál A223 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-04 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 644 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-02-24 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A227 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-09 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-14 19:40:51 - [HTML]

Þingmál A232 (nauðungarsala)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-12-12 00:35:58 - [HTML]

Þingmál A236 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 10:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A238 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-18 14:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2014-03-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A261 (fjármögnun öryggissveita í Írak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 555 (svar) útbýtt þann 2014-01-27 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (frumvarp) útbýtt þann 2014-01-16 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-28 17:17:09 - [HTML]

Þingmál A292 (afsökunarbeiðni og greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-18 14:37:28 - [HTML]

Þingmál A315 (gjaldskrárlækkanir o.fl.)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-16 10:19:01 - [HTML]

Þingmál A319 (fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1415 - Komudagur: 2014-04-04 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A350 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-25 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-20 20:33:02 - [HTML]

Þingmál A414 (efling tónlistarnáms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-24 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A488 (ríkisendurskoðandi og ríkisendurskoðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 2014-05-06 - Sendandi: Þorvaldur Ingi Jónsson viðskiptafr. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1831 - Komudagur: 2014-05-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-10 16:28:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1756 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagssvið - [PDF]

Þingmál A522 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2014-05-12 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1757 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá LÍÚ, SA og SF) - [PDF]

Þingmál A592 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-05-09 17:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-05-15 21:49:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1892 - Komudagur: 2014-05-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A601 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-05-15 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A606 (afhending kjörskrárstofna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-05-16 12:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1309 (svar) útbýtt þann 2014-06-30 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B469 (umræður um störf þingsins 11. febrúar)

Þingræður:
61. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-11 13:44:39 - [HTML]

Þingmál B476 (almenningssamgöngur)

Þingræður:
62. þingfundur - Haraldur Einarsson - Ræða hófst: 2014-02-12 16:42:41 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A13 (aðgerðir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2014-10-20 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A17 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-10-09 14:32:42 - [HTML]

Þingmál A53 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A54 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-23 14:06:49 - [HTML]

Þingmál A76 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-11 17:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 303 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-10-16 16:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A98 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-15 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 616 (lög í heild) útbýtt þann 2014-11-28 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A117 (mæling á gagnamagni í internetþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (svar) útbýtt þann 2014-10-22 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A158 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-25 16:48:00 - [HTML]

Þingmál A183 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A186 (fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1319 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-05-21 20:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-10-16 15:50:17 - [HTML]

Þingmál A208 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A214 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-15 16:47:49 - [HTML]

Þingmál A240 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-09 15:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-14 15:19:46 - [HTML]
18. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2014-10-14 16:01:34 - [HTML]
22. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 15:56:14 - [HTML]
22. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 16:25:27 - [HTML]
22. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 16:29:47 - [HTML]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-05-15 15:19:48 - [HTML]
112. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-26 16:18:05 - [HTML]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-02-24 21:45:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Eydís Lára Franzdóttir - [PDF]

Þingmál A307 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2014-12-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 990 - Komudagur: 2014-12-23 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2015-01-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1528 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (um tillögur Tryggingstofnunar ríkisins) - [PDF]

Þingmál A361 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Samtök um betri byggð - [PDF]

Þingmál A366 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 900 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A390 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (örnefni)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-21 18:31:20 - [HTML]
54. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-01-21 18:43:41 - [HTML]
54. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-21 19:06:28 - [HTML]

Þingmál A416 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-28 17:05:29 - [HTML]
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-04 16:17:40 - [HTML]
64. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 11:39:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1387 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1507 - Komudagur: 2015-03-10 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi - [PDF]

Þingmál A418 (veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1371 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-02 15:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1499 (lög í heild) útbýtt þann 2015-06-29 19:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A424 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 632 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1505 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-29 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1527 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A425 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 989 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-02-25 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-28 16:51:57 - [HTML]
71. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-02-26 21:35:35 - [HTML]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-01-22 16:43:14 - [HTML]
57. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-01-27 15:20:23 - [HTML]
57. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-01-27 18:17:23 - [HTML]
117. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-06-02 16:30:34 - [HTML]
117. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-06-02 17:50:00 - [HTML]
117. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2015-06-02 21:56:30 - [HTML]
118. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-06-03 15:44:53 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-03 17:02:52 - [HTML]
118. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-03 17:38:25 - [HTML]
118. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 19:35:23 - [HTML]
119. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 11:06:55 - [HTML]
119. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-06-04 14:48:26 - [HTML]
119. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-06-04 16:26:18 - [HTML]
119. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 16:47:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2015-03-03 - Sendandi: Fiskistofa, starfsmenn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A454 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-09 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1138 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-03-27 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-05 14:13:17 - [HTML]
64. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 15:36:35 - [HTML]
64. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-02-05 16:09:13 - [HTML]
64. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-02-05 17:16:33 - [HTML]
64. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-02-05 17:38:50 - [HTML]
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-05 18:46:26 - [HTML]
64. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-02-05 19:30:30 - [HTML]
138. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-29 17:23:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1269 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-29 11:08:38 - [HTML]
59. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-29 17:20:57 - [HTML]
59. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2015-01-29 18:54:01 - [HTML]
61. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-02-02 17:23:00 - [HTML]
62. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-02-03 18:07:36 - [HTML]

Þingmál A456 (Menntamálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-09 15:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1306 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-20 13:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
140. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-30 16:03:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2015-02-13 - Sendandi: Aldís Yngvadóttir - Skýring: og Ellen Klara Eyjólfsdóttir, Námsgagnastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1281 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 17:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1468 - Komudagur: 2015-03-06 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2015-03-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1527 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1614 - Komudagur: 2015-03-23 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 2015-04-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1509 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-30 21:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
141. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-07-01 12:08:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1632 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: MP banki hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1693 - Komudagur: 2015-04-01 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2015-04-22 - Sendandi: MP banki hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2015-04-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A578 (skýrslur Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2011 og 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1001 (álit) útbýtt þann 2015-02-27 11:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A579 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-03-24 21:09:36 - [HTML]

Þingmál A605 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2144 - Komudagur: 2015-05-27 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A628 (alþjóðleg öryggismál o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1474 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-25 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-26 11:15:52 - [HTML]
140. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-30 15:48:11 - [HTML]

Þingmál A645 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-28 22:05:58 - [HTML]

Þingmál A674 (Samgöngustofa og loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1368 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-01 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1520 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
138. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-29 15:30:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2052 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]

Þingmál A689 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1842 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1869 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Hörður Einarsson - [PDF]

Þingmál A690 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1164 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-20 16:56:41 - [HTML]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-15 17:37:38 - [HTML]
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-04-16 14:34:12 - [HTML]
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 14:52:08 - [HTML]
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 14:56:06 - [HTML]
90. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 15:04:40 - [HTML]
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 15:06:51 - [HTML]

Þingmál A693 (byggðaáætlun og sóknaráætlanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1424 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-12 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
138. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-29 15:43:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2083 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A696 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Húseigendafélagið, Félag löggiltra leigumiðlara og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir - [PDF]

Þingmál A701 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1175 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-07 17:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2377 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar - [PDF]

Þingmál A745 (fatlaðir nemendur í framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1426 (svar) útbýtt þann 2015-06-12 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2201 - Komudagur: 2015-06-04 - Sendandi: Stykkishólmsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 2253 - Komudagur: 2015-06-12 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-06-10 13:34:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2284 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn SPB hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2314 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]

Þingmál A814 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-07-02 14:38:13 - [HTML]
146. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-07-03 11:11:27 - [HTML]

Þingmál B108 (vangoldinn lífeyrir hjá TR)

Þingræður:
14. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-10-06 15:33:27 - [HTML]

Þingmál B268 (skuldaleiðrétting, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-11-12 16:07:16 - [HTML]

Þingmál B518 (vopnaburður og valdbeitingarheimildir lögreglunnar)

Þingræður:
56. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-26 16:04:57 - [HTML]

Þingmál B598 (umræður um störf þingsins 17. febrúar)

Þingræður:
67. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-02-17 13:56:33 - [HTML]

Þingmál B712 (Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
81. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-18 17:27:29 - [HTML]

Þingmál B928 (umræður um störf þingsins 13. maí)

Þingræður:
106. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-05-13 16:03:12 - [HTML]

Þingmál B933 (dagskrá þingsins)

Þingræður:
106. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-05-13 15:17:33 - [HTML]

Þingmál B995 (ummæli sjávarútvegsráðherra og sameining skóla)

Þingræður:
110. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-05-21 15:36:45 - [HTML]

Þingmál B997 (fyrirkomulag náms til stúdentsprófs)

Þingræður:
111. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-22 16:06:42 - [HTML]

Þingmál B1081 (umræður um störf þingsins 3. júní)

Þingræður:
118. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-06-03 10:10:57 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-15 18:18:09 - [HTML]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 373 - Komudagur: 2015-11-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A6 (fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 398 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-10 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Óttarr Proppé (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-18 22:36:51 - [HTML]

Þingmál A18 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-24 16:44:40 - [HTML]

Þingmál A30 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-14 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A35 (sjóðir og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 2015-10-05 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A51 (spilahallir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1272 - Komudagur: 2016-04-11 - Sendandi: Happdrætti SÍBS - [PDF]

