Úrlausnir.is


Merkimiði - 2. mgr. 172. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991

Síað eftir merkimiðanum „2. mgr. 172. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 600/2011 dags. 15. febrúar 2012 (Gengisdómur - Elvira)[HTML] [PDF]
Gengistryggð lán höfðu áður verið dæmd ólögmæt af Hæstarétti og í kjölfarið voru samþykkt lög sem kváðu á um að slík lán ættu að bera seðlabankavexti í stað hinna ólögmætu vaxta. Bankarnir fóru þá að endurreikna vexti slíkra lána í samræmi við hin nýju lög.

Hæstiréttur kvað á um að „[m]eð almennum lögum [væri] ekki unnt með svo íþyngjandi hætti sem á reyndi í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt“. Braut þetta því í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Lántakendur hefðu í góðri trú greitt af þessum lánum. Hins vegar lá fyrir misskilningur um efni laganna. Litið var til þess að lánveitandinn var stórt fjármálafyrirtæki og þyrfti að bera áhættuna af þessu. Hann gæti því ekki endurreiknað greiðslurnar aftur í tímann en gæti gert það til framtíðar.