Þingmál A101 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2015-10-06 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 106 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Hörður Einarsson - [PDF]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 406 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-10 19:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-09-22 20:34:10 - [HTML]

Þingmál A185 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 28/2015 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-10-05 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 338 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-02 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-07 15:37:28 - [HTML]
35. þingfundur - Karl Garðarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 18:25:56 - [HTML]

Þingmál A186 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 122/2015 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-10-05 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 339 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-02 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-07 15:39:48 - [HTML]
35. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 18:29:34 - [HTML]

Þingmál A187 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 143/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-10-05 17:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 340 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-02 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 18:32:33 - [HTML]

Þingmál A188 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 15/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-10-05 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 375 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-04 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-07 15:43:48 - [HTML]
35. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 18:37:17 - [HTML]

Þingmál A191 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 25/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-10-05 16:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 376 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-04 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-07 15:49:57 - [HTML]
35. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 18:49:12 - [HTML]

Þingmál A241 (Menningarsjóður félagsheimila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (svar) útbýtt þann 2015-11-17 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A264 (Landhelgisgæsla Íslands)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-10 19:19:34 - [HTML]
30. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-10 19:21:43 - [HTML]
45. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-02 16:35:49 - [HTML]

Þingmál A265 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-21 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A289 (útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 485 (svar) útbýtt þann 2015-11-24 19:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (álit) útbýtt þann 2015-11-02 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (laun fyrir störf meðan á verkfalli stendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (svar) útbýtt þann 2015-12-04 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-12 15:43:08 - [HTML]

Þingmál A362 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-24 13:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 567 - Komudagur: 2015-12-14 - Sendandi: STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar - [PDF]

Þingmál A369 (styrkir vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A375 (siglingalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-27 11:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-02 16:55:12 - [HTML]

Þingmál A376 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2015-12-18 19:01:23 - [HTML]

Þingmál A378 (sundurliðaður kostnaður við sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (svar) útbýtt þann 2015-12-16 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A383 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 857 - Komudagur: 2016-02-15 - Sendandi: Creditinfo - [PDF]

Þingmál A396 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 922 - Komudagur: 2016-02-22 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1148 - Komudagur: 2016-03-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A398 (málefni aldraðra o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-17 23:32:51 - [HTML]

Þingmál A420 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-18 21:59:44 - [HTML]

Þingmál A430 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 115/2015 um breytingu á XIII. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-12-16 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 838 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-02-16 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-18 13:31:06 - [HTML]

Þingmál A435 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-16 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1291 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-05-24 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1437 (lög í heild) útbýtt þann 2016-06-02 17:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 659 - Komudagur: 2016-01-15 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1678 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A456 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 849 - Komudagur: 2016-02-15 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A458 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-16 14:25:18 - [HTML]
76. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-16 14:29:50 - [HTML]

Þingmál A460 (lágmarksréttindi öryrkja og aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 953 (svar) útbýtt þann 2016-03-09 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A473 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 756 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-27 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1396 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-05-31 18:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A532 (endurskoðun starfsreglna verkefnisstjórnar um rammaáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2016-02-16 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 900 (svar) útbýtt þann 2016-02-29 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A549 (embættismenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2079 - Komudagur: 2016-09-18 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A575 (helgidagafriður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (frumvarp) útbýtt þann 2016-03-02 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-10 17:18:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 2016-04-14 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista - [PDF]

Þingmál A579 (skil sérfræðilækna á starfsemisupplýsingum)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-03-14 18:08:02 - [HTML]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-09 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1521 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2016-04-11 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1464 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A599 (verkleg þjálfun sálfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (svar) útbýtt þann 2016-04-28 10:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A644 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-04-04 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A658 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-10 18:37:44 - [HTML]

Þingmál A662 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2016-04-27 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1538 - Komudagur: 2016-05-18 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1570 - Komudagur: 2016-05-19 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]

Þingmál A667 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1097 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-03 20:46:31 - [HTML]

Þingmál A670 (meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1098 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A671 (öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1099 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A675 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1725 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1793 - Komudagur: 2016-07-07 - Sendandi: Lyfjastofnun - [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2016-09-01 13:17:41 - [HTML]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-19 18:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1460 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A774 (staða og þróun í málefnum innflytjenda 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-05-23 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-22 22:56:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson - [PDF]

Þingmál A784 (þjóðaröryggisráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1430 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-06-02 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-16 22:20:56 - [HTML]

Þingmál A785 (timbur og timburvara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1340 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-24 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1553 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-17 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-26 18:03:47 - [HTML]
137. þingfundur - Haraldur Einarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-22 17:14:35 - [HTML]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1871 - Komudagur: 2016-08-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1973 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-30 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-16 14:07:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1966 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2053 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]

Þingmál A797 (tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1384 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-05-30 21:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-31 22:03:17 - [HTML]
122. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-31 22:16:57 - [HTML]
122. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-31 22:21:15 - [HTML]
122. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-31 22:47:19 - [HTML]
122. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-31 23:10:05 - [HTML]
122. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-31 23:23:04 - [HTML]

Þingmál A826 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1701 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-26 18:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1949 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Lagastoð, lögfræðiþjónusta - [PDF]
Dagbókarnúmer 2088 - Komudagur: 2016-09-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A845 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1586 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A849 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2226 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]

Þingmál A857 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1790 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-11 17:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
169. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-12 14:16:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2077 - Komudagur: 2016-09-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2082 - Komudagur: 2016-09-19 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A859 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1626 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-09-05 18:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A865 (fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-09-20 17:27:57 - [HTML]

Þingmál A870 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B341 (störf þingsins)

Þingræður:
45. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-12-02 15:17:45 - [HTML]

Þingmál B688 (störf þingsins)

Þingræður:
89. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - Ræða hófst: 2016-03-16 15:25:16 - [HTML]

Þingmál B931 (starfsemi kampavínsklúbba)

Þingræður:
118. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-25 15:59:08 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
2. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-07 16:23:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2016-12-13 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna - [PDF]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-12-20 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2016-12-20 16:13:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1580 - Komudagur: 2016-12-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A7 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-21 22:58:34 - [HTML]

Þingmál A67 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2017-01-26 16:14:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2017-01-27 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 247 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1418 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1484 - Komudagur: 2017-05-26 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A70 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (frumvarp) útbýtt þann 2017-01-26 10:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A78 (aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1512 - Komudagur: 2017-05-30 - Sendandi: Andri Ingason og Rebekka Bjarnadóttir - [PDF]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 408 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis - [PDF]

Þingmál A111 (viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-02 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Óli Björn Kárason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-30 12:54:40 - [HTML]

Þingmál A121 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A124 (rannsókn á fangaflugi bandarískra yfirvalda um Ísland)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-03-27 18:18:07 - [HTML]

Þingmál A126 (fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (farþegaflutningar og farmflutningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 650 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-04-25 14:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Jón Gunnarsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-09 11:39:16 - [HTML]
61. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-05-02 20:23:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 313 - Komudagur: 2017-03-06 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A130 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 39/2016 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-02-09 10:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 681 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-03 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-05-09 16:04:04 - [HTML]

Þingmál A175 (rafræn birting málaskráa og gagna ráðuneyta)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-01 17:43:37 - [HTML]

Þingmál A207 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-07 15:21:26 - [HTML]
40. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-07 15:23:38 - [HTML]
40. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2017-03-07 16:00:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 594 - Komudagur: 2017-03-29 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A234 (breyting á ýmsum lögum á sviði samgangna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-07 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 784 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-15 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Pawel Bartoszek (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-05-16 20:04:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 617 - Komudagur: 2017-03-31 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]

Þingmál A264 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2016 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-13 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A265 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2016 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-13 16:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 735 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-09 20:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (heimavist fyrir framhaldsskólanema)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-04-24 17:47:15 - [HTML]

Þingmál A306 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1469 - Komudagur: 2017-05-23 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A333 (meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-27 15:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A356 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 483 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-27 17:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 781 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-15 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Valgerður Gunnarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-05-16 21:24:17 - [HTML]

Þingmál A361 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2017 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 490 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-28 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2016 um breytingu á II. viðauka og X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-28 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A363 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 194/2016 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 492 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-28 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A364 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2016 um breytingu á XIII. viðauka og XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-28 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A365 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2016 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 494 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-28 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 740 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-09 20:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-03 19:58:41 - [HTML]

Þingmál A373 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-04 14:03:55 - [HTML]
54. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 14:21:52 - [HTML]

Þingmál A374 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 14:44:39 - [HTML]

Þingmál A376 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 16:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A378 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-29 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 939 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-29 19:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 999 (þál. í heild) útbýtt þann 2017-05-31 15:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-04 18:57:27 - [HTML]

Þingmál A386 (skortsala og skuldatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1336 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (álitsgerð dr. Andra Fannars Bergþórssonar) - [PDF]

Þingmál A392 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 13:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 785 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-15 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 787 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-16 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-04 16:40:35 - [HTML]
54. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 16:47:06 - [HTML]
54. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 16:52:40 - [HTML]
54. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 16:56:57 - [HTML]
66. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-16 17:58:58 - [HTML]
66. þingfundur - Eygló Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-16 18:02:16 - [HTML]
66. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-16 18:13:02 - [HTML]
66. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 18:26:47 - [HTML]
66. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 18:34:32 - [HTML]
66. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-16 18:42:14 - [HTML]
66. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-16 18:48:03 - [HTML]
66. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 19:04:18 - [HTML]
68. þingfundur - Eygló Harðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-05-22 16:25:59 - [HTML]
75. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2017-05-30 12:01:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 997 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra námsmanna erlendis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2017-04-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta - [PDF]

Þingmál A407 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A408 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A431 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 564 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 15:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A434 (stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A437 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 966 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2017-05-30 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-31 00:00:21 - [HTML]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-02 15:59:02 - [HTML]
61. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-05-02 17:09:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1407 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Tabú, femínísk hreyfing - [PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-02 17:48:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1430 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A457 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1471 - Komudagur: 2017-05-23 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A470 (ofbeldi gegn fötluðum börnum)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-05-15 19:44:45 - [HTML]

Þingmál A506 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1321 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Jónas Haraldsson - [PDF]

Þingmál A544 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2017-05-22 18:10:06 - [HTML]

Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Dómsmálaráðuneyti - [PDF]

Þingmál B274 (ívilnandi samningar vegna mengandi stóriðju)

Þingræður:
38. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-02 10:55:48 - [HTML]

Þingmál B339 (tjáningarfrelsi)

Þingræður:
44. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-20 15:37:38 - [HTML]

Þingmál B361 (samgönguáætlun)

Þingræður:
47. þingfundur - Valgerður Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-23 11:29:07 - [HTML]

Þingmál B459 (húsnæðismál)

Þingræður:
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-04-24 17:18:11 - [HTML]

Þingmál B529 (málefni framhaldsskólanna)

Þingræður:
64. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-09 15:23:03 - [HTML]

Þingmál B552 (störf þingsins)

Þingræður:
66. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 13:43:32 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A67 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A105 (stjórnsýsluendurskoðun á starfsemi Útlendingastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2017-09-26 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A123 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 16:57:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 78 - Komudagur: 2017-12-21 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna - [PDF]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-04-23 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-16 14:45:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 126 - Komudagur: 2018-01-15 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Fljótsdalshérað - [PDF]
Dagbókarnúmer 183 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 203 - Komudagur: 2018-01-22 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2018-01-19 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 299 - Komudagur: 2018-02-15 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A27 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-04-23 15:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 128 - Komudagur: 2018-01-15 - Sendandi: Kópavogsbær, velferðarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 202 - Komudagur: 2018-01-22 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 218 - Komudagur: 2018-01-19 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]

Þingmál A40 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 2018-01-05 - Sendandi: Bláskógabyggð - [PDF]

Þingmál A48 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 784 - Komudagur: 2018-03-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A82 (stjórnsýsluendurskoðun á starfsemi Útlendingastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A83 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2018-02-16 - Sendandi: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði - [PDF]

Þingmál A113 (endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2018-03-23 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A133 (íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-06 15:55:55 - [HTML]
22. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-06 16:20:03 - [HTML]

Þingmál A134 (helgidagafriður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (frumvarp) útbýtt þann 2018-01-30 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-20 16:35:33 - [HTML]
26. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 16:54:41 - [HTML]
26. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-02-20 17:04:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2018-02-28 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista - [PDF]

Þingmál A167 (markaðar tekjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-05 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A185 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-06 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 17:19:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 656 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A203 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 14:45:28 - [HTML]

Þingmál A247 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-22 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-27 14:08:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2018-03-14 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A312 (eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlitsins og greiðslur af verðtryggðum lánum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (svar) útbýtt þann 2018-03-28 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2017 um breytingu á VII. viðauka og X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 444 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-03-01 18:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A334 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2017 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 445 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-03-01 18:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A335 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2017 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-03-01 18:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A336 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2017 um breytingu á II. viðauka og XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-03-01 18:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A337 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2017 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-03-01 18:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (frumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-03-20 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-20 16:35:14 - [HTML]

Þingmál A395 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A422 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-10 14:50:59 - [HTML]

Þingmál A423 (breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1586 - Komudagur: 2018-05-08 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A424 (brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 929 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-05-07 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-10 16:00:59 - [HTML]
60. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-05-08 18:12:45 - [HTML]
60. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 18:24:04 - [HTML]
60. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 18:27:51 - [HTML]
60. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-05-08 18:39:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1272 - Komudagur: 2018-04-18 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2018-04-20 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1336 - Komudagur: 2018-04-24 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1342 - Komudagur: 2018-04-25 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1398 - Komudagur: 2018-04-27 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A426 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 608 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-10 16:12:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2018-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A427 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-10 16:44:54 - [HTML]

Þingmál A436 (framkvæmd laga um almennar íbúðir og húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (svar) útbýtt þann 2018-04-23 15:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A454 (Póst- og fjarskiptastofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 653 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1449 - Komudagur: 2018-05-02 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1574 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A465 (kvikmyndalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-07 21:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-04 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-08 14:49:02 - [HTML]

Þingmál A469 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1467 - Komudagur: 2018-05-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1471 - Komudagur: 2018-05-03 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A481 (köfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1771 - Komudagur: 2018-06-05 - Sendandi: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum - [PDF]

Þingmál A486 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 696 (frumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A492 (Íslandsstofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 702 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A498 (framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga er varða flutning á vopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1385 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2018-09-07 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (fjöldi hælisleitenda og dvalartími þeirra hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1317 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A545 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 186/2017 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 827 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-24 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (aðgerðir gegn skattundanskotum og skattsvikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-02 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1149 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-07 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-05-09 19:32:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1741 - Komudagur: 2018-06-01 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A562 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-02 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1209 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-11 11:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-12 19:16:03 - [HTML]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2018-06-05 - Sendandi: Marinó G. Njálsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1813 - Komudagur: 2018-06-08 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1835 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Fljótsdalshérað - [PDF]

Þingmál A638 (geðheilbrigðismál og framkvæmd geðheilbrigðisáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-06-04 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A640 (ábyrgðarmenn námslána, niðurfelling ábyrgðar og erlendir stúdentar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1391 (svar) útbýtt þann 2018-09-07 14:48:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 87 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A4 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-11-15 17:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-11-20 20:45:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 12 - Komudagur: 2018-10-02 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A9 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2018-10-09 - Sendandi: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði - [PDF]

Þingmál A39 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-18 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A50 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-03-01 14:01:08 - [HTML]

Þingmál A77 (breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 18:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 742 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-13 19:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-25 14:51:50 - [HTML]
51. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-12-14 11:21:34 - [HTML]
51. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-12-14 14:48:17 - [HTML]

Þingmál A81 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 18:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 398 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-11-08 14:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-25 15:04:36 - [HTML]
31. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-11-14 16:35:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 21 - Komudagur: 2018-10-05 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-23 12:08:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2018-10-01 - Sendandi: Heiðveig María Einarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 503 - Komudagur: 2018-11-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A155 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2018-12-04 18:08:04 - [HTML]

Þingmál A172 (fimm ára samgönguáætlun 2019--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 325 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A173 (samgönguáætlun 2019--2033)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A185 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-16 19:13:50 - [HTML]
45. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-10 22:53:22 - [HTML]
46. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-12-11 15:23:06 - [HTML]

Þingmál A211 (breyting á ýmsum lagaákvæðum um álagningu skatta og gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-10 14:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A212 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 449 - Komudagur: 2018-11-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A219 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1618 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-24 20:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A221 (útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 474 - Komudagur: 2018-11-08 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála - [PDF]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A250 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A270 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-23 13:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A299 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-11-06 16:31:10 - [HTML]

Þingmál A312 (endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2018-11-26 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 5077 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5573 - Komudagur: 2019-05-15 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A314 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-12 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Brynjar Níelsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-12-13 12:19:46 - [HTML]

Þingmál A330 (notkun ávarpsorða á Alþingi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (þáltill.) útbýtt þann 2018-11-08 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A339 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2018 um breytingu á IX., XII. og XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 408 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 648 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-10 19:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-12-11 22:11:58 - [HTML]

Þingmál A340 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A341 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A342 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 411 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A343 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2018 um breytingu á XXII. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 412 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A393 (þungunarrof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-22 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (framkvæmd samgönguáætlunar 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 530 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-26 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A408 (skrá um sykursýki og skimun fyrir sykursýki, tegund 2)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-27 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A409 (áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2549 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Blátt áfram, forvarnarverkefni - [PDF]

Þingmál A412 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-07 15:36:23 - [HTML]

Þingmál A432 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 592 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A439 (helgidagafriður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-07 10:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-31 16:01:58 - [HTML]

Þingmál A496 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-03-18 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Páll Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-03-19 16:04:53 - [HTML]

Þingmál A531 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2018 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-29 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A532 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-29 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-19 16:03:55 - [HTML]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1757 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1785 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-11 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-21 14:16:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5553 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A584 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-02-26 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-01 11:11:17 - [HTML]
87. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-04-01 16:32:41 - [HTML]

Þingmál A585 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2018 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-01 11:13:17 - [HTML]

Þingmál A586 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 986 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-02-26 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-01 11:17:58 - [HTML]

Þingmál A634 (rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4907 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A636 (milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1042 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A639 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1045 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A644 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-21 11:17:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5050 - Komudagur: 2019-04-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A645 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1427 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-02 18:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-03 13:01:37 - [HTML]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-12 13:52:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4890 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]

Þingmál A655 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 63/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1068 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-06 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A656 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1069 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-06 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-06 16:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-19 17:02:57 - [HTML]

Þingmál A658 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1071 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-06 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-19 17:15:39 - [HTML]

Þingmál A659 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-06 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A711 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1723 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2019-06-06 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Halldóra Mogensen (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-11 11:32:09 - [HTML]

Þingmál A759 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-26 20:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1646 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-31 09:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 18:30:18 - [HTML]
119. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-07 14:21:21 - [HTML]

Þingmál A763 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-28 11:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A764 (dreifing vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A765 (sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1648 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-31 11:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-06-13 21:19:41 - [HTML]
122. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-06-13 22:09:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5159 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-04-02 16:00:09 - [HTML]
88. þingfundur - Haraldur Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-02 16:37:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5239 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 5264 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5621 - Komudagur: 2019-05-23 - Sendandi: Gizur Bergsteinsson, Lagastoð lögfræðistofa - [PDF]

Þingmál A772 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A774 (frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A776 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1236 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-02 21:31:38 - [HTML]
124. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-18 14:11:26 - [HTML]
125. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2019-06-19 11:50:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5120 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 5184 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Ísfélag Vestmannaeyja - [PDF]
Dagbókarnúmer 5268 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Félag makrílveiðimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 5307 - Komudagur: 2019-05-01 - Sendandi: Þorbjörn hf., Rammi hf og Nesfiskur ehf - [PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2041 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2019-08-28 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-08 16:41:32 - [HTML]
107. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 14:53:00 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 06:47:20 - [HTML]
112. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 23:41:01 - [HTML]
130. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-08-28 11:12:41 - [HTML]

Þingmál A779 (vandaðir starfshættir í vísindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1239 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5348 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Háskólaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-08-29 13:59:44 - [HTML]
131. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-08-29 18:17:57 - [HTML]

Þingmál A790 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1648 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-31 11:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5161 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1554 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-20 21:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1555 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-20 19:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A796 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A798 (lýðskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A800 (sviðslistir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-01 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A803 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-10 22:59:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5653 - Komudagur: 2019-05-27 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A838 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1334 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A851 (Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1352 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-04-11 16:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2094 (svar) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A960 (framkvæmd samgönguáætlunar 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1701 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-06-04 11:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B461 (afbrigði)

Þingræður:
55. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2019-01-22 14:37:08 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 233 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A3 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A23 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1929 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-29 18:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Halldóra Mogensen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 22:40:02 - [HTML]
130. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-06-29 23:06:36 - [HTML]

Þingmál A32 (endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-19 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-26 12:48:21 - [HTML]

Þingmál A51 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-22 19:03:51 - [HTML]

Þingmál A62 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 378 - Komudagur: 2019-11-06 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A101 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A122 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A159 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-14 17:24:30 - [HTML]

Þingmál A168 (málefni Hljóðbókasafns Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1021 (svar) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A171 (lagaheimild til útgáfu reglugerðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (svar) útbýtt þann 2019-11-09 12:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2019-10-16 - Sendandi: Arnar Þór Stefánsson - [PDF]

Þingmál A187 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-04 11:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A188 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 um breytingu á IX. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-04 11:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A202 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2019-12-12 - Sendandi: Hafsteinn Þór Hauksson og Oddur Þorri Viðarsson - [PDF]

Þingmál A222 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-10-10 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A227 (verktakakostnaður Samkeppniseftirlitsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (svar) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A270 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 72/2019 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2019 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2019 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A273 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2019 um breytingu á IX. og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A276 (sviðslistir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-21 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (gæsluvarðhald og einangrunarvist fanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (svar) útbýtt þann 2019-12-03 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (innheimta opinberra skatta og gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A318 (breyting á ýmsum lögum um matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 654 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 757 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 800 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-12-17 15:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 721 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-13 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 10:43:42 - [HTML]
46. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 11:25:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 586 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Mannvirkjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 834 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A320 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalags Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 791 - Komudagur: 2019-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-25 19:47:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 439 - Komudagur: 2019-11-11 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2019-12-01 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta - [PDF]
Dagbókarnúmer 878 - Komudagur: 2019-12-11 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A330 (breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A332 (breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A341 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-05 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A358 (umgengnisréttur og hagur barna)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-02-03 18:10:32 - [HTML]
56. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-02-03 18:20:05 - [HTML]

Þingmál A361 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-12 16:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (friðlýst svæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (svar) útbýtt þann 2020-04-22 10:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A374 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-12 19:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (búvörulög og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 717 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A388 (lagarök, lögskýringarsjónarmið og lögskýringargögn til grundvallar útgáfu reglugerðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-11-25 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 824 (svar) útbýtt þann 2019-12-17 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 950 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-02-18 15:42:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1205 - Komudagur: 2020-01-27 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1721 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-16 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-26 16:12:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1087 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1803 - Komudagur: 2020-04-16 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-28 14:17:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 790 - Komudagur: 2019-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 855 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A421 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-28 15:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2020-04-01 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A428 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2019 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 590 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A429 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (fimm ára samgönguáætlun 2020--2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Icelandair Group hf. - [PDF]

Þingmál A435 (samgönguáætlun fyrir árin 2020--2034)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Icelandair Group hf. - [PDF]

Þingmál A436 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1357 - Komudagur: 2020-01-22 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 2020-02-27 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A439 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1066 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Félag sjúkraþjálfara - [PDF]
Dagbókarnúmer 1311 - Komudagur: 2020-02-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A446 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1857 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-25 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1859 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-25 16:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-26 17:44:01 - [HTML]
128. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-26 17:51:48 - [HTML]
129. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-06-29 11:07:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1527 - Komudagur: 2020-03-12 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A451 (lýsing verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (málefni innflytjenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1312 - Komudagur: 2020-02-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A596 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 985 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-02-20 10:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-25 14:37:32 - [HTML]

Þingmál A607 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2143 - Komudagur: 2020-05-24 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A608 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1620 - Komudagur: 2020-03-19 - Sendandi: Hundaræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-04 17:45:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A611 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2020-03-18 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]

Þingmál A612 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1640 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A614 (Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 og nr. 305/2019 um breytingar á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1037 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-03-03 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-05 13:48:39 - [HTML]

Þingmál A635 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 11:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1785 - Komudagur: 2020-04-08 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1797 - Komudagur: 2020-04-15 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A683 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-21 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-23 11:19:11 - [HTML]

Þingmál A695 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-21 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2019 um breytingu á V. viðauka og bókun 31 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1213 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-06 21:36:58 - [HTML]

Þingmál A706 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2101 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2354 - Komudagur: 2020-06-10 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2103 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: LEX lögmannsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2114 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2194 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-05 22:32:02 - [HTML]
99. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-06 22:30:32 - [HTML]
101. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-11 19:12:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2259 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A718 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1752 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-20 12:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A720 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-16 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1756 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-20 16:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-04 17:48:45 - [HTML]
129. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 17:23:42 - [HTML]
129. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 17:36:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A728 (Matvælasjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2020-04-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-27 13:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1737 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-16 20:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-04 19:08:30 - [HTML]
129. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-29 17:51:36 - [HTML]
129. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-06-29 18:10:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2049 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2170 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A773 (leigubifreiðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2169 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2328 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2331 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2513 - Komudagur: 2020-07-25 - Sendandi: ADVEL lögmenn - [PDF]

Þingmál A813 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2219 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A838 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2358 - Komudagur: 2020-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A867 (lögbundin verkefni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1832 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A868 (lögbundin verkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1830 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A876 (lögbundin verkefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1822 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A926 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-09-02 16:22:09 - [HTML]

Þingmál B299 (störf þingsins)

Þingræður:
36. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-11-27 15:30:26 - [HTML]

Þingmál B327 (störf þingsins)

Þingræður:
39. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-12-03 13:59:00 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2020-10-23 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A9 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1844 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Lagaskrifstofa Alþingis - [PDF]

Þingmál A10 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 428 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-12-02 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 486 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-12-02 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A28 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-08 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-15 16:02:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A32 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-13 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (aukin atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2020-11-24 - Sendandi: Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 838 - Komudagur: 2020-12-04 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]

Þingmál A143 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-08 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A146 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A161 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 223 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Mannanafnanefnd - [PDF]

Þingmál A206 (skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A207 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 563 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-10 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-20 16:15:12 - [HTML]
37. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-12-14 20:51:51 - [HTML]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A220 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2020 um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-20 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A266 (Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A267 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-02-03 14:03:17 - [HTML]

Þingmál A280 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-17 19:59:37 - [HTML]

Þingmál A299 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 333 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-13 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A311 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2020-12-08 - Sendandi: Fjallabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1004 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Leyningsáss ses - [PDF]
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 2020-12-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A316 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu dómstólanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-18 17:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A321 (Tækniþróunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-19 12:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-03-24 16:14:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1279 - Komudagur: 2021-01-22 - Sendandi: Félag íslenskra náttúrufræðinga - [PDF]

Þingmál A322 (opinber stuðningur við nýsköpun)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-03-18 16:47:20 - [HTML]
78. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-04-14 14:06:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2021-01-22 - Sendandi: Félag íslenskra náttúrufræðinga - [PDF]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 806 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-01-27 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-25 18:10:17 - [HTML]
25. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-11-25 18:42:35 - [HTML]
50. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-01-28 14:29:51 - [HTML]
50. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2021-01-28 15:38:14 - [HTML]
50. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-01-28 16:07:20 - [HTML]
50. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-28 16:30:00 - [HTML]
50. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2021-01-28 16:35:14 - [HTML]
50. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-01-28 17:04:53 - [HTML]
50. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-01-28 17:47:54 - [HTML]
50. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-28 18:16:52 - [HTML]
50. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-28 18:27:56 - [HTML]
51. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-02-02 15:16:54 - [HTML]
53. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-02-04 16:09:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 673 - Komudagur: 2020-12-01 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1264 - Komudagur: 2021-01-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A342 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A351 (kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-27 15:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2921 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A355 (Barna- og fjölskyldustofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2922 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A356 (Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2923 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A365 (lögreglulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-01 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1315 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Birgir Ármannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-05-11 14:35:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1929 - Komudagur: 2021-02-26 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A366 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-04-14 15:23:56 - [HTML]

Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Einar Kr. Haraldsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1607 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Menja von Schmalensee - [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2021-01-31 - Sendandi: SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1415 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Björn Traustason - [PDF]
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit - [PDF]
Dagbókarnúmer 1458 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Norðurflug ehf. - [PDF]

Þingmál A370 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A373 (rannsókn og saksókn í skattalagabrotum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1172 - Komudagur: 2021-01-13 - Sendandi: Logos - [PDF]

Þingmál A393 (jafnréttisáætlanir fyrir skólakerfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (svar) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-14 14:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A413 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkislögreglustjóra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 601 (álit) útbýtt þann 2020-12-15 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A424 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-17 18:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1643 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-08 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-26 17:56:17 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-11 17:11:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Fulltingi slf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 3116 - Komudagur: 2021-06-02 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A441 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2423 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]

Þingmál A442 (breyting á sóttvarnalögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 754 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A443 (almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-21 16:55:49 - [HTML]

Þingmál A452 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-16 16:04:55 - [HTML]
55. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-16 16:06:22 - [HTML]
55. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-16 16:19:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2162 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Fjölmenningarsetur - [PDF]

Þingmál A468 (þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1535 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-27 16:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2021-02-02 16:30:24 - [HTML]
104. þingfundur - Jón Þór Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-01 20:08:40 - [HTML]

Þingmál A506 (Fjarskiptastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2077 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands - [PDF]

Þingmál A527 (menningarminjar)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-12 16:51:30 - [HTML]

Þingmál A534 (póstþjónusta og Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2052 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Íslandspóstur ohf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2066 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A535 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 14:59:20 - [HTML]

Þingmál A536 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 898 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 17:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-06-02 16:49:32 - [HTML]

Þingmál A561 (Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-25 17:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2336 - Komudagur: 2021-03-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A562 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-25 17:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2431 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A563 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-04 16:00:41 - [HTML]
64. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-04 16:04:50 - [HTML]
64. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-03-04 16:08:18 - [HTML]

Þingmál A583 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A585 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 993 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-11 18:31:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2021-03-19 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2560 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]

Þingmál A602 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-17 15:03:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2436 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2437 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A605 (brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2467 - Komudagur: 2021-04-08 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2021-03-18 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-18 14:12:56 - [HTML]
96. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-17 14:15:59 - [HTML]

Þingmál A622 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-18 18:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1797 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1821 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A625 (stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2493 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A637 (Samkeppniseftirlitið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1423 (svar) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A641 (lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-24 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1444 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-21 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1462 (lög í heild) útbýtt þann 2021-05-18 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A644 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-12 19:19:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2727 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2801 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A661 (ráðgjafaþjónusta, verktaka og tímabundin verkefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1925 (svar) útbýtt þann 2021-09-22 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (ráðgjafaþjónusta, verktaka og tímabundin verkefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1539 (svar) útbýtt þann 2021-08-25 11:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (tímabundin endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna bifreiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1427 (svar) útbýtt þann 2021-05-18 12:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A689 (breyting á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1159 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A690 (farþegaflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A697 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 15:42:05 - [HTML]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A700 (breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2659 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3028 - Komudagur: 2021-05-20 - Sendandi: Frjálsi lífeyrissjóðurinn - [PDF]

Þingmál A701 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2756 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2780 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samtök smærri útgerða - [PDF]
Dagbókarnúmer 2813 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A707 (staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2622 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2720 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A709 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2721 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A712 (umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A714 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2726 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A716 (grunnskólar og framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1657 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-09 14:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-14 13:41:21 - [HTML]
112. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-11 14:19:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2683 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2715 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2900 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A731 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-14 13:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1684 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-10 11:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-11 17:57:39 - [HTML]

Þingmál A743 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (frumvarp) útbýtt þann 2021-04-20 12:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-21 17:50:46 - [HTML]

Þingmál A747 (sóttvarnalög og útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-20 22:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1279 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-04-22 02:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-21 14:45:29 - [HTML]
82. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-21 15:12:48 - [HTML]
82. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-04-21 15:23:30 - [HTML]
82. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-21 16:20:28 - [HTML]
82. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-04-21 16:29:56 - [HTML]
82. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-04-21 16:54:06 - [HTML]
82. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2021-04-21 17:09:39 - [HTML]
82. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2021-04-21 17:18:33 - [HTML]
83. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-04-22 02:45:07 - [HTML]
83. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-04-22 03:03:06 - [HTML]
83. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2021-04-22 03:13:47 - [HTML]
83. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-04-22 03:26:17 - [HTML]
83. þingfundur - Logi Einarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-04-22 04:05:53 - [HTML]
83. þingfundur - Inga Sæland - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-04-22 04:09:35 - [HTML]
84. þingfundur - Logi Einarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-04-22 04:21:00 - [HTML]
84. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-04-22 04:25:46 - [HTML]

Þingmál A764 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1317 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A791 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-05-20 17:20:26 - [HTML]

Þingmál A804 (aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-20 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-06-12 19:33:14 - [HTML]

Þingmál B13 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-01 19:35:10 - [HTML]

Þingmál B65 (valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana, munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
10. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-10-19 16:06:39 - [HTML]
10. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-19 16:41:45 - [HTML]

Þingmál B104 (sóttvarnaráðstafanir, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
16. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-05 11:38:48 - [HTML]
16. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-05 11:51:30 - [HTML]
16. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-05 11:53:27 - [HTML]

Þingmál B121 (þjónusta sérgreinalækna á landsbyggðinni)

Þingræður:
18. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-12 11:24:06 - [HTML]

Þingmál B167 (sóttvarnaaðgerðir með sérstakri áherslu á smitrakningu og einstakan árangur sem náðst hefur í henni hér á landi, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
23. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-19 12:06:47 - [HTML]

Þingmál B192 (endurskoðun skaðabótalaga og bótasjóðir tryggingafélaganna)

Þingræður:
26. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-26 10:57:14 - [HTML]

Þingmál B414 (rannsókn á meðferðarheimili)

Þingræður:
53. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-04 13:25:06 - [HTML]

Þingmál B483 (staða sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga)

Þingræður:
60. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-25 14:39:53 - [HTML]

Þingmál B553 (sóttvarnaráðstafanir og bólusetningar gegn Covid-19, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
68. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-17 15:00:21 - [HTML]

Þingmál B613 (lagagrundvöllur sóttvarnareglugerðar)

Þingræður:
76. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-12 15:22:41 - [HTML]
76. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-04-12 15:23:29 - [HTML]
76. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-12 15:24:46 - [HTML]

Þingmál B630 (störf þingsins)

Þingræður:
78. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-04-14 13:13:25 - [HTML]

Þingmál B647 (lagasetning um sóttvarnir)

Þingræður:
80. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2021-04-19 13:02:38 - [HTML]
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-19 13:08:03 - [HTML]

Þingmál B659 (störf þingsins)

Þingræður:
81. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-20 13:44:54 - [HTML]

Þingmál B879 (almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður))

Þingræður:
108. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-07 20:54:16 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A8 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-02 16:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2022-02-07 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A23 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-06-16 00:15:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3667 - Komudagur: 2022-06-15 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd - [PDF]

Þingmál A24 (ávana-og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-03 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A71 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-24 12:17:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1229 - Komudagur: 2022-03-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A74 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A93 (endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-03 19:13:00 - [HTML]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 377 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-01-28 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A150 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-14 18:11:37 - [HTML]
51. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-14 18:42:20 - [HTML]
51. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-14 18:45:17 - [HTML]
51. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-14 18:50:48 - [HTML]
51. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-14 18:52:48 - [HTML]
51. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-14 18:54:15 - [HTML]
51. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-03-14 18:59:33 - [HTML]
51. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-03-14 19:03:49 - [HTML]
51. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-14 19:10:50 - [HTML]
51. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-14 19:39:51 - [HTML]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]

Þingmál A181 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-14 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-06-02 18:55:08 - [HTML]

Þingmál A185 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 941 - Komudagur: 2022-02-24 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1288 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-15 17:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-16 00:04:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 755 - Komudagur: 2022-02-08 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2022-02-10 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 998 - Komudagur: 2022-03-01 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2022-03-21 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3536 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3537 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A213 (áfrýjun dóms Landsréttar um útreikning sérstakrar framfærsluuppbótar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-01-17 19:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A214 (ólögmætar búsetuskerðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 642 (svar) útbýtt þann 2022-03-09 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A247 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-03 16:59:24 - [HTML]

Þingmál A253 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-27 15:36:02 - [HTML]
28. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-27 15:40:08 - [HTML]
28. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-01-27 15:53:41 - [HTML]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jódís Skúladóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2022-04-27 17:29:15 - [HTML]
91. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-06-15 15:06:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 939 - Komudagur: 2022-02-24 - Sendandi: Fjölmenningarsetur - [PDF]

Þingmál A293 (ákall Fangavarðafélags Íslands)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 19:22:44 - [HTML]

Þingmál A297 (gjaldtaka í sjókvíaeldi og skipting tekna til sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-28 17:46:15 - [HTML]

Þingmál A318 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-21 16:27:19 - [HTML]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - [PDF]

Þingmál A333 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-08 15:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1038 - Komudagur: 2022-03-08 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1107 - Komudagur: 2022-03-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A349 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-09 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-22 14:11:21 - [HTML]

Þingmál A369 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-21 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (aðgerðir á ábyrgð ráðuneytisins gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (fiskveiðistjórn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-09 12:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-14 00:57:07 - [HTML]
91. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2022-06-15 20:51:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2022-03-16 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A414 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 18:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 853 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-04-06 13:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-15 18:57:27 - [HTML]
52. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 19:17:02 - [HTML]
52. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 19:19:30 - [HTML]
52. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-15 19:49:35 - [HTML]
52. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 19:58:27 - [HTML]
52. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 20:00:52 - [HTML]
52. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 20:03:10 - [HTML]
52. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-03-15 20:41:41 - [HTML]
83. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-01 17:29:56 - [HTML]
83. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-06-01 18:15:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1241 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1248 - Komudagur: 2022-03-30 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A424 (kosningalög og starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 15:30:56 - [HTML]

Þingmál A433 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-07 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-06-01 19:29:38 - [HTML]

Þingmál A451 (stjórn fiskveiða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-05-30 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2022-06-09 20:01:22 - [HTML]

Þingmál A453 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 652 (frumvarp) útbýtt þann 2022-03-10 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-08 12:49:56 - [HTML]
67. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-08 12:50:42 - [HTML]

Þingmál A460 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1175 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-07 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-14 00:27:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1262 - Komudagur: 2022-04-04 - Sendandi: Neyðarlínan ohf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1314 - Komudagur: 2022-04-13 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2022-04-19 - Sendandi: Ríkisútvarpið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2022-04-25 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]

Þingmál A470 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 678 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-21 14:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3470 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A475 (matvæli og eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-21 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1089 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-05-30 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2022-04-04 20:57:10 - [HTML]
84. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-06-02 19:35:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1355 - Komudagur: 2022-04-22 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-17 18:15:33 - [HTML]

Þingmál A508 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-24 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A531 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1120 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-05-31 18:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-07 16:48:14 - [HTML]

Þingmál A532 (fjármálamarkaðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 760 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A533 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2022-04-26 - Sendandi: Arctica Finance hf. - [PDF]

Þingmál A534 (úrskurðir málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 762 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-03-29 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 993 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A536 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-23 20:56:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3682 - Komudagur: 2022-07-12 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands - [PDF]

Þingmál A572 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3408 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Húseigendafélagið - [PDF]

Þingmál A590 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-06-02 18:09:25 - [HTML]

Þingmál A591 (greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3477 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A618 (þvingaðar brottvísanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-04-05 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 943 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A641 (skaðabótaréttur vegna samkeppnislagabrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (svar) útbýtt þann 2022-05-23 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-24 14:45:00 - [HTML]

Þingmál A684 (flutningur fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-17 16:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A690 (hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3531 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A730 (framkvæmd samgönguáætlunar 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B168 (efnahagslegar ráðstafanir vegna Covid-19, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
26. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-25 15:19:06 - [HTML]
26. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2022-01-25 16:28:11 - [HTML]

Þingmál B375 (störf þingsins)

Þingræður:
52. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-03-15 14:13:21 - [HTML]

Þingmál B380 (áminningar forseta)

Þingræður:
52. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-15 18:44:48 - [HTML]
52. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-03-15 18:55:39 - [HTML]

Þingmál B551 (störf þingsins)

Þingræður:
69. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-26 14:02:15 - [HTML]

Þingmál B616 (endurgreiðslur vegna búsetuskerðinga)

Þingræður:
78. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-05-23 15:24:00 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2022-09-16 12:02:26 - [HTML]

Þingmál A5 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-19 16:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A9 (endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Iða Marsibil Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-12 17:45:43 - [HTML]

Þingmál A32 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 10:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-27 18:23:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 149 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A44 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-20 13:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-11 18:05:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 280 - Komudagur: 2022-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A53 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 509 - Komudagur: 2022-11-17 - Sendandi: Sæunn Þóra Þórarinsdóttir - [PDF]

Þingmál A85 (skipun starfshóps um umönnun og geymslu líka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4131 - Komudagur: 2023-03-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A137 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A155 (niðurfelling námslána)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 325 - Komudagur: 2022-11-02 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]

Þingmál A167 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-21 16:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A212 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 581 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-11-22 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 587 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-11-23 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-10 16:00:42 - [HTML]
36. þingfundur - Birgir Þórarinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-11-23 16:04:39 - [HTML]
36. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-11-23 16:40:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 266 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands - [PDF]

Þingmál A262 (þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 278 - Komudagur: 2022-10-28 - Sendandi: Húseigendafélagið - [PDF]

Þingmál A278 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (farþegaflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-13 12:57:24 - [HTML]

Þingmál A353 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 432 - Komudagur: 2022-11-10 - Sendandi: Lyfjahópur Félags atvinnurekenda og Lyfsöluhópur Félags atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 961 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-01-23 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1274 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-03-09 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-10-25 17:15:16 - [HTML]
24. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-27 12:25:01 - [HTML]
24. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-10-27 14:21:04 - [HTML]
53. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-23 18:45:39 - [HTML]
54. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-01-24 17:24:21 - [HTML]
57. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-31 22:46:31 - [HTML]
58. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-01 16:18:39 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-02 21:58:19 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 01:47:41 - [HTML]
61. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-06 16:10:17 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 17:24:07 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 19:48:06 - [HTML]
61. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-06 20:49:14 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 21:48:05 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 22:14:35 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 22:35:46 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 22:57:11 - [HTML]
62. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-07 15:20:10 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 17:28:42 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 21:59:29 - [HTML]
79. þingfundur - Birgir Þórarinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-03-13 17:08:20 - [HTML]
80. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-14 14:46:14 - [HTML]
80. þingfundur - Viðar Eggertsson - Ræða hófst: 2023-03-14 15:24:17 - [HTML]
81. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-15 19:23:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 418 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A409 (fjáraukalög 2022)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-13 22:37:10 - [HTML]

Þingmál A421 (fiskiprófun fyrir erlend skip innan íslenskrar lögsögu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 696 (svar) útbýtt þann 2022-12-08 11:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A429 (menningarminjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2022-12-05 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A479 (frestun réttaráhrifa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 907 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A490 (veiðigjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 574 - Komudagur: 2022-11-28 - Sendandi: Garðar Víðir Gunnarsson - [PDF]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-09 15:21:12 - [HTML]
64. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-09 15:38:13 - [HTML]
64. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-09 15:40:46 - [HTML]
64. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-09 15:43:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3922 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Lyfjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 3986 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Sóttvarnalæknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 4488 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4489 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A530 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 672 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A531 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-09 16:33:58 - [HTML]

Þingmál A532 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-12 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-13 19:22:01 - [HTML]
48. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-13 20:33:33 - [HTML]
48. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-12-13 20:38:08 - [HTML]

Þingmál A533 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A535 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-09 17:50:24 - [HTML]
64. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-09 18:50:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3874 - Komudagur: 2023-02-23 - Sendandi: Lögreglustjórafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3875 - Komudagur: 2023-02-23 - Sendandi: Lögreglan á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 3905 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 3919 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Nefnd um eftirlit með lögreglu - [PDF]
Dagbókarnúmer 3950 - Komudagur: 2023-03-01 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 4019 - Komudagur: 2023-03-10 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A536 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-09 18:56:01 - [HTML]
103. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2023-05-08 16:26:40 - [HTML]

Þingmál A568 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-12-10 11:53:29 - [HTML]

Þingmál A588 (fjármögnunarviðskipti með verðbréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-09 16:38:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3976 - Komudagur: 2023-03-03 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 4384 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A595 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-01-16 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A596 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 927 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-01-16 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A597 (íþrótta- og æskulýðsstarf)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4018 - Komudagur: 2023-03-09 - Sendandi: Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs - [PDF]

Þingmál A628 (reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1343 (svar) útbýtt þann 2023-03-20 17:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A643 (markmið um orkuskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2269 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A691 (lífsýnataka og læknisrannsóknir við landamæraeftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1144 (svar) útbýtt þann 2023-02-21 14:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A761 (ráðning starfsfólks með skerta starfsorku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1346 (svar) útbýtt þann 2023-03-21 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A782 (málefni innflytjenda og vinnumarkaðsaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Jódís Skúladóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-29 16:24:42 - [HTML]

Þingmál A784 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1208 (álit) útbýtt þann 2023-02-28 10:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-28 16:55:26 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-02-28 19:49:34 - [HTML]

Þingmál A805 (ákvörðun nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A806 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1934 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-01 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A856 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-15 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1807 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-15 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2023-05-16 14:11:34 - [HTML]

Þingmál A938 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1468 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2023-04-24 19:24:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4551 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Veritas Capital ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 4553 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 4833 - Komudagur: 2023-05-25 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A943 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4795 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A945 (kosningalög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-04-25 20:19:53 - [HTML]

Þingmál A946 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4656 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4672 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Skotfélagið Markviss - [PDF]

Þingmál A947 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1480 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 15:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-26 16:31:47 - [HTML]

Þingmál A948 (handiðnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1481 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 15:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-26 17:27:52 - [HTML]

Þingmál A953 (afvopnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A956 (Mennta- og skólaþjónustustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1492 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 11:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A975 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-25 19:27:24 - [HTML]

Þingmál A976 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1157 (framkvæmd samgönguáætlunar 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1991 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-06-09 11:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1182 (fjarheilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2231 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B272 (Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka)

Þingræður:
31. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-15 20:22:50 - [HTML]

Þingmál B287 (Niðurstöður nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
32. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-16 18:27:56 - [HTML]

Þingmál B726 (Björgunargeta Landhelgisgæslunnar)

Þingræður:
79. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-03-13 16:48:48 - [HTML]

Þingmál B748 (fiskeldi í Seyðisfirði)

Þingræður:
82. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-03-20 15:39:12 - [HTML]

Þingmál B1032 (bann við hvalveiðum)

Þingræður:
116. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2023-06-05 15:35:44 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A1 (fjárlög 2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 76 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2023-10-11 - Sendandi: Safnasafnið - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-14 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A4 (skattleysi launatekna undir 400.000 kr.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-09-19 15:43:35 - [HTML]

Þingmál A100 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-08 12:07:22 - [HTML]

Þingmál A102 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A122 (skipun starfshóps um umönnun og geymslu líka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2023-10-16 - Sendandi: Heilbrigðisstofnun Austurlands - [PDF]

Þingmál A128 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-15 11:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A180 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-21 11:59:06 - [HTML]

Þingmál A181 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 708 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-08 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 712 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-11 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2023-09-21 12:43:00 - [HTML]
47. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-11 16:08:32 - [HTML]
47. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-11 16:15:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 758 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A224 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 18:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 154 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Veritas Capital ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 165 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Heilbrigðisstofnun Suðurlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2023-10-16 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A226 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 637 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-11-28 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-11-29 22:50:14 - [HTML]

Þingmál A233 (frjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-03-11 17:01:06 - [HTML]

Þingmál A238 (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A239 (Mannréttindastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2023-09-28 13:06:59 - [HTML]

Þingmál A301 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1675 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]

Þingmál A313 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Kjaradeild Verkfræðingafélags Íslands - [PDF]

Þingmál A315 (samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 437 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Reykjanesbær - [PDF]

Þingmál A316 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2892 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A320 (búsetuúrræði fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-10-09 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2267 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Tómas A. Tómasson - Ræða hófst: 2024-06-06 12:59:30 - [HTML]
118. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 18:12:32 - [HTML]
118. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2024-06-06 19:47:13 - [HTML]
118. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 22:55:59 - [HTML]

Þingmál A349 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-12 20:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A400 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-23 11:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1896 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-14 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-08 15:39:46 - [HTML]

Þingmál A441 (alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 876 (svar) útbýtt þann 2024-01-22 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A467 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-09 14:21:15 - [HTML]

Þingmál A468 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-07 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-15 17:49:20 - [HTML]

Þingmál A479 (Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-10 15:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A481 (fjáraukalög 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-15 21:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-16 15:31:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 2023-12-15 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A483 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-10 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1173 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-06 17:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-14 17:25:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1022 - Komudagur: 2023-12-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A497 (barnaverndarlög og félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-13 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-21 14:38:57 - [HTML]

Þingmál A507 (kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1086 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A511 (aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1673 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A542 (lögheimili og aðsetur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 796 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-14 20:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Ingibjörg Isaksen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-15 19:42:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - [PDF]

Þingmál A543 (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1099 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A554 (bið eftir afplánun)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-02-05 18:14:45 - [HTML]

Þingmál A584 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-03-19 16:34:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1402 - Komudagur: 2024-02-13 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A619 (,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-24 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A626 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1387 - Komudagur: 2024-02-09 - Sendandi: Rún Knútsdóttir - [PDF]

Þingmál A627 (fyrirtækjaskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-30 13:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A629 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-30 14:27:09 - [HTML]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1734 - Komudagur: 2024-03-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf - [PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2053 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-21 23:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-19 17:12:27 - [HTML]
130. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-22 16:32:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1667 - Komudagur: 2024-03-06 - Sendandi: Lögreglustjórafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1685 - Komudagur: 2024-03-08 - Sendandi: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A718 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1883 - Komudagur: 2024-03-28 - Sendandi: HS Orka hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SVÞ og VÍ - [PDF]
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A728 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1091 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-21 16:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-05 17:11:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1803 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1806 - Komudagur: 2024-03-22 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2106 - Komudagur: 2024-04-26 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A737 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2315 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A754 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-04 14:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1808 - Komudagur: 2024-03-22 - Sendandi: Húseigendafélagið - [PDF]

Þingmál A771 (dánaraðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1941 - Komudagur: 2024-04-05 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A830 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1905 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-14 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-19 21:23:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2231 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A864 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-22 15:38:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2119 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1931 - Komudagur: 2024-04-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1969 - Komudagur: 2024-04-09 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2773 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A868 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2220 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A898 (breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1337 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-16 21:44:54 - [HTML]
119. þingfundur - Elín Íris Fanndal - Ræða hófst: 2024-06-10 16:25:22 - [HTML]
119. þingfundur - Tómas A. Tómasson - Ræða hófst: 2024-06-10 23:19:44 - [HTML]
119. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2024-06-10 23:45:54 - [HTML]
119. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-11 00:21:53 - [HTML]
120. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2024-06-11 15:56:19 - [HTML]
120. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-06-11 17:33:10 - [HTML]
120. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2024-06-11 18:10:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2296 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Samorka - [PDF]

Þingmál A904 (sjúkraskrár og landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1349 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2422 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A906 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A907 (landlæknir og lýðheilsa og sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1352 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-11 18:09:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2129 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Embætti landlæklnis - [PDF]
Dagbókarnúmer 2144 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2290 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2445 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A908 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-11 18:25:21 - [HTML]
94. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-11 18:27:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2714 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]

Þingmál A911 (Nýsköpunarsjóðurinn Kría)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A922 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-11 16:56:04 - [HTML]

Þingmál A923 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A925 (lögræðislög)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-07 18:39:08 - [HTML]
108. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-05-07 18:44:04 - [HTML]

Þingmál A927 (aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2811 - Komudagur: 2024-06-10 - Sendandi: Kári Hólmar Ragnarsson og Víðir Smári Petersen - [PDF]

Þingmál A938 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2593 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]

Þingmál A1007 (aðkeypt þjónusta hjá Samkeppniseftirlitinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2232 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1035 (fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-22 16:29:44 - [HTML]
100. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-22 16:32:05 - [HTML]

Þingmál A1038 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-17 17:24:49 - [HTML]
97. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2024-04-17 19:43:43 - [HTML]

Þingmál A1050 (slys af völdum drifskafts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1744 (svar) útbýtt þann 2024-06-01 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1105 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-08 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-19 12:33:03 - [HTML]

Þingmál A1114 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1923 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-18 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1199 (slysatíðni tengd rafhlaupahjólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2183 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B341 (Störf þingsins)

Þingræður:
35. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2023-11-22 15:26:40 - [HTML]

Þingmál B734 (Störf þingsins)

Þingræður:
81. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-03-06 15:28:10 - [HTML]

Þingmál B1078 (forvarnir og lýðheilsa þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi)

Þingræður:
120. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-06-11 14:16:26 - [HTML]

Þingmál B1085 (hvalveiðar á Íslandi)

Þingræður:
122. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-06-13 11:24:17 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 158 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]

Þingmál A53 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-08 17:27:03 - [HTML]

Þingmál A63 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-12 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-09 17:37:09 - [HTML]

Þingmál A198 (skipun starfshóps um umönnun og geymslu líka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-19 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A230 (landlæknir og lýðheilsa og sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-24 15:23:45 - [HTML]
9. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-09-24 15:35:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 160 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]
Dagbókarnúmer 171 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 224 - Komudagur: 2024-10-16 - Sendandi: Íslensk erfðagreining ehf - [PDF]

Þingmál A231 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Sóttvarnalæknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 166 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A233 (sjávarútvegsstefna til ársins 2040)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 189 - Komudagur: 2024-10-10 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]

Þingmál A281 (ákvarðanir nr. 317/2023 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-10-10 10:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A299 (brottfall laga um Bankasýslu ríkisins)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-10-24 13:13:33 - [HTML]

Þingmál A300 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-24 10:33:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Deloitte legal ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2024-11-01 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2024-11-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A323 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (frumvarp) útbýtt þann 2024-11-08 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Birgir Ármannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-11-11 15:30:31 - [HTML]

Þingmál A337 (stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bálstofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2024-11-18 11:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-11-26 13:02:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 156

Þingmál A2 (landlæknir og lýðheilsa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-04 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 329 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-04-01 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Alma D. Möller (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-02-11 17:41:49 - [HTML]
3. þingfundur - Alma D. Möller (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2025-02-11 18:18:26 - [HTML]
43. þingfundur - Kristján Þórður Snæbjarnarson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-05-15 22:01:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 124 - Komudagur: 2025-02-26 - Sendandi: Íslensk erfðagreining ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 128 - Komudagur: 2025-02-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 154 - Komudagur: 2025-02-28 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A7 (siglingavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-08 19:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-06 19:13:07 - [HTML]

Þingmál A89 (raforkulög og stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-10 19:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 486 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-05-12 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Guðbrandur Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-06-02 18:11:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 134 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 140 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 147 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2025-02-28 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 644 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Hörgársveit - [PDF]
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2025-04-11 - Sendandi: Hörgársveit - [PDF]

Þingmál A100 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-15 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - Ræða hófst: 2025-02-20 15:40:30 - [HTML]

Þingmál A118 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 388 - Komudagur: 2025-03-27 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2025-05-13 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A122 (verðbréfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-01 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A124 (ákvarðanir nr. 317/2023 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-01 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A130 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 288 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Rarik ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2025-04-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A132 (landamæri o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-04-09 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Guðmundur Ari Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-05-26 18:17:33 - [HTML]

Þingmál A147 (skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-07 18:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Inga Sæland (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-11 15:10:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 402 - Komudagur: 2025-03-27 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]

Þingmál A172 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða og verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-14 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 368 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-04-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Sigmar Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-05-13 18:21:54 - [HTML]

Þingmál A186 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-06-06 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A212 (skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-22 13:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A235 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 558 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-05-26 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-31 18:52:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 844 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands - [PDF]

Þingmál A251 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Eydís Ásbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-07-05 16:30:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 954 - Komudagur: 2025-04-28 - Sendandi: Raforkueftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 960 - Komudagur: 2025-04-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 2025-04-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A255 (námsgögn)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2025-04-09 16:36:50 - [HTML]

Þingmál A257 (lyfjalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1131 - Komudagur: 2025-05-16 - Sendandi: Distica hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2025-05-16 - Sendandi: Vistor ehf. og Artasan ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2025-05-16 - Sendandi: Vistor ehf. og Artasan ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1315 - Komudagur: 2025-06-04 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A258 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 713 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-12 18:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Alma D. Möller (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-04-29 22:26:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2025-05-27 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A259 (almannatryggingar og endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 996 - Komudagur: 2025-05-02 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A261 (stafrænn viðnámsþróttur fjármálamarkaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A262 (markaðir fyrir sýndareignir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1087 - Komudagur: 2025-04-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A266 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-07 15:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1015 - Komudagur: 2025-05-02 - Sendandi: Umhverfis- og orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1021 - Komudagur: 2025-05-02 - Sendandi: Umhverfis- og orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2025-05-02 - Sendandi: Umhverfis- og orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2025-05-28 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A267 (framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1387 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Laufey Bjarnadóttir o.fl. - [PDF]

Þingmál A268 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 2025-04-30 - Sendandi: Vinstrihreyfingin - grænt framboð - [PDF]

Þingmál A270 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 2025-05-13 - Sendandi: Húnabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1096 - Komudagur: 2025-05-14 - Sendandi: Garðabær - [PDF]

Þingmál A279 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2025-05-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A282 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-31 18:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-09 18:34:23 - [HTML]
29. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-09 18:36:26 - [HTML]
29. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-09 18:37:48 - [HTML]
29. þingfundur - Eydís Ásbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2025-04-09 19:46:07 - [HTML]
29. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2025-04-09 19:53:06 - [HTML]

Þingmál A298 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2025-05-29 - Sendandi: Landssamband grásleppuútgerða -2 - [PDF]

Þingmál A351 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-04-30 20:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A413 (Evróputilskipun um fráveitumál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 801 (svar) útbýtt þann 2025-07-01 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A431 (vegabréfsáritanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 588 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-05-28 19:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Ræða hófst: 2025-06-05 12:13:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1398 - Komudagur: 2025-06-13 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1433 - Komudagur: 2025-06-23 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál B491 (Störf þingsins)

Þingræður:
52. þingfundur - Heiða Ingimarsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-03 13:42:56 - [HTML]

Löggjafarþing 157

Þingmál A1 (fjárlög 2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 104 - Komudagur: 2025-09-22 - Sendandi: Innheimtumiðstöð rétthafa - IHM - [PDF]
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2025-10-10 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2025-09-18 13:34:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2025-10-14 - Sendandi: Eiríkur Áki Eggertsson - [PDF]

Þingmál A69 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-12 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Alma D. Möller (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-17 15:39:45 - [HTML]

Þingmál A70 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2025-10-01 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A79 (vegabréfsáritanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-15 14:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 462 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 886 - Komudagur: 2025-11-21 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A80 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-15 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2025-09-17 16:38:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 49 - Komudagur: 2025-09-29 - Sendandi: Íslensk erfðagreining ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 138 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 698 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A86 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-16 13:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 393 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-11-21 14:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-22 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-09 13:59:37 - [HTML]

Þingmál A89 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-17 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-23 15:21:25 - [HTML]
13. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2025-10-07 14:43:57 - [HTML]

Þingmál A99 (stafrænn viðnámsþróttur fjármálamarkaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 327 - Komudagur: 2025-10-10 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A100 (verðbréfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A102 (framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 256 - Komudagur: 2025-10-08 - Sendandi: Landeigendur á svæðinu Löngufjörur (áður Norður-Mýrar) og Langárós að Hjörsey (áður Álftanes-Álftárós-Langárós) - [PDF]

Þingmál A104 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2025-10-25 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]

Þingmál A106 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ólafur Adolfsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2025-09-22 15:41:07 - [HTML]

Þingmál A111 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-11-14 19:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2025-09-25 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A122 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A123 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 158 (svar) útbýtt þann 2025-10-06 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A124 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A125 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 338 (svar) útbýtt þann 2025-11-18 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A126 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 126 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A127 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 258 (svar) útbýtt þann 2025-10-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A129 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 129 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 199 (svar) útbýtt þann 2025-10-15 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A130 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 221 (svar) útbýtt þann 2025-10-21 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A131 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 513 (svar) útbýtt þann 2025-12-15 14:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A132 (þjónustugjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-09-22 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 326 (svar) útbýtt þann 2025-11-14 19:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A147 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-25 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-04 12:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-10-07 16:41:25 - [HTML]

Þingmál A191 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-17 11:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 727 - Komudagur: 2025-11-07 - Sendandi: Rarik ohf - [PDF]

Þingmál A192 (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1190 - Komudagur: 2025-12-05 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A218 (staðfesting ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-10-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (fullgilding samnings um loftslagsbreytingar, viðskipti og sjálfbæra þróun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 262 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-10-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A220 (faggilding o.fl. og staðlar og Staðlaráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-11-03 18:14:14 - [HTML]

Þingmál A230 (brottfararstöð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A231 (stafræn og rafræn málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1004 - Komudagur: 2025-11-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A232 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A234 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A257 (skattar, gjöld o.fl. (tollar, leigutekjur o.fl.))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-14 19:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A263 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1153 - Komudagur: 2025-12-03 - Sendandi: Sigurður Ólafsson - [PDF]

Þingmál A264 (aðgengi að vefsetrum og smáforritum opinberra aðila)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 2025-11-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1166 - Komudagur: 2025-12-04 - Sendandi: Valgerður Stefánsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2025-12-04 - Sendandi: Valgerður Stefánsdóttir - [PDF]

Þingmál A269 (almannatryggingar og heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-18 17:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 2025-12-05 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1197 - Komudagur: 2025-12-05 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A287 (almannavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1268 - Komudagur: 2025-12-10 - Sendandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg - [PDF]

Þingmál A311 (réttindavernd fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A317 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 443 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-02 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 445 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A320 (opinber stuðningur við vísindi og nýsköpun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-02 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (sjúkratryggingar og ófrjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-02 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (skipalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-03 17:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B287 (ákvarðanir ráðherra ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
45. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2025-12-11 10:40:01 - [HTML]